Íslenski ferðaklasinn starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf ·...

24
Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017

Upload: others

Post on 19-Jul-2020

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinnStarfsemi 2016-2017

Page 2: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 / Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir / Hönnun og umbrot: Daniel Byström

Page 3: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 3

Skilaboð frá stjórnarformanni 4

Skýrsla stjórnar 6

Kjarnaverkefni 2016 - 2017 8

Niðurstöður viðhorfskönnunar og áherslur 2017-2018 23

Klasinn á ferð og flugi 2016 - 2017 24

Efnisyfirlit

Page 4: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Ferðaþjónusta á Íslandi er mikilvæg atvinnugrein sem getur

stuðlað að langtíma velferð og góðum orðstír þjóðarinnar.

Þverfaglegt samstarf margra ólíkra aðila er best til þess fallið

að slíkt geti átt sér stað og var það m.a einn af hornsteinum í

stofnun Íslenska ferðaklasans á sínum tíma. Að hafa hugann

stöðugt við leiðir til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja, auka

verðmætasköpun og byggja upp atvinnugrein í sátt við samfélag

og íbúa eru lykilatriði að langtíma uppbyggingu í greininni.

Fjöldi erlendra gesta hefur haldið áfram að vaxa sem aldrei fyrr

og eins hefur fjöldi aðila sem stunda fyrirtækjarekstur í greininni

aldrei verið meiri. Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu eru lítil og

meðalstór en að sama skapi eru sterk stórfyrirtæki sem eiga sér

langa rekstrarsögu og árangursríkan vöxt að baki. Að baki allra

þessara fyrirtækja stendur mannauður sem hefur á stuttum tíma

þurft að takast á við krefjandi verkefni sem fylgir hröðum og stöðugum vexti.

Ör vöxtur í ferðaþjónustu kallar á að við styrkjum það góða orðspor sem upphaflega kom okkur á

kortið hjá gestum okkar um allan heim.

Á vormánuðum 2016 fór stjórn Íslenska ferðaklasans ásamt framkvæmdastjóra í

stefnumótunarvinnu til að skerpa á þeim áhersluverkefnum sem leggja ætti til grundvallar næsta

starfsárið. Í þeirri vinnu var einnig notast við niðurstöður viðhorfskönnunar sem klasaaðlum

hafði verið send. Niðurstöður þessarar vinnu var að leggja til verkefnastofna sem myndu styðja

sem best við hlutverk klasans um að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri

ferðaþjónustu með það að markmiði að ýta undir nýsköpun í greininni, efla innviði, vinna að

markvissri samvinnu milli aðila og auka hæfni og gæði í greininni.

Margvísleg verkefni hafa að þessu tilefni verið unnin ýmisst undir forystu ferðaklasans eða í

öflugu samstarfi annarra aðila. Má þar nefna nýsköpunar og þróunarverkefnið Ratsjánna sem

ætlað er stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum en það er unnið í samstarfi við

Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Startup Tourism sem er 10 vikna viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í

ferðaþjónustu þar sem Ferðaklasinn er samstarfsaðili Icelandic Startups að framkvæmd. Orka og

ferðaþjónusta er samstarfsverkefni Ferðaklasans og Jarðvarmaklasans en haldin var stór vinnustofa

í október þar sem yfir 150 nýjar viðskiptahugmyndir á mörkum orku og ferðaþjónustu urðu til. Þá

hefur Ferðaklasinn verið í góðu samstarfi við markaðsstofur landshlutanna og hefur Markaðsstofa

Reykjaness og Austurbrú, sameiginleg stoðstofnun á Austurlandi gert sérstakan samstarfssamning

við klasann sem felur í sér aukið samstarf við uppbyggingu og þróun áfangastaðanna.

Auk þess að sinna markvissri verkefnavinnu hefur klasinn einnig staðið fyrir málstofum og

ráðstefnum sem taka á helstu viðfangsefnum í ferðaþjónustu hverju sinni, má þar nefna málstofu

um leiðir til að auka framleiðni í ferðaþjónustu með aðkomu Viðskiptaráðs Íslands og kynningu frá

klasaaðila og nýjársfund um samkeppnishæfni útflutningsgreina í gengis ólgu sjó sem haldin var í

samstarfi við Arion banka með aðkomu Háskóla Íslands og klasaaðila.

Skilaboð frá stjórnarformanni

4

Page 5: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Ísland er best þekkt fyrir stórfenglega náttúru, menningu og sögu, gestrisni og fjölbreytileika, hvort

sem það er í veðurfari eða sköpunargleði gestgjafanna. Allt eru þetta þættir sem gætu á einn eða

annan hátt skaðast ef ekki er rétt með farið. Það er því mikil ábyrgð sem felst í því að taka á móti

gestum, sýna þeim landið og verða hluti af upplifun þess og ferðalagi.

Til þess að við getum sem best orðið góðir gestgjafar til lengri tíma í alþjóðlegri samkeppni þurfum

við að koma okkur saman um hvernig gestgjafar við viljum vera. Til þess að auka samstöðu allra

fyrirtækja sem starfa beint eða óbeint við ferðaþjónustu hafa Íslenski ferðaklasinn og FESTA,

miðstöð um samfélagsábyrgð hrint af stað hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi.

Með sameiginlegri yfirlýsingu hafa yfir 300 fyrirtæki allsstaðar af landinu, stór og smá sammælst

um að verða í fararbroddi fyrir sjálfbærni og samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu. Skilyrðið sem

fyrirtækjunum er sett er að þau vilji markvisst bæta sig í ábyrgð sinni gagnvart því samfélagi og

nærumhverfi sem það starfar í. Aðilar skuldbinda sig til þess að setja fram markmiðin sín með

sýnilegum hætti í lok árs 2017.

Hvatningarverkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu er fylgt eftir með fræðsluprógrammi en

að verkefninu koma samstarfsaðilar frá SAF, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Markaðsstofum

landshlutanna, Höfuðborgarstofu, Stjórnstöð ferðamála og Safetravel. Yfirlýsingin um ábyrga

ferðaþjónustu var undirrituð þann 10.janúar sl. og er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson verndari

verkefnisins.

Góðir félagar, allar atvinnugreinar hvort sem um nýjar eða rótgrónar er að ræða, munu takast

á við sveiflur í rekstri sem valdið geta tímabundnum erfiðleikum. Það hefur ýmislegt í ytra

rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja reynt á síðustu misserin og eðlilegt að fyrirtæki velti

við öllum steinum í hagræðingu í rekstri. Það er hinsvegar mikilvægt að horfa ekki einungis til

skammtímaáhrifa sem slíkar sveiflur geta valdið heldur hafa þor og kjark til að horfa til langtíma

uppbyggingar í greininni og fjárfesta af kostgæfni í þeim verkefnum sem hafa burði til að

skila árangri. Fyrirtækjadrifið hreyfiafl, eins og Íslenski ferðaklasinn, er að mínu mati dæmi um

góða fjárfestingu fyrir eins öfluga og sívaxandi atvinnugrein og ferðaþjónusta er. Það er með

samhentu átaki margra ólíkra aðila sem langtíma uppbygging getur átt sér stað sem skilar góðum

niðurstöðum fyrir heildina, ekki bara einn og einn heldur greinina alla.

Ég vil nota tækifærið og þakka stjórn Íslenska ferðaklasans og framkvæmdastjóra fyrir góða fundi

á árinu sem og klasaaðilum og þeim fjölmörgu þátttakendum sem sótt hafa fundi og viðburði á

vegum samstarfsins.

Sævar Skaptason, formaður stjórnar

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 5

Page 6: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn er samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu og tengdum

atvinnugreinum sem hafa það að markmiði að efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun í

ferðaþjónustu til lengri tíma. Samstarfið byggir á kortlagningu sem unnin var á árunum 2012-2014

en formlegt félag var stofnað í mars 2015.

Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra félagsfunda,

málstofa, ráðstefna og verkefnafunda með klasaaðilum.

Á vormánuðum 2016 fór stjórn í stefnumótunarvinnu sem studd var með niðurstöðum

skoðanakönnunar sem send var á alla klasaaðila. Helstu niðurstöður af þeirri vinnu var að setja

fókus á þrjá megin verkefnastofna sem þóttu styðja best við hlutverk og markmið samstarfsins.

Þessir stofnar eru:

• Fjárfesting í ferðaþjónustu – aukin framlegð fyrirtæk ja og rekstarþekking stjórnenda

• Sérstaða svæða – svæðisbundnir klasar

• Ábyrg ferðaþjónusta – samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Á vormánuðum 2017 voru klasaaðilar aftur beðnir um að svara spurningakönnun til að mæla

viðhorf til þeirra verkefna sem unnið hefur verið að á árinu sem og að fá upplýsingar um viðhorf

til greinarinnar almennt, áskoranir og tækifæri. Styðja niðurstöður þeirrar könnunar við þá vegferð

sem klasasamstarfið hefur verið á og gefur ástæðu til að efla þau enn frekar.

Heildarvelta Íslenska ferðaklasans á árinu 2016 er 25,9 mkr og eykst um rúmar 8 mkr á milli ára.

Ber þar hæst fjölgun klasaaðila og sér fjármögnuð verkefni. Hagnaður félagsins var tæpar 3,9 mkr

samanborið við 10,8 mkr árið 2015. Helsta breyting í rekstargjöldum milli ára er ráðning klasastjóra/

framkvæmdastjóra 1.janúar 2016 í 100% starf en laun og launatengd gjöld fara úr 0 kr árið 2015 í 11,8

mkr árið 2016. Rekstargjaldaliðurinn aðkeypt þjónusta stendur í stað milli ára með útgjöld uppá 6,5

milljónir krónur og ber þar hæst sex mánaða samningur við ráðgjafafyrirtækið Gekon sem lauk í júní

2016.

Það er álit stjórnar Íslenska ferðaklasans að allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva

sig á stöðu félagsins í árslok, rekstarliðum og öðrum fjárhagsliðum, komi fram í ársreikningnum.

Stjórn og framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið

2016 með undirritun sinni.

Skýrsla stjórnar

6

Page 7: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Stjórn Íslenska ferðaklasans 18.maí 2017 skipa:

Sævar Skaptason, formaður stjórnar,

HEY Iceland, Ferðaþjónusta bænda

Magnea Guðmundsdóttir, Bláa Lónið

Árni Gunnarsson, Icelandair Group,

Kristín Hrönn Guðmudsdóttir, Íslandsbanki

Elín Árnadóttir, Isavia

Davíð Björnsson, Landsbankinn

Sigurhans Vignir, Valitor

Þórarinn Þór, Kynnisferðir

Helgi Jóhannesson, Lex lögmenn

Rannveig Grétarsdóttir, Elding

Varamenn:

Grímur Sæmundsen, Bláa Lónið

Pétur Óskarsson, Icelandair Group

Vilhelm Már Þorsteinsson, Íslandsbanki

Guðný María Jóhannsdóttir, Isavia

Þorsteinn Hjaltason, Landsbankinn

Daði Már Steinþórsson, Valitor

Kristján Daníelsson, Kynnisferðir

Framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 7

Page 8: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Fjárfestingar í ferðaþjónustu

Ratsjáin

Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska

ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands,

var sett af stað 16.september 2016. Fulltrúar átta

starfandi fyrirtækja í ferðaþjónustu, alls staðar

af landinu taka þátt í Ratsjánni. Ratsjáin fer

þannig fram að hvert fyrirtæki er heimsótt einu

sinni af öllum hinum fyrirtækjunum og rekstur

þess fyrirtækis tekinn fyrir og brotinn til mergjar.

Þátttakendur eru fólk með mikla samanlagða

reynslu af þjónustu við ferðamenn og því geta

stjórnendur lært mikið hver af öðrum. Auk þess eru

ráðgjafar á staðnum til leiðbeiningar í hvert sinn.

Verkefnið byggir upphaflega á finnskri fyrirmynd sem Íslandsstofa tók upp sem Spegilinn og þótti

takast vel til. Ratsjáin er að nokkru byggð á þeirri hugmyndafræði auk annarra stuðningsverkefna

sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir s.s Skapandi ferðaþjónusta. Þá gangast allir

þátttakendur undir sjálfsmat sem kallast Innovation Health Check og er framkvæmt af ráðgjöfum

Nýsköpunarmiðstöðvar fyrir hvern og einn fund.

Markmið Ratsjánnar er að auka innsýn þátttakenda í rekstur og innviði fyrirtækja með það

fyrir augum að finna leiðir til að auka hagkvæmni, bæta rekstur, auka fagmennsku og innleiða

samfélagsábyrgð í fyrirtækin.

Úrbótatillögur sem unnar eru á jafningjagrundvelli hinna þátttakendanna byggja á greiningum

sem mótaðar eru með ýmsum viðskiptatólum s.s SVÓT, fimm krafta líkani Porters, Ansoff, Buisness

Model Canvas ofl. Mikilvægast er þó að tillögurnar byggja á gríðarlega mikilli þekkingu á íslenskri

ferðaþjónustu og samanlagðri áratugareynslu af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja.

Bakjarlar að Ratsjánni eru Ferðamálastofa, Valitor, Landsbankinn og Félag ferðaþjónustubænda.

Þau fyrirætki sem taka þátt í Ratsjá ferðaþjónustunnar 2016 – 2017 eru:

Hótel Gullfoss

Nonni Travel er ferðaskrifstofa staðsett á Akureyri.

Hvítárbakki er Gistiheimili í Borgarfirði.

Travel East er ferðaskrifstofa staðsett á Breiðsdalsvík

Hvalaskoðun Akureyrar er fjölskyldufyrirtæki og dótturfyrirtæki Eldingar.

Óbyggðasetur Íslands er metnaðarfull sýning, gististaður og upplifurnarferðaþjónusta staðsett í

Fljótsdal

Húsið Guestehouse er gistiheimili í Fljótshlíðinni.

Iceland Rovers sérhæfir sig í að búa til réttu jeppaferðina. Iceland Rovers er dótturfyrirtæki Iceland

Mountaineers og er því byggt á traustum grunni.

Kjarnaverkefni 2016 - 2017

8

Page 9: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Startup Tourism

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í

ferðaþjónustu fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn sérfræðinga.

Hraðallinn hófst 16. febrúar 2017 og fór fram í Reykjavík.

Alls bárust 94 viðskiptahugmyndir í Startup Tourism í ár. Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin

til þátttöku í hraðlinum. Í tíu vikur fá forsvarsmenn fyrirtækjanna tækifæri til að þróa áfram

viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan

ferðaþjónustunnar og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.

Óskað var eftir eftir lausnum sem gætu fjölgað afþreyingarmöguleikum í ferðaþjónustu á Íslandi,

styrkt innviði greinarinnar og stuðlað að dreifingu ferðamanna um allt land, allan ársins hring.

Bakhjarlar Startup Tourism eru Bláa Lónið, Íslandsbanki, Isavia og Vodafone. Verkefnið er í umsjón

Icelandic Startups í samtarfi við Íslenska ferðaklasann.

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 9

Page 10: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Eftirtaldar níu viðskiptahugmyndir kláruðu þátttöku í Startup Tourism árið 2017;

1. DeafIceland

Sérsniðin þjónusta og afþreying fyrir ferðamenn á táknmáli

2. Ferðasjáin

Leitarvél sem finnur draumaferðina út frá óskum og sérþörfum

3. Hælið, safn tilfinninganna Setur um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafirði

4. IceYoga Jógaævintýri á ferðalagi um landið

5. Laugarvatnshellar Lifandi innsýn í manngerða hella sem eitt sinn voru heimili

6. Regnbogasafnið í Reykjavík Einstök upplifun ljóss og lita á mærum myndlistar og vísinda

7. Sigló Ski Lodge Áfangastaður og miðstöð fyrir náttúruunnendur á Norðurlandi

8. Sólvangur Horse Center Einstök og fjölbreytt upplifun á sönnum íslenskum hestabúgarði

9. SWAGL Smáforrit sem veitir aðgang að persónulegri þjónustu sem auðveldar verslun í ókunnu landi

Markmið Startup Tourism er að efla frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu og ýta undir atvinnu- og

verðmætasköpun á Íslandi. Verkefninu er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum

fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, árið um kring.

Verkefninu lauk þann 28. apríl með kynningum fyrirtækjanna í Tjarnarbíó fyrir fullum sal af

fjárfestum og lykilaðilum í ferðaþjónustunni.

Samstarfssamningur við KOMPÁS. Íslenski ferðaklasinn og KOMPÁS undirrituðu samning um

samstarf sem styður hlutverk og markmið samningsaðila. Tilgangur samningsins er að hvetja til

aukins samstarfs og samvinnu í ferðaþjónustu er styður faglega stjórnun, hæfni og þekkingarmiðlun

jafnt innan atvinnugreinarinnar sem og þvert á aðrar atvinnugreinar. Tveir vinnuhópar á vegum

samstarfsins hafa verið ræstir og sjá starfsmenn KOMPÁS um skipulag fundanna í samvinnu við

Íslenska ferðaklasann.

10

Page 11: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 11

Page 12: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

12

Orka og ferðaþjónusta

Málstofa um samspil orku og ferðaþjónustu. Þann 16. mars stóðu Íslenski ferðaklasinn og Iceland

Geothermal, jarðvarmaklasinn, sameiginlega að

málstofu um samspil Orku og ferðamála.

Um 100 manns mættu til málstofunnar til að hlusta

á og taka þátt í umræðum um þessar mikilvægu

atvinnugreinar og þau tækifæri sem felast í

upplýstari umræðu og markvissari samvinnu þeirra

á milli.

Sjö erindi voru flutt á málstofunni. Iðnaðar og

viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir

opnaði með áhugavert erindi um mikilvægi þessara

atvinnugreina og þakkaði fyrir það frumkvæði sem

klasarnir sýndu með þessari umræðu. Í kjölfar ráðherra kom Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri

GJ - Travel og ræddi um samspil orku og ferðaþjónustu, þá kynntu klasastjórarnir, Viðar Helgason

og Ásta Kristín, áherslur sinna klasa auk þess að ræða samstarfsfleti og verkefni til framtíðar.

Ásbjörn Björgvinsson kynnti verkefnið LAVA - eldfjallasetur sem verður byggt upp á Hvolfsvelli og

opnar á árinu 2017. Kristín Vala Matthíasardóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðsins á Reykjanesi

kynnti starfsemi fyrirtækisins auk þeirra viðskiptatækifæra sem auðlindanýting hefur haft í för með

sér hvað varðar uppbyggingu á ferðaþjónustu. Í lok málstofunnar kynnti Hörður Arnarson, forstjóri

Landsvirkjunar áherslur fyrirtækisins útfrá orku og ferðaþjónustu, mikilvægi upplýstrar umræðu,

aðdráttarafl orkuvinnslu til ferðamanna og hvatti til aukins samstarfs.

Vinnustofa í október. Íslandsstofa, Íslenski ferðaklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn (IG) stóðu

fyrir sameiginlegri vinnustofu um viðskiptatækifæri á mörkum ferðaþjónustu og orku. Rætt var

um samlegð og samvinnu við uppbyggingu nýrra verkefna, aukna verðmætasköpun, öryggismál

og annað sem snertir samstarf þessara geira. Þátttakendur á fundinum voru um 70 og urðu

verkefnatillögur yfir 150 talsins. Verður unnið með þær tillögur nánar á vettvangi klasanna.

Vinnustofunni stýrði Kristinn Hjálmarsson hjá Notera en erindi voru flutt í upphafi fundar þar sem

leitast var við að sjá þau tækifæri sem falast í öflugri samvinnu. Kynningar voru m.a frá Friðheimum,

Orku Náttúrunnar, Íslandsstofu og Landsbjörgu.

Sérstaða svæða – svæðisbundnir klasar

Page 13: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 13

EIMUR er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni nýsköpun í

orkumálum á Norðurlandi eystra. Íslenski ferðaklasinn er aðili að verkefninu í gegnum verkefnastjórn

en stofnaðilar eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband

sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum auk samstarfs við Íslenska jarðvarmaklasann og

atvinnuþróunarfélögin á svæðinu.

Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt verkefninu til hundrað milljónir króna.

Framkvæmdastjóri EIMS er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Samstarfssamningar við Markaðsstofur landshlutanna. Markaðsstofa Reykjaness og Austurbrú

hafa gert formlegan samstarfssamning við Íslenska ferðaklasann sem felur í sér aukið og sýnilegt

samstarf á þeim vettvangi sem aðilar starfa á.

Page 14: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

14

Hvatningaverkefni um Ábyrga ferðaþjónustu

Árið 2016 áttu Festa, SAF og Íslenski ferðaklasinn nokkra fundi þar sem rætt var samstarf um

samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu en þessir aðilar stóðu m.a að vinnustofu um Ábyrga ferðaþjónustu

í janúar 2016. Í framhaldi ákváðu Ferðaklasinn og FESTA að vinna saman að framkvæmd

hvatningarátaks um ábyrga ferðaþjónustu og það skyldi gert í samstarfi við sem flesta aðila

ferðaþjónustunnar. Úr varð að ári síðar eða 10.janúar 2017 skrifðuðu yfir 300 fyrirtæki undir

yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með

sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.

Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sammælist um

nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla

að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við

sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.

Ábyrg ferðaþjónusta

Page 15: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 15

Horft er til þess að fyrirtækin setji sér markmið í neðangreindum atriðum en sérstakt

fræðsluprógramm hefur einnig verið keyrt til samræmis við þessa flokka og til þess að auðvelda

fyrirtækjum að yfirfæra þekkingu og læra af hvert öðru.

• Ganga vel um og virða náttúruna

• Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi

• Virða réttindi starfsfólks

• Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

Samstarfsaðilar að verkefninu eru SAF, Stjórnstöð ferðamála, Ferðamálastofa, Íslandsstofa,

Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofa og Safe Travel.

Bakhjarlar að verkefninu eru Landsbankinn, Gray Line Iceland, Íslandshótel, Isavia, Icelandair Group,

Eimskip og Bláa Lónið.

Page 16: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Sögur af ábyrgum ferðaþjónum um allt land

Ferðaþjónustan kemur öllum við:

Hún er afl sem eflir byggðir um allt land

Íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu leggja æ meiri áherslu á að starfa í sátt við samfélagið, leggja

áherslu á sjáfbæra þróun og metnað í að byggja upp góða ferðaþjónustu. Rætt var við nokkra

stjórnendur og frumkvöðla í ferðaþjónustu og þeir beðnir um að tala um áherslur sínar í

samfélagsábyrgð og hvað skipti mestu máli fyrir greinina til framtíðar. Í viðtölunum var rauði

þráðurinn sameiginleg áhersla á að ferðaþjónustan styrki byggð í öllu landinu. Þau kappkosta

að ráða fólk af svæðunum til vinnu, er afar umhugað um náttúruna og vilja að Ísland verði til

fyrirmyndar í ferðaþjónustu. Flest nefna þau einnig mikilvægi þess að standa skil á opinberum

gjöldum, því án þess verði engir innviðir byggðir en mikilvægt er að upplifun ferðamanna sé góð og

byggð á gæðaþjónustu, annars komi þeir ekki aftur.

Ísland verði til fyrirmyndar í sjálfbærri ferðaþjónustu

Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa staðið í farabroddi

íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í þróun ferða,

umhverfismálum, menntun starfsmanna og

öryggismálum í langan tíma. Að sögn Elínar

Sigurveigar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra

fyrirtækisins hefur fyrirtækið frá upphafi lagt mikla

áherslu á umhverfismál i ferðum og rekstri.

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn eru einn af

stofnaðilum Íslenska ferðaklasanum. Þeir taka þátt í

hvatningaverkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu auk

þess sem dótturfyrirtæki þeirra, Iceland Rovers eru

þátttakendur í Ratsjánni.

,,Við skoðum alla þætti við framkvæmd ferðarinnar þegar hún er búin til. Hvaða þjónustu er

möguleg að kaupa á staðnum? Hvernig losum við okkur við sorp og úrgang í ferðinni? Við leiðarval

er tekið tillit til viðkvæmrar náttúru o.s.frv. “ segir Elín.

,,Við erum sveigjanleg þegar kemur að framkvæmd ferðanna, t.d. breytum við fjölda farþega á

hvern leiðsögumann í jöklagöngunum með tilliti til aðstæðna hverju sinni. Þannig eru færri farþegar

á hvern leiðsögumann yfir veturinn þegar jökullinn er harður sem gler. Þannig tryggjum við öryggi

gestanna. Við breytum skipulagi ferða á vorin þegar frost er að fara úr jörðu og færum ferðir frá

þeim svæðum þar sem náttúran er sérstaklega viðkvæm.” segir hún.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn leitast við að ráða fólk sem býr á þeim svæðum sem starfsemin er.

Þau leggja mikið upp úr því að fara að lögum og reglum í sinni starfsemi og virða kjarasamninga

starfsfólks.

16

Page 17: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 17

,,Við stofnuðum umhverfissjóð 2014 sem greiðir annars vegar út styrki til verkefna um allt land en

hins vegar styrkir verkefni á Laugaveginum þar sem okkur fannst full þörf á að byggja upp og verja

landið fyrir skemmdum. Við erum með víðtæka fræðsludagskrá sem nær til allra starfsmanna í

fyrirtækinu, jafnt þeirra sem starfa við leiðsögn, akstur eða inn á skrifstofu. “ segir Elín.

,,Mér finnst skipta mestu máli að bæta rekstraröryggi og afkomu í greininni, bæta fagmennsku

og gæði og stefna að því að Ísland verði til fyrirmyndar þegar kemur að sjálfbærri ferðaþjónustu.

Ferðaþjónusta er afl sem getur eflt byggðir um allt land, það er því ákaflega mikilvægt að miða allar aðgerðir við að fá ferðamenn til að stoppa lengur og ferðast víða. “ segir Elín.

Með gullmerki í umhverfismálum

Hey Iceland, áður Ferðaþjónusta bænda, hefur yfir 30 ára reynslu af ferðaþjónustu. Fyrirtækið er mjög umhverfismiðað og þurfa ferðaþjónustubændur að standast ákveðna staðla til þess að geta starfað undir merkjum HEY. Fyrirtækið setur gæðamál og fagmennsku á toppinn.

Hey Iceland er einn af stofnaðilum Íslenska

ferðaklasans og hefur framkvæmdastjóri félagsins

verið formaður stjórnar frá stofnun hans 2015.

Hey er einnig þátttakandi í hvatningaverkefni um

Ábyrga ferðaþjónustu.

,,Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur samvinna við

félaga innan Hey Iceland verið mikilvægur þáttur í

starfsemi fyrirtækisins. Gagnkvæm virðing og traust skiptir hér sköpum og í þessarri sameiginlegu vegferð hefur áhersla verið lögð á að saman fari gæði í þjónustu og aðbúnaði, sérstöðuna þar sem gestir fá tækifæri til að skipta við og tengjast fólkinu sem býr og starfar í sveitum landsins. Þá hafa umhverfismálin verið okkur hugleikin lengi og áhersla á að bæði fyrirtækið og félagsmenn

starfi í sátt við menn og náttúru. Fyrirtækið er þátttakandi í Vakanum og er með gullmerkið í

umhverfisþættinum. Markmið okkar er að allir félagarnir taki upp Vakann á næstu misserum.” segir

Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Hey Iceland.

Að mati Berglindar er ljóst að ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur áhrif á bæði náttúru og

samfélag. Hún segir það mikilvægt að fyrirtæki sem starfa í greininni viðurkenni það og finni leiðir

til þess að draga úr neikvæðum áhrifum og hámarka jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar. Þannig geti

þessi atvinnugrein stuðlað að bættri þjónustu og aukinni fjölbreytni fyrir heimamenn, sem aftur

getur skilað sér í meiri sátt almennings þegar kemur að þolmörkum innan greinarinnar.

,,Það sem mér finnst skipta mestu máli fyrir íslenska ferðaþjónustu í framtíðinni er að uppbygging

ferðamannastaða og vöxtur fyrirtækja séu í takt við aukinn ferðamannastraum. Dreifa þarf

ferðamönnum betur um landið þannig að landsbyggðin njóti meiri tekna af ferðamönnum á

heilsársgrunni.” segir Berglind.

Page 18: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Hoft til CO2 losunar við val á bílum

Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins og

leggur fyrirtækið mikla áherslu á samfélagslega

ábyrgð. Við val á sérhverjum nýjum bíl sem er

keyptur horfa stjórnendur fyrirtækisins til CO2

losunar og eldsneytiseyðslu. Það endurspeglar

áherslur fyrirtækisins í umhverfismálum. Fyrirtækið

rekur yfir 20 afgreiðslustöðvar um allt land og

styður vel við samfélagið á hverjum stað m.a.

íþróttafélög og skógrækt. Þá má taka fram að

Höldur eru einn af stofnaðilum Íslenska ferðaklasans

og þátttakendur í hvatningaverkefninu um Ábyrga

ferðaþjónustu.

,,Við höfum mælt vatnsnotkun í nokkur ár og við

fórum í tilraunaverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur

og stjórnvöldum um notkun á rafbílum í starfseminni árið 2010 og höfum fjölgað þeim á hverju ári.”

segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds.

Að hans mati felst samfélagsábyrgð fyrirtækisins framar öllu í því að fara að þeim lögum og

reglum sem gilda í landinu. ,,Við erum fyrsta fyrirtækið í okkar starfsgrein til þess að fá ISO 9001

gæðavottun og ISO 14001 umhverfisvottun. Við skilum umhverfisskýrslu á hverju ári og leggjum

okkur fram um að bæta árangurinn. Við höfum verið aðilar að Vakanum frá upphafi. Í tengslum

við þau kerfi þá höfum við ábyrgð okkar ávallt í huga hvað varðar bæði náttúruna sem og rekstur

fyrirtækisins, umhverfi og samfélag. Við horfum til lengri tíma við ákvarðanatökur og reynum eftir

fremsta megni að líta til allra átta og taka tillit til allra mögulegra og ómögulegra þátta.” segir hann.

Að mati Steingríms er ferðaþjónusta afskaplega mikilvæg grein að því marki að hún hjálpar okkur Íslendingum að halda landinu í byggð. Auk þess verður fjölbreyttara úrval vöru og þjónustu sem síðan leiðir til aukinna lífsgæða þeirra sem búa á viðkomandi svæðum.

,,Ferðaþjónustan er mjög mannaflsfrek grein, ef við styðjum ekki við innviðauppbyggingu með

beinum og óbeinum hætti, þá flyst fólk á brott. Þá höfum ekkert að bjóða þeim sem vilja sækja

okkur heim og ekkert fólk til þess að sinna viðskiptavinum okkar.” segir Steingrímur.

18

Page 19: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 19

Ábyrg ferðaþjónusta í sátt og samlyndi við landsmenn

Frumkvöðullinn Friðrik Árnason á og rekur Hótel Bláfell á Breiðdalsvík. Á Bláfelli er fjölbreytt starfsemi og mikill metnaður lagður í að byggja upp góða ferðaþjónustu. Bláfelli tileyra 46 herbergi á hótelinu, fjallahúsið glæsilega Aurora Lodge sem opnaði 2016, íbúðahótel, ferðaskrifstofan: Travel East tour operator, verslunin í Kaupfélaginu; the Old General Store. Einnig er Bláfell í samstarfi við frystihúsið, The Fish Factory sem búið er að breyta í glæsilegan veislusal. Friðrik tekur þátt í tveimur verkefnum á vegum Íslenska ferðaklasans en það er hvatvningaverkefnið um Ábyrga ferðaþjónustu og Ratsjáin.

,,Í öllu okkar starfi hér á Breiðdalsvík höfum við lagt áherslu á að virða okkar samfélagslegu ábyrgð.

Við erum gríðarlega stór vinnuveitandi í smáu bæjarfélagi og því fylgja skyldur. Við styðjum vel við svæðið m.a. með því að ráða fólk af svæðinu í störf og styðja við björgunarsveitir og kvenfélag. Við leggjum áherslu á að borga starfsmönnum mannsæmandi laun og leitumst við að koma vel

fram við þá. Það er líka mikilvægt í okkar starfi að standa skil á opinberum gjöldum, þar á meðal á

sköttum, “ segir Friðrik.

Verið er að vinna nýja umhverfisstefnu fyrir fyrirtækin en hún mun vísa veginn í umhverfismálum.

Sorp er að mestu flokkað og Hótel Bláfell er í umsóknarferli að Vakanum sem er gæðakerfi

ferðaþjónustunnar.

,,Samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu skiptir máli að mínu mati vegna þess að með henni aukum við

ánægju þeirra sem vinna hjá okkur. Að auki tel ég að við aukum ánægju ferðamannanna með því

að reka ábyrga ferðaþjónustu. Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu er best tryggð með því að greinin

starfi í sátt og samlyndi við þjóðina. Við þurfum öll að taka ábyrgð á því að ganga vel um landið okkar. Við þurfum jafnframt að starfa í sátt við fólkið í landinu. Sem starfsgrein þá eigum við að

ganga á undan með góðu fordæmi, þeir sem vilja vinna af ábyrgð þurfa að smita þau vinnubrögð út

til hinna svo þeir vilji vera eins. Ferðamaðurinn dæmir síðan um hvort það hafi tekist. “ segir Friðrik.

Page 20: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Uppbygging samfélags í gegnum ábyrga ferðaþjónustu

Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Midgard Adventure, hefur tekið þátt í að byggja upp vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli með ferðaskrifstofu, gistingu, veitingastað og ævintýraferðum. Fyrirtækið hefur mikil áhrif á samfélagið og skapar fjölda starfa fyrir fólkið í nærsamfélaginu auk þess sem brottfluttir sjá tækifæri í að koma heim. Midgard Adventure er þátttakandi í hvatningaverkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu.

,,Ég hugsa alltaf um ábyrga ferðaþjónstu þannig

að við lifum í sátt við umhverfi okkar. Við bjóðum

starfsmönnum eftirsóknarvert vinnuumhverfi allt

árið. Við lifum í sátt við náttúruna, umgöngust

hana af virðingu með því að skilja ekki eftir okkur

ummerki. Við lifum í sátt við yfirvöld með því

að skila hagnaði, greiða skatta og fylgja reglum.

Við lifum í sátt við gestina okkar með því að

skapa þeim einstaka upplifun og hjálpa þeim að

njóta dvalarinnar á Íslandi. Við lifum í sátt við

samkeppnisaðila okkar og samstarfsaðila með því

að efla hvert annað og vinna saman að því að auka

ánægju gesta okkar.” segir Björg.

,,Ábyrg ferðaþjónusta og samfélagsábyrgð tengjast órjúfanlegum böndum. Eftir að ég fluttist á

Hvolsvöll þá kom mér á óvart að upplifa einlægan áhuga og jákvæðni nágranna okkar gagnvart

verkefnum okkar. Það setur skyldur á herðar okkar líka að vera orðin ákveðin stærð í bæjarfélaginu

og skattgreiðandi á svæðinu. Hér getum við því ekki farið á hausinn í friði - það myndi hafa áhrif á

marga og allir myndu vita af því. Mikilvægi þess að standa sig er því mjög mikið. “

,,Mér finnst ómetanlegt þegar nágrannar okkar koma hér inn, kíkja, spyrja hvernig gangi og svo

framvegis. Það er draumur minn að þannig verði það áfram og þannig náum við líka að tengja

saman erlenda og innlenda gesti og auka þar með upplifun erlendra ferðamanna og vonandi líka

skilning innfæddra á ferðaþjónustu og gildi hennar fyrir samfélagið.

Samfélagsábyrgð okkar felst líka í því að veita viðskiptavinum þannig þjónustu að þeir komi aftur á Hvolsvöll. Markmið okkar er að hafa áhrif á líf gesta okkar á einhvern máta og að skila þeim aftur heim aðeins breyttum frá því að þeir komu. “ segir Björg.

20

Page 21: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 21

Starfar samkvæmt alþjóðlegum markmiðum um sjálfbæra þróun

Sara Sigmundsdóttir er sölu- og markaðsstjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar á Akureyri. Hún hefur verið í samstarfi við Ferðaklasann í gegnum Ratsjána sem er nýsköpunar og þróunarverkefni fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja. Að sögn Söru töldu eigendur og lykilstarfsmenn Eldingar nauðsynlegt að koma umhverfismálum í betra horf þar sem starfsemin fer öll fram í náttúrunni eða á sjó.

,,Ákveðið var að taka upp umhverfisvottunarkerfi og

árið 2006 voru gefin fyrirheit um góða umgengni

við hafið og umhverfið í heild. Vorið 2006 fengu

bátar fyrirtækisins svokallaðar Bláfánaveifur frá

Landvernd. Í framhaldi af því var ákveðið að sækja

um aðild að Green Globe umhverfisvottunarkerfinu

sem kallast í dag EarthCheck.

Elding í Reykjavík starfar því samkvæmt alþjóðlegum markmiðum um sjálfbæra þróun og byggir

á umhverfisvænum starfsháttum auk þess að vera eina hvalaskoðunarfyrirtækið í heiminum með

umhverfisvottun frá EarthCheck. Fyrirtækið þarf að sýna fram á úrbætur ár hvert og fer í gegnum

ítarlegt úttektarferli. Þá er fyrirtækið þátttakandi í Vakanum og var fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá

úttekt þar. “ segir Sara.

Elding hefur að auki verið virkur þáttakandi í að móta reglur um umgengi við hvalina, og vann með

Bláfánanum að mótun reglna um bláfánaveifu fyrir hvalaskoðunarbáta. Stjórendur fyrirtækisins hafa

tekið þátt í óteljandi nefndum og ráðum um mótun og framþróun íslenskrar ferðaþónustu.

,,Það er mikilvægt að ferðaþjónustan geti starfað í sátt við samfélagið. Mestu máli skiptir núna að

fá stöðuleika í rekstarumhverfið. Sífelldar breytingar á skattalögum og aðrar álögur á greinina sem

hafa verið lagðar á eða fyrirhugað er að legga á sem og flökt á genginu getur hæglega gert útaf við

mörg fyrirtæki í greininni. Þetta gæti þýtt að hægist á heilsársferðaþjónustu sem verið er að byggja

upp á landsbyggðinni.

Þá er mikilvægt að ná sátt um ferðaþjónustuna í samfélaginu svo að hún geti lifað í sátt við íbúana. Það er kominn tími til þess að hætta að tala um ferðaþjónustuna með upphrópunum og taka málefnalega á hlutunum.” segir Sara.

Page 22: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

22

Mikil tækifæri til innri markaðssetningar

Ákveðið var að framkvæma óháða könnun meðal aðildarfélaga Íslenska ferðaklasans á árinu 2017.

Tilgangurinn með könnuninni var að kanna hug aðildarfélaganna til þeirra verkefna sem unnin eru á

vegum klasans. Könnunin var jafnframt hugsuð sem hvatning til klasafélaganna um að taka þátt í að

móta samstarfið. Könnunin tók til helstu verkefnastofna klasans og verða niðurstöðurnar notaðar til

mótunar á sameiginlegri framtíðarsýn og skerpingu á á áhersluverkefnum.

Tæp 90% svarenda í könnuninni töldu að Ferðaklasinn stuðli að framþróun í rekstri þeirra fyrirtækis.

Áhugavert var að sjá hversu vel svarendur voru inni í atriðum sem stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu.

Í könnuninni komu fram mjög góðar ábendingar sem gefa tilefni til þess að skerpa á hlutverki

Klasans og ábyrgð. Við munum flokka upp verkefnin og forgangsraða þeim í þeirri vinnu sem

framundan er. Svarendur töldu flestir að mikil þörf væri á innri markaðssetningu meðal klasafélaga

og aðila í ferðaþjónustu almennt. Mikil tækifæri felast í því að segja sögur af því sem vel er gert

og höfum við í þessari ársskýrslu sagt sögu 6 fyrirtækja sem eru til fyrirmyndar í samfélagslegri

ábyrgð.

Í framhaldi af aðalfundi 2017 verður haldið áfram að skerpa á fókus klasans og þeim góðu

verkefnum sem unnið hefur verið að á síðasta ári. Þannig verður áfram unnið að verkefnum í

gegnum þá þrjá meginstofna sem farið hefur verið yfir framar í þessari skýrslu og unnið að því að

efla þau enn frekar með áherslu á verkefni sem efla greinina innávið, þekkingamiðlun milli aðila í

greininni og fleiri sögur af vel reknum fyrirmyndar fyrirtækjum sem stunda ábyrga ferðaþjónustu.

Niðurstöður viðhorfskönnunar og áherslur 2017-2018

Page 23: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra

Íslenski ferðaklasinn – Starfsemi 2016-2017 23

• 24.ágúst – Málstofa um aukna framleiðni í ferðaþjónustu – (klasafélagar)

• 14.sept – Almennur umræðufundur klasafélagar

• 15.sept - Ratsjáin – Kick off fundur – (þátttakendur)

• 13.okt – Orka og ferðaþjónusta – vinnustofa í samstarfi Íslandsstofu og Jarðvarmaklasans

• 2. nóv – Egilsstaðir – Erindi á fundi um Klasa, kynning á Íslenska ferðaklasanum

• 9.nóv – Húnaþing, Þátttaka í ferðamáladegi á Norð Vesturlandi

• 10.nóv – Almennur umræðufundur klasafélaga – Ábyrg ferðaþjónusta

• 12.nóv – Hugarflugssmiðja í Skeiða og Gnúpverjahreppi – Erindi og þátttaka

• 22. nóv – Fundur með Markaðsstofu Reykjanes, kynning á klasanum og Startup Tourism

• 24. nóv – Þátttaka í Kick off fundi með Startup Tourism

• 24. nóv – Snæfellsnes – Kynning á klasanum á ferðamáladegi Vesturlands

• 13. des – Akureyri – þátttaka í sameiginlegum ferðþjónustufundi – Klasinn og Startup Tourism

• 16.des – Kynningarfundur um ábyrga ferðaþjónustu – Grand Hótel

• 10.janúar – Ábyrg ferðaþjónusta – Undirskrift í Sólinni HR

• 17.janúar – Mannamót – Kynning á Ábyrgri ferðaþjónustu

• 24.janúar – Nýársmálstofa – Samkeppnishæfni útflutningsgreina í samstarfið við Arion banka

• 25.janúar – Heimsókn í Háskólann að Hólum, erindi og kynning á starfi klasans.

• 8.feb – Kynning á klasanum og Ábyrgri ferðaþjónustu fyrir ferðamálasamtökum Reykjanes

• 9.feb – Fræðsluviðburður nr. 2 – Ábyrg ferðaþjónusta – „Öryggi ferðamanna og háttvísi“

• 23.feb – Klasafundur – Tengslanet (uppbygging áfangastaða – Kynning )

• 6.mars – Kynning á Ferðaklasanum fyrir nemendum í ferðamálafræði í HÍ

• 9.mars – Opinn viðburður hjá Startup Tourism – „Að starta fyrirtæki og hvað svo“

• 15.mars – Markaðstorg SAF – Þátttaka í aðalfundi með kynningu á Ábyrgri ferðaþjónustu

• 16.mars – „Tölum hreint út um Ábyrga ferðaþjónustu“ Sófapanell í Hörpu

• 29.mars – Vinnuhópur KOMPÁS og Ferðaklasans með völdum aðilum í ferðaþjónustu

• 04.apríl – Fræðsluviðburður nr. 3 – Ábyrg ferðaþjónusta – „Ábyrgir vinnuveitendur“

• 06.apríl – 5X5 – þátttaka í skíðadegi á Norðurlandi skipulögð af Markaðsstofu Norðurlands

• 22.apríl – Heimsókn til MBA nemenda, erindi um áskoranir í ferðaþjónustu

• 5.maí – Þátttaka í Verkefnastjórnunardegi MPM – erindi um verkefnastjórnun í ferðaþjónustu

Klasinn á ferð og flugi 2016 - 2017, þátttaka í ráðstefnum, fundum og viðburðum um land allt.

Page 24: Íslenski ferðaklasinn Starfsemi 2016-2017icelandtourism.dev.dacoda.com/.../05/...2016-17-1.pdf · Frá aðalfundi í maí 2016 til maí 2017 voru haldnir 9 stjórnarfundir auk almennra