enjo lif maí 2012

13
L Í F Auðvelt að nota aðeins með vatni Umhverfið er okkar heimili Maí 2012 Kynningarkeppnir Í júní og júlí verða kynningarkeppnir fyrir þá ráðgjafa sem ætla sér ekki að vera í fríi í sumar. Það er til mikils að vinna, allt frá ENJO SPA handklæði upp í hótel gistingu að eigin vali að verðmæti 30.000. Með blaðinu fylgja eyðblöð sem fylla þarf út og skila inn eftir sumarið.

Upload: rakel-gudmundsdottir

Post on 19-Mar-2016

228 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Fréttablað ENJO ráðgjafa

TRANSCRIPT

Page 1: ENJO lif maí 2012

LÍF

Auðvelt að nota aðeins með vatni

Umhverfið er okkar heimili

Maí2012

KynningarkeppnirÍ júní og júlí verða kynningarkeppnir fyrir þá ráðgjafa sem ætla sér ekki að vera í fríi í sumar. Það er til mikils að vinna, allt frá ENJO SPA handklæði upp í hótel gistingu að eigin vali að verðmæti 30.000. Með blaðinu fylgja eyðblöð sem fylla þarf út og skila inn eftir sumarið.

Page 2: ENJO lif maí 2012

Efnisyfirlit 1 Kynningarkeppnir 2 Sumargleði 3 Saga af skrifstofunni 3 Keppnir 4 Synergy 2013 4 Sumarkynningar 5 Vörukaupahækkun 5 Framakortið 6 Ferðasaga Jónu Maju

9 Júní - júlí tilboð 10 Sýningar 10 Hæsta kynning í heimi 10 Nýtt fólk 11 Viðskiptavinafundir 11 Aukning 12 Hamingju hornið 13 Heimslistinn 13 Íslandslistinn

SumargleðiNú er komið sumar og þá eigum við

auðvelt með að koma okkur upp afsökunum um að ekki sé hægt að halda

kynningar, við ætlum að hjálpa ykkur með því að bjóða gólfgrindartilboðið í

sumar, sjá tilboð í blaðinu.kveðja Ósk og Óli

2

Page 3: ENJO lif maí 2012

KeppnirUndanfarnar vikur og mánuði hafa verið ýmis konar

keppnir í gangi, Jóna Maja og Steinunn Hjartar (tengdó) voru svo lánsamar að vinna stærstu vinningana í síðustu tveim keppnum, þ.e. gólfgrind að verðmæti 14.900. Aðrir ráðgjafar sem komu sér í pottana fengu moppur, bursta og aðra flotta ENJO hluti.

Saga af skrifstofunniÞað kom kona hér á

skrifstofuna í fyrrasumar og var að kaupa ektasápu, sagði hún mér að hún hafi verið að nota hana í vatnstankinn í húsbílinn sinn. Vatnið hafi verið farið að vera mjög vont til drykkjar og hún var búinn að reyna öll möguleg efni til að hreinsa hann sem ekki voru að virka, þá datt henni í hug ektasápa og viti menn, hún var að virka, hún var búin að gera þetta tvisvar sinnum og ætlaði

að gera þetta aftur því vatnið var bara farið að vera ágætt. Aðferðin var sú að hún setti ektasápuna í vatnstankinn og lét hana vera í smá tíma og hleypti vatninu svo úr bæði í gegnum kranana í vagninum og tankinum og skolaði svo vel allt út þetta væri líka gott fyrir allar leiðslurnar. kveðja Alma

3

Page 4: ENJO lif maí 2012

Synergy 2013Þegar ENJO ráðgjafarnir voru á Nýja Sjálandi í janúar síðastliðnum, var tilkynnt að ráðstefnan að ári yrði í París. Við erum strax byrjuð að vinna að þeirri keppni. Keppnin hjá okkur byrjaði 1.desember 2011 og stendur til 31.ágúst 2012.

Keppnin er eins og í fyrra, vörukaup upp á 3.600.000 kr og að lágmarki einn nýr ráðgjafi. Þetta getur verið

mjög auðvelt ef þú kemur með marga nýja ráðgjafa inn þar sem vörukaup allra nýrra ráðgjafa sem þú kemur með inn á tímabilinu teljast með í þín vörukaup (fyrir utan töskukaupin).Það er til mikils að vinna þar sem ENJO ráðstefnur eru með skemmtilegustu ferðalögum sem þú upplifir.Byrjaðu því strax í dag svo þú komist til Parísar í einstaka ferð.

SumarkynningarOft reynist sumarið erfiður fyrir ráðgjafa að halda kynningum. Við erum fljót að finna okkur afsakanir “það eru allir í fríi”, en staðreyndin er sú að það eru ekki allir í fríi, því þá væri þjóðfélagið okkar ekki að starfa.

Við verðum að hjálpa gestgjöfum okkar þegar við bókum, undirstrika að það þurfi ekki marga gesti, tveir til þrír gestir er bara flott, svo er einnig hægt að minnast á það að hægt sé að halda kynningar úti á palli ef veðrið er gott. Einnig að hafa kynningar stuttar og skemmtilegar svo fólk geti svo notið veðurblíðunnar í góðra vina hóp. Svo er hægt að nýta sumartímann í eftirfylgni, heyra í fólki hvernig því gengur að nota ENJO vörurnar sínar, stundum fáum við kynningar út frá því, hvort sem það verður inn á sumarið eða haustið.

4

Page 5: ENJO lif maí 2012

Vörukaupahækkun framakortsÞann 1.mars síðastliðin hækkuðu vörurnar að meðaltali um 20%, það má segja að það hafi verið launahækkun fyrir okkur þar sem við fáum fleiri krónur fyrir hvern seldan hlut. Nú höfum við aðlagast þessum breytingum og þarf að lagfæra framakortið okkar að þessari hækkun. Við þurfum að fylgjast vel með vörukaupum okkar til að sjá hvaða söluprósentu við förum á næsta mánuð. Breytingin á vörukaupum er þessi:

Vörukaup yfir 250.000 í fyrri mánuði, aukaprósenta 5% = 25% sölulaunVörukaup yfir 500.000 í fyrri mánuði, aukaprósenta 6% = 26% sölulaunVörukaup yfir 850.000 í fyrri mánuði, aukaprósenta 7% = 27% sölulaunVörukaup yfir 1.200.000 í fyrri mánuði, aukaprósenta 9% = 29% sölulaun

Svo er auka 4% fyrir þá ENJO ráðgjafa sem hafa klárað níu atriði af framakortinu sínu (vörukaup yfir 250.000 auka 5 % = 29% sölulaun í næsta mánuði á eftir).

FramakortiðHér er breytingin sem varð á framkortinu okkar, fylgist vel með hvað þið hafið klárað af því, það munar um þessi 4 % aukalega við að klára níu atriði.

1. þrep 2 kynningar á einum degi2. þrep 10 kynningar á einum mánuði3. þrep 360.000 vörukaup á einum mánuði4. þrep 250.000 vörukaup tvo mánuði í röð + 10 mín tal5. þrep Sýning / búðarstaða6. þrep 70.000 sala á einni kynningu7. þrep Nýr ráðgjafi8. þrep Nýr ráðgjafi9. þrep Nýr ráðgjafi

10. þrep 600.000 vörukaup einn mánuð

Það skiptir engu máli í hvaða röð þrepin eru tekin. Eftir að öllum þrepum hefur náð er einnig hægt að gerast hópstjóri og fá þá laun fyrir hópinn sinn.

5

Page 6: ENJO lif maí 2012

Ferðasaga Jónu Maju

Heil og sæl !!Þann 14.janúar 2012 lögðum við af stað frá ENJO í Hafnarfirði til Keflavíkur. Þar sem strunsað var um í fríhöfninni og Anna Guðrún keypti sér GPS staðsetningartæki, svo við myndum nú örugglega rata til Nýja Sjálands. Einnig var sópað úr hillum eins og enginn yrði morgundagurinn, fengið sér kaffi og með því (ekkert sterkt, alveg satt). Flugum af stað til London og eltumst við töskur og aftur tékkað inn og flogið þaðan til Frankfurt. Þar var etið og drukkið og svo byrjaði ævintýrið, flogið í 11-12 tíma til Singapore, höfðum það gott í flugvélinni, lent

í Singapore í glæsilegri flugstöð og þar hefði verið hægt að vera í 2 -3 daga að skoða og versla en ekki fyrir venjulegt fólk þar sem prísinn var ansi hár og ekki fyrir okkar buddu. Þarna snérist þjónafólkið í kringum okkur og straujaði kortið hennar Óskar í bak og fyrir.Ferðin hélt áfram, nú var síðasti áfanginn (í flugi) að hefjast, notalegheitin og dekrið í flugvélinni var með ólíkindum og starfsmenn vélarinnar fallegt fólk og í fallegum fötum, örugglega í stærð 0-4.Komum til Auckland á tilsettum tíma. Jóna Maja var tekin í tollinum með augnlit og er með kvittun fyrir því. Svo náðum við í töskurnar og héldum á vit ævintýranna, tekið var á móti okkur eins og þrem prinsessum og einum prins, en drottningin var að sjálfsögðu í sér limmu.Þegar hér var komið við sögu tók ferðin tæpa 2 daga en þar sem ég hafði hvorki klukku né síma þá vissi ég ekki hvað tímanum leið.Við komum á notalegt hótel þar sem við Anna deildum herbergi, hún vissi greinilega ekki hvað hún var að fara útí þegar hún ákvað að sofa hjá mér því mér skilst að drunurnar í mér á nóttunni séu stundum eins og í gömlum mótorbát, því hroturnar eru svo gasalegar.Úti glampaði sólin og var tekin

6

Page 7: ENJO lif maí 2012

stefnan á verslunarstrikið og kíkt í búðir og bari.Við Alma fundum uppáhaldsbúina okkar GLASSONS, sé eftir að hafa ekki verslað meira þar, verð eiginlega að fara aftur síðar (góð).

Á hverju götuhorni knúsaði Alma og co einhverja sem hún þekkti úr ENJO alls staðar úr heiminum. Það var gaman að sjá hvað allir voru glaðlegir og sætir og svona er nú andrúmsloftið í ENJO.Þessi rúmi sólahringur leið eins og á bleiku skýi.

18.janúar var svo tékkað inn á Hertage Auckland Hotel, það var mikið og flott hótel og einnig mikið völundarhús fyrir áttavillta. Kl 19 að staðartíma var farið í ENJO partý, kvöldverð, skemmtun og drykk. Maori menn og konur tóku á móti okkur og var þema kvöldsins “Ruby, papar eða Maori”, við völdum það síðarnefnda og Bragi féll alveg inn í mynstrið þegar búið að var mála hann og fletta klæðum.Þetta var frábær kvöldstund og Maori listamennirnir sem sungu, dönsuðu og spiluðu fyrir okkur var fallegt og listrænt.Allir fóru sælir að sofa eftir kvöldið.

19.janúar, morgunmatur með 100 sortum af góðgæti og Info of the Day. Síðan var farið í siglingu út í fallega eyju. Það var yndislegur staður og farið var í leiki, skotfimi, bogfimi, yoga, kúluspil, lært að flétta úr bambus og vínsmökkun.Boðið var upp á góðan mat og ekki vantaði sólina og hitinn var góður og umvafði okkur öll með yl og birtu.Á bakaleiðinni var komið við á baðströnd og þeir hugrökku stungu sér til sunds, t.d. Alma ofurjaxl prufaði Tasmaníuhafið.Komið var aftur á hótelið síðla dags, drifið sig í sturtu og sundlaugarpartý framundan. Stuð, gleði og góður matur, sundlaugin var reyndar tóm, sem betur fer kannski, þetta var klassastund á þaki hótelsins með frábæru útsýni yfir borgina og fóru allir saddir og sælir að sofa þetta kvöldið.

20.janúar, morgunmatur að vanda með Info of the Day. Framundan var siglingakeppni á skútum og ég lenti hjá Kafteini Cook sem var svo veðurbarinn í andlitinu að hann var eins og þriggja ára gömul skreið, hann hafði einn ungan dreng sér til aðstoðar. Við vorum nokkrar kellur um borð feitar og fallegar plús Jim frá (man ekki hvaðan) en hann var svo hræddur og sjóveikur en Nicole

7

Page 8: ENJO lif maí 2012

reddaði því og gaf honum einhverjar pillur og hresstist hann til muna við þær. Ég brosti ferðina allt til enda, þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og hraðinn var mikill og aðeins siglt undir eigin vindi og voru seglin oft erfið viðureignar. Þegar í land var komið var tekið á móti okkur á sjávarréttastað með krossfiskum, kuðungum, kúskel, kröbbum og öðrum skelfiski sem höfðaði ekki beint vel til mín ( en það er allt önnur ella).Síðan var laus tími til að skoða lífið og tilveruna í AUCKLAND, við Bragi fórum í kínverskt nudd, liðleikinn og lipurð okkar var gífuleg eftir meðferðina.

21.janúar - Info of the Day, ég og Anna Guðrún lentum inn á topp 66 listanum og fengum skilríki og iPod fyrir og auðvitað koss frá Johannesi sem brosti sínu blíðasta með munninn fullan af víravirki. Það var nú gaman að komast á svið.Eftir þetta tók við erfið og mikil vinna að sparsla, mála, breyta og bæta, aðhaldsbuxur og bumbustrekkja, allt var týnt til og svo var skartað sínu fegursta. Bragi naut sín í botn með fjórar glæsikvinnur sér við hlið.Svo var haldið á Gala kvöld og þvílíkir kjólar sem sumar gellurnar voru í. Og gellan sem talar í 27 tíma á

sólahring var svo flott að ég setti mynd af henni á náttborðið hjá mér.Þetta var stórglæsilegt kvöld sem var haldið á efstu hæð safnsins í Auckland.

Daginn eftir fóru flestir heim og við fluttum saman, Alma Bragi og ég og sæll maður, við fengum svítu og ég vinnukonan fékk sér herbergi með sjónvarpi og baðherbergi með risa baðkari - notalegt. Höfðum það gott og slöppuðum af í tvo daga.Næst lá leið okkar norður á eyjuna og gistum við í strandbæ að nafni Paihia, fórum í eyjasiglingar og lentum í sveitaferð með mafiosa og hans frú, þau bjuggu á Tiovida og hann var með svo stóran vindil að ég hef ekki seð annað eins, ekki einu sinni á Kúbu.

Keyrðum eftir 92 km langri strönd þar sem fólk var á snjóþotum á sandöldum. Við höfðum ekki einu sinni tíma til að fara í sundlaugina á hótelinu þar sem það var svo mikið að skoða og gera í ferðalaginu. Á þriðja degi var haldið til baka og þá beið okkar ennþá stærri svíta. Það er látið með mann enda eigum við það besta aðeins skilið.

Framhald á bls 11.

8

Page 9: ENJO lif maí 2012

Júní - júlí tilboð á kynningum

9

Page 10: ENJO lif maí 2012

Nýtt fólkSvandís Jónsdóttir Akureyri Anna GuðrúnKristjana Einarsdóttir Mosfellsbær Jóna MajaDögg Halldórsdóttir Reykjanesbær Anna GuðrúnSigurrós Úlla Steinþórsdóttir Kópavogi Anna GuðrúnAnna María Einarsdóttir Reykjanesbær Alma HannaSigrún Bára Eggertsdóttir Hellu Steinunn HjartarÁslaug Jónsdóttir Hafnarfirði Steinunn IngibjörgHeiðdís Gunnarsdóttir Selfoss Steinunn IngibjörgRagnhildur Ólafsdóttir Reykjavík Jóna MajaRósa Pétursdóttir Hafnarfirði RakelÁshildur Björnsdóttir Reykjanesbær Anna Guðrún

SýningarNú þegar erum við búin að fara á tvær sýningar, sú fyrri var í Perlunni, Sumar 2012, sú seinni var Heimilið og garðurinn í Smáranum.Við ákváðum að hafa happadrætti fyrir þá gestgjafa sem bókuðu kynningar sínar á fasta dagsetningu.1. Gólfgrind og moppa að verðmæti 23.8002. Gluggaskafa og stjörnuklútur að verðmæti 14.8003. Rykarmur að verðmæti 10.900

Konurnar sem unnu voru: Bjarney á Ölfusi frá Helgu Flosa, Eydís í Hafnarfirði frá Önnu Guðrúnu og Anna M Gunnarsdóttir á Selfossi frá Toggu.

Hæsta kynning í heimiTil hamingju Alma Hanna - þú varst með hæstu kynningu í heiminum í apríl 413.000.

10

Page 11: ENJO lif maí 2012

Viðskiptavinafundir Á þessu ári hafa verið haldnir viðskiptavinafundir, á Selfossi, Akureyri, Hafnarfirði og Keflavík.Hafa þeir gefist vel, góð mæting og margar bókanir. Að þessu sinni buðum við sérstakar aukagestagjafir fyrir dagkynningar og bókaðist vel á það. Það er greinilegt að kynningar þurfa ekkert að vera alltaf á kvöldin, frábært að halda kynningu fyrir kvöldmat og eiga þá frí eða bara fara á aðra kynningu eftir mat, þitt er valið.

..... framhald af síðu 8Sky turn var hinum megin við götuna á hótelinu okkar og þar fundum við risa spilavíti á tveim hæðum, þar eyddum við síðastu kvöldunum og borðuðum í mötuneyti staðarins, þar var eini staðurinn sem maður sá virkilega feitt fólk.Við íslendingar megum taka margt til fyrirmyndar hjá þessu ágæta fólki, snyrtimennsku, bros og góð umgengni var alls staðar.Svo var haldið heim á leið, ferðin gekk vel og allt í gudden.

Núna er bara að kýla á þetta stelpur - allar til Parísar á næsta ári, þið getið náð takmarkinu G Æ S - Get - Ætla - Skal

kv. Jóna Maja

-1,000

1,000

3,000

5,000

7,000

9,000

11,000

jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des Alls

AukningÁ síðasta ári náðum við 51% aukningu sem er frábær frammistaða - í ár erum við nú þegar komin með um 20% aukningu - takk fyrir kæru ráðgjafar, þið standið ykkur ótrúlega vel.

11

Page 12: ENJO lif maí 2012

Hamingju horniðAfmælisbörn ferbrúar til maí

FebrúarAníta Ósk Stefánsdóttir 6. febSvandís Jónsdóttir 16. febInga Björg Ólafsdóttir 17. feb

MarsKatrín Ösp Guðbjartsdóttir 3. marsÁslaug Jónsdóttir 5. marsPetrína Sigrún Helgadóttir 10. marsBára Waag Rúnarsdóttir 24. marsHrönn Þormóðsdóttir 25. mars

AprilÓmar Pétursson 9. aprílBjarndís Tómasdóttir 30 ára 14. aprílMargrét Snæsdóttir 17. aprílÓlöf Inga Guðbjörnsdóttir 28. apríl

MaíHeiðrún Sandra Grettisdóttir 7. maíEva Sólveig Úlfarsdóttir 15. maíJóna Maja Jónsdóttir 21. maíKristborg Halldórsdóttir 24. maí

Topp 10 - marsAlma H. Guðmundsdóttir 631.986Anna Guðrún Kristjánsdóttir 553.128Steinunn Hjartardóttir 332.533Helga Sigríður Flosadóttir 254.790Sigríður Pálsdóttir 212.675Lára Þuríður Pétursdóttir 199.738Áslaug Jónsdóttir 180.322Hanna Júlía Hafsteinsdóttir 139.564Sigrún Bára Eggertsdóttir 95.007Steinunn Ingibjörg Gunnlaugsd. 63.416

Hæsta kynning febrúar Hæsta kynning marsGuðbjörg Ösp Einarsdóttir 268.000 Hanna Júlía Hafsteinsdóttir 189.000

Topp 10 - febrúarAlma H. Guðmundsdóttir 715.036Svandís Jónsdóttir 608.741Anna Guðrún Kristjánsdóttir 593.675Jóna Maja Jónsdóttir 529.635Guðbjörg Ösp Einarsdóttir 476.925Steinunn Ingibjörg Gunnlaugsd. 415.119Hanna Júlía Hafsteinsdóttir 330.643Lára Þuríður Pétursdóttir 326.336Steinunn Hjartardóttir 243.750Þorgerður E. Long 163.159

12

Page 13: ENJO lif maí 2012

Topp 10 - aprílAlma H. Guðmundsdóttir 1.173.490Anna Guðrún Kristjánsdóttir 613.530Guðrún Fanney Helgadóttir 576.777Steinunn Hjartardóttir 297.590Lilja B. Guðjónsdóttir 288.950Jóna Maja Jónsdóttir 237.414Sigurrós Úlla Steinþórsdóttir 159.845Svandís Jónsdóttir 97.865Anna María Einarsdóttir 76.685Helga Sigríður Flosadóttir 71.555

Íslandslistinn

Hæstu vörukaupin apríl Hæsta kynning aprílMaria Scheiber 12.234 EUR Alma Hanna Guðmundsdóttir 2.992 EURAustria East 1.939 points Ísland

Heimslistinn

Ritstjóri: Rakel Guðmundsdóttir

Hæsta kynning aprílAlma Hanna Guðmundsdóttir 413.000

Synergy 2013Alma H. Guðmundsdóttir 3.227.163Anna Guðrún Kristjánsdóttir 2.674.642Svandís Jónsdóttir 1.206.145Helga Sigríður Flosadóttir 1.074.688Steinunn Hjartardóttir 1.065.018Hanna Júlía Hafsteinsdóttir 976.610Jóna Maja Jónsdóttir 897.789Steinunn Ingibjörg Gunnl. 837.312Lára Þuríður Pétursdóttir 670.999Guðrún Fanney Helgadóttir 656.826Guðbjörg Ösp Einarsdóttir 650.595Rakel Guðmundsdóttir 522.534Heiðrún Sandra Grettisdóttir 450.792Þorgerður E. Long 393.500

Árangur miðað við mannfjölda pr landAustria Vorarlberg 24,40%Austria East 16,58%Austria West 16,19%Ísland 11,98%

13