stykkishólms-pósturinn 30. maí 2013

8
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 20. tbl. 20. árg. 30. maí 2013 7. bekkur GSS Krakkarnir í 7. bekk GSS litu við á ritstjórninni í vikunni og færðu ritstjóra kaffi og súkkulaði með þökk fyrir samstarfið í vetur, en þau hafa verið dugleg að senda blaðinu efni í tengslum vð íslenskuna í skólanum. Ritstjórnin færir þeim bestu þakkir fyrir samstarfið sömuleiðis. Líf og fjör í Norska húsinu í sumar Norska húsið opnar dyr sínar upp á gátt um helgina þegar tvær sýningar opna í safninu, sem er jú byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Fyrstu tvær sýningar sumarsins verða annarsvegar sýning um Hólmarann Steinþór Sigurðsson sem í ár fagnaði 80. ára afmæli sínu. Sýning á verkum hans er yfirlitssýning yfir ferilinn en samhliða sýningunni verður sýnd heimildamynd um Steinþór í Ráðhúsinu í sumar og verða sýningar auglýstar síðar. Þar er um að ræða nýja heimildamynd sem frumsýnd var í Bíó Paradís í mars s.l. Það er dóttir Steinþórs Anna Þóra sem er leikstjóri myndarinnar. Hin sýningin eru ljósmyndir Harðar Geirssonar sem kemur hingað af veggjum Þjóðminjasafnsins. Þar sýnir Hörður, sem er safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafns Akureyrar, myndir sem hann hefur tekið með tækni sem tíðkaðist um miðja nítjándu öld. Hörður hefur leitað efnis víða um land og meðal mynda sem eru á sýningunni eru myndir sem hann tók hér s.l. sumar. Næsta sýning í Norska húsinu opnar á þjóðhátíðardaginn og er þá ekki allt upptalið því fleiri sýningar opna í sumar. Meðal nýjunga í Norska húsinu í sumar er að Hönnunarhúsið Hrím sem er í eigu Hólmarans Tinnu Baldvinsdóttur fer í samstarf við Krambúð Norska hússins og verður með vörur sínar þar og má segja að þar sé um að ræða Búð í búð. Hefðbundar vörur krambúðarinnar verða þó einnig í boði sem fyrr. Í ár er í fyrsta sinn boðið upp á aðgang í þrjú söfn, Norska húsið, Vatnasafnið og Eldfjallasafnið á sérstökum afslætti og hlýtur það að teljast mjög jákvætt fyrir gesti og bæjarbúa. Norska húsið er opið alla daga frá kl. 12-17 am Elstu nemendur leikskólans hafa verið í vorskóla í grunnskólanum eftir hádegi núna í maí. Starfsfólk grunnskólans sem kenna mun þessum börnum næsta vetur, þær Steinunn María grunnskólakennari og Birgitta stuðningsfulltrúi heimsóttu krakkana á leikskólann og kynntu sig fyrir hópnum.Börnin hafa verið kát og glöð með þessa daga og margt spennandi framundan hjá þeim. Á myndinni sem starfsfólk leikskólans tók má sjá krakkana á leið í skólann, full tilhlökkunar. am Vorskólakrakkar Áhöfnin á Bíldsey sem stödd er við Austfirði á veiðum þessa dagana hefur slegið enn eitt metið. Í fyrradag gerðu þeir góðan túr þegar þeir lönduðu 25. 889 kg sem þeir fengu á 16.000 króka utarlega við Reyðarfjarðardjúp. Aflinn var góður þorskur sem samsvarar um 808 kg á bala ef þeir væru í notkun í Bíldseynni. Þetta er mesti afli sem þeir hafa fengið í einni lögn á línu. am 25.889 kg af þorski í einni lögn Lítinn spöl frá Köldukvísl Laugardaginn 1. júní kl. 14:00, opnar sýningin – Lítinn spöl frá Köldukvísl á Vegamótum á Snæfellsnesi. Sýningin er hluti af lokaverkefni Hjördísar Pálsdóttur í mastersnámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Verkefnið byggir á sögnum af Kerlingarskarði, bæði gömlum þjóðsögum sem og upplifunum fólks af skarðinu í seinni tíð. Sýningin mun standa í allt sumar. Fréttatilkynning

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 14-Mar-2016

237 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 30. maí 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 20. tbl. 20. árg. 30. maí 2013

7. bekkur GSS

Krakkarnir í 7. bekk GSS litu við á ritstjórninni í vikunni og færðu ritstjóra kaffi og súkkulaði með þökk fyrir samstarfið í vetur, en þau hafa verið dugleg að senda blaðinu efni í tengslum vð íslenskuna í skólanum.

Ritstjórnin færir þeim bestu þakkir fyrir samstarfið sömuleiðis.

Líf og fjör í Norska húsinu í sumarNorska húsið opnar dyr sínar upp á gátt um helgina þegar tvær sýningar opna í safninu, sem er jú byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Fyrstu tvær sýningar sumarsins verða annarsvegar sýning um Hólmarann Steinþór Sigurðsson sem í ár fagnaði 80. ára afmæli sínu. Sýning á verkum hans er yfirlitssýning yfir ferilinn en samhliða sýningunni verður sýnd heimildamynd um Steinþór í Ráðhúsinu í sumar og verða sýningar auglýstar síðar. Þar er um að ræða nýja heimildamynd sem frumsýnd var í Bíó Paradís í mars s.l. Það er dóttir Steinþórs Anna Þóra sem er leikstjóri myndarinnar.

Hin sýningin eru ljósmyndir Harðar Geirssonar sem kemur hingað af veggjum Þjóðminjasafnsins. Þar sýnir Hörður, sem er safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafns Akureyrar, myndir sem hann hefur tekið með tækni sem tíðkaðist um miðja nítjándu öld. Hörður hefur leitað efnis víða um land og meðal mynda sem eru á sýningunni eru myndir sem hann tók hér s.l. sumar. Næsta sýning í Norska húsinu opnar á þjóðhátíðardaginn og er þá ekki allt upptalið því fleiri sýningar opna í sumar. Meðal nýjunga í Norska húsinu í sumar er að Hönnunarhúsið Hrím sem er í eigu Hólmarans Tinnu Baldvinsdóttur fer í samstarf við Krambúð Norska hússins og verður með vörur sínar þar og má segja að þar sé um að ræða Búð í búð. Hefðbundar vörur krambúðarinnar verða þó einnig í boði sem fyrr. Í ár er í fyrsta sinn boðið upp á aðgang í þrjú söfn, Norska húsið, Vatnasafnið og Eldfjallasafnið á sérstökum afslætti og hlýtur það að teljast mjög jákvætt fyrir gesti og bæjarbúa. Norska húsið er opið alla daga frá kl. 12-17 am

Elstu nemendur leikskólans hafa verið í vorskóla í grunnskólanum eftir hádegi núna í maí. Starfsfólk grunnskólans sem kenna mun þessum börnum næsta vetur, þær Steinunn María grunnskólakennari og Birgitta stuðningsfulltrúi heimsóttu krakkana á leikskólann og kynntu sig fyrir hópnum.Börnin hafa verið kát og glöð með þessa daga og margt spennandi framundan hjá þeim. Á myndinni sem starfsfólk leikskólans tók má sjá krakkana á leið í skólann, full tilhlökkunar. am

Vorskólakrakkar

Áhöfnin á Bíldsey sem stödd er við Austfirði á veiðum þessa dagana hefur slegið enn eitt metið. Í fyrradag gerðu þeir góðan túr þegar þeir lönduðu 25. 889 kg sem þeir fengu á 16.000 króka utarlega við Reyðarfjarðardjúp. Aflinn var góður þorskur sem samsvarar um 808 kg á bala ef þeir væru í notkun í Bíldseynni. Þetta er mesti afli sem þeir hafa fengið í einni lögn á línu. am

25.889 kg af þorski í einni lögnLítinn spöl frá Köldukvísl Laugardaginn 1. júní kl. 14:00, opnar sýningin – Lítinn spöl frá Köldukvísl á Vegamótum á Snæfellsnesi. Sýningin er hluti af lokaverkefni Hjördísar Pálsdóttur í mastersnámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Verkefnið byggir á sögnum af Kerlingarskarði, bæði gömlum þjóðsögum sem og upplifunum fólks af skarðinu í seinni tíð.Sýningin mun standa í allt sumar. Fréttatilkynning

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 30. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 20. árgangur 30. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

7.bekkur í eggjatínslu í Landey

Niðurstaða reksturs Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2012

Verkefni bæjarstjórnar á hverjum tíma er ekki síst að sjá um að rekstur og fjárhagur bæjarins sé sjálfbær og bæjarfélagið haldi uppi háu þjónustustigi íbúum til hagsbóta. Niðurstaða reksturs Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2012 er um margt jákvæð. Bæjarfélagið var rekið með jákvæða niðurstöðu árið 2012 sem nemur 4,5 milljónum en ekki hefur verið afgangur af rekstri frá því árið 2007. Hallarekstur hefur verið frá árinu 2003 til 2012 að undanskildum árunum 2007 og 2012. Mestur var hallarekstur árið 2009 eða tæpar 130 milljónir. Ákaflega jákvætt er að svokallað skuldahlutfall hefur farið á þremur árum úr rúmum 180% niður í tæp 150%. Í lögum um fjármál sveitarfélaga eru gerðar kröfur um að skuldahlutfall, sem er reiknað hlutfall skulda við tekjur fari ekki yfir 150%. Helstu ástæður þessarar ásættanlegu útkomu er eins og endurskoðandi Stykkishólmsbæjar, Reynir Ragnarsson segir í greinargerð sinni með ársreikningi og er eftirfarandi: „Rekstrarárangur ársins 2012 má að verulegu leyti rekja til meiri tekna og þess kostnaðaraðhalds sem gætt var. Þá skiptir minni verðbólga einnig verulegu máli“. Bæjaryfirvöld geta lítil áhrif haft á verðbólgu en vegna skuldastöðu bæjarfélagsins skiptir hún miklu máli. Í tekjuliðnum hefur það hjálpað okkur að atvinnustig hefur verið með besta móti sé miðað við landsmeðaltal. Kostnaðaraðhaldið er hinsvegar alfarið á könnu bæjaryfirvalda og þá einna helst Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra og Þórs Örn Jónssonar bæjarritara en þar liggur hitinn og þunginn af daglegum rekstri bæjarfélagsins. Einnig er rétt að nefna yfirmenn stofnana og í raun starfsfólk allt í þessu samhengi og færi ég þessu fólki öllu bestu þakkir fyrir ráðvendni og umburðarlyndi. Rekstrar- og framkvæmdaáætlanir eru unnar í góðri samvinnu allra bæjarstjórnarfulltrúa og yfirmanna stofnana og skiptir það höfuðmáli að leggjast saman á árar við að snúa fjárhag sveitarfélagsins til betri vegar. Helsta ógnin í rekstri bæjarfélagsins verður áfram eins og undanfarin ár miklar skuldir en skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2012 rúmar 1.352 milljónir og því afar mikilvægt að leggja áherslu á að lækka skuldir en tekist hefur að stöðva skuldaaukningu bæjarfélagsins. Meðalvaxtagjöld undanfarin 7 ár eru um 110 milljónir á ári.Einnig er mikilvægt að ekki verði skakkaföll í tekjuöflun bæjarfélagsins.Þær ákvarðanir sem meðal annars hafa hjálpað okkur við að kljást við reksturinn og skuldirnar er í fyrsta lagi sú ákvörðun að fresta byggingu tónlistarskóla og stækkun grunnskóla. Einnig má nefna þá ágætu ákvarðanir að selja Egilshús og Ásklif 4a.Á heimasíðu Stykkishólmsbæjar má nálgast ársreikning, skýrslu endurskoðanda og fleiri upplýsingar. (www.stykkisholmur.is) Eins og sjá má hér að ofan hefur margt gengið ágætlega en lítið má útaf bera svo niðurstaðan verði neikvæð. Við verðum áfram að leitast við að halda þétt í rekstrartauma bæjarins og feta áfram einstigi aðhalds og ráðvendni.

Bestu sumarkveðjur, Lárus Ástmar Hannesson, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms

Við í 7.bekk fórum í Landey 22. maí með Lárusi Ástmari Hannessyni. Við tíndum Sílamáfsegg, Svartbaks-egg og Gæsaegg. Úr Gæsaeggjunum fengum við tvo unga. Þeir heita Oreo og Gúsi. Við elduðum Sílamáfs og Svarbakseggin í

heimilisfræðistofunni í Grunnskólanum. Þegar við vorum í Landey sagði Lárus okkur sögur og við borðuðum nesti.

Næstkomandi fimmtudag 30. maí, kl. 18 – 20 verður opnuð önnur af sjö sýningum í sumarsýningaröð Leir7 við Aðalgötuna. Það eru nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík sem sýna lokaverkefni sín eftir tveggja ára nám í keramikhönnun. Útskriftarnemendur deildarinnar bjóða þér til fagnaðar! Á vorönninni unnu nemendur að rannsóknum á matarmenningu og hönnun borðbúnaðar í postulín til að bera fram ýmiss konar mat til að deila með fólki í samkvæmum. Verkefnið var unnið í samstarfi við finnska hönnunarfyrirtækið Tonfisk. Á opnun numu nemendur og kennarar skólans veita upplýsingar um námið svo þar gefst tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á hönnun og skapandi handverki á að skoða eitt af tækifærum í lífinuAllir hjartanlega velkomnir. Fréttatilkynning

Matur er manns gaman - Fögnuður

Viðtal við Gyðu Steinsdóttir bæjarstjóraHvernig er að vera bæjarstjóri? Það er skemmtilegt og fjölbreyttHvað ertu búin að vera lengi bæjarstjóri? Síðan 2010, það eru næstum 3 ár.Hvað gerir bæjarstjóri? Hann starfar með starfsfólki Stykkishólmsbæjar og hann fylgist með rekstri sveitarfélagsins, sinnir verkefnum fyrir stykkishólmsbæ í samskiptum við ríki annara sveitafélaga og fyrirtækja.Hvenær eru danskir dagar? Þeir eru 16. til 18. ágúst

7. bekkur GSS

Starf vikurnar

Fjaran skoðuð

Á umhverfsdögum Stykkishólmsbæjar bauð Náttúrstofan upp á fjöruferð s.l. laugardag þar sem skoðar voru lífverur fjörunnar.

Þarftu nudd?

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 30. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 20. árgangur 30. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Nýjar myndir – gömul tækniLjósmyndir teknar á málm- og glerplötur með votplötutækni.

Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, hefur tileinkað sér og notað gamla ljósmyndaaðferð við myndatökur undanfarin ár. Hann notar aðferð sem var ríkjandi í ljósmyndun frá 1851–1880.

Sjónarspil

– myndlist, leikhús, gamalt hús og ráðhús

Steinþór Sigurðsson er fæddur í Norska húsinu árið 1933 og starfaði sem leikmyndateiknari með Leikfélagi Reykjavíkur samfellt í rúm fjörutíu ár. Steinþór vinnur á mörkum myndlistar og leiklistar og bræðir listgreinarnar saman svo úr verður mikið sjónarspil. Sýningin er samstarfsverkefni Norska hússins og Leikminjasafns Íslands. Hún samanstendur af myndverkum og líkönum sem liggja til grundvallar leikmyndum sem sett hafa verið á svið hér heima og erlendis. Í Ráðhúsinu verður sýnd nýleg heimildamynd um Steinþór ásamt fjölda annarra mynd-verka sem tengjast leikhúsvinnu hans og list.

Í sumar er hægt að fá aðgang að 3 söfnum fyrir kr. 1500.

Opnum safnið fyrir sumarið laugardaginn 1. júní kl. 15 Tvær nýjar sýningar. Sjónarspil: Steinþór Sigurðsson í Mjólkurstofu. Nýjar myndir – gömul tækni: Hörður

Geirsson í Eldhúsi. Enginn aðgangseyrir á opnun 1. júní. Allir velkomnir. Fylgist með: www.facebook.com/NORSKAhusid.BSH

Sjómannadagurinn á Hótel Stykkishólmi 2. júní 2013

Glæsilegt steikarhlaðborð • Forréttur heitreykt langvía á salatbeði• Steikarhlaðborð• TertuhlaðborðVerð 5.900

Vinsamlegast pantið borð í síma 4302100

b/w útgáfa

Gradient: 40% - 80% - 100%

Negatív útgáfa

58 - 17 - 0 - 4680%40%

CMYK útgáfa

Pantone 5405

Pantone útgáfa

Til hamingju með daginn sjómenn

ww

w.a

nok.

is

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 30. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 20. árgangur 30. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Nafn: Kristín HelgadóttirStarf: Deildarstjóri í eldhúsinu á sjúkrahúsinuNei af því að ég hef ekki áhuga.

Nafn: Sólborg Olga BjarnadóttirStarf: HjúkrunarfræðingurNei ég nenni því ekki.

Nafn: Lúcia DekorteStarf: SjúkraþjálfariÉg horfi bara á, það er skemmtilegast að horfa á koddaslaginn.

Nafn: Sigrún ÞorgeirsdóttirStarf: Skólaliði í grunnskólanum og ræstingar á bæjarskrifstofunniNei mér finnst alveg nóg að horfa á þau.

Nafn: Þorsteinn SigurðssonStarf: Verkalýðsfélag SnæfellingaJá það sem fer fram við höfnina finnst mér skemmtilegast.

Andri og Dawid

Spurning vikunnar: Tekur þú þátt í hátíðahöldunum á sjómannadaginnt?

?

Vantar húsnæði fyrir einstakling í Stykkishólmi í sumar, júlí og ágúst, kannski eitthvað lengur. Er reyklaus og reglusöm. Skilvísum greiðslum heitið. Linda s: 8694872

Fullbúið fiskabúr kr. 5000, níðsterk barnahúsgögn 2 stólar og borð kr. 2000, Trek barnahjól 12” 5000 kr. til sölu. Uppl. í síma 861-9621.

Sá sem tók röra stillans í portinu hjá Rækjunesi vinsamlegast hringi í síma 864-8852

Smáauglýsingar

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2013 S j ó m a n n a d a g s b l a ð Snæfellsbæjar 2013 kemur út í þessari viku fyrir sjómannadag en fyrsta blaðið kom út 1987. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda og það byrjar á hugvekju eftir frú Agnesi Sigurðardóttur biskub Íslands. Viðtal er við Pétur Hauk Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóra Sérleyfis- og hópferðabíla Helga Péturssonar en það flutti ma. sjómenn og verkafólk vestur á Snæfellsnes í um sjötíu ár. Þótt það hafi ekki verið í útgerð í sjávarútvegi þá var þessi rekstur þýðingarmikil fyrir okkur hér á Snæfellsnesi. Viðtal er við hina dugmiklu bræður Þorgrím og Steingrím Leifssyni sem reka fyrirtækið Klumbu í Ólafsvík og Frostfisk í Þorlákshöfn. Alls eru þeir með 165 manns í vinnu og hafa frá ýmsu að segja. Páll Stefánsson skipstjóri og hafnarvörður á Rifi segir okkur frá sínu starfi en hann er einnig lykilmaður í öllu björgunarstarfi hér á Snæfellsnesi. Rætt er við Einar Karlsson fv verkalýðsforingja í Stykkishólmi en hann var formaður félagsins í þrjátíu ár. Stefán Máni verðlaunarithöfundur skrifar um túr á fraktskipinu Mánafossi en hann var þá að kynna sér sjómennsku og staðháttu í tilefni ritunar á metsölubókinni Skipið sem kom út 2006. Rætt er við Gunnar Hjálmarsson skipstjóra á Haukaberginu SH frá Grundarfirði. Hann kemur með áhugaverðan samanburð á vertíðinni 1977 og vertíðinni 2013 sem vert er að gefa gaum. Róbert Óskarsson sjómaður í Ólafsvík segir frá sinni sjómennsku en hann er búin að vera trillukarl sl 20 ár. Georg Andersen framkvæmdastjóri Valafells ehf í Ólafsvík ritar áhugaverða grein um hvað fyrirtæki á Snæfellsnesi gætu gert saman til að auka arðsemi. Þá er góð samantekt um upphaf og endir skelveiða í Stykkishólmi eftir Alex Pál Ólafsson stýrimann í Stykkishólmi. Efni og myndir frá hátíðarhöldunum á sjómannadeginum á Snæfellsnesi 2012 eru í blaðinu og margt fleira efni er í blaðinu en of langt yrði upp að telja. Þar á meðal greinar, viðtöl og svo ljósmyndir af ýmsu efni. Blaðið er 98 síður og það er í fyrsta sinn nánast allt í lit. Það er prentað og brotið um í Steinprent í Ólafsvík. Blaðið verður til sölu á Grandakaffi í Reykjavík og eins í bæjarfélögunum á Snæfellsnesi. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhannsson. Fréttatilkynning

Vatnasafn Það er jafnvíst að sumarið er að koma þegar boðað er til upplesturs og tónleika í Vatna-safninu snemmsumars ár hvert. Í ár lásu upp úr ljóðabókum sínum Kristín Ómarsdóttir verðandi íbúi í íbúð Vatnasafns og Eiríkur Norðfjörð fyrrverandi íbúi. Upplestur þeirra var áhrifaríkur og var bæði á íslensku og ensku. Tónlistarfólkið Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Ismaily fluttu tónlist með ýmsum hljóðfærum á nýstárlegan máta.

am

Í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið 8. júní um allt land í 24. sinn. Nú er um að gera að fara að huga að því að koma sér í form, og mæta fersk til leiks í byrjun júní. að venju verður hlaupið hér í Stykkishólmi 3, 5 og 7 km vegalengdir frá Íþróttahúsinu. Skráning og forsala bola er í Heimahorninu.

Kvennahlaup ÍSÍ

Lokað er á skrifstofu Anok margmiðlunar v.sumarleyfa frá

5. - 11. júní n.k.

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 30. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 20. árgangur 30. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftirfarandi stöður:

• Stuðningsfulltrúi við starfsbraut FSN í Grundarfirði 100% staða

• Stuðningsfulltrúi við starfsbraut FSN í Grundarfirði 50% staða

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins.Stuðningsfulltrúi við starfsbraut FSN í Grundarfirði vinnur undir stjórn deildarstjóra.Ráðið er í stöðuna frá 15. ágúst 2013 til 15. maí 2014.Leitað er að einstaklingum sem hafa góða skipulagshæfileika, eru liprir í samskiptum og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið [email protected]. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði.

Umsóknarfrestur er til 13. júní 2013.

Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsók-num verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu [email protected] eða í síma 4308400/8917384. Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann.

Skólameistari

Vantar starfsólkHarbour Hostel og upplýsinga- og

bókunarþjónusta WIA ferða leitar að starfsfólki.

• Þurfum fólk í húsumsjón á hostelinu, þ.m.t. innritun gesta, þrif og afgreiðslu.

• Í bókunar- og upplýsingaþjónustunni þarf fólk í afgreiðslu og til að veita ferðamönnum upplýsingar um fjöl-breytta möguleika ferðaþjónustu á Snæ-fellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum.

• Vaktavinna

Upplýsingar í síma 660 0063

Börn og umhverfiRauði krossinn í Stykkishólmi heldur námskeiðið Börn og umhverfi, fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Leiðbeinendur:Einar Strand skyndihjálparleiðbeinandiDóra Björk Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur Elísabet Lára Björgvinsdóttir leikskólakennariNámskeiði er haldið dagana 11.-13.júní í húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi, frá kl. 16-19 alla dagana. Námskeiðið stendur krökkunum til boða án endurgjalds. Innifalið er nemendahandbók og viðurkenningarskjal.Skráning og nánari upplýsingar hjá Svanhvíti Sjöfn [email protected] og s. 865-7379 eða hjá Elínu Kristinsdóttur [email protected] og s. 862-9972.

Rauði krossinn í Stykkishólmi

Skólaslit

Skólaslit í Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 4. júní kl. 18

Allir hjartanlega velkomnir

Skólastjóri

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 436-1600

Opið fimmtudag til sunnudags frá kl.18

Fylgist með á Facebook

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 30. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 20. árgangur 30. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Almennt fjarnámFélagsliðanámFjallamennskunámFramhaldsnám sjúkraliðaGrunnnám í fataiðnGrunnnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinumHeilbrigðisritarabrautListljósmyndunMatartækniNámsbraut fyrir leikskólaliða

TrefjaplastsmíðiSjúkraliðabrautSkólaliðabrautSkrifstofubrautStuðningsfulltrúanámUmhverfis- og auðlindafræði

til stúdentsprófs

Fjarnám og stuttar

staðbundnar námslotur

Nám sem hentar vel

með vinnu

Fjarnám fyrir alla

fjarmenntaskolinn.is

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestraFjölbrautaskóli SnæfellingaFramhaldsskólinn á Húsavík

Framhaldsskólinn í Austur-SkaftafellssýsluMenntaskólinn á EgilsstöðumMenntaskólinn á TröllaskagaVerkmenntaskóli Austurlands

Hundaeigendur í Stykkishólmi athugið!

Hundahreinsun

Hin árlega hundahreinsun fer

fram 5. og 6. júní nk. hjá

dýralækninum að Höfðagötu

18 milli kl. 16-18:30.

Bæjarstjóri

Fréttir, viðburðir, myndir,aðsent efni - alltaf eitthvað nýtt!

Gæðamold í garðinnGæða ræktunarmold

steinalaus og án moltutilbúin í garðinn þinn

Afhendist í körum heim að dyrum eða sótt til okkar.

Daglegar ferðir milli Stykkishólms og Reykjavíkur

www.nesfrakt.is

Sími: 438 1481

ww

w.a

nok.

is

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 30. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 20. árgangur 30. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Til söluBílskúrshurð í Sjávarborg með rafmagnsopnun og rafstýringu.

Rúmast í gat sem er 2,71 m x 2,28 m (steinmál).

Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 660-0063

Leikjanámskeið Stykkishólmsbæjar

Leikjanámskeið Stykkishólmsbæjar verður haldið dagana:

10.-14. júní frá kl. 08:00-12:0018.-21. júní frá kl. 08:00-14:0024.-28. júní frá kl. 08:00-14:0001. – 05. júlí frá kl 08:00-14:00

Námskeiðin verða með svipuðu sniði og síðustu ár. Mæting er í íþróttahúsið alla morgna. Á námskeiðinu verður komið víða við og má nefna að farið verður í fjöruferð, hjóla og göngutúra, sund og fleira og fleira.

Krakkar koma með hollt og gott nesti. Kornstangir, gos- og orkudrykkir eru ekki leyfðir.

Námskeiðið kostar 5.000 kr. sem greiðist í upphafi námskeiðsins. Veittur er systkinaafsláttur, 50% með öðru systkini og ef systkinin eru þrjú þá er einungis borgað fyrir tvö börn.

Þessa daga þurfa að vera skráð að lágmarki 10 börn annars fellur námskeiðið niður.

Gísli Pálsson og Guðfinna Rúnarsdóttir fara með umsjón námskeiðanna.

Skráning er á netfangið [email protected] og í síma 697-7115

SÝNINGARÖÐ 2013

MATUR ER MANNS GAMAN

FÖGNUÐUR 30. maí – 18.júní

Nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík sýna lokaverkefni sín eftir tveggja ára nám í keramikhönnun.

Opnun fimmtudaginn 30. apríl n.k. kl. 18 - 20

Á opnun numu nemendur og kennarar skólans veita upp-lýsingar um námið svo þar gefst tækifæri fyrir þá sem

áhuga hafa á hönnun og skapandi handverki á að skoða eitt af tækifærunum í lífinu.

Guðsþjónusta verður á

sjómannadag,

sunnudaginn 2. júní kl. 11.00.

Sóknarprestur

Kvennahlaup Sjóvá verður haldið í

Stykkishólmi 8. júní n.k. Skráning og

forsala er hafin í Heimahorninu.

Elísabet Valdmarsdóttir sendir hér uppskrift til blaðsins með hjálp 7. bekkjar GSS (Uppskriftin er stór!)

3–4 matsk. olía1 1/2 matsk. karrý1 heill hvítlaukur1 blaðlaukur1 rauð paprika1 græn paprika1 lítið blómkálshöfuð1 lítið brokkolihöfuð1 flaska Heinz Chilisósa1.5 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð400 gr. rjómaostur1 peli rjómi4 kjúklingabringurSalt og pipar

Grænmetið skorið og steikt ásamt karrýinu. Chilisósa og soð sett í pottinn ásamt rjómaosti og rjóma. Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.Kjúklingabringurnar kryddaðar og steiktar, skornar í bita og settar út í súpuna rétt áður en hún er borin fram.Elísabet skorar á Unni Maríu Rafnsdóttur að koma með næstu uppskrfit.

7. bekkur GSS

Skólastjórasúpan hennar Sigrúnar

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 30. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 20. árgangur 30. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

SJÓMANNADAGURINN 2.júní 2013

STYKKISHÓLMSBÚAR OG GESTIR ERU EINDREIGIÐ HVATTIR TIL AÐ MÆTA OG TAKA ÞÁTT Í HÁTÍÐARHÖLDUNUM

SJÓMANNADAGSRÁÐ

KL. 08:00 FÁNAR DREGNIR AÐ HÚNI

KL. 10:00 BLÓMSVEIGUR LAGÐUR VIÐ MINNINGARREIT DRUKKNAÐRA SJÓMANNA Í KIRKJUGARÐINUM

KL. 10:30 SAFNAST SAMAN VIÐ MINNISVARÐA LÁTINNA SJÓMANNA OG LAGÐUR ÞAR BLÓMSVEIGUR. SÍÐAN VERÐUR GENGIÐ Í SKRÚÐGÖNGU TIL KIRKJU.

KL. 11:00 SJÓMANNAMESSA SJÓMAÐUR HEIÐRAÐUR.

KARLAKÓRINN KÁRI LEIÐIR SÖNG.

KL. 13:30 HÁTÍÐARHÖLD Á HAFNARSVÆÐINU

LÚÐRASVEIT STYKKISHÓLMS & LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS LEIKA KODDASLAGUR STAKKASUND HINDRUNARHLAUP KAPPRÓÐUR MEÐ SKÓFLU REIPTOG

KL. 15:00 KAFFISALA BJÖRGUNARSVEITARINNAR BERSERKJA UM BORÐ Í BALDRI

LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS LEIKUR UM BORÐ

KL. 16:00 SIGLING MEÐ BALDRI Í BOÐI SÆFERÐA

Opið alla daga frá kl. 12Nýr sumarmatseðillwww.narfeyrarstofa.is & FacebookSími 438-1119 [email protected]

- fagleg og freistandi

Ferjan BaldurSumaráætlun 1. júní - 25. ágúst 2013

Daglegar ferðir:Frá Stykkishólmi 09:00 & 15:45Flatey (til Brjánslækjar) 10:30 & 17:15Frá Brjánslæk 12:15 & 19:00Flatey (til Stykkishólms) 13:15 & 20:00

Athugið: Ein ferð laugardagana 1. og 8. júní Engin ferð á Sjómannadag!

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Allar eignir á www.faststykk.is

Sverrir Kristjánssonlögg. fasteignasaliÆgisgötu 11340 StykkishólmiSími: 896 [email protected]

Nesbrauð auglýsir breyttan opnunartímaOpið alla daga frá 8-17 frá og með 1. júní

Alltaf nýbakað.Hlökkum til að sjá þig

Erum líka á Facebook Starfsfólk Nesbrauðs ehf, sími 438-1830