sæmundur - maí 2010

40
SÆMUNDUR SAMBAND ÍSLENSKRA NÁMSMANNA ERLENDIS 29.ÁRG. MAÍ 2010

Upload: robert-freyr-jonsson

Post on 28-Mar-2016

253 views

Category:

Documents


15 download

DESCRIPTION

Ávarp ritstjóra Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Ávarp formanns Stjórnmálafl okkarnir spurðir Ævintýri í Víetnam Skógfræði í Rússlandi Námsmenn erlendis Fatahönnun á Spáni Hvað er LÆF? Finnland

TRANSCRIPT

Page 1: Sæmundur - Maí 2010

SÆMUNDURSAMBAND ÍSLENSKRA NÁMSMANNA ERLENDIS 29.ÁRG. MAÍ 2010

Page 2: Sæmundur - Maí 2010

2 SÍNE / SÆMUNDUR

Samband íslenskranámsmanna erlendis

Skrifstofa SÍNEPósthússtræti 3-5101 ReykjavíkSími: 552 5315Netfang: [email protected] ang: ww.sine.isSkrifstofan er opinalla virka daga frá 9-12

Stjórn SÍNEFormaður: Auður SigrúnardóttirGjaldkeri: Eyrún JónsdóttirLÍN fulltrúi: Valur ÞráinssonMeðstjórnendur: Ásgeir Ingvarsson,Garðar Stefánsson, Georg Brynjarsson,Sólveig Lísa Tryggvadóttir.Ritstjóri: Hjördís JónsdóttirAuglýsingar: MarkaðsmennUmbrot og Hönnun: Prentheimar.Prentun: Prentheimar.

Efnisyfi rlitÁvarp ritstjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5Ávarp formanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . �Stjórnmálafl okkarnir spurðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . �Ævintýri í Víetnam . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14Skógfræði í Rússlandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19Námsmenn erlendis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22Fatahönnun á Spáni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2�Hvað er LÆF? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30New York . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32Finnland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35

Page 3: Sæmundur - Maí 2010

3

WWW.ICELANDAIR.COM

ÍSLAND BÝÐUR ÍSLENSKA NÁMSMENN ERLENDIS VELKOMNA UM BORÐ HJÁ ICELANDAIRBEINT ÁÆTLUNARFLUG TIL ÍSLANDS FRÁ VESTUR-EVRÓPU OG BANDARÍKJUNUM

Strax og námsmenn stíga inn í Icelandair-vél erlendis fá þeir á tilfinninguna að þeir séu komnir langleiðina heim til Íslands. Það gerir andrúmsloftið um borð og hlýlegar móttökur áhafnarinnar sem heilsar námsmönnum á okkar „ástkæra, ylhýra“.

Við bjóðum þægileg sæti með góðu persónulegu rými, afþreyingarkerfi þar sem hver maður hefur aðgang að sínum eigin skjá og – síðast en ekki síst – öryggi og stundvísi.

Heim til Íslands með Icelandair!

+ Nánari upplýsingar á www.icelandair.com

ÍSLAND BÝÐUR ÍSLENSKA NÁMSMENN ERLENDIS VELKOMNA UM BORÐ HJÁ ICELANDAIR

SEATTLE

MINNEAPOLIS / ST. PAUL

HALIFAXBOSTONNEW YORKJFK

TORONTO

ORLANDOSANFORD

ÍSLAND

REYKJAVÍK

HELSINKIÞRÁNDHEIMUR STOKKHÓLMUR

OSLÓBERGEN

STAVANGER KAUPMANNAHÖFNBERLÍN

FRANKFURTAMSTERDAM MÜNCHEN

DÜSSELDORFMÍLANÓ

PARÍS

BARCELONA

MADRID

MANCHESTERLONDON

BRUSSELGLASGOW

Page 4: Sæmundur - Maí 2010

4 SÍNE / SÆMUNDUR

Kæru SÍNE félagar,

Sama hvar sem þið eruð stödd í heiminum, þá hafi ð þið að öllum líkind-um ekki misst af allri umfj ölluninni um Ísland undanfarið. Eldfj öllin okkar hafa látið á sér kræla og rannsóknarskýrslan er komin út. Ísland er í kastljósi fj ölmiðlanna og þið hafi ð kannski fengið einhverjar spurningar um hvernig beri eigi fram nafnið Eyjafj allajökull.

Sæmundur færir ykkur fréttir af fj ölbreyttu námi íslenskra námsmanna víða um heim, samstarfi námsmannahreyfi nganna og fréttir frá LÍN. Við viljum biðja ykkur að senda okkur skemmtilegt efni og ábendingar um umfj öll-unarefni fyrir næsta tölublað. Sæmundur kemur næst út haustið 2010.

Kosningar eru á Íslandi þann 29. maí og hvetjum við ykkur til að nýta at-kvæðin ykkar í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Lesa má svör fulltrúa stjórnmálafl okkanna sem í framboði eru við spurningum okkar í blaðinu og einnig eru upplýsingar um hvar þið getið nýtt atkvæðisrétt ykkar. Vefurinn www.kosning.is hefur að geyma upplýsingar um fl okka sem í framboði eru og hvar þið getið kosið.

Við óskum ykkur góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru og þið vonandi vitið að við tökum gjarnan við góðum ábendingum, greinum í Sæ-mund og öðru sem að þið viljið koma á framfæri á netfangið: [email protected]

Sumarkveðjur,Hjördís Jónsdóttir

Ávarp framkvæmdastjóri

Page 5: Sæmundur - Maí 2010

5

TímamörkKjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með �. apríl 2010 og til kjördags. Frestur til að tilkynna framboð er hins vegar þrjár vikur þannig að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst áður en framboð liggja fyrir.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundarUpplýsingar frá www.kosning.is

KjörstaðirAtkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á eftirfarandi stöðum: •

• Hjá sýslumönnum um land allt eða á öðrum stöðum sem hann ákveður í umdæmi hans.

• Erlendis á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendi-ræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur og ákveðið að atkvæða-greiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.

• Á sjúkrahúsum, í fangelsum og á dvalar- og vistheimilum. Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, á dvalarheimili aldraðra og stofnun fyrir fatlaða, er heimilt að greiða atkvæði á stofnuninni. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar.

• Heimahúsi, kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúk-dóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifl eg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi 3 vikum fyrir kjördag. Kjörstjóri auglýsir hvar og hvenær atkvæða-greiðsla getur farið fram á þann hátt sem venja er á hverjum stað. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en klukkan 1�.00 fj órum dögum fyrir kjördag.Sjá nánar um utankjörfundarat-kvæðagreiðslu sjúkra.

Page 6: Sæmundur - Maí 2010

� SÍNE / SÆMUNDUR

Kæru námsmenn,

Stjórn SÍNE óskar félagsmönnum nær og fjær gleðilegs sumars með von um góða tíma framundan Við viljum einnig bjóða nýja félaga velkomna og minna á að við erum rödd ykkar og tengiliður við stjórn LÍN og stjórn-völd. Því er um að gera, nýjir nemar sem „gamlir“, að hafa samband við okkur ef við getum verið ykkur innan handar eða ef þið viljið koma hugmyndum og ábendingum á framfæri.Þessi önn hefur, líkt og síðustu, verið viðburðarík í íslensku samfélagi sem eflaust hefur haft áhrif hjá mörgum íslenskum námsmönnum erlendis. Kreppa, skýrsla, og eldgos hafa vafalítið haldið ykkur vel nettengdum við íslenska fjölmiðla, og stóra spurningin „hvað næst“ vofir yfir. Þrátt fyrir ólgu samfélagsins er alltaf sem áður er mikilvægt að hafa bjartsýni að leiðarljósi, horfa fram á við, beina einbeitingunni, orkunni og kraftinum að því sem okkur stendur næst, svo sem fjölskyldunni okkar og náminu. Einnig er mik-ilvægt að beina sjónum sínum að samfélagi framtíðarinnar og hvað við get-um gert til að hafa jákvæð áhrif. Atburðir síðustu missera hafa haft áhrif á hag námsmanna erlendis sem taka námslán. Vörður um þann hag hefur verið eitt af brýnustu verkefnum SÍNE undanfarið en okkur hefur borist fjöldi athugasemda og fyrirspurna því tengdu. Með fulltrúa í stjórn LÍN höfum við lagt mikla áherslu á hækkun framfærslulána, sem varð raunin, en menntamálaráðherra hækkaði náms-lán nýverið sem að sjálfsögðu var mikill hagsmunasigur fyrir íslenska nema. Við höfum einnig einbeitt okkur að því að skólagjaldalán skerðist ekki, en ef slíkt kæmi til yrði harkalega brotið á hagsmunum nema hvað varðar jafn-ræði til náms, þar sem þeim er ekki geta brúað bilið milli lána og skólagjalda yrðu verulegar hömlur settar. Endurskoðun er hafin á úthlutunarreglum LÍN og með fulltrúa í stjórn LÍN stendur SÍNE vörð um hagsmuni ykkar. Við viljum fyrir alla muni tryggja jafn-ræði og jafnt aðgengi íslenskra nema til náms erlendis. Að endingu minnum við á að dyr okkar standa alltaf opnar fyrir ykkur. Hjör-dís, framkvæmdastjóri SÍNE, stendur vaktina á skrifstofu SÍNE og tekur ávallt vel á móti öllum athugasemdum og fyrirspurnum sem berast.

Gangi ykkur allt í haginn!Fyrir hönd stjórnar SÍNE,Auður Sigrúnardóttir, formaður stjórnar.

Ávarp ritstjóra

Page 7: Sæmundur - Maí 2010

1.spurningAf hverju að kjósa ykkur?

Framsóknarflokkurinn gengur til kosninga í lok maí sem flokkur breytinga, breytinga sem leiða munu til betra samfélags. Framsóknarmenn hafa kallað eftir breytingum og á síðasta flokksþingi sýndu þeir það í verki með breytingum á forystu flokksins. Þeir sýndu enn og aftur viljann til breytinga með því að kjósa nýja forystu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Á grundvelli þeirrar stefnu sem samþykkt var á flokks-þingi í janúar 2009, þeirrar málefnavinnu sem staðið hefur yfir í vetur og markvissra lausna og aðgerða, vill Framsókn leiða þá uppbyggingu á íslensku samfélagi sem framundan er.

2.spurningHvað mun breytast?

Stjórnmálamenn eiga það til að vera of fastir í að leita ráða innan eigin flokks og þröngs hóps ráðgjafa. Þannig vinnum við ekki heldur er leitum ráða og hlustum á sérfræðinga hvar svo sem þeir standa á ás stjórnmálanna. Stjórnun sveitarfélaga er ekki einka-mál stjórnmálamanna, heldur samvinna allra hags-munaaðila sem láta sig varða almannaheill. Fram-sóknarmenn leggja áherslu á að efla samvinnu með það að leiðarljósi að allir hafi sitt að segja þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.

3.spurningAf hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám?

Það er styrkur fyrir íslenskt samfélag að námsmenn sæki í nám erlendis. Þannig stuðla þeir að efnahags-legum og tæknilegum framförum meðal þjóðarinnar og kynnast nýjum lausnum og vinnubrögðum. Það er nauðsynlegt að stjórnmálamenn skapi það umhverfi, efnahagslegt og menningarlegt að þessir námsmenn sjái sér fært að koma heim að loknu námi.

4.spurningEitthvað að lokum?

Framsóknarmenn hafna alfarið því atvinnuleysi sé notað hagstjórnartæki. Það er því forgangsverkefni í dag að skapa störf og byggja upp atvinnulífið. Einnig þarf að fara í allsherjar endurmat á íslenska stjórnkerf-inu, setja stjórnmálamönnum siðareglur og semja nýja stjórnarskrá á stjórnlagaþingi. Almenningur á síðan að koma í auknum mæli að allri ákvarðanatöku í þjóðfélaginu, t.d. með auknu íbúalýðræði og nýtingu netsins í auknum mæli.

Einar Skúlason oddviti framsóknarmanna í Reykjavík

FRAMSÓKNAR FLOKKURINN

Sæmundur sendi spurningar á fulltrúastjórnmálaflokka sem að bjóða sig fram ísveitarstjórnarkosningunum í lok maí.

Page 8: Sæmundur - Maí 2010

� SÍNE / SÆMUNDUR

1.spurningAf hverju að kjósa ykkur?

Stjórnmál snúast um forgangsröðun og það hefur aldr-ei verið jafn mikilvægt að hún sé skýr. Það er líka langt síðan jafn skýr munur hefur verið á áherslum í aðdrag-anda sveitarstjórnarkosninga.

Þó svo að ekki hafi farið mikið fyrir sveitastjórn-armálum upp á síðkastið, þá er ljóst að þessar sveita-stjórnarkosningar eru einar þær mikilvægustu í seinni tíð. Það vill gleymast þegar landsmálin eru jafn mikið í deiglunni og nú um stundir, að sveitastjórnarstigið er mikilvægasti þjónustuveitandi almennings. Má þar nefna málefni grunnskólanna, málefni aldraðra og fatl-aðra og atvinnumál.

Það hefur verið sögulegt hlutverk jafnaðarmanna að vera leiðandi afl á tímum sem þessum, þegar við blasir að taka þurfi stöðu með fjölskyldunum, börnunum og starfsfólki sveitarfélaga. Það er ljóst að nú þarf að leggja ríka áherslu á atvinnumál í samstarfi við ríki og einkaað-ila sem og að vinna að úrlausnum í húsnæðismálum innan sveitarfélaganna.

Kosningarnar framundan snúast því öðrum þræði um það hvort sveitarfélögum landsins sé best stýrt með hugmyndafræðinni sem kom okkur í hrunið, frjálshyggjunni og hugmyndunum um afskiptaleysi stjórnvalda eða jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar sem leggur áherslu á atvinnu, öryggi og velferð, ný vinnu-brögð og aðgerðir í þágu barna og fjölskyldna.

2.spurningHvað mun breytast?

Það sem mun einna helst breytast og það sem Sam-fylkingin leggur hvað mesta áherslu á í komandi kosn-ingum er að sveitarfélögunum sé beitt í atvinnu- og húsnæðismálum. Þar skipta stóru sveitarfélögin eins og Reykjavík og Kópavogur miklu máli, enda ljóst að ábyrgð þeirra er mikil þegar kemur að því að ná at-vinnustiginu hér á landi í eðlilegt horf og að jafnframt myndist öruggir valkostir í húsnæðismálum.

Ef litið er til Reykjavíkur þá draga atvinnumálin fram mjög skýran mun á ábyrgri jafnaðarstefnu og að-

gerðalausri frjálshyggju. Samfylkingin telur að stærri sveitarfélögin þurfi að vera forystuaflið sem rífur okk-ur upp úr kreppunni. Það er okkar stefna. Atvinnumál hafa öll verið látin sitja á hakanum á meðan Sjálfstæð-isflokkurinn, t.a.m. í Reykjavík og í Kópavogi, situr og bíður eftir því að markaðurinn leysi málið.

Slík stefna gengur einfaldlega ekki upp og er hrein-lega skaðleg á tímum sem þessum.

Húsnæðismál fjölskyldna eru annað gott dæmi um skýran mun þar sem breytinga er að vænta fái Sam-fylkingin til þess umboð; áhersla jafnaðarmanna hefur í gegnum tíðina verið sú að fólk, sér í lagi ungar fjöl-skyldur sem eru að stíga fyrstu skrefin á vinnumark-aði, hafi val um að kaupa séreign eða leigja á traust-um almennum leigumarkaði þar sem hægt er að búa við alvöru öryggi. Til þess þarf að efla almennan leigumarkað og ýta undir húsnæðissamvinnufélög, sem eru útbreidd víða um lönd.

Slík er ekki raunin í dag og því þarf að breyta.Hefði Samfylkingin t.a.m. haft forystu í borgarstjórn

Reykjavíkur hefði áherslan verið lögð á að ungar fjöl-skyldur gætu valið að leigja í barnvænu umhverfi þar sem stutt er í leikskóla og grunnskóla og aðra nauð-synlega þjónustu.

Það er skýr stefna Samfylkingarinnar að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir geti einungis valið á milli 90% lána eða myntkörfu. Fyrir námsmenn erlendis ætti þessi áhersla að snerta margar taugar enda mikil viðbrigði oft og tíðum að koma í umhverfi þar sem leigumarkaðurinn er virkur.

3.spurningAf hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám?

Framtíð Íslands er björt þó svo að syrt hafi í álinn tímabundið. Þó svo að efnahagskreppan sem nú hrjáir landið hafi klárlega haft þau áhrif að draga úr fjölhæfni atvinnulífsins og aukið áhersluna á útflutn-ings- og vinnslugreinar, þá er ljóst að íslenskt atvinnu-líf er mun fjölbreyttara en áður var.

Þeirri stefnu þarf að viðhalda til að tryggja ungu fólki val um starfsframa.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar

SAM FYLKINGIN

Page 9: Sæmundur - Maí 2010

9

Ísland mun vonandi áfram vera hluti af hinu al-þjóðlega efnahagskerfi og áfram viðhalda góðum samskiptum við sín nágrannaríki. Það hefur sýnt sig að þá vegnar landinu best og þannig skapast sem flest tækifæri fyrir ungt fólk til að nýta sína menntun og starfsreynslu sjálfum sér og landinu öllu til góða.

Samfylkingin hefur það skýrt á sinni stefnuskrá, einn íslenskra stjórnmálaflokka, að hag Íslands sé best borgið innan raða Evrópusambandsins. Rökin fyrir því eru einna helst þau að með því séu skapaðar traustar aðstæður fyrir ungt fólk og stöðugleiki á íslenskum vinnumarkaði; með traustari umgjörð og meiri stöð-ugleika í efnahagslífinu, og færri óvissuþáttum svo sem í gjaldmiðilsmálum með upptöku Evrunnar.

Allar þessar ástæður hníga að því að ungt fólk geti litið framtíðina á Íslandi björtum augum.

4.spurningEitthvað að lokum sem þið viljið koma á framfæri við námsmenn erlendis?

Komandi sveitastjórnarkosningar snúast einna helst um þá stefnu sem íslenskt samfélag ætlar að marka sér í náinni framtíð. Með atkvæðin sínu 29. maí nk. stendur ungu fólki þannig til boða að hafa áhrif á sitt nærsamfélag.

Stuðningur við Samfylkinguna er stuðningur við at-vinnuuppbyggingu; að tryggt sé að áhersla sé lögð á uppbyggingu og styrkingu skólakerfisins – sem er ein besta leiðin til að tryggja að á Íslandi skapist samfélag tækifæra og samfélag sem einkennist af jöfnuði og réttlæti öllum til handa en ekki fárra útvaldra eins og hrunið leiddi í ljós að var raunin. Samfylkingin leggur ríka áherslu á börn og hagsmuni þeirra – og að krepp-an megi ekki leiða til þess að uppvaxandi kynslóð búi við ójöfn tækifæri. Því stóra verkefnið snýst um að búa bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Og við vonum að íslenskir námsmenn erlendis flykkist heim að loknu námi til að taka þátt í því sem gera þarf – við viljum gera okkar til að það verði eins fýsilegt og kostur er.

Hinar klassísku hugmyndir jafnaðarmanna hafa aldrei verið jafn mikilvægar og einmitt núna á niðurskurð-artímum þegar tryggja þarf að stoðir velferðarsam-félagsins séu settar í forgang. Þar skiptir atvinnu-uppbygging höfuðmáli og það er sú áhersla sem Samfylkingin fer með í þessar kosningar.

Utankjörfundaratkvæða-greiðsla erlendis hafin á 235 stöðum í 84 löndum

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Ís-lands í New York, Winnipeg, Shanghai og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönn-um Íslands erlendis. Búist er við því að kosið verði á u.þ.b. 235 stöðum í �4 löndum. Væntanlegum kjósend-um er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa.Athygli kjósenda er vakin á því, að þeim ber sjálfum að annast og kosta sendingu atkvæðabréfs síns og tryggja þannig að það berist í tæka tíða til viðkomandi kjörstjórnar á Ís-landi.Á vef flokksins xd.is er að finna upplýsingar um alla kjörstaði erlend-is ásamt korti með nákvæmri stað-setninguHægt er að senda atkvæði til okkar og við komum þeim til skila í við-komandi kjördæmi utanáskriftin er Utankjörfundarskrifstofa Sjálfstæð-isflokksins Valhöll Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík. Allar frekari upplýs-ingar um kosningar erlendis veitum við í síma 515-1�35 og utan skrif-stofutíma í síma 515-1�20 og á [email protected]

Page 10: Sæmundur - Maí 2010

10 SÍNE / SÆMUNDUR

1.spurningAf hverju að kjósa ykkur?

Sjálfstæðisflokkurinn býður fram krafta sína í sveit-arstjórnum, til þess að skipuleggja og vinna að end-urreisn. Liður í þeirri endurreisn eru heiðarleg og opin vinnubrögð jafnt á vettvangi stjórnsýslunnar, pólitískr-ar stefnumótunar sem og í starfi stjórnmálaflokkanna.

Grunnstef Sjálfstæðisflokksins er trú á einstakling-inn samfara ábyrgð á eigin gerðum. Sjálfstæðisstefnan hefur aldrei orðið að fullmótaðri hugmyndafræði held-ur gerir ráð fyrir sífelldri leit að nýjum hugmyndum til að laga þjóðfélagið að breyttum aðstæðum. Stefnan byggist á víðsýnni umbótastefnu á grundvelli jafnréttis og einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi. Grunngildi sjálfstæðisstefnunnar myndar ramma um störf frambjóðenda Sjálfstæð-isflokksins um allt land. Þau eru líkleg til þess að efla kjark og sóknarvilja landsmanna til nýsköpunar og endurreisnar og eiga tvímælalaust erindi við þjóðina.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa metnað til að tefla fram nýjum og framsæknum lausnum við stjórn sveitarfélaganna. Þeir hafa ekki trú á því að hið opinbera, ríki eða sveitarfélög leysi öll mál, heldur sé þeirra hlutverk að skapa skilyrði þannig að frumkvæði fólks og fyrirtækja fái notið sín. Mikilvægur liður í því er að auka val og aðkomu íbúanna við ákvarðanatöku, þannig er líklegast að hagur íbúanna og búsetuskilyrði verði tryggð. Þeir leggja áherslu á að leita allra leiða til hagkvæmra lausna við rekstur sveitarfélaganna, þann-ig að skattfé nýtist sem best til að tryggja grunnþjón-ustu í þágu fjölskylda, velferðar og umhverfis.

2.spurningHvað mun breytast?

Efnahagshrunið á Íslandi er einstakt í sögunni og tím-inn einn mun leiða í ljós hvort og þá hvað muni brey-tast. Ekkert mun þó breytast nema þeir sem hlut eiga að máli, þar með taldir stjórnmálaflokkar og stjórn-málamenn, fari gaumgæfilega ofan í hvaða mistök voru gerð, draga af þeim lærdóm og leggja grunn að bættum pólitískum og stjórnsýslulegum vinnubrögð-

um. Nú liggur fyrir ítarleg skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sem mikilvægt er að stjórnmálamenn noti sem grunn til þess uppbyggingarstarfs sem framund-an er í íslensku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að skjóta sér undan ábyrgð á því sem aflaga hef-ur farið. Hann vill gangast við mistökum, læra af þeim og koma fram af heiðarleika, með gegnsæi að leið-arljósi. Breytt vinnubrögð stjórnmálamanna og aukin samskipti og samvinna við íbúa sveitarfélaga gegna þar mikilvægu hlutverki.

3.spurningAf hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám?

Þrátt fyrir að miklir erfiðleikar steðji nú að Íslenskri þjóð er mikilvægt að ungt fólk missi ekki trúna á land-inu. Samfélagsstoðirnar eru sterkar og landið býr yfir miklum auðlindum, hvort sem horft er til mannauðs eða náttúruauðæfa. Sjálfstæðisflokkurinn telur mik-ilvægt að nýta þessar auðlindir í þágu nýrra atvinnu-tækifæra til að renna styrkari stoðum undir atvinnulíf-ið sem aftur er grunnur að því að byggja upp efnahag þjóðarinnar. Það verður þó að gera á skynsaman hátt þannig að ekki verði gengið á möguleika komandi kynslóða til að njóta þeirra gæða sem landið býður uppá. Ísland þarf nú sem aldrei fyrr á ungu og mennt-uðu fólki að halda sem býr yfir þekkingu, kjarki, áræðni og hugmyndaauðgi til nýsköpunar í atvinnulífinu.

4.spurningEitthvað að lokum sem þið viljið koma á framfæri við námsmenn erlendis?

Ég hvet námsmenn erlendis til að kynna sér gaum-gæfilega stefnuskrá framboða Sjálfstæðisflokksins í sínu sveitarfélagi. Þar munið þið finna kraftmikla frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem eru tilbúnir næstu fjögur árin til að vinna í þágu samfélagsins af áræðni í velferðar-, atvinnu- og byggðamálum með athafnafrelsi, jafnrétti, samhug, siðgæði og metnað að leiðarljósi. Nýtið kosningarétt ykkar og kjósið XD!

Soffía Lárusdóttir,formaður stjórnar Sveitarstjórnaráðs Sjálfstæðisflokksins

SJÁLFSTÆÐIS FLOKKURINN

Page 11: Sæmundur - Maí 2010

11

1.spurningAf hverju að kjósa ykkur?

Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki tekið þátt í óráðssíu og spillingu hinna flokkana á þeim síðaustu 10 árum sem hann hefur verið starfandi. Hann er ekki nefndur í Rannsóknarskýrslu Alþingis nema aðeins í þeim kafla sem snýr að styrkjum til flokkana frá bönkunum. Þar eru styrkir til flokksins það lágir að þeir eru ekki teljandi.Frjálslyndi flokkurinn hefur staðið fast við sín stefnumál s.s. afnám verðtryggingar, vörn um velferð og kvóta-málin í öll þau ár sem hann hefur starfað og sett inn mörg frumvörp á þingi um þessi málefni í gegnum árin.Flokkurinn hefur staðið fyrir heiðarleika og gagnsæi al-veg frá byrjun og starfað með hag umbjóðenda sinna að leiðarljósi á öllum tímum einnig þegar hið svokall-aða góðæri réði ríkjum á Íslandi.

2.spurningHvað mun breytast?

Það sem mun taka breytingum við það að kjósa Frjáls-kynda flokkin er meðal annars íbúalýðræði í borg-inni. Frjálslyndi flokkurinn hefur sett það á oddinn af mörgum ástæðum. Svo virðist sem t.d. skipulagsmál í borginni hafi verið vanhugsuð og oft á móti vilja borgara hennar. Við munum vinna að því að koma á atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál borgarinnar. Þannnig að 10 % borgara geti kallað eftir kosningu í formi undirskriftarlista ef svo ber undir.Við ætlum að verja velferðina innan Reykjavíkur. Ástandið sem nú hefur skapast og mun ekki víkja á næstunni gerir það að verkum að forgangsraða verður á annan hátt innan borgarinnar. Það verður að skera niður á toppnum fyrst innan borgarinnar og ekki neðst eins og virðist vera landlægt núna þessa dagana. Framfærsluneysluviðmið verður að reikna út og nýta sem raunverulegan grunn fyrir greiðslum frá t.d. félagsþjónustunni.Það verður að koma á fríum skólamáltíðum fyrir börn og vernda þau fyrir erfiðleikum kreppunar á raunhæf-an hátt.

Það verður að koma á gagnsæi í fjármálum borg-arinnar og gera þau svo úr garði að íbúar geti fylgst vel með í hvað er verið að nota fé það sem borgarar greiða í útsvar og önnur útgjöld til sveitarfélagsins.

3.spurningAf hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám?

Þar sem ástandið er eins og það er er fásinna að ætla að mála einhverja gyllta mynd af því hvers vegna námsmenn erlendis ættu að koma aftur heim. Það er staðreynd að næstu ár mun ríkið skera meira niður en leggja í ríkisfjámál og mun það vera merkjanlegt í öllu þjóðfélaginu. Nýjasta viljayfirlýsing stjórnvalda vegna samstarfsins við AGS hefur einnig gert það skýrt að ekki mun verða gert mikið meira fyrir heimili landsins en nú er.Frjálslyndi flokkurinn hefur aftur á móti tekið það með inn í myndina þegar kemur að sveitarstjórnamálum. Við gerum okkur grein fyrir þeim áhrifum sem sam-starfið við AGS mun hafa á þjóðfélagið og viljum stemma stigu við því í atvinnumálum sérstaklega. Við höfum sett upp áætlun sem miðar að því að styrkja við og stuðla að því að sprota fyrirtæki muni geta komið sér af stað innan borgarmarkana. Það veðrur gert í formi samstarfs við stærri fyrirtæki og með því að nýta það sem við eigum inna borgarmarkana s.s vinnuhúsnæði, lægri internet kostnað. Lægra útsvar og gjöld á meðan fyrirtæki er að byggja sig upp eru hluti af þessari áætlun. Samstarfsverkefni á milli fyr-irtækja er einnig hluti af áætlun í atvinnumálum.Ef rétt er haldið á spilunum í þeim málum getur verið meira en spennandi að koma heim sem námsmaður erlendis þótt að tímarnir framundan séu krefjandi á margan hátt.

FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN

Ásta Hafberg Varaformaður Frjálslynda Flokksins

Page 12: Sæmundur - Maí 2010

12 SÍNE / SÆMUNDUR

1.spurningAf hverju að kjósa ykkur?

vegna þess að það er Best fyrir alla að öllum líði Best og eina leiðin til þess að það gerist er að ef allir skrá sig í Besta Flokkinn og kjósi svo okkur í kosningunum

2.spurningHvað mun breytast?

Öllum mun líða Best í Reykjavík og við munum fá Ís-björn í Húsdýragarðinn

3.spurningAf hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám?

Til þess að skoða Ísbjörninn og Lundaklettinn í Hús-dýragarðinum og til þess að kjósa Bestaflokkinnmarg-an hátt.

4.spurningEitthvað að lokum sem þið viljið koma á framfæri við námsmenn erlendis?

Viljum við það sem er næst best? nei, afhverju ættum við að vilja það? Viljum við ókeypis handklæði fyrir alla í sundlaugum Reykjavíkur? Viljum við sjálfbært gegnsæi? Viljum við Disneyland í Vatnsmýrinni? Kjós-um þá Bestaflokkinn

BESTI FLOKKURINN

Jón Gnarrformaður Besta flokksins

Page 13: Sæmundur - Maí 2010

13

1.spurningAf hverju að kjósa ykkur?

Ef fólk er sammála þeim málefnum sem við leggjum áherslu á og þeirri forgangsröðun sem við leggjum upp með þá er einsýnt að veita okkur atkvæði. Næstu fjögur árin leggjum við ríka áherslu á atvinnumál, vel-ferðarmál, lýðræði og umhverfi. Að auki er nálgun okkar alltaf út frá þeim grunngildum sem Vinstrihreyf-ingin – grænt framboð er stofnuð í kringum: Kvenfrelsi, umhverfismál, félagslegt velferðarkerfi og sjálfstæða utanríkisstefnu.

Næstu fjögur árin snúast um að verja velferðarkerfið og sigla því í gegnum þrengingarnar án þess að und-irstöður þess molni. Við viljum að það sé á forræði okk-ar allra og að sameiginlegir fjármunir okkar séu notaðir til að reka mennta- og heilbrigðiskerfi þannig að allir fái notið þess án tillits til efnahags. Við teljum tíma stórra einsleitra lausna í atvinnumálum liðinn og viljum rækta hugvitið og sköpunarkraft þjóðarinnar, þess vegna hef-ur ríkisstjórnin með þátttöku VG búið til eitt hagstæð-asta umhverfi í heimi fyrir sprotafyrirtæki. VG mun efla atvinnusköpun á vegum borgarinnar, en hún er einn stærsti atvinnurekandi landsins og á sem slík að stuðla að fjölbreyttum störfum. Við viljum opna aðgengi fólks að lýðræðislegum ákvörðunum með betra aðgengi að kjörnum fulltrúum, og efla hverfafélög í höfuðborginni. Við viljum gera fólki kleift að sýna umhverfinu virðingu í daglega lífinu með aukinni sorpflokkun og umhverf-isvænni lífsstíl, þ.m.t. að efla almenningssamgöngur.

2.spurningHvað mun breytast?

Vinnubrögðin og áherslurnar munu breytast. Við leggjum mikla áherslu á vinnubrögð þar sem sam-starf og samráð við hagsmunasamtök eru höfð að leiðarljósi. Áherslur okkar eru eins og rakið var hér að framan.

3.spurningAf hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám?

Af því að á Íslandi er gott að búa. Við höfum öll mögu-leika á að hafa áhrif á umhverfi okkar og taka þátt í mótun samfélagsins, hvort sem er með þátttöku í stjórnmálum eða með öðrum hætti. Eftir það áfall sem við höfum orðið fyrir er mikilvægt að byggja upp nýtt samfélag þar sem þekking og kunnátta er metin að verðleikum og fólk sem er menntað erlendis getur komið með aðra sýn á hlutina og nýjar lausnir. Það er samstillt átak okkar allra að hlúa vel að samfélag-inu og tryggja að hér verði lífvænlegt að vera áfram. Við trúum því að námsmenn erlendis vilji taka þátt í því starfi.

VINSTRI HREYFINGIN GRÆNT FRAMBOÐ

Sóley Tómasdóttir

Page 14: Sæmundur - Maí 2010

14 SÍNE / SÆMUNDUR

Ævintýri í Víetnam!

Félagsfræðingur í ævintýraleitÉg er félagsfræðingur útskrifuð frá Háskóla Íslands. Eftir að hafa verið á íslenskum vinnumarkaði ákvað ég að skella mér í nám til Gautaborgar í Svíþjóð. Námið sem varð fyrir valinu heitir á ensku Masters Programme in Global Studies. Einn þáttur í náminu var að dvelja erlendis og afla sér reynslu. Í mars 2009 var tekin ákvörðun um að fara til Víetnam og fór ég í námsferðina ásamt sextán öðrum sam-stúdentum mínum í nóvember síðastliðnum. Gaman að segja frá því að hópurinn samanstóð af tíu mismunandi þjóðernum: Svíþjóð, S-Kóreu, Sviss, Albaníu, Kanada, Ítalíu, Íslandi, Litháen, Finnlandi og Brasilíu þannig að við höfðum öll mjög ólíkan bakgrunn.

Hanoi - borg sem iðar af lífiHanoi kom mér fyrir sjónir sem stórmerkileg borg enda hafði ég aldrei farið út fyrir hinn hefðbundna vestræna heim áður. Engar umferðarreglur virtust gilda, fólk út um allt og ruslið lá meðfram gangstéttunum. Sú ein-falda athöfn, að fara yfir götu, gat orðið mjög erfið þar sem enginn stoppaði til að hleypa gangandi vegfar-endum yfir. Mikilvægt var að passa sig á að horfa beint í augun á ökumönnunum um leið og ég gekk yfir því þá fóru mótorhjólin í kringum mig en ekki á mig og það er óhætt að viðurkenna að það tók mig alveg nokkrar mínútur að telja í mig kjark til að fara yfir götu í fyrsta sinn. Eftir tvo mánuði var ég þó búin að venjast þessu það vel að ég leiddi ekki hugann að þessu lengur. Einn algengasti, auðveldasti og skemmtilegasti ferðamátinn í Víetnam er að leigja sér Xe om sem útleggst á íslensku mótorhjóla faðmlag. Þeir sem bjóða upp á þessa þjón-ustu eru karlmenn á öllum aldri sem sitja á mótorhjól-unum sínum á næsta götuhorni og reyna að fá farþega.

Mjög mikilvægt var að semja um fargjaldið áður en lagt var af stað og var ég orðin ansi góð í samningatækni eftir að eiga við þessa herramenn. Ef þeir vildu fá of mikið greitt þá gekk ég bara umsvifalaust í burtu og þeir hjóluðu þá á eftir mér og samþykktu verðið sem ég hafði fyrirfram ákveðið að greiða. Yfirleitt tóku þessar samningaviðræður ekki lengri tíma en um fimm mín-útur og þá var þotið af stað í gegnum umferðahafið.

Við gistum á hóteli í The old Quarter sem er elsti hluti borgarinnar. Mjög erfitt var að komast leiðar sinnar hvort sem það er gangandi eða akandi. Mikið líf var á götunum og fannst mér skemmtilegast að ganga um í morgunsárið og sjá mannlífið blómstra. Gangstéttirnar virtust ekki vera hugsaðar fyrir gangandi vegfarendur þar sem búðirnar teygðu sig út að götu, fólk sat á tepp-um við götuveitingahús og borðaði mat sem eldaður var á staðnum og vespum og mótorhjólum var lagt upp á gangstéttirnar.

Tilgangur þessarar ferðar var þó meiri en að njóta

GoodMorningVietnam

Page 15: Sæmundur - Maí 2010

15

þess að vera ferðamaður í Hanoi, eitt aðalmarkmiðið var að framkvæma vettvangsrannsókn í Norður -Víetnam. Kennarinn okkar hafði útvegað okkur leyfi til að dvelja í víetnömsku sveitaþorpi þar sem við áttum að kynn-ast hinu hefðbundna sveitalífi hins venjulega Víetnama. Kennarinn okkar, Bent, var búin að gefa okkur smá mynd af því hverju við ættum von á en vildi alls ekki segja okk-ur of mikið svo við gætum horft á samfélagið algjörlega með okkar eigin augum ásamt þvi að vera gagnrýnin á það sem við upplifðum. Mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er til svo fátæks lands og landssvæða er að gera sér grein fyrir að þó svo að allir brosi og virki hamingjusamir er oft gríðaleg sorg og örvænting sem liggur að baki en mikilvægt er í víetnamskri menningu að missa aldrei andlitið.

Húsin voru mjög falleg á að líta, hús sem byggð eru á “stulltum” í um það bil 2 metra hæð. Undir húsinu var vinnusvæði heimilisfólksins sem og svæði fyrir dýrin á næturnar. Tvö ár voru síðan rafmagn var leitt í flest öll hús á svæðinu og fundustt því rafmagnsljós og sjónvörp á öllum heimilum. Engin hiti var þó í húsunum þegar kalt var, reynt var að hita aðeins upp með því að brenna það sem til féll en það nægði einungis til að elda mat. Fyrstu vikuna sem við dvöldum í þorpunum var alveg afskaplega kalt og hrósaði ég því happi yfir að hafa tekið með mér íslenskt lopavesti og föðurlandið enda var ekki annað hægt á næturnar heldur en að sofa í öllum þeim hlýju fötum sem ég hafði meðferðis. Þegar tók að hlýna ákvað ég að skella mér í kvartbuxurnar mínar til að von-ast eftir smá lit á föla fótleggi en eftir bæjarferðina ákvað ég að gera það aldrei aftur. Fólk benti á fæturnar á mér og vildi endilega fá að snerta mig því svo hvíta fótleggi hafði það aldrei séð og þeim fannst þeir svo fallegir á að líta að þau skildu ekkert í mér að láta sólina skína á fæt-urnar - ég ætti halda þeim svona hvítum.

Í Kína borða menn hunda en í Víetnam borða menn kettiÞað var virkilega erfitt að vera algjörlega mállaus og þurfa að reiða sig á túlkinn til að halda uppi samræðum. Við höfðum alveg yndislega stelpu sem túlk, oft á tíðum var þó fyndið að fylgjast með þýðingunum því þegar við spurðum spurninga og einstaklingurinn sem við

vorum að tala við svaraði í mjög löngu máli en svo kom þýðingin ,,jú hann/hún er sammála því“ og lítið meira um það að segja. Matamenningin var upplifun. Við fengum þrjár máltíðar á dag og samanstóðu þær allar af því sama: skál(ar) af hrísgrjónum, kjúklingur, svínakjöt, fiskur og tofu. Einstaka sinnum var einhverju bætt við eins og eggjum og núðlum. Eftir tvær vikur verð ég að játa að hrísgrjón voru ekki í uppáhaldi. Allskonar veislur voru haldnar og var okkur boðið í tvenn brúðkaup og innflutningspartý. Einn daginn var haldinn stór hádeg-isverður heima hjá fjölskyldunni okkar og voru sam-ankomnir allir helstu embættismennirnir á svæðinu, mikið var drukkið og allir forvitnir um hvað við værum að gera þarna. Allir vildu skála við okkur og var mikið fjör. Einnig var boðið upp á að bragða kött en kattarkjöt er eitt það besta og dýrasta sem hægt er að bjóða gestum. Það sem fór mest fyrir brjóstið á okkur var að kötturinn sem borin var á borð hafði verið að leika við okkur kvöld-inu áður. Vart þarf að taka það fram að ekkert okkar gat hugsað sér að bragða á kettinum enda gerðu veislu-gestir kjötinu næg skil og var ekki gerð athugasemd við að við snertum ekki á þessum tiltekna rétt.

Lærdómur Þetta var virkilega lærdómsrík ferð á allan hátt. Eftir að hafa dvalið í þorpunum í góðu yfirlæti heimamanna var aftur haldið í stórborgina Hanoi með öllum þeim há-vaða og látum sem því fylgir en það var samt notalegt að koma aftur í umhverfi sem ekki allir vissu um allt sem þú hafðir verið að gera um daginn. þó svo að þau voru vinaleg, en mikið eftirlit var þó svo að við yrðum ekki vör við það á beinan hátt. Í borginni var fólk að sjálfsögðu forvitið en þar sem meira er um ferðamenn þá vorum við ekki eins útistandandi eins og á landsbyggðinni þar sem fólk sér varla bregða fyrir útlendingum hvað þá að þeir geti haft einhver samskipti því ekki njóta allir ferða-menn þeirra forréttinda að hafa með sér túlk.

Víetnam er yndislegt land, náttúran er falleg og fólkið er vinalegt. Ég hafði tækifæri á að ferðast nokkuð mikið um landið fór til Halong Bay, Hue, Hoi An, HCMC and Ben Tre. Alveg frá Norður Víetnam og alveg í suður Ví-

Valdís Ösp Árnadóttir

Page 16: Sæmundur - Maí 2010

1� SÍNE / SÆMUNDUR

etnam. Þetta er land sem er mjög áhugavert að koma til og jafnvel að starfa í. Það er þó erfitt að starfa í landi, þróunarlandi, þar sem svo ólíkt stjórnarfar er við líði. Þarna þarf að taka tillit til algjörlega ólíkra þátta en við erum vön og passa sig að fara algjörlega að þeirra lög-

um og reglum sem og siðum og venjum. Hinsvegar er gríðalega mikil spilling sem viðgengst og erfitt að kom-ast hjá því að vera þátttakandi í þeirri spillingu. Í viðtöl-um okkar við sænska sendiráðið sem hjálpar sænskum aðilum að setja upp fyrirtæki í landinu kom þetta fram og þeir reyna virkilega að benda fyrirtækjunum á að taka ekki þátt í þessum starfsháttum.

Rusl hér og þar og alls staðar!Efnahagur Víentam hefur verið í talsverðri uppsveiflu og hefur landið verið að færast frá því að vera þróunarland í þróað land, þessu fylgir talsvert annað neytendamynst-ur og hefur það til að mynda þær afleiðingar að meira er flutt inn af allskonar varningi og því fylgir mikið rusl. Mín vettvangsrannsókn tók mið af þessu ásamt tveim-ur samstúdentum mínum.

Við komumst að allskonar athyglisverðum hlutum.Aðal hugsunarhátturinn var að losna við ruslið úr augn-sýn. Fyrir tveimur árum fengu þorpsbúar aðgang að rafmagni. Með því fylgir að fólk er komið með sjónvörp, síma og ljós. Því er alltaf að verða meira af hættulegum hlutum fyrir umhverfið sem þarf að losna við. Þetta minnir mig samt sem áður á Ísland fyrir ekki svo mörg-um árum þegar maður varð oft vitni af því að fólk væri að henda rusli út um bílgluggann á Reykjanesbrautinni. Til að mynda tókum við viðtal við unga konu sem sagð-ist alltaf setja allt rusl á sillu nálægt lækjarsprænu sem rynni framhjá bænum hennar, þegar við spurðum hvað verður svo um ruslið þegar lækurinn stækkar við rign-ingar þá var svarið: ,,nú lækurinn tekur ruslið í burtu!” svo einfalt var það og vandamálið úr sögunni’’. Hinsvegar þegar við spurðum hana hvar ræktunnarland hennar væri staðsett benti hún niður hlíðina og spurðum við hana hvort að mikið væri um rusl á ökrunum. ,,Já’’ sagði

hún ,,en það kemur frá nágrönnunum’’. Nú sögðum við en hvert liggur lækurinn þinn? ,,Niður á akrana svaraði hún’’! Þá rann upp fyrir henni að hún ætti að sjálfsögðu þátt að máli og kom mikið á hana að uppgötva þetta. Þetta var ekki eina dæmið í þessum dúr. Annað dæmi var frá annarri húsmóður þegar við spurðum hana hvert hún henti batteríum og ljósaperum þá var svarið alltaf í runnan fyrir neðan lóðina og túlknum okkar var orðið pínu skemmt og skaut því að okkur að þessi runni hlyti að vera mjög stór til að geta tekið við öllum þessum úr-gangi. Engin skipulög sorphirða er í sveitum Víetnam og þurfa því íbúarnir að finna sínar eigin leiðir. Margir hverjir sögðust keyra með ruslið niður eftir veginum og kasta því þar í skjóli nætur. Þorpið sem við bjuggum í var við ,,þjóðveg” og því mikil og hröð umferð og mikið af rusli hafði safnast við veginn. Við hittum einn mann þegar við vorum að labba heim að kvöldi til sem var að brenna rusl við veginn og tókum við hann tali og sagðist hann vera sá eini sem þetta gerði og vegna þess að hann næði að brenna ruslið á þessum stað væri alltaf kom-ið meira rusl daginn eftir og var honum ekki skemmt. Flestir þorpsbúar brenndu mest allt rusl sem hægt var að brenna. Þeir notuðu plastflöskur undir hitt og þetta þar til þær urðu alveg ónýtar en margar umbúðir sem hafa færst gríðalega í vöxt vissi fólk ekki hvernig á að losa sig við á annan hátt. Þegar gengið var um þorpið var oft verið að brenna plast og voru það bæði börn og gam-almenni ásamt fullorðnu fólki sem voru standandi yfir bálinu og andandi að sér eiturgufunum.

Það versta fannst mér í þessum aðstæðum að geta engu breytt. Við reyndum að spyrja fólk út í hvort að þau gætu hugsað sér að útbúa einhverskonar sorphirðu sjálf til að setja á einn ákveðinn stað til að urða eða brenna en þau sáu ekki hag sinn í því þar sem allir höfðu nóg með sig enda mjög fátækt fólk. Fátæktin var mikil og var

fólk frekar ófeimið að tala um hvað þau væru fátæk. En þau sögðu ekki frá því til að fá vorkun heldur var þetta bara staðreynd. Allir höfðu sjónvarp og var það töluvert stöðutákn til að sýna að þau höfðu það ekki svo slæmt.

Valdís Ösp Árnadóttir

Page 17: Sæmundur - Maí 2010

1�

Norræna ráðherranefndin og mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsa eftir umsóknum frá íslensk-um námsmönnum á Norðurlöndum um framfærslustyrki í 1-3 mánuði sumarið 2010. Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum sem eru í fjárhagsvanda vegna atvinnuleysis yfir sumarmánuðina og eiga ekki möguleika á námslánafyrirgreiðslu né rétt á atvinnuleysisbótum milli námsára. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir námsmönnum sem eru að hefja nám á Norðurlöndunum haustönn 2010 og eru án atvinnu í sumar.

Skilyrði umsóknar: • Umsækjandi er íslenskur ríkisborgari við nám eða á leið í nám í skóla á Norðurlöndunum. • Nám umsækjanda er lánshæft skv. úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og umsækj- andi fær ekki námslán fyrir meira en �0 ECTS einingum á námsári. • Umsækjandi er ekki í lánshæfu sumarnámi. • Umsækjandi er án atvinnu og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum hvorki á Íslandi né á hinum Norð- urlöndunum.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2010. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins hefur umsjón með styrkjunum.

Opnað verður fyrir umsóknir 10. maí nk. Umsóknareyðublöð, leiðbeiningar og nánari upplýsingar um fylgigögn umsóknar verður að finna á http://www.ask.hi.is.

Framfærslustyrkir til íslenskra námsmanna á Norðurlöndum

„Þegar balliballi-ballið var búið“, syngur kórinn gamalt stuð-mannalag þó svo

að hér sé partýið greinilega rétt að byrja. Það eru nokkr-ir dagar í vortónleika þegar Sæmundur droppar við á æfingu hjá kórnum. Ásamt tónleikunum er búið að skipuleggja heljarinnar grillveislu seinna tónleikadag-inn sem haldin verður í tilefni dagsins. Það er klapp-að stappað, stunið og sungið á jú-inu. Síðan er hleg-ið, þessum kór fylgir nefnilega alltaf mikill hlátur. Hér er það Íslendingakórinn í Lundi í Svíþjóð en svipaða kóra er einnig að finna í Gautaborg, Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi og London svona til að nefna nokkur dæmi. „Við gerum bara okkar besta“ segir einn kórmeð-limurinn yfir hópinn og kórstjórinn bætir við „við látum náttúrulega bara eins og ekkert sé ef við ruglumst“. Eitt-hvað hljómar þetta kunnuglega og í takt við íslenskan þankagang ala „þetta reeeddast“. Íslendingakórinn í Lundi er ekki aðeins fyrir nema, held-ur samanstendur af mjög blönduðum hópi fólks. Sumir koma ekki einu sinni frá Íslandi, en vilja læra tungumálið

eða halda við því sem þeir kunna. Aldursamsetningin er einnig ansi blönduð. Yngstu meðlmirnir hafa fengið að fljóta með foreldrum sínum, og horfa á myndband útí horni. Það er kjörið að drífa sig í kórinn segja nokkrir nemar sem staddir eru á æfingunni. „Mig langaði alltaf í kór og ég ákvað að láta verða af því þegar ég fann út að það væri kór í Lundi,“ segir Líney Halla Kristinsdóttir sem er í doktorsnámi í eðlisfræði og hefur verið í kórnum í tvö ár. „Þetta er bara GAMAN“ segir Líney og heldur áfram: „Fyrst og fremst er náttúrulega gaman að syngja, síðan er þetta líka góður félagsskapur. Upphitanirnar eru líka alveg klikkaðar. Þær byrja með rytmatónlist þar sem maður á að losa um allt, sérstaklega stress og hreinlega stynja frá sér öllu stressi. Síðan er bara mikið af almenn-um fíflaskap.“Kórinn starfar allan veturinn en heldur frí á sumrin. Engin krafa er gerð um tónlistarhæfileika eða reynslu af kórastarfi til að fá að vera með. Aðalatriðið er að mæta. Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum, frá 19-21 í æfingarsal, inni í húsasundi af St. Grabrödersgötunni. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kórsins: islendingakorinn.hereweb.com.

Smelltu þér í kór!Katrín Tinna Gauksdóttir

Page 18: Sæmundur - Maí 2010

1� SÍNE / SÆMUNDUR1� SÍNE / SÆMUNDUR

Til að eiga rétt á að borga UK Home Fees (lægri gjöldin) frekar en Overseas Fees þá verður fólk frá löndum eins og Íslandi sem eru utan Evrópusambandsins (EU) en samt í Evrópska Efnahagssvæðinu (EEA) að uppfylla önnur hvor skilyrðin;

a) Að hafa búið í Bretlandi í a.m.k. þrjú ár eða b) Ná að skilgreina sig, maka sinn eða foreldri sitt sem Migrant Worker.

Migrant Worker teljast þeir sem geta sýnt fram á að þeir hafi fl utt tilBretlands til þess að vinna. Þeir sem fl ytja til landsins eingöngu tilþess að fara í nám eiga í raun ekki rétt á þessu.

Starfi ð má vera hlutastarf eða fullt starf, en ekki vera starf sem er hluti af skyldu-námi námsmanns. Tegund starfs virðist í fl estum tilfellum ekki skipta máli, nema ef starfi sé hætt án þess að samningur hafi runnið út. Þá er æskilegt um sé að ræða starf sem geti talist á einhvern hátt tengt námi. Þetta er þó ekki mjög skýrt og virðist nokkuð teygjanlegt.

Ef skólastofnunin ákveður að námsmaður eigi að borga Overseas Fees en viðkomandi telur sig falla undir fl okkinn Migrant Worker þarf að hafa strax samband við stofnunina og fá þá til að útskýra ástæður fyrir þeirra ákvörðun.

Það er mikilvægt að námsmaður skrifi ekki undir nein skjöl sem hann samþykkir að borga þessi Overseas Fees. Rökstyðja þarf af hverju námsmaður telur sig eiga rétt á þessu. Það er einnig mikilvægt að þetta fari fram á blaði og halda skal öllum svarsendingum til haga.

Námsmaður þarf að öllum líkindum að fylla út “Fee Status Questionnaire” sem er listi til að ákvarða hvort skilyrðum fyrir migrant worker sé fullnægt.

Ein af spurningunum er hver sé megin ástæða fyrir dvöl í Bretlandi, þá gildir að svara að það sé vegna atvinnu en ekki náms.

Í Bretlandi er stofnun sem sérhæfi r sig í málefnun erlendra nema. Hún heitir UKCISA og á heimasíðu þeirra má fi nna nákvæmari upplýsingar um þessa reglugerð. Íslenskir nemar ættu sérstaklega að lesa allt sem viðkemur EEA Students , Tuition Fees og Financial Support. Veff angið þeirra er:

http://www.ukcisa.org.uk

Skólagjöld í Bretlandi

Page 19: Sæmundur - Maí 2010

19

Það er ágætt að læra skógfræði í Rússlandi

Páll Sigurðsson skrifar.Þar er mikið af skógi og fræðigreinin stendur á gömlum og traustum grunni. Þar hafa margir nýj-ir straumar í skógfræði sprottið upp, og sé maður læs á fagmálið, þá standa opin ókjör af rússneskum bókmenntum um flest sem viðkemur skógrækt og skógnýtingu. Þessvegna held ég að það sé ágætt fyrir Íslending að læra í Arkangelsk, sem er álíka norðarlega og Ísland og ekki langt frá sjó.

Arkangelsk er 350 þúsund manna hafnarborg við Hvítahaf. Það er sjálfsagt miklu minna menning-arlíf hér heldur en í svipuðum borgum í hjarta Evr-ópu, en samt nóg. Þó finnst mér stundum einhver útkjálkabragur á staðnum, kannski er það afþví að stóru borgirnar Moskva og Sankti Pétursborg soga til sín svo margt. En hér eru þó þrír stórir háskólar, sinfóníuhljómsveit og gott héraðsbókasafn, svo að fátt eitt sé nefnt.

Það spilaði inn í staðarvalið að ég hafði verið skiptinemi í landinu áður í gegnum AFS. Það er ágætt að hafa getað kynnst landi og þjóð frá þess-um tveimur hliðum; fyrst sem ungmenni inni á venjulegu heimili, og svo sem fullgildur erlendur námsmaður.

Háskólanámið hérna er fimm ár, og lýkur með kandídatsprófi. Þó er nýlega farið að notast við B.Sc - M.Sc. kerfið líka, og þá tekur bakkalársnám-

ið fjögur ár. Þessi tímalengd stafar af því að hér byrja krakkar ungir í háskóla, og hafa því ekki eins góðan grunn og t.d. íslenska stúdentsprófið veitir. Þessvegna er allskyns „framhaldsskólafögum“ dreift á skólaárin. Þau eru reyndar oft bæði ljómandi skemmtileg og fróðleg.

Skógfræðinámið er skipulagt í litlum áföngum, oft próflausum, u.þ.b. 10 á hverri hálfsársönn, og stórar og mikilvægar greinar enda á prófi og geta teygt sig yfir 2 annir. Í skólanum er bekkjakerfi, sem

Page 20: Sæmundur - Maí 2010

20 SÍNE / SÆMUNDUR

merkir að það er ekki hægt að falla í einum áfanga með góðu móti, án þess að falla með því útúr skóla. Á hinn bóginn eru endurtökupróf, svo að það kem-ur sárasjaldan fyrir að fólk falli sísvona úr skóla.

Það er ákaflega þægilegt, að bókasafnið sér okk-ur að kostnaðarlausu fyrir námsbókum. Það getur að vísu orðið nokkur þraut að vori, að finna og skila öllum bókunum sem teknar hafa verið að láni yfir veturinn, og svo má líka hafa það í huga að það er kannski ekki mjög sniðugt að standa uppi algjör-lega án kennslubóka að loknu námi. En það verður bara seinni tíma vandamál ...

Auk þess eru skólagjöld tiltölulega lág hér, og ódýrt húsnæði á heimavist.

Talandi um kostnað og skólagjöld, þá verð ég nú að segja, að að mínu mati hafi LÍN staðið sig ágæt-lega í stuðningi við okkur, námsmenn erlendis. Það var t.d. mikil breyting í betri átt þegar farið var að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi. En það verður samt alltaf að leitast við að gera betur. Það sýndi sig við gengisfallið 200�, að kerfið einsog það er, virkar enganveginn við slíkar aðstæður. Og það er í raun forkastanlegt ef það stendur ekki til að end-urskoða það eða sníða af því þessa galla.

Svona í lokin langar mig að koma með eina klass-íska súpuuppskrift. Súpur er hentugar að mörgu leyti: það er hægt að gera margt annað á meðan maður sýður þær, og svo er hægt að hita þær upp í næstu máltíðir - sem er mikill kostur fyrir tíma-

bundið fólk, eða ef það nennir ekkert sérstaklega að elda. Loðnusúpa er staðgóður og hollur matur, en loðnan hefur lítið verið notuð til manneldis á Ís-landi. Hana má þó reykja og þurrka, og borða hana þannig eintóma, með brauði eða hvernig sem maður vill. En hún er einnig góð í súpu:- léttsaltað vatn- kartöflur, skornar ekki smærra en sem nemur

einum munnbita, og þær látnar sjóða.- þvínæst er graslauk bætt við. Þá má láta í súpuna

einsog tvær eða þrjár reyktar loðnur.- þessu næst má brjóta egg og hræra því ofan í

pottinn, það soðnar fljótlega.Kryddað eftir smekk. Súpan ætti að bragðast vel

með sinnepi eða majónesi.

Page 21: Sæmundur - Maí 2010

21

Hæstvirtur menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttirog fj ármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon.Nú stendur yfi r endurskoðun á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ljóst er að Lín hefur litla fj ármuni til að bæta kjör námsmanna, sem þó er mikil þörf á, ef ríkisstjórnin vill sýna í verki að leggja eigi áherslu á háskólanám í því árferði sem nú er. Sem dæmi má nefna að atvinnulaus einstaklingur sem ætlar í nám fær verri kjör hjá LÍN en ef hann færi á atvinnuleysisbætur. Þetta eru ekki þau skilaboð sem stjórnvöld eiga að senda út í þjóðfélagið.

Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána í takt við verðbólgu svo raungildi framfærslunnar rýrni ekki milli ára. Þá er einnig mikilvægt að að hækka tekjuskerðingu lánanna úr �50 þúsund í milljón en slík breyting myndi ekki kosta meira en að stækka einn golfvöll. Námsmannahreyfi ngarnar telja ekki til of mikils mælts að hækka framfærslu þeirra allra tekjulægstu þegar aðrir hátekjuhópar geta farið í verkfall og knúið fram hærri laun. Grunnframfærsla einstaklings í dag er 120 þúsund krónur og Lánasjóðurinn viðurkennir að framfærslugrunnur hans er löngu úreltur, þ.e. þetta dugar ekki til þess að lifa. Einnig er ljóst að verði grunn-framfærslan ekki hækkuð þarf að taka miklu stærra stökk þegar loks á að hækka framfærsluna aftur.

Það er einlæg ósk allra námsmannahreyfi nganna sem sæti eiga í stjórn Lín að framlag til sjóðsins verði aukið til að mæta þeim lágmarksframfærslukröfum sem stúdentar gera. Það er ekki í takt við stefnu rík-isstjórnar jafnréttis og velferðar að búa svo illa í hag fyrir háskólanema að þeir fl ýji land og komi jafn vel aldrei aftur til þess að borga þær skuldir sem á herðar okkur hafa verið lagðar.

Sigurður Kári Árnason, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í stjórn LÍN.Valur Þráinsson, fulltrúi Sambands íslenskra námsmanna erlendis í stjórn LÍN.Rakel Lind Hauksdóttir, fulltrúi Bandalags íslenskra námsmanna í LÍNSindri Snær Einarsson, fulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema í stjórn LÍN

Page 22: Sæmundur - Maí 2010

22 SÍNE / SÆMUNDUR

Nafn: Solveig ViktorsdóttirAldur: 2� áraNám: Hjúkrunarfræði við Professions-højskolen Metropol.

Hvernig er námið þitt og hvað er það merkilegasta sem þú hefur fengist við náminu?Námið er þrjú og hálft ár, skipt niður í fj órtán annir. Af þessum fj órtán önnum eru fi mm verklegar þar sem ég fer á mismunandi deildir eins og t.d. skurðdeild, lyfl ækningadeild og geðdeild. Hinar níu annirnar eru bóklegar. Ég fór til Úganda í eina önn þar sem ég var í starfsnámi á sjúkrahúsi í Norður-Úganda í tvo mán-

uði og í Suður-Úganda í einn mánuð. Það var þvílíkt ævintýri og það eftirminnilegasta sem ég hef gert á ævinni.

Hvernig var þessi venjulegi dagur í Úganda?Ég og bekkjarsystir mín bjuggum hjá fj ölskyldu í húsi án rafmagns svo við vöknuðum venjulega þegar fór að birta og haninn galaði. Það var um fi mm-, sexleyt-ið. Við þurftum ekki að mæta fyrr en klukkan níu á spítalann svo við höfðum nægan tíma á morgnana til þess að þvo þvottinn okkar og svona. Það gat oft tekið langan tíma því við þvoðum allt í höndunum. Svo borðuðm við morgunmat sem mamman á heim-ilinum útbjó handa okkur og hjóluðum svo á spít-alann. Við vöktum mikla athygli á leiðinni og vorum

Eitthvað allt annaðen venjulegt bóknámSæmundur fór á stúfana og heimsótti nokkra nema sem segja hér frá námi sínu. Öll eiga það sameiginlegt að hafa á sínum námsferli lagt bækurnar til hliðar og sökkt sér í verknám eða tilraunir. Eitthvað allt annað en þetta hefðbundna bóknám.

Hópur af stelpum sem fengu kynfræðslu frá hjúkrunarnemunum frá Danmörku, Solveig í neðri röð lengst til hægri.

Page 23: Sæmundur - Maí 2010

23

eltar af krökkum sem vildu endilega tala við okkur, enda vorum við einu hvítu manneskjurnar á svæð-inu. Líklega fyrstu hvítu manneskjurnar sem börnin höfðu séð. Á spítalanum var ég á fæðingadeild en það fannst mér ótrúlega spennandi. Hjúkrunarfræð-ingarnir og ljósmæðurnar höfðu mikla trú á mér af því að ég var hvít, svo ég var bara sett í að að taka á móti börnum frá fyrsta degi. Ég held ég hafi fylgst med einni fæðingu og svo átti ég bara að vinna sjálf-stætt. Mér fannst þetta mjög mikil ábyrgð, en alveg ótrúlega spennandi.

Seinni hluta dagsins sátum við með fj ölskyldunni sem við bjuggum hjá og spjölluðum, spiluðum eða lærðum luo, ættbálkatungumálið sem talað er á þessu svæði. Við borðuðum oft kvöldmat um níuleyt-ið, oftast geitakjöt, baunir eða fi sk. Svo fórum við að sofa fl jótlega eftir kvöldmatinn enda ekkert rafmagn, niðamyrkur og ekki mikið hægt að gera annað en skríða undir mýfl ugnanetið.

Hvað ætlaru að gera í framhaldinu?Mig langar að verða svo margt. Mig langar mikið að fara í ljósmóðurnám, sérstaklega eftir að ég vann á fæðingardeildinni í Úganda. Ég hef líka áhuga á

mastersnámi sem er nýtt hérna í Danmörku og heit-ir „Master of disaster“. Þar lærir maður hvernig á að skipuleggja vinnu og framkvæmdir á hamfarasvæð-um. Svo er auðvitað draumurinn að fara aftur til Afríku að vinna. Það er margt í boði sem mér fi nnst spenn-andi en til að byrja með ætla ég bara að vera hjúkka.

Lumaru á einhverju minnistæðu atviki frá Afr-íkuferðinni?Það gerðist margt eftirminnilegt í Úganda. Það minnistæðasta eru örugglega allar fæðingarnar. Til dæmis eignaðist ein móðirin barn á gólfi nu inná fæðingastofunni. Èg kom að henni þar sem barnið lá í blóðpolli á gólfi nu og móðirin lá við hliðina á því, algjörlega uppgefi n. Ég kallaði á hjúkrunarfræðing og fór að hjálpa konunni. Þegar hjúkrunarfræðingurinn kom hellti hún sér yfi r móðurina fyrir að hafa eignast barnið á gólfi nu og skipaði henni að þrífa upp eftir sig. Við klipptum nafl astrenginn og ég tók barnið upp af gólfi nu á meðan móðirin fór að þrífa. Hún þurfti að nota pilsið sitt til þess að þurka af gólfi nu þar sem hvorki var til sápa né tuskur á spítalanum. Svo fór hún bara aftur í pilsið sitt. Alveg hrikalegt!

Guðrún Rútsdóttir, 2� áraNám: Master í próteinefnafræði við Há-skólann í Lundi.

Hvað ertu að gera núna í þínu námi?Ég er að gera lokaverkefni mitt, þetta er sumsé tveggja ára nám og síðara árið er bara verklegt. Þann-ig að þetta skólaár er ég að vinna verkefni hjá Carls-berg í Kaupmannahöfn. Verkefnið gengur út á að rannsaka ákveðið prótein í byggi, sem ég á að „karakt-erisera“. Það þýðir að ég er að kanna hvað próteinið gerir, hvernig það vinnur í plöntunni og hvernig það er í laginu.

Hvað gerir þetta fyrir bjór?Þetta er grunnrannsóknardeild hjá Carlsberg og hjálpar svosem ekki við bjórframleiðslu núna eða næstu tíu, tuttugu, þrjátíu árin. En þetta er rannsókn á byggi og bjór er náttúrulega gerður úr byggi. Bygg er samt notað í margvíslegum tilgangi, t.d. til manneldis, í dýrafóður og til gerjunar á bjór. Það eru náttúrulega ekki sömu eiginleikar sem maður er að sækjast eftir í bygginu, eftir því hvað maður er að nota það í og

þessvegna er gott að kortleggja próteinin í plöntunni til að vita hvernig þau virka svo maður geti dregið fram mismunandi eiginleika eftir því sem hentar.

Hvernig er týpískur vinnudagur?Vakna kl. sex. Komin útúr húsi 25 mínútum seinna og tek lestina frá Lundi til Kaupmannahafnar kl. �. 39. Ég borða nesti í lestinni og komin í vinnuna klukkan átta. Vinnudagurinn byrjar á því að ég þarf að ákveða hvernig ég ætla að skipuleggja daginn. Sumir dagar fara í undirbúning, aðrir í tilraunir og svo nokkrir dagar í úrvinnslu úr tilraununum. Maður verður aldrei leiður á því sem maður er að gera því vinnan breitist svo hratt.

Hvað ætlaru að verða þegar þú verður stór?Ég útskrifast eftir nokkra mánuði og ég hef ekki hug-mynd! Störf í lyfj a- og matvælageiranum koma helst til greina. Eitthvað í sambandi við „functional food“, eða svona mat sem hjálpar til við líkamsstarfsemina, og er t.d. góður fyrir meltinguna.

Geturu sagt frá einhverju skemmtilegu atviki úr náminu?Ég man eftir einu mjög neyðarlegu tilviki í skólanum. Við vorum nokkur sem fannst við eitthvað yfi r aðra

Page 24: Sæmundur - Maí 2010

24 SÍNE / SÆMUNDUR

hafna, og í einu verkefninu áttum við að klóna pró-tein. Við vorkenndum aðeins hinum af því að við viss-um að við gætum þetta alveg, enda höfðum við gert þetta áður ólíkt þeim. Okkur fannst við ekkert þurfa að trufla kennarana og kennararnir treystu okkur af því við vorum það góð með okkur. Við þurftum að hanna svokallaða „primera“ sem er alveg grunnurinn í tilrauninni og mjög mikil byrjendamistök að klúðra því. En við hönnuðum þessa „primera“ í öfuga átt og vorum svo viku að reyna að fá einhverjar niðustöður út úr tilrauninni, en ekkert gekk auðvitað. Við vorum sumsé fjögur sem gerðum þessi mistök, eða akkúrat hópurinn sem fannst við yfir aðra hafin.

Guðrún fyrir framan byggplöntur sem hún greinir prótein úr.

Cecilía Kristín Kjartansdóttir2� áraNám: Doktorsnám í efnisverkefræði við Danmarks Tekniske Universitet.

Um hvað snýst doktorsverkefnið þitt?Verkefnið snýst um að hanna hvata fyrir vetnisfram-leiðslu. Í grunninn er þetta er voða auðvelt og flest-ir hafa nú gert tilraunir með þetta í efnafræðitíma í grunnskóla. Þetta snýst um að kljúfa vatn í súrefni

og vetni með því að setja tvo málmpinna í vatn, annan plúshlaðinn og hinn mínushlaðinn. Það þarf alltaf vissa orku til að kljúfa vatn í vetni og súrefni en það er mismunandi eftir efninu í málm-pinnunum hve mikla aukaorku þarf til að koma klofningnum af stað. Besta efnið sem til er núna er

platínum en það er mjög dýrt efni og þessvegna erum við að reyna að finna eitthvað annað. Verk-efnið er unnið í samvinnu við stærra verkefni sem snýst um að á endanum verði aðeins notast við endunýtanlega orkugjafa eins og t.d. vindmyllur í Danmörku. Vandamálið með t.d. vindmyllurnar er að raforkuframleiðsla þeirra fer eftir vindum. Stund-um er hvasst og þá framleiða þær mikið rafmagn, en stundum er logn og þá framleiða þær kannski lítið sem ekkert. Með því að nýta rafmagnið í vetn-isframleiðslu er hægt að geyma orkuna, þannig að alltaf sé til nóg af henni, óháð veðurfari.

Hvernig er týpískur vinnudagur hjá þér?Týpískur vinnudagur er eins og dagurinn í gær. Ég er með masternema sem mætir klukkan níu og við byrjuðum á því að setjast saman og rædd-um hönnun á nýrri vetnissellu. Við teiknuðum og ræddum ennþá meira saman. Svo fór ég á fund með prófesornum mínum og fékk krítik á hug-myndina, fór svo niður á verkstæði til að finna út hvort að hönnunin geti orðið að veruleika. Eftir það kíkti ég aðeins á nýjustu einkaleyfin í vetn-isgeiranum til að maður sé nú ekki að gera eitt-hvað gamalt. Markmiðið er náttúrulega að finna upp á einhverju nýju og fá svo einkaleyfi fyrir því. En svona yfir höfuð snýst vinnan eða námið mitt um að skrifa greinar, fara á fyrirlestra og geri til-raunir til að athuga hversu góðir mismunandi málmar eru í vetnisframleiðslu.

Hvað ætlaru að verða þegar þú verður stór?Ég ætla að verða skrítinn prófessor og bóndi. Nei, annars, ég get ekki verið bæði. Ég ætla bara að verða prófessor. Draumurinn er náttúrulega að taka

Cecilía með ákveðna tegund af nikkelblöndu sem hún bjó til sjálf og er að tærast ofan í vatni.

Page 25: Sæmundur - Maí 2010

25

vitneskjuna héðan heim og kannski stofna fyrirtæki á Íslandi. Það er draumurinn.

Mannstu eftir einhverju vandræðalegu augnabliki?Mörg vandæðanlegu augnablikin stafa oft af tungumálaörðugleikum, eins og kannski margir

nemar erlendis þekkja. Það var síðast í gær að ég sagði gaurnum á verkstæðinu að pinninn í vetn-issellunni ætti að vera gerður úr „pik“ (í staðinn fyrir PEEK) – yndæli miðaldra maðurinn á verkstæðinu varð frekar skrítinn á svipinn enda þýðir „pik“ typpi á dönsku.

Guðmundur Andrésson2� áraNám: Byggingartæknifræði við Inge-niørhøjskolen i Árósum

Hvað ertu að gera núna í þínu námi?Núna er ég í praktík eða verknámi. Ég var búin með tvö ár heima í byggingarverkfræði við HÍ heima, en kom svo til Árósa í fyrra. Ég er bara á síðustu metrunum, í praktík núna og svo er það ritgerðin í haust. Fyrirtækið sem ég starfa hjá er síðan búið að bjóða mér að vera í verknámi út árið, þannig að ég geti skrifað verkefni á vegum fyrirtækisins á praktíkantalaunum.

Hvernig týpískur vinnudagur hjá þér í verk-náminu? Ég byrja á að keyra til Silkiborgar, sem er þremur korterum frá Árósum. Það er nefnilega mjög erfitt að fá praktík í Árósum og því þurfti ég að fara útfyrir borgina til að fá pláss. Í vinnunni er ég svo að vinna með forrit, þar sem maður er að reikna áhrifaþætti á skólplagnir. Ég hef líka verið sendur til Suður Jót-lands til að skrásetja alla brunna í skólkpkerfum sjö smábæja, eða 3.000 brunna í allt.

Hvert er framhaldið?Mig langar að mennta mig frekar á þessu sviði, í „miljö tekník“, annaðhvort í DK eða í öðru landi. Það mætti kannski kalla þetta skólplagnaverkfræði. Hugurinn leitar svo heim, maður endar þar ein-hvernveginn alltaf þar. Annaðhvort langar mig að vinna eitthvað í tenglsum við það sem ég er að læra eða búa mér til eitthvað sjálfur í kringum þetta.

Hvað er eftirminnilegasta atvikið úr verknáminu?Þegar ég var að skrá brunna í Suðurjótlandi var ég á mínum eigin bíl, en hann er með íslensk núm-er. Fólkið í bæjunum stóð vægast sagt ekki á sama þegar það sá að ég var á bíl með erlendum núm-eraplötum og var eitthvað að vafra um í götunum

þeirra. Fólk í Danmörku er líka yfirleitt mjög við-kvæmt fyrir garðinum sínum, maður fer einfaldlega ekki inn í einkagarða óboðinn. Sumir brunnarnir voru samt inn í görðum fólks og þangað þurfti ég að fara. Það héldu margir að ég væri frá Austurevr-ópu í ránsferð og ætlaði bara að tæma hverfið. Mér fannst ég alltaf heyra í byssuhljóði á bakvið mig bara. Sumir hlupu síðan á eftir mér og spurðu mig hvað ég væri eiginlega að gera. Fólkinu var síðan mjög létt þegar ég talaði við það, sagðist vera að telja brunna og væri frá Íslandi. Þá vildu allir allt í einu allt fyrir mig gera.

Guðmundur fyrir framan tvo brunna eins og hann skrásetti í Suðurjótlandi.

Page 26: Sæmundur - Maí 2010

> Saman náum við árangri

Saman náum við árangriwww.samskip.is

Hjá Samskipum fara saman kraftur og sóknarhugur nýrrar kynslóðar og ómetanleg áratuga reynsla. Við leggjum metnað okkar í að veita viðskiptavinum áreiðan­legar heildarlausnir á sviði flutninga og höfum byggt upp samhentan hóp og traust flutningakerfi sem tryggja skjóta og örugga þjónustu jafnt innanlands sem utan.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

38919

Page 27: Sæmundur - Maí 2010

> Saman náum við árangri

Saman náum við árangriwww.samskip.is

Hjá Samskipum fara saman kraftur og sóknarhugur nýrrar kynslóðar og ómetanleg áratuga reynsla. Við leggjum metnað okkar í að veita viðskiptavinum áreiðan­legar heildarlausnir á sviði flutninga og höfum byggt upp samhentan hóp og traust flutningakerfi sem tryggja skjóta og örugga þjónustu jafnt innanlands sem utan.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

38919

2�

Bókun á stjórnarfundi Lín 20. maí 2010 Til: Stjórn LÍN

Frá: Námsmannahreyfingarnar í stjórn LÍN (BÍSN, SHÍ, SÍNE og SÍF)

Efni: Úthlutunarreglur 2010-2011

Fyrir stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna liggur krafa frá menntamálaráðuneytinu um niðurskurð upp á 400 milljónir króna. Fulltrúar námsmannhreyfinganna í stjórn sjóðsins vilja í fyrsta lagi koma á framfæri mótmælum við þessum niðurskurði. Með niðurskurðinum er vegið að jafnrétti allra til náms á háskólastigi og kjör eins verst setta hóps í samfélaginu skert verulega. Þetta er ekki í takt við þau fyrirheit sem stjórnvöld hafa gefið, um að leggja eigi áherslu á menntun sem leið út úr kreppu.

Meirihluti stjórnar hefur ákveðið að fara þá leið við niðurskurðinn að lækka námslán til barnafólks og herða námsframvindukröfur þannig að mikill fjöldi nemenda missir rétt sinn til láns. Að okkar mati hafa ekki verið færð viðhlítandi rök fyrir þessari útfærslu til að mæta niðurskurðarkröfunni.

Allur sá niðurskurður sem áætlaður er fer í að takmarka lánsrétt námsmanna og lækka raunframfærslu þeirra. Til þess að grunnframfærslan haldist óbreytt miðað við verðbólgu síðasta árs, hefði hún þurft að hækka um 8-10%. Á sama tíma og lágmarkskjör námsmanna eru skert, lánar sjóðurinn til náms sem ekki er skilgreint sem háskólanám og á þ.a.l. ekki að vera lánshæft hjá sjóðnum. Veturinn 2009-2010 er áætlað að nemar í frumgreinanámi þiggi u.þ.b. 379 milljónir króna í námslán auk þess sem lán fyrir skólagjöldum eru tæpar 62 milljónir króna, samtals 431 milljón króna.

Við mótmælum niðurskurði og þeim aðferðum og forgangsröðun sem beitt er til að ná honum fram. Stefnan virðist vera sú að rýra sem mest rétt nemenda til mannsæmandi framfærslu sem sannanlega eru í lánshæfu námi, á sama tíma og fjármagni er dælt úr sjóðnum á öðrum stöðun, t.d. í nám sem ekki telst lánshæft skv. lögum um sjóðinn.

Við undirrituð getum ekki samþykkt fyrirhugaðar breytingar á úthlutunarreglum Lín fyrir skólaárið 2010 - 2011. Rakel Lind Hauksdóttir fulltrúi BÍSN Sigurður Kári Árnason fulltrúi SHÍ Sindri Snær Einarsson fulltrúi SÍF Valur Þráinsson fulltrúi SÍNE

Námsmenn mótmæla niðurskurði í LÍN.

Page 28: Sæmundur - Maí 2010

2� SÍNE / SÆMUNDUR

Fatahönnun á SpániSæmundur lagði nokkrar spurningar fyrir Gróu Sif Jóelsdóttur, námsmann á Spáni.

Í hvaða námi ertu?Ég er að læra fatahönnun í Marbella Design Aca-demy á Spáni

Af hverju valdir þú þetta nám? Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á allskonar hönn-un, en fatahönnun varð fyrir valinu í þetta skiptið, aldrei að vita hvert stefnan verður tekin næst

Hefur eitthvað komið þér á óvart?Námið sjálft kom mér svosem ekki á óvart, heldur var það alveg eins og ég átti von á, svo að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. En það var soldið skrítið að flytja í lítið fjallaþorp á Spáni, þar sem búa bara 2000 manns. En fegurðin hérna er æðisleg og svo er mjög stutt eins og t.d. að skreppa til Marbella með strætó.

Einhverjar skemmtilegar sögur frá dvöl þinni?Hef í rauninni enga sögu að segja sem ég man, en ég get bara sagt að félagslífið hérna er alveg frá-bært og við úr skólanum erum alltaf að bralla eitt-hvað saman. Við erum ekki mörg í skólanum heldur bara um �0 manns, svo að við erum eins og ein risa fjölskylda og þetta er bara frábær upplifun að fá að prófa að búa á svona stað.

Mælir þú með því að fólk fari í nám erlendis?Ég bara mæli mikið með því að fólk sem hefur áhuga á námi erlendis dembi sér bara strax. Þetta

er ótrúlega skemmtilegur partur af lífinu þar sem maður er líka að læra menningu annara landa sem ég held að flestir hafi mjög gott af.

Hvernig hafa námslánin frá LÍN dugað þér?Námlslánin frá LÍN hafa dugað mér mjög vel.

Eitthvað að lokum?Já vefsíðan hjá skólanum mínum er www. de-signschool.com, þar er boðið uppá 2 ár í fatahönn-un, 3 ár í grafískri hönnun, 1 ár í vefsíðuhönnun og svo 3 ár í innanhúsarkitekt. Þetta er skóli sem ekki margir vita af , en ef fólk er hrifið af hönnun og finnst ekki verra að búa í sólarlandi, þá mæli ég með því að það kíki á heimasíðuna

Page 29: Sæmundur - Maí 2010

29

Styrktaraðilar

REYKJANESBÆR

Afltækni ehfAthygli hfDMM LausnirFaxaflóahafnirFjölbrautarskóli norðurlands vestraGarðarbærHéraðsbókasafn SkagfirðingaKaffitárKópavogsbærKrappi ehfLeturprentLitlalandLíffræðistofnun Háskóla Íslands

LK RafverktakarMargmiðlun Jóhannesar & SigurjónsMýrdalshreppurÓsmann ehfPökkun og FlutningarRafstillingRafsvið hfReykjanesbærSeyðisfjarðarbærSíldarvinnslanStofnun Árna MagnússonarTónlistarskólinn í Reykjavík

Page 30: Sæmundur - Maí 2010

30 SÍNE / SÆMUNDUR

Hvað er þettaLÆF eiginlega?

Hefurðu einhvertímann heyrt um þetta LÆF? Veistu eitthvað það er? Er þetta bara einhver sem er slæmur í enskri starfsetningu og er að reyna skirfa LIFE? Nei þetta LÆF er skammstöfun fyrir Lands-samband æskulýðsfélaga og er eins og nafnið gef-ur til kynna landssamtök æskulýðsfélaga á Íslandi. LÆF var stofnað árið 2004 og eitt megin hlutaverk þess er að verja hagsmuni æskulýðsfélaga og ungs fólks á Íslandi. Öll frjáls æskulýðsfélög á Íslandi geta fengið inngöngu í LÆF að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en aðildarfélögin er núna 23 talsins. Að-ildarfélögin eru jafn ólík og þau eru mörg. Í aðilda-félagaflórunni er að finna ungliðahreyfingar stjórn-málaflokka, skiptisamtök, námsmannasamtök, trúarsamtök og auðvitað SINE!

Hvernig virkar þetta LÆF?Eins og öll önnur félög þá hefur LÆF ákveðan upp-byggingu sem bundin er í lög félagsins. Æðsta vald í málefnum félagsins er sambandsþing sem hald-ið er í maí ár hvert. Á þinginu eiga öll aðildarfélög þrjá fulltrúa. Milli sambandsþinga fundar svokallað fulltrúaráð sem í eiga sæti einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi. Um daglega umsjón félagsins sér svo fimm manna stjórn sem kosin er á sambandsþingi til eins árs í senn. Samkvæmt lögum getur stjórn ráðið til sín starfsfólk. Það var fyrst gert árið 200� og hefur verið einn starfsmaður hjá félaginu síðan. Í dag er starfsmaður í �0% starfi sem vinnur á skrif-stofu félagsins sem staðsett er í Hinu húsinu.

Hvað gerir þetta LÆF?LÆF vinnur að ýmsum málefnum er varða ungt fólk og æskulýðsfélög. Félagið vinnur markvisst að því að berjast fyrir hagsmunum æskulýðsfélaga gagn-vart stjórnvöldum og gerir það með margvíslegum hættir. Sjónum er þó einkum beint að mennta-málaráðuneytinu sem er það ráðuneyti sem hef-ur æskulýðsmál á sinni könnu. Stjórn LÆF fundar

reglulega með ráðherra og embættismönnum ráðuneytisins. LÆF beinir einnig sjónum sínum að alþingismönnum og hafa þeir fengið bréf frá félag-inu auk þess sem fundað er með þeim sem áhuga hafa á málefnum ungs fólks og æskulýðsfélga bæði formlega og ófromlega. LÆF stóð fyrir stefnumóti ungs fólks og stjórnmálamanna í nóvember á síð-asta ári þar sem ungu fólki og stjórnmálamönnum gafst tækifæri á að ræða málefni ungs fólks og æskulýðsfélaga. Auk þess fylgist LÆF vel með því sem stjórnvöld gera er varða málefni ungs fólks á víðum grunni og gefur út sína skoðun á málunum.

Einn liðurinn í hagsmunagæslunni er að tryggja aðkomu LÆF að nefndum á vegum ríkisins sem fjalla um æskulýðsmál. Á vegum menntamálráðu-neytis er nefnd sem nefnist Æskulýðsráð og er varaformaður LÆF fulltrúi í þeirri nefnd. Auk þess er formaður LÆF varamaður í stjórn Æskulýðssjóð. Í bígerð hjá Menntamálaráðuneyti er að setja á fót ráðgjafanefnd um æskulýðrannsóknir og er það von okkar að LÆF fái einnig fulltrúa í þá nefnd.

Hagsmunagæslan er þó ekki eina verkefni LÆF. Félagið býður til dæmis aðildarfélögum sínum upp á námskeið, fyrirlestra og kynningar af ýmsu tagi. Þessir viðburðir eru að lágmarki einu sinni í mán-uði. Þetta eru ýmist námskeið og kynningar sem nýtast í starfi í aðildafélögunum eða þátttakendum persónulega. LÆF rekur líka lítið bókasafn þar sem allir félagar í aðildarfélögum LÆF geta fengið bæk-ur að láni sér að kostnaðarlausu. Í bókasafinu er að finna ýmsa bækur og rannsóknir um æskulýðsmáli bæði á íslensku og ensku. Einnig er að finan efni um óformlega menntun, mannréttindi, færðslu og margt fleira. Á heimasíðu LÆF sem við köllum Æskulýðsgáttina er að finna lista yfir þær bækur sem til eru í bókasafinum. Slóðin á Æskulýðsgáttina er www.æska.is.

Æskulýðsgáttinn er glugginn að LÆF. Á gáttinni birtast reglulega fréttir af starfi LÆF og aðildafélaga

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Page 31: Sæmundur - Maí 2010

31

þess auk frétta af málefnum er varða ungt fólk. Á gáttinni eru einnig auglýstir allir umsóknarfrestir í Æskulýðssjóð og Evrópu unga fólksins auk þess sem allir viðburðir á vegum LÆF birtast í viðburð-ardagatali síðunnar.

AlþjóðastarfÞó svo að mesta púðrið í starfsemi LÆF fari í inn-anlandsstarf tekur félagið einnig þátt í talsvert miklu alþjóðastarfi. Megin þungi alþjóðastarfsins fellst í aðild LÆF að European Youth Forum (YFJ) sem er regnhlífasamtök fyrir æskulýðsfélög í Evrópu. Meg-in hlutverk YFJ er að verja hagsmunu ungs fólks og æskulýðsfélga gangvart stofnunum í Evrópu, þá einkum Evrópusambandinu og Evrópuráðinu en einnig Sameinuðu þjóðunum. YFJ á einnig í miklu samstarfi við sambærileg félög víða um heim en eitt af nýjum markmiðum félagsins er að huga að málefnum ungs fólks á heimsvísu. LÆF tekur þátt í öllum föstum fundum á vegum YFJ, sækir nám-skeið og styttri fundi sem YFJ stendur fyrir og fylgist vel með hagsmunavinnu félagsins. Auk þess tekur félagið þátt í verkefni ásamt nokkrum öðrum aðilda-félögum YFJ sem fjallar um atvinnumál ungs fólks. Megin áherslan í því verkefni er að samþætta betur lok skólagöngu og aðkomu að vinnumarkaði.

LÆF tekur einnig virkan þátt samstafi syst-urfélaga sinna á Norðurlöndunum og í Eystrasalts-ríkjunum. Samstarfið gengur einkum út á að bera saman bækur sínar, deila hugmyndum sem og fjalla um málefni sem eru til umfjöllurnar hjá YFJ. Félögin hittast á fundi einu sinni á ári en á milli þeirra eru mikil óformleg samskipti. LÆF hefur grætt mikið á þessu samstarfi enda mikinn fróðleik og aðstoð að finna hjá félögunum á Norðurlöndunum.

Auk þessa tveggja þátta í alþjóðastarfi fylgist LÆF með því helsta sem er að gerast í málefnum ungs fólks og æskulýðsfélaga á Evrópuvísu og svipast um eftir góðum tækifærum til að sækja ráðstefnur, ráðstefnur og fundir víðsvegar í Evrópu fyrir aðildarfélög sín.

Svona er þetta LÆF í hnotskurn! Vonandi ertu einhverju nær um starfsemi félagsins með skrítnu skammstöfunina. Ef þig langar að vita meira, taka þátt í starfinu eða bara forvitnast settu þig þá í samband við starfsmanninn okkar, stjórnarmenn eða fulltrúa SÍNE í fulltrúaráði. Allar upplýsingar um þau eru að finna á Æskulýðsgáttinni.

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, framkvæmdastjóri LÆF

Kjósum öll!Það skiptir máli.www.xs.is | [email protected] | 414 2200

Kosningarnar eru laugardaginn 29. maí. Allar upplýsingar um áherslur Samfylkingarinnar og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á xs.is.

Page 32: Sæmundur - Maí 2010

32 SÍNE / SÆMUNDUR

NEW YORK F l u t n i n g u r i n n

kemur til af því ég fór í skóla, sem er á Manhattan eyju. Líkami og meðvit-und tóku á ráðin og ákváðu að ég skildi ekki muna eftir flutningsferlinu. Það tókst nokkuð vel, þvi ég rankaði við mér á Leifsstöð, við

sms skilaboð sem skældu mig. Ég skældi mig alla leið frá Keflavík að New York. Ein uppáhaldspopp-stjarnan mín yfirgaf þetta jarðneska líf. Einnig hafði ég talið mér trú um að Ingrid Bergman, 4 1/2 árs kanínan, sem ég var með í farangrinum, yrði aflífuð við lendingu ef hún væri ekki þegar látin einhvers-staðar í maganum á flugvélinni úr kulda eða súr-efnisskorti. En amerísku tollverðirinir göluðu bara á eftir okkur brosandi “ BYE INGRID, SEE YOU SOON! GOOD LUCK IN NOO YAAAWK! “

Við vorum svo lánssamar að fá gistipláss á stofu-gólfi vinkonu, nú vinkvenna, okkar í Brooklyn. Ég var varla búin að festa ólarnar þegar rússíbaninn rauk af stað. Á öðrum skóladegi vildi ég heim eftir annasaman dag. Það reyndist ekki eins einfalt og fíflið ég hafði talið mér trú um. Það stóð maður beint fyrir utan dyrnar með trefil um hausinn, ég viðurkenni að það var mjög kalt þennan dag. Mér sýndist hann mjög spenntur að sýna mér eitthvað. Eitthvað misræmi var í klæðnaðinum því hann skildi eftir annan út-lim óvarinn frostinu. Tvisvar.

Á ferðum mínum í nóttinni, villtist ég eitt sinn inn á samkvæmis...stað...þó í fylgd með vinum. Eftir að hafa reynt að hafa mig alla við að dansa einkenn-

isdans staðarins, e-s konar frjósemisdans, vatt sér að mér kona. Ekki frásögur færandi nema, hún var minni en ég og skipaði mér að skila sér treflinum sínum.Og það strax! Hann var nefnilega mjög dýr! Hitinn þarna inni var hreint óbærilegur, ekki hefði íslendingnum dottið í hug að bæta á hann og það með dýrum, stolnum, trefli.

Mér fannst það mikið grátsefni við komu mína hingað hvað kaffi er víða vont. Ég varð oft fyrir mikl-um vonbrigðum og enn sárari að horfa á eftir krón-um í vont kaffi, sem bragðast eins og kaffibaðvatn. Þá fannst mér það verðugt missjón að finna gott kaffi. Það fannst, eftir mikla leit, það er til! Næstum eins gott og kaffið á Kaffismiðjunni eða Haíti kaffið hennar Eldu eða Kaffifélaginu.....Gorilla kaffi, Oslo, Grey dog....og Ground Support á w Broadway!

Það kom að því að mig fór að fýsa í hurð, að geta lokað að mér. Úr þvi varð, en ég þurfti að gjalda með dýru verði, að verja hálfri ævinni neðanjarð-ar, í lest. Ég flutti lengra inn í Brooklyn, svo langt að á hverjum morgni svaf ég með gapandi munn í neðanjarðarlest. Á kvöldin, frekar seint svo ég væri

Tinna Kristjánsdóttir

Page 33: Sæmundur - Maí 2010

33

nú örugglega búin að sinna öllum mögulegum og ómögulegum erindum á Manhattan áður en ég færi heim, svaf ég með gapandi munn á milli heimilislausa fólksins sem gjarnan sefur í lestunum á veturna. Það er víst lúxus að hafa hurð og að geta lokað að sér.

Ekki get ég vanist því að sjá heimilislaust fólk. Ég vona að ég venjist því aldrei. Fólk liggur sofandi á götunni um allt eins og visið lauf.

Enn og aftur flutti ég, í ofsalega fallegt hverfi, lágreist, með gömlum fallegum múrsteinahúsum, miklu nær Manhattan. Legg áherslu á orðið gam-alt, því ég var svo lánssöm að fá góðan vin minn í heimsókn sem flutti fyrir mig á meðan ég fór með almennilegan amerískan hreim og endurtekning-aræfingar í skólanum. ( gleymdist að segja frá því að það er aldrei frí í skólanum mínum ) Vinur téður lagði frá sér “rúmið” mitt á gólfið, sem að hluta til bugaðist undan álaginu og lagðist enn neðar. Sem betur fer hafði ég í fórum mínum ofvaxið klemmu-spjald sem varnar því nú að nágranninn kíki upp eða eitthvað annað, smærra sniðum, kannski loðn-ara eða sér stökkara. Meðleigjendur mínir hér í höll-inni eru nokkuð margir ef taldir eru með maurarnir í eldhúsinu, kakkalakkarnir þungstígu og kötturinn. Einn morgunninn skrölti ég fram í eldhús og sá þar silfrað hylki, ansi stórt, eins og geimskutla fyrir Bar-bie. Á því stóð, “RAT ZAPPER” með tilheyrandi við-vörunum. Þetta er svona rafmagnsstóll fyrir rottur. Það skal tekið fram að allar erum við yfir 25 ára og

læsar, sem búum hér. Mýsnar nefnilega pökkuðu niður og fluttu í skyndi þegar kötturinn kom til sög-unnar, svo er mér sagt.

Hverfið sem ég bý núna í hefur líka tré um allt með bleikum blómum og gott kaffi!

Um daginn sá ég eitthvað sem helst gæti verið svipað og að sjá risaeðlu labbandi um í Hagkaup. Ég var á rölti með bekkjarsystur minni á 9. breiðstræti í Chelsea hverfinu og sá Mörthu Stewart. Hún er járnfrú og horfði ískalt í augun á mér að mér fannst í heila eilifð. Mér fannst ég ansi máttlaus föndrari á þessu augnabliki og velti fyrir mér hvort ég gæti nokkuð svo mikið sem bakað skúffuköku. Svo mikill er máttur Mörthu!

Mamma mín segir að ég hafi ekki verið há í loft-inu þegar ég tilkynnti að ég ætlaði að eiga heima í New York. Nokkrum árum seinna og ekki mik-ið hærri, þá er ég hér. Húrra! Í fullkomnum heimi myndi ég skipta búsetu minni í tvennt milli New York og Íslands. Ó Ísland ljónshjarta! Ég sakna þess að synda úti í rigningunni og undir stjörnubjörtum himni.

Í staðinn fyrir sund, fer fólk í yoga hér í New York. Allir með yogamottur að flýta sér, ég flýti mér til Hell’s kitchen í yoga. Þar er mér hjálpað að beygja mig í beyglur uns mig langar að gubba og að teygja mig lengar en ég næ. Þetta er bara furðugott og eftirá fær maður einhvern sérstakann gljáa sem fólk fær eftir aðrar athafnir. Eins og glóormur held ég þá heim á leið í neðanjarðarlest að horfa á allt bíó-ið gerast innaní lestinni. Það gerist ekki betra, það þarf bara að passa loka ekki augunum fyrir því.

Vill svo skemmtilega til að það er það sem mig langar að gera, bíó. Sem einhver vill halda aug-unum opnum fyrir.Til þess þarf ég frelsi.

Einn af uppáhaldstímunum mínum hefst alltaf á að liggja á gólfinu og gera akkúrat ekki neitt. Bara að anda og sleppa tökunum á öllu amstri dags-ins, gærdagsins eða morgundagsins. Sættast við líkamann eins og hann er þá stundina með stöku

Page 34: Sæmundur - Maí 2010

34 SÍNE / SÆMUNDUR

dæsi. Fyrir þetta borga ég þónokkra dollara og finnst þeim öllum vel varið. Ég er hæstánægð með gólflegu mína og stunurnar. Með þeim fæ ég oftar frelsi sem er á ensku

freedom | frēdәm|nounthe power or right to act, speak, or think as one wants without hindrance or restraint : we do have some freedom of choice | he talks of revoking some of the freedoms. See note at LIBERTY.• absence of subjection to for-eign domination or despotic government: he was a champion of Irish freedom.• the state of not being imprisoned or enslaved : the shark thrashed its way to freedom.• the state of being physically unrestricted and able to move easily : the shorts have a side split for freedom of movement.• ( freedom from) the state of not being subject to or affected by (a particular undesirable thing) : government policies to achieve freedom from want.• the power of self-determination attributed to the will; the quality of being independent of fate or necessity.• unrestricted use of something : the dog is happy having the freedom of the house when we are out.• archaic familiarity or openness in speech or behavior.

ORIGIN Old English frēodōm (see FREE , -DOM).

ég skil nú að það er eitthvað sem flesta lang-ar í og skortir á einhverju sviði. Þú þarft frelsi til að gera allt og til að gera ekki neitt. Til að liggja á gólfi og anda.

Þú þarft frelsi til að þora að breyta til, til að taka á móti gjöfum, til að segja hug þinn, til að leita að einhverju, að vera til, að þiggja hjálp, til að sættast við, að standa með sjálfri/sjálfum þér, til að ögra sjálfri/sjálfum þér, til að takast á við.

Heilsa, kyssa, syngja...gera vel, vera til, vera fyndin/fyndinn...hlusta, sjá og leika.

Ég stefni á þetta allt saman og meira til. Tinna Kristjánsdóttir

Page 35: Sæmundur - Maí 2010

35

FINNLAND

Umsóknarfrestur og umsóknarmáti Skólaárið er yfirleitt frá september til maí. Umsókn-arfrestur rennur yfirleitt út í mars, en það er þó ekki algilt. Flestir háskólarnir í Finnlandi hafa ítarlegar upplýsingar um umsóknir og umsóknarfresti á heimasíðum sínum. Annars er hægt að hafa sam-band við skólann og biðja um að fá nánari upp-lýsingar. Á netinu er að finna upplýsingar um alla háskóla í Finnlandi bæði á sænsku og ensku (sjá lista yfir vefföng).

Skólakerfi ð, inntökuskilyrði og takmarkanir Venjuleg inntökuskilyrði eru stúdentspróf auk inn-tökuprófa sem haldin eru í skólunum. Prófin fara fram um sumarið og útlendingar geta tekið þau á sænsku eða ensku.

Skiptinemar (Nordplus og Erasmus) sem og aðrir gestastúdentar komast þó yfirleitt inn í skólana án þess að taka inntökupróf.

Fjöldatakmarkanir eru í flestum deildum. Námið byggir á einingakerfi. Fullt nám í eitt

misseri er almennt 30 ECTS einingar eða �0 ECTS einingar fyrir veturinn, þó er þetta mismunandi eft-ir námsbrautum.

Hins vegar eru Finnar ekki eins uppteknir af ein-ingum og Íslendingar og því getur verið misjafnt hversu margar einingar hægt er að taka á önn og fer það eftir framboði námskeiða og vinnuálagi í hverju námskeiði fyrir sig. Athugið að þetta getur komið sér illa gagnvart Lánasjóðnum, sem veit-

ir aðeins fullt námslán sé fullt nám stundað skv. námsbrautinni.

Við inngöngu í listnám er í flestum tilvikum kraf-ist inntökuprófa og þar eru fjöldatakmarkanir við-hafðar. Listnám í Finnlandi tekur 4–� ár, allt eftir því um hvaða svið er að ræða.

NámsgráðurBoðið er upp á bæði BA/BS og MA/MS nám í fl est-um námsgreinum og einnig lægri „diploma“ gráðu í mörgum tækni- og listgreinum. Nokkuð er um að námskeið og námsleiðir séu kennd að fullu á ensku.

BA/BS: Þessi grunnnámsgráða tekur minnst 3 ár. Fjöldi eininga fyrir gráðuna er a.m.k. 120 einingar. Í mörgum námsgreinum geta þeir sem hafa öðlast námsgráðuna sótt um náms-titilinn „Masteri“.

Maisteri/magister (MA/MS, FM,fi l. maist/fi l. mag): Mikið um að MA nám sé tvö ár, 120 ein-ingar (ECTS).

Lisensiat (Lisensiaatti/Licenciat) og dokt-orsgráða (Tohtori/Doctor): Þessar framhalds-gráður geta þeir öðlast sem lokið hafa MA/MS-gráðu. Lisensiat tekur að jafnaði 2 - 3 ár, en Doktorsgráða 1 - 3 árum lengur. Einnig eru til aðrar gráður eins og t.d. Diploma, sem er áfangagráða og hærri gráður eins og Profess-ional Postgraduate (Erikoislääkäri/Specialläk-are o.s.frv.), LLM gráður í lögfræði ofl .

úr Handbók um nám erlendis

Page 36: Sæmundur - Maí 2010

3� SÍNE / SÆMUNDUR

Skólagjöld og styrkir Skólagjöld tíðkast ekki við ríkisskóla í Finnlandi, þó eru dæmi um einstakar námsleiðir og námsskeið sem borga þarf sérstaklega fyrir að stunda.

Menntamálaráðuneytið auglýsir árlega einn styrk til framhaldsnáms eða rannsókna við finnska háskóla. Einnig hafa verið í boði styrkir sérstaklega ætlaðir til náms í finnskri tungu og menningu. Menningarsjóður Íslands og Finnlands veitir einn styrk, sjá nánar í „Handbók um styrki“,sem Alþjóða-skrifstofa háskólastigsins gefur út. CIMO veitir einn-ig styrki til námsmanna í framhaldsnámi, eða til þeirra sem stunda rannsóknir.

Að skrá sig í landið Það er nóg að framvísa persónuskilríkjum eins og vegabréfi á finnsku þjóðskránni. Athugið að ekki þarf að skrá lögheimili sitt í Finnlandi nema við-komandi hyggi á dvöl lengur en � mánuði. Ef um styttri dvöl er að ræða þarf samt sem áður að skrá heimilisfang sitt og það getur veitt réttindi svo sem strætókort í Helsinki.

Fjárhagsvottorð frá LÍN er gott að hafa við hend-ina. Getur þurft að sýna vottorð frá LÍN þegar sótt er um skóla, þar sem sýna þarf fram á að nemand-inn geti framfleytt sér á meðan að námi stendur.

Tungumálið og námskeið Í Finnlandi eru tvö opinber tungumál, finnska og

sænska, og mögulegt er að sækja nær allt nám í þessum tungumálum. Eftir að Finnar gengu í Efnahagsbandalagið hefur úrval aukist af náms-greinum kenndum á ensku. Örfáir skólar kenna á sænsku eins og t.d. Åbo Akademi og Svenska Handelhögskolan, en kennsla á finnsku er algeng-ust. Færni í finnsku er yfirleitt ekki skilyrði fyrir inn-töku í háskóla, en ætlast er til að þeir sem ljúka námsgráðum í Finnlandi hafi lokið ákveðnum fjölda eininga í hinu opinbera tungumáli. Flestir háskólar bjóða upp á námskeið í bæði finnsku og sænsku fyrir erlenda stúdenta, einnig er boð-ið upp á sumarnámskeið í finnsku auk þess sem hægt er að læra undirstöðuatriði í finnsku hjá finnska sendikennaranum í Norræna húsinu.

Nokkuð er um að grunnkúrsar séu kenndir á ensku eða sænsku og yfirleitt er mögulegt að skila prófum og verkefnum á þessum tungumálum. Yf-irleitt er hægt að bjarga sér á ensku eða sænsku. Sex af hundraði finnsku þjóðarinnar hefur sænsku að móðurmáli. Í sumum litlum bæjum er töluð sænska eingöngu.

Húsnæði Erfitt getur verið að útvega húsnæði í lok sum-

ars og haustbyrjun, sér í lagi á stúdentagörðum. Skólarnir veita upplýsingar um húsnæðismál og umsóknir. Í Helsinki og nágrenni sér HOAS (Hels-inki Student Housing Foundation) um flesta stúd-entagarða og best er að hafa samband við þá um leið og skólavist hefur fengist.

TYS fyrir TurkuEinnig er nokkuð um að nemendafélög leigi út

húsnæði til félagsmanna sinna. Styrkþegar geta at-hugað með húsnæði hjá Cimo.

Einnig er mögulegt að finna húsnæði á almenn-um leigumarkaði.

StúdentafélagiðFlestir háskólar í Finnlandi hafa mjög virk stúdenta-félög. Það margborgar sig að greiða félagsgjaldið þar sem að því fylgja yfirleitt mikil fríðindi, svo sem heilsugæsla (YTHS), mikill afsláttur af almennings-samgöngum svo sem lestum, rútum og strætó. Einnig þarf að framvísa stúdentaskírteini félagsins í mötuneytum skólanna til þess að fá máltíðina á niðurgreiddu verði.

Félagslegar aðstæður Sex vikum eftir að lögheimilið hefur verið flutt til Finnlands ganga menn inn í almannatrygginga-kerfið. Athugið að það þarf að fara á skrifstofuna hjá KELA og sækja um sjúkratryggingakort sem framvísa þarf þegar farið er til læknis og í apótek-

Page 37: Sæmundur - Maí 2010

3�

um. Fylla þarf út eyðublað Y��. Þeir sem skráðir eru í háskóla og hafa borgað félagsgjaldið í stúd-entafélaginu geta notað sér heilsugæslu og lækna-þjónustu skólanna gegn vægri greiðslu. Yfirleitt er ókeypis að fara til heimilislæknis og að hitta hjúkr-unarfræðing, mjög ódýrt að hitta sérfræðing og tannlækna, en getur verið langur biðtími. Sé lög-heimilið skráð í Finnlandi, er ekkert mál að fara á heilsugæslu í sínu nágrenni og er þar mjög vægt gjald tekið fyrir læknisheimsókn.

Sjá nánar kaflann um tryggingamál námsmanna erlendis.

Námsmenn hafa sama rétt og aðrir til dagheim-ilisplássa og fer greiðsla eftir fjárhag foreldra.

Verði á máltíðum í mötuneytum skólanna er haldið niðri með niðurgreiðslum frá ríkinu.

Hægt er að sækja um húsnæðisstyrk frá KELA/FPA Folkpensionsantalen, stúdentar hafa ekki rétt nema að hafi komið inn í landið á öðrum forsend-um en til náms.

Mikilvægt varðandi LÍNEf skattframtali er skilað rafrænt fær LÍN upplýsing-ar um tekjur beint frá skattinum.

Margir Íslendingar eiga þess kost að fá náms-aðstoð frá öðrum norrænum lánasjóði en þeim íslenska. Mikilvægt er að brýna fyrir fólki að ekki má þiggja námsaðstoð frá tveimur lánasjóðum sam-tímis og skiptir þá engu hvort um lán eða styrk er að ræða. Einnig er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að skipti það um lánasjóð á námstímabilinu lendir það að öllum líkindum í að borga af lánum beggja sjóðanna samtímis. Í Finnlandi er stúdent-um veittur styrkur frá finnska ríkinu, þennan styrk geta íslenskir stúdentar hins vegar ekki fengið nema að hafa búið í Finnlandi áður en nám hófst í öðrum tilgangi en til skólagöngu.

Lánað er að jafnaði til framfærslu í 9 mánuði á ári, þ.e. meðan ætlað er að skólastarfið standi yfir. Oft er raunin hins vegar sú að skólinn starfar lengur.

SkattamálTvísköttunarsamningur er milli Finnlands og Ís-lands. Námsmaður í Finnlandi þarf samt sem áður að sækja um skattalega heimilisfesti á Íslandi ef lögheimilið er flutt til Finnlands. Ef þetta er ekki gert fellur niður persónuafsláttur. Það er hægt að sækja um skattlega heimilisfesti á sérstöku eyðu-blaði sem nálgast má hjá skattstofu eða hægt er að merkja við þetta sérstaklega á skattframtali þegar að því er skilað. Gæti þurft að skila staðfestingu frá skóla um að námsmaður hafi verið þar skráður til náms. Þegar að lögheimili er flutt til Finnlands þarf að skila skattframtali þar líka.

Frekari upplýsingar

CIMO, veitir allar almennar upplýsingar um nám í Finnlandi. Hægt er að panta eftirfarandi bæklinga endurgjaldslaust:

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins

Finnski sendikennarinn í Norræna húsinu. Maare Fjällström

Einnig reynir SÍNE að vera hjálplegt við að finna tengiliði í þeim skólum, eða á þeim stað sem námsmaður hefur áhuga á.

Vefföng

Heimasíða SÍNE:http://www.sine.isUpplýsingar um nám í Finnlandi:http://www.cimo.fiUpplýsingar um háskóla:http://www.cimo.fi/english/adv.html Upplýsingar um námskeið kennd á ensku:http://www.cimo.fi/english/intprog.htmlLeiðbeiningar fyrir erl. námsm. í Finnlandi:http://www.syl.fi/english/study/ Sendiráðið í Helsinki:http://www.iceland.org/fi/Stúdentagarðar: http://www.hoas.fihttp://www.soa.fi/eng/index.htm Finnska tryggingastofn/húsnæðisstyrkur ofl:http://www.kela.fi Helsinkiháskóli:http://www.helsinki.fi Viðskiptaháskólinn í Helsinki:http://www.hkkk.fi University of Art and Design:http://www.uiah.fi Síbelíusarakademian:http://www.siba.fi Félag Íslendinga í Finnlandi: http://www.isfinn.com/Upplýsingar um skóla í öllum heiminum: http://www.worldwide.edu Skráningarskrifstofan, hingað fer maður til að skrá lögheimili eða breyta heimilisfangi ofl. http://www.maistraatti.fi/ Námsmanna heilsugæslahttp://www.yths.fi

Page 38: Sæmundur - Maí 2010

3� SÍNE / SÆMUNDUR

Page 39: Sæmundur - Maí 2010

39

Page 40: Sæmundur - Maí 2010

Það sem námsmenn hugsa - eða þannig

Námsmannaþjónusta Arion banka- þegar námið skiptir höfuðmáliNámsmenn Arion banka eru hugsandi verur en þeir vilja líka spara og fá því:

- Ódýrari símgreiðslu í Netbanka Arion banka- Framfærslulán í erlendri mynt- Sérstakan námsmannaráðgjafa - Lán fyrir skólagjöldum

Kynntu þér málið á arionbanki.is