stykkishólms-pósturinn 23.maí 2013

8
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 19. tbl. 20. árg. 23. maí 2013 Það er ungt og leikur sér Læknamál í Stykkishólmi Breytingar á starfsmannahaldi sjúkrahússins eru í farvatninu. Læknamönnun við heilsugæsluna verður með öðru sniði en áður þar sem gerður hefur verið samningur við nokkra lækna um að ábyrgjast mönnun einnar læknisstöðu í Stykkishólmi til og með 30. júní 2014. Það þýðir, að sögn Þóris Bergmundssonar framkvæmdastjóra lækninga og rekstrar Heilbrigðisstofnun Vesturlands, „að þeir sjá um mönnun, afleysingu vegna veikinda, sumrfría og námsfría. Mun Kristinn Logi Hallgrímsson læknir, sem starfað hefur í Stykkishólmi frá 1. september 2011 halda áfram störfum um sinn. Hann mun hins vegar þurfa að sinna áframhaldandi sérnámi og því munu aðrir koma að læknisþjónustunni. Það á að vera nokkuð tryggt að þjónustufall verði ekki og jafnframt að reyndir heimilislæknar munu að mestu leyti halda uppi læknisþjónustunni á heilsugæslustöðinni. Þó það sé langt í frá góð staða ef læknaskipti verða með stuttu millibili þá er góð reynsla af þessu fyrirkomulagi t.d. frá Hvammstanga og Búðardal ef 2-3 læknar sjái til skiptis um að manna læknastöðu. Nokkur samfella fæst með því móti en að sjálfsögðu verður fólk þá í bráðatilvikum að sætta sig við að hitta annan lækni en sinn heimilislækni. Heilsugæslan í landinu og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu býr við alvarlegan skort á menntuðum heimilislæknum. Fjöldi af læknastöðum innan heilsugæslunnar í landinu er stóran hluta úr árinu mannaður af læknanemum, kandidtötum og læknum í starfsnámi.“ Tannlæknir sem starfað hefur hér í rúmt ár mun hætta á tannlæknastofnunni n.k. haust og ekki er vitað hver fyllir það skarð. En þetta eru ekki einu breytingarnar í vændum því Hildigunnur Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur á spítalanum sótti um starf forstöðumanns dvalarheimilisins hér í bæ og á síðata fundir bæjarráðs var samþykkt að ráða hana í starfið. am Í nýræktinni iðar allt af lífi og fjöri um þessar mundir enda sauðburður í fullum gangi og víða má sjá lömbin skoppa út um græna grund. Þannig var það annan hvítasunnudag í kvöldsólinni, þegar lömbin hömuðust allt hvað af tók og ærnar horfðu furðu lostnar á. Laugardaginn 18. maí brautskráðust 13 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Anna Júnía Kjartansdóttir, Elísabet Kristin Atladóttir, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Jón Ólafur Jónsson, Katrín Sara Reyes, Sandra Dröfn Thomsen og Sunna Rós Arnarsdóttir. Af starfsbraut brautskráðust 2 nemendur, þeir Bjargmundur Hermann Sigurðsson og Sigurður Fannar Gunnsteinsson. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Brynja Aud Aradóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Ólöf Birna Rafnsdóttir. Einnig fékk einn nemandi, Dóra Aðalsteinsdóttir sem var að ljúka námi til sjúkraliða frá Verkmenntaskóla Austurlands afhent útskriftarskýrteini sitt við athöfnina. Athöfnin hófst á því að Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Jón Eggert Bragason brautskráði nemendur og flutti ávarp. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðstoðarskólameistari afhenti síðan nemendum verðlaun fyrir góðan námsárangur. Sveitarfélögin gáfu verðlaun auk Arion banka og FSN. Hæstu einkunn á stúdentsprófi eða með 9,4 í meðaleinkunn hlaut Anna Júnía Kjartansdóttir. Anna Júnía hlut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í sögu, sálfræði, íslensku, ensku og þýsku. Ásamt því að fá verðlaun fyrri afburða góða ástundun í íþróttum. Einnig fékk þessi hæfileikaríki nýstúdent viðurkenningu frá Kvenfélaginu Gleym mér ei í Grundarfirði fyrir góðan árangur í listgreinum. Anna Júnía hefur stundað tónlistarnám af kappi og spilað með Stórsveit Snæfellsnes frá stofnun hennar. Hildur Björg Kjartansdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í líffræði, íslensku, stærðfræði og spænsku. Katrín Sara Reyes hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í félagsfræði og Elísabet Kristín Atladóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sögu. Tónlist við athöfnina var flutt af Stórsveit Snæfellsness. Áður en skólameistari batt endahnútinn á athöfnina og skólaárið sagði hann frá því að nú loksins hefði tekist með gjafafé frá útskrifuðum FSN-ingum og Eignarhaldsfélaginu Jeratúni að merkja skólahúsnæðið. Að ári kemur skólinn til með að fagna 10 ára stafsafmæli. (am) Úrskrift nýstúdenta frá FSN

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 09-Mar-2016

251 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 23.maí 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 19. tbl. 20. árg. 23. maí 2013

Það er ungt og leikur sér

Læknamál í StykkishólmiBreytingar á starfsmannahaldi sjúkrahússins eru í farvatninu. Læknamönnun við heilsugæsluna verður með öðru sniði en áður þar sem gerður hefur verið samningur við nokkra lækna um að ábyrgjast mönnun einnar læknisstöðu í Stykkishólmi til og með 30. júní 2014. Það þýðir, að sögn Þóris Bergmundssonar framkvæmdastjóra lækninga og rekstrar Heilbrigðisstofnun Vesturlands, „að þeir sjá um mönnun, afleysingu vegna veikinda, sumrfría og námsfría. Mun Kristinn Logi Hallgrímsson læknir, sem starfað hefur í Stykkishólmi frá 1. september 2011 halda áfram störfum um sinn. Hann mun hins vegar þurfa að sinna áframhaldandi sérnámi og því munu aðrir koma að læknisþjónustunni. Það á að vera nokkuð tryggt að þjónustufall verði ekki og jafnframt að reyndir heimilislæknar munu að mestu leyti halda uppi læknisþjónustunni á heilsugæslustöðinni. Þó það sé langt í frá góð staða ef læknaskipti verða með stuttu millibili þá er góð reynsla af þessu fyrirkomulagi t.d. frá Hvammstanga og Búðardal ef 2-3 læknar sjái til skiptis um að manna læknastöðu. Nokkur samfella fæst með því móti en að sjálfsögðu verður fólk þá í bráðatilvikum að sætta sig við að hitta annan lækni en sinn heimilislækni. Heilsugæslan í landinu og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu býr við alvarlegan skort á menntuðum heimilislæknum. Fjöldi af læknastöðum innan heilsugæslunnar í landinu er stóran hluta úr árinu mannaður af læknanemum, kandidtötum og læknum í starfsnámi.“ Tannlæknir sem starfað hefur hér í rúmt ár mun hætta á tannlæknastofnunni n.k. haust og ekki er vitað hver fyllir það skarð. En þetta eru ekki einu breytingarnar í vændum því Hildigunnur Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur á spítalanum sótti um starf forstöðumanns dvalarheimilisins hér í bæ og á síðata fundir bæjarráðs var samþykkt að ráða hana í starfið. am

Í nýræktinni iðar allt af lífi og fjöri um þessar mundir enda sauðburður í fullum gangi og víða má sjá lömbin skoppa út um græna grund. Þannig var það annan hvítasunnudag í kvöldsólinni, þegar lömbin hömuðust allt

hvað af tók og ærnar horfðu furðu lostnar á.

Laugardaginn 18. maí brautskráðust 13 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Anna Júnía Kjartansdóttir, Elísabet Kristin Atladóttir, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Jón Ólafur Jónsson, Katrín Sara Reyes, Sandra Dröfn Thomsen og Sunna Rós Arnarsdóttir. Af starfsbraut brautskráðust 2 nemendur, þeir Bjargmundur Hermann Sigurðsson og Sigurður Fannar Gunnsteinsson. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Brynja Aud Aradóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Ólöf Birna Rafnsdóttir. Einnig fékk einn nemandi, Dóra Aðalsteinsdóttir sem var að ljúka námi til sjúkraliða frá Verkmenntaskóla Austurlands afhent útskriftarskýrteini sitt við athöfnina.

Athöfnin hófst á því að Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Jón Eggert Bragason brautskráði nemendur og flutti ávarp. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðstoðarskólameistari afhenti síðan nemendum verðlaun fyrir góðan námsárangur. Sveitarfélögin gáfu verðlaun auk Arion banka og FSN. Hæstu einkunn á stúdentsprófi eða með 9,4 í meðaleinkunn hlaut Anna Júnía Kjartansdóttir. Anna Júnía hlut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í sögu, sálfræði, íslensku, ensku og þýsku. Ásamt því að fá verðlaun fyrri afburða góða ástundun í íþróttum. Einnig fékk þessi hæfileikaríki nýstúdent viðurkenningu frá Kvenfélaginu Gleym mér ei í Grundarfirði fyrir góðan árangur í listgreinum. Anna Júnía hefur stundað tónlistarnám af kappi og spilað með Stórsveit Snæfellsnes frá stofnun hennar. Hildur Björg Kjartansdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í líffræði, íslensku, stærðfræði og spænsku. Katrín Sara Reyes hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í félagsfræði og Elísabet Kristín Atladóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sögu. Tónlist við athöfnina var flutt af Stórsveit Snæfellsness. Áður en skólameistari batt endahnútinn á athöfnina og skólaárið sagði hann frá því að nú loksins hefði tekist með gjafafé frá útskrifuðum FSN-ingum og Eignarhaldsfélaginu Jeratúni að merkja skólahúsnæðið. Að ári kemur skólinn til með að fagna 10 ára stafsafmæli. (am)

Úrskrift nýstúdenta frá FSN

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 23.maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 20. árgangur 23. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Í hugmyndabankanum, sem hefur útibú í sundlauginni, koma hugmyndir sem oft rata hér á síður Stykkishólms-Póstsins. Í apríl kveður við nýjan tón í hugmyndum bæjarbúa. Þar kvartar bæjarbúi sáran yfir því hversu neyðarlegt það sé að svara fyrir það að ekki hægt sé að fara út að borða í ferðamannabænum Stykkishólmi. Veitingastaðir eigi að hafa opið á matmálstímum og vísi ekki fólki frá og sýni sveigjanleika þegar viðskiptavinir mæti á staðinn rétt fyrir lokun eldhúss og gefi þeim að borða. Af þessu tilefni er kjörið að rifja upp nokkur atriði sem lúta að ferðamannabænum Stykkishólmi. Hér eru ferðaþjónustufyrirtæki sem byggja starfsemi sína að mestu á innkomunni á nokkrum mánuðum á ári og tekst sumum að þreyja þorrann yfir veturinn með því að draga úr þjónustu að einhverju leiti á meðan önnur loka alveg. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hlýtur það að stýra í veitingahúsarekstri sem og öðrum fyritækjarekstri að starfsemi standi undir sér. Allan ársins hring er hægt að nærast hér í Stykkishólmi hvort sem það er á bensínstöðinni, bakarí, veitingahúsi eða hótelum/gistihúsum. Að sjálfsögðu er mesta úrvalið yfir háannatímann sem vel að merkja lengist með hverju ári. Það eru ferðamannaþorp um allar koppa grundir af þessari stærðargráðu með ákveðinn háannatíma, jaðartíma og tíma þar sem nánast er lokað. Umræðan í vetur hefur á stundum farið út fyrir velsæmismörk hvort sem það er á Facebook eða ekki Facebook ekki síður en á kaffistofum, spjallfundum eða „reykfylltum bakherbergjum“. Stundum rangfærslur og stundum ekki. Eitt er víst, að til að hægt verði að auka þjónustuna og lengja tímann sem hægt er að bjóða upp á meiri þjónustu hjálpar það engum að umræðu sem þessari í þessum tón sé haldið á lofti, nema síður sé. Það getur hver bæjarbúi með miklu stolti sagt frá þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem hér hefur orðið síðasta áratug t.d. í ferðaþjónustu og ekki síður í afþreyingu fyrir ferðamenn. Vonandi heldur uppbygging áfram og vonandi gengur aðstandendum fyrirtækjanna vel í sínum rekstri hér um ókomin ár. Í dag eru einungis 3 hótel á Snæfellsnesi flokkuð sem heilsárshótel hjá Hagstofu Íslands, þrátt fyrir það fengu ferðamenn í vetur, sem aldrei hafa verið fleiri, bæði gistingu, mat og fjölbreytta afþreyingu við sitt hæfi og fóru glaðir til síns heima, margir höfðu á orði hversu mikið væri hægt að gera hér yfir háveturinn og hversu mörg veitingahús væru á svæðinu! Upplýsingar um þjónustu í boði er aðeins símtal í burtu, í mesta lagi. Flestir aðilar hafa ítarlegar upplýsingar um starfsemi sína á netinu og því hægur vandi að fletta því upp. Til gamans má geta þess að útnefnt besta veitingahús á Íslandi ef ekki bara á Norðurlöndum, staðsett í ferðamannastórborginni Reykjavík, hafði einungis opið á kvöldmatartíma fimmtudaga, föstudaga og laugardaga s.l. vetur!

Sumarkveðja,Ritstjórn

Fullyrðingagleðin Söfn og samstarf

Hugmyndin að samstarfsverkefninu VEÐrun og VIÐsnúningur var fyrst kynnt í ágúst 2012 á fundi safnstjóra Norska hússins – BSH og skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi. Upprunalega hugmyndin fólst í því að vinna með söfn sem námsvettvang og fara með nemendahóp í myndmenntavali tvisvar sinnum á hvert safn í bænum með viðeigandi undirbúningi og eftirfylgni. Gunnar Gunnarsson, myndmenntakennari, tók vel í samstarfið.

Til stóð að heimsóknirnar yrðu þrjár fyrir jól og þrjár eftir jól eða tvær í hvert samt með ólíkum áherslum. Lagt var upp með að ljúka verkefninu með sýningu í Norska húsinu með afrakstri vinnunnar. Sú sýning er nýafstaðin og komu um 100 manns að skoða hana. Markmið verkefnisins var m.a. að skoða áhrif veðurs á ástand húsa, náttúruna og jafnvel manneskjuna og útfæra áhrifin í myndverk. Viðsnúningurinn var hugsaður sem breytt viðhorf til þess að læra á safni og nota söfn sem námsvettvang. Tíminn leiðir í ljós hvort þetta hafi tekist.Nám á safni getur haft mikil áhrif á þekkingu, skilning, og færni nemenda. Ekki er ólíklegt að afstaða og gildi til viðfangsefna safna breytist við það eitt að fá tækifæri til að vinna í þrívíðu og sjónrænu rými og upplifa á eigin forsendum. Ánægja, innblástur og sköpun geta leitt af sér nýjar hugmyndir og þekkingu. Söfn eru hluti af menningu hvers staðar og mikilvægt að nemendur fái að kynnast þeim vel og verða læs á sín eigin söfn. Aðferðir við að læra á safni eru þó ekki bundnar við hina hefðbundnu leiðsögn heldur er leitast við að virkja nemendur sem mest til þátttöku í öllu ferlinu. Safnfræðsla (museum learning) er ekki ósvipuð aðferðum útikennslu, grenndarkennslu og öðru vettvangsnámi en reynir á alla aðila í samvinnunni – nemendur, kennara, stofnanir. Þegar vel tekst til getur safnfræðsla dýpkað skilning, breytt sjálfsmynd og gert samstarf skóla og safna mun virkara og skemmtilegra en í hinni hefðbundnu nálgun að nemendur taki við upplýsingum. Þetta er tímafrek aðferð eins og allar lýðræðislegar aðferðir en afskaplega gefandi fyrir alla ef vel tekst til. Það tekur tíma að breyta hugarfari og hugmyndum. Þetta verkefni er fyrsta skref – hænuskref – í átt að bættu samstarf i skóla og safna á svæðinu. Starfendarannsókn (action research) í var unnin af Elínu Bergmann Kristinsdóttur í tengslum við verkefnið. Rannsóknin var hluti af námi hennar í heiltækri forystu. Elín velti upp spurningunni „Hefur safn[a]kennsla jákvæð áhrif á nemendur“? Niðurstaða hennar var sú að áhrif safnheimsókna á viðhorf nemenda reyndust jákvæð þó vissulega megi rannsaka þetta nánar og í víðtækara samhengi.Nemendum og kennurum sem tóku þátt í verkefninu og gestum sem komu og skoðuðu sýninguna er þakkað fyrir gott samstarf.

AlmaDís Kristinsdóttir – kennari og safnstjóri Norska hússins-BSH

Sumaráætlun Strætó komin í gangLeið 58:Tvær ferðir alla daga vikunnar á milli Stykkishólms og Borgarnes með tengingu til og frá Reykjavík. Farið verður frá Stykkishólmi kl. 7.44 og 16.44 virka daga og 8:14 og 16:44 laugardaga og sunnudaga. Nánari upplýsingar eru að finna á strætó.is

Ljós

myn

d: E

yþór

Ben

endi

ktss

on

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 23.maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 20. árgangur 23. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Á ferðinni

Reykjavík • Tangarhöfða 8 • 590 2000 Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • 420 3330Bílaríki • Glerárgötu 36 • Akureyri • 461 3636 Nánari upplýsingar á benni.is

Bílabúð Benna

Bílasýning í Stykkishólmisunnudaginn 26. maíVið verðum á ferðinni í sumar. Sunnudaginn 26. maí, milli kl. 12:00 og 16:00, sláum við upp sýningu á Olís planinu í Stykkishólmi. Til sýnis verða nýjustu gæðagripirnir frá Chevrolet, sem notið hafa mikilla vinsælda hjá landsmönnum vegna glæsilegrar hönnunar, sparneytni og ótrúlega hagstæðs verðs. Auk þess munum við skarta glænýju eintaki af ofurjeppanum Porsche Cayenne Diesel.

Allir velkomnir. Kaffi og kleinur í boði.

8 gíra Tiptronic sjálfskipting, leður-innrétting, rafdrifin framsæti m/hita, fjarlægðavari að framan og aftan, fullkomið hljómkerfi, Bluetooth simkerfi, tvöföld sjálfvirk miðstöð, 18” álfelgur o. m. fl.

Chevrolet Malibu

Chevrolet Spark er bestasparnaðarráð heimilisins

Chevrolet CruzePorsche Cayenne Diesel

Chevrolet Captiva

NÝR

Chevrolet Cruze Station

Við afhendum verðlista á sýningunni sem jafnframt er frír happdrættismiði - glæsilegir vinningar !

Chevrolet Aveo

Chevrolet Volt er langdrægur rafmagnsbíll

Vel búinn bíll á frábæru verði - sjá benni.is

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 23.maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 20. árgangur 23. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Sjö framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ákveðið að bjóða sameiginlega upp á fjarnám með áherslu á starfsnám. Um er að ræða Fjörbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Í vor verður áhugi kannaður á námi á 15 námsbrautum og í kjölfarið tekin ákvörðun um hvað verði í boði á haustönn. Námið fer fram með stuttum staðbundum lotum og í fjarnámi. Miðað er við að hægt sé að taka námið samhliða vinnu. (Fréttatilkynning)

Fjarmenntaskólinn

• Gera eithvað í dóta- og kútamálum í sundlauginni. Hugmynd að leita til fyrirtækja líkt og bankans til að gefa kúta.

• Hvernig verður með daggæslu í sumar þegar leikskólanum verður lokað? Er ekki hægt að hafa opið frá kl 13:00 – 17:00 og nota elstu krakkana í bæjarvinnunni til að passa? Er það ekki bara skárra heldur en að hanga fram á hrífuna eða sópinn allan daginn?

• Hvernig verður opnunartími sundlaugarinnar í sumar? Persónulega fannst mér opnunartímnn um helgar fáranlegur. Það væri skárra að hafa opið frá kl 10:00 – 19:00. Væri ekki nær að sneiða klukkutíma af kvöldopnun á virku dögunum og þá jafnvel yfir vetrartímann?

• Gaman væri að hafa aðstöðu fyrir markað á laugardögum í sumar. Þar sem fólk gæti fengið aðstöðu fyrir mjög lítinn eða engann pening. T.d einsog Hebbarnir hafa verið að gera. Þar gæti verið einskonar Kolaportsstemming. Það myndi færa líf í bæinn.

• Það væri mjög rómatískt ef Ástarhreiðrið í Súgandisey yrði merkt, helst á fjölmörgum tungumálum. Ástarhreiðrið, Love nest, Liebe Nest, Amour nid.....

• Til hagræðingar væri sniðugt þar sem einn býr í húsi að þeir pari sig saman og þá losnar um húsnæði til leigu og leigutekjur myndast og rosa stuð :)

• Væri ekki upplagt að koma upp w.c herbergi í anddyri íþróttahússins með aðgengi fyrir alla.

• Það væri gaman ef bakaríið myndi auglýsa brauð dagsins t.d á facebook eða heimaíðu. Þá er öuggt að maður missi ekki af því þegar uppáhaldsbrauðið manns er bakað, t.d rúsínubrauð eða hvítlauksbrauð...

• Gera útsýnispall upp að vatnstankinum á Höfðagötu. Steyptar tröppur upp.

• Veitingastaðir hafi opið á matmálstímum, vísi ekki fólki frá og sýni sveigjanleika þegar viðskiptavinir mæta á staðinn rétt fyrir lokun eldhúss og gefi þeim að borða. Það er neyðarlegt sem bæjarbúi að svara fyrir að ekki sé hægt að fara út að borða í ferðamannabænum Stykkishólmi.

Hugmyndabanki apríl 2013

Ferðaþjónustan er greinilega vaxandi þáttur í atvinnulífi Stykkishólms, en mér finnst hún sé nú að fara af stað á mjög ósmekklegan hátt og er nær óhugsandi að bæjaryfirvöld skuli leyfa þessa þróun, sem er að gerast nú í vor. Nýjar framkvæmdir og gott framtak er lofsvert, en það skal fara fram á þann hátt að það spilli ekki einkennum bæjarfélagsins. Bæjarbúar hafa lengi getað verið stoltir af því að gömul hefð og þjóðleg menning hefur verið varðveitt í Stykkishólmi. Við eigum hér stórmerkileg og falleg gömul hús og ákveðinn hefðbundinn stíl, sem gefur Hólminum einstakt útlit. Bæði íslenskir og erlendir gestir eru heillaðir af gömlu bæjarmyndinni, sem vitnar um rótgróna íslenska hefð og er eitt helsta aðdráttarafl Hólmsins. En nú virðist mér sem alveg sé búið að gefa lausan tauminn í skipulagsmálum og fegurðarskyni, í von um meiri gróða. Með nokkrum pennastrikum virðist bæjarstjórnin vera að leyfa stórslys í þróun hafnarsvæðisins, sem geta spillt hinni hefðbundnu bæjarmynd. Ég vil nefna fjögur dæmi í þessu sambandi. Verið er að reisa sjoppu fast við hlið minnisvarða látinna sjómanna við höfnina. Er þetta virðingin sem við sýnum hinum látnu hetjum? Getið þið ímyndað ykkur sjoppu bakvið Jón Sigurðsson á Austurvelli? Listaverkið Á heimleið eftir Grím Marinó Steindórsson á að fá að njóta sín í friði við höfnina og ekki má þrengja að því á þennan hátt. Annað dæmi um slys er, að nú eru tvö ný fyrirtæki í ferðaþjónustu búin að velja ser útlend nöfn. Harbour Hostel heitir auðvitað með réttu Sjávarborg og það er alveg óþarfi að skipta út góðu íslensku nafni fyrir lélegt erlent. Erlendir gestir kjósa að dvelja í íslensku gistiheimili og eru fremur hrifnari af því að það beri hefðbundið íslensk nafn. Nafnið Egilsenshús er prýðilegt dæmi um góðan smekk í slíku tilfelli. Sama er að segja með nafnið Ocean Safari, á nýju gúmmíbátaútgerðinni. Af hverju er valið enskt nafn? Það er aðeins lítið brot af hinum erlendu ferðamönnum, sem koma frá enskumælandi landi. Kannske ætti heitið þá að vera kínverskt? Hafa þessir menn svo lítið hugmyndaflug, eða svo litla þekkingu á breiðfirskri sjávarhefð, að þeir geti ekki fundið íslenskt nafn á útgerðina? Reyndar finnst mér hraðskreiðir spíttbátar, sem eru keyrðir svo hratt að þeir standa næstum upp á endann, alls ekki passa inn í friðsældina á Breiðafirði. Þessi hraðumferð fælir sel og fugla, getur spillt varpi og raskar þeirri ró, sem við eigum að venjarst við ströndina. Í fjórða lagi líkar mér ekki dreifing á mjög stórum og áberandi skiltum Sæferða víðsvegar umhverfis höfnina. Getur hver sem er sett upp slík skilti til auglýsingar á rekstri sínum? Svo virðist vera. Alla vega hefur bæjarstjórn nú opnað þá gátt og heldur þannig áfram að spilla heildarútliti hafnarsvæðisins.

Haraldur Sigurðsson

Gætið ykkar í ferðaþjónustuÁrný Guðmundsdóttir hefur lengi séð um flöskusjóðinn á Dvalarheimilinu, en hún hefur séð um að safna saman og gera skil á honum. Margir bæjarbúar vita af þessu góða starfi Árnýjar og hafa skilið eftir dósapoka á tröppunum heima hjá henni.Hún hefur í gegnum árin fært heimilinu góða og þarfa hluti sem koma sér vel fyrir íbúana. Á dögunum kom hún enn færandi hendi og afhenti 2 fótanuddtæki og 2 hitateppi fyrir axlir og bak. Mikil

ánægja er hjá íbúunum með þessa hluti og eru þeir mikið í notkun.Við þökkum Árnýju fyrir þessa góðu sendingu og óskum henni velfarnaðar. Erla Gísladóttir

Árný kemur færandi hendi

Vantar húsnæði fyrir einstakling í Stykkishólmi í sumar, júlí og ágúst,

kannski eitthvað lengur. Er reyklaus og reglusöm. Skilvísum greiðslum heitið. Linda s: 8694872

Smáauglýsingar

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 23.maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 20. árgangur 23. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Tónleikar og upplesturLaugardaginn 25. maí 2013 kl. 21:00

Fram koma: Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundurKristín Ómarsdóttir, rithöfundurGyða Valtýsdóttir sellóleikari & Shahzad Ismaily gítarleikari

Aðgangseyrir 1000 kr

Laus störfBæjarstjóri

Ræstingar í Ráðhúsinu

Stykkishólmsbær óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar í Ráðhúsinu. Um er að ræða 40% starf sem unnið er á dagvinnutíma. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknir skulu berast Stykkishólmsbæ, Hafnargötu 3 eða á netfangið [email protected] Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 14. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í síma 433-8100, netfang: [email protected].

Störf í grunnskólanum

Grunnskólinn í Stykkishólmi óskar eftir að ráða eftirfarandi starfskrafta frá og með næsta skólaári:

• Skólaliða í 50 % starf

• Stuðningsfulltrúa í 67 % starf.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknir skulu berast Grunnskólanum í Stykkishólmi, Borgarbraut eða Stykkishólmsbæ, Hafnargötu 3. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 14. júní nk.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Svanlaugsson, skólastjóri, netfang: [email protected] eða í síma 433 8177.

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 23.maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 20. árgangur 23. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Vorhreinsun í Stykkishólmi24. til 29. maí

Starfsmenn áhaldahúss �arlægja garðaúrgang við gangstéttarbrún.

Einstaklingar, fyrirtækiog félög í bæjarfélaginu taka til í sínu nærumhver�.

Snoppa opin laugardaginn 25. maí kl. 11-15.Fjöru- og gönguferð með lí�ræðingi í boði Náttúrustofu Vesturlands, laugardaginn 25. maí kl. 12.30. Hist við endann á Borgarbraut við Víkursvæðið.

Uppskeruhátíð í Grensásnum: Grill o.�. miðvikudaginn 29. maí kl.18.

Fyrirkomulag átaksins er:

Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar að snyrtilegasta

bæ landsins!

Hjólað í vinnuna eða skólann? Við eigum hjólin! Hjólaðu = hollt og hagkvæmt!

Allt til hjólreiðanna!Hjálmar, lásar, körfur, pumpur, hnakkpúðar o.fl. o.fl.

Sama verð og fyrir sunnan!!VISA raðgreiðslur

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 23.maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 20. árgangur 23. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Tónleikar og upplestur í Vatnasafninu Laugardaginn 25. maí 2013 mun Gyða Valtýsdóttir sellóleikari sem áður var í Múm, en hefur alfarið snúið sér að klassískri tónlist flytja sérstakan konsert sem hún í vann með Vatnasafnið í huga. Gyða Valtýsdóttir mun flytja tónlist sína ásamt Shahzad Ismaily sem er þekktur fjölvíddartónlistarmaður.Gyða Valtýsdóttir sellóleikari stingur sér á ljórænan hátt í verk Olivier Messiaen, George Crumb, Robert Schumann & Harry Partch ásamt því að leika af fingrum fram. Hljóð hægir á sér í vatni, ein nóta einn tónn, miðlað er um vatn brýst í innra eyra sem fagrir litatónar í ljóðrænni tónlist. Eiríkur Örn Norðdahl og Kirstín Ómarsdóttir rithöfundur lesa úr verkum sínum.Eiríkur Örn hefur skrifað ljóð og skáldsögur og tók við íslensku bókmenntaverðlaununum í ár fyrir skálsögu sína Illsku.Kristín hefur skrifað leikrit, smásögur, ljóð og skáldsögur. Hún var einnig tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna í ár fyrir skáldverk sitt Millu. (Fréttatilkynning)

Í Ásbyrgi þyggjum við með þökkum.• Garnafganga.• Sprittkerti og aðra kertaafganga.• Sængurföt, gardínur, dúka og önnur efni.• Bómullarfatnað.• Málingu. ( afgangs málingu.)• Sultukrukkur.• Plastbox undan ísblómi.• Pringles dollur• Dagatöl.• Blöð, bæklinga og tímarit.• Umslög með frímerkjum á.• Gleraugu.• Áldósir.• Gömul tæki og tól sem hægt er að skrúfa í sundur.• Keramik blómapottar.• Allar tegundir af litum.

Í Ásbyrgi er opið frá kl 8 – 16 alla virka daga. Endilega lítið við og sjáið hvað við erum að gera. Við höfum til sölu ýmislegt á vægu verði.

Með kveðju og þökk fyrir góðar viðtökur.Hanna Jónsdóttir

Áttu eitthvað dót?

Í 9. og 10. bekk koma Danir frá Kolding í heimsókn til Stykkishólms og við til þeirra í byrjun 10.bekkjar.Danirnir eru með plan fyrir og mánudaginn 13.maí lentu Danirinir í Keflavík og fóru í Bláa lónið og gistu eina nótt í Reykjavík.Næsta dag fóru þau að skoða Gullfoss og Geysir.Á miðvikudaginn fóru þau til Helgafells og Bjarnarhafnar. Um kvöldið héldu þau sundlaugarpartý.Á fimmtudag og föstudag unnu allir krakkarnir sameiginlegt verkefni. Fóru í siglingu með Sæferðum, léku sér í X-inu og í lokin var haldin veisla í skólanum fyrir krakka, foreldra og kennara.

7. bekkur GSS

Heimsókn frá Kolding 14. - 17. maí

Aftanskin félag eldri borgara í Stykkishólmi sendi tvö til að keppa á Vesturlandsmóti í Botcia á Akranesi 4. mai 2013. Gekk liðunum vel, en komust ekki á verðlaunapall í þetta sinn. Var farið fram á, að Stykkishólmur sæi um Vestulandsmót í Botcia 2014 .Og þurfum við góða hjálp við það. Aftanskinsfélagar verða svo með Hand- og Myndlistarsýningu laugardaginn 25. maí 2013 í Setrinu kl.14 til 16. Þar verður Kaffi og vöfflur á kr.500 á boðstólnum. Allir velkomnir. Gunna Áka

Aftanskin

Kynning í Eldfjallasafninu laugard 25. maí kl. 15 • Allir velkomnir

25 spennandigönguleiðir

um SnæfellsnesReynir Ingibjartsson,

leitar hér uppi marga forvitnilega og skemmtilega staði sem ekki

eru öllum kunnir.

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 23.maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 20. árgangur 23. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 436-1600

Opið fimmtudag til sunnudags frá kl.18

Fylgist með á Facebook

Opið alla daga frá kl. 12Nýr sumarmatseðillwww.narfeyrarstofa.is & FacebookSími 438-1119 [email protected]

- fagleg og freistandi

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00Frá Brjánslæk sun-fös 18:00Aukaferð: Laugard. 25.maí Frá Stykkishólmi kl. 9 og frá Brjánslæk kl. 12

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun í

Stykkishólmskirkjulaugardaginn 25. maí kl. 16.

Söngstjóri og undirleikari er Jóhanna Marín Óskarsdóttir.

Einsöngvarar eru Skúli Jóhannsson og Þorbergur Skagfjörð Jósefsson.

Á nikkuna leikur Hermann Jónsson.

Á söngskránni eru léttar perlur, íslenskar og erlendar.

Aðgangseyrir kr. 1.500 Kort ekki tekin!

Allar eignir á www.faststykk.is

Sverrir Kristjánssonlögg. fasteignasaliÆgisgötu 11340 StykkishólmiSími: 896 [email protected]

BINGÓ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA!

Miðvikudaginn 29. maí verður haldið bingo í Kapellu “Maríu meyja” á Austurgötu 7, við spítala.

Bingóið hesft kl. 19.00. Í hléi verða kaffiveitingar.Hvert spjald á kr. 500

Bingóið er liður til styrktar góðum málefnum. Misstu ekki af þessum frábæru viðburðum!!

Nunnur

Í þessari viku ætlar Guðfinna Rúnarsdóttir að gefa okkur uppskrift.

Fjölskyldusæla150 gr gróft spelt150 gr haframjöl50 gr hrásykur, pálmasykur (ég nota púðusykur)180 gr smjör2 dl rabbarbarasulta

Aðferð:1. Hitið ofninn í 180 gráður2. Blandið öllum þurrefnum í skál3. Bræðið smjörið og blandið við þurrefnin með skeið og svo með höndunum4. Þjappið 3/4 af deiginu i eldfast kökuform5. Setjið sultuna ofan á og myljið afganginn af deiginu ofan á6. Bakið í 30 mín

Þessi sæla er súper einföld, fjótleg og góð

Við skorum á Elísabetu Valdimarsdóttur til að senda okkur uppskrift af einhverju gúmmelaði í næstu viku.

7. bekkur GSS

Fjölskyldusæla að hætti Guðfinnu