stykkishólms-pósturinn 29.tbl

4
SÉRRIT - 29. tbl. 18. árg. 25. ágúst 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir 12 Grásleppubátar 4.644 Grásleppunet Grásleppa 26 27 Handfærabátar 25.303 Handfæri Þorskur 49 Hólmarinn SH 114 2.187 Landbeitt lína Þorskur ofl. 1 Íris Ósk SH 280 70 Lína Lúða 1 Karl Þór SH 110 4.627 Landbeitt lína Þorskur ofl. 5 Anna SH 13 969 Skötuselsnet Skötuselur 1 Arnar SH 157 3.245 Skötuselsnet Skötuselur 2 Landey SH 31 31.448 Landbeitt lína Þorskur ofl. 12 Garpur SH 95 22.215 Gildra Beitukóngur 12 Samtals 94.708 109 AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 07.08.2011 - 21.08.2011 Orgelsmíði gengur eftir áætlun Frá 3. september n.k. falla niður ferðir ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð. Síðasta ferð frá Stykkishólmi verður kl. 9:00 3.september frá Stykkishólmi og kl. 12:00 frá Brjánslæk. Fram til 8. október eða þar um bil verður farþegum á Breiðafirði þjónað með Særúnu eða Brimrúnu með ferðum í Flatey en þungar vörur eða bílar fara ekki um borð. Farið verður áfram á Brjánslæk eftir þörfum. Nánari upplýsingar um áætlun Sæferða um Breiðafjörð er að finna á www.seatours.is am Ferðir Baldurs falla niður Stykkishólms-Pósturinn kemur næst út fimmtudaginn 8. september Um þessar mundir eru u.þ.b. 2 mánuðir þar til nýja orgelið kemur heim í Hólm. Smiðirnir úti í Þýskalandi vinna nú baki brotnu við smíðina sem gengur vel og er samkvæmt áætlun. Í byrjun ágúst var búið að setja saman burðarvirki orgelsins og nú er verið að vinna í að setja saman lagnakerfið og stýringar fyrir loftrásirnar í orgelinu og að raða upp pípunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þetta er væntanlega býsna flókið völundarhús af rörum því „vindkerfið“ þarf jú að ná til allra pípanna í orgelinu sem eru á annað þúsund talsins. Það er líka eins gott að burðarvirkið sé vandað og sterkt því að pípuorgel eins og nýja orgelið okkar er engin smásmíði. Timburvirkið, loftlagnakerfið, kúblingar og stýringar eru býsna þung stykki en mest munar þó um pípurnar sjálfar sem smíðaðar eru úr blöndu af tini og blýi. Samanlagt vegur því orgelið u.þ.b. 8000 kíló. Samkvæmt áætlun er orgelið væntanlegt heim í lok október og í byrjun nóvember verða smiðirnir komnir til að setja það upp í kirkjunni. Fh. Orgelsjóðs Stykkishólmskirkju Sigþór U. Hallfreðsson Orgelið er smátt og smátt að taka á sig mynd. Pípurnar raðast upp hver af annarri. 159 börn á ferðinni Grunnskólinn í Stykkishólmi var settur í vikunni og eru 159 börn skráð til náms í skólanum. 11 börn eru að hefja sína skólagöngu í fyrsta bekk. Því má gera ráð fyrir aukinni umferð gangandi eða hjólandi barna á morgnana og eftir hádegi. Ökumenn eru hvattir til að sýna sérstaka aðgát í akstri af þessum sökum. Foreldrar eru hvattir til að brýna fyrir börnum sínum umferðareglurnar. Svo er bjart á morgnana og tilvalið að ganga í vinnuna eða í skólann með börnunum. Varla þarf að minna foreldra og aðstandendur á að börnum ber að vera með hjálma á reiðhjólum en foreldrar geta einnig sýnt gott fordæmi með hjálmanotkun. Útivistartími barna breytist 1. september n.k. þegar 12 ára börn og yngri mega vera úti til kl. 20 og 13-16 ára börn mega vera úti til kl. 22. am Af því bárust fréttir í fjölmiðlum s.l. helgi að kaupsamningum um Brugghúsið Mjöð hefði verið rift af seljendum. Eru ástæður sagðar vera vanefndir á samningi af hálfu kaupenda. Kaupendur saka þó einnig seljendur um vanefndir. Seljendur hafa gefið kaupendum 10 daga frest til að skila eignum. www.ruv.is Kaupsamningi rift Shannon McKever er væntanleg í kvennalið Snæfells í körfu og verður með þeim á komandi tímabili. Shannon kemur frá Greenwood, South- Carolina er 22 ára og er 1.83 m á hæð. Shannon spilaði með kvennaliði Lander University og stóð sig með prýði síðasta tímabil með 17.2 stig, 9.8 fráköst og 3.2 varin skot að meðaltali í 31 leik. www.snaefell.is Shannon McKever bætist í kvennalið Snæfells Fleiri myndir á www.stykkisholmsposturinn.is

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 14-Mar-2016

249 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara frá 1994 Fimmtudagur 25. ágúst 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 29.tbl

SÉRRIT - 29. tbl. 18. árg. 25. ágúst 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir

12 Grásleppubátar 4.644 Grásleppunet Grásleppa 26

27 Handfærabátar 25.303 Handfæri Þorskur 49

Hólmarinn SH 114 2.187 Landbeitt lína Þorskur ofl. 1

Íris Ósk SH 280 70 Lína Lúða 1

Karl Þór SH 110 4.627 Landbeitt lína Þorskur ofl. 5

Anna SH 13 969 Skötuselsnet Skötuselur 1

Arnar SH 157 3.245 Skötuselsnet Skötuselur 2

Landey SH 31 31.448 Landbeitt lína Þorskur ofl. 12

Garpur SH 95 22.215 Gildra Beitukóngur 12

Samtals 94.708 109

AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 07.08.2011 - 21.08.2011

Orgelsmíði gengur eftir áætlun

Frá 3. september n.k. falla niður ferðir ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð. Síðasta ferð frá Stykkishólmi verður kl. 9:00 3.september frá Stykkishólmi og kl. 12:00 frá Brjánslæk. Fram til 8. október eða þar um bil verður farþegum á Breiðafirði þjónað með Særúnu eða Brimrúnu með ferðum í Flatey en þungar vörur eða bílar fara ekki um borð. Farið verður áfram á Brjánslæk eftir þörfum. Nánari upplýsingar um áætlun Sæferða um Breiðafjörð er að finna á www.seatours.is am

Ferðir Baldurs falla niður

Stykkishólms-Pósturinn kemur næst út

fimmtudaginn 8. september

Um þessar mundir eru u.þ.b. 2 mánuðir þar til nýja orgelið kemur heim í Hólm. Smiðirnir úti í Þýskalandi vinna nú baki brotnu við smíðina sem gengur vel og er samkvæmt áætlun. Í byrjun ágúst var búið að setja saman burðarvirki orgelsins og nú er verið að vinna í að setja saman lagnakerfið og stýringar fyrir loftrásirnar í orgelinu og að raða upp pípunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þetta er væntanlega býsna flókið völundarhús af rörum því „vindkerfið“ þarf jú að ná til allra pípanna í orgelinu sem eru á annað þúsund talsins. Það er líka eins gott að burðarvirkið sé vandað og sterkt því að pípuorgel eins og nýja orgelið okkar er engin smásmíði. Timburvirkið, loftlagnakerfið, kúblingar og stýringar eru býsna þung stykki en mest munar þó um pípurnar sjálfar sem smíðaðar eru úr blöndu af tini og blýi. Samanlagt vegur því orgelið u.þ.b. 8000 kíló. Samkvæmt áætlun er orgelið væntanlegt heim í lok október og í byrjun nóvember verða smiðirnir komnir til að setja það upp í kirkjunni.

Fh. Orgelsjóðs StykkishólmskirkjuSigþór U. Hallfreðsson Orgelið er smátt og smátt að taka á sig mynd.Pípurnar raðast upp hver af annarri.

159 börn á ferðinniGrunnskólinn í Stykkishólmi var settur í vikunni og eru 159 börn skráð til náms í skólanum. 11 börn eru að hefja sína skólagöngu í fyrsta bekk. Því má gera ráð fyrir aukinni umferð gangandi eða hjólandi barna á morgnana og eftir hádegi. Ökumenn eru hvattir til að sýna sérstaka aðgát í akstri af þessum sökum. Foreldrar eru hvattir til að brýna fyrir börnum sínum umferðareglurnar. Svo er bjart á morgnana og tilvalið að ganga í vinnuna eða í skólann með börnunum. Varla þarf að minna foreldra og aðstandendur á að börnum ber að vera með hjálma á reiðhjólum en foreldrar geta einnig sýnt gott fordæmi með hjálmanotkun. Útivistartími barna breytist 1. september n.k. þegar 12 ára börn og yngri mega vera úti til kl. 20 og 13-16 ára börn mega vera úti til kl. 22. am

Af því bárust fréttir í fjölmiðlum s.l. helgi að kaupsamningum um Brugghúsið Mjöð hefði verið rift af seljendum. Eru ástæður sagðar vera vanefndir á samningi af hálfu kaupenda. Kaupendur saka þó einnig seljendur um vanefndir. Seljendur hafa gefið kaupendum 10 daga frest til að skila eignum. www.ruv.is

Kaupsamningi rift

Shannon McKever er væntanleg í kvennalið Snæfells í körfu og verður með þeim á komandi tímabili. Shannon kemur frá Greenwood, South- Carolina er 22 ára og er 1.83 m á hæð.Shannon spilaði með kvennaliði Lander University og stóð sig með prýði síðasta tímabil með 17.2 stig, 9.8 fráköst og 3.2 varin skot að meðaltali í 31 leik. www.snaefell.is

Shannon McKever bætist í kvennalið Snæfells

Fleiri myndir á www.stykkisholmsposturinn.is

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 29.tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 29. tbl. 18. árgangur 25. ágúst 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

SmáauglýsingarTil leigu/sölu húseignin að Silfurgötu 40 hér í bæ. Upplýsingar gefur Hafdís í síma 894-9284Tapað/fundið Týnd gleraugu í röndóttu hulstri. Hafi einhver orðið þeirra var vinsamlegast hringið í síma 438-1613 eða 866-6980. Inga Gísladóttir

Síðustu opnunardagar Sjávarkistunnar Sjávarkistan – sölumarkaður með ferskan fisk af Snæfellsnesi hefur verið rekin í húsnæði Sjávarsafnsins í Ólafsvík í sumar. Þetta er tilraunaverkefni til að kanna rekstrargrundvöllinn þess að selja fisk í sjávarbyggð. Fiskvinnslufyrirtæki í Snæfellsnesi hafa staðið við bakið á þessu verkefni með því að sjá Sjávarkistunni fyrir söluvöru. Allir sem nýtt hafa sér þessa þjónustu hafa verið mjög ánægðir og reynt hefur verið að bregðast við óskum viðskiptavina um aukið framboð af ýmsum tilbúnum fiskréttum, sem mælst hafa mjög vel fyrir. Nú er komið að lokum þessa verkefnis og síðustu opnunardagar Sjávarkistunnar eru um næstu helgi og Sjávarkistan lokar sunnudaginn 28. ágúst. Framtíðin verður svo að leiða í ljós hvort einhver grípur þennan bolta á loft og sér atvinnutækifæri í því að setja upp fisksölu á Snæfellsnesi. Sveitamarkaður á SunnudaginnMargir hafa spurt hvort ekki væri hægt að selja fleiri matvörur sem framleiddar eru á Snæfellsnesi í Sjávarkistunni, t.d. grænmeti ofl. Því langar okkur til að ljúka þessu verkefni með því að halda „sveitamarkað“ í Sjávarkistunni á sunnudaginn 28. ágúst, frá kl. 13:00 – 16:00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að selja grænmeti og aðra matvörur af Snæfellsnesi á markaðsdegi í Sjávarkistunni, til að hafa samband við Átthagastofu Snæfellsbæjar og skrá sig. Síminn í Átthagastofu er: 433 6929, en einnig er hægt að hafa samband í gegn um tölvupóst: [email protected]

Sveitamarkaður í SjávarkistunniÁgæta stuðningsfólk SnæfellsNú líður senn að nýju keppnistímabili hjá meistaraflokkum okkar í körfuboltanum. Það verður fjör í vetur í körfunni og ætlum við okkur áfram glæsta sigra eins og alltaf og mikil tilhlökkun í okkar hópi.Við viljum þakka öllu okkar stuðningsfólki nær og fjær fyrir öflugt starf hingað til og treystum því að það verði allir með okkur áfram. Rekstur á slíkri deild sem meistaraflokkar Snæfells eru kostar sitt og gengur ekki nema með miklum samtakamætti allra stuðningsmanna. Kostnaður síðasta tímabils var rúmar 26 milljónir sem er mikið fé. Í dag skuldum við aðeins kr. 300 þús. , höfum sem sagt greitt allan þennan kostnað og það myndu margir kalla slíkt kraftaverk í ekki fjölmennara samfélagi, þökk sé öllum sem hafa lagt starfinu lið!Það hefur eitthvað verið nefnt að við séum alltof áberandi og um leið fyrirferðarmikil í samfélaginu og er það örugglega rétt. En málið er bara einfalt, félagsstarf sem stendur og fellur með endalausri sjálfboðavinnu sem þarf að finna 26 milljónir getur aldrei náð sínum markmiðum nema að það sé tekið eftir því og þá um leið um það talað. Við ætlum ekki einhverjum öðrum að greiða okkar skuldir, við gerum það sjálf hvort sem við erum innan vallar eða utan. Umf. Snæfell rekur meistaraflokka hjá báðum kynjum og erum við stolt af því. Foreldrar missa síður unglinga sína í burtu. Þeir sinna ýmsum verkefnum hjá fyrirtækjum og stofnunum með námi sínu, þetta er hægt vegna starfssemi Snæfells. Við höfum heyrt margar fjölskyldur fagna þessum valkosti okkar.Þá bíða margir eftir spennandi leikjum okkar liða, en það eru forréttindi að fá tækifæri að sjá alla bestu körfuboltamenn og -konur Íslands hér nokkrum sinnum á vetri, já en það kostar sitt !Ýmsar skipulagsbreytingar verða á störfum okkar í vetur og auglýsum við hér með eftir áhugafólki til að vinna þau verkefni með okkur. Hefur þú áhuga á að vinna með okkur hjá kvennaliðinu eða karlaliðinu? Endilega hafðu þá samband við einhverja eftirtalinna stjórnarmanna.

• Gunnar, sími 8648864 [email protected]• Davíð,sími 8622910 [email protected]• Hermundur, sími 8916949 [email protected]• Páll, sími 6618200 [email protected]• Egill, sími 8995953 [email protected]• Þorbergur, sími 8941951 [email protected]• Símon,simi 8489816 [email protected]

Sjáumst hress á leikjum Snæfells í vetur, stöndum vörð um öflugt félag okkar Vestlendinga.

Áfram Snæfell !Gunnar Svanlaugsson, formaður meistaraflokka Snæfells

Áfram Snæfell

Íslandsmeistaramót í hrútadómum 2011 fór fram á Sauðfjársetri á Hólmavík s.l. laugardag. Skv. frétt strandir.is tóku alls fimmtíu manns þátt og þar af nokkrir af Snæfellsnesi. Strandamaðurinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum fór með sigur af hólmi í öðru sæti var Elvar Stefánsson frá Bolungarvík og þriðja varð Guðlaug Sigurðardóttir bóndi á Hraunhálsi í Helgafellssveit.Keppendur af Snæfellsnesi gerðu það gott á mótinu því í flokki óvanra fóru mæðgurnar Guðrún Hauksdóttir og Elín Inga Lárusdóttir frá Ögri á Snæfellsnesi með sigur af hólmi eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Ljósmyndir: www.strandir.is

Kvenþjóðin af Snæfellsnesi gerir það gott í hrútaþukli!

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 29.tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 29. tbl. 18. árgangur 25. ágúst 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Ferjan Baldur

Óskum eftir að kaupa hráefni úr héraði!

Nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 438-1119

Opið:Eldhúsið er opið frá kl. 11:30 - 14:00 og 18:00 - 21:30

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl. 11:30 - 23:00 og föstudaga og laugardaga frá kl. 11:30-01:00

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Ber og berjahrat Kaupum ber, villt og ræktuð í görðum, hreinsuð

og grófhreinsuð. Einnig berjahrat.Hafið samband við Þóru: 698 0448 eða

Ólöfu 698 8033urta.islandica

ÞAKKIR

Mánudagsmorguninn 22. ágúst s.l. beið okkar í póstassa skrifstofunnar þetta bréf:

„20/8 2011Getið þið vinsamlegast lagað klukkuna, sem vanstilltist í rafmagnsleysinu um daginn. Við tölum hér um stóru – klukkuna.

Með eilífðar þakklæti.Bæjarbúi ☺“

Nú er búið að stilla klukkuna. Við þökkum bæjarbúanum umhyggjuna fyrir klukkunni – bæjarklukkunni.

Starfsfólk Sýsló

Verslunin Sjávarborg - á leið inní haustið

Nú verðum við með útsölu á öllu sumardótinu.

40 % afsláttur – gerið góð kaup.

Aðeins þessi vika og sú næsta.

Athugið! Opið kl 12-18 virka daga og 13-16 á laugardögum.

Starfsmaður óskast

Starfsmaður óskast við ræstingar á skrifstofu sýslumanns og lögreglu að Borgarbraut 2, Stykkishólmi.Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Um er að ræða 40% starf sem unnið er á dagvinnutíma. Laun eru skv. kauptaxta starfsgreina-sambandsins frá 1. júní 2011 skv. samningi SA og SGS frá 5. maí 2011.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Lilja Þorbergsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430-4100, netfang: [email protected]

Umsóknarfrestur er til 5. september 2011.Við áskiljum okkur rétt til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.

Vegna fjarveru ferjunnar Baldurs frá og með 4. september til allt að 8. október falla bílferjusiglingar yfir Breiðafjörð niður.

Á tímabilinu verða farnar ferðir til Flateyjar á farþegabátnum Særúnu sem hér segir.:Þriðjudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga:Frá Stykkishólmi kl. 14:00 Frá Flatey kl 17:30.Stoppað í Flatey 2 klst.Eftir 15. september falla laugardagsferðir niður. Farið verður á Brjánslæk í sérstökum tilfellum. Nánari upplýsingar í síma 433 2254 eða í netfangi [email protected]

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 29.tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 29. tbl. 18. árgangur 25. ágúst 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Leyndarmál Hólmara !Öll samfélög eiga sér sjálfsagt einhver leyndarmál – misalvarleg að sjálfsögu.Ég átti þess kost í uppeldi mínu í Stykkishólmi að verða partur af leyndarmáli Hólmara, ójá og er ég viss um að þetta ,,stóra” leyndarmál, gaf mér meira en það tók frá mér.Það tengdist að sjálfsögðu undergroundinu í bænum – neðan þilja málefnum á sjómönnsku.Leyndarmálið heitir Tehúsið í Stykkishólmi – Tehús Ágústmánans eins og það var gjarnan nefnt um land vítt og breitt og ekki síður til sjávar. Það var sumsé kennt við þann ágæta mann og eigandann Ágúst Sigurðsson, eiginmann Rakelar Olsen – en Ágúst lést langt fyrir aldur fram.Tehúsið var álitið flottasta sjoppan á landinu – enda mikill menningarbragur þar á.Allt var dökkmálað þar inni. Afgreiðsluborð eða bar sem það líktist miklu heldur, allt leðurklætt og stungið með gylltum bólum. Þá voru bekkir – sama leðrið og á bar/afgreiðsluborði – hálfgildings sófar og allir með tilheyrandi sófaborði.Svo kemur rúsínan í pylsuendanum: Tehúsið skartaði glymskratta eins og þeir voru kallaðir. Þar gastu valið lög fyrir smápening og spilað það sem þú hafðir áhuga á. Þess verður að geta að þetta var á tímum, þar sem einungis var einn þáttur í viku sem hægt var að hlusta á rokk/popp og hét sá þáttur ,,Lög unga fólksins” og var á RÚV – hér var því um mikla framsækni að ræða í aðgengi að almennilegu rokki. Moody Blues var hljómsveit sem ég gat hlýtt á þar, Black Sabbath, Led Zeppelin, Kraftwerk og svo auðvitað eldra efni svo sem Elvis Prestley, Roy Orbison og fleiri og fleiri.Þetta stórmerkilega hús stóð aldrei autt. Strax við fermingaraldurinn fór maður að sækja Tehúsið, foreldrum til mikillar skelfingar – enda staðurinn oftlega álitin Sódóma og Gómorra mannlífsins. Ekki dugði annað til en að farða vel og hressilega til að eiga meiri samleið með öllu því fólki sem þar kom saman á hverju kvöldi.Á þessum tíma var Stykkishólmur útgerðarbær, þar sem menn og konur komu alls staðar að til þess að sækja sjóinn og veiðiskapurinn var hörpudiskur. Margir bátar gerðu út frá Hólminum, bátar hjá Sigurði Ágústssyni, hjá Sigurjóni Helgasyni, Óla Sighvats. og fleirum.En hús er bara hús. En það sem gestgjafar þessa hús buðu upp á var alveg einstakt. Og þetta einstaka var allt það fólk sem maður kynntist eða langaði svo mikið til að kynnast sem þar dvaldi stundum langdvölum.Þarna kynntist ég afskaplega merkilegum manni – en sá hét Jón Sigurðsson, kadett úr Hernum. Jón Kadett eins og hann var ævinlega nefndur var að mínu mati strax þá einn fínasti róni landsins, þegar hann var í þeim gírnum þ.e. á túr eins og það var kallað.Hann var kokkur á skelbát og sjómennskan sú útheimti ekki útilegur eða langlegur, ónei flestir voru þeir komnir að landi fyrir klukkan fimm, síðdegis.Þá var seinni törn dagsins eftir hjá honum Jóni og það var setan og samkoman á Tehúsinu.Þangað mætti Jón Kadett ævinlega á jakkafötum, hvítri skyrtu, þverslaufu, gráleitum frakka og á alveg hreint ótrúlega vel burstuðum skóm.Hann sat langdvölum á Tehúsinu og sagði sögur og þær ekki slordónalegar – enda komið út bók um kappann sem heitir ,,Syndin er lævís og lipur” og var skráð að mig minnir af Jónasi Árnasyni. Þá orti Steinn Steinarr óborganlegt kvæði um Jón Kadett, föll hans og syndir og síðar upprisu í Hjálpræðishernum – sem oft virtist troðið upp á Jón í þeim her.

Áskorandahornið

,,En syndin er lævís og lipurog lætur ei standa á sér.Hún situr um mannanna sálirog sigur af hólmi hún ber.Þú hneigðist að dufli og daðriog drakkst eins og voðalegt svínOg hvar er nú auðmýkt þíns hjartaog hvar er nú vígsla þín. (Steinn Steinarr)

Steinn Steinarr og Jón Kadett voru gamlir drykkjufélagar og hér hæðist hann að þessum vini sínum sem lætur draga sig inn á samkomu á Her.Fleiri skemmtilegum persónum kynntist maður þarna og nefni ég nú nokkra til sögunnar:Óli Popp, Róbert Glad, Sigrún Sigurjóns., Sessa Davíðs vann þarna lengi, Oddi Dóri, vinkonurnar Ella Sigurjóns og Sandra Sigurðar, Sævar Óla Sighvats, Raggi Berg, Elvar og Ella Birna, Anna María Rafns, Siggi Kristins, Jófý, Gummi Gunnlaugs, Hafdís Berg, Bylgja Konráðs, Alli Didda Odds, Jónína Shipp, Jói löggunnar, nú götulistamaður í Reykjavík og svona gætum við haldið áfram og kannski tilefni að næsti áskorandi taki við af mér og segi frá sínum minningum frá Tehúsinu – sem væru í raun efni í heila bók.Myndi maður ekki segja að Stykkishólm skorti dulítið underground í dag ?

Alma Jenný Guðmundsdóttirnánari skilgreining – dóttir Kötu og Hinna.

Ég skora á Björn Björnsson, Badda Björns minn gamla bekkjarfélaga og frábæra karakter.