enjo líf janúar 2012

11
L Í F Auðvelt að nota aðeins með vatni Umhverfið er okkar heimili Janúar 2012 Vinnufundur Þann 9. janúar ætlum við að byrja árið með smá vinnufundi til að koma okkur í gang eftir hátíðirnar. Byrjum kl 18:00, takið dagbækurnar með og nöfnin ykkar, því nú er komin tími til að bóka ef þið gerðuð það ekki í desember.

Upload: rakel-gudmundsdottir

Post on 16-Mar-2016

227 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Fréttablað ENJO ráðgjafa á Íslandi

TRANSCRIPT

Page 1: ENJO líf janúar 2012

LÍF

Auðvelt að nota aðeins með vatni

Umhverfið er okkar heimili

Janúar2012

Vinnufundur Þann 9. janúar ætlum við að byrja árið með smá vinnufundi til að koma okkur í gang eftir hátíðirnar. Byrjum kl 18:00, takið dagbækurnar með og nöfnin ykkar, því nú er komin tími til að bóka ef þið gerðuð það ekki í desember.

Page 2: ENJO líf janúar 2012

Efnisyfirlit1 Vinnufundur 2 Gleðilegt nýtt ár3 Jóla ENJO saga 3 Keppni4 Synergy 20124 Vinnuöryggi6 Trukkaferðalag8 Synergy 2013

8 Stundvísi8 Nýtt fólk9 Aukning ársins 2011 frá 20109 Viðskiptavinafundir 9 Framakort10 Hamingju hornið11 Heimslistinn11 Íslandslistinn

Gleðilegt nýtt árVið viljum þakka ykkur ráðgjöfum fyrir

alveg frábært ár sem nú er liðið og óska ykkur velferðar á nýja árinu sem gengið

er í garð

kveðja Ósk og Óli

2

Page 3: ENJO líf janúar 2012

KeppniYfir hátíðirnar var keppni fyrir þá sem vildu vera að vinna.

Þeir ráðgjafar sem héldu þrjár kynningar á tímabilinu 12. desember 2011 til 8.janúar 2012 fá að launum moppu að eigin vali auk þess að fá nafnið sitt í pott sem dregið verður úr mánudaginn 9. janúar, einn heppinn ráðgjafi fær þá að launum gólfgrind að verðmæti 12.700 kr.

Jóla ENJO saga Helgu Flosa

Það hringdi í mig ung stúlka fyrir hádegi 28.des og

langaði til að fá smá kynningu fyrir sig og systur sína, jafnvel bara uppúr hádegi. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þar sem ég er alltaf með gulu kortin. En svo breyttust plönin og þær báðar voru ekki lausar fyrr en eftir 16 og þá ákváðum við að hittast hjá stúlkunni. Ég sagði henni hvernig kynningakerfið virkaði og hún ætlaði að reyna að hóa á smá kynningu. Ég mætti til hennar upp úr 16 og þar var systir hennar og ein vinkona og þær systur voru

að sjarma fyrir heimilispakkanum, þá sagði ég þeim hvernig gula kortið virkaði og ákveðið var að hin systirinn myndi reyna að smala á aðra kynningu um kvöldið, sem auðvitað varð raunin þangað kom hin systirin og ein vinkona, þannig að eftir daginn var ég búin að vera með 2 kynningar uppá rúman 150 þús kall, 2 gul kort og eina bókaða kynningu í janúar, svona getur Enjo nú komið manni á óvart og ekki nóg með það, heldur varð þetta til þess að ég næði ínní 3ja kynninga keppnina svo gaman að þessu.

3

Page 4: ENJO líf janúar 2012

VinnuöryggiGulu kortin okkar hjálpa okkur að bóka fram í tímann, þegar gestgjafi hefur skráð sig á gult kort getur hann keypt einn hlut á hálfvirði á kynningu sinni ef hún nær 35.000 í sölu og gestir eru tveir eða fleiri, áður en þú pakkar saman dótinu þínu finnur þú nýja dagsetningu með gestgjafanum, þannig auðveldar þú þér vinnuna við bókanir og ert alltaf með öruggar kynningar í dagbókinni þinni. Þegar gestgjafi hefur svo klárað gula kortið getur hann skráð sig á blátt kort og fengið sama tilboð með því að halda eina kynningu á ári. Þegar því korti er lokið getur gestgjafi skráð sig á gullkort og fengið enn betri gjafir.En mundu að gestgjafi sem hefur haldið svona margar kynningar er líklega mjög frábær ENJO ráðgjafi, hefur þú boðið þínum gestgjöfum það tækifæri?

Synergy 2012Nú er komið að árlegri ráðstefnu ENJO International og verður hún haldin í Nýja Sjálandi að þessu sinni, þið munið eftir því að á síðasta ári var hún hér á Íslandi og komu þá ráðgjafar ENJO alls staðar að og fengu að njóta alls þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

Þann 16. janúar fara út þrír af okkar bestu ráðgjöfum til Nýja Sjálands, það eru þær Alma Hanna, Anna Guðrún og Jóna Maja, til hamingju stelpur að hafa unnið þessa keppni

og takk fyrir að standa ykkur svona vel á síðasta ári. Ósk mun sjá til þess að þær komist á áfangastað.

Einnig tóku þær ákvörðun um að vera lengur en ráðstefnan er þar sem þetta er langt flug og eiga þær eflaust eftir að eiga frábærar stundir hinum megin á hnettinum.

Á ráðstefnunni verður svo tilkynnt hvert verður farið að ári og er sú keppni nú þegar byrjuð hjá okkur.

4

Page 5: ENJO líf janúar 2012

5

Page 6: ENJO líf janúar 2012

Trukkaferðalag - frásögn Önnu GuðrúnarFarið var Gullna hringinn

Lögðum af stað kl8:30 eftir Info of the day.

Veðurspáin var ekki upp á það besta, spáð var hávaða roki, rigningu og jafnvel sliddu eða snjóéljum.En viti menn aldrei þessu vant voru veðurguðirnir okkur nokkuð hliðhollir.Á keyrslu milli staða fengum við sýnishorn af öllum veðurtegundum, en á áfangastöðum fengum við hið besta veður. Svolítið kalt en allt í lagi. Farið var á 17 fjalla trukkum, fólkinu var skipt upp í 17 liðÉg var í liði no 11 ásamt Ölmu og fleiri góðum konum.Fyrsti viðkomustaður var fyrir ofan Þingvelli. Þar var tekið á móti okkur með heitu kakói og Diddú söng fyrir okkur nokkur lög.Þaðan var gengið niður á útsýnispall og litast um, næst gengum við niður almannagjá að peningagjá, þar sem trukkarnir biðu okkar.Trukkarnir voru allir tengdir saman með talstöðum þannig að við gátum heyrt söng og annað sem fram fór í hinum bílunum, leiðsögumaður var

í einum bílnum.Frá Peningagjá var ekið að Geysi og fengum við leiðsögn um svæðið ýmist frá leiðsögumanninum eða bara frá bílstjóranum, því honum fannst hann ekki fræða okkur nógu vel um svæðið og þá skrúfaði hann bara fyrir hann og fræddi okkur betur um svæðið.Er við komum að Geysi var fyrst farið að skoða Strokk, þegar hann var búin að gjósa fyrir okkur 2-3 sinnum var tekin mynd af öllum hópnum, með Strokk í baksýn að gjósa að því loknu var gengið niður á hótel Geysi þar sem við borðuðum hádegismat. Eftir matinn kom Halldór kraftajötunn á svæðið til að sýna sig og mana fólk til að prófa að lyfta lóðum, nokkrir tóku áskoruninni og prófuðu, mig minnir að Óli og Siggi frá Vín. Halldór tók svo nokkrar konur og lyfti þeim upp eins og lóðum. Það var mikið fjör, hlegið og klappað, að því loknu voru teknar myndir af honum með fólkinu, hvert land fyrir sig síðan var öllu fólkinu safnað saman í trukkana aftur og ferðinni haldið áfram að Gullfossi þar sem allir skoðuðu sig um og tóku fullt af myndum, að lokum var haldið sömu leið til baka að hluta til en fórum fram hjá Ljósafossvirkjun í

6

Page 7: ENJO líf janúar 2012

sandgryfju þar var farið með okkur í torfæruakstur.Það voru nú ekki allir með kjark til að fara með og fengu að fara úr bílunum á meðan og létu sér nægja að horfa bara á. Haldið var svo áfram eftir götuslóða sem lá niður að sveitabæ í grendinni. Þar var tekið á móti okkur með kaffi, kakói og meðlæti, hópnum skipt upp í lið eins og voru í bílunum og við látin draga spjöld sem á stóðu stafir sem við áttum svo að höggva út í ísklumpa með sporjárnum, mitt lið fékk stafinn D en sumir voru nú eitthvað að svindla og fóru að nota kúbein. Þegar að allir voru búnir að skera út í ísinn stafina sem þeim var úthlutað, var þeim raðað upp í setninguna “ENJO clean the world”.Allir stilltu sér svo upp á bakvið stafina og mynd tekin af öllum hópnum með stafina í forgrunn.Eftir þetta var veittur bjór, brennivín eða Reykjavodki í staupum eins og fólk vildi, karlakór Selfoss kom og söng fyrir okkur nokkur lög við góðar undirtektir viðstaddra, í kórnum var einn ENJO ráðgjafi, fyrir mig var þetta besta skemmtunin í túrnum og torfæru aksturinn var líka góður. Loka viðkomu staður okkar var á fjöruborðinu á Stokkseyri þar borðuðum við kvöldmat, besta

matinn á allri ráðstefnuninni að mínu mati. Humarsúpa og humar með allskonar meðlæti, rauðvín og hvítvín með matnum eftir því hvað hver vildi, mikið var spjallað og sungið yfir matnum og fékk ég þann heiður að sitja til borðs með Jóhannesi Engl og Sigga frá vín og töluðum við mikið saman. Ósk fór að leita að mér, hélt ég væri týnd, en þessir herramenn sögðu henni að hafa engar áhyggjur ég væri í góðum höndum hjá þeim. Svo var verið að verðlauna okkur fyrir frammistöðuna í útskurðar lystinni á ísnum, ég og mitt lið var kosið hættulegasta liðið og fengum við dýrindis húfur að gjöf frá Enjo einhverjir fleiri fengu verðlaun og þessi húfa er búin að koma sér vel á ferðum mínum um Ísland síðastliðin vetur.Eftir matin var svo haldið beina leið heim á hótel Nordika í Reykjavík og komið um kl 11 um kvöldið eftir frábært ferðalag og góða skemmtun.

Takk takk fyrir mig ,ENJO Synergy ferðir klikka aldrei sama hvar þær eru haldnar .Næst er það Nýja sjáland í janúar 2012.Ég er að fara og mig hlakkar mikið til.Kv ANNA GUÐRÚN.

7

Page 8: ENJO líf janúar 2012

Nýtt fólkHanna Júlía Hafsteinsdóttir Kópavogi Sigga PálsHugrún Lind Júlíusdóttir Reykjavík Alma HannaOddný Edda Björgvinsdóttir Eskifirði ÓskLára Þuríður Pétursdóttir Reykjavík Anna Guðrún

Synergy 2013Ákveðið var að byrja nýju keppnina á Synergy fyrr en áður og byrjaði hún 1.desember 2011 og mun standa til 31.ágúst 2012. Allir hafa sömu möguleika, nú er bara að setja sér markmið og ná því að fara á Synergy 2013. Við vitum ekki ennþá hvert verður farið en það verður tilkynnt í Nýja Sjálandi núna í janúar.

Keppnin er eins og í fyrra, vörukaup upp á 3.600.000 kr og að lágmarki einn nýr ráðgjafi. Þetta getur verið mjög auðvelt ef þú kemur með marga nýja ráðgjafa inn þar sem vörukaup allra nýrra ráðgjafa sem þú kemur með inn á tímabilinu teljast með í þín vörukaup (fyrir utan töskukaupin).

StundvísiGott markmið fyrir nýja árið gæti verið “Stundvísi”, við þurfum öll að passa okkur að vera stundvís á kynningarnar okkar og nota tímann vel. Einnig þurfum við líka að vera stundvís á mánudagsfundina því tími okkar allra er dýrmætur og þegar einhver mætir of seint á það til að taka athyglina af fundinum og trufla hann. Við könnumst öll við það þegar fólk mætir of seint á kynningarnar hjá okkur hvað allt getur farið úr skorðum og erfitt getur verið að ná fullri athygli aftur, berum því virðingu fyrir hvort öðru og byrjum á okkur á sjálfum eins og segir í nýja laginu hans Páls Óskars.

8

Page 9: ENJO líf janúar 2012

Aukning ársins 2011 frá 2010Við höfum staðið okkur frábærlega árið 2011 og náðum fram 51,27 % aukningu frá árinu 2010 - til hamingju allir ráðgjafar, það munar um hvern og einn sem tekur sig til. Hlökkum til ársins 2012 og ætlum þá að stækka enn meira með góðu fólki. Gulu súlurnar sýna árið 2011 en bláu 2010.

Viðskiptavinafundir Á síðasta ári vorum við dugleg að halda viðskiptamannafundi víðs vegar um landið og á það stóran hlut í aukningu okkar á því ári. Þess má geta að stúlkurnar okkar á Egislstöðum og fyrir norðan höfðu ekki verið mjög virkar fyrr en við fórum austur og á Akureyri með fundi og bókuðust kynningar í hrönnum.Solla seldi fyrir um 1.100 þús, Svandís um 770 þús og Kristjana í kringum milljón.

-1,000

1,000

3,000

5,000

7,000

9,000

11,000

jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des Alls

FramakortMinnum ykkur á framakortið ykkar, þið sem viljið fá kauphækkun strax. Þegar þú hefur lokið 9 atriðum á framakortinu ertu komin með fasta 24% söluprósentu í stað 20%, færð þá aukaprósenturnar ofan á þá prósentu og ferð því í 29% sölulaun þegar vörukaup mánaðarins ná 200.000, það munar um minna.

9

Page 10: ENJO líf janúar 2012

Hamingju horniðAfmælisbörn nóvember 2011 til janúar 2012

NóvemberAnna Guðrún 10-11Helga Flosa 22-11Guðrún Fanney 28-11

DesemberÍris Árnadótir 10-12Guðbjörg Ösp 18-12

Janúar 2012Oddný Erla 02-01Alma Hanna 08-01Ragnhildur Björnsd 23-01Sesselja Steinsólfsd 27-01Svandís Jónsdóttir 30-01Lára Þuríður Pétursdóttir 31-01

Topp 10 - nóvemberAnna Guðrún Kristjánsdóttir 830.144Sólrún Hauksdóttir 430.029Jóna Maja Jónsdóttir 414.195Íris Árnadóttir 383.048Alma H. Guðmundsdóttir 357.865Hanna Júlía Hafsteinsdóttir 321.132Kristjana Björnsdóttir 291.463Rakel Guðmundsdóttir 290.712Margrét Snæsdóttir 271.936Steinunn Ingibjörg Gunnlaugsd. 249.514

Hæsta kynning október Hæsta kynning nóvemberAlma Hanna 165.000 Jóna Maja 330.000

Topp 10 - októberAnna Guðrún Kristjánsdóttir 987.214Alma H. Guðmundsdóttir 594.102Steinunn Hjartardóttir 522.851Helga Sigríður Flosadóttir 419.046Bjarndís Tómasdóttir 365.708Svandís Jónsdóttir 334.261Íris Árnadóttir 311.524Jóna Maja Jónsdóttir 283.043Kristjana Björnsdóttir 251.781Eva Sólveig Úlfsdóttir 241.160

10

Page 11: ENJO líf janúar 2012

Topp 10 - desemberAnna Guðrún Kristjánsdóttir 590.805Helga Sigríður Flosadóttir 335.760Alma Hanna Guðmundsd 287.100Hanna Júlía Hafsteinsdóttir 219.627Íris Árnadóttir 217.501Rakel Guðmundsdóttir 207.891Eydís Linda Kristinsdóttir 151.580Sólrún Hauksdóttir 120.931Petrína Sigrún Helgadóttir 119.430Kristjana Björnsdóttir 87.335

Íslandslistinn

Hæstu vörukaupin okt Hæsta kynning oktMargit Penzenauer 12.962 EUR Katie Davis 2.914 EURAustria East 2.154 points Australia

Heimslistinn

Ritstjóri: Rakel Guðmundsdóttir

Hæsta kynning desemberRakel Guðmundsdóttir 280.000

Topp árið 2011Anna Guðrún Kristjánsdóttir 7.851.530Alma H. Guðmundsdóttir 6.158.373Jóna Maja Jónsdóttir 3.903.150Steinunn Hjartardóttir 2.369.387Rakel Guðmundsdóttir 2.345.093Steinunn Ingibjörg Gunnl. 2.044.385Guðrún Fanney Helgadóttir 1.843.927Helga Sigríður Flosadóttir 1.784.124Íris Árnadóttir 1.377.984Eva Sólveig Úlfsdóttir 1.192.580Guðbjörg Ösp Einarsdóttir 1.069.906Sigríður Pálsdóttir 1.064.765Bjarndís Tómasdóttir 807.389Þórdís Sigurðardóttir 802.296

Árangur miðað við mannfjölda pr landAustria Vorarlberg 34,69%Ísland 29,34%Austria East 18,31&Austria West 15,85%

11