30. maí 2013 umhverfisvottuÐ prentun Æfing með tónleika...

16
30. MAÍ 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika og uppákomur á Flateyri um hvítasunnuhelgina Þ essi helgi hjá Æfingu hófst á Ísafirði á föstudeginum í Vestfirsku verzl- uninni þar sem var spilað, sungið, áritað og seldur geisladiskur sem nýlega er kominn út með efni frá Æfingu. Síðan var Vagninn á Flateyri opinn, gestir stigu á stokk og skoruðu á fólk að koma með sér, og sagt er að það hafi verið bannað að skorast úr leik. Á laugardagsmorguninn var farið í beitustrákaferð, gengið um slóðir atvinnu- lífs á Flateyri og sagðar sögur úr beitninga- skúrum, frystihúsi, sláturhúsi, Oddahúsi, Fiskborg og fleiri stöðum. Leiðsögumaður var Björn Ingi Bjarnason. Dellusafnið var opið með þemaefni uppgangstímanna á Eyrinni ljúfu, opið í skipasmíðastöð Úlfars sem sögð er vera eina skipsmíðastöðin sem fjöldaframleiðir listaskip. Hvalveiðisagan var rakin með lifandi hætti í kjallarasal Ön- firðingahússins, kaffihlaðborð í Félagsbæ og síðan sagnaferð á slóðum Æfingar sem fjallaði um sukk og slark fyrri ára. Um kvöldið voru svo tónleikar í samkomuhúsinu, hljómsveitin Æfing á stóra sviðinu þar sem kynnt voru lög af nýjum diski hljómsveitarinnar og sagðar sögur. Diskurinn er ein samfeld saga af þorpsbragnum og bröndóttu fólki. Sögu- stundin á milli laga fyllti út í allt sem á vantaði. Á sunnudeginum var fermingamessa í Flateyrarkirkju og Æfing gladdi kirkjugesti, en þó einkum fermingabarnið, með léttu lagi og síðar þann dag var gönguferð á Kálf- eyri undir leiðsögn Guðmundar Björgvins- sonar. Um kvöldið var uppsöfnuðu fjöri Flateyringa gefin laus taumurinn þegar Æf- ing framkallaði stemmningu í Vagninum eins og hún getur best orðið þar og víðar. Önfirska hljómsveitin Æfing á góðri stund. Yamaha utanborðsmótorar eru þekktir fyrir áreiðanleika, endingu og þægindi og því koma vinsældir þeirra engum á óvart. Arctic Trucks er umboðsaðili Yamaha á Íslandi og getur útvegað ýmsar stærðir og gerðir Yamaha utanborðsmótora, auk þess að bjóða viðgerða- og varahlutaþjónustu. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 www.yamaha.is Farðu lengra! SUMARDEKK Á BETRA VERÐI www.dekkjahollin.is Pantaðu dekkin á betra verði á:

Upload: others

Post on 22-Mar-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

30. maí 20135. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN

Æfing með tónleika og uppákomur á Flateyri um hvítasunnuhelginaÞessi helgi hjá Æfingu hófst á Ísafirði

á föstudeginum í Vestfirsku verzl-uninni þar sem var spilað, sungið,

áritað og seldur geisladiskur sem nýlega er kominn út með efni frá Æfingu. Síðan var Vagninn á Flateyri opinn, gestir stigu á stokk og skoruðu á fólk að koma með sér, og sagt er að það hafi verið bannað að skorast úr leik. Á laugardagsmorguninn var farið í beitustrákaferð, gengið um slóðir atvinnu-lífs á Flateyri og sagðar sögur úr beitninga-skúrum, frystihúsi, sláturhúsi, Oddahúsi, Fiskborg og fleiri stöðum. Leiðsögumaður

var Björn Ingi Bjarnason. Dellusafnið var opið með þemaefni uppgangstímanna á Eyrinni ljúfu, opið í skipasmíðastöð Úlfars sem sögð er vera eina skipsmíðastöðin sem fjöldaframleiðir listaskip. Hvalveiðisagan var rakin með lifandi hætti í kjallarasal Ön-firðingahússins, kaffihlaðborð í Félagsbæ og síðan sagnaferð á slóðum Æfingar sem fjallaði um sukk og slark fyrri ára.

Um kvöldið voru svo tónleikar í samkomuhúsinu, hljómsveitin Æfing á stóra sviðinu þar sem kynnt voru lög af nýjum diski hljómsveitarinnar og sagðar

sögur. Diskurinn er ein samfeld saga af þorpsbragnum og bröndóttu fólki. Sögu-stundin á milli laga fyllti út í allt sem á vantaði.

Á sunnudeginum var fermingamessa í Flateyrarkirkju og Æfing gladdi kirkjugesti, en þó einkum fermingabarnið, með léttu lagi og síðar þann dag var gönguferð á Kálf-eyri undir leiðsögn Guðmundar Björgvins-sonar. Um kvöldið var uppsöfnuðu fjöri Flateyringa gefin laus taumurinn þegar Æf-ing framkallaði stemmningu í Vagninum eins og hún getur best orðið þar og víðar.

Önfirska hljómsveitin Æfing á góðri stund.

Yamaha utanborðsmótorar eru þekktir fyrir áreiðanleika, endingu og þægindi og því koma vinsældir þeirra engum á óvart. Arctic Trucks er umboðsaðili Yamaha á Íslandi og getur útvegað ýmsar stærðir og gerðir Yamaha utanborðsmótora, auk þess að bjóða viðgerða- og varahlutaþjónustu.

Kletthálsi 3110 ReykjavíkSími 540 4900www.yamaha.is

Farðu lengra!

2012-07 Útvegsblaðið - Utanborðsmótor.indd 1 15.4.2013 16:32:19

SUMARDEKK Á B E T R A V E R Ð I

www.dekkjahollin.isPantaðu dekkin á betra verði á:

Page 2: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

2 30. maí 2013

Rækjuveiðar í sunnanverðum Breiðafirði heimilaðar til 1. júlí nk. Að tillögu Hafrannsóknastofn-

unarinnar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

heimilað rækjuveiðar í sunnanverðum

Breiðafirði, vestan Krossnesvita fram til 1. júlí nk. 2013. Veiðarnar má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og skal varpa skipanna búin seiðaskilju

eins og hún er skilgreind í reglugerðum frá ráðuneytinu. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er lagt til að svæðinu við Snæfellsnes (Kolluáll, Breiðafjörður og Jökuldjúp) verði lokað fyrir rækjuveiðum þegar 1.000 tonnum er náð. Fari rækjuafli á svæðinu yfir 1. 000 tonn 2013 ákveður ráðherra hvort veiðar verði bannaðar á svæðinu.

Samkvæmt rannsókn Hafrann-sóknastofnunarinnar var rækjustofn-inn í Arnarfirði undir meðallagi í skýrsu um ástand og horfur 2012 – 2013. Rækjan mældist einkum í Borgarfirði og er útbreiðsla rækjunnar að hausti því svipuð og hún hefur verið frá árinu 2004. Magn ýsu var minna en haustið 2010 en meira mældist af þorski. Mikið var af þorsk- og ýsuseiðum og reyndist vera yfir viðmiðunarmörkum. Eftir haustkönnun árið 2011 var lagt til að ekki yrðu heimilaðar veiðar meðanseiðamagn væri eins mikið og raun bar vitni. Eftir aukakönnun í desember voru lagðar til rækjuveiðar á 200 tonnum en þá reyndist seiða-magn vera undir viðmiðunarmörkum. Samkvæmt stofnmælingu í september mældist rækjustofninn í Ísafjarðar-djúpi yfir meðallagi. Eins og á flestum grunnslóðasvæðum var þorskgengd mjög mikil árin 2003–2005. Mikil fisk-gengd er talin hafa valdið mestu um minnkunina frá árinu 2007. Haustið 2011 mældist meira af þorski en áður en magn ýsu var minna en síðustu ár. Lagðar voru til rækjuveiðar á 1 000 tonnum í Ísafjarðardjúpi fiskveiðiárið 2011/2012.

Nú fer að styttast í tillögur Hafrann-sóknarstofnunarinnar fyrir fiskveiði-árið 2013 – 2014 og auðvitað vonast Vestfirðingar til að einhverjar rækju-veiðar verði leyfðar á Arnarfirði og í Ísafjarðardjúpi.

Ferðamálastofa áréttar öryggismál við ferðaþjónustuaðilaFerðamálastofa hefur gefið út leið-

beinandi reglur um öryggismál fyrir ferðaþjónustuaðila sem

bjóða upp á afþreyingarferðir, þ.e. ferða-skrifstofur og ferðaskipuleggjendur. Til-gangur reglnanna er að mæta auknum öryggiskröfum til handhafa ferðaskipu-leggjenda- og ferðaskrifstofuleyfa ásamt því að einfalda rekstraraðilum leit að þeim öryggiskröfum sem gerðar eru fyrir mismunandi tegundir ferða. Reglurnar eru unnar af starfshópi sem skipaður var fulltrúum frá Ferðamála-stofu, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Samtökum ferðaþjónustunnar og Félagi leiðsögumanna. Verkefni hópsins var að semja reglugerð um öryggismál innan ferðaþjónustunnar í tengslum við fram-lagt frumvarp um breytingar á lögum um skipan ferðamála. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að ljúka umfjöllun um frum-varpið á síðasta þingi, er ljóst að kröfur til ferðaþjónustufyrirtækja á þessu sviði munu aukast og því eru fyrirtæki eru hvött til að tileinka sér reglurnar sem

fyrst. Tilgangurinn er m.a. að kynna ferðaþjónustuaðilum þær auknu kröfur sem væntanlega verða gerðar til fyrir-tækja á þessu sviði en reglur þessar eru unnar í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru innan VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Í júlí 2011 fól iðnaðarráðuneytið Ferða-málastofu að vinna drög að að reglu-gerð um leyfisveitinga skv., lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Reglu-gerðin var framhald vinnu við gerð frumvarps til breytinga á lögum um skipan ferðamála og var henni ætlað að taka á framkvæmd leyfismála, eft-irliti og öryggismálum leyfishafa. Í kjöl-farið setti Ferðamálastofa á fót þriggja manna starfshóp sem í sátu Helena Þ. Karlsdóttir frá Ferðamálastofu, sem fór fyrir hópnum, Gunnar Valur Sveins-son frá SAF og Jónas Guðmundsson frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Í nóv-ember 2011 bættist Bryndís Kristjáns-dóttir, fulltrúi Félags leiðsögumanna, í starfshópinn.

„Þegar frumvarp til breytinga á lög-unum verður samþykkt með þessum auknu öryggiskröfum til fyrirtækja, þá verður sett reglugerð um öryggiskröfur og vonumst við til að reglurnar, að tek-inni afstöðu til þeirra athugasemda sem berast, verði grunnur að þeirri reglugerð. Innleiðing þeirra kann að taka tíma og ég vil hvetja ferðaþjónustu-

aðila til að tileinka sér þær í starfsemi sinni. Við viljum fá athugasemdir og með því að nýta tímann vel þá er ég sannfærð um að almenn sátt muni ríkja þegar reglugerðin verður að veruleika,” segir Helena Karlsdóttir, lögfræðingur Ferðamálastofu.

Með vísan til tíðra slysa sem rekja má til slysa í ferðaþjónustu er starfs-

hópurinn einhuga um að skoðað verði hvort og með hvaða hætti hægt verði að koma á fót rannsóknarnefnd slysa í ferðaþjónustu sambærilegri rann-sóknarnefndum flug-, sjó- og umferð-arslysa. Nefndin myndi hafa það hlut-verk að rannsaka þau slys sem tengjast ferðaþjónustunni en heyra ekki undir aðrar rannsóknarnefndir. Fulltrúar ferðaþjónustunnar sem starfshópurinn hefur rætt við hafa lagt mikla áherslu á að slíkri nefnd verði komið á fót. Starfs-hópurinn mun leggja fram tillögu um hlutverk og framkvæmd slíkrar rann-sóknarnefndar.

Nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Tjarnarkamb í Bolungarvík- felur í sér stækkun á iðnaðarsvæðinu

Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum 26. apríl sl. að auglýsa tillögu að

nýju deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Tjarnarkamb. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Bol-ungarvíkur 2008-2020 og nær yfir skilgreint iðnaðarsvæði sem þar er merkt I1 og nær yfir núverandi iðnað-arsvæði við Tjarnarkamb og I4 sem er stækkun á því svæði til suðausturs. Markmið deiliskipulagsins er að skapa aukið rými fyrir almennan iðnað í Bolungarvík auk þess að gefa svig-

rúm til að bæta afhendingaröryggi rafmagns. Gert er ráð fyrir að á svæð-inu verði m. a. staðsett varaaflstöð, tengivirki og starfstöð fyrir flutnings-kerfi raforku, en þessi mannvirki eru nú staðsett á hættusvæði ofanflóða undir Erninum.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til sýnis á bæjar-skrifstofunni í Ráðhúsinu, Aðalstræti 12 í Bolungarvík til og með 18. júní nk. og að venju er þeim sem telja sig hagmuna eiga að gæta gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Togarinn ísbjörn íS-304 er á úthafsrækjveiðum og landar aflanum til vinnslu hjá rækjuverksmiðjunni Kampa ehf. á ísfirði. meiri stöðugleiki er yfir úthafs-rækjuveiðunum en innfjarðarrækjuveiðunum.

Helena Þ. Karlsdóttir á Ferðamála-stofu.

Öryggismál eru ekki síður ástæða til að árétta á Vestfjörðum, þar sem þar gönguferðir geta verið varhugaverðar í bröttu og hrjóstrugu landslagi. Hér er göngufólk á leið á Hornbjarg á vegum Vesturferða á ísafirði.

Teikning af nýja skipulaginu.

Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: [email protected] 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin Belladonna

Flott föt fyrir flottar konur

Stærðir 38-58

Page 3: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ
Page 4: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

4 30. maí 2013

VestFIRÐIR5. tBL. 2. ÁRGANGUR 2013Útefandi: Fórspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: ÁmundiÁmundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, [email protected]. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: [email protected]. ritstjóri: Geir A. Guðssteinsson, sími: 898-5933 & netfang: [email protected]. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 3.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur.

FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.000 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM

Nýlokið er alþingiskosningum þar sem fráfarandi ríkisstjórn fékk meiri skell en dæmi eru til um áður. Svo kann að fara að ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sjái dagsins ljós um svipað leiti

og þetta blað berst lesendum. Sagt er að þessir flokkar hafi það að leiðarljósi í þessum stjórnarmyndunarviðræðum að láta hagsmuni heimilanna vera í forgangi, ef eitthvað er að marka kosningaloforð. Því fagna margir, ekki síst þeir sem eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman í heimilisrekstrinum. Eitt getum við þó verið sammála um, hagur heimilanna verður að batna og vonandi verða tekin upp mannsæmandi vinnubrögð á Alþingi þegar það kemur saman, sú orrahríð og málþóf sem þingmönnum hefur þótt sæmandi að sýna þjóðinni síðasta kjörtímabil tilheyrir vonandi liðinni tíð. Vonandi er hægt að gera þá kröfu til nýs Alþingis, þar sem 47% þingmanna hefur ekki setið þar áður.

Í þessum kosningum féllu tveir þingmenn Norðvesturkjördæmis sem gáfu kost á sér áfram, þau Jón Bjarnason sem bauð sig fram fyrir Regnbogann sem kenndi sig við sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun en Jón sat lengst af á þingi fyrir Vinstri græna og Ísfirðingurinn Ólína Þorvarðardóttir Samfylkingunni. Ásbjörn Óttarsson Sjálfstæðisflokki ákvað að hætta, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð flutti um set í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn kjördæmisins sem búa eða eiga ættir að rekja til Vestfjarða eru Jóhanna María Sigmundsdóttir á Látrum í Súðavíkurhreppi sem er yngsta manneskjan sem kjörin hefur verið á Alþingi og sest á þing fyrir Framsóknarflokkinn, Einar Kristinn Guðfinnsson Sjálfstæðisflokki á Bolungarvík og Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri hreyf-ingunni grænu framboði sem býr á Suðureyri. Listi Landsbyggðarflokksins var að mestu skipaður Vestfirðingum en hlaut lítinn hljómgrunn, enda erfitt að átta sig á að stefnumál þess flokks skæru sig eitthvað frá þorra annarra flokka. Um 47% þingliðsins nú eru nýir þingmenn, hvort sem vilji er til að túlka það sem kost eða ekki.

Lestur bóka hefur verið að aukast lítilsháttar þrátt fyrir i-poda og aðra tækni sem enginn telur sig geta verið án, eða kaupir til að vera ekki minna tæknilega væddur en nágranninn.

Bókasafn eru nauðsyn, ekki bara í nútímaþjóðfélagi, þau hafa nánast alltaf verið það. Orðið bók barst í íslenskt tungumál með kristilegum lærdómi, líklegast úr fornensku þótt til séu lík orð í öðrum skyldum tungumálum frá sama tíma. Það er að minnsta kosti viðeigandi að ætla að fyrirbærið bók hafi fundið sér leið til Íslands með Biblíunni og öllum „bókum“ hennar, en gríska orðið biblos þýðir einmitt bók. Ritmenning gegndi í fyrstu því hlutverki að varðveita hið mælta mál en stundum var blátt bann lagt við þess háttar varðveislu. Í Spörtu mátti ekki festa lögin á handrit og í Grikklandi til forna skipaði hið talaða orð hærri sess en ritmál. Í samræðunni Fædrus gerir Platón eftirfarandi greinarmun á mæltu máli og rituðu: mælt mál segir sannleikann en ritmáli er hægt að líkja við málverk; ef við spyrjum það einhvers svarar það engu. Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Kristnir menn tóku bókinni fegins hendi og flest öll kristin rit voru í bókarformi. Þegar farið var að lesa af bók í stað rollu breyttist lestur töluvert. Önnur höndin var nú laus við lestur og þá var hægt að skrá athugasemdir á spássíu bókanna. Sú iðja að skrifa í bækur við lestur á sér rætur í þessu nýja formi textans. Þannig sést að lestur bóka er menningarleg athöfn. Þrátt fyrir alla þróun í tölvum hefur bókarlestur ennþá vinninginn. Stundum er sagt að blindur sé bóklaus maður, líklega er mikill sannleikur í því. Bókasöfn eru víða á Vestfjörðum, misjafnlega vel búin bókum og misjafnlega vel sótt. Sveitarstjórnir hafa ekki alltaf sýnt þessari menningarstarfsemi mikinn skilning, fjármunum talið betur varið til annarar þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Menning sprettur sjaldan upp úr engu, stuðningur við menninguna er krafa þjóðfélagsins, hvort sem um söng, hljóðfæraslátt, bókalestur er að ræða eða eitthvað annað. Svo vilja margir setja íþróttir undir sama hatt, og óneitanlega eru íþróttir forvörn gegn áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Þeim peningum er því vel varið.

Geir A. Guðsteinssonritstjóri

Alþingiskosningar og menning

LeiðariÝmsar frásagnir af horfnu mannlífi hjá Vestfirska forlaginu:

Hornstrandir og JökulfirðirVestfirska forlagið á Brekku í

Dýrafirði hefur byrjað útgáfu ritraðar um Hornstrandir og

Jökulfjörðu. Verður þar dregið fram úrval úr þeim bókum og ritum sem forlagið hefur gefið út um þetta stór-kostlega landsvæði og má kalla að hér sé um að ræða gamalt vín á nýjum belgjum. Einnig verður leitað fanga víðar eftir atvikum, bæði um nýtt og eldra efni. Ótrúlega mikið efni um þessar eyðibyggðir Vestfjarða er að finna vítt og breytt í Bókunum að vestan. Hér er um að ræða fjölbreyttar og áhugaverðar frásagnir sem þurfa að komast fyrir augu sem flestra.

Fyrsta bókin kom út í fyrra og fékk mjög góðar móttökur. Önnur bókin kemur í júní n. k. Þar er meðal annars sagt frá heims-og glæsikonunni Sonju Benjamínsson de Zorrilla sem ættuð var úr Dýrafirði og Jökulfjörðum. Hún var alla tíð mjög stolt af uppruna sínum. Bjarney Solveig Guðmunds-dóttur, húsfreyja á Hrafnfjarðareyri í Jökulfjörðum, kemur við sögu, en hún var stórkostleg manneskja eins og Sonja, þó hún kæmi aldrei í veislusali heimsins. Birtur er kafli úr Ferðabók Eggert og Bjarna, en þeir ferðuðust um Hornstrandir 1754. Þá er löng grein eftir Guðmund Guðna Guðmunds-

son, fræðimann, þar sem fjallað er um bjarndýrsbana á Hornströndum, áfram fjallað um Hall á Horni og meira að segja er fullt af gamanmálum af svæð-inu, til dæmis óborganlegar frásagnir af séra Magnúsi franska á Stað í Aðalvík og auðvitað kemur séra Jónmundur á Stað í Grunnavík þar einnig við sögu. Greinarnar Einsetumaður í Hornvík og Dagbók unglings á Hornströndum 1889 segja frá lífi sem var og eru ótrú-legar á sinn hátt.

Tvær úr Jökulfjörðum. Bjarney Sólveig Guðmundsdóttir, húsfreyja á Hrafn-fjarðareyri. Hún var merkileg heimskona á sinn hátt þó hún færi sjaldan út fyrir heimasveit sína. Ljósmyndina tók þýskur maður sem var á ferð á þessum slóðum um 1930.

Sonja W. Benjamínsson de Zorrilla var ættuð frá marðareyri í Jökulfjörðum. Hún var heimskona í orðsins fyllstu merkingu og hagvön í veislusölum víða um heim og verðbréfamarkaðin-um í New York. Hugur hennar leitaði oft til Vestfjarða.

Önfirskar konur mæta dyggilega í prjónakaffi í Ömmu músÖnfirskar konur og konur

tengdar Önundarfirði á suð-vesturhorni landsins hafa

verið afar duglegar við að mæta í prjónakaffi í vetur sem haldið hefur verið í Ömmu mús, handavinnuhúsi að Ármúla 18 í Reykjavík. Síðasta prjóna-kaffið var 7. maí sl.

Ekki voru þó eingöngu konur á þessu prjónakaffi því Ásbjörn Björg-vinsson ,poppari og ferðamálafröm-uður, kom og kynnti nýja diskinn með Hljómsveitinni Æfingu og sagði frá frá dagskránni á Flateyri um hvíta-sunnuna, þar var haldið uppi feikna fjöri alla helgina.

Konurnar sem mættar voru að kvöldi 7. maí sl.

Page 5: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

NX 100

SMART-TV · 3D · LED · 400 Hz. Frábær myndgæði. USB upptaka. Stærðir: 32“, 40“, 46“, 55“. Verð frá: 189.900 - 459.900 kr.

Heimabíó 5.1. með Blu-ray spilara, 3D, 1000 W hátalarakerfi. Tilboðverð: 129.900 kr.

HT-E5530

ML-2955ND

14.3 milljón pixlar, 20-50 mm linsa fylgir.Tilboðsverð: 49.900 kr.

Vönduð lína af LED sjónvörpum. Stærðir: 32“, 40“, 46“, 50“. Verð frá: 109.900 - 299.900 kr.

Toppurinn í myndgæðum og útfærslu. 7“ spjaldtölva fylgir Stærðir: 40“, 46“, 55“, 65“. NÚ Á TILBOÐI.

Ofurþunn og flott fartölva sem hentar fyrir alla daglega notkun. Aðeins 1,49 kg.

Verð: 139.900 kr.

Falleg fartölva með stórum og björtum skjá. Hentar fyrir alla daglega notkun.

Verð: 124.900 kr.

Galaxy spjaldtölvur fyrir allt skólafólk. Sameinaðu námið og leiki í þessum

frábæru græjum. Verð frá 54.900 kr.

Samsung er framleiðandi af mest seldu og vinsælustu snjallsímum veraldar.

Frábært úrval. Verð frá 19.900 kr.

Fallegur 24“ Full HD tölvuskjár sem hentar vel fyrir alla leiki.

Fermingartilboð 39.900 kr

Hagkvæmur prentari fyrir allt skólafólk. Prentar báðum megin og tengist neti.

Fermingartilboð: 19.900 kr

NP355E5C-S01SE NP535U3C-A04SE

15.6" 13.3"

LS24B350HS

HEIMABÍÓ MYNDAVÉLAR FARTÖLVUR FARTÖLVUR

SPJALDTÖLVURSNJALLSÍMAR PRENTARARTÖLVUSKJÁIR

8000 LÍNAN6500 LÍNAN5000 LÍNAN

DCS-222K

5.1 rása heimabíókerfi með DVD spilara og FM útvarpi · 300W magnari · HDMI tenging · Spilar alla DVD og CD diska, MP3, WMA, JPEG og DivX, styður 1080p (HD upscaling)

Heimabíóker�

X-HM20-K

FM útvarp-40 stöðva minni, CD, 2x15W magnari.

Hljómtækjastæðameð iPod/iPhone vöggu

X-SMC1-K

Verð: 34.900 kr

Frábær hljómburður!

FM útvarp · Spilar og hleður iPod og iPhone · Möguleiki á Blue-tooth · 2x20W

iPod-vagga með DVD og CD

SPENNA · SNERPA · SNILLD

Verð kr. 77.900,-

Þessi flotta leikjatölva sameinar spiluní sjónvarpi og á skjáborði og skapar algjörlega

nýja leið til að spila tölvuleiki.

Nýjasta tækniundriðfrá Nintendo

X-EM11

Hljómtækjastæða

Verð: 25.900 kr

FM útvarp, Spilar: CD, MP3, WMA af USBTengi: USB, Aux-in, Heyrnartól, 2 x 10W hátalarar

Verð kr. 12.900,-

BL B5

Ferðatæki með geislaspilara og klukku, Spilar CD/-R/-RW/MP3, FM/AM Útvarp, Timer allt að 90 mín.

SE-MJ721

Heyrnartól af bestu gerð

Tíðnisvið 6-28.000 Hz · Þyngd: 156 gr.

Verð: 16.900,-

44320

Vönduð smásjámeð innbyggðri

stafrænnimyndavél

TILBOÐSVERÐ kr. 12.900,-Verð: 22.900 kr

PL 21

TILBOÐSVERÐ: 17.900,-

Verð frá kr. 8.990,-

Frábærtúrvalsjónauka

Verð kr. 47.900,- Verð kr. 9.900,-Verð kr. 49.900,-

12 milljón pixlar, WIDE 4 x aðráttarlinsa (27-108mm), 2.7” LCD skjár, Ljósop 2.9 – 6.5, Hristivörn,

Vídeoupptaka með hljóði (30fps).

VG-150

Verð kr. 14.900,-

Fínlegogeinföld

VH-210

Verð kr. 19.900,-

Vel búinog �otthönnun

14 milljón pixlar, WIDE 5x aðráttarlinsa (26-130mm), 3,0” LCD skjár, Sérstök vörn á skjá, Ljósop 2.8 –

6.5, Hristivörn

Lowrider heyrnartól

S5LWFY-131

Verð kr. 7.990,-

Fermingargjöfin er framtíðareignV E L J U M V A N D A Ð – Þ A Ð G L E Ð U R A L L T A F !

OP

IÐ V

IRK

A D

AG

A F

10

-18

OG

LA

UG

AR

DA

GA

FR

Á 1

1-1

4

Flottferðatæki

14.2 milljón pixlar · 5X aðdráttur · CCD MyndflagaSkjár: TFT LCD 2.7” · Hristivörn: DIS · ISO: Auto,

80-3200 · Vídeó: Upptaka 1280x720 (30 fps)

BCS-323

3D Blu-ray heimabíóstæða

Verð kr. 94.900,-TILBOÐSVERÐ kr. 79.900,-

5.1 rása 3D Blu-ray heimabíókerfi með FM útvarpi og Karaoke · 1100W magnari (5x150w / Sub 250w) · Spilar; BD-R/RE, DVD-R/RW, CD-R/RW, MP3, JPEG, PNG, WMA, DivX og fl. · Bluetooth Ready · Tengi: 3x HDMI(2inn/1út), 2x USB, Ethernet, Optical, RCA hljóð inn Composite, Component og fl.

X-DS301-K

Útvarpsvekjari

Fm útvarp með 20 stöðva minni · Hleður iPod/iPhone · Fjarstýring með „snooze“ takka.

Verð kr. 19.900,-

með iPod/iPhone vöggu

Page 6: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

6 30. maí 2013

Bryggjuhátíð á Drangsnesi um miðjan júlímánuð- grásleppuveiðasýning á bryggjunni

Bryggjuhátíð á Drangsnesi verður haldin í 18. sinn laugardaginn 20. júlí nk. Bryggjuhátíðin er

fjölskylduvæn hátíð þar sem t. d. yngri kynslóðin fær að njóta sín við veiðar í dorgveiðikeppni í Kokkálsvíkurhöfn og taka þátt í söngvarakeppni. Þeir sem vilja njóta listasýninga og fá sér kaffi og með því, geta komið við í grunn-skóla þorpsins. Á plani Fiskvinnslunnar Drangs er hið margrómaða sjávar-réttasmakk, þar sem boðið er upp á sjávarrétti að hætti kvenfélagskvenna og þær eru svo sannarlega hugmynda-ríkar þegar kemur að því að nýta það sem kemur úr hafinu. M. a. hafa þær í gegnum tíðina t. d. boðið upp á siginn bútung, lunda, hrefnukjöt, selskjöt og signa grásleppu.

Grásleppan er mjög mikilvæg á Drangsnesi enda fara langflestir sjó-

menn plássins á grásleppuveiðar og er sett upp sýning henni til heiðurs á Bryggjuhátíðinni. Grilluð verða lamba-læri fyrir þá sem það kjósa áður en kvöldskemmtunin hefst en þar er jafnan mikið fjör. Að henni lokinni safnast allir saman við varðeldinn þar sem hinn stórkostlegi Raggi Torfa sér um stuðið. Kvöldinu lýkur svo í Samkomuhúsinu Baldri þar sem Stuðlabandið mun sjá til þess að viðstaddir dansi sólana undan skónum. Á Drangsnesi eru góð tjald-stæði, nýleg sundlaug, heitir pottar í fjörunni og dásamleg náttúra. En eins

og oft áður, af hveru ekki að skreppa á Drangsnes, sjón er sögu ríkari.

Bryggjuhátíðirnar hafa ætíð verið fjölmennar og vel heppnaðar.

Á Drangsnesi.

Nemendur í 10. bekk Patreks-skóla leggja Rauða-krossinum liðFrá áramótum hafa nemendur í

10. bekk Patreksskóla í umsjá Sigríðar Sigurðardóttur handavinnu-kennara, saumað og prjónað ung-barnaföt í fatapakka Rauða-krossins undir verkefninu „Föt sem framlag“. Í pakkana fara peysur, buxur, húfa, sokkar og teppi og við bætist sam-fellur og handklæði. Pakkarnir eru

nú tilbúnir og verða afhentir í þessari viku og sendir suður þaðan sem þeir fara til Hvíta-Rússlands til nýbakaðra mæðra.

Nemendurnir eru ánægðir og stoltir með sitt sjálfboðaliðaframlag og mega svo sannarlega vera það, fallega hugsandi ungmenni í þágu mannúðar.

Brottfluttur Ísfirðingur þjálfar íslenska skæruliða í öflugri markaðssetninguÞóranna K. Jónsdóttir er kona

með markmið. Markmiðið er að þjálfa upp öfluga íslenska

skæruliða sem geta sigrað heiminn. Ekki með byssum og sprengjum, heldur með öflugri markaðssetningu! Þóranna er brottfluttur Ísfirðingur, dóttir Jóns Björns Sigtryggssonar, tannlæknis, sem ólst upp í Silfurgötu 8a. Hún bjó sjálf á Ísafirði sem barn. Þóranna hefur starfað við markaðs- og auglýsingamál fyrir stór fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis síðan upp úr aldamótum, en eftir að hafa komið að ráðgjöf við frumkvöðla og lítil fyr-irtæki m.a. í gegnum Frumkvöðla-setrið á Ásbrú í Reykjanesbæ, sá hún að það sem minni fyrirtæki klikka oftast á eru markaðsmálin.

„Það er súrt að vita til þess að fólk sé með frábæra vöru eða þjónustu í höndunum, en það verður aldrei neitt úr neinu vegna þess að fyrirtækin klikka á markaðsmálunum – sem eru ekkert vúdú. Markaðsstarfið nær jú í viðskiptavinina og án þeirra er maður víst ekki lengi í rekstri,” segir Þóranna. Minni fyrirtæki hafa hinsvegar ekki efni á að ráða starfsmann eða kaupa dýra markaðsráðgjöf til að bæta úr þessu og því hefur Þóranna, í sam-starfi við fjölda íslenskra fyrirtækja og frumkvöðla, þróað þjálfun í markaðs-málunum sem veitt er í gegnum netið.

MáM þjálfunin (MáM stendur fyrir Markaðsmál á mannamáli) leiðir fólk í gegnum frumskóginn og fer skref-

fyrir-skref í gegnum skýrt ferli sem leggur sterkan grunn undir markaðs-starfið og setur upp markaðskerfi sem viðkomandi getur svo fylgt áfram.

„Ég líki þjálfuninni stundum við þekkta sænska húsgagnavöru-verslun,“ segir Þóranna og brosir, „fólk fær tækin, tólin og leiðbein-ingarnar en græjar hlutina sjálft, og þannig er hægt að hjálpa þeim á verði sem þau ráða við.” MáM þjálfunin er sérstaklega hönnuð fyrir minni fyrir-tæki sem ekki hafa mikið fjármagn á milli handanna. Þjálfunin byggist að miklu leyti á hugmyndafræði skæru-liða-markaðssetningar sem gerir ráð fyrir að eyða heldur tíma, orku og hugmyndaflugi í markaðsstarfið heldur en peningum. „Ég stefni að því að framleiða fullt af markaðsskæru-liðum” segir Þóranna.

Í Gulleggi Innovit 2012 var við-skiptaáætlunin fyrir MáM þjálfunina í einu af efstu tíu sætunum í Gulleggi Innovit árið 2012.

Nemendur Patreksskóla með teppi sem eru að fara til Hvíta-Rússlands ásamt fleiri varningi.

Þóranna K. Jónsdóttir.

Auglýsingasíminn er 578 1190Netfang: [email protected].

10 | SÓKNARFÆRI

Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður

Símar:467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441

„Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað-hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll-um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar-færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram-leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp-ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan-mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor-gére og Garware Wall-Ropes og

starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl-þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís-landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan-mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska-landi, Kanada og Indlandi.

Ný dragnót lítur dagsins ljósStarfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip-stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún-

ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting-ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi.

„Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú-ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von-andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir.

Ísnet 2967 Lukkutroll

Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk-kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig-urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur-

borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva.

Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara.

„Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan-farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð-inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám.

Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel

en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð-um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek-ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári.

Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða

Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark-miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt.

„Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf-írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar-byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð-um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað-ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“

isfell.is

Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki.

Rækjutroll Gigantus, 4200 möska.

Dragnót, 38 faðma.

Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva.

Dragnót, 38 fm í köstun.

Ísnet:

Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll

SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS

HáþrýstidælurVinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota

HD 10/25-4 S■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör■ 500-1000 ltr/klst

■ Stillanlegur úði■ Sápuskammtari■ Túrbóstútur + 50%

HD 6/16-4 M

HD 6/16-4 MX■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör■ 230-600 ltr/klst■ 15 m slönguhjól

■ Stillanlegur úði■ Sápuskammtari■ Túrbóstútur + 50%

F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is

Sjómannadagurinn vm- félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum

og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Page 7: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001

Upplýsingar takk fyrir!MIND rekjanleikakerfi fyrir ker1. Þráðlaus MIND sendir steyptur í Sæplast kerið

Sendidrægni að 300 metrumEnding rafhlöðu 8 árHitastig í hverju keri á sírita

2. Móttakari tekur sjálfvirkt á móti merki fráSæplast MIND kerjunum

Móttakarar staðsettir í vinnslu, geymslu, skipum eðaflutningatækjum

Móttakari staðsettur á flutningatækil sendir kerfinuí rauntíma staðsetningu og hitastig

3. MIND utanumhaldið á vefsíðuYfirlit, greiningar, skýrslur og skilgreiningar aðgengilegará netinu í rauntíma

Upplýsingar sendar í rauntíma til miðlægs MIND gagnagrunns

Notandavænt viðmót á netinu og krefst ekki sérstakshugbúnaðar

Ker og bretti

www.promens.com/saeplast

Page 8: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

8 30. maí 2013

Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar:

Samvinna og samstarf sveitarfélaga er dýrmæt auðlindSveitarfélagið Strandabyggð varð

til við sameiningu sveitarfé-laganna Hólmavíkurhrepps og

Broddaneshrepps árið 2006 en áður höfðu fleiri sameiningar átt sér stað inní þessa tvo hreppa. Íbúar í Strandabyggð eru rúmlega 500 talsins. Í Strandasýslu eru auk Strandabyggðar eru sveitar-félögin Árneshreppur sem telur um 50 íbúa og Kaldrananeshreppur með um 115 íbúa. Syðst í Strandasýslu er fyrrum Bæjarhreppur en hann hefur nú sameinast við Húnaþing vestra en í Bæjarhreppi voru íbúar um 100 við sameininguna. Andrea Kristín Jónsdóttir tók við starfi sveitarstjóra Strandabyggðar um mitt síðastliðið ár. Hún var fyrst spurð hvort ekki hafi komið til tals að Strandabyggð, Árnes-hreppur og Kaldrananeskhreppur sam-einuðust í eitt sveitarfélag og hvort slík sameining væri ekki líkleg til að stuðla að aukinni þjónustuna við íbúa þessara sveitarfélaga?

,,Sameining sveitarfélaga er vissu-lega oft rædd og alltaf eftirsóknarverð, sérstaklega fyrir stærri sveitarfélögin sem vilja efla sig enn frekar. Samein-ing er þó ekki það fyrsta sem kemur upp í huga minn svona dags daglega. Hinsvegar er samvinna og samstarf sveitarfélaga dýrmæt auðlind sem vert er að huga meira að. Stórar einingar eru oftast hagkvæmari í rekstri, yfir-bygging hlutfallslega minni og betri nýting á dýrum rekstrareiningum eins og skólum. En það er ekki allt fengið með stærri einingum!-Hættan er sú að jaðarsvæði eyðist út og og þéttbýlisstaðir dragi til sín fólkið þar sem fámennum skólum er iðulega lokað, vetrarþjónusta minnkar og þar

með flytur fókið úr dreifðustu byggð-unum. Er það þróun sem við sækjumst eftir?

Auðlind okkar Íslendinga felst ekki hvað síst í landgæðum okkar og við eigum að nýta þau sem víðast, efla landbúnað og smærri útgerðir. Mín skoðun er sú að það eigi að efla lands-byggðina svo um munar og tel ég að það muni gerast nokkuð sjálfkrafa ef byggðar eru upp góðar vegasam-göngur, stöðugleiki rafmagns tryggður og jafn raforkukostnaður um allt land og síðast en ekki síst að ljósleiðari verði lagður um allt land þannig að öllum landsmönnum sé tryggður aðgangur að viðundandi netsambandi en það er langur vegur frá því að svo sé í dag. Í Strandabyggð er þessu þannig háttað að á Hólmavík (sem er þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu) er viðunandi netsam-band fyrir hinn almenna notanda en í raun ekki fyrirtækjum bjóðandi. Í sveitinni í kring er netsambandið mjög slakt og sumstaðar ekkert. Þessu þarf að breyta,” segir Andrea Kristín.

Dreifnám í samstarfi við Fjölbrautarskóla Norður­lands vestra-Hvernig er fjárhagslegri stöðu Strandabyggðar háttað í dag? Eru fyrirhugaðar einhverjar stærri fram-kvæmdir á vegum sveitarfélagsins á þessu ári eða því næsta?

,,Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er ágæt og afgangur af rekstri. Hér er var-kárnin í fyrirrúmi, engin óþarfa áhætta tekin og því eru sveiflur ekki miklar. Á síðasta ári var lokið við heilmiklar framkvæmdir á hafnarmannvirkjum en framundan ætlum við að huga að

viðhaldi á eignum sveitarfélagsins s.s. skóla og leikskóla, hefja undirbúning vegna malbikunarframkvæmda og vonandi verður hitaveita á dagskrá fyrr en síðar. Á komandi hausti fer af stað dreifnám hér á Hólmavík en í samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er verið að setja á fót framhaldsdeild þar sem ungmennum gefst kostur á að stunda framhaldsnám í heimabyggð fyrstu tvö framhaldsskóla árin. Þetta kostar fjármuni en eflir samfélagið um leið.”-Atvinnulífið í Strandabyggð byggist fyrst og fremst á sjávarútvegi. Er ekki aðkallandi að auka fjölbreytnina í at-vinnulífinu, og hverjir væru þá helstu kostirnir? Hversu mikilvægar eru strandveiðar fyrir samfélagið?

,,Atvinnulífið í Strandabyggð er fjölbreytt, ekki bara fé og fiskur þó landbúnaður og sjávarútvegur vegi auðvitað þungt. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein sem horfa má í að efla enn frekar. Hér er Kaupfélag Steingrímsfjarðar sem rekur tvö útibú, annað á Drangsnesi og hitt í Norðurf-irði. Rækjuvinnslan Hólmadrangur er einnig stór vinnustaður sem sveitar-félagið býr vel að. Vegagerð ríkisins er með þjónustustöð hér á Hólmavík sem og Orkubú Vestfjarða, Heil-brigðisstofnun Vesturlands rekur hér hjúkrunarheimili og heilsugæslu og hér er apotek. Á Hólmavík eru bæði banki og sparisjóður auk þess sem hér er sýslumaður og í Þróunarsetrinu á Hólmavík eru þónokkur fyrirtæki og stofnanir með aðsetur, má þar nefna Náttúrustofu Vestfjarða, Atvinnuþró-unarfélag Vestfjarða, Menningarráð Vestfjarða, Sauðfjársetur á Ströndum,

Þjóðfræðistofa og Fræðslumiðstö Vestfjarða. Svo eru hér auðvitað grunn-skóli og leikskóli og mikið líf þar enda mikið af ungu fólki hér á Hólmavík og nemendur að sprengja húsnæði skólanna utanaf sér. Auðvitað eru hér líka iðnaðarmenn eins og rafvirkjar, píparar, smiðir sem og snytirfræðingar og hárgreiðslufólk svo eitthvað sé nefnt. Hér er því fjölbreytileiki í atvinnulífinu og mikið af öflugum einstaklingum sem drífa þetta góða samfélag áfram.-Bættar samgöngur eru Vestfirðingum ofarlega í huga. Eru samgöngur við sveitarfélagið í ásættanlegu horfi en ef svo er ekki, hvar viljið þið helst að þar verði gerð bragabót á?

,,Krafan er auðvitað bundið slitlag á alla vegi og sjö daga vegaþjónusta allt

árið um kring sem þýðir snjómokstur alla daga vikunnar yfir veturinn. Víða á Vestfjörðum eru malarvegir ennþá við líði og mikið um háa fjallvegi og því getur fylgt töluverð hætta. Ástand vega er víða mjög slæmt og vegirnir gamlir. Hinsvegar getur það verið einstök upplifun að aka um á þessum vegum, sé maður á góðum bíl og hafi nægan tíma. Við lifum hinsvegar ekki í ævintýri og hér býr raunverulegt fólk sem stundar hefðbundna vinnu og lifir hefðbundnu lífi eins og annað fólk í landinu og við gerum sömu kröfur um góða vegi og viðhald á þeim líkt og aðrir landsmenn.”-Hólmavík er nokkuð afskekktur þétt-býlisstaður sem íbúar verða kannski helst varir við að vetrarlagi. Við hvaða

andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar.

Page 9: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

30. maí 2013 9

sveitarfélög eru helst samskipti við, er það Ísafjarðarbær eða jafnvel höfuð-borgarsvæðið? Hvað með Norðurland?

,,Í raun er Strandabyggð síður en svo afskekkt sveitarfélag. Við erum í miklum tengslum við okkar næstu nágranna, Kaldrananeshrepp, Árnes-hrepp og Reykhóla og rekum við m.a. sameiginlega félagsþjónustu. Við erum einnig í ágætun tengslum austuryfir, þ.e. í Húnavatnssýslurnar. Sveitar-félög á Vestfjörðum eru almennt í góðu sambandi hvert við annað og fara tengslin mikið fram í gegnum Fjórðungssamband Vestfjarða sem heldur utanum sameiginleg málefni sveitarfélaganna. Straumurinn liggur svolítið í gegnum Strandabyggð þegar leiðin liggur á Vestfirði og algengt er að ferðalangar stoppi hér hjá okkur, í mat eða kaffi og til að teygja aðeins úr

sér á ferðalaginu. Á margan hátt erum við miðdepill hér á Vestfjörðum þar sem segja má að jafnlangt sé í allar áttir frá okkur, hvort sem við lítum til Reykjavíkur, Akureyrar, Ísafjarðar eða Patreksfjarðar.

Á vetrum þegar fjallvegir á Vest-fjörðum lokast á milli norður og suðurfjarðanna þá er gott að funda á Hólmavík enda vegalengdin nokkuð jöfn fyrir þá sem lengst koma að.”

Fjölbreytt og kraftmikið menningarlíf-Stundum er sagt að menningarlíf í fámennari sveitarfélögum sé heldur fábreytt. Finnst þér það sanngjörn fullyrðing? Hver er þungamiðja menn-ingarlífsins á Hólmavík?

Menningarlífið hér í Strandabyggð er fjölbreytilegt og kraftmikið. Hér er

öflugt leikfélag sem setur upp sýningu á hverju ári. Í vetur var það leikritið ,,Makalaus sambúð,” bráðskemmtilegt og metnaðarfullt stykki. Hér er öflugt tónlistarlíf og tveir kórar. Í vetur hefur Sauðfjársetrið reglulega verið með opið hús um helgar þar sem boðið er upp á ljómandi sunnudagskaffihlaðborð og við þau tækifæri hefur verið boðið upp á sögustundir og fyrirlestra um ýmis áhugaverð efni. Galdrasýning á Ströndum er opin allt árið og kjörið að kíkja þangað þegar gesti ber að garði. Iðulega er eitthvað í boði á vegum skólanna og má nefna að leiklistar-val grunnskólans setti upp leikritið ,,Tjaldið” eftir Hallgrím Helgason og var það alveg mögnuð sýning.

Nemendur tónskólans eru með tón-leika og krakkar sem sóttu dansnám-skeið voru með sýningu að nám-

skeiðinu loknu. Hér er bridgefélag sem spilar reglulega auk þess sem félagsvist og bingó er reglulega í boði. Algengt er að fólk úr nágranna sveitarfélögunum komi á viðburði hér í Strandabyggð auk þess sem fólkið héðan sækir gjarnan viðburði í nágrannasveitunum. Fágætt

er að heil vika líði án þess að nokkuð sé að gerast og oft er það nú þannig að þegar maður þarf að bregða sér úr bænum að þá missir maður af ein-hverjum viðburðum,” segir Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar.

Vestfirðir og ferðamenn framtíðarinnar- umhverfisvottun, þjóðgarðar og friðlýst svæði sem aðdráttarafl

Þriðjudaginn 21. maí sl. var haldinn haldinn annar fundur Markaðsstofu Vestfjarða, At-

vinnuþróunarfélags Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undir heitinu Vestfirðir og ferðamenn framtíðarinnar. Þessi fundur var í Sjó-ræningahúsinu á Patreksfirði og var þema fundarins umhverfisvottun, þjóðgarðar og friðlýst svæði sem að-dráttarafl. Vorið 2008 opnaði fyrsti hluti sýningar um sjórán við Íslands-strendur í Sjóræningjahúsinu á Vatn-eyri, Patreksfirði. Ólafur Engilbertsson sagnfræðingur og sýningahönnuður tók saman þær heimildir sem stuðst er við í fyrsta hlutanum og hannaði

einnig sýninguna. Halldór Baldursson teiknaði myndirnar sem notaðar eru.

Á dagskrá fundarins voru m.a. kynningar frá sveitarfélögum um stefnu og sýn í ferðaþjónustu og það gerðu Ásthildur Sturludóttir bæjar-stjóri Vesturbyggðar, Indriði Indriða-son sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir frá Ný-sköpunarmiðstöð Íslands ræddi um upplifun í ferðaþjónustu, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um Fram-kvæmdasjóð ferðamannastaða og Vak-ann, Borghildur Sturludóttir arkitekt um deiliskipulag við Látrabjarg og Guðrún Bergmann fjallaði um um-hverfismál og ferðaþjónustu og velti

vöngum yfir hvað umhverfisvottun þýddi.

Að lokum var flutt erindi sem bar heitið Ísland allt árið sem Inga

Hlín Pálsdóttir frá Íslandsstofu flutti og erindi Gunnþórunnar Bender frá Westfjords Adventures fjallaði um söluna á Vestfjörðum. Það er sannarlega orðið tímabært að ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum séu samtaka um það hvernig beri að selja afþreyfingu á Vestfjörðum, þó vissulega hafi margt stórt skref þegar verið stigið þar í samræmingarátt. Markaðssetning vestfirskra ferða-þjónustuaðila verður mun mark-vissari og áhrifaríkari standi þeir saman, þ.e. séu samtaka um það hvernig eigi að selja Vestfirði eins og eins og erindi Gunnþórunnar Bender hét.Sjóræningjahúsið á Patreksfirði.

Í raun er Strandabyggð síður en svo afskekkt sveitarfé-lag. Við erum í miklum tengslum við okkar næstu ná-granna, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Reykhóla og rekum við m.a. sameiginlega félagsþjónustu. Við erum einnig í ágætun tengslum austuryfir, þ.e. í Húnavatns-sýslurnar. Sveitarfélög á Vestfjörðum eru almennt í góðu sambandi hvert við annað og fara tengslin mikið fram í gegnum Fjórðungssamband Vestfjarða sem heldur utanum sameiginleg málefni sveitarfélaganna.

Hólmavík er þéttbýliskarni sveitarfélagsins.

Page 10: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

10 30. maí 2013

Hljóðin úr eldhúsinu munu hljóma í EdinborgarhúsinuVestanvindar hafa blásið í Ed-

inborgarhúsinu á Ísafirði á hverju vori allt frá árinu 2001.

Í ár verður fyrirlestur um heimildir úr kvennarými, eitthvað fyrir femínista á norðanverðum Vestfjörðum. Fyr-irlesturinn verður í bryggjusal Edin-borgarhússins laugardaginn 8. júní nik. Fyrirlesturinn nefndist Hversdags-heimildir úr kvennarými og byggðist á bókinni ,,Hljóðin úr eldhúsinu” eftir Björgu Sveinbjörnsdóttur sem er með próf í hagnýtri menningarmiðlun og BA próf í félagsfræði og kynjafræði. Hún býr í Reykjavík en bjó til 16 ára aldurs á Suðureyri. Auk þess að kynna bók sína hélt Björg tölu um það hvernig hægt er að finna, varðveita og miðla persónulegum heimildum og hvernig er hægt að varðveita þær þó ekki sé nema innan fjölskyldunnar til að miðla sögunni til næstu kynslóðar.

Bókin ,,Hljóðin úr eldhúsinu” sem kom út í janúar á þessu ári er gott dæmi um verk þar sem unnið er með heim-

ildum úr hefðbundnu kvennarými. Björg Sveinbjörnsdóttir sem ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð var svo heppin að amma hennar hafði tekið upp á kassettur ýmsar hversdagslega athafnir, söng og fleira. Björg tók brot úr upptökunum og skrifaði þau upp sem ljóð eða litlar sögur með það í huga

að segja miðla heimildum sem annars hefði verið gleymdar upp á háalofti eða jafnvel hent. Hvað einkennir heimildir úr hefðbundnu kvennarými? Getum við skrifað sögu út frá hversdeginum og er það eitthvað sem er frásögufærandi? Hvar liggja heimildir úr hefðbundnu kvennarými í dag og tökum við eftir þeim?

Bókin er mjög athyglisverð. Hvers-dagur dagsins í dag getur verið eins óáþreifanlegur og andrúmsloftið sem umlykur okkur en þegar hann fjar-lægist tekur hann á sig annað form og öðlast nýtt gildi. Bókin ,,Hljóðin úr eldhúsinu” er unnin úr upptökum Guðjónu Albertsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð frá árunum 1984 - 1992. Upptökutækið geymdi hún í eldhúsglugganum og með því tók hún upp samræður, söng, bakstur og margt fleira. Í bókinni eru brot úr upptök-unum skrifuð upp sem ljóð eða litlar sögur og fylgja upptökurnar sjálfar einnig með bókinni.

Guðjóna albertsdóttir í garðinum sínum á Suðureyri.

Björg Sveinbjörnsdóttir.

Fjórðungsþing Vestfjarða haldið í TrékyllisvíkFjórðungsþing Vestfjarða, það

58. í röðinni, verður haldið í Árneshreppi föstudaginn 30.

og laugardaginn 31. ágúst nk. Fundar-staður verður í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Það er ákveðin staðreynd að fjölmenn þing verða oft mun ár-angursríkari séu þau ekki haldin í þéttbýli heldur í fallegri sveit, og ekki skemmir fyrir að halda það nokkuð fjarri alfaraleið eins og Trékyllisvík er vissulega.

Í stjórn Fjórðungssambands Vest-firðinga sitja Albertína Friðbjörg Elí-asdóttir, Ísafjarðarbæ sem er formaður, Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð, Sveinn Ragnarsson, Reykhólahreppi, Ómar Már Jónsson, Súðavíkurhreppi

og Sigurður Pétursson, Ísafjarðarbæ. Kostnaður við rekstur Fjórðungs-samband Vestfirðinga er greiddur úr sameiginlegum sjóði. Framlög í hann koma frá sveitarfélögunum, auk þess sem í hann rennur ákveðinn hluti af tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Rauði krossinn á Ísafirði:

Börn og umhverfiRauði krossinn á Ísafirði

stendur fyrir námskeiði 5. og 6. júní nk. kl. 13.00 til 16.00

í húsnæði Rauða krossins að Suður-götu 12 á Ísafirði, þ. e. Vestrahúsinu. Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka 11 ára og eldri en á námskeiðinu, sem er 8 klukkustundir, verður farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtoga-hæfni, agastjórnun, umönnun og

hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttak-endur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Leiðbeinendureru Auður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Bryndís Friðgeirsdóttir kennari en hjá Bryndísi er hægt að skrá sig en netfangið er [email protected] og síminn 864-6754.

Frá einu af hinum fjölmörgu námskeiðum sem Rauði krossinn á ísafirði hefur staðið fyrir.

Trékyllisvík.

Page 11: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

S: 510 5200210 GarðarbærLyngási 13

www.samey.is [email protected]

www.samey.is/handmaelar.htm

Hitamælir, sýnatökuskráning

Fáanlegur með stungunema fyrir frostvöruVatnsvarinnInnbyggð síritunInnbyggð sýnatökuskráning

volundarhus.is · Sími 864-2400

VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 36 m²

kr. 2.299.900,- án fylgihluta / án verandar.

kr. 2.699.900,- með fylgihlutum og

byggingarnefndar teiknisetti / án verandar.

Grunnmynd og nánari

upplýsingar á heimasíðu

volundarhus.is

www.volundarhus.is

Vel valið fyrir húsið þitt

SUMARTILBOÐÁ GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM

VH/13-01

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9m² -án gólfskr. 329.900,- án fylgihluta

kr. 369.900,- m/fylgihlutum

70 mm bjálki / Tvöföld nótun

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²

kr. 359.900,- án fylgihluta

kr. 399.900,- m/fylgihlutum

TILBOÐ - BARNAHÚS 2,1m²kr. 139.900,- án fylgihluta

kr. 169.900,- m/fylgihlutum

28 mm bjálki

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

GESTAHÚS og GARÐHÚS

sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Sjá fleiri GESTAHÚS og

GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is

Page 12: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

30. maí 201312

Athyglisvert myndlistanám-skeið fyrir börn á ÍsafirðiMyndlistarnámskeiðið litað

út fyrir hófst fyrir skömmu hjá Listaskóla Rögnvaldar

Ólafssonar á Ísafirði. Fyrsta verkefni krakkana á námskeiðinu var að rölta um Ísafjarðabæ og skoða styttur og úti-listaverk. Nemendurnir gengu síðan upp á Hlíðarveg þar sem þau fundu fundu margar holum á götunni og hafði safnast vatn í þær. Unnin var litafræði æfing dagsins í pollana þar sem frumlitunum var blandað saman í rigningunni

Afar athyglisvert og ekki síður gef-andi verkefni fyrir krakkana sem eflir sköpunargáfuna til muna. afrakstur litafræðinnar skoðaður.

Samtökin Matarheill eru fyrir fólk af landinu öllu- leita lausna við matarvanda sem heilbrigðisvanda

Þann 12. apríl sl. voru stofnuð samtökin MATARHEILL. Samtökin verða opinn vett-

vangur þeirra sem leita lausna við matarvanda sem heilbrigðisvanda. Matarheill mun standa vörð um réttindi fólks með matarfíkn og annarra sem eiga við matarvanda að stríða, hvetja til fræðslu og vinna að forvörnum. Samtökin munu vinna að viðurkenningu á matarfíkn sem sjúkdómi og stuðla að meðferðarúr-ræðum við hæfi. Samtökin eru fyrir fólk af öllu landinu, búseta skiptir ekki máli.

Matarfíkn, offita og átröskun eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála heims, ekki síst á Norðurlöndunum, og er ástandið einna verst á Íslandi. Rúmlega 60% Íslendinga eru of þungir og um það bil fjórðungur glímir við offitu og þá hefur öryrkjum vegna offitu fjölgað mikið. Hér á landi eru til mismunandi meðferðar-úrræði fyrir matarfíkla, offitusjúk-linga og þá sem glíma við átröskun. Þar má nefna MFM-miðstöðina, Reykjalund, Heilsustofnun NLFÍ í

Hveragerði, meðferðarteymi víða í heilbrigðiskerfinu, sálfræðiþjónustu og aðrar stofnanir og einkafyrirtæki

sem veita ráðgjöf. Einnig eru starf-andi 12 spora samtök þeirra sem eiga við matarvanda að stríða.

Erindi flutt af innlifun.

Fylgst með af athygli.

Óskum öllum launþegum á Íslandi til hamingju

með baráttudag verkalýðsins 1. maí

Óskum sjómönnum til hamingju með daginn

GULLBERGS E Y Ð I S F I R Ð I

GULLBERGSEYÐISFIRÐI

GULLBERGSEYÐISFIRÐI

GULLBERGSEYÐISFIRÐI

GULLBERGSEYÐISFIRÐI

GULLBERGSEYÐISFIRÐI

GULLBERGSEYÐISFIRÐI

Tálknafjarðarhreppur

Súðavíkurhreppur

Tálknafjarðarhreppur

Súðavíkurhreppur

Tálknafjarðarhreppur

Súðavíkurhreppur

Tálknafjarðarhreppur

Súðavíkurhreppur

MÁLTÍÐMÁNAÐARINS

Á KFC

90568 • Pipar • S

ÍA

899krónur

Aðeins

nur

++

Meltz

franskar

gos

gerðirí boði

sweetchili bbq

TTTRTRRTRRANSRTRA STRANSTRANSTRANSANSANSANS-N --NTRANS--R -NS-T NS-NS-NTRANS-TRANSRANSTRAN -TRANRANRANRANSNSNSNSN

TATATATATATAF AF AI ATATAAF AAFITF TATATAATATTF TAAAF ATAIF AF AF ATATATTATAF TAAAF AF AF AF AF TF TAF TAF TATAI AAI AAI AI ATI AI AI AI AAAI AATATAI AITATAATATITAI AAI ATATTAF ATAI ATI ATAI AITAI AIFI ATF TTF TTT

I ATATAITATTTATATAIFIITITF AIF TITITFIF AAAF TAFIF AF TF AF TAAF TFIFFIF AIF ATATF TAF TF AAF AATF AF AF AF AF ATAF AF ATAAF AIFI AI ATIITFITAF AF ATF AF TF TF AF TATFIF TATATSNNSNTTR NSRANS-TRTRANNS-NTRANS-RANTRANNS-NSNS--S-S-SSSNSRANSANSANSSRANTRANNSTRANSTTTRANSATRANSTRRANSTRAT AARRANSRARANSRRAARRRRTT

I ATATATTATATATAF TAATITIF ATITF TATAII ATATATAITFIFIF AI ATATATATATTAF TAAITATAI AI AAIF ATTI ATAFITF AF ATF TF TIF TTIFF TF AF TTFF ATF TF TAITAF TF ATFIF TF TF TAFF TFF AF TATTAF TTFITTTAI AF TI AAF ATF TF TATAFITAF AAF TIF ATITATATF AF TAFI AF AIF ATATRANS-

ATI ATAIF AITIFI AI ATFI ATI AFI ATF ATAFI ATITF ATATF TF ATATATATF TTTIR STR NANR STRANRANSR NSTRANSS-TRRANS-RTRANSRTTRANS-TRANS--NNNSANSTRANTRTRTRTRARRTRARRATRTRTRTT

FITATTTRANS-

TTATATTFF TTTAI AAIITFIF TF TTFF TTF ATTFI ATF TATAAIFII AIF AAF ATATATTATFSSNSSNNSNS-NSNSRANTRANSTRANSTRANSTRANS-NS--NS-NSNSRANSRANSNANRARANSRANTRANSRANSTRANSRANTRANSNT

ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf-

bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar.

Við styðjum heilshugar

við

sk

ipt

ab

lað

ið /

ax

el

jón

/ 0

20

22

00

9

Verkalýðsfélag Akranes

Útvegsmannafélag Reykjavíkur

Útvegsmannafélag Hornafjarðar

ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf-

bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar.

Við styðjum heilshugar

við

sk

ipt

ab

lað

ið /

ax

el

jón

/ 0

20

22

00

9

Stálskip ehf Hvalur

Félaghrefnuveiðimanna

Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar

Hafmeyjan

ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf-

bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar.

Við styðjum heilshugar

við

sk

ipt

ab

lað

ið /

ax

el

jón

/ 0

20

22

00

9

Verkalýðsfélag Akranes

Útvegsmannafélag Reykjavíkur

Útvegsmannafélag Hornafjarðar

Vopnafjarðarhöfn

Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár

Page 13: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

30. maí 2013 13

Afar fjölbreytt hátíðahöld víða á Vestfjörðum fyrir og á sjómannadaginnSjómannadagurinn á Patreksfirði

hefur verið haldin hátíðlegur ár hvert með skipulagðri dagskrá

frá árinu 1941 af Sjómannadagsráði Patreksfjarðar. Í upphafi var hátíðar-dagskrá á sunnudegi en vegna vin-sælda og ört vaxandi áhuga fólks hefur hátíðin farið úr því að vera einn dagur og uppí fjóra og hefur byrjað síðustu ár á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi á lokadansleik. Hátíðin er orðinn bæjarhátið fyrir fjölskylduna þar sem allir bæjarbúar bjóða gesti velkomna og taka þátt í viðburðum tengdum bænum og sjómannadeginum sjálfum 2. júní nk. sem er í umsjón Sjómanna-dagsráðs Patreksfjarðar.

Og það er svo sannarlega úr mörgu að velja. Þar má nefna skútuhlaup – vinaleikar fyrir börn og fullorðna – Thorlacius Cup Fótboltamót – Sæ-marksmótið í Golfi – sjóstangveiði – dorgveiðikeppni – kraftakeppni – koddaslagur – kararóður – kassabílarallý – hoppukastalar – go-kart – kappróður – reipitog - Grímur matreiðir Sjávarrétti – opið hús hjá Fosshótel og súpa í boði – opið hús hjá Fjarðarlax – sjómenn sýna hand-brögðin - markaðstorg – baráttan um bæinn milli Vatneyrar og Geirseyrar þar sem íbúarnir klæðast hverfis-bolum, ,,flugeldar og skrúðganga” – landleguhátíð – dansleikur fyrir börn

og unglinga og skemtidagskrá í Krók .Kappróðurinn er á sunnudeginum

og keppa 7 manna lið, 6 ræðarar og 1 stýrimaður og er tímataka. Aldurs-flokkar eru 16 ára og yngri strákar og stelpur og 17 ára og eldri konur og karlar. Á aðaldansleiknum á laugar-dagskvöldinu spilar hljómssveitin Í svörtum fötum.

Það er vel við hæfi að strákarnir Í svörtum fötum verði með aðal-dansleik. Þeir hafa haldið uppi fjör-inu á Patreksfirði áður og komu fyrst þegar þeir voru að byrja og má segja að þeir hafi hafið feril sinn hjá okkur og eru alltaf álitnir sem heimamenn þegar þeir koma.

Jónsi hefur haldið þeim sið að fara um salinn syngjandi á háhest og kann að halda gott ball

Á sjjómannadaginn er sjómanna-messa, orðuveitingar, skrúðganga að minnisvarða um látna sjómenn, há-tíðarkaffi en ræðumaður verður Agnes Sigurðardóttir Biskup Íslands, síðan er sýning um frönsku fiskimennina, sem er ljósmynda og leirlistasýning.

Dagskrá í öllum þéttbýlis­kjörnum ÍsafjarðarbæjarÍ Ísafjarðarbæ verður margt sér til gamans gert. Þar má nefna siglingu um Súgandafjörð í boði smábátaeigenda en dagskrá er háð veðri og vindum og

getur því skolast til. Gengið verður frá Bjarnarborg til kirkju þar sem verður létt sjóaramessa, kappríður á Lóninu, knattspyrnukeppni milli Íslendinga og Pólverja, fiskveislusmakk í Þurrkveri þar sem boðið verður upp á fiskibollur frá Merlo, silung frá Dýrafirði, stein-bít, harðfisk og reyktan rauðmaga frá Valla. Bryggjuball verður um kvöldið með súgfirskum tónlistarmönnum.

Sjómannadagsmessa og ferming verður á Þingeyri og kaffisala björg-unarsveitarinnar Dýra í Stefáns-búð. Boðið verður upp á siglingu á smábátum, og skemmtidagskrá við höfnina.

Sjómannamessa verður í Flateyrar-kirkju, kaffisala kvenfélagsins Brynju í Purku og boðið verður upp á sigl-ingu um Önundarfjörð. Á laugardeg-inum er fótboltaleikur á Flateyri milli Íslendinga og Pólverja, bryggjufjör, þrautabraut, reipitog, beitning, sjó-maður, flekahlaup og koddaslagur. Björgunarsveitin Sæbjörg verður með pylsusölu og fiskiveisla verður í boði Artic Odda. Um kvöldið er dansleikur með Sólon á Vagninum.

Sjómnannadagsguðsþjónusta verður í Ísafjarðarkirkju, opið hús í Byggðasafni Vestfjarða í Neðsta-kaupstað. Á Ísafirði verður dagskrá við höfnina, hópsigling frá Sundahöfn með skipum HG í Hnífsdal og taka

bátar frá björgunarfélögunum þátt í siglingunni. Súpa og brauð verður í hádeginu í boði Verkalýðsfélags Vest-firðinga í Guðmundarbúð. Á dagskrá er einnig reiptog, beitning, kodda-slagur, karaboðhlaup og björgunar-gallasund sem er ný grein.

Sjómannadagsguðsþjónusta í Hnífsdalskapellu fyrir hádegið og Björgunarsveitin Tindar verður með kaffisölu í félagsheimilinu í Hnífsdal.

Varðskipið Þór leiðir hátíðarsiglingu frá BolungarvíkBolvíkingar láta ekki sitt eftir liggja enda á sjómannadagurinn í Bol-ungarvík sér langa og merka sögu og er einn af stóru menningarviðburðunum

í bænum ár hvert, enda er Bolungarvík elsta verstöð landsins. Á föstudeginum er róðrakeppni og á laugardeginum er dorgkeppni, keppt í flekahlaupi, karahlaupi, línubetningu, pokahlaupi, kappróðri og belgjaslag. Varðskipið Þór leiðir hátíðarsiglingu, boðið upp á ilmandi sjávarréttasúpu, heiðursviður-kenningar veittar, Þuríðarsund í flot-galla, leiksýningin Hugprúði Bolvík-ingurinn í Einarshúsi og um kvöldið er hátíðarkvöldverður og dans í félags-gheimilinu og hátíðarkvöldverður í Einarshúsi. Á sjómannadaginn sjálfan er skrúðganga frá brimbrjótnum og hátíðarmessa í kirkjunni, kaffisamsæti kvennadeildar slysavarnarfélagsins og síðar um daginn keppa sjómenn í fót-bolta við úrvalslið landkrabba.

minnisvarði á ísafirði um drukknaða sjómenn.

þýskt PVCu smíðaefniútihurðir með 5 punkta læsingu28mm K-glerbarnalæsing og næturöndun

Veldu viðhaldsfríttíslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar

sími 510 9700

www.pgv.is - [email protected]ót 7 Grindavík - Fiskislóð 45 Reykjavík

gluggar - hurðir - sólstofur - svalalokanir - rennihurðir

Page 14: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

14 30. maí 2013

Leikir BÍ/Bolungarvík í 1. deild kvenna Alau. 25. maí kl. 16:00 Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : ÍRsun. 02. júní kl. 14:00 Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Haukarlau 08. jún kl. 16:00 Fylkisvöllur - Fylkir : BÍ/Bolungarvíksun. 16. júní kl. 14:00 Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Víkingur Ó. sun. 23. júní kl.14:00 Bessastaðavöllur - Álftanes : BÍ/Bolungarvíkfös. 28. júní kl. 18:00 Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Tindastóllfös. 05. júlí kl. 18:00 kl. Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : ÍAlau. 13. júlí kl. 14:00 Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Framfös. 19. júlí kl. 20:00 Hertz völlurinn - ÍR : BÍ/Bolungarvíksun. 21. júlí kl. 13:00 Schenkervöllurinn - Haukar : BÍ/Bolungarvíklau. 27. júlí kl. 14:00 Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Fylkirsun. 11. ágúst kl. 13:00 Grundarfjarðarvöllur - Víkingur Ó. : BÍ/Bolungarvíksun. 18. ágúst kl.14:00 Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Álftanessun. 25. ágúst kl. 16:00 Sauðárkróksvöllur - Tindastóll : BÍ/Bolungarvík

Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara í úrslitakeppni um tvö æti í úrvalsdeild

kvenna en keppnin hefst 31. ágúst og úrslitaleikurinn er svo 7. september.

Leikir BÍ/Bolungarvík sumarið 2013:

1. deild karla og bikarkeppnilau. 25. maí kl. 4:00 1. deild karla Grindavíkurvöllur – Grindavík : BÍ/Bolungarvíkmið. 29. maí kl.19:15 Borgunarbikar karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Reynir S.lau. 01. júní kl. 14:00 1. deild karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Selfosslau. 08. júní kl. 14:00 1. deild karla Fjölnisvöllur - Fjölnir : BÍ/Bolungarvíklau. 15. júní kl. 14:00 1. deild karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : KFlau. 22. júní kl. 14:00 1. deild karla Akureyrarvöllur - KA : BÍ/Bolungarvíklau. 29. júní kl.14:00 1. deild karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Víkingur R.lau. 06. júlí kl. 14:00 1. deild karla Schenkervöllurinn - Haukar : BÍ/Bolungarvíklau. 13. júlí kl. 14:00 1. deild karla Leiknisvöllur - Leiknir R. : BÍ/Bolungarvíkþri. 16. júlí kl. 19:15 1. deild karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Tindastóll lau. 20. júlí kl. 14:00 1. deild karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Völsungursun. 28. júlí kl. 17:00 1. deild karla Valbjarnarvöllur - Þróttur R. : BÍ/Bolungarvík mið. 31. júlí kl.19:15 1. deild karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Grindavíksun. 11. ágúst kl. 17:00 1. deild karla Selfossvöllur - Selfoss : BÍ/Bolungarvíkfös. 16. ágúst kl. 19:15 1. deild karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Fjölnirmið. 21. ágúst kl. 18:30 1. deild karla Ólafsfjarðarvöllur - KF : BÍ/Bolungarvíklau. 24. ágúst kl. 14:00 1. deild karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : KAlau. 31. ágúst kl. 14:00 1. deild karla Víkingsvöllur - Víkingur R. : BÍ/Bolungarvíklau. 07. sept. kl. 14:00 1. deild karla Torfnesvöllur - BÍ/Bolungarvík : Haukarlau. 14. sept. kl. 14:00 1. deild karla - Torfnesvöllur BÍ/Bolungarvík : Leiknir R.lau. 21. sept. kl. 14:00 1. deild karla Sauðárkróksvöllur - Tindastóll : BÍ/Bolungarvík

Fjölmenni á uppskeru-hátíð yngri flokka KFÍUppskeruhátið yngri flokka

KFÍ fór fram fyrir skemmstu. Mætingin var hreint afbragð,

enda létu foreldrar, systkini, afar og ömmur, sig ekki vanta. Keppni var sett upp þar sem að blandað var saman í lið og voru þarna yngstu ,,púkarnir,” 5 ára að spila með 17 ára krökkunum. Svo var farið í risa ,,stinger” þar sem foreldrarnir sýndu að það er aldrei of seint að reyna að vera svolítið ,,cool.” Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður barna og unglingaráðs KFÍ, stjórnaðir verðlaunaafhendingunni af röggsemi. Eftirtaldir fengu verðlaun:

8.flokkur drengja; besta mætingin: Haukur Rafn Jakobsson, mestu fram-farirnar: Tryggvi Fjölnisson og besti leikmaðurinn: Rúnar Ingi Guðmunds-son. 8.flokkur stúlkna; besta mætingin: Hekla Hallgrímsdóttir, mestu framfar-irnar: Þorsteina Þöll Jóhannesdóttir og besti leikmaðurinn: Linda Marín Kristjánsdóttir. 11.flokkur drengja;

besta mætingin: Hákon Ari Hall-dórsson, mestu framfarirnar: Ævar Höskuldsson, mikilvægasti leikmað-urinn: Hákon Ari Halldórsson og besti leikmaðurinn: Haukur Hreinsson.

Stúlknaflokkur: besta mætingin: Rósa Överby sem einnig sýndi mestu fram-farirnar, mikilvægasti leikmaðurinn: Lilja Júlíusdóttir og besti leikmaðurinn: Eva Kristjánsdóttir.

Það getur stundum verið erfitt að mæta í leiki gegn liðum á höfuðborgarsvæð-inu, þar spilar veðrið stundum stórt hlutverk sem kunnugt er. Nýlega voru strákar í yngri flokkum KFí að leika frestaða leiki. Á myndinni eru ísfirðingarnir í leik gegn Breiðabliki í Smáranum í Kópavogi.

Þjálfari KFí leiðbeinir ísfirðingunum í hálfleik í leiknum gegn Blikum, sem hlusta augljóslega af athygli á fyrirmælin.

Auglýsingasíminn er 578 1190Netfang: [email protected]

www.fotspor.is

Page 15: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ
Page 16: 30. maí 2013 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Æfing með tónleika …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/05... · 2014. 5. 6. · 30. maí 2013 5. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ

SIGTÚN 38 105 REYKJAVÍK

SÍMI: 562 4000 FAX: 562 4001

[email protected]

V I N A L E G R I U M A L LT L A N D

NORÐURLAND:Fosshótel DalvíkFosshótel Laugar*Fosshótel Húsavík

AUSTURLAND:Fosshótel VatnajökullFosshótel Ska�afell

REYKJAVÍK:Fosshótel BarónFosshótel Lind

SUÐURLAND:Fosshótel Mosfell*

*Sumarhótel

VESTURLAND:Fosshótel Reykholt

VESTFIRÐIR:Fosshótel Vestfirðir

Fosshótel10 hótelum allt land

Það er allt klárt fyrir þína heimsókn

Bókaðu núna á fosshotel.is