snæfell 2014

44
1. tbl. 33. árgangur 2014 SNÆFELL FE

Upload: ungmennasamband-austurlands

Post on 06-Apr-2016

243 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

Jólablað Snæfells 2013

TRANSCRIPT

Page 1: Snæfell 2014

1. tbl. 33. árgangur 2014

SNÆFELLFE

Page 2: Snæfell 2014

ALLTAF Á LAUGARDÖGUM

ÞAÐ ER EINFALT AÐ SPILA MEÐ SNJALLSÍMANUM

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

65

02

2

W W W. LO T T O . I S

Page 3: Snæfell 2014

3 Snæfell

„Hvarflaði aldrei að mér að

nenna þessu ekki“ .................................... 22Hermann Níelsson, fyrrum formaður UÍA og íþróttakennari á Eiðum, ræðir um hugsjónirnar, lífið á Eiðum og þorið til að fara nýjar leiðir.

„Ég vann aldrei neitt“ ............................... 28Eva Dögg Jóhannsdóttir, íþróttamaður UÍA, valdi karate því hún vildi ekki fara í ballett, en skipti síðan yfir í íslenska glímu þegar hún fluttist frá Bandaríkjunum til Reyðarfjarðar.

„Sætasti sigurinn er að sigra sjálfan sig“ ... 30Ólafía Ósk Svanbergsdóttir úr Þrótti hefur safnað verðlaunum síðan hún hóf að keppa á mótum fatlaðra og stefnir á Malmö Open á nýju ári.

SNÆFELL1. tölublað, 33. árgangur

Útgefandi:Ungmenna- og íþróttasamband

Austurlands

Ritstjórn:Gunnar GunnarssonHildur Bergsdóttir

Ábyrgðarmaður:Hildur Bergsdóttir

Myndir:UÍA

Höfundar efnisBirgir Örn Sigurðsson Kristín Hávarðsdóttir

Jóhann Hjaltason

Prófarkalesari:Urður Snædal

Umbrot, prentun og bókband:Héraðsprent

Upplag:4200 eintök

Dreifing:Öll heimili á sambandssvæði UÍA

Afgreiðsla:Skrifstofa UÍA

Tjarnarás 6, 700 EgilsstaðirSími: 471-1353

www.uia.is – [email protected]

ForsíðumyndirSvipmyndir frá starfsemi UÍA 2014

Mættu alltaf í jarðarfarir annarra því annars geturðu ekki vænst þess að þeir mæti í þína!

ALLTAF Á LAUGARDÖGUM

ÞAÐ ER EINFALT AÐ SPILA MEÐ SNJALLSÍMANUM

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

65

02

2

W W W. LO T T O . I S

Að undanförnu hafa verið dæmi um að lið sem skráð hafa sig til leiks í Íslands- eða bikarmóti hafi reynt að koma sér undan því að spila sína leiki á Austurlandi.Fyrst hringdi foreldri meðlims í stúlknaliði Vals í körfuknattleik í Morgunblaðið og bar sig aumlega yfir því að liðið þyrfti að spila mót á Egilsstöðum. Þetta kvart var að mestu vegna ferðakostnaðar, en téð foreldri virtist sjá minna að því að velta honum yfir á Hött.Þá hótuðu formenn fimm blakdeilda á höfuðborgarsvæðinu að spila ekki í bikarkeppninni yrði hún haldin í Neskaupstað. Félögin báru við bágum fjárhag en buðust til að skjóta saman í púkk til að koma Þrótti suður, sem er eins og að bjóða ölmusu.Þegar við hjá UÍA fórum svo að hlera í kringum okkur komu fleiri dæmi. Úrslitakeppni 4. flokks karla í knattspyrnu var haldin eystra í september en aðeins þrjú félög komu af suðvesturhorninu. Lagt var til að borga undir lið Fjarðabyggðar suður þar sem það myndi spara hinum liðunum gistingu og uppihald, auk þess sem spilað yrði á knattspyrnuvöllum í toppstandi. Lausnin varð þó á endanum sú að liðin komu austur hvert í sínu lagi yfir þriggja daga tímabil. Þegar gestgjafarnir eru spurðir út í hvað þeim hafi þótt um bréfin kemur alltaf sama svarið: „Okkur finnst þetta dónaskapur!“Við höfum ákveðna samúð með ferðakostnaðinum og auðvitað er dýrara að fljúga þremur liðum á áfangastað heldur en einu, en það skekkir samkeppnisstöðuna að sama liðið þurfi alltaf að ferðast. Við vitum líka að framboðið á ÍSÍ fargjöldum er takmarkað.Við gerum okkur líka grein fyrir að þetta er ekki bara í aðra áttina. Lið af landsbyggðinni hafa ekki alltaf mætt í sína leiki annars staðar, af misgóðum ástæðum. Okkar upplýsingar eru hins vegar að þau beri þá við manneklu eða óveðri, en aldrei ferðakostnaði.Við höfum heyrt af bæjarfélögum þar sem íþróttafélögin hafa sammælst við þá sem selja gistingu að bjóða ekki upp á ódýra gistingu fyrir hópa, og það myndi ergja okkur ef þannig væri komið fram við lið UÍA. Við þurfum líka að glíma við ferðamálin innan okkar svæðis. Vegalengdir eru langar og misvel gengur að koma mönnum á mótsstaði.En þetta snýst ekki eingöngu um peninga. Þetta snýst um virðingu og heiður íþróttanna. Menn vita að ferðir fylgja þegar þeir skrá sig til leiks í keppni á landsvísu. Þú kveinkar þér ekki undan því að mæta andstæðingum þínum á þeirra heimavelli. Allir vilja fá að upplifa stoltið og gleðina yfir því að fá til sín gesti og spila á sínum heimavelli fyrir framan systkini, fjölskyldur, vini. Hvaða afleiðingar hefði það haft ef Þróttur hefði samþykkt tilboð liðanna fimm? Væri þá ekki búið að setja fordæmi og koma þeim upp á lagið með að kaupa sig undan því að spila úti á landi? Hvað með afleiðingar fyrir samfélagið? Þú lærir ekki að halda gott mót nema með æfingu og það er hollt að æfa sig líka á stórmótum, ekki bara héraðsmótum.Og hvað með aðra uppeldisþætti? Ferðirnar nýtast sem hópefli. Við getum líka nefnt ágóðann af því að kynnast landi og þjóð. Erum við ekki annað slagið að hamra á því að við séum ekki bara að ala upp íþróttafólk heldur sterka einstaklinga?Við höfum engar augljósar lausnir á ferðakostnaði eða staðsetningu móta. Við höfum hins vegar vakið athygli á því sem virðist vera að gerast og fengið stuðning frá forsvarsmönnum lands-samtaka. En við höfum líka beðið forsvarsmenn sérsambanda og annarra héraðssambanda að koma skýrum skilaboðum á fram-færi: „Svona gera menn ekki!“

Stjórn UÍA

Stjórn UÍA 2014-2015Gunnar Gunnarsson, formaður, Fljótsdal

Jósef Auðunn Friðriksson, ritari, StöðvarfirðiGunnlaugur Aðalbjarnarson, gjaldkeri, Egilsstöðum

Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, meðstjórnandi, NeskaupstaðSigrún Helga Snæbjörnsdóttir, meðstjórnandi, Neskaupstað

Sóley Dögg Birgisdóttir, varamaður, DjúpavogiBöðvar Bjarnason, varamaður, Egilsstöðum

Ásdís Helga Bjarnadóttir, varamaður, EgilsstöðumStarfsmenn: Hildur Bergsdóttir, Egilsstöðum,

framkvæmdastýraHeiðdís Fjóla Tryggvadóttir, Egilsstöðum,

sumarstarfsmaður

Page 4: Snæfell 2014

Víðavangshlaup UÍA fór fram á Seyðisfirði 31. júní. Þar var skemmtileg stemming og þátttakan góð.

Gleði og gómsæt verð-laun á páskaeggjamóti UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum sem fór fram á Norðfirði 12. apríl.

Sigurður Guðmundsson heimsótti Norðfjörð, Egilsstaði og Vopnafjörð og kynnti Landsmót 50+ og eina af keppnisgreinunum, ringó. Honum þóttu Austfirðingar efnilegir í íþróttinni.

Ungmennafélag Borgarfjarðar bar sigur úr býtum í bikarkeppni UÍA og Launafls í ár með átján stig. Spyrnir náði öðru sætinu með 3-3 jafntefli gegn BN, en liðin mættust í lokaum-ferðinni í hreinum úrslitaleik um annað sætið. Auk þeirra sendu Hrafnkell Freysgoði og Valur Reyðarfirði lið til keppni.

Lið Sérdeildarinnar vann bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik, eftir 90-72 sigur á Austra í úrslitaleik. Viggó Skúlason úr Sérdeildinni var stigakóngur með 174 stig.Keppnin er nú hafin í fimmta sinn en fjögur lið eru skráð til leiks: Sérdeildin, Ásinn, Höttur og Austri.

Spretts Sporlangaleikar í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára og yngri fóru fram á Vilhjálmsvelli 20. ágúst og leikgleðin skein úr hverju andliti.

4 Snæfell

Page 5: Snæfell 2014

Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar í frjálsum íþróttum fór fram á Fáskrúðs-firði 1. maí. Þar voru um 60 þátttak-endur 10 ára og yngri og fjörið var mikið.

Fjölskylduganga á fjall UÍA, Lolla við Norðfjörð, farin 7. september í blíðskaparveðri.

Bikarmót UÍA í sundi fór fram á Djúpavogi 23. nóv. Þátttaka var góð og Austri hampaði stigabikarnum.

5 Snæfell

Meistaramót í sundi sem var haldið á Eskifirði 24. maí var vel sótt og sigruðu heimamenn í Austra stigakeppni mótsins við mikinn fögnuð.

Page 6: Snæfell 2014

6 Snæfell

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn var haldin í þriðja sinn í ágúst og var 31 kepp-andi skráður til leiks. Í keppninni er hjólað umhverfis Lagarfljót og hægt að velja milli tveggja vegalengda; 68 km og 103 km.Að þessu sinni var rás- og endamark á Egilsstöðum en það var áður á Hallorms-stað. Brautarmet voru slegin í báðum vega-lengdum, en Elías Níelsson á nýja metið í 68 km hringnum á tímanum 2:08:45,5 klst og Stefán Gunnarsson sló brautarmet í 103 km á tímanum 3:47:37,7. Í flokki 68 km kvenna setti Eyrún Björnsdóttir brautarmet á tímanum 2:44:43,2. Í ár keppti í fyrsta skipti kona í 103 km hringnum, en það var Guðrún Sigurðardóttir sem braut ísinn.UÍA og Austurför standa saman að keppn-inni ásamt Fljótsdalshéraði. ,,Keppnin í ár tókst afar vel, við fengum kröftugt hjólafólk víða að og það er okkur afar dýrmætt,“ segir Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA. „Sigurvegarinn í 68 km hringnum var í raun

Þau Ragnar Ingi Axelsson og María Rún Karlsdóttir úr Þrótti tóku í haust þátt í unglingalandsliðsverkefnum á vegum Blak-sambands Íslands.

Ragnar Ingi spilaði með U-19 ára lands-liði Íslands á Norðurlandamóti í Ikast í Danmörku. María Rún tók þátt í sama móti með U-19 landsliði Íslands og einnig spilaði hún með U-17 ára landsliði Íslands á Norðurlandamóti í Kettering á Englandi. England var tekið inn í Norðurlandamótið fyrir nokkrum árum, m.a til þess að fjölga liðum á mótinu. Í U-19 voru bæði stráka- og stelpuliðin í 5. sæti á mótinu eftir að hafa unnið Færeyjar í leik um sæti 3-1.

Ragnar spilaði stöðu frelsingja á mótinu en hann spilar stöðu uppspilara hjá meistara-

flokki Þróttar. Hann á eitt ár eftir í U-19 liðinu. Mara Rún spilaði stöðu kants-massara sem er sama staða og hún spilar með meistaraflokki. Hún á þrjú ár eftir í U-19 ára liðinu. U-17 ára lið Íslands endaði einnig í 5. sæti í Kettering.

Bæði Ragnar Ingi og María Rún voru í byrjunarliði Ís-lands og fengu þó nokkuð að spila á mótunum. Þátttaka á svona móti er nokkuð krefjandi þar sem stundum eru spilaðir 4 - 6 leikir á þremur dögum með tilheyrandi ferðalögum. Á hinn bóginn öðlast þau aukna leikreynslu sem

er mjög mikilvæg fyrir þau og gefur þeim m.a aukinn leikskilning. - Blakdeild Þróttar

Verið velkomin á Sumarhátíð UÍA 2015 10.-12. júlí á Egilsstöðum

Takið helgina frá!

Blak

Tvö úr Þrótti í unglingalandsliðin

Tour de Ormurinn

Brautarmet bætt

helst til kröftugur að okkur fannst, því hann fór af stað á slíkri ógnarferð að hann setti öll tímaplön okkar úr skorðum. Á fyrsta hluta leiðarinnar var hann um 40 mínútum fyrr á ferðinni en við reikn-uðum með og ég var í símanum að ræsa starfsfólk drykkjarstöðva út nánast á náttfötunum.“Þá hefur keppnin verið nýtt til að vekja athygli á hjólreiðum, en komið var á fót hópnum Hjólaormar á Héraði þar sem bæði byrjendur og lengra komnir hittust vikulega síðasta sumar og hjóluðu saman.

Ragnar í treyju nr 2, ásamt félögum sínum í U-19.

Page 7: Snæfell 2014

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja

réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem

þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

• j

l.is

SÍA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Blak

Tvö úr Þrótti í unglingalandsliðin

Page 8: Snæfell 2014

8 Snæfell

Um 80 austfirsk ungmenni reyndu sig á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina, en keppt var í öllu allt frá knattspyrnu til eggjakökubaksturs.

Umgjörð mótsins var hin glæsilegasta og veðrið lék við gesti mótsins. Keppendur UÍA stóðu sig vel og þá mátti finna á verð-launapöllum hinna ýmsu greina. Sérstaka athygli vakti framganga UÍA í upplestrar-keppni mótsins en sambandið átti þar þrjá keppendur sem röðuðu sér í efstu sætin. Ragnheiður Elín Skúladóttir frá Hallorms-stað varð hlutskörpust í flokki 11-14 ára og systir hennar, Jóhanna Malen, sigraði í flokki 15-18 ára. Í öðru sæti í þeim flokki varð Mikael Máni Freysson, en öll eru þau fyrrum nemendur Hallormsstaðarskóla.Samheldni og góð stemming ríkti í UÍA hópnum. Sameiginlegu tjaldi var slegið upp á UÍA tjaldstæðinu og var það mikið nýtt, þar fór meðal annars fram hið árlega og afar vinsæla Tjaldsvar UÍA. Það skyggði þó á gleðina að einn af dyggustu landsmóts-

keppendum UÍA, Daði Fannar Sverrisson, slasaðist alvarlega í bílveltu örfáum dögum fyrir mótið. Til að færa í orð þær hlýju hugsanir sem félagar hans sendu honum og fjölskyldu hans var í tjaldinu og á helstu keppnisstöðum hægt að skrifa á miða til hans hvatningu og batakveðju. Helga

Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, heimsótti Daða Fannar og fjölskyldu á Landsspítalann strax að móti loknu og færði honum kveðjurnar.Á glæsilegri setningarathöfn mótsins var kunngjört að ULM 2017 fer fram á Egils-stöðum.

Það er metnaðarmál íþróttafélaganna á Austurlandi að halda úti öflugu knattspyrnu- starfi í yngri flokkum. Þegar leikmenn koma upp úr þriðja flokki tekur oft lítið annað við en æfingar með meistaraflokki af því að 2. flokkur er ekki til. Bilið á milli 3. flokks og meistaraflokks er of stórt stökk og því miður hætta margir leikmenn á þessu tímabili. Á Austurlandi hefur síðustu sumur verið haldið úti tveimur liðum í 2. flokki drengja í samstarfi ýmissa félaga. Það er alltaf erfitt að manna 2. flokk og fjármagna ferðalögin. Í sumar var gerð sú tilraun að keppa undir merkjum UÍA. Hún var gerð til að leikmenn, búsettir á Austurlandi og félagar í aðildar-félögum UÍA, gætu spilað í 2. flokki og síðan með sínu heimaliði í Íslandsmóti.Tilraunin var í sjálfu sér góð en er engan veginn fullreynd. Þrátt fyrir þessa miklu sameiningu var erfitt að manna liðið og fjármagna ferðir og annan kostnað. Liðið féll niður í C-riðil og spilar þar á næsta

ári. Nú þarf að endurmeta verk-efnið og vonandi verður framhald á því eftir áramót undir merkjum ÚÍA. Þessir drengir sem spila með 2. flokki UÍA voru líka oft lykilmenn í meistaraflokks-liðum félagsliðanna hér á Austurlandi sem stóðu sig öll mjög vel. Það er draumur hvers fótboltamanns að ná langt í íþrótt sinni og nýverið hefur Ísland vakið athygli alþjóðasamfélagsins á því hversu efnilegir leikmenn verða til á þessari litlu eyju. Haft hefur verið á orði að á Íslandi séu vel menntaðir þjálfarar og gott barna- og unglingastarf í íþróttafélögunum. Félögin hér á Austurlandi eru engin undan-

tekning og reynt er að halda úti öflugu starfi þó oft setji fámennið og fjarlægðirnar okkur skorður og erfitt reynist að halda úti 11 manna liðum í unglingaflokkum. Aust-firðingar hafa samt í gegnum tíðina átt frambærilega atvinnumenn og við þurfum að halda áfram að undirbúa jarðveginn.- Stefán Már Guðmundsson

Unglingalandsmót

Stórslemma í upplestrarkeppninni

Tilraun gerð með 2. flokk í knattspyrnu

Atli Pálmar Snorrason spreytir sig í eggjakökukeppni.

Úr leik UÍA og Þórs á Eskifjarðarvelli.

Page 9: Snæfell 2014

9 Snæfell

Óskum Austfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Launafl ehf vill óska öllum starfsmönnum og viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar, með þökk fyrir góð samskipti og samstarf á árinu

sem er að líða.

Unglingalandsmót

Stórslemma í upplestrarkeppninni

Page 10: Snæfell 2014

10 Snæfell

Nokkrir af fremstu kösturum landsins mættu til leiks á Stranda-manninum sterka, sem Hreinn Halldórsson og UÍA stóðu að á Vilhjálmsvelli 31. maí og 1. júní. Meðal keppenda voru Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari úr FH, og Guðmundur Sverrisson, spjót-kastari úr ÍR. Keppendur frá UÍA tóku þátt í mótinu en auk kast-greina var keppt í langstökki, þrístökki og spretthlaupi.Stór hluti kastaranna gisti heima hjá Hreini og konu hans, Jóhönnu Þorsteinsdóttur, eða í íbúð Lovísu, dóttur þeirra. Jóhanna eldaði ofan í mannskapinn og segir það hafa gengið ljómandi vel að fá 8-10 svanga kastara í mat. „Ég skellti í 20 lítra af kjúklingasúpu

á föstudagskvöldinu og bar fram vænan slatta af eggjum og beikoni í morgunmat. Á laugardagskvöldi bauð ég upp á þrjú lambalæri sem runnu ljúflega niður. Það var bara afar heimilislegt og yndislegt að hafa þessa stráka í mat og gist-ingu,“ segir Jóhanna.Hreinn er vongóður um að mótið sé vísir að einhverju mun stærra og meira. „Draumur minn er að hér eystra verði árlega stórt og veglegt mót sem afreksmenn í hinum ýmsu greinum frjálsíþrótta keppi á og brekkan verði full af áhorfendum sem njóti þess að koma og horfa á góð afrek. Ég hefði til dæmis gaman af því að mæla nokkur Íslandsmet hér á vellinum.“

Skíðafélag Fjarðabyggðar (SFF) og Skíðafé-lagið í Stafdal (SKÍS) kepptu síðasta vetur aftur undir merkjum UÍA á mótum á vegum Skíðasambands Íslands.

Skíðaveturinn var sérstakur og erfiður vegna mikilla snjóa, en hann var líka langur því skíðafólk gat nýtt snjóinn fram eftir vori. Á Austurlandi eru haldin þrjú héraðs-mót, félögin halda sitt mótið hvort og svo skiptast þau á að halda Austurlandsmótið. Bæði félögin eiga í góðu samstarfi við önnur skíðafélög og um síðustu áramót fóru tveir keppendur frá UÍA í 12 daga æfingaferð til Noregs og æfðu með Skíða-deild Víkings og Skíðafélagi Akureyrar.

Síðasta vetur hafa sjö keppendur í 14-15 ára flokki tekið þátt í bikarmótum fyrir hönd UÍA og tveir í fullorðinsflokki 16-17 ára. UÍA fólkið hefur sýnt að það sé í fremstu röð á landinu en skíðaveturinn 2012-2013 var UÍA í þriðja sæti í stiga-keppni félaga á landsvísu, á eftir Skíðaráði Reykjavíkur og Skíðafélagi Akureyrar. Á unglingameistaramóti Íslands, sem haldið var í lok mars á Dalvík og Ólafsfirði, var 21 keppandi frá UÍA á aldrinum 12-15

ára. Talsvert af foreldrum fylgdi hópnum en alls má ætla að 45 Austfirðingar hafi verið á svæðinu.- Jón Einar Marteinsson

Fremstu kastarar landsins á Strandamanninum sterka

Óvenjulangur skíðavetur

Page 11: Snæfell 2014

11 Snæfell

Alhliða bókhalds- uppgjörs- og skattaþjónusta

Skrifstofuþjónusta AusturlandsBorgar�rði eystra s. 472 9872 [email protected]

Egilsstöðum s. 471 1171 [email protected] Seyðis�rði 472 1212 [email protected]

Fjarðabyggð 474 1123 [email protected] www.skrifa.is

Hátíðarkveðjafrá Skógrækt ríkisins

Velkomin í þjóðskógana - líka á veturna!

VERÐLAUNAGRIPIR AUSTURLANDS • Mánatröð 18 • 700 Egilsstaðir

Netfang: [email protected] • Sími: 566 8009 & 864 8009

Vandaðir verðlaunagripir fyrir íþróttaviðburði

Nr. 66450 / 32 cm.

Nr. 66040 / 23 cm.

Nr. 65030 / 7,5 cm.

Nr. 66263 / 54 cm.

Nr. 578 G/S/B Ø45

Nr. 3485-87 / 17-18-19 cm. Nr. 3480-82 / 17-18-19 cm.

Nr. 2941-43 / 10-12-13 cm.

Nr. 589 G/S/B Ø50

Fremstu kastarar landsins á Strandamanninum sterka

Page 12: Snæfell 2014

Ég hef mikinn áhuga á hreyfingu eða íþrótt-um og fótbolti hefur lengi verið mitt aðal-áhugamál. Ég er 15 ára gömul en byrjaði að æfa þegar ég var 5 ára. Ég hafði alltaf spilað úti, en þegar ég var 13 ára og spilaði með 4. flokki var ég beðin að leysa af sem markmaður í 3. flokki, sem gekk bara nokkuð vel. Skyndilega breyttist þannig allt, upp-haflegi draumurinn var að vera markaskorari en núna er ég að verða aðalmarkmaður ís-lenska kvennalandsliðsins. Í nóvember 2013 var ég boðuð á mína fyrstu landsliðsæfingu U-17 sem markvörður og við æfðum að jafnaði aðra hverja helgi á æfingatímabilinu. Þessu hafa því fylgt mikil ferðalög fyrir mig. Ég hef tvisvar farið erlendis með landsliðinu. Í apríl fórum við til Belfast og spiluðum þrjá leiki við Færeyjar, Norður-Írland og Wales. Íslenska liðið stóð sig vel og við enduðum í öðru sæti, unnum Wales og Færeyjar en töp-uðum fyrir Norður-Írlandi. Í nóvember fór ég til Finnlands þar sem við spiluðum tvo leiki við Finna en töpuðum báðum. Þetta er eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. Ég held að það sé draumur allra íþróttamanna að fá að

klæðast landsliðsbúningnum og keppa fyrir Ísland. Það er ótrúleg upplifun að standa inni á vellinum, heyra nafnið sitt lesið upp og og syngja þjóðsönginn fyrir leik, en mest af öllu er þó meiriháttar að fá að spila fótbolta. Liðið var alltaf í fötum og æfingagöllum merktum Íslandi og KSÍ. Við fórum ekki út af hótelherbergjunum öðruvísi en að vera allar eins og með eins töskur. Það eina sem ég hefði þurft að taka með mér í þessa ferð fyrir utan takkaskó, legghlífar og hansk-ana voru nærföt og snyrtidót. Mér fannst fyrst skrítið að fara ein, því ég hef vanist því að mamma og/eða pabbi fari með mér. En það var virkilega vel hugsað um okkur á allan hátt í ferðunum, yndislegt fólk sem er í kringum hópinn og virkilega góð

stemmning í hópnum, flott umgjörð og allt til fyrirmyndar. Ég er mjög þakklát og stolt af því að hafa fengið þetta tækifæri. Ég hef kynnst alveg frábærum stelpum alls staðar af landinu. Ég stefni að því að halda áfram og standa mig vel. Vonandi á ég eftir að spila marga leiki og fara í margar ferðir sem fulltrúi Íslands.

12 Snæfell

Kraftmikið starf hefur verið í glímunni á Reyðarfirði undanfarin ár og árið sem nú er að líða er þar engin undantekning. Ungir og efnilegir glímuþjálfarar hafa tekið við keflinu og annast nú æfingar, en á þeim eru að jafnaði um 20 – 25 manns. Hjalti Þórarinn Ásmundsson sá um þjálfun fyrri parts ársins en í haust hafa þau Hjörtur Elí Steindórsson, Bylgja Rún Ólafsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson stýrt æfingum. Glímufólk frá Reyðarfirði hefur tekið þátt í flestum glímu-mótum sem haldin eru hérlendis og átt góðu gengi að fagna. Hæst ber jafnan ferðina á grunnskólamótið og Íslandsglímuna, en þau mót voru að þessu sinni haldin í Reykjavík. Tuttugu krakkar kepptu á grunnskólamótinu og stóðu sig vel og þegar upp var staðið féllu flest verðlaun til Grunnskóla Reyðarfjarðar, eða 12 talsins og þar af fjórir grunnskóla-

meistaratitlar. Fjórir kepptu undir merkjum UÍA um Grettisbeltið og tvær kepptu um Freyjumenið, og árangur UÍA hefur aldrei verið betri. Eftir úrslitaglímur um beltið náði Hjalti Þórarinn Ásmundsson 2. sætinu og Sindri Freyr Jónsson 3. sætinu. Eva Dögg Jóhannsdóttir náði 2. sætinu, einnig eftir úrslitaglímur. Glæsilegur árangur það. Á árinu tók glímufólk frá UÍA þátt í ýmsum al-þjóðlegum mótum. Þar má nefna keppnis- og æfingaferð Bylgju Rúnar til Skotlands 31. júlí - 4. ágúst 2014 og ferð Ásmundar Hálfdáns, Hjartar Elí, Atla Más og Evu Daggar á Bute Highland Games í Skotlandi 23. - 30.ágúst. Þar sigraði Ásmundur opinn flokk karla með glæsibrag og var eftir það kallaður „hinn mikli meistari af Grayrigg“ og Eva Dögg gerði sér lítið fyrir og sigraði opinn flokk kvenna með miklum yfirburðum. Nýverið var Eva Dögg

síðan valin glímukona ársins. Eva Dögg sem er 19 ára gömul hefur átt góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2014. Hún tók þátt í öllum glímumótum á árinu og var ávallt í verðlaunasæti. Eva keppti einnig á Evrópu-meistaramótinu í keltneskum fangbrögðum þar sem hún hlaut silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun í -63 kg flokki. Eva sigraði svo einnig nokkur alþjóðlegmót á árinu og varð meðal annars skoskur meistari í back-hold. Margt er framundan. Fjórðungsglíma Austurlands verður haldin 27. desember og 11. apríl tökum við Austfirðingar að okkur grunnskólamótið og Íslandsglímuna. Í tilefni þess ætla glímuþjálfarar Vals að fara á milli skóla á Austurlandi og kynna glímuna og von-andi verður það fjölmennur og fríður hópur víða að sem keppir fyrir UÍA næsta vor. - Þóroddur Helgason

Glíma

Íslandsglíman á Austurlandi næsta vor

Telma Ívarsdóttir

„Stolt og þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri“

Íslenski hópurinn ásamt skoskum vinum, frá vinstri: Gary Neilson, Atli Már Sigmarsson, Eva Dögg Jóhannsdóttir, Hjörtur Elí Stein-dórsson, Ryan Dolan, Ólafur Oddur Sigurðsson, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Hugh Ferns og David Strachan.

Telma í markmannstreyjunni tilbúin í landsleik í Belfast.

Page 13: Snæfell 2014

13 Snæfell

Austurbrú óskar íbúum á Austurlandi og samstarfsaðilum um land allt gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

Myn

d: G

G

Gleðilega hátíð

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Við óskum austfirðingum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnum árum.

Starfsfólk Íslandsbanka á Austurlandi

Page 14: Snæfell 2014

„Það skiptir ekki máli hvaðan við komum, hvað við erum gamlir eða hvað við getum, við erum allir í þessu liði saman.“ Með þessum orðum lýsti Kristinn Már Hjalta-son veru sinni í drengjalandsliði Íslands sem keppti á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fór fram í Laugardalshöll dagana 15. – 18. október sl. Í drengjalandsliðinu voru 14 drengir, á aldrinum 13 – 17 ára, frá fimm fimleikafélögum á Íslandi. Æfingar liðsins hófust fyrir alvöru í byrjun júlí þegar drengirnir fóru, ásamt þjálf-urum sínum, í vikulanga æfingaferð til Danmerkur. Þar voru tvær til þrjár æfing-ar á dag, við bestu hugsanlegu aðstæður, ásamt daglegu hópefli. Í Danmörku var grunnurinn að þeim stökkum sem átti að framkvæma á Evrópumótinu lagður. Þjálfarar liðsins höfðu orð á því að þegar drengirnir lögðu af stað til Danmerkur hefðu þeir verið strákar frá fimm félögum en þeir hefðu komið heim sem drengja-landslið Íslands. Eftir æfingaferðina til Danmerkur flaug Kristinn vikulega til Reykjavíkur til að

stunda æfingar með liðinu og dvaldi þar nokkra daga í senn. Í upphafi voru miklar þrek og tækniæfingar en þegar leið á fóru stökkseríurnar að taka á sig mynd og geta liðsins varð þjálfurunum ljós. Þegar fimm vikur voru í mót fór Kristinn Már alfarið til Reykjavíkur því þá skipti hver æfing miklu máli hvað varðaði sam-hæfingu í dansi og rennsli í stökkseríum á trampolíni og dýnu.

Frábær andi í hópnum

Þjálfarar liðsins voru Henrik Pilgaard og Nicklas Boris, sem sáu um þjálfun drengjanna á trampolíni og dýnu, og Yrsa Ívarsdóttir dansþjálfari. Þjálfurunum tókst að skapa góðan anda í hópnum og mikil samstaða ríkti meðal drengjanna. Fram-koma þjálfaranna við drengina var slík að gagnkvæm virðing ríkti þar á milli og áttu drengirnir auðvelt með að leita til þeirra ef eitthvað bjátaði á. Eins og gengur og gerist í íþróttum skapa meiðsli oft stóran og afdrifaríkan sess.

Drengirnir sem æfðu fyrir Evrópumótið voru þar ekki undanskildir. Þjálfarar liðsins lögðu mikið upp úr því að drengirnir létu vita ef þeir kenndu sér meins og höfðu þeir greiðan aðgang að sjúkraþjálfara til að greina og meðhöndla meiðsli af ýmsu tagi. Algengt er að fimleikafólk finni til eymsla í ökklum og úlnliðum því álagið á þessa líkamshluta er mikið þegar stökk- seríur eru orðnar af þeirri erfiðleikagráðu sem var í gildi á Evrópumótinu. Í aðdraganda mótsins urðu drengirnir hvað mest áberandi og umtalaðir fyrir þá gleði og ánægju sem skein úr andlitum þeirra, en þeir nutu hvers augnabliks. Á mótinu sjálfu stóðu drengirnir sig vel. Þeir voru samhæfðir í dansi og lentu flestum þeim stökkum sem lagt var upp með. Eftir stendur skemmtilegt, strembið, lærdómsríkt og stundum erfitt ævintýri sem lengi verður í minnum haft hjá drengj-unum og foreldrum þeirra.

- Dagbjört Kristinsdóttir

EM í fimleikum

„Við erum allir í þessu liði saman“

14 Snæfell

Íslenski drengjalandsliðshópurinn ásamt þjálfurum. Kristinn er þriðji frá vinstri í fremri röð.

Þrettán krakkar víðsvegar af Austur-landi tóku þátt í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Egilsstöðum í byrjun júní. Frjálsíþróttir eru kjarninn í búðunum en fleiri greinar voru prófaðar, svo sem strandblak, ringó, sund og fimleikar. Auk þess var farið inn í Hallormsstað einn dag.„Það er ótrúlega gaman að sjá hvað krakk-arnir ná góðu valdi á grunnatriðum í íþrótt-unum á stuttum tíma og hvað þau eru dugleg og tilbúin að prófa eitthvað nýtt. Skólinn gengur út á meira en bara frjáls-íþróttir og stundum þarf að fara dálítið út fyrir þægindarammann til að láta vaða og

prófa eitthvað splunkunýtt. Það er líka heilmikill lærdómur sem felst í því að vera hluti af hópi krakka sem þau þekkja ekki fyrir, sofa annars staðar en heima hjá sér, fara eftir nokkuð stífri dagskrá og vera fjarri pabba og mömmu. En þetta hefur gengið ótrúlega vel, enda jákvæðn-in alltaf höfð í fyrirrúmi og mikið af góðu fólki sem leggur skólanum lið. Það er afar ánægjulegt að sjá einstaklinga blómstra í skólanum og sigra sjálfa sig í hinum ýmsu aðstæðum,“ segir Hildur.

Frjálsíþróttaskóli

Mikill lærdómur að vera hluti af nýrri heild

Page 15: Snæfell 2014

15 Snæfell

www.alcoa.is

Hressandi leiðangur í Eyjólfsstaðaskóg á Héraði er fullkomin

byrjun á jólahaldi Aðalheiðar og Óskars, starfsmanna Fjarðaáls,

og drengjanna þeirra. Saman njóta þau þess að geta valið sér

jólatré úr skóginum og kunna vel að meta alla þá kosti sem gefast

á hollri og góðri útivist á Austurlandi.

Gleðileg jólAlcoa Fjarðaál óskar öllum Austfirðingum gleði og friðar um

hátíðarnar og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða.

Page 16: Snæfell 2014

16 Snæfell

Huginn náði í sumar sínum besta árangri frá upphafi þegar liðið endaði í fjórða sæti annarrar deildar karla í knattspyrnu. Liðið vann sér sæti þar á aldarafmælinu í fyrra með því að landa öðru sæti þriðju deildar.

Eins og gengur og gerist milli leiktímabila á Íslandi var nokkuð um breytingar á leik-mannahópnum, en í lok tímabils 2013 var ljóst að nokkrir af lykilmönnunum frá 2013 myndu ekki leika í gulu og svörtu sumarið eftir. Veturinn leið og þegar styttast tók í deildarkeppnina höfðu fáir leikmenn bæst við. Þegar kom að leikjum sem leika átti hinum megin Fjarðarheiðar varð fjallvegurinn farartálmi vegna veðurs og færðar. Svo fór að Huginn þurfti að draga lið sitt úr keppni í deildarbikarnum, og með fáliðaðan og dreifðan hóp víðs-vegar um landið varð ljóst að erfitt yrði að koma á æfingaleikjum fyrir Íslandsmót. Enn létu leikmannafregnir á sér standa þar til rétt fyrir mót þegar nokkrir leik-menn fengu leikheimild með liðinu.

Enginn æfingaleikur Huginn spilaði því engan æfingaleik og því voru væntingar annarra en Hugins-manna einfaldar: Liðið myndi falla aftur í 3. deild á sínu 101. afmælisári. Í árlegri spá þjálfara liðanna í annarri deild var liðinu spáð neðsta sætinu og í viðtali um hana viðurkenndi þjálfarinn Hugins að liðið væri óskrifað blað. Á meðan margir utan Hugins töldu fall óhjákvæmileg örlög liðsins var einn maður með aðrar mein-ingar og þeim deildi hann með litlum en samrýmdum hópi manna. Þessi maður var þjálfari liðsins sem setti stefnuna á efri hluta deildarinnar. Seyðfirðingurinn Brynjar Skúlason hefur verið spilandi þjálf-ari í allmörg ár og þekkir því vel til allra mála hér eystra. Hann er Breiðdælingur að uppruna og hefur á knattspyrnuferli sínum einnig leikið með liðum á borð við HK, Fjarðabyggð og Huginn/Hött. Leik-mannahópurinn samanstóð af heima-mönnum, þ.e. leikmönnum sem ýmist búa á Seyðisfirði, eða eru frá Seyðisfirði og búa annars staðar, strákum af Hér-aðinu og erlendum leikmönnum. Erlendu leikmennirnir styrktu liðið einmitt mjög mikið, en þrír þeirra voru frá Serbíu: Blazo Lalevic, Milos Ivankovic og Marko

Nikolic, og einn, Alvaro Montejo Calleja, frá Spáni. Þá snéru gamlir Huginsmenn aftur, til dæmis Ingólfur Árnason og fyrir-liðinn Birkir Pálsson, eftir að hafa gert garðinn frægan með Þrótti R og Hetti.

Fall er fararheill Huginn byrjaði ekki vel í sumar og tapaði fyrstu þremur leikjunum en greinilegt var á leik liðsins að mun meira bjó í þessu liði. Fyrsti sigur liðsins leit dagsins ljós í heimaleik (á Fellavelli) gegn Aftureldingu þar sem Ingimar Jóhannsson skoraði eina markið með glæsiskoti. Í kjölfarið fylgdu

þrír aðrir sigurleikir, gegn Sindra, Reyni S. og ÍR. Sigurinn á heimavelli gegn ÍR, 2-1 var kannski einn albesti leikur liðsins í sumar. Liðið var ágætlega mannað og spilaði, eins og oft áður, skemmtilegan sóknarbolta. Helsta framförin frá síð-ustu árum var varnarleikurinn, og fannst mörgum liðið oft á tíðum verjast mjög vel sem ein sterk heild. Leikirnir gegn Fjarða-byggð eru án efa þeir eftirminnilegustu frá því í sumar. Fjarðabyggð var á mikilli siglingu undir stjórn Brynjars Gestssonar, sem áður þjálfaði Hugin. Töluverð harka var í leikjunum, mikil aðsókn var að þeim og hátt spennustig meðal áhorfenda og leikmanna leyndi sér ekki. Báðum leikj-unum lauk með 1-1 jafntefli. Markahæstu leikmenn Hugins 2014 voru Alavaro með 13 mörk, en hann var einnig valinn besti leikmaður ársins, og Marko sem skoraði tíu mörk.

Hvað býr að baki? Ýmsir knattspyrnuspekingar hafa skýrt gott gengi Hugins undanfarin ár með

því að liðið hafi unnið í útlendingahapp-drættinu. Vissulega hafa Huginsmenn fengið góða leikmenn erlendis frá, en gott leikskipulag og góður liðsandi ráða vafalaust einnig miklu. Þessi góði andi hefur eflaust auðveldað Brynjari bæði að fá leikmenn til liðsins og að halda þeim. Gaman er að segja frá því að tveir enskir leikmenn, þeir Jack Hands og Tom Gaunt, sem spiluðu með Huginn fyrir nokkrum árum komu til Seyðisfjarðar í fríi sínu til að hjálpa liðinu og spiluðu nokkra leiki. Huginn spilar heimaleiki sína á grasvell-inum við Garðarsveg, Seyðisfjarðarvelli.

Völlurinn er á fallegum stað og var upp-haflega malarvöllur en var þökulagður fyrir allmörgum árum. Reyndar hefur liðið neyðst til að spila fyrstu leikina undan-farin vor á gervigrasinu á Fellavelli, þegar grasvöllurinn við Garðarsveg hefur ekki verið orðinn vel gróinn. Liðum sem sækja Huginsmenn heim finnst oft á tíðum erfitt að mæta Seyðfirðingum á heimavellinum. Völlurinn er þegar best lætur sannkölluð ljónagryfja, enda hafa öflugir stuðnings-menn löngum umkringt Hugin. Meistara-flokkur Hugins setur mikinn svip á bæjar-lífið og hefur margvísleg jákvæð áhrif á bæjarbraginn og vonandi verður framhald á því. Öflugur meistaraflokkur byggir fyrst og fremst á góðum kjarna heimamanna, sem nokkrir eru ungir að árum en aðrir eldri. Leikjahæsti Huginsmaðurinn er svo hinn síungi Friðjón Gunnlaugsson sem setur leikjamet í hvert sinn sem hann klæðir sig í Huginstreyjuna. Jón Halldór Guðmundsson og Guðmundur Jónsson

Huginn Seyðisfirði

Besti árangur knattspyrnuliðsins frá upphafi

Huginsliðið tilbúið í leik gegn Ægi frá Þorlákshöfn.

Page 17: Snæfell 2014

17 Snæfell

Önnumst

CABAS

tjónaskoðanir

fyrirtryggingafélög.

VÖNDUÐ

Réttingar og sprautunFramrúðuskipti

Bílaleiga

Opið virka daga kl. 8 - 18

VINNUBRÖGÐ

VOTTAÐ RÉTTINGAVERKSTÆÐI

Rúðuviðgerðir

Miðvangi 1, 700 EgilsstaðirSími 471 1449 | www.heradsprent.is

HÉRAÐSPRENT

Verslum í

heimabyggð

gott fólk!

Bæklingar

Stafrænprentun

Eyðublöð

Plaköt

PappírHönnun

Prentun

Hér

aðsp

rent

Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári.Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

ViðskiptavinirHitaveitu Egilsstaða

og Fella og aðrir Austfirðingar

Bestu jóla- og nýárskveðjur og farsælt komandi ár.

Huginn Seyðisfirði

Besti árangur knattspyrnuliðsins frá upphafi

Page 18: Snæfell 2014

18 Snæfell

Byrjað var að æfa bogfimi á Íslandi árið 1974, í Íþróttafélagi fatlaðra og Íþrótta-félagi Reykjavíkur. Síðan þá hafa reglulega verið haldnar æfingar en árið 2012 varð algjör sprenging í greininni sem óx úr 10 iðkendum í tveim félögum og upp í um 600 iðkendur í 11 félögum um land allt.

Í febrúar 2013 var fyrsta bogfiminám-skeiðið haldið fyrir austan, en nokkrum vikum áður var stofnuð bogfimideild innan Skotfélags Austurlands (SKAUST). Síðan þá hafa verið reglulegar æfingar og byrjend-anámskeið þar sem allir geta skráð sig og lært undirstöðuatriðin og það sem þarf til að geta farið að mæta á æfingar.

Sjálfur stóð ég að því að koma þessu af stað hér á Egilsstöðum og hef æft síðan um áramótin 2012/2013. Ég hef tekið þátt í mótum um allt land undanfarin tvö ár og þegar stungið var upp á að taka þátt í heimsbikarmótinu í Marokkó ákvað ég að hér væri á ferðinni einstakt tækifæri sem ekki væri hægt að sleppa.

Við Jón Gunnarsson ákváðum að taka þátt fyrir hönd SKAUST og vorum við tveir af þrettán manna hópi sem keppti fyrir hönd Íslands. Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem ég tók þátt í og ég held að við höfum öll lært heilmargt af því að taka þátt. Það voru um 70 manns skráðir í sveigboga karla en rúmlega tvö hundruð manns tóku þátt í heimsbikarmótinu. Þetta er mun umfangsmeira en allt sem tengist bogfimi hérna heima og við hittum keppendur alls staðar að úr heiminum og stjörnur innan greinarinnar. Aðstæður voru líka krefjandi, steikjandi hiti og keppnin haldin í hálfgerðri eyðimörk. Þetta var sannkallað ævintýri að fá að skjóta í glænýjum aðstæðum í steikjandi hita og með nýju fólki, með mis-munandi tækni.

Þetta fer í reynslubankann og ég verð betur undirbúinn fyrir næsta stórmót. Við Jón stóðum okkur ágætlega en ég lenti í 54. sæti og Jón í 40. sæti í sveigboga karla, sem er aldeilis frábær árangur en hann hefur einungis æft í um það bil ár. Helga Kolbrún Magnúsdóttir stóð sig glæsilega og keppti um bronsið í trissuboga kvenna og er fyrsti Íslendingurinn til að ná svona góðum árangri á móti erlendis. Þetta var mjög hörð keppni og keppendurnir virkilega færir. Konum hefur gengið mjög vel í bogfimi og virðist þetta eiga einkar vel við þær en þetta er klárlega íþrótt fyrir alla.

- Haraldur Gústafsson

Kristborg Ása Reynisdóttir og Klara Bjarnadóttir hlutu starfsmerki UÍA á þingi sambandsins sem haldið var á Djúpavogi í lok mars. Báðar hafa verið virkar í stjórn og almennu starfi félagsins til margra ára og ávallt boðnar og búnar til að leggja sitt af mörkum. Andrés Skúlason hlaut starfsmerki UMFÍ fyrir kröftugt starf í þágu hreyfingarinnar, en hann sat í stjórn Neista og var um tíma formaður. Þá hefur hann hlúð vel að starfi ungmennafélagsins í gegnum störf sín sem oddviti og for-

stöðumaður íþróttamiðstöðvar Djúpavogs. Albert Jensson var sæmdur silfurmerki ÍSÍ fyrir ötult starf sem stjórnarmaður og þjálfari Neista. Fleiri viðurkenningar hafa fallið UÍA fólki í skaut en í lok nóvember hlaut Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, viðurkenningu æskulýðsráðs fyrir störf sín í þágu æsku-lýðsstarfs á Austurlandi sem og á lands-vísu. Þá var Hermann Níelsson, fyrrum formaður UÍA, sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ og gullmerki UMFÍ fyrir starf sitt.

Bogfimi

Tveir Austfirðingar á heimsbikarmótinu

Haraldur og Jón Gunnarsson í Marokkó.

Djúpavogsbúar heiðraðir fyrir gott starf

Page 19: Snæfell 2014

19 Snæfell

Héraðsprent

Neskaups tað S ím i 477 1133

Sendum landsmönnum öllum

okkar bestu jóla- og nýárskveðjur

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

Logo tillaga fyrirSÚN, Samvinnufélag útgerðarmanna NeskaupstaðHönnun: Hanna Gyða Þráinsdóttir

Svart/hvítt

Miðvangi 1 ~ 700 Egilsstaðir ~ 471 1449 [email protected] ~ www.heradsprent.is

HÉRAÐSPRENT

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

Pantone 7477 C

Í flóknu umhverfi leynast

tækifærikpmg.is

HENSON • SÍMI: 562 6464WWW.HENSON.IS • [email protected]

Flottustu og bestukeppnisbúningarnir

eru framleiddir í Brautarholti

45ára

Page 20: Snæfell 2014

20 Snæfell

Þráinn Hafsteinsson, frjálsíþrótta-þjálfari hjá ÍR, er ánægður með það samstarf sem komið hefur verið á milli félagsins og úrvalshóps UÍA í frjálsum. Hann vonast til að það verði báðum félögum gagnlegt og segir ÍR-inga fullt eins hafa hag af því að koma austur til æfinga.

„Mér líst mjög vel á þennan UÍA hóp sem ég hef fengið aðeins fengið að hafa puttana í. Það er alveg hellingur af mjög efnilegum krökkum í hópnum, og ekkert minni efni heldur en í bestu hópunum hjá okkur í ÍR,“ segir Þráinn. Hann er meðal fremstu frjálsíþróttaþjálfara landsins og hefur verið í fararbroddi við uppbyggingu frjálsíþrótta-deildar ÍR. Hún er í dag sú langstærsta á landinu, og ein sú stærsta í Evrópu, og skartar m.a. afreksfólki á borð við Anítu Hinriksdóttur og Einari Daða Lárussyni.Hjá UÍA hefur undanfarin ár verið starf-andi afrekshópur með það að markmiði að hvetja efnilegt frjálsíþróttafólk áfram. Lovísa Hreinsdóttir og Mekkín Bjarnadóttir þjálfa hópinn sem er ætlaður 14 ára og eldri. Ná þarf lágmörkum til að komast inn í hann og eru tíu einstaklingar í hópnum í dag. Þráinn kom austur í vor og var með æfingabúðir og í haust fór hópurinn suður til æfinga hjá ÍR.

Getið verið stolt af starfinu

„Mér finnst rosalega flott hvernig þið eruð að vinna með þessa krakka; velja úrvalshóp, gera vel við þau og gera þetta spennandi. Þetta er virkilega mikilvægt, sérstaklega þegar aðstaðan yfir vetrartímann er ekki alveg upp á það besta miðað við í Reykjavík og þess vegna er svo mikilvægt að geta skroppið suður, nýtt aðstöðuna hér og verið í samstarfi við einhverja eins og okkur. Við hjá ÍR erum rosalega ánægð með að geta lagt eitthvað til.“Þráinn segir mikilvægast að halda áfram því starfi sem unnið sé á UÍA svæðinu til að efla enn frekar frjálsíþróttastarfið. Farandþjálfunin sé t.d. eitthvað sem fleiri félög gætu nýtt sér. „Farandþjálfunin hjá

UÍA er flott verkefni og úrvals-hópurinn skiptir gríðarlegu máli, sem og yngri flokkastarfið úti í félögunum. Það eru ekki mörg sambönd sem vinna með þessum hætti. Þið getið verið mjög stolt af því.“

Byggist á áhugasömu og drífandi fólki

Eins telur hann að efla þurfi menntun þjálfara og koma á heilsársstarfi víðar á svæðinu. Þráinn bendir á að hjá yngri iðk-endum skipti þjálfarinn ekki öllu máli. „Þetta snýst oft mikið til um þjálfarann og það eru gerðar svo miklar kröfur um að þeir kunni allt. En það þarf ekki að vera þannig, það er alveg hægt að halda úti æfingum fyrir yngri krakkana og gera þetta skemmti-legt og áhugavert þó þú kunnir ekki nákvæmlega hvernig þú átt að framkvæma allar mögulegar hreyfingar hástökks. Það finnst mér vera akkilesarhæll margra félaga úti á landi, að þau halda að það þurfi að kunna svo rosalega margt til að geta verið með æfingar. Aðstaðan skiptir ekki máli ef fólkið er ekki til staðar. Þetta byggist allt á áhugasömu og drífandi fólki sem lætur hlutina gerast, hvort sem aðstaðan er fyrir hendi eða ekki. Fram að 12-13 ára aldri og jafnvel lengur skiptir mestu máli að koma og hafa skemmtilegt og búa til góðan hóp sem er áhugasamur og langar að koma á æfingar. Þegar þau verða eldri fer maður að gera meiri kröfur um þekkingu, aðstöðu og fleira þess háttar, eins og þið gerið í úrvalshópnum ykkar.“Þráinn er ánægður með samstarf og vonast til að það eflist, meðal annars með því að iðkendur frá ÍR komi austur. „Við viljum bara meira af þessu. Við höfum á sínum tíma verið í samstarfi við önnur félög, t.d. USAH og UDN, og fórum með krakkana þangað í æfingabúðir þar sem heimakrakkarnir voru með. Okkar krakkar fengu að fara í fjós og upplifa ýmislegt

sem þau vissu bara ekkert um sem var þroskandi fyrir þau. Við myndum vilja gera eitthvað þessu líkt með ykkur fyrir austan.“

Snýst líka um félagsskapinn

Lovísa segir samstarfið afar mikilvægt fyrir UÍA. „Við fáum þekkingu og reynslu til að hjálpa okkur frá þessum reynsluboltum. Það er mjög gott fyrir okkur að hafa sam-starf við félag á höfuðborgarsvæðinu til þess að krakkarnir geti farið suður og æft við bestu aðstæður hjá þeim. Þetta snýst líka um félagsskapinn, að halda krökkunum í íþróttinni og gefa þeim færi á að kynnast öðrum. Maður býr að því núna, mörgum árum seinna, að þekkja þá sem maður æfði og keppti með. Það gefur þeim ótrúlega mikið að kynnast fleirum þar sem eru stórir hópar, því það eru ekki endilega svo margir að æfa á svona litlum svæðum.“

Frjálsar

Æfingarnar þurfa fyrst og fremst að vera skemmtilegar

Page 21: Snæfell 2014

21 Snæfell

XEIN

N VH

131

2002

Page 22: Snæfell 2014

22 Snæfell

Hermann Níelsson

„Hvarflaði aldrei að mér að nenna þessu ekki“

Page 23: Snæfell 2014

23 Snæfell

Hermann Níelsson fékk í haust heiðurskross ÍSÍ og gullmerki UMFÍ. Hann var formaður UÍA árin 1977-81 og aftur 82-85, og þar áður framkvæmdastjóri sambandsins. Hermann kom upphaflega austur til að kenna íþróttir við Alþýðu-skólann á Eiðum, sem hann gerði í 17 ár, og á enn stað í hugum fyrrum nemenda. Hann hefur á árinu barist við illvígt krabbamein. Snæfell heimsótti Hermann í haust og rifjaði upp með honum minningar frá Eiðum, árin hjá UÍA og hugsjónina um að nota íþróttirnar til að búa til betra samfélag fyrir komandi kynslóðir.

„Ég kem sem hugsjónamaður vestan af fjörðum,“ segir Hermann sem er uppalinn á Ísafirði. Þar fæddist íþróttaáhuginn í gegnum uppeldið og Íslendingasögurnar. „Ég hef verið háður fornsögunum alla mína ævi og er enn. Ég las þær spjaldanna á milli. Snemma las ég „Íþróttir fornmanna“ eftir Björn Bjarnason og reyndi að vinna út frá henni. Ég var hugfanginn af því að koma þeirri fræðslu á framfæri. Lokaritgerðin mín frá Laugavatni fjallaði um íþróttir forn-manna og ef ég sting niður penna er ég enn að skrifa um þær.“Hermann byrjaði 7-8 ára gamall að æfa knattspyrnu hjá Herði, félagi sem hann hefur verið formaður fyrir síðustu ár. Fimm-tán ára gamall var hann byrjaður að þjálfa yngri flokka Harðar. Um fermingu fór hann að iðka frjálsar og 17 ára gamall stofnaði hann ásamt félögum sínum Körfuknatt-leiksfélag Ísafjarðar. „Þrettán ára gamall var ég búinn að ákveða að gerast íþrótta-kennari,“ segir hann.

Skólastjórinn beið frammi á gangi

Leiðin lá því eðlilega í íþróttakennara- skólann á Laugarvatni, þaðan sem Her-mann útskrifaðist tvítugur að aldri árið 1968. „Þorkell Steinar Erlendsson, skóla-stjóri á Eiðum, beið frammi á gangi og spurði hvort ég væri tilbúinn að koma í Eiða og taka þar þátt í að byggja upp íþrótta-starf. Hann hafði fengið ábendingu frá Árna Guðmundssyni (rektor Íþróttakenn-araskólans) um að ég væri hugsjónamaður sem hægt væri að nýta í svona starf. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Hann hafði metnað og vissi að ég hefði það líka, og hann vildi fá góðan mann til þess að sjá um þetta starf. Við fórum yfir málin, og það kom í ljós að hann vildi það sama og ég, að gera íþróttastarfið á Eiðum sem flottast og breiða út þennan sérstaka íþróttaanda.Mér bauðst að æfa með félögunum í Reykjavík, bæði KR og Fram, en ég tók meðvitaða ákvörðun um að ég vildi frekar stuðla að því að efla 50-100 krakka til að ná árangri, heldur en ná honum sjálfur.

Það var mín ákvörðun og ég fylgdi henni eftir þótt ég gerði alltaf mitt besta í keppni. Ég reyndi alltaf að keppa sjálfur við nem-endurna til að hvetja þá áfram.“Mikil áhersla var lögð á íþróttakennslu á Eiðum. Æfingar voru alla daga og í kringum þær byggðist upp mikið félagsstarf. Ekki voru samt allir sammála um stefnuna. „Ég man eftir að þarna voru kennarar sem fannst þetta kannski einum of langt gengið og spurðu hvort þetta væri íþróttaskóli eða venjulegur skóli. Auðvitað fékk maður stundum gagnrýni fyrir að ganga of langt en áhuginn var bara svo mikill á að efla starfið að hún skyggði ekkert á. Það hafði algjöran forgang að hafa íþróttastarfið sem fjölbreyttast á öllum sviðum og virkja sem flesta með.“Hermann segir vel hafa gengið að virkja nemendurna. „Þetta byggðist allt á sam-vinnu við þá. Það gat ekki bara einn maður verið að stjórna. Ég hef alltaf unnið þannig að vilja ekki stjórna einum né neinum heldur fá menn til liðs við mig til að byggja upp göfugt starf í sameiningu.“

Hreifst af hugsjónunum

Um langt árabil var saga UÍA samofin sögu skólans á Eiðum. Það var því eðlilegt að Hermann drægist inn í starf sambandsins. Á Eiðum var til staðar Ármann Halldórsson sem ritstýrði gamla Snæfelli sem kom út árin 1946, ‘47 og ‘49. „Ég las Snæfell alveg spjaldanna á milli,“ segir Hermann sem lærði um sambandið og mennina sem hann kallar Þ-in þrjú, Þórarin Þórarinsson, Þórodd Guðmundsson og Þórarin Sveins-son, sem voru hvatamennirnir að stofnun sambandsins árið 1941. „Maður hreifst af því sem þeir stóðu fyrir og höfðu að segja. Maður las hugsjónirnar frá Skúla Þorsteinssyni (fyrsta formanni UÍA), drakk það sem hann hafði að segja í sig og flutti það áfram.“

Þegar Hermann byrjaði að kenna á Eiðum 1968 var þar nýlokið Landsmóti UMFÍ í umsjá UÍA. Hann segir þá sem komu að mótinu hafa verið útkeyrða. „Menn höfðu ekki hreyft sig heldur verið á síld og voru ræstir út í að gera eitthvað. Þeir ofgerðu sér og þegar ég mætti þarna voru eiginlega allir búnir að fá nóg.“

Ég var búinn að lesa um gömlu Eiðahátíðarnar

sem haldnar voru um 1940 þegar

menn komu ríðandi til vallar.

Framkvæmdastjórn UÍA á áttunda áratugnum. F.v. Helgi Arngrímsson, Hermann Níelsson og Sigurjón Bjarnason.

Page 24: Snæfell 2014

24 Snæfell24 Snæfell

Hermann sat sitt fyrsta UÍA þing og byrjaði að leggja fram tillögur um sérráð. Í hans huga var mikilvægast að koma frjálsíþrótta-starfinu í gang. „Ég var búinn að heyra mikið um að þar væri hin forna frægð UÍA og grunnurinn að sigrinum á Landsmótinu á Hvanneyri 1943. Þess vegna fylgdi ég eftir þeirri stefnu að við færum og ynnum það aftur.“Komið var af stað Austurlandsmótum, meðal annars í körfubolta, og frá Eiðum voru gerð út lið sem kepptu við félög úr nágrannabyggðum og um allt land. „Þetta gekk þannig fyrir sig að það var æft og æft og æft og menn skemmtu sér. Þetta var einn leikur. Íþróttir voru kenndar sex sinnum í viku, tvo tíma í senn. Það voru líka æfingar í salnum hvert einasta kvöld. Menn spiluðu til dæmis blak og svo þurfti ég líka að hlaupa og var því með hlaupahópa.“

Eiðahátíðirnar endurvaktar með Sumarhátíðinni

Á Eiðum byggðist upp Sumarhátíð UÍA. „Ég var búinn að lesa um gömlu Eiðahátíð-arnar sem haldnar voru um 1940 þegar menn komu ríðandi til vallar, skráðu sig á staðnum og kepptu í þeim greinum sem í boði voru. Hugsunin var að vera með hátíð þar sem fólk kæmi saman og þeir sem vildu keppa gætu gert það, en einnig væri menn-ingarsinnuð dagskrá. Björn Magnússon, skólastjóri grunnskólans á Eiðum, var fyrsti heiðursgesturinn. Við lögðum líka áherslu á að fá bara heimamenn til að skemmta því við vildum hafa þetta heimafengið og þannig var hátíðin fyrstu árin. Þarna var byrjað upp á nýtt í sama anda og áður.“Fyrirmyndin var sótt í fleiri gamalgrónar hátíðir. „Ólympíuleikarnir eru æðsta hug-sjónin og við vorum strax með stórhátíðir

og skrúðgöngur til að laða að. Það skipti mig miklu að virkja sem flesta í gleðinni sem fylgdi því að vera þátttakandi í svona stórum mótum, og um leið tenging við gömlu Ólympíuleikana.“ Beðinn um að rifja upp eftirminnilegustu Sumarhátíðina nefnir hann komu 40-50 manna liðs frá Danmörku. Hermann hafði verið þar í námi og öðlast tengsl sem hann nýtti til að bjóða Dönunum í heimsókn. „Sú Sumarhátíð er ein sú flottasta og vant starfsfólk var í hverju rúmi.“ Hann segir að aldrei hafi verið vandi að fá fólk til starfa á hátíðinni. „Ég var oft gagnrýndur fyrir að vera ekki búinn að skipuleggja hvert einasta málband en það fannst alltaf fólk og þurfti aldrei að vera að dekstra einn eða neinn.“ Síðar tók frjálsíþróttaráð UÍA að sér stærra hlutverk við hátíðirnar. „Þá var mér pínulítið ýtt til hliðar. Maður var kannski stundum að reyna að skipta sér af og stjórna og

þá gat orðið ágreiningur eins og alltaf er í lífinu. Þau sem sáu um mótið vildu fá að taka ákvarðanirnar sem var bara hið besta mál. Þeim fannst ég of ráðríkur, og það getur vissulega gerst að þeim sem hafa verið lengi að finnist þeir þurfa að stjórna. Ágreiningurinn við þau var það eina sem skyggði á, en ég held að hann hafi ekki verið djúpur. Ég gerði allt fyrir þetta fólk og reyndi að þjóna því með að afla peninga, því þeir voru það sem helst þurfti á að halda.“Sjálfur keppti Hermann gjarnan á Sumar-hátíðunum þótt hann hefði í nógu að snúast. „Ég tók kannski bara 2-3 tilraunir en það dugði til sigurs. Mín bestu afrek eru 1,85 metrar í hástökki, en ég er sjálfur bara 1,77 metrar á hæð, og svo stökk ég 6,63 m í langstökki.“

Létum ekkert stoppa okkur og vorum stoltir af því

Eins og lesa má varð Hermann strax virkur á ýmsum sviðum fyrir UÍA. Frá haustinu 1974 mætti hann á nær alla stjórnarfundi, þrátt fyrir að vera ekki í stjórn eða með laun, en fylgdi eftir verkefnum stjórnar. Vorið 1976 var hann ráðinn framkvæmda-stjóri sambandsins samhliða kennslunni á Eiðum en Sigurjón Bjarnason var þá for-maður. Ári síðar skiptu þeir um hlutverk. „Sigurjón var minn besti vinur. Við töluðum saman alla daga. Hann var bókhaldsmaður en ég hugmyndasmiður og seigur í að afla fjár í hin og þessi verkefni, en ég þurfti nauðsynlega á manni eins og Sigurjóni að halda sem gat haldið utan um peningana því annars hefði þetta aldrei gengið. Við áttum það til að vaða dálítið áfram með hugmyndir þó hann héldi pínulítið aftur af mér, en við unnum þetta býsna mikið saman. Ég bar yfirleitt allt undir hann og það var ótrúlegt hvað hann var til í að elta mig í alls konar vitleysu. Við vorum með alls konar nýjungar til að afla fjár og breiða út

Á Landsmóti UMFÍ í Keflavík 1984. Hermann Níelsson, Dóra Gunnarsdóttir og Gunnar Baldvinsson.

Einum kennt og öðrum bent á Sumarhátíð á Eiðum.

Page 25: Snæfell 2014

25 Snæfell

boðskapinn. Okkur datt allt mögulegt í hug og það sem verra var að við framkvæmdum það. Við vorum nógu vitlausir til að gera það sem okkur datt í hug en það var líka frábært. Við létum ekkert stoppa okkur og vorum stoltir af því.“Eitt af því sem þeir réðust í var bygging félagsheimilis UÍA á Eiðum. „Okkur vantaði heimili og byggðum það á einni viku í kring-um páska. Ég mætti strax eftir kennslu á föstudegi og var þarna allt páskafríið ásamt Sigurjóni og fleiri góðum mönnum og nemendum.“ Þeir endurvöktu einnig útgáfu Snæfells árið 1981. „Það þurfti að koma mikilvægum boðskap á framfæri og því endurreistum við blaðið. Það var þá orðið nokkuð af fyrrverandi nemendum í atvinnulífinu á svæðinu, og við gátum því alltaf fengið pening í útgáfuna.“Fleiri komu að starfinu, svo sem Fáskrúðs-firðingarnir Dóra Gunnarsdóttir og Guð-mundur Hallgrímsson sem þjálfuðu frjálsíþróttafólk, Seyðfirðingarnir Jóhann Hansson og Gísli Blöndal og Pétur Eiðs-son frá Borgarfirði. „Pétur á helminginn í öllu sem ég gerði. Hann var skemmtilegur og heiðarlegur maður, fullur af áhuga og tilbúinn að ganga í öll störf til að ná sem bestum árangri fyrir UÍA, því hann var svo mikill UÍA maður.“

Metnaður á Landsmótum

Umsvif starfs UÍA óx gríðarlega á tíma Her-manns sem formanns. Þegar hann byrjaði voru aðildarfélögin 14 en orðin 34 þegar hann hætti haustið 1985. „Mig langaði að halda úti öflugu starfi, ekki bara innan UÍA heldur líka meðal félaganna og við byrjuðum strax að reyna að fjölga starfandi félögum.“Stjórn UÍA veitti nýjum félögum aðstoð,

meðal annars með því að halda félags-málanámskeið. „Við héldum þau til að búa til leiðtoga. Við keyrðum þau áfram í rúman áratug og það var aldrei sleppt úr. Þau voru grundvallaratriði til að þjálfa fólk til að takast á við forystu félaganna. Hermann segir Landsmót UMFÍ hafa verið „forsenduna fyrir starfinu.“ Þar var markið sett hátt og UÍA náði góðum árangri í stiga-keppninni. Ráðnir voru þjálfarar, meðal annars Stefán Hallgrímsson. „Við vorum eiginlega í stanslausu sambandi, en hann var hægri hönd mín og keyrði starfið áfram af miklum metnaði.“ Þjálfarar voru ráðnir fyrir fleiri greinar sem keppt var í á mót-unum og farið með æfingahópa erlendis.

„Við náðum mjög snemma íþróttalegum árangri. Við vorum með stanslausar æf-ingar á Eiðum og starfið gekk út á að ná sem bestum árangri og skipa okkur í sveit með bestu héraðssamböndum landsins. Við fórum erlendis í æfingabúðir og allt var gert til að efla áhugann.“

Súrt að standa fyrir fylleríshátíð til að geta borgað íþróttastarfið

Allt kostaði þetta fjármuni. Sumar- hátíðirnar skiluðu hagnaði en stóðu þó ekki undir öllum umsvifunum. Til að safna peningum fór UÍA að standa fyrir útihá-tíðum í Atlavík um verslunarmannahelgina.„Ég er alinn upp við bindindi og hef alltaf verið bindindismaður. Það varð einhvern veginn mitt mottó að nota íþróttirnar til þess að vinna gegn vímuefnum og ég vildi hvetja aðra til góðra verka og heilbrigðs

lífernis. Sumir vildu selja vín á böllum á Sumarhátíðunum til að græða á því en ég tók aldrei í mál að áfengi yrði hleypt inn á þær og stoppaði allt slíkt.Því var andskoti súrt að þurfa að standa fyrir fylleríshátíð til að geta borgað þjálf-urum fyrir keppnisferðir og slíkt. Ég lét mig hafa það, en sé eftir því. Það var ömurlegt að horfa upp á krakkana dauða-drukkna og mér leið hroðalega á eftir en stundum verður að gera fleira en gott þykir. Það var ekki um annað að ræða, annars hefðum við ekki getað tekið þátt í þessum íþróttamótum.“Þegar Hermann hætti sem formaður UÍA óskaði hann eftir að fá að sjá um fjöl-

skylduhátíð í Atlavík. „Ég hélt tvær slíkar eftir að við hættum með Atlavík. Þá voru engin böll, heldur bara fjölskyldur sem komu saman og grilluðu, og heimafengin skemmtiatriði. Þarna var minna lagt upp úr gróðanum. Ég var þarna að reyna að borga til baka fyrir að hafa misstigið mig í þessum fylleríismálum.“Egilsstaðamaraþon var annað verkefni sem Hermann óskaði eftir að sjá um áfram eftir að hann hætti sem formaður. „Ég fékk heimild til þess og rak maraþonið í þrjú ár, þar til ég varð að sleppa því vegna vinnu. Reykjavíkurmaraþon var haldið á hverju ári og mér datt í hug að það væri flott fyrir Héraðið að halda maraþon fyrir allt landið. Ég fékk Eurocard og fínt fólk eins og Hrein Halldórsson og Björn Kristleifsson í lið með mér. Við fengum fólk erlendis frá með því að auglýsa um borð í Norrænu. Ég fór líka suður og starfaði með skipu-leggjendum Reykjavíkurmaraþonsins til að læra af þeim og fékk stjórnendur þaðan til að koma austur og hjálpa mér. Það voru 800 keppendur í Reykjavík en 400 á Egils-stöðum. Menn komu austur, því það voru peningaverðlaun í Egilsstaðamaraþoninu en það er aldrei í Reykjavíkurmaraþoninu.“

Naut sín í náttúrunni

Hermann bjó á Eiðum í 17 ár og flutti þá í Egilsstaði þar sem hann hóf eigin rekstur sem málarameistari. „Það var draumur að búa á Eiðum með náttúruna allt um kring til að veiða og skokka í. Ég skokkaði út um allan skóg, oft með nemendur mína með mér en stundum einn. Ég hljóp fyrir land og þjóð eins og menn segja. Ég var líka mikið í Egilsstaðaskógi eftir að ég flutti þangað, nánast á hverjum einasta degi. Maður hefur alla tíð nýtt sér að vera á hreyfingu.Á Eiðum urðu hugmyndirnar til, skipulagðar og framkvæmdar og allt Austurland var tilbúið að fylgja mínum hugmyndum. Ég var nokkur sumur með tveggja vikna námskeið

„Því var andskoti súrt að þurfa að standa fyrir fylleríshátíð til að

geta borgað þjálfurum fyrir keppnisferðir og slíkt.“

Knattspyrnulið Hattar um 1990. Hermann er lengst til vinstri í efri röð. Með hvítan koll fyrir miðju er Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari.

Page 26: Snæfell 2014

26 Snæfell

á Eiðum þar sem krakkar alls staðar af Austurlandi fóru í ævintýri og leiki út um allan skóg.“Um tíma kenndi hann einnig íþróttir í Menntaskólanum á Egilsstöðum þar sem hann kom á fót íþróttabraut og veitti þjálfara- menntun. „Þegar það vantaði námskeið bjó maður það til. Það er ekki síður mikil-vægt að byggja upp leiðtoga og þjálfara en íþróttamenn.Ég var svo heppinn að vera íþróttakennari þegar Eiðar og ME voru sameinaðir. Við settum upp næturleik þar sem nýliðar á Eiðum og þeir sem höfðu verið árið áður

kepptu sín á milli í næturþraut sem var ævintýri og skemmtilegheit. Síðan kom að því að skólameistari ME treysti sér ekki lengur til að reka skólann á báðum stöðum. Ég reyndi að sannfæra hann um að halda því áfram en það voru ekki til peningar.“

Knattspyrnuleikur á Þrándarjökli og Pele í heimsókn

Á Egilsstöðum varð Hermann formaður knattspyrnudeildar Hattar og gegndi þeirri stöðu í fjögur ár. „Það var alltaf talað um að Egilsstaðabúar væru lélegastir í fótbolta á Austurlandinu öllu, en við snérum því aldeilis við. Í fyrsta skipti í sögunni vann Höttur Austurlandsmót, gerði það þrjú ár í röð og vann sig sömuleiðis upp um deild í fyrsta sinn. Veltan var 500.000 krónur þegar ég tók við en var orðin 900.000 eftir tvö ár og komin upp undir þrjár milljónir eftir þrjú ár, og við fengum til okkar menn erlendis frá til að spila og þjálfa.“Það var ráðist í það af félagsmönnum í Hetti að byggja upp völlinn sem í dag er Vilhjálmsvöllur. „Það var heilmikil barátta fyrir að fá að byggja hann og við þurftum að taka nokkra slagi á fundum. Þetta var ekki alltaf dans á rósum og stundum fékk maður að heyra það, en allt hafðist þetta. Þáverandi bæjarstjóri tók ekki í mál að láta

bæinn borga völlinn þannig við gerðum þetta bara sjálfir í gegnum Hött. Nokkra daga í röð voru menn skítugir upp fyrir haus að sækja þökur út í Hjaltastaðaþinghá og flytja inn í Egilsstaði til að tyrfa völlinn. Við þurftum líka að borga sjálfir fyrir jarðýtur og hefla. Fólk kom að þessu nokkra seinni parta og helgar og vann í vellinum fyrir ekki neitt. Þetta sýnir hvað hægt er ef samstaðan er mikil og það er á hreinu að það var ekki bæjarstjórn Egilsstaða sem kostaði fyrir okkur völlinn.“ Einn besti knattspyrnumaður sögunnar, Pele, kom svo og vígði völlinn í ágúst 1991.

„Ég frétti af því að KSÍ hefði boðið honum til landsins og stökk í símann og hringdi í formann Knattspyrnusam-bandsins til að segja honum að stjórn sambandsins og Pele væri boðið sem heiðurs-gestum, og til að vígja völlinn, á stórt pollamót á Egilsstöð-um. Hann samþykkti það og við tókum á móti Pele á flug-vellinum með ræðuhöldum, héldum mótið með glæsibrag og Pele var í skýjunum með allt saman.“ Enn eitt dæmið um djarfa fjáröflunarleið var knatt-spyrnuleikur upp á Þrándar-jökli. Sjálfur viðurkennir Her-mann að það sé sennilega það klikkaðasta sem hann

hafi staðið fyrir, en Eyjólfur Skúlason sá um að skipuleggja og framkvæma verkið. „Við ætluðum að fá Hornfirðinga til að spila við okkur en þeir vildu það ekki. Ég þekkti Einar S. Einarsson í VISA og fékk hann til að styrkja þetta. Við drösluðum tveimur mörkum upp á jökul með jarðýtum, tókum með okkur svart plast til að búa til völl og svo var komið fyrir stóru VISA-skilti. Við skiptum í tvö Hattarlið, menn voru í góðum skóm og þetta var eins og að spila í snjó. Stöð 2 flaug yfir og myndaði. Við fórum heim, fengum borgað og Stöð 2 sýndi myndirnar. Þetta þótti bæði fyndið og frumlegt.“Hermann kom einnig að félagsstörfum á landsvísu, eins og viðurkenningarnar sem hann fékk í haust bera mark um. Hann vann í hálft ár að undirbúningi menntaþings frjálsra félagasamtaka sem haldið var vorið 1999. Þá var hann á ferðinni í fjóra mánuði til að kynna trimmdaga ÍSÍ og starfaði að framgangi almenningsíþrótta innan ÍSÍ um nokkurra ára skeið, meðal annars með setu í almenningsíþróttaráði.

Frumkvöðull í ferðaþjónustu

Um miðjan tíunda áratuginn flutti Hermann vestur á Hvanneyri. Þar kenndi hann íþróttir við bændaskólann og sinnti félags-

málafræðslu á Bifröst, auk þess að kenna félagsmálanámskeið fyrir UMFÍ. Hann sótti sér framhaldsmenntun við Kennaraháskóla Íslands en fór síðan út til Lundúna þar sem hann rak ferðaskrifstofuna Northern Lights Tours. „Við vorum með fyrirtækið á High Street í London og seldum Bretum fullt af ferðum til Íslands. Samkeppnin við Ice-landair var hins vegar hörð og við misstum viðskipti eftir árásirnar á tvíburaturnana. Ég seldi hús sem ég átti á Egilsstöðum og setti peningana í fyrirtækið en það dugði ekki til að rétta það af.“Hann snéri því aftur heim til Ísafjarðar og fór að kenna íþróttir við Menntaskólann. Hann hafði komið að uppbyggingu keppnis-liðs HSV sem tók þátt í Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum sumarið 2001. „Ísfirðingar höfðu aldrei verið með á landsmótum en ég lagði metnað minn í að koma með mitt fólk að vestan. Við fórum um alla Vestfirðina með æfingar og þegar úrslitin lágu fyrir var HSV í fimmta sæti af 25 þátttökuhéruðum.“

„Jæja gamli, nú ferð þú einn hring!“

Fyrir vestan tók Hermann við formennsku hjá Herði og byggði þar upp öfluga glímu-deild. Iðkendur þaðan fóru meðal annars til Spánar, lærðu spænsk fangbrögð sem kallast „lucha“ og kenndu Spánverjunum íslensku glímuna. „Þegar ég kom vestur sá ég að ég yrði að gera eitthvað í sambandi við glímuna því hún væri að deyja út. Mér finnst hún svo mikilvæg, sem hún og er, að ég reyni að auglýsa hana og kynna. Ég stóð í glímunni fyrir vestan í tíu ár og við fengum að halda Íslandsglímuna á Ísafirði.“Hann hélt þar líka áfram að keppa við – og vinna – nemendur sína. „Árið 2003 vorum við með keppni í hreystibraut fyrir nemendur Menntaskólans. Ég var bara að stjórna og taka tímann. Þegar keppnin var búin og sigurvegari fundinn komu nokkrir nemendur til mín og sögðu: „Jæja gamli, nú ferð þú einn hring.“ Ég varð að gera svo vel og klæða mig úr jakkanum og þeir stilltu mér upp og settu klukkuna í gang. Maður þurfti að gera armbeygjur, sippa, klifra og fleiri kúnstir. Auðvitað lagði maður sig allan fram, vildi ekki verða sér til skammar og ég tók á öllu sem ég átti. Það var sérkennilegt að horfa framan í nemendurna sem voru að taka tímann þegar ég kom í mark, þeir horfðu ofan í bringuna á sér og tilkynntu svo að ég hefði verið með besta tímann. Þarna voru fremstu íþróttamenn skólans en ég var 59 ára gamall krýndur meistari. Þetta sýndi hvað maður var í góðu formi enda höfðu nemendurnir ekkert í mig í að fara flikkflakk eða taka heljarstökk allt fram yfir sextugt. Ég var sjálfur í fimleikum sem strákur og gat leikið mér í alls konar stökkum sem nemendurnir gátu ekki. Það var skemmtilegt að þeir skyldu pína mig til að fara þrautina í lok hreystikeppninnar.“

Frá sundmóti í Neskaupstað. Hermann er lengst til vinstri í mynd.

Page 27: Snæfell 2014

27 Snæfell

Hjá MÍ byggði hann upp íþróttabraut líkt og við ME. „Ég sá um hana í sjö ár. Síðasta árið voru 70 af 300 nemendum skólans skráðir á hana. Ég þjálfaði einn fyrstu tvö árin en fékk síðan styrktaraðila þannig að hægt væri að ráða þjálfara félaganna í bænum og krakkarnir fengu því æfingar bæði kvölds og morgna með sínum eigin þjálfurum.“

Sögur sem varð að skrásetja

Hermann hefur einnig verið mikill áhuga-maður um kvikmyndagerð og framleitt nokkrar heimildamyndir sjálfur. „Það er slatti til af myndböndum frá UÍA og mér fannst starfið svo merkilegt að það yrði að varðveita.“Hann gerði mynd um ungliðadeildir björgunarsveitanna og kennslumyndband um afreksíþróttir sem ber heitið „Leiðin til afreka.“ „Mér fannst rétt að gera það því ég væri búinn að eyða ævinni í að hvetja fólk til að ná árangri í íþróttum. Ég bjó það til með tveimur stelpum sem voru hjá mér í námi fyrir vestan. Þetta voru flottar stelpur sem stefndu hátt og ég held að það hafi tekist mjög vel til.“Nýjasta mynd Hermanns gerist á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þar er sögð saga fjölskyldu frá Vopnafirði en kona úr fimmta ættlið var að deyja úr krabbameini og fór fram á að vera jarðsett á Íslandi. Hana langaði þangað en komst aldrei og tók því loforð af tvíburasystur sinni. „Ég hugsaði með mér hvort það gæti verið að fólk sem búið hefði í Kanada í fimm ættliði vildi láta jarðsetja sig á Íslandi. Mér fannst þetta svo merkileg saga að ég yrði að gera eitt-hvað í málinu. Ég ákvað að fara til Kanada með tökumanni og hitta þetta fólk og varð eiginlega alveg gáttaður. Tómas, sá fyrsti úr ættinni sem fór vestur, varð formaður Íslendingafélagsins og í ættinni var fyrsti Ís-lendingurinn sem varð þingmaður í Kanada. Þarna er um að ræða hreina Íslendinga því ættirnar hafa kynnst innbyrðis. Myndin fjallar um sögu þessar fjölskyldu, hvert hún fór, hvernig henni leið, hvað hún gerði og hvaða tilfinningar hún ber til Íslands. Þetta er allt partur af sögu Íslendinga. Ég held að Íslendingar hafi gott af því að heyra þessa sögu og fái betri skilning á tengslunum við Íslendingana sem fluttust til Kanada.“

Er að rifna úr stolti

Í veikindunum í haust hefur Hermanni borist fjöldi kveðja frá fyrrum Eiðanemum. Þær innihalda lýsingar eins og „sanngjarn, alltaf hvetjandi“ og „bar virðingu fyrir nemend-um.“ Sumir þeirra lýsa því að eftir nám hjá Hermanni hafi þeir ákveðið að gerast íþróttakennarar. Meðal þeirra er Valdimar Aðalsteinsson frá Eskifirði sem rifjar upp að hann hafi séð Hermann ganga á höndum

við sundlaugarbakkann á Eiðum. Þá rifjar hann upp sögu af því þegar hann var í strætisvagni í Danmörku og sá Hermann á gangi. Hann stöðvaði vagninn og fór út til að heilsa upp á sinn gamla kennara sem var þá á bak og burt, hvernig sem hann leitaði. „Ég gerði mér grein fyrir að enginn hefði við Léttfeta,“ ritar Valdimar. Af fleiri íþróttakennurum sem eru fyrrum nem-endur Hermanns má nefna Egil Eiðsson, fyrrum framkvæmdastjóra frjálsíþrótta-sambandsins, Jónu Petru Magnúsdóttur á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirðinginn Víði Sigurðsson, íþróttafréttastjóra Morgun-blaðsins, sem árum saman hefur skrifað bækur um íslenska knattspyrnu. „Það er fullt af fyrrum nemendum sem hafa orðið þjálfarar eða formenn félaga án þess að ég hafi hvatt þá til þess.“ Hermann segist þakklátur þeim sem sent hafa honum kveðjur eða heimsótt hann síðustu vikur og mánuði. Sömuleiðis lítur hann á viðurkenningarnar frá UMFÍ og ÍSÍ sem mikinn heiður. „Ég hef bara ein skilaboð og þau eru þakklæti fyrir samstarfið og þakklæti fyrir vináttuna. Ég vil skila til þeirra hvatningu til að halda áfram að standa sig vel fyrir íþróttahreyfinguna. Þetta veitir mér þá lífsfyllingu sem maður hefur sóst eftir í gegnum þetta allt. Út á það gengur þetta, að allir séu glaðir með það sem verið er að gera. Ég er að rifna úr stolti yfir að störf mín hafi verið metin. Þetta er staðfesting á að maður hafi gert rétt og veitir mér sannfæringu um að nemendur hafi verið ánægðir og þakklátir fyrir það sem maður gerði fyrir þá.“Snæfell heimsótti Hermann á krabbameins-deild Landspítalans í byrjun nóvember. Hann var þá rúmfastur en var að byrja á nýjum lyfjum. Þau skiluðu árangri og hefur Hermann síðustu vikur verið í endur-hæfingu á Grensás. „Í hálfan mánuð hékk líf mitt á bláþræði milli lífs og dauða þangað til nýtt lyf var prófað og sýndi líkami minn strax jákvæða svörun við því og í raun fékk ég nýtt líf, svona eins og að endurfæðast,“ skrifaði Hermann á Facebook um miðjan nóvember. „Ég fórnaði öllu í þetta“

Í samtali okkar varð Hermanni tíðrætt um þær hugsjónir sem drifið höfðu hann áfram í starfinu. „Íþróttirnar eiga að vera hreyfiafl til að byggja upp betra samfélag. Ég var endalaust með nýjar hugmyndir um að gera betur: citius, altius, fortius – hraðar, hærra, sterkar. Við unnum allt okkar starf í þessum góða anda heilbrigðs lífernis og hreyfingar. Þeir mega eiga það Þ-in þrjú að hafa innrætt mér þetta.Maður lyfti þessu unga fólki dálítið á stall og hvatningin til þess var algjör. Tíminn sem ég eyddi í störfin var ótæpilegur og ósanngjarn gagnvart mínum nánustu, en

það var aldrei slakað neitt á. Þetta þurfti að gera og var gert. Það var ekki ein einasta hugsun um að reyna að hagnast fjárhags-lega á þessu sjálfur, maður borgaði alltaf með sér. Það eina sem skipti máli var að unga fólkið fengi að njóta gleðinnar í gegnum þetta allt saman. Allt byggðist á þeirri hugsjón að halda uppi öflugu starfi í þágu þess unga fólks sem hafði áhuga á íþróttum og félagsmálum. Þetta voru ekki bara íþróttir heldur líka félagslíf. Ég skil ekki þar á milli því hvort tveggja verður að

fylgjast að til að gera umhverfi okkar sem best úr garði. Menningin og sagan verða líka alltaf að vera með til að halda í allt sem gerst hefur. Hamingjan liggur í að vinna sameiginlega að merkilegum verkefnum, til þess var leikurinn alla tíð gerður hjá mér.Það var þessi áhugi og hugsjón að gera heiminn betri í þágu uppvaxandi æsku. Við sem eru nógu vitlaus og biluð til að vera tilbúin að fórna öllu fyrir hugsjónina, keyrum starfið áfram og gefum allt í það. Þetta afl höfðar svo sterkt til okkar að við viljum bara fylgja því eftir. Það er merkilegt hvað við héldum lengi út en þetta er allt rosalega skemmtilegt. Það er driffjöðrin, að til sé eitthvað æðra og meira en að vinna fyrir kaupi. Ég vil því hvetja þá sem standa í þessu í dag að gera vel og helst meira en sitt besta.Það er alltaf þannig að einhverjir þurfa að keyra starfið áfram en það skipti engu máli. Ég fórnaði bara öllu í þetta. Það hvarflaði aldrei að mér að nenna þessu ekki lengur. Það kom aldrei til greina, bara að halda áfram, bæta starfið og ná sem mestum árangri. Út á það gekk þetta.Því dreymir mig um að UÍA mótin haldi áfram í sama anda og stuðli að betri æsku og betra samfélagi. Til þess eru íþrótt-irnar.“

Í ræðustól á UÍA fundi á Eiðum.

Page 28: Snæfell 2014

28 Snæfell

Eva byrjaði að æfa glímu þegar hún fluttist til Reyðarfjarðar fyrir átta árum, þá ellefu ára gömul. Hún bjó áður í Bandaríkjunum þar sem hún æfði karate og fótbolta. „Ég fór í karate því mamma vildi að ég færi í ballett. Ég var sjö ára og við vorum að velja af blaði. Ég valdi bara það sem var hinum megin á blaðinu, því ég vildi ekki fara í dansinn, en það var karate,“ segir Eva.

Fyrir nokkrum árum fór hún aftur út í heimsókn í gamla karateklúbbinn. „Þótt það væri fullt af nýju fólki komið í hann þá átti sama konan hann og þegar hún sá mig kom hún og kallaði „EVA!“ Hún dró mig inn á skrifstofu þar sem hékk mynd af mér frá því ég var níu ára gömul. Hún gaf mér hana og hún hangir nú á ísskápnum hjá mér.“

Framboðið á Reyðarfirði var ekki jafn mikið en Eva segir að glíman hafi verið „nógu nálægt“ karateinu. Það tók hana nokkurn tíma að ná tökum á þjóðaríþróttinni. „Ég var lítil og þar til maður er kominn á vissan stað í tækni og styrk skiptir hæð og slíkt miklu máli. Ég vann aldrei neitt,“ segir Eva en það fór að breytast þegar hún kom í fullorðinsflokk. „Ég veit ekki hvað breyttist,“ svarar hún aðspurð um hvað hafi breytt gengi hennar.

Hún telur upp reynslu, aukinn líkamsstyrk og þrautseigju sem virðist lykilpunkturinn. Hún hélt áfram meðan aðrir hættu. „Ég var náttúrulega vön að tapa en kannski ekki aðrir og það breyttist hjá þeim við að fara upp um flokk. Keppendur geta verið flottastir og bestir upp í gegnum grunn-skóla en þegar menn koma í unglinga- eða fullorðinsflokk er það reynslan sem blífur. Þá eru menn ekki bestir lengur og við það missa margir áhugann sem getur alveg verið skiljanlegt.“

UÍA búningurinn eins og Köngulóarmannsins!

Eva æfði hjá Þóroddi Helgasyni á Reyðar-firði sem hún kallar „snilling“ en fór til Reykjavíkur í Kvennaskólann, lauk honum á þremur árum og nemur nú rafmagnsverk-fræði í Háskóla Íslands. Þar hefur þjálfari hennar verið Pétur Eyþórsson, margfaldur glímukóngur, hjá Ármanni. Hún hefur samt keppt áfram fyrir UÍA. „Það er fínt að vera í UÍA og fínt að koma frá Reyðarfirði og vera fyrirmynd fyrir Reyðfirðinga. Og svo er UÍA búningurinn rauður með svörtum strikum og bláu – það gerir hann dálítið eins og búning Köngulóarmannsins sem er frekar töff!“

Hún hefur einnig lagt stund á fleiri íþrótta-greinar fyrir sunnan því hún æfir frjáls-íþróttir með ÍR. Í gegnum þær segist hún hafa fengið aukinn líkamsstyrk og nýja sýn. „Einn þjálfarinn kenndi mér íþróttir í Kvennó og einn daginn vorum við í skotbolta. Hann bað mig um að koma og tala við sig eftir tímann. Ég hélt að hann ætlaði að skamma mig því ég hafði dúndrað í andlitið á einni stelpunni.

Hann var alltaf að biðja mig og strákana að kasta lausar eða með vinstri. Eftir tímann spurði hann mig hins vegar hvort ég hefði einhvern tímann æft frjálsar og ég svar-aði því að ég hefði verið léleg í hlaupum. Hann benti mér hins vegar á að það væru líka kastgreinar og neyddi mig eiginlega á æfingu. Síðan þá hef ég mætt,“ segir Eva sem lagt hefur áherslu á kringlu- og sleggjukast.

Eva hefur einnig mætt á júdóæfingar fyrir sunnan. „Öll fangbrögð eru að einhverju leyti tengd. Glíman stendur hins vegar upp úr því þar takast menn á í uppréttri

stöðu og þú hefur bara þennan hring sem þú átt að stíga, á meðan menn mega hins vegar fara þvers og kruss í hinum fang-brögðunum.“

Dagsformið sker á milli jafnra glímumanna

Sem fyrr segir varð Eva Evrópumeistari í glímu árið 2013 og ferðaðist t.d. til Skot-lands og Englands í sumar. Hún hefur glímt þó nokkuð erlendis en það eru fleiri en Íslendingar sem eiga sín þjóðarfangbrögð: Skotar keppa í backhold, Frakkar í gourén, Spánverjar í lucha og svo mætti áfram telja. Þessar þjóðir hafa sameinast um að halda Evrópumeistaramót í fangbrögðum þar sem keppt er í fangbragðagrein heima-landsins auk gourén og backhold. Hún segir möguleikann á alþjóðlegri keppni mikilvæg-an til að glímuiðkendur hvers lands glími ekki alltaf bara við sömu andstæðingana.

„Fólk sér ekki endilega framtíð í glímunni, þú getur ekki orðið atvinnumaður og stjarna í útlöndum eins og í fótbolta. Samkeppnin við aðrar íþróttir er mikil og þú horfir á aðrar greinar og sérð að iðkendur geta keppt alls staðar í heiminum en við erum með eitthvað séríslenskt og keppum aftur og aftur við sömu mótherjana um að ná einhverju belti. Þó það sé mikill heiður þá er það ekki jafn stórt. Maður verður ekki beint leiður á að mæta alltaf þeim sömu en kannski pínu leiður og pirraður á sjálfum sér þegar þeir sömu vinna mann aftur og aftur,“ segir Eva. Hún segir glímukepp-endurna jafna, dagsformið skipti stundum

Eva Dögg Jóhannsdóttir, íþróttamaður UÍA

„Ég vann aldrei neitt!“Eva Dögg Jóhannsdóttir, glímukona úr Val á Reyðarfirði, var útnefnd íþróttamaður UÍA fyrir árið 2013. Á árinu varð hún meðal annars Evrópu-meistari í glímu í -63 kg flokki og í 1. sæti í -65 kg flokki í bikarglímu Ís-lands. Snæfell ræddi við Evu um glímufjölskylduna, mikilvægi þess að eiga möguleika á að keppa á erlendri grundu og gefast aldrei upp.

„Það skiptir alltaf máli að finna að maður sé að gera eitthvað sem tekið er eftir. Maður getur ekki verið annað en þakk-látur fyrir að einhverjum finnist maður nógu merkilegur til að verðskulda þetta.“

Page 29: Snæfell 2014

29 Snæfell

máli. „Maður heyrir stundum þjálfarana reyna að peppa mann upp: „Þú getur þetta, þú átt að geta þetta, þú ert betri,“ en samt gerist það ekki. Stundum hugsar maður: „ég tapa alltaf fyrir henni“ þegar maður gengur inn á völlinn þótt maður viti að maður geti unnið.“

Árið 2013 tókst Evu að leggja Marín Laufey Davíðsdóttur, glímudrottningu Íslands í HSK á Landsmóti UMFÍ á Selfossi. „Það var bara dagsmunur,“ útskýrir Eva. Hún varð þar í öðru sæti í +65 kg flokki en hún keppti í honum fyrir tilviljun. „Ég var ekkert að pæla í þessum hlutum, fékk mér beikon um morguninn og borðaði vel og borðaði

líka vel kvöldið áður. Síðan var ég vigtuð í þyngri flokkinn á mótinu.“ Eva segir talsverð vísindi að baki þyngdarflokkun í glímunni. „Ég mæli ekki með því að vera langt yfir mörkunum og ætla að ná sér niður fyrir ef maður stefnir á árangur. Stundum mæti ég klukkustund á undan öðrum í vigtun til að geta farið að borða. Þetta munar alveg.“

Kominn tími á að Reyðfirðingar vinni Íslandsglímuna

Í sumar keppti Eva í Englandi og Skotlandi og þangað stefnir hún aftur á næsta ári, auk þess að ætla til Frakklands í febrúar og svo á Evrópumeistaramótið sem haldið

verður á Tenerife. „Það er búið að sýna að við getum farið út og keppt. Ferðin í sumar var mjög skemmtileg. Ég var eina stelpan í íslenska hópnum og gekk ágætlega - ég er til dæmis skoskur meistari í opnum flokki kvenna í backhold.“

Hún segir nokkurn mun á tækninni í fang-brögðunum. Backhold-ið byggist á lausa-tökum þar sem menn eru með hendurnar uppi á baki mótherjans og reyna að koma honum í jörðina. Gourén kallar Eva „ein-hverja ógeðslegustu íþrótt“ sem hún hafi keppt í. Greinin sé „tíu sinnum“ erfiðari en júdó. Hver viðureign stendur í fjórar mínútur og markmiðið er að koma and-stæðingnum beint niður á herðarnar. Oftast ræðst sigurinn á mati dómara á frammistöðu keppenda.

Eitt af aðalatriðunum á næsta ári er að vinna Íslandsglímuna sem haldin verður á Reyðarfirði í apríl. Hún segir kominn tími á Austfirðingar vinni hana, enda sé uppi sterk kynslóð glímufólks frá Reyðarfirði. „Það er mikið af sterku glímufólki að austan og það er orðinn dálítill pirringur yfir að við höfum ekki unnið. Við höfum lent í öðru og þriðja sæti og höfum aldrei verið nær sigrinum en í ár.“

Eva telur hins vegar að samkeppnin muni harðna. „Ég hef dæmt í yngri flokkunum og það eru nokkrar mjög góðar að koma upp, bæði frá Reyðarfirði og víðar, þannig það verður mjög spennandi að fylgjast með þeim.“

Hún segist þakklát fyrir að hafa verið út-nefnd íþróttamaður UÍA. „Það skiptir alltaf máli að finna að maður sé að gera eitthvað sem tekið er eftir. Maður getur ekki verið annað en þakklátur fyrir að einhverjum finnist maður nógu merkilegur til að verð-skulda þetta. Það er náttúrulega fullt af íþróttamönnum fyrir austan þannig að þetta er mjög stórt.“

Þá var hún fyrir skemmstu útnefnd glímu-kona ársins af Glímusambandi Íslands. „Það er rosalega gaman þegar maður eignast svona fjölskyldu eins og hefur gerst í glím-unni. Maður þekkir orðið alla og tímir ekki að taka eitthvað fram yfir glímuna.“

Eva Dögg Jóhannsdóttir, íþróttamaður UÍA

„Ég vann aldrei neitt!“ „Ég fór í karate því mamma vildi að ég færi í ballett.“

Page 30: Snæfell 2014

30 Snæfell

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir úr Þrótti hefur vakið athygli fyrir frábæran árangur á sundmótum fatlaðra undanfarið ár. Snæfell sótti Ólafíu Ósk og móður hennar, Vilhelmínu Sigríði Smáradóttur (Villu Siggu), heim og spjallaði við þær um sundið, lífið og tilveruna.

Ólafía Ósk hefur alla tíð verið virk í íþróttum, en nú má segja að sundið eigi hug hennar allan. „Ég byrjaði sex ára að æfa sund. Ég æfði skíði nokkra vetur en vantaði aðra íþrótt sem hentaði mér betur og æfi núna blak og sund. Ég var líka rosa oft í sundi með tvíburabróður mínum, Elmari Erni, og mömmu og pabba þegar ég var lítil og fannst það gaman,“ segir Ólafía Ósk aðspurð um hvernig sund-áhuginn hafi kviknað. „Það er bara eitt-hvað sem er svo skemmtilegt við sundið. Mér gengur vel í því og langar að halda áfram að bæta mig.“

Ólafía Ósk fæddist með hryggrauf og er hreyfigeta í fótum skert af þeim völdum. Fötlunin hefur þau áhrif á daglegt líf hennar að úthaldið er minna í leik með félögunum þar sem álag er mikið á fætur, bak og mjaðmir. Ólafía Ósk lætur það ekki á sig fá og tekur þátt í öllu, hún kann sín mörk og dregur sig í hlé þegar þess þarf og fær fullan skilning á því. Auðvitað eru dagarnir samt eins misjafnir og þeir eru margir, en þegar eitthvað bjátar á þá er það rætt og fundinn flötur á því hvað betur mætti fara. Eins og Ólafía Ósk segir alltaf: „það á að taka fólki eins og það er því það getur enginn breytt þessu.“

Dýrmætur stuðningur að sunnan

Upphaflega æfði Ólafía Ósk og keppti með ófötluðum félögum sínum í Þrótti, enda ekki boðið upp á æfingar sérstaklega fyrir fatlaða. Í fyrravor fór sundboltinn að rúlla í aðra átt. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að pabbi hennar var að horfa á Ólympíuleika fatlaðra, þegar Jón Margeir fékk gullið og í framhaldinu ákváðum við skoða starf Íþróttasambands fatlaðra

(ÍF) betur. Í einhverri læknisferðinni suður heimsóttu þau feðgin sambandið. Eftir þá heimsókn fórum við að ræða um hvert hún gæti stefnt og hvað hún vildi gera og þar sem hún hafði mikinn áhuga þá slógum við til. Við höfum alltaf gert okkur grein fyrir fötlun Ólafíu Óskar og stutt hana í einu og öllu. Við mættum því með opnum huga á Íslandsmót í 50 m. laug vorið 2013 og var vel tekið af öllum, síðan er nokkur sundmótum lokið og alltaf jafn gaman,“ segir Villa Sigga. „Það hjálpaði okkur líka mjög mikið að við eigum ættingja sem eru virk í starfi Íþrótta- félagsins Ness á Suðurnesjum og taka þátt í mótum á vegum ÍF. Þau drifu okkur með og kynntu okkur fyrir hinum ýmsu mótum. Það hefur reynst okkur mjög dýrmætt að eiga þessi tengsl við Nes, þjálfari þeirra hefur reynst Ólafíu Ósk mjög vel og þar hefur hún eignast marga góða vini,“ segir Villa Sigga

Hvetjandi að keppa á jafnréttis-grundvelli

Ólafía Ósk segir að það hafi verið nokkur viðbrigði að fara að keppa á mótum fatlaðra. „Ég fékk samt alveg smá sjokk þegar ég kom á fyrsta mótið. Það var svolítið öðruvísi en ég er vön að sjá krakka með alls konar fatlanir, hjálpartæki og fylgdarmenn. Nú finnst mér þetta sjálf-sagður hlutur og á fullt af vinum, t.d. frændur mína Sigga og Alexander, Má sem er blindur og nokkrar stelpur. Þau keppa öll fyrir Nes og standa sig rosa vel,“ segir Ólafía Ósk.

Það kom líka fljótt í ljós að á sundmótum fatlaðra var Ólafía Ósk á heimavelli og árangurinn lét ekki á sér standa. Verð-launagripasafnið hefur vaxið ört, en hún hefur tvö ár í röð hlotið silfur í skriðsundi og brons í bringusundi á Íslandsmóti.

„Ég er sannfærð um að það hafi verið rétt skref að stíga inn á þessi mót með Ólafíu Ósk því þarna keppir hún meðal jafningja. Það er hvetjandi að keppa á jafnréttisgrundvelli og finna að maður uppsker í samræmi við æfingarnar sem

maður leggur á sig,“ segir Villa Sigga. „Fötlun Ólafíu Óskar hægir á henni, þótt hún sé lítt sýnileg, og gerir það að verkum að þrátt fyrir að æfa af kappi stendur hún ekki jafnfætis ófötluðum keppinautum sínum í sundinu. Þetta hefur styrkt hana á alla lund. Það er gaman að sjá bæði árangur og áhuga blómstra og auðvitað er alltaf sætasti sigurinn að sigra sjálfan sig,“ segir Villa Sigga.

Frábær árangur á Malmö Open

Góður árangur og áhugi varð til þess að þær mæðgur, ásamt Guðlaugu Ragnars-dóttur sundþjálfara hjá Þrótti, skelltu sér í fyrravetur til Svíþjóðar með Nesi þar sem Ólafía Ósk keppti á Malmö Open. „Þetta er mjög stórt og flott mót sem haldið var í 38. skipti og þarna voru samankomnir um 2000 fatlaðir keppendur sem kepptu í þrettán mismunandi íþróttagreinum,“ segir Villa Sigga.

„Það var rosalega skrýtið og gaman að vera á svona stóru móti í Svíþjóð, sem fór allt fram á sænsku eða ensku og svo heyrði maður töluð alls konar tungumál í kringum sig,“ segir Ólafía Ósk. „Ég fékk til dæmis óvart nýtt nafn og hét Ótalía Ósk allt mótið, þar sem starfsmenn mótsins rugluðust eitthvað í stafsetningunni!“ segir hún sposk. „Þetta var svakalega skemmtilegt og mér gekk líka mjög vel, vann gull í 25 m skriðsundi, silfur í 50 m skriðsundi og brons í 25 m flugsundi.“

„Já, hún stóð sig vel stelpan. Ég og Guð-laug vorum að rifna úr monti þar sem við stóðum á áhorfendapöllunum og pabbi hennar og Elmar Örn fylgdust vel með heima á Íslandi,“ samsinnir Villa Sigga.

Ólafía Ósk stefnir aftur ótrauð til Malmö í febrúar og fjölskyldan er farin að afla fjár fyrir ferðina. Ólafía Ósk er flink að teikna og nýtir hæfileikana til að teikna jólakort sem afi hennar prentar fyrirhana og hún selur fyrir jólin. „Auðvitað er þetta dýrt en þetta gefur Ólafíu Ósk og okkur svo mikið að við bara brettum upp ermar og reynum að láta þetta ganga upp,“ segir Villa Sigga.

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir

„Sætasti sigurinn er að sigra sjálfan sig“

Ólafía Ósk stolt með verðlauna-peninga frá Malmö.

Page 31: Snæfell 2014

31 Snæfell

GLEÐIGJAFIR

Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is

Hámark 30 kg eða 0,1 m3

790 staðgreittkr.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

6592

5

Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum

Gjafakort Sparisjóðsins er einföld, skemmtileg og þægileg

gjöf sem gleður og hægt er að nota í verslunum um allan heim

til að kaupa það sem hugurinn girnist.

Gjafakort

4507 4200 0113 000044507

Gjafakort

7 420GILDIR ÚT

EXPIRES END OF

Rétta gjöfinÞú velur upphæðina – þiggjandinn velur gjöfina.

Hægt er að nálgast Gjafakortið á öllum afgreiðslustöðum Sparisjóðsins.

Page 32: Snæfell 2014

32 Snæfell

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar á sinn fasta sess í starfi UÍA og var hátíðin í ár með nokkuð hefðbundnu sniði. Að kvöldi föstudags fór fram æsileg keppni á borð-tennismóti Loðnuvinnslunnar. Þar er jafnan keppt í opnum flokki og hafa húsmæður og unglingsdrengir löngum eldað grátt silfur saman. Í ár var það fulltrúi unglingspilta, Dagur Ingi Valsson, sem bar sigur úr bítum. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var önnur og móðir hennar Jóney Jónsdóttir, sem tilheyrir flokki sigursælla húsmæðra, varð þriðja.Eskjumótið í sundi var heldur fámennara en oft áður, en líf og fjör var í lauginni. Sjö sunddeildir öttu kappi á mótinu og sigraði Neisti stigakeppni félaga með nokkrum yfirburðum.Ríflega 180 keppendur tóku þátt á Nettó-mótinu í frjálsum. Þrettán félög áttu kepp-endur á mótinu en eins og undanfarin ár sigraði Höttur stigakeppnina með yfirburð-um. Ánægjulegt var að sjá að nágrannar okkar í HSÞ og USÚ sendu myndarlega hópa keppenda. Félagar úr bogfimideild SKAUST kynntu bogfimi á Vilhjálmsvelli og leyfðu gestum og gangandi að grípa í boga.Í bocciamóti Héraðsprents var fjölmenn og spennandi keppni, þar sem einvalalið Suðurfirðinga, skipað þeim Hrefnu Björns-dóttur, Guðmundi Hallgrímssyni og Baldri Guðlaugssyni hafði sigur.Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá í Bjarna-dal síðdegis á laugardeginum. Veittir voru styrkir úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa, og boðið til grillveislu af því tilefni. Gestir fengu kynningu á hinni stórskemmtilegu íþrótt ringó og voru margir sem spreyttu sig. Strandblakmót Landsbankans fór fram í beinu framhaldi af ringófjöri. Þar var afar góð þátttaka og mikil tilþrif. Leiknis-

stúlkurnar Malen Valsdóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir sigruðu í yngri flokki, en í

eldri flokki varð tvíeyki Dags Inga Valssonar og Þórarins Arnar Jónssonar hlutskarpast.

Sumarhátíð

Fjör og fjölbreytni

Sigmar Björnsson, sunddómari, fer yfir regl-urnar með yngstu keppendunum.

Arna Dröfn Sigurðardóttir HSÞ og Hrefna Ösp Heimisdóttir og Helga Jóna Svansdóttir úr Hetti í 200 metra hlaupi.

Sprettur Sporlangi faðmaður í verðlauna- afhendingu.

Sundkona á fullri ferð í sólinni á laugardags-morgni.

Daði Fannar Sverrisson verst fimlega í strand-blaki.

Fulltrúar Leiknis og Viljans einbeittir í boccia- keppninni.

Þrjú mót mynduðu mótaröð frjálsíþrótta-ráðs UÍA og Hitaveitu Egilsstaða og Fella í sumar. Hið síðasta var styrktarmót fyrir frjálsíþróttamanninn Daða Fannar Sverrisson sem slasaðist alvarlega í bílslysi í sumar. Um 100.000 krónur söfnuðust með þátttökugjöldum og frjálsum fram-lögum áhorfenda. Boðið var upp á nýja og æsispennandi keppnisgrein, furðufataboð-hlaup, en liðið Sundhetturnar bar sigur úr býtum fyrir frumlegasta klæðnaðinn. Keppt var til stiga á hverju móti og fengu

þeir sem flestum stigum náðu yfir sumarið viðurkenningar í lok síðasta mótsins en það voru: 11 ára: Andri Björn Svansson og Ester Rún Jónsdóttir12-13 ára: Elís Alexander Hrafnkelsson og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir14-15 ára: Daði Þór Jóhannsson og Eyrún Gunnlaugsdóttir 16 ára og eldri: Mikael Máni Freysson og Helga Jóna Svansdóttir.

Furðufataboðhlaup á lokamóti HEF

Page 33: Snæfell 2014

33 Snæfell

Starfsfólk Bólholts óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Starfsfólk Miðáss hf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

Sendum Austfirðingumóskir um blessunarríka

aðventu og jólahátíð

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps óskar íbúum Vopnafjarðarhrepps gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Menntaskólinn á Egilsstöðum 1979-2014

Farsæll framhaldsskóli í 35 ár

Sendum núverandi og fyrrverandi nemendum þakkir fyrir ánægjulegt samstarf

með óskum um gæfuríka framtíð.

Starfsfólk ME

MENNTASKÓLINNÁ EGILSSTÖÐUM

Page 34: Snæfell 2014

34 Snæfell

Fjögur austfirsk sveitarfélög tóku þátt í alþjóðlegu hreyfivikunni Move Week í haust: Djúpivogur, Fljóts-dalshérað, Fjarðabyggð og Seyðis-fjörður, en vikan á Fljótsdalshér-aði fékk alþjóðlega viðurkenningu í fyrra.

Markmið vikunnar er að hvetja Evrópu-búa til að finna sér hreyfingu við hæfi og stunda hana sér til gleði og heilsuefl-ingar. Austfirðingar tóku hraustlega þátt í vikunni og dagskrá hennar var glæsileg hér eystra. Íþróttafélög, frístundahópar, sveitarfélög, stofnanir og einstaklingar lögðust á eitt til að hvetja nærsamfélag sitt til hreyfingar og heilsusamlegs lífernis og um 80 viðburðir fóru fram í nafni vikunnar í þeim fjórum sveitarfélögum sem tóku þátt. „Hreyfivikan vekur alltaf meiri athygli á Fljótsdalshéraði og er að verða að föstum

lið. Það er frábært að sjá hve dagskráin er fjölbreytileg og hve mörg félagasam-tök og einstaklingar eru tilbúin að leggja henni lið,“ segir Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi sveitarfélagsins.

Eva Björk Jónudóttir, sem hafði umsjón með vikunni á Seyðisfirði, var ánægð með fjölbreytta dagskrá en Seyðfirðingar voru með í annað sinn. Þar var meðal annars boðið upp á ringó-kynningu á vegum UÍA og foreldratíma í hreysti þar sem for-eldrar öttu kappi við iðkendur Hugins í ýmsum greinum úr Skólahreysti. „Þátt-taka bæjarfélaga í hreyfiviku er mikilvæg og skemmtileg, þótt ef til vill geti sums staðar tekið einhvern tíma að stimpla vikuna inn og fá fólk til að taka almennilega þátt. Markmiðið, að kynna sem fjölbreytt-asta hreyfimöguleika og hjálpa þannig fólki að finna sér hreyfingu við hæfi, er einfaldlega frábært,“ segir hún. Ringó-kynning var einnig í boði á Djúpavogi og segir Jóhanna Reykjalín, framkvæmda-

stjóri Neista, að það hafi kveikt áhuga á greininni á svæðinu. „Þjálfari Neista lærði leikinn og notar ringó núna mikið í upphitun og leiki með krökkunum í íþrótta-tímum.“ Ævintýraganga um Hálsaskóg lukkaðist einnig vel og lengri frímínútum í grunnskólanum var tekið fagnandi. „Þetta ár var frumraun Neista á Djúpavogi í þátt-töku hreyfivikunnar og erum við sannfærð um að þátttaka muni aukast frá ári til árs. Þetta er mikilvægt framtak til að ýta undir hreyfingu hjá öllum aldurshópum í bæjarfélaginu,“ segir Jóhanna.

Fjarðabyggð steig sín fyrstu skref í verk-efninu í ár og Guðmundur Halldórsson íþrótta-og tómstundafulltrúi er spenntur fyrir framhaldinu: „Hreyfivikan í Fjarða-byggð tókst nokkuð vel nú í ár. Sveitar-félagið bauð frítt í sund og einhver íþrótta-félög buðu frítt á æfingar. Ég hef heyrt um mikla ánægju með hreyfivikuna og ég hef trú á að hún verði enn umfangsmeiri í Fjarðabyggð á næsta ári.“

Seyðfirðingar voru ánægðir með kynningu á ringó.Hress hópur í lok ringókynningar á Djúpavogi.

Frisbígolf var kynnt á Egilsstöðum.

Nemendur úr Nesskóla fóru út í leiki undir stjórn Sigrúnar Helgu Snæbjörnsdóttur, stjórnarmanns í UÍA og kennara.

Fjarðabyggð og Djúpivogurbættust við í hreyfiviku

Page 35: Snæfell 2014

35 Snæfell

Sprettur Sporlangi, lukkuhreindýr UÍA, hefur unun að því að hreyfa sig í góðra vina hópi og þekkir vel gagnsemi hreyfingar fyrir alla aldurshópa. Í tilefni af hreyfiviku brá Sprettur sér í stólaleikfimitíma með eldri borgurum á Héraði þar sem óvænt atvik átti sér stað.

Sprettur tók fullan þátt í leikfimitímanum. Meðal annars var stiginn léttur dans en ekki vildi betur en svo að Sprettur stangaði dansfélaga sinn, Hjördísi Sigurðardóttur. „Hann átti dálítið erfitt með að athafna sig í dansinum með þennan stóra haus en ég reyndi að laga mig að því. Maður verður að taka þessu, það þýðir ekki annað“, segir Hjördís.

Samkvæmt vitnum að atvikinu, sem Snæfell hefur rætt við, mun bæði Spretti og Hjördísi hafa verið nokkuð brugðið við uppákomuna þótt hvorugt biði skaða af. Hildur Bergsdóttir, félagsráðgjafi og framkvæmdastýra UÍA, bar ábyrgð á dýrinu í umræddum tíma. Hún stað-festi að Sprettur hefði í fyrstu átt erfitt með að axla ábyrgð sína og haldið því fram að Hjördís hefði stokkið á hornin á sér og skallað sig. Hann hafi hins vegar síðar beðist auðmjúklega afsökunar á gjörðum sínum. Hjördís tók beiðni hans vel og eru þau mestu mátar í dag. „Hann birtist nokkuð óvænt í tíma hjá okkur en við tókum vel á móti honum og það var gaman að hafa hann,“ segir Hjördís.

Bætum árum við lífið með hollri hreyfingu

Eldri borgarar á Fljótsdalshéraði hittast tvisvar í viku í stólaleikfiminni en þjálf-arar frá Heilbrigðisstofnun Austurlands leiða tímana. Þá býður stofnunin einnig upp á gönguhópa á Vilhjálmsvelli. Sverrir Reynisson, sjúkraþjálfari hjá HSA, minnir á að aldrei sé of seint að byrja að hreyfa sig og segir ánægjulegt að sjá hve margir eldri borgarar stundi reglulega hreyfingu.

„Með hollri hreyfingu er líklegt að við bætum árum við lífið en það er líka talað um að við bætum lífi við árin með betri heilsu.

Flestir þekkja hin almennu jákvæðu áhrif hreyfingar en það sem er ekki síður mikil-vægt er að við bætum í leiðinni jafnvægi og samhæfingu og aukum hraða og öryggi hreyfinga. Þannig minnkum við verulega líkurnar á byltum en það kannast flestir við það hvað er erfitt að ná heilsu aftur eftir að detta og brjóta bein.“

Hann minnir enn fremur á að mikilvægt sé að velja sér hreyfingu sem maður hafi gaman af og að félagsstarfið í kringum hana vinni gegn einmanaleika.

„Maður hættir ekki að leika sér af því maður eldist – maður eldist af því maður hættir að leika sér.“

Varð fyrir árás hreindýrs

„Maður verður bara að taka þessu“

Hress hópur eftir skemmtilega stólaleikfimi.

Sprettur stangaði Hjördísi óvart í leikfimitímanum. Hún tók afsökunar-beiðni hans síðar með bros á vör.

Page 36: Snæfell 2014

36 Snæfell36 Snæfell

Ég sótti um hjá Frjálsíþróttasambandi Ís-lands og fór fyrir hönd Íslands á Young Leaders Forum í Zurich í Sviss. Það er ráðstefna fyrir ungt fólk sem haldin er annað hvert ár, á sama tíma og Evrópu-meistarakeppni í frjálsum íþróttum utan-húss. Ferðin hófst á því að flogið var frá Egilsstöðum 9. ágúst og til Zurich 10. ágúst með millilendingu á Kastrup-flugvelli í Danmörku. Á flugvellinum í Sviss tóku á móti okkur sjálfboðaliðar sem skutluðu okkur á farfuglaheimilið þar sem gist var. Þar fengum við dagskrá vikunnar og kort að herbergjum okkar. Herbergisfélagi minn var stelpa frá Króatíu. Allir þátttakendur ráðstefnunnar þurftu að kynna sjálfan sig og starfið sitt í heimalandinu. Titill verk-efnisins míns var: Hvernig er hægt að auka áhuga fyrir frjálsum íþróttum í smábæjum? Í kynningunni minni kynnti ég Ísland og Austurland. Ég kynnti frábært starf UÍA og farandþjálfunina, ásamt okkar fallega Vilhjálmsvelli sem heitir í höfuðið á silfur-verðlaunahafa okkar, Vilhjálmi Einarssyni þrístökkvara.

Vangaveltur um vandamál

Ungmennaráðstefnan stóð yfir í 4 heila daga og alla morgna var útiskokk í boði fyrir þá sem vildu. Byrjunin á fyrsta degi fór í að kynna sig og hengja upp kynn-inguna og verkefnin. Ráðstefnustjórinn hét Bill og var frá Bretlandi. Fyrir hádegi komu gestafyrirlesarar sem fjölluðu um hvernig hægt væri að sækja um styrki til

að fjármagna ýmis verkefni. Áhugaverðar umræður mynduðust og sögðu margir frá því hvernig verkefni eru fjármögnuð í þeirra heimalandi. Eftir hádegi var hægt að velja um nokkrar vinnustöðvar þar sem krakkar víðs vegar að kynntu starf sem hver og einn gæti komið af stað í sínu heimalandi. Fyrsta daginn valdi ég krakkafrjálsar, þar sem tveir ungir strákar frá Bosníu kynntu fyrir okkur frjálsíþróttamót fyrir krakka sem er haldið í þeirra heimabæ. Annan daginn valdi ég sumarbúðir sem tveir krakkar eru með í Noregi. Þau sögðu búðirnar vera það vinsælar að allt upp í 200 krakka sæktu þær á hverju sumri. Þriðja daginn valdi ég kynningu og herferð gegn lyfjanotkun sem krakkar frá Slóveníu eru með í sínu heimalandi. Þau sögðu ýmsar sannar sögur af slæmum áhrifum lyfja og ýmissa efna. Margir taka t.d. ómeðvitað lyf sem eru slæm fyrir þá eða þá að þjálfarar lauma til íþróttamanna „góðum vítamínum“ sem reynast svo ekki vera það. Í vinnustofum mátti sjá alla þá flottu vinnu sem ungt fólk byggir upp og hefur frumkvæði að. Í lok ráðstefnunnar þakkaði formaður Evrópska frjálsíþróttasambandsins okkur fyrir komuna og hvatti okkur til að halda áfram störfum í okkar heimalandi. Á ráð-stefnunni voru ræddar ýmsar vangaveltur um hvaða vandamál frjálsíþróttir glíma við, til dæmis hvernig ætti að draga fólk meira að, halda fólki sem lengst í starfinu og draga úr brottfalli. Einnig var talað um hvaða áhrif við unga fólkið gætum haft til að gera íþróttina sýnilegri, svo sem með

fjölmiðlun og auglýsingum sem ná beint til fólksins.

Lærdómurinn nýttur strax

Í miðbænum var opnunarhátíð í tilefni Evrópumótsins. Þar voru margir sölubásar og hlaupabraut hafði verið sett þar niður. Hægt var fá mynd af sér með Evrópugull-verðlaun um hálsinn og í húsi á miðtorginu sem komið var upp vegna mótsins var hægt að sjá leikana frá sjónarhorni fréttafólksins sem sér um að senda keppnina út. Á frjáls-íþróttavellinum voru 80 myndavélar svo að fólkið heima í stofu gæti séð sem best og liðið eins og það væri á staðnum. Ferðin var mjög lærdómsrík og það var virkilega skemmtilegt að tala við krakka af ýmsum þjóðernum um frjálsar íþróttir í þeirra heimalandi og verkefni þeim tengd. Þegar ég kom heim var ég ákveðin í að nýta það sem ég lærði. Strax á flugvellinum í Sviss teiknaði ég niður krakkamót og var eitt slíkt haldið á Vilhjálmsvelli 19. ágúst. Það var hið árlega Spretts Sporlangamót sem tókst gríðarlega vel og allir fóru heim með bros á vör. Markmiðið með breyttu sniði mótsins var að auka þátttöku, samheldni og læra að hjálpast að. Minni áhersla var lögð á árangur. Ánægjulegt var að hitta öll þessi ungmenni sem vinna við og æfa frjálsar, fólk sem hefur jafn mikinn áhuga á íþróttinni og ég. Ég kom heim með margar nýjar hugmyndir og mikinn metnað, ákveðin í að bæta starfið heima. - Erla Gunnlaugsdóttir

Á meðal ungra frjálsíþróttaleiðtoga í Zürich

Fengum að hafa Evrópugull um hálsinn og blómvönd eins og Evrópumeistararnir.

Í sjónvarpsherberginu voru, að mig minnir, yfir 80 myndavélar.

Page 37: Snæfell 2014

37 Snæfell

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

FJARÐABYGGÐ Seyðis�örður

Steiney 893-1263

Sími 471 2013 · www.rafey.is

VERKMENNTASKÓLIAUSTURLANDS

Samvinna - þekking - árangur

Page 38: Snæfell 2014

38 Snæfell

Fjórir Austfirðingar tóku þátt í árlegri ung-mennaviku NSU (Nordisk samorganisation for ungdomsarbejde) sem Ungmennafélag Íslands er aðili að. Vikan að þessu sinni var haldin í Arendal í Noregi af Frilynt samtökun-um sem leggja aðaláherslu á menningu og eru sem dæmi þau stærstu þarlendis á sviði áhugaleiklistar. Frilynt stendur árlega fyrir skemmtiviku sem heitir SplæshCamp þar sem í sumar var meðal annars boðið upp á smiðjur í kvikmyndagerð og norrænum glæpasögum og voru vikurnar tvær sam-einaðar. Auður Gunnarsdóttir frá Reyðarfirði skrásetti ferðasöguna fyrir Snæfell.

Ég var ein af þeim heppnu sem fengu að fara í SplæshCamp í Noregi. Ég bý úti á landi þannig að ég flaug til Reykjavíkur 2 dögum áður. Ég þekkti engan sem var að fara, nema ég vissi hver ein stelpan var og hafði talað aðeins við hana um þetta. Ég fékk far hjá henni út á flugvöll og með fiðringinn í maganum sat ég í bílnum og var að kafna úr spennu. Á flugvellinum beið Aðalbjörn (Jóhanns-son) fararstjóri og síðan hittumst við allir krakkarnir. Mér leist strax frábærlega á hópinn enda reyndust þetta alveg æðislegir krakkar sem ég verð 100% í sambandi við næstu árin. Þegar við komum til Noregs tókum við lest í miðbæ Osló og gistum þar eina nótt. Við vöknuðum eldsnemma daginn eftir og fórum í lest til Sandefjord í Noregi þar sem við fengum okkur að borða og tókum rútu til Arendal. Við vorum reyndar á eyju 15 mínútur frá Arendal en það var brú yfir.Við komum í búðirnar og VÁ! hvað ég var spennt. Það var samt eins og við Íslending-arnir hefðum búið í helli allt sumarið, allir aðrir voru svo sólbrúnir og treystið mér: þaaaað var vandræðalegt!

Peppaðir Íslendingar

Okkur var raðað niður í herbergi og allar íslensku stelpurnar voru saman nema ég var í öðru húsi en það var ekkert mál að breyta því. Við fórum strax í smiðjurnar þar sem hægt var að velja um norrænar glæpasögur, fantasíuförðun, barnaleikhús og brúður, barnaleikrit og margt fleira.Á kvöldin var frír tími og í vagni á planinu var lítil sjoppa sem opin var til miðnættis. Auð-vitað komu Íslendingarnir ótrúlega peppaðir og héldu kvöldvöku. Ein stelpan spilaði á gítarinn, við sungum öll með og áður við blikkuðum augunum voru ALLIR komnir í kringum okkur að syngja með. Við sungum líka íslensk lög og það var mjög fyndið að sjá Norðmennina reyna að syngja með. Við fórum að sofa klukkan tvö, sem var í raun klukkan fjögur að íslenskum tíma, og við skiljanlega vel þreytt eftir að hafa ferðast síðustu tvo daga. Þegar við vöknuðum fórum við í smiðjurnar og þar vorum við að gera stuttmynd. Þarna var rosalega sniðugt kerfi sem var þannig að við fengum dagskrána senda með SMS-i, til dæmis að maturinn væri klukkan tólf. Á degi tvö, þriðjudeginum, var froðupartý og það var æðislegt.

Er til í að fara strax aftur

Við vorum í svona hoppukastalagúmmí-sundlaug sem var endalaus froða í, og á eftir hoppuðum við í sjóinn sem var heitur og rétt hjá (innan við 100 skref!) Við nýttum frjálsa tímann á kvöldin til að vera inni í herbergi, úti á plani eða á ströndinni að hoppa í sjóinn. Það var svo heitt á kvöldin, við vorum á stuttbuxunum og bolnum.Dagskráin var eins alla daga en kvöldin voru misjöfn. Síðasta daginn tókum við rútu í dýragarðinn sem var eins og skemmti-garður. Þar var vatnsrússíbani og þreföld sleggja og fullt af furðulegum dýrum. Síðan þurftum við að vakna eldsnemma morguninn eftir og fara í rútu, lest og flug. Við fengum tvo tíma í fríhöfninni og versluðum ótrúlega mikið! Þegar við komum heim knúsuðumst við öll bæ og lofuðum að vera í sambandi. Þetta var án efa besta vika sem ég hef upplifað og ég væri meira en til í að fara aftur á næsta ári. Takk fyrir mig.

Með kveðju, Auður Gunnarsdóttir

Ungmennavika NSU

Án vafa besta vika sem ég hef upplifað

Í flugvélinni á leið til Noregs.

Gleði á kvöldvöku.

Fjórir keppendur tóku þátt í landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Húsavík í júní.

Sigursælastur þeirra varð Sigurður Haraldsson sem keppti í flokki karla 85-89 ára í frjálsíþróttum og sigraði þar í lóðkasti, spjótkasti, kúluvarpi og kringlukasti.

Þá keppti Viðar Jónsson í skák og Sigurður Aðalsteins-son og Guðbjörg Þorvaldsdóttir í skotfimi með rifflum.

Fjórir á landsmóti 50+

Frá setningu mótsins á Húsavík.

Page 39: Snæfell 2014

39 Snæfell

Stefán Berg Ragnarsson María Rún Karlsdóttir

Nafn: Stefán Berg RagnarssonFæddur: 15.mars 1998Íþróttagrein: FimleikarÍþróttafélag: HötturHver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Ég á mér ekki fyrirmynd í íþróttum.Hvað er skemmtilegt við að stunda íþróttir? Sjá árangurinn og styrkja líkamann.Hvaða markmið hefurðu í framtíðinni? Æfa fimleika eins lengi og ég get.Hverju eða hverjum viltu þakka árangur þinn? Mömmu og pabba fyrir að keyra mig á æfingar í 10 ár.Af hvaða afreki ertu stoltastur? Komast inn í lokahóp landsliðsins á EM2014.

Nafn: María Rún KarlsdóttirFædd: 28. júlí 1998Íþróttagrein: BlakÍþróttafélag: Þróttur í NeskaupstaðHver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Lauren Laquerre.Hvað er skemmtilegt við að stunda íþróttir? Hreyfingin og félagsskapurinn.Hvaða markmið hefurðu í framtíðinni? Að komast í A-landsliðið og fara út að spila blak. Hverju eða hverjum viltu þakka árangur þinn? Mömmu og pabba. Af hvaða afreki ertu stoltust? Að komast í 18 manna hóp í A-landsliðinu í blaki.

Afreksstyrkhafar Spretts 2014Aron Steinn Halldórsson

Nafn: Aron Steinn HalldórssonFæddur: 14. október 1999Íþróttagrein: Skíði- alpagreinarÍþróttafélag: SKÍS/UÍAHver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Aksel Lund Svindal.Hvað er skemmtilegt við að stunda íþróttir? Félagsskapurinn og að sjá æfingu og ástundun skila árangri.Hvaða markmið hefurðu í framtíðinni? Að halda áfram að leggja mig allan fram og bæta mig stöðugt.Hverju eða hverjum viltu þakka árangur þinn? Pabba mínum, Halldóri Halldórssyni, sem hefur stutt mig og verið minn aðal-þjálfari í gegnum árin.Af hvaða afreki ertu stoltastur? Að vinna mér inn þátttökurétt fyrir Íslands hönd í U-16 á alþjóðlegu skíðamóti unglinga á Ítalíu í mars 2015.

Telma Ívarsdóttir

Nafn: Telma ÍvarsdóttirFædd: 30. mars 1999Íþróttagrein: KnattspyrnaÍþróttafélag: Þróttur Neskaupstað, KFFHver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Ég á mér nokkra uppáhalds knattspyrnu-menn, bæði íslenska og erlenda en finnst erfitt að nefna einhvern einn.Hvað er skemmtilegt við að stunda íþróttir? Hreyfingin, félagsskapurinn og það að finna framfarirnar og sigra sjálfan sig.Hvaða markmið hefurðu í framtíðinni? Ég stefni að því að mennta mig og lifa heilbrigðu lífi. Einnig stefni ég að því að spila með A-landsliði kvenna í knattspyrnu.Hverju eða hverjum viltu þakka árangur þinn? Mömmu og pabba, því stuðningur frá fjölskyldunni skiptir öllu máli, og því að vera dugleg að æfa.Af hvaða afreki ertu stoltust? Mesta afrekið og það sem ég er stoltust af er að hafa komist 14 ára í U-17 landsliðshópinn.

Kristinn Már Hjaltason

Nafn: Kristinn Már HjaltasonHvenær fæddur: 26. júní 2000Íþróttagrein: FimleikarÍþróttafélag: HötturHver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Ég hef enga ákveðna fyrirmynd í íþróttum, heldur bara almennt í lífinu.Hvað er skemmtilegt við að stunda íþróttir? Úrvinnsla flókinna stökka, hreyfingin, góður félagsskapur og gott líkamlegt og andlegt form. Hvaða markmið hefurðu í framtíðinni? Langtímamarkmiðin eru klárlega Evrópu-mót og Norðurlandamót árið 2016, en akkúrat núna er markið sett á ákveðin stökk sem ég er að æfa og móment í dansi.Hverju eða hverjum viltu þakka árangur þinn? Þjálfurunum mínum, þeim Auði Völu, Henrik, Boris og Yrsu. Strákunum í drengja-landsliðinu og krökkunum í Hetti, en fyrst og fremst mömmu og pabba fyrir að hafa trú á mér og hafa stutt mig alla leið.Af hvaða afreki ertu stoltastur? Að hafa verið einn af 10 strákum sem kepptu fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í hópfimleikum.

SpretturAfrekssjóður UÍA og Alcoa styður austfirskt íþróttafólk. Veitt er úr sjóðunum að vori og hausti en afreksstyrkir kr 150.000 eru ein-göngu veittir að hausti ungmennum sem þykja hafa skarað sérstaklega framúr í sinni grein.

AfrekssjóðurUÍA og Alcoa

SPRETTUR

Page 40: Snæfell 2014

Sex félög tóku þátt í farandþjálfun UÍA í sumar: Neisti, Súlan, Valur, Þróttur, Ein-herji og Leiknir. Þjálfunin stóð í fimm vikur fyrir Sumarhátíð og sá Hildur Bergsdóttir um hana. Hildur segir iðkendurna hafa verið áhugasama og að allir hafi verið boðnir og búnir að hjálpa til. Í Neskaupstað hafi til dæmis verið grafið fyrir langstökksgryfju þegar hana vantaði.

„Ég hitti Stefán Má Guðmundsson, for-mann Þróttar, einn morguninn þegar ég var að hefja æfingu, þar sem hann kom skakklappandi á hækjum til að heilsa upp á mig og krakkana. Við ræddum um hvað það væri gott að hafa langstökksgryfju, en engin slík er á Norðfirði og ekki hægt að nýta strandblakvellina sem gryfju eins og ég geri sums staðar.

Síðar sama dag, þegar ég hafði lokið æf-ingum og var að tygja mig til heimferðar, kom Stefán aftur. Þá hafði hann gengið í málið, fengið leyfi til að grafa gryfju á óbyggðri einbýlishúsalóð úti á Bökkum, ráðið

mann á gröfu til að grafa og gryfjan var klár. Þarna æfðum við svo það sem eftir var sumars og stukkum langstökk og þrístökk eins og enginn væri morgundagurinn. Krakkarnir voru mikið að velta fyrir sér

hvort þau gætu ekki efnt til samskota og keypt lóðina til að halda gryfjunni!“ segir Hildur.

Farandþjálfun

Grafið fyrir langstökksgryfju

Bjart yfir Bjarti Um fimmtíu manns í tíu liðum skráðu sig til keppni í rat- hlaupinu Bjarti í byggð sem fram fór á Vopnafirði í tengslum við bæjarhátíðina Vopnaskak í byrjun júlí. Keppendur geystust um bæinn í leit að flöggum og komu sveittir en sælir til baka. Bjarney Guðrún Jónsdóttir og Sólrún Dögg Birgisdóttir báru sigur úr býtum en mjótt var á mununum um efstu sætin. Rathlaupið sameinar alla aldurshópa í bráðskemmtilegri keppni sem reynir ekki síður á samvinnu og rötun en hlaup.

40 Snæfell

Frá æfingu í Neskaupstað.

Page 41: Snæfell 2014

41 Snæfell

Ljósmyndasafn UÍA hefur verið fært á raf-rænt form í samstarfi við Héraðsskjalasafn Austfirðinga, og er nú aðgengilegt á vef safnsins.

„Það fór hrollur um okkur þegar við fyrir nokkrum árum tæmdum geymslu sem UÍA hafði átt úti á Eiðum. Þar ægði öllu saman, gömlum skjölum og myndum og munum úr sögu sambandsins, innan um ryk og músaskít. Við sáum að við slíkt mætti ekki sitja og brýnt væri að koma þessum sögulegu minjum í öruggt og jafnframt aðgengilegt form,“ segir Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA.

Með styrkjum frá UMFÍ og SÚN og í góðu samstarfi við Héraðsskjalasafnið var unnt að koma myndasafninu í viðeigandi varðveislu. Þarna má finna ómetanlegar heimildir um starf sambandsins í gegnumtíðina og ótal gullmola sem gleðja augað. Safnið er aðgengilegt í gegnum ljósmyndavef Héraðsskjalasafnisns á www.heraust.is. Margir hafa flett í gegnum það sér til yndis-auka og komið á framfæri ábendingum, en upplýsingar vantar um ýmsar myndir.

Ljósmyndasafn UÍA aðgengilegt á vefnum

Kæru Austfirðingar

Sendi ykkur mínar engilblíðustu hátíðarkveðjur með hjartans þökkum

fyrir ómetanleg sjálfboðastörf austfirskri æsku til heilla!

Ég boða yður mikinn fögnuð …fjör og fíflalæti á nýju ári.

Yðar einlægi og lukkulegi Sprettur Sporlangi

Stefán Þorleifsson (f. 1916) býr sig undir að slá.

Þjónustumiðstöð UÍA reist á íþróttasvæðinu á Eiðum. Kristmann Jónsson (f. 1929) við bygginguna sem UÍA stóð fyrir.

Sumarhátíð UÍA á Eiðum. Á Landsmóti UMFÍ á Eiðum 13 - 14 júlí 1968 var sett upp sögusýning sem hét „Að Krakalæk“ og fjallaði um komu Una danska til Austurlands og viðnám Austfirðinga gegn Haraldi hárfagra. Kristján Ingólfsson samdi en Leikfélag Neskaupstaðar flutti.

Page 42: Snæfell 2014

42 Snæfell

Fellabakarí Lagarfelli 4, 701 Egilsstöðum, s. 471-1800AFL starfsgreinafélag Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum, s. 470-0300, [email protected], www.asa.isMálningarþjónusta Jóns og Þórarins Miðási 20b, 700 Egilsstöðum, s. 471-1989Sesam Brauðhús Hafnargötu 1, 730 Reyðarfirði, s. 475-8000Holt og Heiðar ehf. Hallormsstað, 701 Egilsstöðum, [email protected], holtogheidar.isEfnalaug Vopnafjarðar Miðbraut 4, 690 Vopnafirði, s. 473-1346Hárgreiðslustofan SOLO Kolbeinsgötu 8, 690 Vopnafirði, s. 473-1221Sláturfélag Vopnafjarðar Hafnarbyggð 8, 690 Vopnafirði, s. 473-1336Bókráð bókhald og ráðgjöf ehf. Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum, s. 471-3130, [email protected] Island ehf. Hafnargötu 2, 735 Eskifirði, s. 470-6700, egersund.is

Borgarfjarðarhreppur

Hreppstofu, 720 Borgarfirði eystra, s. 472-9999Vaskur Miðási 7, 700 Egilsstöðum, s. 470-0010, vaskur.is, [email protected]ðarhöfn Hamrahlíð, 690 Vopnafirði, s. 473-1299Fljótsdalshreppur Végarði, 701 Egilsstöðum, s. 471-1810, [email protected]ðanet s. 470-0800, fjardanet.isTannlæknastofan NeskaupstaðHaki ehf. verkstæði Naustahvammi 56a, 740 Neskaupstað, s. 477-1849Gallerí Hár Egilsbraut 8, 740 Neskaupstað, s. 477-1011Réttingaverkstæði Sveins Eyrargötu 11, 740 Neskaupstað, s. 477-1169Blikar bókhaldsþjónusta Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafirði, s. 473-1378Samband sveitarfélaga á Austurlandi Tjarnarbraut 39, 700 Egilsstöðum, s. 470-3800, [email protected]éraðsskjalasafn Austfirðinga Egilsstöðum

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

„Margir töldu að nú væru forystumenn UÍA endanlega orðnir hringavitlausir er það sannaðist að Ringó Starr kæmi í Atlavík. Þrátt fyrir hrakspár er ljóst að þetta varð okkur til framdráttar hvað varðar tekju-öflun og auglýsingu. Hvað verður næst?“ er spurt í skýrslu stjórnar UÍA fyrir árin 1983-84 sem birtist í Snæfelli árið 1984. Metfjöldi sótti hátíðina það ár til að berja Bítilinn augum, en heimsókn hans var merkisviðburður í íslenskri tónlistarsögu. Hátíðin heppnaðist vel enda veðrið gott. Lið UÍA lenti í 3. sæti í stigakeppni félaga á Landsmóti UMFÍ í Keflavík. Á ýmsu gekk, því kvöldið fyrir mótið var flug frá Egilsstöðum

fellt niður og þurfti fjöldi keppenda því að leggja á sig 13 tíma næturferðalag. „Hefur það örugglega haft sitt að segja varðandi árangur margra,“ skrifar Sigurjón Bjarna-son, formaður landsmótsnefndar UÍA. Bestum árangri UÍA fólks náði Unnar Vilhjálmsson sem setti Íslandsmet í há-stökki, 2,12 metra. Hlauparinn Brynjólfur Hilmarsson varð stigahæstur karla á frjáls-íþróttavellinum og kvennalið UÍA, undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, vann hand-boltakeppnina. UÍA hafði þá ekki sigrað í liðakeppni frá mótinu á Eiðum árið 1968. Kynntir eru efnilegir íþróttamenn, meðal annars Gerður Guðmundsdóttir, skíðakona

úr Neskaupstað og Stöðfirðingurinn Jóna Petra Magnúsdóttir, sem segir frá því að helstu áhugamál hennar utan íþróttanna séu tónlist og steinasöfnun. Hún þurfti að velja á milli þess að æfa með kvennalandsliði Íslands eða fara með afrekshópi UÍA í æfingabúðir til Færeyja og valdi hún seinni kostinn. Í blaðinu er sagt frá ferðinni, sem í fóru ellefu 16 ára ungmenni undir stjórn Unnars Vilhjálms-sonar og Hólmfríðar Jóhannsdóttur. Fararstjórarnir skrifa að hópurinn hafi sýnt „fádæma prúðmennsku“ á flugvellinum á Egilsstöðum en hún hafi ekki enst „nema rétt á meðan veifað var bless út um flug-vélargluggann.“ Þá hafi hópurinn sýnt sitt rétta andlit. Þá segir einnig frá færeyskum leiðsögu-manni sem sakaður er um að hafa villst með hópinn í fjallgöngu í hellirigningu um furðulega stíga við Götu. „Manntötrið hafði blessunarlega vit á að halda sig í órafjar-lægð á meðan mannskapnum rann mesta reiðin og átti hann það sundlauginni að þakka.“

Svona var það ‘84

Endanlega hringa-vitlausir

Landsmótsmeistarar í handbolta ásamt þjálfaranum.

Egill Rauði í Norðfirði stóð fyrir dráttarvélarallíi. Hér bíður Guðröður eftir björgun.

Ringo Starr og kona hans Barbara í útreiðartúr í Hallormsstaðarskógi.

Page 43: Snæfell 2014

www.austurfrett.iswww.austurfrett.is

Útbreiddasti�ölmiðill

Austurlands

8.624notendur á viku*

45.070skoðaðar síður á viku (flettingar)*

Taktu þáttí umræðunni

* Meðaltal ársins 2014samkvæmt samræmdri vefmælingu

Modernus / Internet á Íslandi

Page 44: Snæfell 2014

Hjá Pacta starfa á þriðja tug reyndra lögmanna á

14 starfsstöðvum víða um land. Lögmenn Pacta

búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum

sviðum lagaumhverfis sveitarfélaga, fyrirtækja,

stofnana og einstaklinga.

ReykjavíkHafnarfjörður AkranesSelfoss

ÍsafjörðurBlönduósSauðárkrókurSiglufjörður

AkureyriDalvíkHúsavíkEgilsstaðir

ReyðarfjörðurSelfossVestmannaeyjar

Símanúmer okkar er 440 7900 . [email protected] . www.pacta.is