snæfell 2009

40
SNÆFELL 1. tbl. 28. árgangur 2009

Upload: ungmennasamband-austurlands

Post on 22-Mar-2016

244 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Jólablað Snæfells 2009

TRANSCRIPT

Page 1: Snæfell 2009

SNÆFELL1. tbl. 28. árgangur 2009

Page 2: Snæfell 2009

Starfsfólk Þekkingarnets Austurlands óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Má bjóða þér að skrá þig á póstlista ÞNA á heimasíðunni www.tna.is og fá reglulega sendar upplýsingar um það sem er á döfinni er hjá okkur?

Hefur þú lent í slysi?

Við könnum rétt þinn á bótum!......Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18 Rvk.

Slys breyta öllum aðstæðum í starfi og leik. Fáðu góð ráð – það kostar þig ekkert.

Page 3: Snæfell 2009

SNÆFELL 3

Kæru AustfirðingarUppbygging Ungmenna- og Íþróttasambands Austurlands heldur áfram og að henni koma margar hendur. Stjórn UÍA hefur lagt áherslu á að styrkja undirstöður sambandsins, svo sem fjárhagslegan og félagslegan grunn þess. Nokkur íþróttafélög hafa verið heimsótt til að efla tengslin við aðildarfélögin og mun sú vinna halda áfram. Slæmt efnahagsástand hefur sett strik í reikninginn en þó að það hafi haft áhrif á íþróttahreyfinguna í heild sinni, vil ég meina að mörg tækifæri leynist í aðstæðum sem þessum. Við þurfum að huga að því að styrkja barna- og unglingastarf í hreyfingunni, því það er jú það mikilvægasta sem íþróttahreyfingin tekst á við. Liður í því er áhersla á forvarnarstarf og mótahald innan fjórðungs og hefur UÍA hefur aðildarfélög sín til að vinna saman að því. Töluvert er nú þegar um mótahald en við getum gert betur. Það er eitt af því sem við getum gert til að koma til móts við versnandi efnahag heimilanna, en með því að leggja áherslu á mótahald innan fjórðungs geta börn og unglingar sem vilja keppa í hinum ýmsu greinum tekist á og ferðakostnaður verið hóflegur. UÍA er samstarfsvettvangur íþróttafélaga á Austurlandi og munum við halda áfram að efla hann sem slíkan.Meðal þess sem áorkaðist árið 2009 er að nýjar UÍA peysur litu dagsins

ljós, boðið var upp á farandþjálfun fyrir aðildarfélögin, Launaflsbikarinn fór fram, Sumarhátíð UÍA var haldin með glæsibrag, UÍA sendi keppendur á Landsmót UMFÍ á Akureyri og Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki og fleira og fleira. UÍA sótti um að fá að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum árið 2011 og fékk því úthlutað. Einnig fékk stjórn UÍA afhent hvatningarverðlaun UMFÍ á haustmánuðum, fyrir öflugt og metnaðarfullt uppbyggingarstarf. Við erum afar stolt af þeim árangri sem hefur náðst, og þökkum öllum þeim sem hafa komið að starfinu með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir vel unnin störf.Kæru félagar, tökum höndum saman og byggjum áfram upp öflugt ungmennafélag, Íslandi allt! Elín Rán Björnsdóttir,

Formaður UÍA

SNÆFELL

Frá stjórn UÍA ......................................3

UMFÍ þing ...........................................4

Stórskemmtilegt í Stafdal .....................4

Kastaði spjótinu sárþjáður til sigurs .......6

-Viðtal við Tómas Árnason

Launaflsbikarinn................................. 10

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ ........................ 10

Eldmóður, samhjálp, sígarettur

og morðingjar .................................... 12

-Ágrip af sögu Hrafnkels Freysgoða

Farandþjálfun .................................... 16

Sprettur – Afrekssjóður UÍA og Alcoa ... 16

Sambandsþing UÍA ............................. 18

Íþróttaþing ........................................ 18

Afreksmenn í íþróttum .......................20

Landsmót UMFÍ 2009 ........................21

Unglingalandsmót UMFÍ 2009 .............21

Varðveitum sögu ungmenna-

og íþróttafélaganna ............................23

Samstarf í fræðslumálum ...................23

Sundstarf á Austurlandi ......................24

Öldungamót í blaki ..............................25

Neisti 90 ára ....................................25

Lovísa heimsótti Ólympíu ....................26

Erna stefnir á Ólympíuleikana ..............28

Ungmennaráð UMFÍ ...........................30

Ungt fólk og lýðræði ...........................30

ULM 2011 á Egilsstöðum ...................30

Íþróttamaður UÍA 2008 .....................32

Golfsveifla á Vopnafirði .......................32

Austri 70 ára ....................................32

Ólympíufarinn Erna Friðriksdóttir .........33

Úrslit Sumarhátíðar 2009 ..................34

Frá formanni

Efnisyfirlit

Útgefandi:Ungmenna- og íþróttasamband

Austurlands

Ritstjóri:Gunnar Gunnarsson

Ábyrgðarmaður:Stefán Bogi Sveinsson

Höfundar efnis:Gunnar Gunnarsson

Stefán Bogi SveinssonElín Rán Björnsdóttir og fleiri

Myndir:Gunnar Gunnarsson

Prófarkalesari:Urður Snædal

Umbrot, prentun og bókband:Héraðsprent

Upplag:4000 eintök

Dreifing:Öll heimili á sambandssvæði UÍA

Afgreiðsla:Skrifstofa UÍA

Tjarnarás 6, 700 EgilsstaðirSími: 471-1353

www.uia.is – [email protected]

"Frá keppni í sundi á Sumarhátíð UÍA"

Page 4: Snæfell 2009

4 SNÆFELL

Við skemmtum á skíðum, eins og Helena söng um forðum, í Skíðafélaginu í Stafdal með reglubundnum æfingum og mótum. Síðastliðinn vetur var góður fyrir skíðafólk og sýndi það sig í fjölda þeirra sem lögðu leið sína í skíðabrekkurnar. Fjöldi æfinga var með mesta móti og þátttaka almennt góð. Börn frá 7 ára til 16 ára æfðu fjórum sinnum í viku en þriggja til fimm ára tvisvar í viku. Þrjú mót voru í boði á Austurlandi síðastliðinn vetur; Björnsmót í Stafdal, Oddsskarðsmót í Oddsskarði og Austurlandsmót, sem haldið var í Oddsskarði, en það er haldið til skiptis í Oddsskarði og Stafdal. Svo var að sjálfsögðu fjölmennt á Andrésar Andarleikana í Hlíðarfjalli eins og venjulega í lok skíðavertíðar. Einnig var boðið upp á námskeið fyrir byrjendur á öllum aldri og mátti þar sjá gríðarleg tilþrif, sér í lagi hjá eldri byrjendum sem stundum eiga erfitt með að hafa stjórn á fallþunganum sem gjarnan eykst með árunum.

Næg verkefni í veturÞað er ekki alveg laust við að tilhlökkun sé komin í skíðafólk fyrir þennan vetur sem vonandi verður jafn góður og sá síðasti. Fyrirhugað er að bjóða aftur upp á byrjendanámskeið fyrir alla aldurshópa

fljótlega eftir að svæðið í Stafdal verður opnað. Svo verða að sjálfsögðu reglubundnar æfingar fyrir alla á aldrinum þriggja til sextán ára sem vilja stunda þetta holla og góða sport. Björnsmót, Oddsskarðsmót og Austur- landsmót verða haldin eins og í fyrra og við þau bætast svo bikarmót fyrir 13 og 14 ára í Stafdal og 15 til 16 ára í Oddsskarði. Þetta eru mót sem haldin eru fyrir allt landið og mikil viðurkenning fyrir skíðafólk á Austurlandi að fá að halda svona mót. Einnig er í undirbúningi að flytja skíðalyftuna

sem stendur í norðurbrún Fjarðarheiðar yfir í Stafdalsfell sem er fellið fyrir ofan lyftuna sem er í notkun í Stafdal. Stefnt er að því að hægt verði að nota hana á nýjum stað veturinn 2010 til 2011. Þá verður skíðasvæðið í Stafdal með um 350 metra fallhæð og lyftulengd upp á 1,6 kílómetra og mikla möguleika á alls kyns brautum, fyrir utan það að vera eina skíðasvæði landsins með útsýni á Snæfell og Herðubreið. Agnar Sverrisson

SkíðiStórskemmtilegt í Stafdal

Frá skíðamóti í Stafdal. Mynd: Sigurbjörg Hinriksdóttir

Sambandsþing UMFÍ

Helgi á göngu og hvatningarverðlaun UMFÍ

UÍA hlaut hvatningarverðlaun Ungmennafélags Íslands á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var í Keflvík í október, fyrir öflugt og metnaðarfullt uppbyggingarstarf. Verðlaunin eru afrakstur þeirrar vinnu sem fjölmargir sjálfboðaliðar innan UÍA hafa lagt á sig og ættu að hvetja stjórn sambandsins og aðra sjálfboðaliða til enn frekari afreka og uppbyggingar til framtíðar.UÍA lagði á þinginu fram tillögu um nýtt gönguverkefni, „Helgi á göngu“ sem er til minningar um Helga Arngrímsson, fyrrverandi stjórnarmann í UÍA og UMFÍ, sem lést fyrir aldur fram í fyrra. „Helgi á göngu“ byggir á verkefninu „Göngum um Ísland.“ Með nýja verkefninu er stefnt að skipulögðum gönguferðum á vegum UMFÍ tiltekna helgi, víðsvegar um landið á einhverri þeirra gönguleiða sem þegar hafa verið merktar á vegum hreyfingarinnar. Ungmennafélag Borgarfjarðar, í samvinnu við UÍA og ættingja og vini Helga, hefur ákveðið að efna til göngudaga á Borgarfirði síðustu helgina í júní ár hvert undir nafninu „Helgi á göngu.“

Sjö þingfulltrúar voru frá UÍA á þinginu, þar af buðu þrír þeirra sig fram til stjórnar UMFÍ. Tveir þeirra voru kosnir, Björn Ármann Ólafsson, sem verið hefur gjaldkeri UMFÍ frá árinu 2003 og Gunnar Gunnarsson, sem kemur nýr inn í varastjórn.

Þingfulltrúar UÍA með hvatningarverðlaunin.

Page 5: Snæfell 2009

Óskum landsmönnum kum landsmönnum öllum gleðilegra jólag g jUm leið og við siglum inn í nýtt ár óskum við þjóðinni farsældar og þökkum samstarfið og stuðninginn undanfarin 95 ár.

| Sími 525 7000 | www.eimskip.is |

PPPPPPIP

AR

\TB

WIP

AR

\TB

WIP

AR

\TB

WIP

AR

\TB

WIP

AR

\TB

A •

A •

A •

SA

A •

922

A •

92

A •

9A

•9

536

5363

Page 6: Snæfell 2009

6 SNÆFELL

Tómas Árnason, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og seðlabankastjóri, tryggði UÍA sigur í stigakeppni landsmóts UMFÍ á Hvanneyri árið 1943 þegar hann vann spjótkastið, sem var seinasta greinin. Í samtali við Snæfell rifjaði hann upp íþróttaferilinn, allt frá langhlaupsæfingum úti í mýri til golfiðkunar um miðjan desember.

Tómas fæddist árið 1923 á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Hann er sonur Árna Vilhjálmssonar, útgerðarmanns og Guðrúnar Þorvarðardóttur, húsmóður. Tómas er næst yngstur fjögurra systkina, Vilhjálms, Þorvarðar og Margrétar. Elsti bróðirinn, Vilhjálmur, beindi yngri bræðrum sínum inn á íþróttabrautina.„Ég er alinn upp í litlu þorpi, Eyrum, sjö kílómetra frá kaupstaðnum í sunnanverðum Seyðisfirði. Þarna voru 17-18 heimili og tíu bátar gerðir út. Það var ekkert við að vera þarna á Eyrunum, enginn bíll, ekkert reiðhjól, engin verslun heldur allt sótt inn á Seyðisfjörð. Þangað var enginn vegur og hætt að nota hesta þegar ég man eftir mér, heldur farið á milli á bátum.Við vorum þrír bræðurnir og fleiri ungir strákar, sem fengum áhuga á íþróttum. Vilhjálmur, bróðir minn, fór í Eiðaskóla og lærði fimleika og fótbolta. Hann kom með þetta heim með sér, kenndi okkur og við fórum að stunda greinarnar af fullum krafti. Við höfðum ekkert annað að gera þegar við höfðum lokið dagsverkunum.Við, ungu strákarnir, kepptum við Seyðfirðingana í Huginn. Við rérum til þeirra á veturna á árabát. Það var að minnsta kosti klukkustundar róður, en okkur munaði ekkert um það í þá daga, það var bara skemmtilegt. Síðan komu þeir út eftir líka og kepptu við okkur.“Fótboltinn var aðalgrein Tómasar í fyrstu en minnisstæðasta atvikið var þegar hann, fjórtán ára gamall, keppti í bæjarkeppni Seyðfirðinga og Norðfirðinga. „Ég hafði farið inn eftir að horfa á leik drengja 17 ára og yngri. Einn strákurinn í liði Seyðfirðinga meiddist og það voru nokkrir sem vissu að ég hefði verið í fótbolta og báðu mig að fara inn á. Ég var ekki búinn að vera inn á nema í 5-6 mínútur þegar ég skoraði og var nokkuð

drjúgur með mig,“ segir Tómas. Mark hans dugði samt ekki til því Norðfirðingar unnu 3-2.Á stríðsárunum kepptum við í Huginn nokkrum sinnum við sjóliða í breska flotanum. Þar voru mjög góðir leikmenn innan um, ef til vill atvinnumenn – maður veit það ekki, en við unnum þá yfirleitt. Þeir voru á sjónum og höfðu ekkert úthald. Þeir komu í land og kepptu við okkur en buðu okkur á móti út í herskipin, sýndu okkur bíómyndir og gáfu okkur góðgæti. Síðan voru haldin fjölmenn Austurlandsmót í knattspyrnu.“

Hljóp þrjú þúsund metraá dag í þrjá mánuðiTómas og bróðir hans, Þorvarður, sem var þremur árum eldri, fóru að iðka frjálsar íþróttir og fimleika. Báðir fóru í Eiðaskóla og urðu þar fyrir miklum áhrifum frá Þórarni Sveinssyni, íþróttakennara. Þorvarður fór í kastgreinar og stóð sig vel. Frammistaða hans í reglulegum landshlutakeppnum Austfirðinga og Þingeyinga vakti sérstaka athygli og Tómas langaði til að fylgja bróður sínum eftir.„Ég var orðinn 15 ára og ekki nógu sterkur til að keppa í neinu en fór að hugsa hvort ég gæti ekki gert eitthvað sem kæmi mér

norður., en mig langaði mikið þangað. Ég fór því að æfa 3000 metra hlaup. Ég mældi út 300 metra braut, setti niður tunnustafi uppi á Mýrum og hljóp tíu hringi á hverjum degi í þrjá mánuði. Ég hljóp berfættur og varð allur leirugur en skolaði af mér í köldum bæjarlæknum áður en ég fór heim. Ég mætti á mót á Egilsstöðum og þar kepptum við nokkrir um hvaða tveir fengju að fara norður. Ég var þrælæfður og varð langfyrstur.Keppnin fór fram á Húsavík í mjög leiðinlegu veðri. Það var norðvestan krapahríð og ég var með naglakul þegar ég kom í mark. Tíminn minn þar var rúmar tíu mínútur. Þar keppti ég við menn sem höfðu farið suður til Reykjavíkur að keppa, en ég burstaði þá og varð hálfum hring á undan. Ég átti alls ekki von á að vinna í þessari keppni og varð talsvert undrandi. En þetta voru erfiðar aðstæður þar sem við hlupum berfættir á 300 metra grasbraut. Tíminn hefði verið miklu betri ef maður hefði hlaupið við núverandi aðstæður.“

Sigurkast á HvanneyriEftir hlaupið á Húsavík færði Tómas sig yfir í aðrar greinar, aðallega kastgreinar og stangarstökk, með góðum árangri. Honum og Guttormi Þormari,

Tómas Árnason rifjar upp íþróttaferilinn

Kastaði spjótinu sárkvalinn til sigurs

Tómas við kúluvarpsæfingar heima á Háeyrum. Mynd: Úr einkasafni

Page 7: Snæfell 2009

SNÆFELL 7

hlaupagarpi úr Fljótsdal, var boðið af KR á drengjameistaramót Íslands árið 1942. „Við unnum mótið tveir. Ég vann spjótkastið og stangarstökkið, varð annar í kúluvarpi og komst á verðlaunapall í kringlukasti. Guttormur vann 100 og 400 m hlaupin og langstökkið. Það vakti dálitla athygli.“Ásamt Þorvarði voru Tómas og Guttormur burðarásarnir í liði UÍA sem mætti á landsmót Ungmennafélags Íslands á Hvanneyri ári síðar. Austfirska liðið vakti nokkra athygli fyrir fagmannlega umgjörð. Í Sögu landsmóta UMFÍ er sagt frá því að UÍA liðið hafi verið hið eina sem átti galla og gaddaskó og var með fararstjóra, Þórarin Sveinsson, íþróttakennara á Eiðum. Sambandið hafði verið stofnað ári áður og mikill hugur var í Austfirðingum.„Það var hörð keppni við Þingeyinga um stigaskjöldinn. Ég meiddist í stangarstökkinu. Við stukkum í mýri og ég rann til og tognaði, og það endaði svo með því að fyrir nokkrum árum var sett kúla í mjöðmina á mér. Þetta var í fyrstu tilraun og ég varð að hætta strax og varð fjórði. Annars hefði ég jafnvel unnið stökkið. En eftir það lá ég í rúminu þar til kom að spjótkastinu sem var seinasta greinin. Þórarinn Sveinsson kom til mín og sagði. „Þú verður að koma, það munar svo litlu.“ Ég fór og kastaði úr kyrrstöðu, álíka langt og Þingeyingarnir. Þorvarður, bróðir minn, var ekki í stuði í spjótkastinu en hafði unnið kúluvarpið og kringlukastið. Þórarinn kom aftur til mín og sagði: „Þetta er ekki öruggt, þú verður að kasta.“ Ég tók tilhlaup og kastaði en fann heilmikið til. Þetta var langlengsta kastið, sigurkastið – og við unnum skjöldinn!“

Eins gott að koma standandi niðurÁ Hvanneyri kastaði Tómas spjótinu 51,40 metra, tæplega fimm metrum lengra en næsti keppandi. Besti árangur hans á ferlinum var kast upp á 57,25 metra. „Mig vantaði rúman metra í þáverandi Íslandsmet. Ég keppti lengi við Jóel Sigurðsson, sem síðar varð mikill afreksmaður í spjótkasti, en ég vann hann alltaf meðan ég keppti.“Þá höfðu menn ekki þjálfara heldur þurftu að móta eigin stíl og tækni. Í stangarstökkinu, þar sem Tómas stökk 3,10-3,20 metra, notuðu menn bambusstangir og komu niður í sandgryfjur. „Menn urðu að koma niður standandi annars gátu þeir meitt sig. Í dag nota menn stangir sem sveifla þeim upp og það er alveg sama hvernig þeir koma niður. Stangarstökkið er allt önnur íþrótt í dag.“Tómas keppti einnig á meistaramótum

Íslands, Austfirðingamótum, í landskeppnum Reykvíkinga og landsbyggðarinnar á Akureyri og á landsmótinu á Laugum árið 1946, þar sem hann varði spjótkasttitilinn. „Í bæði skiptin vann ég á seinasta kasti.“

Ætlaði að verða íþróttakennariHann hafði þá í auknum mæli snúið sér að fimleikum. Hann hafði lengi lagt stund á þá en þegar hann hóf nám við Menntaskólann á Akureyri, síðla vetrar 1941, gekk hann í íþróttafélagið Þór í fimleikum. „Þegar ég útskrifaðist að fjórum árum liðnum fylgdi flokkurinn mér austur og við sýndum leikfimi á nokkrum stöðum.“Áður en Vilhjálmur fór norður ætlaði hann í nám til Danmerkur, verða íþróttakennari og feta þannig í spor Þórarins Sveinssonar. „Þórarinn var mikill eldhugi og frábær maður. Hann kveikti áhuga hjá ungu fólki og vakti íþróttaöldu á Austurlandi sem endaði með afreki Vilhjálms Einarssonar á

Ólympíuleikunum.“En þá skall stríðið á og ekkert varð úr Danmerkurferðinni. Þess í stað fór Tómas að ráðum Vilhjálms bróður síns og gekk í MA. Á meðan hann bjó á Akureyri hýsti hann annan austfirskan íþróttamann sem síðar náði frábærum árangri. „Vilhjálmur Einarsson bjó hjá mér og konu minni fyrstu þrjá mánuðina eftir að hann byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri, áður en hann fékk inni á heimavistinni. Þyngslalegri ungling hef ég ekki séð. Hefði einhver sagt mér að hann ætti eftir að verða heimsþekktur afreksmaður í þrístökki hefði ég hlegið. Það er ótrúlegt hvernig framförum hann tók, en þær urðu meðal annars af því hversu einbeittur hann var.“

Barist við finnskar vespurEftir útskrift frá MA árið 1945 fór Tómas suður til Reykjavíkur í laganám í Háskóla Íslands. Hann gekk í Ármann og var þar í fimleikum. „Við æfðum gríðarlega mikið árin 1945-47 fyrir sýningarferð

Tómas Árnason um sigurkastið á Hvanneyri: „Ég tók tilhlaup og kastaði en fann heilmikið til. Þetta var langlengsta kastið, sigurkastið – og við unnum skjöldinn!“

Page 8: Snæfell 2009

8 SNÆFELL

til Svíþjóðar og Finnlands árið 1947. Sú ferð var svanasöngur minn í svona keppnum og sýningum. Ég átti stuttan en skemmtilegan feril og var á besta aldri þgar ég hætti og fór að stunda námið. Ég tel mig samt hafa haft afskaplega gott af íþróttaiðkuninni að öllu leyti og hef haldið henni áfram alla ævina.“Norðurlöndin, öll nema Svíþjóð, báru enn djúp merki síðari heimsstyrjaldarinnar þegar hópurinn fór utan. Í honum voru 45 íþróttamenn, 15 glímumenn, 15 fimleikamenn og 15 fimleikastúlkur.„Við flugum til Sola-flugvallar við Stavanger sem Þjóðverjar notuðu mikið á stríðsárunum. Þar voru okkur sýnd tré þar sem menn höfðu verið teknir af lífi. Við sáum kúlnaförin í stórum trjám sem var mjög dramatískt að sjá. Í Svíþjóð voru allsnægtir. Þar voru ávextir og allt sem við vorum óvanir. Í Finnlandi var hins vegar geysilegur skortur, enda þurftu Finnar að borga miklar skaðabætur til Rússa. Ég hef oft komið til Finnlands, þar sem ég var í stjórn og varastjórn Norræna fjárfestingabankans í 20 ár, og þar hafa orðið gríðarleg umskipti. Finnar hafa verið duglegir við að ná sér upp.“Tveggja vikna dvölin í Finnlandi er Tómasi sérlega minnisstæð. „Þar komumst við í kynni við vespur sem við höfðum aldrei séð hér heima. Við vorum úti á velli að æfa þegar vespa kom og stakk einn okkar í handlegginn. Við hrópuðum á hann: „Hreyfðu þig ekki, hreyfðu þig ekki,“ því það átti að leyfa þeim að klára. Þá kom önnur og stakk hann í lærið. Við fórum með hann undir sturtu og þannig losnaði hann við vespurnar. Ég man sérstaklega eftir þessum bardaga við vespurnar.“Ármenningar sýndu á mikilli íþróttahátíð í Helsinki sem var eins konar generalprufa fyrir ólympíuleikana sem Finnar héldu árið 1952. Um 38 þúsund manns sóttu hátíðina. Þeir sýndu einnig í nokkrum leikhúsum í borginni og nokkrum bæjum að auki. Hápunktur íþróttahátíðarinnar var tíu kílómetra hlaup þar sem áttust við heimsmethafinn og heimamaðurinn Viljo Heino og Tékkinn Emil Zatopek, sem síðar sópaði til sín gullverðlaununum í langhlaupum á ólympíuleikunum í Helsinki. „Zatopek vann með hálfum metra. Finnarnir voru mjög slegnir. Zatopek var með sérstæðan hlaupastíl þar sem hann vaggaði allur, en hann var gríðarlega mikill hlaupari.“

Stjórnmálin taka við af íþróttunumNámið, störfin og fjölskyldan tóku yfir tíma Tómasar eftir Finnlandsferðina. Fjórum árum síðar fór hann til Bandaríkjanna í framhaldsnám í lögfræði við Harvard-háskóla. Hann segist ekkert hafa dregist inn í íþróttalífið þar. „Það var

kennt golf en ég hafði engan áhuga á því. Ég taldi það þá enga íþrótt.“Tómas spilar reglulega golf í dag. „Ég spilaði seinast í gær,“ segir hann okkur og brosir þar sem við sitjum í íbúð hans í Reykjavík um miðjan desembermánuð. „Ég byrjaði í golfinu upp úr 1960 og spila gjarnan með Sveini Snorrasyni. Hann er Seyðfirðingur eins og ég og við höfum verið félagar frá 1936. Við byrjuðum á að spila fótbolta hvor gegn öðrum og vorum síðan saman á skíðanámskeiði á Seyðisfirði 1937. Eftir það fórum við hvor í sína áttina en tókum saman aftur í golfinu og höfum verið í því í marga áratugi.“Tómas sat um tíma í stjórn Hugins á Seyðisfirði auk þess sem hann var formaður íþróttafélags Menntaskólans á Akureyri í þrjú ár. „Þetta var góð þjálfun félagslega en ég varð snemma pólitískur. Ég byrjaði að nusa af pólitík upp úr fermingu og var eldheitur framsóknarmaður allt frá byrjun,“ segir Tómas en hann og Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, stunduðu fjallgöngur og skíðaferðir árum saman.Áhuginn á stjórnmálum tók við af náms- og íþróttaferlinum. Tómas settist fyrst á þing sem varaþingmaður árið 1956 en var síðan þingmaður Austurlandskjördæmi 1974-1985. „Ég var alltaf jákvæður fyrir öllum stuðningi við íþróttir þótt ég væri meira í efnahags- og fjármálum heldur en íþróttamálum. Mér finnst íþróttir afar þýðingarmikið uppeldismál. Ég er mjög ánægður með hversu almenn íþróttaiðkun er þótt ég sakni þess að sjá ekki fleiri afreksmenn að austan. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim en ég tek

alltaf eftir því þegar Austfirðingarnir eru á ferðinni. Það virðist verulegur kraftur í ungmennahreyfingunni um allt land. Landsmótin eru mjög fjölsótt og síðan eru hestamannamót og fleiri viðburðir sem menn eru duglegir að sækja,“ segir Tómas, sem seinast mætti á Landsmót þegar það var haldið á Egilsstöðum árið 2001.Hann fylgist líka vel með því sem gerist í íþróttunum á heimsvísu. „Ég horfi á fótbolta, golf og snóker. Ég held með Manchester United. Menn horfa mikið á fótbolta í fjölskyldunni og flestir halda með Liverpool. Ég segi alltaf að ég haldi bara með þeim bestu. Ég hélt fyrst með Arsenal en fór yfir til United þegar þeir voru bestir og hef haldið mig við þá síðan.“Það er erfitt að skilja við Tómas án þess að forvitnast um hvað honum þyki um það sem gerst hefur í íslensku samfélagi undanfarin misseri. „Síðasta árið mitt í Seðlabankanum var haldinn fundur þar sem allir bankastjórarnir í Reykjavík mættu. Það var árið 1993 og farið var að tala mikið um einkavæðingu bankanna. Ég hélt því fram að við ættum að halda eftir einum ríkisbanka, á meðan hinir væru að sanna sig og þyrftum að fylgjast náið með einkabönkunum. „Já,“ sagði einn ungu bankastjóranna. „Þú vilt vera lögreglustjóri.“Það hlógu allir en mér leist ekki á þetta. Mér fannst óvarkárt að setja allan sparnað landsmanna inn í einkabanka. Því miður stóð Framsóknarflokkurinn sig ekki í þessu máli og hann hefur alveg hiklaust goldið þess.“

Sigurlið UÍA 1943 með Runólfi Sveinssyni, skólastjóra á Hvanneyri. Frá vinstri: Tómas Árnason, Björn Jónson, Borgþór Þórhallsson, Guttormur Sigurbjörnsson, Runólfur Sveinsson, Jón Ólafs-son, Björn Magnússon, Guttormur Þormar, Sigurður Björnsson. Mynd: Saga Landsmóta UMFÍ/Þorvarður Árnason

Page 9: Snæfell 2009
Page 10: Snæfell 2009

10 SNÆFELL

Spyrnir vann bikarkeppni UÍA í knattspyrnu 2009, sem að þessu sinni gekk undir nafninu Launaflsbikarinn. Liðið hafði betur í úrslitaleik gegn Boltafélagi Norðfjarðar.

Eftir að Malarvinnslan, sem stutt hafði keppnina árum saman, varð gjaldþrota í fyrrahaust var samið til þriggja ára við Launafl um að styrkja keppnina.Átta lið voru skráð til leiks í sumar og leikið í tveimur fjögurra liða riðlum. Liðin sem tóku þátt að þessu sinni voru 6. apríl, Boltafélag Norðfjarðar, Hrafnkell Freysgoði, Samyrkjafélag Eiða- þinghár, Knattspyrnufélag Eskifjarðar, Knattspyrnufélagið Spyrnir, Ungmenna- félag Borgarfjarðar og Ungmennafélagið Þristur. Liðin spiluðu um sæti áður en þau fóru inn í útsláttarkeppni. Í undanúrslit komust BN, Spyrnir, UMFB og 06. apríl. BN og Spyrnir mættust í úrslitaleik á Fáskrúðsfirði en þau unnu hvort sinn riðilinn. Spyrnir vann leikinn 5-3. Berg Valdimar Sigurjónsson, fyrirliði Spyrnis, tók við Launaflsbikarnum, en hann var einnig valinn leikmaður mótsins.

Fjör í frjálsíþróttaskóla

Launaflsbikarinn

Spyrnir bikarmeistari

Spyrnismenn fagna bikarmeistaratitlinum.

Frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands, Frjálsíþrótta- sambands Íslands og UÍA fór fram í annað sinn í júlí. Þátttakendur voru nítján, talsvert fleiri en í fyrra. Þeir voru allir af sambandssvæði UÍA.

Vikan hófst á hádegi mánudaginn 20. júlí og lauk á föstudegi með frjálsíþróttamóti og pizzuhlaðborði. Gist var og borðað í félagsmiðstöðinni Ný-Ung og æfingar voru tvisvar á dag. Skólastjórinn, Ólafur Sigfús Björnsson, sá um æfingarnar en fékk aðstoð frá gestaþjálfurum. Þar má nefna Egil Eiðsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara, Ásdísi Hjálmsdóttur,

Íslandsmethafa í spjótkasti, Hrein Halldórsson fyrrverandi Evrópumeistara í kúluvarpi og Lovísu Hreinsdóttur og Einar Hróbjart Jónsson, sem kepptu fyrir UÍA á Landsmóti UMFÍ í sumar. Að auki fengu krakkarnir glímukynningu hjá Snæ Seljan Þóroddssyni glímukappa í lok einnar æfingar. Einnig var farið í leiki, spilað og haldin kvöldvaka. Gengið var að Valtýshelli og farið í óvissuferð þar sem farið var á hestbak og hjólabáta í Hallormsstaðaskógi. Vikan heppnaðist frábærlega og voru allir mjög ánægðir með skólann. Ólafur Sigfús Björnsson

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir kennir verðandi afreksmönnum UÍA.

Egill Eiðsson leiðbeinir í boðhlaupi.

Page 11: Snæfell 2009

Alltaf ódýrara á netinu

Aðeins nokkur skref á netinu og þú ferð á loft

Það getur ekki verið auðveldara.Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð.

Smelltu þér á flugfelag.is,taktu flugið og njóttu dagins.

flugfelag.is

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S F

LU

485

33 1

2.20

09

AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

FÆREYJARVESTMANNAEYJAR

ÍSAFJÖRÐUR

GRÆNLAND

VOPNAFJÖRÐUR

ÞÓRSHÖFN

GRÍMSEY

NARSARSSUAQKULUSUK

CONSTABLE POINTILULISSAT

NUUK

REYKJAVÍK

Page 12: Snæfell 2009

12 SNÆFELL

Saga Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal er saga stórhuga frumkvöðla, fórnfúsra sjálfboðaliða, skemmtana, afreka og jafnvel harkalegra deilna og árekstra. Breiðdælingurinn Birgir Jónsson skrifaði BA-ritgerð sína í sagnfræði frá Háskóla Íslands um sögu félagsins og eftirfarandi grein er unnin upp úr þeirri ritgerð.

Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði var stofnað þann 15. ágúst 1937 af rúmlega 20 yngri mönnum sveitarinnar. Því var gjarnan haldið fram að ungmennafélög þrifust í sveitum landsins en íþróttafélög væri helst að finna í þéttbýli. Stærstur hluti hinna 310 íbúa Breiðdalshrepps bjó einmitt í sveitinni og var þetta því kjörinn vettvangur fyrir stofnun ungmennafélags. En áður en lengra er haldið er best að skoða hvernig félagslegur veruleiki í Breiðdalshreppi var í upphafi 20. aldarinnar. Miðað við að sveitin taldi aðeins rétt rúma 300 íbúa var félagslíf þar í miklum blóma. Lestrarfélag Breiðdæla var stofnað árið 1878 til að auðvelda aðgengi félagsmanna að bókum. Góðgjörðafélagið Eining, sem stofnað var árið 1911, var af ólíkum meiði en það lagði sig fram um að aðstoða berklasjúklinga. Til að afla tekna hélt félagið samkomur og voru þær jafnan vel sóttar, bæði af Breiðdælingum og nærsveitungum. Sama ár og Eining var stofnuð var fyrra ungmennafélag sveitarinnar stofnað. Það hét Ungmennafélag Breiðdæla og ekki er eins mikið vitað um starfsemi þess og hins sem á eftir kom. Helsta afrek Ungmennafélags Breiðdæla var að reisa samkomuhús á Stöðulbarði í landi kirkjustaðarins Heydala, en lán fékkst fyrir byggingunni hjá Lestrarfélaginu. Samkomuhúsið var þarna aðeins steinsnar frá kirkjunni sem var aðalmenningarmiðstöð sveitarinnar. Húsið var á tveimur hæðum og kom ekki bara ungmennafélaginu í góðar þarfir heldur einnig Lestrarfélaginu, Einingu og síðar einnig hreppsnefnd Breiðdalshrepps. Ungmennafélagið hélt samkomur líkt og Eining, og félögin tvö sameinuðust í því að setja á svið leiksýningar sem trekktu að í sveitinni. Nokkur stykki

voru sett upp og var því samstarf milli félaganna töluvert. Það sem varð ungmennafélaginu að falli virðist þó vera að fjárhagslegur grundvöllur þess var ekki nógu góður. Samkomuhúsið var t.a.m. erfitt í rekstri og ekki var hægt að halda því sómasamlega við vegna lítilla fjármuna og varð því aðstaðan þar fljótlega bágborin. Félagið náði loks að selja Breiðdalshreppi húsið árið 1934 og gekk söluverðið, 650 krónur, til þriggja aðila. 200 krónur fóru til Lestrarfélagsins til greiðslu á láninu fyrir húsbyggingunni, 200 krónur til Vaxtarsjóðs Breiðdalshrepps og 250 krónur til kvenfélagssjóðs. Eftir að sala hússins var gengin í gegn hvarf ungmennafélagið endanlega af sjónarsviðinu, en hafði þá þegar verið í dái í einhver ár. Ástand samkomuhússins

varð því miður aldrei nægilega gott og var á hverju ári skorað á hreppinn að bæta það, en lítið var gert í því. Fundir voru þó haldnir í félögunum sem höfðu komist undir þak þess, þrátt fyrir slæman aðbúnað. Helsti vettvangur innan þeirra félaga

var þó fyrir eldra fólk, m.a.s. í fyrra ungmennafélaginu. Sérstakan vettvang vantaði fyrir ungt fólk þar

sem það gat nýtt krafta sína sveitinni og sjálfum sér til framfara.

Fullir af eldmóðiMeð þetta í huga söfnuðust áðurnefndir yngri menn sveitarinnar saman 15. ágúst 1937 og stofnuðu félag sem fékk nafnið Hrafnkell Freysgoði. Þeir voru fullir af eldmóði og var fyrsta verk þeirra að móta stefnuskrá félagsins, en þar bar hæst þau verkefni að vekja æskuna til þess að viðhalda félagshug og samstarfi innan sveitarinnar; veita fylgi öllum andlegum og verklegum framförum innan hennar, sér í lagi að beita sér fyrir byggingu samkomuhúss og heimavistarskóla; vinna markvisst að bindindismálum, bæði með bindindisheiti og fræðslu; venja félagsmenn við að tjá skoðun sína í ræðu og riti og loks að stunda íþróttir, hverju nafni sem þær kynnu að nefnast. Mismikil áhersla var þó lögð á þessi stefnumál.

Byggt í sjálfboðavinnuÞað mál sem mest brautargengi fékk í upphafi var bygging samkomuhússins og barnaskólans, þar sem húsið sem

Eldmóður, samhjálp,sígarettur og morðingjar

-ágrip af sögu Hrafnkels Freysgoða

Gamla samkomuhúsið á Stöðulbarði.

Mynd: Pétur Sigurðsson

Page 13: Snæfell 2009

SNÆFELL 13

hreppurinn hafði keypt af fyrra félaginu var orðið úr sér gengið. Þorpið var farið að byggjast upp úti við víkina og sveitin skiptist einnig í tvær einingar, Norðurdal og Suðurdal, og var því ærið verkefni fyrir ungmennafélagið að sameina alla íbúa sveitarinnar. Sáu menn samkomuhúsbygginguna sem mikilvægan þátt í því markmiði. Samkomuhúsið skipti ungmennafélagið miklu máli og til þess að koma málinu áleiðis tengdi félagið húsið við barnaskólann sem hreppsnefndin vildi koma upp, en byggingu hans hafði fyrst borið á góma á hreppsnefndarfundi í júní 1937. Á fyrstu fundum ungmennafélagsins var barnaskólamálið rætt og það var loks á þriðja fundi sem félagið ákvað að stofna sjóð í samstarfi við hreppinn sem miða skyldi að því að koma upp bæði samkomuhúsi og barnaskóla. Upp frá þessu varð þetta umsvifamesta mál ungmennafélagsins og allt kapp var lagt á að koma því í höfn. Um hálfu ári seinna ákvað félagið að það ætlaði að leggja til 3000 krónur og vinnu til bygginganna gegn því að fá að halda þar fundi og samkomur og að fá fulltrúa í byggingarnefnd, en hún átti að sækja um styrki til ríkisins, finna byggingunum stað og undirbúa happdrætti til að auka við sjóðinn. Skólanum var valinn staður í Heydalalandi vegna þess að þar var kirkja og prestsetur, akvegur, sími, sjálfgerður leikvöllur, nærtækt efni til steypugerðar, best í sveit sett með samgöngur og ríkið átti landið sem fengist því með góðum kjörum, auk þess sem Heydalir eru miðsvæðis og ná þannig því markmiði ungmennafélagsins að sameina sveitina. Skólabyggingarsjóður var stofnaður og kom árvisst framlag í hann frá

Breiðdalshreppi. Byggingin barnaskóla var þó lögð til hliðar í bili og ekki er ólíklegt að hreppurinn hafi einfaldlega ekki haft efni á að reisa báðar byggingarnar samtímis. Á teikningum var ávallt gert ráð fyrir að þær yrðu reistar hlið við hlið, þó það yrði sitt í hvoru lagi. Snemma árs 1943 taldi hreppsnefndin þó að frekar ætti að bæta gamla samkomuhúsið sem var orðið úr sér gengið, sem bendir til þess að hún telji sig ekki hafa haft fjárhagslegt bolmagn til að ráða við nýbyggingu. Þetta tók ungmennafélagið þó ekki í mál og náði að sannfæra hreppinn um að sigla málinu í höfn. Ungmennafélagsmenn unnu að húsbyggingunni í sjálfboðavinnu og m.a. unnu knattspyrnustrákar í mánuð að húsinu og æfðu knattspyrnu á kvöldin og gistu þá á grasbala við húsið. Samkomuhúsið var svo tekið formlega í notkun þann 25. ágúst 1946 þótt það væri hvergi nærri fullklárað. Kostnaður við bygginguna varð 266.662,80 krónur, og ungmennafélagið átti ávallt helming í húsinu á móti hreppnum, þrátt fyrir að framlag þess væri aðeins 3000 krónur, ásamt vinnuloforðum. Húsinu var ætlað stórt hlutverk eins og fram kom í vígsluræðu hreppstjóra, en hlutverk þess varð þó minna í menningarlífi sveitarinnar en menn ætluðu. Það varð baggi á sveitarfélaginu alla tíð og eins þótt skólahúsið væri tekið í notkun við hlið þess árið 1958. Félagslegt hlutverk hússins var þó nokkurt, enda fóru allar samkomur, s.s. þorrablót, fundir og fleira fram í húsinu og gera enn þótt það sé nú orðið hluti af Hótel Staðarborg.

Bitist um bindindi Annað mál á dagskrá félagsins voru bindindismál. Þau höfðu verið ofarlega

á baugi í ungmennafélagshreyfingunni frá stofnun hennar árið 1907 og átök höfðu gjarnan verið í félögum um hversu strangt skyldi hafa bindindið. Í stefnuskrá Hrafnkels Freysgoða var orðalagið sem viðkom bindindi nokkuð strangt en þó fannst sumum að ekki væri farið eftir því. Tveir menn vildu ganga lengst í bindindisátt, þeir Helgi Hóseasson og maður sem skrifaði greinar um bindindi undir dulnefninu Jökull. Helgi vildi að allir héldu sig frá áfengi og taldi samkomur eyðilagðar vegna drykkjuskapar. Þáttaskil urðu svo í umræðum um bindindi innan félagsins þegar sú ákvörðun var tekin sumarið 1938 að selja tóbak á samkomu. Hart var deilt á stjórnina vegna þessarar ákvörðunar og Helgi gekk svo langt að kalla alla þá sem notuðu áfengi morðingja og þá er aðstoðuðu þá meðreiðarsveina fíknarinnar. Með sígarettusölunni væri verið að velta blóðpeningum og stefnuskránni stungið undir stól. Jökull var hófsamari í orðavali en fetaði þó svipaða slóð í gagnrýni sinni. Þetta varð til þess að bindindisumræða vaknaði innan félagsins og lögðu þeir félagar fram tillögu seint á árinu 1939 um að banna alfarið drykkju og reykingar á samkomum og fundum félagsins. Tillagan var samþykkt en þó virðist sem ekki hafi verið farið eftir henni því drykkju var aldrei útrýmt af samkomum félagsins og þann 14. júlí 1940 sagði Helgi Hóseasson sig úr því félagi, sem hann kallaði síðar mannfélag með fyrirlitningartón. Eftir þetta minnkaði umræða um bindindismál innan ungmennafélagsins enda voru flestir hlynntir hófsamari stefnu en Helgi. Einnig voru fjárhagslegir hagsmunir að veði, færri myndu koma á samkomur þar sem drykkja væri bönnuð og eins græddi félagið á sölu sígaretta. Enn annað af markmiðum félagsins var að þjálfa félaga í ræðu og riti. Til að ná því voru ekki aðeins haldnir fundir þar sem menn gátu tekið til máls heldur hóf félagið útgáfu handskrifaðs blaðs sem gekk um sveitina í þremur eintökum, þrjú tölublöð á vetri hverjum. Í blaðinu sem fékk nafnið Sindri birtust margs konar greinar, m.a. um fólksflutning úr sveitum, togstreitu milli sveitar og þorps, menntamál, skóla- og samkomuhússmálin og deilur um bindindismál. Einnig voru skemmtisögur og fróðleikur á síðum blaðsins. Það sem varð þó því miður áberandi innan blaðsins voru greinar frá ritstjóra um að fleiri þyrftu að skrifa í blaðið, það verk lenti á of fáum. Blaðið gekk til ársins 1945, og þegar fór að draga að endalokum þess var það nánast alfarið á herðum eins manns að skrifa blaðið. Það gekk ekki til lengdar og því var útgáfunni hætt. Formaður félagsins, Pétur Sigurðsson, ætlaði blaðinu að sýna þær andlegu

Hlauparar úr friðarhlaupinu komu við á Sumarhátíðinni og fengu unga austfirska hlaupara í lið með sér.

Mynd: Guðjón Sveinsson

Page 14: Snæfell 2009

14 SNÆFELL

hræringar sem væru innan sveitar á þessum tíma. Það tókst að einhverju leyti en helsta afrek blaðsins var að á síðum þess vaknaði sú hugmynd að rita byggðasögu. Margar greinar voru um örnefni og fleira tengt sögu sveitarinnar á síðum Sindra og varð það til þess að ritið Breiðdæla: drög til sögu Breiðdals kom út árið 1948 og var það mikið stórvirki á þessum tíma. Bókin hefur m.a. að geyma greinar um lífshætti á 19. öld, þjóðsögur og margt fleira.

Á ritvöllum og öðrum völlumÍþróttir gegndu einnig töluverðu hlutverki eins og gengur og gerist í slíkum félögum. Frá stofnun var fótbolti ein helsta greinin innan félagsins, en um 1940 fóru frjálsar íþróttir að ryðja sér til rúms. Fjölbreytnin varð þó ekki teljandi fyrr en upp úr 1980 þegar fleiri greinar voru iðkaðar í meiri mæli en áður. Knattspyrnan hafði þó haldið starfi félagsins uppi um árabil og á 7. áratugnum varð einum stjórnarmanni félagsins það að orði að hún væri það sem héldi starfinu gangandi. Þannig var það á þessum árum, enda barðist félagið þá við það að fáir íbúar voru í sveitinni á kjöraldri ungmennafélagshreyfingarinnar. Það sem hafði mest áhrif á stöðu íþróttamála innan félagsins var það sem sagt var í upphafi að ungmennafélög væru mest í sveitum og íþróttafélög í þéttbýlinu. Eftir 1950 fór íbúum í þorpinu að fjölga ört á kostnað sveitinnar og það varð til þess að félagið varð nær einungis íþróttafélag. Samhjálp var gríðarlega sterk innan félagsins, en það sinnti t.d. heyskap fyrir bændur sem voru frá vegna veikinda auk þess sem félagar áttu að skila af sér ákveðnum fjölda vinnustunda. Félagið reyndi að starfrækja kartöflugarð en þar sem félagarnir komu ekki til að setja niður í hann og taka upp úr honum varð ávinningur af honum enginn. Félagið gekk í Skógræktarfélag Austurlands árið 1939 en vann þó lítið að skógrækt. Það átti að

planta í reitinn í kringum barnaskólann en vegna þess hve bygging hans dróst tók Skógræktarfélag Breiðdæla, sem stofnað var árið 1950, við því verki. Félagið var stofnað á baráttuárum fyrir sjálfstæði Íslands og sú barátta átti mikil ítök í ungmennafélagshreyfingunni.

Umræða um sjálfstæðismál var einhver innan félagsins en ekki mjög áberandi. Það sem félagið erfði þó frá þjóðernisástinni var að 17. júní 1944 hélt það samkomu til að fagna sjálfstæði landsins og varð það að föstum lið uppfrá því.

Ég hafði sem ungur maður, og hef enn, mikinn áhuga á knattspyrnu. Sumarið 1945 var ákveðið að halda þriðja knattspyrnumót Austurlands

og skyldi það haldið á Eiðum 15. og 16. september. Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði í Breiðdal ákvað snemma um sumarið að taka þátt í mótinu og réði félagið Björn Magnússon frá Rangá sem þjálfara í einn mánuð. Þetta sumar var verið að byggja félagsheimilið í Staðarborg í Breiðdal. Strákarnir í ungmennafélaginu voru búnir að lofa gjafadagsverkum í einn mánuð hver en reyna átti að steypa útveggina upp á einum mánuði. Við stilltum hlutunum þannig upp að knattspyrnuþjálfarinn kæmi sama mánuðinn og knattspyrnustrákarnir bjuggu í tjöldum í Staðarborg(...)

Ég var formaður íþróttanefndar ungmennafélagsins þannig að undirbúningurinn fyrir mótið mæddi mest á mér. Ég hafði mikinn metnað til að reyna að sjá til þess að knattspyrnuliðið okkar færi ekki í neina sneypuför á mótið. Til að kanna hvar við stæðum var ákveðið að bjóða knattspyrnuliði Vals frá Reyðarfirði að koma og etja kappi við okkur á Staðarborgarvelli tiltekinn sunnudag þá um sumarið. Laugardagskvöldið fyrir leikinn komu Reyðfirðingarnir og gistu þeir á nokkrum bæjum í sveitinni, hjá liðsmönnum UMF Hrafnkels. Þetta var mjög skynsamlegt því að með þessu móti komu bæði liðin úthvíld til leiks. Að leiknum loknum átti að halda mikla matarveislu og síðan dansleik á eftir. Leikurinn fór svo að við unnum hann 5–0.

Að leik loknum buðum við Reyðfirðingum að gera svo vel og þiggja veisluna, en þá þegar hafði gripið um sig mikill æsingur í liði Vals. Eftir nokkra stund kom fyrirliði Vals, Hallur Sigurbjörnsson, til okkar og tilkynnti að þeir væru á heimleið enda gætu þeir borðað sinn mat á Reyðafirði eins og venjulega. Þegar hann hafði sagt þetta komu hinir strákarnir úr Valsliðinu í hóp þar að og hundskömmuðu Hall fyrir tiltækið. Bróðir Halls, sem jafnframt var besti leikmaður Valsliðsins, ávítaði hann og sagði m.a. að þeir sem ekki þyldu að tapa ættu ekki að koma nálægt íþróttum. Hann bætti við að heimamenn hefðu komið drengilega fram í leiknum og þeir væru einfaldlega með miklu betra lið en Valur. Þá tók Hallur viðbragð og hljóp að rútunni og setti hana í gang. Hann kallaði síðan til sinna manna að þeir skyldu koma með sér ef þeir ætluðu aftur til Reyðarfjarðar. Bróðir hans bað okkur afsökunar á framkomu liðsins áður en hann hljóp á eftir bílnum.

Úr bókinni Gamlar minningar og ljóðeftir Sigurð Lárusson frá Gilsá bls. 33-34.

Hrafnkell leikur við Einherja

á Staðarborgarvelli.

Mynd: Guðjón Sveinsson.

Page 15: Snæfell 2009

SNÆFELL 15

Sendum viðskiptavinum og öllum Austfirðingum bestu jóla- og nýárskveðjur

með þökkum fyrir viðskiptin síðastliðin 20 ár.

20 áraStofnað 4. júlí 1989

Hér

aðsp

rent

Sími 471 2013 · www.rafey.is

Óskum Austfirðingum

nær og fjær gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs.

Óskum austfirðingum gleðilegra jóla og

farsældar á nýju ári.Þökkum viðskiptin á

liðnum árum.Óskum Seyðfirðingum og Austfirðingum

öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á árinu.Seyðisfjarðarkaupstaður

Hér

aðsp

rent

Óskum Austfirðingum

öllum gleðilegra

jóla og gleðilegs nýs árs.

Þökkum frábærar viðtökur

á árinu sem er að líða.

Page 16: Snæfell 2009

16 SNÆFELL

Sex aðildarfélög nýttu sér þjónustu farandþjálfara sem UÍA bauð upp á í sumar. Aðalmarkmiðið var að auka áhuga á frjálsum íþróttum og undirbúa þátttakendur fyrir Sumarhátíð Uía og Unglingalandsmót UMFÍ.

Félögin sex voru UMFB, Einherji, Huginn Seyðisfirði, Nesti, Valur og Súlan. Þjálfari UÍA, Ólafur Sigfús Björnsson, heimsótti hvern stað vikulega. Annar þjálfari af heimaslóðum var á móti honum, bæði til aðstoðar og til að sjá um fleiri æfingar í vikunni. Þátttakendur voru frá fimm og upp í þrjátíu. Þjálfarinn greip einnig í knattspyrnuþjálfun.„Þjálfunin gekk vel og tóku fjölmörg börn þátt í Sumarhátíðinni sem heppnaðist vel,“ segir Ólafur um þjálfun sumarsins. „Frábær árangur náðist í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu. Það fer fram á Egilsstöðum sumarið 2011 og næstu ár fara í undirbúning fyrir það.

Frjálsíþróttastarf á félagssvæði UÍA verður vonandi komið í nýjar hæðir fyrir

mótið svo árangur sambandsins verði hinn glæsilegasti eins og mótið sjálft.“

Tæplega einni milljón króna var úthlutað úr afrekssjóðnum Spretti til þrettán aðila fyrir skemmstu.Úthlutað er afreksstyrkjum, iðkendastyrkjum, þjálfarastyrkjum og félagastyrkjum. Bjarni Jens Kristinsson, skákmaður frá Hallormsstað og Helga Kristín Gunnarsdótir, blakkona úr Neskaupstað, fengu hæstu einstaklingsstyrkina, 100 þúsund krónur hvort.Alcoa og UÍA endurnýjuðu í sumar samstarfssamning sinn um sjóðinn, sem áður var starfræktur árin 2005-7. Hann er nú einkum ætlaður til að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði (e.

excellence) að leiðarljósi. Alcoa Fjarðaál fjármagnar sjóðinn en UÍA hefur umsjón með honum. Aðilar skipa sameiginlega úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjóðnum.

Stefnt er að því að í framtíðinni verði úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári en 2009 var aðeins úthlutað einu sinni. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn eru á www.uia.is.

Þjálfari á faraldsfæti

Tæpri milljón úthlutað úr Spretti

Upprennandi íþróttamenn á Vopnafirði á æfingu.

Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA og Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri mannauðsmála, undirrituðu nýjan samning um Sprett á Sumar-hátið UÍA.

Styrkþegar Spretts 2009AfreksstyrkirBjarni Jens Kristinsson Skák Fljótsdalshérað 100.000Helena Kristín Gunnarsdóttir Blak Neskaupstaður 100.000

IðkendastyrkirBjartur Jóhannsson Skíði Neskaupstaður 50.000Daði Fannar Sverrisson Frjálsar Fljótsdalshérað 50.000Einar Bjarni Helgason Golf Fljótsdalshérað 50.000Hjalti Þórarinn Ásmundsson Glíma Reyðarfjörður 50.000Ingimar Guðjón Harðarson Knattspyrna Fáskrúðsfjörður 50.000Lilja Tekla Jóhannsdóttir Skíði Neskaupstaður 50.000

ÞjálfarastyrkirFimleikadeild Hattar Fimlekar Fljótsdalshérað 100.000Karen Ragnarsdóttir Skíði Eskifjörður 35.000Lovísa Hreinsdóttir Frjálsar Fljótsdalshérað 65.000

FélagsstyrkirHestamannafélagið Blær Hestaíþróttir Neskaupstaður 100.000Ungmennafélagið Valur Frjálsar Reyðarfjörður 100.000

Samtals veittir styrkir: Kr. 900.000

Page 17: Snæfell 2009

SNÆFELL 17

Hér

aðsp

ren

t

Sendum starfsfólki okkar

og viðskiptavinum bestu óskir

um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum viðskiptin á liðnu ári.

Page 18: Snæfell 2009

18 SNÆFELL

Helgi Sigurðsson, fyrrverandi formaður Hattar, var kjörinn í aðalstjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á íþróttaþingi sem haldið var í Reykjavík í apríl. Fjórir fulltrúar sátu þingið fyrir hönd UÍA.Á þinginu var ríki og sveitarfélögum þakkað fyrir góða uppbyggingu íþróttamannvirkja og stuðning við íþróttafélög um land allt en jafnframt óskað eftir áframhaldandi stuðningi við málaflokkinn. Rætt var um ýmis hagsmunamál hreyfingarinnar svo sem ferðasjóð, afreksíþróttamannasjóð, rannsóknarmiðstöð fyrir íþróttir, endurskipulagningu íþróttahreyfingarinnar og siðareglur hennar. Formaður UÍA, Elín Rán Björnsdóttir, á einmitt sæti í nefnd um endurskipulagningu hreyfingarinnar og mótun siðareglna.

Fulltrúar á sextugasta sambandsþingi UÍA, sem haldið var á Seyðisfirði í maí, samþykktu og tóku þátt í að semja ný lög sambandsins. Unnið hefur verið að breytingum á þeim síðan ný stjórn sambandsins var kjörin sumarið 2008.

Helstu breytingarnar á lögunum eru um skipan greinarráða, um kjör til stjórnar og ákvæði um að setja megi aðildarfélag á lista yfir óvirk félög skili þau ekki starfsskýrslum.Fjögur ný félög voru tekin inn í sambandið: Knattspyrnufélagið Spyrnir, Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar, Skíðafélagið Stafdal og Golfklúbbur Vopnafjarðar. Jón Ingi Arngrímsson var sæmdur starfsmerki Ungmennafélags Íslands fyrir áratuga fórnfúst starf í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar. Á þinginu gekk hann úr varastjórn en hann kom inn í hana í fyrra.Tvær seyðfirskar forystukonur voru sæmdar starfsmerki UÍA á þinginu, þær

Margrét Vera Knútsdóttir og Unnur Óskarsdóttir. Margrét Vera varð formaður Hugins árið 2008 en hefur lengi unnið fyrir félagið. Unnur er formaður Viljans og hefur um áraraðir unnið ötult starf í þágu félagsins og íþrótta fatlaðra í fjórðungnum.Á þingið mættu tuttugu fulltrúar frá tólf aðildarfélögum. Þeir þökkuðu sveitarfélögum

á svæðinu þann stuðning sem þau hafa veitt sambandinu í gegnum árin og hvöttu þau til að sameinast um að styrkja starfsemi sambandsins með reglubundnum hætti til frambúðar og á jafnréttisgrundvelli.Einnig voru samþykktar tillögur um lottó og getraunir, upplýsingaskyldu aðildarfélaga gagnvart UÍA, mótaskrá UÍA og ályktun þar sem skorað er á ríkið að styðja við héraðssamböndin líkt og gert hefur verið með sérsambönd ÍSÍ.

Ný lög samþykkt á sambandsþingi

Unnur Óskarsdóttir og Margrét Vera Knútsdóttir, sem fengu starfsmerki UÍA, ásamt formanni UÍA, Elínu Rán

Björnsdóttur.

Stjórn UÍA, kjörin á Sambandsþingi 2009Elín Rán Björnsdóttir, formaðurGunnar Gunnarsson, ritariGunnar Jónsson, gjaldkeriBerglind Agnarsdóttir, meðstjórnandiJónas Þór Jóhannsson, meðstjórnandiBöðvar Bjarnason, varamaðurBjörn Heiðar Sigurbjörnsson, varamaðurSteinn Jónasson, varamaður

Helgi í stjórn ÍSÍ

Þingfulltrúar UÍA. Elín Rán Björnsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson.

Page 19: Snæfell 2009

SNÆFELL 19

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

OLLINN söluskáli Bíla og Vélaverkstæði.Vöruafgreiðsla - Skoðunarstöð - Olíuafgreiðsla

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

Kaupvangi 5 700 Egilsstaðir S: 471 1551

Starfsfólk Miðáss ehf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Óskum starfsmönnum, viðskiptavinum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Óskum Fáskrúðsfirðingum og Austfirðingum ökkum gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs.

Page 20: Snæfell 2009

20 SNÆFELL

Bjarni Jens Kristinsson er átján ára skákmaður frá Hallormsstað. Hann var annar tveggja sem hlutu afreksstyrk úr styrktarsjóðnum Spretti, sem Alcoa Fjarðaál og UÍA standa að. Bjarni er í námi í Reykjavík en æfir í gegnum netið undir handleiðslu þjálfarans sem býr á Patreksfirði.

Bjarni var einn fjögurra Íslendinga sem tók þátt í heimsmeistaramóti unglinga í skák sem fram fór í Tyrklandi í nóvember. Hann fékk flesta vinninga af Íslendingunum, 5/11 mögulegum, en hann keppti í flokki 18 ára sem var elsti flokkurinn á mótinu. Hann var einnig í sigursveit Menntaskólans í Reykjavík sem varð Norðurlandameistari framhaldsskóla í haust. „Það má segja að styrkurinn úr Spretti hafi komið mér til Tyrklands. Við þurftum sjálf að borga stóran hluta ferðarinnar, sem var tvær vikur. Ég lít líka á styrkinn sem hrós og það er gaman að vita að aðrir taki eftir því sem maður er að gera.“

Bjarni er í einkatímum hjá Íslands- meistaranum Henrik Danielssen. „Æfingarnar með honum eru 90 mínútur. Þær eru erfiðar og stundum er ég kominn með hausverk að þeim loknum,“ segir Bjarni. „Við erum í talsambandi í gegnum Skype og síðan er skákforrit uppi þar sem hann getur sýnt mér skákirnar. Það

er samt alltaf verra að geta ekki horft á þjálfarann augliti til auglitis.“

Bjarni æfir sig daglega á ýmsan hátt. „Það má segja að æfingarnar séu þríþættar. Í fyrsta lagi er það skákhlutinn. Ég æfi mig daglega, bæði tefli ég og les skákþrautir með morgunmatnum. Í öðru lagi eru það líkamlegar æfingar. Skákmenn verða að vera í góðu líkamlegu formi. Kappskákir taka 3-5 tíma og það er erfitt að sitja svo lengi og halda einbeitingunni ef maður er ekki í góðu formi líkamlega. Ég hleyp oft og spila fótbolta.Í þriðja lagi eru það svo andlegar æfingar. Þær snúast um að byggja upp sjálfstraust og efla hugann. Það má ekki koma fyrir að maður hugsi: „Ég get þetta ekki.“ Við þjálfum okkur fyrir sérstakar aðstæður og þegar maður lendir í þeim hjálpar andlega þjálfunin án þess að maður taki eftir því.“

Helena Kristín Gunnarssdóttir er 17 ára blakkona úr Neskaupstað. Hún var annar tveggja íþróttamanna sem nýverið fengu afreksstyrki úr Spretti, styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls og UÍA. Hún afrekaði meðal annars að spila með þremur landsliðum á árinu og var valin efnilegasti blakmaður seinustu leiktíðar.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir? Þegar ég var 6 ára fór ég að æfa skíði og síðan byrjaði ég fljótlega í fótbolta.

Manstu eftir fyrstu æfingunni þinni? Nei, ekki neitt..

Hvaða íþróttir hefurðu stundað? Ég æfði skíði í 1 ár og fótbolta í 2 ár. Síðan byrjaði ég í blaki 10 ára og hef verið í því síðan.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum? Árið 2008 var ég í Þróttarliðinu sem vann þrefalt. Við urðum Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Í ár urðum við síðan í 2. sæti í öllum þessum keppnum. Ég var kosin efnilegasti leikmaður fyrstu deildar kvenna og síðan spilaði ég í ár með U-17 ára, U-19 ára og A-landsliðinu.

Hverjum eða hverju viltu þakka árangur þinn? Fyrst og fremst þjálfurunum mínum þeim Apostolov og Miglenu. Þau eru svo þolinmóð og æðisleg.

Hvaða markmið hefurðu sett þér fyrir framtíðina? Það væri gaman að geta spilað erlendis, til dæmis á Norðurlöndunum, Noregi eða Danmörku. Síðan er það bara að bæta sig í greininni.

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttunum? Þau Miglena og Apostolov eru mér miklar fyrirmyndir og líka Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir sem spilaði blak með Þrótti en spilar núna í Noregi. Einnig eru ýmsir fjölskyldumeðlimir mér góðar fyrirmyndir.

Hvert er uppáhalds íþróttaliðið þitt? Þróttur Nes. - að sjálfsögðu og Ísland.

Hvað er eftirminnilegast á árinu? Það var að vera kosin efnilegust á lokahófi Blaksambandsins. Ég bjóst svo innilega ekki við því. Þá var líka frábært að ná öðru sæti í öllum mótum. Við erum með svo ungt lið, ég er þriðji elsti leikmaðurinn. Það var líka gaman að fara með A-landsliðinu á Smáþjóðaleikana á Kýpur í júní þó ég spilaði ekki mjög mikið þar.

Hvað er næsta verkefni í íþróttunum? Norðurlandamót U-17 ára landsliða í Danmörku. Ég kem heim á aðfangadag.

Hvað er skemmtilegast við íþróttir? Hreyfingin og félagsskapurinn. Blak er bara frábært á allan hátt.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig? Styrkurinn hjálpar mér að taka þátt í fleiri verkefnum. Ég hef tekið þátt í þremur landsliðsverkefnum í ár og þetta kostar mikla peninga. Fjölskyldan hefur stutt mig og án hennar hefði ég alls ekki getað þetta. Styrkurinn gerir að verkum að ég þarf kannski ekki að leita jafn mikið til þeirra alveg á næstunni.

Afreksmaður – Bjarni Jens KristinssonLes skákþrautir yfir morgunmatnum

Afreksmaður – Helena Kristín Gunnarsdóttir

Bjarni Jens leiddi skáksveit UÍA á Landsmótinu á

Akureyri í sumar.

Helena Kristín í leik gegn HK í úrslitum Íslands-

meistaramótsins í vor.

Page 21: Snæfell 2009

SNÆFELL 21

Um fjörutíu keppendur frá UÍA kepptu á unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Nokkrir unglingalandsmótsmeistarar komu úr röðum sambandsins og glímufólk stóð sig sérstaklega vel.

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson varð glímumeistari í flokki 15-16 ára stráka og bróðir hans, Hjalti Þórarinn Ásmundsson, í flokki 17-18 ára stráka. Hekla María Samúelsdóttir varð glímumeistari í flokki 13-14 ára stelpna. Höttur(UÍA)/KR varð meistari í körfubolta í flokki 13-14 ára stráka en frá UÍA voru þeir Andrés Kristleifsson, Hörður Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson. Í sundi urðu „Útrásarvíkingarnir“ landsmótsmeistarar

í 4x50 metra boðsundi. Þar á meðal synti Einar Bjarni Hermannsson, UÍA. Mikael Máni Freysson varð unglingalandsmótsmeistari í 600m hlaupi 11 ára stráka og Daði Fannar Sverrison í kúluvarpi 13 ára pilta.

Úrslit allra UÍA keppendanna má finna á www.uia.is

Ríflega fimmtíu keppendur á vegum UÍA tóku þátt í Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem haldið var á Akureyri aðra helgina í júlí í sumar. Keppendurnir kepptu í knattspyrnu, körfuknattleik, frjálsum íþróttum, starfsíþróttum, blaki, glímu, bridds, skotíþróttum og skák. Þá mættu þátttakendur í boccia og maraþoni og eldri borgarar úr Neskaupstað sýndu dans. Landsmótið var hið 26. í röðinni en fyrsta mótið var haldið á Akureyri árið 1909.

Líflegt á landsmóti

Keppnislið UÍA gengur inn á völlinn.

Körfuknattleikslið UÍA var að mestu skipað núverandi og fyrrverandi leikmönnum

Hattar Pálmi Kristmannsson og Magnús Ásgrímsson einbeittir við briddsborðið.

Unglingalandsmót 2009

Þrír glímumeistarar frá UÍA

Á verðlaunapalli í 5x80 metra boðhlaupi 11-12 ára. Einar Þrastarson, Atli Geir

Sverrisson, Atli Pálmar Snorrason, Hörður Kristleifsson, Mikael Máni Freysson.

Tvær stelpur úr kvennaliði UÍA

í körfuknattleik sækja að leik-

manni Tindastóls.

Page 22: Snæfell 2009

22 SNÆFELL

Endurskoðun og reikningsskil

Fjárhagsleg endurskipulagning

Skattamál

© 2009 KPMG hf., íslenski a›ilinn a› KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. Öll réttindi áskilin.

Austurvegur 20, 730 Reyðarfirði, s. 470 6500 Fagradalsbraut 11, 700 Egilsstöðum, s. 470 6500

Gullberg

50 áraGULLBERG EHF

Page 23: Snæfell 2009

SNÆFELL 23

Varðveitum sögu ungmenna- og íþróttafélaganna

Saga ungmenna- og íþróttafélaga á Íslandi er orðin bæði löng og merk. Félögin hafa haft mótandi áhrif á félags- og menningarlíf í landinu í rúma öld og munu gera áfram um ókomna tíð. Þó starfsemi félaganna sé víða með miklum blóma og framtíðin björt er eftir sem áður mikilvægt að huga að fortíðinni og gæta þess að saga og starf félaganna varðveitist en falli ekki í gleymsku. Saga félaganna er ekki síst geymd í skjölum þeirra sem oft eru dreifð og jafnvel varðveitt við óheppilegar aðstæður.

Í júní sl. var hleypt af stað sameiginlegu átaki UÍA og Héraðsskjalasafns Austfirðinga um söfnun og varðveislu skjala ungmenna- og íþróttafélaga á starfssvæði UÍA. Í bréfi sem sent var formönnum félaganna var hvatt til þess að félögin afhendi þau skjöl sem ekki eru lengur í reglulegri notkun til Héraðsskjalasafns Austfirðinga í því skyni að skjölin varðveitist á öruggum stað og verði aðgengileg áhugasömum um ókomin ár. Því miður eru þess dæmi hér á landi að skjalasöfn félaga hafi farið forgörðum að verulegu eða jafnvel öllu

leyti. Þegar slíkur skaði er skeður verður hann ekki bættur.

Í Héraðsskjalasafninu eru skjöl varðveitt í geymslum sem hlotið hafa viðurkenningu Þjóðskjalasafns um góð varðveisluskilyrði. Þar er einnig gott aðgengi að skjölunum. Skil á skjölum ungmenna- og íþróttafélaga hafa nú þegar ýtt undir að saga þeirra sé skrifuð og starfi félagsins þannig haldið á lofti. Nýlega var skrifuð BA-ritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands um starfsemi eins af ungmennafélögunum hér á Austurlandi og studdist höfundur þeirrar ritgerðar mjög mikið við skjalasafn félagsins, en það er varðveitt í Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

Starfsfólk Héraðsskjalasafns Austfirðinga veitir ráðgjöf varðandi frágang og

afhendingu skjala. Margvíslegt efni getur tilheyrt skjalasafni ungmenna- og íþróttafélaga. Fundargerðabækurnar eru jafnan þau gögn sem gleggsta mynd gefa af starfseminni í gegnum tíðina. Önnur mikilvæg gögn eru bréfasöfn, ljósmyndir og félagatöl, en fleiri gögn geta einnig verið mikilvæg fyrir sögu félags. Gögn á rafrænu formi, eins og félagatöl í Excel eða tölvubréf, þarf að prenta út til afhendingar.

Við hvetjum forsvarsmenn ungmenna- og íþróttafélaga á Austurlandi til að huga að skjölum sinna félaga og skila til Héraðsskjalasafnsins því sem ekki er í reglulegri notkun. Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á netfangið [email protected] eða hringja í síma 471 1417.

Stefán Bogi Sveinssonframkvæmdastjóri UÍA

Hrafnkell Lárussonforstöðumaður Héraðsskjalasafns

Austfirðinga

Þekkingarnet Austurlands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hafa gert með sér samstarfssamning fram á vor. Samningurinn felur það í sér að UÍA undirbýr og heldur námskeið sem tengjast félagsstarfi á vorönn 2010. UÍA hefur á árinu markvisst byggt upp félagsmálafræðslu sína og haldið námskeið víða um fjórðunginn. Þar með var þeirri vinnu sem hleypt var af stokkunum með félagsmálaskóla UÍA seinasta vetur haldið áfram. Námskeið UÍA verða hluti af víðari fræðslu Þekkingarnetsins sem einkum er ætluð atvinnulausum.

„Það er okkur mikils virði að fá að vinna með Þekkingarnetinu. Það er ákveðin viðurkenning á þeirri vinnu sem við höfum staðið fyrir og vonandi verður framhald á samstarfi þessara aðila,“ sagði Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA.

„Okkur finnst mikilvægt að geta nýtt okkur þá þekkingu, reynslu og tengsl sem ungmennahreyfingin á Austurlandi býr yfir. Við hlökkum til samvinnunnar

og vonum að þetta sé aðeins upphafið að einhverju enn meira,“ sagði Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnetsins.

UÍA og ÞNA vinna saman að félagsmálafræðslu

Elín Rán Björnsdóttir og Stefanía G. Kristinssdóttir undirrita samkomulagið.

Page 24: Snæfell 2009

24 SNÆFELL

Síðastliðið ár hefur verið viðburðaríkt í sundíþróttinni en haldin voru 3 sundmót eftir nýjum reglum sundráðs. Í júlí var hefðbundið sundmót haldið í tengslum við sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum, í september var meistaramót á Eskifirði og nú síðast í nóvember var bikarmót á Djúpavogi.

Sundmót ársins gengu vel fyrir sig og var almennt góð þátttaka frá öllum sunddeildum á Austurlandi. Sunddeild Neista á Djúpavogi vann alla stigabikara liða á þessum mótum með nokkrum yfirburðum og bar af hvað varðar styrk deildanna heilt yfir. Skemmtilegt var að sjá hvað sú sunddeild náði langt með einbeitni og jöfnum árangri keppenda. Á bikarmeistaramóti skiptust afreksverðlaun á milli aðila þannig að sunddeild Leiknis varð stigahæsta kvennaliðið en stigahæsta karlaliðið varð Neisti. Þá voru einstaklingum veitt afreksverðlaun í aldursflokkum karla og kvenna á sundmóti sumarhátíðar og meistaramótinu.

Mótin mikilvæg fyrir starfiðFrammistaða keppenda var almennt mjög góð og ríkti góður andi á mótunum. Í því sambandi skiptir miklu góð samvinna foreldra, þjálfara, dómara og annarra starfsmanna en góð mót byggjast á skipulagi og undirbúningi sem útheimtir mikla vinnu. Sundmót eru mjög mikilvægur þáttur í sundstarfinu því þau eru hvatning keppenda til að stefna að markmiðum en síðast en ekki síst eru þau skemmtun og upplifun sem börn hafa ánægju af og er hluti af því að taka þátt í íþróttinni og vera hluti af liðsheild. Á sama hátt og gefa á sem flestum kost á að vera með á sínum forsendum er mjög mikilvægt að byggja upp metnað þeirra aðila sem vilja ná árangri og setja markið hátt.

Mótahald í fastari skorðurÍ kjölfar endurskoðunar á lögum UÍA var ráðist í að gera frá grunni nýjar starfsreglur fyrir sundráð UÍA. Með tilkomu þessara reglna var hlutverk sundráðsins skipulagt frá grunni, sem og samskipti þess við sunddeildir félaganna. Sundráðið hefur nú mjög skýrt hlutverk sem samhæfingarafl sunddeildanna og er orðið tengdara starfsemi UÍA, sem hefur eflst síðustu tvö ár, og er mikilvægur stuðningur við íþróttagreinar eins og sundið. Í sundráði eru fulltrúar frá öllum sunddeildum og vinnur það

að hagsmunamálum greinarinnar í fjórðungnum. Mótahald er skipulagt sameiginlega af ráðinu og eru þegar 4 mót fastákveðin á hverju ári. Þá er öll umgjörð mótanna, keppnisgreinar, starfsmannahald og skipulag ákveðið í reglunum. Sundráðið tilnefnir mótastjórn sem annast framkvæmd mótanna og skipar starfsmenn sem koma frá öllum félögum. Félögin halda skrá yfir starfsmenn sem þeim ber að leggja til á mótum, en þeir eru flestir úr röðum foreldra. Sundmót eru krefjandi og skipulag þeirra og gæði byggja að öllu leyti á aðkomu sjálfboðaliða. Sundmót voru orðin óreglubundin og fá og stafaði það af því fyrirkomulagi að hver deild fyrir sig sá um ákveðið mót sem gerði það að verkum að minni deildum reyndist erfitt að manna allar stöður á mótum. Með sameiginlegu átaki hefur þessu hlutverki verið dreift á allar deildir, óháð því hvar mót eru haldin, og hefur það skilað árangri þannig að betur gengur að manna mót. Þá er fjárhagsleg ábyrgð mótanna hjá sundráði UÍA sem leiðir af sér að fjárhagsleg áhætta einstakra deilda af mótahaldi er ekki lengur til staðar.

Bikarmótið einstaktÍ öllum tilfellum er um að ræða aldursflokkamót yngri en 18 ára en á sumarhátíðarmóti er keppt í garpagreinum. Mótin eru lögð upp með

mismunandi hætti en bikarmótið sker sig úr hvað varðar verðlaun. Þar er fyrst og fremst horft á árangur liða og keppt um titilinn bikarmeistari Austurlands og síðan stigahæstu lið karla og kvenna, en önnur verðlaun eru ekki veitt. Í því móti gildir þannig árangur heildarinnar fremur en hvers einstaklings. Reynt er að jafna

keppni með takmörkun þáttakenda þannig að minni lið eigi möguleika á að vinna til stiga. Hin mótin þrjú byggja meira á árangri einstaklinga en að auki er á tveimur mótanna, sumarhátíðarmóti og meistaramóti, keppt um stigabikar liða og afreksverðlaun einstaklinga innan aldursflokka.Að lokum eru bestu þakkir færðar samstarfsaðilum og öllum þeim sem komið hafa að stundstarfinu liðin misseri með von um áframhaldandi uppbyggingu sundstarfisins á komandi árum.

JólakveðjurGunnar Jónsson, formaður sundráðs UÍA

Sundstarf á Austurlandi

Vel heppnuð mót eftir nýjum reglum

Bjarni Tristan Vilbergsson, sundmaður úr Neista, stóð sig feikivel í ár og vann afreksverðlaun bæði á Sumarhátíð og meistaramóti.

Afreksverðlaunahafar 2009Sumarhátíð UÍANafn Félag Ald. StigBjarni Tristan Vilbergsson Neista 11 - 12 24Jensína Martha Ingvarsdóttir Austra 11 - 12 24Einar Bjarni Hermannsson Hetti 13 - 14 30Freydís Guðnadóttir Leikni 13 - 14 24María Björk Ríkharðsdóttir Austra 15 - 17 36

Meistaramót UÍA Nafn Félag Ald. StigBjarni Tristan Vilbergsson Neista 11 - 12 60Rebekka Sól Aradóttir Leikni 11 - 12 46Einar Bjarni Hermannsson Hetti 13 - 14 66Þórunn Egilsdóttir Þrótti 13 - 14 44

Nánari upplýsingar um úrslit á sundmótunum er að finna á vef UÍA.

Page 25: Snæfell 2009

SNÆFELL 25

Neisti níræður

Allt er öldungum fært

Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi var stofnað í febrúarmánuði árið 1919 og er það í hópi elstu starfandi ungmennafélaga á Austurlandi. Í vor var haldið upp á 90 ára afmælið þess. Af því tilefni var íbúum og öðrum gestum boðið til kaffisamsætis á Hótel Framtíð. Þar var rifjuð upp saga félagsins, hengdir upp búningar og sýndir ýmsir aðrir munir sem tengjast sögu þess. Skólakór Djúpavogsskóla söng nokkur lög og ávörp fluttu meðal annarra Björn Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri og Stefán Bogi Sveinsson framkvæmdastjóri UÍA. Íþróttamaður Neista 2008 var útnefndur í hófinu, en að þessu sinni varð Gabríel Örn Björgvinsson fyrir valinu, auk þess sem fjórir aðrir íþróttamenn úr sundi og knattspyrnu fengu viðurkenningar. Þá voru þeir Andrés Skúlason og Albert Jensson heiðraðir fyrir áralangt fórnfúst starf í þágu félagsins. Kvenfélagið á Djúpavogi kom færandi hendi og færði Neista meðal annars níutíu þúsund króna styrk til eflingar yngri flokka félagsins.

Page 26: Snæfell 2009

26 SNÆFELL

Lovísa Hreinsdóttir fór til Olympíu í Grikklandi á tveggja vikna námskeið hjá Alþjóða Ólympíuakademíunni í sumar á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún kenndi dansinn Jenka með öðrum Norðurlandabúum, hlustaði á fyrirlestra og spreytti sig í geisladiskakasti.

Um miðjan júnímánuð varð ég, Lovísa, þess heiðurs aðnjótandi að fara ásamt Karli Jóhanni Garðarssyni frá Reykjavík, til Olympíu í Grikklandi á námskeið hjá Alþjóða Ólympíuakademíunni. Þar vorum við í tvær vikur í boði ÍSÍ, ásamt um 200 ungmennum á aldrinum 20-35 ára frá öllum heiminum, og upplifðum og lærðum ýmsa hluti. Við byrjuðum í Aþenu og skoðuðum þar margvíslegar fornminjar. Við skoðuðum Acropolis hæðina, fórum á Þjóðminjasafnið og enduðum á að skoða Panathenaikon stadium, sem er völlurinn sem gerður var þegar ólympíuleikunum var komið aftur á fót árið 1896. Á leið okkar til Olympíu keyrðum við í gegnum Delphi þar sem við skoðuðum forna borg á Parnassosfjalli. Ef farið var efst upp mátti sjá leikvang sem notaður var til forna. Í Olympíu er svo að finna uppruna ólympíuleikanna. Þar eru miklar fornminjar og leikvangur frá 776 fyrir Krist, sem markar upphaf alls þess sem sameinaði okkur sem vorum þarna samankomin. Einnig er þarna safn með styttum og hlutum úr Forn Olympíu.

Stíf fyrirlestradagskráFyrsta kvöldið okkar í Aþenu var haldin opnunarhátíð á Pnyx hæðinni. Þar var mættur forseti Grikklands, hinir ýmsu framámenn innan Ólympíuhreyfingarinnar tóku til máls og svo voru veittar viðukenningar fólki sem unnið hafði fyrir hreyfinguna. Eftir opnunarhátíðina var farið á Ble Azure á Alimos strönd þar sem forseti Alþjóða Ólympíusambandsins bauð upp á mat, drykk og tónlist. Þegar við komum til Olympíu var einnig haldin opnunarhátíð. Þar tók til máls herra Isidoros Kouvelos, sem er forseti Alþjóða Ólympíuakademíunnar, ásamt bæjarstjóra Forn Olympíu og fleirum. Einnig voru kynntir fyrirlesarar og leiðbeinendur. Síðan var farið að

minnismerki upphafsmanns nútíma ólympíuleikanna, Pierre de Coubertin, og lagður þar blómsveigur, en í þessu minnismerki á hjarta hans að vera geymt.Stór partur af námskeiðinu fór fram í fyrirlestrasalnum. Fyrirlestrarnir fóru ýmist fram á ensku, frönsku eða grísku og til að skilja hvað fram fór voru allir með heyrnartól sem hægt var að stilla yfir á enska, franska eða gríska þýðingu, allt eftir því hvað við átti. Í ár var aðalumfjöllunarefnið ólympismi, ásamt Ólympíuleikunum sem hátíð; mat á leikunum sem fram fóru í Bejing í fyrra og leiðin til Vancouver 2010. Fyrirlestrarnir voru átta og voru fyrirlesararnir alls staðar að úr heiminum; frá Spáni, Austurríki, Kína, Grikklandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fyrirlestrarnir voru haldnir fyrir hádegi og eftir hvern þeirra fengu þátttakendur svo tækifæri til að spyrja spurninga um efnið. Hópnum var skipt í 12 minni hópa, með um 15 manns í hverjum hóp. Við hittumst svo tvisvar á dag, eftir fyrirlestrana og aftur um miðjan dag, og ræddum um efni þeirra og annað sem leiðbeinandinn kom með. Tvisvar voru svo kynningar á því sem unnið hafði verið með í hverjum hópi.

Kynningarnar voru settar upp á ýmsan hátt. Við bjuggum t.d. til myndband, myndasýningu og sungum lag. Sem dæmi um umræðuefni í mínum hópi má nefna eftirfarandi spurningar: Haldið þið að ólympíuleikarnir geti breytt menningu þess lands eða borgar sem heldur leikana til skemmri eða lengri tíma? Hvað haldið þið að Alþjóða ólympíusambandið geti gert eða ekki gert til að bæta stöðu íþrótta? Hvað er ólympíumenntun, af hverju er hún mikilvæg og hvernig getum við skipulagt hana?

Fjölbreyttar íþróttaþrautirÍ Grikklandi fólst lærdómurinn ekki bara í því sem talað var um í fyrirlestrasalnum og því sem unnið var með í hópunum. Mesti lærdómurinn var að hitta fólk frá öðrum löndum og fræðast um það og menningu þess. Áhugavert var að heyra hvernig ólympíuhreyfingin starfar í mismunandi löndum og hvaða aðbúnað fólk hefur til æfinga og vinnu. Við eyddum miklum tíma í tröppunum fyrir framan matsalinn við spjall og leiki. Íþróttaaðstaðan í búðunum var mjög góð og samanstóð af tveimur körfuboltavöllum, tennisvöllum og blakvöllum, fótboltavelli, hlaupabraut og sundlaug. Í upphafi gátum við skráð okkur

Á námskeiði hjá Ólympíuakademíunni

Ómetanleg lífsreynsla í vöggu Ólympíuleikanna

Íslensku þátttakendurnir Karl Jóhann og Lovísa með skírteinin sín eftir lokahátíðina.

Page 27: Snæfell 2009

SNÆFELL 27

í eina hópíþrótt; fótbolta, körfubolta og blak, og eina einstaklingsíþrótt; tennis eða borðtennis. Við skráðum okkur bæði í körfubolta og Kalli skráði sig líka í tennis. Svo var skipt í lið og var sett upp mót sem stóð yfir í nokkra daga. Þess má geta að liðið hans Kalla vann körfuboltamótið og liðið mitt var í þriðja sæti. Ekki slæmt það. Vellirnir voru líka mikið notaðir fyrir utan skipulagðar keppnir, sérstaklega tennisvellirnir og blakvellirnir, enda kjörið tækifæri til að stunda íþróttir í góðra vina hópi þar sem aðalmálið er að vera með og hafa gaman af. Einn daginn var frjálsíþróttakeppni þar sem vinnuhóparnir voru saman í liði og kepptu flestir í einni grein. Keppt var í sjómanni, stigagöngu, spretthlaupi, boðhlaupi, langstökki án atrennu og geisladiskakasti. Kalli hljóp eins og vindurinn í boðhlaupi og ég kastaði geisladisk, sem er mun erfiðara en maður getur ímyndað sér. Á hverjum morgni fyrir morgunmat voru svo mismunandi morgunæfingar. Þátttakendur kynntu sína íþrótt eða íþrótt frá sínu landi. Mætingin var reyndar misjöfn en við náðum nú að vakna snemma nokkra morgna. Þar sem kyndlahaup er stór hluti af ólympíuleikunum kom einn þátttakandi með þá hugmynd að búa til okkar eigið kyndlahlaup. Við tókum því eitt kvöld frá og hljóp hver hópur einn hring með kyndil og ólympíufána. Vonandi mun þetta hlaup verða að hefð og halda áfram á námskeiðinu næstu árin.

Samnorræn danskennslaÞegar frí var frá fyrirlestrum og á kvöldin var ýmislegt gert sér til gamans. Það voru dans- og listasmiðjur, listakvöld,

sundlaugarpartý, farið á ströndina, rölt í bæinn og margt fleira skemmtilegt. Haldnar voru 3 kvöldvökur undir berum himni þar sem hinar ýmsu þjóðir stigu á stokk með fjölbreytt skemmtiatriði. Vinsælt var að kenna dansa og kynna land og þjóð. Eins og svo oft áður þá hópuðumst við Norðurlandabúar saman og bjuggum til skemmtiatriði. Í hópnum vorum við Kalli, Linda og Malin frá Svíþjóð, Per og Ronja frá Danmörku og Hele frá Finnlandi. Við byrjuðum á því að kynna lönd okkar og tungumál á óhefðbundinn

hátt og svo kenndum við finnska dansinn Jenka. Við slógum rækilega í gegn og eftir á kepptist fólk við að fá myndir af sér með hópnum. Það var ýmislegt fleira skemmtilegt sem gerðist, en ég gæti skrifað endalaust um þessa lífsreynslu. Ég mæli með að allir sem áhuga hafa sæki um að fara á svona námskeið því þetta er eitthvað sem ég á eftir að muna að eilífu. Það er ómetanleg reynsla að kynnast öllu þessu fólki og eignast vini um allan heim. Lovísa Hreinsdóttir

Kringlukastarinn.

Norræni hópurinn undirbýr kvöldvöku.

Verið velkomin á Sumarhátíð UÍA 2010 9.-11. júlí á Egilsstöðum

Takið helgina frá.

Fjarðabyggð sendir Austfirðingum öllum hugheilar

jóla- og nýárskveðjur og þakkar fyrir gott samstarf

á árinu sem er að líða.

FJARÐABYGGÐ

Norðurgata 8 • 710 Seyðisfjörður • sími 472 1535 netfang: [email protected]

Loksins á Austurlandi Vörur fár sokkabúðinni Cobru í Kringlunni

Munið vinsæla Navia garnið frá vinum okkar í Færeyjum

Þökkum viðskiptin á árinu

Page 28: Snæfell 2009

28 SNÆFELL

Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Fellabæ, stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að keppa á vetrarólympíuleikum fatlaðra. Hún hefur undanfarin þrjú ár dvalið í Colorado í Bandaríkjunum við æfingar.

Vetrarólympíuleikar fatlaðra (e. paralympics) verða haldnir í Vancouver í Kanada 12. – 21. mars á næsta ári, á sama stað og aðalkeppni vetrarólympíuleikanna fer fram mánuði áður. Íslendingar hafa ekki áður átt keppendur á vetrarólympíuleikum fatlaðra.Erna Friðriksdóttir frá Fellabæ er 22ja ára gömul og er fædd með hryggrauf. Afleiðingar þess eru skert tilfinning og hreyfigeta í neðri hluta líkamans. Undanfarin þrjá vetur hefur hún dvalið við skíðaæfingar í Winter Park í Colarado-fylki í Bandaríkjunum en hún hefur löngum stundað skíðaíþróttina hér heima. Hún hefur náð lágmarkinu fyrir leikana í mars í svigi og stórsvigi.

Skíðabakterían í fjölskyldunni„Þegar ég var yngri var minn æðsti draumur að læra á skíði. Ég á tvo bræður sem báðir voru mikið á skíðum. Pabbi var vanur að fylgjast með þeim en að lokum fékk hann bakteríuna líka. Vegna fötlunar minnar var ekki möguleiki að ég gæti notað venjulegan skíðaútbúnað. Þegar ég var 10 ára fréttu foreldrar mínir að til væri skíðaútbúnaður sem ætlaður er fötluðum, jafnvel þeim sem ekki geta staðið á skíðum. Útbúnaðurinn sem hentaði mér best voru setskíði. Fyrst lærir maður á svokölluð bi-skíði, sem er eins og nafnið bendir til eins konar stóll með tveimur skíðum undir. Þegar fólk hefur náð góðum tökum á þeim er hægt að skipta yfir í mono-skíði, sem er svipaður útbúnaður, en eini munurinn er sá að undir þeim er aðeins eitt skíði

þannig að það er erfiðara að halda jafnvægi. Á bæði mono- og bi-skíðum eru notaðir stafir með eins konar skíðum undir. Einnig eru til skíðagrindur fyrir þá sem geta staðið á venjulegum skíðum en skortir jafnvægi.“Árið 2000 sótti hún námskeið með bandarískum leiðbeinendum í Hlíðarfjalli þar sem þeir kynntu bi-skíðin. Í kjölfarið keyptu Örvar og Viljinn, íþróttafélög fatlaðra á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði, slíkan útbúnað, sem er í Stafdal og ætlaður fyrir alla sem á þurfa að halda. „Á þeim æfði ég mig næstu árin. Þá kom sér vel fyrir mig að pabbi var búinn að læra á skíði því ég þurfti heilmikla aðstoð í byrjun.“

Þrisvar til Winter ParkErna segist hafa áttað sig á því sex árum síðar að hún þyrfti annan útbúnað ef hún ætlaði að ná lengra í íþróttinni og keypti sér því mono-skíði. Sama ár kom annar

hópur frá Bandaríkjunum til Íslands. Þjálfarar úr þeim hópi útskýrðu fyrir Ernu möguleikann á að koma til Winter Park og æfa, en þar starfar fyrirtækið NSCD (Nation Sport Center for the Disabled www.nscd.org) sem sérhæfir sig í íþróttum fatlaðra. Það varð úr að Erna fór út til Winter Park til æfinga og það hefur hún nú gert undanfarna þrjá vetur. Á sama tíma hefur hún verið í fjarnámi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og lauk stúdentsprófi í vor. Hún hefur tekið þátt í mótum, bæði í Winter Park og víðar um Bandaríkin og unnið til verðlauna á þeim. Árangur hennar þar hefur tryggt henni þátttökurétt á leikunum í Vancouver. Erna fór til Winter Park um miðjan nóvember og undirbýr sig þar fyrir leikana. „Draumur minn hefur orðið að veruleika! Ég er búin að læra á skíði. Það hefur gert það að verkum að sjóndeildarhringur minn hefur víkkað og þar með opnað marga nýja möguleika fyrir mig.“

Erna Friðriksdóttir, skíðakona,

stefnir á vetrarólympíuleika fatlaðra

Æðsti draumurinn rætist

Erna á námskeiði í Hlíðarfjalli. Mynd: Úr einkasafni.

Page 29: Snæfell 2009

SNÆFELL 29

Sendum Austfirðingum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir

samskiptin á liðnu ári.

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

BÍLAVERKSTÆÐI AUSTURLANDS

TOYOTA AUSTURLANDI

Óskum Austfirðingum öllum gleðilegrajóla og gleðilegs nýs árs. Þökkum frábærar

viðtökur á árinu sem er að líða.

Bókráð Miðvangi 2-4, Egilsstöðum, sími 471 3130

Bókhaldsþjónusta Þórhalls Miðvangi 1, Egilsstöðum, s. 471-2312

Ráðgjöf og lausnir Kaupvangi 2, Egilsstöðum, s. 471-3200

VR Kaupvangi 3b, Egilsstöðum, s. 510-1700, www.vr.is

Verslunin Skógar Dynskógum 4, Egilsstöðum, s. 471-1230

Café Sumarlína Búðarveg 59, Fáskrúðsfirði, www.123.is/sumarlína

Blikar bókhaldsþjónusta, Hafnarbraut 19, Vopnafirði s. 473 1378

Hótel Tangi Hafnarbyggð 17, Vopnafirði s. 473 1840

Sláturfélag Vopnfirðinga Hafnarbyggð 8a, Vopnafirði s. 473 1336

Sendum lesendum Snæfells og landsmönnum öllum okkar bestu jólakveðjur

með þökk fyrir samskiptin á líðandi ári.

Page 30: Snæfell 2009

30 SNÆFELL

Tveir fulltrúar frá UÍA sitja í ungmennaráði Ung- mennafélags Íslands sem var endurvakið haustið 2008. Tilgangur ráðsins er að færa ungmennum aukna ábyrgð og ækifæri til að móta félags- og tómstundastarf innan hreyfingarinnar og að þau fái reynslu í að vinna innan félagasamtaka.

Ráðið er skipað sjö fulltrúum á aldrinum 15-25 ára. Þeir voru í fyrstu fimm en seinasta vor var ákveðið að fjölga þeim í sjö. Andri Mar Jónsson frá Fáskrúðsfirði tók sæti í ráðinu strax haustið 2008 en í síðasta mánuði var Hrafnkatla Eiríksdóttir af Jökuldal skipuð í ráðið.Meðal verkefna ráðsins eru skipulagning ráðstefna og vímulausra skemmtihelga fyrir nemendur í framhaldsskólum og að sækja námskeið og ráðstefnur jafnt innan lands sem utan. Eina slíka ferð fór undirritaður ásamt fleirum í september á þessu ári til

Litháen að sækja námskeið í nýsköpun og verkefnastýringu. Ferðin var mikið ævintýri frá upphafi til enda. Má þar helst nefna göngu upp Íslandsgötu en við fengum einnig að líta viðurkenningu á sjálfstæði Litháa, undirritaða af þáverandi utanríkisráðherra Jóni Baldvini Hannibalssyni, sem hangir inni á litháíska þinginu. Andri Mar Jónsson

Ungmennafélag Íslands og Háskólinn á Akureyri stóðu í vor fyrir ráðstefnunni „Ungt fólk og lýðræði“. Aðalmarkmið ráðstefnunnar var að virkja fólk á aldrinum 13-25 ára, sem er að stíga sín fyrstu skref í félagasamtökum og ýmsum ráðum, til umræðu.

Frá sambandssvæði UÍA komu fulltrúar úr ungmennaráðum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar, en það hélt sinn fyrsta fund daginn fyrir ráðstefnuna, auk Andra Mars Jónssonar, fulltrúa í ungmennaráði UMFÍ. Við bættust svo starfsmenn ráðanna og ýmsir áhugamenn um lýðræðisþáttöku ungs fólks.Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru Jean LucFrast og Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við HA. Frast fjallaði um ungmenna- og æskulýðsstarf í Evrópu. Hann kom inn á hvernig ýmis bæjarfélög Evrópu leysa mál ungs fólks í samvinnu við það. Hann nefndi bæjarfélag þar sem átti að byggja hjólabrettagarð og þeir sem stunduðu

hjólabrettin fengu að setja fram sínar hugmyndir og hafa áhrif á verkfræðinga við hönnun garðsins.Ágúst Þór fór yfir þróun lýðræðis en hann sagði mikla vakningu hafa orðið í lýðræðisþátttöku ungs fólks undanfarin ár. Unga fólkið kæmi í auknum mæli að

ákvörðunum sem snéru að því í stað eldri fulltrúa sem ekki eru lengur í takt við tímann.Ráðstefnan þótti takast vel og verður önnur ráðstefna undir sömu yfirskrift haldin næsta vor. Andri Mar Jónsson

Ungt fólk og lýðræðiVakning í lýðræðisþáttöku ungs fólks

Hluti þátttakenda á ráðstefnunni. Mynd: UMFÍ

Ungmennaráð UMFÍ

Ungmennum færð aukin áhrif

Andri Mar, til hægri, ásamt nokkrum fulltrúum úr ungmennaráði á ráðstefnu. Mynd: UMFÍ

UÍA heldur

ULM 2011Unglingalandsmót UMFÍ árið 2011 verður haldið af UÍA á Fljótsdalshéraði. Þetta var tilkynnt á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki síðastliðið sumar. Að auki sótti Héraðssamband Þingeyinga um að halda mótið á Þórshöfn og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar á Ólafsfirði.

Nær öll aðstaða er til staðar á Egilsstöðum síðan Landsmót UMFÍ var haldið þar árið 2001. „Mikið félagslegt uppbyggingarstarf liggur nú fyrir UÍA en forsenda góðs móts er sameiginlegt átak allra aðildarfélaga UÍA,“ segir Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA. Unglingalandsmótsnefnd hefur verið sett saman af fulltrúum víðsvegar af UÍA svæðinu, ásamt fulltrúum frá UMFÍ og Fljótsdalshéraði. Nefndin starfar að undirbúningi mótsins en auk hennar munu margir sjálfboðaliðar koma að því.

Page 31: Snæfell 2009

SNÆFELL 31

Kæru Austfirðingar og aðrir landsmenn.Við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar

með von um farsæld á komandi ári.Þökkum frábært samstarf á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Héraðsprents.

Sendum starfsmönnum, viðskiptavinum

og öðrum Austfirðingum bestu jólakveðjur

og óskir um gott nýtt ár.

Page 32: Snæfell 2009

32 SNÆFELL

Golfstarf á Vopnafirði hefur gengið í endurnýjun lífdaga með stofnun nýs golfklúbbs á staðnum. Þar var starfandi klúbbur frá árinu 1984 en sá var lagður niður árið 1992.

Endurreisnin hófst með því að nokkrir áhugasamir golfarar á Vopnafirði komu saman á fundi snemma árs 2008. Í þessum hópi voru félagar sem tóku þátt í stofnun eldri klúbbsins og þekktu því vel til starfseminnar eins og hún var áður. Ákveðið var að boða til almenns fundar áhugafólks um stofnun slíks klúbbs vorið 2008 og mættu á þann fund um 20 manns. Þá var ekki aftur snúið og ákveðið var að auglýsa stofnfund sem haldinn var 18. september í fyrra. Hlaut klúbburinn nafnið Golfklúbbur Vopnafjarðar, kosin var þriggja manna stjórn og skráðir voru

29 stofnfélagar. Nýrri stjórn var falið að skipta félögum í nefndir og var ákveðið að leggja áherslu á fjórar nefndir, þ.e. vallarnefnd, húsnæðisnefnd, fjáröflunarnefnd og mótanefnd.Golfvöllur félagsins er stað- settur innan við þéttbýlið og hefur verið nefndur Skálavöllur þar sem hann stendur við húsið Skála. Vallarstaðsetningin þykir vera einkar skemmtileg og krefjandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á vellinum. Lengi vel var hann 6 holu völlur en nú er búið að gera 3 nýjar holur og unnið að því að fá hann viðurkenndan sem 9 holu völl hjá Golfsambandinu. Gott samstarf hefur verið við sveitarfélagið um rekstur og viðhald á vellinum og verður vonandi áfram.

Starfsemi Golfklúbbs Vopnafjarðar er eins og sjá má á góðu skriði. Næsta verkefni er að koma upp húsi á vallarsvæðinu. Það er að mati klúbbfélaga grundvöllur þess að starfsemi golfklúbbsins geti blómstrað áfram.

Björn H SigurbjörnssonFormaður Golfklúbbs Vopnafijarðar

Ungmennafélagið Austri á Eskifirði fagnaði 70 ára afmæli sínu 1. desember síðastliðinn. Af því tilefni var haldið kaffisamsæti í félagsheimilinu Valhöll þangað sem öllum Eskfirðingum var boðið. Benedikt Jóhannsson, formaður Austra, fór í stuttu máli yfir sögu félagsins. Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA, ávarpaði samkomuna og minntist einna helst slæmra minninga frá viðureignum við illvíga Austramenn á knattspyrnuvellinum auk góðrar samvinnu milli UÍA og Austra í gegnum árin. Díana Mjöll Sveinsdóttir hélt tölu fyrir hönd

sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og lagði áherslu á mikilvægi sjálfboðaliðastarfsins, sérstaklega í smærri byggðakjörnum eins og Eskifirði. Þá færðu Helgi Sigurðsson, framkvæmdastjórnarmaður í ÍSÍ og Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri UMFÍ, félaginu kveðjur frá landssamböndunum.Blásarasveit, skipuð nemendum úr tónlistarskólum í Fjarðabyggð, flutti gestum nokkur lög og að lokum steig á stokk hljómsveitin Randúlfarnir og lék meðal annars lag Ungmennafélagsins Austra, Vorsins vindar.

Íþróttamaður UÍA árið 2008 var útnefndur á þingi UÍA í maí. Það var Ólafur Bragi Jónsson, akstursíþróttamaður úr Akst-ursíþróttafélaginu START.

Ólafur Bragi varð árið 2008 Ís-landsmeistari í flokki sérútbúinna bifreiða í torfæruakstri eftir harða baráttu í lokamótinu á Hellu. Auk þess að keppa hefur hann verið virkur í félagsstarfi akst-ursíþróttamanna á Austurlandi. Framkvæmdastjóri UÍA, Stefán Bogi Sveinsson, sagði stjórn sambandsins líta á það sem sérstakan heiður að geta verð-launað akstursíþróttamann. Rík hefð væri fyrir akstursíþróttum á sambands-svæðinu og mikil gróska í starfinu þar sem Austfirðingar standa nú framarlega

í torfærunni, vélhjóla- og vélsleðaakstri. Ólafur Bragi sagði verðlaunin heiður fyrir akstursíþróttirnar sem oft fengju litla athygli. Hann ítrekaði að torfæran væri

ekki íþrótt einstaklingsins heldur legðu margir á sig mikla vinnu til að tryggja árangur.Ólafi Braga gekk þó illa að fylgja árangrinum eftir í sumar. Þar skipti ekki síst máli minni tekju-möguleikar keppenda og meiri kostnaður. Íþróttamaður UÍA er útnefndur árlega af stjórn sambandsins. Horft er til þess hvaða félagar í aðildarfélögum UÍA hafa skar-að fram úr í sinni íþróttagrein á landsvísu eða á alþjóðavettvangi og hverjir geta talist góð fyr-irmynd annarra íþróttamanna. Íþróttamaður UÍA hlýtur í dag

veglegan farandbikar og að auki mun íþróttamaður UÍA árið 2009 fá styrk úr Spretti - Afrekssjóði UÍA og Alcoa.

Golfsveifla á Vopnafirði

Austri sjötugur

Ólafur Bragi íþróttamaður UÍA 2008

Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, afhenti Ólafi Braga bikar í viðurkenningarskyni.

Ánægðir golfleikarar í mótslok. Mynd: Bjarki Björgúlfsson

Benedikt Jóhannsson, formaður Austra, heilsar Helga Sigurðssyni, úr stjórn ÍSÍ. Mynd: Umf. Austri.

Page 33: Snæfell 2009

SNÆFELL 33

Bú›aröxl 3 • 690 Vopnafjör›ur • Sími 97-3140VÖRUMARKA‹UR

HÉRAÐS- OG AUSTURLANDSSKÓGAR

Nátthagi701 Egilsstaðir

pípulagnir ehf.

Vísindagarðurinn ehf.

Raditional Network

Sími 471 2000 · [email protected]

ARFÉLAG AUSTURLANDS

MENNTASKÓLINNÁ EGILSSTÖÐUM

VERKMENNTASKÓLIAUSTURLANDS

Samvinna - þekking - árangur

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

wertyuioiuytrsdfghiiuytsdfguiolkjhgfdsertyuopoiuhgvcdfg

wertyuioiuytrsdfghiiuytsdfguiolkjhgfdsertyuopoiuhgvcdfg

wertyuioiuytrsdfghiiuytsdfguiolkjhgfdsertyuopoiuhgvcdfg

Page 34: Snæfell 2009

34 SNÆFELL

Skrifstofur Deloitte á Austurlandi:

Egilsstöðum, Miðvangi 5 – 7. S: 471-2560Neskaupstað, Egilsbraut 21. S: 477-1790

„Við hjálpum þér að leysa verkefnin“

• Endurskoðun• Reikningsskil• Fjármálaráðgjöf• Skattamál

www.deloitte.is

Page 35: Snæfell 2009

SNÆFELL 35

Úrslit Sumarhátíðar 2009Frjálsar íþróttir

60 m Pollar 8 ára og yngri1 Elís Alexander Hrafnkelsson Höttur 11,58

2 Hrafnkell Ísar Tjörvason Höttur 12,25

3 Valgeir Jökull Brynjarsson Höttur 12,44

60 m Pæjur 8 ára og yngri1 Halla Helgadóttir Höttur 11,94

2 Eva Björk Björgvinsdóttir Austri 11,95

3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir Höttur 12,06

60 m Hnokkar 9 - 10 ára1 Magnús Týr Þorsteinsson Höttur 10,62

2 Friðrik Júlíus Jósefsson Súlan 11,04

3 Viktor Már Heiðarsson Einherji 11,11

60 m Hnátur 9 - 10 ára1 Sóley Björk Gísladóttir UFA 10,64

2 Telma Ívarsdóttir Þróttur 10,83

3 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 11,09

60 m Strákar 11 - 12 ára1 Mikael Máni Freysson Þristur 09,95

2 Yngvar Orri Guðmundsson Valur 10,20

3 Bjarki Örn Fannarsson Þristur 10,46

60 m Stelpur 11 - 12 ára1 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir Einherji 10,72

2 Karen Ósk Svansdóttir Einherji 11,24

3 Eydís Hildur Jóhannsdóttir Þristur 11,39

100 m Piltar 13 - 14 ára1 Birkir Einar Gunnlaugsson Valur 14,02

2 Snæþór Ingi Jósepsson Austri 14,11

3 Daði Fannar Sverrisson Höttur 14,37

100 m Telpur 13 - 14 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 14,07

2 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 14,69

3 Sara Kristín Þorleifsdóttir Höttur 14,77

100 m Sveinar 15 - 16 ára1 Kristófer Einarsson Einherji 13,81

2 Guðni Þór Sigurjónsson Einherji 15,54

100 m Meyjar 15 - 16 ára1 Freydís Þóra Þorsteinsdóttir Súlan 16,41

2 Guðrún Bára Björnsdóttir Súlan 16,55

100 m Karlar1 Eiríkur Þorri Einarsson Ásinn 12,89

2 Bjarmi Hreinsson Höttur 13,20

3 Ólafur Sigfús Björnsson Þristur 13,42

100 m Konur1 Gréta Björg Ólafsdóttir Leiknir 16,48

400 m Pollar 8 ára og yngri1 Júlíus Orri Ágústsson UFA 1:31,48

2 Elís Alexander Hrafnkelsson Höttur 1:36,43

3 Hrafnkell Ísar Tjörvason Höttur 1:40,75

400 m Pæjur 8 ára og yngri1 Halla Helgadóttir Höttur 1:34,56

2 Eydís Una Jóhannsdóttir Neisti 1:40,49

3 Eva Björk Björgvinsdóttir Austri 1:44,00

600 m Hnokkar 9 - 10 ára1 Henrý Elís Gunnlaugsson Valur 2:11,63

2 Friðrik Júlíus Jósefsson Súlan 2:11,70

3 Bergsveinn Ás Hafliðason Neisti 2:13,56

600 m Hnátur 9 - 10 ára1 Telma Ívarsdóttir Þróttur 2:19,46s

2 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 2:26,23s

3 Guðbjörg Eva Þorleifsdóttir Höttur 2:26,82s

800 m Strákar 11 - 12 ára1 Mikael Máni Freysson Þristur 2:37,74

2 Yngvar Orri Guðmundsson Valur 2:40,43

3 Atli Pálmar Snorrason Höttur 2:50,27

800 m Stelpur 11 - 12 ára1 Karen Ósk Svansdóttir Einherji 3:16,36

2 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir Einherji 3:18,51

3 Sandra Dröfn Jóhannsdóttir Valur 3:47,10

800 m Piltar 13 - 14 ára1 Birkir Einar Gunnlaugsson Valur 2:33,60

2 Snæþór Ingi Jósepsson Austri 2:39,08

3 Daði Fannar Sverrisson Höttur 2:49,81

800 m Telpur 13 - 14 ára1 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 2:38,35

2 Rakel Dís Björnsdóttir Valur 2:39,31

3 Freydís Guðnadóttir Leiknir 2:49,94

800 m Sveinar 15 - 16 ára1 Kristófer Einarsson Einherji 2:36,65

2 Anton Helgi Loftsson Höttur 2:50,45

3 Guðni Þór Sigurjónsson Einherji 3:04,19

1500 m Piltar 13 - 14 ára1 Birkir Einar Gunnlaugsson Valur 5:33,82

2 Snæþór Ingi Jósepsson Austri 5:36,69

3 Daði Fannar Sverrisson Höttur 6:18,65

1500 m Telpur 13 - 14 ára1 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 6:00,51

2 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 7:19,71

3 Sandra Björk Steinarsdóttir Höttur 7:22,77

1500 m Sveinar 15 - 16 ára1 Kristófer Einarsson Einherji 5:31,37

2 Anton Helgi Loftsson Höttur 5:51,80

4*100 m boðhl. Strákar 11 - 12 ára1 Þristur Þristur 01:10.20

2 Neisti Neisti 01:15,48

4*100 m boðhl. Piltar 13 - 14 ára1 Höttur Höttur 01:07,72

4*100 m boðhl. Telpur 13 - 14 ára1 Höttur Höttur 00:59,13

2 Leiknir/Valur Leiknir 01:00,94

3 Einherji Einherji 01:04,18

4*100 m boðhl. Sveinar 15 - 16 ára1 Höttur-Einherji Höttur 00:57,47

4*100 m boðhl. Meyjar 15 - 16 ára1 Súlan Súlan 00:64,85

4*100 m boðhl. Karlar1 Höttur Höttur 00:52,60

2 Ásinn Ásinn 00:58,13

3 Einherji Einherji 01:00,04

Hástökk Strákar 11 - 12 ára1 Mikael Máni Freysson Þristur 1,20

2 Einar Bjarni Helgason Höttur 1,20

3 Hörður Kristleifsson Höttur 1,20

Hástökk Stelpur 11 - 12 ára1 Karen Ósk Svansdóttir Einherji 1,15

2 Sandra Dröfn Jóhannsdóttir Valur 1,00

3 Bylgja Rún Ólafsdóttir Valur 1,00

Hlauparar úr friðarhlaupinu komu

við á Sumarhátíðinni og fengu unga

austfirska hlaupara í lið með sér. Mynd: GG

Page 36: Snæfell 2009

36 SNÆFELL

Hástökk Piltar 13 - 14 ára1 Snæþór Ingi Jósepsson Austri 1,40

2 Daði Fannar Sverrisson Höttur 1,40

3 Fannar Bjarki Pétursson Leiknir 1,25

Hástökk Telpur 13 - 14 ára1 Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA 1,58

2 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 1,45

3 Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir Höttur 1,40

Hástökk Sveinar 15 - 16 ára1 Kristófer Einarsson Einherji 1.30

2 Guðni Þór Sigurjónsson Einherji 1.20

Hástökk Karlar1 Benedikt Guðgeirsson Ásinn 1,60

2 Ólafur Sigfús Björnsson Þristur 1,55

3 Bjarmi Hreinsson Höttur 1,45

Hástökk Konur1 Anna Katrín Svavarsdóttir Valur 1,45

Langstökk Pollar 8 ára og yngri1 Elís Alexander Hrafnkelsson Höttur 2,85

2 Júlíus Orri Ágústsson UFA 2,48

3 Hrafnkell Ísar Tjörvason Höttur 2,47

Langstökk Pæjur 8 ára og yngri1 Halla Helgadóttir Höttur 3,10

2 Eva Björk Björgvinsdóttir Austri 2,68

3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir Höttur 2,59

Langstökk Hnokkar 9 - 10 ára1 Magnús Týr Þorsteinsson Höttur 3,36

2 Mikael Arnarsson Höttur 3,15

3 Arnar Óli Jóhannsson Þristur 3,13

Langstökk Hnátur 9 - 10 ára1 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 3,47

2 Telma Ívarsdóttir Þróttur 3,44

3 Guðbjörg Eva Þorleifsdóttir Höttur 3,08

Langstökk Strákar 11 - 12 ára1 Mikael Máni Freysson Þristur 3,91

2 Nikulás Arnarsson Höttur 3,66

3 Yngvar Orri Guðmundsson Valur 3,62

Langstökk Stelpur 11 - 12 ára1 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir Einherji 3,70

2 Karen Ósk Svansdóttir Einherji 3,63

3 Sandra Dröfn Jóhannsdóttir Valur 3,08

Langstökk Piltar 13 - 14 ára1 Snæþór Ingi Jósepsson Austri 4,56

2 Daði Fannar Sverrisson Höttur 4,28

3 Birkir Einar Gunnlaugsson Valur 4,24

Langstökk Telpur 13 - 14 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 4,93

2 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 4,70

3 Sara Kristín Þorleifsdóttir Höttur 4,16

Langstökk Sveinar 15 - 16 ára1 Kristófer Einarsson Einherji 4,24

2 Anton Helgi Loftsson Höttur 4,00

3 Guðni Þór Sigurjónsson Einherji 3,85

Langstökk Meyjar 15 - 16 ára1 Freydís Þóra Þorsteinsdóttir Súlan 3,55

2 Guðrún Bára Björnsdóttir Súlan 3,42

Langstökk Karlar1 Eiríkur Þorri Einarsson Ásinn 5,61

2 Ólafur Sigfús Björnsson Þristur 5,17

3 Bjarmi Hreinsson Höttur 5,07

Langstökk Konur1 Anna Katrín Svavarsdóttir Valur 4,86

2 Gréta Björg Ólafsdóttir Leiknir 3,47

3 Hrefna Björnsdóttir Höttur 2,77

Þrístökk Piltar 13 - 14 ára1 Snæþór Ingi Jósepsson Austri 10,12

2 Daði Fannar Sverrisson Höttur 9,48

3 Glúmur Björnsson Höttur 9,24

Þrístökk Telpur 13 - 14 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 9,69

2 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 9,57

3 Sara Kristín Þorleifsdóttir Höttur 8,89

Þrístökk Sveinar 15 - 16 ára1 Kristófer Einarsson Einherji 9,53

2 Guðni Þór Sigurjónsson Einherji 8,75

Boltakast Pollar 8 ára og yngri1 Elís Alexander Hrafnkelsson Höttur 27,22

2 Benedikt Blær Guðjónsson Einherji 26,26

3 Heiðar Snær Ragnarsson Einherji 25,61

Boltakast Pæjur 8 ára og yngri1 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir Höttur 6,31

2 Móeiður Guðmundsdóttir Valur 15,13

3 Halla Helgadóttir Höttur 13,40

Boltakast Hnokkar 9 - 10 ára1 Viktor Már Heiðarsson Einherji 35,55

2 Magnús Týr Þorsteinsson Höttur 32,37

3 Kristófer Dan Stefánsson Neisti 31,68

Boltakast Hnátur 9 - 10 ára1 Telma Ívarsdóttir Þróttur 22,60

2 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 17,07

3 Erla Viktoría Hrafnkelsdóttir Höttur 16,99

Kúluvarp 2,0 kg Hnokkar 9 - 10 ára1 Mikael Arnarsson Höttur 5,87

2 Jens Albertsson Neisti 5,40

3 Ásmundur Ólafsson Neisti 5,01

Kúluvarp 2,0 kg Hnátur 9 - 10 ára1 Embla Ósk Tjörvadóttir Höttur 4,83

2 Telma Ívarsdóttir Þróttur 4,58

3 Guðbjörg Eva Þorleifsdóttir Höttur 3,91

Kúluvarp 2,0 kg Strákar 11 - 12 ára1 Bjarki Örn Fannarsson Þristur 8,76

2 Atli Geir Sverrisson Höttur 8,47

3 Mikael Máni Freysson Þristur 7,90

Kúluvarp 2,0 kg Stelpur 11 - 12 ára1 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir Einherji 6,24

2 Karen Ósk Svansdóttir Einherji 5,37

3 Eydís Hildur Jóhannsdóttir Þristur 5,00

Kúluvarp 3,0 kg Piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 11,51

2 Snæþór Ingi Jósepsson Austri 10,11

3 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 9,46

Kúluvarp 3,0 kg Telpur 13 - 14 ára1 Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA 7,99

2 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 7,40

3 Karítas Anja Magnadóttir Einherji 6,81

Kúluvarp 3,0 kg Meyjar 15 - 16 ára1 Elísa Marey Sverrisdóttir Súlan 8,28

Kúluvarp 4,0 kg Sveinar 15 - 16 ára1 Kristófer Einarsson Einherji 10,91

2 Anton Helgi Loftsson Höttur 7,80

Kúluvarp 4,0 kg Konur1 Elín Rán Björnsdóttir Þristur 9,11

2 Lovísa Hreinsdóttir Höttur 8,53

3 Hrefna Björnsdóttir Höttur 7,84

Kúluvarp 4,0 kg Karlar 65-691 Björn Pálsson Súlan 8,57

2 Guðmundur Hallgrímsson Leiknir 7,96

Lið Hattar fagnar sigri í stiga-

keppninni í frjálsum íþróttum.

Mynd: GG

Page 37: Snæfell 2009

SNÆFELL 37

Kúluvarp 7,26 kg Karlar1 Einar Hróbjartur Jónsson Þristur 10,70

2 Bjarmi Hreinsson Höttur 10,66

3 Eiríkur Þorri Einarsson Ásinn 10,00

Kringlukast 600 g Piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 21,21

2 Ásmundur Hafþór Þórarinsson Þristur 15,60

3 Snæþór Ingi Jósepsson Austri 14,25

Kringlukast 600 g Telpur 13 - 14 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 19,63

2 Auðbjörg Hulda Þórarinsdóttir Höttur 16,58

3 Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir Höttur 15,86

Kringlukast 1,0 kg Sveinar 15 - 16 ára1 Kristófer Einarsson Einherji 38,23

2 Anton Helgi Loftsson Höttur 20,74

Kringlukast 1,0 kg Konur1 Lovísa Hreinsdóttir Höttur 28,63

2 Elín Rán Björnsdóttir Þristur 22,97

3 Agnes Klara Jónsdóttir Súlan 18,81

Kringlukast 2,0 kg Karlar1 Bjarmi Hreinsson Höttur 28,11

2 Einar Hróbjartur Jónsson Þristur 27,05

3 Gunnþór Jónsson Ásinn 26,79

Spjótkast (400 gr) Strákar 11 - 12 ára1 Hörður Kristleifsson Höttur 29,98

2 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 24,37

3 Atli Pálmar Snorrason Höttur 22,63

Spjótkast (400 gr) Stelpur 11 - 12 ára1 Sandra Dröfn Jóhannsdóttir Valur 13,21

2 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir Einherji 12,10

3 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 12,06

Spjótkast (400 gr) Piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 39,60

2 Snæþór Ingi Jósepsson Austri 35,80

3 Stefán Bragi Birgisson Höttur 25,37

Spjótkast (400 gr) Telpur 13 - 14 ára1 Sara Kristín Þorleifsdóttir Höttur 25,62

2 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 25,18

3 Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA 23,46

Spjótkast (600 gr) Sveinar 15 - 16 ára1 Kristófer Einarsson Einherji 35,72

2 Guðni Þór Sigurjónsson Einherji 27,56

Spjótkast (600 gr) Konur1 Anna Katrín Svavarsdóttir Valur 27,20

2 Elín Rán Björnsdóttir Þristur 23,89

3 Hrefna Björnsdóttir Höttur 19,86

Spjótkast (800 gr) Karlar1 Einar Hróbjartur Jónsson Þristur 49,82

2 Ísak Snær Róbertsson Ásinn 40,82

3 Ólafur Sigfús Björnsson Þristur 38,68

Sund

100m Bringusund Sveinar 11-12 ára1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 01:47,16

100m Bringusund Meyjar 11-12 ára1 Jensína Martha Ingvarsdóttir Austri 01:52,69

2 Gígja Guðnadóttir Leiknir 01:57,41

100m Fjórsund Drengir 13-14 ára1 Stefán Ingi Árnason UMSK 01:21,60

2 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 01:29,34

3 Gabriel Örn Björgvinsson Neisti 01:31,19

100m Fjórsund Telpur 13-14 ára1 Vala Jónsdóttir Austri 01:33,28

2 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 01:33,44

3 Freydís Guðnadóttir Leiknir 01:36,13

100m Fjórsund Piltar 15-17 ára1 Gunnar Egill Benonýsson UMSK 01:18,00

100m Fjórsund Stúlkur 15-17 ára1 María Björk Ríkharðsdóttir Austri 01:27,34

2 Hrönn Hilmarsdóttir Þróttur 01:28,59

3 Brynja Gunnarsdóttir Austri 01:31,10

25m Baksund Hnátur 8 ára og yngri1 Dagný Sól Þorradóttir Leiknir 00:29,10

25m Baksund Hnokkar 9-10 ára1 Hafþór Ingólfsson Þróttur 00:27,79

2 Ásmundur Ólafsson Neisti 00:30,20

3 Bergsveinn Ás Hafliðason Neisti 00:31,90

25m Baksund Hnátur 9-10 ára1 Þórunn Amanda Þráinsdóttir Neisti 00:25,60

2 Kamilla Marin Björgvinsdóttir Neisti 00:29,47

50 m Baksund Sveinar 11-12 ára1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 00:51,84

2 Bjarki Örn Fannarsson Þristur 01:06,29

50 m Baksund Meyjar 11-12 ára1 Gígja Guðnadóttir Leiknir 00:59,37

50m Baksund Drengir 13-14 ára1 Stefán Ingi Árnason UMSK 00:37,52

2 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 00:44,35

3 Gabriel Örn Björgvinsson Neisti 00:46,32

50 ára Baksund Telpur 13-14 ára1 Vala Jónsdóttir Austri 00:44,09

2 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 00:45,56

3 Freydís Guðnadóttir Leiknir 00:46,38

50m Baksund Stúlkur 15-17 ára1 María Björk Ríkharðsdóttir Austri 00:43,02

2 Brynja Gunnarsdóttir Austri 00:44,47

50m Baksund Garpar konur1 Elínborg Hilmarsdóttir Þróttur 00:37,69

25m Skriðsund Hnokkar 8 ára og yngri1 Davíð Örn Sigurðarsson Neisti 00:50,78

2 Ísak Elísson Neisti 00:53,57

25m Skriðsund Hnátur 8 ára og yngri1 Dagný Sól Þorradóttir Leiknir 00:25,28

2 Ýr Gunnarsdóttir Þróttur 00:31,22

3 Fanný Dröfn Emilsdóttir Neisti 00:32,78

50m Skriðsund Hnokkar 9-10 ára1 Haukur Ingólfsson Þróttur 00:49,16

2 Hafþór Ingólfsson Þróttur 00:51,75

3 Bergsveinn Ás Hafliðason Neisti 00:53,91

50m Skriðsund Hnátur 9-10 ára1 Kamilla Marin Björgvinsdóttir Neisti 00:53,55

2 Þórunn Amanda Þráinsdóttir Neisti 00:56,63

3 Guðrún Helga Guðjónsdóttir Þróttur 01:32,44

50m Skriðsund Sveinar 11-12 ára1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 00:39,28

2 Bjarki Örn Fannarsson Þristur 00:48,90

3 Anton Karl Jóhannsson Neisti 01:15,91

50m Skriðsund Meyjar 11-12 ára1-2 Jensína Martha Ingvarsdóttir Austri 00:43,56

1-2 Hekla Liv Maríasdóttir Þróttur 00:43,57

3 Gígja Guðnadóttir Leiknir 00:45,78

50m Skriðsund Telpur 13-14 ára1 Vala Jónsdóttir Austri 00:36,19

2 Birta Hörn Guðmundsdóttir Leiknir 00:36,28

3 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 00:36,75

50m Skriðsund Drengir 13-14 ára1 Stefán Ingi Árnason UMSK 00:31,81

2 Gabriel Örn Björgvinsson Neisti 00:34,28

3 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 00:34,32

100m Skriðsund Stúlkur 15-17 ára1 María Björk Ríkharðsdóttir Austri 01:18,19

2 Hrönn Hilmarsdóttir Þróttur 01:20,65

3 Brynja Gunnarsdóttir Austri 01:21,20

100m Skriðsund Piltar 15-17 ára1 Gunnar Egill Benonýsson UMSK 01:07,34

50m Skriðsund Garpar konur1 Salóme Rut Harðardóttir Þróttur 00:32,63

Guðmundur Hallgrímsson, 73ja ára,

kemur í mark í 100 metra hlaupi karla.

Mynd: GG

Page 38: Snæfell 2009

38 SNÆFELL

2 Elínborg Hilmarsdóttir Þróttur 00:32,72

200m Boðsund skriðsund 12 ára og yngri1 Sveit Neista 03:18,38

2 Sveit Þróttar 03:57,50

200m Boðsund skriðsund 17 ára og yngri1 Sveit Austra 02:28,50

2 Sveit Þróttar 02:40,03

3 Sveit Neista 02:47,19

25m Flugsund Hnátur 9-10 ára1 Kamilla Marin Björgvinsdóttir Neisti 00:25,47

2 Þórunn Amanda Þráinsdóttir Neisti 00:26,19

25m Flugsund Hnokkar 9-10 ára1 Ásmundur Ólafsson Neisti 00:34,60

2 Bergsveinn Ás Hafliðason Neisti 00:48,41

50m Flugsund Sveinar 11-12 ára1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 00:58,00

2 Anton Karl Jóhannsson Neisti 01:33,09

50m Flugsund Drengir 13-14 ára1 Stefán Ingi Árnason UMSK 00:37,04

2 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 00:41,54

3 Gabriel Örn Björgvinsson Neisti 00:47,28

50m Flugsund Telpur 13-14 ára1 Freydís Guðnadóttir Leiknir 00:43,12

2 Þórunn Egilsdóttir Þrótti 00:44,28

3 Birta Hörn Guðmundsdóttir Leiknir 00:46,58

50m Flugsund Piltar 15-17 ára1 Gunnar Egill Benonýsson UMSK 00:34,19

50m Flugsund Stúlkur 15-17 ára1 María Björk Ríkharðsdóttir Austri 00:39,96

2 Hrönn Hilmarsdóttir Þróttur 00:41,44

3 Brynja Gunnarsdóttir Austri 00:43,37

25m Bringusund Hnokkar 8 ára og yngri1 Davíð Örn Sigurðarson Neisti 00:44,38

2 Ísak Elísson Neisti 00:48,15

25m Bringusund Hnátur 8 ára og yngri1 Fanný Dröfn Emilsdóttir Neisti 00:39,37

2 Ýr Gunnarsdóttir Þróttur 00:43,47

50m Bringusund Hnokkar 9-10 ára1 Jens Albertsson Neisti 01:05,75

2 Haukur Ingólfsson Þróttur 01:06,84

3 Hafþór Ingólfsson Þróttur 01:08,47

50m Bringusund Hnátur 9-10 ára1 Kamilla Marin Björgvinsdóttir Neisti 01:00,22

2 Katla Heimisdóttir Þróttur 01:07,08

3 Þórunn Amanda Þráinsdóttir Neisti 01:15,44

50m Bringusund Sveinar 11-12 ára1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 00:52,31

50m Bringusund Meyjar 11-12 ára1 Gígja Guðnadóttir Leiknir 00:53,62

2 Andrea Björk Guðbjartsdóttir Þróttur 00:57,28

3 Sigurlaug Hjálmarsdóttir Þróttur 01:08,96

100m Bringusund Telpur 13-14 ára1 Katrín Lilja Sigurjónsdóttir Þróttur 01:43,19

2 Auður Gautadóttir Neisti 01:44,50

3 Birta Hörn Guðmundsdóttir Leiknir 01:45,59

100m Bringusund Drengir 13-14 ára1 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 01:35,80

2 Gabriel Örn Björgvinsson Neisti 01:41,84

200m Bringusund Stúlkur 15-17 ára1 Brynja Gunnarsdóttir Austri 03:38,09

200m Bringusund Piltar 15-17 ára1 Gunnar Egill Benonýsson UMSK 03:22,50

100m Bringusund Garpar konur1 Salóme Rut Harðardóttir Þróttur 01:39,10

2 Elínborg Hilmarsdóttir Þróttur 01:39,66

100m Skriðsund Telpur 13-14 ára1 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 01:23,35

2 Freydís Guðnadóttir Leiknir 01:29,78

3 Birta Hörn Guðmundsdóttir Leiknir 01:34,07

100m Skriðsund Drengir 13-14 ára1 Stefán Ingi Árnason UMSK 01:11,44

2 Gabriel Örn Björgvinsson Neisti 01:19,37

3 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 01:20,88

200m Boðsund fjórsund 17 ára og yngri 1 Sveit Austra 02:52,90

2 Sveit Þróttar 03:04,15

3 Sveit Neista 03:11,72

200m Boðsund fjórsund 12 ára og yngri 1 Sveit Neista 04:04,81

2 Sveit Þróttar 04:35,84

Boccia

Sæti Lið1 Lið Viljans (Kristófer, Sverrir og Elín Berg)

2 Lið G. Hallgrímssonar (Guðmundur Hallgríms-

son, Björn Ármann og Freyr Ævarsson)

3 A lið Örvars (Bryndís Einarsdóttir, Guðbjörg

Kristjánsdóttir og Jón Grétar Broddason)

4 B lið Örvars (Stefán Magnússon, Theródóra

Lind, Helga Sjöfn)

Golf

12 ára og yngri1 Grímkell Orri Sigurðsson

2 Einar Bjarni Helgason

3 Halldór Bjarki Guðmundsson

13 ára og eldri

1 Baldvin Orri Smárason

2 Sigurður Atli Jónsson

3 Stefán Númi Stefánsson

Knattspyrna

Um 150 keppendur tóku þátt í knattspyrnumóti

sumarhátíðar á Fellavelli. Keppt var í 5, 6. og 7.

flokki. Liðin voru blönduð og Höttur, Fjarðabyggð,

Neisti, Einherji, Ásinn og Huginn Seyðisfirði áttu

lið á mótinu. Í mótslok voru grillaðar pylsur og allir

fengu verðlaunapeninga fyrir þátttökuna.

Knattspyrnumenn úr Ásnum

dást að verðlaunum sínum

Mynd: GG

Tveir vinir - annar með

kylfu, hinn með hrífu.

Mynd: GG

Page 39: Snæfell 2009

Óskum Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs.

Launafl ehf vill óska öllum starfsmönnum og viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar, með þökk fyrir góð samskipti og samstarf á árinu

sem er að líða.

Page 40: Snæfell 2009

Hvað sem þú gerir um jólin

Egilsstaðir I Kaupvangur 3a I Sími 440 7500Reyðarfjörður I Búðareyri 2 I Sími 440 7540

Fáðu góð ráð á vef okkar ekkigeraekkineitt.is