snæfell 2012

44
1. tbl. 30. árgangur 2011 1. tbl. 31. árgangur 2012 2012 SNÆFELL

Upload: ungmennasamband-austurlands

Post on 15-Mar-2016

232 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Jólablað Snæfell 2012

TRANSCRIPT

Page 1: Snæfell 2012

1. tbl. 30. árgangur 2011

1. tbl. 31. árgangur 20122012

SNÆFELL

Page 2: Snæfell 2012

SUMT MÁHELST EKKI

VANTA!Íslensk getspá er öflugur bakhjarl

íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnarog öryrkja á Íslandi.

Allir vinna þegar þú tekur þátt.Leyfðu þér smá Lottó.

FÍT

ON

/ S

ÍA

FI0

42

06

1

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands,

Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennafélags Íslands.

tt.t.

Page 3: Snæfell 2012

3 Snæfell

SNÆFELLÚtgefandi:

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

Ritstjórn:Gunnar GunnarssonHildur Bergsdóttir

Ábyrgðarmaður:Hildur Bergsdóttir

Myndir:UÍA

Kormákur Máni HafsteinssonHöfundar efnis

Prófarkalesari:Urður Snædal

Umbrot, prentun og bókband:Héraðsprent

Upplag:4000 eintök

Dreifing:Öll heimili á sambandssvæði UÍA

Afgreiðsla:Skrifstofa UÍA

Tjarnarás 6, 700 EgilsstaðirSími: 471-1353

www.uia.is – [email protected]

ForsíðumyndirSvipmyndir frá starfsemi UÍA 2012

„Ég vil vera besta útgáfan af sjálfum mér.“ ..22

Knattspyrnumaðurinn Rafn Heiðdal ræðir

baráttu sína við krabbamein og alkóhólisma og

hvernig hann tekur orðið einn dag fyrir í einu.

„Fyrir mér er blak lífið.“ ..............................34

Helena Kristín Gunnarsdóttir, blakkona úr Þrótti

og íþróttamaður UÍA, spilar blak á háskólastyrk í

Bandaríkjunum.

Risahópur á Unglingalandsmóti...................38

Tæplega hundrað manna hópur fór frá UÍA á

Unglingalandsmótið á Selfossi. Rætt við Höllu

Helgadóttur og Ólaf Tryggva Þorsteinsson, gull-

verðlaunahafa.

„Keppnisíþróttir virka fyrir suma, en ef við viljum gera þá óvirkustu virka verðum við að breyta þankagangi okkar. Við þurfum hugmyndafræði sprottna frá fólkinu sem við reynum að ná til í stað þess að búa til verkefni sem það langar ekki að taka þátt í. Áherslan á hefðbundnar keppnisíþróttir er úr takti við áhuga margra barna á að vera með,“ segir Will Norman.

Norman var meðhöfundur skýrslu sem kom út í sumar þar sem áhersla bresku ríkis-stjórnarinnar á keppnisíþróttir meðal barna á grunnskólaaldri var harðlega gagnrýnd. Þar var bent á að heilsufarsvandamál, sérstaklega offita, sem stafa af hreyfingarleysi kosta þarlenda skattborgara milljarða árlega. Skýrslan kom út skömmu eftir Ólympíuleikana, mitt í allri gleðinni yfir glæsilegum leikum og ekki síður frábærum árangri Breta.

Hérlendis hefur umræðan undanfarna mánuði verið um vaxandi yfirþyngd þjóðarinnar, getuskiptingu og brottfall úr íþróttum. „Hættum að leggja áherslu á að vinna, leggjum frekar áherslu á að iðkendur læri nýja hluti,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og íþróttaþjálfari til margra ára.

Í bresku skýrslunni er bent á að frisbí og zúmba séu meðal þess sem virki best til að fá þá óvirkustu til að hreyfa sig. „Krakkarnir vilja óformlegar, sveigjanlegar íþróttir sem þeir geta stundað einir, í mismunandi fötum eða á meðan hlustað er á tónlist.“

Þetta eru allt hlutir sem við rekumst reglulega á í störfum okkar innan UÍA. Við fáum áminningar um að ekki megi fórna gleðinni fyrir árangurinn. Skyldur okkar í forystu íþrótta-hreyfingarinnar snúast allt eins um að tryggja að einstaklingurinn öðlist líkamlegan og andlegan styrk til að verða betri samfélagsþegn og að hann komist á verðlaunapall. Þetta snýst ekki allt um góðmálma; gull, silfur eða brons. Starfið okkar snýst ekki síst um að tengja saman fólk.

Til að ná þessu markmiði reynum við að leggja áherslu á ólík og ný verkefni. Við getum nefnt rathlaup í Jökuldalsheiði, Spretts Sporlangamótið í frjálsum, fáranleika og starfs-hlaup á Sumarhátíð, sagnanámskeið í grunnskólum og farandþjálfun, sem eykur verulega greinaframboðið þar sem upp á hana er boðið.

Auðvitað virka keppnisíþróttir fyrir suma. Sumir hafa keppnisandann. Í jólablaði Snæfells þetta árið lýsir Rafn Heiðdal því hvernig líkamlegt form og keppnisskapið úr íþróttunum hjálpuðu honum að sigrast á erfiðum sjúkdómi. Mörgum þykir gaman að keppa, jafnvel þótt þeir tapi, og afreksfólkið okkar er og verður í fararbroddi og hvetur aðra til dáða. UÍA stendur fyrir afrekshópum til að styðja við þá sem eru efnilegir og við sendum keppendur á mót á landsvísu þar sem við viljum og erum stolt af að fá verðlaun heim. Við erum með afrekssjóði til að styðja við þá sem sýna metnaðinn og eljuna til að ná langt.

En þegar upp er staðið verðum við alltaf að spyrja okkur: Fyrir hvern er starfið okkar? Á okkur hvílir sú skylda að reyna að ná til sem flestra, að starfa á sem breiðustum grundvelli. Að við fögnum hverjum þeim sem bætist við í starfið, rétt eins og þeim sem bætist við á verð-launapall. Það er of ódýrt fyrir okkur að afgreiða þann sem ekki tekur þátt í okkar starfi sem áhugalausan eða latan. Okkar er að hugsa – hvað getum við gert til að hann langi til að vera með? Hvað getum við gert til að alla langi að hreyfa sig og hafi gaman af?

Það verður stöðug áskorun.

Stjórn UÍA

Fyrir hverja er starfið okkar?

Stjórn UÍA 2012-2013Gunnar Gunnarsson, formaður, Fljótsdal

Jósef Auðunn Friðriksson, ritari, StöðvarfirðiGunnlaugur Aðalbjarnarson, gjaldkeri, Egilsstöðum

Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, meðstjórnandi, NeskaupstaðVilborg Stefánsdóttir, meðstjórnandi, Neskaupstað

Böðvar Bjarnason, varamaður, EgilsstöðumJóhann Atli Hafliðason, varamaður, Fossárdal

Stefán Bogi Sveinsson, varamaður, EgilsstöðumFramkvæmdastýra: Hildur Bergsdóttir, Skriðdal

Page 4: Snæfell 2012

4 Snæfell

Vegur okkar fólks jókst töluvert í ár enda af nógu að taka þegar litið er til kraftmikilla og eljusamra einstaklinga sem hafa gefið af sér í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Vilhjálmur Einarsson varð í lok janúar fyrstur til að vera tekinn inn í nýstofnaða heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Vil-hjálmur varð árið 1956 fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum þegar hann fékk silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu.

Á Sambandsþingi UÍA í apríl veitti Helga Guðjónsdóttir formaður UMFÍ þremur Aust-firðingum starfsmerki félagsins fyrir ötult starf i þágu íþrótta- og ungmennastarfs, þeim Birni Hafþóri Guðmundssyni, Gunnari Jónssyni og Jóhanni Tryggvasyni.

Björn Ármann Ólafsson var sæmdur gull-merki UMFÍ á þinginu, en hann hefur starfað áratugum saman innan UÍA og UMFÍ. Á þinginu sæmdi einnig Garðar Svansson þá Helga Sigurðsson og Hrein Halldórsson gull-merki ÍSÍ fyrir kraftmikið starf í þágu íþrótta-lífs jafnt í fjórðungnum sem á landsvísu.

Þá útdeildi UÍA eigin starfsmerkjum á þinginu í Brúarási til einstaklinga sem starf-að hafa af krafti í sínu heimahéraði. Merkin hlutu Aðalsteinn Hákonarson, Auður Vala Gunnarsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir, Halldóra Eyþórsdóttir og Margrét Árnadóttir. Í ár var

í fyrsta sinn farin sú leið að veita hjónum saman starfsmerki. Þau hlutu Hreinn Hall-dórsson og Jóhanna Þorsteinsdóttir annars vegar og Hafsteinn Jónasson og Ágústa Björnsdóttir hins vegar.

Í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóðafrjáls-íþróttasambandsins úthlutaði Frjálsíþrótta-samband Íslands viðurkenningum til 30 ein-staklinga hér á landi fyrir framúrskarandi framlag þeirra til íþróttarinnar. Þrír Aust-firðingar voru í þessum hópi: Dóra Gunnars-dóttir, Egill Eiðsson og Unnar Vilhjálmsson,

en þau eru að góðu kunn fyrir farsælan keppnisferil, uppbyggingu og útbreiðslu frjálsra íþrótta innan vébanda UÍA, sem og á stærri vettvangi.

Blaksamband Íslands fagnaði 40 ára afmæli sínu um miðjan nóvember. Af því tilefni voru veitt ýmis heiðursmerki fyrir vel unnin störf og rataði eitt slíkt hingað austur, en Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir í blakdeild Þróttar fékk silfurmerki fyrir ötult starf í þágu blak-íþróttarinnar.

Konur eru um þriðjungur stjórnarmanna í héraðs- og sérsamböndum innan ÍSÍ. UÍA er eitt af þeim aðildarfélögum sem hafa sett sér jafnréttisstefnu, en hún var samþykkt á þingi sambandsins í vor.

Þetta kom fram á ráðstefnu ÍSÍ „Konur í stjórnunarstöðum innan íþróttahreyfingar-innar“ sem haldin var í nóvember. Þar voru kynntar niðurstöður könnunar um þátttöku kvenna í stjórnum innan íþróttahreyfingar-innar. Staða kvenna í stjórnunarstöðum innan íþróttahreyfingarinnar er hvað best innan héraðssambanda, en þar hafa konur setið í stjórnum í 32-44% tilvika undanfarin ár. Innan stjórnar ÍSÍ og sérsambanda þess er hins vegar hlutfall kvenna um 25%.

Mikilvægt er að aðilar innan íþrótta-hreyfingarinnar séu meðvitaðir um þennan kynjahalla og vinni markvisst gegn honum. UÍA er meðal sambanda sem markað hafa sér jafnréttisstefnu sem á að tryggja að bæði kyn eigi jafnan rétt til þátttöku í íþróttum og að þeim sé gert jafn hátt undir höfði hvað varðar aðbúnað, umgjörð og umfjöllun. Þar er einnig tekið til þess að kynjahlutföll séu sem jöfnust hvað varðar

setu og störf hjá stjórn og ráðum sam-bandsins.

Helga Magnúsdóttir, úr stjórn ÍSÍ og Evr-ópska handknattleikssambandsins (EHF), ávarpaði þingið og deildi reynslu sinni en hún hefur til margra ára verið eina konan sem starfað hefur innan EHF og ýmsa fjöruna sopið. Hún lýsti stöðu sinni meðal annars með því að á meðan samstarfsmenn hennar í stjórn gengu út frá klæðskerum EHF með BOSS jakkaföt með öllu tilheyrandi,

fékk hún efnispjötlu og skilaboð um að finna sér fallega dragt. Klæðskerarnirkunnu ekki að sníða annað en jakkaföt.

Þingfulltrúar ræddu málefnin, deildu reynslu sinni og komu með tillögur að úrbót-um, leiðum og verkefnum. Þarna sköpuðust fjörlegar umræður og margar hugmyndir spruttu fram sem spennandi verður að sjá hvert leiða. Hildur Bergsdóttir, fram-kvæmdastýra og Vilborg Stefánsdóttir, úr stjórn, sátu þingið fyrir hönd UÍA.

Konur í stjórnunarstöðum

Heiðursfólk á Austurlandi

Starfsmerkjahafar UÍA 2012 ásamt framkvæmdastjóra. Frá vinstri: Hildur Bergsdóttir, Auður Vala Gunnarsdóttir, Halldóra Eyþórsdóttir, Hafsteinn Jónasson, Ágústa Björnsdóttir, Hreinn Halldórsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Margrét Árnadóttir, Elín Rán Björnsdóttir og Aðalsteinn Hákonarson.

Hildur í hópavinnu á ráðstefnunni. Mynd: ÍSÍ

Page 5: Snæfell 2012

Jólagjöf semhentar öllum

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál

að gefa réttu jólagjöfi na. Þú ákveður upphæðina

og viðtakandinn velur gjöfi na. Gjafakortið fæst

í næsta útibúi.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 6: Snæfell 2012

6 Snæfell

UÍA hefur undanfarin misseri staðið fyrir sagnanámskeiðinu „Á ég að segja þér sögu“ í austfirskum grunnskólum undir handleiðslu Berglindar Agnarsdóttur sagnaþulu. Heim-sóttir voru níu austfirskir grunnskólar og nemendum í 5. – 10. bekk kennd undir-stöðuatriðin í sagnalist.

Námskeiðið hófst haustið 2011 og lauk nú í haust. Markmið námskeiðsins var að vekja áhuga barnanna á sagnaforminu og styrkja þau í að tala fyrir framan áhorfendur. Á námskeiðunum var farið í helstu þætti frásagnarlistar, þátttakendum sagðar

sögur og þeim leyft að spreyta sig á sagna-flutningi, auk þess sem námskeiðið var brotið upp með leikjum og æfingum ýmis konar.

„Námskeiðið gekk út á að upplýsa nem-endur um það hvernig best er að bera sig að langi mann að segja áheyrilega sögu og hvað þarf að hafa í huga. Nemendur sögðu litlar sögur frá eigin brjósti, við bjuggumtil sögu á staðnum og ég sagði þeim margar sögur. Besta leiðin til að vekja áhuga á sögum er að hlusta. Að heyra sögu sagða af góðum sagnaþuli er skemmtun sem hæfir öllum aldurshópum,“ segir Berglind.

Eitt af markmiðum námskeiðsins var að útvíkka starfsemi UÍA sem í gegnum tíðina hefur fengist við fleira en íþróttir. Verkefnið var styrkt af Mennta- og menningarmála-ráðuneytinu og Menningarráði Austurlands. Berglind er ánægð með hvernig til tókst. „Sem dæmi um það hvað sögur og umræður um sögur og eiginleika þeirra geta kallað fram í huga þeirra sem yngri eru fékk ég dásamlega athugasemd í ónefndum grunn-skóla, þar sem nemandinn sagði við mig: „mér finnst svo skrýtið að þurfa að hugsa um það sem ég segi.“

Á ég að segja þér sögu? Farandsagnanámskeið UÍA

Myndarlegur frjálsíþrótta-hópur ásamt þjálfurum.

Berglind í góðum félagsskap í Brúarásskóla.

Frjálsíþróttaþjálfararnir Þórey Edda Elís-dóttir, fyrrverandi Ólympíufari, og maður hennar Guðmundur Hólmar Jónsson, segja augljóst að unnið sé öflugt upp-byggingarstarf í frjálsíþróttum á Austur-landi. Þau stýrðu æfingabúðum á vegum UÍA í október.

„Okkur fannst alveg frábært að koma austur og hitta þar svona margt áhuga-samt og duglegt ungt frjálsíþróttafólk. Krakkarnir hlustuðu allir af mikilli athygli

og sugu í sig allt sem við sögðum,“ segir Þórey Edda.

Ríflega þrjátíu krakkar, víða af Austur-landi, sóttu helgarnámskeiðið á Egils-stöðum. Boðið var upp á fjölbreyttar æfingar og fyrirlestra um ýmis málefni tengd íþróttaiðkun, svo sem mikilvægi hvíldar, svefns og matarræðis.

Þórey og Guðmundur héldu aukaæf-ingu og fyrirlestur fyrir Úrvalshóp UÍA og ræddu við hópinn um mikilvægi þess að gefast ekki upp þótt á móti blási og

að í íþróttum skiptist á skin og skúrir, en bæði hafa þau fengið að kynnast því og upplifað sinn skerf af meiðslum á ferlinum.

„Efniviðurinn er greinilega til staðar sem endurspeglast í stærð úrvalshóps-ins. Þau yngri eiga mikla möguleika á inn-göngu í úrvalshópinn ef þau halda áfram á sömu braut því okkur þótti mörg þeirra mjög efnileg. Það er augljóslega verið að vinna gott og mikilvægt uppbyggingar-starf fyrir austan sem gaman var að fá að taka smá þátt í.“

Þórey Edda Elísdóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson

„Efniviðurinn er greinilega til staðar“

Page 7: Snæfell 2012

Öllum nýjum Framtíðarreikningum og innlögnum yfir 2.000 kr. fylgir bolur eða geisladiskur.*

Jólakaupauki!ólakaupauki!

* Meðan birgðir endast.

Framtíðarreikningur vex með barninu

Við bjóðumgóða þjónustu

Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barninu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans hverju sinni.

Með því að stofna Framtíðarreikning í nafni barns safna ástvinir fyrir það í sjóð sem getur seinna meir orðið ómetanlegt veganesti út í lífið.

Þú finnur sérfræðinga í sparnaði í þínu útibúi.

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Page 8: Snæfell 2012

8 Snæfell

Lið Sérdeildarinnar varði titil sinn á æsi-spennandi úrslitahátíð Bólholtsbikarsins sem fór fram 6. maí í íþróttahúsinu á Egils-stöðum. Sex lið höfðu þá spilað grimmt allan veturinn með það að markmiði að komast í úrslitakeppni fjögurra stigahæstu liðanna.

Að þessu sinni voru lið Austra, Ássins/SE, Einherja, ME, Neista og Sérdeildarinnar skráð til leiks. Að loknum 10 umferðum mættust lið Sérdeildarinnar, Neista, ME og Einherja í úrslitum.

Á úrslitahátíðinni mátti sjá glæsileg til-þrif og mikil spenna ríkti meðal bæði kepp-enda og áhorfenda fyrir úrslitaleikinn milli Neista og Sérdeildarinnar, enda bæði liðin sterk og tilbúin að gera fullt tilkall til bikarsins góða. Leikurinn varð jafn og spennandi og hart var barist til sigurs. Sérdeildin hafði þó að lokum sigur, 54-49, og hóf Bólholtsbikarinn á loft öðru sinni við mikinn fögnuð stuðnings-manna sinna. Stigakóngur keppninnar varð

Nökkvi Jarl Óskarsson sem rakaði inn 152 stigum og stigadrottning Eva

Rán Ragnarsdóttir, Neista. Bólholtsbikarinn er hafinn enn á ný og

að þessu sinni leika lið Austra, Ássins, 10. flokks Hattar, ME og Sérdeildarinnar 1 og 2. Hægt er að fylgjast með framgangi keppninnar á Facebook-síðu hennar.

Bólholtsbikarinn

Sérdeildin vann annað árið í röð

BÓLHOLTS BIKARINN2012

Alls var 1,4 milljónum króna úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa á árinu til um 30 verkefna. Úthlutað er að hausti og vori. Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði að leiðarljósi. Alcoa Fjarðaál fjármagnar sjóðinn en UÍA sér um skipulag og umsjá. Báðir aðilar skipa sameiginlega úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjóðnum.

Afreksstyrkir:Eydís Elva Gunnarsdóttir, blak, Þróttur, 100.000 kr.Heiðdís Sigurjónsdóttir, knattspyrna, Höttur, 100.000 kr.Valdís Ellen Kristjánsdóttir, fimleikar, Höttur, 100.000 kr.

Iðkendastyrkir:Ásbjörn Eðvaldsson, skíði, Austri, 50.000 kr.Daði Þór Jóhannsson, frjálsíþróttir, Leiknir, 50.000 kr.Eyrún Gunnlaugsd., frjálsíþróttir og fimleikar, Höttur, 50.000 kr. Halla Helgadóttir, frjálsíþróttir og knattsp., Höttur, 50.000 kr.Heiða Elísabet Gunnardóttir, frjálsíþróttir, Þróttur, 25.000 kr.Hekla Liv Maríasdóttir, sund, Þróttur, 25.000 kr.Írena Fönn Clemmensen, skíði, Þróttur, 25.000 kr.Jens Albertsson, knattspyrna, Neisti, 25.000 kr.Jensína Martha Ingvarsdóttir, skíði, Austri 25.000 kr.Lilja Tekla Jóhannsdóttir, skíði, Þróttur, 50.000 kr.Nikólína Dís Kristjánsdóttir, sund, Austri, 50.000 kr.Ólafur Tryggvi Þorsteinsson, mótorkross, START, 50.000 kr.Þorvaldur Marteinn Jónsson, skíði, Þróttur, 25.000 kr.

ÞjálfarastyrkirBlakdeild Þróttar, 50.000 kr.Fimleikadeild Hattar, 50.000 kr.Guðbjörg Björnsdóttir, sund, Höttur, 50.000 kr.Knattspyrnudeild Þróttar, 50.000 kr.Ljubisa Radovavic, knattspyrna, Höttur, 50.000 kr.Skíðafélagið í Stafdal, 50.000 kr.

Félagastyrkir:Frjálsíþróttadeild Hattar, 50.000 kr.Frjálsíþróttadeild Hattar, 25.000 kr.Golfklúbbur Norðfjarðar, 50.000 kr.Aksturíþróttafélagið START, 50.000 kr.Sunddeild Hattar, 50.000 kr.Sunddeild Þróttar, 25.000 kr.Taekwondodeild Hattar, 50.000 kr

Sprettur afrekssjóður

Um þrjátíu verkefni styrkt úr SprettiUÍA og Alcoa

SPRETTUR

Styrkþegar við vorúthlutun við sundlaugina á Eskifirði. Mynd: Tara Ösp Tjörvadóttir

Page 9: Snæfell 2012

9 Snæfell

Grillsvæðið í Stekkjarvík er alltaf opið - líka á veturna!Um fjórum kílómetrum áður en komið er í Hallormsstað er Stekkjarvík. Þar er að finna góða grillaðstöðu og leiksvæði fyrir börn.

Þjóðskógar Íslands - opnir alla daga, allan ársins hring.

Viðskiptavinir Hitaveitu Egilsstaða og Fella og aðrir Austfirðingar

Bestu jóla- og nýárskveðjur og farsælt komandi ár

Page 10: Snæfell 2012

10 Snæfell

UÍA, Austurför og Fljótsdalshérað stóðu fyrir rathlaupinu Bjarti 2012 í nágrenni Sænautasels í Jökuldalsheiði síðustu helgina í júní. Keppnin fór fram í glæsilegu veðri og glaðasólskini, sem reyndar getur reynt á keppendur á langri göngu.

Markmiðið var að halda fyrsta sólarhrings-rathlaupið á Íslandi, en þátttaka í þeim flokki var ekki næg. Í flokknum sem gekk í átta tíma höfðu Glúmarnir betur gegn Rauðhettunum.

Stöðvarnar voru víða í kringum Sænautasel, en staðsetning hlaupsins byggist meðal annars á heiðarbýlunum í Jökuldalsheiði sem njóta nokkurra vinsælda meðal göngufólks. Rat-hlaup njóta vaxandi vinsælda hérlendis og eru gríðarlega vinsæl erlendis, en fjöldi erlendra keppenda hefur mætt til leiks í íslenskum rat-hlaupum.

Þá var einnig slegið upp fjölskylduratleik þar sem leysa þurfti nokkrar þrautir, meðal annars að mata liðsfélagann blindandi á kókosbollu.

Segja má að í meðförum UÍA hafi slagorðið fjölskyldan á fjallið breyst í framkvæmdastýran á fjallið þetta árið því nokkuð brösuglega gekk að komast á tindinn.

Framkvæmdastýra UÍA leiddi starfsmannagönguna með bókina og hefði sennilega farið á toppinn á einum og hálfum tíma hefði formaðurinn ekki verið með í för og tafið hana. Formaður lét eftirfarandi ummæli falla milli andkafa

í einni brekkunni: „tekur þetta ekkert í lærin á þér, þarna maraþongerpið þitt?“ Á endasprettinum stakk síðan framkvæmdastýran af, fór ein á tindinn og hefndi sín með því að kalla ferðafélagann aumingja þegar hún kom aftur.

Að hennar sögn er útsýnið af toppnum ægifagurt og sést bæði inn í þorpið í Fáskrúðsfirði og út fjörðinn að Skrúði. Útsýnið úr hlíðinni er líka fagurt.

Illa gekk að koma á skipulagðri fjölskyldugöngu á fjallið eins og til stóð, en í þrígang var hún skipulögð og auglýst en í öll skiptin hamlaði veður för. Bókin er því enn á fjallinu og vonir standa til að hægt verði að fara fylktu liði og sækja hana í vor.

Fjölskyldan á Fjallið

Sandfell í FáskrúðsfirðiSandfell í Fáskrúðsfirði var í ár útnefnt fjall UÍA í gönguverkefni UMFÍ, Fjöl-skyldan á fjallið. Af því tilefni var komið fyrir gestabók á toppi fjallsins. Leiðin varð sumum erfiðari en þeir hugðu og enn hefur gestabókin ekki náðst af fjallinu.

UÍA við toppinn.

Séð inn Fleinsdal á leið upp á Sandfell.

Rathlaup í Jökuldalsheiði

Leiðarlýsing:Sandfell er sérstæður bergeitill, 734 m hár og 600 m þykkur, og er eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar.Farið er frá þjóðvegi við brú á Víkurgerðisánni og gengið upp með ánni að utanverðu, áleiðis inn Fleinsdal og síðan beygt til hægri og inn og upp á Sandfell. Gönguleiðin á fjallið er merkt.Sama leið er gengin til baka. Gangan tekur um 5 klukkustundir fram og til baka.

Rauðhetturnar, ásamt Spretti Spor-langa, glaðbeittar að göngu lokinni.

Page 11: Snæfell 2012

11 Snæfell

ÞÚ VELUR FJÁRHÆÐINA – ÞIGGJANDINN VELUR GJÖFINA

Finnur þú ekki réttu gjöfina? Gjafakort Arion banka er hægt að nota við kaup á vöru og þjónustu hvar sem er. Einfaldara getur það ekki verið.

Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka

arionbanki.is — 444 7000

Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum

Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is

Hámark 30 kg eða 0,1 m3

790

GLEÐIGJAFIR

Sendu jólapakkana með Landflutningum og allt andvirði flutningsgjaldsins rennur óskipt í barna- og unglingastarf á þínu svæði.

staðgreittkr.

Page 12: Snæfell 2012

12 Snæfell

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn fór fram í fyrsta skipti í ágúst. Sautján þátttakendur víðs vegar að af landinu mættu til leiks og hjóluðu Fljótsdalshringinn við fyrirtaks að-stæður í skýjuðu veðri og hægum vindi. Sprettur Sporlangi ræsti keppendur á Hall-ormsstað klukkan níu árdegis. Farnar voru tvær vegalendir, 68 km umhverfis Löginn og 103 km áfram inn í Fljótsdal.

Fyrstur í mark á styttri vegalengdinni var Halldór G. Halldórsson á tímanum 2:34,31 klst. Tæp mínúta skildi að fyrstu þrjá í karlaflokki. Lonneke Gastel varð fremst í kvennaflokki á tímanum 2:59,22 klst. Aðal-steinn Þórhallsson, Gyða Guttormsdóttir og Óli Grétar Metúsalemsson mynduðu sigur-liðið í liðakeppninni á tímanum 3:14,05 klst.

„Mér fannst keppnin skemmtileg og vel skipulögð. Hjólaleiðin var falleg og góð stemming meðal keppenda, í framtíðinni vindur keppnin vonandi enn frekar upp á sig með fleiri keppendum og áhorfendum,” sagði Lonneke.

Unnsteinn Jónsson var fljótastur lengri hringinn, 4:02,31 klst. Þeir þrír fremstu í styttri hringnum og tveir fremstu í lengri

hringnum æfa allir með Team Bjargi sem er hjólahópur með aðsetur á Akureyri. Þaðan lagði hópurinn af stað klukkan hálf fimm á

sunnudagsmorgni til að komast á réttum tíma í keppnina.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir?

Ég held að það hafi verið þegar ég var sex eða sjö ára gömul. Ég man lítið eftir fyrstu æfingunni. Mig bara rétt rámar í hana.

Hvaða íþróttir hefur þú stundað?Ég hef æft fótbolta og sund. Um tíma prófaði ég að æfa skíði – og svo auðvitað blakið.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum?Að vera valin í tólf manna U-17 ára

landsliðshóp sem tók þátt í Norður-landamótinu í Finnlandi í september.

Hverju viltu þakka árangurinn?Öllum þeim sem hafa hjálpað mér og kennt mér blak.

Hvaða markmið hefurðu sett þér fyrir framtíðina?Að reyna að halda áfram sem lengst í blaki og gera mitt besta.

Hvert er uppáhalds íþróttaliðið þitt?Auðvitað Þróttur Nes!

Hvað er skemmtilegast við að æfa íþróttir?Ætli það sé ekki bara félagsskapurinn, hreyfingin og svo að keppa.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkurinn úr Spretti fyrir þig?Mjög mikla. Ég er mjög stolt að hafa fengið hann og á eftir að nota hann í keppnisferðir og þess háttar.

Hvíþr

É

Ala

la

HvÖllken

Afreksmaður

Eydís Elva GunnarsdóttirEydís Elva Gunnarsdóttir er sextán ára blakkona úr Þrótti Neskaupstað. Hún var í haust valin í U-17 ára landslið kvenna sem tók þátt í Norðurlandamótinu í Finnlandi. Eydís Elva er ein þeirra þriggja sem fengu afreksstyrk úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa, á árinu.

Tour de Ormurinn

Hjólað umhverfis Löginn

Aðalsteinn Aðalsteinsson og Lonneke Gastel á ferð í Fellum.

UÍA og Alcoa

SPRETTUR

Page 13: Snæfell 2012

13 Snæfell

Launafl ehf vill óska öllum starfsmönnum og

viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar,

með þökk fyrir góð samskipti og samstarf á árinu

sem er að líða.

Page 14: Snæfell 2012

14 Snæfell

Fjör á kvöldvöku á Ungu fólki og lýðræði. Stefnt er að því að ráðstefnan verði haldin á Austurlandi á næsta ári.

Lærdómsríkungmenna-ráðstefnaUMFÍ stóð fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði á Hvolsvelli í lok mars. Erla Gunnlaugsdóttir fór fyrir hönd UÍA á ráð-stefnuna sem er fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára. Þetta var í þriðja sinn sem ráð-stefnan var haldin en þemað að þessu sinni var ungt fólk og fjölmiðlar.

Hópurinn fékk ýmis konar fræðslu, til dæmis um fjölmiðla, mannréttindi og hópefli. Yfir hundrað manns mættu á ráðstefnuna, víðs vegar að af landinu og af mörgum ástæðum, sumir unnu í félagsmiðstöðvum, aðrir voru í ung-mennaráðum og nokkrir komu af ein-skærum áhuga.

Á ráðstefnunni kynntist ég mörgum og skiptumst við meðal annars á upp-

lýsingum um hvernig málum í tengslum við ungt fólk og lýðræði væri háttað í okkar heimabyggð. Margir komu skoð-unum og hugmyndum sínum á framfæri, hugmyndum sem er enn verið að þróa og munu nýtast í framtíðinni. Á ráðstefnuna komu ýmsir gestir, t.d. forseti Íslands, sveitarstjórinn og blaðamenn. Þessir gestir voru hjálplegir og viljugir að svara spurningum ungmennanna sem sóttu

ráðstefnuna. Þannig gafst tækifæri til að fræðast um störf þeirra og hlutverk, ásamt viðhorfum til lýðræðisins.

Góð stemmning var í hópnum sem náði vel saman og ekki skemmdi hótelið og maturinn fyrir. Ráðstefnan var mjög vel heppnuð og lærdómsrík og ég hvet fólk eindregið til að kíkja á þá næstu.

Erla Gunnlaugsdóttir

Boltafélag Norðfjarðar varði í ár Launafls-bikarinn sem það vann í fyrra. Þrjú lið áttu möguleika á sigri fyrir síðustu um-ferðina en miklar sveiflur urðu í keppninni á lokasprettinum.

BN hafði eitt stig í forskot á UMFB fyrir lokaumferðina. Borgfirðingar voru efstir fyrir næstsíðustu umferðina en í henni töpuðu þeir fyrir Þristi í hinum svo-kallaða Bræðsluleik. Leikurinn, kenndur við tónlistarhátíðina, hefur vanalega verið einn af hátindum sumarsins en

áhorfendur hafa verið margir, veðrið gott og Borgfirðingar alltaf unnið – til þessa. Margir brottfluttir eða gestir, og jafnvel stjörnur, hafa þá eflt lið UMFB.

Björn Ágúst Olsen Sigurðsson, BN, var valinn besti leikmaðurinn og Bjarmi Sæmundsson, BN, varð markahæstur með sex mörk.

Aðeins voru fimm lið skráð til leiks í ár: BN, UMFB, Hrafnkell Freysgoði/Neisti, Spyrnir og Þristur, tveimur færri en í fyrra. Af þessum liðum kláraði Spyrnir ekki mótið. Hrafnkell/Neisti var lengi vel

í baráttu um titilinn en tapaði tveimur síðustu leikjunum. Leikin var tvöföld umferð í deild og hampaði efsta liðið titlinum í stað þess að leikin væri úr-slitakeppni eins og síðustu ár. Lið L U J T Mörk Stig1 BN ‘96 8 6 1 1 35-13 192 UMFB 8 6 0 2 22-12 183 Hrafnkell F. 8 4 1 3 23-15 134 Þristur 8 3 0 5 17-33 95 Spyrnir 8 0 0 8 0-24 0

Launaflsbikarinn

BN varði titilinnLAUNAFLSBIKARINN

2011

Page 15: Snæfell 2012

15 Snæfell

Óskum austfirðingum gleðilegra jóla og

farsældar á nýju ári.Þökkum viðskiptin á

liðnum árum.

Bílaverkstæði AusturlandsMiðási 2 - 700 Egilsstöðum - S. 470-5070

Page 16: Snæfell 2012

16 Snæfell

Fimleikadeild Hattar, Ungmenna- og íþrótta-samband Austurlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum skrifuðu nýverið undir sam-starfssamning um afrekshóp í fimleikum á Austurlandi. Markmiðið með hópnum er að styðja við þá sem vilja ná lengra í íþróttinni,en jafnframt búa lengur í heimabyggð.

Afrekshópurinn samanstendur af tíu stúlkum á aldrinum 15-20 ára sem hafa æft fimleika frá 6 ára aldri og náð langt í greininni.„Það er von okkar að með þessum afreks-hópi komum við til móts við iðkendur sem þurfa betri aðstöðu til æfinga og styðjum við iðkendur sem stunda fimleika af mikilli samviskusemi. Við ætlum að halda þátt-takendum lengur í heimabyggð og um leið styðja við þær menntastofnanir og íþrótta-starf sem eru hér á svæðinu með aukinni fræðslu og verkefnum sem henta hverjum og einum,“ segir Auður Vala Gunnars-dóttir, yfirþjálfari.„Markmiðið með afrekshópnum er að halda ungmennunum okkar lengur heima í héraði. Aðstaða til fimleikaiðkunar fyrir

þá sem hafa náð langt í íþróttinni er ekki til staðar og því mun hluti hópsins fara til fimleikadeildar Stjörnunnar í Garðabæ, tvisvar sinnum á haustönn og þrisvar sinnum á vorönn 2013.“Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri UÍA, segir fimleikahópinn styðja við það afreksstarf sem þegar er í gangi hjá sam-bandinu. „Við erum með afrekshópa í sundi

og frjálsíþróttum og við sjáum fyrir okkur að geta samnýtt fræðslu fyrir hópana. Við fögnum því frumkvæði sem fimleikadeild Hattar sýndi með að leita til okkar. Við höfum lýst því yfir að við viljum styðja við efnileg verkefni á svæðinu og þetta er sannarlega eitt af þeim. Við sjáum einnig fyrir okkur að hópurinn nýtist til að breiða fimleikaíþróttina út á Austurlandi.“

Þjálfarar úr fimleikadeild Hattar voru meðal þeirra sem fengu styrk úr afreks- og fræðslusjóði UÍA á árinu, en hópurinn fór til Danmerkur á þjálfaranámskeið og til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í fimleikum.

Þann 17. október fóru níu þjálfarar frá fimleikadeild Hattar í sex daga ferð til Danmerkur. Þjálfararnir eru á aldrinum 17-41 árs og hafa allir nokkra reynslu af fimleikaþjálfun, sumir þó meiri en aðrir. Tilgangur ferðarinnar var annars vegar að sækja þjálfaranámskeið og hins vegar að horfa á Evrópumeistaramótið í fim-leikum þar sem stórglæsileg frammistaða íslenska landsliðsins sló algjörlega í gegn.

Flogið var að morgni til Kaupmanna-hafnar og þaðan tekin lest til Árósa. Þá kynntist hópurinn „lúxuslestarlífinu“ með fullar ferðatöskur og mjög þrönga ganga, en engin sæti. Við komuna til Árósa var stefnan tekin rakleiðis í nýtt og flott fim-leikahús þar sem danskur þjálfari með mikla reynslu tók á móti hópnum og hélt fyrir hann námskeið í fimleikaþjálfun.

Margt greip augu þjálfaranna í þessu nýja fimleikahúsi, svo sem tæki og áhöld og góð aðstaða bæði fyrir iðkendur og þjálfara. Einnig má nefna glæsilegt og stælt fimleikafólk sem framkvæmdi æfingar af öryggi og krafti og sýndi flott stökk. Þjálfarinn sýndi hópnum sniðugar stöðvar til að nota við þjálfun og einnig fengu þátttakendur leiðsögn og æfingu í að taka undir flókin stökk. Námskeiðið var mjög lærdómsríkt og mikilvægt þar sem ákaflega sjaldan gefast tækifæri til slíks heima á Egilsstöðum.

Næstu daga horfði hópurinn á Evrópu-meistaramótið í fimleikum. Það var ólýsanleg tilfinning og einstaklega skemmtilegt að vera hluti af íslenska stuðningshópnum og finna stemmningunauppi í stúku á spennandi stundum eins og þegar beðið var eftir úrslitunum. Á mótinu var margt sem gladdi fimleika-þjálfara og frábært að sjá svona marga hæfileikaríka einstaklinga og hópa sem vinna vel saman. Hápunktur mótsins var glæsilegur sigur íslenska landsliðsins í senior- og juniorhópnum. Ógleymanleg

stund var að standa í stúkunni og syngja þjóðsönginn þegar Íslendingarnir fengu gullið afhent, ekki bara einu sinni heldur tvisvar á sama móti.

Danmerkurferðin var mikil upplifun og verður hópnum minnisstæð. Þjálfararnir lærðu geysilega margt í ferðinni sem kemur til með að nýtast þeim vel í starfi sínu hjá Fimleikadeild Hattar.

Erla Gunnlaugsdóttir

Afrekshópur fimleikadeildar Hattar, UÍA og ME

Fimleikar

Þjálfarar í námsferð til Danmerkur

Hópurinn vígalegur eftir heimsókn í H&M.

Stúlkur úr afrekshópnum ásamt Þorbirni Rúnarssyni (ME), Önnu Alexandersdóttur (Hetti) og Gunnlaugi Aðalbjarnarsyni (UÍA) við undirritunina.

Page 17: Snæfell 2012

17 Snæfell

Sendum viðskiptavinum og öllum Austfirðingum bestu jóla- og nýárskveðjur

með þökkum fyrir viðskiptin síðastliðin 23 ár.

ð k

stliðin 2

Hér

aðsp

rent

Sími 471 2013 · www.rafey.is

Önnumst

CABAS

tjónaskoðanir

fyrirtryggingafélög.

VÖNDUÐ

Réttingar og sprautunFramrúðuskipti

Bílaleiga

Opið virka daga kl. 8 - 18

VINNUBRÖGÐ

VOTTAÐ RÉTTINGAVERKSTÆÐI

Rúðuviðgerðir

Hér

aðsp

raðs

pren

tr

Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári.Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Page 18: Snæfell 2012

18 Snæfell

Á annað hundrað barna naut farand-þjálfunar UÍA sem í boði var á fjórum stöðum í sumar. Þjálfað var tvisvar í viku hjá Huginn Seyðisfirði, Val Reyðarfirði, Þrótti Neskaupstað og vikulega hjá Ein-herja á Vopnafirði.

Um 10-30 krakkar mættu á hverja æfingu. Þjálfarinn segir það undirstrika mikilvægi þjálfunarinnar sem eykur greinaframboðið á hverjum stað. „Það er alltaf jafn gaman að fara þennan rúnt og frábært að sjá krakka sem kannski hafa ekki fundið sig í öðrum greinum sem í boði eru á staðnum blómstra í frjálsum íþróttum,“ segir Hildur Bergsdóttir, fram-kvæmdastýra UÍA sem stýrði æfingunum. „Það var einnig skemmtilegt að heyra af því að nokkrir iðkenda sögðu mér að þeir hefðu lært ýmiskonar hlaupatækni á frjálsíþróttaæfingum sem hjálpaði þeim að bæta sig í öðrum greinum.“

Auk farandþjálfunarinnar var boðið upp á samæfingar á Vilhjálmsvelli fyrir Sumarhátíð og Unglingalandsmótið. „Það er ákveðin áskorun að gera það besta úr aðstöðunni á hverjum stað. Með jákvæðni og hugmyndaflugi er allt hægt og krakkarnir gerðu sér ekki neina rellu

út af því að þurfa að stökkva langstökk í strandblakvöllinn eða hlaupa grindahlaup yfir sippubönd sem búið var að binda við öll tiltæk fótboltamörk á staðnum. Það er ótrúlegt hversu margir náðu tökum á grunntækni íþróttarinnar við þessar aðstæður sem þau gátu síðan fín-pússað þegar þau komu á samæfingar á

Vilhjálmsvelli.“ Bílaverkstæði Austurlands gerði þjálfunina mögulega með að leggja UÍA til fararskjóta en eknir voru vel yfir fimm hundruð kílómetrar í hverri viku. Þjálfunin hófst fyrstu vikuna í júní og stóð fram að Sumarhátíð með vikufríi á meðan Frjálsíþróttaskólinn var í gangi.

Farandþjálfun

„Frábært að sjá þá sem ekki finna sigí öðrum íþróttum blómstra í frjálsum.“

Vaskir frjálsíþróttakrakkar við æfingar á Vopnafirði.

Rúmlega tuttugu ungmenni af öllu Austur-landi tóku þátt í frjálsíþróttaskóla UMFÍ, vikulöngu íþróttanámskeiði, sem UÍA hélt á Egilsstöðum 11.-15 júlí. Fjöldi gestakennara kom við sögu í vikunni til að tryggja fjöl-breytta dagskrá.

Þótt frjálsar íþróttir séu í forgrunni er jafnan lögð rík áhersla á fjölbreytta íþrótta-iðkun í skólanum. Eins og undanfarin tvö ár stýrði Hildur Bergsdóttir skólanum og

fékk til liðs við sig fjölmarga gestaþjálfara. Að vanda voru tvær frjálsíþróttaæfingar á dag, allar greinar teknar fyrir og nútíma tækni nýtt til að þátttakendur fengju sem bestan skilning á hinum ýmsu tækniatriðum frjálsra íþrótta. Æfingar voru teknar upp á myndband og síðan farið yfir upptökurnar með krökkunumtil að sjá hvað væri vel gert og hvað mætti bæta. Fjölmargir gestakennarar litu í heimsókn. Árni Ólason kenndi júdó,

Alda Jónsdóttir skylmingar, Sóley Guð-mundsdóttir boccia, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir crossfit, Stefán Andri Stefánsson handbolta, Viðar Örn Haf-steinsson körfubolta, Þórunn Hálfdánar-dóttir badminton, Auður Vala Gunnar-sdóttir og aðstoðarmenn fimleika, Hera Ármannsdóttir og Kristbjörg Jónas-dóttir strandblak. Ýmsir frjálsíþrótta-sérfræðingar komu einnig við sögu til að dýpka þjálfunina í ákveðnum greinum. Má þar nefna Daða Fannar Sverrisson, Lillý Viðarsdóttur, Heiði Vigfúsdóttur og Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur. Dagskráin var brotin upp með margvíslegum hætti. Í miðri viku var farið í báts- og hestaferð og ratleik í Hallormsstaðarskógi og Stefán Bogi Sveinsson stýrði Innsvari eitt kvöldið.

Á lokadegi skólans var að venju upp-skerumót þar sem vinna vikunnar skilaðisér í afrekum. Margir foreldrar og systkini mættu á mótið, hvöttu nemendurna áfram og hjálpuðu til við mótið. Skólanum var síðan slitið með pizzaveislu og útskrift þar sem nemendurnir fengu spjald með gildum ungmennafélagsandans og viður-kenningarskjal.

Metþátttaka í frjálsíþróttaskólaAldrei hafa fleiri tekið þátt í frjálsíþróttaskólanum, en þeir voru 22 að þessu sinni.

Page 19: Snæfell 2012

19 Snæfell

1

morthensNr. 08

120 grömm af baulandi ungnautakjöti með stökku beikoni, bræddum osti, hvítlaluksristuðum sveppum og bernaise sósu sem er löguð á staðnum. Þessi má

heita Morthens.

Sendum landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir

viðskiptin á líðandi ári.

Page 20: Snæfell 2012

20 Snæfell

Neistamaður fremstur. Félagið varði stigabikarinn á Sumarhátíðinni.

Meðlimir GYS87 fimleikahópsins drifu áhorfendur með í dans.

Sprettur Sporlangi stóð í fyrsta sinn fyrir sinni eigin íþróttahátíð á Sumarhátíðinni. Þar var keppt í starfshlaupi og fárán-leikum, sem innihéldu þrautir eins og hákarlsát og vínberjaspýtingar. Sprettur er höfðingi heim að sækja og bauð gestum upp á tertu til að þakka frábærar viðtökur á fyrsta ári hans sem lukkudýrs UÍA.

Frjálsíþróttakeppnin var að venju fyrir-ferðamikil í dagskrá hátíðarinnar. Um 190 þátttakendur tóku þátt í Nettómótinu í frjálsíþróttum sem fram fór á Vilhjálms-velli. Eins og undanfarin ár hampaði Höttur stigabikarnum í bæði yngri og eldri flokki í frjálsum íþróttum.

Það voru tveir ellefu ára langstökkvarar úr Hetti sem hömpuðu afreksbikurum einstaklinga. Halla Helgadóttir, fyrir að stökkva 4,07 m, og Elís Alexander Hrafn-kelsson, fyrir að stökkva 3,99 m.

Í sundi vann Neisti stigabikarinn fjórða árið í röð. Neisti fékk 424 stig en Höttur

varð í öðru sæti með 384 stig. Mótið gekk hratt og vel fyrir sig, enda eru aust-firskir sundstarfsmenn í góðri æfingu eftir Unglingalandsmótið í fyrra. Strandblak er orðið að föstum viðburði á Sumar-hátíð, en keppt var í því í Bjarnadal í þriðja skipti. Fjögur lið voru skráð til leiks í yngsta flokknum, 12 ára og yngri, tvö lið í flokki 13-15 ára og þrjú lið í flokki fullorðinna 16 ára og eldri.

Bocciakeppni hátíðarinnar var æsi-spennandi og segja má að úrslit hafi ráðist í síðasta kasti er liðið Úti í Nesi sigraði Viljann frá Seyðisfirði. Alls tóku 6 lið þátt í keppninni.

Rúsínan í pylsuenda Sumarhátíðar þetta árið kom alla leið frá Danmörku, en þar var á ferðinni fimleikahópurinn GYS87 sem samanstendur af eldra fólki sem hefur haldið hópinn í 25 ár og sýnt listir sínar vítt og breitt um heiminn.

Sýningin var afar lífleg og litskrúðug og mátti þar sjá fólk á sextugs- og sjötugs-aldri leika ótrúlegustu listir.

Öll nánari úrslit hátíðarinnar má finna á www.uia.is.

Keppendur frá Ásnum í kúluvarpi. Félagið gerði harða atlögu að stigabikarnum.

Jósef Auðunn Friðriksson og Sprettur Sporlangi hjálpuðust að við að afhenda yngstu keppendunum þáttökuverðlaun.

Vopnfirðingar og liðsmenn Viljans á Seyðisfirði í hatrammri baráttu í bocciakeppninni.

Sumarhátíð UÍASumarhátíð UÍA fór fram 6.-8. júlí á Egils-

stöðum. Dagskráin var fjölbreytt að vanda

og boðið upp á hefðbundnar keppnis-

greinar í bland við aðrar óhefðbundnari.

Page 21: Snæfell 2012

21 Snæfell

Gullberg

Gullberg ehfsendir landsmönnum

öllum bestu jóla- og nýárskveðjur.

Þökkum frábærar

viðtökur á jólahlaðborðinu

okkar í ár.

Við óskum ykkur gleðilegra

jóla og farsældar á nýju ári.

Kveðja,

www.hotel701.is

Snæfell – kjötvinnslaKaupvangi 23b, Egilsstöðum.

Opið virka daga kl. 8.00 – 17.00.

Gæðin í fyrirrúmi og hagurinn er heimamanna.

Sími 471-2042 [email protected]

www.snaefellkjot.is

Gleðileg jólGleðileg jól

og farsæltog farsælt

komandi ár!komandi ár!

Page 22: Snæfell 2012

22 Snæfell

Rafn Heiðdal

„Ég vil vera besta

útgáfan af sjálfum

mér“Rafn Heiðdal var að verða tuttugu og þriggja ára, átti von á barni og nýbyrjaður að spila í fyrstu deildinni í knattspyrnu þegar hann greindist með krabbamein. Við tók löng og erfið meðferð við krabbameininu og síðan meðferð við alkóhólisma. Snæ-fell ræddi við Rafn um fisk og fótbolta á Djúpavogi, baráttuna við veikindin og löngunina til að hjálpa öðrum.

Page 23: Snæfell 2012

23 Snæfell

„Fiskur og fótbolti, ætli að það lýsi ekki best mínum yngri árum,“ segir Rafn. Við sitjum á kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur í byrjun aðventunnar. Jólaskreytingarnar eru komnar upp í Austurstrætinu. Um Austurvöll þrammar um fólksfjöldi með kröfuspjöld, með Davíð Oddsson og Ólaf Ragnar Grímsson í broddi fylkingar. Það er verið að taka upp Áramótaskaupið.

Rafn er fæddur í október 1987. Hann er næstyngstur fimm systkina og ólst upp á Djúpavogi. „Ég var mikið á bryggjunni þegar ég var lítill. Síðan fór ég að vinna í frystihúsinu, en það komst enginn upp með að sleppa því. Þar var rosastuð, sér-staklega á síldarvertíðum. Þarna lærði maður að vinna. Maður komst ekki upp með neitt múður. Ef maður var latur, þóttist vera veikur og ætlaði ekki í vinnuna var sænginni bara kippt af manni.“ Hann segir hafa verið gott að alast upp á Djúpavogi. „Það var auðvelt að læra muninn á réttu og röngu. Maður náði ekkert að mótast í röngu umhverfi, enda var það eiginlega ekki til staðar.“

Rafn segist hafa verið níu eða tíu ára gamall þegar hann fór að æfa fótbolta. „Eftir það snérist lífið um fótbolta. Ég var ekki mikið fyrir að læra, ég vildi frekar vera úti að gera eitthvað.“ Rafn reyndi líka fyrir sér í frjálsum, en það var fótboltinn sem var númer eitt. „Ég eignaðist fljótt íþróttahetjur,“ segir hann og telur upp leik-menn úr Neista, eins og markahrókinn Hall Kristján Ásgeirsson og varnarmanninn Óðin Gunnlaugsson. „Mér fannst frábært að sjá hann spila.“ Úr Neista fer hann svo yfir í Manchester United. „Ég var með David Beckham á heilanum þegar ég var yngri – og Alex Ferguson. Þegar ég hugsa um hetjur hugsa ég bara um fótboltamenn.“

Hann nefnir líka þjálfarana sína, Albert Jensson og Svein Ara Guðjónsson. „Þeir voru harðir við mann. Maður var ungur og vitlaus og varð reiður og móðgaður við þá, en með tímanum fattaði maður að það sem þeir létu mann gera festist.“ Rafn þakkar þeim líka fyrir að hafa fyllt liðið metnaði. „Maður vildi alltaf gera betur. Við unnum kannski ekki marga leiki, en við vorum aldrei sáttir við að tapa.“

Rafn var hluti af sterkum árgangi frá Neista. Jafnaldrar hans, Birgir Hákon Jó-hannsson og Bjartmar Þorri Hafliðason, spila báðir enn í Íslandsmeistaramótinu. „Við vorum rosalega góðir og urðum Austurlandsmeistarar í sjö manna bolta ásamt ‘88 árganginum.“ Fyrsti meistara-flokksleikurinn var síðan 15. júní árið 2002. Neisti tók þá á móti Leikni Fáskrúðsfirði og náði 1-1 jafntefli sem skilaði einu af fjórum stigum sumarsins. Rafn spilaði fyrri hálf-leik. „Ég man eftir því þegar ég sá nafnið mitt á krítartöflu í íþróttahúsinu heima og hugsaði „Vááá!“ Ég man hvað ég var stress-aður og varð alveg hvítur þegar ég fann

ábyrgðartilfinninguna. Ég var yngstur í liðinu og það var mikið öskrað á mann en það var rosagott. Þetta steig mér til höfuðs. Ekki að ég hafi verið að monta mig, en inni í mér fannst mér ég vera kominn lengra en aðrir. Þetta er tímabilið þar sem maður veit að maður er loksins að uppskera eins og maður hefur sáð og mér fannst þetta stórt skref, að spila ellefu manna bolta í þriðju deildinni.“

Rafn ávann sér ekki fast sæti í byrjunar-liðinu þetta sumar, en spilaði þó flesta leikina. Næstu tvö sumur ávann hann sér fast sæti í Neistaliðinu. Hæfileikar hans fóru ekki framhjá neinum og á miðju sumri 2005 kaus hann að skipta yfir í Hött. „Í dag finnst mér að ég hefði átt að bíða. Það var góður þjálfari á Djúpavogi (Óli Halldór Sigurjónsson) sem kenndi okkur hvernig við ættum að staðsetja okkur og hreyfa á ellefu manna velli. Ég hefði getað nýtt mér það betur.“

En þegar menn eru tæplega átján ára og á uppleið hafa þeir engan áhuga á að bíða. „Neistamenn voru ekki ánægðir með að ég skyldi skipta yfir. Ég skildi það ekki þá en ég skil þá í dag,“ viðurkennir Rafn. Það gladdi heldur ekki hans fyrrum samherja þegar hann skoraði gegn þeim í öðrum leik sínum með Hetti, hans fyrsta mark á ferlinum. „Ég ætlaði að fagna, ætlaði að lyfta höndunum en þegar ég hljóp fram hjá Njalla (Njáli Reynissyni, Neista) setti ég þær niður. Mér fannst ekki rétt að fagna mark-inu. Að skora gegn sínum gömlu félögum er skrýtin tilfinning. Þetta er ekki bara mark. Þetta er eitthvað annað og meira.“

Þótt Rafn viðurkenni í dag að hafa farið heldur snemma frá Neista sér hann ekki eftir árunum í Hetti. „Þetta voru lærdóms-rík ár. Ég var kominn í Menntaskólann á Egilsstöðum, ég flutti að heiman og var rosalega spenntur. Þótt þetta hafi ekki verið mikið stærra þá var þetta samt stærra, fleiri fótboltamenn á æfingum og slíkt.“

Höttur vann Austurlandsriðilinn í þriðju deildinni sumarið 2005 en féll strax úr leik í úrslitakeppninni. Betur gekk sumarið á eftir þegar liðið fór upp um deild. „Við spiluðum nokkra erfiða leiki í riðlinum, til dæmis gegn Leikni sem var með mjög gott lið. Úrslitakeppnin var líka mjög erfið, allir leikirnir voru rosalega jafnir.

Ég man eftir mistökum sem ég gerði á móti Víði í Garði, einum af þeim stærri á ferlinum. Í stöðunni 1-1 tækla ég kant-manninn úti í vítateignum hægra megin. Ég þurfti þess ekkert, ég var búinn að loka á hann en var aðeins of ákveðinn. Ég sagði ekkert við dómarann, ég vissi að þetta var víti. Ég var heldur ekki þekktur fyrir að rífast mikið við dómarana, auðvitað átti ég það til en ég vissi að það var rangt. Ég var frekar í að stoppa aðra af.“

Víðismenn komust yfir úr vítinu en Hattarmenn jöfnuðu og unnu síðan leikinn á Egilsstöðum 2-1. Rafn segist hafa látið þetta sér að kenningu verða. „Eftir þetta fékk ég ekki á mig víti.“ Samherjarnir voru samt ekki ánægðir með hann. „Ég gerði mistök, slíkt gerist í fótbolta. Ég var ekki vanur að gera þau, þetta var fyrsta vítið sem ég fékk á mig. Ég man að Oliver (Bjarki Ingvarsson, markvörður) skammaði mig en það var ekki meira en það. Ég fann samt eftir leikinn að menn voru ekkert sáttir við mig. Ég vissi líka alveg að ég átti ekki að gera þetta.“

Ný reynsla tók við í annarri deildinni undir stjórn nýs þjálfara. Gunnlaugur Guðjónsson, sem hafði áður þjálfað hann hjá Neista hætti og við tók Njáll Eiðsson. „Þeir kenndu mér báðir mjög mikið.“ Rafn segir muninn á milli deildanna hafa verið mikinn. „Ég var í það góðu líkamlegu formi að ef ég missti menn frá mér í þriðju deildinni gat ég elt þá uppi. Í annarri deildinni var mikið af góðum fótboltamönnum, sterkum og snöggum, sem refsuðu manni frekar fyrir mistökin.“

Höttur var í baráttu um miðja aðra deildinasumrin þrjú sem Rafn spilaði í henni. „Við vorum með fínan hóp en spiluðum á tíma illa. Ég veit ekki af hverju, en ef hugarfarið er ekki rétt gerirðu ekki neitt. Þú þarft að vera tilbúinn að spila leikinn og ég held að við höfum ekki alltaf spilað með hausnum.“

Í ársbyrjun 2010 var aftur komið að vistaskiptum hjá Rafni. Að þessu sinni færði hann sig yfir í Fjarðabyggð sem var í fyrstu deild. „Mér fannst tími minn hjá Hetti vera búinn. Það var skipt um þjálfara, margir voru að fara og ég var fluttur í bæinn. Ég var líka orðinn leiður á Egilsstöðum, sem ég get að einhverju leyti skrifað á djamm, drykkju og svoleiðis. Mér fannst ég vera með lítil tök á lífinu og ekki að vera að gera rétt. Það var annars komið mjög vel fram við mig, þarna var einfaldlega eitthvað orðið að hjá mér.

Fjarðabyggðarmenn gengu mjög hart á eftir mér því ég gaf grænt ljós á það.

Ef maður var latur, þóttist vera veikur og ætlaði

ekki í vinnuna var sænginni bara kippt af

manni.

Page 24: Snæfell 2012

24 Snæfell

Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og taka skrefið upp á við. Ég var rosalega spenntur, þarna fékk ég alvöru samning í fyrsta skipti. Það var orðið hart í ári hjá mér á Egils-stöðum. Ég gat ekki stólað á aðra en sjálfa mig í peningamálum og vildi ekki vera í vandræðum, orðinn þetta gamall og með barn á leiðinni.“

Rafn ætlaði sér að búa á Djúpavogi yfir sumarið, vinna þar sem þjálfari hjá Neista en keyra á milli á æfingar og í leiki. „Það var ekki nógu úthugsað hjá mér, að ein-hverju leyti ákvað ég þetta í bræði. Það tekur einn og hálfan tíma að keyra á milli. Ég hefði átt að vera á staðnum til að gera þetta almennilega og æfa alla daga.“ Þrátt fyrir allt þetta segist Rafn „þakklátur fyrir að hafa fengið að spila í fyrstu deildinni. Ég kynntist mörgum af þeim skemmtilegustu persónum sem ég þekki í gegnum fót-boltann. Þeir sem maður keppti á móti voru samt vinir manns. Þetta er skemmtilegt samfélag. Maður lærir margt af eldri mönnum og tekur við reynslu þeirra sem eru tilbúnir að gefa af sér.“

Leikirnir þar með Fjarðabyggð urðu þó aldrei nema fjórir. Yfir veturinn hafði sársauki gert vart við sig í hægra lærinu og fór sívaxandi. Rafn reyndi að hrista hann af sér, vitandi að vinur hans hafði árum saman spilað meiddur í nára. „Fyrst hann

gat það gat ég gert það líka.“ Hann fór til sérfræðinga og sjúkraþjálfara, en aldrei fannst neitt. „Sársaukinn óx hratt. Ég var virkilega slappur og veiklulegur en gat ekki tengt það við neitt.“

Rafn fékk að æfa með Stjörnunni í Garðabæ á meðan hann var syðra til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið fyrir austan. „Þar voru menn orðnir þreyttir á mér. Ég reyndi að rífa mig í gegnum æfingarnar því ég vildi ekki fá það orð á mig að ég væri latur, en ég þurfti oft að hætta á æfingum út af verk. Ég fór til Tinnu Duffield (sjúkraþjálfara) sem skoðaði mig vandlega og sendi mig áfram í myndatökur. Það fannst samt ekkert því það voru ekki teknar myndir á réttum stað. Þarna vissi maður þó að eitthvað var að.“

Rót sársaukans fannst fyrir rest, á þjóðhátíðardaginn árið 2010. „Þegar ég var kominn á Djúpavog var sársaukinn orðinn svo mikill að ég var á verkjalyfjum allan daginn. Eina nóttina hringdi ég út lækni, Pétur Heimisson frá Egilsstöðum. Hann tók mig í 15 mínútna tékk og fann þetta „þykkildi,“ eins og það kallaðist þá, og sagði mér að ég þyrfti að fara suður með næstu vél. Ég gerði það og daginn eftir fór tengdamóðir mín fyrrverandi með mig í myndatöku á Domus Medica.

Þegar myndatakan var búin og við vorum að keyra í burtu af bílastæðinu hringdi

starfsfólkið aftur í mig. Þá vissi maður að það væri einhver djöfullinn að, eitthvað alvarlegt. Þarna varð ég stressaður, án þess þó að vita hvað væri að. Ég fór aftur inn, lét taka fleiri myndir og fór síðan heim að bíða eftir símtalinu.

Pétur læknir hringdi um kvöldið. Hann byrjaði á að fara varlega í hlutina en ég sagði bara við hann að ég vildi vita hvað væri í gangi. Hann útskýrði það á lækna-máli og ég spurði: „Er þetta krabbamein?“ og hann svaraði: „Það eru allar líkur á því.” Þarna kom yfir mig þessi skrýtna tilfinning, ég varð ekki sár eða reiður, bara dofinn. Ég fattaði þetta bara ekki alveg.“

Rafn segist hafa byrjað á að tilkynna sínum nánustu, foreldrum, kærustu, tengda-foreldrum og fjölskyldu. „Þau fengu sjokk.“ Daginn eftir var hann kominn inn á Lands-spítalann. „Mér voru sýndar myndirnarog þetta var alveg rosalega stórt.“

Á myndum sást sjaldgæft illkynja æxli af Ewing’s sarcoma stofni sem vaxið hafði út frá lífbeininu. Tólf sentímetrar á lengd, sjö á þykkt og 300 millilítrar í rúmmál, sennilega um tíu mánaða gamalt. Sársaukinn stafaði af því að það hafði ýtt innyflum, blöðru og þörmum til hliðar. Rafn þvældist á milli lækna á spítalanum sem gerðu honum enn frekar grein fyrir alvarleika málsins.

„Þeir vissu ekki hvort æxlið hefði bitið sig fast við innyflin, en þeir gerðu ráð fyrir að

Fyrsti leikur með nýju liði í byrjun sumars 2010, mánuði áður en æxlið fannst. Rafn spilaði með Fjarðabyggð gegn Víkingi.

Mér fannst tími minn hjá Hetti vera

búinn. Það var skipt um þjálfara,

margir voru að fara og ég var fluttur í bæinn. Ég var líka

orðinn leiður á Egilsstöðum.

Page 25: Snæfell 2012

25 Snæfell

það væri búið að festa sig við lærtaugarnar þrjár því verkurinn kom frá þeim. Á einum fundinum var mér sagt að það þyrfti að taka fótinn af mér við mjöðmina, því hún væri dauð þegar búið væri að klippa á taugarnar. Sama átti við taugarnar niður í kynfærin...það hefði þýtt að þau væru dauð líka.

Þarna gerði ég mér í alvörunni grein fyrir hvað væri að gerast og þá kom sjokkið. Ég man ég fylltist gífurlegri reiði, að þetta skyldi koma fyrir mig. Það á enginn rúmlega tvítugur von á að fá krabbamein. Þessi reiði fór aldrei, hún var í mér í heilt ár. Ég man að ég fór af fundinum, læsti mig strax af inni á klósetti og fór að gráta.

Þetta var mjög erfiður tími. Þetta orð: „krabbamein“ – þetta er svo alvarlegt orð. Ég vissi ekkert hvað ég myndi gera, sá bara fyrir mér að ég myndi missa hárið og svo framvegis.“

Lyfjameðferðin hófst strax því minnka þurfti æxlið til að hægt væri að skera það. „Það minnkaði hratt, niður í golfkúlu-stærð.“ Í september var Rafn sendur til

Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann gekkst undir langa aðgerð á Sahlgrenska sjúkra-húsinu. „Ég fór í aðgerðina með það í huga að ég yrði með staurfót þegar ég vaknaði.“ Hann segir hafa verið erfitt að vakna, að þurfa að bíða eftir að læknarnir kæmu og segðu honum hvernig hefði gengið. „Ég var deyfður alla leiðina niður og vissi ekkert hvort ég gæti hreyft löppina. Að lokum komu læknarnir og sögðu að þetta hefði gengið eins og í sögu. Ég gat ekki beðið um meira.“

Auk æxlisins voru lífbeinið og innan-verð læristaugin skorin. Þvagblaðran, sem óttast var að þyrfti að taka, er enn á sínum stað. „Líkamlega tapaði ég ekki öðru á þessu en því að ég hef ekki fulla stjórn á hægri fætinum þannig að ég þurfti að hætta í fótbolta. Það var hræðilega erfitt þegar ég gerði mér loksins grein fyrir því. Það kom tímabil þar sem ég gat ekki horft á fótbolta og ég átti erfitt með að horfa á Hött spila í sumar. Ég hef þurft að sætta mig við að ég get ekki spilað fótbolta, en hann er svo ríkur í manni út af gleðinni. Þótt maður tapaði þá var samt gaman að vera með. Maður gat orðið þreyttur á fótbolta, en maður hætti ekki. Ástæðan er sú að hann gaf manni eitthvað.“

Frekari meðferðir biðu eftir aðgerðina,en sárin gréru hægt. Krabbameins-frumurnar voru enn lifandi og því þurfti sterkari lyf en ella. „Ég tók inn mikið af lyfjum, sérstaklega morfíni. Ég reyndi að éta þetta ofan í mig eins og maður var vanur að gera, en það var ekkert hægt. Læknirinn minn segist stundum ekki skilja

hvernig ég hafi farið í gegnum þetta. Mér finnst jákvætt að heyra það frá honum að þetta hefði ekki verið á alla leggjandi. Ég þoldi þetta því ég var í svo góðu líkamlegu formi, en hann segir það hafa bjargað mér. Ég notaði líka keppnisandann og fleiri hluti úr íþróttunum í veikindunum. Það hefur allt sinn tilgang.“

Geislameðferð reyndi enn frekar á, en í hana fór Rafn á hverjum virkum degi. „Þarna var líkaminn að gefast upp, ónæmiskerfið var orðið lélegt og ég veiktist mikið. Þeir sködduðu blöðruna, það er enn tvísýnt um hvort ég held henni og það er nánast öruggt að ég hafi orðið ófrjór á þessum aðgerðum.“

Lyfjameðferðirnar héldu áfram eftir geislana. „Ég held ég hafi farið í tólf mis-langar lyfjameðferðir. Sumar tóku fimm dagar, aðrir tvo tíma. Mér leið verst eftir þær stuttu.“ Aukaverkanirnar voru marg-víslegar. „Af sumum missti ég minnið og mundi ekkert í fjóra daga. Annað lyfið réðst á taugarnar, þannig að ég fékk kast og herptist allur upp.“

Meðferðinni lauk á stofnfrumumeðferð í apríl 2011. „Mér fannst mánuður ekki svo langur tími því ég var búinn að standa svo lengi í þessu, en það tók á að liggja mánuð á sjúkrahúsi. Það var mjög hörð meðferð. Ég var lokaður inni í viku og það mátti enginn koma til mín nema hjúkka í sótthreinsuðum búningi.“

Hann segir líkamann hafa verið eina fjóra mánuði að taka við sér. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti og ekki eru vísbendingar um annað en að meinið sé dautt. „Batalíkurnar eru góðar fyrst það

Rafn þjálfaði frjálsar og fótbolta hjá Neista síðasta sumar. Hann er hér með hópnum sínum ásamt Spretti Sporlanga á Sumarhátíð. „Maður sér strax á krökkunum hvernig karakterar þau eru, í sumum er svo mikil gleði og keppnisandi.“

Þetta orð: „krabbamein“ – þetta er svo alvarlegt orð.

Page 26: Snæfell 2012

26 Snæfell

var ekki búið að dreifa sér frekar. Líkaminn hafði myndað hjúp utan um það, sem voru varnarviðbrögð sem komu til af því að ég var í þetta góðu formi.“

En þótt líkaminn hafi staðið af sér veikindin tóku þau verulega á sálina. „Ég var ekkert ég sjálfur. Ég varð bara veikari og veikari. Ég lokaði mig af og vildi ekki að fólk hitti mig. Vinir mínir heimsóttu mig, en þetta var mikið sjokk fyrir þá sem og barnsmóður mína. Við eignuðumst dóttur 18. október, mánuði eftir aðgerðina. Eftir meðferðina hættum við saman. Mér skilst að það séu 90% líkur á að sambönd slitni í svona veikindum. Hafi eitthvað verið ósann-gjarnt þá var það að leggja þetta á þá sem eru mest í kringum mann. Þeir geta rosalega lítið gert.

Oft langaði mig að gefast upp en það var ekki valmöguleiki. Ég gerði mistök, hugsaði hálft ár fram í tímann, en svo leið einn dagur og ég varð bara reiðari. Ég gat ekki sætt mig við það sem gerst hafði og ég hélt að lífið yrði aldrei gott aftur.

Ég reyndi að setja mig í þann gír að líta á þetta sem verkefni. Ég hitti ótrúlegasta fólk, einstaklinga sem voru að greinast með krabbamein í þriðja sinn og þetta fólk var bara lífsglatt. Ég heyrði sögurnar þess og fannst þær miklu verri en mínar. Samt var það ánægt og ég gat ekki skilið það. Í dag veit ég að þetta fólk var á miklu betri stað en ég. Ég reyndi að fá einhverja hjálp, en ég var svo reiður að ég gat ekki tjáð mig.“

Rafn segist þakklátur fyrir þann stuðning sem hann fann að austan, einkum Djúpa-vogi, á meðan hann tókst á við krabba-meinið. „Þegar ég kom heim á Djúpavog fann ég að ég skammaðist mín ekki. Ég gat farið hárlaus og 100 kg út á götu. Ég gat það ekki í Reykjavík, ég var svo smeykur um að fólk myndi dæma mig því það þekkti mig ekki. Ég segi ekki að það hafi gert það, svona var hugsunarhátturinn hjá mér. Á Djúpavogi þekkti fólkið mig og mína sögu,

það kom til manns og talaði við mann. Það var ekki hrætt við mann og það var rosalega gott.

Ungmennafélagið Neisti stóð fyrir fjár-öflun og vinir mínir, Freyr Guðlaugsson og Jón Karlsson, skipulögðu ágóðaleik fyrir mig. Allur þessi stuðningur hjálpaði mér í

reiðinni. Ég þakka öllum þeim sem hjálpuðumér í gegnum þetta. Maður dettur í ákveðna sjálfsvorkunn og finnst að öllum sé sama um mann, en þarna sá maður að það var engum sama. Maður finnur að maður hefur gert eitthvað rétt.

Ókosturinn við að vera að austan og í læknismeðferð í Reykjavík var fjarlægðin frá fjölskyldunni. „Ég stoppaði hana í að flytja suður. Þau vildu leggja allt frá sér og koma til að styðja við mig. Ég var hjá tengdafjölskyldunni syðra og fékk mikinn stuðning þar, en best hefði verið að geta gengið í gegnum þetta allt á Djúpavogi.“

Þegar krabbameinsmeðferðinni lauk tók við önnur barátta við annan sjúkdóm - alkóhólisma. „Ég var sendur í afvötnun út af morfíninu á meðan veikindum stóð. Það er yfirleitt þannig.“ Að takast á við efnið var samt erfiðara fyrir þann sem var veikur fyrir. „Ég átti að éta morfínlyf út sumarið 2011, en um vorið lét ég taka mig af þeim. Ég var farinn að misnota þau, og einfaldlega réði ekki við mig.“

Rafn viðurkennir að hafa farið vitlaust í afvötnunina. Hann tók engin lyf til að vinna

gegn fráhvarfinu sem kom ekki fyrr en hann var kominn aftur heim. Eftir veikindin og sambandsslitin segist hann hafa „misst tökin á lífinu. Þetta voru mjög dimmir tímar.“

Löng saga er af sjúkdóminum innan fjöl-skyldu Rafns. „Það er alkóhólismi í fjölskyldu

minni, eins og nær öllum fjölskyldum á Ís-landi,“ segir hann. Rafn gagnrýnir jákvætt viðhorf Íslendinga til drykkju, það þyki töff að vera ofurölvi að skemmta sér.

Sjálfur var hann fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði að drekka. „Ég hef alltaf drukkið illa. Ég sá það ekki sjálfur, en ég veit það í dag. Þetta rugl varð heillandi fyrir mér, einhverra hluta vegna.“ Skömmu síðar byrjaði hann að fikta í fíkniefnum, fyrst hassi og þegar árin liðu sterkari efnum. Samt stóð hann sig í íþróttunum. „Ég drakk mikið í menntaskóla og fiktaði við hitt og þetta.“

Það var nú í vor sem hann viðurkenndi vandamálið og fór í meðferð. „Ég vissi að þetta gengi ekki. Mér leið svo illa að mig langaði eiginlega ekki til að lifa.“ Eftir hana fór hann austur í sumar, þjálfaði hjá Neista og keppti á Sumarhátíðinni. Þar kastaði hann rúma 30 metra í spjótkasti. „Ég hafði ekki kastað spjóti í tíu ár, en setti mér markmið og náði því.“

Hann segir það hafa verið „frábært að koma heim í sumar og þjálfa frjálsar og fótbolta.“ Hann hafi alltaf haft áhuga á að þjálfa og vill gjarnan ná sér í meiri menntun á því sviði. „Það er svo gaman að sjá krakka

Góðgerðaleikur fyrir Rabba. Vinir Rafns héldu knattspyrnuleik til að safna fyrir hann pening á Ormsteiti 2010. Meðal þátttakendanna var Ólafur Jóhannesson, þáverandi landsliðsþjálfari, sem stillti sér upp ásamt Rabba og nokkrum af hans nánustu vinum fyrir miðju á hópmynd eftir leik.

Það sem er næst á dagskrá hjá mér er að komast í betra líkamlegt form, fara að lyfta og einbeita mér að því að vera

edrú. Í raun er ég ekki að gera neitt annað en það. Ég tel það vera nóg. Ég geri ekkert ef ég er ekki edrú.

Page 27: Snæfell 2012

27 Snæfell

í íþróttum. Maður sér strax á þeim hvernig karakterar þau eru, í sumum er svo mikil gleði og keppnisandi. Þetta er rosalega gefandi.“ Aðspurður að því hvort hann kom heim að þjálfa næsta sumar svarar hann. „Ég er opinn fyrir því. Ég græddi helling á því – sjáum til.“

Rafn var edrú yfir sumarið í fimm mánuði, en féll aftur í haust. Það var stuttur túr, síðan var hann edrú í mánuð áður en hann féll aftur. Þegar við hittumst yfir kaffi-bollanum hefur hann verið edrú í um tvo mánuði. „Ég þarf að einbeita mér að því að vera edrú og læra á lífið. Ég missti alla hæfileika til að vita hvernig ætti að lifa, en í dag gengur mér rosalega vel,“ útskýrir hann. „Þessi sjúkdómur er eins og hann er. Mér leið ekkert vel með að vera edrú og átti í erfiðleikum með það. Síðsumars leið mér ekki nógu vel en vissi ekki hvað var að. Það var ekki nóg fyrir mig að hætta að drekka því ég á við vandamál að stríða. Í eitt og hálft ár á undan var ég búinn að vera undir stanslausum áhrifum.“

Rafn segir að vandamálið hefði ekki orðið svona „alvarlegt strax“ hefði hann ekki veikst. Hann hefði samt alltaf þurft að takast á við það. „Ég hefði kannski fúnkerað, en ég hefði alltaf þurft að hætta.“ Hann segir menn þurfa tíma til að átta sig á hvort þeir hafi stjórn á drykkjunni. „Fyrst er þetta rosaspennandi og það drekka allir, en það tekur tíma fyrir menn að komast að því hvort þeir séu alkóhólistar. Margir eru líka hræddir við að sætta sig við að áfengi og vímuefni séu ekkert fyrir þá.

Þeir sem eru haldnir alkóhólisma eiga ekkert sömu möguleika og aðrir. Þú verður að hætta ef þú ætlar að einbeita þér að lífinu. Á einhverjum tímapunkti er alkóhól-isminn búinn að taka yfir og það fer allt að snúast um hann. Það gengur ekkert að samræma áfengi, íþróttir og skóla. Þú virkar í ákveðinn tíma en þú ert bara af hálfum hug í hinu ef þú ert alkóhólisti. Þú getur alltaf gefið þig 100% í bullið, en hitt verður bara auka.“

Í dag er það bjargföst trú Rafns að áfengi og íþróttir eigi enga samleið. „Þeir sem verða bestir eru þeir sem einbeita sér að íþróttinni, að því að ná langt. Þú getur verið góður og efnilegur, en ef þú heldur áfram að djúsa og djamma kemur að því að þú verður ekki afreksmaður. Ég hefði orðið betri ef ég hefði einbeitt mér... en eins og maður segir þá eru allir ungir einu sinni.“

Aðspurður um fyrirmyndir þá telur Rafn þær ekki skipta öllu. Umhverfið sé það sem skipti mestu máli. „Það er alltaf gott að eiga hetjur þegar maður er yngri, en þegar komið er á ákveðinn aldur hættir maður að hugsa um þær og fer að pæla í freistingum, góðum og slæmum. Ef þú ert í slæmu umhverfi og ert veikur fyrir fer það að verða heillandi. Ef það er ekki fyrir þig ferðu út úr því.“

Eftir langvinn veikindi hefur líkamlega forminu hrakað. Rafn segir reyndar að það sé ágætt í dag en hann vill að það sé „betra en gott. Þannig líður mér best. Ég verð öryrki næstu tvö árin, eins og staðan er í dag og það sem er næst á dagskrá hjá mér er að komast í betra líkamlegt form, fara að lyfta og einbeita mér að því að vera edrú. Í raun er ég ekki að gera neitt annað en það. Ég tel það vera nóg. Ég geri ekkert ef ég er ekki edrú.“

Hann segist stundum skreppa með vinum sínum í sparkvallabolta. „Ég get sparkað bolta en ég nota vinstri löppina meira. Ég var alltaf fínn með henni – þegar ég þurfti á að halda,“ segir hann og hlær. Ánægjan af boltanum er samt stundum blendin. „Maður verður oft reiður þegar maður ætlar sér eitthvað en getur það ekki.“

Í dag tekur Rafn einn dag fyrir í einu. Hann stefnir á að ljúka framhaldsskólanámi í framtíðinni en segist óviss um hvort það verði í rafvirkjanáminu sem hann var í áður eða á öðru sviði. Áhugamálin hafi breyst – líkt og hann sjálfur. „Ég sé lífið í allt öðru ljósi,“ segir hann. Reiðin er hjöðnuð. „Ég man eftir því þegar ég taldi mig ekkert hafa grætt á veikindunum. Viðhorfið er allt annað í dag. Það eru ekki allir svo heppnir að fá að halda öllu því sem ég hélt. Þetta hefði alveg getað farið miklu verr.“

Helst segist hann sjá eftir að hafa ekki fyrr farið í áfengismeðferð. „Það er alveg ástæða fyrir að ég tók mig á. Ég vil vera besta útgáfan af sjálfum mér. Ég mun alltaf leitast eftir því það sem eftir er af lífinu.“

Hann leggur áherslu á að hjálpa öðrum. „Ég vil geta hjálpað öðrum, sama í hvaða mynd það er. Eigingirnin er svo rík í manni þótt maður sjái það ekki alveg sjálfur. Ég veit að stundum getur maður ekki hjálpað en mér finnst að maður eigi að gera það þegar maður getur.

Ég er allt annar maður í dag. Ég er ekki alltaf hræddur. Ég hef metnað, en er ekki stanslaust að brjóta mig niður þegar ég næ ekki öllu því sem ég á að gera. Ég hef sætt mig við að hlutirnir takast yfirleitt ekki í fyrstu tilraun. Maður þarf að halda áfram.

Ég veit að ég þarf að lifa eftir reglum til að eiga gott líf. Í dag lít ég á að reglur séu til góðs, en ég gerði það ekki áður. Ég vil bara vera góður maður... ég hef alltaf verið góður maður en það er margt sem má laga. Ég er að leita að því sem mig langar til að gera en stressa mig ekki á því. Ég lifi bara fyrir einn dag í einu. Ég gerði mis-tökin. Ég lifði sex mánuði fram í tímann en lærði að ég get það ekki. Ég þakka fyrir að fá þetta annað tækifæri sem ég hélt að ég fengi ekki.“

Úr leik Hattar og Neista sumarið 2006. Rafn gegn sínum gömlu félögum.

Page 28: Snæfell 2012

Frjálsíþróttaárið hófst í janúar með æfingabúðum á Egilsstöðum fyrir krakka 11 ára og eldri. Æfingabúðirnar voru haldnar í samstarfi við FRÍ og stjórnaði Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari og Ólympíufari æfingunum með dyggri aðstoð þjálfara af svæðinu. 35 krakkar tóku þátt og þóttu búðirnar takast afar vel.

Fyrsta mót ársins var svokallað Ávaxtamót fyrir 10 ára og yngri sem haldið var í samstarfi við Leikni á Fáskrúðsfirði í janúar. Þar spreyttu 40 upprennandi frjálsíþróttastjörnur sig í hinum ýmsu greinum. Ellefu ára og eldri öttu hins vegar kappi á Páskaeggjamóti UÍA og Fjarðasports í Neskaupstað í mars.

Sumardagskráin hófst með Meistaramóti UÍA sem haldið var á Vilhjálmsvelli 20. maí. Vetur konungur hafði þá ekki alveg sagt skilið við völlinn, en þegar búið var að moka snjóinn af langstökksbrautinni og gryfjunni voru aðstæður hinar bestu.

Eins og undanfarin sumur stóð UÍA fyrir mótaröð í samstarfi við Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Alls voru fjögur mót í röðinni, eða eitt í mánuði frá maí og fram í ágúst, þar sem keppt var í flestum greinum frjálsra íþrótta. Ekki voru veitt verðlaun fyrir einstakar greinar heldur söfnuðu keppendur stigum eftir árangri og voru stigahæstu einstaklingarnir verðlaunaðir í lok sumars.

Eins og vanalega var frjálsíþróttamót Sumarhátíðarinnar stærsta verkefni frjálsíþróttaráðs á árinu. Í ár var mótið haldið í samstarfi við Nettó og voru

keppendur um 190 talsins. Höttur vann stigabikarinn bæði í eldri og yngri flokki en Ásinn og Þróttur veittu Hetti harða samkeppni. Þá hömpuðu tveir ellefu ára langstökkvarar úr Hetti afreksbikurum einstaklinga, Halla Helgadóttir fyrir að stökkva 4,07 metra og Elís Alexander Hrafnkelsson fyrir að stökkva 3,99 metra.

Fjöldi krakka tók þátt í Spretts Sporlangamótinu í ágúst. Þar var gleðin í fyrirrúmi og Sprettur Sporlangi lék á alls oddi.

Austfirskt frjálsíþróttafólk var líka duglegt að sækja mót út fyrir fjórðunginn. Keppendur okkar náðu góðum árangri á Meistaramóti Íslands 11-14 ára og 15-22 ára auk þess sem vösk sveit tók þátt á Unglingalandsmótinu á Selfossi og á Silfurleikum ÍR sem haldnir eru til að minnast afreka Vilhjálms Einarssonar. Þá fóru 12 keppendur frá UÍA á Gautaborgarleikana í Svíþjóð og kepptu þar við frjálsíþróttafólk af hinum Norðurlöndunum. Aðstæður voru eins og best verður á kosið og náðu flestir að bæta sig í sínum greinum.

Eins og undanfarin sumur var aðildar-félögunum boðið upp á farandþjálfun þar sem áhersla var lögð á frjálsar íþróttir. Fjögur félög nýttu sér þjálfunina og tóku á annað hundrað krakkar þátt í æfingunum. Þá var Frjálsíþróttaskóli UMFÍ haldinn á Egilsstöðum í júní. Þar er um að ræða fimm daga langar íþróttasumarbúðir fyrir krakka á aldrinum 11-18 ára þar sem aðaláhersla er lögð á frjálsar íþróttir. Hildur Bergsdóttir stýrði skólanum og fékk til liðs við sig

þjálfara og gamlar frjálsíþróttakempur af svæðinu. Skólinn gekk afar vel og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri eða 22 talsins af öllu Austurlandi.

Á keppnistímabilinu náðu tíu íþróttamenn lágmarkinu inn í Úrvalshóp UÍA í frjálsum, en markmið hans er að styðja við efnilegt frjálsíþróttafólk í fjórðungnum og efla það til enn frekari dáða í íþrótt sinni. Umsjónarmenn hópsins eru Lovísa Hreinsdóttir og Mekkin Bjarnadóttir.

Af öðrum verkefnum frjálsíþróttaráðs má nefna Maraþonboðhlaup FRÍ sem haldið var á Egilsstöðum (og víðar um land) í maí, samæfingar sem haldnar voru á Vilhjálmsvelli bæði fyrir Sumarhátíðina og Unglingalandsmótið, Víðavangshlaup UÍA og framkvæmd Skógarhlaups Íslandsbanka.

Árið endaði á sama hátt og það hófst, með æfingabúðum sem haldnar voru að frumkvæði frjálsíþróttadeildar Hattar. Að þessu sinni voru það Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari og Guðmundur Hólmar Jónsson spjótkastari sem leiðbeindu 30 frjálsíþróttakrökkum af öllu Austurlandi. Búðirnar þóttu takast mjög vel og voru bæði þátttakendur og þjálfarar afar ángæðir með helgina.

Frjálsíþróttaráð vill að lokum þakka keppendum, styrktaraðilum og síðast en ekki síst öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að frjálsíþróttastarfinu á árinu kærlega fyrir samstarfið.

Fyrir hönd frjálsíþróttaráðsElsa Guðný Björgvinsdóttir

Ánægðir sigurvegarar úr mótaröð UÍA og HEF. Frá vinstri: Daði Fannar Sverrisson, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, Atli Pálmar Snorrason, Helga Jóna Svansdóttir, Daði Þór Jóhannsson, Eyrún Gunnlaugsdóttir, Elís Alexander Hrafnkelsson og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.

Frjálsíþróttaráð UÍA

Þjálfunin skilar sérFrjálsíþróttastarf ársins hjá UÍA var fjölbreytt að vanda. Frjálsíþróttaráð stóð meðal annars

fyrir tvennum æfingabúðum sem stýrt var af afreksíþróttafólki. Sumarhátíð UÍA var annars

stærsta einstaka verkefnið.

28 Snæfell

Page 29: Snæfell 2012

29 Snæfell

Óskum Fáskrúðsfirðingum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs.

Starfsfólk Miðáss hf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Óskum starfsmönnum, viðskiptavinum og

Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Óskum Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

Óskum Austfirðingum

öllum gleðilegra

jóla og gleðilegs nýs árs.

Sendum Austfirðingumóskir um blessunarríka

aðventu og jólahátíð

Page 30: Snæfell 2012

30 Snæfell

Neisti frá Djúpavogi ber áfram höfuð og herðar yfir aðrar sunddeildir innan UÍA, en liðið hampaði tveimur stigabikurum af þremur sem í boði voru þetta árið. Höttur krækti í þriðja bikarinn sem í boði var.

Sundráð UÍA samþykkti í byrjun árs breyt-ingu á reglum um skipulag sundstarfsins. Fyrsta mót ársins, vormótið, var skipulagt sem eins dags mót með styttri sund-greinum. Það var fellt út og meistaramótið fært frá hausti til vors. Þótti það betra þar sem sundstarf deildanna er í hámarki að vori. Árið áður hafði meistaramótið, þá skipulagt að hausti, verið fellt niður þar sem deildirnar voru að hefja störf eftir sumarleyfi og keppendur höfðu ekki fengið næga þjálfun eða undirbúning. Í stað meistaramóts að hausti var sett inn nýtt mót með langsundsgreinum og hugsað sem þolsundsmót á tveimur dögum til að hefja sundstarf vetrarins. Með því vildi sundráðið þróa sundmót og æfingar yfir í lengri greinar, en mót á vegum sundráðs UÍA hafa verið með styttri greinum. Þetta undirbyggi m.a. keppendur í úrvalshóp undir mót utan fjórðungsins.

Á árinu var voru skipulögð fjögur sund-mót, en eitt þeirra féll niður vegna ónógrar þátttöku.

Fyrsta mót ársins var meistaramót sem fór fram 9. júní á Eskifirði. Þar voru þátttakendur fremur fáir og keppnin gekk hratt. Neistamenn áttu ekki heimangengt til að reyna að verja meistarabikarinn sem þeir hafa hampað síðustu ár. Því fór svo að Höttur hreppti hann með 330 stigum. Austri varð í öðru sæti með 268 stig og Þróttur í því sæti með 234 stig.

Sundmót Sumarhátíðar UÍA var haldið 7. og 8. júlí. Þar mætti sundlið Neista og varði UÍA bikarinn með 424 stigum, en í öðru sæti var Höttur með 384 stig. Afreks-verðlaun unnu Hubert Henry Wojtas, Hetti í flokki sveina 11-12 ára, Kamilla Marín Björgvinsdóttir, Neista í flokki meyja 11–12 ára, Bjarni Tristan Vilbergsson, Neista í flokki drengja 13 -14 ára, Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Austra í flokki telpna 13-14 ára og Þórunn Egilsdóttir, Þrótti í flokki stúlkna 15-17 ára.

Langsundsmót að hausti var fellt niður vegna ónógrar þátttöku, en bikarmótið var haldið á Djúpavogi sunnudaginn 25. nóvember. Góð þátttaka var og 80 kepp-endur frá sex sunddeildum á Austurlandi mættu þar til leiks. Mótið er stigamót þar sem einvörðungu eru veitt þrenn aðalverð-laun, Bikarmeistari Austurlands og bikarar

fyrir stigahæsta kvenna- og karlaliðið. Að auki er veittur bikar fyrir annað sætið í heildarstigakeppninni.

Heimamenn í Neista voru þar staðráðnir í að verja af hörku titilinn frá síðustu árum, en Neisti hefur alla tíð hampað bikarmeist-aratitlinum. Mikil spenna ríkti á mótsstað uns úrslit réðust. Ánægja heimamanna var mikil þegar í ljós kom að Neisti hafði varið titilinn og gott betur, þar sem bikar fyrir stigahæsta karla- og kvennalið féll þeim jafnframt í skaut. Leiknir varð í öðru sæti.

Lið Neista heldur velli fjórða árið í röð sem bikarmeistarar og Sumarhátíðar-meistarar. Höttur vann meistaramóts-bikarinn en taka ber fram að þar mætti Neistaliðið ekki. Góðum árangri nær félagið með samheldni og öflugu starfi og eru sundmönnum Neista færðar ham-ingjuóskir með árangurinn.

Sundráð, ásamt sundþjálfurum, hefur á árinu unnið að uppbyggingu úrvalshóps sundmanna. Á síðasta ári var ákveðið að gera tilraun með samstarf deildanna um

hóp sem skipaður væri efnilegum sund-mönnum frá sunddeildum UÍA auk Sindra á Höfn. Óskar Hjartarson, sundþjálfari Hattar, hafði yfirumsjón með þjálfun og verkefnum hópsins á fyrsta starfsári hans. Var samhljóða niðurstaða þjálfara og sundráðs að fela Óskari að leiða starfið áfram á næsta starfsári, en starf hópsins hefur gengið vel undir góðri stjórn Óskars. Á dagskrá úrvalshóps eru meðal annars æfingabúðir, fyrirlestrar og þátttaka í stærri mótum utan fjórðungs. Miklar væntingar eru til þessa samstarfsverk-efnis sunddeildanna og fyrsta starfsár hópsins lofar góðu.

Öllum þeim sem hafa látið sig sund-starfið varða og lagt hönd á plóg með ómetanlegu vinnuframlagi sínu eru færðar kærar þakkir, sem og samstarfsaðilum, styrktaraðilum og velunnurum sundsins.

F.h. sundráðs,Gunnar Jónsson

Sundráð UÍA

Hvað fær stöðvað Neista?

Sundráð UÍAÁ Austurlandi starfa fimm sunddeildir hjá íþrótta- og ungmennafélögunum Þrótti í Neskaupstað, Hetti á Egilsstöðum, Neista á Djúpavogi, Leikni á Fáskrúðsfirði og Austra á Eskifirði. Þessar deildir skipa sundráð UÍA, en sunddeild Sindra á Hornafirði hefur einnig tekið drjúgan þátt í samstarfinu. Það hefur verið gott en deildirnar annast skipulagningu sundmóta og annarra sameiginlegra viðburða í sundstarfinu.

Lið Neista fagnar á Sumarhátíð.

Page 31: Snæfell 2012

31 Snæfell

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

Ökuskóli Austurlands

VERKMENNTASKÓLIAUSTURLANDS

Samvinna - þekking - árangur

Vísindagarðurinn ehf.

Sími 471 2000 · [email protected]

Seyðisfjörður

SÍMI 471-1800AUSTUR FRÉTT

SNIDDAVINNUSTOFA ARKITEKTA

Nátthagi701 Egilsstaðir

pípulagnir ehf.

Page 32: Snæfell 2012

32 Snæfell

Landflutningar Samskip bjóða í ár, eins og í fyrra, upp á jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 790

krónur og rennur andvirði flutnings-gjalda til og frá Austurlandi óskipt til barna- og unglingastarfs UÍA.Í f yrra söfnuðust rúmlega

300.000 krónur í átakinu sem meðal annars voru nýttar í farandþjálfun sam-bandsins. Sprettur Sporlangi veitti styrknum viðtöku fyrir hönd UÍA á þingi sambandsins og knúsaði Helga Kristins-son, verkstjóra Landflutninga á Austur-landi, í þakklætisskyni.

Keppendur UÍA unnu til fjölda verðlauna í glímukeppnum þessa árs. Markmiðið fyrir tímabilið var að fylgja eftir frábærum árangri frá í fyrra þegar glímudeild Vals á Reyðarfirði hélt Íslandsglímuna og kom keppendum þar á verðlaunapall í fyrsta sinn. Það náðist.

Eva Dögg Jóhannsdóttir hreppti bronsið í Freyjuglímunni og Hjalti Þórarinn Ásmundsson bronsið í glímunni um Grettisbeltið, en keppnin var haldin á Ísafirði í vor.

Sömu helgi er ætíð haldið grunnskóla-mót. Grunnskóli Reyðarfjarðar eignaðist þar tvo meistara, Kristínu Emblu Guðjóns-dóttur og Svein Marinó Larsen, en Kristín Embla sigraði síðan einnig í sínum flokki á Unglingalandsmótinu á Selfossi í sumar.

Þá eignaðist UÍA þrjá Íslandsmeistara í vor með því að ná bestum sameigin-legum árangri í meistaramótsröðinni, þau Hjört Elí Steindórsson í -80 kg flokki unglinga, Ásmund Hálfdán Ásmundsson í +80 kg flokki unglinga og Þuríði Lillý Sigurðardóttir í -65 kg flokki kvenna.

Í haust tók Magnús Karl Ásmunds-son við þjálfun glímunnar af Sindra Frey Jónssyni, en æfingar eru tvisvar í viku. Iðkendur eru um 15 á grunnskólaaldri,

en þeir sem eldri eru æfa á Akureyri og í Reykjavík.

Laugardaginn 27. október fengum við þrjú mót hingað austur, þ.e. fyrstu umferð í meistaramótsröðinni 16 ára og eldri, Íslandsmeistaramót barna og Sveita-glímu Íslands 15 ára og yngri. Keppendurvoru um 70 talsins og þar af átti UÍA 20.

Í sveitaglímunni sigruðu tvær sveitir UÍA. Sveit sveina 12 og 13 ára samanstóð af Mána Snæ Ólafssyni, Sveini Marinó Larsen og Pálma Þór Jónassyni. Í sveit drengja 14 og 15 ára voru þeir Guðjón Smári Guðmundsson, Jakob Daníel Vigfús-son, Arnar Logi Ólafsson og Haraldur Eggert Ómarsson.

Í meistaramótsröðinni sigraði þjálfari hópsins, Magnús Karl, í bæði -80 og -90 kg flokki karla og Eva Dögg í -65 kg flokki kvenna. Ásmundur Hálfdán og Svanur Ingi Ómarsson sigruðu í unglinga-flokki +80 kg og -80 kg og öll endurtóku þau svo leikinn í annarri umferðinni í Búðardal mánuði seinna.

Á Íslandsmeistaramótinu urðu Fanney Ösp Guðjónsdóttir og Marta Lovísa Kjartansdóttir Íslandsmeistarar í flokki 10 ára stúlkna, Bylgja Rún Ólafsdóttir í flokki 14 ára stúlkna og Haraldur Eggert Ómarsson í flokki 14 ára stráka.

Framundan er Fjórðungsglíma Austur-lands, þann 27. desember, en þá má búast við að hart verði sótt að ríkjandi meisturum.

Með glímukveðju frá ReyðarfirðiGlímuráð Vals

Glíma

Þrír Íslandsmeistarar á árinu

Laní fn

300annbanstysasl

Gleðigjafir Landflutninga til styrktar starfi UÍA

Keppendur UÍA ánægðir að loknu Grunnskólamóti. Mynd: Glímudeild Vals

Page 33: Snæfell 2012

33 Snæfell

MENNTASKÓLINNÁ EGILSSTÖÐUM

Bú›aröxl 3 • 690 Vopnafjör›ur • Sími 97-3140

VÖRUMARKA‹UR

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

FJARÐABYGGÐ

Page 34: Snæfell 2012

34 Snæfell

„Það er sól og 25°C hiti hérna,“ gellur í glaðlegri rödd í tölvuhátölurunum. Passa-mynd á tölvuskjánum sýnir brosandi stúlku með dökkt hárið í tagli. Út um okkar glugga sjást mannhæðarháir snjóruðningar og myrkrið er að hellast yfir um kaffileytið á föstudegi í desember. Það eru enn nokkrir dagar í tuttugu ára afmælið hennar og vika í að hún komi heim, en það tekur hana sólarhring að ferðast heim til Norð-fjarðar í jólafríið.

Sólin ríkir í Texasfylki í Bandaríkjunum klukkan níu að morgni, nánar tiltekið á svæði Lee háskólans í Baytown í Texas, sjötíu þúsund manna olíuborg um hálf-tíma austur af Houston. Það var í lok júlí sem Helena yfirgaf Norðfjörð og Þrótt og hélt til Baytown til að spila blak með Lady Rebels og læra viðskiptafræði.

„Ég var búin að hugsa um það í nokkur ár að komast út. Ég hafði heyrt af tveimur blakmönnum sem höfðu farið og spilað í bandarískum háskólum og fannst það

spennandi. Enskan hindraði mig hins vegar alltaf, hún var mitt lakasta fag,“ segir Helena.

Þegar hillti undir útskrift frá Verk-menntaskóla Austurlands í febrúar fór hún að vinna í að láta drauminn rætast. Hún skráði sig í enskupróf, sem þarf að standast til að komast inn í enskumælandi skóla, og fékk aðstoð við að koma sér á framfæri þannig að þjálfarar sæju hæfi-leika hennar. „Áður en ég vissi af var ég búin að tala við ellefu skóla.“

Í maí skrifaði Helena undir hjá Lee College þar sem sá skóli var tilbúinn að bíða þar til hún væri komin með allareinkunnir. Þeir buðu annars allir vel, góða námsstyrki, toppaðstöðu og stuðning. „Ég þarf að borga internet og í bensín.“

Bækur, skólagjöld, mat og leigu – allt þetta býður skólinn. Blakstelpurnar eru þrjár og þrjár saman í íbúðum og „körfu-boltastrákarnir og fleiri íþróttahópar“ eru á næstu grösum.

Helena Kristín flutti utan í lok júlí. „Ég hafði aldrei áður komið til Bandaríkjanna og þetta var í fyrsta skipti sem ég ferð-aðist ein. Áður var ég alltaf í stórum hópi með fararstjóra og þurfti aldrei að hugsa fyrir neinu.“

Ferðin gekk samt vel, þjálfararnir biðu Helenu á flugvellinum eins og um hafði verið samið og hún bjó heima hjá aðal-þjálfaranum í viku þar sem hún mætti heldur á undan öðrum leikmönnum. Við tók undirbúningstímabil og síðan hófst keppnistímabilið í lok ágúst. Keppt var í staðardeild í Texasfylki þar sem voru leiknir að meðaltali tveir leikir á viku.

„Það er rosalega strembið, mikil ferða-lög og púsluspil með náminu. Það hefur samt gengið vel, ég hef eiginlega alltaf verið of skipulögð fyrir lífið. Kennararnir eru líka æði, og ef þú ert íþróttamaður þá færðu sénsa.“

Það er helst innan liðsins sem ekki hefur gengið alveg eins og gert var ráð fyrir.

Helena Kristín Gunnarsdóttir, íþróttamaður

UÍA 2011

„Fyrir mér er

blak lífið“

Blakkonan Helena Kristín Gunnars-

dóttir, Þrótti Neskaupstað, var

útnefnd íþróttamaður UÍA fyrir árið

2011 á þingi sambandsins í vor.

Helena var lykilmaður í liði Þróttar

sem vann alla þá titla sem í boði

voru í meistaraflokki kvenna 2011.

Í sumar flutti Helena til Banda-

ríkjanna þar sem hún spilar blak

á háskólastyrk. Snæfell tengdist

Helenu í gegnum Skype og ræddi

við hana um árið 2011 og nýjan

blakheim í Texas.

Page 35: Snæfell 2012

35 Snæfell

„Við misstum strax einn leikmann sem fékk krabbamein í höfuð, tvær stelpur voru reknar fyrir agabrot og aðstoðar-þjálfarinn sagði upp.“

Helena segir erfiðleikana hafa þjappað liðinu saman frekar en hitt. Þetta, auk frekari meiðsla, tók þó sinn toll og varð til þess að liðið komst ekki áfram í lands-keppnina, en forkeppninni lauk í febrúar. „Flest liðin voru með 14 manns í hverjum leik en við bara ellefu, og loks bara 6-7 í lok tímabils þar sem sumir spiluðu meiddir.“

Helena var tólf ára þegar hún valdi blakið fram yfir fótbolta. „Helga systir var í blaki og ég vildi gera það sama og hún.“ Helena vann sig inn í aðallið Þróttar, síðan unglingalandsliðin og loks A-lands-liðið.

„Ætli það séu ekki æfingarnar, viljinn og metnaðurinn sem hafa fleytt mér áfram. Ég var alltaf spennt fyrir að fara á blakæf-ingar, nema þegar Miglena (Apostolova) var með tækniæfingar. Þær borguðu sig samt heldur betur síðar meir.“

Miglena og maður hennar, Apostol, sem lengi þjálfuðu blakfólk á Norðfirði eru það fólk sem Helena nefnir sem helstu fyrirmyndirnar á ferlinum. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, atvinnumaður í blaki og fyrrum leikmaður Þróttar, og Matthías Haraldsson, núverandi þjálfari Þróttar, eru einnig á listanum hennar. „Þetta er fólk sem leggur hjartað í hlutina. Það er ekki hægt að gera meira en það.“

Árið 2011 var gjöfult fyrir Helenu. Hún varð þrefaldur meistari með meistara-flokki Þróttar auk þess sem hún vann til bronsverðlauna með íslenska U-19 ára landsliðinu á Norðurlandamóti. Þá var hún valin til að kveikja eldinn við setningu Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum.

Viðbrigðin á síðasta keppnistímabili urðu mikil, en þá flutti Apostolov-fjölskyldan í burtu. Fleiri lykilmenn voru einnig frá og Matthías tók við þjálfun meistaraflokks. Liðið byrjaði hægt en vann sig upp og varð í öðru sæti í Íslandsmeistaramótinu og bikarkeppninni.

„Það kostaði átak, en það var gott að þurfa að hafa fyrir þessu og láta yngri leikmennina taka meiri ábyrgð. Það var alltaf frekar auðvelt að senda á Miglenu og hún skoraði. Nú þurftum við sjálfar að vinna fyrir hlutunum.“

Hún segir góðan stuðning á Norðfirði vera lykilinn að styrk íþróttarinnar þar. „Við eigum mikið af flottu fólki sem heldur utan um starfið. Það hjálpar líka að fólki finnst gaman að spila blak.“ Og hún fylgist með liðinu sínu. „Þegar ég get,“ segir hún. „Þær eru á þvílíkri siglingu!“ Helena rífur sig meira segja á fætur klukkan sjö á laugar-dagsmorgni til að horfa á netútsendingu. „Það er fínt að horfa á leikinn og fara svo að læra.“

Helena segir það hafa „fullkomnað frábært ár“ að vera valin íþróttamaður UÍA. „Það er rosalega mikill heiður að fá viðurkenningu sem nær yfir allt Austur-land. Ég hugsaði aldrei um að ég ætti möguleika á þessum titli. Við eigum svo mikið af flottum íþróttamönnum.“

Fjármálin eru það sem hinum verðandi viðskiptafræðingi dettur helst í hug þegar spurt er um hvernig hægt sé að efla stuðning við austfirskt afreksíþróttafólk.

„Þeir bestu þurfa norður eða suður til að sækja æfingar. Styrkirnir úr Spretti hjálpuðu mér helling til að ég gæti farið með unglingalandsliðunum.“

Hún er líka þakklát fyrir þann stuðning sem hún hafði í íþróttaakademíu Verk-menntaskóla Austurlands, sem Elvar Jónsson hefur stýrt. „Það hjálpaði að fá aukaþjálfunina á skólatíma. Maður hefði ekki farið að vakna klukkan sjö á morgnana til að fara í ræktina hefði maður ekki þurft að gera það.“

Metnaðurinn og vinnusemin er eitt af því sem skín í gegn hjá Helenu. „Fyrir mér er blak lífið. Ég veit ekki hvað ég væri að gera ef ég væri ekki í blaki,“ segir hún. „Ég hef alltaf tekið matarræðið rosalega alvarlega. Það fór rosalega í taugarnar á mömmu að ég borðaði aldrei á kvöld-matartíma, ég miðaði allt við að hafa orku í æfingarnar. Ef við áttum leik í hádegi á laugardegi vaknaði ég klukkan níu til að elda mér pasta.“

Nammi notar hún í hófi. „Einu sinni í viku, ekki fyrir leik,“ segir hún og áfengið hefur hún látið eiga sig. „Ég veit um afreks-íþróttafólk sem drekkur, en fyrir mér er

það hindrun. Ég hef alltaf getað haft blakið sem afsökun þegar mér hefur verið boðið.“

Sá agi sem Helena hefur tamið sér kemur sér vel úti í Bandaríkjunum. „Við erum með þrjár blaðsíður af rosalega ströngum reglum. Við eigum að sleppa áfengi og öllu svoleiðis og megum ekki fara út eftir ákveðinn tíma á kvöldin. Þetta eru dálítið ýktar reglur sem enginn getur fylgt nákvæmlega.“

Eftir að liðið féll úr leik í október tók við frí sem nýst hefur í námið. Æft er þegar nýir leikmenn, sem koma til greina fyrir næsta ár, koma til reynslu. Eftir jól hefjast styrktaræfingar og spilað verður á minni mótum til að halda liðinu í þjálfun.

Það voru mikil viðbrigði að koma frá Þrótti í umhverfið ytra. „Hér er barist um hverja einustu stöðu í liðinu,“ segir Helena. Hún hefur samt spilað flesta leikina, en stundum verið tekin út af á vondum dögum. „Blakið hér er öðruvísi. Það er hraðara og tæknin öðruvísi, t.d. hvernig við blokkerum. Hér er endalaust verið að spila kerfi og allir leikmennirnir eru svipaðir að getu, engin ein stjarna. Það er líka nýtt að vera með þjálfara sem öskrar allan tímann. Við erum þjálfaðar af tveimur konum sem hafa verið hér í 25 ár.“

Hún segist vera orðin sterkari blak-spilari. „Einkum andlega. Þú verður að útiloka það sem aðrir segja við þig. Maður spilar frekar undir pressu hér.“

Helena kann vel við sig í Bandaríkjunum. Námið í Lee College tekur tvö ár, síðan þarf tvö ár til að útskrifast með viðskipta-fræðigráðuna og loks er möguleiki að fara í meistaranám. „Ég stefni á að klára allt mitt nám í Bandaríkjunum áður en ég kem heim. Ég var fékk alveg heimþrá og allt svoleiðis fyrst. Enskan kom samt ótrúlega fljótt. Það sögðu allir að hún kæmi eins og skot, en ég trúði því ekki. Það gerðist samt um leið og ég byrjaði að tala. Fólkið hér er ótrúlega kurteist, þú ferð ekki inn í búð án þess að vera spurð fjórum sinnum hvernig þú hafir það.“

Og hún bendir fleirum á að hennar leið sé opin. „Það er fullt af styrktarmögu-leikum og ólíkar deildir í boði. Þú þarft ekki að vera toppmaður til að komast út, þú þarft bara að hafa metnaðinn og viljann.“

Helena Kristín ásamt samherjum sínum í Lady Rebels. „Hér er barist um hverja einustu stöðu.“ Mynd: Úr einkasafni

stuðning við austf

Það fór rosalega í taugarnar á mömmu að ég borðaði aldrei á kvöldmatartíma, ég miðaði allt við

að hafa orku í æfingarnar.

Page 36: Snæfell 2012

Afreksmaður

Heiðdís SigurjónsdóttirHeiðdís Sigurjónsdóttir er sextán ára knattspyrnu-kona úr Hetti. Hún var í sumar valin í U-17 ára landslið kvenna og spilaði meðal annars á Opna Norður-landamótinu í Finnlandi og fékk viðurkenningu frá KSÍ fyrir góða frammistöðu þar. Heiðdís er einn þriggja afreksstyrkhafa úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa, á árinu.

Hvers vegna æfir þú íþróttir? Ég bara elska að hreyfa mig. Fótboltinn býður upp á svo margt skemmtilegt. Góðan félagsskap, ekkert er skemmtilegra en að keppa og svo bæta árangurinn.

Hversu oft æfirðu?Fimm til sjö sinnum í viku.

Hverjir eru helstu styrkleikarþínir sem íþróttamanns? Ég hleyp hratt, hef góðan leikskilning, get bæði spilað í sókn og vörn, er jákvæð og hef gaman af fótboltanum.

Hvaða þætti þarftu helst að bæta? Það er alltaf hægt að bæta eitthvað. Það sem ég ætla að bæta í vetur er til dæmis tæknin, skotin og móttöku, verða sterkari leikmaður og bæta þolið.

Hvað skiptir máli til að ná árangri í íþróttum? Það þarf að hreyfa sig mikið og aukalega, borða hollt, fara snemma að sofa, vera jákvæður og hafa gaman af því sem maður er að gera.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Það var þegar ég skoraði fyrsta landsliðsmarkið mitt í 5-1 sigri á móti Eistlandi í Slóveníu, það var aðeins of góð tilfinning. Svo var alltaf jafn gaman að syngja íslenska þjóðsönginn í bláu treyjunni fyrir leikina.

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir framtíðina? Komast í U19 ára landsliðið og A-landsliðið í fótbolta kvenna. og svo langar mig að hjálpa Hetti að komast upp í úrvalsdeild kvenna í sumar.

Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar í íþróttum? Steven Gerrard, Sara Björk, Sigga Baxter, Xabi Alonso og Usain Bolt.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig? Ég get einbeitt mér betur að íþróttinni og stundað hana af enn meira kappi.

Afreksmaður

Valdís Ellen KristjánsdóttirValdís Ellen Kristjánsdóttir er sextán ára fimleikakona úr Hetti. Hún varð á árinu fyrsti austfirski fimleikaiðkandinn í landsliðsúrtaki 13-17 ára. Valdís er ein þeirra þriggja sem fengu afreksstyrk úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa í ár.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir?Ég byrjaði að stunda fimleika 7 ára og það var fyrsta íþróttin sem ég æfði.

Manstu eftir fyrstu æfingunni þinni?Ég man ekki nákvæmlega eftir henni, en mér hlýtur að hafa fundist gaman því ég hef ekki hætt að æfa fimleika síðan. Ég ákvað að prófa fimleikana því margar stelpur í bekknum æfðu þá.

Hvaða íþróttir hefur þú stundað?Ég hef æft fimleika síðan ég var 7 ára. Síðan var ég í fótbolta nokkur sumur þegar ég var yngri. Ég hef líka prófað körfubolta og frjálsar, en fimleikarnir hafa alltaf staðið upp úr.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum?Í febrúar á þessu ári var ég valin í 50 manna úrtakshóp fyrir tvö landslið Íslands í fimleikum. Síðan var þessum hóp skipað í tvo hópa, blandað unglingalandslið og stúlknalandslið. Ég var valin í 25 manna stúlknalandsliðshóp og við æfðum saman nokkrum sinnum í mánuði fram til 1. september en þá var valinn 14 manna hópur sem fór til Danmerkur og keppti á Evrópumeistaramótinu í hópleikum. Ég komst ekki í þann hóp, en þetta var mjög góð reynsla og mikil forréttindi að fá að æfa með bestu fimleikastelpunum á Íslandi.

Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn?Ég vil þakka Auði Völu, sem hefur verið þjálfarinn minn frá upphafi, og auðvitað mömmu og pabba fyrir allan stuðninginn.

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir framtíðina?Að halda áfram í fimleikum á meðan áhuginn er til staðar og halda áfram að bæta mig og ná lengra.

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum?Það er Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Evrópumeistaranna í fimleikum árið 2010. Hún byrjaði að æfa fimleika 6 ára og var 26 ára þegar hún varð Evrópumeistari í fimleikum. Síðan var hún þjálfari þegar Evrópumeistararnir vörðu titilinn í október 2012. Hún er menntaður sjúkraþjálfari og nýtir það vel í að hjálpa fimleikastelpunum með meiðsli.

Hvað er uppáhaldsíþróttaliðið þitt?Klárlega Höttur!

Hvað er skemmtilegast við að æfa íþróttir?Það skemmtilegasta við að æfa íþróttir er auðvitað hreyfingin og síðan er félagsskapurinn mikilvægur líka.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig?Það er heiður að fá styrk sem þennan, hann er mikil hvatning fyrir mig að halda áfram að gera vel og bæta mig. Einnig kemur styrkurinn sér vel þar sem kostnaður við æfinga- og keppnisferðalög er mikill.

36 Snæfell

UÍA og Alcoa

SPRETTUR

Page 37: Snæfell 2012

37 Snæfell

Gunnar nýr formaður UÍA

Gunnar Gunnarsson úr Þristi tók í vor við formennsku UÍA af Elínu Rán Björnsdóttur sem verið hafði formaður frá árinu 2008. Gunnar hafði áður verið varaformaður og setið í stjórn UÍA frá árinu 2005. Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, Neskaupstað, kom ný inn í stjórnina í stað Elínar.

„Í mínum huga er hlutverk nýrrar stjórnar fyrst og fremst að halda dampi. Við höfum verið að byggja upp og breyta UÍA undanfarin ár. Við erum alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Þannig höldum við okkur á tánum,“ sagði Gunnar eftir kjörið.

Eiríkur Þorri Einarsson, formaður Ássins, var valinn matmaður þingsins í Brúarási og Davíð Þór Sigurðsson, formaður Hattar, var útnefndur kjaftaskur þess.

Íþróttafélagið Höttur var stofnað árið 1974 í þeirri mynd sem það er í dag. Saga Hattar nær þó allt til fyrstu daga Egilsstaða, en Ungmennafélagið Höttur var stofnað 1952. Því má sjá að félagið í þeirri mynd sem það er í dag er ungt samanborið við önnur félög á Íslandi. Aftur á móti hefur uppbygging félagsins verið hröð og mikil samhliða mikilli uppbyggingu og fjölgun íbúa á Fljótsdalshéraði.

Í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins sem gegna því hlutverki að starfrækja metnaðarfullt íþróttastarf í sinni grein. Tvær nýjustu deildir félagsins, taekwondodeild og tennis- og badmintondeild, eru til marks um sívaxandi starf félagsins. Þetta framboð íþróttagreina fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði má ekki taka sem sjálfsögðum hlut í okkar litlu samfélögum, þar sem óeigingjarnt starf margra foreldra og forráðamanna í að skipuleggja starf deilda er ómetanlegt framlag til að gera samfélagið okkar betra.

Það er okkar fyrsta hlutverk sem íþróttafélags að þroska getu barna og unglinga til að taka þátt í samfélaginu og styðja við félagslegan þroska ásamt aukinni hreyfigetu barna og unglinga. Við eigum að búa til flottar og góðar fyrirmyndir í meistaraflokkum félagsins sem veita innblástur í hug og hjarta barna á svæðinu.

Höttur stendur fyrir mörgum viðburðum á ári hverju, en einn viðburð frá árinu 2012 langar mig að nefna sérstaklega. Það var svokallaður Hattardagur þar sem félagið sem ein heild kom saman til að kynna starfið. Með þessum degi var markmið félagsins

að opna dyr fyrir almenning til að sjá og taka þátt í starfi félagsins, ásamt því að njóta léttra veitinga á góðum degi. Þessi frumraun Hattardagsins heppnaðist fullkomlega að mínu mati og er það von mín að þessi dagur sé kominn til að vera sem hluti af skipulagi félagsins á hverju vori.

Á árinu 2012 hafa mörg afrek verið sett á sviði ýmissa íþróttagreina,

bæði í barnaflokkum og ekki síður meistaraflokkum félagsins. Margir sterkir styrktaraðilar standa á bak við starfið sem gerir þá sjálfboðavinnu sem fólk stendur í markvissari og betri. Þeim ber að þakka fyrir

þeirra framlag ásamt öllum þeim sjálfboðaliðum sem byggja upp

starf í deildum félagsins.

Áfram Höttur

Davíð Þór SigurðarsonFormaður Íþróttafélagsins Hattar

www.landsvirkjun.is

Sendum landsmönnum öllum okkar bestu óskir um

gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Höttur

Samheldin íþróttafjölskylda

Hattarfólk á samfélagsdegi í vor.

Page 38: Snæfell 2012

38 Snæfell

„Við förum sko alltaf. Ég hef farið á ógeðslega mörg Unglingalandsmót og horft á systur mínar. Núna þegar ég mátti loksins keppa kom ekkert annað

til greina en að fara,“ segir Halla og er fljót til svars þegar hún er spurð að því hvernig það hafi komið til að hún dreif sig á Unglingalandsmótið.

Það var auðfengið því foreldrar hennar, Lillý Viðarsdóttir og Helgi Jens-son, eru fastagestir á ULM og verða sjálfsagt áfram. Systur Höllu, Heiðdís Sigurjónsdóttir knattspyrnukona og Sigurlaug Helgadóttir, frjálsíþróttakona, hafa tekið þátt í mótinu undanfarin ár og fjölskyldan fylgst með.

Þegar hún er spurð um hvað hafi verið skemmtilegast við mótið stendur ekki á svari „að keppa, það var lang-skemmtilegast að keppa,“ segir hún glaðbeitt. Keppnin gekk líka vel, betur en Halla hafði sjálf þorað að vona. Hún keppti í sex greinum og vann til verð-launa í þeim öllum. „Ég vann þrístökkið eftir mjög spennandi keppni. Við vorum tvær sem vorum sífellt að toppa hvor aðra og sigurstökkið mitt kom í síðustu tilraun. Ég hafði aldrei keppt í þrístökki áður og bara æft það tvisvar á æfingu, þannig að þetta kom skemmtilega á óvart”, segir Halla sem setti jafnframt

Unglingalandsmótsmet í greininni, 9,01 metra.

Auk keppninnar tók Halla virkan þátt í annarri dagskrá mótsins, en fjölskyldan gisti á UÍA svæðinu. Hún fór í skrúð-gönguna, keppti í spurningakeppninni Tjaldsvar á UÍA kvöldvökunni og sótti ýmsa afþreyingardagskrá með vin-konum sínum.

Halla hefur æft frjálsar íþróttir með Hetti í þónokkur ár og hástökk og lang-hlaup eru hennar uppáhaldsgreinar. Halla hafði sett sér það markmið að komast á pall í 600 m hlaupi og það tókst, þar kom hún önnur í mark. Í hástökki og langstökki nældi hún sér einnig í silfur og náði bronsi í 60 m hlaupi og 4x100 m boðhlaupi í jafnri og æsispennandi keppni.

Halla ætlar að halda ótrauð að æfa bæði fótbolta og frjálsar íþróttir. Hún stefnir á Meistaramót Íslands í frjálsum innanhúss í mars, næsta sumar verður fjöldi fótboltamóta og svo að sjálfsögðu Unglingalandsmót á Höfn.

Halla Helgadóttir, Unglingalandsmóts-

methafi í þrístökki

„Langskemmti-

legast að

keppa“Halla Helgadóttir tók þátt í sínu fyrsta

Unglingalandsmóti nú í sumar. Þrátt fyrir

að æfa bæði fótbolta og frjálsar íþróttir

af kappi ákvað hún að einbeita sér að

frjálsíþróttakeppni mótsins og sér svo

sannarlega ekki eftir því, enda komst

hún á verðlaunapall í öllum greinum sem

hún keppti í og setti að auki Unglinga-

landsmótsmet. Snæfell ræddi við Höllu

um ferðina heilladrjúgu á mótið.

Verið velkomin á Sumarhátíð UÍA 2013 12.-14. júlí á Egilsstöðum

Takið helgina frá.

Page 39: Snæfell 2012

39 Snæfell

Ólafur Tryggvi, sem er nýorðinn fimmtán ára, keppti í 250 cc unglingaflokki. Sá flokkur keyrði með eldri flokki í brautinni sem Ólafur taldi keppninauta sína. „Ég hélt að það væri bara einn flokkur. Mér fannst mér ganga ágætlega, en vissi ekkert hvar ég stóð.“

Tveir aðrir voru í hans flokki en þeir féllu báðir úr leik. Af því vissi Ólafur ekki og varð verulega hissa þegar hann var kallaður á verðlaunapall. „Við vorum að ganga frá og ætluðum að fara heim þegar kynnirinn sagði að sá sem væri í þriðja sæti hefði dottið og líka sá sem var

í öðru sæti. Síðan var nafnið mitt kallað upp.“

Honum vefst tunga um tönn þegar hann er spurður að því hvernig tilfinningin hafi verið að standa á verðlaunapallinum. „Ég veit ekki hvað skal segja ... ég stóð þarna uppi á einhverjum klumpi með verð-launapeninginn um hálsinn.“

Ólafur Tryggvi segir föður sinn, Þor-stein Sturlaugsson, hafa kveikt hjá sér áhugann á mótorkrossi. „Vinur hans átti hjól og bauð honum að prófa, en hann sagði alltaf nei. Síðan prófaði hann einu sinni og varð heillaður.“

Saga Ólafs Tryggva er svipuð. „Ég hafði engan áhuga á þessu og hélt að þetta væri ekkert skemmtilegt en pabbi var alltaf í bílskúrnum að gera við. Ég ákvað því að prófa að biðja um hjól í fermingar-gjöf. Pabbi fór með mig upp í sveit og leyfði mér að prófa hjól. Ég var búinn að vera smá stund á hjólinu þegar ég fann að þetta væri það skemmtilegasta sem ég hefði gert.“

Hjólið birtist á fermingardaginn. „Á fermingardaginn sjálfan fékk ég lítinn pakka sem í var playmo-kall á hjóli. Nokkrum dögum seinna báðu mamma og pabbi mig um að koma út í garð. Síðan skildi ég ekkert, það sátu allir og horfðu á mig .. svo sá ég allt í einu hjólið upp við bíl-skúrshurðina og varð geðveikt ánægður. Ég prófaði að setja það í gang – og hef ekki drepið á því síðan!“

Sumarið í sumar var annað mótor-krosssumarið hans Ólafs, en hann keppti einnig á Unglingalandsmótinu á Egils-stöðum. „Ég var þá nýbyrjaður og alltaf að detta. Ég var orðinn dauðþreyttur á að vera alltaf að taka hjólið upp aftur.“

Hann segir nýja braut á Fljótsdals-héraði, sem komið var upp fyrir það mót, skipta öllu máli fyrir íþróttina. Þá séu eldri menn duglegir að styðja þá yngri. Þar nefnir hann sérstaklega bræðurna Björgvin og Hjálmar Jónssyni, sem eru afreksmenn í greininni, og Kristdór Þór Gunnarsson, kenndan við Dekkjahöllina, sem lengi var formaður Akstursíþrótta-félagsins Starts sem Ólafur Tryggvi keppir fyrir.

Ólafur segist hjóla eins mikið og hann geti á sumrin. „Það fyrsta var sem ég spurði að þegar ég kom heim úr vinnunni var hvort einhver gæti skutlað mér út í braut.“ Áhuginn hefur smitað út frá sér og yngri bróðir hans, Trausti, keppti einnig í mótorkrossi á Unglingalandsmótinu.

Að hjóla er helmingurinn af ánægjunni hjá Ólafi Tryggva. Hinn helmingurinn er að gera við. „Þegar ég byrjaði vissi ekki í hvora áttina ég ætti að skrúfa til að herða eða losa, en nú get ég nánast skrúfað heilt hjól í sundur og sett saman aftur. Mér finnst gaman að gera við – nema þegar ég er að drífa mig út að hjóla. Þá vill maður vera eins snöggur og maður getur.“

Ólafur Tryggvi Þorsteinsson, Unglingalandsmótsmeistari

í mótorkrossi

„Vorum að pakka saman þegar ég var

kallaður á pall“Fjölskylda Ólafs Tryggva Þorsteinssonar var

farin að pakka saman þegar hann var kallaður

á verðlaunapall til að taka við gullverðlaunum

sínum á Unglingalandsmótinu í sumar. Hann

segir ánægjuna af íþróttinni felast bæði í því

að hjóla og fást við vélfákinn inn í bílskúr.

Page 40: Snæfell 2012

40 Snæfell

Tæplega 100 keppendur á vegum UÍA, ásamt fjölskyldum sínum, mættu til leiks á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi um verslunarmannahelgina. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta og mótið hið fjölmennasta til þessa.

Keppendum UÍA gekk vel og voru til sóma innan vallar sem utan. Góð stemmning var á tjaldsvæði UÍA og þar var m.a. efnt til samverustundar og Tjaldsvars, spurningakeppni um allt milli himins og jarðar. Lukkaðist hún afar vel og var

þátttaka góð. Sprettur Sporlangi linnti ekki látum fyrr en hann fékk að koma með á mótið, því auk þess að vilja ólmur fylgja sínu fólki eftir í keppni óttaðist hann um öryggi sitt eystra enda hreindýratímabilið í fullum gangi. Hann fékk því að fljóta með og tók virkan þátt í skrúðgöngu við setningu mótsins og gladdi gesti og gangandi að vanda.

Eitt stærsta afrek UÍA-hópsins vann Halla Helgadóttir strax á föstudagsmorgni þegar hún stökk 9,01 metra í þrístökki og setti unglingalandsmótsmet í flokki 11

ára stelpna. Henrý Elís Gunnlaugsson varð fyrstur í 600 metra hlaupi 12 ára pilta á tímanum 1:49,36 mín, sex sekúndum á undan næstu mönnum. Körfuknattleiksliðið Air sigraði í flokki 17-18 ára stráka, Ólafur Tryggvi Þorsteinsson í flokki 14-15 ára í mótorkrossi og Kristín Embla Guðjónsdóttir í glímu í flokki 11-12 ára stelpna.

Fjöldi annarra keppenda frá UÍA komst á verðlaunapall eða bætti sinn persónulega árangur. Unglingalandsmótið 2013 verður á Höfn um verslunarmannahelgina, 2. – 4. ágúst.

Unglingalandsmótið á Selfossi

Tæplega 100 keppendur frá UÍA

TILKYNNINGHENSON lætur vita að næsta vor kemur á markað ný fatalína sem félög á Austurlandi

gætu haft áhuga á.

Allar upplýsingar veitir Halldór EinarssonSímar 562-6464 og 892-2655

[email protected]

ÁS bókhald Austurvegi 20, Reyðarfjörður • s. 474-1123Sagnabrunnur ehf. Hafnargötu 42, Seyðisfjörður s. 866-2967Ráðgjöf og lausnir ehf Kaupvangi 2, 700 Egilsstöðum •s. 471-3200 • [email protected]á Marlín Kaffihús og gisting • Vallargerði 9, ReyðarfjörðurFOSA Stekkjarbrekku 8, 730 Reyðarfjörður • s. 474-1228.Landsnet hf. Blikar bókhaldsþjónusta Hafnarbyggð 19, Vopnafjörður •s. 473-1378Hótel Tangi Hafnarbyggð 17, Vopnafjörður • s. 473-1840Ollasjoppa Kolbeinsgötu 35, Vopnafirði • s. 473-1803Efnalaug Vopnafjarðar Miðbraut 4, Vopnafirði • s. 473-1346Hárgreiðslustofan SOLO, Kolbeinsgötu 8, Vopnafirði • s. 473-1346Sláturfélag Vopnafjarðar Hafnarbyggð 8a Vopnafjörður • s. 473-1840Rafverkstæði Árna Magnússonar Hafnarbyggð 1a, 690 Vopnafirði • s. 473-1387Bókráð bókhald og ráðgjöf ehf Miðvangi 2-6, 700 Egilsstöðum • s. 471-3130 • [email protected] Island ehf - Hafnargötu 2, 735 Eskifjörður •s. 470-6700 • egersund.isPost-Hostel Hafnargötu 4, Seyðisfirði • www.posthostel.comBorgarfjarðarhreppur Hreppstofu Borgarfirði eystra •s. 472-9999Holt og heiðar ehf. - Akurgerði, Hallormsstað - 701 Egilsstaðir •[email protected] Kalla Sveins / Álfakaffi Borgarfirði eystra •s. 472-9980 / 892-9802Við Voginn Vogalandi 2, Djúpavogi • s. 478-8860Kaskó Miðvangi 1, Egilsstöðum • s. 471-2312Verslunin Ljósálfar Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum • s. 471-1236Vaskur Miðási 7, 700 Egilsstöðum • s. 470-0010 • www.vaskur.is • [email protected]

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

Page 41: Snæfell 2012

41 Snæfell

Lið UÍA varð í fyrsta sæti á landsvísu í átakinu Hjólað í vinnuna, sem ÍSÍ stendur fyrir á ári hverju. Liðsmennirnir lögðu alls að baki 527 kílómetra að baki við misjafnar aðstæður.

Liðsmenn UÍA liðsins, þau Gunnar Gunnars-son formaður UÍA, Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra og Vilborg Stefáns-dóttir meðstjórnandi, hjóluðu/hlupu/gengu samtals 527 km og voru kampakát með verðlaunin og árangurinn í heild, enda nokkuð fyrir honum haft.

UÍA liðið hlaut viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir 1. sæti í fjölda þátttökudaga en allir þrír liðsmenn liðsins tóku þátt alla 13 daga átaksins. Liðið fékk einnig viðurkenningu sem hlutskarpasta liðið á Fljótsdalshéraði.

Liðsstýran Hildur Bergsdóttir hóf þátt-töku liðsins með stæl er hún hljóp 18 km leið í vinnuna fyrsta dag keppninnar.

Eins og margir muna var tíðin í vor, á meðan átakinu stóð, nokkuð rysjótt og skilyrði til hjólreiða misjöfn. Allt er þó hægt ef viljinn er fyrir hendi eins og þessi reynslusaga Hildar Bergsdóttur framkvæmdastýru og liðsstjóra UÍA liðsins ber með sér, en hún birtist á vef átaksins i vor:

„Ég komst að því í morgun að þetta er spurning um vilja og viðhorf, ekki veður.

Upplifun morgunsins var einhvern veginn svona:

Sleit hjólið úr skaflinum og dustaði af því mesta snjóinn. Paufaðist upp snjóuga og svellhála heimreiðina, með nístingskaldan norðanvindinn......og nóg af honum í fangið. Hugsaði með mér þegar ég sneiddi hjá sköflunum á veginum „Rækallinn, ég er líklega eins klikkuð og fólk vill vera láta!“ 5 km látlaust streð á móti vindi varð

blessunarlega til þess að mér fór á sjötta km að hlýna á fingrunum og líf færðist í þá inni í þreföldu ullarvettlingunum. Þegar nær dró Egilsstöðum lægði vindinn og það fór að snjóa....góð skipti! Krapi var á veginum við Egilsstaði sem var leiðinlegt, en allt hafðist þetta. Varð loks, eftir 18 km, hlýtt á tánum þegar ég var komin undir sturtuna í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

ÁFRAM UÍA!“

Hjólað í vinnuna:

„Spurning um vilja, ekki veður“

Fáskrúðsfirðingarnir Guðmundur Hallgrímsson og Sigurður Haralds-son voru sigursælir á Landsmóti 50+ sem fram fór í Mosfellsbæ í júní. Brottfluttir Austfirðingar söfnuðu saman í blaklið og settu stefnuna á sigur.

Guðmundur sigraði í 100 metra hlaupi karla 75-79 ára og Sigurður sigraði í kúluvarpi, lóðakasti og kringluvarpi í flokki 80-84 ára. Í kúluvarpinu setti hann landsmótsmet, 10,07 metra. Þá varð Stefán Friðleifsson í öðru sæti í hástökki karla 50-54 ára.

UÍA átti einnig blaklið í kvennaflokki, undir stjórn Guðrúnar Kristínar Einarsdóttur frá Norðfirði, sem jafnframt var greinar-stjóri í blaki. Liðið hafnaði í öðru sæti þrátt fyrir að hafa sett stefnuna á sigur og æft af kappi.

„Við hóuðum saman nokkrum að austan sem æfa með hinum ýmsu félögum hér syðra. Við hittumst á nokkrum æfingum og spiluðum æfingaleiki fyrir mótið og kepptum að sjálfsögðu undir merkjum UÍA. Við vorum enda allar að austan, nema við fengaum eina þýska lánaða vegna forfalla,” sagði Guðrún Kristín í sam-tali við Snæfell. „Stemmingin í liðinu var gríðargóð og við unum sáttar við okkar hlut, enda gott silfur gulli betra.“

Landsmót 50+ verður haldið í Vík næsta sumar og á Húsavík árið 2014. Það var fyrst haldið á Hvammstanga í fyrra.

Landsmót 50+

Fáskrúðsfirðingar færðu gull í hús

UÍA liðið í blaki kvenna. Mynd: UMFÍ

Vilborg, Gunnar og Hildur með verðlaunin.

Page 42: Snæfell 2012

42 Snæfell

„Það var alltaf mikill áhugi á fót-boltanum (á Borgarfirði), við vorum með mörk á túninu og spiluðum venjulega á eitt mark og alltaf upp í móti,“ segir Njáll Eiðsson í viðtali við Snæfell árið 1982. Hann hafði þá farið í helgarferð með landsliðinu til Kuwait. Í viðtalinu lýsir hann einnig Evrópuleik sem hann spilaði með Val gegn Aston Villa. „Þar sá ég hve lítið ég kunni og gat,“ en Valur tapaði 5-0. Einnig rætt við bróður hans, Egil. „Það þýðir ekkert annað en setja markið hátt, annars er eins gott að vera bara í dútlinu,“ segir hann um markmið sitt að komast á Ólympíuleikana árið 1984 í Bandaríkjunum. Árið fyrir viðtalið fagnaði hann Íslandsmeistaratitlum í hlaupum og náði ágætum árangri á erlendri grundu. Egill varð síðar framkvæmdastjóri Frjálsíþrótta-sambands Íslands og Njáll farsæll knattspyrnuþjálfari, meðal annars hjá Hetti.

Annað viðtal í Snæfelli þetta árið var við Hrein Halldórsson, kúluvarpara sem þá var nýfluttur í Egilsstaði. „Þetta er nú eins árs reynslutími [..] Ég verð bara að ímynda mér að Lagarfljótið sé sjór,“ segir Hreinn sem býr þar enn. Aðspurður um hvernig íþrótta-þjálfun hans við Menntaskólann gangi svarar hann: „Það gengur vel, mikill áhugi, sérstaklega hjá kvenþjóðinni, þær hafa mætt 30 á allar æfingarnar í þessari viku, en strákarnir eru færri enn sem komið er.“

Fjallað er um Atlavíkurhátíðina þar sem meðal annars komu fram Grýlurnar og Stuðmenn. „Skemmti-kraftarnir unnu að nýrri íslenskri kvikmynd á milli þess sem þeir skemmtu samkomugestum. Tóku þeir nokkur atriði í stórfenglegri náttúrufegurð Atlavíkur.“ Myndin sem um ræðir er hin sígilda Með allt á hreinu.

ÓSKUM AUSTFIRÐINGUM OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐIRÍKRAR JÓLAHÁTÍÐAR OG GÆFU Á KOMANDI ÁRI.

SPRETTUR SPORLANGI, STJÓRN OG FRAMKVÆMDASTÝRA UÍA.

Svona var það ´82

Alltaf spilað upp í móti á Borgarfirði

Starfsfólk Bólholts óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Page 43: Snæfell 2012

KPMG Á AUSTURLANDI

Gleðilega hátíð

Starfsfólk KPMG á Egilsstöðum,

Höfn í Hornafirði og Fjarðabyggð óska

viðskiptavinum og öðrum Austfirðingum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

kpmg.is

Page 44: Snæfell 2012