snæfell 2015

40
SNÆFELL 1. tbl. 34. árgangur 2015 FE

Upload: ungmennasamband-austurlands

Post on 24-Jul-2016

261 views

Category:

Documents


13 download

DESCRIPTION

Tímarit Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands.

TRANSCRIPT

Page 1: Snæfell 2015

SNÆFELL1. tbl. 34. árgangur 2015

FE

Page 2: Snæfell 2015

Falleg hönnun kviknar af góðri hugmynd. Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður hefur um árabil smíðað gripi úr áli. Hann veit að til að góð hugmynd verði að veruleika þarf að fylgja henni e�ir og framkvæma.

Alcoa Fjarðaál sendir landsmönnum öllum hlýjar kveðjur með ósk um farsæld á komandi ári.

Page 3: Snæfell 2015

3 Snæfell

„Við vildum virkja alla, ekki bara þá bestu“............................. 24-29Stefán Már Guðmundsson, formaður Þróttar Neskaupstað, hefur tekið þátt í flestu því félags-starfi sem í boði er. Leið hans austur lá um Smá-íbúðahverfið, Grafarvog, Langanes og Akranes.

Hreyfivikan þarf ekki að vera flókin .............16Vopnfirðingar tóku í fyrsta skipti þátt í hreyfi- vikunni í haust. Íþróttafrömuður tók frumkvæðið og fékk fleiri íbúa í lið með sér til að standa fyrir viðburðum.

„Möst að gera eins mikið af hlutum og hægt er á meðan maður lifir“ ...........32-33Fjórtán manna hópur á vegum UÍA fór í haust til Orosháza í Ungverjalandi. Ungmennin lærðu þar margt um Íslandog Ungverjaland, en fyrst og fremst sig sjálf.

SNÆFELL1. tölublað, 34. árgangur

Útgefandi:Ungmenna- og íþróttasamband

Austurlands

Ritstjórn:Gunnar GunnarssonHildur Bergsdóttir

Elsa Guðný Björgvinsdóttir

Ábyrgðarmaður:Hildur Bergsdóttir

Myndir:UÍA

Atli Berg KárasonHöfundar efnis

Austurfrétt

Prófarkalesari:Urður Snædal

Umbrot, prentun og bókband:Héraðsprent

Upplag:4.100 eintök

Dreifing:Öll heimili á sambandssvæði UÍA

Afgreiðsla:Skrifstofa UÍA

Tjarnarás 6, 700 EgilsstaðirSími: 471-1353

www.uia.is – [email protected]

Forsíðumyndir:Svipmyndir frá starfsemi UÍA 2015

Horfum í kringum okkurÞegar tölvupóstur frá erlendum sendanda birtist í innhólfinu merktur „disarmed“, hrópar öll skynsemi á mann að henda honum strax, fremur en opna hann og vona að vírusvörnin sé jafn góð og seljandinn lofaði. Nánast gegn betri vitund opnuðum við hjá UÍA slíkan tölvupóst í byrjun árs sem reyndist innihalda boð um þátttöku í ungmennaskiptiverkefni. Þar sem skynsemin hafði brugðið sér af bæ var hún heldur ekki til staðar til að koma í veg fyrir jákvætt svar.Í raun vorum við svo búin að gleyma Ungverjunum í undirbúningnum fyrir Sumarhátíð, Unglingalandsmót, Tour de Orminn og allt hitt, þegar skyndilega barst jákvætt svar um stuðning við verkefnið. Við hugsuðum ekki um það strax heldur kláruðum Sumarhátíðina, en fórum í miðju spennufallinu eftir hana að spá í: „út í hvað höfum við nú komið okkur?“Hálfu ári síðar er svarið við þeirri spurningu: „eitt skemmtilegasta en jafnframt mest gefandi, þroskandi og ábatasamasta verkefni sem UÍA hefur ráðist í.“

Hindranir í veginumÞað voru þó hindranir í veginum. Í fyrsta lagi dugði styrkurinn ekki nema fyrir helmingi fargjaldsins og okkur fannst við stundum mæta takmörkuðum skilningi þeirra sem við töldum að ættu að sjá sér hag í að styrkja ferðina. Í öðru lagi þurftum við að finna þátt- takendur í ferðina og í þriðja lagi að skipuleggja ferð til lands sem við vissum lítið annað um en Ísland tapaði fyrir handboltalandsliði þess í grátlegum leik á Ólympíuleikunum í London!Fyrir rest sóttu fleiri um að fara með heldur en við höfðum pláss fyrir og verulega erfitt var að finna við hverja átti að segja nei. Það er hins vegar lúxusvandi að fleiri sæki um en að komast. Það sýnir áhuga.

Í miðri mannkynssögunniÍ Ungverjalandi mættu okkur alls kyns aðstæður sem við höfðum ekki séð fyrir. Dagana fyrir ferðina fylgdumst við með fréttum af óeirðum í kringum flóttamenn í Búdapest. Þegar við komum út gengum við í gegnum svæði þar sem mannkynssagan var að verða til.Síðasta kvöld ferðarinnar upplifðum við það að leggja á flótta undan tveimur einstakling-um sem virtust ekki bjóða erlenda gesti velkomna. Þótt við kæmumst inn í gistiheimilið þar sem helmingur hópsins dvaldist töldum við það ekki nægilega öruggt. Í myrkrinu gekk því hópurinn gekk í halarófu, með sængurnar undir hendinni og dýrmætustu eignir í bakpokanum, yfir á hitt gistiheimilið eins og nokkurs konar flóttamenn.

Eining verður tilHópurinn þekktist lítið fyrirfram og einstaklingarnir voru misvissir um stöðu sína. Sumir álitu aðra leiðinlega og til vandræða en aðrir upplifðu sig undirmáls. Í gegnum vikuna unnu menn á eigin fordómum, hópurinn greri saman og líka saman við ungverska hópinn. Það var reyndar áhugavert að sjá íslenska hópinn horfast í augu við sjálfan sig. Menn tóku á eigin fordómum, hættu að dæma bókina af kápunni, lærðu að meta það sem þeir hafa heima hjá sér, létu sig hafa það að borða matinn þótt hann væri ekki góður fyrsta daginn og unnu saman andspænis óvissunni. Aðdáunarverðast var þó að sjá tólf ungmenni þroskast og eflast dag frá degi og fá að taka þátt í samræðum við þau um hvað þau hefðu lært.

HugsumÞað ber líka að þakka ungversku gestgjöfunum fyrir rúma dagskrá. Inn á milli voru gefin löng hlé þannig að menn gætu slakað á og rætt saman. Undir ungverskri sól og með ís í hönd deildu menn upplifun og ólíkri sýn og lærðu þannig hver af öðrum.Stundum er nauðsynlegt að líta upp frá eigin fjallahring og halda út á sléttuna til að horfa út í óendanleikann. Að gefa sér tíma til að hugsa, því þess vegna erum við. Að vera tilbúinn að prófa eitthvað nýtt í stað þess að stóla á það gamla, því þannig þróumst við. Að grípa augnablikið, því það er ekki víst að það gefist aftur og að gefa nýju fólki tækifæri, því það er miklu algengara að það nýti það en klúðri.

Gunnar Gunnarsson, formaður UÍAHildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA

Stjórn UÍA 2015-2016Gunnar Gunnarsson formaður, Fljótsdal

Jósef Auðunn Friðriksson gjaldkeri, StöðvarfirðiElsa Guðný Björgvinsdóttir ritari, EgilsstöðumReynir Zoëga meðstjórnandi, Neskaupstað

Pálína Margeirsdóttir meðstjórnandi, FáskrúðsfirðiSóley Dögg Birgisdóttir varastjórn, Djúpavogi

Auður Vala Gunnarsdóttir varastjórn, EgilsstöðumHlöðver Hlöðversson varastjórn, Neskaupstað

Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra, EgilsstöðumVigdís Diljá Óskarsdóttir sumarstarfsmaður, Egilsstöðum

Page 4: Snæfell 2015

Ungmennafélagið Egill rauði á Norðfirði fagn-aði 100 ára afmæli sínu. Mikið var um dýrðir í afmælinu, veislugestir sungu við raust og gerðu glæsilegum veitingum góð skil.

Laugarfell í Fljótsdal var fjall UÍA þetta árið og efnt var til fjölskyldugöngu á það í Hreyfivikunni. Gangan var heldur fámenn en göngu-menn og -hundar skemmtu sér engu að síður vel.

Eva Dögg Jóhannsdóttir glímukona úr Val var valin Íþróttamaður UÍA 2014 og er það annað árið í röð sem hún hampar þeim titli. Eva Dögg hefur átt góðu gengi að fagna á árinu og hreppti m.a. Freyjumenið síðastliðið vor.

Um 80 íþróttagarpar, 10 ára og yngri, mættu til leiks á Ávaxtaleikum á Fáskrúðs-firði í apríl. Glaðhlakkalegir ávextir brugðu á leik að vanda og mikil stemming skapaðist.

Stigahæstu keppendurnir í Mótaröð UÍA og HEF sem fór fram á Vilhjálmsvelli fögnuðu ákaft þegar úrslit lágu fyrir, enda keppnin hörð og spennandi.

Lið Unglingaflokks Hattar sigraði Bólholtsbikarinn eftir æsispennandi úrslitaleik við Ásinn sem endaði 47-46.

4 Snæfell

Page 5: Snæfell 2015

Sunddeild Austra var sigursæl á sundmótum UÍA á árinu, og sigraði hvoru tveggja stigakeppni Sumarhátíðar og Bikarmóts Austurlands.

Spyrnir hampaði Launaflsbikarnum eftir 4-2 sigur á Leikni í framlengdum leik.

5 Snæfell

Fjórðungsmót hestamanna var haldið á Stekkhólma í umsjá Freyfaxa og lukkaðist vel. Hér er Dagrún Drótt Valgarðsdóttir úr Freyfaxa á ferð.

Page 6: Snæfell 2015

6 Snæfell

Heimsleikar unglinga, eða Gautaborgar- leikarnir eins og þeir eru oftast kallaðir, eru haldnir í Gautaborg í byrjun júlí ár hvert. Mótið fer fram á Ullevi Arena, sem er glæsi-legur leikvangur í miðbænum, og er það stærsta sinnar tegundar í Skandinavíu en þar keppa yfir 4000 keppendur frá allt að 20 löndum. Keppt er í flestum greinum frjálsíþrótta í flokkum 12 ára og eldri.Í ár sendi UÍA keppnishóp á mótið í þriðja sinn. Tíu keppendur lögðu af stað frá Egilsstöðum auk Lovísu Hreinsdóttur og Mekkín Bjarnadóttur þjálfara. Einn keppandi kom síðan til móts við hópinn í Gautaborg ásamt föður sínum. Flogið var frá Keflavík til Kaupmannahafnar og síðan tekin rúta til Gautaborgar. Samferða UÍA hópnum var stór hópur frá FH. Fyrsti dagur ferðalagsins fór algjörlega í það að komast á leiðarenda og slaka á. Kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag tókum við létta æfingu til að koma okkur í gang fyrir næstu daga. Mótið byrjaði snemma á föstu-dagsmorgni og var það keppandi úr okkar

hópi sem átti fyrsta kast mótsins. Keppnisdagarnir þrír voru langir og strangir enda allir á fullu og óvanir að keppa í svona miklum hita. Þegar keppni stóð sem hæst heyrðist í einum keppanda okkar: ,,Shit, hvað allir hlaupa hratt hérna!” Þessi setning verður lengi í minnum höfð og sýnir ágætlega hversu sterkt mótið var. Þrátt fyrir hita og nýjar aðstæður stóðu allir keppendur sig vel og nokkur persónuleg met voru sett. Mánudeginum eftir keppni var eytt í Lise- berg skemmtigarðinum þar sem allir skemmtu sér konunglega. Hver segir að mánudagar séu alltaf leiðinlegir? Síðasta deginum í Gautaborg var eytt í verslunarmið-stöðinni Nordstan. Bæði við og töskurnar komum stútfull af minningum aftur heim til Íslands eftir mjög vel heppnaða ferð. Mót

eins og þetta er góður undirbúningur fyrir stærri mót og reynslan sem við öðluðumst er frábært innlegg í reynslubankann. Við viljum þakka styrktaraðilum okkar stuðn-inginn því án þeirra hefði ferðin ekki orðið að veruleika. F.h. Gautaborgarfara 2015, Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir og Helga Jóna Svansdóttir

Körfuboltabúðirnar Camp USA fóru fram á Egilsstöðum 4. og 5. ágúst í sumar.Körfuboltadeild Hattar skipulagði búðirnar en þrír bandarískir þjálfarar sáu um kennsl-una; þeir Jeff Trumbauer frá Black Hills State University, Mike Olson frá Kimball Union Academy og Erik Olson frá körfu-boltaakademíu FSU. Þjálfararnir eru þaulvanir unglingaþjálfarar og áherslan var á kennslu, þ.e. að kenna krökkunum körfuboltahreyfingar og æf-ingar. Þátttakendum var skipt í tvo hópa, í yngri hópnum var lögð áhersla á undir-stöðuatriðin og skemmtilega leiki en í eldri hópnum, sem m.a. var sóttur af nokkrum meistaraflokksleikmönnum úr Hetti, var farið yfir tæknileg atriði og einstaklings- æfingar sem hver og einn getur unnið áfram með. Búðirnar voru vel sóttar og afar vel heppnaðar og líklegt er að þær verði haldnar aftur næsta sumar.Æfingabúðirnar voru upptakturinn að vetrar- starfinu í körfuboltanum hjá Hetti en æf-ingar og keppni eru nú í fullum gangi í átta aldursflokkum karla og kvenna auk meistara- flokks karla sem nú leikur í úrvalsdeild. Viðar

Örn Hafsteinsson íþróttakennari er á fjórða ári sem yfirþjálfari körfuboltadeildar Hattar, og ánægjulegt hefur verið að sjá hvernig jafnt og þétt hefur fjölgað í körfuboltanum. Í framtíðinni væri gaman að sjá fleiri iðkendur á fjörðunum og aukið samstarf milli félaga til að efla körfuboltann á Austurlandi. Til þess eru góðar aðstæður á flestum stöðum.

Magnús Þór ÁsmundssonFormaður körfuboltadeildar Hattar

Bandarískir þjálfarar kenndu austfirskum krökkum

Gautaborgarleikar 2015

„Shit, hvað allir hlaupa hratt hérna!“

Gautaborgarhópurinn í léttri aukaæfingu. Mynd: Aðalsteinn Þórhallsson

Page 7: Snæfell 2015

Bandarískir þjálfarar kenndu austfirskum krökkum

410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð

GLEÐILEGA HÁTÍÐ

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Page 8: Snæfell 2015

8 Snæfell

Það var óneitanlega hápunkturinn á annars fjölbreyttu og gifturíku glímuári hjá UÍA þegar Reyðfirðingarnir Eva Dögg Jóhannsdóttir úr UÍA og Sindri Freyr Jónsson úr KR hömp-uðu tveimur eftirsóttustu verðlaunagripum glímunnar, Freyjumeninu og Grettisbeltinu. Eva Dögg og Sindri Freyr unnu einnig Rósina og Hjálmshornið fyrir fallegustu glímurnar. Ekki dró það úr ánægjunni að Íslandsmótið skyldi fara fram á heimavelli þeirra í troð-fullu Íþróttahúsinu á Reyðarfirði, þar sem glímukóngurinn og glímudrottningin æfðu í gegnum alla yngri flokkana.Dagurinn var dagur Austfirðinga því Bylgja Rún Ólafsdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir höfnuðu í öðru og þriðja sæti í kvenna-flokki og bræðurnir Ásmundur Hálfdán Ás-mundarson og Magnús Karl Ásmundsson voru í öðru og þriðja sæti í karlaflokki. Þessi góði árangur austfirska glímufólksins hefur eflaust haft áhrif á yngri kynslóðina því aldrei hafa fleiri krakkar mætt á æfingar hjá glímuráði Vals Reyðarfirði en nú. Í haust hafa oft um 30 krakkar mætt á glímu- æfingarnar sem eru tvisvar í viku. Hjörtur Elí Steindórsson, Bylgja Rún Ólafsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson annast þjálfunina í vetur og Elísabet Sveinsdóttir annast styrktaræfingar fyrir eldri krakkana.Sömu helgi og Íslandsglíman fór fram var keppt í grunnskólamóti og sveitaglímu þar sem keppendur UÍA stóðu sig með mikilli prýði og hrepptu m.a. fjóra grunnskóla-meistaratitla.

Keppt á erlendri grunduÞau voru nokkur lands-liðsverkefnin sem glímu-fólkið okkar tók þátt í þetta árið. Í febrúar fóru þau Eva Dögg og Ásmundur til Frakklands og tóku þátt í franska meistaramótinu í Back-hold. Eva sigraði í -70 kg flokki og opnum flokki kvenna og var einnig valin glímukona mótsins. Ás-mundur vann sömuleið-is +90 kg flokk karla og opinn flokk karla. Um verslunarmannahelgina fóru svo Bylgja Rún, Kristín Embla Guðjónsdóttir og Rebekka Rut Svansdóttir í alþjóðlegar æfingarbúðir í Skotlandi auk þess að keppa í Bridge of Allan hálandaleikunum. Stelpurnar stóðu sig allar með sóma og þess má geta að Bylgja hafnaði í 2. sæti í opnum flokki unglinga og Kristín í 3. sæti.Í ágúst fóru svo Ásmundur, Eva Dögg og Hjörtur Elí til Skotlands og Englands og kepptu í sex mótum. Það er skemmst frá því að segja að öllum gekk þeim vel, en hæst ber að Eva Dögg vann skoska meistaratitilinn í opnum flokki kvenna og Ásmundur hreppti tvö gull, annað þeirra í opnum flokki í Grasmere sem er stærsta mótið í greininni í Englandi.

Þrjú þegar komin í landsliðshópinn fyrir árið 2016Eins og sést er komin heilmikil reynsla á glímuhópinn hjá UÍA og til að byggja ofan á hana hafa allir ofantaldir mætt á lands-liðsæfingar hjá Glímusambandinu í haust. Nú þegar hafa Ásmundur, Eva Dögg og Hjörtur Elí verið valin í landsliðshópinn sem mun keppa á EM í keltneskum fangbrögðum í Frakklandi í apríl 2016. Það er því bjart framundan í glímunni sem best sést á kraftmiklum keppendum og öflugu barna-starfi sem leitt er af ungum og öflugum þjálfurum. F.h. glímuráðs UÍAHjörtur Elí Steindórsson og Þóroddur Helgason

Sindri Freyr og Eva Dögg ánægð að lokinni Íslandsglímunni á Reyðarfirði. Mynd: Glímusamband Íslands

Glíma

Keppnin um Freyjumenið og Grettisbeltið hápunkturinn

Höttur varð í sumar fyrsta aðildar-félag UÍA til að taka upp skráningar-kerfið Nóra. Davíð Þór Sigurðsson formaður segir það auðvelda allt utanumhald.Kerfið var tekið í notkun í haust en með því breytist fyrirkomulagið þannig að iðkendur, eða forráðamenn þeirra, skrá sig sjálfir til æfinga. Þegar not-andi skráir sig inn með kennitölu í gegnum heimasíðu Hattar tekur á móti honum valmynd þar sem hann getur valið úr þeim greinum sem í boði eru fyrir hans aldurshóp.Davíð segir Hattarmenn enn vera að

prófa sig áfram með kerfið og þróa verkferla. Þegar sé ábati af notkun þess kominn í ljós. „Við sjáum ein-földun á hlutverki þjálfara og allar iðkendaupplýsingar eru sendar beint inn til ÍSÍ og UMFÍ þannig að það verður minni vinna við starfsskýrslu-skil. Einnig auðveldar kerfið okkur að senda út upplýsingar til iðkenda.“Næst á dagskrá er að kenna þjálfurum félagsins á Nóra en þjálfararnir munu sjálfir skrá mætingar iðkenda á æf-ingar í kerfið. Þá býður kerfið upp á að sérþarfir iðkanda séu skráðar sem auðveldar upplýsingaflæðið til þjálfara.

Nóri einfaldar líf stjórnarmanna

Frá vinstri: Inga Rós Unnarsdóttir, þjónustu-stjóri Mótus á Austurlandi, Davíð Þór og Stefán Þór Eyjólfsson, lögmaður Pacta, undirrita samkomulag Hattar um Nóra.

Page 9: Snæfell 2015

9 Snæfell

65. sambandsþing UÍA fór fram á Hall-ormsstað 11. apríl. Þar voru að venju veitt ýmis heiðursmerki fyrir ötult starf í þágu æskulýðs og íþróttamála í fjórðungnum. Bjarki Sigurðsson, Magnhildur Björns- dóttir, Zophonías Einarsson og hjónin Skúli Björnsson og Þórunn Hálfdánardóttir, öll frá UMF Þristi, hlutu starfsmerki UÍA. Hafa þau gegnum tíðina verið afar virk í stjórnum og starfi félagsins og lagt ríflega sitt af mörkum í uppbyggingu íþróttastarfs á Hallormsstað og í nærsveitum, auk þess að koma að starfi UÍA á stærri vettvangi.Hjónin Gunnlaugur Aðalbjarnarson og Jóney Jónsdóttir í Hetti hlutu einnig starfsmerki UÍA. Jóney var um tíma for-maður frjálsíþróttadeildar Hattar og sat í frjálsíþróttaráði UÍA, en Gunnlaugur hefur verið gjaldkeri UÍA frá 2011. Bæði hafa þau einnig ætíð verið liðtækir sjálfboðaliðar á Sumarhátíð og frjálsíþróttamótum UÍA.Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, Þrótti var jafnframt heiðruð með starfsmerki. Hún

hefur löngum verið virk í stjórn og starfi blak- deildar Þróttar, sat í frjálsíþróttaráði UÍA og loks stjórn UÍA síðustu tvö ár.Starfsmerki UMFÍ hlutu þeir Gunnlaugur Aðal-bjarnarson og Sigurður Aðalsteinsson fyrir ára-langt og kröftugt starf í þágu hreyfingarinnar. Gunnlaugur hefur bæði starfað innan vébanda UÍA og UNÞ auk þess að gegna ýmsum trúnaðar- störfum fyrir UMFÍ. Sigurður gegndi for-mennsku í UÍA um fimm ára skeið og hefur setið í stjórn og varastjórn UMFÍ.Óttar Ármannsson og Hafsteinn Jónasson voru sæmdir Silfurmerki ÍSÍ fyrir kraftmikið íþrótta- og uppbyggingarstarf. Óttar hefur löngum verið virkur í íþróttastarfi Hattar,

bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum, og gegnt nefndarstörfum innan UÍA. Haf-steinn hefur verið burðarás í austfirskum körfuknattleik áratugum saman, auk þess að vera virkur í starfi UÍA.

Starfsmerkishafar UÍA, frá vinstri: Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Jóney Jónsdóttir, Skúli Björnsson, Þórunn Hálfdánardóttir, Magnhildur Björnsdóttir og Bjarki Sigurðsson.

Miðvangi 1 · 700 Egilsstaðir · ✆ 471 1449 [email protected] · www.heradsprent.is

Héraðsprent Prentsmiðja

ViðskiptavinirHitaveitu Egilsstaða

og Fella og aðrir Austfirðingar

Bestu jóla- og nýárskveðjur og farsælt komandi ár.

Glíma

Keppnin um Freyjumenið og Grettisbeltið hápunkturinn

Nóri einfaldar líf stjórnarmanna

Heiðursfólk verðlaunað á sambandsþingi

Page 10: Snæfell 2015

10 Snæfell

Fimleikadeild undir merkjum Leiknis á Fáskrúðsfirði var formlega stofnuð í apríl 2014. Þetta var gert til að mæta þeim gríðarlega áhuga sem er fyrir hendi á svæðinu. Milli 80 og 90 áhugasamir iðkendur víðsvegar úr Fjarðabyggð hafa stundað fimleika hjá deildinni frá upp-hafi. Iðkendur þurftu áður að ferðast yfir fjallveg og allt að 200 kílómetra leið til að geta stundað þessa frábæru íþrótt.

Yfirþjálfari deildarinnar er Elsa Sigrún Elís-dóttir og hefur hún Elvu Rán Grétarsdóttur sér til halds og trausts í utanumhaldi, þjálfun og skipulagningu. Deildin hefur notið góðs liðsinnis fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum, en þaðan höfum við fengið þjálfara til liðs við okkur. Má þar helstar nefna systurnar Védísi Hrönn og Steinunni Bjarkeyju Guðlaugsdætur. Auk þeirra hafa tvær stúlkur frá Fáskrúðsfirði sem æfa á Egilsstöðum, þær Dagný Sól og Elísabet Eir, sótt þjálfaranámskeið og stunda þjálfun af kappi, og þar til viðbótar eru elstu iðkendur deildarinnar iðnir við að koma á æfingar yngri hópa og aðstoða.

Á árinu hefur deildin fjárfest í áhöldum fyrir um fjórar milljónir króna og er það fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum á svæðinu að þakka að það hefur verið gerlegt. Stærstu styrkveitendurnir eru varasjóður Sparisjóðs Fáskrúðsfirðinga (í vörslu Landsbankans), Fjarðabyggð, Loðnuvinnslan, Íþróttasjóður ríkisins, Alcoa, Landsvirkjun, Tríton, Nesfrakt, Efla, Sumarlína og síðast, en hreint ekki síst, íbúar á svæðinu. Þökkum við þeim öllum kærlega fyrir stuðninginn.

Deildin fékk einn helsta fimleikaþjálfara Gerplu til að setja saman lista með þeim áhöldum sem okkur eru nauðsynleg til að geta haldið úti góðu grunnstarfi. Í kjölfarið fengum við tilboð í áhöldin og hljóðar það upp á tæpar 14 milljónir svo að eitthvað er í land með að við verðum „fullbúin“, en hér ríkir mikil bjartsýni, kraftur og áhugi fyrir uppbyggingu deildarinnar.

Vorið 2015 fór elsti hópurinn á sitt fyrsta mót og stóð sig frábærlega.

F.h. fimleikadeildar LeiknisValborg Jónsdóttir

Mikil uppbygging hjá fimleikadeild Leiknis á Fáskrúðsfirði

Elsti hópurinn ásamt þjálfurum sínum, Elvu og Steinunni á Subway-móti Fimleikasambands Íslands sem fram fór á Egilsstöðum í vor.

Ungir iðkendur á æfingu.Deildin hefur unnið að því að byggja upp þekkingu þjálfara og tækjakost.

Nokkrir foreldrar iðkenda hjá fimleika-deild Leiknis voru spurðir hvað þeim þætti best við að hafa fimleikaæfingar á Fáskrúðsfirði:

Hildur Ósk: Mér finnst svo frábært að hafa eitthvað í boði fyrir börn á leik-skólaaldri, dóttir mín hefur til dæmis öðlast talsvert sjálfstraust við alls konar æfingar og einnig í samskiptum.

Ásta Kristín G. Michelsen: Börn fá aukinn aga, öðlast sjálfstraust og hafa mikla ánægju af. Mér finnst nauðsynlegt að hafa fjölbreyttar íþróttir í boði og svo eru fimleikar góður grunnur í aðrar íþróttir.

Hafdís Rut Pálsdóttir: Bara allt svo frá-bært, þar sem mín dóttir á þrjá fótbolta-bræður ætlar hún að vera fimleikastelpa!

Eydís Ósk Heimisdóttir: Mér finnst æðislegt að geta farið með þriggja ára orkubolta í fimleika, hún spyr á hverjum degi hvort við séum að fara í fimleika og er alltaf rosalega spennt!

Þórunn María Þorgrímsdóttir: Það eru ekki margar íþróttagreinar á svæðinu sem bjóða svona ungum börnum að koma.

Sunna Lind Smáradóttir: Frábært að geta keyrt frá Reyðarfirði til Fáskrúðs-fjarðar, tekur ekki svo langan tíma að keyra og vegurinn er að hluta yfirbyggð-ur! Magnað hve kostnaði er haldið í lág-marki og maður er svo þakklátur fyrir þetta duglega fólk sem starfar í stjórn og við þjálfunina, líka eldri krakkana sem eru duglegir að kenna og aðstoða þau sem yngri eru.

Page 11: Snæfell 2015

11 Snæfell

Alhliða bókhalds- uppgjörs- og skattaþjónusta

Skrifstofuþjónusta AusturlandsBorgar�rði eystra s. 472 9872 [email protected]

Egilsstöðum s. 471 1171 [email protected] Seyðis�rði 472 1212 [email protected]

Fjarðabyggð 474 1123 [email protected] www.skrifa.is

VERÐLAUNAGRIPIR AUSTURLANDS • Mánatröð 18 • 700 Egilsstaðir

Netfang: [email protected] • Sími: 566 8009 & 864 8009

Vandaðir verðlaunagripir fyrir íþróttaviðburði

Nr. 66450 / 32 cm.

Nr. 66040 / 23 cm.

Nr. 65030 / 7,5 cm.

Nr. 66263 / 54 cm.

Nr. 578 G/S/B Ø45

Nr. 3485-87 / 17-18-19 cm. Nr. 3480-82 / 17-18-19 cm.

Nr. 2941-43 / 10-12-13 cm.

Nr. 589 G/S/B Ø50

Mikil uppbygging hjá fimleikadeild Leiknis á Fáskrúðsfirði

Hátíðarkveðjafrá Skógrækt ríkisins

Velkomin í þjóðskógana - líka á veturna!

Page 12: Snæfell 2015

12 Snæfell

Verið velkomin á Sumarhátíð UÍA 2016 8.-10. júlí á Egilsstöðum

Takið helgina frá!

Ótrúlegt en satt, þá eru þetta með algengustu spurningum sem undir-ritaður fær um þær sjálfsvarnar-íþróttir sem stundaðar eru hjá íþróttafélaginu Hetti. Taekwondo deild Hattar var formlega stofnuð árið 2012 en þar er, auk taekwondo, boðið upp á brasilískt Jiu Jitsu með dassi af júdó. Mig langar til að skrifa laufléttan og mjög óformlegan pistil til að kynna fyrir lesendum það starf sem stundað er hjá deildinni.

„Vegur handa og fóta“Taekwondo, eða „vegur handa og fóta“ eins og orðið útleggst á íslensku, er bardaga- íþrótt sem telst með vinsælustu og mest stunduðu sjálfsvarnaríþróttum í heiminum í dag. Íþróttin er nútímaleg bardagaíþrótt sem á sér yfir 2000 ára sögu, en hún er samansett úr fjölmörgum bardaga- listum sem áttu uppruna sinn í Kóreu og var steypt saman í nýja íþrótt undir heitinu taekwondo. Í íþróttinni er mest lagt upp úr spörkum og er hún þekkt fyrir hraða og mikla sparkgetu þeirra sem hana stunda. Í almennum taekwondo æfingum er mikið lagt upp úr spörkum, höggum, styrk og liðleika. Ólympískt taekwondo er það þegar tveir andstæðingar keppa (klæddir hlífum og öryggisbúnaði að sjálfsögðu) með því að reyna að skora stig á hvorn annan með höggum og spörkum eftir ákveðnum reglum. Stíllinn er mjög dínamískur og lík-amlega krefjandi. Nýir iðkendur sem byrja að stunda greinina verða oft mjög hissa á hversu miklar líkamlegar framfarir þeir finna á stuttum tíma. Þess má geta að algengustu meiðslin í slíkum æfingum og mótum eru snúnir ökklar. Ein góð spurning sem ég fæ oft um taekwondo er hvort íþróttin sé fyrir alla. Ég verð því miður að svara þeirri spurningu neitandi, enda þekki ég enga íþrótt sem hentar öllum. Að því sögðu ættu þó allir sem hafa áhuga á að stunda hana að geta það. Eina leiðin til að komast að því hvort

taekwondo sé fyrir þig er að mæta á æfingu og prufa. Æfingar eru opnar iðkendum 6 ára og eldri og er æft í tveimur hópum, 6-12 ára og 13 ára og eldri.

„Hin mjúka leið“Taekwondo er ekki eina bardagaíþróttin sem stunduð er innan Hattar. Hjá glímu-hluta taekwondo deildarinnar, sem ber heitið Gleipnir, er áherslan lögð á brasilískt Jiu Jitsu (BJJ) með dassi af júdó. Jiu Jitsu í sinni upphaflegu mynd má rekja til Japan og útleggst heitið á íslensku sem „hin mjúka leið“. Sú bardagalist var mjög víðfeðm og gaf af sér nokkra undirstíla þar sem fyrir utan BJJ má nefna júdó og Akido. BJJ má rekja til bræðranna Carlos og Hélio Gracie sem lærðu Jiu jitsu og júdó. Þeir tóku listina og aðlöguðu að sínum hugmyndum og úr varð mjög dínamísk og öflug bardagaíþrótt sem lagði mikið upp úr þeirri aðferðafræði að ná andstæðingnum niður í gólf og vinna hann þar með lásum og hengingum. BJJ svipar að mörgu leyti til júdó, þó þar sé meiri áhersla lögð á gólfglímu. Íþróttin er í senn einföld og óendanlega flókin. Tilgangurinn er í raun einfaldur: að koma æfingafélaganum í þá

stöðu að hann þurfi að gefast upp og viður-kenna ósigur. Leiðin til að ná því fram er hins vegar flókin, enda eru aðferðirnar óendanlega margar og fjölbreyttar. Mikill uppgangur er í íþróttinni á heimsvísu og þykir hún mjög skemmtileg áhorfs. Í stuttu máli þá er um stigakeppni að ræða þar sem keppendur fá stig fyrir að komast í yfirburðastöður sem telja inn eftir því sem líður á keppnina. Ef ekki tekst að knýja fram uppgjöf ráða stigin úrslitum. Á æfingum eru bæði kenndir glímustílar og tækni í „gi“, sem er æfingafatnaður eins og notaður er í júdó, og án gi þar sem iðkendur eru í stuttbuxum og bol og ekki er leyft að grípa eða rífa í föt. Iðkendum eru kennd öll undirstöðuatriði listarinnar á byrjendanámskeiðum og fá svo að spreyta sig með lengra komnum eftir það. Fyllsta öryggis er gætt á æfingum og mikið lagt upp úr góðu og vinalegu andrúmslofti þar sem allir eru velkomnir og æft er undir leiðsögn áhugasamra þjálfara. Gleipnir var stofnaður árið 2013 og er Arnar Jón Óskarsson aðalþjálfari.

Gauti Már GuðnasonAðalþjálfari taekwondodeildar Hattar

„Te kondo“ og „Jitsí jitsí“? Hvernig stafarðu það?

Sprettur Sporlangi leit við á æfingu hjá deildinni í byrjun árs. Gauti Már þjálfari er lengst til hægri.

Page 13: Snæfell 2015

13 Snæfell

Í flóknu umhverfi leynast

tækifæriAð ná markmiðum í flóknu og

síbreytilegu umhverfi kallar á einbeitingu og aðlögunar-

hæfni. Við einföldum leiðina og gerum þér kleift að ná

markmiðum þínum.

kpmg.is

XEIN

N VH

131

2002

„Te kondo“ og „Jitsí jitsí“? Hvernig stafarðu það?

Page 14: Snæfell 2015

Brettafélag Fjarðabyggðar var formlega stofnað í desember 2014, þegar snjó-brettadeild Skíðafélags Fjarðabyggðar var lögð niður og nýtt félag stofnað á hennar grunni. Starf félagsins er öflugt og vorið 2014 var ákveðið að fara í æfingaferð til Austurríkis í upphafi árs 2015. Eftir að ferðin hafði verið ákveðin tók við mikil vinna og undirbúningur. Allir þurftu að taka höndum saman, bæði börn og foreldrar. Ýmislegt var gert til að afla fjár til ferðarinnar, t.d. voru kartöflur teknar upp í Vallanesi og klósettpappír, eldhús-rúllur, fiskur og humar seldur. Viljum við þakka öllum sem styrktu okkur, bæði fyrirtækjum og einstaklingum.

Tíminn var fljótur að líða og áður en við vissum af var komið að brottfarar-deginum, 3. janúar 2015. Þann dag hittust ferða-langarnir á Keflavíkur-flugvelli kl. 06:00 ferskir og flottir, alls 13 krakkar og 10 fullorðnir. Við tók um það bil þriggja klukku-stunda flug til Salzburg. Þaðan var tekin rúta upp í Obertauern en þangað var um klukkustundar ferðalag í fallegu um-hverfi. Krakkarnir byrjuðu strax næsta dag í Brettaskólan-um TOMATO og framund-an var fimm daga nám með frábærum kennur-um. Fyrsta daginn var ágætis veður, snjókoma af og til, en það skipti ekki neinu máli því brekkurnar voru frábærar. Krökkunum var skipt niður í þrjá til fjóra hópa eftir styrkleika hvers og eins. Ekkert var gefið eftir og voru krakkarnir á æf-ingum allan daginn frá 09:00 til 16:00. Dagarnir byrjuðu á því að allir hittust hjá Brettaskólanum og gengið var út á skíða-svæðið þar sem allir hituðu upp. Hóparnir voru á brettunum fram að hádegi en þá fór hver þjálfari með sinn hóp í mat. Hádegin voru í uppáhaldi hjá mörgum en þá var sest niður, borðað og æfingarnar ræddar við þjálfarana áður en haldið var aftur út á brettin. Eftir æfingar var svo haldið áfram í brekkunum og þá með

foreldrunum, sem voru jú búnir að kynna sér brekkurnar meðan krakkarnir æfðu.Gist var á íbúðahóteli og voru sex til átta manns saman í íbúð. Aðstaðan var frábær og fór virkilega vel um alla. Ýmist var farið út að borða á kvöldin eða eldað heima. Skoðunarferðir voru farnar um bæinn þveran og endilangan auk þess sem farið var á frumsýningu á brettamynd sem tekin var í Ubertauern og fjórum öðrum löndum. Sjö dögum síðar lagði hópurinn af stað heim á leið. Allir voru sáttir og ánægðir með ferðina og tilbúnir að takast á við æfingar á Íslandi. Þessi ferð er án efa mikið orkuskot inn í vetrarstarf BFF.

- Heiðar Már Antonsson

Brettafélag Fjarðabyggðar í æfingaferð

Frá Oddsskarði í brekkur Austurríkis

14 Snæfell

Sóley og Bergdís glaðar í Austurríki.

Svavar Zoega á Andrésar-

leikunum.

Farið yfir málin áður en farið er í æfingu.

LVF

Page 15: Snæfell 2015

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

FJARÐABYGGÐ Seyðis�örður

Steiney 893-1263

Sími 471 2013 · www.rafey.is

VERKMENNTASKÓLIAUSTURLANDS

Samvinna - þekking - árangur

[email protected]

VOPNAFJARÐARHREPPUR VOPNAFJARÐARHÖFN

FÉLAG OPINBERRA STARFSMANNA Á AUSTURLANDI

Page 16: Snæfell 2015

16 Snæfell

Hreyfivika UMFÍ fór fram dagana 21.-27. september. Verkefnið er hluti af stórri evrópskri herferð, sem nefnist MOVE WEEK, og af NowWeMOVE herferð ISCA. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti heilbrigðs lífsstíls og þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum. Með yfir milljón þátttakendur árið 2014 varð Hreyfivikan MOVE WEEK stærsta lýðheilsuherferð í Evrópu. Vikan var fjörug og fjölbreytt hér eystra en Fljótsdals- hérað, Fjarðabyggð, Seyðisfjarðarhreppur, Vopnafjarðarhreppur, Breiðdalshreppur og Fljótsdalshreppur tóku þátt í verkefninu að þessu sinni og hefur Hreyfivikan aldrei náð til svo margra austfirskra sveitarfélaga. UÍA tók virkan þátt í verkefninu og stóð fyrir nokkrum Hreyfivikuviðburðum, s.s. rathlaupi í Selskógi í samvinnu við Fljóts-dalshérað, kynningu á hláturjóga og ringó á Seyðisfirði í samstarfi við Hugin, ringó- kynningu á Fáskrúðsfirði í samstarfi við Leikni, fjölskyldugöngu á Laugarfell (fjall UÍA 2015) í samstarfi við UMF Þrist, og auk þess stóð Ungverjalandshópur UÍA fyrir leikjahádegi í ME. Til stóð að halda einnig víðavangshlaup á Vopnafirði, en Vopn-firðingar tóku þátt í vikunni í fyrsta sinn. Dagskráin þeirra var hins vegar svo þétt og efnismikil að víðavangshlaupið komst ekki að og vakti fjölbreytt og glæsileg dagskrá Vopnfirðinga athygli víða.Snæfell tók hús á Bjarneyju Guðrúnu Jóns-dóttur sem var einn af boðberum hreyf-ingar á Vopnafirði og fékk að heyra meira af hreyfigleði Vopnfirðinga.

Þekkingarratleikur, skallatennis og sundleikfimi„Þetta var í fyrsta skipti sem við hérna á Vopnafirði tókum þátt í verkefninu sem er vonandi komið til að vera. Þátttaka var almennt góð og dagskráin nokkuð fjölbreytt þar sem Ungmennafélagið Einherji, Leik-skólinn Brekkubær, Vopnafjarðarskóli og Dvalarheimilið Sundabúð voru virkir þátt-takendur,“ segir Bjarney.„Hreyfivikan hófst á viðburði sem fékk nafnið ,,Fjölskyldan/vinirnir og gömlu húsin í Vopnafirði“ sem var nokkurs konar þekkingarratleikur. Allir þátttakendur fengu kort af bænum þar sem búið var að merkja inn með númerum gömlu húsin sem bera sérnöfn. Svo var gengið um bæinn og rætt og frætt um nöfnin á húsunum og fóru hóparnir mislanga vegalengd eins og hverj-

um og einum hentaði. Einnig var boðið upp á sundleikfimi í Selárlaug fyrir almenning og þrautabraut í íþróttahúsinu fyrir yngri börnin. Blaklið Fjaðranna bauð konum upp á opna æfingu í blaki og meistaraflokkur Ein-herja spilaði skallatennis við grunnskólakrakkana, en það var viðburður sem vakti mikla lukku hjá öllum sem að honum komu. Vopnafjarðarskóli skipulagði Fjallgöngudag þar sem gengið var á mishá fjöll eftir aldri barna og heppnaðist mjög vel. Þetta er gömul hefð í skólan-um en á vel við í Hreyfivikunni og er mikil áskorun fyrir suma. Lokamarkmiðið er að ganga á Krossavíkurfjall sem 10. bekkingar gera ár hvert. Leikskólinn Brekkubær fór með börnin í skemmtilegan göngutúr þar sem var sungið og dansað auk þess sem eldri börnin fóru í heimsókn á Dvalarheimilið Sundabúð en þar var slegið upp balli og allir skemmtu sér konunglega. Einnig var boðið upp á stólaleikfimi í Sundabúð sem lukkaðist afar vel.

Þarf ekki að vera flókiðÉg hef vitað af þessu verkefni í nokkur ár en einhvern veginn miklað fyrir mér fram-kvæmdina og að finna viðburði sem fólki líkar. Í ár ákvað ég að gerast boðberi hreyf-ingar og sendi út bréf til félagasamtaka og skóla í bænum og fékk fín viðbrögð. Ég setti saman dagskrá og virkjaði fólk með mér og þá var þetta komið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svo flókið verkefni,

það þarf bara að hafa viljann að vopni og þá geturðu skapað viðburð sem er til heilla fyrir samfélagið og heilsu íbúanna. Allt hefur áhrif, einkum við sjálf stendur ein-hvers staðar skrifað og það er svo satt og rétt. Stöndum saman og hjálpumst að við að gera gott samfélag enn betra,“ segir Bjarney að lokum.Magnús Már Þorvaldsson, formaður Ein-herja og sviðstjóri íþróttamála á Vopnafirði tók í sama streng þegar Snæfell ræddi við hann: ,,Vikan tókst með miklum ágætum, viðburðirnir sem boðið var upp á höfðuðu til breiðs hóps og hver einasti maður sem tjáði sig eitthvað um þátttöku sína lýsti yfir ánægju með viðburðinn og kunni vel að meta frumkvæði Bjarneyjar Guðrúnar. Vil ég koma á framfæri þökk til hennar og vona svo sannarlega að við Vopnfirðingar eigum hana að þegar kemur að næstu Hreyfiviku.“

Hreyfivikan 2015

Viðburðir um allan fjórðungVopnfirðingar komu sterkir inn

Glaðbeittur hópur eftir skemmtilegan skallatennis.

Mikið hlegið og mögnuð tilþrif í ringó og hláturjòga á Seyðisfirði.

Page 17: Snæfell 2015

17 Snæfell

Starfsfólk Miðáss hf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

Sendum núverandi og fyrrverandi nemendum þakkir fyrir ánægjulegt samstarf

með óskum um gleðileg jól og gæfuríka framtíð.Starfsfólk ME

MENNTASKÓLINNÁ EGILSSTÖÐUM

Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson

Laufskógar 1 - 700 Egilsstaðir - Sími/Tel. +354 471 [email protected] - www.minjasafn.is

EAST ICELAND HERITAGE MUSEUM

Minjasafn Austurlands óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum heimsóknir og góðar viðtökur við nýrri sýningu, Hreindýrin á Austurlandi, sem opnuð var síðastliðið sumar.

Áttu ekki orð?

BókstafurTextavinna - Aust�rsk útgáfa

www.bokstafur.is

Hérað

sprent

Page 18: Snæfell 2015

18 Snæfell

Það var með tilhlökkun í hjarta sem ég tróð fjallgönguskóm, stuttbuxum og hlýrabol í bakpokann og hélt til Kýpur nú í byrjun nóvember, á Erasmus + nám-skeiðið S.O.A.P. (Sports, Outdoor Act-ivities and Participation). Þar beið mín vikudvöl í fallegu fjallaþorpi ásamt 23 einstaklingum frá hinum ýmsu smáríkjum Evrópu sem starfa með ungu fólki og vilja nýta sér íþróttir og útivist í því starfi.

Við vorum fjórir Íslendingar sem voru valdir til þátttöku á námskeiðinu, en við þekktumst ekki fyrir. Þar sem ég hef til-hneigingu til að láta meðfædda hvatvísi, fljótfærni og skerta rýmisgreind og ratvísi bera mig ofurliði á alþjóðaflugvöllum lagði ég ríka áherslu á að við Íslendingarnir ferðumst saman. Það var í alla staði skynsamleg ákvörðun, því strax í Leifsstöð vorum við öll orðin hinir mestu mátar og komumst, eftir um 30 klst ferðalag, heilu og höldnu á áfangastaðinn Kakopetríu. Þar búa um 900 manns og sennilega álíka margir kettir, ef marka má hve margir urðu á vegi okkar. Þorpið stendur í fjallshlíðum, um 1000 metra yfir sjó, og eðli málsins samkvæmt er þar lítið annað en brekkur. Skólalóðin er stolt bæjarbúa en hún er eini blettur þorpsins sem stendur nokkuð rétt af sér og eini staðurinn þar sem hægt er að spila fótbolta með góðu móti.

„Góðan daginn!“Við Íslendingarnir skriðum vegamóðir inn á hótel í skjóli nætur og hittum því ekki samnemendur okkar né kennara fyrr en morguninn eftir. Við mættum til leiks upp-full af spenningi yfir því að vera órafjarri heimahögunum í framandi menningu og umhverfi..... þar til fyrsti maðurinn sem við hittum bauð okkur góðan daginn á kjarnyrtri íslensku! Þar var kominn Björn

Vilhjálmsson, annar kennari námskeiðsins, sem lengi hefur stúderað og beitt sér fyrir óformlegri menntun, einkum hvernig hægt sé að nýta náttúruna til náms og ýmissa mannbætandi þátta. Björn er einn af stofn-endum Hálendishópsins og hefur farið 14 ferðir með „vandræðaunglinga“ þvert yfir Hornstrandir. Okkur var því strax ljóst að við ættum spennandi daga í vændum.Samnemendur okkar voru skrautlegur og skemmtilegur hópur sem kom frá Írlandi, Lúxemborg, Kýpur, Möltu, Liechtenstein og

Belgíu. Allir áttu það sameiginlegt að starfa með ungu fólki og vilja nýta íþróttir og útivist á einhvern hátt í starfi sínu. Við fengum svo sannarlega hinar ýmsu hugmyndir og verkfæri til þess með okkur í bakpokunum heim. Námskeiðið var byggt upp á hug-myndafræði óformlegs náms og mikið lagt upp úr skapandi nálgun, hópavinnu og að nemendur læri hverjir af öðrum. Þeir voru því fjölbreytilegir dagarnir sem í hönd fóru sem innihéldu meðal annars skemmtilega en nokkuð sársaukafulla kennslustund í gelískum fótbolta. Íþróttin er sögð hraðasta og sennilega flóknasta vallaríþrótt sem til er og hún gefur hugtakinu „íþrótt með snertingum“ alveg nýja merkingu.

Sársaukafull íslensk kappsemiEinnig var farið í margvísleg hópverkefni sem reyndu á alls konar listræna tilburði, myndskreytingar, dans, ljósmyndun, leiklist og söng. Ég og írskur félagi minn fengum eftir eina slíka vinnustund fjölda áskorana um að stofna rappdúett. Hópeflisleikir áttu drjúgan þátt í dagskránni og þóttu Íslendingarnir áberandi metn-aðarfullir í þeim og átti kappið það til að bera íslenska hópinn ofurliði. Það voru til að mynda allmörg íslensk hné hrufluð eftir að hlaupa í skarðið....þó hné af öllum öðrum þjóðernum slyppu stráheil. Vaskleg fram-ganga Íslendinga í sólbaði vakti ekki síður athygli. Félagar okkar sem búsettir eru við Miðjarðarhafið voru gjarnan í hlýjum peysum og jafnvel úlpum í haustkulinu, eins og þeir kölluðu ríflega 20 stiga hita og sól-skin. Við Íslendingarnir nýttum hins vegar hverja glufu í dagskránni til að rífa okkur nánast úr hverri spjör og kasta okkur út í sólbað.

Verkefnið eða gleðin?Einn dagurinn var tekinn undir fjallgöngu sem var eitt þeirra verkefna sem ég hafði hlakkað mikið til og þóttist á heimavelli í. Ég var því æði borubrött þann morguninn með „Kilimanjaroskóna“ vel reimaða og til í að takast á við allar þær brekkur og áskoranir sem ég taldi að í vændum væru. Fjallgangan var þó með nokkru öðru sniði en ég hafði reiknað með. Hún snerist ekki um að feta snarbrattar fjallshlíðar og hanga á framtönnum og tánöglum framan í þver-hníptum björgum, eins og ég hafði vonast eftir, heldur fól hún í sér að ganga milli fjallaþorpa í nágrenninu og leysa þar hin ýmsu verkefni saman sem hópur. Meðal annars þurfti að láta leiða sig blindandi, taka myndir af kirkjugörðum, spjalla við innfædda um íþróttir, semja hæku (að hætti japanskra

Kappsamir og klæðalitlir Íslendingar á Kýpur

Íslendingarnir kátir í haustsólinni, frá vinstri: Hjördís Björnsdóttir, Sigurborg Jóna Björnsdóttir, Arnar Ragnarsson og Hildur Bergsdóttir.

Page 19: Snæfell 2015

ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT HVAÐ ÞÚ STYÐUR MARGA

ÞEGAR ÞÚ SPILAR MEÐ

ÍSLENSK GETSPÁEngjavegi 6, 104 ReykjavíkSími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

71

39

4

LEIKURINN OKKAR

andans manna og kvenna), borða ávexti af trjánum, leiðast, þegja saman og syngja saman. Þátttakendum námskeiðsins var skipt í tvennt og lögðu því upp tveir 12 manna hópar. Fljótt kom á daginn að hópurinn minn var afar verkefnamiðaður og staðráðinn í að skila af sér vönduðum verkefnum. Sá metnaður var þó nokkuð á kostnað gleðinnar og samstöðunnar í hópnum. Því var á köflum farið hraðar yfir og af meiri ákefð en hentaði heildinni. Hópurinn skilaði sér heim á hótel korteri fyrr en verkefnislýsingin kvað á um, með vandlega útfylltan verkefnalista, en örlítið sárfættur og svolítið sundurleitur. Hinn hópurinn skilaði sér ekki fyrr en eftir myrkur, en þar voru allir brosandi út í bæði og í hrókasamræðum um ævintýri dagsins. Sá hópur hafði farið rólega yfir, notið umhverfis og samveru og á end-anum gefið skít í verkefnalistann, skellt sér á krána í einu þorpinu og átt góða stund saman yfir bjór og kökusneið. Þar sannaðist hið fornkveðna að oft er það leiðin en ekki áfangastaðurinn sem mestu máli skiptir og stundum er allt í lagi að staldra aðeins við og njóta.

Góðgæti og óætiEins og vera ber á námskeiðum sem þessum kynntu þátttakendur land sitt og þjóð. Íslendingarnir tóku það klassískum tökum með harðfiski, íslensku nammi, útprjónuðum ullarsokkum og íslenskri glímu....sem enn og aftur bar fremur merki um keppnisskap íslenska hópsins, en færni og þokka í þjóðaríþróttinni. Okkur gafst svo færi á að smakka alls konar góðgæti og óæti frá hinum ýmsu löndum og spreyta okkur í þjóðdönsum og ættjarðarsöngvum.Ferðin var í alla staði áhugaverð og lærdómsrík. Þarna mynduðust vináttubönd milli einstaklinga með ólíkan bakgrunn en sameiginleg áhugamál. Þau tengsl eiga ugglaust eftir að leiða til samstarfs og spennandi verkefna í framtíðinni yfir lönd og höf. Þegar við sameinum krafta okkar og hættum að einblína á landamæri, þjóðerni, trúar-brögð eða hvað það er sem skilur okkur að, getum við áorkað svo miklu....nú eða bara staldrað við og notið fjölbreytileikans saman....jafnvel yfir kökusneið! - Hildur Bergsdóttir

Héraðsprent

Neskaups tað S ím i 477 1133

Sendum landsmönnum öllum

okkar bestu jóla- og nýárskveðjur

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

Logo tillaga fyrirSÚN, Samvinnufélag útgerðarmanna NeskaupstaðHönnun: Hanna Gyða Þráinsdóttir

Svart/hvítt

Miðvangi 1 ~ 700 Egilsstaðir ~ 471 1449 [email protected] ~ www.heradsprent.is

HÉRAÐSPRENT

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

Pantone 7477 C

Page 20: Snæfell 2015

20 Snæfell

Eknir voru ríflega 900 km á viku í farandþjálfun UÍA í sumar en Þróttur, Neisti, Einherji, Leiknir, Súlan og Valur nýttu sér frjálsíþróttaþjálfun UÍA með góðum árangri og áttu keppendur á hinum ýmsu frjálsíþróttamótum sumarsins. Hér má sjá kampakáta frjálsíþróttakrakka á Vopnafirði.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ fór fram á Egilsstöðum 22.-26. júní. Fjórtán þátt-takendur víða að af Austurlandi áttu saman fjöruga og fjölbreytta daga þar sem íþróttir, útivist, leiklist og hópefli voru í fyrirrúmi.

Hinir árlegu Sprettsleikar fóru fram á Vilhjálmsvelli í ágúst en þar gafst frjálsíþróttafólki framtíðarinnar kostur á að spreyta sig í margs konar hreyfiþrautum. Árangurinn á þessum mótum er jafnan mældur í brosum fremur en sekúndum og sentímetrum og mátti sjá afburðaárangur skína úr mörgum andlitum.

Sprettur Sporlangi hefur undanfarin misseri farið um fjórðunginn ásamt kvikmyndatökuliði og kynnt sér starf og greinaframboð íþróttafélaga. Hann brá sér meðal annars á sundæfingu hjá Neista á Djúpavogi.

Hjólafjör litlu lyngormanna fór fram í tengslum við Tour de Orminn, en þar fengu framtíðar-keppendur Ormsins að finna smjörþefinn af því hvað það er óskaplega gaman að hjóla.

20 Snæfell

Page 21: Snæfell 2015

21 Snæfell

UÍA átti fjölda öflugra keppenda á ULM á Akureyri í sumar, greinaframboð hefur aldrei verið eins fjölbreytt og mátti sjá austfirskum íþróttaköppum bregða fyrir í stafsetningu, götuhjólreiðum, bogfimi, FIFA, mótorkrossi, parkour, upplestri og borðtennis, sem og hefðbundnari greinum.

Hinir árlegu Sprettsleikar fóru fram á Vilhjálmsvelli í ágúst en þar gafst frjálsíþróttafólki framtíðarinnar kostur á að spreyta sig í margs konar hreyfiþrautum. Árangurinn á þessum mótum er jafnan mældur í brosum fremur en sekúndum og sentímetrum og mátti sjá afburðaárangur skína úr mörgum andlitum.

Fjölmargir austfirskir sjálfboðaliðar lögðu sitt lóð á vogarskálarnar við Smáþjóðaleikana á Íslandi í sumar og áttu sinn þátt í að gera þá eins glæsi-lega og raun bar vitni. Hreinn okkar Halldórsson var einn þeirra og stóð vaktina við kúluvarpsgeirann.

Þátttökumet var sett í Tour de Orminum í sumar og brautarmet stráféllu í öllum flokkum. Keppendur nutu veðurblíðunnar á Héraði sem öllum að óvörum gerði vart við sig í lok sumars.

21 Snæfell

Þátttakendur í Urriðavatnssundi létu ekki kulda á sig fá, en 54 stungu sér til sunds. Keppnin heppnaðist vel í alla staði og tilhlökk-un og gleði skein úr andlitum keppenda.

Page 22: Snæfell 2015

22 Snæfell

Afreksstyrkhafar Spretts 2015Ragnar Ingi Axelsson

Nafn: Ragnar Ingi Axelsson

Hvenær ertu fæddur? 2. nóvember 1996

Íþróttagrein? Blak

Íþróttafélag? Þróttur Nes

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Stefán Þorleifsson, frændi minn, og Ivan Zaystev í ítalska landsliðinu.

Hvað er skemmtilegt við að stunda íþróttir? Þegar maður er inni á vellinum þá er það það eina sem maður hugsar um; öll vanda-mál hverfa og snertingin við boltann er ólýsanleg.

Hvaða markmið hefurðu í framtíðinni? Mig langar að komast á samning einhvers staðar í útlöndum. Markmið mitt núna er samt að klára sjúkraþjálfarann og fá kannski að taka þátt í landsliðsverkefnum sem sjúkraþjálfari.

Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Ég vil auðvitað þakka þeim fyrirtækjum sem hafa styrkt mig í þessum verkefnum, og mömmu og pabba fyrir að styðja við bakið á mér þegar þessi verkefni eru í gangi – ég hefði aldrei getað þetta án þeirra. Svo vil ég líka þakka þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum blaktíðina, sem hafa gert mig að þeim blakara sem ég er núna.

Af hvaða afreki ertu stoltastur?Þegar ég var valinn fyrst í U-17 landsliðið. Það var í fyrsta skipti í um 20 ár sem strákur úr Þrótti Nes var valinn í landsliðið.

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir

Nafn? Ég heiti Heiða Elísabet Gunnarsdóttir.

Hvenær ertu fædd? Ég er fædd 26. janúar aldamótaárið 2000.

Íþróttagrein? Ég æfi blak.

Íþróttafélag? Ég æfi með Þrótti Neskaupstað.

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum?Systur mínar Helga og Helena en þær hafa báðar spilað með íslenskum landsliðum, og nú spilar Helena blak í Bandaríkjunum. Þær eru báðar flottar fyrirmyndir og hafa kennt mér margt.

Hvað er skemmtilegt við að stunda íþróttir?Hreyfingin og síðan er félagskapurinn mjög stór hluti líka.

Hvaða markmið hefurðu í framtíðinni?Halda áfram í blaki og halda áfram að bæta mig. Spila með A-landsliðinu og fara erlendis og spila blak.

Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn?Ég vil þakka árangurinn góðum þjálfurum sem hafa þjálfað mig frá upphafi. Einnig vil ég þakka mömmu sem hefur alltaf stutt mig og hvatt mig áfram.

Af hvaða afreki ertu stoltust?Ég er mjög stolt af því að fá að vera upp-spilari í liði Þróttar. Einnig er ég mjög stolt af því að hafa tekið þátt í þremur unglinga- landsliðsverkefnum fyrir hönd Íslands á árinu. Stoltust er ég þó af því að hafa lent í öðru sæti á Nevza móti í Englandi með U-17 liðinu en þetta er besti árangur Íslands frá upphafi.

Særún Birta Eiríksdóttir

Nafn? Særún Birta Eiríksdóttir

Hvenær ertu fædd? 22. nóvember 1999

Íþróttagrein? Blak

Íþróttafélag? Þróttur Nes

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Aiza Maizo-Pontillas

Hvað er skemmtilegt við að stunda íþróttir? Mér finnst í fyrsta lagi mjög skemmtilegt að hreyfa mig, og svo finnst mér blak eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.

Hvaða markmið hefurðu í framtíðinni? Mitt markmið er að fara í lýðháskóla í Dan-mörku og spila blak þar. Svo hef ég ekki hugmynd hvað ég ætla að gera meira; en það verður alla vega eitthvað skemmtilegt.

Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Ég vil þakka foreldrum mínum fyrir að borga allt fyrir mig og vera alltaf til staðar og svo auðvitað þjálfaranum mínum.

Af hvaða afreki ertu stoltust? Ég er stoltust af landsliðsverkefnum sem ég hef tekið að mér.

SpretturAfrekssjóður UÍA og Alcoa styður austfirskt íþróttafólk. Veitt er úr sjóðunum að vori og hausti en afreksstyrkir kr. 150.000 eru ein-göngu veittir að hausti þeim ung-mennum sem þykja hafa skarað sérstaklega framúr í sinni grein.Afrekssjóður

UÍA og Alcoa

SPRETTUR

Page 23: Snæfell 2015

23 Snæfell

Hér

aðsp

rent

Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári.Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Gjafakort Sparisjóðsins er einföld, skemmtileg og þægileg

gjöf sem gleður og hægt er að nota í verslunum um allan heim

til að kaupa það sem hugurinn girnist.

Gjafakort

4507 4200 0113 000044507

Gjafakort

7 420GILDIR ÚT

EXPIRES END OF

Rétta gjöfinÞú velur upphæðina – þiggjandinn velur gjöfina.

Hægt er að nálgast Gjafakortið á öllum afgreiðslustöðum Sparisjóðsins.

Jólagjöf sem allir geta notað

Gjafakort Arion banka má nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina enþiggjandinn velur gjöfina.

Gjafakortið fæst í öllum útibúum okkar og á arionbanki.is/gjafakort

Page 24: Snæfell 2015

24 Snæfell

Stefán Már Guðmundsson

„Það er aldrei neinn stoppari á manni“

Page 25: Snæfell 2015

25 Snæfell

„Ég kem úr Smáíbúðahverfinu, Foss- voginum, 108 Reykjavík,“ segir Stefán. Þar er hjarta félagssvæðis Víkings. Stefán æfði handbolta og fótbolta jöfnum höndum með félaginu og varð meðal annars Íslands-meistari í þriðja og fimmta flokki í fótbolta. Hann var einnig í skátafélaginu Garðbúum. „Ég ól manninn í þessum æskustörfum.“Stefán var 16-17 ára gamall þegar hann var farinn að þjálfa yngri iðkendur í fótboltanum og leiðtogi í skátunum. „Ég byrjaði að þjálfa sjötta flokk. Þar voru strákar sem komu úr öllum áttum, ekki bara úr Fossvoginum. Við fengum ekki að vera á vellinum þannig að við vorum úti í móa. Þessir strákar urðu hins vegar miklir félagar og hittust til dæmis í sumar.“Til Víkings komu á níunda áratugnum áhrifa-miklir erlendir þjálfarar, þeir Yuri Sedov, fyrrum landsliðsmaður Sovétríkjanna, sem gerði Víkinga að Íslandsmeisturum í knattspyrnu og Bogdan Kowalczyk sem þjálfaði síðar íslenska landsliðið í handbolta.Stefán var þá í yngri flokkunum í handbolta og kynntist Bogdan því lítið utan þess að hann sá um eitt undirbúningstímabil hjá knattspyrnuliðinu. Það gleymist seint. „Það var ælutímabil, það versta sem ég hef kynnst. Hann lét okkur hlaupa frá Víkings- heimilinu og upp með Elliðaánum að stífl-unni. Þar gerðum við teygjuæfingar áður en við fórum átta ferðir upp í efra Breiðholt og þaðan í Víðidalinn þar sem við fórum í hlaupa í skarðið. Síðan keyrði hann á eftir í einhverjum litlum Fiat. Það var engin miskunn.“Stefán kynntist Yuri betur. Af Rússanum lærði Stefán meðal annars að dæma menn ekki af fyrstu æfingu. „Það komu til okkar strákar að austan sem mér fannst ótta-legir spýtukallar en undir stjórn Yuri mátti sjá hvað hægt var að gera úr þeim sem höfðu áhugann. Eftir þetta hef ég aldrei viljað strauja yfir menn á fyrstu æfingu og segja „þetta verður aldrei fótboltamaður.“ Ég sá þetta sjálfur þegar ég þjálfaði sjöunda flokk. Sumir voru sterkir félagslega og höfðu þannig áhrif á andann í hópnum þótt þeir væru ekki bestu fótboltamennirnir.“Það tók Stefán líka með sér úr skáta-starfinu. „Það var mikil félagsleg þjálfun í skátunum og hópurinn sem ég var í þar hittist enn. Ég fór suður til að hitta þau um

daginn og þau komu austur þegar ég varð fimmtugur. Í skátunum lærði ég líka að fara út fyrir þægindarammann, sem ég gerði til dæmis þegar ég flutti síðar á Þórshöfn.“

Að minnsta kosti smiður

Stefán Már lærði til smiðs og langaði að verða íþróttakennari en fékk ekki inngöngu í íþróttakennaraháskólann. Til þess að reyna að sanna sig réði hann sig norður á Þórshöfn á Langanesi. „Það vantaði íþróttakennara og smið. Ég hugsaði með mér að ég væri að minnsta kosti smiður og var ráðinn sem leiðbeinandi. Þarna voru líka efnileg skátafélög og þeir höfðu áhuga á að fá mann til að styðja við þau. Við sendum krakka á landsmótið í Reykja-vík, svo landsmót í Noregi og fjórir fóru á heimsmót í Ástralíu. Þannig opnaðist heimurinn fyrir krökkunum sem tóku þátt í skátastarfinu þar.“Frá Þórshöfn minnist Stefán Már sérstak-lega Aðalbjarnar S. Gunnlaugssonar frá Lundi í Öxarfirði. „Það var gaman að vinna með honum að uppbyggingu Ungmenna-sambands Norður-Þingeyinga (UNÞ). Hann bað mig um að vera framkvæmdastjóri og

farandþjálfari. Þar með var mér aftur hrint út í djúpu laugina því ég hafði aldrei komið nálægt frjálsum áður. Ég fór á námskeið á Laugum og svo byrjaði hinn vikulegi hringur: Þórshöfn, Svalbarðsskóli, Rauf-arhöfn, Kópasker, Ástjörn og Kelduhverfi.Ég fékk líka leyfi hjá Aðalbirni til að tengja skátana inn í íþróttastarfið og var með íþrótta- og skátabúðir í Lundi. Áður var alltaf rígur á milli krakkanna sem kepptu á ungmennafélagsmótunum og allir brjálaðir eftir fótboltann en þarna fóru menn að vingast. Það þótti mjög sérstakt þegar strákur týndist á Þórshöfn og kom fram á Kópaskeri, en þangað hafði hann farið á puttanum til að hitta vin sinn.“Það var mikill skóli að vinna með Aðalbirni. „Hann var afar skipulagður. Að vori var haldinn einn fundur með öllum og annar að

hausti þar sem línur voru lagðar í starfinu. Svæðið minnir á Fjarðabyggð að því leyti að það getur verið erfitt að koma öllu saman en þetta dugði.“Á Þórshöfn varð mikill kraftur í íþrótta- starfinu. Mynduð voru ráð utan um þær greinar sem menn höfðu áhuga á og lið voru send til keppni í Íslandsmótum í körfubolta og fótbolta. Þar var líka ráðist í byggingu íþróttahúss.

Þeir sem kynnst hafa Stefáni Má Guðmundssyni, formanni Þróttar í Neskaupstað, lýsa honum sem eldhuga og hug-sjónamanni. Hann var einn af stofnendum Fjölnis, tók þátt í byggingu íþróttahúss og sparkvallar á Þórshöfn og hefur komið víða við í félagsstörfum síðan hann flutti austur. Við settumst niður með Stefáni og ræddum um ferilinn, baráttuna við lesblinduna og hvað gera megi við veghefil.

„Síðan keyrði Bogdan á eftir í

einhverjum litlum Fiat. Það var

engin miskunn.“

Stefán Már varð Íslandsmeistari með 5. flokki Víkings í fótbolta. Hann er þriðji frá vinstri í efri röð. Lengst til hægri í þeirri röð er Arnór Guðjohnsen og við hlið hans Lárus Guðmundsson, en báðir urðu þeir atvinnumenn í knattspyrnu. Næstur þeim er Heimir Karlsson útvarpsmaður og annar frá vinstri í fremri röð er Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik.

Page 26: Snæfell 2015

26 Snæfell

„Við höfðum bara félagsheimili svo það var áhugi fyrir að fá nýtt hús. Það viðmið sem ríkið setti fyrir hús á svona stað fannst okkur of lítið til að við gætum sætt okkur við það. Sveitarfélagið var nýbúið að selja hlutabréf sín í frystihúsinu og ágóðinn af því var notaður til að byggja góðan íþrótta-sal og sundlaug sem þjónað hafa sveitar- félaginu vel síðan.“

Mikilvægt að fá eigið hús

Eftir þrjú ár á Þórshöfn flutti Stefán aftur í borgina. Þar tók hann að sér að stofna skátafélag í Grafarvogi. Hverfið var þá að byggjast upp og skátarnir voru fyrstu

félagasamtökin til að nema þar land. Í skátunum voru einstaklingar með áhuga á íþróttum sem vildu stofna um það félag. Framarar renndu hýru auga til svæðisins en nýbúarnir vildu frekar stofna sitt eigið félag. Að auki kom hvatning frá Pálma Gísla-syni, formanni UMFÍ, sem þekkti Stefán frá Þórshöfn, um að stofna ungmennafélag í borginni. „Ég bar þetta upp á borð hjá

stjórn skátafélagsins og úr varð að annar maður þaðan, Guðmundur Kristinsson, kom með mér í að koma Fjölni á legg.“Þeir voru samt ekki lengi einir og fengu gott fólk með sér í lið. Stefán Már var fyrsti framkvæmdastjóri Fjölnis og tók að sér að virkja fólkið. Hann segir að miklu máli hafi skipt að komast inn í eigið íþróttahús. „Það

ríkti sveitaandi þarna. Æfingarnar voru í Breiðholti, í íþróttahúsi Verzlunarskólans eða Baldurshaga, og það þurfti að koma börnunum þangað. Ekki voru aðrar leiðir út úr hverfinu en Gullinbrúin og foreldar sameinuðust um að ferja börnin.Það hafði mikið að segja að við tókum að okkur rekstur íþróttahússins. Þá fékk ég 36 foreldra til að ábyrgjast 100.000 krónur fyrir leigunni. Þegar æfingarnar voru byrjaðar þar hittust foreldrarnir og fengu sér kaffi saman. Andinn var strax þannig að allir voru velkomnir og við hlust-uðum mikið á hvað foreldrarnir höfðu að segja. Þannig var það þegar áhugasamir karate-foreldrar bönkuðu á dyrnar. Við héldum að það væri ofbeldisíþrótt sem ætti ekki heima innan félagsins en þarna voru öflugir for-eldrar sem sannfærðu okkur. Við hrifumst af því sem greinin gerði fyrir krakkana, hún efldi svo sjálfsagann.“

Þjálfarinn verður að virkja sem flesta

Ýmislegt vakti athygli við hið nýja félag, til dæmis það að ekki var getuskipt í lið heldur reynt að tryggja öllum verkefni.„Við lögðum línur með þjálfurunum um að halda fjöldanum. Við vildum virkja alla krakkana, ekki bara þá bestu. Þjálfarar fengu til dæmis greidda bónusa ef hóparnir héldust stórir. Þegar var skipt í A og B lið þá lögðum við áherslu á að allir fengju jafn mörg verkefni. Þegar við fórum á mót til Vestmannaeyja var til dæmis farið með eldri hópinn þangað en þá hina annað. Við horfðum líka víðar. Eitt árið fórum við

til dæmis með sjötta flokkinn til Færeyja. Þar skipulögðum við fótboltamót Fjölnis og spiluðum í Klakksvík og Þórshöfn.Ég fékk einu sinni flokk hjá Víkingi sem gekk illa og tapaði fyrir Reykjavíkurliðunum. Við fórum með hann til Englands og einstak-lingarnir urðu félagslega sterkari og skiluðu sér áfram. Í yngri flokkunum þarf þjálfarinn

oft að vera meira en þjálfari. Hann þarf að reyna að gera sem flesta virka þótt þeir séu ekki sterkir sem íþróttamenn. Sterkt foreldrastarf skipti miklu máli. Þeir mættu ekki bara á hliðarlínuna heldur ræddu um hvernig starfið var skipulagt og sinntu því. Á mótunum í Vestmannaeyjum fékk ég að vera bara þjálfari því foreldrarnir sáu um allt annað, eins og það á að vera en er ekki alltaf. Mér finnst skipta máli að hægt sé að hafa andann skemmtilegan. Við héldum þrettándagleði þar sem allar stjórnir Fjölnis komu saman og fólk skemmti sér og kynntist. Þetta fólk er enn á bak við Fjölni, og ég fór á leik með liðinu í sumar og sá margt af því þar. Mér finnst Fjölnir enn öðruvísi félag og vona að menn finni sig alltaf velkomna að starfa fyrir það.“

Hvernig var veðrið 2. september?

Á fyrstu árunum í Grafarvoginum gekk oft mikið á. „Ég keypti mér íbúð sem var hálf-kláruð, parketið komið en engar hurðar. Þá kom svaka veður, það flæddi inn um gluggana og parketið eyðilagðist. Ég hringdi í tryggingarnar og var sendur á milli deilda til að kanna hvort ég væri ekki tryggður. Að lokum var mér sagt að það yrðu að vera að minnsta kosti níu vindstig og veðrið þyrfti að rjúfa gluggana til að ég fengi nokkuð bætt. Ég ákvað því að hringja í Veðurstofuna og spurði strax: „Hvernig var veðrið 2. sept-ember?“ Sá sem svaraði sagðist ekkert vita um það. Ég var orðinn pirraður eftir slaginn við tryggingarnar og spurði hann því argur: „Átt þú ekki að vita það?“ Þá var svarað: „Nei, þetta er veðdeild Landsbankans.“ Ég hafði þá farið línuvillt í Símaskránni.Ég keppti líka fyrst með Fjölni um leið og ég var framkvæmdastjóri. Í eitt skiptið var komið að mér að þvo búningatöskuna en ég steingleymdi henni. Ég fattaði það rétt áður en við fórum á Snæfellsnes að spila og ætlaði að bjarga mér í einum grænum svo ég fór heim og henti öllu í þvottavél. Ég náði að þvo búningana en sokkarnir voru ekki tilbúnir þegar við þurftum að fara. Ég reyndi að slökkva á vélinni en gat það ekki svo ég talaði við konu sem vann við ræstingar hjá Fjölni, og hún kom með mér heim og hjálpaði mér að slökkva á vélinni. Sokkarnir voru rennblautir og við dreifðum þeim á milli bíla og settum miðstöðvarnar á fullt. Menn sáu ekki mikið á leiðinni fyrir móðu!“

Sparkvöllur á Þórshöfn

Eftir fimm ár hjá Fjölni taldi Stefán vera komið nóg. „Hluti ástæðunnar var að maður var að drukkna í verkefnum og ég vildi ekki verða of heimakær þar. Ég var líka alltaf á lúsarlaunum. Það fylgir þessum æskulýðs-geira að vera á skítalaunum.“

„Mér finnst Fjölnir enn öðruvísi

félag og vona að menn finni sig

alltaf velkomna að starfa fyrir það.“

Við landganginn í Herjólf á leið í fyrstu ferð Fjölnis á pollamótið í Eyjum. Í hópnum eru meðal annars Ólafur Páll Snorrason, sem í dag er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis en á að baki fjölda leikja í úrvals-deild og með yngri landsliðum Íslands, og Gunnar Már Guðmundsson sem leikur með Fjölni.

Page 27: Snæfell 2015

27 Snæfell

Hann snéri því aftur á Þórshöfn og gerðist þar íþróttafulltrúi. Þar hitti hann meðal annars fyrir Reyðfirðinginn Magnús Seljan sem þá stýrði frystihúsinu en er nú yfir Launafli. Magnús gerðist formaður ungmennafélagsins og saman leiddu þeir

byggingu sparkvallar. „Sveitarfélagið guggn-aði á að standa í því og ég virkjaði því ungmennafélagið. Hann var með frystihúsið á bakvið sig og setti pening í verkefnið til að klára það.“

„Lesblindan braut mig ekki niður“

Þá var hins vegar komið að nýrri tilraun við íþróttakennaranámið en að þessu sinni með viðkomu í frumgreinadeildinni á Bif-röst. Þar greindist hann loks með lesblindu, orðinn 38 ára gamall. „Það var aldrei sagt

að maður þyrfti stúdentspróf svo ég sótti alltaf um, en þrátt fyrir að ég hefði með-mæli eftir að hafa verið framkvæmdastjóri UNÞ, kennt smíðar og íþróttir þá var ég með svo lágar einkunnir úr barnaskóla að ég komst ekki inn fyrr en í fjórðu tilraun.Ég fékk stuðning alla skólagönguna, var í talkennslu og allri hugsanlegri sérkennslu. Þegar ég var umsjónarkennari í 6. bekk í Rimaskóla lét ég einhvern tímann alla krakk-ana lesa upp og það var einn strákurinn

sem stamaði mikið. Ég sá að honum leið illa og lét hann ekki lesa svona upp aftur en hugsaði með mér hvort ég hefði verið svona sjálfur. Mamma og pabbi keyrðu mig út og suður og fengu kennara sem þau þekktu til að kenna mér að lesa. Lesblindan háði mér samt ekki að öðru leyti en því að ég fékk lágar einkunnir og var ómögulegur í tungumálum sem læra þurfti af bók. Í skátunum fékk ég peppið, að stjórna hinu og þessu og göslast áfram. Ég lærði að tala fyrir framan aðra, mér gekk vel í íþróttunum og lærði að þjálfa. Lesblindan braut því mig ekki niður.“

Má ekki skamma alltaf þá sömu

Í dag er undirskrift á öllum tölvupóstum sem Stefán Már sendir frá sér þar sem hann segist lesblindur og biðst fyrirfram velvirðingar á stafsetningarvillum. Hann segist hafa lært margt sem nýst hafi honum síðar í kennslunni. „Það voru tíu bekkir í mínum árgangi í Réttarholtsskóla og ég var í H, einhverjum tossabekk með öllum þeim sem í dag væru með grein-ingar. Mér finnst guðsgjöf að hafa fengið að kynnast þessum krökkum. Ég byrjaði fyrst að kenna á Þórshöfn og þar var strax farið að senda til mín krakka sem þurftu stuðning þótt ekki væri vitað að

ég væri lesblindur. Ég náði ágætis árangri með þau. Ég kenndi þeim bara trikkin mín.Ég nýtti líka reynsluna úr skátastarfinu því flokkakerfi Baden-Powells byggir á að allir séu virkir. Menn skipta með sér störfum, það er aldrei neinn einn sem ber ábyrgð á öllu og það er nýtt það sem hver og einn er góður í. Þannig reyndi maður að lesa í bekkinn og hvetja krakkana áfram til að ná því besta út úr þeim.Það verður að passa sig á að skamma ekki

alltaf þá sömu. Á sínum tíma þótti skömm að vera í sérkennslu. Það mátti helst ekki segja það upphátt í bekknum. Þeir sem glíma við fötlun vilja ekki vera stimplaðir. Krakkarnir ráðast á þá veikustu og þá þarf maður að vera það sterkur á svellinu að geta bitið það af sér. Ég braut þetta upp í Rimaskóla. Þar mátti ég senda allt að 7 krakka til sérkennara og ég sendi stundum þá bestu. Þá fékk ég næði með hinum.“Stefán fann líka sínar eigin leiðir. Fyrst hann gat ekki lært ensku af bók fór hann einfaldlega til Bandaríkjanna til að læra. „Ég fékk ársleyfi frá samningi við Húsasmiðj-una og fór til systur minnar sem barnapía þegar ég var 19 ára. Hún bjó í San José í Sílikondalnum og ég spilaði fótbolta með San Francisco. Hún fékk hins vegar bara námslán í hálft ár en ég var ákveðinn í að klára árið svo ég fór að smíða fyrir Vestur- Íslendinga. Þar hitti ég meðal annars Jósafat Hinriksson (sem Sjóminjasafnið í Neskaupstað er kennt við) því ég var að smíða fyrir frændfólk hans.Ég er stundum hissa hvað ég var brattur, 19 ára gamall, að smíða svalir í jarðskjálfta-borginni. Þær stóðu samt af sér skjálftann 1989 þannig að ég hef ekki fúskað. Ég hef síðan farið 15 sinnum út til að smíða.“ segir Stefán.

Sumarið á Bifröst

Skólagangan á Bifröst varð hins vegar ein sú erfiðasta sem Stefán hafði reynt. „Ég bjó til mín eigin verkfæri. Það námsefni sem ég þurfti að læra eins og páfagaukur las ég inn á spólur og hlustaði svo á þær. Bróðir minn þýddi fyrir mig og hann og systir mín lásu yfir verkefnin mín. Á Bifröst var kona sem benti mér á hvert ég gæti farið til að fá greininguna og það var málið. Ég heyrði líka af námsráðgjafa í Iðnskólanum sem átti tvo lesblinda syni sem urðu læknar. Ég fór til hennar og hún kenndi mér að leggja litaðar glærur yfir blöðin þegar ég las. Þá fara stafirnir ekki á flug eins og þeir gera stundum.Eina önnina féll ég í 5 af 7 fögum. Ég náði þeim á endanum því það mátti reyna við hvert fag þrisvar sinnum, en ég þurfti að vera í skólanum yfir sumarið. Þegar allir aðrir voru farnir heim brotnaði ég niður. Ég þurfti að fara niður að Hreðavatni og gráta yfir að þurfa að halda áfram.Mér finnst samt flott sem einn kennarinn í hagfræðinni sagði við mig: „Stefán, þú ert með 4,8. Það er ekki nógu gott til að halda áfram í samvinnuverkefnin sem eru framundan. Þá flýturðu bara með hinum. Það er betra að ég felli þig en hleypa þér áfram.“ Mér fannst það flott hjá honum því ég var sammála. Svo lærði ég bara betur.Á Laugarvatni var mér sagt að taka 2,5 ár í tveggja ára nám en ég útskrifaðist

„Það fylgir þessum

æskulýðsgeira að vera á

skítalaunum.“

Í ferð skáta frá Þórshöfn á skátamótið Blå Sommer sem haldið er á fimm ára fresti í Danmörku.

Page 28: Snæfell 2015

28 Snæfell

með mínum bekk. Þar var samt annað skipulag, ég hafði ekki þrjár tilraunir og það vantaði lengri tíma og fleira til að glíma við þessa fötlun.“

Leiddist reksturinn

Eftir útskrift réði Stefán Már sig sem íþróttafulltrúa á Akranes og gegndi þeirri stöðu í þrjú ár. Skagamenn hafa löngum haft á að skipa afburðaíþróttafólki, einkum í knattspyrnu, og Stefán hreifst af hefðunum þar. „Fimmti flokkur var látinn hlaupa sama hring og meistaraflokkurinn. Ég dáðist að því hvað drengirnir hjá ÍA voru prúðir. Þjálf-arinn gat verið inni á meðan þeir hlupu. Á sama tíma var ég að þjálfa hjá Víkingi og lét strákana hlaupa í Smáíbúðahverfinu en þeir styttu sér leið á milli húsa. Krakkarnir á Skaganum vissu að það myndi eitthvert foreldrið hringja í þjálfarann ef það sæist til þeirra svindla. Þannig var allt samfélagið virkt. Það var gaman að sjá umgjörðina í þessu mekka fótboltans og agann í öllum deildum.“Stefán segist hafa verið ráðinn úr stórum hópi umsækjenda meðal annars vegna mikillar félagsmálareynslu. Starfið varð hins vegar ekki alveg eins og hann hafði ætlað sér. „Ég hafði gaman af að vinna með fólkinu, að mæta á fundi og hjálpa og styðja við það. Ég hafði hins vegar ekki gaman af rekstri og fannst mér haldið fullmikið í tölum, rekstri mannvirkja og mannaráðningum. Það var eitthvað sem ég vildi ekki ílengjast í.“

Of geyst í sameiningu yngri flokka?

Þá leitaði hugurinn aftur norður á Langanes þar sem Stefán gerðist meðal annars skóla-stjóri í Svalbarðsskóla í Þistilfirði. „Jóhannes Sigfússon bóndi á Gunnarsstöðum pressaði á mig að sækja um og þar varð ég í fyrsta skipti skólastjóri. Í skólanum voru 11 krakkar úr sveitinni og það var mjög skemmtilegur tími. Skólinn var meira en bara skóli, hann var menningarmiðstöð þar sem menn héldu þorrablót, nikkuböll og jólatrésskemmtanir. Þetta vildu menn ekki missa,“ segir Stefán en skólanum var lokað í vor.Eftir tvö ár þar réði Stefán Már sig sem aðstoðarskólastjóra á Reyðarfjörð. Hann ætlaði bara að leysa af í eitt ár, í leyfi Þór-odds Helgasonar, en Þóroddur kom ekki aftur í skólann. Auk þess kynntist Stefán þá Vilborgu Stefánsdóttur, sem hann býr með í Neskaupstað í dag, og ílengdist því eystra.Stefán dróst strax inn í fótboltann í Fjarða-byggð, einkum fyrir atbeina Þórodds sem vildi fá hann til að byggja aftur upp íþróttina á Reyðarfirði. Stefáni fannst það spennandi enda verið að taka Fjarðabyggðarhöllina í notkun. Stefán var meðal þeirra sem höfðu frumkvæði að því að sameina alla yngri flokka Fjarðabyggðar á æfingum á

Reyðarfirði. Hann viðurkennir að líta það aðeins öðruvísi augum nú þegar hann er fluttur á Norðfjörð.„Þegar maður bjó á Reyðarfirði fannst manni ekkert mál fyrir hina að mæta í höllina, en nú hef ég sjálfur sótt vinnu yfir fjallið og veit að þetta er meira mál. Ég skil foreldra sem er illa við að senda krakkana á samæfingar yfir fjallið. Krökkunum finnst það ekkert mál en gera sér ekki grein fyrir hvaða áhyggjur foreldrarnir hafa. Það er ekki lengur hægt að kosta til þjálfara héðan eins og við gerðum fyrst og ef eitthvað kemur fyrir getur það orðið vandamál. Kannski fórum við svolítið geyst af stað og kannski var ekki þörf á að sameina allt niður í yngstu flokkana.“Stefán hefur líka setið í aðalstjórn Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar (KFF) þar sem hann hefur einkum sinnt meistara-

flokki kvenna og öðrum flokki karla. Hann hefur líka verið lykilmaður í að senda sam-eiginlegt lið af Austurlandi til keppni í öðrum flokki undir merkjum UÍA. Það var gert sumarið 2014 en gekk ekki upp síðasta sumar. „Ég er enn sár yfir að við skyldum þurfa út í sumar en vonandi komumst við inn aftur.“Stefán segir öflugt starf annars flokks skipta máli til að byggja upp leikmenn fyrir framtíðina og bendir á að lykilmenn í öflug-um liðum Leiknis og Hugins í sumar hafi verið með slíka reynslu á bakinu. Stefán hefur líka sótt leikmenn víða að, foreldrar leikmanna á Langanesi keyrðu t.d. með þá í leiki með Fjarðabyggð og tóku stundum upp Vopnfirðinga á leiðinni. „Foreldrarnir komu með þá eins og ekkert væri. Þetta byggist allt á áhuganum á bak við börnin.“Stefán hefur oft lagt á sig miklar fórnir til að halda starfinu gangandi. Sumarið 2014 keyrði hann stundum á Vopnafjörð til að sækja leikmenn sem vantaði far og skilaði þeim svo aftur eftir leiki á Eskifirði. „Ef ég og fleiri segjum að það eigi að kýla á þetta þá verðum við að bera ábyrgð. Það er 350.000 króna sekt ef það næst ekki í lið. Við vorum stundum tæpir á að mæta og þess vegna var ekki annað að gera en að brosa og hvetja strákana til að mæta.

Þetta gengur samt ekki svona. Það verður að vera ábyrgð á félagi sem tengir sig inn í verkefnið að skaffa leikmenn.“

Stuðningur samfélagsins mikilvægur

Stefán var vart fluttur á Norðfjörð er þáverandi formaður Þróttar, Björgúlfur Halldórsson, bað hann um að taka við for-mannsembættinu sem hann hafði þá gegnt í tólf ár. „Ég ætlaði bara að vera hér í þrjú ár en ég á erfitt með að segja nei og mér fannst þetta líka spennandi. Hér er ákveðið íþróttamekka eins og á Akranesi og geta orðið til íþróttamenn í vel skipulögðum æfingum,“ segir Stefán og telur upp fimm unga Norðfirðinga sem náð hafa langt á landsvísu síðustu misseri.Hann nefnir líka nýjar greinar sem séu að bætast við í Neskaupstað, eins og t.d. frjálsar. „Við höfum sinnt þeim af veikum mætti en það er þrjóskan og farandþjálfun UÍA sem gera okkur það kleift.“Reynt var að bjóða upp á tae-kwon-do en nú er komin karatedeild. „Þar höfum við góðan þjálfara sem ég hef trú á að eigi eftir að rífa upp greinina og fá þannig nýjan hóp inn í starfið.“Hann segir stuðning fyrirtækja í bænum við Þrótt mikilvægan. Þegar félagið varð 100 ára fékk það til dæmis níu milljónir í afmælisgjöf frá Samvinnufélagi útgerðar-manna og Síldarvinnslan hefur nú stofnað sjóð í minningu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrum formanns Þróttar, sem ætlað er að styðja við ungt afreksfólk.„Það kom í hlut okkar í aðalstjórninni að efla starfið með því að dreifa gjöfinni frá SÚN til foreldra , í formi niðurgreiðslna á ferðum og æfingagjöldum. Hér er líka rokna dugnaður að standa í fjár-öflunum. Það er dýrt að reka blakdeild með alla flokka í Íslandsmóti og Fjarðabyggðar-samsteypan í fótboltanum er líka kostnaðar- söm. Hvert félag þarf að borga inn í sam-starfið þjálfara og fleira eftir hausatölu í grunnskólanum. Við erum samt líka með þjálfara hér svo þetta verður tvöfaldur rekstur sem við höfum áhyggjur af.“

Hjartagallinn kom fram í tíma

Sumarið 2011 hætti Stefán í skólanum á Reyðarfirði og tók að sér umsjón með íþróttaakademíu Verkmenntaskóla Austur-lands. Eftir að hafa greinst með gallaðar hjartalokur hefur hann fært sig aftur inn í smíðadeildina, enda menntaður húsa-smíðameistari.„Ég er óttalegur gallagripur. Ekki nóg með að ég sé lesblindur og sjálfsagt með ADHD, heldur kom í ljós að ég er með gallaðar hjartalokur. Ég fékk aðsvif og datt út í kennslustund. Ég fór með hóp upp í skóg til að smíða brýr og fann þar að ég var

„Krakkarnir á Skaganum vissu

að það myndi eitthvert foreldrið hringja í þjálfarann

ef það sæist til þeirra svindla.“

Page 29: Snæfell 2015

29 Snæfell

eitthvað skrýtinn. Ég veit ekki hvers vegna ég stytti tímann en ég gerði það, lét krakk-ana bara klára verkefnið og leyfði þeim að fara. Svo fann ég að þetta versnaði, ég átti erfitt með að tala og rétt hafði mig út úr skóginum, settist þar á bekk við bílastæðið og hringdi á sjúkrabíl. Ég var sendur í tékk á sjúkrahúsinu þar sem gallinn fannst. Ég fór í aðgerð í sumar og er núna kominn með stálhjartalokur. Þótt við kvörtum yfir heil-brigðiskerfinu fagna ég því að hafa fengið að sjá hvernig það virkar og ég fékk mjög góða aðhlynningu.“Sumarið áður var skipt um annað hnéð í Stefáni. „Það er sjálfsagt afleiðing af því að ég gat ekki beðið eftir að fara að ganga. Aðeins 8 mánaða gamall var ég farinn á fullt. Þá svignuðu beinin og ég hef verið svolítið hjólbeinóttur síðan.“

Stundum of reiður í stjórnmálunum

Íþróttirnar og skátarnir eru ekki eina fé-lagsstarfið sem Stefán Már hefur tekið þátt í. Þegar við heimsækjum hann á að-ventunni er hann í jakkafötum með rauða slaufu, nýkominn af jólatónleikum með karlakórnum Ármönnum. Hann hefur líka skipt sér af bæjarmálum í Fjarðabyggð og var í framboði fyrir Bjarta framtíð í síðustu þingkosningum. Stefán sér samt ekki fyrir sér að halda áfram í stjórnmálunum. „Ég ætla að draga mig út úr þeim. Mér finnst þau leiðinleg. Ég verð stundum alltof reiður þegar málin ganga ekki. Ég held að það sé betra fyrir mig að bakka út og vinna mína vinnu, hitt gerist svo af sjálfu sér. Ég held það henti mér betur að vera í þrýstihópum. Ég er aðeins farinn að sjá að mér, sumu á ég ekki endilega að vera í.“Einn af hópum Stefáns kallast Nesorkuboltarnir og beitir sér fyrir fræðslu um orkusparnað og hefur til dæmis talað sérstaklega fyrir varmadælum. Stefán Már er kominn með eina slíka í húsið sitt á Þiljuvöllum. „Ég er búinn að tala nóg um hana innan batterísins Fjarðabyggðar. Ég vil frekar sýna fram á kostnaðinn hjá mér. Ég keypti mér því eina og hún svínvirkar,“ segir Stefán og fer á flug um umhverfismál, sem hann hefur mikinn áhuga á.„Ég er fyrir grænt samfélag. Við verðum að taka mengunina föstum tökum ef við ætlum að ná henni niður. Ég tel enga ástæðu til að við rekum tvo bíla á heimilinu ef við vinnum bæði í Neskaupstað. Það er sóun. Maður á að hreyfa sig. Það er partur af þessum lífsstíl sem er að koma inn að vera án bíla. Ef ég myndi kaupa mér bíl í dag þá myndi ég vilja rafmagnsbíl.“Stefán ræðir líka fleiri baráttumál eins og að almenningssamgöngum í Fjarðabyggð

sé ekki skipt upp í mörg gjaldsvæði. „Af hverju er dýrara fyrir fólkið á Norðfirði að fara á Reyðarfjörð en frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar? Hver er sameiningar-mátturinn í því?“Sem formaður Þróttar hefur hann barist fyrir frjálsíþróttavelli í Neskaupstað. „Áhugamálin hafa dregið mig út í pólitík-ina. Mér fannst aðstaðan hér ekki nógu góð þótt við höfum höllina, svo ég fór að vinna í henni. Við getum ekki haldið Ung-lingalandsmót og varla Landsmót 50+ því frjálsíþróttaaðstöðuna vantar. Ég fór í póli-tíkina til að benda á þetta.“

„Mamma er ekkert betri!“

En það er ekki allt upptalið enn. „Ég gekk í Oddfellowa á Egilsstöðum því ég ætlaði að gera eitthvað fyrir sjálfan mig en ég hef ekki stundað það nógu vel.Það er aldrei neinn stoppari á manni. Maður bara flæðir í ýmis verkefni, þó ég segi alltaf hingað og ekki lengra. Ég ætlaði bara vera formaður Þróttar í þrjú ár og hefði gjarnan viljað fá nýjan formann, helst konu. Ég pæli ekki í hvað ég er að gera en mér bregður smá þegar fólk telur það upp. Þetta eru líka genin í fjölskyldunni. Við

systkinin erum öll vel virk. Að auki er kraftur í mömmu. Hún er 91 árs og segir mér alltaf að slappa af en hún er í kvenfélögum og föndurhópum út um allan bæ, keyrir enn, er með sumarbústað í Grímsnesi þangað sem hún fer reglulega og svo spilar hún á gítar þannig að hún er ekkert betri.“Aðspurður hvort hann sé maðurinn sem gangi í þau verk sem þarf að vinna án þess að hugsa mikið lengra en það svarar hann: „Já. Ef það er stormur í aðsigi get ég alveg tekið inn þvottinn fyrir fólkið í næstu húsum.“

„Hvað ætlarðu að gera við veghefil?“

Þeir sem hafa mikið að gera og eru alltaf á ferðinni, jafnvel án þess að hugsa um hvert sú ferð leiðir, reka sig stundum á.

„Ég var nýfluttur á Reyðarfjörð og þurfti að komast í jarðarför kunningja á Þórs-höfn. Ég lagði af stað á jeppanum mínum í sparifötum og blankskóm. Ég keyrði gömlu leiðina upp úr Jökuldalnum en ætlaði varla að hafa mig upp Múlann, svo ég stoppaði til að setja í fjórhjóladrifið. Ég hoppaði út og setti lokurnar á en þegar ég ætlaði inn aftur var bíllinn læstur og í gangi.Mér var hálfbrugðið svo ég fór annan hring og djöflaðist á öllum hurðum og gluggum en allt var harðlæst. Ég hugsaði um hvað ég ætti að gera og var búinn að vera í kortér að reyna. Þá var ég hálfpartinn farinn að örvænta því veðrið var vont og ég mátti ekki sleppa taki á bílnum því þá rann ég bara á skónum. Þá mundi ég eftir að hafa farið framhjá veghefli rétt áður. Ég var með símann í vasanum og hringdi í Neyðarlínuna. Ég lýsti aðstæðum og því að það væri enginn nálægt en ég hefði farið framhjá þessum veghefli, en hann sé ekkert að birtast og ég spurði svo hvort þeir gætu ekki sett mig í samband við hann. Þá spurði maðurinn mig sallarólegur: „Hvað ætlarðu að gera við veghefil?“Ég áttaði mig á að ég hefði ekkert við hann að gera, tók stein, braut glugga og keyrði aftur á Reyðarfjörð. Maðurinn hefur ör-ugglega hlegið dátt að mér!“

„Eruð þið ekki að koma, strákar?“

Ferðirnar frá Langanesi austur urðu líka stundum skrautlegar. „Ég hætti ekki að spila fótbolta fyrr en á Eskifirði 2006. Síðast spilaði ég með Langnesingum í bik-arkeppni UÍA og eitt sinn vorum við á leið í leik á Eiðum. Menn voru ekki vissir um hvar Eiðar væru en ég taldi mig vita það og sagði strákunum að elta mig. Svo keyrðum við á 3-4 bílum frá Þórshöfn, svolítið á síðustu stundu, og allir eltu mig - en ég fór inn í Hallormsstað. Þegar við komum þangað fundum við engan völl en þá hringdi einn frá Eiðum og spurði: „Eruð þið ekki að koma, strákar?“Eitt skiptið ætlaði ég svo á haustfund íþróttafulltrúa í Valaskjálf á Egilsstöðum. Menntamálaráðuneytið hélt þessa fundi og það var gallinn við Erlend Kristjánsson æskulýðsfulltrúa að hann var svo andskoti tímanlega í að senda bréf. Þegar tíminn var kominn ruddist ég af stað og var kominn næstum upp á topp Hellis- heiðarinnar þegar ég komst ekki lengra og varð að snúa við á frekar háskalegum stað. Ég komst niður, guðslifandi feginn, fór fjöllin, mætti í Valaskjálf og sagðist kominn á haustfund íþróttafulltrúa. Þá svaraði manneskjan í afgreiðslunni: „Íþróttafull-trúa? Það er um næstu helgi!“Ég var svo svekktur að ég fékk mér bara eina appelsín og rækjusamloku og keyrði svo beint heim á Þórshöfn.“ GG

Með Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, þegar fyrirtækið styrkti Þrótt um þrjár milljónir króna í fyrra.

Page 30: Snæfell 2015

30 Snæfell

Árið 2015 rennur seint úr minni Seyð-firðinga og annarra stuðningsmanna Hugins. Knattspyrnulið félagsins gerði sér lítið fyrir og vann sér inn keppnisrétt í næstefstu deild karla með því að sigra í 2. deild Íslandsmótsins 2015. Staðreyndin er því sú að sumarið 2016 keppir liðið í 1. deild sem er magnaður árangur fyrir ekki stærra bæjarfélag en Seyðisfjörð. 2014 hafnaði liðið í 4. sæti í 2. deildinni og var það besti árangur í sögu félagsins í knattspyrnu. Það var magnað sumar fyrir liðið og ekki margir sem áttu von á að liðið myndi strax árið eftir bæta þann árangur, en liðið gerði sér lítið fyrir og bætti hann með stæl eins og áður segir. Seyðfirðingar hafa löngum verið stoltir af liðinu sínu og stutt það í gegnum súrt og sætt. Það er samt óhætt að fullyrða að Seyðfirðingar og aðrir Huginsmenn hafi aldrei verið stoltari af liðinu en nú, enda er ekki ósanngjarnt gagnvart neinum sem spilað hefur fyrir Huginn að segja að liðið í sumar sé besta lið félagsins frá upphafi.

SpáinÞað kom lítið á óvart að liðinu var spáð 12. sæti og falli úr 2. deildinni árið 2014. Þá spá afsannaði liðið með stæl. Það kom hins vegar undirrituðum á óvart að þjálfarar og fyrirliðar í deildinni árið 2015 spáðu liðinu ekki ofar en í 10. sæti, en kannski var gott fyrir liðið að fá þessa spá í andlitið og má vera að hún hafi hleypt smá eldmóði í liðsmenn Hugins. Undirrituðum fannst þetta hins vegar verulegt vanmat á liðinu. Vissulega hefur Huginn farið frekar óvenju-lega leið undanfarin ár og ekki verið með í vetrarmótunum og sé litið þannig á málin

var spáin kannski rökrétt. Hafa ber í huga að árið 2014 var liðið mjög gott og spilaði flottan fótbolta. Þegar allir voru með, þ.e. enginn í banni eða meiddur, stóð liðið að mati þess sem hér skrifar ekki langt að baki KFF og Gróttu sem fóru upp það ár. Miðað við frammistöðu liðsins árið 2014 og þá staðreynd að útlit var fyrir lítið breytt-an mannskap þá kom spáin fyrir sumarið 2015 verulega á óvart. En eins og áður segir var það kannski bara gott fyrir liðið að þjálfarar og fyrirliðar annarra liða höfðu ekki meiri trú á því en þetta.

LiðiðHuginsliðið er gott fótboltalið. Leikmenn liðsins eru óhræddir við að spila boltanum á milli sín og á góðum degi er ekkert lið í deildinni sem gerir það betur. Það er greinilegt að leikmenn liðsins þekkja hlut-verk sín vel og fara vel eftir leikskipulagi þjálfarans. Liðið er einnig gætt þeim eig-inleika að geta sótt sigra þó þeir séu ekki að spila sinn besta leik, en það er alltaf ákveðinn gæðastimpill. Staðreyndin er sú að sigurlið, í hvaða deild og landi sem er, eiga ekki alltaf sinn besta leik hvað varðar tæknilegu hliðina. Þá reynir á andlegan styrk manna til að fylgja skipulagi, berjast hver fyrir annan og sækja stigin. Þetta sýndu Huginsmenn í nokkrum leikjum í sumar. Undirritaður sá vegna búsetu ekki alla leikina en dæmi um svona karakter- sigur er leikur gegn KF á Seyðisfjarðarvelli á 120 ára afmælishelginni. Þar var völlurinn erfiður, mikið búið að ganga á í bænum og alls ekki einfalt fyrir strákana í liðinu að spila þann leik. Þeir spiluðu ekki sinn

besta leik en það var aðdáunarvert hvernig þeir þjöppuðu sér saman inni á vellinum og sóttu 3 stig. Í raun má segja að sá leikur hafi sannfært undirritaðan um að merki-legir hlutir gætu gerst hjá liðinu í sumar. Barátta, elja, samstaða og vinnusemi er eitthvað sem Huginsliðið hafði nóg af í sumar og í sambland við gæði leikmanna og gott upplegg frá Binna þjálfara þá varð til drullugott fótboltalið. Sterkur varnarleikur var eitt af aðals- merkjum Hugins í sumar og fékk liðið aðeins á sig 18 mörk í 22 leikjum sem er magn-aður árangur. Það er þó rétt að hafa það í huga að Huginsliðið var það mikið með boltann að andstæðingarnir höfðu oft ekki langan tíma til að skora mörk. Það er jú þannig að því betur sem lið heldur boltan-um, því erfiðara er að skora á móti því. En þegar virkilega á reyndi þá gat liðið staðið af sér harðar sóknir andstæðinganna.Auðvitað er liðið samt ekki gallalaust. Helsta vandamál þess í sumar var nýtingin á færum, sem var engan veginn nógu góð í mörgum leikjanna. Gott dæmi um það er leikur gegn ÍR í Breiðholtinu um mitt sumar. Mig minnir að ÍR hafi átt 7 skot en Huginn 20 og mörg af þessum 20 skotum voru algjör dauðafæri. Leikurinn tapaðist 1 – 2.

ÞjálfarinnBrynjar Skúlason er drengur sem vart þarf að kynna fyrir Austfirðingum. Hann var og er magnaður knattspyrnumaður sjálfur og hefur sem þjálfari náð eftirtektarverðum árangri með Hugin. Hann hefur tekið þá stefnu að vera ekki með í vetrarmótunum sem er óvenjulegt en í raun alveg skiljan-

Knattspyrnuævintýri Hugins 2015

Kátir Huginsmenn.

Page 31: Snæfell 2015

31 Snæfell

legt. Liðið hefur ekki verið að koma saman fyrr en um miðjan maí og því má segja að æfingaleikir hefðu skilað litlu. Það er líka erfitt að rífast við árangur Binna undanfarin ár, þannig að hann er alveg með það á hreinu hvernig á að ná árangri með lítið lið eins og Hugin. Binni hefur þó komið sínum leikmönnum á æfingar hjá öðrum liðum og séð til þess að menn séu í standi. Hann hefur lagt mikla áherslu á að liðið þori að spila flottan fótbolta, haldi bolt-anum vel og sé óhrætt við að pressa á andstæðinginn. Þessu hefur hann náð fram hjá liðinu með góðum æfingum, jafnframt því að taka upp leiki, leikgreina og kenna mönnum. Binni virðist ekki síður vera sterkur í mann-lega þætti þjálfunarinnar. Leikmenn virðast vera tilbúnir að hlaupa í gegnum vegg fyrir hann og mórallinn í liðinu hefur verið frábær. Það má heldur ekki gleyma því að Binni hefur lagt mikla vinnu í að fá góða erlenda leikmenn. Þar hefur hann gert virkilega vel og á heiður skilinn. Fyrir utan allt þetta þá er Binni einn skemmtilegasti drengur sem hægt er að kynnast. Það er auðvelt að samgleðjast með Binna og hans árangri. Í raun væri alveg við hæfi að reisa brons-styttu af honum á bæjartorginu.

HeimamennÞað kemur alltaf annað slagið upp sú umræða að ekki séu nógu margir heima-menn í liðum utan af landi. Persónulega finnst mér þetta undarleg umræða þar sem að mínu mati þá teljast menn Huginsmenn þegar þeir hafa skipt yfir í Hugin, hvort sem um Seyðfirðinga eða aðra er að ræða. Þjálfari og forráðamenn Hugins þurfa þó ekkert að skammast sín því að í liðinu eru þó nokkuð margir heimastrákar og þáttur þeirra í góðum móral og samstöðu er ómetanlegur, fyrir utan það að margir þeirra eru mjög góðir fótboltamenn. Atli Gunnar, Birkir Páls, Elmar Bragi, Rúnar Freyr og Marko (sem hlýtur að teljast sem heimamaður) voru fastamenn í liðinu.

Erlendir leikmennEins og áður segir þá hefur Binni þjálf-ari verið lunkinn að sækja góða erlenda leikmenn og þessi árangur hefði klárlega ekki náðst nema með þeirra hjálp. Það er eftirtektarvert hversu sterkt þessir strákar tengjast félaginu og segir margt um stemninguna í liðinu og afstöðu bæj-arfélagsins gagnvart liðinu. Oftar en ekki eru þessir strákar tilbúnir að koma aftur ef þeir hafa tök á. Það eru góð meðmæli með Hugin og Seyðisfirði.

LykilleikmennÞað er alltaf erfitt að taka út einstaka leikmenn í svona góðum og samheldnum hóp en að mati undirritaðs þá voru Birkir fyrirliði, Blazo og Orri Sveinn mikilvægastir,

hver á sinn hátt. Birkir er mikill og góður leiðtogi sem er ekki bara góður fótbolta-maður heldur líka mjög hvetjandi á velli. Orri er gríðarlega efnilegur miðvörður sem var í láni frá Fylki og vonandi kemur hann aftur. Sá drengur gæti náð mjög langt í boltanum miðað við þetta sumar. Blazo er svo límið á miðjunni. Ekki alltaf mest áberandi í leiknum en gríðarlega góður í að hefja sóknir, byggja upp spil og leysa úr erfiðum stöðum aftarlega á vellinum án þess að missa boltann. Þetta er þó alltaf persónulegt mat og oft skapast heitar umræður um slíkt. Miðað við það sem ég sá af liðinu þá tel ég þessa þrjá hafa verið þá mikilvægustu í sumar. Vonandi móðgast enginn við þetta mat mitt. Leikmenn eins og Atli, Elmar, Stefan Spasic, Hinrik, Rúnar, Ingólfur, Marko, Fernando og Miguel eiga vel heima á þessum lista líka.

StuðningsmennÓhætt er að segja að Seyðfirðingar, brott-fluttir Seyðfirðingar og aðrir stuðnings-menn Hugins séu öflugir í stuðningi sínum við liðið. Á heimaleiki mæta að jafnaði 60 til 120 manns sem er magnað í ekki stærra bæjarfélagi. Á útileikjum eru líka margir stuðningsmenn og er það til fyrirmyndar. Þetta góða fólk er bakhjarlinn og án þeirra væri ekkert lið. Stuðningsmennirnir eru hjartað og sálin í liðinu og þeirra kraftur smitar klárlega út frá sér til leikmanna. Allir leikmenn neðri deildanna sem hafa komið á Seyðisfjörð í búningi andstæðinganna eru sammála um að þarna sé mjög erfitt að spila. Undirritaður kom þar sjálfur í búningi Hauka árið 2000 í leik gegn Huginn/Hetti og getur staðfest að þetta er rétt. Þarna spila stuðningsmennirnir stórt hlutverk. Það er hins vegar mjög gott að spila fyrir Hugin á Seyðisfjarðarvelli. Áhorfendur og umhverfið gefa aukinn kraft og leikmenn eflast í sinni trú á verkefnið. Stuðnings-mennirnir eru klárlega tólfti maðurinn í liðinu.Býflugurnar hafa staðið sig einstaklega vel undanfarin ár að gera stuðninginn við liðið enn betri og eiga heiður skilinn fyrir sitt starf. Næsta sumarÞað verður spennandi að sjá liðið takast á við 1. deildina. Stökkið á milli þessara deilda er mikið en þetta er áfram bara fótbolti og gott að hafa það í huga að í hinum liðunum eru líka bara strákar að spila fótbolta, þó auðvitað sé gæðamunur. En það má alltaf leggja aðeins meira á sig og bæta sig, bæði í gæðum og líkamlegu formi. Ég er klár á því að Huginsliðið á eftir að gera það. Með góðum stuðningi heima-manna, brottfluttra Seyðfirðinga og annarra stuðningsmanna

liðsins þá er allt hægt. Mitt mat er að það eigi ekki að fara í þessa deild bara til að taka þátt eitt sumar og njóta þess að vera með, heldur bæta enn við hópinn og leggja örlítið meira í liðið en gert hefur verið. Það er ekki bara liðið sem þarf að stíga upp úr 2. deild í 1. deild heldur öll umgjörðin með. Nú er lag að reyna að fá liðið saman fyrr, taka þátt í lengjubikarnum og vera með gott fótboltalið í toppformi þegar keppni hefst í maí. Mikið svakalega væri gaman að sjá litla liðið með stóra hjartað leggja að velli lið eins og Keflavík, Fram, Hauka, Leikni R., KA, Þór o.fl. - og af hverju ætti það ekki að geta gerst? Lið hafa alveg komið úr 2. deild upp í þá fyrstu og gert magnaða hluti. Huginn getur vel gert það.Rómantíkin segir að gaman væri að sjá kempur eins og Bjarna Hólm, Sveinbjörn Jónasson og kónginn sjálfan, Friðjón Gunn-laugsson, koma sér í form og spila næsta tímabil með Hugin. Skora ég hér með á þessa kappa að taka slaginn.

Að lokumÞað hefur ekki bara verið gaman að fylgjast með Hugin úr fjarska, heldur austfirskri knattspyrnu yfir höfuð. Leiknir F., undir öruggri stjórn Viðars Jónssonar, er að ná algjörlega sambærilegum árangri og Huginn og það er magnað að fylgjast með þeim. KFF hefur verið flaggskipið undanfar-in ár og spilaði framan af sumri virkilega flotta leiki og náði flottum úrslitum. Það verður gaman að sjá þessi 3 lið berjast í næstefstu deild og vonandi standa þau sig öll vel. Það er líka til fyrirmyndar að næsta sumar verða öll þessi lið þjálfuð af strákum að austan sem allir eiga það sameiginlegt að vera gríðarlega metnaðarfullir og góðir þjálfarar. Höttur, Einherji og Sindri eru líka að gera virkilega flotta hluti og gera vonandi atlögu að sigri í sínum deildum á næsta ári.

Með knattspyrnukveðju

Guðmundur Magnússon,áhugamaður um knattspyrnu og stuðningsmaður Hugins

Page 32: Snæfell 2015

32 Snæfell32 Snæfell

UÍA í Ungverjalandi

„Það kennir engin skólabók þær lexíur sem við lærðum úti“

Það var í lok janúar sem UÍA barst í tölvupósti fyrir-spurn frá ungverskum ungmennasamtökum um hvort félagið vildi vera með í evrópsku ungmennaskiptiverk- efni þar sem áherslan yrði á ungmenni sem njóta tak-markaðra tækifæri sökum þess að þau búa í dreifbýli. Fyrsta umsókn um styrki í Erasmus+ áætlunina bar

ekki árangur en eftir nokkrar aðlaganir gerði sú seinni það. Í byrjun september fóru tólf austfirsk ungmenni, ásamt tveimur fararstjórum, til vikudvalar í Orosháza, 30.000 manna bæ um 200 km suðaustur af höfuð- borginni Búdapest. Hér á eftir fara svipmyndir og ummæli nokkurra þátttakenda um ferðina.

Í ferðinni lærði ég að það þarf ekki alltaf að hugsa inni í kassanum og að íþróttir geta hjálpað við lærdóm á svo marga vegu. Til dæmis leikurinn þar sem við fengum nokkrar eyjar og áttum að reyna að komast yfir á hinn bakkann. Í þeim leik var ekki ætlast til þess að við myndum fylgja reglunum.

Ég er mjög þakklát fyrir ferða-félagana mína og fyrir þá ótrú-legu reynslu sem ég fékk. Ég er þakklát fyrir yndislega fólkið sem ég kynntist úti sem ég er búin að sakna síðan ég kom heim.

Það eftirminnilegasta í ferðinni er atvikið sem við lentum í síðasta kvöldi, þegar við þurft-um að hlaupa á undan tveimur mönnum með læknagrímur og -hatta. Þeim var alls ekki vel við að hafa útlendinga í sínu þorpi og sýndu okkur það alveg.

Ég hafði ekki miklar væntingar, í hreinskilni sagt. Mig langaði að kynn-ast nýrri menningu og læra nýja leiki og aðferðir til að fá fólk til að vinna saman. Og jú, komast í búðir. Það gekk allt saman upp.

Ég er mjög þakk-látur fyrir starf UÍA, matarvenjur Íslendinga og fitu-brennslutöflurnar sem ég náði að kaupa úti.

Ég gerði mér grein fyrir því hvað ég hef það gott. Ég lærði að virða skoðanir fólks þó að mér finnist þær rangar. Ég lærði að vera þakklát fyrir samfélagið mitt. Ég lærði nokkur orð á ungversku. Og ég lærði að það er möst að gera eins mikið af hlutum og hægt er á meðan maður lifir.

Page 33: Snæfell 2015

33 Snæfell

Ég lærði hvað rasismi getur verið tærandi í samfélögum. Við kynntumst nokkrum börnum af rómönskum uppruna og lékum við þau í næstum heilan dag á bæjarhátíðinni Extreme day. Bæði börnin og allir þeir sem til leiksins sáu voru auðsjáanlega hissa á áhuga okkar á að leika við ,,þessi sígaunabörn”.

Eftir að hafa verið í Ungverjalandi er ég þakk-lát fyrir að vera Íslendingur og búa við þær aðstæður og í því samfélagi. Maður lærir betur að meta það sem maður hefur eftir að hafa séð hvernig efnahagsleg og samfélagsleg staða er víða annars staðar og þau miklu tækifæri sem við ungmennin höfum við að alast upp á Íslandi.

Ég þroskaðist í ferðinni og varð sjálfstæðari. Þessi reynsla er mér mikilvæg og mun búa með mér alla ævi.

Mér var boðið heim til ungverskrar stelpu sem var einnig þátttakandi í verkefninu, á leið okkar um bæinn að hengja upp veggspjöld. Þar hitti ég fjölskyldu hennar sem sat og var að borða hádegismat. Mér var samstundis boðið sæti og spurt hvort ég vildi te og nýbakaða böku á meðan hin sátu og borðuðu fisk sem var í heilu lagi á miðju borðinu. Það var eftirminnileg stund þar sem fjölskyldumeðlimir horfðu á mig og langaði örugglega mikið að spjalla en þorðu ekki að spreyta sig á ensku. Þau voru öll mjög almennileg og buðu mér endilega að koma aftur þegar við kvöddum og héldum aftur út í sólina.

Það allra mikilvægasta var að læra að meta það samfélag sem við búum í hérna heima. Það kom svo skýrt í ljós þegar við, málglöðu og forvitnu Íslendingarnir, fórum að spyrja ungversku krakkana um hitt og þetta varðandi álitamál í samfélaginu. Það var margt sem við vildum tala um við þau og fá þeirra sýn á, t.a.m. kynferðisofbeldi, rasismi, réttindi samkynhneigðra, kynjaðir staðlar í samfélaginu o.fl. Margt af því sem við vildum ræða um þykir tabú í þeirra landi, en okkur fannst öllum gaman að fá að ræða þessi mál á jafningja-grundvelli. Við lærðum öll ótrúlega margt á því.

Það sem ég lærði hvað mest um var allt það starf sem UÍA stendur fyrir hér á Austurlandi og sú þjónusta sem það býður upp á, en ég hafði litla hugmynd um það. Ég tel okkur mjög heppin að þetta starf standi okkur til boða.

Annað sem ég er þakklát fyrir eftir ferðina er aðgengið að hreinu vatni á Íslandi, íslenska ,,þetta reddast” viðmótið, holli maturinn okkar - íslenska kjötið og grænmetið, skóla-kerfið á Íslandi og síðast en ekki síst að enskt sjónvarpsefni sé ekki talsett á íslensku – það er ástæðan fyrir því að við tölum öll ensku.

Í ferðinni lærði ég mikið um menningarlegan mismun. Þó maður hafi fyrirfram hugmyndir um að menning í öðru landi sé frábrugðin þeirri menningu og gildum sem maður býr við, þá er ekkert lærdómsríkara en að upplifa hana með því að eyða tíma með innfæddum í landinu. Með því að vinna náið með öðrum sem hafa ólíkar skoðanir og siði lærði ég að virða og taka tillit til þeirra.

Ég mun aldrei gleyma kvöldinu þegar við grilluðum saltaða fitu- klumpa, settum þá í brauð og borðuðum þá. Ég verð líka að minnast á Lángos, morgunmat sem er einhvers konar blanda af kleinuhring og pizzu. Þetta eyðilagði sumarköttið mitt, en maður lifandi hvað það er gott.

Ef ykkur býðst svipað tækifæri, grípið það! Þið munuð aldrei sjá eftir því.

Ég lærði um ýmsa kosti þess að búa á Íslandi, sem og galla. Ég lærði mikið um þá fordóma sem ríkja þarna úti og það opnaði líka augu mín fyrir þeim fordómum sem eru hér heima.

Page 34: Snæfell 2015

34 Snæfell

Nemendur í 9. bekk í Fellaskóla á Fljóts-dalshéraði hafa allt frá 4. bekk verið með fastan útinámstíma í stundatöflu hverrar viku, þar sem áhersla hefur verið lögð á hreyfingu, útivist og hópefli. Þessir tímar eru ekki tengdir bóklegum greinum, eins og algengast er með útinám, heldur er lífsleiknin lögð til grundvallar. Markmiðið er að hafa gaman saman, viðhalda leikgleði og jákvæðni og síðast en ekki síst að efla samskiptafærni nemenda. Útinám með þessum formerkjum gefur kennara tæki-færi til að komast nær nemendum og sjá samskiptamynstur þeirra á milli þar sem þeir missa sig í leik og gleyma að kennarinn er nálægur. Í byrjun var aðalmarkmið okkar að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir en það þróaðist fljótlega yfir í það að allir þyrftu að leggja sig fram við að finna leiðir til að láta sér lynda við öll dýrin í skóginum. Þar reyndi á að þjálfa skilning á því að viðbrögð manns sjálfs geta skipt sköpum.Í byrjun skipulagði kennari tímana með allskyns uppákomum og ævintýrum. Farið var í leiki, göngur, hjólaferðir, snjóþotu-ferðir, fjósaferðir og sumarbústaðaferðir, eldað við varðeld, grillað og margt fleira. Stundum var allt kapp lagt á að klára yfir-ferð bóklegu faganna á sem skemmstum tíma til að vinna sér í haginn og geta tekið heilan dag í lengri ferðir í útináminu, enda fátt skemmtilegra og lærdómsríkara en útivist og hreyfing. Óhætt er að segja að margt hafi komið upp á sem kallaði á sam-skiptalegar úrlausnir, ekki síst i byrjun.

Nemendur taka við stjórninniÚtinámið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það hófst fyrir sex árum, þar sem aukinn þroski nemenda kallar á annars konar viðfangsefni. Þáttur kennarans hefur breyst til muna og sköpunarkraftur nem-endanna hefur tekið öll völd. Þeir skiptast nú á að undirbúa og stýra tímunum þar sem markmiðið er að þjálfa samvinnu og leiðtogahæfni og þar reynir á að nýta sam-skiptafærnina sem áhersla hefur verið lögð á í gegnum árin. Nemendur eru dregnir saman í hópa, þrír í hvern hóp, til að sjá um tímana og finna og útfæra fjölbreytta leiki og íþróttir sem henta hópnum, og reynir þá m.a. á að skipta í sanngjörn lið og láta alla í hópnum njóta sín.

Sérfræðingar kallaðir tilTil að fá tilbreytingu og meira krefjandi verkefni í útinámið hefur einnig verið sótt

í hugmyndasmiðju UÍA. Hópurinn hefur fengið ýmsar hug-myndir þaðan eins og ringó á strand-blakvelli, rathlaup í Selskógi og fris-bígolf í Tjarnar-garðinum svo eitt-hvað sé nefnt.Það lá því beint við að koma á samvinnu við UÍA í haust og slá saman Forvarnardegi og Hreyfiviku UMFÍ. Okkur fannst kjörið að leggja áherslu á hreyfinguna í forvarnafræðslunni með áherslu á að fá sem mest frá krökkunum sjálfum í stað beinnar fræðslu. Úr varð að Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA, kom í heimsókn og setti upp, í sam-vinnu við kennara, stýrða vinnusmiðju og heimskaffihús. Þar var lögð áhersla á mik-ilvægi hreyfingar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Að auki kom Hjördís Marta Óskarsdóttir, íþrótta- og heilsu-fræðingur, með fræðslu og vangaveltur um mikilvægi hollrar næringar og góðs svefns samhliða hreyfingu. Inn á milli skelltum við svo að sjálfsögðu leikjum, glensi og gamni til að gera þetta skemmtilegra.

Hugleiðingar um hreyfinguVinnusmiðjunni var skipt í fjórar stöðvar. Á hverri stöð fengu krakkarnir hugleiðingar frá okkur í formi spurninga á plakati og áttu þeir að bæta hugmyndum sínum á plakatið í stikkorðum eða stuttu máli. Af þessu má sjá að krakkarnir eru uppfullir af hugmyndum sem nýta má til að efla hreyfingu í samfélaginu.

Hugleiðing 1: Hver er hvati minn til að stunda hreyfingu? Svör nemenda: Að njóta náttúrunnar, að halda heilsunni, að verða fit, að líða vel, að kynnast fólki, að fá útrás, að auka þol og hreinsa hugann.

Hugleiðing 2: Hvers vegna hætta margir unglingar að stunda íþróttir og hvað geta þeir gert í staðinn?Svör nemenda: Það vantar íþróttir sem ekki eru keppnisíþróttir, þeir nenna ekki, þeir eiga síma, of lélegt form, lítið sjálfs-traust, það kostar of mikið, það vantar

meira úrval af íþróttum, þeir hafa minni tíma, eru ekki nógu góðir til að fá að keppa, vegna meiðsla eða vilja meiri tíma með vinunum. Það sem þeir gætu gert í staðinn er að finna sér aðrar íþróttir, hreyfa sig meira sjálfir og labbað í skólann.

Hugleiðing 3: Af hverju eru íþróttir mikil-vægar fyrir samfélög og hvað getur sam-félagið gert til að auka hreyfingu? Svör nemenda: Gerir lífið hollara, eykur atvinnu á svæðinu, fólk finnur sér áhuga-mál, eykur samheldni, fólk lærir að vinna betur saman, kemur með nýtt fólk inn í samfélagið.

Hugleiðing 4: Hvað getur skólasam- félagið gert til að auka hreyfingu? Svör nemenda: Fara meira út, útinám, auka útiíþróttir, skólar hittast og hreyfa sig saman, rathlaup, rampar á skólalóðina, tengja útivist og nám.

Nýjar íþróttir prófaðarAð loknum vinnusmiðjum fékk Hildur krakk-ana til að finna út hvaða íþróttir eru í boði í samfélaginu og hvatti síðan alla til að fara út fyrir kassann og prófa eina íþrótt sem þeir hefðu ekki reynt áður. Þau hafa mörg tekið þeirri áskorun, t.d skelltu tveir strákar og tvær stelpur sér í zumba í Heilsueflingu klukkan hálf sjö að morgni. Stelpunum fannst þetta ótrúlega skemmtilegt, vildu að boðið væri upp á zumba fyrir unglinga og gátu vel hugsað sér að mæta oftar. Strákarnir voru ekki eins hrifnir og sögðust vera „done“ með zumba, aldrei aftur! Þeir fengu þó mikið hrós fyrir að fara út fyrir kassann en þeir æfa báðir Crossfit.Nemendur voru mjög áhugasamir í þessari vinnu og greinilegt að þeir eru meðvitað-

Eru góð samskipti og hreyfing besta forvörnin?

Núverandi 9. bekkur hress og kátur í janúar 2013. Mynd: ÁKG

Page 35: Snæfell 2015

35 Snæfell

ir um mikilvægi hreyfingar og fannst þetta gaman. Þeir voru ánægðir með vinnusmiðjuna og sögðust hafa lært mjög mikið af þessu. Einnig fannst þeim myndbandið sem þeir horfðu á í tengslum við forvarnadaginn töff og mjög gott. Þeir eru allir ákveðnir í að gera hreyfingu að lífsstíl í framtíðinni. Að lokum langar mig að segja að allt þetta ferli hefur kallað á mikla sjálfskoðun hjá kennar-anum og hann dregið af því mikinn lærdóm ekki síður en nemendur.Ásthildur Kristín GarðarsdóttirKennari í Fellaskóla.

Álkarlinn er nýtt verkefni í umsjá UÍA, en um er að ræða austfirska þríþrautarkeppni sem sam-anstendur af þátttöku í þremur ólíkum keppnum: Urriðavatns-sundi, Barðsneshlaupi og hjólreiða-keppninni Tour de Ormi.

Allar eiga þessar keppnir það sam-eiginlegt að vera krefjandi og fara fram í mikilfenglegri austfirskri náttúru. Nafngift keppninnar er annars vegar skírskotun í aðal-styrktaraðila hennar, Alcoa Fjarðarál, og hins vegar í hina víðfrægu þríþraut Járnkarlinn. Markmið verkefnisins er að búa til krefjandi áskorun fyrir Austfirðinga og vekja athygli á og hvetja til þátttöku í þessum skemmtilegu keppnum.

Þrautirnar sem Álkarlar spreyta sig á eru:

• Urriðavatnssund sem fer fram í lok júlí í Urriðavatni á Fljóts-dalshéraði.

Keppendur í Álkarlinum synda 2,5 km.• Barðsneshlaup sem fer fram um verslunarmannahelgi á Norð-

firði. Keppendur í Álkarlinum hlaupa 27 km utanvegaleið.• Tour de Ormurinn sem fer fram um miðjan ágúst á Fljótsdals-

héraði og í Fljótsdalshreppi.Keppendur í Álkarlinum hjóla 103 km leið umhverfis Lagarfljót.

Þeir sem klára þrautirnar þrjár á einu og sama sumrinu hljóta viðurkenningargrip og sæmdarheitið Álkarl eða Álkona.

Einnig verður boðið upp á HÁLfkarl, en þar synda þátttakendur 1.250 m í Urriðavatnssundi, hlaupa 13 km í Hellisfjarðarhlaupi (sem er hluti af Barðsneshlaupi) og hjóla 68 km í Tour de Orminum. Þeim er veittur viðurkenningargripur og sæmdarheitið HÁLfkarl eða HÁLfkona.

Álkarlinn: Ný austfirsk þríþraut

Nemendur koma með eigin hugmyndir að hreyfingu. Mynd: ÁKG

Krakkarnir eru ákveðnir í að gera hreyfingu að lífsstíl í fram-tíðinni. Mynd: ÁKG

Kátur hlaupari í Barðsneshlaupinu.

Keppendur komnir ofan í Urriðavatn.

Keppendur Tour de Ormsins tæta af stað.

ÁLKARLINNÁLKARLINNAUSTFIRSK ÁSKORUN

Page 36: Snæfell 2015

36 Snæfell

UÍA átti nokkra vaska keppendur á Landsmóti 50+ sem fram fór á Blönduósi í sumar. Hér má sjá Jónu Hallgrímsdóttur og fleiri gera sig klára í 100 m hlaup.

Austurland mun eiga þrjú lið í fyrstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar eftir að Huginn og Leiknir fóru upp úr annarri deild. Liðin höfðu sætaskipti í síðustu umferðinni þannig að Huginn vann deildina en Fáskrúðsfirðingar urðu í öðru sæti. Þeir fögnuðu samt.

Um 150 manns gengu í Druslugöngu sem UMFB stóð fyrir á Borgarfirði í sumar. „Það eru bæði gerendur og þolendur kynferðisofbeldis fyrir austan eins og annars staðar á landinu og því þótti okkur tilvalið að ganga hér til þess að sýna þolendum samstöðu og skila skömminni til gerenda þó svo við værum 700 kílómetra frá Reykjavík,“ sagði Dagur Skírnir Óðinsson yfirdrusla göngunnar.

Öldungamótið í blaki fór fram á Norðfirði síðastliðið vor. Það gekk á ýmsu í undir-búningi mótsins en þegar búið var að handmoka íþróttavöllinn og náðst hafði að hemja fjúkandi tjald og sjálfboðaliða horfði allt til betri vegar, enda mikil samstaða meðal heimamanna að bjóða gestum upp á flott og skemmtilegt mót og það varð svo sannarlega raunin. Lipur móttaka hér hjá Þorsteini Ágústssyni.

Höttur tryggði sér í vor sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í annað sinn. Fyrir tíu árum fór liðið upp eftir umspil en að þessu sinni gerði liðið sér lítið fyrir og vann deildina. Haustið hefur hins vegar reynst erfitt í úrvalsdeildinni.

Æskulýðsvettvangurinn í samstarfi við UÍA hélt ungmennaráðstefnuna Komdu þínu á framfæri á Egilsstöðum og Stöðvarfirði í febrúar. Þar gafst ungu fólki færi á að tjá skoðanir sínar á hinum ýmsu málum er varða ungt fólk. Góðar og gagnlegar umræður sköpuðust, og kom í ljós að unga fólkið var almennt ánægt með nær-samfélagið sitt en kom einnig með ýmsar skapandi og skemmtilegar úrbótatillögur.

Page 37: Snæfell 2015

37 Snæfell

Sprettur Sporlangi hefur undan-farin misseri gert víðreist um Austurland, heimsótt hin ýmsu aðildarfélög UÍA og kynnt sér ítarlega nokkrar þeirra fjölmörgu íþróttagreina sem boðið er upp á í fjórðungnum.

Hreindýrið knáa hefur reynt fyrir sér í glímu við glímuiðkendur Vals á Reyðarfirði, skellt sér á skíði með skíðakrökkum í Skíðafé-laginu í Stafdal, tekið þátt í skákmóti á vegum UMF Þristar á Hallormsstað, att kappi við taekwondokappa framtíðarinnar á æfingu hjá taekwondodeild Hattar, skellt sér á hestbak með knöpum úr Hestamanna- félaginu Blæ á Norðfirði, æft sundtökin ásamt sundiðkendum hjá Neista á Djúpa-vogi, leikið við hvurn sinn fingur í ringói og hláturjóga með eldri borgurum á Seyðisfirði,

siglt um höfin blá með krökkum í Kayakk-lúbbnum Kaj, flogið um loftin blá á fimleika-æfingu hjá Fimleikadeild Hattar, smassað af hjartans list á blakæfingu hjá Þrótti og lagt stund á krakkablak með ungum blökurum Hugins á Seyðisfirði.

Kvikmyndatökugengi hefur fylgt dýrinu hvert fótmál og myndað tilþrif þess við íþrótta-iðkunina, með það að markmiði að búa til stutt kynningarmyndbönd um hversu gott og gaman er að hreyfa sig og hversu fjölbreytt íþróttalíf er í fjórðungnum.

Aðspurður um verkefnið sagði Sprettur: „Þetta byrjaði allt með því að ég var að horfa á Landann og sá að Gísli Einarsson tók þátt í gönguskíðaæfingu....og þá hugsaði ég með mér, ef Gísli Einarsson getur það þá get ég það líka! Og auðvitað var ekki hægt annað en hafa kvikmyndatökulið með eins og Gísli. Ég hringdi í Gísla og spurði hvort hann vildi ekki gera nokkra þætti um mig

af því ég kann svo margar íþróttir, en hann vildi það ekki þannig að ég réði bara mitt eigið tökulið og ætla að setja myndböndin á YouTube,“ segir Sprettur.

Á ýmsu hefur gengið við tökurnar. „Það var ekkert hlaupið að því að komast í þröngan fimleikabúninginn. Hann er ekki gerður fyrir feldinn og klaufirnar. Síðan var rosalegt að lenda í Þóroddi í glímunni, hann hóf mig upp og skellti mér á bakið svo það var næstum úr mér allur vindur. En heilt yfir hefur þetta lukkast mjög vel og ég hlakka til að verða enn heimsfrægari en ég er.“

Sprettur Sporlangi kynnir íþróttirá Austurlandi

Myndböndin má finna á YouTube, með leitarorðunum

Sprettur Sporlangi.

Elsku Austfirðingar

Sendi ykkur hlýlegar og kósý jólakveðjur. Látið fara vel um ykkur yfir hátíðarnar og

yljið ykkur við fallegar minningar frá árinu sem er að líða. Hlakka til að búa til fleiri

slíkar með ykkur á komandi ári.

Jólaknús, Sprettur Sporlangi

Page 38: Snæfell 2015

38 Snæfell

AFL starfsgreinafélag Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum, s. 470-0300, [email protected], www.asa.isSesam Brauðhús Hafnargötu 1, 730 Reyðarfirði, s. 475-8000Holt og Heiðar ehf. Hallormsstað, 701 Egilsstöðum, [email protected], holtogheidar.isBlikar bókhaldsþjónusta Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafirði, s. 473-1378Hárgreiðslustofan SOLO Kolbeinsgötu 8, 690 Vopnafirði, s. 473-1221Sláturfélag Vopnafjarðar Hafnarbyggð 8, 690 Vopnafirði, s. 473-1336Bókráð bókhald og ráðgjöf ehf. Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum, s. 471-3130, [email protected]ðarhreppur

Hreppstofu, 720 Borgarfirði eystra, s. 472-9999

Vaskur Miðási 7, 700 Egilsstöðum, s. 470-0010, vaskur.is, [email protected]

Fljótsdalshreppur Végarði, 701 Egilsstöðum, s. 471-1810, [email protected]í Lagarfelli 4, 701 Egilsstöðum, s. 471 1800Gallerí Hár Egilsbraut 8, 740 Neskaupstað, s. 477-1011Héraðsskjalasafn Austfirðinga Laufskógum 1, 700 Egilsstöðum, s. 471-1417, www.heraust.isSálfræðistofa Orra Smárasonar [email protected], www.salfros.comHéraðs- og Austurlandsskógar Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum, s. 471-2184, [email protected]ðböðin Jarðbaðshólum, 660 Mývatnssveit, s. 464-4411, [email protected]ár.is Hlöðum Fellabæ, 700 Egilsstöðum, s. 471-2404Haki ehf. verkstæði Naustahvammi 56a, 740 Neskaupstað, s. 477-1849Réttingaverkstæði Sveins Eyrargötu 11, 740 Neskaupstaður, s. 477-1169

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fór fram helgina 10.-12. júlí. Hátíðin er stærsti árlegi íþróttaviðburður sem UÍA stendur fyrir og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem fjölbreytt íþrótta- og fjölskyldu-hátíð. Hátíðin var sérstaklega glæsileg í ár en aldrei áður hefur verið keppt í jafnmörgum greinum og nú og áhersla lögð á að allir, ungir sem aldnir, finndu eitthvað við sitt hæfi.

Hátíðin hófst á föstudagseftirmiðdegi með púttmóti eldri borgara þar sem eldri kyn-slóðin mundaði kylfurnar af stakri snilld. Sama dag hófst sundmót Eskju í sund-lauginni á Egilsstöðum en keppninni var fram haldið daginn eftir. Áður en keppendur stungu sér til sunds var boðið upp á sund-leikfimi fyrir alla aldurshópa. Á föstudags-kvöldinu var keppt í borðtennis og ljóða-upplestri og þessum fyrsta keppnisdegi lauk síðan með fjörugu sundlaugarpartýi í sundlauginni á Egilsstöðum. Frjálsar íþróttir voru sem fyrr fyrirferðar-miklar á hátíðinni en Nettómótið í frjálsum íþróttum fór fram á Vilhjálmsvelli á laugar-deginum og sunnudeginum. Á laugardeginum var einnig hin geysi-vinsæla líkamsrækt crossfit kynnt fyrir almenningi auk þess sem hraustir cross-fitiðkendur þreyttu keppni á Vilhjálmsvelli. Á meðan spreytti körfuboltafólk sig í körfuknattleiksþrautum í íþróttamiðstöðinni. Eftir að keppni lauk var ætlunin að efna til grillveislu í Tjarnargarðinum og afhenda um leið styrki úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa. Veðurguðirnir settu hins vegar strik í reikninginn og því þurfti að flytja veisluna

og afhendinguna inn í Sláturhúsið. Um kvöldið var síðan vígslumót nýs fris-bígolfvallar í Tjarnargarðinum og einnig boðið upp á kynningu á íþróttinni ringó. Á lokadegi Sumarhátíðar var auk frjálsra íþrótta keppt í Boccia auk þess sem félagar úr SKAUST kynntu bogfimi fyrir viðstöddum. Hátíðin gekk afar vel fyrir sig þó veður-guðirnir hafi ekki verið hátíðarhöldurum hliðhollir og það hafi eflaust haft einhver áhrif á fjölda keppenda. Hvað sem því líður bar dagskrá hátíðarinnar grósku-miklu íþróttalífi fjórðungsins gott vitni.

Sumarhátíð 2015

Sjaldan keppt í jafn mörgum greinum

Jóhanna Hafliðadóttir í upplestrarkeppninni.

Í fyrsta sinn var keppt í crossfit á Sumarhátíð.

Sprettur Sporlangi ásamt verðlaunahöfum í boccia.

Nýr frisbígolfvöllur á Egilsstöðum var vígður á hátíðinni.

Tekist á í götukörfubolta.

Page 39: Snæfell 2015

Óskum Austfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Hugheilar hátíðarkveðjurmeð þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

gjallarhorn.is

Page 40: Snæfell 2015

pacta. is

Pacta lögmenn á Austurlandi eru í öflugu liði um 30 annarra Pacta lögmanna víðsvegar um land, tilbúnir til að veita þér vandaða lögfræðiþjónustu og ráðgjöf. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Með samræmdu upplýsingakerfi hafa lögmenn Pacta einstakan aðgang að sérþekkingu og reynslu annarra lögmanna stofunnar, hvar sem þeir starfa á landinu.

Hafðu samband við okkur í síma 440 7900 eða á netfangið [email protected]

Bjarni G. Björgvinsson hæstaréttarlögmaður

Fagmenn í heimabyggð

Pacta lögmennKaupvangi 3a . 700 EgilsstaðirBúðareyri 1 . 730 Reyðarfjörður

Stefán Þór Eyjólfssonhéraðsdómslögmaður