hjarta- og æðakerfið - kafli 14. hjartað. (cor) · 2007. 4. 25. · iðjuþjálfum lff0202 19...

9
Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006 Hjarta- og æðakerfið - Kafli 14. Hjartað. (Cor) Blóðið Blóðið samanstendur af blóðvökva, rauðum blóðkornum, hvítum blóðkornum og blöðflögum. Blóðvökvinn er að langstærstum hluta vatn en einnig næringarefni sem við höfum unnið úr fæðu okkar ásamt úrgangsefnum. Í blóðvökvanum eru líka ýmis mikilvæg efni sem líkaminn framleiðir. Rauði litur blóðsins stafar af efni sem heitir blóðrauði og er í rauðu blóðkornunum. Blóðrauðinn bindur súrefni frá lungunum og ber um líkamann en tekur einnig til sín koltvísýring og ber til lungna, þaðan sem við öndum því frá okkur. Hvítu blóðkornin eru hluti af ónæmiskerfi líkamans. Þau hjálpa okkur að verjast ósýnilegum óvinum okkar eins og bakteríum, veirum, sveppum eða eitruðum samböndum. Hvítu blóðkornin skiptast í 2 hópa. Þær sem pikka út óvinagerla og merkja (með mótefnum) og svo eru hinar sem éta óvinagerlana. Þegar varnarkerfið okkar þarfnast hjálpar þurfum við lyf til að hjálpa þeim. Blóðrásir Hjartað er dælustöð blóðsins. Hjartað dælir blóði um tvær lokaðar hringrásir lungnablóðrás og líkamsblóðrás. Hægri hlið hjartans dælir blóði í gegnum lungnablóðrás- pulmonary circulation - til lungna, til þess að fá súrefni í blóðið. Vinstri hlið hjartans dælir blóði í gengum líkamsblóðrás systemic circulation til annarra líkamshluta. Lungnablóðrás Hjarta lungu hjarta Líkamsblóðrás Hjarta - líkami hjarta.

Upload: others

Post on 25-Jan-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006

    Hjarta- og æðakerfið - Kafli 14. Hjartað. (Cor)

    Blóðið Blóðið samanstendur af blóðvökva, rauðum blóðkornum, hvítum blóðkornum og blöðflögum. Blóðvökvinn er að langstærstum hluta vatn en einnig næringarefni sem við höfum unnið úr fæðu okkar ásamt úrgangsefnum. Í blóðvökvanum eru líka ýmis mikilvæg efni sem líkaminn framleiðir. Rauði litur blóðsins stafar af efni sem heitir blóðrauði og er í rauðu blóðkornunum. Blóðrauðinn bindur súrefni frá lungunum og ber um líkamann en tekur einnig til sín koltvísýring og ber til lungna, þaðan sem við öndum því frá okkur. Hvítu blóðkornin eru hluti af ónæmiskerfi líkamans. Þau hjálpa okkur að verjast ósýnilegum óvinum okkar eins og bakteríum, veirum, sveppum eða eitruðum samböndum. Hvítu blóðkornin skiptast í 2 hópa. Þær sem pikka út óvinagerla og merkja (með mótefnum) og svo eru hinar sem éta óvinagerlana. Þegar varnarkerfið okkar þarfnast hjálpar þurfum við lyf til að hjálpa þeim. Blóðrásir Hjartað er dælustöð blóðsins. Hjartað dælir blóði um tvær lokaðar hringrásir – lungnablóðrás og líkamsblóðrás. Hægri hlið hjartans dælir blóði í gegnum lungnablóðrás- pulmonary circulation - til lungna, til þess að fá súrefni í blóðið. Vinstri hlið hjartans dælir blóði í gengum líkamsblóðrás – systemic circulation – til annarra líkamshluta. Lungnablóðrás Hjarta – lungu – hjarta Líkamsblóðrás Hjarta - líkami – hjarta.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006

    Staðsetning hjartans Hjartað er staðsett milli lungna í mediastinum og hvílir á þindinni. Mediastinum eða miðmæti er vefjamassi sem nær frá þind að neðan og upp að efra opi brjóstkassa. Það nær frá brjósthrygg fram að bringubeini og skiptir thorax í 2 hluta. U.þ.b. 2/3 hlutar hjartans liggja vinstra megin við miðlínu og 1/3 hægra megin. Hjartað er strýtulaga og snýr botnflöturinn upp og aftur en broddurinn fram og niður. Stærð er á við krepptan hnefa meðalmanns. Apex eða hjartabroddur sem er botn v. slegils vísar fram og niður að 5. millirifjabili. Basis eða hjartagrunnur vísar upp og aftur á móts við T5 - T9. Ytri umbúnaður. Gollurshús. (Pericardium):

    Pericardium er 3ggja laga poki sem umlykur og verndar hjartað, heldur því á sínum stað og veitir því jafnframt nægilega hreyfimöguleika. Ysti hluti gollurshúss nefnist fibrous pericardium eða trefjagollurshús og er sterkur bandvefspoki sem hvílir á þindinni og er að hluta samrunnin henni. Sameinast að ofanverðu bandvef stóru æðanna sem tengjast hjartanu. Hindrar ofþenslu hjartans og festir það í mediastinum. Innri hluti gollurshúss nefnist serous pericardium eða varagollurshús og samanstendur af þunnri, gagnsærri himnu úr einlaga flöguþekju. Þessi himna myndar 2falt lag umhverfis hjartað. Pericardium parietale þekur trefjagollurshús að innan og pericardium viscerale þekur hjartavöðvann að utan. Á milli hjarta og gollurshúss er "hol" sem er ekki raunverulegt holrúm og í því er vökvi (10 – 15 ml) sem heldur himnunum saman og dregur úr núningi

  • Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006

    Hjartaveggur. Veggur hjartans er myndaður úr 3 lögum eða epicardium, myocardium og endocardium. Epicardium eða pericardium viscerale er þunn, gagnsæ himna úr einlaga flöguþekju.(innsta lag gollurshússins – er sama og ysta lag hjartans) Myocardium eða hjartavöðvinn er gerður úr þverrákuðum hjartavöðvafrumum sem tengjast enda í enda og líka með hliðargreinum, m.a. með gap junctions sem leiða rafboð milli fruma. (í smeigþófunum – intercalleided disk). Endocardium eða hjartaþel er gert úr einfaldri flöguþekju og þekur hjartahólfin að innan auk þess sem það rennur saman við innri þekju stóru æðanna sem tengjast hjartanu. Þekur einnig hjartalokurnar að utan.

    Bygging hjartans Hjartahólf. Hjartað skiptist í 2 samhliða dælur, hægri og vinstri dælu, en einnig í efri og neðri hólf, gáttir og slegla eða hvolf. Septum cordis skiptir hjarta að endilöngu. Milli gátta nefnist skilveggurinn interatrial septum (milligáttaskipt) en milli hvolfa interventricular septum (millihvolfaskipt). Að utanverðu eru skorur á yfirborði hjartans en í þeim eru æðar hjartans og talsvert magn af fitu. Þessi fita er einkaforðanæring hjartans. Coronary sulcus (kransskor) greinir á milli gátta að utanverðu en anterior og posterior interventricular sulcus (fremri og aftari millihvolfaskor) greinir á milli vinstra og hægra hvolfs að utanverðu. Myndin hér að ofan sýnir hjarta að framan og aftan. Súrefnissnautt blóð kemur frá líkamanum til hægri gáttar og niður í hægra hvolf sem dælir því til lungna. Þar tekur blóðið til sín súrefni og losar sig við koltvísýring. Frá lungum streymir súrefnisríkt blóð niður í vinstri gátt og niður í vinstra hvolf sem dælir blóðinu upp í ósæð og áfram um líkamann. Á milli gátta og hólfa eru lokur. Þegar hvolfin dragast saman skella lokurnar aftur svo blóðið renni ekki í vitlausa átt. Lokur eru víðar í æðakerfinu eins og í slagæðum sem liggja frá hjartanu og í bláæðum. Í líkamanum eru þrenns konar æðar; slagæðar, háræðar og bláæðar. Slagæðar flytja súrefnisríkt blóð. Ósæðin er stærst. Grennstu slagæðarnar tengjast háræðum, sem eru pínulitlar og mynda þétt net um líkamann. Veggir þeirra eru þunnir þannig að blóðið lætur auðveldlega frá sér ýmis efni og tekur að sama skapi önnur til sín. Eftir bláæðum flyst blóð aftur til hjartans.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006

    Atrium cordis dexter. (Hægri gátt): Myndar hægri hlið hjartans. Tekur við bláæðablóði frá efri og neðri holæð (2 risastórar bláæðar) og kransstokk. (Vena cava sup. Vena cava inf. og coronary sinus). Hægri gátt er aðskilin frá vinstri gátt með gáttaskipt (interatrial septum) en þar má sjá sporgróf (fossa ovalis) sem er leifar af foramen ovale í fósturhjarta. Kransæðastokkurinn, coronary sinus, tekur bláæðablóð frá hjartavöðvanum sjálfum. Það er tiltölulega slétt yfirborð í gáttunum, nema í framhluta hægri gáttar; þar er gáttin dálitlið gróf, öldótt. Í hægri gátt kambvöðvi, eða pectinate muscle.

    Ventriculus cordis dexter. (Hægri slegill/hægra hvolf): Myndar mest af framhlið hjartans. Hægri slegill er aðskilinn frá vinstra slegli með sleglaskipt (septum interventriculare). Veggur slegla er ósléttur vegna hjartavöðvabjálka (trabeculae carnae) og totuvöðva (papillary muscles). Hægri slegill tekur við bláæðablóði frá hægri gátt gegnum tricupsid loku (þríblöðkuloku) og dælir því áfram um lungnastofn (pulmonary trunc) og lungnaslagæðar (pulmonary arteries) til lungna (pulmonary circulation). Atrium cordis sinister. (Vinstri gátt): Myndar mest af grunnfleti hjartans. Tekur við súrefnisríku blóði frá lungum eftir lungnabláæðum (pulmonary veins). Ventriculus cordis sinister. (Vinstri slegill/vinstra hvolf): Myndar hjartabroddinn. Tekur við súrefnisríku blóði frá vinstri gátt gegnum mitral loku (tvíblöðkuloka). Dælir blóði um ósæð (aorta) í líkamsblóðrásina (systemic circulation). Veggur vinstri. slegils er svipaður vegg hægri slegils nema hvað þykkt veggjar er mun meiri vinstra megin enda er það hlutverk vinstra slegils að dæla blóði um allan líkamann en hægri slegill dælir einungis blóði stutta leið til lungna. Septum cordis Skilveggur sem skiptir hjartanu að endilöngu. Í þessum skorum liggja æðar, kransæðar og bláæðar, sem tæma blóðið frá hjartavöðvanum. Auricle atrium Ullinseyra, er framlenging af gáttunum.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006

    Blóðflæði til og frá hjarta: Til hjartans

    Atrium dexter: Fær blóð frá öllum líkamshlutum nema lungum, með þrem æðum: Vena cava superior: Frá efri hluta líkamans (höfuð, háls, handleggir). Efri

    bláæð, bláæðastofn. Vena cava inferior: Frá neðri hluta líkamans (neðan þindar). Neðri holæð. Sinus coronarius: kemur með blóð frá hjartanu sjálfu. Kransæðastokkur.

    Blóðið fer frá atrium dexter niður í Ventriculus dexter sem dælir því út í Truncus pulmonalis, stofnæð lungna, en sú stofnæð skiptist í:

    A.Pulmonalis dextra og A. Pulmonalis sinistra sem flytja blóð til sín hvors lungna. -þessar bláæðar frá hvoru lunga, flytja súrefnisríkt blóð til atrium sin. -einu slagæðarnar sem bera bláæðablóð – bláæðablóð í atrium.

    Frá hjartanu Blóð kemur frá lungunum til hjartans með Venae Pulmonales sin. og dx. “Lungnabláæðarnar”- þær bera súrefnisríkt blóð; þær bera ekki bláæðablóð, heldur súrefnisríkt blóð – þversögn. Þessar lungnaæðar koma sitt hvoru megin inn í gáttina, þetta blóð fossar áreinslulítið inn í gáttirnar. Blóðið rennur gegnum mitral lokur/bicupsid, tvíblöðkuloka, sem skilur á milli vinstr gátta og vinstra hvolfs. Síðan við samdrátt í vinstra hvolfi, þá fer blóðið niður í Aorta/ósæðina, sem er risastór slagæð. Neðst í aorta eru semilunar lokur. Þegar blóðið fer upp, fer það í gegnum aortasemilunar valver – hálfmánalokur sem halda á móti. Sulkus/sinus Tæmir blóðið úr hjartavöðva út úr kransæðunum og kemur til baka þarna í gegnum kransæða-stokk. Bláæðastokkur sem hefur enga vöðva í veggjum sínum.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006

    Trefjagrind hjartans. (Fibrous Skeleton of the Heart) Trefjagrind skilur á milli gátta og slegla hjartans => skiptir hjartanu í efri og neðri hluta. Fjarlægjum gátt og horfum á hjartað ofan frá séð. Þessi grind samanstendur af 4 trefjabaugum (fibrous rings) sem umlykja hjartalokurnar og tengjast hver öðrum með bandvef. Trefjagrindin tengist einnig millisleglaskilum. Hlutverk trefjagrindarinnar er: Að mynda festingu fyrir hjartalokur. Að mynda festingu fyrir hjartavöðvafrumur. Að mynda einangrun sem hindrar rafbylgjur að fara milli gátta og slegla utan

    leiðslukerfis. Stóru opin eru umlukin bandvef sem heita atrio-venticular rings, en það er utan um bicuspid og tricuspid. A-V trefjabaugarnir => í þá festast lokurnar, eru einskonar haldreipi fyrir lokurnar; aortabaugurinn og pulmonary baugurinn. Horft ofan í gáttirnar: milli vinstri gátta og vinstra hvolfs þá heitir lokan þar tvíblöðkuloka eða bicuspid valve, ená milli hægri gáttar og vinstra hvolfs er þríblöðkuloka, eða tricuspid valve. Hjartalokur: Hlutverk þeirra er að hindra bakflæði blóðs og tryggja rennsli þess í aðeins eina átt. Atrioventricular (AV) lokur. Lokurnar mynda einskonar regnhlífar úr bandvefnum, brúnin sem snýr inn festist í trefabaug á meðan hin er frí. Þegar blóðið kemur inn í gáttirnar, þá flæðir blóðið auðveldlega frá gáttum niður í hvolf. Í fríu/frjálsu brúnirnar festast strengir (cardae tendine/sinaþræðir), síðan festast sinaþræðirnir í papillary muscles/totuvöðvann, sem er í vegg hvolfanna. Tricupsid loka. ( Þríblöðkuloka): Milli hægri gáttar og hægri slegils. Samanstendur af 3 blöðkum úr trefjabandvef sem gengur út frá trefjabaug. Blöðkurnar eru þaktar einlaga flöguþekju. Sinastrengir (cordae tendinae) tengja blöðkurnar við totuvöðvana (papillary muscles) í slegilveggnum. Bicupsid loka. (Tvíblöðkuloka eða mitral loka): Milli vinstri gáttar og vinstri slegils. Samanstendur af 2 blöðkum og er af svipaðri gerð og þríblöðkulokan að öðru leyti. Þegar sleglar dragast saman þrýstist blóðið milli blöðku og hjartaveggs. Blöðkurnar þrýstast upp og hver að annarri og loka leiðinni. Totuvöðvarnir dragast einnig saman og sinastrengirnir strekkjast og hindra þannig að blöðkurnar hvelfist upp í gáttirnar. Fyrra hjartahljóð heyrist þegar AV lokurnar (sem eru á milli gátta og hvolfa) skella aftur. Semilunar lokur. Eru staðsettar við upphaf aorta og truncus pulmonales. Hindra bakflæði blóðsins inn í hjartað. Báðar lokurnar (pulmonar trunkus = stofnstærðarloka og valva aortic = ósæðarloka) samanstanda af 3 hálfmánalöguðum blöðkum. Þær fyllast af blóði og þrýstast saman og loka leiðinni þegar blóðið leitar til baka.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006

    Blóðrás hjartans.

    Hjartavöðvinn fær blóð frá kransæðunum sem kvíslast út frá rishluta ósæðar. Vinstri kransæð (a. coronaria sinistra) fer undir vinstra ullinseyra og skiptist í fremri millisleglakvísl ( ant. interventricular branch) sem flytur báðum sleglum blóð og umfeðmingskvísl (circumflex branch).

    Hægri kransæð (a. coronaria dextra) fer undir hægra ullinseyra og skiptist í aftari millisleglakvísl ( post. interventricular gátt branch) sem flytur blóð til beggja slegla og hægri randkvísl ( marginal branch). Vinstri slegill fær flestar æðarnar enda framkvæmir hann mesta vinnuna. Bláæðablóð hjartavöðvans tæmir sig inn í kransstokk (sinus coronarius) sem opnast inn í hægri.

    Mikið af anastomosis Anastomosis => samtengingar á milli slagæða/bláæða, þétt ofið net. Ef ein grein lokast, þá getur hjartavöðvinn hugsanlega fengið blóð frá annari grein sem tengist inn á svæðið. Kransæðastífla => ekkert súrefni, engin næring og þá deyja hjartavöðva-frumurnar.

    Blóðflæði til hjartavöðvans er vel tryggt því: Fleiri en ein kransæð næra hvern hjartavöðva Anastomosis (samop) eru á milli kransæða.

    Artery => slagæð Vein => bláæð Great cardiac => anterior inferior sulcus Middle cardiac => posterior inferior sulcus Small cardiac => coronary sulcus. -sama dreifing og í slagæðum, fremri, aftari og kransæðarskorunni. Tæmir sig í coronary sinus. Allar þessar æðar fara inn aftan við hjartað. Kransæðastokkur – coronary sinus post. => tæma sig í hægri gátt.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006

    Leiðslukerfi hjartans. Taugar frá ANS ganga til hjartans en boðin þaðan hafa eingöngu áhrif til að auka eða minnka tíðni hjartsláttar. Hjartað slær af sjálfu sér án nokkurra utanaðkomandi áhrifa frá taugakerfinu. Það hefur eigið innra stjórn- og leiðslukerfi. Leiðslukerfið er sérhæfður vöðvavefur sem býr til áreiti og dreifir þeim til hjartavöðvafrumanna. Í hægri gátt er hópur af sérhæfðum hjartavöðva-frumum sem kallast sinartrial node, eða gangráður, og hafa þessar frumur óstöðuga himnuspennu. Grated potential => pacemaker potential; gangráðsspenna er stigbreytileg spenna. Þessar frumur gefa frá sér rafboð með meiri tíðni heldur en aðrar frumur í hjartanu, þessi rafboð breiðast yfir gáttirnar via gap junktions, það er engin sérstakur leiðsluvefur í gáttum hjartans þannig að boðin sem myndast í gangráðinum fara bara frá frumu til frumu í gegnum gatatengi. Þetta veldur samdrætti í gáttum, á milli gátta og hvolfa í hægri gátt er atria V node/ skiptahnútur. Þessi skiptahnútur er frumuþyrping og frá honum kemur leiðsluvefur. Leiðslu-vefurinn byrjar á AV-bundle/stofninn í leiðsluvefnum, síðan koma greinar sem liggja niður skilvegginn í hvolfaskipt/intraventicular septum. Þaðanliggja þræðir úr greinunum – purkinje þræðir. Leiðslukerfi hjartans samanstendur af eftirfarandi þáttum: Gangráður. (SA-node, pacemaker): Gangráður hjartans sem ákvarðar grunnhraða hjartsláttar. Sendir boð örar en AV-node og aðrir hlutar leiðslukerfis og hjartavöðvinn sjálfur. Staðsettur í afturvegg hægri gáttar. Skiptahnútur. (AV-node): Staðsettur í milligáttaskilum. Umskautast treglega og gefur gáttum tíma til að ljúka samdrætti áður en sleglar taka við. Gátta- og slegilsknippi. (AV-bundle): Skiptist í stofn, hægri og vinstri legg og Purkinje þræði. Flytur boðspennu um vegg slegla og tryggir samfelldan og samhæfðan samdrátt. Hjartslátturinn á sér upptök í gangráðnum sem gerður er úr sérhæfðum hjartavöðvafrumum með óstöðuga himnuspennu (pacemaker potential). Þar myndast boðspenna (action potential) sem dreifist yfir gáttirnar via gap junctions og veldur samdrætti gáttanna. Boðspenna berst einnig til skiptahnúts en þó ekki fyrr en gáttir hafa lokið sínum samdrætti. Frá skiptahnút berst boðspenna niður eftir gátta- og slegilsknippi og um Purkinje þræði og veldur samdrætti í sleglum. Hægt er að mæla rafboð í hjartavöðva með rafskautum og kemur þá fram hjartalínurit ECG eða EKG.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 19 janúar 2006

    Hjartsláttur. (Cardiac cycle): Í hverjum hjartslætti skiptist á samdráttur (systole) og slökun (diastole). Meðan hjarta er í slökun rennur blóð inn í gáttir og áfram niður í slegla gegnum AV-lokur. Um 75% af blóðmagni slegla kemur meðan á slökun stendur. Síðan hefst samdráttur gátta og skilar þeim 25% sem á vantar til slegla. Að lokum dragast sleglar saman, AV-lokur þrýstast upp og lokast en semilunar lokur í ósæð og lungnastofni opnast og blóð fyllir stóru æðarnar frá hjartanu. Hjartahljóð stafa af straumkasti blóðflæðis þegar hjarta- og æðalokur lokast. Fyrri hjartatónn heyrist þegar AV-lokur lokast (lúbb) en sá síðari þegar semilunar lokur lokast (dúbb).