eystrahorn 21. tbl. 2014

10
Miðvikudagur 28. maí 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 21. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Þín rödd okkar vinna Laugardaginn 24. maí s.l. fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni voru útskrifaðir 20 stúdentar og einn af B stigi vélstjórnar. Nýstúdentar eru: Anna Regína Heiðarsdóttir, Daníel Guðmundsson, Dóra Björg Björnsdóttir, Fjóla Ósk Ögmundsdóttir, Guðlaug Jóna Karlsdóttir, Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir, Hulda Björg Sigurðardóttir, Ingvi Þór Sigurðsson, Júlían Bent Austar Egilsson, Kjalar Þór Jóhannsson, Margrét Vignisdóttir, María Birkisdóttir, Maríus Sævarsson, Nejra Mesetovic, Rannveig Einarsdóttir, Siggerður Aðalsteinsdóttir, Símon Rafn Björnsson, Trausti Sævarsson, Valur Zophoníasson og Þorkell Óskar Vignisson. Vélstjóri af B stigi er Ágúst Jónsson. Að þessu sinni voru það tveir nemendur sem náðu bestum árangri. Það voru þau Dóra Björg Björnsdóttir og Trausti Sævarsson. Eystrahorn óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Mánudaginn 19. maí s.l. var haldinn fundur með foreldrum í Nýheimum þar sem fjallað var um áfengis- og vímuefnanotkun barna og ungmenna á Hornafirði. Skemmst er frá því að segja að á fundinum hafi verið fámennt en fundargestir sýndu málefninu áhuga og sköpuðust skemmtilegar umræður. Vitaskuld er mikið að gera hjá foreldrum þessa dagana og foreldrar þurftu að skera einhverja fundi niður og sýnum við því að sjálfsögðu skilning og reynum að tímasetja næsta fund okkar betur. Umræðuefni fundarins verður ekki endurtekið hér í þessari stuttu grein en hins vegar viljum við vekja athygli á því að þetta sumar merkir ákveðin tímamót í hugum 10. bekkinga sérstaklega en þetta er sumarið sem mörg þeirra byrja að neyta áfengis reglulega. Rannsóknir sýna að neysla unglinga á áfengi rúmlega tvöfaldast sumarið milli grunnskóla og framhaldsskóla og breytist meira úr fikti yfir í reglulega neyslu. Hægt er að bera kennsl á ákveðna viðburði sem eru hvað stærstu áhættuþættirnir varðandi ölvun og eru það Hrossó og Sjómannadagshelgin, Humarhátíðin og Verslunarmannahelgin. Þessar helgar eru þær helgar í sumar sem sérstaklega þarf að vera vakandi fyrir áfengis- og vímuefnaneyslu barnanna okkar. Sér í lagi er vert að benda á að næstkomandi helgi er sú helgi sem mörg börn taka fyrsta sopann og er hér með skorað á foreldra að fylgjast með því sem fram fer í Hrossó en starfsfólk skólans hefur orðið vart við meiri titring hjá börnum 10. bekkjar nú en oft áður fyrir helginni. Þá skal einnig á það bent að undanfarin misseri hefur fikt og neysla kannabisefna s.s. marijuana og hass, verið töluvert áberandi í sveitarfélaginu og er ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri þróun. En þrátt fyrir allt er það svo að skv. rannsóknum verða flest ungmenni ölvuð í fyrsta skipti í heimahúsi og því ber einnig að vara við því að þegar við leyfum börnunum okkar að halda eftirlitslaus partý heima fyrir erum við oft á tíðum að samþykkja neyslu þeirra en einnig að bjóða öðrum börnum upp á vettvang til að neyta áfengis, gjarnan í fyrsta skipti. Verum vakandi í sumar og samþykkjum ekki áfengisneyslu ungmenna. Aðgerðahópur í lýðheilsu og forvörnum. Samþykkjum ekki unglingadrykkju! Dúxarnir Trausti og Dóra.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 09-Mar-2016

245 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 21. tbl. 2014

Miðvikudagur 28. maí 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn21. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Þín rödd okkar vinna

Laugardaginn 24. maí s.l. fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni voru útskrifaðir 20 stúdentar og einn af B stigi vélstjórnar. Nýstúdentar eru: Anna Regína Heiðarsdóttir, Daníel Guðmundsson, Dóra Björg Björnsdóttir, Fjóla Ósk Ögmundsdóttir, Guðlaug Jóna Karlsdóttir, Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir, Hulda Björg Sigurðardóttir, Ingvi Þór Sigurðsson, Júlían Bent Austar Egilsson, Kjalar Þór Jóhannsson, Margrét Vignisdóttir, María Birkisdóttir, Maríus Sævarsson, Nejra Mesetovic, Rannveig Einarsdóttir, Siggerður Aðalsteinsdóttir, Símon Rafn Björnsson, Trausti Sævarsson, Valur Zophoníasson og Þorkell Óskar Vignisson. Vélstjóri af B stigi er Ágúst Jónsson. Að þessu sinni voru það tveir nemendur sem náðu bestum árangri. Það voru þau Dóra Björg Björnsdóttir og Trausti Sævarsson. Eystrahorn óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Mánudaginn 19. maí s.l. var haldinn fundur með foreldrum í Nýheimum þar sem fjallað var um áfengis- og vímuefnanotkun barna og ungmenna á Hornafirði. Skemmst er frá því að segja að á fundinum hafi verið fámennt en fundargestir sýndu málefninu áhuga og sköpuðust skemmtilegar umræður. Vitaskuld er mikið að gera hjá foreldrum þessa dagana og foreldrar þurftu að skera einhverja fundi niður og sýnum við því að sjálfsögðu skilning og reynum að tímasetja næsta fund okkar betur. Umræðuefni fundarins verður ekki endurtekið hér í þessari stuttu grein en hins vegar viljum við vekja athygli á því að þetta sumar merkir ákveðin tímamót í hugum 10. bekkinga sérstaklega en þetta er sumarið sem mörg þeirra byrja að neyta

áfengis reglulega. Rannsóknir sýna að neysla unglinga á áfengi rúmlega tvöfaldast sumarið milli grunnskóla og framhaldsskóla og breytist meira úr fikti yfir í reglulega neyslu. Hægt er að bera kennsl á ákveðna viðburði sem eru hvað stærstu áhættuþættirnir varðandi ölvun og eru það Hrossó og Sjómannadagshelgin, Humarhátíðin og Verslunarmannahelgin. Þessar helgar eru þær helgar í sumar sem sérstaklega þarf að vera vakandi fyrir áfengis- og vímuefnaneyslu barnanna okkar. Sér í lagi er vert að benda á að næstkomandi helgi er sú helgi sem mörg börn taka fyrsta sopann og er hér með skorað á foreldra að fylgjast með því sem fram fer í Hrossó en starfsfólk skólans hefur orðið vart við meiri titring hjá börnum 10. bekkjar nú

en oft áður fyrir helginni. Þá skal einnig á það bent að undanfarin misseri hefur fikt og neysla kannabisefna s.s. marijuana og hass, verið töluvert áberandi í sveitarfélaginu og er ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri þróun. En þrátt fyrir allt er það svo að skv. rannsóknum verða flest ungmenni ölvuð í fyrsta skipti í heimahúsi og því ber einnig að vara við því að þegar við leyfum börnunum okkar að halda eftirlitslaus partý heima fyrir erum við oft á tíðum að samþykkja neyslu þeirra en einnig að bjóða öðrum börnum upp á vettvang til að neyta áfengis, gjarnan í fyrsta skipti. Verum vakandi í sumar og samþykkjum ekki áfengisneyslu ungmenna.

Aðgerðahópur í lýðheilsu og forvörnum.

Samþykkjum ekki unglingadrykkju!

Dúxarnir Trausti og Dóra.

Page 2: Eystrahorn 21. tbl. 2014

2 EystrahornMiðvikudagur 28. maí 2014

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

HafnarkirkjaSunnudaginn 1. júní

Sjómannadagur

Messa kl. 14:00

Sveinbjörg Jónsdóttir djáknanemi flytur hugvekju. Að lokinni messu

verður lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna í minningarreit.

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Varðandi pistil sem birtur var í síðasta tölublaði Eystrahorns, sem ber yfirskriftina „Leikskólamál frá öðru sjónarhorni“ og er undirskriftin Starfsfólk á leikskólum Hornafjarðar, viljum við koma því á framfæri að þessi pistill var ekki ritaður og birtur með okkar samþykki.

Undirritað starfsfólk í leikskólanum Krakkakoti, Þóra Jóna Jónsdóttir, Hera Guðmundsdóttir, Sigurrós Erla

Björnsdóttir, Sólrún Sigurjónsdóttir, Aðalheiður Fanney Björnsdóttir, Hafrún Gísladóttir, Hulda Valdís Gunnarsdóttir, Daníel Arnar

Tómasson, Heiður Kr. Sigurgeirsdóttir, Lovísa Bylgja Kristjánsdóttir, Elínborg Hallbjörnsdóttir, Kristín Hallsdóttir og Aleksandra Vrbaski.

Umsóknir úr Styrktar- og afrekssjóði USÚ

Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum úr Styrktar- og afrekssjóði USÚ. Umsóknum má skila í Sindrahúsið, Hafnarbraut 25 og þurfa þær að berast fyrir föstudaginn 6. júní næstkomandi.

Reglur um styrktarsjóðinn má finna á heimasíðu USÚ: http://usu.is/log/styrktar-og-afrekssjodur/.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti, er hugmyndasmiðurinn á bak við tónlistarverkefnið "Ég heyrði þytinn frá vængjum þeirra." Hún fékk sjö íslensk tónskáld í lið með sér og uppskar túlkun þeirra á ýmsum frásögnum í Biblíunni þar sem vængir koma við sögu. Englar, kerúbar, fuglar og jafnvel drekar leika stórt hlutverk í biblíutilvitnunum sem tónskáldin fengu til innblásturs. Sunnudaginn 1. júní verða nýju orgelverkin frumflutt – ekki aðeins á tónleikum Láru Bryndísar í Hallgrímskirkju kl. 17 heldur taka fjölmargir organistar þátt í ”vængjaþytnum” og leika nýju orgelverkin við messu í kirkjum sínum á þessum degi, m.a. í Hafnarkirkju.

Leikskólamál

Ný íslensk orgelverk í Hafnarkirkju

Aaudiebam sonum alarumIch hörte das Rauschen ihrer FlügelJ’entendais le bruit de leurs ailes

SUNNUDAGINN 1. JÚNÍ

VÆNGJAÞYTUR VIÐ GUÐSÞJÓNUSTU 1. JÚNÍ

Organistar víða um landið frumflytja ný íslensk orgelverk - afrakstur nýsköpunarverkefnis Láru Bryndísar Eggertsdóttur

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 1. JÚNÍ KL. 17Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju

Geisladiskur og nótnabók verða til sölu í Kirkjuhúsinu, Hallgrímskirkju og á www.audiebam.is

jeg hørte lyden af deres vingerÉg heyrði þytinn frá vængjum þeirra

SkólaslitFöstudaginn 30. maí kl. 16:00 verða skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar í íþróttahúsinu á Höfn.

Foreldrar, forráðamenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á eru hvattir til að mæta á skólaslitin og njóta samverunnar með nemendum skólans og kveðja vetrarstarfið.

Skólastjórnendur

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Page 3: Eystrahorn 21. tbl. 2014

Næstu dagar í gamla apotekinuMiðvikudagur 28. maí Konukvöld kl. 20:00 - 23:00 Silja Dögg og Elsa Lára Léttar veitingar Allar konur velkomnarFöstudagur 30. maí Humarsúpukvöld kl. 17:00 - 22:00Kjördagur 31. maí Opið hús kl. 10:00 - 19:00 Kosningakaffifrákl.14:00 Kosningavaka frá kl. 20:00

Framboð Framsóknar og stuðningsmanna þeirra býður sig fram til áframhaldandi vinnu

að góðu og öflugu samfélagi í samvinnu við íbúa, fyrirtæki og félagasamtök sveitarfélagsins.

Þín rödd okkar vinnaVið viljum eiga samtal við þig um framtíðina, mótum hana saman!

Page 4: Eystrahorn 21. tbl. 2014

4 EystrahornMiðvikudagur 28. maí 2014

Í Sveitarfélaginu Hornafirði er rekin metnaðarfull skólastefna. Námið hefst í leikskóla og heldur áfram í grunnskólanum. Að því loknu tekur við frekara nám hvort heldur sem er skipulagt nám í skólum eða á vinnumarkaðnum. Þeir sem kjósa að fara út á vinnumarkaðinn öðlast þar hæfni til að takast á við margvísleg verkefni auk þess sem starfsmenn sækja sér ýmisskonar menntun og aukna hæfni með námskeiðum og skemmra starfsnámi. Raunfærnimatið hefur staðfest að mikil þekking og hæfni býr í starfsfólki hvar svo sem það velur sér starfsvettvang. Við lestur greinar í Eystrahorni þann 22. maí s.l. um leikskólamál eru starfsmenn í leikskólum sveitarfélagsins flokkaðir í menntaða og ómenntaða. Þetta vekur ekki bara undrun, heldur einnig upp spurningar um það hvort að þeir sem lokið hafa grunnskólanámi og í mörgum tilfellum leikskóla séu flokkaðir sem ómenntaðir? Hvað með þá sem tekið hafa styttra starfsnám, námskeið eða starfað í faginu um árabil? Félagsmenn AFLs sem starfa á leikskólum bæjarins hafa í mörgum tilfellum sótt ýmis námskeið til að bæta færni sína og búa að auki yfir margþáttaðri reynslu úr lífinu sjálfu. Þeir sem sinna störfum „ófaglærðra“ á leikskólunum hafa ekki lokið háskólaprófum í leikskólakennslu en að kalla félagsmenn okkar „ómenntað fólk“ er ekki viðeigandi. Í kjarasamningi viðkomandi starfsmanna eru ákvæði um skyldu sveitarfélaganna til að gefa starfsmönnum kost á að sækja reglubundna þjálfun, námskeið eða annars konar fræðslu til að viðhalda og auka þekkingu sína og færni. Launakerfi starfsmannanna byggir að hluta til á þátttöku í símenntunaráætlunum sveitarfélagsins. Starfsmenn sem um árabil hafa tekið þátt í símenntun vegna starfa sinna – eru ekki ómenntaðir. Ef ekki er boðið upp á símenntun – þrátt fyrir ákvæði kjarasamninga er það alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Benda má á að bæði starfsmenn sjálfir sem einstaklingar svo og stofnanir sveitarfélagsins hafa aðgang að starfsmenntasjóðum til að kosta menntun starfsmanna. Sé það ekki gert hlýtur það að vera á ábyrgð stjórnenda en ekki starfsmanna. Gera verður skýran greinarmun á því að þótt starfsmenn séu ekki með fagmenntun í viðkomandi starfsgrein þá er það ekki það sama og að vera ómenntaðir. Það er í besta falli ósmekklegt að setja mál fram með þeim hætti sem gert er í viðkomandi blaðagrein, bæði þegar kosningar eru á næsta leiti og í annan tíma.Ekki bætir úr að greinin sem skrifuð er í nafni starfsmanna lýsir ótrúlegum hroka og fordómum í þeirra garð.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags

Áhrif loftslags-breytinga og aðgerðir heima við

Málþing í Nýheimum, Hornafirði3. júní 2014, kl. 17:00-20:30

17:00 Setning málþings

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, bæjarstjóri Hornafjarðar

17:05 The global climate crisis in a local context

Wendel Trio, framkvæmdastjóri Climate Action Network Europe

17:50 Súrnun sjávar. Hverjar gætu afleiðingar verið fyrir

Ísland?

Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við HÍ

18:10 Sjávarútvegsfyrirtæki á tímum loftslagsbreytinga

Guðmundur H. Gunnarsson, framleiðslustjóri Skinney-Þinganess hf.

18:25 Umræður

18:45 Súpa í boði sveitarfélagsins Hornafjarðar

19:15 Viðbrögð jökla við hlýnandi loftslagi.

Snævarr Guðmundsson, landfræðingur Náttúrustofu

Suðausturlands

19:30 Jöklaþjóðgarður á tímum loftslagsbreytinga

Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, Vatnajökulsþjóðgarði

19:45 Mælingar FAS nemenda á Heinabergsjökli

Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari, Framhaldsskólans í Austur-

Skaftafellssýslu

19:55 Losum minna – Samstarfsverkefni Landverndar og

Sveitarfélagsins Hornafjarðar um loftslagsmál

Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Landvernd

20:10 Umræður

Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri

Landverndar

Allir velkomnir!

Ljósmynd: Þorvarður Árnason

Hvað er menntun?

Börn fædd 2004 athugið!

Sunnudaginn 1. júní eru þau börn sem fædd eru árið 2004 velkomin að koma í sund án fylgdarmanns.

Jafnframt þurfa þau að borga aðgang skv. gjaldskrá.

Kveðja, Starfsfólk Sundlaugar Hafnar

Page 5: Eystrahorn 21. tbl. 2014

5Eystrahorn Miðvikudagur 28. maí 2014

Nú eru liðin átta ár frá því að ég byrjaði að vinna að sveitarstjórnarmálum og er hægt að segja að tíminn hafi flogið. Laugardaginn 31. maí göngum við til kosninga enn og aftur. Sem fyrr er mikilvægt að íbúar nýti kosningarétt sinn og hafi með því áhrif á hverjir veljast til forystu fyrir sveitarfélagið næsta kjörtímabil. Sá hópur fólks sem skipar lista Sjálfstæðisflokksins í Austur- Skaftafellssýslu hefur mikla reynslu og víðtæka þekkingu til að takast á við þau verkefni sem bíða á næsta kjörtímabili. Ég er uppalinn á Hornafirði, eiginkona mín er Hrafnhildur Magnúsdóttir frá Grindavík og eigum við eina stúlku á grunnskólaaldri ásamt þrem uppkomnum drengjum. Göngur upp um fjöll og fyrnindi eru mín líkamsrækt og tel ég alla íþróttaiðkun af hinu góða og stuðningur við hana því nauðsynlegur. Foreldrar mínir eru Jón Ingi Björnsson og Nanna Lára Karlsdóttir. Veganestið frá þeim út í lífið var heiðarleiki, dugnaður og virðing og hef ég tileinkað mér það í störfum mínum að sveitarstjórnarmálum. Mikilvægur hluti af starfi sveitarstjórnarmanna er að hlusta á skoðanir annarra jafnframt því að fylgja sinni eigin og finna með því bestu lausnina fyrir samfélagið. Án atvinnutækifæra verða lífsgæði takmörkuð sem leiðir af sér fólksfækkun. Aðstæður sem við búum við hér í sveitarfélaginu nú höfum við ekki reynt í langan tíma, það er að þótt atvinna sé í boði þá vantar íbúðarhúsnæði. Verkefni

næstu bæjarstjórnar verðu því að ýta undir framboð á íbúðarhúsnæði. Bærinn gæti komið að þeim málum með því að afnema lóðagjöld tímabundið til að hvetja einstaklinga og/eða einkaaðila til að byggja íbúðarhúsnæði. Annað mál er, að með vaxandi ferðaþjónustu er íbúðarhúsnæði í auknum mæli tekið undir gistingu sem er umdeild þróun. Heillavænlegra væri að byggja húsnæði sem nýtist ferðaþjónustunni beint með það að markmiði að þjónustan verði sem best og íbúarnir ánægðir með sambýlið við ferðamennina. Það er mikið í húfi því ferðaþjónustan er komin til að vera sem framtíðar atvinnugrein hér á svæðinu. Sú upplifun og ímynd sem gestirnir fá, verður að vera góð og til að svo megi verða þurfum við íbúar sveitarfélagsins að hjálpast að. Hornafjarðarflugvöllur er mikilvægur fyrir svæðið og styrkja þarf tilvist hans með aukinni nýtingu. Ef hann fengi viðurkenningu sem millilandaflugvöllur fyrir ferjuflugvélar og minni leiguflugvélar myndi verkefnum fjölga sem kæmi til góða fyrir reksturinn. Einnig myndi slík viðurkenning auka öryggi ferjuflugvéla þar sem hann er sá flugvöllur sem næstur er þegar komið er frá Evrópu. Með aðgengi minni leiguflugvéla myndu opnast ný tækifæri gagnvart markaðsetningu sveitarfélagsins sem áhugaverðs staðar til ráðstefnuhalds auk fjölbreyttari tækifæra í ferðaþjónustu. Að framan er rakið brot af þeirri sýn sem ég hef af heildarmynd fjölbreyttra atvinnutækifæra. Ónefndir eru þeir fjölmörgu möguleikar sem nýsköpun og skapandi greinar gefa og því mikilvægt að sveitarfélagið styðji við það einnig. Ekki má gleyma Nýheimum og mikilvægi starfseminnar þar, sem styður við þekkingaröflun og nýtingu hennar til tækifæra út í samfélagið. Sveitarfélagið Hornafjörður á vera ákjósanlegur staður til búsetu, þess vegna setjum við X við D á laugardaginn.

Björn Ingi Jónsson, 1 sæti á lista sjálfstæðisflokksins.

Björn Ingi spjallar

Sveitarfélagið Hornafjörður

KJÖRFUNDIRKjörfundir vegna sveitarstjórnarkosninganna

31. maí 2014 verða sem hér segir:

Kjördeild I Öræfi .............Hofgarður .............. frá kl. 12:00

Kjördeild II Suðursveit ...Hrollaugsstaðir ...... frá kl. 12:00

Kjördeild III Mýrar .........Holt ....................... frá kl. 12:00

Kjördeild IV Nes .............Mánagarður ........... frá kl. 12:00 - 22:00

Kjördeild V Höfn ............Sindrabær .............. frá kl. 09:00 - 22:00

Kjördeild VI Lón .............Fundarhús ............. frá kl. 12:00

Talið verður í Sindrabæ, en þar hefur yfirkjörstjórn aðsetur á kjördag.

Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað.

Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson

Svava Kr.Guðmundsdóttir Anna Halldórsdóttir

Opin kosningaskrifstofa Virka daga frá klukkan 17:00 til 19:00

Fjölskyldudagur 29. maí við Sjallann að Kirkjubraut 3 frá klukkan 12:00 til 15:00. Allir velkomnir. Grillaðar pylsur, hestar fyrir börnin, andlitsmálning, blöðrur, ís og spjall.

Frambjóðendur bjóða ungum í pitsu og kók 30. maí í Pakkhúskjallarann frá klukkan 19:00 til 21:00. Allir á aldrinum 18 til 30 ára hvattir til að mæta og ræða við frambjóðendur.

Kosningakaffi á kjördag í Sjallanum að Kirkjubraut 3 frá klukkan 10:00. Allir velkomnir.

Kosningavaka verður í Sjallanum að

Kirkjubraut 3 frá kl. 21:00

Page 6: Eystrahorn 21. tbl. 2014

6 EystrahornMiðvikudagur 28. maí 2014

Eflaust eru margir eins og ég, vinna kyrrsetuvinnu og verða þá að finna sér einhverja leið til hreyfingar utan vinnu. Ég hef alltaf verið dugleg að labba og hjóla en stundum langar mig að geta komist í líkamsræktarsal sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er ekki alltaf í boði að stunda útivist og fyrir mér er það algjörlega lífsnauðsynlegt að við eigum hér góða og aðgengilega líkamsræktarstöð. Miðað við þann fjölda af fólki sem ég sé á hverjum degi í Sporthöllinni þá er ég greinilega ekki ein um þá skoðun. Eins og staðan er í dag þá er það húsnæði sem líkamsræktarstöðin er í til sölu og framtíðin því óráðin og hamlar þessi óvissa líka framförum innan stöðvarinnar. Síðustu ár hefur orðið mikil uppbygging í íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu og erum við komin með fyrirmyndar aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, fótbolta, sund og fleira. Í mínum huga er tengibygging milli íþróttahúss og sundlaugar rökrétt framhald í þeirri uppbyggingu og yrði sú bygging eins konar

heilsumiðstöð með líkamsræktarstöð og aðstöðu fyrir aðra skylda þjónustu. Það mætti samnýta búningsaðstöðu og starfsfólk með því að gera íþróttahúsið, sundlaugina og líkamsræktina að einni heild og með því fengjum við líka fólk til að nýta sér aðra þætti sem það kannski hefur ekki gert til þessa. Ég verð t.d. að viðurkenna að ég hef aldrei farið í sund í nýju fínu sundlauginni okkar, en það er nú bara af því að ég er ekki mikil sundmanneskja, en mögulega myndi ég láta verða af því ef hún væri samtvinnuð með ræktinni. Eins og ég er viss um að einhverjir hafa aldrei stigið fæti inn í Sporthöllina en fara daglega í sund. Í stefnu sveitarfélagsins hvað varðar almenningsíþróttir er skráð markmið: “Sveitarfélagið Hornafjörður verði í fremstu röð hvað varðar möguleika íbúanna til að stunda alhliða heilsurækt og heilbrigða lífshætti.“ Miðað við uppbyggingu íþróttamannvirkja síðustu ár þá hefur það flest miðast við þá sem eru að æfa markvisst með keppni í huga og skipulögðum íþróttum og er því komið að því að byggja upp gæða aðstöðu sem nýtist sem flestum og bætir og eflir þá aðstöðu sem fyrir er. Við þurfum að skipuleggja svæðið með þau framtíðarplön í huga að þar muni einnig í framtíðinni rísa nýtt íþróttahús og innisundlaug, svo við verðum að vanda til verka með framtíðarskipulag íþróttasvæðis okkar.

Anna María Kristjánsdóttir, situr í 5.sæti á lista Sjálfstæðismanna.

Ég flutti til Hornafjarðar árið 1995 og hef tekið virkan þátt í menningarmálum alla tíð síðan, unnið mikið með leikfélagi Hornafjarðar, Hornfirska skemmtifélaginu og komið að fleiri viðburðum. Ég vinn í 50% starfi við skjala- og byggðasafn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar auk þess að reka eigin útgerð með eiginmanni mínum Unnsteini Þráinssyni. Hornfirðingar eiga sér merkilega sögu sem þarf að segja. Hér lifði fólk með jöklum, stórfljótum og umflotnum engjum. Til er örsaga um hvernig lífið var kannski ekki fyrir svo löngu síðan; barn er sent á næsta bæ til að fá lánaðan hlut, minnir að það hafi verið prjónar. Það er í sjálfu sér ekki mikið mál en þegar þarf að fara yfir hluta af stórfljóti er sagan önnur . Barnið beislar hestinn sinn og sundríður yfir kílinn. Sækir prjónana og snýr aftur heim, líklega á sundi. Þannig sögum eigum við að halda á lofti og safna,

þetta er eitt af sérkennum sveitarfélagsins.Miklagarði væri sómi sýndur með því að hýsa þar byggðasögu svæðisins, einnig er saga hússins efni í góða sýningu. Gera þarf nákvæma kostnaðaráætlun um endurbætur á Miklagarði og skipta verkinu upp í áfanga til að hægt verði að koma sýningum byggða- og náttúrugripasafns inn í húsið smá saman. Vandaðar sýningar með áherslu á upplifun um búsetu og líf fólks á þessu erfiða svæði. Vel heppnuð sýning/safn getur verið “raunverulegt bindiefni” og allt samfélagið verður meðvitaðri um eigin sögu og uppruna. Auðvitað verður að gera ráð fyrir umtalsverðu fjármagni í verkefnið og forgangsröðun þarf að vera rétt. Svona sýningar geta vel staðið undir sér ef vandað er til verks, verkefninu sinnt og því gefinn tími til að þróast. Það hefur byggðasafnið í Skógum sýnt fram á. Merking gönguleiða og annarra áhugaverðra staða með skiltum þar sem hægt væri að fræðast um sögulega og skemmtilega atburði kemur til með að bæta upplýsingagjöf til íbúa og ferðamanna um sveitarfélagið. Það þarf að varast að rífa niður í vanhugsun og fljótræði eins og gerst hefur, því miður. Vöndum okkur og hugsum fram í tímann, menningarmál eru atvinnumál.

Bryndís Björk Hólmarsdóttir, 6. sæti á lista sjálfstæðisflokksins.

Íþróttir fyrir alla

Nú er tækifæri til að vanda sig

Það er margt sem gerir það gott að búa á Hornafirði fyrir barnafjölskyldur. Eitt af því er öflugt æskulýðs- og tómstundastarf og meðal annars eru mjög margar íþróttagreinar í boði. Aftur á móti hefur börnum farið fækkandi í hverjum árgangi og því meðal annars erfiðara að halda úti kröftugu starfi í öllum þeim íþróttagreinum sem í boði eru. Há iðkendagjöld geta einnig verið hindrun við að stunda íþróttir, sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum, en 3. Framboðið leggur ríka áherslu á að allir hafi jafna möguleika til að stunda fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Mótun Íþróttastefnu með skýrum markmiðum er innlegg í þá umræðu.

Eitt gjald fyrir íþróttaiðkunEin leið sem 3.Framboðið vill skoða vel í þessu samhengi er að taka upp eitt gjald fyrir alla íþróttaiðkun líkt og hefur verið við lýði í Grindavík síðan árið 2011, en þar greiðir hvert barn eina fasta upphæð á ári og getur stundað allar íþróttir innan ungmennafélagsins. Bæjarfélagið greiðir svo á móti það sem upp á vantar vegna kostnaðar við þjálfun barnanna. Reynslan af þessu fyrirkomulagi hefur verið mjög góð og helstu kostirnir hafa verið þeir að börnin geta á mun auðveldari hátt prófað og stundað fleiri greinar, deildirnar starfa betur saman en áður , dregið hefur úr brottfalli auk þess sem öll umsýsla og kostnaður í kringum innheimtu æfingagjalda er minni og einfaldari þar sem

ungmennafélagið sér alfarið um þann þátt. Þessi leið krefst þess að sjálfsögðu að sveitarfélagið verji auknu fjármagni í þennan málaflokk, en viðteljum að þeim fjármunum væri vel varið og þar að auki gæti það auðveldað rekstur deildanna. Þessi leið myndi aftur á móti ekki hafa áhrif á annað sem í dag er innan tómstundakortsins eins og til dæmis Tónskólann. Grindavíkurleiðin hefur dregið úr brottfalli í íþróttum og teljum við hana því hafa gott forvarnar gildi þar sem sýnt hefur verið fram á að því lengur sem að krakkar stunda íþróttir eða skipulagt tómstundastarf dregur það t.d. úr líkum á áfengisdrykkju og tölvufíkn. Í framhaldi af því rímar þetta vel við hugmyndir sem eru uppi um að færa tómstundakortið upp í 18 ára aldurinn sem og við afrekssamninga eins og Knattspyrnudeild Sindra hefur gert. Þar að auki vill 3.Framboðið leita allra leiða til að auka þátttöku foreldra og í raun samfélagsins alls í forvörnum.

Fjölskylduvænt sveitarfélagAnnað mál sem er 3.Framboðinu hugleikið er að styðja við og taka þátt í mótun nýrrar menntastefnu hjá sveitarfélaginu þar sem áhersla er á árangur og vellíðan barna og gott samstarf milli foreldra, starfsmanna skóla og nemenda. Flottur fjölskyldugarður er eitt af því sem 3.Framboðið hefur talað fyrir. Hugmyndin er að þetta sé vel staðsettur garður með fjölbreyttum leiktækjum, grillaðstöðu, skjólsælum gróðri og mögulega jökla- eða sjávarþema. Þetta væri eftirsóttur staður fyrir bæði heimamenn og ferðalanga, eitthvað sem væri talað um á jákvæðan hátt langt út fyrir pípuhliðið.Við trúum því að besta fjárfestingin séu börnin okkar og að áðurnefnd áhersluatriði 3. Framboðsins muni stuðla að betri hag þeirra auk þess sem það gerir Hornafjörð að áhugaverðari stað til að búa á fyrir barnafjölskyldur.

Hjálmar Jens Sigurðsson 6.sæti 3. Framboðsins.

Börnin eru besta fjárfestingin

Page 7: Eystrahorn 21. tbl. 2014

7Eystrahorn Miðvikudagur 28. maí 2014

Eitt þeirra verkefna sem núverandi meirihluti setti á oddinn fyrir kosningarnar vorið 2010 var flutningur Gömlubúðar á sinn gamla stað við höfnina. Það verkefni heppnaðist mjög vel og var hún tekin í notkun á ný árið 2013 á fimm ára afmæli Vatnajökulsþjóðgarðs eftir þrjátíu og fimm ára útlegð, var þetta þriðji flutningur hússins frá því að það var reist við Papós árið 1864, þá keypt tilsniðið frá Noregi. Gerður var tíu ára leigusamningur við þjóðgarðinn og þar er nú rekin upplýsingamiðstöð og sýning sem er á ábyrgð leigutakans. Samkvæmt upplýsingum frá þjóðgarðinum er áætlaður gestafjöldi á fyrsta ári um 37000 manns. Góð samstaða var um flutning hússins enda höfðu allmargir talað fyrir honum allt frá því að húsið var flutt af hafnarsvæðinu árið 1977 eftir 80 ára veru þar m.a. samþykkti menningarmálanefnd á fundi sínum 8. des. 1999 í þá veru. Það má því segja að gamall draumur hafi ræst hjá mörgum en auðvitað voru skiptar skoðanir á verkefninu eins og verða vill um flest mannanna

verk. Það má auðveldlega færa fyrir því rök að kostnaðurinn við flutninginn og þær miklu endurbætur sem gerðar voru á húsinu og voru nauðsynlegar hvort sem var, muni skila sér þegar fram líða stundir vegna leigusamningsins og rekstrarhagræðis sem samstarfið við þjóðgarðinn hefur óneitanlega í för með sér. Eins og fram hefur komið er hafinn undirbúningur að endurbótum á Miklagarði með það að markmiði að tryggja varðveislu hans og nýta fyrir safnastarf í framtíðinni, en gera verður ráð fyrir því að það verði nokkurra ára verkefni en að sama skapi nauðsynlegt skref, safnanna og menningarminjanna vegna. Framsóknarmönnum og stuðningsmönnum þeirra er vel treystandi fyrir stórum sem smærri verkefnum eins og mörg dæmi sanna ásamt því að fjárhagsstaðan er býsna góð eftir tólf ára veru í meirihluta, þau fjögur síðustu með hreinan meirihluta. Það hefur verið mjög gefandi og ekki síður þroskandi að taka þátt í rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum og vill undirritaður þakka íbúum og samstarfsmönnum öllum fyrir sig að lokum.

Reynir Arnarson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar, er í 14. sæti B lista.

Undanfarin fjögur ár hafa Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra borið ábyrgð á framgangi mála á vettvangi sveitarstjórnar. Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur stundum verið betra og erfiðleikar í ríkisrekstrinum sannarlega haft áhrif á íbúa Hornafjarðar eins og aðra landsmenn. Við höfum einbeitt okkur að því að styrkja stöðu sveitarfélagsins almennt við þessar aðstæður. Okkar mat er að það hafi gengið vel og margt áunnist sem til framfara má telja.

Stöðugleiki í fjármálumFramsóknarmenn leggja ríka áherslu á stöðugleika í rekstri sveitarfélagsins. Hornafjörður hefur staðið framarlega í samanburði sveitarfélaga í þeim efnum á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða hefur verið jákvæð og skuldir lækkað. Við höfum þó alls ekki haldið að okkur höndum í framkvæmdum og endurbætt skólahúsnæði verulega, unnið að fegrun opinna svæða og umhverfi stofnana, lagt áherslu á nýsköpun og þróun meðal annars með styrkjum úr atvinnu- og rannsóknasjóði sveitarfélagsins svo dæmi séu tekin. Það hefur sannarlega ríkt stöðugleiki í rekstri sveitarfélagsins og við höfum búið í haginn fyrir komandi ár. Fjárhagsstaðan er góð og augljóst að í henni felast frábær tækifæri til framtíðar.

Atvinnulífið er hornsteinn Ekki fer á milli mála að atvinnulífið er með besta móti þessi misserin bæði til sjós og lands. Útgerð og fiskvinnsla blómstrar, ferðaþjónustan er öflugri en nokkru sinni og landbúnaður eflist. Unnið hefur verið að því á kjörtímabilinu að bæta fjarskiptasamband í dreifbýli með lagningu ljósleiðara og stefnan er að halda því áfram þar til allt sveitarfélagið verður í eins góðu sambandi og mögulegt er. Alltaf má búast við nokkrum sveiflum í atvinnulífi og höfum við ekki farið varhluta af því eins og menn rekur minni til, höfum við því miður þurft að sjá á eftir góðum fyrirtækjum og fólki sem hafa leitað annað. Framsóknarmenn munu hér eftir sem hingað til leggja metnað sinn í að styðja og styrkja atvinnulífið sé þess nokkur kostur.

Fjölskyldan í fyrirrúmiOrðið var löngu tímabært að búa betur að nemendum og starfsfólki grunnskóla og leikskóla með endurbótum á húsnæði skólannna og framþróun í tæknibúnaði, en betur má ef duga skal. Við höfum einnig lagt okkur fram við að bæta tækjabúnað og styðja eftir megni framþróun í öllu skólastarfi þannig að allir geti undirbúið sig sem best fyrir framtíðina og nýtt tækifærin sem bjóðast á lífsleiðinni. Aðstaða fyrir list- og verkgreinar í Vöruhúsinu skapar skólunum, áhugafólki um listir og frumkvöðlum á ýmsum sviðum margvísleg tækifæri sem koma samfélaginu í heild til góða. Þegar við berum gjaldskrár okkar saman við önnur sveitarfélög dylst engum að við komum til móts við barnafjölskyldur og erum ekki síst stolt af því að leikskólagjöld hér eru með því lægsta sem þekkist á landinu um þessar mundir. Að slíkum málum viljum við vinna áfram. Við þökkum íbúum fyrir gott samstarf, þátttöku í íbúafundum og stefnumótunum síðustu ár sem voru liðir í undirbúningi og útfærslu mikilvægra ákvarðana sem teknar hafa verið. Við erum sannarlega tilbúin að axla ábyrgð á framgangi mála í sveitarfélaginu áfram og óskum eftir þínum stuðningi til þess - XB.Þín rödd – okkar vinna.

Ásgerður K. Gylfadóttir, skipar 1. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra.

Reynir Arnarson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar, skipar 14. sæti listans.

Hefur eitthvað áunnist?

Gamlabúð - að lokum

Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra hafa talað fyrir því að ný menntastefna komi til með að taka á hvort sameina eigi leikskólana eða ekki. Þeir hafa líka sagt að sameiningarmálið eigi leysa innan frá, án þess endilega að pólitíkin skipti sér af því máli. Þeir hafa máli sínu til stuðnings bent á árangur Reykjanesbæjar s.l. ár með nýrri menntastefnu þar í bæ. Við í 3. Framboðinu erum ósammála þessari nálgun Framsóknarmanna og teljum að sameining leikskólanna komi góðu innra starfi lítið við. Við teljum að sameining verði einungis gerð með samtali og aðkomu allra;foreldra, starfsmanna, stjórnenda og líka

pólitíkurinnar. Ný menntastefna er í smíðum hjá sveitarfélaginu og á vordögum hefur farið fram frjó umræða um hvað skólarnir, á öllum skólastigum, ættu að hafa að leiðarljósi í starfi sínu. Mótun menntastefnu kemur öllum við og snýr að skipulagi á innra starfi allra skóla sveitarfélagsins. Spurningin sem leitað er eftir að svara er: Hvernig geta góðir skólar orðið betri? Við erum mörg sem höfum hrifist af árangri Reykjanesbæjar, þar sem ný lestrarstefna og ný nálgun á kennslu stærðfræðinnar hefur gefið góða raun. Enda er lestur og stærðfræði mjög mikilvægur partur af innra starfi skólanna og mikilvægt að kynnast öllum góðum leiðum til að bæta starfsemi allra skólanna á því sviði. Sameining leikskólanna er mál sem snýr að ytri ramma sem settur er um skólastarf. Ytri rammi er t.d. opnunar- og sumarleyfistími, húsnæði, o.s.frv. Hugmynd 3.Framboðsins um sameiningingu leikskólanna snýr að aukinni þjónustu við börn og foreldra varðandi lengd dagvistunartímans, styttri sumarlokun og aukna þjónustu við dreifbýlið. Sameining þarf ekki á neinn hátt að breyta því frábæra innra starfi sem er til staðar og unnið er af góðu fagfólki á leikskólunum. Sameining tengist þ.a.l. menntastefnu lítið. Nema ef vera skyldi til góðs?

Sæmundur Helgason kennari, situr í öðru sæti fyrir 3.Framboðið

Menntastefna á ekki að vera pólitísk

Page 8: Eystrahorn 21. tbl. 2014

Opnun Skreiðarskemmunnar - Sjóminjasýning -

Skreiðarskemman opnar með nýju sniði,á sjómannadaginn

1.júní nk. klukkan 12:00.

Karlakórinn Jökull syngur nokkur lög.

Léttar veitingar í boði ásamt afþreyingu fyrir börnin.

Allir hjartanlega velkomnir!

Sjómannadansleikur og skemmtun í íþróttahúsinu

laugardaginn 31. maíÁ móti sól leikur fyrir dansi

Húsið opnað kl. 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00

Miðaverð er kr. 9.000.- á borðhald og skemmtun.

Selt verður á ballið í anddyri íþróttahússins og er miðaverð á dansleikinn kr. 2.500,-

eftir kl. 23:30Aldurstakmark 18 ára.

Forsala aðgöngumiða er á miðvikudag og fimmtudag kl. 18:00 – 21:00 á Víkinni.

Sími 478-2300Komið svo öll og skráið ykkur í kappróður!

Skráning í síma 861-3408, 478-2434. Arnar.

Góða skemmtun Sjómannadagsráð 2014

Ævintýra- og leikjanámskeið

SindraNámskeiðið byrjar

mánudaginn 2. júní og stendur til 13. júní

Mæting og skráning í íþróttahúsinu á fyrsta degi.

Nánari upplýsingar eru á umfsindri.is

Íslandsmótið í knattspyrnuSindravellir föstudaginn 30. maí kl. 19:00 1. deild kvenna Sindri – VölsungurSindravellir sunnudaginn 1. júní kl. 14:00 2. flokkur karla Sindri/Máni – VölsungurSindravellir mánudaginn 2. júní kl. 17:00 4. flokkur kvenna Sindri – Fjarðarbyggð/Leiknir

Page 9: Eystrahorn 21. tbl. 2014

Skinney Þinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / [email protected]

Page 10: Eystrahorn 21. tbl. 2014

tækif

æri

, vi

rkara

sam

féla

g!

•1

00

% s

ystk

ina a

fslá

ttu

r

•S

tyrk

ing

mst

un

dako

rts

•T

en

gib

ygg

ing

•G

ön

gu

- o

g h

jólr

eið

ast

ígar

•F

eg

run

mið

jars

væðis

Þú ve

lur!

•S

ko

ðan

akö

nn

un

um

fyr

irko

mu

lag

leik

skó

la

•Sveigjanlegursumarleyfistímileikskólabarna

•A

fnám

ðag

jald

a t

ímab

un

dið

sjal

fstæ

ðism

enn.

indd

1

26.5

.201

4 1

5:52