eystrahorn 13. tbl. 2011

6
Fimmtudagur 31. mars 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 13. tbl. 29. árgangur Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir ...... 1.290,- kr. Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri....................1.490,- kr. 6-11 ára .................................. 745,- kr. 5 ára og yngri ..........................0,- kr. AFMÆLISTILBOÐ (ef þú sækir) 1991-2011 20 ára Tökum nú öll vel til Dagana 4. 10. apríl n.k verður haldin hreinsunarvika í Sveitarfélaginu Hornafirði. Íbúar, fyrirtæki, sveitabæir og starfsfólk sveitarfélagsins eru hvött til að taka til í sýnu nánasta umhverfi. Grunnskóli Hornafjarðar mun fara í sýna árlegu vorhreinsun föstudaginn 8. apríl, nemendur og kennarar munu gera opin svæði hrein með ruslatínslu og halda svo umhverfishátíð í lok dagsins. Grunnskólinn í Hofgarði mun sama dag gera hreint umhverfis Hofgarð í Öræfum ásamt því leikskólarnir, Lönguhólar og Krakkakot taka til hendinni umhverfis leikskólana. Ýmis félagasamtök taka þátt í deginum, þar sem Ungmennafélagið Sindri og Ungmennafélagið Máni munu aðstoða við stærri verkefni. Þessa daga verður bændum og öðrum lögbýliseigendum boðið upp á að fá sótt til sín stórt brotajárn og eru þeir hvattir til að gera umhverfi lögbýla sinna snyrtilegt. Stofnanir sveitarfélagsins munu einnig taka til í kringum sín húsnæði. Íbúar eru hvattir til að huga vel að görðum sýnum og nær umhverfi. Íbúum verður boðið upp á að setja lóðaúrgang út fyrir lóðir sínar á aðgengilegan stað svo hægt verði að sækja úrganginn mánudaginn 11. apríl. Trjágróður má setja saman í haug fyrir utan lóðarmörk en annar úrgangur svo sem laufblöð, arfi og annað sambærilegt verður að vera í pokum á sama stað. þessu tilefni verður gámaportið opið lengur en venjan er 8. og 9. apríl, frá 13:00 – 20:00 sunnudaginn 10. apríl verður gámaportið opið frá 10:00 – 18:00 . Kjósi íbúar koma með garðaúrgang sjálfir þá er þeim bent á að losa hann út við Fjárhúsavík en muna þarf að taka poka með sér til baka þegar úrgangi er skilað út við Fjárhúsavík. Markmið með hreinsunarvikunni er gera Sveitarfélagið Hornafjörð snyrtilegra. Það verður ekki gert nema með sameiginlegu átaki allra íbúa og fyrirtækja sveitarfélagsins. Tökum höndum saman, verum vistvæn og hugsum vel um umhverfi okkar. Menningarmiðstöðin boðar allt prjónafólk til prjónamaraþons fimmtudaginn 7. apríl vegna hamfaranna í Japan. Okkur er málið skylt og höfum við hugsað okkur að prjóna sokka, vettlinga, húfur og annað sem kemur að gagni í Japan. Garn yrði þegið með þökkum og heitt verður á könnunni allan daginn. Bókasafnið verður opið frá 9:00 til 17:00 og vonumst við til að sem flestir gefi sér tíma til að koma og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Prjónamaraþon til aðstoðar í Japan Heimamarkaðurinn verður á laugardaginn í Pakkhúsinu kl 13-16 með alls kyns góðgæti á boðstólnum. Samkór Hornafjarðar verður með kaffisölu og dýrindis bakkelsi með því. Chiharu, Æsa litla og Rúna. Vinnuskólanemar að snyrta umhverfið.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 18-Mar-2016

245 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 13. tbl. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 13. tbl. 2011

Fimmtudagur 31. mars 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn13. tbl. 29. árgangur

Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir ......1.290,- kr.

Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri ....................1.490,- kr. 6-11 ára .................................. 745,- kr. 5 ára og yngri ..........................0,- kr.

A f m æ l i s t i l b o ð(ef þú sækir)

1991-2011

20 ára

Tökum nú öll vel tilDagana 4. – 10. apríl n.k verður haldin hreinsunarvika í Sveitarfélaginu Hornafirði. Íbúar, fyrirtæki, sveitabæir og starfsfólk sveitarfélagsins eru hvött til að taka til í sýnu nánasta umhverfi. Grunnskóli Hornafjarðar mun fara í sýna árlegu vorhreinsun föstudaginn 8. apríl, nemendur og kennarar munu gera opin svæði hrein með ruslatínslu og halda svo umhverfishátíð í lok dagsins. Grunnskólinn í Hofgarði mun sama dag gera hreint umhverfis Hofgarð í Öræfum ásamt því að leikskólarnir, Lönguhólar og Krakkakot taka til hendinni umhverfis leikskólana. Ýmis félagasamtök taka þátt í deginum, þar sem Ungmennafélagið Sindri og Ungmennafélagið Máni munu aðstoða við stærri verkefni. Þessa daga verður bændum og öðrum lögbýliseigendum boðið

upp á að fá sótt til sín stórt brotajárn og eru þeir hvattir til að gera umhverfi lögbýla sinna snyrtilegt. Stofnanir sveitarfélagsins munu einnig taka til í kringum sín húsnæði.Íbúar eru hvattir til að huga vel að görðum sýnum og nær

umhverfi. Íbúum verður boðið upp á að setja lóðaúrgang út fyrir lóðir sínar á aðgengilegan stað svo hægt verði að sækja úrganginn mánudaginn 11. apríl. Trjágróður má setja saman í haug fyrir utan lóðarmörk en annar úrgangur svo sem laufblöð, arfi

og annað sambærilegt verður að vera í pokum á sama stað.Að þessu tilefni verður gámaportið opið lengur en venjan er 8. og 9. apríl, frá 13:00 – 20:00 sunnudaginn 10. apríl verður gámaportið opið frá 10:00 – 18:00 .Kjósi íbúar að koma með garðaúrgang sjálfir þá er þeim bent á að losa hann út við Fjárhúsavík en muna þarf að taka poka með sér til baka þegar úrgangi er skilað út við Fjárhúsavík.Markmið með hreinsunarvikunni er að gera Sveitarfélagið Hornafjörð snyrtilegra. Það verður ekki gert nema með sameiginlegu átaki allra íbúa og fyrirtækja sveitarfélagsins. Tökum nú höndum saman, verum vistvæn og hugsum vel um umhverfi okkar.

Menningarmiðstöðin boðar allt prjónafólk til prjónamaraþons fimmtudaginn 7. apríl vegna hamfaranna í Japan. Okkur er málið skylt og höfum við hugsað okkur að prjóna sokka, vettlinga, húfur og annað sem kemur að gagni í Japan. Garn yrði þegið með þökkum og heitt verður á könnunni allan daginn. Bókasafnið verður opið frá 9:00 til 17:00 og vonumst við til að sem flestir gefi sér tíma til að koma og taka þátt í þessu verkefni með okkur.

Prjónamaraþon til aðstoðar í Japan

Heimamarkaðurinn verður á laugardaginn í Pakkhúsinu kl 13-16 með alls kyns góðgæti á boðstólnum.Samkór Hornafjarðar verður með kaffisölu og dýrindis bakkelsi með því.

Chiharu, Æsa litla og Rúna.

Vinnuskólanemar að snyrta umhverfið.

Page 2: Eystrahorn 13. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 31. mars 2011

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Bifreiðaskoðun á Höfn 11., 12. og 13. apríl

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 8. apríl.

Næsta skoðun 16., 17. og 18. maí.

Þegar vel er skoðað

Þórður Stefánsson

Þórður Stefánsson andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, 18. mars síðastliðinn. Hann fæddist á Hnappavöllum í Öræfum 17. desember 1923. Foreldrar hans voru Stefán Þorláksson, bóndi á Hnappavöllum, f. 1878, d. 1969 og Ljótunn Pálsdóttir, húsfreyja, frá Svínafelli f. 1882, d. 1955. Þórður var yngstur syskina sinna en þau er uppkomust voru: Páll Arnljótur, Kristín, Guðrún, Sigríður, Páll Sigurður, Þóra Ingibjörg, Helgi, og Þorlákur. Þau eru nú öll látin. Þann 17. maí 1958 giftist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Bergsdóttur frá Hofi í Öræfum, f. 1930, dóttir hjónanna Guðmundar Bergs Þorsteinssonar, f. 1903, d. 1995 og Pálu Jónínu Pálsdóttur, f. 1906, d. 1991. Þórður og Sigrún eignuðust 5 börn en upp komust:

1: Guðmundur Bergur, áður

giftur Sigríði Steinmóðsdóttur og eiga þau 2 börn, Björn Ragnar og Salínu Steinþóru. 2) Stefanía Ljótunn, gift Heiðari Björgvini Erlingssyni, sonur þeirra er Hafþór Logi. Þórður ólst upp á Hnappavöllum en ungur að árum fór hann til Vestmannaeyja og var þar 13 verktíðar til sjós, alltaf hjá sama skipstjóranum, Sigurbirni Sigfinnssyni. Eftir að hann giftist Sigrúnu bjuggu þau félgasbúi á Miðbænum á Hnappavöllum ásamt bræðrum sínum systrum og seinna Guðmundi syni sínum. Þórður hafði mikinn áhuga á búskap og byggði og ræktaði jörðina upp ásamt bræðrum sínum en hann sá einnig mikið um allt viðhald á vélum og húsum. Honum féll sjaldan verk úr hendi og þrátt fyrir að heilsan hamlaði honum síðustu árin sem hann gat verið heima þá var hann oft á vappi með hrífuna sína eða með sópinn í fjárhúsunum. Hann var jafnan léttur í skapi, blíðlyndur og mjög barngóður. Hann átti oft skemmtileg tilsvör og hafði gaman af að grínast við fólk á góðlátlegan máta. Síðustu æviárin dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu á Höfn. Á starfsfólkið þar skilið miklar þakkir fyrir þá góðu umönnun sem honum var veitt þar. Útför Þórðar fer fram frá Hofskirkju í Öræfum, laugardaginn 2. apríl, kl. 14:00.

Andlát

Bíll til sölu

Til sölu er Mitsubishi L-200. Árg. 2006, ekinn 103.000 km. Sjálfskiptur, 2.5 diesel 136 hö. 32" dekk.Heithúðaður pallur.Dráttarkrókur. Ný tímareim og nýsmurður.Bíll í fínu standi sem eyðir litluÁsett verð 2.590.000,- Sigurður • 892-6610

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát

og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa okkar

Sigurðar Brynjars Torfasonarbónda í Haga

Marta Karen og aðrir aðstandendur

Hin árlega bridgehátíð og hrossakjötsveisla í Þórbergssetri verður helgina 2. - 3. apríl. Allir bridgeáhugamenn eru velkomnir að taka þátt og eta hrossakjöt og njóta dvalar í Suðursveit eina helgi. Bridgehátíðin er haldin til minningar um Torfa Steinþórsson á Hala sem var mikill bridgeáhugamaður og stóð fyrir bridgemótum og hrossakjötsáti í Suðursveit á árum áður. Í fyrra var spilað á 12 borðum og kom fólk víðs vegar að m.a. frá Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Þáttökugjald er kr 15.000 á mann, innifalið er gisting, morgunverður, kvöldverður og hádegisverður á sunnudegi. Hægt er að skrá þátttöku og panta gistingu á netfangið [email protected] eða í síma 867 2900. Allir eru velkomnir

Hrossakjöt og bridge í Þórbergssetri

Valdi og Maggi sigurvegarar á síðust bridgehátíð.

Page 3: Eystrahorn 13. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 31. mars 2011

Fyrir fermingarnarMikið úrval af fallegum módelskartgripum frá Gullkúnst, einnig innfluttir skartgripir. SNO og OXXO.Nýustu ilmirnir frá Marc Jacobs og Calvin Klein.Flottar gjafatöskur m/húðsnyrtivörum frá SOTHYS, herra og dömu.Var að taka inn eco kid hársnyrtilínuna.Ef þú vilt vera laus við lúsina, notaðu þá eco kid sjampóið. Nánari upplýsingar á Flikk.

Verið velkomin

Sigurður Brynjar Torfason

Sigurður Brynjar Torfason fæddist í Nesjum í Hornafirði 22. janúar 1944. Hann lést að heimili sínu 9. mars 2011. Foreldrar hans voru Halldóra Davíðsdóttir f. 27. febrúar 1910, d. 24. júlí 1988 og Torfi Þorsteinsson f. 12. nóvember 1908, d. 8. janúar 1990. Systkini Sigurðar voru Guðmundur Viðar Torfason f. 10. maí 1940, Haraldur Steinar Torfason f. 27. maí 1941 d. 10. desember 2009, Erlingur Gunnar Torfason f. 31. ágúst 1945, Páll Óli Torfason, f. 11. nóvember 1946, Dagbjört Sigrún Torfadóttir f. 29. nóvember 1952 og Einar Torfason f. 28. janúar 1955, d. 24. júní 2005. Sigurður hóf

sambúð með Mörtu Karen Björnsdóttur árið 1982. Börn þeirra eru: 1) Ragnhildur Guðbjörg Sigurðardóttir f. 7. desember 1982, sonur: Brynjar Snær 2) Nanna Halldóra Sigurðardóttir f. 6. apríl 1984 barnsfaðir hennar er Babatunde Adeleye. Dætur þeirra: Marta Omalara, Ruth Folasade og Esther Temitayo. 3) Torfi Þorsteinn Sigurðsson f. 26. september 1986, unnusta hans er Guðbjörg Anna Bergsdóttir, börn þeirra: Karen Rós og Bergur Ingi, sonur Torfa er Ingólfur Myrkvi. 4) Gyða Sigrún Sigurðardóttir f. 25. ágúst 1992 unnusti hennar er Birkir Freyr Helgason. 5) Guðmundur Davíð Sigurðsson f. 3. maí 1994. Stúpsynir Sigurðar eru: 1) Erlingur Ingi Brynjólfsson f. 8. desember 1976, unnusta hans er Rut Guðmundsdóttir dætur þeirra: Konný Erla og Laufey Ösp 2) Björn Þór Brynjólfsson f. 27. apríl 1979 börn hans: Þorsteinn Ingi, Emelía Birta, Gabríel Máni og Mikael Máni. Tengdaforeldrar Sigurðar eru Gyða Guðmundsdóttir og Björn Aðalsteinsson. Sigurður var jarðsunginn frá Hafnarkirkju 19. mars 2011 og jarðaður í Stafafellskirkjugarði.

Andlát

Hafnarkirkja Sunnudaginn 3. apríl

Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00

Foreldramorgnar alla fimmtudaga

kl. 10:00.

Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga

kl. 18:15

Fundur um IcesaveSjálfstæðisfélag

Austur-Skaftafellssýslu boðar til fundar um

Icesave á Kaffihorninu fimmtudaginn 31. mars

kl 12:00.

Frummælandi er Unnur Brá Konráðsdóttir

sem svarar jafnframt fyrirspurnum.

Stjórnin

Bæjarmálafundur á Kaffi Horninu mánudaginn 4. apríl kl. 20:00Allir velkomnirSjálfstæðisflokkurinn

Rýmum fyrir nýjum vörum50% afsláttur

af völdum skóm og úlpumOpið virka daga kl. kl. 10:00 - 18:00

Verslun DóruLónið verður 20 ára föstudaginn 1. apríl

Af því tilefni bjóðum við 20% afslátt af öllum vörum

þann dag

Verið velkomin

Aðalfundur Hornfirska skemmtifélagsinsverður haldinn á Hótel Höfn fimmtudagskvöldið 7. apríl

kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir velkomnirStjórnin

Page 4: Eystrahorn 13. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 31. mars 2011

Partý á Víkinni laugardaginn 2. apríl frá kl. 24:00

Hljómsveitin Monroe leikur fyrir dansi og sér mannskapnum fyrir stanslausu stuði og hamingju.

Aðgangseyrir eru skítnar 1.000 krSvona fullorðins...18 ára aldurstakmark.

Í leikskólanum Lönguhólum var góðverkavika dagana 21. - 25. febrúar. Öll börn og kennarar tóku þátt í því að gera góðverk. Í byrjun var rætt um hvað orðið góðverk þýðir og hvernig við gerum góðverk. Börnin ákváðu í samvinnu við hópstjórann sinn góðverk sem þau vildu gera í hópastarfi en við vorum með hugann við þetta allan daginn þessa vikuna. Góðverk sem við gerðum var t.d. að hjálpa hvort öðru í fötin í fataklefa,

nokkur börn í elsta árgangi fóru yfir á Sunnudeild sem er með yngstu börnin í leikskólanum og hjálpuðu þeim að klæða sig í og úr útifötum. Í útiskóla var ákveðið að gera náttúrunni og okkur bæjarbúum góðverk. Að gera bæinn snyrtilegan. Náttúran getur ekki

umbreytt öllu rusli. Börnin týndu bæði rusl á svæðinu sem þau eru í útiskóla og einnig í bænum okkar. Þau ákváðu sjálf í hvaða götum þau vildu týna rusl. Mikið rusl safnaðist m.a. áramótarusl, mjög mikið af sígarettustubbum og svo allskyns bréfarusl utan af sælgæti og öðru slíku. Miklar umræður spunnust út frá þessu og fannst bæði kennurum og börnum mikið rusl í götunum og á grænu svæðunum, sérstaklega í runnum. Við ræddum um ef margir tína upp rusl og ef enginn hendir rusli þá verður ekkert rusl. Þannig að niðurstaðan er; Við þurfum öll að hjálpast að hér í bænum við það að halda bænum okkar hreinum. Börn sem eru fjögurra og fimm ára fóru í heimsókn á Hjúkrunarheimilið og tóku með sér leikföng eins og spil, púsl, bækur, leir og bíla. Þau áttu góða stund með fólkinu sem þar býr. Áður en við fórum þangað ræddum við um það hvað það er gaman að fá heimsókn, eiga einhvern til að tala við og sem hlustar. Nálægðin skiptir máli. Að heimsækja hvort annað og muna eftir öllum í samfélaginu. Börn sem eru tveggja og þriggja ára fóru í heimsókn í dagvistina á Ekrunni. Yngstu börnin í leikskólanum týndu rusl í kringum garð leikskólans og inn í garðinum.Dagur leikskólans er haldin

hátíðlegur 6. febrúar ár hvert og er það í höndum hvers leikskóla hvernig hann vill halda upp á daginn. Við á Lönguhólum og Krakkakoti ákváðum í sameiningu að hittast á

Hóteltúninu og fara í leiki. Jafnaldrar fóru saman í leiki og gekk það vel. Í lokin var endað á að gera stóran hring þar sem allir leiddust hönd í hönd. Svo voru sungin nokkur vel valin lög eins og Nammilagið og Í leikskóla er gaman o.fl. Að þessu loknu kvöddum við Krakkakot og báðir hóparnir gengu til síns skóla og héldu áfram að halda upp á daginn. Þegar við komum í leikskólann fór mikil vinna af stað hjá börnum í elsta árgangi. Þau opnuðu kaffihús sem var með hádegismatseðil og einnig

matseðil í drekkutímanum. Þau nefndu kaffihúsið „Rósalind“ og sáu um að þjóna til borðs og bera fram matinn. Þau voru með svuntur og það var haldin þjónafundur áður en þau

tóku á móti gestum í mat. Öll börn í leikskólanum sáu um að skreyta salinn og kennarar komu með dúka, skrautmuni og tauservíettur að heiman. Við hlustuðum á ítalska og franska kaffihúsatónlist. Í hádeginu var boðið upp á súpu og grillaðar samlokur og í drekkutímanum var boðið upp á vöfflur með rjóma og sultu. Þetta var mjög skemmtilegur dagur og nóg að gera.

Fyrir hönd leikskólans Lönguhóla Maríanna Jónsdóttir, deildarstjóri

og aðstoðarleikskólastjóri

Að gera góðverk

Page 5: Eystrahorn 13. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 31. mars 2011

Hrossagaukur• 24. mars

Skógarþröstur • 25. marsGrafönd • 24. mars

Grágæs• 23. mars

Heiðlóa • 29. marsSkúfönd • 28. mars

Farfuglarnir

Vortónleikar Samkórs Hornafjarðar

verða í Hafnarkirkju fimmtudaginn 31. mars kl 20:00.

Aðgangseyrir kr. 1.500,-Allir velkomnir

Samkórinn

Íslenska fyrir útlendinga 1. stig 30 kennslustundir • Verð: 12.000.-

Námskeið fyrir þá sem hafa enga eða mjög litla undirstöðu í íslensku. Kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:30-21:30. Byrjar 11. apríl.

Leiðbeinandi: Magnhildur Gísladóttir

Stéttarfélögin niðurgreiða tungumálanámskeið til sinna félagsmanna um 75%. Allt námsefni innifalið.

Skráning í síma 470-3840, 470-3841, [email protected] eða www.tna.is.

Icelandic for foreigners Level I Price: 12.000.-

Emphasis on spoken Icelandic. Texts and the topics deal with the daily life in Iceland. Mondays and Wednesday at 19:30-21:30 in Nýheimar. Starts at 11. April.

Instructor is Magnhildur Gísladóttir.

The Labor Union pays up to 75% of all costs for their members.

All textbooks are included.

Registration phone 470-3840,470-3841, [email protected] or www.tna.is

AtvinnaÍslandspóstur auglýsir eftir bréfbera, gjaldkera og bílstjóra.

Skila þarf inn umsóknum fyrir 10. apríl nk.

Nánari upplýsingar á pósthúsinu eða í síma 4781101.

Aðalfundur Ferðafélags Austur-Skaftfellinga

verður haldin í sal Verkalýðsfélagsins Víkurbraut 4, þriðjudaginn 5. apríl kl 20:00.

Dagskrá:• Venjuleg aðalfundarstörf • Kaup á gangnamannakofanum "Múlakoti" í Kollumúla • Önnur mál

Nýir félagar velkomnir

Stjórnin

Bridgehátíð og hrossakjötsveisla

Laugardaginn 2. apríl verður árleg bridgehátíð og hrossakjötsveisla í

Þórbergssetri á Hala í Suðursveit.

Athöfnin hefst kl 15:00 og er lokið 15:00 sunnudaginn 3. apríl.

Etið er hrossakjöt kl 20:00 á laugardagskvöld

Pantanir í síma 867 2900 eða á [email protected]

Allir velkomnir í spil og eða átveislu

Page 6: Eystrahorn 13. tbl. 2011

Fimmtudagur 31. mars 2011

Eystrahorn13. tbl. 29. árgangur

KJÖRSKRÁKjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011, liggur frammi frá 30. mars 2011 til kjördags hjá eftirtöldum aðilum:

Kjördeild I • Öræfi Pálína Þorsteinsdóttir Svínafelli

Kjördeild II • Suðursveit Steinþór Torfason Hala

Kjördeild III • Mýrar Ari Hannesson Klettatúni

Kjördeild IV • Nes Halldór Tjörvi Einarsson Hraunhóll 8

Kjördeild V • Höfn Bæjarskrifstofur (heildarkjörskrá)

Kjördeild VI • Lón Sigurður Ólafsson Stafafelli

Höfn 23. mars 2011

Yfirkjörstjórn: Jón Stefán Friðriksson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Hermann Stefánsson

KJÖRFUNDURKjörfundir vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl 2011 verða sem hér segir:

Kjördeild I • Öræfi Hofgarður • Frá kl. 12:00

Kjördeild II • Suðursveit Hrollaugsstaðir • Frá kl. 12:00

Kjördeild III • Mýrar Holt • Frá kl. 12:00

Kjördeild IV • Nes Mánagarður • Frá kl. 12:00 til kl. 22:00

Kjördeild V • Höfn Sindrabær • Frá kl. 09:00 til kl. 22:00

Kjördeild VI • Lón Fundarhús • Frá kl. 12:00

Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um persónuskilríki á kjörstað

Höfn 30. mars 2011

Yfirkjörstjórn: Jón Stefán Friðriksson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Hermann Stefánsson

Nokkur umræða hefur verið um leikskólamál á Hornafirði undanfarið. Segja má að umræðan sé tvískipt. Annars vegar hefur fólk rætt um biðlista sem lengst hafa síðustu mánuði og hvernig bregðast megi við þeim og hins vegar um skipulag leikskólamála. Bæjarstjórn og skólanefnd hafa unnið að því að greina þessi mál samtímis en leggja áherslu á að þau eru lítið sem ekkert samtengd. Í mars lauk fræðslu- og félagssvið við úttekt á leikskólamálum. Þar var farið yfir þróun leikskólanna er varðar mannauð, vistunartíma, rekstur, leikskólagjöld og fleira. Þá var gerð könnun á viðhorfi starfsfólks leikskólanna og foreldra leikskólabarna auk þess sem viðtöl voru tekin við leikskólastjórana. Að endingu var gerð fjárhagsleg úttekt á mismunandi stjórnunarformum á leikskólunum. Helstu niðurstöður úr viðhorfskönnun voru að:

traust ríkir á milli stjórnenda • og starfsmanna,traust ríkir á milli starfsmanna • og foreldra barna,samstarf starfsmanna er • almennt séð gott,upplýsingaflæði innan • leikskólans er almennt séð gott,starfsfólk leikskólanna upplifir • bæði líkamlegt og andlegt álag,hluti starfsfólks telur aðstöðu • á leikskólanum ábótavant,stór hluti foreldra er ánægður • með leikskóla barnsins,foreldrar barna segja • að börnunum líði vel á leikskólanum.

Í viðhorfskönnun kom jafnframt fram að skiptar skoðanir eru um skipan leikskólamála. Þannig kemur fram í viðhorfskönnuninni að:

52% starfsmanna beggja • leikskólanna vilja búa áfram við núverandi skipulag, 40% vilja hverfa aftur til fyrra skipulags og 8% vilja sameinaðan leikskóla sem fyrsta valkost. Viðhorf eru þó ólík eftir skólum,40,7% foreldra vilja búa • áfram við ríkjandi skipulag, 32,3% vilja hverfa aftur til fyrra skipulags og 27,1% vilja sameiginlegan leikskóla sem fyrsta valkost.

Úttektin leiðir ekki til einnar augljósrar niðurstöðu um framtíð í skipulagi leikskólamála. Skólanefnd ákvað að leggjast frekar yfir skýrsluna og setja á fót rýnihóp til að greina málin betur. Rýnihópurinn saman stendur af fulltrúum frá hverju framboði sem fulltrúa á í bæjarstjórn, fulltrúum starfsmanna og stjórnenda á leikskólum og foreldra leikskólabarna. Það er vilji sveitarfélagsins Hornafjarðar að nýta úttektina á jákvæðan og uppbyggilegan hátt fyrir leikskólastarf í sveitarfélaginu. Skólanefnd mun boða til opins fundar um skólamál með það fyrir augum að gefa fólki tækifæri til að fjalla um efni skýrslunnar og annað er varðar skólamál í héraðinu.Leikskólaskýrslan er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is.

Leikskólamál til umræðu

Rækjusala7. bekkur er að selja rækjur til styrktar vestmanneyjarferðalagi. 2,5 kg á 3.500- Pantanir hjá Lindu í síma 891-8155 og Signý í síma 6919365