eystrahorn 27. tbl. 2013

4
Fimmtudagur 22. ágúst 2013 www.eystrahorn.is Eystrahorn Félagið Hjartað í Vatnsmýri hefur hafið undirskriftasöfnun á vefslóðinni www. lending.is þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri. Undirskriftir verða afhentar borgarstjórn áður en frestur til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur rennur út þann 20. september nk., en sem kunnugt er gerir skipulagstillagan ráð fyrir að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýri innan skamms. Auk vefsíðunnar verða undirskriftalistar aðgengilegir um land allt, jafnframt því sem miklir hagsmunir landsmanna allra af óbreyttri flugstarfsemi í Vatnsmýri verða kynntir víða um land með áberandi hætti á næstunni. Mikið hefur verið ritað og rætt um þetta mál á undanförnum árum og flestum ljóst um hvað málið snýst, en skerpt verður á því á næstunni. Í hnotskurn má segja, að nokkur hópur íbúa Reykjavíkur telji það réttlætanlegt að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýri til þess að koma þar upp íbúabyggð. Það er mat stjórnar félagsins Hjartað í Vatnsmýri eins og stórs hluta landsmanna að það sjónarmið sé illa ígrundað og ákvörðun í þá veru gengi beinlínis gegn hagsmunum landsmanna flestra, þar á meðal og ekki síst Reykvíkinga sjálfra. Innanlandsflug yrði tæplega flutt annað en til Keflavíkur. Við það tapast fjöldi starfa í Reykjavík, ferðatími milli Reykjavíkur og landsbyggðar eykst til muna svo og kostnaður flugfarþega, hvort sem eru Reykvíkingar, aðrir landsmenn eða ferðamenn. Sú nokkuð víðtæka sátt sem verið hefur um að byggja upp sérhæfða þjónustu í Reykjavík fyrir landsmenn alla mun bíða hnekki. Þar má nefna stjórnsýsluna, menntastofnanir, fjármálaþjónustu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega bráðamóttöku, sem útilokað er að sé fjarri flugvelli. Í því sambandi er rétt að undirstrika sérstaklega, að rúmlega 600 sjúkraflug fara um Reykjavíkurflugvöll á ári hverju. Það eru um tólf flug í viku hverri árið um kring. Fjölmörg önnur atriði til stuðnings staðsetningu flugvallar í Vatnsmýri má nefna, en þeim hafa bæði verið gerð góð skil í blaðagreinum, viðtölum og umræðum í borgarstjórn, á Alþingi og víðar og verða jafnframt gerð betri skil síðar. Félagið Hjartað í Vatnsmýri var stofnað þann 8. júlí 2013 í þeim tilgangi að berjast fyrir því mikilvæga hagsmunamáli landsmanna allra að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri. Í stjórn félagsins eru 14 einstaklingar víða af landinu og formenn eru þeir Friðrik Pálsson, hótelhaldari og Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri. www.lending.is 27. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni Þessi tveir heiðursmenn, Vignir Þorbjörnsson á Hornafjarðarflugvelli og Hörður Guðmundsson hjá Flugfélaginu Erni, hafa lengi þjónað innanlandsfluginu og ýmislegt reynt á löngum starfsferli. Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður haldin nk. laugardagskvöld 24. ágúst. Sýningin hefst kl. 23:00 og verður í tæplega hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur hann óskiptur til Björgunarfélags Hornafjarðar sem stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við ferðaþjónustuna á Jökulsárlóni og Ríki Vatnajökuls. Sætaferðir verða frá Höfn og er brottför frá Humarhöfninni kl. 21:15 og frá tjaldstæðinu kl. 21:30. Fargjald er 1.500 hvora leið, 3.000 fram og til baka. Flugeldasýningin á Jökulsárlóni Tryggingamiðstöðin býður öllum frítt á völlinn laugardaginn 24. ágúst kl. 14:00. Styðjum stelpurnar okkar í síðasta leik þeirra á Íslandsmótinu.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 23-Mar-2016

228 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 27. tbl. 2013

Fimmtudagur 22. ágúst 2013 www.eystrahorn.is

EystrahornFélagið Hjartað í Vatnsmýri hefur hafið undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.lending.is þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri. Undirskriftir verða afhentar borgarstjórn áður en frestur til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur rennur út þann 20. september nk., en sem kunnugt er gerir skipulagstillagan ráð fyrir að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýri innan skamms. Auk vefsíðunnar verða undirskriftalistar aðgengilegir um land allt, jafnframt því sem miklir hagsmunir landsmanna allra af óbreyttri flugstarfsemi í Vatnsmýri verða kynntir víða um land með áberandi hætti á næstunni. Mikið hefur verið ritað og rætt um þetta mál á undanförnum árum og flestum ljóst um hvað málið snýst, en skerpt verður á því á næstunni. Í hnotskurn má segja, að nokkur hópur íbúa Reykjavíkur telji það réttlætanlegt að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýri til þess að koma þar upp íbúabyggð. Það er mat stjórnar félagsins Hjartað í Vatnsmýri eins og stórs hluta landsmanna að það sjónarmið sé illa ígrundað og ákvörðun í þá veru gengi beinlínis gegn hagsmunum landsmanna flestra, þar á meðal og ekki síst Reykvíkinga sjálfra. Innanlandsflug yrði tæplega flutt annað en til Keflavíkur. Við það tapast fjöldi starfa í Reykjavík, ferðatími milli Reykjavíkur og landsbyggðar eykst til muna svo og kostnaður flugfarþega, hvort sem eru Reykvíkingar, aðrir landsmenn eða ferðamenn. Sú nokkuð víðtæka sátt sem

verið hefur um að byggja upp sérhæfða þjónustu í Reykjavík fyrir landsmenn alla mun bíða hnekki. Þar má nefna stjórnsýsluna, menntastofnanir, fjármálaþjónustu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega bráðamóttöku, sem útilokað er að sé fjarri flugvelli. Í því sambandi er rétt að undirstrika sérstaklega, að rúmlega 600 sjúkraflug fara um Reykjavíkurflugvöll á ári hverju. Það eru um tólf flug í viku hverri árið um kring. Fjölmörg önnur atriði til stuðnings staðsetningu flugvallar í Vatnsmýri

má nefna, en þeim hafa bæði verið gerð góð skil í blaðagreinum, viðtölum og umræðum í borgarstjórn, á Alþingi og víðar og verða jafnframt gerð betri skil síðar. Félagið Hjartað í Vatnsmýri var stofnað þann 8. júlí 2013 í þeim tilgangi að berjast fyrir því mikilvæga hagsmunamáli landsmanna allra að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri. Í stjórn félagsins eru 14 einstaklingar víða af landinu og formenn eru þeir Friðrik Pálsson, hótelhaldari og Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri. www.lending.is

27. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar

Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni

Þessi tveir heiðursmenn, Vignir Þorbjörnsson á Hornafjarðarflugvelli og Hörður Guðmundsson hjá Flugfélaginu Erni, hafa lengi þjónað innanlandsfluginu og ýmislegt reynt á löngum starfsferli.

Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður haldin nk. laugardagskvöld 24. ágúst. Sýningin hefst kl. 23:00 og verður í tæplega hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur hann óskiptur til Björgunarfélags Hornafjarðar sem stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við ferðaþjónustuna á Jökulsárlóni og Ríki Vatnajökuls. Sætaferðir verða frá Höfn og er brottför frá Humarhöfninni kl. 21:15 og frá tjaldstæðinu kl. 21:30. Fargjald er 1.500 hvora leið, 3.000 fram og til baka.

Flugeldasýningin á Jökulsárlóni

Tryggingamiðstöðin býður öllum frítt á völlinn

laugardaginn 24. ágúst kl. 14:00. Styðjum stelpurnar okkar

í síðasta leik þeirra á Íslandsmótinu.

Page 2: Eystrahorn 27. tbl. 2013

2 EystrahornFimmtudagur 22. ágúst 2013

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Kaþólska kirkjanSunnudaginn 25. ágúst

Í messunni ætlum við að biðja fyrir börnum sem byrja aftur í skóla (Veni Sancte), að góður Guð hjálpi þeim.Sérstaklega og hjartanlega eru velkomnar allar fjölskyldur með börnum.Messa byrjar kl. 12:00.Fermingarbörn hittast strax eftir messu.

HafnarkirkjaSunnudaginn 25. ágúst

Messa kl. 11:00

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

BrunnhólskirkjaSunnudaginn 25. ágúst

Messa kl. 14:00

Prestarnir

Hallgrímur fæddist 19. júní 1926 á Stóra Bóli á Mýrum í Hornafirði. Hann lést á heimili sínu 22. júní 2013. Foreldrar hans voru Sæmundur Halldórsson f. 19. febrúar 1887 d. 14. september 1976 og Guðrún Þorsteinsdóttir f. 3. janúar 1892 d. 20. mars 1973. Systkini Hallgríms voru Halldór 1913-1991, Guðríður 1914-1982, Aðalsteinn 1915-1995, Halla 1917-1993, Sigurbjörg 1918-1997, Katrín 1919-2000, Guðmundur 1921-2005, Helgi 1924-1987, Sigrún f. 1928, drengur 1930-1930 og Sigurjón 1932-1934. 31.12.1951 kvæntist Hallgrímur eftirlifandi eiginkonu sinni, Lovísu Óskarsdóttur f. 12.5.1933. Foreldrar hennar voru Kristín Björnsdóttir 1909-1972 og Óskar Guðnason 1908-1992. Börn þeirra eru: Óskar f. 25. nóvember 1953, maki Elín Björg Magnúsdóttir. Börn þeirra eru Hjördís, Magnús og Hallgrímur; Vigfús f. 13. ágúst 1955, maki Edda Björk Sigurðardóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Arndís Jóna, Steinn Anton, Sigurður Jóel og Halla Björk; Kristín f. 25. júní 1956, maki Arnór Snorrason. Börn þeirra eru Stefán og Ásta Lovísa; Þorsteinn f. 20. nóvember 1960, maki Auður Egilsdóttir. Börn þeirra eru Lilja, Lovísa, Egill og Elín; Guðrún f. 10. júlí 1962, maki Guðmundur Ýmir Bragason. Börn þeirra eru Atli Már, Bjarni Daníel, Björn Halldór og Ari Vestmar; Hallmundur f. 19. október 1963, unnusta Asti Tyas Nurhidayati. Langafabörnin eru níu. Hallgrímur útskrifaðist úr Kennaraskóla Íslands 1948 og starfaði við Barnaskóla Hafnarhrepps, A-Skaftafellssýslu frá 1948 til 1960. Árið 1960 fluttu þau hjónin í Goðatún 10 í Garðahreppi og bjó hann þar til æviloka. Hallgrímur kenndi við Barnaskóla Garðahrepps (síðar Flataskóli) frá 1960 til 1986 og var yfirkennari frá 1971. Hallgrímur starfaði töluvert á vettvangi bæjarmála í Garðahreppi, hann var formaður áfengisvarnarnefndar í Garðahreppi frá 1960, hreppsnefndarmaður Garðahrepps frá 1970 til 1974, í skólanefnd í Tónlistarskólanum í Görðum 1974 til 1982, einn af stofnendum æskulýðsfélagsins Stjörnunnar í Garðahreppi 1960 og í stjórn þess fyrstu árin og í bókasafnsnefnd Garða frá 1970 til 1974. Hallgrímur kom mikið að málefnum heyrnarlausra og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Þannig var hann einn af stofnendum Styrktarfélags Heyrnardaufra 1966 og í stjórn þess fyrstu árin, í nefnd til að gera heildartillögur um framtíðarfyrirkomulag talmeina- og heyrnarþjónustu 1977 og í stjórn Heyrnar- og Talmeinastöðvar Íslands frá stofnun 1978. Hallgrímur hafði brennandi áhuga á útbreiðslu alþjóðamálsins Esperanto og vann mikið á vettvangi samtaka þeirra á Íslandi. Þau hjónin sóttu alþjóðaráðstefnur Esperantista víða um heim og kynntust mörgum esperantistum í tengslum við þær og eignuðust í þeim hópi marga góða vini. Hallgrímur þýddi ýmsar barnabækur á og úr esperanto, svo og stóð hann fyrir útgáfu á kennslubókum. Nú síðast í vetur þýddi hann kennslubókina Esperanto með beinni aðferð. Útför Hallgríms fór fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 4. júlí 2013.

Andlát

Hallgrímur Sæmundsson

Frá Ferðafélaginu

Súlutindar í samstarfi við Ferðafélag Mýrdælinga

Laugardaginn 24.8.2013 Kl. 8:00

Lagt af stað frá tjaldstæði kl 8:00 og frá afleggjara inn í Núpstaðarskóg kl 10:00. Aðeins jeppar fara frá afleggjara inn í Núpstaðarskóg. Þeir sem koma á fólksbílum verða að fá far með jeppum þaðan. Mæting við Þjónustumiðstöð SKG (tjaldstæði) og munið eftir góða skapinu og nestinu.Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins.Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda, ól skal vera meðferðis.Nánari upplýsingar gefa Ragna í síma 662-5074 og Magga í síma 868-7624

Kvöldstund við orgeliðí Kálfafellsstaðarkirkju laugardaginn 24. ágúst

kl. 21:00. Kristín og Sigurður

flytja kvöldljóð.Aðgangur ókeypis en

frjáls framlög renna til Kálfafellsstaðarkirkju.

AtvinnaÓska eftir röskum starfsmanni í brettasmíði. Getur hentað með skólagöngu. Upplýsingar hjá Bjössa í síma 893-5444.

AtvinnaBílstjóra með meirapróf vantar hjá Eimskip á Höfn frá 15.09. til 01.11.2013. Upplýsingar í síma 894-4107. Heimir.

Page 3: Eystrahorn 27. tbl. 2013

3Eystrahorn Fimmtudagur 22. ágúst 2013

Athygli er vakin á því að Íformi hefur verið frestað um viku vegna þess að meistaraflokksstrákarnir okkar eru að spila síðasta heimaleik 14. september og frestast því þetta stórgóða mót okkar um viku. Endar Óli Jóns kannski í markinu? Hafnarhlaupið verður helgina á undan og þurfa þeir sem þar taka þátt aðeins að greiða eitt keppnisgjald þó að þeir keppi helgina á eftir. Strandblak bætist við og það er nú aldeilis fínt að geta sýnt stælta og brúna kroppana eftir sólríkt sumarið. Blakið verður trúlega á föstudagskvöldið en ef illa viðrar fyrir kroppasýningar þá færist blakið inn án þess að trufla aðrar greinar. Keppnisgreinarnar verða eins og undanfarin ár, brids, blak, brennibolti, hnit, fótbolti, frjálsar, golf (Texas scramble) og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og haft nægan tíma til að koma sér í form. Laugardagskvöldið er í vinnslu og verið er að vinna tímaseðil fyrir mótið. Eins og undanfarin ár verður leitast við að gefa þátttakendum tækifæri til að keppa í slem flestum greinum. raða greinum. Rúsínan í pylsuendanum er náttúrulega keppnisgjaldið. Við hér á Hornafirði búum svo vel að vera með okkar eigin gjaldmiðil sem hvorki vextir, verðbólga né stjórnvöld geta haggað. Það verður því sama keppnisgjald og í fyrra eða 3.500- kr.

Skráning er hafin á [email protected] og aftur, Hafnarhlaup 14. september og svo stóra helgin 20. og 21. september.

Stjórnin sem er Íformi

Allir Íform 20. og 21. september

Laugardagskvöldið 24. ágúst verðum við með kvöldverðarhlaðborðið okkar á

boðstólnum frá kl. 18:00 - 21:00.

Verðið er kr. 5.500,- á mannBorðapantanir í síma 478-1074.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Starfsfólk Hótel Smyrlabjörg

Frá Tónskóla Austur-SkaftafellssýsluInnritun nýnema skólaárið 2013-2014 stendur yfir.

Umsækjendur sækja um í gegnum www.hornafjordur.is/tonskoli

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og sækja um í Tónskólanum (Sindrabæ) föstudaginn 23. ágúst milli kl. 12:00 - 16:00 og mánudaginn 26. ágúst milli kl. 10:00 - 13:00.

Allir þeir sem telja sig vera á biðlista þurfa að endurnýja umsókn sína. Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Framhaldsskólanemendur eru beðnir um að skila inn ljósriti af stundatöflu sinni.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-8460 á umsóknartíma og inn á heimasíðu skólans.

Skólastjóri

Í undirbúningi er stofnun gangnamannafélags með það að markmiði að hvetja þéttbýlisfólk til að nota þá óbeisluðu orku sem fætur þess innihalda. Við sem að þessu komum teljum þetta góða leið í eflingu samskipta og samvinnu milli þéttbýlis og dreifbýlis. Stofnfundur er í undirbúningi hér á Höfn og hafa forsvarsmenn Sindra, Ferðafélagsins og Björgunarfélags Hornafjarðar ásamt starfsmanni Búnaðarsambandsins rætt málin. Auk þess eru bændur farnir að stilla saman strengi sína, en félagsskapurinn verður í samvinnu við Búnaðarsambandið og Félag sauðfjárbænda. Í gangnamannafélagið væri best að fá sem flesta, karla, konur, hestamenn og jafnvel fjórhjólaeigendur, hvort sem er um er að ræða vant smalafólk eða ekki. Auðvitað þarf ekki að benda fólki á þá miklu náttúrufegurð sem leynist hér upp til fjalla og óvíða fer saman jafnmikil litadýrð í gróðri og bergtegundum þegar hausta tekur. Svona félagsskapur er upplagður fyrir fólk sem vill fá útiveru, hreyfingu, upplifa náttúrufegurð og síðast en ekki síst kynnast skemmtilegu fólki. Á haustmánuðum gerum við okkur náttúrulega dagamun og segjum frá svaðilförum haustsins. Stofnfundur verður auglýstur síðar og eru allir hvattir til að mæta. Þar verður skráningarblað látið ganga þar sem fólk tiltekur hvort það sé vant eða óvant í smölun. Bændur sem vilja leyfa okkur að ganga með sér til fjalla eða smala láglendi og óska eftir fólki þurfa að gefa upp hversu erfið smalamennskan er í ákveðnum göngum. Yfirleitt er hægt að finna göngur við allra hæfi. Farið er að taka við skráningum frá áhugasömum, hvort sem um er að ræða bændur eða aðra. Áhugasamir geta haft samband við Grétar, netfangið er [email protected] eða í síma 470-8088.

Undirbúningshópurinn

Göngur og réttir Útivera og hreyfing

Starfslokanámskeið 4 klst. Verð: 18.000,-Á starfslokanámskeiðinu er leitast við að svara algengum spurningum sem brenna á fólki við starfslok. Fjallað er um lífeyrisréttindi, búsetumál, réttindi vegna heilsugæslu og um frístundir og hvernig best sé að nota tímann eftir starfslok. Mikil áhersla er á virka þátttöku nemenda og að reyna að svara sem flestum spurningum og benda jafnframt á hvert hægt er að leita til að fá gagnlegar upplýsingar.Félagsmenn AFLs fá ókeypis á námskeiðið. 4. sept. kl. 13-17 í húsi AFLs. Leiðbeinandi: Ingibjörg Stefánsdóttir.NámstækniÁ námskeiðinu er farið í atriði eins og tímastjórnun, frestunaráráttu, mismunandi lestraraðferðir, glósutækni, að læra fyrir próf, að taka mismunandi próf og vinna með einbeitingu og prófkvíða.Nýheimum 9. september kl. 16 - 18. Leiðbeinandi: Ragna Hreinsdóttir náms- og starfsráðgjafi. Einnig verður Ragna með námsráðgjöf í Nýheimum sama dag fyrir alla þá sem vilja.Skráning og upplýsingar: 470-3840 og [email protected]

Page 4: Eystrahorn 27. tbl. 2013

Tilboðin gilda 22. - 25. ágústTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

áður 469 kr/stk

ekta Hrásalat - kartöflusalat

375

áður 99 kr/stk

pepsi - pepsi max33cl dós

79

í sumarskapi

áður 3.799 kr/kg

Nauta piparsteikferskt

2.659 30%

áður 798 kr/pk

Nautaborgarar4x90gr m/brauði

599 25%

áður 998 kr/kg

kjúkliNgaleggirbbq

699 30%

áður 1.794 kr/pk

kjúkliNgabriNgurdaNskar - 900gr

1.399

áður 3.284 kr/kg

lambaprimekryddlegið

2.29930%

áður 799 kr/stk

peter l. kaffirauður

40%479