svar - althing

14
149. löggjafarþing 2018–2019. Prentað upp. Þingskjal 1378 324. mál. Leiðrétt mynd. Svar mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Margréti Tryggvadóttur um brottfall nema í framhaldsskólum. Fyrirspurnin hljóðar svo: Hvernig skiptist brottfall nema í framhaldsskólum undanfarin tíu ár eftir skólum, kyni og aldri? Í þessu svari eru gefnar upplýsingar um þrenns konar gerðir brotthvarfs tíu ár aftur í tím- ann eftir því sem upplýsingar leyfa, þ.e.: I. Árgangsbrotthvarf sem er kyngreint og nær yfir tíu ára tímabil, þ.e. árgangana 2003–2012, en ekki er hægt að sundurgreina það eftir skólum. II. Árlegt brotthvarf nýnema, en ráðuneytið hefur skilgreint það til að auðvelda skólum og skólayfirvöldum að fylgjast með þróun brotthvarfs m.a. eftir skólum og nemendahópum. Tölur liggja fyrir um árlegt brotthvarf nýnema á átta ára tímabili sem eru nýnemaárgangar 2010–2017 sundurgreindir eftir framhaldsskólum og eru þær birtar hér. Ætlunin er að það taki síðar til fleiri nemendahópa en nýnema og verði kyngreint. III. Snemmbært brotthvarf sem er ekki greint eftir framhaldsskólum og tekur mið af aldursbilinu 18–24 ára. Jafnframt eru gefnar upp niðurstöður um IV. hlutfall ungs fólks, 18–24 ára, sem er hvorki í vinnu né í námi/starfsþjálfun, fimm ár aftur í tímann. I. Árgangsbrotthvarf. Hagstofan birtir svokallað árgangsbrotthvarf, í fyrirspurn nefnt brottfall (e. cohort rate), sem mælir námsframvindu innritunarárgangs eftir ákveðið tímabil, t.d. fjórum, sex og sjö árum eftir fyrstu innritun í framhaldsskóla. Birtar eru upplýsingar um hversu stór hluti hefur horfið frá námi (er ekki í námi og ekki útskrifaðir), er enn í námi og útskrifaðir (sjá fylgiskjal 1). Til útskrifaðra teljast þeir sem hafa verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd (alþjóðlegur menntunarflokkur ISCED 3). Til brotthvarfs teljast þeir sem eru ekki útskrifaðir og ekki í námi. Þar sem nemendur geta lokið námi frá öðrum fram- haldsskóla en þeir hófu nám í er árgangsbrotthvarf ekki skilgreint eftir framhaldsskólum. Hagstofan hefur ekki enn birt tölur um brotthvarf sex og sjö árum eftir innritun fyrir nemend- ur sem innrituðust árið 2011 og 2012. Í fylgiskjali 1 má sjá kyngreint fjögurra ára brotthvarf nemenda sem hófu nám á tíu ára tímabili frá árinu 2003 til og með 2012. Þar sést að árgangsbrotthvarf þessara nemenda hefur verið nokkuð stöðugt þannig að 27% nemenda hefur horfið brott úr námi fjórum árum eftir að þeir hófu nám. Jafnframt að 31% drengja hefur horfið brott frá námi á þeim tíma og tæp 23% stúlkna (sjá töflu 1).

Upload: others

Post on 02-Nov-2021

10 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Svar - Althing

149. löggjafarþing 2018–2019. Prentað upp.Þingskjal 1378 — 324. mál. Leiðrétt mynd.

Svar

mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Margréti Tryggvadótturum brottfall nema í framhaldsskólum.

Fyrirspurnin hljóðar svo:Hvernig skiptist brottfall nema í framhaldsskólum undanfarin tíu ár eftir skólum, kyni og

aldri?

Í þessu svari eru gefnar upplýsingar um þrenns konar gerðir brotthvarfs tíu ár aftur í tím-ann eftir því sem upplýsingar leyfa, þ.e.: I. Árgangsbrotthvarf sem er kyngreint og nær yfirtíu ára tímabil, þ.e. árgangana 2003–2012, en ekki er hægt að sundurgreina það eftir skólum.II. Árlegt brotthvarf nýnema, en ráðuneytið hefur skilgreint það til að auðvelda skólum ogskólayfirvöldum að fylgjast með þróun brotthvarfs m.a. eftir skólum og nemendahópum.Tölur liggja fyrir um árlegt brotthvarf nýnema á átta ára tímabili sem eru nýnemaárgangar2010–2017 sundurgreindir eftir framhaldsskólum og eru þær birtar hér. Ætlunin er að þaðtaki síðar til fleiri nemendahópa en nýnema og verði kyngreint. III. Snemmbært brotthvarfsem er ekki greint eftir framhaldsskólum og tekur mið af aldursbilinu 18–24 ára. Jafnframteru gefnar upp niðurstöður um IV. hlutfall ungs fólks, 18–24 ára, sem er hvorki í vinnu né ínámi/starfsþjálfun, fimm ár aftur í tímann.

I. Árgangsbrotthvarf.Hagstofan birtir svokallað árgangsbrotthvarf, í fyrirspurn nefnt brottfall (e. cohort rate),

sem mælir námsframvindu innritunarárgangs eftir ákveðið tímabil, t.d. fjórum, sex og sjöárum eftir fyrstu innritun í framhaldsskóla. Birtar eru upplýsingar um hversu stór hluti hefurhorfið frá námi (er ekki í námi og ekki útskrifaðir), er enn í námi og útskrifaðir (sjá fylgiskjal1). Til útskrifaðra teljast þeir sem hafa verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi semer a.m.k. tvö ár að lengd (alþjóðlegur menntunarflokkur ISCED 3). Til brotthvarfs teljast þeirsem eru ekki útskrifaðir og ekki í námi. Þar sem nemendur geta lokið námi frá öðrum fram-haldsskóla en þeir hófu nám í er árgangsbrotthvarf ekki skilgreint eftir framhaldsskólum.Hagstofan hefur ekki enn birt tölur um brotthvarf sex og sjö árum eftir innritun fyrir nemend-ur sem innrituðust árið 2011 og 2012.

Í fylgiskjali 1 má sjá kyngreint fjögurra ára brotthvarf nemenda sem hófu nám á tíu áratímabili frá árinu 2003 til og með 2012. Þar sést að árgangsbrotthvarf þessara nemenda hefurverið nokkuð stöðugt þannig að 27% nemenda hefur horfið brott úr námi fjórum árum eftirað þeir hófu nám. Jafnframt að 31% drengja hefur horfið brott frá námi á þeim tíma og tæp23% stúlkna (sjá töflu 1).

Page 2: Svar - Althing

2

Mynd 1: Árgangsbrotthvarf fjórum árum eftir innritun.

Tafla 1: Árgangsbrotthvarf fjórum árum eftir innritun.

Ár Alls % Karlar % Konur %2003 30 35 252004 28 31 242005 26 30 222006 27 31 242007 25 29 212008 26 30 222009 28 32 242010 26 31 202011 27 32 232012 26 30 22Meðaltal 26,9 31,1 22,7

II. Árlegt brotthvarf nýnema.Ráðuneytið hefur nýlega skilgreint og hafið að reikna árlegt brotthvarf nýnema og er lagt

til grundvallar hvort nemandi er skráður í framhaldsskóla næsta haust eftir að hann hóf námí framhaldsskóla. Í töflu 2 og á mynd 2 má sjá niðurstöður sl. átta ára og er niðurstaðan kyn-greind síðustu þrjú skólaárin. Þar má sjá að árlegt brotthvarf nýnema er oftast í kringum 7%frá skólaárinu 2010–2011 til skólaársins 2017–2018. Það má einnig sjá að árlegt brotthvarfflöktir nokkuð. Til samanburðar má nefna að í svipuðum útreikningum frá Hagstofu Íslandsfrá 2004 fyrir skólaárið 2002–2003 mældist árlegt brotthvarf nýnema 11,5%.

Page 3: Svar - Althing

3

Mynd 2: Árlegt brotthvarf nýnema 2010–2017.

Tafla 2: Árlegt brotthvarf nýnema 2010–2017.

Skólaár KynÁrlegt

brotthvarfStærð nýnema-

árgangs2010–2011 6,50% 40512011–2012 7,00% 39342012–2013 7,20% 41292013–2014 7,00% 37822014–2015 7,50% 40532015–2016 6,20% 3995

Karlar 6,50% 1955Konur 5,90% 2040

2016–2017 7,30% 4083Karlar 8,10% 2050Konur 6,60% 2033

2017–2018 6,40% 3980Karlar 7,60% 2015

Konur 5,20% 1965

Fyrirvarar/útskýringar við töflu 2:• Fyrir öll skólaárin er athugað hvort nemandi sé skráður í framhaldsskólanám í Innu, gagna-

grunni framhaldsskólanna, eða í vinnustaðanámi samkvæmt námssamningi.• Einnig er leiðrétt fyrir þá sem eru erlendis í skiptinámi á vegum AFS. Mögulegt er að skipti-

nemar annarra samtaka hafi farið til útlanda í skiptinám og gætu mögulega talist til brott-hvarfshópsins. AFS eru stærstu skiptinemasamtökin á Íslandi.

Page 4: Svar - Althing

4

Í fylgiskjali 2 má sjá árlegt brotthvarf nýnema eftir framhaldsskólum síðustu átta ár.Mikilvægt er að hafa í huga að margir þættir hafa áhrif á hættu á brotthvarfi. Þessir þættir erut.d. námsárangur, hegðun, líðan, viðhorf og skuldbinding til náms, bakgrunnur, stuðningurfjölskyldu, utanumhald skóla o.fl. Þegar nýnemabrotthvarf er skoðað eftir framhaldsskólumverður að hafa í huga að nemendahópurinn er mjög misjafn milli framhaldsskóla.

III. Snemmbært brotthvarf.Snemmbært brotthvarf (e. status rate, early school leaving) er skilgreint á eftirfarandi hátt:

Hlutfall mannfjöldans á aldrinum 18–24 ára sem hefur ekki lokið prófi á framhaldsskólastigisem er a.m.k. tvö ár að lengd, þ.e. er með grunnmenntun eða lægri menntun (alþjóðlegurmenntunarflokkur ISCED 0, 1, eða 2) og er ekki skráð í nám eða starfsþjálfun. Snemmbærtbrotthvarf er því hvorki greint eftir framhaldsskólum né aldri. Á mynd 3 og í töflu 3 má sjásnemmbært brotthvarf á Íslandi síðustu 10 ár.

Mynd 3: Snemmbært brotthvarf 2008–2017.

Tafla 3: Snemmbært brotthvarf 2008–2017; Hlutfall %.

2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017Alls 24,4 21,3 22,6 19,7 20,1 20,5 19,1 18,8 19,8 17,8Karlar 26,2 25,1 26,0 22,2 23,6 24,4 24,4 24,9 23,6 22,5Konur 22,4 17,4 19,0 17,1 16,5 16,4 13,6 12,4 15,6 12,7

IV. Hlutfall ungs fólks sem er hvorki í vinnu né í námi/starfsþjálfun.Nokkuð skyld mæling en eðlisólík hinum sem tengjast brotthvarfi ungs fólks frá námi er

svokölluð NEET-mæling (neither in Employment nor in Education or Training), en það erhlutfall ungs fólks (aldur 18–24 ára) sem er hvorki í vinnu né í námi eða starfsþjálfun/starfs-menntun. Í nefnara er allur mannfjöldinn á aldursbilinu. Í teljara er sá hluti hans sem er

Page 5: Svar - Althing

5

hvorki í vinnu né í námi eða starfsþjálfun/starfsmenntun. Athugið að í teljara eru ekki ein-ungis þeir sem eru atvinnulausir heldur allir óvirkir á vinnumarkaði af öðrum sökum en aðvera í námi eða starfsmenntun. Mynd 4a og tafla 4a sýna þróunina á tímabilinu 2013–2017.

Mynd 4a: Hlutfall 18–24 ára sem er hvorki í vinnuné í námi/starfsþjálfun (NEET) 2013–2017.

Tafla 4a: Hlutfall 18–24 ára sem er hvorki í vinnu néí námi/starfsþjálfun (NEET) 2013–2017; hlutfall %.

2013 2014 2015 2016 2017Allir 6,6 6,9 5,6 4,5 4,1Karlar 8,2 7,3 7,2 4,7 4,5Konur 4,8 6,6 3,8 4,2 3,7

Við samanburð á hlutfalli ungs fólks sem er hvorki í vinnu né í námi/starfsþjálfun (NEET)milli Norðurlandanna árið 2017 má sjá að langlægsta hlutfallið er á Íslandi (sjá mynd 5 ogtöflu 5).

Page 6: Svar - Althing

6

Mynd 4b: Hlutfall 20–34 ára sem er hvorki í vinnuné í námi/starfsþjálfun (NEET) 2017.

Tafla 4b: Hlutfall 20–34 ára sem er hvorki í vinnu né í námi/starfsþjálfun (NEET) 2017.

Land % árið 2017Noregur 9,8Svíþjóð 7,8Finnland 14,5Danmörk 11,8Ísland 4,9

Page 7: Svar - Althing

7

Fylgiskjal I.

Árgangsbrotthvarf (e. cohort rate).• Mælir námsframvindu innritunarárgangs eftir ákveðið tímabil, t.d. fjórum, sex og sjö

árum eftir fyrstu innritun í framhaldsskóla, þ.e. hversu stór hluti hefur horfið frá námi(er ekki í námi og ekki útskrifaður), er enn í námi og útskrifaður. Til útskrifaðra teljastþeir sem hafa verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár aðlengd (alþjóðlegur menntunarflokkur ISCED 3). Til brotthvarfs teljast þeir sem eru ekkiútskrifaðir og ekki í námi.

• Árgangsbrotthvarf er hvorki skilgreint eftir framhaldsskólum né aldri.• Hagstofa Íslands heldur utan um útreikninga og birtingu á árgangsbrotthvarfi og er tafla

5 unnin úr upplýsingum frá Hagstofunni.

Tafla 5: Yfirlit yfir hlutfall brautskráðra, nemenda enn í námi og árgangsbrotthvarf,fjórum, sex og sjö árum eftir innritun árið 2003 til og með ársins 2012.

Innritun Staða Alls % Karlar % Konur %2003 2007

Brautskráðir alls 44 36 52Árgangsbrotthvarf 30 35 25Enn í námi 26 29 23

2009Brautskráðir alls 58 51 65Árgangsbrotthvarf 28 34 23Enn í námi 14 15 12

2010Brautskráðir alls 62 56 68Árgangsbrotthvarf 28 34 23

Enn í námi 10 11 92004 2008

Brautskráðir alls 45 38 52Árgangsbrotthvarf 28 31 24Enn í námi 28 31 24

2010Brautskráðir alls 58 52 64Árgangsbrotthvarf 30 34 25Enn í námi 12 13 11

2011Brautskráðir alls 61 55 67Árgangsbrotthvarf 27 33 22

Enn í námi 11 12 112005 2009

Brautskráðir alls 47 40 53Árgangsbrotthvarf 26 30 22Enn í námi 28 30 25

Page 8: Svar - Althing

8

Innritun Staða Alls % Karlar % Konur %2011

Brautskráðir alls 60 55 65Árgangsbrotthvarf 27 31 23Enn í námi 13 15 12

2012Brautskráðir alls 64 58 69Árgangsbrotthvarf 27 32 22

Enn í námi 9 10 92006 2010

Brautskráðir alls 47 39 54Árgangsbrotthvarf 27 31 24Enn í námi 26 30 23

2012Brautskráðir alls 60 53 66Árgangsbrotthvarf 28 32 23

Enn í námi 13 15 112013

Brautskráðir alls 63 57 69Árgangsbrotthvarf 28 33 23

Enn í námi 9 11 82007 2011

Brautskráðir alls 48 42 55Árgangsbrotthvarf 25 29 21Enn í námi 27 29 24

2013Brautskráðir alls 61 54 68Árgangsbrotthvarf 29 35 22Enn í námi 11 11 10

2014Brautskráðir alls 63 57 70Árgangsbrotthvarf 29 34 23

Enn í námi 8 9 72008 2012

Brautskráðir alls 50 42 58Árgangsbrotthvarf 26 30 22Enn í námi 24 28 20

2014Brautskráðir alls 62 55 68Árgangsbrotthvarf 28 32 23Enn í námi 11 13 9

2015Brautskráðir alls 64 59 70Árgangsbrotthvarf 28 33 23

Enn í námi 8 8 7

Page 9: Svar - Althing

9

Innritun Staða Alls % Karlar % Konur %2009 2013

Brautskráðir alls 49 41 57Árgangsbrotthvarf 28 32 24Enn í námi 23 27 19

2015Brautskráðir alls 60 53 67Árgangsbrotthvarf 29 35 24Enn í námi 10 12 9

2016Brautskráðir alls 63 56 70Árgangsbrotthvarf 29 35 24

Enn í námi 8 9 72010 2014

Brautskráðir alls 51 41 61Árgangsbrotthvarf 26 31 20Enn í námi 24 28 19

2016Brautskráðir alls 62 53 72Árgangsbrotthvarf 29 36 21Enn í námi 9 11 7

2017Brautskráðir alls .. .. ..Árgangsbrotthvarf .. .. ..

Enn í námi .. .. ..2011 2015

Brautskráðir alls 51 43 59Árgangsbrotthvarf 27 32 23Enn í námi 22 25 18

2017Brautskráðir alls .. .. ..Árgangsbrotthvarf .. .. ..Enn í námi .. .. ..

2018Brautskráðir alls .. .. ..Árgangsbrotthvarf .. .. ..

Enn í námi .. .. ..2012 2016

Brautskráðir alls 52 45 60Árgangsbrotthvarf 26 30 22Enn í námi 22 25 18

2018Brautskráðir alls .. .. ..Árgangsbrotthvarf .. .. ..Enn í námi .. .. ..

Page 10: Svar - Althing

10

Innritun Staða Alls % Karlar % Konur %2019

Brautskráðir alls .. .. ..Árgangsbrotthvarf .. .. ..

Enn í námi .. .. .... Gögn ekki birt hjá Hagstofu.

Page 11: Svar - Althing

11

Fylgiskjal II.

Árlegt brotthvarf nýnema eftir framhaldsskólum.• Brotthvarf úr framhaldsskóla á einu skólaári, þ.e. sá hluti nemenda í aðalskóla við byrjun

skólaárs sem hættir í þeim skóla án þess að útskrifast og fór ekki í annan skóla.• Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur nýlega hafið útreikninga og skilgreiningu.

Hefur ekki birst opinberlega.

Í töflu 6 má sjá átta ára greiningu á árlegu brotthvarfi nýnema eftir framhaldsskólum. Fyrirhvern framhaldsskóla er gefin upp árleg brotthvarfstala nýnema og fjöldi nýnema sem hófunám við skólann um haustið viðkomandi ár samkvæmt innritunargögnum.

Við túlkun á árlegu brotthvarfi er mikilvægt að hafa í huga að samsetning nemendahópaí framhaldsskólum er ólík. Í sumum þeirra er einsleitur nemendahópur en í öðrum eru hóparn-ir fjölbreyttari. Þessi munur er mun meiri en t.d. milli grunnskóla. Það er því viðbúið að mun-ur á brotthvarfi milli skóla geti verið umtalsverður. Sem dæmi útskýra einkunnir nýnemahópaúr grunnskóla u.þ.b. helming af breytileika árlegs nýnemabrotthvarfs milli framhaldsskóla(nýnemaárgangur 2015–16: R2=0,535). Ráðuneytið hvetur því til varfærni þegar brotthvarfá milli skóla er skoðað og túlkað. Fjölmargir þættir hafa áhrif á brotthvarf nemenda úr fram-haldsskólum og beinn samanburður á milli skóla út frá brotthvarfstölum gefur ekki einn ogsér rétta mynd af starfsemi skólans.

Mynd 6a: Árlegt nýnemabrotthvarf 2010–2017 eftir framhaldsskólum.

Page 12: Svar - Althing

12

 

Framhaldsskóli 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017BHS Árl. brotthvarf 8,6% 5,9% 13,7% 10,4% 10,6% 10,0% 12,2% 9,0%

Fjöldi nýnema 233 222 219 192 188 201 255 290

FAS Árl. brotthvarf 0,0% 8,1% 4,3% 8,8% 3,6% 16,0% 7,4% 23,5%Fjöldi nýnema 25 37 23 34 28 25 27 17

FB Árl. brotthvarf 7,1% 13,2% 14,3% 13,1% 13,1% 11,0% 15,0% 11,0%Fjöldi nýnema 268 205 168 137 183 163 180 172

FG Árl. brotthvarf 7,1% 2,9% 5,2% 2,3% 5,6% 2,6% 4,2% 4,3%Fjöldi nýnema 184 173 172 171 198 193 192 184

FL Árl. brotthvarf 7,4% 8,1% 22,7% 24,1% 12,0% 0,0% 0,0% 16,7%Fjöldi nýnema 27 37 22 29 25 18 18 12

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði FLB Árl. brotthvarf 9,4% 7,8% 6,1% 3,9% 11,5% 7,1% 16,1% 4,4%

Fjöldi nýnema 223 231 179 178 156 182 199 181

FMOS Árl. brotthvarf 11,4% 17,4% 16,1% 6,1% 7,6% 5,7% 12,3% 17,9%Fjöldi nýnema 35 23 31 33 92 88 73 56

FNV Árl. brotthvarf 5,6% 13,8% 9,5% 7,9% 14,8% 7,2% 15,1% 7,0%Fjöldi nýnema 54 65 74 63 81 83 73 43

FS Árl. brotthvarf 8,6% 11,5% 13,5% 11,2% 10,1% 10,8% 9,0% 7,9%Fjöldi nýnema 267 226 230 241 208 240 234 241

FSH* Árl. brotthvarf 5,6% 8,0% 8,3% 10,0% --a 4,2% 8,3% 5,6%Fjöldi nýnema 36 25 24 20 --a 24 24 18

FSN Árl. brotthvarf 8,7% 9,1% 10,8% 9,4% 10,5% 2,4% 3,8% 15,9%Fjöldi nýnema 46 55 37 53 38 41 52 44

FSu Árl. brotthvarf 7,2% 11,6% 9,0% 9,4% 8,0% 7,3% 7,1% 4,0%Fjöldi nýnema 208 233 212 213 199 164 169 175

FVA Árl. brotthvarf 7,4% 5,2% 10,8% 5,4% 4,6% 3,6% 5,3% 5,1%Fjöldi nýnema 121 115 111 111 108 112 94 117

FÁ Árl. brotthvarf 13,9% 14,9% 14,1% 19,1% 18,8% 9,7% 18,4% 20,0%Fjöldi nýnema 166 101 142 141 96 93 76 95

FÍV Árl. brotthvarf 7,2% 12,5% 15,6% 7,2% 12,5% 13,3% 11,4% 8,2%Fjöldi nýnema 69 48 64 69 48 60 44 49

IH** Árl. brotthvarf 14,9% 11,9% 21,1% 13,0% 25,0%Fjöldi nýnema 74 67 76 69 64

* Nemendatölur óáreiðanlegar fyrir FSH nýnemaárgang 2014

** IH var sameinaður TSKOLI árið 2015

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Framhaldsskólinn á Húsavík

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Fjölbrautaskóli Vesturlands

Borgarholtsskóli

Fjölbrautaskóli Austur- Skaftafellssýslu

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Framhaldsskólinn á Laugum

Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ

Tafla 6a: Árlegt nýnemabrotthvarf 2010–2017 eftir framhaldsskólum.

Page 13: Svar - Althing

13

Mynd 6b: Árlegt nýnemabrotthvarf 2010–2017 eftir framhaldsskólum.

Page 14: Svar - Althing

14

 

Framhaldsskóli 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017KVSK Árl. brotthvarf 2,0% 1,4% 1,2% 1,0% 2,0% 1,4% 1,7% 1,5%

Fjöldi nýnema 150 213 242 208 197 219 231 199

MA Árl. brotthvarf 0,9% 2,0% 2,0% 2,1% 2,4% 2,5% 0,9% 0,5%Fjöldi nýnema 214 197 196 193 209 199 214 211

MB Árl. brotthvarf 6,7% 3,7% 0,0% 2,9% 10,3% 5,4% 6,1% 16,7%Fjöldi nýnema 30 27 30 35 29 37 33 36

ME Árl. brotthvarf 6,3% 4,9% 4,0% 6,4% 4,1% 1,6% 12,3% 1,5%Fjöldi nýnema 63 81 101 78 74 61 73 66

MH Árl. brotthvarf 3,0% 2,9% 1,5% 1,8% 3,9% 1,9% 5,6% 5,6%Fjöldi nýnema 267 241 261 275 258 257 232 288

MK Árl. brotthvarf 12,3% 16,7% 14,2% 13,8% 16,0% 11,2% 10,8% 12,1%Fjöldi nýnema 252 240 233 232 194 232 167 198

ML Árl. brotthvarf 1,9% 2,1% 0,0% 2,3% 4,0% 5,6% 0,0% 0,0%Fjöldi nýnema 52 47 51 44 25 54 53 50

MR Árl. brotthvarf 0,9% 1,6% 1,1% 1,9% 2,0% 1,0% 1,7% 2,0%Fjöldi nýnema 218 245 262 259 251 210 240 250

MS Árl. brotthvarf 1,4% 1,6% 1,8% 2,6% 2,5% 4,0% 2,2% 0,5%Fjöldi nýnema 218 186 217 234 243 249 229 190

MTR Árl. brotthvarf 22,2% 0,0% 6,9% 12,5% 9,5% 9,1% 19,0% 4,8%Fjöldi nýnema 18 23 29 24 21 22 21 21

MÍ Árl. brotthvarf 4,1% 7,8% 9,9% 3,5% 2,8% 8,7% 2,4% 2,2%Fjöldi nýnema 74 64 81 57 72 46 41 45

TSKOLI Árl. brotthvarf 9,9% 13,4% 11,8% 18,5% 12,0% 11,1% 10,5% 13,3%Fjöldi nýnema 151 194 161 162 158 207 277 241

VA Árl. brotthvarf 12,8% 4,4% 0,0% 9,7% 3,1% 7,9% 8,8% 0,0%Fjöldi nýnema 39 45 27 31 32 38 34 25

VMA Árl. brotthvarf 10,0% 6,6% 5,7% 10,2% 9,1% 11,3% 9,4% 10,3%Fjöldi nýnema 200 197 210 196 231 194 202 184

VÍ Árl. brotthvarf 1,0% 1,2% 0,3% 0,3% 2,0% 1,4% 1,5% 0,4%Fjöldi nýnema 307 335 333 306 342 283 326 278

Menntaskólinn á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Ísafirði

Tækniskólinn

Verkmenntaskóli Austurlands

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Verslunarskóli Íslands

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Menntaskólinn í Kópavogi

Menntaskólinn að Laugarvatni

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn við Sund

Kvennaskólinn

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskóli Borgarfjarðar

Tafla 6b: Árlegt nýnemabrotthvarf 2010–2017 eftir framhaldsskólum.