stofnað 14. nóvember 1984 · sími 456 4560 · veffang: … · fimmtudagur 4. febrÚar 2010 3...

16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Fimmtudagur 4. febrúar 2010 5. tbl. · 27. árg. Berjast um fyrsta sætið! – Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðis- flokksins í Ísafjarðarbæ. Blaðiðlagði fyrir þau nokkrar spurningar um nútíð og framtíð bæjarfélagsins sem þau svara í miðopnunni

Upload: others

Post on 03-Mar-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskStofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

Fimmtudagur4. febrúar 20105. tbl. · 27. árg.

Berjast um fyrsta sætið!

– Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir ogGísli Halldór Halldórsson gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðis-flokksins í Ísafjarðarbæ. Blaðiðlagði fyrir þau nokkrar spurningarum nútíð og framtíð bæjarfélagsins sem þau svara í miðopnunni

Page 2: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

22222 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010

Ísafjarðarbær í 22. sæti á listayfir draumasveitarfélag landsins

Ísafjarðarbær er í 22. sæti álista yfir draumasveitarfélagiðsamkvæmt einkunnargjöf Vís-bendingar, vikurits um við-skipti og efnahagsmál. Þettakemur fram á ruv.is í dag. Vís-bending setur árlega upp listayfir draumasveitarfélög og gef-ur þar sveitarfélögum einkunnút frá afkomu og fjárhagslegristöðu. Forsendurnar sem mið-að er við eru í fyrsta lagi skatt-heimta, en hún þarf að vera

sem lægst. Í öðru lagi þurfa breyt-ingar á fjölda íbúa að vera hóf-legar. Í þriðja lagi þarf afkomasem hlutfall af tekjum að verasem næst 10 prósent. Í fjórðalagi þarf hlutfall skulda af tekjumað vera sem næst einum og ífimmta lagi þarf veltufjárhlutfallað vera sem næst einum.

Snæfellsbær er nú í fyrsta sinní efsta sæti listans yfir drauma-sveitarfélögin en var í öðru sæti ífyrra og 29. sæti árið þar áður.

Hornafjörður er í öðru sæti í árog Garðabær í því þriðja. Eflitið er á sveitarfélög á Vestur-landi og Vestfjörðum sérstak-lega, þá er Stykkishólmur í15. sæti, Akranes í 21. sæti,Ísafjarðarbær er sem fyrr segirí 22. sæti, Grundarfjarðarbær í30. sæti og Borgarbyggð er í38. sæti eða neðst á listanum,en á honum eru stærstu sveitar-félög landsins. Frá þessu ergreint á ruv.is.

Þorkels SigmundssonarFrá Hælavík

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttuog hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns

míns, föður okkar, tengdaföður og afa

Hulda Margrét EggertsdóttirEggert Valur, Guðni Kjartan, Hulda Margrét,Sigmundur Bjargþór og Falur Þorkelsbörn.

Pokabeituverksmiðjan Bern-skan í Súðavík hefur gert samn-ing við fiskvinnslufyrirtækið Vísiehf. í Grindavík um kaup á fimmpokabeitningavélum og poka-beitu í allan báta fyrirtækisins.

„Við vorum að klára hönnun ápokabeitningavél í línubáta,annars hefur allt verið handbeittí landi,“ segir Kristján Andri Guð-jónsson stjórnarformaður Bern-sku ehf. Samningurinn hefurgríðarlega mikla þýðingu fyrir

pokabeituverksmiðjuna. Að sögnKristjáns Andra gæti verðmætisamnings verið vel á annaðhundrað milljónir en hann felst íþví að Bernska útvegi Vísi yfir20 milljón pokabeitur á ári. Óð-inn Gestsson, framkvæmdastjóriÍslandssögu, sem er einn eigendafyrirtækisins, segir að samning-urinn geti haft í för með sér tvö-földun á framleiðslu verksmiðj-unnar. „Þetta er hrein og beinviðbót við framleiðslu Bernsk-

unnar í dag og gangi samningur-inn alveg eftir verður það tvöföld-un á því magni sem nú er fram-leitt.“

Þróun og hönnun beitninga-vélarinnar er alfarið á vegumBernskunnar en fyrsta eintakiðvar selt til Noregs. Þar hefur vélinverið í notkun undanfarnar vikurhjá norskri útgerð og vakið miklaathygli. „Með notkun beitninga-vélarinnar er afli bátsins tvöfald-ur á við venjulegan balabát á

þessu svæði. Háskóli í Noregihefur gert rannsóknir á beitunniog allar þær prófanir hafa veriðjákvæðar og óvírætt pokabeit-unni í vil,“ segir Óðinn. Óform-legar viðræður standa nú yfir íNoregi um að koma upp beitu-verksmiðju á Trömsø-svæðinu.„Við höfum verið að kynna fyrirNorðmönnum hugmyndir umbeituverksmiðju og nú stenduryfir leit að samstarfsaðilum tilað hrinda því verkefni úr vör.“

Óðinn segir að pokabeitan sémun hagkvæmari en hefðbundinbeita. „Í hverri pokabeitu eru 9-10 grömm af hráefni en í hefð-

bundinni handskorinni beitu eruum 15-30 grömm. Beitunotkuninminnkar því um helming nái þettatilætluðum árangri.“

Upphaflega var hafist handavið að þróa pokabeituna til aðfreista þess að þróa beitu semhægt væri að veiða ýsu á. Óðinnsegir að allir bátar Íslandssöguhafi notað pokabeitu að undan-förnu og veitt bæði þorsk og ýsumeð góðum árangri.

Að verksmiðjunni Bernskustanda Byggðastofnun, Íslands-saga, HB-Grandi, Öngull, Frysti-kerfi, KM Stál og Póllinn.

[email protected]

Bernskan gerir samning við Vísi

Svanlaug Guðnadóttir,bæjarfulltrúi Framsóknar-flokksins í Ísafjarðarbæ ogformaður bæjarráðs, hefurákveðið að gefa ekki kost ásér í sveitarstjórnarkosning-unum í maí.

„Það eru komin átta góðaár og þetta er búin að veramikil en skemmtileg vinna.Núna er held ég bara komiðnóg hjá mér og nú er þvíkjörið tækifæri fyrir aðra aðkomast að,“ segir Svanlaug.Aðspurð um það hvernigsíðasta kjörtímabil hafi ver-ið segir Svanlaug að þaðhafi verið erfitt. „Efnahags-ástandið gerði það að verk-um að ekki var hægt aðkoma öllu í framkvæmd. Éghefði viljað áorka miklumeira og koma meiru í fram-kvæmd en fjárhagur sveit-arfélagsins hefur ekki leyftþað.“

Svanlaug er í fullu starfisem hjúkrunarfræðingur ábráðadeild Fjórðungssjúkra-hússins á Ísafirði. „Nú tekurbara við vinna upp á sjúkra-húsi.“ segir Svanlaug Guðna-dóttir. – [email protected]

Svanlauggefur ekkikost á sér

Um 80 manns komu samanfyrir framan starfstöð Ríkisút-varpsins á Ísafirði á laugardagog mótmæltu fyrirhugaðri lokunþess og uppsögn fréttamannsinsþar. Finnbogi Hermannsson,fyrrum forstöðumaður Svæðis-útvarps Vestfjarða sem starfaðihjá RÚV í 21 ár, hélt ræðu ogmótmælendur frömdu gjörningþar sem þeir settu sundurbariðútvarp í skókassa og skrifuðum

utan á Páll Magnússon Reykja-vík. Efnt var til mótmælanna und-ir þeim formerkjum að það sémikið hagsmunamál fyrir allaíbúa landsins að fréttamenn ogannað dagskrárgerðarfólk hafiaðsetur sem víðast um landið. Íyfir 20 ár hefur Ríkisútvarpiðrekið starfstöðvar á Akureyri,Egilsstöðum og á Ísafirði. Hafaþessar stöðvar sent út svæðisút-varp þar sem málefni hvers

svæðis hefur verið í brennidepli.Auk þessa sem margir útvarps-þættir hafa verið sendir út frásvæðisstöðvunum, til að myndaOkkar á milli, innslög í Samfé-lagið í nærmynd og dægurmála-útvarpið svo eitthvað sé nefnt.

„Það verður ekki séð hvernigRíkisútvarpið ætlar að rækjaskyldur sínar við íbúa landsinsef öll dagskrárgerð verður í Reyk-javík um Reykjavík. Ríkisútvarp-

ið hefur bæði öryggis og menn-ingarlegum skyldum að gegnaog því skorum við á stjórn RÚVog Menntamálaráðherra að grípainn í þessa atburðarrás. Það ermeð ólíkindum að enn og afturskuli niðurskurðarhnífnum verabeitt á landsbyggðina,“ segir ítilkynningu frá skipuleggjendummótmælanna sem fram fóru á Ísa-firði.

[email protected]

Um 80 manns mótmæltulokun svæðisstöðvar RÚV

Um 80 manns komu saman fyrir framan starfstöð Ríkisútvarpsins á Ísafirði. Mynd: Matthildur Helga og Jónudóttir.

Page 3: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 33333

TilkynningMánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-

móttöku í samstarfi við Eimskip Flytjanda við Sundahöfn.

Opið verður alla virka daga frá kl. 14-17.Síminn er 525 7890.

Endurvinnslan hf., þakkar Svæðisskrifstofu fatlaðra (Hvestu) kærlegafyrir gott samstarf í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Verið velkomin!Héraðsdómi Vestfjarða bárust

32 beiðnir um gjaldþrotaskipti áárinu 2009. Fjórtán voru úrskurð-aðir gjaldþrota, tólf fyrirtæki ogtveir einstaklingar. Töluverðfækkun varð í gjaldþrotabeiðnumfrá árinu á undan því árið 2008voru beiðnirnar fjörutíu og sjöog 25 úrskurðaðir gjaldþrota,sextán fyrirtæki og níu einstakl-ingar. Var þá reyndar um fjölgunað ræða en beiðnum hafði farið

fækkandi fimm ár á undan.Árið 2002 voru beiðnirnar

sextíu og níu. Árið 2006 vorubeiðnirnar fjörutíu og sjö og úr-skurðir þrjátíu og sjö talsins. Tutt-ugu og sjö fyrirtæki voru úr-skurðuð gjaldþrota það árið ogtíu einstaklingar. Árið 2007 vorugjaldþrotabeiðnirnar þrjátíu ogsjö og voru þrettán fyrirtæki úr-skurðuð gjaldþrota og þrír ein-staklingar. – [email protected]

Gjaldþrotabeiðn-um fækkaði

Nær 250 Vestfirðingar voru ífjarnámi haustið 2008. Flestirvoru á aldrinum 30-49 ára eða112 talsins. Konur eru í miklummeirihluta vestfirskra fjarnemaeða 178 á móti 65 körlum. Þettakemur fram í mennta- og menn-ingarmálaráðherra við fyrirspurnEyglóar Harðardóttur um nema ídreifnámi, fjarnámi og staðnámi.Í upplýsingaöflun um fjölda nem-enda var ekki gerður greinarmun-ur á fjarnámi og dreifnámi. Dreif-nemar eru því taldir með fjarnem-um í upplýsingum frá Hagstofu

Íslands sem ráðuneytið styðstvið. Haustið 2008 voru fjar- ogdreifnemar á framhaldsskólastigi4.782 af 25.590 nemendum sam-tals. Þar af eru 3.482 nemendureinnig skráðir í dagskóla eðakvöldskóla. Á háskólastigi stunda3.340 nemendur fjar- og/eða dreif-nám af 18.104 nemendum alls.

Í svarinu kemur einnig framað á fjárlögum yfirstandandi árser gert ráð fyrir að framlag áeiningu í framhaldsskólanámi séað meðaltali um 25.000 kr. Ekkier gerður greinarmunur á fram-

lagi til eininga sem teknar eru ídagskóla og í fjarnámi. Náms-leiðir eru enn fremur margar ogólíkar og hlutfall bók- og verk-náms innan þeirra getur veriðmjög mismunandi.

Í reiknilíkani háskóla er gertráð fyrir ákveðnu framlagi fyrirhvern ársnema þar sem ársnemi

er skilgreindur sem nemandi semþreytir próf í 30 námseiningum.Um nokkra reikniflokka er aðræða og því ólíkar greiðslur eftirþví um hvaða nám ræðir. Verð áhvern ársnema er frá 501 þús. kr.til 2.650 þús. kr. og er nám ásviði félags- og mannvísindaódýrast en nám í tannlækningum

dýrast. Ekki er gerður greinar-munur á því hvort nemendur eruí staðnámi, dreifnámi eða fjar-námi. Meðalverð á hverjar 30námseiningar var 751,5 þús. kr.samkvæmt frumvarpi til fjárlaga2009 en það svarar til 25.050 kr.á hverja námseiningu að meðal-tali. – [email protected]

Nær 250 Vestfirðingar í fjarnámi

Næst elsti Vestfirðingurinn, Herdís Albertsdóttir, fylgdist spennt með frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta á EM í Aust-urríki og missti ekki af nokkrum leik. Eins og flestir sem þekkja til Herdísar vita er erfitt að fyrirfinna ákafari stuðningsmann ís-lenska landsliðsins og ástin á handboltanum er síður en svo í rénun þótt Herdís sé orðin 101 árs. – [email protected]

Alltaf jafn spennt fyrir handboltanum

„Stefnum áað koma

vestur í ár“Enn er mikill áhugi hjá

forsvarsmönnum Subwaykeðjunnar á Íslandi að opnastað á Vestfjörðum. Und-anfarin ár hafa þeir leitaðað hentugu húsnæði á Ísa-firði. „Við erum enn aðleita að rétta húsnæðinu,við vorum einmitt nýlegaað skoða húsnæði fyrirvestan. Þó ekki hafi veriðgengið frá neinu, stefnumvið á að koma vestur áþessu ári,“ segir Skúli Gunn-ar Sigfússon, eigandi Sub-way á Íslandi.

„Á sínum tíma vorumvið að hugsa um að fara ísamstarf með N1 og verameð Subway á stöð þeirraá Ísafirði en húsnæðið varof lítið til þess. Svo sóttumvið um lóð á móti Lands-bankanum en það gekkekki eftir. En við höldumáfram að leita leiða.“

Nýverið var stofnaðurhópur á samskiptavefnumFacebook þar sem 1.800manns hafa lýst því yfir aðþeir vilji Subway stað áÍsafjörð.

Page 4: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

44444 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010

Inn að beiniInn að beiniInn að beiniInn að beiniInn að beini Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir,Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir,Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir,Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir,Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir,frístundaleiðbeinandifrístundaleiðbeinandifrístundaleiðbeinandifrístundaleiðbeinandifrístundaleiðbeinandi

Alberta Gullveig stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði og er auk þess frístundaleiðbeinandi.Alberta Gullveig stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði og er auk þess frístundaleiðbeinandi.Alberta Gullveig stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði og er auk þess frístundaleiðbeinandi.Alberta Gullveig stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði og er auk þess frístundaleiðbeinandi.Alberta Gullveig stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði og er auk þess frístundaleiðbeinandi.Hún sinnir einnig formennsku fyrir nemendafélag skólans. Þegar hún var yngri ætlaðiHún sinnir einnig formennsku fyrir nemendafélag skólans. Þegar hún var yngri ætlaðiHún sinnir einnig formennsku fyrir nemendafélag skólans. Þegar hún var yngri ætlaðiHún sinnir einnig formennsku fyrir nemendafélag skólans. Þegar hún var yngri ætlaðiHún sinnir einnig formennsku fyrir nemendafélag skólans. Þegar hún var yngri ætlaði

hún að gera sjómennsku að ævistarfi sínu enda komin af sjómönnum langt fram í ættir.hún að gera sjómennsku að ævistarfi sínu enda komin af sjómönnum langt fram í ættir.hún að gera sjómennsku að ævistarfi sínu enda komin af sjómönnum langt fram í ættir.hún að gera sjómennsku að ævistarfi sínu enda komin af sjómönnum langt fram í ættir.hún að gera sjómennsku að ævistarfi sínu enda komin af sjómönnum langt fram í ættir.Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?

Ég hef nú ekki pælt í þessu áður, kannski svarið sé það þegarég fór í nemendaráð í grunnskóla, þar vaknaði áhugi minn á

félagsstörfum. Nei, ég veit það ekki, ég er svo ung enn að ég hefekki þurft að taka neinar svakalegar ákvarðanir.

Hvar langar þig helst að búa?Hvar langar þig helst að búa?Hvar langar þig helst að búa?Hvar langar þig helst að búa?Hvar langar þig helst að búa?Mig langar að prófa að búa í stórborg í einhverju framandi

landi í nokkur ár, en snúa síðan aftur heim til Íslands.Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?

Ég get ekki valið, ég hef átt svo margargóðar stundir með fjölskyldu og vinum.

Mestu vonbrigði lífs þíns?Mestu vonbrigði lífs þíns?Mestu vonbrigði lífs þíns?Mestu vonbrigði lífs þíns?Mestu vonbrigði lífs þíns?Þegar að tannálfurinn skyldi eftir gullpening

fyrir tönnina mína undir vitlausum kodda,það var mikið svekkelsi á sínum tíma.

Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Ætli það sé ekki bara facebook, góður samskiptamiðill.

Uppáhaldslagið?Uppáhaldslagið?Uppáhaldslagið?Uppáhaldslagið?Uppáhaldslagið?Flest lög með Coldplay.Uppáhaldskvikmyndin?Uppáhaldskvikmyndin?Uppáhaldskvikmyndin?Uppáhaldskvikmyndin?Uppáhaldskvikmyndin?

Grenjumyndin Notebook.Uppáhaldsbókin?

Ljósaskipti.Ógleymanlegasta ferðalagið?Ógleymanlegasta ferðalagið?Ógleymanlegasta ferðalagið?Ógleymanlegasta ferðalagið?Ógleymanlegasta ferðalagið?

Þau eru nokkur, ferðin til Tælands með fjölskylduminni og síðan útskriftarferðin til Magaluf 2009.

Uppáhaldsborgin?Uppáhaldsborgin?Uppáhaldsborgin?Uppáhaldsborgin?Uppáhaldsborgin?Ég hef ekki enn ferðast nóg til að finna

uppáhaldið en ég er voðalega heilluð af París.Besta gjöfin?Besta gjöfin?Besta gjöfin?Besta gjöfin?Besta gjöfin?

Ég á einn hring sem ég fékk í gjöf sem er algert uppáhald.Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?

Nei, mér finnst það frekar hæpið. Það þarf allavegaað sanna það fyrst, þá skal ég trúa því.

Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Ég er hálf handalaus ef ég er ekki með símann minn.

Fyrsta starfið?Fyrsta starfið?Fyrsta starfið?Fyrsta starfið?Fyrsta starfið?Það var sennilega þegar ég var barnapía 12-13 ára.

Draumastarfið?Draumastarfið?Draumastarfið?Draumastarfið?Draumastarfið?

Skemmtileg og hálaunuð vinna.Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?

Mér er yfirleitt aldrei líkt við neinn annanen móður mína, Ragnheiði Hákonardóttur.

Fallegasti staðurinn á Íslandi?Fallegasti staðurinn á Íslandi?Fallegasti staðurinn á Íslandi?Fallegasti staðurinn á Íslandi?Fallegasti staðurinn á Íslandi?Það er Reykjafjörður inni í Ísafjarðardjúpi,

það er alltaf fallegt yfir honum.Skondnasta upplifun þín?Skondnasta upplifun þín?Skondnasta upplifun þín?Skondnasta upplifun þín?Skondnasta upplifun þín?

Ég myndi nú segja að það hafi verið í gjörning hjá Morranum,þegar að við vorum í 80´s búningum að gera Jane Fonda

æfingar á hringtorginu. Það var ágætlega steikt.Aðaláhugamálið?Aðaláhugamálið?Aðaláhugamálið?Aðaláhugamálið?Aðaláhugamálið?

Félagsstörf, leiklist og já, world peace.Besta vefsíðan að þínu mati?Besta vefsíðan að þínu mati?Besta vefsíðan að þínu mati?Besta vefsíðan að þínu mati?Besta vefsíðan að þínu mati?

Auðvitað google.com, þar finnur þú allt.Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Það var frekar klassískt, ég kem af sjómannsættum og fyrirmér var ekkert meira spennandi en að verða sjómaður.

Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Ætli það sé ekki ákveðnin sem í mér býr.

En helsti löstur?En helsti löstur?En helsti löstur?En helsti löstur?En helsti löstur?Ég bý ekki yfir neinu svoleiðis, læt ekkert draga mig niður.

Besta farartækið?Besta farartækið?Besta farartækið?Besta farartækið?Besta farartækið?Bíllinn er afar góður.

Hver er uppáhalds hátíðardagurinn þinn?Hver er uppáhalds hátíðardagurinn þinn?Hver er uppáhalds hátíðardagurinn þinn?Hver er uppáhalds hátíðardagurinn þinn?Hver er uppáhalds hátíðardagurinn þinn?Ég ætla að segja afmælisdagurinn minn, mér finnst

svo gaman að fá að eiga einn svona dag á árinu fyrir mig.Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?

Ég lít mest upp til mömmu.Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?

Ég er mjög ánægð með nafnið mitt ogmyndi alls ekki vilja breyta því.

Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Nóttin er minn tími.

Í hvaða stjörnumerki ertu?Í hvaða stjörnumerki ertu?Í hvaða stjörnumerki ertu?Í hvaða stjörnumerki ertu?Í hvaða stjörnumerki ertu?Ég er naut.

Lífsmottóið þitt?Lífsmottóið þitt?Lífsmottóið þitt?Lífsmottóið þitt?Lífsmottóið þitt?Ég lifi nú ekki eftir neinu sérstöku mottói,

það er bara best að vera maður sjálfur.

Lítið umhákarl íHnífsdalFiskverkunarfyrirtækið

Harðfiskur og hákarl ehf., íHnífsdal verkar hvorki há-karl né harðfisk í ár ogsennilega verður ekkertverkað þar fram til ársins2012 að sögn GuðmundarPáls Óskarssonar eigandafyrirtækisins. Erfitt getur þvíreynst að fá vestfirskan há-karl fyrir þorrann og segirGuðmundur að hann vitiekki til þess að einhver annarverki og selji hákarl á Ísa-firði.

Eins og fram hefur komiðhefur lagning þjóðvegar umHnífsdal haft í för með sérrekstrarstöðvun fiskvinnslu-fyrirtækis hans og hefurhann því farið fram á bæturfrá sveitarfélaginu vegna þess.

Börn og ungmenni eru42,1% af mannfjölda Vest-fjarða en 3.105 Vestfirðing-ar eru undir þrítugu. 945 börneru undir tíu ára aldri, 1.134eru á aldrinum tíu ára tiltvítugs, sem er stærsti ald-ursflokkurinn, og rúmlega1000 á þrítugsaldri.

3.565 eru á aldrinum 30til 60 ára og 720 eru 70 áraog eldri. Þetta kemur fram ítölum Hagstofunnar umíbúafjölda 1. desember. Einsog greint hefur verið frá voruVestfirðingar þá 7.363 tals-ins og hafði þeim fækkaðum 0,1% milli ára.

42% börn ogungmenni

Ætlar að opnagistiheimiliÍsfirski athafnamaðurinn

Guðmundur Tryggvi Ás-bergsson hefur í hyggju aðopna gistiheimili á Suður-eyri um næstu páska. Hannfesti kaup á húsnæðinu aðTúngötu 2 þar sem heilsu-gæslan var eitt sinn til húsa.

„Það er verið að vinna íhúsnæðinu á fullu og ég von-ast til að geta opnað þarna16-17 herbergja gistiheimilium páskana,“ segir Guð-mundur. Hann segist vonasttil þess að um verði að ræðaheilsársrekstur en það sé þóekki ákveðið. „Það er líkaverið að skoða að vera meðannan rekstur þarna yfirvetrartímann en það á allteftir að koma í ljós.“

Page 5: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 55555

„Við erum búnir að vera aðvinna í þessu í eitt og hálft ár,leggja mikla fjármuni í verkefniðog mikla vinnu þannig við erumekkert að fara að hætta neitt,“segir Birgir Viðar Halldórsson,framkvæmdastjóri Brúarfossehf., sem hyggst setja á fót vatns-verksmiðju á Ísafirði og mun fáallt umframvatn sem fellur til áÍsafirði til útflutnings, eftir aðþörfum heimila og fyrirtækjahefur verið annað, samkvæmtsamningi við Ísafjarðarbæ.

„Við erum að vinna í fjár-mögnuninni og ég tel ekki tíma-bært að fara að tala um hvenærvatnsverksmiðjan gæti tekið tilstarfa,“ segir Birgir. Í samtali

við Bæjarins besta í mars á síð-asta ári sögðu forsvarsmenn Brú-arfoss að illa gengi að fá fjármagninn í verkefnið og að ástandið áÍslandi hefði áhrif á það.

Samkvæmt samningi Ísafjarð-arbæjar á fyrirtækið að hefja út-flutning fyrir lok apríl 2010. Brú-arfoss ehf. er með húsnæði viðSindragötu á Ísafirði á leigu ogþar var lögð inn sérstök vatnslögnfyrir þarfir fyrirtækisins. Samn-ingurinn við Ísafjarðarbæ gengurí meginatriðum út á réttinn tilnýtingar vatnsins. Sé fyrirhuguðstarfsemi ekki komin í fullangang fyrir lok apríl, fellur hann íheild sinni úr gildi án sérstakraruppsagnar. – [email protected]

„Ekki að fara aðhætta við neitt“

Von á vænlegrisjóstangavertíð

Bókanir ganga vel hjá Hvíldar-kletti ehf., fyrir komandi sjóstang-vertíð og er útlit fyrir aukningumilli ára. „Bókunarstaðan erþokkaleg og það lítur allt út fyrirað það verði viðbót frá fyrra ári,“segir Jón Svanberg Hjartarson,framkvæmdastjóri Hvíldarklettssem rekur ferðaþjónustu fyrirsjóstangaveiðimenn á Suðureyriog Flateyri. Fyrstu gestirnir eruvæntanlegir 20. apríl en vertíðinfer af stað fyrir alvöru mánaða-mótin apríl-maí. Jón Svanbergsegir engar breytingar vera fyrir-sjáanlegar á starfseminni. „Viðgerum út 22 báta á stöðunumtveimur. Hús hafa verið reist sér-staklega undir starfsemina. Þáleigjum við til okkar fleiri hús áálagstímum til að geta fullnýtt

bátaflotann.“Sjómenn hafa undanfarin miss-

eri verið að veiða afar stóra fiskaog síðasta sumar röðuðu Bobby-bátarnir inn stórlúðum og voruþær stærstu tæp 80 kg. Aðspurðursegir Jón Svanberg að fregnir afslíku gefi fyrirtækinu byr undirvængi. „Svona lagað spyrst útmjög hratt út. Menn nota netiðmikið og því heyrist fljótt á millimanna jafnt ánægja eða óánægja.“

Fyrirtækið Angelreisen í Ham-borg sem sérhæfir sig í stang-veiðiferðum er helsti samstarfs-aðili Hvíldarkletts og koma flestirveiðimannanna frá Þýskalandi.Hver hópur sem kemur er viku ísenn og menn eru frá tveimur ogupp í fimm saman um hvern bát.

[email protected]

Nýskráningum félaga fjölgaðium 70% milli ára á Vestfjörðum

Nýskráningum á hluta- ogeinkahlutafélögum á fjölgaðihlutfallslega mest á milli ára áVestfjörðum, eða um ríflega70%. Sjötíu og fimm ný félögvoru nýskráð á síðasta ári saman-borið við 44 árið 2008. Nýskráðhluta- og einkahlutafélög voru2.642 á síðasta ári á landinu ölluog fjölgaði um tæp 3% frá árinu2008 þegar 2.571 ný félög voruskráð. Flestar nýskráningarnarvoru fyrir starfsemi eignarhalds-félaga og vegna leigu atvinnu-

húsnæðis eða 20% nýskráninga.Skipting nýskráninga eftir land-svæðum er nokkuð svipuð á milliára en sem fyrr eru flestar ný-skráningar á höfuðborgarsvæð-inu eða 72%.

Eins og fyrr segir voru 75 nýfélög skráðá Vestfjörðum á síð-asta ári árið 2009 en það eru um10 félög á hverja 1000 íbúa. Ný-skráð félög á Vestfjörðum árið2009 eru einu færri en nýskráðfélög árið 2007, en þá voru þau76 . Á árunum 1999 til 2009

voru flest félög nýskráð árið2002, eða 128. Fæst félög vorunýskráð 2008 en þá voru eins ogfyrr segir 44 félög nýskráð. Flestfélög sem voru nýskráð árið 2008

voru í útgerð smábáta en þauvoru sex talsins.Árið 2009 voru 23 félög af þeim75 sem nýskráð voru 2009, skráðsem útgerð smábáta og 8 félög

skráð sem útgerð fiskiskipa. ÁVestfjörðum 2009 voru 9 félögnýskráð í leigu atvinnuhúsnæðisog 7 veitingastaðir voru nýskráðirárið 2009. – [email protected]

Nýskráningum á hlutafélögum á fjölgaði hlutfallslega mest á Vestfjörðum, eða um ríflega 70%.

Page 6: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

66666 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími892 5362, [email protected]. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, [email protected], Kristján Einarsson, símar 456 4560og 848 3403, [email protected]. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125,[email protected]. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur erafsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X

Spurningin

Alls svöruðu 530.Já sögðu 197 eða 37%Nei sögðu 333 eða 63%

Netspurningin er birt viku-lega á bb.is og þar geta

lesendur látið skoðun sínaí ljós. Niðurstöðurnar eru

síðan birtar hér.

HelgarveðriðHorfur á föstudag:

Auslæg átt. Snjókomaeða slydda sunnan- ogvestanlands og hiti 0-5

stig, en annars úr-komulítið og vægt frost.Horfur á laugardag:

Austanátt með vætu afog til sunnan- og suð-

austanlands, en annarsvíða bjart. Svipaður hiti.

Horfur á sunnudag:Austanátt með vætu afog til sunnan- og suð-

austanlands, en annarsvíða bjart. Svipaður hiti.

Ritstjórnargrein

Eftir því er beðiðErt þú komin(n)í vandræði með

að standa við fjár-hagslegar skuld-bindingar þínar?

Halldórs Magnússonarfrá Hnífsdal

Helga Rut Halldórsdóttir Karl Þór BjörnssonSara Halldórsdóttir Þorfinnur P. Eggertsson

og aðrir aðstandendur

Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug viðandlát og útför elskulegs eiginmanns míns,

föður, tengdaföður, afa og langafa

Guð blessi ykkur öll.Inga S. Magnúsdóttir

Vanrækslugjöld vegna óskoð-aðra ökutækja skiluðu yfir 238milljónum í ríkissjóð á síðastaári en þá var í fyrsta sinn tekiðhart á bifreiðaeigendum sem van-ræktu að fara með bifreiðar sínartil skoðunar á réttum tíma. Inn-heimta gjaldsins hefur verið íhöndum Sýslumannsembættisins

í Bolungarvík. Að sögn JónasarGuðmundssonar sýslumannshefur ekki dregið úr því bifreiða-eigendur vanræki að fara meðbíla sína í skoðun.

„Það hefur ekki verið nógumikil minnkun. Mér sýnist þvíekkert lát verða á vanrækslu-gjöldum þetta árið.“ Jónas bætirvið að töluvert er um það aðbifreiðaeigendur skili sér ekki íendurskoðun. „Tilgangurinn

með vanrækslugjaldinu er aðfækka óskoðuðum ökutækjum íumferð. Það hefur þó ekki boriðárangur sem skyldi, því er núverr og miður,“ segir Jónas.

Á síðasta ári voru sendar útrúmlega 57 þúsund kröfur vegnavanrækslugjalda. Þá voru 31þúsund krafa greidd en enn eruógreiddar 26 þúsund. Því eru ennútistandandi kröfur upp á 140milljónir króna. – [email protected]

Vanrækslugjöld skiluðu yf-ir 238 milljónum í ríkissjóð

Vanrækslugjöld vegna óskoðaðra ökutækja skiluðu yfir 238 milljónumí ríkissjóð á síðasta ári en þá var í fyrsta sinn tekið hart á bifreiðaeigendum

sem vanræktu að fara með bifreiðar sínar til skoðunar á réttum tíma.

Nauðungarsölumfækkar á milli ára

Nauðungarsölum á fasteign-um, skipum og loftförum í um-dæmi Sýslumannsins á Ísa-firði fækkaði á milli ára en 71máli var lokið á síðasta árimiðað við 125 árið 2008.Munurinn þykir þó eðlilegurþar sem mun meira var umfrestanir vegna laga nr. 108/2009 og 23/2009 sem sam-þykkt voru í kjölfar banka-hrunsins. Á grundvelli lag-anna geta gerðarþolar beðiðsýslumann um frest sjálfir enannars geta það aðeins gerðar-beiðendur en þá er yfirleittum að ræða stutta fresti þarsem mál færast á næstu fyrir-töku.

Alls var níu eignum frestaðtil og með 31. október á síðastaári vegna laga nr. 23/2009 ogníu hefur verið frestað til og

með 28. febrúar vegna laganr. 108/2009. Fleiri málumverið frestað en ekki á grund-velli þessara laga. 58 málumvar ólokið á síðasta ári saman-borið við tíu árið áður, þaðmá rekja til aðgerða stjórn-valda, sbr. fyrrgreind lög, tilbjörgunar heimilanna. Þá vorugefin út 33 afsöl árið 2008 en13 á síðasta ári. Fjöldi nýrramála stóð nokkurn veginn ístað en þau voru 103 á síðastaári en 100 árið áður.

[email protected]

Vonandi er ekki farið að fjara undan þjóðfundinum, sem haldinnvar um miðjan nóvember, þar sem krafa var uppi um að heiðarleikiyrði leiðarljós hins nýja Íslands; nokkuð sem kom ekki á óvart eftirþað sem á undan var gengið.

Þótt ekki sé langt um liðið síðan þessi einstæði fundur fór framhefur mikið gengið á í þjóðfélaginu; átök sem engan veginn er séðfyrir endann á. Við þær aðstæður er nú boðað til nýrra þjóðfunda áeinum átta stöðum víðs vegar um land. Að þessu sinni af hálfu stjórn-valda til að ,,kanna viðhorf þjóðarinnar almennt (hvað) varðar stefnu-mörkun í málum sem stjórnvöld vinna að um þessar mundir,“ eins ogþað hefur verið orðað. Eitt til tvö hundruð sérvöldum fulltrúum, eftirúrtaki úr þjóðskrá, er boðið til borðs með tilteknum ráðherrum, sveit-arstjórnarmönnum og sérfræðingum til að tjá hug sinn og vilja umleiðir til eflingar heimabyggðinni. Fundurinn með Vestfirðingum erfyrirhugaður á Ísafirði á laugardaginn.

Ekki skal lasta vilja stjórnvalda til að ,,ná samstöðu um lykil-ákvarðanir og framtíðarsýn fyrir atvinnulíf og samfélag“ viðheimamenn hinna ýmsu staða, sem ætlunin er heimsækja. Eitt ber aðhafa í huga að með þessum fundum er ekki verið að finna upp hjóliðá ný.

Þótt fáein ár kunni að þykja langur tími í pólitík minnast býsnamargir yfirlýsinga fyrri tíma stjórnvalda um þrjá byggðakjarna utan

þéttbýlisins á suðvestur horni landsins, þar á meðal Ísafjörð sembyggðakjarna á Vestfjörðum. Þá muna einhverjir eflaust eftir svokölluð-um ,,vaxtasamningum“ sem fyrri tíma ráðherra, suma hverja, skortiekki elju til undirritunar á. Allt kann þetta að hafa verið vel meint þóttsegjast verði, að þrátt fyrir að spilin hafi verið lögð á borðið þegar veláraði í þjóðfélaginu, hefði betur mátt fara hvað eftirleikinn varðar. Ímars 2002 sömdu vestfirskir sveitarstjórnarmenn sérstaka ,,Byggðaáætl-un fyrir Vestfirði“ í samvinnu við fjölda fyrirtækja og einstaklinga ífjórðungnum. Tilurð verksins var sögð vera ,,sú hógværð í byggðaáætlun(þáv.) iðnaðarráðherra að minnast lítið á Vestfirði.“ Á forsíðuáætlunarinnar var leitað í smiðju skáldsins frá Kirkjubóli, GuðmundarInga: ...Nú skal fagna nýjum vegi, / nýrri sókn með hverjum degi,/ látavesturfirði fá / frama þann sem völ er á ...“ Þetta er einmitt það sem viðviljum og teljum okkur eiga rétt á.

Þegar niðurstöður hins nýja þjóðfundar liggja fyrir gefst tækifæri tilsamanburðar á þeim og býsna mörgum hugmyndum um fjölbreyttatvinnutækifæri, sem flotið hafa á fjörurnar á undanförnum misserum,en lítið orðið um eftirfylgni. Ekki síst hljótum við að vænta samstöðuríkisvaldsins um framgang þeirra mála sem Vestfirðingar telja lykilatriðifyrir jafnréttisaðstöðu Vestfjarða í samanburði við aðra landshluta.

Eftir því er beðið.s.h.

Page 7: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 77777

Leggjast ekki gegn rannsóknar-leyfi á kalkþörungasetri í Dýrafirði

Ísafjarðarbær hyggst ekkileggjast gegn umbeðnu rann-sóknarleyfi Íslenska kalkþör-ungafélagsins ehf, um leitar- ogrannsóknaleyfi á kalkþörungasetií Dýrafirði, Tálknafirði og Patr-eksfirði að uppfylltum ákveðnumskilyrðum. Þetta kemur fram íumsögn Halldórs Halldórssonarbæjarstjóra sem lögð var fram ábæjarráðsfundi þegar tekið varfyrir bréf Orkustofnunar, þar semóskað er eftir umsögn sveitarfé-lagsins. Í umsögn Halldórs villhann benda á að sveitarfélög áVestfjörðum hafa samþykktviljayfirlýsingu um svæðisskipu-lag þar sem sérstaklega verðitekið til skoðunar skiplag strand-svæða Vestfjarða. Halldór segirað það sé, og hafi lengi veriðvilji sveitarfélaga á Vestförðumað skipulagsvald sveitarfélaganái lengra en 115 metra frá stór-straumsfjöruborði þannig aðsveitarfélögin hafi skipulagsvaldyfir fjörðum og víkum og jafnveleitthvað frá landi.

Halldór segir í umsögn bæjar-ráðs að af hálfu Ísafjarðarbæjarsé gerð sú krafa að ef vinnanlegt

magn kalþörunga finnst verðivinnslan á svæðinu. Halldór segirað það megi ekki gerast að efnisé dælt upp og flutt óunnið eðalítt unnið í verksmiðjur erlendis.Standi slíkt til er það afstaða Ísa-fjarðarbæjar að ekki eigi að veitaleitar- og rannsóknaleyfi. Í bréfibæjarstjóra segir hann að honumsé vitanlega kunnugt um að Ís-lenska kalkþörungafélagið rekurvinnslu á Bíldudal og er því ekki

líklegt til að flytja vinnslu afurð-anna í burtu.

Í erindi sem Íslenska kalkþör-ungafélagið ehf sendi Orkustofn-un 30. desember er sótt um leitar-og rannsóknaleyfi á kalkþör-ungaseti á hafsbotni í Dýrafirði,Tálknafirði og Patreksfirði. Rann-sóknir munu fara fram utan net-laga, þ.e. 115 m frá stórstraums-fjöruborði og ná frá ystu annesj-um og inn í botn fjarðanna þriggja.

Segir í bréfi Orkustofnunnar aðsamkvæmt upplýsingum frá um-sækjanda og Hafrannsóknastofn-unni liggja ekki fyrir upplýsingarum kalkþörunga á framangreind-um leitar- og rannsóknasvæðum.Það kemur einnig fram í bréfiOrkustofnunar að umsækjandasé ekki kunnugt um rannsóknir álausum jarðlögum á framan-greindum leitar- og rannsóknar-svæðum. Umsóknin tekur einnig

til forgangs að leyfi til hagnýt-ingar á kalkþörungaseti á þessumsvæðum.

Umhverfisnefnd Ísafjarðar-bæjar bókaði á fundi sínum 13.janúar: ,,Umhverfisnefnd gerirekki athugasemdir við að leitar-og rannsóknaleyfi verði veitt,enda skaði það ekki sjókvíaeldi íDýrafirði. Áður hefur verið veittleyfi fyrir sjókvíaeldi á laxi, regn-bogasilung og þorski.“

Ísafjarðarbær hyggst ekki leggjast gegn umbeðnu rannsóknarleyfi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf, um leitar-og rannsóknaleyfi á kalkþörungaseti í Dýrafirði, Tálknafirði og Patreksfirði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Page 8: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

88888 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010

Oddvitaefni SjálfstæðisflokksinÍsafjarðarbæ – spurningar og s

Bæjarins besta leitaði til þeirra þriggjasem gefa kost á sér í oddvitasætið í próf-kjöri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ

og lagði fyrir þau nokkrar spurningar.Þessir frambjóðendur eru (í stafrófsröð)Eiríkur Finnur Greipsson, Gísli Halldór

Halldórsson og Guðfinna M. Hreiðars-dóttir. Spurningarnar og svörin fara hér

á eftir.að halda áfram að þróa það semvið kunnum best, þ.e. veiðar ogvinnslu sjávarfangs. Alltaf erverið að leita leiða til að aukaverðmæti afla úr sjó og starfsemi3X Technology, tilraunir meðþorskeldi og þróun á lækninga-vörum úr fiskipróteinum sýna aðá þessu sviði eru mörg tækifæri.Sama má segja um ferðaþjónust-una, svæðið er einstakt og hefurmargt að bjóða. Lykillinn að þvíað efla ferðaþjónustuna sem at-vinnugrein og fjölga ferðamönn-um er góð þjónusta og markvissmarkaðssetning.

Eiríkur: Fyrir stuttu spurði éghóp manna hvaða auðlindir viðættum hér og svarið var langt:Fólkið, vatn, hreint loft, norður-ljós, snjór, sjór, skammdegi, fjöll,strandlengja, fiskur, ár, landbún-aður – já, og svo framvegis. Allirþessir þættir munu nýtast okkurtil vaxtar, undir djarfri og já-kvæðri forystu einstaklinga ogfyrirtækja. Hlutverk bæjarfélags-ins er að tryggja uppbyggjandiatvinnuumhverfi til að tækifærintil framfara nýtist.

3. Hvert er viðhorf þitt til nú-verandi skipanar sjávarútvegs-mála (kvótakerfisins)?

Guðfinna: Að sumu leyti hefég skilning á skoðunum þeirrasem eru óánægðir með kvótakerf-ið og framsal aflaheimilda. Kerf-ið er alls ekki fullkomið en ennsem komið er hefur ekki veriðsýnt fram á betra fyrirkomulag.Það verður líka að hafa í huga aðþegar lítið er til skiptanna eykstóánægjan. Ég hef miklar efa-semdir um þær hugmyndir aðinnkalla kvótann skv. hinni svo-kölluðu fyrningarleið því mjöger á reiki hvernig úthlutun afla-heimilda yrði þá háttað og hvaðnákvæmlega yrði fengið meðþessari breytingu.

Eiríkur: Núverandi fiskveiði-stjórnunarkerfi er ekki gallalaust.

1. Fyrir hvaða málefnum hyggstubeita þér af mestum krafti á vett-vangi bæjarmála í Ísafjarðarbæ?

Eiríkur: Meginviðfangsefnikjörinna fulltrúa er að tryggjainnviði sveitarfélagsins. Til aðsvo megi vera verður rekstur bæj-arins áfram að vera traustur ogábyrgur. Það verða því fjármálin,rekstur sveitarfélagsins, forgangs-röðun verkefna með það fyriraugum að verja grunnþjónustuna,að tryggja samstöðu meðal íbú-anna og sátt um rekstur sveitar-félagsins, sem ég mun vinna að.

Gísli: Ég vil bæta stjórnsýsl-una og auðvelda fólki að vinnasem heild þannig að starfskraftarnjóti sín sem allra best. Góð sam-skipti og skilningur milli íbúa ogsveitarfélagsins eru nauðsyn tilað styrkja og efla samfélagið ogeinstaka bæjarhluta.

Guðfinna: Í ljósi þess efna-hagsástands sem við búum núvið tel ég mikilvægast að haldavel utan um fjármál bæjarfélagsi-ns og gæta aðhalds í rekstri. Leitaþarf leiða til að auka hagræðinguán þess þó að skerða grunnþjón-ustuna. Vinna þarf að því efla at-vinnulífið og skapa ný atvinnu-tækifæri því ekki einungis skilarþað meiri tekjum heldur bætirbúsetuskilyrði.

2. Hverjir eru að þínum dómihelstu vaxtarsprotar til framtíðarí atvinnulífi í Ísafjarðarbæ?

Gísli: Við eigum allt undirsjávarútvegi. Ef réttur okkar tilauðlindarinnar verður virtur, þáer þarna líka mesti vaxtarsprot-inn. Að því slepptu er mikilvæg-ast að halda áfram á þeirri brautsem fetuð er í Háskóla- og Þró-unarsetrinu. Þar byggist uppþekking og mannauður sem leiðiraf sér hugmyndir, framkvæmdirog ný störf.

Guðfinna: Vestfirðingar hafaalla tíð byggt afkomu sínu á sjáv-arútvegi og ég tel að við eigum

Í umræðum um kvótakerfið verð-ur að gera greinarmun á stjórn-unarhlutanum og fiskveiðiráð-gjöfinni. Heillavænlegast er aðbyggja framþróun sjávarútvegs-ins á núverandi kerfi. Við verðumað gera betur í fiskveiðiráðgjöf-inni og dýpka vísindalegu um-ræðuna. Núverandi stefna ríkis-stjórnarinnar er stórhættuleg ogmjög skaðleg fyrir alla sem ígreininni starfa og þar með dreif-býlið.

Gísli: Núverandi kvótakerfi ertilraun sem hefur mistekist illi-lega. Okkar samfélag hefur ekkinotið þess réttlætis sem það áskilið í þessu kerfi. Markmiðumum að treysta byggð og atvinnu ílandinu hefur ekki verið fylgtmeð þeim hætti að landsbyggðinhafi notið góðs af. Arðurinn afauðlindinni hefur ekki runnið tilokkar sem eigum hana, heldurhefur stórum hluta hans veriðglutrað niður í misheppnuðumfjárfestingum bankanna á er-lendri grundu. Frá árinu 1991hefur Ísafjarðarbær tapað yfir 2%af heildarkvóta landsmanna.Þarna erum við að tala um 4-5milljarða og 150-300 störf viðvinnslu og veiðar, eftir því viðhvaða ár er miðað. Afleidd störfí verslun og þjónustu eru þá alvegótalin. Lausnin á fiskveiðistjórn-unarmálum þarf að vera blönduð,það er ekki til nein ein töfralausneins og framseljanlegir veðkvótaráttu að verða. Hvernig sem þess-um málum verður háttað í fram-tíðinni, þá er mikilvægt að gefafólki kost á að spreyta sig í útgerðog sjómennsku, þeirri atvinnu-grein sem Íslendingar hafa lengibyggt á og Vestfirðingar alltaf.Þar geta strandveiðarnar svoköll-uðu hentað frábærlega.

4. Hvar þyrfti helst að taka til

hendinni í velferðarmálum í Ísa-fjarðarbæ á næstu árum?

Eiríkur: Þó verkefnin liggivíða er það á sviði öldrunar- ogleikskólamála. Börnum á leik-skólaaldri verður að tryggja ódýr-ari aðgang en er í dag. Ég tel aðstefna beri að því að sömu reglurgildi um leikskóla og grunnskólavarðandi kostnað og aðgengi.Brýn nauðsyn er á auknu hjúkr-unarrými, enda skylda okkar aðhlúa að öldruðum heima í héraði.

Guðfinna: Ég tel það verkefnivera að bæta aðbúnað aldraðrameð byggingu hjúkrunarheim-ilis. Undirbúningur þessa málser þegar hafinn og mikilvægt aðfylgja því fast eftir að samningarnáist við ríkisvaldið um þessaframkvæmd.

Gísli: Það þarf að auka þannmannauð sem býr í samfélaginumeð því að gefa öllum kost á aðleggja sitt á vogarskálarnar í sam-félaginu. Við þurfum að ræktaokkar garð, einstaklingana, ogauka þannig velferð og farsæld.Af einstökum málaflokkum mánefna áframhaldandi uppbygg-ingu heimaþjónustu fyrir aldraða.

5. Hver ættu að þínum dómiað vera næstu skrefin í sam-göngumálum á Vestfjörðum?

Gísli: Að mínu mati eru jarð-göng frá Ísafjarðarbæ til Breiða-fjarðar það sem helst gæti orðiðtil þess að efla byggð á Vest-fjörðum. Þarna á ég við göng íArnarfjörð og göng þaðan undirDynjandisheiði. Sá skortur ásamgöngum sem við höfum allatíð búið við hefur komið í vegfyrir að hér myndist það blóm-lega atvinnusvæði sem auðlindirog atorka Vestfirðinga geta hæg-lega staðið undir.

Eiríkur: Nú ríður á að komasamgöngum á milli Barðastrand-

ar- og Ísafjarðarsýslu í betra horf,enda mun tengingin efla þjónustuog verslun á Ísafirði og styrkjasuðurfirðina. Verkefnin eru æp-andi allt í kringum okkur, envegna efnahagsþrenginga verð-um við Vestfirðingar að ná sam-stöðu um forgangsröðun. Ég vilþó nefna í áhersluröð tollafgreið-slu á flugvöllinn (m.a. vegnaGrænlands), Dýrafjarðar- ogSúðavíkurgöng og hringtenginguljósleiðara.

Guðfinna: Nýr og fullkominnvegur sem tengir saman byggðirá norðanverðum og sunnanverð-um Vestfjörðum, m.a. með göng-um milli Dýrafjarðar og Arnar-fjarðar.

6. Styðurðu frekari sameiningusveitarfélaga á norðanverðumVestfjörðum?

Guðfinna: Ég er hlynnt frekarisameiningu sveitarfélaga á Vest-fjörðum og tel að bættar sam-göngur og sífelld tækniþróun ífjarskiptum auðveldi þá þróun.Fjarlægðir eru afstætt hugtak þvíað áður fyrr gat það verið dagleiðað komast milli staða innan samahrepps en nú er dagleið frá Ísa-firði til Akureyrar. Aðalatriðið íþessu máli er að sveitarfélögin áVestfjörðum eiga margt sameig-inlegt og hagsmunir þeirra eruoft hinir sömu.

Gísli: Ég styð hana ekki nemahún verði framkvæmanleg í raunog veru. Hér eru sjö þorp meðmikla landfræðilega dreifingu.Sameining þeirra verður að miðaað því að auka þjónustu og styrkjasvæðið en ekki að því að dragasaman seglin. Ef ríkisvaldið ætlarað keyra málið áfram þarf aðskilgreina aðferðir sem gera okk-ur kleift að efla samfélögin.

Eiríkur: Sameiningin hér1996 tókst og hana studdi ég

Eiríkur Finnur Greipsson. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir. Gísli H. Halldórsson.

Page 9: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 99999

okksins íar og svör

heilshugar. Þvingaðri samein-ingu sveitarfélaga á landsbyggð-inni er ég hins vegar alfarið ámóti. Ef málið er að ná framþjóðhagslegum sparnaði, þá á aðsameina sveitarfélög á SV-hornilandsins. Ég styð hins vegar sam-einingu sem byggð er á vali íbú-anna og sannfæringu þeirra umað það styrki samfélagið.

7. Hvernig líst þér á að Vest-fjarðakjálkinn yrði allur eittsveitarfélag?

Eiríkur: Mér finnst það getakomið til greina, en uppbyggingstjórnsýslunnar yrði þó að verameð allt öðrum hætti en er í dag.Slíkar hugmyndir eru í mótun ogþróun og ég hef brennandi áhugaá að taka þátt í því starfi. Ég setþó alltaf miklar spurningar í þess-um efnum vegna áráttu stjórn-valda að ná til sín öllum þeimsparnaði sem sameiningar skila.

Gísli: Ef samgöngur væru umalla Vestfirði, og jafnvel rafmagnog internet, þá værum við þvísem næst komin í Paradís. Meðslík 20. aldar þægindi mætti ræðasameiningu á þeim forsendumað sýnt verði fram á leiðir semtryggja að samfélögin eflist enhrörni ekki.

Guðfinna: Ef aðstæður leyfðuslíkt, t.d. fullkomnar samgöngurog tenging milli staða, þá litistmér vel á það enda yrði þá orðiðtil stórt og öflugt sveitarfélag semgæti tekið að sér verkefni semlítil sveitarfélög ráða ekki við.Sumir óttast afdrif smærri sveit-arfélaga í slíkri sameiningu ogóhjákvæmilega verða ýmsarbreytingar vegna hagræðingar entækifærin verða ekki frá þeimtekin eða möguleikarnir á aðskapa íbúunum góð búsetuskil-yrði. Við svona stóra sameininguþarf hins vegar að gæta vel aðhinu lýðræðislega vægi þannigað allir íbúar geti haft áhrif óháðbúsetu.

8. Hvað finnst þér um sam-skipti ríkisvaldsins og íslenskrasveitarfélaga?

Gísli: Oft hafa þau einkennstaf of miklum flokkadráttum. Ríkiog sveitarfélög eiga að vinnasaman fyrir þegnana, en þegarmeirihlutaflokkar í ríkisstjórn eruað slást við meirihlutaflokka íborgarstjórn Reykjavíkur, þálenda önnur sveitarfélög stundumí skotlínunni. Verst er hve stjórn-völd eiga erfitt með að vinna af

heilindum eftir markmiðum semsett hafa verið um byggðastefnu.Í hverju einasta máli þarf aðminna á þessi byggðasjónarmiðog samt er ekkert endilega fariðeftir þeim.

Guðfinna: Þar sem ég hef ekkistarfað í bæjarstjórn veit ég ekkiaf eigin reynslu hvernig þessumsamskiptum er háttað og hef ekkikynnt mér þennan málaflokk.

Eiríkur: Sveitarfélög eru ímörgum tilvikum betur til þessfallin að sinna þjónustu við íbúasína en ríkisvaldið. Það er þvíágætis mál að sveitarfélög takiað sér fleiri verkefni sem eru núá herðum ríkisvaldsins en þáverður fjármagn að fylgja frá rík-inu í réttu samhengi við þauverkefni. Núverandi afmörkuntekjustofna sveitarfélaga verðurhins vegar að endurskoða.

9. Telur þú að sveitarfélögineigi að fá aukið sjálfstæði fráríkisvaldinu?

Guðfinna: Ég hef ekki kynntmér þetta mál sérstaklega eðamyndað mér skoðun á því. Ístjórnarskránni er mælt fyrir umsjálfsákvörðunarrétt sveitarfélag-anna og munu þau t.d. hafa meirasjálfstæði en tíðkast í nágranna-löndunum. Ég held þó að þaðhljóti að liggja í hlutarins eðli aðsjálfstæði sveitarfélaganna eyksteftir því sem þau fá fleiri verk-efni. Þá eru fleiri ákvarðanir tekn-ar innan sveitarfélaganna og færrihjá ríkinu.

Eiríkur: Í mínum huga ernauðsyn á að stíga þau spor meðmikilli varúð. Breyting á núver-andi stjórnskipan er ekki brýn.Mestu skiptir að sveitarfélöginum land allt vandi til verka í þvíað veita íbúum sínum bestu þjón-

ustu sem völ er á en séu um leiðábyrg í meðförum sínum á skattféborgaranna. Viðræður um flutn-ing verkefna eru í gangi og súvinna mun halda áfram.

Gísli: Ég vil að sem mest sjálf-ræði verði fært til sveitarfélagaog innan þeirra til íbúanna sjálfraog einstakra þorpa. Því þarf þóað fylgja skýr rammi og skipulag.

10. Hvernig meturðu útlitið ífjármálum Ísafjarðarbæjar næstuárin?

Eiríkur: Miðað við úttektmína á fjármálum Ísafjarðarbæjarhefur rekstur bæjarsjóðs í saman-burði við önnur sveitarfélög veriðábyrgur og góður. Hættan semvið okkur blasir er öryggisleysi íatvinnumálum og frekari fækkuníbúa. Gegn þeirri þróun verðuráfram að spyrna. Hér eru víðatækifæri og við þurfum að virkjaenn frekar kraftinn í fólkinu ognýta þau tækifæri sem eru hér tilstaðar.

Guðfinna: Þrátt fyrir að bæjar-félaginu sé þröngt skorinn stakk-urinn núna og ekki mikið svig-rúm til framkvæmda, þá er staðanviðunandi. Með áframhaldandihagræðingu í rekstri og skyn-samlegri ráðstöfun fjármagns tilframkvæmda má áfram tryggjafjárhagslegan stöðugleika bæj-arfélagsins. Vonandi horfum viðfram á bata í efnahagslífi landsinsá næstu árum og hefði sú þróunað sjálfsögðu jákvæð áhrif á fjár-hag bæjarins og yki svigrúm tilað bæta þjónustu og framkvæmameira.

Gísli: Fjármálin verða okkurerfið eins og verið hefur. Hérhefur verið kreppa í aldarfjórð-ung og framkvæmdum og við-haldi verið þröngt sniðinn stakk-

ur allan þann tíma. Okkur hefurtekist að leysa þau mál og munumhalda því áfram.

11. Hvernig meturðu útlitið ífjárhag íslenska ríkisins og ís-lensku þjóðarinnar næstu árin?

Gísli: Ég óttast að hann verðierfiður. Vonandi verður áfalliðþjóðinni lærdómur þannig aðhægt verði að halda áfram meðlandnám Íslands áður en fariðverður í frekari útrás.

Eiríkur: Ég el þá von í brjóstiað stjórnvöldum auðnist að skapaatvinnulífi hvetjandi rekstrarum-hverfi. Því miður er núverandiríkisstjórn að valda miklumskaða, til að mynda með skatta-hækkunum sem eru algjörlegaúr hófi. Aðeins með aukinni at-vinnustarfsemi, nýtingu auðlindaokkar og framleiðslu, verður unntað tryggja hagsæld og sókn tilendurreisnar, en því miður sýnistmér núverandi stjórnvöld ekkihafa neinn skilning þar á.

Guðfinna: Þegar menn hafakomið sér saman um að taka þærákvarðanir sem þarf að taka, þáheld ég að fyrsta skrefið hafiverið tekið í átt að efnahagslegumbata. Þetta verður hins vegar síð-ur en svo skjótur bati og skerðinglífskjara næstu árin er óhjá-kvæmileg. Náttúruauðlindir ogmannauður munu hins vegar geraþjóðinni kleift að ná sér á strikfyrr en síðar.

12. Telur þú rétt að auka meðeinhverjum hætti áhrif og sjálf-stæði einstakra byggðakjarnaÍsafjarðarbæjar?

Guðfinna: Það væri ákjósan-legt að efla íbúasamtök á hverjumstað fyrir sig, því að í gegnumþau geta íbúarnir haft áhrif á

ákvarðanatöku bæjarstjórnarvarðandi sín hagsmunamál.

Gísli: Já. Ég tel að við eigumgæfu okkar undir því að við finn-um leiðir til að virkja þann kraftsem býr á hverjum stað fyrir sig.Ég kann enga töfralausn en hef ínámi mínu í strandsvæðastjórnunvið Háskólasetrið undanfarin tvöár fengið smjörþefinn af leiðumtil eflingar sem hafa verið þróaðarvíða, svo sem í Kanada. Við ætt-um að líta til slíkra fordæma.

Eiríkur: Mjög hröð þróuníbúalýðræðis á sér nú stað. Meðopnara stjórnkerfi og þeirri sam-skipta- og upplýsingatækni semsífellt eflist tel ég aðkomu íbú-anna að ákvarðanatöku um marg-vísleg atriði mikilvæga, semverður að skilgreina fyrirfram.Ég sé hins vegar enga ástæðu tilað stíga skref til „sjálfstæðisbyggðakjarnanna“ umfram það.

13. Telur þú rétt að gera ein-hverjar umtalsverðar breytingará stjórnskipan Ísafjarðarbæjar?

Eiríkur: Ekkert mannannaverk stenst tímans tönn. Stjórn-skipan bæjarins á sífellt að vera íendurskoðun, en hallarbyltingareru ekki lausnin. Með gagnrýnnien uppbyggjandi endurskoðunverðum við að tryggja sem stystarboðleiðir í stjórnsýslunni oggegnsæi ákvarðana bæjaryfir-valda.

Gísli: Já. Það er auðvitað gíf-urlega mikilvægt þegar starfs-menn eru nærri 400 í um 300stöðugildum að hugað sé vel aðþví að þeir nýtist sem best og aðallir vinnu- og samskiptaferlarséu í lagi. Það þarf að taka veru-lega á í þessum efnum.

Guðfinna: Ég veit að á undan-förnum árum hefur verið unnið

Page 10: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

1010101010 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010

að því að einfalda stjórnkerfiðog mér finnst eðlilegt að þeirrivinnu verði haldið áfram. Aðöðru leyti tel ég mikilvægt aðstjórnkerfið sé sveigjanlegt ogveiti sem besta þjónustu.

14. Telur þú að minnihlutinn íbæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafistarfað með ábyrgum og upp-byggilegum hætti á því kjörtíma-bili sem nú er senn á enda?

Gísli: Ég held að þau hafi veriðí þessu af fullum heilindum fyrirbæjarbúa. Stundum hef ég þóekki skilið áherslur minnihlutansog fundist sem tilgangur þeirraværi að þyrla upp pólitískumoldviðri.

Guðfinna: Ég trúi því að þeirsem gefa kost á sér í bæjarstjórn,jafnt og til Alþingis, geri þaðvegna þess að þeir vilja láta gottaf sér leiða og taka þátt í aðbyggja upp gott samfélag. Síðaneru skiptar skoðanir um hvernigþað er gert og menn berjast fyrirsínum sjónarmiðum, oftast meðábyrgum og uppbyggilegumhætti en ekki alltaf. Þetta á viðum minnihlutann í bæjarstjórnÍsafjarðarbæjar eins og aðra.

Eiríkur: Minnihluti bæjar-stjórna á að hafa það hlutverk aðveita meirihluta aðhald á öllumsviðum. Af þeim afskiptum semég hef haft af bæjarmálapólitík-inni, sem eru ekki mikil undan-farin ár, finnst mér minnihlutinnvera mjög gamaldags í framsetn-ingu sinni á gagnrýni og aðhaldi,um leið og ég lýsi ánægju minnimeð farsæla stjórn meirihlutans.

15. Ríkir bjartsýni í huga þérvarðandi framtíð Ísafjarðarbæj-ar og byggðar á Vestfjörðum íheild?

Guðfinna: Þegar ég flutti meðfjölskylduna vestur á Ísafjörðhaustið 1996 gerði ég það vegnaþess að ég hafði trú á því að þarværi gott að búa og ala upp börn.Síðan eru liðin rúm 13 ár, börninnánast orðin fullorðin og sjálfhef ég elst eitthvað smávegis.Gráu hárin sem ég er farin að sjáhafa samt ekki breytt því að égtrúi enn á bjarta framtíð Vest-fjarða.

Eiríkur: Já. Hingað fluttumvið hjónin 1980 og líður vel.Áföll og hindranir eru til að yfir-stíga og af þeim er líka nóg áöðrum stöðum. Við erum ekkiein um það í heiminum að íbúumfækki á landsbyggðinni. Það erhins vegar staðföst trú mín aðvið munum ná vopnum okkar aðnýju og í þeim tilgangi býð égfram krafta mína til forystu í bæj-armálum Ísfirðinga.

Gísli: Já. Við þekkjum vel hvekraftmikil menning blómstrar áVestfjörðum. Hér eru dugmiklirog viljugir einstaklingar sem gef-ast aldrei upp. Þegar samgöngu-og orkumál verða komin í þaðhorf sem þótti viðunandi á síðustuöld eigum við mikla möguleika.

[email protected]

Meiraprófsnámskeið· leigubifreið · vörubifreið · hópbifreið · eftirvagn

Ísfirðingar og nágrannar ath!

Síðasta námskeiðið á GAMLA VERÐINU verð-ur haldið á Ísafirði mánudaginn 8. febrúar nk.

Ath! Verkalýðsfélög veita allt að 100 þús-und króna styrk. Vinnumiðlanir veita

allt að 70 þúsund króna styrk.

Skráning í símum 892 6570 og 892 6571. Visaog Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða.

Ökuskóli S.G.

Eigendur Vesturskeljar ehf.,sem sérhæfir sig í ræktun á krækl-ingum eru bjartsýnir að sögnMagna Guðmundssonar, fram-kvæmdastjóra. „Ég get ekki sagtannað en að við séum bjartsýnirog þetta lítur allt ljómandi vel út,en eins og ég hef áður sagt þá erþetta langhlaup ekki spretthlaup.Við erum farnir að prufukeyrafullvaxna vöru og fólki virðistlíka hún mjög vel.“ Að því erfram kemur í Morgunblaðinu get-ur ræktun á bláskel getur skilað1.500 tonna framleiðslu á næstuárum og 6.000 tonnum eftir sexár. Bláskelin er eftirsótt á Evr-ópumarkaði og þessi framleiðslagæti skilað tveimur milljörðum íútflutningstekjur á ári og skapað175 störf við ræktun og full-vinnslu. Bláskeljarækt Vestur-skeljar hófst í Skötufirði og Hest-firði í Ísafjarðardjúpi fyrir rúmumtveimur árum og nú hefur Álfta-fjörður bæst í hópinn.

Magni segir Vesturskel ekkivera komna það langt að mennséu farnir að huga að útflutningien býst við því að svo verði erfram líða stundir. „Ég held aðþað sé enginn spurning að þettaverði útflutningsgrein, það erbara spurning hvenær það verður.Annars er innanlandsmarkaður-inn algjörlega ókannaður og égbýst við að menn reyni að mettahann fyrst áður en hugað er aðútflutningi. Við sáum það þegarvið vorum að kynna vöruna okkarfyrir jólin að það voru margirsem höfðu áhuga á að smakka oglíkaði vel.“

Magni segir að fyrirtækið munihalda ótrautt áfram og forsvars-menn þess bíði spenntir eftir þvíað sjá hvað framtíðin beri í skauti

sér. „Það hefur verið mjög góðáseta af því sem við settum út ísumar og það verður mun meiranæsta haust. Þetta vex ótrúlegafljótt þegar þetta er komið afstað og framleiðslan hleður fljóttutan á sig.“

Skelrækt við strendur Íslands

hefur verið í þróun síðustu 20 til30 árin og þá einkum ræktunbláskeljar. Ræktun í sjó er ígrundvallaratriðum ólík eldi.Ekki er um fóðrun að ræða þarsem lífveran nærir sig algerlegasjálf og lifir í raun eins og villtskel í náttúrlegu umhverfi. Í skel-

rækt er lirfum safnað eftir eðli-lega hrygningu í umhverfinu.Lirfurnar festa sig síðan á hengi-línurnar á sama hátt og þær takasér bólfestu á fjörugrjóti. Rækt-unarskelin lifir því sama lífi ogfjöruskelin.

[email protected]

Kræklingaræktendur bjartsýnirBláskel (kræklingur).

Page 11: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 1111111111

Sameiginlegur sólarfagnaðurSunnukórsins og KarlakórsinsErnis fór fram í Edinborgarhús-inu á Ísafirði á laugardag. „Þettavar frábær skemmtun. Flutt voruheimatilbúin skemmtiatriði ogkórarnir sungu þrjú lög hver,“segir Jens Andrés Guðmundsson

einn af skipuleggjendum fagnað-arins. Var þetta í þriðja sinn semkórarnir halda saman ballið enSunnukórinn hefur allt frá stofn-un kórsins 25. janúar 1934 staðiðfyrir sólarfagnaði á þessum tíma.Að sögn Jens Andrésar var mæt-ingin dræm miðað við undanfarin

ár. „Það stafar af mörgu, t.d. varþorrablót á Þingeyri og SólarkaffiÍsfirðingafélagsins um sömuhelgi.“ Veislustjóri var EggertStefánsson og að dagskrá tæmdrilék Hjónabandið fyrir dansi.

Sunnukórinn er nú að hefja76. starfsár sitt en KarlakórinnErnir hefur starfað í núverandimynd frá árinu 1988. Meðfylgj-andi myndir frá fögnuðinum tókÞorsteinn J. Tómasson.

[email protected]

Sólarfögnuðurinnfrábær skemmtun

Page 12: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

1212121212 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010

Sundrað á Alþingi

Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnumhafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.

Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

smáar

Alþingi er gott orð. Það vís-ar til þess að þingið sé allra. Alþingi

nútímans er ekki líkt því Alþingi sem stofnað var 930 til að ráðamálum Íslendinga til lykta. Þá áttum við gæfu til þess að sameinastum aðferðir til að ná niðurstöðu varðandi lög og dóma. Þangaðsóttu allir sem vettlingi gátu valdið til þess að sýna sig og sjá aðraá Þingvöllum, fylgjast með störfum þingsins og einhverjir til að fálöglegar lyktir sinna mála. Þingið var stofnun þjóðarinnar og súeina þar til kirkjan stofnaði biskupsstól í Skálholti árið 1056. Þávoru til orðnar þær stofnanir sem mestu réðu um málefni Íslendingaþar til konungar tóku yfir á fjórtándu öld, hægt og bítandi en síðaraf meiri þunga.

Hvernig er komið fyrir okkur í dag. Alþingi ætti að njóta óskor-aðrar virðingar, en svo er ekki. Ekki er við neinn að sakast nemaþá sem þingið skipa. Vegur gamla Alþingis fór minnkandi og þaðvarð i raun dómstóll og lauk hlutverki sínu 1798. Ráðgjafarþingvar stofnað í Reykjavík 1845 með dönsku konungsboði frá 1843.Var það mikil framför þótt ekki fengi það löggjafar- og fjárlagavaldfyrr en 1874. Smám saman jukust völd Alþingis með heimastjórn1904 og fullveldi 1918. Getur verið að nú svo komið fyrir Alþingiað völd þess og virðing séu að hverfa?

Stjórnskipulagt vald Alþingis er hafið yfir allan vafa eða ætti aðvera það. Ákvæði stjórnarskrár sem á rætur að rekja til hugarfars

konungsveldis í Danmörku fyrir meira en einni og hálfri öld gerastöðuna flókna. Konungur vildi tryggja völd sín og geta hafnaðlögum sem honum líkaði ekki. Þeim yrði vísað til þjóðarinnar.Ákvæðið heldur gildi sínu á Íslandi en ekki í gamla konungsríkinu.

En þótt þjóðkjörið Alþingi fái ekki ráðið málum til lykta ervirðingin enn fyrst og fremst undir því sjálfu komið. Við semkjósum þingmenn verðum að finna að hlutverkið sé tekið af full-kominni alvöru, að þeir viti að þeim sé treyst til að ráða málum tillykta á besta mögulegan hátt. En því miður blasa óeining ogdeilur við. Vilja virðist skorta til að ná sátt um niðurstöðu mála.Íslensk þjóð stendur á þröskuldi sem getur orðið til þess að húnnái annars vegar vopnum sínum eða til hins að ýmislegt þróist tilverri vegar. Enginn vafi er á því að íslensk millistétt kann að veraá tímamótum. Hún gæti verið að nálgast lokin. Þegar grannt erskoðað hefur hún staðið traust undir í samfélaginu, en með meiriskattlagningu, lægri launum og erfiðari kjörum gæti svo farið aðhenni ofbyði skortur á virðingu alþingismanna fyrir sjálfum sérog kjósendum og gripi til sinna ráða. Alþingi verður að vera í taktvið fólkið í landinu sem greiðir skatta af launum sínum og á engaaðra kosti en halda áfram að vinna meðan vinna gefst.

Hvað ætlar Alþingi að gera til að vinna virðingu þessa fólks ogsenda þau boð til þjóðarinnar að það gæti hagsmuna hennar, allirsem einn maður?

Sérdeilis reglusamur brott-fluttur Ísfirðingur óskar eftirað skipta á íbúð við einhverngóðan Ísfirðing um páskana.Er sjálf með ágæta íbúð í Hlíð-unum í Reykjavík, stór stofa,sjónvarpshol og 3 herbergi.Vantar á móti a.m.k. 3ja herb.íbúð um páskana. Nánari uppl.á netfanginu [email protected]ða í síma 693 6810 (Sólveig).

Til sölu er Hyundai Santa Feárg. 2005. Gullfallegt eintak,lítið ekinn, sjálfskiptur, svart-ur. Uppl. í síma 866 4655.

Við erum að leita að litlum ís-skáp til kaups eða gefins.Verður að vera gangfær fyrirmenntasmiðju Grunnskólansá Ísafirði. Ef þið hafið ísskáp,endilega hafið samband ísíma 844 1660.

Kristín Hálfdánsdóttir, við-skiptafræðingur á Ísafirði, hefurákveðið að gefa kost á sér í 3.-4.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-ins fyrir sveitarstjórnarkosning-arnar í Ísafjarðarbæ sem framfara í maí. Kristín hefur undan-farin 10 ár starfað sem rekstrar-stjóri Landflutninga Samskipa áÍsafirði. Undanfarin ár hefur húntekið virkan þátt í starfi Sjálf-stæðisflokksins ásamt ýmsum fé-lagsmálum í Ísafjarðarbæ.

Kristín fæddist að Hóli í Bol-ungarvík 19. júlí 1956 og ólstþar upp. Foreldrar hennar voruHallfríður Jónsdóttir húsmóðirog Hálfdán Örnólfsson sjómaður.Kristín er gift Gunnari Þórðar-syni og eiga þau þrjú börn. „Fjár-mál Ísafjarðarbæjar eru mér sér-staklega hugleikin þar sem haldiðer uppi góðri þjónustu við íbúameð sem minnstum tilkostnaði.Ég vil stuðla að skilvirkri stjórn-sýslu og vandaðri fjármálastjórnÍsafjarðarbæjar með hámörkunframleiðni í huga,“ segir í til-kynningu um framboðið.

Kristín Hálf-dáns í framboð

Greiðsla Ísafjarðarbæjar til Menn-ingaráðs hefur hækkað um 60%

Þriggja milljóna króna mis-munur er á reikningi frá Menn-ingarráði Vestfjarða fyrir fram-lagi Ísafjarðarbæjar og fjárhags-áætlun sveitarfélagsins. Sam-kvæmt reikningi frá MV er fram-lag Ísafjarðarbæjar fyrir síðastaár 8.944.001 krónur en á fjárhags-áætlun er aðeins gert ráð fyrir6.000.000 krónum, mismunurinnnemur því 2.944.001 krónum.Þarf sérstakt samþykki bæjarráðs

fyrir greiðslu þess mismunar.Bæjarráð hefur óskað eftir fjár-hagsáætlun vegna áranna 2009og 2010, ásamt afriti af menn-ingarsamningi ríkis og sveitarfé-laga frá því í maí 2007. Bæjarráðhefur samþykkt að greitt verðinú inn á reikning Menningarráðsvegna ársins 2009 sú fjárhæð semer á fjárhagsáætlun þess árs. Mál-ið verður aftur tekið fyrir í bæj-arráði þegar umbeðin gögn hafa

borist.Greiðsla Ísafjarðarbæjar á

milli áranna 2008-2009 hefurhækkað um 3.368.554 kr. eðaum liðlega 60%. Sú hækkunstafar fyrst og fremst af breyttuþátttökuhlutfalli sveitarfélaga írekstri og styrkveitingum.

Hlutverk Menningarráðs aðstanda fyrir öflugu þróunarstarfií menningarmálum, úthluta fjár-magni til menningarverkefna og

verkefna á sviði menningar-tengdrar ferðaþjónustu, jafnframtþví að annast framkvæmd samn-ings og samræma aðgerðir á sviðmenningarmála á þeirra starfs-svæði.

Á Vestfjörðum eru skilgreindþrjú samstarfssvæði, Stranda-sýsla og Reykhólahreppur, Vest-ur-Barðastrandasýsla og Ísafjarð-arsýslur.

[email protected]

Gæti orðið siglandi safnGengið hefur verið úr

skugga um að skrokkurinn áMaríu Júlíu, fyrsta björg-unarskipi Vestfirðinga, séheill. „Aðalatriðið var að

ganga úr skugga um að húnværi í lagi. Skrokkurinn er

góður og er nú verið aðþurrka hann,“ segir Jón Sig-

urpálsson forstöðumaðurByggðasafns Vestfjarða.

Verið er að leita leiða til aðfjármagna frekari endurbæt-

ur en viðgerð á skipinu hafastaðið yfir síðan í haust undir

öruggri handleiðslu HarðarSigtryggssonar stálskipa-

smiðs á Þingeyri.María Júlía var einnig

notuð sem varðskip í land-

helgisstríðinu árið 1958.Síðast var skipið notað sem

hafrannsóknaskip. Ýmsarhugmyndir eru uppi um

hlutverk skipsins að loknumendurbótunum. „Uppi eru

hugmyndir um að hún verðiað siglandi safni fyrir

ferðafólk eða jafnvel semskólaskip. Við eigum eftir að

finna henni verkefni en égmyndi halda að hún værigóður kostur í ferðaþjón-

ustu,“ segir Jón.Skipið er 137 brúttótonn að

stærð og 27,5 metrar á lengd.Það var smíðað í Danmörku

en kom til Íslands snemmavors 1950.

[email protected] Björgunarskipið María Júlía.

Hraðfrystihúsið Gunnvörhefur boðið 15 milljónir íjörðina Nauteyri við Ísa-fjarðardjúp. Kauptilboðiðvar tekið fyrir á síðasta sveit-arstjórnarfundi í Stranda-byggð en samþykkt var aðfresta afgreiðslu málsins tilað afla gagna.

Ákveðið var að selja jörð-ina árið 2008 ef viðunanditilboð myndi berast en gertvar ráð fyrir að andvirðiðyrði notað til gatnafram-kvæmda.

HG bauð íNauteyri

Page 13: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 1313131313

MÓTTÖKURITARISkóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðar-bæjar leitar að einstaklingi í starf móttöku-ritara. Um er að ræða 87,5% starf þar semhelstu verkefni eru umsjón með húsaleigu-bótum og félagslegri liðveislu auk almennraritarastarfa.Hæfniskröfur:· Stúdentspróf eða sambærileg menntun.· Rík þjónustulund, áreiðanleiki og frum- kvæði.· Færni í mannlegum samskiptum.· Góð tölvukunnátta neðsynleg t.d. í word og exel.Laun samkv. samningi launanefndar ogFOS-Vest.Nánari upplýsingar veitir Margrét Geirs-dóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskyldu-skrifstofu í síma 450 8000 eða í gegnumnetfangið [email protected]óknarfrestur er til 15. febrúar 2010.

FÉLAGSSTARF ELDRI BORGARA ÞINGEYRIÓskað er eftir aðstoðarmenneskju í 20%starf á vinnustofu aldraðra á Þingeyri.Nánari upplýsingar um starfið veitir ÁstaKristinsdóttir, forstöðukona í síma 867 0371eða í gegnum netfangið [email protected]óknarfrestur er til 15. febrúar 2010.

Þorskur hentugur eldisdýrÞorskur er að mörgu leyti hent-

ugur sem eldisdýr og er villturþorskur fljótur að aðlagast eldis-aðstæðum. Þetta kemur fram ínýrri skýrslu Hafrannsóknastofn-unar yfir föngun, flutning ogaðlögun á þorski í söfnunarkvíumárin 2002-2008. „Með tilliti tilföngunar og flutnings er margtsem bendir til þess að þorskurinnsé meðfærilegri en margar aðrarfisktegundir s.s. lax og í því sam-bandi má nefna að hann þolirbetur hnjask og streituálag. Hanner aftur á móti viðkvæmur fyriröðrum þáttum eins og þrýstings-breytingum,“ segir í skýrslunnisem byggir m.a. á árlegri grein-argerð frá öllum þorskeldisfyrir-tækjum á Vestfjörðum. Þar kem-ur einnig fram að afföll eru minnihjá þorski en ýsu við smug í

botnvörpu eða fiskskilju. „Þorsk-ur er með tiltölulega sterkt roð,fast hreistur og þolir betur með-höndlun en margar fisktegundireins og ýsa og lax sem eru meðtiltölulega stórt og laust hreistur.“

Þann 15. maí2002 voru samþykktar breyt-ingar á lögum um stjórnun fisk-veiða þar sem kemur fram aðsjávarútvegsráðherra hefur tilsérstakrar ráðstöfunar aflaheim-ildir sem nema 500 lestum afóslægðum þorski á fiskveiðiár-unum 2001/2002 til og með

2005/2006. Þessi heimild sjávar-útvegsráðherra hefur verið fram-lengd tvisvar og gildir nú tilfiskveiðiársins 2014/2015. Afla-heimildum skal ráðstafað til til-rauna með áframeldi á þorski ísamráði við Hafrannsóknastofn-unina sem fylgist með til-

raununum og birtirniðurstöður um gang þeirra. Íþessari skýrslu er gefið yfirlityfir föngun, flutning og aðlöguná þorski í söfnunarkvíum árin

2002-2008. Heimildaleit var gerðá föngun og flutningi á þorski ogöðrum tegundum svo og notkuná söfnunarkvíum í öðrum lönd-um.

Á árunum 2002-2008 voru1.400 tonn tekin í

dragnót, 600 tonn í botnvörpu,500 tonn í gildrur mest í leiði-gildru og 500 tonn á línu og hand-færi. Dragnót og botnvarpa hafaskilað bestum árangri en enginveruleg breyting hefur verið gerðá veiðarfærunum. Í sumum til-vikum er lyftipoki seglklæddurtil að minnka þrýsting á fiski.

Veiðarnar hafa verið aðlagaðarað því marki að auka lifun ogbotnvarpa er dregin á hálfumhraða miðað við hefðbundnarveiðar og einnig er viðmiðuninað afli sé ekki meiri en einnlyftipoki. Með það að markmiðiað auka lifun er einnig losað beint

úr pokaí söfnunarkví.

Margar gerðir afgildrum hafa verið reynd-

ar en besti árangurinn hefurnáðst með leiðigildru.

Minni tilraunir hafa veriðgerðar með föngun á þorski ílagnet. Einnig hafa verið mynd-aðar þorskhjarðir við fóðurstöðv-ar og fangað úr þeim með lyftiháfog handfærum og gerð ein ár-angurslaus tilraun til að fangafiskinn með hringnót.

Fjórar konur og sex karlar gefakost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis-flokksins í Ísafjarðarbæ sem framfer laugardaginn 13. febrúar. Ísveitarstjórnarkosningunum árið2006 fékk Sjálfstæðisflokkurinnfjóra bæjarfulltrúa af níu en tveirþeirra gefa ekki kost á sér nú,það eru þau Halldór Halldórssonog Birna Lárusdóttir. Í prófkjör-inu skal kjósa sex frambjóðendurog er þátttaka í prófkjörinu heimil

öllum fullgildum meðlimumsjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðar-bæ sem þar eru búsettir. Utan-kjörfundaratkvæðagreiðsla hefstað morgni fimmtudagsins 28.janúar og stendur til kl 18.

Frambjóðendurnir eru: Mar-grét Halldórsdóttir, íþrótta- ogtómstundafulltrúi, Ingólfur Þor-leifsson, vélstjóri og varabæjar-fulltrúi, Guðný Stefanía Stefáns-dóttir, bæjarfulltrúi og íþrótta-

kennari, Hlynur Kristjánsson, húsa-smiður, Eiríkur Finnur Greips-son, framkvæmdastjóri, SteinþórBragason, tæknifræðingur ográðgjafi, Gísli H. Halldórsson,bæjarfulltrúi og fjármálastjóri,Kristín Hálfdánsdóttir, rekstrar-stjóri, Guðfinna M. Hreiðars-dóttir, sagnfræðingur og GuðjónMár Þorsteinsson, öryrki ogstjórnarmaður í KKÍ.

[email protected]

Tíu gefa kost á sér í próf-kjöri Sjálfstæðisflokksins

Hjónin Nadia Ashkenazy og Martin Jones hafa hrint úr vör námskeiði í sunderóbikki á norðan-verðum Vestfjörðum. Fyrsti tíminn fór fram á Þingeyri um síðustu helgi en ætlunin er að það verðihaldið í Flateyrarlaug er hún verður opnuð á ný eftir viðgerð. „Við búumst við því að námskeiðiðhefjist á Flateyri í febrúar en við höfum einnig áhuga á því að halda námskeið á Þingeyri ef næg þátt-taka fæst,“ segir Nadia. Hún segir að um sé að ræða létta sundleikfimi. „Þar sem vatnið styður viðmann er reynir það minna á liðina en það er samt áreynsla því þungi vatnsins veitir manni mót-stöðu, þetta er því allt öðruvísi og venjulegt eróbikk.“ – [email protected]

Kennir eróbikk í vatniNadia Ashkenazy leiðbeinir hér þátttakendum í sund eróbikki.

Page 14: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

1414141414 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010

gegnumLINSUNA

Vegna síaukins áhuga al-mennings á ljósmyndun,

hefur Bæjarins besta ákveð-ið að birta í vetur valdar

myndir eftir hina fjölmörguáhugaljósmyndara á Vest-

fjörðum. Þeir sem vilja leyfalesendum blaðsins að sjá

verk sín er bent á að sendaþær í prentgæðum á net-

fangið [email protected] ásamtstuttum texta og ljósmynd

af höfundi. Áhugaljósmynd-ari vikunnar er Guðni G.

Borgarsson.

Suðurtangi: Norðurljósin dönsuðu um himininn eitt miðvikudagskvöld fyrir stuttu þannig að ég skellti mér útmeð myndavélina og tók m.a. þessa mynd. Þegar ég fór svo að skoða hana í tölvunni tók ég eftir andlitinu íNorðurljósunum. Það er eins og einhver sé að hrofa yfir bæinn þarna uppi. Myndin er lítillega unnin í Photoshop.Myndavél: Olympus E-520. Ljósop: f/3,5. Hraði: 6 sek. ISO: 1600.

400 gestir á Sólarkaffi Ís-firðingafélagsins í Reykjavík

Um 400 gestir voru á Sólarkaffi Ísfirðingafélags-ins sem haldið var á Hótel Nordica í Reykjavík áföstudagskvöld. „Þetta heppnaðist alveg stórkost-lega, það var ekki alveg uppselt en mjög góðmæting engu að síður. Við erum mjög ánægð meðdagskrána og gestirnir voru mjög ánægðir,“ segirJakob Falur Garðarsson, einn af skipuleggjendumSólarkaffisins.

Að venju var boðið upp á ljúffengar pönnukökurog veitingar auk þess sem happdrættið var á sínumstað. Veislustjóri kvöldsins var Páll Ásgeir Ás-geirsson og ræðumaður kvöldsins var Siggi blóma.„Það sem stóð upp úr voru auðvitað öll ísfirskuskemmtiatriðin og ræðan, það er hreinlega ógerlegtað gera upp á milli skemmtiatriða, þau voru öllmjög flott. Söngkonurnar Helga Margrét Marzell-íusardóttir, Dagný Hermannsdóttir og SvanhildurGarðarsdóttir tóku lagið við góðar undirtektir, Birg-ir Örn Sigurjónsson, eða Biggibix tók vel valin lögaf væntanlegri plötu sinni og hljómsveitin Kraft-lyfting steig á stokk.

Að lokinni dagskrá var síðan dansleikur meðhljómsveitinni Apollo fram á nótt. „Það var mikilstemmning og fólk hélt út allt ballið að ísfirskumsið,“ segir Jakob Falur. Meðfylgjandi myndir afSólarkaffinu tók Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir.

Page 15: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 1515151515

Sælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnar er Sigrún Arna Elvarsdóttir á Ísafirði.SælSælSælSælSælkerinnkerinnkerinnkerinnkerinn

Tælenskar fiskibollur ogTælenskar fiskibollur ogTælenskar fiskibollur ogTælenskar fiskibollur ogTælenskar fiskibollur oghimneskur kjúklingurhimneskur kjúklingurhimneskur kjúklingurhimneskur kjúklingurhimneskur kjúklingur

Sælkeri vikunnar býður upp áforrétt og tvo aðalrétti. Í forrétter rækjusalat að hætti Steina.

„Þessi réttur er sérlega ljúf-fengur og auðveldur,“ segir Sig-rún. Einnig býður hún upp á

Rækjusalat Steina2 harðsoðin egg (stöppuð).25 g rækjur1 dós sýrður rjómi1 tsk karrý2 msk tómatsósa¼ tsk salt1 blaðsalathöfuðSýrður rjómi, tómatsósa og

krydd blandað saman í stóra skál.Blaðsalat skorið smátt niður ogþví blandað saman út í sósunaásamt rækjunum.

Fiskibollur á tælenska vísu500 g lúðuflök eða þorskur(ég nota oftast þorsk).¼ tsk matarsódi2 msk kartöflumjöl

½ mask salt½ bolli kalt vatn.

Allt efnið í bollurnar hakkaðsaman eða hrært vel. Best er aðnota blandara með hníf svobollurnar verði fínar. Geymið oggerið sósuna.

Sósan2 msk matarolía1-2 msk Matsaman curry pasteeða rautt curry paste (nota oftríflega)Smá Season all3 bollar mjólk1 ½ bolli rjómi1 dós kókosmjólk í dós

Bollurnar búnar til og settar út

í sósuna. Eftir að bollurnar hafaverið settar út í er bætt við. 3 msksykur, ½ tsk salt og ein lítil dósbambus. Má þykkja sósuna meðsósujafnara ef þið viljið þykkjahana. Berist fram með mikið afhrísgrjónum.

Himneskur kjúklingurKjúklingabringur eða úrbein-

uð kjúklingalæri (einn bakka).Parmaskinka1 bakki fersk basilíka1 rauð paprika1-2 hvítlauksrifSmá af rauðum chilli ef ykkurfinnst gott að hafa sterkt.1 dós mascarpone rjómaostur.1 grænmetistengingur leystur

upp í ½ lítra af vatni (má nota

hvítvín)Tagliatelle pasta

Hakkið papriku, hvítlauk ogbasilíku saman, setjið rjómaost-inn út í og hrærið saman einslítið og hægt er (má líka gera íhöndum). Passa að hræra þettaekki of mikið því þá verður fyll-ingin of þunn.

Ef þið notið bringu kljúfið þærí tvennt (langsum).

Ein sneið af parmaskinku ferutan um hvern kjúklingabita.

Leggið skinkuna á brettið, svokjúkling og setjið eina matskeiðaf fyllingunni á hvern kjúklinga-bita og rúllið upp.

Raðið upprúlluðum kjúklingn-um í eldfast mót. Hellið græn-metissoðinu eða hvítvíninu yfirbringurnar og bakið í ofni við185° í ca. 20 mínútur.Berið frammeð soðnu pastanu og ferskuspínati og hvítlauksbrauði. Algertnammi.

Ég skora á Hrafnhildi Elvars-dóttur að vera næsti sælkeri.

Page 16: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: … · FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 3 Tilkynning Mánudaginn 8. febrúar mun Endurvinnslan hf., opna nýja umbúða-móttöku

1616161616 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010