landspítali fyrir framtíðina

8
Hélt ég væri í falinni myndavél Eldri þjóð þarf meiri þjónustu Kennslan á einn stað Mannlegi þátturinn fengið meira vægi Ekki að tala um neinn lúxus Alma D. Möller, yfirlæknir gjör- gæsludeildar LSH við Hringbraut, um fyrsta vinnudaginn á deildinni María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH, um stöðuna fram til 2025 Sigrún Inga Gunnars- dóttir hjúkrunarnemi og Tómas Andri Axelsson læknanemi hafa unnið á LSH í tengslum við námið Ragnhild Aslaksen, yfirarkitekt hjá St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi, um hönnun nýrra sjúkra- húsa Sigríður Zoëga hjúkr- unarfræðingur telur umræðu um nýjar spítalabyggingar á villigötum 3 7 3 5 6

Upload: athygli

Post on 10-Mar-2016

239 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Kynning á byggingu nýs landspítala.

TRANSCRIPT

Page 1: Landspítali fyrir framtíðina

Hélt ég væri í falinni myndavél

Eldri þjóð þarf meiri þjónustu

Kennslan á einn stað

Mannlegi þátturinn fengið meira vægi

Ekki að tala um neinn lúxus

Alma D. Möller, yfirlæknir gjör-

gæsludeildar LSH við Hringbraut, um

fyrsta vinnudaginn á deildinni

María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri

fjármálasviðs LSH, um stöðuna fram til 2025

Sigrún Inga Gunnars-dóttir hjúkrunarnemi

og Tómas Andri Axelsson læknanemi

hafa unnið á LSH í tengslum við námið

Ragnhild Aslaksen, yfirarkitekt hjá St.

Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi, um

hönnun nýrra sjúkra-húsa

Sigríður Zoëga hjúkr-unarfræðingur telur

umræðu um nýjar spítalabyggingar á

villigötum3 7 35 6

Page 2: Landspítali fyrir framtíðina

27. NÓVEMBER 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 Landspítali fyrir framtíðina

Náin samvinna Háskóla Íslands og Landspítala hefur átt mik-ilvægan þátt í að skapa hér af-bragðsgóða heilbrigðisþjónustu og einn öflugasta þekkingarklasann í íslensku vísindasamfélagi. Þess njóta nánast allar fjölskyldur á Ís-landi með einum eða öðrum hætti. Stofnanirnar hafa staðið sameig-inlega að menntun starfsfólks í heilbrigðisþjónustu, öflugu vís-indastarfi og nýsköpun sem miðar að því að bæta þjónustu við sjúk-linga og aðstandendur.

Bygging nýs háskólasjúkrahúss

og húsnæðis fyrir heilbrigðisvís-indadeildir Háskóla Íslands skipt-ir sköpum fyrir starfsemi beggja stofnana og fyrir framþróun í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið er lykill að því að við getum staðið sameiginlega vörð um þann ár-angur sem náðst hefur og hald-ið sókninni áfram, þannig að hér verði í framtíðinni heilbrigðis-þjónusta í fremstu röð og aðstæð-ur sem laða að sérþjálfað starfs-fólk.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Nýtt húsnæði skiptir sköpum fyrir starfsemina

Starfsfólk Landspítala finn-ur á eigin skinni daglega að húsnæðiskostur spítalans dugar ekki lengur. Við finn-um að þetta húsnæði sem við vinnum í núna er gamalt, því hefur ekki verið haldið nógu vel við.

Starfsemi nútímaháskóla-sjúkrahúss, eða bara almenns sjúkrahúss, passar ekki inn í húsnæði sem hannað var fyrir 60 árum og jafnvel 100 árum síðan.

Það er fyrir löngu kom-inn tími til að endurnýja hús-næðið og færa okkur nær nú-tímalegri þjónustu með al-vöru aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk og þá starf-semi sem Landspítali stend-ur fyrir.

Enginn ætti að velkjast í vafa um að Landspítali er sú stofnun í heil-brigðiskerfinu sem tekur við öllum þegar mest á reynir og er leiðandi í veitingu þjónustu, þróun heilbrigðiskerfisins og rannsóknum á því sviði. Rannsóknir í heilbrigðisvísindum byggja á því starfi sem unnið er á spítalanum. Til þess að við getum áfram þróað það starf, sem er á heimsmælikvarða, þá þurfum við m.a. að endurnýja okkar húsnæði.

Við þurfum húsnæði sem er hannað að starfseminni og þörfum sjúklingsins. Nýtt húsnæði sem nú er verið að hanna við Hringbraut mun uppfylla þær kröfur og gott betur þannig að mögulegt verður að þróa og breyta starfseminni eftir því sem framþróun verður á þessu sviði.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítala

Húsakostur spítalans dugar ekki lengur

„Heilbrigðisvísindasvið háskóla um allan heim eru tengd sjúkrahúsum og það er báðum aðilum nauðsynlegt,“ segir Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Sviðið menntar stærstan hluta heilbrigðisstarfsmanna í landinu.

Inga bendir á að alhliða bráða- og sérfræðisjúkrahús, eins og Landspítali, byggi þjónustu sína á bestu fáanlegu þekkingu sem fyr-irfinnist hverju sinni og hún verði ekki til nema í nánum tengslum við heilbrigðisvísindasvið há-skóla.

TÖPUM Á DREIFÐRI STARFSEMIDeildir og stofnanir Heilbrigðis-vísindasviðs hafa aðstöðu víða, á landsvæði sem nær frá Keldna-holti og Vínlandsleið í austri að Hofsvallagötu í vestri. „Aðstaðan er svo dreifð að það er tap okkar allra,“ segir Inga.

Með sameiningu Heilbrigðisvís-indasviðs náist sparnaður og það sé kjarni málsins. „Í fyrsta lagi beinn sparnaður miðað við að nú-verandi rekstur, þar sem fjórar deildir sviðsins af sex hafa verið reknar með tapi, réttist af.

Í öðru lagi glötuð sóknarfæri

vegna fjarlægðar manna á milli. Þar á ég við tekjur háskólans og Landspítala sem hefðu orðið til með samstarfi fræðigreina, ann-ars vegar við að finna lausnir á sviði heilbrigðisvísinda og hins vegar um stór verkefni styrkt með alþjóðafé. Hér er líklega um millj-arð að ræða á ársgrundvelli.

MISSUM AF ATVINNUTÆKIFÆRUMÍ þriðja lagi það sem samfélagið hefur misst í atvinnutækifærum vegna dreifðrar aðstöðu. Þar get ég nefnt fyrirtæki sem yrðu til

sem afsprengi betri sameinaðr-ar aðstöðu sviðsins á einum stað, t.d. í heilsutengdri ferðaþjónustu, lyfjaþróun, lækninga-, tannlækn-inga- og hjúkrunartækjum, nær-ingar- og matvælaiðnaði og að-ferðum sálfræðinnar,“ segir Inga.

GÖNGUM Í MÁLIÐAfstaða Ingu er skýr: „Göngum nú í málið af ábyrgð. Heilbrigð-isvísindasvið Háskóla Íslands menntar vel yfir 95% heilbrigð-isstétta í landinu. Öll viljum við góða hjúkrunarfræðinga, lækna, sálfræðinga, tannlækna, sjúkra-þjálfara, næringarfræðinga, og lyfjafræðinga. Hér er ekki um óþarfa lúxus eða neitt slíkt að ræða. Þvert á móti. Heilbrigð-isvísindasviði er sniðinn mjög þröngur stakkur og býr við að-stöðu sem er allt of dreifð. Það er allra hagur að breyta þessu.“

Allra hagur að breyta þessu

Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðis-vísindasviðs HÍ. MYND/VALLI

Bygging húsnæðis fyrir heilbrigðisvísindasvið HÍ á lóð Landspítalans verður án efa til mikilla bóta fyrir báðar stofnanir, að mati Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands og læknis á Landspítalanum.

„Tengsl við háskólaumhverfi skipta verulegu máli fyrir gæði lækningaþjónustu á sjúkrahúsum en samkvæmt könnunum á gæðum

sjúkrahúsa koma þeir spítalar best út sem hafa sterkustu tengslin við háskólana.“

Magnús bendir á að heilbrigðis-vísindasviðið hafi lengst af verið eitt af sterkustu sviðum háskól-ans hvað rannsóknir varðar. Sam-starfið við spítalann sé mikið og því sé mikilvægt að deildin sé í námunda við hann. „Enginn vafi leikur á að nálægðin skiptir máli, því til að búa til öflug akademísk tengsl á milli fræða og klínísks starfs þarf fólk að hittast,“ segir hann og þvertekur fyrir að nóg sé að samskipti fari í gegnum tölvur.

Tengslin efla báðar stofnanirnar

Magnús Karl segir mikilvægt að heilbrigðisvísindasvið HÍ sé í námunda við LSH. MYND/VILHELM

Öll viljum við góða hjúkrunar-

fræðinga, lækna, sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara, næringar-fræðinga og lyfjafræð-inga.

Yfir 2.000 manns stunda nám á heilbrigðisvísindasviði HÍ. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum á meðan á náminu stendur.

Útgefandi: Nýr Landspítali ohf. (NLSH) | Heimilisfang: Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg - 101 Reykjavík | Vefsíða: www.nyrlandspitali.is | Fésbók: www.facebook.com/nyrlandspitali | Netfang: [email protected] | Ábyrgðarmaður: Bryndís Sveinsdóttir | Tölvumyndir: SPITAL | Ljósmyndir: Fréttablaðið, Inger Helene Boasson, o.fl.

Page 3: Landspítali fyrir framtíðina

Tómas Andri Axelsson, læknanemi á fimmta ári, og Sigrún Inga Gunnarsdóttir, hjúkrunarnemi á þriðja ári, hafa bæði kynnst aðstöðunni á Landspítalanum í gegnum nám sitt í HÍ.

Tómas hefur kynnst flestum deild-um spítalans og segist hafa verið mjög ánægður í vinnu þar en þó rekið sig á ýmislegt sem betur mætti fara varðandi aðstöðuna. „Mér hefur fundist þröngt búið að sjúklingum á mörgum legudeild-

um og það getur verið erfitt þegar maður er óöruggur og er að læra að kynna sér sjúkrasögu sjúklings eða skoða hann í fyrsta sinn. Þá tekur það oft langan tíma og aðrir sjúklingar sjá og heyra flest sem gengur á.“

MIKILVÆGT FYRIR NEMA FRAMTÍÐARINNARHann telur að nýjar byggingar HÍ og LSH skipti miklu máli fyrir læknanema framtíðarinnar. „Ég vona að með nýjum spítala verði góð aðstaða fyrir nema, bæði til þess að geta lært, unnið náms-tengd verkefni og gert rannsóknir

samhliða námi. Ég tel jákvætt að kennslan verði öll á spítalalóðinni en hluti hennar fer nú fram ann-ars staðar.“

SJÚKLINGAR Á GANGINUMSigrún Inga hefur farið víða um Landspítalann á þeim tveimur árum sem hún hefur verið í starfs-námi. „Ég hef verið í verknámi frá því í fyrrahaust og kynnst starf-inu á lyf- og húðlækningadeild, almennri skurðlækningadeild og blóðlækningadeild. Ég er svo byrj-uð að vinna sem nemi á bæklunar-skurðdeild.“Hún segist í störfum sínum hafa

rekið sig á pláss- og aðstöðuleysi á spítalanum. „Á sumum af þessum deildum sem ég hef unnið á hafa sjúklingar þurft að liggja frammi á gangi. Einnig hef ég unnið með

mjög veika sjúklinga þar sem þeir eru jafnvel að fá erfiðar fréttir og það er erfitt fyrir þá að vera ekki á einkastofum.“

AÐSTAÐA BATNAR TIL MUNAAðstaða fyrir hjúkrunarnema mun væntanlega batna til muna auk þess sem betur verður hægt að sinna sjúklingum, að sögn Sig-rúnar. „Þar sem eingöngu verða einkastofur er hægt að ræða betur erfið málefni við sjúklingana án þess að vera í fjölmenni. Einn-ig verður auðveldara að stunda námið á einum spítala í stað þess að sækja það á marga staði.“

ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 3

„Aðstaðan hér er barn síns tíma. Deildin er í yfir 80 ára gömlu húsnæði. Hér eru gríðarleg þrengsli og aðstöðuleysi á deild sem hýsir veikustu sjúklinga spítalans,“ segir Alma D. Möller, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. Hún segist vera búin að bíða eftir nýrri spítalabyggingu síðan hún varð yfirlæknir gjörgæslunnar við Hringbraut árið 2006.

„Ég hef virkilegar áhyggjur af því hvað verður ef við byggjum ekki, hvað gerist þá? Aðstaðan er óvið-unandi og óhagkvæmt að reka spít-alann á mörgum stöðum þannig að við erum að tapa fjármunum í rekst-ur og viðhald. Ég hef líka áhyggjur af atgervisflótta. Margir heilbrigð-isstarfsmenn hafa lært og starfað er-lendis og kynnst þar góðri aðstöðu. Ef ekkert er að gert óttast ég að fólk vilji ekki snúa aftur heim og líka að fólk gefist hreinlega upp og fari. Við höfum reynt að sætta okkur við að-stöðuna því við höfum talið að hún myndi batna innan fárra ára. Nýja byggingin hefur þannig verið eins og gulrót fyrir okkur.“

ÞARF NÝJAR LYFTUR„Gamla húsnæðið okkar er bæði þröngt og óhentugt, en líka orðið lé-legt,“ segir Alma og nefnir að í vetr-arkuldunum í fyrra hafi gengið illa að halda hita í húsinu, gluggarnir séu ónýtir og það rigni inn um þá. „Ef ekki verður byggt verður nauð-synlegt að grípa til alls kyns smá-skammtalækninga fyrir húsnæðið, bæði í viðhaldi og viðbyggingum, til dæmis verður að fá nýjar lyftur. Þá er ljóst að með fjölgun þjóðarinnar og hækkandi meðalaldri munum við ekki anna þjónustuþörfinni.“

LITLAR STOFURHún segist ekki gleyma fyrsta deg-inum sínum á gjörgæsludeildinni er hún var að sinna sjúklingi á stofu sem hún taldi vera tveggja manna. Komið var með þriðja sjúklinginn inn á stofuna sem reyndist þá vera fyrir þrjá. „Ég fékk í alvöru þá til-finningu að ég væri í falinni mynda-vél. Ég hélt hreinlega að það gæti ekki staðist að það ætti að koma með þriðja sjúklinginn inn á þessa litlu stofu.“

SJÚKLINGAR Í SENDIBÍLUMÁ gjörgæsludeildum liggja veikustu sjúklingar Landspítalans, þeir sem þurfa tæki til að halda líkamsstarf-

semi gangandi eins og öndunarvél, nýrnavél og hjarta- og lungnavél. Þar liggur fólk allt frá nokkrum dögum upp í vikur og jafnvel mánuði en rúm eru fyrir ellefu sjúklinga. Hjartasjúklingar, fólk með nýrna-sjúkdóma, krabbameinssjúklingar og börn sem þurfa gjörgæslu fara á deildina á Hringbraut en í Fossvogi er m.a. tekið á móti fólki sem hefur lent í slysum, fólki með heila- og taugaskaða og lungnasjúklingum. Ef ástand sjúklings breytist getur þurft að flytja hann yfir á hina deildina og einnig ef önnur hvor deildin fyllist.

„Ef ástand sjúklings á gjör-gæsludeildinni í Fossvogi versn-ar það mikið að hann þarf að kom-ast í hjarta- og lungnavél, þá þarf að flytja hann á Hringbraut og það er áhættusamt,“ segir Alma og bætir við að þetta sé einn af augljósum ókostum þess að vera með gjörgæslu-starfsemi á tveimur stöðum.

Sjúklingarnir eru stundum fluttir í sendibílum því tækin taka of mikið pláss fyrir sjúkrabílana. „Lyfturn-ar hér á deildinni eru hættulegasti hluti leiðarinnar en þær eru svo litl-ar að rúm, tæki og starfsmenn kom-ast varla fyrir í þeim. “

Alma D. Möller, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut, segir starfið á deildinni vera afar fjölbreytt. MYND/GVA

Jákvætt að fá kennsluna við spítalann

Tómas Andri Axelsson

Hélt ég væri í falinni myndavél

Ég hef virkilegar áhyggjur af því hvað verður ef við byggjum ekki, hvað gerist þá?

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

ÓFULLNÆGJANDI AÐSTAÐAAlma sýnir blaðamanni hundrað fer-metra viðbyggingu deildarinnar sem er í daglegu tali kölluð „gámurinn“ en henni var ætlað að leysa bráðan að-stöðuvanda deildarinnar þar til nýja spítalabyggingin myndi rísa. Nánast öll starfsemi sem ekki tengist sjúk-lingunum beint var flutt í viðbygg-inguna en þar er lyfjaherbergi, lager, tækjageymsla, fundarherbergi og vinnuaðstaða fyrir starfsfólk. Með þessu móti var hægt að rýmka til í kringum sjúklingana.

„Byggingin var tilbúin í lok árs 2009, rétt í tæka tíð fyrir svínaflensu-faraldurinn svo hún kom á hárréttum tíma,“ segir Alma.

Þetta er hins vegar bráðabirgða-húsnæði sem verður tekið niður þegar nýi spítalinn rís enda stendur hún við gamla spítala sem er jú friðaður. Þörf-in var hins vegar svo brýn að leyfi til viðbyggingarinnar fékkst þrátt fyrir það.

Alma segist ekki trúa því að ekki verði af byggingu spítalans fljótlega þar sem aðstaðan nú sé ófullnægjandi. Hún sjái fyrir sér að gæði og öryggi í þjónustu við sjúklinga muni aukast og rekstrarkostnaður minnka. „Til

dæmis sparast töluvert á því að sam-eina gjörgæsludeildirnar á Fossvogi og við Hringbraut, en með því getum við samnýtt tæki og mannafla, því á gjör-gæslu þarf alltaf ákveðinn fjölda af fólki á vakt allan sólarhringinn.“

SJÚKLINGAR Í HEIMSÓKNAlma segir fjölbreytni starfsins hafa orðið til þess að hún valdi sér gjör-gæslu- og svæfingalækningar sem sérnám á sínum tíma en á gjörgæslu komi sjúklingar með sjúkdóma sem tilheyri nánast öllum sérgreinum læknisfræðinnar.

„Það er sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með þegar vel gengur. Þú færð kannski inn fárveikan sjúk-ling sem er ekki hugað líf en hann læknast og útskrifast. Það er engu líkt,“ segir Alma og bætir við að sjúklingar sem legið hafa hvað lengst á deildinni haldi oft vissum tengslum við starfsfólkið.

„Við fáum oft sjúklinga sem hafa útskrifast frá okkur í heimsókn þegar þeir komast af spítalanum. Fólk á kannski erindi í eftirlit á spít-alann og kemur þá við og segir okkur hvernig gengur. Það þykir okkur vænt um.“

Landspítali fyrir framtíðina

Page 4: Landspítali fyrir framtíðina

Með nýjum og vel hönnuðum byggingum verður hægt að takast á við þær áskoranir sem við blasa í starfsemi Landspítalans. Byggt er á þeirri sýn að skapa aðlaðandi umhverfi þar sem þarfir sjúklinga og starfsfólks eru í fyrirrúmi. Umhverfi sem stuðlar að vellíðan og ánægju sjúklinga og starfsfólks eykur líkur á góðum árangri meðferðar og dregur úr líkum á mistökum.

Undirbúningur að hönnun bygginganna hefur staðið yfir í rúman áratug og er áætlað að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Síðustu misseri hafa arkitekt-ar unnið að forhönnun nýju bygginganna í samstarfi við sextán notendahópa sem skipaðir eru reynslu-miklu starfsfólki Landspítala. Hönnunarvinnan er gerð á grunni verðlaunatillögu í skipulags- og for-hönnunarsamkeppni fyrir nýja húsnæðið sem fram fór árið 2010.

Með nýjum byggingum er ætlunin að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi. Byggingar spítalans verða þrjár auk bílastæðahúss. Þá mun bygging heilbrigðisvísinda-sviðs Háskóla Íslands rísa á lóðinni.

MEÐFERÐAR OG BRÁÐAKJARNIFyrst ber að nefna meðferðar- og bráðakjarna þar sem öll þyngsta og tæknivæddasta starfsemi sjúkrahússins sameinast. Þessi bygging verður

sunnan Barnaspítala Hringsins og kvennadeilda en aðalinngangur hennar verður frá svonefndu Sól-eyjartorgi sem verður miðja svæðisins framan við gamla spítala. Þar verður ein bráðamóttaka í stað fimm nú og skurðstofur, myndgreining og gjör-gæsla sameinast á einum stað. Byggingin verður fimm til sex hæðir frá götum, auk kjallara. Meðferðarstarfsemi verður á neðri hæðum en legudeildir með 180 rúmum á efri hæðum. Í meðferðarkjarnanum verða teknar í notkun ýmsar nýjungar í lækningum, meðal ann-ars svokallaður jáeindaskanni eða PET–skanni.

SJÚKRAHÓTELÖnnur byggingin er sjúkrahótel sem mun rísa norðan við núverandi kvennadeildir og barnaspít-alann en innangengt verður þar á milli. Á meðal þeirra hópa sem munu njóta góðs af að hafa hótel við sjúkrahúsið eru fólk af landsbyggðinni, fólk sem þarf að koma daglega á spítalann til rann-sókna og meðferðar og aðstandendur veikra barna sem vilja vera eins nálægt börnum sínum og hægt er en hafa líka afdrep til hvíldar. Þannig verður sérstaklega hugað að fjölskyldufólki á sjúkrahót-elinu.

RANNSÓKNARHÚSÞriðja byggingin er rannsóknarhús þar sem verð-ur hægt að sameina rannsóknarstofur spítalans á einum stað en nú eru þær dreifðar í mörgum

húsum í Reykjavík, flestum mjög lélegum. Það flýtir fyrir rannsóknarferlinu og getur haft mikla þýðingu fyrir meðferð sjúklinga.

HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ HÍÞá ber að nefna viðbyggingu Háskóla Íslands við Læknagarð en þar er ráðgert að sameina alla starf-semi heilbrigðisvísindasviðs undir einu þaki. Vest-an við Læknagarð mun áðurnefnt rannsóknarhús standa en tengsl á milli rannsóknarstofa og há-skólabygginganna eru mikilvæg starfsemi spítal-ans og háskólans.

FJÖLMARGT VINNST MEÐ NÝJUM BYGGINGUM. HÉR ERU NOKKUR DÆMI:● Skipulag starfsemi batnar.● Allir sjúklingar verða í sérbýlum.● Sýkingatíðni minnkar verulega.● Aðstaða fyrir aðstandendur batnar.● Þyngsta og tæknivæddasta starfsemin samein-

ast í meðferðar- og bráðakjarna.● Ein bráðamóttaka kemur í stað fimm.● Minni flutningar verða á sjúklingum.● Aðstæður til kennslu og rannsókna batna.● Hægt verður að innleiða nýja tækni til greining-

ar og meðferðar.● Hraðvirk flutningakerfi fækka sporum og auka

öryggi.● Sameining og endurskipulag sparar a.m.k. 2,6

milljarða á ári.

27. NÓVEMBER 2012 ÞRIÐJUDAGUR4

Gamli spítalinn verður í forgrunni svokallaðs Sóleyjartorgs sem verður miðja svæðisins. Frá Sóleyjartorgi verður aðalinngangurinn inn í meðferðar- og bráðakjarnann.

Nýju byggingarnar í hnotskurn

HVAÐ KOSTA NÝJU BYGGINGARNAR?Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 48 milljarða króna fyrir nýju spít-alabyggingarnar. Tækjabúnaður sem afla þarf í nýbyggingarnar er metinn að verðmæti 12 milljarðar króna en hluti af núverandi bún-aði verður fluttur í nýbygginguna.

Húsnæði í eigu Landspítala sem losnar er 35.000 m² og varlega áætlað söluverð þess er um 7-12 milljarðar.

Heildarkostnaðaráætlun vegna fyrsta áfanga nýs Landspítala● Nýbyggingar 48 milljarðar.● Tækjabúnaður 7-12 milljarðar.● Endurnýjun eldra húsnæðis 11

milljarðar.

Kostnaður við nýbyggingar Háskóla Íslands● 4 milljarðar.

Sjúklingar vildu einbýli og aðstöðu fyrir aðstandendur Hugmyndafræði bandarísku Planetree-samtakanna verður höfð að leiðarljósi við hönnun nýju spítalabygginganna en hún gengur út á að auka vellíðan sjúklinga á spítölum. Samtökin gerðu úttekt meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks á Landspítalanum árið 2007 en helstu niðurstöður voru:

● Sjúkrastofur þurfa að vera einbýli.● Bæta þarf aðstöðu aðstandenda.● Skapa þarf hlýlegt og notalegt umhverfi fyrir sjúklinga, starfsfólk og gesti.● Auka þarf aðgengi að upplýsingum.

Góð hljóðvist og dagsbirta sem víðastHeilsa og vellíðan notenda er í fyrirrúmi í nýju byggingunum. Lögð er áhersla á að þar sé heilnæmt inniloft, góð hljóðvist, dagsbirta sem víðast, þægileg lýs-ing og hitastýring. Hannaðir verða innigarðar með gróðri og verður gróður á sumum þökum bygginganna. Hlýlegt viðmót einkennir umgjörð spítalans og skólarýmis og listir skipa stóran sess. Þannig er hlúð að mannlegum þátt-um sem hafa jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan, auka afköst starfsfólks og stytta legutíma sjúklinga.

Nýjar spítalabyggingar verða vottaðar samkvæmt BREEAM sem er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir byggingar. Markmiðið er að fá fjórar stjörnur af fimm en engin bygging á Íslandi hefur enn fengið svo háa einkunn. Kröfur BREEAM eru í níu meginþáttum: umhverfisstjórnun, heilsa og vellíðan, orka, samgöngur, vatn, byggingarefni, úrgangur, landnotkun og vistfræði og mengun.

Fjöldi notendahópa tekið þátt í hönnun Frá því forhönnun á nýjum spítalabyggingum hófst árið 2010 hafa á annað hundrað reynslu-miklir starfsmenn Landspítalans, í sextán not-endahópum, unnið með SPITAL-hópnum sem hannar nýju byggingarnar. Þá hefur umferðar-nefnd skipuð fulltrúum frá lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum og umferðarsérfræðingum einnig komið að hönnun umferðar- og gatna-mannvirkja.

Náin vinna með hópunum og góð ráð og ábendingar þeirra hafa verið mikils virði og reynslan af samstarfinu einkar góð. Spítalar eru ekki hannaðir á hverjum degi á Íslandi og því mikilvægt að góð samvinna sé á milli notenda og hönnuða við undirbúning þannig að byggður verði spítali sem er öruggur, hag-kvæmur og aðalaðandi fyrir sjúklinga, aðstand-endur þeirra og starfsmenn.

Ný bygging heilbrigðisvísindasv

Horft yfir torgið frá svölum gaml

Hér má sjá rannsóknarhúsið vest

Landspítali fyrir framtíðina

Page 5: Landspítali fyrir framtíðina

viðs HÍ verður byggð við Læknagarð. Þar verða allar deildir sviðsins sameinaðar undir einu þaki.

la spítalans. Inngangar eru inn í meðferðar- og bráðakjarnann að austan frá torginu og að norðan frá götunni.

tan við Læknagarð en húsið verður tengt við byggingarnar í kring með göngubrúm.

Mannlegi þátturinn hefur fengið meira vægi við hönnun sjúkrahúsa en áður og ekki er bara einblínt á tæknilega þáttinn, segir Ragnhild Aslaksen, yfirarkitekt enduruppbyggingar við St. Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi.

„Mér finnst nýju byggingarnar ykkar skyn-samlega hannaðar og þið nýtið vel það rými sem þið hafið. Ég er líka hrifin af því hvern-ig gert er ráð fyrir stóru torgi fyrir framan gamla spítalinn ykkar og að inngangurinn inn í nýju aðalbygginguna verði þaðan,“ segir Ragnhild. Hún er aðjúnkt við arkitektadeild háskólans í Þrándheimi þar sem hún kennir umhverfissálfræði og spítalahönnun en hún kom hingað til lands á dögunum til að rýna frumhönnun nýju bygginganna við Landspít-alann.

Endurbygging St. Olavs sjúkrahússins hefur staðið yfir frá árinu 2002. „Við fórum í spítalabyggingu því það varð að gera eitt-hvað. Það var ekki valkostur að aðhafast ekk-ert. Við gátum ekki fengið inn ný lækninga-tæki, byggingarnar gátu ekki hýst þau. Húsin voru orðin gömul og léleg og það hefði verið dýrara að gera þau upp en að rífa þau niður og byggja ný.“

UMHVERFISSJÓNARMIÐ RÉÐU STAÐSETNINGURagnhild segir skynsamlegt að hafa helstu bráða- og meðferðarþjónustu á neðri hæðum og legurými fyrir ofan eins og gert sé ráð fyrir í tillögum nýbygginganna við Hring-braut. Þannig verði herbergi þar sem sjúk-lingar þurfa að dvelja björt og útsýni frá þeim yfir borgina fallegt.

Hún telur þó að fækka megi bílastæðum á lóðinni í kringum spítalann að fenginni reynslu frá Þrándheimi. Hún sé hins vegar ánægð með að spítalinn sé í nágrenni mið-borgarinnar og þannig nálægt annarri þjón-ustu. Í Þrándheimi var einnig ákveðið að end-urbyggja spítalann á grunni gamla spítalans miðsvæðis í borginni og sú staðsetning var valin fyrst og fremst út frá umhverfissjónar-miðum en einnig vegna þess að háskóli borg-arinnar var á sama svæði, að sögn Ragnhild.

VEL TENGT VIÐ SVÆÐIÐ Í KRING„Núna koma 80% starfsmanna sjúkrahússins í Þrándheimi á hjólum, gangandi eða með al-menningssamgöngum til vinnu en ef við hefð-um byggt utan við bæinn hefði hlutfallið snú-ist við, meirihlutinn hefði komið með einka-bíl. Það hefði aftur þýtt meiri bílaumferð og ný umferðarmannvirki,“ segir hún og bætir við að nú sé barist fyrir því að fá fleiri hjóla-stæði, fólk vilji geymslur til að geta læst dýru hjólin sín inni.

Ragnhild segir að lagt hafi verið upp með að tengja spítalareitinn vel við svæðið í kring þannig að þetta yrði ekki einangrað spítala-svæði með óaðlaðandi byggingum. Þetta hafi tekist vel og hér á Íslandi séu allir möguleikar til að gera slíkt hið sama og hún mæli ein-dregið með því. „Hjá okkur hefur tekist að gera spítalasvæðið huggulegt með kaffihús-um, litlum verslunum og görðum. Það er líf

á svæðinu, fólk sem kemur í gönguferðir og eyðir deginum þar.“

MANNLEGI ÞÁTTURINN FENGIÐ MEIRA VÆGIRagnhild segir að einkum tvennt hafi breyst í hönnun spítala á síðustu 15-20 árum. Tækni-framfarir hafi orðið gríðarlegar og því krefj-ist tæki og búnaður meira rýmis en áður. Hitt atriðið sé að mannlegi þátturinn sé farinn að hafa miklu meira vægi — ekki sé bara ein-blínt á tæknilega þáttinn. „Við erum hætt að gera stórar, ógnvænlegar byggingar, þær eru orðnar lágreistari en áður, til dæmis eru byggingar St. Olavs sjúkrahússins mest sex hæðir og það verður líka hjá ykkur.“

Umhverfi spítala þarf að miða að því að fólki líði best þar sem áhersla er t.d. lögð á að ná inn sem mestri dagsbirtu, gera umhverf-ið huggulegt og nota listaverk til að gæða byggingar lífi. Rannsóknir sýna að gott um-hverfi skiptir máli, og skilar sér t.d. í minni lyfjanotkun og styttri legutíma og meiri ró og vellíðan hjá sjúklingum. „Auðvitað þarf skurðstofa alltaf að líta út eins og skurðstofa en herbergi sjúklinganna þurfa ekki að gera það.“

SJÚKLINGAR LÖGÐU MESTA ÁHERSLU Á MEIRA EINKALÍFSjúklingurinn sjálfur og þarfir hans hafa fengið aukið vægi í hönnun. Þar er krafan um aukið einkalíf mest áberandi en næst kom auðveldur aðgangur að starfsfólki. „Sjúkling-ar komu að skipulagi hjá okkur og með því fengum við margar lausnir sem við höfðum ekki hugsað út í. Að mati sjúklinga var mikil-vægast að fá aukið einkalíf, einkastofur voru efstar á blaði, þvert á það sem allir, starfsfólk, eldri arkitektar og meira að segja mannfræð-ingar höfðu sagt okkur.“

Hjá okkur hefur tekist að gera spítala svæðið

huggulegt með kaffi-húsum, litlum verslunum og görðum. Það er líf á svæðinu, fólk kemur í gönguferðir og eyðir deginum þar.

Miklir möguleikar á að gera svæðið huggulegt

Nýr Landspítali – Næstu skref

2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018

OKTÓBER 2012 Deiliskipulag, frestur til að skila inn athugasemd-um rann út.

NÓV DES 2012 Byggingaáform

lögð fyrir Alþingi.

VETUR 2013 Útboð auglýst.

VOR 2013 Fram-kvæmdir við götur, veitur og lóð hefjast.

VOR 2014 Framkvæmdir við sjúkrahótel og bílastæðahús hefjast.

VOR 2015 Fram-kvæmdir við meðferðar-kjarna og rannsóknar-hús hefjast.

HAUST 2015 Sjúkrahótel tekið í notkun.

HAUST 2018 Meðferðarkjarni og rannsóknar-

hús tekin í notkun.

Allar tímasetningar eru með fyrirvara um samþykki Reykjavíkur-borgar á deiliskipulagi og samþykki Alþingis.

ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 5Landspítali fyrir framtíðina

Page 6: Landspítali fyrir framtíðina

6 27. NÓVEMBER 2012 ÞRIÐJUDAGUR

„Starfsfólkið leggur sig svo sannarlega allt fram en aðstaðan eins og hún er núna á deildinni er algjörlega óviðunandi,“ segir Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir blóðlækninga á LSH.

Blóðlækningar eru sérgrein sem sinnir sjúklingum með bæði góð- og illkynja blóðmein, en þeir sjúk-lingar sem leggjast inn á blóðlækn-ingadeildina hér eru oft með ill-kynja blóðsjúkdóma, til dæmis bráðahvítblæði, eitlakrabbamein eða mergæxli, að sögn Hlífar.

VEIKASTA FÓLKIÐ LIGGUR INNI„Sífellt fleiri sjúklingar fá með-ferð á dagdeild en þeir sem liggja inni eru þeir allra veikustu,“ segir Hlíf. Yfirleitt séu það annaðhvort sjúklingar sem eru nýgreindir eða þeir sem eru orðnir mjög veikir af lyfjameðferð eða með langt geng-inn sjúkdóm. „En flestir eiga það sammerkt að vera mjög ónæmisbældir með mjög veiklaðar varnir, annaðhvort vegna sjúkdómsins eða meðferðarinnar, og það gerir það að verkum að þeir eru í mikilli sýkingarhættu. Við þær aðstæður er mjög mikilvægt að þeir hafi sérbýli og sérsalerni. En því miður er ekki svo eins og stað-an er í dag.“

FORGANGSRAÐA INN Á EINBÝLINFjórtán legupláss eru á deildinni en af þeim eru átta á tvíbýlum. Þeir sem liggja þar inni þurfa að deila salerni og sturtuaðstöðu með þrem-ur öðrum.

Þeir sem eru mest ónæmisbældir liggja inni á einbýlunum sex og því þarf sífellt að forgangsraða sem er bagalegt, að sögn Hlífar. „Við erum

í því að flytja sjúklinga með veik-ustu varnirnar inn á einbýli og aðra fram til að reyna að gera það besta úr stöðunni,“ segir Hlíf. Ekki komi til greina að breyta leguplássum á deildinni í einbýli þar sem rúmin yrðu þá allt of fá og því sé ekki hægt að mæta þessum kröfum í nú-verandi húsnæði.

Hún bendir á að spítalasýkingum fjölgi, ekki bara hér á landi heldur líka annars staðar. „Því er sífellt brýnna að sjúklingar fái einbýli inni á spítala, bæði almennt en þó sér-staklega fyrir þessa ónæmisbældu sjúklinga þar sem það er algjörlega nauðsynlegt.“

VIÐKVÆM MÁLEFNI RÆDD Á STOFUNUMHlíf segir fjölbýli einnig henta illa fyrir þær sakir að oft þurfi að ræða viðkvæma hluti við sjúk-linga í áheyrn annarra. „Auðvitað er mjög slæmt þegar verið er að

bera fólki slæmar fréttir og fara yfir sjúkdóm, greiningu og með-ferð. Fæstir myndu vilja deila hótel-herbergi með ókunnugu fólki, hvað þá að vera með öðrum við þessar aðstæður. Bæði að þurfa að deila sínum eigin sorgum og aðstæðum með öðrum og eins að upplifa þján-ingu annarra.“

FYLGJA FÓLKI LENGI EFTIR „Hér sinnum við bæði sjúkling-um sem þurfa mikla bráðameðferð á spítala og sjúklingum með mjög langvinna sjúkdóma en þá fylgir maður fólki oft mjög lengi eftir, stundum í áratugi, og kynnist því þess vegna mjög vel. Svo gengur okkur ágætlega að lækna stóran hluta þeirra sem eru með alvarleg blóðmein og það er auðvitað gaman að fá sjúklinga í eftirlit þegar vel gengur,“ segir Hlíf brosandi að lokum.

Fæstir myndu vilja deila hótelherbergi með ókunnugu fólki, hvað þá að vera með öðrum við þessar aðstæður.

„Aðstaðan er orðin léleg, hér eru þrengsli, gluggar leka, lyftur eru of litlar og þær bila,“ segir Svandís Bára Karlsdóttir, sjúkraliði á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut.

Svandís hefur unnið á deildinni síðan hún útskrifaðist sem sjúkra-liði frá FB árið 1982 eða í þrjátíu ár. Hún segist vonast til að tekin verði ákvörðun um að byggja nýjar spítalabyggingar sem fyrst. „Ég ber fyrst og fremst hag skjól-stæðinga minna fyrir brjósti en svo skiptir vinnuaðstaðan líka miklu máli fyrir starfsfólkið,“

segir hún og bætir við að hún vonist til að ná að vinna síðustu árin sín í nýrri spítalabyggingu.

STÖÐUGT AÐ FLYTJA TIL SJÚKLINGAHún segir að sárlega vanti einbýli fyrir sjúk-linga. Eins og staðan sé í dag þurfi sífellt að flytja

sjúklinga á milli sjúkrastofa sem skapi óþarfa óþægindi, t.d. þegar fólki versnar. Einnig þurfi að sinna sjúklingum allan sólar-hringinn og gott væri að geta gert það án þess að trufla aðra. „Frið-helgi einkalífsins á að virða og gott væri ef aðstandendur gætu verið hjá ástvinum án þess að trufla aðra.“

Hagur skjólstæðinganna aðalatriðið

Svandís Bára Karls-dóttir sjúkraliði.

Mikilvægast að fá einbýli og sérsalerni

Hlíf segir að sífellt fleiri sjúklingar fái meðferð á dagdeild en þeir sem liggja inni séu þeir allra veikustu. MYND/GVA

Umræðan um nýju spítalabyggingarnar hefur verið á villigötum segir Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun, en hún hefur unnið á Landspítalanum síðustu sautján ár.

Sigríður hefur afar ákveðnar skoðanir á nýju spítalabyggingun-um og hvetur fólk til að kynna sér hvað nýjar spítalabyggingar þýða í raun og veru fyrir þjónustuna og aðstöðuna. „Við getum endalaust rifist um stærð og staðsetningu, það verða aldrei allir sáttir. Það er búið að ræða þetta og skoða í tíu ár, nú þarf að verða af þessu. Við megum ekki gleyma því að við erum með þessu fyrst og fremst að búa til bætta aðstöðu fyrir sjúk-linga og starfsfólk.“

ÓÞÆGILEG STAÐA FYRIR SJÚKLINGAHún segir að út frá starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur telji hún ein-býli fyrir sjúklinga eitt hið mik-ilvægasta sem fáist með nýrri byggingu. „Við hjúkrunarfræð-ingar sinnum oftar en ekki grunn-þörfum fólks sem er stundum erf-itt á fjölrúma stofum til dæmis á þvagfæraskurðdeildinni. Stund-um kemst fólk ekki fram úr rúmi á salerni og þá þarf að aðstoða fólk í rúminu, kannski á þriggja manna stofu með tjald á milli, fæstum

finnst það þægileg staða að vera í. Svo kemur fólki misvel saman eins og gengur, sumum hentar reyndar vel að hafa félagsskap en stundum gengur sambýlið upp og ofan, skilj-anlega, fólk er misveikt, einn vill hafa kveikt á sjónvarpinu á meðan annar vill næði og svo framvegis.“

TAKA TILHLAUP Í BREKKUNUMÞrengsli í núverandi húsnæði eru mikil, að sögn Sigríðar, til dæmis sé erfitt að koma innri rúmum fram af stofum. „Eigum við svo eitthvað að ræða brekkurnar?“ spyr hún og hlær, „þegar þarf að flytja sjúklinga á milli deilda eru nefnilega stundum brekkur á leiðinni þar sem þarf að koma rúmi með sjúklingi og tækj-um, og þá þarf sko að taka tilhlaup til að koma öllu upp. Eins þegar maður fer niður þá þarf tvo til að halda rúminu,“ segir hún og brosir.

FRÁBÆRT FAGFÓLKSjúklingar á Landspítalanum eru yfirleitt ánægðir með þjónustuna, að sögn Sigríðar. „Fólk er alla jafna ánægt með samskipti við starfsfólk, þar erum við í góðum málum. Við erum nefnilega með frábært fagfólk. Aðstöðuna verð-ur hins vegar að bæta og við erum ekki að tala um einhvern lúxus heldur bara gott vinnuumhverfi fyrir starfsfólk og umfram allt betri aðstöðu fyrir sjúklinga.“

Erum ekki að tala um neinn lúxus

Þegar flytja þarf sjúklinga á milli deilda þarf stundum að rúlla rúmunum upp og niður brekkur á leiðinni. Sigríður er hér stödd í einni brekkunni.

● ÞURFUM AÐ FÁ JÁEINDASKANNA Eitt af þeim tækjum sem ráðgert er að fá inn á spítalann er svokallaður jáeindaskanni eða PET-skanni. Með slíku tæki er hægt að taka nákvæma, þrívíða mynd af líffærum og starfsemi þeirra. Skanninn er einkum notaður í krabba-meinslækningum, aðallega til að sjá útbreiðslu sjúkdóms, bæði við ný-greiningu og til að sjá hvort meðferð beri árangur. Hægt er að greina illkynja æxli fyrr, dregið getur úr umfangi eða fjölda skurðaðgerða og meðferð með aðgerð eða lyfjum verður markvissari og árangursríkari.

„Fyrir okkur er afar mikilvægt að fá slíkt tæki og við notum þessa tækni ekki eins mikið og við ættum að gera því við þurfum að senda fólk til Danmerkur í slíkar rannsóknir. Það sem af er árinu hafa 27 manns farið út í slíkan skanna en ef við hefðum slíkt tæki hér væri fjöldinn margfalt meiri þar sem við erum að nýta þessa tækni miklu minna en ábendingar eru fyrir,“ segir Hlíf.

Landspítali fyrir framtíðina

Page 7: Landspítali fyrir framtíðina

ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 7Landspítali fyrir framtíðina

Þjóðin er að eldast og tíðni langvinnra sjúkdóma að aukast sem þýðir að þörf fyrir þjónustu Landspítala mun aukast verulega á næstu árum og áratugum, að sögn Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs LSH.

„Fram til ársins 2025, eða á næstu 12-13 árum, mun Íslending-um fjölga um 13 prósent, úr um 319.000 í um 361.000 samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Ís-lands. Þar sem fjölgunin er lang-mest í elstu aldurshópunum eru áhrifin á sjúkrahúsþjónustu mun meiri enda eru aldraðir þeir sem mest þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda,“ segir María.

Skilvirk og örugg sjúkrahús-þjónusta er, ásamt aukinni heima-þjónustu, forsenda þess að aldr-aðir geti búið á eigin heimili sem lengst. „Sem betur fer geta aldrað-ir í langflestum tilvikum útskrif-ast heim að lokinni sjúkrahúsdvöl og aðeins brot af þeim útskrifast á annað sjúkrahús eða öldrunar-heimili. Yfir 80% sjúklinga 70-79 ára útskrifuðust heim að lokinni meðferð á Landspítala árið 2011 og um 75% sjúklinga 80-89 ára. Mik-ill minnihluti þessara hópa útskrif-ast á hjúkrunarheimili eða önnur sjúkrahús,“ bendir María á.

STÓRIR ÁRGANGAR AÐ KOMAST Á EFRI ÁRÍ dag eru um 55 þúsund Íslend-ingar komnir yfir sextugt en þessi hópur mun stækka um ríf-

lega 50% til ársins 2025 og verða um 84 þúsund. Þessi fjölgun aldr-aðra á Íslandi endurspeglar hina stóru árganga eftirstríðsáranna (e. baby-boomers) sem nú eru að kom-ast á efri ár. „Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt að þörf fyrir heilbrigðisþjónustu vex mjög eftir ákveðinn aldur og oft er miðað við 65-70 ár í þeim efnum. Miðað við aðstæður dagsins í dag mætti gera ráð fyrir að legudögum fjölg-aði um 33%.“ María bendir á að nú þegar séu allar legudeildir spítal-ans vel nýttar og margar fullnýtt-ar, jafnvel þannig að sjúklingar þurfi að liggja á göngum sjúkra-hússins.

Eldri þjóð þarf meiri sjúkrahúsþjónustuAuk hækkandi meðalaldurs

þjóðarinnar og lengri lifunar kallar aukin tíðni langvinnra sjúk-dóma á enn betri nýt-ingu mannafla og tækja með endurbótum á hús-næði.

María bendir á að stórir hópar fólks séu að komast á efri ár.

● AUKIN OFFITA KALLAR Á MIKLA ÞJÓNUSTU TIL LENGRI TÍMA Offita er meðal þeirra langvinnu sjúkdóma sem kalla á hvað mesta þjónustu sjúkrahúsa þegar til lengri tíma er litið. Offita er áhættuþáttur fyrir marga aðra langvinna sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, slitgigt og sykursýki svo eitthvað sé nefnt. Holdafar Íslendinga hefur breyst hratt síðustu áratugi. Árið 2009 töldust 20% Íslendinga vera of feit en þetta hlut-fall var aðeins 8% árið 1990 (OECD, Health data 2011). Það er því fyrirsjáanlegt að á næstu árum og áratugum mun fjöldi fólks sem þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda vegna offitu og tengdra sjúkdóma stóraukast.

Starfsemistölur LSH endurspegla nú þegar vaxandi tíðni langvinnra sjúkdóma og hægt er að nota þær til að spá fyrir um þjónustuþörf í framtíðinni. Þessi hópur sækir að sjálfsögðu mikla þjónustu til heilsugæslunnar og annarra aðila utan LSH en erfiðustu og flóknustu tilvik-in þurfa á sérhæfðari þjónustu að halda og er því vísað til LSH. Komur á göngu-deild sykursjúkra eru gott dæmi en frá árinu 2008 hefur þeim fjölgað um þriðj-ung. Segja má að þróunin sé fyrirboði um

hvað koma skal því sjúklingar með syk-ursýki þurfa á ævilöngu eftirliti og með-ferð að halda, auk þess sem umtalsverður hluti þeirra þjáist af öðrum langvinnum sjúkdómum svo sem offitu og/eða hjarta- og æðasjúkdómum. Með góðu eftirliti og meðferð má lágmarka fjölda sjúklinga sem fá alvarlegar afleiðingar sykursýki á borð við æðaskemmdir en slíkt getur leitt til skemmda í líffærum, svo sem augum og nýrum. Sykursýki er meðal algengustu orsaka langvinnrar nýrnabilunar.

Komum á göngudeild sykursjúkra fjölgað um þriðjung frá 2008

60.000

50.000

40.000

30.000

20.000

10.000

00-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90-99 100 og

eldri

❚ Mannfjöldi 2011 ❚ Mannfjöldi 2025 ❙ Legudagar 2011 ❙ Legudagar 2025

Aldursdreifi ng og innlagnir á Landspítala 2011 og 2025

Aukin tíðni sykursýki og annarra or-saka nýrnabilunar er farin að segja til sín, m.a. með aukinni aðsókn að skilunardeild LSH. Hún er sú eina sinnar tegundar hérlendis og þjónar fólki með nýrnabilun sem þarf á blóð-skilun að halda. Að meðaltali hefur komum í blóðskilun fjölgað um 7,7% á ári sl. sex ár. Ef þessi fjölgun er um-reiknuð fyrir næstu 7 ár til 2018 þá er gert ráð fyrir að komum fjölgi um 908 á ári eða 5-6 sjúklinga að meðal-tali á ári. Oftast þurfa sjúklingar að koma þrisvar í viku í blóðskilun og dvelja þeir á deildinni í 5-6 klukku-stundir í hvert sinn. Umfang þjónust-unnar vex því mjög hratt með hverj-um sjúklingi sem bætist við. Um 70% þeirra sem nú eru í blóðskilun á skil-unardeild LSH eru yfir 60 ára aldri og meðalaldur sjúklinga í blóðskil-un er um 65 ár. Það er því auðsætt að þörf fyrir þessa þjónustu vex hratt með hækkandi meðalaldri þjóðarinn-ar.

Aukin aðsókn að blóðskilunardeild

Spá um fj ölgun sjúklinga í blóðskilun á LSH til ársins 2018Byggt á árlegri meðaltalsaukningu síðustu sex ára

2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018❚ Fjöldi blóðskilunarsjúklinga

120

100

80

60

40

20

0

60 65 70 75 81 87 94 101

Í langflestum tilvikum geta aldraðir útskrifast heim að lokinni dvöl á Landspítala.

AUKIN TÍÐNI LANGVINNRA SJÚKDÓMAAuk hækkandi meðalaldurs þjóð-arinnar og lengri lifunar kallar aukin tíðni langvinnra sjúkdóma á endurbætur í húsnæði til að ná fram enn betri nýtingu mannafla og tækja, að sögn Maríu. „Lang-vinnir sjúkdómar eru til dæmis hjarta- og æðasjúkdómar, lungna-sjúkdómar, krabbamein, sykur-sýki, stoðkerfissjúkdómar og of-fita. Margir þessara sjúkdóma tengjast lífsstíl svo sem notk-un tóbaks og áfengis, mataræði, næringu og hreyfingu og margir þeirra tengjast innbyrðis svo sem offita, sykursýki og hjartasjúk-dómar.“

Page 8: Landspítali fyrir framtíðina

AF HVERJU AÐ BYGGJA FREKAR EN KAUPA BARA NÝ TÆKI? Endurnýjun tækja þarf að verða hvort sem byggt er eða ekki. Í mörgum tilfellum er ekki hægt að koma nýjum lækningatækjum fyrir innan veggja gömlu spítalabygginganna. Tæki geta verið stór og þeim fylgja yfirleitt kröfur um mikið tækni-rými t.d. fyrir loftræstibúnað.

AF HVERJU Á AÐ BYGGJA VIÐ HRINGBRAUT? Það er langódýrasti kosturinn m.a. af því að þá nýtum við byggingarnar sem fyrir eru. Að minnsta kosti þrefalt dýrara yrði að reisa nýjan spítala fyrir utan borgina. Ekki kemur til greina að byggja við spítalann í Fossvogi því þar er ekki nægjanlegt rými fyrir byggingar og umferðar-mannvirki.

HVAÐ MEÐ BÍLAUMFERÐINA Í KRINGUM SPÍTALANN? Svæðið liggur mjög vel við almenningssam-göngum en 25% starfsfólks býr í innan við 14 mínútna göngufæri og 50% innan við 14 mín-útna hjólafæri við spítalann. Um 67% starfs-fólks spítalans er mætt til vinnu fyrir klukkan átta að morgni. Koma starfsfólks, sjúklinga og gesta dreifist annars yfir allan sólarhringinn. Ef byggt væri í útjaðri borgarinnar þyrfti að byggja ný umferðarmannvirki. Þá er fyrirhugað að byggja upp miðstöð fyrir almenningssamgöngur í Vatnsmýrinni.

AF HVERJU ER EKKI BYGGT MEIRA UPP Í LOFT?Lykilatriði við byggingar nýrra sjúkrahúsa í dag er sveigjanleiki - að auðvelt sé að aðlaga húsið að breytingum á starfseminni. Sveigjanleiki minnkar eftir því sem húsin hækka. Nýtingar-hlutfall á neðri hæðum minnkar og öryggismál vegna brunahættu er erfitt að leysa í háhýsum. Því eru sjúkrahús almennt ekki byggð á hæðina nú á dögum nema þar sem landrými er lítið eða mjög dýrt.

HVAÐ STÆKKAR SPÍTALINN MIKIÐ? Landspítali við Hringbraut er nú 56.000 m² en ráðgert er að bæta við byggingum upp á 77.000 m². Meðferðarkjarninn verður 59.000 m², rann-sóknarhúsið 14.000 m² og sjúkrahótel 4.000 m².

HVAÐ KOSTA NÝJAR SPÍTALABYGGINGAR?Í kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir 48 milljörðum króna í byggingar. Húsnæði í eigu Landspítala sem losnar er 35 þúsund fermetrar og varlega áætlað söluverð þess um 7-12 milljarðar.

HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Samkvæmt hagkvæmniúttekt norska fyrirtækis-ins Hospitalitet munu 2,6 milljarðar króna spar-ast á ári hverju í rekstri með nýju byggingunum, samanborið við að reka spítalann við óbreytt-ar aðstæður.

HVERNIG NÆST SPARNAÐURINN? Meðal annars með samnýtingu tækja og starfs-fólks, t.d þarf þá ekki að reka og manna skurð-stofur, gjörgæslu-, svæfinga- og myndgreining-ardeildir á tveimur stöðum allan sólarhringinn eins og nú. Ekki þarf að flytja sjúklinga og tæki á milli staða eins og nú og einnig sparast fé sem annars þyrfti í viðhald og breytingar á húsnæði. Þá má nefna að með einbýlum fækkar spítala-sýkingum en þær eru dýrar.

HVAÐ VARÐ UM SÍMAPENINGANA?Lög frá 2005 um ráðstöfun á söluandvirði Sím-ans, m.a. um 18 milljörðum króna til byggingar nýs Landspítala, voru felld úr gildi haustið 2008, í kjölfar efnahagshrunsins.

AF HVERJU ER TALAÐ UM FYRSTA OG SÍÐARI ÁFANGA? Eftir hrunið 2008 var ákveðið að áfangaskipta verkefninu, halda gömlu byggingunum og byggja mun minna en áður hafði verið ráðgert. Nú liggur einungis fyrir að farið verði í fyrsta áfanga en í deiliskipulagstillögu lóðarinnar er gert ráð fyrir síðari áfanga svo hægt er að stækka spítalann ef þörf verður fyrir það í framtíðinni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær verður farið í byggingu síðari áfanga.

27. NÓVEMBER 2012 ÞRIÐJUDAGUR8

SPURT OG SVARAÐ

Uppbygging vel búins háskólasjúkrahúss er grund-völlur þess að laða framúrskarandi heilbrigðis-

starfsfólk til vinnu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Spítalinn er auk þess endastöð í íslensku heilbrigðiskerfi, þar fer fram viðamikil rannsóknarstarfsemi. Mikil hagræðing er fólg-in í þessari framkvæmd. Þetta er langtímaverkefni, þarfnast sérstakrar fjármögnunar til þess að draga ekki mátt úr annarri uppbyggingu sem fram þarf að fara. Nauðsyn er að hefjast handa sem fyrst og nýta þann mikla undirbúning sem fram hefur farið síðasta áratug.

Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

Við viljum viðhalda vandaðri heilbrigðisþjónustu og nýta fjár-magn sem best á sama tíma. Með nýjum LSH má

hagræða verulega í rekstri spítalans, um allt að 2,7 millj-arða á ári, eins og ný norsk athugun sýndi. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss vegur miklu meira í kostnaði ríkisins en byggingarkostnaður. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hring-braut.

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

Nýtt húsnæði er nauðsynleg umgjörð um ein-hverja mikilvægustu starfsemi sem rekin er í þjóð-

félaginu; heilbrigðisþjónustuna.Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

Við þurfum að reisa nýjan spítala til að bæta að-stöðu til lækninga, hjúkrunar og þjálfunar bæði

fyrir sjúklingana sjálfa, aðstandendur og fyrir mörg þús-und starfsmenn spítalans. Nýr spítali mun í senn spara rekstrarkostnað og tryggja landsmönnum öllum að-gang að góðri heilbrigðisþjónustu.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

Hvaða Íslendingur treystir ekki á að Landspítal-inn komi á móts við hann, þegar virkilega reyn-

ir á læknavísindin? Nútímalegur Landspítali er grunnur að heilbrigðisöryggi landsmanna.

Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

Í tíð minni sem heilbrigðisráðherra var verkefnið um nýja Landspítalann endurskoðað. Unnin var ný

útfærsla af stækkun spítalans sem byggði á mun minni hugmyndum en lagðar voru fyrst fram. Hagræðing mun skapast við sameiningu tveggja stóru sjúkrahúsanna, en það hefur hins vegar vantað meiri stefnufestu og pólitíska forystu af hálfu ríkisstjórnarinnar um málefni Landspítalans. Nýr spítali verður ekki byggður í ósátt við landsmenn. Borgarstjórn á eftir að taka afstöðu til deiliskipulagsins, sjálfstæðismenn leggja þar fram athugasemdir jafnt sem íbúar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

Þörf fyrir nýjan Landspítala ætti að vera óumdeild. Spurningum um hvort, hvar eða hvenær nýr spítali skuli rísa hefur ítrekað verið svarað af færu fagfólki með sterkum rökum sem hafa ekki verið hrakin.

Það hefur ekki verið hrapað að neinum niðurstöðum í þessu máli. Aðdragandinn er orðinn langur og vel staðið að undirbún-ingi allra þátta þessarar viðamiklu fram-

kvæmdar. Áframhaldandi

starfsemi í fjölmörg-um gömlum bygging-um Landspítala er ekki lengur valkost-ur heldur neyðarráð-stöfun sem við getum ekki sætt okkur við

mikið lengur. Í þessu máli eru biðleikir af-leikir og að hika sama og að tapa. Álag á gamla spítalann eykst stöðugt og fer vax-andi eftir því sem þjóðin eldist. Húsnæð-ið er óhentugt og mætir ekki lengur þörf-um sjúklinga um aðstæður og aðbúnað. Þessar aðstæður gera starfsfólkinu einn-ig mjög erfitt fyrir og torvelda alla vinnu þess við störf sem eru í eðli sínu svo mik-ilvæg að það er allra hagur að þeim sé sinnt við bestu möguleg skilyrði. Grannt hefur verið fylgst með kostnaðaráætlun-um vegna uppbyggingar nýs Landspítala

og útreikningar sýna fram á að hagræð-ing af því að færa starfsemina í nýja bygg-ingu á einum stað mun leiða til verulegs sparnaðar. Það felst síður en svo sparn-aður eða hagræðing í því að draga þetta verkefni á langinn. Saman fer mikilvægi þess að bæta aðstöðuna og þjónustu við sjúklinga eins og áður segir og hagstæð-ur tími til framkvæmda, nú þegar atvinnu-leysi er enn umtalsvert. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Sýnum skynsemi og ráð-

deild og byggjum nýjan spítala fyrir lands-menn alla og framtíðina. Nýr spítali er til að bæta þá starfsemi sem nú þegar er til staðar á Landspítalanum, en er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir heilbrigðisstofnan-ir á landsbyggðinni, sem áfram hafa mik-ilvægt hlutverk. Það er hagur allra lands-manna að hér sé gott, öflugt, nútímalegt og hagkvæmt sjúkrahús.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

Bíðum ekki lengur

Sameining Sjúkra-húss Reykjavíkur og Landspítalans

Skýrsla um framtíðarskipu-

lag og upp-byggingu LSH

Færsla Hringbrautar 2004-2006

Skýrsla nefndar um uppbyggingu LSH

Skipulagssamkeppni um hönnun - C.F. Møll-er sigurvegari

Þarfagreining í notendahópum 2005 – 2007

Endur-mat spítala-

verkefnis-ins –skýrsla norskra sér-

fræðinga

Viljayfirlýsing stjórnvalda og lífeyrissjóða um fjármögnun

SPITAL sigurvegari í samkeppni um frumhönnun

Undirbúningsfélagið Nýr Landspítali ohf. stofnað skv. lögum nr. 64/2010

Vinna með notendahópum 2010-2012

Endurskoðuð hagkvæmniúttektDeiliskipu-lagstillaga í auglýsingu

Forhönnun lokið

Mikil undirbúningsvinnaAðdragandi uppbyggingar við Landspítala er langur en eftir sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 var ljóst að ekki yrði lengur vikist undan því að hefjast handa ef markmið sameiningarinnar um eflingu faglegrar þjónustu og aukið hagræði ættu að ná fram að ganga.

Hér má sjá gamla spítalann lengst til hægri. Fyrir framan hann er Sóleyjartorgið. Á torginu má sjá inn-ganginn í meðferðar- og bráðakjarnann.

Landspítali fyrir framtíðina

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012