utanbastdeyfing · utanbastdeyfing epidural-deyfing svÆfinga-, gjÖrgÆslu-og skurÐstofusviÐ...

2
Utanbastdeyfing Epidural-deyfing SVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU- OG SKURÐSTOFUSVIÐ ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI - HÁSKÓLSJÚKRAHÚS SVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU- OG SKURÐSTOFUSVIÐ APRÍL 2003 UMSJÓN: MARGRÉT FELIXDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Í VERKJATEYMI RÁÐGJÖF: RAGNAR FINNSSON OG GÍSLI VIGFÚSSON SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNAR MYNDIR: GAGNASMIÐJA/ÞEÁ & BG UMBROT OG HÖNNUN: GAGNASMIÐA/AV EFTIRPRENTUN ÓHEIMIL ÁN SAMRÁÐS VIÐ HÖFUNDA Utanbastdeyfing Epidural-deyfing Hliðarverkanir Staðdeyfilyfið sem gefið er í utanbastdeyfingunni getur haft í för með sér dofa í fótum og getur valdið því að þú átt erfitt með að stjórna þeim. Ef þú finnur fyrir þessu verður þú að láta vita, þá þarf að minnka skammtinn hjá þér. Þess vegna máttu ekki stíga fram úr rúminu án aðstoðar fyrst um sinn. Stöku sinnum fylgir meðferðinni kláði sem meðhöndla má með kláðastillandi lyfjum. Hjúkrunarfræðingur eða svæfingalæknir breytir skammtastærðinni eftir þörfum þínum, svo að þú komist úr rúminu og getir gengið um án verulegs sársauka. Ef þú finnur fyrir miklum verkjum í baki eða vaxandi dofa og máttleysi í fótum skaltu láta vita af því án tafar. Að lokum Til að góður árangur náist í verkjameðferð er mikilvægt að þú hafir góða samvinnu við hjúkrunarfólkið. Ef spurningar vakna eða breyting verður á ástandi þínu skaltu strax tala við hjúkrunarfræðing.

Upload: others

Post on 02-Sep-2020

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Utanbastdeyfing · Utanbastdeyfing Epidural-deyfing SVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU-OG SKURÐSTOFUSVIÐ ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI - HÁSKÓLSJÚKRAHÚS SVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU- OG SKURÐSTOFUSVIÐ

UtanbastdeyfingEpidural-deyfing

SVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU-OG SKURÐSTOFUSVIÐ

ÚTGEFANDI:LANDSPÍTALI - HÁSKÓLSJÚKRAHÚSSVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU- OG SKURÐSTOFUSVIÐAPRÍL 2003

UMSJÓN:MARGRÉT FELIXDÓTTIRHJÚKRUNARFRÆÐINGUR Í VERKJATEYMI

RÁÐGJÖF:RAGNAR FINNSSON OG GÍSLI VIGFÚSSONSVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNAR

MYNDIR: GAGNASMIÐJA/ÞEÁ & BG

UMBROT OG HÖNNUN:GAGNASMIÐA/AV

EFTIRPRENTUN ÓHEIMIL ÁN SAMRÁÐS VIÐ HÖFUNDA

UtanbastdeyfingEpidural-deyfing

HliðarverkanirStaðdeyfilyfið sem gefið er í utanbastdeyfingunnigetur haft í för með sér dofa í fótum og getur valdiðþví að þú átt erfitt með að stjórna þeim. Ef þúfinnur fyrir þessu verður þú að láta vita, þá þarfað minnka skammtinn hjá þér. Þess vegna máttuekki stíga fram úr rúminu án aðstoðar fyrst umsinn. Stöku sinnum fylgir meðferðinni kláði semmeðhöndla má með kláðastillandi lyfjum.Hjúkrunarfræðingur eða svæfingalæknir breytirskammtastærðinni eftir þörfum þínum, svo að þúkomist úr rúminu og getir gengið um án verulegssársauka. Ef þú finnur fyrir miklum verkjum í bakieða vaxandi dofa og máttleysi í fótum skaltu látavita af því án tafar.

Að lokumTil að góður árangur náist í verkjameðferð ermikilvægt að þú hafir góða samvinnu viðhjúkrunarfólkið. Ef spurningar vakna eða breytingverður á ástandi þínu skaltu strax tala viðhjúkrunarfræðing.

Page 2: Utanbastdeyfing · Utanbastdeyfing Epidural-deyfing SVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU-OG SKURÐSTOFUSVIÐ ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI - HÁSKÓLSJÚKRAHÚS SVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU- OG SKURÐSTOFUSVIÐ

Í þessum bæklingi er leitast við að koma á framfæriupplýsingum um meðferð við verkjum sem stafað getaaf stórum skurðaðgerðum, slysum eða alvarlegumveikindum. Einkum er fjallað um sérstaka verkjameðferðsem kallast utanbastdeyfing, öðru nafni epidural-deyfing.

Verkjasti l l ingEf þú hefur mikla verki er mjög mikilvægt að draga úrþeim. Þú átt ekki að bíða með að láta vita um sársaukaþinn. Með góðri verkjastillingu líður þér betur, þúkemst í betra jafnvægi og nærð fyrr bata.Góð verkjameðferð auðveldar þér að anda djúpt, hóstaog hreyfa þig eins og hægt er. Maga- og þarmahreyfingarkomast fyrr í gang. Þetta allt dregur úr hættu á að þúfáir lungnabólgu eða blóðtappa. Best er að reyna aðfyrirbyggja verki eftir stórar aðgerðir og það er m.a.gert með utanbastdeyfingu.

VAS mælistikanÁ sjúkrahúsinu höfum við tæki sem mæla púls,blóðþrýsting og andardrátt. Við getum ekki mælt sársaukaþinn, en munum biðja þig um að sýna okkur hann ásársaukakvarða sem kallast VAS mælistika (VisualAnalouge Scale).

1 = enginn sársauki10 = mesti hugsanlegi sársauki.

Hér sérð þú VAS mælistikuna. Ef þú setur strikið lengsttil vinstri á kvarðanum (á 1) þýðir það að þú finnir ekkifyrir neinum sársauka. Ef strikið er lengst til hægri(á 10) finnur þú fyrir mesta hugsanlega sársauka.Hjúkrunarfræðingurinn þinn á vöknun og á deildinniþinni mun nota mat þitt á VAS stikunni til að gefa þérbestu mögulegu meðferð við sársaukanum. Markmiðokkar er að halda VAS undir gildinu 4.

Að draga úr sársaukaHægt er að draga úr sársauka á marga vegu:

• með töflum eða stílum• með sprautugjöf• með utanbastdeyfingu sem er deyfing á

taugabrautum við og utan mænu.Eftir stórar aðgerðir er besta meðferðin við sársauka oftutanbastdeyfing. Þá er sett hárfín plastslanga í holrúmumhverfis mænu (utanbasts) og síðan er dælt í slöngunalyfi sem deyfir taugarnar frá aðgerðarsvæðinu. Efutanbastdeyfing er talin henta fyrir þig munsvæfingalæknirinn þinn mæla með henni.

Hvenær er utanbastdeyfing notuð?Utanbastdeyfing er notuð eftir ýmsar skurðaðgerðirsvo sem kviðarhols- og brjóstholsaðgerðir,liðskiptaaðgerðir og æðaaðgerðir. Einnig ef fólk hefurlent í slæmum beinbrotum eða áverkum. Þessiverkjameðferð er einnig notuð fyrir sjúklinga sem erumeð stöðuga verki vegna krabbameins eða annarrasjúkdóma. Utanbastdeyfing er líka oft notuð viðfæðingar.

Hvers vegna dregur úr sársaukanum?Plastslangan eða leggurinn sem settur er í hrygginnliggur nálægt þeim taugum sem bera sársaukaboðintil heilans. Lyfin sem þú færð í gegnum þennanplastlegg draga úr boðum um verki. Þegar utanbast-deyfing er notuð er hægt að nota minna af öðrumverkjalyfjum.

Hvernig er utanbastdeyfing framkvæmd?Svæfingalæknir setur plastlegginn inn í hrygg þinn ístaðdeyfingu. Meðan á þessu stendur þarftu að liggjaá hliðinni og beygja fæturna, eða setjast fram á rúm-stokkinn. Fyrir þessa deyfingu eins og fyrir aðgerðfærðu kvíðastillandi lyf. Sérstök dæla sér um að gefablöndu af staðdeyfi- og verkjalyfi í gegnum plast-legginn. Í sumum tilvikum er hægt að tengja sérstakanhnapp við dæluna, þannig að þú eða hjúkrunar-fræðingur geti gefið þér viðbótarskammt af dreypilyfinuef þörf er á. Meðferðin hefst oftast á skurðstofunniog heldur síðan áfram í 3-5 daga.