lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar hb granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2...

251
Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. um að öll hlutabréf í félaginu verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og í tengslum við almennt útboð 27% útgefinna hluta í HB Granda hf. (sem heimilt er að stækka í 32%) Áskriftartímabil útboðsins mun standa yfir frá 7. til 10. apríl 2014 og er tekið við áskriftum á vefsíðu Arion banka hf. Um er að ræða almennt útboð í sbr. 1. tl. 43. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, og er því skipt í tvær tilboðsbækur. Í tilboðsbók A óska seljendur eftir áskriftum að andvirði frá 100 þúsund kr. til 25 milljónir kr. sem geta verið á verðbilinu 26,6-32,5 kr./hlut og munu eftir lok áskriftartímabils ákvarða eitt endanlegt útboðsgengi A. Í tilboðsbók B óska seljendur eftir áskriftum að kaupverði 15 milljónir kr. og hærri, en að hámarki í 5% eignarhlut. Geta áskriftir að lágmarki verið á verðinu 26,6 kr./hlut en eftir lok áskriftartímabils munu seljendur ákvarða eitt endanlegt útboðsgengi B. Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðs verði birtar 14. apríl 2014 og NASDAQ OMX Iceland hf. mun í kjölfarið birta svar við umsókn útgefandans. Gert er ráð fyrir að ákvörðun seljanda um úthlutun til fjárfesta í útboðinu geti átt sér stað 15. apríl 2014 og eindagi viðskiptanna verði ákvarðaður 23. apríl 2014 en greiddir hlutir verða afhentir næsta virka dag eftir eindaga. Fyrsti mögulegi viðskiptadagur með hlutabréf HB Granda hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. gæti skv. framansögðu orðið 25. apríl 2014. Fjárfesting í verðbréfum felur í sér áhættu. Fjárfestum er sérstaklega bent á að kynna sér kafla um áhættuþætti í lýsingu þessari. Lýsinguna má undir engum kringumstæðum skoða eða túlka sem loforð um árangur í rekstri eða um ávöxtun af hálfu HB Granda hf., Arion banka hf. sem umsjónaraðila eða annarra aðila. Lýsingin er gerð í samræmi við íslensk lög og reglugerðir. Ákvæði VI. kafla laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, taka til almennra útboða verðbréfa og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Ítarlegri reglur er að finna í reglugerð, nr. 837/2013 um almenn útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 5.000.000 evra í íslenskum krónum eða meira og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkað, svo og í reglugerð nr. 243/2006 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga. Lýsingin uppfyllir ákvæði I. og III. viðauka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 sem varðar lágmarkskröfur um upplýsingar sem koma eiga fram í lýsingu fyrir hluti. Lýsingin er einnig útbúin með hliðsjón af Reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga sem gefnar voru út af NASDAQ OMX Iceland hf. 17. desember 2013. Lýsingin hefur verið staðfest af Fjármálaeftirlitinu á Íslandi. Þátttaka í útboðinu er heimil öllum aðilum (hvort heldur er einstaklingum eða lögaðilum) sem hafa íslenska kennitölu, að því gefnu að viðkomandi aðili sé fjárráða og hafi forræði bús síns og með þeim takmörkunum sem kunna að leiða af lögum. Athygli er á því vakin að samkvæmt lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, er fortakslaust bann við beinni fjárfestingu erlendra aðila í HB Granda. Þá er fjárfesting íslenskra aðila sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila jafnframt takmörkuð. Erlendir aðilar, eins og þeir eru skilgreindir í 2. gr. laganna, mega þannig eiga að hámarki 25% hlutafjár í hluthafa félagsins en að hámarki 33% ef eignarhlutur hluthafans er minni en 5%, sbr. 1. tl. 1. mgr. 4. gr. sömu laga. Stjórnendum félagsins ber skylda til að tilkynna viðeigandi ráðuneyti ef þeir telja að farið sé gegn ákvæðinu. Athygli er vakin á að framangreind ákvæði koma í veg fyrir að erlendum aðilum, samkvæmt 1. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sé heimil þátttaka í útboðinu. Útboðið er markaðssett á Íslandi. Hlutirnir eru ekki boðnir til sölu í lögsagnarumdæmum þar sem slíkt útboð myndi krefjast aukinnar skráningar lýsingar umfram staðfestingu af íslenskum eftirlitsaðilum í tengslum við útboðið. Lýsingu þessari skal ekki dreifa á einn eða annan hátt til landa þar sem dreifing myndi krefjast viðbótar skráningarferlis eða aðgerða annarra en þeirra sem heyra undir íslensk lög og reglur, eða sem greinir á við lög eða reglur viðeigandi landa. Þannig skal lýsingu þessari hvorki senda í pósti né dreifa á einn eða annan hátt til eða innan Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada eða Japan. Fyrirvari þessi er gerður í samræmi við 2. tl. 29. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 809/2004 frá 29. apríl 2004. _____________________________ Lýsing þessi er dagsett 27. mars 2014 Umsjónaraðili útboðs og töku til viðskipta

Upload: others

Post on 06-Oct-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. um að öll hlutabréf í félaginu verði tekin til viðskipta á

Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og í tengslum við almennt útboð 27% útgefinna hluta í HB Granda hf. (sem

heimilt er að stækka í 32%)

Áskriftartímabil útboðsins mun standa yfir frá 7. til 10. apríl 2014 og er tekið við áskriftum á vefsíðu Arion banka hf. Um er

að ræða almennt útboð í sbr. 1. tl. 43. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, og er því skipt í tvær tilboðsbækur. Í

tilboðsbók A óska seljendur eftir áskriftum að andvirði frá 100 þúsund kr. til 25 milljónir kr. sem geta verið á verðbilinu

26,6-32,5 kr./hlut og munu eftir lok áskriftartímabils ákvarða eitt endanlegt útboðsgengi A. Í tilboðsbók B óska seljendur eftir

áskriftum að kaupverði 15 milljónir kr. og hærri, en að hámarki í 5% eignarhlut. Geta áskriftir að lágmarki verið á verðinu

26,6 kr./hlut en eftir lok áskriftartímabils munu seljendur ákvarða eitt endanlegt útboðsgengi B. Gert er ráð fyrir að

niðurstöður útboðs verði birtar 14. apríl 2014 og NASDAQ OMX Iceland hf. mun í kjölfarið birta svar við umsókn

útgefandans. Gert er ráð fyrir að ákvörðun seljanda um úthlutun til fjárfesta í útboðinu geti átt sér stað 15. apríl 2014 og

eindagi viðskiptanna verði ákvarðaður 23. apríl 2014 en greiddir hlutir verða afhentir næsta virka dag eftir eindaga. Fyrsti

mögulegi viðskiptadagur með hlutabréf HB Granda hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. gæti skv. framansögðu

orðið 25. apríl 2014.

Fjárfesting í verðbréfum felur í sér áhættu. Fjárfestum er sérstaklega bent á að kynna sér kafla um áhættuþætti í lýsingu

þessari. Lýsinguna má undir engum kringumstæðum skoða eða túlka sem loforð um árangur í rekstri eða um ávöxtun af hálfu

HB Granda hf., Arion banka hf. sem umsjónaraðila eða annarra aðila.

Lýsingin er gerð í samræmi við íslensk lög og reglugerðir. Ákvæði VI. kafla laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, taka

til almennra útboða verðbréfa og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Ítarlegri reglur er að finna í

reglugerð, nr. 837/2013 um almenn útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 5.000.000 evra í íslenskum krónum eða meira og

töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkað, svo og í reglugerð nr. 243/2006 um gildistöku reglugerðar

framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er

varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo

og dreifingu auglýsinga. Lýsingin uppfyllir ákvæði I. og III. viðauka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 sem

varðar lágmarkskröfur um upplýsingar sem koma eiga fram í lýsingu fyrir hluti. Lýsingin er einnig útbúin með hliðsjón af

Reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga sem gefnar voru út af NASDAQ OMX Iceland hf. 17. desember 2013. Lýsingin

hefur verið staðfest af Fjármálaeftirlitinu á Íslandi.

Þátttaka í útboðinu er heimil öllum aðilum (hvort heldur er einstaklingum eða lögaðilum) sem hafa íslenska kennitölu, að því

gefnu að viðkomandi aðili sé fjárráða og hafi forræði bús síns og með þeim takmörkunum sem kunna að leiða af lögum.

Athygli er á því vakin að samkvæmt lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, er fortakslaust bann

við beinni fjárfestingu erlendra aðila í HB Granda. Þá er fjárfesting íslenskra aðila sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila

jafnframt takmörkuð. Erlendir aðilar, eins og þeir eru skilgreindir í 2. gr. laganna, mega þannig eiga að hámarki 25% hlutafjár

í hluthafa félagsins en að hámarki 33% ef eignarhlutur hluthafans er minni en 5%, sbr. 1. tl. 1. mgr. 4. gr. sömu laga.

Stjórnendum félagsins ber skylda til að tilkynna viðeigandi ráðuneyti ef þeir telja að farið sé gegn ákvæðinu. Athygli er vakin

á að framangreind ákvæði koma í veg fyrir að erlendum aðilum, samkvæmt 1. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sé

heimil þátttaka í útboðinu.

Útboðið er markaðssett á Íslandi. Hlutirnir eru ekki boðnir til sölu í lögsagnarumdæmum þar sem slíkt útboð myndi krefjast

aukinnar skráningar lýsingar umfram staðfestingu af íslenskum eftirlitsaðilum í tengslum við útboðið. Lýsingu þessari skal

ekki dreifa á einn eða annan hátt til landa þar sem dreifing myndi krefjast viðbótar skráningarferlis eða aðgerða annarra en

þeirra sem heyra undir íslensk lög og reglur, eða sem greinir á við lög eða reglur viðeigandi landa. Þannig skal lýsingu

þessari hvorki senda í pósti né dreifa á einn eða annan hátt til eða innan Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada eða Japan.

Fyrirvari þessi er gerður í samræmi við 2. tl. 29. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 809/2004 frá 29.

apríl 2004.

_____________________________

Lýsing þessi er dagsett 27. mars 2014

Umsjónaraðili útboðs og töku til viðskipta

Page 2: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 3: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

SAMANTEKT

Mars 2014

Page 4: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 5: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

1

1. SAMANTEKT

Samantekt þessi er útbúin í samræmi við viðauka XXII við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB)

nr. 809/2004 með síðari breytingum. Var umrædd reglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt með reglugerð

nr. 243/2006 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnar ESB nr. 809/2004, að því er varðar

framsetningu og innihald lýsingar, grunnlýsingar, samantektar og endanlegra skilmála að því er varðar

upplýsingaskyldu, og síðari reglugerðum, þ.m.t. reglugerð nr. 901/2013 sem innleiddi í íslenskan rét t

reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 486/2012 er breytti framangreindri reglugerð

framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004.

Samantektin inniheldur alla þá liði sem fram skulu og mega koma í samantekt samkvæmt fyrrgreindri

reglugerð fyrir lýsingar sem unnar eru í samræmi við viðauka I og III við reglugerðina. Númeraröð

liðanna getur verið slitin þar sem ekki er heimild og krafa til birtingar ákveðinna liða í samantekt vegna

lýsinga sem unnar eru í samræmi við ofangreinda viðauka. Þrátt fyrir að samantektin skuli innihalda

tiltekinn lið þá er mögulegt að liðurinn eigi ekki við í tilviki útgefanda og þeirra verðbréfa sem lýsingin

tekur til. Í því tilviki er sett inn í samantektina stutt lýsing á liðnum ásamt textanum „á ekki við“.

A. Inngangur og viðvaranir

Liður Upplýsinga

skylda

Upplýsingar

A.1 Fyrirvari Samantekt þessa skal túlka sem inngang að lýsingu HB Granda hf. dagsettri 27.

mars 2014. Lýsingin er birt í tengslum við umsókn um töku hlutabréfaflokks til

viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og almennt útboð í

aðdraganda töku hlutanna til viðskipta. Hvort tveggja fer fram í samræmi við

ákvæði íslenskra laga og reglugerða um verðbréfaviðskipti, sbr. lög nr.

108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Ákvörðun um fjárfestingu í verðbréfum útgefanda skal tekin á grundvelli

lýsingarinnar í heild.

Athygli er vakin á að ef farið er fyrir dómstóla með kröfu sem varðar

upplýsingar í lýsingu þessari gæti fjárfestir sem er stefnandi þurft að bera

kostnað af þýðingu lýsingarinnar áður en málareksturinn hefst. Athygli er vakin

á að einkaréttarábyrgð fellur eingöngu á þá einstaklinga sem lögðu fram

samantektina, þ.m.t. þýðingu hennar, einungis ef hún er villandi, ónákvæm eða í

ósamræmi við aðra hluta lýsingarinnar, eða ef hún veitir ekki, í samhengi við

aðra hluta lýsingarinnar, lykilupplýsingar til aðstoðar fjárfestum þegar þeir

íhuga hvort fjárfesta skuli í slíkum verðbréfum.

A.2 Samþykki fyrir

notkun

fjármála-

milliliða á

lýsingunni við

síðari endur-sölu eða útboð

Á ekki við

B. Útgefandi

Liður Upplýsing

askylda Upplýsingar

B.1 Lögheiti og

viðskipta-heiti

útgefanda

Lögheiti útgefanda lýsingar og hlutabréfanna sem hún tekur til er HB Grandi hf.

Viðskiptaheiti hans er HB Grandi.

Page 6: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

2

B.2 Lögheimili og

félagaform

útgefanda ásamt

löggjöf sem

útgefandi starfar eftir

Útgefandi er hlutafélag, starfrækt í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og

skráð á Íslandi undir kennitölunni 541185-0389, með lögheimili að Norðurgarði

1, 101, Reykjavík, Ísland.

HB Grandi starfar í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 um hlutafélög.

Starfsemi félagsins fellur m.a. undir lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, lög um

veiðigjöld nr. 74/2012, lög um matvæli nr. 93/1995, lög um meðferð, vinnslu og

dreifingu sjávarafurða nr. 55/1998 og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.

7/1998. Auk þess taka sjómannalög nr. 35/1985 til starfsemi félagsins. Ýmis lög

um umhverfismál snerta einnig félagið svo sem lög um bann við losun hættulegra

efna í sjó nr. 20/1972, lög um geislavarnir nr. 44/2002, og lög um varnir gegn

mengun hafs og stranda nr. 33/2004.

B.3 Starfsemi Tilgangur félagsins samkvæmt grein 1.4 í samþykktum þess er að reka útgerð,

fiskvinnslu, annan matvælaiðnað og skylda starfsemi. HB Grandi hf. er eitt

stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi. Félagið gerir út 10 fiskiskip og vinnur

fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Félagið hefur mestu

aflaheimildir íslenskra útgerðarfélaga og rekur eigin markaðsdeild sem se lur

afurðirnar um heim allan. Fyrirtækið framleiðir verðmæta gæðavöru úr fersku

hráefni sem aflað er úr hafinu við Ísland. Lögð er áhersla á góða umgengni um

auðlindina og ábyrgar fiskveiðar. Hjá fyrirtækinu voru á árinu 2013 að meðaltali

828 stöðugildi til sjós og lands.

B.4a Nýleg þróun

sem hefur

veruleg áhrif á útgefanda

og atvinnu-

grein hans

Á ekki við.

B.5 Samstæða Samstæðurreikningur hefur að geyma ársreikning félagsins af samstæðu fleiri

félaga. Frá og með 12. nóvember 2013 urðu dótturfélög HB Granda þrjú þegar

Vignir G. Jónsson hf. varð hluti af samstæðunni. Dótturfélög samstæðunnar eru

eftirfarandi: Grandi Limitada, Stofnfiskur og Vignir G. Jónsson hf. Að auki er

Stofnfiskur Ireland Ltd. dótturfélag Stofnfisks hf.

B.6 Tilkynningarskylt

eignarhald,

atkvæðis-réttur og

önnur

yfirráð ef við á

Í hlutaskrá HB Granda voru 572 hluthafar skráðir þann 22. mars 2014.

Stærsti hluthafi HB Granda er Vogun hf. (einnig nefnt „Vogun“ í

útgefandalýsingu þessari), kt. 660991-1669, Miðsandi, 301 Akranesi. Hann á

37,56% útgefinna hluta í félaginu sem samsvarar 37,74% atkvæðisréttar og fer

því með 30% atkvæðisréttar í félaginu eða meira, sem eru skilgreind mörk

yfirráða í félagi samkvæmt X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskip ti. Í

fyrirhuguðu almennu útboði 7.-10. apríl 2014 áformar Vogun að selja sem nemur

4,3% af útgefnum hlutum í HB Granda. Að útboðinu loknu gerir Vogun því að

öðru óbreyttu ráð fyrir að fara með 33,42% atkvæðisréttar í HB Granda og fara

með yfirráð í félaginu samkvæmt framangreindri skilgreiningu. Vogun er að

99,98% hluta í eigu Hvals hf. en Hvalur hf. stundar hvalveiðar við

Íslandsstrendur. Stærstu hluthafar Hvals eru Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. með

39,50% eignarhlut, Ragnhildur Skeoch með 10,17% eignarhlut en aðrir hluthafar

eiga samtals 49,80%.

Annar stærsti hluthafi HB Granda er Arion banki hf. Hann fer með 30,93%

útgefinna hluta sem samsvarar 31,08% atkvæðisréttar og fer því með 30%

atkvæðisréttar í félaginu eða meira, sem eru skilgreind mörk yfirráða í félagi

samkvæmt X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Arion banki hf. er

einn af þremur seljendum í framangreindu útboði og áformar að selja þar sem

nemur 20% af útgefnum hlutum í HB Granda en áskilur sér rétt til að auka það í

25%. Að útboðinu loknu gerir bankinn því að öðru óbreyttu ráð fyrir að fara með

5,96-10,98% atkvæðisréttar í HB Granda. Bankinn er íslenskur viðskiptabanki,

stofnaður árið 2008 og eru 87% hans í eigu kröfuhafa Kaupþings banka hf., en

13% er í eigu íslenska ríkisins.

Þriðji stærsti hluthafi HB Granda er Hampiðjan hf., sem fer með 8,78% útgefinna

Page 7: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

3

hluta sem samsvarar 8,83% atkvæðisréttar. Fjórði s tærsti hluthafi HB Granda er

Eignarhaldsfélagið VGJ ehf., sem fer með 5,49% útgefinna hluta sem samsvarar

5,51% atkvæðisréttar. Þar á eftir kemur TM fé ehf., sem fer með 5,08% útgefinna

hluta eða sem samsvarar 5,10% atkvæðisréttar. Fiskveiðahlutafélagið Venus hf.

er sjötti stærsti hluthafinn með 3,19% útgefinna hluta sem samsvarar 3,20%

atkvæðisréttar. Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. áformar að selja 2,7% útgefins

hlutafjár í fyrirhuguðu almennu útboði og færi þá að öllu óbreyttu með allt að

0,49% atkvæðisréttar að útboði loknu.

Vogun hf., Hampiðjan hf., Fiskveiðahlutafélagið Venus hf., Kristján Loftsson

(249.000 hlutir eða 0,01% af útgefnu hlutafé) , Vilhjálmur Vilhjálmsson (35.742

hlutir eða 0,00% af útgefnu hlutafé) og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (2.979

hlutir eða 0,00% af útgefnu hlutafé), teljast tengdir aðilar og fara því saman með

30% atkvæðisréttar í félaginu eða meira, sem eru skilgreind mörk yfirráða í félagi

samkvæmt X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og fara því saman

með yfirráð í félaginu samkvæmt skilgreiningunni. Samanlagt eiga þeir aðilar

902.828.875 hluti í félaginu eða 49,78% af útistandandi hlutum. Selji Vogun hf.

og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. saman 7,0% í almenna útboðinu, sem nánar er

lýst í verðbréfalýsingu útgefanda dagsettri 27. mars 2014, munu framangreindir

aðilar fara saman með 775.272.915 hluti í félaginu eða 42,75% af atkvæðisrétti

og fara því áfram sameiginlega með yfirráð í félaginu samkvæmt

skilgreiningunni.

Hluthafar sem fara með yfirráð í félagi þegar verðbréf þess eru tekin til viðskipta

á skipulegum verðbréfamarkaði eru undanþegnir tilboðsskyldu samkvæmt 7. mgr.

100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, en sú undanþága gildir þó ekki

ef viðkomandi aðilar missa yfirráðin en ná þeim að nýju.

Aðrir hluthafar fara með undir 5% beinan eignarhlut í HB Granda, sem eru

neðstu mörk flöggunarskyldu skv. lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Útgefanda er ekki kunnugt um annað eignarhald eða samkomulag en að framan

greinir eða að félaginu sé stjórnað af öðrum aðilum. Útgefanda er því ekki

kunnugt um að til staðar séu önnur réttindi sem geta leitt til annarra breytinga á

yfirráðum yfir útgefanda en að ofan greinir.

Page 8: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

4

B.7 Samandregnar

fjárhagsuppl

ýsingar

Rekstrarreikningur

Samstæða* Samstæða Samstæða**

(þús. evra) 2013 2012 2011

Seldar vörur

195.033 197.321 183.686

Kostnaðarverð seldra vara

(144.633) (132.525) (120.115)

Vergur hagnaður

50.400 64.796 63.571

Aðrar rekstrartekjur

176 1.163 0

Útflutningskostnaður

(12.226) (12.348) (11.304)

Annar rekstrarkostnaður

(5.454) (5.347) (6.694)

Bakfærð virðisrýrnun (virðisrýrnun)

8.703 (21.601) 0

Rekstrarhagnaður

41.599 26.663 45.573

Fjáreignatekjur

135 144 174

Fjármagnsgjöld

(2.525) (3.806) (5.927)

Gengismunur

3.805 (103) 1.004

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samatals 1.415 (3.765) (4.749)

Áhrif hlutdeildarfélaga

769 (4.527) 2.395

Hagnaður fyrir tekjuskatt

43.783 18.371 43.219

Tekjuskattur

(8.370) (3.512) (6.203)

Hagnaður ársins

35.413 14.859 37.016

EBITDA

45.313 59.261 56.226

Skipting hagnaðar

Hluthafar móðurfélags

35.616 14.419 36.279

Hlutdeild minnihluta

(203) 440 737

Hagnaður ársins

35.413 14.859 37.016

Hagnaður á hlut

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut 0,021 0,008 0,022

Yfirlit um heildarafkomu

Hagnaður ársins

35.413 14.859 37.016

Rekstrarliðir færðir á eigið fé:

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum (1.534) 990 (940)

Heildarhagnaður ársins

33.879 15.849 36.076

(þús. evra)

Skipting heildarhagnaðar

Hluthafar móðurfélags

34.064 15.422 35.318

Hlutdeild minnihluta

(185) 427 758

Heildarhagnaður ársins

33.879 15.849 36.076

Page 9: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

5

Efnahagur

Samstæða* Samstæða Samstæða**

(þús. evra) 2013 2012 2011

Eignir

Rekstrarfjármunir

111.006 100.774 94.741

Óefnislegar eignir

133.393 113.931 135.532

Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum 16.840 17.860 16.799

Aðrar fjárfestingar 2.086 120 123

Lífrænar eignir

8.030 7.496 7.444

Fastafjármunir

271.355 240.181 254.639

Vörubirgðir

25.712 23.261 19.983

Lífrænar eignir

2.319 2.884 2.868

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 24.599 29.874 24.174

Handbært fé

12.273 8.639 21.228

Veltufjármunir

64.903 64.658 68.253

Eignir samtals

336.258 304.839 322.892

Eigið fé

Hlutafé

19.325 18.619 18.619

Lögbundinn varasjóður

37.743 27.031 27.031

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum 1.164 2.716 1.713

Óráðstafað eigið fé

142.312 117.832 107.507

Eigið fé meirihlutaeigenda

200.544 166.198 154.870

Hlutdeild minnihluta

2.940 3.185 2.824

Eigið fé

203.484 169.383 157.694

Skuldir

Vaxtaberandi skuldir

37.410 61.113 94.336

Tekjuskattsskuldbinding

34.891 33.425 38.232

Langtímaskuldir

72.301 94.538 132.568

Vaxtaberandi skuldir

31.058 17.443 15.021

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 22.270 15.156 13.206

Skattar ársins

7.145 8.319 4.403

Skammtímaskuldir

60.473 40.918 32.630

Skuldir

132.774 135.456 165.198

Eigið fé og skuldir

336.258 304.839 322.892

Page 10: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

6

Breytingar á samstæðu HB Granda 2013

*Líkt og kemur fram í skýringu 5 með ársreikningi samstæðu HB Granda fyrir árið 2013,

er Laugafiskur ehf. hluti af samstæðureikningi HB Granda frá 1. júlí 2013, en

reikningsskil Vignis G. Jónssonar ehf. eru hluti af samstæðureikningum frá 12. nóvember

2013. Samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu,

efnahagsreikningi og yfirliti um sjóðstreymi innifela ekki fjárhæðir úr reikningsskilum

Laugafisks ehf. né Vignis G. Jónssonar ehf. Tekjur félaganna frá kaupdegi til ársloka

námu 4.796 þús. evrur og hagnaður nam 570 þús. evrur fyrir sama tímabil.

Breytingar á framsetningu ársreiknings 2012

** Skattskil félagsins byggja á bókhaldi þess í íslenskum krónum en ársreikningurinn

byggir á bókhaldi í evrum. Þetta leiðir til þess að verulegur munur er á skattalegri

afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi, einkum vegna gengisbreytinga. Á árinu 2012

var breytt um aðferð við útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar og tekið tillit

til munar í ársreikningi í evrum og bókhaldi í íslenskum krónum. Breytingin hafði þau

áhrif að eigið fé í ársbyrjun 2012 lækkaði um 17.835 þús. evrur og var

samanburðarfjáhæðum 2011 breytt til samræmis, eigið fé í árbyrjun 2011 lækkaði um

17.518 þús. evrur og afkoma ársins 2011 minnkaði um 317 þús. evrur. Líkt og kemur fram

í skýringu 11 og 21 með ársreikningi samstæðu HB Granda fyrir árið 2012 hafa

samanburðarfjárhæðir 2011 verið leiðréttar í reikningnum. Fjárhæðir fyrir árið 2011 eru

settar fram í útgefandalýsingu þessari eins og þær koma leiðréttar fram í

samstæðuársreikningi HB Granda fyrir árið 2012.

B.8 Pro forma

fjárhags-upplýsingar

Á ekki við.

Sjóðstreymisyfirlit

Samstæða* Samstæða Samstæða**

(þús. evra) 2013 2012 2011

Rekstrarhreyfingar

Rekstrarhagnaður ársins

41.599 26.663 45.573

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:

Virðisrýrnun aflaheimilda

(13.622) 21.601 0

Afskriftir

17.335 10.997 10.653

Hagnaður af sölu eigna

(167) (1.160) (117)

Lífrænar eignir, breyting

15 (757) (2.705)

45.160 57.344 53.404

Breytingar á rekstrartengdum eignum

9.189 (10.948) (6.095)

Breytingar á rekstrartengdum skuldum

(197) 4.392 2.812

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 8.992 (6.556) (3.283)

Innheimtar vaxtatekjur

135 143 160

Greidd vaxtagjöld

(2.360) (3.936) (5.986)

Greiddir skattar

(8.786) (4.402) 0

Handbært fé frá rekstri

43.141 42.593 44.295

Fjárfestingahreyfingar

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum

(20.662) (16.490) (9.739)

Fjárfesting í rekstrarfjármunum í smíðum (6.401) 0 0

Söluverð rekstrarfjármuna

506 653 664

Yfirtekið handbært fé dótturfélaga 3.675

Aðrar fjárfestingar, lækkun (hækkun)

142 (4.537) (22)

Fjárfestingahreyfingar samtals

(22.740) (20.374) (9.097)

Fjármögnunarhreyfingar

Greiddur arður

(11.136) (4.094) (2.058)

Skammtímalán

7.273 5.000 0

Afborganir langtímalána

(12.904) (35.714) (23.064)

Fjármögnunarhreyfingar samtals

(16.767) (34.808) (25.122)

(Lækkun) hækkun á handbæru fé

3.634 (12.589) 10.076

Handbært fé í ársbyrjun

8.639 21.228 11.152

Handbært fé í árslok

12.273 8.639 21.228

Fjárfestingar og fjármögnun án greiðsluáhrifa

Fjárfestingar í dótturfélögum

(11.418) 0 0

Útgefið hlutafé

11.418 0 0

Söluverð rekstrarfjármuna

2.248 0 0

Langtímakröfur

(2.248) 0 0

Page 11: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

7

C. Verðbréf

Liður Upplýsinga

krafa

Upplýsingar

C.1 Tegund og flokkar

verðbréfa sem boðin verða til

sölu og tekin til

viðskipta í kauphöll

Lýsingin varðar almennt útboð á hlutum í HB Granda hf. og umsókn um töku

allra útgefinna hluta í HB Granda hf. til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX

Iceland hf.

Hlutabréf félagsins eru gefin út í samræmi við ákvæði laga nr. 2/1995 um

hlutafélög og með rafrænum hætti samkvæmt ákvæðum laga nr. 131/1997 um

rafræna eignarskráningu verðbréfa og reglugerðar nr. 397/2000 sem er sett með

stoð í þeim lögum. Hlutabréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar

Íslands hf., kennitala 500797-3209, Laugavegi 182, 105 Reykjavík. Auðkenni

hlutabréfanna hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. er GRND og ISIN-númer

hlutabréfanna er IS0000000297. Útgefandi mun óska eftir að GRND verði áfram

auðkenni HB Granda hf. hjá NASDAQ OMX Iceland hf. og auðkennið á hlutum

útgefandans í viðskiptakerfi kauphallarinnar.

C.2 Gjaldmiðill

verðbréfanna Hlutabréf HB Granda hf. eru gefin út í íslenskum krónum.

C.3 Fjöldi útgefinna og

greiddra hluta

og nafnverð á hlut

Útgefið hlutafé HB Granda hf. nemur 1.822.228.000 kr. og er hver hlutur 1 króna

að nafnverði. Allir útgefnir hlutir eru þegar greiddir.

HB Grandi á sjálft 8.569.277 hluti í félaginu. Aðalfundur haldinn þann 21. mars

2014 veitti stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu.

C.4 Réttindi sem

fylgja verðbréfunum

Allir hlutir í HB Granda hf. tilheyra sama flokki og eru jafnréttháir samkvæmt

samþykktum félagsins.

Hluthafar eiga rétt á að neyta atkvæðisréttar á hluthafafundum. Þeir eiga rétt á að

fá greiddan arð frá útgefanda. Hluthafar njóta, sem fyrr segir, forgangsréttar til að

skrá sig fyrir nýjum hlutum í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína við hækkun

hlutafjár útgefanda (nema þeir hafi afsalað sér slíkum rétti) og eiga þeir rétt á að

fá greitt af eignum útgefanda við slit eða gjaldþrot hans í samræmi við

hlutafjáreign og réttarstöðu hlutafjár í kröfuröð samkvæmt samþykktum félagsins

og lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Hluthafar bera ekki ábyrgð á

skuldbindingum félagsins fram yfir hlut sinn í félaginu. Hluthafar eru ekki

skyldir til að sæta innlausn hlutar síns, nema til komi heimild samkvæmt lögum.

Réttindi hluthafa í útgefanda eru háð gildandi löggjöf og samþykktum félagsins á

hverjum tíma. Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut á hluthafafundi. Engin sérréttindi

fylgja hlutum í útgefanda.

C.5 Hömlur á meðferð

verðbréfanna

Engar hömlur eru á viðskiptum með hluti í útgefanda umfram það sem leiðir af

lögum (þ.m.t. lögum er varða sölu til erlendra aðila) og má því selja og veðsetja

hlutina nema annað leiði af lögum.

Hluthafar geta ekki beitt réttindum sínum á grundvelli hlutafjár nema nafn þeirra

hafi verið fært í hlutaskrá útgefanda, en allar tilkynningar sem beint er til

hluthafa, sem og arðgreiðslur, skulu sendar eða inntar af hendi til þess sem er

skráður hluthafi á hverjum tíma í kerfum Verðbréfaskráningar Íslands hf.

B.9 Afkomuspá eða -áætlun Á ekki við.

B.10 Fyrirvarar í

endurskoðunarskýrslum

Á ekki við.

B.11 Útskýring ef

veltufé út-

gefanda nægir ekki

til að

uppfylla nú-verandi

þarfir hans

Á ekki við.

Page 12: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

8

C.6 Upplýsingar um hvort sótt

hafi verið um

eða sótt verði um að verð-

bréfin verði

tekin til við-skipta á

skipulegum

verðbréfa-markaði og

deili á öllum

skipulegum mörkuðum þar

sem viðskipti með verðbréfin

fara fram eða

munu fara fram

Í kjölfar þess að lýsing útgefandans, dagsett 27. mars 2014, hefur verið staðfest

af Fjármálaeftirlitinu á Íslandi mun stjórn félagsins óska eftir að allir útgefnir

hlutir í HB Granda hf. verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX

Iceland hf., sem er skipulegur verðbréfamarkaður, og samhliða teknir úr

viðskiptum á First North markaðstorgi. Markmiðið með því að fá hluti HB

Granda hf. tekna til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. er að

stuðla að auknum seljanleika hluta í félaginu, virkari verðmyndun með hlutabréf

útgefin af félaginu og dreifðu eignarhaldi og gera upplýsingar um félagið

aðgengilegar fyrir hluthafa félagsins, viðskiptavini og allan almenning.

C.7 Lýsing á

arðgreiðslu-

stefnu

Það er stefna stjórnar félagsins að eiginfjárstaða samstæðunnar sé sterk til að

styðja við stöðugleika í framtíðarþróun starfseminnar. Langtímamarkmið stjórnar

félagsins er að greiða helming hagnaðar út í arð. Samkvæmt 1. mgr. 101. gr.

laganna tekur hluthafafundur ákvörðun um úthlutun arðs eftir að félagsstjórn

hefur lagt fram tillögur um það og er óheimilt að ákveða á aðalfundi meiri

úthlutun arðs en stjórn félagsins leggur til eða samþykkir. Arðgreiðslur skulu,

samkvæmt 3. mgr. 101. gr. laganna, inntar af hendi eigi síðar en sex mánuðum frá

samþykki úthlutunar. Aðalfund skal, skv. 4.10. gr. samþykkta félagsins, halda

innan átta mánaða frá lokum reikningsárs ár hvert.

D. Áhættuþættir

Liður Upplýsinga

krafa Upplýsingar

D.1 Lykilupplýsing

ar um helstu

áhættur sem varða

sérstaklega

útgefandann eða

atvinnugrein

hans

Aðstæður í íslensku stjórnmála- og efnahagslífi tóku miklum breytingum haustið

2008 .Gengisfall krónunnar varð til þess að innleidd voru gjaldeyrishöft.

Breytingar á gjaldeyrishöftunum geta haft áhrif á framboð og eftirspurn eftir

íslenskri krónu og þar með á gengi hennar. Losun eða afnám gjaldeyrishaftanna

gæti til að mynda haft áhrif á starfsemi félagsins ef slíkar aðgerðir leiða til þess

að erlendir aðilar selji eignir sínar í íslenskum krónum eða að vextir verði

hækkaðir til þess að koma í veg fyrir gengislækkun krónunnar.

Ákvarðanir stjórnvalda, sem m.a. geta ráðist af þróun stjórnmála á Íslandi eða

einstökum pólitískum atburðum, geta haft bein eða óbein áhrif á starfsemi HB

Granda. Félagið lýtur fjölda mismunandi laga og reglugerða og geta breytingar á

mikilvægum sviðum ráðist af stjórnmálaumhverfinu á hverjum tíma. Þar ber

hæst ákvarðanir stjórnvalda varðandi skipulag og uppbyggingu

fiskveiðistjórnunarkerfisins, veiðigjöld, tolla og skatta, svo og varðandi

breytingu á gjaldeyrishöftum og aðrar ákvarðanir sem hafa áhrif á gengi íslensku

krónunnar. Ákvarðanir stjórnvalda geta jafnframt ráðist af alþjóðlegum

skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Íslenskum fiskiskipum er heimilt

að veiða úr deilistofnum úr lögsögum annarra ríkja sem aðili að Norðves tur-

Atlantshafs fiskveiðistofnunninni (NAFO) og Norðaustur -Atlantshafs

fiskveiðinefndinni (NEAFC). Við veiðar í lögsögum annarra ríkja ber að fara að

þeim reglum sem hvert ríki setur um veiðarnar. Ef einhverjar breytingar verða á

samstarfi þessara þjóða kann það að hafa neikvæð áhrif á rekstur, afkomu og

efnahag HB Granda.

Stjórnendum félagsins er kunnugt um að stjórnvöld vinna nú að nýjum

frumvörpum um lög um veiðigjöld og endurskoðun laga um stjórn fiskveiða en

haft hefur verið eftir sjávarútvegsráðherra í fjölmiðlum að sú vinna miði að því

að skýra og festa núverandi aflahlutdeildarkerfi í sessi. Enn fremur ríkir óvissa

um aflahlutdeild Íslendinga í makrílstofni. Það er mat stjórnenda að umrædd

frumvörp og deilur Íslands við Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga um

aflahlutdeild Íslendinga í makrílstofni munu hafa áhrif rekstur félagsins en erfitt

Page 13: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

9

er fyrir stjórnendur að áætla umfang þeirra þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar

um endanlega útfærslu ofangreindra atriða.

Starfsemi HB Granda lýtur ýmsum opinberum reglum og eru helstu starfsstöðvar

og rekstur skipakosts félagsins háð leyfisveitingu opinberra aðila. Breytingar á

þeim lögum og reglum sem gilda um félagið, eða ný lög eða reglur sem settar

eru um starfsemi þess, gætu haft fjárhagslegar afleiðingar fyrir félagið og áhrif á

hvernig það hagar starfsemi sinni. Ef tilskilin leyfi eru ekki endurnýjuð með

tilskildum hætti, eru afturkölluð eða þeim breytt á einhvern hátt, þá kann það að

hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir félagið.

Félagið hefur orðið fyrir áhrifum af breytingum á íslenskri skattalöggjöf og

líklegt er að frekari breytingar í framtíðinni muni hafa áhrif á rekstur þess.

Vakin er athygli á því að skattskil HB Granda eru í íslenskum krónum en

fjárhagsuppgjör félagsins eru sett fram í evrum. Þetta kann að leiða til þess að

mismunur kann að vera á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt

fjárhagsuppgjörum félagsins, einkum vegna gengisbreytinga. Félaginu er ekki

kunnugt um að nokkur skattrannsókn sé í gangi á félaginu sjálfu eða

hlutdeildarfélögum þess sem gæti haft veruleg áhrif á fjárhag þess. Eins og

gildir um öll önnur félög er hugsanlegt að skattagögn félagsins verði tekin til

athugunar á síðari stigum í samræmi við gildandi lög og reglugerðir, sem gæti

haft áhrif á rekstur þess. Heimild til endurákvörðunar skatts skv. 96. gr. laga um

tekjuskatt nr. 90/2003 nær til skatts vegna tekna og eigna síðustu sex ára sem

næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram.

Sjórnvöld setja lög og reglugerðir um stjórnun fiskveiða sem ætlað er að s tuðla

að skynsamlegri nýtingu fiskistofna. Slíkar stjórnvaldsaðgerðir kunna að

takmarka úthlutun aflaheimilda en þær eru ein af grunnforsendum fyrir rekstri

sjávarútvegsfyrirtækja. Meiriháttar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða fela í sér

óvissu og áhættu fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.

Samkvæmt síðustu útreikningum Fiskistofu, þann 24. janúar 2014, hefur HB

Grandi nú til ráðstöfunar 12,29% af heildarþorskígildum sjávarútvegsins á

Íslandi. Engum einum aðila er heimilt að hafa til ráðstöfunar meira en 12%.

Félagið hefur 6 mánuði til að bregðast við þessu. Forráðamenn félagsins telja að

innan þess tíma verði ljóst að hlutur félagsins fari aftur niður fyrir 12% og því

þurfi ekki að grípa til aðgerða.

Veiði á einstökum fisktegundum getur sveiflast nokkuð milli ára, t.d. vegna

ástands í hafinu, veðurfars og ástands fiskistofna. Á hverju ári felst áhætta í því

að ekki takist að veiða úthlutaðan kvóta. Skipastóll HB Granda er við það

miðaður að hann nái að veiða allan úthlutaðan kvóta og hefur það oftast tek ist

undanfarin ár.

Brot gegn fiskveiðiregluverkinu varða sektum hvort sem þau eru framin af

ásetningi eða gáleysi. Stórfelld ásetningsbrot geta varðað fangelsi allt að 6 árum.

Þá hefur Fiskistofa lagaheimildir til að beita stjórnsýsluviðurlögum, s.s.

sviptingu veiðileyfis og afturköllun vigtunarleyfis vegna tiltekinna brota.

Fiskistofa leggur á veiðgjöld skv. lögum um veiðigjöld nr. 74/2012 og renna

gjöldin í ríkissjóð. Veiðigjöld eru annars vegar almennt veiðigjald og hins vegar

sérstakt veiðigjald sem lagt er á úthlutað aflamark og afla sem er utan kvóta.

Breytingar á álagningu veiðigjalds kunna að hafa áhrif á rekstur og afkomu

félagsins.

Verðbólga innanlands hefur lítil áhrif á rekstur félagsins. Víðtæk notkun

verðtryggingar á Íslandi getur valdið hækkunum á ýmsum rekstrarkostnaði auk

þess sem verðbólga eykur þrýsting á launahækkanir. Helstu útgjaldaliðir

félagsins fylgja þróun erlendra mynta líkt og tekjur félagsins.

Hinn 21. desember 2013 undirrituðu Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ

kjarasamning sem gildir til 31. desember 2014. Gera má ráð fyrir að

samningurinn muni valda nokkrum launahækkunum hjá HB Granda sem

mögulega getur verið erfitt að velta út í verðlagið. Til að mæta því er mikilvægt

Page 14: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

10

að félagið hugi vel að hagkvæmni í reksti. Þar sem gildandi kjarasamningur

gildir til skamms tíma er ljóst að óvissa ríkir um launaþróun á komandi árum.

Nái aðilar ekki saman að gildistímanum loknum skapast auk þess hætta á

verkfallsaðgerðum sem hamlað geta starfsemi fyrirtækja og jafnvel stöðvað hana

að hluta eða öllu leyti um lengri eða skemmri tíma.

Rekstraráhætta er hættan á beinu eða óbeinu tapi sem getur orðið vegna fjölda

þátta í starfsemi samstæðunnar. Meðal áhættuþátta er vinna starfsmanna

samstæðunnar, tækni og skipulag sem beitt er, og ytri þættir aðrir en láns-,

markaðs- og lausafjáráhætta. Rekstraráhætta myndast við alla starfsemi

samstæðunnar.

Hluti af rekstraráhættu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er sú áhætta, að

stjórnvöld breyti gildandi reglum í sjávarútvegi með þeim hætti að starfsemi

samstæðunnar verði óhagkvæmari en ella. Samstæðan býr við áhættu vegna

náttúrubreytinga enda eru veiðar og vinnsla á fiski meðal annars háðar vexti og

viðgangi fiskstofna við landið. Breytingar á náttúrufari og aðstæðum í hafinu

geta valdið minnkun veiðistofna, breyttri samsetningu þeirra og samdrætti í afla

samstæðunnar og þannig haft bein áhrif á fjárhagslega afkomu hennar.

Breytingar hafa orðið á hráefna- og afurðaverði HB Granda undanfarin ár. Verð

á þessum þáttum byggir á markaðsverðum sem HB Grandi hefur ekki færi á að

sjá fyrir hvernig þróast. Rekstur og afkoma félagsins er því háð hráefna- og

afurðaverði.

Fiskur á þeim fiskimiðum þar sem HB Grandi hefur veiðiheimildir er

náttúruauðlind og eru sveiflur í fiskigegnd á mismunandi tímum og hafssvæðum.

Ýmsir þættir geta haft áhrif þar á og má nefna áhrif veiða og umhverfisbreytinga

af mannavöldum auk þess sem fæða fyrir fiskinn, straumar, sjávarhitastig og

hrygningar kunna að hafa þar áhrif.

Veiðiheimildir eru háðar ákvörðunum stjórnvalda og breyt ingar á þeim ásamt

sveiflum í fiskigegnd á þeim miðum þar sem HB Grandi hefur veiðiheimildir

kunna að hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins og ekki er hægt að spá fyrir um

þær. Stærstur hluti af hráefni félagsins sem fer til vinnslu er tilkominn frá

veiðum fiskiskipa HB Granda en ekki er hægt að tryggja að félagið veiði eða afli

sér nægjanlegs hráefnis, t.d. með kaupum á mörkuðum, til frekari vinnslu og

sölu.

Rekstraráhætta HB Granda er falin í því að gera út skip til veiða á fiski sem og

að reka fiskvinnslur. Fiskiskip HB Granda eru gerð út allt árið um kring við

mismunandi veðurskilyrði og treysta á hæfa áhafnarmeðlimi auk búnaðar sem er

tæknilega þróaður. Fiskvinnsla HB Granda er einnig háð búnaði sem er

tæknilega þróaður og aðgengi að hæfu starfsfólki. Sveiflur í aflabrögðum og

eftir árstíðum geta leitt til þess að félagið verði að grípa til tímabundinna

ráðninga á starfsfólki til að ná fram hæfilegum sveigjanleika en slíkt er háð

gildandi kjarasamningum á hverjum tíma og ekki hægt að tryggja að slíkt

fyrirkomulag verði til framtíðar.

HB Grandi þarf að koma afurðum félagsins til viðskiptavina víðs vegar um

heiminn og treystir á aðgengi að hagkvæmri og viðeigandi flutningsþjónustu og

nýtir bæði sjóflutninga sem og farmflutninga með flugvélum. Ekki er hægt að

veita tryggingu fyrir því að slík þjónusta verði ávallt til staðar.

Gjaldfellingarheimildir lána sem HB Grandi hefur tekið snúa að hefðbundnum

vanefndarákvæðum, t.d. vanefndum á samningsbundnum greiðslum, og brotum á

fjárhagsskilmálum.

Flestir samningar HB Granda um sölu og dreifingu eru byggðir á langtíma

viðskiptasamböndum. Framlegð eða rekstrarafkoma HB Granda ræðst ekki af

einum einstökum samningi eða viðskiptum við einn einstakan viðskiptavin

félagsins.

Hvorki eru í gangi né hafa verið í gangi síðastliðna tólf mánuði einstök

Page 15: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

11

stjórnsýslu-, dóms-, eða gerðardómsmál sem geta haft veruleg áhrif á

fjárhagsstöðu eða arðsemi félagsins. Seðlabanki Íslands hefur sent félaginu

erindi þess efnis að hafin sé skoðun á því hvort félagið hafi brotið gegn lögum

um gjaldeyrismál nr. 87/1992. Snýr athugun Seðlabanka Íslands að því hvort

félagið hafi sinnt skilaskyldu gjaldeyris samkvæmt lögunum og telja stjórnendur

að félagið hafi farið að lögum.

HB Grandi hefur til skoðunar hvort tiltekin lán að fjárhæð um 14,0 milljónir

evra þann 31. desember 2013 frá Landsbankanum hf. teljist gengistryggð lán en

ekki erlend lán. Ekki hefur verið lagt mat á hver áhrifin kynnu að vera enda

óvissa um hver endanleg niðurstaða dómstóla verður.

Starfsemi félagsins heyrir undir samkeppnislög nr. 44/2005 og efti rlit

Samkeppniseftirlitsins sem framfylgir boðum og bönnum þeirra laga og getur

íhlutun þess haft fjárhagsleg áhrif á útgefanda.

HB Grandi selur vörur sínar á alþjóðlegum mörkuðum og er því háð aðgengi að

þeim mörkuðum. Félagið er þannig í samkeppni við önnur fyrirtæki í heiminum

sem bjóða sambærilega vöru og HB Grandi. Breyttar aðstæður í þeim

viðskiptalöndum sem sjávarútvegsfyrirtæki selja afurðir sínar til, geta haft

veruleg áhrif á tekjuflæði fyrirtækjanna.

Félagið á vörumerki sem það telur sig hafa tryggt sér eignarrétt yfir. Það gæti

haft áhrif á rekstur félagsins ef það gæti af einhverjum ástæðum ekki reitt sig

áfram á slíkan rétt. Áhrifin gætu til dæmis falist í því að nauðsynlegt væri að

fjárfesta í nýju vörumerki, með tilheyrandi kostnaði við að þróa nýtt

markaðsefni.

Félagið á sjálft þær fasteignir sem hýsa kjarnastarfsemi félagsins. Félagið ber

þannig takmarkaða áhættu af því að geta ekki tryggt sér hentugt húsnæði undir

starfsemi sína á hentugum svæðum á sanngjörnum kjörum.

Félagið ber ábyrgð á að viðhald og/eða endurnýjun eigin húsnæðis sé

fullnægjandi fyrir rekstur þess. Ef slíkum framkvæmdum er ekki sinnt sem

skyldi eða ef gjaldfærsla og eignfærsla slíkra framkvæmda rúmast ekki innan

áætlana félagsins eða félagið nær ekki að afla nauðsynlegs fjármagns vegna

fjárfestinganna, getur það haft neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félagið.

Ýmis umhverfisáhrif, svo sem eldgos og jarðskjálftar, geta haft áhrif á

möguleika útgefanda til að nota fasteignir sem félagið á eða leigir.

Í skipastól félagsins eru þrír frystitogarar, fjórir ísfisktogarar og fjögur

uppsjávarfiskveiðiskip. HB Grandi hefur auk þess samið um smíði tveggja

uppsjávarskipa. Skipin verða afhent 2015. Fyrra skipið mun leysa af hólmi tvö

uppsjávarskip. Skip félagsins eru á mismunandi aldri og ástandi. Félagið ber

ábyrgð á að viðhald og/eða endurnýjun skipastólsins sé fullnægjandi fyrir

rekstur þess. Ef slíkum framkvæmdum er ekki sinnt sem skyldi eða ef

gjaldfærsla og eignfærsla slíkra framkvæmda rúmast ekki innan áætlana

félagsins eða félagið nær ekki að afla nauðsynlegs fjármagns vegna

fjárfestinganna, getur það haft neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félagið.

Olíuverðsáhætta er skilgreind sem sú áhætta að heimsmarkaðsverð á olíu þróist

á óhagstæðan hátt fyrir félagið, sem leiði til fjárhagslegs taps. Stór hluti

kostnaðar félagsins er vegna olíukaupa og nam kostnaður vegna olíukaupa sem

hlutfall af sölu 9,0% á árinu 2013, 9,6% á árinu 2012 og 9,2% árið 2011.

Líkt og í öðrum atvinnugreinum þá hafa nýjungar í tækni við vinnslu og veiðar

litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Ekki er þó hægt að útiloka að ný tækni eða

kröfur komi síðar fram sem geri núverandi búnað úreldan og krefjist þar með

fjárfestingar í nýjum búnaði eða tækni.

Ýmis umhverfisáhrif geta haft áhrif á rekstur og afkomu HB Granda.

Fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum byggist á lögum um stjórn fiskveiða nr.

116/2006. Þau grundvallast á aflamarkskerfi í þeim tegundum sem veiðar eru

takmarkaðar á. Stjórnvöld, í samráði við hagsmunaaðila, vinna ötullega að því

Page 16: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

12

að tryggja sjálfbæra nýtingu á auðlindinni. Ákvarðanir eru ávallt teknar á

vísindalegum forsendum og er þar byggt á starfi Hafrannsóknastofnunar. Komi

til þess að skerða þurfi aflaheimildir, t.d. vegna ofveiða á tilteknum

fiskistofnum, mun það hafa neikvæð áhrif á afkomu HB Granda.

Starfsemi HB Granda er bundin ýmsum lögum er lúta að umhverfismálum. Komi

til þess að starfsemi HB Granda uppfylli ekki viðmið sem bundin eru í lög og

reglur er varða umhverfismál kann það að hafa neikvæð áhrif á rekstur, orðspor

og afkomu félagsins. Enn fremur geta slys á borð við skipsskaða haft í för með

sér umhverfismengun, s.s. vegna olíuleka sem félagið þarf að bera kostnað af

hreinsun, auk annarra þátta og þannig haft neikvæð áhrif á rekstur og afkomu

félagsins.

HB Grandi kaupir allar almennar vátryggingar vegna starfsemi sinnar. Þrátt fyrir

ofangreint er ekki hægt að ábyrgjast að vátryggingar veiti fullkomna vörn gegn

tjóni í öllum tilfellum sem ætlun félagsins er að tryggja sig fyrir. Þættir sem

hafa áhrif á þetta eru sjálfsábyrgð vátryggingartaka, mögulegar undanþágur frá

greiðslu tjónabóta eða takmarkanir á bótaskyldu. Af þessu leiðir að félagið gæti

í einhverjum tilfellum sjálft þurft að bera kostnað vegna tjóna þar sem

vátryggingarfjárhæð er takmörkuð eða bótaskylda ekki til staðar.

Framtíðarþróun félagsins veltur á þekkingu, reynslu og einurð stjórnenda þess

og annarra lykilstarfsmanna. Innan félagsins er yfirgripsmikil reynsla og

þekking á íslenskum sjávarútvegi og erlendum mörkuðum. Það gæti haft

neikvæð áhrif á félagið ef einn eða fleiri þessara lykilstarfsmanna hættu störfum

hjá því, en sérstaklega ef margir þeirra myndu hverfa frá félaginu með stuttu

millibili án þess að félagið stýrði þar för.

Orðsporsáhætta er áhætta vegna þess skaða sem laskað orðspor útgefanda hjá

neytendum, mótaðilum, starfsmönnum, hluthöfum og stjórnvöldum getur valdið

félaginu. Hættan er sú að félagið verði fyrir tekjumissi vegna neikvæðrar

umfjöllunar um viðskiptahætti þess eða aðila sem tengdir eru félaginu. Ef

orðspor eða trúverðugleiki félagsins bíður tjón vegna opinberrar eða almennrar

umræðu getur það skert möguleika þess til tekjuöflunar og haft neikvæð áhrif á

fjárhagslega afkomu þess.

Mikilvægt er að gæði á vörum félagsins séu fullnægjandi og er það nauðsynlegt

til að viðhalda trausti viðskiptavina. Ef félagið bregst trausti viðskiptavina gæti

það haft áhrif á stærð viðskiptavinahópsins og þar með fjárhagslega afkomu.

Ársreikningar félagsins hafa frá og með árinu 2005 verið útbúnir í samræmi við

alþjóðlega reikningsskilastaðla (International Financial Reporting Standards,

IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu.

Reikningsskilastaðlarnir eru í stöðugri endurskoðun og breytingar á þeim gætu

haft áhrif á fjárhagsuppgjör félagsins.

Stjórn HB Granda hefur eftirlit með áhættustýringu samstæðunnar. Stjórnin

hefur falið forstjóra umsjón með daglegri áhættustýringu félagsins. Félagið

kappkostar að halda fullnægjandi innra eftirliti á hinum ýmsu sviðum. Það felst í

eftirliti með starfsemi félagsins í því skyni að fyrirbyggja og greina hugsanleg

mistök, yfirsjón eða sviksemi birgja, starfsmanna og viðskiptavina. Það getur

haft neikvæð áhrif á félagið ef eftirlit og öryggisráðstafanir reynast vera

ófullnægjandi.

Lánsáhætta er hættan á að félagið verði fyrir fjárhagslegu tapi ef viðskiptamaður

eða mótaðili í fjármálagerningi getur ekki staðið við umsamdar skuldbindingar

sínar. Lánsáhætta félagsins er einkum vegna viðskiptakrafna og ræðst einkum af

fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptamanna.

Lausafjáráhætta er hættan á því að félagið geti ekki staðið við

fjárhagsskuldbindingar sínar eftir því sem þær gjaldfalla. Félagið hefur það að

markmiði að stýra lausafé þannig að tryggt sé að það hafi alltaf nægt laust fé til

að mæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla og forðast þannig að

skaða orðspor félagsins. HB Grandi hefur samið um yfirdráttarheimildir og

Page 17: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

13

hefur aðgang að lánalínum hjá þremur íslenskum viðskiptabönkum.

Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla

og vöxtum hafi áhrif á afkomu samstæðunnar eða virði fjárfestinga hennar í

fjármálagerningum.

Öll viðskipti félagsins í erlendum myntum mynda gengisáhættu en við mat á

gengisáhættu félagsins er horft til greiðsluáhættu og uppgjörsáhættu. Samstæðan

býr við gengisáhættu vegna sölu afurða og lántöku í öðrum gjaldmiðlum en

starfrækslugjaldmiðli einstakra félaga innan samstæðu HB Granda. Helstu

gjaldmiðlar sem skapa gengisáhættu eru íslensk króna (ISK), breskt pund ,

(GBP), japönsk jen (JPY), bandarískur dollar (USD) og svissneskur franki

(CHF). Lántaka félagsins í erlendum gjaldmiðlum myndar gengisáhættu sem að

hluta til er varin með sjóðstreymi þess. Gjaldmiðlaskiptasamningar eru notaðir

til að verjast gengisáhættu félagsins að hluta.

Félagið býr við vaxtaáhættu vegna vaxtagreiðslna af skuldum og vaxtaberandi

eignum. Lántökur félagsins eru allar með breytilegum vöxtum.

Samkvæmt lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri er

fortakslaust bann við beinni fjárfestingu erlendra aðila í HB Granda. Þá er

fjárfesting íslenskra aðila sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila jafnframt

takmörkuð. Erlendir aðilar mega þannig eiga að hámarki 25% hlutafjár í

hluthafa félagsins en að hámarki 33% ef eignarhlutur hluthafans er minni en 5%,

sbr. 1. tl. 1. mgr. 4. gr. laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr.

34/1991. Stjórnendum félagsins ber skylda til að tilkynna viðeigandi ráðuneyti

ef þeir telja að farið sé gegn ákvæðinu. Brot gegn ákvæðum laganna geta varðað

sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sbr. 14. gr. laganna.

D.3 Lykilupplýsingar um helstu

áhættur sem

varða verðbréfin

sérstaklega

Ávöxtun af hlutabréfum ræðst annars vegar af arðgreiðslum og hins vegar af

breytingum á verði hlutabréfa frá kaupum til sölu. Hægt er að dreifa áhættunni

sem felst í að fjárfesta í einstökum fyrirtækjum með því að fjárfesta í safni

ólíkra fyrirtækja og ólíkra verðbréfa. Jafnframt má draga verulega úr

fjárhagslegri áhættu samfara hlutabréfakaupum með því að forðast eða lágmarka

lántökur vegna þeirra. Engu að síður er ekki með öllu hægt að komast hjá

áhættuþáttum sem fylgja hlutabréfamarkaðinum.

Fjárfesting í hlutabréfum felur í sér margvíslega áhættu. Dæmi um áhættu sem

getur haft áhrif á verð hlutabréfa er markaðsáhætta, seljanleikaáhætta og

mótaðilaáhætta. Markaðsáhætta skapast af verðbreytingum á tilteknum

hlutabréfamarkaði í heild sinni sem rekja má til óvæntra atburða og breytinga á

ytri skilyrðum sem hafa áhrif á rekstur fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild.

Seljanleikaáhætta felst í því að eftirspurn eftir hlutabréfum útgefanda getur verið

mismikil frá einum tíma til annars. Mótaðilaáhætta felst í því að við kaup eða

sölu verðbréfa eða gerð annarra samninga um fjármálagerninga er hugsanlegt að

samningsaðili efni ekki samninginn þegar að uppgjöri kemur. Enn fremur þarf

að hafa í huga að hlutabréf eru réttlægstu kröfur í eignir hlutafélags, sem þýðir

að við slit eða gjaldþrot útgefanda fá hluthafar greitt í hlutfalli við hlutafjáreign

sína, kveði samþykktir ekki á um aðra skipan, það sem eftir stendur af eignum

félagsins eftir að allir aðrir kröfuhafar hafa fengið gildar kröfur sínar greiddar.

Þeir sem hafa í hyggju að fjárfesta í hlutum útgefanda þurfa að hafa í huga að

ekki er hægt að veita tryggingu fyrir því að fjárfestingin muni reyna st arðsöm.

Þá skulu væntanlegir fjárfestar einnig hafa það hugfast að þrátt fyrir að

fjárfesting í hlutabréfum kunni að skila góðri ávöxtun almennt er sú hætta ávallt

fyrir hendi að hlutabréf í einstökum félögum lækki í verði. Af þeim sökum er

væntanlegum fjárfestum bent á að dreifa áhættu sinni og leita sér

fjárfestingarráðgjafar.

Page 18: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

14

E. Tilboð

Liður Upplýsinga

krafa Upplýsingar

E.1 Heildarfjárhæð nettó-

söluandvirðis og

mat á heildarkostnaði

við

útgáfuna/útboðið, þ.m.t. áætlaður

kostnaður sem

útgefandi eða tilboðsgjafi krefur

fjárfestinn um

Með útboðinu hyggjast Arion banki hf., Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið

Venus hf. selja samtals 492.001.560 af áður útgefnum hlutum í HB Granda eða

sem samsvarar 27% af útgefnu hlutafé, en Arion banki hf. áskilur sér rétt til að

stækka útboðið í allt að 583.112.960 hluti eða sem samsvarar 32% af áður

úgefnu hlutafé.

Heildarsöluandvirði þeirra 27% hluta sem mynda grunnstærð útboðsins, myndi

að lágmarki nema 13.087 m.kr. miðað við að 8,50% hluta væru seld í

tilboðsbók A á lágmarksverði þeirrar bókar og 18,50% væru seld í tilboðsbók B

á lágmarksverði þeirrar bókar. Heildarsöluandvirði hámarksfjölda hluta í

útboðinu, eða 32% hluta, myndi að lágmarki nema 15.511 m.kr. miðað við að

8,50% hluta væru seld í tilboðsbók A á lágmarksverði þeirrar bókar og 23,50%

væru seld í tilboðsbók B á lágmarksverði þeirrar bókar. Komi til þess að

eftirspurn fjárfesta reynist minni en sem nemur þeim 27% sem framboð

seljenda segir til um, þá er mögulegt að minna verði selt í útboðinu.

Heildarsöluandvirði þeirra hluta sem seldir yrðu myndi því minnka í s amræmi

við það.

Seljendur bera kostnað af markaðssetningu og sölu hlutabréfa í útgefanda sem

fyrirhuguð er í almennu útboði í aðdraganda viðskipta með hluti útgefanda á

Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og er hann áætlaður 205 m.kr. miðað

við lágmarksverð í útboðinu og grunnstærð útboðs.

Útgefandi ber kostnað sem hlýst af því að fá hluti félagsins tekna til viðskipta á

Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og er heildarkostnaður félagsins

áætlaður um 110 m.kr.

E.2a Ástæður fyrir

útboðinu, notkun ágóðans, áætlað

nettósöluandvirði

Markmið seljenda með útboðinu er annars vegar að það geri HB Granda kleift

að uppfylla skilyrði NASDAQ OMX Iceland hf. um dreifingu hlutabréfa sem

tekin eru til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og stuðla

þannig að auknum seljanleika hlutabréfanna og dreifðara eignarhaldi og hins

vegar horfa seljendur til þess að selja eign sína á sem hagstæðustu verði.

Útboðið tekur til þegar útgefinna hluta í HB Granda sem eru í eigu Vogunar

hf., Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf. og Arion banka hf. Ekkert fjárstreymi

verður til HB Granda í tengslum við útboðið.

E.3 Skilmálar og skilyrði útboðsins

Seljendur áskilja sér rétt til að falla frá útboðinu ef NASDAQ OMX Iceland hf.

hafnar umsókn útgefanda um að hlutabréf í HB Granda verði tekin til viðskipta

á Aðalmarkaði kauphallarinnar eða samþykkir hana ekki í síðasta lagi 30. júní

2014. Seljendur áskilja sér jafnframt rétt til að fresta útboðinu, framlengja það

eða falla frá útboðinu hvenær sem er fram að tilkynningu NASDAQ OMX

Iceland hf. um að hlutabréf í HB Granda verði tekin til viðskipta, ef einhverjir

atburðir eiga sér stað sem seljendurnir telja gefa tilefni til þess að ætla að

markmið seljenda með útboðinu náist ekki, svo sem eitthvað sem varðar

útboðið sjálft, útgefandann, eða seljanda, neikvæð þróun á efnahagsumhverfi

eða verðbréfamarkaði á Íslandi. Ef seljendur taka ákvörðun um að falla frá

útboðinu samkvæmt framansögðu munu þar með allar áskriftir fyrir hlutum í

útboðinu sem og úthlutanir á grundvelli þeirra dæmast ógildar.

Áskriftartímabil útboðsins mun standa yfir 7.-10. apríl 2014 og er gert ráð fyrir

að niðurstöður útboðsins verði birtar 14. apríl 2014. NASDAQ OMX Iceland

hf. mun í kjölfarið birta endanlegt svar við umsókn útgefandans um töku

hlutabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði kauphallarinnar. Gert er ráð fyrir að

úthlutun til fjárfesta í útboðinu geti átt sér stað 15. apríl 2014 og eindagi

viðskiptanna verði þá ákvarðaður 23. apríl 2014. Fyrsti mögulegi

viðskiptadagur með hlutabréf HB Granda á Aðalmarkaði kauphallarinnar gæti

samkvæmt framansögðu orðið 25. apríl 2014. Framangreindar dagsetningar

Page 19: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

15

miðast við að seljendur geri ekki breytingar á áskriftartímabili, úrvinnsla

áskrifta taki ekki skemmri eða lengri tíma en seljendur gera ráð fyrir og

umsókn útgefanda til kauphallar sé svarað innan þeirra tímamarka sem

seljendur gera ráð fyrir.

Útboðið er markaðssett á Íslandi. Þátttaka í útboðinu er heimil öllum aðilum

(hvort heldur er einstaklingum eða lögaðilum) sem hafa íslenska kennitölu, að

því gefnu að viðkomandi aðili sé fjárráða og hafi forræði bús síns og með þeim

takmörkunum sem kunna að leiða af lögum.

Í framangreindu skilyrði felst m.a. að hafi bú aðila verið tekið til

gjaldþrotaskipta og slíkum skiptum sé ekki lokið við lok áskriftartímabils er

honum óheimil þátttaka í útboðinu, svo og að ófjárráða einstaklingum er

óheimil þátttaka í útboðinu. Hlutirnir eru ekki boðnir til sölu í

lögsagnarumdæmum þar sem almennt útboð væri háð því að lögbær yfirvöld í

viðkomandi lögsagnarumdæmi hefðu móttekið lýsingu þá sem útgefandi gefur

út í tengslum við útboðið, eða þar sem slíkt útboð myndi lúta öðrum frekari

kröfum en staðfestingu íslenskra eftirlitsaðila á lýsingu útgefanda í tengslum

við útboðið. Samkvæmt lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í

atvinnurekstri er fortakslaust bann við beinni fjárfestingu erlendra aðila,

samkvæmt 2. gr., laga nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í

atvinnurekstri, í HB Granda. Þá er fjárfesting íslenskra aðila sem að hluta til

eru í eigu erlendra aðila jafnframt takmörkuð. Erlendir aðilar mega þannig eiga

að hámarki 25% hlutafjár í hluthafa félagsins en að hámarki 33% ef

eignarhlutur hluthafans er minni en 5%, sbr. 1. tl. 1. mgr. 4. gr. l. nr. 34/1991.

Stjórnendum félagsins ber skylda til að tilkynna viðeigandi ráðuneyti ef þeir

telja að farið sé gegn ákvæðinu. Athygli er vakin á að framangreind ákvæði

koma í veg fyrir að erlendum aðilum, samkvæmt 1. gr. laga nr. 87/1992, um

gjaldeyrismál, sé heimil þátttaka í útboðinu.

Fjárfestum eru boðnar tvær áskriftarleiðir, tilboðsbók A og tilboðsbók B .

A. Samtals 8,50% af útgefnu hlutafé í HB Granda er boðið til sölu í

tilboðsbók A. Í tilboðsbók A er tekið við áskriftum að andvirði á bilinu

100.000-25.000.000 kr. Í tilboðsbók A er tekið við áskriftum á verðbilinu

26,6-32,5 krónur á hlut, en öllum hlutum sem seldir verða í tilboðsbók A

verður úthlutað á sama verði (útboðsgengi A) sem verður á framangreindu

verðbili. Áskriftum þar sem lægra hámarksgengi er tilgreint verður því

hafnað.

B. Samtals 18,50% af útgefnu hlutafé í HB Granda er boðið til sölu í

tilboðsbók B. Í tilboðsbók B er tekið við áskriftum að andvirði 15.000.000

kr. og hærri, en hver áskrift getur að hámarki verið í 91.111.400 hluti í

útgefanda sem jafngildir 5% af útgefnu hlutafé. Í tilboðsbók B er tekið við

áskriftum sem eru að lágmarki á verðinu 26,6 krónur á hlut og er ekkert

hámarksverð tilgreint af hálfu seljenda. Fjárfestar skulu tilgreina

hámarksverð áskriftar sinnar, en öllum hlutum sem seldir verða í

tilboðsbók B verður úthlutað á sama verði (útboðsgengi B) sem verður

hærra eða jafnt framangreindu lágmarksverði. Áskriftum þar sem lægra

hámarksgengi er tilgreint verður því hafnað.

Seljendur áskilja sér þó rétt til að gera breytingar á framangreindri skiptingu

milli tilboðsbóka A og B, bæði hvað varðar innbyrðis skiptingu milli se ljenda

og heildarstærð hvorrar bókar, þó þannig að heildarframboð í báðum bókum

haldist óbreytt.

Áskriftir skal skrá rafrænt á sérstöku áskriftarformi (áskriftarvef) sem nálgast

má í gegnum vef umsjónaraðila útboðsins, www.arionbanki.is. Til að skila

áskrift verður fjárfestir að skrá sig inn í viðeigandi tilboðsbók A eða B á

áskriftarvef, með kennitölu og lykilorði sem hann óskar eftir á áskriftarvefnum

sjálfum (og verður sent sem rafrænt skjal í netbanka hans) eða nálgast hjá

söluaðila gegn staðfestingu. Rafræn staðfesting á áskriftarvef er forsenda

gildrar sönnunar á áskrift. Allar áskriftir eru bindandi fyrir viðkomandi

fjárfesta. Fjárfestir hefur því hvorki rétt til að afturkalla né breyta áskrift sem

Page 20: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

16

hann hefur staðfest á áskriftarformi útboðsins. Seljendur og umsjónaraðili

útboðs áskilja sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu og/eða

tryggingar fyrir greiðslu frá fjárfestum með áskrift yfir 15 milljóna króna

kaupverði.

Undantekning hvað varðar áskriftir og áskriftarform í tilboðsbók A er að

fjármálastofnunum sem sinna eignastýringu, skv. c. lið 6. tl. 3.gr. í lögum um

fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, er gefinn kostur á að skila áskrift fyrir hönd

fjárfestis á sérstöku áskriftarformi sem nálgast má hjá umsjónaraðila. Forsenda

fyrir slíkri áskrift er að umsjónaraðila hafi borist fullnægjandi yfirlýsing, á

formi sem nálgast má hjá umsjónaraðila, fjármálastofnunarinnar þess efnis að

hún hafi fullnægjandi heimild eða umboð frá fjárfesti í samræmi við heimild í

gildum samningi við viðkomandi fjárfesti og yfirlýsing þess efnis að

fjármálastofnunin ábyrgist greiðslu kaupverðs. Tekið er við gildum áskriftum

eignastýringaraðila í tilboðsbók A frá klukkan 16.00 mánudaginn 7. apríl 2014

til klukkan 16.00 fimmtudaginn 10. apríl 2014. Fjármálastofnun skal í áskrift

tilgreina hvort óskað er eftir að fá sendan greiðsluseðil fyrir kaupverði

viðkomandi fjárfestis eða hvort óskað er eftir að greiða kaupverð inn á

vörslureikning viðkomandi fjárfestis hjá Arion banka hf., en forsenda

síðarnefnda kostsins er að viðkomandi fjárfestir eigi gildan vörslureikning hjá

Arion banka hf.

Eftir lok áskriftartímabils munu fulltrúar seljenda einhliða ákvarða verð sem

hlutir verða seldir á í útboðinu, annars vegar útboðsgengi A sem allir þeir

hlutir sem úthlutað verður til fjárfesta í tilboðsbók A verða seldir á og hins

vegar útboðsgengi B sem allir þeir hlutir sem úthlutað verður til fjárfesta í

tilboðsbók B verða seldir á. Áskriftum sem tilgreina lægra hámarksverð á hlut

en endanlegt útboðsgengi í viðkomandi tilboðsbók verður hafnað.

Komi til þess að samanlagðar gildar áskriftir nemi fleiri hlutum en selj endur

ákveða að bjóða til sölu í útboðinu munu fulltrúar seljenda úthluta hlutum til

einstakra áskrifenda eftir skerðingu áskrifta sem mun eiga sér stað með

eftirfarandi hætti:

Áskriftir í tilboðsbók A verða skertar um allt að 75% af upphaflegri

áskrift, með þeirri undantekningu að hlutfallslegum niðurskurði verður

ekki beitt á áskriftir að fjárhæð 500.000 kr. eða lægri og hlutfallslegur

niðurskurður hærri áskrifta leiðir ekki til meiri skerðingar en niður í

500.000 kr. Þurfi að koma til frekari niðurskurðar verður hámark áskrifta í

tilboðsbók A fært enn neðar (með flötum niðurskurði) uns samanlagður

fjöldi hluta í öllum gildum áskriftum í tilboðsbókinni eftir skerðingu er

jafn þeim fjölda hluta sem seljendur ákveða að bjóða fjárfestum sem eiga

áskriftir í tilboðsbók A, þannig að með flötum niðurskurði getur

hámarksúthlutun í tilboðsbók A farið undir 500.000 kr. að kaupverði.

Seljendur áskilja sér rétt til þess og munu leitast við, þrátt fyrir

framangreindar meginreglur, að skerða ekki eða skerða minna áskriftir frá

fastráðnum starfsmönnum HB Granda.

Meginreglan við úthlutun í tilboðsbók B verður sú að meta áskriftir á

grundvelli verðs. Áskriftir í tilboðsbók B verða skertar (að hluta eða þeim

hafnað) þannig að eftir standi þær áskriftir sem berast á hæsta verði á hlut,

þannig að samanlagður fjöldi hluta (talinn miðað við endanlegt

útboðsgengi B) í öllum gildum áskriftum í tilboðsbókinni eftir skerðingu er

jafn þeim fjölda hluta sem seljendur ákveða að bjóða fjárfestum sem eiga

áskriftir í tilboðsbók B.

Seljendur áskilja sér rétt til þess að hafna einstökum áskriftum í tilboðsbók

A og/eða tilboðsbók B að hluta eða heild af öðrum ástæðum en tilgreindar

eru í framangreindum skerðingarreglum.

Komi til þess að áskriftir verði skertar að hluta eða þeim hafnað verður

hver og ein skerðing eða höfnun gerð samkvæmt einhliða ákvörðun fulltrúa

seljenda. Með einhliða ákvörðun er átt við að seljendur eru ekki

skuldbundnir til að gefa upp hvernig skerðingu eða höfnun er háttað og að

mótaðilum verður ekki gefinn kostur á að andmæla ákvörðuninni eða gildi

Page 21: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

17

hennar.

Gert er ráð fyrir að skilgreindur viðskiptadagur vegna úthlutaðra hluta verði

15. apríl 2014, en það gæti orðið síðar eða fyrr. Gjalddagi og eindagi

kaupverðs verður þremur viðskiptadögum eftir skilgreindan viðskiptadag

útboðsins. Greiðsla skal eiga sér stað í síðasta lagi fyrir lokun banka á eindaga.

Ekki verður tekið við greiðslu með öðrum hætti en greiðslufyrirmæli segja til

um. Kvittun fyrir viðskiptunum verður send hverjum fjárfesti þegar

viðkomandi hefur á réttum tíma innt af hendi greiðslu í fullu samræmi við

greiðslufyrirmæli frá umsjónaraðila. Hlutir verða afhentir kaupanda næsta

virka dag eftir eindaga, að því gefnu að fullnægjandi greiðsla hafi borist frá

viðkomandi fjárfesti. Hlutirnir verða afhentir rafrænt í kerfi

Verðbréfaskráningar Íslands hf. og mun umsjónaraðili biðja þann vörsluaðila

sem fjárfestir hefur tiltekið í áskrift að móttaka hlutina.

Þeir greiðsluseðlar fyrir úthlutun sem verða ógreiddir kl. 21.00 á eindaga verða

felldir niður og ógildir. Seljendur gera ráð fyrir að án viðvörunar eða

tilkynningar muni þeir ógilda úthlutanir sem verða óinnheimtar í lok eindaga

og eru þeir þá frjálsir að því að halda hlutum sem ekki hafa verið greiddir eða

selja þá til þriðja aðila á hvaða verði sem seljendurnir kjósa. Seljendur áskilja

sér þó rétt til að ógilda ekki ógreiddar áskriftir og innheimta úthlutanir sem

ekki verða greiddar með fullnægjandi hætti og þá munu dráttarvextir frá

eindaga og kostnaður seljenda við innheimtu leggjast ofan á kaupverð hinna

óinnheimtu hluta. Ef greiðsla er ekki innt af hendi á eindaga í síðasta lagi og í

fullu samræmi við greiðslufyrirmælin má innheimta skuldina, eftir atvikum

með atbeina dómstóla, í samræmi við meginreglur íslensks samninga- og

kröfuréttar.

Samkvæmt áskriftarformunum lýsir fjárfestir því yfir með áskrift sinni: að

hann hafi samþykkt skilmála útboðsins sem fram koma í lýsingu og kynnt sér

upplýsingar í lýsingu; að hann teljist ekki erlendur aðili samkvæmt 2. gr. laga

nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri og að óskert úthlutun

til hans á grundvelli áskriftarformsins gangi ekki gegn takmörkunum sem

fjárfestingu íslenskra aðila, sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila, er sett í 1.

tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 34/1991; að hann hafi lesið og skilið upplýsingar um

reglur Arion banka hf. um hagsmunaárekstra, sem eru settar í samræmi við 8.

gr. í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, og sé meðvitaður um þá

hagsmunaárekstra sem tilgreindir eru í lýsingu; að honum hafi verið kynnt það

í lýsingu þessari að Arion banka hf. er ekki skylt að meta hvort þátttaka í

útboðinu og kaup á hlutum í útgefanda sé viðeigandi fyrir fjárfestinn og nýtur

fjárfestirinn því ekki verndar samkvæmt 16. gr. í lögum nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti.

Starfsmönnum Arion banka hf. og aðilum fjárhagslega tengdum þeim er heimil

þátttaka í útboðinu með ákveðnum skilyrðum, enda hefur regluvarsla bankans

veitt til þess sérstaka heimild.

Page 22: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

18

E.4 Mögulegir hagsmuna-

árekstrar

Athygli er vakin á hugsanlegum hagsmunaárekstrum aðila sem sitja í stjórn HB

Granda fyrir tilstilli stórra hluthafa.

Athygli er beint að þeim hagsmunum sem Arion banki hf. kann að hafa í

tengslum við fyrirhugað almennt útboð á hlutum í HB Granda og ósk um að

hlutir í HB Granda verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX

Iceland hf.: Arion banki hf. á 30,93% hlutafjár í HB Granda hf., er einn af

þremur seljendum í útboðinu og býður þar 20% eignarhlut í útgefanda, en

áskilur sér rétt til að auka það í allt að 25% hlut. Eigin viðskipti Arion banka

hf. hafa gert samning við útgefanda um viðskiptavakt á hlutum útgefanda á

Aðalmarkaði og verður hún framkvæmd fyrir reikning viðkomandi banka gegn

þóknun frá útgefanda. Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka

hf. hefur umsjón með töku á hlutum útgefanda til viðskipta á Aðalmarkaði og

fær þóknun frá útgefanda fyrir þá þjónustu. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf.

hefur umsjón með útboðinu og er söluaðili ásamt markaðsviðskiptum Arion

banka hf., og fær þóknun frá seljendum fyrir þá þjónustu. Fyrirtækjaráðgjöf

Arion banka hf. veitti útgefanda ráðgjöf við gerð áreiðanleikakönnunar í

aðdraganda útgáfu á þessari lýsingu, umsóknar um töku á hlutabréfum til

viðskipta og almenns útboðs, og fær þóknun frá útgefanda fyrir þá þjónustu.

Arion banki hf. er einn lánveitenda HB Granda og einn viðskiptabanka

félagsins og annast fyrirtækjasvið og viðskiptasvið bankans þau viðskipti .

Aðrar deildir Arion banka hf., sem annast viðskipti við útgefanda, eru

markaðsviðskipti fjárfestingabankasviðs Arion banka hf.

Arion banka hf. er ekki skylt að meta hvort þátttaka í útboðinu og kaup á

hlutum í útgefanda er viðeigandi fyrir fjárfesta og nýtur fjárfestir í slíkum

viðskiptum því ekki verndar skv. 16 gr. í lögum nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti. Bankarnir fara fram á það við fjárfesta að þeir kynni sér

upplýsingar um reglur Arion banka hf. um hagsmunaárekstra, sem eru settar í

samræmi við 8. gr. í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti , og að þeir

kynni sér alla hugsanlega hagsmunaárekstra sem tilgreindir eru í lýsingunni.

E.5 Aðili sem býður verðbréfið til sölu

Sölutakmarkanir

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hefur umsjón með útboðinu. þ.m.t.

markaðssetningu og sölu tilboðsbóka A og B. Annar söluaðili tilboðsbókar B er

verðbréfamiðlun Arion banka hf. Hyggst Arion banki hf. selja 20% í útboðinu

(6,30% í tilboðsbók A og 13,70% í tilboðsbók B), en áskilur sér rétt til að auka

það í 25%. Hyggst Vogun hf. selja 4,3% (1,35% í tilboðsbók A og 2,95% í

tilboðsbók B). Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. hyggst selja 2,7% (0,85% í

tilboðsbók A og 1,85% í tilboðsbók B).

Ekki liggja fyrir upplýsingar um neinar söluhömlur eða söluskyldu á hlutum í

HB Granda eftir að útboði lýkur.

E.6 Fjárhæð og

hlutfall tafar-

lausrar þynningar vegna útboðsins.

Á ekki við.

E.7 Kostnaður

fjárfesta Af hálfu seljenda, umsjónaraðila eða útgefanda verður enginn kostnaður lagður

sérstaklega á fjárfesta vegna viðskipta seljenda í tengslum við útboðið.

Fjárfestar þurfa sjálfir að kynna sér hvort einhver kostnaður eða gjöld falla á þá

hjá öðrum aðilum í tengslum við viðskiptin. Þó er bent á að eigi fjárfestir ekki

vörslureikning hjá þeim vörsluaðila sem hann tilgreinir í áskrift mun Arion

banki hf. stofna vörslureikning í nafni fjárfestis svo hægt sé að móttaka hluti

fjárfestis og áskilur bankinn sér rétt til að innheimta gjald af fjárfesti fyrir

vörslu.

Page 23: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

VERÐBRÉFALÝSING Mars 2014

Page 24: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 25: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

Efnisyfirlit

1. Áhættuþættir.................................................................................................................................................... 1

1.1 Almenn áhætta hlutabréfa ....................................................................................................................... 1

1.2 Lagaumhverfi almenns útboðs og töku til viðskipta ............................................................................... 2

1.3 Þynning hlutafjáreignar ........................................................................................................................... 2

1.4 Markaðsverð hluta útgefanda getur sveiflast ........................................................................................... 3

1.5 Uppbygging á eignarhaldi ....................................................................................................................... 3

2. Veltufé, fjármögnun og skuldastaða ................................................................................................................ 4

3. Almennt útboð ................................................................................................................................................. 6

3.1 Stærð útboðs, verðlagning og áskriftarleiðir ........................................................................................... 6

3.2 Útgefandi ................................................................................................................................................. 8

3.3 Seljendur ................................................................................................................................................. 8

3.4 Umsjónaraðili útboðsins og jafnframt söluaðili ...................................................................................... 8

3.5 Annar söluaðili tilboðsbókar B................................................................................................................ 8

3.6 Aðstoð vegna tilboðsbókar A .................................................................................................................. 8

3.7 Fjárfestar ................................................................................................................................................. 8

3.8 Áskriftartímabil, skráning áskrifta og stærðarviðmið .............................................................................. 9

3.9 Staðfesting á greiðslugetu og/eða trygging fyrir greiðslu...................................................................... 10

3.10 Úthlutun og skerðing áskrifta við umframeftirspurn ............................................................................. 11

3.11 Tilkynning um niðurstöður útboðs ........................................................................................................ 11

3.12 Tilkynning um úthlutun, greiðslufyrirmæli og uppgjör viðskipta ......................................................... 12

4. Upplýsingar um hlutabréfin og töku til viðskipta .......................................................................................... 14

4.1 Hlutabréf tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði ............................................................... 14

4.2 Viðskiptavakt ........................................................................................................................................ 15

4.3 Hlutabréfaflokkurinn ............................................................................................................................. 15

5. Tilkynning til fjárfesta ................................................................................................................................... 22

5.1 Hugsanlegir hagsmunaárekstrar ............................................................................................................ 23

5.2 Skilgreiningar og tilvísanir .................................................................................................................... 24

5.3 Ráðgjafar ............................................................................................................................................... 24

5.4 Yfirlýsing endurskoðanda ..................................................................................................................... 26

5.5 Yfirlýsing seljenda ................................................................................................................................ 26

5.6 Yfirlýsing ábyrgðaraðila fyrir hönd útgefanda ...................................................................................... 27

Page 26: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

1

1. ÁHÆTTUÞÆTTIR

Fjárfesting í verðbréfum felur í sér ýmsa áhættuþætti. Verðmæti verðbréfanna getur lækkað jafnt sem hækkað og

fjárfestar geta tapað andvirði allrar fjárfestingar sinnar í verðbréfum eða eftir atvikum hluta hennar.

Áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu í hlutabréfum sem HB Grandi hf., kennitala 541185-0389,

Norðurgarði 1, 101 Reykjavík (einnig nefnt „HB Grandi“, „útgefandinn“ og „félagið“ í verðbréfalýsingu

þessari), gefur út er mikilvægt að fjárfestar leggi sjálfir mat á þá áhættu sem felst í að fjárfesta í hlutabréfunum.

Fjárfestum er ráðlagt að skoða lagalega stöðu sína og þau skattalegu áhrif sem kaup á hlutabréfum kunna að hafa

og eru hvattir til að sækja sér tilheyrandi óháða ráðgjöf.

Áður en fjárfestar taka ákvörðun um þátttöku í almennu útboði á hlutum í HB Granda, sem fyrirhugað er 7.-10.

apríl 2014, eru þeir hvattir til að kynna sér vel allar upplýsingar sem koma fram í lýsingu dagsettri 27. mars

2014, sem samanstendur af samantekt, dagsettri 27. mars 2014, útgefandalýsingu, dagsettri 27. mars 2014 og

verðbréfalýsingu þessari, sem nálgast má á vef félagsins, www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar, og í

höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1 í Reykjavík. Fjárfestar eru sérstaklega hvattir til að kynna sér vel allar

upplýsingar um þá áhættu- og óvissuþætti sem lýst er í köflunum um áhættuþætti og gætu haft veruleg áhrif á

HB Granda og fjárfestingar í hlutabréfum félagsins.

Umfjöllun um þá áhættuþætti sem útgefandinn álítur að skipti máli fyrir hlutabréfin sem verðbréfalýsing þessi

tekur til og eru boðin til kaups eða tekin til viðskipta á markaði svo meta megi markaðsáhættuna sem tengist

þeim er að finna í köflum um áhættuþætti í verðbréfalýsingu þessari og útgefandalýsingu útgefandans, dagsettri

27. mars 2014. Þessi kafli, 1. Áhættuþættir, inniheldur upplýsingar um áhættuþætti sem útgefandi telur skv. bestu

vitund eiga sérstaklega við um hlutabréf útgefnum af honum, en þeim er ekki skipað í röð eftir mikilvægi.

Kaflinn 1. Áhættuþættir í útgefandalýsingu félagsins, dagsettri 27. mars 2014, inniheldur upplýsingar um

áhættuþætti sem útgefandinn telur skv. bestu vitund eiga sérstaklega við um útgefandann og atvinnugrein hans.

Áhættuþættir þessir eru háðir óvissu og því er útgefanda ekki mögulegt að segja til um líkur á því að þeir geti átt

sér stað. Möguleiki er á því að útgefandi geti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna annarra þátta sem ekki

eru taldir áhættuþættir á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir og útgefanda er kunnugt um.

1.1 Almenn áhætta hlutabréfa

Nauðsynlegt er að hafa í huga að fjárfestingar í hlutabréfum fela að öllu jöfnu í sér meiri áhættu en fjárfestingar í

skuldabréfum, þar sem eigendur skuldabréfa eru framar í röð kröfuhafa en eigendur hlutabréfa. Ávöxtun af

hlutabréfum ræðst annars vegar af arðgreiðslum og hins vegar af breytingum á verði hlutabréfa frá kaupum til

sölu. Sveiflur í gengi hlutabréfa eru almennt meiri en sveiflur í gengi skuldabréfa og verðmæti þeirra getur

jafnvel þurrkast út. Hægt er að dreifa áhættunni sem felst í að fjárfesta í einstökum fyrirtækjum með því að

fjárfesta í safni ólíkra fyrirtækja og ólíkra verðbréfa. Einnig má ætla að það auki skilning á áhættu við

hlutabréfakaup ef fjárfestar einskorða slík kaup við félög í rekstri sem kaupandinn annað hvort þekkir vel eða

getur sett sig inn í með góðu móti. Jafnframt má draga verulega úr fjárhagslegri áhættu samfara

hlutabréfakaupum með því að forðast eða lágmarka lántökur vegna þeirra. Engu að síður er ekki með öllu hægt

að komast hjá áhættuþáttum sem fylgja hlutabréfamarkaðinum.

Fjárfesting í hlutabréfum felur í sér margvíslega áhættu. Dæmi um áhættu sem getur haft áhrif á verð hlutabréfa

er markaðsáhætta, seljanleikaáhætta og mótaðilaáhætta. Markaðsáhætta skapast af verðbreytingum á tilteknum

hlutabréfamarkaði í heild sinni sem rekja má til óvæntra atburða og breytinga á ytri skilyrðum sem hafa áhrif á

rekstur fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild. Seljanleikaáhætta felst í því að eftirspurn eftir hlutabréfum útgefanda

getur verið mismikil frá einum tíma til annars. Mótaðilaáhætta felst í því að við kaup eða sölu verðbréfa eða gerð

annarra samninga um fjármálagerninga er hugsanlegt að samningsaðili efni ekki samninginn þegar að uppgjöri

kemur. Enn fremur þarf að hafa í huga að hlutabréf eru réttlægstu kröfur í eignir hlutafélags, sem þýðir að við slit

eða gjaldþrot útgefanda fá hluthafar greitt í hlutfalli við hlutafjáreign sína, kveði samþykktir ekki á um aðra

skipan, það sem eftir stendur af eignum félagsins eftir að allir aðrir kröfuhafar hafa fengið gildar kröfur sínar

greiddar.

Þeir sem hafa í hyggju að fjárfesta í hlutum útgefanda þurfa að hafa í huga að ekki er hægt að veita tryggingu

fyrir því að fjárfestingin muni reynast arðsöm. Þá skulu væntanlegir fjárfestar einnig hafa það hugfast að þrátt

fyrir að fjárfesting í hlutabréfum kunni að skila góðri ávöxtun almennt er sú hætta ávallt fyrir hendi að hlutabréf í

einstökum félögum lækki í verði. Af þeim sökum er væntanlegum fjárfestum bent á að dreifa áhættu sinni og

leita sér fjárfestingarráðgjafar.

Page 27: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

2

Fjármálamarkaðir eru háðir því rekstrarumhverfi sem opinber yfirvöld skapa fyrirtækjum. Umfangsmiklar

breytingar á þeim lagaramma sem gildir um fjármálamarkaði geta haft neikvæð áhrif og skapað óróa á

mörkuðum.

Í kjölfar fjármálakreppunnar fækkaði verulega hlutabréfaflokkum í viðskiptum á mörkuðum NASDAQ OMX

Iceland hf., kt. 681298-2829, Laugavegi 182, Reykjavík, heildarmarkaðsvirði verðbréfaflokka í viðskiptum dróst

saman og velta á mörkuðunum minnkaði frá því sem var, hvort heldur horft er til heildarveltu eða veltu með

einstaka flokka. Undanfarin ár, frá og með 2009, hafa hlutabréf sjö félaga verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði

NASDAQ OMX Iceland hf. og má greina aukin viðskipti á hlutabréfamarkaðinum undanfarin misseri.

Seljanleikaáhætta er skilgreind sem sú áhætta sem felst í því hversu auðvelt eða erfitt er að selja eign á verði sem

næst raunvirði. Mælikvarði á áhættu af þessu tagi er bilið á milli kaup- og sölutilboða á markaði. Áhættan er

bæði fólgin í magni, þ.e. að markaðurinn taki við því magni sem vilji er til að selja á raunvirði hverju sinni, og

gengi, þar sem umfangsmikil viðskipti með hlutabréf félags geta haft veruleg áhrif á verðmyndun bréfanna.

1.2 Lagaumhverfi almenns útboðs og töku til viðskipta

Lýsing útgefanda, dagsett 27. mars 2014, er birt í tengslum við umsókn um töku hlutabréfaflokks til viðskipta á

Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og almennt útboð í aðdraganda töku hlutabréfanna til viðskipta. Hvort

tveggja fer fram í samræmi við ákvæði íslenskra laga og reglugerða um verðbréfaviðskipti, sbr. lög nr. 108/2007

um verðbréfaviðskipti, og falla útgefandi og verðbréf sem hann gefur út þar undir. Tilskipun Evrópuþingsins og -

ráðsins 2003/71/EB frá 4. nóvember 2003 og tilskipun 2010/73/ESB um lýsingar og undirgerðir þeirra hafa verið

innleiddar í íslenskan rétt með ákvæðum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og reglugerðum settum á

grundvelli þeirra, þ.e. reglugerðar nr. 837/2013 um almennt útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 5.000.000

evra í íslenskum krónum eða meira og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og

reglugerðar nr. 243/2006 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd

tilskipunar Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu

þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga, allt með

áorðnum breytingum. Lýsingin fylgir ákvæðum um upplýsingagjöf í lýsingum skv. viðaukum I og III við

fylgiskjal I við reglugerð nr. 243/2006. Lýsingin er einnig útbúin með hliðsjón af Reglum fyrir útgefendur

fjármálagerninga sem gefnar voru út af NASDAQ OMX Iceland hf. 17. desember 2013.

Frá því útgefandi óskar eftir því við NASDAQ OMX Iceland hf. að hlutabréfaflokkurinn verði tekinn til

viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði gilda um hann og verðbréfin sem hann gefur út reglur

Fjármálaeftirlitsins (FME), kt. 541298-3209, Höfðatúni 2, Reykjavík, nr. 1050/2012 um meðferð

innherjaupplýsinga og viðskipti innherja, reglugerð nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik auk

reglugerðar nr. 707/2008 um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu skv. lögum nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti, en slík umsókn telst virk þegar staðfest lýsing hefur verið birt.

Öll útgefin hlutabréf í HB Granda hf. hafa verið tekin til viðskipta á First North markaðstorgi NASDAQ OMX

Iceland hf. Lýtur félagið sem útgefandi og hlutabréfin sem hann gefur út því Reglum um First North Nordic (e.

First North Nordic – Rulebook), útgefnum af NASDAQ OMX Nordic 1. janúar 2014. Ef NASDAQ OMX

Iceland hf. samþykkir að taka hlutabréfaflokkinn til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. mun

útgefandi og hlutabréfin sem hann gefur út framvegis ekki lúta þeim reglum heldur Reglum fyrir útgefendur

fjármálagerninga sem gefnar voru út af NASDAQ OMX Iceland hf. 17. desember 2013 í samræmi við lög nr.

110/2007 um kauphallir.

Útgefanda ber að fara eftir framangreindum lögum og reglum, sem m.a. fela í sér upplýsingaskyldu. Brot á þeim

kann að hafa fjárhagsleg áhrif á útgefanda. Alvarleg brot á þessum reglum kunna að hafa það í för með sér að

Fjármálaeftirlitið eða NASDAQ OMX Iceland hf. taki hlutabréf í útgefanda úr viðskiptum um tiltekinn tíma eða

endanlega. Brjóti útgefandi framangreindar reglur kann það enn fremur að hafa áhrif á orðspor útgefanda og

getur það haft þær afleiðingar að hlutabréf útgefanda falli í verði. Þeir sem fjárfesta í hlutabréfum útgefanda falla

undir lög og reglur sem varða verðbréfaviðskipti, s.s. reglur um yfirtökutilboð, viðskipti innherja og

flöggunarskyldu vegna hlutabréfa félaga sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Brot

gegn tilteknum ákvæðum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, framin af ásetningi eða gáleysi, varða sektum

eða fangelsi allt að tveimur eða sex árum.

1.3 Þynning hlutafjáreignar

Hlutafjáraukning getur þynnt hlutafjáreign hluthafa. Ef útgefandi hækkar virkt hlutafé sitt með öðrum hætti en

útgáfu jöfnunarhlutabréfa mun hlutfallsleg hlutafjáreign þeirra sem eiga hlutabréf í útgefanda fyrir minnka í

samræmi við aukninguna nema þeir fjárfesti í nýjum hlutum í útgefanda í hlutfalli við hlutafjáreign sína.

Page 28: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

3

Tilgangur hlutafjáraukningar er að jafnaði fjármögnun sem ætlað er að auka verðmæti félagsins. Fjárfestar skulu

hafa í huga að sá möguleiki er ávallt fyrir hendi að útgefandi auki hlutafé sitt í framtíðinni.

Samþykki hluthafafundar þarf til að breyta hlutafé, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Í núgildandi

samþykktum félagsins, dagsettum 21. mars 2014, er ekki til staðar heimild frá hluthafafundi til stjórnar um

hækkun eða lækkun hlutafjár útgefanda.

Félagið á 8.569.277 eigin hluti. Aðalfundur haldinn þann 21. mars 2014 veitti stjórn félagsins heimild til að

kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki

yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á

markaði áður en samningur er gerður. Ákvæði 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, heimilar að hlutafélög eignist

allt að 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Hluti getur félag aðeins eignast samkvæmt heimild

hluthafafundar til handa félagsstjórn. Heimildin verður aðeins veitt tímabundið og ekki til lengri tíma en fimm

ára.

1.4 Markaðsverð hluta útgefanda getur sveiflast

Hlutabréfamarkaðir eru sérstaklega næmir fyrir ýmsum áhrifaþáttum sem geta án fyrirvara leitt til lækkunar eða

hækkunar hlutabréfaverðs. Markaðsverð hlutabréfa getur sveiflast eftir að viðkomandi hlutabréfaflokkur hefur

verið tekinn til viðskipta á skipulögðum verðbréfamarkaði, þar með töldum Aðalmarkaði NASDAQ OMX

Iceland hf. Endanleg verð (útboðsgengi) sem fást í fyrirhuguðu almennu útboði í aðdraganda þess að hlutabréf í

útgefanda verði tekin til viðskipta geta verið hærri eða lægri en verð sem myndast á skipulegum

verðbréfamarkaði. Hætta getur orðið á því að fjárfestar sem kaupa hluti í almenna útboðinu geti ekki selt hlutina

á eða yfir því verði sem þeir greiða fyrir hlutina í almenna útboðinu eða jafnvel ekki selt hlutina þó þeir verði

reiðubúnir að selja þá undir kaupverði.

1.5 Uppbygging á eignarhaldi

Skipan eignarhalds getur falið í sér seljanleikaáhættu fyrir fjárfesta. Fjárfestar eru minntir á að eignarhald

útgefenda getur breyst hratt og án fyrirvara.

Fjárfestum er ráðlagt að kynna sér upplýsingar um hluthafa og fyrirsjáanlegar eignarhaldsbreytingar, sem koma

fram í kafla 4.3.8. Lögbundin yfirtökutilboð og tilboðsskylda í verðbréfalýsingu þessari, svo og upplýsingar í

útgefandalýsingu, dagsettri 27. mars 2014, undir köflunum 1.7 Uppbygging á eignarhaldi útgefanda og 6.1

Hluthafar.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um neinar söluhömlur eða söluskyldu á hlutum í HB Granda eftir að útboði lýkur,

hvort og þá hvenær eða með hvaða hætti seljendur í útboðinu eða aðrir í hópi stærstu hluthafa HB Granda áformi

að selja þá eignarhluti sem þeir munu eiga eftir að útboðinu lýkur.

Page 29: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

4

2. VELTUFÉ, FJÁRMÖGNUN OG SKULDASTAÐA

Stjórnarformaður félagsins og forstjóri lýsa því yfir fyrir hönd útgefanda að þeir telji veltufé HB Granda vera

fullnægjandi til að uppfylla núverandi þarfir félagsins, svo og að fjármögnun og skuldastaða HB Granda þann

31. desember 2013 hafi verið eins og sýnt er í eftirfarandi töflu. Fjármögnun og skuldastaða HB Granda hefur

ekki tekið verulegum breytingum frá 31. desember 2013.

Eftirfarandi fjárhagsupplýsingar eru í samræmi við efnahagsreikning félagsins 31. desember 2013, sem er hluti

af endurskoðuðu fjárhagsuppgjöri félagsins fyrir tímabilið 1. janúar – 31. desember 2013. Bent er á þá

ársreikninga útgefanda sem birtir eru í heild sinni með skýringum í útgefandalýsingu, dagsettri 27. mars 2014, í

kafla 10. Ársreikningar HB Granda hf. 1.1.2011 – 31.12.2013, svo og á umfjöllun um fjárhagsupplýsingar í

útgefandalýsingunni, í kafla 7. Fjárhagsyfirlit 1.1.2011 – 31.12.2013, sem varða eignir og skuldir, fjárhagsstöðu

og afkomu. Ekkert fjárstreymi verður til í HB Granda í tengslum við fyrirhugað almennt útboð á hlutum í

félaginu sem fyrirhugað er 7.-10. apríl 2014, þar sem um er að ræða útboð á þegar útgefnum hlutum í eigu

Vogunar hf., Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf. og Arion banka hf. Bent er á upplýsingar í kafla 4.1. Hlutabréf

tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði í verðbréfalýsingu þessari, um kostnað sem fellur á HB

Granda vegna þess ferlis að óska eftir að fá hlutabréf í útgefanda tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ

OMX Iceland hf.

Fjármögnun (í þús. evra) 31.12.2013* 31.12.2012 31.12.2011**

Skammtímaskuldir

- með ábyrgðum 0 0 0

- með veði 31.058 17.443 14.624

- án ábyrgða/veðs 29.415 23.475 18.006

Skammtímaskuldir samtals 60.473 40.918 32.630

Langtímaskuldir

- með ábyrgðum 0 0 0

- með veði 37.410 61.113 94.336

- án ábyrgða/veðs 34.891 33.425 38.232

Langtímaskuldir samtals 72.301 94.538 132.568

Eigið fé

Hlutafé 19.325 18.619 18.619

Lögbundinn varasjóður 37.743 27.031 27.031

Þýðingarmunur 1.164 2.716 1.713

Óráðstafað eigið fé 142.312 117.832 107.507

Hlutdeild minnihluta 2.940 3.185 2.824

Eigið fé samtals 203.484 169.383 157.694

Samtals fjármögnun 336.258 304.839 322.892

Skuldastaða (í þús. evra)

31.12.2013

31.12.2012

31.12.2011

Greiðsluhæfi

Handbært fé 12.273 8.639 21.228

Greiðsluhæfi samtals 12.273 8.639 21.228

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 24.599 29.874 24.174

Skammtímaskuldir

Vaxtaberandi skuldir 31.058 17.443 15.021

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 22.270 15.156 13.206

Skattar ársins 7.145 8.319 4.403

Skammtímaskuldir samtals 60.473 40.918 32.630

Langtímaskuldir

Vaxtaberandi langtímaskuldir 37.410 61.113 94.336

Tekjuskattsskuldbinding 34.891 33.425 38.232

Langtímaskuldir samtals 72.301 94.538 132.568

Nettó skuldastaða (95.902) (96.943) (119.796)

Page 30: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

5

Breytingar á samstæðu HB Granda 2013

*Líkt og kemur fram í skýringu 5 með ársreikningi samstæðu HB Granda fyrir árið 2013, er Laugafiskur ehf. hluti af samstæðureikningi HB

Granda frá 1. júlí 2013, en reikningsskil Vignis G. Jónssonar ehf. eru hluti af samstæðureikningum frá 12. nóvember 2013. Samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu, efnahagsreikningi og yfirliti um sjóðstreymi innifela ekki fjárhæðir

úr reikningsskilum Laugafisks ehf. né Vignis G. Jónssonar ehf. Tekjur félaganna frá kaupdegi til árslok námu 4.796 þús. evrur og hagnaður

nam 570 þús. evrur fyrir sama tímabil.

Breytingar á framsetningu í ársreikningi 2012

** Skattskil félagsins byggja á bókhaldi þess í íslenskum krónum en ársreikningurinn byggir á bókhaldi í evrum. Þetta leiðir til þess að verulegur munur er á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi, einkum vegna gengisbreytinga. Á árinu 2012 var breytt um

aðferð við útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar og tekið tillit til munar í ársreikningi í evrum og bókhaldi í íslenskum krónum.

Breytingin hafði þau áhrif að eigið fé í ársbyrjun 2012 lækkaði um 17.835 þús. evrur og var samanburðarfjárhæðum fyrir árið 2011 breytt til samræmis, eigið fé í árbyrjun 2011 lækkaði um 17.518 þús. evrur og afkoma ársins 2011 minnkaði um 317 þús. evrur. Líkt og kemur fram í

skýringu 11 og 21 með samstæðureikningi HB Granda fyrir árið 2012 voru samanburðarfjárhæðir 2011 leiðréttar í reikningnum. Fjárhæðir

fyrir árið 2011 eru settar fram í verðbréfalýsingu þessari eins og þær koma leiðréttar fram í samstæðureikningi HB Granda fyrir árið 2012.

Page 31: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

6

3. ALMENNT ÚTBOÐ

Útboðið sem lýst er í þessari verðbréfalýsingu er almennt útboð til íslenskra fjárfesta í samræmi við 1. tölulið 43.

greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Útboðið tekur til þegar útgefinna hluta í HB Granda sem eru í eigu Vogunar hf., Fiskveiðahlutafélagsins Venusar

hf. og Arion banka hf. (einnig nefndir „seljendur“ í verðbréfalýsingu þessari). Stærð útboðsins nemur 27% af

útgefnum hlutum en Arion banki hf. áskilur sér sem seljandi rétt til að stækka það í 32%.

Áskriftartímabil útboðsins mun standa yfir 7.-10. apríl 2014. Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði

birtar 14. apríl 2014 og NASDAQ OMX Iceland hf. mun í kjölfarið birta endanlegt svar við umsókn útgefandans

um töku hlutabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Gert er ráð fyrir að ákvörðun

seljenda um úthlutun til fjárfesta í útboðinu (þ.e. staðfesting eða skerðing á áskriftum) geti átt sér stað 15. apríl

2014 og er eindagi viðskiptanna þá ákvarðaður 23. apríl 2014 en greiddir hlutir verða afhentir kaupanda í síðasta

lagi næsta virka dag eftir að greiðsla berst. Fyrsti mögulegi viðskiptadagur með hlutabréf HB Granda á

Aðalmarkaði kauphallarinnar gæti samkvæmt framansögðu orðið 25. apríl 2014.

Markmið seljenda með útboðinu er annars vegar að það geri HB Granda kleift að uppfylla skilyrði NASDAQ

OMX Iceland hf. um dreifingu hlutabréfa sem tekin eru til viðskipta á Aðalmarkaði kauphallarinnar og stuðla

þannig að auknum seljanleika hlutabréfanna og dreifðara eignarhaldi og hins vegar horfa seljendur til þess að

selja eign sína á sem hagstæðustu verði.

Seljendur áskilja sér rétt til að falla frá útboðinu ef NASDAQ OMX Iceland hf. hafnar umsókn útgefanda um að

hlutabréf í HB Granda verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði kauphallarinnar eða samþykkir hana ekki í síðasta

lagi 30. júní 2014. Seljendur áskilja sér jafnframt rétt til að fresta útboðinu, framlengja það eða falla frá því

hvenær sem er fram að tilkynningu NASDAQ OMX Iceland hf. um að hlutabréf í HB Granda verði tekin til

viðskipta, ef einhverjir atburðir eiga sér stað sem seljendur telja gefa tilefni til þess að ætla að markmið seljenda

með útboðinu náist ekki, svo sem eitthvað sem varðar útboðið sjálft, útgefandann eða seljanda, neikvæð þróun á

efnahagsumhverfi eða verðbréfamarkaði á Íslandi. Ef seljendur taka ákvörðun um að falla frá útboðinu

samkvæmt framansögðu munu þar með allar áskriftir fyrir hlutum í útboðinu sem og úthlutanir á grundvelli

þeirra dæmast ógildar. Komi til þess að fallið verði frá útboðinu eða útboðstímabilinu framlengt verður tilkynnt

þar um opinberlega. Komi til þess að útboðinu verði frestað verður birtur viðauki við verðbréfalýsingu þessa þar

sem gerð verður grein fyrir hvenær útboðið hefst að nýju og hvað það mun standa lengi yfir. Jafnframt verða

birtar allar mikilvægar nýjar upplýsingar sem komið hafa fram frá staðfestingu verðbréfalýsingar þessarar sem

máli skipta fyrir mat fjárfesta á hlutabréfum í félaginu.

Framangreindar dagsetningar miðast við að seljendur geri ekki breytingar á áskriftartímabili, úrvinnsla áskrifta

taki ekki skemmri eða lengri tíma en seljendur gera ráð fyrir og umsókn útgefanda til kauphallar sé svarað innan

þeirra tímamarka sem seljendur gera ráð fyrir.

Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., kt. 581008-0150, Borgartúni 19, Reykjavík, hefur

umsjón með fyrirhuguðu almennu útboði, þ.m.t. markaðssetningu og sölu, í aðdraganda viðskipta með hlutabréf

útgefanda á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og fær þóknun frá seljendum fyrir þá þjónustu. Annar

söluaðili útboðsins eru markaðsviðskipti Arion banka hf. Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka

hf. veitti útgefanda ráðgjöf við gerð áreiðanleikakönnunar í aðdraganda útgáfu HB Granda á þessari lýsingu,

umsóknar félagsins um töku á hlutabréfum til viðskipta og almenns útboðs, og fær þóknun frá útgefanda fyrir þá

þjónustu. Seljendur bera kostnað af markaðssetningu og sölu hlutabréfa í útgefanda sem fyrirhuguð er í almennu

útboði í aðdraganda viðskipta með hluti útgefanda á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og er hann

áætlaður 205 m.kr. miðað við lágmarksverð í útboðinu og grunnstærð útboðs.

Útboðið er ekki sölutryggt. Hvorki útgefanda né seljendum er kunnugt um hvort einstakir hluthafar félagsins,

stjórnarmenn eða stjórnendur félagsins hyggjast skrá sig fyrir áskrift í útboðinu, eða hvort einhver aðili hyggst

skrá sig fyrir meira en 5% af stærð útboðsins. Ekkert fjárstreymi verður til HB Granda í tengslum við útboðið.

3.1 Stærð útboðs, verðlagning og áskriftarleiðir

Með útboðinu hyggjast Arion banki hf., Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. selja samtals 492.001.560

af áður útgefnum hlutum í HB Granda eða sem samsvarar 27% af útgefnu hlutafé, en Arion banki hf. áskilur sér

rétt til að stækka útboðið í allt að 583.112.960 hluti eða sem samsvarar 32% af áður úgefnu hlutafé.

Fjárfestum eru boðnar tvær áskriftarleiðir, tilboðsbók A og tilboðsbók B, en þær eru ólíkar hvað varðar m.a.

stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Helstu skilmálar þeirra eru reifaðir stuttlega hér að neðan í lið

Page 32: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

7

A og B, en nauðsynlegt er að lesa þriðja kafla þessarar verðbréfalýsingar í heild sinni til að nálgast

heildarskilmála útboðsins.

A. Samtals 8,50% af útgefnu hlutafé í HB Granda er boðið til sölu í tilboðsbók A. Í tilboðsbók A er tekið

við áskriftum að andvirði á bilinu 100.000-25.000.000 kr. Í tilboðsbók A er tekið við áskriftum á

verðbilinu 26,6-32,5 krónur á hlut, en öllum hlutum sem seldir verða í tilboðsbók A verður úthlutað á

sama verði (útboðsgengi A) sem verður á framangreindu verðbili. Áskriftum þar sem lægra

hámarksgengi er tilgreint verður því hafnað. Komi til umframeftirspurnar verða áskriftir í tilboðsbók A

skertar hlutfallslega um allt að 75%, þó þannig að leitast verður við að skerða ekki áskriftir undir

500.000 kr. og flötum niðurskurði beitt á hæstu áskriftir ef það dugar ekki til. Útboðsgengi í tilboðsbók

A mun ekki verða ákvarðað hærra heldur en útboðsgengi í tilboðsbók B.

B. Samtals 18,50% af útgefnu hlutafé í HB Granda er boðið til sölu í tilboðsbók B. Í tilboðsbók B er tekið

við áskriftum að andvirði 15.000.000 kr. og hærri, en hver áskrift getur að hámarki verið í 91.111.400

hluti í útgefanda sem jafngildir 5% af útgefnu hlutafé. Í tilboðsbók B er tekið við áskriftum sem eru að

lágmarki á verðinu 26,6 krónur á hlut og er ekkert hámarksverð tilgreint af hálfu seljenda. Fjárfestar

skulu tilgreina hámarksverð áskriftar sinnar, en öllum hlutum sem seldir verða í tilboðsbók B verður

úthlutað á sama verði (útboðsgengi B) sem verður hærra eða jafnt framangreindu lágmarksverði.

Áskriftum þar sem lægra hámarksgengi er tilgreint verður því hafnað.

Hyggst Arion banki hf. selja 20% í útboðinu (6,30% í tilboðsbók A og 13,70% í tilboðsbók B), en áskilur sér rétt

til að auka það í 25%. Hyggst Vogun hf. selja 4,3% (1,35% í tilboðsbók A og 2,95% í tilboðsbók B).

Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. hyggst selja 2,7% (0,85% í tilboðsbók A og 1,85% í tilboðsbók B).

Seljendur áskilja sér þó rétt til að gera breytingar á framangreindri skiptingu milli tilboðsbóka A og B, bæði hvað

varðar innbyrðis skiptingu milli seljenda og heildarstærð hvorrar bókar, þó þannig að heildarframboð í báðum

bókum haldist óbreytt. Ákvörðun um slíkt myndi eiga sér stað við úthlutun eftir að áskriftartímabili lýkur, enda

reynist eftirspurn fjárfesta gefa tilefni til þess bæði hvað varðar verð og magn, og verða þá höfð að leiðarljósi

framangreind markmið seljenda í tengslum við útboðið.

Arion banki hf. áskilur sér jafnframt rétt til að taka einhliða ákvörðun um að fjölga boðnum hlutum til sölu í allt

að 32% af útgefnum hlutum í félaginu, eða samtals í allt að 583.112.960 hluti, og taka ákvörðun í samráði við

aðra seljendur um það hvernig slíkri hækkun, ef til kemur, verður ráðstafað milli tilboðsbóka A og B. Ákvörðun

um endanlega stærð útboðsins og skiptingu mun taka mið af eftirspurn í útboðinu, bæði hvað varðar verð og

magn.

Heildarsöluandvirði þeirra 27% hluta sem mynda grunnstærð útboðsins, myndi að lágmarki nema 13.087 m.kr.

miðað við að 8,50% hluta væru seld í tilboðsbók A á lágmarksverði þeirrar bókar og 18,50% væru seld í

tilboðsbók B á lágmarksverði þeirrar bókar. Heildarsöluandvirði hámarksfjölda hluta í útboðinu, eða 32% hluta,

myndi að lágmarki nema 15.511 m.kr. miðað við að 8,50% hluta væru seld í tilboðsbók A á lágmarksverði

þeirrar bókar og 23,50% væru seld í tilboðsbók B á lágmarksverði þeirrar bókar.

Stærð og skipting útboðs

Hlutfall af

útg. hlutum Fjöldi hluta

Verðbil /

lágmarksverð

Andvirði m.v.

lágmarksverð

Grunnstærð tilboðsbókar A (áskriftir 0,1-25 m.kr.) 8,5% 154.889.380 26,6-32,5 kr./hlut 4.121 m.kr.

Grunnstærð tilboðsbókar B (áskriftir 25 m.kr. og yfir) 18,5% 337.112.180 26,6 kr./hlut 8.967 m.kr.

Grunnstærð útboðs 27,0% 492.001.560 13.087 m.kr.

Heimild til stækkunar 5,0% 91.111.400 26,6 kr./hlut 2.424 m.kr.

Hámarksfjöldi hluta í útboði 32,0% 583.112.960 15.511 m.kr.

Komi til þess að eftirspurn fjárfesta reynist minni en sem nemur þeim 27% sem framboð seljenda segir til um, þá

er mögulegt að minna verði selt í útboðinu. Heildarsöluandvirði þeirra hluta sem seldir yrðu myndi því minnka í

samræmi við það.

Page 33: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

8

3.2 Útgefandi

HB Grandi hf.

Kennitala: 541185-0389

Heimilisfang: Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, Ísland

3.3 Seljendur

Vogun hf.

Kennitala: 660991-1669

Heimilisfang: Miðsandi, 301 Akranesi, Ísland

Fiskveiðahlutafélagið Venus hf.

Kennitala: 680269-6029

Heimilisfang: Strandgötu 11-13, 220 Hafnarfirði,

Ísland

Arion banki hf.

Kennitala: 581008-0150

Heimilisfang: Borgartúni 19, 105 Reykjavík, Ísland

3.4 Umsjónaraðili útboðsins og jafnframt söluaðili

Arion banki hf. – Fyrirtækjaráðgjöf

Kennitala: 581008-0150

Heimilisfang: Borgartúni 19, 105 Reykjavík, Ísland

Sími: 444 7000

Vefsíða: www.arionbanki.is

3.5 Annar söluaðili tilboðsbókar B

Arion banki hf. – Markaðsviðskipti

Kennitala: 581008-0150

Heimilisfang: Borgartúni 19, 105 Reykjavík, Ísland

Sími: 444 7000

Tölvupóstfang: [email protected]

Vefsíða: www.arionbanki.is

3.6 Aðstoð vegna tilboðsbókar A

Arion banki hf. – Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta

Kennitala: 581008-0150

Heimilisfang: Borgartúni 19, 105 Reykjavík, Ísland

Sími: 444 7000

Tölvupóstfang: [email protected]

Vefsíða: www.arionbanki.is

3.7 Fjárfestar

Útboðið er markaðssett á Íslandi. Þátttaka í útboðinu er heimil öllum aðilum (hvort heldur er einstaklingum eða

lögaðilum) sem hafa íslenska kennitölu, að því gefnu að viðkomandi aðili sé fjárráða og hafi forræði bús síns og

með þeim takmörkunum sem kunna að leiða af lögum.

Í framangreindu skilyrði felst m.a. að hafi bú aðila verið tekið til gjaldþrotaskipta og slíkum skiptum sé ekki

lokið við lok áskriftartímabils er honum óheimil þátttaka í útboðinu, svo og að ófjárráða einstaklingum er

óheimil þátttaka í útboðinu.

Page 34: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

9

Samkvæmt lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri er fortakslaust bann við beinni

fjárfestingu erlendra aðila í HB Granda1. Þá er fjárfesting íslenskra aðila sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila

jafnframt takmörkuð. Erlendir aðilar mega þannig eiga að hámarki 25% hlutafjár í hluthafa félagsins en að

hámarki 33% ef eignarhlutur hluthafans er minni en 5%, sbr. 1. tl. 1. mgr. 4. gr. l. nr. 34/1991. Stjórnendum

félagsins ber skylda til að tilkynna viðeigandi ráðuneyti ef þeir telja að farið sé gegn ákvæðinu. Athygli er vakin

á að framangreind ákvæði koma í veg fyrir að erlendum aðilum, samkvæmt 1. gr. laga nr. 87/1992, um

gjaldeyrismál, sé heimil þátttaka í útboðinu.

Hlutirnir eru ekki boðnir til sölu í lögsagnarumdæmum þar sem almennt útboð eins og hér um ræðir væri háð því

að lögbær yfirvöld í viðkomandi lögsagnarumdæmi hefðu móttekið lýsingu þá sem útgefandi gefur út í tengslum

við útboðið, eða þar sem slíkt útboð myndi lúta öðrum frekari kröfum en staðfestingu íslenskra eftirlitsaðila á

lýsingu útgefanda í tengslum við útboðið.

Starfsmönnum Arion banka hf. og aðilum fjárhagslega tengdum þeim er heimil þátttaka í útboðinu að teknu tilliti

til reglna Arion banka hf. um verðbréfaviðskipti starfsmanna, enda hefur regluvarsla bankans veitt til þess

sérstaka heimild. Aðilum sem framangreindar reglur Arion banka hf. eiga við um er eingöngu heimilt að taka

þátt í tilboðsbók A, hafa ekki heimild til að tilgreina hámarksverð í áskrift sinni (og skoðast áskriftir þá gerðar á

endanlegu útboðsgengi A) og skulu skila áskriftum sínum frá klukkan 16:00 til klukkan 22:00 þann 7. apríl,

fyrsta dag áskriftartímabils útboðsins.

Athygli fjárfesta er vakin á því að seljendur áskilja sér fullan rétt til þess að hafna einhverjum eða öllum

áskriftum í útboðinu (þ.m.t. tilboðum einstakra fjárfesta að hluta eða fullu) sem kunna að berast í útboðinu, án

frekari ástæðu eða rökstuðnings, sbr. kafla 3.10. Úthlutun og skerðing áskrifta við umframeftirspurn.

3.8 Áskriftartímabil, skráning áskrifta og stærðarviðmið

Tekið verður við áskriftum frá og með mánudeginum 7. apríl 2014, klukkan 16.00, til og með fimmtudeginum

10. apríl 2014, klukkan 16.00. Ekki verður tekið við áskriftum utan þessa tímabils (nema seljandi ákveði

sérstaklega að fresta útboðinu eða framlengja því og verður í slíkum tilvikum birtur viðauki við lýsingu

útgefanda eða ný lýsing, ef við á).

Áskriftir skal skrá rafrænt á sérstöku áskriftarformi (áskriftarvef) sem nálgast má í gegnum vef umsjónaraðila

útboðsins, www.arionbanki.is. Ekki verður tekið við áskriftum á öðru formi.

Lágmarksáskrift í útboðinu er 100.000 kr. að kaupverði en hámarksáskrift nemur 5% af útgefnum hlutum í HB

Granda. Hámarksstærð áskriftar í tilboðsbók A takmarkast við hluti að kaupverði 25.000.000 kr. og

lágmarksstærð áskriftar í tilboðsbók A takmarkast við hluti að kaupverði 100.000 kr. Lágmarksáskrift í

tilboðsbók B er að kaupverði 15.000.000 kr. og hámarksstærð áskriftar í tilboðsbók B takmarkast við 5%

eignarhlut í HB Granda.

Fjárfesti er heimilt að skila inn samsettri áskrift með allt að fjórum skráningum í tilboðsbók A en ekki eru

hömlur á fjölda skráninga í tilboðsbók B. Hver skráning getur að lágmarki numið lágmarksáskrift í viðkomandi

tilboðsbók. Samanlagðar skráningar í samsettri áskrift geta að hámarki numið hámarksáskrift í viðkomandi

tilboðsbók. Með samsettri áskrift getur fjárfestirinn skilað inn áskrift á mismunandi verði. Fjárfesti er heimilt að

skila áskrift í báðar tilboðsbækur, A og B, án þess að einstakar skráningar á áskrift ógildist.

Allar áskriftir eru bindandi fyrir viðkomandi fjárfesta. Fjárfestir hefur því hvorki rétt til að afturkalla né breyta

áskrift sem hann hefur staðfest á áskriftarformi útboðsins. Áskrift skal vera útfyllt og framkvæmd af fjárfesti

sjálfum eða aðila sem hefur fullnægjandi heimild eða umboð frá fjárfesti.

Til að geta skilað áskrift verður fjárfestir að skrá sig inn í viðeigandi tilboðsbók A eða B á áskriftarvef, með

eftirfarandi aðgangsauðkennum:

1. með notandanafni og lykilorði sínu að netbanka Arion banka hf.;

2. með kennitölu og lykilorði sem hann óskar eftir á áskriftarvefnum sjálfum og verður sent sem rafrænt

skjal í netbanka hans, sem getur verið í hvaða íslenska viðskiptabanka sem er; eða

1 Erlendur aðili er, samkvæmt 2. gr., laga nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri,

einstaklingur, búsettur erlendis, án tillits til ríkisfangs, félag, stofnun, sjóður eða annar lögaðili, sem á heimili

erlendis, erlent ríki og ríkisfyrirtæki, svo og atvinnufyrirtæki undir erlendum yfirráðum. Einstaklingur telst

búsettur erlendis ef hann á lögheimili erlendis eða á þar heimili samkvæmt skilgreiningu lögheimilislaga.

Lögaðili telst eiga heimili erlendis ef hann er skráður til heimilis erlendis eða telur heimili sitt erlendis

samkvæmt samþykktum sínum.

Page 35: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

10

3. með kennitölu og lykilorði sem hann getur nálgast hjá söluaðila gegn undirritun vottaðrar umsóknar um

lykilorð eða gegn annarri staðfestingu sem söluaðili metur fullnægjandi.

Rafræn staðfesting á áskriftarvef er forsenda gildrar sönnunar á áskrift. Slík staðfesting birtist við lok

skráningarinnar en er jafnframt send á það tölvupóstfang sem fjárfestir tilgreinir við áskrift.

Fjárfestir skal í áskrift sinni tilgreina þann vörsluaðila (reikningsstofnun eða annan aðila með aðildarsamning við

Verðbréfaskráningu Íslands hf.) sem hann óskar eftir að móttaki hluti hans við uppgjör viðskipta.

Við áskrift skráir fjárfestir kaupverð þeirra hluta sem hann óskar eftir að kaupa í útboðinu. Endanleg áskrift

kaupverðs er reiknuð með námundun til lækkunar að næsta heila hlut, þar sem kaupverð er reiknað sem

margfeldi fjölda heilla hluta og verðs fyrir hvern hlut.

Samkvæmt áskriftarformunum lýsir fjárfestir því yfir með áskrift sinni:

að hann hafi samþykkt skilmála útboðsins sem fram koma í þessari verðbréfalýsingu og kynnt sér

upplýsingar í lýsingu útgefanda, dagsettri 27. mars 2014, sem þessi verðbréfalýsing er hluti af;

að hann teljist ekki erlendur aðili samkvæmt 2. gr. laga nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í

atvinnurekstri og að óskert úthlutun til hans á grundvelli áskriftarformsins gangi ekki gegn takmörkunum

sem fjárfestingu íslenskra aðila, sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila, er sett í 1. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr.

34/1991;

að hann hafi lesið og skilið upplýsingar um reglur Arion banka hf. hf. um hagsmunaárekstra, sem eru settar í

samræmi við 8. gr. í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (upplýsingar um þær er að finna í kafla 5.1

Hugsanlegir hagsmunaárekstrar í verðbréfalýsingu þessari og reglurnar er að finna á vefslóðinni

http://www.arionbanki.is/library/Skrar/Bankinn/Stjornarhaettir/Reglur-og-

skilmalar/Hagsmunaarekstrar/2011-11-15_Hagsmunaárekstrar.pdf, og sé meðvitaður um þá

hagsmunaárekstra sem tilgreindir eru í verðbréfalýsingu þessari;

að honum hafi verið kynnt það í verðbréfalýsingu þessari að Arion banka hf. er ekki skylt að meta hvort

þátttaka í útboðinu og kaup á hlutum í útgefanda sé viðeigandi fyrir fjárfestinn og nýtur fjárfestirinn því ekki

verndar samkvæmt 16. gr. í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Fjárfestar geta nálgast upplýsingar um útboðið og áskriftarvef í tengslum við tilboðsbók A hjá Verðbréfa- og

lífeyrisþjónustu Arion banka hf. Nálgast má þessa aðstoð í síma og með tölvupósti milli klukkan 9.00 og 20.00

meðan áskriftartímabilið stendur yfir, en í kafla 3.6. Aðstoð vegna tilboðsbókar A, er að finna símanúmer og

tölvupóstfang. Fjárfestar geta nálgast söluaðila tilboðsbókar B með tölvupósti eða í síma. Símanúmer og

tölvupóstfang söluaðila er að finna í kafla 3.4. Umsjónaraðili útboðsins og jafnframt söluaðili og í kaflanum 3.5.

Annar söluaðili tilboðsbókar B.

Undantekning hvað varðar áskriftir og áskriftarform í tilboðsbók A er að fjármálastofnunum sem sinna

eignastýringu, skv. c. lið 6. tl. 3.gr. í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, er gefinn kostur á að skila áskrift

fyrir hönd fjárfestis á sérstöku áskriftarformi sem nálgast má hjá umsjónaraðila. Forsenda fyrir slíkri áskrift er að

umsjónaraðila hafi borist fullnægjandi yfirlýsing, á formi sem nálgast má hjá umsjónaraðila,

fjármálastofnunarinnar þess efnis að hún hafi fullnægjandi heimild eða umboð frá fjárfesti í samræmi við heimild

í gildum samningi við viðkomandi fjárfesti og yfirlýsing þess efnis að fjármálastofnunin ábyrgist greiðslu

kaupverðs. Tekið er við gildum áskriftum eignastýringaraðila í tilboðsbók A frá klukkan 16.00 mánudaginn 7.

apríl 2014 til klukkan 16.00 fimmtudaginn 10. apríl 2014. Fjármálastofnun skal í áskrift tilgreina hvort óskað er

eftir að fá sendan greiðsluseðil fyrir kaupverði viðkomandi fjárfestis eða hvort óskað er eftir að greiða kaupverð

inn á vörslureikning viðkomandi fjárfestis hjá Arion banka hf., en forsenda síðarnefnda kostsins er að

viðkomandi fjárfestir eigi gildan vörslureikning hjá Arion banka hf. Fjármálastofnanir geta nálgast söluaðila, en

nánari upplýsingar er að finna í kaflanum 3.4. Umsjónaraðili útboðsins og jafnframt söluaðili.

3.9 Staðfesting á greiðslugetu og/eða trygging fyrir greiðslu

Seljendur og umsjónaraðili útboðs áskilja sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu og/eða tryggingar

fyrir greiðslu frá fjárfestum með áskrift að kaupverði 15 milljónir eða hærra. Ef fjárfestir verður ekki við slíkri

kröfu umsjónaraðila fyrir lok áskriftartímabils eða innan annars þess frests sem umsjónaraðili gefur viðkomandi

fjárfesti fram að tilkynningu um niðurstöðu eða úthlutun áskilur umsjónaraðili sér rétt til að ógilda áskrift

viðkomandi að hluta eða í heild.

Hér er átt við staðfestingu á greiðslugetu og/eða tryggingu sem metin er fullnægjandi samkvæmt einhliða

ákvörðun umsjónaraðila. Með einhliða ákvörðun er átt við að umsjónaraðili metur hverja staðfestingu fyrir sig,

er ekki skuldbundinn til að gefa upp hvernig ákvörðun er háttað og að mótaðilum verður ekki gefinn kostur á að

andmæla ákvörðuninni eða gildi hennar. Dæmi um staðfestingu á greiðslugetu gæti verið stöðuyfirlit

Page 36: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

11

innlánsreiknings í banka eða verðbréfareiknings, staðfesting fjármálastofnunar á fjármögnun eða yfirlýsing frá

löggiltum endurskoðanda. Dæmi um fullnægjandi tryggingu gæti verið veð í innlánsreikningi í banka eða

verðbréfareikningi, eða ábyrgðaryfirlýsing frá fjármálastofnun. Trygging er felld niður þegar áskrift er greidd á

réttum tíma og með réttum hætti í samræmi við greiðslufyrirmæli.

3.10 Úthlutun og skerðing áskrifta við umframeftirspurn

Eftir lok áskriftartímabils munu fulltrúar seljenda einhliða ákvarða verð sem hlutir verða seldir á í útboðinu,

annars vegar útboðsgengi A sem allir þeir hlutir sem úthlutað verður til fjárfesta í tilboðsbók A verða seldir á og

hins vegar útboðsgengi B sem allir þeir hlutir sem úthlutað verður til fjárfesta í tilboðsbók B verða seldir á.

Áskriftum sem tilgreina lægra hámarksverð á hlut en endanlegt útboðsgengi í viðkomandi tilboðsbók verður

hafnað. Við úthlutun verður horft til markmiða útboðsins, þ.e. annars vegar að stuðla að dreifðara eignarhaldi og

auknum seljanleika hlutabréfanna og hins vegar að selja hlutabréfin á sem hagstæðustu verði fyrir seljendur.

Í tilboðsbók A skal fjárfestir skila inn áskrift sem tilgreinir umbeðið heildarkaupverð og getur fjárfestir

skilyrt áskrift sína við að endanlegt útboðsgengi í tilboðsbók A fari ekki yfir ákveðið hámarksverð á hlut,

sem hann tilgreinir á áskriftarforminu. Ef ekkert hámarksverð er tilgreint, eða ef endanlegt útboðsgengi A

verður jafnt tilgreindu hámarksverði eða undir tilgreindu hámarksverði, þá skoðast áskrift gerð á því

endanlega útboðsgengi sem seljendur ákvarða. Ef endanlegt útboðsgengi A fer yfir tilgreint hámarksverð

fjárfestis verður viðkomandi áskrift ógild.

Í tilboðsbók B skal fjárfestir skila inn áskrift sem tilgreinir heildarkaupverð og hámarksverð á hlut. Ef

endanlegt útboðsgengi B fer yfir tilgreint hámarksverð fjárfestis verður viðkomandi áskrift ógild.

Komi til þess að samanlagðar gildar áskriftir nemi fleiri hlutum en seljendur ákveða að bjóða til sölu í útboðinu

munu fulltrúar seljenda úthluta hlutum til einstakra áskrifenda eftir skerðingu áskrifta sem mun eiga sér stað með

eftirfarandi hætti:

Áskriftir í tilboðsbók A verða skertar um allt að 75% af upphaflegri áskrift, með þeirri undantekningu að

hlutfallslegum niðurskurði verður ekki beitt á áskriftir að fjárhæð 500.000 kr. eða lægri og hlutfallslegur

niðurskurður hærri áskrifta leiðir ekki til meiri skerðingar en niður í 500.000 kr. Þurfi að koma til frekari

niðurskurðar verður hámark áskrifta í tilboðsbók A fært enn neðar (með flötum niðurskurði) uns

samanlagður fjöldi hluta í öllum gildum áskriftum í tilboðsbókinni eftir skerðingu er jafn þeim fjölda hluta

sem seljendur ákveða að bjóða fjárfestum sem eiga áskriftir í tilboðsbók A, þannig að með flötum

niðurskurði getur hámarksúthlutun í tilboðsbók A farið undir 500.000 kr. að kaupverði.

Meginreglan við úthlutun í tilboðsbók B verður sú að meta áskriftir á grundvelli verðs. Áskriftir í tilboðsbók

B verða skertar (að hluta eða þeim hafnað) þannig að eftir standi þær áskriftir sem berast á hæsta verði á

hlut, þannig að samanlagður fjöldi hluta (talinn miðað við endanlegt útboðsgengi B) í öllum gildum

áskriftum í tilboðsbókinni eftir skerðingu er jafn þeim fjölda hluta sem seljendur ákveða að bjóða fjárfestum

sem eiga áskriftir í tilboðsbók B.

Seljendur áskilja sér rétt til þess og munu leitast við, þrátt fyrir framangreindar meginreglur, að skerða ekki

eða skerða minna áskriftir frá fastráðnum starfsmönnum HB Granda.

Seljendur áskilja sér rétt til þess að hafna einstökum áskriftum í tilboðsbók A og/eða tilboðsbók B að hluta

eða heild af öðrum ástæðum en tilgreindar eru í framangreindum skerðingarreglum.

Komi til þess að áskriftir verði skertar að hluta eða þeim hafnað verður hver og ein skerðing eða höfnun

gerð samkvæmt einhliða ákvörðun fulltrúa seljenda. Með einhliða ákvörðun er átt við að seljendur eru ekki

skuldbundnir til að gefa upp hvernig skerðingu eða höfnun er háttað og að mótaðilum verður ekki gefinn

kostur á að andmæla ákvörðuninni eða gildi hennar.

3.11 Tilkynning um niðurstöður útboðs

Gert er ráð fyrir því að niðurstöður útboðsins verði birtar almenningi opinberlega á Evrópska efnahagssvæðinu

mánudaginn 14. apríl 2014, en það gæti orðið síðar eða fyrr. Dagsetningin miðast við að seljendur geri ekki

breytingar á áskriftartímabili og úrvinnsla áskrifta taki ekki skemmri eða lengri tíma en seljendur gera ráð fyrir.

Page 37: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

12

NASDAQ OMX Iceland hf. mun í kjölfarið tilkynna opinberlega um endanlegt svar við umsókn útgefanda um

töku hlutabréfa útgefandans til viðskipta á Aðalmarkaði kauphallarinnar.

3.12 Tilkynning um úthlutun, greiðslufyrirmæli og uppgjör viðskipta

Fjárfestum verður tilkynnt um úthlutun eftir að bæði niðurstaða útboðsins hefur verið tilkynnt opinberlega og

NASDAQ OMX Iceland hf. hefur í kjölfarið tilkynnt opinberlega um endanlegt samþykki umsóknar útgefanda

um töku hlutabréfa útgefandans til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Gert er ráð fyrir að

upplýsingar um úthlutun og greiðslufyrirmæli liggi fyrir 15. apríl 2014, en það gæti orðið síðar eða fyrr.

Framangreind dagsetning miðast við að seljendur geri ekki breytingar á áskriftartímabili, úrvinnsla áskrifta taki

ekki skemmri eða lengri tíma en seljendur gera ráð fyrir og umsókn útgefanda til kauphallar sé svarað innan

þeirra tímamarka sem seljendur gera ráð fyrir.

Umsjónaraðili mun senda þátttakendum með tölvupósti upplýsingar um úthlutun og greiðslufyrirmæli vegna

úthlutaðra hluta þegar framangreindar tilkynningar hafa verið birtar opinberlega. Þær verða sendar á það

tölvupóstfang sem viðkomandi fjárfestir tilgreindi í áskrift, og er fjárfestirinn því sjálfur ábyrgur fyrir því að

tölvupósturinn berist á rétt tölvupóstfang.

Greiðslufyrirmæli verða í formi rafrænna greiðsluseðla á nafni og kennitölu hvers fjárfestis sem fær úthlutun í

útboðinu og greiðsluseðlana má greiða í íslenskum viðskiptabönkum. Umsjónaraðili mun senda greiðsluseðilinn

til birtingar í netbanka viðkomandi fjárfestis og gert er ráð fyrir að það verði 15. apríl 2014, en tímasetningin

ræðst af því hvenær upplýsingar um úthlutun og greiðslufyrirmæli liggja fyrir og gæti því orðið síðar eða fyrr.

Greiðslufyrirmæli verða ekki send með hefðbundnum bréfpósti til þátttakenda. Ekki verður tekið við greiðslu

með öðrum hætti en greiðslufyrirmæli segja til um.

Gert er ráð fyrir að skilgreindur viðskiptadagur vegna úthlutaðra hluta verði 15. apríl 2014, en tímasetningin

ræðst af því hvenær upplýsingar um úthlutun og greiðslufyrirmæli liggja fyrir og gæti því orðið síðar eða fyrr.

Gjalddagi og eindagi kaupverðs verður þremur viðskiptadögum eftir skilgreindan viðskiptadag útboðsins og því

er gert ráð fyrir að eindagi verði 23. apríl 2014. Greiðsla skal eiga sér stað í síðasta lagi fyrir lokun banka á

eindaga og er vakin athygli á að almennur opnunartími banka og annarra fjármálastofnana er til klukkan 16.00

virka daga og eftir klukkan 16.15 er ekki hægt að koma við greiðslu sem nemur 10.000.000 kr. eða hærri

fjárhæðum, en til klukkan 21.00 er hægt að koma við greiðslu lægri fjárhæða í netbanka að því gefnu að þær séu

undir öðrum fjárhæðatakmörkunum sem kunna að gilda.

Kvittun fyrir viðskiptunum og greiðslunni verður send hverjum fjárfesti þegar fullnægjandi greiðsla hefur borist

frá viðkomandi. Fullnægjandi greiðsla telst þegar viðkomandi hefur á réttum tíma innt af hendi greiðslu í fullu

samræmi við greiðslufyrirmæli frá umsjónaraðila.

Ef einhverjir greiðsluseðlar fyrir úthlutun verða ógreiddir kl. 21.00 á eindaga verða þeir felldir niður og ógildir.

Eftir eindaga, og þar með talið eftir lokun banka á eindaga, geta fjárfestar ekki innt af hendi greiðslu

kaupverðsins í samræmi við greiðslufyrirmælin. Seljendur gera ráð fyrir að án viðvörunar eða tilkynningar muni

þeir ógilda úthlutanir sem verða óinnheimtar í lok eindaga og eru þeir þá frjálsir að því að halda hlutum sem ekki

hafa verið greiddir eða selja þá til þriðja aðila á hvaða verði sem seljendurnir kjósa. Seljendur áskilja sér þó rétt

til að ógilda ekki ógreiddar áskriftir og innheimta úthlutanir sem ekki verða greiddar með fullnægjandi hætti og

þá munu dráttarvextir frá eindaga og kostnaður seljenda við innheimtu leggjast ofan á kaupverð hinna

óinnheimtu hluta. Ef greiðsla er ekki innt af hendi á réttum tíma (þ.e. á eindaga í síðasta lagi) og á réttan hátt

(þ.e. í fullu samræmi við greiðslufyrirmælin) má innheimta skuldina, eftir atvikum með atbeina dómstóla, í

samræmi við meginreglur íslensks samninga- og kröfuréttar.

Hlutir verða afhentir kaupanda þegar fullnægjandi greiðsla hefur borist frá viðkomandi fjárfesti og mun

afhending eiga sér stað í síðasta lagi næsta virka dag eftir að greiðsla berst. Hlutirnir verða afhentir rafrænt í kerfi

Verðbréfaskráningar Íslands hf. og mun umsjónaraðili biðja þann vörsluaðila sem fjárfestir hefur tiltekið í áskrift

að móttaka hlutina inn á vörslureikning sem viðkomandi fjárfestir á hjá viðkomandi vörsluaðila.

Eigi fjárfestir ekki vörslureikning hjá þeim vörsluaðila sem hann tilgreinir í áskrift mun Arion banki hf. stofna

vörslureikning í nafni fjárfestis hjá Arion banka hf. (og hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf.), svo hægt sé að

móttaka hluti fjárfestis í samræmi við framangreint og áskilur bankinn sér rétt til að innheimta gjald af fjárfesti

fyrir vörslu hlutanna í samræmi við verðskrá verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka sem aðgengileg er á

www.arionbanki.is. Fjárfestir mun ekki geta átt viðskipti með eða hreyft þá hluti sem afhentir eru inn á

vörslureikning sem stofnaður er með framangreindum hætti í hans nafni nema hann hafi lokið við afhendingu

þeirra gagna og veitingu þeirra upplýsinga sem Arion banki hf. krefst til stofnunar vörslureiknings með

fullnægjandi hætti.

Page 38: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

13

Umsjónaraðili útboðsins annast innheimtu og uppgjör allra viðskipta seljenda í tengslum við útboðið. Af hálfu

seljenda, umsjónaraðila eða útgefanda verður enginn kostnaður lagður sérstaklega á fjárfesta vegna viðskiptanna.

Fjárfestar þurfa sjálfir að kynna sér hvort einhver kostnaður eða gjöld falla á þá hjá öðrum aðilum í tengslum við

viðskiptin.

Page 39: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

14

4. UPPLÝSINGAR UM HLUTABRÉFIN OG TÖKU TIL VIÐSKIPTA

4.1 Hlutabréf tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði

Öll útgefin hlutabréf í HB Granda hf. hafa verið tekin til viðskipta á First North markaðstorgi NASDAQ OMX

Iceland hf.

Í kjölfar þess að lýsing útgefandans, dagsett 27. mars 2014, hefur verið staðfest af Fjármálaeftirlitinu á Íslandi

mun stjórn félagsins óska eftir að öll útgefin hlutabréf í HB Granda hf. verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði

NASDAQ OMX Iceland hf., sem er skipulegur verðbréfamarkaður, og samhliða tekin úr viðskiptum á First

North markaðstorgi.

Markmiðið með því að fá hlutabréf HB Granda hf. tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf.

er að stuðla að auknum seljanleika hlutabréfa í félaginu, virkari verðmyndun með hlutabréf útgefin af félaginu og

dreifðu eignarhaldi og gera upplýsingar um félagið aðgengilegar fyrir hluthafa félagsins, viðskiptavini og allan

almenning.

NASDAQ OMX Iceland hf. mun fara yfir umsóknina og niðurstöður fyrirhugaðs almenns útboðs á hlutum í

útgefanda þegar þær liggja fyrir og birta opinberlega ef umsóknin verður samþykkt og þá hvenær fyrsti mögulegi

viðskiptadagur verður með hlutina á hinum skipulega verðbréfamarkaði, en NASDAQ OMX Iceland hf.

tilkynnir slíka dagsetningu með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara.

Stjórn útgefandans telur að HB Grandi hf. uppfylli öll skilyrði fyrir því að hlutabréf í félaginu fáist tekin til

viðskipta á Aðalmarkaði, utan skilyrða er varðar hlutafjárdreifingu, sem kveður á um að almennir fjárfestar eigi

samtals a.m.k. 25% hluta í félaginu, en með almennum fjárfesti er þar átt við fjárfesti sem ekki er innherji, aðili

fjárhagslega tengdur innherja, móður- eða dótturfélag, aðili sem á meira en sem nemur 10% af hlutafé félagsins,

eða aðili sem hefur skuldbundið sig til að losa sig ekki við hlut sinn í lengri tíma, og skilyrða um nægjanlegan

fjölda hluthafa en undir eðlilegum kringumstæðum eru félög með a.m.k. 500 hluthafa, sem eiga hlutabréf að

verðmæti u.þ.b. 100.000 krónur hver, talin fullnægja skilyrðum um hluthafa.

Fyrirhugað er að uppfylla skilyrði NASDAQ OMX Iceland hf. um hlutafjárdreifingu með almennu útboði á

þegar útgefnum hlutum í HB Granda í eigu Vogunar hf., Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf. og Arion banka hf.,

sem lýst er í verðbréfalýsingu þessari. Það telst almennt útboð til íslenskra fjárfesta í skilningi 43. gr. laga nr.

108/2007 um verðbréfaviðskipti. Markmið seljenda með útboðinu er annars vegar að það geri HB Granda kleift

að uppfylla skilyrði NASDAQ OMX Iceland hf. um dreifingu hlutabréfa sem tekin eru til viðskipta á

Aðalmarkaði kauphallarinnar og stuðla þannig að auknum seljanleika hlutabréfanna og dreifðu eignarhaldi og

hins vegar horfa seljendur til þess að selja eign sína á sem hagstæðustu verði. Stærð útboðsins nemur 27% af

útgefnu hlutafé en seljendur áskilja sér rétt til að stækka það í 32%. Seljendur áskilja sér rétt til að falla frá

útboðinu ef NASDAQ OMX Iceland hf. hafnar umsókn útgefanda um að hlutabréf í HB Granda verði tekin til

viðskipta á Aðalmarkaði kauphallarinnar eða samþykkir hana ekki í síðasta lagi 30. júní 2014. Seljendur áskilja

sér jafnframt rétt til að fresta útboðinu, framlengja það eða falla frá útboðinu hvenær sem er fram að tilkynningu

NASDAQ OMX Iceland hf. um að hlutabréf í HB Granda verði tekin til viðskipta, ef einhverjir atburðir eiga sér

stað sem seljendurnir telja gefa tilefni til þess að ætla að markmið seljenda með útboðinu náist ekki, svo sem

eitthvað sem varðar útboðið sjálft, útgefandann, eða seljanda, neikvæð þróun á efnahagsumhverfi eða

verðbréfamarkaði á Íslandi. Ef seljendur taka ákvörðun um að falla frá útboðinu samkvæmt framansögðu munu

þar með allar áskriftir fyrir hlutum í útboðinu sem og úthlutanir á grundvelli þeirra dæmast ógildar. Komi til þess

að fallið verði frá útboðinu eða útboðstímabilinu framlengt verður tilkynnt þar um opinberlega. Komi til þess að

útboðinu verði frestað verður birtur viðauki við verðbréfalýsingu þessa þar sem gerð verður grein fyrir hvenær

útboðið hefst að nýju og hvað það mun standa lengi yfir. Jafnframt verða birtar allar mikilvægar nýjar

upplýsingar sem komið hafa fram frá staðfestingu verðbréfalýsingar þessarar sem máli skipta fyrir mat fjárfesta

á hlutabréfum í félaginu.

Áskriftartímabil útboðsins mun standa yfir 7.-10. apríl 2014 og er gert ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði

birtar 14. apríl 2014. NASDAQ OMX Iceland hf. mun í kjölfarið birta endanlegt svar við umsókn útgefandans

um töku hlutabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði kauphallarinnar. Gert er ráð fyrir að úthlutun til fjárfesta í

útboðinu geti átt sér stað 15. apríl 2014 og eindagi viðskiptanna verði þá ákvarðaður 23. apríl 2014. Fyrsti

mögulegi viðskiptadagur með hlutabréf HB Granda á Aðalmarkaði kauphallarinnar gæti samkvæmt framansögðu

orðið 25. apríl 2014.

Útgefandi ber kostnað sem hlýst af því að fá hlutabréf félagsins tekna til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ

OMX Iceland hf. og er heildarkostnaður félagsins áætlaður um 110 m.kr. Þar er um að ræða kostnað við yfirferð

og staðfestingu lýsingar samkvæmt gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins, kostnað við töku hlutabréfa til viðskipta

samkvæmt gjaldskrá NASDAQ OMX Iceland hf., þóknanir til umsjónaraðila vegna ráðgjafar til félagsins í því

Page 40: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

15

ferli að hlutabréf félagsins verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf, kostnað við gerð

áreiðanleikakannana og aðra kostnaðarliði sem til falla við undirbúning á því að fá hlutabréf félagsins tekin til

viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf.

Seljendur bera kostnað af markaðssetningu og sölu hlutabréfa í útgefanda sem fyrirhuguð er í almennu útboði í

aðdraganda viðskipta með hluti útgefanda á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og er hann áætlaður 205

m.kr. miðað við lágmarksverð í útboðinu og grunnstærð útboðs.

Áætlaður heildarkostnaður útgefanda og seljenda vegna útboðsins og töku hlutabréfa í útgefanda til viðskipta á

Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. nemur því 315 m.kr. miðað við lágmarksverð í útboðinu og

grunnstærð útboðs.

Hlutabréf í félaginu Granda hf., voru skráð á Hlutabréfamarkaðinn hf. í nóvember 1989 en voru síðar skráð á

Verðbréfaþing Íslands, síðar Kauphöll Íslands, árið 1992. Hlutabréf í félaginu Haraldur Böðvarsson hf. voru

skráð í Kauphöll Íslands árið 1994. Grandi hf. og Haraldur Böðvarsson hf. sameinuðust síðar undir nafni HB

Granda þann 1. janúar 2004 eftir kaup hins fyrrnefnda á öllu hlutafé í Haraldi Böðvarssyni hf. Í júní 2006 óskaði

HB Grandi eftir að hlutabréf félagsins væru tekin úr viðskiptum í kauphöll. Samhliða var óskað eftir að hlutabréf

félagsins verði tekin til viðskipta á iSEC (nú First North) markaðstorgi NASDAQ OMX Iceland hf.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um neinar söluhömlur eða söluskyldu á hlutum í HB Granda eftir að útboði lýkur,

hvort og þá hvenær eða með hvaða hætti seljendur í útboðinu eða aðrir í hópi stærstu hluthafa HB Granda munu

selja þá eignarhluti sem þeir munu eiga eftir að útboðinu lýkur.

4.2 Viðskiptavakt

Félagið hefur gert samning um viðskiptavakt á hlutum í HB Granda frá því að hlutabréfin verði tekin til

viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og eru hann við Eigin viðskipti Arion banka hf., sem mun

annast viðskiptavakt fyrir eigin reikning gegn þóknun frá félaginu. Bankinn mun setja fram kaup- og sölutilboð

alla viðskiptadaga í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland hf. Skal fjárhæð hvers tilboðs að lágmarki vera

1.000.000 að nafnvirði en Arion banki ákveður gengi hluta í hvert skipti. Munur kaup- og söluverðs er að

hámarki 1,5% og breyting frá síðasta verði skal ekki vera meira en 3,0%. Breytist verð á hlutum útgefanda innan

dagsins um meira en 10% er Arion banka heimilt að tvöfalda hámarksmun kaup- og sölutilboða það sem eftir er

dagsins. Viðskiptavaka ber skylda til að bjóða allt að 100 m.kr. að markaðsvirði á hverjum viðskiptadegi.

Samningurinn er til 5. september 2014. HB Grandi mun skoða frekari samninga við einn eða fleiri viðskiptavaka

áður en framangreindur samningur rennur út.

4.3 Hlutabréfaflokkurinn

4.3.1 Hlutafé

Útgefið hlutafé HB Granda hf. nemur 1.822.228.000 kr. og er hver hlutur 1 króna að nafnverði. Allir útgefnir

hlutir eru þegar greiddir.

HB Grandi á sjálft 8.569.277 hluti í félaginu. Aðalfundur haldinn þann 21. mars 2014 veitti stjórn félagsins

heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð

kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi skal miða við síðasta skráða

dagslokagengi á markaði áður en samningur er gerður. Ákvæði 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, heimilar að

hlutafélög eignist allt að 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Hluti getur félag aðeins eignast

samkvæmt heimild hluthafafundar til handa félagsstjórn. Heimildin verður aðeins veitt tímabundið og ekki til

lengri tíma en fimm ára. Lögum samkvæmt fylgir atkvæðisréttur ekki eigin hlutum og eru þeir því ekki taldir

með þegar vísað er til virkra hluta.

4.3.2 Sérákvæði um hlutafjárhækkun

Engin sérákvæði eru til staðar í samþykktum félagsins sem veita stjórn HB Granda hf. heimild til að hækka

hlutafé félagsins.

4.3.3 Tegund og flokkur hlutabréfanna sem á að taka til viðskipta

Allir hlutir í HB Granda hf. tilheyra sama flokki og eru jafnréttháir samkvæmt samþykktum félagsins. Réttindi

hluthafa í útgefanda eru háð gildandi löggjöf og samþykktum félagsins á hverjum tíma.

Page 41: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

16

Hlutabréf félagsins eru gefin út í samræmi við ákvæði laga nr. 2/1995 um hlutafélög og með rafrænum hætti

samkvæmt ákvæðum laga nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa og reglugerðar nr. 397/2000 sem

er sett með stoð í þeim lögum. Hlutabréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf., kennitala

500797-3209, Laugavegi 182, 105 Reykjavík. Auðkenni hlutabréfanna hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. er

GRND og ISIN-númer hlutabréfanna er IS0000000297.

Útgefandi mun óska eftir að GRND verði áfram auðkenni HB Granda hf. hjá NASDAQ OMX Iceland hf. og

auðkennið á hlutum útgefandans í viðskiptakerfi kauphallarinnar.

4.3.4 Réttindi

Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut á hluthafafundi. Engin sérréttindi fylgja hlutum í útgefanda. Engar hömlur eru á

viðskiptum með hluti í útgefanda umfram það sem leiðir af lögum (þ.m.t. lögum er varða sölu til erlendra aðila)

og má því selja og veðsetja hlutina nema annað leiði af lögum. Um eigendaskipti og framkvæmd þeirra fer eftir

gildandi lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og reglna sem settar eru á grundvelli þeirra. Hluthafar geta

ekki beitt réttindum sínum á grundvelli hlutafjár nema nafn þeirra hafi verið fært í hlutaskrá útgefanda, en allar

tilkynningar sem beint er til hluthafa, sem og arðgreiðslur, skulu sendar eða inntar af hendi til þess sem er

skráður hluthafi á hverjum tíma í kerfum Verðbréfaskráningar Íslands hf.

Eignarskráning rafbréfs í verðbréfamiðstöð að undangenginni lokafærslu verðbréfamiðstöðvar veitir skráðum

eiganda þess lögformlega heimild fyrir þeim réttindum sem hann er skráður eigandi að og skal gagnvart

útgefanda jafngilda skilríkjum um eignarrétt að rafbréfinu. Forgangsröð ósamrýmanlegra réttinda ræðst af því

hvenær beiðni reikningsstofnunar um skráningu þeirra berst í verðbréfamiðstöð. Aðeins reikningsstofnanir og

aðrir aðilar sem gert hafa aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. hafa heimild til milligöngu um

eignarskráningu eða aðgang að verðbréfamiðstöðinni.

Stjórn félagsins heldur hlutaskrá í löggiltu formi sem grundvallast á skráningu hjá Verðbréfaskráningu Íslands

hf. Hluthöfum er tryggður aðgangur að hlutaskránni á skrifstofu félagsins og er þeim heimilt að kynna sér efni

hennar þar.

Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að aukningu á hlutum í hlutfalli við skráða hlutaeign sína. Heimilt er að víkja

frá ákvæði þessu sbr. 3. mgr. 34 gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Að öðru leyti fer um útgáfu slíkra hluta eftir

reglum sem stjórn félagsins setur í samræmi við ákvörðun hluthafafundar hverju sinni.

Hluthafar eiga rétt á að neyta atkvæðisréttar á hluthafafundum. Þeir eiga rétt á að fá greiddan arð frá útgefanda.

Hluthafar njóta, sem fyrr segir, forgangsréttar til að skrá sig fyrir nýjum hlutum í réttu hlutfalli við hlutafjáreign

sína við hækkun hlutafjár útgefanda (nema þeir hafi afsalað sér slíkum rétti) og eiga þeir rétt á að fá greitt af

eignum útgefanda við slit eða gjaldþrot hans í samræmi við hlutafjáreign og réttarstöðu hlutafjár í kröfuröð

samkvæmt samþykktum félagsins og lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Hluthafar eru ekki skyldir til að

sæta innlausn hlutar síns, nema til komi heimild samkvæmt lögum.

Hluthafi getur með skriflegu og dagsettu umboði veitt umboðsmanni sínum heimild til að sækja hluthafafund og

fara með atkvæðisrétt sinn. Umboð má ekki gilda lengur en eitt ár frá dagsetningu þess. Að auki er hluthöfum

heimilt að sækja hluthafafund útgefanda ásamt ráðgjafa. Þá er stjórn útgefanda heimilt að bjóða sérfræðingum

setu á einstökum fundum ef leita þarf álits þeirra eða aðstoðar.

Stjórn útgefanda er heimilt að ákveða að hluthafar geti tekið þátt í fundarstörfum hluthafafunda með rafrænum

hætti, þ.m.t. greitt atkvæði, án þess að vera á fundarstað. Þeir hluthafar sem hyggjast nýta sér umrædda heimild

þurfa að tilkynna skrifstofu útgefanda um þá fyrirætlan með 10 daga fyrirvara fyrir hluthafafundinn, en

nauðsynlegt er að slíkri tilkynningu fylgi þær spurningar eða framlögð skjöl sem varða framkvæmd fundarins

sem hluthafinn óskar svara við á fundinum. Um rafræna þátttöku og/eða rafrænar atkvæðagreiðslur á fundum

hluthafa gilda að öðru leyti ákvæði 80. gr. a hlutafélagalaga nr. 2/1995.

Ef stjórn telur ekki framkvæmanlegt að gefa hluthöfum kost á þátttöku í hluthafafundi rafrænt skal hluthöfum

gefinn kostur á að greiða atkvæði um tillögur eða taka þátt í kosningum bréflega. Setur stjórn reglur um

framkvæmd slíkrar kosningar.

Hluthafafundir útgefanda skulu boðaðir með þriggja vikna fyrirvara hið skemmsta, en lengst fjögurra vikna

fyrirvara. Til hluthafafunda skal boðað með rafrænum hætti þannig að tryggður sé skjótur aðgangur að

fundarboðinu á jafnréttisgrundvelli. Skulu notaðir traustir miðlar sem tryggja trausta útbreiðslu upplýsinga til

almennings á Evrópska efnahagssvæðinu. Jafnframt skal boðað til hluthafafunda með auglýsingu í innlendum

fjölmiðli. Hluthafafundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar, ef löglega er til hans boðað. Stjórn félagsins skal

boða til hluthafafunda þegar hún telur þess þörf, svo og samkvæmt fundarályktun eða þegar kjörinn

endurskoðandi eða hluthafar, sem ráða yfir minnst 5% hlutafjárins, krefjast þess skriflega og greina fundarefni.

Þegar lögmæt krafa um fundarhald er fram komin skal stjórninni skylt að boða til fundar innan 14 daga frá því er

Page 42: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

17

henni barst krafan. Hafi félagsstjórn eigi boðað til fundar innan þess tíma er heimilt að krefjast þess að til

fundarins verði boðað skv. ákvæðum 2. mgr. 87. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 ræður afl atkvæða úrslitum á hluthafafundi, nema öðruvísi sé mælt

fyrir í samþykktum félagsins eða landslögum. Tillaga fellur á jöfnum atkvæðum. Ef tveir menn eða fleiri fá

jafnmörg atkvæði í kosningu skal hlutkesti ráða. Í samræmi við 12. gr. samþykkta félagsins má einungis breyta

samþykktum á löglegum hluthafafundi félagsins, enda sé þess rækilega getið í fundarboði, að slík breyting sé

fyrirhuguð og í hverju hún felst í meginatriðum. Ákvörðun verður því aðeins gild að hún hljóti samþykki minnst

2/3 hluta greiddra atkvæða, svo og samþykki hluthafa sem ráða yfir minnst 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er

með atkvæði fyrir á hluthafafundinum.

Stjórnin hefur æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda og setur félaginu markmið í rekstri með

hagsmuni þess og hluthafa að leiðarljósi í samræmi við tilgang félagsins. Aðalfundur félagsins kýs árlega 5 menn

í stjórn félagsins. Stjórnarkjör er því aðeins gilt að kynjahlutföll í stjórn og varastjórn sé sem jafnast og skal

hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Verði niðurstaða kosninga í aðalstjórn félagsins þannig að

framangreind kynjahlutföll náist ekki telst kosningin ógild og skal þá fresta stjórnarkjöri til framhaldsaðalfundar

sem haldinn skal innan mánaðar og auglýst sérstaklega með sama hætti og hluthafafundir. Skal stjórnarkjör

endurtekið með saman hætti svo oft sem þarf þar til kynjahlutföllum er náð í samræmi við 5. gr. samþykkta

félagsins.

Samkvæmt samþykktum útgefanda er útgefanda óheimilt að fjármagna kaup á hlutum í félaginu sbr. 104. gr.

hlutafélagalaga eða veita lán út á hlutabréf í félaginu. Engin kaupréttaráætlun er til staðar hjá félaginu, engin

útistandandi fyrirgreiðsla af hálfu félagsins varðandi hlutabréfakaup starfsmanna eða lán til hlutabréfakaupa eða

veitingu trygginga í slíkum viðskiptum, og engin ákvörðun hefur verið tekin hjá félaginu um slík áform.

4.3.5 Arðgreiðslur

Það er stefna stjórnar félagsins að eiginfjárstaða samstæðunnar sé sterk til að styðja við stöðugleika í

framtíðarþróun starfseminnar. Langtímamarkmið stjórnar félagsins er að greiða helming hagnaðar út í arð.

Á aðalfundi skal tekin fyrir ákvörðun um hvernig fara skuli með tap eða hagnað félagsins á reikningsárinu.

Aðalfundur tekur ákvörðun um úthlutun arðs og greiðslu í varasjóð að fenginni tillögu stjórnar um ráðstöfun

hagnaðar. Aðalfundur tekur sömuleiðis ákvörðun um hvernig mæta skuli halla að fenginni tillögu stjórnar.

Útgefandi er bundinn af ákvæðum laga nr. 2/1995 um hlutafélög varðandi slíka ákvörðun. Samkvæmt 1. mgr.

101. gr. laganna tekur hluthafafundur ákvörðun um úthlutun arðs eftir að félagsstjórn hefur lagt fram tillögur um

það og er óheimilt að ákveða á aðalfundi meiri úthlutun arðs en stjórn félagsins leggur til eða samþykkir.

Arðgreiðslur skulu, samkvæmt 3. mgr. 101. gr. laganna, inntar af hendi eigi síðar en sex mánuðum frá samþykki

úthlutunar. Aðalfund skal, skv. 4.10. gr. samþykkta félagsins, halda innan átta mánaða frá lokum reikningsárs ár

hvert.

Arður er greiddur hluthafa í samræmi við skráða eign hans í hlutaskrá félagsins. Hlutafélög hafa heimild til að

ákvarða að réttur til arðs miðist við annað tímamark en útborgun arðs enda sé það tímamark tiltekið í ákvörðun

hluthafafundar um arðgreiðslu. Verði umsókn útgefanda um töku hlutabréfa hans til viðskipta á Aðalmarkað

NASDAQ OMX Iceland hf. samþykkt mun félagið fylgja tilmælum NASDAQ OMX Iceland hf. samkvæmt lið

2.13 í Reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga frá 17. desember 2013. Samkvæmt tilmælunum skal í

tilkynningu um arðgreiðslu m.a. tilkynna um arðsréttindadag, arðleysisdag og útborgunardag arðs. Hlutafélög

sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað skulu birta opinberlega slíka tilkynningu fyrir aðalfund. Hafi

hluthafi ekki fengið greiddan arð sem hann á rétt á getur hann vitjað hans á skrifstofu útgefanda innan fjögurra

ára frá gjalddaga, en samkvæmt lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda fyrnist réttur til arðs á fjórum

árum frá gjalddaga. Vitji hluthafi ekki arðs innan þess tíma fellur arðurinn til útgefanda. Það er á ábyrgð hluthafa

að aðsetur hans séu rétt skráðar hjá hluthafaskrá og firrir félagið sig ábyrgð á því ef greiðslur eða tilkynningar

misfarast vegna þess að vanrækt hefur verið að tilkynna útgefanda um eigenda- eða aðsetursskipti.

4.3.6 Eignarréttindi og framsal hluta

Engar hömlur eru lagðar á rétt hluthafa til sölu á hlutum sínum samkvæmt samþykktum HB Granda umfram það

sem leiðir af lögum og má því selja og veðsetja hlutina nema annað leiði af lögum, þ.m.t. en ekki takmarkað við

lög nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri þar sem fortakslaust bann er við beinni

fjárfestingu erlendra aðila í HB Granda2 og fjárfesting íslenskra aðila sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila

2 Erlendur aðili er, samkvæmt 2. gr., laga nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri,

einstaklingur, búsettur erlendis, án tillits til ríkisfangs, félag, stofnun, sjóður eða annar lögaðili, sem á heimili

erlendis, erlent ríki og ríkisfyrirtæki, svo og atvinnufyrirtæki undir erlendum yfirráðum. Einstaklingur telst

Page 43: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

18

jafnframt takmörkuð. Erlendir aðilar mega þannig eiga að hámarki 25% hlutafjár í hluthafa félagsins en að

hámarki 33% ef eignarhlutur hluthafans er minni en 5%, sbr. 1. tl. 1. mgr. 4. gr. l. nr. 34/1991. Stjórnendum

félagsins ber skylda til að tilkynna viðeigandi ráðuneyti ef þeir telja að farið sé gegn ákvæðinu.

Það skal þó hafa hugfast að einstakir hluthafar geta samið um það sín á milli að meðferð á hlutum þeirra sé

takmörkunum háð. Hluthafi getur ekki nýtt réttindi sín samkvæmt hlut nema nafn hans hafi verið skráð í

hlutaskrá félagsins eða hann hafi fært sönnur á eign sína að hlutnum.

Þegar hlutur hefur verið að fullu greiddur skal hluthafi fá rafbréf útgefið í verðbréfamiðstöð og eignarréttindi

skráð yfir því og veitir sú skráning hluthafa þau réttindi sem samþykktir útgefanda og lög mæla fyrir um á

hverjum tíma. Um rafræna eignarskráningu verðbréfa gilda lög nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu

verðbréfa og reglugerð nr. 397/2000, sem er sett með stoð í þeim lögum. Óheimilt er að gefa út viðskiptabréf

fyrir skráðum réttindum samkvæmt rafbréfi eða framselja þau og eru slík viðskipti ógild.

Útprentun frá verðbréfamiðstöð um eignarhald á hlutum í félaginu telst fullnægjandi grunnur að hlutaskrá.

Gagnvart félaginu skal hlutaskráin skoðast sem fullgild sönnun fyrir eignarrétti að hlutum í félaginu.

Jöfnunarhlutir, fundarboð og tilkynningar skulu sendar til þess aðila sem á hverjum tíma er skráður eigandi

viðkomandi hlutar í hlutaskrá félagsins. Félagið tekur enga ábyrgð á því ef greiðslur eða tilkynningar misfarast

vegna þess að vanrækt hefur verið að tilkynna félaginu um eiganda- eða aðsetursskipti. Réttindi að rafbréfum

skal skrá í verðbréfamiðstöð ef þau eiga að njóta réttarverndar gegn fullnustugerðum og ráðstöfunum með

samningi.

Aðeins þeir aðilar sem gert hafa aðildarsamning við verðbréfamiðstöð geta haft heimild til milligöngu um

eignarskráningu eða aðgang að verðbréfamiðstöðinni. Skráning í verðbréfamiðstöð fyrir milligöngu slíks aðila

jafngildir tilkynningu til félagsins. Eigandi rafbréfs velur sér slíkan aðila sem hefur milligöngu um

eignarskráningu á rafbréfi á reikninga í hans nafni. Eignarskráning rafbréfs í verðbréfamiðstöð, að

undangenginni lokafærslu verðbréfamiðstöðvar, veitir skráðum eiganda þess lögformlega heimild fyrir þeim

réttindum sem hann er skráður eigandi að og skal gagnvart útgefanda jafngilda skilríki um eignarrétt að

rafbréfinu. Forgangsröð ósamrýmanlegra réttinda ræðst af því hvenær beiðni um skráningu þeirra berst

verðbréfamiðstöð frá aðila með aðildarsamning við verðbréfamiðstöðina.

4.3.7 Innlausn

Hluthafar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins fram yfir hlut sinn í félaginu. Hluthafar þurfa ekki að

sæta innlausn á hlutum sínum nema lög standi til annars.

4.3.8 Lögbundin yfirtökutilboð og tilboðsskylda

Samkvæmt 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldu aðila sem hefur beint eða

óbeint náð yfirráðum í félagi, þar sem flokkur verðbréfa hefur verið tekinn til viðskipta á skipulegum

verðbréfamarkaði, til að gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð.

Með yfirráðum er átt við að aðili og þeir sem hann er í samstarfi við:

1. hafi samanlagt eignast a.m.k. 30% atkvæðisréttar í félaginu;

2. hafi á grundvelli samnings við aðra hluthafa rétt til að ráða yfir sem nemur a.m.k. 30% atkvæða í félaginu;

eða

3. hafi öðlast rétt til þess að tilnefna eða setja af meirihluta stjórnar í félaginu.

Yfirtökutilboðið skal vera sett fram eigi síðar en fjórum vikum eftir að yfirráðum var náð. Samkvæmt 103. gr.

laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti skal tilboðsgjafi bjóða öllum hluthöfum sem eiga hluti í sama

hlutaflokki sömu skilmála. Verð það sem sett er fram í yfirtökutilboði skal a.m.k. svara til hæsta verðs sem

tilboðsgjafi eða aðilar sem hann er í samstarfi við hafa greitt fyrir hluti sem þeir hafa eignast í viðkomandi félagi

síðustu sex mánuði áður en tilboð var sett fram. Tilboðsverð skal þó að lágmarki vera jafnhátt og síðasta

viðskiptaverð hluta í viðkomandi félagi daginn áður en tilboðsskylda myndaðist eða tilkynnt var um fyrirhugað

tilboð.

Vogun hf., stærsti hluthafi í HB Granda hf., á 684.405.894 hluti eða sem samsvarar 37,74% atkvæðisréttar og

Arion banki hf., annar stærsti hluthafinn, á 563.664.658 hluti eða sem samsvarar 31,08% atkvæðisréttar, eru einu

búsettur erlendis ef hann á lögheimili erlendis eða á þar heimili samkvæmt skilgreiningu lögheimilislaga.

Lögaðili telst eiga heimili erlendis ef hann er skráður til heimilis erlendis eða telur heimili sitt erlendis

samkvæmt samþykktum sínum.

Page 44: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

19

aðilarnir sem fara með 30% atkvæðisréttar í félaginu eða meira, sem eru skilgreind mörk yfirráða í félagi

samkvæmt X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Í útboðinu sem lýst er í verðbréfalýsingu þessari áformar Vogun hf. að selja sem nemur 4,3% af útgefnum

hlutum í HB Granda. Að útboðinu loknu gerir Vogun hf. því að öðru óbreyttu ráð fyrir að fara með 33,42%

atkvæðisréttar í HB Granda hf. og fara því áfram með yfirráð í félaginu samkvæmt framangreindri skilgreiningu.

Í útboðinu sem lýst er í verðbréfalýsingu þessari áformar Arion banki hf. að selja sem nemur 20% af útgefnum

hlutum í HB Granda en áskilur sér rétt til að auka þann hlut í 25%. Að útboðinu loknu gerir Arion banki því að

öðru óbreyttu ráð fyrir að fara með 5,96-10,98% atkvæðisréttar í HB Granda hf. og fara ekki með yfirráð í

félaginu samkvæmt framangreindri skilgreiningu.

Vogun hf., Hampiðjan hf. (160.074.981 hlutir eða 8,83% atkvæðisréttar), Fiskveiðahlutafélagið Venus hf.

(58.060.279 hlutir eða 3,20% atkvæðisréttar), Kristján Loftsson (249.000 hlutir eða 0,01% atkvæðisréttar),

Vilhjálmur Vilhjálmsson (35.742 hlutir eða 0,00% atkvæðisréttar) og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (2.979 hlutir

eða 0,00% atkvæðisréttar), teljast tengdir aðilar og fara saman með yfirráð í félaginu samkvæmt

skilgreiningunni. Samanlagt eiga þeir aðilar 902.828.875 hluti í félaginu eða 49,78% atkvæðisréttar.

Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. áformar að selja 2,7% af útgefnum hlutum í útboðinu sem lýst er í

verðbréfalýsingu þessari og mun því að öðru óbreyttu fara með 0,49% atkvæðisréttar að útboðinu loknu.

Samanlagt áforma Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. því að selja saman 127.555.960 hluti eða 7,0%

eignarhlut sem samsvarar 7,03% atkvæðisrétti í útboðinu. Að því loknu er því gert ráð fyrir að öðru óbreyttu að

framangreindir aðilar fari saman með 775.272.915 hluti í félaginu eða 42,75% atkvæðisréttar og fara því áfram

sameiginlega með yfirráð í félaginu samkvæmt skilgreiningunni.

Fari aðili og þeir sem hann er í samstarfi við með yfirráð í félagi þegar verðbréf þess eru tekin til viðskipta á

skipulegum verðbréfamarkaði verður hann ekki tilboðsskyldur samkvæmt 7. mgr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti, en sú undanþága gildir þó ekki ef viðkomandi aðili missir yfirráðin en nær þeim að nýju.

Upplýsingar varðandi stærstu hluthafa í félaginu er að finna í kaflanum 6.1 Hluthafar í útgefandalýsingu HB

Granda, dagsettri 27. mars 2014.

4.3.9 Innlausnarréttur

Samþykktir HB Granda hf. mæla fyrir um að hluthöfum sé ekki skylt að sæta innlausn hluta sinna. Þess skal þó

getið að hluthafar kunna að þurfa sæta innlausn samkvæmt ákvæðum laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Í 24. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög er kveðið á um að ef hluthafi á meira en 9/10 hlutafjár í félagi og ræður

yfir samsvarandi atkvæðamagni geta hluthafinn og stjórn félagsins í sameiningu ákveðið að aðrir hluthafar í

félaginu skuli sæta innlausn hluthafans á hlutum sínum. Samkvæmt 26. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög getur

hver einstakur annar hluthafi krafist innlausnar, að sömu skilyrðum uppfylltum.

Komi til þess að hlutabréf HB Granda verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. taka

gildi ákvæði 110. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem eru í samræmi við framangreind ákvæði laga

nr. 2/1995 um hlutafélög. Þar kemur fram að ef hluthafi og aðilar sem hann er í samstarfi við eiga meira en 9/10

hlutafjár í félagi og ráða yfir samsvarandi atkvæðamagni geta hluthafinn og stjórn félagsins í sameiningu ákveðið

að aðrir hluthafar í félaginu skuli sæta innlausn hluthafans á hlutum sínum. Eins getur hver einstakur af

minnihluta hluthafa krafist innlausnar hjá þeim hluthafa.

Á þeim tíma sem hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. fer

enginn einstakur hluthafi með 9/10 hlutafjár eða atkvæðisréttar í félaginu.

4.3.10 Safnskráning

Reglur um varðveislu fjármálagerninga á safnreikningum er að finna í lögum nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti, lögum nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa og lögum nr. 2/1995 um

hlutafélög.

Í 12. gr. laga nr. 108/2007 kemur fram að fjármálafyrirtæki sem er heimilt að varðveita fjármálagerninga í eigu

viðskiptavina sinna getur varðveitt þá á sérstökum reikningi (safnreikningi) og tekið við greiðslum fyrir hönd

viðskiptavina sinna frá einstökum útgefendum fjármálagerninga, enda hafi fjármálafyrirtækið gert viðskiptavini

grein fyrir réttaráhrifum þess og hann veitt samþykki sitt. Fjármálafyrirtæki ber að halda skrá yfir hlut hvers

viðskiptavinar fyrir sig. Komi til þess að bú fjármálafyrirtækis sé tekið til gjaldþrotaskipta eða greiðslustöðvun

samþykkt, fyrirtækinu sé slitið eða sambærilegar ráðstafanir gerðar, getur viðskiptavinur á grundvelli

áðurnefndrar skrár tekið fjármálagerninga sína út af safnreikningi, enda sé ekki ágreiningur um eignarhald.

Page 45: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

20

Í 31. gr. laga nr. 2/1995 er kveðið á um að eigandi hlutar geti ekki beitt réttindum sínum sem hluthafi nema nafn

hans hafi verið skráð í hlutaskrá eða hann hafi tilkynnt og fært sönnur á eign sína á hlutnum. Þetta á þó ekki við

um rétt til arðs eða annarrar greiðslu og rétt til nýrra hluta við hækkun hlutafjár. Í samræmi við þetta hefur

hluthafi ekki atkvæðisrétt á hluthafafundum nema nafn hans hafi verið skráð í hlutaskrá félagsins. Hið sama

gildir um fjármálafyrirtæki sem hafa heimild til safnskráningar þar sem hluthafinn hefur ekki þau réttindi að geta

veitt einhverjum umboð til að fara með atkvæðisréttinn. Hlutum sem skráðir eru safnskráningu fylgir því ekki

atkvæðisréttur á hluthafafundum.

Það að hlutabréf séu skráð safnskráningu undanskilur ekki viðkomandi hluthafa frá ákvæðum IX. kafla laga nr.

108/2007 um breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar (flöggun). Hlutir í eigu aðila sem varðveittir eru á

safnreikningi skulu taldir með við afmörkun á því hvort tiltekin viðskipti séu flöggunarskyld.

4.3.11 Slit eða skipti á félaginu

Í samræmi við 13. gr. í samþykktum félagsins skal fara með tillögur um slit á félaginu samkvæmt XIII. kafla

laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Þarf atkvæði sem ráða minnst 2/3 hlutum af heildarhlutafé félagsins til að slík

ákvörðun sé gild. Hluthafafundur sem tekið hefur löglega ákvörðun um slit eða skipti félagsins skal einnig

ákveða ráðstöfun eigna og greiðslu skulda.

Að öðru leyti skulu slit, skipting eða samruni útgefanda við annað félag fara fram í samræmi við XIII. og XIV.

kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

4.3.12 Skattamál

Hér á eftir fer almenn samantekt á tilteknum atriðum er varða skattlagningu tekna sem stafa frá fjárfestingu í

hlutabréfum, nánar tiltekið arðstekna og söluhagnaðar, sbr. lög nr. 90/2003 um tekjuskatt (tekjuskattslög).

Skattlagning teknanna fer eftir gildandi tekjuskattslögum hverju sinni, en þau geta tekið breytingum frá því sem

nú er. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar hjá óháðum sérfræðingi í skattamálum um það hvaða skattalegu

afleiðingar fjárfesting í hlutabréfum í útgefanda kann að hafa í för með sér, þ.m.t. áhrifa erlendra lagareglna og

áhrifa tvísköttunarsamninga Íslands við önnur ríki. Samantektin hér að neðan tekur til laga sem gilda á

dagsetningu þessarar lýsingar. Samantektin tekur ekki á skattalegum afleiðingum þegar hlutabréf eru hluti af

eignasafni.

Hlutabréf í útgefanda eru stimpilsgjaldskyld og greiðir útgefandi stimpilgjöld af þeim bréfum sem kunna að vera

gefin út. Stimpilgjöld hafa þegar verið greidd af öllum útgefnum hlutum í HB Granda.

Félaginu er skylt að halda eftir staðgreiðsluskatti af arðgreiðslum til innlendra hluthafa, sbr. 2. mgr. 3. gr. og 4.

mgr. 5. gr. laga nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Staðgreiðsluskatturinn sem haldið er eftir

skal miðast við viðeigandi skatthlutfall þess sem tekur við arðgreiðslunni. Ef staðgreiðsluskatturinn sem haldið

er eftir er hærri en álagningin mun Ríkisskattstjóri endurgreiða mismuninn í kjölfar álagningar. Gagnvart

íslenskum aðilum, öðrum en þeim sem eru undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts, er litið á staðgreiðsluna

sem fullnaðargreiðslu.

Útgefandi ábyrgist gagnvart fjárfestum að halda eftir afdráttarskatti af arði sem greiddur er innlendum og

erlendum aðilum.

Í tilviki einstaklinga telst arður sem ekki myndast í tengslum við atvinnurekstur viðkomandi til fjármagnstekna

sbr. C-lið 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Á dagsetningu lýsingar þessarar er fjármagnstekjuskattshlutfall

20%. Enginn frádráttur er heimill.

Arðgreiðslur til skattskyldra lögaðila teljast að fullu til tekna hjá viðkomandi skattaðila og eru skattlagðar í

almennu tekjuskattshlutfalli viðkomandi. Einkahlutafélögum, hlutafélögum og samlagshlutafélögum, sem eru

sjálfstæðir skattaðilar, er heimilt að draga frá tekjuskattstofni sínum fjárhæð sem nemur móttekinni arðgreiðslu.

Söluhagnaður hlutabréfa telst almennt til skattskyldra tekna. Söluhagnaður er reiknaður sem mismunur á

söluverði og meðalkaupverði allra hluta af sömu tegund og í sama flokki, að teknu tilliti til kostnaðar við söluna.

Í tilviki einstaklinga telst söluhagnaður hlutabréfa til fjármagnstekna. Á dagsetningu lýsingar þessarar er

fjármagnstekjuskattshlutfall 20%. Einstaklingar geta nýtt tap af sölu hlutabréfa á móti hagnaði af sölu hlutabréfa

innan sama almanaksárs en tap getur ekki verið flutt milli ára til að mæta skattlagningu á söluhagnaði hlutabréfa

síðar.

Hjá skattskyldum lögaðilum telst söluhagnaður hlutabréfa að fullu til tekna hjá viðkomandi. Einkahlutafélögum,

hlutafélögum og samlagshlutafélögum, sem eru sjálfstæðir skattaðilar, er heimilt að draga frá tekjuskattstofni

sínum fjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði.

Page 46: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

21

Tekjur sem aðili með skattalega heimilisfesti utan Íslands aflar hér á landi eru framtals- og skattskyldar á Íslandi.

Viðkomandi getur þó átt rétt á takmörkun eða undanþágu frá álögðum skatti á grundvelli tvísköttunarsamnings,

sé hann til staðar milli Íslands og þess ríkis þar sem viðkomandi er með skattalega heimilisfesti. Ísland hefur gert

tvísköttunarsamninga við um ríflega 30 ríki. Samningarnir eru alla jafna í samræmi við fyrirmynd

tvísköttunarsamnings frá OECD (OECD Model Tax Convention on Income and on Capital).

Aðili sem hyggst nýta sér réttindi skv. tvísköttunarsamningi skal skila inn staðfestingu á skattalegu heimilisfesti

sem gefið er út af viðeigandi opinberum aðila í hinu samningsríkinu. Telja skal tekjurnar fram í framtali hér á

landi og vísa til viðeigandi réttinda í tvísköttunarsamningi.

Arðstekjur og söluhagnaður aðila með skattalega heimilisfesti utan Íslands sæta staðgreiðslu hér á landi, sbr. A-

lið 2. gr. laga nr. 45/1987. Seljanda eða millilið á borð við verðbréfamiðlanir fjármálastofnana er skylt að halda

eftir staðgreiðsluskatti af söluandvirði. Greiðanda arðs er skylt að halda eftir staðgreiðsluskatti af arðgreiðslum.

Skatthlutfallið er nú 20%.

Ef við á geta aðilar sótt um endurgreiðslu og/eða undanþágu frá staðgreiðsluskyldu samkvæmt viðeigandi

ákvæðum tvísköttunarsamnings. Það er alltaf skilyrði fyrir undanþágu að fyrir liggi staðfesting á skattalegri

heimilisfesti sem gefin er út af viðeigandi opinberum aðila í heimilisfestisríki.

Félögum með takmarkaða ábyrgð (og tilteknum öðrum sambærilegum formum af félögum) innan Evrópska

efnahagssvæðisins, sem afla arðstekna eða mynda söluhagnað, sem hefur sætt staðgreiðsluskatti á Íslandi, er

heimilt að skila inn skattframtali á Íslandi og nýta sér frádráttarheimild líkt og lýst er hér að framan, og fá

endurgreiðslu oftekinnar staðgreiðslu við álagningu næsta árs.

Page 47: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

22

5. TILKYNNING TIL FJÁRFESTA

Verðbréfalýsing þessi er hluti af lýsingu útgefanda, dagsettri 27. mars 2014, sem varðar og birt er í tengslum við

almennt útboð á hlutum í HB Granda hf. og umsókn um töku allra útgefinna hlutabréfa í HB Granda hf. til

viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Hvort tveggja fer fram í samræmi við ákvæði íslenskra

laga og reglugerða um verðbréfaviðskipti, sbr. lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Tilskipun

Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/71/EB frá 4. nóvember 2003 og tilskipun 2010/73/ESB um lýsingar og

undirgerðir þeirra hafa verið innleiddar í íslenskan rétt með ákvæðum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

og reglugerðum settum á grundvelli þeirra, þ.e. reglugerðar nr. 837/2013 um almennt útboð verðbréfa að

verðmæti jafnvirðis 5.000.000 evra í íslenskum krónum eða meira og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum

verðbréfamarkaði og reglugerðar nr. 243/2006 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004

um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo

og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga,

allt með áorðnum breytingum. Lýsingin fylgir ákvæðum um upplýsingagjöf í lýsingum skv. viðaukum I og III

við fylgiskjal I við reglugerð nr. 243/2006. Verðbréfalýsingin uppfyllir ákvæði III. viðauka sem varðar lágmarks-

kröfur um upplýsingar sem koma eiga fram í verðbréfalýsingu fyrir hluti. Lýsingin er einnig útbúin með hliðsjón

af Reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga sem gefnar voru út af NASDAQ OMX Iceland hf. 17. desember

2013. Lýsingin hefur verið yfirfarin og staðfest af Fjármálaeftirlitinu á Íslandi í samræmi við 52. gr. laga nr.

108/2007 um verðbréfaviðskipti. Lýsingin er á íslensku og er birt á Íslandi. Lýsingin samanstendur af þremur

sjálfstæðum skjölum; samantekt, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu, sem öll eru dagsett 27. mars 2014 og má

nálgast á vef félagsins, www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar. Einnig verður frá 31. mars 2014 hægt að

nálgast innbundin eintök í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hjá Arion banka hf. í

Borgartúni 19 í Reykjavík.

Lýsing útgefanda, dagsett 27. mars 2014, inniheldur þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum til að þeir

geti metið eignir og skuldir, fjárhagsstöðu, afkomu og framtíðarhorfur útgefanda, sem og upplýsingar um þau

réttindi sem fylgja verðbréfunum. Leitast hefur verið við að setja upplýsingarnar fram á skýran og greinargóðan

hátt. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lýsingu þessa, dagsetta 27. mars 2014, og er þeim ráðlagt að kynna

sér sérstaklega kafla um áhættuþætti. Upplýsingar í lýsingunni byggja á aðstæðum og staðreyndum á þeim degi

sem lýsingin er undirrituð og geta breyst frá dagsetningu undirritaðrar lýsingar og fram að þeim degi þegar

verðbréfin eru tekin til viðskipta. Ef mikilvægar nýjar upplýsingar, veigamikil mistök eða ónákvæmni er varða

upplýsingar í lýsingunni, sem máli geta skipt við mat á verðbréfunum, koma fram á þessu tímabili, skal útbúa

viðauka við lýsinguna í samræmi við 46. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þar sem greint er frá

viðkomandi atriðum. Viðaukinn skal staðfestur innan sjö virkra daga og birtur á sama hátt og upprunalega

lýsingin. Í samræmi við 46. gr. laga nr. 108/2007 skulu fjárfestar sem þegar hafa samþykkt að kaupa eða skrá sig

fyrir verðbréfum áður en viðaukinn er birtur hafa rétt til að falla frá fyrrgreindu samþykki að lágmarki í tvo virka

daga frá birtingu viðaukans.

Verðbréfalýsingu þessa eða önnur skjöl sem tilheyra lýsingu útgefanda, sem dagsett er 27. mars 2014, má undir

engum kringumstæðum skoða eða túlka sem loforð um árangur í rekstri eða um ávöxtun fjármuna af hálfu

útgefanda, seljanda, umsjónaraðila útboðs, söluaðila, umsjónaraðila með töku til viðskipta á Aðalmarkaði eða

annarra aðila. Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting sem byggist á

væntingum en ekki loforðum. Fjárfestar verða fyrst og fremst að treysta eigin dómgreind vegna fjárfestingar í

verðbréfum HB Granda og taka tillit til starfsumhverfis félagsins, hagnaðarvonar, ytri aðstæðna og þeirrar áhættu

sem í fjárfestingunni felst. Fjárfestum er bent á að hægt er að leita ráðgjafar sérfræðinga, svo sem hjá bönkum,

verðbréfafyrirtækjum og sparisjóðum, til aðstoðar við mat á verðbréfum útgefanda sem fjárfestingarkosti.

Fjárfestum er ráðlagt að skoða lagalega stöðu sína og þau skattalegu áhrif sem kaup á hlutabréfum í útgefanda

kunna að hafa og leita óháðrar ráðgjafar í því tilliti.

Verðbréfalýsingu þessa eða önnur skjöl sem eru hluti af lýsingunni skal hvorki senda í pósti né dreifa á einn eða

annan hátt til landa þar sem dreifing myndi krefjast viðbótar skráningarferlis eða aðgerða annarra en þeirra sem

heyra undir íslensk lög og reglur, eða ef slík dreifing greinir á við lög eða reglur viðeigandi landa.

Verðbréfalýsingu þessa eða önnur skjöl sem eru hluti af lýsingunni skal þannig m.a. hvorki senda í pósti né

dreifa á einn eða annan hátt til eða innan Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada eða Japan. Útgefandi, seljendur eða

umsjónaraðilar eru ekki skaðabótaskyldir vegna dreifingar á lýsingunni til þriðja aðila.

Öll hlutabréf í HB Granda hf. hafa verið tekin til viðskipta á First North markaðstorgi NASDAQ OMX Iceland

hf. Lýtur félagið sem útgefandi og hlutabréfin sem hann gefur út því Reglum um First North Nordic (e. First

North Nordic – Rulebook), útgefnum af NASDAQ OMX Nordic 1. janúar 2014. Verði hlutabréf, gefin út af HB

Granda, tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. mun félagið framvegis ekki lúta

framangreindum reglum. Lýtur HB Grandi þá sem útgefandi upplýsingaskyldu frá þeim tíma á markaði

samkvæmt settum lögum og reglugerðum um verðbréfaviðskipti, sbr. lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti,

Page 48: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

23

birtir tilkynningar opinberlega og lýtur reglum NASDAQ OMX Iceland hf. Núgildandi Reglur fyrir útgefendur

fjármálagerninga, útgefnar af NASDAQ OMX Iceland hf. 17. desember 2013, kveða m.a. á um opinbera birtingu

allra fjárhagsupplýsinga í samræmi við lög og reglur um reikningsskil sem gilda um félagið á hverjum tíma, og

að upplýsingar um ákvarðanir eða aðrar forsendur og aðstæður sem ástæða er til að ætla að geti haft marktæk

áhrif á markaðsverð hlutabréfanna beri að birta eins fljótt og unnt er. Opinber birting telst vera þegar upplýsingar

hafa verið birtar almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu. Samhliða opinberri birtingu skal útgefandi senda

upplýsingarnar til FME í samræmi við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, auk þess sem þær skulu vera

sendar til NASDAQ OMX Iceland hf. í eftirlitsskyni í samræmi við reglur NASDAQ OMX Iceland hf. fyrir

útgefendur fjármálagerninga. HB Grandi mun birta framangreindar upplýsingar opinberlega og á vef félagsins, á

slóðinni www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar.

5.1 Hugsanlegir hagsmunaárekstrar

Athygli er beint að þeim hagsmunum sem Arion banki hf. kann að hafa í tengslum við fyrirhugað almennt útboð

á hlutum í HB Granda og ósk um að hlutabréf í HB Granda verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ

OMX Iceland hf.:

Arion banki hf. á 30,93% hlutafjár í HB Granda hf., er einn af þremur seljendum í útboðinu og býður þar

20% eignarhlut í útgefanda, en áskilur sér rétt til að auka það í allt að 25% hlut.

Eigin viðskipti Arion banka hf. hafa gert samning við útgefanda um viðskiptavakt á hlutum útgefanda og er

hún framkvæmd fyrir reikning bankans gegn þóknun frá útgefanda.

Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með töku á hlutabréfum í útgefanda

til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf., þar með talið umsjón með gerð lýsingar, og fær

þóknun frá útgefanda fyrir þá þjónustu.

Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með fyrirhuguðu almennu útboði,

þ.m.t. markaðssetningu og sölu, í aðdraganda viðskipta með hluti útgefanda á Aðalmarkaði NASDAQ OMX

Iceland hf. og fær þóknun frá seljendum fyrir þá þjónustu. Annar söluaðili útboðsins eru markaðsviðskipti

Arion banka hf. Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. veitti útgefanda ráðgjöf við gerð

áreiðanleikakönnunar í aðdraganda útgáfu HB Granda á þessari lýsingu, umsóknar félagsins um töku á

hlutabréfum til viðskipta og almenns útboðs, og fær þóknun frá útgefanda fyrir þá þjónustu.

Arion banki hf. er einn lánveitanda HB Granda hf., en fyrirtækjasvið bankans annast þau viðskipti.

Arion banki hf. er einn viðskiptabanka útgefanda og annast fyrirtækjasvið og viðskiptabankasvið bankans

þau viðskipti.

Aðrar deildir bankans, sem annast viðskipti við útgefanda, eru markaðsviðskipti fjárfestingabankasviðs

Arion banka hf.

Arion banka hf. er ekki skylt að meta hvort þátttaka í útboðinu og kaup á hlutum í útgefanda er viðeigandi fyrir

fjárfesta og nýtur fjárfestir í slíkum viðskiptum því ekki verndar samkvæmt 16 gr. í lögum nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti. Bankinn fer fram á það við fjárfesta að þeir kynni sér upplýsingar um reglur Arion banka hf.

um hagsmunaárekstra, sem eru settar í samræmi við 8. gr. í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, en þær er

að finna á vefslóðinni www.arionbanki.is/library/Skrar/Bankinn/Reglur-og-samthykktir/Hagsmunaarekstrar

/2011-11-15_Hagsmunaárekstrar.pdf (Sótt 21.03.2014), og að þeir kynni sér alla hugsanlega hagsmunaárekstra

sem tilgreindir eru í lýsingu þessari.

Hér á eftir fara upplýsingar um reglur Arion banka hf. um hagsmunaárekstra:

Arion banki hf. býður fjölbreytt úrval vöru og þjónustu fyrir stóran hóp viðskiptavina. Í slíkri viðskiptastarfsemi

getur sú staða óhjákvæmilega komið upp að hagsmunir viðskiptavina Arion banka hf. fara ekki saman við

hagsmuni Arion banka hf. (þ.m.t. hagsmunir starfsmanna eða aðila tengdum bankanum); og/eða hagsmuni

annarra viðskiptavina Arion banka hf. Komi þessi staða upp mun bankinn grípa til allra skynsamlegra leiða til

að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar leiði af sér tjón fyrir viðskiptavini. Hjá Arion banka hf. er skriflegt

fyrirkomulag, bæði kerfislegt og stjórnunarlegt, til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra sem gætu falið í sér

raunverulega hættu á tjóni fyrir einn eða fleiri viðskiptavini bankans. Arion banki hf. fylgir ákveðnu

fyrirkomulagi til að hafa stjórn á og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Fyrirkomulagið miðast við að tryggja

að starfsfólk og félög innan Arion banka hf. geri sér grein fyrir hættunni á hagsmunaárekstrum, vinni sjálfstætt

og leitist við að vernda hagsmuni viðskiptavina. Þetta felur í sér: skilvirkt ferli til stýringar á flæði upplýsinga;

sérstaka yfirumsjón með starfsfólki, sem hefur það meginhlutverk að þjónusta viðskiptavini vegna hagsmuna sem

mögulega gætu stangast á við aðra ríka hagsmuni (þ.m.t. hagsmuni Arion banka hf.); aðskilnað milli starfsfólks

sem starfar og þiggur laun/þóknun á mismunandi sviðum bankans þar sem hagsmunaárekstrar gætu myndast;

úrræði til að koma í veg fyrir eða takmarka að einstaklingur geti haft óeðlileg áhrif á hvernig þjónusta er veitt

Page 49: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

24

eða starfsemi fer fram; og úrræði til að koma í veg fyrir eða stjórna aðkomu utanaðkomandi starfsmanna þar

sem slík aðkoma getur komið í veg fyrir virka stjórn á hagsmunaárekstrum. Ef ljóst er að þær ráðstafanir gegn

hagsmunaárekstrum sem Arion banki hf. grípur til eru ekki fullnægjandi svo fyrirbyggja megi með nægjanlegri

vissu hættu á tjóni á hagsmunum viðskiptavina, mun Arion banki hf. greina frá með skýrum hætti um eðli og/eða

orsakir hagsmunaárekstra áður en viðskipti fara fram.

5.2 Skilgreiningar og tilvísanir

Vísun til ,,útgefanda“, ,,HB Granda “, ,,félagsins“ eða „samstæðunnar“ í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem

tilvísun til HB Granda hf., kennitala 541185-0389, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, og dótturfélaga, nema annað

megi skilja af samhengi textans. HB Grandi hf. er lögformlegt heiti útgefandans og viðskiptaheiti.

Vísun til „hlutanna“ eða „hlutabréfanna“ í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til allra útgefinna

hlutabréfa HB Granda hf. hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í flokki hlutabréfa með auðkennið GRND og ISIN-

númerið IS0000000297, nema annað megi skilja af samhengi textans.

Vísun til „lýsingarinnar“ í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til lýsingar útgefanda, dagsettrar 27.

mars 2014, sem er birt í tengslum við almennt útboð á hlutum í HB Granda hf. og umsókn um töku allra

útgefinna hlutabréfa í HB Granda hf. til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf., nema annað megi

skilja af samhengi textans. Lýsingin samanstendur af þremur sjálfstæðum skjölum; samantekt, verðbréfalýsingu

og útgefandalýsingu, sem öll eru dagsett 27. mars 2014. Framangreind skjöl má finna á vef félagsins,

www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar.

Vísun til ,,seljenda“, í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til Vogunar hf., kennitala 660991-1669,

Miðsandi, 301 Akranesi; Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf., kt. 680269-6029, Strandgötu 11-13, 220

Hafnarfirði; og Arion banka hf., kennitala 581008-0150, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, nema annað megi skilja

af samhengi textans. Vísun til „seljanda“ í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til eins seljenda, nema

annað megi skilja af samhengi textans.

Vísun til „umsjónaraðila“ í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til fyrirtækjaráðgjafar

fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., kennitala 581008-0150, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, ef ráðið verður

af samhengi textans að átt sé við umsjónaraðila með töku til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland

hf., nema annað megi skilja af samhengi textans. Vísun til „söluaðila“ í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem

tilvísun til umsjónaraðila ásamt markaðsviðskiptum Arion banka hf., nema annað megi skilja af samhengi

textans.

Vísun til ,,FME“ eða vísun til ,,Fjármálaeftirlitsins“ í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til

Fjármálaeftirlitsins á Íslandi, kennitala 541298-3209, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík, nema annað megi skilja af

samhengi textans.

Vísun til ,,NASDAQ OMX Iceland hf.“ í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til Kauphallar Íslands

hf., erlent aukaheiti NASDAQ OMX Iceland hf., kennitala 681298-2829, Laugavegi 182, 105 Reykjavík, nema

annað megi skilja af samhengi textans. Vísun til „Aðalmarkaðar“ í þessari verðbréfalýsingu, skal túlka sem

tilvísun til Aðalmarkaðar NASDAQ OMX Iceland hf., sem er skipulegur verðbréfamarkaður, nema annað megi

skilja af samhengi textans.

Hugtakið ,,króna” eða skammstöfunina ,,kr.” í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til gjaldmiðilsins

íslenskrar krónu. Skammstöfunina ,,m.kr.” í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til milljóna króna.

Skammstöfunina ,,ma.kr.” í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til milljarða króna.

Vísanir til tiltekinna klukkutíma í þessari verðbréfalýsingu skulu túlkaðar sem tilvísanir til tímasetninga að

íslenskum staðartíma.

Þegar vísað er til laga og reglugerða í verðbréfalýsingu þessari er vísað til íslenskra laga og reglugerða, með

áorðnum breytingum.

5.3 Ráðgjafar

Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., kennitala 581008-0150, Borgartúni 19, 105

Reykjavík, hefur umsjón með því ferli að fá hlutabréf í HB Granda hf. tekin til viðskipta á Aðalmarkaði

NASDAQ OMX Iceland hf. Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hefur unnið að gerð

verðbréfalýsingar þessarar í samráði við stjórnendur og stjórn útgefandans og er hún byggð á upplýsingum frá

seljendum og frá útgefanda. Þar á meðal er hún byggð á beinum og óbeinum upplýsingum úr lögfræðilegri,

Page 50: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

25

fjárhagslegri og skattalegri áreiðanleikakönnun. Lýsingin er m.a. byggð á endurskoðuðum ársreikningum fyrir

fjárhagsárin 2011, 2012 og 2013.

Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., kennitala 581008-0150, Borgartúni 19, 105

Reykjavík, hefur umsjón með almennu útboði á hlutum í HB Granda hf. sem lýst er í verðbréfalýsingu þessari og

efnt er til í tengslum við framangreint ferli.

Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. og Advel lögmenn slf., kennitala 420112-0170,

Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, hafa haft umsjón með gerð áreiðanleikakannana í aðdraganda útgáfu HB

Granda hf. á þessari lýsingu, umsóknar félagsins um töku á hlutabréfum til viðskipta og almenns útboðs.

Eftirfarandi áreiðanleikakannanir voru framkvæmdar í desember 2013 til mars 2014 og náðu þær til starfsemi

félagsins aftur til 1. janúar 2011 auk einstakra efnisþátta sem náðu allt aftur til ársins 2006. Lögfræðileg

áreiðanleikakönnun var framkvæmd af BBA Legal ehf., kennitala 661098-2959, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.

Könnunin tók til uppbyggingar félagsins, félagaréttarlegra atriða, heimilda og leyfa og samskipta við opinbera

aðila, helstu samninga, fasteigna og lausafjár, leiguréttinda, starfsmannamála, hugverkaréttinda og

upplýsingatækni, dómsmála og annars ágreinings, fjármögnunar og annarra samningsbundinna

fjárskuldbindinga, tryggingamála, lagaumhverfis, auk annarra atriða. Fjárhagsleg og skattaleg

áreiðanleikakönnun var framkvæmd af Deloitte FAS ehf., kennitala 620607-0100, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi.

Page 51: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

26

5.4 Yfirlýsing endurskoðanda

Fjárhagsupplýsingar í öðrum kafla verðbréfalýsingar þessarar varða endurskoðaðan samstæðuársreikning HB

Granda hf. fyrir árið 2013, endurskoðaðan samstæðuársreikning HB Granda hf. fyrir árið 2012 og

endurskoðaðan samstæðuársreikning HB Granda hf. fyrir árið 2011. KPMG ehf., kennitala 590975-0449,

Borgartúni 27, 105 Reykjavík, hefur endurskoðað samstæðuársreikninga fyrir árin 2013, 2012 og 2011.

Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Vegna endurskoðunar samstæðuársreikninga

HB Granda hf. fyrir árin 2013, 2012 og 2011 var það álit KPMG ehf. að samstæðuársreikningarnir gæfu glögga

mynd af afkomu samstæðunnar á viðkomandi tímabili, fjárhagsstöðu hennar í lok tímabila og breytingu á

handbæru fé á tímabilunum, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af

Evrópusambandinu. Áritun framangreindra samstæðuársreikninga var án athugasemda. KPMG ehf. staðfestir að

fjárhagsupplýsingar í öðrum kafla verðbréfalýsingar þessarar eru í samræmi við endurskoðaða

samstæðuársreikninga.

Reykjavík, 27. mars 2014

Fyrir hönd KPMG ehf.

Kristrún H. Ingólfsdóttir Auður Þórisdóttir

löggiltur endurskoðandi löggiltur endurskoðandi

5.5 Yfirlýsing seljenda

Framkvæmdastjóri Vogunar hf., kennitala 660991-1669, Miðsandi, 301 Akranesi, lýsir því yfir fyrir hönd

Vogunar hf., sem væntanlegs seljanda í almennu útboði á hlutum í HB Granda hf., að samkvæmt hans bestu

vitund séu upplýsingar um útboðið, sem lýsingin hefur að geyma, í samræmi við staðreyndir og að engum

upplýsingum hafi verið sleppt sem kunna að skipta máli varðandi áreiðanleika þeirra.

Reykjavík, 27. mars 2014

Fyrir hönd Vogunar hf.

Kristján Loftsson

framkvæmdastjóri

Formaður stjórnar Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf., kennitala 660991-1669, Strandgötu 11-13, 220

Hafnarfirði, lýsir því yfir fyrir hönd Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf., sem væntanlegs seljanda í almennu

útboði á hlutum í HB Granda hf., að samkvæmt hans bestu vitund séu upplýsingar um útboðið, sem lýsingin

hefur að geyma, í samræmi við staðreyndir og að engum upplýsingum hafi verið sleppt sem kunna að skipta máli

varðandi áreiðanleika þeirra.

Reykjavík, 27. mars 2014

Fyrir hönd Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf.

Kristján Loftsson

formaður stjórnar

Page 52: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

27

Bankastjóri og framkvæmdastjóri Fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., kennitala 581008-0150, Borgartúni

19, 105 Reykjavík, lýsa því yfir fyrir hönd Arion banka hf., sem væntanlegs seljanda í almennu útboði á hlutum í

HB Granda hf., að samkvæmt þeirra bestu vitund séu upplýsingar um útboðið, sem lýsingin hefur að geyma, í

samræmi við staðreyndir og að engum upplýsingum hafi verið sleppt sem kunna að skipta máli varðandi

áreiðanleika þeirra.

Reykjavík, 27. mars 2014

Fyrir hönd Arion banka hf.

Höskuldur H. Ólafsson Halldór Bjarkar Lúðvígsson

bankastjóri framkvæmdastjóri Fjárfestingarbankasviðs

5.6 Yfirlýsing ábyrgðaraðila fyrir hönd útgefanda

Formaður stjórnar og forstjóri HB Granda hf., kennitala 541185-0389, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, lýsa því

yfir fyrir hönd HB Granda hf., sem útgefanda, að samkvæmt þeirra bestu vitund séu upplýsingarnar, sem

lýsingin hefur að geyma, í samræmi við staðreyndir og að engum upplýsingum hafi verið sleppt sem kunna að

skipta máli varðandi áreiðanleika hennar.

Reykjavík, 27. mars 2014

Fyrir hönd HB Granda hf.

Kristján Loftsson Vilhjálmur Vilhjálmsson

formaður stjórnar forstjóri

Page 53: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

ÚTGEFANDALÝSING Mars 2014

Page 54: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 55: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

Efnisyfirlit 1. Áhættuþættir.................................................................................................................................................... 1

1.1 Efnahags- og stjórnmálaumhverfi ........................................................................................................... 1

1.1.1 Gengisfall krónunnar 2008 .............................................................................................................. 1

1.1.2 Stjórnmálaumhverfi ......................................................................................................................... 1

1.1.3 Gildandi lög, reglugerðir og leyfi .................................................................................................... 2

1.1.4 Verðbréfalöggjöf ............................................................................................................................. 2

1.1.5 Skattar ............................................................................................................................................. 3

1.1.6 Fiskveiðistjórn ................................................................................................................................. 3

1.1.7 Veiðigjöld ........................................................................................................................................ 4

1.1.8 Verðbólguáhætta ............................................................................................................................. 5

1.1.9 Kjarasamningar ............................................................................................................................... 5

1.2 Rekstraráhætta ......................................................................................................................................... 5

1.2.1 Breytingar á hráefna- og afurðaverði .............................................................................................. 5

1.2.2 Fiskigegnd og fiskimið .................................................................................................................... 5

1.2.3 Veiðar og vinnsla ............................................................................................................................ 6

1.2.4 Fiskeldi ............................................................................................................................................ 6

1.2.5 Samningsáhætta og mikilvægir samningar ...................................................................................... 6

1.2.6 Málaferli og ágreiningsmál ............................................................................................................. 6

1.2.7 Samkeppni og aðgengi að mörkuðum ............................................................................................. 6

1.2.8 Vörumerki ....................................................................................................................................... 7

1.2.9 Fasteignir og leiguhúsnæði .............................................................................................................. 7

1.2.10 Skipastóll ......................................................................................................................................... 7

1.2.11 Olíuverðsáhætta ............................................................................................................................... 8

1.2.12 Tækninýjungar ................................................................................................................................ 8

1.2.13 Umhverfisáhætta ............................................................................................................................. 8

1.2.14 Vátryggingar ................................................................................................................................... 8

1.2.15 Lykilstarfsmenn ............................................................................................................................... 9

1.2.16 Stefnumótunaráhætta ....................................................................................................................... 9

1.2.17 Orðsporsáhætta ................................................................................................................................ 9

1.2.18 Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar .................................................................................................... 9

1.3 Áhættustýring félagsins og innra eftirlit .................................................................................................. 9

1.4 Lánsáhætta ............................................................................................................................................ 10

1.5 Lausafjáráhætta ..................................................................................................................................... 10

1.6 Markaðsáhætta ...................................................................................................................................... 11

1.6.1 Gengisáhætta ................................................................................................................................. 11

1.6.2 Vaxtaáhætta ................................................................................................................................... 12

1.7 Uppbygging á eignarhaldi útgefanda .................................................................................................... 13

2. Samandregnar fjárhagsupplýsingar ............................................................................................................... 15

3. Upplýsingar um útgefandann ........................................................................................................................ 20

3.1 Útgefandi ............................................................................................................................................... 20

3.2 Tilgangur ............................................................................................................................................... 20

Page 56: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

3.3 Lagaumhverfi ........................................................................................................................................ 21

3.3.1 Yfirlit yfir löggjöf er snertir sjávarútvegsfélög ............................................................................. 21

3.3.2 Stjórn fiskveiða ............................................................................................................................. 21

3.4 Ágrip af sögu HB Granda ...................................................................................................................... 23

4. Starfsemi og skipulag .................................................................................................................................... 25

4.1 Hlutverk og markmið ............................................................................................................................ 25

4.1.1 Gæðastefna .................................................................................................................................... 25

4.2 Starfssvið ............................................................................................................................................... 25

4.2.1 Skrifstofa forstjóra......................................................................................................................... 26

4.2.2 Markaðssvið .................................................................................................................................. 26

4.2.3 Viðskiptaþróun .............................................................................................................................. 26

4.2.4 Fjármálasvið .................................................................................................................................. 26

4.2.5 Botnfisksvið .................................................................................................................................. 26

4.2.6 Uppsjávarsvið ................................................................................................................................ 27

4.2.7 Mannauður .................................................................................................................................... 27

4.3 Dótturfélög HB Granda ......................................................................................................................... 27

4.3.1 Grandi Limitada ............................................................................................................................ 27

4.3.2 Stofnfiskur hf. og dótturfélag þess Stofnfiskur Ireland Ltd. .......................................................... 27

4.3.3 Vignir G. Jónsson hf. ..................................................................................................................... 28

4.4 Lýsing á starfsemi HB Granda .............................................................................................................. 28

4.4.1 Botnfisksvið .................................................................................................................................. 28

4.4.2 Útgerð ............................................................................................................................................ 28

4.4.3 Landvinnsla botnfisks ................................................................................................................... 30

4.4.4 Uppsjávarsvið ................................................................................................................................ 31

4.4.5 Útgerð ............................................................................................................................................ 31

4.4.6 Landvinnsla uppsjávarfisks ........................................................................................................... 32

4.4.7 Sala og dreifing ............................................................................................................................. 33

4.4.7.1 Vöruþróun ..................................................................................................................................... 34

4.4.7.1 Hugverkaréttindi............................................................................................................................ 34

4.4.8 Fasteignir ....................................................................................................................................... 34

4.4.9 Gæðakerfi ...................................................................................................................................... 35

4.4.10 Vottanir ......................................................................................................................................... 36

4.5 Helstu markaðir ..................................................................................................................................... 36

4.5.1 Sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi ............................................................................................ 36

4.5.2 Íslenskur sjávarútvegur ................................................................................................................. 37

4.5.3 Afli íslenskra fiskiskipa ................................................................................................................. 37

4.5.4 Samkeppnin ................................................................................................................................... 38

4.5.5 Helstu markaðir og afurðir HB Granda ......................................................................................... 39

5. Stjórnarhættir, stjórn, yfirstjórn og endurskoðendur ..................................................................................... 42

5.1 Stjórnarhættir......................................................................................................................................... 42

5.2 Stjórn útgefanda .................................................................................................................................... 45

5.3 Yfirstjórn ............................................................................................................................................... 47

Page 57: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

5.4 Aðrar upplýsingar um stjórn og yfirstjórn ............................................................................................. 49

5.4.1 Hæfi ............................................................................................................................................... 49

5.4.2 Hagsmunaárekstrar ........................................................................................................................ 50

5.4.3 Tekjur og hlunnindi stjórnarmanna og yfirstjórnar ....................................................................... 50

5.5 Tengdir aðilar ........................................................................................................................................ 51

5.5.1 Skilgreining tengdra aðila ............................................................................................................. 51

5.5.2 Viðskipti við tengda aðila.............................................................................................................. 51

5.6 Endurskoðendur .................................................................................................................................... 52

6. Hluthafar og hlutafé ...................................................................................................................................... 53

6.1 Hluthafar ............................................................................................................................................... 53

6.2 Hlutafé ................................................................................................................................................... 54

6.3 Réttindi hluthafa .................................................................................................................................... 55

6.3.1 Atkvæðisréttur ............................................................................................................................... 55

6.3.2 Arður ............................................................................................................................................. 55

6.3.3 Hækkun eða lækkun hlutafjár ........................................................................................................ 56

6.4 Þróun hlutafjár ....................................................................................................................................... 56

7. Fjárhagsyfirlit 1. janúar 2011 – 31. desember 2013 ...................................................................................... 57

7.1 Þróun, horfur og breytingar á fjárhagsstöðu .......................................................................................... 57

7.2 Rekstrarreikningur samstæðu HB Granda ............................................................................................. 58

7.2.1 Rekstrarreikningur 2013 og 2012 .................................................................................................. 59

7.2.2 Rekstrarreikningur 2012 og 2011 .................................................................................................. 61

7.3 Efnahagur samstæðu HB Granda .......................................................................................................... 64

7.3.1 Efnahagsreikningur samstæðu HB Granda 31. desember 2013 og 31. desember 2012 ................ 66

7.3.1.1 Lánaskilmálar ................................................................................................................................ 68

7.3.2 Efnahagsreikningur samstæðu HB Granda 31. desember 2012 og 31. desember 2011 ................ 69

7.3.3 Eiginfjáryfirlit samstæðu HB Granda 31. des. 2011, 31. des. 2012 og 31. des. 2013 ................... 71

7.4 Sjóðstreymisyfirlit samstæðu HB Granda ............................................................................................. 73

7.4.1 Árlegt sjóðstreymisyfirlit rekstrarárin 2013 og 2012 .................................................................... 74

7.4.2 Árlegt sjóðstreymisyfirlit rekstrarárin 2012 og 2011 .................................................................... 74

8. Tilkynning til fjárfesta ................................................................................................................................... 75

8.1 Hugsanlegir hagsmunaárekstrar ............................................................................................................ 77

8.2 Skilgreiningar og tilvísanir .................................................................................................................... 78

8.3 Gildistími og aðgengi að lýsingu ........................................................................................................... 79

8.4 Skjöl til sýnis ......................................................................................................................................... 79

8.5 Upplýsingar frá þriðja aðila ................................................................................................................... 79

8.6 Ráðgjafar ............................................................................................................................................... 79

8.7 Yfirlýsing endurskoðenda útgefandans ................................................................................................. 80

8.8 Yfirlýsing ábyrgðaraðila útgefandalýsingar fyrir hönd útgefanda ........................................................ 80

9. Samþykktir HB Granda hf. ...............................................................................................................................

10. Samstæðuársreikningar HB Granda hf. 1.1.2011 - 31.12.2013 .........................................................................

Page 58: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

1

1. ÁHÆTTUÞÆTTIR

Áhættuþættir þeir sem hér á eftir er lýst eru þeir sem HB Grandi hf., kt. 541185-0389, Norðurgarði 1, 101

Reykjavík (einnig nefnt „HB Grandi“, „útgefandinn“, „félagið“ og „samstæðan“ í útgefandalýsingu þessari) er

kunnugt um og telur að eigi sérstaklega við um félagið og þá atvinnugrein sem það starfar innan og gætu þar af

leiðandi haft áhrif á virði verðbréfa útgefnum af félaginu.

Áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu í verðbréfum útgefnum af HB Granda er mikilvægt að fjárfestar kynni

sér og leggi sjálfstætt mat á allar upplýsingar sem koma fram í lýsingu félagsins sem samanstendur af

útgefandalýsingu þessari og viðeigandi verðbréfalýsingu útgefanda og samantekt, allt dagsett 27. mars 2014.

Sérstaklega er fjárfestum bent á að kynna sér þá áhættu- og óvissuþætti sem lýst er í köflum um áhættuþætti og

gætu haft veruleg áhrif á HB Granda og þar af leiðandi fjárfestingar í verðbréfum útgefnum af félaginu.

Ekki er hægt með neinni vissu að meta líkur þess að einhver tiltekinn atburður eigi sér stað, áhrif hans eða hvort

hann geti haft keðjuverkandi áhrif og þannig orðið til þess að aðrir atburðir komi til sem valdið geta félaginu eða

hluthöfum þess tjóni.

Hver og einn neðangreindra áhættuþátta gæti haft ítrekuð áhrif á rekstur og efnahag HB Granda og þar með á

verðmæti verðbréfa útgefnum af félaginu. Ekki er hægt að segja til um umfang eða tímamörk slíkra áhrifa.

Umfjöllun um þá áhættuþætti sem útgefandi álítur að skipti máli fyrir útgefanda og verðbréfin sem lýsing þessi

tekur til, svo meta megi áhættu sem tengist útgefandanum, atvinnugrein hans og verðbréfum, er að finna í

köflum um áhættuþætti í útgefandalýsingu þessari og viðeigandi verðbréfalýsingu útgefandans. Þessi kafli, 1.

Áhættuþættir, inniheldur upplýsingar um áhættuþætti sem útgefandi telur skv. bestu vitund eiga sérstaklega við

um útgefandann og atvinnugrein hans, en þeim er ekki skipað í röð eftir mikilvægi. Kaflinn 1. Áhættuþættir í

viðeigandi verðbréfalýsingu inniheldur upplýsingar um áhættuþætti sem útgefandi telur skv. bestu vitund eiga

sérstaklega við um verðbréfin svo meta megi markaðsáhættuna sem tengist þeim. Áhættuþættir þessir eru háðir

óvissu og því er útgefanda ekki mögulegt að segja til um líkur á því að þeir geti átt sér stað. Möguleiki er á því

að útgefandi geti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna annarra þátta sem ekki eru taldir áhættuþættir á

grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir og útgefanda er kunnugt um.

1.1 Efnahags- og stjórnmálaumhverfi

1.1.1 Gengisfall krónunnar 2008

Aðstæður í íslensku stjórnmála- og efnahagslífi tóku miklum breytingum haustið 2008 í kjölfar hruns stærstu

fjármálastofnana landsins og gengishruns íslensku krónunnar. Árin á undan hafði mikið verið um lántökur

íslenskra fyrirtækja í erlendum gjaldmiðlum og fyrir vikið hækkuðu skuldir margra fyrirtækja verulega við

gengisfall krónunnar. Þær hækkanir hafa að einhverju leyti gengið til baka í kjölfar Hæstaréttardóma sem lúta að

ólögmæti hluta þeirra lána sem tengd voru erlendum gjaldmiðlum. Markaðsvirði fjölmargra hlutabréfa- og

skuldabréfaflokka félaga sem viðskipti voru með á skipulegum verðbréfamarkaði hér á landi hrundi af völdum

fjármálakreppunnar árið 2008.

Gengisfall krónunnar varð til þess að innleidd voru gjaldeyrishöft. Gjaldeyrishöftin takmarka m.a. möguleika

erlendra fjárfesta til að innleysa íslenska fjármálagerninga sem þeir fjárfestu í áður en gjaldeyrishöftin voru sett.

Hins vegar gilda ekki jafn strangar reglur um nýjar fjárfestingar erlendra aðila, þar sem gildandi gjaldeyrisreglur

bjóða upp á útgönguleið úr slíkum fjárfestingum. Enn fremur er íslenskum fjárfestum óheimilt að ráðast í

nýfjárfestingar erlendis skv. núgildandi reglum. Breytingar á gjaldeyrishöftunum geta haft áhrif á framboð og

eftirspurn eftir íslenskri krónu og þar með á gengi hennar. Losun eða afnám gjaldeyrishaftanna gæti til að mynda

haft áhrif á starfsemi félagsins ef slíkar aðgerðir leiða til þess að erlendir aðilar selji eignir sínar í íslenskum

krónum eða að vextir verði hækkaðir til þess að koma í veg fyrir gengislækkun krónunnar.

Stærstur hluti tekna félagsins er af erlendri sölu og hefur því lægra gengi krónunnar auk annarra þátta, s.s.

hagfelld þróun afurðarverðs, haft jákvæð áhrif á rekstur sjávarútvegsfélaga. Breytingar á gengi krónunnar kunna

því að hafa áhrif á rekstur og afkomu félagsins.

1.1.2 Stjórnmálaumhverfi

Ákvarðanir stjórnvalda, sem m.a. geta ráðist af þróun stjórnmála á Íslandi eða einstökum pólitískum atburðum,

geta haft bein eða óbein áhrif á starfsemi HB Granda. Enn fremur lýtur félagið fjölda mismunandi laga og

reglugerða og geta breytingar á mikilvægum sviðum ráðist af stjórnmálaumhverfinu á hverjum tíma.

Page 59: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

2

Þar ber hæst ákvarðanir stjórnvalda varðandi skipulag og uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins, veiðigjöld,

tolla og skatta, svo og varðandi breytingu á gjaldeyrishöftum og aðrar ákvarðanir sem hafa áhrif á gengi íslensku

krónunnar.

Ákvarðanir stjórnvalda geta jafnframt ráðist af alþjóðlegum skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist s.s.

aðildarsamningi um evrópska efnahagssvæðið.

Íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða úr deilistofnum úr lögsögum annarra ríkja sem aðili að Norðvestur-

Atlantshafs fiskveiðistofnunninni (NAFO) og Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC). Deilistofnar

eru flökkustofnar, stofnar sem eru ekki staðbundnir heldur flakka milli lögsagna og þar með veiðisvæða, eins og

til dæmis úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld. Íslendingar eru jafnframt með sérstakan samning

við Rússa og Norðmenn um veiðar íslenskra skipa á þorski í Barentshafi innan lögsagna þeirra, auk tvíhlíða

samnings við Færeyinga. Við veiðar í lögsögum annarra ríkja ber að fara að þeim reglum sem hvert ríki setur um

veiðarnar. Ef einhverjar breytingar verða á samstarfi þessara þjóða kann það að hafa neikvæð áhrif á rekstur,

afkomu og efnahag HB Granda.

Stjórnendum félagsins er kunnugt um að stjórnvöld vinna nú að nýjum frumvörpum um lög um veiðigjöld og

endurskoðun laga um stjórn fiskveiða en haft hefur verið eftir sjávarútvegsráðherra í fjölmiðlum að sú vinna

miði að því að skýra og festa núverandi aflahlutdeildarkerfi í sessi. Enn fremur ríkir óvissa um aflahlutdeild

Íslendinga í makrílstofni. Það er mat stjórnenda að umrædd frumvörp og deilur Íslands við Evrópusambandið,

Norðmenn og Færeyinga um aflahlutdeild Íslendinga í makrílstofni munu hafa áhrif rekstur félagsins en erfitt er

fyrir stjórnendur að áætla umfang þeirra þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um endanlega útfærslu

ofangreindra atriða.

Það er ekki á færi HB Granda að draga úr eða stýra þessum áhættuþáttum og því er nauðsynlegt að fjárfestar gefi

þeim gaum áður en þeir taka ákvörðun um að fjárfesta í verðbréfum útgefnum félaginu.

1.1.3 Gildandi lög, reglugerðir og leyfi

HB Grandi starfar í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995. Starfsemi félagsins fellur m.a. undir lög um

stjórn fiskveiða nr. 116/2006, lög um veiðigjöld nr. 74/2012, lög um matvæli nr. 93/1995, lögum um meðferð,

vinnslu og dreifingu sjávarafurða nr. 55/1998 og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Auk þess

taka sjómannalög nr. 35/1985 til starfsemi félagsins. Ýmis lög um umhverfismál snerta einnig félagið svo sem

lög um bann við losun hættulegra efna í sjó nr. 20/1972, lög um geislavarnir nr. 44/2002 og lög um varnir gegn

mengun hafs og stranda nr. 33/2004. Í rekstri félagsins ber félaginu að fylgja samkeppnislögum nr. 44/2005.

Starfsemi HB Granda lýtur ýmsum opinberum reglum og eru helstu starfsstöðvar og rekstur skipakosts félagsins

háð leyfisveitingu opinberra aðila. Breytingar á þeim lögum og reglum sem gilda um félagið, eða ný lög eða

reglur sem settar eru um starfsemi þess, gætu haft fjárhagslegar afleiðingar fyrir félagið og áhrif á hvernig það

hagar starfsemi sinni. Starfsemi félagsins er þess eðlis að nauðsynlegt er að afla ýmissa leyfa og heimilda frá þar

til bærum yfirvöldum. Ef tilskilin leyfi eru ekki endurnýjuð með tilskildum hætti, eru afturkölluð eða þeim breytt

á einhvern hátt, þá kann það að hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir félagið.

Þar sem Ísland er aðili að samningum um hið Evrópska efnahagssvæði (EES) þarf HB Grandi að stunda sína

starfsemi í samræmi við lagasetningu frá Evrópusambandinu sem er innleidd hér á landi.

Um frekari umfjöllun um gildandi lagaumhverfi HB Granda er vísað til kafla 3.3 Lagaumhverfi í

útgefandalýsingunni.

1.1.4 Verðbréfalöggjöf

Ef verðbréf útgefin af félaginu eru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf., kt. 681298-

2829, Laugavegi 182, Reykjavík, þarf félagið að fylgja lögum, reglugerðum og reglum sem gilda um útgefendur

á verðbréfamarkaði á hverjum tíma, m.a. lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, reglum Fjármálaeftirlitsins

nr. 1050/2012 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og Reglum fyrir útgefendur

fjármálagerninga sem gefnar eru út af NASDAQ OMX Iceland hf. Ef félagið myndi brjóta framangreind lög eða

reglur gæti það haft neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir félagið. Brot gætu leitt til þess að

eftirlitsaðilar veittu félaginu áminningu og beittu það jafnvel fjársektum. Enn fremur gætu slík brot haft neikvæð

áhrif á orðspor félagsins og þar með leitt til verðlækkunar á verðbréfum útgefnum af félaginu. Alvarleg brot á

umræddum lögum og reglum gætu leitt til þess að Fjármálaeftirlitið eða NASDAQ OMX Iceland hf. tæki

verðbréf útgefin af félaginu úr viðskiptum.

Page 60: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

3

1.1.5 Skattar

Félagið hefur orðið fyrir áhrifum af breytingum á íslenskri skattalöggjöf og líklegt er að frekari breytingar í

framtíðinni muni hafa áhrif á rekstur þess. Frá hruni íslensku bankanna í október 2008, gengishruni krónunnar á

sama tíma og þeim mikla samdrætti hagkerfisins sem fylgdi í kjölfarið hefur skattbyrði íslenskra fyrirtækja og

heimila þyngst. Tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja hefur verið hækkaður, en tekjuskattur fyrirtækja er nú

20%, auk þess sem sértækir skattstofnar hafa verið lagðir á fyrirtæki og heimili. Þessir þættir geta haft áhrif á

fjárhagslega afkomu félagsins. Vakin er athygli á því að skattskil HB Granda eru í íslenskum krónum en

fjárhagsuppgjör félagsins eru sett fram í evrum. Þetta kann að leiða til þess að mismunur kann að vera á

skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt fjárhagsuppgjörum félagsins, einkum vegna gengisbreytinga. Félaginu

er ekki kunnugt um að nokkur skattrannsókn sé í gangi á félaginu sjálfu eða hlutdeildarfélögum þess sem gæti

haft veruleg áhrif á fjárhag þess. Eins og gildir um öll önnur félög er hugsanlegt að skattagögn félagsins verði

tekin til athugunar á síðari stigum í samræmi við gildandi lög og reglugerðir, sem gæti haft áhrif á rekstur þess.

Heimild til endurákvörðunar skatts skv. 96. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 nær til skatts vegna tekna og eigna

síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. Félagið og skattyfirvöld gætu verið

ósammála um hvernig skuli farið með hinar ýmsu fjárhagslegu ráðstafanir sem gerðar eru innan félagsins í

skattalegu tilliti. Félagið telur að það uppfylli öll viðeigandi lög og reglur um skatta og á því ekki von á að

skattyfirvöld geri kröfur á hendur því vegna meðferðar þess á tekjum eða öðrum fjárhagslegum atriðum.

1.1.6 Fiskveiðistjórn

Sjórnvöld setja lög og reglugerðir um stjórnun fiskveiða sem ætlað er að stuðla að skynsamlegri nýtingu

fiskistofna. Slíkar stjórnvaldsaðgerðir kunna að takmarka úthlutun aflaheimilda en þær eru ein af

grunnforsendum fyrir rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Meiriháttar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða fela í sér

óvissu og áhættu fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Þannig getur breyting á úthlutun aflaheimilda og

takmörkun eða afnám á framsali þeirra haft úrslitaáhrif á rekstrargrundvöll fyrirtækja í sjávarútvegi og þar með

HB Granda.

Markmið íslenskra stjórnvalda með stjórn fiskveiða er samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, að

stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Við

stjórnun veiða íslenskra skipa er ýmsum aðferðum beitt. Þar má nefna úthlutun veiðileyfa og aflaheimilda, reglur

um gerð og útbúnað veiðarfæra og lokanir veiðisvæða. Allar fiskveiðar í atvinnuskyni eru háðar leyfi frá

Fiskistofu.

Samkvæmt síðustu útreikningum Fiskistofu, þann 24. janúar 2014, hefur HB Grandi nú til ráðstöfunar 12,29% af

heildarþorskígildum sjávarútvegsins á Íslandi. Engum einum aðila er heimilt að hafa til ráðstöfunar meira en

12%. Félagið hefur 6 mánuði til að bregðast við þessu. Forráðamenn félagsins telja að innan þess tíma verði ljóst

að hlutur félagsins fari aftur niður fyrir 12% og því þurfi ekki að grípa til aðgerða. Eftirfarandi tafla sýnir

kvótahlutfall HB Granda í helstu fisktegundum og úthlutað aflamark í tonnum fyrir fiskveiðiárið 2013/2014.

Tafla 1: Kvótahlutfall og úthlutað aflamark HB Granda á fiskveiðiárinu 2013/2014

Fisktegund Kvótahlutfall Kvóti þús. tonn

Þorskur 5,0% 8.515

Þorskur – Barentshaf 17,9% 2.131

Ýsa 6,6% 2.005

Ufsi 17,6% 8.005

Gullkarfi 31,7% 15.710

Djúpkarfi 32,6% 3.102

Úthafskarfi 30,5% 1.799

Grálúða 13,2% 1.440

Íslensk síld 11,1% 2.486

Norsk íslensk síld 14,1% 8.604

Loðna 18,7% 22.713*

Kolmunni 20,9% 30.684

Aðrar tegundir

1.071

Samtals

108.265

Page 61: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

4

* Samkvæmt reglugerð nr. 935/2013 um loðnuveiðar íslenskra skipa á haust- og vetrarvertíð 2013 til 2014 nam

upphafleg úthlutun 80.659 lestum. Með reglugerð nr. 199/2014 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 935/2013 um

loðnuveiðar íslenskra skipa á haust- og vetrarvertíð 2013 til 2014, var úthlutun til loðnuveiðiskipa á

loðnuvertíðinni aukinn í 121.608 lestir.

Veiði á einstökum fisktegundum getur sveiflast nokkuð milli ára, t.d. vegna ástands í hafinu, veðurfars og

ástands fiskistofna. Mæta má slíkri áhættu með því að dreifa aflaheimildum milli tegunda. Á hverju ári felst

áhætta í því að ekki takist að veiða úthlutaðan kvóta. Skipastóll HB Granda er við það miðaður að hann nái að

veiða allan úthlutaðan kvóta og hefur það oftast tekist undanfarin ár.

Brot gegn fiskveiðiregluverkinu varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Stórfelld

ásetningsbrot geta varðað fangelsi allt að 6 árum. Þá hefur Fiskistofa lagaheimildir til að beita

stjórnsýsluviðurlögum, s.s. sviptingu veiðileyfis og afturköllun vigtunarleyfis vegna tiltekinna brota.

1.1.7 Veiðigjöld

Fiskistofa leggur á veiðgjöld skv. lögum um veiðigjöld nr. 74/2012 og renna gjöldin í ríkissjóð. Veiðigjöld eru

annars vegar almennt veiðigjald og hins vegar sérstakt veiðigjald sem lagt er á úthlutað aflamark og afla sem er

utan kvóta.

Samanlagt álagt almennt veiðigjald vegna fiskveiðiársins 2012/2013 nam 4,7 ma.kr. og sérstakt veiðigjald nam

10,8 ma.kr. en lækkun á sérstaka veiðigjaldinu vegna vaxtakostnaðar gjaldskyldra aðila nam 2,8 ma.kr.

Heildarupphæð veiðigjalda vegna fiskveiðiársins 2012/2013 er því 12,7 ma.kr. Fyrsta álagning fiskveiðiársins

2013/2014, sem hófst 1. september sl., var lögð á vegna úthlutaðs aflamarks í upphafi fiskveiðiárs sem hér segir:

Almennt veiðigjald var 3,4 ma.kr. Sérstakt veiðigjald var 3,0 ma.kr. Lækkun á sérstöku veiðigjaldi vegna

vaxtakostnaðar gjaldskyldra aðila var 1,2 ma.kr. Álögð veiðigjöld samtals í upphafi fiskveiðiársins 2013/2014

námu því alls 5,2 ma.kr. og koma til greiðslu á fjórum ársfjórðungslegum gjalddögum. Hér að neðan má sjá

gjaldfærð veiðigjöld HB Granda árin 2011 til 2013.

Mynd 1: Gjaldfærð veiðigjöld

Síðar á árinu verða frekari veiðigjöld lögð á loðnu, þorsk í Barentshafi, kolmunna, úthafskarfa og norsk-íslensku

síldina. Loks verða lögð á veiðigjöld á tegundir utan aflahlutdeildar við lok fiskveiðiársins haustið 2014 með

sama hætti og gert var við lok síðasta fiskveiðiárs vegna nýliðins fiskveiðiárs.

Líkt og að framan greinir þá er verið að vinna að endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld.

Breytingar á álagningu veiðigjalda kunna að hafa veruleg áhrif á afkomu og efnahag félagsins og getur félagið

ekki spáð fyrir um hugsanlegar breytingar og áhrif þeirra. Breytingar á álagningu veiðigjalda hefðu bein áhrif á

rekstrarhagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (e. EBITDA) og má sjá í næmigreiningu

virðisrýrnunarprófs í skýringu 13 við ársreikning HB Granda fyrir 2013 hver áhrif 10% hækkunar eða lækkunar

á EBITDA hefðu haft á aflaheimildir og virðisrýrnun. Lækkun EBITDA um 10% hefði haft í för með sér 13.807

þús. evra gjaldfærða virðisrýrnun og þar með lækkun aflaheimilda sem því nemur. Samsvarandi hækkun

2.400

5.941

11.614

0

2

4

6

8

10

12

14

2011 2012 2013

Gjaldfærð veiðigjöld (þús. evrur)

Page 62: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

5

EBITDA hefði haft í för með sér 7.979 þús. evra bakfærða virðisrýrnun og þar með hækkun aflaheimilda sem

því nemur.

1.1.8 Verðbólguáhætta

Verðbólga innanlands hefur lítil áhrif á rekstur félagsins. Víðtæk notkun verðtryggingar á Íslandi getur valdið

hækkunum á ýmsum rekstrarkostnaði auk þess sem verðbólga eykur þrýsting á launahækkanir. Helstu

útgjaldaliðir félagsins tengjast erlendum myntum líkt og tekjur félagsins.

1.1.9 Kjarasamningar

Hinn 21. desember 2013 undirrituðu Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ kjarasamning sem gildir til 31.

desember 2014. Helstu atriði kjarasamningsins eru 2,8% almenn launahækkun frá 1. janúar 2014 en þó að

lágmarki 8.000 kr. hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf. Lægri kauptaxtar en kr. 230.000 hækka sérstaklega og

lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf verður 214.000 frá 1. janúar 2014. Samkvæmt samningnum munu

samningsaðilar strax á nýju ári hefja undirbúning við gerð kjarasamninga til a.m.k. tveggja ára og mótun nýs

íslensks kjarasamningalíkans. Gera má ráð fyrir að samningurinn muni valda nokkrum launahækkunum hjá HB

Granda sem mögulega getur verið erfitt að velta út í verðlagið. Til að mæta því er mikilvægt að félagið hugi vel

að hagkvæmni í reksti.

Þar sem gildandi kjarasamningur gildir til skamms tíma er ljóst að óvissa ríkir um launaþróun á komandi árum.

Nái aðilar ekki saman að gildistímanum loknum skapast auk þess hætta á verkfallsaðgerðum sem hamlað geta

starfsemi fyrirtækja og jafnvel stöðvað hana að hluta eða öllu leyti um lengri eða skemmri tíma.

1.2 Rekstraráhætta

Rekstraráhætta er hættan á beinu eða óbeinu tapi sem getur orðið vegna fjölda þátta í starfsemi samstæðunnar.

Meðal áhættuþátta er vinna starfsmanna samstæðunnar, tækni og skipulag sem beitt er, og ytri þættir aðrir en

láns-, markaðs- og lausafjáráhætta. Rekstraráhætta myndast við alla starfsemi samstæðunnar.

Hluti af rekstraráhættu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er sú áhætta, að stjórnvöld breyti gildandi reglum í

sjávarútvegi með þeim hætti að starfsemi samstæðunnar verði óhagkvæmari en ella, sbr. umfjöllun í kafla 1.1.3

Gildandi lög, reglugerðir og leyfi og í kafla 1.1.7 Veiðigjöld. Samstæðan býr við áhættu vegna náttúrubreytinga

enda eru veiðar og vinnsla á fiski meðal annars háðar vexti og viðgangi fiskstofna við landið. Breytingar á

náttúrufari og aðstæðum í hafinu geta valdið minnkun veiðistofna, breyttri samsetningu þeirra og samdrætti í afla

samstæðunnar og þannig haft bein áhrif á fjárhagslega afkomu hennar.

Samstæðan leitast við að stýra rekstraráhættu með hagkvæmum hætti til að forðast fjárhagslegt tap og til að

vernda orðstír hennar. Til að draga úr rekstraráhættu er meðal annars komið á stýringu á veiðum og vinnslu afla,

viðeigandi aðskilnaði starfa, eftirliti með viðskiptum og fylgni við lög, starfsmenn þjálfaðir, verkferlar

skipulagðir og skráðir og tryggingar keyptar þegar við á.

1.2.1 Breytingar á hráefna- og afurðaverði

Breytingar hafa orðið á hráefna- og afurðaverði HB Granda undanfarin ár. Verð á þessum þáttum byggir á

markaðsverðum sem HB Grandi hefur ekki færi á að sjá fyrir hvernig þróast. Félagið telur að fjölbreytni í rekstri

félagsins, s.s. hvað varðar veiðar, hráefnakaup, samsetningu veiðiheimilda, vörumerki og langtímasamband við

viðskiptavini, geti dregið úr neikvæðum áhrifum verðbreytinga að einhverju leyti en ekki er hægt að tryggja að

stefna félagsins dragi úr þeim áhrifum. Rekstur og afkoma félagsins er því háð hráefna- og afurðaverði.

1.2.2 Fiskigegnd og fiskimið

Fiskur á þeim fiskimiðum þar sem HB Grandi hefur veiðiheimildir er náttúruauðlind og eru sveiflur í fiskigegnd

á mismunandi tímum og hafssvæðum. Ýmsir þættir geta haft áhrif þar á og má nefna áhrif veiða og

umhverfisbreytinga af mannavöldum auk þess sem fæða fyrir fiskinn, straumar, sjávarhitastig og hrygningar

kunna að hafa þar áhrif.

Veiðiheimildir eru háðar ákvörðunum stjórnvalda og breytingar á þeim ásamt sveiflum í fiskigegnd á þeim

miðum þar sem HB Grandi hefur veiðiheimildir kunna að hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins og ekki er hægt

að spá fyrir um þær. Stærstur hluti af hráefni félagsins sem fer til vinnslu er tilkominn frá veiðum fiskiskipa HB

Page 63: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

6

Granda en ekki er hægt að tryggja að félagið veiði eða afli sér nægjanlegs hráefnis, t.d. með kaupum á

mörkuðum, til frekari vinnslu og sölu.

1.2.3 Veiðar og vinnsla

Rekstraráhætta HB Granda er falin í því að gera út skip til veiða á fiski sem og að reka fiskvinnslur. Fiskiskip

HB Granda eru gerð út allt árið um kring við mismunandi veðurskilyrði og treysta á hæfa áhafnarmeðlimi auk

búnaðar sem er tæknilega þróaður. Fiskvinnsla HB Granda er einnig háð búnaði sem er tæknilega þróaður og

aðgengi að hæfu starfsfólki. Sveiflur í aflabrögðum og eftir árstíðum geta leitt til þess að félagið verði að grípa til

tímabundinna ráðninga á starfsfólki til að ná fram hæfilegum sveigjanleika en slíkt er háð gildandi

kjarasamningum á hverjum tíma og ekki hægt að tryggja að slíkt fyrirkomulag verði til framtíðar.

HB Grandi þarf að koma afurðum félagsins til viðskiptavina víðs vegar um heiminn og treystir á aðgengi að

hagkvæmri og viðeigandi flutningsþjónustu og nýtir bæði sjóflutninga sem og farmflutninga með flugvélum.

Ekki er hægt að veita tryggingu fyrir því að slík þjónusta verði ávallt til staðar.

1.2.4 Fiskeldi

Dótturfélag HB Granda, Stofnfiskur hf., starfrækir framleiðslu á laxahrognum til laxeldis á suðurhluta Íslands.

Slík framleiðsla felur í sér ýmis konar áhættu, s.s. hvað varðar sjúkdóma, slæm vaxtarskilyrði og breytingar á

markaðsvirði afurða sem kunna að hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Tekjur Stofnfisks hf. voru um 4% af

tekjum samstæðu HB Granda 2013.

1.2.5 Samningsáhætta og mikilvægir samningar

Gjaldfellingarheimildir lána sem HB Grandi hefur tekið snúa að hefðbundnum vanefndarákvæðum, t.d.

vanefndum á samningsbundnum greiðslum, og brotum á fjárhagsskilmálum.

Lánasamningarnir fela flestir í sér þá skuldbindingu að ekki séu seldar eignir félagsins umfram tiltekið hlutfall

bókfærðs virðis heildareigna, án samþykkis lánveitanda. Tilgreint viðmiðunarhlutfall eigna nemur í flestum

tilvikum á bilinu frá 5 – 25%, en samkvæmt skilmálum eins lánssamnings félagsins ber félaginu að leita

samþykkis fyrir sölu eigna sem nemur 5% af bókfærðu virði heildareigna félagsins. Flestir lánssamninga

félagsins skuldbinda félagið jafnframt til að leita samþykkis lánveitenda fyrir breytingum á starfsemi eða tilgangi

félagsins, auk sameiningar félagsins við önnur félög eða uppskiptingar þess. Þá ber félaginu í einhverjum

tilvikum að tilkynna lánveitanda um ráðstöfun tryggingabóta vegna veðsettra eigna félagsins. Í flestum

lánssamninga félagsins er litið á vanefndir félagsins á öðrum skuldbindingum sínum, og í sumum tilvikum

vanefndir dótturfélaga félagsins á skuldbindingum sínum, sem vanefnd viðkomandi samnings, og lánveitanda í

þeim tilvikum heimilt að gjaldfella eftirstöðvar lánssamnings komi þær aðstæður upp. Meiriháttar breyting á

eignarhaldi félagsins, uppskipting eða yfirtaka er sömuleiðis álitið vanefndatilvik í tilviki flestra lánssamninga

félagsins, og auk þess afturköllun starfsleyfis, veiðileyfa eða aflahlutdeildar.

Flestir samningar HB Granda um sölu og dreifingu eru byggðir á langtíma viðskiptasamböndum. Um 30

viðskiptavinir standa undir 80% af söluverðmæti hvers árs og 60 viðskiptavinir standa undir 90%. Heildarfjöldi

árlegra viðskiptavina stórra sem smárra er um 200 frá um 40 löndum. Framlegð eða rekstrarafkoma HB Granda

ræðst ekki af einum einstökum samningi eða viðskiptum við einn einstakan viðskiptavin félagsins.

1.2.6 Málaferli og ágreiningsmál

Hvorki eru í gangi né hafa verið í gangi síðastliðna tólf mánuði einstök stjórnsýslu-, dóms-, eða gerðardómsmál

sem geta haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu eða arðsemi félagsins. Seðlabanki Íslands hefur sent félaginu erindi

þess efnis að hafin sé skoðun á því hvort félagið hafi brotið gegn lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992. Snýr

athugun Seðlabanka Íslands að því hvort félagið hafi sinnt skilaskyldu gjaldeyris samkvæmt lögunum og telja

stjórnendur að félagið hafi farið að lögum.

HB Grandi hefur til skoðunar hvort tiltekin lán að fjárhæð um 14,0 milljónir evra þann 31. desember 2013 frá

Landsbankanum hf. teljist gengistryggð lán en ekki erlend lán. Ekki hefur verið lagt mat á hver áhrifin kynnu að

vera enda óvissa um hver endanleg niðurstaða dómstóla verður.

1.2.7 Samkeppni og aðgengi að mörkuðum

Starfsemi félagsins heyrir undir samkeppnislög nr. 44/2005 og eftirlit Samkeppniseftirlitsins sem framfylgir

boðum og bönnum þeirra laga og getur íhlutun þess haft fjárhagsleg áhrif á útgefanda.

Page 64: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

7

HB Grandi selur vörur sínar á alþjóðlegum mörkuðum og er háð því að hafa greitt aðgengi að mörkuðum með

vörur sínar. Félagið er því í samkeppni við önnur fyrirtæki í heiminum sem bjóða sambærilega vöru og HB

Grandi. Breyttar aðstæður í þeim viðskiptalöndum sem sjávarútvegsfyrirtæki selja afurðir sínar til, geta haft

veruleg áhrif á tekjuflæði fyrirtækjanna. Þetta á t.d. við um samkeppnisstöðu afurða á mörkuðum erlendis

gagnvart öðrum matvælum og aðgerðum opinberra aðila sem áhrif geta haft á sölu afurða félagsins. Félagið selur

stærstan hluta vara sinna til Evrópu en Asía og Ameríka eru auk þess stórir markaðir. Nánar er fjallað um þá

markaði sem félagið starfar á í kafla 4.5 Helstu markaðir HB Grandi hefur ekki tök á því að hafa áhrif á eða

stjórna hversu mikið er veitt af fiski í heiminum og kann því aukning á veiðiheimildum eða aukið fiskeldi um

heim allan eða einstakra þjóða að hafa áhrif á markaðsverð afurðanna. Takist félaginu ekki að bjóða

viðskiptavinum sínum vörur sem uppfylla þeirra gæðakröfur á samkeppnishæfu verði mun það hafa neikvæð

áhrif á rekstur og afkomu félagsins.

1.2.8 Vörumerki

Félagið á vörumerki sem það telur sig hafa tryggt sér eignarrétt yfir. Það gæti haft áhrif á rekstur félagsins ef það

gæti af einhverjum ástæðum ekki reitt sig áfram á slíkan rétt. Áhrifin gætu til dæmis falist í því að nauðsynlegt

væri að fjárfesta í nýju vörumerki, með tilheyrandi kostnaði við að þróa nýtt markaðsefni.

1.2.9 Fasteignir og leiguhúsnæði

Félagið á sjálft þær fasteignir sem hýsa kjarnastarfsemi félagsins. Félagið ber þannig takmarkaða áhættu af því

að geta ekki tryggt sér hentugt húsnæði undir starfsemi sína á hentugum svæðum á sanngjörnum kjörum.

Félagið ber ábyrgð á að viðhald og/eða endurnýjun eigin húsnæðis sé fullnægjandi fyrir rekstur þess. Ef slíkum

framkvæmdum er ekki sinnt sem skyldi eða ef gjaldfærsla og eignfærsla slíkra framkvæmda rúmast ekki innan

áætlana félagsins eða félagið nær ekki að afla nauðsynlegs fjármagns vegna fjárfestinganna, getur það haft

neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félagið hvort heldur litið er til mistaka í áætlanagerð, kvaða opinberra

aðila, þarfa eða væntinga viðskiptavina og starfsmanna.

Ýmis umhverfisáhrif, svo sem eldgos og jarðskjálftar, geta haft áhrif á möguleika útgefanda til að nota fasteignir

sem félagið á eða leigir.

1.2.10 Skipastóll

Í skipastól félagsins eru þrír frystitogarar, fjórir ísfisktogarar og fjögur uppsjávarfiskveiðiskip.

Á árinu 2013 var frystitogarinn Venus HF-519 seldur til grænlenska félagsins Northern Seafood ApS. Á sama ári

voru umfangsmiklar breytingar og endurbætur gerðar á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK-16 sem m.a. fólst í því

að skipinu var breytt úr frystitogara í ísfisktogara.

HB Grandi hefur auk þess samið um smíði tveggja uppsjávarskipa. Skipin verða afhent 2015. Það fyrra í

ársbyrjun en það seinna um haustið. Fyrra skipið mun leysa af hólmi tvö 53 ára gömul uppsjávarskip, Víking AK

100 sem þegar hefur verið lagt og Lundey NS 14. Ákvörðun um frekari rekstur uppsjávarskipanna Faxa RE 9 og

Ingunnar AK 150 verður tekin þegar nær dregur seinni afhendingunni. Að kaupunum loknum lækkar meðalaldur

skipastóls félagsins úr 32 árum í 20.

Auk framangreinds hefur HB Grandi samið um fullhönnun og smíði líkans af ísfiskstogara til skoðunar í tanki.

Áætlað er að hönnunin og prófun líkansins verði að fullu lokið í júní næstkomandi. Í framhaldi af því ræðst hvort

samkomulag næst á milli aðila um smíði þriggja ísfisktogara. Náist samkomulag má búast við að fyrsti togarinn

verði afhentur um mitt árið 2016.

Skip félagsins eru á mismunandi aldri og ástandi. Félagið ber ábyrgð á að viðhald og/eða endurnýjun

skipastólsins sé fullnægjandi fyrir rekstur þess. Ef slíkum framkvæmdum er ekki sinnt sem skyldi eða ef

gjaldfærsla og eignfærsla slíkra framkvæmda rúmast ekki innan áætlana félagsins eða félagið nær ekki að afla

nauðsynlegs fjármagns vegna fjárfestinganna, getur það haft neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félagið

hvort heldur litið er til mistaka í áætlanagerð, kvaða opinberra aðila, þarfa eða væntinga viðskiptavina og

starfsmanna.

Skipastóll félagsins er vátryggður en nánar er fjallað um vátryggingar félagsins í kafla 1.2.14 Vátryggingar. Ekki

hægt að ábyrgjast að vátryggingar veiti fullkomna vörn gegn tjóni í öllum tilfellum sem ætlun félagsins er að

tryggja sig fyrir. Þættir sem hafa áhrif á þetta eru sjálfsábyrgð vátryggingartaka, mögulegar undanþágur frá

greiðslu tjónabóta eða takmarkanir á bótaskyldu. Af þessu leiðir að félagið gæti í einhverjum tilfellum sjálft þurft

að bera kostnað vegna tjóna þar sem vátryggingarfjárhæð er takmörkuð eða bótaskylda ekki til staðar.

Page 65: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

8

1.2.11 Olíuverðsáhætta

Olíuverðsáhætta er skilgreind sem sú áhætta að heimsmarkaðsverð á olíu þróist á óhagstæðan hátt fyrir félagið,

sem leiði til fjárhagslegs taps. Stór hluti kostnaðar félagsins er vegna olíukaupa og nam kostnaður vegna

olíukaupa sem hlutfall af sölu 9,0% á árinu 2013, 9,6% á árinu 2012 og 9,2% árið 2011. Olíuverð í

Bandaríkjadölum lækkaði að meðaltali um 3,4% á árinu 2013, hækkaði um 2% á árinu 2012 og hækkaði að

meðaltali um 39% á árinu 2011.

1.2.12 Tækninýjungar

Líkt og í öðrum atvinnugreinum þá hafa nýjungar í tækni við vinnslu og veiðar litið dagsins ljós í gegnum tíðina.

Skipastóll félagsins hefur verið útbúinn nauðsynlegum búnaði og tækni til veiða og honum viðhaldið í gegnum

árin. Ekki er þó hægt að útiloka að ný tækni eða kröfur komi síðar fram sem geri núverandi búnað úreldan og

krefjist þar með fjárfestingar í nýjum búnaði eða tækni.

1.2.13 Umhverfisáhætta

Ýmis umhverfisáhrif geta haft áhrif á rekstur og afkomu HB Granda. Fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum byggist á

lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Þau grundvallast á aflamarkskerfi í þeim tegundum sem veiðar eru

takmarkaðar á. Stjórnvöld, í samráði við hagsmunaaðila, vinna ötullega að því að tryggja sjálfbæra nýtingu á

auðlindinni. Ákvarðanir eru ávallt teknar á vísindalegum forsendum og er þar byggt á starfi

Hafrannsóknastofnunar. Fiskverndun á Íslandsmiðum er byggð á þremur grundvallaraðferðum:

Aflareglu sem er þróuð fyrir hvern nytjastofn. Í því felst að ákvarðað er hversu hátt hlutfall er veitt af

veiðistofni ár hvert.

Reglum varðandi útbúnað veiðarfæra. Áhersla er lögð á kjörhæfni veiðarfæra sem þýðir að reynt er að

veiða einungis þær tegundir og þá stærð af fiski sem leitað er eftir.

Verndun og lokun ákveðinna svæða. Í þessu felst að ákveðin veiðarfæri eru bönnuð á tilteknum

svæðum eða þá að svæði eru algjörlega lokuð fyrir veiðum. Þetta er gert til að vernda t.d.

hrygningarfisk eða ungviði.

Komi til þess að skerða þurfi aflaheimildir, t.d. vegna ofveiða á tilteknum fiskistofnum, mun það hafa neikvæð

áhrif á afkomu HB Granda.

Starfsemi HB Granda er bundin ýmsum lögum er lúta að umhverfismálum og má þar nefna lög um varnir gegn

mengun hafs og stranda, nr. 33/2004, lög um bann við losun hættulegra efna í sjó, nr. 20/1972, og lög um

geislavarnir, nr. 44/2002. Félagið hefur umhverfisábyrgð að leiðarljósi m.a. hvað varðar sem mesta notkun á

endurnýjanlegri orku og fylgni við kröfur um útblástur gróðurhúsalofttegunda og svifryks á veiði- og

flutningatækjum HB Granda. Komi til þess að starfsemi HB Granda uppfylli ekki viðmið sem bundin eru í lög

og reglur er varða umhverfismál kann það að hafa neikvæð áhrif á rekstur, orðspor og afkomu félagsins. Enn

fremur geta slys á borð við skipsskaða haft í för með sér umhverfismengun, s.s. vegna olíuleka sem félagið þarf

að bera kostnað af hreinsun, auk annarra þátta og þannig haft neikvæð áhrif á rekstur og afkomu félagsins.

1.2.14 Vátryggingar

HB Grandi kaupir allar almennar vátryggingar vegna starfsemi sinnar, s.s. brunatryggingar húseigna,

húftryggingar1 fiskiskipa, afla- og veiðafæratryggingar, nótatryggingar, áhafnartryggingar, farmtryggingar,

ábyrgðartryggingar ökutækja, tryggingar vegna lausafjár og birgða, rekstrarstöðvunartryggingar,

vátryggingavernd fyrir starfsmenn, almennar ábyrgðartryggingar vegna reksturs með innifalinni ábyrgð vegna

bráðamengunar skv. 16. gr. laga um varnir og mengun hafs og stranda nr. 33/2004 og starfsábyrgðartryggingar

vegna stjórnenda HB Granda.

Þrátt fyrir ofangreint er ekki hægt að ábyrgjast að vátryggingar veiti fullkomna vörn gegn tjóni í öllum tilfellum

sem ætlun félagsins er að tryggja sig fyrir. Þættir sem hafa áhrif á þetta eru sjálfsábyrgð vátryggingartaka,

mögulegar undanþágur frá greiðslu tjónabóta eða takmarkanir á bótaskyldu. Af þessu leiðir að félagið gæti í

einhverjum tilfellum sjálft þurft að bera kostnað vegna tjóna þar sem vátryggingarfjárhæð er takmörkuð eða

bótaskylda ekki til staðar.

1 Húftrygging bætir altjón og hlutatjón á skipi auk ábyrgðartryggingar samkvæmt ákvæðum siglingalaga nr. 34/1985.

Page 66: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

9

1.2.15 Lykilstarfsmenn

Framtíðarþróun félagsins veltur á þekkingu, reynslu og einurð stjórnenda þess og annarra lykilstarfsmanna.

Innan félagsins er yfirgripsmikil reynsla og þekking á íslenskum sjávarútvegi og erlendum mörkuðum. Það gæti

haft neikvæð áhrif á félagið ef einn eða fleiri þessara lykilstarfsmanna hættu störfum hjá því, en sérstaklega ef

margir þeirra myndu hverfa frá félaginu með stuttu millibili án þess að félagið stýrði þar för. Ef félagið getur

ekki ráðið til sín nýja hæfa starfsmenn getur það haft neikvæð áhrif á getu þess til að þróa reksturinn áfram. Það

er mikilvægt fyrir félagið að geta laðað til sín og haldið í hæft starfsfólk. Félagið leggur áherslu á að bjóða góð

starfsskilyrði og samkeppnishæf laun, en ekki er víst að því takist ávallt að laða til sín og/eða halda í þá

starfsmenn sem það þarfnast.

1.2.16 Stefnumótunaráhætta

Stefnumótunaráhætta er hættan á að viðskiptalegar ákvarðanir, framkvæmd þeirra eða skortur á viðbrögðum við

breytingum í rekstrarumhverfi leiði til rekstrartaps eða lækkunar gjaldþols. Viðskiptastefna félagsins mótast af

skilgreindu hlutverki og markmiðum. Hætta er á að félaginu takist ekki að framkvæma yfirlýsta stefnu sína til

hlítar, annað hvort vegna eigin mistaka eða vegna þess að reksturinn er næmur fyrir sveiflum gjaldmiðla,

breytingum á heimsmarkaðsverði olíu og sveiflum í efnahagslífi sem hafa áhrif á eftirspurn. Ef viðskiptastefna

félagsins reynist röng eða er ekki komið á framfæri með skilvirkum hætti er hætta á að reksturinn bíði skaða af.

Nauðsynlegt er að félagið skilji og stýri viðskiptaáhættu með réttum hætti til að ná fram langtímaávöxtun,

hluthöfum til hagsbóta.

1.2.17 Orðsporsáhætta

Orðsporsáhætta er áhætta vegna þess skaða sem laskað orðspor útgefanda hjá neytendum, mótaðilum,

starfsmönnum, hluthöfum og stjórnvöldum getur valdið félaginu. Hættan er sú að félagið verði fyrir tekjumissi

vegna neikvæðrar umfjöllunar um viðskiptahætti þess eða aðila sem tengdir eru félaginu. Slík neikvæð umfjöllun

getur t.d. komið upp ef félaginu verða á mistök í rekstri eða ef félagið eða aðili tengdur félaginu er sakaður um

eða dæmdur fyrir athæfi sem samrýmist ekki lögum. Ef orðspor eða trúverðugleiki félagsins bíður tjón vegna

opinberrar eða almennrar umræðu getur það skert möguleika þess til tekjuöflunar og haft neikvæð áhrif á

fjárhagslega afkomu þess.

Mikilvægt er að gæði á vörum félagsins séu fullnægjandi og er það nauðsynlegt til að viðhalda trausti

viðskiptavina. Ef félagið bregst trausti viðskiptavina gæti það haft áhrif á stærð viðskiptavinahópsins og þar með

fjárhagslega afkomu.

1.2.18 Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar

Ársreikningar félagsins hafa frá og með árinu 2005 verið útbúnir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla

(International Financial Reporting Standards, IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu.

Reikningsskilastaðlarnir eru í stöðugri endurskoðun og breytingar á þeim gætu haft áhrif á fjárhagsuppgjör

félagsins.

1.3 Áhættustýring félagsins og innra eftirlit

Markmið HB Granda með áhættustýringu er að uppgötva og greina áhættu sem félagið býr við, meta viðmið um

áhættutöku og hafa eftirlit með henni. Áhættustýring og aðferðir eru yfirfarnar að lágmarki á sex mánaða fresti

til að endurspegla breytingar á markaðsaðstæðum og starfsemi samstæðunnar. Með reglulegu samráði og

verklagsreglum stefnir samstæðan að öguðu eftirliti, þar sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um hlutverk sitt og

skyldur.

Stjórn HB Granda hefur eftirlit með áhættustýringu samstæðunnar. Stjórnin hefur falið forstjóra umsjón með

daglegri áhættustýringu félagsins. Félagið kappkostar að halda fullnægjandi innra eftirliti á hinum ýmsu sviðum.

Það felst í eftirliti með starfsemi félagsins í því skyni að fyrirbyggja og greina hugsanleg mistök, yfirsjón eða

sviksemi birgja, starfsmanna og viðskiptavina. Það getur haft neikvæð áhrif á félagið ef eftirlit og

öryggisráðstafanir reynast vera ófullnægjandi.

Page 67: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

10

1.4 Lánsáhætta

Lánsáhætta er hættan á að félagið verði fyrir fjárhagslegu tapi ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi

getur ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Lánsáhætta félagsins er einkum vegna viðskiptakrafna og

ræðst einkum af fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptamanna. Á árinu 2013 komu um 30% af tekjum

félagsins frá sölu á vörum til fimm stærstu viðskiptamanna hennar samanborið við 29% árið 2012. Samsvarandi

hlutfall á árinu 2011 nam 31%. Félagið fylgist með innheimtu viðskiptakrafna með reglubundnum hætti.

Innheimtanleiki krafnanna er metinn af félaginu og eru kröfurnar færðar niður ef talið er að þær muni ekki

innheimtast að fullu.

Mesta mögulega tap félagsins vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, en hér að neðan má sjá yfirlit viðskipta- og

annarra skammtímakrafna í árslok 2011-2013.

Tafla 2: Yfirlit viðskipta- og annarra skammtímakrafna

í þús. evra 2013 2012 2011

Viðskipta- og aðrar skammtímakröfur 21.802 25.369 22.985

Fyrirframgreiðslur 2.797 4.505 1.189

Handbært fé 12.273 8.639 21.228

Staða 31.12. 36.872 38.513 45.402

Mesta mögulega tap samstæðunnar vegna viðskiptakrafna skiptist með eftirfarandi hætti eftir landssvæðum í

árslok 2011-2013.

Tafla 3: Skipting viðskiptakrafna eftir landssvæðum

í þús. evra 2013 2012 2011

Evrópa 18.479 22.983 20.709

Ameríka 2.482 1.232 1.055

Asía 721 119 489

Staða 31.12. 21.682 24.334 22.253

Greining viðskiptakrafna eftir aldri krafna er birt í skýringu nr. 25 við endurskoðað fjárhagsuppgjör félagsins

fyrir árið 2013 og skýringu nr. 24 fyrir endurskoðað fjárhagsuppgjör félagsins fyrir árið 2012 og má finna yfirlit

hér að neðan.

Tafla 4: Aldursgreining viðskiptakrafna og virðisrýrnun

í þús. evra Nafnverð kröfu Niðurfærsla

Aldur viðskiptakrafna í árslok 2013 2012 2011 2013 2012 2011

Ógjaldfallið 14.186 16.035 13.563

Gjaldfallið innan 30 daga 4.815 4.626 6.414

Gjaldfallið fyrir 31-120 dögum 1.461 2.539 1.276 109 174 612

Gjaldfallið fyrir meira en 120 dögum 1.220 1.134 1.000 1.220 1.134 1.000

Staða 31.12. 21.682 24.334 22.253 1.329 1.308 1.612

í þús. evra 2013 2012 2011

Virðisrýrnun viðskiptakrafna greinist þannig:

Staða 1.1. 1.308 1.612 173

Yfirtekið á árinu 108

Afskrifaðar tapaðar kröfur á árinu (416) 0 (103)

Gjaldfærð virðisrýrnun á árinu 232 (200) 1.506

Gengismunur 97 (104) 36

Staða 31.12. 1.329 1.308 1.612

1.5 Lausafjáráhætta

Lausafjáráhætta er hættan á því að félagið geti ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar eftir því sem þær

gjaldfalla. Félagið hefur það að markmiði að stýra lausafé þannig að tryggt sé að það hafi alltaf nægt laust fé til

að mæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla og forðast þannig að skaða orðspor félagsins. HB

Page 68: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

11

Grandi hefur samið um yfirdráttarheimildir og hefur aðgang að lánalínum hjá þremur íslenskum

viðskiptabönkum.

Samningsbundnar afborganir af fjárskuldum, sem ekki eru afleiður, að meðtöldum áætluðum vaxtagreiðslum

greinast á eftirfarandi hátt.

Tafla 5: Samningsbundnar afborganir fjárskulda

í þús. evra Bókfært

verð

Umsamið

sjóðstreymi

Innan

1 árs

1-2 árs 2-5 árs Meira en

5 ár

31.12.2013

Veðtryggð lán 56.176 59.465 20.546 24.066 13.763 1.090

Skammtímaskuldir 41.708 41.708 41.708

97.884 101.173 62.254 24.066 13.763 1.090

31.12.2012

Veðtryggð lán 73.526 79.266 14.803 25.358 34.390 4.715

Skammtímaskuldir 28.505 28.505 28.505 0 0 0

102.031 107.771 43.308 25.358 34.390 4.715

31.12.2011

Veðtryggð lán 108.967 124.497 19.598 18.781 76.384 9.734

Skuldabréfaútgáfa 397 423 423 0 0 0

Skammtímaskuldir 17.651 17.651 17.651 0 0 0

127.015 142.571 37.672 18.781 76.384 9.734

Handbært fé í árslok 2013 nam 12.273 þús. evra og óádregnar lánalínur námu um 15.727 þús. evra í árslok 2013.

1.6 Markaðsáhætta

Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla og vöxtum hafi áhrif á afkomu

samstæðunnar eða virði fjárfestinga hennar í fjármálagerningum. Önnur markaðsverðsáhætta er takmörkuð, þar

sem fjárfestingar í skuldabréfum og eignarhlutum eru óverulegur hluti af starfsemi félagsins. Markmið með

stýringu markaðsáhættu er að stýra og takmarka áhættu við skilgreind mörk, jafnframt því sem ábati er

hámarkaður.

1.6.1 Gengisáhætta

Öll viðskipti félagsins í erlendum myntum mynda gengisáhættu en við mat á gengisáhættu félagsins er horft til

greiðsluáhættu og uppgjörsáhættu. Samstæðan býr við gengisáhættu vegna sölu afurða og lántöku í öðrum

gjaldmiðlum en starfrækslugjaldmiðli einstakra félaga innan samstæðu HB Granda. Helstu gjaldmiðlar sem

skapa gengisáhættu eru íslensk króna (ISK), breskt pund, (GBP), japönsk jen (JPY), bandarískur dollar (USD) og

svissneskur franki (CHF).

Lántaka félagsins í erlendum gjaldmiðlum myndar gengisáhættu sem að hluta til er varin með sjóðstreymi þess.

Gjaldmiðlaskiptasamningar eru notaðir til að verjast gengisáhættu félagsins að hluta. Í árslok 2013 nam fjárhæð

útistandandi samninga 837 þús. evra.

Page 69: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

12

Tafla 6: Gengisáhætta

í þús. evra CHF USD JPY GBP ISK Aðrar

myntir

2013

Viðskiptakröfur 0 11.042 156 2.628 848

Veðtryggð lán (792) (3.699) (196) (76) (15) (242)

Viðskiptaskuldir (33) (730) 0 0 (20.427) (117)

Áhætta í

efnahagsreikningi (825) 6.613 (40) 2.552 (19.594) (359)

2012

Viðskiptakröfur 0 12.025 0 1.309 831 3.449

Veðtryggð lán (938) (4.868) (291) (122) (15) (290)

Viðskiptaskuldir 0 (200) 0 (15) (13.023) (20)

Áhætta í

efnahagsreikningi (938) 6.957 (291) 1.172 (12.207) 3.139

2011

Viðskiptakröfur 0 9.138 259 3.737 784 1.060

Veðtryggð lán (1.065) (369) (377) (161) (449) (319)

Viðskiptaskuldir 0 (152) 0 (41) (16.156) (30)

Áhætta í

efnahagsreikningi (1.065) 8.617 (118) 3.535 (15.821) 711

Horft til næmni fyrir breytingum á gengi gjaldmiðla þá hefði 10% styrking evru gagnvart eftirtöldum

gjaldmiðlum í lok hvers árs hækkað afkomu samstæðunnar fyrir tekjuskatt um eftirfarandi fjárhæðir. Greiningin

byggir á að allar aðrar breytur, sérstaklega vextir, haldist óbreyttar. Greiningin var unnin með sama hætti og árin

2012 og 2011.

Tafla 7: Næmigreining gengisáhættu

í þús. evra 2013 2012 2011

CHF 82 94 107

USD (661) (696) (862)

JPY 4 29 12

GBP (255) (117) (354)

ISK 1.959 1.221 1.582

Aðrar myntir 36 (314) (71)

1.165 217 414

1.6.2 Vaxtaáhætta

Félagið býr við vaxtaáhættu vegna vaxtagreiðslna af skuldum og vaxtaberandi eignum. Lántökur félagsins eru

allar með breytilegum vöxtum. Vaxtaberandi fjármálagerningar HB Granda í árslok greinast þannig.

Tafla 8: Vaxtaáhætta vegna breytilegra vaxta

í þús. evra 2013 2012 2011

Fjárskuldir með breytilega vexti 68.468 78.556 109.357

Breyting á vöxtum á uppgjörsdegi um 100 punkta hefði hækkað (lækkað) afkomu um 685 þús. evra. (2012: 786

þús. evra og 2011: 1.094 þús. evra) fyrir tekjuskatt. Útreikningurinn miðast við rekstraráhrif á ársgrundvelli.

Þessi greining byggir á því að allar aðrar breytur, sérstaklega gengi erlendra gjaldmiðla, haldist óbreyttar.

Greiningin hefur verið unnin með sama hætti og árin 2012 og 2011.

Page 70: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

13

1.7 Uppbygging á eignarhaldi útgefanda

Í hlutaskrá HB Granda voru 572 hluthafar skráðir þann 22. mars 2014. Nafnverð útgefins hlutafjár í félaginu

nemur 1.822.228.000 kr. og á félagið sjálft 8.569.277 kr. hluti.

Stærsti hluthafi HB Granda er Vogun hf. (einnig nefnt „Vogun“ í útgefandalýsingu þessari), kt. 660991-1669,

Miðsandi, 301 Akranesi. Hann á 37,56% útgefinna hluta í félaginu sem samsvarar 37,74% atkvæðisréttar og fer

því með 30% atkvæðisréttar í félaginu eða meira, sem eru skilgreind mörk yfirráða í félagi samkvæmt X. kafla

laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Í fyrirhuguðu almennu útboði á 27-32% áður útgefnum hlutum í HB

Granda, sem lýst er í verðbréfalýsingu dagsettri 27. mars 2014, áformar Vogun að selja sem nemur 4,3% af

útgefnum hlutum í HB Granda. Að útboðinu loknu gerir Vogun því að öðru óbreyttu ráð fyrir að fara með

33,42% atkvæðisréttar í HB Granda og fara með yfirráð í félaginu samkvæmt framangreindri skilgreiningu.

Annar stærsti hluthafi HB Granda er Arion banki hf., kt. 581008-0150, Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Hann fer

með 30,93% útgefinna hluta sem samsvarar 31,08% atkvæðisréttar og fer því með 30% atkvæðisréttar í félaginu

eða meira, sem eru skilgreind mörk yfirráða í félagi samkvæmt X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Arion banki hf. er einn af þremur seljendum í framangreindu útboði og áformar að selja þar sem nemur 20% af

útgefnum hlutum í HB Granda en áskilur sér rétt til að auka það í 25%. Að útboðinu loknu gerir bankinn því að

öðru óbreyttu ráð fyrir að fara með 5,96-10,98% atkvæðisréttar í HB Granda.

Þriðji stærsti hluthafi HB Granda er Hampiðjan hf., sem fer með 8,78% útgefinna hluta sem samsvarar 8,83%

atkvæðisréttar. Fjórði stærsti hluthafi HB Granda er Eignarhaldsfélagið VGJ ehf., sem fer með 5,49% útgefinna

hluta sem samsvarar 5,51% atkvæðisréttar. Þar á eftir kemur TM fé ehf., sem fer með 5,08% útgefinna hluta eða

sem samsvarar 5,10% atkvæðisréttar. Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. er sjötti stærsti hluthafinn með 3,19%

útgefinna hluta sem samsvarar 3,20% atkvæðisréttar. Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. áformar að selja 2,7%

útgefins hlutafjár í fyrirhuguðu almennu útboði og færi þá að öllu óbreyttu með allt að 0,49% atkvæðisréttar að

útboði loknu.

Vogun hf., Hampiðjan hf., Fiskveiðahlutafélagið Venus hf., Kristján Loftsson (249.000 hlutir eða 0,01% af

útgefnu hlutafé), Vilhjálmur Vilhjálmsson (35.742 hlutir eða 0,00% af útgefnu hlutafé) og Vilhjálmur Ingi

Vilhjálmsson (2.979 hlutir eða 0,00% af útgefnu hlutafé), teljast tengdir aðilar og fara því saman með 30%

atkvæðisréttar í félaginu eða meira, sem eru skilgreind mörk yfirráða í félagi samkvæmt X. kafla laga nr.

108/2007 um verðbréfaviðskipti og fara því saman með yfirráð í félaginu samkvæmt skilgreiningunni.

Samanlagt eiga þeir aðilar 902.828.875 hluti í félaginu eða 49,78% af útistandandi hlutum. Selji Vogun hf. og

Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. saman 7,0% í almenna útboðinu, sem nánar er lýst í verðbréfalýsingu útgefanda

dagsettri 27. mars 2014, munu framangreindir aðilar fara saman með 775.272.915 hluti í félaginu eða 42,75% af

atkvæðisrétti og fara því áfram sameiginlega með yfirráð í félaginu samkvæmt skilgreiningunni.

Hluthafar sem fara með yfirráð í félagi þegar verðbréf þess eru tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði

eru undanþegnir tilboðsskyldu samkvæmt 7. mgr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, en sú

undanþága gildir þó ekki ef viðkomandi aðilar missa yfirráðin en ná þeim að nýju.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um neinar söluhömlur eða söluskyldu á hlutum í HB Granda eftir að útboði lýkur,

eða hvort og þá hvenær eða með hvaða hætti seljendur í útboðinu eða aðrir í hópi stærstu hluthafa HB Granda

munu selja þá eignarhluti sem þeir munu eiga eftir að útboðinu lýkur.

Aðrir hluthafar fara með undir 5% beinan eignarhlut í HB Granda, sem eru neðstu mörk flöggunarskyldu skv.

lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Hagsmunir minnihlutaeigenda eru varðir samkvæmt ákvæðum samþykkta félagsins og laga um hlutafélög nr.

2/1995, auk ákvæða X. kafla laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 frá þeim tíma að hlutabréf félagsins eru

tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf.

Stærstu hluthafar útgefanda og tengdir aðilar gætu, miðað við ofangreint eignarhald, haft veruleg áhrif á mál sem

borin eru undir atkvæði hluthafa. Þeir hafa einnig vald til að koma í veg fyrir breytingu á yfirráðum og gætu

gripið til aðgerða sem gætu haft veruleg neikvæð áhrif á verðmæti hlutabréfa félagsins. Þetta á bæði við um

eignarhald þeirra samkvæmt núverandi hlutaskrá og eignarhald eftir framangreindar breytingar sem eru

fyrirhugaðar vegna útboðsins.

Útgefanda er ekki kunnugt um annað eignarhald eða samkomulag en að framan greinir eða að félaginu sé

stjórnað af öðrum aðilum. Útgefanda er því ekki kunnugt um að til staðar séu önnur réttindi sem geta leitt til

annarra breytinga á yfirráðum yfir útgefanda en að ofan greinir.

Samkvæmt lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri er fortakslaust bann við beinni

fjárfestingu erlendra aðila í HB Granda. Þá er fjárfesting íslenskra aðila sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila

jafnframt takmörkuð. Erlendir aðilar mega þannig eiga að hámarki 25% hlutafjár í hluthafa félagsins en að

Page 71: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

14

hámarki 33% ef eignarhlutur hluthafans er minni en 5%, sbr. 1. tl. 1. mgr. 4. gr. laga um fjárfestingu erlendra

aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991. Stjórnendum félagsins ber skylda til að tilkynna viðeigandi ráðuneyti ef þeir

telja að farið sé gegn ákvæðinu. Brot gegn ákvæðum laganna geta varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur

árum, sbr. 14. gr. laganna.

Page 72: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

15

2. SAMANDREGNAR FJÁRHAGSUPPLÝSINGAR

Samandregnar fjárhagsupplýsingar sem fara hér á eftir eru fengnar úr endurskoðuðum ársreikningum HB Granda

fyrir rekstrarárin 2011, 2012 og 2013. Tölurnar sýna lykiltölur um þróun reksturs, efnahags og sjóðstreymis

samstæðu HB Granda fyrir rekstrarárin 2011, 2012 og 2013. Ársreikningur samstæðu HB Granda samanstendur

af ársreikningi HB Granda (móðurfélagsins) og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sem „samstæðunnar“ og

til einstakra félaga sem „samstæðufélaga“ og hlutdeild samstæðunnar í hlutdeildarfélögum. Hluthafafundur í HB

Granda staðfesti þann 12. nóvember 2013 samruna við Laugafisk ehf. og hlutafjárhækkun vegna kaupa á öllum

hlutum í Vigni G. Jónssyni hf. Samruninn við Laugafisk ehf. miðast við 1. júlí 2013 og varð félagið því hluti af

samstæðu HB Granda frá þeim tíma. Hluthafar Laugafisks ehf. fengu hlutafé í HB Granda í skiptum fyrir hlut

sinn í Laugafiski ehf. Frá og með 12. nóvember 2013 varð Vignir G. Jónsson hf. hluti af samstæðu HB Granda.

Samstæðuársreikningar HB Granda eru gerðir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir

hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Fjárfestum er ráðlagt að lesa allar skýringar, þ.m.t. lýsingar á

reikningsskilaaðferðum, sem fylgja ársreikningum félagsins, en ársreikninga fyrir síðustu þrjú fjárhagsár er að

finna í kafla 7 Fjárhagsyfirlit 1. janúar 2011 – 31. desember 2013.

Rekstrarreikningur

Samstæða* Samstæða Samstæða**

(þús. evra) 2013 2012 2011

Seldar vörur

195.033 197.321 183.686

Kostnaðarverð seldra vara

(144.633) (132.525) (120.115)

Vergur hagnaður

50.400 64.796 63.571

Aðrar rekstrartekjur

176 1.163 0

Útflutningskostnaður

(12.226) (12.348) (11.304)

Annar rekstrarkostnaður

(5.454) (5.347) (6.694)

Bakfærð virðisrýrnun (virðisrýrnun)

8.703 (21.601) 0

Rekstrarhagnaður

41.599 26.663 45.573

Fjáreignatekjur

135 144 174

Fjármagnsgjöld

(2.525) (3.806) (5.927)

Gengismunur

3.805 (103) 1.004

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samatals 1.415 (3.765) (4.749)

Áhrif hlutdeildarfélaga

769 (4.527) 2.395

Hagnaður fyrir tekjuskatt

43.783 18.371 43.219

Tekjuskattur

(8.370) (3.512) (6.203)

Hagnaður ársins

35.413 14.859 37.016

EBITDA

45.313 59.261 56.226

Skipting hagnaðar

Hluthafar móðurfélags

35.616 14.419 36.279

Hlutdeild minnihluta

(203) 440 737

Hagnaður ársins

35.413 14.859 37.016

Hagnaður á hlut

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut 0,021 0,008 0,022

Yfirlit um heildarafkomu

Hagnaður ársins

35.413 14.859 37.016

Rekstrarliðir færðir á eigið fé:

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum (1.534) 990 (940)

Heildarhagnaður ársins

33.879 15.849 36.076

Page 73: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

16

(þús. evra)

Skipting heildarhagnaðar

Hluthafar móðurfélags

34.064 15.422 35.318

Hlutdeild minnihluta

(185) 427 758

Heildarhagnaður ársins

33.879 15.849 36.076

Breytingar á samstæðu HB Granda 2013

*Líkt og kemur fram í skýringu 5 með ársreikningi samstæðu HB Granda fyrir árið 2013, er Laugafiskur ehf.

hluti af samstæðureikningi HB Granda frá 1. júlí 2013, en reikningsskil Vignis G. Jónssonar ehf. eru hluti af

samstæðureikningum frá 12. nóvember 2013. Samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og yfirliti um

heildarafkomu, efnahagsreikningi og yfirliti um sjóðstreymi innifela ekki fjárhæðir úr reikningsskilum

Laugafisks ehf. né Vignis G. Jónssonar ehf. Tekjur félaganna frá kaupdegi til ársloka námu 4.796 þús. evrur og

hagnaður nam 570 þús. evrur fyrir sama tímabil.

Breytingar á framsetningu í ársreikningi 2012

** Skattskil félagsins byggja á bókhaldi þess í íslenskum krónum en ársreikningurinn byggir á bókhaldi í evrum.

Þetta leiðir til þess að verulegur munur er á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi, einkum

vegna gengisbreytinga. Á árinu 2012 var breytt um aðferð við útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar

og tekið tillit til munar í ársreikningi í evrum og bókhaldi í íslenskum krónum. Breytingin hafði þau áhrif að

eigið fé í ársbyrjun 2012 lækkaði um 17.835 þús. evrur og var samanburðarfjárhæðum fyrir árið 2011 breytt til

samræmis, eigið fé í árbyrjun 2011 lækkaði um 17.518 þús. evrur og afkoma ársins 2011 minnkaði um 317 þús.

evrur. Líkt og kemur fram í skýringu 11 og 21 með samstæðureikningi HB Granda fyrir árið 2012 voru

samanburðarfjárhæðir 2011 leiðréttar í reikningnum. Fjárhæðir fyrir árið 2011 eru settar fram í

útgefandalýsingu þessari eins og þær koma leiðréttar fram í samstæðureikningi HB Granda fyrir árið 2012.

Page 74: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

17

Efnahagur

Samstæða* Samstæða Samstæða**

(þús. evra) 2013 2012 2011

Eignir

Rekstrarfjármunir

111.006 100.774 94.741

Óefnislegar eignir

133.393 113.931 135.532

Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum 16.840 17.860 16.799

Aðrar fjárfestingar 2.086 120 123

Lífrænar eignir

8.030 7.496 7.444

Fastafjármunir

271.355 240.181 254.639

Vörubirgðir

25.712 23.261 19.983

Lífrænar eignir

2.319 2.884 2.868

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 24.599 29.874 24.174

Handbært fé

12.273 8.639 21.228

Veltufjármunir

64.903 64.658 68.253

Eignir samtals

336.258 304.839 322.892

Eigið fé

Hlutafé

19.325 18.619 18.619

Lögbundinn varasjóður

37.743 27.031 27.031

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum 1.164 2.716 1.713

Óráðstafað eigið fé

142.312 117.832 107.507

Eigið fé meirihlutaeigenda

200.544 166.198 154.870

Hlutdeild minnihluta

2.940 3.185 2.824

Eigið fé

203.484 169.383 157.694

Skuldir

Vaxtaberandi skuldir

37.410 61.113 94.336

Tekjuskattsskuldbinding

34.891 33.425 38.232

Langtímaskuldir

72.301 94.538 132.568

Vaxtaberandi skuldir

31.058 17.443 15.021

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 22.270 15.156 13.206

Skattar ársins

7.145 8.319 4.403

Skammtímaskuldir

60.473 40.918 32.630

Skuldir

132.774 135.456 165.198

Eigið fé og skuldir

336.258 304.839 322.892

*/** Breytingar urðu á samstæðu HB Granda árið 2013. Eins er framsetning talna hér er birt í samræmi við

ársreikning 2012 sem er frábrugðinn framsetningu í ársreikningi 2011. Sjá nánar í neðanmálsgrein í töflu um

rekstrarreikning í kafla 7.2 Rekstrarreikningur samstæðu HB Granda.

Page 75: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

18

Sjóðstreymisyfirlit

Samstæða* Samstæða Samstæða**

(þús. evra) 2013 2012 2011

Rekstrarhreyfingar

Rekstrarhagnaður ársins

41.599 26.663 45.573

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi :

(Bakfærð virðisrýrnun) / virðisrýrnun aflaheimilda

(13.622) 21.601 0

Afskriftir og virðisrýrnun rekstrarfjármuna

17.335 10.997 10.653

Hagnaður af sölu eigna

(167) (1.160) (117)

Lífrænar eignir, breyting

15 (757) (2.705)

45.160 57.344 53.404

Breytingar á rekstrartengdum eignum

9.189 (10.948) (6.095)

Breytingar á rekstrartengdum skuldum

(197) 4.392 2.812

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 8.992 (6.556) (3.283)

Innheimtar vaxtatekjur

135 143 160

Greidd vaxtagjöld

(2.360) (3.936) (5.986)

Greiddir skattar

(8.786) (4.402) 0

Handbært fé frá rekstri

43.141 42.593 44.295

Fjárfestingarhreyfingar

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum

(20.662) (16.490) (9.739)

Fjárfesting í rekstrarfjármunum í smíðum (6.401) 0 0

Söluverð rekstrarfjármuna

506 653 664

Yfirtekið handbært fé dótturfélaga 3.675 0 0

Aðrar fjárfestingar, hækkun

142 (4.537) (22)

(22.740) (20.374) (9.097)

Fjármögnunarhreyfingar

Greiddur arður

(11.136) (4.094) (2.058)

Skammtímalán

7.273 5.000 0

Afborganir langtímalána

(12.904) (35.714) (23.064)

(16.767) (34.808) (25.122)

(Lækkun) hækkun á handbæru fé

3.634 (12.589) 10.076

Handbært fé í ársbyrjun

8.639 21.228 11.152

Handbært fé í árslok

12.273 8.639 21.228

Fjárfestingar og fjármögnun án greiðsluáhrifa

Fjárfestingar í dótturfélögum (11.418) 0 0

Útgefið hlutafé 11.418 0 0

Söluverð rekstrarfjármuna 2.248 0 0

Langtímakröfur (2.248) 0 0

Page 76: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

19

Nokkrar kennitölur

Samstæða* Samstæða Samstæða**

2013 2012 2011

Framlegð – vergur hagnaður/seldar vörur 25,8% 32,8% 34,6%

EBITDA – EBITDA/seldar vörur 23,2% 30,0% 30,6%

Veltufjárhlutfall – veltufjármunir/skammtímaskuldir 1,07 1,58 2,09

Lausafjárhlutfall – kvikir veltufjármunir/skammtímaskuldir 0,61 0,94 1,40

Eiginfjárhlutfall – eigið fé/heildarfjármagn 0,61 0,56 0,49

Arðsemi eigin fjár 21,7% 9,5% 28,6%

*/** Breytingar urðu á samstæðu HB Granda árið 2013. Eins er framsetning talna hér er birt í samræmi við

ársreikning 2012 sem er frábrugðinn framsetningu í ársreikningi 2011. Sjá nánar í neðanmálsgrein í töflu um

rekstrarreikning í kafla 7.2 Rekstrarreikningur samstæðu HB Granda.

Page 77: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

20

3. UPPLÝSINGAR UM ÚTGEFANDANN

3.1 Útgefandi

Lögheiti HB Grandi hf.

Viðskiptaheiti HB Grandi

Kennitala 541185-0389

Lögform Hlutafélag, skráð á Íslandi og starfrækt í samræmi við lög um hlutafélög nr.

2/1995.

Eigendur Hluthafar félagsins voru 572 talsins þann 22. mars 2014. Fimm hluthafar

eiga 5% eða stærri eignarhlut í félaginu, en þeir eru Vogun hf. (37,6%),

Arion banki hf. (30,9%), Hampiðjan hf. (8,8%), Eignarhaldsfélagið VGJ

ehf. (5,5%) og TM fé ehf. (5,1%).

Útistandandi hlutafé 1.813.658.723 hlutir, hver 1 króna að nafnverði.

Eigin hlutir 8.569.277 hlutir

Heildarhlutafé 1.822.228.000 útgefnir hlutir, hver 1 króna að nafnverði.

Auðkenni hluta hjá

Verðbréfaskráningu Íslands hf.

og NASDAQ OMX Iceland hf.

GRND

ISIN-númer ISIN IS0000000297

Höfuðstöðvar og lögheimili Norðurgarði 1, 101, Reykjavík, Ísland

Heimasíða www.hbgrandi.is

Tölvupóstfang [email protected]

Símanúmer +354 550 1000

Fjárhagsdagatal, áætlun

birtinga og næsti aðalfundur

Vika 22 2014

Vika 35 2014

Vika 48 2014

Vika 9 2015

Vika 13 2015

Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2014

Birting hálfsáruppgjörs 2014

Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs 2014

Birting ársuppgjörs 2015

Aðalfundur 2015

3.2 Tilgangur

HB Grandi hf. er íslenskt hlutafélag og starfar í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995. Tilgangur félagsins

samkvæmt grein 1.4 í samþykktum þess er að reka útgerð, fiskvinnslu, annan matvælaiðnað og skylda starfsemi.

Page 78: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

21

3.3 Lagaumhverfi

HB Grandi starfar í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995. Starfsemi félagsins fellur m.a. undir lög um

stjórn fiskveiða nr. 116/2006, lög um veiðigjöld, nr. 74/2012, lög um matvæli nr. 93/1995, lög um meðferð

vinnslu og dreifingu sjávarafurða nr. 55/1998 og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Auk þess

taka sjómannalög nr. 35/1985, til starfsemi félagsins. Ýmiss lög um umhverfismál snerta einnig félagið svo sem

lög um bann við losun hættulegra efna í sjó nr. 20/1972, lög um geislavarnir nr. 44/2002, og lög um varnir gegn

mengun hafs og stranda nr. 33/2004.

Starfsemi HB Granda lýtur ýmsum opinberum reglum og eru helstu starfsstöðvar og rekstur skipakosts félagsins

háðar leyfisveitingu opinberra aðila.

Í rekstri félagsins ber félaginu að fylgja samkeppnislögum, nr. 44/2005, en varðandi umfjöllun í tengslum við

Samkeppnislög og eftirlit Samkeppniseftirlitsins sem framfylgir boðum og bönnum þeirra laga, er vísað til kafla

1.2.7 Samkeppni í útgefandalýsingu þessari. Þar sem Ísland er aðili að samningum um hið Evrópska

Efnahagssvæði (EES) þarf HB Grandi að stunda sína starfsemi í samræmi við lagasetningu frá

Evrópusambandinu sem er innleidd er hér á landi.

3.3.1 Yfirlit yfir löggjöf er snertir sjávarútvegsfélög

3.3.2 Stjórn fiskveiða

Á Íslandi gildir ítarleg löggjöf um stjórn fiskveiða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ber ábyrgð á gerð

laga, reglugerða og setningu langtímamarkmiða í sjávarútvegi. Fiskistofa er það stjórnvald sem fer með

framkvæmd og eftirfylgni þeirra laga og reglna sem settar eru í samvinnu við aðrar helstu stofnanir í stjórnkefi

sjávarútvegs á Íslandi.2

Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006

Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, taka til ýmissa atriða við stjórnun veiða íslenskra skipa og má þar nefna

veiðileyfi, aflaheimildir, reglur um gerð og útbúnað veiðafæra og lokanir á veiðisvæðum.

Allar fiskveiðar í atvinnuskyni eru háðar leyfi frá Fiskistofu. Enginn má stunda veiðar í atvinnuskyni á Íslandi

nema hafa fengið til þess almennt veiðileyfi. Flestir nytjastofnar á Íslandsmiðum eru kvótabundnir (98% af

heildaraflaverðmæti). Fiskistofa úthlutar aflamarki til veiða á kvótabundnum tegundum til eins fiskveiðiárs í

senn á grundvelli aflahlutdeildar hlutaðeigandi skips og ákvörðunar atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um

leyfilegan heildarafla í einstökum tegundum en aflamark flestra tegunda miðast við fiskveiðiárið en það er

tímabilið frá 1. september til 31. ágúst ár hvert. Með aflahlutdeild er átt við það hlutfall af leyfilegum heildarafla

í kvótabundinni tegund sem fiskiskip má veiða af leyfilegum heildarafla í tegundinni.

Aflaheimildir (aflahlutdeildir og aflamark) verða lögum samkvæmt alltaf að vera bundnar við fiskiskip. Nokkur

sveigjanleiki er innbyggður í aflamarkskerfið. Meginmarkmiðið með því er að auðvelda útgerðarmönnum og

sjómönnum að fara að settum reglum og stuðla að ábyrgri nýtingu fiskistofna. Í því sambandi má nefna að

heimilt er að flytja allt að 15% af aflamarki flestra tegunda frá einu fiskveiðiári yfir á það næsta og þá er heimilt

að veiða allt að 5% umfram úthlutað aflamark skips á einstöku fiskveiðiári og dregst sá afli frá úthlutun á næsta

ári. Með tegundatilfærslu er átt við reglu sem heimilar að afli í einni tegund dragist að ákveðnu marki frá

aflaheimildum skips í annarri tegund. Þessi heimild nær þó ekki til veiða á þorski. Að tilteknum skilyrðum

uppfylltum og með ákveðnum takmörkunum er heimilt að flytja aflaheimildir á milli fiskiskipa.

Lögum samkvæmt mega yfirráð einstakra eða tengdra aðila yfir aflahlutdeildum almennt og í tilteknum

einstökum tegundum ekki fara yfir ákveðin mörk og hefur Fiskistofa eftirlit með að yfirráð einstakra aðila yfir

aflahlutdeild fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða má

heildaraflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 12% af samanlögðu

heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda. Þá má aflahlutdeild einstaks eða tengdra aðila í þorski ekki fara yfir

12%. Í ýsu, ufsa, grálúðu, steinbít, síld og loðnu má hún ekki fara yfir 20% og í karfa ekki yfir 35%. HB Grandi

er með hámarks hlutdeild ef litið er til þorskígildistonna, eða sem samsvarar 12,29% af heildarþorskígildum

sjávarútvegsins á Íslandi, samkvæmt útreikningum Fiskistofu frá 24. janúar 2014. Engum einum aðila er heimilt

að hafa til ráðstöfunar meira en 12%. Félagið hefur sex mánuði til að bregðast við. Forráðamenn félagsins telja

að innan þess tíma verði ljóst að hlutur félagsins fari aftur niður fyrir 12% og því þurfi ekki að grípa til aðgerða.3

2 Fiskistofa. Fiskveiðistjórn. www.fiskistofa.is/fiskveidistjorn. (Sótt 1. febrúar 2014) 3 Fiskistofa. Aflahlutdeild stærstu útgerðanna. http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/nr/1034. (Sótt 25. mars 2014)

Page 79: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

22

Afli undir ákveðnum lengdarmörkum, svonefndur undirmálsafli, tiltekinna tegunda, þorsks, ýsu, ufsa og karfa

dregst ekki að fullu frá aflamarki fiskiskips, enda sé honum haldið aðskildum frá öðrum afla um borð og vigtaður

og skráður sérstaklega.

Það er meginregla í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu að allur afli skuli veginn í löndunarhöfn. Löggiltir

vigtarmenn annast alla vigtun afla samkvæmt ítarlegum reglum sem gilda um vigtun og skráningu sjávarafla. 4

Lög um veiðigjöld, nr. 74/2012

Fiskistofa leggur á veiðigjöld á grundvelli laga um veiðigjöld, nr. 74/2012, og renna gjöldin í ríkissjóð.

Veiðigjöld eru annars vegar almennt veiðigjald sem lagt hefur verið á síðan á fiskveiðiárinu 2004/2005 og hins

vegar sérstakt veiðigjald sem lagt var á frá og með fiskveiðiárinu 2012/2013. Veiðigjöld eru lögð á úthlutað

aflamark og landaðan afla sem ekki tilheyrir kvótategundum. Um er að ræða ákveðna krónutölu á hvert

þorskígildiskíló. Veiðigjöld eru lögð á vegna úthlutaðs aflamarks í upphafi fiskveiðiárs og eru þau innheimt á

fjórum gjalddögum sem dreift er yfir fiskveiðiárið. Við úthlutun aflamarks síðar á árinu verða frekari veiðigjöld

lögð á, m.a. vegna uppsjávarfisks og deilistofna. Loks verða lögð á veiðigjöld við lok fiskveiðiársins haustið

2014 vegna landaðs afla annarra tegunda. Hér að neðan má sjá heildarálagningu veiðigjalda vegna

fiskveiðiáranna 2012/13 og 2013/2014.5

Tafla 9: Heildarálagning veiðigjalda á íslenskar útgerðir fiskveiðiárin 2012/13 og 2013/14

2012/2013* 2013/2014**

Almennt veiðigjald 4,7 ma.kr. 3,4 ma.kr.

Sérstakt veiðigjald – heildarálagning fyrir lækkun 10,8 ma.kr. 3,0 ma.kr.

Sérstakt veiðigjald – lækkun 2,8 ma.kr. 1,2 ma.kr.

Álagt sérstakt veiðigjald að teknu tillit til lækkunar 8,0 ma.kr. 1,8 ma.kr.

Álögð veiðigjöld alls við upphaf fiskveiðiársins 2013/2014 12,7 ma.kr. 5,2 ma.kr.***

* 2012/2013 Veiðigjöld fiskveiðiárið 2012/2013

** 2013/2014 Álagning við upphaf fiskveiðiársins 2013/2014 (uppfært nóv. 2013)

*** Ekki hafa verið lögð á veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2013/2014 vegna eftirfarandi tegunda; loðnu, þorsks í

Barentshafi, kolmunna, úthafskarfa og norsk-íslensku síldarinnar. Við lok fiskveiðiársins verður svo lagt á vegna

makríls og annara tegunda sem ekki eru í aflahlutdeild.

Lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 22/1998

Lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 22/1998, fjalla m.a um þá aðila sem

mega stunda fiskveiðar og vinnslu sjávarafla um borð í skipum í fiskveiðilandhelgi Íslands. Til þeirra teljast

íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar, íslenskir lögaðilar sem eru að fullu í eigu íslenskra aðila eða

lögaðila sem eru i) undir yfirráðum íslenskra aðila, ii) eru ekki í eigu erlendra aðila að meiri leyti en 25% sé

miðað við hlutafé eða stofnfé. Fari eignarhlutur íslensks lögaðila í lögaðila, sem stunda veiðar eða vinnslu í

fiskveiðilandhelgi Íslands, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33% eða iii) eru að öðru

leyti í eigu íslenskra ríkisborgara eða íslenskra lögaðila sem eru undir yfirráðum íslenskra aðila. Lögin fjalla að

auki um veiðar erlendra aðila.

Önnur löggjöf

Önnur löggjöf sem nefna má og gildir um starfsemi HB Granda:

lög um umgengi um nýtjastofna sjávar – lögin fjalla m.a um veiðar og vigtun sjávarafla, nr. 57/1996;

lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands – lögin fjalla um m.a um veiðisvæði, veiðitíma og heimil

veiðafæri í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997; og

lög um fiskveiðar utan lögsögu Íslands – lögin fjalla um fiskveiðar íslenskra skipa utan lögsögu Íslands

og úthlutun aflahlutdeildar á grundvelli veiðireynslu m.a úr deilistofnum, nr. 151/1996.

4 Fiskistofa. Fiskveiðistjórn. www.fiskistofa.is/fiskveidistjorn. (Sótt 1. febrúar 2014) 5 Fiskistofa. Veiðigjöld. www.fiskistofa.is/fiskveidistjorn/veidigjold. (Sótt 1. febrúar 2014)

Page 80: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

23

Fjölmargar reglugerðir hafa verið settar af ráðherra sem varða sjávarútvegsfélög. Atvinnuvega- og

nýsköpunarráðuneytið gefur á hverju ári út hefti um helstu lög og reglugerðir sem lúta að stjórn fiskveiða.

Nálgast má ritið á heimasíðu ráðuneytisins á www.atvinnuvegaraduneyti.is.6

3.4 Ágrip af sögu HB Granda

Félagið á rætur að rekja aftur til ársins 1985 þegar Grandi hf. varð til við samruna Bæjarútgerðar Reykjavíkur og

Ísbjarnarins hf. Árið 2004 keypti Grandi hf. allt hlutafé í Haraldi Böðvarsyni hf. og sameinuðust félögin undir

nafninu HB Grandi hf. sem hefur verið lögformlegt heiti félagsins síðan. Helstu atburðir í sögu félagsins eru

eftirfarandi:

Grandi hf.

1985 Félagið Grandi hf. var stofnað 17. nóvember 1985 við samruna Bæjarútgerðar Reykjavíkur og

Ísbjarnarins hf. Saga Bæjarúgerðar Reykjavíkur nær aftur til ársins 1947 með kaupum á fyrsta

nýsköpunartogaranum á Íslandi, Ingólfi Arnarsyni. Fyrir sameiningu gerði Bæjarútgerð Reykjavíkur út

átta skuttogara og rak fiskvinnslu. Ísbjörninn hf. var stofnaður árið 1944 og á tíma sameiningar rak

félagið fiskvinnslu og útgerð.

1989 Hlutabréf Granda hf. tekin til viðskipta á Hlutabréfamarkaðinum hf. í nóvember 1989.

1992 Hlutabréf Granda hf. tekin til viðskipta á Verðbréfaþingi Íslands, síðar Kauphöll Íslands, 15. desember

1992.

1995 Grandi hf. eignast allt hlutafé í fyrirtækinu Faxamjöl hf. í ársbyrjun 1995, en félagið starfrækti

fiskimjölsverksmiðjur í Reykjavík og Hafnafirði. Faxamjöl hf. var síðar sameinað Granda hf. í árslok

2002.

Haraldur Böðvarsson hf.

1991 Haraldur Böðvarsson hf. varð til við sameiningu fjögurra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja á Akranesi.

1994 Haraldur Böðvarsson hf. skráð í Kauphöll Íslands.

1996 Krossvík hf. útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í eigu Akraneskaupstaðar sameinast Haraldi Böðvarssyni

hf.

1997 Miðnes hf. í Sandgerði sameinast Haraldi Böðvarssyni hf. Miðnes hf. var stofnað 1941 og við

sameiningu árið 1997 var félagið eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Suðurnesjum með aflaheimildir í

botn- og uppsjávarfiski.

2003 Haraldur Böðvarsson hf. verður hluti af Brimi hf. sem var félag um sjávarútvegsstarfsemi Hf.

Eimskipafélags Íslands.

HB Grandi hf.

2004 Grandi hf. yfirtekur Harald Böðvarsson hf. undir nafni HB Granda hf. þann 1. janúar 2004 eftir kaup

hins fyrrnefnda á öllu hlutafé í Haraldi Böðvarssyni hf.

Tangi hf. og Svanur RE-45 ehf. sameinast HB Granda þann 1. október 2004. Með þessum

sameiningum var stærð félagsins komin nálægt mörkum þess hámarks í aflaheimildum sem íslensk lög

leyfa.

Tangi hf. var stofnað á Vopnafirði 15. desember 1965. Hlutabréf Tanga hf. voru skráð í Kauphöll

Íslands árið 1998. Fyrir sameiningu gerði Tangi hf. út togara og uppsjávarskip, auk þess sem það rak

frystihús og fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði. Svanur RE-45 ehf. var stofnað árið 2000 utan um

6 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Stjórn fiskveiða 2013/2014 – Lög og reglugerðir. Júlí 2013.

www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/Skyrslur/Stjorn-fiskveida-2013-2014_4prof.pdf. (Sótt 1. febrúar 2014)

Page 81: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

24

rekstur á uppsjávarveiðiskipinu Svani RE-45.

2006 HB Grandi óskar í júní 2006 eftir afskráningu hlutabréfa félagsins af Aðallista Kauphallarinnar (nú

Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf.). Samhliða er óskað eftir að hlutabréf félagsins verði tekin til

viðskipta á iSEC (nú First North) markaðstorgi Kauphallarinnar.

2013 Laugafiskur ehf. rennur saman við HB Granda 1. júlí 2013. Laugafiskur ehf. var stofnsett árið 1988 og

rak fiskþurrkun á Akranesi og flytur út afurðir til Nígeríu.

HB Grandi kaupir allt hlutafé Vignis G. Jónssonar hf. í október 2013 en hluthafafundur HB Granda

samþykkir hlutafjárhækkun vegna kaupanna á félaginu og Laugafiski ehf. þann 12. nóvember 2013.

Vignir G. Jónsson hf. var stofnað 1970 í Englandi og starfsemi þess síðan færð til Íslands 1972. Félagið

sérhæfir sig í fullvinnslu á hrognum og er stór kaupandi loðnuhrogna HB Granda og stærsti kaupandi

grásleppu- og þorskhrogna á landinu. Með kaupunum er HB Grandi að styrkja rekstur félagsins og taka

frekari þátt í að fullvinna afurðir. Vignir G. Jónsson hf. varð hluti af HB Granda þann 12. nóvember

2013.

Page 82: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

25

4. STARFSEMI OG SKIPULAG

4.1 Hlutverk og markmið

HB Grandi hf. er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi. Félagið gerir út 10 fiskiskip og vinnur fiskafurðir á

sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Félagið hefur mestu aflaheimildir íslenskra útgerðarfélaga og rekur

eigin markaðsdeild sem selur afurðirnar um heim allan. Afurðirnar eru seldar víða, en helstu markaðirnir eru

Evrópa, Asía og Norður-Ameríka. Hjá fyrirtækinu voru á árinu 2013 að meðaltali 828 stöðugildi til sjós og

lands.

Reynsla og þekking í nýtingu auðlindar og framleiðslu sjávarafurða endurspeglast í öllu starfi HB Granda. Lögð

er rík áhersla á háþróaða tækni við veiðar og vinnslu og stöðuga þróun framleiðslunnar. Fyrirtækið framleiðir

verðmæta gæðavöru úr fersku hráefni sem aflað er úr hafinu við Ísland. Lögð er áhersla á góða umgengni um

auðlindina og ábyrgar fiskveiðar. Mikilvægt er að skila vistkerfi sjávar í jafngóðu eða betra ástandi til komandi

kynslóða.

4.1.1 Gæðastefna

HB Grandi hefur að leiðarljósi að veita þjónustu og framleiða afurðir sem uppfylla væntingar viðskiptavina hvað

varðar gæði, öryggi og áreiðanleika. Í þessu skyni hefur HB Grandi í sinni þjónustu hæft og þjálfað starfsfólk og

uppfyllir staðla alþjóðlega viðurkenndra gæðakerfa, laga og reglugerða sem gilda í starfsumhverfi HB Granda.

Félagið hefur sett sér gæðamarkmið til innleiðingar á gæðastefnu félagsins. Markmiðin taka til þarfa

viðskiptavina, ábyrgrar öflunar og rekjanleika hráefnis, umhverfisábyrgðar o.fl. HB Grandi er með alþjóðlegar

vottanir frá stofnunum svo sem International Food Standard (IFS), Feed Materials Assurance Scheme (FEMAS),

the International ‘not for profit’ Organisation (IFFO) og Hazard Analysis and Critical Control Points (HACCP).

Forstjóri HB Granda ber ábyrgð á gæðastefnu félagsins.

4.2 Starfssvið

Starfsemi HB Granda spannar alla virðiskeðjuna en í henni felast veiðar, vinnsla, sala og dreifing á afurðum

félagsins. Stjórnskipulag HB Granda byggist upp á því að boðleiðir milli veiða og vinnslu séu sem stystar en

með því hyggst félagið hámarka virði afurða sinna sem og vera kleift að bregðast skjótt við aðstæðum og

breytingum í aflabrögðum og á mörkuðum sínum.

Mynd 2: Skipurit HB Granda

Page 83: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

26

Framkvæmdastjórn HB Granda er skipuð forstjóra og fimm deildarstjórum sem hver ber ábyrgð á tilteknu sviði

gagnvart forstjóra.

4.2.1 Skrifstofa forstjóra

Forstjóri félagsins er Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjóri ber ábyrgð á rekstri og afkomu HB Granda. Forstjóri

hefur umsjón með daglegum rekstri félagsins og fer með stjórn þess milli hluthafafunda ásamt félagsstjórninni.

Forstjóri hefur jafnframt umsjón með stefnumótun og áætlanagerð og daglegri áhættustýringu félagsins og er

talsmaður fyrirtækisins gagnvart ytri aðilum.

4.2.2 Markaðssvið

Markaðssvið ber ábyrgð á markaðssetningu, sölustarfsemi, skjalagerð, flutningi og afhendingu vöru til kaupenda.

Sviðið ber einnig ábyrgð á gæðastjórnun og vöruþróun í samstarfi við framleiðslusvið, þ.e botnfisksvið og

uppsjávarsvið. Á sviðinu starfa sölustjórar fyrir hvern afurðaflokk, þ.e landfrystar afurðir, sjófrystar afurðir,

uppsjávarafurðir og ferskar afurðir. Sölustjórar bera ábyrgð á gerð sölusamninga, vöru- og gæðalýsinga sem og

framleiðslustýringu í samráði við botnfisk- og uppsjávarsvið. Sölustjórar bera einnig ábyrgð á skipulagi

flutninga, afskipun og skjalagerð í samstarfi við markaðsfulltrúa. Markaðsfulltrúar hafa svo samráð við

kaupendur, yfirvöld og flutningsaðila um þær kröfur, sem gerðar eru til útflutningsskjala og vottorða. IFS

gæðastjóri (sjá kafla 4.4.9 Gæðakerfi) ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi gæðakerfa félagsins. Starfar hann náið

með gæðastjórum framleiðsludeilda, sem starfa á botnfisksviði og uppsjávarsviði. IFS gæðastjóri sér einnig um

samskipti við og móttöku úttektaraðila IFS gæðakerfisins auk þess að vera ábyrgur fyrir samráði um framkvæmd

IFS gæðakerfis innan félagsins.

Deildarstjóri markaðssviðs er Brynjólfur Eyjólfsson.

Á sviðinu störfuðu 11 manns árið 2013.

4.2.3 Viðskiptaþróun

Deildarstjóri viðskiptaþróunar og eini starfsmaður hennar er Svavar Svavarsson og heyrir hann beint undir

forstjóra. Hann sinnir verkefnum utan Íslands, umhverfismálum og viðskiptaþróun. Helstu verkefni erlendis er

að halda utan um og hafa áhrif á rekstur félaga í eigu Deris S.A. sem HB Grandi á 20% hlut í. Hluturinn var

metinn á 16,1 milljón evra í árslok 2013. Undir viðskiptaþróun fellur einnig eignarhlutur HB Granda í Stofnfiski

hf.

4.2.4 Fjármálasvið

Fjármálastjóri félagsins er Jónas Guðbjörnsson. Undir fjármálastjóra heyrir fjárreiðudeild, reikningshald,

greiningar og rekstraryfirlit, starfsmannadeild og tölvudeild. Fjármálasvið ber ábyrgð á innheimtu, skýrslugerð,

uppgjöri, reikningshaldi og áætlunum HB Granda.

Á sviðinu störfuðu 14 manns árið 2013.

4.2.5 Botnfisksvið

Botnfisksvið ber ábyrgð á rekstri og afkomu botnfiskveiða og vinnslu HB Granda. Í því felst útgerð

botnfiskskipa félagsins sem og vinnsla botnfiskafurða um borð í frystiskipum félagsins og í fiskiðjuverunum á

Akranesi og í Reykjavík. Botnfisksvið vinnur í nánu samstarfi við markaðssvið um þróun afurða og

vinnslutækni.

Undir deildarstjóra botnfiskssviðs heyra útgerðarstjóri frystiskipa, útgerðarstjóri ísfiskskipa, vinnslustjóri í

Reykjavík og vinnslustjóri Akranesi.

Útgerðarstjóri frystiskipa ber ábyrgð á útgerð frystitogara HB Granda, skipaeftirliti og veiðafærum. Hann ber

einnig ábyrgð á skipaverkstæði og gæðaeftirliti fyrir frystiskip og ísfisktogara. Útgerðarstjóri ísfiskskipa ber

ábyrgð á útgerð ísfiskskipa, skipaeftirliti og veiðarfærum ísfiskskipa.

Undir vinnslustjóra í Reykjavík starfa verkstjórar auk starfsmanna sem bera ábyrgð á móttöku, afskipun,

gæðaeftirliti og tæknimálum. Sama skipulag er á starfsemi vinnslustöðvar á Akranesi. Ábyrgð vinnslustöðva er

framleiðslu- og birgðastýring í samvinnu við sölustjóra, innkaup og móttaka á hráefni, umbúðum og öðrum

rekstrarvörum. Með sameiningu Laugafisks ehf. við HB Granda féll sú starfsemi undir botnfisksvið.

Page 84: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

27

Deildarstjóri botnfisksviðs er Torfi Þ. Þorsteinsson.

Á sviðinu störfuðu 545 manns árið 2013.

4.2.6 Uppsjávarsvið

Uppsjávarsvið ber ábyrgð á útgerð uppsjávarskipa félagsins sem og framleiðslu uppsjávarafurða í fiskiðjuverum

félagsins á Akranesi og Vopnafirði. Í fiskiðjuverum á Akranesi fer fram vinnsla loðnuhrogna og framleiðsla á

fiskimjöli og lýsi. Á Vopnafirði fer fram vinnsla á uppsjávarfiski í frystar afurðir, mjöl og lýsi. Uppsjávarsvið

vinnur í nánu samstarfi við markaðssvið um þróun afurða og vinnslutækni.

Útgerðarstjóri uppsjávarskipa sér um útgerð á þremur uppsjávarskipum félagsins auk þess sem undir hann fellur

skipaeftirlit, skipaverkstæði á Akranesi sem og veiðarfæri uppsjávarskipa.

Tveir rekstrarstjórar eru undir uppsjávarsviði og sér annar þeirra um frystar afurðir og hinn um framleiðslu á

fiskimjöli og lýsi. Rekstrarstjórar bera jafnframt ábyrgð á gæðaeftirliti og tæknistjórum. Undir uppsjávarsvið

fellur einnig Vignir G. Jónsson ehf.

Deildarstjóri uppsjávarsviðs er Garðar Svavarsson.

Á sviðinu störfuðu 216 manns árið 2013.

Á uppsjávarsviði og botnfisksviði starfa gæðastjórar framleiðsludeilda. Þeir bera ábyrgð á að gæði hráefnis og

afurða sé í samræmi við skilgreindar kröfur og sjá um viðhald HACCP gæðastjórnunarkerfis. Gæðastjórar í

fiskimjölsverksmiðjum bera ábyrgð á að gæðastaðlar FEMAS og IFFO séu uppfylltir. Í samráði við IFS

gæðastjóra hafa þeir umsjón með IFS gæðastjórnunarkerfinu. Starfsfólk í gæðaeftirliti framkvæma gæðaskoðanir

á hráefni í vinnslu og hefur eftirlit með framleiðsluumhverfi.

4.2.7 Mannauður

Meðalfjöldi stöðugilda hjá samstæðu HB Granda var 828 árið 2013, 844 árið 2012 og 825 árið 2011.

4.3 Dótturfélög HB Granda

Frá og með 12. nóvember 2013 urðu dótturfélög HB Granda þrjú þegar Vignir G. Jónsson hf. varð hluti af

samstæðunni. Að auki er dótturfélagið Stofnfiskur Ireland Ltd. í eigu Stofnfisks hf. Dótturfélög samstæðunnar

eru eftirfarandi:

4.3.1 Grandi Limitada

HB Grandi á 100% eignarhlut í Grandi Limitada í Síle. Félagið er eignarhaldsfélag um 20% eignarhlut HB

Granda í eignarhaldsfélaginu Deris S.A í Síle. Deris S.A. á í þremur félögum sem stunda útgerð og fiskvinnslu í

Síle. Félögin gera út sjö togara og reka tvö fiskiðjuver. Að auki á Deris S.A. fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosur

S.A., sem rekur laxeldisstöðvar í Síle.

Hagnaður af rekstri Deris S.A. árið 2013 var 3,5 milljónir evra, en árið áður nam tap félagsins 22,7 milljónum

evra. Áhrif félagsins á rekstur HB Granda á árinu 2013 voru jákvæð um 0,7 milljónir evra. Bókfært verð

eignarhluta HB Granda var 16,1 milljónir evra í árslok 2013.

4.3.2 Stofnfiskur hf. og dótturfélag þess Stofnfiskur Ireland Ltd.

HB Grandi á dótturfélagið Stofnfisk hf. sem einkum framleiðir laxahrogn til fiskeldis. Starfsemi Stofnfisks hf.

felst í kynbótum, framleiðslu og sölu hrogna og seiða fyrir lax- og bleikjueldi, sem og í sölu á sérfræðiþekkingu.

Stofnfiskur hf. er stærsti framleiðandi laxahrogna á Íslandi. HB Grandi á 65% eignarhlut í Stofnfiski hf.

Rekstrartekjur ársins 2013 voru 7,5 milljónir evra. Tap af rekstrinum nam 0,6 milljónir evra. Heildareignir í

árslok námu 21,4 milljónir evra, en eigið fé var 8,4 milljónir evra eða 39% af heildareignum. Áhrif félagsins á

rekstur samstæðunnar voru neikvæð um 0,4 milljónir evra. Í árslok 2013 nam rekstrarlán HB Granda til

Stofnfisks hf. 8,6 milljónum evra. Stofnfiskur Ireland Ltd. er dótturfélag sem er 100% í eigu Stofnfisks hf. og er

staðsett í Írlandi.

Starfsmenn Stofnfisks voru 43 í árslok 2013.

Page 85: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

28

4.3.3 Vignir G. Jónsson hf.

HB Grandi á 100% hlutafjár í Vigni G. Jónssyni hf. en félagið er rúmlega 40 ára gamalt fyrirtæki á Akranesi sem

sérhæfir sig í fullvinnslu á hrognum. Félagið er stór kaupandi loðnuhrogna HB Granda og stærsti kaupandi

grásleppu- og þorskhrogna á landinu. 46 ársverk voru unnin hjá félaginu árið 2013. Vignir G. Jónsson ehf. varð

hluti af samstæðureikningsskilum HB Granda frá 12. nóvember 2013. Rekstrartekjur félagsins fyrir það tímabil

sem það er hluti af samstæðu HB Granda árið 2013 voru 2,5 milljónir evra. Hagnaður af rekstrinum nam 0,3

milljónum evra. Heildareignir í árslok 2013 námu 11,9 milljónum evra en eigið fé var 4,3 milljónir evra eða 36%

eiginfjárhlutfall.

4.4 Lýsing á starfsemi HB Granda

Starfsemi HB Granda spannar alla virðiskeðjuna, veiðar, vinnslu og sölu og markaðssetningu. Samþætting

virðiskeðjunnar þar sem bein tenging er á milli veiða og vinnslu stuðlar að hámörkun á virði aðfangakeðju HB

Granda með því tryggja stöðugt framboð og framleiðslu á þeirri afurð sem eftirspurn er eftir hverju sinni.

4.4.1 Botnfisksvið

4.4.2 Útgerð

HB Grandi gerir út sjö skip til botnfiskveiða. Annars vegar eru það frystitogararnir Örfirisey RE-4, Þerney RE-1

og Höfrungur III AK-250 og hins vegar ísfisktogararnir Ásbjörn RE-50, Ottó N. Þorláksson RE-203, Sturlaugur

H. Böðvarsson AK-10 og Helga María AK-16.

Stjórn félagsins ákvað á síðastliðnu ári að fækka frystitogurum um tvo en fjölga ísfisktogurum um einn.

Togaranum Venusi HF-519 var lagt um mitt ár 2013 og hann seldur í árslok og Helgu Maríu AK-16 breytt úr

frystitogara í ísfisktogara. Skipið var því frá veiðum í sex mánuði árið 2013. Breyttar áherslur í rekstri miða að

því að ná fram betri afkomu með aukinni landvinnslu. Aukin verðmætasköpun felst í því að vinna afla í landi en

að frysta hann á sjó, meðal annars vegna betri nýtingar á hráefni, sparnaði í launakostnaði og aukinnar

eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum.

Botnfiskveiðiskip HB Granda eru útbúin háþróuðum tækjabúnaði til fiskveiða. HB Grandi leitar stöðugt leiða til

að fjárfesta í nýrri tækni sem skilar sér í aukinni nýtingu og gæði afurða félagsins sem og að nýta allan þann afla

sem kemur um borð.

Frystitogarar

HB Grandi gerir úr þrjá frystitogara og er meðalaldur skipanna um 25 ár. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir skipin.

Örfirisey

RE-4

Skipaskr.nr. 2170

Heimahöfn: Reykjavík

Smíðað: Noregur

Ár: 1988

Br.tonn: 1.845

Br.rúmlest: 940

Lengd: 64,55 m

Breidd: 12,8 m

Djúprista: 8,0 m

Þerney

RE-1

Skipaskr.nr. 2203

Heimahöfn: Reykjavík

Smíðað: Noregur

Ár: 1992

Br.tonn: 1.899

Br.rúmlest: 1.199

Lengd: 64,08 m

Breidd: 13,0 m

Djúprista: 8,85 m

Höfrungur III

AK-250

Skipaskr.nr. 1902

Heimahöfn: Akranes

Smíðað: Noregur

Ár: 1988

Br.tonn: 1.521

Br.rúmlest: 784

Lengd: 55,6 m

Breidd: 12,8 m

Djúprista: 8,0 m

Page 86: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

29

Skipin eru með vinnslubúnað til að ýmist heilfrysta, hausa fisk og/eða flaka.

Frystitogurunum er beitt til veiða á þeim fisktegundum sem henta þeim sérstaklega, s.s. grálúðu, gullaxi,

úthafskarfa, djúpkarfa og þorski í Barentshafi. Togararnir eru að jafnaði á veiðum 4-5 vikur í senn á miðunum í

kringum landið allt árið í kring. Að auki veiða skipin þorsk í Barentshafi í norskri og rússneskri lögsögu. Tvær

26 manna áhafnir starfa á hverju skipi eða samtals 52 manns.

Aflinn er unninn um leið og hann kemur um borð og fer í gegnum það vinnsluferli sem við á hverju sinni. Þannig

er hann stærðarflokkaður og ýmist heilfrystur, hausaður eða flakaður og millilagður allt eftir óskum

viðskiptavina félagsins hverju sinni. Frystitogararnir landa afla sínum í Reykjavík sem er síðan fluttur þaðan út

til endanlegs kaupanda. Um borð í Þerney RE-1 er fiskimjölsverksmiðja sem nýtir bein og afskurð sem ekki

nýtist til frystingar.

Ísfisktogarar

Ísfisktogarar félagsins eru fjórir og er meðalaldur skipa um 32 ár. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir skipin.

Ásbjörn

RE-50

Skipaskr.nr. 1509

Heimahöfn: Reykjavík

Smíðað: Noregur

Ár: 1978

Br.tonn: 652

Br.rúmlest: 442

Lengd: 49,86 m

Breidd: 9,52 m

Djúprista: 6,6 m

Ottó N. Þorláksson

RE-203

Skipaskr.nr. 1578

Heimahöfn: Reykjavík

Smíðað: Ísland

Ár: 1981

Br.tonn: 879

Br.rúmlest: 485

Lengd: 57,0 m

Breidd: 10,33 m

Djúprista: 7,3 m

Sturlaugur H. Böðvarsson

AK-10

Skipaskr.nr. 1585

Heimahöfn: Akranes

Smíðað: Ísland

Ár: 1981

Br.tonn: 712

Br.rúmlest: 431

Lengd: 50,85 m

Breidd: 9,0 m

Djúprista: 6,4 m

Helga María

AK-16

Skipaskr.nr. 1868

Heimahöfn: Akranes

Smíðað: Noregur

Ár: 1988

Br.tonn: 1.469,7

Br.rúmlest: 883

Lengd: 56,86 m

Breidd: 12,6 m

Djúprista: 7,7 m

Ísfisktogararnir eru að jafnaði að veiðum í 3-4 daga í hverri veiðiferð. Aflinn er mjög mismunandi og ræðst af

eftirspurn á markaði, árstíma og aflabrögðum. Aflinn er yfirleitt frá um 80 til 160 tonn í veiðiferð.

Ísfisktogarar veiða aðallega þorsk, gullkarfa og ufsa og eru á veiðum allt árið um kring og landa afla í fiskiðjuver

fyrirtækisins í Reykjavík og á Akranesi. Ýsa, steinbítur og langa auk annarra tegunda, sem ekki eru unnar í

fiskiðjuverum félagsins, eru seldar á fiskmörkuðum innanlands. Fiskurinn er blóðgaður, slægður, kældur og

ísaður í kör um leið og hann kemur um borð til að varðveita hráefnisgæðin.

Hverja áhöfn skipa 15 manns en samtals vinna 22 starfsmenn á hverjum ísfisktogara félagsins.

Botnfiskafli og verðmæti

Afli botnfiskskipa félagsins var tæplega 53 þúsund tonn árið 2013 samanborið við um 50 þúsund tonn árið 2012.

Á árinu 2011 var botnfiskafli 55 þúsund tonn. Vert er að hafa í huga við þennan samanburð að HB Grandi lagði

frystitogaranum Venusi HF-519 um mitt síðasta ár og var það skip síðan selt í lok ársins. Þá var Helgu Maríu

AK-16 breytt í ísfisktogara í Póllandi og var skipið frá veiðum í sex mánuði vegna þeirra breytinga.

Eftir fækkun togaranna um einn eru þeir gerðir út á fullum afköstum. Það ræðst þó meðal annars af hvernig

stjórn makrílveiða verður háttað hvort það gangi eftir. Afli á úthaldsdag hefur aukist undanfarin ár en gert er ráð

fyrir að hann haldist á sömu nótum og árið 2013.

Page 87: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

30

Tafla 10: Botnfisksafli HB Granda og aflaverðmæti botnfiskskipa

Botnfisksafli 2013 2012 2011

(í tonnum)

Þorskur-Barentshaf

2.973 1.630 2.451

Þorskur

8.383 7.510 6.752

Ýsa

1.718 1.528 1.508

Ufsi

8.263 8.939 8.864

Gullkarfi

14.566 13.036 13.284

Djúpkarfi

2.452 3.817 3.829

Úthafskarfi

2.605 1.222 3.731

Makríll

6.642 5.575 6.396

Grálúða

1.020 1.483 1.271

Annað 4.760 5.482 6.472

53.382 50.222 54.558

Afli og verðmæti botnfiskskipa 2013 2012 2011

(afli í tonnum, verðmæti í þús.evra) Afli Verðmæti Afli Verðmæti Afli Verðmæti

Ísfisktogarar

19.441 20.232 18.483 20.469 18.110 19.197

Ásbjörn RE-10

6.481 6.798 6.652 7.377 5.610 5.817

Ottó N. Þorláksson RE-203

6.298 6.370 5.835 6.498 6.712 6.977

Sturlaugur H. Böðvarsson AK-10 6.662 7.064 5.996 6.594 5.788 6.403

Frystitogarar

33.941 53.485 31.739 58.697 36.448 66.430

Venus HF-519

4.447 7.208 6.222 12.632 7.022 12.611

Örfirisey RE-4

9.525 14.185 5.912 9.305 7.679 13.642

Þerney RE-1

8.739 13.272 6.956 11.519 7.726 13.450

Höfrungur III AK-250

7.524 12.787 6.045 12.892 6.864 13.639

Helga María AK-16 3.701 6.034 6.604 12.349 7.157 13.088

4.4.3 Landvinnsla botnfisks

Landvinnsla botnfisks fer fram í fiskiðjuverum félagsins á Akranesi og í Reykjavík. Aðal uppistaða hráefnis í

landvinnslum félagsins er afli af eigin skipum auk þess sem hráefni er keypt á innlendum fiskmörkuðum og frá

öðrum útgerðum. Miðað við núverandi aflaheimildir og skipakost er nægt hráefni til samfelldrar vinnslu á báðum

starfsstöðvum.

HB Grandi leggur höfuðáherslu á gæði og hreinlæti í vinnslum sínum. Framleiðslukerfið er tölvustýrt og hægt er

að tryggja rekjanleika vörunnar frá veiðum til viðskiptavinar. Lögð er áhersla á nýtingu alls þess sem til fellur til

að hámarka virði hráefnis. Karfahausar og hryggir verða nýttir til framleiðslu á mjöli og lýsi í nýrri

framleiðslulínu í fiskimjölsverksmiðjunni á Akranesi sem sérstaklega var byggð upp fyrir þessa vinnslu. Auk

þess fara hausar og hryggir þorsks og ufsa til vinnslu í fiskþurrkun félagsins á Akranesi. Roð er hirt sérstaklega

og selt til frekari vinnslu.

Fiskiðjuverið í Reykjavík er sérhæft í vinnslu á karfa og ufsa. Fiskurinn er hausskorinn og vélflakaður, flökin

síðan snyrt og stærðarflokkuð og þeim pakkað í samræmi við óskir kaupenda. Helstu afurðir eru lausfryst flök og

flakastykki auk þess sem framleidd eru fersk flök og hnakkastykki sem send eru samdægurs með flugi á markaði

í Evrópu eða skipaleiðina í kæligámum. Í landvinnslu botnfisks í Reykjavík voru 203 heilsárstörf og árið 2013

voru unnin 18.250 tonn af hráefni en þar af voru 13.500 tonn af eigin skipum.

Fiskiðjuverið á Akranesi er sérhæft í framleiðslu á ferskum afurðum úr þorski og leggur HB Grandi mikla

áherslu á sölu ferskra þorskflaka og hnakka sem eru send út til viðskiptavina félagsins annaðhvort með flugi eða

í kæligámum. Á Akranesi voru einnig unnin 600 tonn af makríl og síld af eigin skipum árið 2013. Í

fiskiðjuverinu á Akranesi eru 73 heilsársstörf og árið 2013 og fóru um 4.825 tonn af hráefni gegnum vinnsluna,

allt af eigin skipum.

Page 88: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

31

Helstu breytingar á botnfiskvinnslu félagsins frá 2011 til 2013 voru meiri áhersla á ferskar afurðir og bendir

ýmislegt til þess að sú þróun haldi áfram á næstu misserum. Er það í samræmi við stefnumörkun stjórnar

félagsins að auka ferskfiskvinnsluna en draga úr sjófrystingu. Það er mat félagsins að meiri verðmætasköpun

felist í því að vinna aflann í landi frekar en að frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar

erlendis eftir ferskum sjávarafurðum. Aukinn afli til vinnslu í tegundum eins og þorski, ufsa og karfa gerir

félaginu kleift að anna aukinni eftirspurn eftir ferskum afurðum. Vegna fyrirsjáanlegrar aukningar hefur verið

fjárfest í nýjum vinnslulínum, háþróuðum og fullkomnum fiskvinnslubúnaði sem skilar sér í betri nýtingu, meiri

vinnsluhraða, aukinni afkastagetu og verðmætari afurðum. Störfum í landvinnslu fjölgaði um 60 talsins á árinu

2013, 35 í Reyjavík og 25 á Akranesi.

Gert er ráð fyrir að afli ísfisktogarna fjögurra haldi að öllu jöfnu uppi fullri vinnslu í fiskiðjuverum félagsins án

þess þó að taka þurfi upp vaktakerfi. Gert er ráð fyrir að verulega dragi úr innkaupum félagsins á fiski frá öðrum

en árið 2013 keypti félagið rúm 4.700 tonn á innlendum fiskmörkuðum og af öðrum útgerðum.

Tafla 11: Botnfisksafli til vinnslu í Reykjavík og Akranesi

Botnfiskafli til vinnslu

(afli í tonnum)

2013 2012 2011

Reykjavík Akranes Samtals Reykjavík Akranes Samtals Reykjavík Akranes Samtals

Þorskur 1.015 4.080 5.095 494 3.360 3.854 510 2.672 3.182

Ufsi 7.861 133 7.994 6.640 211 6.851 6.796 504 7.300

Karfi 9.370 0 9.370 8.796 0 8.796 9.269 0 9.269

Annað 0 612 613 0 511 511 0 741 741

Samtals 18.246 4.826 23.072 15.930 4.082 20.012 16.575 3.917 20.492

4.4.4 Uppsjávarsvið

4.4.5 Útgerð

HB Grandi gerir út þrjú uppsjávarskip, Faxa RE-9, Ingunn AK-150 og Lundey NS-14. Auk þess hefur Víkingur

AK-100 verið gerður út hluta loðnuvertíða undanfarin ár en útgerð hans hefur nú verið hætt. Meðalaldur

skipanna er um 38 ár. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir skipin.

Faxi

RE-9

Skipaskr.nr. 1742

Heimahöfn: Reykjavík

Smíðað: Pólland

Ár: 1987

Br.tonn: 1.411

Br.rúmlest: 893

Lengd: 66,8 m

Breidd: 11,0 m

Djúprista: 8,0 m

Ingunn

AK-150

Skipaskr.nr. 2388

Heimahöfn: Akranes

Smíðað: Chile

Ár: 2000

Br.tonn: 1.981

Br.rúmlest: 1.218

Lengd: 72,9 m

Breidd: 12,6 m

Djúprista: 8,4 m

Lundey

NS-14

Skipaskr.nr. 155

Heimahöfn: Vopnafj.

Smíðað: Þýskaland

Ár: 1960

Br.tonn: 1.424

Br.rúmlest: 836

Lengd: 68,89 m

Breidd: 10,4 m

Djúprista: 7,94 m

Víkingur

AK-100

Skipaskr.nr. 220

Heimahöfn: Akranes

Smíðað: Þýskaland

Ár: 1960

Br.tonn: 1.170

Br.rúmlest: 950

Lengd: 72,51 m

Breidd: 10,33 m

Djúprista: 7,4 m

Skipin, að undanskildum Víkingi AK-100, eru búin sjókælikerfum (RSW). Faxi RE-9 og Lundey NS-14 geta

lestað um 1.500 tonnum af ókældum afla en Ingunn AK-150 um 2.000 tonnum.

Page 89: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

32

Í september 2013 tilkynnti HB Grandi að félagið hafði samið um smíði tveggja skipa til veiða á uppsjávarfiski.

Skipin verða afhent árið 2015. Til stendur að félagið fái fyrra skipið afhent í ársbyrjun en það seinna um haustið.

Fyrra skipið mun leysa af hólmi tvö 53 ára gömul skip, Víking AK-100 og Lundey NS-14. Ákvörðun um frekari

rekstur Faxa RE-9 og Ingunnar AK-150 verður tekin þegar nær dregur afhendingu skipanna. Með nýjum skipum

mun HB Grandi búa yfir öflugum flota til veiða á uppsjávarfiski og stuðla að betri meðferð afla, þ.e. með

auknum gæðum og nýtingu hráefnis. Nýju skipin munu geta lestað um 2.800 tonn hvort af ókældum afla en

sjókælibúnaður þeirra er mun öflugri en sá sem fyrir er í skipum félagsins. Töluvert hagræði verður í rekstri með

tilkomu nýju skipanna þar sem þau eyða mun minni olíu og þurfa minna viðhald. Bættur aðbúnaður sjómanna

um borð skilar sér einnig í fækkun áhafnarmeðlima í hverri veiðiferð og lægri launakostnaði. Á árinu 2013

störfuðu alls 61 manns á fjórum uppsjávarskipum félagsins.

Uppsjávarskip HB Granda eru gerð út til veiða á kolmunna, síld, loðnu og makríl. Loðna veiðist aðallega fyrstu

þrjá mánuði ársins og er þá fryst til manneldis í fiskiðjuveri félagsins á Vopnafirði. Afurðirnar eru

stærðarflokkaðir hængar og hrygnur, saman eða í sitt í hvoru lagi. Loðnuhrogn eru unnin þegar þroski þeirra er

nægilegur og er þá lögð áhersla á að nýta góða aðstöðu til þeirrar vinnslu á Akranesi. Smá loðna, loðnuhrat og

fráflokkuð loðna fer til framleiðslu mjöls og lýsis í fiskimjölsverksmiðjum fyrirtækisins.

Uppsjávarskipin veiða kolmunna aðallega í apríl og maí suður af Færeyjum. Kolmunninn er unninn í mjöl og

lýsi í fiskmjölsverksmiðjum félagsins.

Veiði á norsk-íslensku-vorgotssíld er aðallega frá júní og út september eða á sama tíma og veiði á makríl fer

fram. Makríllinn er ýmist frystur heill eða hausskorinn og slógdreginn en úr síldinni eru aðallega unnin samflök

(flapsar). Mjöl og lýsi er síðan unnið úr fráflokki og afskurði.

Veiði á íslenskri sumargotssíld fer fram á haustin og þá aðallega í október-desember. Síldin er að mestu unnin á

sama hátt og norsk-íslenska-síldin.

Uppsjávarafli og verðmæti

Afli uppsjávarskipa félagsins var 135 þúsund tonn árið 2013, samanborið við 149 þúsund tonn árið 2012 og 106

þúsund tonn árið 2011. Aflasamdrátt milli 2013 og 2012 má aðallega rekja til minni aflaheimilda í loðnu.

Tafla 12: Uppsjávarafli HB Granda og aflaverðmæti uppsjávarskipa

Uppsjávarafli

2013 2012 2011

( í tonnum)

Loðna

80.651

97.544

61.914

Síld

7.484

7.302

5.660

Norsk-íslensk síld

12.840

15.720

21.025

Kolmunni

22.145

12.237

979

Makríll

12.049

15.758

16.172

Annað 49 47 719

Samtals

135.216

148.608

106.469

Afli og verðmæti uppsjávarskipa 2013 2012 2011

(afli í tonnum, verðmæti í þús.evra) Afli Verðmæti Afli Verðmæti Afli Verðmæti

Faxi RE-9

40.272 9.332 41.645 9.489 29.179 7.092

Ingunn AK-150

47.112 10.832 47.387 10.166 35.742 8.787

Lundey NS-14

34.477 7.986 40.406 9.202 33.295 8.021

Víkingur AK-100

13.355 2.291 17.170 2.823 8.253 1.644

Samtals 135.216 30.442 146.608 31.680 106.469 25.544

4.4.6 Landvinnsla uppsjávarfisks

Frysting

HB Grandi rekur uppsjávarfrystihús á Vopnafirði og Akranesi.

Fiskiðjuverið á Vopnafirði er sérhæft í vinnslu uppsjávarafurða. Frystigeta er rúm 300 tonn á sólarhring á

Vopnafirði og árið 2013 voru fryst rúm 27.000 tonn afurða. Alls störfuðu 108 manns í uppsjávarvinnslunni árið

2013 og var stöðug vinnsla nær allt árið.

Page 90: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

33

Frystihúsið á Akranesi sérhæfir sig í vinnslu loðnuhrogna og árið 2013 voru framleidd um 1.300 tonn af

afurðum. Frystigeta er um 120 tonn á sólarhring og voru 7 heilsárstörf í fiskiðjuverinu árið 2013.

Tafla 13: Frystar uppsjávarafurðir á Akranesi og Vopnafirði

Frystar uppsjávarafurðir

(afli í tonnum)

2013 2012 2011

Akranes Vopnafj. Samtals Akranes Vopnafj. Samtals Akranes Vopnafj. Samtals

Loðna 1.302 13.622 14.924 2.413 13.714 16.127 2.073 5.401 7.474

Síld

7.546 7.546

9.234 9.234

10.998 10.998

Makríll

6.207 6.207

9.130 9.130

11.138 11.138

Samtals 1.302 27.375 28.677 2.413 32.078 34.491 2.073 27.537 29.610

Fiskimjölsverksmiðjur

HB Grandi rekur tvær fiskimjölsverksmiðjur, á Vopnafirði og Akranesi. Í fiskimjölsverksmiðjum HB Granda

miðast vinnslan við að skila hágæðamjöli og lýsi og er öflugt gæðaeftirlit liður í því. Starfrækt er

efnarannsóknarstofa þar sem gerðar eru allar helstu efnagreiningar á hráefni og afurðum. Allt hráefni sem berst

til verksmiðjanna er ferskleikamælt og metið við löndun. Afurðirnar fara svo í gegnum fjölda rannsókna áður en

þær eru flokkaðar í einstaka gæðaflokka.

Í fiskimjölsverksmiðjunni á Akranesi er aðallega unnið úr loðnuhrati frá hrognavinnslu. Í verksmiðjunni voru 13

heilsárstörf árið 2013 og voru þar unnin um 25.000 tonn af hráefni árið 2013. Verið er að gangsetja nýja

vinnslulínu í verksmiðjunni en í henni verða bræddir karfahausar og beingarðar sem falla til við vinnslu í

Norðurgarði.

Á Vopnafirði er aðallega unnið mjöl og lýsi úr fráflokki og afskurði frá fiskiðjuverinu en einnig kolmunna. Í

verksmiðjunni voru 18 heilsársstörf árið 2013 og heildarhráefni til vinnslu voru um 78.000 tonn árið 2013.

Tafla 14: Móttekin afli á Akranesi og Vopnafirði

Móttekinn afli í fiskimjölsverksmiðjum

(afli í tonnum)

2013 2012 2011

Akranes Vopnafj. Samtals Akranes Vopnafj. Samtals Akranes Vopnafj. Samtals

Loðna 24.885 39.839 64.724 41.306 47.401 88.707 27.933 26.143 54.076

Síld

12.593 12.593

13.562 13.562

15.363 15.363

Makríll

5.617 5.617

6.281 6.281

4.642 4.642

Kolmunni

19.786 19.786

12.231 12.231

979 979

Annað

0 0

7 7 1.631 4 1.635

Samtals 24.885 77.835 102.719 41.306 79.482 120.788 29.564 47.131 76.695

Undanfarin ár hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á nýtingu uppsjávarafla til manneldis og aukin gæði afla því

samfara. Lagt hefur verið í miklar fjárfestinga samfara þessari áherslu og má nefna nýja blástursfrysta í

fiskiðjuverinu á Vopnafirði en þar voru fyrir öflugir plötufrystar. Einnig var nýtt sjókælikerfi (RSW) sett í Faxa

RE-9 en skipið var áður búið krapakælingu.

4.4.7 Sala og dreifing

Markaðsdeild HB Granda sér um markaðssetningu og sölu allra afurða fyrirtækisins og er markaðs- og sölustarf

félagsins unnið í markaðsdeildinni í Reykjavík. Hlutverk markaðssviðs er að hámarka verðmæti afurða félagsins

í samvinnu við framleiðslusvið.

Samvinnan tryggir að veiði og vinnsla sé í takt við eftirspurn viðskiptavina félagsins á hverjum tíma. Farið er

yfir hvaða vörur skuli leggja áherslu á að framleiða og hvaða verklag skuli viðhaft til að tryggja að þær seljist

fljótt og standist þær gæðakröfur sem félagið hefur einsett sér að uppfylla og kaupendur hafa væntingar um.

Samstarf milli markaðsdeildar og framleiðsludeilda er lykilatriði í þeim góða árangri sem náðst hefur við sölu á

afurðum félagsins og þeirra virðingar sem félagið nýtur hjá kaupendum.

Page 91: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

34

Áhersla er lögð á að selja vörur fyrirtækisins milliliðalaust til valinna viðskiptavina á erlendri grundu auk þess

sem markaðssetning afurðanna er unnin í náinni samvinnu við valda viðskiptavini. Í þeim tilgangi leggur HB

Grandi mikinn metnað í að standa við gefin loforð um afhendingar, gæði og verð. Sú jákvæða ímynd sem HB

Grandi hefur í huga viðskiptavina sinna hefur fyrst og fremst áunnist vegna þeirrar jákvæðu reynslu sem þeir

hafa af viðskiptum við félagið. Auk þess stundar félagið markvisst kynningarstarf í þeim tilgangi að vekja

athygli á sér og sínum vörum.

Helstu viðskiptavinir félagsins hafa verið valdir af kostgæfni. Um 30 viðskiptavinir standa undir 80% af

söluverðmæti hvers árs og 60 viðskiptavinir standa undir 90%. Heildarfjöldi árlegra viðskiptavina stórra sem

smárra er um 200 frá um 40 löndum. Viðskiptavinir félagsins eru almennt skilvísir og greiða á umsömdum tíma

enda er skilvísi mikilvægur þáttur í vali á þeim.

HB Grandi framleiðir og markaðssetur nánast allar sínar vörur í eigin umbúðum undir eigin vörumerki.

Kaupendur afurða HB Granda eru því annars vegar innflutningsaðilar sem dreifa vörum framleiddum með

vörumerki félagsins inn á veitinga- eða smásölumarkaðinn á sínu markaðssvæði og hins vegar

framleiðslufyrirtæki á erlendri grundu sem fullvinna vörur úr afurðum HB Granda fyrir sinn heimamarkað.

4.4.7.1 Vöruþróun

Afurðir framleiðsludeildanna breytast lítið milli ára sem er í samræmi við væntingar markaðarins sem sækist

eftir náttúrulegu útliti fisksins og stöðugleika í vörugerð. Helstu breytingar á vörugerð eru vegna tækniframfara.

Margskonar tækniframfarir í sjávarútvegi undanfarin ár hafa verið drifkraftur í aukinni nýtingu aflans og

breytingum á vörugerð sem stuðlað hafa að auknu verðmæti og lægri tilkostnaði.

Markaðsdeildin gegnir veigamiklu hlutverki í samstarfi við framleiðsludeildir félagsins við að leita nýrra

vörugerða og/eða hagkvæmari framleiðsluaðferða í þeim tilgangi að bæta vörugæði, hámarka verðmæti og

lágmarka tilkostnað.

4.4.7.1 Hugverkaréttindi

HB Grandi er eigandi eins vörumerkis og tveggja léna. Lén félagsins eru annars vegar

www.hbgrandi.is og hins vegar www.laugafiskur.is (ekki í notkun). Orð- og myndmerki

félagsins er skráð eign þess hjá Einkaleyfastofu.

4.4.8 Fasteignir

HB Grandi er eigandi að 21 fasteign á Akranesi, í Reykjavík, Sandgerði og Vopnafjarðarhreppi. Félagið leigir

auk þess geymsluhúsnæði á Vopnafirði. Vignir G. Jónsson ehf., dótturfélag HB Granda, leigir þó hluta af

fasteign HB Granda að Breiðargötu 5b, Akranesi, sem kæligeymslu. Auk þess leigir Vignir G. Jónsson ehf.

húsnæði að Faxabraut 7 fyrir umbúðir.

Tafla 15: Fasteignir í eigu HB Granda

Nr. Eigandi Heimilisfang Eignarhl. Fasteigna-

númer

Athugasemdir

1 HB Grandi Breiðargata 1, Akranes 100% 210-2504 Engin veðbönd

2 HB Grandi Breiðargata 2C, Akranes 100% 210-2506 Engin veðbönd

3 HB Grandi Breiðargata 5B, Akranes 100% 210-2472 Engin veðbönd

4 HB Grandi Breiðargata 8, Akranes 100% 210-2475 Engin veðbönd

5 HB Grandi Bárugata 8-10 8R, Akranes 100% 210-2405 Engin veðbönd

6 HB Grandi Hafnarbraut 2-4, Akranes 100% 210-2316 Áhvílandi

veðbönd

7 HB Grandi Hafnarbraut 3, Akranes 100% 210-2413 Engin veðbönd

8 HB Grandi Hafnarbraut 3B, Akranes 50% 210-2416 Engin veðbönd

9 HB Grandi Akursbraut 4, Akranes 100% 210-2313 Engin veðbönd

Page 92: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

35

4.4.9 Gæðakerfi

Fiskiðjuver HB Granda starfa eftir gæðakerfinu International Food Standard (IFS) og mjöl- og

lýsisverksmiðjunar starfa eftir gæðakerfinu Feed Materials Assurance Scheme (FEMAS). Vinnslur og frystiskip

félagsins eru vottaðar og starfa skv. HACCP gæðakerfi.

Gæðakerfin eru árlega tekin til prófunnar af alþjóðlega faggildum úttektaraðilum. Gæðakröfur þessara kerfa og

staðlar þar að lútandi eiga að tryggja öryggi neytenda. Gæðakerfin fela í sér kröfu um að stöðugt umbótastarf eigi

sér stað í öllum verkferlum og starfsemi félagsins. Starfsmenn félagsins hafa á undanförnum árum lagt metnað

sinn í að bæta verklag og verkferla samkvæmt þessum kröfum. Félagið hefur staðist með sóma þær miklu kröfur

sem gerðar eru til nútíma matvinnslu og alþjóðleg viðurkennd vottun þar um hefur styrkt markaðsstarf félagsins.

10 HB Grandi Akursbraut 3, Akranesi 100% 210-2366 Engin veðbönd

11 HB Grandi Bárugata 9, Akranes 100% 210-2474 Engin veðbönd

12 HB Grandi Suðurgata 7, Akranes 100% 233-3303 Engin veðbönd

13 HB Grandi Hafnarbraut 1, Akranes 100% 233-3304 Engin veðbönd

14 HB Grandi Vesturgata 6-8 6R, Akranes 100% 233-3310 Engin veðbönd

15 HB Grandi Bárugata 7, Akranes 100% 233-3313 Engin veðbönd

16 HB Grandi Norðurgarður 1, Reykjavík 100% 200-0101 Engin veðbönd

17 HB Grandi Grandagarður 20, Reykjavík 100% 200-0102 Áhvílandi

veðbönd

18 HB Grandi Hafnarbyggð 12, Vopnafjarðarhreppur 100% 217-1782 Áhvílandi

veðbönd

19 HB Grandi Hafnarbyggð 8, Vopnafjarðarhreppur 100% 217-1775 Engin veðbönd

20 HB Grandi Norðurgata 15, Sandgerði (óbyggð

einbýlishúsalóð)

100% 233-2828 Engin veðbönd

21 Vignir G.

Jónsson

Smiðjuvellir 4, Akranes 100% 210-0123 Engin veðbönd

22 Vignir G.

Jónsson

Vesturgata 119, Akranes 100% 210-1115 Engin veðbönd

23 Stofnfiskur Strandeldisstöð Kalmanstjörn, Höfnum

24 Stofnfiskur Borholur Kalmanstjörn og Vogum

25 Stofnfiskur Strandeldisstöð Kirkjuvogi, Höfnum

26 Stofnfiskur Strandeldisstöð Húsatóftum, Grindavík

27 Stofnfiskur Strandeldisstöð Vogavík, Vogum

28 Stofnfiskur Landeldisstöð Bakka, Ölfusi

29 Stofnfiskur Landeldisstöð Fiskalóni, Ölfusi

30 Stofnfiskur Strandeldisstöð Hafnargötu 4, Hauganesi

31 Stofnfiskur Eignir í Hraunsfirði

31 Stofnfiskur Skrifstofu- og geymsluhúsnæði, Seljavogi 14

32 Stofnfiskur Fiskeldisstöð á Írlandi

Page 93: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

36

4.4.10 Vottanir

Sjálfbærni íslenskra fiskistofna

Það er vilji félagsins að allir fiskistofnar við Ísland séu kvótabundnir að því marki sem það er framkvæmanlegt

og þeir nýttir á grundvelli aflareglna sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja til langs tíma og

viðurkenndar eru af ICES (Alþjóðahafrannsóknarráðinu).

Það er augljós langtímahagur félagsins að nytjastofnar séu kvótabundnir og sjálfbærir. Það tryggir veiðanleika

þeirra til lengri tíma með lágmarkstilkostnaði. Þessi vilji félagsins er í fullu samræmi við langtímahagsmuni

íslensku þjóðarinnar og kemur til móts við kröfur neytenda um að sá fiskur sem stendur þeim til boða sé úr

sjálfbærum fiskistofnum sem hafa alþjóðlega viðurkennda vottun þar um.

Upprunamerki og vottun Iceland Responsible Fisheries

HB Grandi hefur fylkt sér að baki hópi þeirra félaga í sjávarútvegi sem standa fyrir upprunamerkinu Iceland

Responsible Fisheries. Þetta er verkefni sem Fiskifélag Íslands sér um að leiða tæknilega og Íslandsstofa sér um

að kynna út á við. Merkið er til staðfestingar á því að vörur félagsins séu upprunnar úr löglega veiddum afla á

Íslandsmiðum.

Merkið mun jafnframt votta með viðbótarmerkingunni “CERTIFIED” að aflinn sé ekki eingöngu löglega

veiddur við Ísland heldur sé nýting hans byggð á aflareglu staðfestri af íslenskum stjórnvöldum og

Alþjóðahafrannsóknarráðinu með langtímanýtingu viðkomandi fisktegundar í huga. Kröfulýsing vottunarinnar er

unnin samkvæmt siðareglum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og leiðbeiningum hennar um

umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum stofnum. Vottunaraðilinn er Global Trust. Tegundirnar

þorskur, ýsa og ufsi hafa verið vottaðar og jafnframt hafa fiskiðjuver félagsins í Reykjavík og Akranesi gilda

rekjanleikavottun (Chain of Custody). Vonir standa til að sambærileg vottun og staðfesting á rekjanleika fáist

einnig á gullkarfa á árinu 2014. Það mun efla enn frekar seljanleika á vörum framleiddum úr þessum mikilvægu

fisktegundum félagsins.

Fiskimjölsverksmiðjur HB Granda á Vopnafirði og Akranesi hafa verið vottaðar af Global Trust og standast þar

af leiðandi þau skilyrði sem þarf til að fá vottun frá IFFO (The International Fishmeal and Fish Oil

Organisation).

4.5 Helstu markaðir

4.5.1 Sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi

HB Grandi starfar á alþjóðlegum mörkuðum og selur vörur sínar, sem unnar eru úr bæði botnfiski og

uppsjávarfiski, um allan heim. Framboð og eftirspurn eftir sjávarafurðum og verðþróun á heimsvísu hefur því

áhrif á rekstrarafkomu og starfsemi HB Granda.

Fólksfjölgun, aukin þéttbýlismyndun og bætt lífskjör fólks er meðal þeirra þátta sem hafa hvað mest áhrif á

eftirspurn eftir sjávarafurðum. Veigamesti þátturinn er fólksfjölgun í heiminum. Þróun efnahagslegs ástands á

landfræðilegum mörkuðum hefur auk þess áhrif á eftirspurn og verðþróun sjávarafurða. Hins vegar ber að hafa í

huga að lífskjör fólks hafa verið að batna í helstu íðnríkjum heims. Hin stækkandi millistétt og aukin

heilsuvitund meðal fólks hefur leitt til þess að neytendur gera meiri kröfur um gæði matvara og eru þar af

leiðandi tilbúið að borga meira fyrir gæði, þ.e velja t.d. villtan fisk fram yfir eldisfisk. Að auki eru þættir svo sem

umhverfisáráhrif, umgengni og sjálfbær nýting auðlinda farin að hafa sífellt meiri áhrif í vali neytenda á

uppsprettu próteins í fæðu. Aðrir þættir sem hafa áhrif á þróun eftirspurnar eru framboð á fiski og sjávarafurðum

í heiminum, verðþróun staðkvæmdarvara svo sem á kjúklinga-, nauta- og svínakjöti og öðrum próteinum úr

dýraríkinu.

Heildarframleiðsla (fiskveiðar og fiskeldi) á fiski í heiminum hefur aukist um 14,4% frá 2006 til 2012.

Bráðabirgðatölur frá FAO (Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna) um framleiðslu fisks á heimsvísu gefa til

kynna að framleiðslan hafi náð sögulegu hámarki árið 2012, þegar framleidd voru 157 milljón tonn. Um 85% af

framleiðslunni fór til manneldis. Meðalneysla fisks á mann nam 18,9 kg á ári á tímabilinu 2010-2012 en neyslan

tekur miklum breytingum eftir því til hvaða lands eða heimsálfu er horft til. Meðalneysla í Evrópu var til að

mynda 21,5 kg á mann á tímabilinu, 21,0 kg í Asíu, en einungis 9,7-10,7 kg í Afríku og Suður Ameríku.7

7The Food and Agriculture Organization of the United Nations. Food Outlook – Biannual Report on Global Food Markets. November 2013.

www.fao.org/docrep/019/i3473e/i3473e.pdf. (Sótt 1. febrúar 2014)

Page 94: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

37

Hlutur fiskveiða af heildarframleiðslu hefur verið um 90 milljón tonn sl ár, en hún var 91 milljón tonn árið 2012.

FAO telur að helstu fiskistofnar heims séu að verða fullnýttir og vöxtur í framleiðslu á fiski í framtíðinni verði

því að mestu drifinn áfram af fiskeldi. Kínverjar eru stærsta fiskveiðiþjóð heims með 15,7 milljón tonna

heildarafla árið 2011. Asíuþjóðir veiða sem svarar 52% af heildarframleiðslu. Ísland er í 17. sæti yfir stærstu

fiskveiðiþjóðir heims samkvæmt gagnabanka FAO, með 1,1 milljón tonna heildarafla.8

Frá árinu 2006 og fram til 2012 hefur fiskverðsvísitala FAO hækkað að meðaltali um 7% á ári. Neðangreind

mynd sýnir verðþróun fiskafurða; fiskveiða, fiskeldis, hvítfisks og uppsjávarfisks. Virði sjávarafurða náði

sögulegu hámarki árið 2011, en nokkuð verðfall var á mörkuðum á árinu 2012. Fiskeldis- og hvítfiskafurðir

lækkuðu einna mest. Framboð hvítfiskafurða jókst töluvert auk þess sem minni eftirspurn var á lykilmörkuðum.9

Mynd 3:Þróun fiskverðsvísitölu FAO10

4.5.2 Íslenskur sjávarútvegur

Íslenskur sjávarútvegur er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi, en árið 2012 nam útflutningsverðmæti sjávarafurða

269 milljörðum króna á föstu verðlagi ársins 2012. Hafði verðmæti þeirra aukist um 6,8% frá fyrra ári og í magni

um 11,3%. Hlutur sjávarafurða af heildarverðmæti vöruútflutnings landsins var 42,4% árið 2012 á meðan hlutur

sjávarafurða af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu var 26,6%.11

Evrópa er mikilvægasta markaðssvæðið fyrir íslenskar sjávarafurðir en árið 2012 var 78,7% af

heildarútflutningsvirði flutt þangað. Útflutningur til Asíu nam á sama tíma 8,8% af heildarútflutningsvirði og til

Afríku 6,2%. Stærstur hluti af heildarútflutningsvirði var vegna sölu til Bretlands (17,4%) og Noregs (7,9%), en

þar á eftir komu Spánn, Rússland, Frakkland, Nígería og Holland.12

Helstu viðskiptalönd HB Granda eru meðal

þessara þjóða.

4.5.3 Afli íslenskra fiskiskipa

Hafrannsóknarstofnun veitir ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu veiðistofna á Íslandsmiðum. Ráðgjöfin

byggir á stofnmati, spá um þróun stofnstærðar og nýtingarstefnu til lengri tíma. Hafrannsóknarstofnun gefur út

rit um ástand og aflahorfur nytjastofna á Íslandsmiðum og er hægt að nálgast ritið á vefslóðinni www.hafro.is.

Veiðiráðgjöf úr deilistofnum byggist á veiðiráðgjöf frá ICES (The International Council for the Exploration of

the Sea).

8The Food and Agriculture Organization of the United Nations. Global Capture Production 1950-2011.

www.fao.org/fishery/statistics/global-capture-production/query/en. (Sótt 1. febrúar 2014) 9The Food and Agriculture Organization of the United Nations. Food Outlook – Biannual Report on Global Food Markets. November 2013.

www.fao.org/docrep/019/i3473e/i3473e.pdf. (Sótt 1. febrúar 2014) 10 The Food and Agriculture Organization of the United Nations. Food Outlook – Biannual Report on Global Food Markets. November

2013.

www.fao.org/docrep/019/i3473e/i3473e.pdf. (Sótt 1. febrúar 2014) 11 Hagstofa Íslands. Hagtíðindi – Sjávarútvegur 2013:2. 20. júní 2013. https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=15211. (Sótt 1. febrúar 2014) 12 Hagstofa Íslands. Hagtíðindi – Sjávarútvegur 2013:2. 20. júní 2013. https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=15211. (Sótt 1. febrúar

2014)

0

50

100

150

200

250

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013-07

US

D/t

on

n

Fiskverðsvísitala FAO Fiskeldi Fiskveiðar

Hvítfiskur Uppsjávarfiskur

Page 95: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

38

Árið 2012 var afli íslenskra skipa tæp 1.449 þúsund tonn eða 300 þúsund tonnum meiri afli en árið 2011.

Aflaverðmæti árið 2012 nam rúmum 159 milljörðum króna á verðlagi ársins 2012 og hækkaði um tæplega 5,5

milljarða kr. frá árinu 2011 eða 3,5%.13

Mynd 4: Afli íslenskra fiskiskipa af Íslandsmiðum14

Mynd 5: Afli íslenskra fiskiskipa - deilistofnar15

4.5.4 Samkeppnin

Íslenskar sjávarafurðir keppa á alþjóðlegum markaði og eru í samkeppni við aðrar fæðutegundir. Verðbreytingar

á þessum afurðum geta haft áhrif á eftirspurn eftir sjávarafurðum. Samkeppni er á milli sjávarafurða úr villtum

fiski annars vegar og eldisfiski hins vegar, auk þess sem innbyrðis samkeppni er á milli mismunandi tegunda

villts fisks. Verðbreytingar á mörkuðum geta t.d. ýtt undir það að neysla á einni tegund eykst á kostnað annarrar.

Alþjóðlegur markaður með sjávarafurðir einkennist af sterkum alþjóðlegum og innlendum samkeppnisaðilum.

Segja má að HB Grandi eigi í samkeppni við nágrannaþjóðir og aðra íslenska aðila sem selja vörur á sömu

mörkuðum og HB Grandi. Á sama tíma eru íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi samherjar í uppbyggingu markaða,

þar sem aðgreining þeirra á alþjóðlegum markaði byggir á rekjanleika afurðanna, þar sem uppistaða hráefnisins

fæst með sjálfbærum og ábyrgum veiðum úr hreinu hafi við Ísland. Í úttekt ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey, um

13 Hagstofa Íslands. Hagtíðindi – Sjávarútvegur 2013:3. 27. september 2013. https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=15521. (Sótt 1.

febrúar 2014) 14 Hagstofa Íslands. Sjávarútvegur og landbúnaður - Afli og verðmæti - Afli íslenskra fiskiskipa af öllum miðum eftir fisktegundum 1945-

2012. www.hagstofa.is/Hagtolur/Sjavarutvegur-og-landbunadur/Afli-og-verdmaeti. (Sótt 1. febrúar 2014) 15 Fiskistofa. Afli í deilistofnum – Tímabil og veiðisvæði. www.fiskistofa.is/veidar/aflaupplysingar/afliurdeilistofnum. (Sótt 1. febrúar 2014)

0,0

0,5

1,0

1,5

2,0

2,519

60

19

62

19

64

19

66

19

68

19

70

19

72

19

74

19

76

19

78

19

80

19

82

19

84

19

86

19

88

19

90

19

92

19

94

19

96

19

98

20

00

20

02

20

04

20

06

20

08

20

10

20

12

Mil

ljón

ton

n

Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Síld Loðna Annar afli

0,0

0,1

0,2

0,3

0,4

0,5

0,6

19

94

19

95

19

96

19

97

19

98

19

99

20

00

20

01

20

02

20

03

20

04

20

05

20

06

20

07

20

08

20

09

20

10

20

11

20

12

20

13

Mil

ljón

ton

n

Kolmunni NÍ Síld Makríll Úthafskarfi

Page 96: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

39

samkeppnishæfni íslenskra atvinnugreina, kemur fram að íslenskur sjávarútvegur stendur framar t.d. sjávarútvegi

í Noregi og kemur vel út í samanburði við aðrar atvinnugreinar á Íslandi ef horft er til framleiðni og arðsemi.16

Aukin stærðarhagkvæmni og samþætting í íslenskum sjávarútvegi hefur styrkt samkeppnishæfni íslenskra

sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Með því að ráða yfir allri virðiskeðjunni eru fyrirtæki eins og

HB Grandi betur í stakk búin til að aðlaga framleiðslu sína að þörfum viðskiptavina sinna á hverjum tíma.

Þannig geta þau stýrt virðiskeðjunni, m.a með því að tryggja framboð með aðgengi að auðlindum, leggja áherslu

á gæði, sveigjanleika í framleiðslu og fjölbreytni í afurðum og vinnslu. Saga félagsins og notkun á vörumerki

þess í allri virðiskeðjunni, auk þekkingar starfsmanna á mörkuðum og viðskiptavinum félagsins, eru lykilatriði til

að ná fram aðgreiningu á markaði.

HB Grandi hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2013, en verðlaunin fékk félagið fyrir að vera í

fararbroddi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, fyrir leiðandi starf í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á íslensku

sjávarfangi.

4.5.5 Helstu markaðir og afurðir HB Granda

Helstu landfræðilegir markaðir félagsins eru Evrópa, Asía og Ameríka. Um 85% sölutekna samstæðunnar komu

frá Evrópu árið 2013, samanborið við 88% árið 2012 og 86% árið 2011. Sala til Asíu nam um 9% af sölutekjum

árið 2013 líkt og árið 2012, en árið 2011 var salan um 12% af tekjum. Sala til Ameríku nam 2% af sölutekjum

2011 og 2012 en 2013 var hlutfallið rétt tæplega 3%.

Á tímabilinu 2011-2013 hefur í kringum 60% af tekjum félagsins komið frá sex viðskiptalöndum þ.e.

Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Frakklandi, Bretlandi og Japan. Önnur 34-36 viðskiptalönd hafa staðið á bak við

u.þ.b. 40% af tekjum félagsins.

Mynd 6: Skipting sölu eftir löndum

Neðangreind mynd sýnir skiptingu á sölutekjum félagsins eftir fisktegundum. Hlutfallsleg skipting tekna ræðst

aðallega af breytingum á veiddu magni og verðþróun afurða á milli ára.

16McKinsey & Company. Charting a Growth Path for Iceland. 2012.

www.mckinsey.com/locations/Copenhagen/our_work/How_We_Work/~/media/Images/Page_Images/Offices/Copenhagen/ICELAND_Repo

rt_2012.ashx. (Sótt 1. febrúar 2014)

14% 14% 11%

12% 11% 12%

11% 12% 12%

6% 7% 11%

10% 8% 7%

9% 6% 7%

38% 42% 40%

0%

20%

40%

60%

80%

100%

2011 2012 2013

Rússland Þýskaland Noregur Frakkland Bretland Japan Annað

Skipting eftir sölu móðurfélags.

Page 97: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

40

Mynd 7: Skipting sölu eftir tegundum

Botnfisksvið

Frystar afurðir námu 77% af heildarsölutekjum botnfisksviðs félagsins á árinu 2013 og hefur hlutfallið farið

minnkandi síðastliðin ár. Minna vægi frystra afurða af heildarsölutekjum skýrist einna helst af aukinni

framleiðslu á ferskum afurðum en það er í takt við stefnu HB Granda, m.a vegna aukinnar eftirspurnar á

erlendum mörkuðum. Til annarra afurða telst afskurður, bein og hausar, mjöl sem framleitt er um borð í Þerney

RE-1 auk afla sem landað er á markað.

Mynd 8: Skipting tekna botnfisksviðs eftir afurðaflokkum

Frystar afurðir eru annars vegar sjófrystar afurðir og hins vegar landfrystar afurðir. Viðskiptavinir á Bretlandi og

Rússlandi eru helstu kaupendur sjófrystra afurða félagsins. Meirihluti þorsks og ýsu eru seld til Bretlands og

Bandaríkjanna. Karfinn er að mestu seldur inn á markaði í Rússlandi og Japan, en Japanir er einnig stærstu

kaupendur grálúðu. Kaupendur sjófrystra afurða eru að mestu dreifiaðilar á hverjum markaði fyrir sig.

Landfrystar afurðir félagsins samanstanda aðallega af ufsa og karfa. Helstu afurðir úr karfa eru lausfryst flök í

neytendapakkningum sem eru seldar til dreifingaraðila í Þýskalandi, en með fjárfestingu í nýrri beinaskurðarvél á

karfaflökum hefur aukin áhersla verið lögð á framleiðslu beinlausra karfaflaka inn á veitingamarkaðinn í

Þýskalandi og Frakklandi. Ufsinn er að mestu seldur lausfrystur í bitum inn á Frakkland og Þýskaland.

Frakkland, Belgía og Þýskaland eru stærstu kaupendur ferskra afurða félagsins og eru helstu afurðir aðallega flök

og hnakkar af þorski, karfa og ufsa. Helstu kaupendur eru dreifiaðilar og framleiðslufyrirtæki.

21% 20% 19%

14% 20% 23%

16% 15% 9%

14% 13%

15%

13% 10% 10%

12% 11% 13%

9% 9% 11%

0%

20%

40%

60%

80%

100%

2011 2012 2013

Karfi Loðna Síld Þorskur Makríll Ufsi Annað

81%

15%

3%

78%

18%

4%

77%

19%

4%

0%

20%

40%

60%

80%

100%

Frystur fiskur Ferskur fiskur Annað

2011 2012 2013

Skipting eftir sölu móðurfélags.

Skipting eftir sölu móðurfélags.

Page 98: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

41

Uppsjávarsvið

Um 54% af tekjum uppsjávarsviðs á árinu 2013 voru sala á mjöli og lýsi, samanborið við 47% árið 2012 og 40%

árið 2011. Aukið hlutfall mjöls og lýsis af framleiðslu milli áranna 2011, 2012 og 2013 skýrist aðallega af

auknum kvóta í loðnu frá árinu 2011, auk þess sem aflabrestur var í kolmunna það ár. Þessar tvær

uppsjávartegundir, auk síldar, eru aðal hráefni í framleiðslu á mjöli og lýsi. Verðþróun var auk þess afar hagstæð

á mjöli og lýsi árin 2012 og 2013. Frá árinu 2011 hafa sameiginlegar aflaheimildir uppsjávarsviðs í íslenskri síld,

norsk-íslenskri síld og makríl dregist saman um rúm 18%. Frystar afurðir úr þessum tegundum eru töluvert

verðmætari en frystar loðnuafurðir. Samdráttur í þessum heimildum hefur því stuðlað að því að hlutfall frystra

afurða á uppsjávarsviði er minna en það var árið 2011. Til viðbótar var makríllinn árið 2013 mun smærri en

síðustu ár og nýttist því ekki eins vel til vinnslu og áður. Breytingu á stærð makrílsins má m.a rekja til mikillar

nýliðunar í stofninum og er því hlutfall ungfisks hærra en áður.

Mynd 9: Skipting tekna uppsjávarsviðs eftir afurðaflokkum

Helstu markaðir félagsins fyrir mjöl og lýsi eru Noregur og Færeyjar sem nýta afurðirnar í fóðurframleiðslu fyrir

laxeldi. Á síðastliðnu ári voru Þjóðverjar og Finnar einnig stórir kaupendur.

Stærstu kaupendur landfrystra uppsjávarafurða eru Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Japan. Heilfryst loðna

er seld inn á markaði í Úkraínu og Rússlandi, en helstu kaupendur eru framleiðendur og dreifingaraðilar. Á

uppsjávarsviði er aðeins stærsti makríllinn heilfrystur og eru helstu markaðssvæðin Rússland og Japan.

Kaupendur eru aðallega dreifingaraðilar og framleiðendur sem ýmist reykja makrílinn sjálfir eða selja hann til

reykingar. Helstu kaupendur frystra loðnuhrogna eru Rússland, Úkraína og Japan auk Vignis Jónssonar hf. á

Íslandi, en eins og komið hefur fram hefur HB Grandi keypt allt hlutafé Vignis Jónssonar hf.

40%

60%

47%

53% 54%

46%

0%

20%

40%

60%

80%

100%

Mjöl og lýsi Landfrystur uppsjávarfiskur

2011 2012 2013

Skipting eftir sölu móðurfélags.

Page 99: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

42

5. STJÓRNARHÆTTIR, STJÓRN, YFIRSTJÓRN OG

ENDURSKOÐENDUR

5.1 Stjórnarhættir

Stjórnarhættir HB Granda eru markaðir af lögum um hlutafélög nr. 2/1995, samþykktum félagsins sem

samþykktar voru á aðalfundi þess 21. mars 2014 og starfsreglum stjórnar dagsettum 29. janúar 2014, svo og

leiðbeiningum um stjórnarhætti sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland hf. og Samtök atvinnulífsins

gáfu út í mars 2012. Í samþykktum er kveðið á um hluthafafundi í kafla 4, um stjórn í köflum 5-7, um forstjóra í

kafla 9, um reikningshald og endurskoðun í kafla 10 og um breytingu samþykkta og félagsslit í köflum 12-13.

Gildandi starfsreglur stjórnar sem voru samþykktar af stjórn 29. janúar 2014 eru settar skv. 5. mgr. 70. gr. laga

um hlutafélög og eru samþykktum félagsins til fyllingar.

Gildandi starfskjarastefna HB Granda var samþykkt á aðalfundi þann 21. mars 2014, en hún nær til allra helstu

þátta í starfs- og launakjörum stjórnarmanna félagsins, forstjóra og annarra æðstu stjórnenda HB Granda.

Starfskjarastefnan er byggð á 2. mgr. 79. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 og kveður m.a. á um að þóknun til

stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar sé ákveðin á aðalfundi félagsins og að stjórn hafi svigrúm til að bjóða

samkeppnishæf laun. Hún kveður á um að starfskjaranefnd sé heimilt að leggja fram tillögu fyrir stjórn félagsins

um að umbuna æðstu stjórnendum til viðbótar grunnlaunum í formi:

afhendingar hluta;

árangurstengdra greiðslna;

hlutabréfa;

kaupréttar;

forkaupsréttar og annars konar greiðslna sem tengdar eru hlutabréfum í félaginu eða þróun verðs á

hlutabréfum í félaginu; og

lífeyrissamninga og starfslokasamninga.

Ákvörðun um umbun til æðstu stjórnenda skal taka mið af frammistöðu viðkomandi starfsmanns, en einnig

stöðu, ábyrgð og framtíðarmöguleikum viðkomandi starfsmanns innan félagsins.

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum lögmætra hluthafafunda, samkvæmt því sem lög og samþykktir

þess kveða á um. Aðalfund skal halda innan átta mánaða frá lokum reikningsárs ár hvert. Stjórn félagsins skal

boða til hluthafafunda þegar stjórnin telur þörf á samkvæmt fundarályktun eða þegar kjörinn endurskoðandi eða

hluthafar sem ráða yfir minnst 5% hlutafjárins krefjast þess og greina fundarefni. Til hluthafafunda skal boða

með skemmst þriggja vikna fyrirvara og lengst fjögurra vikna fyrirvara í samræmi við samþykktir félagsins og

X. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Til hluthafafunda skal boða með rafrænum hætti og auglýsingu í

fjölmiðlum. Samkvæmt grein 4.17 í samþykktum HB Granda skal meðal annars í fundarboði greina frá

fundarstað, fundartíma og drögum að dagskrá. Ef taka á til meðferðar á fundi tillögu um breytingar á

samþykktum félagsins skal greina frá meginefni tillögunar í fundarboði. Hluthafafundur er lögmætur ef löglega

er til hans boðað.

Rétt til setu á hluthafafundum HB Granda hafa hluthafar ásamt ráðgjafa, umboðsmenn hluthafa, endurskoðendur

félagsins og forstjóri. Stjórn félagsins getur boðið sérfræðingum setu á einstökum fundum ef leita þyrfti álits

þeirra eða aðstoðar. Hluthafa er heimilt að láta umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd og fara með

atkvæði sitt. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt dagsett umboð. Umboð skal leggja fram á

fundi og gildir aldrei lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart

félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu hluthafafundar, hvort

heldur sem fyrr er.

Í samræmi við grein 4.4 í samþykktum félagsins og ákvæði 80. gr. a. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, er kveðið á

um að stjórn félagsins sé heimilt að halda hluthafafund með rafrænum hætti. Hluthafar sem hyggjast nýta sér

rafræna þátttöku skulu tilkynna skrifstofu félagsins þar um með 10 daga fyrirvara og leggja þar fram skriflegar

spurningar varðandi dagskrá eða framlögð skjöl sem þeir óska svara við á fundinum. Telji stjórn gerlegt að halda

hluthafafundinn algjörlega rafrænt með viðeigandi búnaði og gefa hluthöfum þannig kost á þátttöku í

fundarstörfum og atkvæðagreiðslu skal í fundarboði koma fram upplýsingar um tæknibúnað auk upplýsinga um

það hvernig hluthafar tilkynni um rafræna þátttöku sína og hvar þeir nálgist upplýsingar, leiðbeiningar og

aðgangsorð til þátttöku í fundinum.

Stjórn félagsins hefur æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda. Hún fer með málefni félagsins og

skal sjá um að skipulag félagsins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Stjórnarfundir eru ákvörðunarbærir

Page 100: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

43

þegar meirihluti stjórnarmanna tekur þátt í fundarstörfum. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir

stjórnarmenn hafi haft tök á að fjalla um málið, sé þess kostur. Stjórnarmönnum er heimil þátttaka í

stjórnarfundum með fjarskiptabúnaði. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Falli atkvæði jöfn ræður

atkvæði formanns.

Aðalfundur HB Granda kýs árlega fimm menn í stjórn félagsins. Við stjórnarkjör skal tryggt að hlutfall hvors

kyns í stjórn og varastjórn sé aldrei lægra en 40%. Náist ekki viðunandi lögbundin kynjahlutföll í stjórnarkjöri

telst kosningin ógild og skal þá fresta stjórnarkjöri til framhaldsaðalfundar sem haldinn skal innan mánaðar og

auglýstur sérstaklega með sama hætti og hluthafafundir. Skal stjórnarkjör endurtekið með sama hætti svo oft sem

þarf þar til kynjahlutföllum er náð. Í samræmi við lög um hlutafélög, nr. 2/1995, er kveðið á um almennt hæfi

stjórnarmanna og framkvæmdastjóra. Samkvæmt þeim skulu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar vera lögráða,

fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir

refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald,

ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.

Stjórn félagsins kýs sér formann en að öðru leyti skiptir hún með sér verkum eins og þurfa þykir.

Stjórnarformaður kveður til stjórnarfunda og stýrir þeim. Formaður sér til þess að aðrir stjórnarmenn séu boðaðir

til stjórnarfunda í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995. Samkvæmt starfsreglum stjórnar skulu

stjórnarfundir haldnir þegar stjórnarformaður ákveður en að jafnaði er miðað við að stjórnarfundir séu haldnir

mánaðarlega. Stjórnarformanni ber að kalla saman stjórnarfund ef einhver stjórnarmanna, forstjóri eða

endurskoðandi krefst þess. Til stjórnarfundar skal að jafnaði boðað með 5 daga fyrirvara. Stjórn félagsins ræður

forstjóra að félaginu, setur honum erindisbréf og ákveður starfskjör hans. Stjórn getur falið formanni stjórnar að

annast samninga við forstjóra. Stjórn veitir prókúruumboð fyrir félagið. Forstjóri annast daglegan rekstur

félagsins og skal í þeim efnum fylgja viðskiptastefnu í samræmi við markmiðsáætlun stjórnar. Forstjóri skal á

hverjum stjórnarfundi leggja fyrir stjórn skýrslu um starfsemi félagsins frá síðasta stjórnarfundi.

Núverandi stjórn félagsins var kosin á aðalfundi félagsins þann 21. mars 2014. Hana skipa Kristján Loftsson,

stjórnarformaður, Halldór Teitsson, Þórður Sverrisson, Hanna Ásgeirsdóttir og Rannveig Rist. Á fundinum var

samþykkt þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta starfsár. Þóknun til stjórnarmanna skal þannig vera 150.000 kr. á

mánuði og skal formaður fá tvöfaldan hlut. Stjórn félagsins ákveður þóknun til nefndarmanna undirnefnda og

skal í þeim efnum taka mið af þeim tíma sem nefndarmenn verja til starfans, sbr. grein 4.1. í starfskjarastefnu

félagsins.

Stjórnin telur stjórnarhætti félagsins uppfylla skilyrði í leiðbeinandi tilmælum um stjórnarhætti fyrirtækja sem

Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland hf. og Samtök atvinnulífsins gáfu út í mars 2012. Stjórnin víkur

þó frá tilmælunum að því leyti að hún hefur ekki skipað sérstaka tilnefningarnefnd þar sem stjórn telur að

viðeigandi upplýsingum sé komið á framfæri til hluthafa um framkomin framboð til stjórnarsetu svo hluthafar

geti tekið upplýsta afstöðu til stjórnarkjörs.

Stjórnin telur að ákvæðum framangreindra tilmæla um óhæði stjórnarmanna sé fullnægt. Um óhæði

stjórnarmanna segir að meirihluti stjórnarmanna skuli vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess og að

minnsta kosti tveir stjórnarmenn skuli vera óháðir stórum hluthöfum félagsins. Í stjórn HB Granda eru allir

núverandi stjórnarmenn óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess. Stjórnarmennirnir Rannveig Rist, Hanna

Ásgeirsdóttir og Þórður Sverrisson eru óháðir stórum hluthöfum HB Granda. Stærstu hluthafar HB Granda eru

Vogun hf. og Arion banki hf. Kristján Loftsson og Halldór Teitsson eru báðir háðir stórum hluthafa félagsins,

þ.e. Vogun hf. á eftirfarandi hátt: Kristján og Halldór eru báðir stjórnarmenn í Hval hf. og Vogun hf., auk þess

sem Kristján er framkvæmdastjóri beggja félaganna. Kristján er jafnframt stjórnarformaður

Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf. Hvalur hf., sem er í eigu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. (39,50%

eignarhlutur), á 99,98% hlutafjár í Vogun hf. Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. eiga auk þess

ráðandi hlut í Hampiðjunni hf. en bæði Hampiðjan hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. eiga innan við 10%

hlut í HB Granda. Kristján Loftsson fer með ráðandi eignarhlut í Fiskveiðihlutafélaginu Venusi hf.

Ný stjórn mun skipa endurskoðunarnefnd félagsins á næsta stjórnarfundi þann 30. apríl 2014. Við skipan

nefndarinnar mun stjórnin horfa til þess ákvæðum tilmælanna um óhæði nefndarmanna í endurskoðunarnefnd sé

fullnægt. Þar er kveðið á um að nefndarmenn skuli vera óháðir endurskoðanda og endurskoðunarfélagi félagsins

og meirihluti nefndarmanna skuli vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess. Auk þess skal einn

nefndarmanna, sem bæði er óháður daglegum stjórnendum og félaginu, vera óháður stórum hluthöfum félagsins.

Nefndarmenn munu þiggja þóknun fyrir störf sín í endurskoðunarnefnd og verður hún ákveðin á

framangreindum stjórnarfundi.

Page 101: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

44

Hlutverk endurskoðunarnefndar HB Granda er meðal annars:

eftirlit með gerð reikningsskila;

eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits, innri endurskoðunar, áhættustýringar og öðrum

eftirlitsgerðum;

eftirlit með endurskoðun ársreiknings, samstæðureiknings og annarra fjárhagsupplýsinga;

mat á óhæði ytri endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis og eftirlit með öðrum störfum ytri

endurskoðenda;

setja fram tillögur til stjórnar um val á ytri endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki; og

meta þörf á og gera tillögu um innri endurskoðanda í samráði við stjórn.

Endurskoðunarnefnd hefur eftirlit með því að stjórn tryggi með stefnu sinni og verkreglum að félagið hafi

innleitt viðeigandi innra eftirlit sem tekur á áhættum í starfsemi félagsins og að innri eftirlitsþættir virki á

áhrifaríkan hátt. Nefndin yfirfer með stjórnendum, innri endurskoðendum og ytri endurskoðendum eftir þörfum,

hvort innra eftirlit, áhættustýring og aðrar eftirlitsaðgerðir séu nægjanleg hverju sinni. Nefndin tryggir að ekki

séu til staðar takmarkanir sem hamla störfum innri endurskoðunar.

Endurskoðunarnefnd skal að minnsta kosti árlega skila skýrslu um störf sín til stjórnar félagsins. Í skýrslu til

stjórnar skulu koma fram upplýsingar um samskipti nefndarinnar við stjórn, endurskoðendur og starfsmenn

félagsins. Þá skal gerð grein fyrir eftirliti nefndarinnar með vinnuferli við gerð reikningsskila, virkni innra

eftirlits, innri endurskoðun og áhættustýringu. Einnig skal gerð grein fyrir eftirliti nefndarinnar með endurskoðun

ársreiknings félagsins og mati á óhæði endurskoðanda. Endurskoðunarnefnd ber ábyrgð á þeim skyldum sem

henni eru settar í reglum félagsins um nefndina en ber ekki ábyrgð á reikningsskilum eða endurskoðun

ársreikninga. Stjórn og forstjóri félagsins bera ábyrgð á reikningsskilum, innleiðingu innra eftirlits og óháðir

endurskoðendur bera ábyrgð á endurskoðun ársreikninga félagsins. Endurskoðunarnefnd skal meta skilvirkni

sína ásamt því að fara yfir og endurskoða starfsreglur nefndarinnar eftir því sem þörf krefur, þó að lágmarki

árlega.

Ný stjórn mun skipa starfskjaranefnd félagsins á næsta stjórnarfundi þann 30. apríl 2014. Við skipan

nefndarinnar mun stjórnin horfa til þess að ákvæðum tilmælanna um óhæði nefndarmanna í starfskjaranefnd sé

fullnægt. Þar er kveðið á um að nefndarmenn skuli vera óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Nefndarmenn munu þiggja þóknun fyrir störf sín í starfskjaranefnd og og verður hún ákveðin á framangreindum

stjórnarfundi.

Hlutverk og ábyrgð starfskjaranefndar er að undirbúa tillögu að starfskjarastefnu félagsins sem lögð er fyrir

stjórn félagsins, undirbúa tillögu til hluthafafundar um starfskjör stjórnarmanna og undirbúa fyrir stjórn

samninga við forstjóra og aðra starfsmenn, heyri þeir undir stjórn, um laun og önnur starfskjör. Auk þess er það

meðal annars á ábyrgð nefndarinnar að hafa eftirlit með að starfskjarastefnu sé framfylgt og að laun og starfskjör

séu í samræmi við lög, reglur og bestu framkvæmd hverju sinni. Nefndin veitir álit til stjórnar félagsins fyrirfram

á kaupaukakerfi, sé fyrirhugað að koma slíku kerfi á, ásamt því að taka sjálfstæða afstöðu til áhrifa launa á

áhættutöku og áhættustýringu félagsins í samráði við endurskoðunarnefnd. Nefndin skal leggja árlega fyrir stjórn

félagsins skýrslu um störf starfskjaranefndar.

Á aðalfundi félagsins ár hvert skal tekin fyrir tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.

Núverandi regluvörður félagsins er Jónas Guðbjörnsson. Stjórn hefur einnig skipað Margréti H. Nikulásdóttur

sem staðgengil regluvarðar. Regluvörður hefur umsjón með því að reglum Fjármálaeftirlitsins um meðferð

innherjaupplýsinga og viðskipti innherja, nr. 1050/2012, sem settar eru á grundvelli 132. gr. laga um

verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, sé framfylgt hjá félaginu.

Á vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar má finna yfirlýsingu um stjórnarhætti félagsins.

Þar er einnig að finna gildandi samþykktir félagsins, starfskjarastefnu, starfsreglur stjórnar, samandregnar

upplýsingar um stjórnarmenn og nefndarmenn undirnefnda, framkvæmdastjórn og endurskoðendur

samstæðunnar, endurskoðaða ársreikninga síðustu þriggja rekstrarára og fjárhagsdagatal ársins.

Page 102: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

45

5.2 Stjórn útgefanda

Formaður stjórnar

Nafn Kristján Loftsson

Fæðingardagur 17. mars 1943.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun Verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands 1962, nám í verslunarfræðum í

Cardiff, Wales 1965.

Fyrst kjörinn 5. október 1988.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Svöluhraun ehf. (stjórnarformaður), KINE ehf. (meðstjórnandi), Vænting hf.

(meðstjórnandi og framkvæmdastjórn), Hampiðjan hf. (meðstjórnandi),

Puralube á Íslandi hf. (meðstjórnandi), Sundt-Air Iceland ehf.

(stjórnarformaður), Hvalur hf. (meðstjórnandi og framkvæmdastjórn), Vogun

hf. (meðstjórnandi og framkvæmdastjórn), Fiskveiðahlutafélagið Venus hf.

(stjórnarformaður), Grandi Limitada (stjórnarformaður).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Hringir ehf. (varamaður)

Starfsreynsla Framkvæmdastjóri Hvals hf. frá 1974, framkvæmdastjóri Vogunar hf. frá

1991

Stjórnarmaður

Nafn Halldór Teitsson

Fæðingardagur 17. júlí 1952.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun Próf í útgerðartækni frá Tækniskóla Íslands 1977.

Fyrst kjörinn 4. apríl 2003.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Vænting hf. (meðstjórnandi, áður varamaður), Vogun hf. (meðstjórnandi,

áður varamaður), Hólmur ehf. (meðstjórnandi), Iðjukaupinn ehf.

(varamaður), Hvalur hf. (meðstjórnandi).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Gildruklettar ehf. (varamaður), Áning-

fjárfestingar ehf. (meðstjórnandi), Umtak fasteignafélag ehf. (meðstjórnandi).

Starfsreynsla Sérfræðingur hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. 1977-

Stjórnarmaður

Nafn Þórður Sverrisson

Fæðingardagur 24. apríl 1952.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun Cand. Oecon frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands 1977. Framhaldsnám í

rekstrarhagfræði við Viðskiptaháskólann í Gautaborg 1977-1978. AMP frá

Wharton School, University of Pennsylvania 1999.

Page 103: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

46

Fyrst kjörinn 21. mars 2014.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Litmyndir ehf. (stjórnarformaður), Stefnir hf. (stjórnarmaður), Roka ehf.

(framkvæmdastjórn, stjórnarmaður).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: KLAK INNOVIT ehf. (stjórnarmaður,

stjórnarformaður), Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur ehf.

(stjórnarmaður), Applicon Holding ehf. (stjórnarmaður), AppliCon AS

(stjórnarformaður), Nyherji AS (stjórnarformaður), Dansupport AS

(stjórnarformaður), Application Consulting Sweden AB (stjórnarformaður),

Application Consulting Holding AB (stjórnarformaður), Applicon ehf.

(stjórnarformaður), Sense ehf. (stjórnarformaður), TM Software Origo ehf.

(stjórnarformaður), Simdex ehf. (stjórnarmaður), Viðja viðskiptaumsjón ehf.

(stjórnarformaður), Vigor ehf. (stjórnarformaður), Skyggnir ehf.

upplýsingaþjónusta (stjórnarformaður), Áning-fjárfestingar ehf.

(stjórnarmaður), B37 ehf. (framkvæmdastjórn, stjórnarmaður), Parx ehf.

(stjórnarformaður), Hópavinnukerfi ehf. (stjórnarmaður), Tölvusmiðjan ehf.

(stjórnarformaður), Ritvinnslan ehf. (stjórnarformaður), Litmyndir,

prentmiðlun ehf. (varamaður), fulltrúi í háskólaráði Háskóla Íslands.

Starfsreynsla Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 2013-, forstjóri Nýherja hf. 2001-2013, Hf.

Eimskipafélag Íslands frá 1982 þar af sem framkvæmdastjóri flutningasviðs

frá 1986-2001, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands 1978-1982.

Stjórnarmaður

Nafn Hanna Ásgeirsdóttir

Fæðingardagur 24. desember 1955.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun Sjúkraþjálfun frá Statens fysioterapiskolen Bergen, Noregi 1978, rekstrar- og

viðskiptanám hjá endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1998, meistaranám

í upplýsingatækni á heilbrigðissviði (MHI) frá Háskóla Íslands 2006.

Fyrst kjörinn 23. apríl 2010.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): Situr

ekki í stjórnum eða framkvæmdastjórnum annarra félaga.

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Hefur ekki setið í stjórnum eða

framkvæmdastjórn annarra félaga á umræddu tímabili.

Starfsreynsla

Verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu 2007-, sjúkraþjálfari og rekstur

sjúkraþjálfarastofu 1984-2000.

Stjórnarmaður

Nafn Rannveig Rist

Fæðingardagur 9. maí 1961.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun Vélstjórapróf 4. stigs frá Vélskóla Íslands 1983, sveinspróf í vélvirkjun frá

Iðnskólanum í Hafnarfirði 1985, BS í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands

1987, MBA frá University of San Francisco, Bandaríkjunum 1989, AMP frá

Háskólanum í Reykjavík 2008.

Page 104: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

47

Fyrst kjörinn 19. apríl 2013.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Promens hf. (meðstjórnandi), Jarðboranir hf. (meðstjórnandi), Samtök

álframleiðenda á Íslandi (stjórnarformaður), Rio Tinto Alcan á Íslandi hf.

(framkvæmdastjórn).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Samtök atvinnulífsins (meðstjórnandi),

Skipti hf. (stjórnarformaður/meðstjórnandi), Sparisjóður Reykjavíkur og

nágrennis hf. (meðstjórnandi), Norðurberg ehf. (stjórnarmaður), Síminn hf.

(meðstjórnandi).

Starfsreynsla Forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. 1997-, framkvæmdastjóri og talsmaður

Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. 1990-1996, stundakennari við Háskóla Íslands

1990, stundakennari við Tækniskóla Íslands 1990.

5.3 Yfirstjórn

Forstjóri

Nafn Vilhjálmur Vilhjálmsson

Fæðingardagur 14. desember 1953.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun Farmannapróf frá Stýrimannaskóla Íslands 1976, útgerðartækni frá

Tækniskóla Íslands 1980.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Vignir G. Jónsson ehf. (stjórnarformaður), Faxaeldi ehf. (meðstjórnandi),

Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. (meðstjórnandi), Svöluhraun ehf.

(meðstjórnandi), Stofnfiskur hf. (meðstjórnandi), Hampiðjan hf.

(stjórnarformaður), Norðanfiskur ehf. (meðstjórnandi) , Grandi Limitada

(meðstjórnandi), Deris S.A. (meðstjórnandi), stjórn Landssambands íslenskra

útvegsmanna (varamaður) Félag síldarútgerða á Suðvesturlandi

(meðstjórnandi) og Útvegsmannafélag Reykjavíkur (varamaður).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Útvegsmannafélag Austfjarða

(meðstjórnandi), Kraftverk ehf. (meðstjórnandi), Kolbeinstangi ehf.

(meðstjórnandi/framkvæmdastjórn), Les ehf. (varamaður).

Starfsreynsla Forstjóri HB Granda 2012-, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda 2005-

2012, framkvæmdastjóri Tanga hf. 2002-2004, skrifstofustjóri Tanga hf.

2000-2002, rekstur eigin útgerðar 1999-2000, markaðsstjóri Fiskafurða ehf.

1994-1998, framkvæmdastjóri Aflamiðlunar 1990-1994, fulltrúi hjá

Landssambandi íslenskra útvegsmanna 1986-1990, til sjós sem stýrimaður og

háseti 1968-1986.

Fjármálastjóri

Nafn Jónas Guðbjörnsson

Fæðingardagur 12. mars 1962.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun Cand. oceon frá Háskóla Íslands 1987, löggiltur endurskoðandi 1994.

Page 105: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

48

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Vignir G. Jónsson ehf. (meðstjórnandi), Faxaeldi ehf. (stjórnarformaður),

Norðanfiskur ehf. (varamaður), Festir ehf. (varamaður), Hringir ehf.

(varamaður), Festing ehf. (stjórnarmaður áður varamaður), Top ehf.

(meðstjórnandi), Rauðkúla ehf. (stjórnarmaður), Tengo ehf. (varamaður og

framkvæmdastjórn), Ker ehf. (varamaður), Argyle ehf. (varamaður), Puralube

á Íslandi hf. (meðstjórnandi), Egla Invest BV (stjórnarmaður).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Hetta ehf. (varamaður), Bílaumboð Askja

ehf. (meðstjórnandi), Dseta ehf. (varamaður), Mundill ehf. (varamaður), Kilja

ehf. (varamaður), D-3 Eignarhaldsfélag ehf. (varamaður), Festing Invest ehf.

(varamaður), Árfell-KIA Ísland ehf. (meðstjórnandi), Olíustöðin Helguvík

ehf. (stjórnarformaður), Barkarvogur ehf. (varamaður), ICELAND

SEAFOOD International ehf. (varamaður), Eignaós ehf. (stjórnarmaður),

Kaupþing hf. (varamaður/meðstjórnandi), Klav ehf. (stjórnarmaður).

Starfsreynsla Fjármálastjóri HB Grandi hf. 2010-, fjármálastjóri Kjalars ehf. 2007-2010,

forstöðumaður bókhalds og tæknimála og síðar fjármálastjóri Olíufélagsins

ehf. (nú N1 hf.) 2001-2007, endurskoðandi hjá Deloitte 1987-2001.

Deildarstjóri uppsjávarsviðs

Nafn Garðar Svavarsson

Fæðingardagur 16. júlí 1983.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun B.Sc í sjávárútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri 2007.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Útvegsmannafélag Austfjarða (meðstjórnandi).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Hefur ekki setið í stjórnum eða

framkvæmdastjórn annarra félaga á umræddu tímabili.

Starfsreynsla

Deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda 2013-, sölustjóri í markaðsdeild HB

Granda 2006-2013.

Deildarstjóri botnfisksviðs

Nafn Torfi Þorsteinsson

Fæðingardagur 2. febrúar 1955.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun Fiskiðn frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði 1978, fisktækni frá

Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði 1981, rekstrar- og viðskiptafræði frá

Endurmenntun Háskóla Íslands 1998.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Bæjar-félagið Halldórsstöðum (meðstjórnandi), Faxeldi ehf. (varamaður).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Klappir ehf. (varamaður).

Page 106: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

49

Starfsreynsla

Deildarstjóri botnfisksviðs HB Granda 2013-, framleiðslustjóri

botnfiskvinnslu HB Granda 2006-2013, framkvæmdastjóri Faxamjöls 2000-

2004, deildarstjóri uppsjávarveiða- og vinnslu HB Granda 2005, framleiðslu-

og sölustjóri frystiskipa HB Granda 1993-2000, innleiðing á tölvuneti og

upplýsingakerfi fyrir veiðar og vinnslu HB Granda 1993-2000, vinnslustjóri

Granda hf. (nú HB Grandi) 1984-1992.

Viðskiptaþróun

Nafn Svavar Svavarsson

Fæðingardagur 25. ágúst 1948.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun Fisktækni frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði 1977.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Stofnfiskur hf. (meðstjórnandi), Gagnalaug ehf. (varamaður), Víkin-

Sjóminjasafnið í Reykjavík ses (varamaður), GS1 Ísland-strikamerkjalausnir

ehf. (stjórnarformaður), Samtök fiskvinnslustöðva (stjórnarmaður),

Íslandsstofa (stjórnarmaður), Deres S.A. (varamaður), Europacifico

Alimentos Del Mar (meðstjórnandi).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Hefur ekki setið í stjórnum eða

framkvæmdastjórn annarra félaga á umræddu tímabili.

Starfsreynsla Deildastjóri viðskiptaþróunar HB Granda 2013-, markaðsstjóri HB Granda

2005-2013, framleiðslustjóri Granda hf. (nú HB Grandi) 1975-2005.

Markaðssvið

Nafn Brynjólfur Eyjólfsson

Fæðingardagur 15. júlí 1972.

Starfsstöð HB Grandi, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Menntun B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands 1998, M.Sc. í sjávarútvegsfræði frá

Háskóla Íslands 2001, S.Sc. í alþjóðaviðskiptum frá Norges Handelshøyskole

NHH, Noregi 2004.

Stjórnarseta Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram):

Stjörnu-Odda-Félagið (meðstjórnandi), Vignir G. Jónsson hf.

(meðstjórnandi).

Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef

tekið fram) á síðustu fimm árum: Hefur ekki setið í stjórnum eða

framkvæmdastjórn annarra félaga á umræddu tímabili.

Starfsreynsla Markaðsstjóri HB Granda 2013-, markaðsrannsóknir markaðssviðs HB

Granda 2012-2013, markaðsstjóri PricewaterhouseCoopers ehf. 2011-2012,

fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers ehf. 2010-2011,

markaðsrannsóknir og –ráðgjöf hjá ParX ehf. 2007-2010, markaðsrannsóknir

og –ráðgjöf hjá Møreforsking AS 2004-2006.

5.4 Aðrar upplýsingar um stjórn og yfirstjórn

5.4.1 Hæfi

Stjórnarmenn og framangreindir aðilar í yfirstjórn hafa ekki verið sakfelldir vegna svikamála og ekki verið

dæmdir vanhæfir til að starfa sem aðilar að stjórn, framkvæmdastjórn eða eftirlitsstjórn útgefanda eða til að

stjórna eða stýra verkefnum hjá einhverjum útgefanda. Að undanskilinni umfjöllun hér að neðan hafa þeir ekki

Page 107: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

50

verið framkvæmdastjórar, stjórnendur eða umsjónarmenn fyrirtækja sem hafa orðið gjaldþrota eða farið í skipta-

eða slitameðferð á síðastliðnum fimm árum né heldur sætt opinberri ákæru eða viðurlögum lögboðinna yfirvalda

eða eftirlitsaðila á tímabilinu. Bent er á að Þórður Sverrisson var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Roku

ehf. sem var úrskurðað gjaldþrota í mars 2010. Bent er á að Rannveig Rist var stjórnarmaður í Sparisjóði

Reykjavíkur og nágrennis hf. þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir vald hluthafafundar og vék stjórn Sparisjóðs

Reykjavíkur og nágrennis hf. frá og skipaði skilanefnd yfir sparisjóðnum þann 21. mars 2009. Einnig er bent á að

Jónas Guðbjörnsson, fjármálastjóri HB Granda, var varamaður í stjórn Kaupþings banka hf. þegar

Fjármálaeftirlitið tók yfir vald hluthafafundar og vék stjórn Kaupþings banka hf. frá og skipaði skilanefnd yfir

bankann þann 9. október 2008. Hann var auk þess varamaður í stjórn félaganna Dseta ehf. og Mundill ehf. sem

úrskurðuð voru gjaldþrota 7. mars 2013.

5.4.2 Hagsmunaárekstrar

Kristján Loftsson og Halldór Teitsson eru báðir háðir stórum hluthafa félagsins sem einnig er seljandi í

fyrirhuguðu almennu útboði, þ.e. Vogun hf., á eftirfarandi hátt: Kristján og Halldór eru báðir stjórnarmenn í Hval

hf. og Vogun hf., auk þess sem Kristján er framkvæmdastjóri beggja félaganna. Kristján er jafnframt

stjórnarformaður Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf. sem er hluthafi í HB Granda og seljandi í fyrirhuguðu

útboði. Hvalur hf., sem er í eigu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. (39,50% eignarhlutur), á 99,98% hlutafjár í

Vogun hf. Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. eiga auk þess ráðandi hlut í Hampiðjunni hf. en bæði

Hampiðjan hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. eiga innan við 10% hlut í HB Granda. Kristján Loftsson fer

með ráðandi eignarhlut í Fiskveiðihlutafélaginu Venusi hf.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri, og Hanna Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður, eru systkinabörn. Einnig eru Svavar

Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróun, og Garðar Svavarsson, deildarstjóri markaðssviðs, feðgar.

5.4.3 Tekjur og hlunnindi stjórnarmanna og yfirstjórnar

Upplýsingar um tekjur og hlunnindi stjórnarmanna og yfirstjórnar á síðastliðnu fjárhagsári eru tilgreindar í töflu

hér að neðan. Þar er einnig tilgreind hlutafjáreign þeirra í HB Granda og önnur réttindi tengd hlutabréfum í

félaginu þann 22. mars 2014. Ekki eru útistandandi neinir afleiðusamningar við félagið tengdir hlutabréfum í HB

Granda. Engar ákvarðanir hafa verið teknar af stjórn félagsins eða hluthafafundi varðandi veitingu kaup- eða

sölurétta á hlutum í félaginu eða gerð annarra afleiðusamninga tengdum hlutafé félagsins, hvorki til starfsmanna

þess né annarra.

Starfssamningar félagsins við lykilstjórnendur innihalda engin óvenjuleg ákvæði og eru í samræmi við

hefðbundna samninga. Félagið hefur ekki lagt greiðslur til hliðar vegna lífeyrisframlags, starfsloka eða svipaðra

hlunninda til viðbótar við það sem lög gera ráð fyrir. Hluti aðila í yfirstjórn nýtur samkvæmt starfssamningum

sínum sérstaks lífeyrisframlags umfram kjarasamninga og er það greitt mánaðarlega inn á séreignarsparnað

viðkomandi. Félagið hefur ekki gert aðra samninga við lykilstjórnendur um greiðslu hlunninda við starfslok.

Samningar við lykilstjórnendur kveða á um 6 mánaða uppsagnarfrest.

Tafla 16: Stjórnarmenn og yfirstjórn - Tekjur, hlunnindi og réttindi tengd hlutabréfum HB Granda

Greiðslur frá HB Granda fyrir fjárhagsárið 2013 Réttindi tengd hlutabréfum í HB Granda þann

22.03.2014

Greiðslur í krónum / Réttindi í hlutum

Laun, hlunnindi, kaupaukar,

lífeyrissjóðsgreiðslur

Eign í eigin

nafni

Réttindi í eigin

nafni

Eign fjárhagslega

tengdra aðila

Réttindi fjárhagslega

tengdra aðila

Stjórn og varamenn

Kristján Loftsson 4.800.000

249.000 0 902.541.154 0

Halldór Teitsson 3.240.000

0 0 0 0

Hanna Ásgeirsdóttir 2.592.000

1.005.330 0 0 0

Rannveig Rist 1.296.000

0 0 0 0

Þórður Sverrisson 0 39.930 0 3.398 0

Fyrrverandi aðal- og varamenn í stjórn

Árni Vilhjálmsson 5.400.000 0 0

0

0 0

Iða Brá Benediktsdóttir 1.296.000 0 0 0 0

Jóhann Hjartarson 3.240.000 0 0 0 0

Ingibjörg Björnsdóttir 600.000 6.862.983 0 0 0

Page 108: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

51

Nefndarmenn í endurskoðunarnefnd

Guðmundur Þ. Frímannsson 0 0 0 0 0

Kristján Loftsson 0 249.000 0 902.541.154 0

Jóhann Hjartarson 0 0 0 0 0

Yfirstjórn

Vilhjálmur Vilhjálmsson 41.514.888 35.742 0 218.138.239 0

Svavar Svavarsson 19.177.785 0 0 0 0

Torfi Þorsteinsson 19.182.053 13.310 0 0 0

Jónas Guðbjörnsson 23.140.363 0 0 0 0

Garðar Svavarsson 15.630.457 73.310 0 0 0

Brynjólfur Eyjólfsson 14.516.678 0 0 0 0

5.5 Tengdir aðilar

5.5.1 Skilgreining tengdra aðila

Aðilar tengdir HB Granda eru þeir hluthafar sem eru með veruleg áhrif í félaginu og félög í þeirra eigu,

dótturfélög HB Granda, hlutdeildarfélög, stjórnarmenn og stjórnendur ásamt mökum þeirra og ófjárráða börnum.

Skilgreining þessi er byggð á IAS24. Viðskipti eiga sér stað milli einstakra eininga innan samstæðu HB Granda

og eru hluti af daglegum rekstri samstæðunnar. Viðskipti milli samstæðufélaga hafa verið felld út við gerð

samstæðureikningsskila og eru því ekki tilgreind hér.

5.5.2 Viðskipti við tengda aðila

Viðskipti við tengda aðila á árunum 2011 til 24. mars 2014. Staða krafna eða skulda gagnvart tengdum aðilum í

lok hvers tímabils eru tekin saman í neðangreindri töflu.

Tafla 17: Viðskipti við hlutdeildarfélög

í þús. evra 2014* 2013 2012 2011

Seldar vörur og þjónusta til hlutdeildarfélaga 66 354 616 898

Seldir rekstrarfjármunir til hlutdeildarfélaga 0 442 0 0

Keyptar vörur og þjónusta af hlutdeildarfélögum 0 1 1 9

Kröfur á hlutdeildarfélög í árslok 44 334 168 207

Skuldir við hlutdeildarfélög í árslok 0 0 0 8

*Tímabil miðast við 01.01.2014-24.03.2014

Vísað er í töflu 16 um upplýsingar um viðskipti HB Granda við stjórnarmenn og stjórnendur, ásamt mökum

þeirra og ófjárráða börnum.

Viðskipti við hluthafa

Hluthafar með veruleg áhrif í árslok 2010 og til 24. mars 2014 voru Vogun hf. og Arion banki hf.

Á árunum 2011, 2012, 2013 og til 24. mars 2014 átti félagið viðskipti við Arion banka hf. og Hampiðjuna hf.

sem er m.a. í eigu Vogunar hf. og Fiskveiðifélagsins Venusar hf. sem einnig eru hluthafar í HB Granda.

Heildarfjárhæð viðskipta við Hampiðjuna hf. á tímabilinu 1. janúar 2014 til 24. mars 2014 nam 832 þús. evrum

og skuld HB Granda við Hampiðjuna hf. þann 24. mars 2014 nam 669 þús. evrum. Þann 24. mars 2014 átti

félagið kröfu á Arion banka hf. í formi bankainnistæðna að fjárhæð 640 þús. evra, en á sama tíma átti Arion

banki hf. útistandandi kröfur í formi lánveitinga til HB Granda að fjárhæð 10.456 þús. evrur. Viðskipti

samstæðunnar við hluthafa voru eins og um viðskipti ótengdra aðila væri að ræða.

Page 109: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

52

Heildarfjárhæð viðskipta við Hampiðjuna hf. á árinu 2013 nam 2.950 þús. evrur og skuld HB Granda við

Hampiðjuna hf. í árslok nam 561 þús. evrur. Í árslok átti félagið kröfu á Arion banka hf. í formi bankainnistæðna

að fjárhæð 1.534 þús. evra. Í árslok átti Arion banki hf. útistandandi kröfur í formi lánveitinga til HB Granda að

fjárhæð 10.868 þús. evra. Viðskipti samstæðunnar við hluthafa voru eins og um viðskipti ótengdra aðila væri að

ræða.

Heildarfjárhæð viðskipta við Hampiðjuna hf. á árinu 2012 nam 3.497 þúsund evrum og skuld HB Granda við

Hampiðjuna hf. í árslok nam 876 þúsund evrum. Í árslok 2012 átti félagið kröfu á Arion banka hf. í formi

bankainnstæðna að fjárhæð 2.494 þúsund evra. Í árslok átti Arion banki hf. útistandandi kröfur í formi

lánveitinga til HB Granda að fjárhæð 18.084 þúsund evra. Viðskipti samstæðunnar við hluthafa voru eins og um

viðskipti við ótengda aðila veri að ræða.

Heildarfjárhæð viðskipta við Hampiðjuna hf. á árinu 2011 nam 4.093 þúsundum evra og skuld HB Granda við

Hampiðjuna hf. í árslok 2011 nam 608 þúsundum evra. Í lok árs 2011 átti félagið kröfu á Arion banka hf. í formi

bankainnstæðna að fjárhæð 8.397 þúsund evrum. Í árslok 2011 átti Arion banki hf. útistandandi kröfur í formi

lánveitinga til HB Granda að fjárhæð 20.631 þúsund evra. Viðskipti samstæðunnar við hluthafa voru eins og um

viðskipti ótengdra aðila væri að ræða.

5.6 Endurskoðendur

Í samþykktum HB Granda er kveðið á um það að á aðalfundi félagsins skuli kjósa löggiltan endurskoðanda eða

endurskoðunarfélag til eins árs í senn. Ársreikning, skýrslu stjórnar og skýrslu endurskoðanda skal birta 21 degi

fyrir aðalfund samkvæmt samþykktum félagsins. Endurskoðandi rannsakar reikninga félagsins fyrir hvert

starfsár og hefur í þeim tilgangi aðgengi að öllum bókum og skjölum félagsins. Endurskoðun felur í sér aðgerðir

til staðfestingar á fjárhæðum og öðrum upplýsingum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggist á

faglegu mati endurskoðandans, þar með talið á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á

samstæðuársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra

eftirlits sem varðar gerð og glögga framsetningu samstæðuársreiknings, til þess að skipuleggja viðeigandi

endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits félagsins. Endurskoðun felur einnig í

sér mat á því hvort reikningsskilaaðferðir og matsaðferðir sem stjórnendur nota við gerð

samstæðuársreikningsins séu viðeigandi sem og mat á framsetningu hans í heild. Endurskoðendur eru ekki kosnir

úr hópi stjórnarmanna félagsins eða starfsmanna þess. Frekar er kveðið er á um hæfnisskilyrði og kjörgengi

endurskoðenda í IX. kafla laga um ársreikninga nr. 3/2006 og í lögum um endurskoðendur nr. 79/2008.

Endurskoðunarfélag HB Granda er KPMG ehf., kt. 590975-0449, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.

Endurskoðandi félagsins er Kristrún H. Ingólfsdóttir, kt. 101067-5729 löggiltur endurskoðandi og félagi í Félagi

löggiltra endurskoðenda og Auður Ósk Þórisdóttir, kt. 311261-7549 löggiltur endurskoðandi og félagi í Félagi

löggiltra endurskoðenda.

Frá og með fjárhagsárinu 1985 og til og með árinu 2013 var KPMG ehf., kt. 590975-0449, endurskoðunarfélag

HB Granda. Frá árinu 2010-2013 endurskoðaði og áritaði Kristrún H. Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi,

ársreikninga félagsins fyrir hönd KPMG ehf. Auður Ósk Þórisdóttir, löggiltur endurskoðandi, endurskoðaði og

áritaði einnig ársreikninga félagsins fyrir hönd KPMG ehf. fyrir árin 2012-2013.

Page 110: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

53

6. HLUTHAFAR OG HLUTAFÉ

6.1 Hluthafar

Fimmhundruð og sjötíu og tveir aðilar voru skráður í hlutaskrá HB Granda þann 22. mars 2014.

Tafla 18: Hlutaskrá HB Granda 22. mars 2014

Hluthafi Tegund fjárfestis Fjöldi hluta Hlutfallsleg

eign

Hlutfallsleg eign

án eigin bréfa

Vogun hf Eignarhaldsfélag 684.405.894 37,56% 37,74%

Arion banki hf. Fjármálastofnun 563.664.658 30,93% 31,08%

Hampiðjan hf. Félag í rekstri 160.074.981 8,78% 8,83%

Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. Eignarhaldsfélag 99.999.909 5,49% 5,51%

TM fé ehf. Eignarhaldsfélag 92.563.782 5,08% 5,10%

Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. Eignarhaldsfélag 58.060.279 3,19% 3,20%

Ingimundur Ingimundarson Einstaklingur 48.000.000 2,63% 2,65%

Lífeyrissjóður verslunarmanna Lífeyrissjóður 39.559.057 2,17% 2,18%

LF2013 ehf. Eignarhaldsfélag 15.625.000 0,86% 0,86%

Landsbréf – Úrvalsbréf Verðbréfasjóður 12.924.676 0,71% 0,71%

10 stærstu samtals 1.774.878.236 97,40% 97,86%

Ingibjörg Björnsdóttir Einstaklingur 6.862.983 0,38% 0,38%

Landsbréf Öndvegisbréf Verðbréfasjóður 2.709.692 0,15% 0,15%

Þórhallur Helgason Einstaklingur 1.126.960 0,06% 0,06%

Hanna Ásgeirsdóttir Einstaklingur 1.005.330 0,06% 0,06%

Gunnar I Hafsteinsson Einstaklingur 690.338 0,04% 0,04%

Stefnir - ÍS 15 Verðbréfasjóður 576.991 0,03% 0,03%

Skúli Einarsson Einstaklingur 525.050 0,03% 0,03%

Bragi Hannesson Einstaklingur 500.000 0,03% 0,03%

Gunnar Snorri Gunnarsson Einstaklingur 500.000 0,03% 0,03%

Stálskip ehf. Eignarhaldsfélag 500.000 0,03% 0,03%

20 stærstu samtals 1.789.875.580 98,22% 98,69%

552 aðrir hluthafar samtals

23.783.143 1,31% 1,31%

Virkir hlutir samtals

1.813.658.723 99,53%

HB Grandi hf. Eigin hlutir 8.569.277 0,47%

Útgefnir hlutir samtals

1.822.228.000 100,00%

Stærsti hluthafi HB Granda er Vogun hf. Hann á 37,56% útgefinna hluta í félaginu sem samsvarar 37,74%

atkvæðisréttar og fer því með 30% atkvæðisréttar í félaginu eða meira, sem eru skilgreind mörk yfirráða í félagi

samkvæmt X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Vogun hyggst selja sem nemur 4,3% af útgefnum

hlutum í HB Granda og minnka eign sína í félaginu í 33,26% sem samsvarar 33,42% atkvæðisrétti. Að útboðinu

loknu gerir Vogun hf. því að öðru óbreyttu ráð fyrir að fara áfram með yfirráð í félaginu samkvæmt

framangreindri skilgreiningu. Nánari umfjöllun varðandi eignarhald Vogunar í kjölfar útboðsins er að finna í

kafla 0

Page 111: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

54

Uppbygging á eignarhaldi útgefanda. Einnig er bent á upplýsingar um skilmála útboðsins í þriðja kafla

verðbréfalýsingar útgefanda dagsettri 27. mars 2014. Vogun er að 99,98% hluta í eigu Hvals hf. en Hvalur hf.

stundar hvalveiðar við Íslandsstrendur. Stærstu hluthafar Hvals eru Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. með 39,50%

eignarhlut, Ragnhildur Skeoch með 10,17% eignarhlut en aðrir hluthafar eiga samtals 49,80%.

Annar stærsti hluthafi HB Granda er Arion banki hf., kt. 581008-0150, Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Hann fer

með 30,93% útgefinna hluta sem samsvarar 31,08% atkvæðisréttar og fer því með 30% atkvæðisréttar í félaginu

eða meira, sem eru skilgreind mörk yfirráða í félagi samkvæmt X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Arion banki hf. er einn þriggja seljenda í framangreindu útboði og áformar að selja þar sem nemur 20% af

útgefnum hlutum í HB Granda en áskilur sér rétt til að auka það í 25%. Að útboðinu loknu gerir bankinn því að

öðru óbreyttu ráð fyrir að fara með 5,96-10,98% atkvæðisréttar í HB Granda. Að útboðinu loknu gerir Arion

banki því að öðru óbreyttu ráð fyrir að fara ekki með yfirráð í félaginu samkvæmt framangreindri skilgreiningu.

Nánari umfjöllun varðandi mögulegt eignarhald bankans í kjölfar útboðsins er að finna í kafla 0

Page 112: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

55

Uppbygging á eignarhaldi útgefanda. Einnig er bent á upplýsingar um skilmála útboðsins í þriðja kafla

verðbréfalýsingar útgefanda dagsettri 27. mars 2014. Bankinn er íslenskur viðskiptabanki, stofnaður árið 2008

og eru 87% hans í eigu kröfuhafa Kaupþings hf. en 13% í eigu íslenska ríkisins. Heildareignir bankans námu

936,9 milljörðum kr. þann 30. september 2013.

Þriðji stærsti hluthafi HB Granda er Hampiðjan hf., sem fer með 8,78% útgefinna hluta sem samsvarar 8,83%

atkvæðisréttar. Fjórði stærsti hluthafi HB Granda er Eignarhaldsfélagið VGJ ehf., sem fer með 5,49% útgefinna

hluta sem samsvarar 5,51% atkvæðisréttar. Þar á eftir kemur TM fé ehf., sem fer með 5,08% útgefinna hluta eða

sem samsvarar 5,10% atkvæðisréttar. Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. er sjötti stærsti hluthafinn með 3,19%

útgefinna hluta sem samsvarar 3,20% atkvæðisréttar. Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. hyggst selja sem nemur

2,7% af útgefnum hlutum í HB Granda og minnka eign sína í félaginu í 0,49% sem samsvarar 0,49%

atkvæðisrétti.

Vogun hf. (684.405.894 hlutir eða 37,74% atkvæðisréttar), Hampiðjan hf. (160.074.981 hlutir eða 8,83%

atkvæðisréttar), Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. (58.060.279 hlutir eða 3,20% atkvæðisréttar), Kristján Loftsson

(249.000 hlutir eða 0,01% atkvæðisréttar) hlutafé), Vilhjálmur Vilhjálmsson (35.742 hlutir eða 0,00%

atkvæðisréttar) og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (2.979 hlutir eða 0,00% atkvæðisréttar), teljast tengdir aðilar og

fara því saman með 30% atkvæðisréttar í félaginu eða meira, sem eru skilgreind mörk yfirráða í félagi

samkvæmt X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og fara því saman með yfirráð í félaginu samkvæmt

skilgreiningunni. Samanlagt eiga þeir aðilar 902.828.875 hluti í félaginu eða 49,78% af útistandandi hlutum.

Selji Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. saman 7,0% í almenna útboðinu, sem nánar er lýst í

verðbréfalýsingu útgefanda dagsettri 27. mars 2014, munu framangreindir aðilar fara saman með 775.272.915

hluti í félaginu eða 42,75% af atkvæðisrétti og fara því áfram sameiginlega með yfirráð í félaginu samkvæmt

skilgreiningunni. Í lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, er hluthöfum veitt tiltekin minnihlutavernd sem sporna á

gegn því að slík yfirráð séu misnotuð, s.s. með jafnræðisreglu sbr. 2. mgr. 20. gr., banni við ótilhlýðilegum

ráðstöfunum sbr. 95. gr., reglum um innlausn og félagaslit sbr. 26. gr. og 106. gr. og reglum um skaðabótaábyrgð

stjórnenda og hluthafa félags sbr. 134. gr.

Fari aðili og þeir sem hann er í samstarfi við með yfirráð í félagi þegar verðbréf þess eru tekin til viðskipta á

skipulegum verðbréfamarkaði verður hann ekki tilboðsskyldur samkvæmt 7. mgr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti, en sú undanþága gildir þó ekki ef viðkomandi aðili missir yfirráðin en nær þeim að nýju.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um neinar söluhömlur eða söluskyldu á hlutum í HB Granda eftir að útboði lýkur,

eða hvort og þá hvenær eða með hvaða hætti seljendur í útboðinu eða aðrir í hópi stærstu hluthafa HB Granda

munu selja þá eignarhluti sem þeir munu eiga eftir að útboðinu lýkur.

Aðrir hluthafar fara með undir 5% beinum eignarhlut í HB Granda, sem eru neðstu mörk flöggunarskyldu skv.

lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Útgefandanum er ekki kunnugt um annað eignarhald í HB Granda en að framan greinir eða að félaginu sé

stjórnað af öðrum aðilum en að framan greinir. Útgefandanum er ekki kunnugt um að til staðar séu önnur réttindi

en að framan greinir sem geta leitt til breytinga á yfirráðum í félaginu.

Hagsmunir minnihlutaeigenda eru varðir samkvæmt ákvæðum samþykkta félagsins og laga nr. 2/1995 um

hlutafélög, auk ákvæða X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti frá þeim tíma að hlutabréf eru teknir til

viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf.

6.2 Hlutafé

Útgefið hlutafé HB Granda nemur 1.822.228.000 krónum og er hver hlutur í félaginu 1 króna að nafnverði. Allir

útgefnir hlutir hafa þegar verið greiddir.

Ekki er í gildi heimild til stjórnar félagsins um hækkun eða lækkun hlutafjár.

HB Grandi á 8.569.277 eigin hluti í félaginu. Framangreint hefur staðið óbreytt það sem af er yfirstandandi

fjárhagsári sem hófst 1. janúar 2014 og lýkur 31. desember 2014. Á aðalfundi félagsins 21. mars 2014 var stjórn

félagsins veitt heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að

samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi skal miða við síðasta

skráða dagslokagengi á markaði áður en kaupsamningur er gerður.

Page 113: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

56

6.3 Réttindi hluthafa

Allir útgefnir hlutir í HB Granda tilheyra sama flokki og eru jafn réttháir. Réttindi hluthafa í útgefanda eru háð

gildandi löggjöf og samþykktum félagsins á hverjum tíma. Engin sérréttindi fylgja hlutum í félaginu.

Engar hömlur eru lagðar á rétt hluthafa til sölu á hlutum sínum umfram það sem leiðir af lögum og má því selja

og veðsetja hlutina nema annað leiði af lögum. Um eigendaskipti og framkvæmd þeirra fer eftir gildandi lögum

um rafræna eignaskráningu verðbréfa og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra.

Hlutabréf fyrir eignarhlutum í HB Granda eru gefin út með rafrænum hætti í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands

hf., kt. 500797-3209, Laugavegi 182, Reykjavík, samkvæmt ákvæðum laga um rafræna eignaskráningu nr.

131/1997. Eignarskráning rafbréfs í verðbréfamiðstöð að undangenginni lokafærslu verðbréfamiðstöðvar veitir

skráðum eiganda þess lögformlega heimild fyrir þeim réttindum sem hann er skráður eigandi að og skal gagnvart

útgefanda jafngilda skilríki um eignarrétt að rafbréfinu. Forgangsröð ósamrýmanlegra réttinda ræðst af því

hvenær beiðni reikningsstofnunar um skráningu þeirra berst í verðbréfamiðstöð. Aðeins reikningsstofnanir og

aðrir aðilar sem gert hafa aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. hafa heimild til milligöngu um

eignarskráningu eða aðgang að verðbréfamiðstöðinni.

Eigandi getur ekki nýtt réttindi sín samkvæmt hlut nema hluturinn hafi verið skráður á hans nafn í hlutaskrá

útgefandans í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Eigendur hlutanna eiga rétt á að neyta atkvæðisréttar á

hluthafafundum, fá greiddan arð frá útgefanda, hafa forkaupsrétt að aukningarhlutum í hlutfalli við hlutafjáreign

sína (nema þeir hafi afsalað sér slíkum rétti) og eiga rétt á að fá greitt af eignum útgefanda við slit eða gjaldþrot

þess í samræmi við hlutafjáreign nema lög og samþykktir kveði á um aðra skipan. Hluthafar verða ekki, hvorki

með félagasamþykktum né breytingum á þeim, skyldaðir til að sæta innlausn á hlutum sínum.

6.3.1 Atkvæðisréttur

Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í HB Granda. Hluthafi getur með skriflegu og dagsettu umboði veitt

umboðsmanni sínum heimild til að sækja hluthafafund og fara með atkvæðisrétt sinn. Á hluthafafundi ræður afl

atkvæða úrslitum, nema öðruvísi sé mælt fyrir í samþykktum félagsins eða landslögum. Tillaga fellur á jöfnum

atkvæðum. Ef tveir menn eða fleiri fá jafnmörg atkvæði í kosningu skal hlutkesti ráða. Í samræmi við 12. gr.

samþykkta félagsins skal ákvörðun um breytingu samþykkta tekin á löglegum hluthafafundi og þarfnast

samþykkis minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða, svo og samþykki hluthafa sem ráða yfir minnst 2/3 hlutum þess

hlutafjár sem farið er með atkvæði fyrir á hluthafafundinum

Aðalfundur félagsins kýs árlega 5 menn í stjórn félagsins. Stjórnin hefur æðsta vald í málefnum félagsins milli

hluthafafunda og setur félaginu markmið í rekstri með hagsmuni þess og hluthafa að leiðarljósi í samræmi við

tilgang félagsins. Stjórnin ræður félagsmálum milli hluthafafunda og skuldbindur félagið með ályktunum sínum

og samningum. Stjórnarkjör er því aðeins gilt að kynjahlutföll í stjórn og varastjórn sé sem jafnast og skal

hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Verði niðurstaða kosninga í aðalstjórn félagsins þannig að

framangreind kynjahlutföll náist ekki telst kosningin ógild í samræmi við gr. 5.2. samþykkta félagsins og skal þá

fresta stjórnarkjöri til framhaldsaðalfundar sem haldinn skal innan mánaðar og auglýst sérstaklega með sama

hætti og hluthafafundir. Skal stjórnarkjör endurtekið með sama hætti svo oft sem þarf þar til kynjahlutföllum er

náð.

6.3.2 Arður

Það er stefna stjórnar félagsins að eiginfjárstaða samstæðunnar sé sterk til að styðja við stöðugleika í

framtíðarþróun starfseminnar. Langtímamarkmið stjórnar félagsins er að greiða helming hagnaðar út í arð.

Á aðalfundi skal tekin fyrir ákvörðun um hvernig fara skuli með tap eða hagnað félagsins á reikningsárinu.

Aðilar tilgreindir í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags eiga tilkall til arðs. Útgefandi er bundinn af

ákvæðum laga um hlutafélög nr. 2/1995 varðandi fjárhæð sem félaginu er heimilt að ráðstafa til hluthafa í formi

arðgreiðslna. Samkvæmt 1. mgr. 99. gr. laganna er einungis heimilt að úthluta sem arði hagnaði samkvæmt

samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að

dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félagssamþykktum

skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa. Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laganna tekur hluthafafundur ákvörðun um

úthlutun arðs eftir að félagsstjórn hefur lagt fram tillögur um það efni. Óheimilt er að ákveða á aðalfundi meiri

úthlutun arðs en stjórn félagsins leggur til eða samþykkir. Arðgreiðslur skulu inntar af hendi eigi síðar en sex

mánuðum frá samþykki úthlutunar.

Hlutafélög hafa heimild til að ákvarða að réttur til arðs miðist við annað tímamark en útborgun arðs enda sé það

tímamark tiltekið í ákvörðun hluthafafundar um arðgreiðslu. Verði umsókn útgefanda um töku hlutabréfa hans til

Page 114: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

57

viðskipta á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland hf. samþykkt mun félagið fylgja tilmælum NASDAQ OMX

Iceland hf. samkvæmt lið 2.13 í Reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga frá 17. desember 2013. Samkvæmt

tilmælunum skal í tilkynningu um arðgreiðslu m.a. tilkynna um arðsréttindadag, arðleysisdag og útborgunardag

arðs. Hlutafélög sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað skulu birta opinberlega slíka tilkynningu fyrir

aðalfund. Hafi hluthafi ekki fengið greiddan arð sem hann á rétt á getur hann vitjað hans á skrifstofu útgefanda

innan fjögurra ára frá gjalddaga en samkvæmt lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda fyrnist réttur til

arðs á fjórum árum frá gjalddaga. Vitji hluthafi ekki arðs innan þess tíma fellur arðurinn til útgefanda.

6.3.3 Hækkun eða lækkun hlutafjár

Hluthafafundur einn getur samþykkt aukningu hlutafjár í félaginu hvort heldur með áskrift nýrra hluta eða útgáfu

jöfnunarhluta. Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að aukningu á hlutum í hlutfalli við skráða hlutaeign sína.

Heimilt er að víkja frá ákvæði þessu sbr. 3. mgr. 34 gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

6.4 Þróun hlutafjár

Hér á eftir eru tilteknar þær hækkanir og lækkanir sem gerðar hafa verið á hlutafé HB Granda frá 1. janúar 2010.

Hlutafé í upphafi tímabils var 1.706.603.000 kr. að nafnverði. Hluthafafundur HB Granda sem haldinn var þann

12. nóvember 2013 samþykkti að hækka hlutafé félagsins um 115.625.000 kr. að nafnverði vegna samruna HB

Granda og Laugafisks ehf. Með samrunanum tók HB Grandi við öllum rekstri, eignum og skuldum, réttindum og

skyldum Laugafisks ehf. Skiptihlutfall hlutabréfanna var þannig að hver hluthafi í Laugafiski ehf. fékk 1 hlut í

HB Granda fyrir 16 hluti í Laugafiski ehf. Á sama fundi var jafnframt samþykkt að hækka hlutafé HB Granda

um 100.000.000 kr. að nafnverði til viðbótar, sem notað skyldi til að greiða fyrir kaupa á öllum hlutum í Vigni

G. Jónssyni hf. Hluthafar Vignis G. Jónssonar hf. gátu einir skrifað sig fyrir þeim og fylgdi forgangsréttur

hluthafa HB Granda þannig ekki þessari hækkun. Að fundinum loknum nam útgefið hlutafé HB Granda

1.822.228.000.

Page 115: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

58

7. FJÁRHAGSYFIRLIT 1. JANÚAR 2011 – 31. DESEMBER 2013

Hér á eftir er umfjöllun um þróun reksturs, efnahags og sjóðstreymis samstæðu HB Granda fyrir rekstrarárin

2011, 2012 og 2013. Ársreikningur samstæðu HB Granda samanstendur af ársreikningi HB Granda

(móðurfélagsins) og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sem „samstæðunnar“ og til einstakra félaga sem

„samstæðufélaga“ og hlutdeild samstæðunnar í hlutdeildarfélögum.

Umfjöllun um rekstrarárin 2011-2013 er samkvæmt endurskoðuðum ársreikningum HB Granda. Hluthafafundur

í HB Granda staðfesti þann 12. nóvember 2013 samruna við Laugafisk ehf. og hlutafjárhækkun vegna kaupa á

öllum hlutum í Vigni G. Jónssyni hf. Samruninn við Laugafisk ehf. miðast við 1. júlí 2013 og varð félagið því

hluti af samstæðu HB Granda frá þeim tíma. Hluthafar Laugafisks ehf. fengu hlutafé í HB Granda í skiptum fyrir

hlut sinn í Laugafiski ehf. Frá og með 12. nóvember 2013 varð Vignir G. Jónsson hf. hluti af samstæðu HB

Granda.

Samstæðuársreikningar HB Granda eru gerðir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir

hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.

Fjárfestum er ráðlagt að lesa allar skýringar, þ.m.t. lýsingar á reikningsskilaaðferðum, sem fylgja ársreikningum

félagsins, en ársreikninga fyrir síðustu þrjú fjárhagsár er að finna í kafla 10 Samstæðuársreikningar HB Granda

hf. 1.1.2011 - 31.12.2013.

7.1 Þróun, horfur og breytingar á fjárhagsstöðu

Engar mikilvægar breytingar hafa orðið á fjárhags- eða viðskiptastöðu útgefanda frá síðustu endurskoðuðu

reikningsskilum sem tóku til tímabilsins 1. janúar 2013 til 31. desember 2013. Bent er á að utanaðkomandi

aðstæður geta haft áhrif á reikninga félagsins. Stjórnendum félagsins er kunnugt um að stjórnvöld vinna nú að

nýjum frumvörpum um lög um veiðigjöld og lög um stjórn fiskveiða. Þar til ný lög um fiskveiðistjórnun og

veiðigjöld liggja fyrir ríkir nokkur óvissa um rekstrarumhverfi sjávarútvegs til frambúðar. Enn fremur ríkir

óvissa um hver aflahlutdeild Íslendinga í makrílstofni verður og þar með einnig hlutdeild HB Granda. Það er mat

stjórnenda að umrædd frumvörp og deilur um makrílstofn munu hafa áhrif á rekstur félagsins en erfitt er fyrir

stjórnendur að áætla umfang þeirra þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um endanlega útfærslu ofangreindra

atriða.

Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri HB Granda séu góðar og ekki séu vísbendingar um annað en að

væntingar félagsins gangi eftir. Á hverjum tíma hefur heimsmarkaðsverð á afurðum félagsins og olíu ásamt

gengi gjaldmiðla, s.s. ISK, USD og EUR, áhrif á reksturinn. Helstu áhrifavaldar á þróun heimsmarkaðsverðs eru

í venjulegu árferði efnahagslegar aðstæður í stærstu hagkerfum heimsins auk annarra landa sem félagið stundar

viðskipti við, árstíðabundnar eftirspurnarsveiflur auk þátta er snúa að olíuverði sérstaklega, s.s. aðgengi að

olíulindum, ákvarðanir um framleiðslukvóta og milliríkjadeilur. Gengi ISK endurspeglast annars vegar af innri

áhrifum í íslenska efnahagskerfinu og hins vegar í alþjóðlegu umhverfi, s.s. gjaldmiðlakrossi USD og EUR.

Líkt og að framan greinir þá mun fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sem og veiðigjalda hafa áhrif á afkomu og

rekstur HB Granda. Ákvarðanir stjórnvalda um heildarúthlutun aflamarks fyrir komandi fiskveiðiár munu hafa

áhrif á afkomu HB Granda sem og aflabrögð fiskiskipa félagsins. Bent er á að loðnuvertíð í upphafi ársins 2014

hefur vart staðið undir væntingum. Félagið hafði 24 þúsund tonn að vinna úr í stað 81 þúsund tonna árið 2013.

Aflinn nýttist þó vel til frystingar og hrognatöku.

Félagið hefur á undanförnum misserum fjárfest í bættri aðstöðu í landvinnslu sinni með það að leiðarljósi að

auka verðmæti afla fiskiskipa þess. Kaup HB Granda á Laugafiski ehf. og Vigni G. Jónssyni hf. miða að því að

nýta aflann betur og skapa þannig aukin verðmæti auk þess sem samlegð mun felast í því að rekstur

framangreindra félaga mun nýta sér sölu- og markaðsstarf HB Granda.

Tilkynnt hefur verið um kaup á tveimur uppsjávarskipum sem munu leysa af hólmi eldri skip félagsins. HB

Grandi telur að með nýjum skipum náist betri meðferð á aflanum og hærra frystihlutfall auk hagræðingar vegna

lægri launa-, olíu- og veiðafærakostnaðar. Skipin munu verða afhent á árinu 2015.

Stjórn félagsins hefur nú þegar samþykkt fjárfestingar í rekstrarfjármunum félagsins sem nema 37.780 þús. evra

á árinu 2014. Þar af 28.670 þús. evra vegna kaupa á nýjum uppsjávarskipum og 960 þús. evra til fjárfestinga í

frystitogurunum Þerney RE-1 og Örfirisey RE-4. Áætlað er að fjárfesta fyrir um 4.350 þús. evrur í vinnslum

félagsins, þar af er stærsta fjárfestingin í fiskimjölsverksmiðjunni á Vopnafirði um 2.860 þús. evrur sem miðar að

því að stækka verksmiðjuna og auka afköst um 300 tonn og skila félaginu betri nýtingu á hráefni og gæði afurða.

Loks liggur fyrir uppbygging og frágangur á lóð félagsins í Reykjavík fyrir 3.800 þús. evra. Ef frekari

fjárfestingatækifæri verða til innan ársins þá munu þau verða lögð fyrir stjórn. Ekki liggur fyrir

Page 116: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

59

fjárfestingaráætlun fyrir 2015 en áætlað er að kostnaðar vegna nýsmíða sem falli til á því ári nemi um 9.905 þús.

evra. Stjórnendur vinna að undirbúningi að endurnýjun ísfisktogaraflota félagsins á næstu árum auk ýmissa mála

er varða uppbyggingu starfseminnar í Reykjavík og á Akranesi.

7.2 Rekstrarreikningur samstæðu HB Granda

Hér á eftir fer umfjöllun um rekstrarreikning samstæðu HB Granda fyrir rekstrarárin 2011, 2012 og 2013. Á

rekstrarárinu 2013 er Laugafiskur ehf. hluti af samstæðuuppgjöri HB Granda frá og með 1. júlí 2013. Frá og með

12. nóvember 2013 varð Vignir G. Jónsson hf. hluti af samstæðu HB Granda.

Meðfylgjandi tafla sýnir rekstrarafkomu samstæðu HB Granda rekstrarárin 2011-2013.

Rekstrarreikningur

Samstæða* Samstæða Samstæða**

(þús. evra) 2013 2012 2011

Seldar vörur

195.033 197.321 183.686

Kostnaðarverð seldra vara

(144.633) (132.525) (120.115)

Vergur hagnaður

50.400 64.796 63.571

Aðrar rekstrartekjur

176 1.163 0

Útflutningskostnaður

(12.226) (12.348) (11.304)

Annar rekstrarkostnaður

(5.454) (5.347) (6.694)

Bakfærð virðisrýrnun (virðisrýrnun)

8.703 (21.601) 0

Rekstrarhagnaður

41.599 26.663 45.573

Fjáreignatekjur

135 144 174

Fjármagnsgjöld

(2.525) (3.806) (5.927)

Gengismunur

3.805 (103) 1.004

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samatals 1.415 (3.765) (4.749)

Áhrif hlutdeildarfélaga

769 (4.527) 2.395

Hagnaður fyrir tekjuskatt

43.783 18.371 43.219

Tekjuskattur

(8.370) (3.512) (6.203)

Hagnaður ársins

35.413 14.859 37.016

EBITDA

45.313 59.261 56.226

Skipting hagnaðar

Hluthafar móðurfélags

35.616 14.419 36.279

Hlutdeild minnihluta

(203) 440 737

Hagnaður ársins

35.413 14.859 37.016

Hagnaður á hlut

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut 0,021 0,008 0,022

Yfirlit um heildarafkomu

Hagnaður ársins

35.413 14.859 37.016

Rekstrarliðir færðir á eigið fé:

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum (1.534) 990 (940)

Heildarhagnaður ársins

33.879 15.849 36.076

Page 117: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

60

(þús. evra)

Skipting heildarhagnaðar

Hluthafar móðurfélags

34.064 15.422 35.318

Hlutdeild minnihluta

(185) 427 758

Heildarhagnaður ársins

33.879 15.849 36.076

Breytingar á samstæðu HB Granda 2013

*Líkt og kemur fram í skýringu 5 með ársreikningi samstæðu HB Granda fyrir árið 2013, er Laugafiskur ehf.

hluti af samstæðureikningi HB Granda frá 1. júlí 2013, en reikningsskil Vignis G. Jónssonar ehf. eru hluti af

samstæðureikningum frá 12. nóvember 2013. Samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og yfirliti um

heildarafkomu, efnahagsreikningi og yfirliti um sjóðstreymi innifela ekki fjárhæðir úr reikningsskilum

Laugafisks ehf. né Vignis G. Jónssonar ehf. Tekjur félaganna frá kaupdegi til ársloka námu 4.796 þús. evrur og

hagnaður nam 570 þús. evrur fyrir sama tímabil.

Breytingar á framsetningu ársreiknings 2012

** Skattskil félagsins byggja á bókhaldi þess í íslenskum krónum en ársreikningurinn byggir á bókhaldi í evrum.

Þetta leiðir til þess að verulegur munur er á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi, einkum

vegna gengisbreytinga. Á árinu 2012 var breytt um aðferð við útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar

og tekið tillit til munar í ársreikningi í evrum og bókhaldi í íslenskum krónum. Breytingin hafði þau áhrif að

eigið fé í ársbyrjun 2012 lækkaði um 17.835 þús. evrur og var samanburðarfjáhæðum 2011 breytt til samræmis,

eigið fé í árbyrjun 2011 lækkaði um 17.518 þús. evrur og afkoma ársins 2011 minnkaði um 317 þús. evrur. Líkt

og kemur fram í skýringu 11 og 21 með ársreikningi samstæðu HB Granda fyrir árið 2012 hafa

samanburðarfjárhæðir 2011 verið leiðréttar í reikningnum. Fjárhæðir fyrir árið 2011 eru settar fram í

útgefandalýsingu þessari eins og þær koma leiðréttar fram í samstæðuársreikningi HB Granda fyrir árið 2012.

7.2.1 Rekstrarreikningur 2013 og 2012

Seldar vörur ársins 2013 námu 195.033 þús. evrum þar af námu tekjur Laugafisks ehf. og Vignis G. Jónssonar

ehf. frá kaupdegi félaganna 4.796 þús. evrum, líkt og kemur fram í skýringu 5 með ársreikningi samstæðu HB

Granda. Seldar vörur ársins 2013 án sölutekna fyrrgreindra félaga námu því 190.237 þús. evra árið 2013

samanborið við 197.321 þús. evra árið 2012 og nemur lækkunin 3,6% milli ára. Lækkun sölutekna milli ára

skýrist aðallega af því að afurðaverð í erlendri mynt lækkaði nokkuð að meðaltali milli áranna 2012 og 2013,

auk þess sem afli uppsjávarskipa dróst saman milli ára, en afli uppsjávarskipa var 135 þúsund tonn samanborið

við 149 þúsund tonn árið 2012. Afli botnsjávarskipa jókst um 3,2 þúsund tonn milli áranna 2012 og 2013. Nánari

sundurliðun á veiddum afla og aflaverðmæti má finna í kafla 4.4 Lýsing á starfsemi HB Granda. Kostnaðarverð

seldra vara nam 144.633 þús. evrum samanborið við 132.525 þús. evrur árið 2012 og nemur hækkunin 9,1%.

Skýrist þetta meðal annars af hækkun veiðigjalda milli ára auk þess sem Vignir G. Jónsson ehf. og Laugafiskur

ehf. voru ekki hluti af samstæðu HB Granda árið 2012 auk annarra liða til hækkunar sem voru meðal annars

aukning í keyptu hráefni. Veiðigjöld eru gjaldfærð meðal kostnaðarverðs seldra vara í rekstrarreikningi og námu

gjaldfærð veiðigjöld árið 2013 11.614 þús. evrur samanborið við 5.941 þús. evrur árið 2012 sem samsvarar 95%

hækkun milli ára. Á árinu 2013 var bráðabirgðaákvæði bætt við lög um sérstakt veiðigjald fyrir fiskveiðiárið

2013/14 þar sem sérstakt veiðigjald á botnfiskheimildum var lækkað í 7,38 kr. á þorskígildiskíló (var 23,20 kr.

fyrir fiskveiðiárið 2012/2013), en hækkað í 38,25 kr. á þorskígildiskíló fyrir uppsjávarheimildir (var 27,50 kr.

fiskveiðiárið 2012/2013). Veiðigjöldin gjaldfærast í samræmi við veiðar. Í bráðabirgðaákvæðum laganna er

kveðið á um að ráðherra skuli vinna að tillögum til endurskoðunar laganna sem lagðar verði fram á Alþingi

löggjafaþingið 2013-2014.

Aðrar rekstrartekjur voru 176 þús. evrur árið 2013 samanborið við 1.163 þús. evrur árið 2012.

Útflutningskostnaður sem hlutfall af sölu árið 2013 nam 6,3% líkt og árið 2012. Annar rekstrarkostnaður nam

5.454 þús. evrur árið 2013 samanborið við 5.347 þús. evrur árið 2012.

Bakfærð virðisrýrnun í ársreikningi 2013 nam 8.703 þús. evra og skýrist af tvennu. Í tengslum við endurnýjun

uppsjávarskipa félagsins var söluverð þeirra skipa sem áformað er að selja metið og borið saman við bókfært

verð. Bókfært verð skipanna var 4.919 þús evrur yfir áætluðu söluverði, og var sú fjárhæð gjaldfærð sem

virðisrýrnun rekstrarfjármuna. Á árinu 2012 voru gjaldfærðar 21.601 þúsund evrur vegna virðisrýrnunar

aflaheimilda í botnfiski. Virðisrýrnunarpróf var framkvæmt á aflaheimildum í árslok 2013 og byggt á því voru

bakfærðar 13.622 þús. evrur af þeirri virðisrýrnun sem færð var á árinu 2012. Helsta breytingin frá 2012 var

aukning í aflaheimildum og hagræðing í rekstri. Niðurstaða virðisrýrnunarprófs sýndi að aflaheimildir í

uppsjávarfiski höfðu ekki rýrnað í virði. Metið endurheimtanlegt virði aflaheimilda uppsjávarfisks umfram

Page 118: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

61

bókfært verð nam 40.832 þús. evrum og telja stjórnendur að raunhæfar breytingar í lykilforsendum mundu ekki

leiða til þess að endurheimtanlegt virði aflaheimilda uppsjávarfisk yrði lægra en bókfært verð þeirra. Við mat má

hugsanlegri virðisrýrnun aflaheimilda var endurheimtanlegt fjárhæð hverrar fjárskapandi einingar metin með því

að núvirða áætlað fjárstreymi miðað við áframhaldandi nýtingu eininganna. Áætlað fjárstreymi var byggt á spá

um rekstrarafkomu starfsþáttanna til næstu fimm ára.

Stuðst var við eftirfarandi forsendur við mat á endurheimtanlegri fjárhæð. Forsendur virðisisrýrnunarprófs sem

framkvæmt var í árslok 2012 eru birtar til samanburðar

Botnfiskur Uppsjávarfiskur

2013 2012 2013 2012

Nafnvöxtur tekna 2012/2013 / 2011/2012 4,3% -6,1% -13,5% 26,7%

Meðalvöxtur tekna næstu fimm árin 0,9% 0,4% -0,9% -2,2%

Framtíðarvöxtur að teknu tilliti til verðlagsþróunar 2,0% 2,0% 2,0% 2,0%

Ávöxtunarkrafa, WACC 8,9% 8,9% 8,9% 8,9%

Við mat á rekstrarafkomu næstu fimm ára var veiðigjald áætlað en erfitt er fyrir stjórnendur félagsins að áætla

veiðigjöld til framtíðar. Samkvæmt núverandi lögum um veiðigjöld mun stofn til sérstaks veiðigjalds ráðast af

afkomu sjávarútvegsins í heild, í stað þess að taka mið af afkomu hvers félags fyrir sig. Í forsendum

virðisrýrnunarprófs er gert ráð fyrir að sérstaka veiðigjaldið sé reiknað miðað við rekstraráætlanir félagsins

ásamt því að byggja á ákvæðum um veiðigjöld skv. lögum um veiðigjöld nr. 74/2012 sem gera ráð fyrir að

veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2016/2017 nái 65% af sérstaklega reiknaðri rentu allra sjávarútvegsfyrirtækja

samanlagt, á grundvelli afkomu á almanaksárinu 2014. Stjórnendur telja að ekki séu forsendur fyrir að taka tillit

til breytinga sem gerðar voru á sérstöku veiðigjaldi í júlí 2013, þar sem breytingin nær aðeins yfir eitt fiskveiðiár

og óvissa er um veiðigjöld eftir fiskveiðiárið 2013/2014 og er því áætlun á veiðigjöldum byggð á lögum sem

gilda fyrir komandi fiskveiðiár.

Hóflegar breytingar á lykil forsendum uppsjávarfisks hefur ekki áhrif til virðisrýrnunar. Breytingar á eftirfarandi

forsendum botnfisks hefðu eftirfarandi áhrif á bakfærða virðisrýrnun sem er tekjufærð í rekstrarreikningi 2013

og bókfært verð aflaheimilda botnfisks.

2013

Hækkun á ávöxtunarkröfu um eitt prósentustig / Lækkun aflaheimilda og gjaldfærð virðisrýrnun (19.816)

Lækkun EBITDA um 10% / Lækkun aflaheimilda og gjaldfærð virðisrýrnun (13.807)

Lækkun á ávöxtunarkröfu um hálft prósentustig / Hækkun aflaheimilda og bakfærð virðisrýrnun 7.979

Hækkun EBITDA um 10% / Hækkun aflaheimilda og bakfærð virðisrýrnun 7.979

Hrein áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru jákvæð um 1.415 þús. evrur árið 2013 en neikvæð um 3.765

þús. evrur árið 2012. Meðal gengismunar árið 2013 er færð höfuðstólslækkun að fjárhæð 4.203 þús. evrur á

erlendu láni sem viðskiptabanki félagsins úrskurðaði að væri ólögmætt. Vaxtagjöld og verðbætur námu um 2.525

þús. evra árið 2013 samanborið við 3.802 þús. evra árið 2012.

Áhrif hlutdeildarfélaga var jákvæð um 769 þús. evrur árið 2013 en neikvæð um 4.527 þús. evra árið 2012. Betri

afkoma hlutdeildarfélaga má skýra með hagnaði af starfseminnar í Síle.

Hagnaður ársins fyrir skatta nam 43.783 þús. evrum samanborið við 18.371 þús. evrur árið 2012. Megin skýring

hækkun hagnaðar milli ára má rekja til bakfærðar virðisrýrnunar 2013 og virðisrýrnunar árið 2012 auk jákvæðra

áhrifa hlutdeildarfélaga árið 2013.

Gjaldfærður tekjuskattur í rekstrarreikningi var 8.370 þús. evrur árið 2013 samanborið við 3.512 þús. evrur árið

2012.

Hagnaður ársins nam 35.413 þús. evrum árið 2013 samanborið við 14.859 þús. evrur árið 2012. Bakfærð

virðisrýrnun aflaheimilda, jákvæður gengismunur og afkoma hlutdeildarfélaga skýra meðal annars betri afkomu

frá fyrra ári.

Rekstrarhagnaður fyrir fyrir afskriftir og virðisrýrnun (EBITDA) ársins 2013 var 45.313 þús. evrur eða 23,2% af

rekstrartekjum samanborið við 59.261 þús. evrur árið 2012 eða 30% árið áður.

Page 119: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

62

7.2.2 Rekstrarreikningur 2012 og 2011

Seldar vörur ársins 2012 námu 197.321 þús. evrum samanborið við 183.686 þús. evrur árið 2011 og nemur

aukningin um 7,4% milli ára. Söluaukningu má að mestu skýra með auknum afla uppsjávarskipa, en afli

uppsjávarskipa var 149 þúsund tonn árið 2012 í samanburði við 106 þúsund tonn árið 2011. Afli botnfiskskipa

félagsins var 50 þúsund tonn árið 2012 samanborið við 55 þúsund tonn árið 2011. Nánari sundurliðun á veiddum

afla og aflaverðmæti má finna í kafla 4.4 Lýsing á starfsemi HB Granda.

Kostnaðarverð seldra vara nam 132.525 þús. evrum fyrir árið 2012 eða sem samsvarar 10,3% aukningu frá árinu

áður þegar kostnaðarverð seldra vara nam 120.115 þús. evrum. Skýrist þetta meðal annars af því að Alþingi

samþykkti á árinu 2012 ný lög um veiðigjöld sem fólu í sér rúmlega fjórföldun veiðigjalda frá síðasta

fiskveiðiári. Veiðigjöld eru gjaldfærð meðal kostnaðarverðs seldra vara í rekstrarreikningi. Á rekstrarárinu 2012

nam gjaldfært veiðigjald 5.941 þús. evrur í saman borið við 2.400 þús. evrur árið 2011.

Aðrar rekstrartekjur voru 1.163 þús. evrur árið 2012 vegna söluhagnaðar af rekstarfjármunum, en voru engar á

árinu 2011. Útflutningskostnaður nam 12.348 þús. evra samanborið við 11.304 þús. evrur árið 2011 og nemur

aukningin um 9,2% milli ára, sé horft á útflutningskostnað sem hlutfall af tekjum þá var hlutfallið 6,2% árið

2011 en 6,3% árið 2012. Annar rekstrarkostnaður lækkar um 20,0% milli ára úr 6.694 þús. evra árið 2011 í 5.347

þús. evrur árið 2012. Lækkun milli ára má aðallega skýra með virðisrýrnun viðskiptakrafna sem nam 1.506 þús.

evrum árið 2011 samanborið við jákvæða færslu upp á 200 þús. evrur árið 2012.

Virðisrýrnunarpróf var framkvæmt fyrir árshlutareikning tímabilsins sem lauk 30. júní 2012 með því að reikna

endurheimtanlegt virði aflaheimilda. Niðurstaða sýndi að aflaheimildir í uppsjávarfiski höfðu ekki rýrnað í virði,

en aflaheimildir botnfisks höfðu orðið fyrir 21.601 þús. evra virðisrýrnun. Nánari umfjöllun um forsendur

virðisrýrnunarprófs má finna í kafla 7.2.1 Rekstrarreikningur 2013 og 2012.

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld námu samtals 3.765 þús. evrum árið 2012 samanborið við 4.749 þús. evrur

árið 2011. Fjármagnsgjöld voru umfram fjáreignatekjur og námu þau 3.806 þús. evrum árið 2012 samanborið við

5.927 þús. evrur árið 2011. Lægri fjármagnskostnaður skýrist af því að félagið hefur greitt niður skuldir síðustu

ár. Gengismunur var neikvæður um 103 þús. evrur árið 2012 samanborið við jákvæðan gengismun að fjárhæð

1.004 þús. evrur árið 2011.

Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 4.527 þús. evrur árið 2012, en voru jákvæð um 2.395 þús. evrur árið

áður. Lakari afkoma hlutdeildarfélaganna má skýra með taprekstri starfseminnar í Síle.

Hagnaður ársins fyrir skatta nam 18.371 þús. evrum á móti 43.219 þús. evrum árið 2011. Megin skýring lækkun

hagnaðar milli ára má rekja til áðurnefndrar virðisrýrnunar að fjárhæð 21.601 þús. evrur auk neikvæðra áhrifa

hlutdeildarfélaga.

Tekjuskattur var 3.512 þús. evrur árið 2012, samanborið við 6.203 þús. evrur árið 2011. Á árinu 2012 var breytt

um aðferð við útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar og tekið tillit til munar í ársreikningi í evrum og

bókhaldi í íslenskum krónum. Samanburðarfjárhæðum 2011 hefur verið breytt til samræmis og eru þær settar

fram hér eins og þær koma leiðréttar fram í samstæðuársreikningi HB Granda fyrir árið 2012. Breytingin hefur

þau áhrif að reiknaður tekjuskattur hækkaði um 317 þús. evrur og kemur til lækkunar á afkomu ársins 2011.

Hagnaður ársins nam 14.859 þús. evrum árið 2012 samanborið við 37.016 þús. evrur árið 2011. Virðisrýrnun

aflaheimilda, hækkun veiðigjalda og afkoma hlutdeildarfélaga skýra meðal annars lakari afkomu frá fyrra ári.

Rekstrarhagnaður fyrir fyrir afskriftir og virðisrýrnun (EBITDA) ársins 2012 var 59.261 þús. evrur eða 30,0% af

rekstrartekjum samanborið við 56.226 þús. evrur árið 2011 eða 30,6% af rekstrartekjum.

Starfsþáttayfirlit

Starfsþáttauppplýsingar eru birtar eftir eðli rekstrar og byggja á skipulagi og innri upplýsingagjöf samstæðunnar.

Samstæðan skiptist í þrjá starfsþætti, sem skiptast eftir útgerðarþáttum. Starfsþættirnir eru: Botnfiskur – veiðar

og vinnsla, Uppsjávarfiskur – veiðar og vinnsla og undir annað fellur einkum starfsemi í fiskeldi og öðrum

tengdum verkefnum.

Page 120: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

63

Afkoma starfsþáttanna var eftirfarandi fyrir árið 2013.

Tafla 19: Afkoma starfsþátta 2013

Botnfiskur Uppsjávar-

fiskur

Annað Jöfnunar-

færslur

Samtals

(þús. evra)

Seldar vörur 110.412 77.126 7.495

195.033

Kostnaðarverð seldra vara (88.346) (49.486) (6.801) (144.633)

Vergur hagnaður 22.066 27.640 694

50.400

Aðrar tekjur

176

Útflutningskostnaður

(12.226)

Annar rekstrarkostnaður

(5.454)

Bakfærð virðisrýrnun (virðisrýrnun) 13.622 (4.919) 8.703

Rekstrarhagnaður

41.599

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld

1.415

Áhrif hlutdeildarfélaga

769

Hagnaður fyrir tekjuskatt

43.783

Tekjuskattur

(8.370)

Hagnaður ársins 35.413

Afskriftir rekstrarfjármuna 4.747 7.064 605

12.416

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum 12.874 12.404 1.785

27.063

Tekjur af botnfisksviði námu 110.412 þús. evrum árið 2013 samanborið við 106.794 þús. evrur árið 2012.

Hækkun tekna má skýra að mestu leyti með því að afli botnfiskskipa jókst um 3,2 þúsund tonn milli áranna 2012

og 2013. Afli á úthaldsdag jókst milli ára úr 27 tonnum á úthaldsdag 2012 í 29 tonn á úthaldsdag 2013.

Verðþróun á botnfiskafurðum félagsins í erlendri mynt lækkaði á árinu 2013. Laugafiskur ehf. sameinaðist HB

Granda þann 1. júlí 2013 og fellur sú starfsemi undir botnfisksvið.

Tekjur af uppsjávarsviði námu 77.126 þús. evrum árið 2013 samanborið við 82.742 þús. evrur árið 2012.

Lækkun tekna skýrist fyrst og fremst af minni uppsjávarafla, en afli í loðnu dróst saman um 16,9 þúsund tonn

milli ára. Afli félagsins í kolmunna jókst hinsvegar um 9,9 þúsund tonn milli ára. Afli félagsins í norsk-íslenskri

síld dróst saman um 2,9 þúsund tonn milli ára eða 18%, en stofninn hefur átt undir högg að sækja og hafa

úthlutaðar aflaheimildir lækkað um 70% ár árunum 2009-2013. Hagfelld verðþróun á uppsjávarafurðum

félagsins á árinu 2013 vógu á móti samdrætti í afla á árinu. Nánari umfjöllun um verðþróun má finna í kafla 4.5

Helstu markaðir . Þann 12. nóvember 2013 varð Vignir G. Jónsson ehf. hluti af samstæðu HB Granda og fellur

starfsemi hans undir uppsjávarsvið.

Afskriftir og veiðigjöld eru gjaldfærð meðal kostnaðarverðs seldra vara. Afskriftir námu 4.747 þús. evrum vegna

botnfisks, 7.064 þús. evrur vegna uppsjávarfisks og 605 þús. evrur vegna annarra starfsþátta árið 2013.

Gjaldfærð veiðigjöld á árinu 2013 námu 11.614 þús. evrum en þar af voru 7.567 þús. evrur vegna botnfisks og

4.047 þús. evrur vegna uppsjávarfisks. Olíuverð í Bandaríkjadölum lækkaði að meðaltali um 3% milli áranna

2013 og 2012.

Fjárfestingar árið 2013 námu 12.874 þús. evrum vegna rekstrarfjármuna botnfisksviðs árið 2013. Lokið var við

byggingu Ísbjarnarins, nýrrar frystigeymslu og flokkunarstöðvar á Norðurgarði sem mun auka hagræði og lækka

geymslukostnað bæði fyrir afurðir frystiskipa og landvinnslu og nam sú fjárfesting 5.857 þús. evrum á árinu. Í

framhaldi af ákvörðun stjórnar að auka áherslu á landvinnslu voru verulegar breytingar gerðar á fyrirkomulagi

botnfiskveiða. Helgu Maríu AK-16 var breytt úr frystitogara til veiða á ísfiski og með nýju millidekki var stigið

stórt skref í bættri meðferð afla um borð en fjárfesting vegna Helgu Maríu AK-16 nam 3.541 þús. evrum.

Fjárfestingar vegna ísfisktogara félagsins námu samtals 3.908 þús. evra í og 1.001 þús. evra vegna frystitogara,

en fjárfest var í búnaði til að bæta frágang á afurðurm frystiskipa við löndum. Fjárfest var í botnfiskvinnslum

félagsins fyrir 2.108 þús. evrur á árinu. Fjárfest var í nýrri ferskfiskpökkunarlínu fyrir frystihúsið í Reykjavík og

í nýrri beinagarðsskurðarvél fyrir þorsk á Akranesi. Fjárfestingarnar miðuðu að því að auka framleiðslugetu

veranna og er hvort tveggja liður í frekari verðmætasköpun, samfara auknum útflutningi á ferskum fiskafurðum.

Fjárfestingar námu 12.404 þús. evrum vegna rekstrarfjármuna uppsjávarfisks á árinu 2013. Fjárfest var í tveimur

nýjum uppsjávarskipum og nam fjárfesting vegna þeirra 6.400 þús. evra á árinu 2013. Nýju skipin búa yfir mjög

öflugu kælikerfi sem skilar betra hráefni til vinnslunnar í landi, auk þess sem olíunotkun nýju skipanna verður

töluvert lægri en þeirra gömlu. Bætt vinnuaðstaða áhafnar um borð og vaktfrítt vélarúm gerir það að verkum að

hægt verður að fækka í áhöfn skipsins úr 12-15 manns í 8-10. Fjárfestingar vegna uppsjávarskipa námu alls

8.146 þús. evra á árinu. Fjárfest var í fiskimjölsverksmiðjum félagsins fyrir 3.753 þús. evra á árinu en á Akranesi

Page 121: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

64

var gangsett vinnslulína til að vinna afskurð frá botnfiskvinnslum félagsins sem mun skila betri nýtingu og

verðmætari afurð. Vinnslulínan getur unnið úr 50 tonnum af beinum á sólarhring.

Fjárfesting í skrifstofuhúsnæði og vegna annarra starfsþátta nam 1.785 þús. evrum á árinu.

Afkoma starfsþáttanna var eftirfarandi fyrir árið 2012.

Tafla 20: Afkoma starfsþátta 2012

Botnfiskur Uppsjávar-

fiskur

Annað Jöfnunar-

færslur

Samtals

(þús. evra)

Seldar vörur 106.794 82.742 7.839 (54) 197.321

Kostnaðarverð seldra vara (82.764) (44.580) (5.181) (132.525)

Vergur hagnaður 24.030 38.162 2.658 (54) 64.796

Aðrar tekjur

1.163

Útflutningskostnaður

(12.348)

Annar rekstrarkostnaður

(5.347)

Virðisrýrnun aflaheimilda (21.601) (21.601)

Rekstrarhagnaður

26.663

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld

(3.765)

Áhrif hlutdeildarfélaga

(4.527)

Hagnaður fyrir tekjuskatt

18.371

Tekjuskattur

(3.512)

Hagnaður ársins 14.859

Afskriftir rekstrarfjármuna 3.676 6.631 690

10.997

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum 8.183 5.013 3.294

16.490

Tekjur af botnsjávarsviði námu 106.794 þús. evrum árið 2012 samanborið við 108.008 þús. evrur árið 2011.

Lækkun tekna skýrist að mestu leyti af því að afli botnfiskskipa var 50 þúsund tonn árið 2012 samanborið við 55

þúsund tonn árið áður sem má meðal annars skýra með því að veiði á úthafskarfa brást. Verðþróun á

botnsjávarafurðum félagsins mælt í erlendri mynt lækkaði nokkuð undir lok ársins 2012 en nánari umfjöllun um

verðþróun má finna í kafla 4.5 Helstu markaðir .

Tekjur af uppsjávarsviði námu 82.742 þús. evrum árið 2012 samanborið við 69.511 þús. evrur árið 2011.

Hækkun tekna skýrist fyrst og fremst að því að loðnuafli jókst verulega frá fyrra ári, en skip félagsins fiskuðu 98

þúsund tonn af loðnu á móti 62 þúsund tonnum árið áður. Aflamark félagsins í kolmunna var 13 þúsund tonn

árið 2012 sem er aukning frá 2011 en þá var ekki gert út á kolmunna vegna lítils aflamarks. Heildarafli

uppsjávarskipa félagsins var 149 þúsund tonn árið 2012 samanborið við 106 þúsund tonn árið áður. Verðþróun á

uppsjávarafurðum félagsins var auk þess félaginu hagfelld á árinu 2012.

Afskriftir og veiðigjöld eru gjaldfærð meðal kostnaðarverðs seldra vara. Afskriftir námu 3.676 þús. evrum vegna

botnfisks, 6.631 þús. evrur vegna uppsjávarfisks og 690 þús. evrur vegna annarra starfsþátta árið 2012.

Gjaldfærð veiðigjöld á árinu 2012 námu 5.941 þús. evrum en þar af voru 4.366 þús. evrur vegna botnfisks og

1.575 þús. evrur vegna uppsjávarfisks. Olíuverð í Bandaríkjadölum hækkaði að meðaltali um 2% milli áranna

2012 og 2011.

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum árið 2012 námu 8.183 þús. evrum vegna botnfisks. Fjárfest var fyrir 6.976 þús.

evrur í frystitogurum félagsins, og ber þar helst að nefna umfangsmiklar breytingar og endurbætur á vinnslu-,

frysti- og kælibúnaði í frystitogaranum Örfirisey RE-4 fyrir 4.092 þús. evrum auk þess sem breytingar voru

einnig gerðar á millidekki og sjókælikerfi í frystitogaranum Þerney RE-1 fyrir 1.503 þús. evrur. Í

botnfiskvinnslu, þ.e frystihús á Akranesi og Norðurgarði, var fjárfest fyrir fyrir 877 þús. evrur en meðal þeirra

fjárfestinga var ný sjálfvirk beinaskurðavél á karfaflökum. Fjárfesting í ísfisktogurum félagsins nam 329 þús.

evrum á árinu.

Fjárfestingar námu 5.013 þús. evrum vegna rekstrarfjármuna uppsjávarfisks á árinu. Fjárfest var í

fiskimjölsverksmiðjum fyrir 923 þús. evrur, uppsjávarfrystihúsum fyrir 2.407 þús. evrur en þar var umfangsmest

fjárfesting vegna aukinnar afkastagetu blástursfrystingu á Vopnafirði auk tveggja nýrra sjálfvirkra flökunarvéla.

Fjárfesting vegna fjögurra uppsjávarskipa félagsins nam 1.683 þús evrum á árinu.

Fjárfesting vegna annarra starfsþátta nam 3.294 þús. evrum á árinu, en framkvæmdir hófust við byggingu

frystigeymslu við Norðurgarð í nóvember 2012 og námu fjárfestingar vegna hennar 2.175 þús. evrum á árinu.

Afkoma starfsþáttanna var eftirfarandi fyrir árið 2011.

Page 122: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

65

Tafla 21: Afkoma starfsþátta 2011

Botnfiskur Uppsjávar-

fiskur

Annað Jöfnunar-

færslur

Samtals

(þús. evra)

Seldar vörur 108.008 69.511 6.228 (61) 183.686

Kostnaðarverð seldra vara (76.670) (40.808) (2.637) (120.115)

Vergur hagnaður 31.338 28.703 3.591 (61) 63.571

Aðrar tekjur

0

Útflutningskostnaður

(11.304)

Annar rekstrarkostnaður

(6.694)

Rekstrarhagnaður

45.573

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld

(4.749)

Áhrif hlutdeildarfélaga

2.395

Hagnaður fyrir tekjuskatt

43.219

Tekjuskattur*

(6.203)

Hagnaður ársins 37.016

Afskriftir rekstrarfjármuna 3.861 6.050 742

10.653

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum 2.680 5.118 1.941

9.739

*Framsetning tekjuskatts hér er birt í samræmi við ársreikning 2012 sem er frábrugðinn framsetningu í

ársreikningi 2011. Þar er búið að breyta samanburðarfjárhæð tekjuskatts 2011 í samræmi við breytta aðferð við

útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar. Sjá nánar í neðanmálsgrein í töflu um rekstrarreikning í kafla

7.2 Rekstrarreikningur samstæðu HB Granda.

Afskriftir og veiðigjöld eru gjaldfærð meðal kostnaðarverðs seldra vara. Afskriftir námu 3.861 þús. evrum vegna

botnfisks, 6.050 þús. evrum vegna uppsjávarfisks og 742 þús. evrum vegna annarra starfsþátta árið 2011.

Gjaldfærð veiðigjöld á árinu námu 2.401 þús. evrum en þar af voru 1.780 þús. evrur vegna botnfisks og 621 þús.

evrur vegna uppsjávarfisks.

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum námu 2.680 þús. evrum vegna botnfisks. Helstu fjárfestingar ársins í botnfiski

miðuðu að því að auka gæði afurða, fjárfest var í lóðréttum frystum í Örfirisey RE-4, Höfrungi III AK-250 og

Helgu Maríu AK-16 ásamt öðrum úrbótum til að gera skipin hæfari til makrílvinnslu. Fjárfesting vegna

frystitogara nam 1.413 þús. evrum og fjárfesting vegna ísfisktogara nam 489 þús. evrum. Í landvinnslu námu

fjárfestingar samtals 779 þús. evrum. á árinu en þá voru fest kaup á nýrri flökunarvél og roðdrifa auk þess sem

vinnslulínur voru lagfærðar til að auka afköst og nýtingu í ufsavinnslu.

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum námu 5.118 þús. evrum vegna uppsjávarfisks. Fjárfest var fyrir 2.272 þús.

evrur í uppsjávarskipum, 1.267 þús. evrur í fiskimjölsverksmiðjum á Akranesi og Vopnafirði og 1.579 þús. evrur

í uppsjávarfrystihúsum félagsins á Akranesi og Vopnafirði. Helstu fjárfestingar á uppsjávarsviði miðuðu að

aukinni nýtingu makríls í frystar afurðir. Sett var upp sjókælikerfi í Faxa RE-9 og fjárfest í blástursfrysti á

Vopnafirði. Fjárfest var í nýrri útrásarlögn í fiskimjölverksmiðjunni á Vopnafirði og settur upp öflugur

hreinsibúnaður fyrir frárennsli frá uppsjávarfrystihúsinu. Fjárfestingar vegna annarra starfsþátta námu 1.941 þús.

evrum.

7.3 Efnahagur samstæðu HB Granda

Hér á eftir fer umfjöllun um efnahag samstæðu HB Granda í lok hvers rekstrarárs 2011, 2012 og 2013. Á

rekstrarárinu 2013 er Laugafiskur ehf. hluti af samstæðuppgjöri frá 1. júlí 2013. Frá og með 12. nóvember 2013

varð Vignir G. Jónsson hf. hluti af samstæðu HB Granda.

Page 123: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

66

Meðfylgjandi tafla sýnir efnahagsreikning samstæðu HB Granda 31. desember 2013, 31. desember 2012 og 31.

desember 2011.

Efnahagur

Samstæða* Samstæða Samstæða**

(þús. evra) 2013 2012 2011

Eignir

Rekstrarfjármunir

111.006 100.774 94.741

Óefnislegar eignir

133.393 113.931 135.532

Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum 16.840 17.860 16.799

Aðrar fjárfestingar 2.086 120 123

Lífrænar eignir

8.030 7.496 7.444

Fastafjármunir

271.355 240.181 254.639

Vörubirgðir

25.712 23.261 19.983

Lífrænar eignir

2.319 2.884 2.868

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 24.599 29.874 24.174

Handbært fé

12.273 8.639 21.228

Veltufjármunir

64.903 64.658 68.253

Eignir samtals

336.258 304.839 322.892

Eigið fé

Hlutafé

19.325 18.619 18.619

Lögbundinn varasjóður

37.743 27.031 27.031

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum 1.164 2.716 1.713

Óráðstafað eigið fé

142.312 117.832 107.507

Eigið fé meirihlutaeigenda

200.544 166.198 154.870

Hlutdeild minnihluta

2.940 3.185 2.824

Eigið fé

203.484 169.383 157.694

Skuldir

Vaxtaberandi skuldir

37.410 61.113 94.336

Tekjuskattsskuldbinding

34.891 33.425 38.232

Langtímaskuldir

72.301 94.538 132.568

Vaxtaberandi skuldir

31.058 17.443 15.021

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 22.270 15.156 13.206

Skattar ársins

7.145 8.319 4.403

Skammtímaskuldir

60.473 40.918 32.630

Skuldir

132.774 135.456 165.198

Eigið fé og skuldir

336.258 304.839 322.892

*/** Breytingar urðu á samstæðu HB Granda árið 2013. Eins er framsetning talna hér er birt í samræmi við

ársreikning 2012 sem er frábrugðinn framsetningu í ársreikningi 2011. Sjá nánar í neðanmálsgreinum í töflu um

rekstrarreikning í kafla 7.2 Rekstrarreikningur samstæðu HB Granda.

Page 124: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

67

7.3.1 Efnahagsreikningur samstæðu HB Granda 31. desember 2013 og 31. desember 2012

Eignir

Heildareignir samstæðunnar þann 31. desember 2013 námu 336.258 þús. evrum og hækkuðu um 31.419 þús.

evrur milli ára.

Reksrarfjármunir námu 111.006 þús evrum í árslok 2013 og hækkuðu um 10.232 þús. evrur á árinu.

Neðangreind tafla sýnir skiptingu bókfærðs virðis rekstrarfjármuna HB Granda í árslok 2012 og 2013.

Tafla 22: Rekstrarfjármunir HB Granda

Fasteignir

Fiskiskip í

smíðum

Fiskiskip og

búnaður

Áhöld og

tæki Samtals

(þús. evra)

Bókfært verð 31.12.2012 26.996

32.501 34.876 100.774

Bókfært verð 31.12.2013 34.909 6.401 33.612 36.054 111.006

Óefnislegar eignir námu 133.393 þús. evrum í árslok 2013 sem er 19.462 þús. evra hækkun milli ára. Óefnislegar

eignir samanstanda af keyptum aflaheimildum og viðskiptavild. Keyptar aflaheimildir eru færðar til eignar í

efnahagsreikningi á kostnaðarverði sem óefnislegar eignir með ótakmarkaðan nýtingartíma og eru gerð á þeim

virðisrýrnunarpróf árlega.

Bókfært virði aflaheimilda þann 31. desember 2013 nam 125.873 þús. evra samanborið við 112.251 þús. evra

þann 31. desember 2012, breyting milli ára skýrist af áðurnefndri bakfærðri virðisrýrnun að fjárhæð 13.622 þús.

evra, sjá nánari umfjöllun í kafla 7.2.1 Rekstrareikningur 2013 og 2012.

Bókfært virði viðskiptavildar nam 7.520 þús. evra þann 31. desember 2013 og hækkaði um 5.840 þús. evrur frá

sama tíma árið áður. Viðbótin á árinu er vegna kaupa á öllum hlutum í Vigni G. Jónssýni ehf., sem er sjálfstæð

fjárskapandi eining. Virði viðskiptavildar hefur ekki verið dreift endanlega á einstaka óefnislega liði. Kaupin

gengu í gegn um miðjan nóvember 2013 og virðisrýrnunarpróf hefur ekki verið framkvæmt, því forsendur

rekstrar höfðu ekki breyst frá kaupdegi við gerð samstæðureiknings. Niðurstaða virðisrýrnunarprófs á

viðskiptavild vegna eignarhlutar í Stofnfiski hf. sem er sjálfstæð fjárskapandi eining var að verð einingarinnar

væri hærri en bókfært verð og engin virðisrýrnun því færð og stóð hún því óbreytt milli ára í 1.680 þús. evrum.

Endurheimtanlegt virði viðskiptavildar Stofnfisks umfram bókfært verð nemur um 1.742 þús. evrur. Breytingar á

forsendum hafa áhrif á niðurstöðu virðisrýrnunarprófs og myndi 1% hækkun á ávöxtunarkröfu leiða til 108 þús.

evra lækkunar á bókfærðu verði viðskiptavildar Stofnfisks hf. Lækkun EBITDA um 10% myndi leiða til 260

þús. evra lækkunar á bókfærðu virði viðskiptavildar Stofnfisks hf.

Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum námu 16.840 þús. evra þann 31. desember 2013 og lækkuðu um 1.020 þús.

evra milli ára. Lækkun má skýra með lækkun á bókfærðu virði 20% eignarhlutar HB Granda í Deris S.A. í Síle

sem skýrist af rekstrartapi Deris S.A.

Aðrar fjárfestingar greinast í eignarhluti í öðrum félögum og langtímakröfur. Aðrar fjárfestingar námu 2.086 þús.

evra í árslok 2013, samanborið við 120 þús. evra í árslok 2012. Langtímakröfur hækkuðu um 1.963 þús. evra en

voru engar í árslok 2012 og er um að ræða kröfu á hendur kaupendum Venusar HF-519.

Lífrænar eignir sem færðar eru meðal fastafjármuna stóðu í 8.030 þús. evrum í árslok 2013 samanborið við 7.496

þús. evrur árið 2012, en áðurnefnd eign tilheyrir Stofnfiski hf. Klakfiskur er lífræn eign sem færð er til eignar

meðal fastafjármuna á áætluðu gangvirði í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um landbúnað. Um er

að ræða sérvalinn kynbótafisk til hrognaframleiðslu. Seiði og smálax sem félagið ætlar til hrognaframleiðslu eru

eignfærð meðal fastafjármuna sem lífrænar eignir.

Bókfært virði veltufjármuna nam 64.903 þús. evra þann 31. desember 2013 samanborið við 64.658 þann 31.

desember 2012. Birgðir stóðu í 25.712 þús. evrum í árslok og hækkuðu um 2.451 þús. evru á árinu, hækkun má

skýra með hækkun afurðabirgða milli ára en þær stóðu í 20.446 þús. evrum í árslok 2013 samanborið við 17.806

þús. evrur árið 2012. Lífrænar eignir sem færðar eru meðal veltufjármuna eru hrogn og seiði sem áætlað er að

selja innan árs og er fyrst og fremst byggt á þekktu markaðsvirði við mat á virði. Bókfært virði þeirra nam 2.319

þús. evrum í árslok 2013 og lækkuðu um 20% á árinu.

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur námu 24.599 þús. evra í árslok 2013 samanborið við 29.874 þús.

evrur í árslok 2012. Nafnverð viðskiptakrafna lækkaði um 2.655 þús. evrur milli ára og stóðu í 21.679 þús.

evrum í árslok 2013. Niðurfærsla viðskiptakrafna nam 1.329 þús evrum í árslok 2013 en niðurfærslan var 1.308

þús. evrur í árslok 2012. Fyrirframgreiðslur námu 2.797 þús. evrum í árslok 2013 samanborið við 4.505 þús.

Page 125: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

68

evrur í árslok 2012. Aðrar skammtímakröfur námu 2.343 þús. evrum í lok árs 2012 og 1.452 þús. evrum í árslok

2013.

Handbært fé nam 12.273 þús. evrum í lok árs 2013 en var 8.639 þús. evrur í árslok 2012. Handbært fé hækkaði

um 3.634 þús. evrur milli ára, eða sem svarar 42,1%. Sjá nánari umfjöllum í kafla 7.4.1 Árlegt sjóðstreymisyfirlit

rekstrarárin 2013 og 2012.

Aflaheimildir

Aflaheimildir félagsins eru undistaðan í rekstri HB Granda. Úthlutun aflaheimilda í íslenskri fiskveiðilögsögu fer

fram árlega og byggir á ákvæðum laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Sjávarútvegsráðherra ákveður með

reglugerð þann heildarafla sem veiða má úr þeim einstöku nytjastofnum sem nauðsynilegt er talið að takmarka

veiðar á.

Tafla 23: Hlutdeild HB Granda í úthlutun aflaheimilda á fiskveiðiárinu 2013/2014

Hlutdeild í

úthlutun 2013

Úthlutaðar

heimildir tonn

Óveidd tonn

31.12.2013

Tegund:

Þorskur

5,0% 8.515 4.722

Þorskur í norskri og rússneskri lögsögu 17,9% 2.131 2.131

Ýsa

6,6% 2.005 637

Ufsi

17,6% 8.005 6.084

Gullkarfi

31,7% 15.710 11.560

Djúpkarfi

32,6% 3.102 2.210

Úthafskarfi

30,5% 1.799 1.755

Grálúða

13,2% 1.439 1.192

Gullax* 32,6% 2.486 1.787

Íslensk sumargotssíld

11,1% 8.604 2.323

Norsk-íslensk vorgotssíld

14,1% 7.959 8.370

Loðna

18,7% 15.063 15.822

Kolmunni

20,9% 30.684 31.067

Aðrar kvótabundnar tegundir

1.071 677

Samtals aflaheimildir í þorskígildum

56.385 42.055

Botnfiskheimildir miðast almennt við úthlutun í september 2013. Heimildir úthafskarfa og þorski í norskri og

rússneskri lögsögu miðast við úthlutun í janúar 2014. Heimildir í íslenskri sumargotssíld miðast við úthlutun í

september 2013. Heimildir í norsk-íslenskri vorgotssíld og kolmunna miðast við úthlutun í janúar 2014.

Loðnuheimildir byggja á upphafsúthlutun í nóvember 2013. Útreikningur á þorskígildum miðast við

margfeldisstuðla sem gefnir eru út af sjávarútvegsráðuneytinu fyrir fiskveiðiárið 2013/14. HB Grandi fékk á

árinu 2013 úthlutað 16,7 þúsund tonn af 120 þúsund tonna makrílkvóta Íslendinga. Sjávarútvegsráðherra hefur

ekki úthlutað heildarkvóta íslendinga í makríl á árinu 2014.

*Gullax varð kvótabundin tegund fiskveiðiárið 2013/14

Skuldir

Heildarskuldir HB Granda námu 132.744 þús. evrum þann 31. desember 2013 og lækkuðu um 2.682 þús. evrur

milli áranna 2013 og 2012. Vaxtaberandi langtímaskuldir félagsins eru nánast alfarið í erlendri mynt eða 99,97%

skulda í árslok 2013.

Page 126: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

69

Yfirlit yfir samsetningu vaxtaberandi lána félagsins og afborgunarferil má sjá í neðangreindri töflu.

Tafla 24: Samsetning lána HB Granda og afborgunarferill

2013 2012 2011

Gjalddagar Lokavextir Eftirstöðvar Lokavextir Eftirstöðvar Lokavextir Eftirstöðvar

Skuldir í EUR 2014-2019 3,5% 51.156

4,2% 67.002

4,7% 106.526

Skuldir í USD 2014-2019 3,8% 3.699

3,8% 4.868

1,5% 369

Skuldir í CHF 2014-2019 1,4% 792

1,4% 938

1,3% 1.065

Skuldir í JPY 2014-2019 1,5% 196

1,5% 291

1,5% 377

Skuldir í SEK 2014-2019 2,9% 242

2,9% 290

2,3% 319

Skuldir í GBP 2014-2019 1,9% 76

1,9% 122

2,3% 161

Skuldir í ISK 2014 6,5% 15

6,5% 15

6,5% 498

56.176 73.526 109.315

Næsta árs afborganir

(18.766)

(12.413)

(14.979)

37.410 61.113 94.336

Tafla 25: Afborganir langtímalána næstu ár

2013

Árið 2014

18.766

Árið 2015

23.305

Árið 2016

4.954

Árið 2017

4.585

Árið 2018

3.491

Síðar

1.075

Vaxtaberandi skuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborgun

56.176

Stjórnendur gera ráð fyrir að nýsmíði í uppsjávarskipum verði fjármögnuð með 80% lánsfé til 8 ára. Eftirstöðvar

kaupverðs skipanna verða fjármagnaðar með handbæru fé frá rekstri.

Tekjuskattsskuldbinding félagsins stóð í 34.891 þús. evrum í árslok 2013 samanborið við 33.425 þús. evrur í

árslok 2012. Vaxtaberandi skammtímaskuldir námu 31.058 þús. evrum í árslok 2013 og hækkuðu um 13.615

þús. evrur á árinu.

Vaxtaberandi skammtímaskuldir samanstanda af næsta árs afborgunum langtímalána og skammtímalánalínum.

Næsta árs afborganir langtímalána árið 2013 námu 18.766 þús. evrum samanborið við 12.413 þús. evrur árið

áður. Skammtímalánalínur námu 5.030 þús. evra árið 2012 samanborið við 12.292 þús. evrur árið 2013.

Vaxtaberandi skuldir samstæðunnar námu því 56.176 þús. evrum í árslok 2013 samanborið við 73.526 þús. evrur

árið áður. Vegið meðaltal vaxta var 3,5% í árslok 2013.

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir námu 22.270 þús. evra í árslok 2013 og hækkuðu um 7.114 þús.

evrur milli ára. Skuldir við fyrrverandi hluthafa dótturfélags námu 6.693 þús. evra í árslok 2013 en voru engar

árið á undan. Viðskiptaskuldir stóðu í 13.232 þús. evrum í árslok og hækkuðu um 181 þús. evrur milli ára og

aðrar skammtímaskuldir stóðu í 2.345 þús. evrum í árslok og hækkuðu um 240 þús. evrur á árinu. Skattar ársins

2013 námu 7.145 þús. evrum en voru 8.319 þús. evrur árið 2012.

7.3.1.1 Lánaskilmálar

Skilmálar lánssamninga HB Granda eru fremur hefðbundnir. Samningarnir fela flestir í sér þá skuldbindingu að

ekki séu seldar eignir félagsins umfram tiltekið hlutfall bókfærðs virðis heildareigna, án samþykkis lánveitanda.

Tilgreint viðmiðunarhlutfall eigna nemur í flestum tilvikum á bilinu frá 5 – 25%, en samkvæmt skilmálum eins

lánssamnings félagsins ber félaginu að leita samþykkis fyrir sölu eigna sem nemur 5% af bókfærðu virði

heildareigna félagsins.

Flestir lánssamninga félagsins skuldbinda félagið jafnframt til að leita samþykkis lánveitenda fyrir breytingum á

starfsemi eða tilgangi félagsins, auk sameiningar félagsins við önnur félög eða uppskiptingar þess. Þá ber

félaginu í einhverjum tilvikum að tilkynna lánveitanda um ráðstöfun tryggingabóta vegna veðsettra eigna

félagsins.

Page 127: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

70

Í flestum lánssamninga félagsins er litið á vanefndir félagsins á öðrum skuldbindingum sínum, og í sumum

tilvikum vanefndir dótturfélaga félagsins á skuldbindingum sínum, sem vanefnd viðkomandi samnings, og

lánveitanda í þeim tilvikum heimilt að gjaldfella eftirstöðvar lánssamnings komi þær aðstæður upp.

Meiriháttar breyting á eignarhaldi félagsins, uppskipting eða yfirtaka er sömuleiðis álitið vanefndatilvik í tilviki

flestra lánssamninga félagsins, og auk þess afturköllun starfsleyfis, veiðileyfa eða aflahlutdeildar.

7.3.2 Efnahagsreikningur samstæðu HB Granda 31. desember 2012 og 31. desember 2011

Eignir

Heildareignir félagsins þann 31. desember 2012 námu 304.839 þús. evrum og lækkuðu um 18.053 þús. evrur eða

5,6% frá 31. desember 2011 þegar heildareignir félagsins námu 322.892 þús. evrum.

Rekstrarfjármunir námu 100.774 þús. evrum í árslok 2012 samanborið við 94.741 þús. evrur í árslok 2011.

Meðfylgjandi tafla sýnir skiptingu bókfærðs virði rekstrarfjármuna HB Granda í árslok 2011 og 2012.

Tafla 26: Rekstrarfjármunir HB Granda

Fasteignir Fiskiskip og

búnaður

Áhöld

og tæki

Samtals

(þús. evra)

Bókfært verð 31.12.2011

27.780 34.558 32.403 94.741

Bókfært verð 31.12.2012

26.996 38.902 34.876 100.774

Óefnislegar eignir félagsins námu 113.931 þús. evrum í árslok 2012 en námu 135.532 þús. evrum á sama tíma

árið áður og lækkuðu um 21.601 þús. evrur eða 15,9%. Óefnislegar eignir félagsins samanstanda af keyptum

aflaheimildum og viðskiptavild sem tilheyrir 65,0% eignarhlut samstæðunnar í Stofnfiski hf. Viðskiptavild

vegna Stofnfisks hf. að fjárhæð 1.680 þús. evrur stóð óbreytt milli ára.

Lækkun óefnislegra eigna má skýra að fullu með virðisrýrnun aflaheimilda. Keyptar aflaheimildir eru færðar til

eigna í efnahagsreikningi á kostnaðarverði sem óefnislegar eignir með ótakmarkaðan nýtingartíma og eru gerð á

þeim virðisrýrnunarpróf að minnsta kosti árlega. Líkt og áður hefur verið greint frá samþykkti Alþingi lög í lok

júní 2012, sem nú hefur verið breytt, sem fólu í sér að veiðigjöld HB Granda rúmlega fjórfölduðust frá síðasta

fiskveiðiári. Veruleg hækkun á veiðigjöldum félagsins til framtíðar lækkar rekstrarvirði þess sem er vísbending

um að aflaheimildir hafa orðið fyrir virðisrýrnun. Virðirsrýrnunarpróf var framkvæmt á aflaheimildum fyrir

árshlutareikning tímabilsins sem lauk 30. júní 2012 með því að reikna endurheimtanlegt virði þeirra. Niðurstaða

virðisrýrnunarprófs sýndi að aflaheimildir í uppsjávarfiski höfðu ekki rýrnað í virði, en aflaheimildir botnfisks

höfðu orðið fyrir 21.601 þús. evru virðisrýrnun.

Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum hækkuðu um 1.061 þús. evrur á milli ára eða úr 16.799 þús. evrum í árslok

2011 í 17.860 þús. evrur í árslok 2012. Hækkunina má að mestu skýra með hækkun á bókfærðu virði 20%

eignarhlutar í Deris S.A í Síle vegna hlutafjáraukningar og hlutdeildar í afkomu.

Lífrænar eignir sem færðar eru meðal fastafjármuna stóðu í 7.496 þús. evrum í árslok 2012 samanborið við 7.444

þús. evrur árið 2011, en áðurnefnd eign tilheyrir Stofnfiski hf. Klakfiskur er lífræn eign sem færð er til eignar

meðal fastafjármuna á áætluðu gangvirði í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um landbúnað. Um er

að ræða sérvalinn kynbótafisk til hrognaframleiðslu. Seiði og smálax sem félagið ætlar til hrognaframleiðslu eru

eignfærð meðal fastafjármuna sem lífrænar eignir.

Veltufjármunir félagsins námu 64.658 þús. evrum í árslok 2012 samanborið við 68.253 þús. evrur í árslok 2011.

Vörubirgðir félagsins hækkuðu um 3.278 þús. evrur á árinu 2012 og stóðu í 23.261 þús. evrum í lok árs 2012

samanborið við 19.983 þús. evrur í árslok 2011. Afurðabirgðir, sem námu rúmlega 76% af birgðum, hækkuðu

um 2.914 þús. evrur en rekstrarvörubirgðir hækkuðu um 364 þús. evrur. Lífrænar eignir sem færðar eru meðal

veltufjármuna eru hrogn og seiði sem áætlað er að selja innan árs og er fyrst og fremst byggt á þekktu

markaðsvirði við mat á virði. Bókfært virði þeirra nam 2.884 þús. evrum í árslok 2012 og hækkaði um 0,6% á

árinu.

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur stóðu í 29.874 þús. evrum í árslok 2012 en voru 24.174 þús. evrur í

árslok 2011. Niðurfærsla viðskiptakrafna nam 1.308 þús evrum í árslok 2012 en niðurfærslan var 1.612 þús.

evrur í árslok 2011. Fyrirframgreiðslur námu 4.505 þús. evrum í árslok 2012 samanborið við 1.189 þús. evrur í

árslok 2011. Óveruleg breyting varð á öðrum skammtímakröfum en þær námu 2.343 þús. evrum í lok árs 2012

og 2.344 þús. evrum í árslok 2011.

Page 128: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

71

Handbært fé nam 8.639 þús. evrum í lok árs 2012 en var 21.228 þús. evrur í árslok 2011. Handbært fé lækkaði

um 12.589 þús. evrur milli ára, eða sem svarar 59,3%. Sjá nánari umfjöllum í kafla 7.4.2 Árlegt

sjóðstreymisyfirlit rekstrarárin 2012 og 2011.

Aflaheimildir

Tafla 27: Hlutdeild HB Granda í úthlutun aflaheimilda á fiskveiðiárinu 2012/2013

Hlutdeild í

úthlutun 2012

Úthlutaðar

heimildir tonn

Óveidd tonn

31.12.2012

Tegund:

Þorskur

5,0% 7.733 4.264

Ýsa

6,6% 1.913 1.259

Ufsi

17,6% 7.174 4.513

Gullkarfi

31,7% 13.881 10.189

Djúpkarfi

32,6% 3.259 1.380

Úthafskarfi

30,5% 2.388 2.559

Grálúða

13,2% 1.731 1.147

Íslensk sumargotssíld

11,1% 6.903 334

Norsk-íslensk vorgotssíld

14,1% 12.147 13.050

Loðna

18,7% 84.135 78.634

Kolmunni

20,9% 21.228 22.160

Aðrar kvótabundnar tegundir

618 356

Samtals aflaheimildir í þorskígildum

50.134 41.306

Botnfiskheimildir miðast almennt við úthlutun í september 2012. Heimildir úthafskarfa miðast við úthlutun í

janúar 2013. Félaginu var á árinu úthlutað aflaheimildum sem námu 1.349 tonnum af þorski í norskri lögsögu

og 843 tonnum í rússneskri lögsögu. Heimildir í íslenskri sumargotssíld miðast við úthlutun í september 2012.

Heimildir í norsk-íslenskri vorgotssíld og kolmunna miðast við úthlutun í janúar 2013. Loðnuheimildir byggja á

úthlutun í október 2012 og viðbótarúthlutun í febrúar 2013. Útreikningur á þorskígildum miðast við

margfeldisstuðla sem gefnir eru út af sjávarútvegsráðuneytinu fyrir fiskveiðiárið 2012/13. HB Grandi hf. fékk á

árinu 2012 úthlutað 20,2 þúsund tonn af 145 þúsund tonna makríl kvóta Íslendinga.

Tafla 28: Hlutdeild HB Granda í úthlutun aflaheimilda á fiskveiðiárinu 2011/2012

Hlutdeild í

úthlutun 2011

Úthlutaðar

heimildir tonn

Óveidd tonn

31.12.2011

Tegund:

Þorskur

5,0% 6.681 3.915

Ýsa

6,6% 2.088 1.573

Ufsi

17,6% 7.119 5.952

Gullkarfi

31,7% 12.694 8.926

Djúpkarfi

32,6% 3.910 1.810

Úthafskarfi

30,5% 2.984 2.864

Grálúða

13,2% 1.575 1.013

Íslensk sumargotssíld

11,1% 4.704 (60)

Norsk-íslensk vorgotssíld

14,1% 16.677 16.534

Loðna

18,7% 108.978 105.228

Kolmunni

20,9% 13.104 12.590

Aðrar kvótabundnar tegundir

628 338

Samtals aflaheimildir í þorskígildum

47.510 31.595

Botnfiskheimildir miðast við úthlutun í september 2011. Heimildir í úthafskarfa miðast við úthlutun í janúar

2012. Félaginu var á árinu 2011 úthlutað aflaheimildum sem námu 1.024 tonnum af þorski í norskri lögsögu og

640 tonnum í rússneskri lögsögu. Heimildir í íslenskri sumargotssíld miðast við úthlutun í september 2011.

Heimildir í norsk íslenskri vorgotssíld og kolmunna miðast við úthlutun í janúar 2012. Loðnuheimildir byggja á

Page 129: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

72

úthlutun í október 2011 og viðbótarúthlutun í janúar og febrúar 2012. Útreikningur á þorskígildum miðast við

margfeldisstuðla sem gefnir eru út af sjávarútvegsráðuneytinu fyrir fiskveiðiárið 2011/12. HB Grandi hf. fékk á

árinu 2011 úthlutað 22,5 þúsund tonnum af 161,3 þúsund tonna heildarkvóta Íslendinga.

Skuldir

Heildarskuldir HB Granda námu 135.456 þús. evrum þann 31. desember 2012 en voru 165.198 þús. evrur þann

31. desember 2011.

Vaxtaberandi langtímaskuldir námu 61.113 þús. evrum í árslok 2012, samanborið við 94.336 þús. evrur í árslok

2011. Vaxtaberandi langtímaskuldir félagsins eru nánast alfarið í erlendri mynt eða 99,98% skulda í árslok 2012

samanborið við 99,5% skulda í árslok 2011. Yfirlit yfir samsetningu vaxtaberandi lána félagsins og

afborgunarferil má sjá í töfluTafla 24: Samsetning lána HB Granda og afborgunarferill í kafla 7.3.1

Efnahagsreikningur samstæðu HB Granda 31. desember 2013 og 31. desember 2012.

Tekjuskattsskuldbinding félagsins stóð í 33.425 þús. evrum í árslok 2012 samanborið við 38.232 þús. evrur í

árslok 2011. Eins og kom fram í neðanmálgrein í yfirlit um rekstrarreikning í kafla 7.2 Rekstrarreikningur

samstæðu HB Granda var í ársbyrjun breytt um aðferð við útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar.

Meðfylgjandi tafla sýnir greiningu og áhrif leiðréttingar á tekjuskattsskuldbindingu.

Tafla 29: Tekjuskattsskuldbinding

(þús. evrur) 2013 2012 2011

Tekjuskattskuldbinding 1.1.

33.425 38.232 18.914

Leiðrétting vegna fyrri ára

0 0 17.518

Tekjuskattsskuldbinding eftir leiðréttingu

33.425 38.232 36.432

Yfirtekið í samstæðum 241 0 0

Tekjuskattur færður í rekstrarreikning

8.370 3.512 6.203

Tekjuskattur til greiðslu

(7.145) (8.319) (4.403)

Tekjuskattsskuldbinding 31.12.

34.891 33.425 38.232

Vaxtaberandi skammtímaskuldir námu 17.443 þús. evrum í árslok 2012 en voru 15.021 þús. evrur árið áður.

Vaxtaberandi skammtímaskuldir samanstanda af næsta árs afborgunum langtímalána og skammtímalánalínum.

Næsta árs afborganir langtímalána árið 2012 námu 12.413 þús. evrum samanborið við 14.979 þús. evrur árið

áður. Skammtímalánalínur námu 5.030 þús. evrum árið 2012 samanborið við 42 þús. evrur árið 2011.

Vaxtaberandi skuldir samstæðunnar námu því 78.556 þús. evrum í árslok 2012 samanborið við 109.357 þús.

evrur árið áður. Vegið meðaltal vaxta var 4,1% í árslok 2012.

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir námu 15.156 þús. evrum í árslok 2012 í samanburði við 13.206

þús. evrur í árslok 2011. Viðskiptaskuldir hækkuðu um 2.463 þús. evrur milli ára og námu 13.051 þús. evrum í

árslok samanborið við 10.588 þús. evrur árið áður. Aðrar skammtímaskuldir stóðu í 2.105 þús. evrum í lok árs

2012 samanborið við 2.618 þús. evrur í lok árs 2011. Skattar ársins 2012 námu 8.319 þús. evrum en voru 4.403

þús. evrur árið 2011.

7.3.3 Eiginfjáryfirlit samstæðu HB Granda 31. des. 2011, 31. des. 2012 og 31. des. 2013

Eigið fé félagsins nam 203.484 þús. evrum þann 31. desember 2013 þar af nam hlutdeild minnihluta 2.940 þús.

evrum. Eigið fé félagsins nam samtals 169.383 þús. evrum þann 31. desember 2012 þar af nam hlutdeild

minnihluta 3.185 þús. evrum, samanborið við 157.694 þús. evrur þann 31. desember 2011 og hlutdeild

minnihluta 2.128 þús. evrur. Heildarhlutafé félagsins nam 19.325 þús. evrum í árslok 2013 samanborið við

18.619 þús. evrum í lok desember 2012. Á árinu 2013 var hlutafé aukið um 706 þús. evrur í tengslum við kaup á

öllu hlutafé í Laugafiski ehf. og Vigni G. Jónssyni ehf.

Eftirfarandi tafla sýnir breytingar á eigin fé frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2013.

Page 130: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

73

Eiginfjáryfirlit

Hlutafé Varasjóður Þýðingar-

munur

Óráðstafað

eigið fé

Hlutdeild

minnihluta

Eigið fé

samtals

(þús. evra)

Eigið fé 1.1.2011 18.619 27.031 2.674 90.804 2.128 141.256

Leiðrétting tekjuskattsskb. 1.1.2011 (17.518)

(17.518)

Leiðrétt eigið fé 1.1.2011 18.619 27.031 2.674 73.286 2.128 123.738

Heildarhagnaður ársins (961) 36.279 758 36.076

Greiddur arður, 0,20 kr. á hlut (2.058) (62) (2.120)

Eigið fé 31.12.2011 18.619 27.031 1.713 107.507 2.824 157.694

Heildarhagnaður ársins 1.003 14.419 427 15.849

Greiddur arður, 0,40 kr. á hlut (4.094) (66) (4.160)

Eigið fé 31.12.2012 18.619 27.031 2.716 117.832 3.185 169.383

Hlutafjáraukning 706 10.712 11.418

Heildarafkoma ársins (1.522) 35.616 (185) 33.879

Greiddur arður, 1 kr. á hlut (11.136) (60) (11.196)

Eigið fé 31.12.2013 19.325 37.743 1.164 142.312 2.940 203.484

Breytingar urðu á samstæðu HB Granda árið 2013. Eins er framsetning talna hér er birt í samræmi við

ársreikning 2012 sem er frábrugðinn framsetningu í ársreikningi 2011. Sjá nánar í neðanmálsgreinum í töflu um

rekstrarreikning í kafla 7.2 Rekstrarreikningur samstæðu HB Granda.

Eigið fé í árslok 2013 nam 203.484 þús. evrum og hækkaði um 34.101 þús. evrur á árinu sem skýrist af

hlutafjáraukningu að andvirði 11.418 þús. evra, hagnaði ársins og greiðslu arðs að fjárhæð 11.196 þús. evrur á

árinu sem kom til lækkunar. Eigið fé í árslok 2012 nam 169.383 þús. evra og hækkaði um 11.689 þús. evrur á

árinu sem skýrist af hagnaði ársins en félagið greiddi auk þess út arð að fjárhæð 4.160 þús. evrur sem kemur til

lækkunar. Eigið fé nam 157.694 þús. evrum í árslok 2011 og hækkaði um 33.956 þús. evrur á árinu sem skýrist

af hagnaði ársins, auk þess sem félagið greiddi arð að fjárhæð 2.120 þús. evrur. Eiginfjárhlutfall HB Granda í lok

árs 2012 var 55,6% samanborið við 48,8% árið 2011.

Page 131: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

74

7.4 Sjóðstreymisyfirlit samstæðu HB Granda

Hér á eftir fer samantekin umfjöllun um sjóðstreymi samstæðu HB Granda. Á rekstrarárinu 2013 er Laugafiskur

ehf. hluti af samstæðuuppgjöri frá 1. júlí 2013. Frá og með 12. nóvember 2013 varð Vignir G. Jónsson hf. hluti

af samstæðu HB Granda.

Eftirfarandi tafla sýnir sjóðstreymisyfirlit samstæðu HB Granda fyrir rekstrarárin 2011-2013.

Sjóðstreymisyfirlit

Samstæða* Samstæða Samstæða**

(þús. evra) 2013 2012 2011

Rekstrarhreyfingar

Rekstrarhagnaður ársins

41.599 26.663 45.573

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:

(Bakfærð virðisrýrnun) Virðisrýrnun aflaheimilda

(13.622) 21.601 0

Afskriftir

17.335 10.997 10.653

Hagnaður af sölu eigna

(167) (1.160) (117)

Lífrænar eignir, breyting

15 (757) (2.705)

45.160 57.344 53.404

Breytingar á rekstrartengdum eignum

9.189 (10.948) (6.095)

Breytingar á rekstrartengdum skuldum

(197) 4.392 2.812

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 8.992 (6.556) (3.283)

Innheimtar vaxtatekjur

135 143 160

Greidd vaxtagjöld

(2.360) (3.936) (5.986)

Greiddir skattar

(8.786) (4.402) 0

Handbært fé frá rekstri

43.141 42.593 44.295

Fjárfestingahreyfingar

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum

(20.662) (16.490) (9.739)

Fjárfesting í rekstrarfjármunum í smíðum (6.401) 0 0

Söluverð rekstrarfjármuna

506 653 664

Yfirtekið handbært fé dótturfélaga 3.675 0 0

Aðrar fjárfestingar, lækkun (hækkun)

142 (4.537) (22)

Fjárfestingahreyfingar samtals

(22.740) (20.374) (9.097)

Fjármögnunarhreyfingar

Greiddur arður

(11.136) (4.094) (2.058)

Skammtímalán

7.273 5.000 0

Afborganir langtímalána

(12.904) (35.714) (23.064)

Fjármögnunarhreyfingar samtals

(16.767) (34.808) (25.122)

(Lækkun) hækkun á handbæru fé

3.634 (12.589) 10.076

Handbært fé í ársbyrjun

8.639 21.228 11.152

Handbært fé í árslok

12.273 8.639 21.228

Fjárfestingar og fjármögnun án greiðsluáhrifa

Fjárfestingar í dótturfélögum

(11.418) 0 0

Útgefið hlutafé

11.418 0 0

Söluverð rekstrarfjármuna

2.248 0 0

Langtímakröfur

(2.248) 0 0

Page 132: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

75

*/** Breytingar urðu á samstæðu HB Granda árið 2013. Eins er framsetning talna hér er birt í samræmi við

ársreikning 2012 sem er frábrugðinn framsetningu í ársreikningi 2011. Sjá nánar í neðanmálsgreinum í töflu um

rekstrarreikning í kafla 7.2 Rekstrarreikningur samstæðu HB Granda

7.4.1 Árlegt sjóðstreymisyfirlit rekstrarárin 2013 og 2012

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 54.152 þús. evra rekstrarárið 2013 og hækkaði um 3.364 þús.

evrur á árinu. Rekstrarhagnaður ársins 2013 var 41.599 þús. evrur samanborið við 26.663 þús. evrur árið 2012 en

helsta skýringin á hærri rekstrarhagnaði milli ára er bakfærð virðisrýrnun aflaheimilda að fjárhæð 13.622 en

liðurinn hefur ekki áhrif á sjóðstreymi. Afskriftir og virðisrýrnun rekstrarfjármuna námu 17.335 þús. evrum árið

2013 samanborið við 10.977 þús. evrur árið 2012. Hagnaður af sölu eigna var 167 þús. evrur árið 2013 en 1.160

þús. evrur árið 2012. Lífrænar eignir lækkuðu um 15 þús. evrur árið 2013 en hækkuðu um 757 þús. evrur árið

2012. Nettó breyting á rekstrartendum eignum og skuldum var jákvæð um 8.992 þús. evrur árið 2013 en var

neikvæð um 6.556 þús. evrur árið 2012.

Greidd vaxtagjöld námu 2.360 þús. evrum árið 2013 og lækkuðu um 1.576 þús. evrur milli ára. Lækkun

vaxtagjalda skýrist af lækkun vaxtaberandi skulda milli ára. Greiddir skattar voru 8.786 þús. evrur árið 2013

samanborið við 4.402 þús. evrur árið 2012. Handbært fé frá rekstri nam 43.141 þús. evra árið 2013 og hækkaði

um 548 þús. evrur milli ára.

Samstæðan fjárfesti í rekstrarfjármunum fyrir 20.662 þús. evrur árið 2013 og hækkaði fjárfestingin í

rekstrarfjármunum um 4.172 þús. evra milli ára. Fjárfesing í rekstrarfjármunum í smíðum nam 6.401 þús. evra á

árinu 2013. Yfirtekið handbært fé dótturfélaga nam 3.675 þús. evra árið 2013 en var ekkert árið 2012. Ítarlega er

fjallað um fjárfestingar félagsins fyrir hvert starfsár í kafla í kafla 7.2 Rekstrarreikningur samstæðu HB Granda.

Aðrar fjárfestingar voru jákvæðar um 142 þús. evrur árið 2013 en neikvæðar um 4.537 þús. evrur árið 2012.

Samstæðan greiddi 11.136 þús. evrur í arð árið 2013 og hækkaði arðgreiðslan um 7.042 þús. evra milli ára.

Tekin voru skammtímalán að fjárhæð 7.273 þús. evrum árið 2013 samanborið við 5.000 þús. evrur árið 2012.

Afborganir langtímalána námu 12.904 þús. evrum í árslok 2013 samanborið við 35.714 þús. evrur árið 2012.

Þann 31. desember 2013 var handbært fé 12.273 þús. evrur og hækkaði um 3.634 þús evrur á árinu, samanborið

við 12.589 þús. evra lækkun árið 2012.

7.4.2 Árlegt sjóðstreymisyfirlit rekstrarárin 2012 og 2011

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 50.788 þús. evra rekstrarárið 2012 samanborið við 50.121 þús.

evra árið 2011. Rekstrarhagnaður ársins 2012 var umtalsvert lakari en árið 2011, en sá liður sem skýrir að mestu

þá breytingu er virðisrýrnun aflaheimilda að fjárhæð 21.601 þús. evra árið 2012 en hann hefur ekki áhrif á

sjóðstreymi félagsins það árið. Hagnaður af sölu eigna árið 2012 var 1.160 þús. evrur samanborið við 117 þús.

evrur árið á undan, lífrænar eignir hækkuðu um 757 þús. evrur á árinu 2012 samanborið við 2.705 þús. evrur árið

2011. Nettó breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum var 6.556 þús. evrur árið 2012 samanborið við 3.283

þús. evrur árið 2011.

Greidd vaxtagjöld námu 3.936 þús. evra árið 2012 en 5.986 þús. evrur árið 2011. Lækkun greiddra vaxtagjalda

milli ára skýrist af lækkun skulda milli ára. Greiddir skattar voru 4.402 þús. evrur árið 2012 en engir árið 2011.

Handbært fé frá rekstri nam því 42.593 þús. evrum árið 2012 samanborið við 44.295 þús. evrur árið 2011.

Samstæðan fjárfesti í rekstrarfjármunum fyrir 16.490 þús. evrur árið 2012 samanborið við 9.739 þús. evrur árið

2011. Ítarlega er fjallað um fjárfestingar félagsins fyrir hvert starfsár í kafla í kafla 7.2 Rekstrarreikningur

samstæðu HB Granda. Aðrar fjárfestingar á árinu 2012 námu 4.537 þús. evrum en voru engar árið 2011.

Samstæðan greiddi 4.094 þús. evrur í arð árið 2012 samanborið við 2.058 þús. evrur árið 2011. Skuld félagsins á

lánalínum var 5.000 þús. evrur í árslok 2012 en engin í árslok 2011. Árið 2012 námu afborganir langtímalána

35.714 þús. evrum samanborið við 23.064 þús. evrur árið 2011.

Þann 31. desember 2012 var handbært fé 8.639 þús. evrur og lækkaði um 12.589 þús. evrur á árinu 2012,

samanborið við 10.076 þús. evru hækkun árið 2011. Skýrist lækkunin að mestu af afborgunum langtímalána að

fjárhæð 35.714 þús. evrur á árinu 2012 samanborið við 23.064 þús evrur á árinu 2011 og fjárfestingum félagsins

sem námu 21.027 þús. evrum á árinu 2012 samanborið við 9.761 þús. evrur á árinu 2011.

Page 133: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

76

8. TILKYNNING TIL FJÁRFESTA

Útgefandalýsing þessi er hluti af lýsingu útgefanda, dagsettri 27. mars 2014, sem varðar og birt er í tengslum við

almennt útboð á hlutum í HB Granda og umsókn um töku allra útgefinna hlutabréfa í HB Granda til viðskipta á

Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Hvort tveggja fer fram í samræmi við ákvæði íslenskra laga og

reglugerða um verðbréfaviðskipti, sbr. lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Tilskipun Evrópuþingsins og

ráðsins 2003/71/EB frá 4. nóvember 2003 og tilskipun 2010/73/ESB um lýsingar og undirgerðir þeirra hefur

verið innleidd í íslenskan rétt með ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og reglugerðum settum á

grundvelli þeirra, þ.e. reglugerðar nr. 837/2013 um almennt útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 5.000.000

evra í íslenskum krónum eða meira og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og

reglugerðar nr. 243/2006 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd

tilskipunar Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, framsetningu þeirra,

upplýsingar felldar inn með tilvísun, birtingu lýsinganna og dreifingu auglýsinga, allt með áorðnum breytingum.

Lýsingin fylgir ákvæðum um upplýsingagjöf í lýsingum skv. viðaukum I og III við fylgiskjal I við reglugerð nr.

243/2006. Útgefandalýsingin uppfyllir ákvæði I. viðauka sem varðar lágmarkskröfur um upplýsingar sem koma

eiga fram í útgefandalýsingu fyrir hluti. Lýsingin er einnig útbúin með hliðsjón af Reglum fyrir útgefendur

fjármálagerninga sem gefnar voru út af NASDAQ OMX Iceland hf. 17. desember 2013. Lýsingin hefur verið

yfirfarin og staðfest af Fjármálaeftirlitinu á Íslandi í samræmi við 52. gr. laga nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti. Lýsingin er á íslensku og er birt á Íslandi. Lýsingin samanstendur af þremur sjálfstæðum

skjölum; samantekt, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu, sem öll eru dagsett 27. mars 2014 og má nálgast á

vef félagsins, www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar. Einnig verður frá 31. mars 2014 hægt að nálgast

innbundin eintök í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hjá Arion banka hf. í Borgartúni

19 í Reykjavík.

Markmiðið með því að fá hlutabréf í HB Granda tekna til viðskipta á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland hf. er

m.a. að stuðla að auknum seljanleika og virkari verðmyndun með hlutabréf félagsins, dreifðu eignarhaldi og gera

upplýsingar um félagið aðgengilegar fyrir hluthafa félagsins, viðskiptavini og allan almenning.

Stjórn HB Granda mun óska eftir að öll útgefin hlutabréf í HB Granda verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði

NASDAQ OMX Iceland hf. Í kjölfar þess að lýsingin hefur verið staðfest af Fjármálaeftirlitinu á Íslandi mun

NASDAQ OMX Iceland hf. fara yfir umsóknina og tilkynna opinberlega hvort hún verði samþykkt og þá að

hlutabréfin verði tekin til viðskipta. Tilkynningin mun einnig greina frá hvenær fyrsti mögulegi viðskiptadagur

verði með hlutabréfin á hinum skipulega verðbréfamarkaði en NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir slíka

dagsetningu með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara.

Stjórn útgefandans telur að félagið uppfylli öll skilyrði fyrir töku til viðskipta á Aðalmarkaði, utan skilyrða er

varða hlutafjárdreifingu sem kveða á um að félög hafi a.m.k. 500 hluthafa sem hver á hlutabréf að verðmæti um

u.þ.b. 100.000 krónur og almennir hluthafar eigi samtals a.m.k. 25% hluta í félaginu. Með almennum fjárfesti er

átt við fjárfesti sem ekki er innherji, aðili fjárhagslega tengdur innherja, móður- eða dótturfélag, aðili sem á

meira en sem nemur 10% af hlutafé félagsins, eða aðili sem hefur skuldbundið sig til að losa sig ekki við hlut

sinn í lengri tíma.

Fyrirhugað er að uppfylla skilyrði NASDAQ OMX Iceland hf. um hlutafjárdreifingu með almennu útboði á

þegar útgefnum hlutum í eigu Vogunar hf., Arion banka hf. og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf., sem lýst er í

verðbréfalýsingu útgefanda, dagsettri 27. mars 2014. Það telst almennt útboð til íslenskra fjárfesta í skilningi 43.

gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Markmið seljenda með útboðinu er annars vegar að það geri HB

Granda kleift að uppfylla skilyrði NASDAQ OMX Iceland hf. um dreifingu hlutabréfa sem tekin eru til viðskipta

á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og stuðla þannig að auknum seljanleika hlutabréfanna og dreifðara

eignarhaldi, og hins vegar horfa seljendur til þess að selja eign sína á sem hagstæðustu verði. Stærð útboðsins

nemur 27-32% af útgefnum hlutum. Áskriftartímabil mun standa yfir 7.-10. apríl 2014. Gert er ráð fyrir að

niðurstöður útboðsins muni liggja fyrir 14. apríl 2014 og NASDAQ OMX Iceland hf. mun í kjölfarið birta

endanlegt svar við umsókn útgefandans um töku hlutabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland

hf. Gert er ráð fyrir að ákvörðun seljenda um úthlutun til fjárfesta í útboðinu (þ.e. staðfesting eða skerðing á

áskriftum) geti átt sér stað 15. apríl 2014 og er eindagi viðskiptanna þá ákvarðaður 23. apríl 2014 en greiddir

hlutir verða afhentir í síðasta lagi næsta virka dag eftir eindaga. Fyrsti mögulegi viðskiptadagur með hlutabréf í

HB Granda hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. gæti samkvæmt framansögðu orðið 25. apríl 2014.

Seljendur áskilja sér rétt til að falla frá útboðinu ef NASDAQ OMX Iceland hf. hafnar umsókn útgefanda um að

hlutabréf í HB Granda verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði kauphallarinnar eða samþykkir hana ekki í síðasta

lagi 30. júní 2014. Seljendur áskilja sér jafnframt rétt til að fresta útboðinu, framlengja það eða falla frá því

hvenær sem er fram að tilkynningu NASDAQ OMX Iceland hf. um að hlutabréf í HB Granda verði tekin til

viðskipta, ef einhverjir atburðir eiga sér stað sem seljendur telja gefa tilefni til þess að ætla að markmið seljenda

Page 134: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

77

með útboðinu náist ekki, svo sem eitthvað sem varðar útboðið sjálft, útgefandann eða seljanda, neikvæð þróun á

efnahagsumhverfi eða verðbréfamarkaði á Íslandi. Ef seljendur taka ákvörðun um að falla frá útboðinu

samkvæmt framansögðu munu þar með allar áskriftir fyrir hlutum í útboðinu sem og úthlutanir á grundvelli

þeirra dæmast ógildar. Komi til þess að fallið verði frá útboðinu eða útboðstímabilinu framlengt verður tilkynnt

þar um opinberlega. Komi til þess að útboðinu verði frestað verður birtur viðauki við útgáfulýsingu þessa þar

sem gerð verður grein fyrir hvenær útboðið hefst að nýju og hvað það mun standa lengi yfir. Jafnframt verða

birtar allar mikilvægar nýjar upplýsingar sem komið hafa fram frá staðfestingu útgáfulýsingar þessarar sem máli

skipta fyrir mat fjárfesta á hlutabréfum í félaginu.

Útgefandalýsing þessi, dagsett 27. mars 2014, inniheldur þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum til að

þeir geti metið eignir og skuldir, fjárhagsstöðu, afkomu og framtíðarhorfur útgefanda. Leitast hefur verið við að

setja upplýsingarnar fram á skýran og greinargóðan hátt. Fjárfesting í verðbréfum felur í sér áhættu. Fjárfestar

eru hvattir til að kynna sér vel lýsingu HB Granda, dagsetta 27. mars 2014 og má nálgast hana á vef félagsins

www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar, og er þeim ráðlagt að kynna sér sérstaklega kafla um áhættuþætti.

Upplýsingar í lýsingunni eru byggðar á aðstæðum og staðreyndum á þeim degi sem lýsingin er dagsett og geta

breyst frá því að lýsingin er staðfest og þar til viðskipti hefjast með hlutabréfin á Aðalmarkaði NASDAQ OMX

Iceland hf., Ef mikilvægar nýjar upplýsingar, veigamikil mistök eða ónákvæmni er varðar upplýsingar í

lýsingunni, sem máli geta skipt við mat á verðbréfunum, koma fram á þessu tímabili, skal útbúa viðauka við

lýsinguna í samræmi við 46. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, þar sem greint er frá viðkomandi

atriðum. Viðaukinn skal staðfestur innan sjö virkra daga og birtur á sama hátt og upprunalega lýsingin. Í

samræmi við 46. gr. laga nr. 108/2007 skulu fjárfestar sem þegar hafa samþykkt að kaupa eða skrá sig fyrir

verðbréfum áður en viðaukinn er birtur hafa rétt til að falla frá fyrrgreindu samþykki að lágmarki í tvo virka daga

frá birtingu viðaukans.

Eftir birtingu lýsingarinnar er fjárfestum ráðlagt að kynna sér allar opinberar upplýsingar sem gefnar eru út af

HB Granda eða varða félagið.

Útgefandalýsingu þessa eða önnur skjöl sem tilheyra lýsingu útgefanda, sem dagsett er 27. mars 2014, má ekki

undir neinum kringumstæðum skoða eða túlka sem loforð um árangur í rekstri eða um ávöxtun fjármuna af hálfu

útgefanda, seljanda, umsjónaraðila útboðs, söluaðila, umsjónaraðila með töku til viðskipta á Aðalmarkaði

NASDAQ OMX Iceland hf. eða annarra aðila. Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu

áhættufjárfesting sem byggist á væntingum en ekki loforðum og fjárfesting á fjármálagerningum sem gefnir eru

út af HB Granda eru alfarið á ábyrgð hvers fjárfestis fyrir sig. Fjárfestar eru minntir á að þeir verða fyrst og

fremst að treysta eigin dómgreind vegna fjárfestingar í verðbréfum HB Granda og taka tillit til starfsumhverfis

félagsins, hagnaðarvonar, ytri aðstæðna og þeirrar áhættu sem í fjárfestingunni felst. Fjárfestum er bent á að hægt

er að leita ráðgjafar sérfræðinga, svo sem hjá bönkum, verðbréfafyrirtækjum og sparisjóðum, til aðstoðar við mat

á verðbréfum útgefanda sem fjárfestingarkosti. Fjárfestum er ráðlagt að skoða lagalega stöðu sína og þau

skattalegu áhrif sem kaup í verðbréfum útgefnum af útgefanda kunna að hafa og leita óháðrar ráðgjafar í því

tilliti.

Útgefandalýsingu þessari eða öðrum skjölum sem eru hluti af lýsingu útgefanda, dagsettri 27. mars 2014, skal

ekki dreifa (hvorki senda í pósti né dreifa á annan hátt) til landa þar sem dreifing myndi krefjast viðbótar

skráningarferlis eða aðgerða annarra en þeirra sem heyra undir íslensk lög og reglur, eða ef slík dreifing greinir á

við lög eða reglur viðkomandi landa. Útgefandalýsingu þessari eða öðrum skjölum sem eru hluti af lýsingunni

skal þannig m.a. ekki dreifa á neinn hátt til eða innan Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada eða Japans. Útgefandi,

seljendur eða umsjónaraðilar eru ekki skaðabótaskyldir vegna dreifingar til þriðja aðila á lýsingunni.

Öll útgefin hlutabréf í HB Granda hf. hafa verið tekin til viðskipta á First North markaðstorgi NASDAQ OMX

Iceland hf. Lýtur félagið sem útgefandi og hlutabréfin sem hann gefur út því Reglum um First North Nordic (e.

First North Nordic – Rulebook), útgefnum af NASDAQ OMX Nordic 1. janúar 2014. Verði verðbréf gefin út af

HB Granda tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. mun félagið framvegis ekki lúta

framangreindum reglum. Ber þá HB Granda frá þeim tíma ákveðna upplýsingaskyldu á markaði samkvæmt

settum lögum og reglugerðum, sbr. lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, birtir tilkynningar opinberlega og

lýtur reglum NASDAQ OMX Iceland hf. Núgildandi Reglur fyrir útgefendur fjármálagerninga, útgefnar af

NASDAQ OMX Iceland hf. 17. desember 2013, kveða m.a. á um opinbera birtingu allra fjárhagsupplýsinga í

samræmi við lög og reglur um reikningsskil sem gilda um félagið á hverjum tíma og að upplýsingar um

ákvarðanir eða aðrar forsendur og aðstæður sem ástæða er til að ætla að geti haft marktæk áhrif á markaðsverð

hlutabréfanna beri að birta eins fljótt og unnt er. Opinber birting telst vera þegar upplýsingar hafa verið birtar

almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu. Samhliða opinberri birtingu skal útgefandi senda upplýsingarnar til

Fjármálaeftirlitsins, kt. 541298-3209, Höfðatúni 2, Reykjavík í samræmi við lög nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti, auk þess sem þær skulu vera sendar til NASDAQ OMX Iceland hf. í eftirlitsskyni í samræmi

við reglur NASDAQ OMX Iceland hf. fyrir útgefendur fjármálagerninga. Meðan verðbréf útgefin HB Granda

Page 135: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

78

eru til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði mun útgefandinn birta framangreindar upplýsingar opinberlega

og á vef félagsins, á slóðinni www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar.

8.1 Hugsanlegir hagsmunaárekstrar

Athygli er vakin á hugsanlegum hagsmunaárekstrum aðila sem sitja í stjórn HB Granda fyrir tilstilli stórra

hluthafa, en þeir eru raktir í kafla 5.4.2 Hagsmunaárekstrar.

Athygli er beint að þeim hagsmunum sem Arion banki hf. kann að hafa í tengslum við fyrirhugað almennt útboð

á hlutum í HB Granda og ósk um að hlutabréf í HB Granda verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ

OMX Iceland hf:

Arion banki hf. á 30,93% hlutafjár í HB Granda, er einn af þremur seljendum í útboðinu og býður þar 20%

eignarhlut í útgefanda til sölu en áskilur sér rétt til að auka það í allt að 25% eignarhlut.

Eigin viðskipti Arion banka hf. hafa gert samning við útgefanda um viðskiptavakt á hlutum útgefanda og er

hún framkvæmd fyrir reikning bankans gegn þóknun frá útgefanda.

Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með töku á hlutabréfum í útgefanda

til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf., þar með talið umsjón með gerð lýsingar, og fær

þóknun frá útgefanda fyrir þá þjónustu.

Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hefur auk þess umsjón með fyrirhuguðu almennu

útboði, þ.m.t. markaðssetningu og sölu, í aðdraganda viðskipta með hluti útgefanda á Aðalmarkaði

NASDAQ OMX Iceland hf. og fær þóknun frá seljendum fyrir þá þjónustu. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka

hf. veitti útgefanda ráðgjöf við gerð áreiðanleikakönnunar í aðdraganda birtingu þessarar lýsingar, umsóknar

félagsins um töku á hlutabréfum til viðskipta og almenns útboðs, og fær þóknun frá útgefanda fyrir þá

þjónustu.

Arion banki hf. er lánveitandi HB Granda en fyrirtækjasvið bankans annast þau viðskipti.

Arion banki hf. er viðskiptabanki útgefanda og annast fyrirtækjasvið og viðskiptabankasvið bankans þau

viðskipti.

Aðrar deildir bankans, sem annast viðskipti við útgefanda, eru markaðsviðskipti fjárfestingabankasviðs

Arion banka hf., vegna innlána og gjaldeyrisviðskipta.

Arion banka hf. er ekki skylt að meta hvort þátttaka í útboðinu og kaup á hlutum í útgefanda er viðeigandi fyrir

fjárfesta og nýtur fjárfestir í slíkum viðskiptum því ekki verndar samkvæmt 16 gr. í lögum nr. 108/2007 um

verðbréfaviðskipti. Bankinn fer fram á það við fjárfesta að þeir kynni sér upplýsingar um reglur Arion banka hf.

um hagsmunaárekstra, sem eru settar í samræmi við 8. gr. í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, en þær er

að finna á vefslóðinni https://www.arionbanki.is/library/Skrar/Bankinn/Stjornarhaettir/Reglur-og-

skilmalar/Hagsmunaarekstrar/2011-11-15_Hagsmunaárekstrar.pdf, og að þeir kynni sér alla hugsanlega

hagsmunaárekstra sem tilgreindir eru í þeirri lýsingu sem útgefandalýsing þessi er hluti af.

Hér á eftir fara upplýsingar um reglur Arion banka hf. um hagsmunaárekstra:

Arion banki hf. býður fjölbreytt úrval vöru og þjónustu fyrir stóran hóp viðskiptavina. Í slíkri viðskiptastarfsemi

getur sú staða óhjákvæmilega komið upp að hagsmunir viðskiptavina Arion banka fara ekki saman við hagsmuni

Arion banka (þ.m.t. hagsmuni starfsmanna eða aðila tengdum bankanum); og/eða hagsmuni annara

viðskiptavina Arion banka. Komi þessi staða upp mun bankinn grípa til allra skynsamlegra leiða til að koma í

veg fyrir að hagsmunaárekstrar leiði af sér tjón fyrir viðskiptavini. Hjá Arion banka er skriflegt fyrirkomulag,

bæði kerfislegt og stjórnunarlegt, til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra sem gætu falið í sér raunverulega

hættu á tjóni fyrir einn eða fleiri viðskiptavini bankans. Arion banki fylgir ákveðnu fyrirkomulagi til að hafa

stjórn á, og koma í veg fyrir, hagsmunaárekstra. Fyrirkomulagið miðast við að tryggja, að starfsfólk og félög

innan Arion banka geri sér grein fyrir hættunni á hagsmunaárekstrum, vinni sjálfstætt og leitist við að vernda

hagsmuni viðskiptavina. Þetta felur í sér skilvirkt ferli til stýringar á flæði upplýsinga, sérstaka yfirumsjón með

starfsfólki, sem hefur það meginhlutverk að þjónusta viðskiptavini vegna hagsmuna sem mögulega gætu stangast

á við aðra ríka hagsmuni (þ.m.t. hagsmuni Arion banka), aðskilnað milli starfsfólks sem starfar og þiggur

laun/þóknun á mismunandi sviðum bankans þar sem hagsmunaárekstrar gætu myndast, úrræði til að koma í veg

fyrir eða takmarka að einstaklingur geti haft óeðlileg áhrif á hvernig þjónusta er veitt eða starfsemi fer fram,

úrræði til að koma í veg fyrir eða stjórna aðkomu utanaðkomandi starfsmanna þar sem slík aðkoma getur komið

í veg fyrir virka stjórn á hagsmunaárekstrum. Ef ljóst er að þær ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem Arion

banki grípur til, eru ekki fullnægjandi svo fyrirbyggja megi með nægjanlegri vissu, hættu á tjóni á hagsmunum

Page 136: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

79

viðskiptavina, mun Arion banki hf. greina frá með skýrum hætti um eðli og/eða orsakir hagsmunaárekstra áður

en viðskipti fara fram.

8.2 Skilgreiningar og tilvísanir

Vísun til ,,útgefanda“, ,,HB Granda“, „samstæðunnar“, eða ,,félagsins“ í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem

tilvísun til HB Granda hf., kennitala 541185-0389, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, og dótturfélaga þess, nema

annað megi skilja af samhengi textans. HB Grandi hf. er lögformlegt heiti útgefandans og viðskiptaheiti.

Vísun til „hlutanna“ eða „hlutabréfanna“ í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til allra útgefinna

hlutabréfa HB Granda hf. hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í flokki hlutabréfa með auðkennið GRND og ISIN-

númerið IS0000000297, nema annað megi skilja af samhengi textans.

Vísun til „lýsingarinnar“ í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til lýsingar útgefanda, dagsettrar 27.

mars 2014, sem er birt í tengslum við almennt útboð á hlutum í HB Granda hf. og umsókn um töku allra

útgefinna hlutabréfa í HB Granda hf. til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf., nema annað megi

skilja af samhengi textans. Lýsingin samanstendur af þremur sjálfstæðum skjölum; samantekt, verðbréfalýsingu

og útgefandalýsingu, sem öll eru dagsett 27. mars 2014. Framangreind skjöl má finna á vef félagsins,

www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar.

Vísun til ,,seljenda“, í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til Vogunar hf., kennitala 660991-1669,

Miðsandi, 301 Akranesi; Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf., kt. 680269-6029, Strandgötu 11-13, 220

Hafnarfirði; og Arion banka hf., kennitala 581008-0150, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, nema annað megi skilja

af samhengi textans. Vísun til „seljanda“ í þessari verðbréfalýsingu skal túlka sem tilvísun til eins seljenda, nema

annað megi skilja af samhengi textans.

Vísun til „umsjónaraðila“ í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til fyrirtækjaráðgjafar

fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., kennitala 581008-0150, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, ef ráðið verður

af samhengi textans að átt sé við umsjónaraðila með töku til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland

hf., nema annað megi skilja af samhengi textans. Vísun til „söluaðila“ í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem

tilvísun til umsjónaraðila ásamt markaðsviðskiptum Arion banka hf., nema annað megi skilja af samhengi

textans.

Vísun til „bankans“ í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til Arion banka hf., kennitala 581008-

0150, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, nema annað megi skilja af samhengi textans.

Vísun til ,,Fjármálaeftirlitsins“ í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til Fjármálaeftirlitsins á Íslandi,

kennitala 541298-3209, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík, nema annað megi skilja af samhengi textans.

Vísun til ,,NASDAQ OMX Iceland hf.“ í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til Kauphallar Íslands

hf., erlent aukaheiti NASDAQ OMX Iceland hf., kennitala 681298-2829, Laugavegi 182, 105 Reykjavík, nema

annað megi skilja af samhengi textans. Vísun til „Aðalmarkaðar“ í þessari verðbréfalýsingu, skal túlka sem

tilvísun til Aðalmarkaðar NASDAQ OMX Iceland hf., sem er skipulegur verðbréfamarkaður, nema annað megi

skilja af samhengi textans.

Hugtakið ,,króna” eða skammstöfunina ,,kr.” í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til gjaldmiðilsins

íslenskrar krónu. Skammstöfunina ,,m.kr.” í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til milljóna króna.

Skammstöfunina ,,ma.kr.” í þessari útgefandalýsingu skal túlka sem tilvísun til milljarða króna.

Þegar vísað er til laga og reglugerða í útgefandalýsingu þessari er vísað til íslenskra laga og reglugerða, með

áorðnum breytingum.

Ýmis hugtök tengd starfsemi félagsins:

Aflaheimild: Veiðiheimild og er oft notað sem samheiti aflamarks og aflahlutdeildar. Gjarnan nefnt kvóti.

Aflamark: Fiskistofa úthlutar aflamarki (í tonnum) til veiða á kvótabundnum tegundum til eins fiskveiðiárs í

senn á grundvelli aflahlutdeildar hluteigandi skips.

Aflahlutdeild: Úthlutun til skips af leyfðum heildarafla í kvótabundinni tegund sem fiskiskip má veiða af

leyfilegum heildarafla í tegundinni, þ.e. fast hlutfall af heildarafla.

Botnfiskur/Bolfiskur: Fisktegund sem heldur sig við hafsbotninn. Ýsa, þorskur, karfi ufsi og grálúða eru dæmi

um botnfiska.

Deilistofnar: Deilistofnar eru flökkustofnar, stofnar sem eru ekki staðbundnir heldur flakka milli lögsagna og

þar með veiðisvæða, eins og til dæmis úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.

Page 137: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

80

Fiskveiðiár: 12 mánaða tímabil frá 1. september til 31. ágúst.

Kvóti: Aflaheimild eða veiðiheimild.

Leyfilegur heildarafli: Ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um leyfilegan heildarafla í einstökum

tegundum á fiskveiðiárinu.

Lestir: Ein lest er eitt tonn.

Uppsjávarfiskur: Helstu tegundir uppsjávarfiska sem veiddar eru við Ísland eru kolmunni, loðna, makríll og

síld.

Þorskígildi: Notað til samanburðar á verðmæti nytjastofna í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þorskígildin eru reiknuð

sem hlutfall verðmætis eintakra tegunda, sem sæta ákvörðun um stjórn veiða, af verðmæti slægðs (unnins)

þorsks. Til grundvallar útreikningi liggur heildarmagn og heildarverðmæti þessara tegunda samkvæmt

upplýsingum Fiskistofu.

8.3 Gildistími og aðgengi að lýsingu

Gildistími útgefandalýsingar þessarar sem dagsett er 27. mars 2014 er 12 mánuðir frá staðfestingu hennar.

Útgefanda er heimilt að nota þegar staðfesta útgefandalýsingu á gildistíma hennar með annarri verðbréfalýsingu

og samantekt líkt og nánar er kveðið á um í 49. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.

Aðgengi að útgefandalýsingu þessari verður tryggt meðan útgefandalýsingin er í gildi. Það verður gert með

birtingu á vef félagsins, á slóðinni www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar. Fjárfestar geta jafnframt óskað

eftir lýsingunni (og útgefandalýsingunni þar með talinni) á prentuðu formi sér að kostnaðarlausu hjá útgefanda,

umsjónaraðila með töku til viðskipta og söluaðilum útboðsins.

8.4 Skjöl til sýnis

Eftirfarandi gögn eru hluti af útgefandalýsingu þessari, sett fram í kafla 9 Samþykktir HB Granda hf. og kafla 10

Samstæðuársreikningar HB Granda hf. 1.1.2011 - 31.12.2013 og tiltekin sem skjöl til sýnis:

Samþykktir HB Granda hf., dagsettar 21. mars 2014

Endurskoðaður samstæðuársreikningur HB Granda hf. fyrir fjárhagsárið 2013 sem lauk 31. desember 2013

Endurskoðaður samstæðuársreikningur HB Granda hf. fyrir fjárhagsárið 2012 sem lauk 31. desember 2012

Endurskoðaður samstæðuársreikningur HB Granda hf. fyrir fjárhagsárið 2011 sem lauk 31. desember 2011

Meðan útgefandalýsingin er í gildi er heimilt að skoða skjöl sem vísað er til sem skjöl til sýnis hér að framan, en

slíkt aðgengi er veitt með birtingu lýsingarinnar. Aðgengi að lýsingunni er tryggt á vef félagsins,

www.hbgrandi.is/Um-HB-Granda/Fjarfestar, en einnig hjá útgefanda, umsjónaraðila með töku til viðskipta og

söluaðilum útboðsins.

8.5 Upplýsingar frá þriðja aðila

Upplýsingar í útgefandalýsingu þessari sem aflað hefur verið frá Hagstofu Íslands, Fiskistofu, Atvinnuvega- og

nýsköpunarráðuneytinu, McKinsey & Company og The Food and Agriculture Organization of the United

Nations eru fengnar úr opinberum gögnum viðkomandi aðila. Útgefandi staðfestir, að svo miklu leyti sem honum

er kunnugt um og honum er unnt, út frá þeim upplýsingum sem þriðji aðilinn hefur birt, að upplýsingarnar eru

réttar og engum staðreyndum er sleppt sem geri upplýsingarnar ónákvæmar eða misvísandi. Heimilda frá þriðja

aðila er getið þar sem það á við.

8.6 Ráðgjafar

Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., kennitala 581008-0150, Borgartúni 19, 105

Reykjavík hefur umsjón með því ferli að fá hlutabréf í HB Granda hf. tekin til viðskipta á Aðalmarkaði

NASDAQ OMX Iceland hf. Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hefur unnið að gerð

útgefandalýsingar þessarar í samráði við stjórnendur og stjórn útgefandans og er hún byggð á upplýsingum frá

útgefanda. Þar á meðal er hún byggð á beinum og óbeinum upplýsingum úr lögfræðilegri, fjárhagslegri og

skattalegri áreiðanleikakönnun. Lýsingin er m.a. byggð á endurskoðuðum ársreikningum fyrir fjárhagsárin 2011,

Page 138: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

81

2012 og 2013. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur auk þess umsjón með almennu útboði á hlutum í HB Granda

hf. sem lýst er í verðbréfalýsingu útgefanda dagsettri 27. mars 2014 og efnt er til í tengslum við framangreint

ferli.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. og Advel lögfræðiþjónusta ehf. höfðu umsjón með gerð áreiðanleikakannana í

aðdraganda útgáfu HB Granda á þessari lýsingu, umsóknar félagsins um töku á hlutabréfum til viðskipta og

almenns útboðs. Eftirfarandi áreiðanleikakannanir voru framkvæmdar í desember 2013 til mars 2014 og náðu

þær til starfsemi félagsins aftur til 1. janúar 2011. Lögfræðileg áreiðanleikakönnun var framkvæmd af BBA

Legal ehf., kennitala 661098-2959, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Könnunin tók til uppbyggingar félagsins,

félagaréttartengdra atriða, regluverks, heimilda og leyfa og samskipta við opinbera aðila, samninga, fasteigna og

lausafjár, leiguréttinda, starfsmannamála, hugverkaréttinda, dómsmála og annars ágreinings, fjármögnunar,

umhverfismála og samkeppnismála, auk annarra atriða. Fjárhagsleg og skattaleg áreiðanleikakönnun var

framkvæmd af Deloitte FAS ehf., kennitala 620607-0100, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi.

8.7 Yfirlýsing endurskoðenda útgefandans

KPMG ehf., kennitala 590975-0449, Borgartúni 27, 105 Reykjavík, hefur endurskoðað samstæðuársreikninga

HB Granda hf. fyrir árin 2013, 2012 og 2011. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla.

Vegna endurskoðunar samstæðuársreikninga HB Granda hf. fyrir árin 2013, 2012 og 2011 var það álit KPMG

ehf. að samstæðuársreikningarnir gæfu glögga mynd af afkomu samstæðunnar á viðkomandi tímabili,

fjárhagsstöðu hennar í lok tímabila og breytingu á handbæru fé á tímabilunum, í samræmi við alþjóðlega

reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Áritun framangreindra reikninga var

án athugasemda.

KPMG ehf. staðfestir að fjárhagsupplýsingar í köflum 2 Samandregnar fjárhagsupplýsingar og 7 Fjárhagsyfirlit

1. janúar 2011 – 31. desember 2013 í útgefandalýsingu þessari sem varða þau reikningsskil sem undirritaður

tiltekur hér að framan, eru í samræmi við framangreinda samstæðuársreikninga

Reykjavík, 27. mars 2014

Fyrir hönd KPMG ehf.

Kristrún H. Ingólfsdóttir Auður Þórisdóttir

löggiltur endurskoðandi löggiltur endurskoðandi

8.8 Yfirlýsing ábyrgðaraðila útgefandalýsingar fyrir hönd útgefanda

Formaður stjórnar og forstjóri HB Granda hf., kennitala 541185-0389, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, lýsa því

yfir fyrir hönd HB Granda hf., sem útgefanda, að samkvæmt þeirra bestu vitund séu upplýsingarnar, sem

útgefandalýsingin hefur að geyma, í samræmi við staðreyndir og að engum upplýsingum hafi verið sleppt sem

kunna að skipta máli varðandi áreiðanleika hennar.

Reykjavík, 27. mars 2014

Fyrir hönd HB Granda hf.

Kristján Loftsson Vilhjálmur Vilhjálmsson

formaður stjórnar forstjóri

Page 139: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

9. SAMÞYKKTIR HB GRANDA HF.

Hér á eftir fer afrit af gildandi samþykktum HB Granda hf. sem dagsettar eru 21. mars 2014.

Page 140: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

1

S A M Þ Y K K T I R

FYRIR

HB GRANDA HF.

1 HEITI FÉLAGSINS, HEIMILI OG TILGANGUR 2

2 HLUTAFÉ FÉLAGSINS 2

3 STJÓRNSKIPULAG 3

4 HLUTHAFAFUNDIR 3

5 STJÓRN FÉLAGSINS 7

6 STJÓRNARKJÖR 7

7 VERKASKIPTING STJÓRNAR – ÞÁTTTAKA Í STJÓRNARFUNDUM 7

8 STJÓRNARFUNDIR 7

9 FORSTJÓRI 8

10 REIKNINGAR OG ENDURSKOÐUN 8

11 EIGIÐ HLUTAFÉ FÉLAGSINS 9

12 BREYTINGAR Á SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS 9

13 SLIT Á FÉLAGINU 9

14 SAMRUNI OG SKIPTING 9

15 SÉRÁKVÆÐI UM HLUTAFJÁRHÆKKANIR OG FLEIRA. 9

16 ÖNNUR ÁKVÆÐI 9

Útgefnar 21 mars 2014

Page 141: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

2

S A M Þ Y K K T I R

FYRIR

HB GRANDA HF.

1 HEITI FÉLAGSINS, HEIMILI OG TILGANGUR

1.1 Heiti félagsins er HB Grandi hf.

1.2 Félagið er hlutafélag.

1.3 Heimilisfang félagsins er að Norðurgarði í Reykjavík.

1.4 Tilgangur félagsins er að reka útgerð, fiskvinnslu, annan matvælaiðnað og

skylda starfsemi.

2 HLUTAFÉ FÉLAGSINS

Hlutafé – hlutir - atkvæði

2.1 Hlutafé félagsins er kr.1.822.228.000.

2.2 Hver hlutur er ein króna.

2.3 Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu.

(Sérákvæði um hlutafjárhækkanir og önnur sérákvæði er að finna í grein 15, ef við á).

Aukning hlutafjár

2.4 Hluthafafundur einn getur samþykkt aukningu hlutafjár í félaginu hvort heldur

með áskrift nýrra hluta eða útgáfu jöfnunarhluta.

Forgangsréttur

2.5 Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að aukningu á hlutum í hlutfalli við skráða

hlutaeign sína. Heimilt er að víkja frá ákvæði þessu sbr. 3. mgr. 34 gr. laga

nr. 2/1995 um hlutafélög.

Hlutabréf - hlutaskrá

2.6 Hlutabréf félagsins eru gefin út með rafrænum hætti samkvæmt ákvæðum

laga nr. 131/1997 um rafræna eignaskráningu verðbréfa.

2.7 Hlutaskrá samkvæmt ákvæðum laga um rafræna eignaskráningu verðbréfa

skoðast sem fullgild sönnun fyrir eignarétti að hlutum í félaginu, og skal arður

á hverjum tíma, svo og tilkynningar allar, sendast til þess aðila, sem á

hverjum tíma er skráður eigandi viðkomandi hluta í hlutaskrá félagsins.

Sala hluta og eigendaskipti

2.8 Engar hömlur eru lagðar á rétt hluthafa til sölu á hlutum sínum. Um

eigendaskipti og framkvæmd þeirra fer eftir gildandi lögum um rafræna

eignaskráningu verðbréfa og reglna sem settar eru á grundvelli þeirra.

Page 142: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

3

Réttindi og skyldur hluthafa

2.9 Hluthafar eru skyldir, án nokkurrar sérstakrar skuldbindingar af þeirra hálfu,

að lúta samþykktum félagsins eins og þær eru nú eða síðar kann að verða

breytt á lögmætan hátt. Hluthafar verða ekki, hvorki með félagssamþykktum

né breytingum á þeim, skyldaðir til að auka hlutafjáreign sína í félaginu og

eigi heldur að sæta innlausn á hlutum sínum. Hluthafar bera ekki ábyrgð á

skuldbindingum félagsins fram yfir hlut sinn í félaginu, nema þeir taki á sig

slíka ábyrgð með sérstökum löggerningi. Þessu ákvæði verður hvorki breytt

né heldur fellt niður með neinum ályktunum hluthafafundar.

2.10 Engin sérréttindi fylgja neinum hlut í félaginu.

Bann við lánveitingum

2.11 Félaginu er óheimilt að veita lán út á hlutabréf í félaginu. Félaginu er hvorki

heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða forstjóra félagsins lán, né

setja tryggingu fyrir þá. Ákvæði þessarar greinar taka þó ekki til venjulegra

viðskiptalána.

Félaginu er jafnframt óheimilt að fjármagna kaup á hlutum í félaginu sbr.

104. gr. hlutafélagalaga.

Samskipti við hluthafa

2.12 Heimil er notkun rafrænna skjalasamskipta og rafpósts í samskiptum milli

félagsins og hluthafa í stað þess að senda eða leggja fram skjöl rituð á

pappír. Nær heimildin til hvers kyns samskipta milli félagsins og hluthafa svo

sem um boðun hluthafafunda, greiðslu arðs eða annarra tilkynninga sem

félagsstjórn ákveður að send skuli hluthöfum. Eru slík rafræn samskipti

jafngild samskiptum rituðum á pappír. Skal félagsstjórn setja reglur um

framkvæmd rafrænna samskipta og þær kröfur sem gerðar eru til

hugbúnaðar sem skal vera hluthöfum aðgengilegur. Þeir hluthafar sem

hyggjast nýta sér rafræn samskipti við félagið með þessum hætti skulu

staðfesta það í samræmi við þær reglur sem félagsstjórn setur.

3 STJÓRNSKIPULAG

3.1 Með stjórnun félagsins fara:

1. Hluthafafundir.

2. Stjórn félagsins.

3. Forstjóri.

4 HLUTHAFAFUNDIR

4.1 Æðsta vald í öllum málefnum félagsins, innan þeirra takmarka sem

samþykktir þess og landslög setja, er í höndum lögmætra hluthafafunda.

Réttur til þátttöku

4.2 Rétt til setu á hluthafafundum hafa hluthafar ásamt ráðgjafa, umboðsmenn

hluthafa, endurskoðendur félagsins og forstjóri, þótt ekki sé hluthafi. Þá

getur stjórnin boðið sérfræðingum setu á einstökum fundum, ef leita þarf

álits þeirra eða aðstoðar.

Page 143: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

4

4.3 Stjórn er heimilt að ákveða að hluthafar geti tekið þátt í fundarstörfum

hluthafafunda með rafrænum hætti án þess að vera á fundarstað. Telji stjórn

að tiltækur sé nægilega öruggur búnaður til að gefa hluthöfum kost á að taka

þátt í fundarstörfum með rafrænum hætti án þess að vera á fundarstað og

ákveði stjórn að nýta þessa heimild skal þess sérstaklega getið í fundarboði.

Rafrænir hluthafafundir

4.4 Telji stjórnin gerlegt að halda fundinn algjörlega rafrænt með viðeigandi

búnaði og gefa hluthöfum þannig kost á þátttöku í fundarstörfum og

atkvæðagreiðslu skal í fundarboði koma fram upplýsingar um tæknibúnað

auk upplýsinga um það hvernig hluthafar tilkynni um rafræna þátttöku sína

og hvar þeir nálgist upplýsingar, leiðbeiningar og aðgangsorð til þátttöku í

fundinum. Hluthafar sem hyggjast nýta sér rafræna þátttöku skulu tilkynna

skrifstofu félagsins þar um með 10 daga fyrirvara og leggja þar fram

skriflegar spurningar varðandi dagskrá eða framlögð skjöl sem þeir óska

svara við á fundinum.

4.5 Hluthafar skulu hafa aðgengi að leiðbeiningum um þátttöku í hluthafafundi

með rafrænum hætti ásamt aðgangsorði og nauðsynlegum hugbúnaði til

slíkrar þátttöku. Jafngildir innslegið aðgangsorð í tölvuforrit undirskrift

viðkomandi hluthafa og telst viðurkenning á þátttöku hans í

hluthafafundinum.

Atkvæðagreiðsla utan fundar

4.6 Ef stjórn telur ekki framkvæmanlegt að gefa hluthöfum kost á þátttöku í

hluthafafundi rafrænt skal hluthöfum gefinn kostur á að greiða atkvæði um

tillögur eða taka þátt í kosningum bréflega. Setur stjórn reglur um

framkvæmd slíkrar kosningar.

Umboð

4.7 Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd.

Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það

dagsett. Umboð gildir aldrei lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess.

4.8 Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur

verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu

hluthafafundar, hvort heldur sem fyrr er.

Lögmæti hluthafafunda

4.9 Hluthafafundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar, ef löglega er til hans

boðað.

Aðalfundur

4.10 Aðalfund skal halda innan átta mánaða frá lokum reikningsárs ár hvert.

Aðalfundir skulu boðaðir með sama hætti og aðrir hluthafafundir skv.

ákvæðum í grein 4.14 - 4.20.

Dagskrá aðalfundar

4.11 Á aðalfundi skulu þessi mál tekin fyrir:

1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.

2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með

hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.

3. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.

Page 144: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

5

4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu.

5. Kosning stjórnar félagsins skv. grein 5.1.

6. Kosning endurskoðanda skv. grein 10.2.

7. Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá skv. grein 4.18.

8. Önnur mál.

Ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 1/3 hlutafjárins, krefjast þess skriflega á

aðalfundi, skal fresta ákvörðun um lið 2 til framhaldsaðalfundar, sem haldinn

skal í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi tveimur mánuðum síðar. Frekari

frests er ekki unnt að krefjast.

Skjöl sem lögð verða fyrir fundinn skulu samfellt í 21 dag fyrir hluthafafund vera

aðgengileg á vef félagsins.

Félagsstjórn skal gera stutta samantekt og leggja fyrir aðalfund um

hlutafjáreign einstakra hluthafa og rétt þeirra til að greiða atkvæði, svo og um

þær breytingar sem orðið hafa á árinu. Sambærilegar upplýsingar skulu liggja

fyrir um þau samstæðutengsl sem hlutafélagið er í, eigi það við.

Boðun hluthafafunda

4.12 Stjórn félagsins skal boða til hluthafafunda þegar hún telur þess þörf, svo og

samkvæmt fundarályktun eða þegar kjörinn endurskoðandi eða hluthafar,

sem ráða yfir minnst 5% hlutafjárins, krefjast þess skriflega og greina

fundarefni.

4.13 Þegar lögmæt krafa um fundarhald er fram komin skal stjórninni skylt að

boða til fundar innan 14 daga frá því er henni barst krafan. Hafi félagsstjórn

eigi boðað til fundar innan þess tíma er heimilt að krefjast þess að til

fundarins verði boðað skv. ákvæðum 2. mgr. 87. gr. hlutafélagalaga.

4.14 Hluthafafundir skulu boðaðir með rafrænum hætti og auglýsingu í fjölmiðlum.

Boðunarfrestur

4.15 Hluthafafundir skulu boðaðir með skemmst þriggja vikna fyrirvara en lengst

fjögurra vikna fyrirvara.

4.16 Til hluthafafunda skal boðað með rafrænum hætti þannig að tryggður sé

skjótur aðgangur að fundarboðinu á jafnréttisgrundvelli. Skulu notaðir

traustir miðlar sem tryggja trausta útbreiðslu upplýsinga til almennings á

Evrópska efnahagssvæðinu. Jafnframt skal boðað til hluthafafunda með

auglýsingu í innlendum fjölmiðli.

4.17 Í fundarboði skal að minnsta kosti greina:

1) Fundarstað, fundartíma og drög að dagskrá. Ef taka á til meðferðar á

fundi tillögu til breytinga á samþykktum félagsins skal greina meginefni

tillögunnar í fundarboði.

2) Skýrar og nákvæmar reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á

hluthafafundi.

3) Hvar og hvernig nálgast megi:

a) Skjöl sem lögð verða fyrir hluthafafund.

b) Ályktunartillögur og/eða athugasemdir félagsstjórnar eða undirnefnda

hennar varðandi hvert atriði að drögum að dagskrá hluthafafundar.

c) Ályktunartillögur hluthafa sem félagið hefur móttekið.

Page 145: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

6

4) Vefsíðu þar sem finna má upplýsingar sem hluthafar skulu hafa aðgang að

í tengslum við hluthafafund samkvæmt lögum.

Tillögur frá hluthöfum

4.18 Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi, ef

hann gerir um það skriflega kröfu til félagsstjórnar með það miklum fyrirvara

að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Kröfunni skal fylgja

rökstuðningur eða drög að ályktun. Eigi að taka mál upp á aðalfundi skal

krafan gerð í síðasta lagi 10 dögum fyrir aðalfundinn. Félagsstjórn skal a.m.k.

3 dögum fyrir hluthafafund upplýsa með öruggum hætti um kröfuna og

endurskoðaða dagskrá á vef félagsins.

Dagskrá

4.19 Dagskrá skal lögð fram á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis ásamt öllum

skjölum sem lögð verða fyrir fundinn 21 degi fyrir hluthafafund.

Breytingartillögur.

4.20 Löglega frambornar viðauka- og breytingatillögur má bera upp á fundinum

sjálfum, enda þótt þær hafi ekki áður legið frammi hluthöfum til sýnis.

Mál sem ekki eru á dagskrá

4.21 Mál sem ekki hafa verið greind í dagskrá er ekki hægt að taka til endanlegrar

úrlausnar á hluthafafundi nema með samþykki allra hluthafa í félaginu, en

gera má um þau ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn.

4.22 Komi fram tillögur undir dagskrárliðnum “Önnur mál” verða þau ekki tekin til

endanlegrar úrlausnar sbr. gr. 4.21.

Fundarstjóri

4.23 Hluthafafundum stjórnar fundarstjóri sem fundurinn kýs, og tilnefnir hann

fundarritara með samþykki fundarins. Fundarstjóri skal leysa úr öllum

atriðum sem snerta lögmæti fundarins og framkvæmd hans samkvæmt

samþykktum þessum og lögum. Jafnframt ákveður hann form umræðna,

meðferð málefna á fundinum og atkvæðagreiðslur.

Fundargerðabók

4.24 Halda skal sérstaka fundargerðabók og skrá þar allar fundarsamþykktir og

úrslit atkvæðagreiðslna, svo og gagnorðar fundargerðir. Fundargerð skal lesa

upphátt fyrir fundarlok og skrá athugasemdir sem fram koma. Fundargerð

skal undirrituð af fundarstjóra og fundarritara. Skulu fundargerðirnar síðan

vera full sönnun þess sem fram hefur farið á hverjum hluthafafundi.

Atkvæðavægi

4.25 Á hluthafafundi ræður afl atkvæða úrslitum, nema öðruvísi sé mælt fyrir í

samþykktum þessum eða landslögum. Tillaga fellur á jöfnum atkvæðum. Ef

tveir menn eða fleiri fá jafnmörg atkvæði í kosningu skal hlutkesti ráða.

Page 146: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

7

5 STJÓRN FÉLAGSINS

5.1 Aðalfundur félagsins kýs árlega 5 menn í stjórn félagsins. Stjórnarkjör er því

aðeins gilt að kynjahlutföll í stjórn sé sem jafnast og skal hlutfall hvors kyns

ekki vera lægra en 40%. Um hæfi þeirra fer að lögum.

5.2 Verði niðurstaða kosninga í stjórn félagsins þannig að kynjahlutföll skv. gr.

5.1 náist ekki telst kosningin ógild og skal þá fresta stjórnarkjöri til

framhaldsaðalfundar sem haldinn skal innan mánaðar og auglýst sérstaklega

með sama hætti og hluthafafundir. Skal stjórnarkjör endurtekið með saman

hætti svo oft sem þarf þar til kynjahlutföllum er náð.

Framboð

5.3 Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarkjörs skulu tilkynna félagsstjórn

um framboð sitt skemmst 5 dögum fyrir hluthafafund. Í tilkynningu um

framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og

heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun,

reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl

við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem

eiga meira en 10% hlut í félaginu.

5.4 Félagsstjórn skal fara yfir framboðstilkynningar og gefa hlutaðeigandi, með

sannanlegum hætti, kost á því að bæta úr þeim göllum sem eru á

tilkynningunni innan tiltekins frests. Ef ekki er bætt úr göllum á

framboðstilkynningunni innan frestsins, úrskurðar félagsstjórn um gildi

framboðs. Unnt er að skjóta niðurstöðu félagsstjórnar til hluthafafundar sem

fer með endanlegt úrskurðarvald um gildi framboðs.

5.5 Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar skulu lagðar fram hluthöfum til sýnis

á skrifstofu félagsins eigi síðar en 2 dögum fyrir hluthafafund.

6 STJÓRNARKJÖR

6.1 Stjórnarkjör fer fram sem meirihlutakosning, sbr. 6. mgr., a. liður, 63. gr.

hlutafélagalaga nr. 2/1995 hafi ekki komið fram lögmæt krafa um annað skv.

7. mgr. 63. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.

6.2 Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn

en kjósa skal.

7 VERKASKIPTING STJÓRNAR – ÞÁTTTAKA Í STJÓRNARFUNDUM

7.1 Stjórnin kýs sér formann úr sínum hópi, en að öðru leyti skiptir hún með sér verkum eins og þurfa þykir.

7.2 Formaður kveður stjórnina til funda og stýrir þeim. Stjórnarfundi skal halda hvenær sem hann telur þess þörf. Fund skal og jafnan halda ef einhver stjórnarmanna eða forstjóri krefjast þess.

8 STJÓRNARFUNDIR

Lögmæti stjórnarfunda

8.1 Stjórnarfundur er ákvörðunarbær þegar meirihluti stjórnarmanna tekur þátt í fundarstörfum. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á því að fjalla um málið, sé þess kostur.

Page 147: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

8

8.2 Stjórnarmönnum er heimil þátttaka í stjórnarfundum með fjarskiptabúnaði.

Atkvæðagreiðslur 8.3 Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði

formanns.

Fundargerðabók

8.4 Stjórnendur skulu halda fundargerðabók um það sem gerist á stjórnarfundum og staðfesta hana með undirskrift sinni.

Markmið og skyldur

8.5 Stjórnin hefur æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda og setur félaginu markmið í rekstri með hagsmuni þess og hluthafa að leiðarljósi í samræmi við tilgang félagsins. Stjórnin ræður félagsmálum milli hluthafafunda og skuldbindur félagið með ályktunum sínum og samningum. Stjórnin ræður forstjóra, einn eða fleiri, ákveður ráðningarkjör og gerir við hann skriflegan ráðningarsamning.

8.6 Stjórnin veitir prókúruumboð. Undirskrift meirihluta stjórnarmanna þarf til að skuldbinda félagið.

8.7 Félagsstjórn starfar skv. starfsreglum sem stjórnin setur á grundvelli laga um hlutafélög.

Stjórnarnefndir

8.8 Ef kjörnar eru nefndir á vegum stjórnarinnar skv. ákvæðum í starfsreglum skulu niðurstöður þeirra einungis vera leiðbeinandi fyrir stjórnina en hún ekki bundin af þeim við afgreiðslu einstakra mála nema mælt sé fyrir um á annan veg í lögum.

9 FORSTJÓRI

9.1 Forstjóri annast daglegan rekstur félagsins í samræmi við þær reglur sem honum eru eða verða settar af stjórn félagsins. Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstafana, sem eru óvenjulegar eða mikils háttar.

9.2 Forstjóri skal sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur

og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti.

9.3 Forstjóri er skyldur til að hlíta öllum fyrirmælum stjórnar. Honum ber að veita

endurskoðanda allar þær upplýsingar sem hann óskar.

10 REIKNINGAR OG ENDURSKOÐUN

10.1 Reikningsár félagsins er almanaksárið. Ársreikningurinn skal endurskoðaður

af endurskoðunarfélagi.

10.2 Á aðalfundi skal kjósa endurskoðunarfélag til eins árs í senn.

Page 148: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

9

11 EIGIÐ HLUTAFÉ FÉLAGSINS

11.1 Félaginu er heimilt að eiga eigið hlutafé allt að 10%. Atkvæðisréttur fylgir

ekki hlutum sem félagið á sjálft. Hluti getur félagið aðeins eignast samkvæmt

heimild hlutahafafundar til handa félagsstjórn. Heimild til handa félagsstjórn

til kaupa á eigin hlutafé má ekki vera til lengri tíma en 5 ára hverju sinni.

Einungis er heimilt að kaupa hluti skráðu á dagslokagengi á markaði áður en

samningur er gerður.

12 BREYTINGAR Á SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS

12.1 Samþykktum félagsins má einungis breyta á löglegum hluthafafundi félagsins,

enda sé þess rækilega getið í fundarboði, að slík breyting sé fyrirhuguð og í

hverju hún felst í meginatriðum. Ákvörðun verður því aðeins gild að hún hljóti

samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða, svo og samþykki hluthafa sem

ráða yfir minnst 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvæði fyrir á

hluthafafundinum.

13 SLIT Á FÉLAGINU

13.1 Nú þykir ráðlegt eða nauðsynlegt að slíta félaginu, og fer þá um tillögur þar

að lútandi skv. XIII. kafla hlutafélagalaga.

14 SAMRUNI OG SKIPTING

14.1 Um samruna eða sameiningu félagsins við önnur félög eða skiptingu fer eftir

ákvæðum XIV. kafla hlutafélagalaga.

15 SÉRÁKVÆÐI UM HLUTAFJÁRHÆKKANIR OG FLEIRA.

15.1 (Hér verða færðar inn heimildir stjórnar til hlutafjárhækkunar, heimildir til

lántöku með sérstökum skilyrðum og aðrar heimildir til hlutafjárhækkunar).

16 ÖNNUR ÁKVÆÐI

16.1 Þar sem ákvæði samþykkta þessara segja ekki til um hvernig með skuli farið,

skal hlíta ákvæðum laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Fyrirsagnir í samþykktum þessum eru ekki hluti þeirra, heldur einungis til

hægðarauka.

Samþykktir þessar voru samþykktar á hluthafafundi í dag og eru núgildandi

samþykktir félagsins.

Reykjavík, 21 mars 2014

Í stjórn HB Granda hf.

Page 149: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

10. SAMSTÆÐUÁRSREIKNINGAR HB GRANDA HF. 1.1.2011 - 31.12.2013

Hér á eftir fara eftirtaldir ársreikningar HB Granda hf.

Endurskoðaður samstæðuársreikningur fyrir fjárhagsárið 2013 sem lauk 31. desember 2013

Endurskoðaður samstæðuársreikningur fyrir fjárhagsárið 2012 sem lauk 31. desember 2012

Endurskoðaður samstæðuársreikningur fyrir fjárhagsárið 2011 sem lauk 31. desember 2011

Page 150: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

samstæðunnarÁrsreikningur

HB Grandi hf.

2013 í evrum

HB Grandi hf.Norðurgarði 1101 Reykjavík

Kt. 541185-0389

Page 151: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Bls.

3

5

6

7

8

9

10

11Skýringar ...............................................................................................................................................................

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra ................................................................................................................

Áritun óháðs endurskoðanda .................................................................................................................................

Rekstrarreikningur ..................................................................................................................................................

Efnisyfirlit

Yfirlit um heildarafkomu ..........................................................................................................................................

Efnahagsreikningur ...............................................................................................................................................

Eiginfjáryfirlit ..........................................................................................................................................................

Sjóðstreymisyfirlit ..................................................................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 2 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 152: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Nafnverð hlutafjár Eignarhlutur Nafnverð hlutafjár EignarhluturHluthafi í millj. kr. í millj. kr.Vogun hf. ............................................... 684,4 37,7% 684,4 40,3%Arion banki hf. ....................................... 563,7 31,1% 563,7 33,2%Hampiðjan hf. ........................................ 160,1 8,8% 160,1 9,4%Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. .................. 100,0 5,5% - - TM fé ehf. .............................................. 92,6 5,1% 92,6 5,5%Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. ............ 58,0 3,2% 58,0 3,4%Ingimundur Ingimundarson ................... 48,0 2,6% 48,0 2,8%Lífeyrissjóður verslunarmanna .............. 39,6 2,2% 39,6 2,3%LF2013 ehf. ........................................... 15,6 0,9% - - Landsbréf Úrvalsbréf ............................. 12,9 0,7% 15,5 0,9%

Tíu stærstu hluthafar samtals ................ 1.774,9 97,8% 1.661,9 97,8%Aðrir hluthafar ........................................ 38,7 2,2% 36,1 2,2%Hlutafé samtals ..................................... 1.813,6 100,0% 1.698,0 100,0%

Ársreikningur samstæðunnar fyrir árið 2013 er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), eins ogþeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Ársreikningur samstæðunnar hefur að geyma ársreikning HB Grandahf. ("félagið") og dótturfélaga þess ("samstæðan").

Þeir sem hyggjast gefa kost á sér í stjórn félagsins þurfa að tilkynna það skriflega fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar.

Félagið vinnur nú að skráningu hlutabréfa þess á Aðalmarkað Nasdaq OMX Iceland hf.

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Hlutafé og samþykktirSkráð hlutafé félagsins nam í árslok 1.822,2 millj. kr, en félagið á eigin hluti að nafnverði 8,6 millj. kr. Á árinu varhlutafé aukið um 115,6 millj. kr. í tengslum við kaup á öllu hlutafé í Laugafiski ehf. og Vigni G. Jónssyni ehf. Hlutaféðer í einum flokki, sem skráður er á First North sem er hliðarmarkaður Nasdaq OMX Nordic Exchange.

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í apríl 2013 var stjórn félagsins veitt heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu.Heimildin gildir í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins áhverjum tíma. Kaupgengi skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en kaupsamningur er gerður.

Rekstur og fjárhagsleg staða 2013Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður af rekstri samstæðunnar 35,4 millj. evra (2012: 14,9 millj. evra). Tekjursamstæðunnar af seldum vörum námu 195,0 millj. evra á árinu (2012: 197,3 millj. evra). Eignir samstæðunnar í ársloknámu 336,3 millj. evra (2012: 304,8 millj. evra), skuldir samstæðunnar í árslok námu 132,8 millj. evra (2012: 135,5millj. evra) og eigið fé samstæðunnar í árslok 2013 var 203,5 millj. evra (2012: 169,4 millj. evra) samkvæmtefnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfallið var 61% í árslok (2012: 56%).

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2014 verði vegna rekstrarársins 2013 greiddur 1,5 kr. arður af hverjum hlutútistandandi hlutafjár til hluthafa, eða 2.720 millj. kr. (um 17,2 millj. evra á lokagengi ársins 2013). Arðgreiðslansamsvarar 8,6% af eigin fé eða 6,8% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2013. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfunhagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

Hlutafé félagsins skiptist í árslok á 572 hluthafa, en þeir voru 569 í ársbyrjun og fjölgaði því um 3 á árinu. Allir hlutirnjóta sömu réttinda. Tíu stærstu hluthafar í árslok voru:

HB Grandi hf. gerir út 10 fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Félagið hefurmestar aflaheimildir íslenskra útgerðarfélaga og rekur eigin markaðsdeild sem selur afurðirnar um heim allan. Meðreynslumiklu og hæfu starfsfólki er lögð áhersla á ábyrga umgengni til sjós og lands og gæði afurða.

31.12.2013 31.12.2012

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 3 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 153: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 154: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 155: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2013 2012

195.033 197.321 144.633)( 132.525)(

50.400 64.796

176 1.163 12.226)( 12.348)(

8 5.454)( 5.347)( 9 8.703 21.601)(

41.599 26.663

135 144 2.525)( 3.806)( 3.805 103)(

10 1.415 3.765)(

14 769 4.527)(

43.783 18.371

11 8.370)( 3.512)(

Hagnaður ársins .............................................................................................. 35.413 14.859

45.313 59.261

35.616 14.419 203)( 440

35.413 14.859

20 0,021 0,008

Skýringar á blaðsíðum 11 til 33 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Seldar vörur .....................................................................................................

Hagnaður fyrir tekjuskatt ...................................................................................

Rekstrarreikningur ársins 2013

Rekstrarhagnaður ...........................................................................................

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samtals .......................................................

Vergur hagnaður .............................................................................................

Kostnaðarverð seldra vara ..............................................................................

Útflutningskostnaður .......................................................................................

Bakfærð virðisrýrnun (virðisrýrnun) .................................................................

Fjáreignatekjur ................................................................................................

Aðrar rekstrartekjur .........................................................................................

Annar rekstrarkostnaður ..................................................................................

Tekjuskattur .....................................................................................................

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut ...................................................

Fjármagnsgjöld ...............................................................................................Gengismunur ...................................................................................................

Áhrif hlutdeildarfélaga ....................................................................................

Hluthafar móðurfélags .....................................................................................Hlutdeild minnihluta .........................................................................................Hagnaður ársins ..............................................................................................

EBITDA ...........................................................................................................

Hagnaður á hlut

Skipting hagnaðar

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 6 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 156: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2013 2012

Hagnaður ársins .............................................................................................. 35.413 14.859

1.534)( 990 Heildarafkoma ársins....................................................................................... 33.879 15.849

34.064 15.422 185)( 427

33.879 15.849

Skýringar á blaðsíðum 11 til 33 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Hluthafar móðurfélags .....................................................................................

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum ..................................................

Heildarafkoma ársins ......................................................................................

Yfirlit um heildarafkomu ársins 2013

Hlutdeild minnihluta .........................................................................................

Rekstrarliðir færðir á eigið fé:

Skipting heildarhagnaðar

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 7 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 157: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2013 2012

Eignir12 111.006 100.774 13 133.393 113.931 14 16.840 17.860 15 2.086 120 16 8.030 7.496

Fastafjármunir 271.355 240.181

17 25.712 23.261 16 2.319 2.884 18 24.599 29.874

12.273 8.639 Veltufjármunir 64.903 64.658

Eignir samtals 336.258 304.839

Eigið fé19.325 18.619 37.743 27.031

1.164 2.716 142.312 117.832 200.544 166.198

2.940 3.185 Eigið fé 203.484 169.383

Skuldir21 37.410 61.113 22 34.891 33.425

Langtímaskuldir 72.301 94.538

21 31.058 17.443 23 22.270 15.156 22 7.145 8.319

Skammtímaskuldir 60.473 40.918

Skuldir 132.774 135.456

Eigið fé og skuldir samtals 336.258 304.839

Skýringar á blaðsíðum 11 til 33 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Tekjuskattsskuldbinding ..................................................................................

Vaxtaberandi skuldir ........................................................................................

Hlutdeild minnihluta .........................................................................................

Skattar ársins ..................................................................................................Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir ...................................................

Efnahagsreikningur 31. desember 2013

Rekstrarfjármunir .............................................................................................Óefnislegar eignir ............................................................................................Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum ......................................................................

Vaxtaberandi skuldir ........................................................................................

Aðrar fjárfestingar ............................................................................................

Hlutafé .............................................................................................................

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum ..................................................Óráðstafað eigið fé ..........................................................................................

Lögbundinn varasjóður ....................................................................................

Lífrænar eignir .................................................................................................

Birgðir ..............................................................................................................Lífrænar eignir .................................................................................................Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur .....................................................Handbært fé ....................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 8 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 158: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Hlutdeild

Lögbundinn Þýðingar- Óráðstafað minni- Eigið fé

Hlutafé varasjóður munur eigið fé hluta samtals

Árið 201218.619 27.031 1.713 107.507 2.824 157.694

1.003 14.419 427 15.849 4.094)( 66)( 4.160)(

18.619 27.031 2.716 117.832 3.185 169.383

Árið 201318.619 27.031 2.716 117.832 3.185 169.383

706 10.712 11.418 1.552)( 35.616 185)( 33.879

11.136)( 60)( 11.196)( 19.325 37.743 1.164 142.312 2.940 203.484

Skýringar á blaðsíðum 11 til 33 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Eiginfjáryfirlit 2013

Eigið fé 1.1.2013 .........................

Heildarafkoma ársins ..................Greiddur arður, 1 kr. á hlut .........

Eigið fé 1.1.2012 .........................

Greiddur arður, 0,40 kr. á hlut ....Eigið fé 31.12.2012 .....................

Heildarafkoma ársins ..................

Hlutafjáraukning ..........................

Eigið fé 31.12.2013 .....................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 9 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 159: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2013 2012

Rekstrarhreyfingar41.599 26.663

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:13 13.622)( 21.601 12 17.335 10.997

167)( 1.160)( 15 757)(

45.160 57.344

9.189 10.948)( 197)( 4.392

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 8.992 6.556)(

135 143 2.360)( 3.936)( 8.786)( 4.402)(

Handbært fé frá rekstri 43.141 42.593

Fjárfestingarhreyfingar12 20.662)( 16.490)( 12 6.401)( 0

506 653 3.675 0

142 4.537)( Fjárfestingarhreyfingar 22.740)( 20.374)(

Fjármögnunarhreyfingar11.136)( 4.094)(

7.273 5.000 12.904)( 35.714)(

Fjármögnunarhreyfingar 16.767)( 34.808)(

3.634 12.589)(

8.639 21.228

Handbært fé í árslok ....................................................................................... 12.273 8.639

Fjárfestingar og fjármögnun án greiðsluáhrifa:11.418)( 0 11.418 0

2.248 0 2.248)( 0

Skýringar á blaðsíðum 11 til 33 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Söluverð rekstrarfjármuna ...............................................................................Langtímakröfur ................................................................................................

Fjárfestingar í dótturfélögum ...........................................................................Útgefið hlutafé .................................................................................................

Handbært fé í ársbyrjun...................................................................................

Söluverð rekstrarfjármuna ...............................................................................

Hækkun (lækkun) á handbæru fé...................................................................

Afborganir langtímalána ..................................................................................

Greiddur arður .................................................................................................Skammtímalán ................................................................................................

Sjóðstreymisyfirlit ársins 2013

Aðrar fjárfestingar, hækkun .............................................................................

Breytingar á rekstrartengdum eignum ............................................................Breytingar á rekstrartengdum skuldum ...........................................................

Fjárfesting í rekstrarfjármunum .......................................................................

Rekstrarhagnaður ársins .................................................................................

Innheimtar vaxtatekjur .....................................................................................

Greiddir skattar ................................................................................................

Lífrænar eignir, breyting ..............................................................................

Afskriftir og virðisrýrnun rekstrarfjármuna ...................................................Hagnaður af sölu eigna ...............................................................................

(Bakfærð virðisrýrnun) virðisrýrnun aflaheimilda .........................................

Greidd vaxtagjöld ............................................................................................

Yfirtekið handbært fé dótturfélaga ...................................................................

Fjárfesting í rekstrarfjármunum í smíðum .......................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 10 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 160: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

1. Félagið

2. Grundvöllur reikningsskilannaa. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

b. Grundvöllur matsaðferða

c. Starfrækslu- og framsetningargjaldmiðill

d. Mat og ákvarðanir

e. Ákvörðun gangvirðis

Stjórn félagsins staðfesti og heimilaði birtingu ársreikningsins þann 28. febrúar 2014.

Samstæðuársreikningurinn er birtur í evrum, sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhæðir eru birtar íþúsundum evra, nema annað sé tekið fram.

Samstæðuársreikningurinn er gerður á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að lífrænar eignir erufærðar á gangvirði. Fjallað er um aðferðir við mat á gangvirði í skýringu 2e.

Gerð samstæðuársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur takiákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna,skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati.

Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á þvítímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.

Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir íársreikningnum, er að finna í skýringu 13 um mat á endurheimtanlegum fjárhæðum aflaheimilda.

Skýringar

HB Grandi hf. (“Félagið”) er íslenskt hlutafélag. Höfuðstöðvar félagsins eru að Norðurgarði 1, Örfirisey íReykjavík. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2013 hefur að geyma ársreikning félagsins ogdótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sem "samstæðunnar" og til einstakra félaga sem "samstæðufélaga"og hlutdeild samstæðunnar í hlutdeildarfélögum.

Gangvirðið er flokkað í mismunandi stig eftir stigskiptu kerfi á grundvelli þeirra forsenda sem notaðar eru viðmatið samkvæmt eftirfarandi flokkum:

Stig 1: skráð verð (óbreytt) á virkum markaði fyrir samskonar eignir og skuldir.

Stig 2: aðrar forsendur en skráð verð samkvæmt 1. stigi sem hægt er að greina fyrir eignina eða skuldina,ýmist beint (þ.e. verð) eða óbeint (þ.e. afleidd af verði).

Stig 3: forsendur sem notaðar eru við mat eignar eða skuldar eru ekki byggðar á fáanlegummarkaðsupplýsingum (ógreinanlegar upplýsingar).

HB Grandi hf. gerir út 10 fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Félagiðhefur mestar aflaheimildir íslenskra útgerðarfélaga og rekur eigin markaðsdeild sem selur afurðirnar um heimallan. Með reynslumiklu og hæfu starfsfólki er lögð áhersla á ábyrga umgengni til sjós og lands og gæðiafurða.

Nánari upplýsingar um forsendurnar sem notaðar eru við ákvörðun gangvirðis er að finna í skýringu 13óefnislegar eignir og skýringu 16 lífrænar eignir.

Að svo miklu leyti sem hægt er, notar samstæðan markaðsupplýsingar við ákvörðun gangvirðis en liggi slíkarupplýsingar ekki fyrir er byggt á mati stjórnenda. Ef upplýsingar frá þriðja aðila, líkt og verð frá miðlurum eðaverðmatsþjónustu, eru notaðar við ákvörðun gangvirðis þá nýta stjórnendur upplýsingarnar til að styðja þániðurstöðu að matið uppfylli kröfur um alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), þar á meðal það stig sem slíktmat myndi falla undir.

Hluti af reikningsskilaaðferðum og skýringum samstæðunnar krefjast ákvörðunar á gangvirði, bæði vegnafjármálagerninga og annarra eigna og skulda.

Samstæðuársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafaverið staðfestir af Evrópusambandinu.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 11 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 161: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

a. Grundvöllur samstæðu(i) Sameiningar fyrirtækja

(ii) Hlutdeild minnihluta í dótturfélögum

(iii) Dótturfélög

(iv) Hlutdeildarfélög

(v) Viðskipti felld út við gerð samstæðureiknings

b. Tekjur

Dótturfélög eru þau félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar samstæðan hefurvald til að stjórna fjárhags- og rekstrarstefnu félags í þeim tilgangi að hagnast á starfsemi þess. Við mat áyfirráðum er tekið tillit til mögulegs atkvæðisréttar sem þegar er nýtanlegur. Reikningsskil dótturfélaga eruinnifalin í samstæðureikningsskilum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Reikningsskilaaðferðumdótturfélaga hefur verið breytt þegar nauðsynlegt hefur verið að laga þær að aðferðum samstæðunnar.

Hlutdeild minnihluta í dótturfélögum er færð miðað við hlutdeild þeirra í hreinum eignum dótturfélaga ákaupdegi.

Kaupaðferðinni er beitt við færslu á kaupum samstæðunnar í eignarhlutum í dótturfélögum. Kaupverðið ermetið sem gangvirði þeirra eigna sem látnar eru af hendi, eiginfjárgerninga sem gefnir eru út og skulda semstofnað er til, eða teknar eru yfir á yfirtökudegi. Eignir, skuldir og skuldbindingar sem eru yfirteknar viðsameiningu fyrirtækja eru metnar í upphafi á gangvirði á kaupdegi. Sú fjárhæð kaupverðs sem er umframgangvirði er skráð sem viðskiptavild. Ef kaupverðið er lægra en gangvirði hreinna eigna yfirtekins félags ermismunurinn færður beint til tekna í rekstrarreikningi.

Samstæðan hefur tekið upp alla alþjóðlega reikningsskilastaðla, breytingar á þeim og túlkanir semEvrópusambandið hefur staðfest í árslok 2013 og eiga við um starfsemi hennar. Nýr staðall IFRS 13 var tekinnupp á árinu og eru áhrif hans á reikningsskil samstæðunnar óveruleg. Samstæðan hefur ekki tekið upp staðla,breytingar á stöðlum eða túlkanir sem taka gildi eftir árslok 2013, en heimilt er að taka upp fyrr. Áhrif þess áreikningsskil samstæðunnar hafa ekki verið metin að fullu en talið er að þau séu óveruleg.

Breytist eignarhlutdeild samstæðunnar í dótturfélögum án þess að yfirráð tapist er breytingin færð á eigið fé.

Skýringar, frh.:

Reikningsskilaaðferðum sem lýst er hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti fyrir öll tímabil semkoma fram í ársreikningnum af öllum félögum í samstæðunni.

Viðskipti milli samstæðufélaga, stöður milli þeirra og óinnleystar tekjur og gjöld sem myndast hafa í viðskiptummilli félaganna eru felld út við gerð samstæðureikningsins. Óinnleystur hagnaður sem hefur myndast íviðskiptum við hlutdeildarfélög er felldur út í samræmi við eignarhlut samstæðunnar í félögunum. Óinnleysturhagnaður sem myndast hefur í viðskiptum við hlutdeildarfélög er færður til lækkunar á bókfærðu verði þeirra.Óinnleyst tap er fært út með sama hætti og óinnleystur hagnaður, en aðeins að því marki að ekkert bendi tilvirðisrýrnunar þessara félaga.

Hlutdeildarfélög eru félög þar sem samstæðan hefur veruleg áhrif á fjárhags- og rekstrarstefnu, en ekki yfirráð.Veruleg áhrif eru alla jafna til staðar þegar samstæðan ræður 20-50% atkvæðaréttar. Hlutdeildarfélög eru færðí ársreikning samstæðunnar með hlutdeildaraðferð og eru í upphafi færð á kostnaðarverði. Fjárfestingsamstæðunnar innifelur viðskiptavild, sem verður til við kaupin, að frádreginni virðisrýrnun, ef einhver er.Samstæðureikningurinn inniheldur hlutdeild samstæðunnar í afkomu og eiginfjárhreyfingum hlutdeildarfélagafrá upphafi áhrifa til loka þeirra. Verði hlutdeild samstæðunnar í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélags, aðmeðtalinni langtímafjármögnun þess, er bókfærða verðið fært í núll og færslu frekara taps hætt nemasamstæðan hafi gengist í ábyrgðir fyrir hlutdeildarfélagið eða fjármagnað það.

Tekjur af sölu afurða eru metnar á gangvirði greiðslunnar sem er móttekin eða er innheimtanleg, að frádregnumveittum afsláttum. Tekjur eru færðar í rekstrarreikning þegar meginhluti áhættu og ávinnings flyst til kaupanda,innheimta greiðslu er líkleg, hægt er að meta fjárhæð teknanna, tengdan kostnað og vöruskil meðáreiðanlegum hætti og engin áframhaldandi afskipti eru af vörunni eða þjónustunni.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 12 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 162: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.c. Gjöld(i) Kostnaðarverð seldra vara

(ii) Annar rekstrarkostnaður

d. Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld

e. Tekjuskattur

f. Hagnaður á hlut

Tekjuskattseign er einungis færð að því marki sem líklegt er að hægt sé að nýta framtíðarhagnað á mótieigninni. Tekjuskattseign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er að hún nýtistekki.

Tekjuskattseignum og tekjuskattsskuldbindingum er jafnað saman þegar lagalegur réttur er til þess, þau varðatekjuskatt sem lagður er á af sömu yfirvöldum á sama fyrirtæki eða mismunandi fyrirtæki sem eru samsköttuðog gert er ráð fyrir að muni greiða skatta sameiginlega.

Kostnaðarverð seldra vara samanstendur af kostnaði við útgerð og framleiðslu, þar með töldum launakostnaði,veiðigjöldum og afskriftum.

Annar rekstrarkostnaður samanstendur af sölukostnaði, þjónustu við viðskiptavini, skrifstofu- ogstjórnunarkostnaði og ýmsum öðrum kostnaði, þar með töldum launakostnaði og afskriftum vegna annarra entekjuskapandi eininga samstæðunnar.

Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum, bakfærslu núvirðingar skuldbindinga, tapi afáhættuvarnargerningum sem fært er í rekstrarreikning og virðisrýrnun fjáreigna. Lántökukostnaður er færður írekstrarreikning miðað við virka vexti.

Fjáreignatekjur samanstanda af vaxtatekjum af fjárfestingum, arðstekjum og hagnaði afáhættuvarnargerningum sem eru færðir í rekstrarreikning. Vaxtatekjur eru færðar í rekstrarreikning eftir þvísem þær falla til miðað við virka vexti. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun ersamþykkt.

Gjaldfærður tekjuskattur samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur erfærður í rekstrarreikning nema þegar hann varðar liði sem eru færðir beint á eigið fé eða í yfirlit umheildarafkomu, en þá er tekjuskatturinn færður á þá liði.

Fjármagnskostnaður sem stafar beint af kaupum eða byggingu eigna sem uppfylla skilyrði um eignfærslu, ereignfærður sem hluti af eigninni fram að þeim tíma þegar eign er tilbúin til notkunar. Eignfærsluhæf eign ereign sem tekur talsverðan tíma að koma í nothæft ástand.

Gengismunur af erlendum gjaldmiðlum er færður nettó.

Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í félaginu.Grunnhagnaður á hlut er miðaður við hlutfall hagnaðar, sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu, og veginsmeðalfjölda virkra hluta á árinu. Þynntur hagnaður á hlut er reiknaður með því að leiðrétta meðalfjölda virkahluta vegna mögulegrar þynningar vegna hluta sem gæti þurft að gefa út í samræmi við kaupréttarsamningastarfsmanna. Þar sem engir kaupréttarsamningar hafa verið gerðir við starfsmenn og ekki hafa verið gefin útbreytanleg skuldabréf er ekki um að ræða neina þynningu á hagnaði á hlut.

Frestaður tekjuskattur er færður vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda íársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegnatímabundinna mismuna vegna fjárfestinga í dótturfélögum svo framarlega sem talið er að móðurfélagið getistýrt því hvenær tímabundni mismunurinn snúist við og talið er líklegt að hann muni ekki snúast við ífyrirsjáanlegri framtíð. Tekjuskattsskuldbinding er ekki færð vegna viðskiptavildar. Fjárhæð frestaðstekjuskatts byggir á því skatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með aðsnúast við, miðað við gildandi lög á uppgjörsdegi.

Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskyldshagnaðar ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegnafyrri ára.

Skýringar, frh.:

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 13 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 163: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.g. Starfsþáttayfirlit

Verðlag á vörum og þjónustu milli starfsþátta er ákveðið eins og um óskylda aðila sé að ræða.

h. Erlendir gjaldmiðlar(i) Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum

(ii) Erlend dótturfélög

i. Fjármálagerningar(i) Fjármálagerningar aðrir en afleiður

Lán og kröfur

Handbært fé

(ii) Hlutafé

Kaup á eigin hlutum

Hlutafé er flokkað sem eigið fé. Beinn kostnaður vegna útgáfu hlutafjár er færður til lækkunar á eigin fé, aðfrádregnum skattáhrifum.

Eignir og skuldir erlendrar starfsemi eru umreiknaðar í evrur miðað við gengi uppgjörsdags. Tekjur og gjölderlendrar starfsemi eru umreiknuð í evrur á meðalgengi ársins. Gengismunur sem myndast við yfirfærslu íevrur er færður á sérstakan lið í yfirliti um heildarafkomu. Þegar erlend starfsemi er seld, að hluta til eða ölluleyti, er tengdur gengismunur fluttur í rekstrarreikning.

Fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar eru færðir á gangvirði við upphaflega skráningu í bókhald.Þegar fjármálagerningar eru ekki metnir á gangvirði gegnum rekstrarreikning, er allur beinn viðskiptakostnaðurfærður til hækkunar á virði þeirra við upphaflega skráningu í bókhald. Eftir upphaflega skráningu erufjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar færðir með þeim hætti sem greinir hér á eftir.

Lán og kröfur eru fjáreignir með föstum eða ákvarðanlegum greiðslum sem ekki eru skráðar á virkum markaði.Slíkar eignir eru í upphafi færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflegaskráningu eru lán og kröfur færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnunþegar við á. Lán og kröfur samanstanda af verðbréfaeign, viðskiptakröfum og öðrum kröfum.

Þegar samstæðan kaupir eigin hluti er kaupverðið, að meðtöldum beinum kostnaði, fært til lækkunar á eigin fé.Þegar eigin hlutir eru seldir er eigið fé hækkað.

Til fjármálagerninga sem ekki eru afleiðusamningar teljast fjárfestingar í hlutabréfum og skuldabréfum,viðskiptakröfur, aðrar kröfur, handbært fé, lántökur, viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir.

Til handbærs fjár teljast sjóður og óbundnar bankainnstæður.

Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðla einstakra samstæðufélaga á gengiviðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar á gengi uppgjörsdags. Aðrareignir og skuldir sem færðar eru á gangvirði í erlendri mynt eru færðar á gengi þess dags er gangvirði varákveðið. Gengismunur vegna viðskipta í erlendum gjaldmiðlum er færður í rekstrarreikning.

Starfsþáttur er eining innan samstæðunnar sem með starfsemi sinni getur aflað tekna og stofnað til útgjalda,þar á meðal tekjur og gjöld vegna viðskipta við aðra starfsþætti samstæðunnar. Við ákvörðun forstjóra umúthlutun auðlinda til starfsþátta og til að meta árangur er afkoma þeirra starfsþátta, sem tiltækarfjárhagsupplýsingar liggja fyrir um, yfirfarin reglulega.

Fjárfestingar starfsþátta er heildarkostnaður við kaup rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna annarra enviðskiptavildar.

Skýringar, frh.:

Rekstrarafkoma starfsþátta, eignir og skuldir þeirra samanstanda af liðum sem tengja má beint við hvernstarfsþátt og þá liði sem hægt er að skipta milli starfsþátta á rökrænan hátt. Óskiptir liðir samanstandamestmegnis af tekjum af eignum og kostnaði af vaxtaberandi skuldum.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 14 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 164: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.j. Rekstrarfjármunir(i) Færsla og mat

(ii) Kostnaður sem fellur til síðar

(iii) Afskriftir

17-25 ár10-17 ár

3-8 ár

k. Óefnislegar eignir(i) Aflaheimildir

(ii) Viðskiptavild

Síðara mat

l. Lífrænar eignir

Afskriftir eru reiknaðar af afskrifanlegri fjárhæð, sem er kostnaðarverð að frádregnu niðurlagsverði. Afskriftireru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta rekstrarfjármuna. Áætlaður nýtingartímigreinist þannig:

Keyptar aflaheimildir eru færðar til eignar í efnahagsreikningi á kostnaðarverði sem óefnislegar eignir meðótakmarkaðan nýtingartíma og eru gerð á þeim virðisrýrnunarpróf að minnsta kosti árlega.

Hrogn og seiði sem áætlað er að selja innan árs eru færð meðal veltufjármuna á gangvirði sem fyrst og fremster byggt á þekktu markaðsverði.

Klakfiskur er lífræn eign sem færð er til eignar meðal fastafjármuna á áætluðu gangvirði í samræmi viðalþjóðlegan reikningsskilastaðal um landbúnað, IAS 41. Um er að ræða sérvalinn kynbótafisk tilhrognaframleiðslu. Áætlað gangvirði er byggt á markaðsverði, áætluðum gæðum og hæfilegt tillit tekið til affallaog varúðarsjónarmiða. Auk þess er stuðst við reynslutölur um hrognamagn og áætlaðan kostnað viðframleiðsluna fram að afhendingu. Ef ekki reynist unnt að meta gangvirði með áreiðanlegum hætti erklakfiskurinn færður til eignar á áætluðu framleiðslukostnaðarverði. Seiði og smálax sem félagið ætlar tilhrognaframleiðslu er eignfærður meðal fastafjármuna sem lífrænar eignir.

Viðskiptavild myndast við kaup á dótturfélögum. Viðskiptavild er mismunurinn á kostnaði við yfirtökuna oggangvirði yfirtekinna eigna, skulda og óvissra skulda. Þegar neikvæð viðskiptavild myndast er hún tekjufærðstrax í rekstrarreikningi.

Viðskiptavild er færð á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun.

Afskriftaraðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi og breytt ef við á.

Vélar, áhöld og tæki ......................................................................................................................

Fasteignir .......................................................................................................................................Fiskiskip og búnaður .....................................................................................................................

Hagnaður af sölu rekstrarfjármuna, sem er mismunur á söluandvirði þeirra og bókfærðu verði, er færður írekstrarreikning meðal annarra tekna, en tap af sölu meðal annarra gjalda.

Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er eignfærður þegar líklegt er talið að ávinningursem felst í eigninni muni renna til samstæðunnar og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Bókfærtverð hlutarins sem er endurnýjaður er gjaldfært. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegartil hans er stofnað.

Fjármagnskostnaður er eignfærður á byggingartíma vegna rekstrarfjármuna í smíðum miðað við vegnameðalvexti alls lánsfjár.

Rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði, að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun.Kostnaðarverðið innifelur beinan kostnað sem fellur til við kaupin.

Skýringar, frh.:

Þegar rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með mismunandi nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar ogafskrifaðar miðað við nýtingartímann.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 15 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 165: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.m. Birgðir

n. Virðisrýrnun(i) Fjáreignir

(ii) Aðrar eignir

o. Hlunnindi starfsmannaFramlög í réttindatengda lífeyrissjóði

p. SkuldbindingarSkuldbinding er færð þegar samstæðan ber lagalega eða ætlaða skuldbindingu vegna liðinna atburða, ef líklegter að komi til greiðslu og hægt er að meta hana á áreiðanlegan hátt. Skuldbindingar eru metnar með því aðnúvirða áætlað framtíðarsjóðstreymi með vöxtum fyrir skatta sem endurspegla mat markaðarins á tímavirðipeninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir einstökum skuldbindingum.

Virðisrýrnun viðskiptavildar er ekki bakfærð. Virðisrýrnun fyrri tímabila vegna annarra eigna er metin á hverjumuppgjörsdegi til að kanna hvort vísbendingar séu um að rýrnunin hafi minnkað eða horfið. Sú virðisrýrnun erbakfærð ef breyting hefur orðið á mati sem notað var við útreikning á endurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnuner einungis bakfærð að því marki að bókfært verð eignar sé ekki umfram það sem verið hefði ef enginvirðisrýrnun hefði verið færð.

Virðisrýrnun er bakfærð ef hægt er að tengja bakfærsluna á hlutlægan hátt atburði sem átti sér stað eftir aðvirðisrýrnunin var færð.

Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna, sem ekki erufærðar á gangvirði. Fjáreign hefur rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir sem hafa orðið benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi eignarinnar sé lægra en áður var talið.

Skýringar, frh.:

Rekstrarvörubirgðir eru metnar á innkaupsverði.

Afurðir eru metnar til eignar á áætluðu meðalframleiðsluverði, sem samanstendur af beinum og óbeinumframleiðslukostnaði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Hreint söluvirði er áætlað söluverð ívenjulegum viðskiptum að frádregnum áætluðum kostnaði við að ljúka við og selja vöru.

Endurheimtanleg fjárhæð eignar eða fjárskapandi einingar er hreint gangvirði þeirra eða nýtingarvirði, hvortsem hærra reynist. Nýtingarvirði er áætlað framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta, þarsem vextirnir endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir eigninni.

Virðisrýrnun er gjaldfærð þegar bókfært verð eignar eða fjárskapandi einingar er hærra en endurheimtanlegfjárhæð hennar. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er aðmestu leyti óháð öðrum eignum eða hópum eigna. Virðisrýrnun fjárskapandi eininga er fyrst færð til lækkunar átilheyrandi viðskiptavild, en síðan til hlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna sem tilheyraeiningunni. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Samstæðan greiðir iðgjöld vegna starfsmanna sinna til sjálfstæðra iðgjaldatengdra lífeyrissjóða. Samstæðanber enga ábyrgð á skuldbindingum sjóðanna. Iðgjöldin eru gjaldfærð í rekstrarreikningi meðal launa oglaunatengdra gjalda eftir því sem þau falla til.

Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Bókfært verð annarra eigna samstæðunnar, að undanskildum lífrænum eignum og birgðum, er yfirfarið áhverjum uppgjörsdegi til að meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending tilstaðar er endurheimtanleg fjárhæð eignarinnar metin. Virðisrýrnunarpróf eru gerð að minnsta kosti árlega áviðskiptavild, aflaheimildum og óefnislegum eignum með ótilgreindan líftíma.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 16 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 166: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

4. StarfsþáttayfirlitRekstrarstarfsþættir

Uppsjávar- Jöfnunar-

Botnfiskur fiskur Annað færslur Samtals

2013

110.412 77.126 7.495 195.033 88.346)( 49.486)( 6.801)( 144.633)( 22.066 27.640 694 0 50.400

176 12.226)(

5.454)( 13.622 4.919)( 8.703

41.599 1.415

769 43.783 8.370)(

35.413

42.038 57.209 11.759 111.006 87.424 44.288 1.681 133.393

91.859 336.258

132.774

4.747 7.064 605 12.416 12.874 12.404 1.785 27.063

2012

106.794 82.742 7.839 54)( 197.321 82.764)( 44.580)( 5.181)( 132.525)( 24.030 38.162 2.658 54)( 64.796

1.163 12.348)(

5.347)( 21.601)( 21.601)(

26.663 3.765)( 4.527)(

18.371 3.512)(

14.859

31.483 55.457 13.834 100.774 73.802 38.448 1.681 113.931

90.134 304.839

135.456

3.676 6.631 690 10.997 8.183 5.013 3.294 16.490

Tekjuskattur ........................................

Eignir samtals .....................................

Óskiptar skuldir ..................................

Afskriftir rekstrarfjármuna ...................Fjárfestingar í rekstrarfjármunum .......

Bakfærð virðisrýrnun (virðisrýrnun) ....

Seldar vörur ........................................

Virðisrýrnun aflaheimilda ....................

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld ......Áhrif hlutdeildarfélaga ........................

Útflutningskostnaður ..........................

Kostnaðarverð seldra vara .................Vergur hagnaður ................................

Útflutningskostnaður ..........................Aðrar tekjur .........................................

Annar rekstrarkostnaður .....................

Tekjuskattur ........................................

Seldar vörur ........................................Kostnaðarverð seldra vara .................Vergur hagnaður ................................

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld ......Áhrif hlutdeildarfélaga ........................Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................

Rekstrarfjármunir ................................

Óskiptar eignir ....................................Eignir samtals .....................................

Óskiptar skuldir ..................................

Afskriftir rekstrarfjármuna ...................

Óefnislegar eignir ...............................

Skýringar, frh.:

Óefnislegar eignir ...............................Óskiptar eignir ....................................

Starfsþáttaupplýsingar eru birtar eftir eðli rekstrar og byggja á skpulagi og innri upplýsingagjöf samstæðunnar.Samstæðan skiptist í tvo starfsþætti, sem skiptast eftir útgerðarþáttum. Starfsþættirnir eru; Botnfiskur - veiðar ogvinnsla, Uppsjávarfiskur - veiðar og vinnsla og undir annað fellur einkum starfsemi í fiskeldi og öðrum tengdumverkefnum.

Rekstrarhagnaður .............................

Hagnaður ársins .................................

Rekstrarhagnaður .............................

Hagnaður ársins .................................

Aðrar tekjur .........................................

Annar rekstrarkostnaður .....................

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum .......

Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................

Rekstrarfjármunir ................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 17 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 167: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

4. Starfsþáttayfirlit, frh.:Landsvæðaskipting

Evrópa Asía Ameríka Afríka Samtals2013

166.177 15.822 5.839 7.195 195.033

2012

174.510 18.148 4.663 0 197.321

5. Breytingar á samstæðunni

2.852 10.017 7.290)( 5.579 5.840

11.419 11.419)(

3.675

6. Laun og launatengd gjöldLaun og launatengd gjöld greinast þannig: 2013 2012

48.719 48.598 4.770 4.770 4.823 4.922

58.312 58.290

55.891 56.236 2.421 2.054

58.312 58.290

828 844

Skýringar, frh.:

Laun og launatengd gjöld samtals .............................................................................

Önnur launatengd gjöld .............................................................................................Laun og launatengd gjöld samtals .............................................................................

Kostnaðarverð seldra vara ........................................................................................

Laun ..........................................................................................................................

Eignir samstæðunnar eru allar á Íslandi utan eignarhluta í félögum í Síle og á Írlandi, sem eru óverulegur hluti afheildareignum samstæðunnar.

Seldar vörur ........................................

Seldar vörur ........................................

Ársverk ......................................................................................................................

Útdeiling á kaupverði eignarhluta í dótturfélögum er ekki lokið. Útdeilingu á kaupverði skal vera lokið innan ársfrá kaupum og er áformað að henni verði lokið um mitt ár 2014.

Annar rekstrarkostnaður ............................................................................................

Laun og launatengd gjöld skiptast þannig á rekstrarliði:

Lífeyrisiðgjöld ............................................................................................................

Á miðju ári eignaðist félagið allt hlutaféð í Laugafisk ehf. og voru félögin sameinuð þann 1. júlí 2013. Kaupverðeignarhlutans nam 1,6 millj. evra og var það greitt með útgáfu nýs hlutafjár í HB Granda hf. að nafnverði 15,6millj. íslenskra króna.

Laugafiskur ehf. er hluti af samstæðureikningi HB Granda hf. frá 1. júlí, en reikningsskil Vignis G. Jónssonar ehf.eru hluti af samstæðureikningum frá 12. nóvember 2013. Samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og yfirliti umheildarafkomu, efnahagsreikningi og yfirliti um sjóðstreymi innifela ekki fjárhæðir úr reikningsskilum Laugafisksehf. né Vignis G. Jónssonar ehf. Tekjur félaganna frá kaupdegi til árslok námu 4.796 þús. evrur og hagnaðurnam 570 þús. evrur fyrir sama tímabil.

Yfirtaka félaganna hefur eftirfarandi áhrif á efnahagsreikning samstæðunnar:

Rekstrarfjármunir ...............................................................................................................................Veltufjármunir ....................................................................................................................................Skammtímaskuldir .............................................................................................................................Hrein eign ..........................................................................................................................................

Í nóvember var gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Vigni G. Jónssyni ehf. Kaupverð eignarhlutans nam 9,9 millj.evra og var það greitt með útgáfu nýs hlutafjár í HB Granda hf. að nafnverði 100,0 millj. íslenskra króna.

Yfirverð fært upp sem viðskiptavild við kaup .....................................................................................Kostnaðarverð eignarhluta ................................................................................................................Greitt með útgáfu hlutabréfa .............................................................................................................

Yfirtekið handbært fé við kaup ..........................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 18 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 168: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

7. Veiðigjöld

8. Annar rekstrarkostnaðurAnnar rekstrarkostnaður greinist þannig: 2013 2012

2.421 2.054 2.442 2.322

721 561 184)( 123)(

54 136 0 397

5.454 5.347

9. VirðisrýrnunVirðisrýrnun greinist þannig:

13.622 21.061)( 4.919)( 0 8.703 21.061)(

10. Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöldFjáreignatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig:

130 141 5 3

135 144

2.525)( 3.802)( 0 4)(

2.525)( 3.806)(

3.805 103)(

1.415 3.765)(

Gengishagnaður (-tap) gjaldmiðla .............................................................................

Sölutap og virðisrýrnun eignarhluta í öðrum félögum ................................................

Félagið greiðir veiðigjöld skv. lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld, vegna þeirra aflaheimilda sem félagið hefurfengið úthlutað. Á árinu 2012 samþykkti Alþingi ný lög um veiðigjöld sem fólu í sér verulega hækkun áveiðigjöldum frá fyrri árum. Á árinu 2013 var bráðabirgðaákvæði bætt við lögin þar sem sérstakt veiðigjald íbotnfiskheimildum var lækkað í 7,38 kr. á þorskígildiskíló (var 23,20 fyrir fiskveiðiárið 2012/2013), en hækkað í38,25 kr. á þorskígildiskíló fyrir uppsjávarheimildir (var 27,50 fiskveiðiárið 2012/2013). Í bráðabrigðaákvæðumlaganna er jafnframt kveðið á um það að ráðherra skuli vinna að tillögum til endurskoðunar laganna sem lagðarverði fram á Alþingi löggjafarþingið 2013-2014.

Annar rekstarkostnaður samtals ................................................................................

Afskriftir ....................................................................................................................

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samtals ...............................................................

Vaxtatekjur .................................................................................................................

Fjármagnsgjöld samtals ............................................................................................

Á árinu 2013 nam gjaldfært veiðigjald 11.614 þús. evrur (2012: 5.941 þús. evrur). Veiðigjöldin eru gjaldfærðmeðal kostnaðarverðs seldra vara í rekstrarreikningi.

Bakfærð virðisrýrnun / (virðisrýrnun aflaheimilda), sbr. skýringu 13 ..........................

Annar stjórnunarkostnaður ........................................................................................Laun og launatengd gjöld ..........................................................................................

Markaðskostnaður .....................................................................................................

Skýringar, frh.:

Virðisrýrnun viðskiptakrafna ......................................................................................

Annar kostnaður ........................................................................................................

Fjáreignatekjur samtals .............................................................................................Tekjur af eignarhlutum ...............................................................................................

Virðisrýrnun rekstrarfjármuna, sbr. skýringu 12 .........................................................Virðisrýrnun samtals ..................................................................................................

Vaxtagjöld og verðbætur ...........................................................................................

Með hliðsjón af nýlegum dómum Hæstaréttar Íslands, sem varpa skýrara ljósi á réttarstöðuna þegar fjárhæð lánser tilgreind sem „jafnvirði“ tiltekinnar fjárhæðar í íslenskum krónum, mat einn viðskiptabanki félagsins eitt lánmeð þeim hætti að það feli í sér ólögmæta gengisviðmiðun og var lánið því endurreiknað. Lækkun höfuðstóls aðfjárhæð 4.203 þús. evrur er vegna þessa tekjufærð meðal gengismunar.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 19 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 169: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

11. Tekjuskattur

2013 2012

Skattar til greiðslu7.145 8.319

Frestaðir skattar1.225 4.807)(

8.370 3.512

Virkur tekjuskattur greinist þannig: 2013 2012

35.413 14.859 8.370 3.512

43.783 18.371

20,0% 8.757 20,0% 3.674 0,5%)( 211)( 1,8%)( 332)( 0,0% 5 4,2%)( 774)( 0,4%)( 187)( 4,9% 905 0,0% 6 0,2% 39

19,1% 8.370 19,1% 3.512

12. RekstrarfjármunirRekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig:

Fiskiskip Fiskiskip Áhöld

Fasteignir í smíðum og búnaður og tæki Samtals

Kostnaðarverð

60.799 0 130.013 92.610 283.422 694 0 2.587 6.808 10.089 37)( 0 461)( 1.387)( 1.885)(

137 0 0 3 140 61.593 0 132.139 98.034 291.766

2.104 0 0 740 2.844 8.142 6.401 12.863 6.057 33.463 1.422)( 0 10.375)( 1.359)( 13.156)(

143)( 0 0 4)( 147)( 70.274 6.401 134.627 103.468 314.770

Afskriftir

33.019 0 95.455 60.207 188.681 8)( 0 171)( 2.212)( 2.391)(

1.483 0 4.354 5.160 10.997 103 0 0 3 106

34.597 0 99.638 63.158 197.393 1.617 0 5.415 5.384 12.416

0 0 4.919 0 4.919 741)( 0 8.957)( 1.154)( 10.852)( 108)( 0 4)( 112)(

35.365 0 101.015 67.384 203.764

Aðrir liðir, ófrádráttarbærir ..........................................

Hagnaður ársins ................................................................................Tekjuskattur .......................................................................................

Tekjuskattur samkvæmt gildandi skatthlutfalli ..........

Virkt tekjuskattshlutfall samstæðunnar á árinu var 19,0% (2012: 19,1%). Tekjuskattur í rekstrarreikningi greinistþannig:

Tímabundnir mismunir ...............................................................................................

Viðbætur á árinu .................................Selt og niðurlagt .................................

Hagnaður án tekjuskatts ....................................................................

Virkur tekjuskattur ......................................................

Afskrifað 1.1.2012 ..............................Selt og niðurlagt .................................Afskriftir ársins ....................................Áhrif gengisbreytinga .........................Afskrifað alls 31.12.2012 ....................

Yfirtekið í samstæðu ..........................

Áhrif gengisbreytinga .........................Afskrifað alls 31.12.2013 ....................

Áhrif gengisbreytinga .........................Heildarverð 31.12.2013 ......................

Afskriftir ársins ....................................Virðisrýrnun ársins .............................Selt og niðurlagt .................................

Skattar ársins ............................................................................................................

Gjaldfærður tekjuskattur í rekstrarreikningi ...............................................................

Skýringar, frh.:

Heildarverð 1.1.2012 ..........................Viðbætur á árinu .................................Selt og niðurlagt .................................Áhrif gengisbreytinga .........................Heildarverð 31.12.2012 ......................

Áhrif gengismunar ......................................................Áhrif skatthlutfalla á erlendu skattsvæði ....................Eignarhlutir utan skattskuldbindingar .........................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 20 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 170: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

12. Rekstrarfjármunir frh.:Rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig, frh.:

Fiskiskip Fiskiskip Áhöld

Fasteignir í smíðum og búnaður og tæki Samtals

Bókfært verð

27.780 0 34.558 32.403 94.741 26.996 0 32.501 34.876 94.373 34.909 6.401 33.612 36.084 111.006

4 - 6% - 6 - 10% 12 - 33%

Afskriftir skiptast þannig eftir rekstrarliðum: 2013 2012

12.362 10.861 54 136

12.416 10.997

Smíði á skipum

Virðisrýrnun rekstrarfjármuna

Vátryggingar og mat eigna

33.620 24.425 65.686 48.103

80.063 86.362 76.655 64.362 17.601 24.412 41.280 33.131 11.238 14.754

Veðskuldir

110.816 113.710 2.048 2.488

29.281 27.058 142.145 143.256

13. Óefnislegar eignirÓefnislegar eignir greinast þannig: 2013 2012

7.520 1.680 125.873 112.251 133.393 113.931

Fasteignir og vélar .....................................................................................................

Á eignum samstæðunnar hvíla þinglýst veðskuldabréf og tryggingabréf til tryggingar skuldum. Verðmætiþessara trygginga greinast þannig:

Fiskiskip og búnaður .................................................................................................

Vátryggingarverð og fasteignamat rekstrarfjármuna samstæðunnar í árslok nam eftirfarandi fjárhæðum:

Vátryggingarverð skipa og búnaðar ...........................................................................Vátryggingarverð áhalda og tækja .............................................................................

Samtals .....................................................................................................................

Vátryggingaverð afla og veiðarfæra ..........................................................................

Tryggingabréf og afurðir ............................................................................................

Vátryggingaverð afurða .............................................................................................

Skýringar, frh.:

Afskriftir samkvæmt rekstrarreikningi ........................................................................

1.1.2012 .............................................31.12.2012 .........................................31.12.2013 .........................................

Afskriftahlutföll ....................................

Vátryggingaverð lífrænna eigna ................................................................................

Félagið hefur gert samning við skipasmíðastöð um smíði tveggja uppsjávarskipa og er áætlaður afhendingartímifyrra skipsins í febrúar 2015 og seinna skipsins átta mánuðum síðar. Meirihluti fjárfestingarinnar fellur til áárunum 2014 og 2015. Áætlað kaupverð skipanna er 44.500 þús. evrur.

Fasteignamat fasteigna og lóða ................................................................................Brunabótamat fasteigna og lóða ...............................................................................

Í tengslum við endurnýjun uppsjávarskipa félagsins var söluverð þeirra skipa sem áformað er að selja metið ogborið saman við bókfært verð. Bókfært verð skipanna var 4.919 þús. evrur yfir áætluðu söluverði, og er súfjárhæð gjaldfærð sem virðisrýrnun rekstrarfjármuna.

Kostnaðarverð seldra vara ........................................................................................Annar rekstrarkostnaður ............................................................................................

Viðskiptavild ..............................................................................................................Aflaheimildir ...............................................................................................................Óefnislegar eignir 31.12 ............................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 21 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 171: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

13. Óefnislegar eignir frh.:ViðskiptavildViðskiptavild greinist þannig: 2013 2012

1.680 1.680 5.840 0 7.520 1.680

Viðskiptavild greinist þannig niður á fjárskapandi einingar:

1.680 1.680 5.840 0 7.520 1.680

108)( 260)(

AflaheimildirKeyptar aflaheimildir greinast þannig:

112.251 133.852 13.622 21.601)(

125.873 112.251

87.424 73.802 38.449 38.449

125.873 112.251

Skýringar, frh.:

Hækkun á ákvöxtunarkröfu um eitt prósentustig ...............................................................................Lækkun EBITDA um 10% .................................................................................................................

Aflaheimildir 31.12. ....................................................................................................

Virðisrýrnunarpróf var framkvæmt á viðskiptavild Stofnfisks í árslok 2013 þar sem endurheimtanleg fjárhæð varmetin á þann hátt að núvirða áætlað framtíðar fjárstreymi. Áætlað framtíðar fjárstreymi byggir á áætlunStofnfisks hf. til næstu fjögurra ára, þar sem væntingar um hagnað og vöxt efnahags, ásamt ávöxtunarkröfu vorumeðal helstu breyta í matinu. Áætlaður meðalvöxtur tekna til fimm ára er 3,8% (2012: 9,7%), framtíðarvöxtur varáætlaður 2,0% (2012: 2,0%) og ávöxtunarkrafa 12,0% (2012: 11,9%). Rekstraráætlunin byggir á rauntölum ogframtíðarvæntingum stjórnenda. Stuðst var við ávöxtunarkröfu eftir skatta til að núvirða framtíðar fjárflæði eftirskatta. Ávöxtunarkrafan tekur tillit til þeirrar áhættu sem felst í starfseminni. Niðurstaða virðisrýrnunarprófsinsvar að endurheimtanlegt verð einingarinnar var hærra en bókfært verð og engin virðisrýrnun því færð.Endurheimtanlegt virði viðskiptavildar Stofnfisks umfram bókfært verð nemur um 1.742 þús. evrur.

Viðskiptavild Vignis G. Jónssonar ehf .......................................................................Viðskiptavild samtals .................................................................................................

Breytingar á eftirfarandi forsendum hefðu eftirfarandi áhrif á bókfært verð viðskiptavildar Stofnfisks:

Viðbótin á árinu 5.840 þús. evrur eru vegna kaupa á öllum hlutum í Vigni G. Jónssyni ehf., sem er sjálfstæðfjárskapandi eining. Virði viðskiptavildar hefur ekki verið dreift endanlega á einstaka óefnislega liði. Kaupingengu í gegn um miðjan nóvember 2013 og virðisrýrnunarpróf hefur ekki verið framkvæmt, því forsendur rekstrarhafa ekki breyst frá kaupdegi. Viðskiptavild vegna eignarhlutar í Stofnfiski hf. sem er sjálfstæð fjárskapandieining er 1.680 þús. evrur.

Virðisrýrnunarprófi aflaheimilda er skipt á rekstrarstarfsþætti félagsins sem eru veiðar og vinnsla botnfisks ogveiðar og vinnsla uppsjávarfisks. Rekstrarstarfsþættirnir eru sjálfstæðar fjárskapandi einingar.

Viðskiptavild Stofnfisks hf. .........................................................................................

Keyptar aflaheimildir eru færðar til eignar í efnahagsreikningi á kostnaðarverði sem óefnislegar eignir meðótakmarkaðan nýtingartíma og eru gerð á þeim virðisrýrnunarpróf að minnsta kosti árlega.

Aflaheimildir 1.1. ........................................................................................................Bakfærð virðisrýrnun (virðisrýrnun) ...........................................................................

Viðskiptavild 1.1. .......................................................................................................Viðbót á árinu ............................................................................................................Viðskiptavild 31.12. ...................................................................................................

Aflaheimildir botnfiskur ..............................................................................................Aflaheimildir uppsjávarfiskur ......................................................................................Aflaheimildir 31.12. ....................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 22 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 172: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

13. Óefnislegar eignir frh.:Aflaheimildir frh.:

2013 2012 2013 2012

4,3% 6,1% )( 13,5% )( 26,7% 0,9% 0,4% 0,9% )( 2,2% )( 2,0% 2,0% 2,0% 2,0% 8,9% 8,9% 8,9% 8,9%

2013

19.816)( 13.807)(

7.979 7.979

Skýringar, frh.:

Á árinu 2012 voru gjaldfærðar 21.601 þúsund evrur vegna virðisrýrnunar aflaheimilda í botnfiski.Virðisrýrnunarpróf var framkvæmt á aflaheimildum í árslok 2013 og byggt á því eru bakfærðar 13.622 þús evruraf þeirri virðisrýrnun sem færð var á árinu 2012. Helsta breytingin frá árinu 2012 er aukning í aflaheimildum oghagræðing í rekstri. Niðurstaða virðisrýrnunarprófs sýnir að aflaheimildir í uppsjávarfiski hafa ekki rýrnað í virði.

Við mat á hugsanlegri virðisrýrnun aflaheimilda var endurheimtanleg fjárhæð hverrar fjárskapandi einingar metinmeð því að núvirða áætlað framtíðarfjárstreymi miðað við áframhaldandi nýtingu eininganna. Áætlað fjárstreymibyggir á spá um rekstrarafkomu starfsþáttanna til næstu fimm ára.

Framtíðarvöxtur að teknu tilliti til verðlagsþróunar .....

Hækkun á ávöxtunarkröfu um eitt prósentustig / Lækkun aflaheimilda og gjaldfærð virðisrýrnun .......................

Lækkun EBITDA um 10% / Lækkun aflaheimilda og gjaldfærð virðisrýrnun .......................................................

Botnfiskur Uppsjávarfiskur

Hóflegar breytingar á lykil forsendum uppsjávarfisks hefur ekki áhrif til virðisrýrnunar. Breytingar á eftirfarandiforsendum botnfisks hefðu eftirfarandi áhrif á bakfærða virðisrýrnun sem er tekjufærð í rekstrarreikningi 2013 ogbókfært verð aflaheimilda botnfisks.

Nafnvöxtur tekna 2012/2013 / 2011/2012 ..................

Ávöxtunarkrafa, WACC ..............................................

Meðalvöxtur tekna 2014 til 2018 / 2013 til 2017 ........

Metið endurheimtanlegt virði aflaheimilda uppsjávarfisks umfram bókfært verð nemur 40.832 þús. evrur.Stjórnendur telja að raunhæfar breytingar í lykilforsendum myndu ekki leiða til þess að endurheimtanlegt virðiaflaheimilda uppsjávarfisks yrði lægra en bókfært verð þeirra.

Stuðst var við eftirfarandi forsendur við mat á endurheimtanlegri fjárhæð:

Lækkun á ávöxtunarkröfu um hálft prósentustig / Hækkun aflaheimilda og bakfærð virðisrýrnun .......................

Hækkun EBITDA um 10% / Hækkun aflaheimilda og bakfærð virðisrýrnun ........................................................

Við mat á rekstrarafkomu næstu fimm ára er veiðigjald áætlað en erfitt er fyrir stjórnendur félagsins að áætlaveiðigjöld til framtíðar. Stofn til sérstaks veiðigjalds mun ráðast af afkomu sjávarútvegsins í heild, í stað þess aðtaka mið af afkomu hvers félags fyrir sig. Virðisrýrnunarprófið byggir á þeirri forsendu að sérstaka veiðigjaldið erreiknað miðað við rekstraráætlanir félagsins ásamt því að byggja á ákvæðum um veiðigjöld skv. lögum nr.74/2012 um veiðigjöld sem gera ráð fyrir að veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2016/2017 nái 65% af sérstaklegareiknaðri rentu allra sjávarútvegsfyrirtækja samanlagt, á grundvelli afkomu á almanaksárinu 2014. Stjórnendurtelja að ekki séu forsendur fyrir að taka tillit til breytinga sem gerðar voru á sérstöku veiðigjaldi í júlí 2013, þarsem breytingin nær aðeins yfir eitt fiskveiðiár og óvissa er um veiðigjöld eftir fiskveiðiárið 2013/2014 og er þvíáætlun á veiðigjöldum byggð á lögum sem gilda fyrir komandi fiskveiðiár.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 23 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 173: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

13. Óefnislegar eignir frh.:Aflaheimildir frh.:

Hlutdeild Úthlutaðar Óveidd Óveidd

Aflaheimildir félagsins greinast þannig: í úthlutun heimildir tonn tonn

2013 tonn 31.12.2013 31.12.2012

Tegund:

5,0% 8.515 4.722 4.264 17,9% 2.131 2.131 2.192

6,6% 2.005 637 1.259 17,6% 8.005 6.084 4.513 31,7% 15.710 11.560 10.189 32,6% 3.102 2.210 1.380 30,5% 1.799 1.755 2.559 13,2% 1.439 1.192 1.147 32,6% 2.486 1.787 - 11,1% 8.604 2.323 334 14,1% 7.959 8.370 13.050 18,7% 15.063 15.822 78.634 20,9% 30.684 31.067 22.160

1.071 677 356

56.385 42.055 41.306

14. HlutdeildarfélögEignarhlutir í hlutdeildarfélögum greinast þannig:

Hlutdeild Hlutdeild

Eignarhlutur í afkomu Bókfært verð Eignarhlutur í afkomu Bókfært verð

Deris S.A., Síle ............. 20,0% 699 16.054 20,0% 4.533)( 17.153 IceCod á Íslandi ehf. ..... 41,5% 6)( 495 41,5% 5)( 501 Norðanfiskur ehf. ......... 25,0% 76 291 25,0% 11 206 Samtals ......................... 769 16.840 4.527)( 17.860

15. Aðrar fjárfestingarAðrar fjárfestingar greinast þannig: 2013 2012

123 120 1.963 0 2.086 120

Skýringar, frh.:

Eignarhlutir í öðrum félögum .....................................................................................Langtímakröfur ..........................................................................................................

Gullkarfi ......................................................................Djúpkarfi .....................................................................Úthafskarfi ..................................................................Grálúða ......................................................................Gulllax ........................................................................Íslensk sumargotssíld ................................................Norsk íslensk vorgotssíld ...........................................Loðna .........................................................................Kolmunni ....................................................................Aðrar kvótabundnar tegundir .....................................

Sjávarútvegsráðherra hefur ekki úthlutað heildarkvóta Íslendinga í makríl á árinu 2014. Úthlutun á heildarkvótaÍslendinga árið 2013 nam 123 þúsund tonn.

Samtals aflaheimildir í þorskígildum ..........................

Úthlutun aflaheimilda í íslenskri fiskveiðilögsögu fer fram árlega og byggir á ákvæðum laga um stjórn fiskveiða.Sjávarútvegsráðherra ákveður með reglugerð þann heildarafla sem veiða má úr þeim einstöku nytjastofnum semnauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á.

Botnfiskheimildir miðast almennt við úthlutun í september 2013. Heimildir í úthafskarfa og þorski í norskri ogrússneskri lögsögu miðast þó við úthlutun í janúar 2014.

2012

Aðrar fjárfestingar samtals ........................................................................................

Heimildir í íslenskri sumargotssíld miðast við úthlutun í september 2013. Heimildir í norsk íslenskri vorgotssíldog kolmunna miðast við úthlutun í janúar 2014. Loðnuheimildir byggja á úthlutun í október 2013.

Útreikningur á þorskígildum miðast við margfeldisstuðla sem gefnir eru út af sjávarútvegsráðuneytinu.

2013

Þorskur .......................................................................Þorskur í norskri og rússneskri lögsögu .....................Ýsa .............................................................................Ufsi .............................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 24 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 174: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

16. Lífrænar eignirLífrænar eignir greinast þannig: 2013 2012

8.021 7.489 2.021 2.549

307 342 10.349 10.380

8.030 7.496 2.319 2.884

10.349 10.380

10.380 10.312 6.544)( 6.386)( 5.789 7.140

724 686)( 10.349 10.380

17. BirgðirBirgðir í árslok greinast þannig:

20.446 17.806 5.266 5.455

25.712 23.261

18. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfurViðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur greinast þannig í árslok:

21.679 24.334 1.329)( 1.308)( 1.452 2.343 2.797 4.505

24.599 29.874

19. Eigið fé(i) Hlutafé

Fyrirframgreiðslur ......................................................................................................

Skýringar, frh.:

Afurðabirgðir ..............................................................................................................

Nafnverð viðskiptakrafna ...........................................................................................Niðurfærsla viðskiptakrafna sem kunna að tapast ....................................................

Lífrænar eignir 31.12. ................................................................................................

Lækkun vegna sölu ...................................................................................................

Lífrænar eignir samtals ..............................................................................................

Birgðir samtals ...........................................................................................................

Aðrar skammtímakröfur .............................................................................................

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur samtals ..................................................

Heildarhlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 1.822,2 millj. kr. í árslok. Hlutaféð var aukið um 115,6millj. kr. á árinu í tengslum við yfirtöku á Laugafisk ehf. og Vigni G. Jónssyni ehf. Félagið á eigin hlutabréf aðnafnverði 8,6 millj. kr. sem færð eru til lækkunar á eigin fé. Útistandandi hlutir í árslok eru 1.813,6 millj. kr. ogeru þeir allir greiddir. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut í móðurfélaginu. Eigendur hluta í félaginu eigarétt til arðs í hlutfalli við eign sína við arðsúthlutun.

Niðurfærsla hefur verið reiknuð vegna krafna sem kunna að tapast. Niðurfærslan byggir á mati stjórnenda ogreynslu fyrri ára. Það er álit stjórnenda samstæðunnar að bókfært verð viðskiptakrafna og annarraskammtímakrafna endurspegli gangvirði þeirra. Fjallað er um lánsáhættu, gengisáhættu og virðisrýrnun(niðurfærslu) viðskiptakrafna og annarra krafna samstæðunnar í skýringu 25.

Breyting á gangvirði ...................................................................................................

Klakfiskur ...................................................................................................................Hrogn .........................................................................................................................

Lífrænar eignir meðal fastafjármuna .........................................................................Lífrænar eignir meðal veltufjármuna ..........................................................................

Rekstrarvörubirgðir ....................................................................................................

Sláturfiskur, smálax og seiði ......................................................................................Lífrænar eignir samtals ..............................................................................................

Lífrænar eignir 1.1. ....................................................................................................

Gengismunur .............................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 25 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 175: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

19. Eigið fé, frh.:(ii) Lögbundinn varasjóður

(iii) Þýðingarmunur

(iv) Arður

Greiddur arður á hlut hefur verið með eftirfarandi hætti: 2013 2012

1,00 0,40

20. Hagnaður á hlut

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut35.616 14.419

Vegið meðaltal hlutabréfa1.712.487 1.698.034

0,021 0,008

21. Vaxtaberandi skuldir

Langtímaskuldir56.176 73.526 18.766)( 12.413)( 37.410 61.113

Skýringar, frh.:

Í þessari skýringu eru upplýsingar um samningsbundin ákvæði vaxtaberandi skulda samstæðunnar, sem færðareru á afskrifuðu kostnaðarverði. Upplýsingar um lausafjáráhættu, vaxtaáhættu og gengisáhættu er að finna ískýringum 26-27.

Hagnaður ársins til hluthafa í móðurfélaginu .............................................................

Næsta árs afborganir .................................................................................................Vaxtaberandi langtímaskuldir samtals .......................................................................

Hagnaður á útistandandi hlut ....................................................................................

Vegið meðaltal útistandandi hluta síðustu 12 mánuði (þúsund ISK) .........................

Langtímaskuldir með veði .........................................................................................

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2014 verði vegna rekstrarársins 2013 greiddur 1,5 kr. arður af hverjum hlutútistandandi hlutafjár til hluthafa, eða 2.720 millj. kr. (um 17,2 millj. evra á lokagengi ársins 2013). Arðgreiðslansamsvarar 8,6% af eigin fé eða 6,8% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2013. Tillaga um greiðslu arðs þarfsamþykki aðalfundar.

Á þýðingarmun er færður allur gengismunur sem verður til vegna umreiknings reikningsskila erlendrar starfsemisem er aðskiljanlegur hluti af rekstri félagsins.

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að greiddur yrði 1 kr. arður af hverjum hlut útistandandi hlutafjár á árinu2013 vegna rekstrarársins 2012, og voru 1.698 millj. kr. greiddar í arð til hluthafa í apríl 2013.

Félaginu er skylt að leggja minnst tíu prósent þess hagnaðar, sem ekki fer til þess að jafna hugsanlegt tap fyrriára og ekki er lagt í aðra lögbundna sjóði í lögbundinn varasjóð uns hann nemur tíu prósent hlutafjárins. Þegarþví marki hefur verið náð skulu framlög vera minnst fimm prósent þar til sjóðurinn nemur einum fjórða hlutahlutafjárins. Félaginu hefur verið greitt meira en nafnverð fyrir hluti þegar hlutafé þess hefur verið hækkað og erfjárhæð sem greidd hefur verið umfram nafnverð færð á yfirverðsreikning. Heimilt er að nota varasjóð til að jafnatap sem ekki er unnt að jafna með færslu úr öðrum sjóðum. Þegar varasjóður nemur meiru en einum fjórða hlutahlutafjárins er heimilt að nota fjárhæð þá sem umfram er til þess að hækka hlutaféð eða, sé fyrirmæla 53. gr.laga nr. 2/1995 um hlutafélög gætt, til annarra þarfa.

Greiddur arður á hlut (ISK) ........................................................................................

Grunnhagnaður á hlut er miðaður við hagnað, sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu og vegins meðaltalsvirks hlutafjár á árinu og sýnir hver hagnaðurinn er á hverja krónu hlutafjár. Þynntur hagnaður á hlut er hinn sami og grunnhagnaður á hlut, þar sem félagið hefur ekki gert kaupréttarsamninga við starfsmenn og ekki tekið lánsem eru breytanleg í hlutafé.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 26 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 176: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

21. Vaxtaberandi skuldir, frh.:2013 2012

Skammtímaskuldir18.766 12.413 12.292 5.030 31.058 17.443

68.468 78.556

Skilmálar vaxtaberandi langtímaskulda

Gjalddagar Lokavextir Eftirstöðvar Lokavextir Eftirstöðvar

2014-2019 3,5% 51.156 4,2% 67.002 2014-2017 3,8% 3.699 3,8% 4.868 2014-2019 1,4% 792 1,4% 938 2014-2019 1,5% 196 1,5% 291 2014-2019 2,9% 242 2,9% 290 2014-2019 1,9% 76 1,9% 122 2014-2016 6,5% 15 6,5% 15

56.176 73.526 18.766)( 12.413)( 37.410 61.113

Afborganir langtímalána greinast þannig á næstu ár: 2013 2012

- 12.413 18.766 23.492 23.305 23.385

4.954 5.008 4.585 4.633 3.491 - 1.075 4.595

56.176 73.526

22. TekjuskattsskuldbindingTekjuskattsskuldbinding greinist þannig:

33.425 38.232 241 0

8.370 3.512 7.145)( 8.319)(

34.891 33.425

Tekjuskattsskuldbinding greinist þannig í árslok:8.098 11.543

22.998 18.925 3.051 2.900

234 230 1)( 38

511 211)( 34.891 33.425

Vaxtaberandi skuldir samtals ....................................................................................

Skuldir í JPY .......................................

Næsta árs afborganir .................................................................................................

Skuldir í USD ......................................Skuldir í EUR ......................................

Óefnislegar eignir ......................................................................................................Erlent hlutdeildarfélag ................................................................................................Birgðir ........................................................................................................................

Skýringar, frh.:

Skuldir í SEK ......................................

2013 2012

Skammtímalánalínur .................................................................................................

Skuldir í CHF ......................................

Skuldir í GBP ......................................

Vaxtaberandi skammtímaskuldir samtals ..................................................................

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ..............................................................Vaxtaberandi skuldir ..................................................................................................Tekjuskattsskuldbinding 31.12. .................................................................................

Skuldir í ISK .......................................

Tekjuskattur til greiðslu ..............................................................................................Tekjuskattsskuldbinding 31.12. .................................................................................

Vaxtaberandi langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborgun .........................

Næsta árs afborganir .........................

Árið 2014 ...................................................................................................................

Síðar ........................................................................................................................

Árið 2017 ...................................................................................................................

Árið 2013 ...................................................................................................................

Árið 2018 ...................................................................................................................

Árið 2015 ...................................................................................................................Árið 2016 ...................................................................................................................

Yfirtekið í samstæðu ..................................................................................................

Rekstrarfjármunir .......................................................................................................

Tekjuskattsskuldbinding 1.1 ......................................................................................

Tekjuskattur færður í rekstrarreikning .......................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 27 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 177: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

23. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldirViðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig: 2013 2012

13.232 13.051 2.345 2.105 6.693 0

22.270 15.156

Áhættustýring24. Yfirlit

LánsáhættaLausafjáráhættaGjalmiðlaáhættaRekstraráhætta

25. Lánsáhætta

Viðskiptakröfur og aðrar kröfur

Ábyrgðir

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals ................................................

Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................................

Skýringar, frh.:

Viðskiptaskuldir ........................................................................................................

Stjórn móðurfélagsins hefur eftirlit með áhættustýringu samstæðunnar. Stjórnin hefur falið forstjóramóðurfélagsins umsjón með daglegri áhættustýringu félagsins.

Lánsáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi samstæðunnar ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi geturekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Lánsáhætta samstæðunnar er einkum vegna viðskiptakrafna.

Lánsáhætta samstæðunnar ræðst einkum af fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptamanna. Um 30% (2012: 29%) af tekjum samstæðunnar eru vegna sölu á vörum til fimm stærstu viðskiptamanna hennar.

Stjórnendur fylgjast með innheimtu viðskiptakrafna á reglubundinn hátt. Stjórnendur meta innheimtanleikakrafnanna og eru kröfurnar færðar niður ef líklegt er talið að þær muni ekki innheimtast.

Skuldir við fyrrverandi hluthafa dótturfélags ..............................................................

Hér eru veittar upplýsingar um framangreinda áhættuþætti, markmið, stefnu og aðferðir samstæðunnar við aðmeta og stýra áhættunni, auk upplýsinga um eiginfjárstýringu hennar. Að auki eru veittar tölulegar upplýsingarvíða í ársreikningnum.

Markmið samstæðunnar með áhættustýringu er að uppgötva, skilgreina og greina áhættu sem hún býr við, setjaviðmið um áhættutöku og hafa eftirlit með henni. Aðferðir við áhættustýringu eru yfirfarnar reglulega til aðendurspegla breytingar á markaðsaðstæðum og starfsemi samstæðunnar. Með reglulegu samráði ogverklagsreglum stefnir samstæðan að öguðu eftirliti, þar sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um hlutverk sitt ogskyldur.

Samstæðan myndar niðurfærslu vegna áætlaðrar virðisrýrnunar viðskiptakrafna, annarra krafna og fjárfestinga.Aldursgreining viðskiptakrafna er yfirfarin og mynduð niðurfærsla vegna áætlaðrar virðisrýrnunar þeirra.Niðurfærslan er reiknuð hlutfallslega miðað við aldur viðskiptakrafna. Lagt er mat á áhættukröfur og ef ástæðaþykir til er færð sérstök niðurfærsla.

Móðurfélagið hefur gengist í ábyrgðir fyrir dótturfélagið Stofnfisk hf. vegna lántöku félagsins. Í árslok námueftirstöðvar lánsins 2.033 þús. evrur (2012: 2.473 þús. evrur).

Eftirfarandi áhættuþættir fylgja fjármálagerningum samstæðunnar:

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 28 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 178: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

25. Lánsáhætta, frh.:Mögulegt tap vegna lánsáhættuMesta mögulega tap samstæðunnar vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, sem var eftirfarandi í árslok:

2013 2012

21.802 25.369 2.797 4.505

12.273 8.639 36.872 38.513

Mesta mögulega tap samstæðunnar á viðskiptakröfum skiptist með eftirfarandi hætti eftir landsvæðum:

18.479 22.983 2.482 1.232

721 119 21.682 24.334

Virðisrýrnun viðskiptakrafnaAldur viðskiptakrafna var eftirfarandi í árslok:

2013 2012 2013 2012

14.186 16.035 4.815 4.626 1.461 2.539 109 174 1.220 1.134 1.220 1.134

21.682 24.334 1.329 1.308

Virðisrýrnun viðskiptakrafna greinist þannig:

1.308 1.612 108 0 416)( 0 232 200)(

97 104)( 1.329 1.308

26. Lausafjáráhætta

Bókfært Umsamið Innan 1-2 2-5 Meira

verð sjóðstreymi 1 árs árs ár en 5 ár2013

Veðtryggð lán ............... 56.176 59.465 20.546 24.066 13.763 1.090 Skammtímaskuldir ........ 41.708 41.708 41.708

97.884 101.173 62.254 24.066 13.763 1.090

2012

Veðtryggð lán ............... 73.526 79.266 14.803 25.358 34.390 4.715 Skammtímaskuldir ........ 28.505 28.505 28.505

102.031 107.771 43.308 25.358 34.390 4.715

Skýringar, frh.:

Ógjaldfallið .................................................................Gjaldfallið innan 30 daga ...........................................

Viðskipta- og aðrar skammtímakröfur .......................................................................

Handbært fé ..............................................................................................................

Samstæðan hefur samið um yfirdráttarheimildir og hefur aðgang að lánalínum hjá þremur íslenskumviðskiptabönkum.

Samningsbundnar afborganir af fjárskuldum, sem ekki eru afleiður, að meðtöldum áætluðum vaxtagreiðslum,greinast þannig:

NiðurfærslaNafnverð kröfu

Staða 1.1. ..................................................................................................................

Afskrifaðar tapaðar kröfur á árinu ..............................................................................Gjaldfærð virðisrýrnun á árinu ...................................................................................Gengismunur .............................................................................................................Staða 31.12. ..............................................................................................................

Ameríka .....................................................................................................................

Lausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar eftir því semþær gjaldfalla. Markmið samstæðunnar er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að hún hafi alltaf nægt laust fé tilað mæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla og forðast þannig að skaða orðspor samstæðunnar.

Yfirtekið á árinu .........................................................................................................

Gjaldfallið fyrir meira en 120 dögum ..........................

Fyrirframgreiðslur ......................................................................................................

Evrópa ......................................................................................................................

Asía ...........................................................................................................................

Gjaldfallið fyrir 31-120 dögum ....................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 29 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 179: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

27. Gjaldmiðlaáhætta

Aðrar

CHF USD JPY GBP ISK myntir

2013

Viðskiptakröfur .............. 0 11.042 156 2.628 848 Veðtryggð lán ............... 792)( 3.699)( 196)( 76)( 15)( 242)( Viðskiptaskuldir ............. 33)( 730)( 0 0 20.427)( 117)( Áhætta í efnahagsreikningi ....... 825)( 6.613 40)( 2.552 19.594)( 359)(

2012

Viðskiptakröfur .............. 0 12.025 0 1.309 831 3.449 Veðtryggð lán ............... 938)( 4.868)( 291)( 122)( 15)( 290)( Viðskiptaskuldir ............. 0 200)( 0 15)( 13.023)( 20)( Áhætta í efnahagsreikningi ....... 938)( 6.957 291)( 1.172 12.207)( 3.139

Næmnigreining

2013 2012

82 94 661)( 696)(

4 29 255)( 117)(

1.959 1.221 36 314)(

1.165 217

Skýringar, frh.:

CHF ...........................................................................................................................

Gjaldmiðlaáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla, vöxtum og gengi hlutabréfahafi áhrif á afkomu samstæðunnar eða virði fjárfestinga hennar í fjármálagerningum. Markmið með stýringugjaldmiðlaáhættu er að takmarka áhættu við skilgreind mörk, jafnframt því sem ábati er hámarkaður.

Samstæðan býr við gengisáhættu vegna sölu afurða og lántöku í öðrum gjaldmiðlum en starfsrækslugjaldmiðlieinstakra samstæðufélaga. Helstu gjaldmiðlar sem skapa gengisáhættu eru íslensk króna (ISK), breskt pund(GBP), japönsk jen (JPY), bandarískur dollar (USD) og svissneskur franki (CHF).

Áhætta samstæðunnar vegna erlendra gjaldmiðla var sem hér segir:

10% styrking evru gagnvart eftirtöldum gjaldmiðlum 31. desember mundi hafa hækkað afkomu samstæðunnarfyrir tekjuskatt um eftirfarandi fjárhæðir. Greiningin byggir á að allar aðrar breytur, sérstaklega vextir, haldistóbreyttar. Greiningin var unnin með sama hætti og árið 2012.

USD ...........................................................................................................................JPY ............................................................................................................................GBP ...........................................................................................................................ISK .............................................................................................................................Aðrar myntir ...............................................................................................................

Stjórn félagsins hefur sett sér stefnu um áhættustýringu sem hefur það að meginmarkmiði að lágmarka gengis-og vaxtaáhættu og leitast þannig við að forðast neikvæð áhrif gengissveiflna og stuðla að stöðugleika í rekstri.

Lántaka samstæðunnar í erlendum gjaldmiðlum myndar gengisáhættu sem að hluta til er varin með sjóðstreymisamstæðunnar.

Gjaldmiðlaskiptasamningar eru notaðir til að verjast gengisáhættu að hluta. Í árslok nam fjárhæð útistandandisamninga 837 þús. evra (2012: 3.792 þús. evra).

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 30 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 180: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

27. Gjaldmiðlaáhætta, frh.:

2013 2012 2013 2012

0,812 0,830 0,815 0,828 0,753 0,778 0,726 0,758 0,008 0,010 0,007 0,009 1,178 1,233 1,200 1,226 0,006 0,006 0,006 0,006

Vaxtaáhætta

Vaxtaberandi fjármálagerningar samstæðunnar í árslok greinast þannig: 2013 2012

68.468 78.556

Gangvirði

Önnur markaðsverðsáhætta

28. Rekstraráhætta

29. Eiginfjárstýring

Skýringar, frh.:

Breyting á vöxtum á uppgjörsdegi um 100 punkta hefði hækkað (lækkað) afkomu um 685 þús. evra. (2012: 786þús. evra) fyrir tekjuskatt. Útreikningurinn miðast við rekstraráhrif á ársgrundvelli. Þessi greining byggir á því aðallar aðrar breytur, sérstaklega gengi erlendra gjaldmiðla, haldist óbreyttar. Greiningin er unnin með sama hættiog árið 2012.

Fjárskuldir með breytilega vexti .................................................................................

USD ...........................................................................

Samstæðan leitast við að stýra rekstraráhættu með hagkvæmum hætti til að forðast fjárhagslegt tap og til aðvernda orðstír hennar.

Til að draga úr rekstraráhættu er meðal annars komið á stýringu á veiðum og vinnslu afla. Einnig viðeigandiaðskilnaði starfa, eftirliti með viðskiptum og fylgni við lög. Starfsmenn eru þjálfaðir, verkferlar skipulagðir ogskráðir og keyptar tryggingar þegar við á.

Það er stefna stjórnar félagsins að eiginfjárstaða samstæðunnar sé sterk til að styðja við stöðugleika íframtíðarþróun starfseminnar. Langtímamarkmið stjórnar félagsins er að greiða helming hagnaðar út í arð.

Hluti af rekstraráhættu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er sú áhætta, að stjórnvöld breyti leikreglum ísjávarútvegi með þeim hætti að starfsemi samstæðunnar verði óhagkvæmari en ella.

Samstæðan býr við áhættu vegna náttúrubreytinga. Veiðar og vinnsla á fiski eru meðal annars háðar vexti ogviðgangi fiskistofna við landið. Breytingar á náttúrufari og aðstæðum í hafinu geta valdið minnkun veiðistofna,breyttri samsetningu þeirra og samdrætti í afla samstæðunnar og þannig haft bein áhrif á fjárhagslega afkomuhennar.

Lántökur samstæðunnar eru allar með breytilegum vöxtum.

Önnur markaðsverðsáhætta er takmörkuð, þar sem fjárfestingar í skuldabréfum og eignarhlutum eru óverulegurhluti af starfsemi samstæðunnar.

Óverulegur munur er á gangvirði og bókfærðu verði fjáreigna og fjárskulda.

Rekstraráhætta er hættan á beinu eða óbeinu tapi sem getur orðið vegna fjölda þátta í starfsemi samstæðunnar.Meðal áhættuþátta er vinna starfsmanna samstæðunnar, tækni og skipulag sem beitt er, og ytri þættir aðrir enláns-, markaðs- og lausafjáráhætta. Rekstraráhætta myndast við alla starfsemi samstæðunnar.

CHF ............................................................................

ISK .............................................................................

Gengi helstu gjaldmiðla á árinu gagnvart evru var sem hér segir:ÁrslokagengiMeðalgengi

JPY ............................................................................GBP ...........................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 31 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 181: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

30. Tengdir aðilarSkilgreining tengdra aðila

Viðskipti við stjórnendur

Nafnverðhlutafjár

Laun (í þús. ISK)

30 249 19 0 15 1.005 19 0

7 0 4 6.863

33 0 7 0

229 36 646 87

Viðskipti við hlutdeildarfélögÍ rekstrarreikningi og efnahagsreikningi eru eftirtalin viðskipti við tengda aðila: 2013 2012

354 616 442 0

1 1

334 168

Viðskipti við hluthafa

Seldir rekstrarfjármunir til hlutdeildarfélaga ...............................................................

Kröfur á hlutdeildarfélög í árslok ................................................................................

Skýringar, frh.:

Iða Brá Benediktsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður ....................................................Árni Vilhjálmsson, fyrrverandi stjórnarformaður .........................................................

Seldar vörur og þjónusta til hlutdeildarfélaga ............................................................

Keyptar vörur og þjónusta af hlutdeildarfélögum .......................................................

Með eignarhlutum eru taldir eignarhlutar maka og ófjárráða barna. Auk þeirra eignarhluta sem taldir eru upp hérað ofan eiga félög, þar sem stjórnarmenn HB Granda hf. eru í meirihluta stjórnar, eignarhluti samtals aðnafnverði 742 millj. kr. (2012: 742 millj. kr.).

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri ................................................................................

Kristján Loftsson, stjórnarformaður ...........................................................................Halldór Teitsson, stjórnarmaður ................................................................................

Ingibjörg Björnsdóttir, varamaður í stjórn ..................................................................Rannveig Rist, stjórnarmaður ....................................................................................

Dótturfélög samstæðunnar (skýring 31), hlutdeildarfélög (skýring 14), hluthafar með veruleg áhrif, félög í þeirraeigu, stjórnarmenn og stjórnendur ásamt mökum þeirra og ófjárráða börnum teljast vera tengdir aðilarsamstæðunnar. Viðskipti milli samstæðufélaga eru felld niður við gerð samstæðureiknings.

Laun og hlunnindi til stjórnenda félagsins vegna starfa fyrir félög í samstæðunni og eignarhlutir þeirra í félaginugreinast þannig:

Jóhann Hjartarson, stjórnarmaður .............................................................................Hanna Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður ...........................................................................

Sex millistjórnendur ...................................................................................................

Hluthafar með veruleg áhrif í árslok 2013 eru Vogun hf. og Arion banki hf. Félagið átti viðskipti á árinu viðHampiðjuna hf. sem er í eigu Vogunar og fleiri hluthafa HB Granda hf. Heildarfjárhæð viðskiptanna á árinu nam2.950 þús. evrur (2012: 3.497 þús. evrur) og skuld HB Granda hf. í árslok nam 561 þús. evrur (2012: 876 þús.evrur). Í árslok átti félagið kröfu á Arion banka hf. í formi bankainnstæðna að fjárhæð 1.534 þús. evra. (2012:2.494 þús. evrur). Í árslok átti Arion banki hf. útistandandi kröfur í formi lánveitinga til HB Granda hf. að fjárhæð10.868 þús. evra (2012: 18.084 þús. evrur). Viðskipti samstæðunnar við hluthafa voru eins og um viðskiptiótengdra aðila væri að ræða.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 32 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 182: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

31. Dótturfélög

Land Eignarhluti

Ísland 100%Síle 100%

Ísland 65%Írland 100%

32. KennitölurHelstu kennitölur samstæðunnar: 2013 2012

1,07 1,58 0,61 0,94 0,61 0,56

21,7% 9,5%

33. Önnur mál

34. SjóðstreymisyfirlitVeltufé frá rekstri greinist þannig: 2013 2012

35.413 14.859

17.335 10.997 13.622)( 21.601

167)( 1.160)( 15 757)(

4.385)( 578 769)( 4.527

8.370 3.512 42.190 54.157

Eiginfjárhlutfall - eigið fé/heildarfjármagn ..................................................................

Grandi Limitada .........................................................................................................

Skýringar, frh.:

Tekjuskattur ...............................................................................................................

Afskriftir .....................................................................................................................

Stofnfiskur Ireland Ltd. ..............................................................................................

Verðbætur og gengismunur .......................................................................................

Veltufjárhlutfall - veltufjármunir/skammtímaskuldir ....................................................

Félagið hefur keypt rekstrarstöðvunartryggingu hjá tryggingarfélagi sem ætlað er að bæta tjón vegnarekstrarstöðvunar í allt að átján mánuði af völdum bruna.

Lausafjárhlutfall - kvikir veltufjármunir/ skammtímaskuldir ........................................

Veltufé frá rekstri .......................................................................................................

Áhrif hlutdeildarfélaga ................................................................................................

Hagnaður af sölu eigna .............................................................................................

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:

Félagið vinnur nú að skráningu hlutabréfa þess á Aðalmarkað Nasdaq OMX Iceland hf. Stærstu hluthafarfélagsins; Vogun hf., Arion banki hf., og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. ráðgera að bjóða til sölu allt að 32%eignarhlut í félaginu.

Lífrænar eignir, breyting ............................................................................................

Stofnfiskur hf. ............................................................................................................

Arðsemi eigin fjár .......................................................................................................

Hagnaður ársins ........................................................................................................

Í árslok voru dótturfélög móðurfélagsins þrjú. Að auki er dótturfélagið Stofnfiskur Ireland Ltd. í eigu Stofnfisks hf.Dótturfélög samstæðunnar eru eftirfarandi:

Vignir G. Jónsson ehf. ...............................................................................................

Virðisrýrnun aflaheimilda ...........................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 33 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 183: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

ÁrshelmingayfirlitRekstur samstæðunnar greinist þannig á árshelminga:

Fyrri árs- Seinni árs-

helmingur helmingur Samtals

Árið 2013 99.310 95.723 195.033 72.307)( 72.326)( 144.633)( 27.003 23.397 50.400

0 176 176 6.065)( 6.161)( 12.226)( 2.569)( 2.885)( 5.454)(

0 8.703 8.703 18.369 23.230 41.599

2.941 1.526)( 1.415 1.502)( 2.271 769

19.808 23.975 43.783 3.586)( 4.784)( 8.370)(

16.222 19.191 35.413

24.139 21.174 45.313

Árið 2012 93.259 104.062 197.321 61.339)( 71.186)( 132.525)( 31.920 32.876 64.796

0 1.163 1.163 5.494)( 6.854)( 12.348)( 3.033)( 2.314)( 5.347)(

21.601)( 0 21.601)( 1.792 24.871 26.663 2.021)( 1.744)( 3.765)( 1.252 5.779)( 4.527)( 1.023 17.348 18.371 2.543)( 969)( 3.512)( 1.520)( 16.379 14.859

28.688 30.573 59.261

Seldar vörur .............................................................................

Tekjuskattur .............................................................................

Árshelmingayfirlit - óendurskoðað

Kostnaðarverð seldra vara .......................................................Vergur hagnaður ......................................................................

Útflutningskostnaður ................................................................

Bakfærð virðisrýrnun (virðisrýrnun) ..........................................Rekstrarhagnaður ....................................................................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld ............................................Áhrif hlutdeildarfélaga ..............................................................Hagnaður fyrir tekjuskatt ........................................................

Annar rekstrarkostnaður ..........................................................

Aðrar tekjur ..............................................................................

Útflutningskostnaður ................................................................

Vergur hagnaður ......................................................................

Hagnaður tímabilsins ..............................................................

Seldar vörur .............................................................................Kostnaðarverð seldra vara .......................................................

EBITDA ....................................................................................

Aðrar tekjur ..............................................................................

Annar rekstrarkostnaður ..........................................................

(Tap) hagnaður tímabilsins .....................................................

EBITDA ....................................................................................

Virðisrýrnun aflaheimilda ..........................................................Rekstrarhagnaður ....................................................................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld ............................................Áhrif hlutdeildarfélaga ..............................................................Hagnaður fyrir tekjuskatt ........................................................Tekjuskattur .............................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2013 34 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 184: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

HB Grandi hf.

samstæðunnarÁrsreikningur

2012

HB Grandi hf.Norðurgarði 1101 Reykjavík

Kt. 541185-0389

Page 185: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Bls.

3

5

6

7

8

9

10

11Skýringar ...............................................................................................................................................................

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra ................................................................................................................

Áritun óháðs endurskoðanda .................................................................................................................................

Rekstrarreikningur ..................................................................................................................................................

Efnisyfirlit

Yfirlit um heildarafkomu ..........................................................................................................................................

Efnahagsreikningur ...............................................................................................................................................

Eiginfjáryfirlit ..........................................................................................................................................................

Sjóðstreymisyfirlit ..................................................................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 2

Page 186: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Stjórn HB Granda hf. hefur sett sér starfsreglur í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga, þar sem valdsvið stjórnar erskilgreint og verksvið hennar gagnvart forstjóra. Í þessum reglum er meðal annars að finna reglur um fundarsköp,reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku í afgreiðslu mála, reglur um þagnarskyldu, upplýsingagjöf forstjóra gagnvartstjórn og fleira. Starfsreglur stjórnar eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Stjórn félagsins ákveður starfskjörforstjóra. Stjórn hefur skipað endurskoðunarnefnd, sem hittir ytri endurskoðendur reglulega og eru reglur nefndarinnaraðgengilegar á heimasíðu félagsins.

Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestiraf Evrópusambandinu og viðbótarkröfur um upplýsingagjöf í samstæðureikningum félaga sem hafa verðbréf sín skráðá skipulegum verðbréfamarkaði.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Jafnframt er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróunog árangur í rekstri samstæðunnar og stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem samstæðan býr við.

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomusamstæðunnar á árinu 2012, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar 31. desember 2012 og breytingu á handbærufé á árinu 2012.

Stjórnunarhættir

Stjórn HB Granda hf. leitast við að fylgja Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af ViðskiptaráðiÍslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins (síðast útgefnar mars 2012). Sýnt þykir að stjórnfélagsins uppfylli ekki skilyrði í greinum 2.4 og 2.5 um sjálfstæði stjórnarmanna gagnvart stórum hluthöfum, en það ermat stjórnar, að gildi þeirra orki tvímælis, samanber greinargerð stjórnarformanns í ársskýrslu félagsins 2005.

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Hlutafé og samþykktirSkráð hlutafé félagsins nam í árslok 1.706,6 millj. kr, en félagið á eigin hluti að nafnverði 8,6 millj. kr. Hlutaféð er íeinum flokki, sem skráður er á First North sem er hliðarmarkaður Nasdaq OMX Nordic Exchange. Allir hlutir njótasömu réttinda.

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í apríl 2012 var stjórn félagsins veitt heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu.Heimildin gildir í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins áhverjum tíma. Kaupverð hluta skal vera hæst 15% yfir síðasta þekktu söluverði á First North markaðinum áður enkaup eru gerð. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér í stjórn félagsins þurfa að tilkynna það skriflega fimm dögum fyrirupphaf aðalfundar.

Rekstur og fjárhagsleg staða 2012Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður af rekstri samstæðunnar 14,9 millj. evra. Tekjur samstæðunnar af seldumvörum námu 197,3 millj. evra á árinu. Eignir samstæðunnar í árslok námu 304,8 millj. evra, skuldir samstæðunnar íárslok námu 135,5 millj. evra og eigið fé samstæðunnar í árslok 2012 var 169,4 millj. evra samkvæmtefnahagsreikningi.

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2013 verði vegna rekstrarársins 2012 greiddur 1 kr. arður af hverjum hlutútistandandi hlutafjár til hluthafa, eða 1.698 millj. kr. (um 10 millj. evra á lokagengi ársins 2012). Arðgreiðslansamsvarar 6,0% af eigin fé eða 6,7% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2012. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfunhagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

Hlutafé félagsins skiptist í árslok á 569 hluthafa, en þeir voru 593 í ársbyrjun og fækkaði því um 24 á árinu. Í árslok2012 áttu tveir aðilar yfir 10% eignarhluta í félaginu, en þeir voru Vogun hf. sem átti 40,3% og Arion banki hf. sem átti33,2% af útistandandi hlutafé.

HB Grandi hf. gerir út 12 fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Félagið hefurmestar aflaheimildir íslenskra útgerðarfélaga og rekur eigin markaðsdeild sem selur afurðirnar um heim allan. Meðreynslumiklu og hæfu starfsfólki er lögð áhersla á ábyrga umgengni til sjós og lands og gæði afurða.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 3

Page 187: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 188: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 189: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2012 2011 *

197.321 183.686 132.525)( 120.115)(

64.796 63.571

1.163 0 12.348)( 11.304)(

9 5.347)( 6.694)( 13 21.601)( 0

26.663 45.573

144 174 3.806)( 5.927)(

103)( 1.004 10 3.765)( 4.749)(

14 4.527)( 2.395

18.371 43.219

11 3.512)( 6.203)(

Hagnaður ársins .............................................................................................. 14.859 37.016

59.261 56.226

14.419 36.279 440 737

14.859 37.016

19 0,008 0,022

* Samanburðarfjárhæðir 2011 hafa verið leiðréttar - sjá skýringar 11 og 21Skýringar á blaðsíðum 11 til 32 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Seldar vörur .....................................................................................................

Hagnaður fyrir tekjuskatt ................................................................................

Rekstrarreikningur ársins 2012

Rekstrarhagnaður ...........................................................................................

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samtals .......................................................

Vergur hagnaður .............................................................................................

Kostnaðarverð seldra vara ..............................................................................

Útflutningskostnaður .......................................................................................

Virðisrýrnun aflaheimilda .................................................................................

Fjáreignatekjur ................................................................................................

Aðrar rekstrartekjur .........................................................................................

Annar rekstrarkostnaður ..................................................................................

Tekjuskattur .....................................................................................................

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut ...................................................

Fjármagnsgjöld ...............................................................................................Gengismunur ...................................................................................................

Áhrif hlutdeildarfélaga ....................................................................................

Hluthafar móðurfélags .....................................................................................Hlutdeild minnihluta .........................................................................................Hagnaður ársins ..............................................................................................

EBITDA ...........................................................................................................

Hagnaður á hlut

Skipting hagnaðar

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 6 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 190: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2012 2011 *

Hagnaður ársins .............................................................................................. 14.859 37.016

990 940)( Heildarhagnaður ársins................................................................................... 15.849 36.076

15.422 35.318 427 758

15.849 36.076

* Samanburðarfjárhæðir 2011 hafa verið leiðréttar - sjá skýringar 11 og 21

Skýringar á blaðsíðum 11 til 32 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Hluthafar móðurfélags .....................................................................................

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum ..................................................

Heildarhagnaður ársins ...................................................................................

Yfirlit um heildarafkomu ársins 2012

Hlutdeild minnihluta .........................................................................................

Rekstrarliðir færðir á eigið fé:

Skipting heildarhagnaðar

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 7 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 191: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2012 2011 *

Eignir12 100.774 94.741 13 113.931 135.532 14 17.860 16.799

120 123 15 7.496 7.444

Fastafjármunir 240.181 254.639

16 23.261 19.983 15 2.884 2.868 17 29.874 24.174

8.639 21.228 Veltufjármunir 64.658 68.253

Eignir samtals 304.839 322.892

Eigið fé18.619 18.619 27.031 27.031

2.716 1.713 117.832 107.507 166.198 154.870

3.185 2.824 Eigið fé 169.383 157.694

Skuldir20 61.113 94.336 21 33.425 38.232

Langtímaskuldir 94.538 132.568

20 17.443 15.021 22 15.156 13.206 21 8.319 4.403

Skammtímaskuldir 40.918 32.630

Skuldir 135.456 165.198

Eigið fé og skuldir samtals 304.839 322.892

* Samanburðarfjárhæðir 2011 hafa verið leiðréttar - sjá skýringar 11 og 21Skýringar á blaðsíðum 11 til 32 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Vaxtaberandi skuldir ........................................................................................Tekjuskattsskuldbinding ..................................................................................

Vaxtaberandi skuldir ........................................................................................

Hlutdeild minnihluta .........................................................................................

Skattar ársins ..................................................................................................Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir ...................................................

Efnahagsreikningur 31. desember 2012

Rekstrarfjármunir .............................................................................................Óefnislegar eignir ............................................................................................Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum ......................................................................Eignarhlutir í öðrum félögum ...........................................................................

Hlutafé .............................................................................................................

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum ..................................................Óráðstafað eigið fé ..........................................................................................

Lögbundinn varasjóður ....................................................................................

Lífrænar eignir .................................................................................................

Birgðir ..............................................................................................................Lífrænar eignir .................................................................................................Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur .....................................................Handbært fé ....................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 8 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 192: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

_______________________________________________________________________________________________

Hlutdeild

Lögbundinn Þýðingar- Óráðstafað minni- Eigið fé

Hlutafé varasjóður munur eigið fé hluta samtals

Árið 201118.619 27.031 2.674 90.804 2.128 141.256

Leiðrétting tekjuskatts-17.518)( 17.518)(

18.619 27.031 2.674 73.286 2.128 123.738 961)( 36.279 758 36.076

2.058)( 62)( 2.120)( 18.619 27.031 1.713 107.507 2.824 157.694

Árið 201218.619 27.031 1.713 107.507 2.824 157.694

1.003 14.419 427 15.849 4.094)( 66)( 4.160)(

18.619 27.031 2.716 117.832 3.185 169.383

Skýringar á blaðsíðum 11 til 32 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Eiginfjáryfirlit 2012

Eigið fé 1.1.2012 .........................Heildarhagnaður ársins ..............Greiddur arður, 0,40 kr. á hlut ....

Eigið fé 1.1.2011 .........................

Greiddur arður, 0,20 kr. á hlut ....Eigið fé 31.12.2011 .....................

Heildarhagnaður ársins ..............

skuldbindingar 1.1.2011 ...........Leiðrétt eigið fé 1.1.2011 ............

Eigið fé 31.12.2012 .....................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 20129 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 193: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2012 2011 *

Rekstrarhreyfingar26.663 45.573

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:13 21.601 0 12 10.997 10.653

1.160)( 117)( 15 757)( 2.705)(

57.344 53.404

10.948)( 6.095)( 4.392 2.812

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 6.556)( 3.283)(

143 160 3.936)( 5.986)( 4.402)( 0

Handbært fé frá rekstri 42.593 44.295

Fjárfestingarhreyfingar12 16.490)( 9.739)(

653 664 4.537)( 22)(

Fjárfestingarhreyfingar 20.374)( 9.097)(

Fjármögnunarhreyfingar4.094)( 2.058)( 5.000 0

35.714)( 23.064)( Fjármögnunarhreyfingar 34.808)( 25.122)(

12.589)( 10.076

21.228 11.152

Handbært fé í árslok ....................................................................................... 8.639 21.228

* Samanburðarfjárhæðir 2011 hafa verið leiðréttar - sjá skýringar 11 og 21Skýringar á blaðsíðum 11 til 32 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Handbært fé í ársbyrjun...................................................................................

Söluverð rekstrarfjármuna ...............................................................................

(Lækkun) hækkun á handbæru fé..................................................................

Afborganir langtímalána ..................................................................................

Greiddur arður .................................................................................................Skammtímalán ................................................................................................

Sjóðstreymisyfirlit ársins 2012

Aðrar fjárfestingar, hækkun .............................................................................

Breytingar á rekstrartengdum eignum ............................................................Breytingar á rekstrartengdum skuldum ...........................................................

Fjárfesting í rekstrarfjármunum .......................................................................

Rekstrarhagnaður ársins .................................................................................

Innheimtar vaxtatekjur .....................................................................................

Greiddir skattar ................................................................................................

Lífrænar eignir, breyting ..............................................................................

Afskriftir .......................................................................................................Hagnaður af sölu eigna ...............................................................................

Virðisrýrnun aflaheimilda ............................................................................

Greidd vaxtagjöld ............................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 10 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 194: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

1. Félagið

2. Grundvöllur reikningsskilannaa. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

b. Grundvöllur matsaðferða

c. Starfrækslu- og framsetningargjaldmiðill

d. Mat og ákvarðanir

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

a. Grundvöllur samstæðu(i) Sameiningar fyrirtækja

(ii) Yfirtökur á hlutum annarra hluthafa í dótturfélögum

Skýringar

HB Grandi hf. (“Félagið”) er íslenskt hlutafélag. Höfuðstöðvar félagsins eru að Norðurgarði 1, Örfirisey íReykjavík. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2012 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélagaþess, sem vísað er til í heild sem "samstæðunnar" og til einstakra félaga sem "samstæðufélaga" og hlutdeildsamstæðunnar í hlutdeildarfélögum.

Breytt var um aðferð við útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar sem nánar er greint frá í skýringum 11og 21.

Samstæðuársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa veriðstaðfestir af Evrópusambandinu.

Stjórn félagsins staðfesti ársreikninginn 22. mars 2013.

Samstæðuársreikningurinn er birtur í evrum, sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhæðir eru birtar íþúsundum evra, nema annað sé tekið fram.

Samstæðuársreikningurinn er gerður á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að lífrænar eignir erufærðar á gangvirði. Fjallað er um aðferðir við mat á gangvirði í skýringu 4.

Gerð samstæðuársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaða krefst þess að stjórnendur takiákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna,skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati.

Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabilisem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.

Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir íársreikningnum, er að finna í skýringum 4 og 13 um mat á endurheimtanlegum fjárhæðum aflaheimilda.

Yfirtökur á hlutum annarra í dótturfélögum er farið með eins og um sé að ræða viðskipti hluthafa í hlutverki sínusem hluthafar og því er engin viðskiptavild færð vegna slíkra viðskipta. Færslur vegna slíkra viðskipta taka mið afhlutfalli fjárfestingar í hreinni eign dótturfélagsins.

Kaupaðferðinni er beitt við færslu á kaupum samstæðunnar í eignarhlutum í dótturfélögum. Kaupverðið er metiðsem gangvirði þeirra eigna sem látnar eru af hendi, eiginfjárgerninga sem gefnir eru út og skulda sem stofnað ertil, eða teknar eru yfir á yfirtökudegi. Eignir, skuldir og skuldbindingar sem eru yfirteknar við sameiningu fyrirtækjaeru metnar í upphafi á gangvirði á kaupdegi. Sú fjárhæð kaupverðs sem er umfram gangvirði er skráð semviðskiptavild. Ef kaupverðið er lægra en gangvirði hreinna eigna yfirtekins félags er mismunurinn færður beint tiltekna í rekstrarreikningi.

Reikningsskilaaðferðum sem lýst er hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti fyrir öll tímabil sem komafram í ársreikningnum af öllum félögum í samstæðunni.

HB Grandi hf. gerir út 12 fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Félagið hefurmestar aflaheimildir íslenskra útgerðarfélaga og rekur eigin markaðsdeild sem selur afurðirnar um heim allan.Með reynslumiklu og hæfu starfsfólki er lögð áhersla á ábyrga umgengni til sjós og lands og gæði afurða.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 201211 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 195: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.a. Grundvöllur samstæðu, frh.(iii) Dótturfélög

(iv) Hlutdeildarfélög

(v) Viðskipti felld út við gerð samstæðureiknings

b. Erlendir gjaldmiðlar(i) Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum

(ii) Erlend dótturfélög

c. Fjármálagerningar(i) Fjármálagerningar aðrir en afleiður

Lán og kröfur

Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðla einstakra samstæðufélaga á gengiviðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar á gengi uppgjörsdags. Aðrareignir og skuldir sem færðar eru á gangvirði í erlendri mynt eru færðar á gengi þess dags er gangvirði varákveðið. Gengismunur vegna viðskipta í erlendum gjaldmiðlum er færður í rekstrarreikning.

Til fjármálagerninga sem ekki eru afleiðusamningar teljast fjárfestingar í hlutabréfum og skuldabréfum,viðskiptakröfur, aðrar kröfur, handbært fé, lántökur, viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir.

Dótturfélög eru þau félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar samstæðan hefur valdtil að stjórna fjárhags- og rekstrarstefnu félags í þeim tilgangi að hagnast á starfsemi þess. Við mat á yfirráðum ertekið tillit til mögulegs atkvæðisréttar sem þegar er nýtanlegur. Reikningsskil dótturfélaga eru innifalin ísamstæðureikningsskilum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Reikningsskilaaðferðum dótturfélaga hefurverið breytt þegar nauðsynlegt hefur verið að laga þær að aðferðum samstæðunnar.

Viðskipti milli samstæðufélaga, stöður milli þeirra og óinnleystar tekjur og gjöld sem myndast hafa í viðskiptummilli félaganna eru felld út við gerð samstæðureikningsins. Óinnleystur hagnaður sem hefur myndast í viðskiptumvið hlutdeildarfélög er felldur út í samræmi við eignarhlut samstæðunnar í félögunum. Óinnleystur hagnaður semmyndast hefur í viðskiptum við hlutdeildarfélög er færður til lækkunar á bókfærðu verði þeirra. Óinnleyst tap erfært út með sama hætti og óinnleystur hagnaður, en aðeins að því marki að ekkert bendi til virðisrýrnunar þessara félaga.

Hlutdeildarfélög eru félög þar sem samstæðan hefur veruleg áhrif á fjárhags- og rekstrarstefnu, en ekki yfirráð.Veruleg áhrif eru alla jafna til staðar þegar samstæðan ræður 20-50% atkvæðaréttar. Hlutdeildarfélög eru færð íársreikning samstæðunnar með hlutdeildaraðferð og eru í upphafi færð á kostnaðarverði. Fjárfestingsamstæðunnar innifelur viðskiptavild, sem verður til við kaupin, að frádreginni virðisrýrnun, ef einhver er.Samstæðureikningurinn inniheldur hlutdeild samstæðunnar í afkomu og eiginfjárhreyfingum hlutdeildarfélaga fráupphafi áhrifa til loka þeirra. Verði hlutdeild samstæðunnar í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélags, aðmeðtalinni langtímafjármögnun þess, er bókfærða verðið fært í núll og færslu frekara taps hætt nema samstæðanhafi gengist í ábyrgðir fyrir hlutdeildarfélagið eða fjármagnað það.

Skýringar, frh.:

Eignir og skuldir erlendrar starfsemi eru umreiknaðar í evrur miðað við gengi uppgjörsdags. Tekjur og gjölderlendrar starfsemi eru umreiknuð í evrur á meðalgengi ársins. Gengismunur sem myndast við yfirfærslu í evrurer færður á sérstakan lið í yfirliti um heildarafkomu. Þegar erlend starfsemi er seld, að hluta til eða öllu leyti, ertengdur gengismunur fluttur í rekstrarreikning.

Fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar eru færðir á gangvirði við upphaflega skráningu í bókhald.Þegar fjármálagerningar eru ekki metnir á gangvirði gegnum rekstrarreikning, er allur beinn viðskiptakostnaðurfærður til hækkunar á virði þeirra við upphaflega skráningu í bókhald. Eftir upphaflega skráningu erufjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar færðir með þeim hætti sem greinir hér á eftir.

Lán og kröfur eru fjáreignir með föstum eða ákvarðanlegum greiðslum sem ekki eru skráðar á virkum markaði.Slíkar eignir eru í upphafi færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflegaskráningu eru lán og kröfur færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnunþegar við á. Lán og kröfur samanstanda af verðbréfaeign, viðskiptakröfum og öðrum kröfum.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 201212 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 196: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.c. Fjármálagerningar, frh.

Handbært fé

(ii) Hlutafé

Kaup á eigin hlutum

d. Rekstrarfjármunir(i) Færsla og mat

(ii) Kostnaður sem fellur til síðar

(iii) Afskriftir

17-25 ár10-17 ár

3-8 ár

e. Óefnislegar eignir(i) Aflaheimildir

(ii) Viðskiptavild

Síðara mat

Fasteignir ..........................................................................................................................................Fiskiskip og búnaður .........................................................................................................................

Þegar rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með mismunandi nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar ogafskrifaðar miðað við nýtingartímann.

Vélar, áhöld og tæki ..........................................................................................................................

Skýringar, frh.:

Til handbærs fjár teljast sjóður og óbundnar bankainnstæður.

Hagnaður af sölu rekstrarfjármuna, sem er mismunur á söluandvirði þeirra og bókfærðu verði, er færður írekstrarreikning meðal annarra tekna, en tap af sölu meðal annarra gjalda.

Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er eignfærður þegar líklegt er talið að ávinningur semfelst í eigninni muni renna til samstæðunnar og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Bókfært verðhlutarins sem er endurnýjaður er gjaldfært. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hanser stofnað.

Viðskiptavild myndast við kaup á dótturfélögum. Viðskiptavild er mismunurinn á kostnaði við yfirtökuna oggangvirði yfirtekinna eigna, skulda og óvissra skulda. Þegar neikvæð viðskiptavild myndast er hún tekjufærðstrax í rekstrarreikningi.

Viðskiptavild er færð á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun.

Hlutafé er flokkað sem eigið fé. Beinn kostnaður vegna útgáfu hlutafjár er færður til lækkunar á eigin fé, aðfrádregnum skattáhrifum.

Fjármagnskostnaður er eignfærður á byggingartíma vegna rekstrarfjármuna í smíðum miðað við vegnameðalvexti alls lánsfjár.

Afskriftaraðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi og breytt ef við á.

Þegar samstæðan kaupir eigin hluti er kaupverðið, að meðtöldum beinum kostnaði, fært til lækkunar á eigin fé.Þegar eigin hlutir eru seldir er eigið fé hækkað.

Afskriftir eru reiknaðar af afskrifanlegri fjárhæð, sem er kostnaðarverð að frádregnu niðurlagsverði. Afskriftir erureiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta rekstrarfjármuna. Áætlaður nýtingartímigreinist þannig:

Keyptar aflaheimildir eru færðar til eignar í efnahagsreikningi á kostnaðarverði sem óefnislegar eignir meðótakmarkaðan nýtingartíma og eru gerð á þeim virðisrýrnunarpróf að minnsta kosti árlega.

Rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði, að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun.Kostnaðarverðið innifelur beinan kostnað sem fellur til við kaupin.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 201213 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 197: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.f. Lífrænar eignir

g. Birgðir

h. Virðisrýrnun(i) Fjáreignir

(ii) Aðrar eignir

i. Hlunnindi starfsmanna(i) Framlög í réttindatengda lífeyrissjóði

Endurheimtanleg fjárhæð eignar eða fjárskapandi einingar er hreint gangvirði þeirra eða nýtingarvirði, hvort semhærra reynist. Nýtingarvirði er áætlað framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta, þar semvextirnir endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir eigninni.

Virðisrýrnun er gjaldfærð þegar bókfært verð eignar eða fjárskapandi einingar er hærra en endurheimtanlegfjárhæð hennar. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er aðmestu leyti óháð öðrum eignum eða hópum eigna. Virðisrýrnun fjárskapandi eininga er fyrst færð til lækkunar átilheyrandi viðskiptavild, en síðan til hlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna sem tilheyraeiningunni. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Klakfiskur er lífræn eign sem færð er til eignar meðal fastafjármuna á áætluðu gangvirði í samræmi viðalþjóðlegan reikningsskilastaðal um landbúnað, IAS 41. Um er að ræða sérvalinn kynbótafisk tilhrognaframleiðslu. Áætlað gangvirði er byggt á markaðsverði, áætluðum gæðum og hæfilegt tillit tekið til affallaog varúðarsjónarmiða. Auk þess er stuðst við reynslutölur um hrognamagn og áætlaðan kostnað viðframleiðsluna fram að afhendingu. Ef ekki reynist unnt að meta gangvirði með áreiðanlegum hætti erklakfiskurinn færður til eignar á áætluðu framleiðslukostnaðarverði. Seiði og smálax sem félagið ætlar tilhrognaframleiðslu er eignfærður meðal fastafjármuna sem lífrænar eignir.

Skýringar, frh.:

Rekstrarvörubirgðir eru metnar á innkaupsverði.

Virðisrýrnun viðskiptavildar er ekki bakfærð. Virðisrýrnun fyrri tímabila vegna annarra eigna er metin á hverjumuppgjörsdegi til að kanna hvort vísbendingar séu um að rýrnunin hafi minnkað eða horfið. Sú virðisrýrnun erbakfærð ef breyting hefur orðið á mati sem notað var við útreikning á endurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnun ereinungis bakfærð að því marki að bókfært verð eignar sé ekki umfram það sem verið hefði ef engin virðisrýrnunhefði verið færð.

Virðisrýrnun er bakfærð ef hægt er að tengja bakfærsluna á hlutlægan hátt atburði sem átti sér stað eftir aðvirðisrýrnunin var færð.

Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna, sem ekki erufærðar á gangvirði. Fjáreign hefur rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir semhafa orðið benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi eignarinnar sé lægra en áður var talið.

Samstæðan greiðir iðgjöld vegna starfsmanna sinna til sjálfstæðra iðgjaldatengdra lífeyrissjóða. Samstæðan berenga ábyrgð á skuldbindingum sjóðanna. Iðgjöldin eru gjaldfærð í rekstrarreikningi meðal launa og launatengdragjalda eftir því sem þau falla til.

Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Bókfært verð annarra eigna samstæðunnar, að undanskildum lífrænum eignum og birgðum, er yfirfarið á hverjumuppgjörsdegi til að meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending til staðar erendurheimtanleg fjárhæð eignarinnar metin. Virðisrýrnunarpróf eru gerð að minnsta kosti árlega á viðskiptavild,aflaheimildum og óefnislegum eignum með ótilgreindan líftíma.

Afurðir eru metnar til eignar á áætluðu meðalframleiðsluverði, sem samanstendur af beinum og óbeinumframleiðslukostnaði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Hreint söluvirði er áætlað söluverð ívenjulegum viðskiptum að frádregnum áætluðum kostnaði við að ljúka við og selja vöru.

Hrogn og seiði sem áætlað er að selja innan árs eru færð meðal veltufjármuna á gangvirði sem fyrst og fremst erbyggt á þekktu markaðsverði.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 201214 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 198: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.j. Skuldbindingar

k. Tekjur

l. Gjöld(i) Kostnaðarverð seldra vara

(ii) Annar rekstrarkostnaður

m. Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld

n. Tekjuskattur

Fjáreignatekjur samanstanda af vaxtatekjum af fjárfestingum, arðstekjum og hagnaði af áhættuvarnargerningumsem eru færðir í rekstrarreikning. Vaxtatekjur eru færðar í rekstrarreikning eftir því sem þær falla til miðað viðvirka vexti. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun er samþykkt.

Fjármagnskostnaður sem stafar beint af kaupum eða byggingu eigna sem uppfylla skilyrði um eignfærslu, ereignfærður sem hluti af eigninni fram að þeim tíma þegar eign er tilbúin til notkunar. Eignfærsluhæf eign er eignsem tekur talsverðan tíma að koma í nothæft ástand.

Gengismunur af erlendum gjaldmiðlum er færður nettó.

Frestaður tekjuskattur er færður vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda íársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegnatímabundinna mismuna vegna fjárfestinga í dótturfélögum svo framarlega sem talið er að móðurfélagið geti stýrtþví hvenær tímabundni mismunurinn snúist við og talið er líklegt að hann muni ekki snúast við í fyrirsjáanlegriframtíð. Tekjuskattsskuldbinding er ekki færð vegna viðskiptavildar. Fjárhæð frestaðs tekjuskatts byggir á þvískatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með að snúast við, miðað viðgildandi lög á uppgjörsdegi.

Skýringar, frh.:

Gjaldfærður tekjuskattur samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færður írekstrarreikning nema þegar hann varðar liði sem eru færðir beint á eigið fé eða í yfirlit um heildarafkomu, en þáer tekjuskatturinn færður á þá liði.

Áhætta og ávinningur sem fylgir eignarhaldi á vörunum eru færð að verulegu leyti til kaupanda.

Skuldbinding er færð þegar samstæðan ber lagalega eða ætlaða skuldbindingu vegna liðinna atburða, ef líklegter að komi til greiðslu og hægt er að meta hana á áreiðanlegan hátt. Skuldbindingar eru metnar með því aðnúvirða áætlað framtíðarsjóðstreymi með vöxtum fyrir skatta sem endurspegla mat markaðarins á tímavirðipeninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir einstökum skuldbindingum.

Annar rekstrarkostnaður samanstendur af sölukostnaði, þjónustu við viðskiptavini, skrifstofu- ogstjórnunarkostnaði og ýmsum öðrum kostnaði, þar með töldum launakostnaði og afskriftum vegna annarra entekjuskapandi eininga samstæðunnar.

Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum, bakfærslu núvirðingar skuldbindinga, tapi afáhættuvarnargerningum sem fært er í rekstrarreikning og virðisrýrnun fjáreigna. Lántökukostnaður er færður írekstrarreikning miðað við virka vexti.

Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðarársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára.

Líklegt er talið að endurgjaldið verði innheimt.Unnt er að meta kostnað vegna sölu og möguleg skil á vörum á áreiðanlegan hátt.

Kostnaðarverð seldra vara samanstendur af kostnaði við útgerð og framleiðslu, þar með töldum launakostnaði,veiðigjöldum og afskriftum.

Tekjur af sölu afurða eru metnar á gangvirði greiðslunnar sem er móttekin eða er innheimtanleg, að frádregnumveittum afsláttum. Tekjur eru færðar í rekstrarreikning þegar eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 201215 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 199: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.n. Tekjuskattur, frh.

o. Hagnaður á hlut

p. Starfsþáttayfirlit

Verðlag á vörum og þjónustu milli starfsþátta er ákveðið eins og um óskylda aðila sé að ræða.

q. Nýir reikningsskilastaðlar og túlkanir á þeim sem samstæðan hefur ekki ennþá innleitt

4. Ákvörðun gangvirðis

(i) Rekstrarfjármunir

(ii) Óefnislegar eignir

(iii) Lífrænar eignir

Gangvirði á keyptum aflaheimildum og öðrum óefnislegum eignum er byggt á núvirtu væntu sjóðstreymi tengdunotkun þeirra.

Lífrænar eignir samanstanda af klakfiski, sem er sérvalinn kynbótafiskur til hrognaframleiðslu. Gangvirði lífrænnaeigna er byggt á markaðsverðum, áætluðum gæðum og hæfilegum væntum afföllum og varúðarsjónarmiðum.Auk þess er stuðst við reynslutölur um hrognamagn og áætlaðan kostnað við framleiðsluna fram að afhendingu.Ef ekki reynist unnt að meta gangvirði með áreiðanlegum hætti er klakfiskurinn færður til eignar á áætluðuframleiðslukostnaðarverði.

Starfsþáttur er eining innan samstæðunnar sem með starfsemi sinni getur aflað tekna og stofnað til útgjalda, þará meðal tekjur og gjöld vegna viðskipta við aðra starfsþætti samstæðunnar. Við ákvörðun forstjóra um úthlutunauðlinda til starfsþátta og til að meta árangur er afkoma þeirra starfsþátta, sem tiltækar fjárhagsupplýsingar liggjafyrir um, yfirfarin reglulega.

Rekstrarafkoma starfsþátta, eignir og skuldir þeirra samanstanda af liðum sem tengja má beint við hvernstarfsþátt og þá liði sem hægt er að skipta milli starfsþátta á rökrænan hátt. Óskiptir liðir samanstandamestmegnis af tekjum af eignum og kostnaði af vaxtaberandi skuldum.

Samstæðan hefur tekið upp alla alþjóðlega reikningsskilastaðla, breytingar á þeim og túlkanir sem eru í gildi íársbyrjun 2012, sem Evrópusambandið hefur staðfest og eiga við um starfsemi hennar. Samstæðan hefur ekkitekið upp staðla, breytingar á stöðlum eða túlkanir sem taka gildi eftir árslok 2012, en heimilt er að taka upp fyrr.Áhrif þess á reikningsskil samstæðunnar hafa ekki verið metin.

Tekjuskattseign er einungis færð að því marki sem líklegt er að hægt sé að nýta framtíðarhagnað á móti eigninni.Tekjuskattseign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er að hún nýtist ekki.

Gangvirði rekstrarfjármuna sem yfirteknir eru við samruna miðast við markaðsverð. Markaðsverð er sú fjárhæðsem unnt er að fá við sölu í viðskiptum milli tveggja ótengdra aðila.

Nokkrar reikningsskilaaðferðir samstæðunnar og skýringar krefjast ákvörðunar á gangvirði, bæði fyrir fjáreignir,fjárskuldir og aðrar eignir og skuldir. Gangvirði hefur verið ákvarðað vegna mats og/eða skýringa samkvæmteftirfarandi aðferðum. Þar sem við á eru frekari upplýsingar um forsendur við ákvörðun á gangvirði eigna eðaskulda í skýringum um viðkomandi eignir og skuldir.

Tekjuskattseignum og tekjuskattsskuldbindingum er jafnað saman þegar lagalegur réttur er til þess, þau varðatekjuskatt sem lagður er á af sömu yfirvöldum á sama fyrirtæki eða mismunandi fyrirtæki sem eru samsköttuð oggert er ráð fyrir að muni greiða skatta sameiginlega.

Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í félaginu.Grunnhagnaður á hlut er miðaður við hlutfall hagnaðar, sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu, og veginsmeðalfjölda virkra hluta á árinu. Þynntur hagnaður á hlut er reiknaður með því að leiðrétta meðalfjölda virkahluta vegna mögulegrar þynningar vegna hluta sem gæti þurft að gefa út í samræmi við kaupréttarsamningastarfsmanna. Þar sem engir kaupréttarsamningar hafa verið gerðir við starfsmenn og ekki hafa verið gefin útbreytanleg skuldabréf er ekki um að ræða neina þynningu á hagnaði á hlut.

Skýringar, frh.:

Fjárfestingar starfsþátta er heildarkostnaður við kaup rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna annarra enviðskiptavildar.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 201216 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 200: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

4. Ákvörðun gangvirðis frh.(iv) Birgðir

(v) Viðskiptakröfur og aðrar kröfur

(vi) Fjárskuldir sem ekki eru afleiðusamningar

Skýringar, frh.:

Gangvirði viðskiptakrafna og annarra krafna, er framtíðarsjóðstreymi, núvirt miðað við markaðsvexti áuppgjörsdegi.

Gangvirði fjárskulda, sem einungis er ákvarðað vegna skýringa, er reiknað með því að núvirða framtíðargreiðslurhöfuðstóls og vaxta með markaðsvöxtum á uppgjörsdegi.

Gangvirði birgða sem yfirteknar eru við samruna er ákvarðað út frá væntu söluvirði í venjulegum viðskiptum aðfrátöldum sölukostnaði og eðlilegri álagningu við að selja birgðirnar.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 201217 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 201: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

5. StarfsþáttayfirlitRekstrarstarfsþættir

Botnfiskur - veiðar og vinnsla Uppsjávarfiskur - veiðar og vinnsla Starfsemi annarra starfsþátta felur einkum í sér fiskeldi og tengd verkefni auk umboðssölu.

Uppsjávar- Jöfnunar-

Botnfiskur fiskur Annað færslur Samtals

2012

106.794 82.742 7.839 54)( 197.321 82.764)( 44.580)( 5.181)( 132.525)( 24.030 38.162 2.658 54)( 64.796

1.163 12.348)(

5.347)( 21.601)( 21.601)(

26.663 3.765)( 4.527)(

18.371 3.512)(

14.859

31.483 55.457 13.834 100.774 73.802 38.448 1.681 113.931

90.134 304.839

135.456

3.676 6.631 690 10.997 8.183 5.013 3.294 16.490

2011

108.008 69.511 6.228 61)( 183.686 76.670)( 40.808)( 2.637)( 120.115)( 31.338 28.703 3.591 61)( 63.571

11.304)( 6.694)(

45.573 4.749)( 2.395

43.219 6.203)(

37.016

26.931 57.060 10.750 94.741 95.403 38.448 1.681 135.532

92.619 322.892

165.198

3.861 6.050 742 10.653 2.680 5.118 1.941 9.739

Virðisrýrnun aflaheimilda ....................

Samstæðan skiptist í tvo starfsþætti, sem skiptast eftir útgerðarþáttum. Starfsþættirnir eru:

Hagnaður ársins .................................

Seldar vörur ........................................

Annar rekstrarkostnaður .....................Rekstrarhagnaður ..............................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld ......Áhrif hlutdeildarfélaga ........................

Tekjuskattur ........................................

Eignir samtals .....................................

Óskiptar skuldir ..................................

Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................

Hagnaður ársins .................................

Útflutningskostnaður ..........................

Kostnaðarverð seldra vara .................

Óskiptar eignir ....................................

Vergur hagnaður ................................

Útflutningskostnaður ..........................Aðrar tekjur .........................................

Annar rekstrarkostnaður .....................

Tekjuskattur ........................................

Seldar vörur ........................................Kostnaðarverð seldra vara .................Vergur hagnaður ................................

Rekstrarhagnaður ..............................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld ......Áhrif hlutdeildarfélaga ........................Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................

Rekstrarfjármunir ................................

Óskiptar eignir ....................................Eignir samtals .....................................

Óskiptar skuldir ..................................

Óefnislegar eignir ...............................

Afskriftir rekstrarfjármuna ...................Fjárfestingar í rekstrarfjármunum .......

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum .......

Óefnislegar eignir ...............................Rekstrarfjármunir ................................

Afskriftir rekstrarfjármuna ...................

Skýringar, frh.:

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 18 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 202: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

5. Starfsþáttayfirlit, frh.Landsvæðisskipting

Evrópa Asía Ameríka Samtals2012

174.510 18.148 4.663 197.321

2011

157.674 21.847 4.165 183.686

6. Laun og launatengd gjöldLaun og launatengd gjöld greinast þannig: 2012 2011

48.598 47.698 4.770 4.653 4.922 5.327

58.290 57.678

844 825

56.236 55.700 2.054 1.978

58.290 57.678

7. Veiðigjöld

8. Þóknanir til endurskoðendaÞóknanir til endurskoðenda greinast þannig:

76 99 31 21

6 10 113 130

41 52

9. Annar rekstrarkostnaðurAnnar rekstrarkostnaður greinist þannig:

2.054 1.978 2.322 1.796

561 598 123)( 1.506 136 241 397 575

5.347 6.694

Kostnaðarverð seldra vara ........................................................................................

Seldar vörur ...............................................................

Lífeyrisiðgjöld ............................................................................................................

Laun og launatengd gjöld samtals .............................................................................

Laun ..........................................................................................................................

Eignir samstæðunnar eru allar á Íslandi utan eignarhluta í félögum í Síle og á Írlandi, sem eru óverulegur hluti afheildareignum samstæðunnar.

Skýringar, frh.:

Afskriftir ....................................................................................................................

Laun og launatengd gjöld samtals .............................................................................

Endurskoðun ársreiknings .........................................................................................Könnun árshlutareikninga ..........................................................................................

Önnur launatengd gjöld .............................................................................................

Seldar vörur ...............................................................

Annar stjórnunarkostnaður ........................................................................................Laun og launatengd gjöld ..........................................................................................

Markaðskostnaður .....................................................................................................Virðisrýrnun viðskiptakrafna ......................................................................................

Önnur þjónusta ..........................................................................................................

Ársverk ......................................................................................................................

Annar rekstrarkostnaður ............................................................................................

Laun og launatengd gjöld skiptast þannig á rekstrarliði:

Þar af er þóknun til annarra en KPMG á Íslandi ........................................................

Annar kostnaður ........................................................................................................

Félagið greiðir veiðigjöld skv. lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld, vegna þeirra aflaheimilda sem félagið hefurfengið úthlutað. Á árinu 2012 samþykkti Alþingi ný lög um veiðigjöld sem fela í sér verulega hækkun áveiðigjöldum frá fyrri árum. Með lögunum var lagt á sérstakt veiðigjald sem nemur fyrir fiskveiðiárið 2012/201323,2 kr. á þorskígildiskíló í botnfiskheimildum og 27,5 á þorskígildiskíló fyrir uppsávarfiskheimildir. Áætluðveiðigjöld til greiðslu vegna fiskveiðiársins 2012/2013 nema 11.787 þús. evrur. Á árinu 2012 nam gjaldfærtveiðigjald 5.941 þús. evrur (2011: 2.400 þús. evrur). Veiðigjöldin eru gjaldfærð meðal kostnaðarverðs seldravara í rekstrarreikningi.

Annars rekstarkostnaður samtals ..............................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 19 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 203: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

10. Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöldFjáreignatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig: 2012 2011

141 159 3 15

144 174

3.783)( 5.863)( 19)( 42)(

4)( 22)( 3.806)( 5.927)(

103)( 1.004

3.765)( 4.749)(

11. Tekjuskattur

Tekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig:

Skattar til greiðslu8.319 4.403

Frestaðir skattar4.807)( 1.800

3.512 6.203

Virkur tekjuskattur greinist þannig: 2012 2011

14.859 37.016 3.512 6.203

18.371 43.219

20,0% 3.674 20,0% 8.644 0,0% 0 10,5%)( 2.143)( 1,8%)( 332)( 1,9%)( 816)( 4,2%)( 774)( 1,2% 504 4,9% 905 0,0% 0 0,2% 39 0,0% 14

19,1% 3.512 14,4% 6.203

(Gengistap) -hagnaður gjaldmiðla .............................................................................

Sölutap og virðisrýrnun eignarhluta í öðrum félögum ................................................Verðbætur .................................................................................................................

Aðrir liðir, ófrádráttarbærir ..........................................

Hagnaður ársins ................................................................................Tekjuskattur .......................................................................................

Tekjuskattur samkvæmt gildandi skatthlutfalli ..........

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samtals ...............................................................

Skattskil félagsins byggja á bókhaldi þess í íslenskum krónum, en ársreikningurinn byggir á bókhaldi í evrum.Þetta leiðir til þess að verulegur munur er á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi, einkum vegnagengisbreytinga. Á árinu var breytt um aðferð við útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar og er nútekið tillit til munar á ársreikningi í evrum og bókhaldi í íslenskum krónum. Samanburðarfjárhæðum hefur veriðbreytt til samræmis. Greint er frá áhrifum breytinganna í skýringu 21.

Virkt tekjuskattshlutfall samstæðunnar á árinu var 19,1% (2011: 14,4%).

Vaxtatekjur .................................................................................................................

Tímabundnir mismunir ...............................................................................................

Vaxtagjöld ..................................................................................................................

Skýringar, frh.:

Fjáreignatekjur samtals .............................................................................................Tekjur af eignarhlutum ...............................................................................................

Fjármagnsgjöld samtals ............................................................................................

Virkur tekjuskattur ......................................................

Hagnaður án tekjuskatts ....................................................................

Áhrif lagabreytinga vegna eignarhluta .......................Áhrif gengismunar ......................................................Áhrif skatthlutfalla á erlendu skattsvæði ....................Eignarhlutir utan skattskuldbindingar .........................

Skattar ársins ............................................................................................................

Gjaldfærður tekjuskattur í rekstrarreikningi ...............................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 20 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 204: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

12. RekstrarfjármunirRekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig: Fiskiskip Áhöld

Fasteignir og búnaður og tæki Samtals

Kostnaðarverð

60.115 125.840 88.522 274.477 1.309 4.173 4.257 9.739

668)( 0 171)( 839)( 43 0 2 45

60.799 130.013 92.610 283.422 694 8.988 6.808 16.490 37)( 461)( 1.387)( 1.885)(

137 0 3 140 61.593 138.540 98.034 298.167

Afskriftir

31.740 91.394 55.160 178.294 221)( 0 72)( 293)(

1.474 4.061 5.118 10.653 26 0 1 27

33.019 95.455 60.207 188.681 1.483 4.354 5.160 10.997

8)( 171)( 2.212)( 2.391)( 103 0 3 106

34.597 99.638 63.158 197.393

Bókfært verð

28.375 34.446 33.362 96.183 27.780 34.558 32.403 94.741 26.996 38.902 34.876 100.774

4 - 6% 6 - 10% 12 - 33%

Afskriftir skiptast þannig eftir rekstrarliðum: 2012 2011

10.861 10.412 136 241

10.997 10.653

Vátryggingar og mat eigna

24.425 24.602 48.103 49.678

86.362 80.860 64.362 68.914 24.412 24.660 33.131 31.531 14.754 16.672

Veðskuldir

113.710 138.207 2.488 2.885

27.058 27.332 143.256 168.424

Afskriftahlutföll ...........................................................

Selt og niðurlagt .........................................................

Heildarverð 31.12.2012 ..............................................

Afskrifað 1.1.2011 ......................................................

Afskriftir ársins ...........................................................

Afskrifað alls 31.12.2011 ...........................................

1.1.2011 .....................................................................

Fasteignir og vélar .....................................................................................................

Á eignum samstæðunnar hvíla þinglýst veðskuldabréf og tryggingabréf til tryggingar skuldum. Verðmætiþessara trygginga greinast þannig:

Fiskiskip og búnaður .................................................................................................

Áhrif gengisbreytinga .................................................

Vátryggingarverð og fasteignamat rekstrarfjármuna samstæðunnar í árslok nam eftirfarandi fjárhæðum:

Vátryggingarverð skipa og búnaðar ...........................................................................Vátryggingarverð áhalda og tækja .............................................................................

Samtals .....................................................................................................................

Heildarverð 31.12.2011 ..............................................Viðbætur á árinu ........................................................

Skýringar, frh.:

Vátryggingaverð afla og veiðarfæra ..........................................................................Vátryggingaverð afurða .............................................................................................Vátryggingaverð lífrænna eigna ................................................................................

Áhrif gengisbreytinga .................................................

Tryggingabréf og afurðir ............................................................................................

Áhrif gengisbreytinga .................................................

Fasteignamat fasteigna og lóða ................................................................................Brunabótamat fasteigna og lóða ...............................................................................

Kostnaðarverð seldra vara ........................................................................................Annar rekstrarkostnaður ............................................................................................Afskriftir samkvæmt rekstrarreikningi ........................................................................

Áhrif gengisbreytinga .................................................

Heildarverð 1.1.2011 ..................................................Viðbætur á árinu ........................................................

31.12.2011 .................................................................31.12.2012 .................................................................

Afskriftir ársins ...........................................................Selt og niðurlagt .........................................................

Afskrifað alls 31.12.2012 ...........................................

Selt og niðurlagt .........................................................

Selt og niðurlagt .........................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 21 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 205: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

13. Óefnislegar eignirÓefnislegar eignir greinist þannig: 2012 2011

1.680 1.680 112.251 133.852 113.931 135.532

Viðskiptavild

AflaheimildirKeyptar aflaheimildir greinast þannig:

133.852 133.852 21.601)( 0

112.251 133.852

Keyptar aflaheimildir eru færðar til eignar í efnahagsreikningi á kostnaðarverði sem óefnislegar eignir meðótakmarkaðan nýtingartíma og eru gerð á þeim virðisrýrnunarpróf að minnsta kosti árlega.

Alþingi samþykkti í lok júní 2012 ný lög um veiðigjöld sem felur í sér að veiðigjöld HB Granda hf. rúmlegafjórfaldast frá síðasta fiskveiðiári. Miðað við forsendur laganna nema áætluð veiðigjöld til greiðslu vegnafiskveiðiársins 2012/2013 11.787 þús. evrum (1.996 millj. kr). Eftir það er gert ráð fyrir stighækkandi sérstökuveiðigjaldi þar til veiðigjöldin á fiskveiðiárinu 2016/2017 ná 65% af sérstaklega reiknaðri rentu allrasjávarútvegsfyrirtækja samanlagt, á grundvelli afkomu á almanaksárinu 2014. Veruleg hækkun á veiðigjöldumfélagsins til framtíðar lækkar rekstrarvirði þess sem er vísbending um að aflaheimildir þess hafi orðið fyrirvirðisrýrnun.

Virðisrýrnunarpróf var framkvæmt á aflaheimildum í árslok 2012 með því að reikna endurheimtanlegt virði þeirra.Niðurstaða virðisrýrnunarprófs sýnir að aflaheimildir í uppsjávarfiski hafa ekki rýrnað í virði, en aflaheimildirbotnfisks hafa orðið fyrir 21.601 þús. evra (3,5 milljarðar króna) virðisrýrnun.

Við mat á hugsanlegri virðisrýrnun aflaheimilda var byggt á spá móðurfélagsins til næstu fimm ára, þar semvæntingar um hagnað, veiðigjöld og vöxt efnahags þess, ásamt ávöxtunarkröfu voru meðal helstu breyta ímatinu. Við matið er byggt á spá um rekstrarafkomu félagsins til næstu fimm ára, 2,0% framtíðarvexti eftir það og8,9% ávöxtunarkröfu. Við mat á veiðigjöldum er sömuleiðis byggt á spá um rekstrarafkomu félagsins og þróun ávirði rekstrarfjármuna þess.

Skýringar, frh.:

Aflaheimilidir 1.1. .......................................................................................................

Viðskiptavild samstæðunnar að fjárhæð 1.680 þús. evrur tilheyrir eignarhlut í Stofnfisk hf., sem er sjálfstæðfjárskapandi eining. Virðisrýrnunarpróf á viðskiptavildinni byggir á áætlun Stofnfisks hf. til næstu fjögurra ára, þarsem væntingar um hagnað og vöxt efnahags, ásamt ávöxtunarkröfu voru meðal helstu breyta í matinu.Framtíðarvöxtur var áætlaður 2,0% og ávöxtunarkrafa 11,9%. Rekstraráætlunin byggir á rauntölum ogframtíðarvæntingum stjórnenda. Stuðst var við ávöxtunarkröfu eftir skatta til að núvirða framtíðar fjárflæði þarsem ávöxtunarkrafan tekur tillit til þeirrar áhættu sem felst í starfseminni. Niðurstaða virðisrýrnunarprófsins varað endurheimtanlegt verð einingarinnar var hærra en bókfært verð og engin virðisrýrnun því færð.

Virðisrýrnun aflaheimilda ...........................................................................................Aflaheimildir 31.12. ....................................................................................................

Erfitt er fyrir stjórnendur félagsins að áætla veiðigjöld til framtíðar. Stofn til sérstaks veiðigjalds mun ráðast afafkomu sjávarútvegsins í heild, í stað þess að taka mið af afkomu hvers félags fyrir sig. Virðisrýrnunarprófiðbyggir á þeirri forsendu að sérstaka veiðigjaldið er reiknað miðað við rekstraráætlanir félagsins.

Viðskiptavild ..............................................................................................................Aflaheimildir ...............................................................................................................Óefnislegar eignir 31.12 ............................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 22 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 206: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

13. Óefnislegar eignir frh.Aflaheimildir félagsins greinast þannig: Hlutdeild Úthlutaðar Óveidd

í úthlutun heimildir tonn

2012 tonn 31.12.2012

Tegund:

5,0% 7.733 4.264 6,6% 1.913 1.259

17,6% 7.174 4.513 31,7% 13.881 10.189 32,6% 3.259 1.380 30,5% 2.388 2.559 13,2% 1.731 1.147 11,1% 6.903 334 14,1% 12.147 13.050 18,7% 84.135 78.634 20,9% 21.228 22.160

618 356

50.134 41.306

14. HlutdeildarfélögEignarhlutir í hlutdeildarfélögum greinast þannig:

Hlutdeild Hlutdeild

Eignarhlutur í afkomu Bókfært verð Eignarhlutur í afkomu Bókfært verð

Deris S.A., Síle ............. 20,0% 4.533)( 17.153 20,0% 2.347 16.084 IceCod á Íslandi ehf. ..... 41,5% 5)( 501 41,5% 8)( 506 Norðanfiskur ehf. ......... 25,0% 11 206 25,0% 56 209 Samtals ......................... 4.527)( 17.860 2.395 16.799

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að á árinu 2013 verði heildarkvóti Íslendinga í makríl 123 þúsund tonn.

Þorskur ..............................................................................................Ýsa .....................................................................................................Ufsi ....................................................................................................Gullkarfi .............................................................................................

Úthafskarfi .........................................................................................

Samtals aflaheimildir í þorskígildum ..................................................

Úthlutun aflaheimilda í íslenskri fiskveiðilögsögu fer fram árlega og byggir á ákvæðum laga um stjórn fiskveiða.Sjávarútvegsráðherra ákveður með reglugerð þann heildarafla sem veiða má úr þeim einstöku nytjastofnum semnauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á.

Botnfiskheimildir miðast almennt við úthlutun í september 2012. Heimildir í úthafskarfa miðast þó við úthlutun íjanúar 2013. Félaginu var á árinu 2012 úthlutað aflaheimildum sem námu 1.349 tonnum af þorski í norskrilögsögu og 843 tonnum í rússneskri lögsögu.

Heimildir í íslenskri sumargotssíld miðast við úthlutun í september 2012. Heimildir í norsk íslenskri vorgotssíldog kolmunna miðast við úthlutun í janúar 2013. Loðnuheimildir byggja á úthlutun í október 2012 ogviðbótarúthlutun í febrúar 2013.

Útreikningur á þorskígildum miðast við margfeldisstuðla sem gefnir eru út af sjávarútvegsráðuneytinu.

Íslensk sumargotssíld ........................................................................Norsk íslensk vorgotssíld ...................................................................Loðna .................................................................................................Kolmunni ............................................................................................Aðrar kvótabundnar tegundir .............................................................

Grálúða ..............................................................................................

Skýringar, frh.:

Djúpkarfi ............................................................................................

20112012

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 23 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 207: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

15. Lífrænar eignir 2012 2011

Lífrænar eignir greinast þannig:

7.489 7.434 2.549 2.551

342 327 10.380 10.312

7.496 7.444 2.884 2.868

10.380 10.312

10.312 7.906 6.386)( 4.911)( 7.140 7.616

686)( 299)( 10.380 10.312

16. BirgðirBirgðir í árslok greinast þannig:

17.806 14.892 5.455 5.091

23.261 19.983

17. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfurViðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur greinast þannig í árslok:

24.334 22.253 1.308)( 1.612)( 4.505 1.189 2.343 2.344

29.874 24.174

18. Eigið fé(i) Hlutafé

(ii) Lögbundinn varasjóðurFélaginu er skylt að leggja minnst tíu prósent þess hagnaðar, sem ekki fer til þess að jafna hugsanlegt tap fyrriára og ekki er lagt í aðra lögbundna sjóði í lögbundinn varasjóð uns hann nemur tíu prósent hlutafjárins. Þegarþví marki hefur verið náð skulu framlög vera minnst fimm prósent þar til sjóðurinn nemur einum fjórða hlutahlutafjárins. Félaginu hefur verið greitt meira en nafnverð fyrir hluti þegar hlutafé þess hefur verið hækkað og erfjárhæð sem greidd hefur verið umfram nafnverð færð á yfirverðsreikning. Heimilt er að nota varasjóð til að jafnatap sem ekki er unnt að jafna með færslu úr öðrum sjóðum. Þegar varasjóður nemur meiru en einum fjórða hlutahlutafjárins er heimilt að nota fjárhæð þá sem umfram er til þess að hækka hlutaféð eða, sé fyrirmæla 53. gr.laga nr. 2/1995 um hlutafélög gætt, til annarra þarfa.

Lífrænar eignir meðal veltufjármuna ..........................................................................

Birgðir samtals ...........................................................................................................Rekstrarvörubirgðir ....................................................................................................

Lífrænar eignir samtals ..............................................................................................

Skýringar, frh.:

Sláturfiskur, smálax og seiði ......................................................................................Lífrænar eignir samtals ..............................................................................................

Lífrænar eignir 1.1. ....................................................................................................

Gengismunur .............................................................................................................Lífrænar eignir 31.12. ................................................................................................

Lækkun vegna sölu ...................................................................................................Breyting á gangvirði ...................................................................................................

Klakfiskur ...................................................................................................................Hrogn .........................................................................................................................

Lífrænar eignir meðal fastafjármuna .........................................................................

Fjallað er um lánsáhættu, gengisáhættu og virðisrýrnun (niðurfærslu) viðskiptakrafna og annarra krafnasamstæðunnar í skýringu 24.

Nafnverð viðskiptakrafna ...........................................................................................Niðurfærsla viðskiptakrafna sem kunna að tapast ....................................................Fyrirframgreiðslur ......................................................................................................Aðrar skammtímakröfur .............................................................................................Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur samtals ..................................................

Heildarhlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 1.706,6 millj. kr. í árslok og er það óbreytt frá árinuáður. Félagið á eigin hlutabréf að nafnverði 8,6 millj. kr. sem færð eru til lækkunar á eigin fé. Útistandandi hlutirí árslok eru 1.698,0 millj. kr. og eru þeir allir greiddir. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut ímóðurfélaginu. Eigendur hluta í félaginu eiga rétt til arðs í hlutfalli við eign sína við arðsúthlutun.

Afurðabirgðir ..............................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 24 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 208: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

18. Eigið fé, frh.

(iii) Þýðingarmunur

(iv) Arður

Greiddur arður á hlut hefur verið með eftirfarandi hætti: 2012 2011

0,40 0,20

19. Hagnaður á hlut

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut14.419 36.596

Vegið meðaltal hlutabréfa1.698.034 1.698.034

0,008 0,022

20. Vaxtaberandi skuldir

Langtímaskuldir73.526 108.918

0 397 73.526 109.315 12.413)( 14.979)( 61.113 94.336

Skammtímaskuldir12.413 14.979

5.030 42 17.443 15.021

78.556 109.357

Á þýðingarmun er færður allur gengismunur sem verður til vegna umreiknings reikningsskila erlendrar starfsemisem er aðskiljanlegur hluti af rekstri félagsins.

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að greiddur yrði 0,4 kr. arður af hverjum hlut útistandandi hlutafjár áárinu 2012 vegna rekstrarársins 2011, og voru 679 millj. kr. greiddar í arð til hluthafa í apríl 2012.

Skammtímalánalínur .................................................................................................Vaxtaberandi skammtímaskuldir samtals ..................................................................

Vegið meðaltal útistandandi hluta síðustu 12 mánuði (þúsund ISK) .........................

Næsta árs afborganir .................................................................................................

Vaxtaberandi skuldir samtals ....................................................................................

Skýringar, frh.:

Næsta árs afborganir .................................................................................................

Hagnaður ársins til hluthafa í móðurfélaginu .............................................................

Greiddur arður á hlut (ISK) ........................................................................................

Grunnhagnaður á hlut er miðaður við hagnað, sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu og vegins meðaltalsvirks hlutafjár á árinu og sýnir hver hagnaðurinn er á hverja krónu hlutafjár. Þynntur hagnaður á hlut er hinn sami og grunnhagnaður á hlut, þar sem félagið hefur ekki gert kaupréttarsamninga við starfsmenn og ekki tekið lánsem eru breytanleg í hlutafé.

Vaxtaberandi langtímaskuldir samtals .......................................................................

Hagnaður á útistandandi hlut ....................................................................................

Skuldabréfaútgáfur ótryggðar ....................................................................................

Í þessari skýringu eru upplýsingar um samningsbundin ákvæði vaxtaberandi skulda samstæðunnar, sem færðareru á afskrifuðu kostnaðarverði. Upplýsingar um lausafjáráhættu, vaxtaáhættu og gengisáhættu er að finna ískýringum 25-26.

Langtímaskuldir með veði .........................................................................................

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2013 verði vegna rekstrarársins 2012 greiddur 1 kr. arður af hverjum hlutútistandandi hlutafjár, þ.e. arðgreiðsla að fjárhæð 1.698 millj. kr. (um 10 millj. evra á lokagengi ársins 2012).Arðgreiðslan samsvarar 6,0% af eigin fé eða 6,7% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2012. Tillaga um greiðsluarðs þarf samþykki aðalfundar.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 25 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 209: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

20. Vaxtaberandi skuldir, frh.

Skilmálar vaxtaberandi langtímaskulda

Gjalddagar Meðalvextir Eftirstöðvar Meðalvextir Eftirstöðvar

2013-2019 4,2% 67.002 4,7% 106.526 2013-2019 3,8% 4.868 1,5% 369 2013-2019 1,4% 938 1,3% 1.065 2013-2019 1,5% 291 1,5% 377 2013-2019 2,9% 290 2,3% 319 2013-2019 1,9% 122 2,3% 161

2013 6,5% 15 6,5% 498 73.526 109.315 12.413)( 14.979)( 61.113 94.336

Afborganir langtímalána greinast þannig á næstu ár: 2012 2011

14.979 12.413 14.452 23.492 17.835 23.385 47.765

5.008 5.031 4.633 4.595 9.253

73.526 109.315

21. Tekjuskattsskuldbinding

Tekjuskattsskuldbinding greinist þannig:

38.232 18.914 - 17.518

38.232 36.432 3.512 6.203 8.319)( 4.403)(

33.425 38.232

Tekjuskattsskuldbinding greinist þannig í árslok:11.543 10.990 18.925 23.001

2.900 3.884 230 197

38 55)( 211)( 215

33.425 38.232

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ..............................................................Vaxtaberandi skuldir ..................................................................................................Tekjuskattsskuldbinding 31.12. .................................................................................

Leiðrétting vegna fyrri ára ..........................................................................................Tekjuskattsskuldbinding eftir leiðréttingu ...................................................................

Árið 2014 ...................................................................................................................

Skuldir í CHF ......................................

Skuldir í GBP ......................................

Óefnislegar eignir ......................................................................................................Erlent hlutdeildarfélag ................................................................................................Birgðir ........................................................................................................................

Tekjuskattsskuldbinding 31.12. .................................................................................

Rekstrarfjármunir .......................................................................................................

Tekjuskattur til greiðslu ..............................................................................................

2012 2011

Vaxtaberandi langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborgun .........................

Árið 2015 ...................................................................................................................

Skýringar, frh.:

Tekjuskattsskuldbinding 1.1 ......................................................................................

Næsta árs afborganir .........................

Árið 2013 ...................................................................................................................

Síðar ........................................................................................................................

Árið 2016 ...................................................................................................................

Skattskil félagsins byggja á bókhaldi þess í íslenskum krónum, en ársreikningurinn byggir á bókhaldi í evrum.Þetta leiðir til þess að verulegur munur er á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi, einkum vegnagengisbreytinga. Í ársbyrjun var breytt um aðferð við útreikning á gengismun tekjuskattsskuldbindingar og er nútekið tillit til munar á ársreikningi í evrum og bókhaldi í íslenskum krónum. Breytingin hefur þau áhrif að eigið fé íársbyrjun 2012 lækkar um 17.835 þús. evra. Samanburðarfjárhæðum hefur verið breytt þannig til samræmis aðeigið fé í ársbyrjun 2011 lækkar um 17.518 þús. evra og afkoma ársins 2011 minnkar um 317 þús. evrur.

Árið 2012 ...................................................................................................................

Skuldir í SEK ......................................

Árið 2017 ...................................................................................................................

Skuldir í USD ......................................Skuldir í EUR ......................................

Skuldir í ISK .......................................

Skuldir í JPY .......................................

Tekjuskattur færður í rekstrarreikning .......................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 26 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 210: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

22. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 2012 2011

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig:

13.051 10.588 2.105 2.618

15.156 13.206

Áhættustýring23. Yfirlit

LánsáhættaLausafjáráhættaMarkaðsáhættaRekstraráhætta

24. Lánsáhætta

Viðskiptakröfur og aðrar kröfur

Ábyrgðir

Mögulegt tap vegna lánsáhættuMesta mögulega tap samstæðunnar vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, sem var eftirfarandi í árslok:

25.369 22.985 4.505 1.189 8.639 21.228

38.513 45.402

Samstæðan myndar niðurfærslu vegna áætlaðrar virðisrýrnunar viðskiptakrafna, annarra krafna og fjárfestinga.Niðurfærslan er í meginatriðum sérstök niðurfærsla vegna einstakra viðskiptamanna.

Móðurfélagið hefur gengist í ábyrgðir fyrir dótturfélagið Stofnfisk hf. vegna lántöku félagsins, í árslok námueftirstöðvar lánsins 2.473 þús. evrur (2011: 2.866 þús. evrur).

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals ................................................

Viðskiptaskuldir ........................................................................................................Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................................

Skýringar, frh.:

Fyrirframgreiðslur ......................................................................................................Viðskipta- og aðrar skammtímakröfur .......................................................................

Handbært fé ..............................................................................................................

Eftirfarandi áhættur fylgja fjáramálagerningum samstæðunnar:

Hér eru veittar upplýsingar um framangreindar áhættur, markmið, stefnu og aðferðir samstæðunnar við að metaog stýra áhættunni, auk upplýsinga um eiginfjárstýringu hennar. Að auki eru veittar tölulegar upplýsingar víða íársreikningnum.

Markmið samstæðunnar með áhættustýringu er að uppgötva og greina áhættu sem hún býr við, meta viðmið umáhættutöku og hafa eftirlit með henni. Áhættustýring og aðferðir eru yfirfarnar reglulega til að endurspeglabreytingar á markaðsaðstæðum og starfsemi samstæðunnar. Með reglulegu samráði og verklagsreglum stefnirsamstæðan að öguðu eftirliti, þar sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um hlutverk sitt og skyldur.

Stjórn móðurfélagsins hefur eftirlit með áhættustýringu samstæðunnar. Stjórnin hefur falið forstjóramóðurfélagsins umsjón með daglegri áhættustýringu félagsins.

Lánsáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi samstæðunnar ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi geturekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Lánsáhætta samstæðunnar er einkum vegna viðskiptakrafna.

Lánsáhætta samstæðunnar ræðst einkum af fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptamanna. Um 29% (2011: 31%) af tekjum samstæðunnar eru vegna sölu á vörum til fimm stærstu viðskiptamanna hennar.

Stjórnendur fylgjast með innheimtu viðskiptakrafna á reglubundinn hátt. Stjórnendur meta innheimtanleikakrafnanna og eru kröfurnar færðar niður ef líklegt er talið að þær muni ekki innheimtast. Félagið hefur samið viðþriðja aðila um viðskiptalánatryggingar.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 27 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 211: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

24. Lánsáhætta frh.Mesta mögulega tap samstæðunnar á viðskiptakröfum skiptist með eftirfarandi hætti eftir landsvæðum:

2012 2011

22.983 20.709 1.232 1.055

119 489 24.334 22.253

Virðisrýrnun viðskiptakrafnaAldur viðskiptakrafna var eftirfarandi í árslok:

2012 2011 2012 2011

16.035 13.563 4.626 6.414 2.539 1.276 174 612 1.134 1.000 1.134 1.000

24.334 22.253 1.308 1.612

Virðisrýrnun viðskiptakrafna greinist þannig:1.612 173

0 103)( 200)( 1.506 104)( 36

1.308 1.612

25. Lausafjáráhætta

Bókfært Umsamið Innan 1-2 2-5 Meira

verð sjóðstreymi 1 árs árs ár en 5 ár

2012

Veðtryggð lán ............... 73.526 79.266 14.803 25.358 34.390 4.715 Skammtímaskuldir ........ 28.505 28.505 28.505

102.031 107.771 43.308 25.358 34.390 4.715

2011

Veðtryggð lán ............... 108.967 124.497 19.598 18.781 76.384 9.734 Skuldabréfaútboð ......... 397 423 423 Skammtímaskuldir ........ 17.651 17.651 17.651

127.015 142.571 37.672 18.781 76.384 9.734

26. Markaðsáhætta

Gjaldmiðlagengisáhætta

Evrópa ......................................................................................................................

Asía ...........................................................................................................................

Gjaldfallið fyrir 31-120 dögum ....................................

Ógjaldfallið .................................................................

Samningsbundnar afborganir af fjárskuldum, sem ekki eru afleiður, að meðtöldum áætluðum vaxtagreiðslum,greinast þannig:

Skýringar, frh.:

Lausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar eftir því semþær gjaldfalla. Markmið samstæðunnar er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að hún hafi alltaf nægt laust fé tilað mæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla og forðast þannig að skaða orðspor samstæðunnar.

Samstæðan hefur samið um yfirdráttarheimildir og hefur aðgang að lánalínum hjá tveimur íslenskumviðskiptabönkum.

Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla, vöxtum og gengi hlutabréfahafi áhrif á afkomu samstæðunnar eða virði fjárfestinga hennar í fjármálagerningum. Markmið með stýringumarkaðsáhættu er að stýra og takmarka áhættu við skilgreind mörk, jafnframt því sem ábati er hámarkaður.

Samstæðan býr við gengisáhættu vegna sölu afurða og lántöku í öðrum gjaldmiðlum en starfsrækslugjaldmiðlieinstakra samstæðufélaga. Helstu gjaldmiðlar sem skapa gengisáhættu eru íslensk króna (ISK), breskt pund(GBP), japönsk jen (JPY), bandarískur dollar (USD) og svissneskur franki (CHF).

NiðurfærslaNafnverð kröfu

Staða 1.1. ..................................................................................................................Afskrifaðar tapaðar kröfur á árinu ..............................................................................Gjaldfærð virðisrýrnun á árinu ...................................................................................Gengismunur .............................................................................................................Staða 31.12. ..............................................................................................................

Gjaldfallið innan 30 daga ...........................................

Gjaldfallið fyrir meira en 120 dögum ..........................

Ameríka .....................................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 28 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 212: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

26. Markaðsáhætta, frh.

Aðrar

CHF USD JPY GBP ISK myntir

2012

Viðskiptakröfur .............. 0 12.025 0 1.309 831 3.449 Veðtryggð lán ............... 938)( 4.868)( 291)( 122)( 15)( 290)( Viðskiptaskuldir ............. 0 200)( 0 15)( 13.023)( 20)( Áhætta í efnahagsreikningi ....... 938)( 6.957 291)( 1.172 12.207)( 3.139

2011

Viðskiptakröfur .............. 0 9.138 259 3.737 784 1.060 Veðtryggð lán ............... 1.065)( 369)( 377)( 161)( 449)( 319)( Viðskiptaskuldir ............. 0 152)( 0 41)( 16.156)( 30)( Áhætta í efnahagsreikningi ....... 1.065)( 8.617 118)( 3.535 15.821)( 711

Næmnigreining

2012 2011

94 107 696)( 862)(

29 12 117)( 354)(

1.221 1.582 314)( 71)( 217 414

2012 2011 2012 2011

0,830 0,813 0,828 0,823 0,778 0,719 0,758 0,773 0,010 0,009 0,009 0,010 1,233 1,153 1,226 1,193 0,006 0,006 0,006 0,006

USD ...........................................................................................................................JPY ............................................................................................................................

CHF ............................................................................

GBP ...........................................................................................................................

ISK .............................................................................

ISK .............................................................................................................................

Áhætta samstæðunnar vegna erlendra gjaldmiðla var sem hér segir í nafnverðsfjárhæðum:

10% styrking evru gagnvart eftirtöldum gjaldmiðlum 31. desember mundi hafa hækkað afkomu samstæðunnarfyrir tekjuskatt um eftirfarandi fjárhæðir. Greiningin byggir á að allar aðrar breytur, sérstaklega vextir, haldistóbreyttar. Greiningin var unnin með sama hætti og árið 2011.

Aðrar myntir ...............................................................................................................

Gengi helstu gjaldmiðla á árinu gagnvart evru var sem hér segir:ÁrslokagengiMeðalgengi

CHF ...........................................................................................................................

Skýringar, frh.:

USD ...........................................................................JPY ............................................................................GBP ...........................................................................

Stjórn félagsins hefur sett sér stefnu um áhættustýringu sem hefur það að meginmarkmiði að lágmarka gengis-og vaxtaáhættu og leitast þannig við að forðast neikvæð áhrif gengissveiflna og stuðla að stöðugleikarekstrarumhverfisins.

Lántaka samstæðunnar í erlendum gjaldmiðlum myndar gengisáhættu sem að hluta til er varin með sjóðstreymisamstæðunnar.

Gjaldmiðlaskiptasamningar eru notaðir til að verjast gengisáhættu að hluta. Í árslok nam fjárhæð útistandandisamninga 3.792 þús. evrur.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 29 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 213: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

26. Markaðsáhætta frh.Vaxtaáhætta

78.556 109.357

Gangvirði

Önnur markaðsverðsáhætta

27. Rekstraráhætta

28. Eiginfjárstýring

Breyting á vöxtum á uppgjörsdegi um 100 punkta hefði hækkað (lækkað) afkomu um 786 þús. evra. (2011:1.094 þús. evra) fyrir tekjuskatt. Útreikningurinn miðast við rekstraráhrif á ársgrundvelli. Þessi greining byggir áþví að allar aðrar breytur, sérstaklega gengi erlendra gjaldmiðla, haldist óbreyttar. Greiningin er unnin meðsama hætti og árið 2011.

Vaxtaberandi fjármálagerningar samstæðunnar í árslok greinast þannig:

Fjárskuldir með breytilega vexti .................................................................................

Óverulegur munur er á gangvirði og bókfærðu verði fjáreigna og fjárskulda.

Samstæðan leitast við að stýra rekstraráhættu með hagkvæmum hætti til að forðast fjárhagslegt tap og til aðvernda orðstír hennar.

Til að draga úr rekstraráhættu er meðal annars komið á stýringu á veiðum og vinnslu afla. Einnig viðeigandiaðskilnaði starfa, eftirliti með viðskiptum og fylgni við lög. Starfsmenn eru þjálfaðir, verkferlar skipulagðir ogskráðir og keyptar tryggingar þegar við á.

Það er stefna stjórnar félagsins að eiginfjárstaða samstæðunnar sé sterk til að styðja við stöðugleika íframtíðarþróun starfseminnar. Langtímamarkmið stjórnar félagsins er að greiða helming hagnaðar út í arð.

Hluti af rekstraráhættu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er sú áhætta, að stjórnvöld breyti leikreglum ísjávarútvegi með þeim hætti að starfsemi samstæðunnar verði óhagkvæmari en ella.

Samstæðan býr við áhættu vegna náttúrubreytinga. Veiðar og vinnsla á fiski eru meðal annars háðar vexti ogviðgangi fiskstofna við landið. Breytingar á náttúrufari og aðstæðum í hafinu geta valdið minnkun veiðistofna,breyttri samsetningu þeirra og samdrætti í afla samstæðunnar og þannig haft bein áhrif á fjárhagslega afkomuhennar.

Skýringar, frh.:

Lántökur samstæðunnar eru allar með breytilegum vöxtum.

Önnur markaðsverðsáhætta er takmörkuð, þar sem fjárfestingar í skuldabréfum og eignarhlutum eru óverulegurhluti af starfsemi samstæðunnar.

Rekstraráhætta er hættan á beinu eða óbeinu tapi sem getur orðið vegna fjölda þátta í starfsemi samstæðunnar.Meðal áhættuþátta er vinna starfsmanna samstæðunnar, tækni og skipulag sem beitt er, og ytri þættir aðrir enláns-, markaðs- og lausafjáráhætta. Rekstraráhætta myndast við alla starfsemi samstæðunnar.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 30 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 214: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

29. Tengdir aðilarSkilgreining tengdra aðila

Viðskipti við stjórnendur

Nafnverðhlutafjár

Laun (í þús. ISK)

131 36 160 0

15 6.863 5 249 5 0 5 0 2 1.005

414 187

Viðskipti við hlutdeildarfélögÍ rekstrarreikningi og efnahagsreikningi eru eftirtalin viðskipti við tengda aðila: 2012 2011

616 898 1 9

168 207 0 8

Viðskipti við hluthafa

30. Dótturfélög

Land Eignarhluti

Síle 100%Ísland 65%Írland 100%

Kröfur á hlutdeildarfélög í árslok ................................................................................Skuldir við hlutdeildarfélög í árslok ............................................................................

Seldar vörur og þjónusta til hlutdeildarfélaga ............................................................Keyptar vörur og þjónusta af hlutdeildarfélögum .......................................................

Með eignarhlutum eru taldir eignarhlutar maka og ófjárráða barna. Auk þeirra eignarhluta sem taldir eru upp hérað ofan eiga félög, þar sem stjórnarmenn HB Granda hf. eru í meirihluta stjórnar, eignarhluti samtals aðnafnverði 742 millj. kr.

Dótturfélög samstæðunnar (skýring 30), hlutdeildarfélög (skýring 14), hluthafar með veruleg áhrif, félög í þeirraeigu, stjórnarmenn og stjórnendur ásamt mökum þeirra og ófjárráða börnum teljast vera tengdir aðilarsamstæðunnar. Viðskipti milli samstæðufélaga eru felld niður við gerð samstæðureiknings.

Laun og hlunnindi til stjórnenda félagsins vegna starfa fyrir félög í samstæðunni og eignarhlutir þeirra í félaginugreinast þannig:

Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri .................................................Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður ..........................................................................Kristján Loftsson, stjórnarmaður ................................................................................Halldór Teitsson, stjórnarmaður ................................................................................Iða Brá Benediktsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður ....................................................Hanna Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður ...........................................................................Fjórir millistjórnendur .................................................................................................

Skýringar, frh.:

Vilhjálmur Vilhjálmsson, millistjórnandi og síðar forstjóri ...........................................

Í árslok voru dótturfélög móðurfélagsins tvö. Að auki er dótturfélagið Stofnfiskur Ireland Ltd. í eigu Stofnfisks hf.Dótturfélög samstæðunnar eru eftirfarandi:

Grandi Limitada .........................................................................................................

Stofnfiskur Ireland Ltd. ..............................................................................................Stofnfiskur hf. ............................................................................................................

Hluthafar með veruleg áhrif í árslok 2012 eru Vogun hf. og Arion banki hf. Félagið átti viðskipti á árinu viðHampiðjuna hf. sem er í eigu Vogunar og fleiri hluthafa HB Granda hf. Heildarfjárhæð viðskiptanna á árinu nam3.497 þús. evrur og skuld HB Granda í árslok nam 876 þús. evrur. Í árslok átti félagið kröfu á Arion banka hf. íformi bankainnistæðna að fjárhæð 2.494 þús. evra. Í árslok átti Arion banki hf. útistandandi kröfur í formilánveitinga til HB Granda að fjárhæð 18.084 þús. evra. Viðskipti samstæðunnar við hluthafa voru eins og umviðskipti ótengdra aðila væri að ræða.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 31 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 215: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

31. KennitölurHelstu kennitölur samstæðunnar: 2012 2011

1,58 2,09 0,94 1,40 0,56 0,49 9,5% 28,6%

32. Önnur mál

33. SjóðsstreymisyfirlitVeltufé frá rekstri greinist þannig: 2012 2011

14.859 37.016

10.997 10.653 21.601 0 1.160)( 109)(

757)( 2.705)( 578 297

4.527 2.395)( 3.512 6.203

54.157 48.960

Afskriftir .....................................................................................................................

Í febrúar 2013 tilkynnti félagið um breytingar á skipastól sínum. Á fiskveiðiárinu 2013-2014 mun félagiðvæntanlega gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. Það er mat félagsins að meiriverðmætasköpun muni áfram felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó.

Hagnaður af sölu eigna .............................................................................................Lífrænar eignir, breyting ............................................................................................

Félagið hefur keypt rekstrarstöðvunartryggingu hjá tryggingarfélagi sem ætlað er að bæta tjón vegnarekstrarstöðvunar í allt að átján mánuði af völdum bruna.

Hagnaður ársins ........................................................................................................

Skýringar, frh.:

Veltufjárhlutfall - veltufjármunir/skammtímaskuldir ....................................................Lausafjárhlutfall - kvikir veltufjármunir/ skammtímaskuldir ........................................

Arðsemi eigin fjár .......................................................................................................

Tekjuskattur ...............................................................................................................

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:

Veltufé frá rekstri .......................................................................................................

Virðisrýrnun aflaheimilda ...........................................................................................

Áhrif hlutdeildarfélaga ................................................................................................Verðbætur og gengismunur .......................................................................................

Eiginfjárhlutfall - eigið fé/heildarfjármagn ..................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 32 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 216: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

ÁrshelmingayfirlitRekstur samstæðunnar greinist þannig á árshelminga:

Fyrri árs- Seinni árs-

helmingur helmingur Samtals

Árið 2012 93.259 104.062 197.321 61.339)( 71.186)( 132.525)( 31.920 32.876 64.796

0 1.163 1.163 5.494)( 6.854)( 12.348)( 3.033)( 2.314)( 5.347)(

21.601)( 0 21.601)( 1.792 24.871 26.663 2.021)( 1.744)( 3.765)( 1.252 5.779)( 4.527)( 1.023 17.348 18.371 2.543)( 969)( 3.512)( 1.520)( 16.379 14.859

28.688 30.573 59.261

Árið 2011 76.283 107.403 183.686 48.984)( 71.131)( 120.115)( 27.299 36.272 63.571 4.376)( 6.928)( 11.304)( 2.906)( 3.788)( 6.694)(

20.017 25.556 45.573 4.240)( 509)( 4.749)( 1.426 969 2.395

17.203 26.016 43.219 1.541)( 4.662)( 6.203)(

15.662 21.354 37.016

25.242 30.984 56.226

Seldar vörur .........................................................................

Tekjuskattur .........................................................................

Árshelmingayfirlit - óendurskoðað

Kostnaðarverð seldra vara ..................................................Vergur hagnaður .................................................................

Útflutningskostnaður ............................................................

Virðisrýrnun aflaheimilda .....................................................Rekstrarhagnaður ...............................................................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld .......................................Áhrif hlutdeildarfélaga ..........................................................Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................................................

Annar rekstrarkostnaður ......................................................

Aðrar tekjur ..........................................................................

Útflutningskostnaður ............................................................Vergur hagnaður .................................................................

(Tap) hagnaður tímabilsins ................................................

Seldar vörur .........................................................................Kostnaðarverð seldra vara ..................................................

EBITDA ...............................................................................

Hagnaður tímabilsins ..........................................................

EBITDA ...............................................................................

Annar rekstrarkostnaður ......................................................Rekstrarhagnaður ...............................................................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld .......................................Áhrif hlutdeildarfélaga ..........................................................Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................................................Tekjuskattur .........................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2012 33 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 217: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

HB Grandi hf.

samstæðunnarÁrsreikningur

2011

HB Grandi hf.Norðurgarði 1101 Reykjavík

Kt. 541185-0389

Page 218: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Bls.

3

5

6

7

8

9

10

11Skýringar ...............................................................................................................................................................

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra ................................................................................................................

Áritun óháðs endurskoðanda .................................................................................................................................

Rekstrarreikningur ..................................................................................................................................................

Efnisyfirlit

Yfirlit um heildarafkomu ..........................................................................................................................................

Efnahagsreikningur ...............................................................................................................................................

Eiginfjáryfirlit ..........................................................................................................................................................

Sjóðsstreymisyfirlit ................................................................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 2

Page 219: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Stjórnunarhættir

Stjórn HB Granda hf. leitast við að fylgja Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja (síðast útgefnar júní 2009). Sýntþykir að stjórn félagsins uppfylli ekki skilyrði í greinum 2.4 og 2.5 um sjálfstæði stjórnarmanna gagnvart stórumhluthöfum, en það er mat stjórnar, að gildi þeirra orki tvímælis, samanber greinargerð stjórnarformanns í ársskýrslufélagsins 2005.

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Hlutafé og samþykktirSkráð hlutafé félagsins nam í árslok 1.706,6 millj. kr, en félagið á eigin hluti að nafnverði 8,6 millj. kr. Hlutaféð er íeinum flokki, sem skráður er á First North sem er hliðarmarkaður Nasdaq OMX Nordic Exchange. Allir hlutir njótasömu réttinda. Jafnframt hefur félagið skráð skuldabréf á Nasdaq OMX Nordic Exchange. Ein afborgun er eftir afbréfunum og námu eftirstöðvar þeirra í árslok í 62,9 millj. kr.

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í apríl 2011 var stjórn félagsins veitt heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu.Heimildin gildir í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins áhverjum tíma. Kaupverð hluta skal vera hæst 15% yfir síðasta þekktu söluverði á First North markaðinum áður enkaup eru gerð. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér í stjórn félagsins þurfa að tilkynna það skriflega fimm dögum fyrirupphaf aðalfundar.

Rekstur og fjárhagsleg staða 2011Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður af rekstri samstæðunnar 37,3 millj. evra. Tekjur samstæðunnar af seldumvörum námu 183,7 millj. evra á árinu. Eignir samstæðunnar í árslok námu 322,9 millj. evra, skuldir samstæðunnar íárslok námu 147,4 millj. evra og eigið fé samstæðunnar í árslok 2011 var 175,5 millj. evra samkvæmtefnahagsreikningi.

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2012 verði vegna rekstrarársins 2011 greiddur 40% arður af nafnverði hlutafjár,þ.e. arðgreiðsla að fjárhæð 679 millj. kr. (um 4,3 millj. evra á lokagengi ársins 2011), sem samsvarar 11,3% af hagnaðiársins 2011 og 2,4% af eigin fé eða 3,2% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2011. Vísað er til ársreikningsins umráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

Hlutafé félagsins skiptist í árslok á 593 hluthafa, en þeir voru 603 í ársbyrjun og fækkaði því um 10 á árinu. Í árslok2011 áttu tveir aðilar yfir 10% eignarhluta í félaginu, en þeir voru Vogun hf. sem átti 40,3% og Arion banki hf. sem átti33,2% af útistandandi hlutafé.

HB Grandi hf. er markaðsdrifið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, sem gerir út togara og uppsjávarveiðiskip, starfrækirfiskiðjuver, mjöl- og lýsisverksmiðjur og markaðssetur vörur sínar undir eigin merki víða um heim.

Stjórn HB Granda hf. hefur sett sér starfsreglur í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga, þar sem valdsvið stjórnar erskilgreint og verksvið hennar gagnvart forstjóra. Í þessum reglum er meðal annars að finna reglur um fundarsköp,reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku í afgreiðslu mála, reglur um þagnarskyldu, upplýsingagjöf forstjóra gagnvartstjórn og fleira. Starfsreglur stjórnar eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Stjórn félagsins ákveður starfskjörforstjóra. Stjórn hefur skipað endurskoðunarnefnd, sem hittir ytri endurskoðendur reglulega og eru reglur nefndarinnaraðgengilegar á heimasíðu félagsins.

Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestiraf Evrópusambandinu og viðbótarkröfur um upplýsingagjöf í samstæðureikningum félaga sem hafa verðbréf sín skráðá skipulegum verðbréfamarkaði.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Jafnframt er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróunog árangur í rekstri samstæðunnar og stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem samstæðan býr við.

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomusamstæðunnar á árinu 2011, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar 31. desember 2011 og breytingu á handbærufé á árinu 2011.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 3

Page 220: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 221: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 222: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2011 2010

183.686 144.762 120.115)( 100.618)(

63.571 44.144

11.304)( 9.111)( 10 6.694)( 5.135)(

45.573 29.898

174 171 5.927)( 5.577)( 1.004 8.166)(

11 4.749)( 13.572)(

15 2.395 2.497

43.219 18.823

12 5.886)( 10.996)(

Hagnaður ársins .............................................................................................. 37.333 7.827

56.226 41.190

36.596 7.254 737 573

37.333 7.827

21 0,022 0,004

Skýringar á blaðsíðum 11 til 32 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Tekjuskattur .....................................................................................................

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut ...................................................

Fjármagnsgjöld ...............................................................................................Gengismunur ...................................................................................................

Áhrif hlutdeildarfélaga ....................................................................................

Hluthafar móðurfélags .....................................................................................Hlutdeild minnihluta .........................................................................................Hagnaður ársins ..............................................................................................

EBITDA ...........................................................................................................

Hagnaður á hlut:

Skipting hagnaðar

Seldar vörur .....................................................................................................

Hagnaður fyrir tekjuskatt ................................................................................

Rekstrarreikningur ársins 2011

Rekstrarhagnaður ...........................................................................................

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samtals .......................................................

Vergur hagnaður .............................................................................................

Kostnaðarverð seldra vara ..............................................................................

Útflutningskostnaður .......................................................................................Annar rekstrarkostnaður ..................................................................................

Fjáreignatekjur ................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 6 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 223: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2011 2010

Hagnaður ársins .............................................................................................. 37.333 7.827

940)( 1.816 Heildarhagnaður ársins................................................................................... 36.393 9.643

35.635 9.043 758 600

36.393 9.643

Hluthafar móðurfélags .....................................................................................

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum ..................................................

Heildarhagnaður ársins ...................................................................................

Yfirlit um heildarafkomu ársins 2011

Hlutdeild minnihluta .........................................................................................

Rekstrarliðir færðir á eigið fé:

Skipting heildarhagnaðar

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 7 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 224: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2011 2010

Eignir13 94.741 96.183 14 135.532 135.532 15 16.799 15.341 16 123 156 17 7.444 6.807

Fastafjármunir 254.639 254.019

18 19.983 17.000 17 2.868 1.099 19 24.174 20.426

21.228 11.152 Veltufjármunir 68.253 49.677

Eignir samtals 322.892 303.696

Eigið fé20 18.619 18.619

27.031 27.031 1.713 2.674

125.342 90.804 172.705 139.128

2.824 2.128 Eigið fé 175.529 141.256

Skuldir22 94.336 109.103 23 20.397 18.914

Langtímaskuldir 114.733 128.017

22 15.021 23.194 24 13.206 11.229 23 4.403 0

Skammtímaskuldir 32.630 34.423

Skuldir 147.363 162.440

Eigið fé og skuldir samtals 322.892 303.696

Skýringar á blaðsíðum 11 til 32 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Hlutafé .............................................................................................................

Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum ..................................................Óráðstafað eigið fé ..........................................................................................

Lögbundinn varasjóður ....................................................................................

Lífrænar eignir .................................................................................................

Birgðir ..............................................................................................................Lífrænar eignir .................................................................................................Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur .....................................................Handbært fé ....................................................................................................

Efnahagsreikningur 31. desember 2011

Rekstrarfjármunir .............................................................................................Óefnislegar eignir ............................................................................................Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum ......................................................................Aðrar fjárfestingar ............................................................................................

Vaxtaberandi skuldir ........................................................................................Tekjuskattsskuldbinding ..................................................................................

Vaxtaberandi skuldir ........................................................................................

Hlutdeild minnihluta .........................................................................................

Skattar ársins ..................................................................................................Viðskiptaskuldir aðrar skammtímaskuldir ........................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 8 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 225: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

_______________________________________________________________________________________________

Hlutdeild

Lögbundinn Þýðingar- Óráðstafað minni- Eigið fé

Hlutafé varasjóður munur eigið fé hluta samtals

Árið 201018.613 26.974 885 84.788 1.572 132.832

6 57 63 1.789 7.254 600 9.643

1.238)( 44)( 1.282)( 18.619 27.031 2.674 90.804 2.128 141.256

Árið 201118.619 27.031 2.674 90.804 2.128 141.256

961)( 36.596 758 36.393 2.058)( 62)( 2.120)(

18.619 27.031 1.713 125.342 2.824 175.529 Eigið fé 31.12.2011 .....................

Eiginfjáryfirlit 2011

Eigið fé 1.1.2011 .........................Heildarhagnaður ársins ..............Greiddur arður, 0,20 kr. á hlut ....

Eigið fé 1.1.2010 .........................

Greiddur arður, 0,12 kr. á hlut ....Eigið fé 31.12.2010 .....................

Seld eigin bréf .............................Heildarhagnaður ársins ..............

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 9 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 226: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2011 2010

Rekstrarhreyfingar45.573 29.898

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:13 10.653 11.292

117)( 286 2.705)( 2.326)(

53.404 39.150

6.095)( 9.545)( 2.812 566)(

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 3.283)( 10.111)(

160 29 5.986)( 5.046)(

Handbært fé frá rekstri 44.295 24.022

Fjárfestingarhreyfingar13 9.739)( 11.436)(

664 176 22)( 946

Fjárfestingarhreyfingar 9.097)( 10.314)(

Fjármögnunarhreyfingar2.058)( 1.238)(

0 63 0 6.400

23.064)( 19.764)( Fjármögnunarhreyfingar 25.122)( 14.539)(

10.076 831)(

11.152 11.983

Handbært fé í árslok ....................................................................................... 21.228 11.152

Fjármögnun án greiðsluáhrifa0 105.584 0 105.584)(

Skýringar á blaðsíðum 11 til 32 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum

Sjóðsstreymisyfirlit ársins 2011

Aðrar fjárfestingar, lækkun ..............................................................................

Breytingar á rekstrartengdum eignum ............................................................Breytingar á rekstrartengdum skuldum ...........................................................

Fjárfesting í rekstrarfjármunum .......................................................................

Rekstrarhagnaður ársins .................................................................................

Innheimtar vaxtatekjur .....................................................................................Greidd vaxtagjöld ............................................................................................

Lífrænar eignir, breyting ..............................................................................

Afskriftir .......................................................................................................(Hagnaður) tap af sölu eigna ......................................................................

Skilmálabreytingar langtímalána .....................................................................Skilmálabreytingar langtímalána .....................................................................

Handbært fé í ársbyrjun...................................................................................

Söluverð rekstrarfjármuna ...............................................................................

Hækkun (lækkun) á handbæru fé...................................................................

Afborganir langtímalána ..................................................................................Tekin ný langtímalán .......................................................................................

Greiddur arður .................................................................................................Seld eigin hlutabréf .........................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 10 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 227: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

1. Félagið

2. Grundvöllur reikningsskilannaa. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

b. Grundvöllur matsaðferða

c. Starfrækslu- og framsetningargjaldmiðill

d. Mat og ákvarðanir

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

a. Grundvöllur samstæðu(i) Sameiningar fyrirtækja

gangvirði greiðslunnar sem innt er af hendi; að meðtalinni bókfærðri fjárhæð sem tilheyrir öðrum hluthöfum í hinu keypta félagi; að viðbættu gangvirði þess hluta fjárfestingarinnar sem var í eigu samstæðunnar fyrir kaupin hafi þau átt sér stað í áföngum; að frádregnu bókfærðu verði aðgreinanlegra eigna og skulda (sem venjulega telst vera gangvirði þeirra á yfirtökudegi).

Skýringar

HB Grandi hf. (“Félagið”) er íslenskt hlutafélag. Höfuðstöðvar félagsins eru að Norðurgarði 1, Örfirisey íReykjavík. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2011 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélagaþess, sem vísað er til í heild sem "samstæðunnar" og til einstakra félaga sem "samstæðufélaga" og hlutdeildsamstæðunnar í hlutdeildarfélögum.

Reikningsskilaaðferðum sem lýst er hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti fyrir öll tímabil sem komafram í ársreikningnum af öllum félögum í samstæðunni.

Samstæðuársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa veriðstaðfestir af Evrópusambandinu.

Félagið er markaðsdrifið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, sem gerir út togara og uppsjávarveiðiskip, starfrækirfiskiðjuver, mjöl- og lýsisverksmiðjur og markaðssetur vörur sínar undir eigin merki víða um heim.

Stjórn félagsins staðfesti ársreikninginn 16. mars 2012.

Samstæðuársreikningurinn er birtur í evrum, sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhæðir eru birtar íþúsundum evra, nema annað sé tekið fram.

Samstæðuársreikningurinn er gerður á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að lífrænar eignir eru færðirá gangvirði. Fjallað er um aðferðir við mat á gangvirði í skýringu 4.

Gerð ársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaða krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, metiog gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna oggjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati.

Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabilisem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.

Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir íársreikningnum, er að finna í skýringum 4 og 14 um mat á endurheimtanlegum fjárhæðum aflaheimilda.

Kaupaðferðinni er beitt á sameiningar á yfirtökudegi, sem er þegar yfirráð flytjast til samstæðunnar. Yfirráð fela ísér vald til að stjórna fjárhags- og rekstrarstefnu félagsins í þeim tilgangi að hagnast á starfsemi þess. Við mat áyfirráðum tekur samstæðan tillit til mögulegs atkvæðaréttar sem þegar er nýtanlegur.

Samstæðan metur viðskiptavild sem hefur orðið til við yfirtökur sem:

Þegar mismunurinn er neikvæður er hann tekjufærður strax í rekstrarreikningi.

Kaupverðið felur ekki í sér uppgjör eldri samninga sem gerðir hafa verið af hinni keyptu einingu sem venjulega erfært beint í rekstrarreikning.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 11 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 228: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.a. Grundvöllur samstæðu frh.(i) Sameiningar fyrirtækja frh.

Yfritökur fyrir 1. janúar 2010

(ii) Yfirtökur á hlutum annarra hluthafa í dótturfélögum

(iii) Dótturfélög

(iv) Hlutdeildarfélög

(v) Viðskipti felld út við gerð samstæðureiknings

Dótturfélög eru þau félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar samstæðan hefur valdtil að stjórna fjárhags- og rekstrarstefnu félags í þeim tilgangi að hagnast á starfsemi þess. Við mat á yfirráðum ertekið tillit til mögulegs atkvæðisréttar sem þegar er nýtanlegur. Reikningsskil dótturfélaga eru innifalin ísamstæðureikningsskilum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Reikningsskilaaðferðum dótturfélaga hefurverið breytt þegar nauðsynlegt hefur verið að laga þær að aðferðum samstæðunnar.

Viðskipti milli samstæðufélaga, stöður milli þeirra og óinnleystar tekjur og gjöld sem myndast hafa í viðskiptummilli félaganna eru felld út við gerð samstæðureikningsins. Óinnleystur hagnaður sem hefur myndast í viðskiptumvið hlutdeildarfélög er felldur út í samræmi við eignarhlut samstæðunnar í félögunum. Óinnleystur hagnaður semmyndast hefur í viðskiptum við hlutdeildarfélög er færður til lækkunar á bókfærðu verði þeirra. Óinnleyst tap erfært út með sama hætti og óinnleystur hagnaður, en aðeins að því marki að ekkert bendi til virðisrýrnunar þessara félaga.

Hlutdeildarfélög eru félög þar sem samstæðan hefur veruleg áhrif á fjárhags- og rekstrarstefnu, en ekki yfirráð.Veruleg áhrif eru alla jafna til staðar þegar samstæðan ræður 20-50% atkvæðaréttar. Hlutdeildarfélög eru færð íársreikning samstæðunnar með hlutdeildaraðferð og eru í upphafi færð á kostnaðarverði. Fjárfestingsamstæðunnar innifelur viðskiptavild, sem verður til við kaupin, að frádreginni virðisrýrnun, ef einhver er.Samstæðureikningurinn inniheldur hlutdeild samstæðunnar í afkomu og eiginfjárhreyfingum hlutdeildarfélaga fráupphafi áhrifa til loka þeirra. Verði hlutdeild samstæðunnar í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélags, aðmeðtalinni langtímafjármögnun þess, er bókfærða verðið fært í núll og færslu frekara taps hætt nema samstæðanhafi gengist í ábyrgðir fyrir hlutdeildarfélagið eða fjármagnað það.

Yfirtökur á hlutum annarra í dótturfélögum er farið með eins og um sé að ræða viðskipti hluthafa í hlutverki sínusem hluthafar og því er engin viðskiptavild færð vegna slíkra viðskipta. Færslur vegna slíkra viðskipta taka mið afhlutfalli fjárfestingar í hreinni eign dótturfélagsins.

Kostnaður sem fellur til við kaupin annar en kostnaður við útgáfu skuldaskjala og eiginfjárgerninga er gjaldfærðurþegar hann fellur til.

Óvissar skuldir til greiðslu eru færðar á gangvirði á kaupdegi. Breytingar á gangvirði við síðara mat eru færðar írekstrarreikning, nema þegar óvissa skuldin er flokkuð sem eigið fé, en þá er hún ekki endurmetin og uppgjörskuldarinnar er fært á eigið fé.

Þegar kaupréttarsamningar eru gerðir í stað samninga sem starfsmenn hins keypta félags höfðu fyrir kaupinvegna fyrri tímabila er tekið tillit til mismunar á gangvirði samninganna vegna þjónustu sem þegar hefur verið veittog hann talinn hluti af kaupverði. Horft er til markaðsvirðis nýja samningsins samanborið við markaðsvirði eldrisamnings og að hvaða marki nýji samningurinn er vegna þjónustu sem veitt hefur verið fyrir kaupin.

Viðskiptavild sem hefur orðið til við yfirtökur fyrir 1. janúar 2010 er mismunurinn á kaupverði við yfirtökuna oggangvirði yfirtekinn aðgreinanlegra eigna, skulda og óvissra skulda. Þegar mismunurinn var neikvæður var hanntekjufærður í rekstrarreikning.

Kostnaður sem féll til við kaupin, að undanskildum þeim kostnaði sem var vegna útgáfu skuldabréfa eðaeiginfjárgerninga, var eignfærður sem hluti af kaupverðinu.

Skýringar, frh.:

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 12 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 229: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.b. Erlendir gjaldmiðlar(i) Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum

(ii) Erlend dótturfélög

c. Fjármálagerningar(i) Fjármálagerningar aðrir en afleiður

Lán og kröfur

Handbært fé

(ii) Hlutafé

Kaup á eigin hlutum

d. Rekstrarfjármunir(i) Færsla og mat

Til handbærs fjár teljast sjóður og óbundnar bankainnstæður.

Hagnaður af sölu rekstrarfjármuna, sem er mismunur á söluandvirði þeirra og bókfærðu verði, er færður írekstrarreikning meðal annarra tekna, en tap af sölu meðal annarra gjalda.

Fjármagnskostnaður er eignfærður á byggingartíma vegna rekstrarfjármuna í smíðum miðað við vegnameðalvexti alls lánsfjár.

Þegar samstæðan kaupir eigin hluti er kaupverðið, að meðtöldum beinum kostnaði, fært til lækkunar á eigin fé.Þegar eigin hlutir eru seldir er eigið fé hækkað.

Rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði, að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun.Kostnaðarverðið innifelur beinan kostnað sem fellur til við kaupin.

Þegar rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með mismunandi nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar ogafskrifaðar miðað við nýtingartímann.

Í skýringu 3 (m) er gerð grein fyrir reikningsskilaaðferðum vegna fjáreignatekna og fjármagnsgjalda.

Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðla einstakra samstæðufélaga á gengiviðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar á gengi uppgjörsdags. Aðrareignir og skuldir sem færðar eru á gangvirði í erlendri mynt eru færðar á gengi þess dags er gangvirði varákveðið. Gengismunur vegna viðskipta í erlendum gjaldmiðlum er færður í rekstrarreikning.

Til fjármálagerninga sem ekki eru afleiðusamningar teljast fjárfestingar í hlutabréfum og skuldabréfum,viðskiptakröfur, aðrar kröfur, handbært fé, lántökur, viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir.

Skýringar, frh.:

Fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar eru færðir á gangvirði við upphaflega skráningu í bókhald.Þegar fjármálagerningar eru ekki metnir á gangvirði gegnum rekstrarreikning, er allur beinn viðskiptakostnaðurfærður til hækkunar á virði þeirra við upphaflega skráningu í bókhald. Eftir upphaflega skráningu erufjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar færðir með þeim hætti sem greinir hér á eftir.

Lán og kröfur eru fjáreignir með föstum eða ákvarðanlegum greiðslum sem ekki eru skráðar á virkum markaði.Slíkar eignir eru í upphafi færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflegaskráningu eru lán og kröfur færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnunþegar við á. Lán og kröfur samanstanda af verðbréfaeign, viðskiptakröfum og öðrum kröfum.

Hlutafé er flokkað sem eigið fé. Beinn kostnaður vegna útgáfu hlutafjár er færður til lækkunar á eigin fé, aðfrádregnum skattáhrifum.

Eignir og skuldir erlendrar starfsemi eru umreiknaðar í evrur miðað við gengi uppgjörsdags. Tekjur og gjölderlendrar starfsemi eru umreiknuð í evrur á meðalgengi ársins. Gengismunur sem myndast við yfirfærslu í evrurer færður á sérstakan lið í yfirliti um heildarafkomu. Þegar erlend starfsemi er seld, að hluta til eða öllu leyti, ertengdur gengismunur fluttur í rekstrarreikning.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 13 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 230: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.d. Rekstrarfjármunir frh.(ii) Kostnaður sem fellur til síðar

(iii) Afskriftir

17-25 ár10-17 ár

3-8 ár

e. Óefnislegar eignir(i) Aflaheimildir

(ii) Viðskiptavild

Síðara mat

f. Lífrænar eignirKlakfiskur

g. Birgðir

Klakfiskur er lífræn eign sem færð er til eignar meðal fastafjármuna á áætluðu gangvirði í samræmi viðalþjóðlegan reikningsskilastaðal um landbúnað, IAS 41. Um er að ræða sérvalinn kynbótafisk tilhrognaframleiðslu. Áætlað gangvirði er byggt á markaðsverði, áætluðum gæðum og hæfilegt tillit tekið til affallaog varúðarsjónarmiða. Auk þess er stuðst við reynslutölur um hrognamagn og áætlaðan kostnað viðframleiðsluna fram að afhendingu. Ef ekki reynist unnt að meta gangvirði með áreiðanlegum hætti erklakfiskurinn færður til eignar á áætluðu framleiðslukostnaðarverði. Seiði og smálax sem félagið ætlar tilhrognaframleiðslu er eignfærður meðal fastafjármuna sem lífrænar eignir.

Viðskiptavild myndast við kaup á dótturfélögum. Viðskiptavild er mismunurinn á kostnaði við yfirtökuna oggangvirði yfirtekinna eigna, skulda og óvissra skulda. Þegar neikvæð viðskiptavild myndast er hún tekjufærðstrax í rekstrarreikningi.

Viðskiptavild er færð á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun.

Afskriftir eru reiknaðar af afskrifanlegri fjárhæð, sem er kostnaðarverð að frádregnu niðurlagsverði. Afskriftir erureiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta rekstrarfjármuna. Áætlaður nýtingartímigreinist þannig:

Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er eignfærður þegar líklegt er talið að ávinningur semfelst í eigninni muni renna til samstæðunnar og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Bókfært verðhlutarins sem er endurnýjaður er gjaldfært. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hanser stofnað.

Afskriftaraðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi og breytt ef við á.

Fasteignir ..........................................................................................................................................Fiskiskip og búnaður .........................................................................................................................Vélar, áhöld og tæki ..........................................................................................................................

Keyptar aflaheimildir eru færðar til eignar í efnahagsreikningi á kostnaðarverði sem óefnislegar eignir meðótakmarkaðan nýtingartíma og eru gerð á þeim virðisrýrnunarpróf að minnsta kosti árlega.

Skýringar, frh.:

Hrogn og seiði sem áætlað er að selja innan árs eru færð meðal veltufjármuna á gangvirði sem fyrst og fremst erbyggt á þekktu markaðsverði.

Rekstrarvörubirgðir eru metnar á innkaupsverði.

Afurðir eru metnar til eignar á áætluðu meðalframleiðsluverði, sem samanstendur af beinum og óbeinumframleiðslukostnaði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Hreint söluvirði er áætlað söluverð ívenjulegum viðskiptum að frádregnum áætluðum kostnaði við að ljúka við og selja vöru.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 14 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 231: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.h. Virðisrýrnun(i) Fjáreignir

(ii) Aðrar eignir

i. Hlunnindi starfsmanna(i) Framlög í réttindatengda lífeyrissjóði

j. Skuldbindingar

k. Tekjur

Líklegt er talið að endurgjaldið verði innheimt.Unnt er að meta kostnað vegna sölu og möguleg skil á vörum á áreiðanlegan hátt.

Skuldbinding er færð þegar samstæðan ber lagalega eða ætlaða skuldbindingu vegna liðinna atburða, ef líklegter að komi til greiðslu og hægt er að meta hana á áreiðanlegan hátt. Skuldbindingar eru metnar með því aðnúvirða áætlað framtíðarsjóðstreymi með vöxtum fyrir skatta sem endurspegla mat markaðarins á tímavirðipeninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir einstökum skuldbindingum.

Skýringar, frh.:

Áhætta og ávinningur sem fylgir eignarhaldi á vörunum eru færð að verulegu leyti til kaupanda.

Samstæðan greiðir iðgjöld vegna starfsmanna sinna til sjálfstæðra iðgjaldatengdra lífeyrissjóða. Samstæðan berenga ábyrgð á skuldbindingum sjóðanna. Iðgjöldin eru gjaldfærð í rekstrarreikningi meðal launa og launatengdragjalda eftir því sem þau falla til.

Tekjur af sölu afurða eru metnar á gangvirði greiðslunnar sem er móttekin eða er innheimtanleg, að frádregnumveittum afsláttum. Tekjur eru færðar í rekstrarreikning þegar eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Bókfært verð annarra eigna samstæðunnar, að undanskildum lífrænum eignum og birgðum, er yfirfarið á hverjumuppgjörsdegi til að meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending til staðar erendurheimtanleg fjárhæð eignarinnar metin. Virðisrýrnunarpróf eru gerð að minnsta kosti árlega á viðskiptavild,aflaheimildum og óefnislegum eignum með ótilgreindan líftíma.

Endurheimtanleg fjárhæð eignar eða fjárskapandi einingar er hreint gangvirði þeirra eða nýtingarvirði, hvort semhærra reynist. Nýtingarvirði er áætlað framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta, þar semvextirnir endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir eigninni.

Virðisrýrnun er gjaldfærð þegar bókfært verð eignar eða fjárskapandi einingar er hærra en endurheimtanlegfjárhæð hennar. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er aðmestu leyti óháð öðrum eignum eða hópum eigna. Virðisrýrnun fjárskapandi eininga er fyrst færð til lækkunar átilheyrandi viðskiptavild, en síðan til hlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna sem tilheyraeiningunni. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Virðisrýrnun viðskiptavildar er ekki bakfærð. Virðisrýrnun fyrri tímabila vegna annarra eigna er metin á hverjumuppgjörsdegi til að kanna hvort vísbendingar séu um að rýrnunin hafi minnkað eða horfið. Sú virðisrýrnun erbakfærð ef breyting hefur orðið á mati sem notað var við útreikning á endurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnun ereinungis bakfærð að því marki að bókfært verð eignar sé ekki umfram það sem verið hefði ef engin virðisrýrnunhefði verið færð.

Virðisrýrnun er bakfærð ef hægt er að tengja bakfærsluna á hlutlægan hátt atburði sem átti sér stað eftir aðvirðisrýrnunin var færð.

Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna, sem ekki erufærðar á gangvirði. Fjáreign hefur rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir semhafa orðið benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi eignarinnar sé lægra en áður var talið.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 15 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 232: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.l. Gjöld(i) Kostnaðarverð seldra vara

(ii) Annar rekstrarkostnaður

m. Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld

n. Tekjuskattur

o. Hagnaður á hlut

Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðarársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára.

Kostnaðarverð seldra vara samanstendur af kostnaði við útgerð og framleiðslu, þar með töldum launakostnaði,veiðigjaldi og afskriftum.

Fjáreignatekjur samanstanda af vaxtatekjum af fjárfestingum, arðstekjum og hagnaði af áhættuvarnargerningumsem eru færðir í rekstrarreikning. Vaxtatekjur eru færðar í rekstrarreikning eftir því sem þær falla til miðað viðvirka vexti. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun er samþykkt.

Fjármagnskostnaður sem stafar beint af kaupum eða byggingu eigna sem uppfylla skilyrði um eignfærslu, ereignfærður sem hluti af eigninni fram að þeim tíma þegar eign er tilbúin til notkunar. Eignfærsluhæf eign er eignsem tekur talsverðan tíma að koma í nothæft ástand.

Gengismunur af erlendum gjaldmiðlum er færður nettó.

Frestaður tekjuskattur er færður vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda íársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegnatímabundinna mismuna vegna fjárfestinga í dótturfélögum svo framarlega sem talið er að móðurfélagið geti stýrtþví hvenær tímabundni mismunurinn snúist við og talið er líklegt að hann muni ekki snúast við í fyrirsjáanlegriframtíð. Tekjuskattsskuldbinding er ekki færð vegna viðskiptavildar. Fjárhæð frestaðs tekjuskatts byggir á þvískatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með að snúast við, miðað viðgildandi lög á uppgjörsdegi.

Tekjuskattseign er einungis færð að því marki sem líklegt er að hægt sé að nýta framtíðarhagnað á móti eigninni.Tekjuskattseign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er að hún nýtist ekki.

Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum, bakfærslu núvirðingar skuldbindinga, tapi afáhættuvarnargerningum sem fært er í rekstrarreikning og virðisrýrnun fjáreigna. Lántökukostnaður er færður írekstrarreikning miðað við virka vexti.

Tekjuskattseignum og tekjuskattsskuldbindingum er jafnað saman þegar lagalegur réttur er til þess, þau varðatekjuskatt sem lagður er á af sömu yfirvöldum á sama fyrirtæki eða mismunandi fyrirtæki sem eru samsköttuð oggert er ráð fyrir að muni greiða skatta sameiginlega.

Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í félaginu.Grunnhagnaður á hlut er miðaður við hlutfall hagnaðar, sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu, og veginsmeðalfjölda virkra hluta á árinu. Þynntur hagnaður á hlut er reiknaður með því að leiðrétta meðalfjölda virkahluta vegna mögulegrar þynningar vegna hluta sem gæti þurft að gefa út í samræmi við kaupréttarsamningastarfsmanna. Þar sem engir kaupréttarsamningar hafa verið gerðir við starfsmenn og ekki hafa verið gefin útbreytanleg skuldabréf er ekki um að ræða neina þynningu á hagnaði á hlut.

Skýringar, frh.:

Gjaldfærður tekjuskattur myndast vegna frestaðs tekjuskatts. Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nemaþegar hann varðar liði sem eru færðir beint á eigið fé eða í yfirlit um heildarafkomu, en þá er tekjuskatturinnfærður á þá liði.

Annar rekstrarkostnaður samanstendur af sölukostnaði, þjónustu við viðskiptavini, skrifstofu- ogstjórnunarkostnaði og ýmsum öðrum kostnaði, þar með töldum launakostnaði og afskriftum vegna annarra entekjuskapandi eininga samstæðunnar.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 16 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 233: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.p. Starfsþáttayfirlit

Verðlag á vörum og þjónustu milli starfsþátta er ákveðið eins og um óskylda aðila sé að ræða.

q. Nýir reikningsskilastaðlar og túlkanir á þeim sem samstæðan hefur ekki ennþá innleitt

4. Ákvörðun gangvirðis

(i) Rekstrarfjármunir

(ii) Óefnislegar eignir

(iii) Lífrænar eignir

(iv) Birgðir

(v) Viðskiptakröfur og aðrar kröfur

(vi) Fjárskuldir sem ekki eru afleiðusamningar

Fjárfestingar starfsþátta er heildarkostnaður við kaup rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna annarra enviðskiptavildar.

Gangvirði viðskiptakrafna og annarra krafna, er framtíðarsjóðstreymi, núvirt miðað við markaðsvexti áuppgjörsdegi.

Gangvirði fjárskulda, sem einungis er ákvarðað vegna skýringa, er reiknað með því að núvirða framtíðargreiðslurhöfuðstóls og vaxta með markaðsvöxtum á uppgjörsdegi.

Nokkrar reikningsskilaaðferðir samstæðunnar og skýringar krefjast ákvörðunar á gangvirði, bæði fyrir fjáreignir,fjárskuldir og aðrar eignir og skuldir. Gangvirði hefur verið ákvarðað vegna mats og/eða skýringa samkvæmteftirfarandi aðferðum. Þar sem við á eru frekari upplýsingar um forsendur við ákvörðun á gangvirði eigna eðaskulda í skýringum um viðkomandi eignir og skuldir.

Gangvirði rekstrarfjármuna sem yfirteknir eru við samruna miðast við markaðsverð. Markaðsverð er sú fjárhæðsem unnt er að fá við sölu í viðskiptum milli tveggja ótengdra aðila.

Gangvirði á keyptum aflaheimildum og öðrum óefnislegum eignum er byggt á núvirtu væntu sjóðstreymi tengdunotkun þeirra.

Lífrænar eignir samanstanda af klakfiski, sem er sérvalinn kynbótafiskur til hrognaframleiðslu. Gangvirði lífrænnaeigna er byggt á markaðsverðum, áætluðum gæðum og hæfilegum væntum afföllum og varúðarsjónarmiðum.Auk þess er stuðst við reynslutölur um hrognamagn og áætlaðan kostnað við framleiðsluna fram að afhendingu.Ef ekki reynist unnt að meta gangvirði með áreiðanlegum hætti er klakfiskurinn færður til eignar á áætluðuframleiðslukostnaðarverði.

Starfsþáttur er eining innan samstæðunnar sem með starfsemi sinni getur aflað tekna og stofnað til útgjalda, þará meðal tekjur og gjöld vegna viðskipta við aðra starfsþætti samstæðunnar. Við ákvörðun forstjóra um úthlutunauðlinda til starfsþátta og til að meta árangur er afkoma þeirra starfsþátta, sem tiltækar fjárhagsupplýsingar liggjafyrir um, yfirfarin reglulega.

Rekstrarafkoma starfsþátta, eignir og skuldir þeirra samanstanda af liðum sem tengja má beint við hvernstarfsþátt og þá liði sem hægt er að skipta milli starfsþátta á rökrænan hátt. Óskiptir liðir samanstandamestmegnis af tekjum af eignum og kostnaði af vaxtaberandi skuldum.

Gefnir hafa verið út nokkrir nýir staðlar, endurbætur á þeim og túlkanir, sem gilda fyrir reikningsár sem hefst eftir1. janúar 2011 og hafa ekki verið beitt við gerð þessa samstæðuárreiknings. Ekki er talið að þeir hafi verulegáhrif á samstæðureikninginn.

Skýringar, frh.:

Gangvirði birgða sem yfirteknar eru við samruna er ákvarðað út frá væntu söluvirði í venjulegum viðskiptum aðfrátöldum sölukostnaði og eðlilegri álagningu við að selja birgðirnar.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 17 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 234: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

5. Stýring fjárhagslegrar áhættuYfirlit

LánsáhættaLausafjáráhættaMarkaðsáhættaRekstraráhætta

Lánsáhætta

Viðskiptakröfur og aðrar kröfur

Ábyrgðir

LausafjáráhættaLausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar eftir því sem þærgjaldfalla. Markmið samstæðunnar er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að hún hafi alltaf nægt laust fé til aðmæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla og forðast þannig að skaða orðspor samstæðunnar.

Skýringar, frh.:

Lánsáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi samstæðunnar ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi geturekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Lánsáhætta samstæðunnar er einkum vegna viðskiptakrafna.

Lánsáhætta samstæðunnar ræðst einkum af fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptamanna. Um 31%(2010: 36%) af tekjum samstæðunnar eru vegna sölu á vörum til fimm stærstu viðskiptamanna hennar.

Eftirfarandi áhættur fylgja fjáramálagerningum samstæðunnar:

Hér eru veittar upplýsingar um framangreindar áhættur, markmið, stefnu og aðferðir samstæðunnar við að metaog stýra áhættunni, auk upplýsinga um eiginfjárstýringu hennar. Að auki eru veittar tölulegar upplýsingar víða íársreikningnum.

Stjórn móðurfélagsins hefur eftirlit með áhættustýringu samstæðunnar. Stjórnin hefur falið forstjóramóðurfélagsins umsjón með daglegri áhættustýringu félagsins.

Stjórnendur fylgjast með innheimtu viðskiptakrafna á reglubundinn hátt. Stjórnendur meta innheimtanleikakrafnanna og eru kröfurnar færðar niður ef líklegt er talið að þær muni ekki innheimtast. Félagið hefur samið viðþriðja aðila um viðskiptalánatryggingar.

Markmið samstæðunnar með áhættustýringu er að uppgötva og greina áhættu sem hún býr við, meta viðmið umáhættutöku og hafa eftirlit með henni. Áhættustýring og aðferðir eru yfirfarnar reglulega til að endurspeglabreytingar á markaðsaðstæðum og starfsemi samstæðunnar. Með reglulegu samráði og verklagsreglum stefnirsamstæðan að öguðu eftirliti, þar sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um hlutverk sitt og skyldur.

Samstæðan myndar niðurfærslu vegna áætlaðrar virðisrýrnunar viðskiptakrafna, annarra krafna og fjárfestinga.Niðurfærslan er í meginatriðum sérstök niðurfærsla vegna einstakra viðskiptamanna.

Samstæðan hefur samið um yfirdráttarheimildir og hefur aðgang að lánalínum hjá tveimur íslenskumviðskiptabönkum.

Í árslok 2011 námu ábyrgðir samstæðunnar fyrir þriðja aðila 44 þús. evrum (2010: 46 þús. evrur). Móðurfélagiðhefur einnig gengist í ábyrgðir fyrir dótturfélagið Stofnfisk hf. vegna lántöku félagsins, í árslok námu eftirstöðvarlánsins 2.866 þús. evrur (2010: 3.100 þús. evrur).

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 18 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 235: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

5. Stýring fjárhagslegrar áhættu frh.Markaðsáhætta

Gjaldmiðlagengisáhætta

Vaxtaáhætta

Önnur markaðsverðsáhætta

Rekstraráhætta

Eiginfjárstýring

Rekstraráhætta er hættan á beinu eða óbeinu tapi sem getur orðið vegna fjölda þátta í starfsemi samstæðunnar.Meðal áhættuþátta er vinna starfsmanna samstæðunnar, tækni og skipulag sem beitt er, og ytri þættir aðrir enláns-, markaðs- og lausafjáráhætta. Rekstraráhætta myndast við alla starfsemi samstæðunnar.

Hluti af rekstraráhættu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er sú áhætta, að stjórnvöld breyti leikreglum í sjávarútvegimeð þeim hætti að starfsemi samstæðunnar verði óhagkvæmari en ella.

Samstæðan býr við áhættu vegna náttúrubreytinga. Veiðar og vinnsla á fiski eru meðal annars háðar vexti ogviðgangi fiskstofna við landið. Breytingar á náttúrufari og aðstæðum í hafinu geta valdið minnkun veiðistofna,breyttri samsetningu þeirra og samdrætti í afla samstæðunnar og þannig haft bein áhrif á fjárhagslega afkomuhennar.

Önnur markaðsverðsáhætta er takmörkuð, þar sem fjárfestingar í skuldabréfum og eignarhlutum eru óverulegurhluti af starfsemi samstæðunnar.

Lántaka samstæðunnar í erlendum gjaldmiðlum myndar gengisáhættu sem að hluta til er varin með sjóðstreymisamstæðunnar.

Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla, vöxtum og gengi hlutabréfahafi áhrif á afkomu samstæðunnar eða virði fjárfestinga hennar í fjármálagerningum. Markmið með stýringumarkaðsáhættu er að stýra og takmarka áhættu við skilgreind mörk, jafnframt því sem ábati er hámarkaður.

Samstæðan býr við gengisáhættu vegna sölu afurða og lántöku í öðrum gjaldmiðlum en starfsrækslugjaldmiðlieinstakra samstæðufélaga. Helstu gjaldmiðlar sem skapa gengisáhættu eru íslensk króna (ISK), breskt pund(GBP), japönsk jen (JPY), bandarískur dollar (USD) og svissneskur franki (CHF).

Stjórn félagsins hefur sett sér stefnu um áhættustýringu sem hefur það að meginmarkmiði að lágmarka gengis-og vaxtaáhættu og leitast þannig við að forðast neikvæð áhrif gengissveiflna og stuðla að stöðugleikarekstrarumhverfisins.

Skýringar, frh.:

Lántökur samstæðunnar eru allar með breytilegum vöxtum.

Gjaldmiðlaskiptasamningar verða notaðir til að verjast gengisáhættu að hluta.

Samstæðan leitast við að stýra rekstraráhættu með hagkvæmum hætti til að forðast fjárhagslegt tap og til aðvernda orðstír hennar.

Til að draga úr rekstraráhættu er meðal annars komið á stýringu á veiðum og vinnslu afla. Einnig viðeigandiaðskilnaði starfa, eftirliti með viðskiptum og fylgni við lög. Starfsmenn eru þjálfaðir, verkferlar skipulagðir ogskráðir og keyptar tryggingar þegar við á.

Það er stefna stjórnar félagsins að eiginfjárstaða samstæðunnar sé sterk til að styðja við stöðugleika íframtíðarþróun starfseminnar. Langtímamarkmið stjórnar félagsins er að greiða helming hagnaðar út í arð.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 19 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 236: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

6. StarfsþáttayfirlitRekstrarstarfsþættir

Botnfiskur - veiðar og vinnsla Uppsjávarfiskur - veiðar og vinnsla Starfsemi annarra starfsþátta felur einkum í sér fiskeldi og tengd verkefni auk umboðssölu.

Uppsjávar- Jöfnunar-

Botnfiskur fiskur Annað færslur Samtals

2011

108.008 69.511 6.228 61)( 183.686 76.670)( 40.808)( 2.637)( 120.115)( 31.338 28.703 3.591 61)( 63.571

11.304)( 6.694)(

45.573 4.749)( 2.395

43.219 5.886)(

37.333

26.931 57.060 10.750 94.741 95.403 38.448 1.681 135.532

228.151 458.424

147.363

3.861 6.050 742 10.653 2.680 5.118 1.941 9.739

2010

91.732 47.532 5.557 59)( 144.762 68.478)( 29.935)( 2.264)( 59 100.618)( 23.254 17.597 3.293 0 44.144

9.111)( 5.135)(

29.898 13.572)(

2.497 18.823 10.996)(

7.827

28.047 58.073 10.063 96.183 95.403 38.448 1.681 135.532

71.981 207.513

162.440

4.692 5.918 682 11.292 2.813 6.397 2.226 11.436

Rekstrarfjármunir ................................

Afskriftir rekstrarfjármuna ...................Fjárfestingar í rekstrarfjármunum .......

Tekjuskattur ........................................

Seldar vörur ........................................Kostnaðarverð seldra vara .................Vergur hagnaður ................................

Rekstrarhagnaður ..............................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld ......Áhrif hlutdeildarfélaga ........................Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................

Rekstrarfjármunir ................................

Óskiptar eignir ....................................Eignir samtals .....................................

Óskiptar skuldir ..................................

Afskriftir rekstrarfjármuna ...................

Óefnislegar eignir ...............................

Skýringar, frh.:

Útflutningskostnaður ..........................Annar rekstrarkostnaður .....................

Samstæðan skiptist í tvo starfsþætti, sem skiptast eftir útgerðarþáttum. Starfsþættirnir eru:

Hagnaður ársins .................................

Seldar vörur ........................................

Annar rekstrarkostnaður .....................Rekstrarhagnaður ..............................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld ......Áhrif hlutdeildarfélaga ........................

Tekjuskattur ........................................

Eignir samtals .....................................

Óskiptar skuldir ..................................

Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................

Hagnaður ársins .................................

Útflutningskostnaður ..........................

Kostnaðarverð seldra vara .................

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum .......

Óefnislegar eignir ...............................Óskiptar eignir ....................................

Vergur hagnaður ................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 20 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 237: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

6. Starfsþáttayfirlit, frh.:Landsvæðisskipting

Evrópa Asía Ameríka Samtals2011

157.674 21.847 4.165 183.686

2010

124.367 15.577 4.818 144.762

7. Laun og launatengd gjöldLaun og launatengd gjöld greinast þannig: 2011 2010

47.698 39.901 4.653 3.854 5.327 4.411

57.678 48.166

825 757

55.700 46.279 1.978 1.887

57.678 48.166

8. Veiðigjald

9. Þóknanir til endurskoðendaÞóknanir til endurskoðenda greinast þannig: 2011 2010

99 69 21 31 10 12

130 112

52 34

10. Annar rekstrarkostnaðurAnnar rekstrarkostnaður greinist þannig:

1.978 1.887 1.796 1.729

598 466 1.506 52

241 286 575 715

6.694 5.135

Félagið greiðir veiðigjald skv. lögum nr. 116/2006 um stjórnun fiskveiða, vegna þeirra aflaheimilda sem félagiðhefur fengið úthlutað. Á árinu 2011 nam gjaldfært veiðigjald 2.400 þús. evrur (2010: 1.022 þús. evrur).Veiðigjaldið er gjaldfært meðal kostnaðarverðs seldra vara.

Annars rekstarkostnaður samtals ..............................................................................

Laun ..........................................................................................................................

Eignir samstæðunnar eru allar á Íslandi utan eignarhluta í félögum í Síle og á Írlandi, sem eru óverulegur hluti afheildareignum samstæðunnar.

Annar stjórnunarkostnaður ........................................................................................Laun og launatengd gjöld ..........................................................................................

Markaðskostnaður .....................................................................................................Virðisrýrnun viðskiptakrafna ......................................................................................

Önnur þjónusta ..........................................................................................................

Ársverk ......................................................................................................................

Annar rekstrarkostnaður ............................................................................................

Laun og launatengd gjöld skiptast þannig á rekstrarliði:

Þar af er þóknun til annarra en KPMG á Íslandi ........................................................

Annar kostnaður ........................................................................................................

Skýringar, frh.:

Afskriftir ....................................................................................................................

Laun og launatengd gjöld samtals .............................................................................

Endurskoðun ársreiknings .........................................................................................Könnun árshlutareikninga ..........................................................................................

Önnur launatengd gjöld .............................................................................................

Seldar vörur ...............................................................

Kostnaðarverð seldra vara ........................................................................................

Seldar vörur ...............................................................

Lífeyrisiðgjöld ............................................................................................................

Laun og launatengd gjöld samtals .............................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 21 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 238: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

11. Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöldFjáreignatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig: 2011 2010

159 151 15 20

174 171

5.863)( 5.206)( 42)( 99)( 22)( 272)(

5.927)( 5.577)(

1.004 8.166)(

4.749)( 13.572)(

12. Tekjuskattur

Tekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig: 2011 2010

Frestaðir skattar5.886 9.380

0 1.616 5.886 10.996

Virkur tekjuskattur greinist þannig: 2011 2010

37.333 7.827 5.886 10.996

43.219 18.823

20,0% 8.644 18,0% 3.388 5,0%)( 2.143)(

8,6% 1.616 2,6%)( 1.133)( 29,3% 5.510 1,2% 504 2,8% 536 0,0% 14 0,3%)( 54)(

13,6% 5.886 58,4% 10.996

Hagnaður án tekjuskatts ....................................................................

Áhrif breytinga á tekjuskattshlutfalli á Íslandi .............

Áhrif skatthlutfalla á erlendu skattsvæði ....................

Áhrif lagabreytinga vegna eignarhluta .......................

Áhrif gengismunar ......................................................

Fjármagnsgjöld samtals ............................................................................................

Virkur tekjuskattur ......................................................

Vaxtagjöld ..................................................................................................................

Skýringar, frh.:

Fjáreignatekjur samtals .............................................................................................Tekjur af eignarhlutum ...............................................................................................

Aðrir liðir, ófrádráttarbærir ..........................................

Tímabundnir mismunir ...............................................................................................Áhrif breytinga á tekjuskattshlutfalli ...........................................................................

Hagnaður ársins ................................................................................Tekjuskattur .......................................................................................

Tekjuskattur samkvæmt gildandi skatthlutfalli ..........

Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samtals ...............................................................

Félagið skilar skattframtali í íslenskum krónum en semur ársreikning sinn í evrum. Veiking evru gagnvartíslensku krónunni leiddi til gengismunar sem lækkar tekjuskattsskuldbindingu samstæðunnar um 1.133 þús.evrur. Áhrifin eru gjaldfærð í rekstrarreikningi samstæðunnar.

Virkt tekjuskattshlutfall samstæðunnar á árinu var 13,6% (2010: 58,4%).

Vaxtatekjur .................................................................................................................

Gjaldfærður tekjuskattur í rekstrarreikningi ...............................................................

Gengishagnaður (-tap) gjaldmiðla .............................................................................

Sölutap og virðisrýrnun eignarhluta í öðrum félögum ................................................Verðbætur .................................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 22 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 239: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

13. RekstrarfjármunirRekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig: Fiskiskip Áhöld

Fasteignir og búnaður og tæki Samtals

Kostnaðarverð

58.607 123.810 88.056 270.473 1.828 2.030 7.578 11.436

0 0 7.101)( 7.101)( 320)( 0 11)( 331)(

60.115 125.840 88.522 274.477 1.309 4.173 4.257 9.739

668)( 0 171)( 839)( 43 0 2 45

60.799 130.013 92.610 283.422

Afskriftir

30.351 86.810 56.970 174.131 0 0 6.900)( 6.900)(

1.611 4.584 5.097 11.292 222)( 0 7)( 229)(

31.740 91.394 55.160 178.294 1.474 4.061 5.118 10.653

221)( 0 72)( 293)( 26 0 1 27

33.019 95.455 60.207 188.681

Bókfært verð

28.256 37.000 31.086 96.342 28.375 34.446 33.362 96.183 27.780 34.558 32.403 94.741

4 - 6% 6 - 10% 12 - 33%

Afskriftir skiptast þannig eftir rekstrarliðum: 2011 2010

10.412 11.006 241 286

10.653 11.292

Vátryggingar og mat eigna

24.602 25.299 49.678 48.267

80.860 76.127 68.914 61.735 24.660 22.736 31.531 31.165 16.672 9.292

Veðskuldir

138.207 131.081 2.885 3.175

27.332 27.273 168.424 161.529

Áhrif gengisbreytinga .................................................

Fasteignamat fasteigna og lóða ................................................................................Brunabótamat fasteigna og lóða ...............................................................................

Kostnaðarverð seldra vara ........................................................................................Annar rekstrarkostnaður ............................................................................................Afskriftir samkvæmt rekstrarreikningi ........................................................................

Áhrif gengisbreytinga .................................................

Heildarverð 1.1.2010 ..................................................Viðbætur á árinu ........................................................

31.12.2010 .................................................................31.12.2011 .................................................................

Afskriftir ársins ...........................................................Selt og niðurlagt .........................................................

Afskrifað alls 31.12.2011 ...........................................

Selt og niðurlagt .........................................................

Tryggingabréf ............................................................................................................

Skýringar, frh.:

Vátryggingaverð afla og veiðarfæra ..........................................................................Vátryggingaverð afurða .............................................................................................Vátryggingaverð lífrænna eigna ................................................................................

Áhrif gengisbreytinga .................................................

Heildarverð 31.12.2010 ..............................................Viðbætur á árinu ........................................................

Samtals .....................................................................................................................

Selt og niðurlagt .........................................................

Afskriftahlutföll ...........................................................

Selt og niðurlagt .........................................................

Heildarverð 31.12.2011 ..............................................

Afskrifað 1.1.2010 ......................................................

Afskriftir ársins ...........................................................

Afskrifað alls 31.12.2010 ...........................................

1.1.2010 .....................................................................

Fasteignir, vélar og afurðir .........................................................................................

Á eignum samstæðunnar hvíla þinglýst veðskuldabréf og tryggingabréf til tryggingar skuldum. Verðmætiþessara trygginga greinast þannig:

Fiskiskip og búnaður .................................................................................................

Áhrif gengisbreytinga .................................................

Vátryggingarverð og fasteignamat rekstrarfjármuna samstæðunnar í árslok nam eftirfarandi fjárhæðum:

Vátryggingarverð skipa og búnaðar ...........................................................................Vátryggingarverð áhalda og tækja .............................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 23 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 240: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

14. Óefnislegar eignirViðskiptavild greinist þannig: 2011 2010

1.680 1.680 1.680 1.680

Keyptar aflaheimildir greinast þannig:

133.852 133.852 133.852 133.852

135.532 135.532

Aflaheimildir félagsins greinast þannig: Hlutdeild Úthlutaðar Óveidd

í úthlutun heimildir tonn

2011 tonn 31.12.2011

Tegund:

5,0% 6.681 3.915 6,6% 2.088 1.573

17,6% 7.119 5.952 31,7% 12.694 8.926 32,6% 3.910 1.810 30,5% 2.984 2.864 13,2% 1.575 1.013 11,1% 4.704 60)( 14,1% 16.677 16.534 18,7% 108.978 105.228 20,9% 13.104 12.590

628 338

47.510 31.595 Samtals aflaheimildir í þorskígildum ..................................................

Úthlutun aflaheimilda í íslenskri fiskveiðilögsögu fer fram árlega og byggir á ákvæðum laga um stjórn fiskveiða.Sjávarútvegsráðherra ákveður með reglugerð þann heildarafla sem veiða má úr þeim einstöku nytjastofnum semnauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á.

Botnfiskheimildir miðast almennt við úthlutun í september 2011. Heimildir í úthafskarfa miðast þó við úthlutun íjanúar 2012. Félaginu var á árinu 2011 úthlutað aflaheimildum sem námu 1.024 tonnum af þorski í norskrilögsögu og 640 tonnum í rússneskri lögsögu.

Aflaheimildir 31.12. ....................................................................................................

Íslensk sumargotssíld ........................................................................Norsk íslensk vorgotssíld ...................................................................Loðna .................................................................................................Kolmunni ............................................................................................Aðrar kvótabundnar tegundir .............................................................

Óefnislegar eignir samtals .........................................................................................

Viðskiptavild samstæðunnar tilheyrir eignarhlut í Stofnfisk hf., sem er sjálfstæð fjárskapandi eining.Virðisrýrnunarpróf á viðskiptavildinni byggir á áætlun Stofnfisks hf. til næstu fjögurra ára, þar sem væntingar umhagnað og vöxt efnahags, ásamt ávöxtunarkröfu voru meðal helstu breyta í matinu. Framtíðarvöxtur varáætlaður 2% og ávöxtunarkrafa 18,2%. Rekstraráætlunin byggir á rauntölum og framtíðarvæntingum stjórnenda.Stuðst var við ávöxtunarkröfu eftir skatta til að núvirða framtíðar fjárflæði þar sem ávöxtunarkrafan tekur tillit tilþeirrar áhættu sem felst í starfseminni. Niðurstaða virðisrýrnunarprófsins var að endurheimtanlegt verðeiningarinnar var hærra en bókfært verð og engin virðisrýrnun því færð.

Við mat á hugsanlegri virðisrýrnun aflaheimilda var byggt á spá móðurfélagsins til næstu fimm ára, þar semvæntingar um hagnað og vöxt efnahags, ásamt ávöxtunarkröfu voru meðal helstu breyta í matinu. Við matið vargert ráð fyrir óbreyttri tilhögun rekstrar næstu fimm árin, 2% framtíðarvexti eftir það og 8,9% ávöxtunarkröfu.Niðurstaðan var að endurheimtanlegt verð aflaheimildanna var hærra en bókfært verð þeirra og enginvirðisrýrnun því færð.

Grálúða ..............................................................................................

Djúpkarfi ............................................................................................

Þorskur ..............................................................................................Ýsa .....................................................................................................Ufsi ....................................................................................................Gullkarfi .............................................................................................

Úthafskarfi .........................................................................................

Aflaheimilidir 1.1. .......................................................................................................

Viðskiptavild 31.12. ...................................................................................................

Skýringar, frh.:

Við matið á virði aflaheimilda hefur ekki þótt fært að taka tillit til hugsanlegra áhrifa þess, að yfirlýst fyrirætlunríkisstjórnar um innköllun og endurúthlutun aflaheimilda komi til framkvæmda.

Viðskiptavild 1.1. .......................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 24 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 241: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

14. Óefnislegar eignir, frh.:

15. HlutdeildarfélögEignarhlutir í hlutdeildarfélögum greinast þannig:

Hlutdeild Hlutdeild

Eignarhlutur í hagnaði Bókfært verð Eignarhlutur í hagnaði Bókfært verð

Deris S.A., Síle ............. 20,0% 2.347 16.084 20,0% 2.420 14.653 IceCod á Íslandi ehf. ..... 41,5% 8)( 506 41,5% 14)( 514 Norðanfiskur ehf. ......... 25,0% 56 209 25,0% 98 157 Kraftverk ehf. ................ 31,8% 0 0 31,8% 2)( 17 Eldisfóður ehf. ............... 35,0% 0 0 35,0% 5)( 0 Samtals ......................... 2.395 16.799 2.497 15.341

16. Aðrar fjárfestingarAðrar fjárfestingar greinast þannig: 2011 2010

123 156 123 156

17. Lífrænar eignirLífrænar eignir greinast þannig:

7.434 6.754 2.551 926

327 226 10.312 7.906

7.444 6.807 2.868 1.099

10.312 7.906

7.906 4.618 4.911)( 4.282)( 7.616 6.606

302)( 964 10.309 7.906

18. BirgðirBirgðir í árslok greinast þannig:

14.892 12.304 5.091 4.696

19.983 17.000 Rekstrarvörubirgðir ....................................................................................................

Lífrænar eignir samtals ..............................................................................................

Aðrar fjárfestingar samtals ........................................................................................

20102011

Afurðabirgðir ..............................................................................................................

Sláturfiskur, smálax og seiði ......................................................................................Lífrænar eignir samtals ..............................................................................................

Lífrænar eignir 1.1. ....................................................................................................

Gengismunur .............................................................................................................Lífrænar eignir 31.12. ................................................................................................

Lækkun vegna sölu ...................................................................................................Breyting á gangvirði ...................................................................................................

Klakfiskur ...................................................................................................................Hrogn .........................................................................................................................

Lífrænar eignir meðal fastafjármuna .........................................................................

Heimildir í íslenskri sumargotssíld miðast við úthlutun í september 2011. Heimildir í norsk íslenskri vorgotssíldog kolmunna miðast við úthlutun í janúar 2012. Loðnuheimildir byggja á úthlutun í október 2011 ogviðbótarúthlutunum í janúar og febrúar 2012.

Útreikningur á þorskígildum miðast við margfeldisstuðla sem gefnir eru út af sjávarútvegsráðuneytinu.

Skýringar, frh.:

Lífrænar eignir meðal veltufjármuna ..........................................................................

Birgðir samtals ...........................................................................................................

Eignarhlutir í öðrum félögum .....................................................................................

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að á árinu 2012 verði heildarkvóti Íslendinga í makríl 145 þúsund tonn. HBGrandi hf. fékk á árinu 2011 úthlutað 22 þúsund tonnum af 161 þúsund tonna heildarkvóta Íslendinga.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 25 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 242: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

19. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfurViðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur greinast þannig í árslok: 2011 2010

22.253 17.151 1.612)( 173)( 1.189 1.312 2.344 2.136

24.174 20.426

20. Eigið fé(i) Hlutafé

(ii) Lögbundinn varasjóður

(iii) Þýðingarmunur

(iv) Arður

Greiddur arður á hlut hefur verið með eftirfarandi hætti: 2011 2010

0,20 0,12

Aðrar skammtímakröfur .............................................................................................Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur samtals ..................................................

Heildarhlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 1.706,6 millj. kr. í árslok og er það óbreytt frá árinuáður. Félagið á eigin hlutabréf að nafnverði 8,6 millj. kr. sem færð eru til lækkunar á eigin fé. Útistandandi hlutirí árslok eru 1.698,0 millj. kr. og eru þeir allir greiddir. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut ímóðurfélaginu. Eigendur hluta í félaginu eiga rétt til arðs í hlutfalli við eign sína við arðsúthlutun.

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2012 verði vegna rekstrarársins 2011 greiddur 40% arður af nafnverðihlutafjár, þ.e. arðgreiðsla að fjárhæð 679 millj. kr. (um 4,3 millj. evra á lokagengi ársins 2011), sem samsvarar11,3% af hagnaði ársins 2011 og 2,4% af eigin fé eða 3,2% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2011. Vísað er tilársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum. Tillaga um greiðslu arðs þarfsamþykki aðalfundar.

Nafnverð viðskiptakrafna ...........................................................................................Niðurfærsla viðskiptakrafna sem kunna að tapast ....................................................Fyrirframgreiðslur ......................................................................................................

Fjallað er um lánsáhættu, gengisáhættu og virðisrýrnun (niðurfærslu) viðskiptakrafna og annarra krafnasamstæðunnar í skýringu 25.

Skýringar, frh.:

Greiddur arður á hlut (ISK) ........................................................................................

Á þýðingarmun er færður allur gengismunur sem verður til vegna umreiknings reikningsskila erlendrar starfsemisem er aðskiljanlegur hluti af rekstri félagsins.

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að greiddur yrði 20% arður á árinu 2011 vegna rekstrarársins 2010, ogvoru 340 millj. kr. greiddar í arð til hluthafa í maí 2011.

Félaginu er skylt að leggja minnst tíu prósent þess hagnaðar, sem ekki fer til þess að jafna hugsanlegt tap fyrriára og ekki er lagt í aðra lögbundna sjóði í lögbundinn varasjóð uns hann nemur tíu prósent hlutafjárins. Þegarþví marki hefur verið náð skulu framlög vera minnst fimm prósent þar til sjóðurinn nemur einum fjórða hlutahlutafjárins. Félaginu hefur verið greitt meira en nafnverð fyrir hluti þegar hlutafé þess hefur verið hækkað og erfjárhæð sem greidd hefur verið umfram nafnverð færð á yfirverðsreikning. Heimilt er að nota varasjóð til að jafnatap sem ekki er unnt að jafna með færslu úr öðrum sjóðum. Þegar varasjóður nemur meiru en einum fjórða hlutahlutafjárins er heimilt að nota fjárhæð þá sem umfram er til þess að hækka hlutaféð eða, sé fyrirmæla 53. gr.laga nr. 2/1995 um hlutafélög gætt, til annarra þarfa.

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 26 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 243: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

21. Hagnaður á hlut

2011 2010

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut36.596 7.254

Vegið meðaltal hlutabréfa1.698.034 1.697.034

0 500 1.698.034 1.697.534

0,022 0,004

22. Vaxtaberandi skuldir

Langtímaskuldir108.918 131.007

397 1.287 109.315 132.294 14.979)( 23.191)( 94.336 109.103

Skammtímaskuldir14.979 23.191

42 3 15.021 23.194

109.357 132.297

Skilmálar vaxtaberandi langtímaskulda

Gjalddagar Meðalvextir Eftirstöðvar Meðalvextir Eftirstöðvar

2012-2019 4,7% 106.526 4,4% 127.439 2012-2019 1,3% 1.065 1,3% 1.343 2012-2019 1,5% 377 1,5% 612 2012-2019 1,5% 369 1,5% 577 2012-2019 2,3% 319 2,3% 568 2012-2019 2,3% 161 2,2% 299

2012 6,5% 498 6,4% 1.456 109.315 132.294 14.979)( 23.191)( 94.336 109.103

Skuldir í USD ......................................

Skuldir í EUR ......................................

Langtímaskuldir með veði í rekstrarfjármunum og aflaheimildum .............................

Næsta árs afborganir .........................

Í þessari skýringu eru upplýsingar um samningsbundin ákvæði vaxtaberandi skulda samstæðunnar, sem færðareru á afskrifuðu kostnaðarverði. Upplýsingar um vaxtaáhættu, gengisáhættu og lausafjáráhættu er að finna ískýringu 25.

Næsta árs afborganir .................................................................................................

2011

Vegið meðaltal útistandandi hluta síðustu 12 mánuði (þúsund ISK) .........................

2010

Áhrif seldra eigin hluta ...............................................................................................

Vaxtaberandi skuldir samtals ....................................................................................

Skýringar, frh.:

Næsta árs afborganir .................................................................................................

Hagnaður ársins til hluthafa í móðurfélaginu .............................................................

Skuldir í ISK .......................................

Skuldir í JPY .......................................

Grunnhagnaður á hlut er miðaður við hagnað, sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu og vegins meðaltalsvirks hlutafjár á árinu og sýnir hver hagnaðurinn er á hverja krónu hlutafjár. Þynntur hagnaður á hlut er hinn sami og grunnhagnaður á hlut, þar sem félagið hefur ekki gert kaupréttarsamninga við starfsmenn og ekki tekið lánsem eru breytanleg í hlutafé.

Skuldir í SEK ......................................

Vaxtaberandi langtímaskuldir samtals .......................................................................

Hagnaður á útistandandi hlut ....................................................................................

Skuldabréfaútgáfur ótryggðar ....................................................................................

Hlutafé í ársbyrjun (þúsund ISK) ...............................................................................

Yfirdráttarlán ..............................................................................................................

Skuldir í CHF ......................................

Skuldir í GBP ......................................

Vaxtaberandi skammtímaskuldir samtals ..................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 27 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 244: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

22. Vaxtaberandi skuldir, frh.Afborganir langtímalána greinast þannig á næstu ár: 2011 2010

23.191 14.979 15.004 14.452 14.553 17.835 17.887 47.765 47.772

5.031 9.253 13.887

109.315 132.294

23. TekjuskattsskuldbindingTekjuskattsskuldbinding greinist þannig:

18.914 7.918 5.886 10.996 4.403)( 0

20.397 18.914

Tekjuskattsskuldbinding greinist þannig í árslok:3.618 2.562

14.068 14.529 2.354 4.257

197 123 56)( 144

216 719 0 3.420)(

20.397 18.914

24. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldirViðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig:

10.588 8.579 2.618 2.648

13.206 11.227

Tekjuskattur til greiðslu ..............................................................................................

Árið 2012 ...................................................................................................................

Árið 2014 ...................................................................................................................

Tekjuskattsskuldbinding 31.12. .................................................................................

Skýringar, frh.:

Tekjuskattsskuldbinding 1.1 ......................................................................................

Rekstrarfjármunir .......................................................................................................Óefnislegar eignir ......................................................................................................Erlent hlutdeildarfélag ................................................................................................Birgðir ........................................................................................................................

Tekjuskattur færður í rekstrarreikning .......................................................................

Síðar ........................................................................................................................

Árið 2015 ...................................................................................................................

Árið 2011 ...................................................................................................................

Árið 2013 ...................................................................................................................

Vaxtaberandi langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborgun .........................

Árið 2016 ...................................................................................................................

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ..............................................................Vaxtaberandi skuldir ..................................................................................................Yfirfæranlegt tap ........................................................................................................Tekjuskattsskuldbinding 31.12. .................................................................................

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals ................................................

Viðskiptaskuldir ........................................................................................................Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 28 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 245: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

25. FjármálagerningarLánsáhættaMesta mögulega tap samstæðunnar vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, sem var eftirfarandi í árslok:

2011 2010

22.985 19.114 1.189 1.312

21.228 11.152 45.402 31.578

Mesta mögulega tap samstæðunnar á viðskiptakröfum skiptist með eftirfarandi hætti eftir landsvæðum:

20.709 16.418 1.055 733

489 0 22.253 17.151

Virðisrýrnun viðskiptakrafnaAldur viðskiptakrafna var eftirfarandi í árslok:

2011 2010 2011 2010

13.563 11.862 6.414 3.646 1.276 1.469 612 1.000 174 1.000 173

22.253 17.151 1.612 173

Virðisrýrnun viðskiptakrafna greinist þannig:173 140 103)( 44)(

1.506 52 36 25

1.612 173

Lausafjáráhætta

Bókfært Umsamið Innan 1-2 2-5 Meira

verð sjóðstreymi 1 árs árs ár en 5 ár

2011

Veðtryggð lán ............... 108.967 124.497 19.598 18.781 76.384 9.734 Skuldabréfaútboð ......... 397 423 423 Skammtímaskuldir ........ 17.652 17.652 17.652

127.016 142.572 37.673 18.781 76.384 9.734

2010

Veðtryggð lán ............... 131.007 150.871 27.722 19.253 89.022 14.874 Skuldabréfaútboð ......... 1.290 1.390 975 415 Skammtímaskuldir ........ 11.227 11.227 11.227

143.524 163.488 39.924 19.668 89.022 14.874

Samningsbundnar afborganir af fjárskuldum, sem ekki eru afleiður, að meðtöldum áætluðum vaxtagreiðslum,greinast þannig:

Viðskipta- og aðrar skammtímakröfur .......................................................................

Handbært fé ..............................................................................................................

Ameríka .....................................................................................................................

Skýringar, frh.:

Fyrirframgreiðslur ......................................................................................................

Evrópa ......................................................................................................................

Asía ...........................................................................................................................

Gjaldfallið fyrir 31-120 dögum ....................................

Ógjaldfallið .................................................................Gjaldfallið innan 30 daga ...........................................

Gjaldfallið fyrir meira en 120 dögum ..........................

NiðurfærslaNafnverð kröfu

Staða 1.1. ..................................................................................................................Afskrifaðar tapaðar kröfur á árinu ..............................................................................Gjaldfærð virðisrýrnun á árinu ...................................................................................Gengismunur .............................................................................................................Staða 31.12. ..............................................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 29 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 246: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

25. Fjármálagerningar, frh.:Gjaldmiðlagengisáhætta

Aðrar

CHF USD JPY GBP ISK myntir

2011

Viðskiptakröfur .............. 0 9.138 259 3.737 784 1.060 Veðtryggð lán ............... 1.065)( 369)( 377)( 161)( 449)( 319)( Viðskiptaskuldir ............. 0 152)( 0 41)( 16.156)( 30)( Áhætta í efnahagsreikningi ....... 1.065)( 8.617 118)( 3.535 15.821)( 711

2010

Viðskiptakröfur .............. 10 8.392 11)( 1.253 3.878 819 Veðtryggð lán ............... 1.343)( 577)( 612)( 299)( 1.456)( 568)( Viðskiptaskuldir ............. 0 165)( 0 21)( 10.295)( 0 Áhætta í efnahagsreikningi ....... 1.333)( 7.650 623)( 933 7.873)( 251

Næmnigreining

2011 2010

107 133 862)( 765)(

12 62 354)( 93)(

1.582 787 71)( 25)(

414 99

2011 2010 2011 2010

0,813 0,724 0,823 0,799 0,719 0,754 0,773 0,748 0,009 0,009 0,010 0,009 1,153 1,165 1,193 1,161 0,006 0,006 0,006 0,007

Vaxtaáhætta

109.357 132.297

Gangvirði

ISK .............................................................................................................................Aðrar myntir ...............................................................................................................

Áhætta samstæðunnar vegna erlendra gjaldmiðla var sem hér segir í nafnverðsfjárhæðum:

Gengi helstu gjaldmiðla á árinu gagnvart evru var sem hér segir:

ÁrslokagengiMeðalgengi

10% styrking evru gagnvart eftirtöldum gjaldmiðlum 31. desember mundi hafa hækkað afkomu samstæðunnarfyrir tekjuskatt um eftirfarandi fjárhæðir. Greiningin byggir á að allar aðrar breytur, sérstaklega vextir, haldistóbreyttar. Greiningin var unnin með sama hætti og árið 2010.

Skýringar, frh.:

Óverulegur munur er á gangvirði og bókfærðu verði fjáreigna og fjárskulda.

USD ...........................................................................JPY ............................................................................GBP ...........................................................................

Breyting á vöxtum á uppgjörsdegi um 100 punkta hefði hækkað (lækkað) afkomu um 1.094 þús. evra. (2010:1.323 þús. evra) fyrir tekjuskatt. Útreikningurinn miðast við rekstraráhrif á ársgrundvelli. Þessi greining byggir áþví að allar aðrar breytur, sérstaklega gengi erlendra gjaldmiðla, haldist óbreyttar. Greiningin er unnin meðsama hætti og árið 2010.

Vaxtaberandi fjármálagerningar samstæðunnar í árslok greinast þannig:

Fjárskuldir með breytilega vexti .................................................................................

CHF ...........................................................................................................................USD ...........................................................................................................................JPY ............................................................................................................................

CHF ............................................................................

GBP ...........................................................................................................................

ISK .............................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 30 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 247: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

26. Tengdir aðilarSkilgreining tengdra aðila

Viðskipti við stjórnendur

Laun Nafnverðhlutafjár

(í þús. ISK)

187 0 14 6.863

5 249 5 0 5 350 2 1.005

530 333

Viðskipti við tengda aðilaÍ rekstrarreikningi og efnahagsreikningi eru eftirtalin viðskipti við tengda aðila: 2011 2010

898 711 9 2

207 188 8 1

Viðskipti við hluthafa

27. Dótturfélög

Land Eignarhluti

Síle 100%Ísland 65%Írland 100%

Hanna Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður ...........................................................................Fimm millistjórnendur ................................................................................................

Grandi Limitada .........................................................................................................Stofnfiskur hf. ............................................................................................................

Kröfur á hlutdeildarfélög í árslok ................................................................................Skuldir við hlutdeildarfélög í árslok ............................................................................

Seldar vörur og þjónusta til hlutdeildarfélaga ............................................................Keyptar vörur og þjónusta af hlutdeildarfélögum .......................................................

Með eignarhlutum eru taldir eignarhlutar maka og ófjárráða barna. Auk þeirra eignarhluta sem taldir eru upp hérað ofan eiga félög, þar sem stjórnarmenn HB Granda hf. eru í meirihluta stjórnar, eignarhluti samtals aðnafnverði 742 millj. kr.

Dótturfélög samstæðunnar (skýring 27), hlutdeildarfélög (skýring 15), hluthafar með veruleg áhrif, félög í þeirraeigu, stjórnarmenn og stjórnendur ásamt mökum þeirra og ófjárráða börnum teljast vera tengdir aðilarsamstæðunnar. Viðskipti milli samstæðufélaga eru felld niður við gerð samstæðureiknings.

Laun og hlunnindi til stjórnenda félagsins vegna starfa fyrir félög í samstæðunni og eignarhlutir þeirra í félaginugreinast þannig:

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri ...................................................................Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður ..........................................................................Kristján Loftsson, stjórnarmaður ................................................................................Halldór Teitsson, stjórnarmaður ................................................................................Hjörleifur Jakobsson, fyrrverandi stjórnarmaður ........................................................

Hluthafar með veruleg áhrif í árslok 2011 eru Vogun hf. og Arion banki hf. Félagið átti viðskipti á árinu viðHampiðjuna hf. sem er í eigu Vogunar og fleiri hluthafa HB Granda hf. Heildarfjárhæð viðskiptanna á árinu nam4.093 þús. evrur og skuld HB Granda í árslok nam 608 þús. evrur. Í árslok átti félagið kröfu á Arion banka hf. íformi bankainnistæðna að fjárhæð 8.397 þús. evra. Í árslok átti Arion banki hf. útistandandi kröfur í formilánveitinga til HB Granda að fjárhæð 20.631 þús. evra. Viðskipti samstæðunnar við hluthafa voru eins og umviðskipti ótengdra aðila væri að ræða.

Sveinn Gíslason var stjórnarmaður fram að aðalfundi 2011, en stjórnarlaun að fjárhæð 5 þús evrur voru greidd tilArion banka hf.

Stofnfiskur Ireland Ltd. ..............................................................................................

Í árslok voru dótturfélög móðurfélagsins tvö. Að auki er dótturfélagið Stofnfiskur Ireland Ltd. í eigu Stofnfisks hf.Dótturfélög samstæðunnar eru eftirfarandi:

Skýringar, frh.:

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 31 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 248: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

28. KennitölurHelstu kennitölur samstæðunnar: 2011 2010

2,09 1,44 1,40 0,92 0,54 0,47

26,4% 5,9%

29. Önnur mál

30. SjóðsstreymisyfirlitVeltufé frá rekstri greinist þannig: 2011 2010

37.333 7.827

10.653 11.292 109)( 286

2.705)( 2.326)( 297 8.539

2.395)( 2.497)( 5.886 10.996

48.960 34.117

Verðbætur og gengismunur .......................................................................................

Félagið hefur keypt rekstrarstöðvunartryggingu hjá tryggingarfélagi sem ætlað er að bæta tjón vegnarekstrarstöðvunar í allt að átján mánuði af völdum bruna. Tryggingarfjárhæðin nemur 9.870 þús. evra (2010:9.932 þús. evrur).

Hagnaður ársins ........................................................................................................

Skýringar, frh.:

Veltufjárhlutfall - veltufjármunir/skammtímaskuldir ....................................................Lausafjárhlutfall - kvikir veltufjármunir/ skammtímaskuldir ........................................Eiginfjárhlutfall - eigið fé/heildarfjármagn ..................................................................Arðsemi eigin fjár .......................................................................................................

Tekjuskattur ...............................................................................................................

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:

Veltufé frá rekstri .......................................................................................................

Áhrif hlutdeildarfélaga ................................................................................................

Afskriftir .....................................................................................................................Hagnaður af sölu eigna .............................................................................................Lífrænar eignir, breyting ............................................................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 32 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 249: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar

________________________________________________________________________________________________

ÁrshelmingayfirlitRekstur samstæðunnar greinist þannig á árshelminga:

Fyrri árs- Seinni árs-

helmingur helmingur Samtals

Árið 2011 76.283 107.403 183.686 48.984)( 71.131)( 120.115)( 27.299 36.272 63.571 4.376)( 6.928)( 11.304)( 2.906)( 3.788)( 6.694)(

20.017 25.556 45.573 4.240)( 509)( 4.749)( 1.426 969 2.395

17.203 26.016 43.219 1.541)( 4.345)( 5.886)(

15.662 21.671 37.333

25.242 30.984 56.226

Árið 2010 60.399 84.363 144.762 40.995)( 59.623)( 100.618)( 19.404 24.740 44.144 3.636)( 5.475)( 9.111)( 2.167)( 2.968)( 5.135)(

13.601 16.297 29.898 12.372)( 1.200)( 13.572)(

1.235 1.262 2.497 2.464 16.359 18.823 3.900)( 7.096)( 10.996)( 1.436)( 9.263 7.827

19.044 22.146 41.190

Hagnaður tímabilsins ..........................................................

EBITDA ...............................................................................

Annar rekstrarkostnaður ......................................................Rekstrarhagnaður ...............................................................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld .......................................Áhrif hlutdeildarfélaga ..........................................................Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................................................Tekjuskattur .........................................................................

Útflutningskostnaður ............................................................Vergur hagnaður .................................................................

Hagnaður tímabilsins ..........................................................

Seldar vörur .........................................................................Kostnaðarverð seldra vara ..................................................

EBITDA ...............................................................................

Seldar vörur .........................................................................

Tekjuskattur .........................................................................

Árshelmingayfirlit - óendurskoðað

Kostnaðarverð seldra vara ..................................................Vergur hagnaður .................................................................Útflutningskostnaður ............................................................Annar rekstrarkostnaður ......................................................Rekstrarhagnaður ...............................................................Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld .......................................Áhrif hlutdeildarfélaga ..........................................................Hagnaður fyrir tekjuskatt ....................................................

Samstæðuársreikningur HB Granda hf. 2011 33 Fjárhæðir eru í þúsundum evra

Page 250: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar
Page 251: Lýsing þessi er gefin út í tengslum við ósk stjórnar HB Granda hf. … · 2015. 1. 22. · 2 B.2 Lögheimili og félagaform útgefanda ásamt löggjöf sem útgefandi starfar