iltu lesa fyrir mig?brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · barnið er þakklátur...

6
iltu lesa fyrir mig? ÍSLENSKA LESTRARFÉLAGIÐ

Upload: others

Post on 27-May-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: iltu lesa fyrir mig?brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · Barnið er þakklátur hlustandi sem heimtar ekki leikræna tilburði af lesaranum. Það er að biðja um

gg

jg

,g

gg

ýg

jy

jy

p

iltu lesa fyrir mig?

ÍSLENSKA LESTRARFÉLAGIÐ

Page 2: iltu lesa fyrir mig?brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · Barnið er þakklátur hlustandi sem heimtar ekki leikræna tilburði af lesaranum. Það er að biðja um

áltaka er líklega eitt flókn-asta og viðamesta nám sem nokkur maðurstundar á lífsleiðinni.

Fyrstu æviár barnsins fer mikilltími og orka í að ná valdi á málinu.Barnið lærir að tala með því að prófa sig áfram og sum börn byrja fyrr en önnur. Óhætt er að fullyrða að barnið lærirekki að tala nema með því að heyratalað í kringum sig. “Því læra börninmálið að það er fyrir þeim haft”.Lestur er góð leið til þess að efla mál-þroska og auka orðaforða barnsins.

Barnið verður aðheyra hljóm máls-ins og áherslur.Rannsóknir sýnaað því meira semþað hefur lesiðeða lesið hefur

verið fyrir það, þeim mun auð-veldara á barnið með að orðahugsanir sínar, segja það sem þarfað segja.

Barn sem mikið er lesiðfyrir á auðveldara með að tileinka sér

efni í bókum. Það nýtist barninu vel þegarþað byrjar í skóla og léttir því allt nám.

Með því að lesa fyrir barniðeða segja því sögu erum við að hlúa að rótum málsins. Þá er auðveldara að vökvaog njóta uppskerunnar síðar meir.

Með því að segja sögu miðlumvið barninu reynslu og þekkingu og sýnumþví innstu tilfinningar okkar. Söguna þarf

að segja þannig að hún nái til hjartans.

Best er að byrja sem fyrst aðlesa fyrir barnið - áður en það fer að

tala. Þannigvenstbarnið við

að hlusta álestur þótt

það skilji ekkiallt sem sagt er.

Hlustun er mikilvægur þátturí máltöku barnsins.

Barnið skilur söguna þótt eittog eitt orð hljómi ókunnuglega.Það er vant því að læra ný orð áhverjum degi og kippir sér ekki

upp við að heyra torskilin orð.Oft ræðst líka skilningur af samhenginu.

Þess vegna eigum við að lesa fyrir barnið.

Page 3: iltu lesa fyrir mig?brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · Barnið er þakklátur hlustandi sem heimtar ekki leikræna tilburði af lesaranum. Það er að biðja um

Þegar lesið er skapast trúnaðarsamband milli þesssem les og þess sem hlustar. Nálægðin sem fylgir er mikil-

væg, hún veitir öryggi og býr til lítinn heimsem barnið á út af fyrir sig með þeim semles.

llir geta lesið sögur. Foreldrar þurfa ekki að vera þjálfaðir upp-lesarar til að geta lesið fyrir barnið sitt.Barnið vill miklu fremur heyra rödd foreldrasinna en annarra þótt þá reki í vörðurnar.Barnið er þakklátur hlustandi sem heimtarekki leikræna tilburði af lesaranum. Það erað biðja um hlýju og tengsl, sögu og orð.

Mikilvægt er að ætlasér stutta stund ádegi hverjum til þess

að lesa fyrirbarnið.

Tíminn þarf ekki að vera lang-ur, kannski fimmtán mínútur. Nauðsynlegter að hafa næði þessa stund sem getur verið notaleg slökun í amstri dagsins.

Barninu þykir gott að hafaeinhvern til að spyrja um efnisögunnar, fá að vera þátttak-andi í frásögninni, lifa sig inní hana, láta hugga sig. Oft ergott að ræða það sem lesið

hefur verið og velta fyrir sér hvað kominæst og hvernig fari fyrir söguhetjunni.

Útskýringar geta dregið úrtöfrum sögunnar, stundum er þó nauðsyn-legt að tala við barnið um einstök orð eðahugtök ef þau skipta máli fyrir atburðarás-ina.

Betra er að kynna sér efnibókarinnar sem á að lesa fyrirbarnið. Þá er auðveldara aðsvara spurningum þess.

Þegar barnið eldist og fer aðlesa sjálft er einnig gott að foreldrar kynnisér bókina sem barnið er að lesa svo hægtsé að spjalla saman um hana.

Gott erað kynna sér bókina sem áað gefa barninu.

Lestur er róandi.

Hægt er aðtreysta því að þeim tíma sem fer í lestur er vel varið.

Page 4: iltu lesa fyrir mig?brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · Barnið er þakklátur hlustandi sem heimtar ekki leikræna tilburði af lesaranum. Það er að biðja um

Það er líka ágætt ráð að lesanokkrar uppáhaldssögur inn ásnældu fyrir barnið til að notaþegar það er lasið, foreldrarn-ir eru ekki heima eða fá gesti.

Snælda kemur ekki í staðinn fyrir manneskjuen hún er betri en ekkert.

Nauðsynlegt er að barnið sjáifullorðna lesa og fletta bókumtil þess að það læri að um-gangast þær. Hvernig á þaðannars að átta sig á því að íbókum sé eftir einhverju að

slægjast? Það hljómar ekki mjög sannfær-andi í eyrum barnsins að bækur séu eftir-sóknarverðar, fræðandi og skemmtilegar effullorðna fólkið sést aldrei lesa bók.

ðgangur að bókum er mikilvægur. Ekki ernauðsynlegt að koma sér uppbókasafni heima í einu vetfangiheldur fá lánað á bókasöfnum,á skólasafninu og hjá vinum ogvandamönnum.

Börn hafa áhuga á ýmsu svosem bílum, blómum, dansi, dýrum, ferða-lögum, flugvélum, fornum goðum, fram-andi þjóðum, fuglum, íþróttum, jötnum,kvikmyndum, pýramídum, skák, stjörnum,tónlist, tölvum, veðri og mörgu fleiru. Tilvalið er að ýta undir áhuga þeirra á lestrimeð því að halda að þeim bókum ummargvísleg efni.

••••• Hve gamalt er barnið?

••••• Hvað hefur áður verið lesið fyrir barnið?

••••• Veldu bækur sem þér þykja skemmtilegar eðaþóttu skemmtilegar í æsku þá hefurðu meiri ánægju af því að lesa fyrir barnið.

••••• Því meira sem lesið hefur verið fyrir barnið þeim mun meirier skilningur þess.

Þetta þarf að hafa í huga þegar bók er valin fyrir barnið:

Hvernig er hægt að vekja áhugabarnsins á því að lesa?

Foreldrum á ekki aðstanda á samaum hvað barnið les.

Page 5: iltu lesa fyrir mig?brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · Barnið er þakklátur hlustandi sem heimtar ekki leikræna tilburði af lesaranum. Það er að biðja um

Þó að barnið sé farið að lesasjálft er mikilvægt að hætta ekki að lesa fyrir það heldur lesa áfram þyngri texta enbarnið ræður sjálft við. Það eykur orðaforðaog skilning.

myndunaraflið er einn af mikilvægustu hæfileikum mannsins. Nauð-synlegt er að rækta ímyndunaraflið. Það erleið barnsins til að átta sig á fjölbreytni lífsins.

Raunveruleikinn getur veriðævintýri í huga barnsins og ævintýrið raunveruleiki. Það sem fullorðnum þykireinungis saklaust ævintýri getur orðiðrammasta alvara og raunveruleiki í huga

barnsins. Barnið endurskaparhetjuna, tekur að sér hlut-verk hennar og reynir að

líkjast henni, jafnvel breytahenni.

Barnið þolir líka að heyra ógnvekjandi eða sorglegar sögur öðru hvoru. Það ákveðursjálft ljótleikann. Þar kemur ímyndunarafliðþví til hjálpar.

••••• Ef þú segir sögu aðeins til að miðla list - nást töfrarnir ekki.

••••• Ef þú segir sögu aðeins til að kenna - nást töfrarnir ekki.

••••• Ef þú segir sögu aðeins til að skemmta - nást töfrarnir ekki.

••••• Ef þú spinnur þetta þrennt saman koma töfrarnir í ljós.

óðurmálið er dýrmætastaeign okkar en það þarf að rækta. Það ervinnutæki allra, hvar sem þeir starfa. Þessvegna erum við að leggja grunninn aðfarsæld barnsins með því að lesa fyrir þaðsögukorn, helst á hverjum degi. Það þarfekki að vera löng stund í einu en hún ættiað verða sjálfsagður þáttur í uppeldi allra

barna. Rödd fullorðinna, mömmu ogpabba, eldri systkina, ömmu og afa er

eins og skjól í þessum stóra heimi.

Page 6: iltu lesa fyrir mig?brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · Barnið er þakklátur hlustandi sem heimtar ekki leikræna tilburði af lesaranum. Það er að biðja um

estur

• eflir málþroskann• eykur tilfinninguna fyrir

málinu• bætir orðaforðann• venur barnið við að hlusta• er róandi• veitir öryggi• skapar trúnaðartraust milli

barns og foreldris• veitir hlýju og nálægð

• tengir barn og foreldri sterkum böndum

• örvar ímyndunaraflið• eykur skilning á

fjölbreytileika lífsins• kennir barninu að orða

hugsanir sínar• auðveldar nám• eykur þekkingu

- þess vegna eigum viðað lesa fyrir barnið

Útg

efan

di: Í

slen

ska

lest

rarf

élag

inu

1993

, sty

rkt

af M

ennt

amál

aráð

uney

tinu,

Fél

agi í

slen

kra

bóka

útge

fend

a og

Men

ning

ar-

og fr

æðs

lusk

rifst

ofu

alþ

ýðu.

H

öfun

dar:

Ern

a Á

rnad

óttir

og

Ingi

björ

g B.

Frím

anns

dótt

ir. H

önnu

n, u

mbr

ot o

g se

tnin

g: H

ér &

augl

ýsin

gast

ofa.

Ljó

smyn

dun:

Ljó

smyn

d Lá

rurs

Kar

l. Pr

entu

n: S

vans

pre

nt.