kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið...

21
Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ykkar hjartanlega velkomin í Náttúruleikskólann Krakkakot!

Upload: trandang

Post on 11-May-2018

251 views

Category:

Documents


1 download

TRANSCRIPT

Page 1: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ykkar hjartanlega velkomin í Náttúruleikskólann Krakkakot!

Page 2: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur velkomin í Náttúruleikskólann Krakkakot. Það er okkur mikil ánægja að bjóða ykkur í okkar hóp. Þessari handbók er ætlað að vera leiðarvísir ykkar í upphafi leikskólagöngu. En í upphafi era ð mörgu að hyggja varðandi leikskólann og starfið þar. Í handbókinni má finna hagnýtar upplýsingar er varða skólastarfið, þess vegna er mælt með að foreldrar/forráðamenn kynni sér efni hennar. Hlökkum til að eiga samstarf við ykkur foreldra/forráðamenn. Kennarar og börn Náttúruleikskólans Krakkakots. Um Náttúruleikskólan Krakkakot Árið 1986 hófst rekstur leikskóla í Bessastaðahreppi, en áður hafði verið rekinn gæsluvöllur frá árinu 1984. Í dag er leikskólinn 6 deilda leikskóli. Samtímis eru hér 124 börn. Deildirnar sex eru; Undraland, Óskaland og Draumaland þær deildir eru fyrir yngri börnin. Álfaland, Heimaland og Bjarmaland eru fyrir eldri börnin. Lóð leikskólans er stór og góð með leiktækjum og miklu rými fyrir börnin.

Þema leikskólans er vetur, sumar, vor og

haust.

Page 3: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Nafn deildar:_____________________________ Kennarar deildarinnar: Deildarstjóri:_____________________________ Aðrir kennarar:_____________________________________ ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Leikskólastjóri:___________________________ [email protected] Aðstoðarleikskólastjóri:_____________________ [email protected] Sími:__________________ Matreiðslumaður:__________________________ Annað starfsfólk í eldhúsi:___________________ Formaður Foreldrafélagsins:__________________

Page 4: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Starfsfólk leikskóla: Leikskólastjóri er yfirmaður leikskóla. Hann ber ábyrgð á uppeldisstarfi og rekstri leikskólans. Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra að honum fjarverandi og er honum til ráðuneytis um tilhögun á starfsemi leikskólans. Deildarstjóri ber ábyrgð á uppeldisstarfinu og barnahópnum á sinni deild. Einnig er hann ábyrgur fyrir stjórnun innan deildarinnar. Leikskólakennari og aðrir kennarar vinna í samstarfi við deildarstjóra að uppeldisstarfinu á deildinni. Matreiðslumaður er yfirmaður eldhúss. Hann ber ábyrgð á matartilbúningi og öllum innkaupum til eldhúss. Matreiðslumaður hefur aðstoðarmenn í eldhúsi. Aðstoðarmaður í eldhúsi sér um að aðstoða við matartilbúning. Hann sér um þvotta og þrif í samráði við yfirmann. Ræstitæknir sér um þrif daglega. Foreldrar/forráðamenn athugið. Kennarar leikskólans eru bundnir þagnarskyldu og þær upplýsingar sem kennari fær um barnið eru trúnaðarmál. Kennarar og aðrir starfsmenn skólans skrifa undir þagnarheit þegar þeir hefja störf við skólann. Þagnarskylda helst þó kennari láti af störfum.

Page 5: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Starfsmannastefna: *Á Krakkakoti höfum við gert með okkur sáttmála í anda uppbyggingarstefnunnar, við ákváðum að hafa að leiðarljósi í öllu okkar starfi virðingu, ánægju og áhuga. *Á Krakkakoti viljum við hafa metnaðarfullt og áhugasamt starfsfólk sem hefur þarfir barnanna að leiðarljósi. *Á Krakkakoti viljum við að starfsfólk umgangist barn, foreldra og samstarfsfólk sitt af hlýju og virðingu. *Á Krakkakoti viljum við hafa starfsfólk sem er opið fyrir því að hafa allt umhverfi barnanna hlýlegt og heimilislegt. Hlutverk leikskólans Krakkakots Hlutverk leikskólans Krakkakots er að veita börnunum umönnun, að búa þeim hollt uppeldisumhverfi og örugg leikskilyrði. Að efla kristilegt siðgæði þeirra og leggja grundvöll að því að þau verði sjálfstæðir, hugsandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun.

"Lengi býr að fyrstu gerð"

Page 6: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Leikurinn Við leggjum mikla áherslu á leikinn í Krakkakoti. Á bernskuárum er leikur lífstjáning barns, ríkjandi athöfn og mikilvægasta náms- og þroskaleið þess. Leikur er hornsteinn leikskólastarfsins, lífstjáning og gleðigjafi barns. Frjáls og sjálfsprottinn leikur er hið eðlilega tjáningarform barns. Í leik lærir barn margt sem enginn getur kennt því. Í leik felst því mikið sjálfsnám, honum fylgir bæði gaman og alvara. Reynsla barns endurspeglast í leiknum. Sjálfsprottinn leikur greinist frá öðru atferli í því að hann er skapandi og barnið stjórnar honum sjálft. Uppeldislegar áherslur í Krakkakoti Krakkakot starfar samkvæmt aðalnámsskrá leikskóla sem Menntamálaráðuneytið gefur út. Lögð er áhersla á;

heimilislegt og notarlegt andrúmsloft að börnin öðlist reynslu í gegnum leik sem örvar alhliða þroska þeirra í heimilislegu, hlýlegu og lærdómsríku umhverfi

að leggja ríka áherslu á að kynna náttúruna og það sem hún gefur af sér

að efla siðgæðisviðhorf barna til allra lifandi vera, manna, dýra og plantna

að kenna börnunum að umgangast dýr og náttúruna með virðingu og væntumþykju

metnaðarfullt starf og áhugasamt starfsfólk sem hefur þarfir barnanna að leiðarljósi, með framkomu sem einkennist af hlýju og virðingu

Page 7: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

kristilegar stundir eru á föstudögum, þar sem sungin eru sunnudagaskólalögin, lesnar sögur með einhverjum góðum boðskap og við reynum að læra að setja okkur í spor annarra.

Að byrja í leikskóla - aðlögun

Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess. Allt er framandi og ókunnugt og því er mikilvægt að vel sé staðið að aðlögun í upphafi. Hvernig til tekst í byrjun getur haft áhrif á alla leikskólagöngu barnsins. Á meðan á aðlögun stendur er mikilvægt að barnið fái að skoða sig um og kynnast hinu nýja umhverfi og að foreldrar kynnist starfinu sem þar fer fram og starfsfólki leikskólans. Með því er lagður góður grunnur að samvinnu á milli heimilis og leikskóla. Aðlögun tekur u.þ.b. eina viku. Á meðan á aðlögun stendur lengist dvalartími barnsins smám saman þar til fullum dvalartíma er náð. Deildarstjórar hafa samráð um hvernig skuli staðið að aðlögun þegar börn eru að flytjast á milli deilda.

“Það barn, sem býr við alúð og vináttu, lærir

að elska."

Page 8: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Daglegt líf í Krakkakoti: Daglegt líf í leikskóla markast af föstum athöfnum sem eru sniðnar að þörfum barnanna, þroska þeirra, aldri, samsetningu barnahóps og dvalartíma.

7:30 Leikskólinn opnaður 7:30-8:00 Róleg stund/leikur 8:00-9:00 Morgunmatur /leikur 9:00-10:15 Leikur/nám/myndsköpun 9:45- 10:00 Ávaxtatími 10:30-11:30 Útivera/innivera 11:30-12:30 Samvera og hádegismatur 12:30-13:00 Hvíld/róleg stund 13:00-14:30 Útivera/innivera- leikur 14:30-15:30 Samvera/sögustund/

Nónhressing 15:30-17:00 Leikur/róleg stund 17:00 Leikskólinn lokar

"Hljóður er barnlaus bær"

Page 9: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Námssviðin og barnið sjálft: Í leikskólastarfinu er barnið sjálft í brennidepli og allir starfshættir taka mið af þroska og þörfum hvers barns. Umönnun og daglegar venjur í leikskólanum eru sá kjarni sem mestu máli skiptir, fyrir vellíðan barnsins í leikskólanum. Ábyrg umönnun er fólgin því að annast barnið líkamlega og andlega af hlýju, áhuga og ábyrgðarkennd. Með því að annast barnið á þann hátt skapast náin tilfinningatengsl og trúnaðartraust á milli barns og fullorðinna. Með daglegum venjum er átt við fasta liði í dagskipulaginu s.s. máltíðir, hreinlæti, hvíld og að klæða sig í og úr. Börnin eru virkir þátttakendur í allri vinnu og lögð er áhersla á sjálfstæði þeirra. Daglegar venjur gefa uppeldisstarfinu reglubundið form sem skapar öryggi og festu í lífi barnanna í leikskólanum. Helstu áhersluþættir í leikskólauppeldinu eru: Hreyfing, málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúra og umhverfi, menning og samfélag. Námssviðin skarast og þau eru samofin undirstöðuþáttum leikskólastarfsins, leiks, daglegri umönnun og almennri lífsleikni (félagsfærni).

"Svo mæli ég sem aðrir

mæla, sagði barnið."

Page 10: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Opnunar- og vistunartími:Leikskólinn er opinn kl. 7:30-17:00. Leikskólinn starfar allt árið utan 5 vikna sumarleyfis. Leikskólastarfið skiptist í sumarstarf 1. júní -1. september og vetrarstarf 1. sept. - 1. júní ár hvert. Dvalartími barna er sveigjanlegur: Við bjóðum 4-9 tíma vistun á þeim tíma sem hentar barninu og fjölskyldu þess. 9 tímar er hámarksvistun. Ekki er hægt að byrja vistun eftir kl. 9:00 á morgnanna. Ekki er hægt að ljúka vistun kl. 15:00. Eingöngu kl. 14:30 og svo aftur kl. 16:00 og seinna. Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að láta vita ef einhver annar kemur að sækja barnið. Umboðsmaður barna telur að börn yngri en 12 ára eigi ekki að sækja börn á leikskóla. Starfsfólk getur þó metið hvort sveigt verði frá þessari reglu ef aðstæður hjá foreldrum eru þannig að undantekning verði gerð. Ath! foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að virða vistunartíma barna sinna. Vinsamlegast látið vita um breytt heimilisfang, símanúmer og netfang

"Það barn, sem býr við skilning, lærir að una sínu."

Page 11: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Máltíðir: Börnin fá almennan, fjölbreyttan og hollan heimilismat í Krakkakoti. Matseðill mánaðarins er á töflu í fataklefum deildanna og inn á heimasíðu Krakkakots. Matmálstímar hafa mikið uppeldislegt gildi. Lögð er áhersla á að börnin læri alla almenna borðsiði og sjálfshjálp. Hreyfing: Börn hafa ríka þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Við leggjum því áherslu á að hafa hreyfingu í leikskólanum og höfum skipulagðar hreyfistundir í salnum hjá okkur yfir vetrartímann. Útivera: Hreyfing og útivera fara vel saman. Í útiveru komast börnin í snertingu við náttúruna, þau skynja nánasta umhverfi sitt og læra að meta það. Utan dyra geta börnin leyft sér ærslaleiki, hróp, köll, hlaup, hopp, stökk og klifur.

Page 12: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Málrækt- Málörvun: Málörvun er fléttað inn í flesta þætti leikskólastarfsins. Leikurinn er einkum notaður í þessu skyni svo og ótal aðrar stundir í dagsins önn.

Börnin eru hvött til að segja frá atburðum og öðru sem þau hafa áhuga á, er þá hverju barni gefinn kostur á að leggja eitthvað til málanna.

Í samverustundum er lesið fyrir börnin og sagðar sögur, eldri börnin eru líka hvött til að semja eigin sögur og ljóð

Við leggjum áherslu á að hafa ritmálið sýnilegt börnunum. Hjá þeim vaknar þá fljótt áhugi á rituðu máli og síðar fyrir lestri og skrift.

Í verkefnum elstu barna leikskólans vinnum við með bókina "Markviss málörvun" sem byggir á rímleikjum, þulum og öðrum málörvunarleikjum, sem er góður undirbúningur fyrir lestrarnám barnanna.

Fyrir borðhald er svo alltaf farið með þulur eða ljóð. Myndsköpun: Við leggjum ríka áherslu á myndsköpun enda er hún mikilvægur tjáningarmiðill barns. Við leggjum áherslu á að veita börnunum fjölbreytileg tækifæri til að tjá sig í myndum og með margs konar efniviði. Við leggjum áherslu á að börnin skapi sjálf og að þau séu sjálf ánægð með verk sín.

Listakrókur er ávallt opinn fyrir hádegi dag hvern. Í myndsköpun er notaður efniviður úr náttúrunni ásamt öðrum efnum.

Við endurnýtum allt sem hugsanlegt er í myndsköpun. Lögð er áhersla á að hugmyndaauðgi barnanna fái notið sín.

Page 13: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

"Það barn sem býr við réttlæti, lærir sanngirni"

Tónlist: Helstu þættir í tónlistariðkun barna í leikskóla eru söngur, hreyfing, hlustun og leikur með hljóðgjafa.

Daglega er lögð áhersla á söng í samverustundum og börnin eru dugleg að læra ný lög.

Börnin á eldri deildum eru dugleg við að koma með tónlistardiska sem þau fá að hlusta á, með hinum börnunum.

Leitast er við að hafa sígilda róandi tónlist t.d. í matsal við morgunmatinn og inni á deildum.

Á hverju ári höfum við fengið tónlistarkennara til að vera með sex vikna tónlistarnámskeið, þá fara allir einu sinni í viku í tónlistartíma.

Tónlistarskóli Bessastaðahrepps hefur boðið okkur á tónleika og söngleiki.

Náttúra og umhverfi: Börn þurfa að kynnast fjölbreytileika náttúrunnar og komast í lifandi tengsl við hana og læra að njóta hennar. Við fræðum börnin um náttúruna, umhverfið og verndun þess og hvað náttúran getur gefið af sér. Sérstaða Krakkakots sem leikskóla er m.a. sú að við höfum dýr sem fastan punkt í starfinu. Dýrin og umhirða þeirra er

Page 14: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

ákaflega gefandi og lærdómsrík fyrir börnin. Dýrin okkar eru, hænur, kanínur, sjávardýr í búri, páfagaukar og froskar.

Við förum í náttúruskoðunarferðir t.d. fjöruna, nánasta umhverfi okkar og heimsækjum hesta sem eru hér alveg við túnfótinn hjá okkur.

Við skoðum skordýr sem við finnum úti. Menning og samfélag: Börnin fá snemma áhuga á nánasta umhverfi sínu og því sem þar fer fram. Börnin kynnast smám saman því samfélagi sem þau lifa í.

Við höfum lagt áherslu á að yngri börnin kynnist nánasta umhverfi leikskólans með gönguferðum og heimsóknum.

Rétt fyrir jólin hefur forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, boðið elstu börnunum út að Bessastöðum til að hjálpa honum við að kveikja á jólatrjánum fyrir jólin. Þar hefur okkur verið boðið upp á piparkökur og kakó.

Sjóndeildarhringur elstu barnanna er svo víkkaður með að fara í lengri skoðunarferðir sem eru svolítið breytilegar eftir árum. Heimsókn í grunnskólann, heimsókn í Byggðarsafn Hafnarfjarðar og ævintýraferð í Vatnaskóg á vorin eru fastir liðir á hverju ári.

"Það barn, sem býr við öryggi, lærir kjark"

Page 15: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Hátíðir og hefðir: Í íslensku þjóðlífi eru ýmsar hátíðir og hefðir sem börnin kynnast og taka þátt í á heimilum sínum og einnig á ýmsan hátt í leikskólanum. Í leikskólanum Krakkakoti höfum við haldið þessar hátíðir í heiðri svo og okkar eigin litlu hátíðir líka. Þar má aðallega nefna;

Þorrablót Bolluát á bolludag Saltkjöt og baunir á sprengidag Furðufataball/andlitsmálun og kötturinn sleginn úr tunnunni á öskudag

Páskafræðsla / páskaveisla Ömmu og afa dagur Opið hús í lok vetrarstarfs, þar sem verk barnanna hafa verið til sýnis

Útskriftarferð elstu barna í Vatnaskóg

Útskriftarveisla elstu barna leikskólans

Foreldrafélagið hefur efnt til skemmtilegra ferða að vori

Sumarhátíð leikskólans Bangsadagur 26. október Dagur íslenskrar tungu Afmæli barnanna haldin hátíðleg á deildum barnanna

Leikhússýning í boði foreldrafélagsins

Undirbúningur jólanna í desember Jólagjöf útbúin fyrir foreldra Jólaball/jólasveinaheimsókn/jólapakki frá foreldrafélagin

Page 16: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Foreldrasamstarf Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning í uppeldi barna. Mikilvægt er að náið samstarf og gagnkvæmt traust skapist milli heimilis og leikskóla. Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við foreldra. Foreldrar geta alltaf leitað til starfsfólks leikskólans með öll þau mál og spurningar sem upp kunna að koma varðandi barnið og starfsemi leikskólans. Foreldrar þekkja barnið sitt best en við kynnumst því í starfi og þekkjum þroska þess, færni og viðbrögð í barnahópi.

Við leikskólann er starfrækt foreldrafélag og foreldraráð. Foreldrar eru allir sjálfkrafa félagar í foreldrafélaginu og greiða þangað gjald mánaðarlega sem innheimt er með leikskólagjöldum. Foreldrafélagið hefur verið leikskólanum mikill stuðningur og gefið m.a ýmis tæki sem hafa komið sér ákaflega vel fyrir leikskólann.

Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn á haustin. Almennur foreldrafundur er haldinn á haustin. Foreldraviðtöl fara fram á tímabilinu mars-apríl Opið hús er haldið að vori. Foreldrum boðið í heimsókn í desember. Leiksýning í boði foreldrafélagsins einu sinni á ári. Foreldrafélagið hefur staðið fyrir vorferðum.

"Það barn, sem býr við örvun, lærir sjálfstraust"

Page 17: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Tengsl leikskóla og grunnskóla: Mikilvægt er að samstarf sé á milli leikskóla og grunnskóla til að stuðla að samfellu í uppeldi og menntun barnsins og að það upplifi grunnskólann sem eðlilegt framhald af leikskólanum. Við í Krakkakoti höfum verið í mjög góðum tengslum við grunnskólann og getum við leitað til kennaranna þar og þeir til okkar.

Skólahópar. Í starfi elstu barna leikskólans er markmiðið að búa þau undir næsta skólastig, grunnskólastigiið.

Öflugt samstarf er á milli leikskóla og grunnskóla. Elstu börn leikskólans fara í heimsókn í grunnskólann á vorin og yngstu börn grunnskólans koma í heimsókn í leikskólann.

Umhverfismennt – endurvinnsla Undanfarin ár erum bæði börn og kennarar búin að taka virkan þátt í umhverfisverkefninu “Skóli á grænni grein” og 1 desember 2006 fengum við afhentan Grænfána Landverndar . Lengi býr að fyrstu gerð. Ef byrjað er nógu snemma að kenna börnunum að umgangast náttúruna með virðingu erum við að sá litlu fræi í huga þeirra. Þetta verður til þess að þegar börnin verða fullorðnir einstaklingar kunna þau að umgangast þá náttúru og það umhverfi sem okkur hefur verið gefið með virðingu og væntumþykju. Þessi litlu fræ sem við sáum hér eru t.d.

Allur pappír er flokkaður og endurnýttur eins og hægt er. Allt gler, járn og pappi eru tekin frá og annað hvort nýtt eða send í Sorpu.

Mjólkurfernum safnað og þær settar í endurvinnslu. Ávaxtahýði, eggjarskurn o. fl. sett í safnkassa, svo og afklippur af trjám og úrgangur frá kanínum.

Page 18: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Hagnýtar upplýsingar: Morgunverður: Morgunverður er snæddur í matsalnum milli kl. 8:00-9:00. Klæðnaður barna: Mikilvægt er að klæðnaður barnanna sé þægilegur. Í leikskólanum vinnum við með ýmis efni s.s. liti, lím og málningu sem geta farið í föt barnanna. Vinsamlegast takið tillit til þess. Merkja þarf föt barnanna svo auðverldara sé að koma þeim til skila. Leikskólinn ber ekki ábyrgð á fatnaði barnanna. Foreldrar/forráðamenn koma með bleyjur og blautklúta fyrir börn sín. Klæðið börnin eftir veðri og munið eftir að hafa aukafatnað í boxunum fyrir ofan hólfin.. Nauðsynlegt er að barnið hafi ávalt; *Nærbuxur *Bolur *Sokkar og sokkabuxur *Síðbbuxur *Hlýpeysa/flíspeysa *Pollagalli *Stígvél *Kuldagalli þegar það á við *Ullarsokkar *Vettlingar *Húfa Fatahólfin á að tæma á föstudögum til þess að hægt sé að þrífa þau vel

Page 19: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Fjarvistir og veikindi barna: Vinsamlega tilkynnið veikindi barna til okkar. Ef grunur leikur á að barn sé að veikjast er gott að halda því heima vegna smithættu. Æskilegt er að barn fái að jafna sig vel eftir veikindi heima. Foreldrar geta óskað eftir að barn þeirra fái að vera inni tvo daga eftir veikindi. Afmælisdagar barnanna: Börnin fá að halda upp á afmælið sitt í leikskólanum. Þá flöggum við fyrir barninu, krýnum það með afmæliskórónu og bökum köku sem barnið fær að skreyta. Barnið býður svo börnunum á deildinni til afmælisveislu í matsalnum okkar. Ef börnin eiga systkini á öðrum deildum er þeim boðið að vera með í afmælinu. Leikföng:Ekki er leyfilegt að koma með leikföng í leikskólann en það er að sjálfsögðu leyfilegt að koma með eitthvað sem veitir barninu öryggi meðan það er að byrja í leikskólanum. Starfs- og námskeiðsdagar: Starfsdagar eru þrisvar á ári, í byrjun árs í apríl og á haustin. Sumarleyfi: Á sumrin er lokað í fimm vikur vegna sumarleyfis. Sumarleyfin hefjast á mismunandi tíma á milli ára þannig að sumarið 2010 er sumarleyfið frá 12. júlí til 17 ágúst, 2011 frá 21. júní til 25. júlí og árið 2012 frá byrjun júlí og vika af ágúst. Aðfangadagur og Gamlársdagur: Leikskólinn er lokaður á aðfangadag og gamlársdag.

Page 20: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Óhöpp og slys: Börnin á leikskólanum Krakkakoti eru slysatryggð á meðan þau dvelja í leikskólanum og í ferðum á vegum leikskólans. Ef barn verður fyrir slysi eða veikist höfum við samband við foreldra. Ef ekki næst í foreldrana er farið með barnið á slysadeild eða heilsugæslu ef þörf er talin á. Dvalargjöld: Dvalargjöld eru innheimt mánaðarlega með heimsendum gíróseðlum. Greitt er fyrirfram, gjalddagi er í upphafi hvers mánaðar. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að greiða gíróseðlana á gjalddaga. Óskir um breytingu á vistunartíma þarf að tilkynna með mánaðarfyrirvara. Uppsagnarfrestur á leikskóladvöl er einn mánuður. Sérfræðiþjónusta: Börnin í leikskólanum hafa aðgang að talmeinafræðingi og sálfræðingi sem starfa einnig við grunnskólann.

Page 21: Kæru foreldrar/ forráðamenn við bjóðum ykkur og barnið ...nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0042518.pdf · Ágæta leikskólabarn og fjölskylda. Við viljum bjóða ykkur

Gullkorn leikskólabarna

"Við förum alltaf upp í eyðimörk að tína sveppi"

"Ert þú með gubbuhest"

"Ég ætla að verða útlendingur þegar ég verð stór"

"Jólasveinar elska prjónagraut"

Uppáhaldssaga: "Herðakettirnir"

"Minn var fótbrotinn á hausnum"

"Grýla dó þegar gamladaga var að verða búið"

"Má einn vera inni?...það er ég"

"Ég er rennandi skítugur í framan"

"Ég hélt niðri í mér heilanum"