sunnudagur 28. sept. kl. 16 tónleikar: gunnars kvaran ... · hallgrímur pétursson,barnið og...

2
SUNNUDAGUR 28. SEPT. KL. 16 Tónleikar: Gunnars Kvaran, selló og Selmu Guðmundsdóttur, píanó. Þessir þjóðkunnu tónlistarmenn fóru ekki alls fyrir löngu í tónleikaferð til Kína og léku þar á mörgum stöðum við hinar prýðilegustu undirtektir. Þau munu á þessum tónleikum m.a. flytja fræg og vinsæl tónverk bæði erlendra og innlendra tónskálda sem þau kynntu í ferðinni. Að tónleikunum loknum verða kaffiveitingar og gestum gefst tækifæri á að skoða myndlistarsýningu listahátíðar. E f n i s s k r á ; F. Couperin: „Pieces en Concert“ / Hafliði Hallgrímsson: Tvær útsetningar á íslensku þjóðlögum: 1.Grátandi kem ég..... / 2. Kindur jarma í kofunum / R. Schumann: Fantasiestücke op. 73 - H l é - L. Boccherini: Rondo / G. Fauré: Elegie / Árni orsteinsson: Nótt / L. Boccherini: Menuetto / C. Saint-Saens: Svanurinn / S. Rachmaninoff: Vocalise W.H. Squire: Tarantella Ávarp formanns listahátíðarnefndar dr. Gunnlaugs A. Jónssonar, 40 ára afmæli Seltjarnarnessóknar. Erindi: Erlendur Sveinsson, Trúarleg stef í myndlist Sveins Björnssonar. Tónlist: Eygló Rúnarsdóttir messósópran, Friðrik Vignir Stefánsson orgel og Ari Bragi Kárason trompet. Opnuð myndlistarsýning á trúarlegum verkum Sveins Björnssonar Sýningin mun standa yfir til loka október. - Léttar veitingar

Upload: others

Post on 15-Jul-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Sunnudagur 28. Sept. kl. 16 Tónleikar: Gunnars Kvaran ... · Hallgrímur Pétursson,barnið og maðurinn Kammersveitin fagnar á þessu ári 40 ára afmæli sínu og glæstum ferli

Sunnudagur 28. Sept. kl. 16 Tónleikar: Gunnars Kvaran, selló og Selmu Guðmundsdóttur, píanó.

Þessir þjóðkunnu tónlistarmenn fóru ekki alls fyrir löngu í tónleikaferð til Kína og léku þar á mörgum stöðum við hinar prýðilegustu undirtektir. Þau munu á þessum tónleikum m.a. flytja fræg og vinsæl tónverk bæði erlendra og innlendra tónskálda sem þau kynntu í ferðinni. Að tónleikunum loknum verða kaffiveitingar og gestum gefst tækifæri á að skoða myndlistarsýningu listahátíðar.

E f n i s s k r á ; F. Couperin: „Pieces en Concert“ / Hafliði Hallgrímsson: Tvær útsetningar á íslensku þjóðlögum: 1.Grátandi kem ég..... / 2. Kindur jarma í kofunum / R. Schumann: Fantasiestücke op. 73 - H l é - L. Boccherini: Rondo / G. Fauré: Elegie / Árni Thorsteinsson: Nótt / L. Boccherini: Menuetto / C. Saint-Saens: Svanurinn /S. Rachmaninoff: Vocalise W.H. Squire: Tarantella

Ávarp formanns listahátíðarnefndar dr. Gunnlaugs A. Jónssonar,

40 ára afmæli Seltjarnarnessóknar.Erindi: Erlendur Sveinsson,

Trúarleg stef í myndlist Sveins Björnssonar.Tónlist: Eygló Rúnarsdóttir messósópran, Friðrik Vignir

Stefánsson orgel og Ari Bragi Kárason trompet. Opnuð myndlistarsýning á trúarlegum verkum Sveins Björnssonar

Sýningin mun standa yfir til loka október. - Léttar veitingar

Page 2: Sunnudagur 28. Sept. kl. 16 Tónleikar: Gunnars Kvaran ... · Hallgrímur Pétursson,barnið og maðurinn Kammersveitin fagnar á þessu ári 40 ára afmæli sínu og glæstum ferli

Fjölmennum á viðburði liStahátíðar -listhátið fyrir alla fjölskylduna

Liðin eru 400 ár frá fæðingu hins ástsæla höfuðskálds Hallgríms Péturssonar (1614-1674) - en hann þjónaði sem prestur beggja megin Seltjarnarness þ.e. á Suðurnesjum og Saurbæ í Hvalfirði. Tveir fróðir og frábærir fyrirlesarar segja frá æsku og fullorðinsárum Hallgríms. Einkar áhugavert tónlistarfólk flytur bæði trúarlega og veraldlega tónlist sem honum tengist.

laugardaginn 4. okt. kl. 16Hallgrímur Pétursson,barnið og maðurinn

Kammersveitin fagnar á þessu ári 40 ára afmæli sínu og glæstum ferli. Flutt verður frægt verk Franz Schubert (1797-1828), Oktett D803 (op. posth. 166) fyrir tréblásara og strengi, samið árið 1824. Verkið er fullt af gáska og músíkölsku fjöri en um leið eru tær og lagræn einkenni tónskáldsins hvergi fjarri, ekki síst í himneskum adagio-kaflanum. Oktettinn telst til merkustu kammerverka tónlistarsögunnar og tekur um klukkustund í flutningi. Oktett Kammersveitar Reykjavíkur skipa Arngunnur Árnadóttir, klarínett, Rúnar H. Vilbergsson, fagott, Joseph Ognibene, horn, Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Sigurgeir Agnarsson, selló og Richard Korn, kontrabassi. Að tónleikunum loknum verða léttar veitingar og gefst tónleikagestum um leið kostur á að skoða málverkasýningu hátíðarinnar í kirkjunni.

Sunnudagur 5. okt. kl. 16Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur: Hallgrímur Hólastrákur.Einar Sigurbjörnsson prófessor emerítus: Upp, upp mín sál - Presturinn og sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson. Tónlist flytja þau Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran, sem undan-farin ár hefur stundað framhaldsnám í söng í Bandaríkjunum, og Friðrik Vignir Stefánsson organisti og tónlistarstjóri kirkjunnar.

Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason, bæjarlistamaður Seltjarnarness 2014, og trommuleikarinn Þorvaldur Þór Þorvaldsson munu leiða saman hesta sína á djasstónleikum í Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 2. október kl 20:00. Þar munu þeir, ásamt fríðu föruneyti, heiðra minningu trompetleikarans Miles Davis, eins mikilhæfasta djasstónlistarmanns sögunnar, Á tónleikunum munu þeir leika nokkur af hans þekktustu lögum, ásamt fleiri vel völdum minna þekktum perlum. Ara og Þorvaldi til halds og trausts verða píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson og bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson. Miles Davis vann 9 Grammy verðlaun og breytti jazz-tónlistarsögunni oftar en einu sinni. Á efnisskránni verður farið yfir sögu þessa ótrúlega listamanns.

Fimmtudagur 2. okt. kl. 20Jazzkvöld / Miles Davis heiðurstónleikar

Þorvaldur Þór og Ari Bragi eru báðir Seltirningar í húð og hár. Þeir byrjuðu tónlistarnám sitt í Tónlistarskóla Seltjarnarness, fóru síðan í tónlistarskóla FÍH, og þvínæst í framhaldsnám í djasstónlist til Bandaríkjanna. Þorvaldur nam við University of Miami og New England Conservatory í Boston og hlaut þar mastersgráðu í djasstrommuleik árið 2007. Ari Bragi nam við The New School for Jazz and Contemporary Music og hlaut bachelorgráðu í djasstrompetleik árið 2012.

Listahátíðarnefnd Seltjarnarneskirkju: Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, formaður, Hrafnhildur B. Sigurðardóttir, Ólafur Egilsson.

Uppsetning og hönnun: Bjarni Dagur Jónsson. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.