textar i islensku fyrir erlenda studenta

21
TEXTAR Í ÍSLENSKU FYRIR ERLENDA STÚDENTA Svavar Sigmundsson / Málvísindastofnun Háskóla Íslands Í þessari bók eru 28 textar og samtöl til að æfa lestur, málnotkun og skilning. Í textunum er að finna ýmsar hagnýtar og fræðandi upplýsingar. 1. Anna og Jón hittast Anna: Komdu sæll, Jón. Jón: Komdu sæl, Anna. A: Sæl - hvað er að frétta? J: Allt gott, en hjá þér? A: Ég var einmitt að tala við Pál og Dísu, þú manst eftir þeim. J: Já, hvað gera þau núna? A: Páll er kennari en Dísa er hjúkrunarfræðingur. J: Já, alveg rétt. Eiga þau mörg börn? A: Þau eiga þrjú, eina stelpu (stúlku) og tvo stráka (drengi). J: Jæja, það er gaman að heyra. En hvað er að frétta af þér? A: Allt ágætt, það er meira en nóg að gera hjá mér. J: Já, það er sama sagan hér. Ég verð víst að halda áfram. Tíminn líður. Við sjáumst. Vertu blessuð (bless). A: Já, blessaður (bless). 2. Íslensk fjölskylda Páll og Dísa eru hjón. Þau eiga þrjú börn, eina dóttur og tvo syni. Stelpan heitir Ása og er tólf ára gömul. Strákarnir heita Jón og Siggi. Hvor er eldri? Jón er tíu ára gamall, en Siggi átta ára. Ása, Jón og Siggi eru systkini. Páll er pabbi (faðir) þeirra og Dísa mamma (móðir) þeirra. Þau eru foreldrar þeirra. Páll er (eigin) maður Dísu og Dísa er (eigin) kona Páls. Þau búa í litlu húsi í Reykjavík. Þau Ása, Jón og Siggi eru öll í skólanum á daginn. Þau fara snemma á morgnana í skólann og koma heim eftir hádegið. Þá eru þau ein heima, því að pabbi þeirra og mamma vinna bæði úti. Pabbi þeirra er kennari, en mamma þeirra er hjúkrunarfræðingur. Það er algengt að báðir foreldrar vinni úti, amk að hluta til. Það er erfitt að lifa af einum launum.

Upload: alessandro-dicembre

Post on 24-Apr-2015

124 views

Category:

Documents


33 download

TRANSCRIPT

Page 1: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

TEXTAR Í ÍSLENSKU FYRIR ERLENDA STÚDENTA

Svavar Sigmundsson / Málvísindastofnun Háskóla Íslands

Í þessari bók eru 28 textar og samtöl til að æfa lestur, málnotkun og skilning. Í textunum er að finna

ýmsar hagnýtar og fræðandi upplýsingar.

1. Anna og Jón hittast

Anna: Komdu sæll, Jón.

Jón: Komdu sæl, Anna.

A: Sæl - hvað er að frétta?

J: Allt gott, en hjá þér?

A: Ég var einmitt að tala við Pál og Dísu, þú manst eftir þeim.

J: Já, hvað gera þau núna?

A: Páll er kennari en Dísa er hjúkrunarfræðingur.

J: Já, alveg rétt. Eiga þau mörg börn?

A: Þau eiga þrjú, eina stelpu (stúlku) og tvo stráka (drengi).

J: Jæja, það er gaman að heyra. En hvað er að frétta af þér?

A: Allt ágætt, það er meira en nóg að gera hjá mér.

J: Já, það er sama sagan hér. Ég verð víst að halda áfram. Tíminn líður. Við sjáumst. Vertu blessuð

(bless).

A: Já, blessaður (bless).

2. Íslensk fjölskylda

Páll og Dísa eru hjón. Þau eiga þrjú börn, eina dóttur og tvo syni. Stelpan heitir Ása og er tólf ára gömul.

Strákarnir heita Jón og Siggi. Hvor er eldri? Jón er tíu ára gamall, en Siggi átta ára.

Ása, Jón og Siggi eru systkini. Páll er pabbi (faðir) þeirra og Dísa mamma (móðir) þeirra. Þau eru

foreldrar þeirra. Páll er (eigin) maður Dísu og Dísa er (eigin) kona Páls. Þau búa í litlu húsi í Reykjavík.

Þau Ása, Jón og Siggi eru öll í skólanum á daginn. Þau fara snemma á morgnana í skólann og koma heim

eftir hádegið. Þá eru þau ein heima, því að pabbi þeirra og mamma vinna bæði úti. Pabbi þeirra er

kennari, en mamma þeirra er hjúkrunarfræðingur. Það er algengt að báðir foreldrar vinni úti, amk að hluta

til. Það er erfitt að lifa af einum launum.

Page 2: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

3. Af Önnu og Jóni

Hver er Anna? Hún er kona. Hver er þetta? Þetta er Anna. Hver er Jón? Hann er maður. Hver er þetta?

Þetta er Jón. Hvað eru þau að gera? Þau eru að tala saman.

Þau heilsast fyrst og síðan fara þau að tala um Pál og Dísu, sem þau þekkja. Páll og Dísa búa saman og

eiga börn. Hvað eru börnin mörg? Þau eru þrjú, en ekki tvö eins og þú hélst.

Eru þau farin að ganga í skóla? Já, þau eru búin að vera þar í nokkur ár.

Hvernig gengur þeim í skólanum? Þeim gengur vel, en þau hafa líka mikið að gera, meira en nóg.

Hvar eru þau í skóla? Hér í Reykjavík.

Þegar Anna og Jón eru búin að tala saman góða stund, kveðjast þau.

4. HEIMILIÐ

Páll og Dísa eiga heima í Reykjavík, höfuðborg Íslands. Þar búa þau í eigin íbúð í blokk. Íbúðin er stór og

góð. Hun er þrjú herbergi: stofa og tvö svefnherbergi. Þar er líka eldhús og bað. Í kjallaranum er geymsla.

Í kjallaranum er geymsla.

Á morgnana safnast öll fjölskyldan saman inni í eldhúsinu til að borða morgunmat, hlusta á útvarpi og

tala saman. Pabbi vaknar venjulega fyrstur og vekur þá mömmu og krakkana. Hann hitar kaffivatnið,

leggur á borð, ristar brauðið og sýður eggin. Börnin þvo sér í framan, bursta tennurnar og greiða hárið.

Á meðan fjölskyldan situr við morgunverðarborðið spjalla þau saman:

Pabbi: Jæja, krakkar. Hvað eigið þið að læra í skólanum í dag?

Ása: Ég á að æfa mig í að lesa og reikna.

Jón: Við Siggi eigum meðal annars (m.a.) að fara í handmennt og leikfimi, en það er líka lestur og

reikningur hjá okkur. Það á að reikna nokkur dæmi.

Pabbi: Finnst ykkur gaman í skólanum?

Siggi: Nei, það er hundleiðinlegt.

Pabbi: Hvað segirðu, Siggi minn?

Jón: Ja, það er nú svolítið skemmtilegt stundum, sérstaklega í tónmennt.

Mamma: Nú verðið þið víst að fara að flýta ykkur í skólann.

Pabbi: Já, alveg rétt. Klukkan er að verða átta. Það er dimmt úti. Farið þið (Fariði) nú varlega í

umferðinni. Passið ykkur á bílunum.

5. Páll hittir kunningja sinn

Páll hittir Gunnar úti á götu og þeir fara að spjalla saman

Page 3: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Páll: Sæll og blessaður.

Gunnar: Blessaður. Það er langt síðan maður hefur séð þig.

Páll: Já, það má nú segja. Er ekki allt gott að frétta?

Gunnar: Jú, jú. Að vísu engar stórfréttir, en engar fréttir eru góðar fréttir. Heyrðu annars, hvað er

klukkan?

Páll: Hún er tíu mínútur yfir níu.

Gunnar: Nú, já. Ég ætla að skreppa í bankann og láta skipta fimm þúsund króna áví sun fyrir mig.

Páll: Þá hefur þú nógan tíma; bankarnir opna klukkan korter yfir níu.

Gunnar: Já, en það er samt betra að koma fimm mínútum of snemma en tíu mínú tum of seint. Best að

fara að fara.

Páll: Jæja, þá. Ég ætla ekki að halda þér. Ég bið kærlega að heilsa konnuni þinni og börnunum.

Gunnar: Ég skila því, þakka þér fyrir. Ég bið líka að heilsa heim til þín. Blessaður.

Páll: Blessaður.

6. MEÐ STRÆTISVAGNI

A: Hvernig kemst ég héðan úr Háskólanum niður í miðbæ?

B: Með því að taka vagn númer fjögur, sem stansar við Háskólabíó. Hann fer um maðbæinn. Það stendur

á honum Mjódd - Hagar. Til að komast aftur er hægt að taka vagn númer fimm, Skerjafjörður - Laugarás

og hann stoppar á Suðurgötu, rétt við Háskólann.

A: Hvað kostar í vagninn?

B: Það kostar 120 kr. farið, en það er líka hægt að kaupa grænt kort, sem kostar 3400 krónur og gildir í

mánuð. Kort með tíu miðum kostar 1000 kr.

A: Er hægt að skipta yfir í annan vagn einhvers staðfr á leiðinni og halda áfram án þess að það kosti

aukalega?

B: Já, alltaf með græna kortinu, en ef þú hefur það ekki, getur þú beið vagnstjórann um skiptimiða, þegar

þú kemur upp í vagninn og þá gildir hann í hálftíma eða svo.

A: Þakka þér fyrir. (Takk fyrir).

B: Það var ekkert.

7. BÖRNIN FARA Í SKÓLANN

Þegar börnin eru búin að borða morgunmatinn, flýta þau sér af stað í skólann. Strákarnir verða að bíða

svolitla stund eftir Ásu, meðan hún er að leita að skólatöskunni. Síðan kveðja þau pabba og mömmu.

Page 4: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Börnin þurfa ekki að fara með strætisvagni í skólann. Þau ganga alltaf þangað, því að skólinn er í sama

hverfi og blokkin þar sem & # 254; au eiga heima. Það þarf ekki að fylgja þeim. Það er svo stutt að fara.

Í fyrsta tímanum í dag eiga þau að æfa sig í lestri. Þau eiga að lesa sögu eftir Halldór Laxness, og síðan

ætlar kennarinn að segja þeim frá honum.

Í frímínútunum eru börnin rekin út á skólalóðina að leika sér. Þeir leika sér oft að því að kasta og grípa

bolta eða fara í eltingaleik. Ása vill heldur spjalla við vinkonur sínar eða fara í parís. En bráðum hringir

bjallan. Þau verða að hætta að leika sér og fara inn, og þá byrjar næsti tími.

8. BÖRNIN KOMA HEIM ÚR SKÓLANUM

Þegar börnin koma heim úr skólanum, fara þau að lesa fyrir næsta dag. Ása ætlar að lesa landafræði, sem

hún hefur mikinn áhuga á. Kennarinn þeirra hefur verið að segja þeim frá Norðurlöndunum. Eldri

bróðirinn, Siggi ætlar að lesa söguna, en Jón reiknar heimadæmin sín. Þegar þau eru búin að undirbúa sig

undir morgundaginn, hlaupa þau út í garð að leika sér, þangað til mamma kallar á þau í kvöldmatinn.

Pabbi þeirra kemur seint heim á kvöldin, þvi hann er að kenna í kvöldskóla. Stundum kemur hann jafnvel

ekki fyrr en klukkan níu. Stundum er hann búinn fyrr og þá gefur hann sér tíma til að hjálpa börnunum

með heimaverkefnin . Klukkan tíu fá þau sér eitthvað að drekka, pabbi drekkur svart kaffi, mamma

drekkur te, en krakkarnir mjólk. Síðan fara börnin að hátta ofan í rúm, því að þ ; au þurfa að fara snemma

á fætur á morgnana.

9. FARIÐ Í AFMÆLI

Í dag á afi barnanna afmæli. Þau Páll og Dísa ætla auðvitað að heimsækja hann ásamt börnunum og óska

honum til hamingju með daginn.

Allir fara í sparifötin sín. Pabbi fer í bláan jakka, gráar buxur og hvíta skyrtu. Siggi er í brúnu fötunum

sínum, en Jón ætlar að vera í fallegri, ljósri peysu og nýjum buxum.Dísa fer í gula kjólinn sinn og rauðu

skóna. Ása fer í grænt pils og dökka blússu. Pabbi fer í frakka, en mamma í kápu, og krakkarnir fara í

úlpurnar sínar og setja hettuna yfir höfuðið.

Nú eru allir tilbúnir og þá er farið til afa og ömmu. Þau verða mjög glöð að sjá gestina og andlit þeirra

ljóma:

- En hvað það er gaman að sjá ykkur, segir amma.

- Ég hef ekki séð ykkur í heilan mánuð, segir afi, hýr á svip.

- Gjörið þið (Gerið þið) svo vel að ganga inn, segir amma. Takið þið nú af ykkur. Amma leiðir litlu

systurnar inn í stofu.

Þegar allir hafa óskað afa til hamingju með afmælið og fólkið er búið að spjalla saman svolitla stund,

biður amma alla að gjöra svo vel að setjast (fá sér sæti) við borðið og byrja að drekka afmæliskaffið. Þau

gera að gamni sínu og hlæja á meðan þau drekka.

10. AFMÆLISBORÐIÐ

Page 5: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Við sitjum við kaffiborðið, þegar haldið er upp á afmæli afa. Við borðið sitja sjö manns, en amma þarf oft

að fara fram í eldhús úr borðstofunni til að sækja meira kaffi. Á borðinu er dúkur og á honum eru bollar

og undirskálar, og vinstra megin við þá eru litlir kökudiskar. Þar er líka kaffikanna, mjólkurkanna og

kókflaska, líka sykurkar og rjómakanna. Ekki má heldur gleyma kökunum, sem amma hefur bakað af

þessu tilefni. Þarna eru tvær tertur, rjómaterta og súkkulaðiterta. Þá er á borðinu jólakaka og bakki með

smákökum. Við hliðina á kaffibollum þeirra fillirðnu og glösum krakkanna eru litlir gafflar, en á

undirskálunum eru teskeið ar til að hræra í kaffinu með. Hjá tertunum liggja hnífar, en amma var rétt búin

að gleyma servíettunum. Hún þarf að hafa svo margt í huga. Afi horfir á hópinn við borðið og virðist

harla ánægður. Þegar allir eru orðnir saddir og búnir að drekka nægju sína, hjálpa krakkarnir við að bera

fram af borðinu, en afi lætur fara vel um sig í hægindastólnum í stofunni og lygnir aftur augunum.

11. Í MATVÖRUBÚÐ

- Hvar er næsta matvörebúð? (Geturðu sagt mér hvar næsta matvöruverslun er?)

- Já, hun er þarna á horninu, ekki búðin sem þú sérð hé rna, heldur sú sem er hinumegin við götuna, þar

sem blái bíllinn stendur fyrir utan.

Viðskiptavinurinn tekur þessar vörur:

1 / 2 kg af kaffi, 2 lítra af mjólk og 1 brauð (heilhveitibrauð, rúgbrauð).

- Hvað kostar þetta?

- 829 svarar kaupmaðurunn um leið og hann slær verðið inn á kassann. Síðan spyr hann hvort það sé

nokkuð fleira sem hann geti selt mér?

- Nei, takk.

- Gæti ég fengið poka undir þetta?

- Alveg sjálfsagt, segir afgreiðslustúlkan sem stendur við hliðina á kaupmanninum, nær í plastpoka og

setur vörurnar í hann.

- Gjörðu svo vel, segir hún og brosir.

- Takk fyrir.

12. LAGT AF STAÐ Í FERÐALAG

Á sumrin aka margir út um land um helgar. Sumir eiga frændfólk uppi í sveit, aðrir taka með sér tjöld til

að sofa í og enn aðrir eiga sumarbústað.

Í dag er laugardagur og þau Páll og Dísa ákveða að fara í ferðalag með börnum sínum (börnin sín). Þau

taka með sér tjald, svefnpoka og annan viðleguútbúnað, því að þau koma ekki heim aftur úr ferðinni fyrr

en á mánudag.

Páll og Dísa setjast í framsætið, Páll við stýrið, en Ása og báðir strákarnir sitja í aftursætinu. Þau setja

farangurinn í skottið, á gólfið, undir sætin eða í aftirglugggann, og uppi á þaki er tjaldið.

Page 6: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

- "Hvar er kortið?" spyr Páll. "Ég lagði það í sætið."

- "Það liggur á gólfinu", svarar Dísa. "Það hlýtur að hafa dottið á gólfið", bætti hún við ; og tók það undan

sætinu.

- "En hvar eru bækurnar mínar?", spyr Siggi.

- "Hvað gerðir þú við þær?" spyr Ása. spyr Ása.

- "Þær liggja undir sætinu", skýtur Siggi inn í.

En nú er lagt af stað í áttina til Þingvalla, og eftir eina klukkustund verða þau komin þangað en þar ætla

þau að gista yfir helgina. Hugurinn ber þau hálfa leið. Þau aka eftir sléttum malbikuðum vegi, og allir eru

í góðu skapi. Á leiðinni aka þau framhjá Gljúfrasteini á hægri hönd, en þar býr Halldór Laxness,

nóbelsskáld Íslendinga.

Skyndilega verður pabbi að stíga hægra fæti á bremsurnar (hemlana). Það flaug allt í einu fugl yfir veginn

fyrir bílinn. Pabbi vill ekki aka yfir neinn og þess vegna ekur hann gætilega og er alltaf tilbúinn að bremsa

(hemla).

Þegar til Þingvalla kemur er þoka yfir öllu. Það er náttúrlega leiðinlegt, en kannski verður veðrið orðið

betra á morgun. Þá birtir kannski upp.Þau fara að leita sér að tjaldstæði og velja sér stað við vatnið. Á

morgin ætla þau að keyra kringum það.

13. ALKEN HITTIR PÁL

Páll og Alken hefja samtal.

Páll: Sæll og blessaður. Ég heiti Páll Pálsson.

Alken: Sæll. Ég heiti Alken Bruns.

P: Þú kemur frá Þýskalandi?

A: Já, ég á heima í Hamborg.

P: Ertu búinn að vera hér lengi?

A: Nei, ég kom fyrir tveimur mánuðum og kann ekki mikið í málinu ennþá.

P: Fyrir tveimur mánuðum og talar strax ágæta íslensku!

A: Ekki get ég nú sagt það, en ég var búinn að læra forníslensku & # 237; einn vetur, áður en ég kom

hingað og það hjálpaði mér miki & # 240;.

P: Hvernig líkar þér hérna?

A: Ágætlega, en þó eru talsvert mikil viðbrigði að koma hingað.

P: Nú, að hvaða leyti?

Page 7: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

A: Tja, veðráttan er allt öðruvísi, maturinn og lífsvenjur yfirleitt. Og svo sakna ég auðvitað vina og

kunningja.

P: Já, veðrið er auðvitað allt öðruvísi hér en í Þýskalandi og margt með öðrum hætti líka, býst ég við. En

hefurðu ekki kynnst Íslendingum hér?

A: Það get ég nú varla sagt. Það hefur nú gengið erfiðlega að eignast kunningja hér. Mér finnst

Íslendingar satt að segja dálítið lokaðir, og þeir skipta sér í ; raun og veru ekki mikið af okkur

útlendingunum nema þá fullir!

P: Þú ert nú heldur ekki búinn að vera hér nema tvo mánuði. Þú átt vafalaust eftir að kynnast mörgum.

A: Já, það er líklegt. Landi minn, sem er búinn að vera hér næstum í eitt ár, sagði mér, að best væri að

kynnast Íslendingum á böllum.

P: Já, einmitt. Nú er ball um næstu helgi. Þangað skaltu skella þér.

A: Já, það ætla ég að gera. En nú verð ég að komast í búð áður en lokað verður. Blessaður, það var gaman

að tala við þig.

P: Blessaður. Þakka þér sömuleiðis fyrir spjallið. Við ræðum málin betur seinna.

14. TVEIR ERLENDIR STÚDENTAR TALA SAMAN

A: Sæll, ég heiti Alken Bruns.

B: Sæll, Peter Peterson heiti ég.

A: Ertu búinn að vera lengi á Íslandi?

B: Þetta er annað árið mitt, ég kom hingað í fyrrahaust.

A: Nú, þá ertu orðinn alvanur öllu hér. Ég mætti etv leita til þín og fá hjá þér ráðleggingar ?

B: Já, gjörðu svo vel. Ég skal reyna að gefa þér góð ráð. Hvar býrðu annars?

A: Ég leigi herbergi úti í bæ og hef aðgang að eldhúsi.

B: Þú ert heppinn. Það er reyndar mjög erfitt að fá leigt í Reykjavík.

A: En hvar býrð þú?

B: Ég bý á Gamla Garði og líkar mjög vel.

A: Því trúi ég. Þá hefur þú líka næg tækifæri til að kynnast Íslendingum.

B: Já, að vísu, en hins vegar er ekki mjög gott næði til að lesa á Garði.

A: Það er auðvitað ókostur, en getur þú ekki lesið á bókasafninu?

B: Jú, auðvitað, enda geri ég það.

Page 8: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

A: Hvað varst þú lengi að læra íslensku þangað til þú gast tala hana fyrirhafnarlaust?

B: Blessaður vertu! Fyrsta mánuðinn skildi ég hreint ekki neitt, þann næsta lítið, en svo fór þetta að koma.

Ætli ég hafi ekki verið svona 3-4 mánuði að læra hana sæmilega. Það var mikið verk.

A: Ég er feginn að heyra þetta. Mér finnst nefnilega ganga hægt að læra þetta blessað mál. Ég er þó búinn

að vera hér í tvo mánuði, en gengur enn illa að tala málið. Það gengur þó betur þann síðari en hin fyrri.

B: Hafðu engar áhyggjur. Þetta kemur allt saman. En nú verð ég að fara að koma mér af stað. Þú ættir að

líta við hjá mér við tækifæri.

A: Þakka þér fyrir, ég geri það. Blessaður.

B: Blessaður.

15. UM BÍÓ

Stúdent 1: Er ekki hægt að draga þið með í bíó í kvöld?

Stúdent 2: Æ, ég nenni því ekki, ég fór í bíó í gærkvöldi.

S1: Hvaða mynd sástu?

S2: Það var amerísk glæpamynd.

S1: Hvernig þótti þér hún?

S2: Hún var hundleiðinleg og nauðaómerkileg. Ég var að deyja úr leiðindum. Ekkert nema skotbardagar

og slagsmál alla myndina út þess á milli viskídrykkja. Ég ráðlegg þér eindregið að sjá ekki þá mynd, en

hins vegar sá ég góða mynd í Laugarásbíói í fyrradag.

S1: Þú ert bara alltaf í bíó! Það er ekki von, að þú nennir þriðja kvöldið í röð. Það eru fáir svo duglegir.

S2: Þú ættir að hringja áður en þú ferð alla leið inn á Laugarásbíó, því að kannski er uppselt á myndina.

S1: Já, það er alveg rétt hjá þér. Var annars fullt, þegar þú sást hana?

S2: Já, já, og margir urðu frá að hverfa.

Ég ætla þá að bregða mér í bíó í kvöld og hringja snöggvast fyrst. Blessaður.

S2: Blessaður. Láttu mig vita, hvernig þér finnst myndin.

S1: Allt í lagi. Ég geri það. Bless. Sjáumst þótt síðar verði.

16. Í NORRÆNA HÚSINU

Stúdent 1: Eigum við að skreppa niður í Norræna hús og fá okkur kaffisopa?

Stúdent 2: Hví ekki það! Ég er hálfsyfjaður. Kannski hressist ég við bolla af sterku kaffi.

Page 9: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

(Þeir félagar ganga niður í Norræna hús og fara að afgreiðsluborðinu.)

S2: Ég ætla að fá einn bolla af kaffi.

Afgr.: Gjörðu svo vel, þú getur fengið þér ábót líka, fleira nokkuð?

S2: Já, kannski ég fái eina kökusneið líka.

Afgr.: Gjörðu svo vel. Nokkuð annað?

S2: Nei takk, ætli maður láti þetta ekki nægja.

Afgr.: Það verða þá 300 krónur.

S2: Ég á það akkúrat, gjörðu svo vel.

Afgr.: Það var ágætt, takk fyrir. (Snýr sér að S1.) - Hvað ætlar þú að fá?

S1: Einn kaffi, það er alveg nóg fyrir mig.

Afgr.: Gjörðu svo vel. Það eru 125 kr.

S1: Gjörðu svo vel.

Afgr.: Takk fyrir.

S1: Hefurðu séð nýjustu blöðin að heiman?

S2: Nei, ekki í heila viku. Ég lít sjaldan í blöðin, enda finnst mér oftast lítið í þeim .En það er þó hægt að

lesa grein og grein.

S1: Maður verður þó að fylgjast með, enda ekki lengi gert að renna augum yfir fyrirsagnirnar. Ég ætla að

ná mér í blað - á ég að taka annað fyrir þig?

S2: Jæja, kannski. Ekki getur það skaðað.

(Þeir setjast niður með kaffið og fletta blöðunum.)

S2: Þarna sérðu. Ekkert nema stríð og órói á verðbréfamörkuðum. Það breytist ekkert.

S1: Já, já. En þetta eru mikilvægir hlutir.

S2: Mikilvægir? Já, kannski, en ég er búinn að fá meira en nóg af þess háttar (slíkum) fréttum.

S1: Þú hugsar aldrei um neitt nema fótbolta.

S2: Jú, en liðið mitt er að falla niður í 2. deild. Það var þáttur um fótboltann í sjónvarpinu í gær. Það er

engin von!

17. TIL AKUREYRAR

Páll, sem bý í Reykjavík, ætlar að skreppa til Akureyrar. Hann flýgur þangað, því að hann hefur ekki tíma

Page 10: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

til að ferðast með bíl. Hann hringir því til flugafgreiðslunnar til að spyrjast fyrir um farmiða.

Símtal:

Rödd: Góðan dag.

Páll: Góðan daginn. Mig langaði að fá upplýsingar um flug til Akureyrar.

Rödd: Já, það er aðeins flogið þrisvar sinnum á dag, klukkan 7.40, 12.10 og 17.30.

Páll: Hvað kostar miðinn?

Rödd: Hann kostar frá 7.830 til 12.000 krónur fram og aftur eftir því hvernig bókað er og hversu lengi það

stoppar.

Páll: Er hægt að komast með flugvél í dag?

Rödd: Nei, því miður. Þær eru fullbókaðar og biðlisti með flugvélunum á morgun. Það eru hins vegar laus

sæti með fyrstu flugvél hinn daginn.

Páll: Nú, já. Gætirðu þá tekið frá fyrir mig eitt sæti með þeirri vél og bætt mér við á biðlista á morgun?

Rödd: Sjálfsagt. Hvað er nafnið - og heimilisfang?

Páll: Ég heiti Páll Jónsson og bý á Miklubraut 52.

Rödd: Hefurðu síma, Páll?

Páll: Já, 552 09 1917.

Rödd: Allt í lagi. Við hringjum þá í þig, ef sæti lisnar með vél á morgun.

Páll: Takk fyrir.

Rödd: Takk sömuleðis.

18. Á PÓSTHÚSINU

Páll ætlar að senda bréf til útlanda og etv einnig pakka (böggla), ef hann hefur efni á því. Hann fer því

niður á pósthús, gengur inn og snýr sér að stúlku, sem situr í einum afgreiðslubásnum.

Páll: Góðan dag. Hvað kostar undir bréf til Danmerkur?

Stúlkan: Fjörutíu og fimm (45) krónur í Apósti. Það er með flugi.Við sendum öll bréf til útlanda

flugleiðis.

Páll: Þetta er fjári dýrt.

Stúlkan: Viltu kannski senda þetta með Bpósti? Það er ódýrara. Það kostar 35 kr.

Page 11: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Páll: Já, ég sendi það bara í Bpósti. Gjörðu svo vel, hérna eru fimmtíu krónur.

Stúlkan: Takk. Þá færðu 15 kr. til baka.

Páll: Mig langar að vita, hvað kostar undir pakka, líka til Danmerkur.

Stúlkan: Það fer eftir því, hvort á að senda hann með flugi eða í skipspósti og eftir því hvað hann er

þungur.

Páll: Þeir eru tveir, alveg eins. Ég er hérna með þá. Viltu gjöra svo vel að vigta þá fyrir mig?

Stúlkan: Sjálfsagt. Við skulum sjá - tvö kíló hvor. Þá kostar það 771 kr. undir hvorn í flugi, en 847 í

skipspósti.

Páll: Það er ekkert annað! En hvað kostar undir ábyrgðarbréf til Danmerkur?

Stúlkan: Tvö hundruð og tíu krónur (210 kr.) Lágmarksgjald (fyrir 20 gr bréf).

Páll: Nú, já. Takk fyrir.

Stúlkan: Takk sömuleiðis.

19. Í FATAVERSLUN

Alken: Góðan dag, ég ætlaði að fá að líta á staka jakka og buxur.

Afgr.: Sjálfsagt. Við erum einmitt nýbúnir að fá sendingu af stökum jökkum. Þeir eru hérna til vinstri,

gjörðu svo vel. Ég skal sýna þér þá.

Alken: Ég nota númer 42.

Afgr.: Já, þá passa jakkarnir á efri slánni. (Hann bendir á þá.)

Alken: Áttu ekki einlita jakka? Mér finnst köflóttir og mislitir jakkar fullglannalegir.

Afgr.: Jú, jú. Hérna er td einn ljósgrænn og annar vínrauður. Viltu ekki máta þá?

Alken: Jú, takk. Þessi virðist passa sæmilega.

Afgr.: Hann fer þér mjög vel; sérstaklega fallegur í bakið.

Alken: Hvað kostar hann?

Afgr.: Hann kostar aðeins 9.500 krónur. Við náðum sérstaklega hagstæðum samningi við framleiðandann.

Svona jakka færðu venjulega ekki undir 11 þúsund krónum.

Alken: 11 þúsund krónur. Það er ekki gefið! En hvað um það. Hvað kosta svo buxur eins og þessar?

Afgr.: Þær kosta 4000 - 5000 krónur - eftir gæðum. Við eigum hérna grænar, gráar og ljósar buxur. Viltu

Page 12: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

máta þessar gráu td

Alken: Eru þær ekki fullvíðar?

Afgr.: Ég á hérna númeri minna.

Alken: Já, ég tek þær - þær passa ágætlega.

20. Í BANKANUM

Alken ætlar að skipta erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og selja tékka. Hann fer því í bankann. Hann

snýr sér fyrst að stúlku, sem situr við lúgu, sem merkt er Upplýsingar (Information):

Alken: Góðan dag. Hvar get ég fengið keypt þýsk mörk?

Afgr.: Það er hjá gjaldkera, en fyrst skaltu snúa þér til stúlknanna við afgreiðsluborðið þarna til vinstri.

Alken: Já, takk fyrir. En hvar get ég selt íslenska ávísun (íslenskan tékka)?

Afgr.: Ávísanir geturðu líka selt beint hjá gjaldkeranum.

Alken: Takk fyrir.

Afgr.: Það var ekkert.

(Alken snýr sér að afgreiðsluborðinu vinstra megin við gjaldkerana.)

Alken: Góðan dag. Ég ætla að biðja um 100 þýsk mörk.

Afgr.: Já. Viltu gjöra svo vel að fylla út þetta eyðublað.

Alken: Já, takk. (Hann fyllir út eyðublaðið.) Er þetta nóg?

Afgr.: Við skulum sjá. Já, þetta er ágætt. Nafnið þitt verður svo kallað upp.

Alken: Takk fyrir.

(Alken bíður dálitla stund, þangað til nafn hans er kallað upp.)

Gjaldkeri: Alken Bruns.

Alken: Já, hann er hér.

Gjaldkeri: 100 þýsk mörk. Það gera 3.575 krónur. Gjörðu svo vel.

Alken: Takk fyrir. Ég ætla að borga með greiðslukorti. Gerðu svo vel. Ég er líka með ávísun, sem ég ætla

að selja.

Gjaldkeri: Við skulum sjá. 2000 krónur. Já, þetta er í lagi. Viltu gera svo vel og skrifa nafn, kennitölu og

heimilisfang aftan á ávísunina.

Page 13: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Alken: Já, gjörðu svo vel.

Gjaldkeri: Ertu með bankakort?

Alken: Nei, en ég er með ökuskírteinið mitt. Er ekki allt í lagi með ávísunina?

Gjaldkeri: Jú, jú. Þetta eru bara formsatriði.

Alken: Það er gott að heyra. Takk. Takk.

21. SPURT TIL VEGAR

Peter: Fyrirgefðu, en geturðu sagt mér, hvar Þjóðleikhúsið er?

NN: Já, já. Þú ert núna staddur á Lækjartorgi. Þú gengur upp þessa götu þarna, sem heitir Hverfisgata,

framhjá einum gatnamótum. Þá sérðu stórt hvítt hús til vinstri, það er gamla Landsbókasafni. Næsta hús

við það er dökkt steinhús og það er Þjóðleikhúsið.

Peter: Nú, já. Þakka þér kærlega fyrir. En kannski geturðu líka sagt mér, hvar Naustið er?

NN: Já, já. Ég skal reyna að lýsa leiðinni þangað. Þú gengur Austurstræti, göngugötuna, yfir Pósthússtræti

og að Ingólfstorgi við Aðalstræti. Þá beygir þú til hægri, gengur örstuttan spöl þangað til þú kemur að

Vesturgötu, þá beygir þú upp hana til vinstri. Þá sérðu fljótlega bílastæði á hægri hönd, og aðeins lengra

upp eftir götunni er gömul bygging með skilti utan á. Það er Naustið.

Peter: Þetta er nú talsvert flókið, en ég þakka þér samt kærlega fyrir upplýsingarnar.

NN: Ekkert að þakka. Ég vona bara, að þú komist gegnum miðbæinn og á leiðarenda.

22. "SÆLL OG BLESSAÐUR"

Áður fyrr voru kveðjusiðir á Íslandi öðruvísi en nú.

Þegar gestur kom á bæ, barði hann þrjú högg á bæjarþil til að gera vart við sig.

Ef dimmt var orðið guðaði hann á glugga með því að fara á gluggann og segja : "Hér sé Guð".

Heimilisfólkið svaraði þá með þessum orðum: "Guð blessi þig".

Einhver heimamanna gekk til dyra og heilsaði gestinum: "Blessaður og sæll og vertu velkominn." Hann

kastaði kveðju á heimamenn og sagði: "Sæl verið þið öll saman" eða "Sælt og blessað fólkið".

Síðan gekk gesturinn að hverjum og einum, ungum sem gömlum, og heilsaði með kossi.

Ef gesturinn var kunningi eða vinur heimamanns sagði hann: "Sæll og blessaður" og heilsaði bæði með

kossi og handabandi. Heimamaður tók undir kveðjuna og sagði: "Komdu sæll og blessaður". Oft bættu

menn einnig við öðrum kossi og sögðu: "Og þakka þér fyrir síðast ".

Page 14: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Þannig gátu menn haldið áfram lengi.

Gesturinn skilaði kveðjum sem svarað var: "Guð blessi hann".

Loks var gesti vísað til sætis.

Ef gestur kom meðan verið var að lesa húslestur settist hann fremur hljóðlega og heilsaði engum fyrr en

að lestri loknum .

(Nú segir fólk "bless (bless)" og unga fólkið "hæ, hæ" og "bæ, bæ" .)

23. LANDBÚNAÐUR

Landbúnaðurinn er elsti atvinnuvegur landsins, fram yfir síðustu aldamót var hann aðalatvinnuvegur

þjóðarinnar og Íslendingar bændaþjóð. Langflestir íslenskir bændur stunda kvikfjárrækt, eiga kindur, kýr

og hesta, en kornrækt í hefðbundnum skilningi er mjög lítil. Mjólkurframleiðsla er umfangsmesta

búgreinin og yfirleitt stunduð í nágrenni þéttbýlis, en þ ar næst kemur sauðfjárræktin, stundið í sveitum

sem liggja lengra frá þéttbýlinu .

Framleiðsla kindakjöts hefur dregist mikið saman á liðnum árum, bæði vegna samdráttar í neyslu

innanlands og vegna þess að útflutningur þess hefur nær alveg lagst af. Hestum hefur fjölgað mikið á

síðustu áratugum, en þeir eru nær eingöngu nýttir til reiðmennsku.

Alifuglarækt og svínarækt hafa aukist mjög á liðnum áratug og sjá landsmönnum fyrir vaxandi neyslu

þessara afurða.

Þrátt fyrir að fólki hafi farið fækkandi í sveitum á liðnum áratugum, þá hefur framleiðni í landbúnaði

aukist verulega, í framleiðslu á mjólk, kjöti, smjöri og ostum. Íslendingar eru sjálfum sér nógir um

framleiðslu helstu búvara, og eru þær viðurkenndar fyrir gæði.

Framleiðsla garðávaxta, grænmetis og blóma hefur farið vaxandi á undanförnum árum, sérstaklega

framleiðsla í gróðurhúsum sem hituð eru upp með hveravatni. Kartöflurækt er aðallega stunduð á

Suðurlandi, í Eyjafirði og í Austur-Skaftafellssýslu .

24. LANDNÁM Í REYKJAVÍK

Samkvæmt bæði Landnámabók og Íslendingabók byggði Ingólfur Arnarson sér bæ í Reykjavík efir að

hafa haft tvívegis vetursetu hérlendis, við Ingólfshöfða og undir Ingólfsfjalli.

Mörgum leikur hugur á að vita hvar hann reisti bústað sinn en enginn veit það með vissu. Sumir telja að

bæjarstæði Ingólfs hafi verið á Arnarhóli eða í Tjarnargötu vestan tjarnarinnar, aðrir við Aðalstræti. Ef

reynt er að ráða af líkum hvar Ingólfur Arnarson hefði getað byggt bæ sinn verður að reyna að gera sér í

hugarlund hvernig aðstæður voru í Reykjavík á landnámsöld. Með því að líta á ljósmynd af miðborg

Reykjavíkur á okkar dö gum er hægt að gera teikningu af því hvernig það land hefur sennilega litið út á

dö ; gum Ingólfs og sjá hvar líklegast er talið að bærinn hafi staðið.

Page 15: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

25. AF VAFASAMRI VISTFRÆÐI

Þegar ég var krakki að læra einhverja gamaldags landafræði, var okkur kennt það, að Ísland skiptist í

mannabyggðir og óbyggðir. Okkur var kennt að landsmenn hefðu líklega talið búsældarlegra fyrir neðan

snjólínu en ofan við hana.

Þegar menn svo fóru að setjast að í Reykjavík, mun það ekki hvað síst hafa verið vegna þess að snjóléttara

var þar en á fjöllum uppi. Á fjöll hlupu engir nema bandíttar, óbótamenn, sauðaþjófar og aðrir andskotar

samfélagsins. Með tímanum myndaðist svo hér þéttbýliskjarni með götum, veitum, ljósum og síma.

Grundvöllurinn að Reykjavík var víst lagður, áður en menn voru orðnir tiltakanlega langskólagengnir, en

byggðu að nokkru á þúsund ára reynslu forfeðranna að búsetu í landinu.

Þá skeði það, eftir arðbæra heimsstyrjöld, að menn fóru að hafa ráð á því að afla sér menntunar í

byggðafræð um og húsagerðarlist. Þessir menn komu svo aftur frá pr ófborðinu, færandi heim þau

sannindi, að í skipulagsmálum væri það brýnast að flytja Reykvíkinga úr bænum og uppá heiðarnar austur

af byggðinni: Breiðholtið, Úlfarsfell, Mosfellsheiði og Hellisheiði. Í húsagerðarlist varð sú stefna ríkjandi

að byggja mannabústaði á Íslandi mestanpart úr gleri og sleppa vatnshallanum á þökum. Hugmyndirnar

voru fengnar beint frá Flórída og Kaliforníu þar sem sólin skín lóðrétt ofaní skallann á mannfólkinu árið

um kring, en ekki lárétt eins og veður og vindar á Íslandi. Á suðlægum slóðum vestanhafs þykir líka,

öfugt við Ísland, ákjósanlegt að byggja á hæðum og í fjalllendi í von um vindsvala í hitum.

Á Íslandi hélt veðrið hins vegar áfram að vera óamerískt þrátt fyrir glerhúsin og flötu þökin. Vatnið hélt,

samkvæmt eðli sínu, áfram að leka niðurávið og í gegnum flötu þökin, en heiðarbúar vöknuðu við þann

vonda draum, að vera komnir upp fyrir snjólínu, þó nóg væri af byggingarlóðum í miðbænum í Reykjavík

þar sem hitastig var þrem til fjórum gráðum hæ rra en heima hjá þeim í heiðabyggðunum.

26. ALÞINGI Á ÞINGVELLI

Alþingi var fyrst sett árið 930 á Þingvelli við Öxará.

Um 900 hafði maður að nafni Þórir kroppinskeggi numið land á þessu svæði , allt að landnámi Ingólfs

Arnarsonar við Þingvallavatn sem þá nefndist Ölfusvatn.

Hermt er að Þórir hafi drepið þræl og falið líkið í gjá nokkurri. Illvirki þetta komst upp og var Þórir

dæmdur á Kjalarnesþingi og missti þar með allar eigur sí nar. Landnám hans varð nú sameign allra

landsmanna (almenningur) og síðar varð það úr að ; þar skyldi Alþingi háð.

Íslendingabók Ara fróða segir frá Grími geitskör sem ferðaðist um Ísland í leit að þingstað. Hann valdi

Alþingi stað þar sem síðar var nefndur Þingvöllur við Öxará.

Þingvöllur hafði marga kosti sem þingstaður:

- Staðurinn lá vel við fjallvegum.

Page 16: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

- Hann var í grennd við fjölmennustu byggðir landsins.

- Þar var rennandi vatn.

- Silungsveiði var í Þingvallavatni.

- Eldivið var auðvelt að sækja í skóginn (kjarrið).

- Bithagar voru góðir fyrir hesta.

Störf Alþingis fóru fram undir berum himni. Að Lögbergi, á austurbarmi Almannagjár, var þingið sett og

því slitið og lögin sögð upp; þaðan fóru lögrétta og dómar til starfa.

Ekki er vitað hvar lögrétta sat í fyrstu en síðar var hún á völlunum fyrir austan Öxará.

Lögberg er talið hafa verið í brekkunni þar sem fánastöngin er nú. Lengi var talið að Lögberg hafi í fyrstu

verið á spönginni á milli Flosagjár og Nikulásargjár. Það er þó allsendis óvíst.

Margir kannast betur við nafngiftina "Peningagjá" um vesturenda Nikulásargjár, vegna þeirrar venju

ferðalanga að henda smámynt í gjána. Á þessum stað voru stundum háðir fjórðungsdómar, einkum ef

ófriðvanlegt var.

27. LÍFIÐ Í SJÓNUM

Það býr margt í sjónum.

Þar búa örsmáar ósýnilegar lífverur.

Þar búa stærstu skepnur jarðarinnar, hvalirnir.

Þar búa auk þess dýr af öllum mögulegum stærðum og gerðum.

Þau teljast til margra óskyldra dýraflokka.

Hafið morar af lífi, heimskautanna á milli.

Þannig hefur þetta verið í hundruð milljóna ára.

Fjölbreytnin í djúpum hafsins á sér nær engin takmörk.

Það eru td 20 þúsund tegundir fiska í sjó og vötnum.

Við Ísland eru samt ekki nema 150 tegundir fiska.

ÞORSKURINN

Page 17: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Þorskurinn er einn algengasti fiskur í Norður-Atlantshafi.

Hann veiðist suður í Biskayaflóa og við Írland og Bretlandseyjar.

Þorskur er veiddur í Norðursjó, Skagerak, Kattegat og Eystrasalti.

Hann er veiddur við Noreg, í Barentshafi, við Svalbarða og Færeyjar, Grænland, Nýfundnaland, Labrador

og Kanada.

Við Ísland eru ein mestu þorskmið í heimi.

Þorskurinn er af þeirri tegund fiska sem við hann er kennd, þorskfiskunum.

Ýsa, ufsi, lýsa, langa, keila, kolmunni og spærlingur eru skyld þorskinum.

Þess vegna eru þau líka kölluð þorskfiskar.

Þorskurinn er mjög rennilegur fiskur. Þorskurinn er mjög rennilegur fiskur.

Hann er straumlínulagaður.

Það er til þess að hann geti synt hratt.

Sumir fiskar eru ekki rennilegir. Sumir fiskar eru ekki rennilegir.

Þeir synda hægt.

Þorskurinn getur verið mismunandi á litinn eftir aldri og hvar hann á heima.

Smáþorskur - þyrsklingur - er oft rauðbrúnn ef hann hefur alist upp á grunnu vatni innan um þara.

Þorskur, sem verið hefur á ljósum sandbotni er oft gráleitur.

Fullorðinn þorskur af djúpmiðum við Ísland er oftast fallega gulgrænn á baki og hliðum og ljós á kviðinn.

Hann er líka oft nefndur "Sá guli".

Þessi breytilegi litur er til þess að þorskurinn sjáist verr.

ÞAÐ GENGUR Á ÝMSU

Fiskveiðar eru vinna.

Oft meira að segja mjög erfið vinna, sérstaklega á veturna.

Þá er oft vont veður.

Þá er kalt.

Page 18: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Þá eru sumir sjóveikir.

Og stundum farast skip vegna veðurs.

Oft er aflinn lítill og verðið lágt.

Þá hafa sjómennirnir lítið kaup.

Og svo vantar olíu á vélarnar.

Ef til vill veiðarfæri eða skip.

Eða menn á skipið.

En stundum veiðist vel.

Það er aflahrota og gott veður.

Það fæst hátt verð fyrir fiskinn og sjómenn og útgerð græða peninga.

Þá er gaman að veiða þorsk.

Þá er gaman að vera sjómaður og gott að eiga skip.

AFLI

Elsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland var 24 ára gamall.

Stærsti þorskur sem veiðst hefur á Íslandsmiðum var 181 cm. á lengd. á lengd.

Þorskar af þessari stærð geta orðið 40-50 kg þungir.

Helst veiðast slíkir risaþorskar á norðlægum miðum en mjög sjaldan núorði & # 240; vegna veiðanna.

Það er langt síðan farið var að veiða þorsk.

Hann hefur verið veiddur lengur en menn muna.

Víkingarnir veiddu þorsk.

Þeir átu hann sjálfir og notuðu hann eins og peninga í viðskiptum sínum við útlönd.

Þorskur varð snemma aðalútflutningsvara Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga.

Fyrir 3-4 áratugum var þorskaflinn í Norður-Atlantshafi um 4 milljónir tonna á ári.

Á þeim tíma voru veidd um 400 þúsund tonn af þorski við Ísland árlega.

En þorskurinn var ofveiddur, líkt og margar aðrar fisktegundir.

Page 19: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Það þurfti að takmarka vieðarnar og setja reglur um hámarksafla.

Nú (1997) er þorskaflinn í Norður-Atlantshafi aðeins 2 milljónir tonna.

Við Ísland eru ekki veidd nema tæplega 200 þúsund tonn.

Vonandi fjölgar þorskinum aftur.

Þá verður hægt að veiða meira en nú er gert.

Líklega 300-350 þúsund tonn á Íslandsmiðum á ári.

VERTÍÐ

Á Íslandi er veitt mikið af fiski.

Þar hafa alltaf margir haft vinnu við fisk.

Bæði á sjónum og í landi.

Íslendingar veiða fisk á ýmsum gerðum skipa með alls konar veiðarfærum.

Á litlum bátum er þorskur veiddur á handfæri og línu.

Á stærri bátum er auk þess veitt með dragnót og botnvörpu (trolli).

Á stórum togurum er eingöngu veitt með trolli.

Fiskvinna er aðalvinnan í flestum sjávarþorpum og bæjum.

Frægastur slíkra staða eru Vestmannaeyjar.

Þar er veitt mikið af alls konar fiski, sérstaklega þorski.

Mest er veitt á veturna og vorin.

Þá er þorskurinn að hrygna rétt hjá Vestmannaeyjum.

Þá er líf í tuskunum.

Oft er unnið nótt og dag.

HVAÐ ER GERT VIÐ AFLANN?

Sjómennirnir gera að fiskinum um borð.

Page 20: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

Þá blóðga þeir fiskinn og taka úr honum innyflin.

Þegar róðurinn er langur er fiskurinn oftast ísaður í kassa eða á hillur í lestinni.

Ef stutt er farið er ekki settur ís á fiskinn.

Stundum sigla fiskiskipin með aflann beint til útlanda og selja hann þar á fiskmörkuðum.

En oftast er aflanum landað hér heima.

Þá er hann fluttur á vörubílum í vinnslustöðvarnar.

Þar er þorskurinn oft ísaður meira og geymdur í kæli.

Það er til þess að hann skemmist síður ef ekki er hægt að taka hann strax til vinnslu.

Margir stærstu togaranna eru eins konar fljótandi frystihús.

Þar er aflinn unninn um borð strax og fiskurinn kemur upp úr sjónum.

Svo er fiskurinn settur í neytendapakkningar og frystur.

Aflanum er pakkað á mismunandi hátt.

Það fer eftir því hvar á að selja fiskinn.

Afli frystitogaranna er tilbúinn til útflutnings þegar komið er í höfn til að landa.

FISKVINNSLA

Við fiskvinnslu er margt unnið úr þorskinum.

Það fer eftir því hvernig á að nota hann og hvert á að selja vöruna.

Þorskutinn er frystur, saltaður, hertur í skreið og harðfisk, reyktur eða soðinn niður.

Stundum er hann reyndar fluttur út ísaður og óunninn.

FISKVEIÐILÖGSAGA

Öll lönd, sem eiga landamæri að hafi, hafa lengi haft einkarétt til fiskveiða á ákveð nu svæði næst

ströndinni.

Annarsstaðar mega allir fiska.

Við Ísland var þetta svæði, fiskveiðilögsagan, einu sinni ekki nema 3 sjómílur ( 1 sjómíla = 1853 metrar).

Page 21: Textar i Islensku Fyrir Erlenda Studenta

ÞORSKASTRÍÐ

Þorskurinn er eftirsóttur matfiskur.

Hann er einn mikilvægasti fiskur í heimi og um þorskveiðar hafa staðið milkar og alvarlegar deilur milli

landa.

Þær hafa stundum verið kallaðar þorskastríð.

Þess vegna er þorskurinn raunar heimsfrægur fiskur.

Þegar þorskinum fækkaði og ekki náðist samkomulag við útlönd um veiðarnar á Íslandsmiðum stækkuðu

Íslendingar landhelgina.

Fyrst í 4 sjómílur.

Sumir útlendu sjómennirnir vildu eki fara að veiða þorsk utan þessara marka.

Þá varð þorskastríð.

Loks fóru þeir, en þorskinum hélt samt áfram að fækka.

Þá var landhelgin færð út í 1912 sjómílur.

Þá varð aftur þorskastríð.

Svo færðu aðrar þjóðir líka út sína landhelgi í 12 sj & # 243; mílur.

Þá varð rólegt á fiskimiðunum aftur.

En þorskinum fækkaði stöðugt.

Og fiskveiðilandhelgin var stækkuð í 50 sjómílur.

Enn varð þorskastríð.

Loks var íslenska fiskveiðilandhelgin færð út í 200 sjómílur 15. október 1975.

Eins og venjulega varð þorskastríð.

En það stóð ekki lengi í þetta sinn.

Önnur lönd í Evrópu hafa nú einnig stækkað fiskveiðilandhelgi sína í 200 sj & # 243; mílur (370

kílómetra).