reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

9
Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla Frá sjónarhóli skólastjórnanda

Upload: miranda-finch

Post on 30-Dec-2015

39 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla. Frá sjónarhóli skólastjórnanda. Hvað felst í þessu reiknilíkani?. Skömmtunartæki. Tæki til að mæla fjárþörf stofnunar. Tæki til árangursstjórnunar. Upplýsingalind og stjórntæki. Leið til að auka gagnkvæman skilning. “Skömmtunartækið”. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Frá sjónarhóli skólastjórnanda

Page 2: Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Hvað felst í þessu reiknilíkani?

Skömmtunartæki.

Tæki til að mæla fjárþörf stofnunar.

Tæki til árangursstjórnunar.

Upplýsingalind og stjórntæki.

Leið til að auka gagnkvæman skilning

Page 3: Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

“Skömmtunartækið”

Algengt viðhorf: Tæki til að deila út fjármunum sem eru í heildina tekið of litlir til að fullnægja þörfum skólanna.

Mikilvægt að greina á milli faglegs mats á fjárþörf og pólitískra ákvarðanna um fjárveitingar.

Mikilvægt að fjárveitingavaldið taki fullt mark á niðurstöðum líkansins.

Page 4: Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Tæki til að mæla fjárþörfina

Að nokkru leyti andstæð markmið: Líkanið skal mæla fjárþörfina af sæmilegri nákvæmni.

Líkanið skal vera einfalt að byggingu og innihalda fáar lykilbreytur.

Skólar skulu hafa nokkuð svigrúm til sjálfstæðrar ákvarðanatöku um ráðstöfun fjármuna.

Líkanið skal taka mið af mismunandi aðstæðum og mismunandi þörfum skóla.

Hér þarf að finna hinn gullna meðalveg.

Page 5: Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Tæki til að stjórna árangri.

Góð nýting kennslukrafta -> aukið fjárhagslegt svigrúm

Mikið brottfall -> refsing

Vafasamt að hafa árangursstjórnunarbreytu (markmið) í líkani sem stjórntæki þess hafa lítil áhrif á.

Page 6: Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Upplýsingalind og stjórntæki.

Hvetur til nákvæmrar greiningar á kostnaði og “tekjum”.

Auðvelt að reikna út hentugar kennitölur s.s. kennslustundir á nemendaeiningu

Auðveldara að meta fjárhagslegar afleiðingar ákvarðana

Gerir alla áætlanagerð markvissari

Page 7: Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Upplýsingalind og stjórntæki.

INNA

Nemendaskrá

stundatöflugerð

BÁR

raunkostnaður

Reiknilíkanið

Reiknaður kostnaður (tekjur)

Huga þyrfti að tengingum hér

Page 8: Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Gagnkvæmur skilningur

Vel skilgreind lykilhugtök og stærðir gera mönnum auðveldara að ræða viðfangsefnin

Þar með opnast leiðir til skilvirkari upplýsingamiðlunar á milli skólans og ráðuneyta og á milli stjórnenda skólans og annara starfsmanna.

Vitund allra sem málið varðar um rekstraraðstæður skólans, kostnað vegna brottfalls o.s.frv. vex og dafnar.

Gagnkvæmur skilningur auðveldar fyrir lausn hinna ýmsu vandamála.

Page 9: Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Að lokum...

Það sem mestu máli skiptir er trúverðugleiki líkansins

Erum við með gott reiknilíkan?

Mitt mat er að margir kostir vegi upp nokkra galla. Miklar úrbætur hafa átt sér stað frá 1998.

Mikilvægt að fjárveitingavaldið taki fullt mark á líkaninu