menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

36
Menntaskólatídindi

Upload: utgafa-skolafelaga-menntaskolans-i-reykjavik-mr

Post on 16-Mar-2016

256 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Menntaskólatídindi

Page 2: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

RitstjórnEmil Sölvi Ágústsson Hermann ÓlafssonHugi Hólm GuðbjörnssonJón Tómas JónssonJóhann RagnarssonÞórður Atlason

Hönnun og umbrot Gunnar Birnir Ólafsson

MarkaðsnefndEyþór Arnar IngasonFriðrik Árni HalldórssonHanna Björt KristjánsdóttirKarl Ólafur Hallbjörnsson

PrentunStafræna Prentsmiðjan

Upplag700 eintök

ÁbyrgðaraðiliBirna Ketilsdóttir Schram

ForsíðumódelHrafnhildur Svala Sigurjónsdóttir

ÞakkirAnna Pála Sverrisdóttir Atli Pálsson BásarBjarni JanussonEiður Andri KatrínarsonEmil Örn KristjánssonErla Diljá SæmundsdóttirGissur Atli Sigurðarson

Gunnar Birnir ÓlafssonHalla HauksdóttirHerdís HergeirsdóttirHlynur Hólm HaukssonIngólfur EiríkssonJenna Björk GuðmundsdóttirJóhann AxelssonKristborg Sóley ÞráinsdóttirKrister Blær JónssonMamma mínMargrét Sara GuðjónsdóttirMarkaðsnefndMaría Christína KristmannsMelkorka Davíðsdóttir PittÓlafur Jóhann BriemSkólafélagsstjórnTristan Freyr JónssonYngvi PéturssonÞriðjudagstilboðIð

Kæru MR-ingar!

Velkomin aftur í okkar ástkæru menntastofnun, úthvíld og sólbrún eftir sumarið. Síðustu vikur hafa einkennst af miklu lífi og fjöri á Amtmannsstígnum þar sem nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að færa félagslíf okkar MR-inga upp á enn hærra plan. Ferskur blær leikur um skólann og mikill spenningur fyrir komandi skólaári. En ekki er allt með felldu. Við höfum öll fundið skítalyktina sem angar af busakrílunum. Innan veggja Menntaskólans skríða nú ráðvillt bleyjubörn með hor í nebbanum og þykjast kalla sig ein af okkur. Við hin vitum þó betur. Þau hafa ekki unnið fyrir því að fá að kalla sig MR-inga og þurfa að sanna að þau séu verðug til þess. Á fimmtudaginn kemur fáum við útrás fyrir reiði okkar. Hver veit hvort það verði nokkuð útskriftarárgangur árið 2017…

Busar!

Ykkur ber að fylgja reglum Le Pré og hlýða, virða, dýrka og dá eldribekkinga í einu og öllu. Eftirlitsmenn fylgjast með ykkur dag og nótt og mæli ég með því að þið haldið ykkur á mottunni, það vill enginn lenda á Svarta listanum.

Ávarp Inspectors

2

Page 3: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

4. Ávarp ritstjórnar7. Busareglur8. Skólafélagið10. Undirfélög Skólafélagsins12. Busaballið14. Palladans18. Gúmmíendur eru gular20. Viðtal við Önnu Pálu22. Dr. Doktor23. Herranótt24. Krít 201326. Sumarferðin28. #Skologram30. Busaviðtöl32. Smáauglýsingar33. Nýnemagrúppur34. Sjálfspróf35. Targetlisti

Efnisyfirlit

1424

12

2O

3

Page 4: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

ÁvarpRitstjórnar

Sælir elskulegu busar og eldri nemendur. Takk fyrir að lesa fyrsta blaðið okkar. Í ár verður blöðunum dreift í takmörkuðu upplagi. Nú mun ekki vera eitt blað fyrir hvern nemanda í skólanum, heldur verður örfáum eintökum dreift í hverja stofu og fyrir áhugasama verða fleiri blöð í Cösu sem verður hægt að glugga í rétt fyrir svefninn. Auk þess erum við í ritstjórn svo tæknivæddir

að blaðið verður tiltækt í stafrænu formi á síðu Skólafélagsins von bráðar. Allt er nú hægt á gervihnattaöld. Við þökkum fyrir okkur og bjóðum busana óvelkomna í Menntaskólann. Vonum að skólasystkini okkar og kennarar njóti sín í busablóðsúthellingum. Munið að betri er einn fugl í hendi en tveir ekki í hendi.Puss och Kram, Menntaskólatíðindi Menntaskólans.

Page 5: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

ÁvarpRitstjórnar

Page 6: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Bragagata, Laugavegur og Suðurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is

Við sækjum á bra bra

Bragagötu!

Page 7: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

7

Page 8: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Eitt það sem nýnemar sækja mest í þegar þeir komast inn í MR er félagslífið. Ólíkt öðrum framhaldsskólum hefur MR tvö nemendafélög, Skólafélagið og annað félag sem er þó í raun einungis undirfélag Skólafélagsins. Undir Skólafélaginu (stærsta undirfélag skólafélagsins er framtiden en hún er leifar þess þegar Danir stjórnuðu MR með harðri hendi) er að auki ótal nefndir sem sjá um að hafa félagslífið virkt og fjölbreytt. Skólafélgasstjórn sér um að allir lifi í sátt og vinni vel saman.

Inspector er forseti Skólafélagsins, samt ekki því inspector er miklu meira en forseti. Í ár gegnir Birna Ketilsdóttir Schram embætti inspectors. Birna er íslandsmeistari í flestum bardagaíþrót-tum sem keppt er í á íslenskri grundu.Hún átti að fara í heimsmeistaramótið í MMA en lét námið ganga fyrir og því fór Gunnar Nelson lærlingur hennar í stað fyrir hana. Birnu finnst óskaplega gaman að gantast í busum milli þess sem hún beygir sagnir í latínu.

Hvernig Birna vill pulsuna sína: Pulsurnar eru ekki í uppáhaldi hjá Birnu og þegar hún fer á Bæjarins bestu er hún vön að koma með bjúgu að heiman til að setja í brauðið. Hún er mjög villt með djúpsteikingar og elskar BDSM (Best Djúpsteikt Með Öllu).

Inspector ScribaScriba er varaforseti Skólafélagsins, hún sér meðal annars um Morkinskinnu.Rakel Björk er Scriba sholae. Rakel tekur þátt í blótum goðafélagsins, en var meinaður aðgangur að þeim eftir að hún ákvað að nota busablóð í blótin. Rakel er góðvinur lögreglunnar enda þekkt í undirheimum Reykjavíkur. Hún sést oftast á laugardagskvöldum á Prikinu með gullsímann í einni hendi og kuta í hinni.

Hvernig Rakel vill pulsuna sína: Hún er ekki mikið fyrir meðlæti því hún elskar þetta hráa pulsubragð. Einfallt, báða laukana og mikið remúlaði og stundum biður hún um smá hrásalat í annan endan en það er bara þegar hún er virkilega gröð í maganum.

QuaestorQuaestor er gjaldkeri skólafélagsins. Í ár er Aldís Mjöll gjaldkeri. Aldís hefurverið að æfa busakast í allt sumar. Hún nálgast met Davíðs Oddssonar sem hann setti eftirminnilega á sínum menntaskólaárum. Hún lærði öll trixin í fjármálabókinni hjá Jókim Aðalönd, en Aldís hefur lesið allar syrpur sem gefnar hafa verið út.

Hvernig Aldís vill pulsuna sína: Hún elskar pulsur í munninn og þegar enginn er að horfa kaupir hún tvær pulsur og setur þær í eitt brauð eða svokallað Double Pulsa eða DP. Og stundum til að fá sína mestu útrás fer hún upp að ókunnugum og biður þá að setja pulsurnar upp í hana.

Skólafélagið

scholae scholaris scholaris

Page 9: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Collegurnar eru tvær, Ólafur Kári og Jón Ingvar, þeir eru meðstjórendurSkólafélagsins og fylgja Birnu í einu og öllu. Ólafur og Jón eru frekar fleppaðirgaurar og oftast kallaðir stuðboltar skólafélagsins. Minnistæðast var þegar þeir röppuðu gaudann á kosningarvökunni síðastliðið vor. Þeir eru á ýmsa vegu hættulegir og óútreiknanlegir. Aðallega vegna þess að þeir lokka busana að sér með sínum óendanlega sjarma og hafa upp á síðkastið gert sér það til gamans að ræna saklausum busum og henda þeim í tjörnina. Umgangist þá með varúð, kæra busadrasl.

Collegae

Hvernig Jón vill pulsuna sína: Jón fór með okkur á Bæjarins Bestu bara til að sýna okkur hvernig hann vill pulsu í munninn. Hann vill alltaf sjá til þess að vatnið sem notað er sé amk dags gamalt því þá er pulans full af reynslu þegar hún fer í munninn. Hann segir líka að mikilvægt sé að taka pulsuna í sem fæstu bitum svo hann treður pylsunni langt ofan í kok áður en hann tekur fyrsta bitann. Í þessari pylsuferð hitnaði í kolunum.

Hvernig Ólafur vill pulsuna sína: Sjaldan vill Ólafur ekki eina með öllu upp í munninn. Hann sagði að okkur frá “sérstöku trikki” til að láta pulsuna bragðast sem best.Hann tók okkur í sýnikennslu og bað pulsumanninn að rétta sér pulsuna áður en hún færi í brauðið, þá tók hann pulsuna og nuddaði hana vel áður en hann setti hana upp í sig.

Setjið inn busi í staðinn fyrir pulsa

Page 10: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

UndirfélögSkólafélagsins

Akademían spilar rosa mikið LoL, en hafa verið að færa sig yfir í Dota 2 upp á síðkastið.

Auglýsinganefndgerir nákæmlega það sem þú heldur að hún geri.

Bingósér um mánaðarlegu Bingókeppnina, en allur ágóði rennur til Portnersins.

Eques scholaeég veit ekki hvað hann gerir, þú veist ekki hvað hann gerir. Það er samt ábyggilega mikilvægt.

Ferðafélagiðsér um sumarferðina og hefur einnig yfirumsjón yfir geimferðaáætlun MR.

Félagsheimilisnefnd vinnur fyrir mat og húsaskjóli. Aðstoðar einnig Bingó við bingókeppnirnar sínar.

Forseti Listafélagsins velur sér nokkra skósveina og saman drekka þau kaffi og ræða listamál nútímans í fimm mínútna hléum úti á Amtmannsstíg.Þau mynda bróðurpart viðskiptavinahóps Hans Pedersen, ásamt gömlu fólki

Herranótt setur upp leiksýningar í nafni Menntaskólans, og stendur sig ávalt með prýði.

Inspector instrumentorum sér um tækjabúnað skólafélagsins. Hann sér um allar ykkar tækjaþarfir og fær að slaka með Guðbjarti. Instrumentorum fær að halda á snúrum, og rétta þér þær þegar þú biður um þær.

Inspector platearum kallast í daglegu tali hringjarinn. Hringjarinn sér um að þú mætir stundvíslega í tíma. Hringjarinn skal ávallt ganga um með krippu og klæðast tötrum.

Íþróttafélagið klæðist ávallt þröngum stuttbuxum og “bíter” og byrjar daginn á einum léttum tjarnahring. Meðlimir sjá um alla íþróttaviðburði MR-inga, einna helst Íþróttavikuna.

Lagatúlkunarnefndtúlkar lög á fundum Skólafélagsins. Nú síðast sendu þau frá sér greinagóða og skemmtilega túlkun á lagi 50 Cent, „Candy Shop“.

Ljósmyndafélagiðá allskonar linsur til að sjá til þess að sleikmyndin þín sé töff.Ritnefnd Menntaskólatíðinda er kynæsandi og frábær (skrifa líka stundum blöð).

Ritnefnd Vetrar fær að fara í embó.

Markaðstjóri plöggar penge fyrir blöð og er sennilega eftirsóttasta staðan innan Skólafélagsins.

Myndbandsnefnd er úrvalslið fólks sem sér um að framleiða myndbönd í nafni Skólafélagsins, Inspectors og Michael Bay vegna hinna ýmsu viðburða.

Ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa gefur út eitt stórt blað á ári, sem er metnaðarfullt og flott, eiginlega bara eins og okkar blað (Heh).

Skemmtinefndskipuleggur Söngvakeppnina, og hefur átt stórann þátt í að koma Biggest Loser á íslandi.

Skólanefndarfulltrúi gerir örugglega það sama og hinn gaurinn.

Skólaráðsfulltrúi situr í skólaráði fyrir hönd nemenda og semur um kjarasamninga.

Tækniteymi Skólafélagsinsbjagvættir vorir og unaðsmenn. Eru fyrir Skólafélagið eins og Portner er fyrir MR. Nauðsynlegir, áreiðanlegir en stórhættulegir ef þú abbast upp á þá.

Page 11: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Léttmjólk

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA –

12

-19

31

3.14159265359 - p + SKÖLD

Page 12: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

BusaballiðNú þar sem að nýtt skólaár er hafið í Menntaskólanum þá er ýmislegt sem þarf að hafa hugann við. Það mikilvægasta er án efa busaballið. Busaböll eru ávalt skemmtileg. MR, MH, Kvennó og allir aðrir menntaskólar (nema Tæknó) halda að minnsta sæmileg busaböll. Það orsakast einna helst af því að skyndilega uppfyllast allir skólar af litlu fólki sem hefur hvorki séð né mögulega getað ímyndað sér hvað alvöru dansgólf er, svo þau vita lítið við hverju á að búast þegar þau loksins mæta á böllin. Busaball MR er alls ekki eins og hvert annað grunnskólaball. Busaballið er nefnilega Rave-ball. „Hvað er svona Rave-ball?“ spyr businn eflaust. Orðið “Rave” var notað til að lýsa hinum rosalegu bóhem partíum sem haldin voru á sjötta áratug síðustu aldar í menningarborgum Englands. Seinna meir var þetta orð notað yfir teiti sem voru gjarna haldin í yfirgefnum dekkjaverksmiðjum í úthverfum iðnaðarborga Englands. Þar var oft langur listi ungs fólks sem þeytti skífum fyrir mannmergðina sem tróð sér inn í tómu vöruskemmurnar og iðnaðarhúsnæðin löngu eftir háttatíma, í þeim eina tilgangi að dansa úr sér lífið. Eitt sem að einkennir Rave-böll er klæðnaðurinn. Þó svo að þetta gæti verið fyrsta

menntaskólaballið þitt þá áttu ekki að fara í fermingarfötunum og henda sixpensara á hausinn á þér, nú eða til dæmis að klæðast háum hælum. Háir hælar eru erkifjendur reivarans (og Emils Sölva). Busaballið er sveittasta ball ársins og fólk klæðir sig samkvæmt því. Þess vegna er rétt að henda sér í nærbol eða álíka laus föt. Fötin þín eiga að vera hvít og þakin neonskærum upplýsingum um bekk, símanúmer og aldur. Svo er ekki óskynsamlegt að mæta með glowsticks. Saman er þettaeitursvöl blanda. Fátt er meira töff á reivi en maður þakinn sjálflýsandi málningu að poppa glow sticks hægri vinstri. Ekki þekja þig í glowstick-vökvanum samt. Á ballinu ríkir ávalt

kynferðisleg spenna. Fólk mun fara í sleik. Ófáir munu fara í hörkuduglegan sleik. Fólk mun skiptast á munnvatni í gríð og erg, margir við marga aðila á sama kvöldinu, jafnvel marga í einu. Það skiptir ekki máli hvar í salnum, hvenær á ballinu eða hvernig það kemur til. Þú gætir verið nýmætt lítil fluga í leit að vegg til að sitja á og síðan strýkur einhver á þér olnbogann og sleikur. Hver veit veit nema þú sért nú þegar í sleik þegar einhver labbar upp að þér, slítur þig úr fangi sleikfélaga þíns og segir “Ég vil mynda ónáttúrulegan marghyrning með tungum okkar þriggja svo að það fari ekki framhjá neinum að við séum að njóta kvöldsins.” Vitanlega takið þið félagi þinn undir, og saman

Page 13: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

endurraðið þið skipan stjarnanna það kvöldið einn sleik í einu. Það er nú samt ekki eingöngu kynferðisleg löngun og einskærar tilviljanir sem ráða þessum hamskiptum í hegðun fólks á svona samkomum. Ónei gott fólk, því að á rave-böllum er spiluð þvílík hámenningartónlist að áhlustendur verða sem þrælar boðskaps hennar og fylgja honum í einu og öllu, en boðskapurinn er einfaldlega taumlaus gleði. En við megum ekki tapa okkur í gleðinni, svo við skulum víkja okkur að því sem ósæmilegt þykir á Rave-böllum. Fyrst skal taka fram að háir hælar eru illa séðir, og algjörlega vanhæfir í þessum aðstæðum. Ófáir hafa lent í því að manneskja í háhæluðum skóm stígur ofan á þá. Það er langt uppi á sársauka listanum, einhvers staðar milli þess að negla litlutánni í borðstól og að fá fimmu frá Árna Indriða. Auk þess fengum við í ritstjórn formlega kvörtun frá hópi lágvaxinna nemenda, en þeir vilja banna háa hæla á skólaböllum með öllu. En víkjum okkur aftur að efninu. Ef einhver tekur upp á því að mynda danshring á miðju dansgólfinu fer hann strax í ballbann. Ballbannið er framlengt ef viðkomandi er fundinn sekur um að dansa Orminn. Blátt bann liggur við því að kasta glowstickunum þínum yfir fjöldann.

Þú hefur ekki hugmynd um á hverjum hann mun lenda og sá sem hann lendir í nær ekki að njóta sín að fullu ef sjálflýsandi kefli kemur fljúgandi í andlitið á honum. Svo geta þeir líka auðveldlega brotnað. Ein ágætis regla er líka að halda bekkjarsystkinum af targetlistanum, og ef þú ert eitthvað ósammála mátt þú bara að fara á eitthvað annað busaball, félagi. Fólk hefur líka stundum tekið upp á því að reyna við kennara sem eru á vaktinni á staðnum. Við þurfum ekki einu sinni að útskýra af hverju það er vitlaus hugmynd. Sé þessum leiðbeiningum fylgt til hins ýtrasta er öruggt að ballnautnin sé í hámarki, bæði hjá þér og þínum, sem og hjá öllum öðrum. Gangið gleitt um gleðinnar dyr og farið vel með ykkur. En ef þið ætlið að vera ölvuð getið þið bara farið eitthvert annað!

Page 14: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

FATURNIR

PalladansÁ raveböllum er mikilvæt að hafa nokkra hluti á hreinu. Mikilvægast er að vera rétt klæddur og vera með dansmovein á hreinu og að þekkja pick-up línurnar.

Við í MT vildum læra hvernig ætti að dansa almennilega á raveballi. Til að hjálpa okkur fengum við Pál Hafstað nemanda í MR (þekktan sem PallaPabba á dansgólfum landsins) ,en hann fór með okkur niður í fjöru og tók okkur í kennslustund listum dansins. Palli hefur margar fyrirmyndir þegar kemur að dansi en helsta fyrirmynd hans er sænski ravedansarinn og tískugúrúinn Leroy. Palli fer oft niður við fjöru til að hreinsa hugan og að dansa en þar sýndi hann okkur eftirfarandi “move” sem skylda er að kunna fyrir ballið.

Vertu í bol sem gefur til kynna að þú sért djammari því þá vita busar að þér sé alvara og að þetta ball sé lífstíll en ekki leikur. Neonlitir, netabolir eða litaðir hvítir bolir eru mest viðurkenndir af Pabbanum. Allt annað þýðir enginn sleikur.

KLADNADUR BUXUR

Eru valmöguleiki en ekki nauðsyn, en ef þú ákveður að buxa þig í gang þá segir Pabbinn að litirnir ráði ríkjum. Aukastig eru gefin fyrir sýnilegt hold.

Reyndu að vera í lituðum sokkum og ef þú átt enga slepptu þeim þá alveg. Litirnir á skónum eru einfaldir, ef liturinn er ekki í regnboganum þá ferðu ekki í þá (hvítur er undantekning). Ef þú ert ekki með fætur máttu samt alveg sleppa þeim.

dansinnÞegar kemur að dansinum er mikið í boði. Hér ætlar Palli að kenna okkur nokkra einfalda dansa.

PikkopplinurÞegar Pabbinn var að GMT-a sig fyrir dansinn minntist hann á mikilvægt atriði. Hann sagði að lykillinn að góðu balli var að fara í sleik á ballinu. Hann benti svo á það að ef maður vill fara í sleik þarf maður að kunna pikkup línurnar. Hann sýndi okkur jöfnu sem hann er (þekktur fyrir að nota): Pickup línur=sleikur=gott ball, en hann sagðist hafa séð þessa jöfnu í stærðfræðibókinni hans Trausta stærðfræðikennara þegar Páll var í þriðja bekk og tileinkað sér hana þannig. Palli byrjaði þá að þróa lista yfir bestu pikkup línum sem heyrst hafa síðan sjál-fur Ólafur Ragnar gekk um gangana í gamla skóla.

• Er pabbi þinn slökkvuliðsmaður, eða einhver sem þú þekkir. Það er kviknað í húsinu þarna.• Er pabbi þinn bakari? Því þú færð deigið mitt til að rísa. • Ef þú værir hljóðfæri væriru sexyfónn. • Ert þú í skátunum? Því ég vil fara í sleik við þig.

• Ég var að vinna sem smiður í sumar, svo ég er góður í að negla.• Ég kann fjóra aukastafi í pí. • Ég las það í Njálu, ég og þú erum að fara í sleik í kvöld.• Er pabbi þinn kynsjúkdómalæknir? Því ég er með lekanda (hefur ekki reynst vel)

14

Page 15: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Grunnurinn við allan rave

dans er einfaldur, það er bara að stappa hægri,

vinstri, hægri, vinstri í takt við lagið. Handahreyfingarnar

eru aðeins fyrir lengra komna. (ath. Forðast skal að stappa vinstri, hægri,

vinstri, hægri)

Lykillinn hér er byrjunin

sem er uppgjöfin, gefur upp og bíður

eftur að kúlan hrynji niður með bassanum. Þá hefst

æsilegur borðtennisleikur sem lítur hvað mest út

eins og úrslitarimman á ólympíuleikunum milli

Ping og Pong.

Grun

nuri

nn

BORD

TENN

ISSP

ILARI

NN

15

Page 16: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Auk þess að

vera góð æfing ef springur á hjólinu þínu,

þá er þetta ein mest slick hreyfing sem hefur verið

fundin upp. Hugmyndin er einföld, þú pumpar með

hendinni og fóturinn fylgir. Stílhreint og

þokkafult spor.

PUM

PAN

Þú ímyndar þér

að kjarnorka renni í þínum æðum, þú

gerir það sem gerist. Hendin fer á hnakkann og hin er laus eins og

mamma þín fyrir 30 árum.

Tjer

noby

l bar

niD

Nú skila allar

klukkustundirnar sem þú eyddir í sumar í að rækta rassinn. Þú þværð eins og Austur-Evrópsk þvottakona á

dögum járntjaldsins og stappar auðvitað í takt.

Gulltryggður sleikur, öruggt.

ÞVOT

TABR

ETTI

D

16

Page 17: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Í þessu

spori er lykilatriðið ímyndunaraflið. Þú verður að ímynda þér að þú sért

vinnuhjú hjá grimmum bónda og eina sælan í lífi þínu er að mjólka

kúna. Þú sest í stólinn og þú grípur um spenana og svo sveiflaru höndunum sitt á hvað upp og

niður að öllu afli. (Að hrista rassinn í takt er möguleiki

en ekki möst)

MJO

LKA

BEL

JUNA

Tyna sveppi og tyna epli

Þetta gæti tekið á.

Þú byrjar á því að týna eplin, þau eru hátt hátt

uppi og þú stynur við að reyna svona mikið á en svo beygiru þig niður til að týna sveppina. Trikkið er að setja rassinn út, mikilvægt er að líta mikið til hliðar til að sjá hvort fólk sé ekki örugglega að dást að

mjúku hreyfingunum þínum.

Páll vill koma því á framfæri að hann dansar til að gleyma.

Page 18: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Gúmmíendur hafa fylgt okkur frá upphafi siðmenningar. Fyrsti maðurinn til að móta gúmmí í andarformi var breski aðalsmaðurinn Rubber McDucky. Upphaflega var gúmmíöndin hugsuð sem stofustáss en árið 1976 í Finnlandi voru grænlenskir grasafræðingar í baði og tóku með sér þetta undurfagra stofustáss. Þeim til mikillar undrunar flaut öndin á vatnsborðinu.

Nú voru tímamót í baðmenningu heimsins en gúmmíendurnar höfðu tekið völdin. Ekki eitt einasta mannsbarn fór í bað án þess að suða í foreldrum sínum um að fá gúmmíönd með sér. Foreldrarnir tóku treglega í þetta enda vildu þeir ekki að rándýrt stofustássið myndi enda í baðkarinu eins og þessi “tískubóla” sagði til um. Þess í stað tóku nokkrir foreldrar upp á að hanna ódýrari gúmmíendur sem hentuðu mun betur í baðlaugina.

Árið 1977 var merkisár í þróun g ú m m í a n d a þegar indverskt

hrífugerðarfyrirtæki hannaði fyrstu gulu öndina. Þessi önd var ekki sinnepsgul, hún var ekki gul eins og sólin, hún var ekki gul eins og gíraffar heldur gul eins og gíraffi útataður í sinnepi á sólríkum vetrardegi, á sléttum Norður-Nígeríu. Frá þessum degi og allar götur síðan hefur þessi andlegi, einlægi, hjartanlegi guli litur verið einkenni andarinnar.

Öndin gula seldist eins og heitar lummur út um allan heim og uxu vinsældir hennar dag hvern. Baðkarabúð ein tók upp á því að markaðsetja öndina með sínum hætti og bjóða upp á gult baðkar í andarformi með hverri seldri gúmmíönd.

Í dag hafa vinsældir andarinnar ekkert dvínað og hafa hönnuðir tekið upp á því að persónugera öndina með sínum hætti. Til eru endur í öllum regnbogans litum og einnig eru til endur sem hafa verið stílíseraðar að hinum ýmsu sögupersónum. Gúmmíöndin er tímalaus hönnun sem mun einungis aukast í

vinsældum til loka mannkyns. Ef þú átt ekki gúmmíönd þá hvetjum við þig eindregið til þess að fjárfesta í einni slíkri.

- Atli Pálsson og Erla Diljá Sæmundsdóttir

Gúmmíendureru

GularGúmmíendur á ýmsum tungumálum

baskneska: kautxu ahateesperantó: kaŭĉuko anasogalisíska: patinho de gomaírska: lacha rubair

lettneska: gumijas pīlemaltneska: papra tal-gommaSwahili: mpira batatelugu:

ئ؍؍؋؏؎

18

Page 19: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Herranott`Leikfélag MR, Herranótt, hefur verið að í þeirri mynd sem við þekkjum í tæp 170 ár og er því elsta leikfélag Norðurlanda. Herranótt er samt, að öllum þarflausum staðreyndum slepptum, langbesta leiðin til að kynnast fólki í MR. Leiklistarnámskeiðin eru gott dæmi, þar koma hátt í hundrað MR-ingar saman (í þremur hópum) til að njóta lífsins í 6 vikur. Það er engin skylda að vera rosalega opinn og athyglissjúkur, maður þarf ekki einu sinni að vera með í sjálfu leikritinu, þetta er bara ótrúlega sniðug leið til að skemmta sér og vinna bug á skammdegisþunglyndinu.

Innan leikfélagsins starfar ávallt leikhópur, útlitsdeild og kynningarnefnd, auk þess sem stundum er gripið til þess örþrifaráðs að ráða handritsteymi og hljómsveit. Það er eitthvað fyrir alla í Herranótt.hljómsveit. Það er eitthvað fyrir alla í Herranótt.

• Fjölmargir landsþekktir listamenn hófu feril sinn í Herranótt: t.d. Baltasar Kormákur, Ólafur Darri, Hilmir Snær, Ómar Ragnarsson, Guðrún Helgadóttir, Pétur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn, Hrafn Gunnlaugsson, Valur Freyr Einarsson, Saga Garðarsdóttir o.fl.

• Herranótt hefur 20 sinnum sett upp leikrit eftir danska leikskáldið Ludvig Holberg. Næstir á eftir honum koma Hostrup (12 sinnum), Molière (10 sinnum) og Shakespeare (8 sinnum).

• Herranótt hefur oftast sett upp verk Holbergs, Erasmus Montanus, eða 5 sinnum, síðast árið 1962.

• Uppsetning síðasta árs, Doktor Fástus í myrku ljósi, var sýnd á 100 ára afmæli Tjarnarbíós.

• Herranótt á rætur sínar að rekja aftur á 18. öld og var þá eins konar gleðihátíð skólapilta. Skraparotspredikunin sem flutt er á frumsýningarkvöldi Herranætur var liður í þeirri hátíð.

Vissir þú að...

Hvað segja þau?Herranótt er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að fara í MR. Ég mæli hiklaust með því að fara á Herranæturnámskeiðin, frábært tækifæri til þess að kynnast öðrum krökkum og flippa aðeins. Að fá að vera í leikhópnum og taka þátt í uppsetningu Herranætur er eitt það skemmtilegasta sem að ég hef gert. Lengi lifi Herranótt!!

Sama hvort maður tekur þátt af listrænum áhuga eða til að upplifa stemninguna og kynnast fólkinu er Herranótt klárlega eitt það skemmtilegasta sem hægt er taka þátt í í MR.

Herranótt er frábær því maður kynnist svo mikið af skemmtilegu fólki og allir eru vinir!

Herranótt er eins og þriðja nemendafélagið í MR, nema þar er bara fólk sem er æst í að kynnast þér og leyfa þér að kynnast því. Það er hálf sjokkerandi hvað hárri prósentu af vinum mínum ég hef kynnst í gegnum Herranótt og hversu mikið ég lærði og þroskaðist á þessu tímabili.

Birna, 6.A

Edda, 6.A

Sigmar, 5.Z

Oddur, 4.B

19

Page 20: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Anna PálaVið í Lionsklúbbnum ákváðum að kíkja í heimsókn hjá Samtökunum ‘78, til að kynna nemendum skólans fyrir starfsemi Samtakanna. Þar hittum við formann þeirra, Önnu Pálu Sverrisdóttur og spurðum hana spjörunum úr.

Hvað heitirðu? Anna Pála Sverrisdóttir

Hvað gerirðu og hvernig tengistu Samtökunum ‘78? Ég er formaður Samtakanna ‘78 í sjálfboðastarfi því Samtökin byggjast að miklu leiti á sjálfboðastarfi. En ég er diplómat að aðalstarfi hjá utanríkisráðuneytinu, bara boring lögfræðingur sem vinnur þar. Ég eyði miklum tíma í starf Samtakanna en ég hef verið formaður frá því í mars, þar áður var ég eitt ár í trúnaðarráði sem er svona besserwisser hliðarstjórn. Það er ekki langt síðan ég hóf starfssemi mína með Samtökunum.

Hvenær komstu út úr skápnum og hvernig var það fyrir þig? Það er stutt síðan, en ég var 25 ára en nú er ég að verða þrítug. Þegar ég kom út úr skápnum þurfti ég að fara í gegnum ákveðna sjálfsfordóma og allt

það, fjölskyldunni og vinunum fannst það bara frábært hjá mér og voru bara ánægð með. Það var bara ekkert mál og mjög frelsandi. Mjög jákvæð reynsla. Er mjög heppin að koma út á þessum tíma en mikið af fólki er búið að leggja mikið á sig svo að það yrði auðvelt fyrir mig og aðra í minni stöðu að koma út úr skápnum.

Mætirðu einhverjum fordómum? Nei, en það eru nokkrir einstaklingar villtir í sinni trú, þeir eru samt undantekingar. Margir af okkar helstu stuðningsmönnum koma úr röðum trúaðra. Mér finnst ekki sanngjarnt að fólk noti trúarbrögð sín sem afsökun fyrir fordómum. En svo mæti ég líka oft stuðningi að fyrra bragði.

Hvernig var viðhorf gagnvart samkynhneigð þegar þú varst í menntaskóla? Ég held að það hafi verið öðruvísi. Ég var í MH sem er mjög stór, frjálslyndur skóli en það voru mjög fáir sem voru opinberlega komnir út allavegana sem ég þekkti til en ég þekkti mikið af fólki. Ég held að mjög mikið hafi breyst frá því þá. Umræðan hefur opnast mjög mikið og þetta hefur verið

normaliserað. Gleðigangan, sem má ekki kalla gay-pride því þá er verið að útiloka hinsegin fólk sem er t.d. transfólk, pan-sexual eða tvíkynhneigt, hefur hjálpað mikið við það. Hvernig hefur staða hinsegin fólks á Íslandi batnað á síðustu árum? Árið 1978 var allt í fokki fyrir hinsegin fólk á Íslandi, fólk gat ekki búið hérna. Árið 1975 urðu ákveðin þáttaskil þegar Hörður Torfason fór í fyrsta viðtalið á Íslandi við hinsegin manneskju við tímaritið Samúel sem olli gríðarlegum usla. Hann var vinsæll tónlistarmaður en hann var útskúfaður úr samfélaginu og þurfti að flytja til útlanda. Hinsegin fólk sem bjó á Íslandi á þessum tíma þurfti oft að gerast flóttamenn í Danmörku, eiginlega pólitískir því ástandið var svo slæmt hér. Það er ekki lengra síðan, ótrúleg framför sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Smám saman voru sigrarnir unnir.

Hver er staða hinsegin fólks á Íslandi?Það er eins og að það sé orðinn partur af íslensku þjóðarstolti og menningu að við séum þjóð þar sem hinsegin fólki líði vel,

Page 21: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

og í menginatriðum má segja að það sé á góðri leið að verða þannig að það skipti engu máli hvort þú ert hinsegin eða ekki. Ég held að við þurfum að passa okkur á því að um leið og við erum stolt af því sem við gerum vel, þá stillum við okkur ekki upp sem einhverri hinsegin-útópíu af því að það getur leitt af sér meðvirkni og breytt yfir undirliggjandi fordóma. T.d. Í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði árið 2009 kom fram að 25% svarenda fannst samkynhneigð varla eða ekki réttlætanleg, mér fannst það sláandi og til marks um að við erum ekki komið þangað sem við viljum vera. Annað sem er lika mjög alvarlegt: það er mikið um eineltismál í skólum og það að verið sé að nota orð eins og hommi og lesbía, orð sem þurfti að berjast fyrir að fá að nota í fjölmiðlum, í niðrandi tilgangi. Þetta er eitthvað sem við verðum að bæta, því það þarf ekki nema eitt skipti sem einhver sem er óviss um kyhneigð sína sé kallaður hommi eða lessa til að hann/hún loki sig bara alveg inni í skápnum.

Hver er staða hinsegin fólks á Íslandi miðað við önnur lönd í Evrópu? Það er erfitt að mæla svona, en Ísland var í tíunda sæti í mjög nákvænmri úttekt sem samtök hinsegin fólks Evrópu gera árlega og kom út núna 17. maí. Það er vegna þess að við erum ekki búin að fínkemba löggjöfina okkar, það þarf að bæta stjórnarskrána og löggjöf og framkvæmd vegna hatursglæpa. Það er hægt að tilkynna glæpina en löggan getur ekki skráð að þeir séu hómófóbískir. Það sem könnunin mælir ekki er stemning í samfélaginu og þar held ég að Ísland myndi skora hærra, en við getum samt gert betur.

Hver er helsta starfsemi Samtakanna ‘78? Við erum ekki bara mannréttindasamtök sem koma mikið fram í fjölmiðlum, heldur er mikil starfssemi sem ekki allt fólk kynnist. Í húsnæði samtakanna er nokkurskonar félagsmiðsstöð sem við erum alltaf að vinna í að gera líflegri. Við erum líka með hinsegin ferðaskrifsstofu sem leigir húsnæði hjá okkur og hefur mikið að gera og svo erum við líka með stórt hinsegin bókasafn sem við hvetjum alla til að skoða. Eitt sem er mjög mikilvægt í okkar starfi er að við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf fyrir fólk sem þarf á því að halda eða aðstandendur og bara allskonar. Þar erum við með frábært fólk sem hefur sjálft komið út úr skápnum sem er með reynslu af því. Við erum líka með ungliðastarf fyrir unglinga frá 14 ára aldri. Q er einnig félag sem menntskælingar geta tekið þátt í.

Hver eru helstu markmið Samtakanna’78? Sýnileiki og fræðsla er okkar aðalmarkmið. Þetta snýst um að auka

fræðslu ennþá frekar og koma samfélaginu á þann staðað fordómar séu ekki til staðar eða mun minni en þeir eru núna. Málið er ekki bara að búa við lagaleg réttindi heldur við sömu lífsgæði; sömu geðheilsu til dæmis og að ná öllum markmiðum í námi og starfi. En það hefur ekki verið raunin fyrir allt okkar fólk því rannsóknir hafa sýnt að unglingum sem segjast vera samkynhneigðir líður sumum verr andlega heldur en jafnöldrum þeirra sem er auðvitað engin ástæða til. Líka ýmis einstök verkefni eins og að hommar fái að gefa blóð og ættleiðingar hinsegin fólks. Einnig að vera virkari á alþjóðavísu, þ.e. vinna fyrir hinsegin fólk annarsstaðar í heiminum, það er svo sannarlega ástæða til þess.

Ef þú gætir gefið þér eitthver ráð þegar þú varst að koma út, hver væru þau? Ég hefði viljað segja mér að það er allt í lagi að

spyrja sig áleitinna spurninga, að ögra sér og horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Hætta að segja mér kjánalega hluti eins og að það væri ekki neitt makaval fyrir mig. Maður á alltaf að láta vaða og ekki láta neinn ótta eða sjálfsfordóma stöðva sig.

Eitthvað að lokum til MR-inga? Takk fyrir að vera hluti af fordómalausu samfélagi, ég vona að þið verðið kynslóðin sem fleytir okkur lengra. Hugsið ykkur líka um þegar þið veljið ykkur blótsyrði og ekki nota orð eins og hommi eða faggi í niðrandi tilgangi, maður veit ekki hver er hinsegin og hver ekki.

Við viljum þakka Önnu Pálu fyrir gott viðtal og benda fólki á að Samtökin ´78 eru opin öllum sem eru áhugafólk um baráttu fyrir málefnið. Við mælum eindregið með því að fólk leggi leið sína þangað og kynni sér samtökin og málefni þeirra.

Page 22: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Dr. DoktorSvarar fyrirspurnumnemenda

Jójó, Dr. D. Ég er ungur busapiltur með lífið á hreinu svo ég valdi MR. Hinsvegar völdu allir vinirmínir verzló því þeir nenntu ekki MR og vildu bara bagga í vörið allan daginn. Ég mun alveg geta hangið með þeim og farið í ísbíltúr þó við séum í sitthvorum skólanum er það ekki?

Kær kveðja, ráðavilltur bus bus.

Kæri ráðavillti bus bus.

Sko, þú ert verðandi MR-ingur, svo það eitt að eiga vini er tæpt með allan þennan heimalærdóm. Auk þess eru vinir þínir tól marmarans núna, veikir einstaklingar sem nærast á lækum hvors annars á fésbókinni. Kveddu þá endanlega því að busavígslu þinni liðinni munu þeir vera þínir erkifjendur.

- Doktöör.

Hey, pabbi minn keypti svona sköllkrösjer heyrnatól fyrir mig en mig langaði í bíds, og svo líka gaf hann mér dökkbláan bimma en mig langaði í gráan. Af hverju sökkar pabbi minn svona mikið dick?

Kveðjur, einn óheppinn

Kæri óheppni.

Sonándjóks, snáfaðu aftur uppí Fjölbraut við Kringlu.

Dr. D&D

Jæja!Við í ritsjórn ákváðum að kalla á aldagamlan vin Menntaskólatíðinda, en hann hefur verið MRingum til trausts

og halds margoft í gegnum tíðina. Okkur barst fjöldinn allur af fyrirspurnum frá nemendum Menntaskólans, og ljóst er að nýja skólaárið leggst ekki nógu vel í marga. Við vildum aðstoða menntskælinga í neyð, svo í verkið var fenginn enginn annar en Dr. Doktor. Hann er þaullærður í hinum ýmsu fræðum, og er félagsleg þungamiðja spaðamenningu Íslands. Við treystum því að svör hans og ráðleggingar hjálpi þér í gegnum veturgrámann.

22

Page 23: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Hæ hæ, ég er stelpa í fjórða bekk og ég var bara að pæla hvort ég væri eitthvað merkileg núna, svona fyrst ég er ekki busi lengur.

Kveðjur, ómerkileg fjórðabekkjar píja.

Kæra ómerkilega fjórðabekkjar píja.

Neibb.

- D.

Heill og sæll, Doktor. Hvernig heilsast konunni? En karlinum? Nóg um það, ég ætlaði að forvitnast aðeins um anatómíu mannskepnunnar. Konur pissa með rassinum, það er almenn vitneskja. Væri þá ekki eðlilegt ef við karlmenn prymptum með typpinu? Og þurfa görls alltaf að búa til pappírssetu ofan á almenningsklósett eða vaða þær bara oftast í þau?

Kveðjur, algjör gæji.

Kæri algjöri gæji

Ég fór eitthvað að vitja konunnar, komst að því að hún væri týnd, leitaði hennar allnokkra stund áður en ég gafst bara upp. Auk þess ættirðu að spyrja alvöru doktor að einhverju svona vísindabulli.

- Doktor D. Davíðsson

Halló. Ég er busagörl í leit að hinum gullna milliveg milli heimanáms og félagslífs. Ef þú gætir

leiðbeint mér að einhverju leiti væri það frábært!

Kveðja, ein svefnþurfta

Kæra svefnþurfta.

Það er enginn millivegur. Menntaskólinn er eintómt strit, og ef þú verður verður undir verður þú útskúfuð úr samfélagi menntaðra manna og kvenna. Næstu fimm ár af lífinu þínu verða eintóm kvöl og pína og ef þú reynir að finna einhverjar flýtileiðir eða slaka á á einhverjum punkti ertu búin. Kaput. Ferdig. Finito. Veni, vidi, vici.

Bestu kveðjur, Guðmundur heimilislæknir.

Hæ doksi, hver er staðan? En status? Talandi um Feisbúkk. Hvernig verð ég vinsæll og flottur og sveg á feisinu svo ég fái öll lækin og að mamma mín virði mig loksins sem spaðann sem ég er. Svona án djóks, prófælið mitt þarf smá öppgreijds. Nó æm seing?

Kveðja, l4l

Kæri L$L . Númer eitt, tvö, þrjú og þrír, er að vera virkur í kommentakerfum hinna ýmsu fjölmiðla Íslands. Hvergi er betra að koma þér á framfæri en með hatursfullum athugasemdum gagnvart minnihlutahópum og Evrópusambandinu. Staðfest læk frá heldri borgurum. Einnig er líka sniðugt að læka allt sem er hægt að læka hjá fólki sem að lækar líka. Ef þú getur ekki lækað, sjeraðu því bara, þá fer ekki á milli mála að þú ert stórfækur flettismettari. Síðan heyrði ég að Gangnam stæl ætti að koma sterkt inn í september.

Kveðjur, DJ DO

Page 24: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Mánudagurinn 12. ágúst var nokkuð svalur og dimmur í morgunskímunni en það skein sól í hugum allra hinna 200 MR-inga sem mættir voru út á Leifsstöð til

að taka flugið suður á vit ævintýranna. Margra mánaða bið var á enda og spenna var í loftinu. Á boðstólnum voru heilir ellefu dagar af sól og blíðu, djammi og tani. Við komuna á flugvöllinn var rólegt andrúmsloft en fljótlega fór að heyrast skvaldur í nokkrum ölþyrstum MR-ingum. Þeir höfðu ekki eirð í sér til að bíða lengur, skvettu hressilega í sig og báru fyrir sig flughræðslu. Eftir því sem leið á ferðalagið bættust fleiri í órólegu deildina eins og vera ber. .

Eftir sex tíma ágætt flugvéladjamm þar sem afgerandi minnihluti hafði sætisólar spenntar var hópurinn endanlega kominn til fyrirheitna landsins í 30 stiga hita. Þaðan var tekin rúta á hótelið fræga Kolymbari Beach sem fékk misjafna dóma frá kröfuhörðum MR-ingum. Það virtist vera hálfgert happdrætti um herbergjafeng en í verstu tilfellum fengu menn maurabú í kaupbæti á miðju gólfi hjá sér eða verönd sem var í nánu sambandi við skólpkerfi hótelsins. Dagskrá ferðarinnar var margslungin og ýmislegt spennandi í boði. Allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Í boði var m.a. köfun, hjólaferðir, bátsferð (sem var lang vinsælust), strandferðir og ferðir til frægra áfangastaða á borð við Santorini, Knossos og Herakleum. En þegar á hólminn var komið var vinsælt að flækja ekki ferðalagið um of og hafði djammið og tanið

yfirhöndina og létu flestir það ganga fyrir.Heitasti staðurinn á Krít er án efa Platanias. Þar var að

finna hágæða skemmtistaði á borð við Eclipse og Splendid sem voru vinsælastir og Diamonds en þann stað áttu flestir að forðast. Í sumum tilfellum varð íslensk tónlist fyrir vali plötusnúða staðanna. Þá splæstu þeir m.a. í eitt stykki Breyttir tímar og Dunka dunka mafs mafs og sem eftirminnilega tröllreið tóneyra hvers MR-ings. Næturlífið var fjölbreytt og tryllt og þegar menn litu í kringum sig var alltaf eitthvað merkilegt að finna.

Tógakvöldið var topppunktur ferðarinnar. Það er besta partý sem MR-ingur sækir á menntaskólaárunum. Það lýsir sér þannig að það er djammað feitt nema bara í tóga. Á barnum voru skammtaðir drykkir handa þyrstum og hungruðum MR-ingum sem voru svo óhollir að Lýðheilsustöð hefði ekki hikað við að leggja fram kæru. Fólk var ekki lengi að komast í sinn rétta ham og endaði kvöldið með því að fáir stóðu á tveimur fótum morguninn eftir. Samt sem áður skemmtu allir sér konunglega og gengu glaðir heim.

Því miður var ferðin ekki bara dans á rósum. Risavaxtin stytta af Gyðjnni Aþenu – Hótel djásn sem staðsett var í móttöku hótelsins lenti í því óláni að missa höfuðið sökum atferlis pörupilta úr hópnum, sem í ofsagleði kunnu ekki höndum og fótum forráð. Aðrir gerðu sér gamanleik og drápu á dyr seint um nótt. Jafnan opnuðust þær og þá var öskrað

Krít2013

24

Page 25: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

DJAMMIÐ, DJAMMIÐ, DJAMMIÐ, DJAMMIÐ!!! eða þess háttar sem gerði sumum nóttina íþyngjandi. Þetta ásamt ýmsum öðrum pirringi olli því að höft voru sett á ferðafrelsi hópsins. Takmarkanir voru settar á rútuferðir í bæinn og óheimilað að nota strandlengju hótelsins á tógakvöldinu. Yfirleitt var fólki ekki meint af gleðinni en þó varð einn nemandi fyrir óláni við íþróttaiðkun að fá tennisbolta rembingsfast í augað sem hafði skrautlegar afleiðingar í för með sér.

Á tíunda degi var komið að því að pakka saman og horfast í augu við væntan hversdagsleika sem beið handan við hornið, þ.e. snúa aftur til raunheima. En Heimsferðir tók óbeðið að sér að lengja í gleðinni með tæpri sólarhrings töf vegna bilunar í flugvél sem leiddi af sér stærsta hópskróp Íslandssögunnar. Tvö hundruð menntskælingar urðu fyrir því óláni að missa af seinasta fyrsta skóladegi menntaskólagöngunnar. Alnokkrir fnæstu af reiði og pirringi. Aðrir gerðu sér lítið fyrir og gerðu sér glaðan dag. Í augum sumra var þetta besti dagur ferðarinnar.

Allir upplifa útskriftarferðina á sinn hátt og í augum flestra var þetta reynsla sem gleymist seint. Fyrir þá nemendur sem eiga eftir að fara segi ég einfaldlega: ,,Hún er þess virði.”

Ólafur Jóhann Briem

25

Page 26: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Sumarferdin2013Í 3. bekkjar sögu læra lítil busagrey um Seif og félaga í grískri goðafræði. Ásamt því að lesa um kvennafar Seifs og ýmislegt annað, sem þykir ekki við hæfi ungra busalesenda, fræðast þau einnig um paradísina Elysium. Þetta voru goðsagnakenndar eyjur þar sem allt á að hafa verið fullkomið og æðislegt. Það vissu þó mjög fáir hvernig þessi paradís væri í raun og veru (svipað eins og með Selið). Það þarf ekkert að segja mikið meira um sumarferð skólafélagsins heldur en þetta: MR útilegan > Elysium (Fyrir ykkur menntskælinga sem eruð á málabraut þá þýðir þessi hornklofi að MR útilegan toppi Elysium allan grjótharðan daginn!)

Það besta við útileguna var ábyggilega það að hún var svokallað ríjúníon skólafélaga (Eða eins og mjólkurfernan kýs að kalla það: Endurfundamót skólafélaga). Bekkjarfélagar hittust þarna á góðum laugardegi í júlí mánuði og skemmtu sér eins og höfðingjar. Tjaldstæðið var plássmikið og gott og það var fjör alle steder. Menntskælingar komu saman og bjuggu til eitt heljarinnar partý, eða eins og Guðni Ágústsson myndi segja: „Þar sem tveir menntskælingar koma saman, þar er fjör“. Þið getið þá rétt ímyndað ykkur hversu mikið fjör verður þegar fjölmennur hópur menntskælinga koma saman. Ég ætla að giska á að fjör-levelið hafi verið svona um það bil tvö hundruð þrjátíu og níu komma einn, ég skal umorða þetta fyrir ykkur sem eruð á náttúrufræðibraut: 239,1 (og ekki voga ykkur að diffra þessa tölu.. Takið ykkur smá pásu)

Menntskælingar mættu ferskir á staðinn og byrjuðu að gíra sig upp fyrir kvöldið mikla. Reynt var að setja upp partý-tjaldið svokallaða, en það ákvað bara að vera í einhverju flippi og gátu menntskælingar því ekki sett það upp. Um kvöldmatarleytið var boðið upp á gómsætar pylsur, þó að sumum menntskælingum fyndust forunnar svínsgarnir ekki nógu mikill herramannsmatur og slepptu þessari dýrindis máltíð.

Þetta kvöldið var engin sérstök dagskrá en menntskælingar

fylgdu þó flæðinu og héldu stemningunni uppi allt kvöldið. Á tjaldstæðinu voru nokkrir meistarar sem höfðu mætt með gítarinn, þeir aðilar voru greinilega dúxar í Lífinu103 því það er staðfest að gítarinn skapar stemninguna í útilegum og því var stemningin þarna feiknargóð. Útilega án gítars er svipað eins og þjóðhátíð án brekkusöngs eða MR án litlu busanna, algerlega ómissandi. Það voru hvort eð er allir það víraðir af djúsinu að rammfalskir söngvar og slitnir gítarar skiptu litlu sem engu máli. Síðan má ekki gleyma því að strákar næla sér í nokkur krúttstig frá hinu kyninu þegar þeir grípa í gítarinn, nú eða öfugt. Hinseginn líka. Topp næs ráð fyrir næstu sumarferð: Strákar, mætið með gítarinn. Þá eru miklar líkur á að þið lendið í svipuðum ævintýrum og Páll Arason lenti í hér áður fyrr.

Veðrið þessa helgina var alls ekki í stuði og var bara með leiðindi og dólgslæti í útilegunni. Fjörið hélt þó áfram og gáfu menntskælingar veðurguðunum fingurinn og skemmtu sér eins og enginn væri morgundagurinn, ég vil þó taka fram að öll sú skemmtun hafi að sjálfsögðu verið heilbrigð. En jæja, við skulum rabba um eitthvað annað en veðrið. Við erum jú ung og fersk en ekki áttræðir gamlir karlar sem hanga í heitum pottum Laugardalslaugar.

PS: Ég gúglaði það og á einni síðunni er mælt með að halda svona stóra athöfn og fórna geit (ef geitin er ekki alveg að púlla þetta þá er alltaf hægt að finna einhver villidýr í Bláa Sal vessdló). Ég ætlast alla vega til þess af Skólafélaginu að það verði búið að stúdera þetta allt fyrir næstu sumarferð. Annars er hægt að kaupa bók um þetta sem ber nafnið: „How I changed my life, became successful and learned how to make a decent ritual slaughter“. Það er hægt að kaupa hana af NigerianPrince79 á Craigslist hræódýrt. Maður þarf bara að gefa upp reikningsnúmer og eitthvað fleira og þá fær maður hana senda til sín á núll einni. (ég er reyndar enn að bíða eftir mínu eintaki).

Um kvöldið héldu síðan menntskælingar partý í tjöldunum sínum og var eitthvað fyrir alla þarna. Eftir því sem leið á kvöldið urðu partýin aðeins fámennari og oftar en ekki voru bara tveir menntskælingar eftir í tjaldinu, auðvitað bara að spjalla um hitt og þetta... Allt í allt heppnaðist ferðin mjög vel

26

Page 27: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

3og get ég sagt með fullri vissu að allir menntskælingar hafi farið heim með bros á vör.

Fyrir kennarana sem lesa MT, þá fóru allir nemendur að sofa fyrir miðnætti, enda ekkert vit í því að vaka alla nóttina. Um kvöldið var haldinn ljóðalestur, farið var í skollaleik og rætt um íslenska vegagerð á 18. öld. Daginn eftir vöknuðu allir hressir og kátir og héldu heim á leið eftir þessa góðu helgi

PS: Ég gúglaði það og á einni síðunni er mælt með að halda svona stóra athöfn og fórna geit (ef geitin er ekki alveg að púlla þetta þá er alltaf hægt að finna einhver villidýr í Bláa Sal vessdló). Ég ætlast alla vega til þess af Skólafélaginu að það verði búið að stúdera þetta allt fyrir næstu sumarferð. Annars er hægt að kaupa bók um þetta sem ber nafnið: „How I changed my life, became successful and learned how to make a decent ritual slaughter“. Það er hægt að kaupa hana af NigerianPrince79 á Craigslist hræódýrt. Maður þarf bara að gefa upp reikningsnúmer og eitthvað fleira og þá fær maður hana senda til sín á núll einni. (ég er reyndar enn að bíða eftir mínu eintaki)

PSS: HVERNIG FÁ ÖLL ÞESSI 97 SVONA MÖRG LIKE?

- Bjarni Janusson

27

Page 28: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

#SkologramVerið dugleg við að nota hashtaggið #skologram við myndir sem tengjast félagslífinu. Þær gætu auk þess birst í næsta tölublaði MT

28

Page 29: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013
Page 30: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

..

Fyrstu 6: 18-12-97

Gælunafn: Mella (L-in eru borin fram mjúk).

Ertu skyld Brad Pitt? Já og sama afmælisdag.

Grunnskóli: Landakotsskóla.

Hvað hefuru heyrt um MR? Heyrt gott um MR og góður andi(lol) gott nám.

Hvað setur á pullurnar þínar? Borða ekki pullur (smekklaust lítið barn)

Hefur þú heyrt um einhverja kennara? Ráðvilltan gamlan mann sem enginn skilur (líklega Arnbjörn).

Ætlaru að hafa gaman á busaballinu? Já, alltaf að hafa gaman.

Targetlisti? Opið hús bara.

Uppáhalds Will Smith? Samuel L. Jackson

Fyrstu 6: 17-05-97

Gælunafn: M-dawg, Malla

Grundskóli: Landakotsskóli

Af hverju MR? Alltaf langað í MR.

Ætlaru að vera framapotari? Nei, ég ætla að vera lögfræðingur.

Þegar þú fellur í hvaða skóla ætlaru? Ætla ekki að falla.

Segðu brandara: Hvað sagði borðið við stólinn? Hæ sæti.

Hvernig pullur? Borriggi.

Uppáhalds tónlistarmaður? Frank Ocean.

Uppáhalds pípulagningarmaðurinn þinn? R-Kelly

Hvað hefurur heyrt um MR? Meira félagslíf en flestir halda og jarðfræðibókin er óþörf.

Shots or nots? Naww mane

María Christína Kristmanns

Melkorka Davíðsdóttir Pitt

Busavidtol

30

Page 31: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Fyrstu sex: 30-01-97

Gælunafn: J-Dizzle þegar ég rappa, Big Papa Joe þegar ég chilla.

Forskóli: Hagaskóli

Af hverju MR?: Því það er brennimerkt á rassinn á mér (Ritstjórn vildi fá að kanna það betur, en Jóhannes tók víst bara svo til orða).

Ætlaru að framapotast? Nei.

Þegar þú fellur, í hvaða skóla ætlaru? Skóla Lífsins (Hagkaup).

Segðu brandara: Það voru tómatar að labba yfir götu svo keyrði annar á hann og sagði tómatsósa.

Hvernig pullumavur ertu? Allt nema hráan.

Uppáhalds hljómsveit? Mús.

Outfit fyrir skólasetningu? Tux.

Outfit fyrir busaballið? Skyrta, buxur og svo kannski fá lánaðan jakka :D

Hvað hefuru heyrt um MR? Besti skóli í heimi.

Ætlar þú að vera eins og bóndasrákur eftir broddmjólk á busaballinu? Já

Áttu þér uppáhalds Bandaríkjaforseta? Já, Kanye West.

Áttu þér pós? Ekkert pós bara bros.

Fyrstu sex: 18-10-97

Gælunafn: Nafnið er svo stutt að flestir halda að það sé gælunafn, samt stundum Halli.

Forskóli: Háaleitisskóli

Af hverju MR? Það hefur alltaf bara verið MR, gott félagslíf og nám.

Ætlaru að framapotari? Já, eða ætla alveg að taka þátt í fullt alveg Herranótt ekki Gettu Betur samt.

Þegar þú fellur í hvaða skóla ætlaru? FÁ

Segðu brandara: Líf mitt (svo brast Halla í grát)

Hvernig pullaru þig? Allt nema remúlaði.

Uppáhalds tónlistarmaður? Lana Del Ray.

Hefur þú heyrt eitthvað um MR? Árni Indriða er snilld en aðrir ekki. Lopapeysur og páfagaukar. Ekki jafn góður og versló.

Áttu þér pós? Hafa hendur niður, bein í baki og hafa hár.

Ertu með dress fyrir busaballið? Bara rave kjól, eða eitthvað nýtt.

Ætlaru að mjólka þig upp fyrir BB? Ekkert plan, samt nei.

Uppáhalds rapparinn þinn? Benocé.

Target? Nei.

Jóhannes AxelssonHalla Hauksdóttir

María Christína Kristmanns

31

Page 32: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

Ertu busi? Ertu kvenkyns? Ertu talin vera aðlaðandi? Ef svo er talaðu þá við mig á busaballinu. Gæti reddað þér í embó.

- Gissur Atli “GAS-man” Sigurðarson

Allar eldribekkingastelpur athugið. Ef þið viljið fara í busalegan gaur en viljið ekki fara í reynslulausu 97 módelin, hafið þá endilega samband. Nánast til í allt. Busastelpur einnig velkomnar.

- Emil Sölvi, 5.U

Viltu vera hipp, kúl og artý? Komdu þá í portið á Amtmannsstíg í hádeginu.

- Reykingaklúbburinn

Gaurinn sem mætti á Range Rover og lagði á MR bílastæðinu. Fokkaðu þér.

- Allir hinir á bílastæðinu

Við týndum Gissuri. Ef einhver finnur hann má hann vinsamlegast segja honum að hann eigi að vera á fundi.

- Framtíðarstjórn

Kæru busar sem borðuðu upp á sviði í Cösu. Þið munuð ekki geta borðað eftir að við brjótum úr ykkur tennurnar.

- Tógateymið

Ég kaupi þá bara mitt eigið fiskabúr og fiska!

- Atli Fiskur

Nei, ég veit ekki hvað þú heitir. Ekki binda neinar vonir við að ég muni læra nafnið þitt, því ég mun ekki gera það.

- Gummi Saga

Af hverju var ég rekinn út þegar ég fór inn í Gamla skóla?

- Villti businn sem fór í Stjórnarráðið.

Villtu koma í kapp? Hélt ekki, sökker.

- Aníta Hinriks.

Vill einhver koma í reiðtúr með mér?

- Formaður Reiðfélagsins.

Plís krakkar.- Formaður Reiðfélagsins

Ég ætla að verða lögfræðingur!

- Ekki Framapotarinn

Gleymdi öllum heftunum mínum eftir tíma um daginn. Hins vegar man ég ekki í hvaða stofu það var. Vinsamlegast leitið að þeim, allir sem einn, og skilið til mín.

- Iðunn Leós

Smáauglýsingar

Sigurður Þorsteinsson - 8982768

Valur Örn Arnarson - 6168599

Guðbrandur Bogason - 8921422okukennarar..

Sjúklegaviðurkennt

Sjúklegaóviðurkennt

• Stafsetningarvillur í MT• ‘97• Köflótt bindi• Buff• Raveböll• Twitter• #skologram• Þriðjudagstilboð• Bale • MC Ride

• Sitja uppi á sviði niðrí Cösu• Busar• Veggteppa bindi• Húfur• Lokaböll• FaceSpace• Myface• Tvennutilboð• Affleck• MC Gauti

32

Page 33: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

*Sjá nánar súlurit og umfjöllun hér til hliðar:

Óumdeildirgæðayfirburðir Samsung*

Töff hönnun.1,4 kg. og 8 klst. rafhlöðuending.Frábær tölva fyrir fólk á ferðinni.• Stýrikerfi: Windows 8 (64-bit)• Örgjörvi: Quad-Core Processor (up to 1.4GHz)• Skjákort: AMD Radeon™ HD 8250 Graphics• Skjár: 13.3" HD LED Display (1366 x 768), Anti-Reflective• Vinnsluminni: 4GB DDR3L • Harður diskur: 128GB SSD

Verð: 159.900 kr.

Ativ Book 9 LiteNP905S3G-K01SE

Ativ Book 6NP670Z5E-X01SEÞað er ekki í boði að bíða.Frábært afl, nóg pláss og flottir hátalarar.• Stýrikerfi: Windows 8 (64-bit)• Örgjörvi: Intel® Core™ i5 Processor 3230M• Skjákort: AMD Radeon™ HD 8850M gDDR3 2GB• Skjár: 15,6" Anti-Reflective • Vinnsluminni: 8 GB DDR3 System Memory at 1600 MHz• Harður diskur: 1TB

Verð: 199.900 kr

HEIMILD:Computer Reliability Report 2013 · WWW.RESCUECOM.COM

“Co

mp

ute

r R

elia

bili

ty S

co

re”

650

585

520

455

390

325

260

195

130

65

0

Compaq · H

P

Samsung

Lenova

· IBM

Asus

Toshiba

Apple

RESCUECOM · 2013

Þetta kemur fram í áreiðanleikakönnun tölvuviðhalds-fyrirtækisins RESCUECOM sem birt var á dögunum.

Samsung fékk 648 stig í könnuninni en þar kom fram að aðeins 0,7% Samsung tölva í Bandaríkjunum þurfti að þjónusta vegna bilana.Asus var í öðru sæti með 332 stig og Lenovo/IBM í þriðja með 228 stig. Aðrir framleiðendur fengu lægri einkunn.

GæðayfirburðirSamsung fartölva

Samsung fartölvur eruáreiðanlegustu tölvurnará markaðnum og bila minnst.

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900

Samsung SideSync er innbyggt samskiptaforrit sem tengir Galaxy símann þinn við Ativ tölvuna, þráðlaust eða í gegnum kapal og gerir þannig gagnaflutning mun einfaldari en áður. Hægt er að stjórna auðveldlega bæði Ativ tölvunni og Galaxy tækinu með því að nota lyklaborð og mús tölvunnar í allar aðgerðir símans. Upplifðu sannarlega tengt og þægilegt líf með Samsung.

15.000 kr. AFSLÁTTURaf fartölvum

gegn framvísunnemendaskírteinis

Ativ Book 7NP730U3E-X01SEÆðislegur skjár–1920x1080 upplausn og öflugt skjákort. Getur ekki klikkað.• Stýrikerfi: Windows 8 (64-bit)• Örgjörvi: Intel® Core™ i5 Processor • Skjákort: AMD Radeon™ HD 8570M gDDR3 1GB• Skjár: 13" FHD Anti-Reflective • Vinnsluminni: 4 GB DDR3• Harður diskur: 128 GB SSD

Verð: 219.900 kr

Samsung Sidesync

Það eru nýir tímar. Fólk þarf ekki lengur að fara út úr húsi til að skoða fólk eða pota það. Það er ekki lengur þörf á því að kynnast fólki og læra um áhugamál þess gegnum félagsleg samskipti. Nú til dags höfum við internetið. Á veraldarvefnum er Flettismettið, en vefsíða sú hýsir fjöldan allan af upplýsingum um allskonar fólk sem þú getur fylgst með úr hægindastólnum heima með snjallsímann að vopni. Vitanlega viltu komast að meiru um einhvern sem gæti verið leiðinlegur án þess að komast í tæri við hann. Er hann með asnalegt kóver? Hlustar hann á leiðinlega tónlist? Eru display myndirnar hans samt með fleiri like en mínar?

Einhver busi var langt kominn í þeim hugleiðingum, og velti eflaust fyrir sér hversu leiðinlegur árgangurinn hans væri, en úr varð Nýnema hópur verðandi MR-inga skólárið 2013 til 2014. Drjúgum hluta nýnemanna var bætt við hópinn, auk boðflenna. Meðal þessara boðflenna vorum við strákarnir í MT, og hófum við target leit okkar þar. Á meðan við sigtuðum í gegnum saurinn rákumst við á nokkra busa sem gætu orðið til vandræða á komandi skólaári.

Okkur í MT fannst nauðsynlegt að vara ykkur við þessu fólki því það gæti verið hættulega óáhugavert og óaðlaðandi. Busakjöt sem er ekki verðugt návistar heldri nemenda lendir á sér lista. Hafið varann á, busagrey.

Hér eru myndir af nokkrum illaséðum busum sem ætti að vara sig á.

Nýnemagrúppur

Page 34: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

1. Þú ert að fæða bókaorminn inni á þér í Íþöku þegar að síminn þinn hringir og, viti menn, hann er ekki á silent. Hvað gerir þú?

A) Hendir honum ákaft út um gluggann og hneigir þig fyrir öllum til að afsaka þig.

B) Svarar honum og segir í sama bragði, hátt og snallt: “Siddlinuuuuuur!”

C) Stígur út fyrir og talar lágum rómi í símann.

D) Ha? Er Íþaka ekki íþróttahúsið? Hvers vegna ætti maður að lesa þar?

2. Bjallan hringir eftir 10 mínútna hléið. Hvað gerir þú?

A) Ég bomba í mig einni ostaslaufu og rönna svo uppí stofu.

B) Ég er sofandi.

C) Æi, Iðunn man hvort eð er aldrei hvað ég heiti, ég get alveg mætt seinna.

D) Ég verð nú að vera kominn í stofuna ÁÐUR en bjallan hringir til að taka á móti kennaranum.

3. Þekkirðu Nonna litla?

A) Já.

B) Ég fór í sleik við hann.

C) Hann fór í sleik við mig.

D) Nei, er það kynsjúkdómur?

4. Nú er síðasta kennslustund fyrir hádegi og garnirnar eru farnar að gaula. Hvað skal nú fá sér í hádeginu?

A) Það er Gamla eða Söbbvei.

B) Það er bjór og börger á Prikinu, EZ.

C) Það er bara hópferð í Bónus. Ég á nefnilega engan pening.

D) Mamma gerði samloku handa mér

5. Nú er síðasta kennslustund fyrir hádegi og garnirnar eru farnar að gaula. Hvað skal nú fá sér í hádeginu?

A) Það er Gamla eða Söbbvei.

B) Það er bjór og börger á Prikinu, EZ.

C) Það er bara hópferð í Bónus. Ég á nefnilega engan pening.

D) Mamma gerði samloku handa mér :3

6. Þú ert að fara á busaballið og þarft að fara að klæða þig. Hvað verður fyrir valinu?

A) Skyrta og bindi held ég bara

B) Netabolur og súperman sundskýla

C) Hvítur nærbolur og litríkar buxur

D) Gjööööðvekt pallíettuoutfit og upphækkaðir skór.

7. Þú ert í tíma hjá Arnbirni þegar að hann byrjar að tala um bréf. Skyndilega lokar hann augunum og hallar höfði sínu aftur. Hvað dettur þér í hug?

A) Voðalega er hann eitthvað utan við sig.

B) Sweet, núna get ég farið.

C) Æi, ætli ég fari ekki bara að sofa líka.

D) Er, er hann ekki alveg örugglega að anda?

Flest A: Þú ert að læra að kunna þig innan veggja skólans og stúderar skráðar og óskráðar reglur eins og enginn sé morgundagurinn. Þú gætir samt verið að taka þeim of alvarlega. Don’t be that guy. Ekki halda samt að þú sért laus við busann inní þér. Þú átt margt eftir ólært.

Flest B: Þú kemst varla lengra frá því að vera busi. Með tímanum hefurðu hætt að virða reglur og tilfinningar annarra og er það mikið afrek. Þú ert að öllum líkin-dum efribekkingur.

Flest C: Þú ert á hinum gullna millivegi. Þú kannt þig innan skólans en tekur ekki öllu fáránlega alvarlega. Ef þú ert í 3. bekk þá lofar þú góðu. Mundu bara, engum líkar við framapotara.

Flest D: Jæja, þá ert þú mættur. Einn mesti busi sem sést hefur í MR. Þú ert svo mikill busi að Gísli Marteinn lítur út fyrir að vera gangsta við hliðina á þér. En ekki örvænta. Þó að þú eigir langt í land mun okkur takast að móta manneskju úr þér. Eða, þúst, við gerum allavega okkar besta.

SVöR

SjÁlfsprófidHversu mikill busi ertu?

34

Page 35: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

1.

Targetlistinn minn

setjiðmynd

hér

2.

3.

4.

5.

Tristan og Krister í twister

Page 36: Menntaskólatíðindi - 1. tölublað haustannar 2013

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

1

3-2

12

0