viljinn 4. tölublað 2015

48
1 VILJINN 4. tölublað 2015 108. árgangur

Upload: viljinn

Post on 24-Jul-2016

238 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Viljinn skólablað Verzlunarskóla Íslands

TRANSCRIPT

Page 1: Viljinn 4. tölublað 2015

1

V I L J I N N4. tölublað 2015

108. árgangur

Page 2: Viljinn 4. tölublað 2015

2

alma karenRITSTJÓRI

ísól rut

Lóa yona

Anna sigríður

lára margrét rakel

stella briem

birkir

Hey þúÞú ert að lesa 4. tölublað Viljans og það síðasta á árinu. Þó það styttist í próf og jólafrí þá er margt annað framundan sem ekki má gleyma. Á morgun kemur 12:00 og í næstu viku er Vælið. Ef þú ert ekki búin(n) að sjá Listó skaltu drífa þig að kaupa miða! Það er einmitt sýning í kvöld kl. 20. Framundan eru spennandi tímar, fullir af ást og kærleika, jólafríið sem við höfum beðið eftir síðan í ágúst. Það er samt smá hraðahindrun í veginum því jólum fylgja alltaf próf og þau nálgast óðum. Margir eru kannski komnir með hnút í magann, en það sem drífur okkur áfram er tilhugsunin um langþráð jólafrí með fullt fullt af

chilli (leiðbeiningar á bls. 4).Kæri Verzlingur. Ritnefnd Viljans vonar að þú njótir lestrarins sem best. Gangi þér innilega vel í prófunum, njóttu jólafrísins, éttu, chillaðu, gerðu það sem þú vilt. Njóttu jólanna með fjölskyldu og

vinum, gleðilegt nýtt ár og allt það.Sjáumst hress á nýju ári.Alma Karen Knútsdóttir

ÚTGEFANDI: N.F.V.Í.PRENTUN: PrentmetUPPSETNING: Lóa Yona Zoe Fenzy og alma karen knútsdóttirLJÓSMYNDIR: ALMA KAREN, LÁRA MARGRÉT OG LÓA YONAMYNDVINNSLA: ALMA KAREN OG LÁRA MARGRÉTÁBYRGÐARMAÐUR: Alma Karen Knútsdóttir FORSÍÐA: Anna Sigríður Jóhannsdóttir og Alma Karen Knútsdóttir

Page 3: Viljinn 4. tölublað 2015

3

EFNISYFIRLIT

SÉRSTAKAR ÞAKKIRAdda Þóeyjardóttir SmáradóttirAnna Dís ÆgisdóttirAnna Margrét BenediktsdóttirArnar Freyr ArnarsonArnar Ingi IngasonArnar Þór HelgasonArnór Björnsson Ágúst Elí ÁsgeirssonÁrni vaktmaðurÁsdís Lilja ÓlafsdóttirÁsthildur Margrét JóhannsdóttirBjarni Sævar SveinssonEdda Kristín ÓttarsdóttirEdvard Dagur EdvardsonEinar Karl JónssonEiríkur K. BjörnssonEllen Helena HelgadóttirEmbla Líf Fjeldsted

Eva Sóley GunnarsdóttirEygló Sigríður GunnarsdóttirFilippus Darri BjörvinssonFreyja Mist ÓlafsdóttirFriðrik RóbertssonGeir ZoëgaGísli Marteinn BaldurssonHallur Örn JónssonHaukur KristinssonHelga GuðlaugsdóttirHelga Kristín IngólfsdóttirHildur Guðrún BragadóttirHlal JarahHögni FjalarssonHrafnhildur Hekla BjörnssonHrafnhildur KjartansdóttirInga María HauksdóttirIngi Ólafsson

Ísak ValssonJónína Valgerður ReynisdóttirKaritas BjarkadóttirKatrín Unnur KáradóttirKári Kristinn BjarnasonKristín ÁgústsdóttirKristín Inga FriðþjófsdóttirKristrún Hulda SigurðardóttirLilja Hrund Ava LúðvíksdóttirLilja Rannveig SigurgeirsdóttirMagnús Jóhann RagnarssonMariane Sól Úlfarsdóttir HameMikael Emil KaaberNúmi Steinn BaldurssonÓlafur Hrafn KjartanssonÓlafur Víðir BjörnssonÓli Gunnar GunnarssonÓli Njáll Ingólfsson

Ólöf RagnarsdóttirRósa LinhSabrína Selma El AsriSnorri Örn BirgissonSölvi Steinn ÞórhallssonStyrmir SteinþórssonThuThou VuVignir Daði ValtýssonViktoría Nótt MogensenVölundur Hafstað HaraldssonÞóra Helgadóttir

5 Netflix og chill X Viljinn - christmas edition7 Heimsókn í herbergi Verzlinga

10 Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 45 milljónir í lottó?12 Kaffidrykkja kennara

14 Hugleiðingar15 Vegan lífstíll - með og á móti

16 Heitt og kalt17 Trúir þú á drauma?

20 Förðunarmyndaþáttur22 Fær hamingju út frá viðskiptavinum24 Hvað er eiginlega í gangi í Sýrlandi?

25 Instagram27 Óraunveruleikinn

28 HVAÐ EF30 Gísli Marteinn: Mættur aftur á skjáinn

32 Treat yo self33 Twitter

34 Sneakers tíska36 Vel gert Verzlingar

39 Myndaþáttur

Page 4: Viljinn 4. tölublað 2015

4

Page 5: Viljinn 4. tölublað 2015

5

j

Til að fullkomna kvöldið er auðvitað nauðsyn að hafa lúxusmöns við hendi. Við í Viljanum viljum deila með ykkur uppáhalds jólamöns-uppskriftinni okkar sem tekur enga stund að gera.Innihald:Poki af saltstangapretzelsPoki af Hershey’s kisses súkkulaðiPoki af M&M (helst jóla M&M)

NETFLIX OG CHILL X VILJINN CHRISTMAS EDITION

Topp 10 Netflix & chill jólamyndir 1. Love Actually

2. Home Alone3. Elf

4. Miracle on 34th street5. The Nightmare Before Christmas6. How the Grinch Stole Christmas

7. Polar Express 8. A Christmas Carol

9. It’s a Wonderful Life10. Joyeux Noël

Núna þegar jólin nálgast og það er orðið kaldara úti heldur en við héldum að væri hægt er fátt annað sem við Verzlingar viljum gera en að chilla. Ekki bara hvaða chill sem er heldur Netflix and chill. Það eina sem Viljinn elskar meira heldur en Netflix and Chill eru jólin, því ákváðum við að sameina þessar blessanir fyrir ykkur elskurnar. Ef þið fylgið okkar ráðum verður ykkar #kózýseason extra kózý.

MUST HAVESKózý fötþað allra nauðsynlegasta við kózýkvöld. Við mælum með onesie annars eru jólapeysur alltaf klassískar.

KERTI

KAKÓAlltaf með sykurpúðum

SPECIAL SOMEONEJóla netflix&chill date er algjör gamechanger og fullkomið jóladeit

vinirnirEf þú ert á móti jólakæró og villt vera sjálfstæð/ur þessi jól þá býður þú að sjálfsögðu vel völdum vinum í þetta chill. Það vill enginn Netflix&chilla einn, enginn.

JOLAMONS

..

1. Byrjið á því að hita ofninn á 140°C2. Dreifið pretzels á ofnplötu með

bökunarpappír3. Setjið einn Hershey’s koss ofan á hvern

pretzel4. Skellið plötunni inn í ofn í 3min (alls ekki

lengur)5. Raðið m&m’s

ofan á hvern Hersey’s koss

6. Kælið í ísskáp í 10min (eða bara úti, þetta er Ísland)

Page 6: Viljinn 4. tölublað 2015

6

HEIMSÓKN Í HERBERGI VERZLINGAÁshildur friðriksdóttir

Page 7: Viljinn 4. tölublað 2015

7

Áshildur, lokaársnemi á viðskiptabraut, bauð Viljanum í heimsókn til sín í miðbæinn. Áshildur á gullfallegt, stílhreint og fágað herbergi. Setur hún skemmtilegan og persónulegan brag á herbergið með asískum skreytingum og persónulegum minjum. Hún hefur mikinn áhuga á að ferðast og í gluggakistu hennar má sjá brot af þeim heimshornum sem hún hefur kynnst.

Page 8: Viljinn 4. tölublað 2015

8

HEIMSÓKN Í HERBERGI VERZLINGABjarki snær smárason

Við kíktum í heimsókn til Bjarka Snæs sem er búsettur í Kópavoginum. Hann er nemandi á öðru ári og er á viðskiptasviði. Hann hefur mikinn áhuga á að innrétta og að setja stíl á herbergið sitt. Herbergið hans Bjarka einkennist af nútímalegum stíl og heillast hann af einföldum en fallegum húsgögnum.

Hann hefur gaman af ljósmyndun og að vera með vinum sínum. Við fengum að taka nokkrar myndir af herberginu hans og vonum við að þær muni veita ykkur innblástur ef þið hafið áhuga á að leggja metnað í umhverfið í kringum ykkur. Við þökkum Bjarka kærlega fyrir að taka á móti okkur!

Page 9: Viljinn 4. tölublað 2015

9

Page 10: Viljinn 4. tölublað 2015

10

hvað myndir þú gera ef þú ynnir 45 milljónir í lottó?Ef ég myndi vinna 45 milljónir í lottói myndi ég vilja eiga allt sjálfur. Sorry :( Ég myndi tryggja mér fjárhagslega trausta framtíð á einhvern hátt. Líklega fjárfesta í stórfyrirtæki í iðnaði sem er í blóma sínum núna, eins og eitthvað sem tengist túrisma á Íslandi. Lundabúðir eru klassískar en ég myndi samt frekar kaupa hlutabréf í Icelandair. Svo rétt áður en þessi túrismaloftbóla fer að springa þá sel ég hlutabréfin á margföldu verði. Þá kaupi ég vinsælan strandbar í San Sebastian, rek hann í rólegheitunum og skapa mér nafn sem skemmtilegi barþjónninn á ströndinni. Þá fara peningarnir að flæða því barinn verður sá vinsælasti á öllu Baskalandi. Þá sel ég barinn og verð kominn með nægan pening til að eiga alla ævi. Þá mun ég ferðast um heiminn og njóta lífsins MEÐ HJÁLP KILROY. ATHUGIÐ EKKI AUGLÝSING.

Ef svo ólíklega vildi einhvern tímann til að ég, hinn blanki námsmaður, splæsti í lottómiða og ynni 45 milljónir myndi ég líklegast ekki hafa hugmynd um hvað ég myndi eyða peningunum í. Ég myndi örugglega bara baða mig í þeim eða eitthvað. Splæsa kannski í silkirúmföt og rúlla mér uppúr seðlunum og svona, eins og Bela Talbot. Nei, okay. Kannski ekki. Það fyrsta sem ég myndi gera væri líklegast að kaupa mér hvítan flygil. Málið er bara ég hef bara ekkert pláss fyrir hvítan flygil, svo ætli hús í Viktoríustíl yrði ekki að fylgja fast á eftir. En ég er nú ekki svo materíalísk í mér (samt, jú, eiginlega) svo það næst efsta á listanum yrði líklegast að fara í heimsreisu. Klisja, já, en spennandi samt sem áður, og örugglega svakaleg upplifun, svo maður minnist ekki á tilfinningalegt gildi minninganna. Svo myndi ég búast við því að eyða dágóðri summu í góðgerðarmál sem eru mér hjartfólgin, eins og HerForShe eða Unicef eða eitthvað svoleiðis sniðugt. Ætli restin færi ekki bara í skólagjöld, þið vitið hvernig þetta er.

„Nei glæsilegt, ég datt í lukkupottinn og vann 45 milljónir í lottóinu. Hvað í ósköpunum á ég þó að gera við þennan pening?“ Þetta er eflaust spurning sem flestir kannast við og er nokkurn veginn daglegt brauð hjá meðaljónum Íslands. Þrátt fyrir að þetta virðist kannski lítill peningur í djúpum vösum Íslendinga fulla góðærishyggju, er þó hægt að gera slatta með þennan pening. Sjálfur myndi ég kaupa allar angórukanínur landsins til þess að byrja með. Síðan myndi ég ráða pabba Gunnars Nelson og einnig Stefán Jónsson dýraþjálfara til þess að þjálfa kvikindin. Eftir 15 mánuði af þrotlausri þjálfun myndi ég svo vera kominn með fullmótaðan stríðsher af kanínum og myndi ég ráðast gegn Framsóknarflokknum og binda endi á þeirra miskunnarlausu harðstjórn hérlendis. Síðan myndi ég líklegast kaupa mér stóran pappakassa, snæri, spýtu og bjórkút til þess að lokka Arnar „bjórkútaþjóf“ Helgason í gildru.

Ef ég ynni 45 milljónir í lottói myndi ég byrja á því að fá áfall, sérstakega þar sem ég hef aldrei keypt lottómiða. Mitt næsta skref yrði að gefa mínum nánustu nægan pening til að borga af lánunum sínum svo að enginn þyrfti að vera í fjárhagsvandræðum. Ég myndi einnig gefa hluta til góðgerðarmála. Sá hluti peningsins sem ég myndi nota fyrir mig sjálfa, yrði nýttur í að kaupa svakalegan bíl og heimsreisu með vinahópnum. Eftir viku af kokteildrykkju á Fiji kæmum við heim og afgangurinn færi inn á banka til að ávaxta og spara, ef ég skildi lenda í því að eignast krakka (eða finn mér kall, sem vill kaupa nýja benzinn). En ætli maður viti nokkuð hvað maður myndi í raun gera við þennan pening fyrr en maður á hann.

Geir Zoëga

Kári kristinn Bjarnason

Karitas Bjarkardóttir

lilja rannveig

Page 11: Viljinn 4. tölublað 2015

11

Page 12: Viljinn 4. tölublað 2015

12

Kaffidrykkja KennaraKaffi, einn vinsælasti drykkur allra tíma, hefur lengi verið bendlaður við kennara. Hver kannast ekki við það að biðja um hjálp frá kennara og lenda í því að kaffiandfúll stærðfræðikennari hallar sér yfir þig og andar hátt framan í þig meðan hann hjálpar

þér að leysa dæmið? Kaffiklúbburinn ákvað því að taka púlsinn á nokkrum kennurum og starfsfólki skólans til að komast að því hvort kennarar séu í raun jafn miklir kaffisvelgir og þeir þykjast vera.

EyglóEygló Hóf kaffidrykkju 12 ára gömul og drekkur kaffi með mjólk en Cappuccino er í miklu dálæti. Bollarnir eru oftast fjórir á dag og það er gjarnan Morgundöggin frá Kaffitár sem endar í bollanum hennar Eyglóar. Henni líður allstaðar vel þar sem hún drekkur kaffi og finnst það best eintómt.

Hallur Þegar Hallur fær sér kaffi fær hann sér eiginlega bara ekkert og hann byrjaði heldur eiginlega aldrei að drekka kaffi. Hann viðurkennir þó að hann drekki einstaka sinnum kaffi í útlandaferðum með nemendum en þá verður Espressó fyrir valinu. Uppáhalds kaffihúsið hans er Stofan en meðaltal kaffibolla Halls á dag er 0,02.

Helga á Bókó Uppáhalds kaffið hennar Helgu er Merrild en heima er hún með sniðuga kaffikönnu þar sem hún hellir sjálf upp á. Helga byrjaði yngst viðmælenda á kaffidrykkju en hún var einungis tveggja ára gömul þegar hún fór að stelast inn til ömmu sinnar til að drekka smá kaffi með mikilli mjólk. Hún fær sér þrjá til fjóra bolla á dag. Hún fer aldrei á kaffihús en elskar að fá sér súkkulaði með kaffinu.

INNSKOT FRÁ KAFFIKLÚBBNUM

Óli Njáll Byrjaði ungur að aldri að drekka kaffi en hann var einungis 4 ára gamall þegar hann hóf að sötra svarta seiðið. Þegar Óli fær sér kaffi fær hann sér það uppáhellt með mjólk og drekkur það úr glerglasi. Óli fær sér 7-10 glerglös af kaffi á dag (mjög mikið). Uppáhalds kaffihúsið hans er kaffhúsið í Fellahverfinu og kaffið finnst honum best eintómt.

Ljósmyndir og umsjón: Magnús Jóhann Ragnarson

Page 13: Viljinn 4. tölublað 2015

13

Eiríkur Vill hafa kaffið sitt svart og sykurlaust en hann fær sér oftast kleinu með kaffinu. Hann var 19 ára þegar hann byrjaði að drekka kaffi og segist drekka 25 bolla á dag, hlær síðan og viðurkennir að þeir séu einungis sex. Eirík er gjarnan hægt að finna á Te og Kaffi á Skólavörðustíg en eftirlætiskaffi-tegundirnar hans eru Merrild og Java Mocca.

Valgerður Drekkur Americano og fær sér gjarnan fjóra til fimm bolla á dag. Morgundöggin þykir henni besta kaffið, enda býður Matbúð upp á Morgundögg. 17 ára að aldri hóf Valgerður að drekka kaffi og er alfróð um kaffidrykkju Verzlinga. Hún segir að það hverfi 12-15 könnur af kaffi á dag ofan í kaffiþyrsta Verzlinga. Á kaffihúsum fær hún sér Latte og gerir það gjarnan á Café Flóru, sem er uppáhalds kaffistaðurinn hennar.

Ingi skólastjóri Segist drekka mikið kaffi á morgnanna og að oft á tíðum lendi hann í því að honum sé orðið hálf bumbult af kaffidrykkju í hádeginu. Þá heldur hann sig í vatninu þangað til eftir kvöldmat, en þá þykir honum gott að fá sér einn bolla eftir mat. Inga finnst best að fá sér kaffi á Mokka og byrjaði að fá sér kaffi í menntaskóla. Best finnst honum að drekka eintómt svart kaffi.

Ólafur Víðir Drekkur uppáhellt kaffi og er eftirlætis kaffið hans Morgunroði. Ólafur var ekkert unglamb þegar hann fór að drekka kaffi en hann var orðinn hálf þrítugur. Hann fær sér tvo til þrjá bolla á morgnanna og einstaka sinnum einn á kvöldin ef hann er að fara einhvert út. Með kaffinu finnst Ólafi best að fá sér einn brúnan sykurmola. Honum dýfir hann út í kaffið, sýgur svo kaffið úr honum og setur hann svo aftur út í bollann.

Karamellu íslatte með extra karamellusósu mínus kaffiKaramellu íslatte með extra karamellusósu

Tvöfaldur espressoTvöfaldur cappuccino

MacchiatoLatte

EspressoAmericano

CappuccinoUppáhellt með mjólk

Uppáhellt

0 10 20 30 40 50 60

Niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir meðlimi Kaffiklúbbs NFVÍ

Page 14: Viljinn 4. tölublað 2015

14

Mánudagsmorgunn í mars 2006. Ég er ungur drengur af Nesinu. Ég bý á Kirkjubraut sem er næsta gata við Skólabraut. Á Skólabraut eru skólarnir tveir, Mýrarhúsaskóli eins og gulur rússíbani upp úr blautum skemmtigarðinum og Valhúsaskóli eins og grár hvalur sem er að ráðast á saklausa túrista sem eyddu morðfjár í hvalaskoðun.Að alast upp á Nesinu var ekki erfitt, það bara gerðist. Ég mátti samt aldrei eiga gæludýr því frænka mín er með ofnæmi fyrir fullt af dýrum. Hins vegar fékk systir mín að eiga tvo froska, þá Max og Stökkul, en Stökkull hoppaði niður niðurfallið í eldhúsinu og þá hentum við Max burt.

Ég var sjálfsagt leiður yfir því í eitthvern tíma en svo þroskaðist ég og fattaði að þetta er bara gangur lífsins. Ég fann einu sinni kanínu undir bíl mömmu minnar en ég gat ekki átt hana sjálfur svo fólkið í næsta húsi geymdi hana í bílskúrnum, svo héldum við heljarinnar grillveislu. Ég fékk að eiga andlitið og setti það í formalín. Ég á það enn og dáist oft að því. Þetta var rosa sæt kanína.Nú til dags er voða dýrt að kaupa fasteign á Nesinu. Ástæðan fyrir því er líklega skortur á framboði, því það vill enginn flytja burt af Nesinu svo það eru engin hús til sölu og svo er bara verið að byggja einhverjar 150 milljón króna lúxusíbúðir sem enginn hefur efni á að kaupa nema fráskildir útrásarvíkingar. Það er vandamál að

ungt fólk hafi ekki efni á að flytja á Nesið. Árgangarnir í grunnskólunum okkar verða minni með hverju árinu og sömu sögu er að segja um Gróttu, íþróttafélagið okkar. Yngri flokkarnir eru bæði fámennari og lélegri. Það gerir mig mjög sorgmæddan að sjá ástkært félag mitt í einhverri krísu. Kosturinn við þetta er samt að eldra fólk er oftar með hærri laun og því fær bærinn hærri skatta og Grótta fær meiri peninga frá bænum. Þegar þetta er skrifað er Grótta í 11. sæti í 1. deild og verður liðið líklega fallið innan skamms.Þessi grein var nú ekki um neitt merkilegt. Bara um Nesið og mig og einhverjar hugleiðingar um einhverja

hluti.

HUGLEIÐINGAR Geir Zoëga4-f

Page 15: Viljinn 4. tölublað 2015

15

Vegan er lífstíll sem gengur út á að sniðganga allar vörur þar sem níðsla á dýrum kemur við sögu. Hvað varðar mat, þýðir það að útiloka allar dýraafurðir; kjöt, egg, mjólkurvörur o.s.frv. Meginástæða þess að fólk ákveður að verða vegan er náttúrulega misnotkun dýra sem leidd eru til slátrunar. Ég ætla nú ekki að fara að reka einhverja sturlaða réttsýnis-pc-stefnu hérna en vegan er án gríns mjög fallegt concept. Ekki nóg með það að vegan líti jafnt á allar lífverur jarðríkis (mjög fallegt) þá er æ fleira fólk að taka upp veganisma vegna heilsufarslegra ástæðna.

Ég ætla, ólíkt sumum sem predika um veganisma, ekki að fara að heimta einhverja særða blygðunarkennd, hjá fólki sem er augljóslega alið upp við að borða kjöt daginn út og daginn inn, þegar það sér myndbönd af grimmilegri misnotkun dýra. Við getum ekki rukkað fólk um tilfinningar og sumu fólki er einfaldlega ekki hægt að hagga með því að sýna því slíkt myndefni. Þess vegna ættum við frekar að fá fólk til þess að sjá hversu góðar heilsufarslegar afleiðingar veganismi getur haft. „Hvar ætlarðu að fá prótein?“, „Ætlarðu bara að borða gras?“, „Haha, þú munt ALDREI ná því“ og „Þú ert fuckboi“ eru dæmi um hluti sem ég heyrði þegar ég ákvað að taka vegetarian mánuð. Ég og Young Bitch Life, nördavinur minn, ákváðum að gerast grænmetisætur í tvær vikur og full on vegan í tvær. Ástæðan var ekki andstyggð mín á misnotkun dýra (enda var hún ekki komin upp þá) heldur einungis forvitni. Tilgangurinn var í rauninni að prófa öðruvísi matarræði og hvernig kjötleysi hefði áhrif á mitt daglega líf.

Í stuttu máli sagt voru þetta 4 bestu vikur lífs míns hvað líkamlega líðan varðar. Ég var alltaf mjög léttur á mér, var aldrei með matviskubit enda varla hægt að borða óhollan mat þegar maður er vegan. Ég áttaði mig kannski best á því hversu vel mér leið þegar ég borðaði kjöt aftur eftir að hafa sniðgengið það í 4 vikur. Þá fann ég að líkaminn varð fyrir einhvers konar sjokki og ég varð strax jafn þungur á mér og ég var áður en mánuðurinn hófst. Það er náttúrulega meira en að segja það að sniðganga fæðu sem hefur verið uppistaða mataræðis manns frá fæðingu og fer ég því ekki að ætlast til þess að allir rjúki beint út í búð að kaupa sér vegan ost og nýrnabaunir eftir þessa grein. Ég mæli þó eindregið með því að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það lætur kjöt, egg og mjólkurvörur næst ofan í sig.

Ef þú finnur það ekki hjá þér að sniðganga kjöt til þess að vernda hagsmuni dýranna, sem er eins og áður sagði alveg skiljanlegt, reyndu þá að gera það fyrir sjálfa/n þig. Fyrir líkamlega vellíðan. Þegar maður er kominn af stað fer manni svo sjálfkrafa að líða vel með sjálfan sig og þróa með sér andlega vellíðan.Hættum bullinu og veljum vegan.

VEGAN lífstíll

Hvað erum við að gera hér á þessari plánetu, hver er tilgangur lífsins? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Til staðar er einungis vonin um að einhver æðri máttur sé til og að við séum ekki lítið ómerkilegt rykkorn í alheiminum. Því þykir mér furðulegt að einhver skuli alhæfa að við séum ekki gerð til að borða kjöt. Einhver plöntuæta með mikilmennskubrjálæði gekk að mér um daginn (í leðurskóm – þvílík hræsni) og sakaði mig um að vera morðingi þar sem ég sat í sakleysi mínu og snæddi á kjúklingasalati. Ef að ég tæki kjúklinginn úr salatinu yrði ég allt í einu umhverfissinni, heilsugyðja, Jesús Kristur endurfæddur til að bjarga heiminum? Ég skelf af hræðslu við tilhugsunina um dauðann og að ég hafi kannski engan tilgang en ég er ekki hrædd um að ég sé verri manneskja af því ég borða dýr, hvað þá dýraafurðir. Við deyjum öll á endanum og lífið er frekar ömurlegt þannig ég sé ekkert að því að „put them out of their misery“ og drepa dýrin aðeins fyrr.

Vegan gengur inn á bar...nei djók. Sumar öltegundir eru nefnilega síaðar með efni sem fæst úr sundmagablettum fiska. Vegan gengur inn á DJÚSBAR og fær sér eitthvað að drekka sem lætur hann halda að hann sé á æðra plani siðferðislega en meðalplebbinn sem býr í fjórbýli í Kópavoginum og eldar fisk í raspi á mánudögum. Eitthvað með kókosmjólk og lycma-dufti sem fær hann til að öskra frá hæstu fjallstindum, spamma Twitter og nýta öll möguleg tækifæri til að koma því á framfæri að hann sé sko vegan. Varstu ekki örugglega búinn að ná því að hann er betri en þú? Ekki? Hann er eiginlega Móðir Theresa á meðan þú ert siðlaus, síkópatískur fjöldamorðingi. Jæja, því miður er þetta bara svona. Ég bý ekki til reglurnar og ekki Kristur heldur. Það eru vegans sem eru komnir til að dæma lifendur og dauða. Ef þú ætlar að fá þér nautasteik með Bernaise getur þú alveg eins saxað lifandi smábarn í bita og djúpsteikt.

Þetta snýst um val, val hvers og eins til að neyta kjöts, eins og mannkynið hefur gert í 2,5 milljón ár samkvæmt vísbendingum frá steingervingum, eða til að sleppa því og ef til vill dýrafurðum líka. Þegar ég deitaði vegan strák vildi ég, verandi kjötæta, fara á Búlluna í þynnkunni einn sunnara. Strákurinn tók einn bita af grænmetisborganum sínum og þegar hann sá að það var mæjónes á honum (sem inniheldur hænsnafóstur eða eins og við köllum það: egg) fylltist andlit hans af hryllingi. Hann skyrpti bitanum út úr sér, kastaði grænmetisbuffinu í mig og sagði mér að labba heim. Ég hef litið hornauga á vegans eftir þetta atvik en reyni eftir bestu getu að minna sjálfa mig á að vegans eru fólk alveg eins og ég og þú. Þau finna fyrir tilfinningum og gera mistök en hafa bara aðra lífstílshætti en við hin. Það er allt gott og blessað með það ef að þið viljið vera vegan en vinsamlegast leyfið mér að tilbiðja Satan og borða andskotans ostborgarann minn í friði, takk.

með

á móti

ÁSDÍS L

ILJA 6-S

ARNAR INGI6-B

Page 16: Viljinn 4. tölublað 2015

16

HERRA KOLBERT

AÐ EIGA BÍLTek af stað í brekku

VERZLÓ DERRURRepresenting

SNEAKERS Á DJAMMIÐHálka og hælar ekki combo

HOOPSThe bigger the better

MUSTARD YELLOWHaustliturinn for sure

CHELSEA BOOTSSexy af og passa við allt

HEITT

LANGT SNAP STREAKOnly real snapparar understand

GKRMorgunmatur á moi

Page 17: Viljinn 4. tölublað 2015

17

SEAN KINGSTONOLD news

TWITTER BANTERÓþarfa drama

NÝJA APPIÐ HJÁ PRIKINUHleyptu mér inn

LIKE Í STAÐ FAV Á TWITTERFav ef kalt

WWW.INNA.ISBring Intranet back

DUNKIN’ DONUTSOfmetið

KALTJÓLAKÆRÓHvar er sjálfstæðið???

Page 18: Viljinn 4. tölublað 2015

18

Lífið getur orðið súrt og erfitt á tímabili, en það vitum við nú öll. Sem táningur á mínu 3ja ári í framhaldskóla finnst mér ég vera orðinn ansi barinn af lífinu. Ég hef gert marga hluti vitlaust í lífinu en þó einnig lært margt í leiðinni. Leiðangur minn hefur aldrei verið beinn og mun eflaust aldrei vera það. Það sem ég tel þó vera minn helsta kost er að ég trúi, ég trúi á drauma. Stressaður og fullur af hræðslu hef ég oft misst augnsýn á draumum og markmiðum mínum. Það sem ég mun gera er það sem ég vil gera. Ég er ekki að skrifa þennan pistil til að segja þér að ég sé fullkominn eða frábær, því það vitum við að ég er alls ekki. Hjá mér er fullkomnun ekki til og er alltaf hægt að gera betur, meira og ennþá betur. Þegar eitthvað fer úrskeiðis þá vil ég aðeins biðja þig um að horfa á sjálfan þig en ekki út á við.

Eins og góð vinkona mín hún Phoebe sagði einu sinni “You are the boss of you”. Enginn

annar getur stjórnað þér nema þú. Á farvegi þínum að elta drauma þína eru allar líkur á því að þú eigir eftir að upplifa einhverja erfiðleika, stóra eða smáa. Ég er hér að segja þér að erfiðleikarnir eru ekki komnir til að vera, með rétta hugafarinu kemst

maður alltaf yfir þessa erfiðleika og það kemur alltaf eitthvað gott í

staðinn fyrir þá. Trust me. En ef þú aftur á móti gerir ekkert í því munu þessir erfiðleikar elta þig að eilífu og grafa gat í þig. Þannig það á ekki að skipta máli í hverju þú lendir í, það eina sem skiptir máli er hvað þú ætlar að gera í

því. Árið 2007 fór frá mér litla systir mín sem ég fékk að kynnast í 2 ár. Ekkert hefur breytt lífinu mínu meira en þegar litli engillinn okkar frá mér. Tíminn heldur áfram og það eina sem ég geri í því er að minnast góðu stundanna í stað þess að vera að svekkja mig á því sem ég missti af. Það eru forréttindi að fá að vera til. Það eru fórréttindi að vera heilbrigður og vera staddur í landi án stríðs. Verum góð hvort við annað en þegar allt kemur til alls snýst lífið þitt

Um þigFrá þérTil þín

Svo gerðu eitthvað í því.

Við sem menn viljum öll vera einhver, sama þótt þú viðurkennir það eða ekki. Allir vilja vera einhver. Frá upphafi höfum við vitað þetta og skrifað nöfn hetjanna okkar í stein þar sem við teljum að þau mun varðveitast að eilífu. En svo kemur vitið inn og þar sem við vitum að tíminn brýtur öll fjöll og reisir fjallagarða. Það þýðir að allt það sem þú gerir, öll þau skipti sem þu gerðir eitthvað vandræðalegt, í hvert skipti sem þér mistókst eitthvað, verður því gleymt. En sú von sem við lifum í að gera góðverk og verða besta útgáfan af sjálfum okkur gefur mér hugarró og segir mér að að allt sé í lagi. Þá get ég ekki beðið um mikið annað.

Í dag er nýr dagur og á morgun kemur annar, tíminn heldur áfram. Þú lifir aðeins einu sinni og ef þú lifir lífinu rétt á það að vera miklu meira en nóg. Einmitt þess vegna vona ég að þú getir nýtt þér þetta til að búa til drauma og gera það sem þú vilt. Þá vil ég að þú svarir mér einu, trúir þú á drauma?

TRÚIR ÞÚ Á DRAUMA?

EINAR KARL5-H

Page 19: Viljinn 4. tölublað 2015

19

Page 20: Viljinn 4. tölublað 2015

20

ÁRAMÓTAFÖRÐUNBenecos eru lífrænt vottaðar, þýskar, hágæða snyrtivörur sem komu á markað á Íslandi vorið 2013. Fyrirtækið sem framleiðir Benecos var stofnað árið 2009 af hjónum sem sáu fram á að geta fyllt upp í gat á markaðnum með ódýrum en umfram allt góðum, lífrænt vottuðum snyrtivörum. Það gekk eftir og er Benecos nú selt um allan heim. Hefur fyrirtækið stækkað gríðarlega síðan þá og verið leiðandi á markaðnum með ódýrar og góðar, lífrænt

vottaðar snyrtivörur. Förðunarvörurnar frá Benecos hafa hlotið margar viðurkenningar í Þýskalandi. Förðunarlínan samanstendur af fjölda glæsilegra lita í augnskuggum, varalitum, augnblýöntum og varablýöntum ásamt góðum maskörum, púðri og farða. Auk þess inniheldur förðunarlínan fjölda smart lita í naglalökkum. Í mjög mörgum snyrtivörum er að finna mikið af alls kyns aukaefnum en það hefur sýnt sig að þau geta verið mjög

varasöm fyrir okkur og ættu í raun alls ekki að vera í vörum sem við berum á húðina. Með Benecos sannast það að verð og gæði fara ekki endilega alltaf saman. Loksins er það á allra færi að geta notað lífrænt vottaðar snyrtivörur sem standast fyllilega kröfur nútímans um góðar snyrtivörur á góðu verði. Margar af vörunum eru vegan þannig að flestir finna eitthvað fyrir sig.

NATURAL KAJAL Skarpari augu! Augnblýantur sem gerir augun meira áberandi, þau virka stærri og skærari. Mjúk, rjómakennd áferð auðveldar notkun

NATURAL mineral púður, laust. Gefur náttúrulega jafna og matta áferð. Meðal þekja.

HYLJARI sem hylur roða og bauga í kringum augu.

TRIO kinnalitur

Benecos litaður farði.Tryggir jafna og slétta áferð. Meðal þekja.

CREAM benecos varalitur.

Ver varirnar. Kemur í fjölda glæsilegra lita

og er mjög rakagefandi.

Benecos mascari sem lengir augnhárin, heillar alla.

Eyebrow designer sem mótar augabrúnir með fullkomnum

hætti. Bursti sem auðvelt er að nota.

Fyrirsætur: Lilja Hrund Lúðvíksdóttir og Ellen Helena HelgadóttirFörðun: Hildur Guðrún Bragadóttur

Page 21: Viljinn 4. tölublað 2015

21

Hvar fæst Benecos? Lyfja, Heilsuhúsið, Apótekarinn, Lifandi markaður, Apótekið, Systrasamlagið, Garðsapótek, Árbæjarapótek, Lyfsalomm, Heilsutorg Blómavals, Fjarðarkaup, Heilsuver Suðurlandsbraut, Systrasel, Urðarapótek, Snyrtistofan Rán í Ólafsvík, Snyrtistofa Valgerðar Þórshöfn, Heimkaup.is

JUST RED benecos varalitur. Ver varirnar. Kemur í fjölda glæsilegra lita og er mjög rakagefandi.

Augnskuggafjarki Coffee & Cream

Highlighting powder, gefur ferskan og fínlegan lit

JÓLAFÖRÐUN

Page 22: Viljinn 4. tölublað 2015

22

Á Ingólfstorgi er staður sem margir þekkja og elska. Þegar þú gengur inn taka brosandi maður og kona á móti þér. Þetta eru þau Hlal og Iwona. Saman eiga þau veitingastaðinn Mandi en Hlal er líka kokkur þar. Hann byrjaði að elda 10 ára gamall með föður sínum. Hann fæddist í Sýrlandi í höfuðborginni Damaskus sem er næst stærsta borg Sýrlands. Hlal elskar að ferðast og hefur ferðast víða. Hann elskar að upplifa nýja hluti og kynnast nýju fólki. Þegar Hlal bjó í Sýrlandi hitti hann mann sem sagði honum að hann ætti að fara til Íslands og elda arabískan mat. Hlal

tók vel í það og sló til. Hann flutti hingað árið 2005 en áður hafði hann átt heima í Saudi Arabíu, Jórdaníu og Labinó.

„Við lítum ekki á fólkið sem kemur hingað inn

sem bara einhverja kúnna sem gefa okkur peninga og fá í staðinn

mat frá okkur. Við viljum bjóða velkomna

alla þá sem koma hingað inn sem vini

okkar og að öllum líði vel hér.”

fær hamingju út FRÁ viðskiptavinunum

Page 23: Viljinn 4. tölublað 2015

23

„Þegar ég kom til Íslands byrjaði ég matargerð mína á því að kenna aðstandendum sýrlenska veitinga-staðarins Purple Onion að elda arabískan mat. Eftir sex mánuði fékk ég leyfi til þess að dvelja hér í eitt ár og þurfti síðan alltaf að endurnýja leyfið reglulega. Þannig var þetta í nokkur ár þangað til að því kom að ég fékk íslenskan ríkisborgararétt. Nú hef ég verið íslenskur ríkisborgari í þrjú ár.”

Hlal hefur búið á Íslandi í 10 ár og er að eigin sögn mjög hamingjusamur hér. Hlal segir einn helsta kostinn við að búa á Íslandi vera hve friðsælt landið er og hve fámenn þjóðin er. Þrátt fyrir það þótti honum talsverð viðbrigði að flytja hingað og upplifði sinn skerf af tungumálaörðugleikum.„Eins og flest allt sem maður tekur sér fyrir hendur þá er allt erfitt þegar þú ert á byrjunarreit. Það sem mér þótti erfiðast við flutninginn hingað var að ég þurfti að læra ensku. Í öllum hinum löndunum gat ég talað arabísku en það dugði auðvitað ekki hér.“

Hlal hefur nú náð fínu valdi á enskunni og getur því spjallað við kúnnana. Honum þykir samt sem áður erfitt að geta ekki talað reiprennandi við íslenska kúnna, líkt og hann gat við þá arabísku. Hann er samt búinn að læra nokkrar setningar á íslensku og skilur ágætlega þegar fólk talar góða íslensku við hann. Eins og heyra má skipta samskipti við kúnnana miklu máli, enda segir Hlal þau ástæðuna fyrir þessu öllu saman. „Við lítum ekki á fólkið sem kemur hingað inn sem bara einhverja kúnna sem gefa okkur peninga og fá í staðinn mat frá okkur. Við viljum bjóða velkomna alla þá sem koma hingað inn sem vini okkar og að öllum líði vel hér. Faðir minn kenndi mér allt sem ég

veit um rekstur og hvernig koma skildi vel fram. Mikilvægast sagði hann að skapa gott andrúmsloft. Hann sagði mér líka að ég skildi ekki opna veitingastað peninganna vegna heldur skildi ég opna hann fyrir fólkið og til að veita því gleði.“

Pabbi Hlal er að öllum líkindum stoltur af syni sínum enda er Mandi sérstaklega þekktur fyrir gott andrúmsloft og góða þjónustu.Aðspurður segir Hlal að það veiti honum mikla hamingju að hjálpa fólki og þjóna því. Oft kemur hann í vinnuna og hugsar að í dag sé hann mjög hamingjusamur. Ef hann er í einstaklega góðu skapi byrjar hann daginn á að gefa franskar frítt og kemur þetta uppátæki Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart! „Þegar Ísland komst á EM í fótbolta fagnaði fólk á Ingólfstorgi og allir voru gríðarlega hamingjusamir. Þá sagði ég starfs-fólkinu mínu að búa til franskar, fara með þær út og gefa þær. Fólki fannst þetta skrítið en við vildum bara taka þátt í hátíðarhöldunum.“

Þrátt fyrir að Mandi sé afar vinsæll matsölustaður í dag, ekki síður en Hlal sjálfur, hefur það ekki alltaf verið svoleiðis. Til að byrja með fann hann fyrir miklum fordómum. Þar sem Mandi stendur nú hafði áður staðið sjoppa í áratugi. Margir fastakúnnar úr sjoppunni voru mjög óánægðir með að útlendingur skyldu fá svo góða lóð í Reykjavík. Hlal segir þó fordómana í algjöru lágmarki núna en þó komi fyrir að fólk sýni þessa hlið á sér. „Mér líður mjög vel á Íslandi og finnst staðsetningin á Mandi frábær. Hér eru margir fínir veitingastaðir í kring og kokkarnir á hinum veitingastöðunum koma oft hingað í matarpásunum sínum. Það er alltaf jafn ánægjulegt. Þeir hafa síðan boðið mér í mat í staðinn á

veitingastöðunum þeirra og þykir mér mjög vænt um það.“Hlal hefur alla tíð verið mikill áhuga-maður um eldamennsku og hafði dreymt um að opna veitingastað lengi. Hlal kynntist Iwonu á Íslandi og saman ákváðu þau að láta til skarar skríða. Í fyrstu áttum þau ekki mikinn pening en höfðu þó nóg til þess að koma sér af stað. Hjónin byrjuðu smátt en viðurkenna fúslega að þetta hafi verið erfitt í fyrstu. Þau tóku síðan bara eitt skref í einu og tókst loks að gera staðinn að því sem hann er í dag.

Fyrir utan vinalegheit við kúnnana leggja þau hjónin mikla áherslu á hreinlæti og gæði matarins. Þau nota bara fyrsta flokks hráefni og t.a.m. nota þau bara krydd búið til af föður Hlal. Þau hafa eldhúsið líka hálfopið svo að kúnnarnir geti séð hvað verið er að gera í matreiðslunni. Viðskiptavinir virðast kunna vel að meta þetta og þrátt fyrir að þekkja þá ekki með nafni eru þónokkrir fastakúnnar á Mandi. „Við eigum marga fastakúnna og þegar þeir labba inn þá byrjum við strax að undirbúa það sem þau panta sér alltaf svo það sé komið í gang strax.“

Hvað varðar framtíðina vinna hjónin nú hörðum höndum að því að breyta staðnum og gera hann „fínni“ en hann er núna. Þau hafa beðið eftir leyfi fyrir breytingunum í heilt ár og munu framkvæmdir hefjast eftir áramót. Húsið sem Mandi er í er mjög gamalt og þess vegna var flókið ferli að fá leyfi fyrir breytingum. Hlal og Iwona segjast mjög spennt fyrir komandi tímum. Mandi er bara á uppleið. Hlal kveður okkur með orðunum „Áfram Ísland!“ og bætir við að honum líki vel við þetta íslenska orð „Áfram“.

ANNA SIGRÍÐUR6-S

Birkir5-h

Ísól6-t

Page 24: Viljinn 4. tölublað 2015

24

Hvað er eiginlega í gangi í Sýrlandi?

Árið 1963 rændi Ba‘ath-flokkurinn völdum í Sýrlandi og olli þetta miklum pólítískum óstöðugleika. Sjö árum síðar tók Sýrland svo þátt í borgarastyrjöld í Jórdaníu, Palestínu-mönnum til stuðnings. Voru átökin nefnd einu nafni Svarti september og að þeim loknum var Hafez al-Assad valinn þjóðarleiðtogi. Bashar al-Assad, sonur hans, fetaði síðan í fótspor föður síns árið 2000 þegar hann var sá eini sem gaf kost á sér í embættið. Auðveldur sigur.

Sýrland er eins flokks ríki og stjórnin þar hefur verið ein sú stöðugasta á þessu svæði. Það er vegna þess að stjórnarandstaðan hefur verið algjörlega bæld niður svo árum skiptir. Margir höfðu vonast eftir lýðræðisumbótum eftir að Bashar tók við völdum en það rættist því miður ekki. Þvert á móti færðust völdin á færri hendur og forsetanum virtist afar umhugað um að koma ættingjum sínum í áhrifastöður. Einkavæðing hófst sem virtist koma sér afar vel fyrir þennan litla hóp.

Tíu árum síðar reið bylgja mótmæla og uppþota yfir Mið-Austurlönd og var hún nefnd Arabíska vorið. Sýrland var engin undantekning en þar fóru fram friðsamleg mótmæli sem þróuðust út í mótmæli gegn

einræðisstjórn landsins. Ríkisstjórnin brást vægast sagt harkalega við þessu og beitti ómannúðlegum leiðum til þess að þagga niður í mótmælendum. Öryggissveitir tóku hluta aðgerðarsinna af lífi en öðrum rændu þeir, nauðguðu og pyntuðu. Að lokum voru líkin limlest og þeim hent út í vegkanta. Sama gilti um fjölskyldur aðgerðarsinna. Líka börn. Því næst hófu hersveitir að skjóta á mótmælendur sem svöruðu í sömu mynt. Átökin stigmögnuðust og loks braust út borgarastyrjöld. Vopnaðir borgarar mynduðu uppreisnarhópa og herinn jók umsvif sín til muna. Hræðsluáróður sýrlenska hersins náði hámarki þegar hermenn sprengdu heilu bæina ásamt því að vera sterklega grunaðir um að beita efnavopnum.

Hluti stjórnarandstöðunnar í landinu krafðist afsagnar Assad og að Sýrland yrði lýðræðisríki. Sami hópur stofnaði Frjálsa Sýrlenska herinn í því skyni að berjast gegn stjórnarhernum. Hryðjuverkasamtökin Al-Nusra sem eru undir al-Quida og ISIS komu yfir landamærin, tóku síðan yfir Frjálsa Sýrlenska herinn með það markmið að ná yfirráðum yfir Sýrlandi. Uppreisnarhópum fjölgaði stöðugt og loks voru þeir orðnir 75 talsins. Staðan á átakasvæðunum varð því flóknari með

hverjum deginum og á sama tíma jókst harka Assad-stjórnarinnar.

Það sem flækir málin enn frekar, eins og svo oft í stríðum eru trúarbrögðin í landinu. Gömlu evrópsku nýlenduveldin ákváðu landamæri Sýrlands á sínum tíma og skeyttu þá lítið sem ekkert um uppruna og trúarbrögð fólksins sem þar var fyrir. Margir mismunandi hópar voru því neyddir til þess að verða ein þjóð. Núverandi stjórn tilheyrir einum trúarminnihlutahóp landsins og kallast þeir alavítar. Alavítar eru undirgrein síjamúslima ogeru ekki nema 10% sýrlensku þjóðarinnar. Margir eru því ósáttir við að svo lítill hluti þjóðarinnar fari áratugum saman með völdin í landinu og taki ef til vill ákvarðanir sjálfum sér í vil.

Það er augljóst að ástandið í Sýrlandi er afar flókið og því miður sér ekki fyrir endann á átökunum. Ef ekkert breytist munu hörmungarnar halda áfram næstu árin og Sýrland verður lamað þjóðfélag svo lengi sem við lifum. Eins og er bendir ekkert til þess að hægt verði að semja um frið. Á meðan eru 12 milljónir manna á flótta og 8 milljónir búa enn á átakasvæðunum. Börnum á flótta stendur ógn af barnaþrælkun og mansali. Stríðið í Sýrlandi kemur okkur öllum við.

Fyrir botni Miðjarðarhafs finnur þú eitt þeirra landa sem skilgreind eru sem hluti af „vöggu siðmenningar“. Þetta land er næstum því helmingi stærra en Ísland að flatarmáli en íbúarnir eru 68 sinnum fleiri. Loftslagið er heitt og þurrt með mildum vetrum. Fljótið Efrat rennur gegnum landið austanvert en þar fundust líka olíulindir árið 1956. Nú hefur olía verið helsta útflutningsvara landsins í rúm 40 ár. Landið er hluti af Samtökum hlutlausra ríkja og eru þjóðarleiðtogar ekki öfgatrúarmenn líkt og víða á Mið-Austurlöndum. Hljómar bara frekar vel, er það ekki?

Mér finnst þetta hljóma nokkuð vel bara. En ef þú prófar að Googla þetta land þarftu ekki að skrolla langt áður en átakanlegar myndir af stríði og hörmungum blasa við. Landið sem ég sagði frá hér að ofan er Sýrlenska arabíska lýðveldið, eða í daglegu tali Sýrland. Þú hefur eflaust heyrt talað um átökin í Sýrlandi en fáir vita þó nákvæmlega um hvað þau snúast (mjög skiljanlegt þar sem málið er afar snúið). Hér kemur því aðdragandi stríðsins í stuttu máli.

ANNA SIGRÍÐUR 6-S

Page 25: Viljinn 4. tölublað 2015

25

Strákarnir á Tene Shoutsout to Ingiveldur #nfvi www.v82.nfvi.is - check it Sætu bekkjó #vi110

t@asdisruna @emmaljosbra @linadis @matthildurara

@thorvaldurtr@maggistark@listoverzlo@bjarklindbg

@bjossia @brynja97 @vaff82 @laufeylind

blesbles paris Í KVÖLD VERÐUR GAMAN!!!! Bestar (heimavöllur) (lol)

Það var gaman á þrekmóti framhaldsskólana með þessum #threkmot #nfvi

Góð helgi

Þessi mynd var svona one take wonder

15 dagar #listocountdownPink friday #vvi110

57 likes 145 likes 38 likes 59 likes

69 likes53 likes54 likes64 likes

30 likes 20 likes 62 likes 87 likes

INSTAGRAM

Page 26: Viljinn 4. tölublað 2015

26

Page 27: Viljinn 4. tölublað 2015

27

Ég hef mikið verið að hugsa um upp á síðkastið hvað samskiptamiðlar hafa gífurleg áhrif í dag, á ungt fólk sérstaklega. Ég fór að gera mér almennilega grein fyrir þessum áhrifum í sumar. Ég byrjaði á hugleiðslunámskeiði í ágúst sem ég hef verið á fram í nóvember. Þetta námskeið hefur haft mikil áhrif á mig. Ég fór að horfa öðruvísi á lífið almennt en ég gerði áður. Í upphafi fór ég á námskeiðið til að styrkja sjálfa mig eftir að hafa verið mjög fjarlæg sjálfri mér í langan tíma. Námskeiðið hjálpaði mér að vinna í mér sem manneskju og ég lærði að horfa á hlutina í öðru ljósi. Það kenndi mér einnig að hætta að eyða orku í fólk og hluti sem taka endalausa orku frá mér.

Með tímanum fór ég að gera mér grein fyrir því hvað margir samskiptamiðlar t.d. instagram eru tilgangslítil og furðuleg fyrirbæri. Notkun instagram hefur breyst mikið á síðastliðnum árum sérstaklega hjá ungum stelpum. Nú er allt farið að snúast um að líta fullkomnlega út, hafa fullkominn

effect, nógu mörg likes og followers því þetta er víst hin fullkomna

uppskrift af hamingju, eða hvað? Í þessa vinnu fer mikil orka, að komast sem næst því að vera fullkominn, líta út fyrir að vera með frábært líf sem allir vilja vera hluti af.Láta fleiri followers og likes

manni líða betur með sjálfan sig? En fá likes og followers,

gerir það mann niðurdreginn og lætur mann verða óánægðan með

sjálfan sig? Þá er spurningin, fyrir hvern er maður að

gera þetta, fyrir sjálfan sig eða fyrir allt þetta fólk sem þekkir mann jafnvel ekki?

Það er í okkar mannseðli að vilja fá hrós, standa okkur vel og láta fólk geðjast að okkur, sem er hið besta mál. Það sem er verra er að sumir meta hamingjuna út frá athyglinni sem maður fær út af einhverri tölu á Instagram. Lætur þetta manni líða betur í raun og veru? Hvernig væri það ef það fyrsta sem maður myndi hugsa um þegar maður kynnist manneskju er um hversu mörg likes hún fær? Hversu hátt útlit hennar er metið í formi tölu? Hvað segir það okkur? Ekkert, þetta er tala sem gagnast ekki neinum. Þetta er ekki raunveruleikinn.Ein af mínum helstu fyrirmyndum er Essena O‘Neill. Ég hef fylgst með henni á netinu í rúm tvö ár en hún opnaði heimasíðu í lok október þar sem hún vekur athygli á þessu. Ég mæli með að allir skoði hverju hún kemur á framfæri þar og á Instagramsíðu sinni. Með þessum skrifum mínum er ég ekki að hvetja fólk til þess að hætta á samskiptamiðlum, alls ekki. Mér finnst bara mikilvægt að fólk átti sig á hvar mörkin eru, hvaða augum maður vill sjá sjálfan sig og hvaða hlutverki maður vill gegna í þessu stutta lífi. Hvernig manneskja vilt þú raunverulega vera?

OraunveruleikinnKRISTRÚN HULDA6-A

Heimasíða: letsbegamechangers.com Instagram: essenaoneill

Page 28: Viljinn 4. tölublað 2015

28

Pæling sem rennur oft um hausa flestallra landsmanna er hvað ef, hvað ef að ég verð seinn í prófið eða hvað hefði gerst hefði ég gefið henni númerið mitt. Ég hef mikið þessa daganna verið að spekulera hvað ég myndi gera ef ég væri fastur á eyðieyju og einnig hvað ég myndi gera ef ég væri eini maðurinn eftir í heiminum. Vakna bara einn daginn og allir eru horfnir eins og geriðst við hann Palla okkar. Þetta er hræðileg tilhugun en samt sem áður ekkert svo galið að pæla í þessu. Fyrstu dagarnir færu líklegast í það að melta sjokkerinn, svo myndi leitin hefjast. Keyra um allt Ísland í þeirri von að finna einhverja manneskju. Svo er Ísland stórt en fámennt land þannig þá þyrfti að fara út fyrir landsteinana til að halda áfram leitinni. Þrátt fyrir að ég sé hellaður í Pilot-leiknum í símanum þá myndi ég ekki treysta mér fyrir flugvél og þar með myndi ég velja bátinn. Ég myndi trúlega sigla fyrst til Bretlands, finna mér bifreið sem ég gæti spólað í gegnum götur Englands. Ég myndi síðan doka við í húsum drottningarinnar og misnota aðstöðu mína og auðvitað myndi ég svo henda öllu í Story sem myndi atvikast á leiðinni í þeirri von að vinirnir sjái þetta. Eftir England myndi ég bruna til Frakklands og

vera fyrstur í röðinni að fá að fara upp í Eiffel turninn og snappa það. Eftir langt og strangt ferðarlag gæti ég ímyndað mér að ég væri farinn að þrá það að fara segja öllum sögurnar af því sem væri búið að gerast. Ég myndi brjótast inn í næstu búð og stela myndalegri gínu og skýra hana Friðbert. Ef til vill myndi ég teikna broskarl á koddan minn og myndi ég skýra hann Gunnar. Til að dreifa huganum frá einmannaleikanum myndi ég spjalla við þá, hnakkrífast og hlægja fyrir allan peninginn. Ég gæti vel ímyndað mér að margir myndu komast í geðveikt gott form þegar þeir myndu lenda í stöðu með svo miklum frítíma. Það yrði ekki raunin hjá mér, alveg myndi ég borða það sem ég vildi. Stærsti kosturinn sem ég sé í því að vera einn í heiminum er að þá er ég sjálfskipaður keisari heimsins eða allavega forseti Íslands. Í valdastöðu minni myndi ég fyrst og fremst enda stríð, gera Gunnar að seðlabankastjóra og sjá til þess að allir í heiminum fengi menntun.Við félagarnir myndum reika um heimsins höf í þeirri von að finna aðra manneskju einhverstaðar í heiminum og hver veit hvort að hún finnist.

Birkir 5-D

hvað ef?

Page 29: Viljinn 4. tölublað 2015

29

Page 30: Viljinn 4. tölublað 2015

30

Mættur aftur á skjáinnGísli Marteinn Baldursson er maður sem allir ættu að kannast við. Hann er sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Við munum þó líklegast flest eftir honum á skjánum í þáttunum Laugardagskvöld með Gísla Marteini á RÚV í gamla daga. Gísli byrjaði með nýjan sjónvarpsþátt í haust sem sýndur er í beinni útsendingu á föstudagskvöldum og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur. Við heimsóttum Gísla á

fössara í stúdíóið hans uppi í RÚV stuttu fyrir útsendingu og spjölluðum meðal annars um Verzló, bíllausan lífstíl og vegan-matarræði.

Nú varst þú í Verzló, helduru að Verzló yrði fyrir valinu ef þú værir að sækja um framhaldsskóla í dag?

„Já, ég held ég myndi velja hann aftur. Samt finnst mér það dálítið rökrétt að velja skóla eftir því hvar ég bý þar sem ég lifi bíllausum lífstíl, labba og hjóla mikið. Ég myndi ekki kaupa mér bíl ef ég væri 17 ára í dag og nú bý ég í Vesturbænum þannig að því leyti myndi ég fara í þann skóla sem væri næstur mér. Aftur á móti þá bjó ég í Breiðholtinu þegar ég var 16 ára og hafði alltaf búið þar. Þá langaði mig til að komast út úr hverfinu. Þannig að ég var með Verzló í fyrsta sæti og MR í öðru og sá aldrei eftir því. Ég kom bara úr Breiðholtinu, fór þarna inn í Verzló og fannst þetta geðveikt. Mér fannst skólinn frábær þá þannig að ef hann er ennþá svoleiðis þá myndi ég algjörlega velja hann aftur.“

Talið berst að einkunnaverðbólgunni svokölluðu sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Hvað er til ráða þegar samræmdu prófin hafa verið afnumin og einkunnir hafa hækkað upp úr öllu valdi? Hvernig er hægt að velja á milli nemenda?

„Mér finnst að það hljóti að vera þannig að skólar sem taka sig alvarlega, eins og Verzló gerir, fari að taka upp inntökupróf sjálfir af því þeir geta ekki treyst einkunnakerfinu vegna einkunnaverðbólgunnar. Hún er mismikil eftir skólum þannig að skólar sem eru orðnir svona eftirsóttir hafa raunverulega bara tvær leiðir. Annars vegar að hækka verðið uppúr öllu valdi líkt og einkaskólar í Bandaríkjunum gera en það vilja menn náttúrulega ekki. Þá komast bara ríkir krakkar inn en ekki klárir. Hins vegar er það að velja eftir því hvernig þau koma undirbúin til leiks og þá gerum við það bara með inntökuprófi. Annaðhvort það eða fara aftur í eitthvað sambærilegt próf á grunnskólastigi. Ég held að þetta gangi allavega ekki upp svona.“

Page 31: Viljinn 4. tölublað 2015

31

Eins og flestir vita hefur Gísli verið talsvert í stjórnmálum og þá sérstaklega í borgarpólítíkinni. Nú hafa verið skiptar skoðanir á ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna og margir sem tengja það við aukinn áhuga ungmenna á stjórnmálum. Aðrir eru ekki sammála og finnst óskynsamlegt að flokksbinda sig svo ungur að aldri. Gísli telur viðhorf ungs fólks þó hafa breyst töluvert frá því að hann var í menntaskóla.

„Viðhorfið hefur breyst. Þegar ég var yngri var það að hafa áhuga á stjórnmálum það að hafa áhuga á stjórnmálaflokkum. Krakkar voru rosamikið í Heimdalli eða UJ en höfðu ekkert endilega rosa miklar skoðanir á málunum. Núna finnst mér þetta vera alveg öfugt. Mér finnst ungt fólk í dag ekki hafa neinn áhuga á þessum stjórnmálaflokkum en hafa mjög djúpan og einlægan áhuga á alls konar málefnum. Þau hafa einmitt dálítið verið að breyta þjóðfélagsmálunum í gegnum FB og Twitter og mér finnst það vera rosalega góð þróun. Ég tel það vera mikið heilbrigðismerki fyrir ungt fólk í dag og líka vera ákveðin svipa á stjórnmálamenn að hlusta á þau í stað þess að vera með fordóma. Eldra fólki finnst nefnilega oft svo þægilegt að geta raðað fólki í skúffur eftir flokkspólitík. Þau verða síðan alveg steinhissa þegar þau sjá formann Heimdallar í Druslugöngunni. Það er mjög gott að blörra þessa línu svolítið þannig að einhver ungur aðili viti að hann á sig sjálfur og er ekkert merktur einhverjum stjórnmálaflokki. Hann bara styður góð mál hvaðan sem þau koma og er á móti vondum málum, hvaðan sem þau koma.”

Þú nefndir þennan svokallaða bíllausa lífstíl hér áður. Frændur okkar í Kaupmannahöfn sem og íbúar Amsterdam eru komnir langt á leið með þetta. Sérð þú möguleika á að gera Ísland hliðstætt, að við getum hjólað útum allt?

„Þegar ég fæddist, árið 1972, þá voru jafnmargir sem hjóluðu í Kaupmannahöfn og hjóla nú í Reykjavík. Þannig að ef þetta tekst á 40 árum þá er ég alveg sáttur. En

þetta tekur langan tíma. Hér er samt auðvitað ekkert metro eins og í Danmörku og öðrum stórborgum og það er ástæðan fyrir því að ég tala alltaf um það saman, að þétta byggðina og að fólk hjóli. Mér finnst ekki að það ætti að byggja í úthverfum því þá mun enginn labba eða taka strætó. Ég hef sagt það sjálfur að fólk sé búið að velja einkabílinn, en borgin valdi í raun einkabílinn fyrir fólk með því að skipuleggja byggðina svona. Við höfum samt náð fullt af árangri í þessum málum. Þegar ég byrjaði að berjast fyrir þessu þá var næstum enginn sem hjólaði í Reykjavík. Það voru í alvöru bara rosalega fáir en við erum búin að auka hjólreiðar um meira en 1000 prósent síðan við byrjuðum í þessu. Við erum ekki orðin Köben og við erum ekki orðin Amsterdam en við erum á leiðinni þangað og það er að gerast ótrúlega hratt.“

Talið berst að umhverfismálum og innlendri orku en við erum einmitt sammála um það að rafmagnsbíllinn myndi hjálpa mikið við að leysa vandann.

„Við erum að flytja inn alveg fáránlegt magn af olíu bara fyrir samgöngurnar okkar og það er ógeðslega dýrt. Það kostar okkur gjaldeyrinn sem ferðamennirnir skilja eftir hér og við gætum verið að nota í eitthvað ógeðslega uppbyggilegt. Í staðinn erum við að senda hann úr landi í skiptum fyrir olíu. Í fyrsta lagi ættum við að gera alla bíla að rafmagnsbílum, sem þá myndu keyra á innlendri „grænni“ orku. Í örðu lagi ættum við að keyra aðeins minna. En þetta er allt spurning um hugarfar, ef þið hefðuð aldrei átt bíl og væru ekki vön því þá væri strætó kannski allt í lagi. En það skiptir máli hvar þú býrð.“

Nú er fólk orðið mjög meðvitað um umhverfismál og nánast hver einasta fjölskylda flokkar ruslið á heimilinu. Umhverfisvænir pokar hafa einnig verið að riðja sér rúms og notkun plastpoka þ.a.l. minnkað mikið. Gísli segir einmitt ótrúlegan mun á okkar kynslóð og eldri kynslóðum hvað varðar umhverfismál.

„Fleiri og fleiri af ykkar kynslóð eru t.d. að verða grænmetisætur eða vegan. Það er meðal annars af umhverfisástæðum af því það kostar ótrúlega mikla orku og vatn að framleiða kíló af kjöti. Heima hjá mér borðum við aldrei kjöt og höfum ekki gert í nokkur ár. Ég borða samt alveg kjöt ef ég er í matarboði eða eitthvað en við borðum ekkert kjöt heima og við vorum alveg „full vegan“ í dálítinn tíma. Ég var reyndar eitthvað að pæla í því að hafa svona matreiðsluhorn í Vikunni sem héti þá Vegan með Gísla Marteini.“ segir Gísli og hlær en hugmyndin hefur ekki verið útfærð þó hún sé vissulega góð.

Gísli hefur unnið lengi hjá Ríkisútvarpinu eða síðan hann var um tvítugt með hléum. Svo var hann auðvitað áberandi í stjórnmálum um

árabil eins og áður kom fram. En hvort ætli sé skemmtilegra, sjónvarpið eða pólítíkin?

„Ég sagði tvítugur að mig langaði að vinna hjá borginni, því ég hef alla tíð haft áhuga á borgarmálum, eða í sjónvarpinu og ég hef verið í hvoru tveggja þannig ég er alveg súper þakklátur fyrir það. Hvort tveggja er skemmtilegt og hvort tveggja getur líka verið leiðinlegt. Það eru fleiri leiðinlegar hliðar á pólitíkinni en það eru aðallega stundirnar sem maður er í mestu pólitísku skylmingunum við eigin flokksystkin og þarft að vera rífast við þau, það er mjög leiðinlegt. Ég ákvað samt frekar snemma að vera sammála öllum góðum málum alveg sama úr hvaða flokkum þau kæmu og ekki vera á móti vegna þess að þetta kom frá vitlausum aðila. Á sama hátt myndi ég vera á móti slæmum málum alveg sama hvort þau kæmu frá mínum eigin flokk og eftir að ég ákvað þetta þá varð þetta mikið þægilegra. Það er mikil krafa um að allir þurfi að ganga í takt og vera á flokkslínunni. Þetta er svolítið eins og að þurfa alltaf að panta sér allt á matseðlinum. Þú ert alveg til í margt þarna en ekki allt og þá er svolítið vont að þurfa þykjast fýla það.“

ANNA SIGRÍÐUR 6-S

Alma Karen 6-S

Mér finnst ungt fólk í dag ekki hafa neinn áhuga á þessum stjórnmálaflokkum en hafa mjög djúpan og einlægan áhuga á alls konar málefnum. ”

Page 32: Viljinn 4. tölublað 2015

32

Síðustu vikur eru búnar að vera bilaðar, brjálað að gera og ég er einfaldlega búin á því. Ég er búin að keyra mig út og neita mér um ýmislegt en nú á ég skilið að leyfa mér aðeins, because I’m worth it. Tríta mig með smá lúxus og dekri og hafa það kósý. Ég meina það er næstum mánuður síðan síðast!

Gera má ráð fyrir því að konur eyði um 1917 kr. á mánuði í vörur eins og túrtappa, dömubindi og aðrar hreinlætisvörur tengdar því að fara á túr. Það gera 23.004 kr. á ári og 1.035.180 kr. á lífsleiðinni ef gert er ráð fyrir því að kona hafi blæðingar í 45 ár af ævi sinni. Rúmlega milljón sem hún eyðir í lúxusvörur vegna þess að hún hefur svo gaman af því að fara á túr. Já, þessar vörur eru nefninlega flokkaðar sem lúxusvörur og skattlagðar samkvæmt því. Konur borga í raun skatt af því að hafa leg. Lúxusinn að fá krampa í magann, verki í bakið og að eiga erfitt með að ganga, svo ég tali nú ekki um hvað það er gaman að fá smá pásu frá öllu kynlífi í heila viku, ha? Lúxus sem aðeins konur fá að upplifa og díla við. Skattur sem aðeins konur borga.

Við erum flest sammála um það að kynin eigi að hafa jöfn réttindi og skyldur en samt sem áður erum við líffræðilega ólík og erum fær um mismunandi hluti vegna þess. T.d. eru karlar oftar en ekki sterkari en

konur en hins vegar ekki færir um að ganga með börn eins og konur eru. Að ganga með barn er líffræðilegt hlutverk kvenna (þó svo að við séum auðvitað ekki skyldugar til þess) og því fylgja ýmsir kvillar t.d. það að þurfa að fara á túr mánaðarlega meiri hluta ævinnar. Það er því algjör misskilningur að vörur eins og túrtappar og dömubindi séu lúxusvörur. Þetta eru nauðsynjavörur sem konur og stelpur verða að hafa aðgang að.

Það er ekki bara heimskulegt að þessar nauðsynjavörur séu ofurskattlagðar, það er heimskulegt að þær séu skattlagðar yfir höfuð. Hvað er það annað en mismunun að leggja á skatt sem aðeins konur þurfa að borga? Túrtappar og dömubindi ættu í rauninni að vera aðgengileg á almenningsklósettum, í skólum og á vinnustöðum. Við erum ekki vön að þurfa að taka með okkur aðrar hreinlætisvörur eins og klósettpappír og handsápu hvert sem við förum. Það er ekki heldur eins og það sé einhver fjarstæð útópísk hugmynd að afnema skatt af þessum hlutum. Það var t.d. framkvæmt núna í sumar hjá frændum okkar í Kanada en óhætt er að segja að breytingunni hafi verið tekið vel þar. Hvað er að stoppa okkur?

TREAT YO SELF

Alma karen 6-S

379

kr.-

679 kr.-

859 kr.-

Page 33: Viljinn 4. tölublað 2015

33

TWITTER

Sylvía Hall @sylviaahall“Þegar maður er í 5. bekk eru ballsleikir mjög mikilvægir” - Óli Njáll er að leggja okkur línurnar fyrir Sean Kingston

0 42

Ari Friðfinns @AriFridfinnsVil að *dó á djamminu* standi á legsteininum mínum

0 43

Íþróttafélag VÍ @ithroverzloÖrn NFVÍ. Cool.

4 43

Addi Bomba @AddiBombaMiðannarballið*

14 166

Pétur Kiernan @peturkiernanJB kemur sem leynigestur og tekur Eenie Meenie með Sean Kingston, heyrðuð það fyrst hér.

13 238

Hrafnhildur Kjartans @hrafnhildurkjaLítið barn og amma voru að dingla hjá mér og öskraði á mig “GRIKK EÐA GOTT?!” Var svona 3 mín að fatta hvað þau vildu mér. Its Iceland, plzz

0 19

Styrmir Steinþórsson @stymmikoolioHendrix, það er gott að vera hérHendrix, ég vil aldrei fara burt frá þérHendrix, á alltaf stað i hjarta mérÉg mun aldrei gleyma þér

0 25

Young Nazareth @arnaringasonmínútu þögn fyrir þá sem fóru í dauðaherbergið á busaballinu

26 256

Helena @helenabjorkkBad bitches don’t have time to be sad, they take 40 minute long showers, exfoliate the pain away and move the heck on

4 32

Völundur @rudnulovþarf að blása á öllum verslóböllum héðan í frá svo ef þig vantar einhverntíman far þá er völli skutl alltaf til staðar s: 865-2715

0 54

Inga María @ingamaria97Ónefndur aðili ældi á djamminu um helgina og besta vinkona hennar rann í ælunni og handleggsbraut sig......this made my day

10 133

Óli Hrafn @olihrafn88Hææææ besti/meistari/vinur/elskan, viltu vera abyrgðamaðurinn minn??*feeling special*

0 45

Bjarki Ragnar @BjarkiRagnarKendall Jenner kemur til Íslands fyrr eða síðar. Hugsa um Hótel Rangá og krosslegg fingur.

19 214

Þorvaldur @tobbichocoHef aldrei orðið stressaður fyrir neitt próf. En þegar kemur að cooper/píptesti þá fæ ég alltaf kvíðakast og byrja æla blóði

0 27

dísa @AsdisLiljaOtwitter er bara einn stór rúnkhringur

1 28

Egle @EgleSipPæliđ samt í því hversu magnađ þađ er ađ málning þorni. Hvađ er þađ sem veldur því?? Afhverju þornar súpa t.d. ekki??....

5 20

Page 34: Viljinn 4. tölublað 2015

34

SNEAKERS TíSKA VERZLINGA

lóa yona 4-h stella briem 5-j

lára m

argrét

4-U

Page 35: Viljinn 4. tölublað 2015

35

Page 36: Viljinn 4. tölublað 2015

36

Edda Kristín ÓttarsdóttirEdda Kristín hefur æft karate (kumite) frá 6 ára aldri hjá Karatedeild Fylkis. Hún hefur unnið fjölmarga titla í ýmsum keppnum. Meðal annars er hún fimmfaldur íslandsmeistari þar sem hún hefur keppt í mörgum aldursflokkum. Edda lenti tvisvar sinnum í fyrsta sæti á RVK International Games. Hún keppti þrisvar á Norðurlandameistaramótinu og náði þriðja sæti öll árin. Edda keppti á EM í Sviss 2015 en Evrópa er talin sterkasta heimsálfan í karate og það er mótið eitt það stærsta í heimi. Þar voru á meðal keppanda besta bardagafólk heims. Hún hefur æft með mörgum landsliðsþjálfurum, t.d. þjálfara Danmerkur, Noregs, Belgíu og Tyrklands. Reynslan sem hún metur hvað mest er þjálfunin hjá tyrkneska landsliðsþjálfaranum. Þjálfarinn er kona og lítur Edda mikið upp til hennar enda góð fyrirmynd. Hún hefur farið 4 sinnum til Danmerkur í æfingabúðirnar Sportskarate.dk. Þar hefur æðislegt fólk verið að þjálfa hana og kenna henni. Í framtíðinni sér hún fyrir sér að flytja til Álaborgar í Danmörku, fara þar í nám og æfa hjá þessu flotta félagi. Á næstunni stefnir Edda að því að keppa á Evrópu- og heimsmeistaramótum.

Adda Þóeyjardóttir Smáradóttir Fyrir þremur árum fékk Adda mikla löngun til að hafa áhrif á samfélagið í kringum sig og allan heiminn. Þetta hófst allt með því að hún gekk í ungmennaráð Vesturbæjar og fékk svo að sitja fundi með hverfisráði. Síðan, fyrir hönd ungmennráðsins, tók hún þátt í Reykjavíkurráði ungmenna. Þar fékk hún tækifæri til að tala á borgarstjórnarfundum um mikilvæg málefni en í ár var það að auka kynfræðslu í grunnskólum. Síðan kynntist hún störfum Amnesty International og sat í ungliðaráðinu. Þar fékk hún tækifæri á að fræða fólk um mannréttindi og hafa mikil áhrif. Adda var í forsvari fyrir brjóstabyltingunaog hjálpaði mikið til við undirbúning Druslugöngunnar. Í október flaug hún til Tævan þar sem hún tók við af Youth of the year award eða Malala’s award fyrir jafnréttisbaráttu sína. Þar hitti hún fyrrum varaforseta Tævan og konu sem þykir líklegust til að verða næsti forseti. Hún sat einnig ráðstefnu með krökkum frá sex mismunandi löndum og lærði ýmislegt um vandamál heimsins. Þar fékk hún tækifæri á að útskýra, fyrir framan fleiri þúsundir manna, tilgang Free The Nipple og hversu mikilvægt það er að halda áfram að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Í Tævan kynntist Adda því sérstaklega hversu mikilvægt sjálfboðastarf er og hvernig hægt er að hjálpa til þar sem neyðarástand ríkir. Hún sér fyrir sér að gera þetta í framtíðinni þar sem hún hefur mikla ástríðu fyrir þessu. Skilaboð frá henni til okkar eru þessi “Fyrsta skrefið í áttina að því að breyta heiminum er að opna augun með vitundavakningu um vandamál nær og fjær og ég vona innilega að þið séuð til í að ganga til liðs við mig”.

Vignir Daði ValtýssonFyrir nokkrum árum tók Vignir sig saman og sendi póst á alla helstu leikstjóra og framleiðslu-fyrirtæki landsins. Hann fór síðar í prufur fyrir Galdrakarlinn í Oz komst inn. Síðan þá hefur drengurinn aldeilis verið duglegur koma fram og hefur verið talsvert á sjónarsviðinu. Vignir Daði var businn sem hljóp strax í kameruna, fór að gera trailera af fullum krafti og sýndi þar með og sannaði fjölhæfni sýna. Hann er núna bæði í Rjómanum og Nemó. En Vignir er ekki bara að standa sig vel innan veggja skólans heldur er hann að sýnir hann listir sínar á skermum okkar Íslendinga öll sunnudagskvöld á Stöð 2. Vigni má sjá í sjónvarpsþættinum Rétti þar sem hann leikur Sigmund eða Munda sem gríðarlega gaman að fylgjast með. Miðað við keyrsluna á drengnum um þessar mundir er þetta enginn endapunktur. Það verður spennandi að sjá hvert næsta skref hjá þessu hæfileikabúnti er. (ATH: Þátturinn er bannaður innan 16 ára)

VEL GERT VERZLINGAR

Page 37: Viljinn 4. tölublað 2015

37

Freyja Mist ÓlafsdóttirFreyja hefur alltaf verið mikil fyrir íþróttir og hefur æft fótbolta, handbolta, karate, dans og blak. Þegar Freyja var 16 ára var mamma hennar mikið í Crossfit og talaði oft um hver skemmtilegt það væri. Freyja ákvað því að láta reyna á það og fór að æfa í Crossfit Reykjavík. Gaman er að segja frá því að Freyja æfir stundum með Annie Mist og Katrínu Tönju. Mikið af tíma Freyju fer í crossfit og finnur þú hana oftar en ekki í Crossfit Reykjavík þá annaðhvort að þjálfa eða æfa sjálf. Freyja er tvöfaldur Norðurlandameistari unglinga í ólympískum lyftingum og bæði Íslandsmethafi og Íslandsmeistari unglinga í ólympískum lyftingum. Hún lenti í þriðja sæti á Norðurlandamóti fullorðinna í ólympískum lyftingum og komst þar á pall með ólympíufara. Einnig var hún í topp tíu á íslandsmeistaramótinu í crossfit. Freyja tekur 120kg í hnébeygju, 80kg í snörun og 95kg í clean og jerk. Freyja er mjög metnaðargjörn og er dugleg að setja sér markmið sem hún vinnur að þangað til hún nær þeim.

Arnór Björnsson og Óli Gunnar GunnarsonFrændurnir úr Hafnarfirðinum eru ekki jafn góðir í fótbolta og fimleikafélagið þeirra en örvæntið eigi. Drengirnir eru með gríðarlegt úrval af öðrum hæfileikum og leynir það sér ekki! Þeir eru báðir í leikhóp Nemó þó fátteitt sé nefnt. Þeir héldu stóra leiksýningu sem þeir gerðu sjálfir og var uppselt á í hátt 50 skipti. Hafa þeir sýnt í Noregi, Kína og Póllandi. Eftir 2 grímutilnefningar og fjöldann allan af pökkuðum sýningum má segja að það fólk hafi tekið eftir þeim frændum. Eftir að sýningum lauk fengu þeir símtal frá Bryndísi sem vildi fá þá með sér í lið. Lið til að skrifa bók. Þeir Óli Gunnar og Arnór gefa út jólabókina í ár og heitir hún Leitin að tilgangi unglingsins #Stefánrís. Metnaðurinn hjá þessum strákum er til fyrirmyndar og halda þeir áfram að koma Verzlingum og þjóðinni allri á óvart með uppátækjum sínum. Hver veit hvað kemur næst?

Arnar Freyr ArnarsonÞegar kemur að handbolta er Arnar heldur betur búinn að afreka á erlendri grundu fyrir Íslands hönd. Hann fór til Svíþjóðar á opna evrópska meistaramótið þar sem hann gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið. Síðan fór hann til Rússlands á heimsmeistaramót í handbolta með U19. Arnar er línumaður og stóð sig gríðarlega vel á heimsmeistaramótinu. Gaman er að segja frá því að strákarnir kláruðu mótið með pompi og prakt með sigri gegn Spánverjum og tryggðu Íslendingum þar með bronsið. Ef við leyfum Todda tölfræði að spá í spilin með okkur þá var Arnar heldur betur maðurinn með flestu blokkeringarnar á öllu mótinu eða 16 í 9 leikjum. Við hrópum húrra fyrir því og skálum í Hámarki eða örðum próteindrykkjum. Arnar spilar fyrir Fram í íslensku deildinni og er nýbúinn að skrifa undir 3 ára samning við félagið. Þegar þið kveikjið á skerminum og heyrið „öö enn ein blokkeringin hjá Arnari“ þá getið þið hugsað „Já, þessi var í Verzló!“

Helga Kristín IngólfsdóttirHelga byrjaði fyrst í samkvæmisdansi átta ára gömul og þótti mjög efnileg. Þegar Helga varð tólf ára ákvað hún að breyta til og fór í ballett. Hún var búin að sjá það að ef maður færi í dansskóla með viðurkennda námsskrá þá fengi maður vissa gráðu og gæti sótt um nám erlendis. Það vakti áhuga Helgu og því valdi hún Listdansskóla Íslands. Helga hafði aldrei lært ballett áður svo hún þurfti að byrja alveg frá grunni. Hún var samt ekki lengi að læra og var fljót að ná jafnöldrum sínum. Hún hefur alltaf æft mjög mikið alveg frá upphafi og tekur mikið af aukaæfingum og verkefnum sem hún telur að geti styrkt hana sem dansara og gert ferilskrána sterkari. Helga hefur aldrei farið einföldu leiðina í lífinu og væri að ljúga ef hún myndi segja að það ekkert mál að æfa 20 tíma á viku og vera í fullu námi í Verzló samhliða því. Þetta hefur þó tekist hjá henni og því þakkar hún fjölskyldu sinni og frábærum kennurum í Listdansskólanum sem og í Verzló. Hún leggur mikla áherslu á að fá góða grunnmenntun til þess að geta farið í hvaða háskóla sem er og leggur mikinn metnað í námið. Helgu bauðst að vera nemandi við Konunglega sænska ballettskólann og lærlingur í The Royal Swedish ballett. Mun hún því ekki útskrifast á réttum tíma úr Verzló en Helga er alltaf opin fyrir að takast á við ný og krefjandi verkefni. Þó hún hafi þurft að hafna Mamma Mia í borgarleikhúsinu, Nemó og því að útskrifast með sínum árgangi þá lítur hún ekki á það sem höfnun heldur val, einstakt tækifæri og frábæra reynslu.

Page 38: Viljinn 4. tölublað 2015

38

Page 39: Viljinn 4. tölublað 2015

39

Hvar hafa

dagar lífs

þíns lit

sínum glatað?

MódelAnna Dís ÆgisdóttirÁsthildur Margrét JóhannsdóttirFilippus Darri BjörgvinssonSabrína Selma El AsriSnorri Örn BirgissonStyrmir SteinþórssonThuThou VuVölundur Hafstað Haraldsson

FörðunAnna Margrét BenediktsdóttirMariane Sól Úlfarsdóttir Hame Ólöf RagnarsdóttirRósa Linh

LjósmyndunLára Margrét ArnarsdóttirLóa Yona Fenzy

MyndvinnslaAlma Karen KnútsdóttirÁgúst Elí ÁsgeirssonLára Margrét ArnarsdóttirVignir Daði Valtýsson

TeikningarAnna Sigríður Jóhannsdóttir

Page 40: Viljinn 4. tölublað 2015

40

Page 41: Viljinn 4. tölublað 2015

41

Page 42: Viljinn 4. tölublað 2015

42

Page 43: Viljinn 4. tölublað 2015

43

Page 44: Viljinn 4. tölublað 2015

44

Page 45: Viljinn 4. tölublað 2015

45

Page 46: Viljinn 4. tölublað 2015

46

Page 47: Viljinn 4. tölublað 2015

47

Page 48: Viljinn 4. tölublað 2015

48

Skólaárskort aðeins 5.940,- á mánuði