leikskóli - mmseinelti hvert get ég leitað enntamálastofnun hvert get ég leitað? grunnskóli...

8
Einelti – Hvert get ég leitað? – © Menntamálastofnun 2019 – 2142 Hvert get ég leitað? Leikskóli Leikskólakennari fylgist með og hlúir að börnunum eftir þeirra þörfum. Mikilvægt er að upplýsa leikskólakennara teljir þú barnið þitt vera í samskiptavanda eða lagt í einelti. Deildarstjóri skal tryggja að hvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og sérkennslu eftir þörfum. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá leikskólakennara er hægt að leita til deildarstjóra. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri skólans og skal sjá til þess að hann sé rekinn samkvæmt lögum og reglum. Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill hans. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá deildarstjóra er hægt að leita til aðstoðarleikskóla- stjóra eða leikskólastjóra. Fræðsluskrifstofa ber ábyrgð á skólastarfinu í sveitarfélaginu og er fræðslustjóri eða annar starfsmaður þar næsti yfirmaður skólastjóra. Heiti deildar/sviðs er misjafnt (menntasvið, skóla- og frístundasvið, menningarsvið, fræðslunefnd o.fl.), en það ætti að vera aðgengilegt á heimasíðu. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá leikskólastjóra og/eða aðstoðarleikskólastjóra er hægt að leita til fræðsluskrifstofu.

Upload: others

Post on 18-Jan-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Leikskóli - mmsEinelti Hvert get ég leitað enntamálastofnun Hvert get ég leitað? Grunnskóli Umsjónarkennari er tengiliður heimilis og skóla og tengiliður nemenda sem og

Einelti – Hvert get ég leitað? – © Menntamálastofnun 2019 – 2142

Hvert get ég leitað?

LeikskóliLeikskólakennari fylgist með og hlúir að börnunum eftir þeirra þörfum. Mikilvægt er að upplýsa leikskólakennara teljir þú barnið þitt vera í samskiptavanda eða lagt í einelti.

Deildarstjóri skal tryggja að hvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og sérkennslu eftir þörfum. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá leikskólakennara er hægt að leita til deildarstjóra.

Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri skólans og skal sjá til þess að hann sé rekinn samkvæmt lögum og reglum.

Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill hans. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá deildarstjóra er hægt að leita til aðstoðarleikskóla-stjóra eða leikskólastjóra.

Fræðsluskrifstofa ber ábyrgð á skólastarfinu í sveitarfélaginu og er fræðslustjóri eða annar starfsmaður þar næsti yfirmaður skólastjóra. Heiti deildar/sviðs er misjafnt (menntasvið, skóla- og frístundasvið, menningarsvið, fræðslunefnd o.fl.), en það ætti að vera aðgengilegt á heimasíðu. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá leikskólastjóra og/eða aðstoðarleikskólastjóra er hægt að leita til fræðsluskrifstofu.

Page 2: Leikskóli - mmsEinelti Hvert get ég leitað enntamálastofnun Hvert get ég leitað? Grunnskóli Umsjónarkennari er tengiliður heimilis og skóla og tengiliður nemenda sem og

Einelti – Hvert get ég leitað? – © Menntamálastofnun 2019 – 2142

Hvert get ég leitað?

GrunnskóliUmsjónarkennari er tengiliður heimilis og skóla og tengiliður nemenda sem og trúnaðar-maður nemenda. Mikilvægt er að upplýsa umsjónarkennara teljir þú barnið þitt vera í samskiptavanda ða lagt í einelti.

Deildarstjóri hefur yfirumsjón með starfinu á tilteknu aldursbili. Deildarstjóri er næsti yfirmaður umsjónarkennara og vinnur oft náið með þeim í málum er varða líðan nemenda, aga og félagslega stöðu þeirra. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá umsjónarkennara er hægt að leita til deildarstjóra.

Skólastjóri ber ábyrgð á öllu skólastarfi og skal veita skólanum faglega forystu. Skólastjórinn skapar menningu skólans og ber ábyrgð á því að skólinn starfi í samræmi við lög og reglugerðir.

Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og tekur þátt í að móta faglega forystu og menningu skólans. Hann vinnur oft náið með öðrum stjórnendum að skipulagningu skólastarfs. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá umsjónarkennara er hægt að leita til skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra.

Námsráðgjafi er trúnaðarmaður nemenda og hann er bundinn þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær um málefni nemenda, nema tilkynningaskylda samkvæmt barnaverndarlögum segi til um annað. Námsráðgjafi getur verið mikilvægur hlekkur í vinnu í samskiptavanda þar sem hlutverk hans er meðal annars að standa vörð um velferð nemenda og veita ráðgjöf og stuðning.

Fræðsluskrifstofa stýrir skólastarfinu í sveitarfélaginu og er fræðslustjóri eða annar starfsmaður þar næsti yfirmaður skólastjóra. Heiti deildar/sviðs er misjafnt (menntasvið, skóla- og frístundasvið, menningarsvið, fræðslunefnd o.fl.) en það ætti að vera aðgengilegt á heimasíðu. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá skólastjóra og/eða aðstoðarskólastjóra er hægt að leita til fræðsluskrifstofu.

Nemendaverndarráð hefur það hlutverk að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarf-ið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs. Það er misjafnt eftir stærð skóla hverjir sitja í ráðinu, t.d. skólahjúkrunarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, umsjónaraðili nemenda með sérþarfir, sérfræðingur frá sveitarfélaginu auk skólastjórans.

Page 3: Leikskóli - mmsEinelti Hvert get ég leitað enntamálastofnun Hvert get ég leitað? Grunnskóli Umsjónarkennari er tengiliður heimilis og skóla og tengiliður nemenda sem og

Einelti – Hvert get ég leitað? – © Menntamálastofnun 2019 – 2142

Teljir þú barnið þitt þurfa á sérstakri aðstoð að halda, t.d. vegna félagslegra eða tilfinninga-legra erfiðleika getur þú óskað eftir að mál barnsins verði tekið upp á fundi nemendaverndar-ráðs í gegnum skólastjóra.

Teljir þú þig ekki fá viðunandi lausn við samskiptavanda barns þíns í skólanum eða sveitar-félaginu er hægt að vísa málinu til fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum (tengil yfir í fagráðið).

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Það fjallar um starfsáætlun skólans, stundatöflur og skólanámskrá skólans sem og aðrar áætlanir. Skólaráð skal fylgjast almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

Page 4: Leikskóli - mmsEinelti Hvert get ég leitað enntamálastofnun Hvert get ég leitað? Grunnskóli Umsjónarkennari er tengiliður heimilis og skóla og tengiliður nemenda sem og

Einelti – Hvert get ég leitað? – © Menntamálastofnun 2019 – 2142

Hvert get ég leitað?

Frístundaheimili og félagsmiðstöðvarAlmennt starfsfólk fylgir börnunum eftir í leik og starfi frístundaheimilisins/ félagsmiðstöðvarinnar.

Forstöðumaður og aðstoðarforstöðumaður stýra starfi frístundaheimilis/félagsmiðstöðvar og bera ábyrgð á því starfi sem þar fer fram. Mikilvægt er að upplýsa aðstoðarforstöðumann eða forstöðumann teljir þú barnið þitt vera í samskiptavanda eða lagt í einelti.

Það er misjafnt hver er næsti yfirmaður forstöðumanns. Stundum ber að leita til skólastjóra, stundum deildarstjóra frístundamiðstöðvar og stundum er ákveðin frístundanefnd á vegum sveitarfélagsins. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá forstöðumanni leggjum við til að þú aflir upplýsinga um hver er næsti yfirmaður hans og leitir þangað.

Page 5: Leikskóli - mmsEinelti Hvert get ég leitað enntamálastofnun Hvert get ég leitað? Grunnskóli Umsjónarkennari er tengiliður heimilis og skóla og tengiliður nemenda sem og

Einelti – Hvert get ég leitað? – © Menntamálastofnun 2019 – 2142

Hvert get ég leitað?

FramhaldsskóliMismunandi er á milli skóla hvaða starfsmenn sjá um líðan nemenda og hvert starfsheiti þeirra er. Hér fyrir neðan eru fleiri starfsheiti sem mögulega hafa með slík mál að gera.

Umsjónarkennari heldur utan um mætingu og er ráðgefandi fyrir nemendur, t.d. hvert á að leita innan skólans. Mikilvægt er að upplýsa umsjónarkennara teljir þú barnið þitt vera í samskiptavanda eða lagt í einelti.

Námsráðgjafi er trúnaðarmaður nemenda og hann er bundinn þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær um málefni nemenda, nema tilkynningaskylda samkvæmt barna-verndarlögum segi til um annað. Námsráðgjafi getur verið mikilvægur hlekkur í vinnu í samskiptavanda þar sem hlutverk hans er meðal annars að standa vörð um velferð nemenda og veita ráðgjöf og stuðning.

Skólameistari ber ábyrgð á daglegum rekstri og er æðsti stjórnandi skólans. Honum ber að sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum og að fylgst sé með því að nemendur stundi nám sitt og njóti þeirra réttinda sem lög gera ráð fyrir.

Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara, heldur oft utan um agamál og önnur málefni nemenda. Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá umsjónarkennara er hægt að leita til deildarstjóra.

Skólaráð er skólameistara til ráðgjafar um stjórnun skólans. Það veitir umsagnir um ákveðin mál og fjallar meðal annars um starfsáætlun skólans, skólareglur og fleira. Skólaráð fjallar einnig um málefni einstakra nemenda sem eru þá trúnaðarmál.

Teljir þú þig ekki fá viðunandi lausn við samskiptavanda barns þíns í skólanum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir er hægt að vísa málinu til fagráðs eineltismála í grunn- og framhalds-skólum (tengil yfir í fagráðið).

Forvarnarfulltrúi sér um stefnumótun í forvarnarmálum skólans, heldur utan um fræðslu og kannanir.

Kennslustjórar eru oft margir og hafa mismunandi svið sem þeir bera ábyrgð á eins og sérúr-ræði, erlenda nemendur og ákveðnar deildir innan skólans. Þeir bera því ábyrgð á sínu sviði og leiða faglegt starf þar.

Áfangastjóri heldur utan um námsframvindu, námsmat og námslok. Í sumum skólum hefur áfangastjóri umsjón með fjarvistum.

Page 6: Leikskóli - mmsEinelti Hvert get ég leitað enntamálastofnun Hvert get ég leitað? Grunnskóli Umsjónarkennari er tengiliður heimilis og skóla og tengiliður nemenda sem og

Einelti – Hvert get ég leitað? – © Menntamálastofnun 2019 – 2142

Hvert get ég leitað?

Foreldrar utan skólaLeita til eftirfarandi:

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum veitir almenna ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar um eineltismál. Teljir þú þig ekki fá viðunandi lausn innan skólans eða sveitarfélagsins má vísa máli til fagráðsins.

Erindi: samtökin hafa á sínum vegum sérfræðinga í eineltis- og samskiptamálum sem hægt er að leita til. Þar má einnig finna upplýsingar um fyrirlestra, námskeið og fleira. Allar upplýsingar á www.erindi.is

Umboðsmaður barna vinnur að bættum hag barna. Eitt af hlutverkum embættisins er að leiðbeina um þær leiðir sem eru færar innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.

Heimili og skóli býður upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra, m.a. varðandi bekkjarstarf og skólamál almennt.

Félagsráðgjafar eru starfandi í flestum sveitarfélögum og geta þeir veitt ráðgjöf og upplýsingar varðandi þau úrræði sem í boði eru í þínu sveitarfélagi.

Sjálfstæðir meðferðaraðilar/ráðgjafar geta veitt ráðgjöf og aðstoð varðandi líðan og samskiptavanda, t.d. sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, félagsráðgjafar o.fl.

Hjálparsími og netspjall Rauða krossins er opið allan sólarhringinn og þar er hægt að fá sálrænan stuðning, upplýsingar og ráðgjöf. Ekki þarf að gefa upp nafn og fullur trúnaður ríkir.

Page 7: Leikskóli - mmsEinelti Hvert get ég leitað enntamálastofnun Hvert get ég leitað? Grunnskóli Umsjónarkennari er tengiliður heimilis og skóla og tengiliður nemenda sem og

Einelti – Hvert get ég leitað? – © Menntamálastofnun 2019 – 2142

Hvert get ég leitað?

Börn Aðrir aðilar sem hægt er að leita til:

Hjálparsími og netspjall Rauða krossins er opið allan sólarhringinn og þar er hægt að tala við fólk sem er þjálfað í að ræða við þá sem líður illa. Ekki þarf að gefa upp nafn og fullur trúnaður ríkir (nema tilkynningaskylda samkvæmt barnaverndarlögum gildi).

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum er ráð sem mennta- og menningarmála-ráðuneytið setti saman til að aðstoða í eineltismálum í grunnskólum og framhaldsskólum. Ef skólanum tekst ekki að leysa vandann er hægt að biðja um aðstoð hjá fagráðinu.

Erindi: samtökin hafa á sínum vegum sérfræðinga í eineltis- og samskiptamálum sem hægt er að leita til. Þar má einnig finna upplýsingar um fyrirlestra, námskeið og fleira. Allar upp-lýsingar á www.erindi.is

Umboðsmaður barna vinnur að bættum hag barna. Eitt af hlutverkum embættisins er að leiðbeina um hvað lög og reglur í landinu segja um einelti.

Page 8: Leikskóli - mmsEinelti Hvert get ég leitað enntamálastofnun Hvert get ég leitað? Grunnskóli Umsjónarkennari er tengiliður heimilis og skóla og tengiliður nemenda sem og

Einelti – Hvert get ég leitað? – © Menntamálastofnun 2019 – 2142

Hvert get ég leitað?

FagfólkMá leita til eftirarandi:

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum veitir almenna ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar um eineltismál. Teljir þú þig ekki fá viðunandi lausn innan skólans eða sveitarfélagsins má vísa máli til fagráðsins.

Erindi: samtökin hafa á sínum vegum sérfræðinga í eineltis- og samskiptamálum sem hægt er að leita til. Þar má einnig finna upplýsingar um fyrirlestra, námskeið og fleira. Allar upp-lýsingar á www.erindi.is

Umboðsmaður barna vinnur að bættum hag barna. Eitt af hlutverkum embættisins er að leiðbeina um þær leiðir sem eru færar innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.

Heimili og skóli býður upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra, m.a. varðandi bekkjarstarf og skólamál almennt.

Félagsráðgjafar eru starfandi í flestum sveitarfélögum og geta þeir veitt ráðgjöf og upplýsingar varðandi þau úrræði sem í boði eru í þínu sveitarfélagi.

Sjálfstæðir meðferðaraðilar/ráðgjafar geta veitt ráðgjöf og aðstoð varðandi líðan og samskiptavanda, t.d. sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, félagsráðgjafar o.fl.

Hjálparsími og netspjall Rauða krossins er opið allan sólarhringinn og þar er hægt að fá sálrænan stuðning, upplýsingar og ráðgjöf. Ekki þarf að gefa upp nafn og fullur trúnaður ríkir.