Íbúinn 5. júní 2014

4
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað 21. tbl. 9. árgangur 5. júní 2014 Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

Upload: oskar-birgisson

Post on 09-Mar-2016

225 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Íbúinn, fréttabréf i Borgarnesi og nágrenni

TRANSCRIPT

Page 1: Íbúinn 5. júní 2014

ÍBÚINNfrétta- og auglýsingablað

21. tbl. 9. árgangur 5. júní 2014

ReikningarNótubækur

EyðublöðFjölritunar- og

útgáfuþjónustan s: 437 2360

Page 2: Íbúinn 5. júní 2014

Viðburðadagatalfö 6/6-20:00 Borgarneskirkja; Tónleikar

Gradualekórs Langholtskirkju

la 7/6-20:30 Hraunsnef; Tónleikar með

Quartet Heimis Klemenzsonar

su 8/6-11:00 Borgarneskirkja;

Hvítasunnumessa

su 8/6-17:00 Borgarkirkja;

Hvítasunnumessa

má 9/6-16:00 Reykholtskirkja;

Isnord - Tónar frá Einarsnesi

mi 11/6-20:00 UMSB; Varmalækjarmúli

la 14/6 Reykholt; Gróðursetningardagur

Skógræktarfélags Borgarfj . Grill á eftir

la 14/6-16:00 Borgarneskirkja;

Isnord - Trio Danois

su 15/6-16:00 Borgarkirkja;

Isnord - Nordic aff ect

mi 18/6-20:00 UMSB; Gönguæfi ng

mi 25/6-20:00 UMSB-ganga; Skessuhorn

Annað í gangi:Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla dagaEdduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfi ngar

þri & fi kl. 17.00-18.30Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagiLandnámssetur opið daglega 10-21Laxárbakki opið alla daga 10-22Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagiRKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15Safnahús Borgarfj arðar alla daga 13-17Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201Snorrastofa sýningar alla virka dagaVeiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagiÞórisstaðir húsdýragarður opið 10-17

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ

Auglýsingasími: 437 2360

Netfang: [email protected]Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi RagnarssonÍbúanum er dreift með Íslandspósti á öll

heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök.

Íbúinn kemur að jafnaði út á fi mmtudögum.

ÍBÚINNfrétta- og auglýsingablað

Veðurstofan spáir góðu veðri í Borgarfj arðarhéraði um hvítasunnuhelgina.

Ert þú á leið í útilegu? Þá er nú eins gott að æfa sig í að fi nna tjaldið!

Getur þú hjálpað fj ölskyldunni á myndinni hér að ofan að fi nna tjaldið sitt?

Bifreiðaþjónusta Harðar ehf

ATVINNA

Borgarbraut 55 - 310 BorgarnesSími 437 1192 - Netfang: [email protected]

Starfsmaður óskast!Áhugasamir hafi samband við Davíð í síma 847 8698

Page 3: Íbúinn 5. júní 2014

Gradualekór

LangholtskirkjuStjórnandi Jón Stefánsson

Tónleikar

Borgarneskirkja föstudaginn 6. júní kl. 20

A GANGUR ÓKEYPIS

Page 4: Íbúinn 5. júní 2014

9.-15. júní 20149.-15. júní 2014

Mánudagur 9. júní (annar í hvítasunnu) kl. 16.00 í Reykholtskirkju

Tónar frá EinarsnesiSystkinin Kristín Birna, Sigríður Þóra,

Soffía Björg, Guðmundur og Karítas Óðinsbörn stíga á stokk

og ytja fjölbreytta tónlist.

Nánari upplýsingar á isnord.is

Nýr meirihluti ræður nýjan

sveitarstjóra í BorgarbyggðSjálfstæðisfl okkur og

Framsóknarfl okkur hafa myndað nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Kolfi nna Jóhannesdóttir skóla-stjóri Menntaskóla Borgarfjarðar hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Borgarbyggðar og mun taka til starfa í ágúst.

Kolfi nna er ekki ókunnug sveitarstjórnarmálum, en hún var á árum áður fulltrúi Fram-sóknar fl okks í sveitarstjórn.

KosningaúrslitNiðurstaða sveitar stjórnar-

kosning anna í Borgarbyggð á laugardaginn var sú að Sjálfstæðismenn hlutu mest fylgi eða 34,7% og þrjá fulltrúa í sveitarstjórn. Framsókn hlaut 27,6% og þrjá fulltrúa. Samfylking 22,4% og tvo fulltrúa, þau Geirlaugu Jóhannsdóttur og Magnús Smára Snorrason og Vinstri-grænir 15,3% og einn fulltrúa, Ragnar Frank Kristjánsson. Fulltrúar meirihluta eru taldir upp í myndatexta ofan við frétt.

Við sveitar stjórnar kosn ing-arnar í Borgarbyggð var nokkuð um að kjósendur strikuðu yfi r nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð á framboðslista. Yfi rstrikanirnar höfðu þó engin áhrif á röðun listanna.

Flestar útstrikanir voru á lista Framsóknarfl okksins en 69 strikuðu yfi r annað sæti listans og 49 yfi r forystusætið. Þá strikuðu 32 yfi r forystusæti Vinstri-grænna.

Fulltrúar nýs meirihluta í sveitarstjórn Borgarbyggðar talið frá vinstri: Hulda Hrönn Sigurðardóttir,

Jónína Erna Arnardóttir og Bjarki Þorsteinsson Sjálfstæðisfl okki, Kolfi nna Jóhannesdóttir sem ráðin

hefur verið sveitarstjóri ásamt þeim Guðveigu Eyglóardóttur, Helga Hauki Haukssyni og Finnboga

Leifssyni Framsóknarfl okki. Mynd: Olgeir Helgi

Sveitar stjórnar-

kosningar

Í Hvalfjarðarsveit var óhlut-bundin kosning eða persónukjör. Björgvin Helgason hlaut fl est atkvæði. Aðrir sem kjörnir voru í sveitarstjórn eru: Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Gunnar Ármannsson, Daníel A. Ottesen, Jónella Sigurjónsdóttir, Hjördís Stefánsdóttir og Ása Helgadóttir.

Í Skorradalshreppi var einnig óhlutbundin kosning eða persónukjör og hlaut Jón Eiríkur Einarsson fl est atkvæði. Aðrir sem kjörnir voru í hreppsnefnd eru: Sigrún Þormar, Árni Hjörleifsson, Pétur Davíðsson og Fjóla Benediktsdóttir eiginkona Jóns Eiríks Einarssonar.

Í Eyja- og Miklaholtshreppi buðu fram tveir listar. H-listi Betri byggðar hlaut þrjá fulltrúa með 56,6% atvæða. Fulltrúar listans eru Eggert Kjartansson í forystusætinu ásamt Atla Steini Svanssyni og Katrínu Gísladóttur.

F-listi Sveitarinnar hlaut tvo fulltrúa með 43,4% atkvæða.

Fulltrúar listans eru Þröstur Aðalbjarnarson í forystusætinu ásamt Sigrúnu Erlu Eyjólfs-dóttur.