hjartans mál mál...hjartans mál i verkefni þetta er lokaverkefni til b.s. gráðu í...

66
Hjartans mál Hjarta- og æðasjúkdómar eru líka sjúkdómar kvenna Gerður Sif Skúladóttir Jóna Sif Leifsdóttir Kristjana Sigurveig Sveinsdóttir Sunna Björg Bjarnadóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði Hjúkrunarfræðideild Maí 2015

Upload: others

Post on 27-May-2020

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál

Hjarta- og æðasjúkdómar eru líka sjúkdómar kvenna

Gerður Sif Skúladóttir Jóna Sif Leifsdóttir Kristjana Sigurveig Sveinsdóttir Sunna Björg Bjarnadóttir

HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði Hjúkrunarfræðideild Maí 2015

Page 2: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál i

Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði.

Verkefnið unnu:

_________________________________________

Gerður Sif Skúladóttir

_________________________________________

Jóna Sif Leifsdóttir

_________________________________________

Kristjana Sigurveig Sveinsdóttir

_________________________________________

Sunna Björg Bjarnadóttir

Page 3: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál ii

Það staðfestist hér með að lokaverkefni þetta fullnægir að mínum dómi kröfum til

B.S. prófs í hjúkrunarfræði

_________________________________________

Kristín Þórarinsdóttir, M.Sc.

Leiðbeinandi

Page 4: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál iii

Útdráttur

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við

Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna

þekkingu hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum á einkennum kransæðastíflu og kynbundinn

mun á þeim. Jafnframt er tilgangurinn að kanna hvað liggur að baki þeim ákvörðunum sem

hjúkrunarfræðingar taka við forgangsröðun sjúklinga með grun um kransæðastíflu.

Þátttakendur rannsóknarinnar verða 20 hjúkrunarfræðingar á fjórum bráðamóttökum á Íslandi

með a.m.k. fimm ára starfsreynslu á því sviði.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta dánarorsök karla og kvenna í heiminum í dag.

Kransæðasjúkdómar eru helsta umfjöllunarefni þessa verkefnis og valda þeir flestum

dauðsföllum af hjarta- og æðasjúkdómum. Í rannsókninni verður megin áhersla lögð á konur

með kransæðastíflu en í gegnum tíðina hefur athyglinni verið beint frekar að körlum. Ástæður

þess eru m.a. taldar vera að konur greinast seinna á lífsskeiðinu og birtingarmyndir einkenna

þeirra eru oft óljósari. Þau einkenni sem konur tjá frekar en karlar eru t.d. svimi, dreifðir

verkir í baki, hálsi, kjálka og maga, þróttleysi, hjartsláttaróregla og uppköst. Oft virðist vera

flókið að greina óljós einkenni sem margar konur upplifa. Þær virðast líklegri en karlar til að

vanmeta þessi einkenni, leita sér síður hjálpar og fá því ekki jafn skjóta og inngripsmikla

meðferð og karlar.

Aðferðafræðin sem stuðst verður við í rannsókninni er eigindleg og verður gagna aflað

með rýnihópaviðtölum við hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum. Höfundar vonast til þess að

niðurstöður fyrirhugaðrar rannsóknar verði til þess að bæta ákvarðanir við forgangsröðun,

auka þekkingu á kransæðasjúkdómum meðal kvenna og að niðurstöðurnar geti nýst til þess að

endurskoða og þróa klínískar leiðbeiningar og verkferla um kransæðasjúkdóma.

Lykilhugtök: Hjarta- og æðasjúkdómar, kransæðastífla, bráðamóttaka, verkferlar og

forgangsröðun.

Page 5: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál iv

Abstract

The heart matters: Heart diseases are also women's diseases

This thesis is a final project to the completion of a B.Sc. degree in nursing from the University

of Akureyri. The aim of the proposed study is to explore the knowledge of nurses in

emergency departments (ED) of gender based differences of symptoms in coronary heart

disease and to explicate their decision-making process in triaging men and women for

coronary heart disease. The participants will be 20 nurse's in four different ED's in Iceland

with at least five year's experience in that field.

Cardiovascular diseases are the leading cause of death for both men and women in the

world today. The main focus of this thesis is on coronary heart disease and women but over

the years studies have more focused on men than women. Women are more likely than men to

experience atypical symptoms as dizziness, fatique, nausea, and -pain in the back, neck, jaw

and stomach. Women are also more likely to underestimate the symptoms and delay seeking

care and therefor have more complications and higher mortality rate.

A qualitative, descriptive study will be conducted using focus group methodology. A

question frame with six leading questions will be used to guide focus groups discussions. The

findings of the proposed study is aimed to improve the quality of nurses cardiac triage

decisions and increase knowledge of coronary heart disease. Further more it is propesed that

the findings can be applied to and develope clinical guidelines and procedures regarding

gender difference in coronary heart disease.

Key words: Cardiovascular diseases, coronary heart disease, emergency department,

procedures and triage.

Page 6: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál v

Efnisyfirlit

Kafli 1 - Inngangur .................................................................................................................................. 1

Bakgrunnur viðfangsefnis ................................................................................................................... 1

Tilgangur rannsóknar .......................................................................................................................... 2

Hugmyndafræðilegur bakgrunnur ....................................................................................................... 3

Rannsóknarspurningar ......................................................................................................................... 3

Val á rannsóknaraðferð ....................................................................................................................... 3

Þátttakendur ......................................................................................................................................... 4

Gildismat rannsakenda ........................................................................................................................ 4

Gildi fyrir hjúkrun ............................................................................................................................... 4

Skilgreining meginhugtaka .................................................................................................................. 4

Heimildaleit ......................................................................................................................................... 5

Uppbygging rannsóknaráætlunar......................................................................................................... 5

Samantekt ............................................................................................................................................ 6

Kafli 2 - Fræðileg umfjöllun ................................................................................................................... 7

Hjartasjúkdómar og algengi ................................................................................................................ 7

Kransæðasjúkdómar ............................................................................................................................ 9

Einkenni kransæðastíflu. ............................................................................................................... 10

Munur á brjóstverk milli kynja. Í .................................................................................................. 10

Óhefðbundin einkenni kvenna. ...................................................................................................... 13

Munur á greiningu milli kynja. ...................................................................................................... 14

Hvað veldur kransæðasjúkdómum? .................................................................................................. 18

Áhættuþættir. ................................................................................................................................. 18

Þekking kvenna um einkenni kransæðastíflu .................................................................................... 22

Page 7: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál vi

Þekking heilbrigðisstarfsmanna á kynbundnum einkennamun kransæðastíflu ................................. 25

Hlutverk bráðamóttöku ...................................................................................................................... 26

Forgangsröðun og flokkunarkerfi. ................................................................................................. 27

Hlutverk hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. ............................................................................... 29

Kafli 3 - Aðferðafræði ........................................................................................................................... 34

Rannsóknaraðferð .............................................................................................................................. 34

Hugmyndafræðilegur bakgrunnur ..................................................................................................... 35

Rannsóknarspurningar ....................................................................................................................... 36

Þátttakendur ....................................................................................................................................... 36

Gagnasöfnun og gagnagreining ......................................................................................................... 37

Réttmæti og takmarkanir eigindlegra rannsókna ............................................................................... 39

Siðfræði rannsóknar .......................................................................................................................... 40

Samantekt .......................................................................................................................................... 41

Kafli 4 - Umræður ................................................................................................................................. 42

Umræður um fræðilega umfjöllun ..................................................................................................... 42

Gildi fyrirhugaðrar rannsóknar fyrir hjúkrunarfræði ......................................................................... 45

Samantekt .......................................................................................................................................... 46

Lokaorð ................................................................................................................................................. 47

Heimildaskrá ......................................................................................................................................... 48

Page 8: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál vii

Þakkarorð

Við viljum byrja á því að þakka leiðbeinanda okkar, Kristínu Þórarinsdóttur, fyrir

faglega leiðsögn, góða samvinnu og stuðning við gerð þessa verkefnis. Jafnframt viljum við

þakka Söndru D. Gunnarsdóttur, Guðlaugi Rúnari Guðmundssyni og Gerði Petru

Kristjánsdóttur fyrir yfirlestur og ómælda aðstoð.

Sérstaklega viljum við þakka fjölskyldum okkar fyrir ómetanlegan stuðning, hvatningu

og þolinmæði síðastliðin fjögur ár. Að lokum þökkum við hvor annarri fyrir einstaka

samvinnu í gegnum námið og við vinnu þessa verkefnis.

Page 9: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 1

Kafli 1 - Inngangur

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni höfunda til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við

Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA) árið 2015. Í áætlun þessari verður gerð

grein fyrir fyrirhugaðri rannsókn sem áætlað er að framkvæma innan tveggja ára.

Í þessum kafla verður fjallað um bakgrunn viðfangsefnis, tilgang,

hugmyndafræðilegan bakgrunn, rannsóknarspurningar, þátttakendur, skilgreiningar á

meginhugtökum og rannsóknaraðferðina sem áætlað er að nota. Að lokum verður farið yfir

gildismat rannsakenda og gildi viðfangsefnis fyrir hjúkrunarfræði, heimildaleit og

uppbyggingu rannsóknaráætlunar.

Bakgrunnur viðfangsefnis

Hjarta- og æðasjúkdómar eru í dag ein helsta dánarorsök í hinum vestræna heimi og

deyja um það bil 17 milljónir manna á hverju ári af völdum þeirra (WHO, 2015a). Hjarta- og

æðakerfið er eitt stærsta líffærakerfi líkamans og hefur víðtæk áhrif. Í gegnum tíðina hefur

verið litið á kransæðasjúkdóma sem karlasjúkdóma en staðreyndin er sú að þeir eru algengasta

dánarorsök beggja kynja. Þó nokkur munur er á birtingarmynd sjúkdómsins milli kynja þrátt

fyrir að helsta einkennið sé brjóstverkur (Cantus og Ruiz, 2011).

Framan af einblíndu rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum aðallega á karla en í

kringum árið 1990 urðu konur meira áberandi í rannsóknum (Cantus og Ruiz, 2011). Þetta

útskýrir að einhverju leyti hvers vegna þekking á kransæðasjúkdómum meðal kvenna er af

skornum skammti.

Á síðustu árum hefur það komið betur og betur í ljós að birtingarmynd kvenna og

karla er ekki alltaf eins. Konur eru líklegri til að finna fyrir óljósum einkennum, sem þær

mistúlka oft eða vanmeta, og leita því síður hjálpar (Cantus og Ruiz, 2011). Rannsóknir hafa

sýnt að hjartatengdur brjóstverkur er algengari meðal karla en kvenna (Khan, Albarran, Lopez

og Chair, 2010). Konur, sem finna ekki fyrir brjóstverk, þurfa að bíða lengur á bráðamóttöku

Page 10: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 2

eftir viðeigandi meðferð. Jafnframt hafa þær tilhneigingu til að vera meðhöndlaðar með

inngripsminni aðgerðum (Zbierajewski-Eischeid og Loeb, 2009; Cantus og Ruiz, 2011).

Þar sem einkenni kvenna eru ekki dæmigerð eru þær því miður oft ekki teknar

alvarlega og fá ranga greiningu (Cantus og Ruiz, 2011). Þrátt fyrir ólíka birtingarmynd

kynjanna er ekki gerður greinamunur í móttöku og greiningu kvenna og karla með bráð

kransæðavandamál samkvæmt virtum breskum leiðbeiningum NICE (NICE, 2014). Hið sama

er að segja um þær leiðbeiningar sem koma fram á heimasíðu Landspítalans (Davíð O. Arnar,

Kristján Eyjólfsson, Ragnar Danielsen og Þorbjörn Guðjónsson, 2011; Davíð O. Arnar og

Ragnar Danielsen, 2015). Þar er einungis að finna leiðbeiningar um kransæðasjúkdóma sem

miðast við að brjóstverkur sé til staðar (Davíð O. Arnar og Ragnar Danielsen, 2015). Hins

vegar kemur fram í verkferli frá Landspítalanum að meta skuli sérstaklega óhefðbundin

einkenni kransæðastíflu s.s. hjá konum, öldruðum og fólki með sykursýki (Landspítali,

2014a).

Tilgangur rannsóknar

Megin tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er í fyrsta lagi að kanna þekkingu

hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum á einkennum kransæðastíflu og þeim mun sem er á milli

kynja. Jafnframt er tilgangurinn að kanna hvað liggur að baki þeim ákvörðunum sem

hjúkrunarfræðingar taka við forgangsröðun sjúklinga með grun um kransæðastíflu.

Einnig er tilgangurinn að kanna þörf fyrir kynbundna verkferla í móttöku einstaklinga

með einkenni frá hjarta- og æðakerfi. Með því mætti leggja grundvöll að matstæki sem styður

við þær ákvarðanir sem hjúkrunarfræðingar taka við forgangsröðun í meðferð kvenna með

einkenni kransæðastíflu. Þannig mætti bæta móttökuferli og verkferla við komu kvenna með

kransæðavandamál á bráðamóttökur.

Page 11: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 3

Hugmyndafræðilegur bakgrunnur

Hugmyndafræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar mun byggjast á ákvörðunarlíkani

Arslanian-Engoren. Undir fyrsta stig fellur ástand sjúklings og merki hans þ.e. sjúkrasaga,

áhættuþættir, tjáning, einkenni o.fl. Annað stig inniheldur leitandi og greinandi ferli ásamt

ályktunum. Í leitandi ferli leita hjúkrunarfræðingar eftir vísbendingum út frá reynslu og eigin

viðhorfum, s.s. gagnvart kyni. Í greinandi ferli greina hjúkrunarfræðingar ómeðvitað fyrirfram

þau atriði sem upp koma á fyrri stigum sem svo aftur litast af reynslu og viðhorfum þeirra.

Hjúkrunarfræðingar draga svo ályktanir um ástand sjúklings og forgangsröðun út frá leitandi

og greinandi ferlunum. Undir þriðja og síðasta stigið falla inngrip og markmið en inngripin

eru byggð á ályktunum hjúkrunarfræðinganna (Arslanian-Engoren og Hagerty, 2013). Voru

rannsóknarspurningarnar þróaðar út frá þessu líkani.

Rannsóknarspurningar

Tvær megin rannsóknarspurningar voru settar fram:

Hver er þekking hjúkrunarfræðinga á kynbundnum mun á einkennum kransæðastíflu?

Hvað liggur að baki ákvörðunum hjúkrunarfræðinga við forgangsröðun kvenna með

kransæðastíflu?

Val á rannsóknaraðferð

Til að svara rannsóknarspurningunum verður stuðst við eigindlega nálgun á formi

rýnihópaviðtala (e. focus groups). Við gagnagreiningu verður stuðst við eigindlega

innihaldsgreiningu (e. content analysis) sem er mikið notuð í rannsóknum innan hjúkrunar.

Lítið hefur verið fjallað um efni fyrirhugaðrar rannsóknar og er innihaldsgreining því tilvalin

nálgun (Elo og Kyngäs, 2008). Í rannsókninni verður notast við tilgangsúrtak (e. purposive

sampling) en í því felst að þátttakendur í úrtakinu þurfa að búa yfir þekkingu á því efni sem

rannsaka á (Sigríður Halldórsdóttir, 2013).

Page 12: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 4

Þátttakendur

Þátttakendur rannsóknarinnar verða hjúkrunarfræðingar á fjórum bráðamóttökum á

landinu. Fyrirhugað er að taka viðtal við 20 reynslumikla hjúkrunarfræðinga sem eiga að búa

yfir nægilegri þekkingu á efninu. Valviðmið (e. inclusion criteria) úrtaksins eru

hjúkrunarfræðingar sem starfað hafa á bráðamóttöku í 5 ár eða lengur og geta talað og skilið

íslensku.

Gildismat rannsakenda

Áhugi á rannsóknarefninu kviknaði eftir að höfundar heyrðu af sjúkratilfelli sem átti

sér stað á bráðamóttöku úti á landi. Tilfellið sagði af konu undir miðjum aldri sem kom á

bráðamóttöku með óljós einkenni kransæðastíflu. Konan var ranglega greind, send heim og

lést af völdum kransæðastíflu seinna sama dag.

Gildi fyrir hjúkrun

Á flestum bráðamóttökum eru hjúkrunarfræðingar þeir fyrstu sem taka á móti og meta

sjúklinga. Þeir gegna ábyrgðarmiklu hlutverki og því er mikilvægt að þeir hafi góða þekkingu

á birtingarmynd kransæðasjúkdóma hjá báðum kynjum. Þeir verða að gera sér grein fyrir

þeim mun sem er á milli karla og kvenna og vera meðvitaðir um þau óljósu einkenni sem

koma fram, sérstaklega hjá konum. Til að auðvelda greiningu og meðferð þarf að þróa

kynbundna verkferla sem hægt er að vinna eftir. Höfundar vonast til þess að niðurstöður

þessarar rannsóknar komi til með að auka þekkingu og bæta ákvarðanatöku

hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum. Einnig er ætlun höfunda að niðurstöður fyrirhugaðrar

rannsóknar stuðli að markvissri greiningu og meðferð og þar með komi í veg fyrir óþarfa

mistök.

Skilgreining meginhugtaka

Hjarta- og æðasjúkdómar: Flokkur sjúkdóma sem eiga upptök í slagæðum líkamans, almennt

af völdum æðakölkunar (Haugh, 2007).

Page 13: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 5

Kransæðastífla: Einnig nefnt hjartaáfall, á við þegar kransæðar hjartans lokast vegna

blóðsega þannig að blóðflæði stöðvast til hluta hjartavöðvans (Haugh, 2007).

Bráðamóttaka: Deild á sjúkrahúsi fyrir bráðveika og slasaða einstaklinga sem koma með

sjúkrabíl eða á eigin vegum (Schuur og Venkatesh, 2012).

Verkferlar: Lýsing á því hver vinnur hvað, hvenær og hvernig (Íslenska alfræðiorðabókin,

2000).

Forgangsröðun: Áhættustýrt kerfi sem notað er til að stjórna flæði sjúklinga á öruggan hátt

(Ganley og Gloster, 2011).

Heimildaleit

Heimildaleit fór að mestu fram í gagnasöfnunum CINAHL, PubMed, ScienceDirect,

Gegnir.is og Hirsla.is. Leitarorðin sem notuð voru tengdust fyrirhugaðri rannsókn:

kynbundinn mismunur (e. gender-related differences), einkenni (e. symptoms),

kransæðasjúkdómar (e. coronary heart diseases), kyn (e. gender), hjartasjúkdómar (e. heart

disease), þekking (e. knowledge), konur (e. women), bráðamóttaka (e. emergency

department), hjartadrep (e. myocardial infarct), blóðþurrðarsjúkdómar (e. ischemic heart

disease), hjúkrunarfræðingar (e. nurses), hjartaáfall (e. heart attack), hjarta- og æðasjúkdómar

(e. cardiovascular diseases). Einnig var stuðst við fræðibækur í heilbrigðisvísindum ásamt

því að nýttar voru heimildaskrár fræðigreina.

Uppbygging rannsóknaráætlunar

Í fyrsta kafla var farið yfir uppbyggingu rannsóknaráætlunarinnar. Í öðrum kafla er

fræðileg umfjöllun byggð á rannsóknum og fræðilegu yfirliti rannsóknarefnisins. Þar verður

fjallað almennt um hjartasjúkdóma, tíðni þeirra og áhættuþætti kvenna og karla. Einnig verður

farið yfir kransæðasjúkdóma og birtingarmynd þeirra hjá báðum kynjum. Farið verður yfir

þekkingu kvenna á einkennum kransæðasjúkdóma sem og þekkingu hjúkrunarfræðinga. Í

lokin verður fjallað um starfsemi bráðamóttöku og forgangsröðun einstaklinga með

Page 14: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 6

kransæðastíflu. Í þriðja kafla verður fjallað um þá aðferðafræði sem stuðst verður við í

fyrirhugaðri rannsókn. Fjórði kafli er umræðukafli þar sem rætt verður um helstu áhersluatriði

sem fram koma í öðrum kafla. Að síðustu verða lokaorð höfunda í fimmta kafla.

Samantekt

Mikil aukning hefur verið á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma í heiminum. Framan af voru

fáar rannsóknir gerðar á upplifun og einkennum kvenna með kransæðasjúkdóma en síðustu ár

hefur þeim rannsóknum farið fjölgandi. Þær rannsóknir hafa sýnt að einkenni kvenna geta

verið óljósari samanborið við karla og eru konur líklegar til að vanmeta þau. Fyrirhuguð

rannsókn mun leitast við að kanna þekkingu hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum á þeim

einkennamun sem er milli kynja sem og að finna út hvernig hjúkrunarfræðingar komast að

niðurstöðum um forgangsröðun á bráðamóttökum.

Í þessum kafla hefur verið sagt frá bakgrunni fyrirhugaðrar rannsóknar, fjallað um

rannsóknaraðferð og heimildaleit. Meginhugtök voru skilgreind og farið var yfir gildismat

rannsakenda sem og gildi fyrirhugaðrar rannsóknar fyrir hjúkrun.

Page 15: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 7

Kafli 2 - Fræðileg umfjöllun

Hjartasjúkdómar og algengi

Hjarta- og æðasjúkdómar eru í dag helsta orsök dauðsfalla í heiminum en árið 2012

létust 17,5 milljónir manna úr einhverri gerð hjarta- og æðasjúkdóma. Þessi fjöldi jafngildir

um 31% allra skráðra dauðsfalla í heiminum (WHO, 2015a). Þetta vandamál er einnig stórt í

Evrópu en hjarta- og æðasjúkdómar eru helsta orsök dauðsfalla meðal karla og kvenna og ná

yfir um helming allra skráðra dauðsfalla (Cantus og Ruiz, 2011). Hér á landi, líkt og annars

staðar, eru hjarta- og æðasjúkdómar mikil heilsuvá. Rekja má allt að þriðjung allra dauðsfalla

á Íslandi til þessara sjúkdóma (Tómas Guðbjartsson, Karl Andersen, Ragnar Danielsen, Arnar

Geirsson og Guðmundur Þorgeirsson, 2014). Nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands sýna að árið

2009 létust alls 468 manns úr hjarta- og æðasjúkdómum á Íslandi. Þar af létust 350 úr

blóðþurrðar hjartasjúkdómum (Hagstofa Íslands, 2010).

Hjarta- og æðasjúkdómar eru stór flokkur sjúkdóma. Þetta eru sjúkdómar sem eiga

upptök sín í slagæðum líkamans og eru almennt af völdum æðakölkunar. Við æðakölkun

þrengjast slagæðarnar, minna magn súrefnisríks blóðs kemst út til vefjanna og veldur þessi

atburðarás súrefnisskorti sem leiðir til sjúkleika. Æðakölkun byrjar að myndast snemma á

lífsleiðinni og eykst eftir því sem árin líða þar sem bæði erfða- og lífsstílstengdir þættir hafa

einnig áhrif. Undir hjarta- og æðasjúkdóma falla hjartaöng (e. angina pectoris), hjartabilun (e.

heart failure), lokusjúkdómar (e. valvular disease), hjartsláttartruflanir (e. arrhythmia) og

kransæðasjúkdómar (e. coronary heart diseases) sem eru aðal viðfangsefni þessa verkefnis

(Haugh, 2007).

Hjartaöng er þegar tímabundið ójafnvægi verður á súrefni í hjartavöðva. Þetta leiðir til

brjóstverks sem getur verið sár, stingandi, brennandi eða birtist sem þyngsli fyrir brjósti.

Venjulega liggur verkurinn undir bringubeini eða vinstra megin og oft leiðir hann niður í

annan eða báða handleggi, upp í kjálka, háls og aftur í bak. Hjartaöng verður við athafnir sem

Page 16: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 8

krefjast aukinnar súrefnisnotkunar. Dæmi um þetta er t.d. aukin hreyfing eða áreynsla, þungar

máltíðir og streita. Verkurinn varir yfirleitt í 1-15 mínútur og rénar við hvíld eða eftir inntöku

nítroglýseríns (Archer, 2013). Nítróglýserín virkar innan hálfrar mínútu með því að víkka

bláæðar og minnka súrefnisþörf. Einnig lækkar lyfið blóðþrýsting og víkkar kransæðar sem

eykur framboð á súrefni. Með leiðréttingu á ójafnvægi súrefnisþarfar má uppræta hjartaöngina

og einkenni hennar (Tómas Guðbjartsson, Karl Andersen, Ragnar Danielsen, Arnar Geirsson

og Guðmundur Þorgeirsson, 2015).

Hjartabilun verður þegar hjartavöðvinn nær ekki að dæla frá sér nægilegu magni af

blóði til að mæta efnaskiptaþörfum líkamans. Hjartabilun getur orsakast af starfstruflun í

annað hvort slagbils- (e. systolic) eða hlébilsþrýstingi (e. diastolic). Í kringum 550 þúsund ný

tilfelli hjartabilunar greinast á hverju ári í Bandaríkjunum. Hjartabilun er eini alvarlegi hjarta-

og æðasjúkdómurinn þar sem nýgengi, tíðni og dánartíðni fer vaxandi (Haugh og Reid, 2007).

Klínísk einkenni hjartabilunar eru t.d. mæði, bæði við áreynslu og í hvíld, brakhljóð í lungum,

ógleði, þróttleysi, aukinn vökvasöfnun í líkamanum, s.s. bjúgur og kviðarholsvökvi,

hraðtaktur og hjartaöng. Ólíkt því sem gerist í hjartaöng þá hverfa einkennin ekki við hvíld

heldur þarf að meðhöndla ástandið með ýmsum lyfjum eftir tegund hjartabilunar (Haugh og

Reid, 2007).

Lokusjúkdómar geta stafað af áunnu eða meðfæddu ástandi líkamans. Þá verður

truflun í starfsemi hjartaloka sem einkennist af þrengslum eða bakflæði blóðs til hjartans.

Þegar þrengsli myndast í lokunum verður hindrun á blóðflæði frá hjartanu. Sem dæmi, þegar

þrengsli myndast í ósæðarloku (e. aortic valve) eða í lungnaslagæðarloku (e. pulminic valve),

þá verða gáttir hjartans að erfiða meira til að koma nægilegu magni blóðs í gegnum lokurnar.

Með bakflæði er átt við að hjartalokurnar leki og þegar það á sér stað streymir blóð aftur í

aðliggjandi hjartahólf. Bæði þrengsli og bakflæði í hjartanu leiða til stækkunar hluta

hjartavöðvans sem aftur getur leitt til hjartabilunar ef ekkert er að gert (Archer, 2013).

Page 17: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 9

Einkenni hjartalokusjúkdóma geta verið t.d. brjóstverkur, yfirlið, mæði, þróttleysi,

kviðarholsvökvi, hjartaöng og gáttatif (e. atrial fibrillations). Meðferð með lyfjum getur

viðhaldið virkni hjartans, s.s. meðferð með hjartaörvandi- eða þvagræsilyfjum. Ef hins vegar

einkenni aukast eða versna getur þurft að grípa til skurðaðgerðar. Þá er gert við þær

hjartalokur sem hefta eðlilega starfsemi hjartans eða þeim skipt út (Haugh og Reid,2007).

Þegar truflun verður í leiðslukerfi hjartans, þ.e. truflun á takti eða hraða, er talað um

hjartsláttartruflanir. Þessar truflanir geta átt upptök sín í sleglum, í gáttum eða í vefnum á milli

þeirra. Truflunin getur birst sem hraðtaktur (>100 slög á mín.), hægtaktur (<60 slög á mín.)

eða sem aukaslög (Archer, 2013). Til eru ýmsar tegundir hjartsláttartruflana. Á meðan margar

þeirra eru hættulitlar, en geta valdið óþægindum, eru aðrar alvarlegri sem geta m.a. leitt til

yfirliðs. Klínísk einkenni hjartsláttartruflana geta verið kvíði, þróttleysi, fölvi, mæði, svimi,

yfirlið og brjóstverkur. Við meðhöndlun þessa ástands má nota ýmis hjartsláttarlyf en einnig

getur verið þörf á stærra inngripi eins og ísetningu gangráðs (Haugh, 2007).

Kransæðasjúkdómar

Kransæðastífla veldur flestum dauðsföllum af hjarta- og æðasjúkdómum en um 250

þúsund manns deyja innan klukkustundar eftir að einkenni gera vart við sig og áður en komið

er á sjúkrahús. Hjarta- og æðasjúkdómar eru að stóru leyti tengdir lífsstíl og eins og fyrr segir

má rekja um þriðjung allra dauðsfalla í heiminum til þessara sjúkdóma (Jackson og

McCulloch, 2014). Vegna þess hve sjúkdómarnir voru algengir setti WHO fram skilgreiningu

á faraldsfræði kransæðasjúkdóma. Í framhaldi voru sett fram viðmið af WHO sem studdu

skilgreiningu á kransæðastíflu en þau voru: einkenni frá hjarta, breytingar á hjartalínuriti

og/eða hækkun á gildum í blóði. Eftir því sem þekking og tækni hafa þróast hefur þessi

skilgreining breyst með tilliti til breyttra aðstæðna (Luepker o.fl., 2003).

Kransæðasjúkdómar eru, eins og nafnið gefur til kynna, sjúkdómar í kransæðum

hjartans. Margir hjarta- og æðasjúkdómar tengjast kransæðasjúkdómum t.d. hjartaöng og

Page 18: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 10

hjartabilun sem fjallað hefur verið um hér að framan. Kransæðasjúkdómar eru aðal

dánarorsökin hjá konum og körlum í hinum vestræna heimi í dag (Haugh, 2007). Af þeim

létust 17,5 milljónir manna úr einhverri gerð hjarta- og æðasjúkdóma árið 2012. Þar af voru

7,4 milljónir manna sem létust úr kransæðasjúkdómum (WHO, 2015a). Í gegnum tíðina hafa

rannsóknir á kransæðasjúkdómum einblínt á karla frekar en konur en það má m.a. rekja til

þess að kransæðasjúkdómar hjá konum greinast seinna á aldursskeiði þeirra en hjá körlum og

birtingarmynd einkenna þeirra er oft önnur (Miller, 2002).

Einkenni kransæðastíflu. Einkenni kransæðasjúkdóma geta verið mismunandi milli

einstaklinga. Oftast koma einkenni upp við áreynslu eða álag en geta þó birst fyrirvaralaust.

Aðaleinkenni kransæðastíflu er hjartaöng sem lýsir sér sem þungum verk, oftast vinstra megin

í brjóstkassa. Verkurinn getur leitt upp í háls og kjálka, út í handleggi eða bak (Sandler, 1980;

Haugh, 2007). Þau einkenni frá hjarta sem nota á sem viðmið samkvæmt WHO eru bráður

verkur í brjóstkassa, neðan við bringubein, í hálsi, kjálka eða handlegg og þrýstingur sem ekki

virðist eiga upptök frá hjarta.

Óhefðbundin einkenni eins og þróttleysi, ógleði, uppköst, svitamyndun, yfirlið og

bakverkur eru einkenni sem ekki á að nota sem viðmið. Þó er tekið fram að þessi einkenni

geta verið hjálpleg þegar kemur að því að greina kransæðasjúkdóm (Luepker o.fl., 2003).

Þessi viðmið eru sett fram fyrir bæði kynin án tillits til kynbundins munar. Samt sem áður

hafa niðurstöður sýnt fram á að konur og karlar hafa mismunandi einkenni þegar kemur að

kransæðastíflu (Arslanian-Engoren o.fl., 2006).

Munur á brjóstverk milli kynja. Í kringum 1990 þegar fyrst var farið að ræða um og

rannsaka kynbundinn mun á birtingarmynd kransæðastíflu kom í ljós að konur virtust upplifa

einkenni kransæðastíflu öðruvísi en karlar (Cantus og Ruiz, 2011). Í rannsókn sem gerð var á

fimm ára tímabili, 2001-2006, í Þýskalandi var kannaður kynbundinn munur á einkennum

kransæðastíflu. Í rannsókninni tóku 1710 karlar og 568 konur þátt og voru þau öll á aldrinum

Page 19: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 11

25-74 ára. Tekin voru viðtöl við þátttakendur eftir að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús og

einkenni könnuð. Í ljós kom að brjóstverkur var algengasta einkenni kransæðastíflu hjá bæði

körlum og konum. Þrátt fyrir það virtust konur hafa fleiri einkenni en karlar. Einnig virtust

einkenni á borð við mæði, verk í kjálka og hálsi, ógleði og svima vera algengari hjá konum en

körlum. Það einkenni sem birtist oftar hjá körlum en konum var aukin svitamyndun

(Kirchberger, Heier, Kuch, Wende og Meisinger, 2011).

Í rannsókn Milner, Vaccarino, Arnold, Funk og Goldberg (2004) sem gerð var í

Bandaríkjunum á árunum 1997-1999 er einnig rýnt í þennan kynbundna mun á einkennum

kransæðastíflu. Þar voru þátttakendur 1192 karlar og 881 kona og var þeim skipt í þrjá

aldurshópa, yngri en 65 ára, 65-74 ára og 75 ára og eldri. Þar kemur fram að aðaleinkenni

kransæðastíflu hjá báðum kynjum er brjóstverkur. Þrátt fyrir það birtist brjóstverkurinn hjá

aðeins 54% kvenna samanborið við 69% karla. Þessi kynjamunur hvað varðar brjóstverk var

mestur í yngsta aldurshópnum. Konur í þeim hópi voru mun ólíklegri en karlar í sama

aldurshóp til að tjá brjóstverk sem aðaleinkenni. Þær voru hins vegar líklegri til að finna fyrir

einkennum frá öndunarfærum.

Í heimildarsamantektum, þar sem teknar eru fyrir rannsóknir sem skoða kynbundinn

mun á einkennum, kemur fram að munurinn er í raun ekki svo mikill á almennum einkennum

kransæðastíflu. Hins vegar eru konur líklegri til að upplifa fleiri óhefðbundin einkenni en

karlar. Konur eru einnig líklegri til að gefa óljósa sögu um brjóstverk og önnur einkenni. Það

sem helst takmarkaði þær rannsóknir var hversu margar konur voru útilokaðar frá

rannsóknunum vegna uppbyggingar þeirra. Margar rannsóknir einblíndu aðeins á einstaklinga

undir 75 ára en þar sem konur eru oft 10-15 árum eldri en karlar þegar þær fá kransæðastíflu

getur stór hluti þeirra orðið útundan. Einnig einblína margar rannsóknir á hefðbundin einkenni

eins og brjóstverk sem einnig útilokar stóran hluta kvenna sem upplifa allt önnur einkenni

(Chen, Woods og Puntillo, 2005; Patel, Rosengren og Ekman, 2004; Miller, 2002).

Page 20: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 12

Í rannsókn, sem gerð var í Kína og birtist árið 2010, voru 128 einstaklingar með

kransæðastíflu skoðaðir með tilliti til brjóstverks. Þátttakendum var skipt jafnt í tvo hópa eftir

kyni og var meðalaldur kvenna rúm 70 ár en karla tæp 63 ár. Í niðurstöðum kom fram að

brjóstverkur var algengari meðal karla en kvenna en um 84% karla tjáðu brjóstverk á móti

rúmum 67% kvenna. Þrátt fyrir að munurinn milli kynja hafi ekki verið marktækur þá mátu

karlarnir brjóstverkinn meiri í styrkleika og tjáðu færri óljós eða óhefðbundin einkenni

brjóstverks en konur. Einnig kom fram að karlar fundu oftar fyrir verk rétt undir hægri öxl

samanborðið við konur sem upplifðu dreifðari verk s.s. í hálsi og baki (Khan o.fl., 2010). Í

niðurstöðum annarra rannsókna kemur fram að karlar lýsa brjóstverk á mun nákvæmari hátt

og virðast frekar upplifa hefðbundin klínísk einkenni en konur (Vodopiutz o.fl., 2002;

McSweeney, O‘Sullivan, Cody og Crane, 2004).

Brjóstverkur getur orsakast af mörgum ólíkum sjúkdómum, allt frá vöðvabólgu til

lífsógnandi ástands s.s. kransæðastíflu. Ef brjóstverkur er af völdum kransæðastíflu getur

skjót greining verið gríðarlega mikilvæg varðandi lifun og lífsgæði (Vodopiutz o.fl., 2002).

Hefðbundin birtingarmynd hjartatengds brjóstverks er verkur bak við mitt bringubein sem

getur leitt niður í vinstri eða báða handleggi. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að

sumir einstaklingar upplifa ekki slíkan brjóstverk þrátt fyrir að blóðþurrð eigi sér stað (Haugh,

2007).

Það er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk átti sig á því að um kransæðastíflu gæti verið

að ræða þó ekki sé til staðar hefðbundinn brjóstverkur. Mörg tilfelli eru til um það að konum

sé ekki sinnt sem skyldi þegar þær leita á bráðamóttöku. Helstu ástæður þess geta verið að

einkenni þeirra hafi ekki verið greind sem einkenni frá hjarta- og æðakerfi. Ef haldið verður

áfram að einblína á brjóstverk er viðbúið að mörgum konum verði ekki sinnt, þær ranglega

greindar og fái því ekki viðeigandi meðferð (Miller, 2002).

Page 21: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 13

Óhefðbundin einkenni kvenna. Á síðustu árum hefur athyglinni verið beint meira að

mikilli aukningu í dánartíðni kvenna af völdum kransæðasjúkdóma. Það sem hefur vakið

þessa athygli eru þau óhefðbundnu einkenni sem konur, sem eru með kransæðastíflu, finna

fyrir. Þrátt fyrir að konur upplifi einnig dæmigerð einkenni t.d. brjóstverk eru þær oft líklegri

til að meta óhefðbundin einkenni meira (Shin, Martin og Suls, 2009).

Í heimildasamantekt Coventry, Finn og Bremner (2011) voru skoðaðar rannsóknir frá

árunum 1990-2009 um kynbundin einkenni kransæðastíflu. Þar kemur fram að konur með

kransæðastíflu eru ólíklegri til að finna fyrir brjóstverk en karlar. Konur eru einnig mun

líklegri en karlar til að finna fyrir óhefðbundnum einkennum á borð við þróttleysi, verk í hálsi,

yfirlið, ógleði, verk í hægri handlegg, svima og verk í kjálka. Þetta er í samræmi við

niðurstöður í rannsókn Kirchberger o.fl. (2011).

Í rannsókn sem var birt í Bandaríkjunum árið 2003 voru skoðuð þau einkenni sem

konur fundu fyrir áður en þær leituðu á bráðamóttökur, svokölluð fyrirboðaeinkenni (e.

prodromal symptoms). Þátttakendurnir voru 515 konur sem höfðu fengið hjartaáfall. Eftir

viðtöl við þátttakendurna kom fram að algengasta fyrirboðaeinkennið birtist meira en mánuði

fyrir hjartaáfallið og var þróttleysi. Tæplega 71% kvennanna fundu fyrir þessum

fyrirboðaeinkennum. Svefnleysi varð vart í tæplega 48% tilfella og mæði í rúmlega 42%

tilfella. Það sem var sláandi við niðurstöðurnar var að aðeins tæplega 30% kvenna sögðu frá

brjóstverk sem talað er um sem aðaleinkenni kransæðastíflu (McSweeney o.fl., 2003). Í

rannsókn Cantus og Ruiz (2011) er einnig fjallað um fyrirboðaeinkenni s.s. mígreni, óþægindi

í öxlum og tímabundna blindu. Einnig segir frá þróttleysi sem algengasta fyrirboðaeinkenninu

en það samræmist niðurstöðum rannsóknar McSweeney o.fl. (2003)

Sú staðreynd að konur finna fyrir öðrum einkennum en karlar með kransæðastíflu

hefur haft mikil áhrif á greiningu og þar með afdrif kvenna. Ýmsir sjúkdómar geta haft áhrif á

birtingarmynd kransæðastíflu hjá konum. Sem dæmi verða konur með sykursýki meira varar

Page 22: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 14

við mæði eða andþyngsli en brjóstverk. Einnig finna konur í ofþyngd meira fyrir brjóstverk og

aukinni svitamyndun en aðrar (Kirchberger o.fl., 2011; Tómas Guðbjartsson o.fl., 2014).

Í rannsókn Cantus og Ruiz (2011) kemur fram að það virðist vera flókið að þekkja og

greina þessi óhefðbundnu einkenni sem margar konur upplifa. Það veldur því að þær leita sér

síðar hjálpar og eru því lengur ómeðhöndlaðar. Konur eru einnig líklegri til að mistúlka og

vanmeta einkenni kransæðastíflu og eru því oftar verr staddar þegar þær komast undir

læknishendur. Auk þess hefur komið fram að þær konur sem leita til bráðamóttöku vegna

þessara einkenna þurfa að bíða lengur eftir greiningu og fara í færri rannsóknir en karlar. Oft

eru þær ranglega greindar með kvíða og/eða þunglyndi (Cantus og Ruiz, 2011).

Í doktorsritgerð Gilliam (2007) segir að fyrstu einkenni kvenna í kransæðastíflu geta

komið fram mánuðum áður en hjartaáfallið verður. Þá kvarta konur yfirleitt um erfiðleika við

öndun, þróttleysi eða þunglyndi. Eftir því sem þrengingin í kransæðunum versnar fara konur

svo að tjá dæmigerð einkenni s.s. brjóstverk, bak- eða kjálkaverk. Auk óþæginda í brjósti

tjáðu konur óvenjulegt þróttleysi sem fyrirboðaeinkenni. Þróttleysi sem var svo alvarlegt að

þær sögðust ekki geta búið um rúm án þess að hvílast. Ef konur koma með þessar kvartanir þá

verða heilbrigðisstarfsmenn að meta þessi einkenni og finna orsök þróttleysisins (McSweeney

o.fl., 2003; Gilliam, 2007).

Eins og rætt hefur verið um hér að ofan tjá konur brjóstverk á annan hátt en karlar og

hefur honum verið lýst sem óljósum og ósamfelldum verk sem kemur og fer. Dregnar hafa

verið þær ályktanir að þessi ólíka birtingarmynd af brjóstverk milli kynja sé hluti af ástæðu

þess að konur fái seinna meðferð og séu ranglega greindar (Khan o.fl., 2010).

Munur á greiningu milli kynja. Fram hefur komið að konur án brjóstverks þurfa að

bíða lengur á bráðamóttökum en þeir einstaklingar sem hafa brjóstverk. Þetta hefur leitt til

seinkunar á greiningu og minni líkum á því að fá viðeigandi meðferð við kransæðastíflu.

Jafnframt hefur komið fram að seinkun á meðferð hjá konum er að meðaltali um einni

Page 23: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 15

klukkustund lengri en karla. Þessa seinkun má rekja til þeirra óljósu einkenna sem birtast hjá

konum. Einnig eru konur ólíklegri til að undirgangast inngripsmiklar aðgerðir en karlar

(Zbierajewski-Eischeid og Loeb, 2009).

Eitt fyrsta skrefið í greiningu á kransæðastíflu er gott heilsufarsmat, þ.e. sjúkrasaga og

líkamsmat og er það sérstaklega mikilvægt fyrir konur með óhefðbundin einkenni.

Heilsufarsmat getur gefið vísbendingu um alvarleika ástandsins og um hvað er að ræða. Þrátt

fyrir gríðarlega mikla þróun í læknavísindum er heilsufarsmat ennþá mikilvægasti þáttur

greiningarinnar og öðrum rannsóknum er beitt sem viðbót við það til að greina ástand og

ákvarða meðferð (Tómas Guðbjartsson o.fl., 2014). Í klínískum leiðbeiningum American

Heart Association er mælt með því að allir einstaklingar óháð kyni og aldri, sem koma á

bráðamóttöku með brjóstverk, ættu að gangast undir hjartalínurit til að útiloka kransæðastíflu.

Aðrar rannsóknargreiningar eru einnig nauðsynlegar s.s. blóðrannsókn, hjartaómun og

röntgenmyndataka (Luepker o.fl., 2003).

Hjartalínurit: Hjartalínurit (e. electrocardiogram) er tekið af öllum sjúklingum sem grunaðir

eru um einkenni frá hjarta. Rannsóknin skoðar á kerfisbundinn hátt rafvirkni hjartans en

litlum elektróðum er komið fyrir á ákveðnum stöðum á brjóstkassa og útlimum. Leiðslur frá

línuritstækinu eru tengdar elektróðunum sem sýnir svo rafvirkni hjartans. Rannsóknin gefur

mikilvægar upplýsingar og getur greint merki um ýmis vandamál í hjarta s.s. kransæðstíflu

(Hjartamiðstöðin, e.d.). Hjartalínurit getur sýnt ST-hækkun, misvísandi Q-bylgjur samhliða

ST-hækkun eða lækkun og hindrun á knippisþráðum (e. bundle-branch) en allt þetta eru

þættir í rafvirkni hjartans (Luepker o.fl., 2003).

Engin kynbundin viðmið eru á úrlestri og túlkun hjartalínurita sem getur haft í för með

sér mistök og misgreiningu. Niðurstöður hjartalínurita eru marktækt öðuvísi milli karla og

kvenna. Kona með kransæðastíflu er mun ólíklegri en karl til að hafa ST-hækkun samhliða

stíflunni. Ef sama konan kemur á bráðamóttöku með óhefðbundin einkenni og hjartalínurit

Page 24: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 16

hennar sýnir enga breytingu á ST-þætti er möguleiki á að hún verði ranglega greind og fái

ekki eftirfylgni (Cheek, Sherrod og Tester, 2007). Þessi staðhæfing Cheek o.fl. er merkileg í

ljósi þess að Tómas Guðbjartsson o.fl. (2014) segja í grein sinni að sjaldan sé ástæða til

frekari og sérhæfðari rannsókna á þeim einstaklingum sem sýna engar breytingar á

hjartalínuriti. Ekki virðist heldur alltaf skipta máli hvort konur tjái dæmigerð einkenni líkt og

brjóstverk. Í rannsókn Arnold, Milner og Vaccarino (2001) kemur fram að af þeim

sjúklingum, yngri en 55 ára, sem komu á bráðamóttöku með brjóstverk, voru konur marktækt

ólíklegri en karlar til að gangast undir hjartalínurit. Hjartalínurit er góð og gild rannsókn til að

gefa upplýsingar um kransæðastíflu þótt hún bregðist stundum, sérstaklega hjá konum. Því er

nauðsynlegt að aðrar rannsóknir séu gerðar samhliða því til að útiloka eða staðfesta grun um

kransæðastíflu.

Blóðrannsóknir: Stuðst hefur verið við blóðrannsóknir í allt að 50 ár til að greina

hjartasjúkdóma. Rannsóknin greinir efni í blóði sem venjulega eru ekki til staðar eða önnur

sem geta bent til sjúkdómsástands. Skemmdir á hjartavef geta birst sem óeðlileg próteingildi í

blóði. Þau prótein sem aðallega er horft til eru kreatín kínasi (e. creatine kinase, CK) og

trópónín T (e. cardiac troponin T). Þessi prótein eru staðsett inni í hjartafrumum en í

kransæðastíflu losna þau út í blóðið. Þrátt fyrir það má finna þessi prótein, t.d. kreatín kínasa í

öðrum vöðvum og því eru þau ekki aðeins tengd hjartanu. Því geta hækkuð gildi í blóði einnig

bent til vandamála annars staðar í líkamanum (Adams og Apple, 2004). Hins vegar er

trópónín T aðeins að finna í hjartanu og er því helst horft til gildis þess.

Þegar blóðrannsóknir eru gerðar er byrjað á því að útiloka aðra sjúkdóma á borð við

blóðleysi (e. anemia) og sykursýki. Til að útiloka blóðleysi er blóðhagur mældur en blóðleysi

getur fylgt vangeta á súrefnisflutningi sem hefur í för með sér blóðþurrðareinkenni. Þegar

útiloka á sykursýki er m.a. mældur fastandi blóðsykur og framkvæmt sykurþolspróf ef

niðurstöður eru ekki afgerandi (Tómas Guðbjartsson o.fl., 2014). Huga þarf því sérstaklega

Page 25: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 17

vel að konum með sykursýki til að koma í veg fyrir misgreiningu. Á síðustu árum hefur einnig

verið farið að mæla bólgupróteinið CRP (e. C-reactive protein). Hækkun á CRP gildi í blóði

gefur merki um bólgusvörun en æðakölkun fylgir ákveðin bólgusvörun (Adams og Apple,

2004). Ekki virðist vera munur á útkomum blóðgilda í kransæðastíflu milli kynja en munurinn

liggur aðallega í því að konur eru ólíklegri til gangast undir frekari rannsóknir s.s.

blóðrannsókn ef þær sýna eðlilegt hjartalínurit (Arnold o.fl., 2001).

Aðrar greiningar: Hjartaómun (e. echocardiography) gefur góðar upplýsingar um byggingu

og starfsemi hjartans. Hún er því mikilvæg rannsókn í kransæðasjúkdómum og getur bent til

samdráttarskerðingar í hjartanu og afhjúpað eldra þögult hjartaáfall (Tómas Guðbjartsson

o.fl., 2014). Ein gerð hjartaómunar er svokölluð álagshjartaómun (e. exercise

echocardiography) sem er notuð þegar venjulegt álagshjartalínurit er óframkvæmanlegt eða

gefur óljósa niðurstöðu. Álagshjartaómun hentar einkar vel hjá einstaklingum með

óhefðbunda verki, sérstaklega hjá konum með óljósa brjóstverki. Þeir einstaklingar sem fá

jákvæða niðurstöðu úr álagshjartaómun ættu í framhaldinu að fara í kransæðamyndatöku (e.

coronary angiography). Kransæðamyndataka er áreiðanlegasta greiningartæki kransæðastíflu

meðal kvenna en hún krefst víðtækari inngripa og er því ekki notuð nema mikill grunur sé um

þrengingar (Cheek o.fl., 2007). Í þessu tilliti er vert að endurtaka það sem fram kom hjá

Zbierajewski-Eischeid og Loeb (2009) að konur eru ólíklegri en karlar til að gangast undir

inngripsmiklar rannsóknir og aðgerðir.

Önnur rannsókn, sem hægt er að styðjast við, er röntgenmynd af brjóstholi. Með

þessari rannsókn má fá upplýsingar sem geta verið mikilvægar þegar meta á hjartavandamál.

Myndatakan getur jafnframt gefið upplýsingar um upptök brjóstverkja og þannig komið í veg

fyrir mismunagreiningu. Rannsóknin er gagnleg fyrir þá einstaklinga með lungnasjúkdóma

eða brjóstverki sem ekki tengjast kransæðastíflu (Tómas Guðbjartsson o.fl., 2014).

Page 26: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 18

Konur eru jafn útsettar fyrir kransæðastíflu og karlar og því er mikilvægt að viðeigandi

rannsóknir séu gerðar á þeim. Þær eru hins vegar oftar ómeðvitaðar um þau einkenni sem

henni kunna að fylgja. Rannsakendur hafa margir sýnt fram á að það getur leitt til þess að

konur draga það oft á langinn að leita sér hjálpar og því mikilvægt að efla þekkingu þeirra á

einkennum kransæðastíflu (Jackson og McCulloch, 2014).

Hvað veldur kransæðasjúkdómum?

Orsakir kransæðasjúkdóma eru margar en almennt séð verða þær vegna hindrunar á

blóðflæði um kransæðar hjartans og þar með fylgir hömlun á súrefni og næringu. Bæði

lífsstílstengdir og erfðatengdir þættir hafa áhrif á nýgengi kransæðasjúkdóma. Hafa ber í huga

að kyn og aldur hafa einnig mikil áhrif á nýgengi sjúkdómsins. Tíðnin hækkar með aldri og

þær konur sem komnar eru á breytingarskeið eru í meiri hættu en karlar vegna breytinga á

hormónastarfsemi líkamans (Haugh, 2007). Mikilvægt er að þekkja og vera meðvitaður um þá

fjölmörgu áhættuþætti sem geta aukið líkur á kransæðasjúkdómum bæði hjá konum og

körlum.

Áhættuþættir. Sá lífsstíll sem hver og einn ákveður að lifa eftir hefur áhrif á auknar

eða minni líkur á kransæðasjúkdómum. Þeir áhættuþættir sem taldir eru hafa mest áhrif á

auknar líkur eru bæði breytanlegir og óbreytanlegir. Undir óbreytanlega þætti falla kyn, aldur

og erfðir (Tómas Guðbjartsson o.fl., 2014). Síðustu áratugi hafa tölur sífellt verið að sýna

fram á að dánartíðni úr kransæðasjúkdómum er hærri meðal kvenna en karla þrátt fyrir að

nýgengi sé hærri meðal karla (Shaw, Bugiardini og Merz, 2009). Eins og fyrr segir aukast

líkurnar einnig með hækkandi aldri. Hjá konum þróast kransæðasjúkdómar um það bil 10-15

árum seinna en hjá körlum en með hækkandi lífaldri kvenna og þeirri staðreynd að þær lifa

lengur en karlar eru þær í meiri áhættu á að fá þennan sjúkdóm eftir því sem árin líða

(Wenger, 2003). Ættarsaga hvers og eins getur einnig sagt til um aukna áhættu. Ef foreldrar

Page 27: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 19

hafa fengið kransæðasjúkdóm fyrir 55 ára aldur aukast líkurnar á því að börn þeirra þrói með

sér slíka sjúkdóma (Haugh, 2007).

Breytanlegir áhættuþættir eru flestir lífsstílstengdir og geta haft áhrif á óbreytanlegu

þættina til hins betra eða verra. Með því að hugsa vel um heilsuna er hægt að hafa jákvæð

áhrif á þá þætti sem geta leitt til kransæðasjúkdóma og draga með þeim hætti úr líkum á að fá

kransæðastíflu. Eins er hægt að hafa neikvæð áhrif á áhættuþættina með óheilbrigðum lífsstíl

(Tómas Guðbjartsson o.fl., 2014).

Reykingar: Reykingar er vel þekktur áhættuþáttur þegar kemur að ýmsum sjúkdómum. Ein

stærsta orsök dauða af völdum kransæðastíflu má rekja til tóbaksnotkunar og þá hjá öllum

aldurshópum (Tolstrup o.fl., 2014). Þau áhrif sem tóbaksreykur hefur á hjarta- og æðakerfið

eru margvísleg. Fyrst og fremst draga reykingar úr getu blóðsins til flutnings á súrefnisríku

blóði til hjartans og geta þar með valdið skertri starfsemi þess. Með tóbaksreyk kemur inn

mikið magn af hættulegum efnum sem hindra eðlilega starfsemi æðakerfisins t.d. með því að

auka blóðfitumagn og samloðun blóðflagna sem getur leitt til blóðtappamyndunar. Einnig

verður aukið álag á hjartað þar sem tóbak hækkar blóðþrýsting og eykur hjartsláttartíðni

(Haugh, 2007). Sýnt hefur verið fram á að tóbaksnotkun tengist yfir 50% tilfella

kransæðastíflu hjá miðaldra konum (Mosca o.fl., 1997).

Áhættan samhliða reykingum er mun hærri meðal kvenna en karla vegna þess að

konur eru líklegri til að þróa með sér sykursýki, vera með hærri gildi þríglýseríðs í blóði og

þjást af háþrýstingi. Einnig virðast konur þurfa að reykja færri sígarettur en karlar til að vera í

sömu áhættu og þeir (Vilmundur Guðnason, Nikulás Sigfússon og Gunnar Sigurðsson, 2014).

Sykursýki: Á eftir reykingum er sykursýki alvarlegasti áhættuþáttur kvenna sem tengist

dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma (Halm, 2014). Einstaklingar sem þjást af

sykursýki (e. diabetes mellitus) eru í allt að fjórfalt meiri hættu á að deyja úr

hjartasjúkdómum. Hækkað insúlíngildi í blóði getur valdið fitusöfnun í æðaveggjum sem

Page 28: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 20

getur verið byrjunarstig kransæðasjúkdóma (Haugh, 2007). Sykursýki er því mjög alvarlegur

áhættuþáttur kransæðasjúkdóma hjá báðum kynjum. Það hefur verið áætlað að allt að 50-70%

sjúklinga með sykursýki deyi úr einhverjum sjúkdómum hjarta- og æðakerfisins. Hættan á

kransæðasjúkdómum meðfram sykursýki er talin allt að sjö sinnum meiri hjá konum

samanborið við þrisvar sinnum meiri hjá körlum (Bello og Mosca, 2004). Það er því ljóst að

sykursýki er mun stærri áhættuþáttur kransæðasjúkdóma meðal kvenna en karla.

Sykursýki er vaxandi vandamál í heiminum og árið 2014 voru 9% fullorðinna

einstaklinga í heiminum með greinda sykursýki. Spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði

sykursýki sjöunda algengasta dánarorskökin í heiminum (WHO, 2015b). Konur með

sykursýki eru í meiri hættu á hjarta- og æðavandamálum en karlar í sömu stöðu. Þær eru

einnig í 50% meiri hættu á að deyja af völdum kransæðasjúkdóma heldur en karlar með

sykursýki. Ástæðan fyrir þessu er margþætt og tengist líffræðilegri byggingu kvenlíkamans

t.d. að því leyti að hjörtu þeirra og kransæðar eru minni og auðertanlegri (Maas og Appelman,

2010). Sykursýki hefur þau áhrif að konur missa þetta 10-15 ára forskot sem þær hafa á karla

tengt kransæðasjúkdómum. Því er hægt að setja konu með sykursýki í sama áhættuhóp og

karla á sama aldri sem ekki hefur sykursýki (Halm, 2014).

Háþrýstingur: Blóðþrýstingur sem nemur hærra en 140/90 mm Hg er skilgreindur sem

háþrýstingur (e. hypertension) og hefur mikil áhrif á marga langvinna sjúkdóma, þar á meðal

kransæðasjúkdóma. Háþrýstingur er talinn stór áhættuþáttur kransæðasjúkdóma hjá báðum

kynjum þar sem hann veldur æðakölkun vegna of mikils þrýstings sem verður á æðaveggina

(Haugh, 2007). Samkvæmt könnun Hjartaverndar frá árunum 2005-2007 eru meira en

helmingur einstaklinga 65 ára og eldri með háþrýsting. Þar kemur einnig fram að karlar eru

með hærri blóðþrýsting en konur á fyrri hluta ævinnar. Í kringum miðjan aldur er munurinn

milli kynjanna mun minni og að lokum jafnvel hærri meðal kvenna á efri árum (Hjartavernd,

2008).

Page 29: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 21

Offita: Karlar eru líklegri en konur til að vera of feitir þar til í kringum miðjan aldur þegar

offita verður algengari meðal kvenna (Wenger, 2003). Árið 2013 voru rúm 35% fullorðinna í

Bandaríkjunum of feitir og hefur sú tala hækkað gríðarlega mikið síðustu tvo áratugi.

Sérstaklega hefur hækkunin verið meðal kvenna á aldrinum 20-34 ára. Offita hefur margs

konar neikvæð áhrif á líkamsstarfsemina. Sem dæmi þá veldur offita hækkun á

þríglýseríðgildum, þvagsýru og blóðþrýstingi. Offita hefur einnig áhrif á blóðfitu með því að

lækka gildi HDL (e. high-density lipoprotein) góðs kólesteróls á meðan gildi LDL (e. low

density lipoprotein) slæms kólesteróls hækkar. Of feitir einstaklingar hafa tilhneigingu til að

þróa óþol gegn glúkósa sem getur haft neikvæð áhrif á blóðsykurstjórnun líkamans (Halm,

2014). Auk þessara neikvæðu áhrifa eru of feitir einstaklingar líklegri til að tileinka sér

kyrrsetulífsstíl. Líkamshreyfing hefur verið tengd við allt að 15-50% minni líkur á

kransæðaáföllum og því er ljóst að kyrrseta eykur áhættuna á kransæðasjúkdómum til muna

(Wenger, 2003).

Sálræn líðan: Þáttur sálrænnar líðanar í sambandi við kransæðasjúkdóma hefur verið

rannsakaður að einhverju leyti. Fram hefur komið að þeir sem þjást af þunglyndi eða andlegri

vanlíðan eru í tvöfalt meiri hættu á að fá kransæðastíflu óháð kyni (Drory, Kravetz og

Hirschberger, 2003). Einnig kemur fram að konur eru líklegri en karlar til að finna fyrir

andlegu álagi eftir kransæðastíflu. Þunglyndi og félagsleg einangrun hefur verið tengd við

hærri dánartíðni eftir kransæðastíflu og eru konur tvisvar sinnum líklegri en karlar til að þjást

af þunglyndi (Wenger, 2003).

Hormónastarfsemi: Sýnt hefur verið fram á að kvenhormón, aðallega östrógen (e. estrogen),

geta verndað konur gegn kransæðasjúkdómum. Östrógen hækkar HDL kólesteról, lækkar

LDL kólesteról, bætir starfsemi æðaþels og dregur úr líkum á æðakölkun (Halm, 2014).

Komið hefur fram að skortur á östrógeni hjá ungum konum hefur hækkað áhættuna á

kransæðasjúkdómum sjöfalt (Maas og Appelman, 2010). Östrógen hefur víðtæk áhrif um

Page 30: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 22

allan líkamann. Við tíðahvörf (e. menopause) minnkar gildi östrógens í líkamanum og því eru

konur sem fara snemma á breytingarskeið í meiri áhættu á kransæðasjúkdómum en þær sem

fara seinna (Maas og Appelman, 2010). Sykursýki getur dregið úr verndandi þáttum östrógens

ásamt því að hafa áhrif á bindigetu östrógens við æðaveggi (Wenger, 2003). Þessi 10-15 ára

aldursmunur, sem getur verið milli kvenna og karla á þróun kransæðasjúkdóma, er vegna

þessara verndandi áhrifa sem östrógen hefur (Halm, 2014).

Áhættuþættir kransæðasjúkdóma virðast sambærilegir meðal kvenna og karla.

Ákveðnar undantekningar eru þó á þessu en eins og fram hefur komið hafa hærri aldur,

sykursýki og ákveðin fituprótein hærra forspárgildi fyrir konur en karla. Einnig hefur verið

sýnt fram á að ójafnvægi í hormónastarfsemi kvenna tengist áhættu á kransæðasjúkdómum

(Wenger, 2003). Ekki er alltaf hægt að koma í veg fyrir kransæðasjúkdóma með

fyrirbyggjandi aðgerðum og því er mikilvægt að konur þekki einkennin og viti hvernig þær

eigi að bregðast við.

Þekking kvenna um einkenni kransæðastíflu

Þekking kvenna á hjarta- og æðasjúkdómum er ennþá takmörkuð þrátt fyrir miklar

framfarir á því sviði síðustu 15 ár. Ýmislegt hefur komið í veg fyrir aukna þekkingu og eru

það þættir eins og lágt menntunarstig, efnahagsstaða og annmarkar í heilbrigðisfræðslu. Að

auka þekkingu á hjarta- og æðasjúkdómum er mjög nauðsynlegt markmið ásamt því að efla

heilbrigðan lífsstíl (Flink, Sciacca, Bier, Rodriguez og Giardina, 2013).

Jackson og McCulloch (2014) framkvæmdu rannsókn í Bandaríkjunum sem kom út

árið 2014. Þátttakendurnir voru 33 konur, 65 ára og eldri og byggðist rannsóknin á viðtölum.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 48% kvennanna áttu erfitt með að tilgreina einkenni

kransæðastíflu þegar þær höfðu ekki kynnst því sjálfar eða fengið fræðslu. Þær tengdu margar

einkenni kransæðastíflu við önnur vandamál s.s. gigt, flensu, taugaskaða, beinþynningu,

tognun, beinkrabbamein og svefnvandamál. Þessi misgreining þeirra leiddi oftar en ekki til

Page 31: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 23

seinkunar á meðhöndlun. Helsti munurinn á þekkingu milli kvennanna var sá að þær sem

þekktu einkennin sögðust myndu leita sér tafarlaust læknishjálpar. Hinar, sem ekki þekktu

einkennin, sögðust myndu hvílast og bíða þess að einkennin liðu hjá. Það er nokkuð ljóst að

þekkingarleysi getur verið dýrkeypt og því mikilvægt að stefna að aukinni vitundarvakningu á

hjartasjúkdómum meðal kvenna.

Svipaðar niðurstöður er að finna í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og birtist árið

2008. Í rannsókninni tóku 19 konur þátt og tekið var viðtal við eftir að þær höfðu fengið sitt

fyrsta hjartaáfall. Niðurstöðurnar sýndu að konurnar áttu erfitt með að túlka, skilja og tengja

einkennin við kransæðastíflu. Þær reyndu eigin bjargráð til að eiga við óþægindin og jafnvel

brjóstverkinn frekar en að leita sér sérhæfðrar læknishjálpar. Konurnar vanmátu þá áhættu

sem þær voru í með tilliti til fjölskyldusögu, aldurs og lífsstíls. Margar kvennanna fundu fyrir

fyrirboðaeinkennum á borð við þróttleysi og sálræna vanlíðan sem þær tengdu einkennin við.

Konurnar höfðu miklar áhyggjur af fjölskyldunni og þeirri ábyrgð sem þær höfðu innan

hennar. Allt þetta leiddi til þess að þær afneituðu ástandinu og fóru síður eða alls ekki til

læknis (Sjöström-Strand og Fridlund, 2008).

Í Bandaríkjunum á árunum 2007-2011 var spurningalisti tengdur hjartasjúkdómum

lagður fyrir 823 konur sem ekki höfðu fengið kransæðastíflu. Rúmlega helmingur kvennanna

eða 445 svöruðu rétt varðandi helstu dánarorsök kvenna. Þær konur sem voru í meiri hættu á

kransæðasjúkdómum eða í ofþyngd voru ólíklegri til að vita helstu dánarorsök kvenna miðað

við þær sem voru það ekki. Þegar konurnar voru spurðar um einkenni hjartaáfalls svöruðu

67% kvennanna rétt. Þær sem höfðu lægra menntunarstig og þær konur sem voru í meiri

áhættu á kransæðasjúkdómum voru ólíklegri til að vita svarið við þessari spurningu (Flink

o.fl., 2013). Af niðurstöðunum má álykta að þær konur sem eru í meiri áhættu á

kransæðasjúkdómum eru ólíklegri til að þekkja einkenni hjartaáfalla heldur en þær sem eru í

minni áhættu.

Page 32: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 24

Rannsakendur hafa einnig reynt að skilja ástæður þess að konur fara seinna til læknis

með einkenni kransæðstíflu. Í rannsókn Rosenfeld, Lindauer og Darney (2005) sem kom út

árið 2005 voru þessar ástæður skoðaðar. Þar voru 52 konur á aldrinum 38-87 ára beðnar um

að lýsa því sem gerðist frá því að fyrstu einkenni kransæðastíflu gerðu vart við sig og þar til

þær fóru til læknis. Konunum var skipt niður í tvo hópa eftir því hvernig þær tókust á við

einkennin og leituðu sér hjálpar. Í öðrum hópnum voru konur sem fóru ekki eftir ráðum

annarra og grunaði ekki hjartaáfall. Í hinum hópnum voru konur sem t.d. hundsuðu einkennin

og vonuðust til að þau hyrfu. Sumar þeirra voru jafnframt hræddar um að gera sig að athlægi

vegna óljósra einkenna og eyða dýrmætum tíma heilbrigðisstarfsfólks. Í niðurstöðum er

ályktað að þekkingarleysi kvenna sem og heimilislækna þeirra, á einkennum kransæðastíflu,

sé mikil hindrun í því að stytta ákvörðunartímann um að leita sér hjálpar (Rosenfeld o.fl.,

2005).

Árið 2001 var gerð könnun í Bandaríkjunum á þekkingu kvenna á því hver væri helsta

ógn við heilsu þeirra. Um 62% aðspurðra töldu líklegt að brjóstakrabbamein myndi helst

spilla heilsu þeirra. Tæplega 10% sögðu hjartasjúkdóma vera þeirra helstu ógn (Wenger,

2003). Síðan þessi könnun var gerð hefur komið í ljós mikil vanþekking kvenna á

hjartasjúkdómum. Til að koma á móts við þennan skort á þekkingu var sett af stað

alheimsátakið GoRed árið 2004 í þeim tilgangi að vekja almenning, sérstaklega konur, til

vitundar um áhættuþætti, einkenni og fyrirbyggingu hjartasjúkdóma. Ísland tók þátt í átakinu

árið 2009 í samstarfi við Hjartavernd, Hjartaheill og aðra fagaðila (Hjartavernd, e.d.).

Það er ljóst að efla þarf þekkingu meðal almennings á einkennum kransæðasjúkdóma.

Til þess að hægt sé að stuðla að aukinni þekkingu þarf heilbrigðisstarfsfólk að búa yfir

ítarlegri þekkingu á kynbundnum mun á birtingarmynd kransæðasjúkdóma (Gilliam, 2007).

Ef heilbrigðiskerfið ætlast til að konur leiti sér hjálpar við óhefðbundnum einkennum verður

það að kynna þessi einkenni ásamt hefðbundnum einkennum. Heilbrigðisstarfsmenn og konur

Page 33: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 25

almennt verða að þekkja að einkenni, önnur en brjóstverkur, geta tengst undirliggjandi

hjartasjúkdómum.

Þekking heilbrigðisstarfsmanna á kynbundnum einkennamun kransæðastíflu

Heilbrigðisstarfsmenn verða að axla hluta ábyrgðar á því að konur leita seinna til

læknis við kransæðastíflu þar sem viðhorf og vinnubrögð tengd hjartasjúkdómum eru enn að

mestu leyti tengd körlum. Ef áfram verður einblínt á hefðbundin einkenni s.s. brjóstverk og

aukna svitamyndun verður haldið áfram að horfa framhjá konum með óljós einkenni þegar

kemur að greiningu og meðferð kransæðastíflu (Miller, 2002).

Ár hvert fá um 1,1 milljón Bandaríkjamanna hjartaáfall. Einungis um helmingur þeirra

leitar á bráðamóttökur og af þeim eru 2-8% ranglega greindir og sendir heim eða um 11.000

manns á ári (Pope o.fl., 2000). Í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum árið 1993 voru

skoðaðar 10.689 komur á bráðamóttöku sem tengdar voru blóðþurrðarsjúkdómum í hjarta. Af

öllum komum voru 1866 eða um 17% sem uppfylltu viðmið fyrir blóðþurrðarsjúkdóma. Um

8% af heildarfjölda tengdist bráðri kransæðastíflu. Af þeim sem þjáðust af bráðri

kransæðastíflu voru 19 manns ranglega greindir og útskrifaðir heim. Hjartalínuritin voru

endurmetin og það sem athygli vekur er að 14 af þeim 19 sjúklingum sem útskrifaðir voru

með kransæðastíflu sýndu ekki breytingar á riti. Í niðurstöðunum kom einnig fram að þeir

einstaklingar sem voru útskrifaðir með bráða kransæðastíflu voru oftar konur en karlar (Pope

o.fl., 2000).

Þrátt fyrir að misgreiningar eftir rannsóknir eins og hjartalínurit séu fátíðar, samanber

niðurstöður Pope o.fl. (2000), er óásættanlegt að einstaklingar séu útskrifaðir heim af

bráðamóttöku með bráða kransæðastíflu. Það er því ljóst að skilvirkt vinnulag á

bráðamóttökum er nauðsynlegt til þess að þjónustan sé sem öruggust fyrir alla sem eiga hlut

að máli.

Page 34: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 26

Hlutverk bráðamóttöku

Bráðamóttaka er miðstöð sem er aðgengileg öllum allan sólarhringinn og sinnir

bráðveikum einstaklingum sem ekki eru inniliggjandi á sjúkrahúsi en þar fer fram skjót

greining á ástandi og meðferð (Schuur og Venkatesh, 2012). Á Íslandi eru starfræktar

bráðamóttökur víðs vegar um landið, þær eru misjafnlega stórar í sniðum en þær stærstu eru

staðsettar á Landspítalanum í Fossvogi í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Árið 2013

voru komur á allar bráðamóttökur Landspítalans samtals 97.672 talsins eða um 267 komur að

meðaltali á dag. Á sama tíma voru komur á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri

14.626 eða að meðaltali 40 á dag. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem er töluvert minni í

sniðum, voru heildarsamskipti árið 2013 alls 23.809 talsins eða um 65 samskipti á dag. Með

heildarsamskiptum er átt við komur á slysa- og bráðamóttöku, símaráðgjöf og komur á opna

læknavakt. Í ársskýrslum sjúkrahúsanna kemur skýrt fram að mikil aukning er á komum á

bráðamóttökur og þeim fylgir aukið álag (Landspítalinn, 2014b; Sjúkrahúsið á Akureyri,

2014; Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 2014).

Það er því staðreynd að mikil aukning er á komum á bráðamóttökur, bæði hérlendis

sem og víðs vegar erlendis. Margar ástæður geta verið fyrir þessari aukningu, þar á meðal

skortur á heimilislæknum og fjölgun aldraðra. Þessar ástæður ásamt mörgum öðrum leiða til

lengri biðtíma og aukins álags á bráðamóttökum (Jennings o.fl., 2008). Þeirri þjónustu sem í

boði er, er aðallega sinnt af læknum og hjúkrunarfræðingum en ástæður komu sjúklinga eru

eins margar og þær eru mismunandi. Vegna þessa aukna álags hafa heilbrigðisstofnanir gripið

til þess ráðs að auka ábyrgð hjúkrunarfræðinga t.d. með því að innleiða stöðu sérfræðings í

hjúkrun (e. nurse practitioner) eða að auka sérmenntun starfsfólks sem starfar á

bráðamóttökum. Dæmi um notkun á slíkri sérmenntun er að þjálfa hjúkrunarfræðinga í

forgangsröðun sjúklinga en hún er lykilatriði í skjótri og réttri meðhöndlun sjúklinga sem leita

á bráðamóttökur (Ganley og Gloster, 2011).

Page 35: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 27

Forgangsröðun og flokkunarkerfi. Vegna fjölgunar koma á slysa- og bráðamóttökur

er mikilvægt að starfsfólk þar sé vel þjálfað til að taka á móti þeim fjölbreytilega hópi fólks

sem þangað leitar. Þess vegna er nauðsynlegt að vandamálin séu skilgreind á skilvirkan hátt

en til þess að það sé hægt þarf að forgangsraða tilfellum eftir alvarleika. Forgangsröðun er

áhættustýrt kerfi sem notað er til að stýra flæði sjúklinga á öruggan hátt. Kerfið er síbreytilegt

þar sem ástand sjúklings getur breyst á mjög skömmum tíma (Ganley og Gloster, 2011).

Forgangsröðun er mikilvægt skref til að ákveða hversu hratt sjúklingar þurfa meðhöndlun og

til greiningar á ástandi þeirra (López, Wilper, Cervantes, Betancourt og Green, 2010).

Til að auðvelda forgangsröðunina hafa margskonar flokkunarkerfi verið þróuð en

megin tilgangur þeirra er að koma þeim sem þurfa skjóta meðferð hratt og örugglega til

meðhöndlunar (Gilboy, Tanabe, Travers og Rosenau, 2012). Á bráðamóttökunni í Fossvogi

hefur verið stuðst við Bráðleikastuðulinn (e. emergency severity index, ESI) sem er fimm

flokka forgangsröðunarkerfi. Þetta flokkunarkerfi er vel þekkt en önnur kerfi hafa einnig verið

mikið notuð, s.s. Ástralski forgangsröðunarstuðullinn (e. Australasian triage scale, ATS) og

Manchester forgangsröðunarkerfið (e. Manchester triage system, MTS) (Ágústa Hjördís

Kristinsdóttir og Ingibjörg Sigurþórsdóttir, 2010; Kuhn, Page, Rolley og Worrall-Carter,

2014).

Bráðleikastuðullinn: Stuðullinn byggir á fimm flokka forgangsröðunarkerfi en það var

hannað og þróað í Bandaríkjunum árið 1998. Bráðleikastuðullinn hefur það að markmiði að

tryggja einstaklingum rétta meðhöndlun. Í þessu kerfi er ekki einungis horft á alvarleikann

heldur jafnframt áætlaða þörf á fjölda inngripa en flokkarnir eru númeraðir frá 1-5. Ef

einstaklingur þarf að komast undir læknishendur á innan við mínútu, flokkast hann í 1. flokk.

Þeir sem ekki þurfa tafarlausa meðferð er raðað í flokka 2-5. Þeir sem eru í yfirvofandi hættu

er flokkaðir í 2. flokk og hljóta þá meðferð innan 10 mínútna. Í flokkum 3-5 er horft til fjölda

inngripa. Þeir einstaklingar sem þarfnast tveggja eða fleiri inngripa eru flokkaðir í 3. flokk,

Page 36: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 28

þeir sem þurfa aðeins eitt inngrip eru í flokki 4 og þeir sem ekki þarfnast inngripa eru

skilgreindir í 5. flokk (Ágústa Hjördís Kristinsdóttir og Ingibjörg Sigurþórsdóttir, 2010).

Ástralski forgangsröðunarstuðullinn: Þessi stuðull er einnig byggður á fimm flokka

forgangsröðunarkerfi sem miðar að því að flokka einstaklinga eftir bráðleika en ekki fjölda

inngripa. Bráðleiki stuðulsins er skilgreindur út frá alvarleika ástands fremur en undirliggjandi

sjúkdómum eða þörf á innlögn. Í 1. flokk fara þeir einstaklingar sem þurfa tafarlausa meðferð.

Í 2. flokk fara þeir sem þurfa meðhöndlun innan 10-15 mínútna og í 3. flokk fara þeir sem

geta beðið í 30 mínútur. Í 4. flokk er miðað að meðhöndlun innan 60 mínútna og að síðustu

eru þeir sem þurfa meðhöndlun innan 120 mínútna flokkaðir í 5. flokk (Australasian College

for Emergency Medicine, 2013).

Manchester forgangsröðunarkerfið: Stuðullinn er byggður á reikniriti og inniheldur 52

flæðirit tengd ástandi sjúklings. Þetta kerfi, hefur líkt og hin tvö, fimm flokka og hefur verið

sýnt fram á að kerfið sé einkar árangursríkt til að meta óstöðuga sjúklinga og greina hættulega

brjóstverki. Flokkunum er raðað upp eftir lit. Fyrsti flokkur er rauður þar sem krafist er

tafarlausra inngripa. Flokkur 2 er appelsínugulur og þarf meðferð að hefjast innan 10 mínútna.

Þriðji flokkur er gulur en þeir einstaklingar þurfa að komast undir læknishendur innan

klukkustundar. Flokkur 4 er grænn og er miðað við að meðferð hefjist ekki seinna en eftir

tvær klukkustundir. Síðasti flokkurinn er blár og er biðtíminn ekki lengri en fjórar

klukkustundir (Ganley og Gloster, 2011).

Öll þessi forgangsflokkunarkerfi krefjast mikillar þekkingar þeirra sem þau nota.

Hjúkrunarfræðingar eru í auknum mæli farnir að sinna flokkunarhlutverkum á

bráðamóttökum og eru oft fyrstu heilbrigðisstarfsmenn sem sjúklingar hitta. Það er því

mikilvægt að ákveðnar kröfur séu gerðar til þess hjúkrunarfræðings sem sér um flokkun. Á

bráðamóttökum víða erlendis hefur verið farin sú leið að innleiða hlutverk sérfræðings í

hjúkrun til að sinna þessu starfi.

Page 37: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 29

Hlutverk hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Hjúkrunarfræðingar eru í forgrunni

á bráðamóttökum og hafa gríðarlega mikið um fyrstu viðbrögð að segja. Þeir eru því í

lykilstöðu til að þróa og innleiða klínískar leiðbeiningar um rétt viðbrögð og inngrip. Vegna

þessarar lykilstöðu, aukinnar ábyrgðar og álags, ásamt öðrum þáttum, hefur verið litið til

þróunar á starfi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum, s.s. með stöðu sérfræðings í hjúkrun.

Hugtakið sérfræðingur í hjúkrun hefur verið notað til lýsa hjúkrunarfræðingi sem hefur lokið

viðbótarnámi og sérhæfingu á ákveðnu sviði til þess að geta veitt skilvirkari og faglegri

þjónustu. Þetta starf hefur verið þróað og innleitt á ýmsum stöðum, bæði hérlendis og

erlendis, með góðum árangri (Jennings o.fl., 2008).

Staða sérfræðings í hjúkrun gerir hjúkrunarfræðingum m.a. kleift að sjá um innskrift

og útskrift sjúklinga, flutning þeirra, ávísa ákveðnum lyfjum, fræða almenning og sjá um og

meðhöndla krónísk og bráð veikindi (Swann, Chessum, Fisher og Cooke, 2013). Margar

rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning af stöðu sérfræðings í hjúkrun og kemur fram að hún

getur bætt þjónustu og aukið ánægju skjólstæðinga (Jennings o.fl., 2008; Dinh, Walker,

Parameswaran og Enright, 2012).

Í rannsókn, sem gerð var í Ástralíu á árunum 2004-2005, komu fram jákvæðar

niðurstöður á innleiðingu sérfræðings í hjúkrun á bráðamóttökum. Markmið þessarar

rannsóknar var að kanna hvort sérfræðingar í hjúkrun gætu komið að styttingu biðtíma og

veru á bráðamóttöku. Alls 3156 komur voru teknar fyrir, þar af hitti sérfræðingur í hjúkrun

572 einstaklinga, en hinir fóru í gegnum venjulegt ferli bráðamóttöku. Helstu niðurstöður

rannsóknarinnar sýndu marktækan mun milli hópanna tveggja að því leyti að þeir sem hittu

sérfræðing í hjúkrun þurftu að bíða skemur og fengu meðhöndlun fyrr en þeir sem voru í

hinum hópnum (Jennings o.fl., 2008). Þessar niðurstöður sýna fram á að hægt er að mæta því

aukna álagi sem nú er á bráðamóttökum með því að nýta betur hjúkrunarfræðinga með

Page 38: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 30

sérhæfðari verkefnum. Einnig hefur verið sýnt fram á að staða sérfræðings í hjúkrun á

bráðamóttökum getur aukið ánægju þeirra sem þangað leita (Dinh o.fl., 2012).

Dinh o.fl. (2012) gerðu rannsókn í Ástralíu á árunum 2010-2011 þar sem markmiðið

var að lýsa gæðum þjónustu á bráðasviði og bera þá þjónustu sem sérfræðingur í hjúkrun

veitir saman við þjónustu bráðalækna. Alls tóku 236 einstaklingar þátt í rannsókninni og þar

af voru 133 sem hittu sérfræðing í hjúkrun. Helstu niðurstöður voru þær að um 84% af

þátttakendunum lýstu gæðum bráðaþjónustu sem „mjög góðum“ eða „framúrskarandi“.

Jafnframt sýndu niðurstöður að ánægja sjúklinga sem voru í umsjá sérfræðings í hjúkrun var

marktækt meiri samanborið við hópinn sem bráðalæknar sinntu (Dinh o.fl., 2012).

Niðurstöður þessara tveggja rannsókna sýna að staða sérfræðings í hjúkrun á

bráðamóttökum getur ekki einungis stytt biðtíma og veru sjúklinga heldur einnig aukið

ánægju þeirra með þjónustuna (Dinh o.fl., 2012; Jennings o.fl., 2008). Hér á landi hafa stöður

sérfræðinga í hjúkrun verið lítið rannsakaðar og eru þær fremur fáar (Kristín Björnsdóttir og

Marga Thome, 2006). Þrátt fyrir það virðist vera grundvöllur fyrir innleiðingu sérfræðinga í

hjúkrun og eins og áður hefur komið fram gæti ávinningur slíkrar stöðu verið mikill á

bráðamóttökum, sérstaklega með tilliti til forgangsröðunar.

Hjúkrunarfræðingar sem sjá um forgangsröðun á bráðamóttökum verða að geta tekið

nákvæmar ákvarðanir á stuttum tíma í erilsömu og tilfinningaþrungnu umhverfi. Rannsókn

sem gerð var í Bandaríkjunum árið 2002 hafði það að markmiði að lýsa persónueinkennum,

innsæi og ákvörðunum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum með tilliti til forgangsröðunar.

Þátttakendurnir voru 10 hjúkrunarfræðingar með sérmenntun á sviði bráðahjúkrunar og var

þeim skipt niður í tvo rýnihópa. Niðurstöður rýnihópaviðtalanna sýndu að mörg

persónueinkenni þóttu mikilvæg fyrir hjúkrunarfræðinga i forgangsröðunarhlutverki s.s.

sveigjanleiki, þolinmæði, samskiptafærni og gagnrýnin hugsun. Hins vegar þótti menntun og

Page 39: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 31

starfsreynsla á bráðamóttöku, í að minnsta kosti eitt ár, nauðsynleg fyrir árangursríka

forgangsröðun hjúkrunarfræðinga (Cone og Murray, 2002).

Þegar kemur að forgangsröðun hefur verið sýnt fram á að konur eru oft vanflokkaðar

samanborið við karla þegar um ræðir blóðþurrðarsjúkdóma eða ósérhæfðan brjóstverk.

Niðurstöður hafa sýnt að meðaltími meðhöndlunar karla er marktækt styttri en hjá konum.

Jafnframt er biðtími á biðstofu styttri hjá körlum en konum hjá þeim sem forgangsraðað er í

flokka 2-4. Konur eru einnig ólíklegri en karlar til að vera forgangsraðað rétt þegar um ræðir

bráða kransæðastíflu en um 50% þeirra eru í hættu á að vera vanflokkaðar (Kuhn o.fl., 2014).

Hér á landi, sem og annars staðar, hefur ekki verið horft nægilega mikið til kynbundins munar

á kransæðastíflu þegar gefnar eru út leiðbeiningar og verkferlar.

Embætti landlæknis á Íslandi gefur m.a. út klínískar leiðbeiningar um hjarta- og

æðasjúkdóma. Þar er að finna leiðbeiningar um kransæðastíflu en athygli vekur að þar er

miðað við að brjóstverkur sé til staðar. Í þessum leiðbeiningum eru gefnir upp verkferlar sem

eru að mörgu leyti góðir og gildir en þar er miðað við tilvist brjóstverks og öll inngrip miðast

út frá honum (Davíð O. Arnar og Ragnar Danielsen, 2015). Eins og fram hefur komið eru ekki

allir sem upplifa hjartatengdan brjóstverk. Í rannsókn sem gerð var á árunum 1997-1999 í

Bandaríkjunum kemur fram að aðeins 54% kvenna samanborið við 69% karla upplifðu

brjóstverk samhliða kransæðastíflu (Milner o.fl., 2004). Þessar niðurstöður eiga sér hliðstæðu

í niðurstöðum annarra rannsókna þar sem fram kemur að konur upplifa sjaldnar brjóstverk

sem aðaleinkenni kransæðastíflu (Khan o.fl., 2010). Í klínsíkum leiðbeiningum landlæknis

sem varða kransæðastíflu er ekkert að finna um kynbundinn mun á einkennum hennar og

samræmist það virtum breskum klínískum leiðbeiningum NICE (Davíð O. Arnar og Ragnar

Danielsen, 2015; NICE, 2014). Á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er stuðst við

verkferil sem tekur að einhverju leyti mið af kynbundnum mun (Landspítalinn, 2014a).

Page 40: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 32

Klínískar leiðbeiningar (e. clinical practice guidelines) eru mikilvæg hjálpartæki til

stuðnings heilbrigðisstarfsfólki og almenningi um kerfisbundið verklag og ákvarðanatökur.

Leiðbeiningarnar styðjast við bestu þekkingu sem völ er á hverju sinni og hafa það að

markmiði að veita bestu meðferð samhliða sem minnstri áhættu (Poolman, Verheyen,

Kerkhoffs, Bhandari og Schünemann, 2009). Þegar þróa á klínískar leiðbeiningar þarf að

skoða vísindalegan bakgrunn þeirra rannsókna sem styðja við efnið. Til eru ýmis matstæki til

að notast við en hér á landi er notast við matskerfi frá Scottish Intercollegiate Guidelines

Network, SIGN. Þar eru annars vegar rannsóknir sem liggja að baki klínískum leiðbeiningum

flokkaðar eftir styrk og hins vegar eru leiðbeiningarnar sjálfar flokkaðar eftir gæðum

rannsókna sem notaðar voru við gerð þeirra. Dæmi um góðar vísindalegar rannsóknir

samkvæmt SIGN eru hágæða safngreiningar (e. meta-analysis) eða marktækar slembaðar

rannsóknir með lítilli hættu á skekkju (Scottish Intercollegiate Guidelines Network, 2014).

Á stærstu bráðamóttöku landsins, sem starfrækt er í Fossvogi í Reykjavík, eru

sjúklingar með grun um kransæðastíflu flokkaðir og meðhöndlaðir eftir ákveðnum verkferli. Í

þessum verkferli eru tilgreind nokkur óljós einkenni en þau eru sviti, skyndileg mæði,

andþyngsli/öndunarerfiðleikar, svimi/yfirlið, kviðverkur í efri hluta kviðar, ógleði og verkur í

kjálka eða handlegg. Jafnframt kemur fram að meiri líkur eru á þessum óljósu einkennum ef

um er að ræða t.d. konur eða aldraða einstaklinga (Landspítalinn, 2014a). Samkvæmt SIGN er

þróun og gerð klínískra leiðbeininga hringlaga ferli. Hringlaga ferli er mjög jákvætt í ljósi

þess að það krefst stöðugrar endurskoðunar með nýjustu rannsóknir og þekkingu til hliðsjónar

(Scottish Intercollegiate Guidelines Network, 2014). Landspítalinn hefur uppfært sinn

verkferil en áhugavert er að NICE hefur ekki uppfært sínar leiðbeiningar. Höfundar velta því

fyrir sér hvort enn eigi eftir uppfæra klínískar leiðbeiningar NICE eða hvort að nýjustu

rannsóknir á þessu sviði hafi ekki nægilega sterkan vísindalegan bakgrunn til að standast

kröfur um gerð klínískra leiðbeininga.

Page 41: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 33

Ástæður fyrir mismun milli kynja í forgangsröðun eru enn óljósar og ekki hefur tekist

að benda á hvaða þættir hafa áhrif á ákvarðanir hjúkrunarfræðinga sem sjá um forgangsröðun

sjúklinga á bráðamóttökum. Í grein sem birtist árið 2009 kemur fram að hjúkrunarfræðingar

hafa mismunandi viðhorf til einkenna kransæðastíflu hjá körlum og konum. Þeir voru líklegri

til að meta og greina frekar einkenni karla heldur en kvenna. Þó virtist sem reyndari og

sérhæfðari hjúkrunarfræðingar væru líklegri til skjótra og réttra viðbragða en þeir sem höfðu

minni reynslu (Arslanian-Engoren, 2009). Arslanian-Engoren (2009) er ein af fáum sem hefur

reynt að rýna í þennan mismun og hvað veldur honum en hún birti rannsókn um þetta efni árið

2009. Tilgangur þeirrar rannsóknar var að greina ákvörðunarferli hjúkrunarfræðinga á

bráðamóttöku á flokkun karla og kvenna sem sýna einkenni kransæðastíflu.

Í rannsókn Arslanian-Engoren frá árinu 2009 var stuðst við rýnihóp sem samanstóð af

hjúkrunarfræðingum með reynslu af móttöku sjúklinga á bráðamóttökum, sérstaklega karla og

kvenna með einkenni kransæðastíflu. Þátttakendurnir svöruðu spurningum út frá

spurningaramma sem byggðist á sjö stiga ákvörðunarlíkaninu. Niðurstöðurnar sýndu að við

forgangsröðun reiða hjúkrunarfræðingar sig á sjúkrasögu, klíníska birtingarmynd, sérkenni

sjúklings, almennt útlit, ferðamáta, lífsmörk og tilvist brjóstverkjar. Þeir studdust ekki

einungis við fræðilega þekkingu heldur einnig eigin skoðanir, viðhorf og reynslu við

forgangsröðun (Arslanian-Engoren, 2009).

Það sem virtist hafa einna mest áhrif á þennan mismun sem er á forgangsröðun er

viðhorf hjúkrunarfræðinganna og þá sérstaklega neikvæð viðhorf. Sem dæmi töldu sumir

hjúkrunarfræðingar ólíklegt að sjúklingar með brjóstverk myndu gráta og mátu því ástandið

ekki eins alvarlegt. Jafnframt virtist almenn framkoma sjúklinga hafa áhrif, t.d. voru þeir sem

töluðu í símann, höfðu matarlyst eða mikið farðaðar konur ólíklegri til að vera flokkaðir með

kransæðastíflu (Arslanian-Engoren, 2009).

Page 42: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 34

Kafli 3 - Aðferðafræði

Í þessum kafla verður sagt frá þeim aðferðum sem stuðst verður við í fyrirhugaðri

rannsókn. Farið verður yfir hvernig gagna verður aflað og hvernig úrvinnslu þeirra verður

háttað. Skýrt verður frá því hvernig þátttakendur verða valdir í rannsóknina og í lokin farið

yfir trúverðugleika og siðfræði rannsóknarinnar.

Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna þörf fyrir kynbundna verkferla í

móttöku einstaklinga með einkenni frá hjarta- og æðakerfi. Markmið rannsóknarinnar er að

skoða hvort hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökum séu nægilega vel upplýstir um mismunandi

einkenni kynjanna. Jafnframt er tilgangurinn að greina ákvarðanaferli hjúkrunarfræðinga á

bráðamóttökum og leggja grundvöll að mælanlegum hugtakalista sem skilgreinir hvað býr að

baki ákvörðunum hjúkrunarfræðinga við forgangsröðun. Með þann grunn, ásamt niðurstöðum

nýjustu rannsókna, mætti þróa og innleiða móttökuferli og verkferla við komu kvenna með

kransæðavandamál á bráðamóttökur á Íslandi.

Rannsóknaraðferð

Í fyrirhugaðri rannsókn verður stuðst við eigindlega aðferðafræði þar sem gagna

verður aflað með viðtölum í rýnihópum. Rýnihópaviðtölin verða greind með eigindlegri

innihaldsgreiningu. Eigindleg rannsóknaraðferð varð fyrir valinu þar sem hún gagnast vel

þegar skoða á reynslu og upplifanir fólks út frá sjónarhóli þess. Talið er að reynsla og

upplifun fólks á tilverunni mótist m.a. af gildum, menningu og tungumáli og því er mikilvægt

að styðjast við eigindlega aðferðafræði við rannsóknir líkt og þessa (Kvale, 1996).

Eigindleg aðferðafræði byggir á djúpviðtölum af ýmsum toga. Í fyrirhugaðri rannsókn

verður stuðst við viðtöl í rýnihópum en þá velur rannsakandi saman hóp einstaklinga sem

deila sameiginlegum reynsluheimi. Þetta eru fámennir hópar þar sem rannsakandi stýrir

umræðum eftir ákveðnum aðferðum. Aðferðin byggir á því að rannsakandi hvetur til

samræðna og stuðlar að víðsýni án þess að hafa áhrif á álit og skoðanir þátttakendanna.

Page 43: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 35

Niðurstöður eru loks settar fram eftir ítarlega greiningu á þeim upplýsingum sem fram komu í

rýnihópunum (Sóley S. Bender, 2013).

Rýnihópar sem rannsóknaraðferð tekur mið af tilgangi rannsóknar og þeim

rannsóknarspurningum sem lagðar eru fram. Slíkir hópar eru tilvaldir til að fá fram

mismunandi viðhorf og reynslu gagnvart viðfangsefninu og þannig er hægt að bera kennsl á

helstu þætti í samræðunum. Mismunandi viðræðuaðferðir geta stuðlað að þróun einstakra

mælitækja (Sóley S. Bender, 2013).

Hugmyndafræðilegur bakgrunnur

Hugmyndafræðilegur bakgrunnur fyrirhugaðrar rannsóknar mun byggjast á

rannsóknum Arslanian-Engoren. Rannsóknir hennar ganga út á að leggja grundvöll að þróun á

mælanlegum hugtakalista sem skilgreinir ákvörðunarferli hjúkrunarfræðinga. Í rannsókn frá

árinu 2009 var sett saman sjö stiga ákvörðunarlíkan sem átti að ramma inn þær skilgreiningar

sem hjúkrunarfræðingar nota til að taka ákvarðanir. Þessi stig eru: ástand sjúklings (e. state of

patient), merki (e. cues), leitandi ferli (e. heuristic processes), greinandi ferli (e. analytic

processesi), ályktun (e. inference), inngrip (e. action) og markmið (e. goal) (Arslanian-

Engoren, 2009).

Arslanian-Engoren hefur haldið áfram að þróa þessi stig og sameinað þau niður í þrjú

til að auðvelda notkun líkansins. Undir fyrsta stig fellur ástand sjúklings og merki hans þ.e.

sjúkrasaga, áhættuþættir, tjáning, einkenni o.fl. Annað stig inniheldur leitandi og greinandi

ferli ásamt ályktunum. Í leitandi ferli leita hjúkrunarfræðingar eftir vísbendingum út frá

reynslu og eigin viðhorfum s.s. gagnvart kyni. Í greinandi ferli greina hjúkrunarfræðingar

ómeðvitað fyrirfram þau atriði sem upp koma á fyrri stigum sem svo aftur litast af reynslu og

viðhorfum þeirra. Hjúkrunarfræðingar draga svo ályktanir um ástand sjúklings og

forgangsröðun út frá leitandi og greinandi ferlunum. Undir þriðja og síðasta stigið falla

Page 44: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 36

inngrip og markmið en inngripin eru byggð á ályktunum (Arslanian-Engoren og Hagerty,

2013).

Rannsóknarspurningar

Tvær megin rannsóknarspurningar voru settar fram.

Hver er þekking hjúkrunarfræðinga á kynbundnum mun á einkennum kransæðastíflu?

Hvað liggur að baki ákvörðunum hjúkrunarfræðinga við forgangsröðun kvenna með

kransæðastíflu?

Þátttakendur

Þegar velja á einstaklinga í rýnihópa er tekið mið af sameiginlegum einkennum þeirra

út frá tilgangi rannsóknarinnar en þessi einkenni geta t.d. verið reynsla, menntun og

vinnustaður (Sóley S. Bender, 2013). Þátttakendur fyrirhugaðrar rannsóknar verða valdir með

tilgangsúrtaki og skilyrði fyrir þátttöku eru hjúkrunarfræðingar sem starfað hafa í a.m.k. fimm

ár á bráðamóttöku og geta talað og skilið íslensku.

Deildarstjórar bráðamóttakanna verða beðnir um að velja átta hjúkrunarfræðinga sem

uppfylla skilyrði rannsóknarinnar. Úr þeim hópi munu rannsakendur draga af handahófi fimm

hjúkrunarfræðinga frá hverri bráðamóttöku. Upplýsingablað um fyrirhugaða rannsókn mun

verða sent til þeirra sem valdir hafa verið og þeir beðnir um upplýst samþykki til þátttöku þar

sem þeir staðfesta að þeir hafi fengið og skilið upplýsingar um fyrirhugaða rannsókn.

Þátttakendurnir munu verða samtals 20 og verður þýði hvers rýnihóps skipt með eftirfarandi

hætti:

Rýnihópur 1 Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Rýnihópur 2 Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri.

Rýnihópur 3 Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Rýnihópur 4 Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Page 45: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 37

Gagnasöfnun og gagnagreining

Í fyrirhugaðri rannsókn verður gagna aflað með rýnihópaviðtölum. Í slíkum

hópaviðtölum eru samdar nokkrar lykilspurningar sem taka mið af rannsóknarspurningunum

og tilgangi rannsóknarinnar. Rýnihópaviðtöl byggjast upp á inngangi, spurningaramma og

samantekt. Í inngangi er m.a. skýrt frá tilgangi rannsóknarinnar, framkvæmd hennar og

tímalengd viðtalsins. Eftir inngang hefjast umræður með hliðsjón af spurningarammanum en

hann þarf að vera sveigjanlegur og gefa kost á því að stjórnandi geti bætt inn

viðbótarspurningum. Þegar stjórnanda finnst hann hafa fengið nægilegar upplýsingar um

viðfangsefnið lokar hann umræðunni og tekur saman helstu atriðin sem komu fram (Sóley S.

Bender, 2013).

Í fyrirhugaðri rannsókn munu viðtölin fara fram í fundarherbergi hverrar

heilbrigðisstofnunar fyrir sig. Áætlað er að hvert viðtal standi yfir í um 1-2 klst. og er ráðgert

að klára öll viðtölin innan tveggja vikna. Viðtölin verða hljóð- og vélrituð orðrétt upp með

upplýstu samþykki þátttakendanna. Viðtölin munu taka mið af rannsóknarspurningunum

tveimur og ætlunin er að styðjast við eftirfarandi spurningaramma sem samanstendur af sex

spurningum.

Spurningarammminn verður eftirfarandi:

Fyrri rannsóknarspurning: Hver er þekking hjúkrunarfræðinga á kynbundnum mun á

einkennum kransæðastíflu?

Spurningar sem gengið verður út frá:

1. Finnst þér birtingarmynd kransæðastíflu vera mismunandi milli kynja?

Eru reglur á þínum vinnustað um kynjamun og móttöku?

Finnst þér þörf á leiðbeiningum um kynjamun?

Hvernig finnst þér að hjúkrunarfræðingar þrói klínískar leiðbeiningar um

kransæðastíflu?

Page 46: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 38

2. Hver finnst þér vera aðaleinkenni kransæðastíflu?

Upphaf einkenna, óljós einkenni, sérkenni sjúklings og almennt útlit?

3. Finnst þér þekking hjúkrunarfræðinga og kvenna um kransæðastíflu nægileg?

Seinni rannsóknarspurning: Hvað liggur að baki ákvörðunum hjúkrunarfræðinga við

forgangsröðun kvenna með kransæðastíflu?

Spurningar sem gengið verður út frá:

4. Hvernig myndir þú greina undirliggjandi orsök aðaleinkenna?

5. Hvernig greinir þú mikilvægar vísbendingar við forgangsflokkun kransæðastíflu?

Hvaða einkenni eiga við, heilsufarsmat og í hvaða forgangsflokki er

sjúklingurinn?

6. Hvert er lokamarkmið þitt þegar þú forgangsraðar fólki með hugsanlega

kransæðastíflu?

Eftir hljóð- og vélritun viðtalanna mun úrvinnsla gagnanna byggjast á eigindlegri

innihaldsgreiningu. Innihaldsgreining er góð leið til að bera kennsl á orð í texta og flokka þau.

Með þessu er hægt að greina helstu atriðin sem koma fram í textanum. Innihaldsgreining er

jafnframt árangursrík þegar fara þarf í gegnum mikinn texta og greina áherslur í innihaldi

hans. Einnig má nota þessa aðferð til að greina almennt gildismat, þekkingu og viðhorf til

viðfangsefnisins (Stemler, 2001).

Gagnagreining fyrirhugaðrar rannsóknar mun miðast að því að minnka kerfisbundið

magn þeirra gagna sem safnast í umræðunum en til þess verður stuðst við aðferðafræði

Kruegers. Eftir að hafa rýnt vandlega í innihald textans verður byrjað á því að skilgreina gögn

sem tilheyra aðal spurningunum sex. Því næst er áætlað að flokka saman samskonar svör við

sömu spurningum. Þegar þemu eru greind eru flokkuð saman þau orð eða hugtök sem hafa

sameiginlega eiginleika og geta fallið undir sama flokk (Krueger og Casey, 2000).

Page 47: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 39

Þegar viðtalið verður greint í þemu þurfa rannsakendurnir að fara mjög ítarlega yfir

textann til þess að komast að megin atriðum innihalds viðtalanna. Gott er að styðjast við

athugasemdir sem rannsakandi skráði hjá sér á meðan á viðtalinu stóð. Ef gagnagreining er í

höndum margra einstaklinga þarf hver rannsakandi að greina og setja fram þemu. Þegar þeirri

vinnu er lokið eru þemun borin saman á milli rannsakenda en með því má fá sem víðustu sýn

á innihald textans. Megin þemu og undirþemu eru studd með beinum setningum úr

viðtölunum (Sóley S. Bender, 2013).

Mikilvægt er að skoða viðtölin út frá orðavali, samhengi, algengi atriða, innra

samræmi, samræðustyrk, nákvæmni og heildarmynd. Nauðsynlegt er að leita skýringa á þeim

hugtökum sem upp koma í viðtölunum svo hægt sé að túlka þau rétt. Að lokum verða gögn

rýnihópanna borin saman til að fá betri yfirsýn á viðfangsefnið ásamt því að skoða nýjar og

óvæntar upplýsingar sem koma fram (Krueger og Casey, 2000).

Réttmæti og takmarkanir eigindlegra rannsókna

Þegar meta á gæði eigindlegra rannsókna er horft á innra og ytra réttmæti. Það

fyrrnefnda er stundum kallað trúverðugleiki og segir til um hversu gott tilraunasniðið er og

hversu áreiðanlegar ályktanir niðurstaðna eru. Það síðarnefnda, sem einnig hefur verið kallað

yfirfærslugildi, vísar til þess hvort og hversu gott sé að alhæfa um niðurstöðurnar (Sigríður

Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2013).

Til þess að eigindleg rannsókn geti talist traust verður að ná trúverðugleika en ýmsir

þættir geta ógnað honum. Þeir þættir sem taldir eru ógna mest eru vöntun á heildarmynd,

skekkja í úrtaki, ónóg fagleg fjarlægð og ónóg gagnasöfnun eða greining. Ógnanir af þessu

tagi geta dregið úr rannsókninni í heild. Rannsakendur munu leitast við að koma í veg fyrir

þessar ógnanir með því að samhæfa rannsakendur, vanda val á þátttakendum, viðhalda

virðingarverðri fjarlægð við viðmælendur og gefa sér tíma til gagnasöfnunar og greiningar

(Lincoln og Guba, 1985).

Page 48: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 40

Það sem getur takmarkað fyrirhugaða rannsókn er tiltölulega lítið úrtak þátttakenda og

lítill samanburður við svipaðar rannsóknir. Rýnihópar geta haft í för með sér ókosti s.s.

stjórnleysi í umræðum. Á móti kemur að hægt er að safna fjölbreyttum gögnum frá

mismunandi einstaklingum á stuttum tíma. Að því sögðu skiptir miklu máli fyrir stjórnanda

umræðanna að vera vel undirbúinn og hæfur til verksins (Sóley S. Bender, 2013).

Til að auka trúverðugleika fyrirhugaðrar rannsóknar munu rannsakendur leitast við að

hugsa fræðilega, greina gögn um leið og þeim er safnað, stunda meðvitaða hugmyndaþróun,

gæta að aðferðafræðilegu samræmi og vanda vel til úrtaksins. Fáar rannsóknir eru til um

sambærilegt efni og því erfitt að draga ályktanir út frá niðurstöðunum. Jafnframt getur lítið

úrtak þátttakendanna verið takmarkandi fyrir niðurstöður fyrirhugaðrar rannsóknar (Sigríður

Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2013).

Siðfræði rannsóknar

Allar rannsóknir þurfa að uppfylla siðferðilegar kröfur svo hægt sé að byggja

niðurstöður þeirra á traustum rökum. Í heilbrigðisvísindum gilda fjórar höfuðreglur en þær eru

sjálfræðisreglan, skaðleysisreglan, velgjörðareglan og réttmætisreglan. Þær snúa að virðingu

fyrir manneskjunni og sjálfræði hennar. Heilbrigðisstarfsfólk ætti að forðast að valda skaða en

láta gott af sér leiða og leyfa hverjum einum að njóta sanngirni (Sigurður Kristinsson, 2013).

Áður en fyrirhuguð rannsókn hefst verður þátttakendum sent upplýsingabréf um

tilgang fyrirhugaðrar rannsóknar. Þar mun koma fram að þátttaka í rannsókninni sé frjáls og

óþvinguð og hægt sé að neita eða hætta þátttöku hvenær sem er í ferlinu. Jafnframt verður

gefið upp símanúmer sem þátttakendur geta hringt í ef frekari spurningar vakna. Leitast

verður eftir því að allir þátttakendur skili inn upplýstu samþykki fyrir þátttöku. Einnig munu

rannsakendur gæta þess að engar persónulegar upplýsingar verði hægt að greina í

rannsóknarniðurstöðum.

Page 49: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 41

Fyrstu skref fyrirhugaðrar rannsóknar eru öflun tilskilinna leyfa, þ.e. leyfi

Vísindasiðanefndar. Einnig verður sótt um leyfi til stjórnenda Landspítalans (LSH),

Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu), Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og

Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Í rannsókninni verður stuðst við viðtalsramma sem byggist á

spurningalista, sem áður hefur verið birtur um þekkingu á rannsóknarefninu. Jafnframt verður

leitað til siðanefnda þeirra heilbrigðisstofnana sem við á ef svo ber undir.

Samantekt

Við fyrirhugaða rannsókn verður notast við rýnihópaviðtöl og eigindleg

innihaldsgreining notuð til að svara rannsóknarspurningunum tveimur. Tilgangsúrtak verður

notað við val á þátttakendum og verður gagna aflað með viðtölum í rýnihópum. Þátttakendur

verða 20 talsins, fimm frá hverri stofnun og mun hvert hópviðtal standa í um 1-2

klukkustundir. Viðtölin verða hljóð- og vélrituð til gagnagreiningar og aðalatriði þeirra dregin

saman í flokka.

Page 50: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 42

Kafli 4 - Umræður

Í þessum kafla verður farið yfir viðfangsefni fræðilegrar umfjöllunar í kafla tvö þar

sem höfundar munu rýna í aðalatriðin og gildi þeirra. Fjallað verður um gildi fyrirhugaðrar

rannsóknar fyrir hjúkrun og hvaða ávinning hún getur haft. Í lok kaflans verður stutt

samantekt á efni hans.

Umræður um fræðilega umfjöllun

Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta dánarorsök karla og kvenna í heiminum í dag

og eru að stóru leyti tengdir lífsstíl (Jackson og McCulloch, 2014). Kransæðasjúkdómar, sem

eru helsta umfjöllunarefni þessa verkefnis, hafa hæstu dánartíðni innan hjarta- og

æðasjúkdóma. Megin áhersla höfunda var að einblína á konur og kransæðastíflu en í gegnum

tíðina hefur athyglinni verið beint að körlum frekar en konum. Ástæður þess eru m.a. taldar

vera að konur greinast seinna á lífsskeiðinu og birtingarmynd einkenna þeirra eru oft óljósar

(Miller, 2002).

Viðmið sem WHO gefur út og eru notuð fyrir birtingarmynd kransæðastíflu eru bráður

verkur í brjóstkassa, neðan við bringubein, í hálsi, kjálka eða handlegg og þrýstingur sem ekki

virðist eiga upptök frá hjarta (Luepker o.fl., 2003). Þessi viðmið eru sett fram fyrir bæði kynin

án tillits til kynbundins munar. Við heimildaöflun höfunda kom fram munur á

birtingarmyndum einkenna milli kynja. Þrátt fyrir að brjóstverkur sé oftast algengasta

einkenni kransæðastíflu hjá báðum kynjum virðast konur hafa fleiri einkenni sem oft eru

óljós. Þær konur sem finna fyrir brjóstverk eru ólíklegri en karlar til að tjá hann sem sitt

aðaleinkenni. Þau einkenni sem konur tjá frekar en karlar eru t.d. svimi, dreifðir verkir í baki,

hálsi, kjálka og maga, þróttleysi, hjartsláttaróregla og uppköst (Cantus og Ruiz, 2011;

Arslanian-Engoren o.fl., 2006; Kirchberger o.fl., 2011).

Það virðist vera flókið að greina þau óljósu einkenni sem margar konur upplifa. Þær

virðast líklegri en karlar til að vanmeta þessi einkenni, leita sér síður hjálpar og fá því ekki

Page 51: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 43

viðeigandi meðferð. Jafnframt hafa verið leiddar líkur að því að það misræmi sem virðist vera

í greiningu og meðferð milli kynja sé að stóru leyti vegna ólíkrar birtingarmyndar brjóstverks

(Kahn o.fl., 2010; Shin o.fl., 2009). Þetta misræmi, ásamt óljósum einkennum, getur einnig

leitt til þess að konur þurfi að bíða lengur eftir viðeigandi meðferð á bráðamóttökum en

karlar, allt að klukkustund lengur. Jafnframt hefur komið fram að konur eru síður líklegri til

að gangast undir inngripsmiklar aðgerðir en karlar (Zbierajewski-Eischeid og Loeb, 2009).

Konur eru í jafn mikilli hættu á að fá kransæðastíflu og karlar og síðustu áratugi hefur

dánartíðni kvenna af völdum hennar hækkað meira en meðal karla þótt nýgengi sé meira hjá

þeim (Shaw o.fl., 2009). Af þessu má álykta að karlar leiti sér frekar hjálpar, fái skjótari

greiningu og viðeigandi meðhöndlun en konur. Í ljósi þess að konur fá frekar óljós einkenni

má segja að heilsufarsmat sé lykilþáttur í greiningu kransæðastíflu kvenna. Heilsufarsmat sem

inniheldur sjúkasögu og líkamsskoðun getur gefið vísbendingar um alvarleika ástandsins,

útilokað undirliggjandi sjúkdóma og greint áhættuþætti. Ákveðnar undantekningar eru á

áhættuþáttum milli kynja en konur fá frekar kransæðastíflu t.d. með hækkandi aldri, vegna

hormónabreytinga og sykursýki. Konur með sykursýki eru t.a.m. í 50% meiri hættu á að deyja

af völdum kransæðasjúkdóma en karlar í sömu stöðu (Maas og Appelman, 2010).

Eins mikilvægt og heilsufarsmat er fyrir greiningu á áhættuþáttum er það líka fyrsti

þáttur í að greina ástand og ákvarða meðferð. Næsta skref í greiningu er hjartalínurit en það á

að taka af öllum sjúklingum sem eru grunaðir um einkenni frá hjarta. Engin kynbundin

viðmið eru sett fram á úrlestri hjartalínurita en fram hefur komið að hann getur valdið

misgreiningu. Rannsóknir hafa sýnt að marktækur munur er á niðurstöðum hjartalínurita milli

kynja en konur eru ólíklegri til að sýna breytingar á riti (Cheek o.fl., 2007). Þessar niðurstöður

stangast á við staðhæfingar Tómasar Guðbjartssonar o.fl. sem telja að ekki sé þörf á frekari

rannsóknum á einstaklingum sem sýna engar breytingar á hjartalínuriti (Tómas Guðbjartsson

Page 52: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 44

o.fl., 2014). Í ljósi þessa má álykta að meiri hætta sé fyrir konur en karla að vera ranglega

greindar. Þetta getur leitt til þess að þær fái ekki viðeigandi meðhöndlun.

Þekking kvenna á hjarta- og æðasjúkdómum virðist enn í dag vera takmörkuð þrátt

fyrir miklar framfarir síðastliðin 15 ár. Helstu ástæður þess eru taldar vera lágt menntunarstig,

efnahagsstaða og annmarkar í heilbrigðisfræðslu (Flink o.fl., 2013). Þetta þekkingarleysi er

hluti ástæðu þess að lengri tími líður frá því að einkenni koma fram og þar til konur leita sér

hjálpar (Rosenfeld, o.fl., 2005). Þetta sýnir enn fremur að konur eru í meiri hættu á að deyja af

völdum kransæðasjúkdóma en karlar. Mikilvægt er að efla þekkingu kvenna og ekki síður

þekkingu heilbrigðisstarfsmanna. Hjúkrunarfræðingar þurfa að axla ábyrgð á þessu

þekkingarleysi þar sem þeir einblína meira á karla en konur við greiningu kransæðastíflu

(Miller, 2002).

Mikil aukning er á komum á bráðamóttökur sem kallar á örugga og skilvirka

forgangsröðun en hún er mikilvægt skref til að ákvarða röðun sjúklinga með tilliti til

greiningar og meðhöndlunar (López o.fl., 2010). Til að auðvelda forgangsröðun hafa ýmis

konar flokkunarkerfi verið þróuð en hér á landi er stuðst við Bráðleikastuðulinn. Öll

forgangsflokkunarkerfi krefjast mikillar þekkingar þeirra hjúkrunarfræðinga sem sinna

flokkun en hjúkrunarfræðingar eru í forgrunni á bráðamóttökum og því í lykilstöðu til að

ákvarða um fyrstu viðbrögð. Þeirrar þekkingar sem er krafist er m.a. að finna í stöðu

sérfræðings í hjúkrun en sú staða hefur sýnt fram á marktækan ávinning í þjónustu á

bráðamóttökum erlendis (Jennings o.fl., 2008; Dinh o.fl., 2012).

Hjúkrunarfræðingar sem sinna forgangsflokkun á bráðamóttökum vinna eftir

ákveðnum kerfum og verkferlum. Þegar kemur að forgangsröðun einstaklinga með

kransæðasjúkdóma virðast verkferlar, sem og klínískar leiðbeiningar, ekki vera nægilega

skýrar. Hér á landi er einungis að finna klínískar leiðbeiningar sem miðast eingöngu út frá

tilvist brjóstverkjar sem ekki er alltaf til staðar. Í ljósi þessa er merkilegt að í virtum breskum

Page 53: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 45

klínískum leiðbeiningum um kransæðasjúkdóma er sérstaklega tekið fram að ekki skuli gera

greinarmun milli kynja við komu einstaklinga með kransæðastíflu á bráðamóttökum (NICE,

2014; Davíð O. Arnar og Ragnar Danielsen, 2015). Höfundar velta því fyrir sér hvort enn eigi

eftir uppfæra klínískar leiðbeiningar NICE eftir hringlaga ferli SIGN eða hvort að nýjustu

rannsóknir á þessu sviði hafi ekki nægilega sterkan vísindalegan bakgrunn til að standast

kröfur um gerð klínískra leiðbeininga. Þrátt fyrir að ekki sé búið að uppfæra leiðbeiningar

NICE hefur bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi stuðst við nýlega uppfærðan verkferil sem

tekur að einhverju leyti mið af óljósum einkennum sem og kynbundnum mun.

Fram hefur komið að konur eru oft vanflokkaðar við forgangsröðun samanborið við

karla þegar um ræðir kransæðasjúkdóma og tilvist brjóstverkjar (Kuhn o.fl., 2014). Þessi

mismunur sem virðist vera við forgangsröðun sjúklinga með kransæðastíflu hefur lítið verið

skoðaður. Arslanian-Engoren er ein þeirra sem rýnt hefur í hvað liggur að baki þeim

ákvörðunum sem hjúkrunarfræðingar taka við forgangsröðun. Hennar viðfangsefni samræmist

að hluta til tilgangi fyrirhugaðrar rannsóknar þessa verkefnis, þ.e. að skoða hvað liggur að

baki ákvarðana hjúkrunarfræðinga við forgangsröðun kvenna með kransæðastíflu á

bráðamóttökum. Í niðurstöðum Arslanian-Engoren (2009) kemur fram að hjúkrunarfræðingar

studdust ekki aðeins við fræðilega þekkingu heldur einnig eigin skoðanir, viðhorf og reynslu.

Það sem hafði einna mest áhrif á þennan mismun á greiningu milli kynja voru neikvæð

viðhorf hjúkrunarfræðinga vegna fordóma í garð ákveðinna hópa einstaklinga.

Gildi fyrirhugaðrar rannsóknar fyrir hjúkrunarfræði

Í gegnum bóklegt og klínískt nám vaknaði áhugi höfunda á hjarta- og æðasjúkdómum

og hvernig kynbundinn munur á birtingarmynd þeirra getur haft mikil áhrif á batahorfur og

dánartíðni. Við heimildaöflun kom í ljós að konur eru líklegri en karlar til þess að deyja af

völdum þessara sjúkdóma, vera vanflokkaðir í forgangsröðun á bráðamóttökum og falla síður

inn í þá verklagsramma sem stuðst er við í greiningu og meðferð. Í ljósi þessara niðurstaðna

Page 54: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 46

finnst höfundum mikilvægt að hjúkrunarfræðingar, sem og konur, fái aukna fræðslu um

áhættuþætti og þau óljósu einkenni kransæðasjúkdóma sem oft birtast hjá konum. Jafnframt

þykir höfundum nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar fái viðeigandi þjálfun, menntun og

fullnægjandi tæki til að styðjast við í móttöku sjúklinga með kransæðastíflu.

Höfundum þykir brýnt að gera grein fyrir þeim ákvörðunum sem ákvarða hvernig

hjúkrunarfræðingar forgangsraða sjúklingum með kransæðastíflu en til þess þarf að rannsaka

viðfangsefnið betur. Þróun á árangursríku matstæki sem greinir ákvarðanaferli þeirra sem bera

ábyrgð á forgangsröðun hefur mikið gildi fyrir hjúkrun. Það gæti bætt ákvarðanir

hjúkrunarfræðinga og með þeim hætti stuðlað að framför í þjónustu þeirra á bráðamóttökum.

Slíkt mælitæki gæti einnig nýst við þróun nýrra verkferla í móttöku einstaklinga með einkenni

kransæðastíflu og því komið í veg fyrir mismunun, t.d. milli karla og kvenna á

bráðamóttökum.

Samantekt

Sýnt hefur verið fram á að konur fá oft óljósari einkenni kransæðastíflu en karlar og

virðist það leiða til þess að þær fái frekar ranga greiningu og hljóti síður viðeigandi meðferð.

Þetta, ásamt þekkingarleysi um kransæðasjúkdóma meðal kvenna, hefur leitt til þess að

dánartíðni af völdum kransæðastíflu er hærri meðal kvenna en karla. Hjúkrunarfræðingar

gegna veigamiklu hlutverki þar sem þeir eru í lykilstöðu til að efla þekkingu kvenna um

einkenni og eru í forgrunni við móttöku sjúklinga á bráðamóttökum. Því er mikilvægt að þeir

sem forgangsraða hafi nægilega þekkingu og reynslu til að gegna því starfi. Gildi

fyrirhugaðrar rannsóknar er mikið þar sem sú þekking sem fæst getur bætt ákvarðanatöku

hjúkrunarfræðinga og þar með komið í veg fyrir óþarfa mismunun og mistök á

bráðamóttökum.

Page 55: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 47

Lokaorð

Upplýsingaöflun þessarar rannsóknaráætlunar hefur verið einstaklega fræðandi en um

leið sláandi. Margar niðurstöður sýna hversu mikið hallar á konur þegar kemur að greiningu

og meðferð kransæðasjúkdóma. Á Íslandi má rekja allt að þriðjung allra dauðsfalla til hjarta-

og æðasjúkdóma og er höfundum, sem verðandi hjúkrunarfræðingum, ljóst að sú þekking sem

skapast hefur við vinnu verkefnisins mun nýtast í störfum þeirra í framtíðinni.

Hjúkrunarfræðingar verða að búa yfir nægilegri þekkingu á birtingarmynd

kransæðasjúkdóma hjá báðum kynjum. Jafnframt er mikilvægt að þeir geri sér grein fyrir

þeim óljósu einkennum sem konur finna frekar fyrir við kransæðastíflu. Þar sem hallar á

konur í þessum efnum þarf að ráðast að rótum vandans og auka þekkingu í samfélaginu. Mikil

vakning hefur orðið á kransæðasjúkdómum kvenna síðustu ár, m.a. með tilkomu samtaka eins

og GoRed. En betur má ef duga skal og þarf að styrkja þann þekkingargrunn sem náðst hefur

enn frekar með áframhaldandi fræðslu innan heilbrigðisþjónustunnar.

Höfundar vonast til að niðurstöður fyrirhugaðrar rannsóknar verði til þess að bæta

ákvarðanir hjúkrunarfræðinga við forgangsröðun og þekking hjúkrunarfræðinga á

kransæðasjúkdómum aukist. Jafnframt má benda á að niðurstöður geta nýst til þess að

endurskoða og þróa betur klínískar leiðbeiningar og verkferla um kransæðasjúkdóma. Þannig

mætti bæta móttöku og þar með lífslíkur kvenna með kransæðastíflu.

Page 56: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 48

Heimildaskrá

Adams, J. og Apple, F. (2004). New blood tests for detecting heart disease. Circulation, 109,

1-3. doi: 10.1161/01.CIR.0000114134.03187.7B

Archer, P.M. (2013). Oxygenation. Í Potter, P.A. og Perry, A.G. (ritstjórar), Fundamentals of

Nursing (8. útgáfa) (bls. 821-881). St. Louis: Mosby.

Arnold, A.L., Milner, K.A. og Vaccarino, V. (2001). Sex and race differences in

electrocardiogram use (the national hospital ambulatory medical care survey). American

Journal of Cardiology, 88(9), 1037-1040. doi: 10.1016/S0002-9149(01)01987-7

Arslanian-Engoren, C. (2009). Explicating nurses‘ cardiac triage decisions. Journal of

Cardiovascular Nursing, 24(1), 50-57. doi: 10.1097/01.JCN.0000317474.50424.4f.

Arslanian-Engoren, C. og Hagerty, B.M. (2013). The development and testing of the nurses‘

cardiac triage instrument. Research and Theory for Nursing Practice, 27(1), 9-18. doi:

10.1891/1541-6577.27.1.9

Arslanian-Engoren, C., Patel, A., Fang, J., Armstrong, D., Kline-Rogers, E., Duvernoy, C.S.

og Eagle, K.A. (2006). Symptoms of men and women presenting with acute coronary

syndromes. The American Journal of Cardiology, 98(9), 1177-1181. doi:

10.1016/j.amjcard.2006.05.049

Australasian College for Emergency Medicine. (2013). Policy of the Australasian triage

scale. Sótt af https://www.acem.org.au/getattachment/693998d7-94be-4ca7-a0e7-

3d74cc9b733f/Policy-on-the-Australasian-Triage-Scale.aspx

Ágústa Hjördís Kristinsdóttir og Ingibjörg Sigurþórsdóttir. (2010). Þarf ég að bíða lengi?

Innleiðing fimm flokka forgangsröðunarkerfis á slysa- og bráðadeild Landspítala.

Tímarit hjúkrunarfræðinga, 86(1), 38-41. Sótt af

http://hjukrun.is/library/Skrar/Timarit/Timarit-

2010/%C3%9Earf_%C3%A9g_a%C3%B0_b%C3%AD%C3%B0a_lengi.pdf

Page 57: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 49

Bello, N. og Mosca, L. (2004). Epidemiology of coronary heart disease in women. Progress

in Cardiovascular Diseases, 46(4), 287-295. doi: 10.1016/S0033-0620(03)00115-4

Cantus, D.S. og Ruiz, M.C.S. (2011). Ischemic heart disease in women. Latin American

Journal of Nursing, 19(6), 1462-1469. doi: 10/S0104-11692011000600025

Cheek, D., Sherrod, M. og Tester, J. (2007). Women and heart disease: What‘s new? Cardiac

Insider, 37, 8-13. doi: 10.1097/01.NURSE.0000274285.2647.eb

Chen, W., Woods, S.L. og Puntillo, K.A. (2005). Gender differences in symptoms associated

with acute myocardial infarction: A review of the research. Heart and Lung, 34(4), 240-

247. doi: 10.1016/j.hrtlng.2004.12.004

Cone, K.J. og Murray, R. (2002). Characteristics, insights, decision making, and preparation

of ED triage nurses. Journal of Emergency Nursing, 28(5), 401-406. doi:

10.1067/men.2002.127513

Coventry, L.L., Finn, J. og Bremner, A.P. (2011). Sex differences in symptom presentation in

acute myocardial infarction: A systematic review and meta-analysis. Heart and Lung,

40(6), 477-491. doi: 10.1016/j.hrtlng.2011.05.001.

Davíð O. Arnar og Ragnar Danielsen. (2015). Klínískar leiðbeiningar um greiningu og

meðferð sjúklinga með brjóstverk. Sótt af

http://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-

skrar/Gagnasafn/BRUNNURINN/Kliniskar-leidbeiningar/Kransaedasjukdomur-

bradur/brjostverkir_0109.pdf

Davíð O. Arnar, Kristján Eyjólfsson, Ragnar Danielsen og Þorbjörn Guðjónsson. (2011).

Klínískir verkferlar fyrir bráðan kransæðasjúkdóm. Sótt af

http://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-

skrar/Gagnasafn/BRUNNURINN/Kliniskar-leidbeiningar/Kransaedasjukdomur-

bradur/Brjostverkir---skema-um-mottoku/brjostverkir_skema_0109.pdf

Page 58: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 50

Dinh, M., Walker, A., Parameswaran, A. og Enright, N. (2012). Evaluating the quality of care

delivered by an emergency department fast track unit with both nurse practitioners and

doctors. Australasian Emergency Nursing Journal, 15(4), 188-194. doi:

10.1016/j.aenj.2012.09.001

Drory, Y., Kravetz, S. og Hirschberger, G. (2003). Long-term mental health of women after a

first acute myocardial infarction. Archives of Physical Medicine and Rehabiliation,

(84)10, 1492-1498. doi: 10.1016/s0003-9993(03)00316-2

Elo, S. og Kyngäs, H. (2008). The qualitative content analysis process. Journal of Advanced

Nursing, 62(1), 107-115. doi: 10.1111/j.1365-2648.2007.04569.x

Flink, L.E., Sciacca, R.R., Bier, M.L., Rodriguez, J. og Giardina, E.G.V. (2013). Women at

risk for cardiovascular disease lack knowledge of heart attack symptoms. Clinical

Cardiology, 36(3), 133-138. doi: 10.1002/clc.22092

Ganley, L. og Gloster, A.S. (2011). An overview of triage in the emergency department.

Nursing Standard, 26(12), 49-56. doi: 10.7748/ns2011.11.26.12.49.c8829

Gilboy, N., Tanabe, P., Travers, D. og Rosenau, A.M. (2012). Emergency severity index

(ECI): A triage tool for emergency department care, version 4. Agency for Healthcare

Research and Quality: Rockville. Sótt af

http://www.ahrq.gov/professionals/systems/hospital/esi/esihandbk.pdf

Gilliam, T.S. (2007). Atypical and prodromal symptoms: Indicators for women and

myocardial infarction. Birt doktorsritgerð: University of South Carolina.

Hagstofa Íslands. (2010). Dánir eftir dánarorsökum (Evrópski stuttlistinn), kyni og aldri

1981-2009 . Sótt af

http://www.hagstofa.is/?PageID=2593&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/var

val.asp?ma=MAN05301%26ti=D%E1nir+eftir+d%E1narors%F6kum+%28Evr%F3pski

Page 59: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 51

+stuttlistinn%29%2C+kyni+og+aldri++1981%2D2009++++%26path=../Database/mann

fjoldi/Danir/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi

Halm, M.A. (2014). Women and heart disease. Sótt af

http://www.netce.com/1001/Course_33221.pdf

Haugh, K.H. (2007). Coronary Artery Disease and Dysrhytmias. Í Monahan, F.D., Sands,

J.K., Neighbors, M, Marek, J.F. og Green, C.J. (ritstjórar), Phipps' Medical-Surgical

Nursing: Health and illness perspectives (8. útgáfa) (bls. 746-804). St. Louis: Mosby.

Haugh, K.H. og Reid, K.B. (2007). Heart failure, valvular problems, and inflammatory

problems of the heart. Í Monahan, F.D., Sands, J.K., Neighbors, M, Marek, J.F. og

Green, C.J. (ritsjórar), Phipps' Medical-Surgical Nursing: Health and illness

perspectives (8. útgáfa) (bls. 805-856). St. Louis: Mosby.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands. (2014). Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Ársskýrsla 2013. Sótt

af http://www.hsu.is/wp-content/uploads/2008/01/Arsskyrsla_2013-b%C3%A6kl.-

vefur.pdf

Hjartamiðstöðin. (e.d.). Hjartalínurit. Sótt af

http://www.hjartamidstodin.is/index.php?option=content&task=view&id=6&Itemid=29

Hjartavernd. (2008). Handbók Hjartaverndar. Sótt af

http://www.hjarta.is/Uploads/document/Timarit/Handbok%20Hjartaverndar.pdf

Hjartavernd. (e.d.). GoRed fyrir konur. Sótt af http://www.hjarta.is/upplysingatorg/gored-

fyrir-konur

Íslenska alfræðiorðabókin. (2000). Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstjórar).

Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf.

Jackson, M.N.G. og McCulloch, B.J. (2014). 'Heart attack' symptoms and decision-making:

the case of older rural women. Rural and Remote Health, 14(2), 1-13. Sótt af

http://www.rrh.org.au/articles/subviewnew.asp?ArticleID=2560

Page 60: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 52

Jennings, N., O’Reilly, G., Lee, G., Cameron, P., Free, B. og Bailey, M. (2008). Evaluating

outcomes of the emergency nurse practitioner role in a major urban emergency

department, Melbourne Australia. Journal of Clinical Nursing, 17(8), 1044-1050. doi:

10.1111/j.1365-2702.2007.02038.x

Khan, J.J.B., Albarran, J.W., Lopez, V. og Chair ,S.Y. (2010). Gender differences on chest

pain perception associated with acute myocardial infarction in Chinese patients: A

questionnaire survey. Journal of Clinical Nursing, 19(19-20), 2720-2729. doi:

10.1111/j.1365-2702.2010.03276.x

Kirchberger, I., Heier, M., Kuch, B., Wende, R. og Meisinger, C. (2011). Sex differences in

patient-reported symptoms associated with myocardial infarction (from the population-

based MONICA/KORA myocardial infarction registry). The American Journal of

Cardiology, 107(11), 1585-1589. doi: 10.1016/j.amjcard.2011.01.040

Kristín Björnsdóttir og Marga Thome. (2006). Sérfræðingar í hjúkrun: Skilgreining,

viðurkenning og nám. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 1(1), 28-36. Sótt af

http://www.researchgate.net/publication/27386430_Srfringar__hjkrun__skilgreining_vi

urkenning_og_nm

Krueger, R.A. og Casey, M.A. (2000). Focus groups: A practical guide for applied research

(3. útgáfa). Thousand Oaks: Sage Puplications.

Kuhn, L., Page, K., Rolley, J.X. og Worrall-Carter, L. (2014). Effect of patient sex on triage

for ischaemic heart disease and treatment onset times: A retrospective analysis of

Australian emergency department data. International Emergency Nursing, 22(2), 88-93.

doi: 10.1016/j.ienj.2013.08.002

Kvale, S. (1996). Interviews: An introduction to qualitative research interviewing. Thousand

Oaks, CA.: Sage Publications.

Page 61: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 53

Landspítalinn. (2014a). Brjóstverkur, grunur um brátt kransæðaheilkenni: Verkferill. Sótt af

https://drive.google.com/file/d/0B1C7VchoNCmsRGNlUG9GU0hndjA/view?pli=1

Landspítalinn. (2014b). Landspítali 2013: Umhyggja, fagmennska, öryggi, framþróun. Sótt af

http://www.landspitali.is/gogn/rit-og-skyrslur/arsskyrslur/

Lincoln, Y.S. og Guba, E.G. (1985). Naturalistic inquiry. Newbury Park: Sage Puplications.

López, L., Wilper, A.P., Cervantes, M.C., Betancourt, J.R. og Green, A.R. (2010). Racial and

sex differences in emergency department triage assessment and test ordering for chest

pain, 1997-2006. Academic emergency medicine, 17(8), 801-808. doi: 10.1111/j.1553-

2712.2010.00823.x

Luepker, R.V., Apple, F.S., Christenson, R.H., Crow, R.S., Fortmann, S.P., Goff, D ...

Tunstall-Pedoe, H. (2003). AHA scientific statement: Case definitons for acute coronary

heart disease in epidemiology and clinical research studies. Circulation, 108(20), 2543-

2549. doi: 10.1161/01.CIR.0000100560.46946.EA

Maas, A.H.E.M. og Appelman, Y.E.A. (2010). Gender differences in coronary heart disease.

Netherlands Heart Journal, 18(12), 598-603. doi: 10.1770/s12471-010-0841-y

McSweeney, J.C., Cody, M., O'Sullivan, P., Elberson, K., Moser, D.K. og Garvin, B.J.

(2003). Women's early warning symptoms of acute myocardial infarction. Circulation,

108(21), 2619-2623. doi: 10.1161/01.CIR.0000097116.29625.7C

McSweeney, J.C., O‘Sullivan, P., Cody, M. og Crane, P.B. (2004). Developement of the

McSweeney acute and prodromal myocardial infarction symptom survey. Journal of

Cardiovascular Nursing, 19(1), 58-67. doi: 10.1097/00005082-200401000-00010

Miller, C.L. (2002). A review of symptoms of coronary artery disease in women. Journal of

Advanced Nursing, 39(1), 17-23. doi: 10.1046/j.1365-2648.2002.02237.x

Milner, K.A., Vaccarino, V., Arnold, A.L., Funk, M. og Goldberg, R.J. (2004). Gender and

age differences in chief complaints of acute myocardial infarction (Worcester heart

Page 62: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 54

attack study). The American Journal of Cardiology, 93(5), 606-608. doi:

10.1016/j.amjcard.2003.11.028

Mosca, L., Manson, J.E., Sutherland, S.E., Langer, R.D., Manolio, T. og Barrett-Connor, E.

(1997). Cardiovascular disease in women: A statement for healthcare professionals from

the American heart association. Circulation, 96(7), 2468-2482. doi:

10.1161/01.CIR.96.7.2468

NICE. (2014). Acute coronary syndromes (including myocardial infarction). Sótt af

http://www.nice.org.uk/guidance/qs68/resources/guidance-acute-coronary-syndromes-

including-myocardial-infarction-pdf

Patel, H., Rosengren, A. og Ekman, I. (2004). Symptoms in acute coronary syndromes: Does

sex make a difference? American Heart Journal, 148(1), 27-33. doi:

10.1016/j.ahj.2004.03.005

Poolman, R.W., Verheyen, C.C., Kerkhoffs, G.M., Bhandari, M. og Schünemann, H.J.

(2009). From evidence to action: Understanding clinical practice guidelines. Acta

Orthopaedica, 80(1), 113-118. doi: 10.1080/17453670902807458

Pope, J.H., Aufderheide, T.P., Ruthazer, R., Woolard, R.H., Feldman, J.A., Beshansky, J.R. ...

Selker, H.P. (2000). Missed diagnoses of acute cardiac ischemia in the emergency

department. The New England Journal of Medicine, 342(16), 1163-1170. doi:

10.1056/NEJM200004203421603

Rosenfeld, A.G., Lindauer, A. og Darney, B.G. (2005). Understanding treatment-seeking

delay in women with acute myocardial infarction: Descriptions of decision-making

patterns. American Journal of Critical Care, 14(4), 285-293. Sótt af

http://ajcc.aacnjournals.org/content/14/4/285.long

Page 63: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 55

Sandler, G. (1980). The importance of the history in the medical clinic and the cost of

unnecessary tests. American Heart Journal, 100(6), 928-931. doi: 10.1016/0002-

8703(80)90076-9

Schuur, J.D. og Venkatesh, A.K. (2012). The growing role of emergency departments in

hospital admissions. The New England Journal of Medicine, 367(5), 391-393. doi:

10.1056/NEJMp1204431

Scottish Intercollegiate Guidelines Network. (2014). SIGN 50: A guideline developer's

handbook. Edinborg: SIGN. Sótt af http://www.sign.ac.uk/pdf/sign50.pdf

Shaw, L.J., Bugiardini, R. og Merz, N.B. (2009). Women and ischemic heart disease:

Evolving knowledge. Journal of American Collage af Cardiology, 54(17), 1561-1575.

doi: 10.1016/j.acc.2009.04.098

Shin, J.Y., Martin, R. og Suls, J. (2009). Meta-analytic evulation of gender differences and

symptom measurement strategies in acute coronary syndromes. Heart and Lung, 39(4),

283-292. doi: 10.1016/j.hrtlng.2009.10.010

Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir. (2013). Réttmæti og áreiðanleiki í

megindlegum og eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri),

Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 211-227). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Fyrirbærafræði sem rannsóknaraðferð. Í Sigríður

Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 281-297). Akureyri:

Háskólinn á Akureyri.

Sigurður Kristinsson. (2013). Siðfræði rannsókna og siðanefndir. Í Sigríður Halldórsdóttir

(ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 71-88). Akureyri: Háskólinn á

Akureyri.

Sjúkrahúsið á Akureyri. (2014). Sjúkrahúsið á Akureyri: Ársskýrsla 2013. Sótt af

http://www.fsa.is/static/files/arskyrslur/SAK-arsskyrsla-final2013.pdf

Page 64: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 56

Sjöström-Strand, A. og Fridlund, B. (2008). Women‘s descriptions of symptoms and delay

reasons in seeking medical care at the time of a first myocardial infarction: A qualitative

study. Internationl Journal of Nursing Studies, 45(7), 1003-1010. doi:

10.1016/j.ijnurstu.2007.07.004

Sóley S. Bender. (2013). Samræður í rýnihópum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók

í aðferðafræði rannsókna (bls. 299-312). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Stemler, S. (2001). An overview of content analysis. Practical Assessment, Research &

Evaluation, 7(17). Sótt af http://pareonline.net/getvn.asp?v=7&n=17

Swann, G., Chessum, P., Fisher, J. og Cooke, M. (2013). An autonomous role in emergency

departments. Emergency Nurse, 21(3), 12-15. doi: 10.7748/en2013.06.21.3.12.e1164

Tolstrup, J.S., Hvidtfeldt, U.A., Flachs, E.M., Spiegelman, D., Heitmann, B.L., Bälter, K., ...

Feskanich, D. (2014). Smoking and risk of coronary heart disease in younger, middle-

aged and older adults. American Journal of Public Health, 104(1), 96-102. doi:

10.2105/AJPH.2012.301091

Tómas Guðbjartsson, Karl Andersen, Ragnar Danielsen, Arnar Geirsson og Guðmundur

Þorgeirsson. (2014). Yfirlitsgrein um kransæðasjúkdóm - fyrri hluti: Faraldsfræði,

meingerð, einkenni og rannsóknir til greiningar. Læknablaðið,100(12), 667-676.

Tómas Guðbjartsson, Karl Andersen, Ragnar Danielsen, Arnar Geirsson og Guðmundur

Þorgeirsson. (2015). Yfirlitsgrein um kransæðasjúkdóm - síðari hluti: Lyfjameðferð,

kransæðavíkkun og kransæðahjáveituaðgerð. Læknablaðið,101(1), 25-35.

Vilmundur Guðnason, Nikulás Sigfússon og Gunnar Sigurðsson. (2014). Rannsóknarstöð

Hjartaverndar, fortíð og nútíð. Læknablaðið, 100(9), 456-464. Sótt af

http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1647/PDF/f03.pdf

Page 65: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist

Hjartans mál 57

Vodopiutz, J., Poller, S., Schneider, B., Lalouschek, J., Menz, F. og Stöllberger, C. (2002).

Chest pain in hospitalized patients: Cause-specific and gender-specific differences.

Journal of Women‘s Health, 11(8), 719-727. doi: 10.1089-15409990260363670.

Wenger, N.K. (2003). Coronary heart disease: The female heart is vulnerable. Progess in

Cardiovascular Diseases, 46(3), 199-229. doi: 10.1016/j.pcad.2003.08.003

WHO. (2015a). Cardiovascular diseases. Sótt af

http://www.who.int/cardiovascular_diseases/en/

WHO. (2015b). Diabetes. Sótt af http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs312/en/

Zbierajewski-Eischeid, S.J. og Loeb, S.J. (2009). Myocardial infarction in women: Promoting

symptom recognition, early diagnosis, and risk assessment. Dimensions of Critical Care

Nursing, 28(1), 1-6. doi: 10.1097/01.DCC.0000325090.93411.ce.

Page 66: Hjartans mál mál...Hjartans mál i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: _____ Gerður Sif SkúladóttirHjartans mál ii Það staðfestist