gunnar kristjánsson€¦ · web viewkristnisagan Ágúst 1998 textar gunnars kristjánssonar...

76
1 Kristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista

Upload: others

Post on 15-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

1

K r i s t n i s a g a n

Ágúst 1998

Textar Gunnars Kristjánssonar

ásamt heimildaskrám

og myndalista

Page 2: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

2

Gunnar Kristjánsson:

Biblíuútgáfur á 19. og 20. öld

Fyrsta íslenska Biblíuútgáfan á nítjándu öld leit dagsins ljós í Kaupmannahöfn árið 1813. Þá voru liðin sextíu og sex ár frá því að hin helga bók kom síðast út á íslensku. Það upplag var löngu þrotið enda ekki stórt og því fyrirsjáanlegur alvarlegur skortur á Biblíum ef ekki yrði brugðist skjótt við.1 Útgáfuna kostaði Breska og erlenda biblíufélagið ásamt biblíufélögum í Edinborg, á Fjóni og Holtsetalandi. Í þessari útgáfu voru apókrýfu bækurnar felldar út í samræmi við stefnu Breska og erlenda biblíufélagsins og sömuleiðis formálar Lúthers.

Næsta útgáfa Biblíunnar, árið 1841, kom út á vegum Hins íslenska biblíufélags sem stofnað var í Reykjavík fyrir atbeina Ebenezers Hendersons 10. júlí 1815. Það mun vera elsta starfandi félag á Íslandi. Fyrsta verkið sem félagið beitti sér fyrir var útgáfa Nýja testamentisins árið 1827.

Að útgáfunni 1841 (Viðeyjarbiblíu) vann séra Árni Helgason, stiftsprófastur, ásamt kennurum Bessastaðaskóla, einkum Sveinbirni Egilssyni sem þýddi 17 bækur Biblíunnar; talið er að hann hafi stuðst við texta frummálanna hebresku og grísku í verki sínu, aðrir þýðendur virðast hins vegar hafa stuðst við danskar og þýskar þýðingar.2

Fyrsta íslenska Biblían, sem var prentuð í Reykjavík, kom út árið 1859, það var endurprentun Viðeyjarútgáfunnar. Í þessum útgáfum voru apókrýfu bækurnar prentaðar í síðasta sinn í íslenskum Biblíum, þær komu næst út sérprentaðar árið 1931.

Útgáfur biblíufélagsins bera af hinum erlendu útgáfum þótt þær jafnist ekki á við fyrstu tvær útgáfurnar frá Hólum. Hér var þýtt beint úr frummálunum að einhverju leyti og málfarið var talið með því besta sem sést hafði, þar vegur texti Sveinbjarnar Egilssonar þyngst.

Með útgáfunni 1866 kemur Breska og erlenda biblíufélagið aftur til sögunnar, Hið íslenska biblíufélag sá þó eftir sem áður um þýðingarvinnu og greiddi fjórðung prentkostnaðar. Breska og erlenda biblíufélagið kostaði útgáfu Nýja testamentisins og Davíðssálma árið 1863, það var endurprentað 1866.

Útgáfan 1866 er fyrsta Biblían prentuð með latínuletri. Um endurskoðun textans sáu prestaskólakennararnir Pétur Pétursson síðar biskup og Sigurður Melsteð. Miklar deilur urðu um þessa útgáfu og urðu þær til þess að útgáfan var tekin til endurskoðunar. Ákvörðun um það efni var tekin 1887 en ekki var hafist handa fyrr en áratug síðar. Þá var Haraldur Níelsson ráðinn til starfsins og vann hann við það á næstu árum að endurskoða og endurþýða mestallt Gamla testamentið. Séra Gísli Skúlason vann einnig að verkinu og þýddi nokkur rit Gamla testamentisins. Í þýðingarnefnd, sem fór yfir verkið, sátu Hallgrímur Sveinsson biskup, Þórhallur Bjarnarson forstöðumaður Prestaskólans og Steingrímur Thorsteinsson skáld. Þýðing Nýja testamentisins var í höndum prestaskólakennaranna Þórhalls Bjarnarsonar, Jóns Helgasonar og Eiríks Briem.

Verkið kom út í Reykjavík árið 1908, en eins og fyrri daginn urðu miklar deilur um útgáfuna sem leiddu til þess að hún var tekin til endurskoðunar og gefin út í Reykjavík árið 1912. Um þá útgáfu var almenn sátt, enda hefur hún verið í notkun lengst af þessari öld. Árið 1981 kom út ný útgáfa. Þar var ný þýðing á

1 ? Steingrímur J. Þorsteinsson 1950: 70–71.2 ? Steingrímur J. Þorsteinsson 1950: 74–75.

Page 3: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

3

guðspjöllunum og Postulasögunni, en gerðar voru nokkrar endurbætur á Gamla testamentinu, aðallega á stafsetningu og umgjörð textans. Nokkrar endurbætur umfram það voru gerðar á textanum sjálfum, einkum á Davíðssálmum.3

MyndatextiÁrið 1945 var Gídeonfélagð stofnað hér á landi en það starfar í sambandi við alþjóðasamtök kristinna verslunarmanna. Félagið hefur dreift Biblíunni og Nýja testamentinu til skólabarna, í gistihús, farþegaskip, sjúkrahús, hegningarhús og víðar.

Útg. Ár Prentstaður Umsjónarmaður/menn. Aths5 1813 Kaupmannahöfn

(Grútarbiblía)Ebenezer Henderson

6 1841 Viðey Árni Helgason o.fl.

7 1859 Reykjavík Endurprentun 1841

8 1866 London Pétur Pétursson og Sigurður Melsteð

9 1908 Reykjavík Jón Helgason, Haraldur Níelsson og Þórhallur Bjarnarson

10 1912 Reykjavík Endurskoðuð útg. frá 1908

3  ? Gunnlaugur A. Jónsson 1990: 79.

Page 4: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

4

Gunnar Kristjánsson:

Kirkjan og bókmenntirnar

Skáld og rithöfundar fást við trú og kirkju á margvíslegan hátt eins og dæmin sýna. Sumum er trúin sá veruleiki sem gengið er út frá, þar er fengist við líf mannsins og tilvist með sannfæringu trúarinnar að vopni. Slík skáld þekkja kenningar kirkjunnar og boðskap Biblíunnar. Þar er ort um heilaga þrenningu, Guð skaparann, Jesúm Krist sem endurlausnarann og heilagan anda Guðs sem er manninum nálægur í blíðu og stríðu.

Hjá öðrum skáldum er að finna sannfæringu um guðlega návist í þessum heimi, þau efast ekki um tilvist Guðs. Hugur þeirra leitar oft til hans, bæði í gleði og uppljómun en einnig í einsemd og mótlæti. Hér er Guð faðir, skaparinn, eða Guð heilagur andi, sem er hvarvetna nálægur og er iðulega hafinn yfir öll trúarbrögð. Skáldin mæta Guði í gleði og sorg, oft fyrir hughrif í náttúrunni eða mannlegum samskiptum eða eins og allalgengt er: í kirkjum, ýmist innlendum eða erlendum. Oft er hér stutt í dulúð og dulhyggju. Mörgum skáldum finnst Guð næstur sér í náttúrunni, hann mætir manninum í einrúmi og fyllir hann krafti og von. Hér er það Guð reynslunnar sem um er að ræða en ekki Guð hinnar kirkjulegu trúfræði eða trúarhefðar.

Öðrum skáldum er Jesús Kristur hugleikinn, hann er ímynd sannrar mennsku, hann er sá sem lét lífið fyrir sannfæringu sína, hann fórnaði öllu, krossinn er tákn mennsku og mannúðar. Hann er líka sá sem þekkir kjör hinna smæstu og er þeim aldrei fjarri. Þessi Kristur er vel þekktur í íslenskum bókmenntum. Hann er ekki alltaf Kristur kirkjunnar í augum skáldanna heldur upprunalegri og biblíulegri, oftar en ekki er hann einmitt forsenda fyrir gagnrýni á kirkju og presta, stundum allharðri, þar sem því er haldið fram að kirkjan hafi gleymt hinum eiginlega boðskap Krists, að standa við hlið hinna smæstu. Hér er Kristur fulltrúi réttlætisins, hann er kominn samfélagsins vegna, hann er kominn til að stofna guðsríki á þessari jörð og hreinsa hismið frá kjarnanum, hann er spámaðurinn sem hreinsar musterið. Þetta er ekki Kristur einstaklingsins heldur heildarinnar.

Skáldin þekkja sektina, hún hefur oftar en ekki trúarlegt inntak, sama er að segja um fyrirgefninguna. Hvort tveggja snertir innstu veru mannsins og þar með samband hans við það sem skiptir hann mestu máli, þ.e. guðsmynd hans á máli guðfræðinnar. Öll skáld þekkja efann og glímu mannsins við trúna, hvergi er trúin auðfengin né heldur er auðvelt að losna undan valdi hennar. Efinn beinist oftar en ekki að tilgangi lífsins en glíman við hann setur svip á íslenskar bókmenntir á tuttugustu öld. Sá róttæki efi sem endar í hreinu guðleysi er hins vegar fáséður í íslenskum bókmenntum. Því fer þó fjarri að öll skáld geti ort um návist Guðs í sköpuninni eða í mannlífinu, sumum er firringin ofar í huga, fjarlægð hans og tómið eftir að hann er horfinn.

Skáldsögur Jóns Thoroddsens (1818–1868) nutu mikilla vinsælda á síðari hluta nítjándu aldar. Í þjóðlífsmyndinni, sem þessi „faðir íslensku skáldsögunnar“4 dregur þar upp, gefur að líta ýmsar hliðar á viðhorfum fólks til kirkju og kristni, til presta og kristilegs siðgæðis. Sumar persónanna urðu langlífar með þjóðinni, þeirra á meðal var séra Sigvaldi í Manni og konu (1876). Einnig varð Grímur meðhjálpari langlíf sögupersóna úr sama skáldverki. Sú mynd af kirkjunni sem dregin er upp í

4 ? Stefán Einarsson 1961: 302.

Page 5: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

5

verkinu átti eftir að breytast þegar nær dró aldamótunum og fram komu skáld sem reyndu að vekja fólk til gagnrýninnar afstöðu til kirkjunnar.

Þegar líður að aldamótunum 1900 eykst hlutur fagurbókmennta mjög á kostnað hefðbundinna trúarbókmennta. Fram koma skáld og rithöfundar sem skrifa um kirkju og kristindóm á annan hátt en fólk hafði vanist. Sumir þeirra voru síður en svo kirkjulega sinnaðir og töldu trúnni fátt til tekna, þangað þótti sjálfsagt að rekja hvers kyns stöðnun og misrétti, en aðrir höfundar skunduðu trú og kirkju til varnar. Átökin urðu stundum allhörð.

Sterkir straumar í heimspeki og vísindum ásamt harðri gagnrýni á trú og kirkju setja svip sinn á umfjöllun um guðfræði og trúarlíf hér á landi undir lok nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu.

Hér verður fjallað um ýmis skáld sem settu svip á sinn samtíma og höfðu áhrif á viðhorf fólks til trúar og kirkju allt frá lokum nítjándu aldar fram á síðari hluta þeirrar tuttugustu.

Gagnrýni á kirkju og kristniÞví fór fjarri að skáldin leituðu almennt til hins kristna trúararfs undir lok nítjándu aldar og í upphafi hinnar tuttugustu. Hörð og oft óvægin gagnrýni á trú og kirkju kemur fram í raunsæisbókmenntunum þar sem kirkjan er sökuð um að hafa brotið gegn þeim boðskap sem henni var ætlað að flytja, hún hafi ekki staðið með lítilmagnanum heldur með valdastéttum og hugsað helst um eigin hag. Jafnframt kemur fram sterk gagnrýni á trú almennt – , og í staðinn er jafnvel boðað guðleysi, stundum bent á önnur trúarbrögð.

Gestur Pálsson (1852–1891) var talsmaður lítilmagnans í íslensku þjóðfélagi. Hörð gagnrýni á borgaralegt siðgæði hinna betur settu, á embættismenn og kaupmenn, einkennir verk hans. Hann var einn hinna svonefndu Verðandimanna sem gáfu út tímaritið Verðandi þar sem áhrifa Georgs Brandesar gætti mjög. Félagar hans voru Einar H. Kvaran, Hannes Hafstein og Bertel E. Ó. Þorleifsson.

Í smásögunni Kærleiksheimilið, sem var fyrsta smásaga Gests sem vakti athygli, segir frá munaðarleysingjanum Önnu sem elst upp á vegum hreppsins á efnuðu heimili, er síðan tæld til ásta af efnispilti í sveitinni og á með honum barn sem hún er svipt samvistum við og drekkir sér að lokum í örvæntingu á brúðkaupsdegi piltsins. Í Tilhugalífi segir frá fáráðlingnum Sveini sem er bæklaður, lendir í betrunarhúsi og verður úti, drukkinn. Hans Vöggur er sagan af vatnskarlinum í Reykjavík sem enginn sinnir. Sigurður formaður í samnefndri sögu þolir óbærilegar andlegar þjáningar vegna mótlætis fyrr á ævinni. Í smásögunni Grímur kaupmaður deyr er sagt frá vonda kaupmanninum sem sér enga glætu í þessu lífi aðra en að níðast á fátækri alþýðunni.

Gestur Pálsson eirir engu, heldur ekki klerkum og kirkju. Hann reynir að afhjúpa hræsni og vonsku í samfélagi þar sem hinir smæstu verða fyrstu fórnarlömbin. Hann er þó að margra mati öðru fremur skáld sálarlífsins og tekst ágætlega að draga upp myndir af tilfinningalífi fólks. Þrátt fyrir alleindregna gagnrýni á trú og kirkju var Gestur Pálsson baráttumaður þeirra lífsgilda sem kirkjan hefur jafnan haft á sinni stefnuskrá. Einar H. Kvaran, vinur hans, taldi að Gestur hafi haft sterka trúarþörf og iðulega sótt kirkju, bæði í Kaupmannahöfn og Winnipeg. Engu að síður felldi hann sig ekki við neitt trúfélag.5

Þorsteinn Erlingsson (1858–1914) sendi frá sér ljóðabókina Þyrna árið 1897. Þá var hann nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann hafði dvalist frá 1883 og m.a. kynnst raunsæisstefnunni í bókmenntum. Þar aðhylltist hann hina róttæku

5    ? Einar H. Kvaran 1959: 26.

Page 6: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

6

gagnrýni Brandesarsinna á kirkju og kristindóm, samkvæmt þeirri gagnrýni er Guð hugarfóstur mannsins og kirkjan kúgunarstofnun.6 Hann lítur svo á að lútherska kirkjan á Íslandi hafi verið samgróin dönsku konungsvaldi og því hluti af ofurvaldi sem hafi þjakað íslensku þjóðina um aldir. Gagnrýni hans beinist einnig að siðferðisboðskap kristindómsins, m.a. vill hann ekki að kirkjan komi nálægt málefnum ástarinnar, þar hafi hún einnig verið kúgunarafl.7

Kirkjugagnrýni Þorsteins kemur skýrt fram í Þyrnum í ljóðunum Örlög guðanna, Á spítalanum, Örbirgð og auður og Vestmenn og reyndar víðar. Í fyrsta ljóðinu er því haldið fram að kristindómurinn hafi kostað þjóðina frelsið, hún hafi verið loppa erlends kúgunarvalds en hún bíði dóms síns líkt og konungar og aðrir kúgarar. Í öðru ljóðinu segir frá fárveikum sjúklingi á sjúkrahúsi, hann óttast ekki dauðann fyrr en „fóthvatur þjónn“ kirkjunnar kemur til hans með skelfilegan hræðsluboðskap um bál helvítis. Í þriðja ljóðinu, Örbirgð og auður, er kirkjan sökuð um að hafa gengið erinda auðvalds og konungsvalds, svipaðan boðskap er að finna í ljóðinu Vestmenn. Þorsteinn Erlingsson náði til þjóðarinnar með hinum fögru rómantísku ljóðum sínum, þar sýndi hann stílsnilld sem fáum var gefin og einnig næmleika fyrir fegurð og mannúð. En hinar óvægnu árásir á kirkju og kristindóm gengu fram af mörgum, ekki síst þegar hann mat trúararfinn sem nokkurs konar þjóðareitur sem haldið hefði verið að þjóðinni sem líkn í þraut.8 Þar reiddi hann of hátt til höggs og þjóðin gat ekki tekið undir mat hans á gildi trúarinnar. Sú gagnrýni sem átti við í stórborgum meginlandsins var að mörgu leyti framandi hér á landi. Gagnrýni Þorsteins Erlingssonar á kirkju og trú byggðist að verulegu leyti á gagnrýni á úrelta guðshugmynd og undir þá gagnrýni gátu ýmsir guðfræðingar áreiðanlega tekið með honum að einhverju leyti (m.a. sr. Matthías og sr. Páll Sigurðsson).9

Í ljóðum sínum glímir Stephan G. Stephansson (1853–1927) við trú og kirkju alla tíð. Hann beindi spjótum sínum miskunnarlaust að prestum og kirkju og deildi oft á undirstöðuatriði kristindómsins. Sterkur efi leitaði löngum á hug hans og sjálfur lýsti hann því yfir að hann væri trúleysingi.10 Hann trúði hvorki á Guð, eilíft líf né á endurlausn.11 Engu að síður leitar efinn á hug hans, baráttunni er aldrei lokið í huga skáldsins. Vestanhafs tók hann m.a. þátt í stofnun kirkjufélagsins í Winnipeg 188512 en eftir það var hann utan kirkju. Greftrun hans fór fram eftir siðum únítarakirkjunnar.13 Hann deilir á kirkjuna fyrir endurlausnarkenninguna, að hinn saklausi (þ.e. Kristur) geti áunnið öðrum réttlæti frammi fyrir Guði. Honum finnst kenningin draga úr sjálfsbjargarviðleitni og ábyrgð einstaklingsins. Honum finnst kirkjan hafa haldið alls kyns grýlum að fólki til að hræða það til auðsveipni við kenningar. Hann deilir á prestana fyrir að vera fulltrúar stofnunar sem boðar úreltar kenningar en jafnframt fyrir að bregðast þeim kenningum sem þeir flytja.14 Lífsviðhorf Stephans einkennast af sterkri réttlætiskennd, einnig af bjartsýnni trú á sigur hins góða og á þroska mannsins.15

6    ? Kristinn E. Andrésson 1976: 220.7    ? Kristinn E. Andrésson 1976: 222.8    ? Kristinn E. Andrésson 1976: 235.9    ? Kristinn E. Andrésson 1976: 218–247. Einar H. Kvaran 1959: 104–106.10    ? Sigurður Nordal 1982: 78.11    ? Sigurður Nordal 1982: 79, 84–85.12    ? Sigurður Nordal 1982: 80.13    ? Sigurður Nordal 1982: 81.14    ? Sigurður Nordal 1982: 82–83.15    ? Sigurður Nordal 1982: 91.

Page 7: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

7

Aftur til trúarinnarÍ ljóðum Einars Benediktssonar (1864–1940) er oft slegið á trúarlega strengi. Á yngri árum var hann mjög gagnrýninn á trúarlega stöðnun og vanahugsun (Nóttin helga).16 Líkt og títt er um íslensk skáld er það fyrsta grein trúarjátningarinnar sem skáldinu er hugleiknust: Guð sem skapari, Guð sem kraftur, laðar manninn til sín og vekur vitund hans um eigin vanmátt og alveldi Guðs. Í lotningu verður stjarna á kvöldhimni „geisli af kærleik frá guðdómsins hjarta“.17 Allt líf er „úr farvegi einum, frá sömu taug“.18 Skáldið þekkir þrána til sameiningar við guðdóminn en það þekkir efann ekki síður. Í síðari ljóðum Einars kemur fram sterkari vitund um tvíbrotið eðli mannsins og firringu frá sínum guðlega uppruna en í eldri ljóðum.19 Þekkt eru ljóð Einars úr íslenskum þjóðsögum, m.a. Hvarf séra Odds frá Miklabæ20 og svipuðu máli gegnir um ljóðið Messan á Mosfelli21 þótt það ljóð muni ekki styðjast við íslenska sögn. Úr íslenskri kirkjusögu er ljóð hans um Jón Vídalín: Meistari Jón.22 Ljóðið Davíð konungur er lofgjörð um hið mikla sálmaskáld Gamla testamentisins.23 Kirkjan í Mílanó24 lýsir hugleiðingum hans í guðshúsi þar sem bjarmi logar um steininn kalda frá „huldu djúpi uppheims alda“. Eftir Einar Benediktsson eru tveir sálmar í Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar: Hvað bindur vorn hug og Vor ævi stuttrar stundar.25

Kristinn trúar- og siðaboðskapur Hinn siðferðislegi boðskapur kristindómsins varð fyrir harðri gagnrýni undir lok nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu. Einn málsvara trúarinnar í bókmenntunum var Einar Hjörleifsson Kvaran (1859–1938). Hann kynntist starfi prestsins og kirkjunnar vel í uppvexti sínum þar eð faðir hans var prestur, séra Hjörleifur Einarsson. Árið 1881 fór Einar til náms í Kaupmannahöfn og kynntist þá raunsæisstefnunni í bókmenntum. Hann var einn hinna fyrrnefndu Verðandimanna. Frá Kaupmannahöfn fór Einar til Kanada og starfaði við blaðaútgáfu. Eftir heimkomuna 1891 kynntist hann fljótlega spíritismanum og varð fylgismaður þeirrar stefnu og talsmaður upp frá því.

Einar skrifaði margar smásögur og þætti, fyrst í stað sveitasögur þar sem samúð með hinum minnstu bræðrum og systrum var þungamiðja boðskaparins. Fyrirgefning, sjálfsafneitun og kristinn mannkærleikur í ýmsum myndum eru þekkt viðfangsefni í verkum hans. Á árunum 1908–1911 kom út skáldsagan Ofurefli – Gull sem fjallar um átök í dómkirkjusöfnuðinum í Reykjavík. Með skáldsögunni Sálin vaknar 1916 hefst nýtt tímabil á ferli Einars þar sem áhrifa spíritismans gætir mjög en jafnframt eindreginnar bjartsýni á framfarir og sigur hins góða í þessum heimi. Þótt spíritismi Einars hafi fallið í góðan jarðveg víða varð hann fyrir gagnrýni úr ýmsum áttum.

16    ? Einar Benediktsson 1964: 40–42.17    ? Einar Benediktsson 1964: 104–105.18    ? Einar Benediktsson 1964: 305.19    ? Sigurður Nordal 1964: 36.20    ? Einar Benediktsson 1964: 47–51.21    ? Einar Benediktsson 1964: 432–437.22    ? Einar Benediktsson 1964: 513–516.23    ? Einar Benediktsson 1964: 513–515.24    ? Einar Benediktsson 1964: 155–156.25 ? Guðjón Friðriksson 1997: 249.

Page 8: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

8

Einar H. Kvaran hafði mikil áhrif á samtíð sína, ekki síst vegna mannúðar- og frelsishugsjóna sinna en einnig náði hinn vandaði og einfaldi stíll til lesenda. Þar er oft stutt í góðlátlega kímni þrátt fyrir þunga undiröldu heitra tilfinninga.

Á síðustu áratugum nítjándu aldar er mikil gróska í sálmakveðskap, í sálmabókinni 1886 er mikið af frumortum íslenskum sálmum og einnig þýddum. Margir þessara sálma hafa reynst langlífir. Helstu sálmaskáldin voru Helgi Hálfdánarson (1826–1894), séra Matthías Jochumsson (1835–1920) og séra Valdimar Briem (1848–1930).

Fá íslensk skáld hafa notið slíkrar virðingar og lýðhylli sem þjóðskáldið séra Matthías. Í kirkjum eru sálmar hans, frumsamdir og þýddir, meðal mest sungnu sálmanna alla tuttugustu öldina: Hvað boðar nýárs blessuð sól, Faðir andanna, Legg þú á djúpið, Lýs milda ljós, Hærra minn Guð til þín, Ó, faðir gjör mig lítið ljós og þjóðsöngurinn Ó, Guð vors lands. Og mörg önnur ljóð hans þekkir hvert mannsbarn. Séra Matthías var auk þess einn af frumkvöðlum íslenskra leikbókmennta og þýddi jafnframt mörg öndvegisverk heimsbókmenntanna á íslensku, bæði ljóð, leikrit og skáldsögur.

Séra Matthías var framsæknari í hugsun en títt var um presta og guðfræðinga hér á landi á hans tíma, því fannst honum snemma á prestsskaparárunum að hugmyndir sínar og hugsjónir ættu takmarkaðan hljómgrunn í kirkjunni. Hann fylgdist vel með guðfræðiumræðu annars staðar á Norðurlöndum og í Englandi. Hins vegar má til sanns vegar færa að hann hafi orðið fyrir sterkustu áhrifunum af guðfræðistefnum vestanhafs. Þar sótti hann mest til únítaraguðfræðingsins Williams Ellerys Channings í Boston. Í verkum Channings er lögð áhersla á þjóðfélagslega skírskotun kristinnar trúar.

Séra Matthías var einn af fyrstu boðberum frjálslyndu guðfræðinnar svonefndu, hann las verk eins helsta leiðtoga þeirrar stefnu, þýska guðfræðingsins Adolfs von Harnacks (d. 1930), og kynnti þau fyrir vinum sínum. Ný frjálslynd viðhorf til túlkunar Biblíunnar ásamt fráhvarfi frá játningum kirkjunnar settu svip á þessa stefnu. Loks einkenndist frjálslynda guðfræðin mjög af bjartsýnni söguskoðun og framtíðarsýn. Frjálslynda guðfræðin lagði mikla áhersla á að komast til upprunans, til Jesú sjálfs, hún taldi það frumskilyrði að þekkja ævi hans og boðskap eins vel og unnt var. Harnack lagði áherslu á að boðskapur Jesú hefði snúist um Guð sem föður allra manna og að allir menn væru bræður og systur, í fyllingu tímans mundi guðsríki renna upp á þessari jörð.26 Þessi áhersluatriði einkenna mjög sálma og ljóð séra Matthíasar.

26    ? Gunnar Kristjánsson 1987b: 23.

Page 9: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

9

Gunnar Kristjánsson:

Trú í bókmenntum

Skömmu fyrir aldamótin 1900 hóf rómversk-kaþólska kirkjan trúboð hér á landi (sjá Pétur Pétursson). Það hafði m.a. áhrif á skáldið Stefán frá Hvítadal (1887–1933) sem orti í kaþólskum anda. Áður hafði Jón Sveinsson (Nonni) (1857–1944) gengið til liðs við kaþólsku kirkjuna. Um svipað leyti og Stefán bættist Halldór Laxness (1902–1998) í þennan hóp. Snemma á öldinni fer áhrifa sósíalismans að gæta í bókmenntum hér, m.a. í verkum Halldórs Laxness.

Kaþólskur arfur og áhrif sósíalismans.Kaþólsku skáldin hér á landi voru afar ólík innbyrðis. Nonni ritaði barna- og unglingabækur sem nutu mikilla vinsælda víða um lönd, Stefán frá Hvítadal orti m.a. trúarljóð en Halldór Laxness skrifaði um kaþólska trú og kirkju, m.a. afar ítarlegt trúvarnarrit um rómversk-kaþólsku kirkjuna, Kaþólsk viðhorf.

Jón Sveinsson (Nonni) ólst upp á Akureyri en fluttist utan tólf ára að aldri og bjó þar alla ævi, hann gekk í kristmunkaregluna og þjónaði henni upp frá því. Hann skrifaði bækur fyrir börn og unglinga auk þess sem hann flutti fyrirlestra um Ísland víða um heim og skrifaði greinar um land og þjóð. Hann hafði dönsku, þýsku og frönsku fullkomlega á valdi sínu. Í sögum sínum eys Nonni af brunni minninganna um ævintýraland bernskunnar, land elds og ísa.27

Stefán frá Hvítadal gerðist kaþólskur árið 1923. Ári síðar sendi hann frá sér sextuga drápu undir heitinu Heilög kirkja, það ljóð er höfuðkvæði hans af trúarlegu tagi. Þar er Lilja höfð til hliðsjónar.28 Stefán orti talsvert af trúarlegum ljóðum og samdi einnig og þýddi sálma til söngs í kirkjum. Í ljóðabókinni Helsingjum (1927) er nær helmingur kvæðanna helgaður trúarlegum yrkisefnum.29

Í verkum Halldórs Laxness gætir trúarinnar með öðrum hætti en áður hafði þekkst í íslenskum bókmenntum. Víða í skáldverkum hans er fjallað um kirkjur og klerka og kveður þá stundum við sama tón og í verkum raunsæisskáldanna þar sem kirkjan, þ.e. prestarnir, eru sakaðir um sinnuleysi um kjör fólksins. Í skáldverkum hans, ritgerðum og blaðagreinum er gagnrýni á trú og kirkju oft mjög óvægin, ástæðurnar eru ýmsar, m.a. hafði hann verið kaþólskur meðal lútherskrar þjóðar, þá hneigðist hann að kommúnisma þótt hann yrði aldrei flokksbundinn.

Fyrsta stóra skáldsaga Halldórs var Vefarinn mikli frá Kasmír þar sem byggt er á eigin reynslu í kaþólsku klaustri og glímt við trúarlegar spurningar sem verða á vegi ungmunksins Steins Elliða. Síðar sagðist Halldór hafa skrifað sig frá kaþólsku kirkjunni með þessu verki „án þess að afneita grundvallarhugmynd kirkjunnar“.30 Halldór dvaldist oft langdvölum á heimilum vina sinna í hópi íslenskra presta við skriftir.

Undirtónninn í helstu verkum skáldsins er kjarninn í hinum kristna trúararfi: samlíðun og réttlæti, en sterk þemu eru einnig fegurðin og hin helga návist guðdómsins í allri tilvist mannsins. Þessi áhersluatriði geta auðveldlega fundið sér farveg í þeirri samfélagssýn sem Halldór Laxness kynntist meðal sósíalista vestanhafs á þriðja áratugnum. Greinilega kemur þetta fram í skáldsögunni Sölku Völku þar sem barist er fyrir félagslegu réttlæti án þess að hin tilvistarlega og

27    ? Halldór Laxness 1972: 156–172.28    ? Kristján Karlsson 1970: 23.29    ? Stefán Einarsson 1961: 385–386.30    ? Halldór Laxness 1976: 220.

Page 10: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

10

trúarlega vídd verði út undan. Í Sjálfstæðu fólki er samlíðunin mikilvægt hugtak: „Samlíðunin er upphaf hins æðsta saungs. Samlíðunin með Ástu Sóllilju á jörðinni.“31

Svipuðu máli gegnir um skáldsöguna Heimsljós (1936–1940) um Ólaf Kárason Ljósvíking, „hinn sorglega skáldsnilling“ sem höfundurinn sagði síðar að ætti að vera „fólk eins og í Fjallræðunni“32 eða með öðrum orðum að þar ætti hinn eindregni boðskapur Fjallræðunnar um réttlæti og samlíðun að koma fram. Einnig mætti nefna séra Jón prímus í skáldsögunni Kristnihald undir Jökli þar sem víða er að finna vísanir í Fjallræðuna, Biblíuna að öðru leyti og til hins kristna trúararfs. Í Heimsljósi er ljósið grundvallartákn, auk þess sem áherslan er á þrá mannsins eftir fegurðinni, návist hins heilaga, samlíðun með þeim sem þjást, og jafnframt á kröfunni sem sérhverjum manni ber að hlýðnast: að berjast fyrir rétti lítilmagnans. Síðast en ekki síst ber Ólafur Kárason greinilegt svipmót jesúgervingsins, en þar er um að ræða tákngerving sem Halldór grípur stundum til. Jesúgervingurinn er algengt viðfangsefni í vestrænum bókmenntum, hann er þá oftar en ekki utangarðsmaðurinn sem er samt fulltrúi mennsku og mannúðar, um hann skiptast leiðir, sumir fylgja honum en aðrir afneita.33

Trú og efiDavíð Stefánsson (1895–1964). Í ljóðum Davíðs er oft slegið á trúarlega strengi og meir í síðari bókum skáldsins en þeim fyrstu. Oft kveður þar við svipaðan tón og þekktur er úr verkum raunsæisskáldanna þar sem skáldið sendir prestum tóninn og gerir sér far um að afhjúpa hræsni og skinhelgi. Þá bregður skáldið sér iðulega í dómarasæti. Dæmi um það er ljóðið Skriftamál gamla prestsins þar sem prestur skriftar eftir þrjátíu ára þjónustu og viðurkennir trúleysi sitt. Svipaðra viðhorfa gætir í ljóðunum Hrafnamóðirin, Rússneskur prestur og Héraðsmót klerka.

Allvíða yrkir Davíð um Krist, hinn misskilda og þjáða, lausnarann sem útskúfað er. Þá er samúð skáldsins öll með Kristi og þeim sem feta í hans fótspor: Gesturinn og Á föstudaginn langa. Biblíulegt efni er víða í ljóðum Davíðs, bæði er þar um að ræða söguefni úr Gamla testamentinu og hinu nýja: Batseba, Sódóma, Jóhannes skírari, Þegar Jesús frá Nazaret reið inn í Jerúsalem sungu hinir snauðu og Olíuviðurinn. Kirkjusögulegt efni eru ljóð eins og Guðmundur góði og Guðbrandsbiblía. Loks má nefna bænir og hugleiðingar um eitt og annað sem snertir trú og tilvistarspurningar: Maríubæn, Skriftastóllinn, Kirkja fyrirfinnst engin, Guðshúsið, Byrðin, Þú heyrir Drottinn, Til skálds og mörg fleiri.

Í sálmabók kirkjunnar hafa tveir sálmar Davíðs verið valdir: Á föstudaginn langa og Þú mikli eilífi andi (úr Alþingishátíðarljóðum hans). Hinn síðarnefndi var felldur úr sálmabókinni 1975.

Í ljóðum Jóhannesar úr Kötlum (1899–1972) er að finna milda kirkjugagnrýni þar sem Jesú er teflt fram sem mælikvarða á kirkjuna og trúfesti hennar við málstað þeirra sem minna mega sín. Kirkjan er oft léttvæg fundin en Jesús er grundvöllur sannrar mennsku og mannúðar. Samt efast skáldið oft um trúarlærdóma kirkjunnar.

Í ljóðum hans má enn fremur heyra kaldhæðinn tón sem beint er að trú og prestum: Imba fjallar um prest sem gerði vinnustúlku sinni barn en fékk vinnumanninn til að taka á sig sökina.

Kirkjunnar menn eru þó oftar teknir til fyrirmyndar í baráttu fyrir mannúð og réttlæti – m.a. í ljóðinu Biskupinn og einnig í ljóðinu Klerkurinn við Viðarsæ (um

31    ? Halldór Laxness 1961: 389.32    ? Halldór Laxness 1977: 79–80.33    ? Halldór Laxness 1942: 35. Halldór Laxness 1946: 284.

Page 11: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

11

danska prestinn og píslarvottinn Kaj Munk). Skemmtilegar svipmyndir birtast í ljóðunum Hvítasunna, þar sem segir frá kirkjuferð, og Við lífsins tré sem er vísun til sköpunarsögunnar og syndafallsins. Gamla sagan er ævi Jesú með skírskotun til stjórnmála samtímans. Í ljóðinu Sælir þið... er vísun til „barnsins í jötunni“ eins og víðar í ljóðum skáldsins.

Loks eru fagrir sálmar og tilbeiðsluljóð: Hátíðarljóð 1930, ljóðið Bæn er ákall um frið og trú á lífið í síðari heimsstyrjöldinni, Jólin okkar er innilegt trúarljóð, hugleiðing út frá jólaljósunum, Jól 1936 fjallar um jólahald í spænsku borgarastyrjöldinni, og Jesús Maríuson er fagurt ljóð um Jesúm Krist sem athvarf og von mannsins. Sér á báti er ljóðaflokkurinn Mannssonurinn þar sem skáldið fjallar um líf og starf Krists í mörgum ljóðum.

Í skáldverkum Gunnars Gunnarssonar (1889–1975) er víða tekist á um trú og lífsviðhorf og uppgjör fer fram við ýmis trúarviðhorf liðinnar aldar. Í þeim átökum er prestum oft fengið stórt hlutverk, má í því sambandi fyrst nefna séra Sturlu í Ströndinni (1915). Í Sögu Borgarættarinnar (1912–1915) er séra Ketill Örlygsson (Gestur eineygði) dæmigerður fulltrúi hins óheila prests í anda raunsæisskáldanna. Hið sama verður ekki sagt um séra Sigurberg eða Siggupabba í Leik að stráum (1923), fyrsta hluta Fjallkirkjunnar. Nefna má séra Eyjólf Kolbeinsson, sögumanninn í Svartfugli (1929), séra Björgvin í Sálumessu (1952) og séra Ljót, dómkirkjuprest í Vargi í véum (1916). Allir endurspegla þeir á einn eða annan hátt kirkjuna og þar með kristna trú í íslensku samfélagi.

Trúarleg viðfangsefni í ýmsum myndum Í bókmenntum er fengist við trú og kristni með ýmsum hætti. Þar er ekki alltaf um að ræða sókn eða vörn á vettvangi kirkjulífsins. Í bókmenntum er glímt við trúarheimspekilegar spurningar, siðferðisleg viðfangsefni sem snerta svið trúarinnar, þar eru vísanir í Biblíuna og aðrar kristnar trúarbókmenntir að ónefndum ótal snertiflötum við kirkjuna í lífi einstaklinga og þjóðar.

Í ljóðum Snorra Hjartarsonar (1906–1986) gætir víða vísana í Biblíuna. Má þar nefna ljóðin Helgimynd og Útlaginn sem bæði vísa til syndafallsins í fyrstu Mósebók. Í ljóðinu Komnir eru dagarnir eru vísanir í Predikarann, söguna um Emmausfarana í Lúkasarguðspjalli og í Opinberunarbók Jóhannesar. Í ljóðinu Ég heyrði þau nálgast er vísað í jólaguðspjallið, Ef til vill er áhrifaríkt ljóð þar sem vísað er í krossfestingu Jesú og upprisu hans, ljóðið Í garðinum fjallar um Getsemane, í ljóðinu Ferðamaður er einnig vísað til Getsemane, í ljóðinu Endurfundir er vísað í setningar úr guðspjöllunum. Tilvistarlegar spurningar, sem allt eins mætti kalla trúarlegar, koma víða fyrir í ljóðum Snorra, t.d. í ljóðunum Loginn, Álftir, Og trúðu þeir og Morituri. Þarna vakna spurningar um dauðann og forgengileikann, um tilgang lífsins og efann. Loks má benda á ljóðið Á Hvalsnesi um séra Hallgrím Pétursson. Þrátt fyrir vísanir í heim trúarinnar er hvergi minnst á Guð í ljóðum Snorra.

Við annan tón kveður í ljóðum Steins Steinarrs (1908–1958). Þar gætir fárra skírskotana til Biblíu og kirkjuhefðar, gagnrýni á kirkju og presta er þar einnig af skornum skammti. Efinn setur mark sitt á mörg ljóða hans, þau bera oft keim af sterkri andúð á allri trú, oft er afneitunin algjör: „En eilíft líf er ekki til/ því miður.“ Glíma skáldsins er erfið og tilvistarlegar spurningar hans eru þungar. Trúin er þó ekki eitthvað sem hann ypptir öxlum yfir heldur tekst á við af heilum hug. Af þeim sökum hefur hann jafnvel verið settur í hóp með mestu trúarskáldum þjóðarinnar.34

34    ? Kristján Karlsson 1964: 27.

Page 12: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

12

Matthías Johannessen (f. 1930) er borgarskáld sem yrkir um borgarbúann og trú hans í atvikum daglegs lífs. Land og saga eru þó aldrei langt undan. Í ljóðaflokknum Sálmar á atómöld (1966) kom Matthías fram á sjónarsviðið sem frumlegt trúarskáld. Það gildir um ljóðform, tungutak, myndmál og síðast en ekki síst um trúarskilning sálmanna. Kímni og hispursleysi setja sterkan svip á ljóðin, ekki síst í þeim hversdagslegu myndum sem brugðið er upp úr lífi fólks. Þótt slegið sé á léttari strengi vofa ógnir atómaldar yfir. Trú skáldsins snýst um návist Guðs í heimi þar sem maðurinn er ofurseldur óvissu og ótta. Ekkert haggar trú skáldsins og fullvissu um návist Guðs. Áherslan liggur öll á Guði sem föður og skapara; Jesús Kristur, heilagur andi, kirkjan og samfélag trúaðra er ekki viðfangsefni Sálma á atómöld.35

Mörg skáld á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar hafa tekist á við trúarleg viðfangsefni í ljóðum og skáldsögum. Þau viðfangsefni, sem settu svip á bókmenntir fyrr á öldinni, eru að mestu horfin. Mestan svip setja vísanir í Biblíuna og trúar- og kirkjuhefð þjóðarinnar, vísanir til krossins og þjáningar Krists eru algengar, einkum þegar fengist er við fórnina í mannlegum samskiptum, hvort sem um er að ræða ástina eða samstöðu með þeim sem utangarðs eru eða eiga á brattann að sækja. Loks setja tilvistarlegar spurningar sterkan svip á bókmenntir þessa tímabils, spurningar um lífið og tilgang þess, um lífsgildi – og siðferðislegar spurningar eru sjaldan langt undan. Á heildina litið hefur trúin því sótt á í bókmenntum undir lok aldarinnar og bæði forsendur og umfjöllun eru býsna ólíkar því sem var við upphaf hennar. Rótin er reynsla mannsins, hans eigin spurningar sem beina honum inn á svið trúarinnar.

35    ? Gunnar Kristjánsson 1991: 9–21.

Page 13: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

13

Gunnar Kristjánsson:

Fermingarkver á nítjándu öld

Þótt hugvekjulestur á kvöldvökum og postillulestur á helgidögum hafi skipt miklu máli í heimilisguðrækninni og verið uppistaða hennar má ekki gleyma unglingafræðslunni. Þar er einkum átt við fermingarfræðsluna. Hún átti sér nokkra sögu þegar komið var fram á fyrri hluta nítjándu aldar.

Helsta kverið sem kennt var í aldarbyrjun var eftir Nickolai Edinger Balle Sjálandsbiskup og hét Lærdómsbók í evangelísk kristilegum trúarbrögðum handa unglingum. Balle (1744–1816) varð prófessor í guðfræði árið 1772 og síðar hirðprestur, hann kvæntist dóttur Harboes Sjálandsbiskups og tók við embætti af honum og gegndi því frá 1785 til 1808. Balle var talinn frjálslyndur guðfræðingur. Kverið þýddi dr. Einar Guðmundsson frá Þórlaugargerði í Vestmannaeyjum, hann var prestur í Noregi. Þetta fermingarkver var löggilt til notkunar hér á landi sumarið 1798.36 Það var prentað 25 sinnum á íslensku, síðast kom það út árið 1882, mun ekkert fermingarkver hafa verið notað eins lengi hér á landi og kver Balles.

Haustið 1865 var annað fermingarkver löggilt hér á landi og var það notað ásamt kveri Balles um skeið. Þetta var bókin Lúthers katekismus með stuttri útskýringu. Lærdómsbók handa ófermdum unglingum eftir Carl Frederik Balslev (1805–1895). Þýðandi var Ólafur Pálsson. Balslev varð biskup í Rípum árið 1867. Kver hans naut mikilla vinsælda í Danmörku og var prentað þar aftur og aftur. Það var heldur styttra en kver Balles og því oft nefnt tossakverið. Munurinn var þó ekki hvað síst sá að kver Balles gátu menn notað án aðstoðar fræðara en öðru máli gilti um kver Balslevs. Kver Balslevs kom út fjórum sinnum á íslensku á árunum 1866–1872.

Sú bók sem leysti dönsku kverin af hólmi var Kristilegur barnalærdómur eftir lútherskri kenningu eftir Helga Hálfdánarson, hún kom fyrst út árið 1877, árið eftir kom önnur útgáfa út og þá með Fræðunum minni eftir Lúther í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Tólfta og síðasta útgáfa Helgakvers kom út árið 1924 en sums staðar var það notað fram yfir 1930. Kverið var stundum kallað átján kafla kverið. (Sjá Pétur Pétursson 7 (eða 1?): 2, 6)

Kristilegur barnalærdómur eftir Thorvald Klaveness (1844–1915), prest í Ósló, kom út í Reykjavík árið 1899. Þýðandi var Þórhallur Bjarnarson. Kverið naut allmikilla vinsælda37 og kom 6. prentun út árið 1923. (Sjá Pétur Pétursson 1: 2, 6).

36 ? Bjarni Sigurðsson 1991: 36.37 ? Bjarni Sigurðsson 1991: 38.

Page 14: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

14

Gunnar Kristjánsson:

Kirkjubyggingar um aldamót

Upp úr miðri nítjándu öld urðu miklar breytingar á kirkjubyggingum. Þá tók við rúmlega hálfrar aldar tímabil timburkirknanna þangað til tími steinsteyptu kirknanna hófst. Á árunum 1853–1890 fækkaði torfkirkjum úr 187 í 29, timburkirkjum fjölgaði úr 107 í 246 og steinkirkjum fjölgaði úr 5 í 12.38 (Sjá Þóru Kristjánsdóttur)

Margar kirkjur voru reistar á áratugunum fyrir og eftir aldamótin. Af kirkjum frá þeim tíma, sem nú eru uppistandandi, var 31 kirkja reist á árunum 1881– 1890, 41 á árunum 1891–1900, 32 voru reistar á fyrsta áratug tuttugustu aldar, 17 á þeim næsta og milli 1921 og 1931 voru reistar 26 kirkjur.

Veruleg breyting varð á eignarhaldi kirkna árið 1882 með nýjum lögum um kirkjubyggingar þar sem söfnuðum er heimilt að taka við kirkjunum þegar 2/3 gjaldskyldra sóknarmanna óska þess á almennum safnaðarfundi. Þá átti söfnuðurinn að taka að sér fjárhald kirkjunnar og umsjón. Loks þurfti héraðsfundur prófastsdæmisins og biskup að samþykkja breytinguna. Í kjölfar þessara laga urðu kirkjur smám saman að safnaðarkirkjum.

Timburkirkjur um aldamótin nítjánhundruðTimburkirkjur þóttu reisulegri guðshús en torfkirkjurnar enda fór þeim óðum fjölgandi undir lok nítjándu aldar.39 Einnig voru þær hlýlegri þótt svo hafi ekki verið í fyrstu þar eð þær voru óupphitaðar eins og torfkirkjurnar og þar að auki gisnar.40 Þær þóttu því heldur kuldalegar framan af, kolsvartar að utan af biki eða gráhvítar af bikleysi en ómálaðar að innan, oft dökkar vegna sóts, gluggalitlar voru þær, þröngar og loftlausar þegar þær voru þéttsetnar.41 Hins vegar var auðveldara að koma fyrir gluggum í þeim en í torfkirkjunum. Um 1880 fer bárujárn að berast til landsins og kom það í góðar þarfir fyrir timburkirkjurnar og fór þá hagur þeirra að vænkast. Brátt var farið að mála kirkjurnar að utan. Var það á sínum tíma talið til mikilla bóta, ekki síst að geta málað þær í ljósum litum auk þess sem viðhald var minna á málningu en biki. Timburkirkjurnar urðu ekki allar langlífar. Sumar viku fyrir steinsteypunni sem kom til sögunnar um aldamótin.42

Innandyra var kirkjunni skipt í tvennt: kór (eða sönghús) og framkirkju (eða kirkjuskip), stundum var einnig forkirkja. Milli kórs og skips var skilrúm, oft skrautlegt, og oft allveglegur umbúnaður um kórdyr. (Sjá Þóru Kristjjánsdóttur)

Ekki er óalgengt að svalir séu vestan til, ýmist klæddar af eða hafðar opnar inn í kirkjurýmið. Stundum var þetta rými notað fyrir orgel og kirkjukór en algengast var og er að orgel og söngflokkur séu í kór þar sem rými er.43

FormTalsverðar breytingar verða á grunnformi kirknanna undir aldamótin 1900. Flestar nítjándu aldar kirkjur voru reistar með sama formi, þ.e. kórinn var jafnbreiður og

38  ? Hallgrímur Sveinsson 1892: 24–26.39   ? Guðmundur Jakobsson 1896: 40.40   ? Valdimar Briem 1895: 66.41   ? Valdimar Briem 1895: 66.42   ? Hörður Ágústsson 1983: 48.43   ? Grétar Markússon 1980.

Page 15: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

15

jafnhár og kirkjuskipið og jafnframt oftast á sama gólfi þótt altarið stæði samkvæmt fornri hefð á palli. Undir aldamótin 1900 er farið að byggja minni kór við kirkjuna, kórinn er hafður þrengri og lægri og einnig er gólf hans hærra en kirkjuskipið. Þessi skipan hafði verið fyrir siðbót eftir því sem næst verður komist en lagst þá af, væntanlega hafa alltaf verið til kirkjur með þessu lagi. Við endurbyggingu Dómkirkjunnar í Reykjavík 1846 er bætt við hana kór samkvæmt lýsingunni hér á undan en áður hafði kórinn verið með sama formi og skipið.

Breytingin er veruleg fyrir kirkjuhúsið og hefur áhrif á guðsþjónustuna. Í litlum kór er ekki lengur rúm fyrir bændurna sem áttu þar föst sæti á bekkjum meðfram veggjum heldur er presturinn eftir þetta einn í kór en söfnuðurinn allur í kirkjuskipi.

Hér eru greinileg áhrif utan úr heimi þar sem litið er á kirkjuhúsið ekki ósvipað leikhúsi þar sem kórinn er eins konar leiksvið fyrir prestinn en söfnuðurinn situr í framkirkju og fylgist með, skýrast kemur þetta fram í stefnumörkun þýsku kirknanna 1861.44 Þar er með öðrum orðum lögð áhersla á langkirkjuna og greinilegan aðskilnað kórs og skips. Síðar, með stefnumörkuninni frá 1891 sem kennd er við Wiesbaden,45 er áherslan hins vegar lögð á að kirkjurýmið sé ein heild, kór og skip. Hér á landi hafði fyrrnefnda stefnan afgerandi áhrif og þar að auki voru Íslendingar greinilega veikir fyrir gotneska og rómanska stílnum með bogadregnum gluggum og dyrum eins og glöggt má sjá í kirkjum frá síðari hluta nítjándu aldar og langt fram eftir þeirri tuttugustu.

Hvað grunnform kirkjunnar að þessu leyti varðar er litlar breytingar að sjá fyrr en kemur fram á sjöunda áratuginn. Margvíslegar breytingar verða á ytra formi kirkjunnar eftir því sem líður á öldina en grunnformið helst í stórum dráttum óbreytt.

Þéttbýlismyndun um aldamótinÞéttbýlismyndunin undir aldamótin markaði þáttaskil í kirkjubyggingum. Þá hefst smíði stórra timburkirkna sem gerðu meiri kröfur til kirkjusmiða en áður.

Margar veglegar kirkjur voru reistar á þéttbýlisstöðum við sjávarsíðuna beggja vegna aldamótanna, má þar nefna Stokkseyrarkirkju árið 1886 og Eyrarbakkakirkju árið 1890. Meðal glæsilegustu kirkna frá aldamótaárunum er Grundarkirkja í Eyjafirði, hugmyndina að henni átti bóndinn á Grund, Magnús Sigurðsson, en Ásmundur Bjarnason frá Eskifirði (f. 1873) gerði endanlegar teikningar af kirkjunni og var yfirsmiður. Ásmundur hafði numið trésmíði í Danmörku.46

Sumar kirkjur voru teknar niður og reistar að nýju í breyttri mynd og stærri í þéttbýlinu. Þetta á við um Seyðisfjarðarkirkju sem reist var úr viðum Vestdalseyrarkirkju 1920–1921, nokkuð breytt.

KirkjusmiðirKirkjur voru byggðar með ýmsum hætti. Stundum voru aðstæður þannig að nægur rekaviður var fyrir hendi til kirkjubyggingar, en oftast var timbrið flutt inn frá útlöndum. Kirkjan á Mýrum í Dýrafirði er stór timburkirkja reist árið 1897 úr norskum viði sem hvalveiðimenn fluttu til landsins og var kirkjan gjöf veiðistjórans Lauritz Berg á Framnesi. Eskifjarðarkirkja var reist eftir teikningu danska verkfræðingsins Brincks og vígð árið 1900.

44   ? Schwebel 1983: 66–69. Volp 1989: 1109.45   ? Volp 1989: 1109.46   ? Gunnar M. Magnúss 1972: 153,181–182.

Page 16: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

16

Margar timburkirkjur nítjándu aldar bera kirkjusmiðunum gott vitni. Þótt þeir þyrftu að laga sig að litlu timburúrvali tókst þeim engu að síður að smíða góðar kirkjur sem þjónuðu hlutverki sínu vel og lengi.

Sumir smiðanna höfðu fengið menntun sína erlendis og flutt hingað heim með sér þekkingu og hugmyndir um kirkjubyggingar. Meðal þeirra var Guðmundur Jakobsson sem teiknaði og smíðaði m.a. Kálfatjarnarkirkju (1893), Akraneskirkju (1896) og Fríkirkjuna í Reykjavík (1903). Guðmundur ritaði fróðlega grein um kirkjubyggingar þar sem hann setti fram þá skoðun að gotnesk form hentuðu best íslenskum kirkjum.47

Flestar timburkirkjurnar voru reistar af heimamönnum og komu flestir þeirra nálægt einni eða örfáum kirkjum um ævina. En til voru smiðir sem smíðuðu margar kirkjur. Þorsteinn Sigurðsson á Sauðárkróki mun hafa smíðað um tíu kirkjur sem nú eru í notkun. Flestar kirkna Þorsteins voru hefðbundnar langkirkjur, ýmist litlar sveitakirkjur eða stórar þorpskirkjur, en tvær voru áttstrendar, kirkjurnar á Silfrastöðum (1896) og Auðkúlu (1894). Þetta form minnir á hringkirkjuformið sem er algengt í Austur-Evrópu og víðar.

Steinsteyptar kirkjurFyrsta steinsteypta kirkjan á Íslandi var Ingjaldshólskirkja, vígð 1903. Teikningar gerði Jón Sveinsson trésmiður árið 1902. Hann hafði stundað framhaldsnám í Danmörku.48 Undir lok aldarinnar hefur steypan lítið látið á sjá. Kirkjan var endurbætt árið 1914 samkvæmt tillögum Rögnvalds Ólafssonar, m.a. var turninn hækkaður. Árið 1904 var önnur steinsteypt kirkja vígð, það var Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi. Eftir það fer steinsteyptum kirkjum fjölgandi.

Rögnvaldur ÓlafssonFyrsti íslenski arkitektinn var Rögnvaldur Ólafsson (1874–1917), hann kom til starfa sem ráðunautur landstjórnarinnar um húsagerð frá 1904 til dauðadags, 1917. Með komu hans lýkur því tímabili þar sem byggingameistararnir teiknuðu og byggðu kirkjurnar en við tekur tímabil arkitektanna. Rögnvaldur teiknaði bæði timburkirkjur og steinsteyptar kirkjur, til sjávar og sveita.

Fyrsta kirkja Rögnvalds var Hjarðarholtskirkja í Dölum (1904). Hún er teiknuð í nýstárlegum stíl, hér er það krosskirkjuformið sem ræður en sérstakt einkenni er turninn upp úr einu horninu. Líkar að formi eru kirkjurnar á Húsavík (vígð 1907) og Breiðabólstað í Fljótshlíð (byggð 1911–1912).

Kirkjur Rögnvalds eru fjarri því að líkjast hver annarri. Gaulverjabæjarkirkja (1909) er vönduð sveitakirkja í hefðbundnum stíl, Hólskirkja í Bolungarvík (1908) er hins vegar allstór þorpskirkja, báðar eru þær byggðar úr timbri. Fjölbreytnin kemur fram í stílformum og efnisnotkun, einnig í innra formi kirkjunnar, sums staðar er hefðbundinn predikunarstóll, annars staðar er hann afar einfalt púlt og enn annars staðar er hann fyrir ofan altari.

Rögnvaldur teiknaði nokkrar steinsteyptar kirkjur, m.a. á Bíldudal (1906) og á Þingeyri (1911). Þingeyrarkirkja er áhugverð að því leyti að þar er allmikið tréverk innan dyra sem gefur kirkjunni hlýlegan svip.

Veglegustu steinkirkjur Rögnvalds og náskyldar að formi til eru Fáskrúðsfjarðarkirkja (1914), Hafnarfjarðarkirkja (1914) og Keflavíkurkirkja (1915). Kirkjan á Laxá í Nesjum var steinsteypt, byggð með safnaðarheimili í

47   ? Guðmundur Jakobsson 1896: 40.48   ? Iðnsaga Íslands 1943 (1),199.

Page 17: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

17

kjallara, sem var nýbreytni á þeim tíma, og notuð til ársins 1952, sú kirkja var síðar brotin niður.

Síðustu kirkjur Rögnvalds voru Undirfellskirkja og Ólafsfjarðarkirkja (vígð 1916), en þeim kirkjum, sem Guðjón Samúelsson átti síðar eftir að teikna fyrir söfnuði til sjávar og sveita víða um land, svipar talsvert til Ólafsfjarðarkirkju.

Rögnvaldur aðhylltist sögustíl í húsagerðarlist sem gaf honum tækifæri til að velja þau stílbrigði úr sögu húsagerðarlistarinnar sem honum fannst best henta hverju sinni. Af þeim sökum er að finna ýmis stílbrigði í verkum hans þótt einna mest beri á gotneskum einkennum, m.a. á Hvanneyri (1905) og Þingeyri (1911). Gott samræmi er í formum og hlutföllum og sömuleiðis er útfærsla á vandasömum verkefnum vel leyst. Skreytingar setja svip á byggingar Rögnvalds en á því sviði beitti hann hófsemi og smekkvísi.

Page 18: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

18

Gunnar Kristjánsson:

Kirkjubyggingar, myndlist og trú

Guðjón SamúelssonUm áratuga skeið setti Guðjón Samúelsson (1887–1950) sterkan svip á kirkjubyggingar hér á landi. Frá andláti Rögnvalds Ólafssonar 1917 gegndi Einar Erlendsson ráðunautarstarfi þar til Guðjón Samúelsson tók við. Guðjón var settur húsameistari ríkisins árið 1919 en skipaður í embætti 25. maí 1920. Á árunum 1910–1917 eru margar teikningar Rögnvalds undirritaðar af Einari Erlendssyni f.h. Rögnvalds. Stíll Guðjóns er í stórum dráttum einnig sögustíll eins og forvera hans en nú ber meira á hreinum nýgotneskum formum auk þess sem Guðjón leitaði í sjóð íslenskrar hefðar í húsagerð. Hann leitaði sér fyrirmynda í íslenskri byggingarhefð og íslenskri náttúru.

Guðjón teiknaði allmargar kirkjur til sjávar og sveita. Þar er um að ræða tvær til þrjár grunngerðir sem útfærðar eru eftir þörfum og óskum safnaðanna hverju sinni. Þessar kirkjur einkennast allar af góðu samræmi í formum og hlutföllum, kirkjuskipið er rúmgott en ekki alltaf hlýlegt, stundum er söngloft yfir inngangi. Í þessum kirkjum er kórinn mun þrengri en kirkjuskipið, einnig var þar lægra undir loft og gólfið talsvert hærra. Svipuðu máli gegnir um forkirkju, hún er mjög lítil. Einar Erlendsson, samstarfsmaður Guðjóns, sá um útfærslu margra þessara kirkna.

Guðjón Samúelsson teiknaði einnig margar stærstu og glæsilegustu kirkjur landsins: Kristskirkju í Landakoti (1929), Akureyrarkirkju (1940), Laugarneskirkju (1949) og Hallgrímskirkju (byggð á árunum 1945–1986). Auk þess gerði hann tillögur að fleiri kirkjum sem ekki voru reistar, m.a. á Þingvöllum og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Í þessum kirkjum er hvarvetna sama grunnflatarform og það sem lýst var.49

Aðrir arkitektarÞær kirkjur sem teiknaðar voru af öðrum arkitektum á millistríðsárunum lúta allar sama grunnflatarformi og kirkjur Guðjóns, en útlit þeirra er oft talsvert frábrugðið kirkjum hans.

Meðal kirkna sem reistar voru á fyrri hluta aldarinnar og ekki voru teiknaðar af Guðjóni Samúelssyni voru Aðventkirkjan (1926), Hjallakirkja í Ölfusi (1928), og Siglufjarðarkirkja (1932). Aðventkirkjuna í Reykjavík teiknaði sænski arkitektinn Waldemer Johanson. Hér var um að ræða vandaða teikningu og nýbreytni hér á landi þar sem innangengt var úr kirkju í safnaðarheimili. Enn fremur var kirkjan sérstaklega löguð að þéttbýli og felld inn í húsaröðina.

Hjallakirkja í Ölfusi einkennist af gotneskum formum og sker sig dálítið úr. Hún var teiknuð af Þorleifi Eyjólfssyni frá Grímslæk sem var húsameistari menntaður í Þýskalandi.

Siglufjarðarkirkju teiknaði danski arkitektinn Arne Finsen og má kirkjan teljast fulltrúi fyrir norræna klassík í kirkjubyggingum hér á landi ásamt Aðventkirkjunni. Siglufjarðarkirkja ber stefnunni gott vitni með hreinum og öguðum stíl, hún er sterk í bæjarmyndinni og setur svip á bæinn.

StílhvörfÍ teikningum Guðjóns Samúelssonar fyrir Hallgrímskirkju í Reykjavík eru nýgotnesk form allsráðandi, en nýir tímar voru að ryðja sér braut. Kapellan við

49   ? Jónas Jónsson o.a. 1957: 123–125.

Page 19: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

19

sjúkrahúsið í Stykkishólmi var fyrsta guðshúsið í funkisstíl hér á landi, hana teiknaði Sigurður Guðmundsson arkitekt.

Tímamót í kirkjubyggingum verða á seinni stríðsárunum þegar arkitektum fjölgar og fjölbreytni eykst. Einn merkasti og elsti fulltrúi funkisstílsins á kirkjulegum vettvangi er Neskirkja í Reykjavík. Efnt var til samkeppni um þá kirkju árið 1943 og hlaut Ágúst Pálsson arkitekt fyrstu verðlaun og var kirkjan reist eftir hans teikningu á árunum 1952 til 1957 og vígð það ár. Gert var ráð fyrir safnaðarheimili við kirkjuna.

Um sama leyti teiknar Sigurður Guðmundsson arkitekt Hallgrímskirkju í Saurbæ, hún var vígð 1957. Kirkjan var reist á grunni sem hafði verið steyptur undir kirkju sem Guðjón Samúelsson hafði teiknað 1937, hætt var við byggingu þeirrar kirkju. Sigurður teiknaði einnig Fossvogskirkju (1948) ásamt Eiríki Einarssyni og turn við Hóladómkirkju. Skálholtsdómkirkju teiknaði Hörður Bjarnason, hún var reist á árunum 1956–1963 og vígð 21. júlí það ár.

Á seinni hluta sjötta áratugarins teiknar Gunnar Hansson kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík, safnaðarheimilið var vígt 1957 en kirkjan 1959. Nokkur nýbreytni var að Kópavogskirkju sem Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins teiknaði (vígð 1962) og Bjarnarneskirkju í Nesjum eftir Hannes Davíðsson, sem byggð var á árunum 1957–1976. Í báðum tilvikum er reynt að fullnýta möguleika steinsteypunnar og nota burðareiginleika efnisins til frjálsrar rýmismótunar.

Vikið frá hefðinniÁ síðasta þriðjungi tuttugustu aldar verða verulegar breytingar á grunnformi kirknanna. Þar eru áhrif erlendis frá, einkum frá rómversk-kaþólsku kirkjunni sem tók upp nýja stefnu í kirkjubyggingum á sjöunda áratugnum sem hafði afgerandi áhrif á kirkjubyggingar rómversk-kaþólskra og þegar frá leið einnig mótmælenda. Lykilhugtakið er samfélag um borð kvöldmáltíðarinnar. Samkvæmt þeirri hugsun á presturinn að þjóna handan borðsins og snúa í átt til safnaðarins alla messuna. Þetta atferli á að undirstrika þá hugsun að messan sé samfélag prests og safnaðar kringum altarið þar sem hin heilaga kvöldmáltíð er höfð um hönd. Ekki eru alltaf hafðar grindur kringum altari (gráður) í nútímakirkjum, altarið færist nær söfnuði og predikunarstóll lækkar miðað við hefðina, kirkjan breikkar einnig til að auka nálægð safnaðarins við borðið. Þessi stefna hafði mikil áhrif á meginlandinu og síðan einnig hér á landi, hægt og sígandi.50

Nútímakirkjuarkitektúr felst ekki eingöngu í því að kirkjurnar hafa á sér annað ytra snið en áður, heldur skipta breytingar á grunnforminu ekki minna máli. Þar vegur þyngst staðsetning altarisins. Reynt er að hafa kirkjurnar rúmgóðar, bæði kórinn, til þess að unnt sé að hafa fjölbreytni í helgihaldi, og kirkjuskipið til þess að auka nálægð prests og safnaðar í kirkjulegum athöfnum. SafnaðarheimilinÍ nútímakirkjum er gert ráð fyrir að kirkjustarfið miði að sterkari samfélagsvitund manna á meðal og þá stefnu eigi guðsþjónusturýmið að undirstrika en einnig safnaðarheimilin. Þau fylgja kirkjum sem reistar voru á síðari hluta tuttugustu aldar; þau eru bein afleiðing af kröfum um aukið safnaðarstarf og haldast í hendur við ákveðna guðfræðilega hugsun sem að baki býr. Sú hugsun beinist að fjölþættu starfi safnaðarins á sviði þjónustu, fræðslu og helgihalds.

Ný viðhorf til starfsemi kirkjunnar í þéttbýli og síðar einnig til sveita kalla á rúmgóðar kirkjur með safnaðarheimili og góðri starfsaðstöðu fyrir prest og söfnuð.

50 ? Gunnar Kristjánsson 1989: 36–38.

Page 20: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

20

Þessi nýju viðhorf hafa komið fram í stóraukinni tónlistarstarfsemi á vegum safnaðanna, fjölþættara barna- og æskulýðsstarfi en áður, fræðslustarfi og félagslegri þjónustu. Fjölþætt starfsemi kirkjunnar hefur tengt fólk annars konar böndum en áður tengdu sóknarbörnin kirkju sinni.

Endurbyggingar og viðgerðirÁ síðari hluta tuttugustu aldar vaknaði áhugi margra safnaða á endurbyggingu timburkirkna frá nítjándu öld. Var meginstefnan sú að færa þær því sem næst til upprunalegrar gerðar og nutu þeir þar leiðsagnar Þjóðminjasafns. Jafnframt hafa margar eldri kirkjur þurft að laga sig að breyttum aðstæðum. Margt getur valdið því að kirkjan hentar ekki eins vel og upphaflega, breytingar verða á fólksfjölda í sókninni, nýir starfshættir og siðir eru teknir upp og kröfur prests, starfsfólks og sóknarbarna eru breytingum háðar frá einum tíma til annars. Af þessum sökum hafa kirkjur stundum verið stækkaðar, byggt hefur verið við þær eða þær hafa tekið breytingum hið innra.

Kirkjubyggingar hafa aldrei tekið eins miklum stakkaskiptum í sögu þjóðarinnar og á tuttugustu öld. Í kirkjuhúsinu birtast breytingar á kirkjunni sjálfri, guðfræði hennar og starfi. Kirkjubyggingin er umgjörð og athvarf þess starfs sem söfnuðurinn vinnur á hverjum tíma. Kirkjan er helgidómur þeirra sem sjaldan sækja hana heim líkt og þeirra sem þar eru heimavanir, hún setur svip sinn á sveitir og bæi og hún er vettvangur vaxandi kirkjulegs starfs vítt og breitt um landið.

(Ártöl innan sviga við kirkjur vísa til vígsluárs kirkjunnar nema annað sé tekið fram. Helgi Skúli: “Þessum kafla mætti fylgja Íslandskort með innfelldu Reykjavíkurkorti með öllum kirkjum nefndar eru. Þá ættu ártölin e.t.v. að fara á kortið. Hvort sem er í korti eða í texta má hafa fyrir reglu að stakt ártal sé vígsluár en árabil sé byggingartími.”)Samtal við Pétur Ármansson 18. nóv. 1997.Samtal við Hjörleif Stefánsson 21. nóv. 1997 v. Ingjaldshólskiirkju m.a.

Laustengdir textar eða myndatextar:Kirkjuvígsla fór fram þegar kirkja var tekin í notkun í fyrsta sinn eða eftir svo gagngerar endurbætur að hún mátti kallast nýtt hús. Í handbók fyrir presta frá 1869 segir að kirkjuvígsla sé ekki lögboðin í evangelísk-lútherskri kirkju en eigi samt að viðhaldast til hátíðlegrar endurminningar og tengist fyrstu messu í kirkjunni. Gert er ráð fyrir að biskup vígi kirkjuna sé unnt að koma því við, annars prófastur eða sóknarprestur í forföllum hans.51

Eitt vandamál fyrri tíma var notkun kirkjunnar. Á nítjándu öld eru ýmsar heimildir um þennan vanda. Ferðamenn sóttust eftir því að fá að gista í kirkjum, húsfreyjur vildu fá að þurrka þar þvott og sumum umsjónarmönnum lestrarfélaga fannst ekkert athugavert við að nota kirkjuna sem bókageymslu. Þá kom það fyrir að menn vildu nota kirkjuna undir veraldlega fundi. Augljóst er að húsaskortur hefur hér valdið mestu og ýtt undir vanbrúkun á kirkjum. Ekki virðast kirkjuyfirvöld hafa sýnt neina óbilgirni í þessu efni heldur reynt að leysa vandann eftir því sem unnt var.52

Kirkjur nítjándu aldar endurspegla samtíma sinn á ýmsan hátt. Það gildir m.a. um sætaskipan.53 Í kór sátu bændur á bekkjum meðfram veggjum. Við altarishornin voru oft afmörkuð sæti sitt hvorum megin, þar áttu sæti einhverjir fyrirmenn sveitarinnar, oft meðhjálpari og hreppstjóri. Ekki er víst að sætaskipan hafi verið

51    ? Handbók fyrir presta á Íslandi 1869: 158.52    ? Valdimar Briem 1895: 88–89.53    ? Kristleifur Þorsteinsson 1944: 323–331. Brynjúlfur Jónsson 1897: 26.

Page 21: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

21

eins um allt land. Við kórdyr var einnig oft afmarkað sæti sitt hvorum megin, ætluð ákveðnum mönnum. Í framkirkju sátu konur norðanmegin í kirkjunni og fremst sunnan megin. Fremst norðanmegin átti prestskonan sæti sitt og var bekkur hennar oft afmarkaður á sérstakan hátt og kallaðist stúka. Sunnan megin aftan við konurnar sátu þeir karlar sem áttu ekki sæti í kór. Aftast var krókbekkur fyrir aðkomumenn og þá lægst settu í samfélaginu. Gott dæmi er Saurbæjarkirkja á Rauðasandi, einnig Staðarkirkja á Reykjanesi.

Kirkjuferðin hafði mikla félagslega þýðingu fyrir íslenskt sveitasamfélag, þar kynntist fólk og blandaði geði hvert við annað.54 Á sumrin hefur kirkjuferðin verið ánægjulegt ferðalag, en öðru máli gat gegnt á vetrum þegar erfitt var um færð og flestir þurftu að ferðast gangandi. En í þessu sambandi má ekki gleyma heimilisguðrækninni sem var ekki veigaminni þáttur í guðrækni nítjándu aldar en guðsþjónustan í kirkjunni.

Myndlist og kirkjaUndir lok nítjándu aldar verða ýmsar breytingar á búnaði kirkna hér á landi. Einkum á það við um altaristöflur. Ein ástæðan fyrir þeirri breytingu er sú bylting sem varð í kirkjusmíði á kostnað torfkirkna, fjölgun timburkirkna og síðar steinsteyptra kirkna. Rúmgóðar kirkjur úr góðu byggingarefni kölluðu á nýja tegund af myndlist.

Þótt flestar kirkjur hafi verið litlar og fátæklega búnar áttu margar þeirra engu að síður dýrmæta gripi, sem þær eiga í mörgum tilvikum enn þá, en margir þeirra eru nú varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands.

Hver kirkja varð að eiga nauðsynlegustu hluti vegna helgiþjónustunnar: skírnarfat eða skírnarfont, kaleik og patínu, brauðöskjur og vínkönnu, jafnvel einnig kaleiksdúk og patínudúk. Þá þurfti kirkjan að eiga kertastjaka á altari, dúka, altarisklæði og skrúða, í það minnsta einn hökul og eitt rykkilín. Hempuna áttu prestarnir sjálfir. Flestar kirkjur munu aðeins hafa átt einn hökul sem í flestum tilvikum var rauður með gylltum krossi. Fyrir slíkum höklum var sterk hefð í löndum Danakonungs.55 Til viðbótar við þennan búnað, sem helst tengist listbúnaði kirkjunnar, bætist við annar búnaður í kirkju og kirkjugarði, svo sem klukkur, hljóðfæri, minningartöflur, legsteinar og graftól.

Altaristaflan setur svip á hverja kirkju og undirstrikar að myndlistin er ekki aukaatriði í kirkjurýminu þar sem henni er valinn sá staður í kirkjunni sem mest er áberandi, yfir sjálfu altarinu. Enda var það skoðun Marteins Lúthers að myndlistin hefði hlutverki að gegna í kirkjunni og engin ástæða væri til að amast við henni, sjálfur lagði hann áherslu á myndlist í kirkjunni og ekki síður í Biblíuútgáfu sinni.56 Öðru máli gegndi að hans mati um myndir og styttur af dýrlingum sem ætlaðar voru til ákalls og tilbeiðslu.

Tvö myndefni voru mest áberandi á altaristöflum fram undir lok nítjándu aldar, það voru myndir af síðustu kvöldmáltíðinni og krossfestingu Jesú. Þá hefð má rekja allt til Lúthers sjálfs. (Sjá Þóru Kristjánsdóttur).

Rétt fyrir aldamótin 1900 verða mikil umskipti í myndlist kirkjunnar. Tvennt gerist í senn. Annars vegar er horfið frá kvöldmáltíðar- og krossfestingarmyndum og einnig streyma hingað til lands danskar altaristöflur þar sem myndefnin eru

54    ? Hjalti Hugason 1988: 177–189. Jónas Jónasson frá Hrafnagili 1961: 353 o. áfr.55  ? Gunnar Kristjánsson 1993a: 19.56  ? Schwebel 1980: 109–119.

Page 22: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

22

sjaldnast kvöldmáltíðin og krossfestingin þótt þau sýni oftastnær atburði úr lífi og starfi Jesú.

Margt stuðlaði að þessari breytingu. Meðal annars áherslubreytingar í lútherskri guðfræði þar sem nýr áhugi vaknar á rannsóknum á textum Biblíunnar, ekki hvað síst á guðspjöllunum og hinum sögulega grundvelli undir boðskap kirkjunnar. Þær rannsóknir höfðu í för með sér tilraunir til að setja fram ævisögu Jesú, oft er talað um leitina að hinum sögulega Jesú. Frjálslynda guðfræðin lagði mikla áherslu á Jesúm sem siðferðislega fyrirmynd. Þessi áherslubreyting hefur þau áhrif á myndlist kirkjunnar að myndlistarmenn einblína ekki lengur á fáa atburði í ævi Jesú heldur gera sér far um að festa á léreftið sem mest úr lífi, starfi og boðskap hans, myndefni úr Gamla testamentinu gleymast ekki heldur.

Til þess að fá altaristöflur leituðu menn út fyrir landsteinana og þá einna helst til Kaupmannahafnar. Í kirkjumálum voru talsverð tengsl við borgina, m.a. vegna þeirra presta sem höfðu numið þar og stúdenta sem voru þar við nám, og loks höfðu kaupmenn góð sambönd í borginni við Sundið. Margar myndir komu hingað fyrir milligöngu biskups Íslands og Forngripasafnsins.

Á tiltölulega skömmum tíma bárust hingað til lands margar danskar altarismyndir sem sumar prýða enn íslenskar kirkjur, einkum til sveita, og unnu sér fljótt þegnrétt. Þær myndir, sem teknar voru niður í stað hinna nýju dönsku mynda, munu flestar hafa lent á Þjóðminjasafninu.57 Oft mun hafa gengið illa að fá altaristöflu erlendis fyrir viðráðanlegt verð og urðu íslenskir kaupendur því stundum að kaupa það alódýrasta sem þeim stóð til boða.58

Breytt viðhorf til myndlistar, talsverð endurnýjun í kirkjubyggingum og síðast en ekki síst áhugi Forngripasafnsins á gömlum gripum úr kirkjum áttu sinn þátt í því að margar danskar myndir komu í kirkjurnar á tiltölulega skömmum tíma. Stíll dönsku myndanna sver sig í ætt við svonefndan nazarenastíl, kenndan við norræna listamenn sem stofnuðu samfélag í Róm snemma á nítjándu öld og nefndu sig nazarena. Markmið þeirra var að móta sérstakan kristilegan myndstíl í anda endurreisnarstefnunnar. Þeir höfðu mikil áhrif á Norðurlöndum og víða í Þýskalandi.

Flestar dönsku altaristaflnanna hér á landi eru eftir einn málara, Niels Anker Lund (1840–1922), en margir aðrir komu við sögu. Hingað til lands komu a.m.k. 25 altaristöflur eftir Niels Anker Lund, flestar málaðar á árunum 1885–1906 en tvær árið 1920, og margar eftir aðra málara sem unnu í sama stíl.59 Fyrsta myndin eftir Lund kom í Ögurkirkju árið 1890 (máluð 1889) og var vel tekið en í staðinn fór Ögurbríkin, altaristaflan sem fyrir var, á Forngripasafnið. Myndefnin, sem gefur að líta á altaristöflum Lunds, eru einkum úr ævi Jesú. Algengasta myndefnið er upprisan, alls sex myndir, úr píslarsögunni eru fjórar Getsemanemyndir, þá eru þrjár af Emmausgöngunni.60

Eitt sterkasta einkenni á listsköpun nazarenanna var hinn ákveðni helgiblær á myndunum, þeim var ætlað að vera hluti af listrænu umhverfi helgihaldsins. Listamennirnir gera sér far um að upphefja biblíuleg myndefni og biblíulegar persónur. Einkum gildir þetta um Jesúm Krist, hann er hafinn yfir hið mannlega. Kristur þessara mynda er afar mildur á svip, hann sýnir takmarkaðar tilfinningar, hvorki reiði né gleði. Þrátt fyrir dökkbrúnt skeggið er andlitið ekki laust við að vera kvenlegt. Hann er oftar en ekki klæddur hvítri skikkju sem tákni hreinleika og

57  ? Lilja Árnadóttir 1982: 91.58  ? Björn Th. Björnsson 1983: 33.59  ? Lilja Árnadóttir 1982: 98.60  ? Lilja Árnadóttir 1982: 100.

Page 23: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

23

fullkomleika. Litir hafa oft greinilega táknmerkingu í myndum nazarenanna.61 Með þessum hætti tókst nazarenunum það ætlunarverk sitt að skapa sérstaka kristilega list. En um leið skildi leiðir með þeim og almennri myndlistarþróun í álfunni enda var það tilgangur þeirra.

Biblíumyndastíllinn festi hér rætur ekki aðeins með dönsku myndunum heldur einnig með biblíumyndunum sem börn í barnaguðsþjónustum og sunnudagaskólum hafa fengið í áratugi. Þar er oftast um að ræða myndir enskra myndlistarmanna (prerafaelíta) sem fylgdu svipuðum viðhorfum til myndlistar og nazarenarnir.

Íslenskir myndlistarmenn beittu biblíumyndastílnum þegar þeir gerðu altaristöflur fyrir íslenskar kirkjur. Sumir þeirra fengust mikið við hreinar eftirmálanir á dönskum altaristöflum, m.a. Sigurður Guðmundsson málari (1833–1874), sem gerði nokkrar eftirmyndir af altaristöflu Wegeners í Dómkirkjunni í Reykjavík. Brynjólfur Þórðarson (f. 1896) gerði einnig altaristöflur, þar á meðal nokkrar eftirmálanir - og fleiri listamenn mætti nefna.62

Það voru helst elstu listamennirnir sem fetuðu í svipaða slóð og dönsku biblíumyndamálararnir. Þórarinn B. Þorláksson (f. 1867) málaði einar tíu myndir fyrir íslenskar kirkjur. Þar gefur að líta svipaða túlkun hinna biblíulegu frásagna og í dönsku myndunum, enda oft um eftirmálanir að ræða. Hann málar myndir af ýmsum biblíulegum frásögnum, dæmisögum Jesú og atburðum úr lífi hans. Myndmálið er náskylt, táknræn notkun litanna er stundum áberandi, ímynd Jesú sjálfs sver sig í ætt við dönsku myndirnar, engin tilraun er gerð til að færa sögusvið og persónur til íslensks veruleika.

Í altaristöflum Ásgríms Jónssonar (f. 1874) gegnir svipuðu máli, hins vegar gætir þar tilhneigingar til að tengja myndsviðið því umhverfi sem söfnuðurinn þekkti, fyrirmyndir fólksins eru iðulega íslenskt fólk og landslagið ber oft svipmót af íslensku landslagi.

Jóhannes S. Kjarval (f. 1885) víkur talsvert frá dönsku myndunum í sínum altaristöflum, einkum þeirri síðustu sem hann gerði fyrir Blönduóskirkju árið 1955, en hann gerði fimm myndir fyrir íslenskar kirkjur. Einni þeirra var reyndar hafnað, það var tafla sem máluð var fyrir Rípurkirkju og var gjöf til hennar frá kvenfélagi hreppsins á vígsludegi hennar árið 1925. Myndefnið var skírn Jesú, og segir það sína sögu: hér var vikið um of frá þeirri hefð sem hafði myndast. Í staðinn fékk söfnuðurinn altaristöflu eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Hins vegar var fyrstu altaristöflu Kjarvals vel tekið. Sú mynd var gerð fyrir Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystra árið 1914, að tilhlutan kvenna í sókninni.

Þegar líður fram yfir miðja öldina kemur Jóhann Briem (f. 1907) fram á sjónarsviðið. Á árunum 1953–1962 málar hann a.m.k. sex altaristöflur. Þar fetar listamaðurinn ekki slóð hinna hefðbundnu biblíumynda þótt myndefnið sé hið sama. Túlkunin er dýpri og ber keim af dulúð í myndmáli og litameðferð.

Fjöldi íslenskra listamanna hefur málað altaristöflur fyrir kirkjur hér á landi. Auk þeirra sem nefndir voru má nefna Eyjólf Eyfells (f. 1886), Jón Þorleifsson (f. 1891), Guðmund Thorsteinsson (Mugg, f. 1891), Gunnlaug Blöndal (f. 1893), Magnús Á. Árnason (f. 1894), Ólaf Túbals (f. 1897), Svein Þórarinsson (f. 1899), Karen Agnete Þórarinsson (f. 1903), Eggert Guðmundsson (f. 1906), Halldór Pétursson (f. 1916), Erró (f. 1932) (mynd á predikunarstóli) og Eirík Smith (f. 1925).

Einn prestur var í hópi altaristöflumálaranna, það var séra Magnús Jónsson (1887–1958) guðfræðiprófessor, sem málaði altaristöflur í Mælifellskirkju,

61  ? Schwebel 1980: 109–119.62  ? Björn Th. Björnsson 1983: 33.

Page 24: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

24

Melstaðarkirkju, Svalbarðskirkju í Eyjafirði og Viðvíkurkirkju. Annar þekktur málari meðal guðfræðinga var dr. Jón Helgason (1866–1942) biskup (1917–1938) sem málaði myndir af flestum kirkjum landsins.63

Þegar á leið öldina fór fulltrúum listgreinanna að fjölga í kirkjunum. Myndhöggvarar hafa sett svip sinn í vaxandi mæli á myndlist kirkjunnar. Í litlu torf- og timburkirkjunum hafði kirkjan oftast þurft að láta sér nægja skírnarfat. Vegna plássleysis var það ýmist hengt upp á vegg eða lagt á altarishornið milli þess sem það var notað. Í stórum kirkjum var nóg rými og skírnarfontar komu óðum í kirkjur. Tími lágmyndanna kom með stóru kirkjunum sem fylgdu þéttbýlismyndun aldamótanna, einkum á það við um steinsteyptar kirkjur. Þar má nefna lágmyndir Ásmundar Sveinssonar (1893–1982), m.a. í Akureyrarkirkju og Háskólakapellunni. Sigurjón Ólafsson (1908–1982) gerði skírnarfont fyrir Selfosskirkju. Einar Jónsson (1874–1954) myndhöggvari gerði stóra Kristsmynd fyrir Hallgrímskirkju í Reykjavík, hann gerði einnig altaristöflu fyrir Stafholtskirkju í Borgarfirði. Einhver afkastamesti kirkjulistarmaður aldarinnar hérlendis var Ríkarður Jónsson (1888–1977), verk hans eru víða í kirkjum, m.a. margir skírnarfontar.

Upp úr miðri tuttugustu öld verða mikil umskipti í myndlist kirknanna. Ástæðan er breyting á kirkjubyggingum, farið er að reisa stærri kirkjur en hér þekktust áður. Í stórum kirkjum var ekki lengur þörf fyrir litlar og látlausar myndir heldur kölluðu stórir veggir og gluggar á annars konar myndverk en flestir voru vanir. Hlutverk listamannanna færist æ meir í það horf að skapa söfnuðinum umhverfi í kirkjunni. Í því efni gerðust þeir samverkamenn arkitektanna þótt þeirra sjónarmiða hafi einnig gætt að arkitektinn hefði ekki þörf fyrir samverkamenn að þessu leyti, húsagerðarlistin ein ætti að nægja.

Með abstraktmyndunum er horfið endanlega frá hinni fornu hefð biblíumynda í skreytingum kirkna. Þar með er hugtakið kirkjulist orðið mjög óljóst og hentar ekki lengur. Listamaðurinn er ekki lengur bundinn af hefðinni heldur fer hann sínar eigin leiðir. Þar með eru skilin milli þeirrar listar sem unnin er fyrir kirkjur og hinnar sem er utan þeirra orðin ógreinileg. Listin hættir smám saman að vera guðfræðinni til þjónustu en kemur nú þess í stað fram á eigin forsendum.64

Á undanförnum áratugum hafa mörg nútímaleg myndverk verið gerð fyrir kirkjurnar. Með gluggum Gerðar Helgadóttur (1928–1975) fyrir Skálholtskirkju, sem settir voru upp árið 1963, verða þáttaskil í kirkjulist hér á landi.65 Þá er tímabili biblíumyndastílsins endanlega lokið og ísinn er brotinn með óhlutbundnum formum steindu glugganna. Áður hafði Gerður unnið steinda glugga fyrir Hallgrímskirkju í Saurbæ. Í þeim gluggum eru myndir en ekki óhlutbundin form. Gluggum hennar í Skálholti var vel tekið og þess var ekki langt að bíða að annað stórverkefni sæi dagsins ljós, Kópavogskirkja.66

Mósaikmynd Nínu Tryggvadóttur (1913–1968) í Skálholtskirkju kemur skömmu eftir glugga Gerðar. Nína fylgir hefðinni að því leyti að hún velur Krist sem myndefni. Einnig er Kristur á þessari mynd upphafinn eins og í biblíumyndahefðinni. Hvað efni, stærð, form og myndmál að öðru leyti varðar markar þessi mynd tímamót og ryður slóðina fyrir nútímamyndlist í nútímakirkjum líkt og verk Gerðar.

63  ? Guðjón Friðriksson 1991: 9.64  ? Schwebel 1983: 169.65  ? Elín Pálmadóttir 1985: 94–111.66  ? Elín Pálmadóttir 1985: 178–179.

Page 25: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

25

Á næstu árum voru gerð allmörg listaverk þar sem tekist var á við hinar nýju kirkjur með stórum veggflötum og miklum gluggum.67 Leifur Breiðfjörð (f. 1945) hefur gert allmarga glugga fyrir kirkjur og kapellur, ekki aðeins nýjar kirkjur heldur hefur hann einnig unnið slík verk fyrir eldri kirkjur. Benedikt Gunnarsson (f. 1929) hefur gert steinda glugga í nokkrar kirkjur en einnig eina örfárra mósaikmynda fyrir kirkjur, það er altarismyndin í Háteigskirkju sem var samkeppnisverk. Oft hafa söfnuðir valið þá leið að efna til samkeppni þegar um hefur verið að ræða viðamikil verkefni.

Freskur hafa einnig verið unnar fyrir kirkjur, sú fyrsta var mynd finnska listamannsins Lennarts Segerstraale í Hallgrímskirkju í Saurbæ, síðar gerði Baltasar Semper (f. 1938) viðamikla fresku fyrir Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Í báðum þessum myndverkum er vikið allverulega frá hinni hefðbundnu Jesúmynd biblíumyndastílsins. Eina múrristan í íslenskum kirkjum er eftir Gunnstein Gíslason (f. 1946) í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn.

Þær breytingar sem urðu á altaristöflum komu einnig fram í skreytingum skrúðans. Þar kemur þó einnig til aukin gróska í helgisiðum kirkjunnar. Með Handbók íslensku þjóðkirkjunnar 1981 er gert ráð fyrir því að kirkjulitirnir séu notaðir í skrúðanum (rauður, grænn, fjólublár, gylltur, hvítur og svartur); kirkjulitirnir eru notaðir eftir ákveðnum reglum sem tengjast hátíðum og tímabilum kirkjuársins.68 Þar með var rauði flauelishökullinn með gyllta krossinum, sem sett hafði svip á kirkjulífið í tvær aldir eða svo, ekki lengur eini hökullinn, heldur komu nú í margar kirkjur höklar í öðrum litum. Þar að auki komu nýjar gerðir af höklum, stærri í sniðum, skreyttar táknum, og einnig fylgdu þeim oft og tíðum stólur í sama lit. Þá fylgdu þeim oft altarisklæði og púltklæði. Fyrst í stað fylgdu listhandverksmenn hefðbundnum skreytingum skrúðans, einkum með hefðbundnum kirkjulegum táknmyndum, en síðar leitaði þróunin í sömu átt og á öðrum vettvangi kirkjulistar að listamaðurinn losar sig undan hefðinni að mestu eða öllu leyti. Langflestir höklar og annað sem viðkemur skrúðanum kemur frá útlöndum.

Annar listbúnaður kirkjunnar naut einnig þeirrar grósku sem varð í kirkjubyggingum á síðari hluta aldarinnar. Margar nýjar kirkjur kölluðu á nýja gripi til helgiþjónustunnar. Þótt meginhlutinn hafi komið erlendis frá hafa samt verið gerðir margir fagrir kirkjugripir hér á landi. Kaleikar, patínur, brauðöskjur, vínkönnur, skírnarskálar, kertastjakar og krossar hafa bæst í kirkjur landsins á undanförnum árum. Þar hafa menn einnig unnið í önnur efni en málm.

Á síðari áratugum hefur áhugi á myndlist í kirkjum og almennt á trúarlegum viðfangsefnum vaknað bæði meðal listamanna og safnaðarfólks. Þar markaði kirkjulistarsýning á Kjarvalsstöðum um páska 1983 þáttaskil. Með henni var vakin athygli á hlutverki myndlistar í kirkjunni og þeim verkefnum sem þar bíða skapandi listamanna. Síðar hafa ýmsir söfnuðir haldið kirkjulistarhátíðir víða um land.

Myndlistin hefur fundið aðrar leiðir inn í kirkjustarfið en þær hefðbundnu.69 Með safnaðarheimilunum opnast sú leið að efna til myndlistarsýningar á vettvangi safnaðarstarfsins og einnig hefur sú leið verið farin að hafa listaverk, eitt eða fleiri, til sýnis í kirkjurýminu um lengri eða skemmri tíma. Loks hefur verið reynt með góðum árangri að fá myndlistarmenn til að vinna að myndsköpun í kirkjunni meðan guðsþjónusta stendur yfir. Myndlist hefur einnig verið talsvert iðkuð í barna- og unglingastarfi kirkjunnar.

67 Gunnar Kristjánsson 1988: S. 8–10, 12–1468 ? Gunnar Kristjánsson 1993a: 7–22.69 ? Gunnar Kristjánsson 1997: [10–11]. (Skýring f. prófarkalesara: síður eru ónúmeraðar)

Page 26: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

26

Þá list, sem unnin er fyrir kirkjuna, mætti kalla kirkjulist, en miklu víðar birtast trúarleg viðfangsefni í myndlist tuttugustu aldar. Víða er því að finna trúarleg viðfangsefni í myndlist utan kirkjunnar. Þeir tímar eru því liðnir þegar liststefna nazarenanna mótaði þau viðhorf til listar og kirkju að til ætti að vera sérstök trúarleg liststefna sem tæki ekki mið af síbreytilegum stefnum og straumum í listum. Í myndlist síðustu áratuga tuttugustu aldar gefur iðulega að líta biblíulegar vísanir, þar er oft og tíðum kallast á við hefðina í kirkju og kristni, vísanir til krossfestingar Krists, til sköpunarverksins og til margra biblíusagna. Í myndlist samtímans er tekist á við trúarheimspekilegar spurningar um tilgang og markmið, um sekt og fyrirgefningu, um fórnina í mannlegum samskiptum, um lífsgildi og fleira sem kemur inn á svið guðfræði og trúar.

Sjónir manna beinast ekki aðeins að nýsköpun. Áhugi safnaðanna hefur einnig aukist á gömlum myndum og á gömlum altaristöflum og sífellt er verið að gera við, hreinsa og varðveita gamlar myndir og kirkjugripi. Hið gamla og nýja, saga og samtíð, hefð og nýsköpun helst í hendur í kirkjunni við lok tuttugustu aldar eins og endranær.

Page 27: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

27

Gunnar Kristjánsson:

Hugvekjur og húspostillur

Postilla séra Árna HelgasonarMagnús Stephensen reyndi að hafa áhrif á hvað lesið var af guðsorðabókum á íslenskum heimilum. Sem fulltrúa upplýsingarstefnunnar og baráttumanni fyrir hugsjónum hennar var honum Vídalínspostilla þyrnir í augum en hún var allsráðandi sem húspostilla í byrjun nítjándu aldar. Í því skyni að gefa út húslestrabók í anda upplýsingarinnar leitaði Magnús til séra Árna Helgasonar (1777–1869) dómkirkjuprests.

Séra Árni var virtur lærdómsmaður. Hann var prestur á Reynivöllum í Kjós frá 1810 til 1814, síðan dómkirkjuprestur í Reykjavík til 1825 en þá gerðist hann prestur í Görðum á Álftanesi, því embætti gegndi hann til 1858. Stiftsprófastur í Kjalarnessprófastsdæmi varð hann árið 1821. Hann átti þátt í stofnun Hins íslenska bókmenntafélags og Hins íslenska biblíufélags.

Postilla séra Árna er úrval predikana eftir hann en ekki samin sérstaklega fyrir húslestra eins og postilla Vídalíns á sínum tíma. Þetta kemur fram í heiti verksins: Helgidagaprédikanir árið um kring.70 Hún var gefin út í tveimur hlutum í Viðey 1822 og 1823, önnur útgáfa kom út 1839.

Verkið þótti ekki jafnast á við Vídalínspostillu hvað málfar og stíl snerti. Framsetning og efnistök standa Vídalínspostillu langt að baki. Hins vegar svífur mildari andi yfir vötnunum en í Vídalínspostillu. Höfundur minnir iðulega á forsjón Guðs. Syndin er ekki eins alvarleg og Vídalín vildi vera láta og þrátt fyrir sorg og þjáningu er þó margt fagnaðarefni í veröldinni sem menn eiga ekki að loka augunum fyrir. Kenning Krists vegur mun þyngra í predikunum séra Árna en Kristur sjálfur, líf hans, þjáning, dauði og upprisa.

Hugleiðingar um almenna lífsspeki setja sterkan svip á postilluna: Menn skuli ekki gefast upp þótt á móti blási, best sé að nota heilbrigða skynsemi, farsælast sé að sigra illt með góðu, öllum sé óhætt að treysta Guði í einu og öllu, og svo eru hinar sígildu mannlegu dyggðir aldrei langt undan. Oftar en einu sinni minnir höfundur lesendur sína á að „vond umgengni spilli góðum siðum“ (t.d. s. 56).

Samband útleggingar og texta dagsins er oftast nær býsna losaralegt og stundum ekkert. Margir sakna til dæmis anda föstunnar í húslestrum á föstu. Þá er það óvenjulegt að postillan skuli hefjast á nýársdagslestri þar sem postillur hefjast venjulega á húslestri fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, en þá hefst kirkjuárið.

Dæmi um útleggingu er húslestur á föstudaginn langa. Þar fjallar höfundur um mótlæti og dauða og einnig þjáningu hins saklausa. Hins vegar er sú kenning víðs fjarri, sem venjan var að taka til umfjöllunar þennan dag, hin sígilda friðþægingarkenning. Hér er Jesús einungis fyrirmynd mannsins í mótlæti og á dauðastund en ekki hið saklausa lamb Guðs sem fórnað er fyrir syndir mannanna. Fyrirmynd hans felst í hugprýði, stöðuglyndi, þolinmæði og guðrækilegu hugarfari í þjáningunni, í sáttfýsi, vægð og friðsömu hugarfari og loks í fyrirgefningu (s. 237). Á páskadag ræðir hann ekki upprisuna, sjálft tilefni hátíðarinnar, heldur um þrá mannsins eftir fullkomnun og eilífu lífi, svipað er að segja um uppstigningardag.

70 ? Árni Helgason 1839.

Page 28: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

28

Húslestrabókin fékk misjafnar viðtökur, harða útreið fékk hún frá séra Tómasi Sæmundssyni í ritdómi sem birtist í Fjölni árið 1839. Þar er vikið að málfari, sem þótti ekki upp á það besta, en einnig efnistökum sem þóttu losaraleg, m.a. mikið um endurtekningar. Gagnrýni Tómasar og annarra beindist einnig að guðfræði verksins sem þótti um of í anda skynsemisstefnunnar, það birtist í einhliða áherslu á skynsemi mannsins og vilja hans, tilfinningarnar þóttu verða útundan. Siðfræðin ber trúfræðina ofurliði, sneitt er hjá mörgum meginatriðum trúarinnar í stað þess að takast á við þau eða hafna þeim, þá minnist séra Árni vart á djöfulinn sem persónu. Þrátt fyrir skynsemisstefnuna afneitar hann ekki því sem yfirnáttúrulegt er, hann ræðir það einfaldlega ekki. Ýmislegt fleira hefur Tómas út á bókina að setja.71

Sýnt hefur verið fram á að séra Árni hafi haft predikanir eftir skoska predikarann Hugh Blair (d. 1800) til fyrirmyndar.72 Einnig hefur verið sýnt fram á áhrif frá nokkrum dönskum predikurum. Þessi erlendu áhrif koma greinilega fram í efnistökum en einnig í málfari.73

Tilraun Magnúsar Stephensens til þess að efla skynssemistefnuna með nýrri húspostillu rann að mestu út í sandinn. Meira þurfti til en helgidagapredikanir séra Árna stiftsprófasts til að hnekkja veldi Vídalínspostillu. En annað kom til sama árið og síðari útgáfan kom út. Mynstershugleiðingar komu út í frábærri þýðingu. Þótt þar væri ekki um húspostillu að ræða heldur almenna hugvekjubók fékk Árnapostilla þann keppinaut sem henni tjóaði lítt að keppa við.

MynstershugleiðingarHugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar eftir Jakob Peter Mynster (1775–1854), Sjálandsbiskup, komu fyrst út 1834, sama árið og hann varð biskup.74 Árið 1839 voru hugleiðingarnar gefnar út á íslensku í Kaupmannahöfn. Þær náðu fljótt athygli íslenskra lesenda og urðu vinsælar og voru prentaðar aftur árið 1853. Mynstershugleiðingar bera af hugvekjubókum á íslensku á nítjándu öld vegna framsetningar efnisins.

Það sem fyrir var af guðsorðabókum, fyrir utan smærri hugvekjubækur, voru einkum Vídalínspostilla og Helgidagapredikanir séra Árna Helgasonar í Görðum. Sú fyrri var rituð í anda þeirrar guðfræði sem iðkuð var á átjándu öld á tímum barokkstefnunnar í bókmenntum og listum, en hin síðari var skilgetið afkvæmi skynsemisstefnunnar. Báðar voru þessar postillur ætlaðar til helgidagalestrar en til þess voru hugleiðingar Mynsters ekki sérstaklega ætlaðar heldur voru þær almennar hugvekjur sem grípa mátti til hvenær sem var.

Mynstershugleiðingar eru skrifaðar á gróskumiklum tímum í dönsku menningar- og kirkjulífi. Þær eru að nokkru leyti samdar í anda nýrétttrúnaðarins sem var að vinna sér fylgi í Danmörku, en andi skynsemisstefnunnar er þar einnig augljós. Öðru fremur eru Mynstershugleiðingar þó bókmenntir í anda rómantísku stefnunnar. Höfundurinn var undir sterkum áhrifum af rómantísku stefnunni í bókmenntum, listum og guðfræði og var í nánum tengslum við heim mennta og lista á sinni tíð og í persónulegu sambandi við ýmsa leiðtoga rómantísku stefnunnar.

(Laustengdur texti:) Eitt meginatriði í hugmyndafræði rómantísku stefnunnar snertir guðshugmyndina sem greinir hana jafnframt frá guðshugmynd

71 ? Tómas Sæmundsson 1839: 116–128. Jón Helgason 1927 (2): 21. 72  ? Tulinius 1939: 83–120. Tómas Sæmundsson 1839: 124.73  ? Jón Helgason 1927 (2): 25.74 ? Mynster 1853.

Page 29: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

29

skynsemisstefnunnar. Hér er átt við hugsun sem rakin er allt til Nikulásar kardínála frá Kúsa (f. 1401) og sett er fram í latnesku orðunum coincidentia oppositorum (samsvörun andstæðna). Með því er átt við að guðdómurinn sé nálægur í hinu jarðneska. Það viðhorf var framandi á tímum skynsemisstefnunnar. Þar var litið svo á að Guð væri hinn mikli smiður á himnum sem hefði sett veröldinni lögmál sem allt gengi eftir, hann væri eins konar úrsmiður sem hefði lokið verki sínu og gangverkið gengi án þess að skaparinn þyrfti að hafa af því frekari afskipti. Í rómantísku stefnunni verða þau sjónarmið hins vegar ráðandi að Guð sé sískapandi og hvarvetna nálægur, það sjónarmið minnir einnig á guðshugmynd Lúthers sem trúði á návist Guðs í hinu minnsta sandkorni ekki síður en í hinum miklu víddum alheimsins.75 Þetta sjónarmið er mjög greinilegt í hugleiðingum Mynsters (s. 11) þegar hann leiðir lesandann á vit hins guðlega í hversdagslegum, veraldlegum efnum, þar er m.a. átt við spurningar um tilgang lífsins, siðferðislegar ákvarðanir eða annað sem vekur trúarlegar og trúarheimspekilegar hugsanir. Rómantíska stefnan skynjar skapandi kraft Guðs í gjörvöllu sköpunarverkinu. Þessi hugsun einkennir Mynstershugleiðingar (s. 47 o. áfr.). En þar er skynseminni jafnframt gert hátt undir höfði, hún er það tæki sem Guð hefur gefið manninum til að þekkja sjálfan sig og tilvist sína og einnig til þess að komast til skilnings á sannindum trúarinnar.

Jakob Peter Mynster Sjálandsbiskup naut mikils álits í Danmörku og var lengi vel talinn merkasti predikari Dana. Hugleiðingar hans voru þýddar á íslensku skömmu eftir að þær komu fyrst út, þar voru að verki Fjölnismennirnir Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og útgefandinn, Þorgeir Guðmundsson, síðar prestur í Glólundi, sem hafði gefið út Vídalínspostillu árið áður (11. / 13. útg.). Fjölnismenn voru eindregnir fulltrúar rómantísku stefnunnar í íslenskum bókmenntum og því ekki að undra að Mynster hafi vakið athygli þeirra.76 Ekki er ólíklegt að bókin hafi haft áhrif á predikun íslenskra presta.77

Framsetning Mynsters biskups er svipuð og í postillunum að því leyti að höfundur heldur uppi samtali við lesendur. Hann nálgast þá varfærnislega og laðar þá til sameiginlegra hugleiðinga.

Mynstershugleiðingar eru réttnefndar hugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar. Hér eru ekki útleggingar á textum helgidaga kirkjuársins eins og siður hafði verið í postillum, heldur væri nær að nefna bók af þessu tagi trúfræði fyrir fullorðna. Hugleiðingarnar eru sextíu og fjórar og mætti skipta þeim í þrjá meginhluta. Fyrsti kaflinn fjallar um Guð, annar kaflinn um Jesúm Krist og þriðji um heilagan anda.

Mynster byggir hugleiðingar sínar upp með þeim hætti að kynna fyrst efnið sem hann ætlar að ræða um. Síðan hefur hann umræðuna út frá aðstæðum sem allir þekkja og beitir síðan rökrænni aðferð við að rekja málið að þeim punkti þar sem skynsemin dugar ekki lengur. Þá tekur opinberun Guðs í heilagri ritningu við, og er þar með komið inn á svið kristinnar trúar. Þannig leiðir Mynster lesandann frá hinu hversdagslega og auðskiljanlega inn í leyndardóm trúarinnar.

Í hugleiðingunum er gert ráð fyrir að skynsemi og opinberun fallist í faðma, þar er ekki um andstæður að ræða heldur samsvörun. Að þessu leyti eru hugleiðingar Mynsters í anda skynsemisstefnunnar. Skynsemin ein ræður þó ekki. Biblían og trúararfurinn, eins og hann er að finna í sögu kirkjunnar, vega ekki

75  ? Paul Tillich 1967: 77.76  ? Hugtök og heiti í bókmenntafræði 1983: 224.77  ? Jónas Jónsson 1955: 70.

Page 30: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

30

minna en skynsemin. Kristinn maður getur ekki gengið fram hjá þeirri þekkingu sem maðurinn hefur yfir að ráða. Trúin þrífst ekki í skjóli vanþekkingar og fordóma heldur á þekkingu og opinberun. Opinberun Guðs á sér langa sögu: Allir menn hafa einhverja vitund um tilvist Guðs. Mynster telur að trúarþörfin búi í mannlegu eðli (s. 190). En fylling opinberunarinnar kom fram í Jesú Kristi. Jesús er ekki aðeins siðferðisleg fyrirmynd mannsins heldur þarf maðurinn að eignast persónulega sannfæringu og einlæga trúarvissu þar sem hann játar Jesúm sem frelsara sinn.78

Trúin er þó fjarri því að vera einkamál mannsins, hún hefur samfélagslega skírskotun, afleiðingar hennar eiga að sjást í lífi mannsins, kirkjan er samfélag þeirra sem trúa og standa vörð um málstað Jesú í þessum heimi, ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Það er hlutverk þeirra sem trúa að gera boðskap Jesú og boðskapinn um hann að veruleika.

Um Guð. Þótt rómantíska stefnan legði áherslu á nálægð Guðs í sköpunarverkinu einkenndist mannskilningur nýrétttrúnaðarins þó af hinni sterku vitund um upprunasynd mannsins eða um firringu hans frá Guði.

Mynster gerir sér far um að færa rök fyrir því að sérhverjum manni sé ásköpuð meðvitund um Guð. Hann ræður það af tilfinningum sem búa í brjósti sérhvers manns: óttatilfinningu og þrá eftir ást og elsku. Hið fyrra á ekkert skylt við ótta vegna fyrirbæra náttúrunnar heldur á Mynster við þann ótta sem gerir vart við sig í huga mannsins þegar hann hefur brotið gegn samvisku sinni (s. 19). Það telur hann vera tilfinningu sem vísar til tilvistar Guðs sem hafi sett lögmál lífsins í brjóst hverjum manni. Hin tilfinningin er elskan sem vaknar í huga mannsins við ýmsar aðstæður, t.d. frammi fyrir fegurð og leyndardómum náttúrunnar. Þessi elska er þrá eftir Guði segir Mynster (s. 23). Hvort tveggja, óttinn og elskan, er mannlegar tilfinningar. Mynster lítur svo á að sé tilfinningin til hljóti hið sama að gilda um þann veruleika sem hún beinist að líkt og hunangsflugan beinir flugi sínu að blóminu af meðfæddri eðlishvöt: Væri blómið ekki til hefði flugan ekki heldur eðlishvötina til að leita til þess. Dæmi úr náttúrunnar ríki tekur Mynster til að sýna fram á samsvörun hins náttúrulega og hins guðlega. Líkt er því farið með manninn, innra með honum býr óljós vitund um tilvist Guðs. Það er hún sem laðar manninn til þess að leita sér nánari þekkingar á Guði. Og hann finnur nánari upplýsingar um Guð í náttúrunni, í margvíslegum jarðneskum fyrirbærum, í mannlegum tilfinningum, síðast og endanlega í Jesú Kristi (s. 33). En guðleg opinberun er til einskis hafi maðurinn ekki eitthvert tæki til að meðtaka hana, það tæki er skynsemin (s. 39).

Maðurinn leitar sál sinni athvarfs og þar af leiðir að einhvers staðar er slíkt athvarf að finna. Sú hugsun kemur skýrt fram í upphafsorðum hugleiðinganna: Önd mín er þreytt, hvar má hún finna hvíld?

Um Jesúm Krist. Mynster veltir því fyrir sér hvers vegna kristin trú hafi náð svo mikilli útbreiðslu. Ástæðan sé sú að boðskapur hennar eigi erindi til mannsins og maðurinn hafi veitt honum viðtöku af þörf. Það sé í mannlegu eðli að trúa á Guð (s. 190), einnig á opinberun (s. 191) og sömuleiðis á guðlega forsjón (s. 192). Loks leiðir hann rök að því að Jesús Kristur sé svar mannsins við leit að endanlegu svari við dýpstu spurningum lífsins, þeir sem leita sálu sinni hvíldar finni hana í trúnni á Jesúm Krist (s. 196). Hann rekur söguna til Ísraelsmanna sem væntu komu Messíasar. Frásagnir guðspjallanna sýni að Kristur var Messías, bæði tákn og stórmerki sem hann vann en ekki síst boðskapur hans sýnir það og sannar. Hann var sannur Guð og sannur maður. Hann opinberaðist sem maður og gerðist hluttakandi í kjörum mannsins svo að maðurinn mætti eignast hlutdeild í dýrð hans (s. 241).

78  ? Lausten 1989: 207 o. áfr.

Page 31: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

31

Að vera kristinn felst í því að breyta eftir Kristi (s. 350 o. áfr.). Það merkir að taka mið af honum í öllu lífi sínu eftir því sem hver og einn hefur vit til. Maðurinn þarf því að leyfa elsku Krists að móta hugsun sína og afstöðu til manna og málefna, bæði með því að bæta sitt eigið líferni (s. 355 o. áfr.) og með því að sinna þeim sem þurfa á umhyggju og samstöðu að halda (s. 356 o. áfr.). Jesús er fyrirmynd sérhvers kristins manns um breytni, en breytnin byggist á innra lífi mannsins, á viðhorfum hans, á þeim lífsgildum sem hann metur mest (s. 370 o. áfr.). Trúin á að koma fram í lífi kristins manns, eins og Kristur á hann að berjast fyrir sannleika og réttlæti og standa með þeim sem hafa sundurkramin hjörtu (s. 375).

Kirkjan er samfélag þeirra sem trúa á Jesúm Krist. Saga hennar nær allt aftur til hinna fyrstu lærisveina (s. 467). Í svonefndum kristnum löndum fer því fjarri að allir séu í hjarta sínu kristnir þótt þeir séu það í orði kveðnu. Sumir eru hins vegar trúaðir í raun og sannleika. Þannig er kirkjan samfélag fólks sem er allt frá því að vera brennandi í trúnni til þess að vera trúlaust. Enginn maður er þess umkominn að hreinsa kirkjuna; í hinni stóru kirkju, sem einnig kallast hin sýnilega kirkja, verður ávallt lítil sönn kirkja, hin ósýnilega sanna kirkja. En enginn hefur vald eða vit til að greina þar á milli (s. 470). Kirkjan er mannlegt samfélag og því ófullkomin en engu að síður er það hlutverk hennar að vera farvegur fyrir orð Guðs og bera Jesú Kristi vitni (s. 470). Kirkjan byggist á Guðs orði í Biblíunni, annan grundvöll hefur hún ekki (s. 479 o. áfr.), á þeirri undirstöðu byggir kirkjan allt sitt starf.

Húspostilla Péturs Péturssonar biskups (1808–1891) kom út árið 1856 undir heitinu Predikanir ætlaðar til helgidaga lestra í heimahúsum.79 Hún átti eftir að hafa talsverð áhrif og víkja öðrum húspostillum til hliðar hægt og sígandi (einkum þeim sem voru ritaðar í anda skynsemisstefnunnar). Pétur Pétursson (biskup 1866–1889) var fulltrúi nýrétttrúnaðarins sem hann kynntist á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Helsti áhrifavaldur á guðfræði hans var prófessor Martensen, síðar Sjálandsbiskup, sem vígði Pétur til biskups árið 1866. Einnig var Pétur undir áhrifum frá kennara sínum við háskólann, Henrik Nikolai Clausen, sem var lærisveinn Friedrichs Schleiermachers í Berlín, eins áhrifamesta guðfræðings aldarinnar.80

Þegar Péturspostilla kom út í Kaupmannahöfn árið 1856 voru aðeins tvær postillur í notkun, Vídalínspostilla og Árnapostilla, þar var vegur hinnar fyrrnefndu mun meiri. Ekki má þó gleyma Mynstershugleiðingum. Pétur Pétursson talaði gegn skynsemistrúnni en kom með nýjan rétttrúnað þótt ólíkt þætti hann mildari en guðfræði Vídalíns.

Í Péturspostillu er fylgt hefðbundnu postilluformi, fyrst er bæn, þá guðspjall helgidagsins (períkópa), síðan inngangur og loks allítarleg útlegging sem lýkur með stuttri bæn. Alls eru lestrarnir sextíu og sjö. Pétur Pétursson beitir yfirleitt þeirri aðferð að fjalla um eitt ákveðið efni sem hann gerir ítarleg skil. Útleggingin er því ekki alltaf sérlega nátengd sjálfum texta dagsins. Mörgum þótti textinn heldur dauflegur í samanburði við Vídalínspostillu sem víðast hvar virðist hafa verið lesin á helgidögum og hátíðum þegar Péturspostilla kom fram. Enda kemur það fljótlega í ljós við lestur að samanburður er Péturspostillu mjög í óhag.

Guðfræði postillunnar einkennist af sterkri tvíhyggju þar sem Guð er annars vegar en heimurinn hins vegar. Guð heldur öllu í röð og reglu og hefur fast skipulag á hlutunum. Ekkert gerist án vitundar og vilja Guðs, hann er í reynd ábyrgur fyrir öllu sem gerist, jafnt góðu sem illu (s. 68 og 100), allt lýtur skipulagi hans. Þótt

79 ? Pétur Pétursson 1856.80  ? Þorvaldur Thoroddsen 1908: 234. Sigurður Árni Þórðarson 1989: 196 nmgr.

Page 32: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

32

höfundur tali iðulega um Guð sem föður þá birtist hann ósjaldan sem harla strangur faðir. Hann sendir manninum ekki aðeins góða hluti heldur einnig þjáningu ef hún gæti orðið til þess að tyfta manninn og vekja hann til trúar eða auka trú hans.

Guð er jafnframt öruggt athvarf mannsins og til hans stefnir líf mannsins. Til hins himneska föður sem bíður hans við lok langrar ferðar liggur leið hins kristna manns. Á þessari ferð mæta manninum ótal hættur sem Pétur Pétursson er óþreytandi að vara við, hvert sem litið er blasir sollurinn við. Hvarvetna blasa við siðferðislegar hættur, einkum og sér í lagi hættan á að misnota gjafir Guðs (s. 247) þegar gleðin er annars vegar (s. 7, 92-100). Engu að síður er maðurinn á framfarabraut því að jarðlífið er „reynsluskóli“ (s. 7) þar sem maðurinn á að taka framförum. Honum ber að vera sífellt vakandi um þroska sinn í öllum dygðum og einnig í trúnni.

Guð er sífellt að reyna manninn, þroska hann og prófa í trú og siðferðislegri staðfestu. Hann beitir ótal ráðum til þess að deyfa áhuga mannsins á hinu jarðneska og gera hann undirgefinn vilja sínum. Guð lætur manninn skynja sinn eigin vanmátt sem hefur það í för með sér að þörf mannsins fyrir Guð verður honum sífellt ljósari. Niðurstaðan verður annaðhvort sú að maðurinn nálgast Guð og fjarlægist heiminn eða hann tapar fyrir heiminum og verður bráð hins illa um alla eilífð.

Þótt Pétur hafi ekki hafnað hefðbundnum skilningi á hinu illa sem leyndardómsfullu valdi sem ógnar veldi Guðs en er utan heimsins, heyrir slíkur skilningur heldur til undantekninga en hitt og kemur sjaldan fram í Postillunni.81 Það sem einkennir postillu hans að þessu leyti er tvíhyggjan Guð – heimurinn, þar sem Guð er hið góða en heimurinn hið illa. Af þessum sökum varar biskup sífellt við heiminum, hann er í hans augum nánast hið illa í öllu veldi sínu. Maðurinn er leiksoppur þessara tveggja andstæðu afla, Guðs og heimsins.

Kristsfræðin er í samræmi við guðsmynd postillunnar og einstaklingshyggjuna. Jesús Kristur er kominn til mannsins sem frelsari hans, einstaklingsins, til þess að bjarga honum undan valdi heimsins. Hann er ekki hinn líðandi þjónn guðspjallanna heldur mun líkari hetjunni sem kemur hinum föngnu til bjargar. Manninum þarf að bjarga frá heiminum til Guðs.

Áberandi einstaklingshyggja einkennir predikanir Péturs Péturssonar. Manninum ber að hugsa um sína eigin sáluhjálp og varðveita sjálfan sig í heiminum. Trúin felst í sannfæringu innst í hjarta mannsins en einnig í góðum verkum sem sýna ávexti trúarinnar. Hvort tveggja verður að haldast í hendur. Einstaklingshyggjan getur tekið á sig mynd eigingirninnar þegar hvati til góðra verka er einkum sá að ávinna sjálfum sér eilífa sáluhjálp. Hlaðinn góðverkum af þessu tagi kemst hinn kristni maður síðan til himna,82 hins fyrirheitna sælunnar lands (s. 11).

Vegna hinnar sterku einstaklingshyggju verður kirkjuhugtakið heldur veikburða. Kirkjan sem hreyfing í þessum heimi sem ber að berjast fyrir réttlæti og mannúð rúmast ekki í guðfræði Péturs Péturssonar.

Dauðinn og dauðastundin skipta miklu máli; þegar „dauðans nákalda hönd“ (s. 13) hrífur manninn með sér kemur í ljós hvort hann er tilbúinn til að mæta örlögum sínum.

Vegna þeirrar áherslu sem Pétur Pétursson leggur á vald Guðs í þessum heimi, á forsjón hans og nánast fyrirhugun eða ákvörðun Guðs um líf hvers einstaklings, þá verður lítið rúm fyrir þjóðfélagslega gagnrýni í postillunni, en slíka gagnrýni er auðvelt að finna í Vídalínspostillu. Allt er eins og það á að vera, ekki ber að

81  ? Sigurður Árni Þórðarson 1989: 202.82  ? Sigurður Árni Þórðarson 1989: 204–205. Péturspostilla: 71, 332, 413, 440, 453.

Page 33: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

33

gagnrýna misnotkun eða óréttlæti vegna þess að það er hluti af ætlun Guðs. Svipað er að segja um óánægju með eigin kjör sem er afskrifuð sem öfund og vanþakklæti. Menn eiga að sætta sig við hlutskipti sitt og ástand þjóðfélagsins, óánægja með eigin lífskjör lýsir að mati biskups skorti á undirgefni við vilja Guðs og er bæði syndsamleg og hættuleg (s. 141). Þess í stað eiga menn að treysta því að Guð hafi valið besta kostinn fyrir hvern og einn og við það skuli menn búa (s. 140). Trúin er öðru fremur hugarafstaða til lífsins og til manna og málefna. Í því efni eru allir fátækir og sú fátækt er að mati Péturs Péturssonar hin eina fátækt sem talandi er um (s. 25).

Þótt tónninn í postillunni virðist við fyrstu sýn vera mildur og blíður er ekki svo þegar betur er að gætt. Hvaðeina getur orðið fólki að falli. Markmið mannsins á að vera að losna undan valdi heimsins og bindast Guði og endanlega að komast til hans í eilífu ríki hans á himnum.

Péturspostillu var ekki tekið tveim höndum af öllum. Séra Arnljótur Ólafsson á Bægisá og séra Þorvaldur Bjarnarson á Melstað gagnrýndu hana með hörðum orðum, bæði guðfræði hennar, sem þeim þótti heldur andlaus, og málfarið sem þeir gáfu ekki háa einkunn.83

Péturspostilla kom út öðru sinni árið 1864 í Kaupmannahöfn en þriðja útgáfa kom út í Reykjavík 1885, tveim árum á eftir postillu Helga Thordersen. Fjórða og síðasta prentun Péturspostillu kom út í Reykjavík árið 1914. En þá voru breyttir tímar í guðfræði og heimsmálum, ný guðfræði hafði verið að brjótast fram meðal presta í íslensku kirkjunni og ný trúarviðhorf meðal almennings. Tímabil Péturspostillu var því endanlega liðið um það leyti sem hún kom síðast út. Auk postillunnar gaf Pétur biskup út nokkrar hugvekjubækur sem voru talsvert notaðar.

Húspostilla Helga G. Thordersen. Helgi G. Thordersen (1794–1867) var vígður til biskups af Mynster Sjálandsbiskupi 1846, embættinu þjónaði hann til 1866. Hann þótti mikill predikari og gekk frá úrvali predikana sinna til útgáfu nokkru áður en hann lést. Af útgáfunni varð þó ekki fyrr en 1883.

Útleggingarnar einkennast af mildri túlkun á trúarkenningunum, hver predikun er útlegging á texta dagsins þar sem höfundur einbeitir sér að einu eða fleiri viðfangsefnum hverju sinni. Hann hneigist til trúfræðilegra útlegginga í anda nýlútherskunnar84 en jafnframt í anda séra Hallgríms og meistara Vídalíns.

Predikanir hans sýna góða mannþekkingu en bókin galt þess hversu útgáfan tafðist enda náði Helgapostilla aldrei mikilli útbreiðslu.

Helgidagapredikanir séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ voru fluttar á árunum 1880–1886 og gefnar út að honum látnum árið 1894, en hann lést 1887, 48 ára að aldri. Séra Páll var meðal framsækinna presta á sinni tíð, hann var góður vinur séra Matthíasar Jochumssonar enda áttu þeir margt sameiginlegt. Þeir mega teljast frumkvöðlar aldamótaguðfræðinnar.85

Báðir höfðu þeir orðið fyrir sterkum áhrifum af bandaríska prestinum William Ellery Channing (1780–1842) og kynnt sér verk hans. Channing var prestur í safnaðarkirkjunni (congregationalkirkjunni) og síðar í únítarakirkjunni.

83  ? Þorvaldur Thoroddsen 1908: 240–244.84 ? Hauschild 1992: 22485    ? Sigurður Árni Þórðarson 1989: 184.

Page 34: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

34

(Gæti verið laustengdur texti:) Í Sögukaflar af sjálfum mér segist séra Matthías hafa kynnt hugmyndir Channings fyrir séra Páli Sigurðssyni og segir að þær hafi haft mikil áhrif á hann.86 Channing réðst til atlögu við stöðnun kirkjulífsins á sinni tíð og enginn vafi er á að sú gagnrýni vakti þá félaga til umhugsunar. Í verkum Channings kynntust þeir hinni félagslegu skírskotun fagnaðarerindisins. Það átti að hafa áhrif á þjóðfélagið, boðunin var ekki aðeins einstaklinganna vegna heldur var tilgangur hennar ekki síður að breyta samfélaginu, þar áttu ávextirnir að koma í ljós; einnig hafa viðhorf Channings til kirkjunnar haft áhrif á þá báða, andúð hans á bókstafstrú og hvers kyns flokkadráttum innan kirkjunnar. Channing var mjög gagnrýninn á þrenningarlærdóminn, kenninguna um upprunasyndina og friðþægingarkenninguna; kenningar um eilífa útskúfun áttu ekki upp á pallborðið hjá honum, öllum er boðað eilíft líf, upprisa Jesú sannar að hann var Guðs sonur. Kraftaverkin vöfðust ekki fyrir Channing. Hann lagði áherslu á andlegt frelsi mannsins og almenn mannréttindi. Þá lagði hann mikið upp úr Biblíunni sem opinberun á vilja Guðs sem þó stangast ekki á við opinberun hans í sköpunarverkinu. Frelsi og framfarir bíða mannsins ef hann lætur boðskap Jesú Krists móta sig. Hlutverk kirkjunnar er að flytja þennan boðskap, efla menntun alþýðunnar og vera í fararbroddi fyrir öllum málum í samfélaginu sem leiða það á rétta braut.87

Í húslestrabók séra Páls Sigurðssonar er að finna mörg helstu einkenni hinnar frjálslyndu guðfræði aldamótanna skýrt og greinilega. Hann er gagnrýninn á kirkju og hefðbundna kristindómsfræðslu, einnig á viðtekna túlkun Biblíunnar og játningabundna boðun kirkjunnar. Hann er einnig gagnrýninn á þjóðfélagið sem honum finnst staðnað og viðrar nýjar hugmyndir, m.a. um uppeldi og menntun. Tilgangur hans er í reynd siðbót og endurnýjun bæði innan kirkju og utan, rætur endurnýjunarinnar liggja í boðskapnum sem kristinni kirkju er trúað fyrir. Áhrif hans þurfa að ná til alls samfélagsins og endurnýja það.

Predikanirnar eru yfirleitt þemapredikanir þar er fjallað um ákveðið efni hverju sinni og því gerð allrækileg skil, í sumum predikunum eru reyndar tekin fyrir fleiri efni en eitt. Predikanirnar eru ekki trúfræðilegar í hefðbundinni merkingu þess orðs. Valið á umfjöllunarefni er ekki alltaf í beinu samhengi við meginefni textans, stundum alls óskylt og ekki í neinu samhengi við texta dagsins, t.d. á nýársdag.

Kirkjan. Í kirkjuskilningi séra Páls er auðvelt að greina bandarísk áhrif, m.a. frá Channing. Hann telur það eitt mesta mein kirkjunnar að hún byggist á starfi embættismanna en ekki á virku starfi safnaðanna og einnig að hún sé háð ríkisvaldinu en lúti ekki beinni stjórn fólksins sjálfs (s. 6). Þetta sé ástæðan fyrir því að söfnuðirnir séu aðgerðalausir og daufir (s. 9). Hlutverk kirkjunnar er ekki smátt í sniðum, það er hvorki meira né minna en að vera farvegur nýs tíma, hún á að beita sér fyrir mikilvægum breytingum á íslensku þjóðlífi, vera í fararbroddi fyrir endurbótum á ýmsum sviðum í íslensku samfélagi. Hann sér fyrir sér mun athafnasamari kirkju en raunin var.

Á skírdag er fjallað allítarlega um kirkjuna, bæði biblíulega, sögulega og trúfræðilega. Kirkjan er menntastofnun í sérstökum skilningi, hún er skóli þar sem markmiðið er að mennta og ala upp frjálsa þjóð, hún á að auka skynsemi manna, vekja samvisku fólks og enn fremur er henni ætlað að glæða vilja og tilfinningar (s. 134). Dyggðir og þekking eru á stefnuskránni (s. 137) og loks á hún að efla siðferðislíf einstaklinga og þjóðar. Gott þjóðfélag byggist á því að þegnarnir séu vel

86    ? Matthías Jochumsson 1959: 15–16.87    ? Gunnar Kristjánsson 1988.

Page 35: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

35

menntaðir í víðasta skilningi. Í þessari predikun leggur hann áherslu á að boðskapinn þurfi að laga að mannlegum þörfum og að mannlegu eðli. Allt starf kirkjunnar miðar að því að gera guðsríki að veruleika, það ríki sem ekki er af þessum heimi heldur nálgast hann í boðskap Jesú Krists. Þótt kirkjan sé mikilvæg er það þó andi mannsins og hjarta sem er hið eiginlega musteri Guðs á þessari jörð (s. 141).

Boðunin. Hvað boðskapinn varðar er aðeins það takandi trúanlegt sem er skynsamlegt, en að mati séra Páls er skynsamlegt að trúa á opinberun guðsríkis og réttlætis Guðs (s. 8), trúin er með öðrum orðum að mörgu leyti skynsamleg en margt er þar óskynsamlegt að finna sem menn eiga að hafna.

Þegar allt kemur til alls felst trúin í því að trúa á sigur hins góða í heiminum (s. 9). Séra Páll horfir því ekki á játningar kirkjunnar eða trúfræðina heldur á verk kirkjunnar, hún á að berjast við vanþekkingu og ómennsku, markmiðið er sigur hins góða í þessum heimi. Þar eiga öll trúarbrögð og allar góðar hreyfingar og stefnur að leggja sitt af mörkum. Enginn aðili er þó betur til þess fallinn að sinna þessu hlutverki en kristin kirkja.

Jesús var sérstaklega sendur af Guði til þess að vinna þetta verk og kalla fólk til fylgis við sig, kraftaverk hans voru að áliti séra Páls tákn um vald Krists til að yfirvinna hvaðeina sem þjáir og þjakar manninn og stendur í vegi fyrir þroska hans og frelsun. Hann á ekki í neinum vanda með að trúa á kraftaverkin. Hann trúir því að mannkynið sé á þroskabraut og stefni að sífellt meiri fullkomnun, á þeirri vegferð hljóti maðurinn að leita leiðsagnar Jesú Krists sem hafi flutt mannkyninu þann fullkomnasta siðaboðskap sem það þekkir.

Biblían. Séra Páll lítur á þau áhrif sem Biblían hefur á manninn. Andinn í Biblíunni er að hans mati hið eiginlega Guðs orð en bókstafurinn mannaverk (s. 21). Samkvæmt þessum skilningi er Guðs orð að finna miklu víðar en í Biblíunni, allt sem glæðir guðdómsneistann í samvisku mannsins og fræðir skynsemina um eðli Guðs er innblásið af Guði. Þetta gildir einnig um allt sem gleður manninn og eflir kærleika hans, trú og von og að sjálfsögðu framfarir einstaklinga og þjóða. Guðsorð sé að finna í öllu sem er satt og fagurt, í mannkynssögunni, í lífsreynslu fólks, í vísindum og góðum skáldskap og svo í náttúrunni.

Í þessu efni birtist gagnrýni hans á trúarskilning fólks, hann sé allt of mótaður af bókstaflegum skilningi og þröngum sjóndeildarhring þegar menn lesi og túlki ritninguna. Í viðhorfum manna til Biblíunnar saknar hann víðsýni (s. 256). Það þarf þá ekki að koma á óvart að hann horfi þungbrýnn á kristindómskennsluna, að hans dómi þarf vissulega að gera þar bragarbót, einkum á utanaðbókarlærdóminum og jafnframt líkar honum miður að fræðslan skuli aðeins takmarkast við lútherska trú. Í staðinn eigi að fræða unglingana á annan hátt, leiða þá til skilnings á því hvernig Guð starfi í þessum heimi á margvíslegan hátt (s. 254).

Réttlæti. Mörg viðhorf séra Páls eru býsna nútímaleg. Þetta gildir um viðhorf hans til barna og unglinga, bæði hvað snertir uppeldi þeirra og menntun, en einnig samband barna og foreldra þar sem hann segir að barnið sé ekki eign foreldranna nema í mjög takmörkuðum skilningi, það sé sjálfstæð vera. Þess vegna þurfi að líta á þarfir þess og laga sig að þeim í stað þess að krefjast þess af barninu að það lagi sig í einu og öllu að heimilinu (s. 99).

Svipað er að segja um viðhorf séra Páls til kvenna. Hann telur að undirokun konunnar og fordómar gegn menntun kvenna hafi verið ein sú höfuðbölvun sem

Page 36: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

36

mest hafi tafið fyrir framför heimsins (s. 108). Einnig er hann gagnrýninn á sitthvað í gömlum kirkjusiðum sem hafi sérstaklega beinst að konum, hann nefnir m.a. kirkjuleiðslu kvenna eftir barnsburð. Skoðanir af þessu tagi hafa áreiðanlega ekki átt upp á pallborðið hjá öllum ef marka má árangurinn, en þær sýna óneitanlega að séra Páll hafði tileinkað sér framsæknar guðfræði- og þjóðfélagsskoðanir og hafði hugrekki til að bera þær á borð fyrir söfnuðinn.

Manneðlið. Séra Páll boðar ekki hinn sígilda lútherska skilning á upprunasyndinni. Slíkar skoðanir finnst honum hefta frelsi mannsins og draga úr sókn hans til framfara. Syndin er að hans mati ekki hluti af mannlegu eðli, maðurinn er ekki þræll hennar heldur getur hann þroskast frá valdi hennar. Þetta gildir ekki aðeins fyrir einstaklinginn heldur fyrir mannkynið í heild, það eigi að ganga hiklaust fram til takmarksins, sem er hvorki meira né minna en fullkomnun, og því takmarki verði að ná sem allra fyrst (s. 106). Í slíkum viðhorfum birtist ótrúlega sterk bjartsýni og framfaratrú.

Söfnuðurinn á að gera sér grein fyrir hinu sanna eðli mannsins, þar er syndin ekki efst á blaði heldur skynsemin, samviskan og viljinn (s. 104). Í þessu þrennu er brot af guðdóminum sjálfum í manninum eða með öðrum orðum brot af mynd Guðs í manninum. Þetta þrennt verður að þróa og þroska með börnum og unglingum og fullorðnir verða einnig að huga að sjálfum sér. Enginn má slá slöku við, ábyrgðin hvílir þyngst á kristinni kirkju.

Trúin á þroska þjóðarinnar og á hæfileika mannkynsins í heild til að þroskast er óbilandi í predikunum séra Páls og allt stefnir í rétta átt, forsjón Guðs sér fyrir því, henni er öruggt að treysta og það gerir séra Páll Sigurðsson í Gaulverjabæ svo sannarlega (s. 109–123).

Page 37: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

37

Útgáfuár Húslestrarbók Útgst.

1822 Árnapostilla Viðey

1827–8 Vídalínspostilla 11.og 10. útg Kbh

1829 Vídalínspostilla 12. útg. f. hl. Kbh

1838 Vídalínspostilla 13. og 11. útg Kbh

1839 Árnapostilla Viðey

1839 Mynstershugleiðingar Kbh

1853 Mynstershugleiðingar Kbh

1856 Péturspostilla Kbh

1864 Péturspostilla Kbh

1883 Helgapostilla Thordersens Rvík

1885 Péturspostilla Rvík

1894 Helgidagaprédikanir Páls Sigurðssonar. Rvík

1914 Péturspostilla Rvík

Page 38: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

38

Gunnar Kristjánsson:

Nýr táknheimur

Með kristninni hóf nýr táknheimur innreið sína í menningu Íslendinga. Sterkasta tákn hins nýja siðar var krossinn enda setur hann svip sinn á frásagnir af kristnitökunni. Á miðöldum var dýrkun krossins að líkindum útbreidd hér á landi eins og merkja má af rituðum heimildum, örnefnum og fornleifum. Um þetta er mörg dæmi að finna í íslenskum fornbókmenntum, benda má á bænahald Auðar djúpúðgu á Krosshólum (sjá Hjalta).88 Slík dæmi sýna hver staða krossins var í trúarlífi kristinna manna hér á landi á miðöldum.

Um allan heim notuðu menn krossinn í helgihaldi kirkjunnar en einnig í eigin bænahaldi. Þeir signdu sig, skreyttu skildi og herklæði með honum, nefndu bæi og staði eftir honum, ristu hann á landamerkjasteina og grópuðu hann á peninga.89

Krossar voru með ýmsu móti. Á tímum kristnitökunnar er rómanski stíllinn allsráðandi á meginlandinu og ugglaust hefur hið sama gilt hér á landi. Þar er Kristur túlkaður sem konungur sem er hafinn yfir þjáninguna, hann líkist stundum sofandi manni sem hvílir á krossinum og þjáningin er honum víðs fjarri. Á höfði hefur hann oft kórónu.90

Krossinn hefur lengst af verið megintákn kristninnar. Hann er samt ekki að öllu leyti einkaeign kristinna manna heldur er hann að finna frá fornu fari sem sólartákn í ýmsum myndum í flestum trúarbrögðum. Í kristinni trú er ljósið einnig sterkt tákn fyrir návist guðdómsins og fyrir Jesúm Krist.91

Fyrir kristna menn hefur krossinn alveg sérstaka merkingu. Hann minnir á Jesúm Krist, líf hans, dauða og upprisu. Það var þó ekki fyrr en líða tók á miðaldir að krossinn varð megintákn kirkjunnar. Í fornkirkjunni virðist krossinn ekki hafa verið notaður sem trúartákn meðal kristinna manna, til þess hefur hann minnt um of á grimmilegar aftökur sem menn þekktu af eigin raun. Það er ekki fyrr en á fimmtu öld sem fyrsta krossfestingarmyndin kemur fram á sjónarsviðið að því er best verður séð.92

Tákn fyrir guðdóminn og Jesúm Krist voru mörg í Norður-Evrópu um árið 1000. Flest endurspegla þau stöðu kirkjunnar á þeim tíma eins og raunin er endranær. Á þessum tímum var vegur kirkjunnar mikill, staða hennar sterk og samband hennar við hið veraldlega vald oftast náið. Táknheimur kirkjunnar ber merki um þessa sterku stöðu hennar. Jesús Kristur er hinn mikli sigurvegari. Í miðaldamyndlist situr Kristur ekki ósjaldan í dómarasæti á himni, hann hefur allt vald á himni og jörðu. Á jörðu er hann tilbeðinn af kirkju sinni en á himnum af himneskum skara manna og engla. Táknrænar helgiathafnir setja sterkan svip á kristnitökuna sjálfa og allt sem henni heyrir til, og þá einkum sjálf skírnin og vatnið sem henni tengist ásamt táknmerkingu þess og alls atferlis við skírnina.

Skírnin var – og er – inntökuathöfn í kirkjuna, hún fól í sér afneitun á fyrri trú og var því hreinsunarathöfn. Hún merkti dauða með Kristi: skírnarþeginn gaf sig á vald hinu deyðandi vatnsdjúpi er hann sté ofan í það, þar með dó hann öllum illum

88 Landnámabók 1968: 139–140.89 Kulturhistorisk leksikon 9 1981: 173–194. Jakob Benediktsson 1981: 181–182.90 Íslensk hómilíubók 1993: 52–55.91 Konrad Wolff 1988: 57–69.92 Schwebel 1983:167.

Page 39: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

39

öflum í veröldinni. En svo reis hann upp til nýs lífs með Kristi er hann steig upp úr vatninu. Vatnið er ævafornt tákn lífsins. Í Davíðssálmum er Guð tilbeðinn sem uppspretta lífsins. Jesús sagðist geta gefið hið lifandi vatn og hver sem það drykki myndi ekki deyja heldur lifa eilíflega. Í Opinberunarbók Jóhannesar sér höfundurinn strauma hins lífgefandi vatns renna frá hástóli lambsins (Krists). Í ritum kirkjufeðranna er vatnið tákn hreinsunar, í senn dauða og nýs lífs, og þar með tákn skírnarinnar. Ekki var þó allt vatn lífgefandi. Hafdjúpið er oft tákn dauðans í fornum ritum, einnig Biblíunni, jafnvel þeirra afla sem tortíma vilja sjálfu sköpunarverkinu. Hafdrekinn er ævaforn kynjavera, vel þekkt úr ritum fornaldar og einnig í Biblíunni. Þess vegna er vatnið í raun tvírætt tákn eins og kemur vel fram í táknrænni merkingu skírnarvatnsins.

Messan er ekki síður byggð upp á miklu táknmáli. Í messunni á hinn kristni söfnuður fund við Guð um leið og hún styrkir þau bönd sem tengja einstaklingana saman. Margt leggst á eitt við að gera messuna að áhrifamikilli athöfn. Presturinn gegnir lykilhlutverki sem nokkurs konar meðalgangari milli Guðs og safnaðarins, sérstakt hlutverk hans er undirstrikað með litríkum messuklæðunum. Messusöngurinn skapaði andrúmsloft helgi og hátíðar. Hlutverk Biblíunnar var mikið, áherslan á orð Guðs og Jesúm Krist holdtekju þess var áreiðanlega nýnæmi í fyrstu. Hápunktur messunnar var svo heilög kvöldmáltíð með hinni leyndardómsfullu eðlisbreytingu brauðs og víns í líkama og blóð Krists. Allt hefur lagst á eitt og gert messuna að þungamiðju hinnar kristnu guðsdýrkunar.93

Með kristninni opnast nýr heimur í margþættum skilningi. Í staðinn fyrir gömlu goðanöfnin, myndir og helgisiði koma ný nöfn, nýjar myndir og nýir helgisiðir. Sá táknheimur sem fylgdi miðaldakirkjunni var síður en svo fátæklegur. Heil veröld nýrra orða og hugtaka lýkst upp, frásagna úr Biblíunni og kirkjusögunni og nýr skilningur á guðdóminum og öllu sem honum tengist, þar með kirkjunni sjálfri og allri boðun hennar og starfi. Auðugt og margslungið myndmál setti svip sinn á þennan nýja og fyrst í stað framandi heim.

93 Íslensk hómilíubók 1993: 182–190.

Page 40: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

40

Gunnar Kristjánsson:

Heimildaskrár

Biblíuþýðingar

Guðrún Kvaran, 1990: „Biblíuþýðingar og íslenzkt mál“. Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. (Ritröð Guðfræðistofnunar / Studia theologica islandica. 4. b. Ritstj. Gunnlaugur A. Jónsson). S. 39–56.

Gunnlaugur A. Jónsson, 1990: „Þýðingarstarf Haralds Níelssonar og upphaf „biblíugagnrýni“ á Íslandi“. Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. (Ritröð Guðfræðistofnunar / Studia theologica islandica. 4. b. Ritstj. Gunnlaugur A. Jónsson). S. 57–84.

Steingrímur J. Þorsteinsson, 1950: „Íslenzkar biblíuþýðingar“. Víðförli. Tímarit um guðfræði og kirkjumál. Reykjavík. S. 48–85.

Trú og bókmenntir

Davíð Stefánsson, 1965: Að norðan, ljóðasafn.1.–3. b. Reykjavík, Helgafell.

Davíð Stefánsson, 1966: Síðustu ljóð. Reykjavík, Helgafell.

Einar Benediktsson, 1964: Kvæðasafn. Reykjavík, Bragi h.f., Félag Einars Benediktssonar.

Einar H. Kvaran, 1943: Ritsafn. Jakob Jóh. Smári sá um útgáfuna. Reykjavík, Leiftur h.f.

Einar H. Kvaran, 1959: Mannlýsingar. Tómas Guðmundsson sá um útgáfuna. Reykjavík, Almenna bókafélagið.

Gestur Pálsson, 1902: Skáldrit sem til eru. Reykjavík, Sigfús Eymundsson.

Guðjón Friðriksson, 1997: Einar Benediktsson. Reykjavík, Mál og menning.

Gunnar Kristjánsson, 1986: „Ef til vill. Um trúarleg minni í ljóðum Snorra Hjartarsonar“. Andvari 1986. Reykjavík, Hið íslenska þjóðvinafélag. S. 73–84.

Gunnar Kristjánsson, 1987a: „Guðsmenn og grámosi. Um presta í íslenskum bókmenntum“. Andvari 1987. Reykjavík, Hið íslenska þjóðvinafélag. S. 103–120.

Gunnar Kristjánsson, 1987b: „Lífsviðhorf séra Matthíasar Jochumssonar“. Skírnir. Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags. 161. árg. Reykjavík. S. 15–40.

Gunnar Kristjánsson, 1988: „Channing og séra Matthías“. (Handrit.)

Page 41: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

41

Gunnar Kristjánsson, 1991: „Samt var návist hans lögmál. Um Sálma á atómöld eftir Matthías Johannessen“. Í: Matthías Johannessen: Sálmar á atómöld. Reykjavík, Almenna bókafélagið h.f. S. 9–21.

Gunnar Stefánsson, 1995: „Hinn frjálsi söngvari. Um ævi og skáldskap Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi“. Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar. 1. b. Reykjavík, Vaka –Helgafell. S. 13–38.

Halldór Laxness, 1942: „Inngángur að Passíusálmunum“. Vettvángur dagsins. Reykjavík, Helgafell. S. 7–52.

Halldór Laxness, 1946: „Eftirmáli“. Grettis saga. Halldór Kiljan Laxness gaf út. Reykjavík, Helgafell. S. 283–288.

Halldór Laxness, 1961: Sjálfstætt fólk. Reykjavík, Helgafell.

Halldór Laxness, 1972: Af skáldum. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Halldór Laxness, 1976: Úngur ég var. Reykjavík, Helgafell.

Halldór Laxness, 1977: Seiseijú mikil ósköp. Reykjavík, Helgafell.

Hugtök og heiti í bókmenntafræði, 1983. Ritstj. Jakob Benediktsson. Reykjavík, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Mál og menning.

Jóhannes úr Kötlum, 1972–1984: Ljóðasafn. 1.–9. b. Reykjavík, Heimskringla.

Jónas Jónsson, 1955: „Tímabilið 1830–1874, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson“. Saga Íslendinga. 8. b. Reykjavík, Menntamálaráð og Þjóðvinafélag. S. 1–438.

Kristinn E. Andrésson, 1976: Um íslenskar bókmenntir. Ritgerðir. 1. b. Reykjavík, Mál og menning.

Kristinn E. Andrésson, 1976: Um íslenskar bókmenntir. Ritgerðir. 2. b. Reykjavík, Mál og menning.

Kristján Karlsson, 1964: „Inngangur“. Í: Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar. Reykjavík, Helgafell. S. 7–27.

Kristján Karlsson, 1970: „Inngangur“. Í: Stefán frá Hvítadal: Ljóðmæli. Reykjavík, Helgafell. S. 5–24.

Matthías Jochumsson, 1959: Sögukaflar af sjálfum mér. Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja.

Matthías Johannessen, 1991: Sálmar á atómöld. 2. útg. Reykjavík, Almenna bókafélagið hf.

Page 42: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

42

Sigurður Nordal, 1964: „Einar Benediktsson“. Í: Einar Benediktsson, Kvæðasafn. Gefið út á aldarafmæli skáldsins. Reykjavík, Bragi h.f., Félag Einars Benediktssonar.

Sigurður Nordal, 1980: „Stephan G. Stephansson“. Andvökur. Sigurður Nordal sá um útgáfuna. 2. útg. Reykjavík, Mál og menning. S. 17–110.

Stefán Einarsson, 1961: Íslensk bókmenntasaga 874–1960. Reykjavík, Snæbjörn Jónsson og Co. h.f.

Stefán frá Hvítadal, 1970: Ljóðmæli. Reykjavík, Helgafell.

Steinn Steinarr, 1964: Kvæðasafn og greinar. Kristján Karlsson sá um útgáfuna og ritaði inngang. Reykjavík, Helgafell.

Stephan G. Stephansson, 1980: Andvökur. Sigurður Nordal sá um útgáfuna. 2. útg. Reykjavík, Mál og menning.

Kirkjubyggingar

Brynjúlfur Jónsson, 1897: "Hin síðasta útbrotakirkja á Íslandi." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1897. Reykjavík. S. 25–28.

Grétar Markússon, 1980: Church Buildings in Iceland. Development of Form and Construction. (Handrit).

Guðmundur Jakobsson, 1896: „Nýtt kirkjuform og fleira um kirkjur”. Kirkjublaðið 6. árg. 2. h. Reykjavík. S. 40–46.

Gunnar Kristjánsson, 1988: Gengið í guðshús. Reykjavík, Almenna bókafélagið, Iceland Review.

Gunnar Kristjánsson, 1989: „Formþróun íslenska kirkjuhússins”. Arkitektúr og skipulag. 10 árg. 3. h. Reykjavík. S. 36–38.

Gunnar M. Magnúss, 1972: Dagar Magnúsar á Grund. Akureyri, Bókaforlag Odds Björnssonar.

Hallgrímur Sveinsson, 1892: „Breytingar á kirknaskipun”. Kirkjublaðið 2. h. Reykjavík. S. 24–26.

Handbók fyrir presta á Íslandi, 1869. 2. útg. Reykjavík, Einar Þórðarson.

Hörður Ágústsson, 1983: „Íslensk kirkjubygging að fornu og nýju”. Páskar 1983. Kirkjulist á Kjarvalsstöðum. Reykjavík, Kirkjulistarnefnd Þjóðkirkjunnar. S. 36–49.

Iðnsaga Íslands, 1943. 1.– 2.b. Ritstj. Guðmundur Hannesson og Guðmundur Finnbogason. Reykjavík, Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík

Page 43: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

43

Jónas Jónasson, 1961: Íslenskir þjóðhættir. Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja h.f.

Jónas Jónsson / Benedikt Gröndal, 1957: Íslensk bygging. Brautryðjendastarf Guðjóns Samúelssonar. Reykjavík, Norðri.

Kristmundur Bjarnason, 1961: Þorsteinn á Skipalóni. 2. b. Reykjavík, Menningarsjóður.

Lilja Árnadóttir, 1983: „Anker Lund og altaristöflur hans á Íslandi”. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1982. Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir. Reykjavík. S. 90–102.

Schwebel, Horst, 1983: „Kirchenbau,“ Taschenlexikon Religion und Theologie. 3. b. 4. útg. Göttingen, Vandenhoeck & Ruprecht. S. 66–69.

Valdimar Briem,1895: „Um tilhögun og meðferð á kirkjum”. Kirkjublaðið 5. og 6. h. Reykjavík S. 66-71, 86-91.

Volp, Rainer: „Kirchenbau“. Evangelisches Kirchenlexikon. 2. b. Göttingen, Vandenhoeck & Ruprecht. S. 1102–1113.

Myndlist

Björn Th. Björnsson, 1983: „Um kór og skip“. Páskar 1983. Kirkjulist á Kjarvalsstöðum. Reykjavík, Kirkjulistarnefnd Þjóðkirkjunnar. S. 20–35.

Elín Pálmadóttir, 1985: Gerður. Ævisaga myndhöggvara. Reykjavík, Almenna bókafélagið.

Guðjón Friðriksson, 1991: Reykjavíkurmyndir Jóns Helgasonar. Gamla Reykjavík. Reykjavík, Ábæjarsafn, Íslandsmyndir.

Gunnar Kristjánsson, 1981: „Kristur í myndlist 20 aldar“. Lesbók Morgunblaðsins 24. 12. 1981, Reykjavík. S. 12–17.

Gunnar Kristjánsson, 1987: „Skírskotað til Jesú. Um Jesúmyndir“. Lesbók Morgunblaðsins 21. 12. 1987. S. 16–21.

Gunnar Kristjánsson, 1988: „Ljós og gluggar. Um steint gler í kirkjum“. Lesbók Morgunblaðsins 30.3 og 9.4. 1988. Reykjavík. S. 8–10, 12–14.

Gunnar Kristjánsson, 1988: Gengið í guðshús. Reykjavík, Iceland Review, Almenna bókafélagið.

Gunnar Kristjánsson, 1989a: „Formþróun íslenska kirkjuhússins“.Arkitektúr og skipulag 4. árg. Reykjavík. S. 36–38.

Gunnar Kristjánsson, 1989b: „Tákn og litir í kirkjulist fyrr og nú“. Hugur og hönd. Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands. S. 9–13.

Page 44: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

44

Gunnar Kristjánsson, 1993a: „Höklar“. Höklar. Ritstj. Gunnar Kristjánsson. Reykjavík, Kirkjulistarnefnd Þjóðkirkjunnar. S. 7–22.

Gunnar Kristjánsson, 1993b: „Emmausfararnir á Eiríksstöðum“. Glettingur. Tímarit um austfirsk málefni. 2. árg. 3. h. Egilsstaðir. S. 25.

Gunnar Kristjánsson, 1995: „Gnýr af himni. Hið andlega í listinni“. Lesbók Morgunblaðsins 3. 6. 1995. Reykjavík. S. 6–7.

Gunnar Kristjánsson, 1997: “Hinn veiklegi siður”. Kristnitaka í Skálholti. Sýning 17 listamanna í umhverfi Skálholtskirkju 14. júní –14. október 1997. Skálholt, Skálholtsskóli. S. 5–16.

Lilja Árnadóttir, 1983: „Anker Lund og altaristöflur hans á Íslandi“. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1982. Reykjavík. S. 90–102.

Schwebel, Horst, 1980: Das Christusbild in der bildenden Kunst der Gegenwart. Giessen, Wilhelm Schmitz Verlag.

Schwebel, Horst 1983: „Kunst, christliche“. Taschenlexikon Religion und Theologie. 3. b. 4. útg. Göttingen, Vandenhoeck & Ruprecht. S. 166–170.

Page 45: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

45

Fermingarkver.

Bjarni Sigurðsson, 1991: „Ferming í fjórar aldir. Upptök fermingar og fræðsluskyldu”. (Ritröð Guðfræðistofnunar / Studia theologica islandica. 6. b. Ritstj. Gunnlaugur A. Jónsson). S. 11–42.

Hugvekjur og húspostillur.

Árni Helgason, 1839: Helgidagapredikanir árið um kring. 2. útg. Viðeyjarklaustur.

Balle, Nickolai Edinger, 1796: Lærdómsbók í evangelísk kristilegum trúarbrögðum handa unglingum. Leirárgörðum við Leirá.

Balslev, Carl Frederik, 1872: Lúthers katekismus með stuttri útskýringu. Lærdómsbók handa ófermdum unglingum. 4. útg. Reykjavík, Prentsmiðja Íslands.

Gunnar Kristjánsson, 1987: „Lífsviðhorf séra Matthíasar Jochumssonar”. Skírnir. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, 161. árg. vor, Reykjavík. S. 15–40.

Gunnar Kristjánsson, 1988: „Channing og séra Matthías”. (Handrit).

Hauschild, Wolf–Dieter, 1992: “Luthertum”, Evangelisches Kirchenlexikon. 3. b. Göttingen, Vandenhoeck & Ruprecht. S. 220–228.

Helgi Hálfdánarson, 1908: Kristilegur barnalærdómur eftir lútherskri kenningu. Kaupmannahöfn, Gyldendals Boghandel, Nordisk Forlag.

Helgi G. Thordersen, 1883: Húspostilla. Predikanir til húslestra yfir öll sunnu- og helgidagaguðspjöll kirkjuársins. Reykjavík, Kristján Ó. Þorgeirsson.

Hugtök og heiti í bókmenntafræði, 1983. Ritstj. Jakob Benediktsson. Reykjavík, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Mál og menning.

Jón Helgason, 1927: „Árni stiftsprófastur Helgason”. Skírnir. Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags. 101. árg. Reykjavík. S. 1–47.

Jón Vídalín, Hússpostilla, 1995. Gunnar Kristjánsson og Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning.

Jónas Jónsson, 1955: „Tímabilið 1830–1874, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson“. Saga Íslendinga. 8. b. Reykjavík, Menntamálaráð og Þjóðvinafélag. S. 1–438.

Klaveness, Thorvald, 1905: Kristilegur barnalærdómur. Reykjavík, Sigfús Eymundsson.

Lausten, Martin Schwarz, 1989: Danmarks kirkehistorie. 2. útg. Kaupmannahöfn, Gyldendal.

Lindhardt, P.G., 1982: „Mynster“. Dansk biografisk leksikon. 10. b. 3. útg. Kaupmannahöfn, Gyldendalske Boghandel, Nordisk Forlag A/S. S. 188–193.

Page 46: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

46

Matthías Jochumsson, 1959: Sögukaflar af sjálfum mér. Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja h.f.

Mynster, Jakob Peter, 1853: Hugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar. Ný útg. Kaupmannahöfn, Louis Klein.

Páll Sigurðsson, 1894: Helgidagapredikanir. Reykjavík, Sigurður Kristjánsson.

Pétur Pétursson, 1839: Stutt ræðusnilld eða Fáeinar hugvekjur ætlaðar predikurum. Viðey. Gefið út á kostnað höfundar.

Pétur Pétursson, 1885: Hugvekjur til kvöldlestra frá veturnóttum til langaföstu. 3. útg. Reykjavík.

Pétur Pétursson, 1914: Predikanir ætlaðar til helgidaga lestra í heimahúsum. 4. útg. Reykjavík, Sigurður Kristjánsson.

Sigurður Árni Þórðarson, 1989: Liminality in Icelandic Religious Tradition. Nashville, Tennessee, University Microfilms International.

Tillich, Paul, 1967: Perspectives on 19th and 20th Century Protestant Theology. Útg. Carl E. Braaten. London, SCM Press Ltd.

Tómas Sæmundsson, 1939: “Bókmenntirnar íslenzku.” Fjölnir, árrit handa Íslendingum. 5. árg. Kaupmannahöfn. S. 73–145.

Tulinius, Finn, 1939: Árni Helgason og hans helgidagapredikanir. Kaupmannahöfn, G.E.C. Gads Forlag.

Þorvaldur Thoroddsen, 1908: Æfisaga Pjeturs Pjeturssonar, Dr. theol. Biskups yfir Íslandi. Reykjavík, Sigurður Kristjánsson og Þorvaldur Thoroddsen.

Page 47: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

47

Táknheimur

Íslensk hómilíubók. Fornar stólræður, 1993. Sigurbjörn Einarsson, Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson rituðu inngang. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag.

Jakob Benediktsson, 1981: „Kors, Island“. Kulturhistorisk Leksikon for nordisk middelalder. 9. b. Kongekyrkorummet, 2. útg. Kaupmannahöfn, Rosenkilde og Bagger. S. 181–182.

Landnámabók, 1968. (Íslenzk fornrit. 1. b. íslendingabók, Landnámabók). Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík, Hið íslenska fornritafélag.

Maser, Peter, 1986: „Christliche Kunst“. Evangelisches Kirchenlexikon. Internationale theologische Enzyklopädia. Göttingen, Vandenhoeck & Ruprecht. S. 696–708.

Schwebel, Horst, 1983: „Kunst, christliche“. Taschenlexikon Religion und Theologie. 3. b. 4. útg. Göttingen, Vandenhoeck & Ruprecht. S. 166–170.

Sprenger, Reinhard, 1984: „Weltanschauung des Mittelalters im Spiegel der Kunst“. Die Kunst und die Kirchen. Ritstj. Rainer Beck, Rainer Volp og Gisela Schmirber. München, Bruckmann. S. 50–57.

Wolff, Konrad, 1988: „Zur Symbolgeschichte des Hakenkreuzes“. Welt der Symbole. Interdisziplinäre Aspekte des Symbolverständnisses. Ritstj. Gaetano Benedetti og Udo Rauchfleisch. Göttingen, Vandenhoeck & Ruprecht. S. 57–69.

Page 48: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

48

Myndalisti vegna greina Gunnars Kristjánssonar

Myndlist og kirkja1. Altaristafla eftir Anker Lund (Ögurtaflan 1889)2. Altaristafla eftir Þórarin B. Þorláksson (Þingmúli í Skriðdal, 1916: Kristur og bersynduga konan)3. Altaristafla eftir Ásgrím Jónsson (Fjallræðan 1912)4. Altaristafla eftir Kjarval (Borgarfjörður eystra 1914)5. Altaristafla eftir Jóhann Briem (Eiríksstaðakirkja, páskakvöld 1954)6. Gluggar eftir Leif Breiðfjörð (Fossvogur t.d.)7. Hökull eftir Guðrúnu Vigfúsdóttur (Brautarholtskirkja á Kjalarnesi eða Reynivallakirkja eða Digraneskirkja í Kópavogi)8. Gamall rauður hökull með gylltum krossi (Akraneskirkjubókin)9. Freskur Baltasars í Víðistaðakirkju10. Kaleikur eða brauðöskjur e. Pétur Tryggva í Reynivallakirkju eða Vídalínskirkju í Garðabæ.11. Einar Hákonarson, Kristur á Valhúsahæð12. Magnús Kjartansson, Sýning á Kjarvalsstöðum 1993?13. Gerður Helgadóttir: steindir gluggar í Skálholti.14. Benedikt Gunnarsson: mósaíkmynd í Háteigskirkju

Kirkjubyggingar á tuttugustu öld:1. Mynd af Sauðárkrókskirkju2. Hjarðarholtskirkja í Dölum3. Hallgrímskirkja í Saurbæ4. Kirkja eftir Guðjón Samúelsson (t.d Vallanes á Héraði eða Oddi á Rang)5. Teikning af kirkju e. Guðjón Samúelsson (sömu og myndin er ef)6. Teikning sem sýnir grunnform af nútímakirkju, t.d. Seljakirkju í Breiðholti.7. Auðkúlukirkja (mætti alveg eins vera Silfrastaðakirkja)8. Ingjaldshólskirkja9. Grundarkirkja í Eyjafirði10. Mýrar í Dýrafirði11. Siglufjarðarkirkja12. Kálfatjarnarkirkja13. Mynd af kirkju fullri af fólki

BiblíuútgáfurMynd af séra Árna Helgasyni stiftprófasti í Görðum

Trú og bókmenntirSviðsmynd úr leikritinu Maður og kona (sýni sr. Sigvalda) Gestur PálssonÞorsteinn ErlingssonStephan G. StephanssonEinar BenediktssonEinar H. KvaranKirkjan í Brautarholti á Kjalarnesi (sem sr. Matth. þjónaði)Jón Sveinsson (Nonni)Stefán frá HvítadalHalldór Laxness

Page 49: Gunnar Kristjánsson€¦ · Web viewKristnisagan Ágúst 1998 Textar Gunnars Kristjánssonar ásamt heimildaskrám og myndalista Gunnar Kristjánsson: Biblíuútgáfur á 19. og

49

Davíð Stefánnson (eða sviðsmynd úr Gullna hliðinu)Jóhannes úr KötlumGunnar GunnarssonSnorri HjartarsonMatthías JohannessenSteinn Steinarr

Hugvekjur og húspostillurÁrni Helgason stiftsprófastur í GörðumGarðar á ÁlftanesiPhilip Jakob MynsterFrúarkirkjan í Kaupmannahöfn kringum 1835Fjölnismennirnir Jónas, Konráð og TómasÞorgeir Guðmundsson, prestur í Danmörku á f.hl. 19. aldarBýflugnabúPostilla Péturs Péturssonar, forsíðaPostilla Helga Thordersen biskups, forsíðaPáll Sigurðsson í GaulverjabæHelgidagaprédikanir séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ

Fermingarkver1. Lærdómsbók í evangelísk kristilegum trúarbrögðum handa unglingum. eftir Nickolai Edinger Balle, Sjálandsbiskup.2. Bókin Lúthers katekismus með stuttri útskýringu. Lærdómsbók handa ófermdum unglingum eftir Carl Frederik Balslev (1805–1895).3. Mynd af fermingu á nítjándu öld (eða fermingarbörnum fyrir utan kirkju)

Nýr táknheimurLitlar teikningar af ýmsum krossgerðum (latneskur kross, róðukross, keltneskur, svastika...)Fyrsta krossfestingarmyndin (Santa Sabina í Róm)Kristur sem konungur (miðaldamynd)María sem drottning (miðaldamynd)Skírnarathöfn (miðaldamynd)Hafdreki eða sjóskrímsli (miðaldamynd)Prestar að messugerð (miðaldamynd)Krosshólar í DölumKeltneskur kross úti í náttúrunniKross á mynt frá miðöldum

Miðgarðsormur