framblaðið desember 2013

40
FRAM ÚLFARASÁRDALUR OG GRAFARHOLT Desember 2013 Norðurlandameistari úr Grafarholti 23 „Blái liturinn er allsráðandi” 6 „Fólkið er félagið”8 „Stemningin á eftir að gjörbreytast”14 Skoraði 73 mörk og setti 12 þrennur 22 „Þolinmæði íbúa er á þrotum”18 Púsluspilið verður alltaf stærra og flóknara! 24 Fólkið á að taka Fram í faðminn 28

Upload: knattspyrnufelagid-fram

Post on 30-Mar-2016

229 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Desember blað

TRANSCRIPT

Page 1: FRAMblaðið desember 2013

FRAMÚlfarasárdalur og grafarholt

Desember2013

■ Norðurlandameistari úr Grafarholti 23■ „Blái liturinn er allsráðandi” 6■ „Fólkið er félagið”8■ „Stemningin á eftir að gjörbreytast”14■ Skoraði 73 mörk og setti 12 þrennur 22■ „Þolinmæði íbúa er á þrotum”18■ Púsluspilið verður alltaf stærra og flóknara! 24■ Fólkið á að taka Fram í faðminn 28

Page 2: FRAMblaðið desember 2013

2 Fram

Framblaðið - Úlfarsárdalur og Grafarholt • Blaðstjórn: Sigmundur Ó. Steinarsson, ritstjóri, Sigurður I. Tómasson • Myndir: Sigmundur Ó. Steinarsson, Magnús Birgisson og fl. • Prentvinnsla: Prenttækni

Hönnunar-samkeppni íburðarliðnumÁ fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er fyrirhugað að hefja framkvæmdir við nýtt íþróttahús á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal á næsta ári, 2014. Einnig mun þá hefjast framkvæmdir við nýjan leik- og grunnskóla og nýja almennings- og skólasundlaug. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir á árunum 2014-2018. Sagt var frá því, 29. október, að hönnunarsamkeppni um mannvirkin væri í burðarliðnum og hún yrði auglýst á næstu vikum.

Við Framarar og íbúasamtök í Úlfarsárdal erum ósátt við gjörbreytta stefnu í uppbyggingu hverfisins og fyrirhugðum áformum um að lágmarka byggðina. Til þess að öflugt fjölgreina íþróttafélag eins og Knattspyrnufélagið Fram geti þrifist til langrar framtíðar þarf stærra hverfi heldur en átta þúsund manna byggðarkjarna,” sagði Ólafur Arnarson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, en Fram hefur gert alvarlegar athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkur.

Ólafur sagði að Fram hefði hafið hreiðurgerð í Úlfarárdal og

Grafarholti - og takmarkið er að ljúka þeirri hreiðurgerð sem fyrst, þannig að hægt sé að hlúa sem best að æsku hverfanna. „Við sjáum mikla möguleika hérna, þar sem aðstaðan á að vera á frábærum stað og fögru umhverfi. Um áttatíu prósent af virkum iðkendum Fram koma úr hverfunum. Aukningin hefur orðið gríðarlegt á yngri flokkastarfi okkar, sem er mjög gott og við höfum fengið viðurkenningu fyrir að vera með besta unglingastarfið á landinu. Við erum byrjaðir að skila leikmönnum úr yngri flokkunum á svæðinu upp í meistaraflokk. Það er stemning hérna og börnin hafa upplifað geysilega gott ár - meistaraflokkar Fram hafa uppskorið þrjá stóra meistaratitla, sem er meira en önnur Reykjavíkurfélög geta hrósað sér af. Fram er Íslandsmeistari í handknattleik kvenna og karla og bikarmeistari í knattspyrnu karla.” Þegar Ólafur var spurður hvenær hann reiknaði með að Framsvæðið yrði fullbyggt, þannig að meistaraflokkar Fram geti komið á svæðið og leikið heimaleiki sína á svæðinu, sagði hann að það væri hægt að byggja svæðið upp á skömmum tíma. „Það fer eftir því hvað mikinn kraft Reykjavíkurborg

setur í þá uppbyggingu. Það verður mikill gleðidagur hjá okkur þegar fyrsta skóflustungan verður tekin að íþróttahúsi Fram og í kjölfarið ætti að vera hægt að gera grasvöllinn með áhorfendastúku sambyggða íþróttahúsinu kláran. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að það verður mikil stemning hér í dalnum þegar fyrstu stóru leikirnir fara fram - og íbúar geta gengið heiman frá sér á völlinn. Þá verður hátíð í dalnum.”

Borgin vildi skera niður

Ólafur sagði að fulltrúar frá Fram hafi tekið þátt í samráðshópi um uppbyggingu íþróttasvæðisins ásamt Íbúasamtökum Úlfarárdals og Grafarholts og mönnum frá Reykjavíkurborg. „Það komu fram ýmis sjónamið í sambandi við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Úlfarsárdalnum. Borgin kom með þá hugmynd að koma hér upp litlu íþróttahúsi, eins og í Austurbergi. Sú hugmynd var fráleit, enda gengur það ekki að reka mikið barna og unglingastarf eins og hjá stóru íþróttafélagi sem Fram er, í svo litlu húsi. Það hús yrði sprungið um leið og það yrði opnað. Önnur hugmynd Reykjavíkurborgar var að Fram myndi áfram leika heimaleiki sína í knattspyrnu á Laugardalsvellinum. Við vorum ekki ánægðir með þessar hugmyndir, enda segja samningar okkar sem gerðir voru við Reykjavíkurborg á 100 ára afmæli félagsins 2008 - annað. Hér verða aðalstöðvar Fram - hér munum við leika okkar heimaleiki í framtíðinni, hvergi annarstaðar.

Höfum sýnt þolinmæði

Við og íbúasamtökin hér í Grafarholti og Úlfarsárdal höfum sýnt mikla þolinmæði á síðustu árum. Allar framkvæmdir stöðvuðust hér eftir hrun, en fóru síðan í

gang eftir að Fram gerði viðaukasamning við Reykjavíkurborg 2011 - óskuðum eftir að staðið yrði við gerða samninga. Í beinu framhaldið var gervigrasvöllurinn byggður og komið var upp aðstöðu í húsi við völlinn - búningsklefum og lítilli félagsaðstöðu. Við þetta færðist líf í dalinn. Samningur okkar er enn í fullu gildi, þar sem Fram á að fá stórt íþróttahús og grasvöll með stúku, sem yrði sambyggð íþróttahúsinu eins og er að Hlíðarenda.

Ólafur Arnarson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, segir að það verðimikill gleðidagur þegar skóflustungan verður tekin að Íþróttahúsinu í Úlfarsárdal

Okkar hlutverker að hlúa að börnunum

Ólafur Arnarson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, er hér á góðri stundu með Einari Jónssyni, eftir að karlalið Fram í handknattleik varð Íslandsmeistari 2013.

Page 3: FRAMblaðið desember 2013

Fram 3

Einkennileg forgangsröðun!Þegar umræður fóru fram um stærðina á íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal, er Framarar sögðu að ekki kæmi annað til greina en að íþróttahúsið yrði með tveimur löglegum keppnisvöllum, var verið að takast á um 110 milljónir króna. Borgin taldi sig geta sparað það með því að hafa íþróttahúsið minna. Þess má geta að daginn sem skrifað var undir samninga um að íþróttahúsið yrði með tveimur keppnisvöllum, var tilkynnt hjá Reykjavíkurborg að búið væri að ákveða breytingar á gatnafyrirkomulagi við Borgartún upp á 230 milljónir króna. Framarar sögðu þá að forgangsröðun Reykjavíkurborgar væri einkennileg. Á sama tíma og barist væri um 110 milljónir til að hlúa að æsku Reykjavíkur í Úlfarsárdal og Grafarholti, væri verið að setja 230 milljónir í umdeildar gatnaframkvæmdir í Borgartúni. Spurt var: Hugsar Reykjavíkurborg meira um að gera snyrtilegt í kringum sjálfan sig, en að þjónusta æskuna?

Í þessu mannvirki var öll sú aðstaða sem Fram þarf til að reka íþróttafélag. Félagsaðstaða með samkomusal, íþróttavellir með búningsaðstöðu og í íþróttahúsinu verða minni íþróttasalir fyrir til dæmis taekvondo og júdó,” sagði Ólafur.

Austur- og Vesturleið

Ólafur sagði að þeir sem eru í samráðshópnum hafi reynt að finna leiðir til að spara fjármagn í sambandi við uppbyggingu á skóla og félagsstarfi. „Það hafa komið upp tvær hugmyndir - um vesturleið og austurleið. Í vesturleiðinni verður Dalskólinn á sínum stað og Framsvæðið fyrir austan skólann, eins og var í upphaflegu aðalskipulagi Úlfarsárdals. Samráðshóprinn kom með hugmynd um Austurleiðina, sem byggist á því að setja Dalskólann, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttahúsið í eina heild, þannig að það væri hægt að nýta húsin betur saman. Þessi heildarbygging yrði þar sem upphaflega var fyrirhugað að knatthús yrði staðsett - fyrir austan íþróttahús Fram og aðalleikvang. Samráðshópurinn skrifaði undir

þessa hugmynd í júní 2013 og þá átti að setja austur/vestur leiðina í hönnunarsamkeppni, þar sem tillögur væru síðan bornar fyrir dómnefnd. Guðmund B. Ólafsson, fyrrverandi formaður Fram, er okkar maður í nefndinni. Þó svo að aðstaða Fram verði ekki eins umfangsmikil í húsakosti og ákveðið var í byrjun, minnki um 25% í fyrsta áfanga, mun Fram ekki gefa þann byggingarhluta frá sér. Það verður alltaf inn í samningum - að húsakostur verði stækkaður sem þessu nemur í framtíðinni. Til dæmis að stækka áhorfendastúkuna, eða byggja við íþróttahúsið. Síðan verðum við að sjá hvað er hægt að nýta sameiginlegt ef allt verður byggt saman - íþróttahús og félagsaðstaða Fram, skólinn, menningarmiðstöð, bókasafn og sundlaugin. Það væri til dæmis hægt að vera með líkamsræktarsal við sundlaug,” sagði Ólafur.

Ekkert farið að gerast Ólafur sagði að staðan væri núna - í byrjun október - sú, að hönnunarsamkeppnin er ekki enn farin í gang. „Borgin ber fyrir sig að það hafi verið hönnunarsamkeppni

fyrir sundlaugina og hönnunarsamkeppni fyrir Dalskólann. Þær væru búnar og teikningar klárar, eins og íþróttahúsi Fram. Með því að setja nýja hönnunarsamkeppni í gang á greinilega að taka alla þá vinnu sem unnin hefur verið í sambandi við skólann og íþróttahúsið - og henda henni eins og hún leggur sig. Menn eru ekki á eitt sáttir við þau vinnubrögð og þá sérstaklega ekki arkitektar sem unnu við teikningar á skólanum og íþróttarhúsinu. Þá hefur Reykjavíkurborg sagt að vegna sumarfría væri ekki hægt að fara í nýja hönnunarsamkeppni. Ég veit hreinlega ekki hvenær þessi samkeppni verður auglýst. Það gerist ekkert á meðan það er ekki gert.

Skipt í lið á æfingu hjá Knattspyrnuskóla Fram í Úlfarsárdal.

Einbeiting er til staðar – mótherjarnir eru tveir.

Page 4: FRAMblaðið desember 2013

4 Fram

Fólkið í Úlfarsárdal og Grafarholti er orðið langþreytt á ástandinu og það erum við Framarar einnig.

Á meðan óvissuástand ríkir höldum við áfram að sjá um akstur barna og unglina á milli svæða í rútum. Það

kostar kosta félagið milljónir á ári, þar sem allur rútukostnaður er ekki inni í æfingagjöldum. Fram verður því að fjármagna aukalega allar rútuferðir, með hluta styrk frá Reykjavíkurborg. Ég skil íbúana vel og þá sérstaklega í Úlfarsárdalnum, þar sem aðstaðan fyrir

börnin í Dalskólanum er fyrir neðan allar hellur - þar sem boðið er upp á skúraþyrpingu með möl í kring. Íbúarnir bíða eftir okkur og við sjáum mikla möguleika fyrir Fram að vaxa og dafna á svæðinu, sem bíður upp mikla möguleika. Okkar hlutverk er að hlúa sem best að börnum og unglingum á svæðinu, þannig að þeim líði vel í góðu umhverfi. Þess má geta að Úlfarsárdalurinn eru síðustu óbyggðu suðurhlíðarnar í Reykjavík, sem eiga eftir að verða geysilega vinsælar. Reykjavíkurborg verður að hugsa vel um þetta svæði - það má ekki minnka byggð þannig, að þjónusta verði fæld frá,” sagði Ólafur Arnarson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ungir Framarar eru hér á ferðinni í Partille Cup handknattleiksmótinu í Svíþjóð og skemmta sér vel.

Reykjavík fær eftirsótt landsvæði FramÓlafur Arnarson, formaður Knattspyrnu-félagsins Fram, segir að það megi ekki gleyma því í allri umræðunni um kostnað við uppbyggingu íþróttasvæðisins í Úlfarsárdalnum að Reykjavíkurborg fengi í staðinn mjög verðmætt og eftirsótt eignarland Fram í Safamýrinni. Borgin mun geta notað íþróttahúsið og svæðið sem knattspyrnuvellirnir eru við Miklubrautina og svæðið þar sem gamla félagsheimili Fram stendur. Þar er félagsmiðstöð, sem hægt er að flytja yfir í Framhúsið við Safamýri. Síðan er hægt að byggja á svæðinu, sem er eftirsótt undir ýmsar byggingar samtengt Kringlunni.

Page 5: FRAMblaðið desember 2013

Fram 5

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

12-1

867

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA

Á netinu finnur þú oft besta verðið og mesta úrvalið. Þar leynast safngripirnir og sérvaran fyrir skrítna áhugamálið. Pantaðu af netinu og láttu Póstinn færa þér vörurnar heim að dyrum.

NÝTTU FÆRINÁ NETINU!

www.postur.is

Page 6: FRAMblaðið desember 2013

6 Fram

„Við bíðum spennt eftir að íþróttasvæði Fram verður fullbúið og aðstaða fyrir börnin okkar verði eins og hjá íbúum annara hverfa í Reykjavík. Góð aðstaða gefur möguleika á að auka fjölbreytni hjá Fram og hún mun hleypa meira lífi í félagsstarfssemina,” sagði Lilja Rós Jóhannesdóttir, skrifstofustjóri Ingunnarskóla, margfaldur Íslands-meistari í borðtennis og fyrrverandi landsliðskona í greininni, sem er búsett í Grafarholti.

Lilja Rós og Gísli Bragason eiga tvær dætur Írisi Önnu, 8 ára ára og Söru Rún,

7 ára, sem æfa handknattleik með áttunda og sjötta flokki Fram. „Það er mjög mikill áhugi fyrir handknattleik hér í holtinu og alltaf fullt á æfingum. Áhuginn er svo mikill að það varð að kalla á aukaþjálfara og Fram hefur verið með flest lið á mótum. Ég sé ekki annað en það sé bjart framundan. Það skemmir heldur ekki áhugann að stúlkur í hinum sigursæla meistaraflokki sem hafa séð um æfingarnar - landsliðskonur, sem ungu stúlkurnar líta upp til. Það var skemmtilegt augnablik þegar Framstúlkurnar urðu Íslandsmeistarar og komu hingað í skólana, ásamt strákunum sem urðu einnig Íslandsmeistarar, með bikarana. Það var stór stund fyrir börnin og unglingana hér - þegar leikmennirnir komu til að ræða við þau og gefa eiginhandaáritanir.

Ungu börnin hér þurfa ekki að fara langt á æfingar - fara út úr hverfinu til að sækja æfingar. Stelpurnar mínar æfa tvisvar í viku og önnur er í frístundaheimili hér í Ingunnarskóla. Þaðan er hún send á æfingar í íþróttasalinn, sem er við hliðina. Eins og aðstaðan er hér á svæðinu þá breytist þetta þegar börnin eldast - þá þurfa þau að sækja æfingar í löglegt íþróttahús í Safamýrina. Við bíðum eftir að borgaryfirvöld hefji byggingu á löglegu íþróttahúsi í Úlfarsádal, sem hefur lengi staðið til að reisa. Biðin er orðin löng hjá íbúum í Grafarholti og Úlfarsádalnum - seinagangur borgaryfirvalda hefur verið mikill,” sagði Lilja Rós.

Blátt hverfi - afinn ánægður!

Lilja Rós sagði að þegar íþróttasvæði Fram verði fullgert verði það afar glæsilegt - hjarta hverfanna við Úlfarsánna. „Blái líturinn er orðinn allsráðandi hér. Til að byrja með sáust hér aðrir litir, en ekki lengur. Hverfið er algjörlega blátt - hér hafa börn alist upp og þekkja ekki annað en Fram. Ég er mjög ánægð - er sjálf alin upp í bláu andrúmslofti,” sagði Lilja Rós, sem er dóttir Jóhannesar Atlasonar, fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu - fyrirliða landsliðsins og síðan landsliðsþjálfara. „Pabbi kemur oft í heimsókn til að fylgjast með stúlkunum í leik og starfi.

Þær eru ánægðar með það og afinn er hæstánægður að koma í blátt umhverfi og sjá að stúlkunum líði vel.” Þegar Lilja Rós er spurð um borðtennis - hvort að hún vilji ekki sjá borðtennis leikinn í Fram, sagði hún: „Borðtennisdeild Fram! Það hljómar vel. Það er áhugi fyrir borðtennis hér í Ingunnarskóla. Það þarf ekki mikið til - til að koma upp aðstöðu: Borð, kúlu og tvo spaða. Ég sé vel fyrir mér að það verði leikinn borðtennis í Fram þegar íþróttahúsið og félagsheimili Fram verða fullgerð. Það er einnig áhugi fyrir skák hér hjá börnunum. Aukin fjölbreytni hjá Fram mun hleypa meiri lífi í félagsstarfssemina og andrúmsloftið yrði skemmtilegra. Það er óneitanlega bjart framundan. Við verðum að fá aðstöðu til að geta hlúð betur að unga fólkinu hér á svæðinu - að það fái sambærilega aðstöðu og börn í öðrum hverfum,” sagði Lilja Rós Jóhannesdóttir.

Lilja Rós Jóhannesdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis

„Blái liturinnallsráðandi”

Lilja Rós Jóhannesdóttir og dæturnar Sara Rún og Íris Anna Gísladætur.

Page 7: FRAMblaðið desember 2013

Fram 7

Úr

ljóði

nu F

jallg

anga

e�

ir Tó

mas

Guð

mun

dsso

n

ÞARNA FÓR ÉG SJÁIÐ TINDINN!

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA 1

3-2

20

6

Page 8: FRAMblaðið desember 2013

8 Fram

„Það verður mikill léttir þegar allir eru komnir undir sama þak í Úlfarsádalnum. Það eru nokkur ár í það og eigum við eftir að semja við Reykjavíkurborg um mörg atriði í sambandi við viðskilnað við Safamýrina - það liggur ekki allt á hreinu. Við förum ekki héðan úr Safamýrinni nema í fullri sátt við íbúana í Háaleitishverfinu,” sagði Kristinn Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Fram, sem hefur í mörg horn að líta, þar sem Fram hefur bækistöðvar á sjö stöðum og leikur heimaleiki sína í knattspyrnu í meistaraflokki á áttunda staðnum, Laugardalsvellinum.

Fram er eitt af fimm fjölmennustu félögunum á landinu og um sjötíu

prósent félagsmanna eru búsettir í Úlfarsárdalnum og Grafarholti, þar sem framtíðarfélagssvæði Fram verður. „Við hófum starfsemi í Grafarholti 2005 er æfingar hófust reglulega í íþróttahúsinu í Ingunnarskóla. Það má segja að það hafi verið endanlega ljóst að við færum uppeftir þegar Reykjavíkurborg og Fram skrifuðu undir samninga um íþróttasvæði og uppbyggingu þess á 100 ára afmæli Fram 1. maí 2008. Hugmyndin var að fyrsti leikur Fram á svæðinu yrði leikinn 2011,” sagði Kristinn Rúnar. Framsvæðið verður 110.000 fermetrar, en þess má geta að allt svæðið í Safamýri er um 4.000 fermetrar. Svæðið var forhannað til að fara í útboð - sú hönnun var tilbúin í október 2008, en þá átti útboðið að fara fram. Svæðið var byggt upp á fullbúnu íþróttamannvirki (rauða húsið á teikningunni) með tveimur handknattleiksvöllum og aðstöðu fyrir áhorfendur. Átta æfingavellir eru á

svæðinu og fullbúinn keppnisvöllur - fyrir sunnan íþróttahúsið, með áhorfendastúkum báðum megin vallar og var stúkan norðan megin við völlinn áföst íþróttahúsinu. Gervigrasvöllur er vestan megin við aðalvöllinn og er hann kominn. Alls eiga að vera 10 fullbúnir vellir á svæðinu og þá var reiknað með knatthúsi austan megin við íþróttahús. Í nýjum hugmyndum er reiknað með skóla, félagsmiðstöð, bókasafni og sundlaug á því svæði.

Allt small í baklás

Kristinn Rúnar sagði að allar framkvæmdir hafi smollið í baklás í kjölfari hrunsins og erfitt tímabil hófst, sem ekkert gerðist í þjóðfélaginu. „Fram varð undir í baráttunni - ekkert varð úr

fyrirhugðum framkvæmdum og kom það mjög hart hart niður á hverfunum í Grafarholti og Úlfarsárdal. Við áttum að fá smá fjármuni til að leysa ýmisleg mál. Það voru um sjötíu milljónir króna, sem skiptu litlu máli til að hefja framkvæmdir, sem við sáum að við gætum ekki hafið af fullum krafti. Við ákváðum að gefa þessa peninga frá okkur til að flýta fyrir að íþróttasalurinn við Sæmundarskóla yrði fullgerður - og hægt yrði að opna þann íþróttasal sem fyrst. Eftir þetta gekk mjög erfiðlega fyrir okkur eð eiga við borgaryfirvöld til að koma að

Kristinn Rúnar Jónsson segir að Fram væri ekki stórt og öflugt félag nema að hafa stóran hóp af fórnfúsum sjálboðaliðum

„Fólkið er félagið”

Kristinn Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Fram.

Æfingasvæði Fram í Leirdal í Grafarholti.

Page 9: FRAMblaðið desember 2013

Fram 9

borðinu til að finna lausn á málinu - koma hlutum í réttan farveg. Það kemur engin hreyfing á málið fyrr um áramótin 2011 og í kjölfarið kemur gervigrasvöllurinn. Það var mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuna í hverfinu, sem var búin að vera út á túni allan tímann - var með einn smá grasbala upp í Leirdal. Það fór að kvikna líf í dalnum, en áður þurftum við að flytja alla knattspyrnustarfsemi út fyrir hverfið - börnin og unglingarnir fóru í Egilshöll eða í Safamýrina til að æfa. Knattspyrnan var alltaf á eftir handknattleiknum í hverfinu. Þar sem við höfðum íþróttahúsin í Ingunnarskóla og Sæmundarskóla er uppbyggingin komin lengra í aldursflokkunum í handknattleik.

Bygg upp frá grunni

Þetta var erfiður tími og við skildum fullkomlega óþolinmæði íbúa á þessum tíma - frá 2008 til 2011, þar sem aðstaðan var ekki góð. Skiljanlega voru foreldrar barna pirraðir - fyrstu íbúarnir fluttust inn í húsin sín í Grafarholti árið 2000.

Þjónustan var engin við börn og unglinga á svæðinu, sem þurfti að sækja íþróttir um langan veg. Við ákváðum á þessum tímapunkti og byggja frá grunni á svæðinu. Við vorum búnir að missa marga árganga út, sem komu illa út í könnunum á sínum tíma. Það hefur lagast mikið. Við höfum reynt að vinna með íbúum við mikið púsluspil sem tekur á sig nýja mynd dag frá degi. Það er ekkert grín að raða allri starfseminni rétt saman, þannig að allir eru ánægðir. Við höfum átt mjög gott samstarf við fólkið í hverfunum og íbúasamtökunum. Við kvörtum ekki yfir því samstarfi. Hér er um að ræða hagsmunarmál fólksins og félagsins. Það má aldrei gleyma því að fólkið er félagið. Fram er sjálfboðafélag,

en ekki einhver stofnun eða skóli. Það er um 350 sjálfboðaliðar sem starfa fyrir Fram á hverju ári - sumir starfa í klukkutíma á viku, aðrir klukkutíma á dag. Þannig er félagið rekið. Fram væri lítið án fólksins sem vinnur mikið starf í sjálfboðavinnu. Þó að við séum með örfáa starfsmenn, þá myndu þeir aldrei geta sinnt öllu því starfi sem fer fram hjá Fram - það er í mörg horn að líta. Við gerum okkur grein fyrir að við þurfum að búa við það að vera á tveimur stöðum með starfsemi okkar í nokkur ár til viðbótar. Það fer þó allt eftir því hvað íþróttaaðstaðan byggist hratt upp. Það er komin hreyfing á málin núna og hönnursamkeppni er að fara í gang. Við vonum að byggingaframkvæmdir hefjist fljótlega á næsta ári,” sagði Kristinn Rúnar.

Afreksmennirnir eiga eftir að koma

Kristinn Rúnar sagði að mikil vinna færi í að hlúa að starfi barna og unglinga á nýja svæðinu. „Í þessum umræðum og uppbyggingu Fram hefur eitt gleymst - það er afreksstarfið. Það er ekki einu sinni komið inn í hverfin. Við höfum að sjálfsögðu hugsað mest um börnin. En þegar aðstaðan verður viðunandi koma afreksmennirnir okkar og hefja æfingar og keppni á svæðinu - innan um börnin. Það mun breyta öllu andrúmsloftinu - þegar börnin og unglingarnir fara að sjá fyrirmyndir sínar á æfingum á næsta velli við þau. Já, afreksstarfið hefur setið á hakanum í öllum umræðum. Það á eftir að lagast þegar við erum öll komin undir sama þak,” sagði Kristinn Rúnar Jónsson.

Fyrsta teikningin af félagssvæði Fram í Úlfarsárdal - þegar svæðið var forhannað til að fara í útboð 2008. Eins og sést er svæðið glæsilegt. Rauðu punktarnir sýna fornminjar. Græna svæðið með gulum línum er hverfisverndarsvæði, en önnur græn svæði eru opin og á þeim tjarnir. Framsvæðið er innan punktalínunnar. Svæðin sem eru merkt Í eru íþróttavellir. Gönguleiðir eru gular, reiðleiðir gráar (mjóar), en vegir gráir, breiðir.

Page 10: FRAMblaðið desember 2013

10 Fram

„Það er draumur allra hér - að geta gengið á völlinn með börnunum sínum til að taka þátt í öflugu félagslífi innan sem utan vallar. Andrúmsloftið verður allt skemmtilegra þegar Fram kemur hingað með heimaleiki sína. Ég er fullviss um - að um leið og Fram hefur fengið boðlega aðstöðu og önnur skólaþjónusta er komin hér í það horf sem eðlilegt er, þá verða lóðir á svæðinu eftirsóttar og fólk á eftir að koma hingað í ríku mæli. Hér er frábært umhverfi í grennd við fjöll og náttúru - það á eftir að verða sprengja hér. Hverfið er þétt, þannig að borgin hefur fengið mikinn pening fyrir lóðir. Lóðasalan hér ætti að standa undir kostnaði við alla þjónustuuppbyggingu - skóla og íþróttasvæði. Þeir sem stjórna borginni núna virðast ekki vera með hugann við úthverfin, þar sem barnafjölskyldurnar hafa hreiðrað um sig. Þeir eru með allan fókusinn á miðborgina. Fjölskyldufólk mun ekki setjast að í miðbænum - það verður eldra fólk, menntafólk og listaspýrur sem velja miðbæinn. Maður veit ekki hvað tekur við - hver hugsunarhátturinn verður hjá þeim sem taka við,” sagði Kristinn Steinn Traustason, formaður Íbúasamtaka Úlfarsárdals.

Þegar Kristinn Steinn var spurður um hver staðan væri á svæðinu,

sagði hann að flestir þeir einstaklingar sem fóru af stað með byggingar væru komnir inn og enn væru lausar lóðir fyrir sérbýli, en búið væri að selja allar fjölbýlishúsalóðirnar. Það er reiknað með mikilli fjölgun íbúa á næstu tveimur árum. Það er verið að klára nokkur fjölbýlishús,

sem voru komin af stað. Fólk er að tínast inn í þau. Upphaflega var planað að hverfið yrði með um 18.000 íbúum, en nú er búið að skera það niður - þannig að hverfið verður með um 3.500 íbúum. Þá er komið hverfi með sex þúsund íbúum hinum megin í dalnum, Grafarholtið, þannig að hverfin tvö verða með rúma níu þúsund íbúa. „Okkur finnst allt of langt gangið í niðurskurði á hverfinu í nýju aðalskipulagstillögum. Þegar fólk keypti sér lóðir hér var framtíðarsýnin allt önnur en boðið er uppá. Borgaryfirvöld ætla greinilega ekki að ljúka verkefninu, heldur skilja fólk eftir með brostnar vonir. Það á ekki að byggja meira og það er búið að skera niður þjónustu, sem fólk sá fyrir. Hér átti að vera lífleg byggð, en nú er ljóst að það getur verið erfitt fyrir einhverja þjónustu að þrífast hér í hverfinu - verslun og annað. Við óttumst að þau fyrirtæki sem eru komin hér nálægt, eins og á Korputorgi, fari þegar þau sjá að það verði ekki sú fjölgun hér sem fyrirhuguð var.

Það hefur verið byggt upp - en það hefur verið gert á röngum forsentum. Forráðamenn Reykjavíkurborgar ætlast til að hér verði ekki byggt meira - það eigi allir að fara niður í miðbæ. Það er ekki sami hópurinn sem myndi velja miðbæinn og velur Úlfarsárdal. Hingað vill barnafólk koma og ef ekkert er gert til að þjónusta það, þá flytur það einfaldlega í önnur sveitarfélög. Fjölskyldufólk mun ekki setjast að í miðbænum - eldra

Kristinn Steinn Traustason, formaður Íbúasamtaka Úlfarsárdals, er óhress með þróun mála og þjónustu í Úlfarsádalnum

Allt of langtgengið í niðurskurði

Mörkinni 1 - Sími: 568 2200 - www.babysam.is

Erum að taka upp

nýjar vörur

vorum að taka upp

nýjar vörur

Kristinn Steinn Traustason, formaður Íbúasamtaka Úlfarsárdals, ásamt dætrum sínum Þorbjörgu, 12 ára, og Jóhönnu Kristínu, 8 ára, sem æfa báðar knattspyrnu með Fram.

Page 11: FRAMblaðið desember 2013

Fram 11

fólk, menntafólk og listaspýrur velja miðbæinn.”

Færa Dalskóla

Kristinn Steinn sagði að þegar væru uppi hugmyndir að hrókera ýmsum hlutum - færa til skóla og annað. „Nú á að fara af stað hönnunarsamkeppni um að sameina skóla og íþróttahús - og tengja sundlaug þeirri framkvæmd.

Upphaflega átti þetta að vera aðskildar einingar - þrír skólar og einn safnskóli fyrir eldri nemendur. Nú á að vera hér einn skóli - allt frá leikskóla upp í tíunda bekk. Þá vilja þeir færa skólann austur fyrir íþróttasvæði Fram. Telja að með því náist betri tenging. Þetta mun eflaust spara eitthvað í peningum í sambandi við byggingar og rekstur, en ekki til langtíma litið.

Fólk, sem keypti hér lóðir í nágrenni þar sem skólinn átti að vera, er ósatt við þessa breytingu - að skólinn sé allt í einu tekinn upp og færður annað.”

Tafir á uppbyggingu

Kristinn Steinn sagði að það væri ljóst að þessar hrókeringar komu til með að tefja alla framkvæmd og uppbyggingu á íþróttasvæði Fram. „Það er verið að tefja tímann - hugmyndasamkeppnin átti að fara af stað í júlí. Nú þegar október nálgast er ekki enn búið að skipa dómnefnd. Maður veit aldrei hvenær sú dómnefnd verði skipuð. Það er kominn upp ágreiningur á milli arkitekta sem voru með hönnun á skólanum á sínum tíma. Þeir setja arkitektafélaginu stólinn fyrir dyrnar - og á meðan er ekki hægt að skipa dómnefndina. Það er búið að þrengja stakkinn hjá Fram. Ef á að byggja skólann hér austan við, þá er svæði Fram ekki það sama og

Hér má sjá hvernig skipulag Úlfarsárdal var í upphafi - með þremur skólahverfum og líflegu miðhverfi og safnskóla.

Félagssvæði Fram í Úlfarsárdal – séð frá Grafarholti, við Reynisvatn.

Það er alltaf mikið að gera á nýja gervigras-vellinum í Úlfarsárdal.

Page 12: FRAMblaðið desember 2013

12 Fram

það var í upphafi. Það er búið að riðla allri uppbyggingu á starfi Fram. Fólkið sem er búið að búa í Grafarholti í rúm tíu ár, þurfa stöðugt að vera að keyra börnin sín út úr hverfinu til að sækja löglega aðstöðu í Safamýrinni. Skólaíþróttasalirnir eru litlir og í þeim má ekki nota klístur sem unglingarnir eru farnir að nota í fjórða flokki - í keppni. Þegar börnin eldast hefjast flutningarnir miklu - héðan og niður í Safamýri, sem eru tímafrekir og þreytandi fyrir börnin, foreldra og forráðamenn Fram.

Allt togað út með töngum

Strætisvagnaleiðir hér um svæðið eru erfiðar og þær virðist ekki vera skipulagðar til að létta á íbúum. Allt sem gerist hérna höfum við togað út með töngum - meira að segja hver einasta gangstéttarhella sem kemur hingað, kostar átök. Strætó vill ekki gera neinar breytingar á aksturleið sinni vegna þess að það er ekki komið nýtt fjárhagsár. Þá er ekki hægt að aka vögnunum nokkur hundruð kílómetra til að létta á börnum og íbúum. Yfir 200 manns búa í þremur stórum blokkum hér, þurfa að ganga um 1,5 km til að komast í næsta strætóskýli og stoppistöð.

Við höfum kvartað - svar sem við fengum var: „Það passar ekki inn á fjárhagsáætlun!” Við þurfum að bíða til áramóta til að sjá hvað hægt er að gera - hvort að breytingin komist inn á nýtt fjárhagsplan. Það þarf að toga allar upplýsingar út - til að fá tímasetningar á vinnslu mála. Ef maður kemst ekki inn á réttum tíma með athugasemdir, þá þurfum við að bíða lengur. Vinnubrögðin hjá borginn eru þannig, að maður verður að vera mjög vakandi yfir öllu sem er að gerast, til að missa ekki af lestinni.” Kristinn Steinn sagði að það væri nú orðið ljóst að ekki eigi að leyfa neinu sveitarfélagi að fara af stað með uppbyggingu á nýjum hverfum, nema að það sé búið að plana og fastsetja alla þjónustu áður en fólk kemur inn á svæðið og hefur byggingar á húsum sínum. Það þýðir ekki að ætla að koma með þjónustu tíu til tuttugu árum á eftir - ætla síðan að kaupa sér frið með einhverju lítilræði, eins og til dæmis gervigrasvellinum. Hann er þegar búinn að sprengja utan af sér. Iðkendurnir eru orðnir svo margir hér, að það kallar á betri og fullkomnari aðstöðu. Í yngstu flokkunum í knattspyrnu eru þetta áttatíu strákar í sjöunda flokki og fimmtíu í stúlknaflokknum. Við þurfum ekki annað en horfa til Árbæjarins - það er ekki búið að klára keppnisvöllinn, sem átti að koma upp fyrir þrjátíu árum.

Erfitt fyrir Framara að reka félagið

Þolinmæðin er á þrotum hjá íbúum og við gerum okkur grein fyrir að ástandið er geysilega erfitt fyrir Fram að reka félagið. Það er dýrt að búa á tveimur stöðum og Framarar fá ekki neitt aukalega frá borgaryfirvöldum til að keyra félagslífið áfram. Framarar hafa staðið sig ótrúlega vel við erfiðar aðstæður - hafa lagt mikla vinnu til að þjóna okkur íbúum sem best, en aðstöðuleysið er stór þröskuldur á allri uppbyggingu Fram.

Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið hérna að það sé hér íþróttafélag sem fólkið getur sameinast um og staðið við bakið á. Framarar hafa unnið ótrúlegt starf til að þjóna okkur, en það er erfitt að reka félag á svæði, þar sem löglegir leikvellir eru ekki til staðar. Framarar þurfa að sjá um flutninga niður í Safamýri. Borgaryfirvöld verða að veita Fram meiri stuðning til að geta boðið börnum og unglingum upp á sambærilega aðstöðu og önnur hverfi Reykjavíkur.

Við vonum að mál leysist hér fljótt. Þolinmæðin er á þrotum. Borgarstjórn Reykjavíkur þarf ekki annað en horfa til næstu bæjarfélaga til kynna sér fyrirmyndar uppbygging á skólum og íþróttaaðstöðu fyrir börn og unglinga,” sagði Kristinn Steinn.

Sjö Framarar úr Grafarholti sem léku með Reykjavíkurúrvali í handknattleik og knattspyrnu á móti sem fór fram í Danmörku sumarið 2013. Frá vinstri: Ingunn Lilja Bergsdóttir, Svala Júlía Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, Heiðrún Dís Magnúsdóttir, Magnús Snær Dagbjartsson, Óli Anton Bieltvedt og Viktor Nói Kristinsson.

Page 13: FRAMblaðið desember 2013

Fram 13

hluti af Bygma

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956

fækkar fötumHarpaSjöfn er komin aftur, endurbætt og sérhönnuð fyrir íslenska aðstæður. Hún þekur vel, sem þýðir færri umferðir og minna magn af málningu. Með Polytex innimálningu og Útitex útimálningu getur þú verið viss um að fækka fötum.

í húsAsmiðjunni

Allt frá grunni Að góðu heimili

Page 14: FRAMblaðið desember 2013

14 Fram

„Andrúmsloftið hérna er mjög gott, en það á eftir að breytast mikið í Úlfarsárdalnum og Grafarholti þegar Framarar byrja að leika heimaleiki sína á svæðinu í handknattleik og knattspyrnu. „Þá ganga Framarar heiman frá sér á völlinn og stemning og andrúmsloftið á knattspyrnuvellinum - á eftir að hljóma um allan dalinn. Í góðu veðri koma margir til með að grilla áður en þeir fara á völlinn og börnin mæta til leiks bláklædd, andlitsmáluð með Framveifur. Það mun gjörbreyta allri stemningu hér þegar við höfum tekið keppnisvelli okkar með áhorfendastúkum í notkun. Við bíðum spenntir eftir að sá tími gangi í garð,” sagði Daði Guðmundsson, Íþróttafulltrúi Fram.

Daði þekkir manna best uppbygginguna hjá Fram í Úlfarsárdalnum, þar sem

hann hefur verið Íþróttafulltrúi í Grafarholti og Úlfarsárdal frá því í apríl 2009. „Þegar ég hóf störf þá hélt Fram úti æfingum fyrir börn í knattspyrnu, handknattleik, taekvondo og var með íþróttaskóla fyrir yngstu börnin og sumarnámskeið. Aðstaðan var ekki mikil. Skrifstofan sem ég hafði aðstöðu var pínulítið lagerhúsnæði við þjónustumiðstöðina að Kirkjustétt 2-6. Börnin æfðu og æfa handknattleik í litlu íþróttasölunum við Ingunnarskóla og Sæmundarskóla, en aðstaðan til að æfa knattspyrnu var nánast engin. Við vorum með knattspyrnuæfingar á grassvæði í miðju Grafarholtshverfinu, sem við notum ennþá, en í litlu mæli. Við erum nú komnir með glæsilegan gervigrasvöll og grasæfingavelli hér niður við Úlfarsá. Þá erum við komnir með lítið hús við gervigrasvöllinn, sem við erum með búningsklefa, skrifstofur og smá félagsaðstöðu. Það má segja að þegar upphitaður

gervigrasvöllurinn kom - með flóðljósum - hafi færst líf í hverfið. Fyrstu stráin hafi verið lögð í hreiðurgerðina. Áður fyrr fóru allar knattspyrnuæfingar yfir vetrarmánuðina fram í Egilshöll og í Safamýrinni, en nú fara æfingarnar fram hér. Þær breytingar hafa orðið, að nú eru krakkarnir úr Safamýrinni byrjaðir að koma hingað á veturnar og sumrin til að æfa knattspyrnu.”

Mikil vinna að vera á tveimur stöðum

Daði sagði að Fram hafi byggt allt sitt starf upp á tveimur stöðum - í Úlfarsárdalnum og í Safamýrinni. „Við erum með æfingar fyrir yngstu flokkana, sjötta og sjöunda flokk, á báðum stöðum og þá erum við með nokkrar sameiginlegar æfingar, þar sem krakkarnir úr báðum hverfum koma saman. Í fimmta og fjórða flokki æfa hóparnir saman - þá skiptast hóparnir að koma saman hér eða niður í Safamýri. Þetta fyrirkomulag hefur gengið ágætlega en það er mikil vinna að halda úti félagi á tveimur stöðum. Við þurfum að koma á rútuferðum fyrir börnin á milli svæða, þannig að það má segja að við rekum einnig samgöngufyrirtæki. Aðstaðan er ekki nægilega góð fyrir börnin og unglingana sem æfa handknattleik. Það er ekki orðið pláss

fyrir krakkana í fjórða flokki til að æfa hér inni í litlu sölunum og þar má ekki nota klístur til að handleika knöttinn betur. Eldri flokkarnir fara því niður í Safamýri á hverja einustu æfingu og þurfum við að útvega þeim miða í strætisvagna. Það er því í mörg horn að líta hjá okkur - fyrir utan íþróttirnar sjálfar”, sagði Daði.

Daði Guðmundsson, Íþróttafulltrúi Fram, er ánægður með lífið og andrúmsloftið í Úlfarsádalnum

„Stemninginá eftir aðgjörbreytast”

Nokkrar staðreynir■Rúmlega 70% af iðkendum í

Fram - sem æfa í flokkunum fyrir neðan annan flokk, koma úr Úlfarsárdalnum og Grafarholti.

■Unglingar af svæðinu eru komnir í meistaraflokk í handknattleik kvenna og karla.

■Ungar stúlkur af svæðinu eru byrjaðar að leika með meistaraflokk kvenna í knattspyrnu.

Daði Guðmundsson, íþróttafulltrúi Fram.

Daði GuðmundssonDaði Guðmundsson hefur starfað sem Íþróttafulltrúi Fram í Grafarholti og Úlfarsárdal frá því 2009. Daði, sem fæddist í Reykjavík 11. febrúar 1981, ólst upp fyrstu árin í Hlíðunum, en fluttist þaðan þriggja ára í Seljahverfið í Breiðholti. Daði gekk ungur í Fram og hann þekkir - eins og börnin í Grafarholti, hvernig það er að sækja langt á æfingar, í Safamýrina. Daði bjó við hliðina á ÍR-vellinum og var fimm ára þegar móðir hans fór með hann á völlinn til að kanna hvort hann gæti ekki æft knattspyrnu með ÍR. Daði byrjaði þó aldrei að æfa með ÍR, þar sem ÍR-ingar voru ekki með æfingar nema fyrir börn sem voru orðin sjö til átta ára. „Það varð til þess að ég byrjaði að æfa með Fram, þar sem frændur mínir voru að æfa. Framliðið var geysilega öflugt undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þegar ég byrjaði að æfa 1986. Við vorum þetta tíu til fimmtán strákar sem áttum heima í Seljahverfinu sem fórum með strætó niður í Safamýri til að æfa með Fram bæði knattspyrnu og handknattleik,” sagði Daði, sem lék með Fram upp alla yngri flokka og hóf að leika með meistaraflokki 1997 - kom inná sem varamaður fyrir Þorbjörn Atla Sveinsson í leik gegn Stjörnunni á 87 mín. í leik sem Fram vann í Garðabæ, 3:2. Daði er nú sá knattspyrnumaður hjá Fram sem hefur leikið flesta leiki með meistaraflokki.

Page 15: FRAMblaðið desember 2013

Fram 15

Frábært andrúmsloft - komu með bikarana!

Daði sagði að andrúmsloftið í Úlfarárdalnum og Grafarholti væri frábært og hann hafi fundið sterka jákvæða strauma eftir að meistaraflokkslið kvenna og karla hefðu hampað Íslandsmeistaratitlinum og karlalið Fram orðið bikarmeistari í knattspyrnu á árinu. „Ég tók eftir því að fólk héðan fjölmenntu með börn sín niður í Safamýri til að horfa á heimaleikina og við það skapaðist ákveðin stemning. Frá því að ég byrjaði að starfa hér hefur mér fundist jákvæðni í okkar garð hafa aukist. Maður hafði það á tilfinningunni fyrst að sumir hverjir töldu að Fram ætti sök á hvað erfiðlega og seint hefur gengið að byggja upp íþróttamannvirki

á svæðinu, sem á að duga fyrir sex þúsund manna byggð. En sem betur fer áttuðu íbúar sig á því að það var ekki Fram sem var stóri þröskuldurinn, heldur borgaryfirvöld sem stóðu ekki við gerða samninga í byggingu íþróttamannvirkja og reyndu að koma sér hjá því að standa við það sem búið var að ákveða. Andrúmsloftið hefur breyst og Fram og Íbúasamtökin hafa tekið höndum saman um að skapa hér sem bestu aðstæður fyrir börnin og unglingana í hverfinu.

Fram er traustur hornsteinn

Ég er mest ánægður með og stoltur yfir - að sjá að fólkið í hverfinu er orðið miklir og tryggir Framarar. Við erum öll í sama liði - viljum að hverfisfélagið, börnunum og unglingunum okkar líði sem best

við góðar aðstæður í fögru umhverfi. Gott íþróttafélag er einn traustasti hornsteinninn í fjölmennu íbúðahverfi. Við Framarar tökum þátt í öllum hverfisviðburðum sem eru haldin, enda viljum við vera með í uppbyggingu hverfanna - hlúa að æskunni og öllum félagsmönnum okkar í byrjun. Fram er orðið sterkt hverfisfélag hér í dalnum. Það var mikil gleði hjá unga fólkinu okkar í skólanum þegar meistaraflokkarnir í handknattleik komu í heimsókn með Íslandsbikarana og ræddu við krakkana. það var mikil stemning í kringum það og einnig þegar við komum með knattspyrnubikarinn fljótlega eftir að sigurinn var í höfn í Laugardalnum - heimsóttum íbúahátíðina: Í holtinu heima. Það var vel tekið á móti okkur og stemningin mikil á svæðinu,” sagði Daði.

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson stjórnar hér lærisveinum sínum í Knattspyrnuskóla Fram í Úlfarsárdal.

Glæsilegur gervigrasvöllur á félagssvæðí Fram í Úlfarsárdal, sem er talinn einn sá besti á landinu.

Page 16: FRAMblaðið desember 2013

16 Fram

„Áhuginn er alltaf að aukast - ég hef aldrei áður þurft að vísa börnum frá vegna þess að það er uppselt í tímana. Við erum með biðlista í tvo yngstu aldurshópana,” segir Sonja Björk Ragnhildardóttir, íþróttafræðingur, sem hefur séð um Leikjaskóla Fram í Ingunnarskóla í átta ár. Sonja Björk er gift Stefáni Baldvini Stefánssyni, hornamanni Fram í handknattleik.

„Það er afar skemmtilegt að vinna með yngstu börnunum. Þetta er gefandi starf, sem kostar oft þolinmæði,” sagði Sonja Björk. Það eru þrír hópar barna sem mæta í Leikjaskólann - 45 börn eru í flokki 18-30 mánaða, 65 í flokki þriggja til fjögurra ára og er uppselt í flokkana fram að áramótum. Það eru átján börn í flokki 5-6 ára. „Foreldrarnir taka virkan þátt í tímum og þá sérstaklega í yngsta hópnum. Í flokki þriggja til fjögurra ára byggjast tímarnir upp á að skipta hópnum í þrennt og fara með þá í þrjár þrautabrautir. Við kennum börnunum í flokki fimm til sex ára nýja leiki,” sagði Sonja Björk, sem er með tvo kennara sér til aðstoðar – Oddnýu Önnu Kjartansdóttur og Kristinn V. Jóhannsson. „Það er aukinn áhugi fyrir því að foreldrar vilji láta börn sín hreyfa sig í félagsskap með öðrum börnum - og taka þátt í leikjum.”

UPPSELT!Oddný Anna Kjartansdóttir og Sonja Björk Ragnhildardóttir.Biðlisti í Leikjaskóla Fram í Ingunnarskóla

Page 17: FRAMblaðið desember 2013

Fram 17

Page 18: FRAMblaðið desember 2013

18 Fram

„Strákunum líður vel hérna í Grafarholti. Eru mjög ánægðir og hafa ekki enn kvartað yfir aðstöðuleysi þó svo að skólahúsin séu ekki með löglegan handknattleiksvöll - eru lítil og þrengja mjög að fullkomnari starfssemi. Elsti strákurinn var þó óhress um daginn, þegar hann vaknaði upp við það að hann gat ekki mætt á æfingar í knattspyrnu og handknattleik sama daginn vegna þess að handknattleiksæfing var í Safamýrinni og æfingin í knattspyrnu í Úlfarsárdal. Þó svo að boðið væri upp á rútuferðir þá komst hann ekki á milli staða í tæka tíð. Íþróttalífið hér á svæðinu verður ekki eðlilegt fyrr en borgaryfirvöld hafa komið upp fullkomlegri aðstöðu, sem leysir þarfir íbúa,” sagði Bjarki Hrafn Friðriksson, íbúi í Grafarholti, sem á þrjá syni sem stunda íþróttir hjá Fram.

Bjarki Hrafn sagði að það hafi verið mikil lyftistöng fyrir ungviðið í Grafarholti

og Úlfarsárdal að fá gervigrasvöllinn - í staðinn fyrir grasbalann í Leirdal, þar sem menn gátu varla leitað skjóls í vestu veðrum. „Þá þurfi ungviðið að fara á æfingar í Egilshöll eða niður í Safamýri. Það flakk var ekki skemmtilegt fyrir börnin. Það er ekki fyrr en börnin í hverfunum eru komin í fjórða flokk, að róðurinn fer að þyngjast. Þá fer helmingur æfinga fram hér og hinn helmingurinn niður í Safamýri. Þá hefst rútuflakkið og erfiðleikar að mæta á æfingar á báðum stöðum sama daginn. Þá getur orðið erfitt fyrir börnin að stunda bæði knattspyrnu og handknattleik - þeim er þá haldið niðri vegna aðstöðuleysis.”

Leika með „ókunnugum”

Bjargi Hrafn sagði að upp í fimmta flokk séu knattspyrnuflokkarnir í Grafarholti og Úlfarsárdal aðskildir við æfingar og gerir það börnum erfitt fyrir þegar út í mót er komið. „Þá eru börnin að leika með ókunnugum í liðum - börnum sem

þau þekkja ekki. Þetta er slæma hliðin að vera með æfingar og uppbyggingu á keppnisliðum á tveimur stöðum. Fyrirkomulagið í handknattleiknum er aðeins betra. Þar er æft í tveimur skólum, Sæmundar- og Ingunnarskóla. Aðstaðan er þó ekki fullkomin í íþróttasölum skólanna, þar skapast nánast vandræði ef fleiri en fimmtán börn mæta á æfingar. Það mátti ekki stækka íþróttahúsið í Sæmundarskóla um nokkra metra, þannig að löglegur keppnisvöllur væri

þar til staðar. Byggt eftir ákveðnum staðli, eins og þegar hálfu íþróttahúsin voru byggð um allt land á árum áður.”

Þurfum skemmtilegt andrúmsloft

Bjarki Hrafn sagði að seinagangurinn væri mikill hjá borgaryfirvöldum í sambandi við uppbyggingu á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdalnum. „Við getum ekki aðeins sætt okkur við gervigrasvöll, sem hefur verið mikil lyftistöng.

Bjarki Hrafn Friðriksson er óhress með framkomu borgaryfirvalda í sambandi við svikin loforð um uppbyggingu á íþróttasvæðinu í Úlfarsárdal

„Þolinmæði íbúa er á þrotum”

Bjarki Hrafn Friðriksson með sonum sínum – Anton Ara, 9 ára, Friðrik Örn, 12 ára og Arnar Darra, 5 ára.

Page 19: FRAMblaðið desember 2013

Fram 19

Borgaryfirvöld verða að koma upp aðstöðu, sem allir geta sætt sig við - íbúar og Fram. Við verðum að fá fullkomið og löglegt Íþróttahús og knattspyrnuvöll - já, fullkomna aðstöðu innan þriggja ára. Fá skemmtilegt andrúmsloft eins og er í kringum íþróttasvæði Fylkis í Árbæ og KR vestur í í bæ. Þá er stemningin stórkostleg í kringum heimaleiki - þegar fólkið í hverfunum kemur gangandi heiman frá sér til leiks. Ef það verður ekki gert - sjáum við íbúarnir ekki mikla stemningu hér framundan.

„Ekki áhuga á úthverfum”

Aðstaðan hér er ekki boðleg. Maður hefur það á tilfinningunni að Borgaryfirvöld

telja að þau hafi sett plástur á sárið með gervigrasvelli og grasæfingasvæði - að það eigi ekki að standa við gefin loforð og samninga, með því að ljúka uppbyggingu svæðisins. Núverandi borgarmeirihluti er greinilega að tefja og þvæla málið. Ætlar sér að koma svarta Pétri - sviknum loforðum, yfir á næsta borgarmeirihluta. Tafirnar eru byggðar upp á samráðsumræðum og koma á hönnunarsamkeppni um svæði, þar sem skóli tengist íþróttahúsi. Þegar ákveðið var að byggja upp Grafarholt og Úlfarsárdal var íbúum lofað mannsæmandi aðstöðu til íþróttaiðkana fyrir börn og unglinga - og teikningar á svæðinu lagðar fram. Nú er það svo að engin svör fást, önnur en þau: að þetta sé að koma! Núverandi

borgaryfirvöld hafa sýnt það í verki að þau hafa ekki áhuga á úthverfum Reykjavíkur.

Þolinmæðin er á þrotum

Það vita allir að aðstæður hér eru ekki boðlegar. Aðstöðuleysið er algjört. Framtíðin er björt hjá Fram - hér er mikill efniviður. Það er kraftur í fólkinu hér á svæðinu. Fram má ekki missa þann kraft - ef íþróttaaðstaðan kemur ekki, þá endar það með því að íbúar missa þolinmæðina og fara með börnin sín annað. Fólkið er ánægt að hafa fengið Fram í hverfið - en afar óánægt með borgaryfirvöld, sem hafa reynt að koma sér hjá gefnum loforðum,” sagði Bjarki Hrafn Friðriksson.

Kennsla í Knattspyrnuskóla Fram í Úlfarsárdal – Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson kennir.

Page 20: FRAMblaðið desember 2013

20 Fram

Liðið lék 22 leiki í Reykjavíkur- og Íslandsmóti - vann 19, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur leikjum. Markatalan var 165:25! „Við erum rosalega ánægðir

með árangur liðsins og þá sérstaklega þegar það er haft í huga að við vorum með fimm leikmenn í byrjunarliðinu sem voru á yngra árinu, en önnur lið voru nær undantekningarlaust með níu til ellefu leikmenn sína á eldra árinu. Flest allir í flokknum ganga upp í 3. flokk, en við látum strákana fimm æfa með þeim áfram og

jafnvel leika. Við verðum að fylgja þessum árgangi eftir - það er komin sterkur kjarni sem við verðum að hlúa að í framtíðinni. Hér er um að ræða góða blöndu af leikmönnum, sem eru ekki líkamlega sterkir ennþá, en klókir og liprir leikmenn,” sagði Lárus. Lárus sagði að um 70% af hópnum kæmi úr Grafarholti og Úlfarsárdal - framtíðarsvæði Fram. „Þegar svæðið hér verður fullbyggt - verður það sannkallað draumasvæði. Nú þegar eru menn hér orðnir gallharðir Framarar.”

Strákarnir í 4. flokki æfa fjórum sinnum í viku og leika einn leik. Þeir æfa að jöfnu í Úlfarsárdalnum og í Safamýri. „Strákarnir hafa vanist því að ferðast með rútu á milli svæðanna. Þeir eru tilbúnir til að leggja hart að sér til að ná árangri - vilja vinna mót og upplifa vinningsstemningu,” sagði Lárus, sem lýsti styrkleika liðsins þannig í stórum dráttum: „Vörn og sókn náðu að falla vel saman. Varnarmennirnir tóku virkan þátt í sóknarleiknum og miðjumennirnir eru alltaf líklegir til að skora, ásamt því að vinna vel aftur. Sóknarlínan var eitruð. Strákarnir bættu sig með hverri raun og leikmenn náðu vel saman,” sagði Lárus, sem segir að liðið sé eitt af fjórum best spilandi liðum sem hann hefur þjálfað í gegnum árin. „Það verður að hlúa vel að þessum strákum, sem eiga eftir að þroskast og verða enn sterkari og betri leikmenn. Strákarnir eiga eftir að ilja Frömurum um hjartarætur í komandi framtíð.”

Sigursæll 4. flokkur vakti mikla athygli - Fram var „spútnikliðið” á Íslandsmótinu

Flestir strákannafrá Úlfarsárdal og Grafarholti

Strákarnir eiga eftir að fagna mörgum mörkum og sigrum í framtíðinni. Gunnar Jarl Jónsson, dómari, bendir á miðjuna er strákarnir fagna marki Haraldar Ásgrímssonar gegn FH. Hann skoraði með glæsilegu langskoti, 5:0. Magnús Snær, Magnús Ingi, Helgi, Einar Ágúst, Haraldur, Óli Anton, Viktor Gísli, Dagur Ingi og Daníel Þór.

„Strákarnir léku frábærlega. Ég yngdist um tuttugu ár á meðan leikurinn stóð yfir,” sagði Lárus Rúnar Grétarsson, annar þjálfari „spútniksliðs” Fram í 4. flokki eftir lokaleik liðsins á Íslandsmótinu - sigurleik gegn FH á gervigrasvellinum í Úlfarsárdal, 5:0. Strákarnir léku ellefu leiki í riðlakeppninni, unnu tíu og gerðu eitt jafntefli - markatala 98:11. Í sínum riðli í úrslitakeppni vannst sigur á Tindastóli 7:0 og FH 5:0, en leikur gegn Keflavík í miklu roki í Keflavík tapaðist, 3:1. Strákarnir komust yfir 1:0, en síðan gerði dómari leiksins mikil mistök er Keflvíkingar jöfnuðu - eftir að markvörður Fram hafði legið á vellinum í yfir tíu sekúndur, án þess að dómarinn stöðvaði leikinn, sem hann átti að gera. Keflavík lék til úrslita gegn Fjölni og varð Íslandsmeistari, 2:1.

Page 21: FRAMblaðið desember 2013

Fram 21

Borgfirðingurinn Helgi Guðjónsson, 14 ára, var heldur betur á skotskónum á síðasta keppnistímabili - skoraði 73 mörk í 25 leikjum á keppnistímabilinu í 4. flokki, í Reykjavíkurmótinu og Íslandsmótinu, að meðaltali þrjú mörk í leik. Helgi bætti markamet Hauks Snæ Haukssonar hjá Fram um sautján mörk. Helgi skoraði í öllum leikjum sínum nema tveimur - hann setti tólf þrennur og mest skoraði Helgi átta mörk í leik gegn Selfoss/

Hamar/Ægir á Íslandsmótinu, 12:1. Helgi, sem er búsettur í Reykholti, kom með skotskóna sína einu sinni til tvisvar í viku yfir 100 km leið á æfingar til Reykjavíkur ásamt félögum sínum Rúnari Bergþórssyni og Ragnari Magna Sigurjónssyni. Þegar Helgi dvaldist um tíma í bænum fór hann á aukaæfingar hjá Lárusi ** Grétarssyni, þjálfara. Helgi, Magnús Snær Dagbjartsson og Óli

Anton Bieltvedt, sem allir eru 14 ára, voru valdir í úrtakshóp U15-ára landsliðsins og fór Helgi með liðinu til Sviss, þar sem leikið var í undankeppni Ólympíuleika æskunnar, sem verður í Kína á næsta ári. Ísland tryggði sér farseðilinn þangað með því að leggja Finnland, 2:0, og Moldóva, 3:1, að velli. Helgi skoraði fyrra markið gegn Finnum í sínum fyrsta unglingalandsleik.

• Sjá nánar viðtal við Helga á bls. 22.

Spútniklið 4. flokks Fram, aftari röð frá vinstri: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, þjálfari, Rúnar Bergþórsson, Már Ægisson, Óli Anton Bieltvedt, Róbert Arnar Wessman Arnarsson, Daníel Þór Bjarkason, Magnús Snær Dagbjartsson, fyrirliði, Viktor Gísli Hallgrímsson, Helgi Guðjónsson og Lárus Rúnar Grétarsson, þjálfari. Fremri röð: Haraldur Ásgrímsson, Einar Ágúst Jónsson, Ólafur Haukur Júlíusson, Emil Ingi Gunnarsson, Dagur Ingi Jónsson, Bjarki Leó Snorrason, Magnús Ingi Þórðarson og Unnar Steinn Ingvarsson.

Helgi Guðjónsson skoraði 73 mörk

Lárus Rúnar og Vilhjálmur ÞórLÁRUS Rúnar Grétarsson er ekki ókunnugur þjálfun hjá Fram - hann hefur unnið mikið starf í þjálfun yngri flokka hjá Fram, Aftureldingu og Fjölni. Með Lárusi sem þjálfari hjá 4. flokki er Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson. Þeir félagar hafa nú einnig tekið að sér þjálfun 3. flokks og fylgja því þeim stóra hópi leikmanna sem ganga upp úr hinum sigursæla 4. flokki. „Ég þjálfaði Vilhjálm Þór á árum áður og var hann geysilega efnilegur, en því miður varð hann að hætta knattspyrnu vegna ökklameiðsla,” sagði Lárus, sem er afar ánægður með samstarf þeirra. „Villi hefur sýnt það að hann er frábær þjálfari. Við höfum náð að vinna vel saman.” Á myndinni hér til hliðar stjórna þeir Lárus Rúnar og Vilhjálmur Þór sínum mönnum í frækilegum sigurleik gegn FH, 5:0.

Page 22: FRAMblaðið desember 2013

22 Fram

Helgi er sonur hjónanna Magneu Hel-gadóttur og Guðjóns Guðmundsso-

nar, kennara í Reykholti. Þau eiga tvo eldri syni - Arnar, 27 ára, og Hilmar, 22 ára, sem eru búsettir í Árósum í Danmörku. Þeir léku körfuknattleik, en Arnar, sem hefur verið í Danmörku í fjögur ár, hefur verið körfuknattleiksþjálfari þar og hefur þjálfað úrvalsdeildarlið og komið nálægt þjálfun danska U20 ára landsliðsins, auk þess sem hann hefur þjálfað íslenska U15 og U18 ára landsliðið, en þess má geta að Arnar var aðstoðarmaður Svíans Peter Öqvist, land-sliðsþjálfara í körfuknattleik, er landsliðið fór í keppnisferð til Kína sl. sumar.

Lék fyrst með Fram sex ára

Helgi er ekki ókunnugur í herbúðum Fram, því að hann klæddist Frampeysunni sex ára og lék með Fram á pollamótum á Akranesi og Akureyri. „Ástæðan fyrir því var að ég var hjá vinkonu minni sem bjó rétt hjá Sa-famýrinni. Helgi fór þá með syni hennar á æfingar hjá Fram í rúma viku og varð það til þess að hann var valinn til að keppa fyrir Fram,” sagði Magnea.

Magnea segir að Helgi hafi alltaf sýnt íþróttum mikinn áhuga og keppt í sundi, frjálsíþróttum, körfuknattleik og knatt-spyrnu. „Helgi er hættur að æfa og keppa í

sundi og hefur stórlega minnkað frjálsíþrót-taþátttöku. Hann stundar nú eingöngu knattspyrnu og körfuknattleik og það fer að koma sá tímapunktur að Helgi verður að velja á milli íþróttagreina.”

Koma 100 km leið á æfingu

Helgi æfir körfuknattleik með Skallagrími í Borgarnesi og þarf hann að fara 37 km leið á æfingar frá Reykholti. En ferðir hans á æfin-gar taka lengri tíma, þar sem hann þarf að fara rúmlega 100 km leið á æfingar. Hvers vegna fór Helgi að æfa með Fram?

Magnea sagði að Helgi hafi byrjað að æfa með Skallagrími sumarið 2012, en ok-kur Guðjóni fannst hann ekki fá nægilega mikið út úr því, þannig að það var ákveðið að hann gengi til liðs við Fram. Við vorum mjög ánægð hvernig tekið var á móti Helga og tveimur félögum hans héðan úr svei-tinni (Ragnar Magni Sigurjónsson og Rúnar Bergþórsson) og hvað Lárus þjálfari hefur unnið fagmannlega að öllum málum. Forel-drar strákanna skiptast á að fara með þá á æfingar einu sinni í viku og í leiki og þá æfa þeir hér heima eftir æfingaplani frá Lárusi.

Helgi og Ragnar gengu upp í þriðja flokk, en Rúnar er áfram í fjórða flokki. Það varð til þess að æfingar flokkanna voru settar

á sama tíma, þannig að þeir félagar gætu áfram komið saman á æfingar,” sagði Mag-nea.

Strákarnir þrír byrjuðu að æfa með Fram í júlí 2012 og síðasta keppnistímabil var fyrsta fulla tímabil þeirra með Fram í Reyk-javíkur- og Íslandsmóti.

Magnea sagði að það hafi verið ánægjulegt að sjá hvað Helgi hafi tekið miklum fram-förum og hvað hann hefur fallið vel inn í liðsheildina hjá Fram. „Helgi hefur skorað ótrúlega mikið af mörkum, en hann er ekki einn á ferð. Hann er heppinn að leika með hópi góðra og áhugasamra stráka. Helgi he-fur mikið þrek og þol - hann getur hlaupið endalaust,” sagði Magnea.

Bætti markametið um 17 mörk og var með tólf þrennur!

Helgi er markahrókur af guðs náð - það eru ekki nema klókir leikmenn sem ná því að skora 73 mörk í 25 leikjum.

Helgi skoraði 28 mörk í ellefu leikjum í Reykjavíkurmótinu - skoraði ekki í einum leik. Hann skoraði síðan 45 í frjórtán leikjum á Íslandsmótinu - skoraði mörk í öllum leikjum nema einum.

Alls skoraði hann meira en þrjú mörk í tólf leikjum, en mest skoraði hann 8 mörk í leik gegn Selfoss/Hamar/Ægir 12:1. Hann skoraði sjö þrennur í 11 leikjum á Ís-landsmótinu.

Helgi bætti þar með markamet Hauks Snæ Haukssonar hjá Fram, en hann skoraði 56 mörk á keppnistímabili. Helgi bætti það um 17 mörk!

Helgi Guðjónsson kom með skotskóna frá Reykholti, setti glæsilegt markamet

„ÞAÐ er mín heppni að leika með mjög góðu liði, þar sem liðsheildin ræður ríkjum og leikmenn bakka hvern annan upp. Við erum með góðan markvörð, sterka vörn, hugmyndaríka miðjumenn og fljóta og marksækna sóknarleikmenn. Við náðum miklu betri árangri en reiknað var með - eingöngu vegna þess hvað leikmenn voru samrýmdir og léku vel sem liðsheild. Þá erum við með frábæra þjálfara,” sagði Helgi Guðjónsson, 14 ára Borgfirðingur, sem kom 100 km leið frá Reykholti með skotskóna sína til að hrella markverði. Hann gerði sér lítið fyrir og bætti markametið hjá Fram um 17 mörk er hann skoraði 73 mörk í 25 leikjum í 4. flokki - skoraði í öllum leikjum sínum nema tveimur og fagnaði tólf þrennum: skoraði mest átta mörk í leik, sex mörk í tveimur leikjum og fimm mörk í fjórum leikjum. Þá skoraði hann mark í sínum fyrsta leik með drengjalandsliði Íslands (U15).

Helgi Guðjónsson með lærimeistara sínum Lárusi Rúnari Grétarssyni, sem var á yngri árum mikill markahrókur eins og Helgi.

Tólf þrennur

Page 23: FRAMblaðið desember 2013

Fram 23

Helgi Valentín Arnarson, sem varð Íslandsmeistari í sínum flokki í Taekwondo annað árið í röð, bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn 2013, er hann varð Norðurlandameistari í sínum flokki á sterku móti sem var haldið í Kisakallio í Finnlandi. Helgi Valentín klæddist þá í fyrsta skipti landsliðsbúningi Íslands. Íslensku landsliðsmennirnir unnu til fimm gullverðlauna á mótinu og tryggðu sér þar að auki níu silfurverðlaun og níu bronsverðlaun. Árangur landsliðsins var sá besti á Norðurlandamóti frá upphafi. „Það var mikil upplifun fyrir mig að keppa fyrir hönd Íslands í Finnlandi og ekki skemmdi það fyrir að fagna sigri í mínum flokki,” sagði Helgi Valentín, sem er 14 ára. Hann var fyrsti „hreinræktaði” Framarinn sem náði þeim áfanga að tryggja sér svarta beltið. „Ég byrjaði að æfa Teakwondo sjö ára undir hansleiðslu Hlyns Arnars Gissurarsonar, sem æfir af miklum krafti og þá er hann einnig þjálfari - leiðbeinir ungum keppnismönnum hjá Fram.” Helgi Valentín æfir einnig knattspyrnu í 3. flokki hjá Fram. „Þar sem engin stórverkefni eru framundan í Teakwondo í vetur hef ég haft betri tíma til að æfa knattspyrnuna,” sagði Helgi, sem hefur tekið þátt í þremur alþjóðlegum mótum frá ársbyrjun 2012. Hann tók þátt í sterku móti í Trelleborg í byrjun febrúar það ár og fékk brons í sínum flokki. Þá tók hann þátt í Evrópumóti unglinga, 12-14 ára, í Búkarest í Rúmeníu í ágúst síðastliðin og varð í fjórða sæti í +65 kg flokki. „Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri að taka þátt í mótinu í Rúmeníu. Það var mjög flottur hópur sem fór þangað,” sagði Helgi, en auk hans fóru þrír Keflavíkingar þangað - Bjarni Júlíus

Jónsson, Ástrós Brynjarsdóttir og Ágúst Kristinn Eðvarðsson. Ástrós keppti í -47 kg flokki og hafnaði í fimmta sæti eins og Helgi. Helgi Valentín segir að Teakwondo sé aðalíþróttagrein sín. „En það er mjög skemmtilegt að fá meiri tækifæri en áður að æfa knattspyrnu með strákunum undir stjórn þjálfaranna Lárusar Rúnars og Vilhjálms Þórs, sem hafa náð að byggja upp góðan og samrýmdan hóp. Ég er á æfingum þetta í átta til tíu klukkustundir á viku í báðum greinunum, þannig að það er nóg að gera hjá mér,” sagði Helgi Valentín, sem eins og svo margir bíða spenntir eftir nýju löglegu Íþróttahúsi í Úlfarsárdal.

Gefum Lárusi Rúnari, þjálfara, orðið - hann lýsir hægileikum Helga:

„Helgi er mjög markhep-pinn. Hann er fljótur og stingur sér mjög snöggt inn fyrir varnir með knöt-tinn, eða þá til að nýta sér góðar sendingar frá samher-jum - til dæmis frá Óla Antoni Bieltvedt, sem er einnig mikill

markahrókur. Helgi er skot-maður góður og mikill skal-lamaður - stekkur hátt. Hann skoraði mörg mörk eftir föst leikatriði, eins og hornspyrnur og aukaspyrnur.”

Þrumufleygur af 35 m færi

Hvað er eftirminnilegasta markið sem Helgi skoraði? „Það er tvímælalaust mark sem ég

skoraði gegn Haukum á Framvel-linum í Safamýrinni - er við un-num Hauka í úrslitaleik riðilsins.”

Helgi skoraði tvö mörk í leiknum og Óli Anton eitt, 3:1. Leikmenn meistaraflokks Fram urðu vitni af þessu glæsilega marki. Daði Guðmundsson lýsti markinu þan-nig: „Þetta var sannkallað draumamark. Strákurinn smellti knettinum upp í sam-skeytin af 35 metra færi!”

Mikill heiður

Helgi lék sinn fyrsta drengjalandsleik með U15 ára landsliðinu í undankeppni Ólympíuleika æskunnar, sem verður í Kína á næsta ári, í Sviss í október. Ísland tryggði sér farseðilinn til Kína með því að leggja Finnland, 2:0, og Moldóva, 3:1, að velli í Nyon við Genfarvatn. Helgi skoraði fyrra markið gegn Finnum.

„Það var mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að leika fyrir hönd Íslands í Sviss. Ferðin var rosalega skemmtileg. Hópurinn var mjög góður og það voru allir ákveðnir að leggja allt í sölurnar til að komast til Kína - og það tókst,” sagði Helgi.

Knattspyrna eða körfuknattleikur?

Helgi sagði að sú stund komi til með að renna upp, að hann þurfi að velja á milli knattspyrnu og körfuknattleik, en hann hefur einnig verið valinn í hóp ungra leik-manna sem æfa með drengjalandsliðinu í körfuknattleik. „Ef einhver árangur á að nást þá þýðir ekkert að vera á ferðinni í tveimur íþróttagreinum. Þar sem báðar íþróttagreinarnar eru heilsársgreinar er það of mikið álag að vera í báðum greinunum,” sagði Helgi Guðjónsson.

Norðurlandameistari úr Grafarholti

Helgi Valentín Arnarsson með Norðurlandabikarinn. „Finnarnir voru ekki að fórna of miklu gulli í bikarinn,” sagði Helgi og brosti.

Page 24: FRAMblaðið desember 2013

24 Fram

Þór sagði að ofan á æfingaplön bættist vinna við að plana rútuferðir á milli

svæða og nýta þær ferðir sem best - fyrir fleiri en einn hóp í einu. „Við verðum að gæta þess að æfingatímar í handknattleik og knattspyrnu hjá aldursflokkum rekist ekki saman. Að börnin og unglingarnir eigi möguleika að taka þátt í öllum æfingum sem eru í boði hjá Fram. Ef börnin vilja stunda æfingar í fleiri en einni íþróttagrein, verðum við að koma í veg fyrir að æfingarnar í greinunum séu á sama tíma. Stundum fáum við æfingatíma sem við getum ekki breytt. Þá verðum við að hugsa um þjálfara, því að þeir komast ekki til starfa á öllum tímum, þar sem þeir eru sjálfir að æfa hjá félaginu. Þjálfun og æfingar þeirra mega ekki rekast á. Það þarf að passa uppá að allt þetta rúlli saman - þetta er mikið púsluspil og föndur, þar sem við erum með æfingar á svo mörgum stöðum,” sagði Þór.

Komast ekki allir fyrir!

Þór sagði að yngri flokkarnir í knattspyrnu væru orðnir það stórir í Úlfarsádalnum, sextíu til áttatíu strákar,

að þeir komast ekki fyrir í litlu húsunum yfir vetrarmánuðina. „Til að koma þeim öllum saman verður að koma þeim á æfingar í Egilshöllinni, eða vera með æfingar úti á gervigrasvellinum. Við reynum að vera með yngstu börnin inni á veturna. Það verður að skipta flokkunum í þrennt og jafnvel fernt ef þeir æfa í skólasölunum. Þetta á einnig við í handknattleik - sumir flokkarnir eru orðnir það fjölmennir, að það þarf að tvískipta hópunum þar sem skólaíþróttasalirnir í Grafarholti eru það litlir. Þegar börnin eldast þá fara þau að nota klístur til að halda knettinum betur í handknattleik og þá fara æfingar fram í Íþróttahúsinu í Safamýrinni. Þá hefjast ferðalögin á milli bæjarhluta. Það eru orðnir mjög margir tímarnir á viku sem þjálfararnir og börnin eru á ferðinni á milli staða og á æfingum. Það sjá allir að það er erfitt að púsla þessu saman.”

Skólarnir með forgang

Fram verður að skipuleggja starfsemi sína að mestu fyrir utan skólatíma. „Skólarnir eiga rétt á íþróttasölum

sínum til klukkan fjögur á daginn. Svo gerist það að skólarnir þurfa að nota salina lengur eitt árið. Við það breytist allt hjá okkur í sambandi við æfingaplön. Ofan á þetta bætist að það er skólasund hjá börnunum og þar sem ekki er sundlaug á svæðinu verður að keyra krakkana í sund út fyrir svæðið. Það er yfirleitt gert eftir skólatíma, þannig að skóladagar barnanna lengjast. Á

Þór Björnsson, Íþróttastjóri Fram, hefur í mörg horn að líta að koma æfingatöflum og akstri saman

Púsluspilið verður alltaf stærra og flóknara!„Þegar iðkendafjöldinn stækkar verður alltaf erfiðra að koma æfingatöflum saman, Tímasetja allar æfingar þannig að börn og unglingar geta farið á milli og tekið þátt í æfingunum. Við erum með æfingar í knattspyrnu, handknattleik og teakvondo í íþróttahúsinu í Safamýri, Álftamýraskóla, á gervigrasvellinum Safamýri, í Egilshöll, í Ingunnarskóla og Sæmundarskóla og á gervigrasvellinum í Úlfarsárdal. Við þurfum að hugsa um marga staði og samræma æfingatöflur, þannig að iðkendur og þjálfara, sem þjálfa á mörgum stöðum, komist á milli staða,” sagði Þór Björnsson, íþróttastjóri Fram.

Á ferð og flugi!Það er tímafrekt fyrir börn og unglinga að þurfa að mæta á æfingar á tveimur stöðum. Hér er gott dæmi um hvað einn einstaklingur úr Grafarholti þarf að leggja á sig, ef hann þarf að mæta á æfingu í handknattleik í Safamýrinni og æfingu í knattspyrnu í Úlfarsárdal sama daginn:

Æfing er í Safamýri kl. 15, en Úlfarsárdal kl. 17.Farið er niður í Safamýri með rútu frá Ingunnarskóla kl. 14.30:

Að heiman 14.15Rúta 14.30 Æfing 15 - 16Rúta 16.30Æfing 17 - 18Heimkoma 18.30

Einstaklingurinn á ferðinni í 4 klukkustundir og 15 mínútur.

Þór Björnsson, Íþróttastjóri Fram.

Drekkutími í Knattspyrnuskóla Fram í Úlfarsárdal.

Page 25: FRAMblaðið desember 2013

Fram 25

meðan sundkennslan fer fram þarf að færa æfingatíma til hjá okkur, til að allir séu ánægðir - því að þetta stór hópur er í sundi á þessum tíma og annar hópur á öðrum tíma. Já, það er allskonar púsluspil í þessu hjá okkur,” sagði Þór.

Þurfum stórt íþróttahús

Þór sagði að Framarar yrðu að búa við miklar hrókeringar á meðan stórt íþróttahús er ekki komið í Úlfarsárdalinn. „Við verðum með fjárfrekan akstur á milli hverfa á meðan við höfum ekki betri aðstöðu. Okkur vantar stórt íþróttahús, þannig að börnin þurfi ekki að vera á stöðugu flakki,” sagði Þór, en það hefur verið hluti af starfi hans í mörg ár að púsla æfingum og akstri saman. „Ég vonaði fyrir nokkrum árum að ég gæti ýtt þessu púsluspili til hliðar - að við myndum fá stórt íþróttahús, sem við gætum nýtt fyrir mest alla starfsemi okkar á nýja svæðinu. Svo er ekki - púsluspilið verður alltaf stærra og flóknara. Yngri flokkarnir hjá strákunum eru alltaf að stækka og þá hefur orðið geysileg aukning hjá yngstu stúlkunum í knattspyrnunni, þannig að æfingatímum hefur fjölgað mikið. Ég sé ekki fyrir endann á þessu - íþróttahúsið sem við áttum að fá tilbúið árið 2011 er ekki komið og það er greinilega nokkur ár í það. Við höfum ekki séð nein teikn á lofti um að þessu linni. Meðan okkur er boðið upp á þessa erfiðu aðstöðu, eða aðstöðuleysi, verðum við að lifa með því - gera okkar besta til að hlúa að börnum og unglingunum okkar, þannig að þeim líði sem best,” sagði Þór.

Bikar á loft! Ungar knattspyrnustúlkur fagna sigri á knattspyrnumóti í Laugardal.

Ungar knattspyrnustúlkur á æfingu.

Þór Björnsson sagði að foreldrar barnanna í Fram hafi lagt mikið á sig í sambandi við akstur barna á milli æfingasvæða - og keyra börn á æfingar og leiki. „Á sumrin erum við ekki með rútuferðir. Þá sjá foreldrar um akstur og elstu börnin og unglingarnir í elstu flokkunum, sem æfa saman í Safamýri og Úlfarsárdalnum fá strætómiða - þau verða að koma sér á milli æfingasvæða. Þá eru æfingar orðnar svo dreifðar að það er erfitt að samnýta dýran rútukostnað.”

Kallar á fleiri þjálfara Allir þessir tvískiptu og þrískiptu tímar og æfingar á sjö stöðum kallar á fleiri þjálfara. „Við kvörtum ekki yfir því að fá fleiri börn og unglinga til okkar, en það kallar á fleiri þjálfara og það getur verið erfitt að manna þjálfarastöður hjá okkur. Engin kemur fullskapaður til að leiðbeina yngstu aldursflokkunum. Það eru til dæmis átta þjálfarar í handknattleik í

áttunda flokki í Grafarholti, Úlfarsádal og Safamýrinni, sjö í sjöunda flokki og fjórir í sjötta flokki. Hér er um að ræða nítján þjálfara aðeins í yngstu flokkunum í handknattleik. Sam betur fer höfum við náð að halda ákveðnum kjarna, sem skiptir miklu máli í allri uppbyggingu,” sagði Þór Björnsson, sem hefur lengi þjálfað yngsta flokkinn í handknattleik í Safamýri.

Foreldrar alltaf á ferðinni

Page 26: FRAMblaðið desember 2013

26 Fram

Fram sendi beiðni til Reykjavíkurborgar þess efnis að óskað var eftir að breyting yrði á akstri strætisvagns í gegnum Úlfarsárdalshverfið - að vagn myndi halda áfram Mímisbrunn, Skyggnisbraut og upp á hæðina, niður Urðarbrunn og Úlfarsárbrautina og í gegnum hverfið. Fram er með akstur frá Grafarholti að félagssvæði Fram við Úlfarsá. Breyting á strætóleið myndi hjálpa Fram og íbúum hverfisins mikið í sambandi við flutninga með börn og unglinga að íþróttasvæðinu. Beiðni Fram var hafnað á ótrúlegum forsemdum. Fram fékk eftirfarandi bréf sent var frá Reykjavíkurborg 25. september 2013: „Við erum búnir með smíði á tímatöflu fyrir næsta ár og erum að koma þeim frá okkur. Stjórnin hefur samþykkt fjárhagsáætlun o.s.frv. þannig að þetta er ógjörningur á núverandi tímapunkti. Við erum einnig mikið á móti þessari

breytingu. Á sínum tíma vorum við beðnir um að koma með okkar skoðun á strætisvagnatengingu við hverfið og bentum á að æskilegt væri að við ækjum hring í hverfinu eftir Úlfarsábraut, Urðarbrunni, Skyggnisbraut og niður Mímisbrunn en hönnuðirnir neituðu þessu og vildu að við myndum bara vera á Mímisbrunni og Skyggnisbraut. Göturnar eru engan vegin hannaðar fyrir slíka umferð og ef bæði leið 18 og 26 færu þessa leið væru þetta þrír vagnar í hvora átt á klukkustund, sem þýðir sex vagnar niður Urðarbrunn og aftur upp eða 12 vagnar á klukkustund eftir Urðarbrunni. Götukerfið er engan veginn byggt fyrir þetta álag.kveðjaEinar Kristjánsson,Sviðstjóri skipulags- og þróunarsviðs.”

„Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari. Við óskuðum ekki eftir því

að tólf vagnar færu um svæðið á klukkustund. Við fórum aðeins fram á að einn strætó, leið 18, færi um svæðið á klukkustund. Ég sé ekki að að Úlfarsábraut sé verri til aksturs strætó en aðrar götur í Reykjavík, eins og til dæmis Háaleitisbraut þar sem eru margar hraðahindranir og beygjur. Þar ganga strætisvagnar um eins og þeir hafa alltaf gert. Þetta er vægast sagt furðulegt svar, sem sýnir engan vilja til að þjónusta íbúa hverfanna. Það er gott að hafa fengið svar, því fram að því hafði ég aldrei fengið svar. Þetta er sama leið og við komum til með að keyra með okkar rútu. Við erum þar með að reka strætókerfi inn í strætókerfi - erum aðeins með rútu í öðrum litum, en með miklu meiri kostnaði. Það er sárt fyrir okkur að geta ekki nýtt okkur almenningssamgöngur,” sagði Þór Björnsson, Íþróttastjóri Fram.

Höfnuðu strætóferðum á ótrúlegum forsemdum!

...síðan fer vagninn inn í næsta torg, Gefjunnartorg, og til baka. Strætisvagnaþjónusta er ekki góð í byggðinni í Úlfarsárdal.

Strægisvagn ekur upp Mímisbrunn og stöðvar á stoppistöð við Úlfarstorg...

Page 27: FRAMblaðið desember 2013

Fram 27

Rútukostnaður hjá Fram vegna ferða á milli æfingasvæða er mikill, eða um níu milljónir króna. „Við erum með æfingar á sjö stöðum og þurfum að skipuleggja rútuferðir á milli þeirra. Sá þáttur er orðinn geysilega umfangsmikill og kostnaðurinn við aksturinn, sem Fram þarf að greiða er gríðarlega mikill. Rútukostnaðurinn á ári er um átta til níu milljónir króna. Fram fær aksturstyrk, en hann er langt frá því að fara upp í þessar tölur. Fram er því að leggja töluverða peninga í þennan kostnað í hverjum mánuði,” sagði Kristinn Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Fram. Kristinn Rúnar sagði að margir haldi að þessi kostnaður sé inn í æfingagjöldum. „Svo er ekki. Það

er félagið sjálft sem reynir að finna peninga til að fjármagna þessa miklu rútuflutninga. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við verðum að bera þennan þunga klafa ef við ætlum að sinna okkar félagsmönnum og gera þeim kleift að stunda æfingar og íþróttir eins og börn í öðrum hverfum Reykjavíkur. Það verðum við að gera á meðan félagið er með bækistöðvar á mörgum stöðum,” sagði Kristinn Rúnar.

Rútuflutningar kosta níu milljónir króna

Stúlkur úr Grafarholti mæta á æfingu í Safamýri.

5. tbl. apríl 2011 Útgefandi: KPMG ehf. Ábyrgðarmaður: Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir

KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International

Cooperative („KPMG International“), svissnesku samvinnufélagi.

ReykjavíkBorgartúni 27 sími: 545 6000AkureyriGlerárgötu 24 sími: 461 6500

BorgarnesBjarnarbraut 8 sími: 433 7550EgilsstaðirFagradalsbraut 11

sími: 470 6500ReykjanesbærIðavöllum 3 sími: 421 8330

SauðárkrókurBorgarmýri 1 sími: 455 6500SelfossAusturvegi 4 sími: 480 6500

SkagaströndOddagötu 22 sími: 452 2990

www.kpmg.is

5. tölublað / Apríl 2011 / 13

Samvinnuverkefni Lögréttu og KPMG

Ráðgjöf við gerð skattframtala

Þann 12. mars sl. bauð Lögfræðiþjónusta Lögréttu, félag

laganema við Háskólann í Reykjavík, ásamt KPMG einstaklingum

upp á ráðgjöf við gerð skattframtala, þeim að kostnaðarlausu.

Ráðgjöfin fór fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Í sífellt

flóknara umhverfi er snýr að skattamálum, getur verið mikilvægt

að fá aðstoð við úrlausnarefni sín. Óhætt er að segja að þeir sem

fengu ráðgjöf vegna sinna mála fóru sáttir aftur út í vetrarsólina

sem gladdi landsmenn þennan laugardag.

Starfsfólk í fókusMagnús Jónsson, partner á

skrif stof unni á Egilsstöðum

KPMG hefur lagt áherslu á að efla þjónustu sína um land allt meðal annars með opnun

skrifstofa og starfsstöðva. Á austurlandi hefur félagið rekið skrifstofu á Egilsstöðum til

fjölda ára auk starfsstöðvar í Fjarðabyggð og hefur Magnús Jónsson verið í forsvari fyrir

starfsemi félagsins á austurlandi undanfarin ár. Í lok síðasta árs urðu þær breytingar að

Magnús varð partner (hluthafi) hjá KPMG og mun það án efa efla starfsemi félagsins á

austurlandi og þjónustu við viðskiptavini á svæðinu.

Magnús ólst upp á Borgarfirði eystra. Hann fór í nám við Alþýðuskólann á Eiðum og síðar

Menntaskólann á Egilsstöðum. Hann lauk viðskiptafræði frá Háskóla Íslands vorið 2001

og hafði þá þegar hafið störf hjá KPMG. Við útskrift flutti hann austur á Hérað, ásamt

konu sinni og ófæddum syni, og hefur síðan verið starfsmaður skrifstofu KPMG á Egils-

stöðum og verið í forsvari fyrir starfsemi

félagsins á austurlandi síðustu árin.

Magnús lauk löggildingarprófum haustið

2007 og varð síðan partner síðastliðið

haust.

Trúr sínum uppruna fer hann í göngur á

hverju hausti, gengur til rjúpna og veiðir

gæsir auk þess að sinna fjölskyldunni en

synirnir eru nú orðnir þrír.

TITLEMagazine descriptor / Issue No. / Month 2011

Also in this issue:• Secondary headline number one

Description written here• Secondary headline number one

Description written here• Secondary headline number one

Description written here

This heading style is set in Univers bold 27.5pt on 30pt

This paragraph style is set at 12pt with

16pt leading and 8pt space after.

FRÉTTIRTímarit KPMG / 5. tölublað / Apríl 2011

• Endurskipulagning fjármála sveitarfélaga

Aðferðafræði sem byggir á núverandi

aðstæðum• Áætlanagerð sveitarfélaga

Fjallað um mikilvægi þess að vanda til verka

við gerð fjárhagsáætlana• Aktiva og Passiva; breytt heiti en

grunnhugmyndin sú sama

Kíkt á gömul gögn í fórum félagsins

Sókn er besta vörninEiríkur Björn Björgvinsson

bæjarstjóri á Akureyri tekinn tali

4 / Fréttir / Tímarit KPMG

Að okkar mati hefur nokkuð skort á að

fjárhagur sveitarfélaga sé metinn með

sama kerfisbundna hætti. Sveitarfélög um

land allt hafa brugðist við lækkandi tekjum

með aðhaldi og niðurskurði í rekstrinum

þó að aðstæður í samfélaginu geri það

um margt erfitt en væntingar til sveitar-

félaganna hafa aukist á einstökum sviðum.

Sveitarfélögum eru settar verulegar

skorður í slíkum niðurskurði enda verkefni

þeirra að stórum hluta bundin í lögum og

reglugerðum. Það er ekki síður mikilvægt

að skoða lánabyrði sveitarfélaganna, hvað

eru þau að greiða í fjármagnsgjöld og eru

þar möguleikar til úrbóta. Hér hjá KPMG höfum við unnið með

stjórnendum sveitarfélaga að slíkri fjár-

hagslegri endurskipulagningu. Má segja

að í stórum dráttum byggist nálgunin á

sömu undirliggjandi hugmyndum og Beina

brautin.

Í viðræðum stjórnenda sveitarfélaga við

lánardrottna eru fjölmörg atriði sem þarf

að hafa í huga, en meðal þeirra þátta sem

vinna þarf eru: •Greinahv

aðsveitarfél

agiðhefurti

lráð-

stöfunar frá rekstri til greiðslu vaxta og

afborgana, með ítarlegri sjóðstreymis-

greiningu sem felur um leið í sér skoðun

á ákveðnum rekstrarþáttum.•Kan

nahjánúver

andilánardro

ttnumog

öðrum fjármálastofnunum hvaða kostir

standa til boða við endurfjármögnun

núverandi skulda. Er skynsamlegra að

taka verðtryggt lán eða óverðtryggt?

Hvaða lánstími er skynsamlegastur

o.s.frv. Í þessu er verið að byggja á

kennitölum sem setja fram skuldaþol

sveitarfélagsins með skýrum hætti

og nýtast stjórnendum við vandaða

ákvarðanatöku. •Einnigþarf

aðtakaafstö

ðutilþess

hvernig lánstegund eða gerð er hag-

felldust. Hentar betur að hafa jafn-

greiðslulán eða lán með jöfnun

afborgunum.

200

400

600

800

1.000

1.200

20252024

20232022

20212020

20192018

20172016

20152014

20132012

2011

Skipting á jöfnum afborgunum út tímabilið

Í þúsundum króna

Afborganir Vextir

200

400

600

800

1.000

1.200

20252024

20232022

20212020

20192018

20172016

20152014

20132012

2011

Skipting á jöfnum greiðslum út tímabilið

Í þúsundum króna

Afborganir Vextir

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

20252024

20232022

20212020

20192018

20172016

20152014

20132012

2011

Samanburður á niðurgreiðslu höfðustóls

Í þúsundum króna

* Í gröfunum hér að ofan er miðað við 10 millj. kr. lán.

Höfuðstóll: Jafnar greiðslur Höfuðstóll: Jafnar afborganir

1-A

B

C M Y K A

5748 Fín Lína KPMG

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

C 40

C 10

0C

80

Y40

Y100

Y80

M40

M10

0M

80K

40K

100

K 80

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C2 M

2Y2K

2

C1 M

1 Y1 K

1

K40 / C

38 M

27 Y2

7 K0

C 40

C 10

0C

80

Y40

Pren

taði

r liti

r. M

ögul

eg fr

ávik

frá

raun

litum

klæ

ðnin

gar.

RAL 9006Silfur2 mm/1 mm

RAL 7016Dökkgrátt2 mm/1 mm

RAL 9010Hvítt2 mm/1 mm

RAL 9005Svart2 mm/1 mm

RAL 7005Grátt2 mm/1 mm

RAL 9007Grásilfur2 mm/1 mm

RAL 7035Ljósgrátt1 mm

RAL 7011Járngrátt2 mm/1 mm

Litaprufurwww.limtrevirnet.is

Aðalnúmer: 412 5300 Söludeild: 412 5350 [email protected]

Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 BorgarnesSöluskrifstofa - Víkurhvarf 8 - 203 KópavogurNetfang - [email protected]

PVDF - húðað ál2,0/1,0 mmÍslensk framleiðsla

PVDF lakk 2-4 lögGrunnur um 5 µ

Bindigrunnur 1-2 µÁlkjarni 2,0/1,0 mm

Bindigrunnur 1-2 µHlífðarhúð á bakhlið 5 µ

Plastfilma er aðeins á áli ætluðu til fylgihlutaframleiðslu.

CM

YK

PV

DF

ðað

ál

Posthusstraeti 9 101 Reykjavik Simi: +354 578 2020 www.islenskibarinn.is

s. 554 4260 Vesturvör 11 200 Kópavogur

og erum stollt af því

Blöð, bækur, tímarit eða bara hvað sem er, við prentum

Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110

ÁRRSSSKÝR

RSLLA 2011

Ársskýrsla 2011

bls. 7

bls. 5

bls. 4

bls. 3

02. tölublað 19. árg.

Samtök iðnaðarins

Febrúar 2013

bls. 2

Mörg fyrirtæki SI verðlaunið

Tækni- og hug-

verkaþing2013

Hvaða leið verður vörðuð? Fimm þúsund manns á UTmessu

Aðalfundur Samtaka iðnaðarins verður haldinn 14. mars á Hilton Hótel

Reykjavík og hefst klukkan 11.00. Félagsmönnum er boðið til hádegisverðar en

dagskrá Iðnþings hefst klukkan 13.00 og lýkur kl. 16.00. Svana Helen Björns-

dóttir formaður SI flytur ávarp. Fundarstjóri Iðnþings er Guðbjörg Edda Eggerts-

dóttir forstjóri Actavis. Á Iðnþingi verður fjallað um þau efnahagslegu tækifæri og þær ógnanir sem

Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum. Alþjóðlegir sérfræðingar á sviði nát­

túruvísinda, lýðfræði, nettækni og áhættufjárfestinga munu deila sýn sinni á

breytingarnar sem framundan eru. Þessi þróun lýtur að hagkerfum norðurslóða,

alþjóðlegum tækniheimi netsins og flestu þar á milli. Umfjöllunarefni fyrirlesar­

anna tengjast Íslandi sérstaklega og munu móta hagkerfið hér á landi til langrar

framtíðar. Stefnumörkun heima fyrir verður þó líklega enn mikilvægari áhrifa­

valdur en utanaðkomandi kraftar. Íslenskir stjórnmálaleiðtogar verða því fengnir til

að sitja fyrir svörum og greina frá þeirri leið sem þeir vilja varða, hvernig þeir vilja

lágmarka áhættu landsmanna af grundvallarbreytingum í umhverfinu og

hvernig grípa skal tækifærin sem þær skapa. Brad Burnham er Managing Partner hjá fjárfestingarfyrirtækinu Union Square

Ventures í New York. Hann hefur um langa hríð fjárfest í fjölda tæknifyrir tækja og

samfélagsmiðla með afar árangursríkum hætti. Twitter og Tumblr eru dæmi um

félög sem sjóður hans á stóran hlut í. Brad telur að lagaumhverfið á netinu muni

versna umtalsvert á næstu árum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Hann hefur lagt

til að Íslendingar nýti sér tækifærið og skapi hér á landi kjörlendi nýsköpunar og

tækniframfara á netinu með einföldu lagaumhverfi og um hverfisvænum gagna­

iðnaði.

Dr. Laurence C. Smith er prófessor í jarð­ og geimvísindum við UCLA

há skóla í Bandaríkjunum. Hann hefur rannsakað náttúrulega og efnahagslega

framvindu á nyrsta hluta jarðkúlunnar, meðal annars hér á landi. Laurence hefur

sett óvenjulega lýðfræði Íslendinga í sérstakt samhengi – ekki síst í samanburði

við aðrar norðurþjóðir. Laurence hefur sett fram margvíslega spádóma og ráð­

leggingar sem varða hagræna stefnumörkun á norðurslóðum. Hann gaf út bókina

The New North: The World in 2050 og er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim.Í pallborði sitja formenn Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks,

Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Formennirnir verða inntir eftir stefnumál um

flokkanna, ekki síst til langs tíma. Meðal annars verður rætt um stefnu flokk anna

gagnvart þeim breytingum sem eru að verða í náttúrulegu umhverfi Íslands og

hvort þeir telja að Ísland geti orðið kjörlendi fyrir tækniþróun á netinu, wm.a.

vegna þróunar löggjafar á Vesturlöndum. Þá verður rætt um atvinnusköpun hér á

landi til skamms tíma, efnahagsþróun í Evrópu og tækifæri Íslendinga til að treysta

stöðu sína. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri stýrir pallborði.

IÐNÞING 2013

Vörðum leiðina

Í framboði til stjórnar SI

Brad Burnham

Dr. Laurence C. Smith

Svana Helen

Björnsdóttirformaður SI

Guðbjörg EddaEggertsdóttir

www.prentt.is

Framúrskarandifyrirtæki 2012

3.tbl. 1. árgangur. 7. nóv. 2013. Verð 1.995 kr. m/vsk.

„Hef aldrei litið á mig sem

undirgefna“H jör dí s Gi s su r a r d ó t t i r

KARLAR MEÐ STÍL

180 bls innlit HJá nÍnu gauta

Í ParÍs

alfa- KOnan

og ástir hennar

fJÖllYndi til BJargar?

Ástarsambönd með f leiri en tveimur aðilum

lÆrðu að ÚtBÚa Pad tHai

sKuggafOrtÍð HagasKÓla

Sjálfsvígstíðni úr A og B bekkjum gríðarleg

tÍsKa Heimili Og HÖnnun matur

Hermann HreiðarssOnSetur fjölskylduna í forgang

MA

N M

agasín 3.tbl. 2

013

nóvem

berw

ww

.man

.ismagazine.66north.is

Eftir allan kuldann, rokið, snjóinn og slydduna er veturinn loksins að bresta á.

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/FLU

654

49 0

8/13

ALLTAF ÓDÝRARA á neTinuÞAÐ MáTTu BÓKA FLugFeLAg.is

FLugFÉLAg ÍsLAnDs MÆLiR MeÐ því að elta góða verðið í sumar og bóka flugið á netinu. Það er fljótlegra, þægilegra og ódýrara. Smelltu þér á flugfélag.is, taktu flugið og njóttu dagsins.

FARsÍMAveFuR: m.flugfelag. vinguMsT: facebook.com/flugfelag.

pAnTAÐu Í DAg

eKKi á MoRgun

á FLugFeLAg.is

neTTiLBoÐNú er

MA

N M

agasín 2.tbl 2013

október

w

ww

.man.is

ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 65449 08/13

ALLTAF ÓDÝRARA á neTinuÞAÐ MáTTu BÓKAFLugFeLAg.is

FLugFÉLAg ÍsLAnDs MÆLiR MeÐ því að elta góða verðið í sumar og bóka flugið á netinu. Það er fljótlegra, þægilegra og ódýrara. Smelltu þér á flugfélag.is, taktu flugið og njóttu dagsins.

FARsÍMAveFuR: m.flugfelag.vinguMsT: facebook.com/flugfelag.

pAnTAÐu Í DAg

eKKi á MoRgun

á FLugFeLAg.is

neTTiLBoÐNú er

MAN Magasín 2.tbl 2013

október

www.man.is

Blöð, bækur, tímarit eða bara hvað sem er, við prentum

s. 554 4260 Vesturvör 11 200 Kópavogur

og erum stollt af þvíFramúrskarandi

fyrirtæki 2012

Page 28: FRAMblaðið desember 2013

28 Fram

Magnús sagði að það fjölgi alltaf jafnt og þétt í hópi barna og unglinga

í Grafarholti og Úlfarsárdalnum sem stunda íþróttir hjá Fram og er hann afar ánægður með að svo rótgrófið félag og Fram er skuli vera orðið stór hluti af félagslífi hverfanna. „Það erum við sem togum félagið til okkar - það er ekki fólkið í Safamýrinni sem er að ýta Fram upp í dal.

Það hafa menn verið að kvarta yfir því að Fram sé ekki með hinar og þessar íþróttagreinar innan sinna vébanda. „Þannig ádeilur eru ekki sanngjarnar því að Fram er aðeins félagsskapur þeirra sem hafa áhuga á íþróttum. Ef menn hafa áhuga á eitthverri íþrótt, þá er rétt að þeir bjóði fram krafta sína - leggi til þess að deild sé stofnuð, fái fleiri meðlimi sér við hlið og tryggi að menn fáist í stjórn

deildarinnar, sem sjá um að ráða þjálfara. Tryggi fjármagn og fá æfingaaðstöðu - þannig að allir verði ánægðir. Það er ekki nægilegt að gera kröfur og ætlast svo til að aðrir framkvæmi hlutina í sjálfboðavinnu. Fram er opið fyrir öllum góðum hugmyndum, sem stuðlar að því að íbúum líði vel. Aðstaðan sem Fram býr við hér í dalnum er ekki til að hrópa húrra fyrir.

Magnús Birgisson segir að íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal hafi tekið Fram fagnandi

Fólkið á að taka Fram í faðminn„Fram er stórt félag sem byggt er upp á þekkingu og reynslu. Þegar maður hugsar um hið umfangsmikla félagsstarf Fram þá er það ljóst að fólkið í Grafarholti og Úlfarsárdalnum þarf að taka virkan þátt í starfinu. Það er ekki rétt að horfa á málið þannig að Fram taki sig upp og flytji sig í dalinn. Það verður að horfa á málið þannig að það er í rauninni fólkið í hverfunum hérna sem tekur félagið í faðminn og færir það hingað - og við verðum að vera tilbúin að leggja okkar að mörkum að félagið dafni og vaxi. Við verðum að gefa kost á okkur og leggja krafta okkar fram til að reka félagið, sem byggist upp á sjálfboðastarfi. Það þurfa fleiri starfskraftar að bjóða sig fram - til að starfa í handknattleik og knattspyrnudeildum. Taka að sér störf í stjórnum, unglingaráðum og öðru - dómgæslu á mótum og annað, sem við kemur starfinu,” sagði Magnús Birgisson, íbúi í Grafarholti.

Magnús Birgisson ásamt eiginkonu sinni Ernu Björk Jónsdóttur og dótturinni Heiðrúnu Dís.

Höfuðborg fasteignasala - Hlíðasmára 2, 6. hæð - 414-4488 - www.hofudborg.is

Kristján Ólafsson hrl.Löggiltur fasteignasali

Heimir BergmannSölufulltrúi

Nú er tækifæri til að selja !

Vegna mikillar sölu að undanförnu óskum við eftir eignum

Veitum fyrirmyndar þjónustu:Notum fagljósmyndara. Sýnum eignina. Höldum opin hús. Fylgjum mögulegum kaupendum eftir. Auglýsum eignina

með áberandi hætti.

Hringdu núna í Heimi : 822-3600

HöfuðborgFasteignasala

Heimir Bergmann

Hringdu núna! Heimir s. 822 3600

Vegna mikillar sölu og eftirspurnar vantar mig 3ja, 4ja, og 5 herbergja íbúðir

í Grafarvogi og Grafarholti í sölu og á leiguskrá.

Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.domusnova.is

Axel AxelssonLöggiltur fasteignasali

Óska eftir eignum í þínu hverfi

SölufulltrúiSími: 822 3600

[email protected]

Heimir Bergmann

Hringdu núna! Heimir s. 822 3600

Vegna mikillar sölu og eftirspurnar vantar mig 3ja, 4ja, og 5 herbergja íbúðir

í Grafarvogi og Grafarholti í sölu og á leiguskrá.

Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.domusnova.is

Axel AxelssonLöggiltur fasteignasali

Óska eftir eignum í þínu hverfi

SölufulltrúiSími: 822 3600

[email protected]

630 9000

Page 29: FRAMblaðið desember 2013

Fram 29

Borgaryfirvöld hafa alls ekki staðið við gefin loforð og undirskrifaða samninga - heldur boðið upp á óþolandi seinagang í öllum framkvæmdum. Framarar eru ekki að æfa við sambærilegar aðstæður og önnur félög - samt er árangur flokkana góður. Við íbúarnir hér förum aðeins fram á sambærilegar aðstæður og í öðrum hverfum Reykjavíkur - það er ekki flóknara en það,” segir Magnús, sem hefur ásamt eiginkonu sinni, Ernu Björk Jónsdóttur, tekið virkan þátt í félagsstarfinu hjá Fram, en þau eiga dóttir og son sem æfa íþróttir hjá Fram. Erna Björk er í unglingaráði Fram í handknattleik og Magnús hefur tekin virkan þátt sem dómari og tímavörður á leikjum. Í mörk horn að líta

Magnús sagði að aðstöðuleysið í Úlfarsárdalnum kostaði mikið flakk - og margar ferðir í Safamýrina. „Ég hef kynnst þessum ferðum í sambandi við dómgæslu. „Það er oft þreytandi að ferðast á milli - það tekur fimmtán mínútur að koma sér á svæðið og má reikna með rúmum hálftíma í ferð fram og til baka. Þegar krakkarnir í hverfunum byrja að æfa í löglegu húsi í Safamýrinni eru þær æfingar oft á kvöldin þegar rútuferðir á milli svæða eru hættar. Það kemur í hlut foreldranna að koma þeim á svæðið og sækja þau. Foreldrar hafa hjálpast að - skipst á að koma börnunum til og frá æfingum. Við erum á ferðinni á milli svæða nær alla daga. Þessir flutningar á milli svæða byrja þegar krakkarnir eru orðnir tólf til þrettán ára. Þá er æft fjórum sinnum í viku og reynt að vera með tvær til þrjár æfingar hér í litlu skólasölunum og eina til tvær æfingar í stærri sal í Safamýrinni. Fyrir utan þessar æfingar eru leikir og þá koma einnig séræfingar, eins og til dæmis sérstakar markvarðaæfingar. Stúlkan mín þarf að fara niður í Safamýri þetta fjórum til fimm sinnum í viku.” Hvenær sérðu að þessir flutningar á milli svæða ljúki? „Ég vona að það verði fljótlega. Við sjáum ekki félög í kringum okkur, sem búa við svona slæma aðstöðu. Þar má benda á félög í Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi - og á öðrum stöðum á landinu, Vestmanneyjum, Keflavík, Akureyri og Akranesi.

Börnin okkar eru að mæta krökkum frá

þessum bæjarfélögum í keppni - þau búa ekki við sambærilega aðstöðu og þau. Þar af leiðandi standa þau ekki jafnfætis. Það er hreint ótrúlegt hvað Fram hefur staðið sig vel til dæmis í handknattleik yngri flokka, þegar horft er til aðstöðu. Börnin okkar æfa ekki við sömu aðstæður og hóparnir eru tví- og þrískiptir. Við njótum þess að vera með fjölmenni og getum því notið þess að raða krökkunum saman í góð lið, en það tekur alltaf tíma - þar sem börnin æfa ekki saman,” sagði Magnús.

Aðstaðan fyrir handknattleik er ekki boðleg

Á 100 ára afmælinu 2008 - var gerður samningur við borgaryfirvöld, þar sem fyrirhugað var að löglegur salur yrði tekin í notkun árið 2010. Nú er árið 2013 að renna á enda og þá er rætt um að salurinn verði kominn eftir þrjú ár - 2017, en margir telja að það verði ekki fyrr en 2019, sem væri þá níu árum á eftir áætlun! „Fyrstu börnin byrjuðu að æfa hér 2002 og 2003. Það eru ellefu ár síðan - og

Á fullri ferð með knöttinn – úr leik í 4. flokki kvenna á milli Fram og HK.

Page 30: FRAMblaðið desember 2013

30 Fram

aðstaðan er sú sama. Allar æfingar inni eru háðar skólunum. Það er ekki hægt að æfa fyrr en á kvöldin, eftir að skólastarfinu lýkur. Skólarnir opna ekki fyrr en í ágúst, eða rétt áður en keppnistímabil hefst - þannig að undirbúningur barnanna okkar er miklu minni en hjá öðrum félögum. Þau hafa aðeins æft í eina til tvær vikur fyrir fyrstu mótin. Það er lokað í skólunum um jól, um páska og allt sumarið - það er búið að loka íþróttasölum skólanna áður en börnin hafa lokið keppni í mótum, þannig að það er engin æfingaaðstaða fyrir hendi á lokasprettinum á keppnistímabilum. Þetta er ekki boðlegt. Við erum orðin langþreytt á öllum þeim töfum á uppbyggingunni hér í hverfunum,” sagði Magnús.

Borgin hefur farið illa með íbúa

Magnús sagði að borgaryfirvöld hafi leikið ákveðinn leik, sem byggist upp á að tefja framkvæmdir - og halda börnum okkar úti í kuldanum. „Nýjasta útspil

borgaryfirvalda til að þæfa málið er að koma með hugmyndir - blanda íþróttastarfi við stóra menningarmiðstöð og efna til samkeppni um þá uppbyggingu. Það er endalaust hægt að segjast vera að gera eitthvað - það tekur sex mánuði til að gera hitt, sex mánuði að gera þetta! Og það tekur sex mánuði að koma á útboði, sex mánuði í hönnunarsamkeppni og allt dregist á langinn - tíminn líður hratt. Það er ekki enn búið að auglýsa hönnunarsamkeppnina. Borgaryfirvöld kenna arkitektum um þann seinagang. Hér er um að ræða mikla hringavitleysu Borgaryfirvalda til að tefja málið. Íbúar eru búnir að fá nóg á framkomu borgaryfirvalda, sem er ekki boðleg. Það á að vera metnaður hjá borginni - eins og hjá öðrum sveitarfélögum - að bjóða upp á aðstöðu fyrir börnin og unglingana, þannig að þau standi við sama borð og jafnaldrar sínir í öðrum sveitarfélögum. Hér í Reykjavík eru byggð upp hverfi - og síðan þurfa íbúar að bíða eftir aðstöðu fyrir börn sín til að þau geti stundað íþróttir.

Það er búið að fara illa með íbúa hér á svæðinu í sambandi við aðalskipulagið. Það er búið að skera fyrirhugaða byggð í Úlfarsárdalnum niður. Eins og hugsunarháttur borgaryfirvalda virðist vera, þá er staðan sú að það er á mörkunum að hverfið verði burðugt. Menn eru að ræða um það að Úlfarsdalurinn og Grafarholt séu með samanlagt hverfi að stærð eins og Árbærinn. Það er ekki saman að líkjast - menn horfa fram hjá því að lega hverfanna er allt önnur. Hér eru hverfin - sitt hvoru megin við dalinn, þar sem Úlfarsá sker hverfin í sundur. Allar fjarlægðir eru aðrar hér - og öll þjónusta fer fram í jaðrinum á hverfunum. Nú er það komið svo, að íþróttasvæði Fram er í jaðrinum á svæðinu, en þegar svæðið var hannað var Framsvæðið fyrir miðju hverfi. Reykjavíkurborg hefur farið illa að ráði sínu - svo einfalt er það og það sjá allir. Borgaryfirvöld hafa stigið dans, án dansspora,” sagði Magnús Birgisson.

Ánægðar stúlkur í sjötta flokki í handknattleik eftir skemmtilegt mót.

Allur íþróttafatnaður FRAM fæst í Sportbúð Errea.- Verið velkomin -

Stuttbuxur2.990

Sportbúð Errea - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.errea.is

Regn/vindjakki7.990

Keppnistreyja6.990

Bakpoki5.990

Taska5.990

Errea Ísland

�ngapeysa5.990

�ngasett7.990

FramaragalliB: 9.990 / F: 10.990

Sokkar1.990

Page 31: FRAMblaðið desember 2013

Fram 31

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja

réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem

þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

• j

l.is

SÍA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 32: FRAMblaðið desember 2013

32 Fram

„Ástæða þess að Sjóvá ákvað að ganga á ný til samstarfs við nágranna sinn í Safamýrinni var fyrst og fremst það víðtæka forvarnargildi sem starfsemi Fram hefur gagnvart ungu kynslóðinni. Félagið sinnir mikilvægu uppeldishlutverki og það má segja að við höfum fallið fyrir því góða starfi. Starfsemi Fram á þessu sviði er í miklu samræmi við forvarnarstefnu Sjóvár enda styrkir félagið fjölda verkefna sem hafa forvarnargildi,” segir Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, sem gerðist aðalstyrktaraðili Fram snemma árs 2009.

Sigurjón þekkir vel til samstarfs Sjóvár og Fram, sem er eina íþróttafélagið

sem Sjóvá er aðalstyrktaraðili að. „Auðvitað er líka ánægjulegt hve góðum árangri Fram hefur náð undanfarin ár og vonandi á Sjóvá einhvern þátt í því með stuðningi sínum við félagið. Hlutverk íþróttafélaga í samfélaginu er mikilvægt, enda segjum við gjarnan að forvarnir séu besta tryggingin,” segir Sigurjón.

Þú tryggir ekki eftir á!

Sigurjón segir að það sé mikilvægt að fólk endurskoði tryggingar sínar reglulega. „Bara eitt lítið dæmi: heimilistryggingar

sem m.a. taka til verðmæta innbús. Verðmæti þess eykst að jafnaði ár frá ári. Þetta er fatnaður, myndir á veggjum, geisladiskar, verkfæri og margt fleira sem fólk eignast smátt og smátt með tímanum. Þess vegna leggjum við mjög mikla áherslu á að viðskiptavinir okkar hafi bæði rétta og fullnægjandi tryggingavernd. Þörfin breytist líka reglulega í takt við breytingar á húsnæði, fjölskyldustærð, tómstundum og áhugamálum,” segir Sigurjón.

Hvað er það sem aðgreinir Sjóvá á tryggingamarkaði? „Ég tel að tjónaþjónustan sé eitt af flaggskipum Sjóvár enda verðum við þess mjög áskynja af viðbrögðum viðskiptavina sem lenda í tjónum. Það er mikil ánægja með þá þjónustu. Ég get líka nefnt vildarþjónustuna Stofn, þar sem viðskiptavinir njóta betri kjara og meiri fríðinda en gengur og gerist. Það er því ekki tilviljun að um 30 þúsund fjölskyldur um land allt eru í Stofni.”

Getur þú nefnt dæmi um kosti þess að vera í Stofni?„Já, í Stofni fá t.d. tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir árlega hluta iðgjalda sinna endurgreiddan. Ekkert annað tryggingafélag hér á landi fer þessa

leið. Á síðasta ári endurgreiddum við viðskiptavinum okkar um 400 milljónir króna.

Vegaaðstoð og góðir afslættir

Sigurjón nefnir einnig virðisaukandi þjónustu Sjóvár. „Ef bíllinn klikkar, t.d. vegna rafgeymavandræða, rafmagns- eða eldsneytisleysis, eða ef dekk springur, þá kemur vegaðstoðin á staðinn. Síðan má nefna að viðskiptavinir fá 30% afslátt af verði barnabílstóla, verulegan afslátt á nýjum dekkjum og svo framvegis. Bara núna í haust hafa hundruðir viðskiptavina nýtt sér afsátt af vetrardekkjum. Þar má segja að aðeins sé greitt fyrir þrjú dekk af fjórum,” segir Sigurjón.

Stofn slær í gegn

Hann segir að Stofn njóti sífellt vaxandi vinsælda enda fjölgi viðskiptavinum ár frá ári. „Það á sérstaklega við undanfarin fjögur ár, enda virðist okkur sem viðskiptavinir skynji aðgreiningu á tryggingamarkaði betur en áður og upplifi þjónustu Sjóvár á mjög jákvæðan hátt. Fólk finnur að þjónusta og kjör Sjóvár geta lækkað heimilisútgjöldin og ég tel að það sé ein helsta skýring þess hve viðskiptavinir halda mikilli tryggð við félagið” segir Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, sem bendir áhugasömum á að kynna sér nánar vildarkjörin í Stofni á heimasíðu félagsins, sjova.is.

Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, aðalstyrktaraðila Fram

Forvarnargildi Framgeysilega mikilvægt

Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvár með keppnistreyju undiritaða af öllum leikmönnum Íslandsmeistara í kvenna- og karlaflokki í handbolta 2013.

Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár og Ólafur I. Arnarson formaður Fram endurnýja samstarfssamning Sjóvár og Fram á nýju svæði Framara í Úlfarsárdal 2012.

Hvenær hófst framleiðsla á Nóatúns hamborgarhrygg?Nóatúns hamborgarhryggurinn hefur verið framleiddur undir merkjum Nóatúns í nærri þrjá áratugi.

Hefur vinnsluaðferð Nóatúns hamborgar hryggjarins breyst eitthvað í áranna rás?

Nei og það er ástæða þess hve vel hryggurinn hefur gengið þessa áratugi. Viðskiptavinir hafa ávallt getað treyst því að fá sömu góðu vöruna ár eftir ár.

Hver framleiðir Nóatúns hamborgar­hrygginn?Eins og undanfarin ár sjá kjötiðnaðar­meistarar Norðlenska á Akureyri um

meðhöndlun á hryggnum og notast þeir við þær aðferðir sem Nóatún hefur mótað í gegnum árin.

Hvað er svona gott við Nóatúns hamborgar hrygginn?Við höfum lagt upp úr því að nota einungis sérvalda hryggi sem eru hold­miklir og vel snyrtir. Einnig höfum við lagt áherslu á að vera alltaf með ný reykta hryggi hverju sinni í búðunum. Það koma nýreyktir hryggir nánast daglega síðustu dagana fyrir jól. Nóatúns hamborgar hryggirnir eru mildir með passlegu reykjarbragði og rýrna lítið við eldun.

Hvers vegna nýtur Nóatúns hamborgar hryggurinn svona mikilla vinsælda?Fyrir utan gæði hryggjarins skiptir miklu máli sú góða þjónusta sem fólk fær í kjötborði Nóatúns.

Á hvaða hátt?Í kjötborði Nóatúns njóta viðskip ta­vinirnir þjónustu fagfólks við val á hamborgarhryggnum. Hægt er að fá hrygginn sagaðan niður eftir óskum hvers og eins, auk þess sem hægt er að fá hryggjarsúluna sagaða frá. Að sjálf­sögðu aðstoða kjötmeistarar Nóatúns viðskiptavinina við að áætla magn miðað við gestafjölda og veita ráðlegg­ingar um eldun hryggjarins.

Er vitað hversu vinsæll Nóatúns hamborgar hryggurinn er?Já, Nóatúns hamborgarhryggurinn nýtur alveg gríðarlegra vinsælda því yfir 80.000 Íslendingar borða árlega Nóatúns hamborgarhrygginn um jól og erum við einstaklega stolt af því. Það sýnir hve sterk hefðin er fyrir Nóatúns hamborgar hryggnum í jólahaldi Íslend­

inga og að Nóatúns hamborgar­hryggur inn er meðal sterkustu vörumerkja á Íslandi.

Hvernig er verðið á Nóatúns hamborgar hryggnum?Við höfum ákveðið að halda verðinu óbreyttu frá því í fyrra og búumst ekki við öðru en að það mælist vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar.

Hvernig bragðast hryggurinn í ár?Við getum með stolti fullyrt að ham­borgarhryggur Nóatúns bragðast jafn vel og undanfarin ár – ef ekki betur. Þess ber líka að geta að hamborgar­hryggir Nóatúns eru margverðlaunaðir í óháðum bragðkönnunum sem hafa verið framkvæmdar undanfarin ár.

Er saltminni hamborgarhryggurinn vinsæll?Já, hann sló svo sannarlega í gegn í fyrra. Þar sem hann er saltminni verður hann fyrir vikið mildari á bragðið. Það þarf ekki að sjóða hrygginn heldur er hægt að setja hann beint í ofninn sem gerir eldunina einstaklega auðvelda og þægilega. Við getum sagt með stolti að saltminni hamborgarhryggurinn er árangur vandaðrar vöruþróunar Nóatúns og kjötmeistara Norðlenska.

Aðeins það besta um jólin!Yfir 80 þúsund Íslendingar borða árlega Nóatúns hamborgarhrygg yfir jólin.

Uppskrift að Nóatúns hamborgar hryggfyrir 81 Nóatúns hamborgarhryggur, u.þ.b. 3 kg2 dósir tómatpúrra (litlar)1 flaska maltöl

Hryggurinn er soðinn rólega í u.þ.b. 50 mín. í vatni, malti og tómatpúrru. Þá er hann tekinn úr pottinum og látið renna af honum.Saltminni hrygginn á ekki að sjóða heldur setja í 170 °C heitan ofn í 95 mín.

Glassering1 bolli púðursykur½ bolli tómatsósa½ bolli sætt sinnep1½ bolli rauðvín

Öllu blandað saman og látið krauma í u.þ.b. 5 mín. Hryggurinn er síðan penslaður með glasseringunni og settur inn í 200 °C heitan ofn í u.þ.b. 15 mín.

Klassískur LéttsaltaðurÞarf ekki að sjóða!

Nóatúns hamborgarhryggurinn

„Það geta ekki allir grísa hryggir

orðið Nóatúns hamborgar hryggir“

Ólafur JúlíussoNinnkaupastjóri

auGlýsiNG

Nóatúns hamborgarhryggurinn,

líka til léttsaltaður!

„Hamborgarhryggir Nóatúns eru

margverðlaunaðir í óháðum

bragðkönnunum“

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Matreiðs laSjóðið í vatni v ið vægan hita í 45 mínútur fyr i r hver t k í ló. Smyrj ið púðursyk r i y�r hr ygginn og ste ik ið í ofni v ið 190°C í 30-40 mínútur.

InnihaldGrísahr yggur 85%, vatn, sa l t , þrúgusykur, mjólkursykur, mjólkurprótein , baunaprótein , b indiefni E450,E451,E452,E339, gerseyði , þráavarnaefni E300,E301, sýrust i l l i r E252, rot varnarefni E250.

Næringargi ld i í 100gOrk a 779kJ/187k k alFi ta 13 ,6 g þar af mettaðar �tusýrur 5 ,4 gKolvetni 0 ,1 g þar af sykur 0 ,1 gPrótein 16 ,1 gSalt 2 ,4 g

Kælivara 0 -4°C

Framleiðandi : Norðlensk a Akureyr i , s ími 460 8800

ISA029EFTA

Page 33: FRAMblaðið desember 2013

Fram 33

Hvenær hófst framleiðsla á Nóatúns hamborgarhrygg?Nóatúns hamborgarhryggurinn hefur verið framleiddur undir merkjum Nóatúns í nærri þrjá áratugi.

Hefur vinnsluaðferð Nóatúns hamborgar hryggjarins breyst eitthvað í áranna rás?

Nei og það er ástæða þess hve vel hryggurinn hefur gengið þessa áratugi. Viðskiptavinir hafa ávallt getað treyst því að fá sömu góðu vöruna ár eftir ár.

Hver framleiðir Nóatúns hamborgar­hrygginn?Eins og undanfarin ár sjá kjötiðnaðar­meistarar Norðlenska á Akureyri um

meðhöndlun á hryggnum og notast þeir við þær aðferðir sem Nóatún hefur mótað í gegnum árin.

Hvað er svona gott við Nóatúns hamborgar hrygginn?Við höfum lagt upp úr því að nota einungis sérvalda hryggi sem eru hold­miklir og vel snyrtir. Einnig höfum við lagt áherslu á að vera alltaf með ný reykta hryggi hverju sinni í búðunum. Það koma nýreyktir hryggir nánast daglega síðustu dagana fyrir jól. Nóatúns hamborgar hryggirnir eru mildir með passlegu reykjarbragði og rýrna lítið við eldun.

Hvers vegna nýtur Nóatúns hamborgar hryggurinn svona mikilla vinsælda?Fyrir utan gæði hryggjarins skiptir miklu máli sú góða þjónusta sem fólk fær í kjötborði Nóatúns.

Á hvaða hátt?Í kjötborði Nóatúns njóta viðskip ta­vinirnir þjónustu fagfólks við val á hamborgarhryggnum. Hægt er að fá hrygginn sagaðan niður eftir óskum hvers og eins, auk þess sem hægt er að fá hryggjarsúluna sagaða frá. Að sjálf­sögðu aðstoða kjötmeistarar Nóatúns viðskiptavinina við að áætla magn miðað við gestafjölda og veita ráðlegg­ingar um eldun hryggjarins.

Er vitað hversu vinsæll Nóatúns hamborgar hryggurinn er?Já, Nóatúns hamborgarhryggurinn nýtur alveg gríðarlegra vinsælda því yfir 80.000 Íslendingar borða árlega Nóatúns hamborgarhrygginn um jól og erum við einstaklega stolt af því. Það sýnir hve sterk hefðin er fyrir Nóatúns hamborgar hryggnum í jólahaldi Íslend­

inga og að Nóatúns hamborgar­hryggur inn er meðal sterkustu vörumerkja á Íslandi.

Hvernig er verðið á Nóatúns hamborgar hryggnum?Við höfum ákveðið að halda verðinu óbreyttu frá því í fyrra og búumst ekki við öðru en að það mælist vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar.

Hvernig bragðast hryggurinn í ár?Við getum með stolti fullyrt að ham­borgarhryggur Nóatúns bragðast jafn vel og undanfarin ár – ef ekki betur. Þess ber líka að geta að hamborgar­hryggir Nóatúns eru margverðlaunaðir í óháðum bragðkönnunum sem hafa verið framkvæmdar undanfarin ár.

Er saltminni hamborgarhryggurinn vinsæll?Já, hann sló svo sannarlega í gegn í fyrra. Þar sem hann er saltminni verður hann fyrir vikið mildari á bragðið. Það þarf ekki að sjóða hrygginn heldur er hægt að setja hann beint í ofninn sem gerir eldunina einstaklega auðvelda og þægilega. Við getum sagt með stolti að saltminni hamborgarhryggurinn er árangur vandaðrar vöruþróunar Nóatúns og kjötmeistara Norðlenska.

Aðeins það besta um jólin!Yfir 80 þúsund Íslendingar borða árlega Nóatúns hamborgarhrygg yfir jólin.

Uppskrift að Nóatúns hamborgar hryggfyrir 81 Nóatúns hamborgarhryggur, u.þ.b. 3 kg2 dósir tómatpúrra (litlar)1 flaska maltöl

Hryggurinn er soðinn rólega í u.þ.b. 50 mín. í vatni, malti og tómatpúrru. Þá er hann tekinn úr pottinum og látið renna af honum.Saltminni hrygginn á ekki að sjóða heldur setja í 170 °C heitan ofn í 95 mín.

Glassering1 bolli púðursykur½ bolli tómatsósa½ bolli sætt sinnep1½ bolli rauðvín

Öllu blandað saman og látið krauma í u.þ.b. 5 mín. Hryggurinn er síðan penslaður með glasseringunni og settur inn í 200 °C heitan ofn í u.þ.b. 15 mín.

Klassískur LéttsaltaðurÞarf ekki að sjóða!

Nóatúns hamborgarhryggurinn

„Það geta ekki allir grísa hryggir

orðið Nóatúns hamborgar hryggir“

Ólafur JúlíussoNinnkaupastjóri

auGlýsiNG

Nóatúns hamborgarhryggurinn,

líka til léttsaltaður!

„Hamborgarhryggir Nóatúns eru

margverðlaunaðir í óháðum

bragðkönnunum“

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Matreiðs laSjóðið í vatni v ið vægan hita í 45 mínútur fyr i r hver t k í ló. Smyrj ið púðursyk r i y�r hr ygginn og ste ik ið í ofni v ið 190°C í 30-40 mínútur.

InnihaldGrísahr yggur 85%, vatn, sa l t , þrúgusykur, mjólkursykur, mjólkurprótein , baunaprótein , b indiefni E450,E451,E452,E339, gerseyði , þráavarnaefni E300,E301, sýrust i l l i r E252, rot varnarefni E250.

Næringargi ld i í 100gOrk a 779kJ/187k k alFi ta 13 ,6 g þar af mettaðar �tusýrur 5 ,4 gKolvetni 0 ,1 g þar af sykur 0 ,1 gPrótein 16 ,1 gSalt 2 ,4 g

Kælivara 0 -4°C

Framleiðandi : Norðlensk a Akureyr i , s ími 460 8800

ISA029EFTA

Page 34: FRAMblaðið desember 2013

34 Fram

Stúlkum fjölgar ört sem æfa knattspyrnu með Fram í yngri flokkunum og hefur aukning verið mikil hjá stúlkunum í 5. flokki, sem æfa í Úlfarsádalnum og í Safamýrinni undir stjórn Sigurðar Hermannssonar og Birgis Breiðdal. Þá mæta þær á sameiginlegar æfingar og er þá líf og fjör, enda hópurinn stór - hátt í fjörutíu stúlkur, eins og sjá má á myndunum

hér í opnunni, sem voru teknar á æfingu.

Aukningin hefur verið meiri í Safamýrinni. „Í fyrra voru þrjár stúlkur

í fimmta flokki sem komu úr Safamýrinni, en hátt í tuttugu frá Úlfarsárdal og Grafarholti. Sá hópur hefur haldið sér í ár, en aukningin hefur verið geysilega mikil í Safamýrinni, þar sem yfir tuttugu

stúlkur koma þaðan til æfinga,” sagði Sigurður Hermannsson Sigurður býr í Grafarholtinu og þjálfar þar. „Aðstaðan til að ala upp börn og unglinga í hverfinu er frábær - umhverfið er heillandi, með þrjá skóla og leikskóla á svæðinu. Svæðið á sér mikla framtíð og það eru alltaf fleiri þátttakendur að bætast í hópinn sem stunda íþróttir hjá Fram, en það vantar óneitanlega viðunandi aðstæður til að byggja upp öflugt íþróttastarf. Þegar íþróttasvæðið verður fullbyggt með stóru íþróttahúsi, sundlaug og fullkomnum knattspyrnuvelli verður svæðið glæsilegt. Ég ólst upp við það í Árbænum að ganga á völlinn og veit hvað það hefur mikla þýðingu að vera með öflugt íþróttafélag í hjarta íbúahverfis.” Sigurður sagði að það væri erfitt að reka

Aukinn áhugi á kvennaknattspyrnu í yngri flokkunum hjá Fram

Æfingin skapar meistarann

Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | [email protected]

Nýtt frá

Bylting frá Remington:Fyrstir hártækjaframleiðenda

með Lithium rafhlöður í hártækjum – hleðsla allt að 4 x lengri.

AQ7 – Remington Rotary VATNSHELD herrarakvél– 100% vatnsheld, má nota með

froðu og geli

BHT6250 – Wet-Tech Body Hair Trimmer

– 100% vatnsheld

S6280 Stylist Perfect Waves

– Keramik húðaðar bylgju plötur. -Hitnar á 30 sek

PG6060 – Lithium-Powered Grooming Kit– Lithium rafhlaða,

ending allt að 110 mín

MB4040 – Lithium – Powered skeggsnirtir

– Lithium rafhlaða, notkun allt að 160 mín.

HC5780 Lithium- Powered hárklippur

- – Lithium rafhlaða, notkun allt að 150 mín.

Birgir Breiðdal, lengst til hægri, stjórnar fjölbreyttum æfingum hjá stúlkunum í 5. flokki hjá Fram.

Page 35: FRAMblaðið desember 2013

Fram 35

Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150

60 ára reynsla á Íslandi

Lífið er litríkt

Fæst í eftirfarandi verslunum:Húsasmiðju búðirnar, BYKO búðirnar, ELKO búðirnar, Hagkaups búðirnar, Byggt og Búið, Kaupfélag Skagfirðinga, Geisli, Skipavík, Aha.is, Heimkaup.is, Femin.is

íþróttafélag, eins og Fram, á tveimur stöðum - og boðið er upp á æfingar á sex stöðum. „Það kostar mikla vinnu að skipuleggja flutninga á milli svæðanna í rútum og plana allar æfingar eftir þeim ferðum. Það er erfitt fyrir þjálfara að byggja upp keppnislið úr tveimur hópum, sem æfa ekki reglulega saman eins og hjá öðrum félögum. Börnin ná því ekki að kynnast eins vel - og þekkja hvort annað í leik og starfi,” sagði Sigurður. Sigurður sagði að hin mikla aukning í Safamýrinni hafi komið mönnum skemmtilega á óvart. „Allan heiður á þeirri aukningu á Birgir Breiðdal, sem hefur unnið frábært starf í Safamýrinni, þar sem hann er uppalinn,” sagði Sigurður.

Page 36: FRAMblaðið desember 2013

36 Fram

Hallgrímur, sem er einnig handknatt-leiksþjálfari hjá Fram, segir að elsti

sonur hans hafi æft handknattleik í sex ár með Fram og öll árin hefur hann verið að kynnast nýjum félögum, sem hann hitti eingöngu þegar keppnismót fóru fram. „Þannig hefur það einnig verið í knattspyrnunni og það er ekki fyrr en í fjórða flokki að strákarnir fara að æfa saman - bæði í Úlfarsárdalnum og í Safamýri.” Fram með flest liðin Í yngstu flokkunum - áttunda, sjöunda og sjötta flokki, æfa flokkar stúlkna og drengja á fjórum stöðum - Íþróttahúsi Fram í Safamýri, Álftamýrarskóla, Sæmundarskóla og Ingunnarskóla. Það eru ekki sömu þjálfararnir hjá tveimur yngri flokkunum á stöðunum, þannig að fjórir þjálfarar sjá um hvern flokk. Fram hefur því til dæmis átta þjálfara í sjöunda flokki stúlkna og drengja - og æfingatímar eru um fjörutíu í viku. Hallgrímur sagði að stærsti hluti barnanna í yngstu flokkunum kæmu úr Holtinu. „Ég þjálfa

sjötta flokk drengja á báðum stöðum - hér uppfrá og niður í Safamýri. Yfir fjörutíu drengir í flokknum æfa hér, en um tuttugu í Safamýrinni. Þegar við tókum þátt í Reykjavíkurmótinu á dögunum mættum við með sex lið - þrjú lið skipuð strákum á eldra árinu og þrjú lið á yngra árinu. Við hefðum getað verið með fleiri lið, ef ekki hafi farið fram knattspyrnumót á sama tíma. Ekkert annað félag sendi eins mörg lið til keppni. Þar sem ég er þjálfari á báðum stöðum gat ég blandað saman drengjum frá báðum svæðum í liðin.„

Hallgrímur sagði að Grafarholtshverfið væri orðið mikið Fram-hverfi. „Fyrir nokkrum árum var maður var við eitt og eitt barn sem var í gulum Fjölnis- og Fylkisbúningum. Nú sjást þeir litir ekki lengur - hér er allt orðið blátt. Börn og unglingar úr Húsahverfinu í Grafarvogi koma yfir til okkar til að leggja stund á handknattleik, þar sem Fjölnir leggur meiri áherslu á knattspyrnu og körfuknattleik heldur en handknattleik. Þá má geta þess að þau börn sem velja að æfa fimleika, frjálsíþróttir og körfuknattleik, fara til Fjölnis og ÍR,” sagði Hallgrímur.

Hallgrímur Jónasson segir að biðin eftir íþróttaaðstöðu fyrir börn sé orðin löng og foreldrar séu orðnir þreyttir á vinnubrögðum borgaryfirvalda

Æfingar fara fram á fjórum stöðum„Seinagangur borgaryfirvalda í uppbyggingu á íþrótta-aðstöðu hefur óneitanlega komið niður á félagslífinu í Grafarholti og Úlfarsárdal. Uppbyggingin hefur verið skorin niður og slegin á frest. Foreldrar hafa fengið það á tilfinninguna að borgaryfirvöld vilji tefja alla uppbyggingu hérna með því að leggja til ýmsar breytingar og efna til hugmyndasamkeppni um útfærslu á íþróttasvæði Fram. Þessar tafir og seinagangur hefur orðið til þess að Fram

hefur ekki getað komið unglingastarfi sínu í fastar skorður. það er ljóst að yngstu börnin hjá Fram geta ekki æft saman við góðar aðstæður - þau verða að sætta sig við það að vera við æfingar á mörgum stöðum. Við foreldrarnir hér á svæðinu erum orðnir langþreyttir á vinnubrögðum borgaryfirvalda, sem sýna íbúum ekki mikla virðingu,” segir Hallgrímur Jónasson, fyrrverandi markvörður í handknattleik og faðir þriggja drengja sem æfa íþróttir með Fram.

Page 37: FRAMblaðið desember 2013

Fram 37

Page 38: FRAMblaðið desember 2013

38 Fram

Almenningsíþróttadeild FRAM auglýsir eftir hlaupaþjálfara. Um er að ræða hlaupa og/eða styrktarþjálfum fyrir hlaupahóp FRAM í Grafarholti og Úlfarsárdal. Við leitum eftir áhugasömum einstakling sem hefur áhuga hlaupum og hefur gaman af því að vinna með fólki á öllum aldri. Við leitum eftir einstaklingi sem er tlbúinn að hlaupa með hópnum , taka þátt í skemmtilegum félagsskap og leiða hópinn áfram til framtíðar. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Ásdísi Guðnadóttur S. 6596066 - [email protected] eða Þór Björnsson íþróttastjóra FRAM, [email protected] eða í síma 533-5600.

„Æfingar okkar byggjast upp á meiru en hlaupum og göngu. Okkar takmark er að byggja upp þrek og þol - að gefa fólki kost á að stunda góða líkamsrækt. Menn þurfa ekki að æfa sig sérstaklega áður en þeir koma til okkar, heldur að mæta strax og koma sér í gott líkamlegt ástand. Aðalatriðið er að hreyfa sig í góðum félagsskap,” sagði Ásdís Guðnadóttir er hún var spurð um starf Skokk- og gönguhóps Fram í Grafarholti og Úlfarsárdal. Hópurinn er opinn öllum sem vilja stunda holla hreyfingu, reynda sem óreynda. Ásdís sagði að æfingar væru fjórum sinnum í viku og æft væri bæði inni og úti yfir vetrarmánuðina. „Við æfum yfirleitt hér í Grafarholti - á grasbölum og brekkum, en það er nóg af þeim hérna í Leirdal. Þá förum við um næsta nágrenni, en mikið er af góðum göngu og hlaupaleiðum í fallegu umhverfi við Úlfarsfell. Við höfum farið um í Mosfellssveit og Heiðmörk. Það er enginn æðibunugangur á

okkur - við stoppum reglulega og slökum á.„ Æft er fjórum sinnum í viku – mánu-, þriðju- fimm- og laugardaga. Æfingar á virkum dögum standa yfir í klukkustund, en æfingarnar á laugardögum eru lengri - allt eftir getu, áhuga og aðstæðum. Sjá æfingatöflu. Þjálfari leiðbeinir þeim þátttakendum sem vilja – að skipuleggja hreyfingu sína. Um útbúnað og áætlanir varðandi hlaup og/eða göngu. Áhersla er lögð á að skipuleggja æfingar fyrir hvern og einn eftir hans getu og óskum. „Það er þátttakandinn sjálfur sem ræður ferðinni,” sagði Ásdís. Allar æfingar hefjast við aðalinngang Ingunnarskóla. „Ég hvet sem flesta að koma og vera með okkur. Aðalatriðið er að koma sér af stað - mæta og njóta hreyfingu og útiveru í góðum félagsskap,” sagði Ásdís Guðnadóttir.

Eins og fyrir 43 árumFRAMARAR endurtóku leikinn frá því fyrir 43 árum, þegar Framliðið varð bikarmeistari eftir að Fram varð bæði Íslandsmeistari í handknattleik karla og kvenna. Það gerðist 1970 er liðin fögnuðu Íslandsmeistaratitlum í Laugardalshöllinni og Fram bikarmeistaratitli á Melavellinum með því að leggja ÍBV að velli, 2:1. 2013 urðu kvenna og karlalið Fram meistarar í handknattleik í Safamýrinni - konurnar lögðu Stjörnuna að velli og karlarnir Hauka. Karlalið Fram varð síðan bikarmeistari og fögnuðu sigri á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var jöfn eftir framlengdan leik, 3:3. Leikmenn liðanna fóru með bikarana upp í Grafarholt og sýndu þá í skólum og Leirdal – við mikinn fögnuð.

Almenningsíþróttadeild FRAMauglýsir eftir hlaupaþjálfara

Skokk- og gönguhópur Fram fer stækkandi

Góður félagsskapur

ÆFINGATAFLAMánudagur ............kl. 19.45-20.30Íþróttasalur Ingunnarskóla.

Þriðjudagur .......................... kl. 18Mæting við Leirdalshúsið.

Fimmtudagur ........................kl. 18Leirdalshúsið – inniæfing.

Laugardagur ........................... kl. 9Mæting við Leirdalshúsið.

Page 39: FRAMblaðið desember 2013

Fram 39

Allur íþróttafatnaður FRAM fæst í Sportbúð Errea.- Verið velkomin -

Stuttbuxur2.990

Sportbúð Errea - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.errea.is

Regn/vindjakki7.990

Keppnistreyja6.990

Bakpoki5.990

Taska5.990

Errea Ísland

�ngapeysa5.990

�ngasett7.990

FramaragalliB: 9.990 / F: 10.990

Sokkar1.990

Page 40: FRAMblaðið desember 2013

40 Fram

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

3-2

52

9

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ

AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER ÓTRÚLEGT

Tjón gera sjaldnast boð á undan sér. Þess vegna erum við á vakt allan sólarhringinn og tryggjum að þú fáir bestu hugsanlegu tjónaþjónustu hvenær sem þú þarft á henni að halda.

24 tíma tjónaþjónusta – sími 800 7112

24TÍMATJÓNA

ÞJÓNUSTA