fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein kb banka....

20
Forstjóri KB banka Rísandi stjarna Nýr taktur Seðlabankans Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Mikið tap á Yankees Launakostnaður íþyngjandi Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 7. desember 2005 – 36. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Sneiða hjá yfirtöku | Yfirtöku- nefnd telur að Venus sé skylt að gera yfirtökutilboð í Hampiðjuna. Fjármálaeftirlitið mun líklega skera úr um málið. Hækka verðmat | Citigroup hef- ur hækkað verðmat sitt á easyJet úr 280 pensum á hlut í 400 pens. Baugur Group og KB banki eru meðal hluthafa í easyJet. Fellur frá kauprétti | Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, hefur fallið frá rétti sín- um til að kaupa 2,9 milljónir hluta í bankanum og fær laun sem nem- ur mismuninum. Kaupir söluaðila | Össur hf. hef- ur keypt breska stuðningstækja- fyrirtækið IMP fyrir um 1,2 millj- arða íslenskra króna og hefur þeg- ar tekið við rekstrinum. Hækkar stýrivexti | Evrópski seðlabankinn hefur hækkað stýri- vexti um 0,25 stig. Standa þeir í 2,25 prósentum og hafa ekki verið svo háir síðan í október 2000. Novator kaupir | Novator, eign- arhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur eignast all- an hlut Viva Ventures í búlgarska fjarskiptafélaginu BTC. Bættur rekstur | Hagnaður Icelandic Group eftir skatta á þriðja ársfjórðungi var 289 millj- ónir króna. Það er ívið betra en spár greiningaraðila sögðu til um. Standa við verðmat | KB banki vísar á bug gagnrýni Atorku Group um að vinnubrögð bankans vegna greiningar á Jarðborunum hafi verið ófagleg. Stjórnendur hagnast | Átta stjórnendur KB banka hafa geng- ið frá kaupum á hlutabréfum í bankanum fyrir 232 milljónir. Markaðsvirði hlutanna er 262 milljónir. JÓN KARL ÓLAFSSON, FORSTJÓRI ICELANDAIR Fær nýjan kauprétt á geng- inu 13,6 og nýtti sér eldri kauprétt á geng- inu 5,97 sem hann seldi að hluta fyrir 55 milljónir króna. Stjórnendur í FL Group fá kauprétt Kaupréttur fimmtán starfs- manna hækkar um 800 milljónir á tveimur árum. FL Group hefur gert kaupréttar- samninga við átta lykilsstarfs- menn fyrir 203 milljónir króna að nafnvirði. Koma hlutirnir til inn- lausnar á næstu þremur árum. Kaupgengið er 13,6 krónur á hlut sem er sama gengi og fjárfestum bauðst að kaupa á í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um fimmt- ung frá útboði og því er ljóst að ávinningur starfsmanna getur orðið verulegur ef gengið helst hátt. Heildarupphæð samninganna nema því 2.761 milljónum króna en markaðsvirðið er nokkuð hærra eða 3.329 milljónir króna. Kaupréttur hvers stjórnanda er mismunandi. Þannig fær Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs, að kaupa um 51 milljón hluta á genginu 13,6 en Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, um 18 milljónir hluta. Jafnframt hafa þrír fram- kvæmdastjórar hjá FL Group, Jón Karl, Magnús Kr. Ingason og Halldór Vilhjálmsson, ásamt tólf öðrum starfsmönnum, nýtt sér kauprétt að 77 milljónum hluta á genginu 5,97. Mismunur á kaup- verði og núverandi markaðsvirði er því um 800 milljónir króna og hafa þessir þrír aðilar selt bréfin að hluta. - eþa Hafliði Helgason skrifar Hækkun skuldabréfa KB banka á eftirmarkaði í Evórpu hafði ekki áhrif á útboð bankanna á skulda- bréfum í Bandaríkjunum. Íslandsbanki og KB banki gáfu út skuldabréf í Bandaríkjunum og voru kjörin í samræmi við þau kjör sem bankarnir hafa fengið í fyrri skuldabréfaútboðum. Útboð KB banka er það stærsta sem íslenskur banki hefur ráðist í hingað til eða fyrir hátt í hundrað milljarða íslenskra króna. Desember er talinn erfiður mán- uður á skuldabréfamörkuðum, þar sem margir fjárfestar taka til í söfnum sínum fyrir áramót. KB banki gaf út víkjandi skuldabréf sem færast á eiginfjárþátt A í samræmi við reglur um fjár- málastofnanir. Bréfin voru seld sterkum banda- rískum fjárfestum og er ekki eftirmarkaður með þau. Þau eru án tímamarka, en eru innkallanleg að tíu árum liðnum. „Við fengum sambærileg kjör í þessu útboði og við höfum fengið í útboðum á Evr- ópumarkaði fyrr,“ segir Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar KB banka. Hann segir því að umræða og hækkun á skuldabréfum ís- lensku bankanna á eftirmarkaði hafi ekki haft áhrif á þetta útboð. „Við ætluðum að sækja 150 milljónir bandaríkjadala í þessu útboði, en enduð- um í 165. Við erum mjög ánægðir með þessa niður- stöðu sem sýnir að sú umræða sem verið hefur um skuldabréf bankanna hefur ekki haft nein áhrif á kjör okkar.“ Fyrir utan útgáfu sem telst til eiginfjárþáttar A gaf bankinn út önnur skuldabréf fyrir 1,25 millj- arða dala og nam útgáfa bankans öll því um 1,4 milljörðum bandaríkjadala eða hundrað milljörð- um króna sem er stærsta útgáfa íslensks banka á þessum markaði og stærsta útgáfa íslensks banka hingað til. „Útgáfan er af svipaðri stærðargráðu og hjá meðalstórum evrópskum bönkum og greinilegt Bandaríkjamarkaður meðhöndlar okkur eins og hvern annan traustan evrópskan banka.“ Hann seg- ir svo stóra útgáfu sýna mikinn stuðning fjárfesta. Íslandsbanki gaf út bréf fyrir 200 milljónir dala og eru kaupendur þeirra aðilar sem ekki hafa fjár- fest áður í útboðum bankans. Ingvar Heiðar Ragn- arsson, forstöðumaður fjárstýringa Íslandsbanka, segir þessa tilteknu útgáfu tilkomna að frumkvæði bandarískra fjárfesta sem höfðu áhuga á að kaupa skuldabréf bankanum. „Kjörin sem við fengum eru sambærileg við fyrri útgáfur á þessum markaði.“ Íslandsbanki var fyrstur íslensku bankanna til að fara á Bandaríkjamarkað síðasta sumar og hefur síðan gefið út skuldabréf fyrir á annan milljarð bandaríkjadala. FRÉTTIR VIKUNNAR 2 10-11 6 Fjárfestar undir forystu Baugs og Pálma Haraldssonar vinna sam- kvæmt heimildum að yfirtökutil- boði á Whitthard of Chelsea sem er verslanakeðja með te, kaffi og sælkeravörur. Fyrir á Baugur ásamt Pálma sælkerakeðjuna Julian Graves, en samkvæmt þeim sem þekkja vel til smásölu- markaðar passar rekstur Whitt- hard og Julian Graves vel saman. Gengi bréfa Whitthard tók kipp á markaði í gær og sendi stjórn félagsins tilkynningu um að aðilar hefðu sýnt yfirtöku áhuga. Pálmi Haraldsson er stjórnarformaður Julian Graves. Hann hvorki neitaði né játaði því að hann ásamt Baugi væri aðili að tilboði í Whitthard. Gengi bréfa Witthard hækkaði snarlega í gær og hafði hækkað í 93 pens á hlut þegar það fór hæst í gærmorgun. Það gengi er sam- kvæmt heimildum mun hærra en það sem hugsanlegt yfirtökutil- boð gæti hljóðað upp á. Líklegt er að yfirtökutilboð muni verða á gengi milli áttatíu og níutíu pens á hlutinn. Baugur hefur haft augastað á Whitthard um tveggja ára skeið, en gengi bréfa félagsins hefur lækkað verulega síðastliðið ár. Það stóð í um 190 pensum fyrir ári síðan, en stóð í 75 pensum við opnun markaða í gærmorgun. Markaðsvirði félagsins er ríflega tveir milljarðar króna. -hh Íslenskum bönkum vel tekið í Bandaríkjunum KB banki og Íslandsbanki hafa sótt sér fé með skuldabréfa- útgáfu á Bandaríkjamarkaði. Kjörin voru sambærileg við fyrri kjör bankanna og hækkun á eftirmarkaði í Evrópu hafði því ekki áhrif á bandarísku útboðin. Stefna á yfirtöku Whitthard Baugur og Pálmi Haraldsson hyggjast gera yfirtökutilboð í sælkeraverslana- keðjuna Whitthard of Chelsea. Verðmætið er ríflega tveir milljarðar króna. Fréttablaðið/Stefán

Upload: others

Post on 19-Jun-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

Forstjóri KB banka

Rísandistjarna Nýr taktur Seðlabankans

Fjölgar vaxtaákvörðunardögum

Mikið tap á Yankees

Launakostnaðuríþyngjandi

Sögurnar... tölurnar... fólkið...Miðvikudagur 7. desember 2005 – 36. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000

Sneiða hjá yfirtöku | Yfirtöku-nefnd telur að Venus sé skylt aðgera yfirtökutilboð í Hampiðjuna.Fjármálaeftirlitið mun líklegaskera úr um málið.

Hækka verðmat | Citigroup hef-ur hækkað verðmat sitt á easyJetúr 280 pensum á hlut í 400 pens.Baugur Group og KB banki erumeðal hluthafa í easyJet.

Fellur frá kauprétti | Halldór J.Kristjánsson, bankastjóri Lands-bankans, hefur fallið frá rétti sín-um til að kaupa 2,9 milljónir hlutaí bankanum og fær laun sem nem-ur mismuninum.

Kaupir söluaðila | Össur hf. hef-ur keypt breska stuðningstækja-fyrirtækið IMP fyrir um 1,2 millj-arða íslenskra króna og hefur þeg-ar tekið við rekstrinum.

Hækkar stýrivexti | Evrópskiseðlabankinn hefur hækkað stýri-vexti um 0,25 stig. Standa þeir í2,25 prósentum og hafa ekki veriðsvo háir síðan í október 2000.

Novator kaupir | Novator, eign-arhaldsfélag Björgólfs ThorsBjörgólfssonar, hefur eignast all-an hlut Viva Ventures í búlgarskafjarskiptafélaginu BTC.

Bættur rekstur | HagnaðurIcelandic Group eftir skatta áþriðja ársfjórðungi var 289 millj-ónir króna. Það er ívið betra enspár greiningaraðila sögðu til um.

Standa við verðmat | KB bankivísar á bug gagnrýni AtorkuGroup um að vinnubrögð bankansvegna greiningar á Jarðborunumhafi verið ófagleg.

Stjórnendur hagnast | Áttastjórnendur KB banka hafa geng-ið frá kaupum á hlutabréfum íbankanum fyrir 232 milljónir.Markaðsvirði hlutanna er 262milljónir.

JÓN KARL ÓLAFSSON, FORSTJÓRIICELANDAIR Fær nýjan kauprétt á geng-inu 13,6 og nýtti sér eldri kauprétt á geng-inu 5,97 sem hann seldi að hluta fyrir 55milljónir króna.

Stjórnendurí FL Groupfá kauprétt

Kaupréttur fimmtán starfs-manna hækkar um 800

milljónir á tveimur árum.FL Group hefur gert kaupréttar-samninga við átta lykilsstarfs-menn fyrir 203 milljónir króna aðnafnvirði. Koma hlutirnir til inn-lausnar á næstu þremur árum.Kaupgengið er 13,6 krónur á hlutsem er sama gengi og fjárfestumbauðst að kaupa á í nýafstöðnuhlutafjárútboði. Hlutabréf í FLGroup hafa hækkað um fimmt-ung frá útboði og því er ljóst aðávinningur starfsmanna geturorðið verulegur ef gengið helsthátt.

Heildarupphæð samningannanema því 2.761 milljónum krónaen markaðsvirðið er nokkuðhærra eða 3.329 milljónir króna.

Kaupréttur hvers stjórnandaer mismunandi. Þannig fær JónSigurðsson, framkvæmdastjórifjárfestingasviðs, að kaupa um51 milljón hluta á genginu 13,6 enJón Karl Ólafsson, forstjóriIcelandair, um 18 milljónir hluta.

Jafnframt hafa þrír fram-kvæmdastjórar hjá FL Group,Jón Karl, Magnús Kr. Ingason ogHalldór Vilhjálmsson, ásamt tólföðrum starfsmönnum, nýtt sérkauprétt að 77 milljónum hluta ágenginu 5,97. Mismunur á kaup-verði og núverandi markaðsvirðier því um 800 milljónir króna oghafa þessir þrír aðilar selt bréfinað hluta. - eþa

Hafliði Helgason skrifar

Hækkun skuldabréfa KB banka á eftirmarkaði íEvórpu hafði ekki áhrif á útboð bankanna á skulda-bréfum í Bandaríkjunum. Íslandsbanki og KBbanki gáfu út skuldabréf í Bandaríkjunum og vorukjörin í samræmi við þau kjör sem bankarnir hafafengið í fyrri skuldabréfaútboðum. Útboð KBbanka er það stærsta sem íslenskur banki hefurráðist í hingað til eða fyrir hátt í hundrað milljarðaíslenskra króna. Desember er talinn erfiður mán-uður á skuldabréfamörkuðum, þar sem margirfjárfestar taka til í söfnum sínum fyrir áramót.

KB banki gaf út víkjandi skuldabréf sem færastá eiginfjárþátt A í samræmi við reglur um fjár-málastofnanir. Bréfin voru seld sterkum banda-rískum fjárfestum og er ekki eftirmarkaður meðþau. Þau eru án tímamarka, en eru innkallanleg aðtíu árum liðnum. „Við fengum sambærileg kjör íþessu útboði og við höfum fengið í útboðum á Evr-ópumarkaði fyrr,“ segir Guðni Aðalsteinsson,framkvæmdastjóri fjárstýringar KB banka. Hannsegir því að umræða og hækkun á skuldabréfum ís-lensku bankanna á eftirmarkaði hafi ekki haftáhrif á þetta útboð. „Við ætluðum að sækja 150milljónir bandaríkjadala í þessu útboði, en enduð-

um í 165. Við erum mjög ánægðir með þessa niður-stöðu sem sýnir að sú umræða sem verið hefur umskuldabréf bankanna hefur ekki haft nein áhrif ákjör okkar.“

Fyrir utan útgáfu sem telst til eiginfjárþáttar Agaf bankinn út önnur skuldabréf fyrir 1,25 millj-arða dala og nam útgáfa bankans öll því um 1,4milljörðum bandaríkjadala eða hundrað milljörð-um króna sem er stærsta útgáfa íslensks banka áþessum markaði og stærsta útgáfa íslensks bankahingað til. „Útgáfan er af svipaðri stærðargráðu oghjá meðalstórum evrópskum bönkum og greinilegtað Bandaríkjamarkaður meðhöndlar okkur eins oghvern annan traustan evrópskan banka.“ Hann seg-ir svo stóra útgáfu sýna mikinn stuðning fjárfesta.

Íslandsbanki gaf út bréf fyrir 200 milljónir dalaog eru kaupendur þeirra aðilar sem ekki hafa fjár-fest áður í útboðum bankans. Ingvar Heiðar Ragn-arsson, forstöðumaður fjárstýringa Íslandsbanka,segir þessa tilteknu útgáfu tilkomna að frumkvæðibandarískra fjárfesta sem höfðu áhuga á að kaupaskuldabréf bankanum. „Kjörin sem við fengum erusambærileg við fyrri útgáfur á þessum markaði.“Íslandsbanki var fyrstur íslensku bankanna til aðfara á Bandaríkjamarkað síðasta sumar og hefursíðan gefið út skuldabréf fyrir á annan milljarðbandaríkjadala.

F R É T T I R V I K U N N A R

2

10-11

6

Fjárfestar undir forystu Baugs ogPálma Haraldssonar vinna sam-kvæmt heimildum að yfirtökutil-boði á Whitthard of Chelsea semer verslanakeðja með te, kaffi ogsælkeravörur. Fyrir á Baugurásamt Pálma sælkerakeðjunaJulian Graves, en samkvæmtþeim sem þekkja vel til smásölu-markaðar passar rekstur Whitt-hard og Julian Graves vel saman.

Gengi bréfa Whitthard tókkipp á markaði í gær og sendi

stjórn félagsins tilkynningu umað aðilar hefðu sýnt yfirtökuáhuga. Pálmi Haraldsson erstjórnarformaður Julian Graves.Hann hvorki neitaði né játaði þvíað hann ásamt Baugi væri aðiliað tilboði í Whitthard.

Gengi bréfa Witthard hækkaðisnarlega í gær og hafði hækkað í93 pens á hlut þegar það fór hæstí gærmorgun. Það gengi er sam-kvæmt heimildum mun hærra enþað sem hugsanlegt yfirtökutil-

boð gæti hljóðað upp á. Líklegt erað yfirtökutilboð muni verða ágengi milli áttatíu og níutíu pensá hlutinn.

Baugur hefur haft augastað áWhitthard um tveggja ára skeið,en gengi bréfa félagsins hefurlækkað verulega síðastliðið ár.Það stóð í um 190 pensum fyrirári síðan, en stóð í 75 pensum viðopnun markaða í gærmorgun.Markaðsvirði félagsins er ríflegatveir milljarðar króna. -hh

Íslenskum bönkum veltekið í BandaríkjunumKB banki og Íslandsbanki hafa sótt sér fé með skuldabréfa-útgáfu á Bandaríkjamarkaði. Kjörin voru sambærileg viðfyrri kjör bankanna og hækkun á eftirmarkaði í Evrópu hafðiþví ekki áhrif á bandarísku útboðin.

Stefna á yfirtöku WhitthardBaugur og Pálmi Haraldsson hyggjast gera yfirtökutilboð í sælkeraverslana-keðjuna Whitthard of Chelsea. Verðmætið er ríflega tveir milljarðar króna.

Frét

tabl

aðið

/Ste

fán

Page 2: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

Hafliði Helgason skrifar

Allt stefnir í að farþegar um Flug-stöð Leifs Eiríkssonar verði 1,8milljónir í ár, en þeir voru 460þúsund þegar skóflustunga vartekin að flugstöðinni árið 1983.Áætlanir gera ráð fyrir að farþeg-ar verði 3,2 milljónir árið 2015.

Í gær voru kynntar áætlanirum stækkun norðurbyggingarflugstöðvarinnar á næstu árum ogá að hraða framkvæmdum eins ogkostur er. Stækkunin er til aðbregðast við sívaxandi farþega-fjölda næstu ára.

Sjálft athafnarýmið til verslun-ar og þjónustu við farþega stækk-ar mikið. Þjónusta við farþegaverður stóraukin og bætt meðýmsu móti. Nýr tæknibúnaðureykur afkastagetu flugstöðvar-innar, ekki síst á það við um öflugtfarangursflokkunarkerfi sem settverður upp og tekið í notkun árið2007.

Flugstöðvarbyggingin verðurstækkuð til suðurs og skipulagifyrstu og annarrar hæðar jafn-framt breytt svo mikið að líkjamá við umbyltingu. Framkvæmd-ir sem eru þegar hafnar verða ítveimur áföngum og er áætlað aðþeim ljúki vorið 2007.

Höskuldur Ásgeirsson, for-

stjóri flugstöðvarinnar, segir ný-bygginguna eiga að duga til árs-ins 2015. „Við vitum að það getaalltaf verið frávik í svona spámog fylgjumst við með þróuninni.“Farþegum hefur fjölgað umfimmtíu prósent frá árinu 2002.

Þegar hefur verið fjárfest ístækkun fyrir tvo milljarðakróna, en gert er ráð fyrir aðfimm milljarðar fari í verkið tilviðbótar að meðtöldum búnaði. Ínýrri byggingu verður fullkom-inn flokkunarbúnaður fyrirfarangur.

Höskuldur segir að þegar í svostóra framkvæmd sé ráðist fariekki hjá því að röskun verði ástarfseminni. Þegar næstafimmtudag verður inngangurbrottfararfarþega færður. Áætl-að er að fyrsta áfanga ljúki í upp-hafi næsta sumars.

Eftir stækkun verður heildar-stærð flugstövarinnar 55 þúsundfermetrar. Gert er ráð fyrir aðbreytingarnar hafi í för með sérfjölgun verslana um tíu til tólf ogað þær fyrstu taki til starfa vorið2006.

Vika Frá áramótum

Actavis Group 3% 27%Bakkavör Group 5% 105%Flaga Group 1% -19%FL Group 5% 64%Grandi 1% 18%Íslandsbanki 4% 50%Jarðboranir -2% 19%Kaupþing Bank 3% 50%Kögun 2% 29%Landsbankinn 3% 96%Marel 2% 33%SÍF -1% -15%Straumur 1% 62%Össur 2% 46%*Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag

MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN2F R É T T I R

G E N G I S Þ R Ó U N

Sjö milljarða stækkun mætir farþegafjölgunFramkvæmdir eru hafnar við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þær munukosta sjö milljarða og áætlað að þeim ljúki vorið 2007. Gert er ráð fyrir að far-þegar verði 3,2 milljónir árið 2015.

Sænski skuldabréfamarkaðurinner að nokkru leyti seljanlegri ensá íslenski segir í sérefni semgreiningardeild KB banka sendifrá sér í gær. Munurinn á seljan-leikanum er þó ekki mikill í til-viki verðtryggðamarkaðarins aðmati starfsmannagreiningardeild-arinnar en heldurmeiri ef litið er tilóverðtryggðamarkaðarins.

„Seljanleikiá íslenskums k u l d a -

bréfamarkaði hefur aukist mikiðá undanförnum árum. Markaður-inn hefur stækkað í kjölfar auk-innar útgáfu verðtryggðra bréfaauk þess sem umbætur hafa áttsér stað á markaðinum sem stuðl-að hafa að auknum seljanleika,“segir í grein KB banka. Þettaskipti miklu máli til dæmis fyrir

erlenda fjárfesta sem viljaekki lokast inni á íslenska

skuldabréfamarkaðnum.– bg

Hreiðar Már Sigurðsson, for-stjóri KB banka, er í 22. sæti ánýjum lista Financial News yfirhundrað rísandi stjörnur. Listinnvar birtur samhliða lista tíma-ritsins yfir 100 áhrifamestu ein-staklinga á evrópskum fjár-magnsmörkuðum. Listinn gerirgrein fyrir þeim aðilum undirfertugu sem tímaritið telur lík-legt að muni verma FN100 íframtíðinni.

Financial News leit til fjög-urra þátta við val og uppröðun álistann. Hvað menn höfðu áorkaðí starfi, hver hafði leiðbeint þeimað komast þangað, hvaða auðlind-ir viðkomandi höfðu til umráðaog hversu líklegt þætti að þeirkæmust á FN100 listann. Heild-

artölunni var svo deilt með aldriviðkomandi og sætið þannigfundið út miðað við hversu hratter þotið upp metorðastigann. - hhs

Stjórnendur Fiskmarkaðar Ís-lands óttast framtíð fiskmarkaðavegna mikils flutnings veiði-heimilda yfir á færri hendur.

„Það hefur verið mikil salabæði í krókaaflamarki og afla-marki. Kvótinn hefur hækkað um50 prósent á einu ári á sama tímaog fiskverð hefur lækkað eins ogsést á uppgjörum okkar. Margireinyrkjar, sem selja á markaðina,hafa verið að yfirgefa greininaen þeir sem hafa verið að kaupa

heimildirnar hafa að mestu veriðstórar útgerðir. Þetta er slæmtfyrir fiskmarkaðina og þá semþurfa að byggja sína hráefnisöfl-un á kaupum á fiskmörkuðum,“segir Tryggvi Leifur Óttarsson,framkvæmdastjóri FiskmarkaðsÍslands.

Samþjöppun á aflaheimildum íkrókaaflamarkskerfinu, það er„litla kerfinu“, er að þróast ásama veg og hefur verið um langtskeið í stóra kerfinu – aflamarks-

kerfinu. Framboð afla á fisk-markaði hefur þar af leiðandiminnkað, enda kjósa margirþessara kaupenda að verka sinnfisk sjálfir í stað þess að seljahann á markaði.

„Í sjálfu sér erum við uggandiyfir þessari þróun því hún er al-varleg. En við ætlum ekki aðleggja árar í bát og gefast upp.Við verðum þá bara að finna okk-ur eitthvað annað að gera ef viðfáum minna af fiski í sölu.“ - eþa

Óttast framtíð fiskmarkaðaFramboð afla minnkar vegna flutnings kvóta á færri hendur.

Seljanlegri skuldabréf

Hreiðar rísandi stjarnaForstjóri KB banka álitinn áhrifamikill á

evrópskum fjármálamarkaði.

„Því miður fellur Ísland í þannflokk ríkja sem hafa gert fáa tví-sköttunarsamninga við önnurríki þó þeir séu á þriðja tug,“ seg-ir í riti sem Viðskiptaráð Íslandshefur tekið saman og er unnið afJóni Elvari Guðmundssyni.

„Enn hefur ekki tekist að geratvísköttunarsamninga við öll ríkiESB og gildir samningar eru 23.Ríki sem hafa staðið sig vel íþessum efnum hafa gert um eðayfir eitt hundrað tvísköttunar-samninga. Því er lagt til aðáhersla á gerð tvísköttunarsamn-inga verði aukin, sérstökumstarfsmönnum í stjórnkerfinu

falið að vinna eingöngu í því ogað samráð verði haft við aðila úratvinnulífinu við undirbúning oggerð slíkra samninga,“ segir ígreininni. – bg

FRAMTÍÐ Í FLUGSTÖÐINNI Farþegum hefur fjölgað um helming frá árinu 2002. Gert erráð fyrir að 1,8 milljónir farþega fari um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þessu ári og þeim fjölgií 3,2 milljónir til ársins 2015.

Sóst eftir Low&BonarMagnús Jónsson, forstjóri At-orku Group, vill ekki tjá sig umþað hvort Atorka eigi í viðræðumvið stjórn Low & Bonar um yfir-töku á því. Stjórn Low & Bonargreindi frá því í síðustu viku aðónefndur aðili hefði sett sig ísamband við hana og lýst yfiráhuga á að eignast félagið.

Félagið hefur hækkað um tæp20 prósent á einum mánuði.

Atorka á um fimmtungshlut íbreska fyrirtækinu sem sérhæfirsig meðal annars í framleiðslu ágólfefnum, garni og vefnaði. Low& Bonar er með höfuðstöðvar íLondon en rekur dótturfélög víðsvegar um heiminn. - eþa

HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON, FOR-STJÓRI KB BANKA Er á lista FinancialNews yfir rísandi stjörnur á evrópskum fjár-magnsmarkaði.

Fáir samningar um tvísköttunGildir tvísköttunarsamningar við önnur ríki eru 23.

FJÁRMÁLARÁÐHERRA Það er á höndumfjármálaráðuneytisins að gera tvísköttunar-samninga við önnur lönd.

ERLENDAR FJÁRFESTING-AR Seljanleiki skiptir máli tilað fá erlent fjármagn inn ílandið.

Davíð Oddsson seðla-bankastjóri sagði áfundi Viðskiptaráðs ámánudaginn það verasitt mat að stjórnend-um Seðlabankansværi ekki síst borgaðfyrir að gefa áhættu-þáttum efnahagslífs-ins gaum. Það værifullkomlega eðlilegtað framsæknir bankarí örum vexti, semskynjuðu að hinn smái íslenskimarkaður þrengdi að þeim,leituðu allfast eftir erlendu fjár-magni í viðleitni sinni til útrásarog ábata. Innri styrkur banka-kerfisins væri í góðu horfi.

„En vandinn er bara sá, aðþað er ekki endilega öruggt að áhverjum tíma ráði þessar mikil-vægu forsendur einar ferðinni.Það gera þær eingöngu meðan

allt er með felldu ámarkaðnum. En mark-aðurinn getur veriðkvikur, ekki síst þegarójafnvægi ríkir í heims-búskapnum,“ sagðiDavíð.

Sem dæmi nefndiDavíð að sparnaðurværi í lágmarki íBandaríkjunum, fjár-lagahalli mikill og við-skiptahalli slægi ný

met. Evrópa hefði ekki enn náðsér á strik og nýleg vaxtahækk-un evrópska seðlabankans hefðiverið gagnrýnd.

„Allir þessir þættir í um-hverfi okkar kalla á eðlilega var-færni, ekki síst þegar útgáfaskuldabréfa íslenskra fjármála-stofnana hefur vaxið svo hrattog orðið svo fyrirferðarmikil ámarkaði.“ – bg

Aðstæður kalla á varfærniSeðlabankastjóri hvetur fjármálastofnanir til aðfara varlega. Markaðurinn geti verið kvikur.

SEÐLABANKASTJÓRIDavíð Oddsson gefur

áhættuþáttum efnahags-lífsins gaum.

Page 3: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast
Page 4: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN4F R É T T I R

Hlutabréf í bresku tískuversl-anakeðjunni FrenchConnection hafa veriðað hækka vegnaorðróms um aðBaugur Group hafibætt við hlut sinneftir heimildumGuardian. Baugur ernæststærsti hluthafinn íFrench Connection meðnærri fjórtán prósentahlut en stærstur er eftirsem áður Stephen Marks,

stofnandi félagsins og stjórn-arformaður þess.

Guardian greinirfrá því að gengibréfa í keðjunnihafi verið um 500pens á hlut fyrir

ári síðan en standi nú

í 270 pensum. Marks seldi um 10prósenta hlut vegna skilnaðar umþað leyti sem bréfin tóku aðlækka í verði. French Connectionhefur orðið illilega fyrir barðinuá erfiðum markaðsaðstæðum,samdrætti í sölu og lækkandiframlegðar. Margir kenna einnigstofnandanum um hver staða fyr-irtækisins er í dag og segja aðfyrirtækið lifi á fornri frægð.

Markaðsvirði French Conn-ection er um þrjátíu milljarðarkróna. - eþa

Björgvin Guðmundssonskrifar

Norskir fjárfestar eru ósáttir viðað aðaleigandi norska verðbréfa-fyrirtækisins Norse hafi ákveðiðað selja það Íslandsbanka. Þeirhafi sjálfir verið í viðræðum umkaup á félaginu. Ekki sé hægt aðselja sama fyrirtækið tvisvar.Ætla þeir að höfða mál til aðkoma í veg fyrir söluna og verð-ur lögbannsbeiðni tekin fyrir íOsló á morgun, fimmtudag. Þettakom fram í norska blaðinu Dag-ens Næringsliv í gær.

Íslandsbanki gaf út tilkynn-ingu í kjölfarið og sagðist ekkivera aðili að þessu máli. Þaðhefði engin áhrif á fyrirhuguðkaup bankans á Norse Securities.Kaupin njóti stuðnings starfs-manna félagsins, stjórnenda þessog hluthafa. Niðurstöðu megivænta fyrir jól.

Vala Pálsdóttir, fjárfestateng-ill hjá Íslandsbanka, segir aðstjórnendur bankans hafi veriðað skoða Norse frá því í septem-ber 2004. Þá hafi þeim þótt fyrir-tækið heldur dýrt og ákveðið aðbíða. Breytt staða Íslandsbanka íNoregi hafi síðan gert Norse aðákjósanlegum fjárfestingakosti.Því hafi viðræður hafist aftur ogniðurstaða náðst um kaupin.

Samkvæmt upplýsingumMarkaðarins voru fulltrúar B2Holding í viðræðum við Stig

Rognstad, hluthafa í Norse, umkaup á félaginu. Viljayfirlýsingþess efnis hafi verið undirrituð.Tímamörk voru útrunnin og þvítaldi Rognstad sér fært að seljaÍslandsbanka hlutinn. Á þaðverður reynt fyrir norskum dóm-stólum að því er fram kemur íDagens Næringsliv. Telur stjórn-arformaður B2, Jon H.Nordbrekken, sig aldrei hafaupplifað aðra eins framkomu ogRognstad sýndi honum. Með hon-um stendur norski fjárfestirinn

Øystein Stray Spetalen. Hannvildi samt ekki tjá sig við norskablaðið í gær.

Í greininni kemur fram að Ís-landsbanki hafi keypt Norse á130 milljónir norskra króna semjafngildir um 1.200 milljónumkróna miðað við gengið í gær.Áður en Rognstad hafi skipt umskoðun og selt fyrirtækið Ís-landsbanka hafi B2 og Spetalenætlað að kaupa það á 115 milljón-ir norskra króna. Íslandsbankihefur ekki gefið upp kaupverðið.

Vilja stöðva kaup Íslandsbanka á NorseFjárfestar í Noregi töldu sig vera að kaupa verðbréfafyrir-tækið Norse þegar það var skyndilega selt Íslandsbanka.Ætla þeir að koma í veg fyrir að viðskiptin gangi í gegn.

Samanborið við önnur Evrópu-lönd eru árslaun á Íslandi há íverslun, viðgerðarþjónustu ogbyggingarstarfsemi og mann-virkjagerð. Í iðnaði eru árslaunheldur lægri.

Í þessum þremur atvinnu-greinum er tímakaup á Íslandiekki eins hátt í samanburði viðEvrópulönd og skýrist það aðal-lega af því að vinnuvikan erlengri á Íslandi en í flestum öðr-um löndum. Á þetta einkum viðum byggingarstarfsemi ogmannvirkjagerð. Jafnframt erhlutfall yfirvinnustunda af heild-arfjölda greiddra vinnustundahátt á Íslandi. Laun eru einnigborin saman að teknu tilliti tilverðlags í löndunum. Í öllum til-vikum raðast Ísland neðar á listavið samanburð á launum þegartekið hefur verið tillit til verð-lags enda er verðlag á Íslandi

hátt í samanburði við flestEvrópulönd.

Á vef Hagstofunnar er greintfrá þessari könnun sem fram-kvæmd var af Hagstofu Evrópu-sambandsins þar sem borin erusaman laun landa innan Evrópu-sambandsins auk Rúmeníu ogBúlgaríu. -aa

Næststærsti hluthafinn í Hampiðj-unni, Atorka Group, fylgistspenntur með framvindu mála íHampiðjunni eftir að Yfirtöku-nefnd komst að þeirri niðurstöðuað aðilar í hluthafahópi í Hampiðj-unni, sem tengjast Vogun ogVenus, hafi gerst yfirtökuskyldir.„Við munum skoða málið í ljósiþessara frétta og sjá hvað opinber-ir aðilar hyggjast gera,“ segirMagnús Jónsson, forstjóri Atorku.

Yfirtökunefndin telur að Fisk-veiðihlutafélagið Venus beri aðgera öðrum hluthöfum yfirtökutil-boð. Venus, sem á um tólf prósentí Hampiðjunni, er enn fremur

stærsti hluthafinn í Vogun sem erstærsti eigandi Hampiðjunnar.Magnús segir áform stjórnarHampiðjunnar um að afskrá félag-ið úr Kauphöll Íslands og færabréfin yfir á nýja fjármálatorgiðhljóti að breyta miklu fyrir allahluthafa félagsins, sérstaklegaþegar það er gert á þessum tíma-mótum.

Atorka Group eignaðist yfirfimmtungshlut í Hampiðjunni áhaustdögum þegar nokkrir lífeyr-issjóðir seldu bréf sín.

Verði af yfirtöku er líklegt aðyfirtökugengið verið 8,6 krónur áhvern hlut. - eþa

FORSTJÓRINN HRÆÐIST EKKI ÓLÆTIN Bjarni Ármannsson telur ekki ástæðu til aðhafa miklar áhyggjur af látum í norskum blöðum vegna kaupa Íslandsbanka á Norse.

Hrósar Reyka VodkaFjallað hefur veriðum Reyka vodka,sem skoska fyrir-tækið WilliamGrant & Sonsframleiðir á Ís-landi, í ýmsumfjölmiðlum vestan-hafs að undan-förnu. Í grein sembirtist í Star Tribu-ne segist greinar-höfundur hafa efast um að þörfværi á fleiri vodkategundum ámarkaðinn. Séu þær hins vegareins bragðgóðar og frumlegar ogReyka vodka megi endilega

halda framleiðslunni áfram.Hann hrósar umbúðum Reykavodka jafnt sem innihaldi og lýs-ir því hvernig íslensk náttúra ernotuð við framleiðsluna. - hhs

„BRAGÐGÓÐUR OG FRUMLEGUR“ Töluvert hefur veriðfjallað um Reyka vodka í fjölmiðlum vestanhafs að undanförnu.

Baugur orðaður við French ConnectionOrðrómur um að Baugur hafi bætt við sig hlutabréfum í bresku tískuvöru-

verslanakeðjunni French Connection hefur hækkað verð hlutabréfanna.

SLAGORÐ FRENCH CONN-ECTION Baugur er sagðurvera á höttunum eftir tísku-verslunarkeðjunni sem hefurorðið fyrir barðinu á erfiðummarkaðsaðstæðum í Bret-landi.

Fylgjast spenntirmeð Hampiðjunni

Lægri laun í iðnaði Hlutfall yfirvinnustunda hátt á Íslandi.

IÐNAÐARMENN Árslaun í iðnaði erulægri á Íslandi samanborið við önnurEvrópulönd.

Page 5: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

– íslensk sókn um allan heim

w w w . a v i o n g r o u p . i s

Stær› er styrkur. Avion Group samanstendur af

afkomusvi›um sem tengjast flug- og sjóflutningum,

flutningsfljónustu og leiguflugi. fiannig eru til a›

mynda yfir 60 flugvélar innan vébanda Avion Group.

Me› stær›inni samn‡tum vi› sérflekkingu, stjórnun

og rekstur – og höldum áfram a› dafna sem eitt

framsæknasta fyrirtæki Evrópu.

Him

inn

og

ha

f /

SÍA

1 af 61

Page 6: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN6Ú T L Ö N D

Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar

NBA-æði hefur gripið um sig íKína en talið er að eitt hundraðmilljónir Kínverja fylgist meðdeildarkeppninni. Svo mikil ersala á körfuboltavarningi sember merki NBA að forráðamenndeildarinnar telja að innanskamms verði hún orðin meiri ení Evrópu. Adam Silver, forstjóriNBA entertainment, gengur svolangt að spá því að markaðurinn íKína verði stærri en sá banda-ríski áður en langt um líður.

Forráðamenn NBA-deildar-innar hafa ekki viljað gefa uppveltuna í Kína en segja að húnhlaupi á tugum milljóna banda-ríkjadala. Á síðasta ári jókst salaá NBA-varningi um helming.Reebok, Adidas, McDonald’s ogBudweiser njóta einnig góðs afþessum gríðarlega áhuga í gegn-um samstarfssamninga við NBA-deildina og leikmenn hennar.China Mobile hefur gert samningvið NBA um að vera einn afstuðningsaðilum deildarinnar.

„Í raun og veru sjáum við eng-an endi á vextinum hér,“ segirMark Fischer, sem fer fyrirNBA-deildinni í Kína.

McDonald’s hefur góða söguað segja af áhuga Kínverja afNBA. Fyrirtækið fór af stað meðmarkaðsherferð þar sem við-

skiptavinir fengu NBA-bolla meðhverri keyptri Big Mac-máltíð.Bollarnir kláruðust á fjórum vik-um – nokkuð sem enginn bjóstvið.

Samstarf NBA og Kínverjanær aftur til 9. áratugarins enþað er ekki fyrr en í seinni tíðsem sókn körfuboltans hófst þar ílandi. Ástæðan er auðvitað Kín-verjinn Yao Ming. Þessi 225sentimetra hái miðherji, semleikur með Houston Rockets, ereins konar Eiður Smári þeirra íKína. Kappinn er fastamaður íStjörnuliðinu og mikil fyrirmyndinnan sem utan vallar. Frá því aðhann hóf að spila með Houstonfyrir tveimur árum hefur áhorfiðmargfaldast.

Nú eru NBA-leikir sýndir á 23sjónvarpsstöðvum, þar á meðal áíþróttastöð ríkisins. Allt að 20milljónir manna horfa ástórleik sem sýndur er aðmorgni.

Það er eins og að allir íbú-ar meðalstórs Evrópuríkisværu að horfa á sama leikinn.Innan NBA er mikill áhugi fyrirþví að spila deildarleiki í Kína ogbýst Fischer við því að fyrstileikurinn fari fram árið 2007.

Byggt á Fortune og www.nba.com

��������� ����������� ������������ ������������������ ��������� ���������

���������������������� �!� �"#�$�%%&'��"�("����'�)(�����*�����++'��,-�&-����.����*������� �!�'�/"�0��!�1����"�#�"# %��-�� 2���3-�+#&��"�("���4 �&+0�����5$�%%&���� �!��++6'7��(�����,�*##�.�,-��(! ��8,++�+�"#���+ �&�&�&� ��� ��#�+9����&'��"�("����'

����������� �"�("�������������++��&�#(! ��#����3�+�+:$�+#���!�;������#&+#��&-�(��+0&�;�#�"#�;!+&'��� 9�$��8$��&0����-����+0�&�3�+�� ��� �,-�#��(&����*����� �&+0��(�#&�'��$���(�������&� �*+$&�&��(�##��%�-��*����;�#<��&%��8$���&���.��&�&�8�+�(�-')&%��;�$��8$���&���.�������;&-��$��-&�(�-'�)=��9 %��(,�+�+��*##���&-�;���"�� ��&�-(��0��#&�&�� �&-�����*�� �,-��!� +$�"#�8����'�>:$&� �,-�#����& �:�������-� �)����-�2������� �,�!�&� ����"#���++�&���!���+&����;(!�&-��!���++� ���������'����0��"�("����'

���������������������� �!� �"#�$�%%&'�/"�0��!�1����"�#�"#����+&-������"�("�����9� �"-&-�� ��&���-�+.�;*+#0&�9%�+���++.�;*+#0&�0�����+#�+&�"#�(�#83-�+&� ������$&�+(��83�����+�(�#83-�$�%%&'

��"-&-�� 3��+� ���8�� ��� 2���3-�+#&��!����+&�*##�+#��!�&�&+ �8,++�-�'�/*++���;2���?@A���&�8+*�� (,�+�+&�!

��&� 3���� �����++�&��!���������- ������8+&��&�"#�8�� ��������&��+����%�� �+�'�B�*##�������C� '

���������������� )�*##�����&-��"�("��!�&��8&��� �����++ ���8��������8(����-'7���*++���;2�� 2� �&�&��3�+���"�("� ���(&��&��#3-��&+09��� �"�� �+ ���8(���� ��"�("����'�)3�+�� ������*������%�� �+��&�� �3���� �+��D �����##���(�-�$,�-�E�!�8���+�� ��9��+�'�7����++��� 2�(&��-��&�9��-&���-����+��!� �:��.��*�����"#,-���� +������,���� ���8&�&�(���-�"�+3�� %����-� &�9�(3���&�;$�-& �&-���B�"9)�C�"#������&� �(�-�"�+3�� (&�&'�%��-����� �*+(300&���- �,-��"�("����� ���8�+0�&�&-���+#�+����� ���++�!��&�;�#&�:��-'�?�# &-������,�+�+'���-��!���C� '����0���"�("'

������������ ������ ���������

������������ ���� ��� ������������������������������������������� ���� !"�#��������������������

������������������ �!����"!�#�!����$!%��������������� ���!����&!�#�!����$!%

������������ �������������������������������� ��������������������� �������������������� ������������������������ ������ ������!��������������������

�����

����

�����

�������

��

����

���

���

���

����

LYKILLINN AÐ KÍNA Yao Ming er gríðar-lega vinsæll íþróttamaður í Kína og NBA-deildin nýtur góðs af því.

Körfuboltaæðigrípur um sig í KínaSpáð að velta NBA verði meiri þar en í Bandaríkjunum.

Frét

tabl

aðið

/AFP

Richard Branson, stjórnarfor-maður Virgin Group Ltd., hvet-ur aðra hluthafa í Virgin MobileHoldings Plc. til að samþykkja835 milljóna punda, eða rúmlega93 milljarða króna, yfirtökutil-boð NTL Inc. NTL, sem erstærsta kapalstöð í Bretlandi,vill bæta farsímaþjónustu viðinternet-, sjónvarps- og fastlínu-pakka sinn. Stjórnendur fyrir-tækisins hafa í hyggju að notaVirgin-vörumerkið með öllumvörutegundum NTL. Á frétta-síðu Bloomberg er haft eftirBranson að hann styðji tilboðiðen það sé ekki hans heldur fyrir-tækisins að ákveða hvort tilboð-ið er sanngjarnt. Komi til sam-þykktar tilboðsins mun Bransonverða stærsti hluthafi í NTL

með 14 prósenta hlut í NTL ogTelewest Global Inc. NTL keyptiTelewest fyrir sex milljarðadollara, eða 388 milljarða ís-lenskra króna, í október síðast-liðnum. Talið er líklegt að Voda-fone Group Plc. og France Tele-com geri einnig tilboð í VirginGroup. - hhs

Branson styður yfirtökutilboðStærsta kapalstöð Bretlands vill taka yfir

Virgin Group Ltd.

RICHARD BRANSON, STJÓRNARFOR-MAÐUR VIRGIN GROUP LTD. Hveturaðra hluthafa í Virgin Mobile Holdings tilað samþykkja yfirtökutilboð NTL Inc..

Hið fræga hafnaboltalið NY Yankees tapaðium fimm milljörðum króna á árinu eftir þvísem bandarískir fjölmiðlar komast næst. Erþað töluvert meira tap en á síðasta ári þegarþað nam um 2,3 milljörðum króna.

Þetta gerist á sama tíma og yfir fjórar millj-ónir áhorfenda mæta á leiki liðsins og tekjur fé-lagsins af sjónvarpssamningi við sjónvarpsstöðinaYES Network Major League gefi því nærri fjóramilljarða á ári. Flest bendir til þess að hafnabolta-deildin Major League Baseball fari í saumana á rekstriYankess sem verður George Steinbrenner, eiganda liðs-ins, til lítillar ánægju.

Launakostnaður leikmanna hefur sitt að segja en taliðer líklegt að hann hafi numið tólf milljörðum króna ásíðustu leiktíð.

Mikið tap á NY Yankees

Page 7: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

������������� ������������������������������� ��������������������������

���������� � ������������������� ���������������������� �������!�����""#����$ ���������������#��������������������������%�� ��� ����������� ����������������&������������'����������(

��������� ���� ������������������������ ��������! "������#���������"$������%�&&��� ���������� ��'���(�)���������"$*�����%&&���� +++,�����,��

��������

��� ������������������� ������������������������������ ��������������

Að morgni þessa dags árið 1941gerði japanski herinn árás áflotahöfn og herflugvelli Banda-ríkjamanna á eyjunni Ohau íHawaii-eyjaklasanum, fyrir-varalaust og án formlegrarstríðsyfirlýsingar. Þetta varð tilþess að Bandaríkin drógust inn ísíðari heimsstyrjöldina. Viðárásina létust færri en hundraðJapanar en meira en 2.400Bandaríkjamenn. Daginn eftirárásirnar lýsti Roosevelt Banda-ríkjaforseti yfir stríði á hendurJapönum.

Á 4. áratug síðustu aldarstefndu Japanar að því leynt ogljóst að verða stórveldi viðKyrrahaf. Þeir hertóku Man-sjúríuhérað 1931 og réðust inn íKína 1937. Í september árið 1940gengu þeir í bandalag Öxulveld-anna, Þýskalands og Ítalíu, og íjúlí 1941 lögðu þeir undir sigfrönsku Indó-Kína, þar sem núer Víetnam. Bandarísk stjórn-völd brugðust við með efnahags-þvingunum gegn Japönum og aðlokum algeru banni við olíusölutil landsins. Þetta var korniðsem fyllti mælinn að matijapönsku stjórnarinnar því Jap-an var fyrst og fremst sjóveldimeð stóran og öflugan flota. EfJapanar ætluðu sér að verða

óumdeilanlegt stórveldi viðKyrrahaf, þurfti flotinn að hafaolíu.

Baráttan við Perluhöfn hafðisögulegar afleiðingar í för meðsér. Áhrifin voru tiltölulega lítilhernaðarlega séð en urðu tilþess að Bandaríkin drógusthratt og örugglega inn í síðariheimsstyrjöldina sem leiddi tilósigurs öxulveldanna á heims-vísu. Sigur bandamanna í stríð-inu og tilkoma Bandaríkjannasem leiðandi heimsveldis í kjöl-farið hefur síðan mótað alþjóða-pólitík.

Heimild: Wikipedia og Vísindavefur Háskóla Íslands

S Ö G U H O R N I Ð

Árásin áPerluhöfn

MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 7Ú T L Ö N D

BANDARÍSKT ÁRÓÐURSPLAKATBandarískur almenningur flykktist að bakistjórnvalda eftir árásina á Perluhöfn.

KÍNVERJAR KAUPA FLUGVÉLAR Samningur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus ogKína hljóðar upp á tíu milljarða bandaríkjadali.

Áfangasigur AirbusKínverjar panta 150 farþegaflugvélar í einu lagi.

Kínverska ríkið lagði á mánudagfram pöntun á 150 farþegaflug-vélum af gerðinni A320 frá evr-ópska flugvélaframleiðandanumAirbus. Flugfélögin Air China,China Eastern Airlines, ChinaSouthern Airlines, Sichuan Air-lines, Shenzhen Airlines og Hain-an Airlines munu skipta með sérflugvélunum. Þar að auki gerðiAirbus samning sem gæti orðiðtil þess að fyrirtækið opnaði sam-setningarverksmiðju í Kína. Þaðværu tímamót hjá fyrirtækinu enhingað til hafa slíkar verksmiðj-ur eingöngu verið starfræktar íÞýskalandi og Frakklandi.

Þetta eru meira en tvisvarsinnum fleiri vélar en kínverskaríkið pantaði frá bandaríska flug-vélaframleiðandanum Boeing ísíðasta mánuði. Sé miðað við

listaverð hljómaði sá samningurupp á fjóra milljarða bandaríkja-dala eða 260 milljarða íslenskrakróna. Samningurinn nú er nærri10 milljarða bandaríkjadala virðisem jafngildir um 615 milljörð-um íslenskra króna. Pöntunin ersú stærsta sem Airbus hefurfengið frá því að fyrirtækið fórinn á Kínamarkað fyrir tveimuráratugum. Fram að þessu hefurBoeing átt um sextíu prósentallra nýrra pantana frá Kína enAirbus ekki nema um þriðjung.Þetta er því áfangasigur fyrirAirbus sem reynir nú að haslasér frekari völl í Kína sem vexhraðast allra flugmarkaða. Aðþví stuðlar mikill hagvöxtur íKína, auk þess að flugfargjölderu nú ódýrari og lög um ferða-lög Kínverja rýmri en áður. - hhs

Vetrarverslunvel af stað

Kuldakast var meðal þeirraþátta sem ýttu undir smásölu áverslunargötum Bretlands ínóvember sem var 0,8 pró-sentustigum meiri en í nóvem-ber í fyrra. Þetta kemur fram ímánaðarlegri könnun BRC,samtökum breskra smásöluað-ila, sem birt var á vefsíðuBBC. Þetta var fyrsta sinn síð-an í mars á þessu ári sem aukn-ing varð í smásölu miðað viðsama mánuð árið á undan. Nóv-ember í fyrra var ekki góðurmánuður í breskri smásölu enhins vegar var salan nú betrien margir áttu von á. - hhs

SögulegursamningurSænska fyrirtækið Ericsson hef-ur gert stærsta þjónustusamningí sögu fyrirtækisins við breskafjarskiptafyrirtækið 3 UK.Samningurinn felur í sér að Er-icsson mun reka netkerfi 3 UK ogsjá um viðhald þess og útþenslu.Ericsson horfir til vaxtar í þess-

um geira samhliða hefðbundnuhlutverki fyrirtækisins að

selja útvarps- og útsend-ingatækja til þjónustu-

aðila. Meira en þrjúþúsund starfs-

menn net-kerfa ogu p p l ý s -

ingatæknim u n u

flytjast frá3 UK yfir til Er-

icsson. - hhs

Page 8: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN8F R É T T A S K Ý R I N G

Norski olíusjóðurinn hefur vaxið gríðar-lega frá því að Norðmenn hófu að leggjaolíupeninga í hann árið 1996. Knut Nor-heim Kjær, yfirmaður hans, segir að sámikli vöxtur sem einkenni þetta ár megiannars vegar þakka góðri ávöxtun á fjár-málamörkuðum og hins vegar miklumolíuverðshækkunum.

Heildarverðmæti norska olíusjóðsinseru komnar í tæpa þrettán þúsund millj-arða íslenskra króna sem jafngildir því aðhvert mannsbarn í Noregi eigi um 2,8milljónir króna í sjóðnum. Til samanburð-ar var hrein eign íslensku lífeyrissjóðannaum 1.123 milljarðar króna í lok septembersem þýðir að hver Íslendingur átti að með-altali um 3,8 milljónir króna.

Olíusjóðurinn stóð í rúmum tíu þúsundmilljörðum króna í upphafi árs og hefurhækkað um 2.650 milljarða frá áramótum.Af þessari upphæð eru 1.660 milljarðarkomnir til vegna olíutekna til ríksins en920 milljarðar vegna ávöxtunar á eignumsjóðsins. Í síðustu viku var greint frá þvíað sjóðurinn hefði hækkað um 970 millj-arða króna á þriðja ársfjórðungi vegna hásolíuverðs og góðrar ávöxtunar á hluta-bréfamörkuðum. Japönsk hlutabréf, semeru í eigu sjóðsins, hækkuðu til dæmis yfirfimmtung á fjórðungnum.

Ávöxtun sjóðsins á þriðja árshluta namum 3,2 prósentum en innkoma olíupeningagerði það að verkum að sjóðurinn stækk-aði um átta prósent á tímabilinu.

FORÐABÚR NORÐMANNAÍ stofnskrá sjóðsins frá árinu 1991 stendurað tekjur norska ríkisins af olíufram-leiðslu skuli ávaxtaðar til langframa meðáherslu á sem mesta ávöxtun með semminnstri áhættu. Stjórnmálamenn vilduekki að olíupeningurinn rynni inn í hag-kerfið og ylli þar með ójafnvægi. Einniglitu menn á olíuna sem takmarkaða auð-lind sem myndi ganga tilþurrðar innan ákveðins ára-fjölda en Noregur er þriðjamesta olíuframleiðsluríkiheims á eftir Sádi-Arabíu ogRússlandi.

Sjóðurinn er varaforðiNorðmanna til að fjármagnalífeyriskerfi og heilbrigðis-kerfi framtíðarinnar. Lítilsjóðasöfnun á sér stað ínorska lífeyriskerfinu þarsem það er gegnumstreym-iskerfi og því er ljóst aðsjóðurinn mun koma að góð-um notum seinna meir. Að-eins verður gengið á höfuð-stólinn ef norska Stórþingiðákveður svo.

Þar með er ekki sagt aðfullkomin samstaða ríki umþetta fyrirkomulag. Sumirstjórnmálamenn á hægrivængnum og ýmsir fræði-menn hafa oft gagnrýntþessa auðsöfnun og teljaóhætt að hluti olíugróðansrenni inn í efnahagslífið, endahafi olíuverð hækkað umfram það semreiknað var með og því hafi forsendur

fyrir þessari miklu auðsöfnun breyst.Tekjur sjóðsins eru tvenns konar: Ann-

ars vegar olíutekjur sem renna til norskaríkisins í formi skatta á olíuframleiðslu ogmengunarskatts á olíufyrirtæki, einka-leyfa og tekna, arðgreiðslna og söluhagn-aðar frá beinni þátttöku ríkisins í olíu-framleiðslu o.s.frv. Norska ríkið er mjögumsvifamikið í olíu- og orkuframleiðsluog á meðal annars stóra hluti í Statoil ogNorsk Hydro.

Frá framlaginu dregst kostnaður semfellur á ríkið vegna reksturs norska Olíu-tryggingasjóðsins og fjárfestinga norskaríkisins í olíustarfsemi.

Í annan stað stækkar sjóðurinn vegnafjárfestingastarfsemi. Ávöxtunin byggistannars vegar á kaupum í erlendum verð-bréfum (sjóðurinn fjárfestir ekki í norsk-um hluta- eða skuldabréfum) og hins veg-ar á fastri innkomu til dæmis af banka-innistæðum og skuldabréfum með föstumtekjum.

ÞRJÚ ÞÚSUND FYRIRTÆKINorski olíusjóðurinn heyrir undir fjár-málaráðuneytið sem leggur línurnar umhver markmið sjóðsins eigi að vera oghvernig fjárfestingum skuli háttað.

Norska seðlabankanum hefur veriðfalið að annast daglega stjórnun hans eninnan hans er sérstakt fjárfestingateymisem annast verkefnið. Skrifstofur olíu-sjóðsins eru í Osló, Lundúnum og NewYork og um 130 manns starfa á vegumhans.

Einnig hefur sjóðurinn gert samningavið fjölda utanaðkomandi sjóðstjóra meðþað að markmiði að ná til fleiri sérfræð-inga og fjölbreyttari þekkingar.

Hlutabréfasafn Norska olíusjóðsinssamanstendur af þrjú þúsund fyrirtækjumfrá 27 löndum. Um helmingur safnsins erevrópsk hlutabréf, þriðjungur bandarísk

hlutabréf en um sjö prósentfrá Japan. Langflestir eign-arhlutir eru í bandarískumog japönskum fyrirtækjumen af Evrópuríkjunum ersjóðurinn með flestar stöð-ur í breskum félögum.Olíusjóðurinn á hlutabréf ívelflestum stórfyrirtækj-um heims bæði vestan semaustan Atlantsála og eráberandi meðal annars íbönkum, olíufélögum oghátæknifyrirtækjum. Umsíðustu áramót voru verð-mætustu hlutabréfin ífranska olíufélaginu Total,Vodafone, BP og banda-ríska bankanum Citigroup.

Eitt íslenskt félag var íhlutabréfasafninu um síð-ustu áramót en það varBurðarás. Markaðsvirðihlutarins var þó ekki nematuttugu þúsund krónur.

Ekki er hægt að segja aðmarkmið sjóðsins sé að

hafa áhrif á sínar fjárfest-ingar í gegnum stjórnir þeirra félaga semhann fjárfestir í. Eignarhlutirnir eru oftast

undir einu prósenti og liggja oftast á bilinu0,3 til 0,7 prósent. Þegar rennt er augumyfir hlutabréfasafnið nær eignarhluturinnsárasjaldan tveimur prósentum. Sjóðurinner því fyrst og fremst arðsemisfjárfestir.

UMDEILDAR FJÁRFESTINGARStundum hafa fjárfestingar sjóðsins valdiðmiklu fjarðrafoki í Noregi bæði af siðferð-islegum og pólitískum ástæðum. Ríkáhersla er lögð á að sjóðurinn vinni ábyrgtstarf sem þjóni hagsmunum Norðmannaog leiði gott af sér á þeim stöðum þar semfjárfestingin á sér stað – bæði á samfélögog umhverfi. Í þessu sambandi er vert aðminnast á að starfsmenn sjóðsins vinnaeftir sérstökum siðareglum.

Fyrir tveimur vikum var greint frá þvíað sjóðurinn ætti hlutabréf í bandarískafyrirtækinu Pioneer Natural Resourcessem metin eru á einn milljarð króna. Vaktiþetta athygli fyrir þær sakir að fyrirtækiðstundar olíuleit fyrir utan strendur Vestur-Sahara sem er hertekið af Marokkó.Marokkóska hernámsliðið er sakað um aðbeita heimamenn miklu harðræði og hafaþúsundir manna flúið land. Í júlí krafðistPer-Kristian Foss, þáverandi fjármálaráð-herra, þess að sjóðurinn losaði sig við

hlutabréf í olíufélaginu Kerr-McGee semvar og gert og fyrirskipaði að ekki skyldifjárfest í olíufélögum sem ættu í samstarfivið það. Kerr-McGee leitar nú að olíu íVestur-Sahara í samstarfi við PioneerNatural Resources

Einnig vakti það mikið umtal að Olíu-sjóðurinn hefði fjárfest í helmingshlut ívopnaframleiðandanum Nammo. Mann-réttindasamtök brugðust ókvæða við ogsökuðu forsvarsmenn Olíusjóðsins og ráð-herra um tvískinnungshátt.

TVÖFALDAST FYRIR 2010Reiknað er með að olíusjóðurinn vaxi jafntog þétt á næstu árum. Árið 2001 var ávöxt-un sjóðsins afar slæm vegna óhagstæðraskilyrða á hlutabréfamörkuðum en fyrirutan það hefur sjóðurinn ávaxtast ágæt-lega. Því er spáð að hann vaxi um 25 pró-sent á næsta ári og verði kominn í tæpa17.000 milljarða króna í lok árs og stækkiað jafnaði um 3.000 milljarða króna til árs-ins 2010. Þá er áætlað að höfuðstóllinnverði kominn í 28.000 milljarða króna. Þaðer ljóst að þetta ár ætlar að verða afar gott,enda gerast aðstæður ekki betri: Hátt olíu-verð og miklar hækkanir á alþjóðlegumhlutabréfamörkuðum.

Safnað til mögru árannaNorski olíusjóðurinn bólgnar hratt út. Hann var settur á fót til að halda olíupeningum fyrir utannorska hagkerfið. Sjóðurinn hefur fjárfest í þrjú þúsund félögum um allan heim með það að mark-miði að ávaxta peningana vel og með ábyrgum hætti. Það tekst hins vegar ekki alltaf eins og EggertÞór Aðalsteinsson komst að raun um.

ÞRIÐJA MESTA OLÍURÍKIÐ Olíutekjum Norðmanna er haldið utan við hagkerfið og þær settar í sjóð sem vexóðfluga. Honum er ætlað að fjármagna lífeyris- og heilbrigðiskerfi framtíðarinnar.

Stækkar hratt Heildareignir norska olíusjóðs-

ins í byrjun hvers árs og spárum stækkun hans

Ár Heildareignir **1996 4801997 1.1301998 1.7201999 2.2202000 3.8602001 6.1402002 6.0902003 8.4502004 10.1602005 12.810*2006 13.3502007 16.7002008 20.4102009 24.2202010 27.950

* Staðan 30. september

** í milljörðum íslenskra króna

Page 9: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast
Page 10: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnarSeðlabankans, bað menn á fundi Viðskipta-

ráðs á mánudaginn að gá að því að hækkunstýrivaxta um 0,75 prósentur væri undan-

tekning en ekki regla. Hækk-un vaxta um 0,25 prósentur áeftir 0,25 prósentu hækkunværi ekki mikil. Hins vegarværi 0,25 prósentu hækkun íbeinu framhaldi á 0,75 pró-sentu hækkun ekki lítil. Mennverða að skoða þetta allt sam-an í samhengi,“ sagði Davíð.

Viðmælendur Markaðar-ins telja að Seðlabankinn hafiekki breytt um stefnu oghorfið frá verðbólgumark-miðum sínum þrátt fyrir aðhækkun stýrivaxta væri ekkijafn mikil og margir spáðu.Þetta hafi verið ákveðinmálamiðlun milli ólíkra sjón-armiða. Þar togast á viðhorfþeirra sem horfa eingöngu áþróun verðbólgunnar, eins ogSeðlabankanum ber að gerasamkvæmt lögum, og hinnasem vilja huga samhliða aðpólitískum hagsmunum. Það

eru þá helst hagsmunir stjórnmálamannasem þurfa að svara fyrir stjórn efnahagsmálagagnvart kjósendum sínum.

Til að sætta þessi sjónarmið hefur DavíðOddsson ákveðið að hækka vexti einungis um0,25 prósentur í þessari atrennu. Standastýrivextirnir nú í 10,5 prósentum. Um leiðboðar hann að sex formlegir vaxtaákvörðun-ardagar verði teknir upp þar sem Seðlabank-inn þurfi að rökstyðja óbreytta stýrivexti,hækkun þeirra eða lækkun. Það gerist næst26. janúar. Sú ákvörðun hefur mælst vel fyrirog eykur gagnsæi í stjórnun bankans.

Er það skoðun þeirra sem Markaðurinnræddi við að vextir verði hækkaðir næstumánuðina í smáum skömmtun þangað til há-markinu er náð. Þeir fari samt ekki langt yfir11 prósent á næsta ári áður og haldist lengurháir en áður var spáð.

Mikilvægt er að þessar vaxtahækkanirskili árangri og dragi úr eftirspurn á mark-aðnum og slái á verðbólgu. Til þess þurfa þeirsem á markaðnum starfa að hafa trú á því aðSeðlabankinn ætli að hækka vexti til að nániður verðbólguvæntingum. Það tókst sæmi-lega þó að gengi krónunnar hafi veikst oglangtímavextir lækkað á mánudaginn – fyrsta

MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN10Ú T T E K T

Það er mikilvægt fyrir Davíð Oddsson að nýleg vaxtaákvörðun bankastjórnar Seðlabankans sé ekki túlkuðmarkmið bankans er að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Seðlabankastjóri sagði á mánudaginn ans hálfu um að ná verðbólgunni niður stæðu óhaggaðar. Einhverjir efast um það en Björgvin Guðmundsun vaxtaákvörðunardaga hafi verið mikilvæg til að varðveita trúverðugleika bankans. Stefnan sé óbreytt

Seðlabankinn slær nýjan

PrófraunSeðlabankans„Á næstu árum verða aðstæður í þjóðarbúskapnumóvenju erfiðar frá sjónarhóli peningastefnunnar.Hvernig tekst að beita henni til þess að koma í vegfyrir að verðbólga umfram markmið festi ræturverður nokkur prófsteinn á hve vel núverandi um-gjörð hennar hentar litlu, opnu hagkerfi. Seðla-bankinn telur brýnt að peningastefnan standistþessa prófraun og að verðbólga víki ekki nemaskamma hríð umtalsvert frá verðbólgumarkmiði

hans. Að öðrum kosti er hætt við að trúverð-ugleiki bankans og peningastefnunnar bíðiskaða sem erfitt getur reynst að endur-heimta,“ sagði Birgir Ísleifur Gunnars-

son, fyrrverandi seðlabankastjóri,þegar hann kynnti 0,75 prósentu

hækkun stýrivaxta 29. septem-ber síðastliðinn.

SAMSTILLTIR VIÐ TILKYNNINGU UM HÆKKUN STÝRIVAXTA Eftir lokun mark-aða á föstudaginn tilkynnti Davíð Oddsson ákvörðun bankastjórnar að hækka stýri-vexti. Tók hækkunin gildi í gær. Þróun vaxta og krónunnar næstu vikurnar skiptirmiklu máli fyrir næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans 26. janúar á næsta ári. Metafleiri það þannig að Seðlabankanum sé ennþá full alvara í að ná niður verðbólgu.Spurningin sé hve langan tíma það taki og hversu hart verði gengið fram.

Page 11: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

viðskiptadag eftir að tilkynnt var um stýri-vaxtahækkunina. Er það vísbending umminni tiltrú á stefnufestu Seðlabankans.Hægt var að sjá þær vísbendingar á mark-aðnum þegar líða tók á síðustu viku og lang-tímavextir lækkuðu.

MARKMIÐIÐ NÁIST 2008Að óbreyttum stýrivöxtum og gengi er gertráð fyrir í verðbólguspá Seðlabankans aðmarkmið hans um 2,5 prósenta verðbólgu ná-ist ekki fyrr en á árinu 2008. GreiningardeildKB banka segir að vaxtahækkunin nú sýni að

bankinn miði frekar við að verðbólgan verðinálægt efri mörkum markmiðsins eða 4 pró-sentum. Er þá gefið í skyn að slakað hafi ver-ið á kröfu bankans um að ná verðbólgunniniður í 2,5 prósent á næstu tveimur árum.

Greiningardeild Íslandsbanka segir þessastýrivaxtahækkun Seðlabankans litla sé horftá verðbólguspá bankans sjálfs. Spáin bendi tilað verðbólgan verði langt yfir markmiðibankans sé litið eitt til tvö ár fram í tímann ogþeirrar óvissu sem í spánni er vegna stöðukrónunnar. Telja margir að gengi krónunnarmuni lækka á næsta ári sem muni auka verð-bólguna. Davíð sagði þó mikilvægt að aðlög-un gengisins yrði yfir einhvern tíma. SpáSeðlabankans gerir ráð fyrir óbreyttu gengiog stýrivöxtum. Er hans spá um verðbólgulangt undir því sem greiningardeildir bank-anna spá fyrir um. Að meðaltali munar þaðum heilt prósentustig.

Davíð Oddsson sagði á fundi ViðskiptaráðsÍslands um efnahagsvandann á mánudaginnað einhverjir hefðu kannski búist við meirivaxtahækkun nú en raunin varð. Þeir kynnuað hafa lesið það út úr skrifum bankans ítengslum við ákvörðun vaxta. „Engar slíkarákvarðanir voru skráðar í þau skrif, en á hinnbóginn voru þar skýrar heitstrengingar afbankans hálfu að hann tæki lögskipað hlut-verk sitt mjög alvarlega og myndi ekki hikavið að beita sér að fullum þunga til að fylgjaþví eftir. Þær yfirlýsingar standa óhaggaðar.“

ÓHEPPILEG UMMÆLIÞað er mikilvægt fyrir Davíð að þagga niðurí þeim röddum sem vildu túlka þessa stýri-vaxtahækkun sem stefnubreytingu. Voru þarforystumenn ríkisstjórnarflokkanna fremstirí flokki í fjölmiðlum. Þetta var óheppilegt þvítrúverðugleiki Seðlabankans er hluti afstjórntækjum hans. Fólk verður að trúa þvíað hann ætli sér að ná niður verðbólgu eins ogBirgir Ísleifur hamraði á í september. Aðeinsþannig nær bankinn að slá á verðbólguvænt-ingar og hafa áhrif á langtímavextina. Það ermikilvægt til að ná eftirspurninni í jafnvægiog halda verðlagi í skefjum.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hef-ur meðal annars sagt opinberlega að hannsjái ekki þörf á frekari vaxtahækkunum.Gagnrýndi hann meðal annars Seðlabankannfyrir hækkunina í september. Í orðum hansfelst að Seðlabankinn eigi að láta baráttunavið verðbólguna vera og leyfa henni að grass-era þangað til niðursveiflu í efnahagslífinufer að gæta.

Davíð varaði eindregið við því „verðbólg-unni yrði hleypt í gegn“ eins og hægt er aðkalla leiðina sem Halldór talar fyrir. Gerðihann það bæði þegar vaxtahækkunin varkynnt á föstudaginn og á fundi Viðskiptaráðsá mánudaginn. Þar sagði hann: „Þetta eróraunhæfur kostur. Slík stefnubreytingSeðlabankans myndi umsvifalaust skila sér íhærri verðbólguvæntingum, ýta undir ennmeiri launahækkanir og leiða til gengislækk-unnar og aukinnar verðbólgu. Á endanumþyrfti enn meiri hækkun stýrivaxta til þessað kveða verðbólguna niður.“

KOKTEILBER Á KÖKUNAStýrivextir á Íslandi eru háir í alþjóðlegumsamanburði og sagði Davíð að þeir gætuhvergi speglað sig. Myndin á Íslandi værieinstök og flestum þætti jafnvel metnaðarfullmarkmið að halda verðbólgunni sem næstjafnvægi. „Í fyrsta lagi stendur nú yfirstærsta einstaka framkvæmdaskeið í sögu

þjóðarinnar,“ sagði hann og margir væru íframkvæmdahug.

„Í öðru lagi upplifum við á sama tímamestu útrás íslenska bankakerfisins meðlangmestu skuldasöfnunþess erlendis og tilheyr-andi innstreymi fjár. Íþriðja lagi er í sömu svif-um stofnað til umbylt-ingar á lánsfjármarkaðiþjóðarinnar, þar sem öll-um sem geta hreyft siger boðið upp í dans. Ífjórða lagi eru skattarlækkaðir eða slík lækkunboðuð á næstu mánuðum.Og svo eins og kokteilberá kökuna er launþegumbætt verðbólgan semstafar af því að fasteign-ir þeirra flestra hafahækkað í verði án þessað þeir beri af því kostn-að,“ sagði hann.

Þórður Pálsson, for-stöðumaður greiningar-deildar KB banka, sagði ípallborðsumræðum áfundi Viðskiptaráðs ámánudaginn að Seðla-bankinn yrði að vera til-búinn til að gefa aftur í ístjórn peningamála íjanúar skilaði þessivaxtahækkun sérekki. Ingólfur Bend-er, hjá Íslandsbanka,gagnrýndi mest litlahækkun stýrivaxta.Sagði að minni trú áverðbólgumarkmiðumSeðlabankans myndibirtast í væntingum ámarkaði. Í síðustu Pen-ingamálum hefði veriðtalað um að hækkaþyrfti vexti mera en ísíðustu uppsveiflu.Núverandi hækkunmuni líklega ekkileiða til þess.

Edda Rós Karlsdótt-ir, forstöðumaður hjágreiningardeild Lands-bankans, segir enga auð-velda kosti í stöðunni ogtók undir með Þórði semsagði það skaðlegt tillengri tíma að „hleypaverðbólgunni í gegn“.Hún lagði hins vegarmestu áhersluna á aðstefna Seðlabankansværi nokkurn veginní takt við væntingarog fæli ekki í sér neinastefnubreytingu.

EKKI LÍTIL HÆKKUNDavíð sagði hræringar ámarkaðnum jákvæðafyrir almenning en þaðreyndi á peningamála-stefnuna þegar allir hlut-ir dembdust yfir í einu.Seðlabankinn væri aðreyna að búa í haginnsvo aðlögun gengiskrónunnar og við-skipta við útlönd yrðiþolanleg.

Seðlabankastjóribað menn að gá að því að0,75 prósenta hækkunstýrivaxta væri undan-tekning en ekki regla.Menn skyldu líka gá að því að 0,25 prósentuhækkun eftir 0,25 prósentu hækkun væriekki mikil. Hins vegar væri 0,25 prósenta íbeinu framhaldi á 0,75 prósentu hækkun ekkilítil. „Menn verða að skoða þetta allt saman ísamhengi,“ sagði Davíð Oddsson.

MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 11Ú T T E K T

sem stefnubreyting. Megin-að heitstrengingar af bank-son segir fleiri telja að fjölg-

g takturinn hraðari.

Frét

tabl

aðið

/Ste

fán

n takt

„Og svo eins og kokteilber á kökuna er launþegum bætt

verðbólgan sem stafar af því að fasteignir þeirra flestra

hafa hækkað í verði án þess að þeir beri af því kostnað,“

sagði Davíð Oddsson.

Fleiri hækka vextinaSeðlabanki Kanada hækkaði vexti sína um 0,25 prósentur 18. október síðastliðinn. Seðla-banki Bandaríkjanna hélt einnig áfram taktföstum vaxtahækkunum og hækkaði stýrivextisína í 4% 1. nóvember. Seðlabanki Noregs hækkaði vexti degi síðar um 0,25 prósentur. 1.desember hækkaði seðlabankinn í Danmörku vexti sína um 0,25 prósentur sem og seðla-banki Evrópu. Hafa vextir á evrusvæðinu verið óbreyttir, eða 2 prósent, síðan um mitt ár2003.

Vaxtamunur á milli Íslands og annarra landa hefur þó vaxið vegna hækkunar stýrivaxtaSeðlabanka Íslands. Vaxtamunur, mældur í mun vaxta á þriggja mánaða lánasamningum ámillibankamarkaði, jókst úr 6,44 prósentum í byrjun september í 7,01 prósent um miðjannóvember að því er fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans.

Þróunefnahagsmála

Þættir sem hafa áhrif á hvernig framvindan í efna-

hagslífinu verður.Jón Sigurðsson, einn þriggja seðlabanka-stjóra, útskýrði fyrir fundarmönnum hjáSambandi íslenskra samvinnufélaga áföstudaginn, sama dag og stýrivaxtahækk-unin var tilkynnt, hvert hlutverk Seðla-bankans væri. Meginhlutverkið væri aðtryggja stöðugt verðlag og sem jafnastaþróun þess. Fór hann yfir nokkra þættiefnahagsmálanna sem þar hefðu áhrif.

Í fyrsta lagi er vísitala neysluverðs,sem mælistika á verðlagsþróun,grundvöllur allra umræðna um efna-hagsmál, stöðu, þróun og horfur.

Í öðru lagi skiptir gengisvísitalanmeginmáli, en hún sýnir sameigin-legt vegið gildi erlendra gjaldmiðlaandspænis íslenskri krónu.

Í þriðja lagi er atvinnuástandið ílandinu, en það hefur áhrif á fram-vindu launamála og almennrarneyslu og á framvindu verðbólgunnar.Af atvinnuástandinu má einnigdraga ályktanir um hvað framund-an er í efnahagsmálum.

Í fjórða lagi veldur útlánaþróun fjár-málastofnana miklu um framvindu

efnahagsmála. Aukning eða sam-dráttur útlána er mikilvæg vísbend-ing um hagþróunina framundan.

Í fimmta lagi er að nefna þróuneignaverðs og umsvif á þeim vett-vangi. Þetta er alkunn vísbendingum komandi verðbólgu framundan.Þessi þáttur skýrir mestan hlutaverðbólgunnar á þessu ári.

Í sjötta lagi eru umsvif ríkissjóðs og hlut-föll milli tekna og útgjalda hans,helstu ríkisstofnana og stærstu sveit-arfélaga. Hér er ekki aðeins um ríkis-sjóð að ræða, heldur einnig t.d.Landsvirkjun og Íbúðalánasjóð, og öll

stærstu sveitarfélögin.

Í sjöunda lagi er viðskiptahallinn,en hér hefur lengi verið viðskipta-halli og aldrei meiri en um þessarmundir. Um það bil helmingur við-skiptahallans tengist stórfram-kvæmdum, en hitt tengist beint auk-inni einkaneyslu.

Í áttunda lagi eru flestar breytur í efna-hagsmálum samanburður og hlutföll. Með-

al annars berum við okkur saman viðaðstæður erlendis. Vaxtastig hér-lendis borið saman við vexti í við-skiptalöndum gefur mikilvægar upp-lýsingar, og gengi íslenskrar krónu

byggist meðal annars á gengisþróun við-miðunargjaldmiðlanna.

Page 12: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN12H É Ð A N O G Þ A Ð A N

Birgir Þór Bieltvedt er á fleygi-ferð í dönsku viðskiptalífi.Hann er einn fjárfestanna íMagasin du Nord og Illum oger einnig stofnandi Domino’sPizza í Danmörku. HafliðiHelgason ræddi viðskipti í Dan-mörku og ganginn í Magasinvið Birgi yfir hádegisverði.Birgir Þór Bieltvedt hefur undanfarin ár ver-ið í viðskiptum í Danmörku. Hann stofnaðiDomino’s Pizza í Danmörku, en hann hafðiáður byggt upp slíka starfsemi hér á landi.Hann hefur reyndar selt meirihlutann í Dom-inos’s og látið af framkvæmdastjórn í fyrir-tækinu, en sinnir stjórnarformennsku í Dom-ino’s í Danmörku. Birgir Þór komst hins veg-ar í sviðsljósið þegar hann ásamt Baugi ogStraumi keypti krúnudjásn danskrar verslun-ar. Sjálft Magasin du Nord, en flaggskip þessfyrirtækis stendur við Kóngsins Nýjatorg íKaupmannahöfn.

Birgir hafði haft augastað á Magasin ogkom að máli við forsvarsmenn Baugs meðhugmyndina. Ákvörðunin var tekin og kaupinvöktu gríðarlega athygli. „Það er gegnumgangandi í skoðunum og viðhorfum fólks, aðkaupin á Magasin du Nord eru þau viðskiptisem allir tala um. Magasin kostaði hálfanmilljarð danskra króna, en KBbanki keypti FIH á hátt í áttamilljarða danskra til sam-anburðar. Ég vissi aðþetta myndi vekja athyglihérna, en mér datt aldrei íhug að þetta yrði svonastórt.“

MAGASIN ILLA REKIÐKaupin voru viðkvæm fyrir suma Dani ogmyndin sem máluð var af hópnum sem keyptiMagasin var sú að þarna færu fjárvana ævin-týramenn sem væru einhvers konar af-sprengi íslenskrar hlutabréfabólu sem værivið það að springa. Birgir Þór segir engaástæðu til að fara í vörn yfir slíkri umræðu.Umræðan hafi líka breyst og verið allt önnurþegar sami hópur keypti vöruhúsið Illum.

„Fyrir okkur snýst þetta um að láta verkintala og sýna að það sé hægt að reka Magasin.Fyrirtækið er 140 ára gamalt og var mjög illarekið síðustu ár. Staðsetning verslananna ermjög góð og þetta er eitt þekktasta merkið ísmásölu á Norðurlöndunum.“ Birgir segirmikið hafa gerst á þeim rúmu tólf mánuðumsem hafa liðið frá því að Magasin var keypt.„Við settum okkur skýr markmið og okkurhefur tekist að ná þeim nánast öllum.“ Hannsegir að meðal mikilvægra áfanga sé frá-gangur á sölu fasteignarinnar við KongensNytorv og samvinna við Magasin du Nordsjóðinn sem er í eigu fjölskyldu stofnend-anna. „Ég held að það sé mjög mikilvægtbæði út á við og fyrir okkur að halda tengsl-um við fjölskylduna. Við héldum líka stærstuútsölu sem haldin hefur verið í Magasin síð-astliðinn janúar og náðum að minnkavörulagerinn gríðarlega. Við losnuðum viðvörur sem voru búnar að fara á milli verslanameð miklum tilkostnaði.“ Hann segir að burtséð frá kostnaði við þennan þvæling á vör-unni sé það lykilatriði að taka inn nýjar vör-ur. „Maður missir kúnnana ef ekki eru nýjarvörur í búðunum.“

MIKIÐ GERST Á ÁRINUBirgir Þór segir að þetta hafi verið eitthvaðsem menn hefðu átt að vera löngu búnir aðgera. „Það skipti máli að þetta var skráð félagog menn höfðu áhyggjur af því að selja vöruundir kostnaðarverði og sýna tap. Það skiptiokkur engu máli. Við vildum losa fé og losna

við vöruna til þess að geta komið með nýjavöru inn. Síðan fórum við í að loka búðum semhöfðu tapað gríðarlega miklum peningum og

við töldum ekki falla að okkar hug-myndum um framtíðarrekst-

urinn. Kostnaðurinn viðþað nam svipuðu og þvísem búðirnar töpuðu á

einu ári.“ Hann segir aðeinnig hafi verið farið í

gegnum stjórnendateymið ogsterkir stjórnendur verið ráðnir inn. Þar viðbætist inntaka nýrra búða, ný vörumerki. „Viðhöfum líka lagt mikla fjár-muni í endurbætur á lykil-verslunum okkar við Kong-ens Nytorv.“

Birgir Þór segir samsetn-ingu hópsins hafa skipt mikluhversu vel kaupin gengu.„Það skipti máli fyrir þá semseldu að í hópnum værireynsla af verslun. Þannigskipti Baugur miklu. Straum-ur kom með fjármögnuninaog þeir eru öflugir og gott aðvinna með þeim. Svo held égað það hafi líka skipt máli aðhafa einn sem býr hér og hef-ur reynslu af rekstri í Dan-mörku; að hafa einhvern semvar á staðnum og þekktimenninguna. Þetta hefurverið mjög gott samstarf.“

Hann segir að stefnt sé aðþví að sjóðstreymi verði já-kvætt á næsta ári. „Okkurmun takast það,“ segir hann.

Illum var keypt síðsum-ars. Hann segir unnið aðsamstarfi Illum og Magasin.„Þessar búðir eiga að vera sjálfstæðar, en umleið að ná fram hagræðingu sem liggur í sam-spili fyrirtækjanna.“ Illum er ólíkt Magasinog er meira fasteignafélag sem leigir frá sérverslanarými en verslun. „Við veljum hinsvegar hverjum við hleypum inn í Illum ogmetum hvort menn falla að heildarhugmynd-inni um vöruhúsið.“

DANSKA REKSTRARUMHVERFIÐ ERFIÐARABirgir Þór byrjaði með Domino’s á Íslandi1993. „Árið 1996 fannst mér þetta komið á þaðstig að ég gæti farið frá því.“ Hann flutti út1997 og hóf uppbyggingu Domino’s í Skandin-avíu. „Markmiðið var að koma þessu af stað

en það gekk illa að finna góða aðila til að rekaþetta. Það bitnaði svo á þeim hugmyndumokkar að fara áfram til Svíþjóðar. Danskarekstrarumhverfið var erfiðara en við áttumvon á og sú þekking sem við komum með fráÍslandi og Bandaríkjunum nýttist ekki eins ogvonir stóðu til. Það má því segja að við höfumþurft að læra þetta allt aftur.“ Hann segiruppbyggingu Domino’s hafa gefið sér miklareynslu í viðskiptaháttum Dana. „Danir eruíhaldsamir og varkárir sem þarf ekki endilegaað vera slæmt. Þeir spá mjög mikið í krónurog aura sem aftur er ekki ókostur. Ef við tök-

um Domino’s sem dæmi, þáeru allir sammála um það aðvið erum með langbestupitsurnar, mestu gæðin, al-vöru ost og alvöru álegg.Sama fólk segir pitsurnar útiá horni óætar, en þar semþað munar tuttugu til þrjátíudönskum krónum á verðinu,þá eru þær frekar keyptar.Hins vegar við séstök tæki-færi eins og afmæli ogfleira, þá kaupa þeir okkarpitsur.“ Hann segir margt afDönum að læra. „Maðurlærði það hér að fara meðinnkaupapoka út í búð. Éghafði aldrei gert það á Ís-landi.“ Hann segist stundumspurður að því hvernig sé aðbúa í Danmörku þar semskattar eru háir. „Ég er auð-vitað ósáttur við þessa háuskattlagningu en ég sé alla-vega hvernig þeim er varið.Ég sé að landið og borgin eruhrein. Fólkið er opið og þeir

kunna sig sósíalt og börnineru glöð. Samfélagið er gott og fínt að búahérna fyrir mann eins og mig sem er til í aðgrípa tækifærin sem Danir sjá en hika við aðtaka sénsinn á.“

Hann segir Íslendinga meira horfa á gæðiog þjónustu. Munurinn er á fleiri sviðum einsog framrásin í Danmörku hefur sýnt. „Viðerum sólgnari í tækifærin. Síðasta ár hefurverið okkur Íslendingum gott. Það er einusinni þannig að mesti ávinningurinn fæst þeg-ar maður tekur sénsa. Það segir sig sjálft aðeitthvað mun mistakast. Þá spyr maður sighvort betra sé að hafa tíu spennandi verkefnií gangi og eitt til tvö ganga ekki upp, eða aðvera fastur í sömu sporunum.“

Hádegisverður fyrir tvoá Norma

Eplaskífa með lifrarkæfuGufusoðinn léttsaltaður þorskur

Svínalundir

DrykkirSódavatn

BjórKaffi

Verð danskar krónur 595▲

H Á D E G I S V E R Ð U R I N N

Með Birgi ÞórBieltvedt

fjárfesti í Danmörku

GottauðvaldAurasálin er mjög hugsi eftir lest-ur Lesbókar Morgunblaðsins umhelgina. Þar var meðal annars aðfinna grein um hina nýríku ogmuninn á hinu góða auðvaldi ogþví vonda. Aurasálin tekur heilshugar undir það með fyrrver-andi ritstjóra Morgunblaðsins aðnúverandi auðmenn kunni allsekki nógu vel að vera ríkir.

Það er er óþolandi vð þetta ný-ríka fólk er hversu augljóslegaþað hefur gaman af peningum –en æðstuprestar gömlu ættar-veldanna koma Aurasálinni ætíðfyrir sjónir eins og þeir hörm-uðu það hlutskipti sitt að veraríkir. Fyrir þeim var auðurinnáþján – plikt sem örlögin höfðuáskapað þeim. Þetta gamla góðaauðvald hafði vit á því að látasem heimsins áhyggjur hvíldu áherðum þeirra og kunni að farameð völd og ábyrgð.

Alþýðufólk öfundaði ekki góðaauðvaldið því að mörgu leyti varsvo augljóst að stórbokkarnirvoru venjulegu fólki fremri aðandlegu og líkamlegu atgerviauk þess sem engum venjuleg-um manni datt það í hug aðreyna að verða ríkur. Miklubetra var að vera sæll og glaðureignaleysingi heldur en að til-heyra stétt hinna brúnaþungu ogvansælu auðmanna.

En nú er öldin heldur betur önn-ur, eftir tóma pretti og tál – einsog skáldið sagði. Nýja auðvaldiðleikur sér að peningunum sínumeins og lítil börn. Það kaupirsnekkjur, sumarhallir og sport-bíla og einn mun víst hafa keypttíu milljóna króna leðurjakka.Þetta nýja (og vonda) auðvaldvirðist þar að auki svo smekk-laust á list og kúltúr að í staðþess að einbeita sér að menn-ingu sem er ofar skilningi alþýð-unnar þá mæti þetta lið án þessað skammast sín á popptónleikaog fótboltaleiki og hegðar séreins og unglingar.

Svo vílar þetta nýríka lið það ekkifyrir sér að gera tilraunir tilþess að kaupa sér völd og áhrif.Sumir hafa jafnvel gengið svolangt að kaupa fjölmiðla! Aura-sálin á vart orð yfir hversu illaþetta fólk kann sig. Hefur eng-inn sagt þeim að fjölmiðlar ogvöld eru hlutir sem menn erfa –en ekki kaupa?

A U R A S Á L I N

Birgir Þór BieltvedtStarf: Fjárfestir í Danmörku

Fæðingardagur: 15. desember 1967Maki: Eygló Björk Kjartansdóttir

Börn: Stella Rín f. 1993, Birgir Þór f. 1999 og Anna Karin f. 2002

BIRGIR ÞÓR BIELTVEDT Birgir Þór segir Magasin du Nord hafa verið illa rekið og nýir eigendur hafi sett sér skýr mark-mið um reksturinn sem allt bendi til að náist. Hann segir mikilvægt að það takist að sýna fram á að vel sé hægt að rekaMagasin du Nord.

Mikið gerst í Magasin du Nord

Frét

tabl

aðið

/Haf

liði H

elga

son

Page 13: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

IMG hefur keypt ráðgjafarfyrir-tækið KPMG Advisory, dótturfé-lag KPMG endurskoðunarskrif-stofunnar í Danmörku, í sam-vinnu við stjórnendur og lykil-starfsmenn danska fyrirtækis-ins. Að því er fram kemur ífréttatilkynningu frá félaginu erþetta í fyrsta sinn sem íslensktráðgjafarfyrirtæki haslar sérvöll erlendis með þessum hætti.Með kaupunum tvöfaldast árs-velta IMG og starfsmenn sam-stæðunnar verða 200 í tveimur

löndum. Félagið hefur fyrirætl-anir um frekari útfærslu starf-seminnar og áframhaldandi vöxtá Norðurlandamarkaði.

Advisory, sem verður nú dótt-urfyrirtæki IMG, býður ráðgjöfá sviði fjármála, stjórnendaupp-lýsinga, flutningamála, kostnað-areftirlits og rekstrar, sem aðmörgu leyti er viðbót við starf-semi IMG hér á landi. IMG býðurnú þjónustu á sviði rannsókna,stefnumótunar og áætlanagerð-ar, fjármála, stjórnendaupplýs-

inga, mannauðs-, markaðs-, sölu-og þjónustumála.

Auk ráðgjafarstarfseminnarer í bígerð að byggja ný svið inn-an Advisory í Kaupmannahöfn,til dæmis rannsóknar- og ráðn-ingarþjónustu sem fæst viðmönnun og starfsmannaval. Ásama hátt stendur til að breikkaog styrkja þjónustuframboðíslenska fyrirtækisins.

MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005H É Ð A N O G Þ A Ð A N

������������ ������������������������������������� ����� ��������������������� ����������������������������������� ��������

���������� ���� ������������������������ ��������! "������#���������"$������%�&&��� '''(��������(��

������������ ���� ��� ������������������ ��������������������������������� �������������������������������������

����������� ����

��������� �������������������������������������������� ����!���"�#$����%��&����

�� ��� ��������������'�������(��� �����)������*�%)����

!������"����#������������� $����������������������� ����������������������������������������������������������� ���������������� ������� ������������!������������������������"�������������� ��� ������������������������������������������������������������ ������������#��$��������������������������$����#��$����������"�!$$������%�� ��������������������������������������������������������������������������� �������

���������������� ������������������������������������������������������������������

������������������� ��

%&��������������'������� ��������#� ��'���(�)*��'�������� ��

�������������� ������������������������������ ��������������

„Að koma fram við aðra eins ogþú vilt að aðrir komi fram viðþig,“ segir Guðmundur Bjarna-son, fyrrum þingmaður og ráð-herra Framsóknarflokksins ogNúverandi forstjóri Íbúðalána-sjóðs. „Þetta ráð frá móðurminni hefur reynst mér sérstak-lega vel í gegnum lífið. Í stjórn-málum kemur eðli málsins sam-kvæmt oft upp ágreiningur ummálefni, ef hins vegar aðilarsýna hvor öðrum sanngirni og

gagnkvæma virðingu má oftleysa hin erfiðustu mál. Hroki ogslæm framkoma gagnvart ná-unganum er ekki líkleg til árang-urs og þeir sem þannig haga sérná síður árangri. Ókurteisi ogslæm framkoma á það til aðkoma í bakið á mönnum síðarmeir,“ segir Guðmundur

B E S T A R Á Ð I Ð

Að koma vel fram við aðra

GUÐMUNDUR BJARNASON ForstjóriÍbúðalánasjóðs er þekkt prúðmenni, enda

hefur hann að leiðarsljósi það ráð aðkoma fram við aðra eins og hann vill að

komið sé fram við sig.

Aukin umsvif IMG

IMG HEFUR KEYPT RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ KPMG ADVISORY Með kaupunum tvö-faldast ársvelta IMG og starfsmenn verða 200 í tveimur löndum.

Page 14: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

Á sama tíma og stjórnvöld hafaunnið markvisst að einkavæð-ingu ríkisfyrirtækja skýturskökku við að enn sé verið aðsinna verkefnum innan stofnanaríkisins, sem eiga betur heima íhöndum einkaaðila. Samtök upp-lýsingatæknifyrirtækja vöktu at-hygli á þeirri staðreynd að um-svifamiklar tölvudeildir erureknar innan fjölmargra ríkis-stofnana, þegar þau kynntu hug-myndir um hvernig auka má hlutupplýsingatækni í verðmæta-sköpun og gjaldeyristekjumlandsins, síðastliðið vor. Samtök-in bentu meðal annars á að marg-víslegur ávinningur væri af þvíað flytja verkefni á sviði upplýs-ingatækni frá hinu opinbera tileinkaaðila; hægt væri að ná um-talsverðri hagræðingu, efla upp-lýsingatækniiðnaðinn og aukamöguleika á útflutningi.

TÆKIFÆRI TIL HAGRÆÐINGARInnan fjölmargra ríkisstofnanaeru reknar tölvudeildir semsinna verkefnum sem eiga beturheima hjá einkaaðilum. Þessiþróun er öndverð þeirri sem hef-ur átt sér stað meðal einkafyrir-tækja sem eru í auknum mæli aðeinbeita sér að kjarnastarfsemisinni og leita til sérhæfðra fyrir-tækja þegar þörf er á þjónustu ertengist þróun hugbúnaðar og

rekstri tölvukerfa. Ástæða þesser meðal annars sú að fyrirtækj-um er kostnaðarsamt að fjárfestaí og viðhalda þeirri nauðsynlegusérfræðiþekkingu og sérhæfingusem slík verkefni þarfnast. Hiðsama á að sjálfsögðu við um hiðopinbera og því ættu stjórnvöldað vinna markvisst að því aðleggja niður allar opinberartölvudeildir og bjóða starfseminaút eða semja beint við einkafyrir-tæki á markaðinum, eins og Sam-tök upplýsingatæknifyrirtækjahafa lagt til. Það myndi bæðileiða til mikilvægrar hagræðing-ar í opinberum rekstri og styrkjaupplýsingatækni hér á landi.

AUKNIR ÚTFLUTNINGSMÖGU-LEIKARFlutningur verkefna frá ríkis-stofnunum til einkaaðila hefureinnig þær jákvæðu afleiðingarað fleiri hugbúnaðarlausnir getaþróast sem mögulegar útflutn-ingsvörur. Það er ekki hlutverk

hins opinbera að þróa staðlaðarhugbúnaðarlausnir, sem hafatækifæri á erlendri grundu,þannig að mikil sérfræðiþekkingog snjallar lausnir sem verða tilinnan tölvudeilda ríkisins leiðaekki til aukins útflutnings á upp-lýsingatækni. Hið sama á aðsjálfsögðu við um rekstur tölvu-kerfa, en með því að ríkisvaldiðdragi sig út úr slíkri starfsemi erstutt við að til verði öflugri fyrir-tæki á sviði rekstrar tölvukerfaog Samtök upplýsingatæknifyrir-tækja hafa bent á að stóraukamætti hýsingu hér á landi á upp-lýsingakerfum fyrir erlendaaðila.

ENDURSKOÐUN TÍMABÆRSjónum hefur ekki verið beintnægilega að samkeppnisrekstriinnan ríkisstofnana á sviði upp-lýsingatækni, enda er slíkurrekstur ekki jafn sýnilegur ogbeinn rekstur ríkisfyrirtækja.Það er þó tímabært að bragarbótverði gerð þar á enda er endur-skoðun á rekstri tölvudeilda inn-an stofnana ríkisins löngu tíma-bær. Slík endurskoðun er jafn-framt í samræmi við stefnu ríkis-stjórnarinnar um að efla upplýs-ingatækni- og þekkingariðnaðinnhér á landi og stjórnvöldum ættiþví ekki að vera neitt til fyrir-stöðu að hefjast handa.

MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN14S K O Ð U N

Nýr seðlabankastjóri byrjar vel og talar skýrt.

Ráðherrar þurfa að vanda sigHafliði Helgason

Margir biðu þess spenntir að sjá hvernig fyrrverandi forsætisráð-herra myndi fóta sig á nýjum vettvangi í stól bankastjóra Seðlabank-ans. Davíð Oddsson fylgdi úr hlaði útgáfu peningamála og vaxta-ákvörðun Seðlabankans síðasta föstudag. Hækkun stýrivaxta varminni en flestir bjuggust við og fyrstu viðbrögð á markaði voru veik-ing krónunnar og lækkun langtímavaxta. Það eru kannski ekki neinóskaviðbrögð þeirra sem vilja halda aftur af þenslu efnahagslífsins.

Nýjum seðlabankastjóra virðist láta ágætlega að tala af myndug-leik fyrir stefnu Seðlabankans og virðist fóta sig vel á nýjum velli.Viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar orka hins vegar tvímælis.Forsætisráðherra fagnaði því sem hann kallaði stefnubreytinguSeðlabankans þegar vaxtaákvörðun lá fyrir. Formaður Sjálfstæðis-flokksins tók í sama streng, þótt hann tæki vægar til orða. Ummæliforsætisráðherra sem er yfirmaður efnahagsmála eru vafasöm og tilþess fallin að grafa undan trúverðugleika peningastjórnar Seðla-bankans. Í því ljósi var afar mikilvægt að nýr formaður bankastjórn-ar Seðlabankans talaði skýrt um það á morgunverðarfundi Viðskipta-ráðs að Seðlabankinn hygðist ekki hvika frá því marki sínu að haldaverðbólgu sem næst verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Að óbreyttuaðhaldi í ríkisfjármálum og þeirra aðilasem undir ríkisstjórnina heyra þýðir þaðað vextir munu þurfa að hækka töluvertenn áður en það markmið næst.

Forsætisráðherra hefur varið yfirlýs-ingar sínar með þeim orðum að hann semstjórnmálamaður hafi rétt til þess að hafaskoðanir á efnahagsmálum. Það má réttvera, en þær skoðanir sem hann seturfram eru ekki á efnahagsmálum almenntheldur á tilteknu svæði þeirra, stjórnpeningamála. Þar liggur fyrir rækilegaskilgreint markmið sem er að halda verð-bólgu sem næst 2,5 prósentum á ári. Tilþess að ná því markmiði hefur Seðlabank-inn fyrst og fremst eitt tæki sem erustýrivextir bankans. Með ummælum sín-um er forsætisráðherra annaðhvort aðhvetja Seðlabankann til þess að hvika frá því markmiði eða að gefa ískyn að þeir sérfræðingar sem ráða för í bankanum kunni ekki hag-fræðina sína. Það má efast um hvor skilaboðin til markaðarins eruverri.

Fái markaðurinn þá tilfinningu að Seðlabankinn sé að slaka ástefnu sinni og skilgreindum markmiðum getur það leitt til þess aðvæntingar markaðar til verðbólgu hækki. Það myndi þýða að stýri-vextirnir bitu verr en áður og bankinn þyrfti að hækka vexti ennmeir til að endurheimta trúverðugleika sinn. Varla getur það veriðtilgangur yfirmanns efnahagsmála með ummælunum.

Seðlabankinn hefur fjölgað vaxtaákvörðunardögum í sex á ári.Jafnframt hefur verðbólguspám bankans verið fækkað úr fjórum íþrjár á ári. Sú fækkun kann að orka tvímælis í ljósi þess að mikilóvissa ríkir um þróun næstu mánaða og mikið í húfi. Fjölgun vaxta-ákvörðunardaga er hins vegar til bóta. Það má gagnrýna bankannfyrir að tala ekki skýrar á föstudaginn í Peningamálum, sérstaklegaþegar horft er til ummæla forsætisráðherra. Síðari ummæli for-manns bankastjórnarinnar eru til þess fallin að taka af vafa um þaðað bankinn muni hækka vexti í samræmi við markmið sín. Það er vel,því efi um sjálfstæði og stefnufestu bankans kann að verða dýruverði keyptur.

������������������������ ��������� ������� ������ �������

�������������������������������� �������!�"#"��������$�%!�"#"�����

ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hjálmar Blöndal, Hólmfríður Helga SigurðardóttirAUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: [email protected] og [email protected] VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. [email protected] Markaðinum er dreiftókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til aðbirta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.

Auknar álögur á breskan olíuiðnaðFinancial Times | Fjármálaráðherra Breta, GordonBrown, varði á mánudag ákvörðun sína að hækka

skatta á breska olíuiðnaðinn. „Stað-reyndin er sú að á síðustu tveimurárum hefur fatið af olíu hækkað úr25 dollurum í 55 dollara þannig aðhagnaður olíuframleiðenda hefuraukist gríðarlega. Með skattinum erég að reyna að koma á jafnvægi millikaupenda og seljanda og mun nýtaskattinn til að niðurgreiða olíu til

bótaþega,“ var haft eftir honum í Financial Times.Brown gerir sér vonir um að leiða Verkamanna-flokkinn eftir næstu kosningar og vonast eftirauknum vinsældum almennings vegna þessaraskattahækkana. Sérfræðingar telja skattahækkun-ina hins vegar algjört glapræði vegna þess hve við-kvæmur olíuiðnaðurinn er í Bretlandi og skattur-inn muni letja fjárfesta í að setja peninga í leit aðnýjum olíulindum.

Uppgangur í Austur-EvrópuDer Spiegel | Með stækkun Evrópusambandsins tilausturs heyrðust margar svartsýnisraddir um aðódýrt vinnuafl úr austri myndi flæða til vesturs. Ígrein í Der Spiegel kemur fram að þessar áhyggj-

ur hafi reynstástæðulausar. Þess ístað fluttu hundruðþúsunda Úkraínu-

búa og Rússa til Póllands og annarra landa Austur-Evrópu sem gengu í Evrópusambandið, þar semlífskjör fara sífellt batnandi. Samkvæmt matiþýsku hagfræðistofnunarinnar hafa 100-150 þús-und manns flutt frá nýju Evrópusambandslöndun-um til vesturs, sem er aðeins brot af því sem ráðvar gert fyrir. Að hluta til er skýringin sú að Þjóð-verjar og Austurríkismenn hafa nýtt sér reglugerðsem gerir þeim kleift að opna landamæri sín hæg-um skrefum. Aðalástæðan fyrir minni fólksflutn-ingum til Vestur-Evrópu er hins vegar síbatnandiefnahagur þessara nýju Evrópusambandslanda íaustri.

U M V Í Ð A V E R Ö L D

Fái markaðurinn þá tilfinningu aðSeðlabankinn sé að slaka á stefnu

sinni og skilgreind-um markmiðum

getur það leitt tilþess að væntingarmarkaðar til verð-

bólgu hækki.

[email protected] l [email protected] l [email protected]@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is

Eftir HelguÁrnadóttur

markaðsstjóraHugar hf.

O R Ð Í B E L GSögurnar... tölurnar... fólkið...

Ósýnilegur ríkisrekstur upplýsingatækni

Sjónum hefur ekki verið beint nægilega að samkeppnisrekstri innan ríkisstofn-ana á sviði upplýsingatækni, enda er slíkur rekstur ekki jafn sýnilegur og beinnrekstur ríkisfyrirtækja. Það er þó tímabært að bragarbót verði gerð þar á endaer endurskoðun á rekstri tölvudeilda innan stofnana ríkisins löngu tímabær.

Page 15: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 15S K O Ð U N

Stýrivaxtahækkun SeðlabankaÍslands var minni en markaðs-aðilar bjuggust við. Flestirbjuggust við 50 til 70 punktahækkun. Niðurstaðan var 25punktar eða sama hækkun ogSeðlabanki Evrópu ákvað dag-inn á undan. Vaxtamunur milliÍslands og Evrusvæðisins jókstþví ekki, en vaxtamunur milliÍslands og viðksiptalanda þrýst-ir upp gengi íslensku krónunn-ar. Greining Íslandsbanka fjall-aði um vaxtamuninn:

„Munur á innlendum og er-lendum skammtímavöxtum hef-ur lítið sem ekkert breyst í kjöl-

far hækkunar Seðlabanka áföstudag. Aukinn vaxtamunurætti að öðru óbreyttu að styðjavið gengi krónu og gefur þvíþróun hans vísbendingu umgengisþróun. Munur 3ja mán-aða vaxta á peningamarkaðihérlendis og í helstu viðskipta-löndum okkar náði hámarki eft-ir vaxtahækkun Seðlabanka íseptemberlok, og var hann þátæplega 7,2%. Síðan þá hefurmunurinn minnkað nokkuð oger nú rétt um 7%. Skiptasamn-ingar vegna erlendrar útgáfu

hafa myndað þrýsting niður ávið á lengri enda peningamark-aðar undanfarið, og þannig unn-ið gegn miðlun stýrivaxtahækk-unar um vaxtarófið. Hugsanlegter þó að vextir á þessum mark-aði hækki eitthvað næstu daga.“

„Evrópski seðlabankinn(ECB) hækkaði stýrivexti sínaum 25 punkta síðastliðinnfimmtudag en það er fyrstahækkun bankans frá árinu 2000.Fastlega er búist við að banda-ríski seðlabankinn hækki vexti

sína um 25 punkta 13. desemberog aftur í janúarlok. Í stórumdráttum má því segja að vaxta-hækkun Seðlabanka Íslands áföstudag hafi ekki aukið viðvæntan vaxtamun næstu tvománuði. Ekki er því að væntafrekari stuðnings við gengikrónu úr þeirri átt næstakastið.“

Vaxtamunurinn breytist ekki í bráð

Flugið bjargar líf-eyrissjóðunumHvar sem hjól lyftast frá flug-braut, þá er líklegta að Íslending-ur sé einhverstaðar á hluthafa-skrá eigenda flugvélarinnar.Þessi bransi sem íhaldsamir fjár-festar forðast eins og heitan eld-inn er mikið áhugamál Íslend-inga.

Við eigum sjálfir okkar skerfaf íhaldsmönnum sem hafa spáðilla fyrir þessum flugáhuga.Menn voru tortryggnir á kaup FLGroup í easyJet. Nýleg greiningeasyJet virðist hins vegar bendatil þess að menn þar á bæ hafivitað hvað þeir voru að gera.Straumur er að bæta við sig íFinnair. Sterling er komið í húsog Pálmi Haraldsson og Jóhann-es Kristinsson eru stærstu hlut-hafarnir í Flyme. Þar við bætistAvion Group sem er ekkert smá-ræðis félag.

Flugrekstur er áhættusamur,en ávinningsvonin mikil ef veltekst til. Fleyg eru orð RichardsBranson, eiganda Virgin-flugfé-lagsins, að leiðin til að verðamilljónamæringur sé að verðafyrst milljarðamæringur ogkaupa síðan Flugfélag.

Hitt sem gjarnan er nefnt erað á meðan skipakóngar verðiníræðir (og þá gjarna kvæntirkonum sem eru í það minnstahálfri öld yngri en þeir), þá verðieigendur flugfélaga rúmlegasextugir (og væntanlega frá-skildir). Það er sannleikskorn íþví, því eigendur flugfélagaverða sífellt að halda vöku sinniog bregðast við breyttum að-stæðum sem vissulega tekur átaugarnar. Sjálfur er ég til í aðtaka þátt í þessu ævintýri semfarþegi í hluthafahópnum ogsleppa þar með við því að fylgj-ast með hverri hreyfingu á mark-aðnum.

Annars heyrir maður gjarnanlífeyrissjóðina kvarta undan þvíað aukin örorka og hærri lífaldursé að valda þeim vandræðum.Það er kannski lausn fyrir lífeyr-issjóðina að þjóðin sé að stórumhluta til að verða eigendur flug-félaga. Samkvæmt kenningunnium aldursmun á skipakóngum ogflugkóngum verða þeir því færrisem ná eftirlaunaaldri.

Sjálfur er ég vel eignadreifð-ur með mitt á hreinu, mæti íræktina og held ró minni. Þannighyggst ég lifa eins og skipakóng-ur í ríki mínu í að minnsta kostihálfa öld í viðbót.

Spákaupmaðurinn á horninu

S P Á K A U P M A Ð U R I N N

Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N

Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta síðastliðinnfimmtudag en það er fyrsta hækkun bankans frá árinu 2000. Fastlega er búist viðað bandaríski seðlabankinn hækki vexti sína um 25 punkta 13. desember ogaftur í janúarlok. Í stórum dráttum má því segja að vaxtahækkun SeðlabankaÍslands á föstudag hafi ekki aukið við væntan vaxtamun næstu tvo mánuði.

Page 16: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINNH É Ð A N O G Þ A Ð A N

Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is

Marka›s- og sölustjórifyrir alfljó›legt fyrirtæki

Starfssvi›Í upphafi er gert rá› fyrir a› starfi›felist a› mestu í sölu og marka›s-setningu á framlei›sluvörum fyrir-tækisins en me› tímanum mun vi›komandi bera ábyrg› á stjórnunog rekstri starfsemi Pyrotek-Inc á Íslandi.

HæfniskröfurTæknimenntun e›a tækniflekking er nau›synlegReynsla af sölu og marka›sstörfumMikil samskipta- og skipulagshæfniGó› enskukunnátta er skilyr›i

- vi› rá›um

Pyrotek-Inc er fyrirtæki me› höfu›stö›varí Bandaríkjunum sem framlei›ir sér-hanna›an háhitabúna› fyrir i›na› og selurá alfljó›amarka›i. Me›al vi›skiptavina áÍslandi eru Alcan, Nor›urál og Alcoa.

www.pyrotek-inc.com

Pyrotek-Inc leitar a› öflugum einstaklingi me›miki› frumkvæ›i til a› stjórna sölu og marka›s-setningu á framlei›sluvörum sínum á Íslandi.

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is og skulu ferilskrár á ensku sendartil Alberts Arnarsonar, [email protected], sem einnig veitir nánari upppl‡singarum starfi›. Umsóknarfrestur er til 12. desember nk.

SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000OG ER OPINN ALLA DAGA FRÁ KL. 8–22.

Breyttur afgreiðslutímií Skaftahlíð 24

to

n/

A

FI

01

44

16

Virka daga kl. 8–18.

Helgar kl. 11–16.

STAÐFESTA SAMKOMULAG UM FRÉTTAMIÐLUN TIL STARFSFÓLKS BANKANSRakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlavaktarinnar, Jónas Sigurgeirsson, fram-kvæmdastjóri upplýsingamiðlunar KB banka, og Helena Jónsdóttir, forstöðumaður á mark-aðssviði.

Upplýsingamiðlunstóraukin

Fjölmiðlavaktin og KB banki gera samning.

Fjölmiðlavaktin og KB bankihafa undirritað samning um víð-tæka upplýsingamiðlun til allsstarfsfólks bankans. Samningur-inn er sá fyrsti sinnar tegundarhér á landi og er til þess gerðurað starfsfólk hafi yfirsýn yfirumfjöllun fjölmiðla um fyrirtækiog samkeppnisumhverfi þeirra.

Samningurinn byggir á því aðFjölmiðlavaktin mun sendaframkvæmdastjórum, útibús-stjórum og öðrum lykilstarfs-mönnum afrit af öllum fréttumprent- og ljósvakamiðla semfjalla um KB banka og tengdastarfsemi.

Reglulega munu allir starfs-menn bankans fá sent til sín sér-stök fréttayfirlit þar sem aðal-atriði allrar fjölmiðlaumfjöllunareru dregin saman. Þá munu tveirefnisflokkar Fjölmiðlavaktarinn-ar, Fjármagnsmarkaður og Efna-hagsmál, birtast á innra netkerfibankans, en að jafnaði birtastyfir eitt þúsund fréttir í hverjummánuði í þessum tveimur efnis-flokkum. Ýmis sérþjónusta ávegum Fjölmiðlavaktarinnarverður einnig sniðin að einstök-um deildum og útibúum bankans,svo sem sérvöktun á fyrirtækj-um eða málefnum.

NÝTT VÖRUHÚS EIMSKIP TRANSPORT AB Fyrirhuguð er bygging nýsvöruhúss fyrir starfsemina sem meira en tvöfaldar geymslurými félagsins.

Auka umsvifin í Svíþjóð

Eimskip Transport AB byggir 7000 fermetra vöruhús

Eimskip Transport AB, dótturfélag Eimskips í Svíþjóð,hefur stóraukið umsvif sín. Nýlega festi Eimskip kaup áWLC Transport & Spedition í Helsingborg. Rekstur WLC erhliðstæður því sem er hjá Eimskip Transport AB og rekurWLC einnig sitt eigið vöruhús. Rekstur félaganna hefur núverið sameinaður og samið hefur verið um byggingu á nýjuog fullkomnu vöruhúsi fyrir starfsemina. Það meira en tvö-faldar geymslurými Eimskip Transport AB og verður tekiðí notkun næsta haust. Heildarstærð nýja vöruhússins er um7.000 fermetrar og að auki verða um 500 fermetrar nýttirundir skrifstofuhúsnæði. Eimskip Transport AB er meðrekstur bæði í Gautaborg og Helsingborg en Eimskip siglirtil Gautaborgar í áætlunarsiglingum. Starfsemi Eimskips íHelsingborg hefur undanfarið falist í rekstri vöruhúss,bæði fyrir þurrvöru og kælivöru, landflutningum, toll-afgreiðslu, umboðsmennsku og almennri flutningsmiðlun.

Page 17: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 17H É Ð A N O G Þ A Ð A N

Kökuframleiðandinn Kate’sCakes hlaut viðurkenningu semfyrirtæki ársins í Sussex. Kate’sCakes var stofnað árið 1989 oghefur allt frá stofnun verið í stöð-ugum vexti. Fyrirtækið hefurbyggt upp gott orðspor og erþekkt fyrir að vera framsækiðfélag sem sérhæfir sig í gerð áhágæða handgerðum kökum. Íhaust kom Íslandsbanki að fjár-mögnun kaupa stjórnenda á

Kate’s Cakes ásamt því að eign-ast hlut í félaginu. Conor Byrnehjá Skuldsettri fjármögnun, Ís-landsbanka, var viðstaddur af-hendingu verðlaunanna og sagðiað fyrirtækið væri vel að þessumverðlaunum komið.

Kate’s Cakes framleiðir meðalannars fyrir Marks & Spencer,Pret A Manger, Starbucks, CaffeNero og Waitrose. Um 330 mannsstarfa hjá fyrirtækinu, sem er í

vesturhluta Sussex. Einkunnar-orð fyrirtækisins eru einföld: aðframleiða bestu kökurnar og not-ast aðeins við fersk gæðahráefnivið framleiðslu og forðast gervi-efni og aukaefni.

Kate’s Cakes fyrir-tæki ársins í Sussex

STJÓRNENDUR KATE’S CAKES VIÐVERÐLAUNAAFHENDINGU Í haust

kom Íslandsbanki að fjármögnun kaupastjórnenda á Kate’s Cakes ásamt því að

eignast hlut í félaginu.

FLUTNINGSGETA STÓRAUKIN EDGE-tæknin gerir GSM-notendum kleift að miðlagögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eðavafra á internetinu á þrisvar til fjórum sinn-um meiri hraða en mögulegt hefur veriðhingað til.

Ný tækni tekin í notkun

Margfaldar flutningsgetuí farsímum viðskiptavina

Og Vodafone.Og Vodafone hefur tekið í notkunsvokallaða EDGE-tækni semmargfaldar flutningsgetu í far-símum viðskiptavina fyrirtækis-ins. EDGE nær fyrst um sinn tilviðskiptavina á höfuðborgar-svæðinu og í Eyjafirði. Tækningerir GSM-notendum meðal ann-ars mögulegt að miðla gögnum,ljósmyndum, hreyfimyndum eðavafra á Internetinu á þrisvar tilfjórum sinnum meiri hraða enmögulegt hefur verið hingað til.Og Vodafone hefur að nokkruleyti byggt virðisaukandi þjón-ustu sína á svonefndri GPRS-tækni sem býr yfir flutnings-hraða sem nemur 52 Kb/s. Meðtilkomu EDGE margfaldast af-kastageta í GSM-kerfi Og Voda-fone og eykur vöruframboð tilnotenda. Má þar nefna VodafoneMobile Connect-gagnakortiðfyrir fartölvunotendur og Voda-fone live! sem er fjölbreyttefnisveita fyrir GSM-notendur.Vodafone live! gerir notendumkleift að sækja sér myndskeið afmörkum úr ensku úrvalsdeild-inni og Meistaradeild Evrópu íknattspyrnu, hágæðatölvuleiki,MP3-hringitóna, fréttir og ann-ars konar afþreyingarefni meðmeiri hraða og í betri gæðum enáður hefur þekkst.

Og Vodafone er dótturfélagDagsbrúnar eins og 365 miðlarsem gefa út Fréttablaðið.

Page 18: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN18F Y R S T O G S Í Ð A S T

Coaching hefur verið þýtt á ýmsa vegu á íslenskuen markþjálfun, stjórnendaþjálfun og leiðtogaþjálf-un eru meðal þeirra hugtaka sem helst eru notuðeftir því við hvers lags þjálfun er átt við. Í íþróttumer það þekkt að nauðsynlegt er að hafa þjálfara tilað ná ákveðnum markmiðum. Einkaþjálfun er jafn-framt velþekkt aðferð við að ná árangri á sviði lík-amsræktar. Stjórnendaþjálfun gengur út á þaðsama. Að baki hennar er ákveðin aðferðafræði semsnýst fyrst og fremst um að virkja þann sem færþjálfun í stað þess að honum sé sagt hvernig hann áað leysa vandamálin.

Þjálfunin miðar að því að virkja getu og laðafram kjörframmistöðu einstaklinga í lífi og starfi.Hún byggir á samstarfi þjálfara og stjórnanda, fag-legri nálgun og öflugum stuðningi við markmiðstjórnanda og fyrirtækis. Þjálfararnir hlusta,greina og laga aðferðir sínar að þörfum hvers ein-staklings og vinnuumhverfis. Starfinu er gjarnanlýst sem samblandi af starfi stjórnunarráðgjafa,einkaþjálfara og leiðsögumanns. Þjálfarinn hjálparviðkomandi að teygja sig enn lengra en hann hefuráður talið sig geta og víkkar þannig sjóndeildar-hringinn. Þetta nýtist öllum, viðkomandi og fyrir-tækinu sem hann starfar hjá.

Coaching-stjórnendaþjálfun er beitt í vaxandimæli víða um heim og er að hasla sér völl hér álandi. Þeir sem veita slíka þjálfun þurfa að fylgjaákveðnum siðareglum og starfa í algjörum trúnaðigagnvart viðskiptavinum sínum. InternationalCoach Federation vinnur að því aðtryggja heilindi og gæði þjónustunnar.

Stjórnendaskóli Háskólans íReykjavík í samstarfi við CorporateCoach U (CCU) býður upp á þjálfunfyrir stjórnendur á sviði Coaching til viðbótar viðþjónustu sem seld er fyrirtækjum í áskrift á sviðiExecutive Coaching. Um er að ræða tveggja dagaþjálfun fyrir stjórnendur undir nafninu „CoachingClinic – að laða fram það besta“ þar sem þessarihugmyndafræði er beitt.

MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS ERU ÞRJÚ:1. Að veita þátttakendum fræðilega innsýn í nýjung-

ar og bestu framkvæmd á sviði leiðtogaþjálfunar. 2. Að þjálfa lykilstarfsfólk í aðferðafræði coaching

og veita því tækifæri til að beita nýrri færni viðdagleg störf.

3. Að virkja og varðveita frumkvæði starfsmanna ogvinna að stöðugum umbótum með sannreyndumog áhrifaríkum aðferðum.

Guðrún Högnadóttir er leiðbeinandi námskeiðsinsen hún er þróunarstjóri Stjórnendaskóla Háskólansí Reykjavík og sérfræðingur við viðskiptadeildskólans. Hún hefur lengi starfað við stjórnunarráð-gjöf en árið 2004 lauk hún Associate CertifiedCoach prófréttindum frá CCU og er annar tveggjaÍslendinga sem lokið hafa þeirri prófgráðu. Aukstarfa við kennslu starfar hún sem executive coachhér heima og með viðskiptavinum erlendis.

Högni Óskarsson er einn þeirra sem starfa semstjórnendaráðgjafi á Íslandi og hefur líkt ogGuðrún lokið Associate Certified Coach prófrétt-indum frá CCU. Hann er geðlæknir og hefur fráupphafi ferils síns unnið með dýnamísk kerfi í sinnivinnu, þ.e. fjölskyldur, teymi og hópa, svo og önnur

tilfelli þar sem samskipti einstaklinga eru skoðuðog greind. Hann hefur nú bætt stjórnendaráðgjöfvið menntun sína og starfar sem stjórnendaþjálfisamhliða, en óháð, geðlækningunum.

Högni vinnur ýmist með einstökum stjórnendumeða eftir samningi við fyrirtæki. Er þá unnið meðhópi stjórnenda, til dæmis til að gera breytingaferliskilvirkara. Oft á tíðum þurfa stjórnendur hjálp við

að átta sig á eigin blindu blettum, ýmsuhamlandi í eigin stjórnunarstíl eða per-sónuleika sem þeir sjá ekki, þótt aðrirsjái. Algengur vandi er að æðstustjórnendur fái ekki þá gagnrýni sem

þeir þurfa þar sem undirmennirnir segja oftar þaðsem þeir telja yfirmanninn vilja heyra í stað þesssem hann þarf að heyra. Stjórnendaþjálfunin nýtiststjórnandanum við að fá skarpari sýn á sjálfan sig ívinnuumhverfinu.

Leiðtogi ehf. mun vorið 2006 í samstarfi viðCoachutbildning Sverige bjóða menntun fyrir þásem hafa hug á að starfa sem persónulegir þjálfar-ar og hljóta alþjóðlega viðurkenningu hjáInternational Coach Federation. Námið hentareinnig stjórnendum sem vilja nýta sér aðferðafræðicoaching-stjórnendaþjálfunar í starfi. StofnendurLeiðtoga eru þau Matilda Gregersdotter og Berg-steinn Ísleifsson sem bæði starfa sem stjórnenda-þjálfar. Nú þegar eru nokkrir starfandi ráðgjafar áÍslandi. Menntun í ætt við þá sem Leiðtogi er aðhefja veitir þeim möguleika á að verða viðurkennd-ir innan ICF. Menntunin veitir staðfestingu á hæfniog þann verklega reynslutíma sem þörf er á til aðfullnægja fræðilega hluta viðurkenningarinnar.Leiðtogi býður einnig reglulega upp á styttri nám-skeið fyrir stjórnendur sem vilja tileinka sér að-ferðafræði coaching-stjórnendaþjálfunar í starfi ogeinkalífi.

Kannanir sýna að töluverður árangur hljótist afþví að nýta aðferða- og hugmyndafræði Coaching-stjórnendaþjálfunar. Sumar þeirra sýna að ROI (re-turn on investment) geti verið meira en 6/1 semþýðir að útlagður kostnaður skilar sér að minnstakosti sexfalt. Það fer þó eftir aðstæðum en það ermat margra að coaching sé eitt öflugasta stjórnun-artól sem fram hefur komið lengi. - hhs

M Á L I Ð E R

Coaching

Hvað er Coaching?Coaching er einstaklingsmiðuðleiðtogaþjálfun sem miðar aðþví að laða fram það besta meðskilvirkri samtalstækni, verk-efnum og fræðslu sem er sniðinað veruleika viðmælenda. Umer að ræða langtímasambandsérþjálfaðs einkaráðgjafa ogstjórnanda sem byggir á fag-legri nálgun og öflugum stuðn-ingi við markmið einstaklingaog fyrirtækja. Coaching er hlut-laus og upp-byggilegur vett-vangur til þessað þekkja ognýta betur styrk-leika og tækifæriviðmælenda,kortleggja vænt-ingar og fástuðning við aðgera framtíðar-sýn að veruleikameð raunhæfumog árangursrík-um úrræðum.Einkaráðgjöf get-ur einnig beinstað því að stuðlaað lausnum á af-mörkuðumvandamálum inn-an fyrirtækja ogstofnana.

Hvernig ferCoaching fram?

StjórnendaskóliHáskólans íReykjavík býðurviðskiptavinum sínum upp áExecutive Coaching í áskriftsem nær til dæmis yfir þriggjamánaða tímabil. Coachingbyggir á hnitmiðuðum og vekj-andi spurningum, viðtölum,verkefnum, prófum, æfingum,360˚ mati og fræðslu þar semstjórnandinn er í brennidepli.Samtölin fara fram á skrifstofuviðmælenda, í fundarherbergj-um okkar, í síma eða í undan-tekningartilfellum um netið.

Fyrir hverja?Framúrskarandi íþróttamennfara ekki á ólympíuleikana ánþjálfara. Þeir treysta á þjálfar-ann til að fylgjast með ogstyðja við árangur, koma meðábendingar um betri frammi-stöðu og hvetja áfram innanvallar sem utan. Með aðferðumeinkaráðgjafar ávinnst þaðsama: hvatning til að ná semlengst, forskot á keppinauta oghámarksárangur. Coaching erfyrir þá sem vilja byggja á eig-

in styrkleikum og ná enn meiriárangri í lífi og starfi. Fyrir-tæki kaupa yfirleitt coachingfyrir þá starfsmenn sem hafaskarað fram úr og eru lykil-starfsmenn til framtíðar. Taliðer að allt að 70 prósent æðstustjórnenda Fortune 1000-fyrir-tækja nýti sér coaching.

Hver er árangurinn?Rannsóknir hafa sýnt umtals-verðan árangur af coaching

sem meðal annarskemur fram íauknum gæðumog framleiðni,aukinni festustarfsmanna,auknum hagnaðiog starfsánægju(Business Wire2001). Mat PublicPersonnel Mana-gement sýndifram á 88 pró-senta framleiðni-aukningu þeirrasem fengu fræðsluog coaching sam-anborið við 22,4prósenta aukninguþeirra sem hlutueingöngu fræðslu.Sérstaða Coachinger sú að hér ereinstaklingurinn ífyrirrúmi –þjálfunin er sniðinað persónulegumþörfum hvers ogeins líkt og þjálfun

fremstu íþróttamanna heims.Þjálfunin er mjög árangursmið-uð og grundvallast á stefnu, sýnog brag fyrirtækis. Coachingstyður einstaklinga við að finnaeigin svör við áskorunum semþeir standa frammi fyrir í lífiog starfi.

Hvernig standa málin á Íslandi?Vaxandi áhugi hefur verið umheim allan á virði coaching. Ís-lensk fyrirtæki eru í auknummæli að nýta sér aðferðircoaching. Mikil eftirspurn ereftir einkaþjálfun í fjármála-og tryggingageiranum, sem oghjá fjarskipta- og upplýsinga-tæknifyrirtækjum og víðar.Einnig eru opinber fyrirtæki aðkynnast kostum coaching. Góðaðsókn hefur verið í vinnustof-ur Stjórnendaskóla Háskólans íReykjavík „Coaching Clinic –Að laða fram það besta“ þarsem stjórnendur fá þjálfun í aðnýta aðferðafræði coaching viðeigin störf.

Framtíðarsýn gerðað veruleika

T Ö L V U P Ó S T U R I N N

Til GuðrúnarHögnadóttur

þróunarstjóra stjórnendaskólaHáskólans í Reykjavík

Einkaþjálfun fyrir stjórnendurÞað færist í aukana að íslensk fyrirtæki ráði til sín nokkurs konar einkaþjálfara tilað hámarka frammistöðu stjórnenda sinna, fyrirtækinu og þeim sjálfum til hags-bóta. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir kynnti sér hugmynda- og aðferðafræðinasem liggur að baki Coaching-stjórnendaþjálfun.

MATILDA GREGERSDOTTER OG BERGSTEINN ÍSLEIFSSON,STOFNENDUR LEIÐTOGA EHF. Vorið 2006 mun Leiðtogi ehf.bjóða menntun í samstarfi við Coachutbildning Sverige fyrir þá semhafa hug á að starfa sem persónulegir þjálfarar. Námið hentar einnigstjórnendum sem vilja nýta sér aðferðafræði coaching-stjórnenda-þjálfunar í starfi.

Page 19: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast
Page 20: Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Íslenskum bönkum vel · 2017-03-24 · segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast

Toppurinn að vera í teinóttu

Davíð Oddsson þykir hafa komiðmynduglega fram í nýju hlut-verki seðlabankastjóra. Merkjamenn að það sé létt yfir honumum leið og hann þykir tala affestu um stefnu bankans. Öll sól-armerki eru um það að hannkunni vel að meta nýtt hlutverkog verður spennandi að fylgjastmeð því hvort honum tekst meðtíð og tíma að öðlast Green-spanska vigt sem yfirmaðurpeningastjórnarinnar á Íslandi.Annars hafa menn ekki tekið eft-ir neinni stökkbreytingu í fariþessa fyrrverandi forsætisráð-herra landsins, nema hvað aðhann er kominn í teinótt jakka-föt, en sem ráðherra var Davíðvenjulega í einlitum fötum. Tein-ótt er tákn bankamannsins oghefur enginn gengið lengra í þvíen Björgólfur Guðmundssonsem hefur tommu á milli teina.Davíð er reyndar ekki enn svolangt genginn á teinum banka-heimsins.

Krjúpa á knéÞótt flestir séu sammála um aðDavíð Oddsson seðlabankastjórihafi komið tiltölulega vel út þeg-ar hann kynnti stýrivaxtahækk-un Seðlabankans síðasta föstu-dag og á fundi Viðskiptaráðs ámánudaginn, heyrast auðvitaðraddir sem gagnrýna að ekki vargengið lengra í þetta sinn. Verð-bólgan sé langt fyrir ofan verð-bólgumarkmið bankans og nauð-synlegt hefði verið að fylgja síð-ustu vaxtahækkun betur eftir.Víki verðbólgan langt frá mark-miðum þarf Seðlabankinn aðsenda ríkisstjórninni skriflegarskýringar. Í gamni er bent á aðnær væri að Davíð og félagarkæmu fram opinberlega, leggð-ust á hnén og bæðu þjóðina af-sökunar. Þá hefðu stýrivextirbankans verið hækkaðir um eittprósentustig en ekki 0,25.

Hin gömlu kynni Fjárfestingar Íslendinga erlend-is hafa á sér ýmsar hliðar. Einskondin og skemmtileg birtist íManchester Evening News. Þargreinir frá því hvernig þrír fyrr-um vinnufélagar hjá GMCA hafasameinast á ný eftir að starfs-framinn hafði borið þá burt hverfrá öðrum. Ástæðan er að Lands-bankinn hefur hafið starfsemi íManchester og þegar tveir fé-laganna voru komnir til starfavar auðvelt að ná í þann þriðja.„Fyrirheitin um að sameinastgömlum félögum í frumkvöðla-starfi var of gott til að sleppaþví,“ segir David Lomax, sá semsíðast réð sig til Landsbankans íviðtali við Manchester EveningNews.

160 10,5% 30milljarða kaup félags Björgólfs Thors Björgólfs-sonar í evrópskum símafyrirtækjum.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eftirhækkun á þriðjudag.

milljóna hagnaður lykilstjórnenda KBbanka af 232 milljóna kaupum á hlutabréf-um bankanna.

SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, [email protected] DREIFING: [email protected] Auglýsingadeild: [email protected] Veffang: visir.is

B A N K A H Ó L F I Ð