eystrahorn 17. tbl. 2011

6
Fimmtudagur 28. apríl 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 17. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Laugardaginn 7. maí nk. mun Isavia ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa fyrir flugslysaæfingu við Hornafjarðarflugvöll. Sett verður á svið atvik þar sem farþegaflugvél hlekkist á við lendingu með þeim afleiðingum að hún brotlendir og fjöldi fólks slasast. Verður það svo verkefni viðbragðsaðila á Höfn að koma þolendum til bjargar skv. viðbragðsáætlun sem unnin hefur verið, vernda vettvang og rannsaka tildrög líkt og um raunverulegt slys væri að ræða. Að lausn verkefna æfingarinnar munum koma allir neyðarþjónustuaðilar á Höfn; lögregla, slökkvilið, HSSA, Björgunarfélag Hornafjarðar, Hornafjarðardeild RKÍ ásamt fleirum auk þess viðbúnaðar sem virkjaður er í Reykjavík skv. viðbragðsáætluninni, þ.m.t. landhelgisgæslan, Landspítali háskólasjúkrahús, rannsóknarnefnd flugslysa o.fl. Ljóst er að æfing sem þessi mun gagnast neyðarþjónustuaðilum í mun fleiri tilvikum en flugslysum. Þarna mun reyna á alla að starfa eftir skipulagi almannavarna, en það er skipulag sem unnið er eftir við margskonar vá sem steðjað getur að, t.a.m. sjóslys, náttúruhamfarir, hópslys í umferðinni o.fl. Til að æfingin verði sem gagnlegust fyrir þá aðila sem að henni koma er nauðsynlegt að njóta aðstoðar sjálfboðaliða og er þess óskað að íbúar á svæðinu leggi neyðarþjónustunni lið með því að skrá sig sem sjálfboðaliða. Hlutverk sjálfboðaliða verður að leika slasaða á æfingunni, aðstandendur slasaðra og til að aðstoða við förðun þeirra sem leika slasaða. Lögreglan á Höfn tekur að sér að skrá sjálfboðaliða og er áhugasömum bent á að hafa samband í síma 470 6145 eða með tölvupósti á [email protected] Flugslysaæfing á Hornafjarðarflugvelli - Nauðsynlegt að njóta aðstoðar sjálfboðaliða - Frá flugslysaæfingu 2006.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 06-Mar-2016

250 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 17. tbl. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 17. tbl. 2011

Fimmtudagur 28. apríl 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn17. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Laugardaginn 7. maí nk. mun Isavia ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa fyrir flugslysaæfingu við Hornafjarðarflugvöll. Sett verður á svið atvik þar sem farþegaflugvél hlekkist á við lendingu með þeim afleiðingum að hún brotlendir og fjöldi fólks slasast. Verður það svo verkefni viðbragðsaðila á Höfn að koma þolendum til bjargar skv. viðbragðsáætlun sem unnin hefur verið, vernda vettvang og rannsaka tildrög líkt og um raunverulegt slys væri að ræða. Að lausn verkefna æfingarinnar munum koma allir neyðarþjónustuaðilar á Höfn;

lögregla, slökkvilið, HSSA, Björgunarfélag Hornafjarðar, Hornafjarðardeild RKÍ ásamt fleirum auk þess viðbúnaðar sem virkjaður er í Reykjavík skv. viðbragðsáætluninni, þ.m.t. landhelgisgæslan, Landspítali háskólasjúkrahús, rannsóknarnefnd flugslysa o.fl. Ljóst er að æfing sem þessi mun gagnast neyðarþjónustuaðilum í mun fleiri tilvikum en flugslysum. Þarna mun reyna á alla að starfa eftir skipulagi almannavarna, en það er skipulag sem unnið er eftir við margskonar vá sem steðjað getur að, t.a.m. sjóslys, náttúruhamfarir, hópslys í umferðinni o.fl.

Til að æfingin verði sem gagnlegust fyrir þá aðila sem að henni koma er nauðsynlegt að njóta aðstoðar sjálfboðaliða og er þess óskað að íbúar á svæðinu leggi neyðarþjónustunni lið með því að skrá sig sem sjálfboðaliða. Hlutverk sjálfboðaliða verður að leika slasaða á æfingunni, aðstandendur slasaðra og til að aðstoða við förðun þeirra sem leika slasaða. Lögreglan á Höfn tekur að sér að skrá sjálfboðaliða og er áhugasömum bent á að hafa samband í síma 470 6145 eða með tölvupósti á [email protected]

Flugslysaæfing á Hornafjarðarflugvelli- Nauðsynlegt að njóta aðstoðar sjálfboðaliða -

Frá flugslysaæfingu 2006.

Page 2: Eystrahorn 17. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 28. apríl 2011

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ósmyndir: ........ Maríus SævarssonPrófarkalestur: ... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Farfuglar og flækingar

Spói • 19. apríl

Kjói • 13. apríl

Innilega þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar,

tengdamóður og ömmu

Sigurbjargar Eiríksdóttur frá Stórulág

Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Hjúkrunarheimilinu á Höfn

fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót.

Eiríkur SigfinnssonSigurður Sigfinnsson Jóhanna S.GísladóttirPáll Sigfinnssonog barnabörn

LeiðréttingÍ síðasta tölublaði var sagt frá aðalfundi Skinneyjar-Þinganess. Vitnað var í skýrslu framkvæmdastjóra, Aðalsteins Ingólfssonar, en átti að vera formanns stjórnar Gunnars Ásgeirssonar. Þetta leiðréttist hér með og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

Ritstjóri

Undanfarin misseri hafa karlakórsmenn æft stíft undir stjórn þeirra Jóhanns Morávek og Guðlaugar Hestnes að metnaðarfullri söngdagskrá sem verður flutt í Hafnarkirkju 28. apríl kl. 20:00. Söngskrá Jökuls á þessum vetri er að hluta til æfð fyrir væntanlega söngferð til Kanada, en þar verður kórinn einn af gestgjöfum á 200 ára afmælisárstíð Jóns Sigurðssonar. Til fróðleiks má geta þess að Jón Sigurðsson var forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins og hlaut af því viðurnefnið forseti, en forseti íslenska lýðveldisins var hann aldrei. Markmið ferðarinnar er m.a.að taka þátt í hátíðarhöldum Íslendingadaga, og verður karlakórinn Jökull þar

fulltrúi íslenskrar sönghefðar. Undirbúningur ferðarinnar hefur staðið í allan vetur í samvinnu við Jónas Þór fararstjóra og ferðaskrifstofuna Vesturheima

sf. Þann 17. júní verða mikil hátíðarhöld af tilefni afmælisins og munu þjóðræknifélög frá Kanada og Bandaríkjunum taka þátt í þeim ásamt okkur.

Karlakórinn Jökull mun halda hátíðartónleika í Foam Lake, þar sem hann fellur inn í skipulagða dagskrá þjóræknifélagsins þar. Foam Lake er vestur af Winnipeg, og er með blönduðu þjóðfélagsmynstri sem einkennist af bændasamfélagi. Kórinn heldur utan 12. júní og má segja að það sé kominn ferðahugur í kórmenn og maka, en alls fara 52 í þessa ferð. Að sjálfsögðu birtum við svo ferðasöguna þegar heim verður komið. Við kórfélagar hvetjum alla til að hlýða á tónleikana okkar í Hafnarkirkju og styðja vel við bakið á okkur nú sem hingað til.

Stjórn, Karlakórsins Jökuls og ferðanefnd

Vesturför Karlakórsins Jökuls

Hlé verður á starfsemi Heimamarkaðsins næstu laugardaga. Opnun verður auglýst síðar.

Björn Arnarson annar fuglasérfræðingur blaðsins fann þessa Sorarellu í Suðursveit 25. apríl sl. Sorarella hefur aldrei sést á Íslandi áður og er mjög sjaldgæfur flækingur í Evrópu. Heimkynni hennar eru í Ameríku. Hún er náskyld Keldusvíni og er mjög felugjörn.

Jaðrakan • 10. apríl

Kría • 22. apríl

Blað sem eflir bæjarbrag og berst

í sérhvert hús

Page 3: Eystrahorn 17. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 28. apríl 2011

„Mér fannst það aldrei há mér þótt ég talaði engin erlend tungumál. Ég talaði bara á skaftfellskunni og náði ágætlega til útlendinganna. Og ég á mjög mikið af góðum vinum úti í heimi, þótt ótrúlegt sé.Stundum endursögðu fararstjórarnir það sem ég sagði útlendingunum en það skilaði sér misvel. Það kom líka fyrir, ef ég vissi um Íslendinga í hópnum, að ég bæði þá um að endursegja orð mín á ensku eða öðru erlendu tungumáli.Meðan reynsla var að komast á ferðirnar voru þær stundum svolítið skrautlegar og ýmislegt eftirminnilegt kom upp á. Fyrsta heila sumarið sem ég hélt úti ferðunum kom með mér útlendur fararstjóri með þrjátíu manna hóp af Þjóðverjum. Ég fór með fólkið á dráttarvélinni vestur fyrir

höfðann og stoppaði undir kletti í króknum framan við sandölduna sem þar er. Þegar fólkið var

komið af vagninum fór það að gæða sér á nestinu sínu undir klettinum. Rétt fyrir ofan fólkið var grasigróin sylla þar sem fýlar

lágu á eggjum. Skyndilega datt einum farþeganna í hug að klifra upp á sylluna og skríða út eftir

henni til að láta taka mynd af sér með fuglunum. „No, no, no,“ sagði ég og kippti í manninn með annarri hendinni. En hann var

ekkert á því að láta stoppa sig og nú fóru aðrir farþegar í hópnum að taka myndir af honum. Ég sá að þetta dugði ekki og fór að leika fýl með því að baða út höndunum og spýta út í loftið. Þjóðverjarnir héldu ábyggilega að ég væri orðinn vitlaus því þeir hlógu bara að mér. Þegar maðurinn kom á móts við einn fýlinn gerðist það sem ég hafði óttast, fýllinn spjó og lenti slumman aftan til á hálsi mannsins og rann undir skyrtuna niður eftir bakinu. Manninum varð mikið um þetta og hraðaði sér niður af syllunni, enda lyktin af ælunni alveg að gera út af við hann. Aftur á móti skemmtu samferðamenn hans sér konunglega á þessari óvæntu leiksýningu. Nú skildu allir hvað ég hafði verið að reyna að koma manninum í skilning um!“

Arnþór Gunnarsson sagn-fræðingur kynnti nýútkomna bók sína „Á afskekktum stað“ í Pakkhúsinu á Sumardaginn fyrsta. Í inngangi bókarinnar segir höfundurinn:„Munnlegar heimildir hafa lengi höfðað sérstaklega til mín, eða allt frá því að ég vann að ritun á sögu Hafnar í Hornafirði á árunum 1993–2000. Þá tók ég viðtöl við um 150 manns, sum efnismikil en önnur stutt. Viðtölin færðu mér heim sanninn um mikilvægi slíkra heimilda þegar samtímasaga er annars vegar, ekki síst til að leiða í ljós hið margþætta gangvirki samfélagsins, hlutverk einstaklingsins í því sambandi og samspil hans og heildarinnar. Eitt af markmiðum þessarar bókar er einmitt að lesendur verði einhverju nær um samspil einstaklings og samfélags en henni er einnig ætlað að varpa ljósi á sérstöðu þess landsvæðis sem um ræðir, það er að segja Austur-Skaftafellssýslu, tengsl manns og náttúru, þróun samgangna

og atvinnulífs til sveita og jafnvel hvernig „nútíminn“ barst inn á svæðið, hvaða viðtökur hann fékk og hverju hann breytti. Til að ná þessum markmiðum

átti ég samtöl við sex Austur-Skaftfellinga og birtist afrakstur þeirra í fjórum þáttum sem mynda stofn bókarinnar. Í lokakaflanum verða aftur á móti dregin saman ýmis atriði sem

fram koma í máli viðmælenda og þau sett í víðara samhengi.Hugmyndin að bókinni kviknaði um haustið 2008. Eftir að hafa sett saman lista yfir hugsanlega

viðmælendur, gert útfærslur á hugmyndinni og viðrað hana við nokkra aðila lét ég slag standa. Skömmu fyrir páska 2009 hafði ég samband við viðmælendurna sex með ósk um að ræða við þá

um afmörkuð skeið í lífi þeirra. Er skemmst frá því að segja að allir tóku hugmyndinni vel og gáfu jákvætt svar án þess að hugsa sig um tvisvar. Viðmælendurnir eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir (f. 1919) og Gísli Arason (f. 1917) á Höfn, Ingibjörg Zophoníasdóttir (f. 1923) á Hala í Suðursveit, Þorvaldur Þorgeirsson (f. 1930) í Grænuhlíð í Lóni (áður í Nýjabæ á Höfn) og feðgarnir Sigurður Bjarnason (f. 1932) og Einar Rúnar Sigurðsson (f. 1968) á Hofsnesi í Öræfum. Samtölin fóru fram árin 2009 og 2010.Við val á viðmælendum hafði ég fyrst og fremst í huga að þeir væru af báðum kynjum, kæmu víðs vegar að úr sýslunni og að frásagnir þeirra næðu til samans yfir sem lengst tímabil, eða mestan hluta af öldinni sem leið og allt fram til 2010. Ingibjörgu taldi ég til tekna að vera aðflutt því að mig rak forvitni á að vita hvernig Suðursveit og héraðið hefðu komið aðkomumanni fyrir sjónir um miðja síðustu öld.“

Á afskekktum stað

Arnþór Gunnarsson, Sveinbjörg Eiríksdóttir ekkja Þorvaldar Þorgeirssonar, Ingibjörg Zóphoníasdóttir, Álfheiður Magnúsdóttir, Gísli Arason og Matthildur Þorsteinsdóttir f.h. Sigurðar Bjarnasonar og Einars Sigurðssonar.

Mynd: Snorri Óskarsson

Tilvitnun í frásögn Sigurðar í Hofsnesi sem fór með ferðafólk út í Ingólfshöfða í heyvagni

Aðalfundur Skotfélags A-SkaftafellssýsluFundurinn verður haldinn á Kaffi Horninu

föstudaginn 29 apríl 2011 kl 20:00

• Kynning á hugsanlegu skotsvæði • Venjuleg aðalfundarstörf • Skráning nýrra félaga

Stjórnin

Aðalfundur Jöklaseturs á Höfn ses verður í Nýheimum miðvikudaginn 11. maí kl. 14:00

Dagskrá1. Kosning fundarstjóra og fundarritara2. Skýrsla stjórnar3. Ársreikningar 2009 og 20104. Fjárhags- og starfsáætlun 5. Rekstur og fjárhagur Jöklasýningar í gegnum tíðina6. Framtíð Jöklasýningar7. Kosning stjórnar og varastjórnar8. Önnur mál

Page 4: Eystrahorn 17. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 28. apríl 2011

Það hefur lengi verið stefna og starf ungmannafélagsins Sindra að fá unga sem aldna til þess að stunda íþróttir, útiveru og hreyfingu enda fátt betra og skemmtilegra en leikur með sínum nánustu. Þann 14. maí ætlar ungmennafélagið að standa fyrir einum allsherjar hreyfidegi. Það er stefna okkar þá að fá alla út og helst að keppa í einhverri grein. Ef menn treysta sér ekki til að keppa, þá allavega að koma og hvetja sitt fólk. Mótið verður byggt upp líkt og mótið Íformi nema nú er það fyrir allan aldur. Miðað verður við að keppendur geti keppt í fleiri en einni grein og hefur verið leitast við að raða tímum og greinum upp með það í huga. Lögreglan mun stjórna hjóla- og þríhjólaþrautum og félag eldriborgara ætlar að sjá um boccia í íþróttahúsinu um morguninn. Aðrar greinar sem keppt verður í eru brennibolti fyrir bæði kyn, strandblak, hnit, karfa 3

á 3, frjálsar með nýju ívafi, og svo sund þar sem fjölskyldur keppa boðsund og verður veitt forgjöf eftir því hvað keppendur eru ungir eða gamlir. Keppnisgjaldi verður stillt í hóf eða 1000- kr. á keppenda en þó aldrei hærra en 3000- kr. á fjölskyldu. Í lok dags er hugmyndin að búið verði að semja við eitthvert veitingahúsið svo pabbinn og mamman þurfi ekki að elda og geti bara boðið sínum ungum á pizzahlaðborð eða annað gott.Þegar nær dregur móti verður gefinn út tímaseðill, keppnisreglur og annað sem nauðsynlegt er að vita áður en stóri dagurinn rennur upp.Allir pabbar verða auðvitað búnir að yfirfara hjólin, stilla sætin, smyrja keðjur og laga bremsur áður en að mótinu kemur.Stjórn Umf. Sindra hvetur alla Skaftfellinga til að taka þátt í mótinu.

Gaman saman

Vakin er athygli á að níu af hverjum tíu gróðureldum eru af manna völdum. Einu náttúrulegu orsakir gróðurelda eru eldingar sem slær niður. Flestir gróðureldar verða á vorin og snemma sumars og það þarf enga langvarandi þurrka til þess að hætta á gróðureldum skapist. Hér á landi þarf að sækja um leyfi til sýslumanns til þess að kveikja bál og einungis ábúendur á jörðum geta fengið leyfi til að

brenna sinu á jörðum sínum sbr. lög nr. 61,1992 og reglugerð nr. 157, 1993.Eru það tilmæli frá eldvaraeftirliti að farið verði eftir þessu ákvæði í lögum og að náttúra og dýraríki beri ekki skaða af einhverskonar fikti með óvarinn eld.

Borgþór Freysteinsson eldvarnafulltrúi

Fjármála - og framkvæmdasvið Hornafjarðar

Tilkynning

AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum

baráttukveðjur í tilefni dagsins

Aukum atvinnu • Bætum kjörin

Hátíðarhöld félagsins á Hornafirði 1. maí

• Hótel Höfn kl. 14:00 kaffiveitingar • Lúðrasveit Hornafjarðar • Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu • Ávarp: Guðrún Ingimundardóttir • Ræðumaður: Reynir Arnórsson

Sushi- og Zumbaæði um helgina!

Af hverju ekki að njóta lífsins á heilbrigðan hátt

og dansa og borða alla helgina?

Tvö frábær námskeið sem enginn ætti að missa af!

Nánari upplýsingar á www.tna.is

Page 5: Eystrahorn 17. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 28. apríl 2011

Meiraprófsnámskeiðleigubifreið • vörubifreið • hópbifreið • eftirvagn

Hornfirðingar og nágrannar athugið!

Námskeið til aukinna ökuréttinda

hefst á Höfn föstudaginn 14. maí nk. Kl. 17:00

HelgarnáMskeiðVerkalýðsfélög veita allt að 100 þúsund króna styrk og vinnumiðlanir veita allt að 70 þúsund

króna styrk.

Skráning í símum 892-6570 og 892-6571

Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða

Óskum starfsfólki og fjölskyldum þeirra

til hamingju með daginn, 1. maí

Skinney - Þinganes hf • Krossey • Sími 470 8100 • Fax 470 8101 • [email protected] • www.sth.is

Rólegt var yfir bátaflotanum þennan hálfa mánuð. Bæði var bræla og svo páskafrí.Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 ................... net ........... 2 .........47 ......þorskur 44

Sigurður Ólafsson SF 44 .... humarv ....1 ........3,6 ......humar 0,5 (halar)Skinney SF 20 ..................... humarv ....2 ......13,0 ......humar 6,9Þórir SF 77 .......................... humarv ....3 ......25,7 ......humar 13,2

Steinunn SF 10 ................... botnv ........1 .........70 ......þorskur 43

Dögg SU 118 ....................... lína ............1 ........6,5 ......þorskur 5,4Guðmundur Sig SU 650 .... lína ...........1 ........2,2 ......steinbítur 1,9Ragnar SF 550 .................... lína ...........1 ....... 1,9 ......steinbítur 1,6

Siggi Bessa SF 97 ............... handf ........1 ........3,0 ......ufsi 3,0

Heimild: www.fiskistofa.is

Aflabrögð 11. - 24. apríl (2 vikur)

Page 6: Eystrahorn 17. tbl. 2011

mar

khon

nun.

is

Birt

með

fyrir

vara

um pr

entv

illur

og m

ynda

víxl.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

Tilboðin gilda 28.apríl - 1.maí eða meðan birgðir endast

GLEÐILEGT SUMAR!

399kr/pk.

áður 429 kr/pk.

1.259kr/kg

áður 1.798 kr/kg

ALIFUGLAHAKK600 G FROSIÐ

40%afsláttur

30%afsláttur

20%afsláttur

40%afsláttur

50%afsláttur

30%afsláttur

299kr/pk.

áður 498 kr/pk.

1.499kr/kg

áður 2.498 kr/kg

93kr/kg

áður 185 kr/kg

LAMBALÆRISSNEIÐARFERSKAR

BÖKUNARKARTÖFLUR KAFFI - NETTÓ400 G

GRÍSAKÓTELETTURFERSKAR - KRYDDAÐAR

VÍNARPYLSUR10 STK 513 G

GRÍSAHNAKKASNEIÐARFERSKUR- KRYDDAÐUR

399kr/pk.

áður 499 kr/pk.

1.049kr/kg

áður 1.498 kr/kg

Kræsingar & kostakjör