bíó paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

16
NÓVEMBER/DESEMBER 2011 DAGSKRÁ Tilda Swinton í We Need to Talk About Kevin Sýnd frá 25.nóvember

Upload: asgrimur-sverrisson

Post on 26-Mar-2016

235 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Dagskrá Bíó Paradísar nóv.-des. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

NÓVEMBER/DESEMBER 2011DAGSKRÁ

Tilda Swinton í

We Need to Talk About KevinSýnd frá 25.nóvember

Page 2: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

Haustið hefur verið frábært, þökk

sé viðtökum ykkar bíógesta,

íslenskar og norrænar myndir

hafa gert það sérlega gott og nýja

Woody Allen myndin sömuleiðis að

ónefndum fjölmörgum vel sóttum

viðburðum.

Við höldum áfram að bjóða uppá

spennandi og áhugaverðar myndir

héðan og þaðan úr heiminum. Nýjar

myndir koma frá Danmörku, Frakklandi,

Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum

auk Íslands. Íslensku heimildamyndirnar

Bakka-Baldur og HKL (Anti-American

Wins Nobel Prize) er sérlega forvitni-

legar. Þá munum við sýna 12 nýjar

heimildamyndir sem fjalla um ástand

heimsins á einn eða annan hátt í sam-

vinnu við Amnesty á Íslandi.

Alliance Francaise heldur áfram að fá

ýmsa þekkta einstaklinga til að sýna

okkur franskar myndir í uppáhaldi,

við hitum upp fyrir heimsókn Kevin

Smith með því að sýna tvær mynda

hans og sérstök sýning verður á þýskri

kvikmynd sem gerð var eftir bók

Kristmanns Guðmundssonar, Morgunn

lífsins.

Þá verða helstu myndir meistarans Carl

Th. Dreyer sýndar í desember og föstu

liðirnir koma ávallt skemmtilega á óvart

eins og vera ber!

Góðar stundir í Bíó Paradís!

2 BÍÓ PARADÍS

Skemmtilegtskammdegi

Bíó Paradís er rekið af sjálfseignarstofnuninni Heimili

kvikmyndanna ses. Stjórn: Ari Kristinsson, form., Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ragnar Bragason. Aðsetur: Hverfi sgata 54,101 Reykjavík. Sími: 412 7712. Vefur: www.bioparadis.is. Framkvæmdastjóri: Lovísa Óladóttir [email protected]. Dagskrárstjóri: Ás-

grímur Sverrisson [email protected]. Rekstrarstjóri: Guðmundur Lúðvíksson [email protected]. Dagskrárráð: Anna María Karlsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Halla Kristín Einarsdóttir, Ottó Geir Borg, Vera Sölvadóttir. Miðasala: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Sími: 412 7711. Miða er einnig hægt að kaupa á midi.is. Margskonar afsláttarkjör eru í boði á bioparadis.is/adgangskort. Kaffi hús/bar: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Kaffi , léttvín, bjór, léttar veitingar. Einnig er úrval mynddiska til sölu. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Sýninga-

tíma dagsins og vikunnar má sjá á forsíðu vefsins: www.bioparadis.is.

Bíó Paradís er rekið með stuðningi Reykjavíkurborgar og Kvikmynda-miðstöðvar Íslands.

EFNI:NÝJAR MYNDIR:

SUPERCLÁSICO...........................3BAKKA BALDUR ............................3PARTIR .............. ............................4HKL (ANTI-AMERICAN WINS NOBEL PRIZE) ..4WE NEED TO TALK ABOUT KEVIN.....5HJEM TIL JUL ...............................5SUBMARINE .................................6THIS MUST BE THE PLACE ............6

VIÐBURÐIR:

STEFNUMÓT VIÐ FRANSKARKVIKMYNDIR ...............................7ÓSÝNILEG / HEIMILDAMYNDA-HÁTÍÐ AMNESTY ...........................8KEVIN SMITH UPPHITUN ..............10MORGUNN LÍFSINS ....................11

FASTIR LIÐIR:

MÁNUÐUR MEISTARANS/DES.: CARL TH. DREYER .....................12KLÚBBAR OG AÐRIR FASTIR LIÐIR ..............................14SÝNINGALISTI .............................15

Vertu fastagestur!Allt að 35% afsláttur með aðgangskortum.

Page 3: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

NÝJAR MYNDIR 3

NÝJAR MYNDIR:

BAKKA-BALDURÍSLAND/2011

HEIMILDAMYND. 60 MIN. STJÓRNANDI: ÞORFINNUR GUÐNASON.

FRAMLEIÐENDUR: BJARNI ÓSKARSSON,

GÍSLI GÍSLASON - VILLINGUR EHF.

MEÐFRAMLEIÐANDI: REC STUDIO.

KVIKMYNDATAKA: STEFÁN LOFTSSON, JÓN

ATLI GUÐJÓNSSON.

TÓNLIST: EÐVARÐ LÁRUSSON, MAGNÚS R.

EINARSSON, TÓMAS M. TÓMASSON, ERLING

BANG.

Baldur Þórarinsson frá Bakka í

Svarfaðadal hefur alið þann draum

í brjósti síðastliðin tíu ár að leggja

land undir fót og hitta gamlan vin

sem býr á eyju í miðju Kyrrahafi .

En það eru mörg ljón í veginum frá

Bakka að Stóru-Eyju - sem er hinum

megin á hnettinum. Þessi nýjasta mynd Þorfi nns Guðnasonar er ekki aðeins sérlega fyndin heldur einnig afar notaleg og hlýleg lýs-ing á einstöku samfélagi í hinum undurfallega Svarfaðardal.

SÝND FRÁ: 11. NÓVEMBER 2011

SUPERCLÁSICO(ERKIFJENDUR)DANMÖRK/2011

GAMANMYND. 99 MIN. LEIKSTJÓRI: OLE CHRISTIAN MADSEN.

AÐALHLUTVERK: ANDERS W. BERTHELSEN,

PAPRIKA STEEN, JAMIE MORTON, SEBASTIAN

ESTEVANEZ.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Vínbúðareigandinn Christian er afar

óhress með yfi rvofandi brúðkaup

fyrrverandi konu sinnar Önnu og

hins heimsfræga og alræmda kn-

attspyrnukappa Juan Diaz. Eftir að

hafa fundið kjarkinn á botni eðalvín-

fl ösku ákveður Christian að halda

til Argentínu, stöðva brúðkaupið og

vinna Önnu sína aftur. Þessi eld-fjöruga rómantíska kómedía frá leikstjóra Flammen og Citronen sló rækilega í gegn í Danmörku fyrr á árinu og var nýlega valin framlag Danmerkur til Óskars-verðlaunanna.

SÝND FRÁ: 11. NÓVEMBER 2011

Page 4: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

4 NÝJAR MYNDIR

PARTIR(FARIN)FRAKKLAND 2010

RÓMANTÍSKT DRAMA. 85 MIN. LEIKSTJÓRI: CATHERINE CORSINI.

AÐALHLUTVERK: KRISTIN SCOTT THOMAS,

SERGI LÓPEZ, YVAN ATTAL.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Suzanne er vel gift kona og móðir í

Suður-Frakklandi en orðin leið á

innihaldslausu lífi sínu. Eiginmaður

hennar samþykkir að byggja vinnu-

aðstöðu fyrir hana í bakgarðinum.

Þegar Suzanne hittir manninn

sem þau réðu til að byggja húsið

verða þau samstundis hrifi n af

hvort öðru og við tekur ástríðufullt

og ofsafengið samband. Suzanne

ákveður að gefa allt uppá bátinn til

að geta lifað þessu nýja og ástríðu-

fulla lífi til fulls. Þetta magnaða rómantíska drama hefur fengið frábæra dóma, sérstaklega leikur Kristin Scott-Thomas. Vísar með-vitað til Nágrannakonunnar (La femme d'à côté) eftir Francois Truffaut, meðal annars með notk-un tónlistar Georges Delerue.

SÝND FRÁ: 18. NÓVEMBER 2011

Kristin Scott-Thomas og Sergei Lopez

fara með aðalhlutverkin í þessu sjóðheita

franska ástardrama.

HKL(ANTI-AMERICAN WINS NOBEL PRIZE)ÍSLAND/2011

HEIMILDAMYND. 58 MIN. STJÓRNANDI: HALLDÓR ÞORGEIRSSON.

FRAMLEIÐANDI: UMBI EHF.

Myndin er um ævi og verk Halldórs

Laxness, sem lifði alla tuttugustu

öldina með öllum sínum stefnum og

straumum, og hvernig íslensk

stjórnvöld gerðu aðför að honum á

laun og tókst að gera hann að

bannvöru í enskumælandi löndum

með aðstoð Bandaríkjamanna.

Viðtöl eru við skáld og fræðimenn í

bókmenntum í Þýsklandi, Danmörku

og Bandaríkjunum. Meðal þeirra

sem rætt er við eru Chay Lemoine,

prófessor sem barist hefur fyrir því

að fá skjöl birt um Halldór frá CIA og

FBI; Jane Smiley rithöfundur sem

fannst undarlegt að bækur Halldórs

fengjust aðeins í fornbókabúðum

vestanhafs og Brad Leithouser

skáld og prófessor sem kynntist

Halldóri í kringum 1988 og skrifaði

grein í New York Times, þar sem

spurt var hvers vegna Laxness feng-

ist ekki í Bandaríkjunum, nema fyrir

offjár í fornbókabúðum.

SÝND FRÁ: 18. NÓVEMBER 2011

Page 5: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

NÝJAR MYNDIR 5

HJEM TIL JUL(HEIM UM JÓLIN)NOREGUR/SVÍÞJÓÐ/ÞÝSKA-

LAND/2010

GAMANDRAMA. 90 MIN. LEIKSTJÓRI: BENT HAMER.

AÐALHLUTVERK: NINA ANDRESEN BORUD,

TROND FAUSA AURVAGG, ARIANIT BERISHA.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Eftir formála í stríðshrjáðum héruð-

um fyrrverandi Júgóslavíu, segir

myndin nokkrar sögur af mismun-

andi jólahátíðahöldum. Í litla norska

bænum Skogli fer verkamaðurinn

Paul til læknisins síns og segir frá

öllum sínum áföllum. Læknirinn

hefur áhyggjur af hjónabandi sínu og

erfi ðleikum í peningamálum, hann

er einnig með samviskubit yfi r að

hafa þurft að láta konu sína vinna

við að svara neyðarsímtölum á að-

fangadagskvöld. Annarsstaðar eru

eldri maður að útbúa trúarathöfn,

miðaldra hjón í leit að ástríðunni,

strákur sem er yfi rgengilega ást-

fangin af nágranna sínum sem er

múslimatrúar og ungt par sem lendir

í því að bíll þeirra bilar þegar konan

er í miðjum hríðum. Jólamyndin í ár, án nokkurs vafa!

SÝND FRÁ: 2. DESEMBER 2011

WE NEED TO TALK ABOUT KEVIN(VIÐ ÞURFUM AÐ RÆÐA UM KEVIN)BANDARÍKIN/2011

DRAMA. 120 MIN. LEIKSTJÓRI: LYNNE RAMSAY.

AÐALHLUTVERK: TILDA SWINTON, JOHN C.

REILLY, EZRA MILLER.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Eva hefur alltaf verið óörugg í móð-

urhlutverkinu og samband hennar

við son sinn,Kevin, hefur verið

þyrnum stráð allt frá fæðingu hans.

Kevin er nú fi mmtán ára gamall og

eftir að hann hefur framið ólýsanleg-

an og hörmulegan glæp, þarf Eva að

kljást við sorg og samviskubit ofan

á reiði og hneykslan samfélagsins.

Spurningar um eðli og uppeldi eru

settar fram á sérlega sterkan máta

með því að skoða sektarkennd Evu

í samhengi við meðfædda illsku

Kevins. Efnið er meistaralega sett

fram af leikstjóra myndarinnar og

vekur upp margar siðferðilegar

spurningar.

SÝND FRÁ: 25. NÓVEMBER 2011

Tilda Swinton sýnir enn einn stórleikinn

í mynd Lynne Ramsay, We Need to Talk

About Kevin.

Page 6: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

6 NÝJAR MYNDIR

THIS MUST BE THE PLACE(STAÐURINN OG STUNDIN)ÍTALÍA/FRAKKLAND/ÍRLAND/2011

DRAMA. 118 MIN. LEIKSTJÓRI: PAOLO SORRENTINO.

AÐALHLUTVERK: SEAN PENN, FRANCES

MCDORMAND OG JUDD HIRSCH.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Faðir Cheyenne, vellríks en lífsleiðs

fyrrum rokkara, deyr án þess að þeir

feðgar nái að hreinsa upp sín mál.

Cheyenne ákveður að hafa uppá

kvalara föðurs síns, nasistaböðli

sem felur sig í Ameríku.Cheyenne

leggst í ferðalög um landið þvert

og endilangt til að hafa uppá

Stormsveitarforingjanum en fólkið

sem hann hittir á leiðinni hefur

djúpstæð áhrif á hann, svo mjög

að þegar hann loksins hefur uppá

nasistanum verður hann að gera

upp við sig hvort hann vilji hefnd

eða einhverskonar endurlausn með

öðrum hætti. Sean Penn þykir eiga stórkostlegan leik í þessari nýjustu mynd ítalska undrabarns-ins Paolo Sorrentino.

SÝND FRÁ: 26. DESEMBER 2011

SUBMARINE(KAFBÁTUR)BRETLAND/2010

GAMANMYND. 97 MIN. LEIKSTJÓRI: RICHARD AYOADE.

AÐALHLUTVERK: CRAIG ROBERTS, YASMIN

PAIGE, SALLY HAWKINS, NOAH TAYLOR,

PADDY CONSIDINE.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Hinn 15 ára gamli Oliver Tate á sér

tvö markmið: að missa sveindóm-

inn fyrir næsta afmælisdag og

rústa sambandi móður sinnar

við elskhuga sinn. Myndin hefur fengið frábæra dóma og er með stigagjöf uppá 87% á Rotten Tomatoes. Roger Ebert skrifar: "Þetta er ekki froðukennd ung-lingamynd heldur skemmtilega stílfærð frásögn án þess að reyna of mikið. Sem fyrsta mynd Ayoade lýsir hún miklu sjálfstrausti. Craig Roberts og Yasmin Paige eru afar aðlaðandi í hlutverkum sínum, við fi nnum til sterkrar samkenndar með þeim og gerum okkur um leið grein fyrir að alltof margar unglingamyndir eru gerðar á forsendum þeirra sem miklu eldri eru."

SÝND FRÁ: 16. DESEMBER 2011

Submarine er fyrsta mynd breska leik-

stjórans Richard Ayoade og hefur fengið

afbragðs viðtökur víða um heim.

Page 7: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

VIÐBURÐIR 7

VIÐBURÐIR:

Alliance Francaise heldur uppá hundrað ára afmæli sitt með því að fá ýmsa þekkta einstaklinga til að kynna og sýna franska kvikmynd í sérstöku uppáhaldi hjá viðkom-andi. Fullt verð 1200 kr. en meðlimir Alliance Francaise fá 25% afslátt. Aðgangskort gilda.

Stefnumót við franskarkvikmyndir - seinni hluti4.-6. nóvember

FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER KL. 20:00

Friðrik Þór Friðriksson: Mon Oncle (J. Tati)

Meistaraverk Jacques Tati frá 1958 segir af Monsieur

Hulot í ofur-tæknivæddri veröld sem hann skilur

hvorki upp né niður í með vægast sagt skoplegum

afl eiðingum. Friðrik Þór kynnir myndina á undan

sýningu og spjallar við áhorfendur á eftir.

LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER KL. 20:00

Sirrý Arnarsdóttir: Paris (C. Klapisch)

Dansarinn Pierre bíður eftir nýju hjarta og harmar

hlutskipti sitt meðan systir hans reynir að fá hann

til að hætta vorkunnsemi og lífa lífi nu. Frábært

rómantískt gamandrama frá 2008 með Juliette

Binoche og Romain Duris. Sirrý kynnir myndina á

undan sýningu og spjallar við áhorfendur á eftir.

SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER KL. 20:00

Hugleikur Dagsson: La Meute (F. Richard)

Hrollvekja frá 2010. Charlotte áir við þjóðvegasjoppu

um nótt og verður þess áskynja að húsráðendur eru

hinir verstu uppvakningar og svangir að auki! Gerast

þá góð ráð dýr. Hugleikur kynnir myndina á undan

sýningu og spjallar við áhorfendur á eftir.

Page 8: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

8 VIÐBURÐIR

(Ó)sýnileg3.-13. nóvember

Amnesty International, í samstarfi við Bíó Paradís, stendur fyrir kvikmyndadögum dagana 3.-13. nóvember undir heitinu (Ó)sýnileg. Yfi rskrift kvikmyndadaganna vísar í starf samtak-anna undanfarin fi mmtíu ár. Félagar í samtökunum neita að líta undan og krefjast þess að mannréttindabrot séu gerð sýnileg en ekki reynt að fela þau.

Áhorfendum kvikmyndadaga er

boðið í ferðalag sem leiðir þá til allra

heimshorna og veitir innsýn í líf og

aðstæður fólks. Sýndar verða tólf

ólíkar myndir sem allar hafa unnið til

alþjóðlegra verðlauna, hver með sína

nálgun á viðfangsefnið. Að ferðalag-

inu loknu höfum við kynnst fólki sem

þrátt fyrir oft erfi ðar aðstæður heldur

áfram að krefjast réttar síns til að lifa

með reisn.

Yfi rlit yfi r myndir Sýningar alla dagana kl. 20.

Miðaverð: 750 kr. pr. mynd.

3. nóvember: The Green Wave byggir á Twitter- og bloggfærslum

frá Íran í aðdraganda og í kjölfar

kosninganna árið 2009, við fáum

innsýn í atburðina í gegnum sögu

ungs stúdents.

4. nóvember: Sisters in Law fl ytur

okkur til Kamerún þar sem við kyn-

numst systrum sem báðar starfa

sem lögfræðingar og fylgjumst með

starfi þeirra í þágu kvenna og barna.

5. nóvember: Í An Independent Mind er tekist á við tjáningarfrelsið,

kynntar eru sögur fólks frá ólíkum

löndum sem hvert á sinn hátt nýtir

þennan grundvallarrétt andspænis

ógnandi valdi.

6. nóvember: The Devil Operation

er mynd sem á mjög áhrifamikinn

hátt segir frá áhrifum námavinnslu

á líf bænda í Perú og hvernig ná-

mafyrirtæki skirrast ekki við að ógna

íbúum.

7. nóvember: Pink Saris kyn-

nir baráttu konu gegn ofbeldi og

erfðastéttakerfi nu á Indlandi.

8. nóvember: Travel Advice for Syria veitir einstaka innsýn í sýrlen-

skt samfélag í aðdraganda uppreis-

narinnar. Peter Lofgren framleiðandi

myndarinnar verður viðstaddur

sýninguna og ræðir við gesti á eftir.

9. nóvember: Í Nero´s Guests

Page 9: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

VIÐBURÐIR 9

HEIÐURSGESTUR:PETER LÖFGREN

Heiðursgestur kvikmyndadaganna er sænski

kvikmyndagerðarmaðurinn, Peter Löfgren.

Kvikmynd hans, Travel Advice for Syria

er til sýningar þann 8. nóvember klukkan

20. Að sýningu lokinni mun Peter fjalla um

gerð myndarinnar, greina frá ástandi mála

í Sýrlandi í dag, setja það í samhengi við

myndina og að lokum svara spurningum gesta. Peter Löfgren hefur unnið

sem fréttaskýrandi fyrir sænska ríkissjónvarpið á ýmsum átakasvæðum

heimsins og unnið til fjölda verðlauna fyrir heimildamyndir sínar um Mið-

Austurlönd.

fylgjumst við með blaðamanni

sem skrifar um fátækt og sjálfs-

morðsfaraldur meðal indverskra

bænda.

10. nóvember: Silent Snow

segir frá ungum Grænlendingi

sem leitar orsaka þeirrar men-

gunar sem ógnar samfélagi

inúita.

11. nóvember: Í Budrus kyn-

numst við tilraunum Palestínu-

manns til að leiða saman ólíka

hópa í friðsamlegri baráttu

gegn aðskilnaðarmúrnum

sem ógnar afkomu íbúa

þorpsins Budrus.

12. nóvember: Nowhere in Europe færir okkur sögu

fjögurra fl óttamanna frá

Tsjetsjeníu. Við kynnumst

þeim hindrunum sem fl ót-

tafólk stendur frammi fyrir í

leit sinni að griðastað.

13. nóvember: The Jungle Radio leiðir okkur til

Níkaragva þar sem við

fylgjumst með lífi konu sem

rekur útvarpsstöðina Raddir

kvenna. The Mobile Cin-ema leiðir okkur til Kongó

þar sem hópur kvikmynd-

agerðarfólks ferðast um

stríðshrjáð svæði og sýnir

íbúum kvikmynd í þeim

tilgangi að hafa áhrif á

viðhorf fólks til nauðgana.

Page 10: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

10 VIÐBURÐIR

Kevin Smith heimsækir Ísland fyrstu helgina í nóvember og af því tilefni sýnum við Chasing Amy og Clerks II á tvöfaldri sýningu í samstarfi við Nexus. 1200 kr. á báðar myndir.

Kevin Smith upphitun3. nóvember

Chasing Amy (1997) er líklega

metnaðarfyllsta verk Smiths, skond-

in frásögn um leit að sjálfsmynd

og kynvitund. Hún segir af hinum

spræku teiknimyndahöfundum

Holden og Banky, sem gengur allt í

haginn þar til þeir hitta kollega sinn

Alyssu. Holden verður bálskotinn í

henni en vonir hans dvína nokkuð

þegar hann kemst að því að hún er

lesbía. Ekki er þó þar með sagt að

sagan sé öll... Með helstu hlutverk

fara Ben Affl eck, Joey Lauren

Adams og Jason Lee.

Clerks II (2006) er eins og nafnið

bendir til, framhald myndarinnar

sem skóp nafn Smiths. Fjórmenn-

ingarnir Dante, Randall, Silent Bob

og Jay eru allir mættir hér aftur,

tíu árum eldri en ekkert endilega

vitrari. Samræðurnar eru á mjög

lágu en meinfyndnu plani, Rosa-

rio Dawson er dásemd og svo er

ótalið uppgjörið með asnanum... Vel

heppnuð skemmtun. Með helstu

hlutverk fara Brian O' Halloran, Jeff

Anderson, Rosario Dawson, Kevin

Smith og Jason Mewes.

Kevin Smith er kannski ekki mesta kvik-

myndaséní Ameríkana, en fáir skrifa

skemmtilegri samtöl, sem gjarnan eru af-

skaplega óviðeigandi og ágætis mótefni

gegn hinni þreytandi en vel meinandi

rétttrúnaðarhyggju. Smith er skáld iðju-

leysingjanna, fólksins sem hefur allt til

að bera, lifi r í allsnægtaþjóðfélaginu en

fi nnur sér ekki farveg í kapphlaupinu – né

eiginlega nokkru öðru ef því er að skipta.

Page 11: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

VIÐBURÐIR 11

Þýska kvikmyndin "Du darfst nicht länger schweigen" ("Þú þarft ekki að þaga lengur") frá 1955, er byggð á bók Krist-manns Guðmundssonar, Morgunn lífsins.

Morgunn lífsins20. nóvember

Þjóðverjar gerðu þessa mynd um miðja síðustu öld, en bækur Kristmanns

nutu vinsælda þar í landi á fyrrihluta aldarinnar. Leikstjóri var Robert A.

Stemmle og með helstu hlutverk fóru Heidemarie Hatheyer, Ernst Wilhelm

Borchert, Werner Hinz og Ingrid Andree. Morgunn lífsins gerist í sjávarplássi

og lýsir óhamingjusömum ástum í tvær kynslóðir þar sem syndir feðranna

koma niður á börnunum. Upphafl ega var ætlunin að taka kvikmyndina í

íslensku umhverfi , en ekki varð af því heldur var myndin að mestu tekin

í gömlu þorpi á suðurströnd Svíþjóðar. Myndin var jólamynd Gamla bíós

árið 1956 og sló í gegn hér á landi enda voru myndir byggðar á íslenskum

skáldsögum afar sjaldséðar í þá daga. Í tilefni 110 ára afmælis skáldsins um

þessar mundir gefur rafbókaútgáfan Lestur.is bókina út á rafrænu formi, en

hún kom upphafl ega út 1929 og naut mikilla vinsælda.

Kristmann Guðmundsson (1901-1983)

gaf ungur út eina ljóðabók á íslensku, en

fl utti svo til Noregs og sló þar í gegn sem

rithöfundur. Verk Kristmanns voru þýdd

á fjöldamörg tungumál og hann naut hylli

víða um lönd. Á fjórða áratugnum fl uttist

hann svo til Íslands og bjó hér til dánar-

dags. Einkalíf Kristmanns var umtalað,

hann giftist alls 9 konum og gengu um

hann margskonar kjaftasögur.

Elskendurnir Ragnar (Piet Clausen) og Gunna (Ingrid Andree) í Morgni lífsins.

Page 12: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

12 MÁNUÐUR MEISTARANS - DESEMBER

Meistari hins klassíska lágstemmda myndmáls, sem fjallaði um kærleikann í vondri veröld

Carl Th. DreyerAllar helgar í desember*

Desember er helgaður danska leikstjóranum Carl Th. Dreyer og verða fjórar myndir hans sýndar, hver þrisvar um hverja helgi. Myndirnar eru með enskum texta.

VREDENS DAGDAGUR REIÐI

1943/97 MÍN.

Í dönsku þorpi á 17. öld er eldri

kona sökuð um galdra, handsömuð

og brennd á báli. Í kjölfarið fellur ung

eiginkona aldraðs prest bæjarins

fyrir syni prestsins. Hún viðurkennir

framhjáhaldið fyrir prestinum,sem

liggur fyrir dauðanum. Í útför prests-

ins tilkynnir móðir prestsins að

unga ekkjan sé í rauninni norn. Mun

elskhugi ekkjunnar koma henni

til varnar, eða er dagur reiðinnar

runninn upp? Átakanleg frásögn um hjálparleysi einstaklingsins gagnvart samfélagslegri bælingu og vænisýki.

SÝND: 2.-4. DESEMBER 2011

GERTRUD1964/119 MÍN.

Gertrud, fyrrum óperusöngkona

í Stokkhólmi á fyrri hluta síðustu

aldar, endar hjónaband sitt við

pólitíkusinn Gustav sem alltaf er í

vinnunni. Hún kemur sér upp elsk-

huga sem getur ekki heldur mætt

þörfum hennar um ást og samneyti.

Hún yfi rgefur hann einnig og lokar

hjarta sínu. Í gegnum endurlit og

upprifjanir kynnumst við hugmynd-

um hennar um hina fullkomnu ást

sem mótuðustu á æskuárunum.

Fyrir henni er ástin allt sem máli

skiptir og heldur kýs hún einsemd

en málamiðlanir þegar kemur að

hjartans málum. Gertrud Dreyers (hann byggði á leikriti Hjalmar Söberberg) er sannarlega ein af magnaðri kvenpersónum kvik-myndasögunnar.

SÝND: 11.-13. DESEMBER 2011

(*Píslarganga Jóhönnu af Örk verður sýnd annan dag jóla og næstu tvo daga á eftir)

Page 13: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

MÁNUÐUR MEISTARANS - DESEMBER 13

Danski leikstjórinn Carl Th. Dreyer (1889-1968) er af mörgum gagnrýnendum og kvikmyndagerðarmönnum talinn einn merkasti leikstjóri kvikmyndanna. Ásamt Lars von Trier (sem er um margt undir áhrifum hans og gerði m.a. Medeu eftir handriti Dreyers) gnæfi r hann yfi r danska kvikmyndasögu. Von Trier lýsti honum eitt sinn svona: "Ég tel hann vera afar heiðarlegan leikstjóra. Hann gerði aldrei neitt til að ná vinsældum. Með öðrum orðum, hann fór ávallt gegn straumnum og því sem talið var móðins." Leiðarstef mynda hans er kærleikurinn - sem gjarnan er misskilinn og jafnvel refsað fyrir af samferðamönnum - og hversu erfi tt er að koma slíkri tilfi nningu til skila. Dreyer gerði alls 14 myndir á 45 árum, við sýnum þær allra helstu í desember.

ORDETORÐIÐ

1955/126 MÍN.

Synir bóndans Morten eru trúleys-

inginn Mikkel, Johannes sem las yfi r

sig af Kierkegaard og telur sig vera

Jesú og Anders sem er ungur og

ástfanginn af Inger, verðandi barns-

móður sinni. Inger leggst á sóttar-

sæng en barnið er andvana fætt og

Inger er vart hugað líf. Læknirinn

reynir að bjarga henni með vísindin

að vopni og gefur lítið fyrir bænir

Mortens. Inger deyr en Johannes

segist þess sannfærður að hann geti

reist hana frá dauðum. Ung dóttir

Mikkels er sú eina sem trúir að Jo-

hannes geti gert kraftaverk. Einhver allra áhrifamesta kvikmynd um trú og trúarreynslu sem gerð hefur verið. Byggð á samnefndu leikriti Kaj Munk.

SÝND: 16.-18. DESEMBER 2011

LA PASSION DE JEANNE D' ARC PÍSLARGANGA JÓHÖNNU AF ÖRK

1927/82 MÍN.

Myndin fjallar um réttarhöldin yfi r

Jóhönnu af Örk. Réttarhöldin tóku

í raun marga mánuði en í myndinni

gerast þau á einum degi. Kirkjuyfi r-

völd reyna hvað best þau geta til að

fá Jóhönnu að lýsa því yfi r að sýnir

hennar hafi ekki komið frá Guði

heldur Djöfl inum. Að lokum lætur

Jóhanna undan þrýstingi kirkjuyfi r-

valda og skrifar undir fullyrðingar

þeirra. Jóhanna áttar sig hins vegar

fl jótlega á því að hún hafi gert mis-

tök og tekur yfi rlýsingu sína til baka.

Hún velur því dauðann fremur en

að afneita sannfæringu sinni. Þessi mynd, sem gerð er á tímum þöglu myndanna, er sennilega frægasta verk Dreyers.

SÝND: 26.-28. DESEMBER 2011

Page 14: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

PÁLL ÓSKARFJÓRÐA SUNNU-DAG HVERS MÁNAÐAR (nema annað sé tekið fram)

Forvitnilegt efni úr

sarpi Páls Óskars.

SÝNING: 27. NÓVEMBER KL. 14, 20

MYND:

TOMMA OG JENNA SYRPA: 12 stuttar myndir

um þá fjandvini gerðar af

William Hannah og Joseph

Barbera á árunum 1944-

1955.

SÝNING: 27. DESEMBER

MYND: NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR:.

SPURT REYNOLDS!ÞRIÐJA FIMMTUDAG HVERS MÁNAÐAR Æsispennandi kvik-

myndaspurningakeppni. Tilboð á

barnum og dúndurstemmning!

DAGS.: 17. NÓVEMBER

DAGS.: 15. DESEMBER

KINO-KLÚBBURINNANNAN SUNNUDAG HVERS MÁNAÐAR. Kinoklúbburinn er hluti

af Kino-smiðjunni. Sýningar spanna

vítt svið kvikmyndalistarinnar.

SÝNING: 27. NÓVEMBER

MYND:PEGGY & FRED IN HELL: 16mm stuttmyndir eftir

Leslie Thornton.

SÝNING: 18. DESEMBER

MYND:RADICAL LIGHT: 16mm

og video kvikmyndir frá San

Francisco.

ARNARHREIÐRIÐÞRIÐJA MIÐVIKUDAG HVERS

14 FASTIR LIÐIR

FASTIR LIÐIR:

MÁNAÐAR. Hverskyns költmyndir,

innlendar sem erlendar.

SÝNING: 16. NÓVEMBER

MYND: NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR.

SÝNING: 21. DESEMBER

MYND: NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR.

ÞÖGLAR MYNDIRFJÓRÐA MÁNUDAG HVERS MÁNAÐAR (nema annað sé tekið fram)

Valin verk frá tímabili þöglu mynd-

anna. Oddný Sen fl ytur inngang.

SÝNING: 28. NÓVEMBER

MYND:

THE FALL OF THE HOUSE OF USHER: Frönsk hroll-

vekja eftir Jean Epstein frá

1928, byggð á sögu Edgar

Allan Poe.

SÝNING: 26.-28. DESEMBER

MYND:

LA PASSION DE JEANNE D´ARC: Meistaraverk Carl

Th. Dreyer um Jóhönnu af

Örk frá 1927. (Hluti af Carl

Th. Dreyer dagskrá okkar í

desember.)

ZARDOZANNAN FÖSTUDAG HVERS MÁNAÐAR (nema annað sé tekið fram)

Hverskyns vísindamyndir.

SÝNING: 11. NÓVEMBER

MYND:

ALIEN: Skipverjar geim-

skips lenda í áfl ogum við

mannýga geimveru. Ridley

Scott, 1979.

SÝNING: 9. DESEMBER

MYND:

ZARDOZ: John Boorman,

1974. Í fjarlægri framtíð

fi nnur þrautþjálfaður

morðingi hóp ódauðlegra

sem varðveitt hafa allar

mannlegar dáðir. Með Sean

Connery.

Page 15: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

SÝNINGARSKRÁ 15

Í BRENNIDEPLI / IM FOKUS / IN FOCUS:SÝNINGALISTILISTI Í TÍMARÖÐ YFIR ÞÆR MYNDIR SEM SÝNDAR ERU Í NÓVEMBER OG DESEMBER. BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR. SÝNINGARTÍMA DAGSINS OG DAGSKRÁNA FRAMUNDAN MÁ SJÁ Á BIOPARADIS.IS.

KVIKMYND DAGSKRÁ SÝNDChasing Amy/Clerks II (Kevin Smith upphitun) Viðburður 3. nóvember

(Ó)sýnileg - heimildamyndahátíð Amnesty Viðburður 3.-13. nóv.

Stefnumót við franskar kvikmyndir: Friðrik Þór Friðriksson sýnir Mon Oncle

Viðburður 4. nóvember

Stefnumót við franskar kvikmyndir: Sirrý Arnarsdóttir sýnir Paris

Viðburður 5. nóvember

Stefnumót við franskar kvikmyndir: Hugleikur Dagsson sýnir La Meute

Viðburður 6. nóvember

Superclásico Nýjar myndir Frá 11. nóv.

Bakka-Baldur Nýjar myndir Frá 11. nóv.

Zardoz: Alien Fastir liðir 11. nóvember

Arnarhreiðrið: nánar auglýst síðar Fastir liðir 16. nóvember

Spurt Reynolds Fastir liðir 17. nóvember

Partir Nýjar myndir Frá 18. nóv.

HKL (Anti American Wins Nobel Prize) Nýjar myndir Frá 18. nóv.

Morgunn lífsins Viðburður 20. nóvember

Kino-klúbburinn: Peggy and Fred in Hell Fastir liðir 20. nóvember

We Need to Talk About Kevin Nýjar myndir 25. nóvember

Páll Óskar: Tommi og Jenni Fastir liðir 27. nóvember

Þöglar myndir: The Fall of the House of Usher Fastir liðir 28. nóvember

Hjem til jul Nýjar myndir Frá 2. desember

Vredens dag (Carl Th. Dreyer) Mánuður meistarans 2.-4. desember

Zardoz: Alien Fastir liðir 9. desember

Gertrud (Carl Th. Dreyer) Mánuður meistarans 9.-11. desember

Spurt Reynolds Fastir liðir 15. desember

Submarine Nýjar myndir Frá 16. des.

Ordet (Carl Th. Dreyer) Mánuður meistarans 16.-18. des,

Kino-klúbbur: Radical Light Fastir liðir 18. desember

Arnarhreiðrið: Nánar auglýst síðar Fastir liðir 21. desember

This Must Be the Place Nýjar myndir Frá 26. des.

Þöglar: La passion de Jeanne d'Arc Fastir liðir 26.-28. des.

Páll Óskar: Nánar auglýst síðar Fastir liðir 27. des.

Page 16: Bíó Paradís dagskrárblað nóv-des. 2011

Bíóhneigð Nýjar kvikmyndir Klassískar kvikmyndir Kvikmyndakúríósur Kvikmyndahátíðir Viðburðir Fyrirlestrar Skólasýningar Bar/café