bíó paradís dagskrá apríl 2011

16

Upload: asgrimur-sverrisson

Post on 22-Mar-2016

244 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

dagskrá apríl 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011
Page 2: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

BLS 2 / APRÍL 2011

Bíó Paradís er rekið af sjálfseignarstofnuninni

Heimili kvikmyndanna ses.

Stjórn:Ari Kristinsson, form.

Hrafnhildur GunnarsdóttirRagnar Bragason

Aðsetur:Hverfi sgata 54, 101 Reykjavík

Sími: 411 7712

Vefur:www.bioparadis.is

Framkvæmdastjóri:Lovísa Óladóttir

[email protected]

Dagskrárstjóri:Ásgrímur Sverrisson

[email protected]

Rekstrarstjóri:Reynir Berg Þorvaldsson

[email protected]

Dagskrárráð:Anna María Karlsdóttir

Friðrik Þór FriðrikssonHalla Kristín Einarsdóttir

Ottó Geir BorgVera Sölvadóttir

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.

Miðasala:Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu.Sími:411 7711

Miða er einnig hægt að kaupa á midi.is.

Margskonar afsláttarkjör eru í boði á bioparadis.is/adgangskort.

Sýningatíma dagsins og vikunnar má sjá á forsíðu vefsins: www.bioparadis.is.

Kaffi hús/bar:Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Kaffi , léttvín, bjór, léttar veitingar. Einnig er úrval mynddiska til sölu.________________________

Bíó Paradís er rekið með stuðningi Reykjavíkurborgar og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Page 3: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

DREYMT OG DANSAÐÍ APRÍL

Við viljum þakka kvikmyndaunn-endum fyrir að gera mars að okkar stærsta mánuði hingað til. Þýskir kvikmyndadagar slógu í gegn og verða væntanlega árlegur viðburður hér eftir; myndir Jacques Demy féllu í góðan jarðveg og Japanskir dagar voru einnig mjög vel sóttir, þó vissulega hafi hinar skelfi legu hamfarir í Japan um svipað leyti, sett skugga á.

Nýjar myndir í apríl koma frá Nýja Sjálandi, Kína, Íslandi og Bandaríkjunum. Við viljum vekja sérstaka athygli á frumsýningu annars hluta kvikmyndabálks-ins Draumurinn um veginn eftir Erlend Sveinsson, þar sem Thor Vil-hjálmsson heitinn fer í pílagrímaför um norðvestur Spán og er förinni heitið til Santiago de Compostela. Athugið að myndin er aðeins sýnd í tíu daga.

Sýndar eru fjórar af þekktustu mynd- um meistara myndmálsins, Max Ophüls, Letter From an Unknown Woman, La Ronde, Le Plaisir og Madame de... Þeir sem sáu Lola eftir Jacques Demy hjá okkur í mars tóku kannski eftir því að hann tileinkaði myndina Ophüls. Það er ekki að ástæðulausu, ekki aðeins helstu merkisberar frönsku nýbylgjunnar dáðu hann í bak og fyrir, heldur hafa fjölmargir aðrir leikstjórar einnig lýst honum sem miklum áhrifavaldi.

Sérstök sýning verður á heimilda-myndinni Living Without Money (Líf án peninga) sem nú er í sýningum víða um heim. Hér er sögð saga Heidemarie Schwermer, 68 ára þýskrar konu, sem tók þá ákvörðun fyrir 14 árum að hætta alfarið að

APRÍL 2011 / BLS 3

nota peninga. Það þarf varla að taka það fram að aðgangur að myndinni er ókeypis, en aðeins ein sýning verður haldin, þriðjudaginn 19. apríl. Kvikmyndafræðingurinn Emiliano Monaco hefur umsjón með sýningunni.

Kollega hans Oddný Sen heldur áfram að færa okkur helstu gersem-ar þögla tímabilsins í kvikmyndum. Mynd aprílmánaðar er stórvirki sænska leikstjórans Victor Sjöström, The Wind (Vindurinn) frá 1928 með Lillian Gish í aðalhlutverki.

Deus ex cinema sýnir okkur meist-araverk Akira Kurosawa, Ikiru (Að lifa) um sérgóðan embættismann sem freistar þess að bæta ráð sitt og heiminn ofurlítið með áður en hann er allur og þá stendur Þjóðkirkjan fyrir sýningu á nýlegri mynd um sjálfan Lúther í dymbilvikunni.

Loks minnum við á sýningu á níu verðlaunadansstuttmyndum á Alþjóða dansdeginum 29. apríl í samvinnu við Félag íslenskra list- dansara. Þarna eru í fyrsta skipti sýndar saman dansmyndir sem íslenskir leikstjórar hafa gert á undanförnum rúmum áratug og fl estar hverjar hlotið verðlaun og viðurkenningar víðsvegar um heim.

Góðar stundir í (Bíó) Paradís!

Thor dreymir um veginn í öðrum hluta samnefnds kvikmyndabálks.

Page 4: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

BLUE VALENTINEÍ BLÁUM SKUGGA____________________________________________________________________

TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 112 MÍN. / LAND: BANDARÍKIN / TEXTI: ÍSLENSKUR / LEIKSTJÓRI: DEREK CIANFRANCE / AÐALHLUTVERK: RYAN GOSLING, MICHELLE WILLIAMS.____________________________________________________________________

Myndin lýsir giftu pari, Dean og Cindy, og skiptir milli mismunandi tíma- skeiða í sambandi þeirra; upphafsins þegar þau kynntust og núsins þar sem sambandið hangir á bláþræði.

Michelle Williams var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Myndin hefur auk þess hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga. Roger Ebert segir hana lýsa “með mikilli næmni upphafi og hnignun sambands. Þessi mynd verður til í smáatriðunum.”

SÝND FRÁ 1. APRÍL Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is

BLS 4 / NÝJAR MYNDIR / APRÍL 2011

Michelle Williams og Ryan Gosling eru einhverjir áhugaverðustu ungu leikararnir vestan-hafs í dag og þykja standa sig afbragðsvel í Blue Valentine.

Page 5: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

APRÍL 2011 / NÝJAR MYNDIR / BLS 5

SAN QIANG PAI AN JING QIKONA, BYSSA OG NÚÐLUHÚS____________________________________________________________________

TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 95 MÍN. / LAND: KÍNA / TEXTI: ÍSLENSKUR / LEIKSTJÓRI: YIMOU ZHANG / AÐALHLUTVERK: DAHONG NI, NI YAN, XIAO SHEN-YANG.____________________________________________________________________

Eigandi núðluhúss í Kína leggur á ráðin um að myrða ótrúa eiginkonu sína og elskhuga hennar en ráðabruggið fer vægast sagt úr böndunum.

Þetta er endurgerð eins þekktasta leikstjóra Kínverja Yimou Zhang (Hero, The House of Flying Daggers) á fyrstu mynd Coen bræðra, Blood Simple, frá 1985. Sögusvið upprunalegu myndarinnar hefur verið fært frá smábæ í Texasfylki í Bandaríkjunum til núðluhúss í litlum eyðimerkurbæ í Gansuhéraði í Kína. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í fyrra. Þar hlaut hún frábærar viðtökur og var m.a. tilnefnd til Gullbjarnarins, aðal-verðlauna hátíðarinnar.

SÝND FRÁ 8. APRÍL Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is

Í SAMVINNU VIÐ

Yan Ni er ekki á því að láta jarða sig þegjandi og hljóðalaust í kínversku kómedíunniKona, byssa og núðluhús eftir Yimou Zhang.

Page 6: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

BLS 6 / NÝJAR MYNDIR / APRÍL 2011

BOYSTRÁKUR____________________________________________________________________

TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 88 MÍN. / LAND: NÝJA SJÁ-LAND / TEXTI: ÍSLENSKUR / LEIKSTJÓRI: TAIKA WAITITI / AÐALHLUTVERK: JAMES ROLLESTON, TAIKA WAITITI, TE AHO AHO.____________________________________________________________________

Árið er 1984 og Michael Jackson er kóngurinn, meira að segja í Waihau fl óa í Nýja Sjálandi. Hér hittum við Strák, 11 ára dreng sem býr á bóndabýli með ömmu sinni, geit og yngri bóður sínum, Rocky (sem heldur að hann búi yfi r ofurkröftum). Skömmu eftir að amman heldur á brott í vikuferðalag birtist faðir Stráks, Alamein, upp úr þurru.

Strákur hafði ímyndað sér að faðir sinn væri mikil hetja að öllu leyti, en þarf nú að horfast í augu við veruleikann; pabbi hans er hæfi leikalaus smábófi sem hefur snúið aftur einungis til að fi nna poka fullan af peningum sem hann hafði grafi ð í jörðu mörgum árum áður. Það er hér sem geitin kemur til sögunnar. Stórskemmtileg mynd frá Nýja Sjálandi fyrir fólk á öllum aldri.

SÝND FRÁ 15. APRÍL Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is

Ungur piltur hefur háar hugmyndir um föður sinn en neyðist til að taka þær til endurskoð-unar þegar faðirinn dúkkar loks upp í gamanmyndinni Strák frá Nýja Sjálandi.

Í SAMVINNU VIÐ

Page 7: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

APRÍL 2011 / NÝJAR MYNDIR / BLS 7

DRAUMURINN UM VEGINN 2. HLUTI: ARFLEIFÐIN Í FARTESKINU____________________________________________________________________

TEGUND OG ÁR: HEIMILDAMYND, 2011 / LENGD: 107 MÍN. / LAND: ÍSLAND/ STJÓRNANDI: ERLENDUR SVEINSSON / KVIKMYNDATAKA: SIGURÐUR SVERRIRPÁLSSON.____________________________________________________________________

Í þessum öðrum hluta af fi mm mynda kvikmyndabálki Erlends Sveinssonar, um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compo-stela á Norð-vestur Spáni, heldur Thor áfram göngu sinni gegnum Rioja hérað. Allt um lykjandi er hugsunin um mikilvægi menningararfsins.

AÐEINS SÝND 15.-25. APRÍL Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is.

EINNIG SÝND 15.-17. APRÍL:

DRAUMURINN UM VEGINN, 1. HLUTI: INNGANGANFyrsti hluti kvikmyndabálksins endursýndur þessa helgi vegna frumsýningar annars hluta.

Thor Vilhjálmsson heldur áfram pílagrímaför sinni um norðvestur hluta Spánar.

Page 8: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

MAX OPHÜLSÞví hefur verið haldið

fram að allir sannir kvikmyndaunnendur

dái Max Ophüls (1902-1957) og að þeim beri saman um að stærsta ástæðan sé sú að myndir hans hverfi st um kjarna kvikmyndalistarinnar - að segja sögu í myndum.

Ophüls var þýskur gyð-ingur og hóf feril sinn þar. Hann fl úði til Frakk-lands 1933 og fór síðan til Bandaríkjanna 1940. Þar var hann í áratug áður en hann sneri aftur til Frakklands og gerði fl estar sínar helstu myndir á síðustu sjö árum ævinnar. Flestar mynda hans birta svipaðar áherslur; leikhús og sjónarspil, tónlist, fortíð, minningar og togstreituna milli félagslegrar stöðu og innri langana. Myndir hans hafa sterkan og afgerandi stíl, fágað yfi rbragð og gleðja augað hvert sem litið er, auk þess sem myndavélin er á stöðugri hreyfi ngu, hreinlega dansar með viðfangsefnum sínum.

Miklir kvikmyndastílistar eru stundum sakaðir um að búa til skreytilist á kostnað merkingar og innihalds. Slíkt á ekki við um Ophüls, stíll hans snýst eingöngu um merkingu. Framan af var litið á hann sem léttvægan leikstjóra sem gerði áferðarfallegar en veigalitlar “konumyndir”. Konur eru vissulega miðpunktur fl estra verka Ophüls og ástin er það sem drífur þær áfram. En verk hans fjalla

um hvernig samfélagið lítur á konur, hvernig þær höndla með ímynd sína eða eru neyddar inn í stöðluð form sem þrúgar þær og heftir. Myndir hans eru aðeins léttvægar ef ástin er léttvægt viðfangsefni. Sársauki og vonbrigði eru gjaldið sem persónur hans greiða fyrir sælustundirnar. Myndir hans kunna að vera dísæt-ar á yfi rborðinu en undir er hið beiska bragð brostinna vona.

Á okkar tölvubrelluöld er handbragð Ophüls jafnvel enn áhrifameira í því hvernig hann beitir tökuvél sinni í þágu einingar tíma og rúms. Návist tökuvélarinnar fer ekki framhjá okkur, heldur leiðir okkur áfram, upp og niður, inn og út. Tilfi nningunni sem þetta skapar er ekki hægt að lýsa, aðeins upplifunin sjálf dugar til.

BLS 8 / MAX OPHÜLS MÁNUÐUR / APRÍL 2011

HVER MYND SÝND ÞRISVAR UM SITTHVORA HELGI

“Kvikmyndatökuvélin er tæki til sköpunar á nýrri list og til að sýna umfram allt það sem ekki er hægt að sjá annarsstaðar;

ekki á sviðinu og ekki í lífi nu sjálfu. Annars hef ég engin not fyrir hana.”

- Max Ophüls

Page 9: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

S MÁNUÐUR!

APRÍL 2011 / MAX OPHÜLS MÁNUÐUR / BLS 9

LETTER FROM AN UNKNOWN WOMANBRÉF FRÁ ÓKUNNRI KONU, 1948JOAN FONTAINE, LOUIS JORDAN.

“Þegar þú lest þetta bréf verð ég líklega dáin.” Svona hefst bréfi ð sem glaumgosi nokkur (Jordan) fi nnur á hótelherbergi sínu kvöld eitt í Vín um aldamótin þarsíðustu. Hann hefur komið sér í vandræði, þarf að heyja einvígi við móðgaðan eigin-mann í bítið en hyggst fl ýja. Bréfi ð tefur brottför hans, forvitni hans er vakin. Innihald þess er frásögn um ástarævintýri sem hann man ekki eftir. Það er frá ungri konu (Fontaine) í borginni sem hefur verið hugfangin af glaumgosanum allt frá ungling-sárum. Einni kvöldstund eyddi hún í örmum hans og það var hápunktur lífs hennar. Fyrir glaumgosanum var hún hinsvegar aðeins enn ein hjásvæfan sem átti leið um svefn-herbergi hans.

Letter From an Unknown Woman hefur verið kölluð móðir allra fjög- urra vasaklúta mynda, þetta er sætbeisk saga um óendurgoldna og glataða ást og almennt talin hápunkt-urinn á ferli Ophüls í Hollywood.

SÝND 29. APRÍL TIL 1. MAÍ

LA RONDEHRINGEKJAN, 1950

SIMONE SIGNO-RET, ANTON WALBROOK, SIMONE SIMON.Vændiskona krækir í hermann sem síðan sjarmerar þjónustu-stúlku sem svo er forfærð af húsbónda sínum - og þannig gengur það hring eftir hring eins og boðhlaup þar til í lokin að greifi nok-kur nýtur ásta með vændiskonunni sem

birtist okkur fyrst og sagan hefur náð í skottið á sjálfri sér. (frh. á næstu síðu)

Simone Signoret og Gérard Philipe í Hringekjunni.

Joan Fontaine og Louis Jordan í Bréfi frá ókunnri konu.

Page 10: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

BLS 10 / MAX OPHÜLS MÁNUÐUR / APRÍL 2011

Þessi glæsilegi strúktúr nær bæði að lýsa forgengileika þeirra ástríðna sem grípur mennina sem og þraut-seigju ástríðunnar sjálfrar sem hreyfi -afl s mannlegrar tilveru. Ástin endist ekki en fær heiminn engu að síður til að snúast hring eftir hring.

Þessi dásamlega og hnyttna frásögn, byggð á umdeildu leikriti Arthur Schnitzler frá upphafi tuttugustu aldarinnar, var fyrsta myndin sem Ophüls gerði í Frakklandi eftir Hollywood árin og markar upphafi ð að hans besta skeiði.

SÝND 15.-17. APRÍL

LE PLAISIRNAUTNIN, 1952DANIELLE DARRIEUX, JEAN GABIN, SIMONE SIMON.Myndin byggir á þremur smásögum eftir Guy de Maupassant sem gerast í Frakklandi undir lok nítjándu aldar. Hin sífellt sveimandi mynda-vél Ophüls fylgir okkur gegnum danshallir, sveitasetur, pútnahús og vinnustofur listamanna og sýnir okkur takmarkanir andlegrar og likamlegrar nautnar á fágaðan og sjarmerandi máta.

SÝND 8.-10. APRÍL

MADAME DE...EYRNALOKKAR EIGINKONUNAR, 1953DANIELLE DARRIEUX, CHARLES BOYER, VITTORIO DE SICA.Af mörgum talin kórónan í sköpunar-verki Ophüls. Banda-ríski gagnrýnandinn Andrew Sarris segir hana “helsta meist-araverk allra tíma” og

landa hans og kollega Molly Haskell fi nnst erfi tt að skilja hversvegna allir séu ekki einfaldlega sammála um það.

Þetta er saga um sýndardýrð og harmræn örlög. Hástéttarkona í París við upphaf tuttugustu aldar, sem við kynnumst aðeins sem Madame de (Darrieux), sér sig tilneydda að selja eyrnalokka án vitundar eigin-mannsins (Boyer). Með þessu setur hún af stað keðjuverkun sem hefur alvarlegar afl eiðingar og verður til að setja líf hennar í rúst.

SÝND 1.-3. APRÍL

Danielle Darrieux og Charles Boyer í Eyrnalokkum eiginkonunnar.

Simone Simon og Daniel Gélin í Nautninni (Le Plaisir).

Page 11: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

APRÍL 2011 / DEUS EX CINEMA / BLS 11

IKIRUAÐ LIFA____________________________________________________________________

TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 1952 / LENGD: 143 MÍN. / LAND: JAPAN / TEXTI: ENSKUR / LEIKSTJÓRI: AKIRA KUROSAWA / AÐALHLUTVERK: TAKASHI SHIMURA, NOBUO KANEKO AND SHIN’ICHI HIMORI.____________________________________________________________________

Eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar.

Kanji Watanabe hefur verið borgarstarfsmaður og blýantsnagari allt sitt líf og eyðir dögunum á skrifstofunni sinni ásamt samstarfsfólki sínu sem gerir heldur ekki neitt.

Þegar hann greinist með ólæknandi krabbamein fyllist hann þörf til að fi nna tilgang með lífi nu. Honum fi nnst hann ekki eiga neitt sameiginlegt með fjöl-skyldunni sinni og leitar í félagsskap listafólks í gleðskap en það gefur honum litla fyllingu. Þá leitar hann í faðm ungrar konu á vinnustaðnum sínum en það er sama sagan. Hið óvænta gerist að Kanji fi nnur allt í einu tilgang lífs síns í starfi nu - og hann ákveður að nota síðustu kraftana til að koma einhverju góðu þar til leiðar. .SÝND 5. APRÍL

Takashi Shimura er Kanji, embættismaðurinn sem fi nnur tilgang með lífi sínu þegar dauðinn knýr dyra í meistaraverki Kurosawa, Að lifa.

Page 12: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

BLS 12 / ÞÖGLAR MYNDIR MEÐ ODDNÝJU SEN / APRÍL 2011

THE WINDVINDURINN____________________________________________________________________

TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 1928 / LENGD: 75 MÍN. / LAND: BANDARÍKIN / LEIKSTJÓRI: VICTOR SJÖSTROM / AÐALHLUTVERK: LILLIAN GISH, LARS HANSON, MONTAGU LOVE.____________________________________________________________________

Vindurinn þykir með merkilegri þöglum myndum sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum. Hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Dorothy Scarbor-ough og var kvikmynduð í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu við mjög erfi ðar aðstæður en hún segir frá dramatískum örlögum ungrar konu, Lettie (Lillian Gish) á slóðum landnema í Texas.

Vindurinn gegnir lykilhlutverki í þessu meistaraverki Sjöstöms þar sem mann- eskjan mætir höfuðskepnunum og myndmálið er auðugt af ógleymanlegum táknum. Þetta var síðasta þögla myndin, sem MGM framleiddi og stendur sem verðugur minnisvarði um þögla tímabilið.

Oddný Sen kvikmyndafræðingur fl ytur stutt erindi á undan sýningu..SÝND 28. APRÍL

Lillian Gish, ein skærasta stjarna þöglu myndanna, fer með aðalhlutverkið í Vindinum.

Page 13: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

APRÍL 2011 / SÉRSÝNINGAR / BLS 13

LIVING WITHOUTMONEYLÍF ÁN PENINGA____________________________________________________________________

TEGUND OG ÁR: HEIMILDAMYND, 2010 / LENGD: 52 MÍN. / LAND: NOREGUR/ÍTALÍA / STJÓRNANDI: LINE HALVÖRSEN.____________________________________________________________________

“Ég hafði allt til alls, ég átti hús og hafði alið upp tvö börn. Ég gaf það allt frá mér.” Heimildamyndin Líf án peninga er saga Heidemarie Schwermer, 68 ára þýskrar konu sem tók þá ákvörðun fyrir 14 árum að hætta alfarið að nota peninga. Hún sagði upp íbúðinni, gaf allar sínar eigur og hélt engu nema einni ferðatösku sem hún fyllti af fötum. Þetta var ákvörðun sem átti eftir að hafa dramtísk áhrif á allt hennar líf.

Í dag, 14 árum síðar, dregur hún fram líf sitt nánast án peninga og er frjálsari og sjálfstæðari sem aldrei fyrr. Myndin fylgir Heidemarie í gegnum hversdaginn og sýnir hvernig hún fer að því að hafa ofan í sig og á, hvernig hún ferðast á milli staða og fi nnur sér samastað til að búa á. Auk þess að sýna hvernig Heidemarie tekst á við þessar daglegu áskoranir kynnumst við heimspekilegri sýn hennar og ástæðunum fyrir því að hún tók þennan valkost í lífi nu.

Myndin vekur upp spurningar um áhrif peninga á líf okkar, hugsun, heilsu og umhverfi og fjallar á gagnrýninn hátt um efnishyggju og neyslusamfélag..SÝND 19. APRÍL - ÓKEYPIS AÐGANGUR!

Heidemarie Schwermer hefur í 14 ár dregið fram lífi ð án peninga.

Page 14: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

BLS 14 / ALÞJÓÐA DANSDAGURINN / APRÍL 2011

NÍU DANSMYNDIR ALÞJÓÐA DANSDAGURINNÍ tilefni af Alþjóðadegi dansins 29. apríl stendur Bíó Paradís í samstarfi við Félag íslenskra listdansara, fyrir sannkallaðri veisludagskrá íslenkra dans-stuttmynda. Hér eru í fyrsta skipti sýndar á einum stað þær dansstuttmyndir íslenskra listamanna sem notið hafa mestrar athygli og hvatningar í alþjóðlegu samhengi á síðustu árum. Það er löngu ljóst að við þurfum öll á meiri dansi að halda. Miklu meiri dansi. Og stuttmyndum. Og dansstuttmyndum. Og stuttum dansmyndum. Góða skemmtun! MYNDIRNAR ERU:Slurpinn & co. 1997 Katrín Ólafsdóttir 13´While the Cat’s Away 2003 Helena Jónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir 5´Burst 2003 Katrín Hall, Reynir Lyngdal 5´Zimmer 2004 Helena Jónsdóttir 8´Another 2005 Helena Jónsdóttir, Rene Vilbre 26´Fiðrildi 2008 Kristín Ólafsdóttir, Erna Ómarsdóttir 9´Síerra 2008 Sigríður Soffía Níelsdóttir 8´Between 2010 María Þórdís Ólafsdóttir 6´Retrograde 2010 Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon og Inga Maren Runarsdottir 4’

SAMTALS 84 MÍNÚTUR Þeir höfundar og leikstjórar sem tök hafa á verða viðstaddir sýninguna og munu gefa kost á spurningum í lok dagskrárinnar..SÝNDAR 29. APRÍL

Mait Malmsten í dansstuttmyndinni Another.

Page 15: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011

APRÍL 2011 / SÝNINGARSKRÁ / BLS 15

SÝNINGARSKRÁALLAR MYNDIR HÉR____________________________________________________________________

LISTI YFIR ÞÆR MYNDIR SEM SÝNDAR ERU Í APRÍLMÁNUÐI. ATHUGIÐ AÐ Á ÞESSUM LISTA ERU EKKI ÞÆR MYNDIR SEM KUNNA AÐ HALDA ÁFRAM FRÁ FYRRI MÁNUÐI. BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR. SÝNINGARTÍMA DAGSINS OG VIKUNNAR MÁ SJÁ Á BIOPARADIS.IS.____________________________________________________________________

KVIKMYND DAGSKRÁ SÝND

Blue Valentine (Í bláum skugga) Nýjar myndir Frá 1. apríl

Madame de... (Eyrnalokkar eiginkonunnar) Max Ophuls mánuður

1.-3. apríl

Ikiru (Að lifa) Deus ex cinema 5. apríl

San Qiang Pai An Jing Qi (Kona, byssa og núðluhús)

Nýjar myndir Frá 8. apríl

Le Plaisir (Nautnin) Max Ophuls mánuður

8.-10. apríl

Brazil Úrbanikka 12. apríl

(Mynd auglýst síðar) Arnarhreiðrið 13. apríl

(Mynd auglýst síðar) Mini-Ciné 14. apríl

(Mynd auglýst síðar) Sci-fi klúbburinnZardoz

15. apríl

La Ronde (Hringekjan) Max Ophuls mánuður

15.-17. apríl

Boy (Strákur) Nýjar myndir Frá 15. apríl

Draumurinn um veginn, 2. hluti:Arfl eifðin í farteskinu

Nýjar myndir 15.-25. apríl

Draumurinn um veginn, 1. hluti:Inngangan

Endursýning frásíðasta ári

15.-17. apríl

(Mynd auglýst síðar) Kino-klúbburinn 17. apríl

Luther (Lúther) Kirkjan 18. apríl

Living Without Money (Líf án peninga) Sérviðburður 19. apríl

Jöklar - sex leiksýningar í einni (netleikhús) Herbergi 408 21. og 23. apr.

The Wind (Vindurinn) Þöglar myndir 28. apríl

Letter From an Unknown Woman (Bréffrá ókunnri konu)

Max Ophuls mánuður

29. apríl - 1.maí

Níu dansstuttmyndir Alþjóða dans-dagurinn

29. apríl

Page 16: Bíó Paradís Dagskrá apríl 2011