gönguferð bændaferða | alpaganga - fyrir fólk á uppleið |7. - 14. ágúst 2014

Post on 09-Jun-2015

141 Views

Category:

Travel

3 Downloads

Preview:

Click to see full reader

DESCRIPTION

Algjör nýjung í gönguferðum um Alpana. Gönguhækkun á dag er 850 m – 1.300 m. Göngulækkun á dag er hámark 150 m. Heilbrigðisstarfsfólk og fjallasérfræðingar hafa tekið höndum saman og hannað ferð fyrir fólk með vandamál tengd liðum eða fólk með gerviliðamót. Í þessari ferð verða rútur, leigubílar og kláfar notaðir óspart þegar leiðin liggur niður á við en tveir jafnfljótir notaðir upp í mót.

TRANSCRIPT

Alpaganga – fyrir fólk á uppleið 7. – 14. ágúst 2014

Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir

Alpaganga – fyrir fólk á uppleið

• Algjör nýjung í gönguferðum um Alpana. • Gönguhækkun á dag er 850 m – 1.300 m • Göngulækkun á dag er hámark 150 m

• Heilbrigðisstarfsfólk og fjallasérfræðingar hafa tekið

höndum saman og hannað ferð fyrir fólk með vandamál tengd liðum eða fólk með gerviliðamót.

• Í þessari ferð verða rútur, leigubílar og kláfar notaðir

óspart þegar leiðin liggur niður á við en tveir jafnfljótir notaðir upp í mót.

7. ágúst. Flogið til München og ekið sem leið liggur til Oberstdorf. Gist þar fyrstu nóttina.

8. ágúst. Hittum fjallaleiðsögumanninn og förum með leigubílum í Kleinwalsertal sem tilheyrir Austurríki. Gengið af stað þaðan. Hér er yfirlit yfir gististaðina á korti.

• 8. ágúst: Hótel við Körbersee í um 1.600 m hæð.

• 9. ágúst: Ulmer skálanum í 2.288 m hæð.

• 10. ágúst: Gistiheimili í bænum Flies, í 1.071 m hæð.

• 11. ágúst: Gistiheimili í Sölden, 1.368 m hæð.

• 12. ágúst: Gistiheimili í St. Leonhardt í Passeier dal.

• 13. ágúst: 3*hótel í Meran.

8. ágúst - gangan hefst í Kleinwalsertal

Gengið eftir Schwarzwasserdalnum til Schwarzwasser skálans í 1.620 m

Áfram haldið eftir Bregenzer-Wald hringnum til Diedamssattel og Diedamskopf í 2.090 m hæð

Gist á Hotel Körbersee við Körbersee vatn í 1.600 m

9. ágúst - gengið meðfram ánni Bregenzer til Auenfeldsattel til þorpsins Oberlech í 1.780 m

Þorpið Oberlech

Gist í Ulmer skálanum í 2.288 m

10. ágúst – Gengið yfir Valfagehr hrygginn til Valluga í 2.808 m hæð. Þaðan njótum við 360°panorama útsýnis

Valluga-panorama lestin tekin niður til St. Anton og leigubíll til Landeck. Gengið til Flies þar sem verður gist á gistiheimili

Bærinn Flies

11. ágúst – Kaunergrat þjóðgarðurinn

Bærinn Flies

Góðar líkur á því að sjá steingeitur

Bærinn Flies

Leið okkar liggur framhjá stórkostlegum fossi og áhrifamiklum jökultungum að Braunschweiger skálanum

Bærinn Flies

Gengið áfram eftir Rettenbach hryggnum þaðan sem er dásamlegt útsýni yfir Ötz dalina og Stubaier fjallgarðinn.

Gist á gistiheimili í Sölden.

Bærinn Flies Sölden

12. ágúst – Gengið í gegnum Kühtraingjána, til Zwieselstein. Upplifum glitrandi fossa við Timmelsbach

Göngum hér frá Austurríki yfir til Ítalíu, en ferðin hófst í Oberstdorf í Þýskalandi. Hér er því upplagt að gera hádegishlé (p.s. hér var þekkt smyglleið á milli landa)

Gengið upp hina bröttu Passstrasse

Næturgisting á gistiheimili í Passaierdalnum

13. ágúst – Gengið upp á topp Pfandleralm og síðan eftir suðurhlíðum Riffelspitze þar sem skiptast á skógar og engi.

Riffelspitze toppurinn

Hirzer skálinn í 1.983 m

Síðasta gistinóttin er á 3* hóteli í Meran á Ítalíu.

Morguninn eftir er haldið út með rútu á flugvöllinn í München. Hér er upplagt að framlengja ferðina.

Meran

Alpaganga – fyrir fólk á uppleið

Flug með Icelandair til og frá München og flugskattar

Ferðir til og frá flugvelli í München

Gisting í 7 nætur á hótelum, gistiheimilum og í fjallaskálum

7 morgunverðir

6 kvöldverðir

Rútu- og leigubílaferðir tengdar göngunum

Ferðir með kláfum

Farangursflutningur (trúss) milli gististaða

Fjallaleiðsögumaður af svæðinu

Íslensk fararstjórn

Verð ferðar 299.200 kr. á mann í tvíbýli Innifalið:

top related