hengill 2ja daga lúxus og dekur gönguferð · millu- & krilluferðir hengill - 2ja daga...

3
Millu- & Krilluferðir HENGILL - 2ja daga lúxus dekur - og gönguferð Í samstarfi við ION hotels ætlum við að bjóða upp á einstaklega flotta og skemmtilega 2ja daga gönguferð um Hengilsvæðið í júní með gistingu á Ion Adventure hotel á Nesjavöllum. Hengillinn er eitt stærsta háhitasvæði landsins og magnað göngusvæði. Hér má sjá upplýsingar um svæðið og kort Hengilsvæðið Í boði verða 2 brottfarir, önnur verður “skvísuferð” fyrir konur en hin er opin fyrir alla og tilvalin fyrir hjón/pör. Ion Adventure hotel er einstaklega glæsilegt og umhverfisvænt “boutique” hótel í stórbrotnu landslagi Nesjavalla. Á hótelinu er flotti veitingastaðurinn Silfra restaurant, margverðlaunaður norðurljósabar, Lava Spa og frábært útsýni. Sjá heimasíðu hér https://ionadventure.ioniceland.is/the-hotel/ Dagsetningar: 6.-7. júní (skvísuferð) UPPSELT 11.-12. júní (öllum opið) LAUST 13.-14. júní (öllum opið) LAUST 20.- 21. júní (skvísuferð) NOKKUR SÆTI LAUS Verð: 30.000, - kr á mann í tveggja manna herbergi 40.000, - kr á mann í eins manns herbergi Innifalið: leiðsögn Millu og Krillu í 2 daga flutningur á farangri gisting í tveggja manna herbergi fordrykkur 3ja rétta kvöldverður morgunnverði og nesti á degi 2

Upload: others

Post on 20-Jul-2020

19 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: HENGILL 2ja daga lúxus og dekur gönguferð · Millu- & Krilluferðir HENGILL - 2ja daga lúxus dekur - og gönguferð Í samstarfi við ION hotels ætlum við að bjóða upp á

Millu- & Krilluferðir

HENGILL - 2ja daga lúxus dekur - og gönguferð Í samstarfi við ION hotels ætlum við að bjóða upp á einstaklega flotta og skemmtilega 2ja daga gönguferð um Hengilsvæðið í júní með gistingu á Ion Adventure hotel á Nesjavöllum. Hengillinn er eitt stærsta háhitasvæði landsins og magnað göngusvæði. Hér má sjá upplýsingar um svæðið og kort Hengilsvæðið Í boði verða 2 brottfarir, önnur verður “skvísuferð” fyrir konur en hin er opin fyrir alla og tilvalin fyrir hjón/pör.

Ion Adventure hotel er einstaklega glæsilegt og umhverfisvænt “boutique” hótel í stórbrotnu landslagi Nesjavalla. Á hótelinu er flotti veitingastaðurinn Silfra restaurant, margverðlaunaður norðurljósabar, Lava Spa og frábært útsýni.

Sjá heimasíðu hér https://ionadventure.ioniceland.is/the-hotel/

Dagsetningar: 6.-7. júní (skvísuferð) UPPSELT 11.-12. júní (öllum opið) LAUST 13.-14. júní (öllum opið) LAUST 20.- 21. júní (skvísuferð) NOKKUR SÆTI LAUS

Verð: 30.000, - kr á mann í tveggja manna herbergi 40.000, - kr á mann í eins manns herbergi

Innifalið: leiðsögn Millu og Krillu í 2 daga flutningur á farangri gisting í tveggja manna herbergi fordrykkur 3ja rétta kvöldverður morgunnverði og nesti á degi 2

Page 2: HENGILL 2ja daga lúxus og dekur gönguferð · Millu- & Krilluferðir HENGILL - 2ja daga lúxus dekur - og gönguferð Í samstarfi við ION hotels ætlum við að bjóða upp á

Millu- & Krilluferðir

Ekki innifalið:

nesti á degi 1 (taka með) drykkir á hótelinu

Dagskrá: Dagur 1: Hellisheiðarvirkjun – Nesjavellir Mæting kl. 9:30 á bílastæðinu við Hellisheiðarvirkjun. Þar skiljum við bílana eftir eftir og setjum farangurinn í trússbílinn. Gangan hefst stundvíslega kl 10:00.

Eftir smá upphitun göngum við af stað inn í Sleggjubeinsdal innan við Hellisheiðarvirkjun og upp hrygginn milli Sleggju og Skarðsmýrarfjalls upp í Sleggjubeinsskarð. Að austanverðu er öflugt hverasvæði sem skartar mikilli litadýrð. Þaðan höldum við inn Innstadal og upp á Vörðuskeggja sem er hæsti toppur Hengilsins (805m). Þaðan er gengið norðanmegin niður að Nesjavöllum.

Þegar komið er á hótel bíður okkur “welcome” drykkur og eftir góðar jóga/pilates teygjur á veröndinni skellum við okkur í spa-ið. Eftir góða slökun og spa verður borinn fram dýrindis 3ja rétta kvöldverður. Ganga: 15 km 5-6 klst. Hækkun/lækkun 550m

Dagur 2: Nesjavellir – Reykjadalur

Eftir flottan morgunverð göngum við í gegnum háhitasvæði Nesjavalla um Kýrgil og upp á Ölkelduháls. Þaðan er maganð útsýni yfir Þingvallavatn. Af hálsinum er gengið niður Reykjadal sem er einn fjölsóttasti baðstaður landsins í afar fögru og friðsælu umhverfi og í venjulegu árferði er hann fullur af erlendum ferðamönnum. Eftir bað í heitum læknum höldum við niður Rjúpnabrekkur áleiðis til Hveragerðis. Þaðan verða bílstjórar ferjaðir yfir í Hellisheiðarvirkjun til að sækja bílana. Ganga: 14 km. ca 5 klst. óveruleg hækkun/lækkun

Page 3: HENGILL 2ja daga lúxus og dekur gönguferð · Millu- & Krilluferðir HENGILL - 2ja daga lúxus dekur - og gönguferð Í samstarfi við ION hotels ætlum við að bjóða upp á

Millu- & Krilluferðir

Búnaðarlisti:

gönguskór með góðum sólum bakpoki með primaloft/dúnúlpu, regnfötum, sólvörn, nesti og vatnsbrúsa sundföt og handklæði snyrtileg föt fyrir kvöldverðinn Tannbursti og snyrtidót