forsendur fyrir nýrri notkun á sementsreitnum

Post on 06-Mar-2016

226 Views

Category:

Documents

4 Downloads

Preview:

Click to see full reader

DESCRIPTION

Kynning Regínu Ásvaldsdóttir um forsendur fyrir nýrri notkun á Sementsreit

TRANSCRIPT

Forsendur fyrir nýrri notkun á

Sementsreitnum

Íbúafundur 18. janúar 2014

Regína Ásvaldsdóttir

Efnisyfirlit

Samningur um Sementsverksmiðjureitinn.

Tekjur og útgjöld.

Forsendur fyrir vinnu Kanon arkitekta.

Samningur um Sementsverksmiðjureitinn

Fulltrúar Akraneskaupstaðar, Sementsverksmiðjunnar ehf. og Arion banka

undirrituðu þann 27. desember sl. rammasamning sem felur í sér að

Akraneskaupstaður eignist Sementsverksmiðjureitinn að

mestu leyti, bæði mannvirki og lóðaréttindi, án

endurgjalds til Sementsverksmiðjunnar.

Samningurinn I

Akraneskaupstaður tekur nú við mannvirkjum sem eru alls um 21.500

fermetrar. Mannvirkin eru kvaða- og veðbandslaus og afhent án

endurgjalds.

Bærinn tekur við réttindum á lóðum upp á alls um 55.500 fermetra.

Sementsverksmiðjan ehf. mun starfa að innflutningi sements og hafa

umráðarétt yfir tæplega 11% af flatarmáli lóða á sementsreitnum til

2028.

Samningurinn II

Þegar lóðarleigusamningurinn rennur út fær Akraneskaupstaður

öll mannvirki á viðkomandi lóð afhent án kvaða, veðbanda eða

endurgjalds.

Akraneskaupstaður fær Faxabraut 10 (gula skemman) afhenta

eftir 3 mánuði og hefur möguleika á að selja eða leigja húsnæðið.

Sementsverksmiðjan ehf. tekur á leigu um 1.400 fermetra í

Faxabraut 11 a og Mánabraut 20. Leigutími 2 ár.

Samningurinn III

Akraneskaupstaður fær við undirritun samningsins eingreiðslu upp á 23,4

milljónir króna í samræmi við ákvæði samnings frá árinu 2003 um niðurrif

svokallaðrar efnisgeymslu.

Sementsverksmiðjan skuldbindur sig til að mála mannvirki á leigulóð sinni

á árunum 2014-2016, þar með talin sementssíló og bryggju-og

færibandahús.

Sementsverksmiðjunni er gert að fjarlægja allan lausan búnað (vélar, tæki

o.fl.) fyrir 1. september 2014.

Sementsreitur fyrir

Sementsreitur eftir

Sementslóðin

Leiga til Sementsverksmiðjunnar

Sementsverksmiðjan er með leigutíma að lágmarki tvö ár á

eftirtöldum rýmum, alls 1.400 fermetrar:

Vélaverkstæði

Rafmagnsverkstæði

Geymsluskúr

Hluta af kvarnhúsi

Loftpressurými

Sementsverksmiðjan

Notkunarmöguleikar í dag

Hvað er hægt að nota á Sementsreitnum á næstunni?

Mötuneyti og starfsmannaaðstöðu að Mánabraut 20 (450 fm.

- laust 1. janúar 2014)

Stjórnstöð við ofnhús (433 fm. - laust 1. maí 2014)

Ofnhúsið (1.324 fm. - laust 1. október 2014)

Efnisgeymslan (3.968 fm. - laust 1. janúar 2014)

Kostir þess að semja

Yfirráð yfir fimm hektara landsvæði strax.

Lagaleg óvissa um framtíð svæðisins ekki lengur til staðar.

Einfaldari og skilvirkari skipulagsvinna sökum eignarhalds

mannvirkja á reitnum.

Búið að eyða óvissu um viðsemjanda (gjaldþrot) og hugsanlegan

kostnað við yfirtöku mannvirkja á síðari stigum.

Ásýnd mannvirkja sem Sementsverksmiðjan heldur eftir

mun lagast.

Kostnaður Árlegur rekstrarkostnaður Akraneskaupstaðar getur numið allt að 15,5

milljónum króna.

Tryggingar - 3 milljónir króna.

Fasteignagjöld OR - 4,5 milljónir króna.

Rafmagn - 2,5 milljónir króna.

Heitt vatn - 1,5 milljónir króna.

Viðhald/umsjón - 4 milljónir króna.

Aukakostnaður getur komið til í framtíðinni vegna skipulagsvinnu, niðurrifa,

gatnagerðar, vinnu við að gera svæðið byggingarhæft o.s.frv. Gert er ráð fyrir

að kostnaður bæjarins við niðurrif mannvirkja geti numið amk 250 milljónum

króna.

Tekjur Tekjur á móti kostnaði koma síðan til vegna sölu byggingarréttar,

gatnagerðagjalda og leigutekna.

Leigutekjur frá Sementsverksmiðjunni ehf eru 6,3 milljónir króna.

Eingreiðsla frá Sementsverksmiðjunni nam samtals 23,4 milljónum

króna vegna niðurrifskröfu á efnisgeymslu.

Faxabraut 10 afhent 1. apríl til sölu eða leigu. Fasteignamat er samtals

55 milljónir króna.

Þá hefur bærinn tekjur af sölu byggingarréttar og af

gatnagerðargjöldum til að standa undir því að gera svæðið

byggingarhæft.

Hugmyndavinnan í dag Kanon arkitektar

Skipulag Sementsreitsins

og uppbygging

Markmiðið er að skipulag Sementsreitsins

verði vandað og unnið í sem mestri sátt við

íbúa og aðra hagsmunaaðila. Uppbygging og

þróun svæðisins verði unnin á faglegan hátt

og leitað verði bestu hugsanlegra lausna.

Hlutverk Kanon arkitekta

Varpa upp ólíkum sjónarhornum á

Sementsreitinn/reitina

Kveikja í okkur þannig að það komi enn fleiri

hugmyndir upp á yfirborðið

Vinnuforsendur (I) Hvernig viljum við að bærinn okkar líti út 2027?

Tengsl Sementsreitsins við:

Langasand (strandlengja)

Akraneshöfn (sérstaða

Akraness – sjávarútvegur)

Miðbæinn á Akranesi (einn af

fáum raunverulegum

miðbæjum á landinu)

Vinnuforsendur (II) Hvernig viljum við að atvinnulífið þróist?

Stefnumótun um

atvinnumál:

Sjávartengd ferðaþjónusta

(hvalaskoðun, sjóstöng,

vitarnir.....)

Matvælaframleiðsla

Stoðþjónusta við sjávarútveg

Hátæknistörf

Vinnuforsendur (III)

Sagan og sérstaðan:

Á að nýta/vernda

byggingarnar?

Á að nýta sumt og annað ekki?

Á að rífa flestar byggingarnar?

Markmið fundarins

Upphafið að samráðsferli til að dýpka

vinnuforsendurnar sem við höfum haft til viðmiðunar.

Ein hugmynd útilokar ekki aðra

Þetta er ferðalag........njótum ferðarinnar!

Takk fyrir

top related