29 08 2014 heilsa

25
Heilsa Helgin 29.-31. ágúst 2014 Saksóknarar í hörkuformi LÍFSTÍLL STYRKUR BRENNSLA/MÓTUN HARDCORE Verum hraust í haust... H afdís Jónsdóttir, eða Dísa í World Class, segir okkur frá undirbúningi haustsins í World Class. „Við rekum níu heilsuræktarstöðvar á höfuðborg- arsvæðinu og korthafar okkar hafa að auki aðgang að þremur sundlaugum auk allra opinna hóptíma,“ segir Dísa. Hún segir undirbúning haustsins fara vel af stað og hlakkar til vetrarins. Ný heimasíða og bókunarkerfi í vinsæla hóptíma Nú í sumar tók World Class nýja heimasíðu í notkun sem býður upp á þann möguleika að bóka sig í hóp- tíma viku fram í tímann og fá áminn- ingu í farsímann. „Nú þarf enginn að gleyma heilsuræktinni sinni,“ segir Dísa. „Þessi nýjung hefur mælst vel fyrir, nú þarf fólk ekki að standa í biðröð eftir aðgangi í tíma, það bókar sig í tímana í gegnum heimasíðuna og tryggir sér þar með pláss,“ segir Dísa ennfremur. Ný spinninghjól í Laugum „Við höfum endurnýjað öll spinning- hjól í Laugum og þau eru af nýjustu og bestu gerð frá LifeFitness. Einnig höfum við bætt við spinninghjólum á aðrar stöðvar.“ Dísa segir spinn- ingtíma vera í Laugum, Seltjarnar- nesi, Ögurhvarfi og Mosfellsbæ. „Það er gífurleg aðsókn í spinningtíma hjá okkur, því kemur þessi viðbót á hjólum sér einstaklega vel.“ Opnir hóptímar, ný tímatafla tekur gildi 1. september Viðskiptavinir World Class hafa að- gang að öllum opnum hóptímum. Um er að ræða mikið úrval tíma, „Spinn- ing og Hot Yoga eru okkar vinsælustu tímar en við höfum margt í boði og fjölbreytnin er í fyrirrúmi. Við kynn- um til leiks tímatöflu vetrarins, 1. september næstkomandi,“ segir Dísa. Ný og spennandi nám- skeið – mikið af nýjungum Dísa segir að fjöldi nýrra námskeiða verði í boði. „Við höfum mikið úrval námskeiða nú í september og má með sanni segja að allir eigi að finna námskeið við hæfi.“ Af nýjungum má nefna nýtt æfingakerfi, Kick Fusion, þar sem unnið er með eigin líkams- þyngd og Tabata æfingalot- ur. Önnur vinsæl námskeið Hraust í haust! Unnið í samstarfi við World Class. eru meðal annars Hörkuform, Nýr lífsstíll, Fit Pilates í heitum sal, Mömmutímar, Með- göngunámskeið, Herþjálfun og fleiri. „Fyrir unglingana bjóðum við upp á 12 vikna nám- skeið, Unglingahreysti, en það eru námskeið fyrir þá sem eru í 7. - 10. bekk. Á námskeið- inu fræðast unglingarnir um hollt mataræði, æfingar og heilsu. Hægt er að nýta frí- stundastyrkinn á það námskeið.“ Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu World Class, www.worldclass.is. BLS. 52 Ekki æfa á fastandi maga BLS. 74

Upload: frettatiminn

Post on 02-Apr-2016

244 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

Health, Heilsa, Magazine, Tímarit, Fréttatíminn, Iceland

TRANSCRIPT

Page 1: 29 08 2014 heilsa

HeilsaHelgin 29.-31. ágúst 2014

Saksóknarar í hörkuformi

LÍFSTÍLL

STYRKUR

BRENNSLA/MÓTUN

HARDCORE

Verum hraust í haust...

H afdís Jónsdóttir, eða Dísa í World Class, segir okkur frá undirbúningi haustsins í World Class. „Við rekum

níu heilsuræktarstöðvar á höfuðborg-arsvæðinu og korthafar okkar hafa að auki aðgang að þremur sundlaugum auk allra opinna hóptíma,“ segir Dísa. Hún segir undirbúning haustsins fara vel af stað og hlakkar til vetrarins.

Ný heimasíða og bókunarkerfi í vinsæla hóptímaNú í sumar tók World Class nýja heimasíðu í notkun sem býður upp á þann möguleika að bóka sig í hóp-tíma viku fram í tímann og fá áminn-ingu í farsímann. „Nú þarf enginn að gleyma heilsuræktinni sinni,“ segir Dísa. „Þessi nýjung hefur mælst vel fyrir, nú þarf fólk ekki að standa í biðröð eftir aðgangi í tíma, það bókar sig í tímana í gegnum heimasíðuna og

tryggir sér þar með pláss,“ segir Dísa ennfremur.

Ný spinninghjól í Laugum„Við höfum endurnýjað öll spinning-hjól í Laugum og þau eru af nýjustu og bestu gerð frá LifeFitness. Einnig höfum við bætt við spinninghjólum á aðrar stöðvar.“ Dísa segir spinn-ingtíma vera í Laugum, Seltjarnar-nesi, Ögurhvarfi og Mosfellsbæ. „Það er gífurleg aðsókn í spinningtíma hjá okkur, því kemur þessi viðbót á hjólum sér einstaklega vel.“

Opnir hóptímar, ný tímatafla tekur gildi 1. septemberViðskiptavinir World Class hafa að-gang að öllum opnum hóptímum. Um er að ræða mikið úrval tíma, „Spinn-ing og Hot Yoga eru okkar vinsælustu tímar en við höfum margt í boði og fjölbreytnin er í fyrirrúmi. Við kynn-

um til leiks tímatöflu vetrarins, 1. september næstkomandi,“ segir Dísa.

Ný og spennandi nám-skeið – mikið af nýjungumDísa segir að fjöldi nýrra námskeiða verði í boði. „Við höfum mikið úrval námskeiða nú í september og má með sanni segja að allir eigi að finna námskeið við hæfi.“

Af nýjungum má nefna nýtt æfingakerfi, Kick Fusion, þar sem unnið er með eigin líkams-þyngd og Tabata æfingalot-ur. Önnur vinsæl námskeið

Hraust í haust!

Unnið í samstarfi við

World Class.

eru meðal annars Hörkuform, Nýr lífsstíll, Fit Pilates í heitum sal, Mömmutímar, Með-göngunámskeið, Herþjálfun og fleiri. „Fyrir unglingana bjóðum við upp á 12 vikna nám-skeið, Unglingahreysti, en það eru námskeið fyrir þá sem eru í 7. - 10. bekk. Á námskeið-inu fræðast unglingarnir um hollt mataræði, æfingar og heilsu. Hægt er að nýta frí-stundastyrkinn á það námskeið.“

Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu World Class, www.worldclass.is.

bls. 52

Ekki æfa á fastandi maga

bls. 74

Page 2: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201452

Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.

Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

ÍK

NÝ OG BETRI

HÖNNUN!RI

TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI

Saksóknarar í hörkuformiSaksóknararnir Kolbrún Benedikts-dóttir og Hulda Elsa Björgvinsdóttir stunda líkamsrækt af miklum móð. Báðar æfa þær kraftlyftingar, auk þess er Kolbrún í Crossfit og Hulda Elsa stundar hlaup af og til.

K olbrún Benediktsdóttir og Hulda Elsa Björgvins-dóttir, saksóknarar, hófu báðar að æfa kraftlyfingar

í byrjun ársins og líkar vel. Kolbrún hefur æft Crossfit í þrjú ár og upplifði þar í fyrsta sinn að langa virkilega á æfingu.

Hulda Elsa byrjaði í einkaþjálfun í október síðastliðnum og hafði aldrei áður stundað kraftlyftingar. „Ég hafði verið að lyfta lóðum í líkams-ræktarstöðvum en ákvað svo að fara í einkaþjálfun þar sem ég kynnt-ist kraftlyftingum. Ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er skemmtilegt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og það er engin kvöð enda er félagsskapurinn mjög góður,“

segir Hulda sem æfir lyftingarnar í fjögurra manna hópi.

Fyrst eftir að Hulda Elsa byrjaði í einkaþjálfuninni vann hún að því að undirbúa líkamann undir kraft-lyftingarnar. „Fyrstu tvo til þrjá mánuðina fór ég ekkert nálægt stóru lóðunum. Svo í byrjun ársins fór ég að stunda bekkpressu, hnébeygjur, réttstöðulyftu og aðrar kraftlyftingar þrisvar sinnum í viku. Það er virki-lega hvetjandi að bæta sig. Það er svo áþreifanlegt þegar maður nær að lyfta fleiri kílóum og maður verður ægilega glaður þegar það tekst.“

Kolbrún tekur í sama streng og segir félagsskapinn skipta miklu máli. Sumarið 2011 byrjaði hún að

æfa Crossfit og hafði aldrei áður stundað reglulega hreyfingu. „Ég byrjaði af forvitni því ég hafði heyrt af mörgum sem voru að æfa. Ég fann strax að þetta var eitthvað fyrir mig og upplifði í fyrsta sinn á ævinni að virkilega langa á æfingu,“ segir Kol-brún. Yfirleitt æfir hún Crossfit fjór-um til fimm sinnum í viku. „Í Crossfit er mikil samvinna og skemmtileg hópamyndum. Þetta er þannig íþrótt að fólk kynnist strax og það myndast skemmtilegur andi.“

Í janúar bætti Kolbrún svo kraft-lyfingum við og ætlar að taka þátt í sínu fyrsta kraftlyfingamóti á næstu dögum, Íslandsmótinu í réttstöðu-lyftu. „Það er nú pínu upp á grín og líka til að hafa gaman af þessu.

Áður hef ég keppt í liðakeppnum í Crossfit.“

Eftir að Kolbrún byrjaði að æfa reglulega finnur hún mikinn mun á líðan sinni. „Það er mjög gott að fá reglulega hreyfingu þegar maður er í krefjandi starfi og með fjölskyldu. Ég finn að ef maður gefur sér tíma til að hreyfa sig er maður betur í stakk búinn að takast á við lífið.“

Hulda Elsa segir það algengan mis-skilning meðal kvenna að vöðvarnir verði mjög stórir af kraftlyftingum. „Það er eiginlega þvert á móti því kraftlyftingar hafa verið sú hreyfing sem hefur hjálpað mér hvað mest að léttast. Líkaminn mótast mikið við kraftlyfingarnar. Þegar ég lyfti sem þyngstu léttist ég mest.“

Ef maður gefur sér tíma til að hreyfa sig er maður betur í stakk búinn að tak-ast á við lífið.

Page 3: 29 08 2014 heilsa

heilsaHelgin 29.-31. ágúst 2014 53

Vörn gegn sveppasýkingu í meltingarvegiBio-Kult Candéa hylki veita vörn gegn sveppasýkingu í meltingarvegi og á viðkvæmum svæðum kvenna.

Bio Kult heldur mér í jafnvægi. Fyrir um einu og hálfu ári keypti ég mér fyrsta pakkann af Bio – Kult Candéa. Ég hafði þá í fjöldamörg ár verið búin að glíma við mikla upp-þembu og meltingarvanda. Mér leið oftast hálf illa eftir máltíðir og var búin að reyna eitt og annað. Fljótlega eftir að ég byrjaði á Bio Kult hvarf þetta, ég tek inn tvö hylki

á dag í hádeginu. Kláði og pirringur í húðinni hefur stórbatnað og nánast horfið, kláði sem var virkilega að gera mér lífið leitt auk mikilla þurrku-

bletta í húðinni sem voru verstir í andliti, þeir heyra nú sögunni til. Sykurlöngun hefur horfið eftir að ég byrjaði á Bio Kult Candéa hylkj-

unum. Ég hef farið á sterka sýklalyfjaskammta án þess að þurfa að stríða við sveppasýkingu í kjölfarið. Ég hef aldrei hætt að taka inn Bio – Kult á þessum tíma, það ER orðið hluti af rútínu hjá mér og

ég get heilshugar mælt með því við alla og geri það.

Alma Lilja Ævarsdóttir.

B io-Kult Candéa er öflug blanda af vinveittum gerlum, hvítlauk og frækjarna greipaldins sem veitir

öfluga vörn gegn candida sveppasýk-ingu í meltingarvegi kvenna og karla. Sveppasýking getur lýst sér á mis-munandi vegu og geta einkennin meðal annars verið munnangur, fæðuóþol, pirringur, skapsveiflur, þreyta, melting-artruflanir, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni og ýmis húðvandamál. Bio-Kult Candéa er einnig öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum.

Bio-Kult Candéa hylkin henta vel fyrir alla, unga sem aldna. Þau fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upp-lýsingar má nálgast á icecare.is

Átta ára gömul dóttir Heiðrúnar Guð-mundsdóttur fann oft fyrir maga- og höfuðverk síðasta vetur. „Hún hafði mikla þörf fyrir sykur og reyndi oft að fá sér sætindi. Einstaka sinnum fékk hún ristilkrampa sem gengu mjög nærri henni. Um vorið og fyrri hluta sumars ágerðust þeir og kvaldist hún mikið í hvert skipti,“ segir Heiðrún sem átti við sama vandamál að stríða sem barn og vissi því hvernig dótturinni leið og um hvað málið snérist. „Þegar ég leitaði eftir upplýsingum á netinu rakst ég á umfjöllun um Bio-Kult Candéa við

sveppasýkingu og að það væri einnig hjálplegt við ristilvandamálum. Þegar ég skoðaði málið nánar sá ég að hún hafði flest einkenni sveppasýkingar í meltingarvegi.“

Síðasta sumar byrjaði dóttir Heið-rúnar að taka daglega inn tvö hylki af Bio-Kult Candéa og varð strax breyting á líðan hennar. „Hún hætti að kvarta undan magaverkjum, regla komst á meltinguna og ristilkramparnir hættu. Í dag tekur hún samviskusamlega eitt hylki eftir kvöldmat og nú sjö mánuðum síðar hefur ristilkrampinn ekki látið á sér kræla. Sykurþörfin er mun minni og höfuðverkurinn heyrir nánast sögunni til og þar með sláum við tvær flugur í einu höggi. Ég er mjög þakklát fyrir þessa dásemdar vöru sem hefur gjör-breytt lífi dóttur minnar.“

Halldóra Sveinsdóttir hefur einnig góða reynslu af Bio-Kult Candéa en í mörg ár var meltingin í ólagi. „Af og til fékk ég brjóstsviða, var með upp-þembu og sífellt ropandi. Þegar ég var sem verst var ég alveg stífluð í melt-ingarveginum. Eftir að ég byrjaði að taka inn Bio-Kult Candéa hylkin lagað-ist meltingin og óþægindin hurfu,“ segir Halldóra sem í dag er orkumeiri en áður og finnur mun á húðinni. „Bio-Kult Candéa er frábær vara sem ég mæli með.“

„Ég las um Femarelle og leist vel á að prófa hormónalausa með-ferð og hef tekið það inn í nokkra mánuði og er búin að endur-heimta mitt fyrra líf,“ segir Eva Ólöf Hjaltadóttir, 71 árs. „Mér hafði ekki liðið nógu vel og var farið að finnast óþægilegt að vera mikið innan um fólk. Mér fannst ekki gott að vera í hávaða og hafði því einangrast félagslega,“ segir hún.„Eftir að ég hafði tekið Fermarelle í sex mánuði hætti ég að svitna eins og áður og er núna í sama bolnum allan daginn og er hætt að finna fyrir verkjum. Það besta er að börnin mín og tengdabörn

hafa orð á því hvað ég sé orðin hress. Að auki hef ég misst 11 kíló án þess að reyna það sérstaklega.

Ástæðan er sú að mér líður betur og ég get hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð með Femarelle hylkin að ég mæli með þeim við allar vinkonur mínar.“

Eva Ólöf Hjaltadóttir.

„Ég ákvað að prófa Femarelle síðasta vetur eftir að hafa lesið frásögn konu í blaði þar sem hún lýsti ánægju sinni með vöruna,“ segir Soffía Káradóttir sem á þeim tíma var að byrja á breytingaskeiðinu en vildi ekki nota horm-óna. „Ég fann fyrir hitakófum, fótaóeirð, skapsveiflum, líkamlegri vanlíðan og vaknaði oft upp á nóttunni.“Eftir að Soffía hafði tekið Femarelle inn í aðeins 10 daga hurfu öll einkenni breytingaskeiðsins. „Nú fæ ég samfelldan

svefn, finn ekki lengur fyrir hitakófum eða fótaóeirð og líður mun betur á allan

hátt og er í góðu jafnvægi. Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst þessu dásamlega undraefni.“

Soffía Káradóttir.

Femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum

og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast

á icecare.is og á Facebook-síðunni Femarelle.

1 hylki 2svar á dag.Brizo™ er sojaþykkni sem getur umbylt lífsgæðum karlmanna.Inniheldur Soya, ekki erfðabreytt (GMO free).

Femarelle er dásamlegt fyrir konur á breytingaskeiðiFermarelle er náttúruleg vara, unnin úr soja og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Hitakóf, nætursviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum eru algeng einkenni tíðahvarfa. Virkni þess hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum.

Ég hef notað Brizo í nokkra mánuði, og er ánægður með hve vel það virkar á mig. Ég er orðinn 66 ára var farinn að finna fyrir því að ég þurfti oft að kasta þvagi, og náði ekki alveg að tæma blöðruna í hvert sinn. Þetta fannst mér óþægilegt og leið ekki vel með þetta. Þó vildi ég ekki nota lyf – frekar eitthvað náttúrulegt. Mér bauðst fyrir nokkrum mánuðum að prófa 1 mánuð af Brizo og fann strax að það létti á þrýstingi á þvagrásinni. Nú hef ég notað Brizo í nokkra mánuði samfleytt og er mjög ánægður með hvernig mér líður af því. Ég hef fulla trú á svona náttúrulegum lausnum í staðinn fyrir lyf. Takk fyrir mig

Skúli Sigurðarson

og karlmenn með góðkynja stækkun blöðruhálskirtils

Brizo fyrir bununa …

Þekkirðu þetta vandamál?√ Lítil eða slöpp þvagbuna

√ Tíð þvaglát

√ Næturþvaglát

√ Skyndileg þvaglátaþörf

√ Erfitt að hefja þvaglát

√ Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát

√ Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir síðasta þvaglát

√ Sviði eða sársauki við þvaglát

Nú vakna ég útsofinn og -hvíldur. Ég er 65 ára og undanfarin ár hef ég þurft að hafa þvaglát allt að þrisvar sinnum á nóttu. Þetta hvimleiða vandamál var alltaf að ágerast, það olli mér vanlíðan og ég náði ekki að hvílst eins og ég þurfi. Eftir að ég fór að taka inn Brizo-hylkin hefur líðan mín gjörbreyst. Ég þarf miklu sjaldnar að vakna á nóttunni og er því úthvíldur að morgni. Sviðinn, sem einnig angraði mig er nánast horfinn. Ég mæli hiklaust með Brizo fyrir karlmenn á mínum aldri sem eiga við þetta vandamál að etja.

Finnur Eiríksson

www.icecare.is / FRUM - www.frum.is

þembu og meltingarvanda. Mér leið oftast hálf illa eftir máltíðir og var búin að reyna eitt og annað. Fljótlega eftir að ég byrjaði á Bio Kult hvarf þetta, ég tek inn tvö hylki

á dag í hádeginu. Kláði og pirringur í húðinni hefur stórbatnað og nánast horfið, kláði sem var virkilega að gera mér lífið leitt auk mikilla þurrku

bletta í húðinni sem voru verstir í andliti, þeir heyra nú sögunni til. Sykurlöngun hefur horfið eftir að ég byrjaði á Bio Kult Candéa hylkj

unum. Ég hef farið á sterka sýklalyfjaskammta án þess að þurfa að stríða við sveppasýkingu í kjölfarið. Ég hef aldrei hætt að taka inn Bio – Kult á þessum tíma, það ER orðið hluti af rútínu hjá mér og

ég get heilshugar mælt með því við alla og geri það.

Alma Lilja Ævarsdóttir.Alma Lilja Ævarsdóttir.

Bio-Kult Candéa og varð strax breyting

hylki eftir kvöldmat og nú sjö mánuðum

sér kræla. Sykurþörfin er mun minni og

Bio-Kult Candéa veit-ir öfluga vörn gegn candida sveppasýk-ingu í meltingarvegi kvenna og karla.

Unnið í samvinnu við

Icecare

Page 4: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201454

Dansfélag Reykjavíkur

SalsaBreakZumbaHip HopFreestyleBrúðarvalsBarnadansarBarnadansarSamkvæmisdansarSérnámsskeið fyrir hópaBörn - Unglingar - Fullorðnir

Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélögveita styrki vegna dansnámskeiða.

Innritunog upplýsingar

á dansskoli.is eða í síma 553 6645

Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | [email protected] Íslands | Faglærðir danskennarar

Dansfélag Reykjavíkur

SalsaBreakZumbaHip HopFreestyleBrúðarvalsBarnadansarBarnadansarSamkvæmisdansarSérnámsskeið fyrir hópaBörn - Unglingar - Fullorðnir

Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélögveita styrki vegna dansnámskeiða.

Innritunog upplýsingar

á dansskoli.is eða í síma 553 6645

Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | [email protected] Íslands | Faglærðir danskennarar

Dansfélag Reykjavíkur

SalsaBreakZumbaHip HopFreestyleBrúðarvalsBarnadansarBarnadansarSamkvæmisdansarSérnámsskeið fyrir hópaBörn - Unglingar - Fullorðnir

Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélögveita styrki vegna dansnámskeiða.

Innritunog upplýsingar

á dansskoli.is eða í síma 553 6645

Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | [email protected] Íslands | Faglærðir danskennarar

Dansfélag Reykjavíkur

SalsaBreakZumbaHip HopFreestyleBrúðarvalsBarnadansarBarnadansarSamkvæmisdansarSérnámsskeið fyrir hópaBörn - Unglingar - Fullorðnir

Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélögveita styrki vegna dansnámskeiða.

Innritunog upplýsingar

á dansskoli.is eða í síma 553 6645

Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | [email protected] Íslands | Faglærðir danskennarar

Dansfélag Reykjavíkur

SalsaBreakZumbaHip HopFreestyleBrúðarvalsBarnadansarBarnadansarSamkvæmisdansarSérnámsskeið fyrir hópaBörn - Unglingar - Fullorðnir

Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélögveita styrki vegna dansnámskeiða.

Innritunog upplýsingar

á dansskoli.is eða í síma 553 6645

Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | [email protected] Íslands | Faglærðir danskennarar

25áraOpið hús laugardaginn 30. ágúst kl. 13-15

D ansskóli Jóns Péturs og Köru er 25 ára um þessar mundir. Skólinn var stofn-

aður 28. ágúst af þeim Jóni Pétri Úlfljótssyni og Köru Arngríms-dóttur. Þau reka skólann enn þann dag í dag ásamt Stefáni Guðleifs-syni, eiginmanni Köru.

„Við Jón Pétur vorum danskenn-aranemar á sama stað og byrj-uðum að dansa saman. Við sigr-uðum á fyrsta Íslandsmótinu sem haldið var 1986 og vorum fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramóti at-vinnumanna í Berlín 1987. Það var ekkert á planinu að opna dansskóla en það þróaðist einhvern veginn þannig. Við vorum náttúrlega alveg blaut á bak við eyrun og vissum ekkert hvað við vorum að fara út í,“ segir Kara þegar hún rifjar upp upphaf dansskólans.

Kara segir að miklar breytingar hafi orðið á rekstrinum á þessum aldarfjórðungi. Nemendur hafi ver-ið allt frá 300 og upp í 900 á hverj-um vetri. Framboð á námskeiðum hefur sömuleiðis breyst eftir því hvernig vindar blása hverju sinni.

„Í upphafi vorum við bara með samkvæmisdansana en núna erum við með mjög fjölbreytt nám-skeið. Við erum með barnadansa, keppnisdansa, fullorðinshópa fyrir fólk á öllum aldri, freestyle, hip hop, break, street, salsa og zumba. Við reynum að koma til móts við þörfina í samfélaginu.“

Er alltaf jafn gaman að kenna dans?„Mér finnst þetta alltaf jafn gaman og það verður jafnvel skemmti-legra með hverju árinu, að fá inn

manneskju sem kann ekki neitt og sjá hana breytast í dansara. Maður lærir að meta þetta meira og meira, að sjá breytinguna sem verður á fólki. Fólk kemur kannski inn dauðstressað en labbar út upp-rétt og ánægt með árangurinn. Svo er alltaf einstakt að fá litlu börnin inn og sjá þau fá útrás fyrir gleðina og hreyfiþörfina.“

Innritun í Dansskóla Jóns Péturs og Köru stendur nú yfir og kennsla hefst 8. september. Dansskólinn er í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Á heimasíðunni Dansskoli.is má finna nánari upplýsingar um nám-

skeiðin og skráningu á þau. Í tilefni 25 ára afmælisins verður

opið hús í Dansskóla Jóns Péturs og Köru á laugardaginn, 30. ágúst, milli klukkan 13-15. Kara segir að allir áhugasamir séu velkomnir en á dagskránni eru danssýningar og léttar veitingar. „Við bjóðum fólki að koma og kynna sér skólann og við viljum endilega fá gamla nemendur í heimsókn. Það verður gaman að hitta þá sem voru hjá okkur fyrir 25 árum.“

Unnið í samstarfi við Dansskóla

Jóns Péturs og Köru.

Fagna 25 ára afmæli um helgina

Jón Pétur og Kara hafa kennt mörg þúsund Íslendingum dans á síðustu 25 árum. Opið hús verður í dansskólanum á laugardag í tilefni afmælisins.

Get ekki hugsað mér lífið án hreyfingarBerglind Rós Guðmunds-dóttir hefur verið með vefjagigt í mörg ár en sá sig tilneydda til að koma sér í form þegar langveikur sonur hennar var á leið í stóra aðgerð. Hún hefur nú stundað Crossfit í fjögur ár og segir reglulega hreyfingu hafa umbreytt lífi sínu til hins betra. Í dag stundar öll fjölskyldan Crossfit.

B erglind Rós Guðmundsdóttir er með vefja-og liðagigt og hafði ekki hreyft sig síðan hún var unglingur

þegar hún ákvað að byrja að stunda Cross-fit. „Það var eiginlega langveikur sonur minn sem ýtti mér út í hreyfingu. Hann var á leið í stóra aðgerð svo ég vissi að ég mundi þurfa að hugsa um hann eftir aðgerðina.“ Aðgerðin sem um ræðir var nýrnaígræðsla en nýrað fékk sonurinn frá pabba sínum svo það þýddi að þeir feðgar yrðu báðir rúmfastir í þó nokkurn tíma. „Á þessum tíma var ég svo slæm af gigtinni að ég gat ekki haldið á syni mínum sem var þá fimm ára. Starfsfólk spítalanna get-ur auðvitað ekki stöðugt verið við svo ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað, ég varð að geta hjálpað syni mínum á klósettið, bara svo eitthvað sé nefnt. Ég bara varð að koma mér í form til að geta tekist á við þetta. En þetta var mjög stórt skref út fyrir þægindarammann minn því ég hafði aldrei æft neitt áður og þekkti engan sem æfði.“

Árangurinn lét ekki á sér standa. Berg-lind hefur ekki hætt að æfa síðan og nú eru feðgarnir líka farnir að stunda Cross-fit. Og vefjagigtin er svo til horfin. „Ég er auðvitað engin læknir og get ekki talað fyrir aðra, en í mínu tilfelli hjálpaði hreyf-ingin og lífið varð bara miklu auðveldara að öllu leyti.“

Crossfit blanda af því bestaBerglind Rós segir Crossfit-ið henta sér mjög vel en fyrst og fremst sé það svo

skemmtileg hreyfing. „Crossfit er eigin-lega blanda af öllu því besta. Það inniheld-ur allt frá hlaupum, teygjum og lyftingum upp í að ganga á höndum. Maður er stöð-ugt að ögra sjálfum sér og í rauninni ekki að keppa við neinn nema sjálfan sig. Ég byrjaði á því að æfa þrisvar í viku og gerði það fyrstu tvö árin en svo fór ég að mæta oftar og þá fór ég að sjá miklu meiri ár-angur. Í dag æfi ég daglega. Maður verður bara svo háður því að hreyfa sig þegar maður byrjar. Við erum nokkur sem mæt-um alltaf klukkan 05.50 alla daga og höfum gert það núna í tvö ár. Við þekktumst ekk-ert í byrjun en nú erum við auðvitað orðin miklir félagar og maður fær svo sannarlega að heyra það ef maður mætir ekki.“

Stöðug sjálfsstyrkingÍ dag get ég bara ekki hugsað mér lífið án þess að hreyfa mig, þetta styrkir mann svo svakalega, bæði andlega og líkamlega. Maður verður svo orkumikill og tilbúin til að takast á við daginn, þetta bara eyðir stressi og álagi. Það er algjörlega æðis-legt að mæta í vinnuna á morgnana eftir að hafa fengið svona útrás. Sumir fara á nám-skeið til að öðlast sjálfstraust og fá bætta sjálfsmynd en mér liður eins og ég sé á sjálfsstyrkingarnámskeiði á hverjum degi í Crossfit-inu. Maður gengur út svo sáttur við sjálfan sig.“

Halla Harðardóttir

[email protected] Rós hefur æft Crossfit í Crossfit Hafnarfirði í fjögur ár og segir reglulega hreyfingu hafa umbreytt lífi sínu til hins betra. Ljósmynd/Hari

Page 5: 29 08 2014 heilsa

www.egf.isFylgstu með á Facebook.com/EGFhudvorur

EINSTAKTAUGNABLIK

� Dregur úr þrota og fínum línum á augnsvæðinu� Styrkir og nærir húðina í kringum augun� Án olíu, parabena og lyktarefna� Ofnæmisprófað af augnlæknum

Inniheldur EGF frumuvaka, prótein sem er náttúrulegt húðinni og vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar.

EGF Augnablik er endurnærandi og frískandi gel sem er sérstaklega þróað fyrir húðina í kringum augun

Page 6: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201456

E ngin binding, allt til líkamsræktar, gott verð og þægilegt andrúmsloft

er það sem einkennir Reebok Fitness, að sögn Gurrýjar, fram-kvæmdastjóra stöðvarinnar.

„Við bjóðum enga bindingu sem felst í því að hægt að er hefja og hætta mánaðarlegri áskrift að Reebok Fitness hvenær sem er án vandkvæða. Áskriftaleiðin er einföld og ódýr og henni fylgir aðgengi að öllum hóptímum og tækjasal. Fólk er með margskon-ar skipulag á tíma sínum og það eru margir sem taka jafnvel ein-stök tímabil hjá okkur. Með þessu fyrirkomulagi er meðal annars verið að koma í veg fyrir að fólk gefist upp á ræktinni vegna þess að því fer að leiðast eða það telur sig knúið til að sinna ákveðni tegund af líkamsrækt vegna fjár-hagslegrar bindingar,“ segir Guð-ríður Torfadóttir, einkaþjálfari og framkvæmdastjóri Reebok Fit-ness. Hún er oftast kölluð Gurrý og er landsmönnum kunn eftir að hún birtist á skjánum í þáttunum Biggest Loser.

„Líkaminn er hannaður til að hreyfa sig daglega og þess vegna er mikilvægt að finna skemmti-lega hreyfingu til að koma í veg fyrir uppgjöf. Mikið af konum hjá okkur eru að missa fullt af kílóum í Zumba og ég held að það sé bara vegna þess að það er svo gaman hjá þeim og þeim líður vel.“ Vel-líðan er helsta ástæða þess að fólk á að stunda líkamsrækt, að mati Gurrýjar.

„Ástríða mín í starfi er að hjálpa fólki þannig að því líði vel. Sjálf er ég þannig að mér líður ekki vel nema að ég nái að hreyfa mig og þá skiptir engu máli hversu mikið er að gera hjá mér, ég finn alltaf tíma fyrir líkams-rækt. Stundum fer ég seint á kvöldin eftir að börnin mín eru sofnuð og tek 40 mínútna æfingu í tækjasalnum rétt fyrir lokun. Þá sef ég betur og er afkastameiri á daginn.“

Líkamsræktarstöðin Reebok Fitness hefur starfað í þrjú ár og til stendur að opna nýja stöð í Urðarhvarfi í Kópavogi eftir áramót. Hugsanlega munu fleiri stöðvar spretta upp í úthverfum höfuðborgarsvæðisins, sé kallað eftir því.

„Okkur hefur verið mjög vel tekið, fyrst og fremst vegna þess að við bjóðum upp á allt sem þarf til líkamsræktar á góðu verði. Áherslan er á viðskiptavininn og hans þarfir og við viljum að hann finni að við séum til staðar. Við leggjum mikið upp úr þægi-legu andrúmslofti og hafa viðskipta-vinir haft það á orði við okkur að þeim líði vel hjá okk-ur, finnist þeir geta verið þeir sjálfir og þurfi ekki að fylgja ákveðinni staðalímynd,“ segir Gurrý.

„Til að stunda líkamsrækt reglulega þarf að finna eitthvað sem manni líkar vel og getur hugsað sér að gera í langan tíma. Það þarf samt ekki að þýða að maður þurfi að festa sig við eina tegund líkamsræktar, því stundum er skemmtilegasta og besta leiðin að blanda saman

Þurfum að hreyfa okkur daglega

Palli, Guðný og Gurrý standa vaktina í Reebok Fitness. Páll Magnús Guðjónsson er stöðvarstjóri, Guðný Jóna Þórsdóttir hefur umsjón með hóptímum og Guðríður Torfadóttir er framkvæmdastjóri.

ólíkri hreyfingu. Þess vegna veitir mánaðargjaldið aðgang að öllum hóptímum án aukakostn-aðar sem gefur fólki frjálsar hendur og það getur sett saman sitt eigið líkamsræktarprógram og prófað marga hluti. Bæði er hægt að sækja sama hóptíma með reglulegum hætti eða brjóta upp formið og taka nokkra ólíka hóp-tíma og þannig er til dæmis hægt á einni viku hægt að sækja tíma í Body pump, Bikefit, Zumba, Yoga og Foam flex.

Við erum með fullkomið bók-unarkerfi til að halda utan um alla hópatíma. Viðskiptavinir bóka sig fyrirfram í tíma á heimasíðunni okkar og eiga því sitt pláss sem er gríðarlegur kostur þegar um er að ræða vinsæla tíma. Vegna þessa þarf viðskiptavinurinn aldrei að bíða í röð heldur getur komið rétt fyrir tímann því hann er með skráð pláss í tímanum,“ segir Gurrý.

Meðal nýjunga í haust er sam-starf við dansskólann Dance-Center sem mun hafa aðstöðu í stöðinni og svo eru að hefjast tímar sem heita Zumba step og er nýtt æfingakerfi frá Zumba og BikeFit sem eru stuttar og hnit-miðaðar æfingar með spinning-hjólum og lóðum sem framkalla mikla brennslu. Auk þess verður haustáskorun hrint af stað sem viðskiptavinir stöðvarinnar geta skráð sig í og það verður þjálfari í sal til að leiðbeina þeim sem taka áskoruninni. Slíkri áskorun hefur áður vera hrint af stað í stöðinni og voru undirtektir margfalt betri en ráð var gert fyrir.

„Við erum vakandi fyrir nýjung-um, sem er nauðsynlegt í þessum bransa því það er alltaf eitthvað nýtt að gerast og ekki allir sam-mála um hvernig eigi að fara að hlutunum þegar kemur að líkams-rækt og því mikilvægt að vera á tánum. Við erum nýkomin frá Los Angeles þar sem við sóttum nám-skeið og fengum kennsluréttindi í BodyShred sem er æfingakerfi

hannað af hinum heimsfræga þjálfara Jillian Michaels úr Big-gest Loser. Við byrjum að kenna þessa tíma um miðjan mánuð. En við leggjum áherslu á að allir okkar þjálfaðir séu vel menntaðir og séu sífellt að viða að sér þekk-ingu.“

Enginn vafi leikur á nauðsyn hreyfingar en ekki eru allir á eitt sáttir um hversu mikil hún eigi að vera og oft er talað um nauðsyn þess að hvíla sig frá allri hreyf-ingu að minnsta kosti einu sinni í viku. „Þegar talað er um að taka sér hvíld frá æfingum þarf það ekki að þýða kyrrstöðu. Við erum farin í síauknum mæli að hvetja fólk til að taka virka hvíld með afslappandi hreyfingu eins og teygjum, jógaæfingum eða sundi. Líkamann á að hreyfa á hverjum degi.“

Þrátt fyrir að líkaminn sé hann-aður til hreyfingar þá getur oft verið erfitt að koma sér af stað og fólk miklar fyrir sér hlutina í þeim efnum. Reebok Fitness mætir þörfum þeirra sem hafa jafnvel aldrei hreyft sig og býður upp á námskeiðið Nýtt líf sem varð til eftir að þættirnir Biggest loser voru framleiddir hér á landi. „Þetta námskeið er mjög vinsælt hjá okkur og heldur að sjálfsögðu áfram í haust,“ segir Gurrý.

Svo eru það þeir sem vilja breyta til eða eru fastir í einhverri rútínu. Þeir geta einnig leitað sér leiðsagnar hjá Reebok Fitness. „Það er alltaf gott að fá sér tíma hjá einkaþjálfara, þó það sé ekki nema í eitt eða tvö skipti. Einka-þjálfarinn metur styrkleika þína og veikleika í líkamanum og veit hvað þarf að vinna með og veitir ráðleggingar um mataræði og fleira. Sjálf fékk ég mér þjálfara til að setja saman prógram fyrir mig,“ segir Gurrý sem sjálf er einkaþjálfari. „Það er alltaf gott að fá álit annara og leiðsögn.“

Unnið í samstarfi við

Reebok Fitness.

Mikið af konum hjá okkur eru að missa fullt af kílóum í Zumba og ég held að það sé bara vegna þess að það er svo gaman hjá þeim og þeim líður vel.

Page 7: 29 08 2014 heilsa

KOMDU AÐ ÆFA!OPIÐ HÚS Í REEBOK FITNESSÁ MORGUN LAUGARDAG KL.9-16

· BikeFit· ZumbaStep· HotBody og fleira

Kynning á nýjum tímum!

Gurrý þjálfari Biggest Loserverður á staðnum að kynnanámskeiðin sem hafa slegið í gegn!

NÝTT LÍF FRÁ KL.12-14

ENGIN BINDINGREEBOKFITNESS.IS HOLTAGÖRÐUMOPNUM 1500m2 Í URÐARHVARFI JANÚAR 2015

NÝSTUNDASKRÁ REEBOKFITNESS.IS

Page 8: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201458

Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara

Skráning á www.bakleikfimi.is og í síma 897 2896

Hádegis- og eftirmiðdagstímar í Grensáslaug, Grensásvegi 62.

Með sambaívafi í Heilsuborg, Faxafeni 14

Hefst 3. september

Bakleikfimi

Upplýsingar í síma 561 5620

www.schballett.is

Skráning hafin

Á morgun, laugardaginn 30. ágúst, ætlar Heilsuborg í Faxafeni 14 að bjóða upp

á opið hús til að kynna dagskrá vetrarins. Húsið verður opið frá klukkan 12 til 15 og munu starfs-menn Heilsuborgar vera til staðar til klukkan 13 til svara spurningum og kynna hin fjölmörgu námskeið sem eru að fara af stað. „Það er auð-velt að lofa góðri stemningu,“ segir Óskar Jón Helgason, forstöðumað-ur heilbrigðisþjónustu.

„Húsið opnar í þann mund sem Heilsuborgarmaraþonið er að klárast og það er alltaf geysilega skemmtileg stemning sem fylgir því.“ Heilsuborgarmaraþonið er 5 km langt og fer af stað klukkan 11. Aðaláherslan í hlaupinu er að hver fari á sínum hraða og fyrir mjög marga er það talsverður sigur að klára 5 km.

Klukkan 13 mun Sólveig Sigurðardóttir deila með gestum

hvernig hægt er að búa til hollan mat á einfaldan og ljúffengan hátt, en hún hefur náð gríðarlega góðum árangri á Heilsulausnanámskeiðinu í Heilsuborg. Klukkan 14 verður síðan kynning á námskeiðunum sem eru að fara af stað í Heilsu-skóla Heilsuborgar.

Stærsta námskeiðið í Heilsuborg heitir Heilsulausnir. Það hentar einstaklingum sem glíma við offitu með eða án fylgikvilla svo sem sykursýki. Námskeiðið spannar ár og skiptist í þrjár annir. Hátt í 300 manns sækja þetta námskeið árlega. Hóparnir á námskeiðinu æfa þrisvar í viku á föstum tímum en auk þess fara þátttakendur í viðtal hjá hjúkrunarfræðingi í upphafi og lok hverjar annar. Ásamt því að æfa reglulega fá þátttakendur stuðning fagfólks við að innleiða heilbrigð-ara neyslumynstur og betri lífsstíl. Vandaðir fræðslufundir fylgja þar sem farið er yfir þau atriði sem

verið að taka fyrir og breyta hverju sinni. Óskar leggur ríka áherslu á að hér sé ekki um átaksnámskeið með öfgakenndum breytingum að ræða. „Á Heilsulausnanámskeið-unum hjálpum við þátttakendum að gera áherslubreytingar til framtíðar sem skila sér í heilbrigðari lífsstíl og bættum lífsgæðum. Hér er ekki um skyndilausn að ræða.“

Önnur námskeið á vegum Heilsu-skóla Heilsuborgar eru Stoðkerfis-lausnir sem hentar fólki með stoðkerfisvandamál, Orkulausnir sem hentar fólki sem þarf að ná upp þreki eftir erfið veikindi eða fólki sem þarf að fara rólega af stað í líkamsræktina vegna vefjagigtar og Hugarlausnir sem hentar fólki sem er að glíma við þunglyndi, kvíða eða streitu. Námskeið Heilsuskól-ans hefjast 1. og 2. september.

Unnið í samstarfi við

Heilsuborg.

Kemur næstút 12. septemberNánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, [email protected],í síma 531-3312.

Opið hús í HeilsuborgÓskar Jón Helgason, forstöðumaður heilbrigðisþjónustu hjá Heilsuborg, segir að fjölbreytt námskeið verði í boði hjá Heilsuborg í vetur. Opið hús verður á laugardag þar sem fólk getur kynnt sér Heilsuborg.

Ljós

myn

d/N

ordi

cPho

tos/

Get

tyIm

ages

Hlaup í góðum félagsskapMargir ætla eflaust að spretta úr spori í haust og komast þannig í sitt besta form. Góður félagsskapur getur verið drífandi og því er gott að fá góðan vin með út að hlaupa og þá verða skrefin léttari. Skokk- og hlaupahópar eru víða um land og um að gera að nýta sér visku þjálfara og hinna reyndari sem þar eru.

Í nær hverju hverfi í höfuðborg-inni má finna hlaupahóp. Sama má segja um nágranna sveitarfélögin og ýmsa bæi á landsbyggðinni.

Á vefsíðunni hlaup.is má finna lista yfir skokkhópa. Þar eru einnig að ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir hlaupara, eins og ýmsar ráð-leggingar, æfingaáætlanir og lista yfir almenningshlaup.

Page 9: 29 08 2014 heilsa

Heilsulausnir• Hefst 1. september

kl. 6:20, 10:00, 14:00 og 19:30

• Kennt þrisvar í viku

• Á námskeiðinu er unnið með

hreyfingu, næringu, skipulag

daglegs lífs og hugarfar

Að námskeiðinu standa m.a.

hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar,

læknir, næringarfræðingur, sálfræðingar

og sjúkraþjálfarar.

Upplýsingar í síma 560 1010

eða á [email protected]

offitu?

verki?

háan blóðþrýsting?

orkuleysi?

depurð eða kvíða?

Lausnina finnur þú í Heilsuborg

Heilsulausnir

Stoðkerfislausnir

Orkulausnir

Hugarlausnir

Ert þú að kljást við?

„Að breyta um mataræði er mikil vinna“

Ert þú óviss með næstu skref?Pantaðu tíma í Heilsumat og hjúkrunarfræðingur fer yfir

stöðuna á þinni heilsu og aðstoðar með næstu skref.

12 mánaða námskeið að léttara lífi

Léttara líf í Heilsuborg

Opið hús!laugardaginn 30. ágúst milli kl. 12 og 14.

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010 www.heilsuborg.is

• Kynning og leiðsögn um Heilsuborg

• Frítt í stöðina fyrir þá sem vilja prófa

• Happdrætti og margt fleira til gagns og gamans

Sólveig Sigurðardóttir verður á staðnum með góð ráð varðandi

mataræði og breyttan lífstíl.

Heilsuborg er líkamsrækt þar sem boðið er upp á heildstæða þjónustu í átt að betri heilsu og líðan.

Page 10: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201460

Grænumörk 10 - Hveragerði - www.hnlfi.is

Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða [email protected]

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands

Líf án streitu- lærðu að njóta lífsins

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn.

Innifalið: Gisting, ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Verð á mann: 119.900 kr.

7 daga heilsudvöl 7. – 14. september

Aukadagur fyrir þá sem vilja lengja dvölina er 9.900 kr. pr. sólarhring.

M argir gestir okkar þefa okkur

uppi, þeir ramba inn í leit að uppruna á dásamlegum ilmi sem leggur um ganga í Vegmúla 2 og út á götu. Olíulindin er staður þar sem hægt er að fá persónulegar meðferðir, margar hverjar með Young Living kjarnaolíum, og ýmsa fræðslu um náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna andlega, líkamlega og tilfinningalega.

Tilboð í september Margir hafa bætt líðan og linað verki í baki og stoðkerfi með því að fá Raindrop Technique® meðferð. Raindrop meðferð er á tilboðsverði í sept-ember í Olíulindinni.

Unnið í samstarfi við

Olíulindina.

Losaðu þig við verkina! Villtu losna við höfuðverkinn, bakverki og aðra verki frá stoðkerfi? Í meðferðum Sóleyjar leitast hún við að draga úr spennu og streitu, mýkja vöðva, draga úr þreytu og örva blóðflæði. Nuddið er einstaklingsmiðað, með sérvaldar hreinar ilmkjarnaolíur og náttúru-olíur úr íslenskum villtum jurtum, og fer eftir þörfum hvers og eins. Förum vel með líkama okkar, við eigum bara einn!

Sóley, s. 846 0557 Heilsunuddari, heilsumeistara-skólanemi.

Ófrjósemi, sárir tíðarverkir (kannski legslímuflakk) eða önnur óþægindi?Með því að skoða í augun þín, er hægt að sjá rót vandans og Katrín kennir þér leiðir til að draga úr einkennum og jafnvel losna alveg við vandamálið. Af fenginni reynslu hefur Katrín fengið sérstakan áhuga á konum sem stríða við ófrjó-semi, verki og hormónaójafnvægi.

Katrín, s. 865 8431 Móðir og barn náttúrulega, heilsu-meistari, jógakennari, blómadro-paþerapisti.

Ilmandi heilsulind – náttúrulegar leiðir í heilsu

Nokkur dæmi um hvað er í boði í olíuliNdiNNi

2. sept Lærðu að nota víbrandi olíur 7. sept Olíur fyrir dýrin þín 11.—18. sept. Bodí Harmoní – 2 námskeið16. sept. Lærðu að nota víbrandi olíur - frítt

kynningarnámskeið 24. sept. Að sleppa tökunum af gömlum

mynstrum með tilfinningaolíum

28. sept. Regndropanámskeið4.—5 okt. Frá verkjum til vellíðunar, vefjagigt-

arlausnir10.—11. okt Ég er KONA – valdefling fyrir konur 17.—18. okt Vöðvatest, námskeið fyrir með-

ferðaraðila7.—9. nóv. Finally Free: The Power of NO

vefjagigtarlausnir Viltu losna við verkina, þreytuna og vonleysið í skiptum fyrir orku og gleði? Ásgerður hjálpa konum með vefjagigt að losna við verki og verða orkumiklar á ný. Hún notar náttúru-legar leiðir til að róa niður tauga-kerfið, minnka verki, bólgur, bæta blóðrás, auka vellíðan og bæta svefn. Á andlega sviðinu losa þær stíflur og hindranir og vinna með áföll.

Ásgerður, s. 866 5799 Hjúkrunarfræðingur, heilsumeistari.

Slakandi og orkugefandi meðferð Meðferðin er róleg, slakandi en jafnframt orkugefandi. Notast er við góðar og róandi ilmkjarnaolíur í grunnolíu frá Young Living. Ingibjörg nudda djúpar, flæðandi strokur til að losa um streitu og þreytu í líkam-anum. Nuddþegi nær góðri slökun á meðan á meðferð stendur og fer endurnærður út í daginn.

Ingibjörg, s: 861-5568, [email protected] Heilsunuddnemi.

Einmanaleiki í hjónabandi?Kulnun og einmanaleiki eru algengar tilfinningar sem fólk finnur fyrir þegar hjónabandserfiðleikar eru til staðar. Sársauki, reiði og leiði eru tilfinn-ingar sem benda á að við höfum misst sjónar á því mikilvægasta sem er opið og gefandi hjarta. Shabana og Lárus hjálpa ykkur að finna leiðina til hamingjunnar aftur.

Shabana & Lárus, s. 659 3045 Hjónabandsráðgjöf.

Bak- eða hálsvandamál?Viltu losna við verki í baki og hálsi sem koma eftir langa vinnudaga? Viri býður upp á djúpt, sterkt en þægilegt nudd sem losar um spennu í baki eftir langa vinnudaga. Sterk, orkurík og verkjalaus meðferð sem hjálpar þér að minnka verki og losa um spennu.

Viri s.618-0535

Nám í náttúrulækningum Heilsumeistaraskólinn, rekinn af Lilju Oddsdóttur og Gitte Lassen síðan 2007, býður upp á viðurkennt þriggja ára metnaðarfullt, heildrænt nám í náttúrulækningum.

www.heilsumeistaraskolinn.com

Vefja- og tilfinningavinna eftir slys o.fl.Guðrún notar höfuðbeina- og spjald-hryggjarmeðferð, innri líffæra vinnu og losun á taugaslíðrum til að veita heildræna meðferð. Guðrún greinir hvar vandamál í líkamsvef liggja og losar um þau. Ef um tilfinningalegan þátt er að ræða, er sálvefræn losun notuð. Þetta vinnur saman að því að gera manneskjuna heilli.Meðferðin er þægileg, afslappandi og heilsueflandi.

Guðrún, s. 8930909

Námskeið og fyrirlesTrar í boði í olíuliNdiNNi í hausT

Eye Of The Tiger – Survivor

Raise Your Glass – Pink

Footloose – Kenny Loggins

Garden Party – Mezzoforte

The Long Face – Mínus

I Was Made For Loving You – KISS

On The Floor – J.Lo

Crazy In Love – Beyonce

Jump – Van Halen

Pumped Up Kicks – Foster The People

Góð lög fyrir hlaupiðNú þegar haustið er skella á, er tilvalið að hugsa sér til hreyf-ings til yndisauka og heilsueflingar. Vinsælast er að fara út að hlaupa og eitt af því nauðsynlegasta við hlaupin er tónlistin sem á er hlustað á leiðinni. Hér eru 10 góð lög sem eru vel til þess fallin til hlustunar á hlaupum.

Page 11: 29 08 2014 heilsa

Olíulindin, Vegmúla 2 facebook Olíulindin -Young Living opid virka daga kl 12-17

Leyfðu heilsnuddi að hjálpa þér.

Sóley s. 846 0557

Heilsunuddari og heilsumeistaraskólinemi

Burt með höfuð- og stoðkerfisverki

“Fall in love all over again!”

Shabana & Lárus s. 659 3045Hjónabandsráðgjafar

Hjónabandserfiðleikar

Djúpt, kröftugt og þægilegt nudd til að losa um verki. Viris. 618 0535

Viltu losna við verki eftir langan vinnudag?

Verkja- og tilfinningalosun eftir slys eða áföllHöfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðaraðili, svæðanuddari, Bowen tæknir.Guðrún s. 863 0909

Viðtalstímar á mánudögum og föstudögum

Hormóna- og móðurlífsvandamál kvenna

Katrín s. 865 8431

Heilsumeistari, Jógakennari, blómadropatherapisti.

Er stressið í tölvunni komið í axlirnar?

Flæðandi nudd losar þig við stressið og þreytuna!

Ingibjörg Heilsunuddnemi

s. 861 5568

Vefjagigtarlausnir

“Frá verkjum til vellíðunnar”

Námskeið 4. og 5. októberÁsgerður s. 866 5799Hjúkrunarfræðingur og heilsurágjafi

Nám í náttúrulækningum

Heilsumeistaraskólinn www.heilsumeistaraskolinn.com

ilmandi heilsulindNáttúrulegar leiðir í heilsu

Page 12: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201462

GRÍPTU SÚPERBAR MEÐ ÞÉR Í RÆKTINA!SÚPERBAR

Hráfæði - lífrænt ræktað - hreinsandiorkugefandi - bragðgott - enginn viðbættur sykur - án mjólkur

glútenlaust - inniheldur ávexti, grænmeti og fleira

Níu tegundir af ofurfæðu:

bláber

hindber

rauðrófusafi

gojiber

spírulína

hörfræ

chiafræ

kínóa

hveitigras

G læsileg vetrardagskrá hefst hjá Kramhúsinu 8. september. Að sögn Þórunnar Ásdísar Óskarsdóttur, verkefnastjóra

í Kramhúsinu, er dansfiðringur landans áþreifanlegur því rjúkandi eftirspurn er eftir dansnámskeiðum af ýmsu tagi. „Beyoncé dansnámskeiðin með mjaðma­dilli og hressum sveiflum eru að verða fullbókuð en til huggunar fyrir þá sem ekki komast að á fyrstu námskeiðin, þá hefjast ný eftir sex vikur,“ segir hún. Con­temporary danstímarnir eru gríðarlega metnaðarfullir, kennararnir einstaklega færir og tekur Ásgeir Helgi Magnússon vel á móti þátttakendum í haust.

Hristingur með Ásrúnu MagnúsdótturKramhúsið sér vel um þá sem haldnir eru dansþrá og verður boðið upp á nýtt og spennandi námskeið sem heitir Hristingur. „Þetta er nýtt af nálinni hér á landi og er það dansarinn Ásrún Magn­

Dansfiðringur í loftinuDansinn nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi enda er hann frábær leið til að koma sér í gott form. Í Kramhúsinu verður boðið upp á fjölda spenn-andi námskeiða í vetur. Meðal þeirra er Hristingur sem er blanda af dansi og slökun og svo hinn orkugefandi afródans. Sérstakir jógatímar verða í boði fyrir karlmenn.

Nemendur í samtímadansi baksviðs á vorhátíð Kramhússins.

Herrajóga Krakkajóga Jóga Jóga nidra Pilates Leikfimi Afró Beyoncé Bollywood Contemporary Jane Fonda danssviti Tangó Magadans Hristingur Zumba Balkan Dans fyrir krakka frá

3ja ára Tónlistarleikhús Popping Breikdans

NÁMskeið í boði

úsdóttir sem leiðir fólk í gegnum dansinn. Hún lofar góðri líkamsrækt og hressi­legri stemningu. Þarna verður dansi og slökun fléttað saman við ryþmíska tónlist. Hristingurinn er skemmtilegur en hann losar um uppsafnaða spennu í líkamanum og veitir mikla vellíðan. Allir hafa gott af því að hristast!“ Í Jane Fonda danssvita tímunum hjá Siggu Ásgeirs fá dansarar flotta brennslu við góða tónlist og gera gamaldags og nútíma Jane Fonda styrkt­aræfingar.

Jóga fyrir karlmennAð sögn Þórunnar er dansinn klárlega stuðleið til að koma sér í form. „Dans­inn eykur vellíðan og það gerir jóga og pilates ástundun svo sannarlega líka, en á aðeins annan hátt. Pilates tímarnir og jóga tímarnir eru góð leið til að ná styrk, liðleika og vellíðan undir góðri og öruggri leiðsögn.“ Í haust verður boðið upp á Herra jóga sem eru sérstakir tímar fyrir karla. Þarna gefst þeim tækifæri til að auka styrk, liðleika og jafnvægi, en jafnvægisæf­ingar eru gjarnan vanmetnar.

skapandi barnastarf Kramhúsið leggur metnað sinn í skapandi barnastarf fyrir börn frá 3ja ára aldri og eru þau yngstu í góðum höndum hjá Guð­björgu Arnardóttur. „Krakkarnir koma aftur og aftur á námskeiðin, sem eru jú bestu meðmælin.“

Tónlistarleikhúsið er líflegt námskeið þar sem leikur og sköpunargleði ráða ríkjum. Álfheiður Björgvinsdóttir kennari notast við aðferðir leiklistar og tónlistar, fjölbreytta leiki, hreyfingu og hlustun þar sem aðal áherslan er á notkun raddar og líkama í sköpun, auk þess að gera tilraunir

með hefðbundin og óhefðbundin hljóðfæri, ásamt spunavinnu og fleiru.

Popping með Natöshu og brynjari Degi Popping dansstíllinn er vaxandi á Íslandi og nýtur Kramhúsið mikilla hæfileika Natöshu og Brynjars Dags, sigurvegara Iceland Got Talent. Krakkar allt frá 5 ára aldri ná fljótt tökunum á breik rútínum undir leiðsögn Natöshu og Chris. Breikarar eiga von á góðu því að bandarískur dansari sem kallar sig Rob­Nasty Rocker kemur í

heimsókn í október og þá verður nú aldeilis breikað í botn. Götudansar hafa óneitanlega verið vinsælli á meðal drengjanna. Til að auka val­möguleika í dansinum bjóðum við spennandi danstíma með æfingum, dansgleði, spuna og samhæfðum dönsum fyrir stelpur 7 til 9 ára og 10 til 13 ára.

Nánari upplýsingar um nám­skeiðin má nálgast á vefnum www.kramhusid.is og á Facebook­síð­unni Kramhúsið.

Unnið í samstarfi við

Kramhúsið.

Brynjar Dagur, sigurvegari Iceland Got Talent, með nemendum sínum í Popping. Ljósmynd/Spessi

Page 13: 29 08 2014 heilsa

heilsaHelgin 29.-31. ágúst 2014 63

Göngugreining

Pantaðu tíma í síma 517 3900

Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900

Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis:

• þreytuverkir og pirringur í fótum

• verkir í hnjám

• sársauki eða eymsli í hælum

(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)

• beinhimnubólga

• óþægindi eða verkir í baki

og/eða mjöðmum

• verkir í tábergi og/eða iljum

• hásinavandamál

• óþægindi í ökklum

• þreytu- og álagsverkir

hjá börnum og unglingum

ÁSKRIFTARKORT 14.500 kr. Fjórar nýjar sýningarBestu sætin, á okkar besta verði. Þín föstu sæti á sýningar á Stóra sviðinu, leikskrá og kaffibolli á hverri sýningu.

UNGMENNAKORT 9.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali, fyrir 25 ára og yngri

LEIKHÚSKORTIÐ 11.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali

FRUMSÝNINGARKORT 23.000 kr. Fjórar frumsýningar á Stóra sviðinu

KÚLUKORT 5.500 kr. Þrjár sýningar í Kúlunni og á Brúðuloftinu

ÁRSKORT ÁRSKORT

NÝR

VALKOSTUR

Tryggðu þér þitt sæti á sýningar vetrarins.

WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS

Góð ráð í ræktinni

Ásdís Árnadóttir, sjúkraþjálfari og hóptímakennari.

Látum skynsemina ráðaÞað er mjög skemmtilegt og hvetjandi að sjá árangur og að geta smám saman meira. Hér gildir þó að hafa stignun skyn-samlega og hlusta á líkamann. Þannig má forðast meiðsli og afturför. Það er eðlilegt að finna fyrir smá harðsperrum eftir nýjar æfingar, auknar þyngdir eða hraða en ef verkir í stoðkerfi fara að gera vart við sig þarf að staldra við og endurskoða málið. Með réttri beitingu má forð-ast óæskilegt álag á liði. Fólk þarf fyrst að ná góðri stjórn á hreyfingum áður en það fer að bæta við þyngdum eða hoppum. Byrjendur ættu að fá leiðbein-ingar og byrja rólega. Við eigum bara einn líkama, förum vel með hann.

FjölbreytileikiBlandið saman styrktar-, þol-, liðleika- og æfingum sem reyna á jafnvægi. Hafið æfingarnar fjölbreyttar, fólk fær fljótt leið á að gera alltaf það sama. Það er margt í boði fyrir utan hinn hefðbundna tækjasal eins og

jóga, spinning, margs konar þol- og styrktartímar, dans og fleira.

Frístandandi æfingarÞó það sé ekkert eitt sem hentar öllum, þá ráðlegg ég flestum að gera frístandandi æfingar eins og framstig, uppstig, hnébeygj-ur og þess háttar. Þar reynir á styrk, þol og jafnvægi. Þeir sem eru lengra komnir og ráða vel við hreyfinguna geta bætt hoppum við.

Góðir skórMikilvægt að vera í góðum íþróttaskóm og að þeir henti viðkomandi og þeirri hreyfingu sem fólk ætlar að vera í. Fólk þarf mis mikinn stuðning frá skóm og því þarf að velja vel. Ef skórinn styður ekki nægilega vel við þá er hætta á að fóturinn lendi ekki í góðri stöðu þegar stigið er niður og það hefur áhrif á stöðu og álag á aðra liði svo sem hné, mjaðmir og bak. Þetta skiptir ekki bara máli í hlaupum og hoppum heldur líka í styrkt-aræfingum og annarskonar þungaberandi æfingum.

Ásdís Árnadóttir, sjúkraþjálfari hjá Afli sjúkraþjálfun og hóptíma-kennari hjá World Class, gefur góð ráð til þeirra sem ætla að taka í ræktinni í vetur. Hún segir mikilvægt byrjendur fái leiðbeiningar og byrji rólega.

Hreyfing skiptir máliRegluleg hreyfing hefur fjölþættan ávinning fyrir heilsuna eins og vísindarannsóknir hafa staðfest. Fólk sem hreyfir sig reglulega minnkar meðal annars líkur á að fá kransæðasjúkdóma, heilablóð-fall, sykursýki af tegund 2, sumar tegundir krabbameina, stoðkerfis-vandamál og geðröskun. Umfram allt eykur regluleg hreyfing líkurnar á að fólk lifi lengur og því við betri lífsgæði en annars.

Kyrrseta getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu og fjárhag fólks og það er ekki síður mikið í

húfi fyrir samfélagið í heild. Margar þjóðir hafa áætlað kostnað sam-félagsins vegna kyrrsetu lands-manna, meðal annars beinan kostnað vegna meðferðar á lífsstíl-stengdum sjúkdómum og óbeinan kostnað vegna veikindafjarvista.

Tækniþróun undanfarinna ára-tuga hefur stuðlað að gríðarlegum framförum á mörgum sviðum en um leið hefur dregið úr að hreyfing sé eins sjálfsagður og eðlilegur hluti af daglegu lifi og áður var.

Upplýsingar af vef embættis landlæknis

Page 14: 29 08 2014 heilsa

Helgin 29.-31. ágúst 2014

Á tak heilsurækt rekur tvær glæsilegar líkamsræktar-stöðvar á Akureyri. Önnur

er við hliðina á Sundlaug Akureyrar við Skólaveg og hin við Strandgötu. Í vetur verður boðið upp á fjölmörg spennandi námskeið og opna tíma fyrir unga sem aldna. Eigendur Átaks heilsuræktar eru hjónin Guð-rún Gísladóttir og Ágúst H. Guð-mundsson. Guðrún hefur kennt lík-amsrækt frá árinu 1992. „Enn þann dag í dag veit ég fátt skemmtilegra en að kenna og meðfram því að sjá um reksturinn kenni ég á námskeið-um og tek að mér einkaþjálfun,“ segir hún.

Aldrei hefur verið boðið upp á eins gott úrval tíma hjá Átaki og í ár. Að sögn Guðrúnar eru sérstök námskeið fyrir unglinga, sömuleiðis fyrir fólk 60 ára og eldri og í raun alla aldurshópa þar á milli. „Við verðum með morgunyoga fyrir 60 ára og eldri og sérstakt styrktarnámskeið fyrir þann hóp sömuleiðis. Þar verða gerðar góðar styrktaræfingar en engin hopp og læti. Námskeiðin hjá okkur eru mjög fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“

Hjá Átaki hefur lengi boðið upp á karlaþrek og Betra form fyrir kon-ur. Karlaþrek hefst mánudaginn 15. september. Það er lokað nám-skeið sem byggir á þol- og styrkt-aræfingum fyrir karlmenn á öllum aldri sem vilja bæta styrk sinn og þol. Betra form er aðhaldsnámskeið fyrir konur og hefst mánudaginn 1. september. Kennt verður fjórum sinnum í viku. Á námskeiðunum er mikið aðhald, fræðsla og hvatning svo þau eru frábær leið til að koma sér vel á veg í átt að bættri heilsu.

Ýmsir opnir tímar eru á dag-skránni hjá Átaki í vetur, svo sem Foam Flex, Butt Lift og Hatha jóga. Nýr þolfimisalur hefur verið opn-aður í Átaki við Skólastíg en þar verður meðal annars boðið upp á Hot yoga.

Áskrift að heilsuNú eru ýmis góð tilboð hjá Átaki. Eitt þeirra er Áskrift að góðri heilsu en með henni kostar ársáskrift 6.900 krónur á mánuði. Sérstök til-boð eru fyrir námsfólk. Bæði við Skólastíg og Strandgötu er boðið upp á barnapössun á morgnana, kvöldin og um helgar. Þar er mjög góð aðstaða fyrir börnin sem hefur verið vel nýtt.

Frábær hópur kennaraGóður hópur kennara starfar hjá Átaki, sumir sem kennt hafa árum saman og aðrir nýjir. „Hjá okkur eru um sextán þolfimikennarar og ann-að eins af einkaþjálfurum. Hópur-inn samanstendur bæði af reynslu-miklum kennurum sem sumir hafa kennt í hátt í þrjátíu ár og öðrum nýjum og yngri,“ segir Guðrún.

Nánari upplýsingar um dag-skrána hjá Átaki heilsurækt má nálgast á vefnum www.atakak.is og á Facebook-síðunni Átak heilsu-rækt.

Unnið í samstarfi við

Átak.

Líf og fjör í Átaki heilsurækt

Húsnæði Átaks við Strandgötu er byggt út í sjó og er útsýnið því fallegt. Mikið var lagt upp úr hönnun hússins og var innanhússhönnun í höndum þeirra Fanneyjar Hauksdóttur og Margrétar Jónsdóttur.

Veturinn verður spennandi hjá heilsu-ræktinni Átaki á Akureyri. Á næstu dögum hefjast ýmis lokuð aðhaldsnámskeið sem og opnir tímar fyrir fólk á öllum aldri.

Ýmis góð tilboð eru núna hjá Átaki heilsurækt á Akureyri og kostar ársáskrift 6.900 krónur á mánuði.

Guðrún Gísladóttir eigandi Átaks heilsuræktar hefur kennt líkamsrækt í yfir tuttugu ár og er enn að.

Hlíðasmára 10, 201 Kóp, S. 568 3868www.matarfikn.is Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc.

Stjórnar át- og þyngdarvandi lí� þínu?

NÝTT LÍF !www.matarfikn.is

Áhugasamir ha� samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matar�kn@matar�kn.is

Næstu námskeið:Næsti NÝTT LÍF hópur hefst 02.10.14.: 5 vikna meðferaðarnámskeið með þriggja mánaða eftirfylgni, fyrir nýliða og þá sem þurfa að komast í "fráhald". Meðferðin hefst með helgarnámskeiði, síðan tekur við daglegur stuðningur við meðferða- og matarprógramm, vikulegir hópfundir, fyrirlestrar og kynningar m.a. á 12 spora star�.

Næstu FRÁHALD Í FORGANG framhaldshópar he�ast 03.09.14 og 22.09.14 5 vikna framhaldsnámskeið með þriggja mánaða eftirfylgni, fyrir þá sem vilja áframhaldandi stuðning og endurkomufólk.VIÐTÖL: Skimunarviðtöl, samtals- og dáleiðslumeðferðir Estherar Helgu, leiðbeiningar um mataræðisbreytingar í fráhaldi.

Frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar:„Mér �nnst alveg frábært að það séu til fagaðilar sem taka á þessum kvilla og �nnst mér þið vinna frábært og mjög

svo þarft verk. Áfram MFM“.

NÁMSKEIÐ KVÍÐAMEÐFERÐARSTÖÐVARINNAR

Eftirfarandi námskeið verða á dagskrá hjá Kvíðameðferðarstöðinni haustið 2014

Nánari upplýsingar má finna á www.kms.isSkráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða [email protected]

Námskeið við félagskvíða

Sjálfsöryggi og sátt

Streitustjórnun Öryggi í námi

Námskeið við athyglisbresti

Svefnnámskeið

ÍþróttastuðningshlífarMikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic.

Vandaðar vörur á góðu verði. Sporlastic vörurnar fást einnig í ýmsum apótekum.

FAS

TUS

_H_2

7.05

.14

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is

Veit á vandaða lausn

Page 15: 29 08 2014 heilsa

Fylgist með okkur á facebook:HollandBarrettIceland

SMÁRALIND

Pöntunarsími 534-1414

Látum ekki flensur og a›ra heilsuspilla leggjaokkur í rúmi› - Birgjum okkur upp af hágæ›avítamínum á tilbo›sdögum. Þegar þú kaupirtvö glös af hva›a vítamíni sem er, fær›u þaðþriðja frítt með í kaupbæti!

Yfir 1000 tegundir í bo›i af hágæ›a bætiefnumog vítamínum. Sendum hvert á land sem er!

Page 16: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201466

S ífellt fleiri strákar velja nú samkvæmisdans sem íþróttagrein þó að stelp-

urnar séu nú alltaf í meirihluta,“ segir Edgar Gapunay, skólastjóri hjá Dansskóla Sigurðar Hákonar-sonar.

„Þó samkvæmisdans sé keppn-isdans þá getur hann einnig verið stökkbretti fyrir annað. Margir ferðast um heiminn til að taka þátt í fleiri danskeppnum, aðrir fara í leiklist eða jafnvel í annars konar dans. Dans er góð hreyfing fyrir hvern sem er, byggir upp sjálfstraust, eflir samskipti við annað fólk og hefur að sjálfsögðu forvarnargildi. Ég veit að það eru fullt af strákum þarna úti sem vilja koma í dans, dans er fyrir alla, segir Eddi. Við ræddum við þrjá stráka skólanum sem náð hafa langt í dansinum.

Sigraði Hæfileikakeppni Ís-lands„Mér finnst mjög gaman að dansa,“ segir hinn 13 ára Elvar Kristinn Gapunay sem byrjaði fjögurra ára í samkvæmisdöns-um.

Elvar Kristinn hefur náð langt þrátt fyrir ungan aldur náð eftir-tektarverðum árangri; unnið fjölda titla hér heima og keppt í stórum keppnum erlendis. Hann hefur komist í úrslit í Blackpool, tók þátt í Ísland Got Talent og sigraði Hæfileikakeppni Íslands á Skjá einum árið 2012.

„Það var mjög gaman að taka

þátt í þessum keppnum í sjón-varpinu. Þar fengum við að prófa eitthvað nýtt og fara út fyrir okk-ar þægindaramma,“ segir hann.

Hver er uppáhalds dansinn þinn?

„Það er örugglega foxtrot, hann er hægur og skemmtileg-ur. Líka jive, það er mjög hress dans.“

Ætlarðu að halda áfram í dans-inum?

„Já, markmið mitt er að verða danskennari. Ég ætla að halda áfram í dansinum þar til ég verð gamall og grár.“

Sigraði í Dans dans dansBirkir Örn Karlsson sigraði í Dans dans dans á RÚV fyrir tveimur árum. Hann er á átjánda ári og er nemi í Versló. Birkir byrjaði að dansa níu ára gamall í Dansskóla Sigurðar Hákonar-sonar. „Ég byrjaði frekar seint miðað við flesta en það hafði ekki mikil áhrif. Það er aldrei of seint að byrja ef þú hefur nógu mikinn áhuga,“ segir Birkir.

Birkir æfir oftast sex sinnum á viku á veturna og æfingarnar geta verið frá einum og upp í þrjá tíma í senn. „Það er alveg slatti af tíma sem fer í þetta en það er þess virði,“ segir Birkir sem er í landsliðinu í dansi og er á leiðinni á heimsmeistaramót í Moldavíu og annað stórt mót í Englandi í október.

Eru margir á þínum aldri í samkvæmisdansi?

Flottir strákar í dansi

„Ég var í fótbolta á hverjum degi en nú er ég kominn meira í dans-inn,“ segir Hjörtur.

Hvað sögðu vinir þínir þegar þú tókst dansinn fram yfir fótbolt-ann?

„Fyrst fengu þeir alveg sjokk en svo skildu þeir þetta og finnst þetta rétt ákvörðun.“

Hann segist hafa kynnt mikið af skemmtilegum krökkum í dans-inum. Krakkarnir í bekknum hans eru líka spenntir fyrir því að sjá hann dansa í Billy Elliot. „Kenn-arinn sagði strax að bekkurinn myndi fara saman á sýninguna.“

Fjölbreytt námskeið í veturDansskóli Sigurðar Hákonarsonar hefur verið með starfsemi í Kópa-vogi í tæplega 35 ár. Núna á haus-tönn 2014 eru fullt af námskeiðum að hefjast eftir sumarfrí.

Yngstu nemendur dansskólans eru þriggja ára en vinsælustu námskeiðin eru einmitt í barna-dönsum fyrir þriggja til fimm ára. Fyrir sex ára og eldri eru nám-skeið í samkvæmisdönsum. Fjöl-breytt námskeið eru í boði fyrir fullorðna í samkvæmisdönsum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Auk þess er Dansskólinn í sam-starfi við nokkra grunnskóla í Kópavogi og Garðabæ um að bjóða upp á dans í Dægradvöl. Námskeið-in eru fyrir krakka í 1.-4. bekk.

Skráning stendur nú yfir á heimasíðu skólans, Dansari.is, en þar er einnig að finna nánari upp-lýsingar um námskeiðin. Einnig er hægt að hringja í síma 564-1111.

Unnið í samstarfi við

Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar.

„Það eru nokkrir á Íslandi sem eru jafn gamlir mér en ég er einn af þeim eldri. Ætli þetta sé ekki aldur-inn þegar maður ákveður að fara af alvöru út í þetta eða hætta. Ég ætla að halda áfram.“

Fékk hlutverk Billy Elliot„Mér finnst alveg frábært í dans-

inum,“ segir Hjörtur Viðar Sigurðs-son, ellefu ára. Hann er einn þeirra sem valdir voru í hlutverk Billy El-liot í Borgarleikhúsinu í vetur eftir strangar æfingar. Hjörtur kynntist dansinum í Dægradvöl á frístunda-heimili í Kópavogi fyrir tveimur árum og hóf í kjölfarið æfingar hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar.

Hressir dansstrákar í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Frá vinstri eru Elvar, Birkir og Hjörtur.

Bananadrykkur2 vel þroskaðir bananar4 til 5 dl soya-mjólk eða önnur mjólk1 til 2 tsk kakó5 döðlur1 tsk hnetusmjör (má sleppa)

Orkuríkur og góður bananadrykkurMikilvægt er að borða hollan og næringarríkan mat, bæði fyrir og eftir æfingu. Bananar, kakó og hnetusmjör eru góð blanda. Þennan drykk tekur enga stund að útbúa í blandara.

1 tsk vanillusykur (má sleppa)Nokkrir klakar (má sleppa)

Skellið öllu í blandara og blandið í 10 til 15 sekúndur.

Page 17: 29 08 2014 heilsa

heilsaHelgin 29.-31. ágúst 2014 67

F erðafélag Íslands var stofnað 1927 og hefur það markmið að byggja upp aðstöðu fyrir

ferðamenn á hálendinu og í óbyggð-um og greiða fyrir götu ferðamanna á landinu. Þá gefur FÍ út bækur og kort og stendur fyrir fjölbreyttum ferðum um landið. Félagið á 40 skála og undir merkjum félagsins starfa 15 deildir um allt land.

Ferðafélagið er í eðli sínu íhalds-samt og rótgróið og heldur fast í gömul og góð gildi. Um leið hefur það þó þróast í takt við tímann. Til dæmis var Ferðafélag barnanna stofnað fyrir nokkrum árum en það sérhæfir sig í ferðum fyrir börn og fjölskyldur og hefur fengið afar góðar móttökur. Þá hefur félagið verið í fararbroddi í ferðamennsku og byggt upp skála, gönguleiðir, göngubrýr og staðið fyrir fræðslu.

Markmið félagsins eru í dag enn þau sömu og í upphafi, að greiða götu ferðamanna, byggja upp aðstöðu sem og standa fyrir ferðum, útgáfu og fræðslu. Stór þáttur í útgáfustarfi félagsins er útgáfa Árbókar Ferða-félagsins sem hefur komið út óslitið í 85 ár og er einstök ritröð um náttúru landsins. Páll Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri FÍ, hefur undanfarin ár innleitt lýðheislu- og forvarnarverk-efni inn í starf félagsins.

52 fjalla verkefnið, Biggest win-ner og Bakskóli FerðafélagsinsSegja má að Ferðafélag Íslands hafi verið í fararbroddi hvað varðar lýð-heilsu landsmanna. Félagið er ekki einungis fyrir fullfríska klettaklifrara heldur hefur félagið verið í samstarfi við Reykjalund og Háskóla Íslands með gönguferðir fyrir þá sem eiga erf-itt um gang af einhverjum orsökum. Það getur verið vegna líkamlegra ann-

Ferðafélag Íslands – lýðheilsu- og forvarnarverkefni

marka eins og offitu eða andlegra annmarka eins og þunglyndis og svo framvegis. Rann-sóknir sem voru gerðar meðal þátttakenda í þessum ferðum segir Páll að hafi komið mjög ánægjulega út. Rannsóknir hafa margsýnt að gönguferðir eru mjög hollar fyrir bæði líkama og sál og sumir segja allra meina bót.

„Við erum nú að auka samstarfið við heil-brigðisyfirvöld og efnum til gönguferða fyrir ákveðna hópa innan heilbrigðisgeirans. Nú er Ferðafélagið búið að stofna Bakskólann þar sem verið er að reyna að koma fólki af stað í

léttum gönguferðum með styrkjandi og liðk-andi æfingum þannig að þeir sem hafa gefið eftir heilsufarslega komist á beinu brautina aftur. Síðan eru hópar með geðraskanir og rannsóknir hafa sýnt að gönguferðir hjálpa þeim geysilega mikið. Gönguferðir, hvort sem er um skóglendi eða við hafið, hafa mjög róandi áhrif. Að komast upp á fjall hefur t.d. mjög jákvæð áhrif á andlega líðan fólks. Allt eru þetta afrek og hjallar til að sigrast á og Bakskóli Ferðafélagsins er liður í hjálpinni.

Þá fórum við af stað með 52 verkefni FÍ fyr-

ir fimm árum sem sló í gegn og hefur fest sig í sessi og auk þess orðið til ýmis hliðarverkefni eins og 12 og 24 fjöll, framhaldslíf og eilíft líf. Á síðastliðnum fimm árum hafa fleiri þúsund manns tekið þátt í þessum verkefnum og nú er Bakskólinn að fara af stað og boðið verður upp á öll þessi verkefni að nýju um áramótin,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ.

Unnið í samstarfi við

Ferðafélag Íslands.

S ífellt fleiri nýta sér reiðhjólið sem farartæki til að komast til og frá vinnu. Sú þróun á sér ekki aðeins

stað á hér á Íslandi, heldur í flestum borgum heimsins. „Oft kemur til okkar fólk sem ekki hefur hjólað í mörg ár og ætlar að leggja bílnum og byrja að hjóla í vinnuna og slá þrjár flugur í einu höggi; hugsa um heilsuna, spara peninga og minnka mengun,“ segir Valur Rafn, mark-aðsstjóri TRI verslunar. Hann segir það koma fólki á óvart hversu stuttan tíma það taki að hjóla í vinnuna, miðað við að aka bíl á mestu álagstímum. Hjá TRI verslun er hægt að fá reiðhjól fyrir allar helstu að-stæður, aukahluti fyrir allar helstu gerðir reiðhjóla og reiðhjólafatnað.

Réttur fatnaður gerir gæfumuninnHjólreiðaferðin verður þægilegri í rétta fatnaðinum og er að verða sífellt algeng-ara að fólk fjárfesti í vönduðum reið-hjólafatnaði. Sérstakur hjólreiðafatnaður er hannaður þannig að hann hleypi lofti hæfilega mikið inn og haldi kulda úti. Hjá TRI er gott úrval hjólreiðafatnaðar. Þar á meðal eru föt frá kanadíska merkinu Louis Garneau. Að sögn Vals Rafns hefur merkið verið mjög vinsælt undan-farin misseri. „Jakkarnir, buxurnar, hjálmarnir og skórnir frá Louis Garneau hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi enda henta vörurnar loftslaginu hér vel. Fötin koma frá Kanada þar sem lofts-lagið er svipað og á Íslandi. Til að mynda

Frábær hjólaföt frá Louis Garneau hjá TRI verslunHjá TRI verslun við Suðurlandsbraut 32 er gott úrval reiðhjóla, hjólafatnaðar og hjálma. Viðskiptavinirnir eru bæði þaulvanir hjólreiðamenn og fólk sem er að byrja að hjóla.

fást jakkarnir og buxurnar með efni sem stöðvar vind að framan. Það hjálpar okkur Ís-lendingum mikið þegar kemur að því að njóta ferðarinnar. Að aftan hleypa þeir svo lofti inn í sig sem hentar einnig vel við íslenskar aðstæður,“ segir hann. Vettlingar og skóhlífar frá Louis Garneau fást einnig í TRI verslun en skóhlífarnar eru orðnar mjög algengar hjá þeim sem hjóla til vinnu og keppa í hjólreiðum.

VerðlaunahjálmarValur Rafn segir hjálmana frá Louis Garneau hafa notið mik-illa vinsælda síðan þeir komu á markað. Tímaritið BikeRadar kaus Course hjálminn frá Louis Garneau einn af þeim bestu árið 2014 og gaf honum fimm stjörnur af fimm mögulegum. Hjálmurinn fékk verðlaun bæði fyrir loftflæði og hönnun. Valur Rafn segir skipta máli hve mikla loftmótstöðu hjálmurinn myndar. „Course hjálmurinn

er þannig hannaður að hann veitir litla loftmótstöðu, veitir mikið öryggi og er mjög flottur. Einnig er hægt að festa ljós á hjálminn með mjög einföldum hætti sem er frábært.“

TRI verslun er við Suður-landsbraut 32 í Reykjavík. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.tri.is og á Fa-cebook-síðunni Tri verslun.

Unnið í samstarfi við

TRI verslun.

Elvar Örn Reynisson, starfs-maður TRI verslunar og Valur

Rafn markaðsstjóri.

Hjá TRI verslun við Suðurlandsbraut fæst hjólreiðafatn-aður og skór frá kanadíska merkinu Louis Garneau.

Page 18: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201468

Flott og skærgul taska frá Ortlieb úr vatnsheldu efni og er þar að auki með vatns-heldan rennilás.

Bók um æfingar 60 ára og eldriÍþróttafræðingurinn Fannar Karvel sendi á dögunum frá sér bókina Hreyfing – æfingar og teygjur fyrir 60 ára og eldri. Í bókinni er aðgengilegt æfingakerfi fyrir 60 ára og eldri þar sem finna má æfingaáætlanir fyrir hverja árstíð sem allir geta fylgt og lagað að sinni getu. Fann-ar hefur undanfarin 14 ár þjálfað íþróttamenn á öllum aldri, auk eldri borgara, barna og ung-linga. Fannar er þeirrar skoðunar að vantað hafi bók á borð við þessa. „Þægilega og heilstæða æfingaáætlun sem auðvelt er að fylgja eftir og hver sem er getur notað.“

Í hvað veðri sem erEngar áhyggjur þarf að hafa af farangrinum í þýsku Ortlieb töskunum.

V atnsheldni er lykilatriði á hjólaferðum og öðr-um ferðalögum á vætusömum slóðum þar sem farangurinn má alls ekki verða vatni að bráð.

Þýsku Ortlieb töskurnar sem fást hérlendis í vefversl-uninni Fjalli.is eru með 5 ára ábyrgð og eru fram-leiddar úr 100% vatnsheldu efni, og eru allir saumar soðnir saman til að koma í veg fyrir að minnsta væti nái inn og því er vel hægt að setja í þær fatnað, mat, pappír, rafmagnstæki eða aðra þá hluti sem mega alls ekki blotna.

Töskurnar eru í sérstöku uppáhaldi hjá hjólareiða-mönnum um allan heim, ekki bara vegna þess að þær eru svo vatnsheldar að jafnvel þó þær dyttu ofan í djúpan poll þá myndi innihaldið haldast skrjáfþurrt, heldur líka vegna þess að þær eru sérhannaðar fyrir

allt mögulegt farangursrými á hjólinu. Einfalt er að festa tösk-urnar á bögglaberann, undir hnakkinn eða við stýrið og með góða tösku á hjólinu kemst hjólreiðamaðurinn hjá því að ferðast með allt á bakinu, því það líka auðvelt að smella tösk-unum af hjólinu og taka þær með sér hvert sem er. Þetta eru því ekki bara töskur sem eru

hannaðar fyrir þá sem eru að fara í löng hjólaferðalög heldur einnig þá sem hjóla dags daglega til vinnu eða í skóla.

Svo virðist sem hönnuðir Ortlieb hugsi fyrir öllu því þeir bjóða upp á töskur fyrir allan mögulegan farangur svo sem myndavélar, fartölvur og smáhunda. Níðsterka, vatnshelda og litríka sjópoka með loftventli er meðal þess sem má finna í ótrúlega fjölbreyttu vöruúrvali Ortlieb, nútímalegt og fallegt retró útlit þeirra er heillandi en fyrst og fremst eru þetta töskur sem þola nánast hvað sem, hnjask, ryk og jafnvel það að detta í sjóinn.

Unnið í samstarfi við

Fjalli.is.

Töskur á hjólið, mótorhjólið, í ferðalagið eða til annara daglegra nota í öllum regnbogans litum í vefversluninni Fjalli.is

Listskautaskóli Bjarnarins í Egilshöll

Listskautaskóli Bjarnarins Listskautaskóli Bjarnarins Listskautaskóli Bjarnarins Listskautaskóli Bjarnarins Listskautaskóli Bjarnarins

NÁNARI UPPLÝSINGAR VARÐANDI NÁMSKEIÐIN VEITA: Berglind Rós Einarsdóttir, yfirþjálfari s: 899-3058Erlendína Kristjánsson, skautastjóri s: 697-3990Kristrún Elva Jónsdóttir, gjaldkeri s: 849-6746

LIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFING

SKRÁNING: www.bjorninn.com/list eða [email protected]

LIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFING

STUNDATAFLAMÁNUDAGAR

Svell 17:20 – 17:55 og leikfimi 18:10 – 18:55

LAUGARDAGARSvell 12:20 – 13:00

Dans yngri 13:20 - 14:00Dans eldri 11:25 - 12:05

Kennt í litlum hópum og skipt er eftir getu og aldri.

Námskeiðinu lýkur með jólasýningu fyrir

alla fjölskylduna.

NÝ 8 EÐA 15 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 30. ÁGÚST

fyrir stráka og stelpur 5 - 11 áraog 12 ára og eldri

LIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFINGLIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFING

Frír prufutími!

í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, s ími : 564 5040

HJÓLATÖS KU R

DOWNTOWNFARTÖLVU-TASKA

ULTIMATE 6STÝRISTASKA

MESSENGERBAKPOKI

SÖLUAÐILARKría Hjól, Grandagarði 7Markið, Ármúla 40Útilif, Glæsibæ og Smáralindheimkaup.isSkíðaþjónustan á Akureyriwww.fjallli.is

BACK-ROLLER CLASSIC

Skráning og upplýsingar á [email protected] og 777-2383

Kvennaleikfimi í sal FossvogsskólaÞriðjudaga og fimmtudaga kl. 17Haustönn 16.000 kr

Page 19: 29 08 2014 heilsa

Ármúla 11, 108 Reykjavík ı Sími 555 7080 ı www.dale.is

D A L E C A R N E G I E N Á M S K E I Ð

skráðu þig núna

Komdu í hóp með þeim sem ná árangri. Njóttu þín betur í mannlegum samskiptum og lærðu að

hafa góð áhrif á aðra. Á hverjum degi sérðu fólk sem skarar fram úr í athafnalí�nu, í stjórnsýslu,

íþróttum, fjölmiðlum eða menningar- og listalí�. Þetta fólk er í hópi þeirra 20.000 Íslendinga

sem notið hafa góðs af þjálfun Dale Carnegie. Skráðu þig núna og nýttu hæ�leika þína til fulls.

Meira sjálfstraust Betri samskipti Öruggari framkoma Leiðtogahæfni

S k r á n i n g á dale . is N á n a r i u p p l ý s i n g a r í s í m a 555 7080

// Ókeypis kynningartímar

Kynningartímar í Reykjavík, Ármúla 11, 3. hæð.

Fullorðnir 2. sept. kl. 20:00 til 21:00

Fullorðnir 8. sept. kl. 20:00 til 21:00

Ungt fólk, 10 til 15 ára 1. sept. kl. 19:00 til 20:00

Ungt fólk, 16 til 25 ára 1. sept. kl. 20:00 til 21:00

Ungt fólk, 10 til 15 ára 9. sept. kl. 19:00 til 20:00

Ungt fólk, 16 til 25 ára 9. sept. kl. 20:00 til 21:00

Einnig verða kynningartímar í boði

á Akureyri, Akranesi, í Borgarnesi, á Selfossi,

í Fjarðabyggð og á Sauðárkróki.

Skráning á dale.is

// Næstu námskeið

Dale Carnegie kvöldnámskeið ............ 24. september *

Dale Carnegie kvöldnámskeið ................3. nóvember

Dale Carnegie morgunnámskeið................ 7. október

Dale Carnegie á laugardögum ....................4. október

Dale Carnegie 3ja daga ............................... 17. október

Dale Carnegie fyrir konur ............................ 11. október

Stjórnendaþjálfun........................................22. október

Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur.............. 6. október

Árangursrík sala............................................. 9. október

Áhrifaríkar kynningar ............................ 18. september *

Árangursrík framsögn ............................ 19. nóvember

Samningatækni ...................................... 25. september

Hvernig skapa á virkni .............................13. nóvember

Bókaðu þig í fagkynningartíma á www.dale.is/fyrirtaeki

*Fleiri dagsetningar í boði á dale.is

Dale Carnegie námskeiðið kom mér virkilega á óvart. Ég átti von á að öðlast meira öryggi til að tala fyrir framan hóp af fólki og bæta færni mína í mannlegum samskiptum. En námskeiðið gaf mér svo miklu meira. Meðal annars lærði ég aðferðir til að draga úr streitu og að bæta minnið. Mikilvægast var þó að ég lærði að vera sanngjarnari við sjálfa mig og kynntist frábæru fólki.

// Kolbrún Björnsdóttir (Kolla), þáttastjórnandi á Stöð 2

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S D

AL

701

95 0

8/14

Page 20: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201470

... frískandi fyrir fólk á ferðinni

V etrardagskráin hjá Sport-húsinu hefst á næstu dög-um. Meðal þess sem boðið

verður upp á er byrjendanámskeið í AntiGravity Aerial Yoga, eða jóga í þyngdarleysi. Anna Rós Lárusdótt-ir verður kennari námskeiðsins og segir hún tímana henta öllum sem vilja styrkja og liðka líkamann á skemmtilegan hátt og að ekki þurfi bakgrunn í jóga, fimleikum eða öðru. „Nemendur byrja á að læra undirstöðuatriði þessarar einstöku tækni á öruggan hátt í gegnum fjöl-breyttar og skemmtilegar æfingar,“ segir hún.

Christopher Harrison er mað-urinn á bak við Aerial yoga en hann er stofnandi og eigandi AntiGravity Fitness. Tæknina þróaði hann í um átta ár áður en hann færði hana til almennings. Harrison er með höf-uðstöðvar sínar í New York og lauk Anna Rós þjálfunarréttindum þar.

Hver iðkandi notar hammock, eða hengirólu, sem gerð er úr sterku laki. Að sögn Önnu Rósar þola lökin 500 kíló svo fólk getur algjörlega treyst því að þau haldi þeim. „Við gerum bæði hefðbundn-ar jógaæfingar þar sem við notum lakið til að komast dýpra í teygj-urnar og erfiðari jógastellingar sem auðveldara er að komast í með

Jóga í þyngdarleysi er meðal þess sem boðið verður upp á í Sporthúsinu í vetur. Í næstu viku verða fríir prufutímar og

námskeiðin hefjast í þar næstu viku. Lögð er áhersla á að hafa gaman í tímunum og ekki þarf neinn sérstakan bakgrunn úr jóga, fimleikum eða öðru.

Æfingar í AntiGravity Aerial Yoga eru sam-bland af pilates, jóga og loftfimleikum og er lögð áhersla á að hafa gaman í tímunum.

lakinu en í hefðbundnu jóga. Fólk nær einnig að halda hverri stell-ingu lengur án þess að setja aukið álag á líkamann.“

Að tengja líkama, huga og sálÍ tímunum er unnið með bæði líkama og sál og segir Anna Rós æfingarnar vera blöndu af pilates, jóga og loftfimleikum. „Notast er við sömu grundvallaratriði og í hefðbundnu jóga þar sem lögð er áhersla á öndun og slökun en einn-ig er lagt mikið upp úr því að hafa gaman í tímunum. Við förum meðal annars á hvolf, rólum og fljúgum!“

Gaman á hvolfiÆfingarnar styrkja og liðka líkam-ann auk þess sem þær efla sjálfs-traustið. „Fólk er oft hissa á sjálfu sér þegar það getur gert æfingar sem það hefur aldrei gert áður og býst ekki við að geta. Þetta snýst bara um að læra rétta tækni og treysta,“ segir Anna Rós.

„Fólk sem er að leita að æsku-brunninum þarf ekki að leita lengra þar sem AntiGavity jóga hefur einnig yngjandi áhrif sem finnast ekki í dýrum næturkremum,” segir hún og hlær. Þar sem æfingarnar rétta úr hryggnum bæta þær lík-amsstöðu fólks auk þess sem þær draga úr stressi, sem getur valdið ótímabærum öldrunareinkennum á húðinni. Útkoman verður því glóandi og unglegri húð í hraustum og vel mótuðum líkama.

Fríir prufutímar verða á þriðju-dag og fimmtudag í næstu viku klukkan 16.30 og 17.30 og hefjast námskeiðin síðan 9. september. Anna Rós hvetur alla áhugasama til að mæta í prufutímana. „Pabbi minn, sem er sjötugur, er mjög spenntur að prófa og í vikunni kom 12 ára sonur minn með mér á æfingu og hafði gaman af.“

Nánari upplýsingar um prufu-tímana og námskeiðið má nálgast á vefnum www.sporthusid.is og á Facebook-síðunni Sporthúsið. Einnig er áhugasömum bent á að kíkja á vefsíðu AntiGravity www.antigravityfitness.com.

Unnið í samstarfi við

Sporthúsið

AntiGravity Aerial Yoga á Íslandi – Jóga í þyngdarleysi

Það er ekki bara gaman að fara á

hvolf heldur hefur það ýmissa kosti

fyrir líkamann og má þar til dæmis nefna:

Hryggurinn réttir sig af án þrýstings.

Losar um hryggjar-liði.

Kemurhreyfinguáinnkirtlakerfið,sogæðakerfið,bætirmeltingu og blóð-rásarkerfið.

Losar um „gleði“ hormónin serótónín, endorfín, dópamín ogfleiri.

Eykursúrefnisflæðitil heilans sem bætir einbeitningu og minni.

Page 21: 29 08 2014 heilsa
Page 22: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201472

UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS

Hefst 3. september

Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara.Mánudaga kl. 17.45 og miðvikudaga kl. 18.15 í Grensáslaug

AQUA FITNESS

Nærandi, orkugefandi og eykur lífsgæði

Spírandi ofurfæðiÚtsölustaðir: Bónus um allt land.

Aðrir: Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Hagkaup, Krónan, Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.

Nærandi, orkugefandi og eykur lífsgæðiNærandi, orkugefandi og eykur lífsgæði

Spírandi ofurfæðiSpírandi ofurfæðiÚtsölustaðir: Bónus um allt land.

Aðrir: Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Hagkaup, Krónan, Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Hagkaup, Krónan, Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.www.ecospira.is

Sölustaðir Höfuðborgarsvæðið: Fjarðarkaup, Græni Hlekkurinn, Hagkaup, Lifandi Markaður og Melabúðin. Um land allt: Bónus, Krónan, Nóatún, Kaskó, Nettó, Samkaup Úrval og Strax.

M argir lenda í vandræð-um með verki út frá liðum, bólgur og gömul

íþróttameiðsl taka sig upp á ný. Það hindrar jafnvel almenna hreyf-ingu og gerir fólki erfitt að stunda íþróttir af krafti.

Guðrún Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið slæm í hnjám í mörg ár og hefur farið í aðgerðir á báðum hnjám. Báðar aðgerðirnar gengu vel, en hún byrjaði að finna aftur fyrir verkjum nokkrum árum síðar. Í febrúar á þessu ári var hún á leið í langþráð skíðafrí með fjölskyld-unni, en var farin að finna fyrir verkjum í hnjám svo að henni setti örlítill kvíði fyrir ferðinni. Hún bjóst allt eins við að þurfa að sitja við arininn með heitt súkkulaði í bolla í stað þess að skíða. Hún bað um ráð-leggingar í einu af apótekunum. Þar var henni bent á að prófa að taka Hyaluronic Acid frá Kal og viðhalda því svo með Liðaktín Quatro frá Gula miðanum.

„Ég byrjaði á að

A rnór Sveinn Aðalsteinsson, knattspyrnumaður í Breiðabliki, breytti um lífsstíl árið 2012 vegna þreytu og orkuleysis. Hann áttaði sig

á að ef hann breytti ekki einhverju þá myndi hann eyða of miklum tíma á bekknum í stað þess að upplifa spennuna og vera með í leikjunum. Okkur langaði að heyra hans álit á Arctic root/Burnirót í jurtahylkjum.

„Ég hef gríðarlegan áhuga á öllu sem getur aukið almennt heilbrigði, en ég hef enn meiri áhuga á hlutum sem bæði auka heilbrigði sem og líkamlegan árangur hjá íþróttafólki. Ég hef verið að taka arctic root eða burnirót í einn mánuð og langar að segja frá minni reynslu. Fyrst vil ég segja að ég trúi ekki á neina galdralausn eða eina pillu sem læknar allt. Ég fræddi mig um burnirótina og komst að því að hún passar mjög vel inn í það sem ég er að gera. Þetta er náttúrulegt bætiefni unnið úr rót Rhodiola rosea plöntunnar.

Ég hef verið að prófa burnirótina sjálfur, og hef tekið tvær töflur á dag, eina á morgnana og eina seinnipartinn fyrir æfingu. Áhrifin sem ég tók fyrst eftir voru aukin einbeiting.

Einbeitingin er auðvitað gríðarlega mikilvæg í íþróttum og því finnst mér gott að taka burnirótina fyrir æfingar og leiki. Það hjálpar mér að halda mér við efnið og halda einbeitingunni á réttum stað allan tímann, en það getur oft verið erfitt þegar þreytan fer að færast yfir á löngum æfingum eða í leikjum.

Í haust byrja ég í háskólanum aftur og hlakka ég mikið til að fá hjálp burnirótarinnar við að halda mér við efnið á löngum dögum lestrar og náms. Prófið að sleppa orkudrykkjum og öðrum örvandi efnum og far-ið aftur til náttúrunnar. Hún mun gefa ykkur langvar-

andi orku sem og einbeitingu án þess að brenna kerti ykkar í báða enda.

Burnirótin sem ég hef verið að taka er frá Heilsu og fæst í apótekum, heilsuvöruverslunum og betri stórmörkuðum. Ég mæli eindregið með Burni-rótinni frá Heilsu.“

Unnið í samstarfi við

Heilsu ehf.

Bætti einbeitinguna með burnirót

Á skíðum allan daginn

að henni setti örlítill

Hún bjóst allt eins við

taka Hyaluronic Acid frá Kal á hverjum morgni viku áður en ég fór út og tók það allan tímann í ferðinni og viku betur. Ég gat skíðað alla dagana án nokkurra verkja og hef í rauninni aldrei verið svona góð á skíðum! Núna tek ég Liðakt-ín Quatro frá Gula miðanum reglulega því hann inniheldur hyaluronic sýru. Ég tók sumarið með trompi, kleif fjöll, bograði í berjamó og skemmti mér frá-bærlega án verkja í hnjám. Á meðan mig verkjar ekki í hnén, þá tek ég þetta inn.“

Unnið í samstarfi við

Heilsu ehf.

Val á rétta íþróttatoppnum

Mælt er með því að nota íþrótta-toppa með „racerback“ þegar stunduð er erfið líkamsrækt. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Góður íþróttatoppur er einn lykillinn að því að líða vel á æfingu. Ef toppurinn er of þröngur getur hann valdið núningi. Ef hann er of stór veitir hann ekki tilætlaðan stuðning og getur það haft trufl-andi áhrif á æfingu.

Oft er mælt með því að konur sem nota skála-stærð A og B noti íþróttatoppa sem þrengja að bringunni en eru ekki með sérstökum skálap-úðum. Fyrir konur með skálastærð C og stærri er mælt með toppum með meiri stuðningi, eins og þeim sem eru með stuðningsskálum og veita hvoru brjósti fyrir sig stuðning. Þeir eru líkari venjulegum brjóstahöldurum og stundum með

krækju að aftan svo þægilegra er að klæða sig úr þeim að lokinni æfingu.

Íþróttatoppar með hefðbundnum hlýrum, beint yfir axlirnar, veita minni stuðning en hinir sem eru með svökölluðu „racerback“. Því er mælt með því að þegar verið er að stunda hlaup, hopp og erfiða líkamsrækt að nota þá síðarnefndu. Fyrir konur með stærri skálar er mælt með því að nota „racerback eða breiða hlýra til að fá meiri stuðning.

Íþróttatoppar úr bómull eru ekki þeir bestu þegar verið er að stunda erfiðar æfingar því bóm-ullin drekkur í sig svitann.

Page 23: 29 08 2014 heilsa

heilsaHelgin 29.-31. ágúst 2014 73

FYRIRLESARAR OG KENNARAR

Heilsunámskeið Haust

Vetur

Sími 512 8040 | www.heilsuhotel.is | [email protected]ótel Íslands | Lindarbraut 634 | 235 Reykjanesbær

Hjúkrunarfræðingur BSc heilsuvísindi Yogakennari

Ásdís RagnaEinarsdóttir Grasalæknir

Heilsa, hvíld og gleði

Vigdís Steinþórsdóttir

ChadKeilen

Kristín Stefánsdóttir

2. - 26. september, Heilsunámskeið , 2 vikurFrábært tækifæri, enn laust.

*Staðfestingargjald 40.000.- Flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja þátttakendur

2. -16. janúar, pantið tímanlega vinsæll tími

H já Heilsuhóteli Íslands starfar hópur sérfræðinga á sviði heilsu. Einn þeirra er Chad Keilen, nudd- og heilsuráðgjafi.

Chad er frá Minneapolis og flutti hingað til lands með íslenskri eiginkonu sinni árið 2007. Heilsusamlegt líferni án öfga er ástríða Chad og fer hann með gesti hót-elsins í gönguferðir á morgnana, sér um kennslu í léttri leikfimi, nudd og veitir ráð-gjöf um hreyfingu. „Á Heilsuhótelinu veiti ég gestum persónulega ráðgjöf um hreyf-ingu. Þegar gestir fara fá þeir æfingaáætlun til að geta haldið áfram að gera æfingar heima að lokinni dvöl hjá okkur. Nær dag-lega held ég svo fyrirlestra um ýmis mál-efni tengd heilsu, meltingu og mataræði.“

Markmiðasetning mikilvægÞegar verið er að stíga skref í átt til bættrar heilsu er lykilatriði að setja raunhæf mark-mið og segir Chad mikilvægt að hugsa til framtíðar þegar markmiðin eru ákveðin.

„Við hvetjum fólk til að hreyfa sig til að bæta lífsgæðin en ekki endilega til að vinna keppni. Það gerist stundum þegar keppnis-skapið nær yfirhöndinni að fólk hugsar bara um að verða sem sterkast á sem skjótastan hátt. Það er ekki endilega það besta því minna er oft betra til að lifa við góða heilsu fram á efri ár. Það er útbreiddur misskiln-ingur að til að líta vel út þurfi fólk að vera í ræktinni í margar klukkustundir á dag og aldrei að borða súkkulaði eða fá sér pítsu. Lykillinn er hófsemi og að fólk sjái stóru myndina og hreyfi sig reglulega en fyllist ekki samviskubiti þegar það borðar eitt-hvað óhollt.“

Jafnvægi er lykillinnÍ nútímasamfélagi er algengt að fólk vinni við skrifborð í átta tíma alla virka daga ár eftir ár og hreyfi sig lítið sem ekkert í frí-tímanum. Þeim lífsstíl hefur verið líkt við reykingar á árum áður því afleiðingarnar eru mjög slæmar og þekktar en þó er stór

hluti fólks sem tekur ekki mark á aðvör-unum. „Slíkur lífsstíll er ógn við heilsuna. Líkaminn venst því að sitja og halla sér fram að tölvunni og fólk getur jafnvel ekki lengur staðið beint í baki. Það er mikilvægt fyrir líkamann að ná jafnvægi og fá hreyf-ingu á móti allri kyrrsetunni.“

Chad bendir á að ýmsir aðrir þætti í lífi nútímamanneskjunnar stuðli að kyrrsetu eins og til dæmis sjónvarp og tölvurnar sem fólk notar í frítíma sínum. „Í mörgum tilfellum krefst daglegt líf ekki hreyfingar. Sem dæmi er tiltölulega auðvelt er að nálg-ast mat og fólk þarf ekki lengur að veiða sér fæðu, heldur getur keyrt í búðina.“

Aldrei of snemmt að huga að heilsunniGestir Heilsuhótelsins eru í mis góðu líkamlegu formi og segir Chad í raun aldrei of snemmt að byrja að huga að heilsunni. „Fólk þarf ekki að vera í ofþyngd eða við slæma heilsu til að dvelja á Heilsuhótelinu. Það hafa allir gott af heilsumeðferð og að

læra eitthvað nýtt. Hreyfing og heilsusam-legt líferni er svipað og tannhirða. Henni þarf að sinna daglega en ekki bara eftir að tennurnar skemmast.“

Nánari upplýsingar um Heilsuhótel Ís-lands má nálgast á vefnum www.heilsu-hotel.is og á Facebook-síðunni Heilsuhótel. Næsta tveggja vikna námskeið Heilsuhótels Íslands verður dagana 12. til 26. september. Fyrirspurnir og pantanir má senda á net-fangið [email protected].

Unnið í samstarfi við

Heilsuhótel Íslands

Lykillinn er hófsemi og að fólk sjái stóru myndina og hreyfi sig reglulega en fyll-ist ekki samviskubiti þegar það borðar eitthvað óhollt.

Chad Keilen, nudd- og heilsuráðgjafi.

Kyrrseta jafn slæm og reykingarGestir Heilsuhótels Íslands í Reykja-nesbæ fá allir pers-ónulega ráðgjöf um lífsstíl og hreyfingu. Chad Keilen, nudd- og heilsuráðgjafi hjá hótelinu, segir hófsemi lykilinn að góðri heilsu til framtíðar.

Chad Keilen, nudd- og heilsuráðgjafi hjá Heilsu-hóteli Íslands, segir aldrei of snemmt að byrja að huga að heilsunni. „Fólk þarf ekki að vera í of-þyngd eða við slæma heilsu til að dvelja á Heilsu-hótelinu. Hreyfing og heilsusamlegt líferni er svipað og tannhirða. Henni þarf að sinna daglega en ekki bara eftir að tennurnar skemmast.“

Page 24: 29 08 2014 heilsa

heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201474

Nú get ég auð-veldlega farið í ferðalög og fór til dæmis til Kína nýlega.

Helga Rún Pálsdóttir

Helga Rún Pálsdóttir er klæðskerameistari, leikmynda- og búninga-hönnuður, fatahönnuður og hattadama og rekur saumaverkstæði á heimili sínu. Fyrir fimm árum fór hún að finna fyrir verkjum í hnjám, sökum slitgigtar. Hún átti erfitt með að ganga langar vega-lengdir og vaknaði iðulega á nóttunni vegna stöðugra verkja. Með notkun á Unloader One hnéspelkum frá Össuri hefur Helga endur-heimt fyrri lífsgæði og getur nú stundað hreyfingu og ferðalög.

Nýtt líf með Unloader One hnéspelku

H elga Rún Pálsdóttir er um fimmtugt og hefur átt við hné-

vandamál að stríða í fimm ár vegna slitgigtar. „Brjóskið í hnjánum hefur eyðst svo þar nuddast bein í bein. Ég var með mikla verki og bólgur vegna þessa. Næst á dag-skrá hjá mér var að fara í hnéskipti en í rauninni er ég of ung því gerviliðir endast yfirleitt ekki nema í 10 til 15 ár,“ segir Helga.“ Eina úrræðið, fyrir utan gigtar-, verkja- og svefnlyf, var að fá spelkur. Til að byrja með hafði hún ekki mikla trú á því að spelkur myndu hjálpa. „Mér leist ekki vel á að þurfa að nota spelkurnar í fyrstu en nú geng ég með þær alla daga og finnst það frábært. Það varð fljótlega alveg gríð-arleg breyting og ég fann mun minna fyrir verkjunum. Eftir dálítinn tíma hurfu svo nær allir næturverkirnir og í fyrsta sinn í mörg ár gat ég sofið heila nótt.“

Þegar verkirnir voru sem mestir átti Helga erfitt með að stunda almenna hreyf-ingu og þyngdist því. „Ég

gat ekki hreyft mig að neinu viti og treysti mér því til dæmis ekki í ferðalög til útlanda. Ég gat ekki gengið götuna mína á enda og til baka. Þegar ég var komin út á enda hringdi ég í manninn minn og bað hann að sækja mig.“

Breytt líf með spelkunniLíf Helgu hefur tekið miklum breytingum eftir að hún byrjaði að ganga með spelkurnar og nú getur hún ekki hugsað sér daginn án þeirra. Hún er nú alveg hætt að taka gigtar- og verkjalyf og er með spelkurnar frá morgni til kvölds og hefur endurheimt mikið af þeim lífsgæðum sem hún varð af vegna verkjanna. „Nú get ég auðveldlega farið í ferðalög og fór til dæmis til Kína nýlega. Svo geng ég langar vegalengdir án vandræða sem er alveg dásamlegt.“

Mælir með SlitgigtarskólanumÍ vor sótti Helga námskeið hjá Slit-gigtarskólanum og segir hún námið þar hafa hjálpað sér mikið. „Þar læri ég æfingar hjá sjúkraþjálfur-unum og byggi mig upp í kringum hnén. Ég vildi að ég hefði haft þess kost strax í byrjun þegar verkirnir hófust að sækja námskeið þar,“ segir Helga en hún var svo heppin að vera í fyrsta námskeiðshópnum hjá Slitgigtarskólanum. Næstu námskeið verða haldin á þremur stöðum; í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Nánari upplýsingar um Slitgigtarskólann má nálgast á síðunni www.slitgigt.is og í síma 555 4449.

Unnið í samstarfi við

Össur.

Unloader One-hné-spelkan veitir hnénu stuðning og dregur úr verkjum og notendur geta gengið með hana allan daginn. Í henni eru tveir borðar sem létta álagið af slitnum liðflötum og auðvelda sjúk-lingum að stíga í fótinn. Borð-arnir aðlagast hreyfingum sem gerir það að verkum að álagið flyst af slitna liðfletinum yfir á þann heila. Spelkan er tiltölulega fyrirferðarlítil, létt og með-færileg. Unloader One-spelkan er árangur margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu Össurar. Nánari upplýsingar í síma 425-3400

Hvað er slitgigt?Slitgigt er algengasta gerð gigtar. Verkur vegna slitgigtar orsakast af sliti í hnéliðnum og bólgum sem því fylgja. Slitgigt í hné kemur til þegar brjóskið sem hylur og dempar beinendana brotnar niður og veldur sársauka og hreyfingar-missi þegar slitnir liðfletir nuddast saman.

Á æfingum er nauðsyn-legt er að huga að því að líða vel svo okkur

langi að koma aftur. Fríða Rún Þórðardóttir, íþróttanær-ingarfræðingur og hlaupari með meiru, sendi á dögunum frá sér bókina Góð næring – betri árangur í íþróttum og heilsurækt og segir hún ein verstu byrjendamistökin að mæta fastandi á æfingu og líða hræðilega meðan á henni standi. „Þá er hætt við að fólk annað hvort langi ekki aftur eða hreinlega treysti sér ekki,“ segir hún og leggur áherslu á að fólk sem fylgi lágkolvetnis lífsstíl geti orðið orkulaust á æfingum og jafn-

vel fundið fyrir alvarlegri svimatilfinningu.

Skipulag lykillinn að árangriÆtli fólk að mæta á æf-ingu strax eftir vinnu, til dæmis um klukkan fjögur eða fimm, er nauðsynlegt að borða millimáltíð á milli klukkan þrjú og fjögur. „Stærri máltíð fjórum klukkustundum fyrir æfingu og létt milli-máltíð tveimur klukku-

stundum fyrir er ágæt regla sem ekki ætti að vera erfitt að fylgja með smá skipulagi. Þegar ég spyr fólk hvers vegna það hafi ekki farið á

æfingu er orkuleysi algengt svar. Oft kemur í ljós að síðasta máltíð var í hádeginu og skýrir vel af hverju fólk fer heim en ekki á æfingu.“

Hún segir alltaf gott að hafa í huga að hraði og streita á matmálstímum séu ekki góð fyrir meltinguna og geti jafn-vel ýtt undir hlaupasting og vanlíðan á æfingu, sem og uppköst sé æfingin mjög erfið.

Æskilegt að borða fyrir morgunæfingarAð sögn Fríðu er oftast æski-legast að borða fyrir æfingar, þær séu hins vegar mis krefjandi og því breytilegt hversu mikið þurfi. Fyrir styrktaræfingar og púltíma sé mik-ilvægt að borða vel en þegar ganga á í rólegheitum í hálfa klukkustund er orkuþörfin ekki eins mikil. Hún segir það þó stundum tilfellið að fólk hafi ekki lyst á að borða mikið snemma morguns. „Flestir ættu þó að þola hálfan til heilan banana, aðrir myndu fá sér brauðsneið eða skál af morgunkorni eins og til dæmis Cheeriosi. Þeir sem ekki þola fasta fæðu gætu

fengið sér glas af eplasafa, jafnvel þynnt hann að-eins út með vatni. Sumir myndu hins vegar fá sér væna skál af hafragraut með fræjum og rús-

ínum og finnast þeir ekki geta farið á æfingu án þess.“

Mikilvægt að fylgjast með lit þvagsinsAlltaf er mikilvægt að drekka nóg af vökva. Fríða segir gott að fylgjast með litnum á þvag-

inu og miða við að það sé ljós-leitt, eins og dauflitað sítrónu-vatn. „Eftir því sem liturinn er dekkri, þeim mun meiri líkur eru á að líkaminn sé kominn í eða á leiðinni í vökvaskort.“ Betra er að drekka oftar og minna í einu en mjög mikið magn sjaldan.

Máltíð eftir æfingarÍþróttafólki er ráðlagt að borða 20 til 30 mínútum eftir að æfingu lýkur. Stuttu eftir æfingar er blóðflæði um lík-amann mikið, hann er heitur og hormón á sveimi sem hafa

það hlutverk að snúa niður-brotsferlinu, sem oft tengist stífum æfingum, við og hefja uppbyggingar- og viðgerðar-ferlið. „Það ferli þarf orku og næringu sem líkaminn fær hvergi annars staðar en úr fæðunni. Ef kvöldmáltíðin er innan við klukkustund frá því að æfingunni lýkur er í lagi að notfæra sér hana sem fyrstu máltíð eftir æfingu. Þá er ekki þörf á því að fá sér stóran próteinshake á leiðinni heim úr ræktinni þegar kvöldmatur sem inniheldur kjöt eða fisk bíður í ofninum.“

Ekki æfa á fastandi magaFríða Rún Þórðardóttir, nær-ingarfræðingur, næringarráðgjafi, íþróttanæringar-fræðingur og hlaup-ari, sendi á dög-unum frá sér bók um næringu í íþróttum og heilsurækt. Fríða Rún gefur lesendum Fréttatímans ýmis góð ráð um næringu og matarvenjur í kringum æfingar.

Á dögunum sendi Fríða Rún frá sér bókina Góð næring – betri árangur í íþróttum og heilsurækt.

Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur.

Þegar æft er á fast-andi maga er hætt við að fólk annað hvort langi ekki aftur á æfingu eða treysti sér ekki aftur. „Stærri máltíð fjórum klukkustundum fyrir æfingu og létt millimáltíð tveimur klukkustundum fyrir er ágæt regla sem ekki ætti að vera erfitt að fylgja með smá skipulagi,“ segir Fríða Rún. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Page 25: 29 08 2014 heilsa

...loksins a Íslandi

Superior 14 fæðubótarefni

AAKG arginineBCAA amínóSýrurCreABlAst KreatínGlutAmAx glútamínKreAtín mAx KreatínmAss Protein próteinPro6 hágæða próteinmulti VitAmín Vítamínblandano reBirth fyrir æfinguWmB Amino 6300 orKud. fyrir æfingurAsP FAtBurner brennSlutöflurWhey Protein mySuprótein

Superior 14

Kræsingar & kostakjör

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

25%AFSLÁTTUR VIÐ KASSA