klúbburinn geysir - geðheilsa er líka heilsa gestakokkur frá...

8
02. tbl. febrúar 2020 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir Geðheilsa er líka heilsa Gestakokkur frá Kólumbíu Starfið í Geysi fer vel af stað á nýju ári, þrátt fyrir flensur og rysjótt veðurfar. Um miðjan janúar kom gestakokkur frá Kólumbíu, sem galdraði fram kjúklingasúpu að þarlenskum sið. Hún heitir Shirlie Patricia Galeano Diaz. Hún hefur búið á Íslandi í 10 ár ásamt íslenskum eiginmanni og dóttur. Annað sem er á döfinni er sláturgerð og Þorrablót sem verður haldið fimmtudaginn 6. febrúar. Verðið er 4000 kr. Nauðsynlegt er að skrá sig og greiða staðfestingargjald sem er 2000 kr. í síðasta lagi 3. febrúar. Gleðilegan Þorra.

Upload: others

Post on 26-Feb-2021

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Klúbburinn Geysir - Geðheilsa er líka heilsa Gestakokkur frá ...kgeysir.is/.../uploads/2020/02/Litli-Hver-2020.-02.-tbl.pdf02. tbl. febrúar 2020 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími:

02. tbl. febrúar 2020

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is

Facebook: Klúbburinn Geysir

Geðheilsa er líka heilsa

Gestakokkur frá Kólumbíu

Starfið í Geysi fer vel af stað á nýju ári, þrátt fyrir flensur og rysjótt veðurfar. Um miðjan janúar kom gestakokkur frá Kólumbíu, sem galdraði fram kjúklingasúpu að þarlenskum sið. Hún heitir Shirlie Patricia Galeano Diaz. Hún hefur búið á Íslandi í 10 ár ásamt íslenskum eiginmanni og dóttur. Annað sem er á döfinni er sláturgerð og Þorrablót sem verður haldið fimmtudaginn 6. febrúar. Verðið er 4000 kr. Nauðsynlegt er að skrá sig og greiða staðfestingargjald sem er 2000 kr. í síðasta lagi 3. febrúar. Gleðilegan Þorra.

Page 2: Klúbburinn Geysir - Geðheilsa er líka heilsa Gestakokkur frá ...kgeysir.is/.../uploads/2020/02/Litli-Hver-2020.-02.-tbl.pdf02. tbl. febrúar 2020 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími:

2

Sólarupprásar- og

sólseturslitirnir eru

uppáhaldslitir hans

Magnúsar

Guðmundssonar sem

hefur verið félagi í Geysi

í um það bil 4 ár og líkar

vel.

Fyrir 55 árum síðan

hófst áhugi Magnúsar á

blómaskreytingum sem

hann stundaði til að

byrja með í fríi í

skólanum. „Þetta var

aðallega um jól og

páska,“ segir Magnús og

bætir við að blómaskreytingarnar

hafa verið að þróast á alla kanta

síðan.

Magnús hóf síðan nám í

blómaskreytingum í London Flower

School og lærði blómaskreytingar að

hluta til þar. Magnús iðkaði

blómaskreytingarnar í Danmörku í 3

½ ár og síðar í Freising í Þýskalandi

þar sem blómaskreytingar eru mikið

stundaðar. Síðar var Magnús með

námskeið í blómaskreytingum og

kenndi blómaföndur í Hótel og

veitingarskólanum.

Það er ráðstefna í Frakklandi um

blómaföndur sem heitir Floralies

Internationales og er haldin á 4 ára

fresti. Magnús hefur verið þar tvisvar

sinnum og einu sinni á

ráðstefnu í Vínarborg sem að

mestu leyti fjallar um

hvernig nota á gróðurinn í

blómaföndri.

Magnús er 80 ára og hefur

gaman af klassískri tónlist

eins og Bach og Beethoven

og uppáhalds maturinn hans

er lambakjöt og hangikjötið

Íslenska. Svo er Íslenska

bíómyndin Svanurinn og

gamla góða Spaugstofan

sem heillar. Ef einhvern langar að

fræðast eða læra meira um

blómaskreitingar og blómaföndur þá

er Magnús alltaf til taks. Viðtal: Arnar Laufeyjarson

Blómaskreytingar þróast og breytast Viðtal við Magnús Guðmundsson blómaskreyti

Magnús á skrifstofunni í Klúbbnum Geysi

Myndin er frá blómamarkaði í Freising

Page 3: Klúbburinn Geysir - Geðheilsa er líka heilsa Gestakokkur frá ...kgeysir.is/.../uploads/2020/02/Litli-Hver-2020.-02.-tbl.pdf02. tbl. febrúar 2020 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími:

3

Þorrablót Klúbbsins Geysis

6. febrúar 2020

Árlegt Þorrablót Klúbbsins

Geysis verður haldið 6.

febrúar 2020

Verð: 4000 kr. fyrir 12 ára og eldri 2000 kr. fyrir 7 til 12 ára Ókeypis fyrir börn að 7 ára aldri.

Flutt verður minni kvenna

og karla.

Þorraþrællinn Spurningakeppni blótsins fer

fram við mikinn fögnuð.

Veglegur vinningur í sigurlaun.

Endurreisum forna eiða, dýrkum fortíðina í mat og drykk, upphefjum sauðkindina og svolgrum elsku

og ást úr sýrukerjum fornra eðalminninga. Höldum í heiðri fornþokka þjóðarinnar.

Allir velkomnir

Húsið opnað klukkan 18.00

Blótið hefst stundvíslega klukkan 19.00

Kjálkarnir leika Þorralögin

Page 4: Klúbburinn Geysir - Geðheilsa er líka heilsa Gestakokkur frá ...kgeysir.is/.../uploads/2020/02/Litli-Hver-2020.-02.-tbl.pdf02. tbl. febrúar 2020 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími:

4

Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar

Matseðill fyrir febrúar 2020

Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau.

1.

3. Blómkáls-

súpa með

hvítlauks-

brauði.

4. Steiktur

fiskur með

kartöflum og

salati.

5. Núðlur

chow mein.

6.

Hlaðborð.

7. Purusteik

með brúnni

sósu, súrum

gúrkum,

rauðbeðum og

kartöflum.

8.

10. Grænmetis

og baunasúpa

með brauði.

11. Salt-

fiskur með

kartöflum og

hamsatólg,

rúgbrauði og

smjöri.

12. Slátur

með

rófustöppu

og

kartöflum.

13.

Hlaðborð.

14. Lamba-

pottréttur að

hætti

Valentínusar

í brúnni sósu.

15.

17. Tómatsúpa

með eggi og ný

bökuðu brauði .

18. Soðin ýsa

hrogn og lifur

með

kartöflum.

19.Pasta

Pasatelli

ala

Elísabetta

20.

Hlaðborð.

21. Kólum-

bískur fylltur

kjúklingur

hrísgrjón og

ferskt salat.

22. Tölvu-

leikjadagur

í Geysi.

Snakk og

næs.

24. Bollu-

dagurinn.

Fiskibollur með

salati, kartöflum

og kokteilsósu,

remúlaði,

bræddu smjöri og

lauk.

25. Sprengi-

dagur.

Saltkjöt og

baunir túkall.

26. Ösku-

dagur.

Lasagna og

ítalskur

ofurkraftur

27.

Hlaðborð.

28. Pizza með

kjúklingi.

29.

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að auka fjölbreytni á matseðli Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta

heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.

Alla daga er hægt að panta sér saladskál al a grande. Muna bara að panta samdægurs fyrir klukkan 10.00

Page 5: Klúbburinn Geysir - Geðheilsa er líka heilsa Gestakokkur frá ...kgeysir.is/.../uploads/2020/02/Litli-Hver-2020.-02.-tbl.pdf02. tbl. febrúar 2020 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími:

5

Tölvuverið alla þriðjudaga klukkan 11.15.

Leiðbeinandi á staðnum sem aðstoðar áhugasama félaga.

Fastir upptökutímar fyrir útvarp Geysis eru á eftirtöldum tímum: Þriðjudagar kl:14-15 Fimmtudagar kl:10-11 Þeir félagar sem óska eftir upptökutíma þurfa að skrá sig á lista sem hangir á töflu á miðhæðinni.

Útvarp Geysis

Afmælisveisla

félaga sem eiga afmæli

í febrúar verður

þriðjudaginn 28. febrúar!

Óskum eftir fleiri félögum

til að leiðbeina í tölvuverinu á

þriðjudögum kl. 11.15 Byrjum nýja árið með á því að auka færnina

í tölvunum

13. brennan sem ekki vildi loga

RTR– Ráðning til reynslu

Verið er að leggja drög að RTR starfi í vélsmiðju á höfuðborgarsvæðinu.

Starfið getur verið eitt stöðugildi, tvær klst. á dag

tvisvar í viku.

Áhugasamir hafi

samband við Benna.

Vaskur hópur félaga hittist á 13. degi jóla í Geysi. Boðið var upp á súkkulaði og smákökur áður en haldið yrði á brennuna við Ægisíðu. Það gekk með ágætum, þar til komið var að því að kveikja í brennunni. Var ljóst að huldar vættir og annað lið sem er á kreiki á þessum tíma kærði sig ekki um kolefnissporið af brennunni og lét nægja að eftirláta himninum nokkra flugelda.

Benni, Elisabetta, og Marta Sóley bíða og bíða eftir að

kösturinn logi.

Page 6: Klúbburinn Geysir - Geðheilsa er líka heilsa Gestakokkur frá ...kgeysir.is/.../uploads/2020/02/Litli-Hver-2020.-02.-tbl.pdf02. tbl. febrúar 2020 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími:

6

Heilsurækt 2020

Eftir miklar vangaveltur var ákveðið á húsfundi að hafa nýja tíma í heilsuræktinni annars vegar á þriðjudögum klukkan 10:30 og hins vegar á föstudögum klukkan 14:00. Lögð verður áhersla á léttar þrek og teygjuæfingar sem ættu að henta öllum. Félagar eru hvattir til þess að byrja nýja árið með krafti og skella sér í heilsurækt. Leiðbeinandi er Gulli, en Gunnar Geir ætlar að koma til okkar þriðjudaginn 11. febrúar.

Töframáttur tónlistar

Næstu tónleikar Töframáttar tónlistar sem Gunnar Kvaran hefur stjórnað af listrænu næmi verða mánudaginn 3. febrúrar kl. 14.00. Það eru Hildigunur Einarsdóttir Söngkona og Guðrún Dahlía Salómonsdóttir pínóleikari sem fanga munu hljóðvitund hlustenda. Skorum á alla tónlistarunnendur til að mæta og eiga góða tónlistarstund. Tónleikarnir eru haldnir á Kjarvalsstöðum eins og undanfarin ár.

Guðrnú Dahlía t.v. og Hildigunnnur t.h.

Brauð Mánudaginn 27. janúar klukkan 14:00 verður bakað brauð í Geysi, þeir félagar sem hafa áhuga á að læra að baka brauð eða taka þátt í bakstrinum eru velkomnir. Brauðið sem verður bakað verður síðan í boði í morgunmatnum daginn eftir. Ætlunin er að brauð verði bakað á hverjum degi klukkan 14:00 ef þátttaka næst í baksturinn.

Kanntu brauð að baka?

Í framhaldi af brauðinu hér að ofan er óskað eftir fleiri hugmyndum að námskeiðum og eða verkefnum sem hægt er að bjóða upp á eftir hádegi í klúbbnum

Óskað eftir hugmyndum

Hjúkrunarfræðinemar frá HA

30. janúar munu tveir hjúkrunar-fæðinemar frá Háskólanum á Akureyri dvelja hjá okkur einhvern tíma. Dvöl þeirra er hluti af verknámi þeirra við HA. Nemarnir heita Heiða og Eva María. Við bjóðum þær velkomnar og vonum að þær geti nýtt sér starfið í Geysi til að efla sig í námi og starfi.

Page 7: Klúbburinn Geysir - Geðheilsa er líka heilsa Gestakokkur frá ...kgeysir.is/.../uploads/2020/02/Litli-Hver-2020.-02.-tbl.pdf02. tbl. febrúar 2020 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími:

7

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá

kl. 8:30 - 16:00, nema föstudaga

þá er opið frá 8:30 - 15:00

Finnst þér gaman að svara spurningum?

Svipmyndir úr Kjarvalsstaðaferð

Farið var á Kjarvalsstaði einn góðan dag í janúar. Ákveðið var að fara á yfirlitssýningu Ólafar Nordal. Vakti sýningin ómældan áhuga og miklar

pælingar um merkingu og þann grimma og á stundum þá

goðsagnalíku fortíð íslenskrar þjóðar.

Haraldur Arnljótsson: Ég hef bara ekki hugmynd um það.

Þórunn Ósk Sölvadóttir: Já, sumum, eins og til dæmis þessari.

Óðinn Einisson: Hm, ég get nú ekki sagt það og er til dæmis ekki á neinum lista yfir þá sem taka þátt í könnunum.

Ingibjörg Sigurðardóttir: Jaaaa, ekki mjög.

Page 8: Klúbburinn Geysir - Geðheilsa er líka heilsa Gestakokkur frá ...kgeysir.is/.../uploads/2020/02/Litli-Hver-2020.-02.-tbl.pdf02. tbl. febrúar 2020 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími:

8

Fimmtudagur 6. febrúar

Þorrablót Klúbbsins Geysis. Húsið opnað kl. 18.00.

Fimmtudagur 13. febrúar Gönguferð kringum Öskjuhlíð.

Fimmtudagur 20. febrúar Út að borða á Þrem Frökkum

Laugardagur 22. febrúar

Tölvuleikjadagur í Geysi. Aðdáendur

klassískra tölvuleikja (Classic arcade) hittast

og rifja upp gamla takta.

Tími: 11.00 til 15:00.

Fimmtudagur 27. febrúar Opið hús í Geysi.

Nánar auglýst síðar.

Félagsleg dagskrá í febrúar

Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi kl.

9:15 og 13:15.

Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju sinni, starfsandinn efldur

og tengslin styrkt.

Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina. Tökum ábyrgð og ræktum vináttuböndin.

Húsfundir Húsfundir eru miðvikudaga kl.14:30. Þar er

rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í

opnum umræðum.

Allir að mæta!

Úttekt 11. til 14. febrúar

Klúbburinn Geysir verður tekinn út dagana 11. til 14. febrúar næstkomandi. Það eru Kåre Grü ner starfsmaður Fontenehuset í Oslo, auk þess að vera í þjálfunarteymi CI og Jan Henrik Jarto félagi í Fontenehuset í Oslo, sem munu meta starf klúbbsins og taka hann út í ljósi staðlanna; það er hvernig klúbburinn er að starfa og standa sig samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum. Við hlökkum til úttektarinnar og hvetjum félaga til að mæta og sýna þann kraft sem er til staðar í klúbbnum nú sem endra-nær og væntum þess að úttektin skili endurnýjaðri þriggja ára vottun.

Kåre Grüner t.v. og Jan Henrik Jarto t.h.