viðtal við dr. vilmund guðnason afkomendarannsókn ... · lilja sigrún jónsdóttir forvarnir...

31
35. árgangur • 1. tölublað 1998 Dr. Gunnar Sigurðsson, formaður Hjartaverndar Sykursýki og kransæða- sjúkdómar Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir Kransæðasjúkdómur kvenna Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn Hjartaverndar Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir Kransæðasjúkdómur kvenna Fimm skref til heilsusamlegrar framtíðar Fimm skref til heilsusamlegrar framtíðar Dr. Gunnar Sigurðsson, formaður Hjartaverndar Sykursýki og kransæða- sjúkdómar Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn Hjartaverndar HJARTAVERND

Upload: vuongcong

Post on 29-Aug-2019

224 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

35. árgangur • 1. tölublað 1998

Dr. Gunnar Sigurðsson, formaður Hjartaverndar

Sykursýki og kransæða-sjúkdómarLilja Sigrún Jónsdóttir, læknir

Kransæðasjúkdómurkvenna

Viðtal við dr. Vilmund Guðnason

AfkomendarannsóknHjartaverndar

Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir

Kransæðasjúkdómurkvenna

Fimm skref til heilsusamlegrarframtíðarFimm skref til heilsusamlegrarframtíðar

Dr. Gunnar Sigurðsson, formaður Hjartaverndar

Sykursýki og kransæða-sjúkdómar

Viðtal við dr. Vilmund Guðnason

AfkomendarannsóknHjartaverndar

HJARTAVERND❤❤

Page 2: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr
Page 3: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 1

EFNISYFIRLIT

Af starfsemi Hjartaverndar 3Gunnar Sigurðsson

Magnús Karl Pétursson lætur af störfumsem formaður Hjartaverndar 5

Nikulás Sigfússon

Sykursýki og kransæðasjúkdómar 6Gunnar Sigurðsson

Kransæðasjúkdómur kvenna 9Lilja Sigrún Jónsdóttir

Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13

Viðtal við dr. Vilmund Guðnason

Svipmyndir frá fundi norrænna hjartaverndarsamtaka 18Happdrætti Hjartaverndar – vinningaskrá 20Rausnarleg gjöf til Hjartaverndar 21Hjartavefurinn 22Minningakortaþjónusta Hjartaverndar 23Fimm skref til heilsusamlegrar framtíðar 24Stjórn og fastanefndir Hjartaverndar 26

Hjartavernd • 35. árgangur, 1. tölublað 1998 • ISSN 1022-4955Útgefandi: Hjartavernd, landssamtök hjarta- og æðaverndar-félaga á ÍslandiRitstjóri: Árni ÁrnasonLjósmyndir: Árni Árnason • Myndir á bls. 24-25: HalldórBaldursson • Setning, umbrot og myndvinnsla: Æskan ehf.Prentun: Viðey ehf. • Heftun og frágangur: Flatey hf. Blaðið er prentað í 5000 eintökum

Afgreiðsla blaðsins:Skrifstofa HjartaverndarLágmúla 9, 3. hæð108 ReykjavíkSími: 581 3755 • Fax: 581 2295Tölvufang ritstjóra: [email protected]

Á síðastliðnu ári hafa orðið nokkrar breytingar áútgáfu Hjartaverndar. Þær felast einkum í því aðekki er lengur aðaláherslan á útgáfu tímaritsHjartaverndar heldur reynt eftir nýjum leiðum að nátil almennings. Undanfarin tvö ár hefur Hjartaverndgefið út aukablöð með Morgunblaðinu, tvisvar á ári.Í júní sl. var opnaður sérstakur vefur Hjartaverndar.Að auki var gefinn út sérstakur blöðungur til þessað vekja athygli á hverju starfsemi Hjartaverndarhefur skilað á þeim rúmu þremur áratugum semsamtökin hafa verið starfrækt. Allt er þetta viðleitnitil að efla útgáfu Hjartaverndar og vonandi leiðirþetta til fjölbreytilegri og öflugri útgáfu. Jafnframt erljóst að nýjar áherslur krefjast meiri fjármuna enHjartavernd hefur haft til útgáfumála til þessa.Útgáfustarfsemi Hjartaverndar er algjörlega háðvelvild styrktaraðila og auglýsenda.

Fyrir hönd Hjartaverndar þakka ég öllum þeim semhafa lagt okkur lið við útgáfu á árinu sem er að ljúkaog lýsi jafnframt yfir von okkar um áframhaldandistuðning.

Árni Árnason

Hjartavernd óskar öllum

landsmönnum gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs

Page 4: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

AuglýsingCheerios

Page 5: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 3

Rannsóknir Hjartaverndar hafa beinst að því síðastliðin 30 árað leita upplýsinga um hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi, eðliþeirra og hugsanlegum áhættuþáttum. Á þessum upplýsing-um hefur verið unnt að byggja mikilvægt forvarnastarf semátt hefur sinn þátt í því að hjarta- og æðasjúkdómum hefurfækkað verulega hér á landi á síðustu 20 árum. Ennþá eru þóþessir sjúkdómar ein algengasta dánarorsök á Íslandi svo aðmikið starf er ennþá óunnið.

Nýir fletir eru stöðugt að koma í ljós við úrvinnslu þeirramiklu gagna sem safnað hefur verið í Hóprannsókn Hjarta-verndar. Í þessu tímariti Hjartaverndar er t.d. sagt frá niður-stöðum um kransæðasjúkdóm meðal íslenskra kvenna enþær niðurstöður birtust í sumar í European Heart Journal. Rit-stjóri þess blaðs benti á í ritstjórnargrein hversu mikilvægarþessar upplýsingar væru þar sem einungis fáar hóprann-sóknir hafi verið gerðar m.t.t. kransæðasjúkdóma í konum.

Í þessu hefti Hjartaverndar er einnig sagt frá fullorðins-sykursýki á Íslandi og tengslum við kransæðasjúkdóma en súgrein birtist nýlega í Journal of Internal Medicine. Í desember-hefti Læknablaðsins birtist mjög athyglisverð grein sem byggðer á Hóprannsókn Hjartaverndar þar sem kannað var sam-band menntunar og kransæðasjúkdóma. Þessar niðurstöðurHjartaverndar benda til að menntun hafi sterk verndandiáhrif, ekki aðeins gegn kransæðasjúkdómum heldur dánar-tíðni af völdum annarra orsaka og kunna þær niðurstöðurvissulega að hafa víðtæk áhrif.

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þá stöðugu úrvinnslugagna sem unnið er að á vegum Hjartaverndar. Nú stenduryfir Afkomendarannsókn Hjartaverndar sem er í beinu fram-haldi af Hóprannsókn Hjartaverndar og er þar lögð meginá-hersla á að reyna að varpa ljósi á þátt erfða í myndun og þró-un hjarta- og æðasjúkdóma. Talsverðar vonir eru bundnarvið niðurstöður þeirrar rannsóknar.

Afkomendarannsóknin er þó aðeins hluti af þeim rann-sóknum sem unnt er að framkvæma þar sem byggt er ágögnum Hjartaverndar. Fjárfrekar rannsóknir sem Hjarta-vernd hefur margítrekað reynt að hrinda af stað, en sem hafareynst of dýrar í framkvæmd, eru af þeirri gerð sem nú hefurverið hafin samvinna um við Íslenska erfðagreiningu. Þærsamvinnurannsóknir eru því alger viðbót við þær rannsóknirsem þegar eru í gangi innan Hjartaverndar. Miklar vonir eru

einnig bundnar við að þær rannsóknir varpi nýju ljósi áframlag erfðavísa til sjúkdóma.

Bandaríska heilbrigðismálastofnunin (National Institutesof Health) hefur nýlega leitað til Rannsóknarstöðvar Hjarta-verndar um samvinnuverkefni og er það vissulega mikillheiður að sú virta stofnun skuli leita til Íslands í þessu skyni.Þetta endurspeglar þann orðstír sem rannsóknarniðurstöðurHjartaverndar hafa öðlast á erlendum vettvangi. Í þessuhugsanlega samvinnuverkefni við Bandarísku heilbrigðis-málastofnunina yrðu sérstaklega kannaðir áhrifavaldar fyrirheilbrigði öldrunar með það markmið að varpa ljósi á hvern-ig unnt væri að grípa inn í vandamál ellinnar til að bætaheilsu aldraðra.

Það er því ljóst að mörg verkefni bíða úrlausnar og mikil-vægi starfsemi Hjartaverndar í því starfi er ótvírætt.

Gunnar Sigurðsson, prófessor

Dr. Gunnar Sigurðsson, formaður Hjartaverndar

Af starfsemiHjartaverndar

Fjárfrekar rannsóknir sem Hjartavernd hefur

margítrekað reynt að hrinda af stað, en sem

hafa reynst of dýrar í framkvæmd, eru af

þeirri gerð sem nú hefur verið hafin samvinna

um við Íslenska erfðagreiningu. Þær sam-

vinnurannsóknir eru því alger viðbót við þær

rannsóknir sem þegar eru í gangi innan

Hjartaverndar. Miklar vonir eru einnig

bundnar við að þær rannsóknir varpi nýju

ljósi á framlag erfðavísa til sjúkdóma.

Page 6: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

4 – HJARTAVERND 1998

Page 7: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 5

Dr. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir

Magnús Karl Péturssonlætur af störfum sem formaður HjartaverndarÁ aðalfundi Hjartaverndar 2. apríl 1998urðu formannaskipti hjá Hjartavernd.Magnús Karl Pétursson, læknir, semverið hafði formaður samtakanna í áttaár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs ogvar nýr formaður kosinn dr. GunnarSigurðsson, yfirlæknir á lyflækninga-deild Sjúkrahúss Reykjavíkur.

Magnús Karl tók við formennsku 1990af próf. emer. Sigurði Samúelssyni, semverið hafði formaður Hjartaverndar alltfrá því samtökin voru stofnuð 1964.Magnús Karl gekk þegar til starfa afmiklum áhuga og dugnaði. Til þess aðfylgjast sem best með daglegum rekstriHjartaverndarsamtakanna og Rann-sóknarstöðvarinnar efndi hann til viku-legra funda með framkvæmdastjóra,fræðslufulltrúa og yfirlækni Rannsókn-arstöðvarinnar. Á þessum fundum varfarið yfir og rætt um margvísleg mál ersnertu starfsemi Hjartaverndar, starf-semi Rannsóknarstöðvarinnar, útgáfutímaritsins Hjartaverndar og aðra kynn-ingarstarfsemi, fjárhagsáætlanir o.fl. Áþessum fundum voru einnig undirbúnirfundir framkvæmdastjónar Hjarta-verndar en Magnús Karl var formaðurhennar allan þann tíma sem hann varformaður Hjartaverndarsamtakanna.

Magnús Karl þurfti sem formaðurHjartaverndar að fást við ýmis vanda-söm og mikilvæg mál fyrir hönd sam-takanna. Má þar fyrst nefna samningavið Heilbrigðisráðuneytið um breyting-ar á starfsemi Rannsóknarstöðvarinnar.Tryggingastofnun hafði ákveðið aðhætta greiðslum til Hjartaverndar fyrirsk. þjónusturannsóknir, þ.e. rannsóknirá fólki sem vísað var til rannsóknar-stöðvarinnar eða leitaði þangað sjálft.Eftir marga samningafundi með Trygg-ingastofnun og Heilbrigðisráðuneyti

tókust samningar um að þjónusturann-sóknum skyldi hætt í áföngum en hóp-rannsóknir Hjartaverndar auknar aðsama skapi. Í byrjun þessa árs náðistsamkomulag um samstarf við Íslenskaerfðagreiningu. Samningar höfðu þástaðið um alllangt skeið. Nánar er skýrt

frá þessu samstarfi annars staðar í þessublaði. Í báðum þessum samningumlagði Magnús mikla áherslu á að tryggjahagsmuni Hjartaverndar sem allra best.Á starfstíma Magnúsar Karls laukgagnasöfnun vegna HóprannsóknarHjartaverndar á höfuðborgarsvæðinu,en sú rannsókn hafði þá staðið í 30 árog verið meginverkefni Hjartaverndar.Það kom því í hlut Magnúsar, ásamtsamstarfsmönnum innan Hjartaverndar,að undirbúa nýja hóprannsókn. Var

ákveðið að beina nú athyglinni að erfð-um hjarta- og æðasjúkdóma og voruvaldir til rannsóknarinnar afkomendurþátttakenda í Hóprannsókn Hjarta-verndar sem fengið höfðu kransæða-stíflu, ásamt samanburðarhóp, afkom-endum þátttakanda í hóprannsókninni

sem ekki höfðu fengið kransæðastíflu.Magnús Karl lét sér mjög annt um aðtryggja fjárhagslega afkomu Hjarta-verndar. Eyddi hann ófáum stundum ífundi hér innan Hjartaverndar eða úti íbæ til að leita stuðnings fyrirtækja viðstarfsemi Hjartaverndar. Magnús Karlvar formaður Hjartaverndar í átta ár.Hjartavernd kann honum miklar þakkirfyrir einstaklega vel unnin störf í þágusamtakanna og óskar honum velfarnað-ar í framtíðinni.

Page 8: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

6 – HJARTAVERND 1998

Hóprannsókn Hjartaverndar hefur gef-ið gott tækifæri til að kanna algengifullorðinssykursýki á Íslandi síðan 1967 og tengsl hennar við kransæða-sjúkdóma.

Eins og vel þekkt er orðið nær hóp-rannsókn Hjartaverndar til slembi-úrtaks karla og kvenna sem fædd voruá árunum 1907–1934. Hópurinn kom tilrannsóknarinnar í fimm stigum (I–V) áárabilinu 1967–1991, alls 9128 karlar og9759 konur á aldrinum 34–79 ára. Þettaer því nær þriðjungur þessa aldurshópsá Íslandi á þessu tímabili. Af þessumtæplega 19000 mættu seinna á rann-sóknartímabilinu (stig II–V) um 15000sem gerði það jafnframt mögulegt aðkanna hversu margir hefðu fengið syk-ursýki í millitíðinni (nýgengi sjúkdóms-ins).

Greining fullorðinssykursýki byggist í þessari rannsókn á fastandiblóðsykri og blóðsykurmælingum ísykurþolsprófi (skv. ákveðnum skil-merkjum) sem þátttakendur fóru í.Jafnframt svöruðu þeir spurningum umhvort þeir hefðu nú þegar sykursýki,hvers konar meðferð þeir væru á oghvort sykursýki væri í ætt. Þeir fáu semvoru með insúlínháða sykursýki (semoftast byrjar fyrir tvítugt) voru ekkiteknir með í þessa rannsókn sem fjallarþví eingöngu um fullorðinsgerð (typaII) af sykursýki.

Niðurstöður og umræðaMynd 1 sýnir hversu algengi sykursýkivex með aldri í báðum kynjum, er til-tölulega fátíð fyrir fimmtugt en tíðnintvöfaldast fyrir hvern aldursáratug eftirþað. Um sjötugt eru um 6% kvenna og8% karla komnir með fullorðinsgerð afsykursýki. Tíðni sykursýkinnar var íviðmeiri meðal karla en kvenna og fyrirallan aldurshópinn 34–79 ára var al-

gengi sykursýkinnar 2,9% meðal karlaen 2,1% meðal kvennanna. Tæplegahelmingur (40%) þessa hóps vissi ekkiað þeir hefðu sykursýki þegar þeirkomu í rannsóknina í fyrsta sinn íHjartavernd. Út frá þessum algengistöl-um og aldursdreifingu íslensku þjóðar-innar má ætla að um 2300 karlar og1900 konur á Íslandi hafi fullorðins-gerð af sykursýki. Þeir þættir semreyndust auka líkurnar á því að sykur-sýki kæmi fram meðal þátttakenda árannsóknartímabilinu voru einkanlegaoffita og ættarsaga um sykursýki.

Tafla 1 sýnir samanburð á algengifullorðinssykursýki á Íslandi við nokk-ur önnur lönd þar sem sambærilegarniðurstöður liggja fyrir. Þessi gerð afsykursýki virðist því nokkru fátíðarihérlendis en víðast annars staðar. Íþessu sambandi er einnig fróðlegt aðinsúlínháð sykursýki (typa I) er einnigfátíðari á Íslandi en í mörgum öðrumlöndum enda þótt undirliggjandi orsak-ir fyrir þeirri gerð séu væntanlega tals-vert aðrar en fyrir fullorðinsgerð af syk-ursýki. Á tímabilinu 1967–1991 var ekkiunnt að sýna fram á að aukning hefði

Dr. Gunnar Sigurðsson, prófessor, formaður Hjartaverndar

Frá Hóprannsókn Hjartaverndar:

Sykursýki og kransæðasjúkdómar

35–39 40–44 45–49 50–54 55–59 60–64 65–69 70–74 75–790

2

4

6

8

10

12

14

Karlar

Konur

Aldur (ár)

Alge

ngi (

%)

Algengi fullorðinssykursýkieftir aldri og kyni

Mynd 1

Karlar Konur% %

Ísland 4,1 2,7Svíþjóð 7,8 5,1Finnland 6,9 7,5Ítalía 13,1 9,5Bandaríkin (hvítir) 9,4 15,4

Algengi sykursýki meðal karla og kvenna á aldrinum55–64 ára í mismunandi þjóðlöndum

Tafla 1

Page 9: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 7

orðið á tíðni fullorðinssykursýki á Ís-landi sem virðist hafa gerst víða erlend-is, þó einkum meðal svokallaðra þróun-arlanda.

Sykursýki sem áhættuþátturfyrir kransæðasjúkdómÞátttökuhópnum hefur verið fylgt eftirað meðaltali um 17 ára skeið og með að-stoð Hagstofu Íslands hefur fjöldi lát-inna verið skráður svo og dánarorsakir.Tölfræðilegir útreikningar þar sem tekn-ir voru með aðrir þekktir áhættuþættirfyrir kransæðasjúkdómi (fjölþáttagrein-ing) kom sykursýki út sem sjálfstæðuráhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdómi.Þannig reyndist sykursýkin ein séra.m.k. tvöfalda áhættuna á kransæða-sjúkdómi í báðum kynjum samanboriðvið hópinn sem ekki hafði þessa sjúk-dómsgreiningu (tafla 2). Hjartaverndar-

rannsóknin er ein sú fyrsta sem sýnirfram á aukna áhættu á kransæðasjúk-dómi bundna við sykursýkina sjálfa enekki eingöngu við aðra þætti sem tengj-ast sykursýkinni, svo sem háþrýstingeða blóðfitur. Háþrýstingur var vissu-lega nær tvöfalt algengari meðal hinnasykursjúku og jafnframt höfðu þeir oft-ar aðra áhættuþætti samtímis sem jukuáhættuna enn meira. Þannig höfðu 8%sykursjúkra karla og 10% sykursjúkrakvenna svokallað heilkenni-X, þ.e.höfðu offitu, háan blóðþrýsting oghækkaða þríglyseríða en samsvarandihlutfallstölur fyrir aðra voru 1–1,5%.

Skýringin á aukinni æðakölkunsamfara sykursýki er væntanlega marg-þætt en hluti skýringarinnar kann aðvera að blóðsykurhækkunin umbreytifituprótínum (LDL), sem aftur velduraukinni kólesterólsöfnun í æðaveggn-um.

Afleiðing þess að sykursjúkir hafatvöfalt hærri tíðni kransæðasjúkdómssamanborið við aðra hefur vissulegaleitt til styttra æviskeiðs þeirra sem

nemur u.þ.b. fimm árum ef sjúkdómur-inn hefur komið fram um 55 ára aldur-inn. Þetta sést á mynd 2 sem sýnirlífslíkur karla, eftir 20 ár eru 58,3% karlameð sykursýki á lífi, samanborið við77,5% í samsvarandi aldurshópi karla-hópsins. Samsvarandi tölur fyrir konurvoru 75,9% sykursjúkra og 84,9% hinshluta kvennahópsins. Þessi munur álífslíkum stafaði aðallega af meiri tíðnikransæðatilfella í hópi þeirra semgreinst höfðu með sykursýki.

Góðar fréttir að utanMjög nýlega hafa stórar hóprannsóknirbent til þess að draga megi verulega úrþessari auknu áhættu sykursýkinnar ákransæðasjúkdómum og öðrum fylgi-kvillum sykursýkinnar. Hin vel þekktaskandinavíska rannsókn (4S) sem Íslandtók þátt í sýndi að blóðfitulækkandi

lyfjameðferð er sérstaklega árangursríkmeðal sykursjúkra sem oft hafa röskuná blóðfitu.

Nýleg rannsókn frá Bretlandi sýndiað góð blóðþrýstings- og blóðsykur-stjórnun hefur veruleg áhrif til að

hindra hjarta- og æðasjúkdóma meðalsykursjúkra.

NiðurlagHóprannsókn Hjartaverndar hefur gefiðgóða heildarsýn yfir algengi fullorðins-sykursýki á Íslandi og áhættu hennitengdri. Tvöföld áhætta á kransæða-sjúkdómum meðal sykursjúkra gefurvissulega mikla ástæðu til að veita þess-um sjúklingahópi sem best eftirlit, ekkiaðeins m.t.t. blóðsykurstjórnunar heldureinnig stjórnun blóðþrýstings og blóð-fitu. Flest bendir til að góð meðferð áþessum þáttum megi minnka áhættusykursjúkra á æðakölkun og öðrumfylgikvillum verulega.

Helstu heimildir:Vilbergsson S, Sigurdsson G, Sigvaldason H,

Hreidarsson ÁB, Sigfusson N.Prevalence and incidence of NIDDM in Iceland:Evidence for stable incidence among males andfemales 1967–1991 – The Reykjavik Study. Diabet-ic Medicine 1997; 14: 491–8.

Vilbergsson S, Sigurdsson G, Sigvaldason H, Sigfus-son N. Coronary heart disease mortality amongstnon-insulin-dependent diabetic subjects in Iceland:the independent effect of diabetes. The ReykjavikStudy 17 year follow up. J Int Med 1998; 244:309–16.

… blóðfitulækkandi lyfja-

meðferð er sérstaklega

árangursrík meðal sykur-

sjúkra sem oft hafa

röskun á blóðfitu.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 210%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

Á líf

i

Fjöldi ára frá greiningu sykursýkinnar

Sykurjsúkir karlar

Aðrir karlar

Ævilíkur sykursjúkra karlaí samanburði við aðra

Mynd 2

Hlutfallsleg aukning á áhættu á kransæðasjúkdómi

Áhættuþættir Karlar Konur

Sykursýki 2,0 2,4Reykingar: 1/2–1 pk/dag 2,2 2,8- meira en 1 pk/dag 2,5 7,7Háþrýstingur 1,6 1,9Kólesteról mmol/L* 1,31 1,23Þríglyseríðar mmol/L* 1,17 1,37

* Aukning fyrir 1 mmol/L hækkun í blóði

Tafla 2

Page 10: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

8 – HJARTAVERND 1998

Akranes ApótekSuðurgötu 32300 Akranesi

AkureyrarbærGeislagötu 9600 Akureyri

Apótek GrindavíkurVíkurbraut 62240 Grindavík

Apótek KeflavíkurSuðurgötu 2230 Keflavík

ÁrborgAusturvegi 2800 Selfossi

Básafell hf.,Sundstræti 36400 Ísafirði

Bessi Skírnisson,tannlæknirKaupangi v/Mýrarveg600 Akureyri

Benedikt BjarnasonHafnargötu 81415 Bolungarvík

Borgarbíó IOGTGeislagötu 7600 Akureyri

Dalbær, heimili aldraðra620 Dalvík

Dvalarheimili aldraðraBorgarbraut310 Borgarnesi

Dvalarheimili aldraðraSólvöllum820 Eyrarbakka

Dvalarheimilið Fellsenda 370 Búðardal

Dvalarheimilið HjallatúniHátúni 10870 Vík, Mýrdal

Dvalarheimilið Hlíð600 Akureyri

Dvalarheimilið Höfði300 Akranesi

DvalarheimiliðSkjaldarvík601 Akureyri

Dvalarheimilið VíkAðalbraut 36-40675 Raufarhöfn

Dyrhóley sf.,Hrauntúni 40900 Vestmannaeyjum

Egilsstaða ApótekLagarási 18700 Egilsstöðum

Tannlæknastofa Einars ogKristínarSkólavegi 10230 Keflavík

EyrarsparisjóðurPatreksfirði& TálknafirðiBjarkagötu 1450 Patreksfirði

Fengsæll GK 262Túngötu 19240 Grindavík

Fiskanes hf.,v/Hafnargötu240 Grindavík

FiskiðjusamlagHúsavíkur hf.Garðarsbraut 14640 Húsavík

Fiskverkun ÓskarsIngibergssonarBakkastíg 20260 Ytri-Njarðvík

Fiskverkun SoffaníasarCecilssonar hf.Borgarbraut 1350 Grundarfirði

Fiskverkunarstöð Karls NjálssonarMelbraut 5250 Garði

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri600 Akureyri

GerðahreppurMelbraut 3250 Garði

Gjögur hf.,Grenivík

GrundarfjarðardeildRauða kross ÍslandsGrundargötu 76350 Grundarfirði

Hafnarnes hf.Óseyrarbraut 16 815 Þorlákshöfn

Haraldur Böðvarsson hf.,útgerðarfélag300 Akranesi

Haukur F. Valtýsson,tannlæknirKaupangi v/Mýrarveg600 Akureyri

Heilsugæslan í Skagafirði550 Sauðárkróki

Heilsugæslan ogsjúkrahúsið á Blönduósi540 Blönduósi

Heilsugæslustöð og lyfjaverslunNestúni 1530 Hvammstanga

Heilsugæslustöðin625 Ólafsfirði

HeilsugæslustöðinSólvangiHörðuvöllum220 Hafnarfirði

Heilsustofnun N.L.F.Í.Grænumörk 10810 Hveragerði

Hitaveita SuðurnesjaBrekkustíg 34-36230 Keflavík

HjólbarðaverkstæðiÍsafjarðarNjarðarsundi 2400 Ísafirði

Hjúkrunar- ogdvalarheimilið NaustLanganesvegi 3 b680 Þórshöfn

Hólmadrangur hf.,Skeiði 3510 Hólmavík

Hólmavíkurhreppur,skrifstofaHafnarbraut 25510 Hólmavík

HraðfrystihúsTálknafjarðar460 Tálknafirði

HrunamannahreppurFlúðum801 Selfossi

Húsagerðin hf.Hólmgarði 2 c230 Keflavík

HúsavíkurkaupstaðurKetilsbraut 9 640 Húsavík

Hvammur, heimilialdraðra640 Húsavík

HöfðahreppurTúnbraut 1-3545 Skagaströnd

IðnsveinafélagSuðurnesjaTjarnargötu 7230 Keflavík

ÍsafjarðarbærHafnarstræti 1400 Ísafirði

Ísfélag Vestmannaeyja hf.Strandvegi 28900 Vestmannaeyjum

Íslenskur markaður hf.Leifsstöð235 Keflavíkurflugvelli

Karl Kristmanns,umboðs- og heildverslunOfanleitisvegi900 Vestmannaeyjum

Kaupfélag EyfirðingaHafnarstræti 91-95600 Akureyri

Kaupfélag SkagfirðingaÁrtorgi 1550 Sauðárkróki

KaupfélagSteingrímsfjarðar510 Hólmavík

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga530 Hvammstanga

Keflavíkurverktakar235 Keflavíkurflugvelli

Kjarnafæði hf.,Fjölnisgötu 1 b600 Akureyri

Kjöt og fiskurStrandgötu 5450 Patreksfirði

Krosshús hf., netagerðMiðgarði 2240 Grindavík

Laugardalshreppur840 Laugarvatni

Loðnuvinnslan hf.Skólavegi 59750 Fáskrúðsfirði

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Page 11: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 9

Rannsóknir á Íslandi hafa verið mikið ísviðsljósinu undanfarið og tilefni líflegr-ar umræðu í þjóðfélaginu. Hér á eftir ferumfjöllun um nýlega birtar niðurstöðurbyggðar á Hóprannsókn Hjartaverndarog hugleiðingar um notagildi þeirra.Hér á landi byggjum við okkar læknis-fræði eðlilega að mestu á erlendumrannsóknum og innlendar rannsóknirsýna okkur staðbundinn breytileikabyggðan á landslagi áhættuþátta ogupplagi þjóðarinnar. Þetta er eina leiðintil að meta árangur heilbrigðisþjónust-unnar á Íslandi, auk þess sem við get-um á ákveðnum sviðum lagt hinum al-þjóðlega vísindaheimi lið með rann-sóknum, oftast vegna hérlendra að-stæðna sem erfitt er að líkja eftir annarsstaðar. Milli 1960 og 1970 var víða í ná-grannalöndum okkar farið að rannsakaáhættuþætti kransæðasjúkdóms vegnagífurlegrar aukningar á tíðni hans, sér-staklega meðal karlmanna. Þarna tókumvið þátt en ólíkt því sem almennt tíðk-aðist á þeim tíma voru frá upphafi kon-ur meðal þátttakenda í HóprannsóknHjartaverndar. Því eru til í dag í gagna-banka Hjartaverndar víðtækar upplýs-ingar um heilsu íslensku þjóðarinnarsem nýtast við stefnumótun í heilbrigð-ismálum hérlendis og skipulag þjón-

ustu. Þær niðurstöður sem nú eru tilumfjöllunar eru um tíðni og mismun-andi form kransæðastíflu hjá íslenskumkonum.

Tíðni kransæðastíflu meðalkvennaFyrsta hugtakið um tíðni hér er ný-gengi, en það segir til um ný tilfellisjúkdóms hjá áður heilbrigðum einstak-lingum. Tölur um nýgengi kransæða-stíflu hjá konum í hóprannsókninnisýna okkur vel aldursdreifingu sjúk-dómsins. Eftir sextugt þrefaldast ný-gengið á hverjum áratug sem konur eld-ast. Þessi aldursdreifing gefur til kynnaá hvaða aldri forvarnaraðgerðir hafamest vægi. Nýgengi hjá konum yngri en65 ára er svipað hjá okkur og áður hefursést í Bandaríkjunum og á Norðurlönd-unum en nokkru hærri gildi hjá elstaaldurshópnum og nær nýlegum dönsk-um tölum. Nýgengi kransæðastíflu hef-ur lækkað hérlendis sé litið til MONICArannsóknarinnar, en sú þróun hefur séstákveðnar hjá körlum en konum og eink-um hjá yngri aldurshópunum. Hjá þeimaldurshópum sem mætt hafa í hóprann-sóknina undanfarin ár hefur þessi þró-un ekki verið merkjanleg. Algengi er önnur breyta sem gefur tilkynna tíðni sjúkdómsins og nú semfjölda einstaklinga sem veikst hafa afkransæðastíflu sem hlutfall af fjölda íhóp/þýði. Stærð þessa hóps er háð ný-gengi sjúkdómsins, hve margir lifa afhjartaáfallið og hverjar horfur þeirra erueftir það.

Algengi kransæðastíflu hefur aukisthér á landi á sl. áratugum og hjá konumhefur orðið þreföldun frá 1970 -1990.Þar hafa lagst saman áhrif af bættumhorfum sjúklinga sem veikjast til lengriog skemmri tíma. Margt getur truflað

niðurstöður á löngum rannsóknartímaþrátt fyrir samræmd vinnubrögð viðupplýsingaöflun, án þess að það getiskýrt aukningu af þessari stærðargráðu.

Bættar horfur, en lífsgæði?Erlendar rannsóknir hafa gefið til kynnaað heilsa kvenna með kransæðasjúk-dóm sé verri en karla. Sú umræða hefurverið tvíþætt, annars vegar að dánar-tíðni þeirra sem veikjast sé hærri hjákonum en körlum. Hins vegar hvortkonur fái sambærilega eftirmeðferð eftirað þær veikjast og er þar átt við aðgerð-ir og endurhæfingu, hvernig þeim geng-ur að ná upp fyrri starfsgetu og komastaftur út á vinnumarkaðinn.

Kynjamunur á hlutfalli þeirra semlátast eftir kransæðastíflu er óverulegurhérlendis hjá fólki undir 65 ára aldria.m.k. en ekki hafa þó verið skoðaðarallar hliðar á þessu máli. Tölur fráTryggingastofnun Ríkisins sýna að íhópi öryrkja með hjartasjúkdóm erumun fleiri konur en karlar og er mikil-vægt að fram fari greining á orsökumsem liggja að baki. Sérstaklega í ljósi er-lendra rannsókna sem benda til aðhækkandi hlutfall sjúklinga eftir

Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir

Kransæða-sjúkdómurkvenna

Nýgengi kransæðastíflu hjá konum (nýgengi/100.000/ár)

Aldur Þekkt kransæðastífla35–39 2240–44 3845–49 6650–54 11555–59 20060–64 34665–69 59970–74 103975–79 1800

Algengi kransæðastíflu hjá konum 1990

(algengi kransæðastíflu/1000)

Aldur Þekkt Þögul35 1,3 0,940 2,1 1,345 3,4 1,950 5,4 2,855 8,8 4,160 14,2 6,065 23,0 8,970 37,1 13,075 60,0 19,2

Page 12: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

10 – HJARTAVERND 1998

Þekking almennings um kransæðastíflu er að um sé aðræða skyndileg bráðaveikindi þar sem mikið er lagt uppúr að koma sjúklingi til aðstoðar hið allra fyrsta til að getameðhöndlað lífshættulegar hjartsláttartruflanir sem uppgeta komið og minnka skaðann sem hjartavöðvinn verðurfyrir. Og víst er það alvarlegt því að þrátt fyrir framfarir ílæknisfræði og sérstaklega góðan árangur í meðferð hér-lendis, deyr enn þriðjungur þeirra sem fá kransæðastífluinnan 28 daga eftir að veikindi gera vart við sig.

En hvað er þá þögul kransæðastífla? Við upphaf rannsókna á áhættuþáttum kransæðasjúkdómst.d. í Framingham í Bandaríkjunum 1948 kom í ljós að þaðkom fyrir að einstaklingar höfðu breytingar í hjartalínuritisem litu eins út og hjá þeim sem höfðu fengið kransæða-stíflu, án þess að viðkomandi hefði sögu um slíkt. Það varalls óvíst um þýðingu þessa, hvort þetta ætti eitthvað skyltvið kransæðasjúkdóm. Einnig sást við endurteknar skoð-anir að örfáir fengu þessar breytingar í sín hjartalínuritmilli skoðana og sem fyrr án sögu um einkenni semleiddu til greiningar á kransæðastíflu. Síðan þá hafa örfáarrannsóknir haft tækifæri til að rannsaka þetta sjúkdóms-form en ein þeirra er Hóprannsókn Hjartaverndar. Í grein-

um Emils Sigurðssonar um þögla kransæðastíflu hjá körl-um og nú, í grein um sama ástand hjá konum, kemur í ljósað þetta er sjálfstætt ástand sem hefur sömu áhrif á horfurog heilsu einstaklingsins og ef hann hefði fengið þekktakransæðastíflu (það er með einkennum) og þarf því að lítasömu augum.

Hversu algengt? Hvað er til ráða? Ef við sameinum þá hópa sem lifa af eftir kransæðastífluþá hefur um þriðjungur þeirra fengið þögla kransæða-stíflu, ívið hærra hlutfall hjá yngri einstaklingum en hin-um eldri. Niðurstöður dagsins í dag benda til að það skulimeðhöndla á sama hátt einstakling sem greinist meðþögla kransæðastíflu og þann sem hefur fengið þekktaformið. Þá er fyrst og fremst horft á annars stigs forvarnir,þ.e. möguleika á endurhæfingu og áherslur á minnkun áheildaráhættu til að þróa áfram kransæðasjúkdóm. Enn-fremur vekur þetta spurningar um hvort eigi að leita aðþessu formi sérstaklega hjá einkennalausum einstakling-um. Vitað er að það er líklegast til að greinast hjá einstak-lingum sem hafa verulega aukna áhættu á kransæðasjúk-dómi og því sjálfsagt að taka tillit til þess við aðra með-höndlun sterkra áhættuþátta.

kransæðastíflu fái síðar langvinnahjartabilun.

Hvetjum konur til þjálfunarErlendar rannsóknir á endurhæfingukvenna með kransæðasjúkdóm hafasýnt að konur hafa jafnmikið eða meiragagn af endurhæfingu en karlmenn.

Líkamlega eru þær oft verr á sig komnarí upphafi þjálfunar en bæta hlutfallslegameira við sig en karlar. Konur hafa hins-vegar oft minni félagslegan stuðning ogmeiri skyldur á heimilum við fjölskyld-ur og maka, jafnvel að því marki að þaðhamli þátttöku þeirra í þjálfun. Aðhvaða marki þetta á við hér er óljóst en

heilbrigðisstarfsmenn og aðstandendurkvenna með kransæðasjúkdóm hafamikilvægu hlutverki að gegna við aðhvetja konur til þátttöku í endurhæfing-armeðferð og áframhaldandi þjálfun.Einnig þarf að tryggja að ytri aðstæðursvo sem flutningur til/frá þjálfunarstaðog aðrar skyldur hamli ekki.

Þögul kransæðastífla, öfugmæli í flestra eyrum

Hjartalínurit byggir á stefnu og leiðni rafhrifa um hjartað, til að framkalla samdrátt í hjartavöðvanum. Þar sem boð fara mishrattum heilbrigðan vef og sjúkan má sjá hvar örvefur er til staðar. Á fyrri myndinni sést hvernig eðlileg leiðni er í þriðju brjóstleiðslu áhjartalínuriti. Örin vísar á sama stað í línuritinu í báðum myndum. Síðari myndin sýnir hvaða breyting hefur átt sér stað í stefnurafboða. Þegar engin einkenni fylgja breytingunni er þetta hljóðlátt merki um vanheilsu. Dæmin eru fengin úr The MinnesotaCode Manual of Electrocardiographic Findings sem gefin var út í Bretlandi 1982.

Page 13: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 11

Notagildi fyrir heilbrigðisyfirvöldGjarnan má nýta niðurstöður sem þess-ar til að spá fyrir um þörf fyrir heil-brigðisþjónustu vegna einstaklinga semveikjast af kransæðastíflu í framtíðinniog meta sérstakar forvarnaraðgerðirsem að gagni gætu komið. Meðalaldurþjóðarinnar hefur hækkað og þannigmun fyrirsjáanlega fjölga einstaklingumsem eru í áhættu að þróa með sérkransæðasjúkdóm. Forvarnaraðgerðirsem seinka sjúkdómsþróun eða lækkatíðni eru öllum í hag, jafnt einstakling-

unum sem þjóðfélaginu og er enn hægtað gera betur á ýmsum sviðum.

Höfundur er læknir og stundar nám í faralds-

fræði við Erasmus Háskólann í Rotterdam

Heimildir og ítarefniLilja S. Jónsdóttir, Nikulás Sigfússon, Helgi

Sigvaldason, Guðmundur Þorgeirsson.Incidence and prevalence of recognised andunrecognised myocardial infarction inwomen. The Reykjavik Study. Eur Heart J1998; 19: 1011-1018

Emil L. Sigurðsson. Coronary Heart Disease

among Icelandic Men. An epidemiologicalcohort study. Gautaborg 1996. Doktorsrit-gerð frá Háskólanum í Gautaborg

Lloyd Chambless, Ulrich Keil, Anette Dob-son, Markku Mahonen et al. Populationversus Clinical View of Case Fatality fromAcute Coronary Heart Disease. Results fromþe WHO MONICA Project 1985-1990.Circulation 1997; 96: 3849-3859

Heart Disease in Women. Cardiology ClinicsFeb. 1998, Vol.16, no.1

Konur og Karlar 1997. Hagstofa Íslands.Heilsufar Kvenna. Rit nr. 1, 1998, Heilbrigðis-

og Tryggingamálaráðuneyti.

Konur hafa mörg tækifæri til forvarna gegn kransæða-sjúkdómi og hefur það sýnt sig hérlendis að þær hafatekið upp heilbrigðari lífsstíl á ýmsum sviðum til jafnsvið og jafnvel umfram karlmennina. Það sem kannskiskilur á milli kynjanna er aldursbilið sem mestu máliskiptir fyrir forvarnir, en þegar reynt er að vekja karl-menn til umhugsunar um áhættuþætti beinist athyglinað aldurshópnum sem nálgast fertugt. Konur þurfa aðhuga af alvöru að þessum málum eilítið síðar um æv-ina.

Hér hefur ekkert verið rætt um einstaka þætti for-varna kransæðasjúkdóms nú, en mikið er til af aðgengilegu fræðsluefni og meðal annars á „netinu“.Þar sem konur yfir fimmtugt eru sá notendahópur semstækkar örast (í Bandaríkjunum a.m.k.) skal áhuga-sömum konum á öllum aldri vísað á nokkrar slóðirsem hafa að geyma aðgengilegt efni um áhættuþætti og leiðir til að minnka áhættu á kransæðasjúkdómi.

Bandarísku Hjartasamtökin (American Heart Association)hafa opnað áhugaverða vefsíðu fyrir konur.http://women.americanheart.org/ Hér er vefsíða sem gefur yfirlit yfir hjartasjúkdóm hjá kon-um og þeirra áhættuþætti:http://www.nhlbi.nih.gov/nhlbi/cardio/chol/gp/hdwmncho.htmHér getur að líta ýmsar hliðar á tóbaksbindindi og hvernigmegi bregðast við: http://www.niddk.nih.gov/health/ nutrit/pubs/ quitsmok/index.htmÞessar slóðir fjallar í stuttu máli almennt um áhættuþætti: http://www.nih.gov/ health/blood-cholesterol/index.htm http://www.nhlbi.nih.gov/nhlbi/cardio/chol/gp/fabc/fabc.htm

Hafi fólk fengið mælt kólesteról á Íslandi eru aðrar mæli-einingar en koma fram í bandarísku efni. Því fylgir hérumreiknistuðull og dæmi um yfirfærslu á einingunum.Amerískar einingar fyrir kólesteról eru t.d.:200 mg/dl = 5.2 mMól/l og 240 mg/dl = 6.2 mMól/l(margföldunarstuðull mg/dl ✕ 0.0259 = mMól/l).

Forvarnir fyrir konur

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Mjólkurbú Flóamanna800 Selfossi

Mjólkursamlag ÍsfirðingaSindragötu, Wardstúni400 Ísafirði

Olíusamlag Keflavíkur ognágrennis230 Keflavík

ÓlafsfjarðarbærÓlafsvegi 4625 Ólafsfirði

RauðakrossdeildEskifjarðarStrandgötu 21 a735 Eskifirði

RauðakrossdeildHveragerðis og ÖlfussLyngheiði 25810 Hveragerði

Rauði kross DjúpavogsKambi 1765 Djúpavogi

Rauði krossDýrafjarðarþingsFjarðargötu 60470 Þingeyri

Rauði krossRangárvallasýsluHlíðarvegi 13860 Hvolsvelli

Rauði kross Vopnafjarðar-læknishéraðsKolbeinsgötu 15690 Vopnafirði

SveitarfélagiðBorgarfjörðurReykholti320 Reykholti

Saltver hf.260 Njarðvík

Samstaða, skrifstofa stéttarfélagannaÞverbraut 1540 Blönduósi

SauðárkróksapótekAðalgötu 19550 Sauðárkróki

Siglufjarðardeild Rauðakross ÍslandsHverfisgötu 31580 Siglufirði

Sigurbára hf.Birkihlíð 6900 Vestmannaeyjum

Síldarvinnslan hf.Hafnarbraut 6740 Neskaupstað

Skinney hf.Krosseyrarvegi 11780 Höfn, Hornafirði

SkipaþjónustaSuðurlandsUnubakka 10815 Þorlákshöfn

Sparisjóður Húnaþings og StrandaHvammstangaBorðeyri, 500 Brú

SparisjóðurHöfðhverfinga610 Grenivík

Sparisjóður KeflavíkurTjarnargötu 12230 Keflavíkur

Page 14: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

12 – HJARTAVERND 1998

Sparisjóður MýrarsýsluBorgarbraut 14310 Borgarnesi

Sparisjóður NorðfjarðarEgilsbraut 25740 Neskaupstaður

Sparisjóður ÓlafsfjarðarAðalgötu 14625 Ólafsfirði

Sparisjóður SiglufjarðarTúngötu 3580 Siglufirði

SparisjóðurStrandamannaKirkjubóli510 Hólmavík

SparisjóðurÞingeyrarhrepps470 Þingeyri

SparisjóðurÖnundarfjarðarHafnarstræti 4425 Flateyri

StokkseyrarhreppurHafnargötu 10825 Stokkseyri

Stykkishólmsdeild Rauðakross ÍslandsLaufásvegi 9340 Stykkishólmi

SveinafélagjárniðnaðarmannaHeiðarvegi 7900 Vestmannaeyjum

Særún hf.Efstabraut 1540 Blönduósi

Tannlæknastofan sf.Laugarbraut 11300 Akranesi

TVG - Zimsen hf.Oddeyrarskála600 Akureyri

Útgerðarfélag AkureyrarHjalteyrargötu 1600 Akureyri

Verkalýðsfélag AkranessKirkjubraut 40300 Akranesi

VerkalýðsfélagFljótsdalshéraðsMiðvangi 2-4700 Egilsstöðum

VerkalýðsfélagVopnafjarðarLónabraut 4690 Vopnafirði

VerkamannafélagiðÁrvakurBotnabraut 3 a735 Eskifirði

VerkstjórafélagAusturlandsÁsgerði 3730 Reyðarfirði

VerslunarmannafélagSkagfirðingaAðalgötu 21550 Sauðárkróki

VerslunarmannafélagSuðurnesjaHafnargötu 28230 Keflavík

Verslunarmannafélag V.-HúnvetningaStrandgötu 1530 Hvammstanga

VestmannaeyjabærRáðhúsinu900 Vestmannaeyjum

Vélaverkstæði SverreStengrimsenv/höfnina230 Keflavík

Vélsmiðjan Málmtak ehf.,Garðarsbraut 48640 Húsavík

ViðskiptaþjónustaAkranessStillholti 18300 Akranesi

Viggó hf., vöruflutningarEgilsbraut 6740 Neskaupstað

Vinnuheimilið S.Í.B.S. aðReykjalundi270 Mosfellsbæ

ÖlfushreppurSelvogsbraut 2815 Þorlákshöfn

•••

Aðalendurskoðun sf.,Síðumúla 31108 Reykjavík

Alþjóða líftryggingar-félagið hf.,Lágmúla 5108 Reykjavík

Atlas hf., umboðs- ogheildverslun Borgartúni 34,105 Reykjavík

Ágúst Ármann hf.,heildverslun,Sundaborg 24104 Reykjavík

Ágæti hf., Faxafeni 12108 Reykjavík

Ásgeir HalldórssonSkólphreinsunUnufelli 23111 Reykjavík

Bandalag starfsmannaríkis og bæjaGrettisgötu 89101 Reykjavík

Bergís ehf.,umboðs- og heildverslun,Síðumúla 27105 Reykjavík

Bernhöftsbakarí hf.,Bergstaðastræti 13,101 Reykjavík

Bikarbox hf., eldhúsvörur,Vatnsstíg 3,101 Reykjavík

Birgis J. Dagfinnsson,tannlæknir,Síðumúla 25,108 Reykjavík

Birgir J. Jóhannsson,tannlæknir,Laugavegi 126105 Reykjavík

Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23112 Reykjavík

Bílaklæðningar hf.,Kársnesbraut 100200 Kópavogi

Björn Þorvaldsson,tannlæknir,Síðumúla 25108 Reykjavík

Blikktækni hf.,Kaplahrauni 2-4220 Hafnarfirði

Blindravinnustofan,Hamrahlíð 17105 Reykjavík

Blossi sf.,Síðumúla 4108 Reykjavík

Bón- og þvottastöðin,Sóltúni 3105 Reykjavík

Breiðholtsapótek,Álfabakka 12109 Reykjavík

Brimborg hf.,Faxafeni 8108 Reykjavík

Bændasamtök ÍslandsBændahöllinni Hagatorgi107 Reykjavík

Ceres hf.,Nýbýlavegi 12200 Kópavogi

Dagsbrún og Framsókn,stéttarfélagSkipholti 50 d105 Reykjavík

Eggja- og kjúklingabúiðHvammur hf. Elliðahvammi131 Reykjavík

Einar Farestveit & Co. hf.,Borgartúni 28105 Reykjavík

Ellingsen hf. ÁnanaustumGrandagarði 2101 Reykjavík

EndurskoðunarskrifstofaÞorkels SkúlasonarHamraborg 5200 Kópavogi

Endurvinnslan hf.Knarrarvogi 4104 Reykjavík

Engilbert Snorrason,tannlæknirGarðatorgi 3210 Garðabæ

Farmasía hf.Stangarhyl 3110 Reykjavík

Fatahreinsun KópavogsHamraborg 7200 Kópavogi

Ferðaskrifstofa ÍslandsSkógarhlíð 18101 Reykjavík

Félag bókagerðarmannaHverfisgötu 21101 Reykjavík

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Page 15: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 13

Hvers vegna erfðarannsókn? Skila aðrarrannsóknir ekki nógu góðum árangri? Faraldsfræðin sem við höfum beitt sl. 30ár hefur fundið þætti í heildarhópnumsem hafa áhrif á sjúkdóma eins ogkransæðasjúkdóm og hefur varpað ljósiá áhrifavalda eins og hátt kólesteról,

lágt HDL-kólesteról, reykingar, háanblóðþrýsting, sykursýki ofl. sem eru á-hættuþættir fyrir kransæðastíflu. Þráttfyrir þetta vantar á að allir þeir þættirsem eiga hlut að máli hafi fundist. Enþetta hjálpar okkur ekki nægilega til aðfinna einstaklinginn sjálfan. Þetta er

mergurinn máls-ins. Því á enn eft-ir að finna sitt-hvað fleira semdregur okkur næreinstaklingnumog svarar ítarleg-ar spurningunnium hvað það ersem veldur sjúk-dómnum.

Þannig að það erekki hægt aðbenda á einstak-ling af því hann

er feitur og reykir og hreyfir sig of lítiðog sagt sem svo að hann sé í meiriáhættu en aðrir á því að að fákransæðasjúkdóm?Jú, vissulega getur þú bent á að hann séí meiri áhættu en þú getur samt semáður ekki sagt þetta um aðra sem erekki svo augljóst að eru í áhættunni eneru samt í henni, þ.e.a.s. þá sem t.d. eruekki feitir og reykja ekki en fá samtkransæðastíflu, það hlýtur að vera ein-hver ástæða fyrir því að þeir veikjast,sérstaklega ef líka sést há tíðni hjarta-sjúkdóma í ættum þeirra. Ef við tökumdæmi af fólki sem lifir mjög svipuðu lífi,borðar svipaða fæðu og hreyfir sig ísvipuðu lífsmynstri. Allir virðast viðmjög góða heilsu en svo fær einnkransæðajúkdóm en aðrir ekki. Í svonatilviki er augljóst að þar er eitthvað íupplagi einstaklingsins sem er óheppi-legra fyrir hann en aðra. Ef einstakling-urinn sker sig úr er mjög líklegt að upp-lag hans sé að einhverju leyti þannig aðþað ákvarði um það hvort hann fái sjúk-dóminn. Hér skiptir aldurinn líka miklumáli. Eftir því sem menn eru yngri, þvílíklegra er að erfðaþátturinn sé stærri.Þegar ég ræði þessi mál þá set ég gjarn-

AfkomendarannsóknHjartaverndarViðtal við dr. Vilmund Guðnason

Vilmundur stjórnar Afkomendarannsókn Hjarta-verndar. Hann hefur stundað erfðarannsóknir áhjarta- og æðasjúkdómum í nær 10 ár.

Ef við tökum dæmi af fólki sem lifir mjög svip-

uðu lífi, borðar svipaða fæðu og hreyfir sig í

svipuðu lífsmynstri. Allir virðast við mjög

góða heilsu en svo fær einn kransæðajúkdóm

en aðrir ekki. Í svona tilviki er augljóst að

þar er eitthvað í upplagi einstaklingsins sem er

óheppilegra fyrir hann en aðra.

Page 16: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

14 – HJARTAVERND 1998

an fram þá hugmynd að það semákvarðar sjúkdóminn í mér eða þér eðahverjum sem er, er það hversu hæfurlíkami okkar er til þess að höndla þaðumhverfi og kannski ekki síst það um-hverfisáreiti sem er í kringum okkur. Ogþað sem ákvarðar þetta er auðvitaðsamsetning okkar og hún er að stórumhluta ákvörðuð af genum sem skrá fyrirprótein. Þessi prótein byggja upp kerfieins og þau sem t.d. sjá um að hreinsakólesteról úr blóðinu, sem sjá um aðhjartað slái vel saman, eða sjá um aðæðarnar séu ekki stífar heldur fínar ogsveigjanlegar. Í próteinum líkamans erbreytileiki sem ekki þarf að eyðileggjapróteinið en getur samt haft áhrif áhversu vel þau starfa. Þessi breytileikimilli próteinanna er ákvarðaður afbreytileika í genunum sem skrá fyrir

próteinin. Þessi prótein sem byggja okk-ur upp eru því mismunandi millimanna, þ.e.a.s. að þó að um sama prót-einið sé að ræða þá eru kannski nokkurmismunandi form til sem eru þá breyti-leg milli einstaklinga. Það er þannigbreytileiki í próteinum sem ákvarðarþað hvernig einstalingarnir eru í heildsinni og greinir þá hvern frá öðrum.

Einföldum og segjum að tíu þættir,prótein eða gen séu verulega ákvarð-andi um það hvort einstaklingur færkransæðastíflu og hver þáttur hefur gottog vont form. Ef einstaklingurinn hefursex vond form og fjögur góð þá ferhann að vera í verulega aukinni áhættu.Ef hann hefur hins vega tvö vond ogátta góð þá eru líkurnar ekki miklar áþví að hann fái hjarta- og æðasjúkdóma.En ef hann hefur tíu af tíu vondum þá

þolir hann ekki neitt, jafnvel án tillits tilumhverfisins sem hann er í. Auk þessaþá getur verulegur skaði í einum á-hættuþætti, í einu próteini, í einu genihaft í för með sér verulega aukna á-hættu á að fá kransæðastíflu. Þetta séstt.d. í arfgengum sjúkdómum eins ogarfbundinni kólesterólhækkun þar semgalli er í próteini sem stendur út úr lifr-inni og sér um að hreinsa kólesteról úrblóðrásinni. Ef það virkar ekki þá safn-ast upp kólesteról í blóðinu. Og við get-um lifað og hrærst í sama umhverfinu,hjá mér er þetta gallað, en ekki hjá þérog við förum einu sinni í viku og fáumokkur rjómaís en ég þoli það ekki því aðlíkami minn nær ekki að hreinsa kól-esteról úr blóðinu, hjá mér safnast þaðupp en ekki hjá þér. Og þetta er kannskiein af megin ástæðunum fyrir því að égfæ fjörutíuogfimm ára gamallkransæðastíflu en þú nærð háum aldri.Það er ekkert flókið að skilja þetta, þettaer augljóst. Menn þurfa ekki að veraerfðafræðingar til að skilja þetta frekaren að ef annar hver maður dytti niðurúr kransæðastíflu fyrir fimmtugt, þá ereitthvað að og jafnvel langlíklegast aðþað sé eitthvað að í ættinni. Það geturverið gamli ættardraugurinn sem fylgthefur ættinni kynslóð eftir kynslóð ogvofað yfir eins og skuggi.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta ástæðadauðsfalla á Vesturlöndum. Undanfarna áratugi hafarannsóknir dregið fram í dagsljósið marga þætti sem aukahættu einstaklinga á að fá hjarta- og æðasjúkdóma, eink-um kransæðasjúkdóm og hafa rannsóknir Hjartaverndarskilað þar umtalsverðu framlagi. Í ljós hefur komið að á-hættuþættir kransæðasjúkdóms eru hvorttveggja, um-hverfisþættir og erfðaþættir. Þáttur erfða vegur misjafn-lega þungt hjá einstaklingum. Sumir hafa verulega sterk-an erfðaþátt, t.d. þeir sem hafa arfbundna kólesterólhækk-un en þar er tollur ótímabærra dauðsfalla hár. Í slíkum til-vikum er hægt að rannsaka erfðamengi (DNA próf) til aðgreina einstaklinga löngu áður en kransæðasjúkdómurgerir vart við sig og beita fyrirbyggjandi meðferð í fram-haldi af því. Hjá langflestum er þó framlag erfða viðmyndun kransæðasjúkdóma mun minna og ekki ljósthvernig, eða hvort unnt sé að beita DNA prófum til aðgreina einstaklinga í aukinni áhættu. Hér þurfa að komatil frekari rannsóknir og er það tilgangur afkomendarann-sóknar Hjartaverndar að rannsaka hvort unnt sé að beitaerfðamörkum til að greina í tæka tíð einstaklinga í aukinniáhættu á kransæðasjúkdómi þannig að hægt verði að

veita fyrirbyggjandi meðferð. Samhliða þessari rannsókner í samráði við Manneldisráð gerð viðamikil rannsókn ámataræði þátttakenda.

Aðferðin sem Hjartavernd beitir er að rannsaka af-komendur þeirra einstaklinga sem tóku þátt í 30 ára hóp-rannsókn Hjartaverndar og fengu kransæðastíflu. Á mótieru rannsakaðir afkomendur þeirra sem tóku þátt í sömurannsókn en fengu ekki kransæðastíflu. Annars vegar erkannað hverjir hafa verulega sterkan erfðaþátt í tilurðkransæðasjúkdóms, þar sem erfðir valda miklu um tilurðkransæðasjúkdóms, og hins vegar eru þeir kannaðir semhafa minna framlag frá erfðum. Ljóst er að upplag ein-staklingsins ákvarðar hvernig hann bregst við áreiti um-hverfisins og einnig því hvernig hann þróar sjúkdómasem að einhverju leyti ákvarðast af umhverfi. Upplag ein-staklingsins er ákvarðað af erfðavísum hans og það erbreytileikinn í þessum erfðavísum sem ákvarðar mismun-andi upplag milli einstaklinga. Með því að greina þennanmismun má finna einstaklinga sem að upplagi eru gjarn-ari á að fá sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma ogþannig hugsanlegt að beita fyrirbyggjandi læknisfræði tilað seinka eða koma í veg fyrir sjúkdómana.

Hugmyndafræði að baki erfðarannsókn-um á hjarta- og æðasjúkdómum

Það eru margir þættir á ferðinni sem við vitum ekki hverjir

eru og þess vegna var farið út í afkomendarannsóknina. Far-

aldsfræðin sem Hjartavernd hefur stuðst við síðustu 30 árin

hefur ekki náð að svara öllum spurningum og því við vitum

ekki að hverju á að leita frekar nema með meiri rannsóknum.

Page 17: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 15

Ávinningurinn í þessu er þá mestur fyr-ir yngra fólkið?Við viljum auðvitað að allir lifi semlengst. En það sem er óásættanlegt fyriralla er að einhver sem er í blóma lífsinsfalli frá. Og allt sem maður getur gerttil þess að finna þessa einstaklinga ogkoma í veg fyrir að þeir falli frá fyriraldur fram, það er þess virði að gera ogþetta er það sem rekur stofnun eins ogHjartavernd áfram og er raunar ástæð-an fyrir því að Hjartavernd var stofnuð.Þegar Hjartavernd var stofnuð fyrirþrjátíu árum voru menn að hrynja nið-ur úr kransæðasjúkdómi. Ein leiðin tilað gera eitthvað í málinu var að fram-

kvæma rannsókn til þess að reyna aðátta sig á því hvað var hér á seyði. Ogárangurinn hefur ekki látið standa ásér. En þrátt fyrir að árangurinn sé góð-ur þá er fólk ennþá að deyja fyrir aldurfram og við vitum langoftast ekki afhverju, stundum vitum við af hverju ognúna erum við með tilburði uppi ogerum að byrja á að leita að þeim semvið höfum einhverja aðferðafræði til aðbeita við leitina, eins og t.d. við arf-bundna kólesterólhækkun.

Síðan eru það hinir sem fákransæðastíflu, þar sem umhverfisþátt-urinn er verulega stór eins og hjá flest-um þeim sem fá kransæðastíflu um fer-tugt sem reykja nánast alltaf og við vit-um að reykingarnar eru stór þáttur í til-urð sjúkdómsins. En það er ekki einiþátturinn (það er fullt af fólki sem reyk-ir og fær ekki kransæðastíflu um fer-tugt) og þá verður að skoða aðra þættiog oft er ekkert sérstakt að finna, þeireinstaklingar eru ekkert endilega meðhátt kólesteról eða aðra þætti sem viðþekkjum, eru ekki með háan blóðþrýst-ing, ekki með sykursýki og hvað er þáað þeim? Það eru margir þættir á ferð-inni sem við vitum ekki hverjir eru ogþess vegna var farið út í afkomenda-rannsóknina. Faraldsfræðin sem Hjarta-vernd hefur stuðst við síðustu 30 árinhefur ekki náð að svara öllum spurn-ingum og því við vitum ekki að hverjuá að leita frekar nema með meiri rann-sóknum. En það er lang líklegast ef viðskoðum þetta að þarna sé stór erfða-þáttur á ferðinni og þess vegna erumvið að hefjast handa við að skoða af-komendur þeirra sem hafa tekið þátt íhóprannsókninni og hafa fengiðkransæðstíflu og bera þá saman við af-komendur þeirra sem hafa ekki fengiðkransæðastíflu með tilliti til erfða ogmeð tilliti til þátta sem við getum mæltí blóði sem að hluta til eru ákvarðaðiraf erfðum. Við vitum að sjúkdómureins og kransæðasjúkdómur er mjögflókinn og verður til vegna samspilserfða og umhverfis. Faraldsfræðirann-sóknirnar hafa fundið þá þætti semauka áhættu á að fá kransæðastíflu einsog hátt kólesteról og þegar það er skoð-að nánar kemur í ljós að kólesterólið erlíka ákvarðað af erfðum og umhverfiog samspili erfða og umhverfis þannigað erfðirnar eru alltaf þarna á bakvið.Samt erum við ekki endilega að tala umerfðasjúkdóma heldur frekar að finnahvað það er í einstaklingunum semákvarðar það að sum okkar ráða ekkivið umhverfið og fá sjúkdóma og þetta

á ekki bara við hjarta- og æðasjúkdóma.

Þótt almennar ábendingar um heilsufargeti stuðlað að hollara líferni með til-liti til hjarta- og æðasjúkdóma þá get-ur þetta líka verið mjög einstaklings-bundið í mörgum tilvikum?Það er það algjörlega. Þótt öllum séhollt að stunda heilbrigt líferni þá þarfhluti einstaklinganna að gæta sín meiren aðrir. Það eru einstaklingarnir semeru í meiri áhættu á að fá sjúkdómana.Vissulega er það svo að þeim mun eldrisem menn verða því meiri hætta verðurá því að fá ýmsa sjúkdóma og það kem-ur auðvitað að því að menn hrökkvauppaf úr einhverju. Aðal málið er þó aðmenn hafi náð að eiga eðlilegt líf, átteðlilegan líftíma en séu ekki að deyja30-40 árum of snemma og kannski frámaka og börnum þannig að allt stendureftir í rúst og sárum.

Þannig að ábyrgð einstaklingsins á eig-in heilsu kemur æ sterkar inn í mynd-ina?Hún skiptir auðvitað miklu máli. Ein-staklingurinn ber auðvitað ábyrgð áeigin heilsu. Hann veit að hann á aðborða hollan mat og ekki að reykja og áað hreyfa sig o.s.frv. en það er bara ekkialltaf nóg a.m.k. ekki fyrir þá sem eru ímestu áhættunni. Við verðum að finnahvað það er að auki sem gerir það aðverkum að við fáum þessa sjúkdóma. Íþví umhverfi allsnægta sem við búum íer margt sem sumir einstaklingar ættuað forðast og fá sér þá eitthvað annað ístaðinn en alls ekki hætta að lifa lífinu.Maður getur ekki verið endalausthræddur. Og það sem kemur líka framvið rannsóknir á hjarta- og æðasjúk-dómum er að þó að við getum ekki

Samt erum við ekki endilega

að tala um erfðasjúkdóma

heldur frekar að finna hvað

það er í einstaklingunum

sem ákvarðar það að sum

okkar ráða ekki við um-

hverfið og fá sjúkdóma og

þetta á ekki bara við hjarta-

og æðasjúkdóma.

Page 18: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

16 – HJARTAVERND 1998

breytt erfðunum þá getum við breyttþví sem birtir erfðirnar, þ.e.a.s. að meðþví að breyta umhverfinu þá má lifaeðlilegra lífi en við sjáum það líka aðmeð því að breyta einföldum atriðumán þess að lifa hörmulegu lífi þá máauka lífslíkur úr 45 árum í 80 og það erekkert smámál en gæti þýtt að hætta aðnota rjóma og smyrja ekki þykku lagi afsmjöri á brauð sitt og borða grænmeti.Margir þurfa auðvitað að taka lyf líka,en þetta þarf ekki að vera þannig aðmenn þori ekki að lifa lífinu.

Má reikna með að erfðarannsóknHjartaverndar svari því beinlínis hvaðþað er í erfðaefni okkar sem ákvarðarþað hvað gerir okkur viðkvæmari fyrirhjarta- og æðasjúkdómum?Það er meginmarkmið rannsóknarinnarað svara því og um leið að reyna aðfinna nýja áhættuþætti. Og við erum aðtaka upp nýjar mælingar jafnhliðaþessu, mælingar á þáttum sem við get-um mælt á blóði og eru nýlega upp-götvaðir áhættuþættir sem við verðumað líta á. Líkami okkar er byggður uppaf próteinum sem eru skráð fyrir af gen-um og erfast kynslóð fram af kynslóð.Þessi prótein sem við erum gerð úr hafaí sér breytileika sem gerir okkur mishæftil að aðlaga okkur að umhverfinu eðasvara umhverfisáreiti. Breytileikipróteina gerir það að einstaklingar erumismunandi, þeir eru mismunandi í út-liti og þeir eru mismunandi í hæfileik-anum til að höndla áreitin úr umhverf-inu. Og þetta er eðlilegt. Hlutverk okkarer að átta okkur á því hvað það er íerfðamenginu sem veldur þessumbreytileika. Í hvaða genum er breytileikisem ákvarðar t.d. heildarefnaskipti kól-esteróls í líkamanum. Þá er þetta ekkisjúkdómur sem við erum að athuga,heldur er það í rauninni eðlilegt fyrir-bæri. Hitt er annað mál að það sem við

munum sjá er að kólesterólgildin erumishá milli manna. Það sem ákvarðardreifingu kólesterólgildanna hjá þjóð-inni er samspil umhverfis og erfða. Ogmeð því að skilja erfðirnar og með þvíað skilja umhverfið þá eigum við aðgeta séð fyrir hvar í kólesterólgildumeinstaklingurinn lendir. En við erumekki þar með að setja sjúkdóminn íhann heldur að reyna að meta áhættunasem einstaklingurinn er í m.t.t.kransæðasjúkdóms. Þetta getur skiptmáli því að við vitum að eftir því semkólesterólið er hærra því meiri líkur eruá því að einstaklingur fái kransæðasjúk-dóm. En við sjáum líka fólk með háttkólesteról sem ekki fær kransæðasjúk-dóm og við sjáum líka fólk sem er meðlágt kólesteról en fær kransæðasjúkdómsvo þetta er ekki algjörlega af eða á. Þaðsem við vitum hins vegar er að eftir þvísem fleiri þættir koma inn myndina þámá setja upp reiknilíkön til þess að metaáhættuna í heild. Við vitum að ef ein-staklingur er með hátt kólesteról, háttlípóprótein litla a, lágt HDL, háa þríg-

lýseríða, háþrýsting, offitu á maganumog sykursýki, þá er sá kominn með svomarga óheppilega áhættuþætti að lík-urnar á að hann fái kransæðastíflu erumargfaldar á við þann sem hefur barahátt kólesteról og reykir ekki.

Nú er þessi rannsókn allsérstæð í sam-anburði við aðrar rannsóknir af þessutagi?Við höfum mun meiri efnivið en þekk-ist, og erum þar að auki mjög einsleitþjóð sem gerir það líklegra að í kerfi þarsem mjög mikið er um breytileika einsog í erfðamenginu, þá er líklegt að viðfáum gagnleg svör. Þannig eru meiri lík-ur á því að tveir Íslendingar t.d. meðhátt kólesteról hafi sameiginlega erfða-þætti sem hafa áhrif á styrk kólesteróls íblóði heldur en ef farið er til Bandaríkj-anna þar sem fólk er komið að úr öllumáttum. Ástæðan er einfaldlega sú að þaðeru svo margir þættir sem þarna hafa á-hrif að hjá þjóðum sem ekki eru einseinsleitnar og Íslendingar þá eru áhrifa-valdarnir mjög mismunandi og marg-

víslegir. Þannig er það sem ákvarðarmagn kólesteróls í blóði í grófum drátt-um það magn sem kemur inn, mínusþað magn sem fer út. Og það sem kem-ur inn ákvarðast af mataræði og af þeimpróteinum sem sjá um að ná í kólester-ólið og það sem fer út ákvarðast af þvíkerfi sem sér um að hreinsa kólesteróliðút úr blóðrásinni en það ákvarðast afþeim próteinum sem í því kerfi eru.Þetta eru hundruð próteina, en við þurf-um að einbeita okkur að þeim prótein-um sem augljóst er að geti haft mikiláhrif eins og í þeim próteinum sem sjáum að hreinsa kólesteról, standa út íblóðrásina og grípa kólesterólríkar sam-eindir. Við höfum líka kíkt á þau próteinsem sjá um að bera kólesteról, þ.e.a.s.prótein sem eru uppistaðan í þessumkólesterólríku sameindum. Við förumsemsagt inn á ákveðin svæði í erfða-menginu og reynum að finna skýringará ákveðnum hluta en höfum alls ekkigeta skýrt allt. Það er því heimikið eftirað gera. Það sem er mikilvægt að ná erað átta sig á eins mörgum atriðum og

hægt er af því sem hafa áhrif þarna á ogreyna að átta okkur á því hvort það ereitthvað þar sem hefur meiri áhrif enannað og hvort ákveðnar samsetningaraf próteinum eða genum hafi í för meðsér meiri áhættu á t.d. háu kólesterólieða kransæðasjúkdómi og jafnframthvort það sé eitthvað sem við getumgert við því. Og ástæðan fyrir því að viðleggjum mikla áherslu á kólesterólið ersú að þar er heilmikið hægt að gera. Þaðeru til mjög öflug lyf sem hægt er aðbjóða þeim sem hafa mjög hátt kólester-ól. En við munum vissulega reyna meðafkomendakönnuninni að fá skýrarimynd af áhrifavöldum í tilurð og þróunkransæðasjúkdóms. Þetta snýst allt umað auðvelda okkur að meta áhættunasvo grípa megi til viðeigandi ráðstafana.í tæka tíð.

Munið minningarkorta-þjónustu Hjartaverndar.Sími: 581 3755

Hlutverk okkar er að átta

okkur á því hvað það er í

erfðamenginu sem veldur

þessum breytileika. Í hvaða

genum er breytileiki sem

ákvarða t.d. heildarefnaskipti

kólesteróls í líkamanum.

Við höfum mun meiri efnivið en þekkist, og erum þar að

auki mjög einsleit þjóð sem gerir það líklegra að í kerfi

þar sem mjög mikið er um breytileika eins og í erfða-

menginu, þá er líklegt að við fáum gagnleg svör.

Page 19: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 17

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Félag eldri borgaraHafnarfirðiReykjavíkurvegi 50220 Hafnarfirði

FjárfestingarbankiatvinnulífsinsÁrmúla 13 a108 Reykjavík

Fjölritunarstofa DaníelsHalldórssonarSkeifunni 6108 Reykjavík

FjölskylduþjónustakirkjunnarLaugavegi 13101 Reykjavík

Fönn, þvottahúsSkeifunni 11108 Reykjavík

GleraugnaversluninOptikHafnarstræti 20101 Reykjavík

Glóey hf.Ármúla 19108 Reykjavík

Góa RE 20Ægir HafsteinssonSmárarimi 4112 Reykjavík

Grafarvogs ApótekTorginu, verslunar- ogþjónustumiðstöðinniHverfafold 1-5,Grafarvogi112 Reykjavík

Gróco hf.Surðurlandsbraut 6108 Reykjavík

Guðjón S. Valgeirsson,tannlæknir,Urðarholti 4270 Varmá

Guðrún Ólafsdóttir,tannlæknir,Snorrabraut 29105 Reykjavík

GúmmíbátaþjónustanEyjaslóð 9101 Reykjavík

Harðviðarval hf.Krókhálsi 4110 Reykjavík

Harpa hf.,Stórhöfða 44112 Reykjavík

Háaleitis ApótekHáaleitisbraut 68108 Reykjavík

Hella hf., málmsteypaKaplahrauni 5220 Hafnarfirði

Hitaveita ReykjavíkurGrensásvegi 1108 Reykjavík

HoltakjúklingurUrðarholti 6270 Mosfellsbæ

Hrafnista Reykjavík og Hafnarfirði

HrísnesNýbýlavegi 20200 Kópavogi

Húsaplast ehf.,Dalvegi 24200 Kópavogi5540600

HúsnæðisstofnunríkisinsSuðurlandsbraut 24108 Reykjavík

I. Brynjólfsson & Co. sf.,Austurströnd 3170 Seltjarnarnesi

Iðunnar ApótekDomun MedicaEgilsgötu 3105 Reykjavík

InnviðirKársnesbraut 98200 Kópavogi

Ísfugl hf.,Reykjavegi 36270 Mosfellsbæ

ÍslandsbankiKirkjusandi155 Reykjavík

Íslensk endurtrygging hf.,Suðurlandsbraut 6108 Reykjavík

Íslenska ÁlfélagiðStraumsvík222 Hafnarfirði

Íslenskir sjávarafurðir hf.,Kirkjusandi, Laugalæk 2 a108 Reykjavík

Johan Rönning hf.,umboðs- og heildverslunSundaborg 15104 Reykjavík

Kandís, heildverslun,Strýtuseli 18109 Reykjavík

Kjaran ehf.,Síðumúla 14108 Reykjavík

Kjartan Magnússon hf.,heildverslunHáteigsvegi 20105 Reykjavík

KópavogskaupstaðurFannborg 2200 Kópavogi

Kórall sf.,kolbuxtaverksmiðjanVesturgötu 55101 Reykjavík

KPMG Endurskoðun hf.,Vegmúla 3108 Reykjavík

Landspítalinn

LandsvirkjunHáaleitisbraut 68108 Reykjavík

Litla prentNýbýlavegi 26200 Kópavogi

Loftorka Reykjavík hf.,Skipholti 35105 Reykjavík

Lögreglan í ReykjavíkHverfisgötu 113105 Reykjavík

MorgunblaðiðKringlunni 1103 Reykjavík

Múlalundur,ÖryrkjavinnustofurSÍBSHátúni 10 c

NiðursuðuverksmiðjanORA hf.Vesturvör 12200 Kópavogi

Nói Síríus hf.Hesthálsi 2-4 110 Reykjavík

OptimaÁrmúla 8108 Reykjavík

Ólafur Þorsteinsson &Co. hf.Vatnagörðum 4104 Reykjavík

Pharmaco hf.Hörgatúni 2210 Garðabæ

Rafgeymasalan hf.Dalshrauni 1220 Hafnarfirði

Rafteikning hf.Borgartúni 17105 Reykjavík

Rauði kross ÍslandsEfstaleiti 9105 Reykjavík

Samábyrgð Íslands áfiskiskipumLágmúla 9108 Reykjavík5681400

Samband íslenskrasparisjóðaRauðarárstíg 27105 Reykjavík

Seltjarnarnessbær Austurströnd 2170 Seltjarnarnesi

Sigurður Bjarnason,tannlæknirFaxafeni 11108 Reykjavík5888866

Sigurður Jónsson,tannlæknirSkólavörðustíg 6 b101 Reykjavík

Sigurður Þórðarson,tannlæknirHáaleitisbraut 68108 Reykjavík

Síld og fiskurDalshrauni 9 b220 Hafnarfirði

Skipatækni hf.Grensásvegi 13108 Reykjavík

Skjól, umönnunar- oghjúkrunarheimiliKleppsvegi 64104 Reykjavík

Smith & Norland hf.Nóatúni 4105 Reykjavík

SmurstöðStórahjalla 2 200 Kópavogi

SparisjóðurHafnarfjarðarStrandgötu 8-10220 Hafnarfirði

Page 20: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

18 – HJARTAVERND 1998

Svipmyndir frá fundi norrænnahjartaverndar-samtaka

Frá vinstri: Vilhjálmur Vilhjálmsson, Gísli J. Eyland, Jón Þór Hannesson og StefánArngrímsson frá Landssamtökum hjartasjúklinga.

Björn Lillehöök og Per Blomberg frá Hjärt Lungfonden í Svíþjóð og KarenHuffman og Hanna Haaland frá Nasjonalforeningen for folkehelsen.

Susanne Mathisen frá Hjerteforeningen í Danmörku.

Tor Jungman við Þórufoss.

Page 21: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 19

Árlega er haldinn sameiginlegur fundur nor-rænna hjartaverndarsamtaka þar sem fólk semvinnur að forvörnum á sviði hjarta- og æðasjúk-dóma hittist og ber saman bækur sínar. Sérfræð-ingar á sviði hjarta- og æðasjúkdóma eru gjarnanfengnir til þess að halda erindi á þessumfundum. Að þessu sinni voru það dr. Magnús B.Einarsson sem flutti erindi um endurhæfinguhjartasjúklinga, dr. Bjarni Torfason fjallaði umnýjungar í hjartaskurð-lækningum og dr. Nikulás Sigfússon fjallaði umrannsóknir hér á landi á sviði hjarta- og æða-sjúkdóma. Að þessu sinni fór fundurinn fram íReykjavík dagana 1. og 2. október síðastliðinn.

Hanna Haaland greinir frá breskri nýjung íforvörnum, námsefni handa börnum.

Frá vinstri: Ronnie Weylandt frá Hjärt- och Lungsjukas Riksförbund, Finn Grönsethog Christina Forsberg frá Landsforeningen for hjerte og lungsyke og Tor Jungman fráHjärtsjukdomsförbundet í Finnlandi.

Dr. Bjarni Torfason fjallaði um nýjungar í hjartaskurðlækningum.

Við Almannagjá

Page 22: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

20 – HJARTAVERND 1998

VINNINGARí Happdrætti Hjartaverndar

Dregið var í Happdrætti Hjartaverndar 1998, þann 10. október sl.

Vinningar féllu þannig:

1. Toyota Land Cruiser sjálfskiptur kr. 3.725.000 nr. 744422. Toyota Avensis Sedan sjálfskiptur kr. 2.089.000 nr. 1020013.-5. Ævintýraferð eða skemmtisigling með Úrval-Útsýn kr. 500.000 (hver) nr. 42964

nr. 53686nr. 98720

6.-25. Ferð með Úrval-Útsýn eða tölvupakki frá Tæknivali kr. 275.000 (hver)

Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3.h., Reykjavík.Þökkum veittan stuðning.

Númer:574

34457395 9922

1578618352 3177452958

5411755336 5671258472

5995969624 7824385133

9575897180 98020

102329

Starfsmannafélagið Sókn Skipholti 50 a105 Reykjavík

Sökkull sf.Dugguvogi 9-11104 Reykjavík

TannlæknastofanEiðistorgi 15170 Seltjarnarnesi

TannlæknastofanReykjavíkurvegi 60220 Hafnarfirði

Thorarensen - Lyf ehf.,Vatnagörðum 18104 Reykjavík

Trausti Sigurðsson,tannlæknirGrensásvegi 48108 Reykjavík

Verkfræðistofa BragaÞorsteinssonarog Eyvindar Valdimarssonar hf.Bergstaðastræti 28 a101 Reykjavík

Verkfræðistofa HelgaSigvaldasonarTæknigarði, Dunhaga 5107 Reykjavík

Verkfræðistofa JóhannsIndriðasonarSíðumúla 1108 Reykjavík

Verkfræðistofa SigurðarThoroddsen hf.,Ármúla 4108 Reykjavík

Verkstjórafélagið ÞórReykjavík

Verkstjórasamband Íslands Síðumúla 29108 Reykjavík

VerslunarmannafélagReykjavíkurKringlunni 7103 Reykjavík

Vesturbæjar ApótekMelhaga 20-22107 Reykjavík

Öryrkjabandalag ÍslandsHátúni 10105 Reykjavík

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Page 23: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 21

Nýlega gaf Rannveig Magnúsdóttir Hjartavernd sumarbústað sinnásamt lóðinni sem honum tileyrir í landi Valla, áður í Kjalarneshreppien nú innan borgarmarka Reykjavíkur. Rannveig er fædd að Völlum ogólst þar upp en stofnaði síðar heimili ásamt Hjálmari GunnariSteindórssyni í Reykjavík.

Hjálmar lést á sl. ári úr hjartasjúkdómi sextíu og níu ára gamall.Hann var starfsmaður Landspítalans síðustu starfsár sín en vannlengstan hluta starfsævinnar hjá Timburverslun Árna Jónssonar.

Hjartavernd þakkar Rannveigu þessa höfðinglegu gjöf og óskar hennivelfarnaðar á komandi árum.

Dr. Gunnar Sigurðsson formaður Hjartaverndar veitir viðtöku gjöf Rannveigar Magnús-dóttur. Með þeim á myndinni er Hjördís Kröyer framkvæmdastjóri Hjartaverndar.

Rausnarleg gjöf til Hjarta-verndar

Munið

minningarkorta-

þjónustu

Hjartaverndar.

Sími: 581 3755

Page 24: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

Síútgáfa í stöðugri þróunHjartavefurinn er nýjung í forvarna- ogupplýsingastarfi Hjartaverndar. Ávefnum mun birtast allt nýtt efni sem

kemur út hverju sinni hjá Hjartavernd.Um er að ræða margvíslegt efni semtengist forvörnum hjarta- og æðasjúk-dóma. Greint er frá rannsóknum sem

unnið er að á vegumHjartaverndar og greinumsem hafa birt efni um þær.

Hann geymir einnig upplýsingar umstarfsemi Hjartaverndar og HappdrættisHjartaverndar, stutta fróðleikspistla,ábendingar um heilsusamlegt líferni,einfaldar uppskriftir að hollum réttumog ýmislegt fleira sem tegist hjartaverndá Íslandi.

Vefurinn er uppfærður nokkrumsinnum á ári.

22 – HJARTAVERND 1998

Hjartavefurinnwww.hjarta.is

Page 25: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 23

MinningarkortaþjónustaHjartaverndar

ReykjavíkSkrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9 Sími 581 3755. Gíró og greiðslukortReykjavíkur Apótek, Austurstræti 16Dvalarheimili aldraðra, LönguhlíðGarðs Apótek, Sogavegi 108Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102aBókabær í Glæsibæ, Álfheimum 74Kirkjuhúsið, Laugavegi 31Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20–22Bókabúðin Grímsbæ, v/BústaðavegBókabúðin Embla, Völvufelli 21Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3

KópavogurKópavogs Apótek, Hamraborg 11

HafnarfjörðurPenninn, Strandgötu 31Sparisjóðurinn, Reykjavíkurvegi 66

KeflavíkApótek Keflavíkur, Suðurgötu 2Landsbankinn, Hafnargötu 55–57

AkranesAkraness Apótek, Kirkjubraut 50

BorgarnesDalbrún, Brákarbraut 3

StykkishólmurHjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurgötu 36

ÍsafjörðurPóstur og sími, Aðalstræti 18

StrandasýslaÁsdís Guðmundsdóttir, Laugarholti,500 Brú

ÓlafsfjörðurBlóm og gjafavörur, Aðalgötu 7

HvammstangiVerslunin Hlín, Hvammstangabraut 28

AkureyriBókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108Bókval, Furuvöllum 5Möppudýrin, Sunnuhlíð 12c

MývatnssveitPósthúsið í Reykjahlíð

HúsavíkBlómasetrið, Héðinsbraut 1

RaufarhöfnHjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5

EgilsstaðirVerslunin Okkar á milli, Selási 3

EskifjörðurPóstur og sími, Strandgötu 44

VestmannaeyjarApótek Vestmannaeyja, Vestmanna-braut 24

SelfossSelfoss Apótek, Austurvegi 44

HöfnVilborg Einarsdóttir, Hafnarbraut 37

AuglýsingHappdr. Hásk.

Page 26: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

24 – HJARTAVERND 1998

Það þarf ekki mikið tilMeð því að hugsa vel um hjarta þitt get-ur þú minnkað líkurnar á því að fáhjarta- og æðasjúkdóma. Það þarf ekkimikið til þess af þinni hálfu. Fyrst ogfremst er það viljinn sem þarf.

Sumum staðreyndum verður ekkibreytt. Annað hvort er maður karl eðakona og í sumum fjölskyldum er ættar-saga um hjartasjúkdóma. Hafi náskyldurættingi fengið hjartasjúkdóm eða slagfyrir 65 ára aldur þá er hættan á þessumsjúkdómum meiri en ella. Algengara erað karlmenn fái hjartaáföll og fyrr á æv-inni en konur. Líkurnar á hjartasjúkdóm-um fara vaxandi eftir aldri einstaklinga.

Samt sem áður er hægt að geramargt til þess að stuðla að betri heilsu.Þetta snýst fyrst og fremst um reykinga-venjur, mataræði, blóðþrýsting, tímannsem þú eyðir í líkamsrækt og streituna ídaglegu lífi.

Taktu skrefin fimm til heilusamlegriframtíðar.

1. Vertu laus við reykinnGeturðu ekki hætt að reykja? Hefur þaðekki tekist þótt þú hafir reynt? Það erekki víst að það sé auðvelt fyrir þig aðhætta en það mælir meira með því aðþú hættir en að þú haldir áfram.

Það kann að vera að mörgum finnist róandi að reykja en nikótínið í sígarettureyknum eykur hjartsláttinn.Og það er staðreynd að reykingar eruhættulegar heilsu þess sem reykir oglíka þeirra sem eru næstir honum.

Við það að hætta að reykja þáminnkar þú mjög líkurnar á því að fáhjartasjúkdóm. Og eftir fáein reyklaus árverður áhætta þín á þessum sjúkdóm-um álíka lítil og hjá þeim sem aldreihafa reykt. Þessvegna er aldrei of seintað hætta að reykja, sama hve lengi þúhefur reykt eða hversu oft þú hefurreynt að hætta.

Þú getur vel bæst í þann hóp þús-unda Íslendinga sem hafa hætt aðreykja. Byrjaðu strax að undirbúa það.Hér eru fáein ráð til þeirra sem viljahætta:• Leitaðu ráða hjá heimilislækni.• Leggðu stund á líkamsþjálfun.• Leitaðu eftir stuðningi hjá vinum og

skyldmennum. Talaðu við fólk semhefur hætt.

• Reyndu að taka upp einhvers konarhandavinnu.

Mundu að einu mistökin sem þú geturgert eru þau að hætta að reyna að hætta.

2. Borðaðu hollan matNeysla á hollum mat stuðlar að betriheilsu. Hún stuðlar að meiri vellíðan ogleggur sitt af mörkum við að minnkahættu á hjartasjúkdómum og slagi. Héreru fáein ráð sem koma að gagni:• Neyttu fjölbreyttrar fæðu. Einsettu

þér að koma með nýja fæðutegund úrmatvörubúðinni í hverri viku.

• Leggðu áherslu á kornvörur, brauð,grænmeti og ávexti. Láttu þessa fæðutaka um þrjá fjórðu af diski þínum viðhverja máltíð. Fáirðu þér eitthvað ámilli mála reyndu að hafa það ávextieða grænmeti.

• Veldu fituminni mjólkurvörur, magurtkjöt og fæðu sem inniheldur litla eðaenga fitu. Neyttu léttmjólkur, fitulítill-ar kotasælu og veldu þér sömuleiðisfituminni jógúrt og osta. Reyndu aðneyta kjöts, fisks eða kjúklinga í minniskömmtum. Reyndu að stilla notkunsmjörs, smjörlíkis eða olíu í hóf viðmatargerðina.

• Neyttu salts, áfengis og kaffis í hófi.Tilbúið fæði er oft mjög salt.

• Reyndu að halda kjörþyngd með þvíað hreyfa þig vel og borða hollan mat.

Borðaðu vel og láttu þér líða vel. Hafðusamband við heimilislækni þinn ef þúvilt láta mæla kólesterólið í blóði þínu.

Fimm skref til heilsu-samlegrar framtíðar

Page 27: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 25

3. Fylgstu með blóðþrýstingi þínumEf til vill finnst þér þú líta vel út og veravið góða heilsu og þess vegna fráleitt aðþú hafir háan blóðþrýsting. En þarskjátlast þér. Þú gætir verið með of háanblóðþrýsting án þess að vita það þarsem hann hefur engin augljós einkenni.

Láttu ekki villa um fyrir þér. Fólksem er örgeðja gæti verið með eðlileganblóðþrýsting. Rólegt fólk getur veriðmeð of háan blóðþrýsting. Konur ogkarlar á öllum aldri í öllum starfsgrein-um geta fengið of háan blóðþrýsting.Eina leiðin til þess að vera viss er aðláta mæla í sér blóðþrýstinginn. Það ereinfalt verk og algjörlega sársaukalaust.

Dulinn of hár blóðþrýstingur geturleitt til slags eða alvarlegra hjartasjúk-dóma. En það er hægt að hafa áhrif áhann. Hér eru fáein ráð sem gætukomið að gagni við að halda blóðþrýst-ingi eðlilegum.• Láttu mæla blóðþrýsting þinn reglu-

lega. Ef hann er of hár skaltu fara eftirráðleggingum heimilislæknis. Ef hannleggur til að þú takir lyf skaltu takaþau samviskusamlega.

• Hættu að reykja.• Haltu þér í daglegri líkamlegri

þjálfun.• Dragðu úr áfengisneyslu eða hættu

henni alveg.• Reyndu að halda þig sem næst kjör-

þyngd.• Dragðu úr saltneyslu.

Viljirðu hugsa vel um hjartað skaltufylgjast með blóðþrýstingi þínum.

4. Stundaðu líkamsþjálfunÞað leikur enginn vafi á því að reglu-bundin líkamsþjálfun örvar starfsemilungna, hjarta- og æða. Þannig fær lík-aminn meiri orku til daglegra nota ogkannski líka meiri umframorku ef svober undir. Sterkara og hæfara hjarta ger-ir okkur einnig auðveldara að bregðastvið sveiflum í álagi daglegs lífs sem ogskyndilega auknu álagi. Reglubundinlíkamsrækt hjálpar til við að viðhaldaeðlilegri líkamsþyngd og við að haldakólesteróli og blóðþrýstingi í eðlilegu á-standi. Hér koma fáein ráð til þeirrasem vilja halda líkamanum í betraformi:• Röskar göngur eru góð byrjun. Sund,

skauta- eða skíðaferðir, dans, hjólreið-ar allt gefur þetta mjög góða hreyf-ingu. Aðalatriðið er þó að velja sérhreyfingu sem er aðgengileg ogskemmtileg. Áríðandi er að sú hreyf-ing sem valin er hæfi aldri og ástandihvers og eins. Gott er að byrja rólegaen leggja smám saman meira á sig.Lágmark er að stunda hreyfingu afþessu tagi í minnst tuttugu mínúturhverju sinni, þrisvar í viku.

• Notaðu stigana frekar en lyfturnar.• Farðu úr strætisvagninum áður en

hann kemur á þína stöð og gakktu af-ganginn af leiðinni heim.

• Leggðu bílnum í stæði sem er lengrafrá heimilinu frekar en í það stæðiðsem næst er.

• Farðu í matvörubúðina í næsta hverfiheldur en þá búðina sem næst er frek-ar en að aka í búðina eða senda börn-in þangað.

Hér er lag til að finna aftur hvað lík-amsrækt getur verið skemmtileg. Hjart-ans vegna skaltu halda því áfram ogekki hætta!

5. Gefðu þér tíma til að slaka áHugsir þú vel um hjartað skaltu gefaþér tíma til að slaka á og vinna þanniggegn streitu hins daglega lífs.

Þótt streitan sé óhjákvæmileg stað-reynd í lífi okkar þá þarf hún ekki endi-lega að vera slæm. Hún á gjarnan þátt ímestu daglegu afköstum margra. En efstreitan verður íþyngjandi er hún orð-inn einn af áhættuþáttum hjarta- ogæðasjúkdóma.

Þótt streitu verði ekki útrýmt mável ráða við hana. Hér koma nokkur ráðtil þess:• Vertu meðvituð(aður) um streituvalda

í vinnunni, á heimili og í frítíma.Gerðu þér grein fyrir því hvenær þúert útkeyrð(ur), spennt(ur) eðauppstökk(ur). Reyndu að komast hjáslíku ástandi eða draga úr því. Ef þaðgengur ekki reyndu þá að aðlagastþví betur.

• Reyndu að tileinka þér slökunar-tækni, aðferðir til að draga úr streituog reyndu að stunda líkamlega hreyf-ingu. Ef allur lífsstíll þinn er þrunginnstreituálagi þá gætir þú þurft að geraá honum róttækar breytingar.

Það er hægt að minnka streituálagið ílífinu, jafnvel þótt ekki verði sigrast áþví.

Page 28: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

26 – HJARTAVERND 1998

Stjórn og fastanefndir HJARTAVERNDAR

Formaður Hjartaverndar: Dr. Gunnar Sigurðsson, prófessor og læknir

Forstöðumaður Rannsóknarstöðvar: Nikulás Þ. Sigfússon, dr. med.

Framkvæmdastjóri: Hjördís Kröyer

Útgáfustjóri: Árni Árnason

Framkvæmdastjórn:Gunnar SigurðssonÁslaug OttesenLaufey SteingrímsdóttirLaufey TryggvadóttirÞorkell GuðbrandssonVaramenn:

Guðmundur ÞorgeirssonEmil L. Sigurðsson

Aðalstjórn:Gunnar SigurðssonÁslaug OttesenÞorkell GuðbrandssonPáll Torfi ÖnundarsonGuðmundur ÞorgeirssonHilmar BjörnssonKristín HalldórsdóttirLaufey SteingrímsdóttirLaufey TryggvadóttirMagnús Karl PéturssonMatthías JóhannessenPáll GíslasonSveinn MagnússonSteingrímur Hermannsson Varamenn:

Árni KristinssonGunnlaugur JóhannssonRíkharður JónssonSólveig SigfúsdóttirÞórður Harðarson

Frá aðalfundi Hjartaverndar 1998.

Page 29: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

HJARTAVERND 1998 – 27

Endurskoðendur:Brynhildur AndersenWerner Rasmusson

Varamaður:Sigurður Halldórsson

Vísindaráð til næstu þriggja ára:Þórður Harðarson, yfirlæknirAtli Dagbjartsson, læknirÁrni Kristinsson, læknirGestur Þorgeirsson, læknirGuðmundur Þorgeirsson, yfirlæknirJón Sigurðsson, framkvæmdastjóriLaufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingurSigmundur Guðbjarnarson, prófessorVilhjálmur Rafnsson, yfirlæknirÞórólfur Þórlindsson, prófessor

Rannsóknastjórn:Vilmundur GuðnasonGuðmundur Þorgeirsson, formaðurGunnar SigurðssonNikulás SigfússonUggi Agnarsson

Stjórn Happdrættis Hjartaverndar:Áslaug OttesenHjördís Kröyer, formaðurIngi Björn Albertsson

Allt frá 1952 hafa flatkökurnar

frá Ömmubakstri yljað Íslendingum um

hjartarætur og eru nú sem fyrr ómissandi

á hverju veisluborði.

Þú færð glænýjar og glóðvolgar

Ömmuflatkökur í næstu verslun.

… grunnurinn að góðum bita!

Magnús Karl Pétursson fráfarandi formaður Hjartaverndar flytur skýrslu formannsá aðalfundi 1998.

Page 30: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr

AuglýsingTannverndarráð

AuglýsingÁTVR

Page 31: Viðtal við dr. Vilmund Guðnason Afkomendarannsókn ... · Lilja Sigrún Jónsdóttir Forvarnir fyrir konur – vefsíður 11 Afkomendarannsókn Hjartaverndar 13 Viðtal við dr