verklag við heimildavinnu

10
Hvað skal gera, hvernig og af hverju? Heimildavinna

Upload: hildur-rudolfsdottir

Post on 17-Mar-2016

225 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Nokkrir punktar til að hafa í huga þegar unnið er með heimildir

TRANSCRIPT

Page 1: Verklag við heimildavinnu

Hvað skal gera, hvernig og af hverju?

Heimildavinna

Page 2: Verklag við heimildavinnu

Hvaða hlutverki gegna heimildir í ritgerðavinnu?

Ritgerð = ritsmíð sem svarar spurningu/spurningum

Heimildir = svörin við þeim spurningum sem vakna

Page 3: Verklag við heimildavinnu

Textaskrif vs. ritstuldurTextinn á að vera eign höfundarins

en ekki endurómur heimildanna. Þess vegna er best að taka saman svörin við spurningunum og leggja heimildirnar svo frá sér og semja textann sjálfur.

Beinagrindina að textanum höfum við fengið með spurningunum en hold og blóð kemur frá okkur sjálfum.

Page 4: Verklag við heimildavinnu

Textaskrif vs. ritstuldurHöfuðskylda fræðimanns er að vitna

ævinlega til heimilda. Fyrir þessu eru tvær ástæður.

lesandinn verður að geta sannreynt það sem höfundur segir (t.d. rannsóknir, fræðileg verk)

fræðilegar hugmyndir, greiningar og kenningar eru hugverk sem ekki er siðferðilega leyfilegt að nýta án þess að láta þess getið hvaðan það er komið. Slíkt er ritstuldur, sem er litinn mjög alvarlegum augum í fræðilegri umræðu.

Page 5: Verklag við heimildavinnu

Heimildaskrá er aftasta síðan í ritgerðum.

Heimildaskrá ertölusett og kemur framí efnisyfirliti.

Upplýsingum umheimildir (gögn) í skránni er raðað ístafrófsröð og eftir ákveðnu kerfi (sjá upplýsingar í handbók).

HeimildaskráHeimildaskrá

Berg, Lars-Eric. 2003. Er til lím í Afríku. Dagmar Vala Magnúsdóttir þýddi. Námsgagnastofnun.

Guðmundur J. Guðmundsson. 2002. Úr sveit í borg. Þættir úr sögu 20. aldar. Reykjavík, Námsgagnastofnun

Þóra Kristinsdóttir. 1992. Ísland: Landið okkar. Reykjavík. Námsgagnastofnun.

Page 6: Verklag við heimildavinnu

HeimildaskráGrunnupplýsingar í heimildaskrá:Höfundur. Ártal. Titill verks. Útgáfurstaður,

útgáfufyrirtæki.

Dæmi: Guðmundur J. Guðmundsson. 2002. Úr sveit í

borg. Þættir úrsögu 20. aldar. Reykjavík,

Námsgagnastofnun.

Page 7: Verklag við heimildavinnu

Heimildaskrá

Berg, Lars-Eric. 2003. Er til lím í Afríku. Dagmar Vala Magnúsdóttir þýddi. Námsgagnastofnun.

Guðmundur J. Guðmundsson. 2002. Úr sveit í borg. Þættir úr sögu 20. aldar. Reykjavík, Námsgagnastofnun

Þóra Kristinsdóttir. 1992. Ísland: Landið okkar. Reykjavík. Námsgagnastofnun.

Page 8: Verklag við heimildavinnu

Tilvísanir – orðalagi breyttVið óbeinar tilvísanir skrifar maður ekki orðrétt eftir höfundi heldur nýtir sér hugmyndir hans eða texta. Þegar tilvísunni lýkur er vísað í heimildaskrá með eftirfarandi leið; Nafn höfundar, útgáfuártal og blaðsíðutal kaflans sem vísað er í.1

1 Indriði Gíslason og Baldur Sigurðsson. 1993:23

Page 9: Verklag við heimildavinnu

Tilvísanir – orðalag orðréttVið beinar tilvísanir er texti höfundar tekinn

orðrétt úr textanum og settur inn í ritgerðina eða verkefnið. Bein tilvitnun þarf að vera orðrétt og stafsett eins og í upprunalegu útgáfunni. Við notum beina tilvitnun aðeins ef orðalagið skiptir sérstöku máli, vísað er til laga eða reglugerðar eða ef verið er að ræða sérstaka skoðun einhvers eða túlkun. Orðréttar tilvitnanir skulu ekki vera meira en 10-15% af ritgerðinni„Beinar tilvitnanir eru afmarkaðar með tilvitnunarmerkjum (gæsalöppum) eða auka línubili að ofan og neðan og er tilvitnunin þá oft með minna letri eða inndregin“.1

1 Indriði Gíslason og Baldur Sigurðsson. 1993:29

Page 10: Verklag við heimildavinnu

Heimildaskrá

Berg, Lars-Eric. 2003. Er til lím í Afríku. Dagmar Vala Magnúsdóttir þýddi. Námsgagnastofnun.

Guðmundur J. Guðmundsson. 2002. Úr sveit í borg. Þættir úr sögu 20. aldar. Reykjavík, Námsgagnastofnun

Indriði Gíslason og Baldur Sigurðsson. 1993. Skráning heimilda og tilvísanir í fræðilegum ritgerðum. Reykjavík. Mál og menning.

Þóra Kristinsdóttir. 1992. Ísland: Landið okkar. Reykjavík. Námsgagnastofnun.

Við óbeinar tilvísanir skrifar maður ekki orðrétt eftir höfundi heldur nýtir sér hugmyndir hans eða texta. 1 Þegar tilvísunni lýkur er vísað í heimildaskrá með eftirfarandi leið; Nafn höfundar, útgáfuártal og blaðsíðutal kaflans sem vísað er í.2

1 Indriði Gíslason og Baldur Sigurðsson. 1993:232 Þóra Kristinsdóttir. 1992:128