tÓnlist, kvikmyndir, sjÓnvarp, leikhÚs, listir ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa nirvana,...

24
MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 38. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

Upload: others

Post on 09-Sep-2020

14 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is

FRÍT

T

EINTA

K

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

MONITORBLAÐIÐ 38. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

Page 2: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til
Page 3: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

3FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Monitor

Feitast í blaðinu

Aron Leví Rúnars-son var í landslið-inu í íshokkí í áttaár og stundarnú nám í HR.

Stíllinn fékk RósuMaríu til að klæðasig í uppáhalds„vintage“ flík-urnar sínar.

20 ár eru liðinsíðan Nirvanasendi frá sér hinaáhrifamikluNevermind.

8

Leikkonan Dóra Jó-hannsdóttir væri tilí að vera HalldóraGeirharðs-dóttir. 22

Nanna og Raggi úrOf Monsters andMan skoða sig oftá Youtube-síðunni. 11

Þess má geta að lopapeysan sem þau Nanna og Ragnar klæddustá forsíðunni varð fyrir smávægilegu tjóni við myndatökuna.

Efst í huga Monitor

4

Í KVIKMYNDAHÚSUNUMDagana 22. september til 2. októberfer kvikmyndahátíðin ReykjavíkInternational Film Festival framvíðs vegar umhöfuðborg-arsvæðið.Hátíðinerkjörinnvett-vangurfyrir kvik-myndaá-hugamenn tilað kynnast nýjummyndum hvaðanæva úr heiminumsem og því nýjasta í íslenskrikvikmyndagerð.

FYRIR ÞJÓÐARSTOLTIÐÍslensku kraftajötnarnir,

Stefán Sölvi Péturs-son og Hafþór

Júlíus Björnsson,hófu keppnií Sterkastimaður heimsí gær ogklárast mótið

í dag. Monitormælir með því

að Íslendingar nærog fjær sendi köppunum baráttu-kveðjur og fylgist með gangi málaí gegnum helstu netmiðlana. Þaðer orðið óþarflega langtsíðan Ísland átti síðaststerkasta mann heims.

Monitormælir með

fyrst&fremst

Sterkastir í heimi?Nú fer fram keppnin Sterkasti maður

heims í Bandaríkjunum þar sem Ís-lendingar eiga tvo fulltrúa, þá Stefán SölvaPétursson og Hafþór Júlíus Björnsson. Þaðer alveg magnað hvað Íslendingum hefurgengið vel að skipa sér á bekk sterkustumanna heims í gegnum tíðina.

Að sama skapi er ótrúlegt að sjá hvaðhann Hafþór Júlíus hefur breyst

gífurlega í útliti á síðastliðnum árum. Hérmeðfylgjandi er mynd af Hafþóri frá árinu2004, þegar hann var sextán ára, ásamtmynd sem tekin var í fyrra, árið 2010.Fyrrnefnda myndin er tekin þegarkraftakarlinn var liðsmaður í sextán áralandsliði Íslands í körfubolta, augljós-lega alvöruíþróttamaður hér á ferð.

Monitor óskar Íslendingunum tveim-ur alls hins besta í kraftaþrautunum

í dag.

„Fólk getur átt von á góðri skemmtun á föstu-daginn, það getur örugglega hlegið slatta og svoer smá drama í þessu líka. Ég held að fólk semer komið á miðjan aldur sjái margt í sýningunnisem það getur tengt við þó þetta sé auðvitaðfyrir fólk á öllum aldri,“ segir Laddi í tilefni þessað leikritið Hjónabandssæla verður frumsýnt íGamla bíói á föstudagskvöld.

Þórhildur Þorleifsdóttir situr í leikstjórastóln-um en hún leikstýrði Eddu og Ladda síðast íkvikmyndinni um Stellu í orlofi. „Það er rosalegaskemmtilegt að vinna öll saman aftur. Það ermargt hlægilegt sem við höfum getað rifjað uppá æfingaferlinu.“

Það er fyrir algjöra tilviljun að á sama tímaog þau koma öll saman aftur er Hamborgarafa-

brikkan að setja nýjan laxaborgara á matseð-ilinn sinn sem heitir Salómon Gústavsson, íhöfuðið á karakter Ladda úr Stellu-myndinni.Af því tilefni fóru Edda og Laddi á Fabrikkuna ígær til að smakka borgarann. „Það er náttúru-lega stór áfangi að komast á matseðilinn hjáþeim félögum því nú er ég kominn í hóp meðRúna Júl, Bó og Morthens. Nú er ég með stórukörlunum,“ segir Laddi með fullan munninn.

Frumsýning hverja helgiEn fékk Laddi ekki ógeð á laxi í öllu laxaæðinu

í Stellu? „Nei, ég borðaði nú lítið af honum. Mérfinnst lax mjög góður, grillaður eða steiktur ápönnu. Það er herramannsmatur en ég lét þaðeiga sig að borða allar þær laxakræsingar sem

voru á boðstólnum í Stellu.“Síðustu helgi tók Laddi þátt í að frumsýna

Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu. „Viðtök-urnar voru æðisgengnar. Þetta er náttúrulegastór sýning og skemmtileg fyrir bæði augað ogeyrað. Krakkarnir sem eru með okkur í sýning-unni eru æðislega skemmtilegir og gera þettamjög vel.“ Það er ekki nóg með að Laddi sé aðfrumsýna Hjónabandssæluna á föstudag heldurverður endurgerð teiknimyndarinnar TheLion King einnig frumsýnd í þrívídd. „Maðurer að frumsýna um hverja helgi núna (hlær).En þetta er skemmtilegt allt saman, Tímon eruppáhaldskarakterinn sem ég hef raddsett ogHjónabandssælan á vonandi eftir að fá góðarviðtökur.“ jrj

Þórhallur Sigurðsson, Laddi, hefur í nógu að snúast þessa dagana íleiklistinni og skemmtunum en í gær fékk hann að snæða borgarasem skírður er í höfuðið á einum af hans karakterum.

borgari

6

verður

BoHalldorssonStudio í dag ognæstu daga.Gaman gaman

19. september kl. 11:42

Vikan á...

Jógvan HansenNú eri eg ogstudio og takiStórasystur ogLítlibeiggji upp

á Íslenskum :) . . Ljóðarótrúliga væl !!

19. september kl. 13:50

Mynd/Eggert

Laddi

EDDA OG LADDIBRAGÐA Á SALÓMONI

LADDIFyrstu sex: 200147.Uppáhaldskarakter úr eigin smiðju:Eiríkur Fjalar.Uppáhalds-talsetti karakter: Tímon.Halli bró eða Bó Hall: HH og L-ið ámilli. Ég get ekki gert upp á milli.Sandalar eða ermalaus bolur: Þaðer ermalausi bolurinn með „quicktan“-brúsann svo maður verði brúnná stundinni.Kvikmyndin Jóhannes eða Magnús:Það er Jóhannes af því ég er meðaðalhlutverkið þar.

������� ��� � ���� �� ����� � ���������������

�� ����� �� �������� ����� �� ��� �������

� � �� ��������� ��������� ����� ���

������ ����� �� ���� ��������� � !� �����

����� ��� �������� ����

VitundarVika 18. - 25. september

um það bil 10.000 fullorðnirglíma við aDHD á íSlanDi

ja takkATHYGLI

������� ��� �����#���� �$� ��% &������'�� �'� (%�)���� ***���+����

[email protected] Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson ([email protected])Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson ([email protected])Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson ([email protected]) Lísa Hafliðadóttir([email protected]) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs ([email protected])Forsíða: Eggert Jóhannesson ([email protected]) Myndvinnsla: Hallmar F. ÞorvaldssonÚtgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136

Annar hver áFacebookHvað ermálið með nýjaFacebookið?

Page 4: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

4 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

AÐ VERA SMÁ KLIKKAÐURNAUÐSYNLEGT

Þú varst landsliðsmaður í íshokkí í átta ár. Hvað

kom til að þú byrjaðir?

Ég byrjaði þegar ég var 10 ára og ég byrjaði af því

að margir vina minna voru í þessu. Ég byrjaði að

spila götuhokkí með þeim þegar ég var bara polli og

það kom á daginn að ég var svona fáránlega góður

í marki. Þannig að ég fór fljótlega að gera mér ferð

ásamt félögunum niður í Laugardal til að mæta á

æfingu.

Hvað þarf til að verða góður í íshokkí?

Það þarf aga, leikskilning og áhuga á íþróttinni. En

ég er markmaður og ég er því ekki með neinn leik-

skilning. Það sem þarf til að vera góður markmaður

í íshokkí eru góð viðbrögð, þolinmæði og einbeiting.

Svo er nauðsynlegt að vera smá klikkaður.

Svo ertu að trúbadorast um helgar. Hvenær fórstu

að glamra á gítar?

Ætli ég hafi ekki byrjað þegar ég var svona níu ára.

Ég byrjaði reyndar að tromma þegar ég var sex ára

en sökum plássleysis og hávaða færði ég mig yfir

á gítarinn. Þegar ég var þrettán keypti ég mér svo

bassa fyrir fermingarpeningana og í dag spila ég á

bassa og gítar. Svo hef ég verið að trúbba með félaga

mínum á þessum helstu stöðum í miðbænum.

Hvers vegna varð byggingaiðnfræði fyrir valinu?

Þegar ég var í 9. bekk þá fór ég að handlanga í

málaravinnu og fékk strax mikinn áhuga á öllu sem

því tengdist. Skömmu seinna fór ég í málarann og

kláraði það. Út frá þessu fékk ég mikinn áhuga á

öllu sem tengist byggingafræði.

Þú ert greindur með ADHD. Hvað þarft þú að gera

öðruvísi en aðrir svo þér gangi vel í skólanum?

Persónulega er ég alltaf með heyrnartól á haus-

num, jafnvel þó þau séu ekki tengd. Ég þarf oft að

vera lengur í skólanum og taka fleiri og styttri tarnir.

Ég fer þá reyndar oftar að slæpast um skólann á

sokkunum (hlær). En fyrst og fremst snýst þetta um

að finna sér eitthvað sem þú hefur áhuga á. Oft þarf

að tala í sig áhugann þegar einhver áfangi er ekki

alveg að ná til manns. Það er besta ráðið sem ég get

gefið fólki sem er í svipaðri stöðu og ég.

Hvað er það besta/sísta við að vera í HR?

Það sísta eru náttúrulega skólagjöldin en það besta

er það að hann er opinn allan sólarhringinn, það eru

„foosball“-borð niðri og svo er líkamsræktarstöð á

staðnum. Það er líka stöðug þróun í náminu og það

er í takt við tímann.

Hvernig líst þér á nýja skólaárið?

Það leggst vel í mig bæði félagslega og námslega.

Ég þarf að halda rétt á spöðunum til að tækla þessa

önn og svo var ég að fá mér byssuleyfi þannig að ég

ætla að fara að skjóta einhverja fugla. Þetta er svona

stangveiðin og golf á sumrin og svo skotveiðin á

veturna. Svo var ég að taka mótorhjólaprófið líka

svo nú þarf ég að kaupa mér mótorhjól.jrj

ARON LEVÍFyrstu sex: 230889.Skólastig: Annað ár í bygginga-iðnfræði í Háskólanum í Reykjavík.Gítar: Yamaha.Uppáhaldslitur: Blár.Uppáhaldsteiknimyndapersóna:Barbapabbi.Æskudraumur:Ætlaði að verða ríkur.Heimasíða ADHD: www.adhd.is.

Myn

d/Si

gurg

eir

NEMIER NEFNDUR

Aron Leví Rúnarsson er nemi í bygg-

ingafræði í Háskóla Reykjavíkur.

Hann er greindur með ADHD og tekur

því þátt í að vekja athygli á herför-

inni Athygli, já takk. Þessi 22 ára

nemi virðist elska að vera upptekinn.

Page 5: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

HVÍTLAUKSOLÍA

FYLGIR

FRÍTT MEÐ

ÖLLUM

PÖNTUNUM

dominos.is 58·12345

Page 6: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

6 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

Torsótt byrjunÞað tók dágóðan tíma að fá rétta mynd á

hljómsveitina Nirvana. Þó svo að söngvarinn,Kurt Cobain, og bassaleikarinn, Krist Novo-selic, hafi verið saman í menntaskólaí Aberdeen í Washington-fylki íBandaríkjunum þá lágu leiðir þeirraekki saman strax. Cobain sóttisteftir því að stofna hljómsveitmeð Novoselic og gaf honumprufuupptökur fyrri hljómsveitarsinnar á kasettu merktri FecalMatter. Það tók Novoselic hinsvegar þrjú ár að hlusta áspóluna en eftir aðhann gaf hennigaum stofnuðuþeir félagarhljómsveitsaman vetur-inn 1987. Þaðtók þá piltaþó langantíma að finnatrommaraog eftir aðhafa gefiðmörgumtækifærisættustþeir átrommarannChad Chann-ing í maí 1988.

600 dollararFyrsta plata

Nirvana var hinfremur dökktóna,Bleach, sem gefinvar út í júní árið1989 en þá voru þeirfarnir að gera út fráSeattle í Washington-fylki. Maður nokkur,Jason Everman, fékknafn sitt skráð á plötu-umslagið þar sem hannreiddi fram þá rétt rúmu600 dollara sem platankostaði í framleiðslu. Þó aðNirvana hafi sjálfir gefið útplötuna án aðstoðar plötu-fyrirtækis þá tókst þeim aðná á sitt band fjöldanumöllum af aðdáendum oglög af plötunni voru spiluð

á háskólaútvarpsstöðvum víðs vegar umBandaríkin og flestir voru sammála um aðCobain hafi sannað sig sem lagasmiður meðlaginu About a Girl.

Sá réttiCobain hélt áfram að þróa sínarlagasmíðar og smám samanurðu lögin bjartari og poppaðri.Í apríl árið 1990 fengu Nirvana-menn til liðs við sig upptöku-stjórann Butch Vig og í fram-haldinu byrjuðu þeir að vinnanýtt efni. Á sama tíma fór aðtrosna upp úr sambandi Cobainog Novoselic við trommarannChad Channing. Sá síðastnefndi

var ósáttur með að fá ekki að takameiri þátt í lagasmíðunum ogyfirgaf hljómsveitina. Nokkrirtrommarar fylltu í hans skarð enþað var ekki fyrr en í septemberþetta árið þegar Dave Grohl komtil sögunnar að Cobain og Novo-selic urðu fullkomlega sáttir.Buzz Osborne úr hljómsveitinniThe Melvins benti Cobain ogNovoselic á Grohl sem þá varnýhættur með hljómsveitsinni Scream sem gerði út frá

Washington í D.C.-fylki.Tvíeykið fékk Grohl til

sín í prufur skömmueftir að hann komtil Seattle og haft ereftir Novoselic aðþað hafi tekið þátvær mínútur aðátta sig á að hér

væri rétti trommarinná ferðinni.

MeginstraumurinnMeð nýrri uppstillingufóru Nirvana-liðarað leita að stóruútgáfufyrirtækitil að gefa út sína

aðra breiðskífu. DGCRecords varð fyrirvalinu og þrátt fyrir

að geta valið úr fjöldanumöllum af upptökustjórumvarð áðurnefndur Butch Vigfyrir valinu. Saman hófustþessir fjórir handa við aðbúa til aðra breiðskífu

hljómsveitarinnar. Vinnan var oft og tíðumerfið og Cobain var ósáttur við hljóðblöndunmargra laganna og liðsmönnum sveitarinnarþótti hljómurinn oft og tíðum of glanskennd-ur og fægður fyrir sveit sem gæfi sig út fyrir aðspila fyrst og fremst pönk og rokk.

Lykt af ungdómi10. september árið 1991 gáfu Nirvana út

fyrstu smáskífu plötunnar Nevermind, lagiðSmells Like Teen Spirit. Lagið, sem jafn-framt er fyrsta lag plötunnar, endurspeglarhráar lagasmíðar sveitarinnar þar sem erindilagsins er lágstemmt og algjör andstæðavið kröftugt viðlagið. Þetta var fyrsti alvörusmellur Nirvana og einnig sá sem náði hæster hann tyllti sér í sjötta sæti bandarískaBillboard-listans. Það var í raun sama hvertvar litið, Smells Like Teen Spirit var spilað áöllum útvarpsstöðvum og myndbandið viðlagið birtist mörgum sinnum á dag á tónlist-arsjónvarpsstöðinni MTV. Á svipstundu varð

neðanjarðarsveitin með háskólaútvarpsspil-unina orðin þekkt úti um allan heim.

Platan sem öllu breyttiÖnnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði

hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Recordshöfðu vonast til þess að ná að selja hana í250.000 eintökum en fyrir jólin 1991 seldust400.000 eintök í hverri viku. Fyrst um sinnvar platan í 144. sæti á Billboard-listanum íBandaríkjunum en það var svo í janúar árið1992 að platan komst á topp listans og veltiþar úr sessi plötu Michael Jackson, Dangerous.Þessar óvæntu vinsældir plötunnar urðu tilþess að óhefðbunda „alternative“-rokkiðfærðist nær hefðbundna „mainstream“-popp-inu. Áður en platan kom út voru einungisnokkrar útvarpsstöðvar sem spiluðu óhefð-bundna rokkið en hér um bil tveimur árumsíðar voru þær orðnar fleiri en 100 talsins.Áður höfðu tónlistarþyrst ungmenni ekkiheyrt slík tóndæmi í útvarpi en nú sáu stjórn-

Á laugardaginn eru liðin tuttugu ár síðan Nirvana gaf út sína aðra breiðskífu, Nevermind.Sú plata breytti tónlistarsögunni þegar hún færði óhefðbundið rokk nær hefðbundnupopptónlistarsenunni. Í tilefni þess ákvað Monitor að stikla á stóru um feril sveitarinnar.

Engum var sama um

NEVERMINDÚtgáfudagur: 240991.Efsta sæti Billboard: janúar 1992.Sala: 30.000.000 eintök.Áhrifavaldar: Pixies, The Smithereens og R.E.M.Vinnuheiti: Sheep.Kostnaður: 65.000 dollarar.Hljóðver: Sound City Studios, Van Nuys íKaliforníu.Upptökutímabil: maí til júní 1991.Staðreynd#1: Cobain samdi nokkra textannaeinungis nokkrum mínútum fyrir upptökur.Staðreynd#2: Cobain samdi öll lögin á plötunni.Fyrsta lagið og leynilag plötunnar samdi hann ísamvinnu við Novoselic og Grohl.Staðreynd#3: Vegna mistaka vantar leynilagið„Endless, Nameless“ á fyrstu 20.000 eintökinsem voru framleidd.

SVALUR MEÐ FLOTTUSTUSÓLGLERAUGU Í HEIMI

ÖRVHENTUR KURT SPILAREINFALT GÍTARSTEF

Page 7: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

7FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Monitor

endur stöðvanna að hér væri á ferðinni nýgróðamaskína og því hófu þeir að spila tónlistí anda Nirvana. Myndin af unga barninu semseilist eftir dollaraseðlinum er því táknrænþví plötufyrirtækin og útvarpsstöðvarnarvirtust vera að leika sama leik.

Á svið í hjólastólEin af eftirminnilegustu framkomum

Nirvana var þegar þeir voru aðalbandið áReading-tónlistarhátíðinni árið 1992. Sterkurorðrómur hafði verið á sveimi um slæmaheilsu Cobain og margar fréttir höfðu birst umeiturlyfjafíkn hans. Sökum þessa var innkomahans á hátíðina áhrifamikil þegar hann komrúllandi inn á svið í hjólastól. Nirvana var

orðið stórt nafn og Cobain gat komist uppmeð alls kyns framkomu. Skömmu eftirhjólastólauppákomuna kom hljómsveitinfram á VMA-verðlaunahátíð MTV þar semCobain stalst til að spila upphafið að laginuRape Me en aðstandendur hátíðarinnar höfðuáður bannað honum að spila lagið. Eftirupphafsstefið fóru þeir yfir í lagið Lithium oghirtu svo seinna um kvöldið verðlaun fyrirbesta „alternative“-myndbandið og sem bestinýliðinn.

Snar endirNirvana fylgdu eftir Nevermind með

plötunni In Utero sem þeir gáfu út í septemb-er árið 1993. Sú var ekki eins poppuð og Ne-vermind en seldist þó mjög vel og stökk beintí fyrsta sæti Billboard-listans. Í nóvembersama ár komu þeir mörgum á óvart þegar þeirsamþykktu að taka þátt í órafmagnaðri tón-leikaröð MTV. Þar sýndu þeir gæði laga sinnaþví að hálfnakin lögin fengu áheyrendur til aðheyra vel hve sterkar laglínur þau höfðu aðgeyma. Kurt Cobain var oft talinn talsmaðurX-kynslóðarinnar svokölluðu en sú staða ogfrægð hans og frami ollu honum miklu hug-arangri og þunglyndi. Smám saman varð fíknhans meiri og var tónleikaferð Nirvana umEvrópu aflýst að hluta eftir að hann fannstmeðvitundarlaus á hótelherbergi sínu eftir aðhafa blandað saman óhóflegu magni af lyfjumog áfengi. Cobain fór í meðferð í Seattle engafst upp á innan við viku og flúði meðferðar-heimilið. Viku seinna, þann 8. apríl árið 1994,fannst hann svo látinn á heimili sínu í Seattleeftir að hann hafði stytt sér aldur.

Goðsögnin lifirDauði Kurt Cobain hjúpaði Nirvana í fortíð-

arþrá og á augabragði urðu meðlimir Nirvanaholdgervingar breytingarinnar á tónlistarsen-unni eins og hún leggur sig. Þeir opnuðu dyrmargra neðanjarðarlistarmanna að poppsen-unni og kenndu fólki að allar stærðir og form ítónlistinni eiga möguleika á að ná langt. Hrokiþeirra og oft og tíðum húmor gerði þá spenn-andi og hvatti aðra til að vinna með tónlistí alls kyns áttir. Þeir gáfu tilraunarokkurumvon og veittu um leið poppsenunni mikilvægtaðhald. Kurt Cobain var 27 ára þegar hann dó.Merkileg tala þessi 27.

GRUNGEÞegar talað er um Grunge-tónlistarstefnunaer Nirvana yfirleitt nefnd í sömu andrá ásamthljómsveitinni Pearl Jam. Stefnan á upptök síní Seattle í kringum miðjan áttunda áratuginn.Grunge þýðir í lausri þýðingu eitthvað sem eróhreint og lýsir það vel mengaða rafmagnsgítar-hljómnum sem einkennir stefnuna. Oftar en ekkier rafmagnsgítarinn gerður óhreinn með mikillihljóðbrenglun eða „distortion“ og endurkastiðfrá magnaranum er gjarnan notað í miklum mæli.Stefnan er undir áhrifum frá harðkjarna pönki ogþungarokki en er þó yfirleitt lágstemmdara ogtakturinn er hægari í Grunge-stefnunni.

NIRVANA ALVEGGRJÓTHARÐIR

Ertu námsmaður?

Viltu leigja stóra íbúðfyrir lítinn pening?Á Ásbrú í Reykjanesbæ eru rúmgóðar og vel búnar

námsmannaíbúðir sem ætlaðar eru einstaklingum,

pörum eða fjölskyldufólki sem stundar nám hvort

sem er í staðnámi eða fjarnámi, hjá Keili eða

í öðru háskólanámi á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúðirnar eru allar rúmgóðar og aðstaða eins og bestverður á kosið. Svæðið er mjög fjölskylduvænt og öllhelsta þjónusta í seilingarfjarlægð, s.s. líkamsræktarstöð,veitingastaður, grunnskóli og leikskólar.

Gjaldfrjálsar rútuferðir eru milli Ásbrúar og Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni: www.keilir.net/keilir/nemendaibudir

Einnig má hafa samband við húsnæðissvið Keilis í síma 578 4000.

Dæmi um íbúðir og leiguverð3 herbergja íbúðir 106 - 110 m2 69.081 kr.

4 herbergja íbúðir 135 - 145 m2 85.979 kr.

5 herbergja íbúðir 164 - 182 m2 104.659 kr.

6 herbergja íbúðir 203 - 210 m2 123.065 kr.

Innifalið er sjónvarp og internet.

Page 8: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

8 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

stíllinn

Rósa María Árnadóttir útskrifaðist frá Verzlunar-skóla Íslands síðastliðið vor og vinnur nú í fullu

starfi hjá Nova í Kringlunni. Auk þess vinnur húnum helgar í vintage-búðinni Rokki og Rósumá Laugaveginum. Rósa María hefur lengi haft

mikinn áhuga á tísku og er vintage-tíska henniefst í huga. Stíllinn spurði hana spjörunum

úr um fatastílinn, vintage-tísku og hvað væriómissandi í vetur.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?Hann er stílhreinn, kvenlegur en samt smá

öðruvísi. Ég blanda mikið saman nýjum og göml-um fötum. Mér finnst til dæmis mjög gaman aðvera fín, ég kaupi mér reglulega kjóla og á alltof

mikið af þeim.

Hvenær fórstu að nota vintage-föt?Ég man að þegar ég var í níunda bekk kom

tímabil þegar allir voru að kaupa sér ballkjóla íSpúútnik og þess háttar en það hætti svo fljótt.Síðan þegar ég var að byrja í menntaskóla fór égað ganga meira í vintage-fötum. Ég var að vinnaí fatabúð með Elísabetu vinkonu minni sem gekk

mikið í svona fötum þá og ég byrjaði að hermaörlítið eftir henni. En svo þróaðist þetta og mérbyrjaði að finnast mun skemmtilegra að kaupamér föt sem ég vissi að enginn átti eins. Í dag er

meirihlutinn af fataskápnum mínum vintage-föt.

Hver er þín helsta fyrirmynd í tískuheiminum?Það er engin viss fræg persóna sem ég lít eitt-

hvað sérstaklega upp til. Ég skoða mikið tísku-blogg eins og lookbook.nu. Ég skoða einnig mikiðevrópsk tískublogg eins og stokkholmstreetstyle.se þar sem þessi evrópska tíska á mjög vel við

mig. Svo heimsæki ég reglulega elisabetgunnars.com, þar er hægt að finna mjög margt flott.

Átt þú þér uppáhaldshönnuð?Mér finnst Marc Jacobs alltaf flottur og einnigStina Goya. Af íslenskum hönnuðum finnastmér Kalda-systurnar mjög flottar, Aftur og

einnig fannst mér Spakmannsspjarir mjög flott áReykjavík Fashion Festival núna um daginn.

Hver er uppáhalds vintage-búðin þín?Það er alveg klárlega Rokk og Rósir. Ég kíki líkaoft í Spúútnik og Nostalgíu og svo er hægt að

finna margt fallegt í Rauða Kross búðinni.

Hvaða flík myndir þú segja að væri ómissandifyrir veturinn?

Klárlega loðkragar og í öllum litum. Góðar ogflottar úlpur, það er búið að vera mikið úrvalaf flottum úlpum í Spúútnik og Nostalgíu ogþessum vintage-búðum. Cape-in verða flott ívetur og fylltu hælarnir halda áfram að vera

vinsælir. Svo er algjör nauðsyn að eiga stóra, kósíprjónaða peysu og leðurstuttbuxurnar verða líka

málið, við þykkar litaðar sokkabuxur.

„Þessi gamli stíll á miklu betur viðmig,“ segir Rósa María en Stíllinn

fékk hana til að sýna okkur uppá-halds vintage-flíkurnar sínar.

Vintage

ÆÐIVESTI:

ROKK OG RÓSIR

HATTUR:RAUÐA KROSS BÚÐIN

BUXUR:ROKK OG RÓSIR

SKÓR:TOP SHOP

SKYRTA:NOSTALGÍA

KJÓLL:ROKK OG RÓSIR

BUXUR:KULTUR

SKÓR:DIN SKO (SVÍÞJÓÐ)

SOKKABUXUR:OROBLU

JAKKI:RAUÐA KROSS BÚÐIN

KJÓLL:ROKK OG RÓSIR

SOKKABUXUR:OROBLU

HÁLSMEN:ROKK OG RÓSIR

SKÓR:NELLY (SVÍÞJÓÐ)

SKÓR:RAUÐA KROSS BÚÐIN

BOLUR:SPÚÚTNIK

Page 9: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

9FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Monitor

Hin árlega Emmy-verðlaunahátíð fór fram í Nokia-kvikmyndahúsinu í Los Angeles síðastliðinn sunnudag.Þar voru bestu sjónvarpsþættir Bandaríkjanna verðlaun-aðir í hinum ýmsu flokkum. Besta leikkonan var valinJuliana Marguiles fyrir hlutverk sitt í The Good Wife ogKyle Chandler var valinn besti leikarinn en hann fermeð aðalhlutverkið í þáttaröðinni Friday Night Lights.

Verðlaun fyrir leikstjórn hlaut Martin Scorsese enhann leikstýrði fyrsta þætti þáttaraðarinnar BoardwalkEmpire. Modern Family var valin besta gamanþáttaröðinog þá var Mad Men valin besta sjónvarpsþáttaröðin,fjórða árið í röð. Það er þó oftar en ekki klæðaburðurstjarnanna sem vekur hvað mesta athygli fólks og þar erStíllinn engin undantekning.

Þessar stjörnur voru þær best klæddu að mati Stílsins.

Best klæddustjörnurnará Emmy-verðlaununum

Nina DobrevVampire Diaries-stjarnan er sjóðheit íþessum blóðrauða Donna Karan-kjól.Hafmeyjusniðið fer Ninu virkilega velog skartar hún fallegu Neil Lane-háls-meni sem passar vel við hlýralausakjólinn. Hún fær toppeinkunn!

Minka KellyHin yndisfríða Minka er gríðarlegaflott í þessum dökkbláa Dior-kjól.Hún tekur hárið frá andlitinu ogskartar fallegum en látlausum Tiff-any & Co.-eyrnalokkum. Hún stendurþví fyllilega undir nafni sem einn afhinum nýju englum Charlie.

Julia StilesÍslandsvinurinn mikli meikar þaðgjörsamlega í þessum glæsilegaGeorges Hobeika Couture-síðkjól.Fölgrái liturinn fer einstaklega vel viðhúðlit Juliu og er hárið fallega liðaðsem setur punktinn yfir i-ið.

Kate WinsletTitanic-stjarnan var bráðfalleg árauða dreglinum í þessum fallegaElie Saab-kjól. Rauði liturinn varáberandi þetta kvöld, en hann ferKate alveg einstaklega vel. Hún tekurhárið pent upp og fær þá fallegthálsmál kjólsins að njóta sín.

Cat DeeleySykursæta þáttastýran stóð undirvæntingum og var dúndurflott ígylltum Monque Lhuillier-síðkjól.Látlausir skartgripir og líflegt háriðpössuðu stórvel við kjólinn. HúnCat er alveg með’etta!

Evan Rachel WoodEvan var guðdómleg á rauða dreglin-um í svörtum glitrandi Elie Saab-kjól.Hún var með látlausa skartgripi viðáberandi kjólinn og með flotta 50’shárgreiðslu sem fullkomnar þettafágaða og fallega útlit hennar.

Page 10: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

Vatn sembragð er af

FÍT

ON

/SÍ

A

Page 11: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

11FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Monitor

Ef einhver hefur hlustað á útvarp í meira en fimm mínútur síðasta mán-uðinn hefur sá ekki komist hjá því að heyra raddir Nönnu Bryndísar ogRagnars úr Of Monsters and Men. Söngfuglarnir tveir sögðu Monitor frávinsældunum, skortinum á bransasögum og framtíðaráformum bandsins.

helluðEkki nógu

OF MONSTERSAND MENStofnuð: Í mars 2010.Meðlimir: ArnarRósenkranz Hilmarsson,Árni Guðjónsson, BrynjarLeifsson, Kristján PállKristjánsson, NannaBryndís Hilmarsdóttir ogRagnar Þórhallsson.Uppruni meðlima: Garða-bær, Garður og Keflavík.Þrjú góð lög: Little Talks,Love Love Love og Sloom.

Ef einhver hefur hlustað á útvarp í meira en fimm mínútur síðasta mán-uðinn hefur sá ekki komist hjá því að heyra raddir Nönnu Bryndísar ogRagnars úr Of Monsters and Men. Söngfuglarnir tveir sögðu Monitor frávinsældunum, skortinum á bransasögum og framtíðaráformum bandsins.

Ef einhver hefur hlustað á útvarp í meira en fimm mínútur síðasta mán-uðinn hefur sá ekki komist hjá því að heyra raddir Nönnu Bryndísar ogRagnars úr Of Monsters and Men. Söngfuglarnir tveir sögðu Monitor frávinsældunum, skortinum á bransasögum og framtíðaráformum bandsins.

Ef einhver hefur hlustað á útvarp í meira en fimm mínútur síðasta mán-uðinn hefur sá ekki komist hjá því að heyra raddir Nönnu Bryndísar ogRagnars úr Of Monsters and Men. Söngfuglarnir tveir sögðu Monitor frávinsældunum, skortinum á bransasögum og framtíðaráformum bandsins.

Page 12: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

12 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

Undanfarin misseri hefur lagið LittleTalks með hljómsveitinni Of Monstersand Men verið á heila annars hversmanns hérlendis. Vinsældir lagsinshafa verið meiri en þau Nanna BryndísHilmarsdóttir og Ragnar Þórhallssonþorðu að reikna með en lagið hefurverið leikið í útvarpi vestanhafs aukþess sem fjöldinn allur af notendumYouTube hefur sett á netið sínar eiginútgáfur af laginu. Ævintýri krakkanna íOf Monsters and Men hófst hins vegarfyrir einu og hálfu ári síðan með sigri íMúsíktilraunum.

Hvað var hljómsveitin Of Monstersand Men að gera áður en hún vannMúsíktilraunir í fyrra?R Hún byrjaði sem sólóverkefni hjáNönnu sem hét Songbird, þótt það séreyndar bara eitt lag frá þeim tímaá plötunni okkar. Síðar komum viðBrynjar inn í þetta. Fyrir Músíktilraunirvorum við bara að spila slatta, spiluð-um á Airwaves 2009 á Trúbatrix-kvöldi.N Já, þá vorum við miklu lágstemmd-ari með klukkuspil og eitthvað. Égkynntist Brynjari gítarleikara í skólaen við Raggi kynntumst í gegnumkærastann minn.

Af hverju ákváðuð þið að taka þátt íMúsíktilraunum?R Okkur langaði bara að geraeitthvað, við ákváðum þetta með mjögstuttum fyrirvara.N Já, alveg á seinustu stundu.R Þá bættum við honum Arnari við, tilað spila á slagverk og syngja bakraddir.N Já, ég man samt eftir tímabili þarsem ég hugsaði alveg að við ættum aðbíða með þetta í eitt ár en í dag er égmjög fegin að við skyldum ekki geraþað.

Stundum er talað um að hljómsveitirsem vinna Músíktilraunir þurfi síðanað hrista af sér einhvers konar Mús-íktilraunastimpil. Eruð þið upptekinaf slíku?R Ég hef aldrei pælt í því. Ég held aðstimpillinn sé góður.N Það að vinna þessa keppni gerðiokkur mjög gott og gerir hljómsveitummjög gott. Við viljum ekkert losna viðhann, erum bara mjög ánægð með aðhafa unnið þetta.R Nákvæmlega. Ég held samt líka aðþað að við biðum dálítið með að gefaút plötu hafi orðið til þess að fólk sérokkur alls ekkert bara sem einhverjaMúsíktilraunahljómsveit, heldur barahljómsveit sem hefur verið að spilahelling.

Þegar þið unnuð Músíktilraunir voruðþið bara fjögur í hljómsveitinni. Hversvegna bættust tveir við eftir það?R Við vildum bara gera þetta stærra,stækka hljóminn. Arnar langaði aðspila á trommur svo við færðum hannyfir á það og þá þurftum við bassa-leikara. Í staðinn fyrir melódikku ogklukkuspil, sem höfðu áður verið, þáfengum við harmonikku- og píanóleik-ara saman í einum manni.N Svo erum við stundum meðtrompetleikara líka.R Þetta var bara rétt þróun, löginkölluðu á stærri hljómsveit.

Um hvað eru lög hljómsveitarinnar?N Öll lögin eru einhverjar sögur.R Þetta eru allt einhverjar sögur semvið búum til, einhver ævintýri, eðasögur sem við finnum á netinu ogvinnum með þegar við búum til texta.Það eru einhverjar skrýtnar sögur semleynast lengst inni í internetinu semvið finnum á einhverjum skrýtnumsíðum.N Þetta er allt saman mjög dularfullt.

Þið syngið á ensku, hvers vegna erþað?N Það var einhvern tímann pælinghjá okkur að gera íslenskt lag en þaðeinhvern veginn gerðist aldrei.R Það er ekki það að við tölum miklaensku eða að við séum eitthvaðsérstaklega góð í henni, þetta geristbara. Ég held líka að innst inni sé þetta

sú hugsun að búa til tónlist fyrir stærrimarkað. Er það ekki?N Jú, ætli við viljum það ekki.

Nafn hljómsveitarinnar hljómar einsog vísun í bókatitilinn Of Mice andMen. Kom aldrei til greina að nefnahljómsveitina Of Monster Sandmen,sem hljómar alveg eins?N (hlær) Við höfum heyrt þetta áður.R Ég sé þetta nafn einmitt alltaf þegarég skrifa netfangið okkar, [email protected]. Það ersamt mjög kúl, minnir á Metallica ogeitthvað.N Það hefði verið kúl nafn og viðræddum það ítarlega en við ákváðumá fundi að nota það ekki.

Lagið Little Talks hefur fengið frábær-ar viðtökur síðustu mánuði. Er þettaykkar uppáhaldslag?N Nei, en það er ótrúlega gaman aðsjá hvað fólk tekur vel í það, sér-staklega nýlega, og tekur vel undir átónleikum.R Það er ótrúlega gaman. Þetta er ekk-ert uppáhaldslagið manns í heiminum,en það er rosa gaman að spila ogsemja það. Við hlustum almennt ekkimikið á okkar tónlist.

Þegar þið sömduð lagið Little Talks,grunaði ykkur strax að þetta væri lagsem yrði spilað á milljón í útvarpi, tildæmis á FM957?N Við bjuggumst einmitt ekki við þvíaf öllu.R Nei, en ég skil það alveg svo sem. Égvar samt alls ekki einu sinni viss umað þetta kæmist inn á X-ið, ég hugsaðiað þetta væri kannski svona Rásar2-lag.N Svo var líka mjög óvænt að sjá fólkfrá útlöndum vera að „covera“ lagið ogsetja myndbönd af því á YouTube. Þaðer alltaf jafnfyndið.

Náið þið nú til breiðari hóps af fólkieftir að lagið sló í gegn?N Já, það er miklu breiðari hópurbyrjaður að mæta á tónleika.R Já, svo erum við búin að spila fyrirbörn.N Síðan vorum við að spila í brúð-kaupi og það voru áttræðar ömmursem voru dansandi við tónlistinaokkar. Það er mjög gaman.

Bandaríska útvarpsstöðin KEXP tókupp myndband með ykkur í kringumAirwaves í fyrra þar sem þið fluttuðLittle Talks. Síðan hafa rúmlega208.000 manns horft á þetta mynd-band. Tókuð þið tímabil þar sem þiðláguð yfir YouTube og fylgdust meðáhorfinu rjúka upp?R Já, þetta var orðin einhvers konarfíkn og við töluðum alveg um að núþyrftum við að hætta þessu.N Þetta var alveg rosalegt en ég hefekki gert það í marga mánuði núna.R Lagið er hins vegar núna komið áeinhvern vinsældarlista á útvarpstöðúti í Philadelphia og situr þar í 26. sætiog eftir það byrjaði áhorfið á YouTubeað rjúka aftur upp. Fyrir mjög stuttuvar það sem sagt bara í 198.000 en svorauk það upp í 208.000 um daginn.N (hlær) Geðveikt nákvæmar tölur.

Þið eruð með bandarískan umboðs-mann. Kom það til vegna þessamyndbands?N Nei, það gerðist bara stuttu eftirMúsíktilraunir. Maðurinn hennar eríslenskur og hann sá okkur á tónleik-um og benti henni á okkur. Hún komtil Íslands og sendi okkur tölvupóstþannig að við héldum tónleika fyrirhana, töluðum við hana eftir það ogúr varð að hún gerðist umboðsmaðurokkar.

við

talið

Texti: Einar Lövdahl [email protected]: Eggert Jóhannesson [email protected]

Já, þetta varorðin einhvers

konar fíkn og viðtöluðum alveg um aðnú þyrftum við aðhætta þessu.

NANNAFyrstu sex: 060589.Uppáhaldsmatur: Kjúklingur.Uppáhaldsstaður í heiminum:New York.

Page 13: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

13FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Monitor

RAGNARFyrstu sex: 060387.Uppáhaldsmatur: Humar.Uppáhaldsstaður í heiminum:Heima hjá mömmu og pabba.

R Okkur líkar svo vel við hana oghenni líkar vel við okkur, svo þetta ergott samstarf. Hún er náttúrlega meðsín sambönd úti, er dugleg og svo ergott að hafa einhvern sem er inni ímálunum til dæmis í Ameríku.

Hefur ykkar hversdagslíf breyst eftirað þetta lag náði svona rosalegumvinsældum?R Það er vissulega meira að gera hjáhljómsveitinni og mikið af tölvu-póstum til að svara og þannig. Það eraðeins meira verið að stoppa mannúti á götu, það er tekið fast í höndinaá manni og maður sleginn fast í bakið.Ég lenti einmitt í mjög harðhentumgæja síðustu helgi.N Ég er sammála öllu sem Raggi er aðsegja.

Er eitthvað skipti sem þið hafið veriðstoppuð úti á götu eftirminnilegra enannað?N Við lentum í einum á Akureyri.R Já, það var einhver gæi sem var aðelta okkur út um allt þegar við vorumað spila á Akureyri. Hann var meðeitthvað svona hvítt í munnvikunum.N Hann elti okkur á barinn eftir giggiðog svo þegar við sögðumst ætla aðfara heim, þangað sem við gistum,þá spurði hann hvert við værum aðfara og sagðist líka eiga heima þar. Viðvorum alveg: „Nei, þú átt ekki heimaþar“. Síðan stungum við hann af enþá stal hann einhverju hjóli og komhjólandi á eftir okkur svo við stigumupp í leigubíl og fórum þannig heim.R Síðan vorum við úti á svölum og þákom hann hjólandi framhjá íbúðinni.Þá læstum við bara og fórum að sofa.Við biðjum bara að heilsa honum efhann er að lesa. Skilaðu hjólinu.

Hvernig verða lögin ykkar til?R Það er mismunandi. Einhverúr hljómsveitinni kemur með litlahugmynd og svo vinnum við oftast ölleða nokkur saman í henni.N Já, allir leggja sitt af mörkum.

Þið eruð bæði að læra myndlist.Hvaðan kemur sá áhugi?R Þetta er bara áhuginn fyrir því aðskapa, eflaust sama ástæða og fyrir þvíað maður er að gera tónlist. Mér finnstekki gaman að vinna með eitthvaðsem aðrir hafa búið til eða sjá hvaðaðrir hafa búið til, mér finnst aðallegabara gaman að búa til sjálfur.N (hlær)R Hvað, var þetta skrýtin setning?N Ég er í fornámi í mynd- og sjónlistþar sem ég fæ að kynnast öllu í þess-um fögum á einu ári. Það hefur hingaðtil verið ógeðslega gaman.

Hvert er eftirminnilegasta giggiðhingað til?N Pylsugiggið er eftirminnilegt af þvíað það var svo ömurlegt.R Já, við vorum að spila í gamlaskólanum hennar Nönnu og það varverið að gefa pylsur á sama tíma og viðvorum að spila og þá var öllum alvegnákvæmlega sama um okkur.N Okkur langaði líka geðveikt í pylsuen við þurftum að vera uppi á sviði aðspila.R Það höfðu allir miklu meiri áhuga ápylsum en okkur, það var sárt.

Þeir Arnar og Kristján í hljómsveit-inni eru líka meðlimir í Cliff Clavin.Hafið þið reynt að sannfæra þá umað hætta í henni svo þeir geti einbeittsér að fullu að ykkar hljómsveit?R Aldrei. Arnar er búinn að vera íCliff Clavin mjög lengi en Kiddi Pallibyrjaði reyndar fyrst með okkur. Þettavinnur vel saman og Cliff Clavin erugóðir vinir okkar, þeir eru æskuvinirmínir. Mér finnst flott að þeir geti veriðí báðum.

Þið hafið spilað í Hollandi og NewYork. Segið mér aðeins frá þessumtúrum ykkar.R Hollandsgiggið var í gegnum Mús-íktilraunir. Við fórum með Hinu húsinuút og tókum þátt í prógrammi semheitir Stage Europe Network, þar semmargar hljómsveitir frá mismunandilöndum koma saman, spila saman,

taka upp lög og svona. Þetta eru svonahálfgerðar búðir.N Já, svona „band camp“. Í NewYork spiluðum við á tvennum litlumtónleikum sem Heather, umboðsmað-urinn okkar, skipulagði svona til þessað kynnast lífinu þarna úti og kynnasthenni betur.

Má búast við meiri útrás til hins stóraheims?R Já, alveg örugglega. Stefnan er tekinút.

Ragnar, þú gengur undir gælunafninuMussi. Hvaðan kemur það? Er þaðrokkstjörnunafnið sem þú notar áerlendri grundu?R Mamma mín og pabbi kölluðu migMussa þegar ég var lítill og systurmína Mussu. Ég jarðaði þetta þegarég var lítill af því mér fannst þettaógeðslegt en svo gróf ég þetta uppnúna nýlega því mér finnst þetta flottnafn. Ég gaf mér þetta eiginlega sjálfur,þótt það sé kannski ekki leiðin til að fáviðurnefni. Svo er systir mín búin aðnefna hvolp eftir mér. Tíkin hennar varsem sagt að eignast hvolpa og Mussi ersætasti hvolpurinn.N Rokkstjörnunafnið hans er frekarRocky. Við vorum úti í New York og þápantaði hann sér „soja latté“ á Star-bucks og gellan sem var að afgreiðakallaði hann „Rocky“.R Ég sagðist sem sagt bara heita Raggien svo þegar pöntunin var tilbúin þákallaði hún yfir allan staðinn: „Rocky,Rocky!“. Þá hugsuðu örugglega allirbara: „Vó, kúl nafn“.

Nanna, hvernig er að vera einastelpan í hljómsveitinni?N Ég hef aldrei upplifað það sem neittskrýtið. Það var ekki fyrr en fólk fór aðbenda mér á þetta að ég fór eitthvaðað pæla í þessu. Ég er bara í hljómsveitmeð vinum mínum.R Já, við erum svo góður hópur að þaðskiptir engu máli.

Ef þið fengjuð boð um að fara íárslangan túr um Bandaríkin þarsem þið þyrftuð að taka með ykkuríslenska hljómsveit til að hita uppfyrir ykkur, hvaða hljómsveit yrðifyrir valinu?N Ég myndi vilja taka Agent Fresco,þótt það sé kannski skrýtið að fá þá tilað hita upp. Við höfum reynt að spila áeftir þeim og það er mjög erfitt.R Við tókum rosalega skemmtilegantúr með þeim og Lockerbie í sumar.Við kynntumst þeim vel og þeir erufrábærir strákar svo það væri mjöggaman.

Ef hljómsveitin strandaði á eyðieyjuog þið algjörlega neyddust til aðborða einn meðlim, hver yrði étinn?R Pottþétt Brynjar.N Já, ég myndi byrja á vörunum hans.R Maður myndi narta í þessar varir.Svo er hann búinn að vera að lyftasvolítið svo vöðvarnir hans eru orðnirmjög djúsí og síðan er hann náttúrlegameð þennan rass.N Hann er mjög girnilegur allur. Égheld að hann sé safaríkur.R Ég held líka að allir væru sáttir viðþá ákvörðun, hann líka.N Nei, ekki segja þetta! (hlær)R Hann er yngstur og svona.

Getið þið sagt mér einhverjaskemmtilega hljómsveitarsögu?R Við vorum einmittað ræða það umdaginn á þessum túr

Síðan stung-um við hann

af en þá stal hanneinhverju hjóli og komhjólandi á eftir okkursvo við stigum uppí leigubíl og fórumþannig heim.

Page 14: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

14 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

með Agent Fresco hvað við eigum engar sögur.N Þeir voru alltaf með einhverjar sögur þarsem þeir voru að gera eitthvað „alveg hellað“.Við erum ekki nógu helluð.R Við erum að pæla í að byrja að gera eitthvaðtil að fá sögur.N Eða búa bara til sögur.

Heimildir Monitor herma að Ragnar upplifisig sem fyrirliða hljómsveitarinnar. Er hannþað?N Hann vill setja sig á þann stall, hann másvo sem alveg fá þann stimpil ef hann vill það.R Já, svona nýlega þá hef ég tekið fyrirliða-stöðuna af Nönnu. Ég er búinn að vera mjögábyrgur, svarandi Emilum og mikið í símanum.Nei nei, ég er enginn fyrirliði.N Ragnar er frábær strákur.

Nanna, þú lentir í 3. sæti í Söngkeppniframhaldsskólanna fyrir fjórum árum þegarþú söngst lagið Gleym-mér-ei fyrir hönd FS.Hvort þykir þér vænna um þann áfanga eðasigurinn í Músíktilraunum?N Ég held að það hljóti að vera Músíktilraunir,af því að þá unnum við. Það var bæði reyndarótrúlega gaman, bæði ævintýri út af fyrir sig.R Það hefur kannski verið skemmtilegra íMúsíktilraunum af því þú gerðir það meðskemmtilegra fólki, eða hvað?N Sagði ég það?R Nei, ég bara spyr.

Áður fyrr varst þú, Nanna, líka í hljóm-sveitinni Pointless sem gerði það gott áSuðurnesjunum og kom meðal annars fram íÍsland í bítið. Hvað varð um þá ágætu sveit?R Stóð hún ekki bara undir nafni?N Jú, hún var bara „pointless“. Nei, við barahættum. Ég held að við höfum áttað okkur áþví að við vorum ömurleg. Eða nei, við vorumkúl.

Manst þú eftir henni frá þessum tíma,Ragnar?R Nei, ég þekkti hana ekki neitt. Ég er hinsvegar líka svona rannsóknarlögregla eins og þúog gróf atriðið hennar úr Söngkeppninni upp ánetinu og það var rosa flott.

Fyrsta platan ykkar, My Head Is an Animal,kom út í vikunni. Hvað getið þið sagt mér umþessa plötu?N Hún er með tónlist og söng á.R Hún inniheldur ellefu lög.N Við tókum hana upp í Sýrlandi.R Já, hún var tekin upp „læv“, það er aðsegja grunnarnir, og svo erum við búinað bæta ofan á það í Orgelsmiðjunni.Það hefur tekist mjög vel, finnstokkur. Kaupið hana, plís.N Svo Raggi geti borðað.

Þið eruð að læra myndlist oghönnuðuð plötuumlagið sjálfásamt Arnari trommuleikara.Hver er pælingin á bak viðumslagið?R Þetta eru gamlar ljósmyndirsem ég fann í albúmi sem afiminn átti. Ef þú opnar disk-inn, þá sérðu sex hausa semallir tákna einn í hljómsveit-inni. Það eru sem sagt augunokkar inni í skrímslahausum.

Hvað ber framtíðin í skautisér?N Vonandi eitthvað skemmti-legt, við ætlum allavega aðfylgja plötunni vel eftir.R Það eru útgáfutónleikarfimmtudaginn 6. október íGamla bíó. Við ætlum annarsbara að spila og spila, svostyttist í Airwaves. Síðansemjum við örugglega meira,skemmtum okkur og höfumþað gott.

Mér skilst að trommarinn ykkar,Arnar, sé afar skeggjaður umþessar mundir. Hvers vegna erþað?R Arnar er að safna skeggi þangaðtil að útgáfutónleikarnir eru búnir.Öllum er velkomið að koma ogsnerta skeggið hans á tónleikunum.N Hann er einmitt kallaðurSkeggur af okkur þessa dagana.R Svo þegar hann rakar skeggið þáætlar hann að gefa mér hárin svo éggeti búið til pensla úr þeim og þá málaég mynd af honum með penslunum.

...líklegra til að mæta seintá hljómsveitaræfingu?R Nanna.N Ég.

...klikkaðra?R Ég.N Ég.

...betri myndlistarmaður?R Ég.N Raggi.

...latari einstaklingur?R Ég.N Ég.

...betri söngvari?R Nanna.N Raggi.

...betri gítarleikari?R Erfiðar spurningar. Másegja Brynjar? Við erum bæðijafnléleg.N Þetta er mjög erfitt.Brynjar?

...meira utan við sig?R Nanna.N Ég.

HVORT YKKAR ER...

Page 15: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

Salómon er partur af prógrammet

Page 16: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

16 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is

frítt

einta

k

tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikHÚs, listir, íÞróttir, matUr OG allt annaÐ

FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011MONITORBLAÐIÐ 2. TBL 2. ÁRG.

allt&ekkert

Of Monsters And MenLittle TalksMugisonStingum afAdam Levine / Christina AguileraMoves Like JaggerJón JónssonWanna Get InElín Ey / Pétur BenÞjóðvegurinnAdeleSet Fire To The RainRed Hot Chili PeppersAdventures Of Rain DanceFoster The PeoplePumped Up KicksHelgi Björns & Reiðmenn vindannaÉg skal bíða þínAwolnationSail

123

67891011 Pétur Ben & Eberg Over And Over 12

Lady Gaga You And I 13 Bubbi MorthensHáskaleikur 14 Bruno Mars Merry You 15

HAM Ingimar 16 Cee Lo Green Cry Baby17 Mannakorn Á meðan sumar framhjá fer18 Valdimar Brotlentur 19 Coldplay EveryTeardrop Is A Waterfall 20 Berndsen &Bubbi Úlfur Úlfur 21 Páll Óskar La DolceVita 22 JLS / Dev She Makes Me Wanna23 HAM Dauð hóra 24 Rihanna Cheers(Drink To That) 25 Snow Patrol Called OutIn The Dark 26 Múgsefjun Sendlingar ogsandlóa 27 Steindi JR / Bent / MattiMatt Gull af mönnum 28 Chris MedinaWhat Are Words 29 Brynjar MárBreakaway 30 Á móti sól Ég veit ekki hvar

LAGALISTINNVikan 15. - 22. september 2011

HVAÐ ER TÍTT?Nafn: Ragnhildur SteinunnÁ forsíðu: 13. janúar 2011Fyrirsögn viðtals: Væri sett árítalín í dag

„Það er bara allt ljómandi gottað frétta, takk fyrir. Ég var reyndarrétt í þessu að tína hrísgrjón úrhárinu á mér eftir hádegispartímeð dóttur minni. Ótrúlegthvað litlir gríslingar geta hentmatarleifum út og suður. Annarser fæðingarorlofið mitt á endaog nú er vinnan komin á fullt.Við höfum verið að klára þættifyrir RÚV sem heita Ísþjóðin ogþað hefur verið afar ánægjulegt.Í þáttunum ræði ég við ungt,framúrskarandi fólk og það hafaverið algjör forréttindi að kynnastþessum einstaklingum. Einnig hefég verið að undirbúa dansþáttinnDans dans dans sem hefur göngusína á RÚV í byrjun nóvember.Það er virkilega fjörugt verkefnienda löngu kominn tími til þessað gera danslistinni hátt undirhöfði. Dansprufurnar fara fram ílok mánaðar og við vonumst aðsjálfsögðu til þess að geta sýntíslensku þjóðinni rjómann afdansmenningunni hér heima.Annars er ég bara hress og kát oghlakka til að lesa næsta Monitor.“

Á leið til New YorkÞessa vikuna stökkva þau Pétur Benog Elín Ey hæst allra á Lagalistanum.Nýverið endurgerðu þau gamalt lagMagnúsar Eiríkssonar um Þjóðveginnsem situr nú í 5. sæti Tónlistans eneinnig situr það á toppi vinsældarlistaRásar 2. „Þetta er mjög gaman, mérþykir vænt um þessa velgengni,“segir Elín sem átti engan veginn voná þessu. „Satt að segja kom ég heimfrá Bandaríkjunum og þá vissi ég ekkieinu sinni að það væri komið í spilun.Mér datt ekki í hug að það yrði sett íútvarp því það var upphaflega gert fyrirauglýsingu. Tónlistin mín hefur aldreiverið á þeim markaði að hún hafi rataðá vinsældarlistana svo að þetta er mjögnýtt fyrir mér. En ég er mikill aðdáandiMagga Eiríks svo það er virkilega gamanað taka þátt í að endurútsetja þetta lag.“Það er margt í pípunum hjá Elínu semætlar til New York þegar hún er búin aðkoma fram á Airwaves-hátíðinni. „Éger búin að vera með annan fótinn þar ísvolítinn tíma en núna ætla ég að verjaþar góðum tíma og vinna í nýrri plötuallavega fram að jólum. Draumurinn ersvo að taka upp hvert lag í nýju fylki íBandaríkjunum. Mig langar að kaupamér Cadillac og ferðast á milli staða.“

4HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR

frá Jón Ragnar Jónssontil Sveinbjörn Thorarensen,

Hermigervilldagsetning 19. september 2011 11:56titill LOL-mail Monitor

Blessaður herra

Til lukku með nýju plötuna þína.Hún er að fá svaka viðbrögð.Hann Jói skoraði á þig svo nú erkomið að þér að senda okkurbrandara og skora svo á næsta.

Ljúfar stundir,Jón Ragnar

frá Sveinbjörn Thorarensen,Hermigervill

til Jón Ragnar Jónssondagsetning 20. september 2011 19:13titill Re: LOL-mail Monitor

Hérna er einn:

„Vissuð þið að Friðrik Þór er aðbúa til næstu Rocky mynd?Hún mun heita Rocky Reykjavík.“

Ég skora svo hérmeð á JóhannAlfreð, meðlim Mið Íslands, því aðhann á jú að heita atvinnumaðurþegar kemur að bröndurum.

-Sveinbi

LOL-MAIL

*Lagalistinn er unninn af Félagi hljómplötu-framleiðenda og inniheldur samantektsíðastliðinnar viku á mest spiluðu lögum áeftirtöldum útvarpsstöðvum: Bylgjan, FM957,Xið 977, Rás 2 og Kaninn. Auk þess er tekiðmið af sölu á Tónlist.is.

HAMSvik, harmur og dauðiHelgi Björns & reiðmenn vindannaÉg vil fara uppí sveitJón JónssonWait For FateGus GusArabian HorseSóleyWe SinkValdimarUndralandOf Monsters And MenMy Head Is An AnimalAdele21BubbiÉg trúi á þigBjörgvin & HjartagosarnirLeiðin heim

12

4567891011 Helgi Björns & reiðmenn vindanna Ríð-um sem fjandinn 12 Steindinn okkar Ándjóks ... samt djók 13 Helgi Björns & reið-menn vindanna Þú komst í hlaðið 14 Ýms-ir Stuð stuð stuð 15 Skálmöld Baldur 16

Björk Gling gló 17 Ýmsir Pottþétt 55 18

Sálgæslan Dauði og djöfull 19 ÓðinnValdimarsson Er völlur grær 20 SnorriHelgason Winter Sun 21 FM Belfast Don’tWant To Sleep 22 Hermigervill Leikur fleiriíslenzk lög 23 Dikta Get It Together 24

Justin Bieber My Worlds 25 Bessi Bjarna-son Segir börnunum sögur 26 Sin FangSummer Echoes 27 Viktoria PostnikovaTchaikovsky Piano Concert 28 ApparatOrgan Quartet Pólýfónía 29 Red Hot ChiliPeppers I’m With You 30 Ýmsir Manstugamla daga 1960 - 1969

TÓNLISTINNVikan 15. - 22. september 2011

3

*Tónlistinn er unninn af Félagi hljómplötufram-leiðenda og inniheldur sölutölur síðastlið-innar viku í verslunum Skífunnar, Hagkaupa,Pennans / Eymundssonar, 12 Tóna, Hörpu,Elkó, Smekkleysu plötubúð og á Tónlist.is.

RedHourBen Ben Stilleryfrog.com/me5m5jjwhere is this....14. september kl. 21:20

arnibergur Árni Bergur@RedHourBen Harpan, ReykjavíkIceland.14. september kl. 21:25

RedHourBen Ben StillerRT @arnibergur: @RedHourBenWINNER14. september kl. 21:26

viggo95 viktor halldórsson@RedHourBen well you’ll propablynot see this but good luck iniceland. 2 bad 4 the crappy raintho. :) ps im fan 1# LOL15. september kl. 15:14

RedHourBen Ben StillerRT @viggo95: @RedHourBen STILLINCREDIBLE15. september kl. 16:50

RedHourBen Ben StillerEastern Iceland tonight. yfrog.com/nz8zqmj15. september kl. 20:47

RedHourBen Ben StillerReally really ridiculously goodlooking children of Stykkisholmur.yfrog.com/h23aczuvj16. september kl. 14:56

RedHourBen Ben StillerJust back. Iceland is beautiful.Nice people! I just kept saying

“amazing” after every fjord.Finally switched to “awesome”#Needathesaurus18. september kl. 00:19

sigrunbjs Sigrún Björk@RedHourBen I really hope youliked Iceland! Atleast we weresuper excited to have you here :) abunch of us are big fans of yours!18. september 15:38

RedHourBen Ben StillerRT @sigrunbjs: @RedHourBenLOVED ICELAND. Great coffee.19. september kl. 00:38

ELTIHRELLIRINN

5

LJÚFTÍ EYRUN

Það getur verið ansi ljúft að sofnameð góða tónlist í eyrunum enstundum getur það reynst erfittþegar heyrnartólin valda óþæg-indum. Ný heyrnartól sem berahið skemmtilega heiti Bedphoneseru aftur á móti gerð með það íhuga að fólk geti sofnað með þau íeyrunum. Þar sem þau eru lítil ogflöt í lögun geta jafnvel þeir semkjósa að hvílast á hliðinni sofnaðán vandræða. Snúran úr þeim erlíka þrædd aftur fyrir höfuðið svoekki er hætta á að flækja sig. Meðgræjunni fylgir sérstakt forrit, eða

app, sem tengist snjallsímanumþínum. Þannig færðu sjálfkrafaplay-hnapp á símann og einnigbýður forritið upp á möguleikannað stilla hvenær tónlistin eigi aðhætta. Tilkomumesti fítusinn erþó vafalaust hreyfiskynjarinn semáttar sig á því hvernær hlustand-inn sofnar og slekkur þá á ljúfutónunum.

Heyrnarból bjóða góða nótt

Page 17: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til
Page 18: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

kvikmyndir

JonathanTaylor ThomasHæð: 165 sentímetrar.Besta hlutverk: Randy Taylor íHome Improvement-þáttunum.Staðreynd: Hans rétta eftirnafner Weiss en sviðsnafnið Thomastók hann frá eldri bróður sínum,Joel Thomas Weiss.Eitruð tilvitnun: „Árangurer ekki að gera aldrei mistökheldur að rísa upp í hvert skiptisem þér mistekst.“

1981Fæðist þann8. september í

Bethlehem í Pennsylvaníu-fylkií Bandaríkjunum.

1989Foreldrar hans,Stephen Weiss og

Claudine Gonsalves, skilja enmóðir hans gerist umboðsmað-ur hans. Átta ára gamall leikurhann í Burger King-auglýsingu.

1990Fær hlutverkKevin Brady í

skammlífum þáttum sem beranafnið The Bradys. Þættirnirbyggðu á hugmyndinni umBrady-fjölskylduna.

1991Hefur leik sinn íHome Improvem-

ent-þáttunum. Þar leikur hannmiðsoninn, Randall WilliamTaylor, kallaður Randy.

1994Ljáir ljónaprins-inum Simba rödd

sína í Konungi ljónanna.

1995Leikur í sinnifyrstu kvikmynd í

fullri lengd, Man of the House.

1996Fer með hlutverkGosa í myndinni

The Adventures of Pinocchio.

1998Yfirgefur þættinaHome Improvem-

ent því hann hyggst ná lengrasem leikari. Sama ár leikurhann í I‘ll Be Home for Christ-mas sem fær meðal annars 18%á Rotten Tomatoes.

2000Hefur nám íHarvard-háskóla

þar sem hann leggur stund ásálfræði og sögu.

2002Fer til Skotlandsþar sem hann

tekur eitt ár sem skiptinemi viðSt. Andrews-háskóla.

2010Útskrifast úr Col-umbia-háskóla í

New York.

2011Býr í Los Angelsesí Kaliforníu þar

sem hann heldur áfram að leikaog reynir fyrir sér sem leikstjóri.

FERILLINN

18 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

„Hakuna matata.“(Tímon og Pumba, Lion King, 1994)

Ungur ljónaprins fæðist í Afríku semverður til þess að Skari mun ekki takavið konungstign af konungi ljónanna,Múfasa. Þar sem Skari vill verða konungurskipuleggur hann í samráði við hýenurnarað drepa Múfasa. Skari lýgur svo að ungaljónaprinsinum, Simba, að það sé honum

að kenna að pabbi hans hafi dáið og þvíflýr Simbi inn í frumskóginn. Þar hittirhann fyrir þá Tímon og Púmba sem kennahonum að hafa engar áhyggjur. En alltfer á versta veg á meðan Skari ervið völd og því verður Simbi að snúaaftur og taka völdin í sínar hendur.

facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða áLion King 3D, fylgstu með...

FRUMSÝNING HELGARINNAR

K V I K M Y N D

MögnuðkeyrslaMyndin Drive fjallar í stuttumáli um flótta- og áhættubíl-stjóra fyrir kvikmyndir semleikinn er af Ryan Gosling.Hlutirnir taka síðan smá U-beygju þegar hann kynnistIrene sem leikin er af CareyMulligan.Svona myndir minna mig alltafá það hvað kvikmyndir erufrábært fyrirbæri. Það er fáttsem jafnast á við það að fara ígott bíó og upplifa jafnmagnaðamynd og Drive reyndist vera.Allur leikur er til fyrirmyndar.Ryan Gosling gerir þetta alvegfáránlega vel og nær að skapakarakter sem heldur myndinniuppi. Það varskemmtilegthvað maðurfékk lítið aðvita um kar-akterinn oghans baksöguen gat samtlesið svovel í leikinnhjá Gosling. Hann er hér meðkominn inn á topp tíu yfiruppáhaldsleikara hjá mér.Gaman líka að sjá Ron Perlmanog einnig Bryan Cranston úrþeim frábæru þáttum BreakingBad. Hann stendur auðvitaðfyllilega fyrir sínu eins og alltaf.

Svarthöfði í bíóAnnað sem gerir myndinamagnaða er andrúmsloftið.Mikið er um þagnir og er leik-stjórinn óhræddur við að gefahverri senu sinn tíma. Myndiner líka skemmtilega stílíseruðog öll myndataka mjög flott.Það var einhver svona eitís/retro-fílingur yfir henni sem varað gera góða hluti. Allt þettavar síðan bundið saman meðvirkilega góðu tónlistarskorisem átti stóran þátt í að skapaþetta flotta andrúmsloft. Það erkannski rétt að taka það framað myndin gerir talsverðarkröfur til áhorfenda. Ég fannþað stundum í salnum aðsumir voru ekki alveg að meikaþagnirnar og ofbeldið sem erí grófari kantinum. Mæli líkaekki með því að þið sitjið viðhlið einhvers sem andar mjöghátt. Ég lenti í þvíog hefði alveg einsgetað setið hliðinaá Svarthöfða, slíkvoru lætin. En hvaðsem því líður þáer Drive klárlegaein af betrimyndumársins.

DRIVE

KristjánSturla Bjarnason

Aðrar frumsýningar: Johnny English – Shark Night 3D – Contagion - Hoodwinked Too! Hood VS. Evil

FRUMSÝND 23. SEPTEMBER

The Lion King 3D Aðalhlutverk: CheechMarin, James Earl Jones,Jeremy Irons, JonathanTaylor Thomas ogMatthew Broderick.Lengd: 89 mínútur.Aldurstakmark: Leyfðöllum.Kvikmyndahús: SambíóinÁlfabakka, Egilshöll ogKringlunni.

á ÍslandiVinsælasta náttúrulega húðlínan í Bandaríkjunum.

Fæst í apótekum

Page 19: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

19FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Monitor

Ein skærasta fjöður í hattiXbox 360 vélarinnar er hinmagnaða Gears of War-sería sem framleidd er af EpicGames. Þriðji og jafnframtsíðasti leikur seríunnar komút í vikunni og það er klárt aðEpic-menn hafa dregið framfægiklútinn og gefa hér úteinhvern mest glansandi leikársins.

Söguþráðurinn hefsttveimur árum eftir síðasta leikog hefst þar sem Marcus, Domog félagar hafa komið sér fyrirá gömlu herskipi og sigla þarum heimsins höf í rólegheit-um og rækta korn og eru ígóðum fíling. En sjaldan erein báran stök í heimi Gearsof War og áður en leikmennvita af eru þeir orðnir blóðugirupp að öxlum eftir endalausabardaga við bæði Locust-kvikindin og hina glóandifersku Lambent. Söguþráðurleiksins er sá metnaðarfyllstiog lengsti hingað til og eruleikmenn góða 15-20 tíma aðvaða í gegnum hann. Ég mæli með að leikmenn finni sér aðra þrjá til aðspila með í gegnum söguna, en fjögurra manna „co-op“-spilun leiksinser líklega ein besta uppfinning mannskepnunnar. Fyrir utan söguþráð-inn er í leiknum mjög fullkomin netspilun sem inniheldur margt af þvígamla góða í bland við helling af nýju stöffi.

Gears of War 3 er þriðju persónu hasarleikur, líkt og hinir leikir serí-unnar. Leikmenn fara í hlutverk hermanna sem hafa líkamsbygginguísskápa og eru harðari en grjót ... miklu harðari. Leikurinn inniheldurhátt í 20 mismunandi vopn og virka þau misvel á hinar ýmsu tegundiróvina. Þetta gerir það að verkum að leikmenn þurfa að keyra á millivopna sem er mjög gott og ýtir undir fjölbreytileika. Helsta kennileitiGears-leikjanna er einnig á sínum stað en það er hið margrómaða„cover“-kerfi, en spilun leiksins útheimtir massífanotkun á því og virkar það betur en nokkru sinni fyrr.Grafík leiksins er mjög góð, enda búið að bóna dýrið tilfullnustu. Sama má segja um tónlist og talsetningu, enflestar persónur leiksins gætu verið rifnar út úr 80‘shasarmynd.

Gears of War 3 er kannski ekki frumlegasti leikurí veröldinni, en þegar Gears er annarsvegar, þáer enginn að kalla eftir frumleika, heldur baraendalausum hasar sem kallar fram testósterón ogbunka af bringuhárum.

Ólafur Þór Jóelsson

Vopnaðir ísskápar

TÖ LV U L E I K U R

Það er deginum ljósara að sú þjóð sem ræðurlögum og lofum í skemmtanaiðnaðinum erBandaríkjamenn. Þetta hamborgarastórveldi

gefur tóninn og skapar viðmiðin um hvað séfyndið, skemmtilegt og spennandi hjá meðaljónumvesturheims þegar kemur að kvikmyndum, tónlistog sjónvarpsefni, svo eitthvað sé nefnt. Ég á ekki

við að það sé slæmt, en Amerík-aninn er einfaldlega stærstur,

frekastur og feitastur.

Talandi um holda-far, þá hef ég lengivelt vöngum yfir

einu áberandi mynstri íamerísku sjónvarpsefni

sem virðist hafa orðið aðeinhvers konar formúlu.

Það er atriði sem einkennirfjöldann allan af svokölluðum

„sit com“-þáttaröðum vestanhafs.Um er að ræða þætti eins og King of Queens,Grounded For Life, According to Jim, Still Standingog jafnvel teiknimyndaþættina Simpsons og FamilyGuy, sem allir hafa verið sýndir hérlendis, og svonamætti áfram halda. Ef til vill hafa lesendur nú þegaráttað sig á hver samnefnari þessara þátta er. Allirþessir þættir innihalda nefnilega aðalpersónu semer feitur, latur og oftast barnalegur húsfaðir sem ágranna og skarpa þokkadís sem eiginkonu.

Ég legg það ekki í vana minn aðsetja út á útlit fólks eða ráðastá innri manns einhvers, en þar

sem þetta eru jú skáldaðar persónurgerir maður ef til vill á því undantekn-ingu. Karlpersónurnar úr þáttunumsem ég nefndi að ofan eru holdgerv-ingar amerískrar leti. Það þekkja allirhversu latur og vitlaus Homer Simpsoner og þeir sem þekkja til King ofQueens vita að Doug hagar sér einsog risavaxið smábarn. Ég veit aðþað er hrikalega fordómafullt oggrunnhyggið að furða sig á því aðhjón séu ekki „jafnaðlaðandi“og ég er meðvitaður um aðfegurð sé afstæð en ef maður

lítur framhjá því stendur þetta undarlega mynstureftir, óframbærilegur karl með frambærilegri konu.Það er nefnilega ekki nóg með það að eiginkonurkarlanna séu margfalt meira aðlaðandi en þeirsjálfir, heldur eru þær oftast líka miklum mun gáf-aðri og skynsamari og þurfa sífellt að hafa vit fyrirmönnunum sínum. Þær eru með öðrum orðum líkafallegri að innan.

Hvaða skilaboð eru fram-leiðendur og handrits-höfundar þessara

þátta að senda út tiláhorfenda? Ætli þetta eigiað endurspegla amerískadrauminn, að hver semer geti afrekað eitthvað efhann leggur nógu hart aðsér? Það er að segja, að samahversu óaðlaðandi og vitlausmaður er, þá geti maður eignastgóðan maka ef maður bara vinnurnógu hörðum höndum að því. Eins og komið hefurfram eru þessar persónur einmitt oftast frekarlatar, svo það verður að teljast ólíklegt. Hafa þessarágætu konur gifst mönnunum til fjár? Varla, þarsem mennirnir eru sjaldnast í hálaunastörfum.Homer er verkamaður í kjarnorkuveri og fyrrnefnd-ur Doug ber út póstinn.

Út frá þessu öllu hlýtur maður aðdraga ályktanir. Annaðhvort er þettaleið framleiðenda þáttanna til að

varpa ljósi á einhvers konar skort á góðumkarlpeningi í Bandaríkjunum, eða þá hand-ritshöfundarnir sjálfir eru feitir og vitlausirkarlmenn sem eru einfaldlega að skemmtasér við að skrifa um draumaheim sinn,

þar sem gáfaðar fegurðardrottningar giftastófríðum letingjum. Það er ekki það að þetta

angri mig, skemmtiefni í sjónvarpi segirsjaldnast alveg satt og fallegar

konur mega alveg giftast illamín vegna. Mér finnst aðallegabara fyndið að pæla hversvegna þessi parasamsetningendurtekur sig svona trekk ítrekk eins og þetta sé skot-heldasta leiðin til að búa tilvinsælan þátt. Nóg um það, éger farinn að bæta á mig.

Einar Lövdahl [email protected]

ORÐ Í BELG

Feitir mennog glæsikonur

Tegund: Skotleikur

PEGI merking: 18+

Útgefandi: Epic Games

Dómar: Gamespot 9,5 af 10 /IGN 9 af 10 / Eurogamer 8 af 10

Gears of War 3

Faxafeni 5, Reykjavik���� ��� �� ���� ���� �����

Heilsudýnansem styður svovel við þig aðþér finnst þú

svífa

Tempur-dagar

í septemberAllar TEMPUR®

heilsudýnur og -koddará 20% afslætti

D Ý N U R O G K O D D A R

Page 20: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

20 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

Það er stórt skref að flytja að heim-an og byrja að búa. Að sama skapi erþað spennandi skref enda gefst þarmeð tækifæri til að innrétta eiginíbúð og skapa þar með heimili sitt.Á Facebook er að finna íslenska síðusem kallast Hugmyndir fyrir heimil-ið þar sem tæplega 19.000 Íslend-ingar deila sniðugum hugmyndumsem nýst geta hverjum sem er viðinnréttingar. Þetta netsamfélag erstútfullt af bæði hagnýtum lausnumá húsgagnaskorti sem og fyndnumtillögum þar sem fólk hefur hugsaðút fyrir kassann með það í hugaað lífga upp á hvern krók og kimaíbúðarinnar.

Facebook-síðan Hugmyndir fyrir heim-

ilið er tilvalin síða fyrir ungt fólk sembyrjað er að búa til að sækja hugmyndir.

Getur hjóllíka veriðsláttuvél?

KODD’ELSKAN MÍN

GRASIÐ VERÐUR SNÖGGKLIPPT MEÐSVONA HRAÐSKREIÐU HJÓLI

TRJÁDRUMBAR= SÓFABORÐ

KLUKKUBORÐ ER ALGERTÞARFAÞING Á HEIMILIÐ

SKÝRAR LEIÐBEININGARÁ BAÐKARINU

FLIPPUÐ LYKLABORÐS-LJÓSAKRÓNA

SKÓRNIRBLÓMSTRA

PÍPULAGNIR ERU TILMARGS NÝTAR

HUGSAÐ ÚTFYRIR KASSA

Nàttúruleg vellíðanÞURRKUR KLÁÐISVEPPASÝKINGAR?Veltir þú fyrir þér hvað þú ert að nota á þitt viðkvæmasta svæði

lífræn dömubindi og tíðatappar

án klórs

án ilmefna

án plastefna

Page 21: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

ja takkATHYGLI������� ��� �����#���� �$� ��% &������'�� �'� (%�)���� ***���+����

EndurskinsmErkikaupum

��������

���� ,������������%� ) -(� �����#��

Stuðningur Skapar Sigurvegara

������� ��� � ���� �� ����� �

��������������� �� ����� ��

�������� ����� �� ��� �������

� � �� ��������� ��������� ����� ���

������ ����� �� ���� ��������� � !� �����

SELUR ADHD ENDURSKINSMERKIN

Page 22: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

„Það má búast við hörkutónleikum. Það er allavega nóg af fólki aðspila með okkur, við verðum með fjóra blásara og fjóra strengjaleik-ara. Við ætlum síðan að vera með svona sjónrænt stússi við hvert lagsem við vörpum upp á tjald og ætlum að frumsýna nýtt myndband,“segir Bjarki Pjetursson úr Vigra. Þeir halda langþráða útgáfutónleikaí kvöld en platan þeirra, Pink Boats, kom út í sumar. Tónleikarnir farafram í Fríkirkjunni. „Nánast öll platan okkar var tekin upp í kirkjumog það er mjög gott andrúmsloft í Fríkirkjunni. Þetta helst því vel íhendurnar við stemninguna á plötunni.“ Miðaverð er 1.500 kr.

Gott andrúmsloftí kirkjunni

22 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011

LOKAPRÓFIÐ skólinn

| 22. september 2011 |

fílófaxiðfimmtud22

sept

YFIRDRÁTTINN HEIM– 1860Café Rosenberg

22:00 Hljómsveitin 1860 heldursérstaka styrktartónleika

til að geta borgað plötukostnað sem þeirlofuðu að borga bankanum á ákveðnum tíma.Miðaverð er 1.000 kr.

föstudag23sept

BUBBI MORTHENSÍ HAFNARFIRÐIFríkirkja Hafnarfjarðar

20:30 Kóngurinn ferðast um landiðí haust þar sem hann leikur

gamalt efni í bland við nýtt ásamt því aðræða málefni líðandi stundar við áhorfendur.Miðaverð 2.500 kr.

laugarda24sept

BACK&FORTH-KVÖLDFaktorý

00:00 Þetta kvöld er annað sinnartegundar en um er að ræða

bombudanskvöld þar sem fram koma S.Rock,Gaston Lagaffe og M-Shield. Frítt inn.

EVA CASSIDY TRIBUTESalurinn, Kópavogi

20:00 Jóhanna Guðrún heiðrar EvuCassidy með því að flytja sín

uppáhaldslög sem Eva flutti áður. Þess mágeta að Dan Cassidy, fiðluleikari og bróðirEvu, stígur á stokk með Jóhönnu. Miðaverðer 3.300 kr.

HJÁLMAR – HAUSTGLEÐINasa

00:00 Hjálmarnir brjótast út úrhljóðverinu eftir upptökur

á nýrri plötu til að spila á tónleikum áföstudaginn. Miðaverð er 2.000 kr.

Kvikmynd: Hef ekki margafjöruna sopið í þeim efnum enLaw Abiding Citizen er mjöggóð. Ef mig langar að hlæja hefurThe Benchwarmers aldrei valdiðvonbrigðum.

Þáttur: Ég er ekki mikið innií þáttum en An Idiot Abroaderu hrikalega góðir þættir.Svo er klassík að gleymasér í þáttum eins og FamilyGuy, How I Met Your Motherog The Big Bang Theory.

Bók: Lestur er ekki í mikluuppáhaldi hjá mér en afþví sem ég hef lesið stend-ur Gangandi íkorni eftirGyrði Elíasson upp úr.Hún er súrrealísk fant-asía og fjallar um stráksem heitir Sigmar, semfer úr raunheimi inní ímyndaðan heimþar sem hann er ekkilengur strákur helduríkorni. Fjör.

Plata: Hvað er það? Ég hlustamikið á tónlist en á mér engauppáhaldsplötu, er algjöralæta á tónlist. Mæli hinsvegar með fyrir áhugasamaað tékka á Franz Lang oghittaranum hans Kuss Jodler.

Vefsíða: Klárlega er þaðFótbolti.net, ég gæti hangið

þar inni á í margadaga. Annars

er klassík aðdetta inn áYouTube og finna einhverjavitleysu, tel mig vera búinn aðmastera þá list.

Staður:Algjör klisjakannski enmér líðuralltaf bestinni á fótboltavellinum.Annars eru allir staðir semhafa mig og aðra skemmti-

lega að geyma í mjög mikluuppáhaldi.

Síðast en ekki síst» Hjörtur Hermannsson, knattspyrnumaður, fílar:

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR VIGRAFimmtudagur 22. septemberFríkirkjan kl. 21

stúlkuR gReinast yfiRleitt5 áRum seinna en stRákaR

SELUR ADHD ENDURSKINSMERKIN

VitundarVika 18. - 25. september

������� ��� � ���� �� ����� � ���������������

�� ����� �� �������� ����� �� ��� �������

� � �� ��������� ��������� ����� ���

������ ����� �� ���� ��������� � !� ����� ja takkATHYGLI

������� ��� �����#���� �$� ��% &������'�� �'� (%�)���� ***���+����

Page 23: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

LEVI’S gallabuxur, verð kr. 9.995 - 11.995.-

KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400

Girnilegasti lagermarkaður landsins!

NÝ SENDING

Ráð

and

i-au

glýs

inga

stof

aeh

f.

Fylgstu með okkur á Facebook

Page 24: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR ...2011/09/22  · Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til

Fáðu dagskrá RIFFbeint í símann þinnSkoðaðu dagskrá RIFF í farsímanum þínum.Á M.siminn.is getur þú lesið um allar myndirnará hátíðinni og horft á sýnishorn úr þeim.

Skannaðu kóðann og þú gætir átt möguleikaá að vinna miða á RIFF hátíðina.Gildir aðeins fyrir viðskiptavini Símans og Ring.

EN

NE

MM

/S

ÍA/

NM

48

27

7

Skannaðu hérna

til að sækja

Barcode

Scanner