bestu amerÍsku - wordpress.com · web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna,...

241
BESTU AMERÍSKU SMÁSÖGUR ÁRSINS 2009 1

Upload: others

Post on 20-Jan-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

BESTU AMERÍSKU

SMÁSÖGUR

ÁRSINS

2009

UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR

ÍSLENSKAÐI

1

Page 2: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Mjög vel skrifaðar sögur um allskonar ævintýri, eins og Rubiaux sem læstur var uppi á hálaofti til að afvatna sig og lenti í flóðinu mikla í New Orleans. Drukknun virtist óumflýjanleg innan nokkurra mínútna, þegar snjöll hugmynd kom honum allt í einu til að grípa til óvengjulegra neyðarúrræða sem bjargaði honum.

“Töfraorðin” spjalla um ævintýri einnar húsmóðurs sem rétt sleppur frá þeirri freistingu að halda framhjá í fyrsta sinn. Annríki hennar við að hjálpa telpu sem hefur lent í háska veldur því að hún kemst ekki til mótelsins til að mæta tilvonandi elskhuga sínum.

Í “Utan Alls Velsæmis”, lendir aðstoðar ritstjóri tímarits í því klandri að láta plata sig í að þýða sjö jiddískar skáldsögur. Eiginkona rithöfunds sem hann dáist af er nógu snjöll til að nota sér samúð og góðvilja ritsjórans sem fær ekki einn einasta aur fyrir erfiðið.

Hnittin gáfnaljós og framúrskarandi rithöfundar eru settir í handjárn og dæmdir til refsinga í illræmdum geðsjúkrahúsum í Kína, ef þeir haga sér illa gegn ríkisstjórninni. Þetta tilkynnir, blaðamaður einn í “Nýjum Stefnum.” Hann beitir brögðum til að fá vini sínum, pólítiska fanganum, stolna fjárfúlgu svo hann fái nóg að borða og einhverja heilsulæknun. Í “Ónefndum Fellibyl” baslast náungi við að hugsa um tveggja ára son sinn og reyna að túlka óskyljanleg orð drengsins, meðan hann leitar að mömmunni sem hvarf eftir að stormurinn skall á. Heimilislausir feðgarnir vinna við að afhenda pakka í borginni í sendibíl, sem er einnig heimili þeirra eftir að faðirinn tapaði íbúð sinni, ásamt fjölda annarra manna sem tjalda úti í ringlureiðinni.

Aðalpersónan í skuggaborði stærir sig af því að geta lagað sæta eftirrétti fyrir kærasta sinn sem ekki vill annað að borða í kvöldmat. Allt verður dálítið flóknara eftir að hún heimsækir tilvonandi tengdamömmu sína sem gefur henni bók áritaða til látinnar dóttur sinnar. Það er afmæli þessarar dánu ungu konu sem fjölskyldan vill halda uppá árslega. Soðin lirfuhýði og margt fleyra kemur henni á óvart í þessari heimsókn. Í ellinni er John D. Rockefeller mjög örlátur að gefa börnum smápeninga sína, með því skilyrði að þau spari aurana, eins og hann gerði í yfir áttatíu ár. Þó verður hann að sóa peningum í sjúkraliða fyrir að gretta sig, svo að hann geti æft sig við að hlæja, því læknirinn segir að það geti verið gott fyrir heilsu hans. Sá gamli á einning örðugt með að halda í gervitennurnar sínar sem aðstoðarmaður hans á til að hnupla frá honum í refsingarskyni.

2

Page 3: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

JILL MCCORKLE

TÖFRAORÐIN

Vegna þess að Paula Blake er að ráðgera dálítið í laumi, finnst henni hún þurfi að skýra frá hverri hreyfingu og athöfnum sínum, fara hamförum í daglegum verkum sínum og samþykkja hvaðeina sem eiginmaður hennar og börn heimta. Auðvitað næ ég í fötin í hreinsun, keyri krakkana, kem við í apótekinu. Þetta er það sem morðingjarnir klúðra alltaf í kvikmyndum, alltof greiðviknir, of miklar upplýsingar. Sá seki á alltaf í vanda að horfa beint í augu manna. “Auðvitað fer ég með þig og vini þína í bíó,” tilkynnir hún Erin síðdegis einn dag. “En heldurðu að mamma hennar geti keyrt ykkur heim? Ég er líka að fara með bróðir þinn til að gista hjá vini sínum.” Aftur er hún að gera þetta sama,að tala of mikið. “Hvert ertu að fara?” spyr Erin, munnurinn fýlulegur og háðslegur, eins og hann hefur verið frá þrettánda afmælisdegi hennar fyrir tveim árum. “Út með vinkonu minni,” segir Paula, og neyðir sig til að horfa í augu dóttur sinnar, restina af sögunni hefur hún æft sig í að segja frá í marga daga. Ég vinn með henni, hún á í miklum erfiðleikum, nýflutt í bæinn, þekkir engan, þarf mikið á vinkonu að halda. En dóttir hennar lítur aldrei upp frá glans tímaritinu útbreiddu fyrir framan hana, niðursokkin í enn eina áhrifamikla frásögn um táninga stjörnu eyðilagða af eiturlyfjum og villtu lífi. Maðurinn hennar spyr hana ekki einu sinni hvað nýja vinkona hennar heiti eða hvaðan hún flutti, þó svarið sé tilbúið og liggi á tungu hennar. Tonya Matthews frá Phoenix, Arizona. Eiginmaðurinn er niðursokkinn í síðasta eintakið af “Okkar Náttúrulíf,” hans eigin fréttablað fyrir hverfið, um allskonar villt, og eftilvill hættuleg, kvikindi, sem einhverjir hafa komið auga á – sléttuúlfa, þvottabirni, leðurblökur. Símsvarinn þeirra er yfirleitt fullur af frásögnum um þvottabirni sem hegða sér einkennilega í dagsbirtu, eða tilkynningum um tapaða ketti. Líka er stundum flissandi krakki að gera sér upp dimma rödd og segjast hafa séð kengúru eða nashyrning. Hún giftist hlédrægum og áreiðanlegum bankastjóra, sem nú þykist vera einskonar Crocodile Dundee varðhundur. Þau eru bæði í leit að einhverju áhugaverðu utan leiðinlega hjónabandsins. Hann einbeitir sér að ógnum og átökum, hann er í vörn, og hún leitar að sambandi við manneskjur, þráir hlýju, eins og ein af leðurblökunum, sem maðurinn hennar óttast að geti komist inn uppi á háaloftinu. Silkimjúkir fótleggir hennar brenna eins og þeir skammist sín þar sem hún hefur úðað þá með lofnarblóms líkams kremi, þeyttu eins og rjóma. Og nýju silki nærbuxurnar, sem hún keypti um morguninn, virðast hvíla þungar á mjöðmunum á henni. En það er ekki nóg að hætta vangaveltum um það sem er um það bil að ske, staðfesting allra þessara miða og augnaráða sem hún skiptist á við sölumanninn á efri hæðinni síðastliðnar vikur- það sem gerðist einu sinni á stigapallinum – heitur þrýstingur koss, truflaður af

3

Page 4: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

dyraskellum og fótataki á hæðinni fyrir ofan – þegar stefnumótið var ekki lengur eintómt ímyndunarafl. Þau höfðu verið varkár og pappírslóðin var ekki mikil – óundirritaðir uppástungu miðar, tími og staður krotað með blíanti, allt snyrtilega rúllað upp eins og pínulítil bókrolla og falið í tánni á þykkum ullar skíðasokk í ysta horni nærbuxnaskúffunnar hennar, sem var full af þykkum, mikið efnislegri nærbuxum, en þeim sem hún klæðist núna. Þetta virðist allt vera eins öruggt og það getur orðið, því hann á líka fjölskyldu. Hann á alveg eins mikla hættu og hún. Og nú lítur hún í kring og kemur auga á borð fullt af pappaöskjum frá kína rétti gærkvöldsins, og kornflögu boxum frá morgunverðinum, og sjónvarpið gjallar úr hinu herberginu. Sonur hennar bíður óþreyjufullureftir að komast til vina sinna; dóttir hennar hefur lakkað táneglurnar, og stybban af fjólubláu lakki fyllir loftið. Maðurinn hennar er að rannsaka kort sem sýnir hreyfingu dráp býflugna upp með stöndinni. Hann talar um þær eins og hataða ættingja, sem eru ákveðnir í að stoppa við hjá þeim, hvort sem þau vilji það eða ekki. Koma þeirra er eins óumflýjanleg og allar aðrar forsögu hættur sem leggja í eyði mannlegt líf. “Hvert sagðist þú verða að fara?” spyr maðurinn hennar og hún grípur þegar í stað í sköpunarverks síns. Tonya Matthews, Phoenix, Arizona, nýflutt í bæinn, nýskilin. Lófarnir svitna, og hún er fegin að vera í rúllukragapeysu til að fela taugaspenntu blettina á bringu sinni. Hún verður ekki í henni á eftir. Hún ætlar að smjúga sér úr henni í dimmum bílnum, eftir að hún fer með Gregory til vinar síns og Erin og vinkonu hennar í bíóið. Undir rúllukragapeysunni er hún klædd þunnum silkiundirfötum, einnig keypt þennan eftirmiðdag í rándýrri tískuverslun, sem hún hafði aldrei komið í áður, verslun á stærð við klæðaskáp, þar sem allskonar kvennnærfatnaður hékk upp á veggnum, eins og listaverk. Ung stúlka, tágrönn, pinnuð og gljáandi, sýndi áhugalausa velþóknun, þegar hún skaust inn til að líta á undirfötin. Að lokum kaus Paula þau svörtu, eftir að íhuga kostinn á þeim og þessum páfugla bláu. Kannski myndi hún fá þau bláu næst, strax vonglöð um að þessi nýi tími lífs hennar yrði til frambúðar. Í staðin fyrir rúllukragapeysuna, fer hún í kasmírull golftreyju sem rennur niður eina öxlina þegar hún hallar höfðinu forvitnislega. Hún kemst auðveldlega úr henni, og þá eru aðeins undirfötin milli þeirra, fyrstu klaufalegu augnablikin. Hún hallar höfðinu eins og hún hefur æft sig á, og með þeirri hugsun hverfa allar aðrar, og nú veit hún ekki einu sinni um hvað hún var beðin. Hjartað í henni slær ofurlítið of hratt. Eitt sinn féll hún á sannleiksprófi af þessari ástæðu. Aldrei hafði hún – mundi aldrei – nota heróin, en púlsinn á henni sló hraðar, þegar hún minntist þess að einhver sem hún þekkti tók það. Notaði hún eiturlyf? Svar hennar var nei, en hugur hennar hafði farið eitthvað annað með hana, var gripin skelfingu, þegar hún minntist stráksins sem keyrði hana heim eftir gagnfræðaskóla ball. Hausinn á honum hafði kastast aftur og hann gníst tönnum, handleggurinn vafinn stóru gúmmí bandi,á meðan vinur hans beygði sig yfir hann tilbúinn að sprauta í æðina, blóðug nál lá nú þegar í ruslinu á gólfinu. Maður hefur ekki efni á að láta hugann reika í sannleiksprófi – ellegar í lífinu, eins og núna, þegar hún einu sinni enn raknar við sér að stara á eiginmanninn, og hefur ekki hugmynd um hvað hann hefur verið að segja. Hún á bágt með að horfast í augu við hann, það er farið að rökkva úti, en löngunin, sem hefur vaxið allar þessar vikur, er ákveðin að doka við, flöktandi eins og kerti undir andardrætti verkamanns. Einhverstaðar, segir maðurinn hennar, milli hússins þeirra og þjóðvegarins, eru nokkrir hópar af sléttuúlfum, litlu grenin þeirra falin í kjarri eða föllnum trjábol. Sléttuúlfurinn er kvikindi sem oft býr

4

Page 5: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

með sama maka. Munnfyllin af orðunum doka við, of langt hlé, áður en hann heldur áfram skýrslu sinni. Hann heyrði í sléttuúlfunum í nótt, svo það er alveg eins gott að koma fréttablaðinu út, gott að minna fólk á að koma gæludýrunum sínum inn. Þeir koma út þegar dimmir, eins og leðurblökurnar, líklega með hundaæði.

Krakkarnir eru að leika það sem þau kalla hrollvekjandi skrið. Leiðtogi þeirra fékk nafnið úr bókinni “Helter Skelter.” Þau smjúga sér inn og út fyrir aftan tré og runna, að kanna hús, kíkja inn um gluggana, finna dyr í hálfa gátt, eða aflæstar. Leiðtogi þeirra er mjög vanhirtur strákur sem þarf að særa aðra, svo hann hræðir þau, heldur þeim gagnteknum með sögum sínum um ofbeldi og morð. Ef til vill trúa þau ekki öllu sem hann segir, en þau trúa nóg til að vita, að hann er fær um að gera illt af sér. Eins hræðilegt og það er að vera með honum, er enn hræðilegra að vera það ekki – að vera útundan og þannig mögulegt fórnarlamb. Krökkunum finnst hann líta út fyrir að vera seigur, með tunguhring og hörundsflúr, hertur af beiskju, sjaldgæft á svona ungu andliti, einhver grimm orð alltaf vafin um tunguna og tilbúin að fremja árás á þá sem minnst búast við því – þó hann neyðist til að vera varkár, þegar hann er að láta í pokana í Mataljóns búðinni. Hann hefur verið ávítaður tvisvar fyrir að hæðast að eldri borgurum, segja til dæmis “ertu viss um að þú þurfir á þessum kökum að halda, feita amma?” Honum hefur verið tilkynnt að hann verði rekinn í næsta sinn, þegar hann sýnir ókurteisi. Honum finnst það allt í lagi. Honum er fjandans sama hvað þau segja. Mold makar sólana á skónum hans, eins og sigggrónir hófar, er hann stendur á malbikinu fyrir framan keiluspila bygginguna, reykjandi, að tyggja eða svolgra í sig hvaða gjafir sem flokkur lærisveina hans færir honum. Honum finnst gaman að halda augnaráði fólks, þar til það verður taugaspennt.

Þegar Agnes Hayes sér unglinginn að setja í pokana í búðinni, fyllist hjarta hennar meðaumkvun, húðin á honum bólugrafin, hárið sítt og fitugt. “Þekki ég þig ekki?” spyr hún, en hann lítur ekki einu sinni upp, handleggirnir allir skreyttir með skriðdýrum og hnífum og einhverju sem virðist vera trúartákn. Nú hefur hún eytt deginum í að reyna að muna hver hann er. Hún kenndi svo mörgum þeirra, en nöfn þeirra og andlit renna saman. Í þrjú ár, síðan hún komst á eftirlaun, hefur hún saknað þeirra meira en henni hefði nokkurntíma dreymt. Stundum ekur hún meira að segja bílnum, og leggur nær gagnfræðaskólanum til að horfa á þau, til að sjá bregða fyrir allri þessari orku og finna hana í sínum eigin púlsi einu sinni enn. Hún keyrir ennþá kopar-lituðum Elektra bílnum hans Edwins og hefur gert það síðan hann dó fyrir nær tveim árum síðan. Hún hefði aldrei farið á eftirlaun, hefði hún vitað að hann mundi deyja svona fljótt, og allar þeirra ráðstafanir, um hvert þau ætluðu að ferðast og gera sér til gamans, á enda. Einn daginn var hún að kvarta yfir plastik golf boltum á víð og dreif um stofugólfið, og næsta dag að hringja í sjúkrabíl, vitandi fyrir víst að það væri of seint, jafnvel meðan hún sló inn númerin og grátbað um að einhver yrði svo vænn að hjálpa. Skólinn er byggður á sömu lóðinni þar sem hún gekk í skóla. Hún æfði sig einu sinni þar á klarínett, sem hún hélt í ungum höndunum meðan hún stikaði háum skrefum með gönguhljómsveitinni. Vindillinnn hans Edwins er þarna í öskubakkanum, illa þefjandi eins og vanalega, en nú elskar hún bara óþefinn, fær ekki nóg af honum, óskar sér að hún hefði aldrei kvartað og rekið hann út í bílskúr og niður í kjallara til að reykja. Hún óskar

5

Page 6: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

þess að hann sitji hérna við hliðina á henni, á kafi í reyk. Sonur þeirra, Preston, býr langt í burtu á versturströndinni, hefur varla samband.

Stundum gera þau hrollvekjandi hrekkinn bara í bílnum, með því að hringsóla gegnum heimkeyrslu, framljósin slökkt, marr í mölinni. Það eru margir hundar á ferðinni. Mörg skynjara ljós. Mörg öryggis kerfi, eða að minnsta kosti skilti sem tilkynna þannig kerfi. Drengurinn treystir engu og engum. Hann trúir á það að kippa í hurðrahúna og reyna að komast inn um glugga. Þegar leiðsögu ráðgjafi, sem þóttist vera samúðarfull og áhyggjufull, spurði hann einu sinni hvað hann tryði á, svaraði hann, “Á fjandans ekki neitt,” en auðvitað gerði hann það. Allir, sem draga andann, trúa á eitthvað, jafnvel ef það er bara að lífið sé ómögulegt, og að engin ástæða sé til að lifa. Í kvöld hefur hann tilkynnt að röðin sé komin að Lauren til að sanna sig. Hún er falleg stúlka undir vegg af þykkum svörtum andlitsfarða og svörtum nögluðum fötum. Hún vill komast út úr bílnum, en hún skuldar honum fimmtíu dollara. Hann hótar ef hún borgi honum ekki til baka, taki hann það út í kynlífi. Hún er bara hérna til að hefna sín á stráknum sem hún elskaði nóg til að gera allt sem hann bað um. Hún vill að hann hafi áhyggjur af sér, langi í hana, hugsi um nóttina á tjaldsvæðinu eins og hún gerir. Leiðtoginn minnir hana oft á að hann sá um hana þegar enginn annar grði það. Hann hlustaði á frásögn hennar um tandur-hreina rassgata vin sinn, gaf henni sopa af ódýru víni og strauk litaða svarta hárið á henni meðan hún grét og kastaði síðan upp, krjúpandi á öllum fjórum við hliðina á skurðbrúninni. “Hann er skeinipappír,” sagði strákurinn. “Hann notaði þig.” Og svo seinna þegar hún vaknaði rétt fyrir dögun með verkjaslátt í höfði og þá sjúklegu vitneskju að hún yrði að fara heim og horfa framan í foreldra sína, minnti hann hana aftur á hversu mikið hún þyrfti á honum að halda, gæti ekki lifað án hans. “Ég yfirgaf þig ekki,” sagði hann. “Hefði auðveldlega getað farið upp á þig en gerði það ekki.” Og nú er hún hér, og strákurinn sem sveik hana er að fara út með einhverri annarri eða ef til vill bara að snæða kvöldmat með foreldrum sínum og ræða um hvar hann gæti kosið að ganga í háskóla. Hann er drengur sem lyktar alltaf vel, jafnvel þegar hann er nýkominn af brautinni þar sem hann hleypur langa vegalengd, stæltir vöðvarnir eins og harðir kaðlar, lungun heilbrigð og sterk. Hann gæti verið í bíó og hún óskar þess að hún væri þar sjálf – í myrkrinu, með poppkorn. Hún óskar þess að vera einhverstaðar annarstaðar. Hún vildi að foreldrar sínir hefðu refsað henni eftir þetta kvöld, sagt að hún gæti ekki farið neitt í margar vikur, en þau gerðu dálítið miklu verra; þau sögðust vera vonsvikin af henni, að þau hefðu gefist upp, og hvernig hún yrði að vera mjög dugleg til að vinna aftur traust þeirra, en með “traust” virtust þau meina ást. Leiðtoginn er að tala um hve hann hatar gamla stærðfræðiskennarann þeirra, “Og ég veit líka hvar hún býr.” Hann keyrir í kringum blokkina, ekur hægt framhjá snyrtilegu, gráu húsi í nýlendu stíl, með hárauðum dyrum, stór Electra bíll stendur í heimkeyrslunni. “Hvað er töfraorðið?” stælir hann með háum suðurríkja hreim og seilist yfir til að grípa í lærið á Lauren, rennur síðan hendinni upp, grípur fastara í eins og hann sé að mana hana til að hreyfa sig. Hann bendir henni á að renna niður gallabuxunum, vill að hún sitji þarna bara þannig, silvur keðja hangandi frá naflanum strýkst við þunna nælonræmuna sem hylur hana. Lægra niður, segir hann, jafnvel þó það sé strákur í baksætinu sem heyrir hvert einasta orð. Henni er kalt, en hún segir ekki eitt einasta orð. Skórnir hennar, jakki og veski eru læst í skottinu á bílnum hans. “Til öryggis,” sagði hann. Hún ætlar að

6

Page 7: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

fara að lagfæra V-ið á gallabuxunum þegar hann beygir snöggt að vegakantinum, bak við stóran runna þar sem þau eru að nokkru leyti í felum, en geta samt séð húsið. “Svona,” segir hann og togar í, sprettir upp saum, og rennir sér síðan yfir sætið til hennar, munnurinn fastur hennar, meðan hann neyðir hendina á henni að rennilásnum sínum. Strákurinn í baksætinu kveikir í sígarettu og hún einbeitir sér að því, hljóðinu, lyktinni; hún getur heyrt pappírinn brenna.

Erin og vinkona hennar, Tina, sitja í baksætinu, og Gregory er fyrir framan með “Power Ranger” svefnpokann sinn upprúllaðan við fætur sér. Paula ætlar að skutla honum í veisluna og fara síðan í kvikmyndahúsið, síðan mun hún hafa tíma aflögu til að jafna sig áður en hún keyrir sjö mílur niður þjóðveginn til Days Inn, þar sem hann bíður. Börnin hafa sagt að þessi bíll – bíllinn hans pabba þeirra – lykti eins og gamall viðrekstur og hlaupbaunir. Þau segja að hann safni því allan daginn í bankanum og reki svo við alla leiðina heim. Gregory þykist prumpa, og með hverju “oji” og hlátri frá stelpunum, verður hann svolítið öruggari með sig og háværari. Hann segir að amma þeirra lykti eins og ræpa dýfð í piparmyntu og afi þeirra sé súkkulaði spýja. Þau skemmta sér vel, aðallega vegna þess að það er ögrandi, hvernig hann er að reyna á Paulu, hvernig þau eru öll að bíða eftir henni að ganga á milli og ávíta, en hún er svo viðutan að hún gleymir að vera góð móðir. Þegar hann snýr sér við og grannskoðar hana með hrekkjóttu augnaráði, raknar hún við. “Ekki leyfilegt, ungi maður, og það veistu vel,” segir hún, en í rauninni hefur hún áhyggjur af því að þau hafi á réttu að standa og að HÚN fari að lykta eins og gamall viðrekstur og hlaupbaunir þegar hún kemur í mótelið. Gemsin suðar við mjöðmina á henni, að hringja til að vera viss um að hún svíkist ekki aftur um að hitta hann. “Ætlarðu ekki að svara?” spyr Erin. “Hver er þetta, pabbi að leyta að nærbuxum? Einhver leiðinleg vinkona sem þarf að treysta þér fyrir einhverju?” Hláturinn gellur við þegar Paula beygir inn í strætið þar sem hópur af átta-ára krökkum og svefnpokum hafa flokkast saman á grasflötinni fyrir framan lítið múrsteina hús. “Ein af leiðinlegu vinkonum mínum er ég handviss um,” svarar hún, en með orðunum ímyndar hún sér hann þarna í herberginu, kannske nú þegar kominn úr fötunum, hefur hellt í vínglas. Þau hafa sagt svo mikið með litlu miðunum sínum að það er, ekki bara að þau hafi nú þegar elskast, en að þau hafi gert það svo lengi að þau þurfi að finna upp nýjar leiðir til að gera það. Púlsinn í henni hraðar á sér, og hún skellir sér á bremsuna þegar Gregory æpir, “stoppaðu!” “Taktu eftir, mamma,” segir Gregory. “Sjáðu, þau eru um allt,” og hún heldur að hann meini leiðinlegu vinkonur hennar, eða krakkarnir í veislunni, en hann tekur upp eina af þessum sælgætis hlaupbaunum, kastar henni að systur sinni, og stekkur síðan út úr bílnum. “Takk fyrir mamma,” segir hann, og Paula veifar mömmunni sem hefur lagt þetta á sig og lítur út fyrir að vera strax orðin örmagna. Takk fyrir, Ronald Regan. Það var hvernig hlaupbauna æðið komst í gang, og síðan eftir að maðurinn hennar sagði eitthvað snjallt og margþvælt um að deila með sér löngunir forsetans, af því að hann sjálfur væri nú varaforseti bankans, gaf allt vinnufólkið honum hlaupbaunir, því hvað annað er hægt að gefa manni sem maður þekkir alls ekki og sem hefur vald og yfirráð yfir manni? Hann fékk allskonar hlaupbaunir. Og nú, ef fólk fréttir nokkuð um náttúrulíf hverfisins, þýðir það mörg ár í viðbót af gagnslausum gjöfum – sléttuúlfa, þvottabirna og

7

Page 8: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

leðurblöku smástyttum og kaffikönnum. Hún þarf að skrifa og senda öll þessi þökk-fyrir kort Hún þarf að taka allt þetta drasl í góðvilja stofnunina.

Stundum horfir Agnes á sjónvarpið í myrkri. Henni finnst gaman af mörgum þessum nýju þáttum sem allir fjalla um niðurlægingu fólks, þar til það viðurkennir að það sé feitt og þurfi að megra sig, eða að það sé latt í vinnu og ætti að vera rekið, eða slæmir meðlimir liðs sem þarf að útskúfa og hrekja burt úr eyjunni. Kjölturakkinn hennar, Oliver, dó ekki löngu eftir að Edwin féll frá, og hún saknar þess hverning hann togaði í rúmfötin, krafsaði með loppunum og bjó sér til lítið greni við rúmfótagaflinn. Hún saknar þess hvernig hann hnussaði lágt um nætur. Voru nokkur augnablik í lífinu þegar hún óskaði eftir þessu – þessari þögn, ekkert að gerast, ekkert hljóð? Klukkan tifar, ísskápurinn suðar. Hún gæti hringt í Preston. Hún gæti beðið hann fyrirgefningar, hvort hann eigi það skilið eða ekki. Hún gæti sagt að henni þyki fyrir því að þau hefðu misskilið hvort annað. Eða hún gæti hringt og látið eins og ekkert hafi skeð. Hún heldur áfram að hugsa um drenginn í matvörubúðinni, að reyna að muna hvaða ár hún kenndi honum. Hverra manna var hann? Hvað heitir hann? Gegnum árin gaf hún sumum börnunum föt – hryllilegan fatnað og skó sonar síns – en síðan hætti hún því, dembdi öllu dótinu í kirkjuna í staðinn, vegna þess að börnin hegðuðu sér aldrei eins eftirá, og það þótti henni leitt. Þau þökkuðu aldrei fyrir sig, og litu aldrei í augun á henni, eins og hún hefði aldrei skipt neinu máli í lífi þeirra, og það var það sem sveið mest þegar hún hugsaði til Prestons, hve auðveldlega hann hafði látið lítilræði koma sér til að gleyma öllu því sem hún hafði gert fyrir hann. Hún sagði sannleikann, það var allt of sumt. Þegar Preston ætlaði að fara að giftast Amy, minntist hún á hverning fólk myndi tala um þau, ættu til að kalla börnin þeirra ónefnum. Rétt eftir jarðaförina hans Edwins, kallaði hann hana Fröken Kristilegt Siðferði, Fröken Réttlátu Sálu. Hann sagði henni, að hann vildi gjarnan gramsa í allt þetta reykta svínakjöt og hlaup, en Amy væri að bíða eftir honum í Holiday Inn. “Þeir hleypa hundum líka þangað inn,” sagði hann og dokaði við yfir verðlauna fiskistönginni og spólu pabba síns, sem hún hafði rétt honum, svo vildi hann ekki taka þetta með sér. Hún hafði ekki séð hann síðan. Nú er henni þröngt fyrir brjósti af minningunni, og hana verkjar í höfði, handleggi og síðu.

Bílastæðið virðist breyða sig yfir margar mílur, krakkar allstaðar í hópum, pör að hjúfra sig saman, af og til miðaldra, ánægð með tilveruna hjón, sem Paula öfundar meira en öll hin. Margþætt kvikmyndahúsið með fjórtán sölum liggur framundan eins og töfrahöll, eins og stór, óekta múra borg sem býður upp á allt og hvað sem er, hlaðborð af aðgerðum og tilfinningum, einsog margskonar hlaupbauna smekkmanns karfan, sem einkaritari mannsins hennar senti um jólin, kona sem Paula hafði oft óskað sér að yrði eitthvað meira. Væri það ekki auðveldara? “Hann er hér,” segir Tina, og bendir í áttina að háum, grönnum unglingi í stafajakka sem stikar um stéttina. “Ó, guð minn. Ó, guð.” “Gjööörið svo vel,” segir Erin, hljómar allt of gömul. “Kældu þig. Hann er bara strákur.” Og síðan sleppa þær sér í annað hláturskast, fara út úr bílnum og hverfa burt. Aftur suðar við mjöðmina á Paulu. Suðar og suðar. Ef til vill er það Gregory og veislan er afboðin? Eða, hann datt á skautunum og braut eitthvað, eða þarf að sauma hann saman og ekki er hægt að finna manninn hennar vegna þess að hann er úti í skóg með vasaljós í

8

Page 9: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

leit að náttúrulífinu? Eða kannske þarf maðurinn hennar virkilega á henni að halda, fékk ef til vill skilaboð um að móðir hans dó, eða veit hún hvar gildran hans er? Og hvað er langt síðan hún sá köttinn þeirra?

Lauren er hrædd. Hinn strákurinn, þessi í baksætinu sem alltaf er þögull og neitar að tala um marblettina á andlitinu á sér og handleggjunun, hefur tilkynnt að hann sé að fara. Hann getur ekki þolað þetta lengur. Leiðtoginn skellir á bremsuna og kallar hann píku. Leiðtoginn segir, ef hann fari, sé allt búið, ekki fleiri bíltúrar, ekkert meira hass, ekkert meira af neinu, nema eina dimma nótt næi hann í hann og lúberji. “Ég lem þig verr en þú ert laminn í þessu draslahúsi þínu,” segir hann, en strákurinn heldur áfram að labba, og Lauren langar að hrópa til hans að bíða eftir sér. Henni hefur alltaf þótt hann vera hræðilegur og viðbjóðslegur, en nú dáist hún að því hvernig hann getur sett einn fót fyrir framan annan. Hann segir að hann sé leiður á þessu öllu – vesælt áhugamanna helvíti – en hún sér hræðslu á honum, eins auðsýnilega og hennar eigin. “Láttu hann eiga sig,” hvíslar hún. Hún er að horfa á flöktið af sjónvarpsljósinu í glugga kennarans á efri hæð. “Vertu svo vænn. Getum við ekki bara keyrt í kring eða eitthvað?” “Hrædd um að þú fáir ekkert meira í kvöld? Spyr hann, og hallar sér svo nálægt að hún finnur þefinn af honum, undarlega sætan af Dentyne. Skorturinn í andlitsdráttum hans gerir hana sorgmædda, augu sem manni annars þættu falleg, með bláu litbrigði, spékoppur á vinstri kinn. Hann nær í uppvafinn kaðal undan sætinu. “Ætlarðu að vera kyrr, eða þarf ég að binda þig?” Hún þvingar sig til að hlæja, til að fullvissa hann um að hún verði kyrr, en hún gerir þá villu að líta snöggt á lyklana í kveikjulásnum, og hann grípur þá. Hún minnir sig á að halda áfram að anda rólega, að þykjast vera með honum. “Í næsta sinn,” segir hún. “Ég þarf að jafna mig.” “Jæja, jafnaðu þig þá bara,” segir hann. “Ég kem til baka eftir nokkrar mínútur til að sjá um þig.” Hún spyr ekki hvað hann ætli að gera. Skýringar hans um allar þær leiðir sem svona atburður gæti farið fram eru langar og margfaldar, sumar stillilegar og tilgangslausar og aðrar alls ekki góðar. Hann hefur nú þegar viðurkennt að hann vilji skíthræða gömlu konuna, láta hana vita hvernig manni líður þegar einhver skipar manni að segja gjörðu svo vel og takk á hvejum helvítis degi. Stúlkan sér hann hverfa inn í myrkrið, dofnir fingurnir að streitast loksins við að renna upp buxunum aftur, að láta eins og hrjúfu fingurgómarnir á honum snertu hana aldrei þarna. Hún ætlar að komast út og hlaupa burt. Hún ætlar að skilja hurðina eftir opna og skríða undir runnana þar til hún kemur að þjóðveginum. Hún ætlar að hringja í foreldra sína og sárbiðja þau að fyrirgefa sér. Nú er engin leið að ná í skóna hennar eða síma, en hún heldur áfram að koma sér burt. Hún hugsar um rúmið sitt og hvílíkur unaður það er að skríða milli hreinu lakanna, að stara á andlitin á öllum dúkkunum sem hún safnaði áður en allt í lífinu hennar virtist verða svona vont. Nú er allt þýðingalaust, sem hún áður komst í uppnám yfir. Svo hvað gerði það til að hún leyfði myndarlega, hrein-lyktandi stjörnu hlaupakappanum að gera allt sem hann vildi? Henni fannst það líka gott, var það ekki? Að komast ekki í fótboltaliðið í fyrra, að vera sagt á háskóladeginum að hún kæmist alls ekki inn í neinn af skólunum sem hún ætlaði sér. Flestir skólanna voru þeir sömu sem hann ætlaði í, ef hann kæmist í kapphlaupaliðið. En að tapa og verða hafnað – það kom fyrir margt fólk, var það ekki? Hún getur ennþá fundið eitthvað sem hún er flínk að gera, farið eitthvað. Núna vill hún bara komast heim, sturta sjálfa sig hreina með heitasta vatninu sem hún

9

Page 10: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

þolir, sápa og skrúbba og vefja sig í flónel sloppinn. Einu sinni sá hún frænda sinn afroða steinbít, rífa strekkta roðið af fiskinum eins og teygjubúning, og hún heldur áfram að hugsa um hljóðið frá því, hljóð sem kom henni til að vilja vefja jakkanum sínum að sér, til að fela og verja sitt eigið skinn. Þannig líður henni núna, en það er ekkert til að vefja sig í, næturkulið er mikið meiri en hún bjóst við – og henni finnst hún alltaf heyra í honum fyrir aftan sig, svo hún skríður hraðara. Hún er næstum því komin að þjóðveginum, fjölfarna gatnamótinu, bílaraðir áleiðis til kvikmyndahússins. Það blæðir úr fætinum á henni, glerflís, og hún er föst á götuhorni, margar raðir af bílum að bíða eftir grænu ljósi.

Gemsinn hennar Paulu suðar aftur, og hún andar djúpt að sér og svarar. “Hvar ertu?” spyr hann. Hún getur heyrt óþolinmæðina, ef til vill ögn af reiði, og hann hljómar ekki eins og hún man eftir að hann gerði á stigapallinum. Þegar hún ímyndar sér andlitið á honum eða les litla blíantskrotið, er það allt önnur rödd, eins og hún hafi verið hljóðsett. “Næstum að koma,” segir hún og reynir að hljóma daðursleg, eins og loforð um að bæta upp fyrir tíma tapið. Þá lítur hún út um gluggann og sér stelpu sem henni finnst hún kannast við, skyrtan rifin og berfætt. Þeir sleppa henni áræðanlega ekki inn í bíóið í svona á sig komna. Hún þekkir hana ábyggilega, og svo man hún – í skóla dóttur hennar, sögu tími í bókasafninu. En það var fyrir mörgum árum síðan, þegar hárið á stelpunni var ljósbrúnt og greitt aftur í tagl. Hún veit nákvæmlega hver hún er. Þetta er stelpa sem foreldrar vara góðar stúlkur við að eiga samskipti við. Það er sagt að hún sé með dýrseðli. Hún læsir sig inni á klósetti í skólanum til að skera í handleggina á sér. Einu sinni reyndi hún að taka ofurskammt af vodka og aspirín,.svo að það varð að pumpa úr maganum á henni. Hún sýgur tillann á strákunum á stigapalli gagnfræðaskólans í skipti fyrir eiturlyf. Hún lítur út eins og vofa með mikið af svörtum augnalit og kolsvart hár, silfur öryggisnælur gegnum augabrýr og varir. Paula hefur heyrt foreldrana hvísla um hana á mörgum skólafundum. Þau segja, “Í fyrra var hún fullkomlega eðlileg, en að sjá hana núna.” Hún er “Svarti Sauðurinn,” hættu merkið í bænum, áþreifanlegt dæmi staðarins um hve fljótt börn geta farið í hundana.

Agnes er að reyna að muna nákvæmlega hvað hún sagði til að gera Preston svona reiðan. Hún hafði reynt að láta það hljóma eins og hrós, eitthvað um hörund eins og café au lait. Oft hafði hún séð svörtu fólki lýst þannig í sögum, kaffi og súkkulaði, sem kallaði fram í hugann ilm, í staðinn fyrir lykt eins og á rútubílastöðinni eða fiskbúðinni fyrir handan ána, svona eins og mörgu fólki gæti dottið í hug í sambandi við svertingja. Vinnukona hennar notaði einu sinni svo sterkt lyktandi áburð, að Agnes neyddist til að biðja hana að vera svo væn að hætta að smyrja það á sig, en vissulega neri Agnes þessu aldrei um nasir konunnar; hún gat ekki að því gert að hafa fæðst inn í menningu þar sem svona framkoma var eðlileg. “Stundum er það ekki bara vitleysan sem þú segir,” hrópaði Preston, þrútnandi æðin á enninu komin að því að springa. “Það er hvernig þú segir það. Svo helvíti guðsleg.” Hann hrækti orðunum út úr sér og skalf allur, kreppti hnefana. En núna vill hún, að hann komi heim og veri með henni. Aldrei hefði henni dottið í hug að kaffi gæti verið móðgandi. Hún er að blaða gegnum símanúmerin sín, hún hefur þetta einhversstaðar. Þennan sama dag minnir hún hann á að jafnvel forseti Bandarríkjanna sagði eitthvað á

10

Page 11: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

þessa leið. Forsetinn hafði einu sinni lýst afabörnum sínum eins og “þessi litlu brúnu,” og hversvegna er það allt í lagi, en ekki súkkulaði og kaffi? Hún æfir sig nú á setningunni “þetta er mamma þín, vertu svo vænn að tala við mig, Preston.” Hún er að slá inn símanúmerið, þegar hún heyrir eitthvað niðri á veröndinni fyrir framan húsið. Vindinn? Köttinn sinn? Í morgun fann hún flugrit í póstkassanum sem tilkynnti að hún ætti ekki að skilja köttinn eftir úti.

Lauren skelfur meðan hún stendur þarna á horninu. Hún býst við að heyra gnýinn í bílnum hans á hverri stundu, og brýtur heilann um hvað hún gæti tekið til bragðs ef það gerðist. Hún verður að játa fyrir foreldrum sínum að hún hafi tapað töskunni sinni, að einhver stal henni, ásamt skónum og jakkanum. Henni hryllir við hugmyndinni af stráknum að róta í eigum hennar, mynd af kapphlaupa stjörnunni klippt úr skóla blaðinu, kvæði sem hún var að skrifa um hafið, ljósbleik kanínulöpp sem hún hefur verið með á sér frá því í sjötta bekk, þegar hún sigraði í stærðfræði samkeppni með löppina í vasanum. Ljósið er um það bil að breytast og hún einbeitir sér að því, í staðinn fyrir að velta fyrir sér, hvernig foreldrar hennar bregðist við. Hún óskar þess að pabbi eða mamma faðmi hana að sér bara einu sinni og spyrji, “segðu mér hvað er að,” og það mundi hún gera. Hún færi að tala og gæti aldrei stoppað, eins og brestandi stífla; myndi hún segja þeim allt saman, ef eitthvað er til sem er skylirðislaus ást. En í staðinn fyrir það spyrja þau, “hvað gengur eiginlega að þér? Af hverju kemur þú svona fram við okkur? Veistu hvað fólk er að segja um þig?” “Viltu bíltúr?” Kona í gömlum, svörtum Audi hallar sér út um gluggann og bendir henni að flýta sér. “Ég kannast við þig úr skólanum.” Hún þekkir konuna, móðir stelpu í bekknum hennar sem fær góðar einkunnir og kemst aldrei í vandræði. Ekki vinsæl stelpa, bara venjuleg stelpa. Góð stelpa sem brosir feimnislega og leyfir manni að afrita glósurnar sínar ef maður er seinn. Erin úr fyrsta bekk í algebru. Þetta er móðir Erins. Hún heyrir bíl hægja á sér á akreininni við hlið sér og hleypur til að komast inn til konunnar um leið og ljósið breytist. “Takk fyrir.” “Dóttir mín er í skóla með þér,” segir konan. Hún er klædd lágskornum undirkjól og með fallega silfur hálsfesti, golftreyja mjúk og laus um herðarnar. Bíllinn ilmar af vaxlitum og ilmvatni konunnar. “Mér þykir fyrir því að bíllinn er allur í drasli. Bíllinn mannsins míns.” Gemsinn hennar suðar í glasahaldaranum, en hún gefur því engan gaum. “Hvert ertu að fara, vinan?” spyr hún “Það er alltof kalt til að vera úti í engum skóm eða jakka.” Eitthvað í röddinni kemum stúlkunni til að tárast, svo fer hún að hágráta. Konan heldur bara áfram að keyra, fyrst í kringum kvikmyndahúsið og síðan um mörg hverfin þarna í kring. Stúlkan sekkur sér niður í framsætið þegar þau aka framhjá húsi kennarans. Gamli Pontiakinn liggur ennþá handan við limgerðið. Hún getur ekki ímyndað sér hvað hann er að gera, hvað hann tekur til bragðs þegar hann uppgötvar að hún hafi sloppið burt. Þær fara út á þjóðveginn og taka stóra beygju, konan, af og til, að klappa henni á öxlina, að fullvissa hana um að allt sé í lagi, að ekkert geti verið það slæmt. Í hvert þriðja eða fjórða skipti sem hún klappar, spyr hún um heimilisfang hennar, en um stund vill stúlkan bara sitja kyrr hérna í bílnum og aka í kring. Gemsi konunnar heldur áfram að suða og suða. Einu sinni svarar hún hárri rödd dóttur sinnar, úr forsal kvikmyndahússins, sem segir að hún þurfi að keyra hana heim samt sem áður. “Ertu reið, mamma?” hrópar stelpan. “Er það allt í lagi?” Konan fullvissar hana um að það sé allt í

11

Page 12: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

lagi. Hún komi strax. Síðan svarar hún til að segja, að hún hafi séð köttinn þeirra snemma um morguninn. Svo afsakar hún sig þegar síminn hringir aftur, hún svarar og segir alls ekki neitt, nema að svo mikið hafi skeð, gæti verið að hún komist þangað alls ekki. “Í sannleika sagt,” hvíslar hún, “er ég viss um að ég kemst ekki í kvöld.” Og Lauren verður ljóst að það er mjög líklegt að hún sé sjálf hluti af því sem hefur skeð, en hitinn blæs á kaldar fætur hennar og konan hefur lækkað á klassískri tónlistinni í útvarpinu, og augnalokin á henni þyngjast, svo að hún getur varla haldið þeim opnum. Þegar hún var lítil og gat ekki sofnað, settu foreldrar hennar hana stundum inn í hlýjan bíl og keyrðu hana í kring. Pabbi hennar kallaði það “að týnast” bíltúr, og hann leyfði henni að velja, beygja hér, beygja þarna, og svo fór hún að slappa af meðan hann fann aftur leiðina sem þau óku eftir til baka heim, hún að sofna eða steinsofandi. Aldrei þurfti að efast um að hann gæti fundið leiðina heim, og að hún vaknaði hjúfruð í bælinu sínu eða í fangi hans á leið í háttinn. Skilaboðavélin hans Prestons svarar, og Agnes er um það bil að tala, þegar hún heyrir hávaðann aftur og leggur símtólið á. Mikið vildi hún að Preston væri heima – Preston og Amy, að bíða eftir að faðma hana og byrja upp á nýtt. Preston í bókstafajakkanum sínum eins og hann var alltaf í þessi kvöld sem hún vakti og beið eftir honum og sagði, “Hvar hefurðu verið, ungi maður?” Og Edwin væri niðri í kjallara að reykja, og Oliver að róta í kring við fótagaflinn. Henni er þungt fyrir brjósti af áhyggjunum af þessu öllu. Hún kyngir og opnar dyrnar. Ekkert. “Hérna kisa,” kallar hún lágt. Hún tekur skref út á veröndina í kvöldsvalanum. Himininn er skýr fyrir ofan, flís af mána. Einhver hefur lagt bíl við enda heimkeyrslunnar, aðeins stuðarinn er sýnilegur fram yfir limgerðið. Hann var ekki þarna, þegar hún kom heim. Kannske sprakk dekkið eða einhver varð bensínslaus. Hún kallar aftur á köttinn og heyrir braka í laufum við hlið hússins. Hún bíður, býst við að hann læðist fyrir hornið, en ekkert skeður. Meiri hávaði heyrist í myrkrinu, ekkert sem hún getur komið auga á, og það er að nálgast, stutt, snögg hljóð, fótatak í laufunum. Hún er að snúa til baka upp inn í húsið, þegar hún heldur sig sjá eitthvað mikið stærra en köttinn læðast kringum hornið nálægt eldhús dyrunum. Hún vefur peysuna að sér og lokar dyrunum, snýr öryggislásnum. Flugritið minntist á að sést hafi til sléttuúlfa út um allan bæ.

Loksins segir stúlkan Paulu hvar hún eigi heima, í úthverfi bæjarins og í andstæða átt frá mótelinu. Gemsinn hennar Paulu suðar með eitt skilaboð í viðbót, en hún hunsar það. Hana langar ekkert til að heyra hvað hann hefur að segja nú, þegar hann hefur haft tíma til að hugsa um svar við því, að hún sveikst um að mæta á stefnumótið einu sinni enn. Hún leggur bílnum fyrir framan lítið múrsteina hús, veröndin upplýst gulum ljósum, dregið fyrir öll gluggatjöld. “Ég skal labba með þér að dyrunum,” segir Paula, en stúlkan hristir höfuðið. Hún þakkar fyrir sig án þess að líta í augun á henni og kemur sér út, gengur hægt og varlega yfir grasflötinn. Paula bíður til að sjá hvort foreldrar hennar komi út, en stúlkan læðist inn, lokar hurðinni og hverfur. Paula situr þarna í rökkrinu eins og hún búist við að eitthvað gerist. Svo fer hún úr golftreyjunni og smýgur rúllukragapeysunni yfir hausinn. Skilaboðið bíður. Hann gæti

12

Page 13: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

sagt að þetta verði í síðasta sinn sem hann geri þetta, hann hafi eytt of miklum tíma í hana. “Hversvegna ertu að draga mig á tálar?” gæti hann spurt. Eða, “Hver heldurðu að þú sért?” Möguleikarnir á því að hann segðist alveg skilja og að þau reyni þetta fljótlega aftur, einhvern tímann, þegar betur stendur á, eru ekki miklir. Hún ímyndar sér hann þarna í herberginu, bringan nakin, hann bíður átekta, strax farinn að hugsa um hina möguleika sína, betri kosti. Og hún ímyndar sér sitt eigið hús þegar hún kemur heim, vaskurinn fullur af óhreinum diskum, fjólublátt naglalakk og Power Ranger persónur allstaðar. Kattasand þarf að hreinsa og föt sem þarf að þvo og tómt búr sem hefði verið fyllt, hefði hún ekki verið á stjái allan daginn að kaupa undirföt. Í síðastliðinni viku sá hún sléttuúlf, en sagði engum frá því. Hún stóð við eldhúsgluggann, leit út og sá blandaðan, magran, þýskan hirðingja hund – en, þegar henni flaug í hug , að einhver hefði látið hundinn sinn lausan í nágrenninu, vissi hún að þetta væri ekki hundur. Hann var villtur og virtist hræddur, mjór og hungraður, og hún fann til einhverskonar skyldleika meðan þau stóðu þarna frosin, störðu á hvort annað. Allir vilja eitthvað.

Leiðtoginn getur séð hana þarna inni, gömlu leðurblökuna, titrandi með hendina á brjóstinu. Hún lítur út eins og leikbrúða, gamli tíkar líkaminn að kippast til í takt við rykki hans á hurðarhúninum. “Ég klæddist fjandans skyrtunni hans stráksins þíns,” segir hann. “Takk fyrir kærlega. Þetta litla rúllukraga helvíti breytti virkilega lífi mínu til góðs.” Hún tekur símann og snúruna í kringum hornið þar sem hann getur ekki séð hana, svo hann rykkir meira í hurðahúninn, hallar líkamanum að hurðinni og þrýstir á. “Strigaskó! Hálsbindi! Felldir mig í andskotans stærðfræði.” Hann laumast í kring og klifrar nógu hátt upp á rimlagrindina til að sjá að hún hefur hlunkast niður í stólinn og þrýstir símatólinu að bringunni. “Segðu töfraorðið,” segir hann og vefur hnefanum í skyrtuna sína áður en hann brýtur gluggann. “Segðu það.”

Þegar Paula keyrir upp að kvikmyndahúsinu, sér hún Erin og Tinu bíða eftir sér. Hávaxinn, magur strákur í bókstafajakka eltir Tinu, hendin á honum kumpánlega í vasa hennar, svo kyssast þau áður en stelpurnar koma inn í bílinn. Paula er um það bil að minnast á stúlkuna sem hún bauð í bíltúr, en ákveður síðan að gera það ekki. Hún vill segja eitthvað eins og, “Aldrei skaltu...” en hljómurinn af hlátri dóttur hennar kemur henni til að hugsa sig betur um.

“Ég trúi ekki að þú fórst í sleikju koss fyrir framan mömmu,” segir Erin, og Tina roðnar og glottir. Hún er stúlka með klofning milli brjóstanna og tannstyðjur, mitt á milli krakka og konu. “Já, mamma, hleyptu fersku lofti inn í þetta bíla óþefabæli,” hlær Erin, og svo fara stelpurnar tvær að tala um kvikmyndina og alla sem þær sáu þar, eins og Paula væri hvergi nálægt. Paula getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna og hversvegna hún stóð þarna skólaus á fjölförnu horninu, hvernig hún leit allt öðruvísi út en hreinlega stúlkan á stól í bókasafninu, og samt er hún sú sama. Og hvað ætti hún svo að skrifa og gefa vinnufélaga sínum á mánudaginn, eða ætlar hún algjörlega að forðast hann, láta eins og ekkert hafi skeð, að hún hafi aldei farið úr dimmri stofunni sinni í leit að einhverjum spenningi? Hún ímyndar sér sléttuúlfana búa eins og maðurinn hennar hefur lýst, lítil greni undir

13

Page 14: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

kjarrahrúgu, hjálparvana hvolpar að hringa sig saman og bíða eftir móður sinni að koma heim. “Fyrirgefðu, ef ég eyðilagði allt fyrir þér, svo að þú komst ekki til leiðinlegu vinkonunnar þinnar,” segir Erin háðslega, og hallar sér síðan að henni. “Í rauninni er ég það, mamma.” Hún loft-kyssir Paulu og brosir einlægu þakklætis brosi, áður en hún snýr sér aftur að vinkonu sinni og skrækir einhverju, sem hún hélt hún hefði gleymt að segja frá, eitthvað um að svindl, einhver var staðinn af því að vera með glósubók kennarans. Hún hefur fléttað lakkrís ræmur í kringum hálsinn á sér eins og hálsfesti, og andremma hennar er sæt af mjólkursúkkulaðis bitum.

Gamla konan er dauð, eða þykist vera dauð. Hljóðrituð röddin frá símatólinu á bringu hennar segir henni að gjöra svo vel að leggja á og reyna að hringja aftur. Þetta er eitt af þeim húsum þar sem allt er í röð og reglu, lítið fjandans glerdrasl, sem enginn vill. Löngunin að leggja allt í rúst grípur hann, en af hverju að leggja það á sig núna? Hann drap hana ekki. Hann gerði ekkert nema skjótast inn úr gluggarúðunni. Hann leitar í kring, og notar svo skyrtuna sína varlega til að skilja ekki eftir fingraför, tekur golfkúlu úr körfunni við arininn og leggur hana niður á glerbrotin. Sjónvarpið er of stórt til að stela, ekkert veski er sjáanlegt, ekki einu sinni áfengis skápur. Honum hryllir við henni og öllu þessu pakki, sem glápir út úr ljósmyndunum og andlitsmyndunum. Hann ætlar að segja stelpunni, að hann hafi bara hrætt gömlu tíkina, hótað að kefla hana og setja byssukúlu í hausinn á henni, þar til hún fór að gráta og sárbæna um miskun og fyrirgefningu. Hann ætlar að segja, að hann skildi við hana á lífi og þakkláta.

Máninn er hátt upp á björtum himninum, þegar Paula vogar sér út til að leita að kettinum. Hún vefur peysuna þéttar að sér, og gengur framhjá ljósinu úr húsinu, skógurinn í kringum hana rennur saman við rökkrið. Maðurinn hennar er sofandi, og Erin er í símanum. Það voru engin skilaboð, nema þessi sem biðu á gemsanum, ennþá rugluð. Hún heyrir sírenu í fjarlægð, vindinn í trjánum, bassaslátt frá bíl sem ók framhjá.Komdu, komdu hugsar hún. Hún er um það bil að fara aftur inn til að ná í vasaljós, þegar hún heyrir í kunnuglegri bjöllunni og sér svo köttinn laumast upp úr dimmum skóginum, ósnortinn, og rólegan í fasi.

14

Page 15: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

STEVE DE JARNATT

RUBIAUX UPPRISINN

“Tek þig aldrei aftur til baka, sonur, þó að það sé mér mikil kvöl,” hafði Cleoma frænka sagt Rubiaux. “Þetta er í síðasta sinn sem þú kemur heim í svona ásigkomulagi – ef við gerum ekki út um þennan fjárans púka núna.” Það var fyrir tveim vikum síðan, og tuttugu og tvö pund af kvalræðisholdi Rubiaux hafði runnið burt sem sviti, en hann æpti uppi á háloftinu hennar Cleoma þar sem hún lokaði hann inni. Næturgagn til að pissa í, annað til að kasta upp kjötsúpunni í og kexi, sem hann reyndi að borða milli velgju kastanna. Yfir níutíu gráður Farenheit á daginn, átti vel við beinahrollinn og skjálfta flogin, sem þau vissu bæði að tilheyrðu meðferðinni. Snemma morguns vaknar Rubiaux við langa dauðaþögn allt í kring. Líkt og hnoðrar af samanþjöppuðum klósettpappír væru troðin lengst inn í hljóðhimnuna. Aðeins tómt blóð rennur gegnum hausinn á honum. Svo hægir á blóðþrýstingnum, og hann getur heyrt máfa skræk í vindinum einhverstaðar. Hann sér grátt ljós smjúga inn gegnum rifin og krullaðan tjörupappa, sem fóðrar þetta vel byggða þak að innan. Viðurinn er ber, lakkaður hér og þar, en engin málning. Hann hefur reynt að sofa í klukkutíma eftir svartnættis nótt af linnulausu góli og tætlingum frá þeim versta stormi, sem hefur nokkurntíma riðið á þessa sveit. Hvernig þakið stóðst áhlaupið, var virkilega kraftaverk, vitnisburður um trésmiðakunnáttu Zachary frænda, sáluga. Auka naglana sem hann barði ávalt niður, til öryggis. En þessi verkkunnátta hefur líka fangelsað Rubiaux hérna inn í þessa klemmu. Í alla nótt, meðan skarkali óveðursins náði aftur og aftur hámarki, hélt hann að þetta væri ábyggilega Algleymið. En hér er hann í morgunsárið – yfirgefinn – ekki upprisinn til himna. “Guð, þú hefur reynt á, og ég er enn hér. Veittu mér nýjan kraft, og ég skal ekki gleyma því. Ég skal ekki aftur bíða lægri hlut, fyrir sorgum holdsins, hugsar Rubiaux, kverkarnar of þurrar til að tala. Rubiaux hefur farið gegnum meira en eitt helvíti. Stríðasárin, þarafleiðandi fíkn, sem leiddi til nauðsynlegrar grimmdar af heimaspunnri afvötnunni hennar Cleomu, einnig hvirfilbyl í flokk númer fimm í gærnótt, sem hann veit ekki enn hvað heitir. En Rubiaux hefur ekki hugmynd um að annar og mikið kröftugri stormur er, á þessu andartaki, að seytlast gegnum rof neðst í stíflugarðinum við sautjándu götu skurða stífluna.

15

Page 16: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Rubiaux hefur verið í burtu síðastliðin tvö ár og hvarf aftur heim án allra líkamspartanna. Öll barnafitan horfin. Handleggur við olnbogann. Fótleggur við miðkálfinn Stór bráðabirgða títaníu plata, sem fest hefur verið við höfuðleðrið að aftan, átti að skipta um fyrir löngu síðan. Á mestu örvæntingastundum sínum, reyndi hann að veðsetja hana, hélt að málmurinn væri áræðanlega einhvers virði. Samt finnst honum oftast, að hann sé heill, en ekki vegna þessa tálsýnis tilfinninga fyrirbrigði, sem þeir tala um. Heldur var það ríkmannleg slæðan af stöðugum OxyContin niðurbælingum, og morfín hástigum, sem olli því, að hann gerði sér ekki grein fyrir feikilegu tapi sínu. Rubiaux var alla tíð góð, fórnfús sál. Ekki mjög vel gefinn, en hann hafði reynt að fylgja vegi hinna réttlátu í lífinu eins vel og hann gat. Þetta réttlættti sífelld vandamál Cleomu frænku að gefa honum alltaf annað tækifæri til að hefja sig upp úr hrapandi hringferli sínu. Strákurinn var stór fyrir aldur, með æðislegt skap, sem bar lítið á, en aldrei yfirgangsseggur. Í rauninni sló hann alltaf hrekkjusvín þorpsins niður. Gat aldrei þolað að sjá þau minnimáttar misnotuð á nokkurn hátt. Þegar hálfvitinn, frændi hans Remis, fór á tveggja daga fyllerí og var blekktur af kappsömum nýliða veiðara sjóhersins , mætti Rubiaux fyrir Remi í staðinn, tók nafn hans í Lejeune herbúðunum. Hann þoldi slæma meðferð á æfingastöðunum án þess að kvarta, áður en hann gat skrifað heim, fann sjálfan sig með M60 riffil í sandfullri skítaholu að nafni Al-Najaf. “Ljósið – blóðið og rykið – hræðsla er svoddan mannlegur óþefur hérna, Cleoma frænka. Þú getur bara ekki trúað því!” skrifaði hann henni seinna. Eftir aðeins tvo mánuði, í fjarlægu landi, hafði Rubiaux farið gegnum helling af skotvopnum og togað fjóra félaga sína út úr jeppa sem sprengja hafði brent stærðar holu í gegnum . Hann hristi af sér þrjár snarkandi sprengjulotur sem festust í hörundið á honum eins og þær væru aðeins býflugna stungur, en smá skörðótt, krabba-lagað sprengjubrot skrúfaði sig gegnum hauskúpuna á honum, djúpt inn í einhverja mikilsverða rauf í litla heilanum. Til allra hamingju missti hann fljótlega meðvitund, þegar vökvi safnaðist á heilann, því hann fann ekki fyrir hroðalegu kvölunum í handleggnum og fótleggnum frá seinni sprengjunni, þeirri, sem átti að drepa þá, sem komu honum til hjálpar. Rubiaux raknaði við sér mánuði seinna með óskýran framburð, og stöðugan eld, sem logaði um allan heilann, tætti hann allan niður með svo nístandi, heljar kvölum, að hann bað um að deyja þúsund sinnum á dag. Eftir að hann sneri aftur heim, elfdist þolgæði hans af lyfjaskammta-kvala hlutfallinu, á meðan hann reyndi að ná heilsu í einni sóðalegu, hermanna göngudeildar kompunni eftir aðra, hafði hann tvisvar næstum því verið fangelsaður fyrir að hnupla eiturlyfjum. Eins og vitnisburður um algera fjarstæðu, var Rubiaux, stórslasaður maður með ólæknandi heilaskemmd, síðan yfirlýstur “Í Burtu Án Leyfis.” Samkvæmt herlögum, var hann ekki enn leystur frá herskyldu, vegna mikilla erfiðleika að afla mennskra skepna til að taka þátt í allri ringulreiðinni, sem þeir höfðu stofnað til þarna í Nýju Babíloníunni.

Á háaloftinu horfir Rubiaux á ljósið streyma inn – dansandi rykið allt í kring, hægt og himneskt eins og Vetrarbrautin. Eftir heljamikið roku geisp, lagast heyrnin í honum. Hvaðan kemur þessi hávaði, eins og einhver niður? Þessi lágu bankandi hljóð eins og keiluspil, sem heyrast fyrir utan húsasundið. Og þessi hægláta, aðvífandi druna. Hvað er að ryðjast að honum?

16

Page 17: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Höggbylgja hittir húsið eins og tylftir af griðastórum plönkum rekist hvað eftir annað á húsgrindina. Bjálkarnir emja, allur húsagrunnnurinn hristist næstum því af stoðunum, naglar og skrúfur rembast við að halda sér föstum, tístandi eins og mýs, þegar viður og málmur glíma við að halda í nauðbeygð faðmlög sín. Nýtt ljós skín inn um gluggann lengst frá, málar loftið með gullnum bylgjum. Endurkast. Vatn. Vatn er á leiðinni. Vatn er hér. Rubiaux, sem hefur farið í gegnum meira en nokkur maður ætti að þola, reynir að muna eftir róandi laginu sínu, þessu sem hann sönglaði alltaf í höfði sér í þessum endalausu sendiförum, pakkaðra sardína inn í sprengjuofni. “Sveiflaðu lágt, ljúfi stríðsvagninn minn...” Hann reynir að raula fyrstu nótuna af viðlaginu aftur og aftur eins og nál sem getur ekki hoppað upp úr skoru grammófónsplötunnar. “Sveif lá vagn – að koma til – koma til – koma til að – “ en ruglaður hausinn á honum veldur skammhlaupi. Engin ljúfur stríðsvagn getur fært hann heim.

Cleoma fór í bæinn löngu áður en stormurinn skall á. Hún fór í trukknum og lofaði að koma til baka áður en allur fjandinn yrði laus, ásamt einhverjum sem gæti hjálpað til að draga naglana út úr fjölunum sem negldu hann inn. En hún hefur ekki komið til baka. Og hvar er Remi? Hversvegna kom hann aldrei einu sinni í heimsókn? Rubaux tók við byssukúlum fyrir þennan harðbrjósta durg, og jafnvel núna á hann ekki eitt gramm af reiði út í hann, aðeins verkinn út af heilabrotunum um þetta. Rubiaux lítur niður gegnum litla gatið þar sem Cleoma hefur daglega ýtt upp gosdrykk og lyfjunum hans, í nákvæmum skömmtum. Hann getur nú séð ólgandi vatnið flæða inn í eldhúsið, að rupla húsið án nokkurrar miskunnar. Ekkert er eftir af mat í kælikassanum hans, og Rubiaux hefur aldrei verið eins hungraður í lífi sínu, en í fyrsta skipti í tvö ár, rennur enginn púki í æðunum sem kemur honum til að þrá sætt óminni. Hann lítur á það, sem eftir er af handleggnum. Hann hefur ekki litið á bútinn í marga mánuði. Á spítalanum gat hann aldrei staðið frammi fyrir stuldi útlima sinna. Hann uppgötvaði, ef hann dofnaði nóg um allan skrokkinn, gat hann gleymt um stund útlimatapinu. Þegar hann var nógu laus við réttan öxuli sínn, gat hann stundum lyft upp skugga af hendinni, hlæjandi, þá tengist hann ekki rugli skilningarvita sinna - ljúgandi heilinn í honum trúði því að handleggurinn væri enn partur af honum. Hann gat meira að segja smellt vofu fingrunum og heyrt hljóðið vel. En nú rannsakar hann yfirgefna stubbinn allan krossmarkaðan af fjólubláum örum, og hann nýtur rauða kláðans í honum. Rubiaux leyfir sjálfum sér að standa frammi fyrir fleiri minningum. Rykinu í Al-Najaf. Hræðslunni og hitanum. Adrenalín æði bullar fljótlega upp í raflost, sem heldur deginum svo lifandi í draumi og endurminningu. Þessi dagur – þegar hann var sprengdur frá því að vera heill – herdeildin hans að syngja – “Þakið..þakið..þakið er að brenna.” Strákar eins og hann, og drengir alls ekki eins og hann. Hlæjandi, hrópandi, biðjandi – allir saman, allir eins og einn – síðan glampinn af helvítislogum einhverstaðar og djöfuls hnerri af skjálfta sem tætti sundur jeppann fyrir framan, eins og hann væri leikfang. Hann minnist skurðaðgerðanna, hver á fætur annarri, ránfuglinn með skæri fyrir gogg að koma og stinga í lifandi hræið. “Við getum reynt að bjarga fótleggnum...við getum ekki bjargað handleggnum...við verðum að taka dálítið meira...það er farið að grafa í aftur, því miður..aðeins svolítið meira, sonur, enginn annar úrkostur...” Hann man eftir

17

Page 18: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

endalausum leiðindunum inn á milli. Mest man hann þó eftir grimmdarlegri stríðni Gus Windus, illgjörnum skíthæl í næsta rúmi, sem sagði Rubiaux, aftur og aftur, að hann hefði sloppið vel. “Heyrðirðu hvað þessi helvítis mottuflugmenn gerðu Terry Finnell? Festu drenginn nakinn yfir þennan stóra málm kassa, sem var barmafullur af Baghdad rottum. Sveltu þær í marga daga, það er heilagur sannleikur. Svo beittu þeir lóðlampa á kassann. Lýstu hann vel upp, steiktu öll þessi nagdýr. Helvítin nöguðu alla leiðina upp gegnum magann á honum Terry til að komast út – auðveldustu leiðina. Vesalings pottormurinn varð að horfa á þær allar klöngrast út gegnum sín eigin innylfi eins og þessi náungi í fyrstu “Alien” kvikmyndinni.” Rubiaux hafði alltaf hatað rottur – síðan hann var barn, og vaknaði við að finna smá hóp af þeim narta í blöðrurnar á fótunum á sér. Honum hrylllir aftur við sögu Finnels, og flóð af hrjúfum minningum – svo, eins og meindýr úr umsnúnum steini, tvístrast þær allar burt á eihvern annan dimman stað. Salt þurrkar augun í honum þar sem tár ættu að vera. Hann hefur fyrir löngu grátið lífsskammtinn sinn af þeim. Djúpur, hægur andardráttur, skilar til baka helgidóm háaloftsins. Það sem Rubiaux virkilega finnur fyrir núna, meira en nokkuð annað, er hungur. Eins og pardusdýr að grenja innan í honum. Hann hefur nú þegar sleikt hverja einustu mylsnu sem hann fann þarna uppi, og er handviss um, að hann missti ekki neitt. Í hverfandi birtunni sér hann svo sjón,: skuggamynd af einhverju hangandi rétt fyrir utan litla gluggann handan við háaloftið. Ó, láttu þetta ekki bara vera brellu augans. Það “trompe l´oeil” væri bara einum of miskunnarlaust, sú blekking, hugur hans sárbiður engan sérstakan. Raubiaux dregur sjálfan sig áleiðis að þessu með öllum sínum klaufalegu kröftum, skrapar líkamsvefi sína yfir hrjúft yfirborðið þar til hann situr og horfir á það – fagurrautt, á fagurrautt í hnígandi sólinni – þroskaður, feitur, erfðagrips tómatur. Fullir fimm þumlungar í þvermál, ljótur og búlgandi óreglulegur, eins og þeir voru fæddir til að vera, áður en erfðafræðilegt einsleiti gerði frændur þeirra að fullkomnum, bragðlitlum, smekklausum hnöttum. Vínviður hefur klifrað sjálfkrafa upp við hliðina á húsinu, eins og baunastilkurinn í barnasögunni, bara til að færa honum þessa gjöf. Rubiaux tekur fljótt upp tómatinn og vegur hann og metur, eins og hann væri Eva í Garðinum. Ef það að éta hann breytir veröldinni, getur það aðeins betrumbætt, og ef ekki, er honum eiginlega alveg sama. Maginn ræður honum á þessari stundu. Hann finnur lyktina af daunillu, árvegs moldinni sem tómaturinn hefur vaxið í – “la terre puant.” Hann strýkur þenslunni af þykku ummálinu, rúllar skinninu yfir kinnar sér, bítur svolítið í. Bragðið geysist gegnum bragðlaukana, afmáir óþef háaloftsins. Loftið úti hefur ekkert batnað núna, kryddað af opinni safnþró, fljótandi bensíni, og af og til gust af nýrotnandi dauða. En þetta frumbragð eyðir öllu öðru. Rubiaux sekkur sér inn í hyldýpi ávaxtarins, gleypir í sig, gagntekinn. Safi og fræ renna niður kverkarnar og yfir bringuna á honum. Aldrei hefur nokkuð verið eins himneskt á bragðið. Síðasti bitinn af dumbrauðu holdinu skríður niður skrælnað kokið á honum. Eins varlega og mögulegt er togar hann í vínviðinn, og önnur vansköpuð vín-lituð kúla lyftist upp gegnum örsmáan gluggann. Hann lítur á rispurnar á tréumgjörðinni, þar sem í köldu, kalkúna vitfirru sinni, hann hafði sparkað út viftunni og reynt að klóra sig gegnum ferkantað gatið. Hann togar öðrum upp, síðan öðrum í viðbót – dregur kæliboxið nær með góða fætinum, setur sex stórkostlega, risavaxna tómata í það.

18

Page 19: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Brakið í húsinu magnast allt í einu aftur, þegar lárétt skolið byrjar að vætla inn gegnum rifur og göt á gólfi háaloftsins. Eins og strengur af óhreinum perlum, flýtur tylft af blautum músum upp ofan á grútskítugu, gráu vatninu, sem rennur í mörgum litlum lækjum um allt, sameinast eins og kvikasilvur í stórt vatn sem stöðugt hækkar. Rubiaux staflar þrem stórum ferðatöskum í hornið nær glugganum og skríður ofan á þær. Þegar hann situr uppréttur er bilið milli hans og loftsins varla hærra en einn þumlungur. Vatnið magnast og magnast fljótt, þumlung eftir lifandi þumlung. Sólin er að setjast. Rubiaux er ljóst að hann gæti líklega drukknað hérna í myrkrinu, langt frá þar sem hann myndi kjósa að yfirgefa þetta líf. Hann hringar sig upp að horninu. Þarna er sylla um það bil fet á breidd, hátt upp við þaksperruna, þar sem hann getur sett kæliboxið og rétt úr góða fótleggnum. Hann étur annan tómat, gæðir sér á hverjum bita, og hann biður þess að vatnið hækki ekki meira – biður eins og allir hafa gert að eilífu þarna við bjúgvatnið. Þesum bænum virtist alltaf svarað, hætta frestuð í nokkra daga, þegar sérhver stormur straukst einhvernveginn burt frá þeim, framlengdi sérstöku sællífi þeirra. Þar til nú. Í fjarlægð heyrast hróp sem sameinast blístri vindsins gengum rufurnar. Rubiaux lokar augunum áður en ljósið hverfur, svo hann geti munað eftir þessu öllu – síðan viljar hann sig í svefn. Rubiaux vaknar án þess að vita hvað tímanum líður. Í kolamyrkri. Hann klórar fótlegginn, sem er ekki á honum með hendinni, sem er ekki til. Vatnið nær nú upp yfir staflaðar stoðirnar, gegnbleytir hann að minnsta kosti um þumlung. En það hefur hætt að hækka. Bænirnar hafa virkað, ef aðeins að nokkru leyti. En þarna er eitthvað nýtt núna í rökkrinu – að anda, hreyfast. Aðrir. Hann andar létt, þykist dúra, bíður eftir ljósinu úr austri. Þegar hann opnar hægt augun aftur klukkutíma seinna, sér hann þau – óheilaga villidýrasafnið. Niður liðlanga sylluna, að hópa sig saman óþægilega nær honum, eru; stór kóngaslanga; tvær smærri vatnsslöngur; fjórar feitar vatnarottur; hálfdrukknaður villiköttur og tveir skjálfandi kettlingar; þrjár vesaldarlegar brúnar kanínur; vatnssósaður þvottabjörn; tylft af norskum rottum; hópur af samanþjöppuðum músum; ásamt morandi óreiðu af köngulóm, bjöllum, margfætlum og öðrum skordýrum. Hann gýtur augunum til og frá. Það gera þau líka. Allir virðast anda í einhverskonar einkennilegu samræmi, að bíða eftir að einhver hreyfi sig. Enginn er að borða neinn þennan morgun. Þau sameinast í hræðslu og ruglingi – munaðarlausir bræður í storminum. Rubiaux lyftir varlega lokinu á kælinum. Hann býður kóngaslöngunni tómat, en dýrið hringar sig saman í þéttari gorm. Hann rúllar tómatnum niður þaksperruna að vatnsrottunum sem þrífa hann upp og narta gegnum skinnið. Hann fleygir öðrum niður sylluna að rottunum, en ávöxturinn dettur niður í vatnið, vaggast þar skömmustulega til og frá. Sá næsti lendir beint á nagdýrin sem deila honum með kanínunni, þar til þvottabjörninn stelur honum frá þeim. Hér er friður, sem hann hélt að væri aldrei mögulegur á þessari jörðu. Villtar skepnur saman, ljónið og lambið – lifandi biblíu saga um einhvern týndan Edin garð. Þá skellur annað fjall af vatni að húsinu, alsælan á enda. Vatnarotturnar falla niður í vatnið og synda burt. Gólfið hefur rennst til af grunninum og er að stinga sér niður í mjúka leðju jarðvegsins. Það er sama hvort vatnið sé að hækka eða húsið að sökkva – eftir nokkrar mínútur drukknar Rubiaux áreiðanlega.

19

Page 20: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Það heyrist hljóð í þyrlu fyrir ofan, hringlaga skellur sveimar ekki langt í burtu. Rubiaux reynir aftur að klóra í kringum gatið á glugganum, tætir neglurnar á fingrunum, en þetta op verður aldrei stærra. Tími kominn til að geyspa golunni með slöngum og rottum, nýju vinunum hans. Rubiaux veit samt að loksins er hann að minnsta kosti hreinn – hugurinn skýr, og hann er tilbúinn að mæta skapara sínum. Rubiaux lykkjar beltinu kringum hálsinn, festir það upp undir þakbitann, þrengir því þétt upp að adamseplinu. Hann vill ekki drukkna, eins og næstum því kom fyrir hann tvisvar sinnum. Hann kýs heldur að hengja sig til dauða. Einhver sagði honum einu sinni að það væri tiltögulega fljótt, og maður gæti jafnvel fengið ofsalega standpínu á meðan maður missti meðvitund, hryllilegan æsing. Rétt áður en hann gefst upp fyrir þyngdaraflinu, tekur hann eftir brengluðu mynstri af gylltu ljósi að dansa í kring á þakinu. Þetta finnst honum torskilið. Hann reynir að sjá það beint fyrir framan sig, en það er alltaf á hreyfingu honum til hægri. Þá er honum ljóst að sólin er að skína á gljáandi, bognu titaniu plötuna á hægri hliðinni á hausnum á honum. Þetta kemur honum til að hlæja. Hann pírir augun þar til þetta lítur út nákvæmlega eins og engill að fljóta frjálslega yfir öxlina á honum. Allt í einu verður honum ljóst hvað hann á til bragðs að taka. Eins og engillinn hafi sagt honum það. Það reynir svolítið á að losa plötuna, tætir það sem eftir er af nöglunum af honum til að losa þetta. Síðan treður hann riðguðum nagla milli plötunnar og mjúka, trefjótta gróðrinum á hársverðinum og rykkir í eins hart og mögulegt er. Platan losnar, dettur niður í vatnið, glampar eins og tálbeita. Hann þrífur hana upp áður en hún hverfur, hristir dropana af, heldur kúptu hliðinni upp að sólinni, safnar saman geislunum í blindandi hitablett á þakinu. Eftir nokkrar sekúndur fer tjörupappírinn að loga, spýtir út þykkum, svörtum, kæfandi reyk. Restin af náttúrugestunum hverfa á brott eins fljótt og þeir geta, skreiðast, skríða og hoppa burt. Rubiaux þykir það verra og biður að þeir fari allir heilir á húfi, jafnvel rotturnar. Þegar reykurinn sem faðmar loftið verður of þykkur til að hægt sé að sjá gegnum hann, dregur hann kælirinnn yfir höfuðið og stekkur niður í vatnið, barmurinn á kafi í kringum hann. Hann stendur kyrr eins lengi og hann getur, öruggur í loft vasanum. Eitthvað ískyggilegt í vatninu mjakar sér í gegn milli læranna, kemur síðan til baka til að narta í örin á lærinu. Hann andar fljótlega að sér öllu súrefninu, og missir máttinn, hefur ekki nægjulegan styrk til að lyfta boxinu af sér, en ýtir svo með öllum þeim krafti sem hann hefur aflögu og kemur þá auga á þriggja feta gat á þakinu, umkringt rauðum logum. Gegnum gatið getur hann séð þyrlu að lækka sig niður gegnum reykinn. Rubiaux leiftrar engla glampanum upp að flugmannsklefa glugganum, og vélin svífur niður, sópar reyknum upp úr háaloftinu. Flugmaðurinn nuddar augun nokkrum sinnum, óviss um hvað hann er að horfa á. Á þakhliðinni teygja tvær slöngur sig yfir hvora aðra, mynda fullkomin kross á brennandi þakinu. Þyrlan er alveg full, en einn af langþreyttu strand vörðunum, sem hefur unnið hugrakkur allan daginn án nokkrar hvíldar, kemur niður í körfu og togar Rubiaux um borð, bindur þá saman. Þeir hækka flugið, Rubiaux flýgur lágt yfir eina kaffærða héraðið eftir öðru – áleiðis að miðbæ borgarinnar. Flýgur yfir bensín brennur, fjölskyldur að vaða á kafi upp að bringu, ræningja að fleyta stærðar sjónvörpum, hundar fastir upp í trjám, og svo margt annað, sem Rubiaux hélt, að hann myndi aldrei sjá.

20

Page 21: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Og þeir setja hann niður á vegabrúna nær hvolfþakinu þar sem hópar af öðru fólki þyrpist saman, Rubiaux veit að þjáningar hans eru loksins á enda – hjálp og þægindi eru áræðanlega á næstu grösum.

ELEANOR HENDERSON

SVEITABÆIRNIR

Eftir að litli bróðir minn dó, fluttum við úr húsinu við lónið í tveggja herbergja íbúð nær I-95 þjóðveginum. Íbúðin var í einni af þessum sand-lituðu byggingum, reist eins og þyrping af strand mótelum – tveggja hæða, sedrusviða þök, steinsteyptir stigar, og svalirnar samantengdar fyrir ofan gangstéttina. Ryðgaðir hálf-mánar úr þakrennunum óhreinkuðu neðstu hæðina og, ef maður keyrði þangað um sex leytið að kvöldi til með gluggana rúllaða niður, fann maður lykt af brennisteini úr brunnvatninu. Á svölunum, var hægt að koma auga á kælikassa með bjór, kaktus plöntu á pappírsdiski, eða Flórida Krókódíls strand stól. Ef til vill var handklæði breitt á svalarimlana til þerris, krossar hangandi á hurðunum, og skál af blautum kattamat við hliðina á velkomu mottu, flugur að sveima allt í kring. Við höfðum blómaskála í gamla húsinu okkar, sundlaug með bretti, og baðherbergi með tveimum vöskum þar sem við bróðir minn bustuðum á okkar tennurnar, hlið við hlið. Nú bjuggum við á annari hæð. Til vinstri bjuggu hjón á eftirlaunum.Sendibíll Matur á Hjólum þjónustunnar færði þeim matvöru á hverjum laugardegi. Konan hafði dottið niður stigann og brotið mjöðmina, og eiginmaðurinn yfirgaf íbúðina aðeins til að ná í meðölin fyrir hana. Í tveim íbúðunum til hægri bjó strór Puertó Rikó fjölskylda – frænkur, frændur og feitlagnir krakkar, sem hlupu í kring á hlaupahjólum á bílastæðinu milli byggingar okkar og þeirra beint á móti. Á annari hæð byggingar þeirra, var Votta Jehóva fjólskylda, kona, sem foreldrar mínir sögðu að væri fyllibytta, og maðurinn sem setti matvörurnar okkar í poka í búðinni, og hjólaði á reiðhjóli með Suðurríkja Bandalags flögg blaktandi á stýrinu. Í 2F, íbúðinn beint á móti okkar, bjó svört kona með dætrum sínum, tveim horuðum litlum telpum, sem henni fannst gaman að klæða í alveg eins föt, að meðtöldum hárspennunum. Í gamla nágrenninu okkar bjó líka einu sinni Puertó Ríkó fjölskylda, ásamt Velazquez del Castillos fólkinu, nafn sem ég elskaði að bera fram. Þau flögguðu Kúbu flaggi á bílskýlinu. En svörtu skólafélagarnir mínir voru keyrðir í rútu frá Riviera Stöndinni eða Belle Glade; þeir voru aldrei nágrannar mínir. Í nýju byggingunni okkar, horfði ég á konuna frá 2F brjóta saman föt í þvottahúsinu, meðan stelpurnar léku sér með eðlu sem þær höfðu fangað í tóman þvottaefnis kassa. Hún svipti lökunum fyrir framan sig svo

21

Page 22: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

snögglega, smellti þeim saman á þá leið að ég þorði ekki að segja halló. “Ekki skíta út þessi föt aftur,” skipaði hún stelpunum. Ég var að þvo bol með teigjum í einni þvottavélinni. Ég hafði ekkert annað að gera. Þetta haust, haustið sem ég byrjaði í áttunda bekk, kom ég heim úr skólanum í strætó. Pabbi kom oftast ekki heim af skrifstofunni fyrr en eftir sex og mamma, kennari vanþroskaðra nemenda, hafði farið að vinna í eldhúsvöru deildinni í Macy þrjú kvöld í viku. Ég labbað ein heim frá strætóstöðinni, aflæsti hurðinni og fór inn til að ljúka við heimavinnuna og verkin. Ég horfði á Donahue í sjónvarpinu, hringdi í Kristu vinkonu mína, sem bjó í gamla hverfinu mínu, og þegar móðir hennar svaraði, talaði hún um hvað hún saknaði mín mikið, spurði hvernig foreldrar mínir hefðu það, og taldi upp alla leikina, sem við dóttir hennar dunduðum okkur einu sinni við. Meðan hún talaði, var hún að leyta að Kristu, opna og loka hurðum. “Veistu nokkuð hvar hún er?” spurði hún, gleymdi, að ég var sú sem hringdi. Andrew fékk alnæmi með blóð blöndun, svo veiktist hann af lungnabólgu um sumarið, missti meðvitund og raknaði aldrei við sér. Ekki vissi ég hvað sjúkrahús reikningarnir hans voru háir, en það var nóg til að setja okkur í það, sem pabbi kallaði, eins glaðlega og mögulegt var, eins og við værum í einhverju einkennilegu ævintýri, “Ölmusu húsið.” Einu sinni var ég alltaf með bróður mínum síðdegis, að leika leiksýningar og örbylgja eitthvað úr frystinum. Ég átti að hugsa um hann. Ég horfði á Donahue endursýningu, virðingu fyrir Ryan White með Elton John, John Cougar Mellencamp, og Kareem Abdul-Jabbar. Ég var þreytt á sorgarferlinu. Mér hundleiddist.

Í fyrsta skipti sem ég sá stelpurnar á veröndinni sátu þær upp að byggingunni með fæturnar teygðar á rimlana. Þær höfðu hellt út bakpokunum sínum, og allt dótið lá á víð og dreif milli þeirra. Þær virtust ánægðar með að vinna heimanámsefnið í skugganum, deildu með sér kartöfluflögupoka. Ég lyfti hendinni meðan ég stakk lykilinum inn, og þær veifuðu til baka, fyrst sú yngri, síðan sú eldri, treglega. Í annað skipti, nokkrum vikum seinna, rigndi. Þetta var einn af þessum síðdegis stormum í suður Flórida, þegar regnið gufaði upp af stéttunum. Jafnvel undir þakskegginu höfðu stúlkurnar blotnað. Þær stóðu upp við vegginn með bakpokana ofan á mögunum. Í þetta sinn veifaði ég ekki. Ég fór inn í íbúðina okkar, gekk frá diskunum og opnaði algebru bókina mína. Ég hafði klárað eitt dæmi þegar ég kíkti gegnum gluggatjöldin og sá, að þær voru enn þarna. Rigningin var farin að aukast, elding skaust niður og litaði loftið bleikt. Bílastæðið var næstum því autt. Ég greip regnhlífina mína, ennþá blauta, og flýtti mér út í rigninguna, niður stigann, og upp þrepin þeirra. “Það rignir köttum og hundum,” sagði ég. Þetta var nokkuð sem maður sagði við litla krakka. Stelpurnar störðu á mig. Þær voru í hvítum bolum með bleikum doppum, bleikum strektum stuttbuxum, og hvítum sandölum, allt þetta gegnblautt og svolítið of lítið. Regnið hafði gert skyrtur þeirra gegnsæjar gegn dökku skinninu; flétturnar á þeim, festar með hvítum spennum, voru rennblautar. Yngri stúlkan var með gleraugu eins og ég átti einu sinni, þessum með ópallýsandi plastik umgerðum, og fyrir handan blautu linsurnar virtust augun á henni jafnvel miklu stærri en mín, ljómandi, starandi á mig, systur sína og svo mig aftur.

22

Page 23: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Þetta er vatnsmelóna,” sagði hún og benti á regnhlífina mína. Hún var bleik, með svörtum fræjum og grænni rönd. “Það er rétt. Langar þig til að halda á henni?” Stúlkan leit til systur sinnar eftir leyfi og, þegar hún sagði ekki nei, seildist hún eftir regnhlífinni. “Hvar er mamma ykkar?” spurði ég þær. “Í vinnunni,” sagði sú litla. Ég giskaði á að hún væri fimm eða sex ára. “Donatella týndi lyklinum einu sinni enn.” Hún skýrði frá því, að systir hennar hefði tekið af sér lykilinn, sem hún var með um hálsinn þræddan á skóreim, til að ganga á höndunum á leikvellinum, og hafði gleymt að þrífa hann upp af grasinu. “Hún getur farið fram og til baka. Hún ætlar að vera í Ólympíuleikunum. Sú litla sagði, að það væri enginn auka lykill faldur einhverstaðar, og þær vissu ekki símanúmer móður sinnar. “Þessi vatnsmelóna gerir mig svanga,” sagði sú litla. Ég fann að ég var líka svöng. Glorhungruð. “Við höfum stúlkuskáta kökur,” sagði ég. “Næfurþunnar myntflögur.” Miðinn sem ég potaði undir hurðina þeirra, prentaður á votann snepil úr skrifblokkinni þeirra litlu, sagði, “Ég ætla að líta eftir telpunum í 2B.” Undir þetta teiknaði ég brosandi andlit.

Þær þurftu að komast í þurr föt, en ég hafði engin nógu lítil fyrir þær. Ég setti stól fyrir framan fataskáp foreldra minna til að geta seilst eftir kössunum af fötunum hans Andrews. Ég fann tvo boli, tvær stuttbuxur með teygju mittisböndum, tvenna sokka og nærbuxur. Móðir mín hafði pakkað öllu niður til að gefa alnæmis góðviljastofnunni í Vestur Pálma, en ákvað svo, að hún væri enn ekki tilbúin til þess. “Þetta eru strákaföt,” mótmælti sú litla. Hún sagðist heita Bernice og vera í fyrsta bekk, systir hennar í fjórða. Þegar ég sagði henni að ég héti Meg, gælunafn fyrir Margaretu, sagði hún, “Aldrei hef ég heyrt þetta nafn áður.” “Ég er ekki viss um, að við ættum að fara í þessi föt,” sagði Donatella, sú eldri. Þetta var það fyrsta sem ég hafði heyrt hana segja. Augun á henni voru breiðsett, nasirnar fínlega myndaðar, og kjálkinn fullur af stórum, hvítum tönnum sem minnti mig á fola. “Þetta er eins og að þykjast vera að búa sig,” sagði ég við þær. “Leikið þið ykkur ekki við að máta föt fullorðna fólksins?” “Ég veit hvað það er,” sagði Bernice. “Mamma sagði ekki að við gætum farið í fötin af einhverjum öðrum,” sagði Donatella. “Þetta er eins og á hrekkjavökunni,” sagði Bernice systur sinni. “Þegar þú ferð í búning.” Meðan þær þurrkuðu sér með handklæðunum og fóru í þurru fötin, setti ég kökurnar á disk og hellti í þrjú mjólkurglös fyrir okkur. Þegar stelpurnar komu út, hlaup ég niður og fleygði fötunum og handklæðunum í þurrkuna, notaði mína eigin smámynt, og síðan settumst við niður við eldhúsborðið. Fötin voru of stór á Bernice, en þau pössuðu vel á Donatellu. Andrew hefði verið í fimmta bekk, en hann var lítill eftir aldir. “Við erum í buxum af hvítum strák,” sagði Bernice, mylsnur duttu út úr munninum á henni meðan hún flissaði. Hún hafði misst eina tönn, en með munninn fullan af súkkulaði, var eins og hún hefði misst fleiri.

23

Page 24: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Halltu þér saman, Bernice,” sagði systir hennar. Hún talaði með hálf lokaðan munninn, eins og hún væri að reyna að herpa saman varirnar. Hvorugar höfðu spurt um hver ætti þessi föt. “Þær hafa gat sem þú getur pissað gegnum.” “Drekktu mjólkina þína, stelpa.” Bernice vóg nefið á barmi glassins og þefaði. Allt var of stórt fyrir hana – glasið, fötin, stóllinn. Hún sagði, “þetta er eins og vatn á bragðið.” “Þetta er undanrenna,” sagði ég. Mér var sama hvernig það bragðaðist, en nú braut ég heilann um hvort mér ætti að vera sama. “Mamma mín kaupir þetta.” “Hvar er mamma þín?” spurði Bernice. Hún vildi vita hvað ég væri gömul, hvort ég kunni að keyra, ef ég ætti kærasta (ég átti engan, en ég vildi engan), ef ég væri stúlkuskáti (ég var það ekki, en vildi vera það). Mér fannst gaman að tala við krakka. Í kringum börn var ég skemmtileg, úrræðagóð, sjálfsörugg, stundum heillandi. Ég gat fundið mest huldu felustaðina; ég gat ofið vina armbönd í fimm litum; ég gat búið til skonsur í lögun stafanna þeirra. Þegar ég tók af gleraugun, dáðust þau af krossauga mínu, eins og það væri ekki galli heldur töfrabragð, sem þau vildu svo herma eftir. En ég var ekki oft barnfóstra lengur. Fjölskyldurnar í gamla hverfinu mínu hringdu í Kristu í staðinn; þau nenntu ekki að keyra mig. Síðasta barnapíustarfið mitt, rétt áður en skólinn byrjaði, var fyrir yfirmann pabba míns, þegar barnfóstra hans gat ekki mætt. Hann bauðst til að ná í mig, en faðir minn heimtaði að keyra mig þangað, í hús á Pálma Ströndinni á stærð við stórverslun, skelja bleikt með spænsku þaki, og vegg með frönskum dyrum sem opnuðust til hafsins. Það rigndi þetta kvöld, gluggarnir svartir, engla-andlits börnin steinsofandi. Ég kíkti inn til þeirra; næfurþunn efni yfir rúmunum þeirra, gekk síðan gegnum myrk herbergi hússins, opnaði búrið, skannaði bókahillurnar, þrammaði yfir marmaragólfin og teppi, sem enn sýndi ryksuguför. Í miðjunni á einu herberginu sat hafmey úr steini, með höfuðið hallandi að ströndinni, að hlusta með mér á pálma tréin berja uggunum móti gleri stormsins. Aldrei hafði ég fyrr passað börn heima hjá mér. Nú var Bernice sú sem skoðaði hvert horn, opnaði ísskápinn, stakk höndunum í eldhús skúffurnar. “Bernice, lokaðu þessu,” skipaði systir hennar. “Bernice, settu þetta aftur á hilluna.” “Þetta er allt í lagi,” sagði ég þeim. “Þið vitið hvað stúlkuskátarnir gera?” Bernice hafði sett dósaopnarann í gang, opnaði hann eins og skæri. “Hei, Bernice, veistu hvað stúlkuskátar gera? Hefurðu nokkurntíma farið út að tjalda?” Hún missti dósaopnarann niður á gólfið. “Það er eins og þú ferð inn í tjald?” “Það er rétt. Veistu hvað ég er með?” “Ég hafði aldrei komið inn í tjald.” “Ekki segja hafði, stelpa.” Ég náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu. Faðir minn fór með okkur út að tjalda einu sinni nær Gainsville, og við Andrew vorum vön að setja það upp í gamla bakgarðinum okkar. Ég slökkti ljósið og við skriðum inn, og með vasaljós undir hökunni, sagði ég þeim draugasöguna, sem pabbi minn hafði sagt okkur um manninn sem lestin brunaði yfir, og hverning hann gekk aftur á teinunum, og stundum, þegar maður heyrði lest flauta langt frá, var hægt að sjá tómu stígvélin hans spóka sig í kring. Mig velgjaði af skömm við að

24

Page 25: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

segja þeim þessa sögu, vegna þess að í margar vikur eftir að ég heyrði hana sjálf, svaf ég milli foreldra minna í rúminu þeirra. En jafnvel í þrumum og eldingum, voru stelpurnar ósnortnar. Í bjarma vasaljóssins, sat Donatella með hendurnar í kjöltunni, augun í leit að einhverju til að stara á. “Þú gleymdir luktinni,” sagði hún. “Á hann ekki að vera með lukt?” Ég hafði séð fullorðið fólk reyna að vera vingjarnlegt við lítil börn, sækjast eftir athygli þeirra í skrifstofuveislum föður míns, eða við pallana á hafnabolta leikunum, stríða þeim, blikka þau, biðja þau að smella saman lófunum í há-fimmum, reyna að fá mæður þeirra til að segja, “honum líkar við þig.” Aldrei hafði ég neyðst til að nota þannig aðferð. Ég var ekki vön að krakkar streittust á móti töfrum mínum. Ég velti fyrir mér hvort Donatellu mislíkaði hvítt fólk, eða hvort henni líkaði bara ekki við mig. “Það er heitt hérna inni.” Bernice renndi niður tjaldinu og stakk hausnum út. “Allt lítur út eins og martröð.” Ég kveikti aftur á ljósinu og tók tjaldið niður. Bara af því að krakkar gera það altaf, sátum við áfram á gólfinu. “Hvað er þetta?” spurði Bernice, lyfti lokinu af saumakörfu móður minnar. Hún tók upp tau tómatinn og rannsakaði hann. Ég sagði henni að hann væri títuprjóna púði. Það voru engir títuprjónar í honum – einu sinn hafði Andrew stungið fingurinn á einum þeirra – en Bernicu fannst ekkert um það smáatriði. “Þú átt vatnsmelónu og tómat,” sagði hún, lét skína í töpuðu tönninni, skipti svo á púðanum fyrir klæða mæliband, sem hún vafði eins og belti um stóran bolinn. “Hvað segja þessi orð?” spurði hún, leit á skyrtuna á hvolfi. Ég sagði henni að stafirnir þýddu Sækýr. “Það er snjalli skólinn,” sagði Donatella, skyrtan hennar sagði ekkert. Hún var maísblóma blá með bletti eins og fæðingabletti á annari erminni þar sem þumalfingur Andrews hafði atað út grillsósu. “Þær búa í vatninu, en þær eru spendýr,” sagði ég, reyndi að sanna alheims frægð þeirra. “Ég er spendýr, ekki satt?” spurði Bernice. Við Donatella játuðum því. “Allt fólk er spendýr,” sagði Bernice. “Það er rétt.” “Þetta eru fötin okkar?” sagði hún, togaði upp sokkana. “Þegiðu, Bernice.” “Hver á þessi föt þá?” “Bernice, sagði ég!” “Það er allt í lagi,” sagði ég. Mér var alveg sama. Ég var sú eina sem vildi tala um Andrew. Krista, gömlu nágrannarnir okkar, kennararnir, jafnvel foreldrar mínir – allir hrösuðu framhjá nafninu hans, hoppuðu yfir það í duldri þögn. Þegar ég heyrði hvað hörkulega Donatella ávítaði systur sína, braut ég heilann um hvort nýju nágrannarnir gætu verið að tala um okkur, hvort við værum það sem þeir spjölluðu saman um á svölunum, pískruðu svo lágt að ég gat ekki heyrt það, ef þetta væri ástæðan á því, að nágrannarnir neituðu að horfast í augu við mig, áður en þeir hröðuðu sér inn í bílana sína. Gátu stelpurnar virkilega vitað um að ég átti einu sinni bróðir, og að hann væri dáinn? “Bróðir minn átti þau,” sagði ég.

25

Page 26: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Pabbi okkar er dauður,” sagði Bernice. “Hann dó í stríðinu.” Pöddu augun á henni urðu ennþá stærri. Hún hafði blandað sér í umræðurnar of skyndilega – Ég vissi ekki hvort ég trúði henni; hún virtist vera krakki sem gat gert mikið úr hlutunum – ég hafði varla tíma til að ákveða hvernig hún nálgaðist þetta málefni. “Hvaða stríði?” spurði ég asnalega. “Eyðimerkur Storminum,” sagði Bernice. “Hvað heldurðu?” Ég trúði henni auðvitað ekki. Ég var varla vör við að það hefði verið nokkuð stríð, hvort þá heldur, að fólk hefði farist í því. Fyrir nokkrum mánuðum síðan, í fjarlægu tímabili sjöunda bekks, hafði ég kross-saumað gulan borða í heimavinnu, og endrum og eins stýrði skriðdreki yfir stjónvarps skerminn okkar, áður en einhver skipti um rás. Andrew hafði viljað horfa á teiknimyndir, og það vildu foreldrar mínir líka. “Skriðdrekinn hans sprengdi upp,” sagði Bernice. “Hans eigin lið sprengdi hann upp.” “Það er ekki lið,” sagði Donatella. “Fyrst bjuggum við hjá ömmu okkar, og nú búum við í Flórida.” “Hann fékk Purpuralitað Hjarta,” sagði Donatella, gat ekki gert að því. “Jafnvel þó það hafi verið vina sprengja.” “Hann er í himnaríki með afa og Jesú og drottinn.” “Þegiðu stelpa, Jesú og drottinn eru sama persóna.” “Nei, þeir eru það ekki. Er það?” Bernice leit upp til mín. “Hvað heitirðu aftur?” Ég sagði henni það. “Eru Jesú og drottinn sama persóna?” “Það fer eftir því hverju maður trúir,” sagði ég. “Hvaða sértrúarsöfnuði þú tilheyrir.” Ég var fegin að kunna þetta stóra orð til að koma enda á spurninguna. Í marga mánuði hafði ég verið óánægð með samhryggðar vottanirnar sem fólk bauð mér, varð eins vandræðaleg og fólkið sem veitti þær, og nú vissi ég ekki hverning hægt væri að bjóða nokkuð betra. Himnaríki var ekki nokkuð sem foreldrar mínir töluðu um. Minninga athöfn Andrews var haldin í gamla bakgarðinum okkar, og við dreifðum öskunni hans í lónið eftirá. “Hei, leikum jarðaför,” sagði Bernice. “Nei, Bernice,” sagði systir hennar. “Þú ert dauð” hún benti á mig – “og við erum lifandi.” “Ég er ekki viss um að við ættum að leika þannig leik,” sagði ég. “Nei, það er gaman!” Bernice hoppaðu upp og ýtti öxlunum á mér niður að gólfinu. “Lokaðu augunum.” Af því að mér fannst þægilegt að leggjast niður, eða mig syfjaði, eða var bara forvitin, gerði ég það. “Þú ert mamman, og við Donatella erum dætur þínar.” “Ég vil ekki leika þetta, Bernice.” “Allt í lagi. Ég er dóttirin, þá. Þú verður áhorfandinn.” Bernice setti títuprjónapúðan á bringuna á mér. Mjúk þyngd hans blómstraði yfir hjarta mér. “Þetta er blómið þitt. Þú liggur í kistu.” “Hvernig dó ég?” spurði ég. “Krabbi,” sagði Bernice. “Afi dó úr því,” sagði Donatella. “Hvernig krabba var hann með?” Þegar Bernice svaraði engu, opnaði ég augun. Hún leit til systur sinnar eftir aðstoð.

26

Page 27: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Ég sagði, “Það gæti verið magakrabbi, lungnakrabbi. Hvaða partur af líkamanum sem er. Heilakrabbi.” “Fótleggjakrabbi,” ákvað Bernice. Ég byrjaði að malda í móinn. Svo sagði ég bara, “Allt í lagi.” “Þú ert mamma mín og þú dóst úr fótleggjakrabba. Þú dóst fyrir þremum dögum. Líkami þinn hefur ekki byrjað að rotna enn.” Ég bjóst við að Donatella færi að ávíta hana, en hún gerði það ekki. Hún var að hlusta með mér. “Mamma, þú varst besta mamman, sem stúlka getur átt.” Ég fann að Bernice kraup niður við kistuna mína. “Þú elskaðir mig alltaf og ólst mig upp rétt. Þú vannst mikið til að gefa mér gott líf og ég yrði heil á húfi. Ekki veit ég hvernig ég get lifað án mömmu minnar. Donatella, nú gerir þú trompetinn og skotin og byssuna.” “Það er bara fyrir herinn.” “Hún var í hernum,” sagði Bernice. “Nei, hún var það ekki.” “Hvernig veistu það? Stúlkur geta verið í hernum.” “Hún bara var það ekki. Hún dó úr fótleggjakrabba.” “Það er allt í lagi,” sagði ég. “Ég þarf engann trompet.” “Suss,” sagði Bernice. “Þú ert dauð.” Ég hlýddi. “Donatella, hjálpaðu mér að segja bænirnar. Við verðum að setja hana niður í jörðina.” “Þú segir þær.” “Ég kann ekki öll orðin.” Donatella andvarpaði. Það heyrðust hreyfingar líkama. Andataki seinna fann ég fjórar litlar hendur renna sér undir bakið á mér, tvær við hverja hlið. Donatella fór varlega, notaði aðeins tvo fingur hverrar handar. Ég minntist leiknum sem við vinkonur mínar lékum í náttfataveislum, að reyna að koma líkömunum á hverri annarri á loft meðan við tónuðum, “Létt eins og fiður, stíf eins og fjöl.” Ég hafði aldrei risið á loft, en orðin sem stúlkurnar þuldu núna lyftu mér upp, upp, upp yfir stofu fjölskyldu minnar, þar sem ég sveimaði, eins hátt og hvaða andi sem er, jafnvel meðan líkami minn lá flatur á bauna-grænu teppinu. Mörgum árum seinna, í kirkju með vinkonu minni, heyrði ég aftur þennan sálm. Þar til þá, hélt ég hálfvegis að stelpurnar hefðu búið hann til sjálfar. “Nú ertu í jörðinni, “ sagði Bernice þegar þessu var lokið. Ég heyrði hana klappa höndunum saman, dusta af sér rykið. “Nú skulum við leika skólarútu. Ég er bílstjórinn, og þið eruð krakkarnir.” “Nei, Bernice. Þú getur ekki alltaf verið bílstjórinn.” Ég opnaði augun. Stelpurnar vofðu yfir mér eins og styttur, úti rigndi enn. Ég gat heyrt pálma tréin blaðskellast í storminum, alveg eins og þau höfðu látið á Pálma Ströndinni, en það virtist ómögulegt að þar ringdi líka núna, að Pálma Ströndin væri ekki hinum megin á hnettinum. Bernice kraup niður og hélt stækkuðum augum sínum nær mínum. “Þú getur verið lifandi núna,” hvíslaði hún, eins og hún væri að reyna að vekja ekki þá ennþá-dauðu. “Allt í lagi,” sagði ég, en stóð ekki upp. Andadráttur hennar ilmaði af myntu og súrri lykt af súkkulaði og mjólk. “Hvað heitirðu aftur?” spurði hún mig.

27

Page 28: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Meðan Bernice var inni í svefnherberginu, stóðum við systir hennar við dyrnar. Í ganginum héngu myndir af okkur Andrew: á hestbaki, með blautt hár á ströndinni, Andrew með engar framtennur. Lág þrumu druna barst um húsið, stormurinn var að hægja á sér fyrir utan. “Hún er ofvirki,” afsakaði Donatella. “Hún tekur Ritalin.” Donatella virtist eldri þegar hún var ein, nær mínum aldri en systur sinnar. Við vorum eins vandræðalegar saman og ókunnugir úti í búð, einhver á aldri við þig, sem þú þekktir ekki, meðan mæður okkar spjölluðu fjörlega saman í röðinni við afgreiðsluborðið, eða fyrir utan búningsherbergi – nema þegar kom að Donatellu, vildi ég að við hefðum meira sameiginlegt heldur en bara það að vera unglingar. Ég vildi að hún heillaðist að mér og fyndist ég vera góð, einhver sem væri hægt að trúa fyrir leyndarmálum. “Bróðir minn tók líka meðöl,” sagði ég henni. “Næstum allt sitt líf varð hann að fá sprautur til að blóðið kekkjaðist. Svo þegar hann veiktist meira, varð hann að taka meira af lyfjum.” “Ég er ekki viss um allt það,” sagði Donatella. “Hann dó í sumar. Eftir að pabbi þinn dó, held ég. Hvað ertu gömul – níu ára?” Hún kinkaði afsakanlega kolli til mín. “Bróðir minn var tíu ára.” Donatella virtist ekki hissa, né varð hún hvumsa við að heyra þessar fréttir. Þvert á móti varð hún kátari, fegin að byrðin af kurteisi hafði verið lyft. “Mamma mín sagði, að hann hefði alnæmi, eins og eiturlyfja hórurnar eða dópistarnir í Belle Glade. Ekki vissi ég að hvíta fólkið gæti fengið það.” Donatella var að horfa á mig með breiðsettu fola augunum; þau voru svo langt frá hvoru öðru að mér fannst ég ekki geta horft í þau bæði samtímis. Ég hef heyrt krakka segja að maður þyrfti að vera hommi til að hafa alnæmi. Aldrei hafði ég heyrt þá segja að maður yrðir að vera svartur. Ég stóð þarna og reyndi að reikna út hverju Donatella var á móti. “Við áttum að fara í skólaferð til að sjá sveitabæina en mamma mín vildi ekki leyfa mér það.” Sveitabæirnir voru lengst suður í Pálma Strönd héraði, úti við vatnið, þar sem alnæmis farsóttin var: í sykurreyra fátækrahverfi Haiti fólksins. Ég mundi eftir þessum stað – margar mílur af haf-grænum ökrum undir endalausum, skýjuðum segldúk af himni. Þessi staður virtist einnig vera á hinum enda hnattarins, nú eins langt í burtu og bróðir minn var. “Ég hef farið í þessa skólaferð,” var það eina sem ég gat sagt. Bernice kom kjagandi af klósettinu, stuttbuxurnar hangandi langt niður á kálfana. “Ég pissaði ekki gegnum gatið.” “Þú hefðir ekki dirfst það,” Donatella togaði í mittisstrenginn. “Þvoðirðu hendurnar á þér?” Bernice lofaði að það hefði hún gert. Þá kveikti ég á sjónvarpinu. Donatella lauk við námsefnisvinnuna á kaffiborðinu meðan ég fletti gegnum atlasinn með Bernice, sem hafði tekið hann ofan úr hillunni. Hún sofnaði með þumalfingurinn í munninum, leiksoppa fótleggirnir á henni löfðu út af sófanum, hlýi hárkúfinn á henni undir handarkrikanum á mér. Var ilmurinn af hárinu á henni, eins og þurrpúður og möndlur, úr olíunni sem móðir hennar setti í það, eða lyktaði hún bara þannig ? Ég veit það ekki enn.

28

Page 29: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Í fyrstu braut ég heilann um það, hvort móðir stúlknanna vildi borga mér fyrir að hugsa um þær. Ég bjóst ekki við miklu, aðeins málamynda þakklæti, viðurkenningu um gæsku mína. Kvöldið sem ég var barnfóstra á Pálma Ströndinni hafði ég fengið stórfé: tvo tuttugu dollara seðla, sem ég sýndi föðir mínum, þegar við keyrðum heim. “Ölmusu peningar,” umlaði hann meðan hann stýrði bílnum yfir bryggjuna áleiðis að meginlandinu. Mér datt ekki í hug, að samúð væri ekki það eina sem nágranni okkar findi til með fjölskyldu minnni. Mörgum árum seinna hugsaði ég um orðin – “ölmusu peningar” – þegar fyrirtækið, sem hafði valdið veikleika Andrews, bauð foreldrum mínum loksins skaðabætur. “Blóð peningar,” sagði faðir minn, og síðan, “Nei takk.” Mér fannst erfitt að afþakka peninga, en ég ákvað, ef þeir væru boðnir, myndi ég gera það. Sannir Samverjar tóku ekki við peningum. Það eina sem ég vildi var, að móðir stúlknanna segði við mig, “Guði sé lof að þú varst heima. “Ég bjóst aldrei við kuldalega, harða bankinu á dyrnar og, þegar ég opnaði þær, svipnum á nágranna mínum, kjálkinn hörkulegu eins og í frummanni. “Donnatella, Bernice. Náið í dótið ykkar. Við erum að fara.” Hún var klædd dökkblárri drakt, í húð-lituðum sokkabuxum með lykkjufalli við hnéið, og sléttum skóm. Um hálsinn hafði hún gullkross, svona nálægt henni gat ég séð, að gleraugun hennar voru eins og mín, en þau höfðu gagnstæð áhrif, við gleraugu dóttur hennar. Í staðinn fyrir að stækka augun á henni, sýndust þau minni, svo þau líktust viltu, sljóu augnaráði grafandi nagdýrs. Hún leit aldrei á mig, aðeins á dætur sínar, sem birtust við hliðina á mér. “Við vorum að leika okkur,” sagði Bernice. “Ég fór inn í tjald.” “Náið í dótið ykkar.” Hvaða fötum eruð þið í?” “Ég vildi það ekki,” sagði Donatella. “Fötin þeirra voru blaut,” sagði ég. “Ég gleymdi þeim í þurrkaranum.” Ég hljóp niður í þvottahús, þar sem ég veiddi út tvö handklæði móður minnar, tvo depplaða boli, tvær bleikar stuttbuxur og einar hvítar nærbuxur, ekki tvær. Ég fálmaði í kring inni í þurrkunni, en þar var ekkert eftir. Donatella var enn í sínum eigin, blautu nærfötum. Meðan stelpurnar fóru í fötin sín og móðir þeirra beið úti á svölunum, þvoði ég mjólkurglösin okkar í vaskinum, setti handleggina niður í vatnið upp að elnbogum. Háumferðatíma bílmergðin þaut framhjá á þjóðveginum. Það var hætt að rigna, en rakur andardráttur regnsins var enn í loftinu, og það var erfitt að segja hvort grái himinninn gegnum eldhúsgluggann væri leifar stormsins, eða bara farið að rökkva. Ekki vissi ég að næsta sumar færum við aftur að flytja, í annað nágrenni, í íbúð ekki mikið stærri, af ástæðum sem enginn útskýrði fyrir mér, eða af alls engum ástæðum. Ég var ekki að hugsa þá um hvað mín eigin móðir myndi segja, þegar hún kæmi heim úr vinnunni – hvort hún yrði bálreið við mig fyrir að lána fötin hans Andrews, eða reið við nágrannakonuna fyrir vanþakklæti hennar (hún var hvortveggja) – eða hvað ég tæki næst til bragðs, þegar stelpurnar læstu sig út (þær gerðu það aldrei aftur). Ég var að hugsa um hve mörgum sinnum ég þurfti að beita hnefahöggum.til að verja mig gegn strákunum frá Haiti í bekknum mínum. Ég var að hugsa um hve oft, jafnvel eftir að ég vissi betur, ég hafnaði faðmlögum eða kossum bróður míns, eða sopa úr glasinu hans. Þegar stelpurnar höfðu klætt sig og hosað pakpokana aftan á sig, stuggaði móðir þeirra þeim út úr dyrunum, yfir svalirnar, og niður stigann. “Við erum í sama húsi,” heyrði ég Bernice segja í þriðja sinn þennan dag, “nema það er aftur á bak.” Í þann mund, þegar

29

Page 30: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

þær voru komnar niður stigann, fór úðarinn í gang, og stelpurnar ýlfruðu. Móðir þeirra þreif í hendurnar á þeim. Ég horfði á eftir þeim meðan allar þrjár hlupu yfir bílastæðið, gegnum tímalausa fjölbreytileika þessa hverfis, sem við bjuggum í, og síðan upp stigan inn í öryggið.

JOSEPH EPSTEIN

UTAN MARKA ALLS VELSÆMIS

Ég lærði jiddisku af afa mínum, sem kom frá Montreal til að búa með okkur í Chicago síðustu fjögur árin sem hann lifði, eftir að hann veiktist og gat ekki lengur búið einn. Þetta var á árunum rétt eftir stríðið, þegar ég var milli fjórtán og átján ára – alls ekki slæmur aldur, í rauninni, til að drekka í sig nýtt tungumál. Lítill og dálítið spjátrungslegur maður, afi minn, byrjaði hvern dag með því að vefja sig í bæna sjalið fyrir daglegt bænahald sitt. Eftir að baða sig, klæddi hann sig í ein af fimm fötunum sínum, afskaplega vel sérhönnuð. Hann hugsaði mjög vel um þessi föt sín og klæddist þeim á víxl. Skyrturnar hans voru hvítar og stífaðar, bindin dökk. Þykk gullúra keðja hékk úr vestinu hans. Þegar hann dó arfleiddi hann mig að úrinu, einnig, varð mér seinna meir ljóst, vissan staðal af alvöru. Í Montreal, þar sem hann hafði eytt flestum fullorðinsárunum, hafði afi minn verið meðal fremstu hebresku menntamannanna. Gamlingjar í þeirri borg minnast enn Raphael Bermans sem vel menntuðum menninga manni. Að búa með okkur í Chicago hlýtur að hafa þýtt að hann hafi sorglega lækkað í tign. Flekklaus, var orðið sem móðir mín notaði alltaf til að lýsa tengdaföður sínum; hann hafði áhyggjur af því hvort hún fylgdi gyðingalögunum, einkum þeim, sem áður höfðu verið henni ókunnug. Eftir að borða hreina fæðu í yfir áttatíu ár, hræddist hann að víkja frá venjunni svona seint í lífinu. Afi minn mundi vel eftir ofsóknunum sem gerðust í barnæsku hans, í búðunum fyrir utan Berdichev í austur Úkrein. Hann sagði mér frá því hvernig foreldrum hans tókst að smygla honum frá Rússlandi til að sleppa við skráningu í her keisarans. Þó hann segði það aldrei upphátt, hlýtur hann að hafa verið vonsvikinn yfir, að enginn af fjórum sonum hans – faðir minn, mikill kaupmaður, var yngstur – voru nokkurntímann lærisveinar, eða mikið fyrir bókina. Aðeins einn, ég, afabarn hans; var síðasta tækifærið til að hafa áhrif á næstu kynslóðina, túlka ást hans á hebreskunni og það sem var mest umvert, kenna jiddísku, ljúfu, ruglingslegu, nákvæmu móðurtunguna. Með þolinmæði kenndi hann mér jiddíska málfræði, setningafræði, orðaforða, skilgreininga flækjuna í tungumáli þar sem hvert orð – jafnvel forsetningarnar, sagði afi minn í gríni – virtust vera, að minnsta kosti þrefaldar Þegar við vorum búnir að lesa allar námsbækurnar sem til voru, leiddi hann mig blíðlega inn til miklu sögumannanna,

30

Page 31: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Shalom Aleiche, Peretz, Mendele. Við lásum líka saman Davi Pinski og Chaim Grade og Abraham Reisen, jafnvel hinn vandlesna Sholem Asch. Sextán ára gamall var ég, ef til vill, yngsti lesandi dagblaðsins “Framsæknir Gyðingar”, ennþá til í þá daga í blaðsöluturninum við Devon og Kaliforníu, fjórum blokkum frá íbúðinni okkar. Það var á þeim blaðsíðum, sem ég fann fyrst framhaldssögurnar hans Isaaks Bashevis Singers, birtar á jiddísku, undir nafninu Bashevis. Og þarna las ég líka Zalman Belzner, rithöfund, sem mér fannst meira til koma en Singers. Belzner skrifaði um basl ungra kommúnískra gyðinga á fyrstu dögum Rússnesku byltingarinnar, og slæmar aðstæður ungra manna, fastir á milli hefðabundnar gyðingatrúar, sem þeir höfðu alist upp við, og freistingu “Upplýsingarinnar” og veraldarhyggjunnar, í hennar margföldu, snemma-á-tuttugustu-öldinni, umfjöllun. Belzner skrifaði um slík málefni í mjög nákvæmum smáatriðum. Hann komst að kjarna raunveruleikans, man ég að afi sagði, heldur dularfullur, laus við ókurteisi. Ég var ennþá krakki, hafði ekki enn lesið Tolstoy eða Dostoyevsky, Proust eða Thomas Mann, en með Zalman Belzner varð mér strax ljóst, að ég var að lesa bókmenntir skrifaðar til að endast mjög lengi. Þannig rit, fanst mér þá, voru eingöngu umdæmi þeirra dauðu, og ég hélt að Belzner væri á meðal þeirra. “Ó, hann er sprell lifandi og sparkandi,” sagði afi minn mér, þegar ég spurði. “Ég held að hann búi í New York, með seinni konu sinni, saga út af fyrir sig, afsakaðu orðatiltækið. Afi minn kaus að segja ekki frá þeirri sögu, eða að minnst kosti ekki unglingsdrengi, en ég gat lesið nokkuð í reistum augabrúnum hans. Afi minn dó árið sem ég fór að heiman í háskóla. Ekki voru mjög margir gyðinga nemendur í Yale snemma á 1950 árunum, þegar strangir kvótar giltu enn, og þeir fáu meðal okkar auglýstu nú varla gyðingatrú sína. Ég lærði ensku. Eftir áhrif afa, var ég í rauninni ekki fær um annað en bókmenntir. Samhvæmt tísku dagsins, var mér kennt að skilgreina meiningar, oft Kristilegar, faldar í ensku lýrisku ljóðmáli, lýsa og laga til táknin úr þunglyndislegum Amerískum skáldsögum, æfing sem mér fannst ekki skemmtileg, eftir að lesa kraftamikinn þokka jiddískra rithöfunda. Eftir að læra ensku í Yale, var ég handviss um, að ég vildi ekki kenna, svo þegar ég yfirgaf New Haven, fékk ég vinnu við Tíma tímaritið, þar sem þeir sem útskrifuðust frá Yale, jafnvel Gyðingar, voru í miklu uppáhaldi. Starfið borgaði vel, og margir áhugaverðir náungar voru enn á staðnum, fengu hátt kaup og þóttu starfið mjög fyrir neðan sig, einnig yfirmaður þeirra, og þjóðfélagið, sem neyddi svona hæfileikamenn til að þræla við að blása í brjóst og vekja áhuga fólks, með kænsku, á hversdagslegum fréttum. Mér fannst ég vera gæfumaður að hafa þessa vinnu. Og svo hitti ég líka Naomi í vinnunni, konuna mína, sem hafði verið ráðin í rannsóknir eftir að útskrifast frá Radcliffe. Ég fór að lesa “Framsæknina” aftur eftir að ég kom til New York, keypti það af og til í söluturninum við Sjötíu og Áttundu götu og Broadway, ekki langt frá íbúðinni okkar. Viti menn, í tímaritinu rakst ég á auglýsingu um fyrirlestur Zalman Belzners í Rand skólanum niðri í bæ, nær Union Square. Af því að Belzner var nú yfir áttrætt og myndi lifa, hver veit hvað mikið lengur, vildi ég ekki missa af þessu. Að meðtaldri skjögrandi konu, með tvo stafi, sem tilkynnti heiðurs gestinn, vorum við sautján í áheyrnasalnum þetta fimmtudagskvöld, tólf konur og fimm menn. Ég hlýt að hafa verið sá langyngsti í salnum, að minnsta kosti fimmtíu árum yngri en nokkur annar.

31

Page 32: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Hópurinn minnti mig dálítið á þann, sem hafði safnast saman á köldu febrúarkvöldi í Chicago í tilefni dauða Willhjálms Z. Fosters, sem 1932 hafði verið kommúniski frambjóðandinn til forseta Bandaríkjanna. Ekki man ég lengur hversvegna ég mætti á þann fund, en líkt og Ameríski kommúnista flokkurinn, virtist mér jiddískar bókmenntir á 1950 árunum enn annar, en mikið heiðviðrari málstaður. Zalman Belzner var kynntur sem annar Homer, og einnig annar Shakespeare tuttugusta aldar, jiddískrar bókmennta. Þegar hann færði sig hægt að púltinu var augsýnilegt að hann var nær enda æviskeiðsins. Hann var hávaxinn maður, og hlýtur eitt sinn að hafa verið mjög myndarlegur. Hörundið var hrukkað, bleiklitað, hárið þykkt og hvítt; hann þurfti í rauninni á klippingu að halda. Hann hafði stór, lífleg eyru sem stóðu út. Eins og stundum kemur fyrir eldgamalt fólk, voru andlitsdrættir hans svolítið óskýrir, eins og einhver hefði fiktað við samræmis takkann. Hendurnar voru stórar; að lyfta þeim virtist honum mikil áreynsla. Frá andadrætti hans heyrðist lágt sargandi hljóð. En, um leið og hann byrjaði að lesa, lét ástríðan á sér kræfa, og aldur Belzners hvarf. Hann byrjaði á jiddísku, með röð af fimm kvæðum, sagði frá hringrás vona Gyðinga og hörmungum stóru umbyltingarinnar í Rússlandi. Næst las hann, einnig á jiddísku, úr tveim hvatninga bréfum sem Shalom Aleichem sendi honum, þegar fyrsta bókin hans kom út. Síðast, á dálítið tilgerðalegri ensku, las hann það sem hann kallaði “verk í gangi,” kafla úr nýrri skáldsögu um ungan jesiva nemanda í Vilnu, fullan ástríðu til ungrar, fagrar vinstrikonu, sem þvælir honum inn í byltingasinnaða pólitíkaflækju. Sterki græningja hreimur Belsners, gerði það að verkum, að allt sem hann las, varð áhrifameira. Þegar hann hafði lokið við að lesa ágripið, þakkaði hann konunni sinni, Gerdu, fyrir að þýða þetta fyrir sig. Meðan við klöppuðum, snerum við okkur öll við til að horfa á konuna sem sat í röðinni fyrir framan mig, aðeins til vinstri. Gerda Belzner leit út fyrir að vera nálægt sextugu, um tuttugu árum yngri en maðurinn hennar, lítil og mjög grönn, með fínleg bein, skörulega andlitsdrætti og hár litað henna rautt. Hún sat tilkomumikil og teinrétt; djúpt stolt mátti greina í stellingu hennar. Hún virtist taka við klappinu, fannst mér, eins og hún væri ekki aðeins þýðandinn heldur rithöfundurinn. Gestamóttakan á eftir minnti mig á litla veislumatinn eftir Shabbox þjónustu í Ner Tamid musterinu þar sem ég mætti áður með afa mínum. Sneiðar af svamptertu og smá glös af Mogen David víni, í þessu tilfelli einnig Rússneskt tehitunartæki og glös fyrir te. Belzner stóð; studdi sig við staf, sem hann hafði ekki notað við púltið, konan hans hélt í hinn handleginn, hann var að tala við þrjár eldri konur, aðdáendur. Eftir að þær röltu burt, gekk ég til hans. “Mr. Belzner,” sagði ég, “ég heiti Arnold Berman, og vinn fyrir Tíma tímaritið, og mig langaði bara að segja þér, að bækurnar þínar hafa verið mér mikilsvirði, og ég er þakklátur þér fyrir þær. “Nei, nei,” sagði Belzner, rétti út hendina, “það er ég sem á að þakka þér. Það eina sem rithöfundur getur beðið um eru vel gefnir og örlátir lesendur. Og í þér, ungi maður, virðist ég hafa fundið þannig lesanda. Ég er mjög þakklátur þér.” Ég fann hönd mína hverfa í stóru bólstruðu loppuna hans. “Ef þú hefur ekkert á móti því, að ég spyrji, Herra Berman,” sagði Frú Belzner, “hvernig fréttir þú um það, sem maðurinn minn hefur skrifað, maður svona ungur eins og þú?” Hún var undir fimm fet á hæð og augun, frekar svört en brún, skinu hvöss.

32

Page 33: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Hreimur hennar var eins sterkur, en málmkenndur og harður, miðað við hlýjan, kjassandi hreim eiginmanns hennar. “Gegnum afa minn, sem kenndi mér jiddísku.” “Og hjá Tíma tímaritinu,” sagði hún, “hvað geriru eiginlega þar, ef ég má spyrja?” Ekki spyrja mig hversvegna, en ég laug, eða að minnsta kosti ýkti. “Ég skrifa um menningu, “ sagði ég, “að mestu leyti það, sem við köllum ‘eftirmála í bókinni.´” Á þessum dögum skrifaði ég reyndar samkvæmisfréttir, í þeim hluta tímaritsins, sem kallaður var Mílusteinn, um fæðingar, dánafréttir og hjónaskilnaði fræga fólksins. Tvær konur í viðbót biðu eftir að spjalla við Belzner, og hann var að beita yndisþokka sínum við þær, en Frú Belzner hélt áfram að tala við mig. “Má bjóða þér tertusneið eða teglas?” spurði hún. “Takk fyrir, nei,” sagði ég. “Ég verð að hraða mér, en ég vildi ekki fara án þess að segja manninum þínum hversu mikið ég dáist af bókunum hans.” “Hann er stórkostlegur rithöfundur hann Zalman Belzner,” sagði hún, með loga í augum, “ og, ef hann skrifaði á öðru tungumáli en jiddísku, hefði veröldin fengið að vita það fyrir löngu.” Ég sagði henni, að mér þætti hún hafa algjörlega rétt fyrir sér, áður en ég afsakaði mig.

Rétt eftir, að ég kom til baka á skrifstofuna úr hádegismat næsta dag, hringdi afgreiðslustúlkan til að segja, að einhver hefði skilið eftir stóran pakka fyrir mig. Þegar ég náði í hann, fann ég í honum þrjár jiddískar bækur eftir Zalmans Belzner, allar áritaðar til mín, einnig handirit af þýðingu konu hans af “Utan Marka Alls Velsæmis,” bókinni sem hann hafði lesið úr kvöldið áður. Í pakkanum voru einnig ekki færri en þrjátíu ritdómar af verkum Belzners, næstum allir úr jiddískum blöðum, og með skörulegri rithönd, fjögurra blaðsíðna bréf frá Frú Gerdu Belzner. Ég spara þér íburðamikla siðfágunina, sem hún byrjaði og endaði bréfið með. Þannig skrifar enginn nema móðurmálið sé eitthvað annað tungumál, enskan annað eða jafnvel þriðja málið. Bréfið hæfði fremur stíl átjándu aldar en okkar eigin. Aðalatriði bréfsins var, í hennar orðum, “einföld en hnyttin hugmynd” – nefnilega, að Tíma tímaritið setji mynd af Zalman Belzner á forsíðuna, með sögu eftir mig, um strit hans sem mikill jiddískur rithöfundur. Það yrði hennar ánægja að upplýsa mig um allar staðreyndir, því hún þekkti líf Zalman Belzners betur en nokkur annar í veröldinni. Ef til vill gætum við spjallað saman í hádegismat í íbúðinni þeirra á Vestur Enda stræti, einhverntíma, og hún undirstrikaði, “eins fljótt og leyfilegur hentugleiki,” bætti við “ef til vill næsta þriðjudag.” Hún minntist líka á, að hún myndi meta mjög athugasemdir mínar um þýðingu hennar á “Utan Marka Alls Velsæmis.” Ég beið þar til til næsta dag með að hringja. “Frú Belzner,” sagði ég, laug aftur, “Ég talaði við herra Luce, ritstjórann okkar um hugmynd þína varðandi forsíðu sögu mannsins þíns, og hann sagði, að þó honum þyki hugmyndin snjöll, væri tímasetningin ekki rétt. Með öðrum orðum, þá höfum við nú þegar birt þrjár forsíður um rithöfundi síðastliðna fjórtán mánuði. Hann bað mig að þakka þér fyrir áhuga þinn, og óska þér til hamingju með þýðingu þína á “Utan Marka Alls Velsæmis.” Í sannleika sagt, hafði ég aldrei hitt Henry Luce, var aðeins einu sinni með honum í sama herbergi og var þá of taugaspenntur til að kynna mig. Að frátöldum einhverjum

33

Page 34: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

fáranlegum gamanleik, gæti ég als ekki ímyndað mér að ræða við hann, eða við neina af ritstjórunum okkar, um Zalman Belzner á forsíðu Tíma magasínsin. “Þú fyrirgefur mér kannske fyrir að segja þetta, Herra Berman,” sagði hún, “en þessi maður, Herra Luce, hlýtur að vera fífl. Zalman Belzner er líklega stórkostlegasti rithöfundur tuttugustu aldar, og varla nokkur maður veit um það. Blaðið þitt er frétta tímarit, nei? Ef þetta eru ekki fréttir, hvað, ef ég má spyrja, er?” “Þú hefur áræðanlega rétt fyrir þér, Frú Belzner,” sagði ég, “en þetta er tímarit Herra Luces, og hann ræður öllu.” “Eins og ég sagði, fífl,” sagði hún. “En þú kemur samt í hádegismat?” “Með ánægju,” sagði ég. “Næsta þriðjudag klukkan hálf tvö er fínt. Zalman Belzner skrifar frá tíu til eitt. Þú hefur heimilisfangið?” Bygging Belzner hjónanna við 420 Vestur Enda stræti, var staðfræðilega ekki mjög langt frá þar sem við Naomi bjuggum, en að sumu leyti virtist hún vera önnur veröld. Þó vesturendinn væri í hnignun, og yrði enn óþrifalegri og hætturlegri síðar á nítján hundruð og sextíu árunum, höfðu flestar stóru byggingarnar á vesturendanum sama prúðmennskublæ, ef nokkuð snjáðan. Hliðargöturnar voru allt önnur saga; hugmyndin af skjögrandi Zalman Belzner með stafinn sinn, að rölta eftir götunum væri ekki ánægjuleg sýn. Eldri dyravörður í slitinni, rauðbrúnni kápu, hatturinn aðeins á ská, upplýsti mig um að Belzner hjónin byggju á sjöttu hæð. Einhver hafði krotað “upp þitt” innan á lyftudyrnar. Gangarnir voru drungalegir og lyktuðu af káli. Gerda Belzner kom til dyra þegar ég bankaði. “Herra Berman,” sagði hún, “Mér þykir fyrir því að þurfa að segja þér, að Zalman Belzner getur ekki snætt með okkur í dag, vegna slæmrar heilsu.” “Ekkert alvarlegt, vona ég,” sagði ég. “Fyrir Zalman Belzner, er allt alvarlegt,” svaraði hún. “Hann er sjúkur maður.” “Hvað er að?” “Eftirköst berkla, sem skána ekki af því að hann hefur reykt svo lengi, hafa orðið að lungnaþembu.” sagði hún. “Enn önnur gjöf frá móðir Rússlandi, berklarnir. Zalman Belzner, ættir þú að vita, er rithöfundur, sem hefur verið gestur í Lubyanka fangelsinu undir tveim ríkisstjórnum, keysarans og kommúnistanna.” Ég vissi þetta ekki. Né vissi ég, eins og ég komst að fljótlega, að Belzner hafði lesið Babel, Pasternak, Akhmatova, og Mandelstamana. Seinni eiginkona hans upplýsti mig um þetta og önnur mál. Fyrri kona Belzners, að sögn Gerdu Belzners, var æstur kommúnisti. Hún hafði reynt að telja hann á að skrifa í raunsæis stíl jafnaðarstefnunnar, að yfirgefa jiddískuna fyrir Rússland, og síðar meir, að verða ritstjóri jiddíska tímaritsins “Sóvéskt Föðurland,” sem var tileinkað lyginni um, að gyðinga menning dafnaði í Sóvétríkjunum. Þegar Zalman Belzner gat loksins flúið Sóvétríkin, kaus konan hans að fara ekki með honum. Sagt var, að hún hefði látist í gulagfangelsi í 1950, þremur árum áður en Stalin dó. Meðan hún sagði mér þessar sögur, stöðvaði Gerda Belzner frásagnirnar til að hverfa aftan í íbúðina – til að sinna manninum sínum, gerði ég ráð fyrir. Í hvert skipti sem hún kom til baka, hélt hún áfram samræðunum án þess að tapa þræðinum. Hún sagði mér, að hún mætti Zalman Belzner eftir að hann flúði; hann bjó um stund í París, áður en hann fluttist til New York. Hún var sjálf upphaflega frá Warsaw, flóttamanneskja frá Hitler.

34

Page 35: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Sem ung stúlka, meðlimur margra gyðinga bókmenntafélaga í Warsaw, hafði hún auðvitað lesið Belzner og hrifist mikið af honum. Þegar hún hitti hann í New York, varð hún þegar í stað fránumin. “Hann var,” sagði hún, “jafnvel enn myndarlegri maður en hann er í dag.” “Þú skilur, Herra Berman,” sagði hún, “mitt líf er algjörlega helgað verkunum hans Zalman Belzners. Það hefur enga aðra þýðingu.” Varla þurfti hún að útskýra það. Allt um hana undirstrikaði þetta, ekki síst, að hún var ófær um að tala um manninn sinn nema með fullu nafni, eins og hún væri að lesa það af forsíðu. Gerda Belzner gaf mér skál af kaldri og ekki mjög bragðgóðri rauðbeðu súpu, disk af kaldri tungu og harðri spægipylsu, rúgbrauð, lauksneiðar, tómat, of sterkt kaffi,vínber og of þroskaðan banana í eftirrétt. Maturinn virtist ekki nógu ferskur. Sama má segja um alt inni í dimmri, rykugri íbúðinni, þar sem hver einustu, tiltæk flöt svæði voru þakin jiddískum bókum og blöðum. Gluggarnir höfðu ekki verið þvegnir langalengi, og að ljósinu, sem skein inn að dæma, virtist vera komið rökkur, þó það reyndar væri enn eftirmiðdagur. Af og til heyrðist veikur og þjáður hósti fyrir aftan í íbúðinni. Ég ímyndaði mér vesalings Belzner lokaðan inni í herberginu sínu í gömlum ullarslopp í rúmi með ekki mjög hreinum lökum. Mikil húsmóðir var Gerda Belzner auðsýnilega ekki.

Jæja, Herra Berman,” sagði hún, “hefurðu haft tækifæri til að lesa þýðingu mína af “Utan Marka Alls Velsæmis”? Og ef þú hefur lesið hana, hvernig, ef ég má spyrja, finnst þér hún?” “Þetta er dásamleg saga,” sagði ég, “og þýðingin mjög góð, orðfim, aðeins nokkrar óskýrar setningar.” Ég sagði sannleikann um söguna en ekki um þýðinguna, sem var stirð, mjög íburðamikil, einkennileg innflytjenda orðatiltæki hér og þar, setningabyggingin vonlaus, stundum næstum skopleg. Ég mundi að jiddískan hans Zalman Belzners frá Framsókna tímaritum afa míns var hrein og bein, voldug og tilgerðalaus, orðafim, í snöggum setningum, líkt og vélbyssa. Það var oft löngu eftir lestur kafla, að manni datt í hug að brjóta heilann um hverning, í svo fáum orðum, honum hefði tekist að ná þessum furðulegu áhrifum. Hæfileiki hans sem sagnamaður dróg athyglina frá stílnum, sem gaf sögunum töfra sína. “Ég hef nú sent þessa þýðingu til níu Amerískra bókaútgefenda, enginn þeirra hefur sýnt nokkurn áhuga,” sagði hún. “Hvað finnst þér um það, herra Berman?” “Ég er ekki viss um hvaða ályktun sé hægt að draga af því,” sagði ég, “nema kannske að það gæti verið takmarkaður áhugi á viðfangsefni mannsins þíns. Við lifum á æsinga tímum. Allt er lagað að samtímanum.” “Hverning geturðu þá útskýrt velgengni þessa svíns, Singers?” Hún spýtti út nafninu hans frekar en bar það fram. I.B. Singer var ný orðinn frægur meðal Amerískra lesenda. “Mér hefur verið sagt að jafnvel fyrir Singer hafi þetta ekki verið auðvelt,” svaraði ég. “Ég frétti, að þegar Knopf gaf út “Fjölskyldu Moskuatið,” skáru þeir ritgerðina mjög mikið niður. Þetta er hörð veröld, Amerísk bókaútgefendafyrirtæki eru ekki mjög tilfinningasöm.” “Má ég biðja þig um mjög stóran greiða, Herra Berman? Mig langar að biðja þig um að fara yfir þýðinguna mína einu sinni enn, með það í huga að lagfæra óskýru

35

Page 36: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

setningarnar sem þú minntist á, og síðan, ef til vill íhuga hvar næst væri hægt að senda bókina? Ég vil öllu framar í lífinu, að “Utan Marka Alls Velsæmis” verði gefin út meðan Zalman Belzner er enn á lífi.” Farðu varlega, Arnie, sagði ég við sjálfan mig. Þessi kona getur aðeins verið til vandræða. Í lífi mínu er líka nóg að gerast. Fyrir utan atvinnu mína við Tímann, þar sem mér hafði loksins tekist að klifra upp nokkur þrep á stiganum – var ég nú orðin aðstoðar ritstjóri, og einn af þremur kvikmynda gagnrýnendum. Konan mín var ófrísk að fyrsta barninu okkar. Ég átti mína eigin metnaðagirni; var að leita að góðu ævisöguefni til að skrifa bók. Það, að taka að sér að laga þessa lélegu þýðingu – fín pússa, fjandinn, það var nauðsynlegt að þýða alt upp á nýtt – var alls ekki góð ákvörðun hvað varðaði starfið. Auðvitað varð maður að taka Belzner sjálfan með í reikninginn. Sama hvað kringumstæður hans höfðu versnað, var hann, án vafa, stórkostlegur rithöfundur. Og afi minn, hugsaði ég, hefði glaðst yfir því, að sonarsonur hans notaði menntun sína á svo göfugan hátt. “Utan Marka Alls Velsæmis” ritgerðin var yfir 460 blaðsíður löng. Sumt af þessu voru samtöl. Ef ég gæti lokið tveim blaðsíðum á kvöldi, kannske svolítið fleiri um helgar, gæti ég klárað alltsaman innan sex mánaða. Gerda Belzner setti öll aðvörunar merki mín í gang – hættuleg, kolvitlaus, verður að vara sig á henni – en ásigkomulag eingmanns hennar var alvarlegt og sorglegt. Aldrei kyrkja örlætis hvatningu, sagði afi minn alltaf. “Leyfðu mér að reyna,” sagði ég. “Ég vinn fulla vinnu og get ekki lofað að ljúka þessu fljótlega, frú Belzner. En kannske get ég fægt stirðu setningarnar til að gera skáldsöguna meira aðlaðandi Amerískum bókaútgefendum.” “Þakka þér, herra Berman,” sagði hún, og sleppti fornafninu, “og ég er viss um að Zalman Belzner vill þakka þér líka, og gerir það um leið og hann kemst á fætur. Við erum bæði mjög þakklát þér, gjörðu svo vel að gleyma því aldrei.” Þegar ég yfirgaf íbúðina þeirra með jiddísku ritgerðina og þýðingu Gerdu Belzner í Kleins búðapoka, hugsaði ég, jæja vinur, þú ert kominn í súpuna núna, þú ert upp að neðri vör. Það var farið að rigna úti á Vestur Enda stræti. Á hliðargötu við Broadway, kom ungur náungi gangandi. Hann var í tvídd, jakka þrem stærðum of stórum, og augnaráðið var brjálæðislegt. “Hei, félagi,” sagði hann, “má ég fá alla smápeningana þína?” Mér var svo bilt við að ég seildist inn í frakkavasann og gaf honum það sem hlyti að vera nærri tveir dollarar í aurum. “Takk vinur,” sagði hann. Þegar hann gekk í burt, tók ég eftir stórri rifu á buxnarassinum. Þetta var víst minn mikli góðgjörðadagur.

Eftir að ég fór að lesa “Utan Marka Alls Velsæmis,” sleppti ég þýðingu Gerdu Belzners algjörlega. Eftir nákvæmari rannsókn komst ég að raun um, að þýðingin var alls ekki nógu góð. Skáldsagan var þó meistaraverk Zalman Belzners. Sagan var um líf drengs, Eliezer Berlines, alinn upp við stranga trúrækni, besti nemandi í góðum gyðingaskóla í Vilnu, með möguleika til að verða mikill lærisveinn og rabbíni. Hann strýkur burt til Rússlands, býr meðal byltingamanna í Moskvu þar sem Gyðingum er bannað að vera, er handtekinn og fangelsaður í Lubyanka, kemst aftur til félaga sinna kvöldið, sem Rússneska byltingin fór fram, en leynilögreglan stakk honum aftur í fangelsi tveim árum seinna. Loksins flýr hann til Parísar, þar sem hann vonast til að geta helgað

36

Page 37: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

lífinu ljóðlist. Belzner hefur skapað afburðasnjöll hlutverk fyrir Lenin og Trotsky, Bukharin og ungan Stalin. Með tilliti til þess sem ég vissi um líf Belzners, var bókin ákaflega sjálfsævisöguleg. Í langdreginni frásögninni, fjallar Belzner um yfirborðskennd venjuföstu trúabragðanna, vonleysi róttækra stjórnmála, og hégómagirni allra lysta, sem að lokun snúa manni ekki til trúar hugleiðinga, samt alt öðruvísi umfjöllun en sú, sem rabbínar í Vilnu, sem kenndu aðalpersónunni, hefðu nokkurntíma getað látið sig dreyma um. Aðferð Belzners, að segja sögu Eliezers, var einskonar punktastíll, hóflega aðskildur, hver eftir öðrum, í nákvæmum, samanfelldum smáatriðum. Svo fullkomlega hafði hann tengt þessa punkta, að maður las með ákafa deyjandi manns sem hraðar sér gegnum bók sem mælir með áður óþekktum lækningum við sjúkdómi, sem hann þjáist af. Ég hafði þýtt eina eða tvær blaðsíður til að æfa mig fyrir afa minn, þegar ég var unglingur, en ekkert líkt þessu. Ég vann fjóra tíma á dag við þýðinguna – tvo tíma eldsnemma á morgnana, áður en ég fór í vinnuna, tvo í viðbót eftir að Naomi fór í háttin, örþreytt af ófrískunni. Ég hugsaði um þýðingarnar í vinnunni, í huganum fór ég yfir slöppu ensku orðatiltækin, sem náðu ekki kröftugu stíl Belzners. Ég drollaði yfir þessu, áður en ég fór að sofa, endurbætti setningar, með arminn um konuna mína, og hugann í Moskvu með hinum unga Eliezer Berliner. Þetta var bara þýðing, en ég var afskaplega spenntur við verkefnið. Nú varð ég fullviss um, að ég mundi aldrei geta hespað af verulega skapandi verki í lífinu; að strita við ritgerð Zalman Belzners, var eins nálegt og ég kæmist því, sem var kallað bókmenntir. Það var svo mikilsvert að ná þessu vel. Ég kláraði tveim mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér og sendi ritgerðina, ásamt þýðingu Gerdu Belzners, til íbúðarinnar á Vestur Enda stræti. Fjórum dögum seinna hringdi hún. “Herrra Berman,” sagði hún, “Zalman Belzner hefur lesið þýðingu þína af skáldsögunni hans og vill hitta þig til að ræða um þetta. Hvenær, ef ég má spyrja, getur þú komið?” Við sömdum um að mæta á fimmtudag í hádegisverð í íbúðinni þeirra, aftur klukkan hálf tvö. Í þetta sinn kom Belzner sjálfur til dyra. Stærð hans fyllti dyragættina. Hann var klæddur ópressuðum gráum buxum, hrukkaðri hvítri skyrtu með blekbletti á vasanum, og um hálsinn fátæklegum, mynstruðum klút með rauðbrúnum bakgrunni. Augun í honum voru enn þreytulegri en ég minntist frá fyrstu kynnum okkar í Rand skólanum. “Ah, Herra Berman,” sagði hann, fullur góðvilja, “það gleður mig að sjá þig aftur. Komdu inn. Komdu inn.” Sama borðið var lagt – einu sinni enn fyrir tvo – í litlu stofunni. “Konan mín snæðir ekki með okkur í dag,” sagði hann, “sem er þó allt í lagi, vegna þess, að það er hún, sem við verðum að ræða um, að minnsta kosti sumpart.” Maturinn, sem var nú þegar á borðinu, reyndist vera nákvæmlega eins og sá, sem Gerda Belzner hafði borið fram fyrir mig fyrir um það bil fjórum mánuðum, frá rauðbeðasúpunni til þreyttu ávaxtanna. Belzner spurði mig um afa minn og hvaðan hann væri. Þegar ég sagði, að hann væri frá Odessu, brosti Belzner og sagði, “Ah, borg fiðluleikara og Benya Krik, gyðinga stórglæpamannsins. Hann sagði mér frá fundi sínum við kennara Kriks, Isaac Babel, einnig frá Odessu, og um þráhyggju Babels að

37

Page 38: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

endurskrifa ritgerðir: fjörutíu eða fimmtíu sinnum endurritaði hann einfalda, þriggja blaðsíðna sögu.

Þegar kom að ávöxtunum byrjuðu samræður okkar í alvöru. “Mig langar auðvitað til að spjalla við þig um þýðingu bókar minnar. Enskan mín er ekki góð, eins og þú getur heyrt jafnvel núna, þegar ég tala við þig, en þýðingin þín virðist mér framúrskarandi, mjög framúrskarandi í rauninni, og ég er þér mikið þakklátur fyrir umhyggjuna, sem þú hlýtur að hafa lagt í hana. Fyrir jiddiskan rithöfund, eins og þú veist, er góður þýðandi á ensku ekki aðeins mikilsvirði – hann er allsvirði.” “Það gleður mig að þér líkar vel við þetta,” sagði ég, afskaplega ánægður. “Mér finnst þýðingin mjög góð, en ég gat ekki gert að því að taka eftir, að þú virðist ekki hafa notað mikið verk konunnar minnar, sem fyrsti þýðanda bókarinnar. Er þetta ekki rétt?” “Hárrétt,” sagði ég. “Mér fannst betra að byrja upp á nýtt.” “Já,” sagði hann, “upp á nýtt.” Hann hikaði við til að brjóta heilann um amerískt orðatiltækið, sem hann augsýnilega kannaðist ekki við. “Upp á nýtt. Ég skil hvað þú meinar. Það sem ég nú undrast yfir er, hvort ég get talið þér trú um að deila saman viðurkenningu með frú Belzner sem fyrsti þýðandi bókarinnar. Henni væri mjög vænt um, ef þú felst á það. Ég er viss um að í staðinn getum við samið um einhverja þóknun fyrir þig.” “Þetta er dálítið óvenjulegt,” sagði ég. “Því er ég sammála,” sagði Belzner, “en, eins og þú hefur ef til vill tekið eftir, þannig er lífið og sérstaklega er frú Belsner, dálítið óvenjuleg. Hún er ekki venjuleg kona hún Gerda mín, eins og þú hefur tekið eftir.” “Það væri erfitt að taka ekki eftir því,” sagði ég, reyndi að hljóma hlutlaus. “Ég er hræddur um, að hún hafi eytt meiri orku í að styðja eiginmann sinn en er kannske eðlilegt. Svo ég skulda henni allt. Jafnvel meira en ég get útskýrt fyrir þér. Hún hefur bjargað lífi mínu, og heldur áfram að bjarga því hvern dag sem ég á eftir ólifað. Án hennar, gjörðu svo vel að trúa mér, hefði ég dáið fyrir löngu.” Belzner tók óhreinan vasaklút úr rassavasanum og þurrkaði rautt andlitið á sér. “Ég sagði Gerdu,” hélt hann áfram, “að þýðingin þín væri byggð á hennar, að þetta væri í hæsta skilningi, samvinna milli tveggja gáfaðra huga. Að gera annað, skilurðu, væri mjög miskunnarlaust. Og þér finnst ég ekki vera grimmur maður, herra Berman.” “Það vona ég ekki,” svaraði ég. “Frábært,” sagð Belzner. “Þegar konan mín kemur til baka, skal ég láta hana vita að ef við getum fengið amerískan bókaútgefanda, mun forsíðan segja, “Gerda Belzner og Allan Berman þýddu.” Hún verður glöð.” “Arnold,” sagði ég. “Fyrirgefðu?” sagði hann og setti lófann að hægra eyranu. “Ég heiti Arnold, ekki Allan.” “Þúsund afsakanir,” sagði hann. “Vertu svo vænn að fyrirgefa.” Zlaman Belzner fylgdi mér til dyra. Hann hreyfði sig hægt; fótatak hans þungt; ég gat heyrt hvern einasta andardrátt. Þegar við skildum, greip hann hendina á mér í báðar sínar og sagði, “Ég skulda þér meira en þér verður nokkurntíma ljóst. Kærar þakkir, herra Bergman.”

38

Page 39: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Gegnum samband í vinnunni, tókst mér að koma þýðingunni í hendur Bens Rayburns, smá bókaútgefanda sem hafði áhuga á handritum Gyðinga. Hann gaf bókina út, án fyrirvara, átta mánuðum seinna undir Sjóndeildarhring merki sínu. Ég gat ekki farið í litlu útgefenda veisluna sem haldin var, þegar bókin kom út. Á þriðju blaðsíðu var birt mjög lofsamlegur ritdómur eftir Irving Howe í New York Tímes Bóka Yfirliti, ásamt nokkrum orðum um “vandlega þýðingu” Gerdu Belzners og Arnold Bermans. “Utan Marka Alls Velsæmis” seldist miðlungs vel, 2,700 eintök. Ég fékk aldrei launað einn einasta eyrir, sem mér fannst allt í lagi. Ég gerði þetta ekki fyrir peninga. Ég gerði það fyrir Zalman Belzner; fyrir afa minn; hver veit, kannske gerði ég þetta fyrir sjálfan mig. Í öllu tilfelli var þessu lokið, og ég sneri mér aftur að vanagangi mínum við fjölskylduna og vinnuna.

Um það bil átján mánuðum eftir útgáfu bókarinnar, um hálf tólf á þriðjudags kvöldi, þaut ég upp úr rúminu til að svara í símann. “Herra Berman,” sagði Gerda Belzner, með sínum kunnuglega hreim, “maðurinn minn Zalman Belzner er hræðilega veikur og það þarf að keyra hann til Flórida – í nótt. Get ég treyst þér til að hjálpa mér að keyra Zalman Belzner til Miami? Við þurfum að fara af stað strax, innan klukkustundar.” “Frú Belzner,” sagði ég, “getur þetta ekki beðið til morguns?” “Nei,” sagði hún, “Zalman Belzner verður að fara af stað til Flórida núna. Það má ekki tefjast. Geturðu hjálpað mér að keyra hann til Flórida eða ekki?” “Frú Belzner,” sagði ég, “Konan mín er ófrísk og við höfum ungt barn að hugsa um. Ég er í fullri vinnu. Ég get ekki farið til Flórida með svona stuttum fyrirvara.” “Gott og vel,” sagði hún. “Takk fyrir, samt sem áður.” “Frú Belzner – “ En hún hafði skellt á. Tveim dögum seinna las ég minningagrein Zalman Belzners í New York blaðinu. Hún sagði að hann hefði látist af hjartaslag á mánudag, daginn áður en Gerda Belzner hringdi í mig, og að jarðaförin færi fram þann dag í kyrrþei. Ég hringdi í Gerdu Belzner úr skrifstofunni. “Frú Belzner,” sagði ég, “Ég las í Tímanum að jarðaför mannsins þíns fari fram í dag, þó ekkert heimilisfang fyrir kapelluna sé gefið. Hvar verður jarðaförin haldin?” “Mér þykir fyrir því, Herra Berman,” sagði hún, “en þér er ekki boðið. Engum er boðið sem neitaði að keyra Zalman Belzner til Flórida með mér.” “En Frú Belzner,” sagði ég, “nema mér skjátlist, þegar þú baðst mig að keyra manninn þinn til Flórida var hann, eftir því sem birt var í minningagreininni, nú þegar látinn.” “Það,” sagði hún kuldalega, “kemur þér ekki við. Þú varst ekki fáanlegur, þegar á þurfti að halda. Ég býð í jarðaförina aðeins þeim vinum Zalman Belzners sem voru tilbúnir til að keyra hann með mér til Flórida. Takk fyrir samt að spyrja.” Hún skellti á. Ég starði á símatólið. Hvað var um að vera hér? Enn annað gyðingapróf? Eftir allt byrjaði trú okkar næstum því með prófi, þegar guð skipar Abrahami að fórna einkasyni sínum, Isak. En þetta próf Gerdu Belzners, að keyra dauðan mann til Flórida um miðnætti með stuttum fyrirvara, var nýr snúningur – þetta var brjálæði. Í öllu tilfelli hafði ég fallið á prófinu. En Belzner samband mitt var ekki úti að eilífu. Nokkrum mánuðum seinna hringdi Gerda Belzner aftur. Hún vildi að við hittumst aftur. Hún stakk upp á mjólkurbúða veitingastað á Broadway, nær áttatíu og sjöttu götu. Mig langaði til að segja nei, en gat

39

Page 40: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

einhvernveginn ekki fengið af mér til að vera kuldalegur við þessa konu, sem ég vissi ekki betur en væri nú algjörlega ein í heiminum. Ég kom korter of snemma. Á veitingastaðnum voru að mestu leyti gamlir Gyðingar, flestir innflytjendur eftir klæðaburði þeirra að dæma og hvernig þeir töluðu. Flestir þeirra höfðu líklega flúið Hitler eða Stalin; sumir flúðu kannske báða tvo. Þeir höfðu séð djöfulinn nálægt. Mér fannst ég vera óreyndur í nærveru þeirra. Þegar Gerda Belzner kom inn, var hún klædd svörtum kjól undir svartri kápu, háhæluðum stígvélum, henna-litað hárið á henni var greitt upp í skúf, mikill andlitsfarði gerði skarpa andlitsdrætti að nokkurskonar feitletri. Hún leit út eins og lítill ránfugl. Samt var hún dálítið drottningaleg í útliti. Hún var nú auðvitað ekkja Zalman Belzners. Ásamt veskinu sínu var hún með enn annan af búðapokum sínum frá Kleins. Ég stóð upp og veifaði frá borðinu mínu. Hún sá mig og gekk til mín. “Jæja, Herra Berman,” sagði hún, “við hittumst aftur.” “Ég hélt að við sæumst ef til vill aldrei aftur.” “Hversvegna hélstu það?” “Það er langt síðan við hittumst,” sagði ég, kaus að minnast ekki á jarðaförina, sem mér hafði verið neitað um að vera viðstaddur. Við pöntuðum grænmetis buff, smá salad, te. Þjónninn, eldri, maður, kengboginn með óhreint handklæði yfir handleggnum, leit út og hljómaði eins og eitthvað beint út úr klassiskri gyðinga fjölleikasýningu. (“Hvor ykkar herranna will hreint glas?”) “Herra Berman, “ hún kom strax að efninu, “Ég hef í dag tilboð fyrir þig.” “Hvað gæti það verið, Frú Belzner?”

“Ég vil, að þú þýðir með mér sex óþýddar skáldsögur mannsins míns. Mín áætlun er að við gerum það saman, eins og við gerðum “Utan Marka Alls Velsæmis.” Ég gæfi þér einn þriðja af þóknuninni af hverri bók.” Hún rétti mér búðapokann af jiddísku bókunum. “Fyrirgefðu mér fyrir að segja þetta, Frú Belzner, en það gæfi ekki mikið í hönd. Ég á barn sem ég þarf að hafa fyrir og annað á leiðinni. Þér er ljóst, að þú ert að biðja um margra ára vinnu við þetta.” “Sem minnir mig á,” sagði hún, “Færðu kærar kveðjur mínar til þíns Herra Luce. Allt í lagi, þá, hvernig væri ef þú fengir helminginn af gróðanum?” “Það er mjög örlátt af þér. Ég afþakka það af sömu ástæðu. Í sannleika sagt, hef ég ekki efni á að gera þaðþrátt fyrir allar þóknunina. Peningar eru ekki kjarni málsins í þessu tilfelli, Frú Belzner. “Hvað er það þá sem mest skiptir máli?” spurði hún. “Það er að ég verð að halda áfram mínu lífi. Ég hef mín eigin bókmennta verk að vinna.” “Ekki veit ég hvað þau verk muni vera,” sagði hún, “en hvernig geta þau verið mikilvægari en það að sjá um að bækur Zalman Belzners, manns sem tilheyrir heimsbókmenntum, finni sína réttmætu lesendur. Við skulum ekki plata okkur sjálf, Herra Berman. Hvað svo sem þú skrifar sjálfur, verður ósambærilegt við ritverk Zalman Belzners. “ Þetta var deila sem engin leið var fyrir mig að sigra – að minnsta kosti ekki við þessa áköfu litlu konu sem sat á móti mér við borðið. Ég sagði henni að ég yrði að hugsa mig um þetta. Við pöntuðum hrísgrjónabúðing og kaffi. Frú Belzner var ókleift að ræða um

40

Page 41: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

smámuni, eða að minnsta kosti enga, sem hún vildi tala um við mig. Hún endurtók hve bráðnauðsynlegt það var að allar ritgerðir Zalman Belzners yrðu þýddar á góðri ensku eins fljótt og mögulegt væri. Hún hélt dálitla skammaræðu um Isak Singer, sem hafði verið svo lánsamur að fá góða þýðendur, en soralegar skriftir hans væri ekki hægt að bera saman við verk mannsins hennar. “Zalman Belzner er stórkostlegur rithöfundur, eins og þú veist ef til vill eins vel og nokkur annar í þessu landi, fyrir utan mig,” sagði hún “Einhverntímann, með guðs hjálp og þinni og minni, herra Berman, fær hann lesendahópinn sem hann á skilið.” Hún snerti hendina á mér meðan hún sagði þetta. Ég leit í augu hennar og sá, í fyrsta og eina skipti í öllu lífinu, hvað það þýðir að vera trúboði af lífi og sál. Þegar við skildum fyrir utan veitingahúsið, sagðist ég hringja í hana eftir nokkrar vikur. Ég hafði fallist á að taka eina af skáldsögum mannsins hennar heim með mér til að lesa, og nú greip ég bókina í vinstri hönd til að taka í smáu, beinóttu og þurru hönd hennar. Ég horfði á hana ganga niður Broadway, mjóu leggirnir í háhæluðum stígvélum, sveiflandi Klein pokanum áður en hún hvarf inn í villtan mannfjölda af unglingum í druslulegum Afrós, gömlum gyðinga hjónum, hippum á eiturlyfjum, misheppnuðum svindlurum, og hver veit hve marga aðra með vonir sem aldrei rættust og brostna drauma, enginn þeirra hafði heyrt um, eða mundi án efa nokkurntíman heyra um Zalman Belzner. Ég hafði nú þegar ákveðið í veitingahúsinu að þýða engar af þessum skáldsögum. Þetta var alltsaman vonlaust. Ég var orðin einn af yfirritsjórum Tímans. Af og til fékk ég að skrifa ritdóma og var kallaður inn til að hjálpa við að ritstýra menninga greinum. Einn af yfirritstjórunum hafði látið mig vita, að tímaritið færi bráðlega að leita að leikhús gagnrýnanda, og hann spurði hvort ég hefði nokkurn áhuga á því starfi. Í stuttu máli sagt, núna var ekki tími fyrir mig að eyða öllum frístundunum í að svitna yfir bókum um gamla Gyðinga ærslast um austur Evrópu í menningu sem fyrir löngu var útþurrkuð. Í leigubílnum á leið til baka í vinnuna, ákvað ég að skrifa Gerdu Belzner bréf þar sem ég mundi útskýra ábyrgð mína í starfinu, við fjölskyldu mína og mig sjálfan, og hvernig allt þetta hefði forgangsrétt – að þeir sem lifa gera meiri kröfu til okkar en þeir dauðu. Og ef hún gæti ekki skilið það, ja, það væri þá bara fjandans verr. Mér gekk ekki vel að skrifa bréfið. Ég ætlaði að skrifa minna en eina blaðsíðu, en það varð stærra og stærra, heilar fimm blaðsíður í einni útgáfunni, áður en ég byrjaði að segja frá konunni minni og fjölskyldu. Ég reyndi að skrifa einu sinni enn og síðan í fjórða sinn, en það var tilgangslaust.

Nokkrum vikum eftir hádegisverðinn okkar hringdi Gerda Belzner í mig. “Herra Berman,” byrjaði hún, “Ég hringi til þín til að tilkynna þér að mannorð Zalman Belzner er í hættu.” “Í hættu?” spurði ég. “Hvernig er það í hættu, Frú Belzner?” “Ritgerð um jiddiska rithöfunda birtist í Philadelphia gyðinga fréttablaðinu, “Rannsóknir” – kannske kannastu við það? Það þykist vera að ræða um bókmenntir Gyðinga en samt er ekki minnst á Zalman Belzner, alls ekkert. Herra Berman, það er áríðandi, að þú skrifir áhrifamikið kvörtunarbréf til ritstjórans. Það væri ekki vond hugmynd að skrifa þetta á bréfsefni blaðsins þíns. Í þessu bréfi gætir þú sagt að það að minnast ekki á Zalman Belzner í svona grein, sé ekki aðeins yfirsjón, það sé svívirðing, sem engin alvarlegur nemandi gyðinga bókmennta gæti látið viðgangast.”

41

Page 42: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Frú Belzner,” sagði ég, “Ég er þér sammála um að það að þeim láðist að minnst á manninn þinn var alvarleg mistök, en ekki ærumeiðandi. Ég held að best sé að við látum þetta kyrrt liggja.” Ég tók varla eftir þessu “við” sem hrökk út úr mér. “Í öllu tilfelli, Frú Belzner,” hélt ég áfram, “Mér finnst að mótmælabréf sé ekki viðeigandi. Ég er ekki viss um hvað væri, en leyfðu mér að velta því fyrir mér í smá tíma.” “Þú hringir til mín seinna?” spurði hún. “Já, auðvitað,” sagði ég. Áður en vikan leið, missti konan mín legvatnið, klukkan tvö eftir miðnætti. Líkt og í skrípamynd, vakti ég dóttir okkar og fór með hana til góðkunningja og nágranna, Hoffman hjónanna. Svo hringdi ég í leigubíl og gleymdi smá töskunni sem konan mín hafði pakkað niður í. Við biðum niðri, þegar ég varð var við yfirsjón mína. Ég flýtti mér til baka í íbúðina og varð strax ljóst að ég yrði að bíða í marga tíma í biðstofu fæðingadeildarinnar, og fór að leita að einhverju til að lesa. Ég fann jiddísku skáldsöguna “Yeshiva Bokher, ” sem Gerda Belzner hafði gefið mér, þegar við borðuðum hádegisverðinn saman. Það tók Naomi tuttugu tíma að fæða barnið, meðan ég lauk við yfir 400 blaðsíður af Zalman Belzners 626 blaðsíðna skáldsögu um lífið í mjög góðum rabbíksum skóla í Lettlandi seint á nítjándu öldinni. Þetta var afburða snjöll saga, heillandi, algjörlega töfrandi. Það eina, sem ég gat hugsað um, þegar ég las öruggt hljóðfall jiddískunnar, voru góðu ensku jafngildin. Heilmikið af texta skáldsögunnar var um flókin, lögleg gyðinga rit, sem ég vissi ekkert um. Hvaða þýðandi sem var þyrfti að vera vel að sér í þessu og sagnfræðilegu lífi þessa tíma. “Yeshiva Bokher” var næstum tvisvar sinnum lengri en “Alls Velsæmis” og að öllu leyti mikið þéttara og erfiðara verkefni. Það tæki að minnsta kosti tvö ár að þýða á ensku, kannski lengur. Verk sem yrði líklega ekki unnið í bráðinni, ef nokkurntímann, yrði að vera ákaflega vel gert. Að vera þýðandi var í besta lagi að vera aðstoðarmaður. Að þýða jiddísku,. tungu, sem gamanleikarar að mestu leyti rændu og rupluðu orðatiltækjum úr, en enginn undir fimmtugt, sem ekki hafði svartan hatt á höfðinu talaði lengur – þetta var vonlaust, eins og útskúfa sjálfan sig á ystu nöf. Hversvegna höfðaði þetta til mín? Jafnvel núna veit ég það ekki. Eina skýringin, sem ég et gefið er, að ég var dáleiddur af sjálfum mér, engum öðrum, setning frá Keats, sem ég hlýt að hafa lært í Yale, líklega Cleanth Brooks bekk um rómantíkina: “svo að ég geti gert verkið, sem mín eigin sál hefur fyrirskipað.” Nýfæddur sonur minn vóg sjö pund og sex únsur. Tveim dögum áður en umskurna veisla hans var haldin í íbúðinni okkar, féllst konan mín á að kalla hann Zachariah. Allir voru hissa á þessu, vegna þess að hvorug fjölskylda okkar átti ættinga með nafni sem byrjaði með stafnum Z. Öllum var þetta ráðgáta, það er að segja, öllum nema lítilli konu með litað rautt hár og of mikinn andlitsfarða, sem stóð ein út í horni með augnsvip ofstækismanneskju, talaði við engan, og brosti aldrei. Hún kom í veisluna með enga gjöf fyrir barnið, en með fullan Kleins búðapoka, og hún fór heim tómhent, áður en maturinn var borinn fram.

42

Page 43: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

ALICE FULTON

SKUGGABORÐ

Í Fox bakaríinu sá ég einu sinni konu fara úr skónum, skrúfa hælinn af og drekka úr honum eins og hann væri staupglas. Ég gat næstum því bragðað edikið úr heimabrugginu, blandað saman við grófu sandsteinana úr eðluskinns skónum hennar. “Þorsti,” sagði ég, “áttunda dauðlega syndin, rétt eftir græðgi.” Og kærastinn minn, Ray Northrup, brosti milli fullra skeiða af íssúpunni sinni. Frosnir eftirréttir nefndir eftir heitum stöðum – Havai Froði, Pompei Ís – voru í miklu uppihaldi en Ray var sá eini sem vildi ísinn sinn hitaðan. Við vorum að fara af stað til Connecticut, þar sem ég átti að hitta fjölskylduna hans. Meðan hann át, pakkaði ég saman efnum í sérstakan afmæliseftirrétt í kælirinn. Ef allt héldist kælt, yrði allt í lagi. Stamford var í næsta ríki frá Watervliet, og það var langt, kalt ferðalag þangað niðureftir. Ray sagði að aksturinn gerði hann svo hungraðan, að honum langaði til að rífa lokið af og éta allt efnið í nammið með berum höndum. Ég vissi vel hvað hann meinti. Ég var miklu svangari en hann, þó ég hefði aldrei viðurkennt það. Sultur er auðveldari en hófsemi. Þessvegna höfðum við áfengis bann í staðinn fyrir sjálfsaga bindindi, sem var ástæðan fyrir því, að ég hafði hvorki bragðað vott né þurrt, nema te og kex, í tvær vikur. Þetta var tími strákslegra útlita – lífstykki sem gerðu brjóstin flöt, sígandi mittislínur sem huldu mittið. Um leið og ég sá, að mjaðmirnar á mér höfðu stækkað, neyddi ég sjálfa mig til að grennast. En því meira sem ég reyndi að grennast, því meira lokkaði maturinn mig. Þegar mér varð ljóst hve mikils virði maturinn var mér, fór ég að hræðast hann. Samt vildi ég vera í kringum hann – til að þefa af honum, snerta hann. Af þeirri ástæðu varð ég þjónustustúlka. Mig langaði til að bera fram mat. Og mig langaði til að þjóna Ray. Við vorum bæði soltin. Við höfðum það sameiginlegt. Munurinn var sá, að ég hélt hungrinu í skefjun með því að borða ekki, og Ray sefjaði það með því að snæða allan þann mat, sem honum langaði í. Við áttum vel saman sem Jack Sprat og kona hans. Starfið í bakaríinu kenndi mér að hægt væri að malla með kulda í staðinn fyrir hita. Einu sinni var eldavélin hjarta heimilisins. Nú var það ísskápurinn. Ég treysti á dragsúginn sem blés gegnum glugga bílsins til að vernda efnin í sætindin á leiðinni niður til Connecticut. Við bentum á allt grænt sem við sáum á leiðinni, til að skemmta okkur. Rays sagði að það mundi svala þorsta okkar í vorið. En meðan við keyrðum í snjónum, var varla hægt að sjá neitt grænt – aðeins nokkur furutré, ef til vill barnahúfu.

43

Page 44: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Það var orðið áliðið þegar við komum til Stamford. Þegar við ókum inn í heimkeyrsluna, sá ég steingirðingar og stórt hvítt hús. Það var dásamlegt við fyrstu sýn, jafnvel í rökkrinu. “Einhver er að koma,” sagði ég. “Ó, það hlýtur að vera vinnukonan okkar,” sagði Ray. Ég hló. Svo sá ég, að hún var með hvíta pappahettu eins og fitan á lambakótelettu, og ég varð hvumsa, þegar ég elti Ray upp göngustíginn, utan við mig. “Halló Bridget. Er móðir mín á fótum?” Faðir hans var í útlandi í viðskiptaferð. “Eru nokkrar matarleyfar eftir?” spurði hann.

Fólki sem finnst gott að skilja eftir sig staði snyrtilegri og hreinni en þeir fundu þá, heillast að þjónustustúlkustörfum. Mér fannst ég fær um ábyrgðina í bakaríinu, sem fól í sér það að þurrka mikið af hvítum marmara, grínast við viðskiptavinina sem vildu ísinn sinn ofan á toppinn, og er sama um heimabruggs fyrirtæki eigandans. Mig grunaði að Ray hafi hrifist af mér vegna þess, að ég var ólík öðrum stúlkum, sem hann hafði verið með. Hann gat treyst mér fyrir öllu án þess að finnast ég dómhörð, og það var mjög mikilsvert fyrir hann. Það þýddi, að hann gat að minnsta kosti talað um sætu kvöldverðina Bara við, sagði hann. Bara sætindi. Viltu? Auðvitað vil ég það, sagði ég. Við snæddum sætu kvödlmatana okkar eftir lokun í bakaríinu. Ég bar fram ávaxtabökur, bollur, búðinga, krem, sultur, rúllutertur, buff, kókósbollur, merange, mátulega kossa og fljótandi eyjur. Ray naut sín meðan ég dreypti á tei. Fyrst vildi hann að ég borðaði með sér, en brátt virtist fasta mín eðlileg. Hann nöldraði aldrei í mér að borða eða tók eftir, að ég grenntist, og þetta fékk mig til að finnast, að ég væri viðurkennd. Ray var auðvitað nemandi í Renssealer Polytechnic Institute, ekki nemandi um eðli fólks. Hann hafði áhuga á vélum og vísindum. Þegar fólk átti í hlut, vissi hann lítið. Hann var ekki í leit að sálinni. Ég vissi að hann mundi aldrei grafast fyrir um neitt; þess vegna var þægilegt að vera með honum. Einkamál.. Það var einkamál. Einn daginn fann ég gamalt mynda albúm. Myndir af mér og systur minni heimavið. Við stöndum fyrir framan brotna gaddavírsgirðingu og draslaralegan viðabútastafla með rör og þvottasnúrur og dauð tré allt í kring. Auðvelt var að sjá hvaða myndir Ray tók, því hann stillti mér undir plóma blóm. Fjölskylda mín kunni ekkert á bakgrunni. Sumir gætu sagt, að við værum alin upp við nægjusemi, en ég myndi segja að við kusum lítillæti okkar alveg eins og aðrir kjósa sigra sína. Eftir kaþólska gagnfræðaskólann, hafnaði ég námstyrk til að sækja St. Rose, svo að ég gæti unnið fyrir peningum og hjálpað til heima. Nágranni minn fór til St. Rose of fékk ríkisvinnu bak við stórt skrifborð, þegar hún lauk námi. Stórt skrifborð með nafninu sínu á.

Stofa Northrup hjónanna var prýdd háum gluggum og blómum í kristalsvösum. Í henni voru hægindastólar og lampar sem kasta ljósunum nákvæmlega í kring, píanó og gríðastórar tröppur, veggfóður með smáum upplyftum mannverum. Borðstofu húsgögnin litu út eins og svanir að reyna að vera stofu húsgögn. Ray kynnti mig fyrir vinnukonunni, sem, meira að segja, hneygði sig svolítið. Ég hneygði mig líka, og hann hló og kreysti höndina á mér, en af svipnum á henni varð mér ljóst, að það var rangt af mér. Í huganum bjó ég til minnispunkt: Ekki hneygja fyrir þjónustufólkinu.

44

Page 45: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Hún tók kælirinn, og Ray spurði hvaða afmælis góðgerðir ég ætlaði að laga. Hann spurði eins og út í bláinn, en svar mitt var blátt áfram. Ég sagði að það væri eitt af þessum ógleymanlegu lostætum sem yrði strax að vera fullkomið; það yrði ekkert annað tækifæri. Ray vildi náttúrulega ísinn sinn hitaðan. Hann gat ekki skilið hættuna af bráðnun. “Geturðu ekki fryst það aftur?” spurði hann. Hann var vanur að fjatla við véla drasl, og hélt að hægt væri að gera við allt sem brotnaði. “Geturðu ekki keypt meira og byrjað upp á nýtt?” Skemmdir hlutir voru honum óskiljanlegir. Hann var óbetranlegur bjartsýnismaður. Það þýddi, að hann sá mig gegnum móðu, og hélt, að það eina sem hann þyrfti að gera væri að segja “Hér er Charlotte” og allir mundu gapa og undrast hvílíkan fjársjóð hann hafi fundið. Ég bjóst ekki við neinu þess háttar.. Þegar þjónustustúlkan fór burt, renndi hann fingrunum niður nóturnar á píanóinu og sagðist oft hafa séð mig í huganum heima hjá sér. Síðan yppti hann öxlum eins og lítill skjálfti hefði farið um herbergið og sagði, að kannski gætum við borðað eina af sætu kvöldmáltíðunum okkar eitthvað kvöldið eftir að móðir hans væri farin í háttinn. Nei, nú er nóg komið, hugsaði ég. Að laga afmælis ljúfmeti fyrir systur hans væri eitt, en að pukra í ókunnugu eldhúsi og fikta við sykur...”Ég veit ekki,” sagði ég. “Hvað gerist ef móðir þín vaknar?” Ég hlakkaði til að hitta hana og vonaði, að ég kæmi vel fyrir sjónir. “Hún vaknar ekki.” “Fáðu þér Lucky í staðinn fyrir sætindi.” Ég brosti og bauð honum sígarettu.

Auðvitað var mér ljóst að fjölskyldur okkar væru alls ólíkar. Móðir mín var óþolinmóð við fínar dömur. Allir vinir hennar voru menn. Henni féll vel að ráðskast með þá; fannst gaman að stjórna. Þó hún kynni ekki að synda, stökk hún einu sinni ofan í George vatnið, meira að segja í skónum, og bjargaði barni frá drukknun. Hún hafði það mikið sjálfstraust. Ef ég giftist Ray, yrði ég að yfirgefa fjölskyldu mína, bæinn, kaþólsku kirkjuna, og búa í Connecticut það sem eftir væri ævinnar. Hverjum var ég kærust? Hver þurfti mest á mér að halda? Þannig hugsaði ég um þetta. Stundum tók ég með í reikninginn hverju ég yrði að fórna. Ég hélt að fórnin yrði mikil í öllum tilfellum. Einu sinni spurði ég Ray hvort biskupskirkjan hefði páskaföstu. Já, sagði hann. Þá spurði ég, hvort hann hefði nokkurntíma hætt að borða sætindi fyrir föstuna. Nei, svaraði hann, hann hafði aldrei neitað sér um neitt. Hvernig gat nokkur maður lifað án afneitunar? Það var spurningin mín. Kirkjan hafði mörg einkennileg svör. Frænka mín, sem var nunna, kunni öll svörin. Hún fræddi mig á því, ef ég giftist mótmælanda, yrði ég bannfærð úr kirkjunni og færi til helvítis. Ef ég giftist Ray, sagðist hún biðja á hverju kvöldi, að hann létist áður en ég. Þá yrði hjónabandinu lokið og ég kæmist til himnaríkis. En hvernig gæti það verið himnaríki án Rays? Spurði ég. Charlotte, þú getur ekki breytt paradís þér til geðs, útskýrði hún. Það sem ég vildi skipti ekki máli. Betra að hugsa um hvað ég vildi ekki. Eins og þegar ég vildi ekki verða þjónustustúlka. Það skeði rétt eftir að einhver faðir kom inn í bakaríið með litlu stúlkuna sína. Hún var fallegt og hraustlegt barn. Það hlaut að vera einhver uppáhaldsdagur hjá þeim, því að hún var spariklædd í doppóttan kjól og glans skóm, sem hún státaði sig af. Faðirinn bað um okkar Sérstaka Xanadu Hnetu Ísbát fyrir hana, og ég bar hann fram með bros á vör. Ég get enn séð diskinn í höndum mínum rétta þeim ísinn. Á næstu augnabliki fór að standa í fagra barninu. Faðirin stökk upp og kallaði til mín um hjálp, en ég stóð frosin í sporunum meðan allt fór á ringlureið. Hann setti hana á hvolf og hélt í öklana á henni og hristi þar til slaufan datt úr hárinu á henni og

45

Page 46: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

nærbuxurnar komu í ljós, og tárin hrundu niður á toppinn á hárinu á henni. Hann hrópaði, berjið í bakið á henni, berjið hana! því hann hafði ekki hendi lausa til að gera það sjálfur. Annar viðskiptavinur byrjaði að berja hana í bakið, en það gerði ekkert gagn, svo faðirinn lagði hana niður á gólfið þar sem hún kipptist til. Hinn viðskiptavinurinn öskraði, komdu með skeið, hún hefur gleypt tunguna í sér! Ég gegndi því, en hún var þá hætt að hreyfa sig. Það var auðsýnilegt hve gölluð ég var. Samt sagði fólk, að ég væri góð. Sálfræðin var rétt að byrja, og engin trúði á hana. Allir mynduðu sínar eigin skoðanir. Mínar voru: sumt fólk er dæmt til að vera gott Það getur ekkert að því gert frekar en biskupakirkjumenn geta að því gerta að vera biskupakirkjumenn. Dýrlingar eiga ekki skilið að fá sérstakan heiður – þeir yrðu verri ef eðli þeirra leyfði. Ég var að minnsta kosti enginn engill. Yfirmaður minn, Herra Harry Fox, sá um það. Hann hafði heimabruggunar fyrirtæki í kjallara bakarísins, þar sem hann framleiddi “Faðir Harrys Hóstameðal Fyrir Þrálát Kvef.” Mér fannnst slagorðin hans, “Ef Ekki, Því Ekki,” hlytu að minna fólk á hversvegna ekki. Móðir mín gæti fundið upp eitthvað betra. Hún hugsaði upp grípandi málshætti: Ekki koma heim, ef þú verður drepin. Fortíðin er ávalt með okkur. Flutningar eru eins slæmir og slys. Í rauninni var það slysið í bakaríinu sem leiddi til ástarsambandsins milli mín og Rays. Ég var að hella kaffi í bolla fyrir hann, þegar lögreglustjórinn gekk inn. Yfirmaður minn, Harry Fox, rakst á mig, þegar hann þaut út, og brennandi heitt kaffið skvettist á handlegginn á mér. Ray keyrði mig á spítalann, þar sem þeir sögðu, að ég hefði fengið þriðju gráðu brunasár. Ekki hafa áhyggjur elskan, sagði Harry, þegar hann sá örið á mér. Það er langt frá hjartanu á þér.

Meðan Ray sýndi mér fjölskyldu heimili sitt þetta fyrsta kvöld, tók ég eftir, að allt var innflutt frá útlöndum. Þau höfðu franskar ruslakörfur, glermuni frá Venis, japanska lakkaða bakka, hollenska silfur dyngju lampa, kínveska kvöldverða bjöllu, og Yorkshire, syngjandi kanarífugla. “En ekkert frá Watervliet nema þú,” sagði Ray, og ég hló. “Gjöf frá mömmu,” sagði hann, rétti mér bók af endaborðinu. Ég hafði verið að brjóta heilann um, hversvegan móðir hans hafði ekki verið á fótum til að heilsa okkur. Gjöfin bauð mig hjartanlega velkomna. “Heiðvirða Dóttir,” las ég. “Þetta er næstum því biblían hennar.” “Ég fer að lesa hana í kvöld.” “Lestu áritunina,” sagði hann. “Til Grace, dásamlegasta barns í heimi.” Grace var systir Rays, afmælisstúlkan. Mynd af plúmu blómi var á næstu blaðsíðu. “Móðir mín var vön að lesa hana fyrir okkur, áður en við sofnuðum á kvöldin.” “Ég vona að Grace líki við eftirmatinn sinn.” Hversvegna var Frú Northrup að gefa mér bók dóttur sinnar? “Sykur stelpa,” sagði Ray. “Það er dálítið sem ég ætla að trúa þér fyrir.” Sumt fólk hefði heimtað að fá að vita leyndarmálið þar og þá, aðrir hefðu lokkað það út smá saman, en rithöfundur “Heiðvirðu Dótturinnar” hefði gert nákvæmlega það sama og ég. Henni hafði verið kennt, alveg eins og mér, að spurningar séu ókvenlegar. Hún væri vön að beygja sig og bugta, og bakka virðulega út úr herbergi, væri með hjarta sem hægt var að deyða af skömm.

46

Page 47: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Við snæddum kvöldmatinn seint. Vinnukonan var farin svo að ég gerði verkin. Sem þjónustustúlka, lærir maður að vera umhyggjusamur um þarfir annarra. Auðvelt var að þókna Ray. Það eina sem hann þurfti var skilningur og leyfi til að sprella svolítið. Meðan við dreyptum á kaffinu, bað hann mig að fyrirgefa dálítið sem gæti virst lymskubragð, en væri í rauninni klaufa afglöp. Hann hafði áhyggjur af því, að ég treysti honum ekki, en ég hafði engar áhyggjur út af því. Eitthvað inni í mér hafði ákveðið að elska hann allt lífið, og ég vissi fyrir víst, að hann gæti ekki talið mér trú um annað. Annaðhvort elskar maður einhvern, eða ekki. Hann tók í hendina á mér. “Viltu lesa bókina? “Heiðvirða Dóttir?” Ég var ekki mikið fyrir bækur, vildi heldur lesa dagblöð. “Já, auðvitað geri ég það,” sagði ég og brosti. Ray kinkaði kolli og ræksti sig. “Mamma og pabbi bjuggu í Japan í nokkur ár,” sagði hann. “Grace systir dó meðan þau voru þar. Ég var svo ungur, að ég man varla eftir því.” “Grace systir þín? Rödd mín hækkaði af taugaspennu. “Hún dó?” “Fyrirgefðu að ég minntist aldrei á það. Það bara, ég vildi ekki sýnast dapur.” Hann roðnaði og fálmaði eftir sígarettu. “Mamma heldur enn upp á afmælið hennar Grace á hverju ári með skuggaborði henni til heiðurs. Það er japanskur siður. Skilurðu það, gamli félagi?” Hann veifaði reyknum burt frá andlitinu á mér. “Skilurðu?” “Ég skil,” sagði ég. Og við þögðum. Við sátum þarna og horfðum út um gluggann á snjóinn falla niður í flygsum. Dragsúgurinn í borðstofunni hafði þær afleiðingar, að það var einsog við sætum í bílnum, nema við vorum ekkert að fara. Ég var að hugsa um daginn, þegar James bróðir minn dó. Hann var tveggja ára, og ég var ellefu. Hann hafði borðað hafragrautinn sinn þann morgun, eins og vanalega, og sett tómu skálina ofan á hausinn á sér, eins og hann gerði alltaf svo að við færum að hlæja. Allt búið! Sagði hann. Það kom okkur alltaf til að hlæja. Hann var með svolítinn hósta, ekkert alvarlegt. Um það bil klukkutíma seinna, varð andadráttur hans raspur, og mamma sagði mér að ná í Vicks VapoRub. Hún smurði það á bringuna á honum, en hann fór strax að brjótast um. Varirnar urðu bláar, en hann var of veikur til að gráta eins og barn ætti að gera. Mamma hélt á honum í kjöltunni, og þar dó hann. Þetta skeði allt svo hratt. Ég faldi mig í bak eldhúsinu. Ég hafði aldrei séð mömmu í svona miklu uppnámi, og það skelfdi mig. Líkvakan var haldin í litlu stofunni okkar. Ég man eftir henni eins og í þoku. Þarna voru blóm og diskur af sælgæti, sem nágranni okkar hafði búið til. Pabbi leiddi mig upp að líkinu og sagði mér að kveðja James með kossi. Mér var bilt við að finna hve kaldur hann var, eins og ungbarn búið til úr snjó. Hestar skreyttir skrautfjöðrum, með stór, dökk, vot augu og reyk út úr nösunum drógu líkvagninn. Menn báru kistuna út. Hún var lítil og hvít eins og brúðkaupsterta. Og á hverjum sunnudegi eftir jarðaförina pakkaði mamma niður mat í körfu og við gengum niðureftir í kirkjugarðinn til að borða og leika okkur í kringum gröfina hans James. Auðvitað skildi ég hvað skuggaborð væri.

Eins og ég lofaði, byrjaði ég að lesa “Heiðvirðu Dótturina” í herberginu mínu seinna þetta kvöld. Rithöfundurinn, Kikuno Takamoto, skrifaði um barnæsku sína í gömlu Japan, í veröld eignarétta og aga. Sem Samurai stúlka, hafði Kikuno verið kennt að aga huga og líkama, jafnvel í svefni. Drengir gátu sofið kæruleysislega útréttir, en stúlkur

47

Page 48: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

urðu að krulla sig í manngerðina “Kinoji,” sem þýðir “stjórnar andi.” Eins og plúmu blómin, brúðar blóm þeirra, sem blómstrar í snjó, urðu stúlkur að þola erfiðleika og óréttlæti án þess að kvarta og hreyfa sig hæverskulega. Kikuno sagðist hafa verið skömmuð einu sinni af því hún hreyfði sig aðeins úr stað í námstíma, og skömmin brann í henni það sem eftir var ævinnar. Meðan ég las þetta, kom mér í hug dóttir yfirmanns míns sem neitaði að lyfta hendinni eða tala eitt einasta orð í skólanum. Harry Fox sagðist hafa reynt allt, bæði að lokka hana og lemja. Hún hafði verið lamin þar til hann tilkynnti, að hann myndi ekki berja hana meir, því það dygði ekki. Hann hafði hótað að þvo munninn á henni með sápu, ef hún færi ekki að tala. Hvað annað get ég gert? spurði hann. Meðan ég las, snarkaði í snjónum eins og eldi gegnum gluggann, og ég hætti að fylgjast með tímanum. Það hlýtur að hafa verið komið framyfir miðnætti, þegar ég kom loksins að sönnu sögunni um þjónustustúlkuna. Hún hafði framið ófyrirgefanlega ókurteisi með því að spjalla við myndarlegan strák. Sjálfsmorð var eini virðingaverði kosturinn. Hún sætti sig við örlög sín og þvoði kinnalitinn af sér, batt hárið með dauðaslaufunni, klæddi sig í hvíta dauðasloppinn, og fór inn í herbergið þar sem herra hennar beið. Þau höfðu serímóníu fyrir sjálfsmorð, og hún kannaðist við það. Hún hneygði sig djúpt og kraup fyrir herranum sínum. Síðan sneri hún sér að austri, batt þétt saman bognu hnéin á sér með löngu krepefnis mittislindinni og þrýsti rýtingnum sínum að hálsi sér. En í staðinn fyrir að deyja hugrökk, sveiflaði hún klaufalega út öðrum handleggnum og kámaði vegginn með útbreiddri hendinni. Sagan hennar minnti mig á, að maður gæti slasað sig við að þjóna öðrum. Einu sinni klemmdi ég hendina í sveiflandi hurð. Í annað sinn, meðan ég þurrkaði diskana, tróð ég hendinni niður í glas og náði henni ekki út aftur. Ég var gripin skelfingu, glasið brotnaði, og blóðið gusaðist um allt. En það skömmustulegasta sem kom fyrir mig, skeði einu sinni meðan við Ray snæddum sæta kvöldmatinn. Hann var að snæða brennda sykur tertu, og ég var að drekka te og narta í kex. Ég tók sopa og svelgdist svo harkalega á að það rann niður úr nösunum. Þessu lauk strax, og við reyndum að halda áfram eins og ekkert hefði skeð. Ray fór að tala um einhvern vitring sem hafði skorið af sér augnalokin, hann var svo miður sín að hafa sofnað meðan hann var í hugleiðslu, og fyrstu te runnarnir höfðu sprottið út úr augnalokum hans. Það hlýtur að hafa verið þægilegt að sjá, sagði ég. Og við hlógum og minntumst aldrei á niðurlægingu mína aftur. Þögn er besta meðalið, segja þeir. Þessa nótt í Connecticut, dreymdi mig um frosin blóm. Mig dreymdi að ég væri að borða þau. Það var hávært að borða þau. Um morguninn, sá ég að myndin á svefnherbergisveggnum var sú sama og mamma var með heima, “Hjálpandi Höndin.” Á myndinni er lítil stúlka og gamall sjómaður að róa bát. Litla stúlkan lítur út eins og það sé mikill heiður að hjálpa til. Ef Harry Fox myndi biðja mig um ráðleggingu aftur, segði ég, virtu dóttur þína. Það er boðorð. Auðvitað kenndi ég í brjóst um frú Northrup að missa dóttur sína. Og ástríða hennar til Japans fyllti mig lotningu. Ég gerði ráð fyrir að framkoma hennar væri flekklaus, og hún vildi hafa allt nákvæmlega svona og svona. Hafði ég pakkað niður nóg af dömufingrum? Eftirrétturinn, sem ég ætlaði að laga virtis jafnvel tilkomumeiri núna eftir að ég frétti um skuggaborðið.

48

Page 49: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Morguninn eftir þurfti Ray að fara í bæinn í sendiferðir, svo við flýttum okkur að borða. Mamma hans borðaði aldrei morgunverð. Eftir að hann var farinn, spurði ég Bridget, þjónustustúlkuna um matinn, sem ég kom með, og hún sýndi mér óhitaða verönd þar sem minna viðkvæm matvæli voru stöfluð upp í kassa yfirbreiddum lérefti. Hún fór að gera verkin sín, og ég fór að telja birgðirnar. Snjórinn hrannaðist að húsinu, og ég hélt að stormur hlyti að fara að skella á. Þegar ég taldi dömufingrana, sá ég eitthvað bregða fyrir á jaðri vax pappírsins. Ég sá græna fiðrildislirfu mjaka sér áfram, feita og rjómalega. Ég tók andköf, því ég hafði aldrei séð svona einkennilega pöddu. Hún var sérkennileg eins og leikfang. Þegar ég steig afturábak varð ég skelfingu lostin að heyra röddina. “Ég sé að þú hefur mætt einni vinkonu minni.” Ég sneri mér við og sá vel klædda konu í dyrastafnum. “Komdu sæl,” sagði hún. “Þær eru gæludýrin mín.” Hún rétti út fingur og paddan skreið ofan á hann, leit út eins og smá teskeið af þeyttum rjóma. “Þú ert ekki hrædd, er það? Því það væri fíflalegt.” Hún potaði fingrinum nær andlitinu á mér. “Þær hafa ekki lungu, en þær hafa hjörtu. Þú getur séð það slá.” “Þær eru eins og...dýr.” sagði ég. “Þær eru tamin skordýr. Bombyx mori. Þær éta úr hendinni á manni.” “Hljóðið í þeim, ég hélt að það væri snjórinn.” “Það er kjálkinn á þeim. Þær eru alltaf að narta. Samt eru þær snyrtilegar við mat. Eitt fölnað lauf fær þær til að leita sér ætis.” Hún lét margfætluna skríða niður í kassann sem í voru matvælin mín. Svo opnaði hún annað ílát. “Þær spinna þessi lirfuhýði til að verja sig. En það gerir ekkert gagn, því miður.” Mig langaði til að breyta umræðuefninu, sagðist vilja vera til hjálpar meðan á heimsókninni stæði. “Ef það er nokkuð sem ég get gert...” “Þú mátt sjóða lirfuhýðin,” sagði hún. “Það verður að sjóða þær á lífi, aumingjana.” Blóðið tæmdist úr hausnum á mér. Þær hljóta að vera lostæti eins og humar. Heldur vildi ég drekka lítir af galli, hugsaði ég. “Auðvitað get ég gert það,” sagði ég. “Ég geymi nokkrar fyrir næstu kynslóð,” hélt hún áfram. “Það er hægt að geyma eggin þeirra í ísskápnum í mörg ár. Ég geymi nokkur þar núna.” “Sækjast þær í” ég veifaði í áttina að efnunum mínum – “sætindi?” “Sætindi? Alls ekki! Þær vilja mórberjalauf. Þó ég hafi alið mínar upp á salatblöðum.” Síðan hraðaði hún sér burt, og ég sökk niður í stól og þrýsti dömufingrunum að mér.

Þegar Ray kom heim, sýndi hann mér í kring um garðinn, sem var búinn sérstaklega undir veturinn. Hann kveikti á steinlampakerti sem var gert til að halda snjónum ofan á lampanum, og við dáðumst af skugganum sem lampinn kastaði. “Þessi tré,” sagði hann, tók í hendina á mér og leiddi mig yfir til þeirra, “voru plöntuð til að umlykja turnspíruna þarna í fjarlægð. Það er kallað fangað landslag. Önnur japönsk hugmynd.” Ég skalf og hann færði sig nær mér. Mér kólnaði af hungri. “Þú hittir silkiorma móður minnar.” “Silkiorma.”

49

Page 50: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Bridget sýður nokkur lifrahýði fyrir þráðinn, en móðir hefur í rauninni ekki áhuga á silkinu.” Hann nuddaði hendurnar á mér eins og hann gæti kveikt eld með þeim. “Móðir sagði að þú værir “wabi.” “Hvað þýðir það?” “Hrós.” “Segðu mér frá skugga kvöldverðunum.” “Skuggakvöldverðunum?” hann hleypti ofurlítið brúnum. “Minninga kvöldmatnum. Á afmælinu hennar Grace.” “Ó, skuggaborðið. Það er útgáfa móður minnar af gömlum sið. Það er einnig “wabi.” “Vertu svo vænn að þýða það.” “Ekta,” sagði hann, meðan við löbbuðum áleiðis að húsinu. “Gott.” Við sátum í stofunni að hlusta á útvarpið, sem Ray hafði búið til sjálfur, þegar frú Northrup kom inn. Hún rétti mér bláan silkislopp, sagði að það væri gjöf og væri ekki slæmt, að enginn saumaði svona frábær klæði lengur. Svo fór hún að hekla blúndu eða tatta. Þráðurinn hennar var undinn um trébrodd í miðri fötu. Á meðan var Ray að reyna að stilla á fjarlæga stöð. “Geturðu giskað á hvað þetta var einu sinni?” hún kinkaði í átt að fötunni. “Ísstrokkur?” “Þú hlýtur að vera sérfræðingur í þessu, vegna vinnu þinnar.” “Segðu Charlotte frá skuggaborðinu,” sagði Ray. Hann lagði öðru eyranu nær útvarpinu. “Þetta var fata fyrir höfuð,” hélt móðir hans áfram. “þegar Samúrarnir frömdu sjálfsmorð – “ “Skuggaborðið,” greip Ray fram í, “er fyrir fjarverandi fölskyldumeðlim. Diskar þeirra eru lagðir á borðið, og þeir fá uppáhaldsmatinn sinn.” Hann sneri sér að móður sinni. “Charlotte ætlar að laga stórbrotinn eftirrétt fyrir skuggaborðið hennar Grace.” “Eftirréttur Grace verður hreinn snjór,” sagði móðir hans. “Hreinn snjór, beint úr himni, tekinn ofan af tréi, og kryddaður með hlynsírópi. Það var uppáhaldið hennar.” “Charlotte var mikið fyrir – “ “Það er allt í lagi,” flýtti ég mér að segja. “Það ætti að vera hreinn snjór.” “Engan snjó!” sagði Ray örvæntingafullur. “Hvar er útvarpskortið mitt?” Og hann fór að leita að því. Frú Northrup sleikti þráðinn. “Veistu að þetta á að vera honum Raymonds til heiðurs?” Ég kinkaði kolli, þó ég hefði ekkert heyrt um það. “Við útvarps verðlauna athöfnina á morgun.” Og hún sagði mér, að vinkona kandídatsins kæmi með eitthvað sætabrauð til að halda hátíðlegt fyrir fylgdarmann sinn. Það var siðurinn. Hún nuddaði þráðinn í odd og sagði að fíni ábæturinn minn væri fyrirtaks. “Honum til heiðurs? Já, vissulega.” “Þá er það ákveðið,” sagði Frú Northrup, nálin þrædd.

Allan næsta dag var ég upptekin við að kljúfa, mylja, blanda, þeyta, berja, sjóða, láta standa, pískra, stífa, hella, og kæla, allt þetta til heiðurs honum Ray. Um kvöldið ókum við bíl Frú Northrups í verðlauna kvöldverðinn. Það var ekkert skilti sem sagði “Sveitaklúbbur.” Maður varð bara að vita um hann, eins og einhvern

50

Page 51: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

einkabar. Lóðin var að mestu leyti snjóaðir akrar með grænum blettum hér og þar. Þjónustustúlka tók við eftirréttunum við dyrnar. Gjörðu svo vel, sagði ég, og rétti henni minn, haltu þessu kældu. Inni hópaðist fólk í kringum borð með Hvíta Steini og engiferöli. Stúlka hrópaði upp; gamla ástin! gamli kærasti! Hún hraðaði sér til okkar, dróg vin sinn með sér, og Ray kynnti okkur. Þetta voru Perla og Oliver. Kjóllinn hennar Perlu var nýjasta tíska – svart krepefni með stálskífum. Sólbrenndir handleggir. Hún var með platínu hár og chincillu slá. Ég gat séð að sláin var af þeirri gerð sem hægt er að snúa við, og mjög dýr. “Hvernig hefur Heiðvirða Móðir það?” spurði Perla meðan Ray og Oliver voru að koma kápunum okkar í geymslu. “Ennþá að ala upp silkiormana sína? Hefur hún reynt að múta þér með gömlum silkislopp?” “Múta?” “Engin stúlka er nógu góð. Haltu út þar til hún gefur þér gimsteina. Gaf hún þér efni í obi?” “Afsakaðu –“ “Mittislind búin til úr þrjátíu og sex fetum af glitvefnaði. Þú brýtur það inn og brýtur inn þar til það er svona þykkt.” Hún mældi loftið með fingrunum. “Það er skömm að fela svona dásamlega hluti. Ég lét búa til slopp úr mínum. Ó, og ég á ennþá þessa einkennilegu bók um Japan.” “Heiðvirðu Dóttir?” Hún hló. “Uppáhaldið mitt var hermaðurinn og andstæðingar hans sem læstu ekki fangelsinu vegna þess að þeir vissu, að hann væri of kurteis til að fara burt.” “Of heiðvirður,” sagði ég. “Allt of heiðvirður. Ray var alin upp með þessa þverstæðu. Það útskýrir margt.” “Eins og hvað?” “Ó, þú veist.” Hún hrukkaði nefið. Ég krossaði handleggina og horfði beint í augun á henni. “Ray er góður, sagði ég. “Hann er prins.” “Ef þér líkar við þannig lagað,” sagði Perla meðan við eltum strákana að borðinu. Eftir að við settumst niður dróg Ray upp silfur flösku og hellti dálitlu í drykkina okkar. Hann var að segjast hafa verið útnefndur fyrir asnaleg verðlaun, gefna manni sem bjó til heimatilbúið útvarp sem næði í fjarlægustu stöðirnar. Perla beitti sígarettu hylstrinu að mér. “Þú verður sú sem gefur verðlaunina, sem innsetningarathöfn þín.” Nú, bíddu nú við, hugsaði ég. Á meðan hafði eftirrétturinn minn verið lagður á borðið. Oliver sagði, að hann ætti að vera kallaður Undrun Everests Fjalls, vegna þess, ef við ætum þetta allt, mundum við þurfa að þola sömu örlög og síðasti leiðangurinn. Og hann sagði frá því að sumir fjallgöngumennirnir komust ekki upp á toppinn, en tveir komust upp, aðeins til að verða þar úti. Eða ef til vill hrasaði annar þeirra, og af því þeir voru bundnir saman, hrösuðu þeir niður í eilífan jökul Himalajanna. Meðan hann talaði, flaug eitthvað hvítt yfir borðið og lenti í kjöltunni á Ray. “Charlotte, eitthvað hefur komið fyrir eftirréttinn þinn,” sagði Perla,og varpaði annari skeiðfylli. “Hann hefur slasast. Eftirrétturinn þinn hefur skaðast. Hann hefur verið beittur órétti.” Ray hristi höfuðið eins og hún væri spillt barn, og þurrkaði af kjólfötunum sínum. Hann horfði í augun á mér og brosti, sleikti þeyttan rjóma af fingrinum, alsæll á svipinn.

51

Page 52: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Önnur full skeið sigldi þá yfir og lenti í hárinu á honum. Hann lyfti upp lófunum, gaf merki um að stoppa, en hún mokaði bara upp meiri sykur skotföng. Oliver fór að hlægja og hljómsveitin spilaði hátt. Ray myndaði með munninum, ég kem til baka, þegar hann stóð upp og gekk í burt gegnum reyk og saxófóna. Gamli kærasti, kallaði Perla eftir honum, þetta var allt mér að kenna, ég gæti bara grátið af sorg. Svartar olífur, saltaðar hnetur, og piparmyntur lágu um allt borð, öskubakkarnir voru fullir, og þjónustufólkið var flest farið. Ég sá að eftirrétturinn minn var eyðilagður, ekki hægt að laga hann. “Ray lítur út eins og einhver hafi notað hann til að umvefja hádegismat verkamanns,” sagði Perla ánægð. Hún saup úr flöskunni hans Olivers. “Tölum japönsku,” skipaði hún. “Fyrst Charlotte.” “Ég kann bara eitt orð.” “Hvað?” “Wabi.” “Hvað þýðir það?” spurði Oliver. “Leiðinlegt,” sagði Perla. “Skemmtu mér.” Oliver teygði út annan fótlegginn svo einn þjóninn sem hélt á ísfötu hrasaði. “Maðurinn næstum því datt,” sagði ég. Einhver gæti slasast. “Ég skal skilja eftir mikið þjórfé fyrir náungann,” sagði Oliver. Hljómsveitin var í hléi, og einnhver að spila á ukuleili og syngja “Sýndu mér leiðina heim” við borðið næst okkar. Perla hallaði sér yfir og hvíslaði í eyrað á mér: “Hversvegna viltu koma hingað? Engin þekkir þig og þú eignast aldrei neina vini.” Ég gat ekki setið eina mínútu í viðbót og horft á mylsnurnar og öskuna. Ég fór að stafla óhreinu diskunum á handlegginn á mér, svo að ég gæti tekið af borðinu í einni ferð. “Þetta er undraverður jafnvægis leikur, Lottie,” sagði Perla, ýtti þræla armbandinu sínu hærra upp. “Hvílíkt glæfrabragð. Oliver, sjáðu hversu góð þjónustustúlka hún er.” Ég skáskaust milli fyllibyttanna og fólksins sem var að dansa, og lagði diskana niður nær eldhúsinu. Þá sá ég, að Ray var komin til baka að borðinu. Hann hélt áfram að snúa sér í stólnum sínum, leit í kring, og ég vissi að hann væri að leita að mér. Ég gat séð freknur síðasta sumars á andlitinu á honum og safaríkar, gróskumiklar varirnar. Þessi andstæða kom mér alltaf á óvart. Hvernig leit Sykur Strákurinn minn eiginlega út ? Eins og allir ungir, ástfangnir menn held ég, nema það að hann var minn. Þó hljómsveitin væri ekki að spila, voru sum pörin að dansa. Einn hópurinn hafði breytt borðdúk á gólfið fyrir piknik. Ein stelpa var í keng, að hlæja. Í hvert sinn sem hún rétti úr sér, kom annað hláturskast, svo að hún leit eins og einhver að bugta sig og beygja eða kasta upp. Það var svo mikill hávaði, að ég heyrði varla að verið var að kalla mig upp fyrir verðlauna afhendinguna. Fólk var að kasta sætindum í hvort annað, og ég óttaðist að einhver myndi henda tertu í mig áður en ég kæmist að sviðinu. Ég vissi að í Japan væri þögn mesta virðing sem sýnd var afrekum, þó vildi ég lófaklapp fyrir Ray; ég vildi að klapp yki stolt. Þegar ég kom að púltinu, rétti hljómsveitastjórinn mér umslag, en áður en ég gat opnað það, gaus upp vindgustur úr gólfinu. Seinna varð mér ljóst að einhver hafði falið viftu undir sviðinu, staðsettri til að valda mér algerri hneisu. En þegar það skeði, vissi ég ekki hvað væri á seyði. Ég fraus á staðnum, of skelfingu lostin til að hreyfa mig, meðan pilsið mitt flaug upp eins og logi, afhjúpaði alltsaman, og í salnum gaus upp blístur og hlátur. Háðið blandaðist saman við drunu í eyrunum á mér. Ég hafði ekkert borðað allan daginn, aðeins dreypt á áfengum drykkjum. Ég seyldist eftir hljóðnemanum til að halda

52

Page 53: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

jafnvægi meðan gríðamikið þróttleysi flæddi í gegnum mig, og ég vissi, að ég myndi missa meðvitund áður en ég missti hana.

Ray kraup yfir mér þegar ég raknaði við. Ég heyrði fólk vera að segja, að ég þyrfti pláss, loft, vatn, óblandað Park Avenue einberjabrennivín. Hann hélt áfram að segja mér að allt væri í lagi með mig, og ég reyndi að láta eins og svo væri, meðan við hröðuðum okkur út í bíl. Hann sagði að þau væru fífl. Hann sagði að Perla væri vampíra. Ég spurði hver hefði fengið verlaunin og hann svaraði að annar náungi hefði fengið þau, og honum þótti það miður, vegna þess að hann hefði haft svo gaman af að hefna sín á þeim. Við fórum inn í bílinn pabba hans, og hann tók sopa úr flöskunni. Þegar hann var í uppnámi, vildi Ray tala um hluti sem ekkert komu málinu við. Nú fór hann að ræða um smygglað silki – hvernig, fyrir löngu síðan, múnkar frá Persíu földu silkiorma eggin í göngustöfunum sínum og smyggluðu þeim inn í Kína. Ég dáðist af hvernig eitthvað svona viðkvæmt gæti ferðast þessa löngu leið á lífi. Ég var með slæman höfuðverk og fann fyrir ógleði. Ég reyndi að hunsa það, en líkaminn réði. Það var skelfilegt að hafa engan hemil á sér. Allt er að koma upp, sagði ég. Hérna? Spurði hann. Núna? Hann stoppaði bílinn og hraðaði sér í kringum hann til að opna dyrnar mín megin. Við höfðum lokað fyrir innkeyrslu klúbbsins; allir voru í bílunum sínum fyrir aftan okkur, öll augun. Nei, sagði ég. Ekki úti. Ég vildi kasta upp inni í bílnum, í felum. Mér fannst ég geta ælt í kælirinn. Ég vildi ekki áhorfendur. Ray togaði í handlegginn á mér til að hjálpa mér út úr bílnum. Nei, sagði ég, vertu svo vænn. Hann sagði, að foreldrar sínir myndu aldrei skilja það, en fólkið hérna skipti engu máli. Ég vissi að hann vildi forðast subbuskapinn, en ákafinn í rödd hans hljómaði eins og gremja. Ég vissi að hann vildi vera hagsýnn, en mér fannst hann vera að þvinga mig. Hann skildi ekki hve mjög niðrandi þetta var. Fram að þessu, hefði ég treyst honum fyrir lífi mínu. Nú fannst mér hann láta mig þjást til að allt liti sem best út. Mér fannst hann vera að fórna mér. En ég gat ekkert gert, ég var á valdi hans. Og þegar dyrum er haldið opnum, fer maður út. Skórnir mínir voru fullir af snjó, og hvíta örið á handleggnum frá gamla brunasára slysinu skein eins og plúmu blóm í tunglsljósinu. Fólk sveigði kringum okkur, flautaði og hrópaði og lýsti framljósunum á mig meðan ég féll niður á hnéin. Seinna spurði hann hvort allt væri í lagi með mig. Skórnir höfðu dottið af mér og hann tók þá upp og hristi snjóinn af þeim. Allir vou þá farnir. Hann spurði hvort ég vildi fara til baka til að ná í eftirréttinn minn, svo að við gætum borðað hann heima – því hann hafði rétt smakkað á honum, og eftir bragðinu að dæma, væri hann stórkostlegur, afrek. Sykur Stelpa, því svararðu ekki? Spurði hann. Hann sagðist vita, að hann hefði galla, væri vonbrigði fyrir mig, en ég væri eina ósjálfselska manneskjan, sem hann hefði nokkru sinni kynnst, honum fannst hann vera öruggur með mér, og væri það ekki einkenni á sönnum vinskap. Þá sagðist hann vera þyrstur, og hristi flöskuna dálítið. Allt búið, sagði hann. Á þessu augnabliki vildi ég ekkert annað en að þvo munnin með snjó. Meðan við stóðum þarna skjálfandi, byrjaði hann að tala um japanska elskendur, hvernig þeir kysstust. “Hvernig tjá þeir hollustu sína án þess að kyssast?” spurði hann. “Er það mögulegt?” Það var bara menntun minni í Connecticut að þakka, að ég kunni svarið.

53

Page 54: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Auðvitað er það hægt,” sagði ég. “Manstu ekki? Þegar þau eru ástríðufull, snúa þau blíðlega bökum í hvort annað. Ég rétti út handfylli af snjó, og hann setti munn sinn á hann, kaldan og hreinan og brennandi.

KARL TARO GREENFIELD

NÝJAR STEFNUR

Þegar ég ferðaðist til Chengdu, í miðju landinu okkar, til að eiga viðtal við Xiu Xi, var ég með fullt af kwai peningum í jakkavasanum – mér var ekki sagt hvað upphæðin væri mikil – sem ég átti að gefa framkvæmdastjóranum hennar Xius, ef mér yrði sagt þegar ég kom, að smástyrnið væri ófáanleg eða ósamvinnuþýð; en með því meinti hún, gjörðu svo vel að borga mér. Ef allt færi eftir óskum og við lykjum við söguna og myndatökuna án nokkurra vandamála, átti ég að kom til baka til Beijings með umslagið, sem ég skyldi þá láta útgefanda mínum fá aftur. Ég gerði ráð fyrir að útgefandinn mundi þá byðja framkvæmdastjóra Xiu Xix um borgun fyrir að setja hana á forsíðu tímaritsins. Þannig er það í okkar ágætu jafnaðmennsku tilraun, þegar við erum ekki lengur viss um hver ætti að borga hverjum. Áður fyr lá í augum uppi að: höfuðpersóna sögunnar myndi athugasemdarlaust, eða kannski ekki mjög sáttur, rétta blaðamanni umslag fullt af peningum, og stærðar upphæð yrði borguð útgefandanum. Það var sannfæring allra, að greinar og myndir væru ekkert annað en auglýsingar fyrir viðkomanda eða efnið sem var birt. En tímariti eins og mínu varð bráðlega ljóst að vissar frægar menninga hetjur – leikarar, íþróttamenn, fjölmiðla stórlaxar – hjálpuðu okkur í rauninni að selja tímarit, ef við settum þær á forsíðuna. Svo við fórum að borga þessu fólki þeirra eigin rauðu umslög af svokölluðum gæfu peningum. Núna, vegna þess að allir sem flæktust í þetta fannst málið klaufalegt og erfitt að skipuleggja fyrirfram, vitum við ekki, þegar við byrjum á nýrri grein, hver á að fá peninginn. Xiu Xi var upprennandi leikkona, eins fræg fyrir útlit sitt í handtösku auglýsingum, eins og fyrir stuðnings hlutverkin sem hún hafði leikið í tveim kvikmyndum hjá Taiwanese leikstjóra. (tösku auglýsingar í landi okkar nutu meiri athygli og umræðu heldur en vinsælar kvikmyndir). Vinsældir hennar voru ekki þannig, að við værum viss um, að hún myndi selja tímarit, en það virtist sennilegt, að henni gengi vel sem forsíðustjarna, svo ég var sendur, eftir að framkvæmdastjóri hennar féllst á, að hún vildi veita viðtal. Ég var virtur meðlimur í ritstjórnarstarfsliði okkar, talin vera pólítískt áreiðanlegur og ef til vill best-þekkti rithöfundurinn. Ég hafði útskrifast úr Beida og jafnvel fengið námstyrk í blaðamannaskóla í Ameríku í hálfsársönn; það voru ruglingslegir fjórir mánuðir í lítilli íbúð í Manhattan, efri vesturenda, að þurfa að sækja fyrirlestra þar sem allskonar spurningar um siðareglur í blaðamennsku voru ræddar. Blaðamenn í Bandaríkjunum borga ekki fyrir greinar. Mér þótti það vera lofsvert. Þegar

54

Page 55: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

ég starfaði í tvær vikur í fríinu, sem í Bandaríkjunum er kallað vorpása, í skrifstofum frægs tímarits í miðbæ Manhattans, spurði ég nokkra ritstjóra þar ef satt væri, að þeir borguðu aldrei fólki sem þeir skrifuðu um, játuðu þeir því allir. Það er dásamlegt, sagði ég þeim. Ég ímyndaði mér, að tímarit, eins mikils metið og þeirra, hlyti að fá mikið fé frá þeim sem vildu komast á forsíðu þess. Þeir sögðu að ég hefði rangt fyrir mér. Engir peningar fóru milli manna. Það fannst mér mikil sóun. Þetta Ameríska tímarit var stofnað sem viku magasín fyrir mörgum árum, en tímaritið sem ég vann fyrir í Kína byrjaði á 1980 árunum sem mánaðafréttablað um það sem gerðist meðal kerfiskalla – þessa undir sextugu – í tveim ráðuneytisdeildum; menninga og fjarskipta. Til að hlýða reglugerðum stjórnarinnar, breyttum við ekki nafni þess, “Tímarit Lægra Álits Mála Ráðuneyta,” í litlum stöfum undir mikið stærri titil, sem við erum betur þekktir fyrir “Nýjar Þróanir.” Við höfum þrjátíu og sex manna starfslið, margir okkar vinna bæði í ritstjórn og útgáfu. Útgefandi okkar er einnig yfirritstjóri, og ég hef þekkt hann síðan við vorum í Beida; hann var eitt sinn mjög góður rithöfundur, ef til vill sá besti í okkar deild, svo það var engin furða, að hann hóf að reka sitt eigið tímarit og hætti að skrifa. Ef maður er skapandi manneskja, er bara takmarkað hvað maður getur gert í rithöfunda eða blaðamanna störfum. Viðskipti bjóða upp á meira frelsi. Hann hefur oft boðist til að hækka mig í starfi og koma mér í auglýsingadeild tímaritsins. Hann virðist vera mjög vonsvikinn yfir, að ég hafi alltaf hafnað boðinu. Hann segir mér, að ég gæti komist í stærri deild nær miðborginni, kannski við þriðja hringveginn, í staðinn fyrir subbulega, rykuga litla “hutonginn” sem ég deili með gömlum hjónum og múslímskum gjaldeyra miðli. Mér líkar við þessi tvö herbergi mín, þó ég sé viss um að einhver höfðingi muni rústa litlu húsgarða bygginguna okkar, og þegar hún er loksins eyðilögð, mun ég sjá eftir að eiga ekki meiri pening og betri sambönd. Mig hlakkaði til ferðarinnar til Chengdu, til að flýja höfuðborgina í nokkra daga og allan undirbúning Olympíu leikanna. Bannað var að hrækja á götum úti, drekka bjór á almannafæri, áminnt um að mynda skipulagðar biðraðir. Þetta virtist mér allt svo ókínverskt. Ég var farin að undrast um hvenær mótmæli gegn badminton leikjum hæfust Gamall vinur minn bjó einnig í Chengdu í nokkur ár. Hann var skólabróðir minn og útgefandans í Beida, enn annar með mikla hæfileika; hann hefði áræðanlega fengið námsstyrkinn til að læra í Ameríku, ef prófessorarnir hefðu ekki talið hann vera stjórnmálalega grunsamlegan. Eftir að við útskrifuðumst, var hann sá fyrsti í okkar hópi til að verða vel þekktur, þegar hann gekk í hóp rithöfunda og kvikmyndastjóra sem ríkið lauslega stjórnaði. Þessir náungar ferðuðust um landið um miðjan níunda áratuginn, framleiddu heimildarmyndir, sem virtust varpa ljóma á viðskipti og fyrirtæki, sýndu hvernig margir fyrirtækja og verslunarmenn væru að verða ríkir í nýja Kína. Huang hafði auðvitað aldrei gengið í flokkinn, svo að hann hafði ekkert embættisstarf í hópnum, en allir vissu, að hann hafði skrifað og stjórnað flestum viðtölunum, nær heilum tíu klukkustunda sjónvarpþáttum. Kvikmyndirnar og viðtölin voru eftirtektarverð ekki vegna lýsinganna á þessum viðskiptastjórum og flokkavinnuþrælum þeirra, heldur vegna skýrra og almennrar sjónar á því, hvernig fátækt kínverskt sveitafólk var svipt fáum eignum sínum og öryggi. Fólk undraðist mjög hversvegna heimildamyndirnar voru eiginlega birtar í sjónvarpi. Ég held það hafi verið tilfinningasemi nokkra eldri ráðamanna, sem rifjuðu upp gamla tíma, þegar umbilting sveitfólksins hófst. Þessir gamlingjar dræpust eða færu á eftirlaun nokkrum mánuðum eftir að kvikmyndirnar birtust, og síðan færi stjórnin að banna sýningar, eða jafnvel banna, að nokkur minntist á

55

Page 56: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

þessar frábæru myndir. Huang gat auðvitað ekki lengur fundið nokkra vinnu við sjónvarp, svo hann fluttist úr höfuðborginni suður til Guangzhou. Í nokkur ár fékk hann vinnu við eitt af þessum áleitnu dagblöðum, áður en því var einnig lokað, og hann flæktist aftur um, settist nýlega að í Chengdu. Ég sá hann aldrei í nokkur ár, og var alltaf varfærinn í samtölum við hann, vegna þess, að ég hafði áhyggjur af því að hlerað væri á símann hans og fylgst væri með texta skilaboðum hans. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki, að ríkis öryggistækin væru ekki eins mikilvirk og sagt væri. Ég ómakaði mig ekki að benda honum á að ríkið væri þó nógu spillt til að flæma hann frá næstum öllum blöðum landsins. Útgefandinn, yfirmaðurinn minn, sagði mér, að hann hefði glatað öllu. Huang, glataðir hæfileikar. Hann ætti að vera stórkostlega ríkur núna, með vit sitt og skólagráðu. Alls engin takmörk væru á því hve mikið hann þénaði í nýja Kína, með sína hæfileika. En útgefandanum fannst Huang vera gallaður. Útgefandinn sagði þetta meðan hann var að troða í sig ferksvatns krabba í veislusal veitingahúss, notaði kínverska orðið sem þýddi eiginlega blettur af svartri skemmd á fullkomlega hvítri tönn. (Líkt og flestir Kínverjar sem vel gekk hjá, borðaði útgefandinn aldrei lengur í aðalmatsal veitingahúsa; hann snæddi eingöngu í einka sölum.) Ég hugleiddi um stund hvort Huang væri gallaður, hugsjónamaður, ellega bara fæddur á óheilla ári. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri sambland af öllu þrennu. Útgefandinn, Hugang, og ég vorum allir fæddir 1977. Við vorum allir snákar.

Borgir okkar eru jafnt uppgangsbæir og vofuborgir. Nýar byggingar um allt, gulir kranar teygja sig upp til himna, stál burðabita grunnar skaga út frá ókláruðu gler-og-steypu slíðrum eins og bein að bíða eftir vexti skinns. Þegar þessar byggingar eru reistar, margar glæsilegar að framan og með falleg nöfn, líta þær samt út fyrir að vera auðar, yfirgefnar, þrátt fyrir runnana og vandlega gerðar stéttir allt um kring. Í nokkra klukkutíma á morgnana og kvöldin, birtast íbúarnir úr blokkum sínum og hópast til vel launuðu starfa sinna, sem þeir gætu skipt um á morgun eða jafnvel í dag. Ég tók eftir því í Ameríku að þessi hugmynd um ævistarf er, að ung manneskja fari í eitthvað ævistarf, og eldist í því starfi. Flestir af mínum vinum skipta um vinnu af einni ástæðu, fyrir peninga, án þess að hugsa um starfsferilinn, sem þeir eru að yfirgefa eða fara í. Maður í markaðssetningu í morgun gæti orðið fasteignasali í eftirmiðdaginn og rekið einkaumboðs kaffihús í kvöld. Okkur finnst ekkert einkennilegt við það. Og þó, það vantar þetta linnulausa suð og slátt lífsins í þessar miklu nýju framfarir; hrækingar, vindlingareyk, ölneyti á almannafæri, og badminton leiki sem er götulíf kínverks nágrennis. Íbúar hér eru yfirleitt heimavið, vilja heldur glápa á sjónvörpin sín. Ekki veit ég hvað hefur orðið af börnunum, en einnig þau virðast hafa horfið inn í endalausan vanagang námstunda eftir skólann, skipulagðar til að koma þeim inn í bestu háskólana og síðan lífið, sem snýst um að þvælast í gegnum þýðingarlaus, vel launuð störf. Ég á að hitta Xiu Xi í einni af þessum blokkum nær miðborg Chengdu. Margt af fræga yndisþokka Chengdu – lærimanns tréin, til dæmis, sem einhvernveginn sluppu úr allskonar nútíma skipuleggingum síðastliðnu fimm ára – bíða nú lægri hlut fyrir vægðarlausri atokru auðvaldsins með jafnaðarmanns einkennum. Leigubílstjórinn finnur háhýsin, sem eru reist meðfram breiðstræti, eftirlæti trukkabílstjóra, sem vilja aka á því á leiðinni austur. Þarna er falleg, hvelfd steinbrú yfir það sem ætti að vera lækur, eða

56

Page 57: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

kastaladíki, geri ég ráð fyrir, en reynists vera þurrt og fullt af byggingadrasli – sement blokkum, sandi, einhverskonar beygðum málm grindum – sem hefur verið henti ofan í þetta. Brúin er í laginu líkt og margar aðrar sem ég hef séð fyrir innan Bönnuðu Borgina og á að gefa þessum splunkunýju blokkum göfuglegt útlit. Þetta er staðurinn sem vinur minn, útgefandinn, hefur verið að telja mig á að kaupa. Andyrið er gífurlega stórt og varðað af tveim mönnum í svörtum einkennisbúningum, sem sitja fyrir aftan marmara afgreiðsluborð. Þeir eru skeytingarlausir alveg eins og gamli maðurinn sem situr við endann á húsasundinu mínu á hvolfdri fötu. Fyrir nokkra kwai aura mánaðarlega á hann að “gæta” litla hússins okkar. Ég segi þeim frá erindi mínu og þeir benda á lyftu sem lyktar af sterku hreinsunarefni.

Xiu Xi og framkvæmdastjóri hennar eru í íbúð nær efstu hæð í þessari byggingu, hæð sem býður upp á útsýni yfir borgina, panarómu af fleiri krönum og ruglingslegum mannvirkjum eins og þessu. Xiu Xi virðist afskaplega lítil við fyrsta sýn, viðkvæm, brothætt, líkamslag sem samræmist ekki einkennilegri stellingu hennar, hún húkir niður á brúna leður sófanum, svo að hún er næstum niður á gólfinu. Framkvæmdastjóri hennar situr við gler borðstofuborð, er að tala í gemsa um skjal sem hann les á skermi fartölvu. Þjónustustúlkan, sem bauð mig velkomin í íbúðina hefur horfið inn í eldhús. Hún kemur til baka eftir augnablik með gegnsæ plastik glös full af ískaffi, næstum hvítt, því svo mikilli mjólk hefur verið blandað í það. Þau eru hér, frétti ég seinna, vegna þess að Xiu Xi á að verða talsmaður fyrir þetta nágrenni, andlit hennar og litinn líkama á að setja á auglýsingaskilti um allt hérað, auglýsingar um gildi Æðstu Traustu Hamingjusömu Heimilinna. Framkvæmdastjóri hennar, stuttur, fremur þybbinn maður með ógreitt hár, sem hangir niður fyrir eyru, segir símanaut sínum að hann hringi strax aftur og setur niður tólið, án þess að ómaka sig við að heilsa mér. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séð Xiu Xi án andlitsfarða, og andlit hennar er furðulega venjulegt, ekkert nema augun, nefið, og litlar, undurfagrar varir sem mynda fullkomið sporöskjulag á hlið með glæsilegri dýfu á miðri efri vör. Þetta er andlit, sem ég veit að auðvelt er að skapa að óskum, með allskonar tækjum andlitsfarða listamanns; blóðsugu, snjalla konu, saklausa, hetju, fórnarlamb, stjörnu. Hún getur orðið hvað sem þú vilt að hún verði. Hún heilsar með því að kinka örlítið kolli til mín og réttir aðeins úr sér, lítur snöggt á framkvæmdastjóra sinn og brosir síðan til mín með luktum vörum. Ég sötra á mjólkurkaffinu og stend nær gler borðstofuborðinu, milli Xiu Xis og framkvæmdastjóra hennar, óviss um hvar ég ætti að koma mér fyrir. Þetta er klaufalegt augnablik, og ég hugsa andatak um að seilast í rauða umslagið úr brjóstjakkavasa mínum, en ákveð að bíða kannski aðeins með það. “Velkominn til Chengdu,” segir framkvæmdastjórinn. “Þökk fyrir.” “Þú veist, að þeir eru að byggja nýjan flugvöll,” segir hann, “enn aðra nýja flugbraut. Það koma sex flugferðir á dag frá Hong Kong, tylft úr höfuðstaðnum.” “Spennandi,” svara ég. “Já,” segir framkvæmdastjórinn, “og veðrið, auðvitað, og maturinn.” Chengdu er almennt talin fræg fyrir kryddaða matargerðalist, en eins og í mörgum Kínverskum borgum, hefur þessi matreiðsla fjótt betrumbæst og breyst síðastliðnu árin, erfitt er að segja hvað er Chengdu réttur og hvað innflutt. Maður yrði að vera matreiðslu

57

Page 58: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

sagnfræðingur til að fylgjast með þessu, fara gegnum bækur útgefnar fyrir byltinguna til að fá staðfest hvað fólk var að leggja sér til munns í Chengdu áður er Fólks Lýðveldið var stofnað. Hægt væri að geta sér til að á fimmtíu eða sextíu árum, var fólk í Chengdu að éta það sem restin af Kina var að éta: ekki neitt. En borg sem eru á hröðu þróunarstigi er alltaf að næla sér í hvaða söguögn sem möguleg er, og Chengdu lofsyngur sína matargerð. “Jæja,” segi ég, “þetta er vissulega dásamlegur eftirmiðdagur.” Ég bendi út um gluggan að mengunarský borgarinnar. “Hvaða maður ertu?” spyr Xiu Xi loksins. “Ertu úr byggingafélaginu?” “Stóra systir,” grípur framkvæmdastjórinn fram í, “hann er frá tímaritinu, sem ætlar að birta yfirlitisgrein um þig.” Hún er auðvitað ekki systir hans. Þetta er bara ávarp sem táknar virðingu og skyldleika, en er svo oft notað ástæðulaust, að það táknar eiginlega alls ekki neitt. “Sestu niður,” skipar hún mér. Hún talar í veiklegum eintón, sviplaust-striga andlitið samsvarar röddinni. Hreimur hennar er mjög venjulegur; vottur af austurstranda héruðunum þar sem hún fæddist hefur fletjast út. Með dálítin raddblæ, þjálfun, með réttum tónar hrynjanda, gæti hún gefið heilli veröld til kynna, en nú talar hún þannig, að það er eins fræðandi og flokksformanns ræða. Viðtal okkar er slitrótt, svör hennar einorða og næstum því vísvitandi full af klisjum. Síðan fellur höfuðið á Xiu Xi fram og hún sefur. Framkvæmdastjóri hennar, sem hefur setið fyrir aftan tölvuna sína allan tímann tekur ekki eftir, að hún sofnaði, svo ég sit um stund þögull, áður en ég halla mér fram og klappa á hönd Xiu Xis. “Er allt í lagi með þig?” spyr ég þegar augun í henni flökta opin. Hún brosir ekta brosi í þetta sinn, opnar varir, smá hrukka á hálsinum fyrir aftan eyrun. “Þú ert of myndarlegur til að vinna við dagblað.” “Tímarit,” leiðrétti ég hana. “Skiptir ekki máli. Viltu te?” Mér hefur verið sagt að ég hafi laglegt egglaga andlit – og það virðist mér vera rétt þegar ég horfi í spegil, fullkomið O. Þeir sem vinna við tímarit eiga til að vera ekki myndarlegasta samansafn af ungum mönnum, svo mér hefur oft verið hrósað þegar ég fer út að vinna verkefni. Ég klæði mig ekki mjög tískulega, en ég reyni að minnsta kosti að vera í einföldum fötum, svörtum eða hvítum bolum undir svörtum léttum jökkum. Þó verð ég alltaf stoltur, þegar mér er sagt að ég líti vel út. Það kemur mér til að finnast að ég geti valið, að náungi með geðfellt egglaga andlit gæti gert hvað sem hann vill í þessu lífi. “Erum við búin?” spyr framkvæmdastjórinn. Hann hefur nú staðið á fætur og stendur við hliðina á okkur. “Stóra systir er mjög þreytt.” Ég var ekki kominn með nógu mikið til að fylla blaðsíðurnar milli ljósmyndanna, og ég hafði ekki einu sinni spurt mikilvægustu spurninguna, þá, sem hvert viðtal við stjörnu endar á: ef þú gætir verið hvaða dýr sem er, hvað vildirðu vera og hversvegna? “Við þurfum að ræða saman dálítið lengur,” segi ég. “Stóra systir hefur verið að vinna mjög mikið,” útskýrir framkvæmdastjórinn. “Geturðu hringt í kvöld til að panta tíma á morgun?” Mér er ljóst að ég ætti eiginlega bara að gefa þeim umslagið. En ég er önugur yfir að eftirmiðdagurinn hafi verið eyðilagður á þennan hátt, svo ég kinka aðeins kolli og hneigi mig dálítið.

58

Page 59: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Ég lít á Xiu Xi og hún er að brosa upp til mín. Hún hefur ekki hugmynd um hvar hún er.

Ég fer til baka í hótelið og skil eftir skjalatöskuna mína þar og hringi aftur í gamla vininn minn, Huang. Smástjarna á eyturlifum er vandamál sem mig langar til að gleyma í nokkrar klukkustundir, og ég hlakka til að hitta hann. Ég sendi honum textaskilaboð og sagði, að ég væri á leiðinni í bæinn og að mundi hringja. Hann svaraði aldrei eða hringdi í mig til baka og nú, þegar ég reyni að ná í hann, svarar einhver annar maður, segir aðeins, “Hver er þetta?” “Hver er þetta?” spyr ég. “Ég er hér með Huang,” segir hann. “Leyf mér að tala við hann,” segir ég honum. “Ertu ættingi hans?” Ég er um það bil að segja að ég sé gamall vinur, en af einhverjum ástæðum segi ég í staðin, “hann er kunningi minn.” “Huang er í haldi vegna hans eigins öryggis. Hann hefur brotið margar öryggisreglur ríkisins,” útskýrði hann. “Ég er í ríkislöggæslunni.” “Hvað gerði hann af sér?” spyr ég. “Hvar er hann?” Hann segir mér að Huang sé í lögreglustöðinni í hinum enda Chengdus. Ég gæti fengið að sjá hann fyrir þóknun. Auk þess, ef ég vilji að Huang fái mat og te, ætti ég að koma með smá framlag. Biddu um að tala við Hu lögregluþjón, segir hann. Hjartað í mér slær hratt, þegar ég set niður síman og ég brýt heilann um hvort ég ætti að hringja í útgefandann. Ég veit ekki hvar fjölskylda Huangs býr. Ég geri ráð fyrir að hún sé einhverstaðar í fæðingarhéraði hans, Hebei, en Huang hefur aldrei minnst á ættingja sína við mig. Ég er hissa á að Huang sé í varðhaldi. Síðastliðin ár hélt ég að hann væri í hlutastarfi í litlu auglýsingafyrirtæki, ekkert stjórnmálalegt eða jafnvel ekki heldur í blaðamanna starfi. Hversvegna ákváðu þeir allt í einu að einhver yfirvofandi hætta stæði af honum? Og stjórnmálaverðir eða ríkis öryggisverðir voru ekki að gæta hans, það virtist vera borgarlögreglan. Síðdegis tek ég leigubíl gegnum borgina. Ég fer út úr bílnum fyrir framan það sem lítur út fyrir að vera bílastæði. Ég spyr leigubílstjórann hvar lögreglustöðin sé og hann bendir á bílaraðirnar. “Þarna fyrir aftan.” Ég geng þangað, og þegar ég kem að steyptu þakskegginu, sé ég að fyrir aftan bílastæðið virðast vera gluggaraðir þar sem menn klæddir æfingafötum sitja fyrir framan á plastik stólum. Þeir svara ekki, þegar ég nálgast þá og spyr hvort þetta sé númer sex Utanbæjar Öryggis Skrifstofan, en þegar ég spyr um Hu lögregluþjón, bendir einn af þeim á skrifstofuna. Stéttin er þakin sígarettustubbum. Tvær konur sitja fyrir aftan afgreiðslubás, á honum eru skilti sem hvetja borgara til að tilkynna grunsamlega athafnasemi og vera vissir um að skrá almennilega faratæki sín og sjá til þess að bremsu ljósin séu í lagi. Nokkur skilti hvetja menn til að rusla ekki til á götum úti, og menn sem selji meðöl ólöglega ætti að klaga fyrir viðeigandi yfirvöldum. Meðfram veggjunum, sitjandi á gólfinu undir gluggunum, eru nokkrir menn og konur í tötralegum fötum sem virðast hafa beðið þarna lengi. Tómum matakössum og plastik teflöskum er dreift um allt. Báðar konurnar hunsa mig, þar til ég segist vilja finna Hu lögregluþjón. Þær segja mér að hann sé ekki við.

59

Page 60: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Þær vita ekki hvenær hann kemur til baka. “Getiði hringt í hann?” spyr ég. Þær svara ekki. Kona klædd skærrósóttri blússu gengur inn og hvílir gull-armbandaðan handlegg á afgreiðslubásnum. Hún talar með kunnuglegri mállýsku heimamanns við eina af konunum, sem augljóslega þekkir hana og segir henni að hún megi fara upp. Ég giska á að hún sé skyld einum lögregluþjónunum, ef til vill eiginkona eða hjákona. Ég lít á vansæla íbúahópinn sem hallar sér að veggnum og íhuga hvort ég ætti að fara burt. Þá man ég að Hu svaraði í síma Huangs og ég stíg út og hringi í númerið. “Já?” “Ég er hér til að sjá Huang.” “A, þú aftur, með Beijing hreimin. Hvar ertu?” Ég útskýri að ég sé staddur í númer sex Utanbæjar Öryggis Skrifstofunni. “Bíddu þar. Ég er að borða kvöldmat.” Svo ég stend meðal tilfinningasljóa flokksfélaga minna, gæti þess að lyfta jakkanum mínum upp kringum mittið svo rassinn geti hvílst á línóleu gólfdúknum. Huang hefur aldrei verið myndarlegur maður, velti ég fyrir mér. Hann er með lítil augu, áberandi fæðingablett á hökunni, upp úr honum vaxa nokkur óhugnanleg hvít hár. (Hann klippir þau af og til.) Í gamla daga þætti mönnum þannig séreinkenni gæfumerki. En á okkar yfirborðslegu tímum, virðist þetta bara óhreinlegt. Samt fannst mér alltaf að ófríkka væri skýring á þessari miklu skarpskyggni hans; hann gat ekki reitt sig á að komast áfram vegna útlitsins eins samans. Í háskólanum, í hópnum okkar, hvítlauks-lyktandi heimavistaherbergjum með fatasnúrur hengdar um allt eins og gríðastór katta karfa, var hann flínkastur að leika mahjong og pai gow, og borgaði fyrir matinn sinn með vinningnum. (Hann var sá eini af okkur sem fékk enga peninga senda að heiman.) Hann hafði alltaf girnst konur sem voru dálítið yfir hann hafnar, og þó flestir okkar sættu okkur við torveldum og hægfara kynnum við hitt kynið sem var einkenni kínversks háskólalífs, fordæmdi hann það sem tilgangslaust og aðeins gagnlegt sem undirbúningur fyrir hjónaband, sem hann hafnaði, því honum fannst það vera gildra. Við fórum út með kvenskólafélögum okkar, en þær gáfu okkur sjaldan leyfi til holdlegra fullnæginga; Huang fór út með stúlkum utan háskólans, sem höfðu hætt gagnfæðaskólanámi. Hverning honum tókst að halda þessum karóki barstúlkum hamingjusömum var ráðgátu umræðuefni meðal okkar hinna. Huang játaði loksins fyrir mér nokkrum árum seinna að hann hefði notað sigurvinningaurana til að borga þessum förunautum. Til að koma í veg fyrir að ég dæmdi hann, bætti hann fljótt við, að sætur maður eins og ég skildi ekki hvernig það væri að sjá sama vonsvikna svipinn á hverri konu sem hann hitti. Hvað sem öðru líður, kvað hann og yppti hann öxlum, tilgangurinn helgar meðalið.

Ég stend upp og hneigi mig örlítið þegar Hu lögregluþjónn birtist. Ég reyni að sýnast bæði sjálfsöruggur og auðmjúkur. Manni finnst aldrei þægilegt að fást við lögreglumenn; þeir hafa einfaldlega of mikið einhliða vald, hafa getu til að láta mann hverfa. En ég hef svolítið notagildi fyrir Hu lögreglustjóra, og það er okkur báðum ljóst, svo ég elti hann upp skítugan stiga að skifborði hans, eitt af fjórum í reykfylltri, furðulega snyrtrilegri skrifstofu. Yfir okkur er loftið krossað þvers og krus af máluðum rörum og gljáandi rafmagns leiðslum. Hornrétt flúrljós hangir niður úr tveim keðjum.

60

Page 61: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Hvað heitirðu?” spyr Hu eftir að hann hefur tekið upp klemmuspjald með blaði sem á stendur “Ættingjar og Vinir”, og einnig eru stafirnir “863784235” krotaðir á það. Ég gef honum venjulegt kínverskt nafn sem bókstaflega tíu milljónir manna bera sameiginlega. “Ertu með persónuskilríki?” Ég segi honum að því miður hafi ég gleymt að taka það með mér. “Hvernig þekkir þú Huang?” “Hann er kunningi,” útskýri ég. “Við þekkjum báðir sömu manneskjuna.” “Og hver er það?” Aftur gef ég honum venjulegt kínverskt nafn. Hann veit vel að þetta er formlegt, að ég forðast að gefa honum nokkrar sannar upplýsingar um sjálfan mig. Hann afber þetta þar til hann fær að vita hve mikla pening ég sé til í að fórna fyrir “kunningja” minn. Hu virðist fullur skeytingarleysis, reynir að hylja lúmska grimmd sem ég óttast að sýni sig á hverri stundu. Hann er burstaklipptur, með lágt enni, djúp-sett augu, lítið nef, þunnar varir og stóra kringlótta höku sem gerir það að verkum, að andlit hans sýnist vera útfletjað, eins og hann sé úr gúmmí, og einhver hafi þrýst andlitið að hörðu yfirborði og andlitsdrættir hans hafi ekki aftur náð sinni venjulegu þriðju-vídd. “Get ég fengið að sjá hann?” spyr ég. Hann ypptir öxlum og sýpur úr te glerkrús sem hlýtur að hafa setið á skrifstofuborðinu hans í margar klukkustundir. Teið er áreiðanlega löngu orðið kalt. Hann segir að það þurfi að greiða meðhöndlunar gjald til þess að heimsækja fanga, og að fanginn skuldi nú þegar fyrir einnota handjárnin, sem hann var fangaður með, fyrirhöfnina við fanggelsisuna, og soðið sem hann drakk í morgun. Ég dreg tíu-hundruð seðil úr vasanum og rétti honum. “Þetta er allt sem ég hef á mér.” Hu snertir ekki á peningunum á borðinu. “Ekki hér,” segir hann. “Við afgreiðsluborðið. Farðu niður, borgaðu, og þá segja þær þér hvað þú átt að gera.” Eftir að ég er búinn að borga, er mér sagt, að ég geti ekki séð Huang í kvöld, ekki fyrr en klukkan sjö að morgni. Ég fer til baka á hótelið og sef illa, gleymi að hringja í framkvæmdastjóra Xiu Xis. Ég mæti aftur á stöðina aðeins fyrir klukkan sjö og þar er þreytulegt fólk strax farið að bíða í illa-myndaðri röð. Tíu manns er fylgt niður stiga og inní langt herbergi, sem stál-net girðingar skilja í sundur, með einu og hálfu metra millibili. Meðfram einni hlið girðingarinnar eru fangarnir, vörðurinn situr á stól nær dyrunum fyrir aftan þá; okkur er hrúgað saman á fjærri hlið hinnar girðingarinnar. Ég kem auga á Huang með innskeifu fæturnar sínar. Ég er hissa á, að ég man svona vel eftir líkamsstellingu hans, því ég hef ekki séð hann í yfir þrjú ár. Skrýtið, að hann virðist ekkert hissa á að sjá mig, og honum tekst að kinka til mín kolli, og reyni meira að segja að brosa. Fæðingarbletturinn er horfinn af honum. Hann hlýtur að hafa látið skera hann af meðan hann bjó fyrir sunnan, þar sem andlitsskurðaðgerðir eru mjög ódýrar. Hann lítur ekki út fyrir að vera mikið eldri en hann var fyrir fáum árum síðan, ef til vill örlítið magrari, en hann er tiltölulega ungur maður og virðist enn hafa mikinn lífskraft, að minnsta kosti eins mikinn, og maður getur haft á svona stað. Í kringum okkur, hafa ættingjar og vinir hinna fanganna farið að tala hátt með heimamanns mállýsku sinni, hrópandi á hvorn annan yfir autt svæðið. Þegar ég spyr hann hvað hafi skeð, ypptir hann öxlum.

61

Page 62: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Ég auglýsti eftir stúlku á einni af þessari einhleypinga netstöð.” “Er það allt og sumt?” segir ég. “Varla er það nú ólöglegt.” “Það sem ég sagði var.” “Hvað?” “Ég sagðist hafa dálítið ólöglegt, þú veist, efni, og langaði í veislu, og ef þú værir kvenmaður og vildir koma í veislu, þá skyldum við hittast.” Í fyrstu erum við báðir feimnir við að tala svona opinskrátt, en þegar klárt er að allir í kringum okkur eru of niðursokknir í sín eigin samtöl og að vörðurinn er algjörlega áhugalaus, leysir Huang loksins frá skjóðunni. Kona ein svaraði auglýsingunni, sagðist vilja taka eiturlyf og hafa kynmök, svo Huang náði í leigubíl, ók gegnum bæinn, og þegar hann kom í íbúð konunnar voru þar tveir lögreglumenn að bíða hans. Hann var með morfínið og amfetamínið á sér. Síðan var hann tekinn fastur fyrir kynferðis glæpi, og segist eiga á hættu dauðadóm fyrir að hafa ópíuefnið. “Þeir neyddu mig til að fylla út blað sem segir, að ég vilji gefa öryggisráðuneyti ríkisins líffæri mín,” segir Huang. Tuttugu mínúturnar líða fljótt, og við tölum ekki einu sinni um gömlu vinina okkar eða kunningja. Í lok heimsóknarinnar virðist Huang þunglyndur, eins og við má búast, og hann biður mig um að skilja svolítinn pening eftir fyrir sig – hann lofar að borga mér til baka – svo að hann fái eitthvað að éta, fyrir utan kjötseyðið sem þeir færa honum. Hann fær ferlegan niðurgang af því. Við tölum um hvað getur skeð og Huang segist ekki vita það, en svona mál gufi bara upp eftir nokkra mánuði, ef öryggisgæsla ríkisins heldur að engan pening sé að hafa upp úr krafsinu fyrir þá. Erfiðasti parturinn er, útlistir hann, þegar þeir eru að reyna að veiða upp úr honum. Hann virðist ekki blanda fortíð sinni í málið, grunsamlega stjórnmála starfsemi, þá staðreynd að nafn hans gæti ennþá æst upp einhvern hásettan kerfiskarl í höfuðborginni, ef hann fengi veður af því, að Huang hafi verið tekin fastur. Ég geri ráð fyrir, að flokkurinn vilji mjög gjarnan refsa Huang, og hafi líklega verið að leita að góðri ástæðu til þess. “Hvað ætlarðu að vera lengi í bænum?” spyr hann, röddin gefur allt í einu til kynna hve mikill einstæðingur hann er orðinn. Þegar ég kem upp stigann, spyr ég við afgreiðsluborðið hvort ég geti fengið að sjá Hu. Þær skipa mér að bíða, og nokkrum mínútum síðar birtist Hu aftur, á leiðinni út. Ég geng með honum og spyr hann hvað verði um Huang. “Hann verður leiddur fyrir rétt, um síðir,” segir Hu. “En það getur tekið langan tíma. Í þessum málum, eiturlyfjamálum, mælum við oftast með geðsjúkrahúsum.” Þessar stofnanir fyrir geðsjúka glæpamenn eru frægar fyrir grimmd, fangarnir læstir inn í gríðastórar deildir árum saman. Ég hef heyrt að flokkurinn stjórni þessu kerfi, og fyrir þá sem enda þar, er ekki hægt að áfrýja dómnum. Mig grunar að lífi Huangs sé algjörlega farið forgörðum. Meðan ég geng með lögregluþjóninum, hugsa ég til baka til unga mannsins sem ég þekkti, svo fullur fyrirheita, eins og við allir vorum – framúrskarandi í prófum, hnittið gáfnaljós – og nú. Að lokum hafnar Huang hér, í fangaklefa, að bíða eftir að verða fluttur á ennþá verri stað. Hvað verður um líf fólks? Ég brýt heilann um afhverju svo mörg líf verða að engu, vegna ógæfu, gallaðra persónuleika, hvað sem er. Eitt augnablik langa mig að trúa Hu lögreglumanni fyrir hvílíkur snillingur Huang var einu sinni, mikill rithöfundur, hugsjónamaður, háskóla félaginn, sem við hinir voru fullvissir um að nyti velgengni í framtíðinni, og hann var líka fyrstur okkar að

62

Page 63: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

verða nafntogaður, verða svolítið frægur. En það mundi bara gera Hu lögreglumanni meðvitandi um stjórnmála rugl Huangs, nokkuð sem ég vildi ekki minnast á. Í staðinn, næstum því án þess að hugsa mig um, tek ég rauða umslagið fullt af kwai úr vasanum – peningana sem ég á að borga leikkonunni – og rétti lögreglunni það. “Fyrir að hugsa um Huang,” segi ég honum. Hann flýtir sér að renna umslaginu niður í vasann, án þess að segja orð.

Ég heimsæki Huang aftur næsta dag. Hu hefur gert ráðstafanir fyrir okkur að hittast í lítilli skrifstofu við hliðina á sinni. Huang sest á hvítan resin stól, hann er með önnur handjárn úr plastiki um úlnliðina. Það er svita og skítalykt af honum. Ég sit andspænis honum. Hann þakkar mér fyrir peningana. Ég gef honum sígarettu. “Hvað gafstu þessum drullusokkum mikinn pening?” spyr hann. Ég segi honum að hafa engar áhyggjur af því, tímaritið borgaði. Hann kinkar kolli og spyr um útgefandann. “Hann er ríkur,” segi ég. Huang kinkar kolli til að gefa í skyn að hann sé ekki hissa. “Þið tveir voru alltaf greiðviknir,” segir hann. “Hvað meinarðu?” “Bara að þið kunnuð alltaf á fólk.” “Ég er ekki útgefandinn,” sagði ég til að verja sjálfan mig. “Ég er bara rithöfundur.” “Að skrifa um leikkonur,” segir hann. “Hvað um það?” segi ég við hann. “Ekkert,” segir hann. Mér kemur dálítið á óvart, að hann sé að lítillækka mig, en ég varast að byrja að þrúkka. Það virðist tilgangslaust. Og hvernig dirfist Huang þykjast vera svo dyggðugur? Hann var tekinn fastur fyrir raunverulega glæpi, ekki fyrir neinar stórbrotnar hugmyndafræðilegar afstöður. “Hvernig er að vera þarna inni?” spyr ég. Hann segir mér að þeir séu tíu manns í minna herbergi en þessari skrifstofu. Það er ekki nóg pláss fyrir þá alla að leggjast niður, svo þeir verða að sofa á vöktum, fimm láréttir og fimm standandi. Sautján ára unglingsdrengur dó fyrir tveim dögum; hann var kæfður í svefni. Huang grunar að það hafi verið gert til að rýma fyrir í klefanum. “Þeir hafa ekki fjarlægt líkið” Hann hefur fengið reglulegar máltíðir, hrísgrjón og kjúkling í stíró ílátum, einnig te flöskur. Svo þagnar hann. “Ég býst við að deyja hér.” Ég segi honum, að við gerum allt sem við getum. Að ég ætli að tala við útgefandann og við hringjum í samböndin hans. Það lifnar yfir Huang augnablik við hugmyndina, svo fellur hann niður í svarsýni sitt. “Það skiptir ekki máli,” segir hann. “Það er ekki rými fyrir svona manneskju eins og mig.” “Hvar? Í fangaklefanum?” “Nokkursstaðar.”

Í þetta sinn biður framkvæmdastjóri Xiu Xis beint út um borgun, þegar ég heimsæki aftur íbúðina sem þau nota. Xiu Xi situr með heyrnatól á sófa, blaðar gegnum eitt af tímaritunum okkar. Eitt augnablik er ég ekki viss um hvað ég á til bragðs að taka, en allt í einu fer ég að halda stutta ræðu um óheiðarlegt siðferði í viðskiptum okkar og hvað það

63

Page 64: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

kosti almenning að geta ekki treyst fjölmiðlum. Smá saman fer þetta út í ísmeygilegar fordæmingar á öllu þessu þjófa-auðvalds kerfi okkar, borgun-fyrir-aðgang, þjóðfélag svo háð mútum og siðspillingum, að enginn heiðarleg hugmynd þrýfist, engar hreinar aðgerðir. “Ef vatnið er of gruggugt,” segi ég honum, “getur enginn fiskur lifað í því.” Við, tímaritið okkar, erum að taka afstöðu, útskýri ég, neitum að borga vegna þess að við viljum birta sannindi. Bestu rithöfundar okkar, bestu blaðamenn, eru að hætta störfum, því þeir eru svo vonsviknir yfir ferlinum. Frábærlegustu hugar okkar rotna inni í fangelsum, þaggað er niður í mestu listamönnum okkar, vegna þess að þeir þola ekki þessa aðhalds gagnrýni. “Þú veist,” segi ég, “Í Ameríku borga þeir ekki fyrir sögur. Og Amérískar kvikmyndastjörnur geta grætt meiri pening en nokkur maður í Kína. Hann hlustar um stund og ypptir svo öxlum, augnablik er hann ekki viss um hvernig hann á að bregðast við kænskubragði mínu. Ég hef komið jafnvel sjálfum mér á óvart með þessari stuttu ræðu, hve einlægur ég er, og þó ég ímyndi mér að þetta snúist um Huang og fangelsun hans, veit ég vel, að ég er bara að reyna að fá söguna mína án þess að greiða fyrir. Mér er ljóst að við höfum komist í ógöngur. Framkvæmdastjórinn hefur gefist upp á mér, vill helst senda mig til baka til höfuðborgarinnar án sögu smástjörnunnar sinnar. Því fyrir hann er þetta einnig lífsskoðun; maður borgar fyrir að leika. Ef ekki, á hverju á hún þá að lifa? Allt í einu fer Xiu Xi sjálf að tala. Hún hefur augljóslega verið að hlusta og hún segir, “Ég skal gefa viðtalið.” Maður getur treyst leikkonu til að bregðast við slæmri leiklist. Framkvæmdastjórinn hefur ekki annan kost en að fallast á þetta. “Og ljósmyndirnar?” segi ég. Ljósmyndari kemur á morgun. Hún kinkar kolli. Við setjumst niður og hún er árvök og glaðlynd, samvinnuþýð, ánægja að tala við. Þá fer mér að finnast hún falleg, þegar ég horfi á nákvæma andlitsdrætti hennar hreyfast í kringum munninn, er hún myndar orð með sínum mjúka hreim. Ég skil velgengni hennar; þegar hún er edrú, þegar hún vill gleðja mann, sigrar hún mann. Ef hún gæti verið dýr, yrði hún griffin. “Hversvegna?” “Engin étur griffina.” Ekki veit ég hvert framkvæmdastjórinn hefur farið, en þegar við erum búin, og ég er að reykja í rökkrinu með buxurnar mínar snyrtilega brotnar saman yfir stól – hún hagræddi þeim vandlega – erum við ein í skuggalegri íbúðinni. Hún er mjög fölleit, og þegar hún hreyfir sig í myrkrinu, á ég erfitt með að sjá nákvæmlega hvar hún endar og restin af veröldinni byrjar.

Í síðasta sinn sem ég sé Huang, erum við aftur komnir í sömu skrifstofuna og áður, og hann lítur mjög þreytulega út. Hann er órakaður, hefur megrast, og annað augað er rautt og virðist bólgið. Hann segir mér að þetta sé einhverskonar smit sem batnar ekki. Verðirnir gáfu honum fúkkalyfs krem. Hann gerði ráð fyrir að það hefði verið keypt vegna rauða umslagsins sem ég gaf lögreglumanninum Hu. En einn af klefafélögunum hans stal kreminu meðan Huang svaf í nótt. Ígerðin gerir það að verkum að Hunag blikkar hvað eftir annað. Þeir eru búnir að tilkynna honum að um leið og hann er leiddur fyrir rétt, verður hann fluttur í tilskipunar yfirbóta héraðs spítalann, glansorð fyrir

64

Page 65: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

fangelsi, en líklega betra en raunverulegt fangelsi. En strax og þeir telja hann lausan við eiturefnin, verður hann dæmdur fyrir kynferðisglæpinn. “Ég kem aldrei til baka,” segir hann. Mikið vildi ég, að hann gæti verið bjartsýnni, hugsa ég, en það hefur aldrei verið sterka hlið hans. Hann var alltaf raunsæismaður, ákveðinn í að horfast í augu við sannleika kringumstæðanna, ófrítt útlit sitt, fláræði þjóðfélagsins, tvöfeldni vina sinna. Hann mun, án efa, standa andspænis þessu með sama þyngsli sem hann hefur farið með í gegnum lífið, og sem menntamaður, í grundvallaratriðum góð manneskja, hefur hann líklega á réttu að standa, að hann sleppi aldrei út úr fangelsi. Hver mun senda pening mánaðarlega til að múta vörðunum, matreiðslumönnunum, læknunum? Hann þarf á fötum að halda, olíu til hita, meðöl. Huang er ekki algengur glæpamaður sem getur smokrað sér kringum þannig hluti; hann á ekki heima þarna, alveg eins og hér fyrir utan. Ég segi honum að ég verði að fara aftur til höfuðborgarinnar. Að starfi mínu hér sé lokið. Ég veit ekki hvað ég á að segja, svo ég segi honum að allt verði í lagi með hann. “Gleymdu mér,” segir hann mér.

Útgefandinn og ég erum að borða Szeskuan mat í veislusal veitingahúss á þriðju hæð verslunarmiðstöðvar nálægt skrifstofu hans. Við potum matprjónunum okkar í klúklingsbita og bragðsterkan pipar. Greinin um Xiu Xi hefur verið skrifuð, ljósmynduð, og verður bráðlega vera send til prentarans. “Mikið er það einkennilegt,” segir útgefandinn, þurrkar munnin með lérefts servíettunni. “Þegar ljósmyndarinn kom til Chengdu, bað framkvæmdastjórinn hennar Xiu Xi um gæfupeninga.” Ég kinka kolli. Ég hef verið staðinn af verki. “Svo ég var að undrast yfir því,” hélt hann áfram, “hvort framkvæmdarstjórinn væri að biðja um tvöfaldan gæfupening? Eða hvort hann einhvernvegin fékk aldrei upprunalegan gæfupeninginn?” “Fyrirgefðu,” segi ég útgefandanum. “Ég gaf Huang peningana, eða öllu heldur lögreglumanninum sem var yfir málinu. Það virtist vera það minnsta sem ég gat gert.” “Ég gerði ráð fyrir að þú hefðir gert eitthvað þannig.” Hann hefur alltaf brosað breitt, sýnt hreinu, hvítu tennurnar. Hann er ekki myndarlegur á venjulegan hátt; þó hann líti þokkalega út og alls ekki ógnandi. Ekkert í fari útgefandans er eftirtektavert, þó séreinkenni hans samtals líti vel út. Ég hata hann stundum fyrir hversdagslegt útlit hans. “Mig grunaði að þú mundir vilja hjálpa honum einhvernveginn.” Hann brosir. “Til að finna eins og þú værir að aðstoða hann.” Ég býst við að útgefandinn reki mig nú úr starfi. Ég laug að honum, stal frá honum. Ég hef sýnt að ekki sé hægt að treysta mér. “Svo,” segi ég, “er mér sagt upp?” “Litli bróðir,” segir hann, notar kumpánlegu smækkunarorðin. “Fólk eins og við, eins og þú og ég,” segir hann, “alltaf verður einhver staður til fyrir okkur.”

Samkvæmt því sem birtist í dagblaði, framdi Huang sjálfsmorð meðan hann var á héraðs spítalanum. Greinin hljómaði eins og staðreynd, en með lúmskri sjálfsumgleði um

65

Page 66: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

að óvinur flokksins hefði svift sig lífi. Alveg frábært hve margir af þeim sem eru taldir óvinir ríkisins stytta sér aldur. En í þessu tilfelli, grunar mig að dagblaðið hafi á réttu að standa.

ADAM JOHNSON

ÓNEFNDUR FELLILBYLUR

Nonk keyrir upp að Chuck E. Osta veitingahúsinu og kveikir áhættuljósin á sendiferðabílnum sínum. Síðasti virkandi gemsa turninn við Charles vatnið er ekki langt í burt, svo hann stoppar hér nokkrum sinnum á dag til að ná í skilaborðin sín. Hann snýr sér að syni sínum, sem er ólaður niður í barnabílastól, múnderaðan úr símabókum, og reynir að þrífa gemsann sinn frá stráknum, tveggja og hálfs ára gömlum, að nafni Geronimó. “Augasteinn,” segir Geronimó í símann. “Augasteinn.” Það er eittt að fáu orðunum sem drengurinn kann, og Nonk hefur ekki hugmynd um hvað það þýðir. “Bítta?” spyr Nonc meðan hann bíður upp sopabolla af súkkulaðimjólk. “Fyrir nammi?” Geronimó er með þrútinn lítils stráks augu, stubbulegar hvítar tennur, og óheppilegan sólbruna. “Augasteinn” er það eina sem strákurinn vill segja. Næst veifar Nonk rafeinda skrifblokkinni sem viðskiptavinirnir nota til að skrifa undir fyrir pakkana. Hún er með gemsa og blátönn, sem eru enskis virði síðan fellibylurinn skall á. Krakkinn vill fá þetta, og Nonk stígur niður á bílastæðið, sem er skákborð af grænum og bláum tjöldum. Óbyggða Steikhúsa veitingahúsið er lokað með fjölum og fyrir framan það er skari af hjólhýsum ríkisins, þéttbíli af útivistavögnum um allt. Það virðist ekki koma heim, en eftir að hafa tapað öllu fyrir mörgum vikum síðan, virðist fólk hafa meira dót en nokkurntíma áður – og allt þetta er drasl sem maður vill losa sig við: teflon pönnur, gömul handklæði, kaffikönnur og borðbúnaður. Hvernig er hægt að segja hvort þunnu lökin séu þín eða nágrannans? Getur maður aðskilið gulnaðar, plastikdollur sínar frá þeim sem tilheyra veröldinni? Og þarna eru fjöll af nýju drasli. Fyrir utan hjólhýsin eru þarna skærir purpuralitaðir þvottakassar, plastik veranda stólar, og kolsvört grill, svona gerist þegar Wal-Mart er fyrst til að svara neiðarkallinu. Inni í Osta veitingahúsinu er allt troðfullt, fólkið lítur út fyrir að vera sólbrennt og sviplaust í gjafa bolum og allt of víðum svita-buxum. Nonk hraðar sér að klósettinu, en þegar hann opnar hurðina, geysist ódauna straumur fram sem gerir það klárt að hundrað manns hafa nýlega skitið þarna og jafnvel Nonc – náungi sem hefur upp á síðkastið gert sér að góðu að skeina sig á sárabindum, biblíublaðsíðum og pitsa kössum – jafnvel hann bakkar út úr dyrunum.

66

Page 67: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Nonk hnuplar öllum plastik skeiðum og munnþurkum sem hann kemur auga á, gáir síðan að hvort hann hafi nokkur skilaboð á gemsanum, reynir að líta ekki á fólkið í kring – það er svo fávíst og vesældarlegt, sitja í kring í veitingahúsinu allan daginn, stað sem er bara opinn vegna þess að Kristnar manneskjur reka hann. Víst ætti Nonk ekki að ásaka neinn – hann hefur haft mýflugu vandamál upp á síðkastið, og umhlaupin sólgleraugu hans hafa gert sólbrunalínur svo að hann lítur út eins og þvottabjörn. En engin gaf honum ókeypis föt og símakort eftir að hann var rekinn úr íbúðinni sinni í fyrra og sýslumaðurinn seldi allt hafurtaskið hans á uppboði. Fyrst er texta skilaborð frá vinkonu hans, Relle: 411 plús XXX. Síðan er skilaboð frá lækni í L.A. um föður hans. Gamli maðurinn er réttur og sléttur fantur, og á vog slæmra foreldra, viktar hann aðeins miðlungs, en vegna hæfileika til að skrifa illgjarnar og látlausar uppfestu nótur, var hann náungi sem allir forðuðust við Charles vatnið, alveg þar til hann einn daginn stal bílnum hans Nonks og keyrði burt. Faðir Nonks getur ekki talað, svo einu sinni eða tvisvar á ári hringir einhver sem hefur verið narraður til að lesa heilmargar uppfestu nótur í símann. Texta skilaborð læknisins er á þessa leið: Faðir þinn er mjög veikur og ekki búist við. Pabbi hans hefur áður haft krabba, svo sjúkdómsgreiningin er ekki ný frétt. Eitthvað er þó hárétt um þetta. Maður eyðir lífi sínu “ekki búist við” – er það ekki þannig sem það ætti að enda? Nonk stígur upp á barna útreiðatúrin, löggubíl sem syngjandi rotta keyrir. Úr þessari hæð getur hann séð allt brottflutninga fólkið með appelsínugul armbönd ríkisins og í sömu ljótu ódýru strigaskóm, að éta pítsur allan daginn, góna á sjónvarp. Satt er að þetta fólk átti erfitt – fellibylurinn Katrina skall á það, síðar var það flutt burt til Charles vatnsins, bara til að Rita gæti slegið niður á það þrem vikum seinna. En Rita er komin framhjá og tími komin til að redda þessu öllu fyrir löngu síðan. Einhver þarf að segja þessu fólki að það sé betra fyrir það að hafa ekki þessi kaffiborð og myndabækur með sér. Einhver þarf að telja þau á að íbúðirnar þeirra voru ekki svo dásamlegar, að það að missa samband við helmingin af ætttingjum þeirra er líklega fyrir bestu. Suman fjanda, þó, verðurðu að reikna út sjálfur. Nonk lyftir hendinni. “Þekkir einhver Marnie Broussard?” Spyr hann þau aftur. “Hún er hvít kona frá Treme, New Orleans. Hún er mamma drengsins míns.”

Brátt er sendiferðabíllinn hans Nonks að mjaka sér yfir bryggju Charles vatnsins. Bryggjan sker borgina í tvennt, og hún hefur þennan einkennilega hæfileika að koma manni til að gleyma. Nonk keyrir yfir bryggjuna að minnsta kosti tíu sinnum á dag – með kassa fyrir bensínsefnis verksmiðjuna, sendingar fyrir fljótabáts spilavítið, milljón svampgúmmí kælikassa af vatnakröbbum á flugvöllinn – þó hann hugsaði aldrei um hvað bryggjan var mikilsvirði þar til fellibylurinn skall á. Um morguninn kom Nonk með pylsu umgjörðir fyrir svínabúin í Lacassine og Taser, rafhlöður í Calcasieu fangelsið, en þegar hann loksins kemst á bryggjuna, heyrir hann ekki lengur svína hrínið í eyrunum og fötin hans lykta ekki af lúsa púðri og fangelsis grænmeti. Það er bara hreina lyktin af hrísgrjóna vöruflutningaprömmum, ostruskeljar í sólinni og þessi samloku ræma af sjó, tuttugu mílur fyrir sunnan. Það er aðeins eitt sem maður verður að forðast að hugsa um þegar maður fer yfir bryggjuna, og það er hvernig þessi kona frá New Orleans hrinti krökkunum sínum af henni í síðastliðni viku. Hún raðaði þesssu smákrökkum upp fyrir stökkið, og þegar því

67

Page 68: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

var lokið, þegar röð var komin að henni til að skvampa, þorði hún því ekki. Bryggjan er ekki ókunnug stökkvurum, og Nonk hefur keyrt framhjá útblásnum svörtum krönsum og “við söknum þín einhver-og-einhver úðskráð á handriðin. Það sem gerir Nonk dapran, ekki veit hann betur en að foreldrar yfirgefa mann hæglega, smásaman, yfir öll æskuárin. Jafnvel þegar þú nærð þér yfir að þau hafa losað sig við þig, halda þau áfram að hringja til að minna þig á það. Svo að hugmyndin um að losna við krakkana allt í einu kemur manni úr jafnvægi. Hann er vanur að hugsa til drengsins síns sem einhverstaðar langt frá. Líklega í New Orleans, hægt að finna hann ef maður vill. Hann lítur yfir til stráksins í sætinu, sem starir auðsýnilega inn í fjarlægðina, jafnvel þó hann píri augun gegn vindinum. En ekkert til að kjökra yfir. Nonk veit nákvæmlega hvernig þetta verður túlkað um þessa mömmu: þau kenna fellibylnum um og setja hana á sálfræðisdeildina í nokkra mánuði, síðan flytur hún til Vegas eða eitthvað og lifir á dollara-níutíu-og-níu fyrsta flokks rifbeinum. Kannske verðu Marnie þar líka, lifir hátt á kálfarifbeinum. Nonk mjakar sér áfram til enda bryggjunar áður en hann beygir inn á Vatns stræti, þar sem feitu húsin standa, með löngu skipakvíum og bátahúsum. Vegna þess að ríka fólkið lifir enn lúxúrslífi hvar sem það flýr, verður þetta síðasta hverfið sem fær aftur þjónustu. Bútar af gömlum eikartrjám sem hafa fallið niður hafa verið rúllaðir saman eins og gamlir hjólbarðar í skurðinn, og sendiferðabíllinn skröltir yfir múrsteinastykki úr reykháfum, sem truflar hljóðið í gula drunu spilaranum hans Geronimós. “Gró-gró,” hrópar drengurinn. “Vertu nú rólegur, tryllitæki,” segir Nonk, framsendir gegnum geisladiskana – þarna eru Ernie og Bert að singja “olnboga pláss” og svo er “Brjálæða-Leðurblakan,” sem Dracula leiksoppurinn leikur. Hann hækkar á spilaranum þegar Grover byrjar að söngla stafrófið. Það tók heila viku fyrir hann að skilja að strákurinn var að reyna að segja “Grover.” Nonk hafði “umsjá” yfir honum síðan daginn eftir Katrína skall á. Það var verið að flytja fólk úr New Orleans, lestir af rútum að keyra inn, og borgin var nú þegar yfirfull af slánum úr frálands bátunum. Nonk var að flytja pakka fyrir ríkið, sem þýddi að hann þurfti að vaða gegnum spilavítis bílastæðið troðfullt af þúsundum manna, að leyta að hvaða manni sem var sem var klæddur fötum með bindi. Hann kom aftur til að finna Geronimó sitjandi inn í sendiferðabílnum með gula spilarann og poka af fötum. Marnie skildi ekki einu sinni eftir miða. Bustar maður tennurnar á smábarni? Hvað gerir maður þegar strákurinn sofnar ekki alla nóttina og starir upp í loftið á bílnum? Nonk gæfi hvað sem væri fyrir orðablað. Hvað þýðir bway? Og stafirnir MO? Nonk hefur reiknað út þýðinguna á tveim tylftum orða – aftur, rúm, sóðalegt, brotið – þanniglagað. Glagla er súkkulaði mjólk. Þegar strákurinn þarf á hjálp að halda, segir hann, “upp,upp.” Og svo er það augnhnöttur, sem hann segir helvíti skýrt – hversvegna? Relle kenndi stráknum orðin faðma og kyssa. Maður gat sagt, “barnið kyssa bílinn,” og þó hann vilji það augsýnilega ekki, setur hann varirnar á rykuga aurhlífina eins og vélmenni. Relle er alltaf að segja “barnið faðma stólinn,” og hún kemst ekki yfir það, það er svo sætt. Á næsta augnabliki er Geronimó kominn í leyta-og-eyðileggja stuðið sitt, og næst sér maður hann verða innilegan við næsta barstól. Og Relle datta í hug að strákurinn ætti að kalla hann Nonk, heldur en ´það sem hann hét, Randall. Nonk og Relle kalla hann óþekktarorm, G, G-Ron, Nimo, þanniglagað, vegna þess að hann hvorki svarar sínu eigin nafni eða kann að bera það fram. Þetta gæti sagt manni hvernig náunginn Nonk var í þá daga þegar Marnie sagði honum að hún væri ófrísk.

68

Page 69: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Geronimó,” sagð hann, á þessa fjandinn-hafi-það leið, eins og maður sem stökk út úr flugvél. Hann sagði þetta ekki á fæðingavottorða leið; að minnsta kosti hélt hann það ekki. Marnie flutti til New Orleans, fæddi drenginn þar, og þegar hún fann út hvernig hægt væri að fá meðlagið dregið frá kaupinu hans Nonks, þurftu þau lítið að spjalla saman. Samt eru þeir hér, eitt grimmt sendiferða lið – Nonk setti belt um barnastól drengsins og festi hann á stökkvustólinn, og bleyju stöðin opnast á bakdyrunum. Svo að Nonk hefur ofan af fyrir þeim. Fimm vikur hafa liðið, og Marnie getur varla verið í orlofi frá foreldrastarfi að eilífu. Fellibylur eða ekki, það eru takmarkaðir staðir til að fela sig í kringum Charles vatnið. Rafmagns mannaflinn hefur gert einfaldan stíg gegnum Vatns strætið. Arkir af fljúgandi gleri hafa höggvað á runnana og bómulla sælgæti af einangrunarefni hefur skotist gegnum tréin. Fyrir framan þá eru nokkrir trukkar bæjarins og fyrirskipunar sendiferðabílar. Sumir línumannanna eru að vinna sig niður götuna í geislabaug af sagi og tveggja-stroku reyk. Rafvirkjamenn með boli á hausunum, sitja á veiðistólum í skugga af umveltum seglbát. Það er auðvelt að sjá að þessir menn hafa búið í trukkunum sínum – mjólkur kassar og matarleyfar um allt, hálf-þveginn fatnaður flöktandi á snúrum hengdar upp milli farartækjanna. Það er engin vandi að búa í bíl þegar maður sættir sig við kringumstæðurnar, allt fellur í skorð. Pakkinn sem þeir eiga að afhenda er ekki nokkur heillandi verkfræðinga partur. Þegar Nonk þrýfur kassann af hillunni, segir miðinn “Amazon.” Nonk klifrar niður úr farartækinu með hann og Geronimó eltir. Það er hans verk að fá undirskriftina á rafeinda skrifblokkina. Rafvirki með uppflettan rafsjóða hatt stígur niður úr kirsuberja trukk til að vísa þeim leið til manns, sitjandi á einni skipakvíunni sem stendur enn upprétt, að lesa áætlanir. Hann er eldri maður, líklega langt yfir fimmtugt, með grænan búní-rottu hatt og alvarlegan kíkir með appelsínugulum lensum. Nonk og drengurinn labba áleiðis til hans, kalla út nafnið á miðanum, “Bon Vollman, Tulsa Þjónustufyrirtækið, hjá Charles vatni, Louisiana.” “Það er ég,” segir Vollman. “Guði sé lof fyrir Amazon – og UPS Sendifyrirtækið líka.” Hann sker umbúðirnar með vasahnífi af “ Snyders Leiðbeiningum um Flóa Votlendis Fugla.” “Fólk skítur fugla hér í kring, að mestu leyti,” segir Nonk. Gernonimó heldur upp skrifblokkinni, og verkfræðingurinn gefur honum gaum, tekur hattinn ofan. Með hendina eins og leikbrúðustjórnandi, lætur hann hattinn tala eins og Yóda “Undirskrift er óskað eftir, hm?” spyr hatturinn. “Og hér höfum við hvað, hm, barn, drengbarn, höfum við, já?” Geronimó færir sig nær hattinum og starir inní upprettuna eins og hann sér að reyna að finna út hvað þetta ætli sér. Yóda ygglir sig. “Alvarlegur, þessi, hmm. Mikla ringlureið hefur hann séð.” Verkfræðingurinn lítur snökkt til Nonks eftir staðfestingu. “Óvissa er allt í kring.” Leiksoppurinn lítur upp og niður götuna, en Geronimó fylgist ekki með. “Brotið er margt, já, og ekkert á sínum stað.” Vollman lætur leiksoppann taka pennan og, umlandi eins og munnurinn sé of fullur til að tala, skrifar hann undir á skrifblokkina. Þá fer hann að hlæja.

69

Page 70: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Á strák á hans aldri,” segir Vollman. “Tveir krakkar í háskóla, og þá kemur Henry.” Kajuns kalla það “lagniapp,” segir Nonk. “Það þýðir að fá meira en þú gerðir ráð fyrir.” “Ég segi fyrir mig,” segir Vollman, ýfir hárið á Geronimó. “Það er virkilega erfitt að fara frá þeim.” Nonk hefur reynt að ímynda sér þetta augnablik þegar Marnie setti drenginn inn í sendiferðabílinn – ef hann gæti aðeins fengið að vita hvað hún sagði við hann þegar hún yfirgaf hann, kannske gæti hann þá reiknað út hvert hún fór, hvenær hún kæmi til baka eftir honum. “Hvað sagðirðu honum,” spyr Nonk, “þú veist, þegar þú fórst?” “Henry?” “Já.” “Ég sagði, ´ég kem strax til baka.´ Krakkar á þessum aldri skynja ekki tíma. Þau vita ekki hvað mánuður þýðir. Fyrir utan það, muna þau ekkert. Ég gerði nokkrar skissur, sem foreldri, trúðu mér. Á þessum aldri hefurðu vítt pláss um það sem þú segir þeim.” “Þetta er allt bara til bráðabirgða,” segir Nonk. “Strákurinn fer bráðum aftur til mömmu sinnar.” “Fellibylurinn sneri sumum lífum á hvolf,” segir Vollman. “Augljóslega eru þið tveir í einhverskonar kringumstæðum, en í alvöru, drengurinn getur ekki verið að hlaupa í kring í náttfötunum sínum. Sjáðu glerið og naglana. Hann þarf stígvél og gallabuxur, eitthvað.” Náttfötin eru í rauninni sérhannaður íþróttagalli sem Relle saumaði fyrir strákinn, en Nonk segir ekki neitt. Vollman lyftir upp nýju leiðbeininga bókinni sinni. “Amazon hefur tonn af barnabókum.” Þegar Geronimó kemur auga á bókina segir hann, “Fugl.” “Alveg rétt,” segir Vollman. “Sjáðu, Tvíti Fugl.” Hann lyftir sjónaukunum og býður Geronimó að horfa gegn, hvor að kíkja gegnum sína lensuna. Píreygðir sveipa þeir yfir vatnið. “Sá bláan ampáfa í morgun,” segir Vollman. “Ekki nákvæmlega náttúrulíf Louisianas, en svaka sjón. Hann sat ofan á báti sem var á hvolfi, þarna úti á vatninu, stór bjöllu pipar í gogginum.” “Ampáfa,” segir strákurinn. “Hárétt,” segir Vollman. “Stór fugl.” “Það er rétt, hún var einn stór fugl.” Standandi yfir þeim, horfir Nonk líka út á vatnið. Sjávarfallið er í útrennslu og allt ruslið í vatninu er á hundasundi til baka til þeirra, yfir þrjár mílur af brúnu skoli. Nonk birgðir fyrir augum og sér rekavið úr þaki, endurnýtuna kistur, gegnvotar sófasessur, og allann þann úrkasta skít sem manneskjur geta hlaðið að sér. Þarna fyrir utan, að veltast hægt um, líkt og úr trjábolarúllu, er svört rotþró. Og upp úr vatninu, eins og hákarl, rís bátaskrokkur, leiftrar kjöli sínum og hverfur. Nonk var að ímynda sér krakkana frá New Orleans að detta ofan í blátt vatnið. Hann sá fyrir sér opin augu þeirra, hendurnar að seylast eftir hvorum öðrum, fullviss um að að minnsta kosti hefðu þau hvort annað. En hér er dökk, flækju rúlla af bensíns geymum, krossviða borðum, og fimmtíu-og-fimm gallon tunnum.

70

Page 71: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Nonk ekur löngu leiðina kringum vatnið, áleiðis að Suðvestur Louisianas gesta stöðinni þar sem Relle vinnur. Í staðinn fyrir að rétta út pésa fyrir “Kajun Ána,” eyðir Relle nú tímanum með því að teikna kort fyrir hjálpa starfsfólkið til að leiðbeina þeim til þar sem bæjir eins og Gueydan og Grand Chenier stóðu einu sinni. Þrátt fyrir fellibylinn, er heilmíkið af spilavítum í ríkinu, svo allir fá ennþá minjagrips flösku af Tabaskó, sportmanns paradís húfu, og streng af Mardi Gras perlum sem falleg stúlka setur á fólk. Relle er falleg stúlka. Gegnum gluggan getur Nonk séð hana tala við einhverja menn úr ríkisstjórninni, náunga með kæruleysissvip fólks sem getur labbað burt. Hvor þeirra er með um það bil sex perlustrengi um hálsinn, og þeir eru brosandi og hlæjandi. Meðan þeir grínast, reynir Relle að kæla sig með því að vifta arðmiðabók yfir andlitið. Nonk leiftrar ljósunum að henni, bendir yfir götuna að vegakrá sem Marnie stundaði á sínum dögum. Hann ekur yfir götuna og kveikir á neyðarljósunum, treður strái niður í ávaxtasafabox. “Barnið drekkur safa,” segir Nonk stráknum og grípur gemsann. “Nonk kemur strax til baka.” Geronimó lyftir upp handleggjunum og rembist til að komast upp úr hossastólnum sínum. “Bvei,” segir hann. “bvei.” “Bíddu aðeins, “ segir Nonk, “Nonk verður enga stund.” Inni í kránni, lítur Nonk snögglega í kring, rannsakar svo vegg að bjórkrúsum. Ef maður hangir þarna í kring nógu lengi, setja þeir bjórkrús þarna upp með nafninu þínu letrað á. Veggurinn er virkilegur “Hver er Ekki Hver í suður Louisiana, en engin Marnie. Barþjónnin lítur út fyrir að vera ribbaldi í orlofi úr olíuduggu. Hann spyr hvað hann vilji, og þegar Nonk svarar, “Ekkert, takk,” bankar barþjónninn tvisvar á barinn, eins og spilavítismenn gera þegar menn skilja ekki eftir þjónustufé. Alveg rólegur, spyr Nonk, “kannastu við Marnie Broussard, hefurðu séð hana koma hingað inn?” “Ertu að reyna að koma einhverjum smámuna samræðum í gang?” spyr barþjónninn. “Viltu drykk eða ekki?” “Þessi kona kom oft hingað inn einu sinni. Hún er með dökkt hár, djúpsett augu.” Barþjónninn hellir í bjórglas, setur það fyrir framan Nonk eins og það sé það síðasta á jörðu. “Fellibyls aðstoð,” segir hann. “Ókeypis.” Nonk opnar gemsann og skrunar niður til símanúmers læknisins. Hann veit eiginlega ekki hvað hann ætlar að segja við náungann, en hann hringir. Þegar lítur út fyrir að enginn svari, tekur einhver upp símann, en svarar ekki. Og þá heyrir Nonk þruskið í slöngunni sem faðir hans andar gegnum. Nonk heyrir þetta í svefninum líka. Sagið af hljóðinu, af votum, másandi taktinum, er eins og söngur. Það er “Stríðsálmur Lýðveldisins.” Ef læknirinn hefur á réttu að standa, deyr faðir Nonks bráðlega, í þetta sinn fyrir víst. En í sannleika sagt er það bara atburður. Lífið er fullt af atburðum – þeir koma fyrir og maður venst þeim, maður spólar og heldur áfram. En stundum, eins og þegar kærasta manns, Marnie, segir manni að hún sé ófrísk, verður manni ljóst að sumir atburðir eru virkilega framkallanir. Manni verður ljóst að það eru miklar áætlanir þarna sem maður veit ekkert um, og þróun er fyrsta skrefið áleiðis þangað. Einhver sturtar krakka í kjöltuna á þér – það er þróun, þér hefur rétt verið tilkynnt eitthvað. Gamla kærastan hverfur – það er ekki hægt að dusta af sér. Það er alvarleg þróun. Stundum virðast hlutirnir vera mikilvægar þróanir – einhver tekur part af laununum manns, gamli pabbinn

71

Page 72: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

tekur bílinn þinn og keyrir burt, þú tapar íbúðinni, öllum eignunum – en eftir nokkra mánuði venst maður þessu, þú finnur nýja leið og verður ljóst að þeir rufu ekki stefnuna, þeir breyttu þér ekki. Þetta voru aðeins atburðir. Í sannleika sagt breytti fellibylurinn ekki ögn lífinu hans Nonks. Dauði pabba hans mun ekki heldur breyta því. Það er bara torvelt að skilja mismunin milli þessa tveggja atburða. Nonk situr bara þarna og starir á símatólið þegar Relle gengur inn á barinn. Hún er alltaf í þessum kynþokkalegum íþróttagöllum – úr satíni, sem falla að líkama hennar – hún saumar þá sjálf. “Við hvern ertu að tala?” spyr hún. “Það er gamli maðurinn,” segir hann henni. Henni verður bilt við og verður að orði, “Ég hélt hann væri að deyja.” Nonk ypptir öxlum. “Hringdir þú í hann, eða hann í þig?” spyr hún, en hún getur séð svarið á andliti hans. “Hvað sagðirðu honum?” “Ég veit það ekki. Hvað er hægt að segja?” “Hvað er hægt að segja. Þú hættir aldrei að kjafta um hann.” “Ég. Það ert þú sem minnist alltaf á hann. Þú hefur ekki einu sinni séð hann.” “Ég þarf ekkert að sjá hann.” Hún grípur í símann. “Ég veit allt um hann.” Nonk veit að hann ætti ekki að gefa henni símann – Relle á það til að segja sannleikann hreint út – en hann gefur henni símann. Bara til að fullvissa sig, spyr hún Nonk. “Ertu viss um að hann geti ekki talað?” Þegar Nonk kinkar kolli, brosir hún. “Herra Richard,” segir hún í símann, “Ég heiti Cherelle, vinkona Richards, og ég ætla að segja þér sögu. Einu sinni var maður sem lifði aðeins fyrir sjálfan sig. Hann notaði fjölskyldu sína upp til agna eins og klósettpappír. Hann stal bíl sonar síns, og loksins fór hann burt, sem er hamingjusamasti endirinn. Hvað gæti hann virkilega viljað núna?” Þegar hún særir faðir hans fyrir hann, finnur Nonk til skjálfta af hræðslu og ánægju. Samt segir hann, “Æ, minntist ég á að hann er að deyja?” Hún smellir gemsanum lokuðum. “Hvar er G-Maðurinn?” spyr hún. “Hann situr í bílnum. Ég trúi því ekki að þú talaðir svona illa við pabba minn.” Relle lyftir upp bjórkrúsinni og sýpur á. “Hann hafði sitt tækifæri.” Nonk fær sér líka í sopa. “Heldurðu að þeir fari að brenna hann?” “Hver eru þeir?” spyr hún. “Þú veist, Kalifornia.” “Eins og ríkisstjórnin? Engin leið, sólskín. Það er helvíti dýrt. Þú verður að fara alla leiðina þangað og koma með hann til baka. Þú verður að jarða hann, lögin segja til um það.” “Veistu hvað mig langar að gera?” spyr Nonk. “Ég vil taka öskuna hans og dreyfa henni yfir grasflöt móður minnar. Mundi það ekki gera hana ekki æfa?” “Ég held að það eina sem þú getur gert er að keyra til Kaliforniu, og þegar þeir lyfta lakinu upp, þegar þú verður að bera kennsl á hann, segirðu að þetta sé ekki pabbi þinn. Þá verður stjórnin að sjá um hann.” Nonk horfir lengi á Relle. “Hvaðan færðu þessar fjandans hugmyndir?” spyr hann. “Þetta kemur ekki peningum við.”

72

Page 73: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Hann veit að henni langar til að spaugast eitthvað meira um þetta, um hvernig Marnie lét taka meðlagið af laununum hans, en Relle stöðvar sig. Til að reyna að sýna samúð, segir hún, “þú sérð aldrei þennan bíl aftur.” “Ég veit það,” segir hann. Það var bara Toyota, en þessum beyglum er hægt að keyra að eilífu. Þá tekur hún upp ljósmynd, að minnsta kosti litmynda afrit, og rennir henni til hans. Þetta er óskýr eftirmynd af konu sem liggur á borði. “Ertu nú að spyrja fyrir um á líkhúsum?” spyr Nonk. “Nei,” segir hún. “Ríkisstjórnin hefur líkbók sem maður getur flettað í gegnum.” “Mér þykir leitt að láta þig vita að þetta er ekki Marnie.” “Skoðaðirðu þetta vel? Fimm fet, fjórir þumlungar, flösku ljóshærð, dálítið fósturs alkóhólisti kringum augun.” “Ekki segja svonalagan fjanda.” “Fór Marnie í keysaraskurð?” “Hvernig ætti ég að vita það?” spyr hann. “Sjáðu til, ég vil ekki að þetta sé hún,” segir Relle. “Engin vill að neinn sé dauður. Ég meina, litli strákurinn þarf mikið á mömmu sinni að halda.” “Marine er ekki dauð,” segir Nonk. “Hún er í svolitlu fríi frá foreldrastarfinu, það er allt og sumt. Í rauninni er þetta mjög líkt henni, að gera eitthvað svonalagað. Relle ypptir öxlum. “Því ekki þá fara til Beaumont og líta á þetta? Ef það er ekki hún, þá er það fínt. Breytir engu. Ef þetta er hún, breytist ekkert, fyrir utan það að nú geturðu gert áætlanir, nú geturðu tekið skref áfram.” Nonk ýtir myndinni til baka. “Þú þekkir ekki Marnie. Hún er ekki sú týpa að drukkna fyrir utan skyndibitasjoppu í Texas. Hún nær sér eftir þennan fellibyl og hefur það betra en nokkru sinni fyrr. “Að minnsta kosti léttara,” segir Relle. “Hún fékk líklega peninga frá stjórninni og er að lyfta sér upp. Þegar hún hefur eytt öllum aurunum, kemur hún til baka.” “Hver losar sig við krakkann sinn þegar hún hefur það gott og kemur aftur þegar hún er blönk?” Nonk hefur ekkert svar við því. Relle opnar töskuna sína og rótar til í henni. “Hversvegna viltu ekki finna hana?” Nonk sötrar einn sopa í viðbót og setur bjórinn á barinn. “Ég er að leita eins mikið og þú.” Upp úr töskunni tekur Relle upp eyrnapinna í plastpoka. “Ég næstum gleymdi þessu,” segir hún. “Gleymdir hverju?” “Opnaðu munninn,” skipar hún honum. “Hversvegna?” “Opnaðu hann bara,” segir hún og tekur pinnann úr plastinu. Þegar Nonk opnar munnin, stingur hún pinnanum inn, og snýr honum í kringum góminn. “Hvað í andskotanum er nú þetta?” “Þetta er prufa?” “Prufa af hverju?” Relle tekur sopa af bjórnum setur prufuna inni í plastik túpu.

73

Page 74: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Við ættum að sjá um litla manninn,” segir hún, “því ég þarf að flýta mér.” Fyrir utan stika þau yfir tappa og leirsteina á bílastæðinu, heyra til Geronimós í trukknum. Hann er að segja, “upp, upp.” Þegar Nonk stingur hausnum inn, sér hann að drengnum hefur tekist að taka lokið af einum froðu kælinum. Vatnskrabbar eru á hlaupi um allt, og Geronimó, skelfingu lostinn, er að hoppa upp og niður. “Úps,” segir Relle. “Veisla fyrir einn.” Hún fer að klifra inn í trukkinn, en Nonk segir henn, “Þetta er allt í lagi, ég sé um þetta.” “Ertu reiður?” “Nei,” segir hann. “Við tölum um þetta í kvöld.” “Á alkohólista fundinum?” Drengurinn er að reyna að klifra upp úr reipinu á stólnum sínum. “Hvar í andskotanum annarstaðar?” spyr Nonk. “Heyrðu, ég verð að sjá um þetta.” En í staðin fyrir að fara, klifrar Relle upp í farartækið. “Hann er svo yndæll,” segir hún. “Einhverntíma förum við að eiga lítinn strák alveg eins og hann.” Síðan stingur hún bómullapinnanum í munninn á honum. “Hvað í fjandanum ertu að gera?” “Þetta er bara prufa,” segir hún og klöngrast niður úr trukknum. “Stjórnin gerir þetta ókeypis, til að setja fjölskyldumeðlimi í samband við hvorn annan. Nonk eltir hana. “Ertu bandvitlaus?” spyr hann. “Þetta er strákurinn minn. Hérna, hann er minn.” “Þú veist það ekki fyrir víst,” segir hún, og svo tekur hún á rás yfir götuna í íþróttagallanum sínum. Þegar Nonk klifrar upp í trukkinn, eru vatnskrabbarnir allir að skella saman gripklónum sínum, og Geronimó er að hiksta, eins og hann gerir þegar hann er skíthræddur. “Upp, upp,” segir drengurinn. Hann sparkar fótunum og þrýstist gegn snærinu. Nonk verður miður sín að sjá hann svona. “Hei, félagi,” segir hann. “Ekki vera hræddur við þessa gæja. Nonk er hér, allt í lagi. Nonk passar þig.” Hann krækir snúrunni af og drengurinn þrýstir sér að honum. Hann hrískelfur, með hor um allt andlitið. Þó hann hafi ekki skitið á sig, tekur Nonk hann aftur í trukkinn til að skipta á bleyjunni. Það sefar hann alltaf. “Vertu rólegur, vertu rólegur,” hvíslar Nonk og leggur hann niður á skipti bekkinn. Drengurinn er enn að líta í kring á vatnskrabbana, augun að rúllast hingað og þangað. “Nonk er kominn aftur, allt í lagi. Nonk kemur alltaf til baka.” En það er engin leið að útskýra þetta fyrir krakkanum. Nú, þegar hann er hræddur, heldur hann að hræðslan endist að eilífu, að hún sé allt. Nonk togar niður buxurnar á honum og tekur bleyjuna af, hendir henni í ruslakörfuna þó hún sé algjörlega hrein. Geronimó fer að róast þegar Nonk rennir nýrri bleyju undir hann. Nonk heldur áfram að hvísla “suss,” og þegar hann biður drenginn um að lyfta upp fótunum, hlíðir hann og heldur þeim upp. Þá fer Nonk að gera uppáhalds leikinn sinn. Hann tekur barnapúðrið og heldur því hátt upp. Mjög létt lætur hann það snjóast niður. Púðrið er svalt og lyktar vel. Hann hristir dósina, og augu sonar hans elta hvíta duftið meðan það flýtur hæglega niður. Drengurinn getur horft á þetta að eilífu.

74

Page 75: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Til að fá frí frá Geronimó, sækja Nonk og Relle alkohólista fundi í mótmælanda kirkjunni, þar sem gamlar indjána ömmur hugsar um börnin. Í tvo tíma á kvöldin fá þau að drekka kaffi og hlusta á vandamál annars fólks. Í kvöld mætir Nonk fyrst, og eftir að hann skilur drenginn eftir í pössun, grípur hann tertusneið og sest niður í hálftóman hringinn. Þeir reglulegu fara að koma. Jafnvel þó þetta sé “ónafngreint,” er Charlesvatnið ekki svo stór bær, og Nonk hefur bankað á næstum hverja hurð. Linda Tasso er mætt, elsta barn bæjarstjórans. Henni tekst vikulega að komast alveg niður í nýjan botn, og heldur áfram að masa um það. Jay Arceneaux kemur með þennan gríðastóra hitabrúsa af íste. Hann rak einu sinni skriðdýragarð úti við þjóðveginn, fullt af slöngum og krókódílum. Það rann af honum þegar þeir kærðu hann fyrir grimmd gegn dýrum, eftir að hann var staðinn af því að taka í fóstur of marga kettlinga og hvolpa úr dýrageymslunni. Nokkrar manneskjur frá New Orleans mæta á staðinn – maður kannast strax við þær, þetta útlit af því að vera í fötum af einhverjum öðrum, þessi augu sem stara inn í fjarlægðina. Loksins stikar Relle inn – hún er í súkkulaðibrúnum og dumbrauðum íþróttagalla, og hún sest niður í hringinn andspænis Nonk. Hún situr hokin í sætinu sínu, sem strekkir buxurnar hennar svo að útlínur pussunnar á henni koma í ljós Stelpan er orðin virkilega hrifin af þessum fundum, og ekki aðeins vegna þess að það er eini tíminn sem þau losna við strákinn. Hún virðist elska hugmyndina um að fólk sem sýnist vera normalt, starfandi húseigendur eru virkilega, eftir þeirra eigin vitnisburðum, veikbyggðir og tilfinninganæmir. Relle var eina fallega stúlkan í gagnfræðaskóla sem naut aldrei vinsældar, svo hún hefur ánægju af því að standa með fólkinu í pásunum, að spjalla saman og fá lánaðar sígarettur, hlægja þegar það fer að hlægja. Og þegar pásunni líkur og allir koma aftur inn í annan klukkutíma, tekur hún í hendina á Nonk og leiðir hann inn í sendiferðabílinn. Hún verður meira að segja ræðin á fundinum. Henni finnst gaman að tala um samband þeirra, upphátt, fyrir framan vitni. Í kvöld stendur einn af brottflutningamönnunum frá New Orleans upp. “Ég heiti James B., “ segir hann, “og ég er alkohólisti,” og þá skýst Relle inn. En Nonk starir enn á James B, sem er klæddur splunkunýjum Chuck E. Osta bol sem stingur í stúf við restina af slitnum görmunum hans, eins og eitthvað slæmt hafi virkilega komið fyrir hann. “Kærastinn minn,” segir Relle, og lítur upp í loft eins og einginn viti hver það gæti verið. “Kærastinn minn er mjög sterkur, en vandamál hans eru einnig sterk. Það er basl í framtíðinni en hann getur ekki séð það. Jarðaför verður haldin bráðlega, ferðalag. Ég er að reyna að hjálpa honum. Ég býðst til að vera til aðstoðar, en ég er hrædd um að hann vilji ekki þyggja hana.” Bill Maque, náunginn sem rekur Veiðibráð og Fisk segir, “Segðu kærastanum að hann megi til að finna fund áður en hann ferðast. Trúiið mér, þeir þurfa að búast við honum.” “Jarðaför,” hrekkur upp úr Lindu Tasso. “Sentu hann í sálfræði, þetta er ábyrgilega spírall.” Nonk á að reikna út hvaða “vandamál” Relle sé virkilega að tala um. Í gærkvöld sagði hún, “Engin skyldi þurfa að ráða úr vandamálum tveggja manneskja,” sem var merkjamál fyrir strandið sem Marnie hafði komið þeim í, og að það yrði af finna konuna, komi helvíti eða hátt vatn. En Nonk getur ekki ráðið úr því hvort vandamál kvöldsins hafi eitthvað með Marnie að gera eða faðernisprufuna, hvortveggja gæti endað í miklum

75

Page 76: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

þróunum. Mamma barnsins þíns er dauð? Barnið þitt er ekki þitt barn? Þetta er eins óafturkallanlegt og krakki sem steypt er ofan af bryggju, og ef það er nokkuð sem Nonk veit, er það að maður þarf að stöðva þróanir í lífinu – sumar gerast fyrir víst, en ekki fara að leita að þeim, og fjandakornið forðast bara að koma þeim af stað. “Ég get ekki talað fyrir kærastann þinn,” segir Nonk, “en kannske er hann að hugsa, takk fyrir að bjóða aðstoð en hann getur séð um þetta. Kannske þarf hann ekki á hjálp að halda núna.” Jafnvel þó umræðurnar séu ónafngreindar, snúa allir sér við til að horfa á Nonk. Hann getur lesið huga þeirra – dúd, eru þau að hugsa, þú átt að þyggja hjálpina. Relle spyr, undrandi, “ertu að segja að kærastinn vilji ekki að ég hjálpi honum?” “Farðu að þyggja hjálpina,” Hrópar James B. Hann lítur upp. “Guð, hjálpaðu honum að taka hendina sem er rétt honum.” Auðsýnilega er maðurinn að sárbæna til sjálfs skaparans, og það kemur einkennilegu þyngdarafli í gang í herbeginu. Nonk segir, “Ég er bara að segja að kannske gengur þetta hjá kærastanum þínum. Hann kemst af, ekki satt? Hann setur einn fót fyrir framan annan, hann klárar sig.” “Einn dag í einu,” kveður Linda Tasso við. Ef til vill er þetta það sem kærastinn minn heldur,” segir Relle. “En hann er fastur, og að komast ekki neitt er að fara afturábak. Ég er að gera ráðstafanir, skiljiði. Ég er að reyna að koma honum með mér.” “Hvað kemur þér til að halda að þú vitir hvað sé best fyrir hann?” “Vegna þess að hann er í hjarta mínu,” segir Relle. “Og af því ég þekki hann betur en hann þekkir sjálfan sig.” Þreytulega snýir fólk sér til að líta á Nonk, búin að fá nóg af þessari sápuóperu í kvöld, en Nonc stendur á sama. “Ef þessi náungi er í hjartanu á þér,” segir hann, “svo eru líka öll mistök hans, þú veist – einnig krakkinn hans.” Relle hallar sér fram í stólnum og segir. “Ég er að móta þig,” segir hún. Hún lítur beint inn í augun á honum. “Enginn hefur nokkurntíma mótað þig fyrr, enginn kærði sig nógu mikið um til að gera það. Taktu höndina mína, láttu mig gera úr þér betri mann.” Það er þá sem James B. Bendir áleiðis að þaksperrunum. “Þakið er óstyrkt,” segir hann, og allir líta up. “Guð, láttu það vera óstyrkt, láttu mig finna hvar.” Það ríkur þögn og James B. stendur upp. Hann lítur virkilega ekki vel út. “Einu sinni skipulagði ég hvern einasta drykk fyrirfram,” segir hann. Ég ákvað hvaða áfengisbúð ég færi í. Nú verður maður að ráðleggja veginn burt frá þeim, frá ljómanum af þeim. Því skildi drottin láta áfengisbúðir glóa? Nú verður maður að gera ráð fyrir samanlögðum stól, kaffibolla.” Hann horfir á kaffið sitt eins og hann hafi aldrei komið auga á kaffi. “Maður verður að hugsa um hvar á að fara á klósett, í rútu, eina sneið af pítsu. Taka hundana af keðjunni.” Órólega segir Jay Arceneaux, “Allt í lagi, ég held við höfum öll verið þar sem James hefur verið.” “Seildust í hnífinn á borðinu, þú þarft á honum að halda,” segir James B., og hann er að tala eins og maður í biblíusögu, eins og hann sé einn af þessum gæjum með nafnið stafað fullum stöfum í litaða glerið fyrir ofan. Jay Arceneaux stendur og hlær vandræðalega, segir, “Hei, engir hnífar, gjörið svo vel.” Hann lítur til Bill Marques eins og hann ætti að standa líka. “James B., við getum

76

Page 77: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

heyrt sársaukann þinn,” segir Jay. Hann er með biblíu. Hann breiðir út faðminn “Hefurðu þörf fyrir vináttu?” “Búið ykkur undir rökkrið,” segir James B. “Vatnið er komið að fótum ykkar, hnjánum, rifjum. Allan daginn andaði ég einu sinni fyrir drykk. Þegar ég loka augunumget ég enn sé bjarmann – bláan Budweiser, gulan Coors. Settu hnífinn að loftinu, skerðu gegn að háloftinu. Varaðu þig, einangrunin flýtur. Flaska sem þú faldir fyrir löngu. Takið hundana, verið svo væn að losa þá af keðjunni. Á þessum þrönga stað umkringir einangrunarefnið þig. Þú verður að komast að þakinu. Ég bið að það verði óstyrkt. Skerðu þar til þú kemur auga á bjarmann, leitaðu að bjarmanum í dymmu vatninu. Gerðu sjálfan þig lítinn, smeygðu þér í gegn. Drottinn afkræktu keðjuna á veröndinni svo þeir drukkni ekki.

Eftir pásuna, hefur Nonk komið fótleggjunum á Cherelle hátt upp, og hann er inni í henni. Sendiferðabíllinn ilmar af smábarnaþurrkum og vatnskrabba. Og úr kapellunni heyrist hljómur af skala í orgeli. Nóturnar er á víð og dreif og vélvirkar, einhver að reyna og reyna að spila betur. Relle er vön að líta beint á Nonk meðan þau gera það, hún lokar aldrei augunum. Það kemur honum dálítið úr jafnvægi, en Relle segir að hún geti ekkert að því gert, og hún minnir Nonk á að hún fái fullnægingu í hvert einasta sinn. Hún minnir hann á hve vel líkamar þeirra passa saman, handleggir hans um herðar hennar, hvernir fótleggirnir á henni mynda sig um mittið á honum. Stundum grunar Nonk þó að hún reyni að fá ekki fullnægingu, eins og hún vilji ekki sleppa einhverju. Kannske er það meira eins og hún sé reyna að tefja fyir því, stjórna því eins lengi og hún getur. Nonk getur fundið baráttu hennar sem byggist upp, og þegar hún loksins gefts upp, þegar hún leyfir sér að feykjast burt, þá lokar hún augunum. Afleiðingin er sú að meðan hún hvessir augun á hann, á Nonk til að loka sínum eigin augum, og það færir hann í hans eigin veröld. Þá er það auðvelt fyrir hugann að ráfa um. Það er auðvelta að fara að hugsa um James B. og hvað varð um þetta fólk í New Orleans. Hann hefur verið að ímynda sér Marnie að sníkja bíltúr frá einhverjum í bæinn til að koma Geronimó fyrir svo hún fái frí frá uppeldinu. En allt í einu finnst honum öruggt að eitthvað hafi komið fyrir þarna niðurfrá í New Orleans, fyrir Marnie, eða dregninn. Relle grípur í mjaðmirnar á honum og stoppar hann. Stundum, þegar hún er í vondu skapi stoppar hún hann til að láta hann setja á sig smokk, alveg í miðjum klíðum. En hún virðist ekki vera reið. “Þú heyrðir hvað ég sagði þarna inni, er það ekki?” spyr hún. “Ég er að reyna að setja mig inn í hjartað á þér.” “Þú ert nú þegar þar.” “Þá þarf ég endilega að þú gerir eitthvað,” segir hún. “Hegðaðu þér eins og svo sé.” “Allt í lagi, ég fer til Beaumont – ég fer að sjá hvort þetta sé hún.” Relle seilist inn í töskuna sína. “Þetta er ekki hún,” segir hún. “Ég hringdi eftir mat. Það var víst einhver önnur dauð kona.” Relle tekur upp blátt skuldfærslu kort frá stjórninni. “Ég er að búa til framtíð fyrir okkur. En ákvaðanir verður að taka, þegar eitthvað birtist sem verður að velja úr, verð ég að vita að þú sért með mér.” Nonk hefur séð þúsundir af þessum kortum; allt brottflutningafólkið hefur eitt af þeim. Vandamálið er að þau hjálpa manni ekki að komast af, því það er ekkert til sölu – það eina sem þau geta keypt er leið út úr Louisiana. “Hvar fékkstu þetta?” spyr hann.

77

Page 78: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Það eru fimm þúsund dollarar á þessu,” segir hún. “Þetta er fjárstyrkur fyrir smá viðsskipta fyrirtæki. Þeir eru að gefa fólki þetta. “Smá fyrirtæki?” Relle tekur pésa upp úr töskunni. Á honum stendur “Nonks Útbúnaður,” með myndum af veiðihundum, öndum og ljósmynd af Nonk frá gagnfræðaskólaárunum. Á baksíðunni er vegakort að einhverri jörð í suðurríkjunum sem pabbi hennar á. “Ekki slæmt, ha?” spyr hún. “Ég bjó þetta til á tölvunni í vinnunni, alla þessa veiðihunda og drasl? Ég fékk þessar myndir á netstað byssumannafélagsins. Við eyðum peningunum í lítinn kofa og erum tilbúin, þarna er okkar eigið fyrirtæki. Kannske byggjum við veiðiskála einn góðan veðurdag. Eða hvað sem er, við eyðum peningunum í bara eitthvað.” Nonk gæti minnt hana á að hann viti ekkert um andaveiðar, og ekki hún heldur. Hann gæti minnst á að faðir hennar ól upp mjóhunda, ekki blóðhunda, að þetta sé í rauninni glæpur, að dregið sé frá laununum hans nú þegar. En það er þessi mynd sem hann getur ekki hætt að hugsa um. Í henni er bros hans sambland af bjartsýni og létti, eins og nú þegar gagnfræðaskólanámi sé lokið, sé það erfiðasta búið. Þetta er ginningarfífls bros fólks þegar það kemur úr rútunum frá Katrinu fellibylnum, þegar það vissi ekki að Rita færi að skella á. “Á ferðaskrifstofunni er fólk alltaf að hringja til að spyrja um veiði leiðsögumenn. Ég á að mæla með náungunum á listanum til skiptis. Og allt í einu dettur mér í hug. Svarið er hérna.” “Svonalagað kemur þér ekki úr jafnvægi?” spyr hann. “Hvað? spyr Relle. Veiðimennirnir eru verðbréfamiðlarar og svoleiðis. Við keyrum þá bara þangað út. Þeir hafa dýra riffla og flautur úr gulli.” “Haglabyssur,” segir Nonk henni. “Maður veiðir fugla með haglabyssum. Og þú veist hvað ég er að tala um.” “Viltu vita hvað angrar mig?” spyr hún. “Ég er hundleið á því að búa með brjáluðu fólki fyrir mat og húsnæði. Mér leiðist að fara á alkohólista fundi til að vera með þér.” Hann horfir á kortið af landinu sem faðir Relles á. Gæinn rak kapphlaupa hundabyrgi þarna. Þetta fór allt til fjandans, og allir vissu það, þó engin vildi segja að hundar séu grafnir um allt þarna. Þegar Nonk líður illa fyrir að eiga slæman pabba sem strauk burt, hugsar hann til Relles og hvernig það gekk, þó pabbi hennar hafi verið kyrr heimavið. Í sannleika sagt er Relle ekki fyrir ráðabrugg og peninga, heldur vill hún reyna að hafa allt á hreinu. Fyrir konu sem var uppalin eins og hún var, er Relle besta mögulega típan sem hún gæti verið. “Svo lengi sem þú gerir þér ljóst hverslags vitleysa þetta er,” segir hann. “Vertu svo vænn,” segir hún. “Ég senti fjóra pésa út í dag – mennirnir sem fengu þá eru að senda innborganir. Einn þeirra býr í Holliwood.” Hún nuddar hann, kippir honum inn aftur, þó honum sé ljóst að hún hafi slegið varðhring um kynmökin, eins og flauelis snæri milli hennar og þess sem er að gerast fyrir neðan. Svo er hún að horfa á hann, starandi spurninga augnaráði. Það er ekki reitt augnaráð – hún er bara að lesa hann. Hann lokar augunum, sér vegakrá fyrir augunum sem hann og Marnie stunduðu einu sinni, í rauninni var þetta þar sem þau fyrst hittust. Það var kallað Þreföld Kóróna, út á þjóðveg númer 90. Hann minnist einu kvöldi þegar þau fóru út – höfðu ekki þekkst mjög lengi – og nei, Marnie segir allt í einu að hún vilji ekki drekka í kvöld. Það fannst Nonk allt í lagi, hann skildi það, en hann fann það á sér,

78

Page 79: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

og þegar hann hugsar aftur í tíman, veit hann að það sem virtist vera þýðingalaus atburður var mikil þróun. Hann myndi ekki frétta um það í marga mánuði, en það var dagurinn sem Marnie vissi að hún væri ófrísk. Þróanir geta gerst beint fyrir framan nefið á manni, maður kemur ekki auga á þær.

Þegar tími er komin til þess, sækja þau Gernonimó úr viðbyggingunni. Við dyrnar hika þau. Gegnum litla gluggan koma þau auga á ömmurnar fyrir innan, með hendurnar í kross að ræða saman. Relle segir, “Mig hryllir við þessum konum.” “Yrtu bara ekki á þær,” segir Nonk henni. “Ég skil ekki gamlar konur,” segir hún. “Hverjar eru þær, hvað vilja þær frá manni?” Nonk er sammála. Gamlar kerlingar líta út voða saklausar og góðar, en svo einblína þær augunum á rassgatið á manni. Fyrir utan það, líta þær allar út eins – Nonk er ekki viss um hvort þessar séu sömu gömlu kerlurnar og í síðustu viku. Fyrir innan situr Geronimó á litlum plastik stól. Hann er í mussu, bundni saman um mittið, og hann er að vanda sig alvarlega við að rúlla út leir. Hann tekur meira að segja ekki eftir því þegar þau koma inn. Nonk starir á drenginn, kúpta ennið og löngu augnahárin. Þegar Geronimó fer að núa eyrað á sér, veit Nonk að hann er syfjaður. “Komdu til Nonks,” kallar hann og krýpur niður til að faðma hann. En drengurinn hreyfir sig ekki. Ömmurnar ganga til Geronimós. Ein þeirra tekur í höndina á honum. “Svo dásamlegt barn,” segir hún. “Óþolandi sætur,” bætir önnur við þegar hún togar mussuna yfir hausinn á honum. Þegar þær koma með hann til Nonks, sér hann að þær hafa klippt á honum hárið, og þær hafa smurt þykkt krem á sólbrunnið andlitið á honum. Hann er klæddur notuðum galla frá aðstoðadeildinni. “Fór hann í bað?” spyr Nonk. “Við þvoðum hann svolítið,” sagði ein þeirra, spurði svo, “Geronimó er svo sérstakt nafn.” “Svipuð merking og seigla og staðfesta.” “Á indjána tungumáli þýðir Geronimó, ´ákaflega tryggur.´” “Ein af bókunum sem við lásum saman hét ´Síðasti Palominó hesturinn.´” Konurnar masa áfram um allar bækurnar sem þær hafa lesið og alla athafnasemina sem þau hafa gert saman, bera fram allt eins og þær standi fyrir veislu, eins og Geronimó sé heiðursgesturinn og verið sé að kynna Nonk og Relle fyrir honum í fyrsta sinn. Ein þeirra tekur upp teikningu með gulum, hringuðum strikum og festir hana á galla stráksins. Titill teikningarinnar er “Arnpáfi.” Ósköp erfitt þegar ógæfa gerist,” segir hún. “Sérstaklega fyrir barn,” bætir önnur við. Hún réttir út bréfpoka, snyrtilega niðurbrotnum. “Hér eru náttföt barnsins.” Nonk finnur að Relle hrekkur við. “Þetta eru ekki náttföt,” segir hann. “Þetta er sérhannaður íþróttagalli með bryddi og allt. Hann er sérsniðinn úr efni frá – “ “Morokkó,” segir Relle. “Frá Morokkó.” Það ríkir þögn og gömlu konurnar skjóta augunum einkennilega til Nonks. “Það var rétt af þér að koma hingað,” segir ein þeirra. “Geronimó er alltaf velkominn hér. Öll eru þið það. Hann er á besta aldri.” “Erfiður aldur fyrir að vera burt frá foreldrinu.”

79

Page 80: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Svoddan áfall það getur verið.” “Kannske er ég foreldri drengsins,” segir Relle. “Datt ykkur það í hug? Ertu viss um að ég sé ekki hún?”

Fyrir utan er dimmt. Nonk kemur trukknum af stað á leið til björgunarhússins hennar Relle. Hann röltir ekki um mótel eða góðviljastofnanir í leit að Marnie. Hann stígur á bensínið til að blása burt mýflugunum og þau aka af stað. Þegar þau koma þangað, opnar Dr. Gaby dyrnar, sem þýðir að Nonk fær ekki að sofa á hreinum lökum með Relle og Geronimó, það verður engin heit sturta og klósett að morgni til. Þegar Geronimó sér Dr. Gaby, hleypur hann og hoppar upp á hjólastólinn hennar, sem kemur Nonk til að hnipra sig saman, því Relle hefur sagt honum að Dr. Gaby notar þvagpoka, að engin taki eftir honum, en hann er undir fötunum hennar. Dr. Gaby lítur vafasöm á Nonk. “Þú klipptir hárið á honum,” segir hún. Relle segir, “hvernig veistu hvort ég hafi ekki klippt hann?” Dr. Gaby svarar þessu ekki. Hún snýr andliti drengsins til vinstri og hægri, rannsakar sólbrunan. “Það er að batna,” segir hún, og gefur Nonk augnaráð með sönnum ímigusti. Síðan fer hún gegnum rútínuna sína, tekur í eyrnasneplana á drengnum og kíkir inn. Hún rennir fingri yfir tennurnar á honum. Með þumalfingri þrýstir hún niður neðri augnalokinu til að rannsaka hvítuna. Hún er ekki ekta læknir samt – hún var sálfræðingur áður en hún fór á eftirlaun vegna ásigkomulagsins. “Hárklippingin klæjar?” spyr hún Geronimó. Geronimó nuddar hálsinn, “klæjar,” segir hann. Dr. Gaby blæs hárbroddana af hálsinum á honum, snýr stólnum síðan við og hjólar inn í húsið. Nonk og Relle elta. Það er ekki alveg rétt að kalla þetta björgunarhús. Þarna búa fjórar manneskjur með varanleg vandamál og þær búa hér áfram. Þegar maður kemur hingað fer maður hvergi. Relle hefur enga þjálfun, svo hennar starf er meira eins og pössun, og maður getur reytt sig á að hún hefur reglur fyrir öllu. Svo, eftir Katrinu, birtist draumaliðið. Þeir komu út úr rútu frá íþróttahöllinni og leiddu hvern annan, átta fullorðnir menn. Dr. Gaby heldur að þeir séu einhverfir, en hún veit það ekki fyrir víst – þeir koma úr óvissri stofnun án nokkurra skjala, engar læknis skýrslur, sjúkrasögur, eða full nöfn. Hvar sem þeir bjuggu, bjuggu þeir saman, vanir að vera á fótum frameftir öllum kvöldum og kvarta ef þeir fá ekki sitt daglega myndband. Í kvöld, þegar Nonk og Relle ganga framhjá, eru þeir í stofunni, að drekka megrunar kók í bláum bjarma af Robin Williams kvikmynd. “Mér hryllir við þeim,” segir Relle. Nonk horfir á óskiljanleg andlit þeirra, á kókinn í þykku höndum þeirra. “Svo vesældarlegt,” bætir hún við. “Geturðu ímyndað þér að vera svona, bundin við að horfa á hvaða sjónvarpsþátt sem er, búa í hvaða borg sem rútan skellir þér niður í?” Í eldhúsinu eru smáköku grindir að kælast, og ylmurinn er yfirþyrmandi. Eldhúsborðin eru sérhönnuð fyrir hjólastól, svo þau eru alveg nákvæmlega há fyrir lítinn strák. Geronimó, í kjöltunni á Dr. Gaby, situr fyrir framan stóra hræriskálar. Dr. Gaby setur egg í hendina á Geronimó, vefur svo hendurnar á sér um hans. Saman brjóta þau egg á barminum. Dr. Gaby skilur sundur eggið, lætur rauðuna slyttast ofan í skálina. Án þess að segja orð, réttir hún Geronimó næsta eggið. Hann slær því á barminn, réttir Dr. Gaby það og hún skilur í sundur.

80

Page 81: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Relle grípur í smáköku. “Guð, haframjöl,” segir hún með munninn fullan. “Einn daginn fara okkar krakkar að lifa á smákökum.” Dr. Gaby segir Relle að þessar séu fyrir sjálfboðaliðana og listinn fyrir morgundaginn sé á ísskápnum. Síðan snýr hún sér að Nonk. “Þú hefur fattað að kærastan þín er ekki of tilfinningasöm. Samt verð ég að segja: gefðu stúlkunni lista, og hjálpi mér hvað hún getur útvegað.” Nonk spyr, “Svo engin bauð sig fram til að sækja draumaliðið?” Hann veit að hann ætti ekki að kalla þá þetta. Það er orðið sem Relle notar bara til að pirra Dr. Gaby. “Hundruð þúsunda manns hafa uppflosnast,” segir hún. “Ég veit um frægu skoðun þína um að fellibylurinn komi þér lítið við, en okkur hinum er ekki sama.” “Hvað skeður ef engin kemur til að ná í þá?” spyr Nonk. “Hvað um það,” segir Dr. Gaby og ypptir öxlum. “Og áður en við verðum of skrafhreyfin, ég get ekki hýst þig í nótt, Randall. Ég veit að það kemur fyrir, og ég get ekki stjórnað því sem skeður þegar ég er í burtu, en þetta fólk er varnarlaust núna, það þarf stöðugleika. Fyrir utan það verð ég að hugsa um barnið.” “Ekki hafa áhyggjur yfir stráknum,” segir Nonk. “Það er hugsað ágætlega um hann.” “Ég vil ekki ímynda mér,” segir Dr. Gaby, “hvar þetta barn sefur á næturnar. En ég er að tala um velferð þessa drengs á þessari stofnun. Ég veit ekkert um forsögu þessa manna, hvað þeir geta gert. Að greina rétt frá röngu, það er lúxus fullgildra manna. Ég yrði að gera allskonar varúðir áður en drengurinn gæti örugglega sofið hér.” Dr. Gaby leyfir Geronimó að dýfa fingri í deigið. “Hvar sefurðu?” spyr hún hann. Geronimó ljómar upp. “Bílnum,” segir hann. “Barnið kyssir bíl.” “Þetta er setning.” Segir Dr. Gaby. “Ekki vil ég fá að vita hvað það þýðir, en hann er nú þegar að tala í setningum.” “Ég kenndi honum þetta,” segir Relle. “Við sofum í stærðar byggingu við Prein vatnið,” segir Nonk. Dr. Gaby lítur á hann eins og til að segja, það þori ég að veðja um. “Ó guð,” segir Relle við Nonk. “Ég verð sko að sýna þér dálítið.” Hún hraðar sér upp stigann. “Svo hvernig er að vera foreldri?” spyr Dr. Gaby. “Hvað hefurðu lært um föðurhlutverkið upp til þessa?” “Það veit ég ekki,” svarar Nonk. Hún gefur honum hornauga. “Ertu að reyna að gera mig órólegan? Segðu mér bara hvað ég er að gera rangt. Ég lét strákinn fá sprauturnar sínar, allt í lagi? Alveg eins og þú sagðir mér að gera.” “Dr. Bensons, í heilsugæslustöðinni?” Nonk kinkar kolli. “Það er ágætt, Randall. Það er skref. Hefurðu nokkurntíma séð barn með rauðu hundana? Drottinn minn, og þetta er þegar það skeður, eftir að hörmungur gengur í garð. Klassískir útbreiðslu möguleikar.” Nonk tekur smáköku. “Ef þessir náungar geta verið hættulegir, hvað um þig, ertu ekki líka í hættu?” “Ó, ég hef engar áhyggur yfir því,” segir hún. “Það er nokkuð sem ég hef þó áhyggjur útaf. Í þessu lífi eru margar ákvarðanir gerðar fyrir okkur.” Nonk gerir sér ljóst að hún er um það bil að gefa ræðu, eins og þá sem hún gaf fyrir nokkrum vikum um barna þroskun. Í sannleika sagt, hefur hann uppgötvað, tuttugu og

81

Page 82: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

sjö ára að aldri, að hann elskar fyrirlestra. Aldrei fyrr hefur nokkur talað við hann lengi, í þeim eina tilgangi að betrumbæta hann. “Ekki hefði ég kosið að búa við Charles vatnið,” segir Dr. Gaby. “Hjónabandið mitt gekk ekki eins vel og ég hefði óskað. Veikindi mín, ég kaus þau ekki. Eitthvað á þessa leið hlýtur að gilda um þig, ekki satt? Þú sættir þig samt við hlutina, þú ert aðhæfanlegur. Það er einn af kostum þínum. En hvað varðar nokkuð eins og drenginn, þú mátt ekki vera sveigjanlegur. Þú verður að velja hann – svo verðurðu að vera hundrað prósent. Ekki hugsa um það eins og að kjósa, bara hlýða valinu. Taktu ákvörðun um hvað þú vilt, og vertu svo hlýðin því. Þú getur ekki sofið hérna í nótt vegna þess að ég hef valið þetta fólk og ekkert kemur mér til að miðla málum um það. Þú verður að stofna fjölskyldu, Randall. Þú kýs hana og sleppir henni aldrei. Blóð, það hefur enga þýðingu. Ættingjar þínir, og ég þekki til þeirra – þú skuldar þeim ekkert. Cherelle, hún er að tala eins og þessi drengur sé ekki þinn, að það sé próf sem mun segja það. Heldurðu að það skipti nokkru máli fyrir lítinn dreng?. Heldurðu að þessir menn séu ættingjar mínir? Ég er ekki einu sinni viss um hvað þeir heita. En ég kaus þá, Randall. Og ég sleppi því ekki.” Dr. Gaby lítur út fyrir að hafa meira til að útdeila, en Relle kemur niður stigan með málverk af önd sem flýtur á vatninu, brjóst-háu, vængirnir útbreiddir, tilbúnir til lendingar. Það kemur manni til að kippast til, að líta á þetta – maður getur næstum því fundið á sér byssugikkinn sem einhver ætlar að kippa í. “Hvað í helvítinu er þetta?” segir Nonk. “Ég fékk þetta á Hjálpræðishernum,” segir Relle. “Þetta er fyrir skálann. Veiðiskálann okkar.” Við suðurhliðina á Prien vatninu, á enda bryggjunnar, stendur grunnur af húsi sem fellibylurinn Audrey feykti burt fyrir fimmtíu árum. Undirstaðan er úr múrum, og sementið er blandað kalk leirsteinum sem glóa draugalega í tunglsljósinu. Nonk var vanur að leggja sendiferðabílnum þarna að næturlagi, aka beint upp eins og hann væri komin heim úr skrifstofunni og strekkja hengirúmið sitt milli bílsins og elstæðis stakks. Nú getur hann valið úr mörgu: Stormurinn Rita þeytti öllum þessum húsum út á sundið, þar sem sjávarfallið tætti þau í sundur. Í rökkrinu, ekur Nonk að sement hellu lýst af framljósunum. Hann mjakar bílnum upp á grunnin, leggur honum að í stofunni. Síðan fara þeir Geronimó að búa sig undir háttinn. Þeir standa á köldu keramik tíglunum í eldhúsinu, vindurinn frá vatninu slæst að fötunum þeirra meðan þeir bursta tennurnar og stara út á grænu og rauðu leiðarmerkin í sundi skipanna í fjarlægð, blikkandi krana olíu borpallana. Þarna er klósett, það eina sem enn stendur í byggingunni, en þegar Nonk lyftir lokinu upp varlega hefur einhver skitið í klóið, svo hann pissar í svefnherberginu, setur svo nýja bleyju á strákinnn. Þegar hann kastar þeirri gömlu eins og handsprengju yfir mýragrasið, þagna froskarnir. Pakka grindurnar eru lagðar saman, froðu mattan er rúlluð út, og faðir og sonur fara að sofa. Geronimó liggur á bakinu og lítur upp að hvolfþaksljósinu. Nonk liggur á hliðinni, horfir á strákinn sem andar rólega, þrátt fyrir allt sem hann hefur farið í gegnum, þó vantar glampa í augun á honum, eins og litla ljósið í honum gæti dvínað einn daginn. Andadráttur hans er hreinn og fullkominn, samt sem áður, vellyktandi. Þó drengurinn líkist ekki Nonk, brýnir hann augnabrýrnar líkt og Harlan ættingjarnir. Og þessi djúpu, brúnu augu, með hveiti rákum, eru ekta Marnie. “Hvar er Mamma?” spyr Nonk hann.

82

Page 83: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Drengurinn horfir upp að ljósinu. “Augasteinn,” segir hann. Hann segir þetta skært og ákveðið, en ekki með tilfinningum. “Augasteinn?” segir Nonk. “Nank,” segir drengurinn. “Nonk?” “Augasteinn,” segir drengurinn. Nonk tekur eftir leir undir nöglunum á stráknum. Hann tekur í hendina á honum, og skafar undan nöglunum með pennaloki. Geronimó horfir á það sem faðir hans er að gera. Neglurnar á honum eru mjúkar og sléttar, einhvernvegin fullkomnar. Dr. Gaby segir að þegar barn hefur ekki góða næringu, birtast rákir á neglurnar – neglurnar á Geronimó sanna að Marnie hafi gefið honum nóg að borða. Nonk heimsótti drenginn nokkrum sinnum áður en hún flutti hann til New Orleans. Undir tortryggislegu augum Marnies, át Nonk búðing með drengnum og lék við hann leiki eins og “ég skal grípa í sólgleraugun þín og henda þeim niður á gólfið og þú getur ekki stoppað mig.” En Nonk verður að játa að hann var alltaf að horfa í kring um sig í íbúðinni, sjá hvernig Marnie eyddi peningunum. Hann sá eiginlega aldrei drenginn, hve fullkominn hann var, hve algjörlega óspilltur. Nonk veit að einn daginn eftir að Marnie sækir Geronimó og drengurinn stækkar, muni hann ekkert eftir hvernig þeir fóru í sturtu snemma á morgnana hjá Rauða Krossinu, leituðu sér ætis og fundu pítsu á morgnana, ráfuðu um landsbyggðir saman í brúnum sendibíl. Það er líklega fyrir bestu, segir Nonk sjálfum sér. Gott fyrir þroskun hans. Hann strýkur hárið á drengnum. Síminn hringir – Kalifornía – og Geronimó horfir kvíðafullur á símann. Kvenmanns rödd kveður við, “ég er að hringja fyrir Harlan Richard. Er þetta Randall Richard?” “Þetta er Ríí-shard,” segir hann. “Þú veist það kannske ekki, en faðir þinn getur ekki talað. Hann bað mig að lesa miða fyrir þig. “Ertu hjúkrunarkona?” spyr Randall. “Hjúkrunarliði.” “Er hann að deyja?” “Þeir skrifa það nú ekki niður á skrifbrettið,” segir hún. “En þetta er Greiðastaður.” “Enginn kemst út úr Greiðastaðnum, ekki satt?” “Ég mundi nú ekki segja það.” “Hvað hefurðu þekkt faðir minn lengi?” “Ég er bara nýkomin á vakt,” segir hún, byrjar svo að lesa miðann með slitróttri, vélrænni rödd. “Ég veit ég hef ekki gefið þér mikið, Randall. Ég hef ekki alltaf haft mikið til að gefa. Skrýtið að allt sem ég hef til að segja þér, veistu nú þegar. Ég hef svolitla yfirfærslu fyrir þig. Það gæti komið að gagni. Læknirinn segir – “ “Réttu honum símann,” skipar Nonk henni. “Það getur tekið nokkurn tíma að venjast því,” segir hún, “en hann getur ekki talað.” “Gjörðu svo vel,” segir hann, “réttu honum símann.” Þegar Nonk heyrir másið og glamrið, segir hann, “Hér er afabarnið þitt,” og réttir Geronimó símann. “Þetta er afi þinn,” segir hann drengnum, en strákurinn situr bara kyrr, skikinn kastar bjarma á kinnina á honum. Hann segir ekki einu sinni “augasteinn.” Nonk verður ljóst að “afi” er orð sem drengurinn hefur líklega aldrei heyrt. Nonk hvíslar, “Þetta er Grover.”

83

Page 84: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Gró-gró?” spyr drengurinn, “Gró-gró?” Síðan umlar hann öll ABC stafrófs orð lagsins. Hann starir sviplaus fyrir framan sig meðan hann syngur, og allt í einu dettur Nonk í hug að drengurinn hefur líklega aldrei séð Sesame Götu persónurnar í sjónvari, aðeins heyrt orðin á þessum eina, endalausa geisladisk. Eftir dálitla stund, tekur Nonk símann aftur. “Þú fékkst að tala við afason þinn – það er ekki svo slæmt, ha? Ekki allir afar fá að gera það. Heyrðu pabbi, þú ættir að vita að ég ber þér enga óvild, álasa þig ekki. Ég vil að þú teljir sjálfum þér trú um að þú gerðir þitt besta – slepptu því svo. Þegar kemur að því, líttu ekki yfir öxlina, allt í lagi?” Nonk lokar símanum og dregur hurðina aftur. Síðan flettir hann lakinu ofan af fótleggjunum til að tæla mýflugurnar burt frá syni sínum, og áður en slokknar á loftljósinu, er Geronimó farin að hrjóta sínum barnafeitu hrotum, og feðgarnir sofa báðir.

Verkkunnátta ríkir í bílnum snemma næsta morguns. Eftir að Nonk pakkar sopabollum og samlokum, ekur hann austur gegnum smáþorpin. Í einu þeirra hafa nýlega auð svínabú vikið fyrir pilsu verksmiðju. Feðgarnir eru með vörusendingu á Chennault flugvöllinn, síðan koma þeir aftur til Calcasieu Héraðs fangelsisins, aka framhjá vélbúnaðar verslununum og munaðarleysingja heimilinu, keyra loksins út af þar sem sektatrygginga hjólahúsin standa í röð frammeð veginum. Vegna alla fanganna frá New Orleans, eru þrisvar sinnum fleiri fangar í Chalcasieu tugthúsinu en það var byggt fyrir. Í bílastæðinu fyrir utan girðingu tukthússins hafa brottfluttningja fjölskyldur fanganna sett upp tjöld sem notuð eru fyrir heimsóknarpláss til bráðabyrgða. Í sjóðheitum sólarhita, læsir röð af foreldrum og eiginkonum fingrunum á girðinguna. Fyrir aftan hana, standa fangarnir undir verði og gera það sem fangar allstaðar gera – staðfesta og fullvissa, gera framtíðina mögulega. Fangar, gestir, og verðir, allir lifa á útbúnaði frá Rauða Krossinu, svo allir hafa sömu munnskolalyktina, sömu hótel sápu lyktina, sömu ála hringi í kringum handakrikana. Nonk hefur borið út í þetta fangelsi allt frá video leikum til brúðkaups smókinga, en í dag, er þeir hjóla handkerrunni í kringum fólkið sem dreifist um stéttina, kemur hann með handjárn, stungusárs vesti og kassa frá fyrirtæki sem er kallað “SlamTek.” Nonk bíður í röð eftir vörðunum og hallar sér að þessum kössum og skoðar fanga rafsjárstöðina sem hefur verið sett upp. Hann getur ekki útskýrt hversvegna, en honum dettur allt í einu í hug að segja að hann þurfi að sjá Marnie Broussard, að hann sé bróðir hennar, Dallas. Vörðurinn fer gegnum stafla af ratsjár skýrslum, hringir gegnum símastöðina. “Ef þeir hafa hana,” segir hann, “koma þeir út með hana.” Nonk klárar að afhenda pakkana, fær sér kók, bíður síðan í sendibílnum með Geronimó, les morgunblaðið meðan þessi eini geisladiskur spilar. Þarna er grein um konu sem fleygði börnunum sínum út af bryggjunni. Það segir að engar skýrslur finnist um börnin, engin fæðingavottorð eða neitt. Hún fæddi þau líklega heima hjá sér, segir í greininni, í sveitunga bústöðunum, og setti þau aldrei í skóla eða fór með þau til læknis. Einkennilegt að hún fullyrðir að hún muni ekki hvað þau hétu. Henni er ómögulegt að muna nöfnin. Nonk undrast yfir hvort þetta sé mögulegt, að engar skýrslur séu til um að fólk hafi verið á lífi. Kannske ef líf manns er nógu klúðrað, ef til vill ef maður lifir lengst út á jaðrinum. Loksins, gegnum framrúðuna, kemur hann auga á Marnie, sem er verið að leiða út, hendurnar upp að skæru ljósunum. Alls konar fólk hefur verið að draga fæturnar þarna í

84

Page 85: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

kring, klætt samfestingum í allskonar litum, en þegar hann sér hana í gallanum, verður honum bilt við. “Nei, sjáðu bara,” segir Nonk við son sinn, klifrar síðan niður úr bílnum og gengur yfir bílastæðið. Þegar Nonk fer einnig að grípa í girðinguna, hristir Marnie hausinn við að sjá hann. “Mér hefði átt að detta þetta í hug,” segir hún. “Bróðir minn kæmi aldrei í heimsókn til mín.” “Hvað í fjáranum ertu að gera hér?” spyr Nonk. “Ég er búin að leita að þér allstaðar.” “Hvernig hefur drengurinn minn það?” spyr hún. “Það er allt í lagi með hann,” segir Nonk. “Svo hvað kom fyrir þig?” “Þetta eru allt mistök sem verður ráðið úr.” “Hvað gerðurðu af þér?” “Ekkert. Ég sagði að þetta væri misskilningur.” “Reyndirðu að plata ríkið eða eitthvað þannig?” Marnie heldur upp hönd. “Hei, hættu nú. Veistu hvernig það er að vera hér inni? Helmingurinn af New Orleans er hérna. Engin sturta, ég sef á kaffiteríu borði. Konum og mönnum er komið fyrir saman hér inni, Randall, kynhverfingar og nauðgarar. Þeir sendu rassgötin á okkur yfir til Jena miðlungs öryggis ríkisfangelsins um tíma.” Hún starir á hann til að láta þetta sökkva inn. “Þar voru nokkrar fyrirbæris tíkur inni.” Við hliðina á þeim er sakfelldur maður að reyna að hughreysta eiginkonu og dóttur sína, sem, Nonk verður var við, virðast mjög miður sín við að hlusta á Marnie. “Hvað kom fyrir?” spyr Nonk. “Sjáðu til,” segir Marnie. “Ég var með þessum náunga, og ég vissi ekki hvað hann var að fást við. Og þeir náðu mér í sambandi við þetta vesen. Mér hefði verið sleppt út fyrir löngu ef ekki væri fyrir öll ófrágengu skjölin, það eru líklega þúsund mál á undan mínu. Ég hef ekki einu sinni verið ákærð ennþá. “Ákærð fyrir hvað?” “Ég sagði þér, fyrir ekkert. Ég gerði ekkert af mér.” “Ég kem hingað á hverjum degi, Marnie. Þú hefðir getað látið mig vita. Ég þurfti á hjálp þinni að halda.” “Þér gengur ágætlega, og mér verður sleppt út fyrr en varir. Hann er góður strákur, engar leiðbeiningar nauðsynlega.” “Ó, jea,” segir Nonk. “Segðu mér hvað bvei þýðir.” Hún skellir uppúr. “Er þér alvara? Hvað heldurðu að það þýði?” “Ég hef ekki hugmynd um það.” “Það eru töfraorðin, Randall, bvei þýðir ég vil.” “Strákurinn segir augasteinn – hvað þýðir það?” spyr Nonk. “Hann segir augasteinn?” spyr hún. “Hversvegna skyldi hann segja það?” Nonk hristir höfuðið. “Hvað um stafina MO?” “Jesús, Randall, ertu að grínast? Reyndu að lesa fyrir hann. Ég skildi eftir bókina Elmós Fer í Sumarfrí. “Hann sagði orðið Nark.” “Því ættirðu í andskotanum að trúa,” segir hún. Nonk finnur skjálfta í fellibyls girðingunni. Hann snýr sér við og horfir yfir hendur hinna heimsóknagestanna. Ekki langt frá er fangalið með skóflur að rétta við þann hlut girðingarinnar sem fellybilurninn Rita lamdi niður.

85

Page 86: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Heldurðu að það sé best fyrir hann að sjá þig svona? Spyr Nonk.” “Er hann hérna? Þú ert með drenginn minn og þú hefur verið að halda honum frá mér.?” “Ég þarf að spyrja nokkrar spurningar, Marnie, og ég verð að fá svörin.” “Vertu ekki svona mikill skíthæll,” segir hún. “Hvar er hann?” Nonk starir bara á hana. “Þú ert drullusokkur,” segir Marnie. “Það eina sem ég gerði af mér var að leyfa Allen að nota símann minn. Það er allt og sumt, ég sver. Hann var flæktur inn í einhvern andskota og ég vissi ekkert um það.” Hún er alltaf að reyna að setja hendurnar í vasana, en hún er ekki með neina vasa. Nonk og Marnie voru ekki saman nema í tvo mánuði, þó hann muni vel eftir hvernig hún starði af og til út í loftið, það virtist boða möguleika. Hún starir þannig núna, nema það er svo augsýnilegt að hún er ekki að einblína á framtíðina, heldur burt úr fortíðinni. “Skilurðu, þeir halda að ég sé manneskjan sem kom með efnið. Eins og ég hefði tíma til að keyra allar nætur með áttakúlur af spítt um allar trissur. Ég á barn. Ég hef ábyrgðir. Ég snerti aldrei einu sinni þetta spítt.” Marnie setur hendurnar yfir augun, eins og til að skýla sig frá einhverri mikilli fjarstæðu. “Jesús Kristur, Allen er svo heimskur. Ég hefði átt að vera áfram með þér,” segir hún, og skellir upp úr, ömulegum, sjálfs-álasa hlátri sem þýðir að þetta yrði líklega eina leiðin til að gera lífið hennar jafnvel vesælla. Nonk hugsar til James B. og hvernig hann skalf. Hvernig James B. gat ekki trúað því að guð kæmi vínbúð til að glóa. “Ég þarf að spyrja þig,” segir Nonk, “og ekki grínast, allt í lagi? Er Geronimó skírnarnafnið hans?” “Hvað ertu að tala um?” “Ég er að spyrja hvaða nafni drengurinn var skírður?” “Ertu að grínast?” spyr hún. “Þú nefndir hann.” “Ég sá aldrei fæðingarvottorð eða nokkuð þannig.” “Hvernig dettur þér þessi fjandi í hug?” “Ég var bara að hugsa um þessa konu,” segir hann Marnie. “Þú veist, þessa sem henti krökkunum sínum út af bryggjunni. Hún hefur líklega verið sett inn hérna. Andskotinn, þú þekkir hana líklega.” “Ó guð,” segir Marnie, hlær burt sárindin. “Fjandans óþokkinn þinn.” “Hvað?” “Ég trúi ekki ruddaskapnum í þér. Ég elska strákinn meira en þér dettur nokkurntíma í hug.” “Hvað sagði ég?” “Ég veit hvað þú ert að gefa í skyn og það er aulalegt af þér. Segðu bara blátt áfram hvað þú ert að hugsa um.” Nonk bakkar upp. Hann bakkar að sendiferðabílnum, þar sem hann lyftir drengnum upp, strýkur hárið á honum. Nonk setur teikninguna af ampáfanum í hendina á honum og segir,”hér, gefðu mömmu þetta.” Þeir fara að ganga yfir bílastæðið, en drengurinn er strax á hlaupum. Nonk eltir í dálitilli fjarlægð. Hann sér drenginn sinn taka fast í girðinguna. Hann sér Marnie fara að gráta, að þurrka tárin með skjálfandi fingrunum. Þetta er ekta sjón, þetta er angist. Þetta er ekki kona sem heldur að að hún sjái drenginn sinn aftur eftir viku, þetta er andstætt því, og allt í einu verður Nonk ljóst að hann verði að hugsa um drenginn mjög lengi.

86

Page 87: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Chuck E. Osta veitingahúsið hefur fyllst líkamsóþefi og bása útivistafólki, en það er engin annar staður aflögu. Litla ljósið í augum Geronimós er dimmt, svo Nonk setur hann ofan á öll ökuleikföngin í kringum leikherbergið. Nonk losnar ekki við vofu hugmyndina úr huganum meðan hann rennir aur eftir aur niður í trektirnar, hugmyndinni um að hann viti ekki hver skildi drenginn eftir í bílnum sínum. Hann áttaði sig ekki alveg á þessu þar til hann ók burt frá fangelsinu, en hugmyndin um hendur einhvers ókunnugs manns, það kemur pitsunni til að brenna í maganum á honum. Nonk krýpur niður að Geronimó – fullkomnar kinnar, gisnar tennur, augun bjúgvatns svört – fljúgandi mílu á klukkustund á fleygjiferða leikvögnunum. “Hver kom með þig til mín?” spyr hann drenginn. Nonk veifar hendinni gegnum einblíni drengsins, en Geronimó fylgist ekkert með. Það er eins og með því að beina athyglinni ekki, komi hann ekki auga á staðinn þar sem móðir hans er aldrei við. Nonk snertir eyrnasnepilinn á barninu, horfir inn í augun á honum. Ef krakkinn gæti bara grátið, gæti Nonk vitað hvað hann ætti að gera. Þegar barn grætur, hristir maður hann ástúðlega og slær létt í rassinn á honum. Nonk setur meiri smápeninga ofan í ökuleikföngin, hringir síðan í Relle. Þegar hún svarar, segir hann, “Er þér alvara um þetta útbúnaða fyrirtæki, um að koma því af stað? Vegna þess að ég þarf að vita það – ekkert grín.” “Hvað er að?” spyr hún. “Kom eitthvað fyrir?” “Segðu mér hvort þetta skála fyrirtæki sé raunverulegt, segðu mér að þetta verði til. Að ala upp soninn minn aftan í sendibíl, þetta verður að hætta.” “Auðvitað gerist þetta, ef þú vilt það. Þú hefur séð gæsirnar þarna niðurfrá. Endur allstaðar. Við erum með farartækið, síðan breytum við hundabyrginu í skála, og áður en varir erum við komin með matreiðslumann og sánabað. Allt í einu er fólk að koma í brúðkaupsferðirnar.” “Ég get fengið trukk, en ef þetta er eitthvað spaug hjá þér – “ “Fólk er að senda inn innborganir sínar,” segir hún. “Og hvenær hef ég ekki staðið með þér? Ég er sú eina í veröldinni sem stendur með þér.” Nonk starir á Geronimó um stund, að hringsnúast í makindum inn í tebolla. “Ekki tala meira um faðernis prufur, allt í lagi? Hann er sonur minn, endi sögunnar. Og ég vil aldrei nokkurn tíma aftur heyra talað um Marnie.” “Þú hefur rétt fyrir þér,” segir Relle, “Ég hefði ekki átt að taka þessa prufu. Þetta barn er þitt blóð, það er auðsýnilegt. Þannig er með blóðið, krakkinn þinn verður alltaf þinn, sama hvað kemur fyrir, sama hvert þú ferð.” “Þetta er meira eftir mínu höfði,” segir Nonk. “Ég ætla að hringja vestur, og þú þarft að fara að pakka niður.” . “Hvað um strákinn?” “Nú förum við að gera allt rétt.” Nonk strýkur yfir andlitið á sér með vatni úr rauðu plastiks glasi. Hann setur blautar hendurnar á sér á axlirnar á drengnum, og hringir síðan til Kaliforníu. Þegar faðir hans svarar, segir Nonk, “Náðu í einhvern. Við þurfum að tala saman.” Eftir eina mínútu er sjúkraliði kominn í símann. “Hola,” segir hann. “Esta Enrique acqui.” “Enrique,” segir Nonk. “Geturðu hjálpað mér að tala við föður minn?”

87

Page 88: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Hei,” svarar Enrique. “Þú náunginn sem lét konuna sína hringja? Því ég frétti um það. Það var kaldræðni.” “Það var einhver annar,” segir Nonk. “Gott, gott,” segir Enrique, “vegna þess að gamli maðurinn er svo sniðugur. Pabbi minn, hann var skapstirður hombre, þú veist. En pabbi þinn minnir mig á hann.” “Hvernig hefur hann það.?” “Hann er dauður,” segir Enrique. “Hann er dáinn?” “Jea, dó í fyrra. Bíddu, ertu að tala um pabba minn eða þinn? Ég hélt þú værir að spyrja eftir pabba mínum.” “Ertu að gera grín að mér, maður?” spyr Nonk. “Enrique svarar ekki. Nonk heyrir hann kalla, “Þetta er strákurinn þinn, hann vill vita hvernig þér líður.” Svo segir Enrique við Nonk, “Við verðum að bíða meðan hann vélritar.” “Hvað er hann með, faratölvu?” “Greiðarstaða deildin hefur verið sett í samband, segir Enrique. “Á tölvunni getur hann talað, þú veist.” Síðan les Enrique hægt, meðan Harlan vélritar. “Sá fellibylinn í sjónvarpinu. Er allt í lagi?” Nonk er ekki viss um hvað “allt” á að þýða, en hann svarar, “Jea, segðu honum að margt fólk sé týnt, en við lifðum þetta af.” Enrique endurtekur þetta, fer svo aftur að lesa. “Mjög erfitt fyrir ungan strák. Ég var sex ára þegar Audrey skall á. Þeir sögðu það hefði líklega stöðvað uppvöxt minn, árið eftir Audrey.” Nonk hefur heyrt alla gömlu mennina tala um Audrey, storminn sem blés tuttugu mílur inn í landið, alla leiðina upp að Charles vatninu, hvernig þeir höfðu enga viðvörun, hvernig krókodílarnir sváfu undir trjánum, biðu eftir að líkin rotnuðu af greinunum. En Harlan minntist aldrei á það. “Hefði ég verið kjur í bænum,” les Enrique, “hefði stormurinn tekið mig. Þar hefði ég átt að vera. Þannig á Kajun að fara.” “Segðu honum að ég fékk pakkann hans,” segir Nonk. Enrique skilar þessu, svarar svo, “Númerin í seðlaveskinu mínu eru Net póker reikningur – það er bankinn minn. Engir skattar, ekki hægt að rekja. Víra bara peninga inn, víra þá út.” “Spurðu hann hvort hann eigi trukk?” “Hei,” segir Enrique, “hvernig væri að spjalla dálítið saman? Þið náungarnir hegðið ykkur eins og ættingjar í staðinn fyrir fjölskylda.” “Hvað svarar hann? Hefur hann þetta? Enrique spyr, les síðan svarið: “Hvað heitir drengurinn?” “Geronimó,” svarar Nonk. “Krakkinn þinn heitir Geronimó? Það er æðislegt. Þetta verður æðislegur strákur. Nöfn eru örlög þannig. Ég heiti Maximilian í alvöru.” Nonk segir, “Spurðu hann hvort þetta sé sendiferðabíll eða pallbíll, þú veist, hvað eru margar mílur á honum?” Enrique spyr, kemur síðan til baka. “Ég á nokkra bíla – sama hvað þeir eru virði, þeir eru þínir. Ég ætlaði að skilja þá eftir fyrir holdveikisjúklingana.”

88

Page 89: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Þetta er nokkuð sem Nonk hefur ekki heyrt síðan hann var krakki, í þá daga var fólk vant að skilja gamlar mumblur eftir á bryggjunum fyrir birgða bátinn frá Carville Eyju, þar sem holdveikisjúkrahúsið var. Marlan var alltaf að spaugast um að maður ætti eigilega aldrei neitt - .þeir holdveiku lánuðu manni það bara um stund. Harlan hefur ekki hlegið síðan hann tapaði raddaböndunum sínum – það eina sem eftir er er að augun víkka út, varirnar þynnast – en Nonk man eftir að hann hlóg góðlega af örlögum holdveikisjúklinganna, eins og þeir væru nær Kajunum á þróunar trénu. “Hann hljómar ekki eins og hann sé að dauða kominn,” segir Nonk. “Heldurðu að hann sé að deyja’” “Spurðu hann,” segir Enrique. “Hann vill tala við þig.” “Hvað?” “Hann hefur verið að æfa sig á að tala.” “Á tölvunni?” “Nei, talandi talandi. Það er ekki hægt að skilja hann, en þú fattar hvað hann er að reyna að segja.” Nonk heldur símanum stöðugum, brýtur heilann um hvað faðir hans vilji tala um – bardaga sem hann komst undan, hvernig fólk minnist hans, hvar eigi að jarða hann. En þegar Harlan kemur í símann, þegar Nonk heyrir rámt, vott snark djúpt neðan úr vélindanum, skilur hann að þetta er eitthvað um drenginn. Nonk ímyndar sér opinn munninn á föður sínum, eins og dyr inn í eitt af þessum þaklausu húsum, en þó Nonk geti ekki heyrt nokkuð hljóð, veit hann að þetta er um afasoninn, fellibyl, og komandi árin.

Nonk keyrir að húsinu þar sem hann átti heima áður, grípur lykla, peninga og seðalveski af sófanum. Í draslinu á gólfinu tekur hann eftir litlum sjónauka, eins og maður fer með á fótboltaleik, og alla leiðina til Dr. Gabys, starir strákurinn á veröldina gegnum eina linsu. Þegar Nonk keyrir upp og leggur að á grasflötunni, er draumaliðið samankomið í strandastólum á veröndinni. Relle er að lesa hægt fyrir þá öll nöfnin á meðlima listanum fyrir Louisiana Sálfræðis Félagið. Hún les nafn, rannsakar hvort andlitin bregðist við, endurtekur svo nafnið áður en hún heldur áfram niður listann. Geronimó hleypur út úr bílnum og sest í einn af auðu stólunum. Logn liggur yfir deginum, með skýjum, og allir eru þeir að hlusta eftirvæntingafullir á rödd Rellear, eins og hún væri að kalla út nöfnin þeirra, eins og hún ætli fyrr en varir að velja þá til að ganga í lið þeirra þekktu. Nonk labbar upp hjólastóla rampinn. Relle stendur upp og setur útprentunina á stólinn sinn. “Ég hélt þú kæmir bara aldrei,” segir hún. “Mississippi Sálfræðis Félagið er næst.” “Ertu tilbúin?” spyr hann. “Erum við virkilega að fara af stað? Eins og til að prufa raunveruleikann, bætir hún við, “Ég meina, hvað um vinnuna þína? Verður þú ekki rekinn?” “Kannske,” segir hann. “Kannske kenna þeir fellibylnum um það.” Hún metur hann hægt með augunum. “Allt í lagi,” segir hún. Fyrir innan finna þau Dr. Gaby í eldhúsinu, að pakka færibands röð af samlokum í plastiks umbúðir. Geronimó nær í hræriskál úr skápnum, bíður með eftirvæntingu með hana. Eins og hún viti hversvegna Nonk er þarna, snýr Dr. Gaby sér ekki við til að líta á hann.

89

Page 90: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Dr. Gaby spyr Relle, “Nokkur viðbrögð frá listanum?” “Þeir vita ekki einu sinni hvað þú heitir,” segir Relle. “Þeir þurfa ekkert að vita hvað neinn heitir,” svarar Dr. Gaby. “Bara kannast við nöfnin.” “Við erum á leið til Kaliforníu,” segir Nonk henni. “Hvenær ferðu?” spyr Dr. Gaby. “Núna strax.” “Og hvernig kemstu þangað?” “Í sendiferðabílnum.” “Ætlarðu að fara í vöruvagninum úr vinnunni til Kaliforníu – leyfa þeir það?” Nonk ypptir öxlum, en Dr. Gaby sér það ekki. Hún er að setja hverja samloku varlega í miðjan plastik ferhyrning. Hún brýtur upp eina hlið, síðan aðra, vefur svo endunum saman. “Þú getur ekki tekið drenginnn,” segir hún. “Ekki í stolnum farangursvagni. Þú ert ekki einu sinni með öryggis sæti.” “Ég veit það,” segir Nonk. “Þessvegna er ég hér.” Hún hjólar sér andspænis honum. “Dr. Gaby,” segir hann, “Ég gerði það sem þú sagðir, valdi. Ég valdi, og ég ætla að verða rétta tegundin af faðir. Öll þessi vitleysa í honum pabba, allt sem hann gerði fólki, nú er tækifæri til að gera það allt að góðu. Ég bið bara um viku. Það er ekki gott fyrir strákinn að fara með. Ég veit það er þannig sem þú hugsar um þetta, hvað sé best fyrir hann.” “Við ætlum að koma til baka með trukk,” grípur Relle frammí. Dr. Gasby spyr, “Veistu hvað þú ert að fara út í? Þú verður að fá dauðavottorð, skrásetja faratækið í öðru ríki, fá tryggingu, og það er bara byrjunin. Guð gefi að það verði ekki skiptaréttur.” “Við komum þangað áður en hann deyr.” Segir Nonk. Dr. Gaby snýr sér að Relle. “Ætlar hún að keyra þessu faratæki til baka? Hvað um það ef þetta er ósjálfvirkt? Keyrir hún þá sendiferðabílnum?” “Þetta snýst um meira en trukk.” Segir Nonk. “Hættu að gera lítið úr þesssu. Við erum ekki einu sinni komin út úr dyrunum,” segir Relle. Dr. Gaby réttir Relle disk með samlokunum. “Viltu gjöra svo vel að afhenda þeim hádegisverðinn.” Í staðinn fer Relle upp til að klára að pakka. “Að hugsa um drenginn, það er ekki málið,” segir Dr. Gaby. “Mér þykir vænt um hann. Kjarni málsins er þetta: Nefndu mér eina manneskju sem flúði Louisiana og kom til baka.” “Ég,” segir Nonk. “Ég kem til baka.” “Heyrirðu í sjálfum þér? Þú skuldbindir þig ekki við barn með því að yfirgefa það.” “Það er bara í viku,” segir hann. Dr. Gaby hugsar málið. Hún rúllar sér að ísskápnum til að ná í mjólk, hellir síðan bolla af D vítamíns drykknum fyrir Geronimó. “Þú þekkir skoðun mína á þessum málum, ekki satt? Þú skilur að ef þú skilur þennan dreng eftir hjá mér, verð ég að gera það sem er best fyrir hann. Það er það sem ákveður.” “Það er nákvæmlega það sem ég vil,” segir Nonk. “Þessvegna er ég hér.”

90

Page 91: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Fannstu móðirina?” “Hún er í Calcasieu Héraðs fangelsinu.” Dr. Gaby andvarpar og horfir á drenginn. “Geturðu fengið mér eitthvað samband þarna fyrir vestan? Ef gemsinn bilast eða fer úr sambandi, er einhver sem ég get hringt í.” “Nei,” segir hann. “Og geturðu sagt mér nákvæmlega hvenær þú kemur til baka?” “Ég geri ráð fyrir eftir viku. Tvo daga vestur, tvo daga til baka, tvo daga fyrir pappírsvinnu. Einn dag fyrir eitthvað óvænt.” “Mér þykir fyrir því að vera svona, Randall. Getum við ákveðið nákvæmlega hvenær þú kemur til baka?” Nonk lítur allt í einu tortryggin á hana. “Ja, kringumstæðurnar eru óstöðugar. Margt getur skeð sem við búumst ekki við. Ég geri ráð fyrir að svarið sé nei, ef þú vilt vita nákvæmlega.” “Ég verð að nótera það hjá mér, allt í lagi, að þú getir aðeins giskað á hvenær þú komir til baka.” Augabrýrnar á Nonk færast niður og hann lítur út eins og hann hafi verið svikinn. “Randall,” segir Dr. Gaby. “Veistu hvað þú ert að gera? Þú veist að þú þarft ekki að fara. Þú ert í vinnu, ég get hjálpað þér. Viltu að ég kjósi þig? Ég skal gera það.” “Heyrðu nú, Dr. Gaby,” segir Nonk. “Þetta er bara vika.” Dr. Gaby setur autt blað á eldhúsborðið, leitar svo að blíanti. “Þú verður að skrifa mér miða, gefa mér umsjón. Ef það verður neyðartilvik eða við þurfum á læknishjálp að halda, verð ég að hafa þetta.” “Bráðabirgðis umsjón.” “Auðvitað,” segir hún. “Bráðabirgða.” Hljóðlega dregur Dr. Gaby út smá kælibox fyrir ferðalag þeirra. Meðan Nonk skrifar miðann, setur hún samlokur og gos niður í það, með bláum ís til að halda því köldu. Hún pakkar smákökum í málmpappír. Orðin koma auðveldlega, en þegar Nonk er búinn að skrifa og hann reynir að lesa þau, eru þau ekki skiljanleg. “Þú verður að fylgjast með henni,” segir Dr. Gaby meðan hún réttir honum kæliboxið. “Ég hef alla tíð trúað á gæði Cherellear, þó í sannleika sagt hef ég ekki séð mikið merki um það.” Þegar þau koma út, koma þau auga á Cherelle að kjaga yfir grasflötinn eins og hún sé ólétt með níðþunga saumavélina sína sem hún er að bera út í bifreiðina. “Hvað ertu að gera?” kallar Nonk til hennar. “Við komum strax til baka.” Það rymur í Relle og hún svarar, “Ég fer ekki fet án þess að hafa saumavélina mína.” Dr. Gaby lítur upp til Nonks. Það er sama augnaráðið og gömlu konurnar í kirkjunni gáfu honum. “Hvað?” spyr hann. Hún heldur áfram að stara á hann. “Ekkert,” segir hún. Nonk fer inn í bílinn til að ná í gula drunuboxið hans Geronimós og restina af dótinu hans, sem er enn í sömu tuðrunni sem Marinie skildi eftir. Það virðist eins og að ætti að vera heilmikið eftir að gera til að búast fyrir ferðalagið, en í rauninni er það ekki. Hann kemur til baka og setur farangurinn á veröndina. Geronimó situr ofan á rampi með fæturnar dinglandi niður, heldur á sjónauknum. Hann er að horfa gegnum aðeins eina lensu, svo Nonk geti litið gegnum hina.

91

Page 92: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Stór fugl,” segir Geronimó honum. Nonk krýpur niður að drenginum. “Nonk verður að fara,” segir hann honum. “En hann kemur strax til baka. Nonk kemur alltaf til baka, mundu það.” Síðan tekur hann rafblokkina og réttir Geronimó. “Þetta hefur tölvukubb. Sama hvert þú ferð eða hvað kemur fyrir þig, get ég fundið þig með þessu. Ef eitthvað verður að, tala ég við vini mína í vinnunni, og þannig get ég haft upp á þér.” Nonk kyssir drenginn á ennið. “Þú manst að Nonk er alvöru faðir þinn,” segir hann. “Og hann kemur strax til baka.” Áður en hann getur kvatt Dr. Gaby, hjólar hún sér inn í húsið. Þegar Nonk klifrar inn í vörubílinn er Relle að affesta barnastólinn sem hangir milli sætanna, síðan dregur hún upp heilmikið af blöðum sem hún útprentaði úr Netinu. Eitt útprint er kallað. “Los.Angeles Íbúða Biblían.” “Hvað?” segir hún þegar hann lítur á þetta. “Það er ekki hægt að sofa í bíl í L.A.” Allt gengur vel, hugsar Nonk þegar hann kemur bifreiðinni í gang. Þetta fór betur en hann væntist. Hann hræddist um að Geronimó kæmist í uppnám þegar hann kvaddi hann, og þá mundi hann sjálfur falla saman og ekkert komst af stað á réttan hátt. En allt gekk eins og í sögu. “Við verðum að hafa hraðann á,” segir hann þegar þau aka úr heimkeyrslunni. Nonk veifar út um gluggann í síðasta sinn – draumaliðið starir á hann án þess að dæma, án þess að bregðast við; drengurinn hans horfir á hann eineygður. Gegnum kíkirinn, hugsar Nonk, hlít ég að vera stækkaður, allur vettvangur í auga drengsins. Þau beygja inn í Vatnagötu, og ráðgerðirnar eru komnar í gang. Í staðinn fyrir að eitthvað komi fyrir Nonk, er hann allt í einu að koma hlutunum af stað, og það er ný tilfinning, góð tilfinning. Hann verður að taka á sínum stóra til að þetta tekist, það veit hann. Þetta tekur allt sem hann hefur. Relle fer að breyta fyrirfram stillingunum í útvarpinu. “Sumir segja að New York sé tísku höfuðborgin,” segir hún honum. “En það er í rauninni L.A.” Nonk fer að hugsa um þetta eina skipti sem hann fór niðureftir að sjá landið sem Relles faðir átti. Hann var alltaf að gera sér í hugarlund alla hundana sem voru grafnir þar. Hann gat ímyndað sér loftbólu af mjóhundum undir fótunum hvar sem hann gekk. En hann verður að breyta þannig hugsunarhætti. Það eru til A-grinda skálar sem hægt er að setja saman, hvar sem maður vill. Hann verður að sjá þanniglagað fyrir sér. “Veistu hvern við getum fengið til að laga góðan mat,” segir hún. “Bróðir Donna Trousseau. Sá náungi getur búið til hvað sem er.” “Jea, hann er góður náungi,” segir Relle. Hún opnar kæliboxið og tekur upp tvo gosdrykki. Síðan grípur hún samlokurnar. “Ég er búin að éta þúsundir af þessu,” segir hún og fleygir þeim út um gluggann. Nonk horfir á þær í bakspeglinum, að steypast niður á veginn. Allt í einu man hann að hann ætlaði að skrifa niður orðin og þýðingu þeirra fyrir Dr. Gaby. “Æ, fjandinn,” segir hann. “Ég ætlaði að skrifa niður leiðbeiningar um drenginn.” “Hafðu engar áhyggjur,” segir hún. “Dr. Gaby er klár.” “Líklega er það rétt.” “Auðvitað er það rétt,” segir hún. Þau fara yfir á-rampinn fyrir I 210 bryggjuna. “Og þú verður að slaka á svolítið, allt í lagi? Taka það rólega. Pabbi þinn getur ekkert gert þér – hann er næstum dauður. Og það gerir ekkert til ef við erum sein að koma til baka, einn dag, eða jafnvel viku. Hvað getur Dr. Gaby gert, rúllað stráknum inn í gólfteppi og

92

Page 93: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

sett hann á gangstéttabrúna? Nei, hún elskar hann. Svo ef eitthvað kemur fyrir, verður allt í lagi. Ef ég verð að stoppa við í Denver, verður allt í lagi.” “Verður þú að stoppa við í Denver?” Hún tekur í hendina á honum. “Sjáðu, þú er ekki að slappa af.” Meðan þau klifra upp Charles vatns bryggjuna, kemur Nonk auga á vöðva og olnboga bensínefnis verksmiðjunnar, stakkana þeirra að blása brún-bláum loga. Fyrir neðan eru randir af brúnu sjávarfalli, og allstaðar opið kviðarhol Louisianas. Ofan á bryggjunni eru engin merki um það sem skeði hér, ekki sopabolli á akveginum, engir litlir skór. Nonk lítur yfir borgina. Útsýnið lítur út eins og eitt af þessum síðurstu-daga Biblíu málverk þar sem allt er stækkað, of tilkomumikið, en þegar maður gáir nákvæmlega að, í öllum hornunum, er allskonar meiriháttar frjandi að koma fyrir fólkið. Nonk skiptir í fjórða gír, og jafnvel að gera það virðist vera framþróun, eins og fyrsta skrefið í svo stórum söguþráði að ekki er hægt að ímynda sér það. Allt virðist nú vera framþróun, beygjumerki. Maður kyssir soninn sinn á kollinn, og enginn vafi, ekki hægt að neita, það er alvarleg framþróun. Þú kemur bílnum í gang, og skiptir á gír, og það er auðséð að þetta er engin venjulegur atburður. Maður kemst ofan af Charles vatns bryggjunni, á leið vestur með vindinn í augunum, og jafnvel það að slá niður sólgleraugunum virðist fela eilífðina í sér.

93

Page 94: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

KEVIN MOFFETT

EITT HUNDA ÁR

John D. Rockefeller er svangur. Uppi á háu sandsköflunum, með góðu útsýni yfir hafið, situr hann í hjólastól úr víðitági að bíða eftir að flugliðinn komi. Við hliðina á honum er Peka, aðstoðarmaðurinn hans, og fyrir neðan hann hefur nokkur hundrað manna hópur safnast saman á samanþjöppuðum sandinum. Allir eru í stuði. Menn standa með mönnum og konur með konum. Börn skvampa í grunnu vatninu, elta títur og máfa. Af og til þagnar mannfjöldinn við að heyra eitthvern hávaða úr fjarska. Fyrst aka tveir lágsettir keppnisbílar áleiðist að mannfjöldanum á hörðum sandinum. Þegar lúðrahljómsveit gengur í gegn, færir hópurinn sig lipurlega frá til að mynda göng. John D. Horfir á tíu manna hljómsveitina marséra niður ströndina. Herlúðrar, kornettur, drummur; glaðleg tónlist, engin vafi á því. En hljómurinn er bundin einhverju auðveldu og sorglegu. Hamingja birtist, tekur yfir, fer framhjá honum. Tíminn, tíminn. John D. er áttatíu og sex ára gamall. Í gær sá einhver til hans upp á vingnum, verður einum manni að orði. Að spila á fiðluna. Flugvélin var að fljúga sér sjálf. Hann situr undir sólhlíf í laginu eins og demantur. Hárkollan hans er fest inn í stráhattinn og hann er í kragalausri skyrtu, víðu vesti úr Japönskum pappír, og buxum, vasarnir fullir af smápeningum. Hann er ekki lengur hressi höggormurinn sem fjöldi kvenna hrópaði niður. Náungi sem klæddist þröngum nærfötum á fjárfestanda fundum til að vera betur á varðbergi. Nú mælir hann sig aðeins miðað við sjálfan sig. Hann leggst í vetrardvala í Flórida meðal pálma trjánna og lárviðarrósanna í grá-skífuðu húsi með fjórum tylftum af hjaragluggum. Fyrir tuttugu árum, áður en Cettie dó, missti hann hvert einasta hár á líkamanum og þau greru aldrei aftur. Hann lítur út eins og gamall, hrúðraður selur. Hann hnykkist til og missir rænu af áhyggjum, langvarandi móðganir, glingurslegur, afskaplegur bjánaskapur almennings. Hann iðkar eilífa umbóta gleymsku. Hann tekur kalíum töflur fyrir þunglyndi og baðar sig í bjúgvötnum minninganna. Hann kindir sitt eigið ljós daglega. Hann ímyndar sér oft sjálfan sig ungan. Hann stendur á framstafni skips, hallar sér upp að mastrinu, styður sig gegn stöðugu hviklyndi hafsins, sigrandi, sigrandi...

94

Page 95: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Faðir hans lét hann skrifa niður markmið þegar hann var ungur. John D. datt í hug tvö: safna saman hundrað þúsund dollurum og lifa til hundrað. Einfalt, samstillt. Þér mun mistakast, sagði faðir hans honum. Hann vildi að John D. yrði skóskmiðs lærlingur, síðan skósmiður. Skóskmiður! Að eyða æfinni í að stara á skósóla. Hann á nú hundrað og áttatíu milljón dollara. Hans maður, Peka, setur bakka yfir kjöltuna á honum. Peka hefur verið aðstoðarliði hans yfir tuttugu ár. Hann hjálpar John D. gegnum aumustu dagana – bókina eftir Tarbell, bakslag almennings, fjárhaldsmálið – hefur klætt hann og baðað hann og burstað tætluð naglaböndin með ilmandi, mýkjandi smyrslum. Hann færir honum átta máltíðir daglega, alltaf það sama; gufusoðið grænmeti og glas af heilsusafa. Gott fyrir hjartað, gott fyrir hugann. John D. er lifandi vél. Indislegt segir John D. eftir að kingja hverjum bita. En þetta er ekkert indislegt – þetta er bragðlítið eldsneyti. Læknirinn hans, sem ber ábyrgð á megrunarkúrnum, heldur því fram að hann drekki í sig meiri næringu ef hann hefur ánægju af því sem hann borðar. Og John D. vill fá næringu. Hann vill einnig fá krabbaklær, steiku, steikt egg, hikkoríu böku. Hann rennir augunum yfir ströndina meðan hann tyggur, horfir á mannfjöldan að bíða eftir flugmanninum. Síðastliðin þrjú ár hefur maðurinn þotið yfir borgina, fleygir gulum auglýsingamiðum úr tvíþekjunni. Einn af þeim lenti í kjöltunni á John D. meðan hann svaf í garðinum sínum. SKELFILEGI KAPPINN NÚMER II MUN FRAMKVÆMA DAUÐ-VOGANDI AFREKSVERK YKKUR TIL SKEMMTUNAR: NÝKOMINN TIL BAKA FRÁ EVRÓPU OG MIÐVESTURRÍKJUNUM. SJÁIÐ FRÆGA DAUÐAMANNS FALLIÐ! AÐEINS EINN DAG: Hann hefur lengi haft áhuga á flugferðum, stöðugar framrásir þeirra frá nýjung til raunveruleika. Síðan auglýsingamiðarnir lentu í kjöltu hans, hefur honum dreymt um menn og konur á flugi uppi á himni þöktum góðlegum skýum. Fólkið teygir út handleggina og kallar niður til mannfjöldans á jörðinni. Komið með okkur. Í draumnum stendur John D. niður á grasfletinum. En hve ógurlegt er að vera niðri á jörðinni. Í draumnum kemur honum þetta í hug, þó vakandi, upp á sandskaflinum er honum hægt að snúa öllu sem hann kemur auga á í gleði. Kona að borða ávexti; undursamlegt. Reiðhjól; nær fullkomleg uppfinning Börn; hann elskar börn. Elskar hálsana á þeim og seinfæra lotningu þeirra. Af og til gengur barn að stólnum hans í skugganum, og John D. tekur 10 senta aur úr buxnavasa sínum. Þú getur valið milli þess að spara peninginn eða eyða honum, segir hann við skrambans strák. Hvað heldurðu að ég myndi ráðleggja? Spara hann, segir drengurinn. Auðvitað, auðvitað. Þú ert með dásamlegar sinur á hálsinum, veistu það? Nei, það vissi ég ekki, herra. Og hve lengi ætlarðu að spara peninginn? Í mánuð, ár? Þar til ég á eins mikinn pening og þú, herra. Góður drengur, segir John D. Hann tekur annan smápening upp úr vasanum og sér strax eftir því. Þú hefur tvöfaldað auð þinn, segir hann. Hann skóflar í sig öðrm bita af matnum meðan hann horfir á drenginn ganga í burt. Strákurinn er líklega að skoða tvö vængjuðu höfuðin á aurnum, hefur áreiðanlega reiðst honum vegna loforðsins sem hann lokkaði út. John D. ýtir disknum fram, og Peka, sem stendur fyrir aftan hann, hallar sér nær til að taka hann burt.

95

Page 96: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Ekki ennþá, segir hann, grípur í ermina á Peka. Mig langar til að sitja hér og njóta þess sem eftir er dálítið lengur. Sjáðu, pelíkanar. Peka og John D. horfa á kvartett af ryk-lituðum fuglum fljúga yfir ströndina. Einn fuglanna stoppar og steypir sér niður í sjóinn eins og hann væri skotinn. Eftir nokkrar sekúndir flýgur hann upp með eitthvað glitrandi í munninum. Sultur, segir John D. Hann afmáir allar aðrar ákafar löngunir. Ég held ég fari að skrifa niður allt sem þú segir, herra John. Ég er ennþá hungraður. Skrifaðu það niður. Bráðlega fylli ég upp heila bók. Þú mátt færa diskinn minn burt, segir John D. Og klóraðu mér milli herðablaðanna. Mig klæjar. Meðan Peka klórar, lokar gamli maðurinn augunum. Smábitar af mat hafa fest sig milli gervitanna hans, og John D. rótar þeim út með tungunni. Þetta eru gömlu tennurnar hans, þær sem minna hann á ljósaskipti og hlýja loppu gæfunnar. Í fyrra stal einhver þeim meðan hann svaf í móteli í Miami. Hann var að heimsækja ríkisstjórann þar. Tennurnar eru gerðar úr postulíni, settar saman með gull gormum og segulnöglum milli tuttugu og fjögra karata gull plata. Þær eru afbrigðilegar. Plöturnar gera það af verkum að vökvar hafa bragð af köldu, fersku vatni og porsulínið er slétt og skínandi. Þjófurinn hlýtur að hafa teygt sig milli rimlanna og og gripið tennurnar meðan þær lágu í bleyti á náttborðinu, um miðja nótt. Himnesk athöfn, sagði hann ríkisstjóranum næsta dag. Drottinn var að láta mig vita að hann geti tekið hvað sem hann vill, þegar hann vill. Hann getur tínt það eins og ber af runna. . Gjörðu svo vel að drepa mig, hugsaði ríkisstjórinn, áður en ég verð svona gráðugur í fleyri ár. Dembdu mér í sjóinn, láttu hákarlana fá líffærin, álana hjúfra sig upp að brjóstkassanum á mér. John D. reyndi að vera örlátur – maður sem stal tönnum annars manns, hlaut að þurfa eitthvað á þeim að halda – en eftir nokkrar vikur gat hann ekki gert að því að ímynda sér að þjófurinn fyndist og þá myndi John D. setja úlnliði hans gegnum fótstiga-keyrða borðasög. Hvaða gagn gæti nokkur maður virkilega haft af tönnunum? Eftir að bræða gullplöturnar hefði maður ef til vill einn ermahnapp upp úr braskinu. Örlítinn engla töfragrip. Postulínið var einskins virði. Hvaða gagn, hvaða gagn, spurði hann Peka. Þetta var persónulegur glæpur, og kom honum til að fyllast fyrirlitningu og finnast hann vera klaufalegur. Tannlæknirinn bjó til eftirlíkingu af gömlu tönnunum, en hún var ekki eins. Nýju gervitennurnar pössuðu ekki vel. Það glamraði í þeim þegar hann sagði “stoppa” og “plága.” Nú bragðaðist maturinn eins og...matur. Hann hætti að setja tennurnar upp í sig þegar hann var heimavið. Hann sat í vængjuðum ruggustólnum, las andagifts vers og renndi tungunni frammeð sleipum, riffluðum, skjaldbökuskel efri gómsins. Hvað þýðir “numinous? Kallaði hann til Peka. Peka fletti því upp í orðabókinni, valdi fjórðu þýðinguna. Af eða tengist himnesku, kallaði hann til baka. Þetta hjálpaði ekkert til. Án tannana fannst honum hann vera tilbúinn í gröfina. Á hverju kvöldi fóru hann og Peka í göngutúr um garðinn og hlustuðu á insog hafsins. Það var hljóð sem minnti John D. á blóð og þrálát innyfli sín. Við barm garðarrósanna varð hann máttlaus og bað Peka að bera sig. Og Peka laut niður, lyfti honum upp og hélt í

96

Page 97: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

örmum sér. Hann var eins léttur og fugl, útskafaður, með brothætt bein. Peka bar hann gegnum þjónustu andyrið, upp stigann, inn í svefnherbergið hans. Þegar Peka var á leið út, sagði John D, komdu hingað. Peka gekk yfir að rúminu og John D. sagði, komdu nær. Peka hallaði sér niður og gamli maðurinn kyssti hann varlega á kinnina. Þakka þér fyrir, sagði hann. Svo, fyrir nokkrum vikum kom pakki. Inni í honum voru tennur umvafðar í purpurarauðan kreppapappír og miði skrifaður með óstyrkri rithönd: Hagaðu þér vel eða ég stel þeim ef til vill aftur. Þegar Peka rétti honum tennurnar, varð John D. að blikka burt tárunum. Peka þvoði þær í dauðhreinsandi og John D. setti þær í munninn. Hann brosti, smellti saman jöxlunum og sagði, “stoppaðu, svínakódeletta, plága.” Afsakaðu? Sagði Peka. Ennþá að smella saman tönnunum. Pósturinn hlýtur að hafa farið óvarlega með þær. John D. snerti hverja einustu tönn með tungunni. Jaxla, framtennur, augntennur. Bað hverja tönn velkomna til baka, halló, halló. Kraftaverk, varð John D. að orði. Ég vil að þú náir í gufusoðinn ætiþistil fyrir mig, krabbaklær og glas af heilsusafa. John D. byrjaði að vera með tennurnar í kringum húsið. Hann setti þær upp í sig áður en hann drakk teið sitt á morgnana, meðan hann var í hlátursæfingunum sínum. Hann var meira að segja með þær þegar hann fór í háttinn, þó læknirinn hefði harðbannað það. Hann hafði engar áhyggjur yfir því að kafna af gullgormunum eða segulnöglunum. Þetta voru tennurnar hans. Hann skildi ekki leyfa þeim aftur úr augsýn, ekki eina einustu mínútu. John D. tók ekkert eftir því að þegar tennurnar komust til skila, hvurfu aukatennurnar. Hann var of ánægður. Ánægður með sjálfan sig, ánægður með mannkynið. Svo ánægður að hann tók ekki eftir að enginn póststimpill var á pakkanum og handritið á miðanum líktist Pekas, jafnvel þó Peka hefði reynt að breyta skriftinni með því að skrifa með vinstri hendinni. Gamla manninum fannst hann vera heppinn, þó lítillækkaður. Hann hafði litið á tímann með sama þrákelnis, níska fyrirhuga sem hann leit á peninga öll þessi ár. En tími, gagnstætt því sem sagt var, er ekki peningur. Tími er tími. Hann er óyfirfæranlegur. John D. fór að brjóta heilann um hvaða tilgang allt þetta álag hefði – eftirmiðdags dúrar, heilsukúrarnir, hlátursæfingarnar. Hvers virði var þetta allt. Viku? Eins árs? Og tennurnar? Tennurnar eru lexía. Stundum finnst honum námstundin vera að skilja það að réttlæti ríki í lífinu. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að gera sig tilbúinn. Gamli maðurinn hefur lifað svo lengi og hefur haft áhrif á svo margt fólk að hann getur ekki að því gerta að þykjast hafa styttri rás til Hins Almáttuga. Hann finnur ljósaskipti allt í kringum sig: í blómunum að fölna á stilkunum, í mýflugunum að ritsíma meðfram glerinu á veröndinni, tilraunir til að finna leiðina inn, í háum skýjum, í uppblásnum blöðrum, í beinunum sínum, í hafinu, í skuggunum, í mannfjöldanum, og núna, sérstaklega núna, í stöðugu glamri nýju gömlu tannana hans. Peka er ennþá að klóra. Hann heldur að John D. sé sofnaður, og það hefur hann. Góður drengur, segir Peka. Hárkolla gamla mannsins er aðeins á ská. Peka syngur eitt af leyndarmáls lögunum sínum um hann. Hann hefur um það bil tylft af þeim. Þetta er um að bati sé á enda, en að herra John sé ekki tilbúinn í sendingu. Hann hlustar á tregan andadrátt John D.s, eins og greiða gegnum sandstorm. Sjö ár í viðbót, raular hann. Kannske fleiri, kannske færri. Eitt hundað ár til að mótmæla.

97

Page 98: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

John D. opnar skyndilega augun um leið og Peka hættir að klóra. Hefur hann komið og farið? Spyr hann. Ekki ennþá, segir Peka. Einhver var að segja að hann mæti stundum seint, til að auka tilhlökkunina. Hann er sviðsmaður. Varstu að tala við mig á meðan ég svaf? Satt að segja, já, Herra John, ég var að gera það. Ég vissi það. Hef ég sagt þér hvað mér finnst um það? Þú vildir helst að ég gerði það ekki. Það gerir engum neitt gott. Nú er ég komin í uppnám, eins og ég hafi gleymt einhverju. Eru þessir strákar að veifa til mín? Mér sýnist svo vera. John D. kallar á þá og strákarnir tveir, einn mjór, annr þybbinn, vaða hægt niður skaflann. Nágranni John, segir sá magri. John D., hughreystur af ungu röddinni, spyr strákana nokkrar spurningar og réttir síðan hvorum þeirra 10 sent aur. Farið varlega með peningana, ákaflega varlega, segir hann. Ég vil að þið finnið upp betri leiðir til að gera hlutina. Það gerum við, herra. Þið drengirnir eru sendiboðar. Þið eru sendifulltrúar í tíma sem ég lifi aldrei. Strákarnir horfa á hann með dvínandi ákafa. Ef þeir staldra við í nokkrar mínútur lengur, er John D. viss um að hann geti lokkað eitthvað nothæft úr þeim, en honum dettur ekki í hug neina leið til að telja þá á að hinkra við lengur. Þú lítur út eins og einhver yfirgefinn hundur, segir hann við feita strákinn, sem lætur eins og hann hlusti ekki á hann. Þegar þeir eru að fara, missir mjói strákurinn niður peninginn. Peka pírir augun í sólinni við hliðina á gamla manninum sitjandi í skugga, sér strákinn krjúpa niður og kemba gegnum lausa sandinn. Vinur hans stendur kjur og bíður, þykist ekki einu sinni hjálpa til að finna aurinn. John D. stendur upp úr stólnum, réttir olnbogann að Peka, og saman skástkjótast þeir niður skaflann. Nú, hvert fór hann? Spyr John D. Hingað, held ég, svarar magri strákurinn. John D. og Peka og strákarnir tveir sigta gegnum mjúka sandinn. John D. lokar augunum, hlustar á röddina sem hljómar eins og hans eigins – 10 sent er meira virði en 10 sent, segir röddin – teygir hendina inn í sandinn, rótar í kring, og plokkar út aurinn. Þetta er ef til vill það ánægjulegasta sem hann hefur nokkurn tíma gert. Fyrirgefðu, herra, segir drengurinn. John D. réttir honum smápeninginn og segir, sóaðu aldrei öðrum dag. Nokkrum mínútum seinna, meðan Peka er að lagfæra ábreiðuna á kjöltu John D., birtast læknirinn hans og tveir sjúkraliðar í heimsókn til hans. Sjúkraliðarnir hafa komið til að hjálpa honum við daglegu hláturs æfingarnar hans. Hlátur lengir lífið, hefur nýlega verið vísindalega sannað. John D. hló mjög sjaldan á vinnuárunum sínum, svo hann er að reyna að ná mönnum sem hlóu oft í lífinu. Einn sjúkraliðanna les úr skrýtlubók meðan hinn afskræmir andlitið á margan hátt. Læknirinn, ungur, afskaplega kurteis maður, krýpur í sandinum við hliðina á snjáðri læknatöskunni sinni. Einu sinni var þjónn, les fyrsti sjúkraliðinn, sem naut þess að eyða peningum, þó húsbóndi hans hafi ráðlagt honum að spara fyrir rigningadögum. Nokkru

98

Page 99: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

seinna vildi húsbóndinn fá að vita hvort þjónninn hefði sparað mikinn pening. Já, vissulega hef ég gert það, svaraði þjónninn. Góður náungi, tekur John D. frammí. Hinn sjúkraliðinn krossar augun og setur totu á munninn til að líta út eins of fiskur. Fyrsti sjúkraliðinn hikar við, heldur svo áfram að lesa. Þjónninn segir við húsbónda sinn. En herra, því miður ringdi í gær og nú eru allir peningarnir búnir. John D. lítur á hinn sjúkraliðann, sem hefur gripið til þess úrráðs að reka hnefann í ennið á sér, og hann reynir að hlægja. En hann er ruglaður. Hversvegna eru peningarnir á þrotum? Hvað eyddi þjónninn þeim í? Regnhlíf? Stal einhver peningunum meðan þjónninn var að þurrka af blautri veröndinni eða eitthvað þannig, og þjónninn vildi ekki segja húsbónda sínum frá, vegna þess að húsbóndinn, eins og margir húsbændur, er vondur og þjónninn er hræddur, líkt og mörgum þjónum er vant? Fyrsti sjúkraliðinn segir, ég er mállaus. Segirðu satt, segir hinn. John D. hlær, he, he he, slitrótt, gleðivana. Hann hló svo sjaldan við ævistarf sitt vegna þess að honum fannst svo lítið fyndið. Sérhver saga, sönn eða ekki, hangir bitur af flækjum, framávið, aftur. Sérhver pilla er afturkölluð af eftirbragði. Eftir að sjúkraliðarnir eru á burt, stendur læknirinn upp og þreifar undir hrukkað vestið á John D. til að athuga hjartasláttinn, blóðþrýstinginn, síðan eyrun, nasirnar, augun, kokið, hitann, liðamótin, hársvörðinn, hrygg og efnaskipti. John D. hefur heitið fimmtíu þúsund dollurum á mannin á hundrað ára afmælinu sínu. Læknirinn krotar eitthvað ólæsilegt á skrifblokkina sína. Sjúklingurinn hans er með exem, nýrnaveiki, brjósthimnubólgu. Læknirinn er ekki að skrifa þetta niður. Hann er að nótera hjá sér ástabréf til annars sjúklings, eldri konu. Þú ert ormurinn í aðalslagæðinni minni, skrifar hann. Þú ert ölæðisóráðið mitt. John D. ýtir á handfangið til að halla sér aftur í stólnum. Sólin er hátt uppi og litar hvítu sólhlífina appelsínugula. Hann spyr, Hvað gengur að mér í dag, læknir? Talaðu við mig, spáðu fyrir mig. Tennurnar glamra þegar hann segir “talaðu.” Bara allt gott að frétta, segir læknirinn. Matarkúrinn virðist virka. Sjáðu þig bara, herra. Þú ert lifandi verðlaun af vel lifðu lífi. Ég er sigurtákn, er það ekki? Lifandi vinningur. Alveg rétt. Vitleysa. Allt þetta grænmeti. Þessi hlátur og heilsusafi og að hangsast í kring. Þetta er auðvirðilegt. Ég gæti alveg eins dottið niður dauður á morgun og hvar myndi ég enda þá. Í himnaríki, segir læknirinn. En þú ert ekki maður sem veðjar, segir John D. Síðan auglýsingamiðinn lenti niður í kjöltunni á mér, hefur mig dreymt um menn með vængi. Fæðast menn nokkurntíma með vængi, læknir? Víst, segir læknirinn. Og skott, og ugga, húðsepa. Gerist oft í Austurlöndunum. Allt þetta fiskmeti sem þeir taka sér til munns. John D. andvarpar. Stundum heyrist mér þú ófær um aðgreina hjarta frá haus, segir hann. Einu sinni vann ég við að laga bilaðar samtengingar annars fólks. Ég var aldrei gáfaðasti maðurinn á staðnum, eða myndarlegasti eða besti eða grimmasti, en ég var alltaf sá óhræddasti. Hvað ertu að skrifa? Ertu að teikna mynd af mér?

99

Page 100: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Nei, herra, segir læknirinn. Hann skrifar: Þú ert dauðvona. Trogið mitt hefur verið eitrað. Hendur læknisins eru fimar, afskaplega hreinar. John D. skoðar hendurnar á sér, slitnar, hruflaðar, aldurinn hefur dansað á þær. Hann segir, ég hræðist ekki meira dauðann heldur en það að verða endurfæddur. Veistu það? Viltu gjöra svo vel að líta á mig þegar ég tala við þig? Þú ert lifandi endinn. Læknirinn mætir augnaráði hans. Gamli maðurinn, rýjaður en harðfengur, lítur út eins og einhver martröðu heillagripur tilbúinn til að bora gegnum miðjan hnöttinn. Hann lítur út fyrir að hungra eftir sálu. Ég vil reka þig, segir John D. Þú mátt eiga verkfærin sem ég keypti. Notaðu þau á einhvern annan. Læknirinn flettir upp í skrifblokkinni sinni aftur, eins og eftir öðru áliti. Blöð eftir blöð af ástarnótum, af sárbænum og hörmungum og hjartasósum. Hann þarf á maraþons stólpípu að halda og kannske sumarfríi einhverstaðar þar sem engar af kvenmönnunum tala ensku. Hann setur tækin sín niður í töskuna og rennir upp, burstar sandinn af gljáandi yfirborðinu. Er þetta allt og sumt? Spyr hann gamla manninn. John D. svarar, já. Þar til næsta sinn. Læknirinn skáskísts niður snjóskaflinn og rekst næstum á Peka. Ætlarðu ekki að hinkra við eftir flugmanninum? Spyr Peka hann. Það er kona, annar sjúklingur sem þarf á mér að halda, segir hann. Hann ber fyrirlitslegu rödd John D.s með sér niður á ströndina. Dauði, hugsar læknirinn, er ekki eins og fæðing. Fæðing er draumur, sjálfkrafa og náttúrulegur. Dauði er hinsveginn hæg, fölsk, himnesk hörmung. Dauði er eins og ást.

Bil, grandaleiði milli skýjanna. Að ofan, sýnist allt niður á jörðinni vera óöruggt. Smá vötn og lækir blandast saman við laufskrúðann þar til sólin grípur í laufin og þau titra og glampa eins og kvikasilvur. Mýrlendið líkist gamalli grænni, blettaðri og slitni mottu, sumstaðar gegnblautri. Snoturleg bóndatún líkast bótum sem hafa verið stagaðar á. Í sjónum, lengra frá en mannfjöldinn sem bíður á gulbrúnu strandabelti, í fjarlægð frá dúnmjúkum brotsjónum, róa ófreskjur neðansjávar í skuggum skipbrota. Flugmaðurinn er tilbúinn. Hann flýgur lágt úr vestri, dregur með sér þungan gný sem kemur hópnum til að snúa sér við samtímis og lifta upp hökunum. John D., hreyfingalaus á mjúka sandinum, horfir á hópinn glápa upp að himni. Eitt augnablik heldur hann að þau séu að heilsa honum, sýna aðdáun, en fólkið er bara að nota hendurnar til hlífa augunum frá sólinni. Ef til vill hefði hann gefið hverjum þeim smápening ef þau hefðu verið að hylla hann. En það eru þau ekki að gera. Þau eru að vernda sig, bíða eftir tilkomumikilli sýningunni. Hann hefði skipað þeim að standa í röð til að fá verðlaunin sín. Hann hefði elskað það. Flugvélin þýtur framhjá, dýfir neðar, neðar, kyssir næstum hafið. Alveg eins og hugruðu fuglarnir. Það drynur í fólkinu. Flugvélin sveigir og korkskrúfast til baka, flýgur nú lárétt að flæðamálinu. Þetta er stutt-nefja tvíþekja máluð byssumálma grá, með tvo stafi á bolnum: AAII. Hún flýgur með óhugsandi þokka. Hún veltur sér, nær hámarki og þýtur og sveigjir og hjörðar hópnum saman eins og vindur rekur hveitið á ökrunum. Þetta er unaðslegt, óhrekjanlegt. Þetta gerir John D. syfjaðan.

100

Page 101: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Eftir dálitla stund hættir hann algjörlega að fylgjast með flugvélinni og unir sér við að horfa á fólkið. Að standa allt saman þarna, hvað er þetta fólk? Það er beislað, vél hagrædd af smærri, mikilvirkari maskínu. Inntakið er tilkomumikið, úttakið er hlátur, ofsagleði. Hér kemur Dauðamanns Fallið! Hrópar einn drengur í hópnum. Vélin hljóðnar og tvíþekjan flýgur lóðrétt niður. Á síðustu stundu, hrekkur vélin aftur til lífs og hífar sig upp. Stórkostlegt, segir Peka. Hann er að leika við okkur. Í sannleika sagt minnir hann mig á þig, Herra John. Hvernig þú gast leikið á heil kerfin. Sniðgengið og umkringt og híft upp í tíma. Við tókum öll andköf. Meira að segja núna, sérstaklega núna, er ég viss um að þú skemmtir þér vel, Herra John. Já, hugsar John D. Hann hefur þó sofnað, svo hann svarar engu. Undir sólhlífinni, blæs pappírsvestið hans, þurrt pödduhýði klemmt á grein. Hópurinn verður næstum æfur af því að dást af flugmanninum. Fólkinu er erfitt að finna góða leið að tjá hrifninguna. Eiginmenn kyssa konurnar sínar, ung stúlka hleypur í kring og segir, skál, skál, skál. Peka hallar John D. aftur í stólnum í skugganum. Í nöf tímans, þegar hann loksins stendur upp, syngur hann. Þegar sólin hefur sest og verk hans unnin. Nokkrum mínútum, kannske klukkutíma seinna er einhver að vekja hann með því að snetra aðeins úlnliðinn á honum. Hann vaknar með orð á vörunum, sem hafa verið toguð upp úr ringlureið einhvers straums. Þegar hann kemur auga á Peka og ungan mann í leðurjakka fyrir framan sig, umlar John D. orðin: dauðamanns fall. Mannfjöldinn stendur fyrir neðan sandskaflinn í kurteisislegri fjarlægð meðan flugmaðurinn heilsar upp á John D. Flugmaðurinn er hávaxinn og mjög myndarlegur í flugmanns búningnum. Loðkraga, gallabuxum, tuttugu þráðsauga stígvélum. Hann lítur eins og maður úr framtíðinni, klæddur eins og einhver úr fortíðinni. Hann patar út í loftið, hlær, klappar Peka á bakið. Hópurinn finnur hendurnar á honum á bakinu á sér. Hann er að lýsa frá ferðalögum sínum fyrir John D. sníða söguna eins og hann heldur að gamli maðurinn vilji heyra hana. Guð, fegur, regla, töfrar. Flugmaðurinn á ekki nema tuttugu of fimm dollara eftir í seðlaveskinu. Þarna upp, verður honum að orði, sérðu raunveruleikann og fegurð heimsins. Allt hefur guð snert. Moldin er hundrað litbrigði af brúnu. Vötn og ár, þau blikka til þín. Tíminn þenst út, skreppur saman, tapar skilgreiningu – klukkutímar líða eins og sekúndur, sekúndur eins og klukkustundir, en allt þetta, þú veists, bólusetur mann. Er það rétta orðið? Endurskýrir. Eftir nokkur ár verður engin ástæða til að halda sér niður á jörðinni. Við verður allir konungar himinsins. John D., ruglaður síðan hann vaknaði úr blundinum, líkar hljómurinn í manninum. Honum líkar geimurinn sem þessi maður nær yfir. Þegar flugmaðurinn spyr hvort hann hafi nokkurntíma flogið, kinkar John D. kollinum og svarar nei. Langar þig til þess? Og ég spyr bara vegna þess að sumt af helstu – Já, mig langar til þess, grípur John D. frammí. Peka, gjörðu svo vel að hjálpa mér upp. Og þannig er þetta ákveðið. Flugmaðurinn verður oftast að sannfæra meira, verður að fara frá því andlegu til þess vélræna til að telja tilvonandi viðskiptavini á að fljúga með sér. En John D. er nú glaðvaknaður. Hann er ekki hræddur. Hann stendur upp úr

101

Page 102: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

stólnum, víkur sér fimlegar í kringum sólhlifina til að standa við hliðina á flugmanninum. Hann ræskir sig. Ég fer nú flugleiðis, tilkynnir hann mönnunum og konunum fyrir neðan sandskaflann. Þetta er nokkuð sem hann einu sinni heyrði loftfimleikamann segja áður en hann gekk á háa vírnum. Hópurinn er þögull, en þegar fólk sér gamla manninn og flugmanninn og Peka vaða niður skaflann, byrja fagnaðarlætin. John D. seylist niður í vasann og dreifir það sem eftir er að smáaurunum yfir hópinn eins og fuglafræ, ónáðar sig ekki við að bíða eftir útréttum höndunum. Peka tínir sandspora varlega af vesti gamla mannsins og kastar niður í sandinn. Hann hvíslar, það verður mjög kalt þarna uppi, Herra John. Loftir, segir hann, er ekki eins og hann er vanur. Það er þunnt. Ertu viss um að þú viljir taka svona áhættu, eyðileggja allt sem þú hefur verið svo duglegur að gera? Ef þú vilt, skal ég koma upp með þér. Ég vil að þú fylgist með mér hérna niðri, segir John D. Þú veifar og ég sé líklega ekki til þín. Sjáðu til þess að allt þetta fólk veifi. En hvað um það ef þú verður fyrir slysi? Spyr Peka. Halltu áfram að veifa, segir John D. Niðri á ströndinni, stuttum spöl frá mannfjöldanum, klappar flugmaðurinn flugvélabolnum og segir, Halló, Perla. Hann opnar lokið undir skilrúminu og gefur gamla manninum jakka, hjálm og hlífðargleraugu. Peka hjálpar honum að taka af sér hárkolluna og skella hjálminum á höfuðið í staðin. Hjálmurinn er þröngur og líflegur, eins og annað skinn. Þeir lyfta gamlingjanum upp í aftursætið, óla hann þétt inn og breyða teppi yfir. Hann er afskaplega ánægður: eitthvað spennandi er að ske. Hann hreyfir fótleggina til að fullvissa sig um að þeir séu ennþá til staðar. Áður en hann útskýrir flugreglurnar, réttir flugmaðurinn John D. brjóstsykur vafðan í umbúð. Fyrir eyrun á þér, segir hann, þú tyggur þetta. John D. stingur molanum upp í sig, eftir að taka hann úr pappírnum. Hann bragðast líkt og duft, síðan sætur og mjúkur. Ósjálfrátt tyggur hann, gervitennurnar glamrandi hvert þriðja eða fjörða sinn sem hann japlar í. Gottið bragðast eins og leynilegt fræ úr ferskju. Hann heldur áfram að tyggja, streitist á móti því að kyngja því niður. Það er búið til úr trjáviði, segir flugmaðurinn. Hann setur vélina í gang, smýgur axlaólinni á sig, tappar tvisvar á hallastýrið Hann ætlar að fljúga af stað, sveigja til hægri, og taka svo létta, þægilega hringrás yfir hafið. Engar brellur, ekkert flóknara en skjögur hækkun. Hann ætlar að lenda á samanpökkuðum sandinum og biðja milljónerann blíðlega um framlag. Grínast um flugskatta. Loft einokrun. Japplandi á tyggigúmíinu, hugsar John D. til eins dags fyrir sjötíu og fimm árum síðan, þegar móðir hans tók hann til læknis. Hann man ekki hversvegna þau fóru þangað, en honum er enn í huga skærlituð gauka klukkan í biðstofunni og drengur sitjandi í kjöltunni á móður sinni, græðgislega að sleikja gulbrúnan sleikibrjóstsykur á hvítum smápinna. Læknirinn geymdi krús af þeim og John D. var gefin einn áður en hann fór. Hann varðveitti gottið þangað til hann kom heim og geymdi það svo til næsta dags. Hann geymdi það til næstu viku og allt sumarið, haustið og veturinn. Hann sparaði það þar til gottið brotnaði niður í mola í kommóðuskúffunni hans. Síðan geymdi hann molana. Þú ert líklega háttvísasti drengurinn sem hefur nokkurntíma verið á lífi, var móðir hans vön að segja. Ef hann hefði étið það, hefði hann notið þess í fimm mínútur. Þess í stað, naut hann þess í fimm ár.

102

Page 103: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Þannig var rökfærsla hans í þá daga. Núna, fastur undir ábreyðunni í flugvélinni, sem er komin af stað, undrast hann yfir hversvegna hann var að spara gottið, hverslags íkorna hvöt hafð komið honum til að detta í hug að það að borða gottið væri svívirðilegt. John D. finnur til einhvers líkt óþolinmæði í flugvélasætinu. Hann tyggur gottið, ofurlítið bragð er enn eftir, af meira og meira kappi. Flugvélin hjólar framhjá Peka og restinni af hópnum og allir veifa. Peka hugsar: ég skal veifa þar til konungsdómurinn kemur. Það verður það síðasta sem hann sér þegar augu hans lokast af eilífu. Flugmaðurinn leggur saman og dregur frá í huganum. Það er farið að hvessa og vindurinn blæs tvíþekjunni nær sjávarströndinni. Flugvélin hjólar niður ströndina, herðir á sér og sveigir, og flugmaðurinn veit að hann verður að láta gamla manninn vita að þeir geti ekki hætt á að fljúga af stað. En hann heldur áfram um stund. Honum heyrist að gamli maðurinn sé að skemmta sér vel. Hann tyggur og tyggur og tyggur, japlar græðgislega út hverja ögn af sætindum sem hann getur fundið. Þetta er furðulegt, það fínasta sem hann hefur nokkurntíma bragðað, segir John D., framhjá timburgangstéttinni, framhjá sandsköflunum, löngu eftir að það hefur hætt að vera satt.

103

Page 104: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

RON RASH

INN Í ÁRGLJÚFRIÐ

Ömmusystir hans fæddist þarna, lifði á þessu landi í átta áratugi og þekkti það eins vel og hún þekktir eiginmann sinn og börn. Þetta fullyrti hún alltaf, og gat sagt manni hvenær skollaberstréin blómstruðu og lífguðu upp fjallshryggin, fyrstu brómberin dökknuðu og bólgnuðu nægilega upp til að týna. Síðan ráfaði hugur hennar inn á stað sem hún gat ekki komið á eftir, tók með sér allt fólkið sem hún þekkti, nöfn þeirra og sambönd, hvort þau væru enn á lífi eða látin. En líkami hennar tórði áfram, losaði sig við innri mannin, tómur eins og söngtifu hýði. Að kannast við landið var eina minningin sem neitaði að hverfa. Á síðurstu árunum, kom Jesse út úr skólarútunni og sá ömmusystur sína að hamast með hlújárnið á akrinum fyrir aftan bóndabæjinn, að undirbúa moldina fyrir uppskeru sem hún aldrei sáði, en raðirnar voru alltaf þráðbeinar, nákvæmlega nógu djúpar. Systursonur hennar, faðir Jesses, vann á akrinum við hliðina á henni. Hann tók hlújárnið frá henni nokkrum sinnum og leiddi hana heim til sín, en hún tiplaði alltaf til baka. Eftir dálítinn tíma, létu nágrannarnir og ættingar hana bara í friði þarna með hlújárnið. Fólkið færði henni mat og gætti að henni eins oft og mögulegt var. Jesse labbaði alltaf hratt framhjá akrinum hennar. Ömmusystir hans leit aldrei upp, starblíndi á dökku moldina sem hljújárnið uppturnaði, en hann hræddist ávalt að hún mundi líta upp og þekkja hann, þó hvað hún hefði að segja gæti Jesse ekki giskað á. Einn góðan veðurdag í Mars hvarf hún allt í einu. Mennirnir í sveitinni leituðu allan eftirmiðdaginn og kvöld meðan kólnaði í veðri, slyddan snarkaði og hvæsti eins og kyrrstæða. Mennirnir stikuðu áfram með lampa sem þeir höfðu kveikt í og fóru inn í árgljúfrið. Jesse fylgdist með þeim frá heimatúninu þeirra meðan logarnir urðu smærri, hurfu bráðlega og komu aftur í ljós eins og refaljós, krossuðu yfir lækinn og síðan framhjá ginseng skikinum sem Jesse hjálpaði föður sínum að skera upp. Mennirnir fóru langt inn í landið sem hafði verið í eigu fjölskyldunnar í nær tvö hundruð ár, áleiðis að upprunalega býlinu þar sem frænka hans fæddist. Þar fundu þeir ömmusystur hans þegar birti af degi, sat og hallaði sér upp að tréi, eins og hún væri að bíða eftir leitarmönnunum að koma. En það var ekki það einkennilegast.

104

Page 105: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Hún hafði tekið af sér stkóna, kjólinn og nærfötin. Mörgum árum seinna las Jesse í tímariti að fólk sem varð úti klæddi sig oft úr fötunum því því fannst að hitinn, ekki kuldinn væri að drepa það. Í þá daga var skógurinn fyrir almenning, AÐGANGUR BANNAÐUR skylti væri móðgun. En eftir að hún dó, fóru nágrannarnir smátt og smátt að veiða, fiska, týna skollaber og sveppi annarstaðar, í burt frá gljúfrinu. Margir héldu að hún gengi aftur þar, einnig faðir Jesses, sem fór aldrei til baka til að skera upp insengið sem hann hafði plantað. Þegar skógaþjónustan gerði tilboð á búsetinu, ákváðu þau faðir Jesse og frænka hans að selja. Það var í 1959, og ríkið borgaði sextíu dollara á ekru. Núna, fimm áratugum seinna, stóð Jesse á veröndinni sinni og horfði í austur að Sampson Fjallahryggnum, þar sem jarðýtur ruddu niður skóginn og beitilandið fyrir enn annað afgirt nágrenni. Hann braut heilann um hve mikils virði þessar sextíu ekrur væru í dag. Að minnsta kosti milljón dollara. Ekki það að hann þyrfti á svo miklum peningum að halda. Húsið hans og tuttugu ekrur voru skuldlaus, einnig trukkurinn hans. Tóbaks kvótinn gaf minna og minna í hönd á hverju ári, en samt nóg fyrir ekkjumann með stólpuð börn. Nóg, svo lengi sem hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús eða trukkurinn hans þyrfti mikla viðgerð. Hann þurfti að setja auka pening í banka til að borga fyrir þanniglagað. Ekki milljón, en eitthvað. Svo að fyrir tveim árum síðan fór Jesse inn í árgljúfrið, elti lækinn að gamla bóndahúsinu, gekk síðan upp í skugga fjallshryggsins að norðan til þar sem faðir hans hafði sáð og skorið upp skika af ginseng. Sumar af plöngunum náðu upp að hnjánum á Jesse, og þarna var meira ginseng en faðir hans hefði getað dreymt um, hæaðabrekkan glitraði af skærgulum laufum, nógar rætur til að troðfylla bakpokann. Síðan plantaði hann varlega fræjunum aftur niður, gerði það alveg eins of faðir hans gerði, gekk síðan út úr gljúfrinu, framhjá járnhliðinu sem hindrað innkeyrslu farartækja frá skógarhöggsveginum. Letrað á gult tinnu skylti neglt á tré rétt hjá var:SKÓGAÞJÓNUSTA BANDARÍKJA. Nú var aftur komið haust. Rigningamikið haust, sem var gott fyrir plönturnar, eins og Jesse hafði fullvissað sig um fyrir þrem dögum síðan þegar hann fór að skoða þær. Einu sinni enn náði hann í pakpokann og plöntuskófluna úr timburkofanum. Hann tók líka skotvopn úr kommóðuskúfunni sinni. Of seint ársins fyrir snáka, en eftir marga rigningadaga var nógu hlýtt síðdegis fyrir skröltorma eða koparhausa að skríða út í sólina. Hann gekk meðfram gamla skógarhöggsveginum, græni bakpokinn slengdur yfir öxlina og byssan í pokavasanum. Honum verkjaði af gigt í hnjánum þegar hann labbaði niður brekkuna. Verkirnir mundu ágerast að kvöldi til, jafnvel eftir að hann nuddaði smyrsl á þau. Hann braut heilann um hve mörg haust hann gæti farið þetta. Jörðin var sleip eftir allar þessar rigningar, og hann gekk hægt. Brotin ökkli eða fótleggur væri alvarlegt slys svona langt frá hjálp, en það var líka önnur ástæða fyrir varfærni. Hann vildi koma inn í árgljúfrið með virðingu.. Þegar hann sá gamla bóndabýlið, breiddist landið út, en jörðin varð rakari, sérstaklega þar sem lækurinn rann nálægt veginum. Jesse kom auga á stígvélaspor frá því hann kom fyrir þrem dögum síðan. Svo sá hann önnur spor, sem komu upp veginn úr annari átt. Þetta voru einnig stígvélaspor, en smærri. Jesse horfði niður veginn en sá engan göngumann eða veiðimann. Hann kraup niður, það brakaði í liðunum á honum. Göngusporin voru að minnsta kosti eins dags gömul, kannske eldri. Þau stoppuðu á veginum þar sem þau mættu sporunum hans, beygðu síðan einnig að bóndabænum. Jesse stóð upp og leit aftur í kringum sig áður en hann gekk gegnum fölnaða stör runna. Hann

105

Page 106: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

fór framhjá steinvörðu sem var einu sinni reikháfur, þurrum brunni með yfirbreiddri tinnuplötu, svo riðgaðri að hún var meira eins og viðvörun en vernd. Það sást ekki lengur til stígvélafaranna, en hann vissi hvar þau mundu enda. Leiddi skíthælinn nákvæmlega upp að því, sagði hann við sjálfan sig, og braut heilann um hvernig hann gæti hafið verið svo vitlaus að ganga eftir veginum í rigningu. En þegar hann kom að hryggnum, voru plönturnar enn til staðar, ekkert rótað til í moldinni í kringum þær. Líklega bara göngumaður, eða fuglaskoðari, reiknaði hann með, eða þá einhver unglingasláni að reyna að stela maríjúana plöntum, óvitandi um að ginseng var virði miklu meiri peningum. Í öllu tilfelli hafði hann verið helvíti heppinn. Jesse náði í plöntuskófluna í bakpokanum og kraup niður. Hann þefaði af ríkulegu dökku moldinni sem minnti hann alltaf á kaffi. Plönturnar voru litsterkari en þær voru fyrir þrem dögum, berin dökkrauðari, laufin skær eins og fægt gull. Hann undraðist alltaf yfir því hvernig svona ljómi gæti vaxið í mold sem sólin varla snerti, líkt og að finna rúbín og safíru á rökkvuðum hellavegg. Hann vann varlega en líka fljótt. Í fyrsta sinn sem hann kom til baka hingað fyrir tveim árum, fann hann allt í einu kulda, dálítinn skugga, eins og að ský hefði svifið yfir sólina. Ímyndun, hafði hann sagt við sjálfan sig, en það hafði komið honum til að herða á sér, með engum hléum til hvíldar. Jesse stakk skóflunni niður í leiruga moldina og varlega innanað plöntunni til að skera ekki rótina, færði hana svo út í dagsbirtuna. Rótin var stór sex þumlunga löng, vafþræðirnir héngu niður úr miðjunni eins og leir líkneskja af mannaútlimum. Jesse skrapaði burt moldina og setti rótina í bakpokann, gróf alveg eins varlega niður fræin fyrir nýja uppskeru. Þegar hann mjakaði sér aðeins til vinstri til að grafa upp aðra plöntu, fann hann hnéin á gallabuxunum blotna af rakri moldinni. Mikið naut hann þess að vera svona nær jörðinni, að þefa hana, finna hana á höndunum og undir nöglunum, alveg eins og þegar hann plantaði tóbaks kímplöntum á vorin. Honum kom í hug lag sem hann heyrði í útvarpinu, um konu sem vildi brenna niður heilan bæ. Hann leyfði laginu að leika í höfðinu og reyndi að muna viðkvæðið meðan hann þrýsti plöntuskóflunni niður í jörðina. “Settu skófluna niður,” hvað við fyrir aftan Jesse. “Réttu svo upp handleggina.” Jesse sneri sér við og sá mann í grárri skyrtu og grænum gallabuxum, gulleinkennismerki á bringunni og “Bandaríska Skógarvarða Þjónustan” bót á öxlinni. Stutt, ljóst hár, dökk augu. Ungur maður, líklega ekki einu sinni þrítugur. Skammbyssa var slíðruð við hægri mjöðmina, öryggis lengjunni smellt af. “Ekki standa upp,” endurtók ungi maðurinn, hærra í þetta sinn. Jesse gerði eins og honum var sagt. Skógarvörðurinn færði sig nær, tók pokann upp og nokkur skref aftur. Jesse horfði á opna hólfið með ginseng rótinni, síðan litla vasann. Skógarvörðurinn tók upp skammbyssuna og hélt henni í lófa sér. Byssuna hafði afi Jesses átt og faðir hans, áður en Jesse erfði hana. Skógarvörðurinn grandskoðaði hana, eins og þetta væri örvaroddur eða spjótsoddi sem hann hafði fundið. “Þetta er bara fyrir snákana,” sagði Jesse. “Að hafa skotvopn í garðinum er ólöglegt,” sagði skógarvörðurinn. “Þú hefur brotið tvö lög, ríkis lög. Þú verður að sitja inni í fangelsi fyrir þetta.” Ungi maðurinn leit út eins og hann vildi segja eitthvað meira, virtist svo ákveða að gera það ekki.

106

Page 107: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Þetta er ekki rétt,” sagði Jesse. “Pabbi minn plantaði fræin fyrir þessar plöntur. Ginsengið væri ekki einu sinni hér, ef ekki væri fyrir hann. Og byssan, ef ég væri að veiða í óleyfi, hefði ég riffil eða haglabyssu.” Það sem var að ske virtist varla raunverulegt. Veröldin, meira að segja jörðin sem hann stóð á, fannst honum vera að gufa upp undir honum. Jesse bjóst við að einhver, þó hann vissi ekki hver, mundi koma út úr skóginum hlægjandi yfir brandaranum sem einhver hafði leikið á hann. Skógarvörðurinn setti skotvopnið í bakpokann. Hann affestiLabbrabbatækið af beltinu sínu, þrýsti á hnappa og sagði. “Hann kom til baka og ég er með hann.” Brakandi rödd ansaði, orðin óskiljanleg Jesse. “Nei, hann er of gamall til að verða til vandræða. Við bíðum hérna á veginum.” Vörðurinn þrýsti á takka og krækti labbrabbtækinu aftur á beltið. “Ertu skyldur Wilson fjölskyldunni yfir á Balsam Fjallinu?” “Nei,” sagði yngri maðurinn. “Ég ólst upp í Charlotte.” Aftur snarkaði í labbrabbatækinu og skógarvörðurinn tók það upp, sagði allt í lagi, og smellti því aftur á beltið sitt. “Hringdu í Arrowood lögreglustjóra,” sagði Jesse. “Hann segir þér að ég hef aldrei brotið nein lög áður. Aldrei, ekki einu sinni hraðaksturs miði.” “Komum af stað.” “Geturðu ekki bara gleymt þesssu?” spurði Jesse. “Það er ekki eins og ég væri að rækta Maríúana. Margir gera það hérna í skóginum. Það veit ég fyrir víst. Það er verra en það sem ég gerði.” Skógarvörðurinn brosti. “Við náum þeim að lokum, gamli minn, en ljósaperur þeirra brenna bjartara en þín. Þeir eru ekki nógu mikil fífl til að skilja eftir fótspor til að fara eftir.” Skógarvörðurinn slengdi bakpokanum yfir öxlina. “Þú hefur engan rétt til að tala svona við mig,” sagði Jesse. Það var enn nóg bil á milli þeirra, en skógarvörðurinn leit út eins og hann væri að hugsa um að stíga annað skref aftur. “Ef þú ætlar þér að verða til vandræða, set ég bara handjárnin á þig núna.” Jesse langaði að segja unga manninum að fara bara að reyna það, en hann leit niður á jörðina og hafði hemil á sér áður en hann talaði. “Nei, ég ætla mér ekki að verða til vandræða,” sagði hann loksins og leit upp. Skógarvörðurinn kinkaði í áttina að veginum. “Á eftir þér, þá.” Jesse færði sig framhjá skógarverðinum, steig gegnum stör runnana og framhjá rústum reykháfsins, skógarvörðuinn til hægri við hann, tveim skrefum fyrir aftan. Jesse beygði aðeins til vinstri, gekk svo að hann færi framhjá gamla brunninum. Hann stoppaði og leit til baka á skógarvörðinn. “Plöntuskóflan mín, ég ætti að ná í hana.” Vörðurinn stoppaði líka og var um það bil að svara þegar Jesse stökk snögglega til og ýtti með báðum höndum manninum ofan í brunninn. Vörðurinn datt ekki niður þar til annar fóturinn féll gegnum rotnaða tinnuna, síðan hinn fóturinn. Pakpokinn féll úr hendinni á honum þegar hann datt niður. Hann fór ekki alla leið niður, bara upp til handakrikanna: Með nöglunum skrapaði hann tinnuna til að ná festu, leit út eins og maður fastur á leðjuðum ís. Svo náði vörðurinn í fast, ein hönd á hönk af stör runna og

107

Page 108: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

hin á barmi metalsins sem ekki var mjög riðgaður. Hann fór að mjaka sér upp, kveinkaði sér þegar riðguð tinnan reif klæði og skinn. Hann leit á Jesse, sem stóð fyrir ofan hann. “Nú gerðirðu alvarlega skissu,” stundi vörðurinn upp. Jesse beygði sig niður og þreyf í, ekki hönd unga mannsins, heldur öxlina. Hann þrýsti harkalega á, hendur unga mannsins gripu út í loftið þegar hann féll gegnum riðgaðan málminn, drynur og samstundis beinabrestur þegar hann lenti á þurrum botni brunnsis. Sekúndur liðu, en engin önnur hljóð heyrðust úr dimmunni. Bakpokinn lá á barmi brunnsins og Jesse hrifsaði hann upp. Hann hljóp, ekki áleiðis að bóndabænum sínum, heldur inn í skóginn. Hann leit aldrei til baka, en skreið eins og björn gegnum gingseng plönturnar og upp fjallahrygginn, hann stundi hátt og stóð næstum á öndinni. Tréin þykknuðu í kringum hann, eikaviður, aspir, nokkrar óðjurtir. Jörðin var þunn og vot, og hann skreið til nokkrum sinnum. Hálfa leiðina upp hrygginn staldraði hann við, hjartað barði hratt í brjóstinu. Þegar hjartaslátturinn hægði loksins á sér, heyrði Jesse farartæki á leið upp veginn og kom auga á ljósgrænan skógaþjónustu jeppa. Maður og kona stigu út. Jesse hélt áfram, fór gegnum annann ginseng blett, líklega afkomendur upprunalegu ungu fræplanta föður hans. Því fyrr sem hann kæmist upp á hrygginn, því fyrr gæti hann komist yfir hann og áleiðis að árgljúfrinu. Fótleggirnir á honum voru eins og blí, og hann náði ekki andanum. Auka kílóin sem hann hafði bætt við sig síðastliðin ár sveipuðust yfir beltið hans, gáfu honum auka þyngd til að bera. Honum svimaði og hann hrapaði og skreið nokkra metra niður brekkuna. Um tíma lá hann kyrr, líkaminn útbreiddur á hallanum, útlimunum kastað í allar áttir. Jesse fann að laufin bólstruðu hnakkan á honum, akarn hnipraði sig að herðablaðinu. Að ofan, eikaviðs greinar skárust inn í rökkvaðan himininn. Hann minntist ævintýrasögunnar um gríðastóran baunastöngul og ímyndaði sér hve upplagt það væri að klifra bara upp að skýjunum. Hann hreyfði sig til svo að andlitið snerist niður að brekkunni, annað eyrað að jörðinni, eins og til að hlera eftir daufu fótafalli. Það virtist svo rangt að vera sextíu og átta á gamall og á hlaupum frá einhverjum. Gamall aldur átti að gefa manni virðingu, reisn. Hann hugsaði til þess þegar leitamennirnir komu með ömmusystur hans út úr árgljúfrinu smemma morgns. Mennirnir höfðu farið út þykku yfirhöfnunum sínum til að breiða yfir líkið og höfðu skipst á að bera hana. Þeir þögðu og voru alvarlegir þegar þeir komu heim í húsagarðinn. Jafnvel eftir að konurnar færðu líkið inn í hæjinn til að þvo það og klæða, stóðu mennirnir út á verönd frænku hans. Sumir reyktu sígarettur sem þeir höfðu vafið í höndunum, aðrir voru með tóbak í útblásnum kinnunum. Jesse sat neðst á tröppunum og hlustaði, vissi að mennirnir höfðu gleymt að hann var þar. Þeir töluðu ekki um hvernig þeir höfðu fundið frænku hans eða þegar hún ráfaði út úr húsinu sínu inn í garðinn. Í staðinn, töluðu mennirnir um konu sem gat sagt manni hvernig veðrið yrði á morgun, með því að horfa á kvöld himininn, trúrækin kona sem kenndi enn sunnudgaskóla á sjötugsaldri. Þeir sögðu sögur um hana, og sérhver saga var sögð með lotningu, eins og nú þegar frænka hans var látin, hefði hún einu sinni enn verið umbreytt í það sem hún sannarlega var. Jesse stóð hægt upp. Hann hafði ekki snúið ökkla eða brotið handlegg, og það var víst fyrsta heppni hans síðan hann gekk inn í árgljúfrið. Þegar hann kom upp á fjallshrygginn, var hann svo veikur í fótleggjunum að hann greip í hlynagrein til að koma sér niður á jörðina. Hann leit niður gegnum flæðandi tréin. Appelsínugult og hvítt björgunarfarartæki var komið á staðinn. Starfsmenn hópuðust saman yfir brunninum, og

108

Page 109: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Jesse sá ekki vel hvað þeir voru að gera, en áður en langt um leið voru sjúkrabörur bornar inn í bílinn. Hann var of langt í burt til að sjá ásigkomulag skógarverðisins, eða hvort maðurinn væri lífs. Að minnsta kosti brotin handleggur, fótleggur, það var Jesse viss um, og reyndi að hugsa um meiðsli sem kæmu öllu í lag, eins og heilahristingur sem hafði þær afleiðingr að vörðurinn gleymdi hvað hafði komið fyrir. Jesse reyndi að hugsa ekki um að beinið sem brotnaði gæti verið við hnakkann. Afturdyr farartækisins lokuðust að innan, og bíllinn stefndi inn á skógarhöggsveginn. Engin sírena, en ljósin lituðu skóginn rauðan. Kvenmanns vörðurinn grandskoðaði brekkuna með sjónaukanum, strauk hiklaust yfir staðinn þar sem Jesse sat. Enn annar grænn skógarþjónustu trukkur keyrði upp að brunninum, tveir skógarverðir til viðbóts stigu út. Síðan bíll Arrowoods lögreglustjóra, þögull eins og sjúkrabifreiðin. Sólin hafði nú sest aftan við Clingmans Hvelfinguna og Jesse vissi að það að bíða lengur mundi aðeins gera allt erfiðara. Hann hreyfði sig næstum meðvitundalaus af örmögnun, fæturnar skjögrandi yfir rætur og steina, riðandi eins og drukkinn maður. Þegar hann hafði gengið nógu langt, kæmist hann niður fjallahrygginn, inn í mjóan munn árgljúfrisins. En Jesse var svo uppgefinn, hann vissi ekki hvernig hann kæmist lengra án þess að hvíla sig. Það ískraði í hnjánum á honum, bein nuddaðist við bein, það brakaði og snarkaði í hvert skipti sem hann beygði sig eða sneri við. Hann másaði og andaði með erfiðismunum og ímyndaði sér lungun í sér eins og harmoniku sem aldrei þandist út nógu langt. Gamall og fífl. Þetta var það sem vörðurinn hafði kallað Jesse. Gamall maður, án efa. Líkami hans sagði honum það á hverjum morgni þegar hann vaknaði. Smyrslið sem hann nuddaði á liði og vöðva að morgni til og á kvöldin kom honum til að hugsa um sjálfan sig eins og brakandi, riðguð maskína sem varð að bera olíu á og hlýja upp áður en hún hrökk til lífs. Ef til vill fífl líka, viðurkenndi hann, því hvaða maður nema fífl hefði komist í svona klípu. Jesse fann fallna eik og settist niður, skissa, því hann gat ekki ímyndað sér hvernig hann ætti að safna saman orku til að komast upp. Hann starði gegnum tréin, bílinn hans Arrowwoods lögreglustjóra var farinn, en trukkur og jeppi voru enn á staðnum. Hann gat ekki komið auga á nema eina manneskju og vissi að hinir voru að leita að honum í skóginum. Það hvað við í kráku lengra upp fjallahrygginn. Síðan ekkert annað hljóð, ekki einu sinni vindurinn. Jesse þreyf í pakpokann og fleygði honum inn í þykkan skóginn fyrir neðan, sá hann steypast burt úr augsýn. Hann sá eftir honum, en gat ekki tekið áhættuna á að þeir fyndu hann heima hjá honum. Hann hugsaði um að henda líka byssunni, en hana hafði faðir hans átt, faðir föður hans áður fyrr. Fyrir utan það, ef þeir fyndu hana í húsinu hans, var það engin sönnun um að þetta væri skammbyssan sem vörðurinn sá. Í rauninni gátu þeir ekki sannað neitt. Jafnvel að hann hefði verið inni í árgljúfrinu, var bara orð varðarins móti hans, ef hann kæmist til baka heim til sín. Það var fljótt farið að rökkva, myrkrið að vefja bilið milli trjástofnanna og greinanna. Skærir vasaljós geislar fyrir neðan flöktuðu í kring. Jesse minntist þess að tveim vikum eftir jarðaförina hennar frænku sinnar hafði Graham Sutherland komið skjálfandi út úr árgljúfrinu, andlitið hvítt eins og kalk. Hann gat ekki sagt frá hvað í ósköpunum kom fyrir, þar til faðir Jesses gaf honum glas af viskí. Graham hafði verið á fiskiveiðum nær gamla bóndabænum og séð eitthvað bregða fyrir á bakkanum fyrir handan, þetta var bara eitt augnablik. Þó á sólskinsríkum degi, kólnaði allt í einu í veðri í árgljúfrinu og raki

109

Page 110: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

lagðist yfir. Þá hafði Graham komið auga á hana að koma gegnum skóginn áleiðis til hans, með handleggina útbreidda. “Að sárbæna mig um að koma til hennar,” hafði Graham sagt þeim. “Sagði ekki orð, en lét kuldann og rakann snerta mig inn að beinum, svo ég gæti fundið það sem hún fann. Hún sagði þetta ekki upphátt, gat það kannske ekki, en hún vildi að ég yrði þarna niðurfrá hjá henni. Hún vildi ekki vera ein.” Jesse gekk áfram, stoppaði ekki þar til hann fann stað þar sem hann gat klifrað niður Vasaljós sveyptist fyrir neðan hann, sá sem hélt á því sameinaðist rökkrinu. Ljósið hnykktist til, upp og niður eins og ofaná árstraumi, á sem rann upp brekkuna alla leið að járnhliðinu sem merkti enda skógaþjónustu landsins. Svo sveiflaðist ljósið í kring, kom hrykkjandi til baka niður veginn. Einhver hrópaði og öll ljósin samaneinuðust eins og neistar sem komu til baka til uppsprettu sinnar. Framljós og vélar komu til lífs, og það dimmdi á tvennum rauðum afturljósum þegar þau hurfu burt. Jesse klifraði niður brekkuna, líkaminn skáhallur, önnur höndin nær jörðinni ef ske kynni að honum yrði fótaskortur. Lágar greinar slóust í andlitið á honum. Þegar hann kom niður á sléttuna stoppaði hann í nokkrar mínútur, hleraði eftir fótataki eða hósta á veginum, einhver skilinn eftir til að lokka hann út. Tunglið skein ekki en nokkrar stjörnur höfðu sest að fyrir ofan, nóg ljós fyrir hann að koma auga á útlínur manna. Hann gekk hljóðlega upp veginn. Komdu þér inn í húsið og allt verður í lagi, sagði hann sjálfum sér. Hann kom að járnhliðinu og skreið undir það. Honum datt þá allt í einu í hug að einhver gæti beðið eftir honum inni í húsinu. Hann beygði til vinstri og stoppaði þar sem beitilandið var afgirt með gaddavírsgirðingu. Enn voru ljósin slökkt heima hjá honum, eins og hann hafði skilið húsið eftir. Hendin á honum snerti streng af svignaðri gaddavírsgirðingunni og hann fann óljósa hughreystingu af því að vita að henni þarna, eitthvað sem hann kannaðist við. Hann var um það bil að færa sig nær þegar hann heyrði í trukk, sá bráðlega gulu ljósin að krossa yfir Sampsons hrygginn. Um leið og pallbíllinn keyrði inn í heimkeyrsluna, var kveikt á veröndsljósinu. Arrowood lögreglustjóri birtist á veröndinni með eina af skyrtunum hans Jesses. Tveir menn stigu út úr pallbílnum og opnuðu gafllokið. Blóðhundar stukku niður og veltust ofan úr trukknum, ílfrandi meðan mennirnir tóku saman ólarnar. Hann varð að komast til baka í árgljúfrið, og fljótt, en allt í einu stífnuðu fótleggirnir á honum, óhreyfanlegir eins og járn stúfar. Þetta er bara hræðsla, sagði Jesse sjálfum sér. Hann greip í einn af riðguðu göddunum og kreysti þar til kvalirnar komu huganum og líkamanum aftur saman. Jesse fylgdi halla jarðvegsins niður, lagði leið sína til baka undir hliðið. Vegurinn jafnaðist út og Jesse sá útlínur af rústum reykháfsins úr gamla bóndabýlinu. Þegar hann kom nær, sá hann reykháfinn betur, dökkan og allt rökkvað í kring, eins og ólýstar göngur inn í eitthvað myrkrara. Hann tók skammbyssuna úr vasanum og hélt henni í lófanum. Ef þeir næðu honum með hana, mundi það bara leiða til meiri vandræða. Hentu henni svo langt þeir finna hana aldrei, sagði hann sjálfum sér, því það eru fingraför á henni. Hann sneri sér að skóginum og hífaði skammbyssunni, datt næstum af áreynslunni. Byssan fór aðeins nokkur fet áður en hún skelltist með hávaða á trjábol, lenti nær veginum ef ekki á honum. Engin tími gafst til að finna byssuna, því hundar voru nú komnir að árgljúfrinu, vasaljósum dýft og lyft fyrir aftan þá. Hundarnir góluðu og honum var augljóst að þeir voru komnir á slóðina hans. Jesse steig niður í lækinn, vonaði að það yrði til þess að hundarnir týndu þefinum af honum. Ef þetta tækist, gæti hann gengið í hring til baka og fundið byssuna. Þetta litla

110

Page 111: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

ljós sem gafst af stjörnunum, hvarf þegar lækurinn skildist við veginn og kom að skóginum. Jesse rakst á bakkana, skjögraði niður í dýpra vatn sem gegnbleytti buxurnar hans, stígvél og sokka. Hann datt og eitthvað tættist í öxlinni á honum. En þetta tókst. Bráðlega heyrðust ruglingsleg gelt og gól, vasaljósin eltu hann ekki lengur, en í staðinn sópuðust um skóginn úr einum kyrrum stað. Hann steig upp úr læknum og settist niður. Hann skalf, hugurinn reikaði og sérhver hugmynd var skelfileg. Þegar hann hellti vatni úr stígvélunum, mundi hann að stígvélasporin hans leiddu rakleiðis frá húsinu hans og að ginseng plöntunum. Þeir höfðu leið á að stilla saman stígvélum og sporum, og ekki bara vissa stærð og gerð. Hann hafði séð það á sjónvarpi, hvernig þeir gátu stillt saman gatslitnum sóla við spor. Hann tróð sokkunum ofan í stígvélin og fleygði þeim út í rökkrið. Eins og skammbyssan, fóru þau ekki langt áður en skall við á einhverju föstu efni. Hann var lengi að finna gamla skógaveginn aftur, og jafnvel þegar hann kom loksins á hann var hann svo áttaviltur að hann var ekki viss í hvora átt hann ætti að ganga. Hann labbaði um stund og kom að tjaldsvæði, sem þýddi að hann hafði ekki giskað rétt. Hann sneri sér við og gegg í hina átina. Það virtust hafa liðið mörg ár þar til hann loksins kom að gamla bóndabýlinu. Mennirnir í leit að Jesse húktu í kringum varðeld, sem logaði heitt og gneistaði milli bóndahússins og járnhliðsins. Skammbyssan lá einhverstaðar nálægt mönnunum. Þeir höfðu ef til vill nú þegar fundið hans. Nokkrir hundanna geltu, óþolinmóðir að komast aftur á slóðina, en leitunarmenn höfðu víst ákveðið að bíða til morguns með að halda áfram. Þó Jesse væri of langt í burt til að heyra í þeim, vissi hann að þeir töluðu til að eyða tímanum. Þeir höfðu líklega mat með sér, kannske kaffi líka. Honum varð ljóst að hann var þyrstur og datt í hug að fara aftur að læknum til að fá sér að drekka, en hann var of örmagna. Döggin bleytti berar fæturnar á honum þegar hann smaug sér hinum megin við bóndabæinn og síðan inn að skógarjaðrinum þar sem ginseng plönturnar uxu. Hann settist niður og eftir nokkrar mínútur fann kvöldnepjuna vefjast um sig. Útvarpið hafði varað við frosti. Hann hugsaði til þess hvernig frænka hans hafði farið úr fötunum og hvernig, þvert á móti vísindalegur sönnunum, Jesse virtist það vera afsölun alls þess sem hún einu sinni var. Hann horfði á austurhimininn. Honum sýndist sem hann hefði gengið heila viku virði af nóttum, en hann sá að stjörnurnar voru ekki farnar að fölna. Fyrstu bleiku rendurnar ofan á hryggnum í fjarska mundu ekki birtast í nokkrar klukkustundir. Nóttin mundi doka við nógu lengi fyrir hvað sem kæmi. Hann beið.

111

Page 112: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

DANIEL ALARCON

FÁBJÁNA FORSETINN

Eftir að ég skrifaðist út út listaskólanum, fór ég í tveggja mánuða túr með leiklistahópi að nafni Disiembre. Þetta var nokkuð frægt fyrirtæki sem var stofnað á áhyggjufullum stríðsárunum, þegar það var vel þekkt fyrir óskammfeilnar ferðir inn á bardaga svæðin, að færa fólkinu leiklist, og í borginni, fyrir að sýna maraþon leikrit heilu næturnar - Garcia Lorca hvellandi möskva, “stentorian” upplestur af Brasilískum sápu-óperu handritum, alltaf með pólítísku bryddi, stundum slóttugu, oft alls ekki það, hvað sem var til að halda fólki vakandi og hlægjandi gegnum það sem annars hefði verið dimmar, einmana klukkustundir útgöngubanna. Þessar sýningar voru þjóðsögulegar meðal leikhús nemenda af minni kynslóð, og margir bekkjafélagar mínir sögðust hafa verið þarna, sem börn, að horfa á eitt eða annað leikrit. Þeir sögðu að foreldrar þeirra hefðu farið með þá, að þeir hefðu vitnað óheilagt bandalag milli frásagnar og uppreisnar, kynlífs og villimennsku, og að þeir voru alltaf, eftir öll þessi ár, í uppnámi og jafnvel innblásnir af minningunni. Þeir voru allir lygarar. Við vorum, í rauninni, að læra að verða lygarar. Það eru níu ár síðan ég skrifaðist út, og ég ímynda mér að nemendur listaskólans nú til dags, tali um annað. Þeir eru of ungir til að muna hvað hræðsla var hversdagsleg á stríðsárunum. Ef til vill er erfitt fyrir þá að ímynda sér tíma þegar leikhússýningar voru undirbúningalausar í viðbragði, með hryllilegar fyrirsagnir, tímar þegar maður var svo skíthræddur að flytja samtal í leikriti að það þurfti ekki að leika. En þannig eru eiturlyfja áhrif friðs, og víst vill enginn fara til baka inn í fortíðina. Meira en áratug eftir stríðið var Disiembre ennþá rekið sem laustengdur hópur leikara, sem fluttu leikrit af og til, oft á einkaheimilum, áheyrendur komu aðeins boðnir. Þverstæðislega, nú þegar ferðalög fyrir utan borgina voru eigilega ekki hættuleg lengur, fór fyrirtækið varla inn í sveitirnar lengur, svo þegar ný langferð var tilkynnt, var ég spenntur að fara í áheyrnarpróf. Það var sjaldgæft tækifæri, og mér til undrunar fékk ég hlutverkið. Aðeins þrír af okkur fóru í túrinn – ég, krullhærður leikari, Henry að nafni og stuttur, dökkleitur maður sem kynnti sig sem Patalarga og ómakaði sig ekki um að gefa mér skírnanafnið sitt. Þeir voru ættaðir – nokkurnvegin – Henry, einhverntíma fyrir

112

Page 113: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

löngu síðan, gifti sig og síðan skildi við frænku Patalargas, konu að nafni Tania, sem þeir ræddu óbeint um með þögulli virðingu, eins og kotabændur þegar þeir töluðu um veðrið. Þessir tveir menn höfðu verið vinir lengi, eins lengi og ég hafði verið á lífi, og það gladdi mig að ég var tekinn inn í þeirra félagskap. Ég reiknaði með að hér gæfist tækifæri til að læra frá þeim þaulreyndu. Henry skrifaði flest leikritin, og í þessum túr vorum við að leika slóttugt fúkyrðis verk sem hann kallaði “Fábjána Forsetinn.” Þó augljóst væri að leikritið fjallaði um pólitík, var það mjóg sniðugt, um viðkvæmt samband milli hrokins sérgæðings, forsetans og þjóns hans. Á hverjum degi var skipt á þjóni forsetans, hugmyndin var að um síðir fengi hver einasti borgari landins þann heiður að annasts þarfa leiðtogans. Starfið fól í sér skylduna að hjálpa honum að klæðast, greiða hárið á honum, lesa póstinn, o.s.fr. Forsetinn var vandfýsinn og heimtaði að allt fylgdi mjög venjubundnum siðarreglum, svo að mestallir dagar fóru í að kenna nýja þjóninum hvernig ætti að gera verkin. Mikil kátína réði ríkum. Ég lék fíflalegan son fábjána forsetans, Alejo, hlutverk sem passaði prýðilega við æskulega hæfileika mína. Á meðan á leikæfingum stóð, fór mig að líka betur við þennan loddara slána en ég hafði búist við. Hann var montinn durgur og smáþjófur, en faðir hans sá ekki sólina fyrir honum, þrátt fyrir alla gallana. Hástig atriðsins fjallaði um einlægt samtal milli minnar persónu og þjóns dagsins, eftir að forsetinn hafði farið í háttinn. Þá vill Alejo tala hreinskilnislega og viðurkennir að honum hafi oft dottið í hug að drepa faðir sinn, en sé of hræddur til að fremja morðið. Játningin vekur áhuga þjónsins – þrátt fyrir allt, býr hann í eyðilögðu landi og verður að þola hörmulega duttlunga forsetans, sem hefur meira að segja verið að niðurlægja þjóninn allan liðlangan daginn. Þjónnin spyr nánar útí efasemdir Alejos, og hann verður enn opinskrárri, lætur í ljós áhyggjur sínar um frelsi, lög og reglu, þjáningar fólksins, þar til þjónninn viðurkennir loksins að, já, að stúta forsetanum væri ef til vill ekki svo slæm hugmynd. Fyrir landsins sakir, skilurðu. Alejo lætur eins og hann sé að íhuga þetta og drepur síðan undrandi þjóninn sjálfur, sem refsingu fyrir föðurlandssvik. Hann stelur öllu úr vösum líksins, seðlaverki mannsins, úr og hringi, og leikritið endar með því að hann hrópar í áttina að herberginu þar sem forsetinn sefur, “Annan, Faðir! Við þurfum á öðrum að halda á morgun!”

Við lögðum af stað úr höfuðborginni snemma mars, Patalarga, ég og Henry, daginn eftir að ég varð tuttugu og eins. Það var sumar á ströndinni, heitt og mollulegt, og við ókum í rútu upp votviðrasöm fjöllin til héraðsins þar sem Patarlarga fæddist, landsfjórðung sem ég hafði aldrei komið til áður. Jafnvel þá, var ég viss um að ég myndi aldrei sjá þessar sveitir aftur. Allt í mínu lífi í þá daga – sérhver ákvörðun sem ég tók eða tók ekki – var byggð á hugmyndinni um að ég færi bráðlega úr landi. Ég ætlaði að fara til bróður míns í Kaliforníu fyrir áramótin: ég var að bíða eftir vegabréfinu mínu, svo það var aðeins spurning um hve lengi. Í rauninni var mjög skemmtilegt að lifa svona. Það gaf mér einskonar einka styrk sem auðveldaði mér að þola vissar gremjur, því ég var handviss um að allt væri til bráðabyrgðar. Við lékum í litlum bæjum og þorpum, upp og niður breiðan dapran dal, oft í kuldalegum hellirigningum sem voru ein og ekkert sem ég hafði nokkurntíma vitað til. Blásvört ský hringsnerust á himnum, og þegar ekki ringdi, blésu vindarnir beint gegnum mann. Okkur var vel tekið í hverjum bæ, með vissulegum hátíðabrag og umhyggjusemi, sem ég hreifst af, og á hverju kvöldi stóðu áheyrendur upp og klöppuðu. Það gerði alla áreynsluna þess virði. Stundum var þorpið aðeins nokkur

113

Page 114: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

hús á víð og dreif yfir endalausa gulgráu akrana. Áhorfendur gátu verið aðeins tylft talsins, nokkrir bændur, rauðleitir í framan, mjög þjáðar konur þeirra og vannærð börn. Þeir komu upp til Henrys eftir leikritið, litu aldrei beint á hann, og sögðu virðulega, “Takk fyrir, herra forseti.” Kuldinn næstum því gerði útaf við mig. Eftir tvær vikur hafði ég megrast yfir þrjú kíló, og eitt kvöldið, eftir sérstaklega áreynslumikla sýningu, missti ég næstum því meðvitund. Þegar ég náði mér, var okkur boðið í veislu í eins herbergja leirusteinshús rétt fyrir utan þorpið. Henry og Patalarga voru báðir í uppnámi, drukku meira en vanalega, vegna þess að þetta var þorpið þar sem Tania bjó; hún hafði víst farið að sjá sýninguna og gæti látið sjá sig aftur á hverri stundu. Ég var of lasinn til að hafa áhyggjur út af því: að anda var eins og að gleypa hárbeitta hnífa, og mér leið eins og hausinn á mér gæti losnað af hálsinum og flotið burt upp til ógnandi Andean himinsins. En allir voru afskaplega vingjarnlegir, sérstaklega umhyggjusamir um að gefa mér að borða og gera mig fullann. Áfengið hjálpaði til, og það var gott að láta fólk dekra við sig. Þegar ég blánaði í framan, spurði húseigandinn, lítill gráhærður náungi að nafni Cayetano, hvort ég vildi fá yfirhöfn. Ég kinkaði ákaflega kolli, og hann stóð upp og labbaði að ísskápnum, stóð fyrir framan opna hurðina eins og hann væri að hugsa um að fá sér bita. Ég hélt hann væri að gera gis að mér, og ég heyrði Henry og Patalarga flissa. En þá opnaði Cayetano grænmetis skúffuna og tók út ullasokka. Hann kastaði þeim til mín, og þegar hann opnaði hurðina upp á gátt, sá ég að ísskápurinn var reyndar notaður sem fataskápur. Þarna voru vettlingar á smjörbakkanum, peysur og jakkar hangandi á viðarþjölum negldum innan á veggina. Þá tók ég eftir nokkrum viðkvæmum matvælum á borðinu. Í kuldanum var maturinn vissulega ekki í neinni hættu til að skemmast. Mennirnir og konurnar í hópnum sögðu sorglegar sögur um stríðið og hlógu að eigin þjáningum á þann hátt sem mér fannst óskiljanlegt. Stundum töluðu þau á sínu tungumáli, Quekva, og í því tilfelli hlógu þau sérstaklega dátt, og voru einnig sorglegri – eða að minnsta kosti virtist mér það. Þegar Tania birtist, stóðu allir upp. Hún var með sítt, slétt, svart hár, fléttað í eina fléttu, og appelsínugult og gulköflótt sjal hjúpað yfir axlirnar. Eldri en ég, en dálítið yngri en félagar mínir, Tania var lávaxin, þó hún virtist einhvernvegin bera með sér mikinn styrk. Hún fór í kringum herbergið, tók í hendina á öllum – fyrir utan Henry, sem í staðinn fékk fljúgandi koss út í loftið rétt við hægra eyrað. “Ertu ennþá að leika,” spurði hún þegar hún kom að mér, “eða ertu virkilega svona veikur?” Ég vissi ekki hverju ég ætti að svara, svo þegar einhver hrópaði, “Hann er fullur!” létti mér. Herbergið grenjaði af hlátri, síðan settust allir niður. Fylleríið byrjaði nú í alvöru, og bráðlega birtist gítar úr einu horninu. Honum var rétt frá einum manni til annars, lenti í kjöltu nokkra í kring áður en Tania tók hann loksins. Allir ráku upp hvatningaróp. Hún tók í strengina nokkrum sinnum, ræksti sig og bauð gestina velkomna, þakkaði okkur fyrir að hlusta. Hún fór að syngja á Quekva, valdi flókin undirleik, fimir fingur hennar ósnortir af kuldanum. Ég sneri mér að Henry og spurði lágt um hvað hún væri að syngja. “Um ást,” hvíslaði hann, án þess að líta af henni. Þegar leið á kvöldið, fann ég að ég fór að meta fegurð Taniu meira og meira. Henry og Patalarga fylgdust með hvernig ég horfði á hana, störðu og brostu á víxl, ómögulegt að reikna út meiningu þeirra. Miklu seinna, þegar ég loksins beið lægri hlut fyrir kuldanum

114

Page 115: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

og áfenginu, bauðst Tania til að leiða mig til baka til farfuglaheimilisins þar sem ég átti að sofa. Allir brugðu við með uppgerðar skelfingu, en hún gaf því engan gaum. Bærinn var lítill, engin hætta á að villast, og við skjögruðum ölvuð eftir götunum, bæði tvö umvafin ábreiðunni hans Cayetanos. “Þú syngur dásamlega,” sagði ég. “Hvað fjallaði söngurinn um?” “Bara gömul lög.” “Henry sagði að þú værir að syngja um ást.” Hlátur hennar hljómaði dásamlega: skær og uppgerðalaus, eins og tunglskin. “Hann kann ekki tungumálið,” sagði Tania. “Hlýtur að hafa verið heppin med ágiskunina.” Við stoppuðum við dyrnar á farfuglaheimilinu. Ég beygði mig niður að henni til að kyssa hana, en hún klappaði mér bara á kollinn eins og ég væri lítill strákur. “Drekktu mikið vatn,” sagði hún, “og hvíldu þig eins mikið og þú getur.” Síðan hvarf hún til baka í veisluna. Inni á farfuglaheimilinu, gaf eigandinn mér stóra gúmí blöðru fulla af heitu vatni, og meðan ég háttaði hélt ég á blöðrunni eins og maður gæti haldið á sláandi mennsku hjarta – hjartanu í mér, ef til vill. Ég reyndi að hugsa um daginn – hvað hafði gerst, eða hvað hafði, til allra óhamingju, ekki gerst. En kuldinn gerði hugmyndum ómögulegt að tengjast saman, svo ég lagðist niður og þrýsti blöðruna mína að maganum, hjúfraði mig að henni eins og smá snigill. Ég braut heilann um hvort ég hefði átt að vera kyrr í borginni og hvað vinir mínir voru nú að aðhafnast. Þeir yrðu öfundssjúkir að mér í Disiembre túrnum, og ég lofaði sjálfum mér við að minnast þess. Patalarga og Henry höfðu ferðast hér í kring áður, voru alltaf að rekast á gamla vini. Aðstæður lífsins sem voru smátt og smátt að gera út af við mig, slógu þá ekkert út af laginu. Þeir bjuggu í borginni í marga áratugi en töldu sig ekki eiga heima þar. Og þannig gekk þetta í margar vikur. Á morgnana, ef veður leyfði, ókum við í næsta bæ í hrörlegri rútu, eða aftan í trukk ofan á kartöfluhrúgu. Ég hafði lært að tyggja kóka lauf, lært að njóta dofans sem breiddi sig yfir andlitið, niður hálsinn, og yfir bringuna. Vegirnir voru varla nógu breiðir fyrir hestakerru, og oft horfði ég yfir hrunandi fjallshryggsbreiðu, neyddi sjálfan mig til að hugsa um eitthvað annað en dauða. Patalarga og Henry náðu sér eftir gærkvöldin með augun lokuð, hangandi í djúpum og friðsömum draumum. Þeir nutu sín vel; ég, ég var að reyna að lifa þetta af.

Þegar ferðinni var næstum lokið, komum við í bæ að nafni San Germán, afskekkta útvarðarstöð amerísks námureksturs. Í bænum voru um tvö hundruð hús sem virtust hafa verið tyllt ofan á veðurbarin toppinn á eyðimerkulegu fjalli, umkringdu á þrem hliðum jafnvel hærri og auðnlegri tindum. Ég held þar hafi verið silvurnáma, en það hefði getað verið kopar eða báxít eða eitthvað annað, og einhvern veginn skipti það engu máli; öll námuþorp eru eins. Þau eru merglaus og einangruð, oft reist á stöðum sem gætu verið fallegir, ef þeir væru ekki svona afskekktir, og auðkenndir nokkurskonar mennskum skorti sem einkennir iðnaðinn. Þykk ský héngu yfir San Germán rétt fyrir ofan okkur, ég fann málmlykt í loftinu. Aldrei hafði mér fundist ég vera eins langt frá veröldinni. Við vorum meira en fjögur þúsund metra yfir sjávarmáli, og stjörnuhæðin gerði mig gagnlausan. Fyrsta daginn lá ég inni á farfuglaheimilinu, greip í rúmstokkinn eins og ég væri að þeitast á rússíbana. San Germán var lítill staður, og þar var ekki mikið að sjá, en Patalarga og Henry sátu við rúmið mitt, skemmtu mér með því að segja lygasögur um furðu þorpsins.

115

Page 116: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Þú verður að fara fammúr,” sagði Patalarga. “Þú verður að skoða þig í kring um plássið.” “Þeir hafa reist eftirlíkingar af píramídunum,” sagði Henry mér, “og þeir skína eins og gull í sólskininu.” Ég opnaði augun og sá gufuský af andadráttinum hans. “Smækkaður líkan af Arc de Triomphe,” bætti Patalarga við. Kaffihús, tré meðfram breiðstrætunum, og næturlífið – þú trúir því ekki! Diskós eins og í Batistas Havana, eins og Beirut fyrir stríð.” Ég gaf honum engan gaum. Herbergið - reyndar heilinn á mér – fylltist heilahristingshljóði af röddum þeirra. Ég sárbað um að vera látin í friði, og þá hvurfu þeir. Aftur lokaði ég augunum, og í nokkrar klukkustundir hreyfði ég mig ekki. Ég hlustaði bara örvæntingafullur á minn eigin andardrátt. Þegar félagar mínir komu til baka, voru þeir miður sín og reiðir. Ég fann lyktina af leðjunni sem loðaði við stígvélin þeirra. “Segðu honum það.” “Nei, þú segir frá.” Frá sóttarsæng minni heyrði ég þá ganga um gólf. “Einhver í fjandanum segðu mér frá,” sagði ég. Ég hafði ætlað mér að hrópa, en ég var of þróttlaus, og það kom út eins og hás grátbeiðni hjartasjúklings. Ég hélt augunum lokuðum. Einhver settist niður á rúmið mitt. Það var Henry. Slæmar fréttir. Fyrsta leiksýningin okkar átti að fara fram annaðkvöld, en eitthvað kom fyrir. Allt var rafmagnslaust, engin ljós. Þetta var ekki bráðabyrgðar ástand, eins og okkur hafði verið tilkynnt þegar við skráðum okkur inn á farfuglaheimilið. Eina rafmagnið sem til var í þorpinu var leitt inn á heimili amerísku verkfræðinganna, handan við námuna. “Þú ættir að sjá hvernig þeir búa,” sagði Henry, og útskýrði að fyrir handan háar girðingar, höfðu þeir skapað nákvæma eftirlíkingu af amerískum lífsháttum. Þægileg úthverfis heimili, vel steiptar götur, hafnabolta tígull. Ég sat skjálfandi undir hálfri tylft af ábreiðum. Þetta hljómaði vel. “Áttu ekki bróðir í bandaríkjunum?” spurði Patalarga. “Jú, víst.” “Leikur hann hafnabolta?” “Hvernig ætti ég að vita það?” Ég gat varla komið orðunum út. Ég vissi ekkert um hafnabolta. Reyndar vissi ég lítið um bróðir minn. Hann fór að heiman átján ára gamall, fyrir nokkrum árum, og ég hugsaði til hans aðeins í sambandi við vegabréfið sem hann átti að redda fyrir mig. Það var of kalt til að eyða orku í að róta gegnum æskuminningarnar. Henry var í uppnámi. Hann talaði hratt, og ég heyrði beiskju í rödd hans. Okkur hafði verið lofað pláss til að sýna verkamönnunum leikritið. Verkamennirnir, verkamennirnir – þessir hugrökku, virðulegu menn sem voru öll ástæðan fyrir tilveru okkar. Við áttum að sýna leikritið tvisvar, einu sinni fyrir hverja vakt. Allt yrði í lagi fyrir eftirmiðdags sýningarnar, en námuverkamennirnir á dagvaktinni gætu ekki komið. Ef við sýndum leikritið að kvöldi til, yrði það í myrkri – eða aðeins fyrir verkfræðingana. Djöfuls verkfræðingarnir. Henry hafði nú æsts sig upp með því að lýsa mönnum sem sötruðu daquara alla liðlanga daga, fóru aðeins í pásu til að hýða göfugu námsverkamennina. Það hljómaði algjörlega eins og lénsskipulag. “Eru þeir virkilega svona slæmir?” spurði ég. “Hlustaðu ekki á hann,” sagði Patalarga. “Faðir hans var verkfræðingur.”

116

Page 117: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Til fjandans með þig,” sagði Henry og yggldi sig. “Henry hérna var stjarna í hornaboltaliði fyrirtækisins.” “Er það satt?” “Þangað til hann fór að hnupla dínamíti til að gefa uppreisnamönnumun.” “Þú ert að ljúga.” Hvorugur þeirra vildu svara mér. Nokkrar mínútur liður þar til Henry byrjaði að kvarta aftur; í þetta sinn sló hann létt með vísifingrinum á ennið á mér meðan hann talaði. Mér fannst það vera eins og tréhamar berjandi ofan á bassadrummu, einkennileg leið til að sýna væntumþykju, og ég hélt augunum lokuðum meðan á þessu stóð. “Við höfum komið í þetta þorp til einskins. Þeir eru að gera grín af okkur, og Nelson hérna fer að gefa upp goluna ástæðulaust.” Nú voru þeir að tala við hvorn annan. “Við höfum fórnað ungu lífi – því besta sem þetta land hefur uppá að bjóða! – og við höfum ekkert til að sýna fyrir það. Ó, harmleikurinn af þessu öllu! Hvernig hann hefur þjáðst fyrir listina! En hvað eigum við að segja móður hans?” “Þið eru báðir afskaplega fyndnir” sagði ég. “En í alvöru.” Síðdegis drógu þeir mig út eftir rökkvuðum götum San Germáns, næstum því báru mig. Mig verkjaði í hausinn og allan líkamann, og jörðin undir mér virtist óstöðug. Ég lagði annan handlegginn yfir öxlina á Patalarga, meðan Henry benti á dimmu, gulu ljósin á hæðinni í fjarska: þetta voru heimili verkfræðinganna. Fyrir handan þá hvarf óstöðugur fjallstindur upp til skýja. Ég leit á þetta ömulega litla pláss og fannst erfitt að finna til miklar andúðar til Ameríkanana. Náttúran gæti kramið þá á hverri stundu, og okkur með. “Sérðu þá?” spurði Henry. “Geturðu trúað þessu?” “Nei,” svaraði ég. “Ég trúi þessu ekki.” Heldur vildi ég vera fátækur hvar sem var í heiminum en ríkur hér. Við óðum áfram gegnum leðjaðar göturnar. Í leikritinu klæddist Henry löngum, hvítum hönskum, en vegna hörku kuldans var hann farinn að vera með þá milli sýninga. Þeir voru þunnir, úr satíni, líklega ekki mjög hlýir, en þeir litu dásamlega út. Nú tók ég eftir að Patalarga var að stara öfundsjúkur á hanskana. “Gefðu mér þá,” sagði hann loksins, benti á hanskana. Henry rétti upp hendurnar, hreyfði til hvítu fingrana í hönskunum. “Þessa?” “Þessa.” “Ég er forsetinn,” sagði Henry. “Ég er með hanskana.” Patalarga hugsaði sig um augnablik. Hann sneri sér að mér. “Ég fann hann í húsasundi fyrir handan dómkirkjuna, að þefa lím og tala um hvað vondur pappi sinn væri.” Ég sagði ekkert, né sleppti ég Patalarga. Án hans, hefði ég dottið niður. Henry virtist ekki vera að hlusta. “Allar þessar breytingar sem við vildum fá,” sagði Patalarga. “Og enn leika þeir dökklituðu þjónana. Og enn deyja þeir dökklituðu á endanum. Er það ekki skömm.?” Henry yppti öxlum. “Það er vegna þess að þú ert svo flínkur í þeim hlutverkum,” sagði hann. Við komum að eina veitingahúsinu í San Germán, og undir ljósi steinolíu lampa, átum við mat upphitaðan á steinolíu eldavél, svo að allt lyktaði og bragðaðist af eldsneyti. Við vorum í súru, vesældar skapi. Henry og Patalarga töluðu ekki, og það tók allan minn

117

Page 118: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

styrk til að hindra því að ég hrasaði af stólnum og lenti ofan á köldu sement gólfinu. Eftir máltíðina og te, leið mér þó heldur skárra. Við vorum næstum búnir að borða þegar nokkrir námuverkamenn löbbuðu inn, með hjálmana sína í lúkunum. Jafnvel í myrkrinu, bar Patalarga kennsl á þá frá fyrri tíð, þegar hann starfaði við verkalýðssamtökin. Þeir settust niður við borðið okkar og töluðu lágt um ástandið neðanjarða, sem hafði lagast aðeins síðan Henry og Patalarga komu síðast í heimsókn. Betri loftræsing, áhættan ekki eins mikil. Tíu tíma vaktir, í staðin fyrir fjórtán. “En ekkert rafmagn.” Námuverkamennirnir ypptu öxlum. Andlit þeirra voru hörð og veðurbarin. “Það kemur bráðlega, og í öllu tilfelli er náman vel lýst” sagði einn þeirra, að nafni Ventosilla. Nafnið var skráð á hjálminn hans, sem hann setti á borðið. Hann kveikti á ljósrofa og höfuðlampinn skein, kastaði skærum ljósbjarma á veggi veitingarhússins. Ventosilla slökkti og kveikti á ljósinu nokkrum sinnum, og við stoppuðum allir að háma í okkur til að dást af því. Hann sló létt á hjálmlampann með nöglinni. ”Halógen.” “En þið eruð allir með svona ljós,?” spurði Patalarga. Námuverkamaðurinn kinkaði kolli. Félagar mínir glottu.

Næsta kvöld sýndum við Fábjána Forseta leikritið í stærðar tjaldi tilbúið úr ábreiðum, sameinuð ljós fimmtíu námuverkamanna fyrir innan. Þarna voru einnig börn og eiginkonur, og meira að segja nokkrir Amerískir verfræðingar sem þorðu að mæta á skemmtunina. Mér leið betur, þó ég hafði ekki náð fullkomnum bata, hvaðsvo sem það þýðir. Ég hafði varla á heilum mér haldið síðan ég yfirgaf borgina, síðan rútan fór að klifra upp til skýjanna, en sjónin af bráðabirgða leikhúsinu, suðandi af eftirvæntingu, halógen ljósin flöktandi um allt, gerði mig vonglaðan. Baksviðið var í rauninni fyrir utan tjaldið, þar sem við þrír leikararnir stóðum, skítkaldir og taugaspenntir, óvanalega æstir, að kíkja innfyrir endrum og eins til að sjá mannsöfnuðinn ganga inn. Þegar tjaldið fylltist, smeigðum við okkur inn í tiltölulega hlýju sviðsins. Útsýnið var hrífandi, áhorfendur sitjandi á hrörlegum bekkjum, bjartar stjörnur leiftruðu á himninum fyrir ofan. Ég sneri mér að Henry og Patalarga, og sá að þeir voru einnig týndir í þessu öllu. Þetta var himininn sem við höfðum varla komið auga á, himininn sem hafði falið sig fyrir handan þykk, svört regnský síðastliðnar sex vikur. Verkalýðsforingi héraðsins kynnti okkur, og þetta kvöld, eins og á hverju kvöldi, húrruðu áhorfendur þegar þeir heyrðu nafnið Disiembre, ljósin hnykktu til upp og niður þegar námuverkamennirnir hristust til af gleði. Ég lét félögum mínum eftir sviðið og sat rétt til hliðar. Þeir byrjuðu. Álútur, andlitið áhyggjufullt, setti Henry sig í fábjána forseta hlutverkið með vissu sturluðu gravita, líkt og Nixon á síðustu dögum sínum, eða Allende að hugleiða skriðdrekana umkringja La Moneda. Hann stikaði um sviðið, gelti bjánaleg fyrirmæli að forviða þjóni sínum – en engin hefur nokkurtíma leikið “forviða” eins sérfræðilega og Patalarga gerði þetta kvöld. Ég kunni allt leikritið utanað, svo ég einbeitti mér að mestu leyti að ljósum námuverkamannana, saman mynduðu þau tæra, hvíta laug á sviðinu, sem hreyfðist aðeins til, meðan tvítalið færðist eins og borðtennis frá einum leikara til annars. Þegar ég stóð upp, rétt áður en mér var bent að koma fram á sviðið, færðust ljósin til hægri, svo mikið að Patalarga, sem stóð fyrir framan mig, hvarf andartak út í myrkrið.

118

Page 119: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Jafnvel í dimmu ljósinu, gat ég séð hann brosa. Þegar leikritinu var næstum lokið, komum við að erfiðu atriði. Við tókum strax eftir því að þegar Henry sagði brandara sem fólk yfirleitt hlóg að, heyrðist ekkert viðbragð. Við vorum að tapa áheyrendunum – ljósin færðust upp og niður eða reikuðu úr einni átt til annarrar, og allt í einu vorum við að flytja leikritið í húmi, þegar augnabliki áður hafði ríkt morgun. Aldrei fyrr eða síðan hefur mér verið svo auðvelt að lesa hópinn, að fá svo augljós og tafarlaus viðbrögð. Ljósaskorturinn hressaði okkur og gaf okkur meiri kraft. Nokkrum mínútum síðar fór tjaldið aftur að hristast af hlátri, sviðið varð eins bjart og lendingarsvæði, og ég get tilkynnt, með ekki litlu stolti, að síðustu orðin mín, þau sem ég hrópaði að sofandi föður mínum, forsetanum, öskraði ég á full-lýstu sviði, með fullkomnri athygli og samvinnu námuverkamanna San Germáns og halógen lampanna þeirra. Ekkert fortjald var til að draga saman, engin sviðsljós til að dimma, og ég stóð þarna andartak eftir að leikritið endaði, baðaður í bjarmanum, mjög ánægður. Því ekki það? Nokkrum vikum seinna var ég kominn heim aftur, og í fleiri ár, þegar eitt af leikritunum sem ég lék í misheppnaðist, hugsaði ég til þessa kvölds. Mér bauðst annar túr við Disiembre, en það var meira út af kurteisi en nokkru öðru. Miðstétta líf mitt hafði gert mér ómögulegt að takast á við þessar hörkulegu ferðir. Ég hafnaði boðinu. Ég er hvort sem er á förum, hugsaði ég, en ég fór hvergi. Endrum og eins lék ég í leikriti með Henry og Patalarga innan héraðsins, og við héldum alltaf vináttu. Þegar ég rakst á annan þeirra, á sýningu, á bar eða á götum úti, föðmuðumst við alltaf, skelltum uppúr, og minntumst hlýlega þessa kvöld í San Germán. Ég vissi að þeir mundu eftir sýningunni eins vel og ég, þó þeir hefðu gleymt öðrum smáatriðum – hvað ég héti, til að mynda. Þeir kölluðu mig Alejo, án skammar eða afsökunar. Mér var sama. Mér líkaði vel við þá báða. Ég hafði lært mikið, og gat ennþá lært mikið af þeim. Að spjalla um SanGermán var vissulega boð til vangaveltu, en það var einmitt kjarni málsins. Ég hlustaði, alveg eins og ég gerði í ferðinni og sá bringuna á Patalarga eða Henry þenjast út af stolti. Maður stendur sig, kemst af. Maður tekur það sem áheyrendur gefa þér og færir þeim það til baka, aðeins betra, fágað af ást og hollustu. Þeir gefa manni ljós, og maður gefur þeim sannleika, og svo framvegis. Það var gaman að hlusta á Henry og Patalarga, vegna þess að engin á mínum aldri talaði þannig. Ekki um leikhús, ekki um stjórnmál. Meira að segja ekki um ást. Það gerir okkur órólega.

Nokkrum árum seinna varð ég vonleysislega atvinnulaus. Ég átti of marga andstæðinga, hafði ekki tekið hlutina nógu alvarlega. Vegabréfið mitt fékk ég aldrei, og ég gat ekki lengur látið eins og ég yrði alltaf ungur. Bróðir minn hringdi af og til, en aðeins þegar ég var heima hjá foreldrum mínum, og stundum liðu margir mánuðir án þess að við töluðum saman. Ég byrjaði að fara í áheyrnapróf fyrir sápu-óperur, þó ég hefði svarið að leika aldrei framar svikinn kærasta eða kvensaman heimilis-rústara. En ég fékk aldrei neitt af þessum hlutverkum. Ég var orðinn auralaus. Ég hugsaði um að sleppa leiguherberginu mínu og flytja heim, en hugmyndin var of skömmustuleg. Vesalings faðir minn var ósveigjanlega bjarsýnn. “Bróðir þinn fer að senda vegabréfið. Þú ferð til Ameríku. Þú ferð til Kaliforníu. Þú ferð að leika í kvikmyndum. Skrifaðu bróður þínum, minntu hann á,” sagði hann, en ég kom mér ekki til þess. Ég held að jafnvel faðir minn trúði þessu varla lengur. Samt sagði hann mér alltaf hvernig veðrið var þar sem bróðir minn bjó, eins og ég þyrfti að vita hverslags föt ég ætti að pakka niður. “Það eru

119

Page 120: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

skógabrennur um alla Kalíforníu,” sagði hann við mig einn daginn, “mörg hundruð af þeim.” Ég starði bara á hann. Seinna kvöldsins ímyndaði ég mér stað sem ég hafði aldrei komið til, himininn þokaður rauð-brúnum reyk, og sólin – sem var ekki okkar sól – að setjast að öskulegum bakgrunni af hamförum héraðsins. Ég braut heilan um möguleikan á því að faðir minn vildi bara losna við mig. Þó ég hefði áhyggjur úr af því að verða honum til vonbrigða, var hann kannske bara að vonast til þess að ég yrði vandamál einhvers annars. Viku seinna fór ég að lesa handrit fyrir lítið sápu-óperu hlutverk, sem átti að sýna í sex þættum, ekki slæmt. Það átti ekki að sýna þegar minn persónuleiki var myrtur eftir vikurnar sex. Hann var lögreglu uppljóstrari, viðeigandi áhyggjufullur varðandi flókna siðferð varðandi það að svíkja vini sína, maður sem lifði fullur eftirvæntinga um að þessar syndir gætu kostað hann lífið. Mér til mikillar ánægju var þessi persóna kölluð Alejo, og allt í einu varð ég öruggari með mig en ég hafði verið í marga mánuði. Þó þessi persóna og Alejo sem ég hafði leikið fyrir Disiembre væru algjörlega ólíkar manneskjur, að lesa leikritið var eins og að rekast á gamlan vin. En hvað allt var orðið breytt í þessu landi, hugsaði ég: sonur forsetans er nú venjulegur uppljóstrari, maður dæmdur til að líta yfir öxl sér í sex eins-klukkustundar þættum og gefa síðan ósýnilega upp öndina, lát hans aðeins neðanmálsgrein í stærri sjónleik sem kemur honum lítið við. Ég var svo spenntur að ég sagði foreldrum mínum frá áheynarprófinu, einnig vinum mínum. Alejo, hugsaði ég, við hittumst aftur. Ég braut meira að segja heilann um hvernig hægt væri að hafa uppá Henry og Patalarga, þó ég hefði ekki séð þá í meira en ár, bara svo við gætum hlegið saman af þessu. Um þessar mundir var Disiembre í hálfvaranlegri pásu, og ástandið í landinu var orðið, satt að segja, óþekkjanlegt. Núorðið var hægt að ganga um götur bæjarins þar sem ég bjó og gleyma hversvegna ég hafði viljað fara burt. Málmur var á metverði um allan heim, og blöðin tilkynntu sjö prósent vöxt. Allt þetta velgengni var niðurdragandi; það var það eina sem ég bjóst aldrei við. Aldrei hafði ég heimsótt bæina þar sem ég lék með Disiembre fyrirtækinu, þó nokkrir félagar mínir höfðu ferðast þangað – í sumarfríum, á þurru árstíðinni, með konum sínum og þybbuðum krökkum, til að sjá svolítið af landinu eins og það var. Við fyrsta merki um óánægju, sýndi ríkisstjórnin á sjónvarpi auglýsingar um vegatálmur á sveitum úti, reiða bændur að kasta grjóti á lögregluna, sjónvarpskermurinn blettaður vogandi og kunnugum rauðum litblæ. Ógnandi þulurinn aðvaraði fátækum sveitungum að elska fósturjörðina og eyðileggja hana ekki fyrir okkur hinum. Við Henry hittumst síðdegis einn vetrardag í veitingahúsi í Asylum Downs. Þetta var daginn áður en ég fór í hlutverksprófið. Hann var ekki með síma eða tölvupóst, og ég hafði sent skilaboð til hans gegnum einn af vinum okkar sem bjó í nágrenninu. Hann virtist ekta glaður að sjá mig, og faðmaði mig þétt að sér, klappði mér hjartanlega á bakið. Við sátum inni við borð, verndað frá rakanum. Það var stórkostlegt að sjá hann – hann var ekkert breyttur – en hvar var Patalarga? Henry neri augun og strauk þykku krullurnar niður með lófanum. “Vinur okkar,” kvað við í honum, armæðulega, “er ekki lengur meðal okkar.” Ég varð agndofa og sökk niður í stólinn. “Hvenær?” tókst mér loks að stynja upp. Hann leit niður í kaffibollann. “Fyrir níu mánuðum síðan, tíu.” “Jesús.”

120

Page 121: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Ég veit það,” sagði Henry, en svo skellti hann uppúr. “Gaurinn fluttist til Barcelona. Ímyndaðu þér!” “Þú skíthæll,” umlaði ég. “Það eru bara þú og ég, Alejito,” sagði Henry. “Faðir og sonur.” Hann rétti út hendina. “Farðu að hlægja!” skipaði hann. “Þú varst alltaf svoddan alvarlegur drengur.” Þetta voru orð úr Fábjána Forseta leikritinu. Ég tók í hendina á honum og brosti aðeins til hans. Taugaáfallið var að lagast – Patalarga var þó á lífi og ég ætti að vera því þakklátur. Við drukkum kaffið okkar. Í öllu tilfelli var annað í fréttum. Henry átti nú dóttir, og hún hafði breytt lífi hans. Hann sá hana tvisvar eða þrisvar á viku, og tileinkaði litlu stúlkunni sinni allt sem hann skrifaði. “Svo þú ert mikið að skrifa?” spurði ég. Henry yppti öxlum. “Svolítið.” Ég sagði honum frá Alegjo, kjaftakarlinum. Ég náði meira að segja í handritið og las fyrsta þáttinn, þar sem Alejo er staðinn að því að hnupla vír úr byggingarlóð og kemst hjá því að fara í tugthús með því að bjóða upplýsingar um glæpalið borgarinnar. Tvítalið var frábært, gott harðsoðið efni, og ég gat varla leynt ákafa mínum. Henry hlustaði vel og kinkaði kollinum allan tíman. “Þetta er dásamlegt,” sagði hann. “Skrifað aðeins fyrir þig.” “Ég veit það,” sagði ég. “Mér finnst það líka.” Eftir stutta stund sagði Henry að honum langaði til að spyrja um nokkuð, en hann vildi ekki móðga mig. Hann lét mig lofa að taka þessu ekki á rangan veg. “Vissulega,” sagði ég. Hann sló fingrunum létt á borðplötuna. “Áttir þú ekki að fara út?” spurði hann. “Hvað meinarðu?” “Ja, það var það eina sem þú talaðir alltaf um.” Hann hikaði við. “Á hverjum degi, stöðugt. Við héldum að það stafaði af stjörnuhæðinni. Við gátum varla þolað það, við Patalarga.” “Er það satt?” Í mínu minni um þessa tvo mánuði okkar uppi í fjöllunum, hafði ég varla nokkru sinni talað um að fara. Vissulega ferðaðist ég með hugmyndina með mér, en hafði haldið henni leyndri, líkt og töfragrip eða gæfupening. Fullvissan um að þetta liði allt hjá hafði gert mér kleift að komast af. “Við lærðum að láta það sem vind um eyru þjóta,” sagði Henry, “vegna þess að okkur líkaði við þig, í rauninni, líkar enn við þig.” Hann hallaði sér fram á borðið og kleip ástúðlega í kinnina á mér. “Sonur,” bætti hann við. “Svo hversvegna fórstu hvergi?” Fyrir utan hafði dúfnaflokkur lent niður á breiðstrætastéttinni, reikaði í kring eins og rykstormur í kringum ruslatunnu á hvolfi. Ég starði á fuglana um stund, dáðist af hungri þeirra. “Allt skánaði svo mikið hér í kring,” sagði ég. Henry kinkaði kolli. “Auðvitað,” sagði hann. “Alveg eins og mér datt í hug.” Við kvöddumst fyrir utan veitingahúsið, á fjólförnu strætinu. Henry óskaði mér lukku, og ég lofaði að láta hann vita hvernig allt gengi. Ég fékk hlutverkið of beið bjartsýnn eftir að þeir kölluðu mig upp. Ég mældi tíman með framvindu brennanna langt fyrir norðan. Gamli maðurinn, pabbi minn, sagði mér

121

Page 122: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

fréttir, og ég lét eins og ég hlustaði á. Fimm hundruð, þúsund, tvö þúsund brennur. Eftir mánuð höfðu þær allar brunnið út, og enn beið ég.

HAL BENNETT

DOTSON GERBER ENDURRISINN

Við komum auga á hausinn á herra Dotson Gerber að gægjast upp, um það bil klukkan níu á björtum laugardagsmorgni í mars yfir á grænmetisgarðinum, þar sem pabbi hafði byrjað að grafa upp fyrir brunn og síðan fyllt hann upp. Auðvitað vissum við þá ekki að rauði hárlubbinn og hluti af höfuði að spretta upp úr yfirgefna brunninum tilheyrði herra Dotson Gerber, sem hvarf frá bóndabæ sínum snemma síðastliðið haust. Við erum svertingjar, og vitneskjan um að hvítur maður eins og herra Dotson Gerber hvarf frá heimili sínu skipti okkur engu máli. Nema þessi hvíti maður skildi allt í einu fara að vaxa upp úr moldinni nær grænmetisgarðinum okkar, eins og herra Dotson Gerber var nú að gera fyrir framan mömmu, mig og systir mína Millisent. Við komum hlaupandi vegna gauragangsins úr hæsnunum, héldum að gaupa eða hreysiköttur væru þarna að verki, en fundum í staðinn höfuðið á herra Dotson Gerber. “Jesús minn,” sagði Millisent, “ég held það sé að líða yfir mig.” Millisent var alltaf að falla í yfirlið síðan hún sá tvo blökkumenn kyssast bak við kassa í verksmiðjunni þar sem hún vann. Nú var hún aftur um það bil að hníga niður aftur. En mamma greip hörkulega í svuntuna á henni. “Stelpa, þú gefur varla nokkrum öðrum tækifæri.” Og mamma féll niður eins og dauð, sem kom Millisent til að halda meðvitund um sinn og líta út mjög örvæntingafull. En það leið ekki yfir hana og ég var fegin því, vegna þess að ég vildi alls ekki vera einn með herra Dotson Gerber að spretta upp úr jörðinni. Um það bil tylft af hænunum voru enn með hávaðalæti vegna þess að höfuðið á hvítum manni birtist allt í einu þar sem þær voru vanar að kroppa frækorn. Eins hátt og hún gat, skrækti Millisent til að stugga burt hænsnunum, meðan ég togaði mömmu inn í skugga og tyllti henni upp að hlöðunni. Síðan hröðuðum við okkur til baka til að horfa á herra Dotson Gerber. Ég minntist á brunninn sem pabbi byrjaði að grafa, því augljóst var að herra Dotson Gerber hafði verið plantaður uppréttur í holunni. Það útskýrði augsýnilega ástæðuna fyrir því að hausinn kom upp úr jörðinni. Þó, eins og ég sagði, við Millisent höfðum ekki hugmynd um að það sem við sáum væri herra Dotson Gerber. Pabbi varð að segja okkur það.

122

Page 123: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Hann kom ríðandi á fröken Trisiu út úr gripahúsinu, þar sem hann hafði verið að söðla hana. “Hversvegna eru þið börnin hér með svona mikinn hávaða?” kallaði hann til okkar. Þegar við svöruðum ekki, tók hann í taumana og reið fröken Trisiu áleiðis til okkar. “Millisent, var þetta þú sem ég heyrði öskra? Hvað eruð þið öll að gera hérna?” spurði pabbi aftur. “Það er hvítur maður að spretta upp úr jörðinni,” sagði ég. Pabbi nærri því datt niður af fröken Trisiu. “Hvað?” “Hvítur maður. Hann vex upp úr holunni þar sem þú varst að grafa fyrir brunninn.” “Ég veit það fer nú að líða yfir mig,” sagði Millisent. Og hún vafði hendurnar um kverkarnar og reyndi að kirkja sig til köfnunar. En við pabbi gáfum henni engan gaum, og hún var of forvitin til að falla nú í yfirlið. Svo hún hætti að kæfa sig og horfði á pabba að strökkva niður af bakinu á fröken Trisiu til að rannsaka höfuðið. Hann gekk allt í kring um það, potaði í það af og til með skónum sínum. “Þetta er herra Dotson Gerber, “ tilkynnti hann að lokum. Þegar að þessu var komið, hafði mamma raknað við og var að horfa á pabba, ásamt okkur hinum. “Pabbi, hvernig veistu að þetta er herra Dotson Gerber? Þetta gæti verið hvaða hvíti náungi sem er! Varla stendur nóg af honum upp úr jörðinni fyrir neinn til að bera kennsl á.” “Ég veit að þetta er herra Dotson Gerber, vegna þess að ég plantaði honum þarna,” sagði pabbi. Hann sagði okkur frá því hvernig herra Gerber hafði komið út á sveitabæinn okkar síðastliðið haust til að skoða brunninn sem hann pabbi var að grafa, það var hluti af starfi herra Gerbers í Alkantía héraðinu. “Hann hélt áfram að kalla mig frænda,” sagði pabbi með beiskju. “Ég tilkynnti honum virðulega að ég héti Walter Beaufort, eða hann gæti meira að segja ávarpað mig sem herra Beaufort, ef hann hefði ekkert á móti því. Þrátt fyrir allt hefur margt breyst nú til dags, sagði ég honum. Ég myndi vissulega ekki virða hann minna ef hann kallaði mig herra Beaufort. Ég sagði honum að svertingjar kunnu ekki lengur vel við það að fólk kallaði það frænda. En hann hélt bara áfram að kalla mig það, svo ég hitti hann á hausinn með skóflunni minni.” Við litum öll á höfuðið á herra Dotson Gerber; satt var að mikið svöðusár var á hauskúpunni, sem skóflan hafði áræðanlega gert. “Ég ætlaði ekki að drepa hann,” sagði pabbi. “Ég vildi bara kenna honum svolitla virðingu. Vissulega hafa hlutirnir breyst. En þegar ég uppgötvaði að hann væri dauður, stóð ég hann uppréttan í holuna sem ég var að grafa og skóflaði yfir hann. Ég bjóst aldrei við að hann færi að spretta svona upp úr jörðinni.” “Ja, það er nú ekki vandamálið,” sagði Millisent. “Vandamálið er nú, hvað eigum við að gera við hann?” Mamma tók skref nær herra Gerber og potaði varfærnislega í hann með tánni. “Ef ekki væri fyrir þetta rauða hár,” sagði hún, “gæti maður haldið að hann væri kálhaus.” “Mér finnst hann ekkert líta út eins og kálhaus,” sagði Millisent. “Hún var augljóslega pirruð, vegna þess að mamma hneig niður áður en henni gafst tækifæri til þess. “Ekki sagði ég að hann liti út eins og kálhaus,” sagði mamma. “Ég sagði að einhver gæti haldið að hann væri kálhaus.” “Hann er of rauður til að vera kál,” sagði Millisent þrjóskulega. “Samt ættum við að gera eitthvað við hann. Þetta lítur bara ekki vel út, hvítur maður að vaxa svona á landi svertingja. Hvað getur skeð ef eitthvað hvítt fólk kemur auga á hann?” Tíu mínútur yfir níu Mjóhunda rútan áleiðis til Richmond keyrði framhjá. Mamma og pabbi skýldu augun til að fylgjast með henni hraða sér niður veginn í fjarlægð; en við

123

Page 124: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Millisent vorum nútímafólk, svo við litum varla á hana. Það var langt síðan að Richmond rútan á ferð framhjá virtist vera mest spennandi atburður daglegs lífs í Burnside. Svo margt var öðruvísi nú til dags. Nú var rafmagnið komið, sjónvarp og sími. Nýjum verksmiðjum og stórmarkaði var nú rekið upp á þjóðveginum, svo að miklu minni pening var hægt að hafa upp úr búskap, miðað við að vinna í verksmiðjunum og að eyða laununum í glitrandi markaðina, þar sem allt sem áður kom úr moldinni var nú selt í dósum og plastik umbúðum. Enginn í Burnside rak landbúnað lengur. Eins og næstum því allir aðrir, unnu mamma, pabbi og Millisent í verksmiðjunum. Og mamma keypti inn á stórmarkaðinum, eins og allir aðrir. Jörðin í kringum okkur var ofvaxin illgresi, eins og kirkjugarður fyrstu grænu daga vorsins. Mamma og pabbi fylgdust eftir rútunni þar til hún hvarf. “Þessi Mjóhundur, hún getur víst hraðað sér,” sagði mamma. “Nú er laugardagur og víst er hún full af svörtum mönnum á leið til Richmond eftir þessum hvítu dækjum á Leir stræti.” Það rumdi í Millisent. “Þeir mega bara gera eins og þeim þóknast,” sagðu hún beiskjulega. “Eftir það sem ég hef séð, er svartur maður einskins virði fyrir mig lengur.” “Þú hefur alveg rétt fyrir þér, elskan,” samþykkti mamma. “Svartur maður, hann er ekki tíaura virði.” Millisent bretti upp vörina og hún og mamma litu á pabba og mig, eins og eitthvað væri skítugt og vesældarlegt við það að vera svartur maður. Ég hafði séð þennan svip á þeim áður – dauf meðaumkvun, samblönduð óbeit og sorglegum skilningi um það að svartur maður sé næstum alls ekki neitt. Og svertingjakonan er alltaf að segja svarta manninum það með augum og vörum og mjöðmum sínum, að gefa það í skyn með því hvernig hún hreyfir sig við hliðina á honum á götunum og undir honum í rúminu. Negri, ó, ég elska þig, en ég veit að þú verður aldrei eins mikill og hvíti maðurinn. Þannig litu mamma og Millisent á pabba og mig, meðan þær skáru okkur niður til dauða þarna á staðnum. Þær duttu næstum yfir hvora aðra, að tala um hve lágir og einskinsvirði negra menn séu. Og þær voru ekki að grínast; þeim var alvara. Ég sá það í andlitunum á þeim og það særði mig í hjartastað. Ég vissi bara ekki hvað til bragðs ætti að taka. Ég rétti út hendina og greip í handlegginn á pabba, það sár var ég. Hann virtist skilja, því hann vafði armana um mig og ég fann svolítið af styrknum hans tæmast inn í mig. Svo mamma og Millisent stóðu þarna að skopast af okkur yfir höfuðið á herra Dotson Gerber, og við pabbi stóðum hinummegin. Svo þega mamma og Millisent höfðu lokið við skammarræðuna, sagði pabbi mjög lágt, “Nú ætla ég að ríða inn til Dillwyn og afhenda sjálfan mig sýslumanninum, fyrir að drepa herra Gerber hérna.” Það heyrðist einhverskonar gleði í rödd pabba, sem ég geri ráð fyrir að engin svört kona geti nokkurntíma skilið, og mamma og Millisent litu á pabba eins og hann hefði allt í einu misst vitið. En ég var sextán ára gamall, nógu gamall til að vera maður, ef þú ert svertingi, og ég skildi hversvegna pabbi var svona hamingjusamur yfir að hafa kálað þessum hvíta manni. Þar til nú, varð hann alltaf að grafa sína ríku, svörtu mannsheift í fjarlægu horni einhvers ófrjósams akurs, svo hún skaddaði hann ekki og ekki heldur restina af okkur. En með því að játa að hann hefði drepið þennan hvíta mann, gæti hann ógildað allar þær móðganir sem hann varð að þola í nafni ástarinnar. Nú virtist mamma verða hrædd. “Afhenda sjálfan þig sýslumanninum? Hvað ertu að tala um, Walter Beaufort? Hverslags vitleysa er þetta?” Hún reyndi að grínast til að

124

Page 125: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

breyta þessu alvarlega skapi í pabba, hlægja með miklum ólátum. “Þú hefur ábyggilega komist í plómuvínið einu sinni enn,” sagði hún glaðlega. En pabbi hristi höfuðið. “Þú ásakar mig alltaf um það þegar þú vilt gera gys af því sem ég er að segja. En ég hef ekki komið nær plóma víninu, ekki í dag. Og það sem ég er að segja er auðskilið. Ég hef drepið hvítan mann og ég vil að einhver viti það.” “Við vitum það,” sagði mamma. “Nægir það ekki?” “Ég vil að þeir fái að vita það,” sagði pabbi. Ég vil að þeir viti að hann sé dauður, og ég vil að þeir viti hversvegna.” “Af því hann kallaði þig ekki herra?” spurði mamma. Það var ekki til maður í Alkantía héraði sem kallaði hana ekki frænku, og hún byrjaði í bræði að hæðast að hugmyndinni um að pabbi mótmælti því að vera ávarpaður frændi. “Nú, ég gæti skilið það ef þú segðist vilja fara í felur um stund, eftir að drepa þennan hvíta mann og allt það – “ En pabbi stoppaði hana með því að kippa til hendinni í reiði. “Þetta er alls ekki þannig, Hattie. Ég vil ekki fela mig lengur. Ég er búin að vera of lengi í felum – ef þú skilur hvað ég meina. Nú er tími til að hætta að fela sig. Ég fer til Dillwyn og segi sýslumanninum frá því hvað ég hef gert af mér.” Mamma hoppaði beint upp í loftið. “Walter Beaufort, ertu orðin bandvitlaus, eða hvað? Nei, ég skil ekki hvað þú meinar. Hversvegna sagðirðu ekki sýslumanninum frá þessu í fyrra? Því þarftu að segja honum frá því núna? Enginn meira að segja veit að þú drapst herra Gerber. Og að gefa þig upp núna, það nær alls ekki nokkurri átt.” “Sumt nær aldrei nokkurri átt,” sagði pabbi. Hann blikkaði auganu að mér. “Ætlarðu með mér til sýslumannsins, drengur? Einhver verður að gera það, til að ríða fröken Trisiu hingað heim.” Ég fór á bak fröken Trisiu fyrir aftan hann og við riðum af stað til að finna sýslumanninn. “Ég held ég sé að hníga niður,” heyrði ég Millisent segja fyrir aftan mig. En þegar ég leit við, stóð hún enn þarna með munninn opin. Rödd mömmu eltu okkur upp veginn, eins og bálreiður vindur. “Sérðu hvað ég meina um negra, Millisent?” Stynjandi af sorg, bæði hálf glöð og hrædd, nokkurskonar ofsafengin ánægja marði rödd hennar er hún skrækti að Millisent. “Sérðu hvað ég meina um negra, barn?” “Þessi svarta tík,” umlaði pabbi. Ekki veit ég hvort hann vissi að ég heyrði í honum. Hann sparkaði grimmdarlega í rifin á fröken Trisiu og múlasninn stökk skyndilega í valhopp, á leiðinni til Dillwyn svo pabbi gæti gefið sig upp til sýslumannsins. Eftir lætin í mömmu og pabba, fékk ég ekki séð hvað annað dýrið gæti til bragðs tekið.

Jafnvel hér í Burnside, heyrðum við að svart er fallegt. En ég held ekki að margir tryðu því, vegan þess að svart er ljótt, vonlaust og niðurlægt, hvar sem hvíti maðurinn situr á hálsinum á manni. Þó höfðum við Millisent verið með Afró hárgreiðslu um stund til að sýna svart stolt okkar; en það var of erfitt að halda hárinu hreinu hérna út í sveit þar sem svo mikið ryk og skítur blæs um allt. Og hárið á okkur laðar að sér allt sem fer í kring. Fyrir utan það, hélt hvíta fólkið sem rak verksmiðjuna að Afrós væru merki um árásargirni og hótaði að reka alla með þannig hárgreiðslu. Svo allir fóru aftur að láta stuttklippa sig og slétta hárið eins og áður fyrr.

125

Page 126: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Ég var að hugsa um þetta meðan ég reið með pabba áleiðis að skrifstofu sýslumannsins. Ég hugsaði um Millisent lika, og svörtu mennina sem hún sá kyssast í verksmiðjunni. Hún sagði aldrei frá því hverjir þeir væru, og stundum held ég að þetta gæti bara verið saga sem hún spann upp til að réttlæta það að hún kallaði alla svarta menn stelpustráka. Í öllu tilfelli kvartaði hún sáran um að enginn svartur maður hefði elskað sig síðan hrekkjavakan gekk í garð, fyrir næstum fimm mánuðum síðan, og það útskýrir líklega hversvegna hún hefur verið svona pirruð og alltaf hótandi að falla í yfirlið. Ég segi nú bara fyrir mig, ég held ég viti hversvegna engir svartir menn hafa áhuga á Millisent. Í fyrsta lagi gætu þeir farið til Richmond eða Charlottesville og fengið sér hvítar konur, nú þegar þeir hafa peninga til að eyða í hórurnar þar. Enn fremur, trúðu svörtu mennirnir sem ég hef spjallað við mér fyrir því að þeim finnist svartar konur ekki eins aðlaðandi lengur, vegna þess hvernig þær láta og klæða sig og úða á sig ilmvatni eins og hvítu konurnar í sjónvarpinu, nú til dags þegar þær hafa peninga til þess. Svo að svörtu mennirnir fóru til Richmond og borguðu hvítum konum, vegna þess að þeirra eigin kvennmenn létust vera hvítar. Og svörtu konurnar sneru bakinu að þeirra eigin mönnum, því – ef Millisent var eitthvað fordæmi – þær héldu að svartir menn væru stelpustrákar. Þetta var allt mjög ruglingslegt. Ég var nógu gamall þá til að hafa fengið mér kvennmann sjálfur, eða tvo. En mér líkaði mjög vel við frú Lúku og hennar fimm dætur; ég vona að þú vitir hvað ég meina. Einu sinni sögðu svertingjar að maður gæti misst vitið með því að gera þannig við sjálfan sig. Nú segja þeir að maður gæti orðið hvítur, næg ástæða til þess as sumir svartir strákar hættu þessu. En ekki ég. Ég gerði það reyndar oftar. En allt sem skeði var að stundum svimaði mig og ég varð þunglyndur. Stundum varð ég slappur. En ég hvítnaði aldrei. Skrifstofan hans Dave Youngs, sýslumanns, var lokuð þegar við komum til Dillwyns. Nokkrir hvítir menn sem sátu fyrir utan sögðu okkur að sýslumaðurinn væri í burtu í kristinni ráðstefnu. “Hann er djákni í hvítu babtista kirkjunni, veistu. Hann verður í burtu alla vikuna.” Nokkrir hundar lágu í kring, sofandi í rykinu, og einn eða tveir þeirra opnuðu syfjulegt auga og horfðu á pabba og mig án forvitni. Hvítu mennirnir litu á okkur eins og við værum tveir hundar sem af einhverju kraftaverki hafði tekist að komast ofan á múlasna. Þannig eru hvítu mennirnir í suðurríkjunum. Hvað varðar mig og pabba, litum við beint gegnum þessa hvítu menn, sem er virkilega mjög góð leið til mótþróar, með því að þykjast vera að horfa á alls ekki neitt. Það eru aðrar slóttugar leiðir sem suðurrískir svertingjar nota til uppreisnar – eins og að glotta, eða stinga út tungunni fyrir aftan bakið á hvíta manninum, hrækja í vatnið hans þegar hann sér ekki til, herma eftir hvernig hann talar – sem er ástæðan fyrir því að mörgum norðurrískum svertingjum finnst suðurrískir svertingjar vera svoddan trúðar, þegar það eina sem við erum í rauninni að gera eru uppreisnir. Ekki eins áhrifamikið og bensínssprengja eða pípusprengja, en víst er það fullnægjandi, og alls ekki eins hættulegt. Þar að auki, má til með að bæta við að við hötum ekki hvíta fólkið eins og svertingjar virðast gera fyrir norðan. Þó við næstum því alltaf lítum á það með meðaumkvun og tortryggni, því það heldur að við hötum það, eins og það gæti gert, væri þetta öfugt. “Frændi, er nokkur sérstök ástæða fyrir að þú viljir finna sýslumanninn?” “Nei, herra, nei, herra, alls ekki nein,” sagði pabbi. Hann þakkaði líka fyrir sig eins og honum bar, glotti aðeins, og reið á brott. “Hvert förum við nú, pabbi? Heim?”

126

Page 127: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Hann hristi höfuðið. “Við förum heim til herra Dotson Gerbers þarna ofan við götuna. Ég býst við að konan hans sé heima. Ég geri ráð fyrir að hún vilji fá að vita hvað varð um manninn hennar.” Þegar við komum til frú Dotson Gerbers, sat ellihrum, gömul hvít kona í ruggustól á veröndinni og veifaði litlu suðurríkja flaggi yfir stigahandriðið, eins og krakki í skrúðgöngu. Hún var móðir eiginkonu herra Dotson Gerbers. Og þó svertingjar væru mjög opinskráir með að segja að gamla konan væri rugluð í hausnum, fullyrtu þeir hvítu að hún þjáðist af gigt; og það sagði að hún flaggaði suðurríkja flagginu til að þjálfa handlegginn, eins og til að halda þeirri staðreind leyndri frá svertingjum að einhver hvít manneskja hefði misst vitið. Hún veifaði flagginu og ruggaði sér af og til, þrýsti að andriðinu köngulóa fótleggjum sínum sem enduðu í tveim dúnkenndum inniskóm, sem einu sinni voru hvítir. Ljósbláu augun í henni voru eins skörp og í fálka, bak við vírumgjörða gleraugun; en erfitt var að segja hvort hún væri að horfa inn í fortíð eða framtíð, veifandi og ruggandi, brosandi endrum og eins. Pabbi stökk niður af fröken Trisiu og gekk að girðingunni. “Góðan daginn, madam,” sagði hann virðulega. Hættulegt var að vera ekki kurteis, ef ske kynni að sú gamla, hvíta væri ekki viti sínu fjær og hefði virkilega gigt í handleggnum. Hún gæti komið öllum fjandanum af stað ef pabbi ávarpaði hana óvirðulega. Það gæti orðið til þess að hann færi að róla neðan á endanum á kaðli. “Ég kom til að sjá frú Dotson Gerber, madam,” sagði pabbi kurteisislega, meðan gamla konan ruggaði og veifaði flagginu hryllilega. Hún gæti verið að hylla herinn hans Lees, að marséra tígulega áleiðis til Appomattox, aðeins nokkrar mílur í fjarlægð. Augun í henni stækkuðu og fylltust gleði. En hún gaf pabba alls engan gaum, jafnvel þegar hann spurði í annað eða þriðja sinn eftir frú Dotson Gerber. Víst var hún gigtveik sú gamla. Hún hafði gigt í heilanum, það var þar sem hún hafði hana. Allt í einu birtist frú Dotson Gerber bak við hlífudyrnar. Hún var að þurrka hendurnar á bleikri svuntu og rannsaka pabba í eina mínútu, eins og til að reikna út hvort hann væri hættulegur eða ekki. “Er þetta þú, Walter frændi?” Hún pírði augun gegnum skerminn. “Vildirðu tala við mig?” “Já, madam, frú Gerber. Ég kom til að tala við þig. Ég hef dálítið að segja þér frá.” “Ég skil alls ekki hversvegna þú komst að framdyrunum,” sagði frú Gerber önug, á leiðinni út á veröndina. “Ég tek aldrei á móti svertingjum við framdyrnar, og ég er viss um að þú veist það, Walter frændi. Fyrir utan það, ónáðar það gigtina í henni mömmu þegar fólk talar í kringum hana.” Hún leit á kolvitlausu gömlu konuna, sem var að veifa suðurríkjaflagginu og rugga sér af öllum krafti. “Ja, madam...afsakaðu að ég kom að framdyrunum þínum. Víst veit ég betur en það. En ég kom til að segja þér frá manninum þínum.” Frú Gerber virtist halda niður í sér andanum. “Manninum mínum?” Hún þaut niður tröppurnar og stóð við girðinguna nær pabba. “Veistu hvar maðurinn minn er?” “Já, madam. Hann er út í kálgarðinum mínum – þar sem kálhausarnir greru einu sinni.” “Hvað er hann að gera þar?” Pabbi virtist fara hjá sér. Hann kom til að líta eftir brunninum sem ég var að grafa. Við fórum að rífast og ég barði hann með skóflunni minni.” Frú Gerber varð náhvít í framan. “Þú drapst hann?”

127

Page 128: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Ég er hræddur um það, madam. Ég grafði hann þarna niður í brunninum.” Frú Gerber sló létt á framtennurnar sínar meða vísifingri. Hún var dálítið falleg hvít kona og ábyggilega mikið yngri en herra Dotson Gerber var á sínum tíma. Á veröndinni fyrir aftan hana ruggaði sú vitlausa gamla sér, veifaði flagginu að suðurrískum herafli sem engin nema hún gat séð. “Mamma er ekki góð af gigtinni í dag.” Sagði frú Gerber fjarhuga, meðan hún strauk hárið á sér. Eftir nokkra stund bætti hún við, “Svo Dotson er dauður. Við undruðumst öll yfir hvað varð að honum þegar hann kom ekki heim í fyrra. Ég var næstum viss um að það væri líkt honum að fara að láta einhvern gera útaf við sig.” En hún virtist ekkert vera í uppnámi. “Í rauninni, Walter frændi, hefurðu gert mér mikinn greiða. Dotson fór illa með aumingja mömmu mína, hló alltaf að gigtveikinni.” Hún strauk hárið á sér aftur, þó hver lokkur virtist vera nákvæmlega á sínum stað. “Ég geri ráð fyrir að þú vitir að ég ætla að fara að gifta mig aftur í sumar, mjög háttvirtum manni hér í Alkantía?” “Nei, madam, það vissi ég ekki.” “Jæja, það kemur mér á óvart,” sagði frú Gerber. “Ég hélt að svertingjar vissu allt. Í öllu tilfelli er hann mjög háttvirtur maður. Mjög hæverskur og vel gefin líka, ég þarf varla að minnast á það. Við gerðum bæði ráð fyrir að Dotson væri dauður eftir allan þennan tíma. Þessvegna tókum við ákvörðun um að gifta okkur.” Hún leit næstum blíðlega á pabba. “En mig grunaði aldrei að það yrðir þú sem kálaði honum, Walter frændi. Ja, þú hefur meira að segja verið hérna og unnið svolítið fyrir okkur Dotson í kringum húsið.” “Já, madam.” “Hann hlýtur að hafa gert þig mikið reiðan, Walter frændi. Hvað gerði hann?” “Hann hélt áfram að kalla mig frænda. Ég bað hann um að gera það ekki, en hann hélt því áfram.” “Já, það hljómar eins og Dotson. Hann gat verið vondur þannig. Ég býst við að þú viljir að ég hætti líka að kalla þig frænda?” “Ég myndi meta það mikið ef þú gerðir það, madam. Ég meina, það er virkileg staðreind að ég er ekki frændi þinn, svo ég yrði þakklátur þér fyrir að kalla mig ekki frænda.” Nú fór frú Gerber að naga þumalfingurinn. Móðir hennar hélt áfram að rugga og veifa flagginu. “Allt í lagi, ég skal hætta að kalla þig frænda,” sagði frú Gerber, “ef þú lofar að segja engum frá því að maðurinn minn sé grafinn þarna út í kálgarðinum. Þrátt fyrir allt, ætla ég að fara að gifta mig mjög hæverskum manni. Það yrði voðalega skammarlegt fyrir mig – og hann líka – ef nokkur uppgötvaði að Dotson væri grafinn niður í kálgarði. Eins og hann hataði líka kál.” Tónnin í rödd hennar gaf í skyn að óvirðingin lá ekki í dauða herra Dotson Gerbers, heldur að hann væri grafinn niður í kálgarði. “Það eru engir kálhausar þar núna,” sagði pabbi, að reyna að sefa frúna svolítið. “Ja, við höfum ekki ræktað neitt þarna í fleiri ár.” “En kálhausar greru þar,” mótmælti frú Gerber og næstum stappaði niður fótunum. “Og Dotson gat ekki þolað kál. Ég vona bara að þú segir engum öðrum frá þessu, Walter frændi. Ekki veit ég hvernig kærastanum mínum myndi bregða við ef hann vissi þetta. Með tilliti til þess að hann vill giftast mér og umbera gigtveikina í mömmu í kaupbæti. Víst vil ég alls ekki að hann frétti um Dotson. Ja, ég veit ekki hvað hann myndi taka til bragðs ef hann uppgötvaði nokkurntíma hvað varð um Dotson. Þú hefur ekki trúað nokkrum öðrum fyrir þessu, er það?”

128

Page 129: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Ég fór til að segja sýslumanninum frá, en hann er út úr bænum þar til næstu viku.” “Þú fórst að segja sýslumanninum frá?” Hún virtist algerlega skelfd. “Herra Beaufort, ég veit ég hef engan rétt til að biðja þig að hugsa um mig og tilfinningar mínar í þessu öllu. En þú ættir að minnsta kosti að hugsa um fjölskylduna þína. Þú veist hvað þeir færu að gera við þig ef þeir uppgötvuðu út hvað þú gerðir?” “Ég veit það,” sagði pabbi. “Og þér er sama?” “Víst er mér ekki sama. Ég vil ekki deyja. Ég vil lifa. En ég hef stútað hvítum manni. Það er ekki nokkuð sem einhver eins og ég gerir daglega. Ég held ég vilji að fólk fái að vita það.” “En hversvegna núna?” hrópaði hún. “Því sagðirði ekkert fyrr? Áður en ég fór út og trúlofaði mig?” “Það virtist ekki vera mikilvægt áður fyrr. Fyrir utan það, var herra Gerber enn niðri í jörðinni þá. Hann er ekki lengur niðri í jörðinni, ekki nákvæmlega.” Öðru hvoru hafði hvítt fólk verið að fara framhjá og horft á pabba og frú Gerber að spjalla saman. “Ég held þið ættið allir að koma ykkur að bakdyrunum,” sagði frú Gerber. “Tilvonandi eiginmaður minn vildi ekki að það fréttist út að ég stæði á minni eigin verönd og héldi upp samræðum við svertingja....” Hún hároðnaði þá og tók eitt eða tvö skref aftur, eins og hún hræddist um að pabbi færi að hitta hana með skóflu. En pabbi skellti mjög lágt uppúr, eins og maður gerir þegar hann fer að vikta virði hlutanna og uppgötvar að það sem er áríðandi fyrir annað fólk, virðist honum fjarstæða. Og hann virti frú Gerber fyrir sér með einskonar ánægjulegri meðaumkvun sem skyggði augun í honum, eins og honum yrði nú ljóst að engin hvít manneskja gæti nokkurntíma skilið hversvegna hann vildi viðurkenna drápið á herra Dotson. “Nú förum við heim,” sagði pabbi. “Og hafðu engar áhyggjur af herra Gerber, madam. Við hugsum um hann. Tilvonandi maðurinn þinn fær adrei að vita.” “Hvað ætlarðu að gera?” vildi frú Gerber fá að vita. Á andlitið á pabba birtist gríðastórt skælbros. Ekki svona tamið, kvalarfullt glott sem svartur maður setur á sig þegar hann er að gera uppreisn. Heldur strórt afurfagurt bros sem sýndi allar tennurnar og gómana á honum. “Ég ætla að planta káli í kringum hann,” sagði pabbi. Frú Gerber hrukkaði upp nefið af viðbjóði. “Dotson myndi ábyggilega ekki líka við það ef hann vissi það. Og meinarðu ekki yfir hann?” Nú hlógum við pabbi báðir. Við höfðum ekki tilkynnt henni að herra Gerber væri að vaxa beint upp úr jörðinni. Og hún hefði ekki trúað okkur, hefðum við sagt henni það. Þannig er hvíta fólkið. “Vertu bless, madam,” sagði pabbi. Frú Gerber kinkaði kolli og fór inn í húsið sitt. Á veröndinni veifaði móðir hennar suðurríkja flagginu sigurhrósandi. Það marraði í ruggustólnum eins og hvellum fótaburði í vofum. Við klifruðum á bak fröken Trisiu og riðum heim. Og við voru komnir næstum hálfa leið áður en ég loksins reiknaði út hversvegna þessi gamla, vitlausa, hvíta kona sat á veröndinni hjá frú Gerber. Þau settu hana þar í staðinn fyrir að kaupa dyrabjöllu og eyða rafmagni. Þannig, ef fólk ávarpaði hana, hleraði frú Gerber það og kæmi út til að sjá hver væri komin. Snjallt, Stundum verð ég að gefa þeim hvítu það. Það er virkilega mjög snjallt fólk. Mamma og Millisent vour að bíða eftir okkur þegar við komum heim. “Játaðirðu fyrir sýslumanninum?” spurði mamma. Hún leit út gugginn og mjög óhamingjusöm.

129

Page 130: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Sýslumaðurinn var ekki við,” sagði pabbi. “Hann kemur ekki til baka þar til í næstu viku.” Við mamma og Millisent fylgdum eftir honum, hann reið fröken Trisiu út í kálgarðinn og gaf mér taumana. “Taktu hana inn í gripahúsið, drengur.” En ég horfði á hann krjúpa niður og hrúga upp moldina í kringum hausinn á herra Gerber. “Svona, þetta ætti að duga,” sagði pabbi. “Á morgun ætla ég að planta káli hérna.” Hann rétti úr sér, ánægður og þurrkaði hendurnar á bakhluta vinnugallans síns. Munnurinn á mömmu hékk opin. Hún hljóp að hausnum á herra Dotson Gerber og reyndi að stappa hann aftur niður í jörðina. En pabbi stoppaði hana ákveðinn. “Þú ert orðinn kolvitlaus!” hrópaði mamma. Pabbi gaf henni löðrung á munninn. Hún þeyttist í kring eins og skopparakringla. Hann sló hana aftur og hún hringsnerist í hina áttina. “Ég vil ekki heyra neitt múður frá þér,” sagði pabbi. Mamma bráðnaði að honum eins og heitur ostur. “Allt í lagi, elskan. Ég verð ekki til meiri vandræða, ástin.” Ég reið fröken Trisiu til baka að gripahúsinu. Millisent var nú, aldrei þessu vant, nógu skynsöm til að halda sér saman, og mamma og pabbi löbbuðu heim arm í arm. Ég hafði ekki séð þau svona saman í mörg ár.

Og þannig fór pabbi að rækta landið aftur. Sólin og vorrigningarnr hjálpuðu til. Herra Dotson Gerber og kálhausarnir uxu fljótlega saman. Ekki væri það ýtur að segja að líkami herra Gerbers að vaxa þarna virtist frjóvga allan landskikan. Þó alls enginn tími leið þar til hann varð hærri en kálið og enn að vaxa. Bringan og handleggir hans stóðu að mestu leyti upp úr jörðinni í enda mars. Og um mið april var hann búinn að ryðja jörðina niður að ökklum. Í tötralegu lörfunum sínum og með villta rauða hárið, stóru, bláu augun galopin og starandi, virtist hann líkjast einhverskonar ófreskju, meira en upprisnum manni. Sólin og vindurinn höfðu brennt hörundið á honum svart eins og okkar. Og þó ekki mikill möguleiki væri á að nokkur maður kæmi auga á hann – fólkið í Burnside kom aldrei í heimsóknir lengur, síðan flestir fóru að vinna í verksmiðjunum – hélt pabbi það best að breiða eitthvað yfir herra Gerber. “Þú ætti að setja poka yfir hausinn á honum og vettlinga á hendurnar,” sagði hann. Seinna meir kom pabbi honum í kápu og setti á hann sólgleraugu, einnig gamlan stráhatt. Hann tróð priki fyrir aftan herra Gerber og öðru gegnum ermarnar svo hann gæti hvílt handleggina. Þá leit hann virkilega út eins og fuglahræða, og við hættum að hafa áhyggjur af því hvort fólk sæi hann. Satt að segja þó, var herra Gerber ekki góð fuglahræða, því fuglarnir gáfu honum varla gaum. Til hamingju fyrir okkur, eru fuglar ekki mikið fyrir kál. Pabbi vann í nokkra klukkutíma í kálgarðinum á hverju kvöldi eftir að hann kom heim úr verksmiðjunni. Stundum hjálpaði mamma honum. Stundum hjálpuðum við Millisent líka til. Einn daginn hætti pabbi svo að vinna í verksmiðjunni og festi fröken Trisiu við plóginn. “Þú aftur í landbúnaði?” spurði mamma hann. Hún hafði verið mjög stillt við pabba síðan hann sló hana utanundir. “Ég er kominn aftur í búskap,” sagði pabbi. Mamma kinkaði bara kolli. “Það er gott, elskan. Það er virkilega voða gott.” Á stuttum tíma hafði pabbi plantað allri þessari gömlu uppskeru sem hann áður ræktaði á bóndabýlinu – allrahanda grænmeti, hveiti, maís. Hann fór til Dillwyn og keypti nokkur svín og eina kú. Allir nágrannarnir vissu hvað hann hafðist að. En þeir héldu áfram að vinna í verksmiðjunum og að eyða peningum í stórmarkaðinum. Þar til einn

130

Page 131: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

daginn, birtist nágrannakonat til að kaupa kál. Pabbi seldi henni stærðar körfu fulla fyrir dollara. “Ég er bara dauðþreytt á matnum úr búðinni,” sagð hún. “Ég veit hvað þú meinar,” sagði pabbi. “Heyrðu, komdu nú aftur?” Stuttu seinna fór annað fólk að kaupa sér tómata, strengjabaunir, hvítar kartöflur, gullið maís frá háu, grænu stilkunum. Sumarið drattaðist áfram. Pabbi vann við uppskeruna. Við fréttum að frú Dotson Gerber hafði gifst hæverska, hvíta manninum sínum. Þegar skólinn var búinn, fór ég að hjálpa pabba allan daginn. Mamma hætti loksins í verksmiðju vinnunni og hjálpaði líka til. En hún hugsaði mest um að selja og sjá um peningana sem við höfðum upp. Þegar kom að Millisent, njósnaði ég á hana þar sem hún var að elskast niður á baunaskikanum. Og þessi svarti maður sem hún var með, hann var ábyggilega enginn stelpustrákur. Þetta var allt sem Millisent þurfti á að halda og allt sem svartur maður þarfnaðist líka – einhvern grænan og vaxandi stað til að elskast á. Aldrei heyrði ég Millisent tala um að falla í yfirlið aftur, þó hún talaði oft um að gifta sig. Þegar sumarið var á enda, heimsótti Dave Young, sýslumaður bæinn okkar. “Sumir náungarnir sögðu að þú værir að leita að mér,” sagði hann við pabba. “En ég giskaði á að það væri varla mjög áríðandi, því þú komst aldrei til baka.” “Það var ekkert áríðandi, sýslumaður.” Hann keypti vatnsmelónu sem pabbi lét hann hafa fyrir lítið. Þú ert með ágæta verslun hérna,” sagði Young sýslumaður. “Sumir ungu bændurnir hafa verið að tala um að gera það sama.” “Það væri gott ef þeir gerðu það,” sagði pabbi. Sýslumaðurinn setti vatnsmelónuna í skottið á bílnum sínum og keyrði burt. Þegar haustaði og laufin urðu rauð og gullin og brún, breyttist herra Dotson Gerber eins og allir aðrir vaxandi hlutir, og skrælnaði niður í ekki neitt. Þá virtist pabbi afar ánægður, leit oft yfir akrana. Og ég vissi vel hvað honum leið, þegar hann stóð þarna og horfði á herra Dotson Gerber og allt þetta dauða sem kæmi aftur til lífs næsta vor. Mjóhunda rútan til Richmond fór framhjá og pabbi skýldi augun to að fylgjast með henni. Þá held ég að ég skildi hann alveg, og það særði mig svo mikið að ég sneri vísvitandi bakinu að honum. Lexía sumarsins virtist vera sérstaklega beisk, því við höfðum gert allt og ekkert gert. Herra Dotson Gerber færi víst að vaxa áfram í garðinum hans pabba á hverju vori, að eilífu. Og faðir minn, vesalings faðir færi alltaf að fylgjast með og dást að Mjóhundinum á leiðinni til Richmond. Sömuleiðis og í dýpsta og einlægasta og svartasta hluta sjálfs sér, myndi hann alltaf hata sjálfan sig og halda að guð sé mesti hvíti maðurinn af þeim öllum. “Þessi Mjóhundur, hann getur víst bunað áfram,” sagði pabbi. Hann virtist afskaplega ánægður með sig. Guð vissi að hann drap hvítan mann. Vitneskja guðs virtist nóg vitneskja. En ég var að hugsa um hvernig það sé að vera svartur og alltaf hræddur. Og um helvítis hvíta manninn, hvernig hann orsakaði allt. Jafnvel þegar hann er guð. Jafnvel þegar hann er dauður.

131

Page 132: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

DANNY SANTIAGO

EINHVER

Þetta er Kattó að tala, Kattó í Högunum, austur í gömlu Los Angeles, og ég vil láta þig vita að þetta er stór dagur í lífi mínu, vegna þess að í dag hætti ég í skóla til að fara að skrifa. Ég skrifa á girðingar og byggingar og hvað sem er. Ég skrifa nafnið mitt, ekki það sem faðir minn gaf mér. Ég vil ekkert með hann hafa. Ég skrifa Kattó, sem þýðir katta andlit, því ég er flatnefja eins og köttur. Nafnið er mexíkanskt orð og það er ég, Mexíkani, og ég skammast mín ekkert fyrir það. Mér er vel við tungumálið líka, maður. Það er mikið betra en enska til að tjá tilfinningarnar. En Þýskan er best. Hún hljómar mjög hrjúf, og ég vil læra að tala hana einn góðan veðurdag. Eftir Katto, skrifa ég “úr Högunum.” Það er gatan sem ég bý við, og það heitir klíkan sem ég tilheyri, en hinir eru allir horfnir núna. Fjölskyldur þeirra urðu að flytja burt, nema Górilla er í fangelsi og Blakki fór í sjóherinn, vegan þess að honum finnst gaman að synda. En ég er enn með gamla vopnabúrið okkar. Það er grafið undir hænsnunum, og ég gref það upp þegar mér leiðist. Þarna er kúbein og keðjur og stungu handföng með göddum og tvær þeytubyssur sem við bjuggum til og þær skjóta ekta kúlum, en ekki mjög beint. Í gamla daga þorði enginn að eiga við okkur. En nú er ég sá eini sem er eftir. Ja, dagurinn byrjaði líkt og hver annar. Það þrumar í klósettinu eins og skellinaðra sé að fara af stað. Faðir minn hóstar og hrækir um það bil nítján sinnum og æpir að klukkan sé hálf sjö. Svo ég öskra til baka að ég sé hættur í skólanum. Svonalagað dettur mér allt í einu í hug. “Viltu ekki lengur verða lögfræðingur,” segir hann á spánsku, “og verja mexikanska fólkið?” Faðir minn heldur að hann sé voða fyndinn, og í næsta sinn sem ég geri einhverjar ráðstafanir, læt ég hann ábyggilega ekki heyra um þær. “Viltu ekki verða læknir,” segir hann, “og höggva fótlegginn af mér einhverntíma fyrir ekkert?” “Due beast ine dumbcop,” segi ég honum á þýsku, en ekki mjög hátt. “Hvernig ætlarðu að hafa fyrir mér,” segir hann, “þegar ég hætti að vinna? Eða ætlarðu að giftast gamalli ríkri konu sem rekur billjarð?”

132

Page 133: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Ég skrái mig út úr þessum sorphaug! Þú sérð mig aldrei aftur!” Ég æpti þessu á hann, en hann var kominn í eldhúsið, að uslast við að laga kaffi. Ég gæti verið dauður og hann tæki mig aldrei alvarlega. Svo ég lá kyrr og beið eftir honum að fara í vinnuna. Þegar ég vaknaði aftur, var klukkan að ganga tólf. Ég get sofið af eilífu nú til dags. Svo ég fór framúr og smeygði mér í hreinar gallabuxur og stormblússu og greiddi hárið vel, því ég fann á mér að þetta yrði mikill dagur fyrir mig. Ég varð að bíða eftir morgunverðinum, vegna þess að barnið var veikt og var að kasta upp um allt. Alltaf er einhver krakki að gubba heima hjá mér. Þegar þau fæðast, koma allir yfir og segja: “Que cute!” en engin minnist á skítinn á þeim eða heldur þetta óhreina við það hvernig þau urðu til. Stundum biður mamma mig um að halda á krakka fyrir hana, en það grenjar alltaf, kannske vegna þess að ég kreisti það örlítið hart þegar enginn sér til. Þegar móðir mín bar matinn loksins fram fyrir mig, varð ég að halda niður í mér andanum, hún lyktaði svo illa af ungbörnum. Helst vil ég ekki líta á hana lengur. Hún er með dökkbláar æðar um alla fótleggi. Ég bíð eftir að hún skammi mig fyrir að hætta í skólanum, en ég held hún hafi gleymt því eða eitthvað. Svo ég hraða mér út. Í hvert sinn sem ég kem út, langar mig að gráta yfir því hvað þeir hafa gert við gömlu götuna mína. Hún var einu sinni svo fín, snyrtileg heimili báðum megin. Kannske þurftu húsin á svolítilli málningu að halda hér og þar, en þau voru vistleg. Svo keypti lestafélagið upp allt landið, nema hús faðir míns því hann var þrjóskur. Þeir komu með rústunar kúlur sínar og jarðýtur. Maður gat heyrt þessi hús öskra þegar þeir rifu þau niður. Svo nú er Hagagatan bara gangstéttir í áttina að holu í jörðinni, og haugar af brotnu sementi. Og húsin þeirra Pelóns og Blakki eru bara staflar af fjölum að bíða eftir að vera fluttar burt. Ég vona að það komi aldrei fyrir götuna þína, maður.

Fyrsta stoppið mitt var framhliðið og þarna var táknið einu sinni enn, þetta stóra S vafið um kross eins og snákur sem geislar skína út úr. Þetta er merki Sierra götuliðsins, og allir vita það. Ég strokaði það út, en í kvöld skrá þeir það aftur. Í gamla daga hefðu þeir ekki vogað sér að koma á götuna okkar, en án klíkunnar sinnar er maður ekkert. Og einn góðan veðurdag ná þeir mér í persónu og þá verður Kattó á Högunum lokið. Svo ég krusaði niður Aðalstræti eins og vofa í kirkjugarði. Bara til að sanna að ég væri á lífi, skrifaði ég nafnið mitt á girðinguna á horninu. Mörg nöfnin sem maður sér á almannafæri eru skrifuð mjög hroðvirknislega. Ekki mitt. Ég vanda mig. Eins og fimmta bekk kennarinn minn var vön að segja, ef annað fólk á að sjá verk þín, áttu sjálfum þér það skilið að gera það vel. Frú Kulli hét hún og var mjög vingjarnleg, fyrir Angló. Hinir kennararnir mínir voru allir löggur, en Frú Kulli keyrði mig heim einu sinni þegar einhverjir náungar voru að elta mig. Mig grunaði að hana langaði til að ættleiða mig. Ég skulda þeirri konu mikið, og sérstaklega rithöndina mína. Þú ættir að sjá hana, maður – hún er voða slétt, mild og bugðótt eins og ljóshærð kona í bíkini. Allir segja það. Nema einu sinni þegar þeir tóku mig inn í unglinga afbrotafangelsið og einhver læknir leit á rithöndina mína. Hann sagði að hún sannaði að eitthvað gengi að mér, eitthvað langt orð. Sá læknir var vitlaus, því að ég heimtaði að hann sýndi mér rithöndina sína og hún var voða ljót, eins og gaddavírsgirðing með litlum hænsnum föstum á göddunum. Maður gat ekki einu sinni lesið það sem hann skrifaði. Í öllu tilfelli, skráði ég nafnið mitt mjög snyrtilega og hreint á þetta horn. Síðan datt mér í hug, því ekki leita að vinnu einhversstaðar? En ég var í meira stúði til þess að

133

Page 134: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

skrifa nafnið mitt, svo ég fór inn í búð og hnuplaði tveim kössum af vaxlitum og krít og krusaði niður Aðalstræti, skrifaði alla leiðina. Ég braut heilann um hvort ég ætti að skrifa eitthvað meira en nafnið mitt. Ætti ég að skrifa, “Kattó er fínn náungi,” ellegar, “Löggan er að leita að Kattó?” eitthvað þannig. Fréttir. En ég ákvað að gera það ekki. Betra að láta þá giska. Svo stikaði ég yfir á barnaleikvöllinn. Það var einu sinni umdæmi okkar, en nú hafa Sierrarnir tekið það yfir eins og allt annað. Bara til að sýna þeim, krotaði ég á tennisvöllinn og sundlaugina og leikfimisalinn. Ég skildi eftir fína smáslóð af Kattó í Högunum í átta litum. Sumstaðar notaði ég krít, auðveldara er að krota hana á múrsteina eða pússingu. En vaxlitir virka betur á sement eða slétt yfirborð, eins og stelpuklósettið. Á þann vegg teiknaði ég líka smámynd sem stelpurnar hafa áræðanlega áhuga á og símanúmer undir myndina. Margar þeirra fara ábyggilega að hringja í þetta númer, en það er ekki mitt því við höfum ekki síma, í fyrsta lagi, og í öðru lagi fer ég líklega aldrei aftur heim. Ég segi þér satt, ég var orðin nokkuð frægur þarna á Forney þegar ég fór þaðan, og svo hélt ég áfram ferðalaginu þar til mér datt allt í einu í hug, þú veist hvernig maður setur nafnið sitt á eitthvað og svo á maður það? Hluti eins og skólabækur eða leikfimis skó? Svo ég fór að brjóta heilann um, nú, hvað um það? Og ég skráði nafnið mitt á AAA markaðinn og Morries áfengisbúðna og Zólakó bjórbarinn. Og síðan arkaði ég upp Broadway, og varð ríkur. Ég tók yfir rakarastofuna og mumbluverslunina og Plymouth fyrirtækið. Og slökkvistöðina bara að gamni, og símastöðina, svo ég geti hringt í allar vinkonurnar mínar og ekki þurft að eyða tíeyri. Og þarna var ég komin að Webster og Garcia útfararstofnuninni með stóru, hvítu súlunum. Í fyrstu hélt ég að það væri til ógæfu, en svo sagði ég, ó jæja, við verðu öll að deyja einhverntíma. Svo ég skráði mig þar, og nú get ég étið vel og búið í allsnægt og skemmt mér ævilangt, og kysst ykkur öll bless og gefið sjálfum mér bestu jarðaförina í Los Angeles fyrir ekki neitt.

Svo minnst sé á jarðafarir, hér kom Sierra liðið, átta eða tíu manns niður götuna, eigruðu bjánalega áfram eins og var einkenni þeirra. Ég vék mér undan inn í bílskúr og faldi mig fyrir aftan líkvagninn. Ekki það að ég sé hugleysingi. Mér er sama þó ég sé laminn, eða jafnvel skotinn. Það sem ég hata eru hnífarnir, maður. Þeir eru eins og ísstykki að skera inn í magann á manni. En Sierra liðið kom ekki auga á mig og fór framhjá. Ég gat ekki heyrt hvað þeir voru að segja, en ég veit að þeir voru að hugsa til mín. Svo ég hraðaði mér yfir á drengjaklúbbinn, þar sem þeir láta engan ná manni, sama hver maður er. Til að eyða tímanum fór ég að kasta bolta í körfuna og spila billjarð og horfa á sjónvarp, en þátturinn var leiðinlegur, svo mér datt í hug, því ekki skrifa nafnið mitt á skerminn? Sem ég gerði með ískrandi penna. Víst litu þessir kúrekar vel út með Kattó í Högunum skráð yfir þá alla. Öllum fannst það sniðugt, en auðvitað kemur herra Kalderon og skipar mér að stroka þetta út. Þeir eru alltaf að njósna um mann þarna. Og hann tekur mig inn í skrifstofuna sína og lokar hurðinni. “Jæja,” segir hann, “og hvernig hefur síðasta risaeðlan það?” Meiningin er að Hagarnir séu eins dauðir og gríðastórar eðlur. Síðan fer hann í þessa rödd sem hljómar eins og kirkjusálmar og ég horfi út um gluggann. “Ég veit það er erfitt að tapa götuliðinu sínu, Kattó,” segir hann, “en nú hefurðu tækifæri til að kynnast nýjum vinum og koma sjálfum þér í lag. Því ekki fara að stunda drengjaklúbbinn reglulega?”

134

Page 135: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

“Hér er leiðinlegt,” segir ég honum. “Hvað um skólan?” “Ég get ekki farið þangað,” segi ég. “Þeir ná mér.” “Sierrarnir hafa gleymt að þú ert á lífi,” segir hann mér. “Af hverju skrá þeir þá nafnið sitt við húsið mitt á hverri nóttu?” “Gera þeir það?” Hann starir á mig. Ég hata þessi augu. Hann heldur að hann viti allt. Og hvað er hann? Bara mexikani eins og allir aðrir. “Kannske skrifaðirðu nafnið þeirra þarna sjálfur,” segir hann. “Til að mikla þig. Alveg eins og þú skrifaðir á sjónvarpið.” “Það var nafnið mitt! Mér finnst gaman að skrifa nafnið mitt!” “Hundum finnst það gaman líka,” segir hann. “Á hvern einasta ljósastaur sem þeir koma að.” “Þú ert sjálfur hundur,” segi ég honum, en ég held ekki að hann heyrði í mér. Hann hélt bara áfram að masa. Bróðir, hvernig þeir elska að tala þarna! En ég hafði ekki fyrir því að hlusta, og þegar röflið var á þrotum, hvarf ég. Nú fer ég að stroka drengjaklúbbinn af listanum mínum.

Úti var farið að rökkva, en ég gat enn rekið slóðina mína til baka áleiðis til Broadway. Það var gott að sjá Kattó skráð allstaðar, en við Zókaló snarstansaði ég. Í kringum nafnið mitt var stórt rautt hjarta, krotað með varalit með upphafstöfum sem ég bar ekki kennsl á. Í sannleika sagt, vissi ég ekki hvað mér fannst um þetta. Ég var dálítið reiður yfir að einhver væri að asnast með nafnið mitt, sérstaklega ef einhver náungi var að gera gys að mér. En hvaða gæji gengur með varalit á sér? Og ef þetta var stelpa, gæti það verið spennandi. Þetta reyndist vera stelpa. Ég náði henni við símastöðina. Þarna var hún, stóð í skugga við að teikna hjarta kringum nafnið mitt. Og hún var mjög falleg í laginu líka. Ég læddist upp að henni í hljóði, að hugsa um allskonar vitleysu og hjartað barðist svo hratt að ég skalf allur. Og svo sneri hún sér við og þetta var þá bara Kanína Krossfari. Það köllum við hana, eftir sjónvarpsþættinum sem var sýndur þá, vegna framtanna hennar. Þegar hún kemur auga á mig, hraðar hún sér niður húsasundið, en eftir tuttugu skref næ ég henni. Ég gríp í varalitinn, en hún felur hann fyrir aftan sig. Ég seylist í hann og reyni að opna fingurnar á henni, en hendin á henni hefur svitnað og mín líka. Og þarna erum við þrýst saman alla leiðina niður. Ég finn allt sem hún hefur og andadrátt hennar á kinnina á mér. Hún vindur sér að mér og flissar. Í sannleika sagt vil ég ekki glímast við stelpur. Þær berjast ekki heiðarlega. Og síðan misstum við jafnvægi og duttum á ruslatunnur, svo ég raknaði við. Síðan gat ég auðveldlega náð varalitnum af henni. “Hvaða rétt hefurðu á nafninu mínu?” spurði ég hana. “Ég gaf þér aldrei leyfi.” “Þú skráðir þig mjög vel,” sagði hún. Ég vissi það nú þegar. “Förum að skrifa saman,” sagði hún. “Sierrarnir eru að elta mig.” “Mér er alveg sama,” segir hún. “Komdu nú, Kattó – þú og ég getum skemmt okkur mjög vel.”

135

Page 136: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Hún kom nær og flissaði svona. Hún lagði höndina á mína, og veistu hvað? Ég næstum því sagði já. Það væri tækifæri til að fara að skrifa með stelpu. Við gætum talað saman þarna í rökkrinu. Við gætum ákveðið hvaða staðir væru bestir. Og rithöndin hennar var ekki heldur svo slæm. En ég minntist þess að ég hafði orðstír minn að verja. Einhver kæmii ábyggilega auga á okkur, og þeir færu að hlæja að mér um allan austurbæ. Svo ég dróg hendina aftur að mér og skipaði henni að hafa sig burt. “Ég vil engan félaga, Krossfari, og sérstaklega ekki þig.” “Hvern ertu að kalla Krossfara?” æpti hún. “Þú ljóti, kartöflunefjaði pönkari.” Hún kallaði mig öllum ónöfnum. Og hrækti að andlitinu á mér en náði ekki. Ég reifst ekki við hana, flýtti mér bara af stað. Og þegar ég kom að fyrsta skolpræsinu, henti ég varalitnum hennar niður. Síðan reikaði ég yfir að bönkunum á Broadway og Bailey, sem er góður staður til að skrifa, því margt fólk fer þar framhjá. Jæja, ég hata að grobba mig, en þetta var besta verkið sem ég hef nokkurntíma gert á ævinnni. Undir lampastaurunum skein nafnið mitt eins og ekta gull. Ég stóð við hornið og horfði á fólkið fara framhjá og skoða þetta. Á sumum er ekki hægt að sjá hvað þeim finnst, á öðrum hringir það eins og búðakassi. Þarna var einn maður. Hann kom úr úr Kadilaknum sínum til að fá dagblað og þegar hann sá nafnið mitt, brosti hann. Hann var á aldri við föður minn. Hann fengi mér ábyggilega vinnu ef ég biði hann um, færi með mig heim og á skrifstofuna á morgun. Bráðlega færi ég að sitja við mitt eigið skrifborð til að skrifa nafnið mitt undir bréf og ávísanir og þanniglagað. En aldrei keypti ég Kadilak, maður. Þeir eyða of miklu bensíni. Seinna meir labbaði stelpa framhjá. Hún var um það bil átján ára gömul, held ég, græneygð. Hún var svo falleg í framan að ég þorði ekki að líta á vöxtinn. Viltu að ég verði vitlaus? Þessi stúlka staldraði við og skoðaði nafnið mitt eins og hún væri ástfanginn að því. Ég gat séð að hana langaði að kynnast mér. Hún vildi taka í hendina á mér og leiða mig um allt, og ekki gera neitt ljótt. Við færum til Beverly Hills og enginn gæfi okkur hornauga. Ég sagði næstum því “Hæ” við þessa stelpu, og “Hvernig líkar þér við rithöndina mína?” en ekki alveg.

Svo hér er ég, standandi á þessu horni, búinn með krítina og aðeins einn vaxlitur eftir, ljótur, brúnn. Fyrir utan það er mér of kalt á fingrunum. En mér er sama, vegna þess að mér datt nokkuð snjallt í hug, maður. Kveiktu þeir nokkurntíma á ljósinu fyrir þig svo þú gætir séð alla veröldina og allt í henni? Þannig datt mér þetta í hug. Ég þarf ekki að vera kvikmyndastjarna eða hnefaleikara meistari til að verða frægur í heiminum. Það eina sem ég þarf er nóg krít og vaxlitir. Og það er auðvelt. Los Angeles er stór borg, maður, en gefðu mér tvo, þrjá mánuði, og ég verð frægur um allan bæ. Auðvitað reyna þeir að stoppa mig – Sierrarnir, lögreglan og allir. En ég verð eins og vofa, maður. Ég verð mjög dularfullur, það eina sem þeir vita er hvað ég heiti, skráð eins og ég geri alltaf, KATTÓ Á HÖGUNUM með geisla að skjótast út frá Heilaga Krossinum.

136

Page 137: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

L: HLUCHAN SINETOS

AÐ SEGJA BÝFLUGUNUM FRÁ

Ég lét myndina hanga yfir eldhúsborðinu, þó þetta væri sorgleg, fölnuð sviðsmynd að horfa á – af þessari dökku konu í gamaldags kjól og blæju að labba niður göngin milli býflugnabúanna. Myndin er það eina sem Wendell gaf mér nokkurntíma, notað drasl, ennþá útatað af flugnaskítsblettum þegar hann kom með hana inn. Hann vissi ekki að titillinn, ”Að Segja Býflugunum Frá,” þýddi nokkuð sérstakt, og ég útskýrði fyrir honum að þegar einhver í húsinu dó, verður maður að segja býflugunum strax frá því, ellegar veikjast þær og deyja líka. Ekki veit ég hvort ég trúi þessari hjátrú, jafnvel þó pabbi minn sór og sárt við lagði að þetta væri satt. Aldrei gat ég ósannað þetta, því ég lofaði pabba að ég skyldi tilkynna þeim dauða hans, og ég hélt mér við það loforð. Alveg eins og þegar ég kom heim frá spítalanum nóttina þegar eiginmaðurinn minn var drepinn. Húsið var svo heitt og þögult að ég fór út og gekk upp og niður býflugnagarðinn og sagði “Dick er látinn...Dick er látinn....” þar til orðin virtust vera að koma út úr kössunum. Kannske gerði ég þetta til öryggis, eða ef til vill það að segja orðin gerði þau raunveruleg. En ég trúði aldrei Wendell fyrir því að ég hefði nokkurntíma sagt býflugunum sjálf frá, vegna þess að ég myndi skammast mín fyrir það ef hann héldi að ég væri hjátrúarfull. Nú þegar ég hugsa um það, hefði hann gleypt í sig þessar sögur, því hann var vitlaus í að heyra allt um býflugurnar. Ég braut heilann um hvort þetta væri eins ef ég ræktaði hænsni. Hann kallaði mig aldrei Nancy eftir fyrsta eftirmiðdaginn – alltaf “hunang” eða “hunangspott” eða stundum, eins og hann væri að ávarpa einhvern annan í herberginu, “hunangskonan mín.” Hér um slóðir, kallar fólk mig stundum “hunangs konuna” líkt og það kallar frú Purdie “egg konuna,” en Wendell apaði þetta ekki eftir þeim, því hann var ekki héðan. Hann bjó í Willowdale, þrjátíu mílur fyrir norðan, þar sem hann kenndi félagsfræði í háskólanum. Seinna meir fór ég að óska þess að hann ávarpaði mig með nafni af og til, þó í fyrstunni líkaði mér vel við að vera kölluð “hunang”. Dick ómakaði sig aldrei við að gefa mér gælunafn. Hann ómakaði sig að mestu leyti ekki við að kalla mig eitt eða neitt. Af því að við vorum bara tvö hérna, var engin vafi á að hann væri að

137

Page 138: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

ávarpa mig. Jafnvel ef annað fólk hefði verið í kring, var röddin hans fyrir mig öðruvísi – flöt og brydduð leynulegu hatri. Hann virtist aldrei kæra sig mikið um mig; þó hann væri alltaf að álasa mig fyrir að gefa öðrum mönnum augað. Ekki það að ég gerði það nokkurntíma. Seinna, eftir að hann var látinn, braut ég heilann um það hvort hann hefði ekki séð eitthvað í mér sem mér var ekki ljóst. Vegna þess að þá uppgötvaði ég að ég gæti ekki fundið neina ástæðu til að neita nokkrum manni sem langaði í mig. Þetta hefði getað verið öðruvísi ef við ættum börn, en ég er ekki viss. Ég get eiginlega ekki reiknað út hvað það er sem kemur mér til að girnast mann. Ein bókasafns bókin mín var um konu sem var alltaf að halda við manninn sinn, og hitt fólkið í bókinni sagði að hún væri að leyta að ást. Það kom mér til að íhuga. Ekki það að ég hefði ástarsambönd eins og í bókinni; ég hafði bara samfarir með mörgum mönnum af allri sort – stundum oftar en einu sinni eða tvisvar. Stundum reglulega, þó það hefði enga þýðingu, eins og með Brady. Hann er landbúnaðar fulltrúi héraðsins, og hann kemur við á sex mánaða fresti, en það hefur litla þýðingu, því hann er giftur. Enginn minntist eiginlega nokkurntíma á ást eða að leyta að henni. Endrum og eins fór einhver að segja að hann elskaði mig – bara á röngum tíma, þegar við láum kyrr saman eftirá. Og stundum fannst mér ég vera kreist saman að innan, eins og ég væri að elska, en ég var bara að girnast. Eins og þegar ég horfði á þungar, embættis hendurnar á Brady þegar hann skráði kassana á héraðs eyðublöðin sín og mér varð litið á hárin á úlnliðinum á honum, gripin meyrum tilfinningum og veikburða eins og lasin kettlingur. Seinna, þegar ég lá við hliðina á hversdagslegum, nöktum líkama hans og hann var að andvarpa og tauta einhverja vitleysu, skírðist allt í einu í hausnum á mér. Mér varð ljóst að það var ekkert sérstakt við hann þegar ég hafði fengið hann aftur og séð hann eyddan og ruglaðan í ríminu. Sem er nokkurnvegin hvernig þetta er. Manni í rúmi er ekki hægt að treysta til þess að skynja tilfinningar sínar, kona sem er ekki í rúminu getur ekki treyst tilfinningum sínum. Í öllu tilfelli, veit ég nógu vel að maður fer ekki í leit að ást milli rúmfatanna, svo ég vænti þess ekki að það að tuskast til í rúminu færi mér ást. Ég var aldrei manneskja sem trúði mikið að ást væri mikil ástæða fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Ég bjóst aldrei við ást frá Dick, þó ég héldi að okkur kæmi eins vel saman í hjónabandinu og nokkru öðru pari. Eftir að fólkið mitt dó, var ég orðin þreytt á að reka búið alein, og Dick virtist geta verið til hjálpar. Hann var Patterson – níu manns á fjórum ekrum – og hann mundi aldrei eignast svo mikið sem hænsnahús ef hann fengi það ekki á auðveldlegan hátt, eins og með því að giftast vel. Hann vildi ekki vinna fyrir aðra og vildi endilega reka garðyrkjubú, þrátt fyrir það að Pattersons fólkið þekkti ekkert annað en valhnotu ræktun. Sama hvað ég eða nokkur annar sagði, hann varð að þræta um það. Þegar við höfðum verið gift í átta ár, vorum við búin að selja allt nema þessa þrjá ekra, og hann ætlaði sér að selja þá og fara að reka bensínstöð með öðrum manni í Willowdale, rétt áður en hann varð fullur, kvöldið sem hann keyrði vörubílinn sinn útaf veginum. Ég hafði ekkert á móti því að flytja í bæinn, þrátt fyrir það að Dick kunni ekki betur að reka bensínstöð en hann hafði garðyrkjubú. Eftir ár værum við líklega orðin staurblönk, en mér hefði næstum því líkað við að hætta á það. Líklega var það fyrir bestu að hann drap sig. Í öllu tilfelli verður maður að taka hlutunum eins og þeir eru. Ég geri ráð fyrir að ég sætti mig meira að segja við Wendell eins og hann var. Ég fór ekki út í leit að honum; hann kom til mín. Hann keyrði hingað einn júní eftirmiðdag

138

Page 139: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

þegar ég var út við veginn að hengja upp skilti sem sagði “Kamba Hunang.” (Einhvern daginn ætla ég að mála nýtt, bara með stöfunum pabba míns á ómáluðum við, með “e-ið” eins og lykkju af þráði teygð upp eins og eftirá að hyggja milli “n-sins” og “y-sins”.) Hvítur Volkswagen nam staðar við hliðina á mér, maður við stýrið sem leit út eins og djöfullinn liti út ef hann kæmi frá Willowdale. Hann leit út fyrir að vera útlendingur, dökkur og oddmjór; augabrýrnar hölluðust niður mið ennið á honum eins og brotin girðingastaur. Svarta yfirvaraskeggið og litla hökuskeggið voru snöggklippt eins og skeggin á myndum af rússneskum greifum. Þegar hann brosti, birtust tennurnar eins og nýr hvítþvottur. Mér fannst einkennilegt að mæta augnaráði hans, svo ég starði bara framhjá hausnum á honum og beið eftir honum að segja mér hvort hann vildi hunang eða bara leiðbeiningar. Ég var viss um að hann væri ekki sölumaður eða einn af þessum náungum með vandfýsna rödd sem komu við af og til og vildu kaupa gömul húsgögn. Hann horfði á mig og skiltið og spurði, “Selurðu hunang?” “Það er rétt,” sagði ég. Hann kom auga á póstkassann. “Ert þú frú Patterson?” “Það er rétt.” “Þetta skilti virðist vera þungt,” sagði hann mér, hreyfði sig ekki úr bílnum. “Maðurinn þinn ætti að setja það upp fyrir þig.” “Hann getur það ekki, hann er dauður.” Ég lyfti síðustu keðjunni og setti inn í skrúfu krókinn og burstaði hendurnar á pilsinu mínu. “Var erfitt fyrir þig að rata hingað?” “Ég var ekki að leita að þessum stað,” sagði hann. “Ég sá þig bara að hengja skiltið, og mér datt í huga að ég hef ekki smakkað nýtt hunang í mörg ár.” Þá lagði hann bílinn af við vegakantinn og gekk út. Mér líkaði við hvernig hann var klæddur – mjög prýðilegur í hvítri skyrtu og dökkbláu prjónavesti, jafnvel þó heitt væri í veðri. Hann fór að spjalla um hve nýtt hunang bragðaðist mikið betur en búðakeypt – sem er rugl, því mestallt hunangið mitt fer beina leið í búðirnar í Willowdale. En þannig tala borgarbúar alltaf, og ég er svo vön því að ég get samþykkt þeim, án þess að hugsa neitt út í það. Til hamingju, í þessu tilfelli, því ég hefði ekki verið fær um að koma upp einu einasta skiljanlegu orði, mér var heitt og mig svimaði, eins og ég hefði verið að vinna í sjóðheitri sólinni með engan hatt. Hann bað um að fá að skoða sig í kring. Þegar ég hafði fylgt honum gegnum býflugnagarðinn og hunangshúsið og sýnt honum hvernig ég skrapaði kambana, fór ég að venjast hvernig hann leit á mig og ég hætti að vera svona taugaspennt. Hann bað mig um að umvefja nokkur stykki fyrir sig, og ég fór með hann inn í húsið til að gefa honum peninga til baka og kaffisopa. Hann drakk þrjá bolla af kaffi og var hjá mér til hádegis næsta dag. Mér líkaði mest við hann vegna þess að hann varð eftir hjá mér, því flestir menn fara strax á eftir. Og mér líkaði við hann vegna þess að ég hafði eiginlega aldrei séð nokkurn honum líkur. Ég vakti mestalla nóttina, horfði á hann í daufu birtunni sem kom gegnum gluggann og hugsaði um hvað hann var fallegur. Einu sinni hálfvaknaði hann og brosti við mér áður en hann lokaði augunum aftur. Sjónin af skínandi tönnunum hans í myrkrinu kom mér til að finna að ég gæti skorið hjartað úr mér út fyrir hann, ef hann rétt í þessu bæði mig um að gera það. Mig langaði til að passa hann alla nótttina, eins og mig hefur aldrei nokkurntíma langað til að passa – ekki einu sinni Dick þegar við fyrst giftum okkur. Ég gat varla trúað mínum eigin augum þegar Wendell kom aftur um næstu helgi – eins og hann sagðist gera – og hverja helgi þareftir.

139

Page 140: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

Ég gat aldrei vanist nærveru hans. Ég stalst til að kíkja á hann meðan hann las morgunblaðið (frá New York sem hann var vanur að koma með með sér) og mér datt í hug að hann liti út eins og ríkiserindreki. Mér fannst næstum því eins og ég gæti verið í bók. Hann talaði um sjálfan sig, svo ég fór að þekkja hann vel. Hann var þrjátíu og tveggja, fjórum árum yngri en ég, og var uppalinn í Chicago. Hann hafði gengið í skóla í New York og tvisvar ferðast til Evrópu. Þegar hann skildi, fékk konan forráð yfir tveim dætrum þeirra. Sumir menn ljúga að manni um að vera ekki kvæntir þegar þeir eru það, en Wendell sagði mér sannleikann, því honum hefði ekki verið hægt að kvarta svona ákaflega um framfærslueyrinn og barnameðlagið, væri hann að ljúga. Hann sagði að fyrrverandi kona sín væri listamaður og tæfa. Hún var sú gerð af listamanni sem gerði höggmyndir úr efni – ég skildi ekki nákvæmlega hvernig hún gerði það. Ég skildi ekki nákvæmlega hvernig hún væri tíkaleg, nema það væri vegna þess að hún talaði of mikið að hans mati. Þegar hann talaði um vinnuna sína, sagði hann ekki mikið um bekkina, en kvartaði mest um fólkið sem hann vann með. Ég lét hann lýsa útliti fólksins fyrir mér, og ég gat ímyndað mér það næstum eins vel og ef ég mætti því. Konan sem kenndi kvenna sagnfræði leit út eins og Richelieu kardináli, sagði hann – Ég fletti upp kardinálann í alfræðibók bókasafnsins og gat ekki hætt að hugsa um hana með merartagls varaskegg yfir beiskum munni. “Henni er illa við mig,” sagði Wendell. Þegar ég spurði hversvegna, sagði hann að hún væri geðbiluð manneskja sem hataði karlmenn. Það var fleira fólk í deildinni hans sem var ekki vel við Wendell, það hræddist um að hann væri einn af þeim sem rugguðu bátnum. Aldrei datt mér í hug að allt væri svona flókið í háskóla. Mér fannst gaman að heyra um þetta allt og sérstaklega um veislurnar sem Wendell varð að sækja endrum og eins. Hann sagði að sér leiddist þær, en ekki held ég að mér hefði leiðst þær. Ég hef alltaf haldið það væri dásamlegt að fara í kokkteil samkvæmi eins og þau í tímarita auglýsingunum þar sem allt fólkið er svo fínt og lítur út eins og það viti ekkert af því. Ég gat ekki gert að því að vonast til að Wendell tæki mig með sér í boð einhverntíma, en hann gerði það aldrei. Einstaka sinnum tók ég sígarettu úr pakkanum sem hann skildi eftir, og ég æfði mig á að reykja og að halda rettunni fínlega og þykjast vera glæsileg. Þetta var meinlaus fíflaskapur sem varð aldrei að neinu. Aðeins einu sinni mætti ég fólki sem starfaði með honum. Í ágúst kom hann úteftir bara í eftirmiðdaginn með öðrum prófessor og konu hans til að hitta mig. Ray, eiginmaðurinn, reykti pípu og talaði í lágum, drunandi hljóðum – hann leit mikið meira út eins og prófessor en Wendell. Í fyrstu var ég vonsvikin yfir Barbara, því hún leit alls ekkert út eins og ég hafði ímyndað mér að kona prófessors væri í útliti, heldur meira eins og miðaldra kona að þykjast vera hippi. Ég geri þó ráð fyrir að það væri allt í lagi, því ég fann út seinna að hún væri listakona, alveg eins og konan hans Wendels, og bjó til mottur sem fólk hengdi á veggina, í staðinn fyrir að láta þær liggja á gólfinu. Wendell sagði mér að sýna þeim í kring. Af því að ég var í miðjum útdrætti, fór ég með þau inn í hunangshúsið og útskýrði mismuninn milli þess að búa til kamba hunang og útdrættis hunang. Ég vissi betur en að láta Barböru hafa rafmagnshnífinn til að reyna að útbúa eitt stykki. Auðvitað eyðilagði hún kambinn, en mér var eiginlega saman, því hún virtist svo góð og hafði svo mikinn áhuga á öllu. Eftirá komum við til baka og sátum á veröndinni, hin voru að drekka rauðvínið sem þau komu með og ég drakk bjór. Meðan Wendell og Ray töluðu saman, spurði Barbara

140

Page 141: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

mig spurningar um sjálfa mig, tilkynnti mér síðan að hún og Ray vildu komast til baka til landsins. Þau voru bæði frá Los Angeles og það sem hún meinti með að komast til baka til landsins var að þau vildu kaupa sér bóndabæ. Þetta var ég hissa á, vegna þess að ég hélt að háskóla próffesorar höfðu svo vel upp að þeir gætu haft efni á að búa í bænum. Þó hún væri viljug að spjalla um þetta, skipti ég á umræðuefni svo hún færi ekki að halda að ég væri að hnýsast um peningamálin þeirra. Mér finnst gaman að minnast þessum eftirmiðdag. Þó við væru í hundadögunum, blés svöl gola frá ánni. Loftið var fullt að ilmum: frá epplunum í hliðargarða trénu, gullfíflunum og tómötunum úr eldhúsgarðinum, refasmára af akrinum. Ekki margir trukkar þutu framhjá á þjóðveginum; ef maður sat kyrr, var hægt að heyra bara í býflugunum. Wendell næstum því eyðilagði daginn þegar ég gekk framhjá honum og hann greip í handlegginn á mér og sagði við Ray, “stundum finnst mér að hunangskonan sé eina ekta manneskjan sem ég hef nokkurntíma þekkt.” Hann var dálítið drukkinn, en hann afsakaði sig ekki fyrir að segja þetta. Það var óvingjarnlegt í garð þeirra Rays og Barbaras, og skömmustulegt fyrir mig að hann gerði mig eitthvað meira en ég var. Í sannleika sagt, að búa hérna ein út í sveit kemur mér til að finnast eins og ég hafi verið búin til og gleymd. Og sama er að segja um allt í kringum mig. Stundum þegar ég hef klárað verkin, sit ég á veröndinni í klukkustund, stari út á akrana handan við veginn eins og ég hafi aldrei fyrr sett auga á þá. Jafnvel þó ég hafi horft á þetta alla ævina, virðist mér ómöguleg að festa augun á þá. Því lengur sem ég horfi, því minna raunverulegt verða þeir – eins og ég geti eytt einverju bara með því að starblína á það. Smásaman virðist mér eins og ég geti horft gegnum allt, eins og gler – tréin eru gler og kýrnar eru gler og girðingin er gler og himininn er gler. Og mér finnst eins og ég sé sjálf að verða gler. Um leið og ég loka augunum, þegar ég er ein á kvöldin, finnst mér ég verða grönn og gegnsæ. Stundum hverfur þessi tilfinning, og stundum verð ég að liggja með augun opin, anda djúpt og finna eins og svitinn sé að stinga mig alla. Uppgerða fólkið í bókum, Ray og Barbara – virðast allt raunverulegra en ég. Wendell breytti öllu fyrir mig. Á nóttinni þrýsti ég mér upp að honum til að finna hörðu beinin hans, og hljóðið af andadrættinum kom mér til að heyra minn eigin. Oft sagði hann “það er svo gott að faðma þig, elskan,” og þá var ég kona sem er föðmuð. Þegar ég notaði ekki líkamann nema til að ganga í kring, fór ég að gleyma að ég væri til – Wendell hélt holdinu mínu á beinunum. Á virkum dögum þegar hann var í burt, hugsaði ég um þegar hann kæmi til baka og það var næstum eins gott og að hafa hann hér. Ég ímyndaði mér samræður við hann þegar ég var að skrúbba eða stinga upp illgresið í grænmetisgarðinum. Ég er vön að ímynda mér samtöl hvort sem er, því ég hitti ekki margt fólk til að spjalla við. Sölumenn, héraðs umboðsmenn, heildsalann frá Willowdale sem kaupir messtallt hunangið frá mér. Ég græði mest á því að selja hunangið í heildsölu, en ég set skiltin upp bara til þess að viðskiptavinirnir stoppi við og spjalli. Þrátt fyrir hvað maður fréttir um þá, eru hipparnir vanalega kurteisir og vingjarnlegir og spyrja skemmtilegar spurningar og hafa áhugaverðar skoðanir. Hvað nágrannana skiptir, eru þeir allir hæverskir og almennilegir; en konurnar vilja ekki tala við mig, vegna þess að þær halda að ég sofi hjá mönnum síðan Dick dó. Ekki kvarta ég um það, því maður verður að liggja í sínu rúmi, hvort það sé illa búið um eða ekki. Jafnvel ef ég hugsaði mikið út í afleiðingarnar af mínu háttalagi, hefði ég gert allt eins hvort sem var. Svo að flestar heimsóknir sem ég fæ, verð ég að ímynda mér. Stundum þóttist ég vera að spjalla við pabba eða einn viðskiptavininn eða einhvern

141

Page 142: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

í bók sem ég var að lesa. Eftir að ég hitti Wendell, lét ég eins og það væri hann eða eitt af fólkinu sem hann sagði mér frá. Barbara og Ray komu aldrei aftur, því Wendell fór að rífast við Ray, en ég ímynda mér samt enn að við Barbara séum vinkonur og tölum saman í eldhúsinu kvennaspjall. Ég er ekki svo vitlaus að halda að þetta uppgerðafólk sé hér; ég vil bara þykjast svo ég geti talað. Einkennilegt að manneskja sem finnst eins gaman að tala og mér, þarf að eyða meira og minna allri sinni ævi með lokaðan munn. Að vera þögul hefur ekki minnkað löngun mína til að tala. Ég get fundið orðin inn í mér eins og gos í hristaðri flösku, freyðandi til að komast út. Mig langar til að trúa einhverjum fyrir því hvað ég er að hugsa og hvernig mér líður; ég get ekki litið á neitt án þess að vilja mynda orð um hvernig það sé. Þegar ég fyrst mætti Dick, sá ég strax að helmingurinn af því sem ég sagði pirraði hann og hinn helminginn langaði hann ekkert til að hlusta á, svo ég lærði að segja alls ekki neitt. Flestir mennirnir sem ég hef hitt á ævinni sögðu að þeir þyldu ekki það sem þeir kölluðu “kjöftuga konu.” Af því að Wendell var háskóla prófessor, hélt ég að hann væri öðruvísi. Hann var og var það ekki. Eitt kvöldið kallaði ég til hans að koma út á veröndina til að horfa upp til himna, og ég reyndi að segja honum frá hvernig ég fann fyrir sorg á einkennilegan, mjúkan hátt. Hann svaraði, “Hunang, fólk er næmt fyrir allskonar hlutum. Að vera móttækur fyrir náttúrunni er allt í lagi, en þegar þú afskræmir það sem ætti að vera bara innyflis tilfinning með því að túlka það, þá ertu að falsa sanna lífsreynslu. Í grundvallaratriðum eru orð efni skopstælingu.” Hann hélt þannig áfram um stund svo ég sagði ekkert meir. Þetta gekk svona á hverju kvöldi þegar við vorum í rúminu rétt eftir samfarir, og mig langaði til að tala um allt sem mér kom í hug; þá sagði hann, “Suss, ekki eyðileggja þetta, hunang”; og hann kyssti mig til að stöðva munninn. Hann sagði mér að ég væri Valkyrie (alfræðibókin sagði að það væri yfirnáttúrulegar konur í Skandínavískum goðafræðum, en sýndi engar myndir) og að ég væri svo sterk og fögur og tiginmannleg. Ég geri ráð fyrir að honum hefði dottið þetta í hug vegna þess að ég var ljóshærð og stórbeinótt. Ég ákvað að segja ekki mikið, svo hann yrði ánægður með mig. Hann hafði ekkert á móti því að ég spyrði hann um sjálvan sig eða talaði um hluti í kringum bóndabæinn – býflugurnar, eldhúsgarðinn, og nágrannana, eins og eggjakonuna. En aðeins einu sinni spurði hann mig hvernig mér finndist um neitt. Í annað sinn vorum við í rúminu og hann vildi fá að vita hvort ég hefði elskað manninn minn, eða nokkurn af mönnunum sem ég hafði sofið hjá. Ég sagðist ekki halda það. Þá sagði hann mér, “Þú ert í rauninni ennþá hrein mey. Þú hefur aldrei lært að elska. Ef þú leyfir mér, langar mig til að kenna þér.” Ég hafði ekkert á móti því. Það eina sem hann gat sagt mér þó, var að ég yrði að læra að gefa mig algjörlega. Ég var ekki viss um hvað hann meinti, því mér var ómögulegt að skilja hvernig ég gæti afsalað mig meira en ég hafði gert. Ef hann hefði útskýrt betur hvað hann meinti, hefði ég kannske getað það. Það eina sem mér kom til hugar að hafa ekki gefið honum voru öll orðin stöfluð upp inni í mér, en hann vildi þau ekki. Ég reyndi að gefa honum allt annað. Sagði nei aðeins einu sinni, þegar hann vildi ríða mér úti undir gráfíkjutrénu einn eftirmiðdaginn. Börn voru alltaf á ferð um túnið fyrir handan bæinn á leið milli þjóðvegsins og stígsins og þau gætu farið fram hjá hvenær sem var. Þegar ég útskýrði þetta fyrir honum, svaraði hann að ást væri mjög eðlilegt fyrirbæri og ekkert væri vont fyrir börnin að sjá það. En ég vildi þetta ekki. Kynlíf gæti verið eðlilegt fyrir börn sumstaðar, en ég held ekki hér í kring. Í öllu tilfelli, held ég að

142

Page 143: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

sakleysi sé líka eðlilegt, og börn færu nógu snemma að uppgötva allt varðandi kynlíf. Mér fannst hann ekki eiga að núa mér þessu um nasir, vegna þess að ég gaf honum allt annað, hvenær sem hann vildi. Ég leyfði honum meira að segja gera það í hunangshúsinu, þó enginn heilvita maður hefði viljað það – hitinn er um áttatíu gráður, gólfið klístrað, og við skelltumst hvað eftir annað á föturnar og balana sem hanga þar um alla veggi. Kannske hann hafi haldið að ég væri of sterk. Hann var alltaf að minnast á það, en sagðist líka við það. Hann sagði, “ég elska hve sterk þú ert, fótleggirnir á þér eru svo sterkir, bakið er svo sterkt – þú ert tré, þú ert hestur, þú ert hveitiakur...” Þetta var ekki allt skiljanlegt; það var bara þannig sem hann talaði þegar hann var að strjúka mér í rúminu. Stundum varð ég vandræðileg við að heyra þessa vitleysu, en stundum var það að sumu leyti notalegt. Hann sagði mér “Þú ert dásamleg. Þú ert eina sjálfbjarga manneskjan sem ég hef nokkurntíma þekkt. Þú þarft ekki á neinum að halda.” Mér var ómögulegt að skilja hvað hann gæti séð í mér sem kæmi honum til að segja þetta. Ég geri ráð fyrir að hann kæmi bara auga á það sem hann vildi sjá; ég hlýt að hafa gert það líka, vegna þess að ég var lengi að skilja að hann var mikið eins og aðrir menn, jafnvel þegar hann var svona öðruvísi. Þegar hann sagðist elska mig, var hann að ljúga; það gerði mig sorgmædda, því ég sá það og hann gerði það ekki. Hann elskaði í rauninni einhverja aðra. Ég gat horft inn í augun á honum og séð hann færa mig í kring inn í hausnum á sér eins og ég hafði séð menn hreyfa gínur í búðagluggum – til að reyna að láta þær líta út líflegar. Þetta gerði hann mér. Hann vildi að ég gerði margt undarlegt – ekkert viðbjóðslegt, bara fíflalegt. Þegar við sátum úti á grasfletinum, ýtti hann pilsinu mínu langt upp og sagðist vilja að fótleggirnir á mér yrðu brúnir og að ég ætti að liggja nakin í sólinni. Hann hafði ekkert á móti því að ég læsi ástasögur, en ef ég las sagnfræðisbók eða bók um eitthvað raunverulegt, fór hann að gamnast yfir að þetta væri allt lygasögur og tók bókina frá mér. Hann vildi að ég væri alltaf með svuntuna eða að ég biði þar til um helgar til að sjóða niður ávexti, jafnvel þó viðskiptavinirnir tefðu mig þá meira en um virka daga. Þanniglagað. Og alltaf að sussa á mig, “ekki eyðilegga þetta, hunang.” Mér datt í hug að ég elskaði hann alls ekki, og það kom mér til að finna að ég væri að halda leyndarmáli frá honum. En sanna leyndarmálið var ég. Ég vissi að hann gæti aldrei fengið að vita í milljón ár hvað ég var að hugsa, því hann kærði sig ekkert um að vita það. Við héldum áfram að sitja saman á veröndinni síðdegis – hann með vínið sitt og dagblaðið, ég með verkefnin, að skera niður ávexti eða bæta handklæði. Ég var oft að hugsa um bókina sem ég var að lesa, eða þykjast vera að spjalla við Barböru um það sem var mér í hug. Wendell gaf mér augnagotur og brosti og ég brosti til baka, sagði við sjálfa mig, “Vesalingurinn, þú ert eins og einhver heimskur smábóndi með kál uppskeru sína þegar hann situr á silfuræð.” Kannske var þetta svolítið drjúgt af mér, en þetta fannst mér. Samt vildi ég ekki að hann yfirgæfi mig, vegna þess að ég vissi hvernig allt yrði þegar hann færi. Við hefðum getað haldið svona áfram lengi, hefði Wendell ekki opnað munninn á röngum tíma. Ég varð alltaf dálítið pirruð þegar ég þurfti að vinna í hitanum, og þennan dag var svo heitt í veðri að allt suðaði fyrir eyrum. Ég beið þar til fór að halla að degi, í von um golu, síðan gekk ég fyrir aftan við hunangshúsið til að eiturúða gegn vaxormum. Wendell kom með til að horfa á. Ég var pirruð yfir að hafa þurft að stöðva hann þegar

143

Page 144: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

hann, annarshugar, ætlaði að kveikja í sígarettu, þó ég hafði varað honum við íkveikju frá kolbrennisteinssýrunni. Hann var bara að masa vegna þess að honum fannst gaman að hlusta á röddina í sér. Talaði um hve slæmur háskólinn var, talaði um hvað voðalegt hjónabandið sitt hafi verið, talaði um að ég væri það eina góða sem hafði nokkurntíma komið fyrir hann. Svo sagði hann. “Ég undrast yfir hve lengi þetta endist. Ég undrast um hvenær þú verður leið á mér og segir mér að hunskast burt.” Ég var að hlaða upp nýjum stakk af hólfum og sneri baki að honum, svo ég sá hann ekki í framan. Ég heyrði sjálfa mig, eins og einhverja aðra, segja. “Hvernig væri núna strax?” Ég var róleg og friðsæl og hélt áfram að rétta upp staflan. Ég heyrði hann segja, “Nei, ég meinti að ég undraðist um hvenær þú færir að segja mére að hraða mér burt héðan og koma ekki aftur.” Ég endurtók bara, “Hvernig væri núna strax?” röddin var enn róleg. Þá sneri ég mér við og sá að hann hafði kafroðnað – af reiði, ekki sársauka. Hann sagði ekki annað orð, sneri sér bara við og stikaði yfir að húsinu eins og hann vildi að fæturnir á sér væru handaxir. Ég mældi út prufu á lítinn disk á top hulstrinu, breiddi síðan segldúk yfir staflann. Ég sá Wendell koma út úr húsinu með jakkann sinn og skjalatöskuna sem hann notaði fyrir dótið sitt. Þegar hann nálgaðist bílinn sinn, hægði hann á sér eins og til að gefa mér tækifæri til að elta sig. En ég stóð bara kyrr. Hafragrasið milli mín og þjóðvegsins var hátt og gult, og ljósið skein á hismin eins og svarm af gylltum engisprettum. Ég starblíndi á grasið, þar til ég heyrði í bílnum druna niður veginn. Daginn eftir að hann fór, fann ég órækt í einu endahulstrinu. Dauða lirfan var strax orðin klístrað, lyktandi hlaup í botninum á sumum hólfunum. Býflugurnar hlutu að hafa rænt vilt býflugnabú og fært þetta heim. Ég var of önnum kafin við að hreinsa út til að hugsa um Wendell. Hann skildi einu sinni eftir símanúmer, en ég hringdi aldrei í það og geri það aldrei – jafnvel þó mig grunaði sterkt að þetta samband var eins gott og ég gæti nokkurntíma fengið, að hann væri sá besti og síðasti sem ég gæti fundið hérna úti í sveit. En ég ekki hefði getað gert neitt annað. “Wendell er farinn,” hélt ég áfram að segja sjálfri mér meðan ég vann, “og því er lokið.” Maður tekur því sem kemur og gerir það sem þarf að gera. Ég þurfti aðeins að brenna þessa einu nýlendu og sprauta restina af býflugnabúinu; það hindraði óræktina frá því að breiðast út. Svo allt hefði getað farið verr.

144

Page 145: BESTU AMERÍSKU - WordPress.com · Web viewÉg náði í tjaldið úr fataskáp foreldra minna, hrinti kaffiborðinu til hliðar, og kom því upp ofan á baunagrænu flókateppinu

YFIRLIT

TÖFRAORÐ (FRÁSAGNA TÍMARITIÐ)..........................................................3

UPPRIS RUBIAUXS (SANTA MONIKA YFIRLITIÐ....................................15

SVEITABÆJIRNIR (AGNI)...............................................................................21

UTAN MARKA ALLS VELSÆMIS (LÝSINGIN)...........................................30

SKUGGABORÐ (TIN HÚS)..............................................................................43

NÝAR STEFNUR (STUTTAR AMERÍSKAR SKÁLDSÖGUR).....................54

ÓNEFNDUR FELLIBYLUR (TIN HÚS)...........................................................66

EITT HUNDA ÁR (TIN HÚS)............................................................................94

INN Í ÁRGLJÚFRIÐ (SUÐURRÍKJA YFIRLITIÐ).........................................104

FÁBJÁNA FORSETINN (NEW YORK TÍMARITIÐ).....................................114

DOTSON GERBER RESURRECTED (GLAUMGLOSI).................................122

EINHVER (RAUÐA BÓKIN)............................................................................132

AÐ SEGJA BÝFLUGUNUM FRÁ (GRASSLÉTTI SKONNORTAN)............137

145