stÆrÐfrÆÐi Þrautir – rÖkhugsun · 2018. 1. 10. · a – 4 hver er stærsta útkoma sem...

27
STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN Á eftirfarandi síðum eru fjölbreyttar þrautir eða rökhugsunarverkefni sem ætluð eru nemendum grunnskóla. Efnið hentar einkum nemendum á mið- og unglingastigi. Það hefur verið gróflega flokkað eftir þyngd í sex flokka frá A – F. Efnið er ætlað til útprentunar. Lausnirnar eru einnig að finna á vef Námsgagnastofnunar. Ragna Briem safnaði efninu saman og Böðvar Leós teiknaði myndirnar. NÁMSGAGNASTOFNUN 09631

Upload: others

Post on 03-Jan-2021

9 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

STÆRÐFRÆÐI

ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN

Á eftirfarandi síðum eru fjölbreyttar þrautireða rökhugsunarverkefni sem ætluð erunemendum grunnskóla. Efnið hentareinkum nemendum á mið- og unglingastigi.Það hefur verið gróflega flokkað eftir þyngdí sex flokka frá A – F.

Efnið er ætlað til útprentunar. Lausnirnar eru einnig að finna á vefNámsgagnastofnunar.

Ragna Briem safnaði efninu saman ogBöðvar Leós teiknaði myndirnar.

NÁMSGAGNASTOFNUN09631

Page 2: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

A. Þrautir – rökhugsun

A. ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN

A – 1Í Bergdalfjölskyldunni eru sjö systur oghver systir á einn bróður. Fjölskyldan á tíumanna bíl. Er sæti fyrir alla í fjölskyldunni(foreldra og börn) í bílnum?

A – 2Raðaðu tölunum 3, 5, 6, 8 og 9 í reitina svo að þú fáir sömu summu þegar þúleggur saman tölurnar lárétt og lóðrétt.

Page 3: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

A. Þrautir – rökhugsun

A – 3Maður og tveir synir hans þurfa aðkomast yfir á. Maðurinn er 100 kíló oghvor sonur 50 kg. Báturinn geturaðeins borið 100 kíló. Hvernig komast þeir yfir ána?

A – 4Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og7 í reitina:

+ x – =

Page 4: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

A. Þrautir – rökhugsun

A – 5Lúsía var í pílukasti. Hún kastaði allssex pílum og fékk stig í öllumköstunum. Hægt var að fá stigatöluna1, 3, 5, 7 eða 9 eftir því hvar pílanhæfði skífuna. Hver af eftirfaranditölum gæti verið samanlagðurstigafjöldi Lúsíu? 4, 17, 28, 29, 31, 56.

A – 6Settu tölurnar 2, 3 og 5 í hringina þannig aðsumma allra talnanna verði 20 og summatalnanna í litlu þríhyrningunum verði sú sama íþeim öllum.

Page 5: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

A. Þrautir – rökhugsun

A – 7Villi, Tinna, Magga, Sigga og Jón tóku þáttí tenniskeppni. Magga vann Villa, Tinnu,Siggu og Jón; Jón vann Villa og Tinnu,Sigga vann Tinnu, Villa og Jón og Villi vannTinnu. Raðaðu fimmmenningunum í röðeftir fjölda vinninga.

A – 8Hvað eru margir ferningar á myndinni?

Page 6: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

B. Þrautir – rökhugsun

B. ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN

B – 1Hvað voru margir gestir í kínverskumatarboði ef ein skál af hrísgrjónum varfyrir hverja tvo gesti, ein skál af grænmetifyrir hverja þrjá gesti, ein skál af kjöti fyrirhverja fjóra gesti og alls voru notaðar 65skálar?

B – 2Tveir kubbar vega jafnt og þrjár kúlur og einn kubbur vegur jafnt og þrjár keilur.Hvað þarf margar keilur til þess að vega upp á móti einni kúlu og einum kubbi?

Page 7: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

B. Þrautir – rökhugsun

B – 3Íþróttakennarinn var að reyna að komasaman borðtennisliði. Hann þurfti að veljatvo stráka og tvær stelpur úr hópi sexnemenda en persónulegar tilfinningarflæktu málið. Jón sagði: „Ég verð bara í liðinu ef Sigga er með.“Sigga sagði: „Ég verð ekki með ef Maggi er í liðinu.“Maggi sagði: „Ég verð ekki með ef Davíð eða Lilla eru íliðinu.“Davíð sagði: „Ég verð bara með ef Anna er í liðinu.“Önnu stóð á sama hver var í liðinu.Getur íþróttakennarinn valið lið þannig aðallir séu sáttir og hverjir eru þá í liðinu?

B – 4Myntsafnari á átta krónur sem allir lítaeins út en ein er aðeins léttari enhinar. Hvað þarf að vega krónurnar ofttil að finna léttu krónuna ef notuð ervog með vogarskálum?

Page 8: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

B. Þrautir – rökhugsun

B – 5Maður ætlar að ferðast yfir eyðimörk semer 200 kílómetrar. Hann getur geymt vistir ábirgðastöðum sem eru með 50 kílómetramillibili. Hversu marga daga tekur það hannminnst að komast yfir eyðimörkina ef hanngetur aðeins borið vistir til þriggja daga ogferðast í mesta lagi 50 kílómetra á dag?(Ekki er hægt að skera niður vistirnar). Geturðu leyst þrautina ef eyðimörkin er 250km?

B – 6Hvernig getur þú fengið út töluna 7 með því að nota töluna 4 fjórum sinnum ogeinhverjar af reikniaðgerðunum fjórum ( + , – , x, og : )

Page 9: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

B. Þrautir – rökhugsun

B – 7Þegar Adam og Eva giftu sig áttu þauhvort um sig börn úr fyrri sambúð.Eftir nokkra ára hjónaband vorubörnin alls orðin átta. Adam var faðirsex þeirra og Eva móðir fimm þeirra.Hvað áttu Adam og Eva mörg börnsaman.

B – 8Heildsali sem býr í borg A selur vörursínar í níu öðrum borgum. Hannákveður að fara í söluferð fráheimaborginni, koma einu sinni tilhverrar borgar, fara aldrei samaveginn tvisvar og enda aftur íheimaborginni. Í hvaða röð ætti hannað fara til borganna?

BC

D

E

I

H

GF

J A

Page 10: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

B. Þrautir – rökhugsun

B – 9Dragðu þrjár línur þannig að engirtveir af punktunum 7 verði í samasvæði.

B – 10Þegar mamma kom fram í eldhús sá hún að einhverhafði borðað allar smákökurnar sem hún hafði bakað.Hún spurði börnin sín fjögur hver væri sökudólgurinnog hér eru svör þeirra:Anna: „Halli borðaði kökurnar.“Halli: „Frikki borðaði kökurnar.“Lísa. „Ég borðaði ekki kökurnar.“Frikki: „Halli lýgur því að ég hafi borðað kökurnar.“Aðeins eitt þeirra sagði satt. Hver borðaði kökurnar?

Page 11: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

C. Þrautir – rökhugsun

C. ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN

C – 1Hver er minnsta heila tala sem allar heilu tölurnar frá 1 og upp í 9 ganga upp í?

C – 2Settu einhverjar af reikniaðgerðunum fjórum ( + , – , x og : ) í reitina til aðjafnan verið rétt:

6 6 6 6 = 13.

Page 12: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

C. Þrautir – rökhugsun

C – 3Skiptu tuttugu kubbum í fjóra stafla þannig að í fyrsta staflanum séu kubbarnirfjórum fleiri en í öðrum staflanum, í öðrum staflanum sé fjöldi kubbanna einumminni en í þriðja staflanum og fjöldi kubba í fjórða staflanum sé tvöfaldur fjöldinní öðrum staflanum.

C – 4Hér sérðu tvö net A og B. Geturðuteiknað leið sem byrjar í svartapunktinum, fer einu sinni í gegnumhvert strik í viðkomandi neti og endaraftur í svarta punktinum inni í netinu?

Page 13: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

C. Þrautir – rökhugsun

C – 5Gulla ákvað að dulkóða útreikningana sína. Hún bjó til tákn fyrir tölustafina 0, 1,2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9. Til dæmis notaði hún táknið λ fyrir tölustafinn 5. Hér erunokkur dæmi sem hún reiknaði. Getur þú ráðið dulmálið? (Táknin +, x, = eru ekki dulkóðuð).

ε + ε = ζ + ζ = ε + ζ = ε x ε = ε + ζ =

C – 6Andri lýgur mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Ella lýgur fimmtudaga,föstudaga og laugardaga. Aðra daga vikunnar segja þau Andri og Ella satt. Dagnokkurn sagði Ella við Andra: „Í gær laug ég.“ Þá sagði Andri: „Ég líka.“ Um hvaða dag vikunnar voru þau að ræða?

Page 14: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

C. Þrautir – rökhugsun

C – 7Leikur er í því fólginn að snúa við tveimur samliggjandi örvum. Finnduhvernig hægt er í sem fæstum leikjum að breyta

í .

C – 8Eftirfarandi samtal á sér stað í síma: „Halló er þetta 5555555?“„Já. Við hvern er ég að tala?“„Þekkirðu ekki röddina í mér? Móðir mín ertengdamóðir móður þinnar.“Hver er mesti hugsanlegi skyldleiki þeirrasem eru að tala saman?

Page 15: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

D. Þrautir – rökhugsun

D. ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN

D – 1Hvernig getur þú mælt nákvæmlega 5 lítra ef þú hefur fötu sem tekur 7 lítra ogaðra sem tekur 3 lítra?

D – 2Hvað eru margir þríhyrningar á myndinni?

Page 16: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

D. Þrautir – rökhugsun

D – 3Hver er minnsti mögulegi fjöldi barna í fjölskyldunni hans Jónasar ef sérhvertbarn í fjölskyldunni á a.m.k. einn bróður og eina systur?

D – 4Hve marga staura þarf í girðinguumhverfis þríhyrningslaga svæði semhefur hliðarlengdir 20 m, 20 m og 30 mef hafðir eru 5 m á milli staura?

Page 17: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

D. Þrautir – rökhugsun

D – 5Hvern punkt á myndinni á að lita þannig að engirtveir punktar sem eru tengdir saman með striki fáisama lit. Hver er minnsti fjöldi lita sem þarf aðnota?

D – 6Bættu við einu striki þannig að út komi stærðfræðilega rétt jafna:

Page 18: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

D. Þrautir – rökhugsun

D – 7Yfirborð tenings er málað þannig að engir tveir hliðarfletir sem hafasameiginlega brún hafi sama lit. Hver er minnsti fjöldi lita sem þarf að nota?

D – 8Getur þú teiknað þessa mynd án þess að lyftablýantinum upp frá blaðinu og án þess að faratvisvar í sama strikið?

Page 19: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

E. Þrautir – rökhugsun

E. ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN

E – 1Maður og kona voru á gangi. „Ég er karlmaður“sagði svarthærða manneskjan. „Ég er kona“sagði ljóshærða manneskjan. A.m.k. annaðþeirra var að ljúga. Hver er háralitur konunnar?

E – 2Teiknaðu tvo þríhyrninga sem skipta myndinnií 9 hluta þannig að í hverjum hluta sé einnpunktur.

Page 20: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

E. Þrautir – rökhugsun

E – 3Elsa segir að Jón eigi minna en 1000 krónur í buddunni sinni. Pála segir að Jóneigi a.m.k.1000 krónur í buddunni og Ólína segir að Jón eigi a.m.k. eina krónu íbuddunni. Aðeins ein þeirra segir satt. Hvað á Jón margar krónur í buddunni?

E – 4Á eftirfarandi mynd stendur hver bókstafur fyrir tölustaf.

Summa hverra þriggja samliggjandi tölustafa er 19. Fyrir hvaða tölustaf stendur bókstafurinn S?

4 P Q R S T U V 8 W

Page 21: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

E. Þrautir – rökhugsun

E – 5Hvað þarf að setja marga ◆ í stað ? tilað vigtin sé í jafnvægi?

E – 6Notaðu einhverjar af aðgerðunum +, –, x, : og settu í reitina til að út komi réttniðurstaða.

1 2 3 4 5 6 7 8 = 9

▼ ◆ ●

▼ ◆ ■

● ● ■ ■ ■

▼ ?

Page 22: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

E. Þrautir – rökhugsun

E – 7Á hverri hlið tenings er bókstafur og getur samibókstafurinn verið á fleiri en einni hlið. Á myndinnisést teningurinn eftir þrjú mismunandi köst. Hvaðabókstafur er á hliðinni sem snýr niður í hvert skipti?

E – 8Hvernig ætti mynd nr. 5 að líta út?

?

Page 23: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

F. Þrautir – rökhugsun

F. ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN

F – 1Hús hefur rétthyrndan grunnflöt meðhliðarlengdir 20 m og 10 m. Rafknúinsláttuvél er tengd með snúru viðinnstungu utan á einu horni hússins.Snúran er það löng að unnt er að námeð sláttuvélinni 15 m frá horninu enekki lengra. Hvert er flatarmál skikans (í fermetrum) sem hægt er að slá meðvélinni.

F – 2Hvaða tölur vantar inn í rununa? 1 , 4 , 27 , ___ , ___ , 46656

Page 24: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

F. Þrautir – rökhugsun

F – 3Glæpamaður er staddur í miðju stórrarhringlaga sundlaugar. Lögreglumaður semer ósyndur stendur á laugarbarminum.Lögreglumaðurinn getur hlaupið fjórumsinnum hraðar en glæpamaðurinn getursynt. Nær lögreglumaðurinnglæpamanninum áður en hann kemst uppúr lauginni?

F – 4Á hverju endar talan sem fæst með því að margfalda saman 1000 fyrstufrumtölurnar?

Page 25: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

F – 6Sérhver bókstafur samsvarar ákveðnum tölustaf í samlagningardæminu sem hérfer á eftir og standa ólíkir bókstafir fyrir ólíka tölustafi. Finndu hvaða tölustafursamsvarar hverjum bókstaf.

F O U R+ O N E+ T H R E E+ T H R E EE L E V E N

F. Þrautir – rökhugsun

F – 5Á afmælisdaginn sinn vildi Grímurekki segja hvað hann væri gamall.Hann sagði þó þetta:Ef þú bætir fæðingarári mínu við árið íár og dregur svo frá árið sem ég varð10 ára og árið sem ég varð 50 ára ogbætir aldri mínum við útkomunafærðu út 80. Hvað er Grímur gamall?

Page 26: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

F. Þrautir – rökhugsun

F – 7Á myndinni eru 7 x 7 reitir. Þú ætlarað komast frá A til B með því að faranákvæmlega einu sinni gegnum hvernreit nema reitinn X. Það má aðeinsfara einn reit í einu upp, niður, tilhægri eða vinstri en ekki á ská. Er þetta hægt ?

X

A B

F – 8Á píluskífu eru þrír hringir. Fjöldi stiga sem fástfyrir að hitta í hvert svæði er skráður áviðeigandi stað. Hver er minnsti fjöldi pílukastasem þarf til að hljóta nákvæmlega 21 stig?

Page 27: STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR – RÖKHUGSUN · 2018. 1. 10. · A – 4 Hver er stærsta útkoma sem þú getur fengið með því að setja tölurnar 2, 3, 6 og 7 í reitina: + x –

F. Þrautir – rökhugsun

F – 9Þú ert staddur í helli með fimm mönnumsumum græneygðum en öðrumbláeygðum. Þeir græneygðu segja alltafsatt en þeir bláeygðu ljúga alltaf. A segir: „Ég sé þrjá með græn augu ogeinn með blá.“ B segir: „Ég sé fjóra bláeygða menn.“ C segir: „Ég sé einn með græn augu ogþrjá með blá.“ D er þögull.E segir: „Ég sé fjóra græneygða menn.“ Hver segir satt og hver lýgur? (Þú ert sjálfurmeð brún augu og enginn sér þig).