starfsmannavelta og starfsánægja staðan í leikskólum ... og starfsánægja; staðan... · sama...

63
Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum Garðabæjar

Upload: vanthu

Post on 10-Aug-2019

227 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

Starfsmannavelta og starfsánægja

Staðan í leikskólum Garðabæjar

Page 2: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

Starfsmannavelta og starfsánægja

Staðan í leikskólum Garðabæjar

Eygló Hallgrímsdóttir

Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Svala Guðmundsdóttir

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Janúar 2018

Page 3: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

3

Starfsmannavelta og starfsánægja; Staðan í leikskólum Garðabæjar

Ritgerð þessi er 30 eininga lokaverkefni til MS-prófs við Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

© 2018 Eygló Hallgrímsdóttir

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, 2018

Page 4: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

4

Formáli

Ritgerðin er 30 eininga lokaverkefni í meistaranámi í mannauðsstjórnun við

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ég þakka, Svölu Guðmundsdóttur, leiðbeinanda

mínum fyrir aðstoð og leiðsögn við skrifin. Ég þakka Halldóru Pétursdóttur og Auði

Jóhannsdóttur, hjá bæjarskrifstofu Garðabæjar, aðstoðina við tölulega gagnaöflun sem

og viðmælendunum fjórum sem gáfu sér tíma fyrir eigindlegu viðtölin í amstri dagsins.

Að lokum við ég þakka fjölskyldu minni fyrir leiðsögn, ábendingar og yfirlestur, sem og

fyrir óþrjótandi þolinmæði og stuðning.

Eygló Hallgrímsdóttir

janúar 2018

Page 5: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

5

Útdráttur

Markmið með rannsókninni er að varpa ljósi á starfsmannaveltu og skoða fjarveru

starfsmanna í leikskólum Garðabæjar. Einnig að kanna upplifun leikskólastjóra af

starfsmannaveltu og hvaða aðferðir og leiðir þeir beittu gagnvart starfsmannaveltu.

Í ritgerðinni er gengið út frá skilgreiningu Newstorm og Davis frá árinu 1993 um

starfsmannaveltu, þeir skilgreina hana sem hlutfall allra starfsmanna sem hætta störfum

hjá fyrirtæki sem þeir starfa hjá, hvort sem þeir segja sjálfir upp eða er sagt upp störfum.

Samkvæmt vinnusálfræði er ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt talið hafa áhrif á

starfsmannaveltu, bæði hjá fyrirtæki sem og hjá starfsmanninum. Ánægðir starfsmenn

eru t.a.m. taldir ólíklegri til þess að leita sér að nýju starfi heldur en starfsmenn sem eru

óánægðir. Þeir eru líklegir til þess að standa sig verr í vinnu, t.d. með því að draga úr

vinnuframlagi, mæta verr í vinnuna heldur en ánægðir starfsmenn.

Í rannsókninni var beitt blönduðum rannsóknaraðferðum. Töluleg gögn frá

bæjaryfirvöldum voru skoðuð og tekin viðtöl við fjóra leikskólastjóra til að fá fram

frekari upplýsingar frá þeim.

Helstu niðurstöður benda til nokkurrar starfsmannaveltu sem birtist einna helst í því

að ungt fólk á aldrinum 16-26 ára kemur til starfa í leikskólum í stuttan tíma. Aðrir

þættir sem virðast hafa áhrif eru álag og lág laun ófaglærðra. Viðmælendurnir virðast

allir vera meðvitaðir um gildi starfsánægju og að viðhalda henni. Þeir beita fjölbreyttum

leiðum til þess, sem er mikilvægt samkvæmt fræðunum, því það er m.a. talið draga úr

starfsmannaveltu. Ekki er hægt að tengja starfsmannaveltu leikskólanna við eina ástæðu

heldur eru margir þættir sem hafa áhrif, s.s. laun, álag, aldur starfsmanna,

vinnuumhverfi o.fl. Æskilegt er að sveitarfélög bregðast við vandanum.

Page 6: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

6

Abstract

The aim of the study is to highlight employee turnover and view the absence of

kindergarten employees in Garðabær. Also explore the perception of the kindergarten

principals of staff turnover and what methods and ways they apply to employee

turnover.

This essay is based on Newstorm and Davis´s definition from 1993 on employee

turnover, which defines it as a percentage of all employees who retire at the businesses

they work, whether they quit their jobs or resign.

According to work psychology, a number of both positive and negative factors affect

employee turnover both at the company and at the employee level. Happy employees

are at the same time considered less likely to look for a new job than employees who

were unhappy. Unhappy employees are more likely to get worse at work, for example.

by reducing labor costs and they skip work more often than happy employee´s.

The study applied mixed research methods. Numerical data from the municipal

authorities were examined and interviewed by four kindergarten principals to provide

further information

The main results indicate some employee turnover, mainly due to the fact that young

people aged 16-26 are employed in kindergartens for a short period of time. Other

factors that seem to affect employee turnover are stress and low wages of those who

are unskilled. The interviewees seem to all be aware of the value of job satisfaction and

maintain it in a variety of ways, which is important in the art because it is supposedly

believed that it reduces employee turnover. The kindergarten's staff turnover can not

be linked for one reason, but there are many factors that influence it, for example,

salary, load, age of employees, work environment, etc. Preferably the rural

communities need to respond to the problem.

Page 7: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

7

Efnisyfirlit

Abstract ........................................................................................................................... 6

Töfluskrá .......................................................................................................................... 8

1 Inngangur ................................................................................................................... 9

2 Fræðileg umfjöllun ................................................................................................... 10

2.1 Starfsmannavelta .............................................................................................. 10

2.1.1 Áhrif mikillar starfsmannaveltu ............................................................ 12

2.1.2 Tryggð við vinnustað ............................................................................. 13

2.2 Starfsánægja ..................................................................................................... 15

2.2.1 Þróun rannsókna á starfsánægju .......................................................... 17

2.2.2 Áhrif starfsánægju ................................................................................. 21

2.2.3 Hvatning ................................................................................................ 24

2.2.4 Starfsumhverfi ....................................................................................... 25

2.3 Leikskólar .......................................................................................................... 27

2.3.1 Leikskólarnir í Garðabæ ........................................................................ 28

3 Aðferðafræði ............................................................................................................ 30

3.1 Megindleg aðferðafræði ................................................................................... 31

3.1.1 Val á viðmælendum .............................................................................. 31

3.1.2 Framkvæmd og úrvinnsla gagna ........................................................... 31

3.2 Eigindleg aðferðafræði ..................................................................................... 32

3.2.1 Val á viðmælendum .............................................................................. 32

3.2.2 Framkvæmd og úrvinnsla gagna ........................................................... 33

3.3 Réttmæti og siðferðisleg atriði ......................................................................... 34

4 Niðurstöður .............................................................................................................. 36

4.1 Töluleg gögn ...................................................................................................... 36

4.2 Eigindleg rannsókn ............................................................................................ 41

4.2.1 Starfsmenn og starfsmannavelta .......................................................... 41

4.2.2 Starfsánægja ......................................................................................... 44

4.2.3 Starfið og starfsumhverfi ...................................................................... 46

5 Umræða ................................................................................................................... 50

5.1 Starfsmenn og starfsmannavelta ...................................................................... 51

5.2 Starfsánægja ..................................................................................................... 53

5.3 Starfið og starfsumhverfi .................................................................................. 55

6 Lokaorð .................................................................................................................... 57

Heimildaskrá .................................................................................................................. 59

Page 8: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

8

Myndaskrá

Mynd 1 Skipting starfsmanna eftir lífaldri ........................................................................ 37

Mynd 2 Skipting Starfsmanna eftir menntunarstöðu....................................................... 37

Mynd 3 Skipting starfsmanna eftir starfsaldri .................................................................. 38

Mynd 4 Starfsmannavelta eftir ástæðum ........................................................................ 39

Mynd 5 Veikindafjarvistir.................................................................................................. 39

Töfluskrá

Tafla 1 Meðalfjöldi starfsmanna ....................................................................................... 36

Page 9: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

9

1 Inngangur

Samkvæmt umfjöllun fjölmiðla liggur fyrir að starfsmannamál margra leikskóla þarfnast

umbóta. Haustið 2017 hafa borist fréttir af því að ekki hafi verið hægt að manna alla

leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ástandið er talið jafnvel svo slæmt að þurft hefur að

stytta opnunartíma og jafnvel loka deildum tímabundið vegna manneklu (Sylvía Rut

Sigfúsdóttir, 2017).

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að setja af stað tvö teymi

sem eiga að vinna að því að bregðast við manneklu í leikskólum og á

frístundarheimilum. Teymunum er ætlað að setja fram tillögur til úrbóta hvernig megi

bregðast við og bæta stöðu í ráðningarmálum og bæta vinnuumhverfi starfsfólks

leikskóla og frístundar til þess að draga úr starfsmannavandanum. Teymið sem á að

leggja fram úrbætur til að leysa manneklu í leikskólum, á meðal annars að greina tillögur

sem leikskólastjórar hafa þegar sett fram. Meta kostnað við þær og jafnframt að leggja

fram frekari tillögur til þess að styðja við stafsmannahald leikskólanna fyrir 25.

september 2017 (Reykjavíkurborg, 2017). Talið er að þörf sé á heildstæðri áætlun til

þess að bregðast við þessum vanda og leysa hann, þannig að hægt sé að vinna faglegt

starf innan leikskólanna, eins og lög um leikskóla nr. 90/2008 og aðalnámskrá leikskóla

frá árinu 2011 kveða á um. Þetta er fyrsta skólastig barnanna og þar af leiðandi ekki talið

ásættanlegt að ekki sé hægt að manna þessar stöður og halda góðu fólki í þeim til lengri

tíma.

Markmið með rannsókninni er að varpa ljósi á starfsmannaveltu og skoða fjarveru

starfsmanna í leikskólum Garðabæjar. Einnig að kanna hver upplifun leikskólastjóra af

starfsmannaveltu og hvaða aðferðir og leiðir þeir beittu gagnvart starfsmannaveltu.

Skoðað verður hvað rannsóknir og kenningar í mannauðsstjórnun segja um

starfsmannaveltu, hver áhrif hennar geta verið og í framhaldinu verður farið yfir hvað

fræðimenn hafa sett fram varðandi starfsánægju og hvaða áhrif hún getur haft á

starfsmannaveltu. Blönduðum rannsóknaraðferðum verður beitt, bæði megindlegum og

eigindlegum, til þess að skoða starfsmannaveltuna í leikskólum Garðabæjar og upplifun

leikskólastjóra hvað hana varðar.

Page 10: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

10

2 Fræðileg umfjöllun

Í kaflanum verður farið yfir fræðilegan bakgrunn og hugtök sem tengjast

rannsóknarefninu. Hugtakið starfsmannavelta verður kynnt, skoðuð áhrif mikillar og

lítillar starfsmannaveltu og tryggð við vinnustað. Fjallað verður um hugtakið

starfsánægja, þróun rannsókna á starfsánægju, hvatningu og starfsumhverfi. Í lok

kaflans verður farið lauslega yfir þróun leikskóla á Íslandi og leikskólarnir í Garðabæ

kynntir.

2.1 Starfsmannavelta

Hugtakið starfsmannavelta (e. employee turnover) má skýra sem hlutfall allra

starfsmanna sem hætta störfum hjá stofnun/fyrirtæki sem þeir starfa hjá, hvort sem

þeir ákveða sjálfir að hætta eða er sagt upp (Newstorm og Davis, 1993). Þegar

starfsmaður hættir að eigin ósk, þótt hann hefði getað haldið áfram störfum, er kallað

sjálfráð starfsmannavelta. En ósjálfráð ef starfsmanni er sagt upp, hann hættir störfum

gegn vilja sínum eða vegna ástæðna sem vinnuveitandi tilgreinir (Robbins og Judge,

2007).

Aukin starfsánægja hefur verið tengd lægri starfsmannaveltu, þar sem starfsmenn

sem eru ánægðir í vinnunni eru taldir ólíklegri til þess að leita sér að nýju starfi, hugsa

um uppsögn eða segja upp starfinu (Newstorm og Davis, 1993). Þegar starfsmaður

upplifir sig vel liðinn innan fyrirtækis eru taldar líkur á því að hann leggi sig meira fram

og líkur á því að hann hugsi sér til hreyfingar minnka (Nica, 2016).

Algeng skilgreining á starfsmannaveltu er að taka alla þá sem hætta störfum með í

reikninginn sem hlutfall af meðalfjölda starfsmanna. Þá er formúlan sem kemur hér að

neðan notuð til þess að reikna út hlutfallið:

Fjöldi starfsmanna sem hættir á tilteknu tímabili x100

Meðalfjöldi starfsmanna

Þegar tölurnar eru settar inn í formúluna fæst prósentutala sem segir til um

starfsmannaveltu á ákveðnu tímabili (Beardwell og Claydon, 2007).

Bæði míkró- og makróþættir geta haft áhrif á starfsmannaveltu, s.s. ánægja með

launakjör, skipulag vinnu og einkalífs og aðgerðir stjórnenda tengdar starfsmannaveltu,

sérstaklega hjá fyrirtæki þar sem lítil siðfræði er í forystunni (Nica, 2016).

Page 11: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

11

Starfsmannavelta í fyrirtækjum hefur verið eitt af helstu áhyggjuefnum

fyrirtækjarekenda og fræðimanna. Mikil starfsmannavelta getur haft neikvæðar

afleiðingar í för með sér, s.s. ráðninga- og þjálfunarkostnað, framleiðslutap og truflun á

vinnuflæði (Siddiqi, 2013).

Samkvæmt Tansel og Gazîoglu (2014) er góð samvinna milli yfirmanna og

starfsmanna mikilvæg til þess að efla starfsmenn, og til að auka velgengni fyrirtækisins.

Það ætti að vera jafnvægi á milli stjórnunar yfirmanna og sjálfstæðis starfsmanna til

þess að sinna starfi sínu. Ef ekki er jafnvægi, getur það haft áhrif á upplifun starfsmanna

og þar af leiðandi á framleiðni þeirra og hollustu við fyrirtækið. Starfsánægja gegnir

mikilvægu hlutverki í framleiðni og starfsmannaveltu og þar af leiðandi í framleiðni

fyrirtækis. Óánægja í starfi getur valdið starfsmannaveltu sem getur orðið mjög

kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki.

Áform um að segja upp/hætta starfi vísar til hegðunar/viðhorfs manns til þess að

yfirgefa fyrirtæki sem hann starfar hjá. En starfsmannavelta getur leitt til þess að

starfsmenn hætti störfum af einhverri ástæðu (Lu, Lu, Gursoy og Neale, 2016).

Tíðar breytingar á vinnustað geta haft áhrif á og aukið áform starfsmanna um að láta

af störfum, sérstaklega í fyrirtækjum þar sem ekki er brugðist faglega við til þess að

takast á við breytingarnar. Sjálfstraust starfsmanna í starfi hefur áhrif og getur dregið úr

hugsanlegum skaðlegum afleiðingum breytinga og þar með áætlunum starfsmanna um

að hætta hjá fyrirtækinu. Þegar starfsmenn upplifa stöðugar breytingar á vinnustað,

getur það haft þau áhrif að þeir fara að endurskoða starf sitt. Það getur haft neikvæð

áhrif á sjálfsmyndina og aukið líkur á að þeir ákveði að láta af störfum. Ef starfsmaður

telur sig geta starfað sjálfstætt, með skýrari skilaboð frá yfirmanni um til hvers er ætlast

af honum, eru taldar minni líkur á því að hann segi upp, því hann hefur þá betri

sjálfsmynd og betru upplifun af stöðu sinni á vinnustað (Nica, 2016).

Starfsmaður sem hyggst hætta störfum er ekki einungis einn af gerendum varðandi

starfsmannaveltu heldur er hann líka á lokametrunum í starfi sínu. Fræðimenn,

rannsóknaraðilar og sérfræðingar telja þess vegna mikilvægt að skilja fjölbreyttar orsakir

þess að starfsmaður hyggst segja upp störfum, finna leiðir til þess að rannsaka viðhorf

starfsmannsins og til þess að bæta vinnuumhverfið (Siddiqi, 2013).

Page 12: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

12

Starfsmenn sem skila góðum árangri í starfi sínu geta valið að vinna frekar áfram hjá

sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó svo launin

séu lægri, geta starfsmenn upplifað hvatning því þeir telja sig jafnvel eiga möguleika á

að vinna sig upp í launakjörum hjá fyrirtækinu. Fyrirtæki sem eru byggð upp á þennan

hátt þurfa því að vera meðvituð um að launakjör og aðrar launauppbætur séu hvetjandi

fyrir starfsfólkið (Nica, 2016).

Skuldbinding starfsmanna við vinnustað er talin geta temprað tengslin á milli

launakjara og starfsmannaveltu. Mat starfsmanna sem byggist á ánægju með laun er

lykilatriði þegar þeir velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að hætta hjá fyrirtæki. Ef

starfsmenn draga þá ályktun að það þeir tapi á því að hætta hjá fyrirtækinu dregur það

úr starfsmannaveltu fyrirtækisins (Nica, 2016).

2.1.1 Áhrif mikillar starfsmannaveltu

Mikil starfsmannavelta getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér, hún getur til að

mynda dregið úr sjálfstrausti samstarfsmanna fyrirtækisins og raskað starfs- og

félagsmynstri vinnustaðarins (Newstrom og Davis, 1993). Bæði líkamleg og andleg heilsa

verður fyrir áhrifum af því hversu gott jafnvægi er í persónulegu lífi einstaklingsins.

Landy og Conte (2013) telja að í flestum rannsóknum og kenningum sem byggja á

jafnvægi milli vinnu og einkalífs sé einblínt um of á áhrifin af skorti á þessu jafnvægi. Þeir

telja að aðeins sé hægt að skilja tilfinningalega reynslu tengda vinnu með því að skoða

vinnuna í stærra samhengi við líf fólks og hlutverk þess utan vinnunnar (Landy og Conte,

2013).

Rannsakendur hafa skoðað og fundið tengslin milli vinnu og væntinga starfsmanna

um hvað þeir fá út úr starfinu. Í rannsóknum hefur verið lögð áhersla á að skilja tengslin

milli þátttöku í vinnu og starfsmannaveltu annars vegar og lélegs starfsanda meðal

þeirra starfsmanna sem eftir eru hins vegar. En þeir geta upplifað of mikið vinnuálag

vegna mikillar starfsmannaveltu (Siddiqi, 2013). Rannsóknir hafa verið gerðar á

starfsmannaveltu en samkvæmt Siddiqi (2013) hafa ástæður þess að starfsmaður

ákveður að hætta störfum minna verið skoðaðar.

Áhugasamir starfsmenn eru taldir bæta árangur fyrirtækja, þeir er talin vera lykilatriði

fyrir fyrirtæki vegna þess að áhugi þeirra hefur veruleg áhrif á árangur starfsmanna,

starfsánægju, starfsmannaveltu, ánægju viðskiptavina, velgengni fyrirtækisins og

Page 13: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

13

arðsemi þess. Rannsóknir gefa til kynna að starfsmenn sem eru áhugasamir um starf sitt

séu jafnframt jákvæðari út í starfið og stofnunina sem þeir vinna hjá. Þeir eru líklegri til

að koma fram við samstarfsmenn sína af meiri virðingu og hjálpa öðrum að bæta sig og

sitt starf. Áhugasamir starfsmenn eru einnig líklegri til að bæta stöðugt vinnutengda

hæfileika sína, vera mjög virkir og sýni fram á árangur og frammistöðu (Lu, Lu, Gursoy og

Neale, 2016). Áhugasamir starfsmenn eru yfirleitt ánægðir, ákafir og öflugir í

vinnuumhverfi sínu. Þegar starfsmaður upplifir ekki þessar jákvæðu tilfinningar er

líklegra að viðkomandi muni leita að öðru starfsumhverfi til þess að öðlast eða

endurheimta jákvæða starfsupplifun (Siddiqi, 2013).

2.1.2 Tryggð við vinnustað

Hugtakið starfshæfni (e. job-embeddedness) er notað til að lýsa öllum þeim tilfinningum

og tryggð sem starfsmaður hefur gagnvart starfi sínu, vinnuveitanda, eigin starfsframa,

samtökum og samstarfsfélögum. Tryggð við vinnustað felst í þrennu: trú á gildi

fyrirtækisins, vilja til að leggja sig fram við að ná markmiðum þess og vilja til að starfa

áfram hjá fyrirtækinu. Tryggð við vinnustað byggist á tilfinningalegri skuldbindingu,

vitund um fjárhagslegt tap sem fylgdi því að hætta störfum hjá fyrirtækinu og

skyldurækni, s.s. að fólk haldi áfram að starfa hjá fyrirtæki vegna þess að það vill það,

þarfnast þess eða finnst það þurfa þess. Frammistaða starfsmanns fer gjarnan eftir því

hver þessara þátta viðkomandi samsamar sig við (Landy og Conte, 2013).

Ef starfsmaður er ósáttur við vinnu sína getur það haft afleiðingar fyrir fyrirtækið, s.s.

minni afköst og að lítil tryggð skapist við fyrirtækið. Þetta á sérstaklega við ef upplifun

starfsmannsins um óánægju er langvarandi eða sterk. Þegar starfsmaður er óánægður

þá getur hann dregið úr vinnu sinni, farið að mæta verr til vinnu, tekið lengri matar- og

kaffipásur og fleira þess háttar (Newstrom og Davis, 2002).

Sú hugmynd hefur einnig komið fram að tryggð geti skapast milli starfsmanns og

annarra samstarfsmanna. Sú tryggð hefur sömu áhrif á vinnuhegðun og tryggð við

fyrirtæki, slíkir starfsmenn er því líklegri til að haldast lengur í starfi. Það er vert að

athuga að viðhorf til tryggðar eru mismunandi eftir menningarsamfélögum og

niðurstöður rannsókna eru ólíkar eftir því hvar þær eru framkvæmdar. Einnig er munur

á tryggð gagnvart opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum (Landy og Conte, 2013).

Page 14: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

14

Skortur á réttsýni og trausti getur orðið til þess að starfsfólk bregðist við með því að t.d.

draga úr tryggð við fyrirtækið eða láta af störfum (Nica, 2016).

Tryggð margra við fyrirtæki verður meiri eftir því sem þeir starfa þar lengur. Auknum

starfsaldri fylgja oft aukin fríðindi, nánari tengsl við vinnufélaga og aukin

ábyrgðartilfinning. Lífaldur skiptir einnig máli, eldri starfsmenn (yfir 31 árs) virðast huga

meira að starfsöryggi á meðan þeir yngri leggja meiri áherslu á starfsframa og launakjör.

En mikill breytileiki er þó á milli einstaklinga varðandi tryggð við fyrirtækið (Landy og

Conte, 2013).

Óformlegur, gagnkvæmur, óskrifaður samningur sem myndast milli atvinnurekanda

og starfsmanns er kallaður sálfræðilegur samningur. Hann felur í sér væntingar

starfsmannsins til vinnustaðarins og atvinnurekanda til starfsmannsins. Á 21. öldinni

hefur þessi þáttur samstarfs fengið nokkra athygli. Þá sérstaklega í ljósi þess að hollusta

starfsmanna verður sífellt sjaldgæfari, að vera hollur sömu skipulagsheild í langan tíma.

Starfsmaður er líklegri til að yfirgefa vinnustað og finna sér nýjan ef væntingar hans og

þær skuldbindingar sem gengið var út frá standast ekki. Segja má að sálfræðilegi

samningurinn hafi mikið gildi, því hann mótar viðhorf og skapar tilfinningar sem geta

haft áhrif á hollustu starfsmannsins (Landy og Conte, 2013; Þóra Hrólfsdóttir og Gylfi

Dalmann Aðalsteinsson, 2007).

Starfsmenn sem skipta oft um starf hafa verið skilgreindir með hugtakinu Hobo-

heilkenni (e. Hobo syndrome) en það merkir einfaldlega að sumir séu líklegri til að skipta

ört um starf en aðrir án skilgreindra útskýringa. Talið er að besta leiðin til að sjá fyrir um

hversu lengi starfsmaður helst í vinnu sé að komast að því hversu oft viðkomandi hafi

áður skipt um starf. Líklegt er að það sé persónueinkenni sumra að trúa því alltaf að

grasið sé grænna hinum megin. Starfsmaður sem hefur unnið stutt hefur væntanlega

þróað takmarkaða tryggð gagnvart fyrirtækinu, því er mikilvægt að leggja sig fram við að

halda viðkomandi í tiltekinn tíma til þess að hann þrói með sér tryggð (Landy og Conte,

2013).

Tilfinningaleg hollusta (e. affective commitment) byggist á því að starfsmaður vilji

tilheyra eða tengjast fyrirtækinu sem hann starfar hjá. Meyers og Allen (1991, 1997)

segja þessa birtingarmynd fyrirtækjahollustu aðallega tilkomna út frá tveimur

áhrifaþáttum, upplifun í starfi og persónugerð starfsmanns. Það er líklegt að

Page 15: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

15

starfsmaður upplifi tilfinningalega hollustu ef honum finnst hann vera metinn að

verðleikum í starfi, hann fái að taka þátt í ákvarðanatöku og getur komið sínum

sjónarmiðum á framfæri (Meyers og Allen, 1991, 1997).

Elísabet Ósk Ágústsdóttir (2015) komst að þeirri niðurstöðu í meistararitgerð sinni

þar sem hún rannsakaði fyrirtækjahollustu að þátttakendur í rannsókninni hefðu skorað

mun hærra í tilfinningabundinni hollustu heldur en skyldubundinni og skyldubundin

hollusta þeirra var meiri heldur en stöðubundin hollusta. Samkvæmt Elísabetu ríma

þessar niðurstöður við fræðin. Að starfsmenn sem sýna mikla tilfinningabundna hollustu

hafi meiri löngun til þess að vera hluti af hópnum og frammistaða þeirra í vinnu er

jafnframt betri (Elísabet Ósk Ágústsdóttir, 2015).

Ánægja með launakjör getur aukið tilfinningaleg tengsl starfsmanns við fyrirtæki og

haft áhrif á aðgerðir þeirra því þeir upplifa að það sé kostnaður tengdur því að hætta

störfum t.d. ánægja með launakjör og aðra launauppbót sem getur haft þau áhrif að

starfsmaður vilji halda störfum áfram. Þetta ætti ótvírætt að hafa áhrif á skuldbindingu

og framtíðarskuldbindingu starfsmanns til fyrirtækis (Nica, 2016).

2.2 Starfsánægja

Innan vinnusálfræði hefur hugtakið starfsánægja mikið verið skoðað. Nú til dags er það

skilgreint sem „einstaklingsbundnar væntingar til starfsins eða tilfinningaleg viðbrögð

einstaklings þegar hann ber saman þær væntingar sem hann hefur við raunverulegan

árangur“ (Duffy og Lent, 2009). Hugtakið starfsánægja vísar til almennra viðhorfa

starfsmanns til starfs síns. Locke skilgreindi starfsánægju sem skemmtilegt eða jákvætt

tilfinningalegt ástand sem stafi af mati á vinnu viðkomandi eða starfsreynslu. Starf

verður fullnægjandi eftir því hversu vel það uppfyllir ríkjandi þörf einstaklingsins og er í

samræmi við væntingar og gildi hans (Saranya, 2014). Sérhver einstaklingur hefur eigin

þarfir og óskir, sumar eru meðvitaðar en aðrar ómeðvitaðar. Þessar þarfir og óskir geta

orðið sterkar hjá einstaklingum og kallað fram hegðun sem miðast við að uppfylla þær.

Það er hins vegar aldrei hægt að koma fullkomlega til móts við þær og til frambúðar og

sumar þeirra er einfaldlega ekki hægt að uppfylla (Saranya, 2014).

Rannsóknir hafa sýnt að ákveðnar aðferður mannauðsstjórnunar, s.s. að vinna í

hópum, meira sjálfræði og sjálfstæði á vinnustað, sem og ýmiss konar þátttaka

starfsmanna og góð launakjör, virðast hvetja starfsmenn til dáða. Þær mynda þar af

Page 16: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

16

leiðandi meiri framleiðni á vinnustaðnum. Það virðist draga úr heildar starfsánægju

starfsmanna ef álagið er of mikið vegna þess að markmið fyrir starfsemina er að

hámarka afköst starfsmanna (Petrescu og Simmons, 2008).

Starfsánægja skiptist í sjö þætti: ánægja með eftirlit, heildaránægja starfsfólks,

stefnumótun fyrirtækja og stuðningur, kynning, launakjör, samstarfsmenn og

viðskiptavinir (Te-Lin, Rutherford og Park, 2012). Rannsóknir hafa sýnt að vinnuskilyrði

geti haft veruleg áhrif á velferð starfsmanna, s.s. starfsálag, vinnuframlag og

starfsánægju (Bos, Donders, Bouwman-brouwer, Van der Gulden og Joost, 2009).

The Job Requirements-Resources Model (JD-R líkan) er fræðilegt líkan sem er notað

til þess að reyna að veita innsýn í samband sálfélagslegra vinnueinkenna annars vegar

og vellíðunar hins vegar. Samkvæmt JD-R líkaninu er hægt að skipta vinnuumhverfinu í

tvo flokka, annars vegar starfskröfur og hins vegar vinnuhagræðingu. Starfskröfur eru

líkamlegir, félagslegir og/eða skipulagslegir þættir starfsins sem krefjast viðvarandi

líkamlegs og/eða sálfræðilegs átaks og eru því tengdar við líkamlegan og/eða

sálfræðilegan kostnað. Vinnuhagræðing eru líkamlegir, félagslegir eða skipulagslegir

þættir starfsins. Þeir eru virkir til þess að ná fram markmiðum sem tengjast starfinu,

draga úr kröfum á starfsmann og tilheyrandi líkamlegum og/eða sálfræðilegum áhrifum.

Með vinnuhagræðingu er átt við þá vinnu að örva persónulegan þroska og þróun

starfsmanna (Bos, Donders, Bouwman-brouwer, Van der Gulden og Joost, 2009).

Samkvæmt JD-R líkaninu eykst tilfinningaleg þreyta og starfsánægja minnkar ef

starfsmaður upplifir of miklar starfskröfur. Vinnuhagræðing tengjast hins vegar því að

minnka tilfinningalega þreytu og auka starfsánægju. Með JD-R líkaninu er hægt að fella

starfskröfur og hagræðingu inn í módelið, eftir samhengi hverju sinni. Þó svo að JD-R

líkanið hafi upphaflega verið þróað til þess að útskýra kulnun (e. burnout) í starfi, má

einnig nýta það til þess að skýra velferð í starfi og starfsánægju (Bos, Donders,

Bouwman-brouwer, Van der Gulden og Joost, 2009).

Til þess að rekstur fyrirtækja á tuttugustu og fyrstu öldinni gangi vel, er æskilegt að

þau geta laðað að, ráðið og haldið góðum starfsmönnum. Hugtakið starfsánægja hefur

mikið verið skoðað, en það hefur þó verið umdeilt því erfitt hefur reynst að útskýra hvað

nákvæmlega hefur áhrif á starfsánægju, þar sem margir samhangandi og ólíkir þættir

geta haft áhrif (Te-Lin, Rutherford og Park, 2012).

Page 17: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

17

2.2.1 Þróun rannsókna á starfsánægju

Um miðjan þriðja áratug síðustu aldar kynnti ástralski sálfræðingurinn Elton Mayo fyrst

hugmyndina um tilfinningar í sambandi við ameríska vinnusálfræði. Hann taldi að

verksmiðjuvinna gæti valdið ýmsum neikvæðum tilfinningum á borð við reiði, ótta,

efasemdir, slaka frammistöðu og aukin veikindi (O‘Connor, 1999). Fram að þeim tíma

hafði hugarfar verkamanna lítið verið rannsakað, þ.e. hversu ánægðir þeir voru í

vinnunni því menn töldu að svo framarlega sem þeir fengju greidd sæmileg laun væru

þeir sáttir. Örfáar rannsóknir á starfsánægju höfðu verið framkvæmdar en þá voru það

yfirmenn sem svöruðu spurningum varðandi ánægju undirmanna (verkamanna) en ekki

verkamennirnir sjálfir (Landy og Conte, 2013).

Upp úr 1930 voru framkvæmdar tvær mjög ólíkar en mikilvægar rannsóknir sem

vörpuðu ljósi á hugtakið starfsánægja (job satisfactin). Robert Happock framkvæmdi

aðra þeirra, það var könnun sem gerð var meðal allra útivinnandi íbúa smábæjar í

Pennsylvaniu. Það sem hann hafði áhuga á að komast að var tvennt: Hversu ánægðir

voru starfsmennirnir og hvort starfsmenn ákveðinna starfa væru ánægðari en

starfsmenn í öðrum störfum. Aðeins 12% starfsmanna voru óánægðir í starfi og það kom

í ljós að faglærðir og yfirmenn voru almennt ánægðari en almennir verkamenn. Þessar

niðurstöður sýndu fram á að bæði starfstengdir þættir og einstaklingsbundnir höfðu

áhrif á starfsánægju (Srivastava, 2010; Landy og Conte, 2013).

Hin rannsóknin var gerð hjá Hawthorne-verksmiðjunni. Markmið með þeirri rannsókn

var að skoða áhrif mismunandi sálfræðilegra þátta við vinnuumhverfi, s.s. í sambandi við

lýsingu, lengd vinnudags, vinnupásur og áhrif þessara þátta á vinnuafköst. Niðurstöður

rannsóknarinnar sýndu að skynjun starfsmannanna hafði meira að segja varðandi afköst

þeirra heldur en vinnuumhverfið/ vinnuaðstæðurnar. Það sem vakti mesta athygli var að

í hvert skipti sem vinnuaðstæðum var breytt þá jukust afköst starfsmannanna, hvort

sem breytingarnar sneru að því að breyta lýsingu, lengingu vinnudags eða því að sleppa

vinnupásum. Þessar niðurstöður komu á óvart og í kjölfarið voru tekin viðtöl við

starfsmennina og rýnt var í dagbækur þeirra til þess að finna út úr því hvers vegna lengri

vinnudagar og skert lýsing hefðu ekki letjandi áhrif á þá. Í ljós kom að á meðan á

rannsókninni stóð höfðu yfirmennirnir veitt starfsmönnunum meiri athygli. Það virtist

hafa jákvæð áhrif á þá, og gæti líka skýrt af hverju viðhorf starfsmanna til yfirmanna

Page 18: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

18

bötnuðu. Bætt viðhorf starfsmanna og meiri athygli frá yfirmanni hafði því jákvæð áhrif

sem stuðlaði að meiri framleiðni/afköstum (Muldoon, 2012; Levitt og List, 2011). Í

kjölfar rannsóknarinnar varð til nýtt félagssálfræðilegt hugtak sem kallast Hawthorne-

áhrifin sem þýðir: Breyting í hegðun eða viðhorfum vegna aukinnar athygli. Niðurstöður

Hawthorne-rannsóknarinnar hafa margsinnis verið greindar og túlkaðar og orðið

uppspretta að frekari rannsóknum og áhuga á vinnusálfræði. Margar kenningar hafa í

kjölfarið verið settar fram á grunni þessara óvæntu niðurstaðna (Levitt og List, 2011;

Landy og Conte, 2013).

Á árunum milli 1935 og 1955 voru gerðar fjölmargar rannsóknir á starfsánægju,

einkum vegna þess að talið var að hún yki framleiðslu og kæmi í veg fyrir verkföll.

Hugmyndin var að ef vinnuveitendur gætu haldið góðum starfsanda meðal

verkamannanna þá myndi fyrirtækið losna við verkföll og það væri gróðavænlegt. Á

sama tíma var vinnusálfræðin að verða til sem sjálfstæð sérgrein innan sálfræðinnar.

Félagssálfræðingar urðu mjög áhugasamir um viðhorf almennt (Landy og Conte, 2013).

Rétt fyrir 1960 komu fram tvær rannsóknir sem sýndu gerólíkar niðurstöður.

Brayfield og Crockett (1955) komust að því að litlar sannanir lægju að baki samhengis

milli ánægju og afkasta (Landy og Conte, 2013). Herzberg, Mausner, Peterson og

Capwell (1957) komust hins vegar að því að ákveðin tenging væri á milli ánægju og

einhverra þátta er snúa að vinnuhegðun. Í það minnsta vegna fjarveru og

mannabreytinga. Þetta varð svo upphafið að einni fyrstu kenningunni um starfsánægju,

tveggja-þátta kenningunni (e. two-factor theory). Herzberg taldi að starfsánægja

orsakaðist af innri vinnuþáttum á borð við áhugaverða og krefjandi vinnu á meðan

starfsóánægja stafaði af ytri þáttum, launakjörum og vinnuaðstæðum. Samkvæmt

honum kallast ytri þættirnir viðhaldsþættir (e. hygiene) þar sem þeir viðhalda hvatningu

starfsfólks og koma í veg fyrir að það verði ósátt í vinnunni á meðan innri þættirnir

uppfylla þörfina fyrir hvatningu (e. motivator). Þessi kenning leiddi af sér margar

aðgerðir en að lokum var kenningunni hafnað bæði af rökrænum ástæðum og einnig á

grundvelli rannsókna (Vikayakumar og Saxena, 2015; Landy og Conte, 2013).

Um 1960 setti Vroom svo fram væntingakenninguna þar sem einblínt er á þrjá þætti:

fyrirhöfn, frammistöðu og útkomu. Kenningin hefur verið sögð ein vinsælasta

Page 19: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

19

hvatningakenningin. Vroom hélt því fram að það að leggja sig fram í vinnu leiddi af sér

góða frammistöðu sem leiddi síðan til væntinga um góða útkomu.

Væntingar um að umbun sé fyrirhafnarinnar virði gerir starfsmann frekar tilbúinn að

leggja meira á sig. Þessi kenning hefur fengið mikinn stuðning frá fræðimönnum og

menn eru sammála um að hún sé byggð á heilbrigðri skynsemi og persónulegri reynslu

(Schultz og Schultz, 2002). Porter og Lawler settu svo fram kenningu 1968 en þar var

bent á að starfsánægja væri samantekt á því sem einstaklingur teldi sig verðskulda í

starfi. Kenning þeirra var í raun byggð á kenningu Vroom‘s en tekin lengra. Porter og

Lawler horfðu til frammistöðu einstaklingsins í heild sinni og héldu því fram að þótt

hann legði mikið á sig í starfi þá leiddi það ekki endilega til betri frammistöðu. Þeir sögðu

að það þyrfti að taka tillit til fleiri þátta, eins og þjálfunar starfsmannsins, hæfni hans,

þeirra krafna sem gerðar væru til færni í starfinu, og svo tæknilegar hömlur. Porter og

Lawler töldu þó að bætt frammistaða leiddi til meiri starfsánægju (Ellis og Dick, 2003).

Adams setti fram jafngildiskenninguna (equity theorie) hann taldi að ef ósamræmi

myndaðist í hugum manna, myndaðist spenna sem krefðist orku til að leysa málin. Í

þessari nálgun er talað um að einstaklingurinn leiti alltaf að jafnvægi og beini því hegðun

sinni í þá átt að halda því (Landy og Conte, 2013). Hver upplifun hans til sanngjarnrar

meðferðar er, starfsmaður upplifir hvatningu til þess að bregðast við í aðstæðum sem

hann skynjar að eru ranglátar eða ósanngjarnar. Ranglætið eða ósanngirnin á sér stað

þegar hann fær minna eða meira heldur en hann telur að hann eigi skilið. Hann er þó

ólíklegri til þess að bregðast við ef ranglætið er honum í hag, s.s. ef hann fær hærri laun

en samstarfsmaður sem sinnir sama starfi (Buchanan og Huczynski, 2010).

Jafngildiskenningin hefur verið rannsökuð og hafa niðurstöður sýnt fram á gildi hennar.

Ef umbunin er meiri en frammistaða starfsmanns hafa rannsóknir sýnt að hann auki

vinnuframlag sitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að ef starfsmenn upplifa sanngirni

á vinnustaðnum þá leiði það til aukinnar starfsánægju og skuldbindingar við fyrirtækið

(Sweeney, McFarlin og Inderrieden, 1990). Það hefur þó komið fram að það getur verið

erfitt að rannsaka jafngildiskenninguna vegna þess að breyturnar sem mældar eru í

rannsókninni ráðast af skynjun einstaklinga, og þess vegna er erfitt að mæla þær.

Einstaklingar eru mismunandi og skynja t.d. ranglæti á ólíkan hátt og þeir búa líka yfir

mismiklu umburðarlyndi gagnvart ranglæti. Með kenningunni er ekki gert ráð fyrir því að

Page 20: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

20

starfsmenn séu að bera sig saman við aðra samstarfsmenn eða annarra stofnana

(Buchanan og Huczynski, 2010).

Kenning Locke frá 1968 er svipuð kenningu Porter og Lawler, hún kallast

gildiskenning (e. value theory). Samkvæmt Locke mótaði mikilvægi ákveðins þátts í starfi

viðbrögð hans og viðhorf til starfsins. Ef starfsmaður metur t.d. há launakjör mikils þá

skipta þau hann mestu máli hvað varðar starfsánægju. Eins ef hann hefur lítinn áhuga á

starfsframa hafa möguleikar á stöðuhækkun lítil sem engin áhrif á starfsánægju hans

(Ellis og Dick, 2003; Landy og Conte, 2013).

Locke og Latham komu árið 1990 með fyrstu kenninguna sem mótframlag við

markmiðasetningu sem tækni (Goal-Setting Theory). Þeir báru vinnuframlag þegar fólk

vann eitt saman við vinnuframlag þess í hópum við að leysa flókin verkefni. Í ljós kom að

það var ekki mikill munur á því hvernig markmiðin voru sett fram, meginmunurinn fólst í

ákvörðunartöku, sem gekk betur þegar fólk vann saman í hópum. Klein o.fl. (1999) töldu

að skuldbinding væri mikilvægust þegar erfitt væri að ná markmiðum. Eftir því sem

markið var sett hærra, þeim mun betri niðurstaða fékkst. Samningamenn sem þuraf að

takast á við sértæk og erfið markmið ná meiri árangri en þeir sem hafa engin markmið

(Zetic & Stuhlmacher, 2002; Latham og Pinder, 2005). Samkvæmt rannsóknum skilar

það betri frammistöðu að setja sér krefjandi og sértæk markmið, það getur leitt til

hvatningar og haft áhrif á hegðun starfsmanns sem skilar sér svo í betri og árangursríkari

afköstum. Sértæk og erfið markmið eru talin meira hvetjandi heldur en markmið sem er

auðvelt að ná. En ef þau eru of erfið eða ekki er hægt að uppfylla þau þá eru þau

letjandi, og jafnvel meira letjandi heldur en að setja sér engin markmið (Schultz og

Schultz, 2002).

Á árunum 1935-1990 skorti fræðilegan bakgrunn í vinnusálfræði, í stað hennar

notuðu rannsakendur tölfræði. Upplýsingum var safnað um nánast öll möguleg atriði

sem sneru að vinnu, besta dæmið eru launakjör. Í rannsóknum var prófað hvort

samband væri milli þess sem væru æskileg launakjör og milli raunverulegrar (reported)

starfsánægju (Landy og Conte, 2013). Svipaðar greiningar voru gerðar fyrir nánast alla

mögulega þætti vinnunnar- s.s. varðandi gæði stjórnunar, áskoranir í starfi, reglur

fyrirtækisins og mismunandi umhverfisþætti. Upp úr 1980 fóru vinnusálfræðingar þó að

líta á aðra þætti, s.s. áhyggjur af starfsöryggi, hversu mikilvægar tímaáætlanir væru fyrir

Page 21: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

21

skipulagsheildina. Ánægju með hraðar breytingar í skipulagsheildinni, áhrifin sem

upplifun fólks af mismunun hefði á starfsánægju, viðhorf til fjölmenningar vinnustaðar

og ánægju með framleiðslukerfi. Auk þess að líta á þætti sem skapa starfsánægju hafa

rannsakendur einnig rannsakað aldur, kyn og jafnvel ákveðna genaþætti. Þær

rannsóknir hafa ekki skilað miklum árangri (Landy og Conte, 2013).

Anna Bjarnadóttir (2016) skoðaði í meistararitgerð sinni upplifun leikskólakennara

með langan starfsaldur. Þátttakendur í rannsókn hennar, sem höfðu unnið lengi á sama

vinnustað eða í sama starfi, voru sammála um að helsta ástæðan fyrir löngum starfsaldri

hefði verið góður hópur samstarfsmanna sem hefði unnið lengi saman á sama

vinnustaðnum. Þessi hópur varð nánari með tímanum og meginatriðið hefði verið

vinátta innan hópsins. Flestir þátttakendurnir í rannsókninni töldu það vera kost að

starfsmennirnir væru farnir að þekkjast vel og þekktu kosti og galla hver annars. Þá kom

einnig fram að ef þessi starfsmannahópur fór að týna tölunni og starfsmenn sögðu upp,

myndaðist meiri óánægja varðandi starfsanda. Líkurnar jukust á því að þeir hugsuðu sér

til hreyfings. Í rannsókninni kom jafnframt fram að starfsmennirnir töldu að jákvæðni,

umburðarlyndi, gleði o.fl. skiptu miklu máli varðandi starfsanda á vinnustað (Anna

Bjarnadóttir, 2016).

2.2.2 Áhrif starfsánægju

Mannauðsstjórar, stjórnendur og vinnusálfræðingar hjá fyrirtækjum hafa margir áhuga á

þeim viðhorfum sem starfsmenn þeirra hafa til starfsferils síns, vinnustaðarins og

fyrirtækisins (Ingunn B. Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Gustavsdóttir, 1999). Starfsánægja

myndast smá saman eftir því sem einstaklingur kynnist vinnustaðnum betur. Ánægja er

þó breytileg og það getur tekið mun skemmri tíma að verða óánægður heldur en að

byggja upp ánægju í starfi (Newstrom og Davis, 1993).

Rannsakendur hafa reynt að finna þá þætti sem hafa áhrif á starfsánægju og það

hefur verið rannsakað hvað aukin starfsánægja leiðir af sér. Komið hefur í ljós að hún

geti til að mynda leitt af sér: færri vinnuslys, að tengsl séu milli starfsánægju

starfsmanna fyrirtækis og ánægju viðskiptavina þess, starfsánægju fylgir aukin þátttaka í

samfélagslegum verkefnum. Ánægja með launakjör hindrar að starfsmenn leiti að öðru

starfi, mikil tengsl hafa fundist milli starfsánægju og úrlausnarhæfni. Ánægðir

starfsmenn eru síður frá vinnu, þeir eru stundvísari, meta starfið betur og hversu

Page 22: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

22

mikilvægt það er og tengsl eru milli starfsánægju og almennrar ánægju í lífinu (Landy og

Conte, 2013).

Komið hefur í ljós að ánægðir starfsmenn framleiða meira og eru skapandi og

frumlegir. Þættir sem stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og afstöðu leiða einnig til meiri

starfsánægju. Ákveðnir þættir stuðla að henni, s.s. áskorun og ábyrgð í starfi, tækifæri til

þess að vinna sig upp í starfi, óhlutdræg framkoma stjórnenda, sköpun og nýjar

hugmyndir fyrir starfsöryggi. Eftirsóknarverð launakjör og fríðindi, frelsi í vinnuaðstöðu,

þátttaka stjórnenda, góðar vinnuaðstæður/ umhverfi og samskiptamynstur sem bæði er

frá grasrót til stjórnenda og öfugt (Saranya, 2014).

Þegar ánægja með launakjör eru skoðuð kemur í ljós að starfsmenn sem hafa meira

sjálfræði um hvernig starf er unnið eru almennt ánægðari með launakjör sín. Það

endurspeglast í áhrifum á viðfangsefni starfa, hraða vinnunnar og hvernig starfið er

unnið. Það getur verið mismunandi eftir störfum hvort allir þessir þættir eða einungis

einhverjir hafa áhrif (Petrescu og Simmons, 2008).

Schneider og félagar skoðuðu hvort það væri starfsánægja sem stuðlaði að velgengni

fyrirtækisins eða hvort það væri árangur fyrirtækisins sem stuðlaði að starfsánægju. Þeir

gátu sýnt fram á það með greiningu að velgengni fyrirtækis kæmi fram í aukinni

almennri starfsánægju og einnig í aukinni ánægju með starfsöryggi. Þeir settu fram

módel byggt á þessum niðurstöðum þar sem útskýrt er hvernig og hvers vegna

starfsánægja fylgdi í kjölfarið af hagnaðarvon/velgengni hjá fyrirtæki frekar en að

stuðlað væri að hagnaðarvon/velgengni. Schneider o.fl. bentu á að hugsanlega væri það

velgengni fyrirtækis sem orsakaði aukna starfsánægju, en ekki öfugt. Svo virðist sem

fyrirtæki hafi mestan hag af því að umbuna starfsmönnum fyrir árangur og

endurmenntun frekar en að hækka launakjör eða bæta starfsumhverfið. Það sem hægt

er að staðfesta út frá þessum niðurstöðum er að það er ekki hægt að ganga að því sem

vísu að það sé samband á milli starfsánægju og frammistöðu (Landy og Conte, 2013).

Í grein Saranya (2014) kemur fram að starfsánægja lýsi viðhorfi til starfs, muninum á

launum starfsmanna og þeim launum sem þeir telja að þeir ættu að fá. Þannig snýst hún

frekar um viðhorf heldur en hegðun. Þetta tengist mannlegum þörfum og hvort starf

uppfylli væntingar þeirra. Í raun er ánægja starfsfólks tilkomin hvernig einstaklingur

skynjar að starf hans fullnægi grunnþörfum hans í heild (Saranya, 2014).

Page 23: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

23

Að mati Petrescu og Simmons (2008) hafa ýmsar aðferðir í mannauðsstjórnun

tölfræðilega marktæk áhrif á starfsánægju. Vinnustaðir sem stuðla að starfsþróun hafa

veruleg áhrif á starfsánægju, að því marki að það eykur líkurnar á því að starfsmaður sé

mjög ánægður í starfi. Í fræðunum er fjallað um að starfsþróun sé áberandi meðal þeirra

starfshátta þar sem ýtt er undir starfsmenntun og skuldbindingu við vinnustaði

(Petrescu og Simmons, 2008).

Stöðugt beint eftirlit, að næsti yfirmaður geti alltaf fylgst með starfsmanni hefur

neikvæð áhrif á starfsánægju. En ef fylgjast er með starfsframvindu starfsmanns getur

það haft jákvæð áhrif á starfsánægju. Þetta bendir til þess að starfsmönnum mislíki náið

eftirlit, því þeir tengi það þeirri tilfinningu að verið sé að stjórna þeim, þeir vilja samt fá

einhver viðbrögð frá yfirmanni varðandi frammistöðu sína. Samkvæmt þessu er óbeint

eftirlit æskilegt, ekki aðeins fyrir vinnuveitandann heldur líka fyrir starfsmennina. Þetta

samræmist kenningum mannauðsstjórnunar um aukna þátttöku starfsmanna, varðandi

sjálfstæði og sjálfræði þeirra og auki þannig starfsánægju og hvatningu á vinnustað

(Petrescu og Simmons, 2008).

Miðað við fjölda rannsókna niðurstaðna tengdum starfsánægju er ljóst að það er

hagur vinnuveitenda að viðhalda eða bæta starfsánægju starfsmanna sinna.

Kostnaðurinn við óánægðan starfsmann eða ef afkastamikill starfsmaður hættir getur

verið mikill (Landy og Conte, 2013).

Þarfir hafa áhrif á mismunandi hegðun einstaklinga, en þarfapýramídi Maslows, frá

1943, á enn þar fullt erindi. Haslam o.fl. komu árið 2000 með nálgun sem byggir á

greiningu á þarfauppbyggingu og mikilvægi þarfa vegna áhrifa félagsmótunar á hegðun

innan skipulagsheilda. Þeir halda því fram að til að skilja hvatningu verði að skilja

væntingarnar sem verða til í skipuritinu. Þegar sjálfsmynd einstaklingsins er talin

mikilvæg þá verða persónulegar framfarir og vöxtur ríkjandi til að auka sjálfsvirðingu.

Þegar félagsleg sjálfsmynd er talin mikilvæg þá þarf að byggja upp sjálfstraust hópsins í

gegnum það sem sameinar fólk, með gagnkvæmri virðingu og viðurkenningu á

jafningjagrundvelli og að markmið hópsins séu ríkjandi (Latham og Pinder, 2005).

Gildi eiga rætur sínar í þörfum og leggja grunn að markmiðum. Þau eru svipuð og

þarfir þar sem þau reisa við, stjórna og viðhalda hegðun. Gildin eru þó nátengdari

hegðun einstaklinga en þarfirnar, þar sem þau hafa áhrif á hegðun að því leyti að þau

Page 24: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

24

eru notuð sem viðmið til að dæma og velja hvernig við eigum að hegða okkur.

Auðveldara er að nefna gildin en þarfirnar (Latham og Pinder, 2005).

Til eru ýmsar aðferðir til þess að mæla starfsánægju, s.s. með því að greina á milli

ánægju á tilteknum atriðum tengdum vinnunni annars vegar og almennri starfsánægju

hins vegar (Landy og Conte, 2013). Við mælingar er oft notast við lista með

staðhæfingum sem lagður er fyrir einstakling, sem metur á Likert-kvarða hvað við á í

hans tilfelli. Mælingar geta líka verið spurningar þar sem svarmöguleikar eru t.d. já/nei

eða rétt/rangt. Eins er hægt að notast við viðtöl eða gátlista. Mælingar á starfsánægju

geta bæði verið til þess að mæla almenna ánægju (e. global satisfaction) eða sértæka

ánægju (e. facet satisfaction), s.s. ánægju með starfsaðstæður, launakjör, starfsemi

fyrirtækis, möguleika á stöðuhækkun o.fl. (Arnold, 2005).

2.2.3 Hvatning

Hvatning í starfi felur í sér afl sem hefur áhrif á starfsmanninn til þess að hvetja hann til

að hegða sér á einhvern ákveðinn hátt, fara í ákveðna átt, vinna með ákveðnum

afköstum og haldast lengur í starfi. Hvatningin er samspil umhverfisins og einstaklingsins

(Latham og Pinder, 2005).

Segja má að hvatning og ánægja séu nátengd fyrirbæri. Í kenningum um hvata er gert

ráð fyrir að ánægja eða sársauki fái viðkomandi til að vilja auka ánægjuna eða draga úr

sársaukanum. Þar sem yfirlýsingar um ánægju og óánægju hafa svipaða merkingu og

ánægja og sársauki mætti gera ráð fyrir að þessir andstæðu pólar kalli á svipaðar

aðgerðir. Myndlíkingin um manneskjuna sem vél, gerir ráð fyrir því að ákveðnar þarfir

hjá einstaklingi knýi fram aðgerðir/breytingar, og ef komið er til móts við þær er hann

ánægður og afkastamikill. Herzberg skilgreindi þessar þarfir, að um sé að ræða þörf fyrir

hvata, eins og Maslow lýsti t.d. í sambandi við sjálfstraust og þörfina fyrir öryggi og ýmsa

aðra félagslega þætti. Þetta samrýmist hugmyndinni um manneskjuna sem vél (Landy og

Conte, 2013).

Í rannsókn Sveinborgar Hafliðadóttur (2012), um starfsumhverfi ríkisstarfsmanna,

kemur fram að það að fá að vera með í ráðum og að leiðbeiningar og gagnrýni séu sett

fram á uppbyggilegan hátt frá næsta yfirmanni. Það séu þeir þættir sem hafi mest áhrif á

hvatningu meðal ríkisstarfsmanna. Eins kemur fram í rannsókninni að til að auka

starfsánægju þeirra skipti máli að huga að vinnuaðstöðu, að sanngirni sé gætt af næsta

Page 25: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

25

yfirmanni við starfsfólk og að starfið sé metið að verðleikum. Þá kemur fram að

miðlungs samband sé á milli hvatningar og starfsánægju en að það sé þó ekki marktækt

(Sveinborg Hafliðadóttir, 2012).

Kenningar hafa verið settar fram varðandi hvatningu t.d. um að setja sér markmið,

um félagslegt skilvit og um markmið og réttlæti innan fyrirtækja. Á seinni hluta

tuttugustu aldar var aðallega horft til skilvits en það á ekki við í dag. Nú eru tilfinningar

og hegðun talin skipta máli ásamt gagnkvæmum samskiptum. Getan til að spá fyrir um,

skilja og hafa áhrif á hvatningu á vinnustað hefur aukist til muna, sem er afleiðing

aukinnar áherslu á alla þessa þætti í stað örfárra þátta áður fyrr (Latham og Pinder,

2005).

Jákvætt samband milli fjölbreyttra starfa og hvatningar er þekkt en líka á milli leiða í

starfi og að vera andlega uppgefinn og mögulega að upplifa kulnun í starfi. Lítill

félagslegur stuðningur getur einnig haft áhrif á að starfsmaður upplifi sig andlega

uppgefinn (Latham og Pinder, 2005).

2.2.4 Starfsumhverfi

Skilgreining á stofnanamenningu byggir á sameiginlegum hugmyndum um viðhorf og

gildi, t.d. ákveðin gildi sem fyrirtækið hefur umfram önnur. Hvað er viðurkennt og hvað

ekki, sú sýn sem fyrirtækið hefur um samskipti starfsmanna og viðskiptavina eða hvaða

leikreglum einstaklingur þarf að fylgja til þess að vera samþykktur sem meðlimur

stofnunarinnar (Owens og Valensky, 2007). Ef starfsmaður samsamar sig vel við þau

viðhorf og gildi sem eru hjá stofnun aukast líkurnar á því að hann upplifi meiri

starfsánægju á vinnustaðnum. Persónuleiki einstaklingsins hefur því ekki einungis áhrif á

hegðun hans heldur líka væntingar og félagslegar venjur stofnunarinnar sem hann

vinnur hjá (Owens og Valensky, 2007).

Starfsumhverfið hefur áhrif og verður fyrir áhrifum af þörfum einstaklinga,

persónuleika og gildum. Í flestum rannsóknum hefur verið lögð áhersla á hvaða áhrif

starfsumhverfið hefur á þessa þætti, en minna hefur verið skoðað hvaða áhrifum

starfsumhverfið verður fyrir vegna þessara þátta (Latham og Pinder, 2005).

Eins og komið hefur fram í fræðilegri umfjöllun þarf að líta til margra þátta þegar

starfsmannavelta er skoðuð. Margt getur haft áhrif, s.s. starfsánægja, hvatning og

starfsumhverfi. Starfsmaður sem myndar tryggð við samstarfsmenn sína og fyrirtæki er

Page 26: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

26

talinn líklegri til að haldast lengur í starfi. Ánægja með launakjör, fríðindi og

vinnuaðstöðu getur einnig aukið tilfinningaleg tengsl starfsmanns. Þátttaka stjórnenda,

góðar vinnuaðstæður og samskiptamynstur, bæði frá starfsmönnum til stjórnenda og

öfugt skiptir einnig miklu máli. Mikil starfmannavelta getur haft fjölmargar neikvæðar

afleiðingar í för með sér. Þess vegna er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að bregðast

við ef mikil starfsmannavelta er til staðar. Starfsánægja hefur aftur á móti góð áhrif inn á

vinnustað og þess vegna er mikilvægt að vinna faglega að því að upplifun starfsmanna sé

góð af vinnustað sínum.

Page 27: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

27

2.3 Leikskólar

Saga leikskóla á Íslandi hófst þegar Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað árið 1924.

Sumargjöf starfrækti til þess að byrja með dagheimili í Reykjavík í tvo mánuði yfir

sumartímann. Þessi dagheimili voru hugsuð sem félagslegt úrræði fyrir börn sem áttu í

erfiðleikum (Jón Torfi Jónsson, 2006).

Fyrstu heilsteyptu lögin um leikskóla voru sett árið 1991 og sneru þau einna helst að

skólastarfinu þar sem markmið og form réðu ferðinni. Þá var heitið leikskóli tekið upp og

notað yfir þær stofnanir sem áður kölluðust dagheimili og leikskólar. Með lögunum 1994

var leikskólastigið formlega fellt inn í skólastigin og faglært starfsfólk þessa stigs kallaðir

leikskólakennarar (Jón Torfi Jónsson, 2008). Samhliða þessu tók menntun

leikskólakennara breytingum, til að mynda bauð Háskólinn á Akureyri í fyrsta skipti upp

á nám í sérstakri leikskóladeild árið 1996 og ári síðar voru svo Kennaraháskóli Íslands,

Íþróttakennaraháskólinn, Þroskaþjálfaskólinn og Fóstruskólinn sameinaðir í

Kennaraháskóla Íslands. Með þeim breytingum var öll leikskólakennaramenntun komin

á háskólastig (Andrés Ingi Jónsson og Oddný Helgadóttir, 2010 ).

Í dag er unnið eftir lögum um leikskóla nr. 90/2008, í 1. gr. segir að lögin taki til

starfsemi leikskóla. Að leikskólinn sé fyrsta skólastigið í skólakerfinu og sé fyrir börn

undir skólaskyldualdri. Leikskóli eigi, að ósk foreldra, að annast uppeldi, umönnun og

menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við lögin. Markmið með lögunum, samkvæmt

2. gr., er að í leikskólum sé hagur og velferð barna hafður að leiðarljósi. Að í leikskólum

eigi að veita börnum umönnun, menntun, búa þeim hvetjandi og hollt uppeldisumhverfi

og örugg náms- og leikskilyrði. Það á að stuðla að því að nám fari fram í gegnum leik og

skapandi starf þar sem börnin njóti fjölbreyttra uppeldiskosta. „Starfshættir leikskóla

skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð,

umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og kristinni arfleifð íslenskrar menningar.“ Í

kjölfarið er svo farið yfir meginmarkmið varðandi uppeldi og kennslu í leikskólum.

Samkvæmt þessum lögum eiga sveitarfélögin að sjá um að tryggja börnum leikskóladvöl

og bera ábyrgð á heildarskipulagi á skólahaldi leikskóla sveitarfélaganna.

Page 28: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

28

2.3.1 Leikskólarnir í Garðabæ

Leikskólar Garðabæjar starfa eftir lögum um leikskóla nr. 90/2008, aðalnámskrá

leikskóla frá árinu 2011, skólastefnu Garðabæjar og skólanámskrá hvers leikskóla

(Garðabær, e.d.). Í skólastefnu Garðabæjar kemur fram að henni sé ætlað að mynda

umgjörð um faglegt skólastarf í bænum og þar eru taldar upp helstu áherslur í

skólastarfi. Í skólastefnunni er fjallað um markmið skólastarfs í Garðabæ. Hver skóli á að

gera aðgerðaráætlun á grunni skólastefnunnar (Garðabær, 2014).

Garðabær rekur átta leikskóla: Kirkjuból, Hæðarból, Lundaból, Bæjarból, Akra,

Sunnuhvol, Holtakot og Krakkakot, aðrir leikskólar í sveitarfélaginu eru einkareknir

(Garðabær, e.d.). Hver skóli á að hafa sérstöðu með markmiðum og leiðum að

leiðarljósi, sem þurfa þó að falla inn í ramma aðalnámskrár og skólastefnu þar sem mikið

er lagt upp úr samvinnu á milli skólastiga og að sem greiðlegast gangi að fara á milli

skólastiga. Þá er lögð áhersla á þjónustu við börn frá því að fæðingarorlofi lýkur og til 18

ára aldurs. Í sömu skýrslu er fjallað um að skólarnir í Garðabæ myndi samstæða heild

sem tryggi að samræmi og samhengi sé í menntun barna og ungmenna (Garðabær,

2014).

Þetta geta stjórnvöld gert með því að hafa virkt samstarf milli skólastiga, sem byggir á

grunnþáttum aðalnámskráa, leik-, grunn- og framhaldsskóla, ásamt fleiri atriðum.

Garðabær leggur bæði upp úr því að bjóða upp á ungbarnaleikskóla og leikskóla. Í

skýrslunni kemur fram að leikskólar skuli móta sér sérstöðu í skólanámskrá og í þeim

leiðum sem leikskólinn hyggst fara í grunnþáttum menntunar. Þeir ætla að efla starfsemi

leikskólanna með því að laða að og halda leikskólakennurum í starfi. Áherslan eigi að

vera á vellíðan barna, einstaklingsmiðað nám og samfellt nám barna (Garðabær, 2014).

En þetta á að gera með:

• „Leik og skapandi starfi sem kennsluaðferð.

• Góðri aðstöðu úti og inni fyrir börn og starfsfólk.

• Áherslu á gleði, vellíðan og félagsfærni barna.

• Heilbrigðum lífsstíl með reglulegri útiveru, hreyfingu og hollri næringu.

• Áherslu á styrkleika og hæfileika barna.

Page 29: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

29

• Námi án aðgreiningar með áherslu á margbreytileika barna.

• Reglulegum samtölum foreldra og starfsfólks um nám barnanna.

• Virku samstarfi heimila og leikskóla.

• Samkomulagi um jákvæð og uppbyggileg samskipti innan hvers leikskóla.

• Mótun reglna um hvernig staðið skuli að fljótandi skilum milli leik- og

grunnskóla“ (Garðabær, 2014).

Umfjölluninni um leikskólana og leikskóla Garðabæjar er ætlað að varpa ljósi á þróun

leikskólanna og því starfi sem þar er unnið. Þeir eru fyrsta skólastig barna samkvæmt

lögum um leikskóla nr. 90/2008, og því mikilvægt stig í menntun og þroska ungra barna.

Leikskólarnir í Garðabæ vinna eftir skólastefnu, sem hver og einn leikskóli útfærir svo. Til

þess að gott faglegt og þarft starf sér unnið á þessu fyrsta skólastigi þá þarf að huga að

starfsmannamálum allra leikskólanna.

Page 30: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

30

3 Aðferðafræði

Markmið með rannsókninni er að varpa ljósi á þær aðstæður sem eru á leikskólum hvað

varðar starfsmannaveltu og fjarveru frá starfi. Ef starfsmannavelta er lítil þarf að

viðhalda því með faglegum meðvituðum úrlausnum. En ef svo er ekki þarf að komast að

því hvað veldur og útfæra faglegar leiðir til að bregðast við vandanum sem er til staðar.

Í rannsókninni voru notaðar blandaðar rannsóknaraðferðir, í megindlega hlutanum

var notast við gögn frá mannauðsdeild Garðabæjar og unnið úr þeim til þess að finna út

hver starfsmannavelta leikskóla Garðabæjar hefði verið síðustu tvö ár. Aðrar breytur s.s.

fjöldi starfsmanna, aldur, menntun, starfsaldur og veikindafjarvera voru einnig

skoðaðar. Í eigindlega hluta rannsóknarinnar voru tekin fjögur eigindleg viðtöl við

deildarstjóra af fjórum ólíkum leikskólum til þess að kanna viðhorf og upplifun þeirra af

starfsmannaveltu og af hverju hún gæti stafað. Niðurstöður rannsóknarinnar voru síðan

bornar saman og túlkaðar þar sem við átti.

Í megindlega hluta rannsóknarinnar eru aðeins skoðuð tvö ár vegna þess að ekki var

hægt að nálgast upplýsingar lengra aftur í tímann. Megindlegu gögnunum er ætlað að

varpa ljósi á þróun í starfsmannamálum sem hefur verið á leikskólum Garðabæjar og

svara að hluta rannsóknarspurningunni sem rannsakandi leggur upp með: Hver sé

upplifun leikskólastjóra í Garðabæ af starfsmannaveltu? Og hvernig megi bregðast við

starfsmannaveltu ef hún er til staðar og /eða viðhalda lítilli starfsmannaveltu?

Eigindlegu rannsókninni er ætlað að varpa frekara ljósi á stöðu leikskólanna varðandi

starfsmannamálin.

Með því að nota bæði megindlegar og eigindlegar aðferðir vonast rannsakandi til

þess að fá meiri dýpt í rannsóknina. Rannsakandi leitaði eftir upplýsingum um

sambærilegar rannsóknir á starfsmannaveltu og/eða upplifun leikskólastjóra

Garðabæjar. En þessi þáttur virðist ekki hafa verið rannsakaður áður, þar af leiðandi er

ekki hægt að bera niðurstöðurnar saman við sambærilegar rannsóknir. Rannsakandi

kynnti sér aðrar íslenskar rannsóknir í tengslum við starfsmannaveltu og starfsánægju og

mun líta til þeirra við niðurstöður í rannsókn sinni.

Page 31: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

31

3.1 Megindleg aðferðafræði

Megindlegar rannsóknir byggja á vísindahefð raunhyggju og þekkingarfræðilegum

grunni hluthyggju. Áhersla er lögð á að komast að „hinu sanna“ um veröldina með

mælingum. Gögnum er safnað á tölulegu formi, á hlutlægan og kerfisbundinn hátt,

tölfræðilegum aðferðum er beitt við túlkun gagna og framsetningu þeirra (Ragnheiður

Harpa Arnardóttir, 2013). Með því að nýta megindlega aðferðafræði er hægt að álykta

eða alhæfa um stóran hóp/þýði, út frá minni hóp/úrtaki, því meðaltöl og staðalfrávik

gefa góðar upplýsingar um eiginleika/afstöðu flestra í úrtakinu (Sigurlína Davíðsdóttir,

2013).

3.1.1 Val á viðmælendum

Almenna reglan er sú að því stærra sem úrtak er þeim mun nákvæmara er það (Þórólfur

Þórlindsson og Þorlákur Karlsson, 2013). Í þessari rannsókn starfa allir starfsmenn á átta

leikskólum Garðabæjar, árið 2015 voru starfsmenn 213 og árið 2016 voru 215

starfsmenn. Gögnin sem rannsakandi vann úr eru ekki á neinn hátt persónugreinanleg.

3.1.2 Framkvæmd og úrvinnsla gagna

Rannsakandi hafði samband við bæjarskrifstofu Garðabæjar og óskaði eftir tölum

varðandi fjölda, aldur, menntun, starfsaldur, starfsmannaveltu og veikindafjarveru

starfsmanna. Hægt var að nálgast þessar tölur í launakerfi mannauðs- og launadeildar

þeirra og fékk rannsakandi gögnin send. Rannsakandi hafði fengið samþykki fyrir því að

fá að skoða upplýsingar tíu ár aftur í tímann en þegar til kom gekk það ekki upp, skipt

hafði verið um launakerfi rétt fyrir áramót 2014-2015, og ekki hægt að nálgast neitt

eldra efni heldur en frá árinu 2015.

Rannsakandi rýndi í tölurnar og setti upp í töflur og myndir, til þess að ná fram

greinagóðum upplýsingum sem gætu nýst í rannsókninni. Í megindlegri aðferðafræði

stýrir rannsóknarspurningin tölfræðilegri úrvinnslu á þann hátt að miðað er að því að

svara þeim spurningum sem settar eru fram (Amalía Björnsdóttir, 2013). Niðurstöður úr

megindlegu rannsókninni voru nýttar með niðurstöðum eigindlegu rannsóknarinnar til

þess að svara rannsóknarspurningunni.

Page 32: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

32

3.2 Eigindleg aðferðafræði

Þegar eigindlegri rannsóknaraðferð er beitt þá er ekki verið að safna alhæfingum heldur

getur rannsakandinn skoðað viðfangsefnið og safnað upplýsingum um mannlega þætti,

eins og upplifun, hugmyndafræði og menningu. Rannsakandinn getur öðlast góðan

skilning og yfirsýn á aðstæðum og hugmyndum sem eru til rannsóknar (Polit og Beck,

2006).

Með því að notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir vonaðist rannsakandi til að fá

dýpri og breiðari skilning á starfsmannaveltu, starfsánægju og upplifun

leikskólastjóranna á því ástandi sem verið var að rannsaka.

Í rannsókninni var grundaðri kenningu beitt, en hún er í raun ekki kenning í sjálfu sér,

heldur er hún ferli sem er nýtt við þróun kenninga út frá eigindlegri rannsókn (Hennink,

Inge og Bailey, 2011). Grunduð kenning felur það í sér að koma auga á og flokka þætti

og tengsl þeirra við aðra þætti. Sérkenni grundaðrar kenningar eru að hún er grunduð

með gögnum sem hefur verið safnað og þau kerfisbundið greind. Í grundaðri kenningu

er farið frá lýsingu að huglægri óhlutbundinni heildarkenningu (Unnur Guðrún

Óttarsdóttir, 2013). Aðferðin er vinsæl í eigindlegum rannsóknum því hún býður upp á

fræðilega nálgun, og á sama tíma gefur hún tækifæri á túlkun rannsakandans, sem er

stór hlut af eigindlegri rannsókn. Grunduð kenning hentar vel vegna þess að hún býður

upp á nálgun og að hægt sé að byggja upp kenningu með vandvirkum athugunum á

hinum félagslega heimi. Við greiningu var notast við orðrétta afritun viðtala, til að

auðvelda rannsakandanum að flokka upplifanir og skoðanir þátttakendanna með þeirra

eigin orðum. Þannig getur rannsakandinn ályktað um merkingu og túlkað orðin beint úr

gögnunum (Hennink, Inge og Bailey, 2011).

Eigindleg aðferð byggist á aðleiðslu, þar sem kenning getur þróast út frá gögnunum,

sem er fyrst safnað saman. Kosturinn við þessa aðferð er sá að komast að

merkingabærri sýn og kafa djúpt í hinn félagslega veruleika einstaklingsins, betur en gert

er með öðrum aðferðum. Þessi þekking er grunnurinn að því að hægt sé að þróa nýjar

rannsóknir og spyrja nýrra spurninga (Schutt, R, 2012).

3.2.1 Val á viðmælendum

Notast var við tilgangs úrtak (e. purposive sampling ) þegar þátttakendur voru valdir. En

það er notað þegar finna þarf viðmælendur sem best henta markmiði rannsóknarinnar

Page 33: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

33

(Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Þátttakendur í rannsókninni eru fjórir

leikskólastjórar í leikskólum og voru valdir með það fyrir augum að ná fram þekkingu og

upplifun á rannsóknarefninu.

3.2.2 Framkvæmd og úrvinnsla gagna

Í eigindlega hluta rannsóknarinnar leitaði rannsakandi einnig til bæjarskrifstofu

Garðabæjar eftir aðstoð við að komast í samband við leikskólastjóra á fjórum af átta

leikskólum sem voru skoðaðir í megindlega hlutanum. Rannsakandi setti sig í samband

við leikskólastjórana og mælti sér mót við þá til þess að taka við þá viðtöl.

Viðmælendum var gerð grein fyrir rannsókninni og markmiðum hennar, og upplýsts

samþykkis var aflað hjá þeim.

Gagnaöflun í rannsókninni var gerð með fjórum eigindlegum viðtölum sem voru tekin

upp og hljóðupptakan síðan vélrituð upp orðrétt. Viðtölin voru framkvæmd með opnum

spurningum í viðtalsramma sem rannsakandi bjó til og hafði hann þann tilgang að draga

fram lýsingar á öllu því sem skipti þátttakendur máli og varðaði viðfangsefnið (Helga

Jónsdóttir, 2003). Í kjölfarið voru viðtölin svo kóðuð og flokkuð niður í þrjú þemu.

Í rannsókninni var notast við hálfopið viðtal (e. semi-structured interviews), en það

felur í sér að rannsakandinn hefur viðtalsvísi eða ramma sem nær utan um viðfangsefni

rannsóknarinnar en hefur samt frelsi til þess að fara út fyrir rammann (Bryman og Bell

2007). Viðtalið getur þróast í samræður á milli rannsakanda og viðmælanda, þátttakandi

getur tekið stjórnina hvernig viðtalið þróast. Rannsakandinn þarf að vera meðvitaður um

að nýta sér það sem fram kemur hjá viðmælanda til þess að spyrja frekar og fá ítarlegri

svör (Sigurlína Davíðsdóttir, 2003; Lichtman, 2013).

Viðtalsrammi (e.interview framework) var notaður til að tryggja að gott flæði væri í

viðtalinu. Ákveðnar opnar spurningar voru útbúnar fyrirfram og hafðar til hliðsjónar ef

nýr flötur á viðfangsefninu kom fram í samtalinu eða ef spurningar vöknuðu út frá

svörum viðmælenda. Tilgangur með viðtalsrammanum er að rannsakandinn haldi betur

utan um viðtalið, festi sig ekki í spurningum og forðist stýrandi orðalag (Lichtman, 2013).

Rannsakandi gætti þess að vera ekki of formfastur, svo viðmælendur fengju það frelsi

sem þeir þurftu. Hann var meðvitaður um að viðmælendur færu ekki langt út fyrir efnið

og tilbúinn að beina þeim á rétta braut samkvæmt viðtalsramma ef á þurfti að halda. Til

Page 34: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

34

að tryggja að þátttakandi hafi komið skoðunum sínum og upplifunum á framfæri var í

lok viðtals spurt hvort hann hefði eitthvað við að bæta (Lichtman, 2013).

3.3 Réttmæti og siðferðisleg atriði

Til þess að rannsókn teljist góð þurfa gögnin sem notuð eru í rannsókninni að vera góð.

Réttmæti og áreiðanleiki er mælikvarði á gæði rannsóknar og jafn mikilvægt bæði í

eigindlegum- og megindlegum rannsóknum, þótt fræðasýnin í eigindlegum rannsóknum

sé ekki sú sama og í megindlegum rannsóknum (Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína

Davíðsdóttir, 2013).

Þegar notast er við blandaðar aðferðir er markmiðið oftast að setja fram kenningar

sem eiga að nýtast til þess að auka skilning á fyrirbærum sem eru til rannsóknar (Ritchie,

Spencer og O‘Connor, 2003). Styrkleiki þess að nýta blandaðar aðferðir felst einna helst í

því að þá er hægt að nota kosti bæði eigindlegrar og megindlegrar aðferðafræði. Allar

rannsóknaraðferðir hafa sína kosti og galla og það getur talist ókostur að mikil vinna

getur falist í því að nýta báðar rannsóknaraðferðirnar. En á móti er mikill kostur að

þessar aðferðir geta stutt hvor við aðra og þá rannsóknina líka. Sér í lagi þegar

rannsakandi gerir sér grein fyrir því hvort aðferðin sé stuðningsaðferð, eða aðferð sem

bætir við upplýsingum sem rannsakandi hefur ekki fengið með

aðalrannsóknaraðferðinni (Creswell, 2012).

Markmiðið með blönduðum rannsóknaraðferðum er ekki að koma í stað megindlegra

eða eigindlegra rannsóknaraðferða heldur að nýta kosti beggja aðferða og um leið að

draga úr vægi veikleika hvorrar aðferðar (Johnson og Onwuegbuzie, 2004). Helstu

styrkleikar þess að nota blandaða aðferð er að hún minnkar líkur á bjögun. Þar sem

aðferðin dregur úr líkum á því að skekkja úr hvorri aðferð komi að sök þegar báðum

aðferðum er beitt, þá næst fram ítarlegri mynd að viðfangsefninu (Sigurlína Davíðsdóttir

og Anna Ólafsdóttir, 2013).

Í megindlegum rannsóknum vill rannsakandi geta yfirfært niðurstöður á stærri hóp,

stærra úrtak gefur betri mynd af þýðinu heldur en lítið úrtak. Þó er aldrei hægt að vera

þess fullviss að hægt sé að yfirfæra niðurstöður frá úrtaki yfir á þýði. Rannsakandi fer því

varlega í að yfirfæra niðurstöður rannsóknar yfir á allt þýðið, en með því að endurtaka

rannsóknina má sýna fram á réttmæti (Amalía Björnsdóttir, 2013).

Page 35: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

35

Yfirfærslugildi og traust þarf að vera til staðar í góðri eigindlegri rannsókn.

Endurtekning á raunveruleika er hins vegar ekki möguleg samkvæmt eigindlegum

rannsóknum og þurfa þær því að vera trúverðugar og hafa möguleika á staðfestingu

(Sigurlína Davíðsdóttir, 2013). Samkvæmt þessu er líklegt að grunnur rannsóknarinnar

sé ekki traustur ef ekki er hægt að yfirfæra niðurstöðurnar yfir á raunveruleikann.

Réttmæti er mæling á hvort próf sé að mæla það sem það á að vera mæla og hvort

mælingar séu réttar. Áreiðanleiki segir hins vegar til um stöðugleika útkomu frá einni

mælingu til annarrar. Mæling getur ekki verið réttmæt nema hún sé áreiðanleg, þó

getur hún verið áreiðanleg þótt hún sé ekki réttmæt (Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína

Davíðsdóttir, 2013).

Mikilvægt er að rannsókn uppfylli siðferðilegar kröfur og brjóti ekki á rétti neins. Í

rannsókninni var lögð áherslu á að virða einstaklinginn og sjálfræði hans (Sigurður

Kristinsson, 2003). Rannsakandi fékk upplýst samþykki frá viðmælendum eftir að hann

hafði kynnt sjálfan sig, tilgang rannsóknarinnar og að persónuupplýsingar viðmælenda

kæmu hvergi fram og þeim var gert ljóst að í boði væri að hætta þátttöku hvenær sem

var (Lichtman, 2013).

Page 36: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

36

Tafla 1. Meðalfjöldi starfsmanna

Leikskólar 2015 2016

Bæjarból 31 30

Hæðarból 23 25

Kirkjuból 20 23

Lundaból 27 25

Sunnuhvoll 14 15

Akrar 35 35

Krakkakot - Náttúruleikskóli 36 36

Holtakot - Leikskóli 27 26

Samtals 213 215

Tafla 1 Meðalfjöldi starfsmanna

4 Niðurstöður

Í niðurstöðukafla verður farið yfir niðurstöður úr megindlegri og eigindlegri rannsókn. Í

megindlega hluta hennar verður sett fram tafla, ásamt köku- og súluriti með

niðurstöðum en í eigindlega hlutanum verður farið yfir niðurstöður viðtala og svör

viðmælanda borin saman.

4.1 Töluleg gögn

Í rannsókninni voru greind töluleg gögn frá átta leikskólum sem Garðabær rekur. Að auki

starfrækir Garðabær eina leikskóladeild fyrir 4-5 ára gömul börn í grunnskóla, hún er

ekki hluti af úrtakinu. Rannsakandi óskaði skriflega eftir tilteknum tölulegum

upplýsingum frá bæjarskrifstofu Garðabæjar, deildarstjóri kjaradeildar vann úrvinnslu

upplýsinga úr launakerfi sveitarfélagsins. Hann sendi gögn um alla starfsmenn, þar með

talda matráða, starfsmenn í eldhúsi og í ræstingu, til rannsakanda. Unnið var úr

gögnunum í Excel, þau útfærð og helstu niðurstöður voru til glöggvunar settar upp í

eftirfarandi töflur og myndir. Engin gögn, sem rannsakandi vann með, voru

persónugreinanleg.

Í töflu 1 má sjá árlegan meðalfjölda

starfsmanna í hverjum leikskóla árin tvö. Árið 2015

var heildarfjöldi starfsmanna 213 og 215 árið

2016. Starfsmannafjöldinn er nokkuð stöðugur, en

hann breytist lítið milli ára þar sem starfsmönnum

fækkar eða fjölgar lítillega á leikskólum milli

áranna.

Mynd 1 sýnir lífaldur starfsmanna, sett eru fram tvö kökurit, það fyrra fyrir árið 2015

og seinna fyrir 2016. Í ritinu er samantekt yfir alla starfsmenn allra átta leikskólanna. Á

kökuritinu má sjá að prósenta aldursbils breytist ekki mikið á milli ára eða í mesta lagi

um tvö prósent. Bæði árin er aldurshópurinn 16-26 ára stærsti starfsmannahópurinn, 26

prósent árið 2015 og 28 prósent árið 2016. En þar á eftir er algengasti aldurinn 37-46

Page 37: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

37

ára. Alls 23 prósent árið 2015 en lækkar niður í 21 prósent árið 2016. Aldursbilið 47-56

ára helst stöðugt milli ára.

Mynd 2 sýnir skiptingu starfsmanna hjá leikskólum Garðabæjar eftir

menntunarstöðu, fyrra kökuritið sýnir skiptingu árið 2015 og það seinna árið 2016.

Rannsakandi skipti úrtakinu í þrjú menntunarsvið. Starfsmenn sem hafa

leikskólakennararéttindi teljast faglærðir, þeir sem ekki hafa lokið formlegu námi teljast

ófaglærðir. Í þriðja hópnum er annað nám, það eru þeir sem hafa lokið annars konar

formlegri menntun sem nýtist í starfi. Af gögnunum má sjá að meirihluti starfsmanna er

ófaglærður, 56 prósent árið 2015 og 61 prósent árið 2016. Fjöldi fagmenntaðra

starfsmanna hjá leikskólunum fer töluvert niður á milli ára, úr 36 prósentum árið 2015

og niður í 26 prósent árið 2016, þetta er 10 prósenta lækkun. Hjá starfsmönnum sem

hafa annað nám að baki hækkar prósentan lítillega milli ára, úr 9 prósentum í 12

prósent. Í gögnunum um menntun eru eingöngu taldir þeir starfsmenn sem eru í beinni

vinnu með börn, ekki matráður, starfsmaður í eldhúsi og ræstingu.

Mynd 2 Skipting Starfsmanna eftir menntunarstöðu

Mynd 1 Skipting starfsmanna eftir lífaldri

Page 38: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

38

Rannsakandi skoðaði tölur um starfsaldur starfsmanna leikskólanna átta, til að

glöggva sig á samsetningu starfsaldurs innan leikskólanna. Mynd 3 sýnir súlurit út frá

skiptingu starfsaldurs, eins og sjá má er langstærstur hluti starfsmanna með 0 – 4 ára

starfsaldur bæði árin, 61 prósent árið 2015 og 65 prósent árið 2016. Hlutfall

starfsmanna með 5-9 ára starfsaldur lækkar milli ára, þessi aldurshópur var 11 prósent

árið 2015 og 9 prósent árið 2016. Þegar rýnt er í súluritið sést að eftir því sem

starfsaldur hækkar því færri eru í hverju aldursbili.

Mynd 4 sýnir með súluriti starfsmannaveltu leikskólanna í Garðabæ út frá ástæðum

þess að starfsmenn hafa hætt störfum. Árið 2015 er algengasta ástæða

starfsmannaveltunnar tímabundin ráðning, eða 25,7 prósent. Alls 8,7 prósent

starfsmanna sagði upp störfum en ástæður voru ekki skráðar hjá 20,8 prósent þeirra,

ekki fengust upplýsingar um hver orsökin væri, og var það ekki skráð. Árið 2016 var

algengast að ekki hafi verið skráð ástæðan af hverju starfsmenn hættu, eða í 18 prósent

tilfella. Aðrar ástæður voru líkt og árið 2015 tímabundin ráðning, eða 14 prósent og 11

prósent starfsmanna var sagt upp. Í heildina var starfsmannaveltan árið 2015, 56,7

prósent og lækkaði niður í 44,1 prósent árið 2016. Aðrar ástæður sem teknar voru fram í

súluritinu höfðu lítil eða engin áhrif. Af súluritinu má sjá að algengasta ástæða

starfsmannaveltu var uppsögn eða að viðkomanda var sagt upp, tímabundin ráðning og

að ástæða uppsagnar hefði ekki verið skráð, sem eru stærstu áhrifavaldar bæði árin.

Mynd 3 Skipting starfsmanna eftir starfsaldri

Page 39: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

39

Mynd 5 Veikindafjarvistir

Mynd 5 sýnir súlurit út frá veikindafjarvist starfsmanna sem hlutfall af

heildarvinnustundum. Veikindastundum starfsmanna fjölgaði nokkuð á milli ára, það

sama á við um fjarveru vegna veikinda barna. Rannsakandi reiknaði út veikindafjarvistir

út frá vinnustundum. Árið 2015 voru veikindi 5,15 prósent og árið 2016 6,3 prósent af

heildarvinnustundum starfsmanna allra átta leikskólanna. Frí vegna veikinda barna voru

0,7 prósent árið 2015 og 0,9 prósent árið 2016. Ekki fengust tölur um önnur frí

starfsmanna.

Samkvæmt megindlega hluta rannsóknarinnar breytist starfsmannafjöldi leikskólanna

lítið, bæði árin er rúmur fjórðungur starfsmanna á aldursbilinu 16-26 ára, meira en

helmingur þeirra er ófaglærður, með 0-4 ára starfsaldur. Samkvæmt gögnunum eru

algengustu ástæður starfsmannaveltunnar þær að starfsmaður segir sjálfur upp, sé með

Mynd 4 Starfsmannavelta eftir ástæðum

Page 40: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

40

tímabundna ráðningu sem voru ekki skýrðar frekar í gögnunum eða að ástæða

brotthvarfs er ekki skráð. Árið 2015 voru veikindi starfsmanna 5,15 prósent árið 2015

en árið 2016 voru þau 6,3 prósent af heildarvinnustundum. Veikindafjarvera vegna

veikinda barna var 0,7 prósent árið 2015 en 0,9 prósent árið 2016. Önnur frí

starfsmanna eru ótalin og ekki er hægt að lesa úr gögnunum hvort einhver leysti

starfsmennina af.

Gögnin benda til nokkurrar starfsmannaveltu á leikskólum Garðabæjar,

niðurstöðurnar verða notaðar samhliða niðurstöðum eigindlegu rannsóknarinnar til

þess að leita svara við rannsóknarspurningunni.

Page 41: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

41

4.2 Eigindleg rannsókn

Gagna eigindlegu rannsóknarinnar var aflað með opnum viðtölum við fjóra

leikskólastjóra í leikskólum Garðabæjar, viðtlin voru tekin um miðjan nóvember 2017 og

voru á bilinu 45 mínútur til 75 mínútur. Viðmælendurnir eru allar konur yfir fertugt og

hafa starfað mislengi sem leikskólastjórar, þær eru allar með leikskólakennararéttindi.

Þrjár þeirra hafa lokið formlegu námi eða námskeiði í stjórnun. Þær eiga allar að baki

langa starfsreynslu á leikskólum og hafa unnið fjölbreytt störf, ýmist innan leikskólans

og/eða á öðrum leikskólum áður en þær urðu leikskólastjórar. Í rannsókninni er

viðmælendum gefin nöfnin V1, V2, V3 og V4 til þess að greina í sundur svör þeirra og til

þess að gæta nafnleyndar.

Þegar eigindleg viðtöl höfðu verið tekin við alla viðmælendur, þau afrituð, kóðuð og

þemagreind, komu þó nokkuð mörg þemu fram. Þegar rannsakandi hafði ígrundað þau

kom í ljós að hægt var að sameina þau í þrjú þemu, sem voru lögð til grundvallar við

úrvinnsluna.

4.2.1 Starfsmenn og starfsmannavelta

Samkvæmt svörum viðmælenda var fullmannað þetta haust á öllum leikskólunum. En

einhverjir gerðu ráð fyrir því að þurfa að ráða inn starfsmenn eftir áramót. Fram kom að

leikskólastjórarnir höfðu átt í mismiklum vandræðum með að manna leikskólana um

haustið en það tókst þó hjá öllum. Þeir voru allar ánægðar með núverandi

starfsmannahóp.

Samkvæmt viðtölunum virðast leikskólastjórarnir vera meðvitaðir um að starfsfólk

komi til starfa á leikskólunum á mismunandi forsendum. Margir ungir starfsmenn hugsi

sér jafnvel að starfa í stuttan tíma á meðan þeir eru að ákveða hvað þeir vilja gera í

framtíðinni. Allir fjórir leikskólastjórarnir töluðu um að um væri að ræða aðallega ungar

stelpur en þó sæki strákar líka um. V4 segir frá: „[...]ég held að þessi starfsmannavelta,

sé líka kannski, við erum svona stoppistöð fyrir unga krakka sem eru kannski búnir með

stúdent og eru að spá í hálfa eða eina önn og fá tækifæri hérna því okkur vantar

starfsfólk.“ Leikskólastjórarnir notuðu allar orðið stoppistöð, þegar þeir töluðu um ungu

krakkana sem kæmu og unnu í stuttan tíma. V2 líkti ráðningunum við vinnuna í

frystihúsunum í gamla daga: „[...]þú kláraðir námið og fórst svo í frystihúsið til þess að

Page 42: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

42

vinna þér inn pening í eitt ár[...]“ og V3 segir „[...]við erum með opið allt árið og það

koma hérna inn krakkar á sumrin og stundum er það þannig að þeir ílengjast fram á

næsta ár eða í eitt ár[...]og svo fara þau aftur í skóla[...]“. Leikskólastjórarnir voru allir

jákvæðir í garð unga starfsfólksins og töluðu um að það væri allt í lagi að ráða slíka

starfsmenn, þeir mættu hins vegar ekki vera of margir.

En það er ekki eingöngu ungt fólk sem stoppar stutt við, leikskólastjórarnir nefndu

allir aðra þætti sem höfðu áhrif á að starfsmenn létu af störfum. Að starfið einfaldlega

hentaði viðkomandi ekki og að umsækjendur ætluðu sér í raun ekki að stoppa lengi,

starfið væri hugsað sem tímabundið. Þessir þættir hefðu auðvitað áhrif á

starfsmannaveltu. Rannsakandi ályktar út frá svörunum að leikskólastjórarnir telji að

umsækjendur geri sér oft ekki grein fyrir því hvað starf leikskólastarfsmanna geti verið

krefjandi. V3 segir frá: „[...]þeir sem byrja nýir hérna og hafa aldrei komið inn áður þá

held ég að að það geti bara verið vegna þess að það hentar bara ekki viðkomandi þetta

er krefjandi á köflum[...].“

Leikskólastjórarnir töluðu um að það þyrfti að vanda sig við mannaráðningar, finna

fólk sem hæfði starfi og það þurfi. Að taka þyrfti faglega á móti viðkomandi og gefa sér

tíma í að koma honum inn í starfið. Starf leikskólastarfsmanna væri ekki starf sem

hentaði hverjum sem væri, margt þyrfti að læra og tileinka sér til að verða hæfur

starfsmaður. V2 kom inn á að það væri óþolandi þegar þeir sem ekki þekktu til, styngju

upp á því að hægt væri að ráða starfsmenn af atvinnuleysisskrá eða gamlar konu á

elliheimilunum til að leysa starfsmannaekluna. Hún sagði í kjölfarið: „[...]starfsmaður og

starfsmaður er ekkert það sama! Þú þarft að vilja vinna í leikskóla og þú þarf að, hérna,

ættir helst að vera á biðlista.“

Leikskólastjórarnir töluðu allir um að þeir hefðu verið fegnir því að losna við óhæft

starfsfólk, sem langaði jafnvel ekki að vinna á leikskóla. V1 komst svona að orði: „[...]ég

er svo glöð þegar að ég losna við skemmdu eplin[...]því að það er ekki minn hagur að

einhver vinni hjá mér undir minni stjórn sem að líkar ekki við mig eða hefur ekki

áhuga[...].“ Þær voru sammála um að það væri alltaf erfitt að missa hæft fólk en það

væri ekki ásættanlegt fyrir innra starfið á leikskólunum að hafa starfsmann sem langaði

ekki til þess að vera þar. Leikskólastjórarnir voru allar sammála um að starfsmenn þyrftu

að hafa mikinn áhuga á að vinna með börnum ef þeir ætluðu að starfa á leikskóla, það

Page 43: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

43

þyrfti hugsjón til þess að vinna þetta starf. V3 segir: „[...]Ef að einhver kemur hérna inn

sem hefur ekki gaman af því að vinna með vinna með börnum, þá hérna er það bara

gott fyrir báða aðila að finna sér eitthvað annað að gera, sko.“

Leikskólastjórarnir sögðu einnig frá því að það gengi illa að fá menntaða

leikskólakennara til starfa og það þyrfti jafnvel að beita krókaleiðum til þess að næla í

þá, s.s. að fá leyfi til þess að vera með nema eða næla í þá úr nágrannasveitarfélögum.

V2 taldi að stór hluti vandans væri sá að starfandi leikskólakennarar væru margir að

komast á eftirlaunaaldur. Fáir eða engir nýir leikskólakennarar væru á lausu sem hægt

væri að ráða í staðinn nema með einhverjum herkjum, s.s. að stela þeim eða lokka þá

einhvers staðar annars staðar frá. V4 segir: „[...]finn bara að það er alveg sama hvað

maður auglýsir það kemur eiginlega eng það er ekki fagfólk[...].“ Leikskólastjórarnir voru

allir sammála um að það útskrifuðust ekki nægilega margir nýir leikskólakennarar og

þess vegna væri erfitt að endurnýja og/eða manna leikskólana með fagfólki. Viðmælandi

V3 benti á að í lögum um leikskóla væri áréttað að tveir þriðju hluti starfsmanna

leikskóla skuli vera fagmenntaðir, hún sagði: „[...]ef að við værum með fagmenntað fólk

í tveimur þriðju hluta starfanna þá held ég að starfsmannavelta myndi minnka. Af því að

þá veistu sannarlega að þú ert með fólk hérna sem er hérna af hugsjón.“

Allir leikskólastjórarnir sögðu að erfiðast væri að ná í og halda starfsfólki þegar

góðæri væri á Íslandi, því þá væri miklu auðveldara fyrir starfsfólkið að fá annars konar

vinnu. V4 sagði „[...]ég fann alveg þegar að hrunið kom þá áttum við miklu auðveldara

með að manna og fólk hættir bara ekkert svona þá“. Þær voru sammála um að staðan

hefði lítið breyst á undanförnum árum, alltaf hafi verið erfitt að ná í starfsfólk og þá

sérstaklega í góðæri. Það sama gildir um að ráða menntaða starfsmenn, það hafi alltaf

verið torsótt. Það hafi einungis orðið erfiðara því nú útskrifist mjög fáir

leikskólakennarar, V2 sagði:

„[...]ég meina ef þú myndir til dæmis taka fréttir síðustu 15 ára og bara skanna ég meina mannekla í leikskólum[...]það eina sem er núna vandamál og er að verða stærra vandamál er að við höfum ekki leikskólakennara við erum ekki að útskrifa þá... við útskrifuðum þá fyrir einhverjum árum þó þeir hafi farið í einhver önnur störf en við erum ekki að útskrifa þá núna þeir eru ekki til í landinu[...]“

Tveir leikskólastjórar töldu að miklu máli skipti fyrir stjórnendur að átta sig á

samsetningu starfsmannahópsins til að draga úr starfsmannaveltu. Að vera meðvitaður

Page 44: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

44

um manngerð starfólks sem þeir væru með í vinnu og ráða inn starfsmenn sem pössuðu

inn í hópinn, þeir haldist þá jafnvel lengur í starfi, V4 sagði: „[...]samsetning

starfsmannahópsins, ég held að það skipti líka máli, af því að ..þú.. þú þarft að finna að

þú eigir samleið með fólki[...]“. Ef vel gangi að ráða starfsmann og hann fellur inn í

starfsmannahóp á leikskóladeild þá geti það gefið hópnum aukakraft en ef ráðningin

gengur ekki eftir þá geti það haft slæm áhrif á starfsandann.

V1 taldi að staðsetning leikskóla gæti haft áhrif á hvernig gengi að ráða starfsfólk.

Leikskólar sem væru staðsettir meira miðsvæðis ættu jafnvel auðveldara með

mannaráðningar því nýir starfsmenn gætu komið úr ólíkum áttum.

Þrír af fjórum leikskólastjórum könnuðust við að þó nokkuð væri um

starfsmannaveltu á leikskólum. Einn viðmælandi í rannsókninni sagðist ekki hafa

upplifað mikla starfsmannaveltu og hefði aldrei gert það. Allir fjórir töldu sig vera komnir

með nokkuð stöðugan hóp starfsmanna og það væri í raun lítill hluti starfólks sem kæmi

og færi.

4.2.2 Starfsánægja

Þegar rannsakandi spurði leikskólastjórana út í það hvaða skilning þeir legðu í hugtakið

starfsánægja, þá voru þeir allir sammála um að hugtakið fæli í sér að starfsmenn mættu

glaðir í vinnuna og væru lausir við vanlíðan eða kvíða. V1 segir: „[...]að fá neinn hnút í

magann þegar þú labbar inn[...]að þér líði vel að mæta í vinnuna[...].“ Það kom einnig

fram hjá hópnum að ef starfsmaður upplifði sig sem hluta af hópnum og að hann skipti

máli þá væri það hluti af starfsánægju. Eins töluðu þær um að það skipti máli að

starfsmenn upplifðu sig mikilvæga og að starfsumhverfið væri notalegt. V2 lýsti

starfsánægju svona: „[...]kemur, það er kaffilykt, það er eitthvað brosandi andlit,

hankinn þinn er hér.. þú svona kemur inn og þér líður svona vel, þú býðurst góðan

daginn, færð þér kaffi[...].“ Leikskólastjórarnir töldu líka að starfsmannahópurinn þyrfti

að ná vel saman þar sem allir sýndu hver öðrum umhyggju, vinnudagurinn þyrfti einnig

að vera skemmtilegur og líða hratt. Ef þetta er dregið saman, þá á vinnustaðurinn að

vera staður þar sem öllum líður vel.

Þegar leikskólastjórarnir voru spurðir út í starfsandann á leikskólunum þeirra voru

þeir allir sammála um að hann væri góður. Tveir þeirra tóku fram að það væri ekki

sjálfgefið, það þyrfti meðvitað að huga að því að viðhalda og byggja upp góðan

Page 45: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

45

starfsanda. Einn þeirra benti á að mórallinn geti verið mismunandi á milli deilda, það

færi eftir mönnun, álagi og öðru á hverri deild fyrir sig.

Þegar leikskólastjórarnir voru spurðir út í starfsánægju og hversu miklu máli þeir

töldu hana skipta þá kom í ljós að þeir voru mjög meðvitaðir um gildi hennar. V4 sagði:

„[...]það sem er náttúrulega númer eitt tvö og þrjú er að vera, er að vera með góðan

starfsanda og þá hérna skiptir svo miklu þessi hérna hvernig menning er í húsinu[...].“

Hann taldi að erfitt gæti reynst að breyta menningu ef hún yrði slæm. V4 var sá eini af

leikskólastjórunum sem talaði um menningu innanhúss. Einn þeirra talaði einnig um að

það væri mjög mikilvægt fyrir stofnunina að viðhalda góðum starfsanda, slæmur

starfsandi gæti spurst út og gert það erfiðara að finna hæft starfsfólk.

Þegar leikskólastjórarnir voru spurðir hvort þeir væru að beita markvissum aðferðum

eða leiðum til þess að byggju upp starfsánægju á sínum vinnustað. Þá kom í ljós að þeir

voru allir að því en beittu þó ólíkum aðferðum. V1 sagðist vera meðvituð um að deila

verkefnum niður á starfsmennina til að allir upplifðu að þeir væru hluti af hópnum og

bæru ábyrgð. V2 ákvað að taka öll aukaverkefni í burtu, s.s. gæðahandbækur,

námssögur o.fl., til að starfsmannahópurinn einbeitti sér að vinnu með börnunum.

Henni fannst vera of mikið aukaálag af verkefnum sem enginn var í raun að halda utan

um, hún taldi að breytingin hafi skilað sér í betri starfsanda. V3 taldi sig vera meðvitaða

um að halda uppi jákvæðni, að hrósa starfsmönnum sínum og láta þá finna fyrir því að

þeir stæðu sig vel. Það sama átti við um V4, hún taldi sig vera meðvitaða um jákvæðni,

hún reyndi að fara inn á allar deildir og á kaffistofuna og vera í góðum félagslegum

tengslum við starfsmenn sína. Hún sagðist taka alla starfsmenn í starfsmannaviðtöl til

þess að fá að heyra upplifanir þeirra og væntingar. Allir fjórir leikskólastjórarnir voru

samkvæmt framansögðu meðvitaðir um að þeir geti gert ýmislegt til þess að bæta

starfsanda og byggja upp góðan vinnustað.

Þegar leikskólastjórarnir voru spurðir út í hversu miklu máli þeir teldu skipta að bæta

starfsánægju hvað viðkom starfsmönnum og starfsmannaveltu. Þá kom fram að þeim

fannst skipta höfuðmáli að hver og einn starfsmaður upplifði sig sem hluta af hópnum

og að vinnuframlag þeirra skipti máli fyrir starfið á leikskólanum. Það efldi

starfsánægjuna ef þeir fengu að takast á við verkefni og jafnvel takast á við eitthvað nýtt

sem þeir hefðu áhuga á. Þarna kom í ljós að leikskólastjórarnir notuðu líka ólíkar

Page 46: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

46

aðferðir til þess að skipta verkefnum niður á starfsfólkið. V3 sagði: „[...]ég verið að kalla

eftir verkefnastjóra yfir hinu og þessu verkefni inn á hverri deild, þannig þú ert ábyrgur

fyrir þessu, þannig fólki finnst gott að hafa smá smá meiri ábyrgð og hafa eitthvað sem

það þarf að sinna[...]“. Leikskólastjórarnir virðast allir deila ábyrgð á einhvern hátt. Þær

tala um verkefnastjóra, þátttökustjórnun, sérverkefni og að starfsmenn þurfi að fá að

nota sínar aðferðir, þótt þeir vinni að sama markmiði.

Leikskólastjórarnir eru allir meðvitaðir um að til þess að bæta starfsanda og þétta

hópinn sé nauðsynlegt að hittast utan vinnutíma og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Allir vinnustaðirnir bjóða upp á fastar uppákomur, eins og jólagleði en svo er misjafnt

hvað er gert til þess að bæta andrúmsloft innan hópsins og hafa gaman saman. Þær

nefndu sem dæmi um uppákomur, s.s. að hafa góðgæti á kaffistofunni, vera með

skemmtilegar kynningar eða fróðleik af ýmsu tagi o.fl. V2 sagði frá:

[...]í gær þá var starfsmannafundur, fullt sem við þurfum að vinna með [...]okkur vantaði einhvern veginn eitthvað smátrít fyrir okkur, þannig að við fengum Eyþór í þekkingarmiðlun til að koma, ógeðslega flottur karl[...]hann var að segja okkur frá ólíkum persónuleikum og við vorum að greina okkur[...] bara ógeðslega skemmtilegt, þannig að við vorum að vinna og að hlæja og skemmta okkur saman, hafa rosalega gaman.

Það er misjafnt hversu oft starfsmenn hittast, einn leikskólastjórinn taldi að það þyrfti

að passa upp á að gera ekki of mikið, það þurfi að vera jafnvægi. Öðrum leikskólastjóra

fannst hins vegar nauðsynlegt að vinnufélagarnir hittust og gerðu eitthvað saman í

hverjum mánuði.

4.2.3 Starfið og starfsumhverfi

Þegar talið barst að launamálum leikskólastarfsmanna voru allir leikskólastjórarnir

sammála um að launakjör ófaglærðra leikskólastarfsmanna væru of lág, og þau þurfi að

hækka. Allir þurfi að hafa í í sig og á, laun þurfi að duga til þess að borga húsaleigu og

mat. V1 sagði: „[...]á Íslandi á fólk sem er úti á vinnumarkaðnum að fá mannsæmandi

laun og ég tala nú ekki um þá sem eru með gimsteina landsins, að vinna með

skiluru[...].“ Þær töldu bág launakjör orsaka hluta af starfsmannaveltu, ein þeirra tók

fram að launamálin væru einungis hluti af vandanum. Það þyrfti auðvitað að hækka laun

þeirra lægst launuðu en það eitt og sér dygði ekki til, því starfsmannaveltan væri samspil

margra þátta. Sú skoðun kom fram að launakjör menntaðra leikskólakennara væru ekki

Page 47: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

47

svo slæm, þau hefðu farið batnandi síðustu ár, og þá sérstaklega hjá yfirmönnum, s.s.

deildarstjórum.

Leikskólastjórarnir voru sammála um að launakjörin ein og sér væru ekki eina ástæða

starfsmannaveltu, fleira komi þar til eins og vinnuálag og vinnuumhverfi. V2 sagði:

„[...]já, nei nei, ég held að laun ein og sér séu ekki að skýra það að fólk sé að ganga út,

það er bara vinnuálagið og vinnuumhverfið“. Þær töldu að starfsmenn leikskóla þyrftu

að vera í góðu líkamlegu og andlegu ástandi til þess að valda starfinu, það væru margir

þættir sem reyndu á. V4 sagði: „[...]það eru náttúrulega lág laun, mikið álag, mikið af

börnum, mikið áreiti, og einhvern veginn er fólk bara þegar það er búið að vinna lengi þá

er það komið í soldið svona þrotstöðu[...].“ Hún benti á að starfsmenn keyrðu sig jafnvel

út vegna þess mikla álags sem gæti myndast, það kæmi úr öllum áttum.

Leikskólastjórarnir voru allar sammála um þetta mikla álag, það gæti, ásamt öðrum

þáttum starfsins skapað þá stöðu að starfsmenn hreinlega segðu upp. Þeir gætu ekki

meira, brynnu út í starfi. V1 benti á að: „[...]álag og laun þetta er, þetta spilar allt inn í

en en það hafa oft verið gerðar rannsóknir þar sem er ekkert alltaf samtenging á milli

launa og ánægjuvogar, sko.“ Hún benti á að þótt launakjörin væru ekki góð, þá væri

samt oft til staðar mikil starfsánægja. Starfsfólki liði oft vel í vinnunni og vildi vinna

áfram þrátt fyrir bág launakjör.

Allir leikskólastjórarnir nefndu að starfið gæti verið mjög krefjandi, það væri ekki

hægt að setja börnin til hliðar þegar þyrfti að sinna einhverju öðru. Viðvera

leikskólastarfsmanna væri átta klukkutímar og mikið væri um fjarveru þeirra og þá

myndaðist oft aukaálag á starfsmenn á viðkomandi deild.

Allir leikskólastjórarnir tengdu starfsmannaveltu leikskólanna við mikið álag á

starfsmönnum, sem væri orsökin að þeir héldust jafnvel styttra í starfi. Álagið valdi því

jafnvel að menntaðir starfsmenn, sem og aðrir, verði veikir og segðu jafnvel upp starfi

sínu vegna þess. Undirmönnun skapar aukið álag, svo að úr getur orðið einhvers konar

vítahringur, álagið leiði til enn frekari fjarvista. V1 sagði frá: „[...]En það gefur alveg auga

leið að ef það er sem sagt búin að vera svona undirmönnun og álag á fólki þá verður það

til þess að einhverjir detta sem hefðu ekki annars dottið og verða veikir[...].“

Page 48: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

48

V2 sagði að ef mikil undirmönnun væri vegna veikinda eða fjarvista, hringdu sumir

starfsmenn sig inn veika til þess að jafna út meint óréttlæti, sem þeir töldu að hefði

bitnað á þeim vegna mikils álags vegna fjarveru annarra starfsmanna.

„[...]þar er stuttur þráðurinn í fólki, allir orðnir þreyttir það er kannski, svo ferðu svona ef þú ert orðin þreytt, það er álag á þér, þá ferðu svona að svona að leiðrétta óréttlætið, skiluru, það er rosa óréttlæti að þú sért standandi uppi alla daga að mæta og þessi veik og þessi með eitthvað vesen á krökkunum sínum, þetta er rosa óréttlæti sko, þú lendir í þessu, svo ert þú orðin svo rosalega þreytt að þú, svona jaa, nú á ég bara skilið, orðin rosalega þreytt, að hvíla mig, æjj skilur.. og það verður einhver svona skekkja og mórall og fílugangur [...]og þá bara hringir þú, ég er veik! Og tveir til þrír dagar af því að þú ert að leiðrétta þetta rosalega óréttlæti[...]“

V3 benti einnig á að það væru ekki einungis veikindin sem juku á álag heldur væri það

að verða lenska að fólk þyrfti stöðugt að vera að fara úr vinnunni til þess að sinna öðrum

verkefnum. Þá skapast undirmönnun sem myndar álag á aðra starfsmenn, V3 sagði:

„[...]og mæðurnar eru hér, þar sem skólinn er. Það er mjög mikið sem að fólk þarf að fara út í skóla, sinna fjölskyldunni sinni eða börnunum sínum og það er orðið það er orðið, það hérna[...]mér finnst það vera orðið svo algengt, það er bara það fyrsta sem gerist, þá er bara ávísað fyrst sjúkraþjálfun og það er bara sjálfsagt ég bara þarf að fara í sjúkraþjálfun og það og það finnst fólki bara vera orðið sinn sjálfsagði réttur vegna þess að það er talað um það í starfsmannastefnunni og það er talað um það að við þurfum fyrst að bjarga okkur sjálfum áður en við getum farið að bjarga öðrum, skiluru?“

Allir leikskólastjórarnir sem rannsakandi talaði við komu inn á það, á einn eða annan

hátt, að það þyrfti að bæta umræðuna um starf leikskólastarfsmanna. Að

leikskólakennarar þyrftu að halda höfðinu hátt og tala vel um starfið. Þeir og allir

leikskólastarfsmenn þyrftu að bera virðingu fyrir starfi sínu, eins og V2 sagði: „[...]við

eigum að tala upp starfið, við eigum að vera stoltar af starfinu[...]“

Það kom líka fram hjá þeim öllum, að það mætti ekki gleyma að fjalla um hversu

mikið starfið gæfi starfsfólkinu. Það byggjast upp tengsl við börn og foreldra. Fjöldinn

allur af fólki út um allan bæ þætti vænt um starfsmennina. Starfinu fylgdu fríðindi, eins

og góður matur og starfsmenn fá að hlæja og vera úti. Í raun sé starf

leikskólastarfsmanna frábært fyrir þá sem nytu þess að vinna við það.

Samkvæmt orðum leikskólastjóranna verður starfsmannaveltunni ekki breytt með

þeirri vinnu sem leikskólastjórar og starfsmenn þeirra leggja á sig heldur þurfi að gera

Page 49: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

49

róttækar breytingar á öllu starfsumhverfi þeirra. Það sé svo ótal margt sem þurfi að

skoða og breyta til þess að starfið og starfsumhverfið verði boðlegt. V2 sagði: „[...]förum

bara í grunninn, förum bara að þjálfa fólk, mennta fólk og hættum að þúst stigna

hausnum bara í sandinn og halda að þetta leysist af sjálfum sér, þetta er ekkert að fara

leysast af sjálfum[...].“ V3 sagði: „[...]þarf allavega að hækka afleysingu vegna veikinda,

til þess að þetta verði ekki mikið álag.“ Þær sögðu að hæfir starfsmenn væru jafnvel

farnir að sýna einkenni um kulnun í starfi og fólk hætti að vinna á leikskólum vegna

álagsins. Hluti af álaginu skapist af mikilli mannaeklu vegna fjarveru starfsmanna, ef

ráðinn væri afleysingastarfsmaður þá myndi álagið ekki koma til. Einn leikskólastjórinn

benti á að mikið viðverandi álag og mannaekla á vinnustað væri þess valdandi að erfitt

gæti reynst að ráða nýtt fólk. Því það væri ekki gott að koma inn á vinnustað þar sem

allir væru þreyttir og enginn hefði tíma til þess að taka á móti nýjum starfsmanni og

kenna honum starfið. V4 sagði að það þyrfti að endurskoða fjölda starfsmanna og

viðmiðunarreglur varðandi fjölda barna: „[...]auka stöðugildi í leikskólum,

stöðugildaheimild eða annaðhvort auka stöðugildi eða fækka börnum á deildum af því

að það tala allir um að barnahóparnir eru bara orðnir of stórir[...].“ Leikskólastjórarnir

töldu að það væri í verkahring sveitarfélaganna að takast á við vandann sem

starfsmannaveltan skapaði og nauðsynlegt væri að fara aftur á byrjunarreit ef vel ætti til

að takast.

Þær ræddu allar um að það þyrfti að endurskoða breytingarnar sem gerðar voru á

leikskólakennaranáminu, lenging námsins væri ekki hvatning fyrir fólk að gerast

leikskólakennarar. V4 sagði:

„[...]svo þarf að gera fólki kleift að fara í þetta nám án þess að það þurfi að vera í fimm ár. Ég held að það hafi verið mistök, ég er alveg sammála því að öll þessi menntun sé bara til góða og...en hún var ekki þessari stéttar til góða[...]“

Mikill samhljómur var á milli leikskólastjóranna í rannsókninni. Niðurstöðurnar varpa

ljósi á upplifun þeirra á starfsmannaveltunni og hvaða vinnu þær þyrftu að vinna til þess

að draga úr henni. Hér á eftir verða niðurstöður megindlegu og eigindlegu

rannsóknarinnar ræddar og skoðaðar í samhengi við fræðilega umfjöllun að ofan.

Page 50: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

50

5 Umræða

Í kaflanum eru dregnar saman helstu niðurstöður rannsóknarinnar og þær tengdar við

fræðilega umfjöllun eftir því sem við á. Samkvæmt fræðum mannauðsstjórnunar er

mikilvægt að skoða starfsmannaveltu út frá mörgum þáttum, s.s. tryggð við vinnustað,

starfsánægju, hvatningu og starfsumhverfi. Aukin starfsánægja hefur verið tengd lægri

starfsmannaveltu. Saranya (2014) telur að starfsánægja fari eftir því hvernig einstaklingi

finnst starf hans fullnægja grunnþörfum sínum. Gott getur verið að horfa til hugtaksins

"job-embeddedness" sem er notað til að lýsa öllum þeim skuldbindingum og tryggð sem

starfsmaður hefur gagnvart starfi sínu, vinnuveitanda, eigin starfsframa, samtökum og

samstarfsfélögum (Landy og Conte, 2013). Einnig orðum Nica (2016) um að hægt sé að

milda tengslin á milli tíðra breytinga og starfsmannaveltu með siðferðislegri forystu, því

skortur á réttsýni og trausti geti leitt til þess að starfsfólk dragi úr tryggð við fyrirtækið

eða láti af störfum. Landy og Conte (2013) benda á að margir auki tryggð við fyrirtæki

með hækkandi starfsaldri, því honum fylgi oft aukin fríðindi, nánari tengsl við

vinnufélaga og aukin ábyrgðartilfinning. Margir starfsmenn eldri en 31 árs virðast huga

meira að starfsöryggi en þeir yngri leggja meiri áherslu á starfsframa og launakjör. Það

verður alltaf sjaldgæfara, skv. Landy og Conte (2013) og þeim Þóru Hrólfsdóttur og Gylfa

Dalmanni Aðalsteinssyni (2007), að starfsmenn séu hollir sama vinnustað í langan tíma.

Saranya (2014) bendir á að fullnægja í starfi fari eftir því hversu vel það uppfyllir ríkjandi

þörf einstaklingsins og samræmist væntingum og gildi starfsmannsins.

Samkvæmt þeim Petrescu og Simmons (2008) geta aðferðir mannauðsstjórnunar

haft tölfræðilega marktæk áhrif á starfsánægju ef boðið er upp á nám á vinnustað.

Latham og Pinder (2005) telja að hvatning sé samspil umhverfis og einstaklingsins, hún

feli í sér afl sem hvetji starfsmann til að hegða sér á ákveðinn hátt, vinna með ákveðnum

afköstum og endast lengur í starfi. Owens og Valensky (2007) telja að auknar líkur séu á

að starfsmaður sem samsami sig ríkjandi viðhorfum og gildum á vinnustað upplifi meiri

starfsánægju. Bæði persónuleiki einstaklingsins, væntingar og félagslegar venjur á

vinnustað hafa því áhrif á hegðun.

Page 51: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

51

Samkvæmt framansögðu er í mörg horn að líta hjá leikskólastjórum og greinilega

mikilvægt að þeir þekki til mannauðsfræðanna.

5.1 Starfsmenn og starfsmannavelta

Samkvæmt tölulegum upplýsingum hélst starfsmannafjöldi í leikskólunum í Garðabæ

nokkuð stöðugur á milli ára. Bæði árin var rúmlega fjórðungur starfsmanna ungt fólk á

aldrinum 16-26 ára, meira en helmingur starfsmannahópsins var ófaglærður bæði árin.

Langstærstur hluti þeirra hafði einungis starfað hjá leikskólunum í 0-4 ár. Eigindlegu

gögnin frá leikskólastjórunum staðfesta niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar því

þeir töldu að stærstur hluti starfsmannaveltunnar væri ungir krakkar. Rannsakandi telur

tölurnar styðja þetta, stærstur hluti starfsmanna er á þeim aldri, sem ólíklegt er að fólk

hafi lokið háskólanámi. Stuttan starfsaldur má jafnvel skýra að einhverju leyti með því

að ungt fólk komi til starfa meðan það er að velja sér nám eða finna út hvað það langi til

að gera í lífinu. Leikskólastjórarnir nefndu að þetta væru oftar stelpur heldur en strákar.

Þau væru búin að ljúka stúdentsprófi og kæmu til starfa í ár eða tvö áður en þau færu í

frekara nám. Niðurstöður í rannsókn Önnu Bjarnadóttur (2016) eru áhugaverðar í þessu

samhengi, þar kom fram að langur starfsaldur, byggði m.a. á því að starfsmennirnir

mynduðu væru ein heild, hópurinn náin og vinskapur verði til. En þegar þessi hópur fer

að týna tölunni þá geti myndast starfsóánægja sem auki líkur á að fleiri starfsmenn hugsi

sér til hreyfings eða hætti störfum. Það má leiða líkum að því að hluti af ástæðu

starfsmannaveltunnar geti stafað af því að fjórðungur starfsfólksins er unga fólkið sem

vinnur í stuttan tíma, sem getur haft þau áhrif að ekki nái að myndast þessi náni hópur

starfsmanna sem Anna talaði um.

Samkvæmt leikskólastjórunum er það ekki eingöngu unga fólkið sem skapar

starfsmannaveltuna. Starfið hentar t.d. ekki öllum sem eru ráðnir til starfa eða að

umsækjendur geri sér ekki alltaf grein fyrir því að starfið er krefjandi. Fram kom að

erfiðara væri að ráða starfsfólk á þenslutímum þegar uppgangur væri í samfélaginu.

Fjölbreytt vinnuframboð virðist skapa minni tryggð við vinnustaðinn og fólk virðist vera

tilbúnara til þess að taka áhættuna af því að segja upp. Hugmyndir Nica (2016) um að

bæði míkró- og makróþættir hafi áhrif á starfsmannaveltu, s.s. launakjör, ástand á

vinnustað eða í einkalífinu eða jafnvel einhverjir þættir sem viðkoma stjórnvöldum. Af

þessu má draga þá ályktun að erfitt geti reynst að benda á eina ástæðu fyrir

Page 52: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

52

starfsmannaveltu, líkur eru á því að í flestum tilfellum sé um að ræða bæði míkró- og

makróþætti. Það kom á óvart að einn leikskólastjórinn hafði aldrei á sínum starfsferli

upplifað þessa miklu starfsmannaveltu sem hinir töluðu um og kom fram í

talnagögnunum.

Allir leikskólastjórarnir töluðu um að gott væri að losna við óhæfa starfsmenn en

erfitt væri að missa hæft fólk, það væri einfaldlega betra fyrir vinnustaðinn að hafa fólk í

vinnu sem vildi vera þar. Þetta kemur heim og saman við hugmyndir Newstrom og

Davis, (2002) að ef starfsmaður væri ósáttur þá gæti það haft slæm áhrif á vinnustaðinn

og starfsandann. Því óánægður starfsmaður gæti t.d. dregið úr vinnuframlagi sínu, mætt

verr til vinnu og fleira þess háttar.

Fagmenntuðum starfsmönnum fækkaði úr 36 prósentum í 26 prósent milli ára á

leikskólunum, sem hlýtur að teljast mjög mikil lækkun. Leikskólastjórarnir staðfestu

þetta og töldu mjög erfitt að fá leikskólakennara til starfa og að jafnvel þyrfti að beita

óhefðbundnum leiðum til þess að ná til sín fagfólki. Þeir voru á einu máli að

meginástæðan væri sú að nýliðun í stéttinni væri sama og engin. Að upp væri komin sú

staða að of margir fagmenntaðir leikskólakennarar væru að komast á aldur og að engir

nýútskrifaðir væru til þess að taka við störfum þeirra.

Í viðtölunum kom einnig fram hjá leikskólastjórunum að starfsfólkið þyrfti að ná vel

saman, þá myndaðist betri starfsandi og líklegra væri að starfsmaðurinn héldist í starfi.

Hugmyndirnar koma heim og saman við það sem kom fram hjá Elísabetu Ósk

Ágústsdóttur (2015) um tilfinningabundna hollustu við ríkisfyrirtækin. Þetta rímar

einnig við Meyers og Allen sem töldu að starfsmenn sem sýndu mikla tilfinningabundna

hollustu hefðu meiri löngun til þess að vera hluti af hópnum og að þeir sýndu líka betri

frammistöðu í vinnu. Niðurstöður Önnu Bjarnadóttur (2016) um að starfsmenn geti

bundist tryggðaböndum sína eru á sama veg. Tryggðin hafi í raun sömu áhrif á

vinnustaðahegðun og tryggð við fyrirtæki. Starfsmaður er líklegri til þess að haldast

lengur í starfi. Samkvæmt hugmyndum Nica (2016) geta tíðar breytingar á vinnustað

aukið líkurnar á starfsmannaveltu. Samkvæmt framansögðu er ákjósanlegt fyrir leikskóla

og starfsmenn hans, ef hægt er að ráða starfsmenn sem falla inn í starfsmannahópinn

sem þegar starfar á leikskólanum/deildinni. Það virðist vera mikilvægt að þétta hópinn

ef vinna á gegn starfsmannaveltu og reyna að koma í veg fyrir þann vítahring sem of

tíðar breytingar í starfsmannahópi geta valdið.

Page 53: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

53

Samkvæmt tölunum um starfsmannaveltu leikskólanna í Garðabæ eru aðallega

skráðar þrjár ástæður fyrir henni: Að starfsmaður segi upp, að um tímabundna ráðningu

hafi verið að ræða eða að ástæða hafi ekki verið skráð. Það vekur athygli hversu stór

hluti starfsmanna hættir án þess að ástæða fyrir því sé skráð, því slíkar upplýsingar eru

mikilvægar þegar orsaka starfsmannaveltu er leitað. Ástæða tímabundinnar ráðningar er

ekki heldur greind í sundur en væntanlega má skýra hana að einhverju leyti með

afleysingastarfsmönnum. Því samkvæmt einum viðmælandanum er leikskólunum í

Garðabæ ekki lokað á sumrin, svo það hlýtur að þurfa að ráða afleysingastarfsmenn til

þess að leysa fasta starfsfólkið af.

Samkvæmt þessu eiga orð Siddiqi (2013) vel við, hann telur mikilvægt fyrir

fræðimenn, rannsóknaraðila og sérfræðinga að skilja fjölbreyttar orsakir þess að

starfsmenn ákveði að hætta störfum og finna leiðir til þess að bregðast við mikilli

starfsmannaveltu. Launakerfið virðist ekki gera ráð fyrir nægilega fjölbreyttri skráningu á

orsökum þess að starfsmenn hætti störfum og af hverju fólk er ráðið tímabundið.

Leikskólastjórarnir virðast þó vera meðvitaðir um að þeir verði að fylgjast með

starfsmannahópnum sínum og vanda valið í ráðningum, svo að starfið innan

leikskólanna gangi eins vel og mögulega hægt er.

5.2 Starfsánægja

Samkvæmt Newstorm og Davis (1993) getur aukin starfsánægja dregið úr

starfsmannaveltu vegna þess að ánægðir starfsmenn eru taldir vera ólíklegri til þess að

hugsa um að segja upp eða leita sér að nýrri vinnu. Leikskólastjórarnir virðast allir vera

meðvitaðir um þetta og tala um hversu miklu máli það skipti að líða vel í vinnunni. Þeir

tala um mikilvægi þess að starfsmenn upplifi sig sem hluta af hópnum.

Jákvætt vinnuframlag er talin vera lykilatriði því það hefur mikil áhrif á árangur

starfsmanna, starfsánægju og starfsmannaveltu meðal annarra þátta. Rannsóknir hafa

skv. Lu, Lu, Gursoy og Neale (2016) sýnt að starfsmenn sem eru áhugasamir um starf sitt

séu líklegri til að hjálpa samstarfsfólki sínu, þeir sýni starfinu og samstarfsmönnum

virðingu. Leikskólastjórarnir taka undir að það þurfi að byggja upp starfsánægju og

viðhalda henni. Newstrom og Davis (1993) benda á að starfsánægja myndist smátt og

smátt eftir því sem starfsmaður kynnist vinnustaðnum, en ánægja geti verið breytileg en

það taki mun skemmri tíma að verða óánægður heldur en að byggja starfsánægju upp.

Page 54: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

54

Sjónarhorn Siddiqi (2013) er mikilvægt, hann telur að áhugasamir starfsmenn séu

ánægðir, ákafir og öflugir í vinnuumhverfinu og ef þeir upplifi ekki jákvæðar tilfinningar

sé líklegt að þeir leita annað til þess að endurheimta jákvæðu tilfinningarnar.

Leikskólastjórarnir eru meðvitaðir um að beita þurfi ýmsum leiðum til þess að byggja

upp og varðveita starfsánægju á vinnustöðum sínum, s.s. að ýta undir jákvæðni, að

starfsfólkið geri eitthvað skemmtilegt saman utan vinnutíma. Þær passa upp á það að

úthluta verkefnum og fela sem flestum verkefni sem þeir bera ábyrgð á. Að láta

starfsfólkið finna þá upplifun að þeirra starf skipti máli og þeir séu hlekkur í keðjunni.

Samkvæmt Tansel og Gazîoglu (2014) skiptir miklu máli að gott samband sé á milli

yfirmanna og starfsmanna það geti eflt starfsmenn að fá aukið sjálfstæði.

Leikskólastjórarnir sögðust passa upp á að leyfa starfsfólkinu að vinna að verkefnum

sem það hefði áhuga á, það yki starfsánægju starfsmannanna. Latham og Pinder (2005)

fjalla um þrjár kenningar í þessu sambandi sem hafa áhrif á hvatningu, m.a. að það geti

skipt miklu máli að setja sér markmið. Samkvæmt Schultz og Schultz, (2002) hafa

rannsóknir sýnt að það að setja sér krefjandi og sértæk markmið geti leitt til hvatningar

og haft áhrif á hegðun starfsmanna, sem skili sér í betri og árangursríkari afköstum.

Samkvæmt framansögðu er betra að setja sér erfið og sértæk markmið heldur en

auðveld en þau þurfi að vera framkvæmanleg annars er betra að sleppa þeim. Þetta

stemmir við það sem leikskólastjórarnir höfðu verið að gera með því að úthluta

starfsmönnum sérverkefni og verkefni sem þeir bæru ábyrgð á. Starfsmenn þyrftu að

setja sér markmið hvað viðkom verkefnunum sem gæti leitt til betri árangurs þeirra.

Leikskólastjórarnir sem rætt var við virðast vera frekar meðvitaðir um hvað felst í

starfsánægju. Hversu mikilvægt væri bæði fyrir stjórnanda og starfsmenn að hún væri til

staðar á vinnustaðnum. Hún leiði m.a. til þess að meiri líkur séu á því að halda sama

starfsfólki lengur. Þetta á vel við skrif Nica (2016), að starfsmenn sem upplifi sig vel liðna

hjá fyrirtækinu leggi meira á sig í vinnu og að líkurnar á því að þeir leiti sér að nýrri vinnu

minnki. Petrescu og Simmons (2008) segja að sumar starfsvenjur mannauðsstjóra, eins

og að vinna í hópum, aukið sjálfstæði á vinnustað, ýmiss konar þátttaka starfsmanna og

góð laun, geti samkvæmt rannsóknunum haft hvetjandi áhrif á starfsmenn. En það

drægi úr heildarstarfsánægju starfsmanna ef álagið væri of mikið. Landy og Conte (2013)

benda á að það sé hagur vinnuveitenda að viðhalda og bæta starfsánægju starfsmanna

Page 55: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

55

því kostnaður bæði við óánægða starfsmenn og/eða afkastamikla sem hætti geti verið

mikill.

Leikskólastjórarnir virðast vera meðvitaðir um að þeir vinni þarft og mikilvægt starf á

leikskólum sínum þegar þeir huga að starfsánægju starfsmanna sinna. Með því að skoða

vinnustaðinn sé hægt að átta sig á hvaða leiðir nýtast best til þess að byggja upp

starfsanda, draga þannig í leiðinni jafnvel úr kostnaði og auka líkurnar á því að

starfsmenn ílengist í starfi.

5.3 Starfið og starfsumhverfi

Leikskólastjórarnir eru allir sammála um að launakjör ófaglærðra leikskólastarfsmanna

séu allt of lág, það þurfi að hækka launin svo starfsfólk í fullri vinnu geta framfleytt sér.

Þær töldu launakjör menntaðra leikskólakennara hafa batnað síðustu ár, sérstaklega

hvað viðkom stöðu deildarstjóra. Út frá starfsmannaveltu falla ummælin vel að því sem

Nica (2016) heldur fram. Hún telur að það skipti starfsmann máli hvaða kostnað hann

telji hljótast af uppsögn, launakjör skipti þá miklu máli. Ef hann telur að mikill kostnaður

fylgi því fyrir hann að segja upp þá dregur það úr líkunum á því að hann láti verða að því.

Lág laun auka væntanlega líkurnar á því að ófaglærður starfsmaður segi upp, því það er

líklegra að hann fái svipuð eða hærri laun annars staðar, sérstaklega á þenslutímum.

Leikskólastjórarnir telja að launakjörin ein og sér útskýri ekki starfsmannaveltuna,

hún sé líka vegna samspils fleiri þátta, eins og álags og vinnuumhverfis. Hér má líta til

væntingakenningar Vroom´s. Að væntingar starfsmanns til umbunar geri fyrirhöfnina

þess virði, þá sé hann frekar tilbúinn að leggja á sig vinnuna (Schultz og Schultz, 2002). Ef

þetta er sett í samhengi við umbunina sem hlýst fyrir starf ómenntaðra

leikskólastarfsmanna. Þá er hún lítil því launin eru mjög lág og þeir telja jafnframt að

álagið í starfinu sé ekki á sig leggjandi. Samkvæmt svörum leikskólastjóranna getur reynt

mikið á í störfum leikskólastarfsmanna. Þar sé átta tíma viðvera með börnum ásamt

öðrum verkefnum sem þarf að sinna. Starfsmenn þurfi að vera í góðu andlegu og

líkamlegu formi til að sinna starfinu. Samkvæmt jafnvægiskenningu Adams vilja

starfsmenn halda jafnvægi í starfi en ef það ríkir ekki þá upplifir starfsmaður hvatningu

til að reyna að koma því á aftur (Buchanan og Huczynski, 2010). Samkvæmt kenningunni

reyna starfsmenn leikskólanna að bregðast við ef þeir telja sig upplifa ranglæti, s.s. mikið

álag vegna manneklu eða forfalla. Þeir reyna t.d. að koma á jafnvægi með því að draga

Page 56: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

56

úr vinnuframlagi eða að hringja sig inn veika. Ef sömu starfsmenn upplifa ranglæti sem

væri þeim í hag, s.s. að fá of há laun að eigin mati miðað við vinnuframlag þá myndu

þeir reyna að koma á jafnvægi, t.d. með því að leggja meira á sig í vinnu.

Mikið vinnuálag getur skapast á leikskólunum, samkvæmt leikskólastjórunum, þar

eru mörg börn og oft á tíðum undirmönnun, t.d. vegna veikinda eða forfalla. Sem verður

þess valdandi að starfsmenn mæta ekki til vinnu eða þurfa að skjótast frá. Þetta ástand

skapar aukið álag á þá starfsmenn sem eru í vinnunni. Ef ástandið er viðvarandi getur

það orsakað veikindi hjá starfsmönnum vegna álags eða að þeir einfaldlega hætta.

Rannsóknir hafa sýnt að vinnuskilyrði geta haft áhrif á velferð starfsmanna, s.s.

starfsálag, vinnuframlag og starfsánægju (Bos, Donders, Bouwman-brouwer, Van der

Gulden og Joost, 2009).

Í megindlega hluta rannsóknarinnar má sjá línurit (mynd 5) þar sem búið er að taka

saman veikindafjarvistir starfsmanna, í ljós kom að veikindastundum starfsmanna og

fjarvera vegna veikinda barna fjölgaði nokkuð á milli ára. Árið 2015 voru veikindi

starfsmanna 5,15 prósent og fjarvera vegna veikinda barna 0,7 prósent af

heildarvinnustundum og árið 2016 6,3 prósent og 0,9 prósent vegna veikinda barna.

Starfsmenn unnu samkvæmt þessu tæplega 95 prósent af vinnutíma sínum. Inni í

þessum tölum eru hvorki önnur frí starfsmanna né upplýsingar um forfallastarfsmenn.

Betri skráning hefði gefið gleggri mynd af því hvers konar álag skapast hjá

starfsmönnum.

Samkvæmt fræðum um mannauðsstjórnun ætti að vera hægt að vinna að því að

bæta starfsaðstæður og starfsánægju starfsmanna, til þess að auka líkur á því að þeir

ílengist í starfi, til að draga úr starfsmannaveltu. Leikskólastjórarnir leggja allar til að

sveitarfélögin grípi inn í, það þurfi að fjölga starfsmönnum og/eða fækka börnum og

afleysingastarfsmönnum. Það þurfi að ráðast í opinberar aðgerðir sem leiði til fjölgunar

fagmenntaðra leikskólakennara. Það þarf jákvæðari orðræðu um fyrsta skólastigið, innra

starfið þarf að byggja á að farið sé að lögum, bæði hvað varðar menntun starfsmanna og

þá menntun sem börnunum er ætlað að fá. Leikskólastjórarnir töluðu um að mikilvægt

væri fyrir leikskólastarfsmenn að tala vel um starf sitt og vera stoltir af því. Þær minna á

að þetta sé frábært starf, þar sé mikil ást og umhyggja, gleði, leikur, útivera o.fl. þess

háttar auk góðra tengsla milli fólks.

Page 57: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

57

6 Lokaorð

Nokkur starfsmannavelta er á leikskólum Garðabæjar bæði samkvæmt tölulegum

upplýsingum og upplifun leikskólastjóra. Þær tala um skort á menntuðum

starfsmönnum, tímabundnar ráðningar og að álag í starfi komi nýráðnum starfsmönnum

á óvart, sumir þeirra hætti því fljótlega. Leikskólastjórarnir bregðast við

starfsmannaveltunni, m.a. með því að viðhalda góðum starfsanda, með námskeiðahaldi

og að vera meðvitaðir um að ráða, ef hægt er, starfsmenn sem falla inn í hópinn sem

fyrir er.

Rannsóknir í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði hafa beinst að því að finna þá þætti

sem hafa áhrif á starfsánægju og enn fremur hefur verið rannsakað hvað aukin

starfsánægja leiðir af sér. Komið hefur í ljós að hún geti til að mynda leitt af sér: færri

vinnuslys, að tengsl séu milli starfsánægju starfsmanna fyrirtækis og ánægju

viðskiptavina þess. Starfsánægju fylgir aukin þátttaka í samfélagslegum verkefnum. Þeir

þættir sem geta leitt til aukinnar starfsánægju eru t.d.: áskorun og ábyrgð í starfi,

tækifæri til þess að vinna sig upp í starfi, óhlutdræg framkoma stjórnenda, sköpun og

nýjar hugmyndir fyrir starfsöryggi, eftirsóknarverð launakjör og fríðindi, frelsi í

vinnuaðstöðu, þátttaka stjórnenda og góðar vinnuaðstæður/ umhverfi.

Þegar starfsmenn eru ánægðir leiðir það til meiri afkasta, frumleika og sköpunar. Þeir

eru síður frá vinnu, eru stundvísari og meta starfið betur. Af þessu má draga þá ályktun

að ef starfsmenn eru ánægðir á vinnustað sínum þá sé líklegt að það dragi úr álagi vegna

veikinda og fjarveru. Þar sem ánægðir starfsmenn mæti betur og sinni starfinu betur.

Tengsl eru milli starfsánægju og úrlausnarhæfni starfsmanna. Þar spilar líklega inn í að

ánægðir starfsmenn eru tilbúnari til þess að leggja á sig umfram vinnu, t.d. til þess að

leysa vandamál.

Ánægja með launakjör dregur úr líkum á að starfsmenn leiti að öðru starfi, þetta

hefur áhrif hjá leikskólum þar sem launakjör ófaglærðra leikskólastarfsmanna eru lág og

þar af leiðandi hafa þau ekki áhrif til þess að draga úr starfsmannaveltu.

Viðmælendurnir vinna allar hver með sínum hætti að þessum málum, vinnan er að

sumu leyti í takt við fræðin og standa leikskólastjórarnir sig vel hvað það varðar. En

Page 58: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

58

ýmislegt er hægt að bæta. Þær þyrftu að þekkja til kenninga um mannauðsstjórnun til

að auka möguleika sína á að byggja upp góðan starfsanda, jákvæðni, umburðarlyndi og

gleði á vinnustaðnum, þær geta ekki bætt launakjörin þótt þær vilji það. Nákvæmari

skráning á ástæðum þess að fólk hættir störfum og varðandi uppsagnir gæti gefið

stjórnendum betri yfirsýn þegar þeir leita skýringa á starfsmannaveltu og reyna að finna

út hvað þurfi að bæta. Það sama má segja um ástæður skammtímaráðninga og hvort

afleysingafólk kemur til starfa þegar forföll verða. Við úrvinnslu gagnanna áttaði

höfundur sig á því að gott hefði verið að hafa gögn um innra mat leikskólanna við

höndina, upplýsingar um starfsánægju, starfsaðstæður og launakjör starfsmanna. Það

gæfi án efa mikilvægar upplýsingar um starfsmannaveltu, það væri forvitnilegt að skoða

rannsókn sem byggði á slíkum gögnum.

Ef leikskólar standa frammi fyrir mikilli starfsmannaveltu á efni ritgerðarinnar erindi

til leikskóla/leikskólastjóra. Það getur leiðbeint þeim við að meta starfsánægju

starfsmanna og jafnvel að finna leiðir til þess að bæta starfsánægju og starfsaðstæður,

til að auka líkur á að starfsfólki líði vel á vinnustaðnum. Og með því væri hægt að draga

verulega úr líkunum á því að starfsmaður hugsi sér til hreyfings eða segi upp.

Það er grundvallaratriði að sveitarfélögin og íslenska ríkið bregðist við skorti á

fagmenntuðu starfsfólki á mörgum leikskólum á Íslandi og bæti laun ófaglærðs

starfsfólks og að dregið verði úr álagi í starfi o.fl. Það verður áhugavert að fylgjast með

hvaða atriði leikskólateymi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar setur í forgang

fyrir ríki og sveitarfélög. Það væri einnig áhugavert ef einhver rannsakaði efndirnar eftir

á.

Page 59: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

59

Heimildaskrá

Amalía Björnsdóttir. (2013). Útskýringar á helstu tölfræðihugtökum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 169-183). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Andrés Ingi Jónsson og Oddný Helgadóttir. (2010). Þróun menntunar leikskólakennara. Í Ásmundur Örnólfsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir (ritstjórar), Spor í sögu stéttar: Félag leikskólakennara 60 ára.(bls. 13-15). Reykjavík: Skrudda.

Anna Bjarnadóttir. (2016). Maður festir bara rætur. Upplifun leikskólakennara sem hafa starfað yfir 15 ár í sama leikskólanum af starfi og vinnustað (óútgefin meistararitgerð). Sótt af http://hdl.handle.net/1946/24541

Arnold, J. (2005). Work psychology: Understanding human behavior in the workplace (4. útgáfa). Harlow: Prentice Hall.

Beardwell, J og Claydon, T. (2007). Human Resource management. A conemporary approach (5. útgáfa). Essex: Prentice Hall.

Bos, J. T., Donders, N. C., G., M., Bouwman-brouwer, K., Van der Gulden, Joost W, & , J. (2009). Work characteristics and determinants of job satisfaction in four age groups: University employees' point of view. International Archives of Occupational and Environmental Health, 82(10), 1249-59.

Bryman, A. og Bell, E. (2007). Business research methods (2. útgáfa). Oxford: Oxford university press.

Buchanan, D. A. og Huczynski, A. A. (2010). Organizational Behavior. Harlow: Pearson Education Limited.

Creswell, John W. (2012). Educating Research: Planning, conducting , and evaluating quantative and qualitative research. University of Nebraska: Lincoln.

Duffy, R. D. og Lent, R. W. (2009). Test of social cognitive model of work satisfaction in teachers. Journal of Vocational Behaviour, 75(2), 212-223.

Elísabet Ósk Ágústsdóttir. (2015). Ræður hugur hálfum sigri? Rannsókn á fyrirtækjahollustu og tengslum hennar við starfshegðun. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/21387

Ellis, S. og Dick, P. (2003). Introduction to Organizational Behaviour (2.útgáfa). London: McGraw-Hill.

Page 60: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

60

Garðabær. (2014). Skólastefna Garðabæjar. Sótt af http://www.gardabaer.is/library/Files/Skolamal/Skólastefna%20lokaskjal.pdf

Garðabær. (e.d.). Hagnýtar upplýsingar. Sótt af http://www.gardabaer.is/thjonusta-i-gardabae/skolar-og-daggaesla/leikskolar/hagnytar-upplysingar/

Garðabær. (e.d.). Leikskólar. Sótt af http://www.gardabaer.is/thjonusta-i-gardabae/skolar-og-daggaesla/leikskolar/

Helga Jónsdóttir. (2003). Viðtöl sem gagnasöfnunaraðferð. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 67-84). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Hennink, M., Inge, H. og Bailey, A. (2011). Qualitative Reasearch Methods. London: Sage.

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Gustavsdóttir. (1999). Starfsánægja. Reykjavík, Bókaklúbbur atvinnulífsins og Viðskiptastofnun Háskóla Íslands.

Johnson, R. B. og Onwuegbuzi, A. J. (2004). Mixed methods research: A research paradigm whose time has come. Educational Researcher, 33(7),14-26.

Jón Torfi Jónasson. (2008). Innlend stefnumið og alþjóðleg viðmið. Í Loftur Guttormsson (ritstjóri), Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007, (bls. 254-269). síðara bindi. Reykjavík : Háskólaútgáfan.

Jón Torfi Jónsson. (2006). Frá gæslu til skóla: Um þróun leikskóla á Íslandi. [Reykjavík], Rannsóknarstofa um menntakerfi: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Úrtök og úrtaksaðferðir í eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 129-136). Háskólinn á Akureyri.

Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Úrtök og úrtaksaðferðir í eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 219-137). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Landy, F.J. og Conte, J.M. (2013). Work in the 21st Century: An Introduction to Industrial and Organizational Psychology (4. Útgáfa). New Jersey: John Wiley & Sons.

Latham, G.P. og Pinder, C.C. (2005). Work Motivation Theory and Research at the Dawn of the Twenty-First Century. Annual Review of Psychology, 56, 485-516.

Levitt, S. D. og List, J. A. (2011). Was there really a hawthorne effect at the hawthorne plant? An analysis of the original illumination experiments. American Economic Journal. Applied Economics, 3(1), 224-238.

Lichtman, M. (2013). Qualitative research in education. A user's guide. London: SAGE Publications.

Page 61: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

61

Lu, L., Lu, A. C. C., Gursoy, D., og Neale, N. R. (2016). Work engagement, job satisfaction, and turnover intentions. International Journal of Contemporary Hospitality Management, 28(4), 737-761.

Lög um leikskóla nr. 90/2008

Meyer, J. P. og Allen, N. J. (1991). A three-component conceptualization of organizational commitment. Human Resource Management Review, 1(1), 61-89.

Meyer, J. P. og Allen, N. J. (1997). Commitment in the workplace. Thousand Oaks, CA: Sage Pulications.

Muldoon, J. (2012). The hawthorne legacy. Journal of Management History, 18(1), 105-119.

Newstorm J.W. og Davis K. (2002). Organizational behavior: Human behavior at work (10.útgáfa). Boston, Mass: McGraw Hill Companies.

Newstrom, J. W. Og Davis, K. (1993). Organizational behavior: Human behavior at work (9. útgáfa). New York: McGraw-Hill. Inc.

Nica, E. (2016). EMPLOYEE VOLUNTARY TURNOVER AS A NEGATIVE INDICATOR OF ORGANIZATIONAL EFFECTIVENESS. Psychosociological Issues in Human Resource Management, 4(2), 220-226.

O'Connor, E.,S. (1999). The politics of management thought: A case study of the Harvard business school and the human relations school. Academy of Management Review, 24(1), 117-131.

Owens, R. G. og Valesky, T. C. (2007). Organizational Behavior in Education: Adaptive Leadership and School Reform. (9. útgáfa). Boston: Pearson Education, Inc.

Petrescu, A. I., og Simmons, R. (2008). Human resource management practices and workers' job satisfaction. International Journal of Manpower, 29(7), 651-667.

Polit, D. F. og Beck, C. T. (2006). Essentials of nursing research (6. útgáfa). Philadelphia: Lippincott.

Ragnheiður Harpa Arnardóttir. (2013). Gerð rannsóknar og yfirlit yfir helstu rannsóknarsnið. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 377-393). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Reykjavíkurborg. (2017). Aðgerðateymi vegna manneklu í leikskólum og frístundastarfi. Sótt af http://reykjavik.is/frettir/adgerdateymi-vegna-manneklu-i-leikskolum-og-fristundastarfi

Ritchie, J., Spencer, L. og O‘Connor, W. (2003). Analysis practices principles and processes. Í J. Ritchie og J. Lewis (ritstjórar), Qualitative research practive: A guide for social science students and researchers (bls. 199-218). London: Sage Publications.

Page 62: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

62

Robbins, S. P. og Judge, T. A. (2007). Organizational Behavior (12. Útgáfa). Upper Saddle River, New Jersey: Pearson Education, Inc.

Saranya, K. (2014). Influence of job satisfaction on employees' performance - A general perspective. International Journal on Global Business Management & Research, 2(2), 48-53.

Schultz, D. P. og Schultz, S. E (2002). Psychology & Work Today (8.útgáfa). New Jersey:Pearson Education, Inc.

Schutt, R. (2012). Investigating the Social World: The process and Practice of Research. Sag.

Siddiqi, M. A. (2013). Examining work engagement as a precursor to turnover intentions of service employees. International Journal of Information, Business and Management, 5(4), 118-132.

Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir. (2013). Réttmæti og áreiðanleiki í megindlegum og eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 211-229). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigurður Kristinsson. (2003). Siðfræði rannsókna og siðanefndir. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 161-179). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigurlína Davíðsdóttir og Anna Ólafsdóttir. (2013). Notkun blandaðra aðferða í rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 393–402). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigurlína Davíðsdóttir. (2003). Eigindlegar eða megindlegar rannsóknaraðferðir? Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 219-297). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigurlína Davíðsdóttir. (2013). Eigindlegar eða megindlegar rannsóknaraðferðir? Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 229-239). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Srivastava, S. K. (2010). Organizational behavior and management (4. útgáfa). New Delhi: Sarup og Sons.

Sveinborg Hafliðadóttir. (2012). Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna: Hvatning, starfsánægja og streita meðal starfsmanna þriggja ríkisstofnana (óútgefin meistararitgerð). Sótt af http://hdl.handle.net/1946/10503

Sweeney, P. D., McFarlin, D. B. og Inderrieden, E. J. (1990). Using relative deprivation theory to explain satisfaction with income and pay level: A multistudy examination. Academy of Management Journal, 33(2), 423-436.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir. (2017, 31. ágúst). Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu. Vísir.is. Sótt af http://www.visir.is/g/2017170839709

Page 63: Starfsmannavelta og starfsánægja Staðan í leikskólum ... og starfsánægja; Staðan... · sama fyrirtæki heldur en hjá samkeppnisaðila sem býður hærri launakjör. Þó

63

Tansel, A., og Gazîoglu, S. (2014). Management-employee relations, firm size and job satisfaction. International Journal of Manpower, 35(8), 1260-1275.

Te-Lin, C., Rutherford, B., og Park, J. (2012). Understanding multifaceted job satisfaction of retail employees. International Journal of Retail & Distribution Management, 40(9), 699-716.

Unnur Guðrún Óttarsdóttir. (2013). Grunduð kenning og teiknaðar skýringamyndir. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 361-375). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Vijayakumar, V. S. R. og Saxena, U. (2015). Herzberg revisited: Dimensionality and structural invariance of herzberg's two factor model. Journal of the Indian Academy of Applied Psychology, 41(2), 291-298.

Þóra Hrólfsdóttir og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. (2007). Sálfræðilegi samningurinn og væntingar umsækjenda í ráðningarferli. í Ingjaldur Hannibalsson (ritstjóri). Rannsóknir í félagsvísindum VIII: Viðskipta-og hagfræðideild (bls. 554-556.) Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Þórólfur Þórlindsson og Þorlákur Karlsson. (2013). Úrtök og úrtaksaðferðir í megindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 113-129). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.