hvert stefnir fiskneysla · 13 fiskneysla aðrar þorskafurðir, sérstaklega eftir langa...

3
12 FISKNEYSLA Mikil fiskneysla hérlendis hefur verið tengd góðu heilsufari og langlífi Íslend- inga. Manneldisráð og álíka sérfræðiráð víðast hvar í heiminum ráðleggja að minnsta kosti tvær fiskmáltíðir í viku (Morgunblaðið 30. des. 2004). Fiskneysla í dag er fjarri því að ná þessu markmiði, en til mikils er að vinna til að ná þeim mörkuðum sem enn eru óplægð- ir. Það er best gert með því að finna út hvað markaður framtíðarinnar vill og þróa út frá því vörur sem passa þeim markaði. Með því að kanna og hafa áhrif á vilja ungra neytenda má undirbúa framtíðar- markaði fyrir fiskafurðir. Kannanir Félagsvísindastofnunar H.Í. sýna að hlutfall Íslendinga sem borðar fisk oftar en einu sinni í viku lækkaði milli áranna 1994 og 1998 (Félagsvís- indastofnun 1999). Einnig hefur komið fram að yngra fólk borðar sjaldnar fisk en fólk í eldri aldurshópum. Samkvæmt landskönnun Manneldisráðs á mataræði fullorðinna Íslendinga hefur einnig sést að fiskneysla hefur minnkað mikið á fáum árum eða um a.m.k. 30% og mest meðal ungs fólks (Laufey Steingrímsdótt- ir o.fl. 2003). Breytingin stafar að hluta til af breyttu neyslumynstri almennt, með auknu framboði á ýmsum kjötvörum og tilbúnum réttum eins og kjúklingum og svínakjöti, pizzum og pastaréttum. Hinn alþjóðlegi neytandi í dag setur nýjar og strangari kröfur til matvæla og þar af leiðandi til sjávarafurða og mat- væla unnum úr sjávarfangi. Lykilorð í þessu samhengi eru heilsa, gæði, öryggi, þægindi og náttúrulegur uppruni. Þessar kröfur endurspegla tískustrauma í neyslu og hafa óneitanlega áhrif á matvælaiðn- aðinn um allan heim. Kannanir sem gerðar hafa verið í Bretlandi til að kort- leggja viðhorf neytenda til fiskneyslu sýna að matarvenjur og fjölskylduhagir hafa breyst verulega síðustu áratugina. Þessi breyting í heimilishaldi Breta end- urspeglast í söluaukningu á tilbúnum fiskréttum. Neytendur í dag nota styttri tíma við matarinnkaup og matreiðslu. Því er mik- ilvægt fyrir neytendur að geta treyst á til- búnar matvörur í ríkari mæli þar sem þær þykja hentugar og fljótlegar. Íslend- ingar eru mjög fámenn þjóð en hins veg- ar hefur fiskneysla verið almenn og hluti af menningu Íslendinga. Með því að rannsaka fiskneyslu ungra Íslendinga sérstaklega og tengja við viðhorfs- og neytendarannsóknir hérlendis og innan evrópskra samstarfsverkefna munu fást mjög mikilvægar upplýsingar er varða markaðssetningu sjávarafurða innanlands sem utan og hvernig megi nýta sjávar- fang sem best í allri keðjunni frá veiðum eða slátrun eldisfisks, meðferð afurða, vöruþróun og til smásala. Neytendakönnun á fiski í fjórum Evrópulöndum samtímis Árið 2005 var gerð viðamikil neytenda- könnun í fjórum Evrópulöndum í sam- vinnu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins og sambærilegra stofnana í Dan- mörku, Hollandi og á Írlandi. Þessar rannsóknir voru unnar innan Evrópu- verkefnisins SEAFOODplus sem Rf tek- ur þátt í. Markmiðið var að kanna smekk neyt- enda fyrir mismunandi þorsk- og laxaaf- urðum. Megin áherslan var á að fá álit fólks á mismunandi hráefni; fersku, frosnu, pökkuðu í loftskiptar umbúðir, villtum fisk, eldisfisk, nýjum fisk og fisk eftir langa geymslu. Í neytendakönnun- inni voru viðhorf, fiskneysla og kaup- hegðun neytendanna einnig könnuð. Alls tóku um 120 neytendur í hverju landi þátt og mættu í alls fjögur skipti til að smakka sömu afurðir í sitt hvoru landinu. Einkenni allra þessara afurða, með tilliti til útlits, áferðar, lyktar og bragðs, eru mismunandi, og til að greina þau voru allar afurðir einnig metnar af sérþjálfuðum skynmatsdómurum á sama tíma og neytendakönnunin fór fram. Ferskur þorskur var mjúkur, meyr og maukkenndur, en geymslueinkenni, svo sem borðtuskulykt, TMA og súr lykt og bragð voru sérstaklega einkennandi fyrir þorsk eftir langa kæligeymslu. Eldis- þorskur hafði kjötkennda lykt, bragð og áferð, auk þess sem liturinn var mun hvítari og jafnari en á öðrum þorskafurð- um. Hinsvegar var frystur þorskur með mun dekkri og ójafnari lit. Þorskflök sem pakkað hafði verið í loftskiptar umbúðir voru ekki eins mjúk, meyr og safarík og Í dag borðar yngra fólk sjaldnar fisk en fólk í eldri aldurshópum. Að auki hefur fiskneysla minnkað mikið á fáum árum eða um a.m.k. 30% og mest á meðal ungs fólks. Þetta getur haft verulega neikvæð áhrif á markaðssetningu og sölu fiskafurða í framtíðinni. Því er mikilvægt að huga að aðgerðum til að snúa þessari þróun við, með markvissri fræðslu, auglýsingum og markaðsetningu. Hvert stefnir fiskneysla Íslendinga? Höfundar greinarinnar eru Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri, og Kolbrún Sveinsdóttir, matvæla- fræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Kolbrún. Emilía.

Upload: others

Post on 21-Mar-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hvert stefnir fiskneysla · 13 FISKNEYSLA aðrar þorskafurðir, sérstaklega eftir langa kæligeymslu (Sjá mynd 1). Íslenskir neytendur gáfu hærri meðal-einkunn og Hollendingar

12

F I S K N E Y S L A

Mikil fiskneysla hérlendis hefur veriðtengd góðu heilsufari og langlífi Íslend-inga. Manneldisráð og álíka sérfræðiráðvíðast hvar í heiminum ráðleggja aðminnsta kosti tvær fiskmáltíðir í viku(Morgunblaðið 30. des. 2004).Fiskneysla í dag er fjarri því að ná þessumarkmiði, en til mikils er að vinna til aðná þeim mörkuðum sem enn eru óplægð-ir. Það er best gert með því að finna úthvað markaður framtíðarinnar vill og þróaút frá því vörur sem passa þeim markaði.Með því að kanna og hafa áhrif á viljaungra neytenda má undirbúa framtíðar-markaði fyrir fiskafurðir.

Kannanir Félagsvísindastofnunar H.Í.sýna að hlutfall Íslendinga sem borðarfisk oftar en einu sinni í viku lækkaðimilli áranna 1994 og 1998 (Félagsvís-indastofnun 1999). Einnig hefur komiðfram að yngra fólk borðar sjaldnar fisken fólk í eldri aldurshópum. Samkvæmtlandskönnun Manneldisráðs á mataræðifullorðinna Íslendinga hefur einnig séstað fiskneysla hefur minnkað mikið áfáum árum eða um a.m.k. 30% og mestmeðal ungs fólks (Laufey Steingrímsdótt-ir o.fl. 2003). Breytingin stafar að hlutatil af breyttu neyslumynstri almennt, meðauknu framboði á ýmsum kjötvörum ogtilbúnum réttum eins og kjúklingum ogsvínakjöti, pizzum og pastaréttum.

Hinn alþjóðlegi neytandi í dag setur

nýjar og strangari kröfur til matvæla ogþar af leiðandi til sjávarafurða og mat-væla unnum úr sjávarfangi. Lykilorð íþessu samhengi eru heilsa, gæði, öryggi,þægindi og náttúrulegur uppruni. Þessarkröfur endurspegla tískustrauma í neysluog hafa óneitanlega áhrif á matvælaiðn-aðinn um allan heim. Kannanir semgerðar hafa verið í Bretlandi til að kort-leggja viðhorf neytenda til fiskneyslusýna að matarvenjur og fjölskylduhagirhafa breyst verulega síðustu áratugina.Þessi breyting í heimilishaldi Breta end-urspeglast í söluaukningu á tilbúnumfiskréttum.

Neytendur í dag nota styttri tíma viðmatarinnkaup og matreiðslu. Því er mik-ilvægt fyrir neytendur að geta treyst á til-búnar matvörur í ríkari mæli þar semþær þykja hentugar og fljótlegar. Íslend-ingar eru mjög fámenn þjóð en hins veg-ar hefur fiskneysla verið almenn og hlutiaf menningu Íslendinga. Með því aðrannsaka fiskneyslu ungra Íslendingasérstaklega og tengja við viðhorfs- ogneytendarannsóknir hérlendis og innanevrópskra samstarfsverkefna munu fástmjög mikilvægar upplýsingar er varðamarkaðssetningu sjávarafurða innanlandssem utan og hvernig megi nýta sjávar-fang sem best í allri keðjunni frá veiðumeða slátrun eldisfisks, meðferð afurða,vöruþróun og til smásala.

Neytendakönnun á fiski í fjórum Evrópulöndum samtímisÁrið 2005 var gerð viðamikil neytenda-könnun í fjórum Evrópulöndum í sam-vinnu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-ins og sambærilegra stofnana í Dan-mörku, Hollandi og á Írlandi. Þessarrannsóknir voru unnar innan Evrópu-verkefnisins SEAFOODplus sem Rf tek-ur þátt í.

Markmiðið var að kanna smekk neyt-enda fyrir mismunandi þorsk- og laxaaf-

urðum. Megin áherslan var á að fá álitfólks á mismunandi hráefni; fersku,frosnu, pökkuðu í loftskiptar umbúðir,villtum fisk, eldisfisk, nýjum fisk og fiskeftir langa geymslu. Í neytendakönnun-inni voru viðhorf, fiskneysla og kaup-hegðun neytendanna einnig könnuð.Alls tóku um 120 neytendur í hverjulandi þátt og mættu í alls fjögur skipti tilað smakka sömu afurðir í sitt hvorulandinu. Einkenni allra þessara afurða,með tilliti til útlits, áferðar, lyktar ogbragðs, eru mismunandi, og til að greinaþau voru allar afurðir einnig metnar afsérþjálfuðum skynmatsdómurum á samatíma og neytendakönnunin fór fram.

Ferskur þorskur var mjúkur, meyr ogmaukkenndur, en geymslueinkenni, svosem borðtuskulykt, TMA og súr lykt ogbragð voru sérstaklega einkennandi fyrirþorsk eftir langa kæligeymslu. Eldis-þorskur hafði kjötkennda lykt, bragð ogáferð, auk þess sem liturinn var munhvítari og jafnari en á öðrum þorskafurð-um. Hinsvegar var frystur þorskur meðmun dekkri og ójafnari lit. Þorskflök sempakkað hafði verið í loftskiptar umbúðirvoru ekki eins mjúk, meyr og safarík og

Í dag borðar yngra fólk sjaldnarfisk en fólk í eldri aldurshópum.

Að auki hefur fiskneysla minnkaðmikið á fáum árum eða um a.m.k.30% og mest á meðal ungs fólks.Þetta getur haft verulega neikvæðáhrif á markaðssetningu og sölufiskafurða í framtíðinni. Því er

mikilvægt að huga að aðgerðumtil að snúa þessari þróun við, meðmarkvissri fræðslu, auglýsingum

og markaðsetningu.

Hvert stefnirfiskneyslaÍslendinga?

Höfundar greinarinnar eru Emilía Martinsdóttir,deildarstjóri, og Kolbrún Sveinsdóttir, matvæla-fræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

Kolbrún.Emilía.

aegirjan06-44sidur.qxd 2/3/06 4:30 PM Page 12

Page 2: Hvert stefnir fiskneysla · 13 FISKNEYSLA aðrar þorskafurðir, sérstaklega eftir langa kæligeymslu (Sjá mynd 1). Íslenskir neytendur gáfu hærri meðal-einkunn og Hollendingar

13

F I S K N E Y S L A

aðrar þorskafurðir, sérstaklega eftir langakæligeymslu (Sjá mynd 1).

Íslenskir neytendur gáfu hærri meðal-einkunn og Hollendingar lægri en neyt-endur hinna landanna. Þetta var í beinusambandi við fiskneyslu þjóðanna, þarsem íslenskir neytendur borða mest affiski, en Hollendingar minnst. Að aukivoru Írar frábrugðnir neytendum í hinumlöndunum hvað varðar smekk fyrir af-urðum og fannst þeim þorskur eftirlanga frystigeymslu bestur. Íslendingar,Danir og Hollendingar voru hvða hrifn-astir af nýfrystum þorski. Neytendur geragreinarmun á ferskleika og vildu fremurfisk (bæði villtan og eldis-) sem geymd-ur hafði verið stutt (3 daga) en lengi (10daga) á ís (Sjá mynd 2).

Almennt kom fram að eldra fólk virt-ist vera hrifnara af þorski en yngra fólk.Íslendingar virtust gera mestan greinar-mun á afurðum, og vildu fremur þorsksem hafði verið geymdur í stuttan tíma.Írar virtust almennt helst vilja villtanþorsk fremur en eldisþorsk. Danir ogHollendingar virtust gera minni greinar-mun á afurðum. Þeir sem borðuðu fersk-an þorsk oftar en aðrir virtust þekkjabetur ferskleikaeinkenni þorsksins ogfannst nýr þorskur bestur. Þeir neytend-ur sem gáfu almennt lágar einkunnir fyr-ir afurðirnar virtust síður gera greinar-mun á ferskleika, fannst fiskur síðurgóður. Þeir neytendur sem borðuðusjaldnar ferskan þorsk en oftar frystanfannst þorskur eftir langa geymslu betrien nýr.

Íslendingar sem „miklir fiskneytend-ur“ eru áhugaverður hópur fyrir neyt-enda- og markaðsrannsóknir sem tengj-ast fiski. Mjög mikilvægt er að þekkjasinn markhóp við markaðssetningufiskafurða. Greinilegt er að eldisþorskurhefur önnur einkenni en villtur þorskur,einkum hvað áferð varðar. Sumir neyt-

endur kunna að meta þessa áferð enaðrir ekki.

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks Ungt fólk er augljóslega neytendur fram-tíðarinnar. Heilsa þeirra, vani og ekkisíst vilji og smekkur er því mótandi fyrireftirspurn eftir matvælum innan fárra áraog í framtíðinni. Ungt fólk á Íslandi erekki frábrugðið erlendum jafnöldrumsínum hvað neysluvenjur varðar, og þvígeta niðurstöður úr rannsóknum á ung-um Íslendingum nýst við markaðssetn-ingu á sjávarafurðum á erlendum mörk-uðum.

Nú er í gangi íslenskt verkefni, styrktaf AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi, enmarkmið þess er að stuðla að aukinnineyslu sjávarafurða með neyslukönnun-um og kynningarátaki.

Niðurstöður munu nýtast til að aðlagaframboð fiskafurða að þörfum og kröf-um neytenda og styðja markaðssetningu

innanlands og erlendis. Tilgangur verk-efnisins er heilsuefling og bætt ímyndsjávarafurða. Í verkefninu hefur þegarfarið fram vinna með rýnihópum ungsfólks sem gerð var á vegum Rf í sam-vinnu við Félagsvísindastofnun HáskólaÍslands og Rannsóknastofu í næringar-fræði, á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Íverkefninu tekur SH-þjónusta einnig þáttog á næstu mánuðum mun fara frammjög umfangsmikil viðhorfskönnun áneysluvenjum ungs fóks á Íslandi. Ýmsarniðurstöður frá umræðum rýnihópannakomu nokkuð á óvart og eru nokkur at-riði nefnd hér.

Nokkur atriði frá rýnihópum ungs fólksum fiskneyslu:� Neikvæð umræða um fisk (kvótakerf-

ið, fiskur er dýr)� Fiskur er lítið auglýstur� Þekkja ekki ferskleika og gæði, allur

fiskur er eins� Kunna ekki að undirbúa og matreiða

fisk� Upplýsingar um fisk koma frá foreldr-

um � Fræðsla er lítil sem engin gegnum allt

skólakerfið� Með stofnun fjölskyldu (barneignum)

breytast áherslur� Vilja síður fisk með skyndibitabrag,

frekar sem heilsutengt fæði� Jákvæð gagnvart nýjungum og fjöl-

breytni � Ef eitthvað er í tísku er auðveldara að

nálgast það� Aukin umræða í fjölmiðlum og auglýs-

ingar skilar sér í auknum áhuga ogneyslu

Neytendur framtíðarinnar Það mun verða mjög mikilvægt við

„Neytendur krefjast tilbúinna matvæla sem er auðvelt að framreiða og þannig skapast möguleikar á frekari full-vinnslu sjávarafurða.“ Mynd birt með leyfi Icelandic Group.

aegirjan06-44sidur.qxd 2/3/06 5:12 PM Page 13

Page 3: Hvert stefnir fiskneysla · 13 FISKNEYSLA aðrar þorskafurðir, sérstaklega eftir langa kæligeymslu (Sjá mynd 1). Íslenskir neytendur gáfu hærri meðal-einkunn og Hollendingar

14

F I S K N E Y S L A

markaðssetningu á fiski í framtíðinni aðtaka tillit til að yngri aldurshópar viljasíður fisk og að finna leiðir til að höfðatil þeirra.

Þegar sú kynslóð sem stundum ernefnd pizzu/pastakynslóðin eldist, munsmekkur hennar væntanlega breytast enspurningin er hvernig. Mun fólk semekki er lengur alið upp við fisk í barn-æsku taka upp fiskát síðar á ævinni?Minnkandi fiskneysla ungs fólks geturhaft verulega neikvæð áhrif á markaðs-setningu og sölu fiskafurða í framtíðinni.Mikilvægt er að huga að aðgerðum til aðsnúa þessari þróun við með markvissrifræðslu, auglýsingum og markaðssetn-ingu.

Nauðsynlegt er að kanna viðhorfneytenda til nýrra fisktegunda og íhvaða formi fólk vill sjá nýjar vörur.Markaður fyrir kældar afurðir fer vaxandien flutninga- og geymslutækni á ferskumfullunnum fiski er sífellt að taka framför-um. Neytendur krefjast tilbúinna mat-væla sem er auðvelt að framreiða og

þannig skapast möguleikar á frekari full-vinnslu sjávarafurða. Mikilvægt er að

auka þekkingu á þörfum og kröfumneytenda á fiski og fiskafurðum.

Skrifstofur Samskipa í Rotter-dam og dótturfyrirtækisinsGeest North Sea Line samein-ast undir einu þaki í byrjunnæsta árs þegar félögin flytjaí nýja skrifstofubyggingu semnú er verið að reisa á gamlahafnarsvæðinu í Rotterdam. Höfuðstöðvar erlendrar starf-semi Samskipa verða í nýjubyggingunni.„Í fyrsta skipti eftir kaup okk-ar á flutningafyrirtækjunumGeest, Seawheel, Klooster-boer og Van Dieren Maritimeverða allir meginþættir er-lendrar starfsemi Samskipasameinaðir aftur á einumstað,“ segir Michael F. Hass-ing, annar forstjóra Samskipa.„Þetta fyrirkomulag mun leiðatil mikillar hagræðingar írekstri, samtímis því sem

þjónustan við viðskiptaviniokkar verður enn markviss-ari, alveg eins og átti sér staðþegar við fluttum í nýjarhöfðustöðvar á Íslandi í byrj-un síðasta árs.“

Höfuðstöðvar Samskipa íRotterdam eru hluti afsvokölluðu „DockWorks“verkefni við Waalhaven O.Z,sem hafnaryfirvöld í Rotter-dam og eitt stærsta verktaka-fyrirtæki Hollands, OVG,standa að. Byggingafram-kvæmdir eru þegar hafnar ogeru verklok áætluð í lokþessa árs. Samskip leigja einaaf þeim fjórum byggingumsem rísa þarna og eru inn-blásnar af gámaflutningaskip-unum sem losa og lesta íWaalhaven. Hönnun húsannaannast hollenska arkitektafyr-

irtækið Zwarts & Jansma ensamræming hönnunar, frá-gangs, fyrirkomulags ogflutninganna í nýja skrifstofu-húsnæðið er í höndum sér-stakrar verkefnisstjórnar.

Samskip byggja nýjar höfuðstöðvar í Rotterdam

Þannig munu hinar nýju höfuðstöðvarí Rotterdam líta út.

Væntanlegar höfuðstöðvar Samskipa -séðar úr lofti.

F R É T T I R

aegirjan06-44sidur.qxd 2/3/06 5:13 PM Page 14