stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - iv

12
Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV Náttúrulegar tölur Frumtölur Samsettar tölur Deilanleiki Stærsti samdeilir Minnsta samfeldi Meyvant Þórólfsson September 2004

Upload: montana-ochoa

Post on 01-Jan-2016

44 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV. Náttúrulegar tölur Frumtölur Samsettar tölur Deilanleiki Stærsti samdeilir Minnsta samfeldi Meyvant Þórólfsson September 2004. Frumtölur og samsettar tölur. Talnafræði - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Stærðfræði – stærðfræðinemandinn1. misseri – haustönn 2004 - IV

• Náttúrulegar tölur• Frumtölur • Samsettar tölur• Deilanleiki• Stærsti samdeilir• Minnsta samfeldi

Meyvant ÞórólfssonSeptember 2004

Page 2: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Frumtölur og samsettar tölur

Talnafræði• Fjallar aðallega um náttúrlegar tölur og

eiginleika þeirra.• Skipta má öllum n N í þrjá

flokka:a)Töluna 1, b)frumtölur og c)samsettar tölur.

• Hægt er að rekja samsettar tölur í frumþætti og reikna fjölda deila þeirra.

Skilgreining 1 (sbr. bls. 65 í Hjartanu):• Látum a og b vera heilar tölur. Við segjum

að talan a gangi upp í b ef til er heil tala c þannig að a·c = b. Ef a gengur upp í b kallast a deilir tölunnar b og ef a er hvorki 1 né b er a eiginlegur deilir tölunnar b.

• Dæmi: a=3 og b=12 , þá er til c = 4 af því 3· 4 = 12. Talan 3 er eiginlegur deilir 12. Á talan 12 sér fleiri eiginlega deila?

Page 3: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Frumtölur og samsettar tölur

• a er deilir b má tákna þannig:

a|b.• Dæmi: Er setningin 15|60 sönn eða

ósönn? Skráum alla eiginlega deila tölunnar 60.

Skilgreining 2:• Frumtala (prímtala) er náttúrleg tala, sem

er ekki deilanleg með öðrum tölum en 1 og sjálfri sér.

• Beita má ýmiss konar tækni við að finna frumtölur. Sjá t.d. sáldur Eratosþenesar.

Skilgreining 3:• Við segjum að tala sé samsett ef hægt er

að rita hana sem margfeldi tveggja minni talna, m.ö.o. ef hún á sér þrjá eða fleiri deila.

Page 4: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Frumtölur og samsettar tölur

Setning 1:• Minnsti eiginlegi deilir samsettrar tölu er

frumtala.Sönnun:• Látum s tákna samsetta tölu og látum d

tákna minnsta eiginlega deili s. Ef d væri ekki frumtala, væri hún samsett og ætti því eiginlegan deili p. Talan p væri því eiginlegur deilir s og p < d. Þetta stenst ekki því gefið var að d táknaði minnsta eiginlegan deili tölunnar s.

• Skoðun framangreinda sönnun ef s=27, d=9 og p=3 til að sannfærast um að minnsti eiginlegi deilir samsettrar tölu sér frumtala.

Page 5: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Frumtölur og samsettar tölur

Ath. reglu um deilingu bls. 65. • Ef n og m eru náttúrulegar tölur, þá eru til

heilar tölur q (kvóti) og r (afgangur) þannig að: m = nq + r

• Og 0 ≤ r ≤ n – 1 (þ.e. r er stærri en eða jöfn og 0, en minni en eða jöfn n – 1 .

Page 6: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Könnun á deilanleika talna

• Ef síðasti stafur tölu er deilanl. með 2, þá er talan deilanleg með 2.

• Ef þversumma tölu er deilanleg með 3, þá er talan það líka.

• Ef síðustu tveir stafir tölu eru deilanlegir með 4, þá er talan það líka.

• Ef síðast stafur tölu er 5 eða 0, þá er talan deilanleg með 5.

• Ef tala er deilanleg með 3 og 2, þá er hún líka deilanleg með 6.

• Tökum síðasta staf tölu, tvöföldum hann og drögum frá því sem eftir er af tölunni. Ef svarið er deilanlegt með 7 (0 meðtalið), þá er talan deilanleg með 7.

• Ef síðustu þrír stafirnir mynda tölu sem er deilanleg með 8, þá er talan sjálf líka deilanleg með 8.

• Ef þversumma tölu er deilanleg með 9, þá er talan það líka.

Page 7: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Könnun á deilanleika talna

• Ef tala endar á 0, þá er hún deilanleg með 10.

• Tökum tölustafi í tölu og drögum frá og leggjum saman á víxl. Ef útkoman er deilanleg með 11 (0 meðtalið), þá er talan deilanleg með 11. Dæmi: 1518, þá tökum við 1 – 5 + 1 - 8= -11

• Ef tala er deilanleg bæði með 3 og 4, þá er hún líka deilanleg með 12.

• Tökum burt síðasta staf tölu og níföldum hann. Drögum þá tölu frá því sem stendur eftir. Ef afgangurinn er deilanlegur með 13, þá er talan það líka.

Page 8: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Frumtölur og samsettar tölur

• Kanna má hvort einhver tala “t” sé frumtala eða samsett með því að athuga hvort hún sé deilanleg með einhverri frumtölu sem er minni en eða jöfn t.

• Dæmi: Könnum hvort talan 131 er frumtala. Nóg er að kanna hvort frumtölurnar 2, 3, 5, 7 og 11 ganga upp í hana. Ef ekki þá er talan 131 frumtala, af því 131 11,4. Næsta frumtala er 13 og 13 · 13 = 169.

• Er talan 133 frumtala eða samsett? En talan 357? En talan 311? En talan 1111? En 1187?

Page 9: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Frumtölur og samsettar tölur

Setning 2:• Frumtölurnar eru óendanlega margar. Við

ritum því mengi frumtalna sem {2, 3, 5, 7, 11 ...}

Setning 3:• Sérhver náttúruleg tala, önnur en 1, er

frumtala eða hana má rita sem margfeldi frumtalna á námkvæmlega einn veg burt séð frá röð frumþáttanna.

• Frumþáttum töluna 60. Þá höfum við 60 = 2 · 30 = 2 · 2 · 15 = 2 · 2 · 3 · 5 = 2² · 3 · 5

Page 10: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Frumtölur og samsettar tölur

Setning 4:• Ef frumtala gengur upp í margfeldi

tveggja talna þá gengur hún upp í aðra hvora töluna.

• Þetta má líka setja þannig fram: Ef p|a·b þá p|a eða p|b.

• Dæmi: Margfeldi talnanna 2 og 14 er 28. Við vitum að 7|28 og 7|14.

• Fjölda deila náttúrulegrar tölu má finna með því að frumþátta hana, taka veldisvísa frumþáttanna, hækka hvern þeirra um 1 og margalda saman.

• Hve margar tölur ganga upp í töluna 60? Við frumþáttum hana í 2² · 3 · 5. Hún ætti því að hafa (2+1)(1+1)(1+1) = 12 deila.

• Finnum tölu sem hefur nákvæmlega 8 náttúrulega deila.

Page 11: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Stærsti samdeilir

Skilgreining 3:• Látum a og b vera tvær náttúrulegar tölur.

Stærstu töluna sem gengur bæði upp í a og b köllum við stærsta samdeili a og b, táknað ssd(a,b).

• Dæmi: ssd(1400,240) = 40• Ef við frumþáttum tölurnar a og b, þá er

ssd(a,b) margfeldi frumþátta a og b og hver frumþáttur tekinn í lægra veldinu sem finnst.

• Dæmi: Frumþáttum tölurnar 1400 og 240:• 1400 = 23*52*7 og 240 = 24*3*5. • Þá fáum við að ssd(1400,240) = 23*5

Page 12: Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 1. misseri – haustönn 2004 - IV

Minnsta samfeldi

Skilgreining 3:• Látum a og b vera tvær náttúrulegar tölur.

Minnstu töluna sem bæði a og b ganga upp í köllum við minnsta samfeldi a og b, táknað msf(a,b).

• Dæmi: ssd(1400,240) = 8400• Ef við frumþáttum tölurnar a og b, þá er

msf(a,b) margfeldi frumþátta a og b og hver frumþáttur tekinn í hærra veldinu sem finnst.

• Dæmi: Frumþáttum tölurnar 1400 og 240:• 1400 = 23*52*7 og 240 = 24*3*5. • Þá fæst að msf(1400,240) = 24*3*52*7

sem gefur 8400.

• Sýna má fram á að ssd(a,b)*msf(a,b)=a*b